32
vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 9. JANÚAR 2014 1. TÖLUBLAÐ 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslá af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Nicotinell Fruit 96stk - kr. 2250,- TILBOÐ VIKUNNAR Reykjanesbær í vetrarbúningi Fær reglulega bónorð á götum úti - Ásta Rós er ofurhugi og ævintýramanneskja fram í fingurgóma Var 249 kg og óttaðist dauðann - Eyþór Árni tekur þátt í The Biggest Loser Ísland Kemst lengst í því sem er skemmtilegast - Ástrós Brynjarsdóttir íþróttakona í viðtali Vegagerðin krafin um hundruð milljóna bætur? Íbúar Suðurnesja hafa fengið að finna fyrir hálku og svellbunkum síðustu vikur. Nú er aðeins að draga úr vetrarhörkunni og hiti verður yfir frostmarki næstu daga. Þannig mun svellið hörfa og hvíta snjófölin einnig. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir Reykja- nesbæ á gamlársdag og tók þá meðfylgjandi mynd sem sýnir bæinn í vetrarbúningi. Fremst á myndinni má sjá Fitjarnar í Njarðvík V egagerðin sagði einhliða upp samningi við Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum (SSS) um einka- leyfi á áætlunarferðum flugrútunnar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefjast áttu nú í ársbyrjun. Stjórn SSS ætlar að bregðast við þessari ólögmætu ákvörðun að þeirra mati og kreast bóta sem hugsanlega gætu numið hundr- uðum milljóna króna. Málið var rætt á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni. Samkeppnis- stofnun hefur gefið það út að sveitarfélögin myndu hagnast um 500 milljónir króna á einkaleyfi flugrútunnar. Samningur SSS og Vegagerðarinnar var undirritaður í febrúar 2012 en hann fjallar einnig um skipulagningu og umsjón með almenn- ingssamgöngum á Suðurnesjum. Hagn- aður af einkaleyfisakstrinum átti í raun að kosta almenningssamgöngur á Suður- nesjum. Síðastliðið haust var undirritaður samningur við SBK um að sjá um akstur- inn sem átti að hea flugrútu-aksturinn í byrjun árs 2014. Samkeppniseftirlitið gerði verulegar athugasemdir við samn- inginn og sendi ályktun þess efnis í júní á sl. ári. Þar er bent á að samningurinn feli í sér alvarlegar samkeppnishindranir. Formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði við Morgunblaðið 13. des. sl. að SSS væri í erfiðri stöðu og gæti ekki annað en framfylgt samningi sem það gerði við SBK um aksturinn. Forráðamenn Kynnisferða sögðu að ef útboðinu yrði framfylgt yrði því mætt af hörku með kæru en fyrirtækið hefur sinn flugrútuakstri milli Keflavíkur og Reykja- víkur í mörg ár. Forráðamenn Allra handa hafa einnig mótmælt þessum gjörningi. Upphafið að samningi Vegagerðarinnar við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum má rekja til lok árs 2011 en þá voru sam- þykkt lög á Alþingi um breytingu á lögum um fólksflutninga hér á landi. n Vegagerðin sleit einhliða samningi við SSS um einkaleyfi á „flugrútunni“:

01 tbl 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

1.tbl.35.árg.

Citation preview

Page 1: 01 tbl 2014

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUDAGURINN 9. JANÚAR 2014 • 1 . TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐNicotinell Fruit 96stk - kr. 2250,-

TILBOÐ

VIKUNNAR

Reykjanesbær í vetrarbúningi

Fær reglulegabónorð á götum úti

- Ásta Rós er ofurhugi og ævintýramanneskja fram í fingurgóma

Var 249 kgog óttaðist dauðann- Eyþór Árni tekur þátt í The Biggest Loser Ísland

Kemst lengstí því sem er

skemmtilegast- Ástrós Brynjarsdóttir íþróttakona í viðtali

Vegagerðin krafin um hundruð milljóna bætur?

Íbúar Suðurnesja hafa fengið að finna fyrir hálku og svellbunkum síðustu vikur. Nú er aðeins að draga úr vetrarhörkunni og hiti verður yfir frostmarki næstu

daga. Þannig mun svellið hörfa og hvíta snjófölin einnig. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir Reykja-

nesbæ á gamlársdag og tók þá meðfylgjandi mynd sem sýnir bæinn í vetrarbúningi. Fremst á myndinni

má sjá Fitjarnar í Njarðvík

Vegagerðin sagði einhliða upp samningi við Samband sveitar-

félaga á Suðurnesjum (SSS) um einka-leyfi á áætlunarferðum flugrútunnar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefjast áttu nú í ársbyrjun. Stjórn SSS ætlar að bregðast við þessari ólögmætu ákvörðun að þeirra mati og krefjast bóta sem hugsanlega gætu numið hundr-uðum milljóna króna.Málið var rætt á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni. Samkeppnis-stofnun hefur gefið það út að sveitarfélögin myndu hagnast um 500 milljónir króna á einkaleyfi flugrútunnar. Samningur SSS

og Vegagerðarinnar var undirritaður í febrúar 2012 en hann fjallar einnig um skipulagningu og umsjón með almenn-ingssamgöngum á Suðurnesjum. Hagn-aður af einkaleyfisakstrinum átti í raun að kosta almenningssamgöngur á Suður-nesjum. Síðastliðið haust var undirritaður samningur við SBK um að sjá um akstur-inn sem átti að hefja flugrútu-aksturinn í byrjun árs 2014. Samkeppniseftirlitið gerði verulegar athugasemdir við samn-inginn og sendi ályktun þess efnis í júní á sl. ári. Þar er bent á að samningurinn feli í sér alvarlegar samkeppnishindranir.Formaður Sambands sveitarfélaga á

Suðurnesjum sagði við Morgunblaðið 13. des. sl. að SSS væri í erfiðri stöðu og gæti ekki annað en framfylgt samningi sem það gerði við SBK um aksturinn.Forráðamenn Kynnisferða sögðu að ef útboðinu yrði framfylgt yrði því mætt af hörku með kæru en fyrirtækið hefur sinn flugrútuakstri milli Keflavíkur og Reykja-víkur í mörg ár. Forráðamenn Allra handa hafa einnig mótmælt þessum gjörningi.Upphafið að samningi Vegagerðarinnar við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum má rekja til lok árs 2011 en þá voru sam-þykkt lög á Alþingi um breytingu á lögum um fólksflutninga hér á landi.

n Vegagerðin sleit einhliða samningi við SSS um einkaleyfi á „flugrútunni“:

Page 2: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

Opnunartíma safnsins hefur verið brey�. Framvegis verður opið kl. 09:00 til 18:00 virka daga og kl. 11:00 til 17:00 laugardaga. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá safnsins um áramót.

VANTAR ÞIG SAL FYRIR AFMÆLISVEISLUR?Fjörheimar Hafnargötu 88 eru leigðir út virka daga frá kl.16.00 - 19.00. Í salnum eru borð og stólar, þythokkí, danssalur, bíósalur o.fl.Bókanir eru á �[email protected] Verð kr. 7.000.

HÚSALEIGUBÆTUR 2014Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2014 fyrir 16. janúar nk.Só� er um á Mi� Reykjanes (www.mi�reykjanes.is). Þar er einnig hægt að sækja um lykilorð og hægt að velja um að fá lykilorð sent í pósti eða netbanka.

Með umsókninni þarf að skila inn:• Staðgreiðsluyfirliti þar sem fram koma heildartekjur ársins 2013.• Launaseðlum síðustu þriggja mánaða.• Yfirliti frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun eða öðrum launagreiðendum og öðrum gögnum er varða laun.• Ska�framtali fyrir árið 2013 hafi því ekki þegar verið skilað inn.• Endurnýjuðum húsaleigusamningi sé hann ekki í fullu gildi.

Umsókn inn á www.mi�reykjanes.is þarf að hafa borist eigi síðar en 16. janúar 2014.Sigurbjörg Gísladó�ir húsnæðisfulltrúi

EKUR ÞÚ VARLEGA?30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

-fréttir pósturu [email protected]

Brunaútkall!

Tvö útköll!

Frá vettvangi brunans á Mávabraut áþriðjudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Frá slökkvistarfi við Bakkastíg ágamlárskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þurfti tvívegis að ráða niðurlögum elds í þaki

atvinnuhúsnæðis við Bakkastíg í Njarðvík á gaml-árskvöld. Fyrra útkallið kom rétt fyrir kl. 22. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá flugeldi sem fór í þak hússins.Rétt fyrir miðnætti fór svo annar flugeldur í þak húss-ins og kveikti þar eld. Slökkviliðsmenn voru flestir

komnir til baka á slökkvistöðina í Keflavík og voru aftur sendir á vettvang. Vel gekk að slökkva eldinn.Tjón vegna þessara flugeldabruna er nokkuð. Tals-verður reykur myndaðist en í atvinnuhúsnæðinu eru mörg fyrirtæki og þar voru jafnframt talsverð verð-mæti í geymslu eins og húsbílar og fleira sem voru í rými sem fylltist af reyk.

[email protected]

Karl og kona sem bjargað var út úr brennandi íbúð við

Mávabraut á þriðjudagskvöld voru útskrifuð eftir skoðun á slysadeild Landspítala í Foss-vogi. Þangað voru þau flutt vegna gruns um reykeitrun.Tilkynnt var um eldinn kl. 20:55 á þriðjudagskvöldið og var fjölmennt

lið lögreglu og slökkviliðs Bruna-varna Suðurnesja sent á staðinn. Fólkið hafði brotið rúðu í svefnher-bergi og var annað þeirra komið út um gluggann en lögreglu- og slökkviliðsmenn hjálpuðu hinu að komast út.Fólkið var fyrst flutt á Heilbrigðis-stofnun Suðurnesja og síðan áfram

á Landspítala til frekari skoðunar. Þaðan var fólkið útskrifað en því hafði ekki orðið meint af reyknum í íbúðinni.Íbúðin er mikið skemmd af völdum elds, reyks og sóts. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn á brunavettvangi.

[email protected]

n Karl og kona björguðust úr brennandi íbúð við Mávabraut:

Útskrifuð eftir skoðun á slysadeild

FLUGELDUR KVEIKTITVÍVEGIS Í SAMA ÞAKINU

Húsbílar voru geymdir í hlutahússins sem fylltist af reyk.

Slökkviliðsmenn berjastvið eldinn í þaki hússins.

Page 3: 01 tbl 2014

GÓÐIR HLUTIR GERAST Á ÁRINU 2014

Page 4: 01 tbl 2014

• Í baráttu Reykjanesbæjar undanfarin ár hefur þrautseigja verið mikilvægasti efniviðurinn.

• Íbúaþróun hefur haldist jákvæð og þrátt fyrir að atvinnuverkefni hafi dregist langt umfram væntingar heimamanna hefur tekist í kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undanfarin þrjú ár.

• Nýsamþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 gerir einnig ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði, þrátt fyrir aukinn stuðning við þau verkefni sem sveitarfélagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ.e. forvarnir í þágu barna- og unglinga, menntun, íþróttir, samgöngur og umhverfisbætur, auk fjölbreytts menningarstarfs.

• Nýr íbúavefur er tilbúinn, sem ætlað er að styrkja íbúalýðræði. Þessi nýi íbúavefur er enn ein leið til að hver íbúi geti sagt sitt álit og komið með hugmyndir sem síðan geta orðið að tillögum og samþykktum í bæjar- stjórn eða með öðrum hætti orðið að veru- leika. Við hvetjum íbúa til að skoða vefinn með því að fara inn á heimasíðu Reykja- nesbæjar, (reykjanesbaer.is) og smella efst í hægra hornið á merki sem segir „vefir bæjarins.“

• Annar nýr vefur, sem sóttur er frá sama stað, hefur einnig verið gerður en hann geta íbúar notað til að koma að ábendingum sem miða að því að „kippa í lag“ atriðum í nærumhverfinu.

• Við munum áfram vinna markvisst að umferðar- öryggismálum. Nýjar slysatölur lögreglu sýna að okkur hefur orðið ágengt í þeim málum og haldið verður áfram að útrýma svartblettum.

• Á árinu 2013 var talsverð undirbúningsvinna lögð

í kynningu Jarðvangs á Reykjanesi, merkingar og kynningarefni. Á árinu 2014 stígum við sterkar fram með „Hundrað gíga garðinn“ og kynningu jarðvangs. Íbúar okkar búa í „Jarðvangnum á Reykjanesi!“

• Við setjum fjármagn í að halda gróðursetningar- átakinu í gangi. Flestir bæjarbúar sjá muninn á ásýnd bæjarins.

• Markaðsstofa Reykjaness, í nýjum búningi, mun verða menningarferðaþjónustu á svæðinu til framdráttar.

• Áfram verður unnið að umhverfisverkefnum í bænum, aðkomur í bæinn hafa verið gerðar fallegri og hreyfigarðar verða tengdir heilsu- stígum um bæinn. Í snjallsíma má opna smáforrit sem leiðbeinir um notkun tækja í hreyfigörðunum.

• Við berum virðingu fyrir sögu svæðisins og höldum áfram að gera upp gömlu húsin okkar. Elsti hluti Duushúsanna, Bryggjuhúsið, er nú

tilbúinn þannig að við snúum okkur að Gömlu búð og Fischershúsi sem telja má með merkari húsum hér á landi.

• Ungmennaráð Reykjanesbæjar lagði fram hug- myndir um úrbætur sem snúa að unglingum í lok ársins 2012. Unnið hefur verið markvisst að þeim og þrjú skýr dæmi um það eru Ungmennagarður- inn, sem rís nú við Hafnargötu 88, bættar lýsingar

á göngustígum og aukin strætisvagnaþjón-usta.

• Miklar umbætur áttu sér stað á strætó strax í janúar í fyrra, 30 mínútna leiðarkerfi, styttri tími á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Ekið er lengur á daginn og um helgar. Áfram er ókeypis í strætó í Reykjanesbæ.

• Umönnunargreiðslur til foreldra hækkuðu í fyrra úr 25 þús. kr. í 35 þús. kr. á mánuði og helst sú upphæð óbreytt. Eins og áður eru þær greiddar til foreldra frá því að fæðingarorlofi lýkur til 15 mánaða aldurs barnanna og síðan vegna þjónustu dagfor eldra og þar til barnið byrjar í leikskóla.

• Reykjanesbær mun áfram bjóða endur-gjaldslaus uppeldisnámskeið, styðja Rannsókna-setur í barna- og fjölskylduvernd og vinna í samvinnu

Kæri íbúi í Reykjanesbæ, Fyrir hönd starfsfólks og stjórnenda Reykjanesbæjar óska ég þér farsældar á nýju ári.Meðfylgjandi er samantekt á mörgum verkefnum sem unnið verður að á þessu nýja ári 2014. Efnið er í sam-ræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun bæjarins. Verkefnin byggja m.a. á framtíðarsýn sem við höfum ótrauð unnið eftir undanfarin ár og fjölda ábendinga sem koma fram á árlegum íbúafundum, með sam-tölum, tölvupósti, tillögum í nefndum og ráðum eða með öðrum hætti. Þá fylgja tölulegar upplýsingar um íbúa- og atvinnuþróun sem við vonum að þér þyki fróðlegar.Við óskum áfram góðs samstarfs við þig um að gera samfélagið okkar enn betra til búsetu.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri

Page 5: 01 tbl 2014

við Rannsókn og greiningu að úttekt á stöðu barna og unglinga í samfélaginu.

• Á árinu 2014 viljum við styrkja barna- og fræðslu- starf enn frekar og m.a. koma upp fjölskyldusetri í gamla barnaskólahúsinu við Skólaveg.

• Barnahátíðin, með Listahátíð barna í forsæti, verður enn stærri og öflugri á þessu ári með sterkari tilkomu grunnskólanna. Sífellt stækkandi hátíð sem er einstök á landsvísu.

• Áfram verður stuðningur við verkefni tengd endurhæfingu og þjálfun fyrir ungt fólk í vanda.

• Þetta ár mun m.a. einkennast af því að við höldum áfram að bæta skólastarfið og styrkja innviði menntunar.

• Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum. Í fyrra var starfshlutfall tölvuumsjónar- manna í grunnskólum aukið. Ipad-væðingin hefur hafið innreið sína í grunnskóla Reykjanesbæjar og nú fær heill árgangur slíkan búnað, auk kennara. Þessu verður fylgt vel eftir með kennslufræði- legum stuðningi.

• Í fyrra var kennslustofum bætt við Akurskóla og leikskólann Holt og á þessu ári munum við stækka aðstöðuna á Holti og Heiðarseli og laga bíla- stæðin þar. Einnig verður farið í breytingar innan- húss á leikskólanum Tjarnarseli.

• Framlög til Íþróttasjóðs voru nær tvöfölduð í fyrra en þar skipti mestu um 50% hækkun á þjálfara- styrk sem ætlað er að tryggja vel menntaða þjálfara í þágu barna- og unglingastarfs íþrótta- félaganna. Nú bætum við enn um betur með 15 milljón kr. stuðningi við innra starf íþróttafélaganna.

• Tómstundasjóður hefur verið efldur til að geta gert samninga á ný við tómstundafélög.

• Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafélaga, voru hvatagreiðslur teknar upp að nýju í fyrra og bjóðast nú í haust. Þar gefst foreldrum barna og unglinga færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu fyrir börnin á íþrótta,- list- eða tómstundagrein að eigin vali.

• Hljómahöllin opnar snemma á þessu ári. Fjölmennasti tónlistarskóli landsins fær umgjörð við hæfi í tónlistarbænum. Poppminjasafn Íslands mun taka á móti erlendum og innlendum gestum með einstakri sýningu sem segir sögu tónlistar í poppbænum og sögu íslenskrar tónlistar, um leið og hún er tengd við erlenda tónlistarsögu. Hljómahöllin verður tónlistar- og menningarhús með fjölda tækifæra í menningartengdri atvinnu- sköpun s.s. ráðstefnum, tónleikahaldi o.fl. Okkar góða félagsheimili Stapinn styður vel við möguleikana.

• Fimm skemmtilegar og áhugaverðar sýningar eru áætlaðar hjá Listasafninu í ár og eru þær m.a. settar upp fyrir utan- aðkomandi styrki.

• Áframhaldandi stuðningur verður við 20 menningarhópa og -félög í bæjarfélag- inu. Æfingahúsnæði og vinnustofur eru boðin gegn vægri leigu og viðburðum á Ljósanótt.

• List án landamæra, listverkefni þar sem fatlaðir og ófatlaðir koma saman, verður enn stærra og skemmtilegra nú á nýju ári.

• Nýjar og áhugaverðar sýningar og við- burðir verða í Duushúsum, tengdir sögu, myndlist og tónlist sem eiga að stuðla að fjölgun gesta.

• Allir textar við sýningarnar í Víkingaheimum verða komnir á a.m.k. fjögur tungumál á árinu. Erlendum gestum fjölgar þar stöðugt. Þetta ætti að hvetja til komu fleiri erlendra gesta.

• Með allri þessari menningarstarfsemi er Reykja- nesbær markaðssettur enn frekar sem jákvætt bæjarfélag sem býður fólki með fjölbreytta menntun að setjast hér að.

• Saga svæðisins er okkur hugleikin og í tilefni 20 ára afmælis Reykjanesbæjar opnum við sýningu um sögu bæjarins á miðlofti Bryggjuhúss

Page 6: 01 tbl 2014

Duushúsa um leið og við opnum húsið formlega fyrir gestum eftir mikla endurgerð.

• Heilsu- og forvarnarvikan verður á sínum stað. Enn er hún einstök á landsvísu.

• Reykjanesbær mun á þessu ári ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykja- nesbæ. Hrafnista hefur tekið að sér rekstur þjónustunnar. Markmið okkar er að bjóða öldruðum Suðurnesjamönnum besta aðbúnað og þjónustu á landinu.

• Í fyrra voru teknar í notkun 6 nýjar íbúðir fyrir fatlaða í stað herbergjasambýlis. Þetta er í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar um að hver einstaklingur eigi kost á búsetu við sitt hæfi. Í ár verður þessari uppbyggingu haldið áfram og Þroskahjálp byggir nú 6 íbúðir í samstarfi við Reykjanesbæ.

• Þjónusta og skipulag stjórnsýslu bæjarins var bætt með því að flytja starfsemi þjónustustofn- ana á einn stað að Tjarnargötu 12 s.s. fræðslu- skrifstofuna og bókasafn bæjarins sem er í mið- rými.

• Bókasafnið mun leitast eftir að aðlaga þjónustuna breyttum staðháttum og breyttu samfélagi. Þar mun hjarta menningar og menntunar slá eins og áður.

• Framlögum til atvinnuátaksverkefna verður haldið áfram í gegnum garðyrkjudeild, félagsþjónustu og sértæk verkefni.

• Að Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með Keili í miðpunkti.

Þar eru nú þegar 100 fyrirtæki og stofnanir og stærsta frumkvöðlasetur landsins. Stóran þátt í velgengni Ásbrúar á skólasamfélagið Keilir. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsuverkefni og tæknitengt nám, auk spennandi nýjunga sem kynntar verða á þessu ári.

• Gagnaver Verne Global á Ásbrú mun stækka um- talsvert á árinu. Hugað er að aðstöðu fyrir fleiri gagnaver, samkvæmt óskum fjárfesta.

• Á Reykjanesi er verið að undirbúa stækkun orku- versins. Þar er í byggingu stærsta fiskeldisstöð landsins sem er þegar komin af stað og vel gengur að byggja aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða tengda grænni orku.

• Verkefni í Helguvík á þessu ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings, fullvinnslu sjávarafurða o.fl. sem unnið hefur verið að. Líklegt er að kísilver verði fyrsta stóra verkefnið sem fer af stað á miðju ári.

• Gert er ráð fyrir að a.m.k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári.

• Unnar verða vinnu- markaðsrannsóknir m.a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og mennt- unar.

• Flugstöð Leifs Eiríks- sonar er stærsti vinnu staður íbúa. Við viljum í samstarfi við Flugstöð-

ina og vegagerðina leggja göngu- og hjólreiðastíg þaðan og niður í bæ. Hann mun nýtast vel bæði fyrir starfsfólk og ferðafólk.

• Í samstarfi við Keili og MSS er unnið að uppbyggingu menntunar fyrir starfsfólk í ferða- þjónustu.

• Með tilkomu Hljómahallar, Víkingaheima, fleiri kaffihúsa, gististaða, menningarviðburða, göngu- leiða og bætts umhverfis er áhugavert að fylgjast með auknum heimsóknum ferðamanna í bæinn okkar.

• Í samræmi við ályktun bæjarráðs og bæjarstjórnar er unnið að því að fjöldi hælisleitenda minnki um- talsvert í bæjarfélaginu á nýju ári, enda samningar á lokastigum við önnur sveitarfélög. Hér mun aðal- lega dvelja fjölskyldufólk, sem þarf góðan stuðning bæjarbúa í erfiðleikum sínum.

• Þetta allt skapar ástæðu til bjartsýni í okkar bæ fyrir nýtt ár 2014.

ÍBÚAR TIL ÁHRIFANýjar leiðir til að hafa áhrif á bæjarmálin og koma hlutunum á hreyfingu!

Íbúar Reykjanesbæjar hafa nú möguleika á auknum áhrifum á málefni og rekstur bæjarfélagsins. Þú ferð inn á www.reykjanesbaer.is og smellir efst í hægra hornið á merki sem segir "vefir bæjarins.

Íbúavefur Reykjanesbæjar er vettvangur til að leggja inn hugmyndir og móta í félagi við aðra íbúa. Vinsælar og vel unnar hugmyndir eiga möguleika á að komast í framkvæmd. Lögð er áhersla á að vefurinn er ekki beintengdur stjórnsýslu bæjarins, heldur er ætlast til að hver einstaklingur leggi fram hugmynd og fái um hana umræðu á meðal íbúa sem geta gefið henni nokkurs konar einkunn. Umsjónarmaður vefjar sér þá um að koma ábendingum til bæjarins. Þú skráir þig inn á íbúavefinn, getur á einfaldan hátt samþykkt eða hafnað hugmynd sem hefur verið lögð fram eða komið með nýja hugmynd og leitað álits íbúa á henni.

Umbætur í hverfum – kippa í lag!Ábendingavefur gerir íbúum kleift að benda á umbætur í hverfum, hluti sem íbúi óskar eftir að sé „kippt í lag“ í sínu nánasta umhverfi.Þetta getur t.d. varðað hreinsun, viðgerðir, gróðurrækt, lýsingar o.fl. Sá sem ritar ábendingu um eitthvað sem þarf að kippa í lag, getur merkt inn staðsetningu verkefnisins á kort en skila-boðin berast beint til Umhverfis- og skipulagssviðs, sem tekur við ábendingum, vinnur úr þeim og tilkynnir íbúum um stöðuna.

Tjáðu þig þar sem það telur!

Reykjanesbær - tölfræðiupplýsingar frá fjárhags- og rekstrarsviði Reykjanesbæjar. Upplýsingarnar byggja á gögnum frá Þjóðskrá Íslands, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun.

Íbúatölur um áramótin 2013/2014 eru samkvæmt óendurskoðaðri skráningu Þjóðskrá Íslands 02.01.2014. Hlutfall atvinnuleysis reiknast frá fjölda vinnuafls (16-69 ára) á hverjum tíma.

Page 7: 01 tbl 2014

Verðlækkun á bleyjum í nettóLækkun á virðisaukaskatti úr 25,5% í 7%

BLaut-kLútar299

kr/pk

Veldu það

besta fyrir

barnið þitt

Änglamark bleyjurnar eru

umhverfisvænar og innihalda

engin ónauðsynleg aukaefni.

BLEyJUr:Midi, Maxi og Junior 1.689

kr/pk1.989 krNewborn

849kr/pk Mini

1.098kr/pk

1.298 kr

Tilboðið gildir meðan birgðir endastBirt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Page 8: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8

-ritstjórnarbréf

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Þórgunnur Sigurjónsdóttir, [email protected]ðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: ÍslandspósturStafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.isTekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Páll Ketilsson skrifar

-mundiÁramótaheitið mitt? Ég ætla

ekkert að hreyfa mig. Ætla að sitja sem fastast á þessari síðu!

SÍMI 421 0000

Miði er möguleiki! Um 15.000 miðar skiluðu sér inn í Nettó og Kaskó.

Guðrún og Kristrún unnustærstu Jólalukku vinningana

„Þetta kemur mér á óvart en ánægjulegt auðvitað,“ sagði Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykja-nesbæ en hún hlaut stærsta vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta 2013, 100 þús. króna gjafabréf í Nettó.Guðrún og Jónas Franzson maður hennar hafa verslað mikið í Nettó í gegnum árin og líkar vel. „Mér finnst mjög gott að gera innkaupin í Nettó og ekki skemmir hvað það eru góð bílastæði við verslunina,“ sagði hún í stuttu spjalli við VF.Ung kona í Grindavík, Kristrún Ingadóttir, vann næst stærsta vinninginn sem var Evrópufarmiði með Icel-andair. Hún var líka hissa þegar við hringdum í hana til að tilkynna henni vinninginn. „Ég vinn aldrei neitt. Þetta er æði. Þegar ég var búinn að skafa af miðanum mínum sendi ég manninn minn í Nettó hér í Grinda-vík þar sem ég hafði verslað en auðvitað átti ég ekki von á því að fá svona flottan vinning“ sagði Kristrún sem vinnur á leikskólanum Króki í Grindavík en fjöl-skyldan flutti til Grindavíkur frá Sauðárkróki sl. sumar en maður hennar stundar nám í Fisktækniskólanum í Grindavík.Um 15 þúsund miðar bárust í Nettó og Kaskó sem dregið var úr á aðfangadag. Yfir fimm þúsund miðar í Jólalukkunni eru með vinningum en síðan er dregið úr þeim miðum sem eru ekki með vinningi og fólk kemur með í Nettó eða Kaskó.

Auk tveggja stóru vinningana voru dregnir út 20 aðrir heppnir sem hljóta konfektkassa frá Nettó og eiga að sækja hann þangað.

Jólalukka 2013 - 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó:Guðrún Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 1 Reykjanesbæ, Evrópumiði með Icelandair:Kristrún Ingadóttir, Marargötu 2, Grindavík Konfektkassi frá NettóJóna Þórðardóttir Guðnýjarbraut 11 ReykjanesbæRósa Jóhannesdóttir Faxabraut 38d ReykjanesbæÁslaug Unadóttir Skólavegi 23 ReykjanesbæBergþór Hugi Bjarnason Mánagötu 11 ReykjanesbæHeiðar Agnarsson Sunnubraut 52 ReykjanesbæSveindís Pétursdóttir Leirdal 8 Vogum á VatnsleysuströndAxel Ingvarsson Heiðarholti 7 ReykjanesbæOlav Olsen Vesturgötu 17 ReykjanesbæGuðbjörg Ægisdóttir Kjarrmói 1 ReykjanesbæÓlöf Rún Guðsveinsdóttir Efsaleiti 40 ReykjanesbæKristján Pálsson Kjarrmóa 3 ReykjanesbæRóbert Gísla Suðurgötu 52 ReykjanesbæVilhjálmur K. Ingþórsson Ásabraut 2 SandgerðiGuðmundur F. Sigurbjörnsson Hlíðargötu 22 SandgerðiGuðjón Pétur Stefánsson Baugholti 23 ReykjanesbæÞórunn Friðriksdóttir Gónhóli 20 ReykjanesbæGuðný S. Magnúsdóttir Baldursgarði 11 ReykjnaesbæKjartan Másson Brekkustíg 35b ReykjanesbæSalvör Pétursdóttir Híðarvegi 68 Reykjanesbæ

Úrdráttur 16. desember:Gísla Vigfúsdóttir Urðarbraut 4 Garði, Icelandair ferðavinningur.Aníta K. Carter Tjarnarbakka 6 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.Birna Níelsdóttir Vallarási 12 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Úrdráttur 9. desember:Thelma Rut Kristinsdóttir Norðurvellir 26 Reykjanesbæ, Icelandair ferðavinningur.Tinna Torfadóttir Greniteig 35 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.Marlena Kuznicka Skógarbraut 110 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó.

Besta fíkn sem til erMargir strengja áramótaheit þegar nýtt ár gengur í garð. Einn af þeim stórtækari í þeim efnum er Keflvíkingurinn Eyþór Árni Úlfarsson en hann er einn af þátttak-endunum í sjónvarpsþáttaröð Skjás eins, „Biggest Loser Ísland“. Verkefnið hefur sjónvarpsstöðin unnið á Suðurnesjum en mest á Ásbrú þar sem þátttakendur gistu en þættirnir voru einnig teknir þar upp að undanskildum lokaþættinum sem verður sýndur í beinni útsendingu í vor.

Líkamsrækt er sennilega vinsælasta átaksverkefni fólks á nýju ári. Margir hætta að nota tóbak eða reyna það. Það er ekkert mál að hætta. Málið er að byrja ekki aftur. Heilsan er jú sennilega það mikilvægasta í lífi hvers manns. Umræddur Eyþór notaði tæki-færið þegar hann ákvað að reyna að komast að í sjónvarpsþátt-unum sem sumir hafa fordæmt eða gagnrýnt. Hvað sem því líður þá er Eyþór nú kominn á betri braut en hann var á, áður en hann byrjaði í átakinu sem tengist „stærsta lúsernum“.

Í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir lýsir Eyþór því á áhrifaríkan hátt hvernig áhrif svona líkamsástand getur haft á fólk og hafði á hann.

„Ég minnist þess ekki að hafa verið eðlilegur. Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að borða mér til huggunar. Mér var strítt mikið sem krakka og ég var lítill í mér. Ég kunni ekki að standa upp fyrir sjálfum mér eða mínum rétti. Ég komst hratt upp á það sem barn að borða mér til huggunar og láta mér líða vel með að borða,“ segir Eyþór m.a. en hann var orðinn yfir 100 kíló þegar hann var 15 ára. Þegar hann hóf þátttöku í verkefninu var hann 249 kíló. Núna er hann 35 ára og hann segist hafa haft áhyggjur af því að ná ekki fertugsaldri með sama áframhaldi.

Eyþór segist gera sér grein fyrir pressunni sem þessu fylgir og vonandi tekst honum ætlunarverkið, en hann stefnir á að létta sig um 140 kíló. „Mér finnst ég einnig vera kominn á bragðið með líkamsrækina og er farinn að þrá þetta adrenalín-boost sem fylgir því að vera að æfa alveg eins og vitleysingur. Þetta er örugglega besta fíkn sem til er,“ segir hann. Við óskum Eyþóri góðs gengis í stærsta verkefni sem hann hefur tekið þátt í og líklega mikilvæg-asta í lífi hans til þessa. Gangi honum vel verður hann örugglega mörgum öðrum, sem eiga erfitt með að stíga svona skref, hvatning til betra og skemmtilegra lífs.

Jólahátíðin er að baki og grár hversdagsleikinn tekinn við sem mörgum finnst betri en hátíðardagar, þótt ótrúlegt sé. Það eru ekki allir sem eiga góðar stundir af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Langflestir njóta þó ljúfra stunda með sínum nánustu. Einstaklingar og félagasamtök komu hjálparaðilum á borð við Velferðarsjóð og Fjölskylduhjálp Íslands til aðstoðar með margvíslegum framlögum, í formi peninga eða annars. Fyrir það ber að þakka.

Um leið og við hjá Víkurfréttum þökkum ykkur kæru lesendur fyrir samstarfið á liðnum árum óskum við öllum gleðilegs nýs árs með von um að það færi okkur gæfu og gleði.

Page 9: 01 tbl 2014

SKJARINN.IS | 595 6000TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT!

EYÞÓR ÁRNIVið bjóðum á sérstaka forsýningu fyrsta þáttar The Biggest Loser Ísland fyrir íbúa í Reykjanesbæ, Ásbrú og nágrenni

í Andrews Theater, mánudaginn 13. janúar kl. 20.30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

#aframEythor

ÞÉR ER BOÐIÐ Í FORSÝNINGARPARTÝ 13. JANÚAR!

23. janúar hefst svo baráttan á SkjáEinum. Á meðal keppenda erbaráttumaðurinn Eyþór Árni Úlfarsson frá Reykjanesbæ.

Page 10: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10

-fréttirGrindavík:

Hækka niður-greiðslur vegna dagforeldra-þjónustuuBæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að hækka niður-greiðslur vegna dagforeldra-þjónustu frá og með 1. janúar nk. Almenn niðurgreiðsla hækkar úr 30.000 kr. í 40.000 kr. á mánuði og niðurgreiðsla fyrir einstæða foreldra úr 33.000 kr. í 44.000 kr. á mánuði.Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og kemur niðurgreiðslan til lækkunar á þeirra gjaldskrá. Bæjarstjórn hvetur dagforeldra til að gæta hófs í hækkun á gjald-skrám sínum samfara hækkun sveitarfélagsins á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra.

Grindavík:

Þorbjörn fækkar frysti-togurumuÞorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt. Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra.Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endur-ráðningar, vegna breyttrar út-gerðar. Langflestir verða endur-ráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrir-tækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum. Það er kvotinn.is, vefur um sjávarút-vegsmál, sem greinir frá þessu.„Verið er að hanna lengingu og breytingar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni og verður verkið væntanlega boðið út á næstunni,“ segir Eiríkur Tómas-son, framkvæmdastjóri Þor-bjarnar í samtali við kvotinn.is

Sandgerðingar komast í gufu og

sund alla dagau Gufubaðið í Íþróttamiðstöð Sandgerðis hefur opnað á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur en endurbætur hafa staðið yfir síðustu vikur.Sandgerðisbær ætlar á árinu að efla lýðheilsu í bæjarfélaginu og einn liður í því er að hafa sundlaugina opna alla daga ársins. Hún hefur verið lokuð á sunnudögum en er nú opin frá kl. 10-16 um helgar. Opn-unartími virka daga er eins og áður.

Skýjafar við Útskálakirkju var viðfangsefni Guðmundar

Sigurðssonar, lögreglumanns úr Garðinum, þegar hann tók sigur-myndina í ljósmyndasamkeppni Sveitarfélagsins Garðs. Efnt var til keppninnar á haustmánuðum en tilkynnt var um úrslitin á dög-unum.Sérstök dómnefnd skipuð af sveitarfélaginu fór yfir myndirnar sem bárust í keppnina. Dómnefnd-ina skipuðu þau Hildur Ágústs-

dóttir, Bragi Einarsson og Hilmar Bragi Bárðarson, sem jafnframt var formaður dómnefndar.Sveitarfélagið Garður efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem viðfangsefnið er Garðurinn, um-hverfið og mannlífið. Fjölmargar myndir bárust og kom það dóm-nefnd skemmtilega á óvart að myndefnið var fjölbreytt.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, afhenti Guðmundi sigur-launin þann 30. desember sl. en

fyrir sigurmyndina fékk Guð-mundur myndarlega úttekt í ljósmyndavöruverslun þar sem hann getur örugglega endurnýjað myndavélina sína eða keypt sér nýjar linsur í ljósmyndatöskuna. Guðmundur er mikill áhugamaður um ljósmyndun og er duglegur að fanga augnablikin í mannlífinu í Garðinum.Ljósmyndarar og áhugafólk um ljósmyndun er einnig hvatt til að halda áfram að fanga mannlífið og

n Ljósmyndasamkeppni Sveitarfélagsins Garðs:

Skýin við Útskála á sigurmynd

Magnús Stefánsson, bæjar-stjóri í Garði, afhenti Guðmundi

sigurlaunin.

náttúruna í Garði á myndir því ef-laust verður aftur boðað til keppni um bestu myndina úr Garði á nýju ári.

Íbúar Reykjanesbæjar hafa nú aukna möguleika á að hafa

áhrif á málefni og rekstur bæjar-félagsins bæði með nýjum íbúa-vef, þar sem leggja má inn hug-myndir og ábendingavef þar sem benda má á umbætur í hverfum. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir íbúa hafa verið duglega að leggja fram hugmyndir á árlegum íbúa-fundum og oft og tíðum hafi þær hugmyndir ratað inn í stjórn-sýsluna, t.d. framtíðarsýn. „Með íbúavefnum skapast vettvangur til að leggja inn hugmyndir og móta í félagi við aðra íbúa. Vin-sælar og vel unnar hugmyndir eiga möguleika á að komast í framkvæmd,“ sagði Árni.

Innlögn hugmyndaÁ vefnum „Íbúavefur – íbúar til áhrifa“ gefst íbúum kostur á að leggja fram hugmyndir um öll mál tengd samfélaginu, fá um þau umræðu á meðal íbúa og koma til framkvæmdar fái hugmyndin sterkan hljómgrunn á meðal íbúa. Lögð er áhersla á að vefurinn er ekki beintengdur stjórnsýslu bæjarins, heldur er ætlast til að hver einstaklingur leggi fram hug-

mynd og fái um hana umræðu á meðal íbúa sem geta gefið henni nokkurs konar einkunn. Um-sjónarmaður vefjar sér þá um að koma ábendingum til bæjarins, bæjarstjóra, nefnda og ráða, ef hugmyndin hefur fengið sterkan hljómgrunn og samstöðu á meðal bæjarbúa sjálfra. „Þetta er einfalt. Þú skáir þig inn á íbúavefinn, getur á einfaldan hátt samþykkt eða hafnað hugmynd sem hefur verið lögð fram, eða þú getur komið með nýja hugmynd og leitað álits íbúa á henni,“ sagði Árni. Slóðin er rnb.ibuavefur.is.Að sögn Árna tekur íbúavefurinn mið af þeim tilraunum sem hafa verið gerðar á þessu sviði í íslensku samfélagi um aukið íbúalýðræði, t.d. hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík og hjá einu af þeim minni, Rangárþingi Eystra. „Við höfum dregið fram kosti þessara vefja og reynt að afnema ókostina sem komið hafa fram. Fyrirtækið Hugveitan hefur unnið gerð vefjar-ins, undir yfirstjórn Guðmundar Sæmundssonar, en hann hefur unnið lengi að þróun sambæri-legs verkefnis fyrir Rangárþing Eystra og stundað rannsóknir og

nám á þessu sviði. Umsjónarmaður vefjarins er Svanhildur Eiríksdóttir stjórnsýslufræðingur, en hún vann meistararitgerð sína í opinberri stjórnsýslu um úttekt á íbúavef Reykjavíkurborgar, Betri Reykja-vík,“ sagði Árni.

Kippa í lag!Samhliða útgáfu nýja íbúavefjar-ins hefur nýr vefur verið settur í loftið, sem er ábendingavefur um umbætur í umhverfismálum, hluti sem íbúi óskar eftir að sé „kippt í lag“ í sínu nánasta umhverfi. „Sá sem ritar ábendingu um umhverf-isbætur, getur merkt inn staðsetn-ingu verkefnisins á kort en skila-boðin berast beint til umhverfis- og skipulagssviðs, sem tekur við henni og vinnur úr,“ sagði Árni. Slóð ábendingavefjarins er map.is/dvergur/clients/ath_rnb.

Margar leiðir tilReykjanesbæjar

Að sögn Árna geta íbúar nú nálgast bæinn í gegnum fjórar vefsíður sem eru samtengdar bænum á mis-munandi hátt, auk annarra leiða, s.s. í viðtalstímum, tölvupósti og á íbúafundum „Auk nýja íbúa-vefjarins og ábendingavefjarins getur íbúi farið á „Mitt Reykjanes“ þar sem haldið er utan um læstar upplýsingar íbúans um fasteigna-gjöld, umönnunargreiðslur o.fl. og íbúi getur sent formleg erindi til stjórnsýslunnar. Fjórði vefurinn er upplýsingavefurinn, þ.e. heima-síða Reykjanesbæjar. Vefirnir fjórir eru tengdir saman með sams-konar vegvísi, sem einfaldar íbúum notkun vefjanna. Sjón er sögu rík-ari,“ sagði Árni Sigfússon bæjar-stjóri að lokum.

Vefirnir fjórir hafa allir samskonar vegvísa efst í hægra horni. Þessi vegvísir birtist á ábendingavefnum, en þrír mismunandi vefir birtast allt eftir því á

hvaða vef íbúi er staddur þegar hann opnar vegvísinn.

- Reykjanesbær hefur opnað tvo nýja íbúavefiÍbúar til áhrifa!

Page 11: 01 tbl 2014

HS ORKA HFhsorka.is

Orka er líf

Óskum viðskiptavinumog landsmönnum öllum

farsældar á nýju ári

Framleiðsla okkar skapar þægindi !

Page 12: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR12

Eitt stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára hér á landi, The Biggest Loser Ísland, var tekið upp á Ásbrú og

víðar á Suðurnesjum nú í haust og vetur. Sýning þáttanna hefst á SkjáEinum þann 23. janúar nk. en þættirnir verða sýndir á fimmtudagskvöldum í vetur. Á meðal keppenda í þáttunum er Eyþór Árni Úlfarsson, 34 ára, frá Reykja-nesbæ.Eyþór Árni hefur glímt við allmörg aukakíló í mörg ár. Þegar hann hóf þátttöku í The Biggest Loser Ísland sýndi vigtin 249 kíló. „Ég var búinn að vera alltof feitur í mörg, mörg ár og stærð vandamálsins var öllum öðrum ljós en sjálfum mér,“ segir Eyþór í samtali við Víkurfréttir. „Þrátt fyrir mikla afneitun í mörg ár á eigin ástandi þá var ég farinn að vera hræddur um sjálfan mig og hvort ég myndi ná þeim áfanga að verða fertugur, en ég er að verða 35 ára í mars. Eins og ég lifði lífinu, þá er ég ekkert viss um að ég hefði náð svo langt með sama áframhaldi“.- Hvernig hafði þetta líf verið?„Það var voðalega mikið að hanga í sófanum og éta snakk. Ég át það sem mér sýndist og gerði ná-kvæmlega ekki neitt til að hreyfa mig eða brenna. Ég er öryrki í dag og hef ekki getað unnið neina vinnu í mörg ár út af eigin líkams-ástandi“.- Hvenær á lífsleiðinni gerðist þetta, að þú fitn-aðir svona?„Ég minnist þess ekki að hafa verið eðlilegur. Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að borða mér til huggunar. Mér var strítt mikið sem krakka og ég var lítill í mér. Ég kunni ekki að standa upp fyrir sjálfum mér eða mínum rétti. Ég komst hratt upp á það sem barn að borða mér til huggunar og láta mér líða vel með að borða. Ég kem líka af heimili þar sem er eldaður góður matur og mér fannst gaman að borða. Ofan á þetta bættist að ég var mjög gefinn fyrir sætindi. Ég var ekki nema 15 ára gamall þegar ég var orðinn 100 kíló. Ég hef oft verið spurður; Hvað ertu þungur? Ertu 160 kíló? Ég hélt hins vegar að fólk væri að grínast í mér, því ég var 160 kíló fyrir tvítugt.Vandinn hélt áfram að aukast og þetta hlóð utan á sig. Ég hafði gaman af því að djamma mikið og það er mjög fitandi. Ég datt svo bara í afneitunar-pakka og hætti að hugsa um sjálfan mig,“ segir Eyþór.

Vigt fyrir þyngri en200 kg vandfundin- Hvenær náðir þú botninum?„Í mörg ár hætti ég að fylgjast með

vigt sem er kannski skiljanlegt því það er mjög erfitt að finna vigt fyrir yfir 200 kg mann. Það er til vigt sem fer upp í 200

kg en vigt sem á að taka meiri þyngd er vandfundin“.

- Hafðir þú gert eitthvað áður til að taka á þínum málum?„Í seinni tíð gerði ég tilraunir til að komast inn á Reykjalund og svoleiðis staði en það var aðallega vegna þess að annað fólk vildi að ég leitaði þangað. Ég hafði ekki mikinn áhuga á því sjálfur. Mig hefur alltaf skort áhuga á

að gera eitthvað fyrir eigin heilsu og stíga skref í þá átt. Ég er með þá

áráttu að ýta hlutunum á undan mér, frestunarár-

áttu eins og margir aðrir. Ég var alltaf

á leiðinni að gera þetta bara seinna.Svo gerðist það að auglýst var eftir þátttakendum í The Biggest Loser Ísland. V a l d i m a r

frændi minn bent i mér á a u g l ý s i n g u eftir þátttak-e ndu m e n í fyrstu fannst mér þetta bara vera kjánalegt. É g hu g s a ð i ; þetta er eitt-hvað asnalegt. K a n n s k i v a r

ástæðan sú, að með því að taka þátt í

svona verkefni, þá þýddi það rosalega mikla breytingu sem ég var ekki alveg tilbúinn í.Valdimar byrjaði á að senda inn umsókn fyrir mig og hótaði jafn-

framt að hætta að tala við mig ef ég tæki ekki þátt í þessu og myndi

ekki sækja sjálfur um í þáttunum. Mamma sendi einnig inn umsókn og allir í kringum mig urðu uppveðraðir og hvöttu mig til þátttöku.Ég hugsaði málið í tvo eða þrjá daga og áttaði mig þá á að þetta fólk í kringum mig er að gera þetta út af ást og það hefur áhyggjur af mér, að ég hrökkvi bara upp af einn daginn. Ég hugsaði með mér; ok, látum slag standa og sjáum hvað gerist“.

Valinn úr hópi 1300 umsækjendaEyþór segist fljótlega hafa fengið svör

frá stjórnendum þáttarins þar sem hann var beðinn um ítarlegri upp-lýsingar um sig og sín vandamál. „Ég var síðan tekin í nokkur við-

töl og þá fór ég að verða spenntari fyrir þessu og allri þessari hugmynd,“ segir hann.„Ég hef oft lagt af stað í einhverja hreyfingu, en það endist ekki venjulega lengi. Það er af því að það tekur ákveðinn tíma að venja sig á nýja lífshætti. Ég hugsaði með mér að ég væri að fara í tökur í tíu vikur og í strangt aðhald í 4-5 mánuði, því það er keppni ennþá í gangi. Ef það er tími til að breyta um lífsstíl, þá er það þarna“.„Þegar ég fékk að vita það að ég hefði verið samþykktur inn í þáttinn og það hefðu verið 1300 manns sem sóttu um að komast í þáttinn, þá fór ég að skilja alvarleikann og hvað þetta er mikil ábyrgð. Ég áttaði mig líka á því að ég var búinn að mála sjálfan mig út í horn og gat heldur ekkert stigið út ef þetta fór að vera eitthvað erfitt“.

Hefur snúið við eigin lífsstílEyþór segir það ákveðinn létti að vita það að hann gæti ekki bakkað út úr þessu sjónvarpsverkefni. „Ég er að fara að koma fram í sjónvarpi og verð landsþekktur. Ég er búinn að setja pressu á sjálfan mig og nú þýðir ekkert að labba bara inn í næstu ísbúð. Ég kann ekkert við að enda á forsíðu Séð og heyrt, gripinn glóðvolgur,“ segir Eyþór og brosir.Það sem gerist í þáttunum má Eyþór ekki ræða í þessu viðtali. Þátttaka í The Biggset Loser Ísland hefur hins vegar snúið við lífsstíl Eyþórs og hann er farinn að takast á við hluti sem voru honum óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum.„Ég er með haus sem vill ekki alltaf gera það sama og ég vil. Á mánudaginn setti ég nýtt persónulegt met þegar ég synti kílómetra í sundmiðstöðinni í Keflavík. Mér finnst ég einnig vera kominn á bragðið með líkamsrækina og er farinn að þrá þetta adrenalín-boost sem fylgir því að vera að æfa alveg eins og vitleysingur. Þetta er örugglega besta fíkn sem til er“.

Ætla að verða 110 kg„Ég er meðvitaður um að ég hef náð góðum árangri í að bæta eigin heilsu og það finn ég á eigin líkama alla daga. Ég hef líka sett mér markmið sem ég er að vinna að. Ég er með mörg lítil markmið en ekki eitt stórt.Mitt stærsta markmið er að komast niður í 110 kg. Ég held að það fari mér vel, því ég er eðlislega mjög þungur. Til þess að komast þangað þarf ég að losa mig við 140 kg af líkamsþyngd og ég hef fulla trú á sjálfum mér í það verkefni“.- Hvenær ætlar þú að ná þessum áfanga?„Ég held að það verði ekki á árinu. Og þó, það gæti alveg gerst. Ég er með einkaþjáfara sem leggur upp fyrir mig æf-ingar. Ég stunda æfingar núna þrisvar á dag. Ég byrja daginn á göngu í Reykjaneshöllinni. Um miðjan dag fer ég í sund og síðdegis æfi ég með ketilbjöllur. Þetta er mjög gaman því það er svo gott að sjá árangur“.- Hvað langar þig að gera þegar þú hefur snúið lífinu við?„Ég hef áhuga á félagsfræði og langar að klára að mennta mig í þeim fræðum og jafnvel gerast svo kennari í framhaldinu. Ég ætla hins vegar að gefa mér þetta ár til að bæta líkams-ástandið og þá get ég farið út á vinnumarkaðinn að nýju.Ég hef ávallt haft þá hugsun að gefast ekki upp og stoppa ekki. Það skiptir miklu máli að halda áfram“

Forsýning á fyrsta þættiBoðið verður upp á sérstaka forsýningu á fyrsta þætti The Biggest Loser Ísland fyrir íbúa í Reykjanesbæ, Ásbrú og ná-grenni í Andrews Theater, mánudaginn 13. janúar kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Viðtal:Hilmar Bragi Bárðarson / [email protected]

-viðtalið

Var 249 kgog óttaðist dauðann

EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON ER Í THE BIGGEST LOSER ÍSLAND

Page 13: 01 tbl 2014

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

VIÐ ERUM HÉR FYRIR YKKUR

Ný hóptímatafla tók gildi 6. janúar

Úrval frábærra námskeiða

Allar upplýsingar má finna á nýuppfærðri heimasíðu okkar www.sporthusid.is

Page 14: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR14

ANNO 2013

PLANKI ÁRSINSÁrið 2013 var ekki árið þar sem fólk hélt áfram að „planka“ og setja myndir af því á netið. Rússneskir flugmenn sem voru við æfingar á Keflavíkurflugvelli í sumar ákváðu hins vegar að taka eins og einn „planka“ á glænýrri þotu sem var til prófunar hér á landi. Mistök í flugstjórnarklefa urðu til þess að hjól vélarinnar voru ekki niðri. Þetta er alvarlegasta flugatvik í sögu Keflavíkurflugvallar í mörg ár. Gert var við vélina í flugskýli á flugvellinum og vélin yfirgaf svo landið í árslok.

BJÖRGUN ÁRSINSEitt mesta björgunarafrek ársins var unnið við Garðskaga á árinu. Þar fórst þýsk skúta í vondu veðri. Tólf manns voru í áhöfn skútunnar, þar á meðal nokkur börn. Björgunarsveitir af Suðurnesjum komu að björgunaraðgerðum og björguðu þarna mörgum mannslífum við erfiðar aðstæður. Myndin var tekin þegar skútan var í Keflavíkurhöfn í sumar.

VANDRÆÐI ÁRSINSTónlistarhátíðin Keflavik Music Festival varð að einu risastóru vandamáli þegar hver hljómsveitin á fætur annarri neituðu að taka þátt í hátíðinni fyrr en þær fengju greitt fyrir þátttöku sína. Dagskráin varð fyrir vikið mjög götótt og gestir fengu ekki það sem þeir höfðu greitt fyrir. Í árslok kom svo fram að skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu tapað milljónum á ævintýrinu.

VAFASEMI ÁRSINSFerðalangar á bjargbrún Valahnjúks vöktu athygli ljósmyndara Víkurf-rétta á árinu. Fífldirfska sögðu sér-fræðingar sem skoðuðu myndina og bentu á að bjargið er laust í sér og þarna er mikil slysahætta.

TÓNLISTARFÓLK ÁRSINSÞau Nanna Bryndís og Brynjar, okkar fólk í hljómsveitinni Of Monsters And Men, hélt áfram að gera það gott á árinu sem leið. Þau voru menn ársins á Suðurnesjum árið 2012 og eru hér með viðurkenningarskjöl sem þau fengu frá Víkurfréttum í ársbyrjun 2013.

AFMÆLISBARN ÁRSINSKlemenz Sæmundsson er án efa afmælisbarn ársins 2013. Hann fagnaði 50 ára afmæli sínu með því að hjóla hringinn í kringum Íslands á örfáum dögum og hlaupa svo 22,7 km. hlaup um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð, sem kallast „Klemminn“. Með uppátækinu safnaði hann um milljón krónum í gott málefni.

VEÐUR ÁRSINSSíðasti vetur var alls ekki harður en þó varð allt ófært í einn dag eða tvo. Svo kom sumarið... eða ekki. Það varð eiginlega ekki sjáanlegur munur á sumri og vetri á Suðurnesjum. Gróðurinn varð grænn en sólin lét ekki sjá sig nema í mesta lagi þrjá daga, eða fjóra. Þá klæddu menn sig í stuttbuxur og fengu sér ís.

Aldursflokkameistaramót 2013 – Meistarar // Unglingameistaramót 2013 - Flestu verðlaun allra liða Íslandsmeistaramót 25 2013 - Flestu verðlaun allra liða // Bikarkeppni 2013 - Sigurvegarar í kvennaflokki í 1. og 2. deild

Bikarkeppni 2013 - Annað sæti í karlaflokki í 1. deild // Unglingalandslið 2013 - Flestir sundmenn frá ÍRB

Hreysti, keppni, skemmtun, félagsskapur, öryggi, ferðalög, verðlaun, alþjóðlegt, styrkir til náms erlendis, Ólympíuleikar

Aðeins nokkrar ástæður til að skrá sig í ÍRB

Prufutímar/mat alla laugardaga í Vatnaveröld kl. 12:15-12:45Vertu með

www.keflavik.is/sund - www.umfn.is/sund

Vertu vinur okkar á Facebook: Sundráð ÍRB

VERTU MEÐ Í BESTA ALDURS-FLOKKAFÉLAGI LANDSINS!

ÖRSTUTTUR ANNÁLL Í MYNDUM OG MÁLI

Page 15: 01 tbl 2014

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.

Vildartilboð í Appinu

Gilda fyrir alla viðskiptavini í Vildarþjónustu

Námsmenn fá að auki tilboð sem eru sérsniðin að þeirra þörfum

Korthafar nýja Íslandsbanka American Express® kortsins fá að auki sérstök tilboð

Spennandi tilboð og afsláttarkjör

Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu. Þú getur skoðað vildartilboð eftir staðsetningu og flokkum og merkt við þau sem þér finnst spennandi.

Í Vildarþjónustunni nýtur þú betri kjara og safnar frjálsum Íslandsbankapunktum með fjölbreyttum viðskiptum.

Njóttu þess að vera í Vildarþjónustu Íslandsbanka og fylgstu með frábærum tilboðum í Appinu og á islandsbanki.is!

Nýjung

í Appinu

Nýttu þér skemmtilegvildartilboð í Appinu

Vildarþjónusta

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

75

3

Page 16: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR16

Að halda því fram að Ásta Rós Árnadóttir sé ævintýra-

manneskja er vægt til orða tekið. Þessi 24 ára Keflvíkingur er nú búsett í Indónesíu en áður hefur hún búið í Kenýa en á báðum stöðum hefur hún unnið við sjálfboðaliðastörf. Á milli þess sem hún ferðast og dvelur í fram-andi löndum stundar hún fall-hlífarstökk. Blaðamaður Víkurf-rétta hafði samband við Ástu Rós sem dvelur um þessar mundir í litlum indónesískum bæ í hlíðum eldfjalls þar sem hún vinnur á elliheimili fyrir munaðarlausar konur.Ásta Rós er nú í annað skipti starf-andi sem sjálfboðaliði á framandi slóðum en að hennar mati er þetta eitt það lærdómsríkasta og skemmtilegasta sem hægt er að gera í lífinu. „Þessi reynsla að starfa sem sjálfboðaliði hefur verið frá-bær og finnst mér að allir ættu að prófa eitthvað svona alla vega einu sinni á ævinni. Þetta hefur gefið mér mjög mikið. Ég hef fengið

tækifæri á því að ferðast út um allt og upplifa hluti sem ég hefði annars aldrei fengið tækifæri á að upp-lifa. Einnig hef ég kynnst fullt af skemmtilegu og áhugaverðu fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Ásta. Fyrir þremur árum fór Ásta fyrst í sjálfboðaliðastarf en þá vann hún á munaðarleysingjaheimili í úthverfi Naíróbí sem er höfuðborg Kenýa. Þar dvaldi hún hjá góðri fjölskyldu í þrjá mánuði og hugsaði um börn á aldrinum 0-2 ára. Eftir þá einstöku reynslu var ekki aftur snúið og þegar Ásta rakst á aug-lýsingu frá evrópsku sjálfboðaliða-samtökunum EVS fyrr á þessu ári ákvað hún að sækja um að halda til Indónesíu. Þar verður hún í níu mánuði alls en Ásta er hæstánægð með dvölina í landinu hingað til.

Fólkið vinalegt og brosmiltÁsta býr í bænum Ungaran sem stendur við eldfjallið Mt. Ungaran. Umhverfið litast af fagurgrænum hrísgrjónaökrum og frumskógum. Bærinn sjálfur er vinalegur þar sem

alls staðar má sjá fólk hlæjandi og brosandi. Indónesar hafa virkilega hlýlegt viðmót og að sögn Ástu eru þau yndislegasta fólk sem hún hefur kynnst. „Fólkið hér er svo ótrúlega vinalegt og brosmilt og allir eru tilbúnir að hjálpa hver öðrum við hvað sem er, hvenær sem er. Það eru auðvitað svartir sauðir inni á milli eins og alls staðar í heiminum, en upp til hópa er þetta ótrúlega jákvætt og skemmtilegt fólk.“ Kon-urnar á elliheimilinu eru þar engin undantekning. „Þær eru 30 talsins sem búa á heimilinu, frá 65-99 ára og hver önnur skemmtilegri. Það er ótrúlega gaman að hlusta á sög-urnar þeirra og fræðast um allt sem þær hafa upplifað á lífsleiðinni. Aðeins ein kona á heimilinu talar ensku en sem betur fer er indónes-íska frekar auðvelt tungumál. Ég get núorðið haldið upp einföldum samræðum og skil mjög mikið, sem er heppilegt þar sem gömlu konurnar hafa ansi gaman af því að segja frá,“ segir Ásta.

Um 15 evrópskir sjálfboðaliðar vinna með Ástu og er starfið á elliheimilinu fjölbreytt en helsta hlutverk sjálfboðaliðanna er að aðstoða konurnar við daglegar athafnir, en þær þurfa mismikla hjálp. Sumar eru algjörlega rúm-liggjandi á meðan aðrar geta gert flest allt sjálfar. Hinn hefðbundni vinnudagur felst í því að bera fram matinn, skipta um á rúmum, brjóta saman þvott, skúra gólf og fleira í þeim dúr. Að auki hjálpa sjálf-boðaliðarnir til við að mæla blóð-þrýsting, hjálpa til við morgun-leikfimina, nudda fætur og bak og ýmislegt tilfallandi.

Vinsælt að fá mynd af sér með hvítingjunum

Ástu og hinum sjálfboðaliðunum hefur verið vel tekið í samfélag-inu í litla bænum. Mjög lítið er um túrista á svæðinu og því er mjög sjaldgæft að Indónesar rekist á hvítt fólk. Margir hafa aldrei séð hvíta manneskju áður og hefur Ásta upplifað ansi mörg skondin atvik. Endrum og eins er hún beðin um eiginhandaráritun, flestir vilja fá símanúmerið hennar og sumir vilja

-viðtal pósturu [email protected]

Fær reglulega bónorð á götum úti- Keflavíkurmærin Ásta Rós Árnadóttir er sjálfboðaliði í Indónesíu en þar býr hún í smábæ undir eldfjalli. Hún er ofurhugi og ævintýramanneskja fram í fingurgóma og hefur farið í sjötíu fallhlífarstökk.

Frá þakinu á munaðarleysingjaheimilinu í Naírobí, en heimilið er stað-sett í Soweto sem er fátækrahverfi. „Það er mikil fátækt í þessu hverfi og mikið um að risastórar fjölskyldur búi saman í pínulitlum bárujárns-

kofum, það var oft erfitt að horfa upp á aðstæður fólksins þarna en samt virðast þau öll vera ótrúlega ánægð og hamingjusöm. Ég þurfti að ganga í gegnum hverfið á leið í vinnuna en það er ekki mikið um að hvítt fólk sé á röltinu þarna þannig að ég fékk endalausa athygli, allir hrópuðu á eftir

mér „mzungu, mzungu!“ sem þýðir hvítingi, fólk vildi snerta á mér hárið og húðina og mér leið oft eins og einhverri geimveru.“

Lítið þorp við Maasai Mara þjóðgarðinn sem liggur á landamærum Kenýa og Tanzaníu. „Þegar við komum í þorpið var tekið á móti okkur með mikilli

athöfn þar sem stríðsmenn sungu og dönsuðu í hring. Eftir þann dans mynduðu þeir svo röð og skiptust á að hoppa eins hátt og þeir gátu. Þetta er í rauninni keppni um hver nær að hoppa hæst, en sá sem nær að stökkva

hæst öðlast aukna virðingu í þorpinu og þarf þess vegna að borga minna fyrir konu en allir hinir, kannski bara 7 beljur í staðinn fyrir 10.

Ásta á munaðarleysingjahælinu í Naíróbí.

„Allir hrópuðu á eftir mér „mzungu, mzungu!“ sem þýðir hvítingi, fólk vildi snerta á mér hárið og húðina og mér leið oft eins og einhverri geimveru

Page 17: 01 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 17

helst giftast henni strax á staðnum. „Það er misjafnt hvernig fólk bregst við þegar það sér mig. Sumir bara stara á mig og þora ekki að segja neitt á meðan aðrir eru ekkert feimnir við að koma upp að mér og biðja um mynd. Það er ósköp venjulegt að ókunnugt fólk sem ég mæti úti á götu byrji að spalla við mig og spyrji mig hvert ég sé að fara, hvað ég sé að fara að gera og hvern ég sé að fara að hitta. Þetta fær þó ekkert á mig, þetta er yfir-leitt bara saklaust og skemmtilegt,“ segir Ásta við forvitni heima-manna.

Á ferð og flugiFerðalög eru stór partur af lífi Ástu þegar hún er stödd á fram-andi slóðum. Hefur hún ákveðið að halda upp á afmælið sitt á Ka-rimunjawa eyjunum í febrúar, en í mars mánuði mun hún einnig taka sér frí til þess að ferðast um nær-liggjandi lönd. Thaíland, Malasía og Singapore eru á dagskránni og eins fleiri staðir í Indónesíu. Um helgar reynir Ásta að skoða sem mest og hefur hún nú þegar skoðað fjölda mustera m.a. Einnig hefur hún heimsótt nærliggjandi borgir eins og Magelang þar sem eitt virk-asta eldfjall heims er staðsett.

„Þetta er eins og að fljúga“Ásta Rós á sér ýmis önnur áhuga-mál en ferðalög og sjálfboðaliða-störf. Um sumarið 2012 ákvað Ásta að láta gamlan draum rætast og prófa fallhlífarstökk. Síðan þá hefur hún stokkið um 70 sinnum og er hvergi nærri hætt. Um leið og hún lenti á jörðinni eftir fyrsta stökkið

skráði hún sig umsvifalaust á byrj-endanámskeið hjá Fallhlífarstökk-félaginu Frjálsu Falli (FFF) sem hún útskrifaðist af í lok júlí. Helsti stökkstaðurinn á Íslandi er á Hellu en einnig fór Ásta í hópferð með öðrum íslenskum fallhlífarstökkv-urum til Flórída um síðustu páska.

„Fallhlífarstökk hafði lengið verið á „bucket“ listanum mínum sem einn af þeim hlutum sem ég yrði að prófa einhvern tímann á lífs-leiðinni. Vinkona mín hringdi svo í mig einn sólríkan frídag í fyrra-sumar og spurði hvort ég væri til. Við ákváðum að láta loksins verða af þessu og bókuðum stökk daginn eftir. Ég verð henni ævinlega þakk-lát fyrir að hafa hringt í mig, annars væri ég örugglega ekki ennþá búin að fara.“ Helsta stressið segist Ásta hafa upplifað rétt fyrir stökkið en að það hafi horfið um leið og hún settist upp í flugvélina. Hana lang-aði ekkert meira en að hætta við þegar hún var komin í gallann og þegar verið var að festa græjurnar á hana. En þegar flugvélin tók á loft hvarf stressið og adrenalínið fór að streyma. Ásta segist eiga erfitt með að lýsa tilfinningunni fyrir einhverjum sem hefur ekki prófað að stökkva. „Það sem ég get sagt er að tilfinningin er ein-hvern veginn ekki eins og maður sé að falla til jarðar heldur eins og maður sé að fljúga. Fólk heldur oft að þetta snúist bara um að hoppa út og láta sig falla, en þetta snýst um svo miklu meira en það. Það er hægt að fara áfram og aftur á bak og beygja, það er hægt að hægja á sér og láta sig falla hraðar. Það er

hægt að liggja á maganum, liggja á bakinu, sitja, standa o.s.frv. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og maður keppist við að verða betri og betri með hverju stökkinu. Það er keppt í hinum ýmsu greinum um allan heim þannig að þetta er í rauninni bara eins og hver önnur íþrótt,“ segir ævintýramanneskjan Ásta að lokum.

Í vinnunni í Indónesíu. Þær eru hressar þessar gömlu.

Oma Julie. Allar konurnar á heimil-inu hafa viðurnefni

Oma sem þýðir amma.

European Voluntary Service, er hluti af ungmennaáætlun ESB, Youth in Action. Þar býðst ungu fólki, 18-30 ára, að vinna sjálfboðaliðastörf erlendis í allt að 12 mánuði. Íslensk samtök, stofnanir og sveitarfélög geta einnig fengið til sín erlendan sjálfboðaliða í ákveðin verkefni. Hægt er að sækja um styrk til Evrópu unga fólksins til að fara sem sjálfboðaliði og að taka á móti sjálfboðaliða. Nánari upplýsingar má finna á www.euf.is)

Viltu bætast í hópinn?

Verslun í Reykjanesbæ Tæknisveit Sérfræðingur

Omnis er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi. Fyrirtækið starfrækir öflugt þjónustusvið fyrir bæði fyrirtæki og heimili á öllum starfsstöðvum sínum. Einnig rekur Omnis þrjár tölvuverslanir. Starfsmenn í dag eru um 45 talsins.

Starfið felst í sölu á tölvu- og tölvuvörum ásamt þjónustu við viðskiptavini Símans.

HÆFNISKRÖFUR: • Reynsla af sölu- og/eða

þjónustustörfum æskileg.• Góð tölvukunnátta ásamt hæfileikum

til að tileinka sér nýjungar.• Færni í mannlegum samskiptum

og rík þjónustulund skilyrði.• Geta og vilji til sjálfstæðra vinnubragða.

Starfið felst í uppsetningu á ljósneti Símans og tækniþjónustu við heimili og fyrirtæki.

HÆFNISKRÖFUR: • Skilningur og þekking á tölvum og tækni.• Færni í lagnavinnu.• Menntun í símvirkjun, rafvirkjun

eða rafeindavirkjun er kostur.• Þekking og reynsla af Microsoft

stýrikerfum er kostur.• Alþjóðlegar vottanir í

upplýsingatækni er kostur.• Færni í mannlegum samskiptum

og rík þjónustulund er skilyrði.

Starfsstöð verður í Reykjanesbæ.

Starfið felst í þjónustu við upplýsingakerfi viðskiptavina Omnis

HÆFNISKRÖFUR: • MCSA, MCSE, MCITP og Cisco

þekking æskileg. • Mikil þekking og reynsla af rekstri á

Windows Serverum og lausnum frá Microsoft, linux þekking er kostur.

• Reynsla af rekstri MSSQL gagangrunna er kostur.

• Reynsla af rekstri Microsoft Exchange er kostur.

• Reynsla af rekstri Microsoft Sharepoint er kostur.

• Alþjóðlegar vottanir í upplýsingatækni er kostur.

• Reynsla af rekstri sýndarveruleikalausna er kostur.

• Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði.

Starfsstöð verður í Reykjanesbæ.

Umsóknir um áðurnefnd störf ásamt ferliskrá og kynningarbréfi þurfa að berast fyrir 15. janúar í [email protected].

www.omnis.isAkranesi Dalbraut 1

Borgarnesi Borgarbraut 61

ReykjanesbæTjarnargötu 7

ReykjavíkÁrmúla 11

Page 18: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18

Félagsmönnum Kaupfélags Suðurnesja (KSK) hefur

fjölgað um 750 manns á árinu 2013.Kaupfélag Suðurnesja gerði í haust samstarfssamning við Ung-mennafélag Njarðvíkur og Kefla-vík, íþrótta- og ungmennafélag. Knattspyrnufélagið Víðir í Garði bættist síðar í hópinn. Samstarfs-

samningurinn miðaði að því að íþróttafélögin afli félagsmanna í KSK. KSK greiddi síðan félögunum styrk fyrir hvern nýjan félaga.Með félagsaðild sinni að KSK eru félagsmenn í samvinnufélagi jafn-framt eigendur og njóta afsláttar-kjara og sértilboða í verslunum Kaupfélags Suðurnesja. KSK er stærsti eignaraðili Samkaupa hf

sem rekur Nettó, Kaskó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Samkaup hf rekur 48 verslanir víðsvegar um landið og er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ.Myndin er tekin í tilefni af uppgjöri á samstarfsverkefni félaganna um félagaöflun í KSK. Alls hafa um 750 manns gengið í Kaupfélag Suður-nesja á árinu 2013.

Barnabörnin tóku við Lionsbílnum

Aðalvinningurinn í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur var af-hentur nýverið. Vinningurinn, Fiat 500 POP að andvirði 2.590.000

kr., kom á miða númer 56. Eigandi miðans er Þorsteinn Erlingsson í Keflavík. Barnabörn hans mættu til að taka við bílnum fyrir hönd afa síns.Þá voru einnig dregnar út nokkrar IdeaPad spjaldtölvur frá Lenovo. Þær komu á eftirtalin númer: 477, 995, 176, 207, 157, 1382, 341, 693, 141, 969, 254, 616, 453. Vinningsnúmer eru birt með fyrirvara um villur.

Frá hægri: Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja, Sólveig Einarsdóttir starfsmaður KSK, Jón R Ástþórs-son frá knattspyrnudeild Víðis Garði, Þórunn Friðriksdóttir formaður UMFN, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

og Ómar Valdimarsson kaupfélagsstjóri.

750 nýir félagsmenn í KSK

AÐALFUNDUR MÁNA

Frammhalds aðalfundur Hestamannafélagsins Mánaverður haldin miðvikudaginn 22. janúar

í félagsheimili Mána kl.20:00.

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórn Mána

KJARASAMNINGAR 2014

Félagsfundur verður haldinn í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, mánudaginn 13. janúar nk. kl. 19:00.

Fundarefni: Kynning á nýgerðum kjarasamningi.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

ATH: Gildistaka nýs kjarasamnings er háð samþykkt félags-manna og gildir hann um aðalakjarasamning og alla

sérkjarasaminga tengda honum.

Stjórn VS

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF

 Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara,

svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst.

Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: [email protected]

-fréttir

Page 19: 01 tbl 2014

Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins.IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.

Um er að ræða störf í Flugeldhúsi, Cateringu, Frílager, Frakt, Farþegaafgreiðslu, Hlaðdeild, Hleðslueftirlit, Ræstideild og Veitingadeild

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.

Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur. Ráðningartími er breytilegur allt frá mars til nóvember 2014 og jafnvel lengur.

Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:

CATERING Starfið felst m.a. útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark er 20 ára, almennra ökuréttinda, vinnuvélaréttindi æskileg ,enskukunátta

FRÍLAGER Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta.

ELDHÚS Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta.

VEITINGADEILD Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta.

FRAKTMIÐSTÖÐ Lágmarksaldur 19 ár, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála-og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið

HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

RÆSTING FLUGVÉLA Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.

HLEÐSLUEFTIRLIT Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.

STÖRFHJÁ IGS EHF. 2014

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 1. febrúar 2014

Page 20: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR20

Metfjöldi far-þega á Kefla-víkurflugvelli

í fyrra18,5% aukningu

spáð á næsta ári – 7,7% umferðaraukn-

ing í íslenska flug-stjórnarsvæðinu

Árið 2013 var enn eitt me tár i ð í umferð á

Keflavíkurflugvelli. Alls fóru 2.751.743 farþegar um flug-völlinn á árinu eða 15,6% fleiri en árið 2012 sem einn-ig var metár með 12,7% heildaraukningu. Desember var stærsti jólamánuðurinn til þessa á Keflavíkurflugvelli með 30,1% farþegaaukningu milli ára.Farþegar á leið til og frá landinu voru alls 2.281.968 árið 2013 sem er 14,8% aukning frá árinu á undan og skiptifarþegar, sem hafa viðdvöl á flugvellinum á leið milli Evrópu og Ameríku, voru alls 469.775 sem er 19,66% aukning.Útlit er fyrir að farþegum um Keflavíkurflugvöll muni enn fjölga um 18,5% á þessu ári og eru umtalsverðar endurbætur ráðgerðar á Flugstöð Leifs Ei-ríkssonar til þess að auka af-kastagetu og þægindi flugfar-þega.

7,7% aukning á flug-stjórnarsvæðinu

Nýtt met var einnig slegið í fjölda flugvéla sem fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á liðnu ári. Alls flugu 116.326 flugvélar um svæðið og er það 7,7% aukning frá fyrra ári. Fjölgunina má rekja til auk-innar flugumferðar á leiðum yfir Atlantshaf og Norðurheim-skaut ásamt legu háloftavinda sem nýtast flugumferð.

Íslenska flugstjórnarsvæðið er um 5,4 milljónir ferkílómetra að stærð og eitt hið stærsta í heimi. Það nær frá Norðurpóli, suður fyrir Ísland, yfir Græn-land og austur undir Svalbarða og Noreg og er af svipaðri stærð og allur landmassi Evrópu utan Rússlands. Isavia veitir flugleið-söguþjónustu innan svæðisins frá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og fjarskiptastöðinni í Gufunesi.

Árangursríkt markaðsstarfIsavia og aðrir ferðaþjón-ustuaðilar halda uppi öflugu markaðsstarfi og landkynn-ingu sem skilað hefur miklum árangri með umtalsvert aukinni ferðatíðni og fjölgun flugfélaga á Keflavíkurflugvelli. Isavia leggur áherslu á aukna ferða-tíðni allt árið og bætta nýtingu flugvallarmannvirkja utan há-annatíma. Mikill vöxtur sem orðið hefur yfir vetrarmánuð-ina fellur vel að markmiðum félagsins.

Húsasmiðjan vill ráða starfsmann í timburafgreiðslu fyrirtækisins í ReykjanesbæUm er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst

Ábyrgðarsvið • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Tilboðsgerð og leiðbeiningar við almennar byggingaframkvæmdir • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur • Mjög góð alhliða þekking á timbri og öðru byggingaefni• Lyftararéttindi kostur• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð• Samskiptahæfni• Íslenskukunnátta (tala og skrifa)• Æskilegur aldur 30 +

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

Húsasmiðjan leitaRað öflUgUm liðsmanni

Umsóknir berist fyrir 19. janúar n.k.til guðrúnar Kristinsdóttur [email protected]öllum umsóknum verður svarað

metnaðurÞjónustulundsérþekkingÁreiðanleikiliðsheild

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að

veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott

aðgengi að vörum sínum og starfsfólki.

Það sem einkennir starfsmenn

Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

Það var fjölmennt á þrettándafagnaði í

Reykjanesbæ á mánudag. Árleg þrettándahátíð var haldin við Hafnar-götuna þar sem fjöldi fólks safnaðist saman ásamt kynjaverum ýmis-konar. Engin brenna var að þessu sinni en flug-eldasýning Björgunar-sveitarinnar Suðurnes var með glæsilegasta móti. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir-þrettándagleðinni.

Þrettándagleðií Reykjanesbæ

-mannlíf

Page 21: 01 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 21

Ryk/blautsuga Drive ZD10-50L 1000W, 50 lítrar

28.900,-

21.675

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Kletthálsi, Reykjanesbæ og á Akureyri

Úlpa með hettu + flíspeysu

12.990

Flísjakki með hettu

5.990 Skv. staðliEN471Skv. staðli

EN471 og EN343

8.440

3.890

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990

Bol-871 48x cm þvermál Þykkt stáls 0,8mm

6.9908.990 5.240

ZB LED ljós með hleðslurafhlöðu

2.9952.246

Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ!

KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ

25%

Hleðsluljós LM6006

3.990

2.990

NOVA TWISTER 4,8VSkrúfvél og skrúfbitar

1.790

1.342

Drive ryksuga í bílskúrinn• 1200W• 20 lítra• sogkraftur > 16KPA• fjöldi fylgihluta

5.990

Spandy heimilisryksugan• 1600W• mikill sogkraftur > 18KPA• Hepa filter• margnota poki

7.490

5.615 4.490

HDD1106 580W stingsög DIY

3.990

Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY

8.990

Töfrasproti – Blandari

1.890Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

2.490

Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.

3.990

1.415 1.865

2.990

Rafhlöðuborvél HDA2514 18V

16.900

2.990 6.740

12.675

1.590,-

2.990,-

2.242

1.192Afsláttur af króm fylgihlutum

Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 cmmeð peru

2.590Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum

7.990Ryco LCL-M1036 T8/G13 lampi 36W 122 cm með peru

2.490

Ryco lampi með perum hvítur spegill 2x36W

4.690

Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30 með perum

7.990

5.990

1.940

5.990

1.865

3.515

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

25% verðlækkun á völdum flísum

ÚTSALA25-35%afsláttur af

MÚRBÚÐARVERÐI!

5000 fermetra við-bygging við FLE:

Flugstöðin stækkuð í veturFarþegafjölgun undanfarinna

ára um Flugstöð Leifs Ei-ríkssonar hefur verið mætt með ýmsum hætti til aukningar á af-köstum flugstöðvarinnar og er fyrirhugað að ráðast í stækkun hennar í vetur til þess að auka afköstin enn frekar fyrir næsta sumar.Ráðgert er að reisa viðbyggingu með kjallara og tveimur hæðum við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar, samtals nærri 5.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verða sex brottfararhlið sem þjóna munu svonefndum fjarstæðum í grennd við flugstöðina og verður farþegum ekið til og frá flugvélum í sérbyggðum rútubifreiðum.Nýja viðbyggingin mun auka sveigjanleika flugstöðvarinnar og auðvelda afgreiðslu á háannatíma. Hönnun og byggingarform hússins verður einfalt og með þeim hætti að sem mestur sveigjanleiki náist í rekstri. Þá verður einnig fljótlega hafin stækkun farangursflokkunar-kerfisins sem tvöfalda mun afkasta-getu þess fyrir sumaráætlun þessa árs.

Otti Rafn Grindvík-ingur ársins 2013

Otti Rafn Sigmarsson hefur verið valinn Grindvíkingur ársins 2013 fyrir frá-

bært og óeigingjarnt starf fyrir unglinga-deildina Hafbjörgu sem er unglingadeild Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Fjöldi tilnefninga bárust um marga áhugaverða einstaklinga sem hafa látið gott af sér leiða í samfélaginu okkar á árinu en valnefndin var á einu máli um að Otti Rafn væri vel að þess-ari nafnbót kominn í ár. Það er vefur Grinda-víkurbæjar sem stendur að valinu.

Otti RafnSigmarsson.

Sýslumaðurinn í KeflavíkVatnsnesvegi 33,

230 Keflavík, s: 420 2400 

UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is.

 Framhald uppboðs á eftir-

farandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir:

 Akurbraut 21 fnr. 209-4282,

Njarðvík 50% eignahl. gþ., þingl. eig. Kristján Friðrik Olgeirsson,

gerðarbeiðandi Samskip hf., þriðju-daginn 14. janúar 2014 kl. 09:00.

 Básvegur 7 fnr. 208-7004, Ke-

flavík, þingl. eig. Fiskbúðin Sæbær ehf, gerðarbeiðandi

Arion banki hf., þriðjudaginn 14. janúar 2014 kl. 09:25.

 Sýslumaðurinn í Keflavík

7. janúar 2014Ásgeir Eiríksson

staðgengill sýslumanns

Page 22: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR22

tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dagsskila atkvæði þínuMundu að

FLÓABANDALAGIÐ

ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. janúar

22. janúar er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana

Sveinbjörg V. Karlsdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingunn St. Pétursdóttir, Kristinn Sverrisson,Sævar Pétursson, Matthildur Einarsdóttir,Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir,Pétur Pétursson, Sigríður K. Steinarsdóttir,barnabörn og barnabarnabörn.

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,

tengdaföður, afa og langafa,

Péturs JóhannssonarLangholti 8, Keflavík,

Sérstakar þakkir til starfsfólks D- deildar Heilbrigðisstofnunar

Suðurnesja fyrir hlýju og góða umönnun.

Magnús Ingi Gunnlaugsson,Hjörleifur Svavar Högnason, Lilja Traustadóttir,Sigríður Árnadóttir,Ingvi Þór Sigríðarson, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir,Halldór Hagalín Hjörleifsson,og systkinabörn.

Móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona

Arna Björk Hjörleifsdóttir,Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,

lést 31. desember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju

mánudaginn 13. janúar kl. 13:00.Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja

minnast hennar er bent á framkvæmdasjóð Keflavíkurkirkju, reikn. nr. 0142-15-530036, kt. 680169-5789.

www.heilsuhusid.is

Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560Opið: mánud. - föstud. 10 -18 og laugard. 10 -14

Hreinsun - orka - vellíðan- Einföld og áhrifarík hreinsun

- Farið y�r toxísk efni í fæðu og umhver� og áhrif þeirra á heilsu okkar

- Hvernig virkar afeitrunarferli líkamans og farið y�r einkenni sem kalla á hreinsun

- Hugmyndir að máltíðum y�r daginn og hreinsandi uppskriftum til að styðjast við

- Hreinsandi jurtir og náttúruefni

Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu Ke�avík Hafnargötu 29.

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 20:00 - 21:30.Verð kr. 3.900,- og námsgögn/uppskriftir innifalið.

Skráning og upplýsingar í s: 899-8069 / [email protected]

Nettó gaf hálfa milljónkróna í Velferðarsjóðinn

Nettó gaf hálfa milljón króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja nú á aðventunni. Framlagið var afhent í verslun Nettó í Reykjanesbæ

á Þorláksmessu. Það voru þau Bjarki Þór Árnason verslunarstjóri og Erla Valgeirsdóttir aðstoðarverslunarstjóri sem afhentu framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja veitti framlaginu viðtöku. Myndin var tekin við þetta tækifæri.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Gáfu BarnaspítalaHringsins fimm spjaldtölvurSigurður Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir komu færandi

hendi á Barnaspítala Hringsins nú eftir jólin. Þangað mættu þau ásamt fjölskyldum sínum og gáfu fimm Fujitsu spjaldtölvur.Gjöfin er afhent til minningar um Sigurð son þeirra sem lést 1985, aðeins 15 ára gamall. Þau hjónin hafa árlega afhent gjafir í minningu sonarins en Sigurður Ingvarsson hefur séð um að tengja jólaljósin í kirkjugarðinum að Útskálum og er tengigjaldið ávallt notað í gott málefni sem þetta.

Myndin var tekin þegar gjafirnar voru afhentar nú eftir jólin.

Varða styrkir Vel-ferðarsjóð SuðurnesjaKiwanisklúbburinn Varða í Reykjanesbæ

hefur styrkt Velferðarsjóð Suðurnesja um 50.000 krónur. Styrkurinn var formlega afhentur á Þorláksmessu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. VF-mynd: Hilmar Bragi

Reykjanesbær losar bæjar-

búa við jólatréuÞjónustumiðstöð Reykjanes-bæjar mun hirða upp jólatré fyrir íbúa Reykjanesbæjar dag-ana 7. - 10. janúar. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu setji tréð út fyrir lóðarmörk og hafi sam-band við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200.

Page 23: 01 tbl 2014

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hÚsAsmiðJunnArÚtsAlArisA

VERKFÆRI 20-40% • VERKFÆRATÖSKUR 25% • FLÍSAR 20-30% • ÚTIVISTARFATNAÐUR 30-50% VINNUFATNAÐUR 30-50% • BÚSÁHÖLD 30-50% • JÓLAVÖRUR 40-70% • LJÓS 25%

BLÖNDUNARTÆKI 20-25% • SMÁRAFTÆKI 20-30% • PARKET 20% • VASKAR 20-30% • KLÓSETT 20% BAÐFYLGIHLUTIR 20-70% • INNIMÁLNING 20% • LÍKAMSRÆKTARTÆKI 50% og margt fleira...

*Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum.Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

Úlpa með loðkragaTrue North S-2XL5872355

VERÐ ÁÐUR 19.998

nÚ 13.999 kr

þú sparar: 5.999 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

30%Afsláttur!

Hnífasett5 stk í standi2000874

VERÐ ÁÐUR 9.990

nÚ 6.899 kr

þú sparar: 3.091 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

30%Afsláttur!

Fjölþjálfi3899531

VERÐ ÁÐUR 39.900

nÚ 19.950 kr.

þú sparar: 19.950 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

50%Afsláttur!

VERÐ ÁÐUR 4.995

nÚ 2.995 kr.

þú sparar: 2.000 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

Mínútugrill Unold1840708

40%Afsláttur!VERÐ ÁÐUR 19.901

nÚ 12.490 kr.

þú sparar: 7.411 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

37%Afsláttur!

Skrúfjárnasett 75 stk5010139

Handlaugartæki Dagur7910101

VERÐ ÁÐUR 5.995

nÚ 4.495 kr.

þú sparar: 1.500 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

25%Afsláttur!

VERÐ ÁÐUR 80.295

nÚ 63.900 kr.

þú sparar: 16.395 kr

ÚtsAlA ÚtsAlA

Frystikista Frigor 203 ltr.Orkunýting A+1805482

Page 24: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR24

Leikur - söngur - tjáning - gleði - gaman

Kennt er á miðvikudögum í samtals 8 vikur.

Byrjendur: Miðvikud. kl. 14.00Framhaldsnemendur: Miðvikud. kl. 15.30

Ath. takmarkaður fjöldi.

Nemendur fara í einn hljóðverstíma og fá disk með eigin lagi í lok námskeiðsins.

Nánari upplýsingar í síma 8691006og [email protected]

Skráning á www.gargandisnilld.is

Ný námskeið hefjast miðvikudaginn 15. janúarKennt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17Byrjenda- og framhaldshópar

Sjálfsbjörg á Suðurnesjum af-henti Kvennasveitinni Dag-

björgu Span hellur ásamt hjóla-borði að gjöf milli jóla og nýárs. Gjöfin kom sér vel á fjölskyldu-kvöldi Björgunarsveitarinnar Suðurnes þegar rafmagnið fór af hluta hússins þegar verið var að útbúa kakó fyrir gesti. Þá var hægt að rúlla borðinu í annan hluta hússins og halda áfram með kakógerðina.Hellurnar komu sér líka vel á milli jóla og nýárs þegar Björgunar-sveitin stóð í ströngu við flugelda-sölu sem er aðal tekjulind félags-ins. Þá létti Kvennasveitin Dagbjörg undir og sá um að elda mat handa félagsmönnum.Einnig var hugsað til þess að borðið komi sér vel ef aðstæður krefjast þess að sveitin fari á vettvang þar sem eldunar er krafist. Þá er hægt að tengja helluborðið við færanlega rafstöð.Kvennasveitin Dagbjörg þakkar Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum kær-lega fyrir gjöfina og viðurkenningu á því mikilvæga starfi sveitarinnar sem gjöfin felur í sér.

Á myndinni eru þær Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir formaður Dag-bjargar, Hafdís Hilmarsdóttir for-

maður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, Villa Pálsdóttir gjaldkeri Sjálfs-bjargar á Suðurnesjum og Ásta

Gunnarsdóttir, gjaldkeri Dagbjargar.

Gáfu kvennasveitinniDagbjörgu Span hellur

Markaðssetning á netinuMarkaðsstofa Reykjaness stendur fyrir námskeiði í samstar� við Kapal Markaðsráðgjöf, í Eldey frumkvöðlasetri miðvikudaginn 22. janúar kl. 10:00 – 16:00.

Fjallað verður um það helsta er snýr að markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila.

Meðal efnis:

» Árangursrík uppbygging vefsíðna

» Grunnatriði leitarvélabestunar

» Hvernig á að skrifa fyrir netið

» Auglýsingaker� Google

» Helstu nýjungar í samfélagsmiðlum Tvær síður verða teknar fyrir í svokallaðri „site-clinic“ en sú leið getur nýst vel öllum þátttakendum á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 20.000 kr fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Reykjaness, 35.000 kr fyrir aðra. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 14.

Skráning á heklan.is fyrir 17. janúar. Frekari upplýsingar veitir Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri, [email protected].

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

Page 25: 01 tbl 2014

Biotta Heilsuvikan var þróuð með ráðgjöf reyndra næringarfræðinga. Þökk sé frábærri samsetningu hágæða lífrænna ávaxta og grænmetis, fær líkaminn öll nauðsynleg næringarefni á meðan fastað er og líkaminn hreinsaður á einni viku. Biotta Heilsuvikan hentar öllum heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum. Hver pakki inniheldur 2 flöskur af Vita 7, 2x Digest drink, 2x Red Juice, 2xVegetable Juice Cocktail, 3x Wellness Drink, 100g lífræn hörfræ og 75g lífrænt jurtate, sem og ítarlegan leiðbeiningabækling um hvernig nota skal Heilsuvikuna.

Kræsingar & kostakjör

Tilboðin gilda 9. - 12. jan 2014Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

ítalskaR HakkBolluRfRystiVaRa- 500 g

779áðuR 1.198 kR/pk

-35%

6.9982.000 kr afsláttur

VínBeRgRæn - 500 g Box

150áðuR 299 kR/pk

-50%

lamBaBógsteiksVeppamaRineRing

2.391áðuR 2.989 kR/stk

-20%

Biotta heilsukúr

byrjaðu árið vel!

ÝsuBitaRskinnay - 1kg

1.198áðuR 1.498 kR/stk

-20%

Innihald: vatn & trefjar!2

fyrir

1

Page 26: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR26

Máttu r s k á l d -s k a p a r i n s

getur verið mikill. Og gaman er að sjá enn og aftur stað-fe s t i ng u þ e s s a ð þegar skáldum tekst vel upp fara lesendur

stundum að trúa skáldskapnum og telja hann sannan. Ég heyri að þannig eru sumir sveitungar mínir í Keflavík að lesa nýja skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur. Ekki sem skáld-sögu heldur sem nýtt bindi Sögu Keflavíkur.Reyndar heyri ég líka að sumir hafi ekki lesið bókina en haldi því samt fram að þarna sé fjallað um veru-leikann og á slíkan hátt að þeim líki myndin ekki. Það er furðulegt en jafnframt hlægilegt að heyra. Og sýnir líka hvað máttur skáldskaparins getur verið mikill.Jón Kalman er án efa orðinn einn okkar stóru höfunda – það þarf ekki að taka orð íslenskra gagnrýnenda fyrir því, nógu margir erlendir hafa haldið því fram á síðustu árum. Og hann mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Brasilíu í sumar, honum tókst það

sem knattspyrnulandsliðinu tókst ekki; samið hefur verið um útgáfu á svokölluðum „Vestfjarðaþríleik“ hans þar í landi. Verk Jóns eru gefin út víða um lönd, á fjölda tungumála. Hann hefur skrifað þrjár ljóðabækur og nú tíu skáldsögur; sumar þeirra gerast í Dölunum, aðrar á Vestfjörðum, en höfundurinn eyddi unglingsárunum í Keflavík og ég hef beðið spenntur eftir að hann tækist á við þann heim í sögu. Að hann skapaði goðsagna-kenndan heim í kringum heimabæ okkar, eins og honum tókst að gera með Búðardal í Sumarljós og svo kemur nóttin. Goðsagnir í sögum rétt eins og tónlistarmenn okkar hafa gert í tónum og textum undanfarna ára-tugi. Goðsagnaheim úr æskulandinu eins og Guðbergur Bergsson gerði með Grindavík í „Tangasögunum“, Þórbergur Þórðarson með Suðursveit í uppvaxtarþríleik sínum og Halldór Laxness með Mosfellsdal í Innan-sveitarkróniku. Loksins varð af því að Jón Kalman fór að takast á við Kefla-vík á slíkan hátt – reyndar einnig með Norðfjörð um leið – og þessum lesanda, sem þekkir höfundarverk hans býsna vel, finnst hafa tekist svo vel til að þetta sé hans besta skáldverk

til þessa – og er við býsna góð verk að keppa. Við Keflvíkingar hljótum að fagna því að sjá slíkan heim lifna, innan ramma sem við þekkjum að einhverju leyti, þótt hann gæti aldrei lifað nema sem listræn og skálduð heild.Höfundurinn hefur látið hafa eftir sér að sagan sé um tuttugu prósent veruleiki, hitt sé skáldskapur. Ætli það séu ekki nokkuð algeng hlutföll í sögum þar sem byggt er á raun-verulegum heimi. En Jón Kalman byrjar líka strax í upphafi frásagnar að vinna gegn þeirri upplifun að um sé að ræða einhverja sagnfræði eða sannleika; þess vegna kallast Vogar Stapaþorpið, þar sem sögupersónan Ari ekur Reykjanesbrautina í upp-hafi bókar, og stóra skiltið með nafni Reykjanesbæjar er orðið blikkandi ljósaskilti. Jökullinn er líka kominn í vesturátt – „heimum má alltaf breyta“ sagði annar snjall rithöfundur um list skáldskaparins og það er einmitt það sem Jón Kalman gerir. Sem sögusvið notar hann Keflavík uppvaxtarára okkar – með varnarliði og frysti-húsum, og Keflavík dagsins í dag – með flughóteli og ferðamönnum, til að skapa sinn leiftrandi frjóa,

áhugaverða og dramatíska söguheim, kringum örlagasögu einstaklinganna sem eiga í hlut. Hann hreytir þessum heimi á sinn hátt, eins og sagan krefst, en vitaskuld er þetta engin fegurðar-samkeppni sveitarfélaga; höfundur rifjar upp hin stórfurðulegu orð fyrsta forseta lýðveldisins árið 1944, að það gleddi hann að vera „kominn á svartasta stað landsins“. En eins hefur það glatt þennan lesanda að upplifa þessa heillandi Keflavík höf-undarins á síðum bókarinnar, og hún er svo sannarlega ekki svört.Hinn aldni höfðingi Ólafur Björns-son ritaði pistil um bók Jóns Kal-mans í Víkufréttir á dögunum og var ekki jafn hrifinn og ég. Skemmtilegt var að sjá að hann virtist hafa hlýtt á upplestur á sögunni sem lestur á sagnfræðiriti, misheppnuðu að hans mati, og vitaskuld á hver og einn að upplifa listina á sinn hátt. Þó var sérkennilegt að sjá talað um aðal-persónuna, Ara, sem Jón Kalman – eins og persóna og höfundur séu einn og sami maður, en gott að sjá staðfestingu á því að höfundinum hefur tekist að skapa óræðan heim sem hver og einn lesandi getur stigið inn í á sinn hátt. Ólafur var sann-

færður um að lýsingar á ákveðnu frystihúsi ættu við Litlu Milljón svo-kallaða – en ég sé alltaf Stóru Milljón fyrir mér! Varðandi ákveðin atriði þar sem dátar af vellinum sækja mat-væli í frystigeymslu telur Ólafur átt við geymslu sem Hraðfrystistöðin byggði, en ég sá aftur fyrir mér frysti-geymsluna í Stóru Milljón sem her-inn leigði einmitt um tíma og var iðulega einhverju úr henni gaukað að starfsfólki þegar vörur voru sóttar. Þannig raðar hver lesandi heiminum saman í höfði sér um leið og hann heyrir eða les, hver með sínum hætti. Og ef lesið er með opnum huga sé ég ekki hvernig á að vera hægt að hrífast ekki – mikið hlakka ég til að lesa seinni hluta verksins.„Nú fyrst skil ég Keflavík. Hún er í raun eins og hver annar bær á land-inu,“ sagði Bubbi Morthens hrifinn við mig á dögunum, eftir að hann hafði lesið Fiskarnir hafa enga fætur í annað sinn. Ég held hann hafi lesið hana einu sinni enn síðan. Þetta er þannig bók. Mjög góð bók sem við Keflvíkingar getum glaðst yfir að eiga svolítið í.

Einar Falur Ingólfsson

Við upphaf nýs árs horfum við

fram á veginn og veltum fyrir okkur hvað árið muni bera í skauti sér og leggjum á ráðin um hvernig við best náum mark-

miðum okkar. Þá er gott að líta um öxl og nýta reynslu fyrri ára til að gera enn betur á því nýja.Í stjórnmálunum urðu skörp kafla-skil með kosningunum síðastliðið vor. Í stað vinstristjórnar, sem forðaði landinu frá gjaldþroti og endurreisti samfélagið við fordæmalausar að-stæður í kjölfar efnahagshruns, kom hægristjórn. Með aðgerðum vinstri-stjórnarinnar var jöfnuður í land-inu aukinn og margt fært til betri og sanngjarnari vegar en aðgerðir hægristjórnarinnar hafa miðað að því að auka ójöfnuð og færa fjármuni til þeirra sem nóg hafa fyrir frá þeim sem ekki eru aflögufærir.Vinstristjórnin náði ekki að gera allt sem nauðsynlegt var að gera við þessar aðstæður á aðeins fjórum árum en lagði grunn að mörgu sem unnt hefði verið að byggja á. Hægri-stjórnin hefur nú afturkallað margt það besta úr áætlunum sem fyrri ríkisstjórn gerði til lengri tíma. Þar á meðal eru mál er varða atvinnu-stefnu, byggðastefnu, stefnu í utan-ríkismálum og náttúruvernd. Allt eru þetta málaflokkar sem brenna á öllum landsmönnum og ekki síst á okkur í Suðurkjördæmi.Hægristjórnin lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að skera niður styrki við nýsköpunarverkefni og skapandi greinar. Þar eru þó helstu vaxtasprotar atvinnulífsins og tengjast fjölbreyttum atvinnutæki-færum og óhefðbundnum leiðum til að efla byggðalög sem hafa verið í lægð. Okkar mikilvægasta atvinnu-grein, sjávarútvegurinn, er háð nátt-úrulegum takmörkunum. Það er stóriðjan einnig og reyndar ferða-þjónustan líka. Allt eru þetta greinar sem lifa á auðlindum þjóðarinnar. Þær takmarkanir há hins vegar ekki nýsköpunargreinum sem geta, m.a. byggt á afurðum frá fiskverkun.

Þá starfsemi eigum við að styrkja í sjávarbyggðum og aðra nýsköpun, hugvit og skapandi greinar um allt land og hlúa að sprotum sem geta vaxið og gefið af sér arð þó síðar verði.

Aukinn jöfnuðurStjórnarandstöðunni tókst með bar-áttu sinni í tímahraki stjórnarmeiri-hlutans fyrir jól, að fá aukið fjármagn til nýsköpunar, skapandi greina og til að halda áfram vinnu með brot-hættar byggðir. Einnig tókst okkur að tryggja greiðslu desemberuppbótar fyrir atvinnulausa, afnám sjúklinga-gjalds og færa efra viðmið lægsta skattþreps ofar. Þannig tókst okkur að bæta fjárlagafrumvarpið en það er eftir sem áður langt frá því að sam-ræmast stefnu jafnaðarmanna.Ég hef verið hugsi yfir því sem ein ágæt kunningakona mín sagði þegar ég var að gleðjast yfir þeim árangri sem stjórnarandstaðan náði fyrir jól og hvað sá árangur skipti marga máli. Hún sagði: „Já, þið létuð stefnu ríkisstjórnarinnar líta betur út. Þið gerðuð ásýnd hennar mildari og hafið sennilega lengt líf hennar líka og það hefur slæm áhrif á líf margra til lengri tíma litið.“ Þetta er umhugsunarefni en samt held ég að við hefðum alltaf barist gegn eyðileggjandi áformum hægristjórnarinnar vegna þess að við vitum hversu margir hefðu annars liðið fyrir þá stefnu. Í þessari lotu hefðu það verið atvinnulausir, þeir sem eru svo veikir að þeir þurfa sjúkrahússvist, fólk með lág laun, ungir vísindamenn, frumkvöðlar á ýmsum sviðum og brothættar byggðir með erfið búsetuskilyrði.Það er von mín að á nýju ári verði fleiri til að leggja hönd á plóg til að auka jöfnuð í okkar annars ágæta samfélagi og til að auka fjölbreytni í atvinnulífi með stuðningi við ungt fólk, nýsköpun og skapandi greinar. Með því búum við til enn betra sam-félag fyrir alla.

Með kærum nýárskveðjum,Oddný G. Harðardóttir

alþingismaður Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands

Niðurstaða nýj-ustu PISA rann-

sóknar hefur verið mikið áfall fyrir þá sem starfa að mennt-unarmálum barna og unglinga, sem og alla þá sem láta sig málið

varða. Lesskilningi hefur hrakað, sérstaklega meðal ungra drengja, og stærðfræði- og náttúrufræðilæsi að sama skapi. Rannsóknin metur hversu vel nemendur við grunn-skólalok hafi tileinkað sér þá þekk-ingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi.Tíu ár hafa liðið milli fyrstu könn-unar árið 2002 og þeirrar nýjustu, sem framkvæmd var árið 2012. Þró-unin hefur verið niður á við frá upp-hafi, þó niðurstöður ársins 2009 hafi gefið von um að nú væri þróunin að snúast við og vel má spyrja hvaða góðu hlutir gerðust árið 2009 sem gáfu þessa von? Skellurinn varð hins vegar nokkur í byrjun desember sl. þegar líta mátti nýjustu niðurstöður augum:

Niðurstöður PISA rannsóknar meðal íslenskra nemenda

2002 – 2012.Starfsfólk bókasafna þekkir vel mikilvægi þess að halda bókum að börnum til þjálfunar lesskilningi, sem er undirstaða allrar námsgetu. Á Bókasafni Reykjanesbæjar hefur ekki síður verið minnt á þá staðreynd að bækur verði að vera sýnilegar á heim-ilum til þess að börn geti valið að grípa í bók og lesa. Hér er mikilvægt að foreldrum sé þessi staðreynd ljós og sjái til þess að bækur séu á heim-ilum til að handfjatla, ekki bara fyrir börnin, heldur líka fyrir þá. Foreldrar og aðrir uppalendur eru mikilvægar fyrirmyndir í öllu uppeldi barnanna, einnig varðandi lestrarvenjur. Þor-grímur Þráinsson rithöfundur velti því upp í nýlegri grein í Morgun-blaðinu að hugsanlega væru foreldrar „mesta vandamálið, höldum bókum allt of lítið að börnunum.“Almenningsbókasöfn eru byggð á þeirri hugmyndafræði að fólk eigi saman og skiptist á að nota. Þann-ig hefur það verið frá fyrstu tíð, allt aftur til starfa lestrarfélaganna, sem

voru undanfarar almenningsbóka-safna. Á Bókasafni Reykjanesbæjar hefur lengi verið lögð áhersla á að laða yngstu kynslóðirnar að safninu. Það er gert með því að bjóða börnum til lestrarstunda, kynna börnum bækur, m.a. með höfundakynn-ingum og höfundaheimsóknum, hafa rúman opnunartíma og bjóða öllum börnum til 18 ára aldurs ókeypis bókasafnskort. Það þýðir að barnið getur fengið að láni allar þær bækur sem því lystir að lesa því að kostn-aðarlausu, svo framarlega sem út-lánatími er virtur. Með því að hafa bókasafnsbækur við höndina er alltaf hægt að velja lestur. Lestrargrunninn er svo gott að byggja upp með því að lesa fyrir barnið alveg frá fæðingu og halda áfram að lesa þótt barnið sé orðið læst. Slíkar lestrarstundir gefa færi á að ræða orð sem eru tor-skilin, leika sér með merkingu orða, finna samheiti og rýma, svo nokkuð

sé nefnt.Markmiðið fyrir niðurstöður PISA rannsóknar árið 2015 hlýtur að vera það að sjá appelsínugulu, bláu og grænu línurnar rísa upp að nýju.

Börn á leikskólanum Tjarnarseli kvöddu Huldu Björk Þorkelsdóttur, fráfarandi forstöðumann Bókasafns Reykjanesbæjar í nóvemberlok og þökkuðu henni sérstaklega fyrir að hafa stuðlað að barnvænu bókasafni.

Drengir hafa komið verr út úr PISA rannsókninni en stúlkur. Þessir drengir úr Heiðarskóla áttu ekki í neinum vanda með að skemmta sér yfir lestri um knattspyrnuhetjur heims í heimsókn á safnið nýverið.

Svanhildur EiríksdóttirHöfundur er verkefnastjóri

á Bókasafni Reykjanes-bæjar og hjá Reykjanesbæ.

-póstkassinn pósturu [email protected]

n Svanhildur Eiríksdóttir skrifar:

Aðgangur að bókum ekki vandamáln Oddný G. Harðardóttir alþingismaður skrifar:

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

n Einar Falur Ingólfsson skrifar:

Mikill er máttur skáldskaparins

Page 27: 01 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 27

Öll þekkjum við söluna á Hita-

veitu Suðurnesja, dapurlegustu pólit-ísku mistök sem gerð hafa verið á Suður-nesjum og víðar. Nú er sagan að endur-taka sig. HS Veitur

er verið að selja, svo langt sem lög leyfa.

Bæjarfulltrúar svikið gefin loforð

Skoðum það nánar hvernig bæjarfull-trúar á Suðurnesjum hafa ráðstafað HS Orku og HS Veitum, fjöreggi okkar allra og svikið gefin loforð.• Árið 2003 byrjar Reykjanesbær að selja fasteignir sínar. Fljótlega koma fram áhyggjur um að ráðandi hlutur í Hitaveitunni verði einnig seldur. Bæjarfulltrúar meirihlutans í Reykja-nesbæ stíga fram og fullvissa íbúana um að ekki standi til að selja hlutinn í Hitaveitunni.• Árið 2007 byrjar Reykjanesbær að selja hlutinn í Hitaveitunni. Íbúum sagt að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur þar sem bærinn muni áfram eiga ráðandi hlut í Hitaveitunni. Hin sveitarfélögin selja sína hluti. Íbúar ekki spurðir álits.• Árið 2009 Reykjanesbær selur allan hlutinn í Hitaveitunni.• Árið 2010 Magma Energy, kanad-ískt fyrirtæki orðið eigandi að Hita-veitunni.Salan á HS var m.a. réttlætt með því að dreifikerfið yrði áfram í eigu sveitarfélaganna undir nafninu HS Veitur.

Skoðum það nánar:• Árið 2008 HS Veitur stofnað. Í eigu sveitarfélaganna, Hafnarfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur.• Árið 2013 Reykjanesbær byrjar að selja hlutinn í HS Veitum til Ursusar, félags í einkaeigu.Hin sveitarfélögin á Suðurnesjum fylgja á eftir. Orkuveita Reykjavíkur hyggst einnig selja hlutinn til Ur-susar. Samfylking í Reykjanesbæ á móti sölu.Meirihluti Samfylkingar og VG í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafnar sölu á hlut bæjarins.

Farið á bak við lög um veitufyrirtæki

Í lögum um veitufyrirtæki er kveðið á um að þau verði að vera að lágmarki í 51% eigu opinberra aðila.Þetta ákvæði er því miður ekki trygging fyrir því að hluthafar geti gert með sér samkomulag um að ákvörðunarvaldið verði á endanum í höndum einkaaðilans, í þessu til-felli Ursusar. Margt bendir til þess að það sé einmitt ætlunin hvað varðar HS Veitur. Þessu neita bæjarfulltrúar en þeir hafa neitað ýmsu áður, eins og sjá má hér að ofan. Eigum við að treysta því að meirihlutavaldið í HS Veitum verði áfram hjá Reykja-nesbæ, alveg eins og við treystum því að meirihlutinn í Hitaveitunni yrði aldrei seldur?Það er harla ólíklegt að einkaaðili vilji leggja í svo stóra fjárfestingu nema tryggt sé að hann hafi afgerandi ákvörðunarvald í fyrirtækinu.

Sala HS vakið undrun erlendisÞess má geta hér að árið 2010 átti ég fund með bandarískum öldunga-deildarþingmanni sem er jafnframt sérfræðingur í orkumálum í Banda-ríkjunum. Salan á HS bar þar á góma. Fullyrti hann að sala, á opinberu orkufyrirtæki í grunnþjónustu, til einkaaðila hefði aldrei fengið hljóm-grunn þar vestra. Það er athyglisvert í sjálfu mekka kapítalismans.

Almannahagsmunum fórnaðÉg fullyrði að mikill meirihluti íbúa á Suðurnesjum hefur frá upp-hafi verið andsnúinn þessum van-hugsuðu gjörningum bæjarfulltrúa. Undirskriftarlistar gegn sölu voru hundsaðir og íbúar aldrei spurðir álits. Orðið íbúalýðræði hefur aldrei náð lengra en í kosningabæklinginn. HS Orka og HS Veitur eru fyrirtæki sem veita grunnþjónustu, sem eng-inn getur verið án og samkeppni er engin, eins og í sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni. Þessi fyrirtæki voru stofnuð af sveitarfélögunum, í eigu þeirra og þar með íbúanna. Þau átti aldrei að selja. Hagnaður HS Veitna, eftir skatta, fyrir árið 2012 var 442 milljónir. Í ársreikningi kemur fram að fjárhagsstaðan sé sterk og horfur góðar. Hvers vegna þarf að selja svona gott fyrirtæki í eigu al-mennings? Almannahagsmunum hefur verið fórnað á altari skamm-tímagróða.

Birgir Þórarinsson

-póstkassinn pósturu [email protected]

n Birgir Þórarinsson skrifar:

Almannahagsmunum fórnað

FÉLAGSFUNDURStjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðis�okksins í Reykjanesbæ boðar til félagsfundar 

�mmtudaginn 16. janúar nk. kl. 20.00.  

Fundurinn fer fram í sjálfstæðishúsinu í Njarðvík að Hólagötu 15.

Dagskrá fundarins:Lögð fram tillaga stjórnar um fyrirkomulag vegna vals á

framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningar 2014.

Athugið að einungis fulltrúaráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.

FÉLAGS- OG FAGGREINAFUNDUR

verður haldinn í Krossmóa 4 Reykjanesbæfimmtudaginn 9. janúar kl:20.00

Dagskrá fundarins:Kynning á nýgerðum kjarasamningi.

Önnur mál.Kaffiveitingar

Stjórnin

JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ

ÞAKKA FYRIR SIG!Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári.

Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Skyrgámi samstarfið í desember.Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.

Page 28: 01 tbl 2014

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR28

- fs-ingur vikunnar pósturu [email protected]

Helsti kostur FS?Hurð sem opnast sjálfkrafa í and-dyrinu.

Hjúskaparstaða?Einhleypur.

Hvað hræðistu mest?Ekki neitt!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?Fannar Orri Sævarsson, atvinnu-maður í fótbolta.

Hver er fyndnastur í skólanum?Vignir Páll Pálsson, bara of fynd-inn.

Hvað sástu síðast í bíó?The Hobbit, hún var geðveikt góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?Aquarius drykkinn.

Ari Steinn Guðmundsson er 17 ára Keflvíkingur. Hann stundar nám á tölvufræðibraut í FS. Ari ber viðurnefnið Messi en það má líklega rekja til fótbolta-hæfileika hans. Fótboltinn á hug hans allan og stefnir hann hátt á þeim vettvangi. Ari er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Er kallaður MessiHver er þinn helsti galli?Er frekar feiminn.

Hvað er heitasta parið í skólanum?Friðrik og Eygló eru langflottust.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?Betra wi-fi, það er nokkuð víst.

Áttu þér viðurnefni?Messi.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?„Nööö.“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?Nokkuð gott bara.

Áhugamál?Fótbolti!

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?Atvinnumaður í fótbolta.

Ertu að vinna með skóla?Neibb.

Hver er best klædd/ur í FS?Toggi Magg.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?Fannar Orri, margir segja að við séum alveg eins.

Eftirlætis:Kennari: Haukur Ægis.

Fag í skólanum: Enska.

Sjónvarpsþættir: Entourage, The Big Bang Theory, Community, Friends, Seinfeld.

Kvikmynd: Ace Ventura

Hljómsveit/tónlistarmaður: Ka-nye West er maðurinn.

Leikari: Jim Carrey er og hefur alltaf verið minn uppáhalds leikari.

Flíkin: Nike free run 3.

Skyndibiti: Subway, alltaf Subway.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Single Ladies - Beyonce.

TIL LEIGU

Atvinnuhúsnæði til leiguTil leigu 110 m2 atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og bílalyftu. Uppl.í síma 860 8909

ÓSKAST

Einstæð móðir óskar eftir íbúð í Kefla-vík, helst í Hoiltaskólahverfinu. Ein-stæð móðir í góðri vinnu með 7 ára gamlan strák í Holtaskóla vantar íbúð sem allra fyrst, erum húsnæðislaus frá og með 15 febrúar. Viljum helst vera í Holtaskólahverfinu en allt kemur þó til greina. Skilvísar greiðslur í gegnum greiðsluþjónustu. Uppl gefur Sunna í síma 848 3373

Óskast til leiguPar í fullri vinnu og skóla óskar eftir 2 herbergja íbúð í Reykjanesbæ. Skil-vísum greiðslum heitið uppl Sigurður 770 6436 og Anita 891 8128

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 9. - 15. jan. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk

• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.• Félagsvist • Bridge

• Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Föstudaginn 10.janúar n.k. á Nesvöl-lum kl. 14:00. Spilabingó

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á

www.nesvellir.is/

Daglegar fréttir á vf.is

- smáauglýsingar

Ódýr húsgagna og teppahreinsunv i ð d j ú p h r e i n s u m s ó f a -s e t t , s t ó l a , h æ g i n a s t ó l a , r ú m -dýnur,teppi og mottur. lyktareyð-ing,rykmauraeyðing og blettaeyð-ing. okkar lága verð gefur þér tæki-færi til reglulegra djúphreinsanna. s:780 8319; [email protected]

HundasnyrtingTek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla og vönduð vinnubrögð. Sjá FB síðu:Hunda-snyrting. Kristín S.897 9002

ÞJÓNUSTA

Forvarnir með næringu

STAPAFELLHafnargötu 50, Keflavík

NÝTT

Opið alla dagafram á kvöld

PARKETÞJÓNUSTAParketslípun, lagnir, við-

gerðir og almennt viðhald húsnæðis.

Látið fagmenn vinna verkin!

Parketþjónusta Árna Gunnars,

s. 698 1559,[email protected]

SÉRFRÆÐINGUR Á FJÁRMÁLASVIÐIBláa Lónið hf. leitar að sérfræðingi á fjármálasviði til að efla áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi Bláa Lónsins. Starfið heyrir undir fjármálastjóra. Á fjármálasviði starfa 12 starfsmenn.

Nánari upplýsingar veitir Þórey G. Guðmundsdóttir fjármálastjóri í síma 420 8800, [email protected].

Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsókn ásamt ferilskrá í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins www.bluelagoon.is/atvinna.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2014.

Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic.

Starfssvið:• Yfirumsjón með bókhaldi fyrirtækisins• Skilagreinar, uppgjör, afstemmingar og þátttaka í áætlanagerð• Greining fjárhagsupplýsinga• Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði

Hæfniskröfur:• Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun• Töluverð reynsla af sambærilegu starfi• Mjög góð tölvukunnátta• Góð þekking á Navision fjárhagskerfinu• Þekking á Qlik View BI hugbúnaði er kostur• Nákvæm og öguð vinnubrögð• Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt• Góð samskipta- og samstarfshæfni

Page 29: 01 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 29

Burt með sykurpúkann!

Sennilega ertu búin að borða aðeins of mikið af sykri síðustu vikur og þarft að hafa helling fyrir því að kom-ast í gegnum daginn án þess að freistast í leyfarnar af

konfektinu eða sætmeti hér og þar. Óstjórnleg sykurlöngun er eitthvað sem margir glíma við daglega en það er mikilvægt fyrir heilsu okkar að hafa þetta í jafnvægi og láta ekki einhver vanabindandi efni stjórna líðan okkar. Vissu-lega allt í góðu að fá sér eitthvað sætt við og við svona á tyllidögum en nú er það bara harkan sex og eina vitið að koma líkamanum aftur í jafnvægi eftir allt sykurátið. Hér eru nokkrar leiðir til að komast út úr sykurvítahringnum svo þú getir átt sætari ár framundan;)

• Byrjaðu daginn á próteinríkri máltíð með góðri fitu. T.d. eggjahræru með kókósolíu

eða ólífuolíu, eða næringarríkan hristing. • Borðaðu reglulega yfir daginn. Ég veit þú veist þetta en það skiptir bara svo miklu máli að hafa þetta á tæru upp á að halda orku og blóðsykri stöðugum. Hentar mörgum að hafa 3 aðal máltíðir og 2 holla millibita.• Bættu í fæðuna þína heilnæmum kryddum sem slá á sykurlöngun og gefa náttúrulega sætu eins og kanil, kardimommur, múskat, negul og vanillu.• Hreyfðu þig! Hvaða hreyfing sem er mun auka orkuna þína, minnka streitu og draga úr löngun í sætindi.• Núllstilltu líkamann með nokkra daga hreinsun á léttu, hreinu og fersku mataræði.• Passaðu upp á að fá nægileg vítamín hvort heldur úr fæðunni eða í formi bætiefna eins og omega 3 fitur, fjölvítamín/steinefni, D3 vítamín. Annað sem er gott til að stilla blóðsykur og sykurlöngun er t.d. króm, grænt te, magnesíum, spirulina, lakkrísrótar tuggutöflur (DGL) og trefjar eins og husk.• Fáðu nægilegan svefn en þegar við erum vansvefta eykst löngun okkar í sætindi og kolvetni.• Ekki skipta yfir í gervisætuefni eins og aspartam og acesulfame-k heldur notaðu frekar lágkolvetna sætu efni eins og xylitol, erythriol, stevíu og súkkulaði sætt með maltitoli.• Þegar sykurlöngunin gerir vart við sig, gríptu þá epli með lífrænu hnetusmjöri eða fáðu þér t.d. nokkrar hnetur og 1-2 döðlur. Lífrænt dökkt 70-85% súkkulaði er líka gott svona spari til að slá á sykur löngunina.• Lærðu að lesa utan á pakkningar til að sniðganga inntöku á földum sykri.• Finndu út hvað veldur þessari viðvarandi sykur löngun hjá þér og taktu skref í að vinna í sjálfri/ sjálfum þér ef orsökin er tilfinningalegs eðlis.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir

HEILSUHORNIÐ

ÁSDÍSGRASALÆKNIRSKRIFAR

- viðtal

Í upphafi hvers árs þegar jólahátíð-inni lýkur hugsa margir sér til

hreyfings og bættrar heilsu. Sagt er að nú skuli skrefið tekið til fulls til þess að koma sér í betra líkamlegt og ekki síður andlegt form. Hjá Sport-húsinu á Ásbrú hafa verið gerðar töluverðar breytingar innanhúss til að bæta aðstöðu enn frekar fyrir viðskiptavini. „Við hjá Sporthúsinu höfum lagt okkar af mörkum til þess að fólk geti stundað heilsurækt sína af kappi í aðstöðu sem við teljum vera orðna eina þá bestu á landinu, enda á Suðurnesjafólk skilið að rækta líkama og sál í toppaðstöðu,“ segir Ari Elías-son, framkvæmdastjóri Sporthússins í Reykjanesbæ.

Góð hvatning frá viðskiptavinum

Gríðarlega góð stemning hafi skapast í stöðinni frá upphafi, þótt hún sé ekki nema rétt rúmlega ársgömul. „Þau um-mæli frá fólkinu okkar um að andrúms-loftið, snyrtimennskan, hreinlætið, framboð á tímum og námskeiðum séu til fyrirmyndar hlýjar okkur um hjarta-rætur og hvetja okkur enn frekar til að halda ótrauð áfram á þeirri braut sem við lögðum upp með. Við höfum viljað veita góða þjónustu, snyrtilega og hlý-lega stöð með góðri stemningu. Hún kemur með fólkinu og það skapar and-rúmsloftið,“ segir Ari.

Glæný tækiMeðal breytinga sem ráðist var í sl.haust nefnir Ari splunkunýjan spinningsal með glæsilegu ljósa-„showi“ í takt við tónlistina, nýja og bætta barnagæslu og nýjan teygjusal, ásamt glæsilegum og endurgerðum Crossfit-sal. Að sama skapi var farið út í talsverðar fjárfest-ingar síðastliðið vor þegar pantaður var nýr tækjabúnaður frá Technogym á Ítalíu sem Ari segir að sé stærsti og jafn-

framt þekktasti framleiðandi líkams-ræktartækja í heiminum í dag. „Tækin frá Technogym eru þekkt fyrir gæði, hönnun og útlit og skora nánast undan-tekningalaust best allra í samanburði á líkamsræktartækjum. Ekki má gleyma þeim tækja- og búnaðarkaupum sem áttu sér stað þegar við hófum sjálf að reka Crossfit-stöð undir nafninu Cross-fit Suðurnes. Sá búnaður kemur að miklu leyti frá Rouge í Bandaríkjunum, þekktasta framleiðanda Crossfit-bún-aðar í heiminum í dag.“

Aðgangur að báðum stöðvumAllur þessi tækjabúnaður var tekinn í notkun í október og nóvember síðast-liðnum. „Það má því segja að þeir sem stunda heilsu- og líkamsrækt í Sport-húsinu fái allt það besta sem völ er á í heiminum í dag,“ segir Ari og bætir við að í Sporthúsinu í Kópavogi hafi á sama tíma verið ráðist í stærstu fram-kvæmdir og fjárfestingar frá upphafi þegar megnið af tækjasal og upphit-unarlínu voru endurnýjuð með tækjum frá Technogym. Þess má geta að við-skiptavinir Sporthússins fá aðgang að báðum stöðvum fyrir eitt verð.

Starfsfólkið helsti styrkleikinn

„Einn helsta styrkleika Sporthúss-ins tel ég þó vera starfsfólkið sjálft en innan veggja þess eru á fimmta tug starfsmanna, hæfileikaríkir þjálfarar og kennarar ásamt starfsmönnum í móttöku, við ræstingar og barnagæslu og hefur starfsandinn verið gríðarlega góður allt frá upphafi,“ segir Ari. Mark-mið Sporthússins sé að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu til æfinga og líkamsræktar.

Jákvætt og gott viðmótÁherslan er lögð á jákvætt og gott við-mót til viðskiptavinarins, tækjabúnaður sé ávallt í lagi og gert við svo fljótt sem unnt er þegar eitthvað bregst. Einnig séu þrif tíð og góð svo stöðin sé ávallt snyrtileg. Með þessu er lögð áhersla á jákvæða upplifun viðskiptavinarins. „Við hvetjum því alla til að kíkja við hjá okkur í Sporthúsinu og skoða aðstöð-una, prófa tíma og ræða við ráðgjafa okkar um hvers er leitað að og hvers er vænst. Við munum alveg örugglega finna eitthvað við þitt hæfi eins og slag-orð okkar segir „Sporthúsið, heilsurækt fyrir alla.“

Fólkið skapar stemninguna

n Sporthúsið byrjar nýtt ár af krafti:

Íbúðalánasjóður auglýsir eignir til leigu á fasteignir.is og mbl.is undir leiga.Áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur á vef Íbúðalánasjóðs.ils.is/leiga

Hvernig sæki ég um leigueign hjá Íbúðalánasjóði?

www.ils.is | Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími: 569 6900, 800 6969

SólrisuhátíðSólrisuhátíð20142014Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Kvenfélagið Hvöt halda Sólrisuhátíð sunnudaginn 12. janúar kl. 15:00 í Samkomuhúsinu Sandgerði.

Fyrir Sólrisuhátíðina er messa kl. 14:00 í Safnaðarheimilinu Sandgerði.Prestur séra Sigurður Grétar Sigurðsson.

Eldri borgarar hvattir til að mæta.

Page 30: 01 tbl 2014

-íþróttir pósturu [email protected]

Ár ÁstrósarÞað væri ekki orðum aukið ef kalla mætti árið 2013 ár taek-wondo á Suðurnesjum. Keflvíkingar unnu nánast allt sem í boði var í þeirri grein hérlendis, og náðu auk þess frábærum árangri erlendis. Teakwondofólk ársins á Íslandi kom frá fé-

laginu annað árið í röð. Þar var á meðal hin 14 ára Ástrós Brynjarsdóttir sem einnig hlaut nafn-b ót ina Íþrótt a-maður Reykjanes-bæjar. Ástrós vann til 19 gullverðlauna á árinu, flest þeirra í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera

ung að árum. Ástrós varð m.a. Norðurlandameistari á árinu. Það liggur ljóst fyrir að hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins.

Stóru titlarnir á sínum staðKörfuboltinn á sérstakan stað í hjörtum Suðurnesjamanna, því verður ekki neitað. Stærstu titlar ársins féllu Suður-nesjaliðum í skaut, en Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla á meðan Keflvíkingar hömpuðu Íslands- og bikar-meistaratitlum í kvennaflokki. Yngri flokkar sópa líka að sér verðlaunum í körfunni og má segja að ennþá séu yfirburðir Suðurnesjanna augljósir þegar kemur að körfubolta.

Kristján aftur í Bítlabæinn - ótrúlegur endaspretturÞað vakti mikla athygli þegar Zoran Ljubicic var látinn taka poka sinn og Kristján Guðmundsson tók við stjórnar-taumum hjá Keflvíkingum í fótbolt-anum. Undir stjórn Kristjáns náði liðið að bjarga sér eftirminnilega frá falli. Kristján tók við liðinu þann 24. júní, en fyrst um sinn gekk brösuglega. Eftir sigur í fyrsta leik komu fjórir tapleikir í röð hjá Keflvíkingum. Það var svo undir lokin sem stigin söfnuðust upp á töflunni. Frá 7. ágúst náðu Keflvíkingar að vinna sér inn 17 af þeim 20 stigum sem liðið nældi í undir stjórn Kristjáns.

Fyrsti Íslandsmeistarinn í áhaldafimleikumFimleikadeild Keflavíkur eignaðist sinn fyrsta Íslands-meistara í áhaldafimleikum á árinu en Lilja Björk Ólafsdóttir varð Íslandsmeistari í 2. þrepi, 14 ára og eldri. Hún var með hæstu einkunn á tvíslá og í gólfæfingum.

Hörður hrökk í gang

Framherjinn Hörður Sveinsson gekk aftur til liðs við Keflvík-inga eftir veru hjá Valsmönnum. Hann fann markaskóna sína á haustmán-uðum og átti stóran þátt í því að tryggja veru Keflvíkinga í efstu deild.

Körfuboltaparið í GrindavíkÁrið var gott fyrir skötuhjúin Jóhann Árna Ólafsson og Petrúnellu Skúladóttur í Grindavík. Jóhann varð Íslands-meistari í körfubolta með Grindvíkingum annað árið í röð og Petrúnella stóð sig frábærlega með A-landsliði Íslands á árinu og Grindavíkurliðinu. Þau Jóhann og Petrúnella voru svo kjörin íþróttafólk Grindavíkur með töluverðum yfirburðum.

Sigrar í sundinuSunddeild ÍRB sýndi mátt sinn og megin á árinu en þetta unga og efnilega lið er smátt og smátt að verða að stórveldi í sundíþróttinni. Íris Ósk Hilmarsdóttir vann gull á Norður-landamótinu annað árið í röð en nánast ómögulegt er að telja upp einstaka sundmenn sem skara fram úr í Reykjanesbæ, svo miklir hæfileikar eru innan raða ÍRB liðsins. Titlar ÍRB á árinu: Íslandsmeistarar á Aldursflokkameistaramóti, flest verðlaun á Unglingameistarmóti Íslands, flest verðlaun á Ís-landsmeistarmót í 25m laug. Bikarmeistarar kvenna í 1. og 2. deild og annað sæti í bikarkeppni karla.Flestir sundmenn í öllum unglingalandsliðum.

Ásmundur tvöfaldur ÍslandsmeistariKnapinn Ásmundur Ernir Snorrason var valinn íþrótta-maður Mána 2013. Ásmundur náði mjög góðum árangri á árinu og þar má helst telja að hann varð tvöfaldur Íslands-meistari á Íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri í sumar.

Pálína til GrindavíkurBesta körfuknattleikskona landsins undanfarin ár, Pálína Gunnlaugsdóttir, ákvað að yfirgefa Keflvíkinga á árinu. Hún gekk til liðs við nágrannana í Grindavík þar sem hún sóttist eftir nýrri áskorun eftir að hafa unnið fjölda titla með Kefl-víkingum á undanförnum árum.

Heimkoma LogaLogi Gunnarsson ákvað að leika með Njarðvíkingum að nýju eftir áralanga dvöl í atvinnumennsku í körfuboltanum. Logi var eftirsóttur af liðum Domino’s deildarinnar en að lokum var það hjartað sem réði för, en Logi er borinn og barnfæddur

Njarðvíkingur. Hann hefur ásamt Elvari Má Friðrikssyni myndað eitrað tvíeiki í Ljónagryfjunni.

Holtaskóli vann Skólahreysti þriðja árið í röð - magnað met Elvu

Holtaskóli sigraði þriðja árið í röð í Skólahreysti. Holtaskóli hlaut 53 stig og verður að segjast að um magnaðan árangur er að ræða hjá skólanum. Myllubakkaskóli keppti einnig í úrslitum og stóð sig vel, en skólinn endaði í 5. sæti.Elva Lísa Sveinsdóttir úr Njarðvíkurskóla vakti landsathygli þegar hún bætti Íslandsmetið í hreystigreip í riðlakeppni Skólahreysti á árinu. Fyrrum Íslandsmet var 6:28 mínútur en Elva gerði sér lítið fyrir og náði tímanum 11:08 mínútur og bætti því fyrra met verulega.

Karen kylfingur á uppleiðÞað voru engin stórafrek hjá kylfingum á Suðurnesjum en þó má ekki gleyma góðri frammistöðu Karenar Guðna-dóttur, golfkonu úr Golfklúbbi Suðurnesja. Hún var nálægt því að sigra á Nettó-mótinu á Hólmsvelli í Leiru en mótið var hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi, en þar keppa allir bestu kylfingar landsins. Karen sem lék lokahringinn á höggi undir pari tapaði fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur í bráðbana um sigurinn en Valdís hefur verið ein af þremur bestu golfkonum landsins undanfarin ár. Karen er mjög vaxandi kylfingur og er komin niður í 1,6 í forgjöf. Hún komst í fyrsta sinn í verð-launasæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.

Keflvíkingar í atvinnumennskuKeflvíkingar sendu tvo unga og efnilega stráka í atvinnu-mennsku á árinu. Arnór Ingvi Traustason var kjörinn efni-legasti leikmaður Pepsi deildarinnar og var hann fastamaður í undir 21 árs landsliði Íslands. Hann samdi við sænska liðið Norrköping og verður spennandi að fylgjast með miðju-manninum hæfileikaríka reyna fyrir sér utan landsteinanna. Hinn kornungi og efnilegi Samúel Kári Friðjónsson hefur heldur betur byrjað vel hjá unglingaliði Reading í Englandi og spurning hreinlega hvort kappinn fái tækifæri með aðal-liðinu á nýja árinu.

Goðsögn óð yfir lækinnÞað er óhætt að segja að Guðmundur Steinarsson sé fyrir allnokkru orðinn goðsögn í lifanda lífi hjá Keflvíkingum enda marka- og leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Það þóttu því óvænt tíðindi þegar markahrókurinn ákvað að söðla um og ganga til liðs við Njarð-víkinga í 2. deildinni í knattspyrnunni í byrjun árs. Guðmundur lék með liðinu í sumar og var auk þess aðstoðarþjálfari. Nú er Guðmundur orðinn aðalþjálfari Njarðvíkinga og líklegt að knattspyrnu-ferli hans sem leikmanns sé lokið.

Íþróttaárið 2013Árið var að vanda blómlegt á Suðurnesjum þegar kom að íþróttum. Fjölmargir einstaklingar og lið unnu til afreka á árinu og er nánast ógerningur að telja öll frækin afrek Suður-nesjamanna á árinu upp hér. Hér verður því farið yfir afrek nokkurra aðila og atburði sem þóttu hvað mest áberandi í íþróttalífinu á Suðurnesjum árið 2013.

fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR30

Page 31: 01 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. janúar 2014 31

Áhugamál fjölskyldunnar„Ég fékk áhuga á taekwondo þegar ég var sjö ára. Þá æfði Jón Steinar, eldri bróðir minn, hana og besta vinkona mín ætlaði einnig að fara að æfa. Ég prófaði og þetta var bara það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Ástrós. Taekwondo er sameiginlegt áhugamál fjölskyld-unnar sem Ástrós segir að geti tal-að endalaust saman um. „Það sem er skemmtilegast við þessa íþrótt er að á æfingum erum við eins og ein heild. Við hjálpumst öll að og erum eins og ein stór fjölskylda. Það hjálpar mjög mikið til.“

Getur bjargað vinkonunumSpurð um hvaða áhrif þessi íþrótta-iðkun hafi á líf sitt, segist Ástrós vera öruggari úti á götu, því ef eitt-hvað gerist þá kunni hún tækni til að verja sig. „Við vinkonurnar gerum mikið grín að því að ef ein-hver kemur og ræðst á okkur þá fer ég bara og bjarga þeim,“ segir hún og hlær. Hún læri sjálfsvörn um leið og hún æfi bardagatækni og það geti komið sér vel.

Hver æfing skiptir máliVarðandi besta lífsstílinn til að vera góð í íþróttum segir Ástrós að sumir fæðist og hafi hæfileika í ein-hverju en það þurfi alltaf að æfa til að verða betri. „Það skiptir miklu máli að vera dugleg að mæta á æf-ingar. Ekki hanga í tölvu, sofa eða

vera löt. Maður verður alltaf betri við að mæta og hver æfing skiptir máli. Það er hægt að missa af svo miklu með því að sleppa einni æf-ingu.“ Stærsta markmið Ástrósar er að komast á heimsmeistaramót. Svo er Norðurlandamót á Íslandi um mánaðamót maí/júní.

Mamman með svarta beltiðMóðir Ástrósar, Kolbrún Guð-jónsdóttir, byrjaði að æfa fyrir sjö árum og er nýbúin að fá svarta beltið. Hún hvetur dóttur sína ótrauð áfram en bendir á mikil-vægi þess að þetta megi ekki vera kvöð. Löngunin í aukinn árangur og að ná í fleiri stig hafi þau áhrif að Ástrós vill keppa sem oftast. Þegar einhver sé orðinn svona sterkur í einhverri grein á Íslandi þá sé hætta á stöðnun. Mesta reynslan fæst á erlendum mótum.

Safnar stigum á heimslistannAnnasamasti tími ársins hjá Ást-rósu er frá janúar og fram á sumar. „Hún stefnir á heimsmeistaramót sem haldið verður nálægt Kína í mars. Hún stefnir reyndar líka á Ólympíumót sem haldið verður á svipuðum slóðum á svipuðum tíma, þótt miðað sé við að þátt-takendur séu fæddir 1998 eða fyrr. Ástrós er fædd 10. janúar 1999, svo það munar bara 10 dögum. Mót eru oft á svipuðum slóðum til að auðvelda þátttakendum að taka þátt og safna stigum á heimslistann

til að öðlast rétt til þess að taka þátt í enn fleiri mótum. Hún fær stig fyrir að mæta á mót og stig fyrir að fá verðlaun. Stigin rýrna um hver áramót, eins og vildarpunktar,“ segir Kolbrún og brosir.

Dýrt fyrir Íslendinga að fara á stórmót

Ástrós hefur eignast marga vini frá öðrum löndum í tengslum við keppnir og er í sambandi við þá á Facebook. „Við hittumst á mótum og það er meiri stemning að þekkja einhvern þegar maður keppir. Svo er gaman að fylgjast með hvert öðru og árangri sem næst,“ segir Ástrós. Kolbrún bætir við að oft sé erfitt að vera Íslendingur sem tekur þátt í mótum um allan heim því það sé dýrast að ferðast til og frá landinu en strax ódýrara þegar komið er til meginlandanna. „Þess vegna er svo mikilvægt að keppa á sem flestum stórmótum sem haldin eru á svipuðum slóðum,“ segir Kolbrún.

Þakklátar þeim sem styrkjaÞær mægður segja Reykjanesbæ og Samkaup, og einstaka minni fyrir-tæki, hafa verið dugleg að styrkja Ástrósu. „Við höfum farið á milli fyrirtækja til að biðja um styrki og einnig verið að selja ýmislegt til að fjármagna ferðir. Það er erfitt fyrir litlar íþróttadeildir eins og taekwondo að fá styrki,“ segir Kol-brún og Ástrós bætir við: „Deildin

styrkir alltaf og svo kemur smá-vegis frá Taekwondosambandi Ís-lands. Þær segja notalegt að finna hversu stolt fyrirtækin hér eru og fólkið af árangri deildarinnar. Á lokahófi ÍSÍ var Ástrós, ásamt Bjarna Júlíusi Jónssyni, valin taek-wondofólk ársins. Í veislu á eftir kom einhver maður til Ástrósar og sagði: „Maður var bara stoltur og fagnaði heima að það væri þarna einhver frá Suðurnesjum.“

Leyfir sér Oreo kex eftir vigtunSpurð um viðhorf sem hún temji sér fyrir keppnir segir Ástrós að stundum hugsi hún með sér að hún ætli sér að vinna mót. „En þegar ég er hrikalega stressuð, sem getur auðveldlega skemmt fyrir manni, þá fer ég með því hugarfari að hafa gaman af og gera mitt besta. Það skiptir líka máli og gengur oft mjög vel,“ segir Ástrós. Mataræði skiptir einnig máli þegar árangri skal náð í íþróttum. Þegar það fer að stytt-ast í mót þá segist Ástrós sleppa sykri og skyndibita en borði mikið af fiski og óunnu kjöti. „Í þessari íþrótt þarf að passa þyngd vegna þess að fólk skráir sig í ákveðinn þyngdarflokk. Mikið er í húfi. Ef hún er of þung er hún ekki færð um flokk heldur dettur hún úr keppni, svipað og í hnefaleikum,“ segir Kol-brún og bætir við að hún þurfi að passa kryddaðan mat eða eitthvað sem bindur vatnið í líkamanum. Drekka mikið vatn, borða lítið í

einu og oft á dag, mikið af græn-meti og ávöxtum. „Á ferðalögum tökum við með okkur litla tómata, brokkolí og salat með kjúklingi fram að vigtun. Svo leyfir hún sér aðeins eftir vigtun, til dæmis Oreo kex.“

Þjálfarinn mjög mikilvægurÁstrós segir marga kosti við það að stunda svona íþrótt af kappi. „Þetta heldur mér í formi, ég hreyfi mig og hef gott þol. Ég væri líklega mjög löt ef ég væri ekki í íþróttum“. Þegar hún fer á mót segir hún hjálpa mikið að hafa bróður sinn og mömmu sína með. Hún tali mikið þegar hún sé stressuð og rói sig þannig niður. „Ég er mjög háð bróður mínum og þjálfaranum, Helga Rafni Guðmundssyni.“ Kol-brún bætir við að það skipti svo miklu máli að þjálfarinn skilji hana og leiði hana í gegnum loturnar. „Hann les mótherjann í fyrstu lotu og segir henni hvaða aðferðum hún skal beita. Hún nær góðri tengingu við Helga og hann er búinn að vera þjálfari hennar frá upphafi,“ segir Kolbrún. Ástrós bætir við að auð-velt sé að keyra sig út í bardaga. Ég verð að passa að eyða ekki of mik-illi orku í fyrstu lotunum. Þriðja lotan er mikilvægust. En samt er alltaf líka mikilvægt að hafa gaman af þessu. Þú kemst lengst í því sem þér finnst skemmtilegast,“ segir Ástrós að lokum.

n Íþróttamaður Reykjanesbæjar stefnir langt á árinu:

Ástrós Brynjarsdóttir var skömmu fyrir áramót kjörin íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2013. Einnig var hún valin taekwondokona Íslands árið 2012 og 2013 og Norður-landameistari í fyrra. Hún hefur sýnt fram á langbesta árangur sem nokkur íslensk taekwondokona hefur náð á einu ári frá upphafi og hún er rétt að verða 15 ára. Því er ljóst að hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins. Olga Björt heimsótti Ástrósu rétt fyrir áramót.

KEMST LENGST Í ÞVÍ SEM ER SKEMMTILEGAST

Page 32: 01 tbl 2014

vf.isvf.is

FIMMTUDAGURINN 9. JANÚAR 2014 • 1. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM

Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélags-

miðlunum. Við á Víkur-féttum munum framvegis birta það helsta sem ber á

góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum. Hægt er að merkja þína

stöðuuppfærslu með #vikurfrettir á facebook, Twitter eða Instagram ef þér liggur eitthvað á

hjarta, og Víkurfréttir sjá um að koma því til skila.

Inga Rut:Nú held ég að maður sé búinn að vera of lengi veikur og þurfi ad komast

út i súrefni. Var að vesenast áðan i skartgripaskríninu og mundi þá eftir hring sem ég á og hafði ekki séd lengi. Ég leit-aði og sneri öllu við en fann ekki hringinn?!? (Ég geng ALLTAF frá í skríninu) Ég var bara ekki að fatta hvar hann gæti verið. Svo er ég að opna skúffu og er litið á hendina á mér og hvað haldiði ad ég sjái ???? Hring-inn...Á PUTTANUM! Hlýtur að vera súrefnisskortur — feeling silly.

Geirþrúður Ósk Geirsdóttir:YESSSSSSS!!!!

Jóhanna Björk Pálmadóttir:Þá fer hversdagur-inn að detta inn, börnin komin heim

frá Noregi, jólin búin og vinna á morgun.

Víðir Guðmundsson:Þetta gæti orðið erfiður dagur, mig er farið að gruna að

einkaþjálfarinn hafi fundið ein-hverja vöðva sem ég vissi ekki að væru til

Björn Árni Ólafsson:Ég legg til að allir Man.Utd. aðdá-endur pósti en-

hverju gáfulegu... eða bara alls ekki gáfulegu til að dreifa athygli frá leiðinlegu póst-unum frá Liverpool fólkinu sem svaf Þyrnirósasvefni í rúm 20 ár. Hafið þið t.d. séð að það er komin laktósafrí mjólk?

Hilmar Kári Hall-björnsson:Ég er nú farinn að verða pínu þreyttur á þessu maga-slap-

pelsi. Þetta er alveg hætt að vera fyndið — feeling agg-ravated.

www.vf.is

LESTURVINSÆLASTI

FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

+

83%

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

SUPERFORM ÁSKORUN 2014HEFST MÁNUDAGINN 13. JANÚAR

ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA FRÁBÆR TIL ÞESS AÐ BYRJAEN ÞÚ ÞARFT AÐ BYRJA TIL AÐ VERÐA FRÁBÆR.

OPINN KYNNINGARFUNDUR Í KVÖLD FIMMTUDAGINN 9. JANÚAR KL. 20:00 Í SPORTHÚSINU

ALLIR VELKOMNIR

HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA YFIR EIN MILLJÓN KRÓNA

KR. 200.000,-

Í BEINHÖRÐUM

PENINGUM

AUK FJÖLDA

ANNARA

VINNINGA

2X ÁRSKORT

Í SUPERFORM

OG SPORTHÚSIÐ

KR. 200.000,-

ÚTTEKT FRÁ

NIKE

NÁNARI

UPPLÝSINGAR

Á WWW.SPORTHUSID.IS