Verkefni 2, GlæRur

Preview:

DESCRIPTION

 

Citation preview

ÍSETNING GLUGGA Í TIMBURGRINDNÁMSKRÁR NÁMSGREINA, NÁMSEFNISGERÐ

OG NÁMSMAT.KENNSLUFRÆÐI STARFSGREINA

KEN203G –V-10

19.APRÍL. 2010GÍSLI L. KJARTANSSONÓLAFUR HILMARSSON

Efni til verksins:

GluggiAdjufix (karmfesting)Karmskrúfur 8 x 80mmBakfylling (15mm svampur)Kítti (urethan kítti)TjöruhampurAkrílkítti

Verkfæri til verksins:

Batterísborvél14mm trébor10mm sexkanturLóðbrettiKíttissprautaMálbandHamar

Hvað þarf að hafa í huga við val á efni ?

1) Hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi að stilla gluggann af og festa hann ?

Algeng aðferð er t.d. að nota tréfleyga til að stilla gluggann af og skrúfa síðan í gegnum gluggann inn í veggjagrindin.

Önnur leið er að nota festingajárn sem fyrst er skrúfað í gluggann og þegar glugginn hefur verið stilltur af með tréfleygum er hinn endinn á járninu festur við veggjagrindina.

Sú leið sem valin er í þessu verkefni er að nota karmfestingar (Adjufix)

Kostir karmfestinga eru:

Þær eru einfaldar í notkun, spara tíma og gefa meiri möguleika á nákvæmni en flestar aðrar aðferðir.

Gallar:

Viðbótarkostnaður í samanburði við að nota t.d. tréfleyga.

(kostnaðurinn kemur þó til baka í tímasparnaði)

Hvað þarf að hafa í huga við val á efni framh.?

2) Leiðir til að fylla í bilið á milli glugga og veggjagrindar ?

Algengt er að nota festifrauð sem sprautað er í bilið. Kostir við festifrauð eru t.d. að það límir gluggann fastann, það einangrar vel og það er fljótlegt í notkun.

Gallar við festifrauð er að erfitt getur verið að stjórna því hversu mikið fer af því í bilið, sem veldur því að oft þarf að skera umframefnið í burt þegar það hefur þanist út.

Þegar festifrauðið hefur verið skorið er það orðið mjög vatnsdrægt, heldur vatninu í sér og skemmir útfrá sér. (sem er helsta ástæðan fyrir að það er ekki valið í þessu verkefni.)

Sú leið sem valin er í þessu verkefni er að nota tjöruhamp og er það fyrst og fremst vegna þess hversu vel hann hrindir vatni frá sér og þornar fljótt, að auki einangrar hann vel og er auðveldur í notkun. Gott er fyrir verðandi húsasmiði að vita af þessari aðferð.

Gallar:

Seinlegra en t.d. að nota festifrauð.

Að nota steinull er ekki kostur vegna vatnsdrægni hennar.

Hvað þarf að hafa í huga við val á efni framh.?

3) Af hverju notum við bakfyllingu (svamppulsu) ?

Bakfylling gefur jafna efnisþykkt á kíttinu og vegna lögun sinnar mótar hún kíttið þannig að það fær meiri teygjanleika.

Hvað þarf að hafa í huga við val á efni framh.?

4) Að utanverðu þarf að velja kítti sem hefur góða viðloðun við timbur (stein ef það á við)

Kíttið þarf að hafa góða teygi möguleika,

Gott veðrunarþol

Þarf að þola sólaljósið

Í sumum tilvikum þarf það að vera yfirmálanlegt

Flest urethan kítti hafa þessa eiginleika en kynna þarf sér vel leiðbeiningar framleiðanda

Hvað þarf að hafa í huga við val á efni framh.?

5) Að innanverðu kíttum við fyrst og fremst í þeim tilgangi að loka yfir tjöruhampinn

Við gerum ekki sömu kröfur til kíttisins að innanverðu og utanverðu

Við veljum akrýlkítti þar sem það hleypir raka í gegnum sig og er mun ódýrara en urethan kítti.

Verkefnið í framkvæmd:

Byrjum á að mæla fyrir karmfestingum, fjarlægð frá hornum skal vera 120mm og festingum deild niður þannig að ekki verði meira bil á milli festinga en 600mm en fjöldinn fer eftir stærð gluggans.

Næst komum við glugganum fyrir í veggjagrindinni og stillum gluggann af með því að skrúfa karmfestinguna út með sexkanti og gætum þess að bilið sé jafnt allan hringinn og innri brún fræstrar raufar í glugganum sé í línu við ytribrún grindarinnar og hann verði lóðréttur og láréttur.

Þegar glugginn er kominn í og við erum vissir um að glugginn er réttur í gatinu, þá setjum við 8 x 80mm skrúfu í gegnum karmfestinguna og herðum vel og notum til þess batterísborvélina.

Þegar glugginn hefur verið festur þá setjum við að utan verðu bakfyllingu fyrir kíttið og látum hana vera u.þ.b. 5mm inn fyrir veggjagrindina. Að því loknu kíttum við yfir bakfyllinguna með urethan kítti og strjúkum yfir kíttið með plastspaða vættum í sápuvatni.

Við höfum þegar sagað okkur 65mm renninga úr vatnslímdum 9mm krossvið og setjum hann í fræstu raufina í glugganum. Áður en krossviðurinn er settur í er kíttað í raufina og krossviðnum þrýsti í kíttið og síðan neglt með 50mm heitgalvanhúðuðum saum í grindina.

Nú förum við inn og troðum tjöruhamp á milli gluggans og grindarinnar og kíttum yfir með akrílkítti.

Að lokum límum við trétappa í gatið sem borað var fyrir karmfestingunni og glugginn er tilbúinn til glerjunar.

Umræður að loknu verki.

Hvað finnst ykkur um þessa aðferð ?

Er hún flókin eða einföld ?

Hafið þið sett í glugga áður ?

Hvaða aðferð var notuð ?

Var sú aðferð fljótlegri eða seinlegri ?

Hvaða efni hafið þið kynnst áður við ísetningu glugga ?

Eigið þið von á að nýta ykkur þessa aðferð í framtíðinni ?

Umræður að loknu verki framh.

Getum við notað sömu aðferð við að setja glugga í steypta veggi ?

Já, þegar setja á glugga í steypta veggi notum við sömu aðferðina og sömu efnin.

Munurinn á að setja glugga í timburgrind og steyptan vegg liggur einungis í frágangi á ytrabyrði og innrabyrði byggingarinnar

Hvort veðurkápan er t.d. timbur- eða málmklæðning, veggir múrhúðaðir eða aðrar aðferðir og hvernig á að ganga frá útveggjum að innanverðu.

Við framleiðslu á gluggum þarf að hugsa fyrir hvernig tengja á klæðningar að inna og utan við gluggana.

Hvað þarf að hafa í huga þegar endurnýja á glugga.

Þegar mælt er fyrir nýjum glugga Gera ráð fyrir hlaupi u.þ.b. 5 – 7 mm allan hringinn Athuga þann tíma sem tekur að fá gler og gluggann, (tímaáætlun fyrir viðskiptavininn)

Þegar skipt er um glugga. Umgengni, góð regla t.d. að byrja á að setja .....plastdúk fyrir gluggann að innanverðu. Hvernig losum við gamla gluggann ? Nýr gluggi settur í, getum við notað sömu aðferð og ....við notuðum í dag ? Hvaða efni á að nota ?

Gamall gluggi Nýr gluggi

Algengt var áður fyrr að gluggar væru steyptir í byggingar.Dæmi um frágang þegar slíkur gluggi er endurnýjaður.

Recommended