64
10.–12. apríl 2015 14. tölublað 6. árgangur Man eftir hverri einustu beinagrind Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, man eftir hverri einustu beinagrind sem hún gróf upp við Skriðu- klaustur líkt og um manneskju væri að ræða. Þegar átta ára sonur hennar lýsti á sínum tíma starfi móðurinnar fyrir jafnaldra vini sagði hann: „Mamma mín er ekki prestur sem jarðar fólk heldur gefur hún fólk upp úr jörðinni.“ Við uppgröftinn á Skriðuklaustri fann Stein- unn kirkjunnar menn grafna með fylgikonum sínum og börnum. Steinunn segir einsetu og klausturlíf hafa verið notað sem undankomuleið frá hagsmunahjúskap. Hún vinnur nú að því að skrá allar minjar úr klaustrum á Íslandi frá kaþólskum tíma og þegar hefur fundist kirkjuklukka sem er merkt sjálfri Katrínu af Aragon, fyrstu eiginkonu Hinriks áttunda Eng- landskonungs. Afríka togar enn og aftur í Stefán Jón VIÐTAL 22 Gómsætur grjótkrabbi við strendur Íslands VIÐTAL 28 FÓTBOLTI 20 Glæstur ferill kempunnar Var búin að gleyma plottinu á frumsýn- ingunni MENNING 56 SÍÐA 24 Ljósmynd/Hari Þetta er engin spurning Viðbótarlífeyrir er nauðsyn Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríuflórunni með OptiBac PRENTUN.IS Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 3 fyrir 2

10 04 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: 10 04 2015

10.–12. apríl 201514. tölublað 6. árgangur

Ljós

myn

d/H

ari

Man eftir hverri einustu beinagrind

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, man eftir hverri einustu beinagrind sem hún gróf upp við Skriðu-

klaustur líkt og um manneskju væri að ræða. Þegar átta ára sonur hennar lýsti á sínum tíma starfi móðurinnar

fyrir jafnaldra vini sagði hann: „Mamma mín er ekki prestur sem jarðar fólk heldur gefur hún fólk upp úr

jörðinni.“ Við uppgröftinn á Skriðuklaustri fann Stein-unn kirkjunnar menn grafna með fylgikonum sínum og

börnum. Steinunn segir einsetu og klausturlíf hafa verið notað sem undankomuleið frá hagsmunahjúskap. Hún

vinnur nú að því að skrá allar minjar úr klaustrum á Íslandi frá kaþólskum tíma og þegar hefur fundist

kirkjuklukka sem er merkt sjálfri Katrínu af Aragon, fyrstu eiginkonu Hinriks áttunda Eng-

landskonungs.

Afríka togar enn og aftur í Stefán Jón

viðtAl 22

Gómsætur grjótkrabbi við strendur ÍslandsviðtAl 28

Fótbolti 20

Glæstur ferill kempunnar

var búin að gleyma plottinu á frumsýn-ingunniMenninG 56

síða 24

Ljós

myn

d/H

ari

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrir er nauðsyn

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Góð melting styrkir ónæmiskerfið

Stjórnaðu bakteríuflórunnimeð OptiBac

PRENTUN.IS

Suomi PRKL! DesignLaugavegi 27 (bakhús)www.suomi.is, 519 6688

3fyrir

2

Page 2: 10 04 2015

Sjónvarpsstöðin Sky í Bretlandi hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð framhalds af spennuþátt-unum Fortitude. Þeir voru að mestu teknir upp á Austurlandi og samkvæmt frétt á vef RÚV er búist við

því að önnur þáttaröðin verði sömuleiðis tekin hér. Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Hlyns Haraldssonar og fleiri leikara í aðra þáttaröðina. Framleiðslukostnaður þáttanna hér á landi nam

1,2 milljörðum króna, sam-kvæmt yfirliti Kvikmynda-miðstöðvar Íslands. Síðasti þáttur fyrstu þáttaraðar-innar var sýndur í Bretlandi í gærkvöldi en þættirnir hafa undanfarið verið sýndir á RÚV.

Guðrún Ágústa ráðin til ASÍGuðrún Ágústa Guðmunds-dóttir hefur verið ráðin framkvæmda-stjóri ASÍ. Guðrún Ágústa var bæjarstjóri í Hafnarfjarðar frá 2012 til 2014 og hafði setið í bæjarstjórn þar frá 2006. Undanfarið hefur hún starfað hjá Strætó bs. Guðrún hefur störf hinn 1. maí næstkomandi.

Malbikun frestað vegna veðursVegna óhagstæðrar veðurspár hefur fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum í Hvalfjarðargöngunum um helgina verið frestað. Ráðgert hafði verið að göngin yrðu lokuð frá föstudagskvöldi og fram á mánudagsmorgun en nú hefur fram-kvæmdunum verið slegið á frest. Göngin verða því opin um helgina.

Önnur þáttaröð af Fortitude tekin hér á landi

Kíló af dópi og sjötugur með steraLögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum á dögunum. Í fréttatilkynningu frá lögreglu kemur fram að um var að ræða 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Fimm húsleitir voru framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Tveir karlar voru handteknir vegna málsins. Þá lögðu tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hald á stera, bæði í vökvaformi og töfluformi, hjá manni um sjötugt. Maðurinn var að koma frá Taílandi með millilendingu í Osló. Hann var sömuleiðis með á annað þúsund skammta af lyfseðilsskyldum lyfjum.

BARA KLASSÍK.STUNDUM VILL MAÐUR

ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI.

TÍMI FYRIR

F élagsmenn Bandalags háskóla­menntaðra hittust á samstöðufundi við Lækjartorg í hádeginu í gær,

fimmtudag, og gengu fylktu liði upp í fjár­málaráðuneyti þar sem fjármálaráðherra var afhent áskorun. BHM skorar á stjórn­völd að forgangsraða í þágu þekkingar og að meta menntun til launa. Menntun sé for­senda framfara og hagsældar í landinu.

Mikil samstaða„Fundurinn gekk mjög vel og sýndi vel að það er sterkur hópur sem stendur á bak við okkur og þá vinnu sem við erum að vinna,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Páll segir fund samninganefndar ríkis­ins sem fram fór á miðvikudag ekki hafa skilað miklu.

„Ríkið hafði ekkert fram að færa sem var í áttina að lausn deilunnar. En eins og ég hef alltaf sagt, þrátt fyrir að manni finnist einstaka fundir ekki skila neinu, þá er auð­vitað alltaf betra að fólk sé að tala saman. Þá eru menn allavega að vinna.“

3,5% hækkun ekki boðlegPáll segir ríkið ekki vilja hvika frá 3,5% hækkun. „Okkar grunnkrafa er sú að menntun sé metin til launa á Íslandi. Það hefur komið mjög skýrt fram að það að leggja á sig nám er ekki að skila sér í launum. Það er okkar grunnkrafa að menntun sé metin til launa, það er spurning hversu langt við komumst í því en það sem ríkið býður erum við ekki sátt við.“

Páll segir menn frekar horfa í pró­sentuhækkanir frekar en krónutölu­hækkanir, en aðrar lausnir, líkt og mögu­leg stytting vinnuvikunnar, geti komið til greina. „Þetta eru allt saman hlutir sem gætu komið fram sem lausn og þess vegna er svo erfitt að nefna einhverja prósentutölu. Lausnin getur verið svo margþætt og misjöfn eftir því til hversu langs tíma er samið.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Landsnet tengir lagningu jarðstengs yfir Sprengisand lagningu sæstrengst til Bretlands. Myndin er frá aðalfundi Landsnets. Ljósmynd/Hreinn Magnússon

RaFoRka SæStRenguR til BRetlandS talinn aRðSamt veRkeFni

Jarðstrengur yfir Sprengisand mögulegur í tengslum við sæstrengEins og staða flutningskerfis raforku hér á landi er nú koma flutningstakmarkanir í veg fyrir staðsetningu nýrra meðal­stórra fyrirtækja utan suð­vesturhluta landsins, nema í Þingeyjarsýslum þar sem aukin orkunotkun er möguleg í samræmi við aukna orku­vinnsla á svæðinu. Þetta kom fram á aðalfundi Landsnets í gær, fimmtudag. Þeir valkostir sem Landsnet horfir til vegna uppbyggingar meginflutnings­kerfisins eru annars vegar styrking byggðalínuhringsins

og hins vegar hálendisleið þar sem loftlína alla leið, eða loftlína með allt að 50 km jarð­streng, eru valkostir. Að mati Landsnets er jarðstrengur með jafnstraumstækni alla leið yfir Sprengisand varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæ­streng til Evrópu.

„Að mati flestra er sæ­strengur til Bretlands arðsamt verkefni enda er arðsemi for­senda fyrir því að lagt yrði í slíka framkvæmd,“ segir enn fremur. „Sæstrengur væri líka hagkvæm leið að mati Lands­

nets til að tryggja orkuöryggi á Íslandi. Orkuöryggi, sem leyst er eingöngu með uppbygg­ingu íslenskra orkuvera, er að jafnaði mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Sæstrengur myndi jafnframt skapa markað fyrir orku sem ekki selst innan­lands og væri því arðsamur fyrir orkuframleiðendur sem myndu tengjast markaði sem borgar hærra raforkuverð. Sæ­strengurinn myndi hins vegar líka auka þörfina á flutnings­mannvirkjum og leiða til hærra orkuverðs á Íslandi.“ ­ jh

SamStöðuFunduR veRkFall BandalagS háSkólamenntaðRa

Erfitt að nefna ákveðna prósentuhækkunAllsherjarverkfall 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamenntaðra, BHM, sem telja um 3000 manns, var sett klukkan 12 í gær, fimmtudaginn 9. apríl og stóð yfir í fjóra tíma. Páll Halldórsson, for-maður BHM, segir menntun á Íslandi ekki vera metna til launa og að 3,5% hækkun sé ekki boðleg. Hann segir erfitt að nefna ákveðna prósentuhækkun því samningar geti verið margþættir.

Það var mikill hugur í fólki á samstöðufundi félagsmanna BHM á Lækjartorgi í gær, fimmtudag. 3000 félagsmenn lögðu niður störf frá klukkan 12 til 16. Alls lögðu 566 félagsmenn BHM niður störf á miðvikudag og dróst starfsemi Landspítalans saman um hátt í helming vegna verkfalls félagsmanna á sjúkrastofnunum í landinu. Ljósmynd/Hari

Fundurinn gekk mjög vel og sýndi vel að það er sterkur hópur sem stendur á bak við okkur.

2 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 3: 10 04 2015

Way of Life!

AfmælisútgáfAngerir lífið skemmtilegrA

Við kynnum með stolti afmælisútgáfu Suzuki Swift. Tvílitur og á álfelgum; hann verður ekki flottari. Hann kemur bæði beinskiptur og sjálfskiptur og einnig fjórhjóladrifinn beinskiptur. Meðal staðalbúnaðar eru vönduð hljómtæki með sex hátölurum, USB tengi, ESP stöðugleikakerfi og sjö öryggisloftpúðum. Komdu, því sjón er sögu ríkari.

Suzuki Swift er einstaklega sparneytinn, meðaleyðslan er aðeins 5 lítrar á hundraðið (5,6 lítrar sjálfskiptur).

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki Swift

Suzuki SwiftAfmælisútgáfA, verð frá

2.580.000

SuzukI SwIfTAfmælISúTgáfA

TvílITur, með

álfelgum

suzuki bílAr hf.

25ára 1990-2015

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

Page 4: 10 04 2015

B rýnasta verkefni nýs rektors er fjár-mögnun Háskólans,“ segir Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda

og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvu-verkfræði við Háskóla Íslands, sem býður sig fram í starf rektors Háskóla Íslands. „Skólinn var þegar undirfjármagnaður fyrir hrun, síðan var skorið niður um 20% og við það hef-ur bæst 20% fjölgun nemenda. Ég mun leita eftir samningum við ríkið til að fjármagna 2/3 af því sem til þarf til að ná sambærilegri fjármögnun og norrænir rannsóknaháskólar en síðan leita leiða til að HÍ afli 1/3 með sjálfsaflafé, til að mynda með vísindastyrkj-um, stuðningi frá samfélaginu og hollvinum skólans. Aukið fjármagn til Háskólans er nauðsynleg forsenda fyrir mörgum þeim breytingum sem ráðast þarf í,“ segir hann.

Nýr rektor verður kjörinn af bæði starfs-mönnum háskólans og stúdentum þann 13. apríl. Auk Jóns Atla eru í framboði þau Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde-há-skóla í Glasgow í Skotlandi og Guðrún Nor-dal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnús-sonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands sem var í viðtali í Fréttatímanum fyrir viku.

Jón Atli er einn afkastamesti vísindamaður háskólans. Hann er höfundur meira en 300 fræðigreina og bókarkafla. Rannsóknir hans hafa vakið athygli sem sést meðal annars af því að mikið er vitnað til verka hans og hann er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Áhugamál hans kunna að koma á óvart en Jón Atli er sérlegur áhugamaður um rokk- og pönktónlist og á dágott plötusafn.

„Á unglingsárunum hlustaði ég á Deep Purple og Led Zeppelin en þegar pönktón-listin kom átti hún hug minn allan og ég er mikill aðdáandi Clash og The Fall en hef líka mjög gaman af því að hlusta á Bob Dylan, Joni Mitchell og alls konar nýrri tónlist,“ segir hann. Jón Atli stýrði um tíma þætti á Rás 2 og árið 1992 tók hann ítarlegt viðtal við Frank Zappa, ásamt félaga sínum Kolbeini Árnasyni, sem var spilað í útvarpsþættinum Smiðjunni. „Við vorum búnir að fá að gera

fimm þætti um goðsögnina Frank Zappa en fengum vilyrði um sex þætti ef við myndum útvega viðtal við hann. Við skrifuðum því bréf og sendum fax og loksins var viðtals-beiðnin samþykkt. Þetta var ári áður en hann lést úr krabbameini en hann hafði ekki veitt viðtal eftir að hann veiktist. Við urðum að vonum kátir þegar Zappa féllst á að tala við okkur í síma þótt það þýddi að við urðum að tala við hann um miðja nótt. Hann var mjög skemmtilegur viðmælandi og á endanum var hann farinn að spyrja okkur um Ísland og eldfjöllin,“ segir hann en þeir eru einu Ís-lendingarnir sem hafa tekið viðtal við Frank Zappa.

Jón Atli er kvæntur Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðingi og dósent við Stjórnmála-fræðideild Háskóla Íslands. Þau eiga tvo syni, Benedikt Atla, sem er nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, og Frið-rik sem er nemi í Melaskóla.

Eitt af áherslumálum Jóns Atla er að gera HÍ að fjölskylduvænni vinnustað. „Það teng-ist fjárþörfinni að álag á starfsmenn hefur verið gríðarlegt, ekki bara kennara heldur líka innan stjórnsýslunnar. Hlutfall nemenda á hvern kennara er tvöfalt hærra hér en skól-um á Norðurlöndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum að fjölga starfsfólki, bjóða upp á endurmenntun, auka námsfram-boð á framhaldsstigi og koma með nýja fjöl-skyldustefnu. Háskólinn verður að bjóða upp á samkeppnishæf laun. Ég vil leita allra leiða til að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks, draga úr álagi, og auka starfsánægju.,“ segir hann

Fyrst og síðast sé meginmarkmið Háskóla Íslands að þjóna nemendum sem best. „Með betri fjármögnun getum við tryggt bestu kennsluhætti sem kostur er á. Þrátt fyrir sársaukafullan niðurskurð hefur rannsóknar-starf við skólann aukist og mikilvægt er að halda sókninni áfram á öllum vígstöðvum svo hægt sé að þjóna íslensku samfélagi sem best,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Síminn á markaðStærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, Síminn, verður skráð á hlutabréfa-markað í haust. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi frá þessu á Kaup-hallardögum Arion banka. Þetta verður í annað sinn sem Síminn verður skráður á markað, en félagið var skráð í upphafi árs 2008.

Afdrif Fiskistofu enn óráðinSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ekki verði kapp lagt á að áætlanir um flutning Fiskistofu til Akureyrar á þessu ári standist. Í samtali við Morgun-

blaðið vill hann ekki gefa upp hvenær flutningurinn muni eiga sér stað. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri er ósáttur við þessar tafir og segir að annað hvort eigi að hætta við flutninginn eða taka skrefið og klára dæmið.

183.000farþegar ferðuðust með Icelandair í millilandaflugi í mars. Þetta er 15 prósent aukning frá í fyrra.

Eik hagnastHagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagn-aður en árið áður.

Vikan sem Var

Varð fyrir eldingu

Flugvél Icelandair, Herðubreið, varð fyrir eldingu á þriðjudag á

leið frá Keflavíkurflug-velli til Denver. Eldingin gataði nef vélarinnar

sem lenti þó heilu og höldnu í Denver.

Drottningarnar deilaLífsstílsdrottningarnar Ellý Ármannsdóttir og Marta María Jónasdóttir eru komnar í

hár saman vegna fréttaskrifa um líf fræga fólksins. Ellý, sem nýverið opnaði Fréttanet-ið, hefur kvartað undan vinnubrögðum stall-systur sinnar til framkvæmdastjóra Morgun-

blaðsins. Ellý er ósátt við að á Smartlandi Mörtu hafi birst fréttir sem áður birtust hjá

henni – án þess að heimilda væri getið.

menntamál næsti rektor Háskóla Íslands kjörinn á mánudag

Þegar pönk-tónlistin kom átti hún hug minn allan.

Tók viðtal við Frank ZappaJón Atli Benediktsson er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands og er höfundur meira en 300 fræðigreina og bókarkafla. Hann er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði en færri vita að hann er mikill áhugamaður um pönktónlist, hann safnar hljómplötum og tók viðtal við sjálfan Frank Zappa skömmu áður en hann lést. Jón Atli býður sig fram til embættis rekstors Háskóla Ís-lands en kosið verður á mánudag.

Jón Atli Benedikts-son er einn þriggja frambjóð-enda til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann segir mikilvægt að blása til sóknar eftir sársauka-fullan niðurskurð. Ljósmynd/Hari

Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

HæglætisVEður, En Vægt frost. snjók. A-lAnds síðdEgis.

HöfuðborgArsVæðið: ÚrKOMulAuSt Og nOKKuð BJArt.

n-stórHríðArVEður norðAntil, VætA AustAst, En þurrt s-lAnds.

HöfuðborgArsVæðið: StrEKKIngSvInDur En Að MEStu Þurrt.

Hægur Vindur Aftur og kAlt í VEðri. fEr Að rignA sV-lAnds síðdEgis.

HöfuðborgArsVæðið:BJArt og vægt FroSt, En HLýnAr og MEð rIgnIngu.

norðan hret í vændumEf páskar hefðu verið um helginni síðar hefði komandi hret á laugardaginn mögulega verið flokkað með verri páskahretum. Það lítur út fyrir að lægð dýpki fyrir austan land og stórhríð verði á laugardag, fyrst á vestfjörðum, en síðan

á norður- og norðaustur-landi. Í byggðum austast mun hins vegar blotna.

gengur niður að mestu um nóttina, en á sunnudags-kvöldið verður vaxandi vindur suðvestantil með rigningu en snjókomu á fjallvegum.

1

-1 0-1

-1-1

-3 -20

-1

-2

-4 -6-5

-3

Einar sveinbjörnsson

[email protected]

4 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 5: 10 04 2015

YARIS TREND SÉRSTÖK HÁTÍÐARÚTGÁFA AF YARIS Í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI TOYOTA Á ÍSLANDI.Yaris Trend er hátíðarútgáfan af einum vinsælasta bíl seinni ára. Hann er með háþróað margmiðlunarkerfi, öruggur, hagkvæmur og lipur í akstri. Hér er hann mættur, enn betur búinn en áður: filmur í rúðum, álfelgur, heilsársdekk og krómlistar að aftan og á hliðum. Hvort sem þú velur bensín-, dísil- eða hybrid-útgáfuna þá verður hann alltaf ómótstæðilega flottur.

Komdu þér í kynni við Yaris Trend hjá næsta viðurkennda söluaðila Toyota. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is

GJAFABRÉF FRÁ ICELANDAIR TIL EVRÓPU MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM*

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 73

967

04/1

5

TOYOTA TOUCH & GO

Verð frá: 2.660.000 kr.

500.000 Vild

arpunkta afmælis

vinningur

verður d

reginn úr h

ópi þeirra

sem fá

nýja Toyotu afh

enta í a

príl**

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota KauptúniKauptúni 6GarðabæSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

YARIS TRENDHEFURÐU KEYRT ÞAÐ NÝJASTA?

*Gildir ekki með öðrum tilboðum.**Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Page 6: 10 04 2015

Aðeins 22.320 kr.

Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

SQUERErúmgaflRúmgafl úr brúnu, hvítu eða svörtu PU leðri. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm.Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm.

Fullt verð: 27.900 kr.

Aðeins 31.920 kr.

OSLOrúmgafl

Aðeins 31.920 kr.

HELSINKIrúmgafl

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

Rúmgafl fæst í svörtu PU leðri, hvítu og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm.Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm.

Fullt verð: 39.900 kr.

Rúmgafl fæst í svörtu PU leðri, hvítu og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm.Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm.

Fullt verð: 39.900 kr.

Nú göngum við af göflunum

MEIRA Ádorma.is

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Ljósmynd/Hreinn Magnússon

M enn eru farnir að horfa til þess að það fari að slá á veturinn,“ segir Einar

Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Það snjóaði í Skaftafellssýslunum í gær og spáð er vetrarveðráttu fyrir norðan um helgina. Úrkoman sem á að falla um helgina fellur ekkert síður sem snjór en rigning.“ Einar segir kalt loft úr norð-vestri valda ótíðinni. „Það hefur verið kaldur kjarni í háloftunum meira og minna í allan vetur fyrir vestan Grænland og það hefur sullast stanslaust úr honum loft yfir okk-

ur. En það er einmitt eðli svona kuldahvirfla að þeir minnka smám saman og hverfa á endanum eftir því sem sólin hækkar á lofti. Og það er einmitt það sem við sjáum í kortunum eftir miðja næstu viku.“

Bara ein vetrarhrina eftir„Langtímaspár eru samstiga um það að eftir miðja næstu viku þá verði loftið hlýrra og við sjáum að kaldi kjarninn er þá farinn að skreppa saman og mun því að öllum líkindum láta okkur í friði eftir það. Loftið verður hlýrra og við munum finna það að sólin iljar og úrkoma sem fellur mun falla sem rigning, ef við skilj-um bara undan hæstu fjöllin. Þá er von til að snjór og klaki fari að bráðna. Sólin gæti farið að ylja okkur eftir næstu helgi en áður er að því kemur eigum við eftir upplifa eina ansi leiðinlega vetrarhrinu.“

Kuldaskeið að hefjast?Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, segir þennan vetur hafa verið þann kaldasta frá aldamótum og að sennilega

sé 30 ára hlýindaskeiði að ljúka.„Ef maður skoðar breytingar á

hafís frá því árið 1600 þá hafa alltaf verið hlý og köld skeið á víxl en það er hafísinn hér á norðurslóðum sem veldur því. Síðasti vetur hefur verið heldur kaldur vetur saman-borið við árin frá aldamótum sem hafa verið afskaplega hlý. Ef maður skoðar hvernig hitinn hefur hagað sér á síðustu öld þá var mjög kalt í kringum 1920 en svo hlýnaði mikið og það var mjög hlýtt í kringum 1950. Svona hefur þetta gegnið í sveiflum á um það bil þrjátíu ára fresti. Allt frá árinu 1990 hafa ver-

ið mikil hlýindi sem hafa staðið í stað síðan um aldamót. Og ég býst við því að við séum að ná hámarkinu á þessu hlýinda-skeiði og förum svo aftur inn í

kuldaskeið,“ segir Páll en bendir þó á að lofthiti fari þó alltaf

hækkandi vegna gróður-húsaáhrifanna. „Vegna

þeirra verður hvert hlýindaskeið hlýrra en það fyrra og kuldaskeiðin verða líka sífellt hlýrri.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Landsnet Rafvædd fRaMtíð í takt við saMféLagið

Milljarðar tapast vegna annmarka á flutningskerfiÞ að er vilji Landsnets að

ná fram sem víðtækastri samfélagssátt um framtíð-

arfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutnings-kerfisins þannig að allir, almenn-ingur jafnt sem atvinnulíf, hafi öruggan aðgang að tryggu raf-magni sem er forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi. Til að stuðla að þessu er Landsnet að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira sam-ráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra

framkvæmda og stofnun þverfag-legra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma, lausn-ir sem tryggja rafvædda framtíð í takt við samfélagið.

Þetta er meðal þess sem fram kom á vorfundi Landsnets sem fram fór í gær, fimmtudag, sam-hliða aðalfundi félagsins. Á fund-inum var fjallað um stöðu flutn-ingskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur í rekstri félags-

ins, sem hafa m.a. að markmiði að tryggja landsmönnum aðgang að öruggu rafmagni til framtíðar í sátt við samfélag og umhverfi.

„Raforka er ein af dýrmæt-ustu auðlindum þjóðarinnar og mikilvægt að ganga vel um hana, landsmönnum öllum til hags-bóta,“ segir í tilkynningu Lands-nets. „Þeir miklu annmarkar sem orðnir eru á meginflutnings-kerfinu í dag, með tilheyrandi f lutningstakmörkunum milli landshluta samhliða auknu álagi og rekstrartruf lunum, draga

hins vegar mjög úr sjálfbærni raforkukerfisins. Þar má m.a. nefna að of veikt flutningskerfi takmarkar framleiðslu virkjana, hlutfallslega mikil orka tapast í kerfinu, skerða þarf notkun raf-orku vegna flutningstakmarkana og jafnvel nota olíu til raforku-framleiðslu og skemmdir verða á raftækjum notenda vegna lélegra spennugæða. Er áætlað að fjár-hagslegt tap þjóðarinnar hlaupi á 3-10 milljörðum á ári vegna ann-marka á flutningskerfinu – og fari vaxandi.“ -jh

veðuR LangtíMaveðuRspáR eRu saMstiga

Vorið kemur í næstu vikuSíðastliðinn mánuður hefur verið sá vindasamasti frá aldamótum með miklum foksköðum og ófærð á vegum. Landann er farið að þyrsta í vorið og því eflaust margir sem örvænta yfir vetrarspá helgarinnar. En örvæntið ekki. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vorið koma í næstu viku.

Páll Bergþórsson. Einar Sveinbjörnsson.

6 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 7: 10 04 2015

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S SF

G 5

0278

07/

10 -

Ljó

smyn

dir:

Har

i

islenskt.is

VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐUGeorg tók við rekstri Flúðasveppa árið 2005 en ræktun sveppa á Flúðum

hófst árið 1984. Sveppirnir eru ræktaðir í lífrænum rotmassa sem einnig er

framleiddur hjá Flúðasveppum. Svepparæktin er nákvæmnisverk sem krefst

alúðar og þekkingar. Sveppirnir eru flokkaðir í höndunum og þeim pakkað

á staðnum. Um 30 manns vinna hjá Flúðasveppum árið um kring.

Page 8: 10 04 2015

Kaþólska kirkjan

í sóknKaþólska kirkjan er næstfjölmenn-

asta trúfélag landsins með 11.911 félagsmenn. Hún er það trú-

félag sem hefur vaxið hvað mest á síðastliðnum áratug, eða um

3,6%. Á sama tíma fækkaði með-limum Þjóðkirkjunnar um 3,2%. Flest hinna trú- og lífsskoðunar-félaganna eru smá og einungis

fríkirkjurnar þrjár ná því að vera með yfir eitt prósent mannfjöldans

innan sinna raða.

1 Fríkirkjan í Reykjavík

2 Fríkirkjan í Hafnarfirði

3 Óháði söfnuðurinn

4 Kaþólska kirkjan

5 Hvítasunnukirkjan

6 Ásatrúarfélagið

7 Önnur skráð trú-og lífsskoðunarfélög

8 Önnur trúfélög

9 Utan trúfélaga

Í dag eru tæplega 74% þjóðar-innar skráð í þjóðkirkjuna en sóknarbörnum hennar hefur fækkað um 3,2% á síðast-liðnum áratug. Flestar breytingar á trú- og lífsskoðunarfélögum á síðasta ári má rekja til úrsagna úr þjóðkirkjunni, eða 2.533.

Af trúfélögum varð mest fjölgun í kaþólsku kirkjunni á síðast ári, en í hana skráðu sig 469 fleiri en sögðu sig úr henni. Kaþólska kirkjan óx um 3,6% síðastliðinn áratug.

Eins og sjá má á súluritinu hefur fólki sem skráð er í liðinn “önnur trúfélög” fjölgað úr 8.777 manns í 23.259 manns á einum áratug, sem er 7,1% aukning. Innan þessa hóps eru meðlimir trúfélaga sem ekki eru skráð, börn sem ekki eru skírð og innflytjendur sem kjósa að skrá sig ekki í trúfélag.

Næstmesta fjölgunin í trúfélag á síðasta ári var í Siðmennt, eða 409 manns.

Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði meðlimum um 312 manns á síðasta ári.

Þjóðkirkjan

250

.759

242.

743

2005 2015

1 2 3 4 5 6 7 8 9

n 2005 n 2015

6.2

81 9.55

6

4.3

75 6.4

16

2.59

13.

348

5.78

711

.911

1.81

32.

108

879 2.

675

6.9

76 10.7

34

8.77

723

.259

7.15

218

.458

Fjöldi eftir trú-og lífsskoðunarfélögum

Landsmenn: 293.577 329.100

8 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

Ergo veitir umhverfisstyrk

Lumar þú á hugmynd?

Í Grænum apríl mun Ergo úthluta Umhverfisstyrk Ergo að fjárhæð 500.000 kr. Styrkurinn er veittur til frumkvöðlaverkefna á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig leggur Ergo sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna á sviði samgangna og sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúruauðlinda.

Sendu inn þína hugmynd

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn á ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því til hvers nýta skal styrkinn. Frestur til að senda inn umsókn er til 15. maí 2015, en styrknum verður úthlutað 20. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað.

Kynntu þér málið nánar á ergo.is

sími 440 4400 > www.ergo.is

Umhverfi Efnahagur

Samfélag

Page 9: 10 04 2015

Við sérhæfum okkur í rekstri og leigu atvinnuhúsnæðis af öllum stærðum og gerðum og höfum yfir að ráða eignum á eftirsóttum stöðum. Við þjónum viðskiptavinum í fjölbreyttri starfsemi og hýsum yfir 400 leigutaka í yfir 500 leigueiningum bæði stór og smá fyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök. Þessi mikla dreifing viðskiptavina rennir styrkum stoðum undir rekstraröryggi um leið og hún eflir þekkingu okkar á margvíslegum þörfum atvinnulífsins og þar með getuna til að veita fyrsta flokks þjónustu.

Styrkar stoðir öflugs atvinnulífs

400leigutakar

273þúsund m2

Virði fasteigna

62 millj arðar

100 fast eign ir

Yfir

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða [email protected].

Page 10: 10 04 2015

ÞÞað fór eins og spáð var og margir óttuðust – hrina verkfalla er hafin. Opinberir starfs-menn riðu á vaðið í vikubyrjun en hundruð félagsmanna Bandalags háskólamanna sem vinna hjá ríkinu hófu þá verkfallsaðgerðir. Fleiri verkföll í hópi þeirra hafa verið boðuð á næstu dögum og vikum og munu ná til þús-unda starfsmanna með allri þeirri röskun sem aðgerðunum fylgir. Þá stefnir í verkföll félaga innan Starfsgreinasambandsins um

næstu mánaðamót. Gera má ráð fyrir að ýmis önnur félög fylgi í kjölfarið.

Miklu skiptir að giftusam-lega takist til við samninga-gerðina, hvort heldur horft er til félagsmanna einstakra stéttarfélaga, fyrirtækja eða

samfélagsins alls. Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu undanfarin misseri, kaupmátt-ur launa jókst eftir hófsama kjarasamninga og verðbólga

hefur verið lítil, minni en við höfum átt að venjast sem er óumdeilanleg kjarabót fyrir alla. Kaupmáttur jókst um 5,8 prósent á síðasta ári og hefur aldrei aukist jafn mikið á einu ári. Verðbólgustigið lækkaði úr 4,3% í desember 2013 í 0,8% í desember 2014. Á sama tímabili lækkaði Seðlabankinn stýri-vexti. Því hlýtur það að vera keppikefli allra sem að koma að viðhalda stöðugleikanum, að launahækkanir verði raunhæfar og byggi á getu til að standa undir þeim, en jafnframt sé litið sérstaklega til lægstu taxta.

Við samningaborðið er gjarna einblínt á launatölur en fleira kemur til. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vék nýverið að hugsanlegum atbeina ríkisins til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Þótt samningagerðin sem slík sé á ábyrgð samn-ingsaðila sýnir sagan að aðgerðir ríkisins skipta miklu. Forsætisráðherra lítur til þess sem hann kallar kaupmáttarsamninga og gangi þeir eftir sé ríkisstjórnin tilbúin að bæta við kaupmáttaraukninguna með því að lækka skatta, gjaldtöku ríkisins og breyta tollum á fatnaði. Ráðherrann telur hins vegar tómt mál að tala um aðkomu ríkisins

að gerð kjarasamninga sem myndu leiða til verðbólgu og óstöðugleika. Þá brynnu að-gerðir ríkisins upp á verðbólgubáli. Þá hafa bæði forsætisráðherra og Eygló Harðardótt-ir félagsmálaráðherra talað um að húsnæðis-frumvörp ríkisstjórnarinnar séu innlegg í kjaraviðræðurnar. Á svipuðum nótum hefur Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor talað. Verka-lýðsleiðtogar hafa brugðist við þessum hug-myndum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir úrbætur í húsnæðismálum mikilvægar en þær tengist þó ekki kjarasamningum. Drífa Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir forsætisráð-herra skilja eftir spurningar, meðal annars hvað felist í því að gera kaupmáttarsamn-inga. Það ætti þó að liggja nokkuð ljóst fyrir, þ.e. að komandi kjarasamningar byggi á raunverulegri getu til kjarabóta, að inni-stæða sé fyrir þeim hækkunum sem samið verður um og að þær leiði til aukins kaup-máttar í stað óraunhæfrar hækkunar sem fari beint út í verðlag og leiði til verðbólgu sem allir tapa á. Slíkt þekkjum við af illri raun og í leiðurum þessa blaðs hefur oftar en einu sinni verið minnst á sólstöðusamn-inganna alræmdu árið 1977. Þá var samið, í kjölfar verkfalla, um verulegar en óraun-hæfar launahækkanir. Samfélagið var mörg ár að ná sér eftir þau ósköp. Það ástand má ekki skapa á ný.

Samningamenn eru því hvattir til að hugsa út fyrir boxið og má í því sambandi nefna athyglisvert viðtal við Ragnheiði Eyjólfs-dóttur, verkefnisstjóra símenntunar á Suður-nesjum, í Fréttatímanum í dag. Þar bendir hún á að vinnudagur hérlendis sé lengri en í nágrannalöndunum en vitnar um leið í McKinsley-skýrsluna frá árinu 2012 þar sem fram kom að framleiðni vinnuafls hérlendis sé 20% lægri en hjá helstu nágrannaþjóðum. Samræming vinnu og fjölskyldu sé flóknari af ýmsum ástæðum hér en annars staðar. Rannsókn Ragnheiðar sýnir að Íslendingar vilja stytta vinnutíma sinn og draga með því úr árekstrum milli fjölskyldu og atvinnu. Hún segir mikilvægt að hafa tímann í huga í kjaraviðræðunum, því þótt mikilvægt sé að hækka launin sé tíminn líka dýrmætur.

Hrina verkfalla hafin

Tíminn er dýrmætur

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

O-Grill 3500 kr. 32.950O-Grill 1000 kr. 27.950Borðstandur kr. 9.595Taska kr. 2.995

O-GRILL

Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin.

KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNKLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN

Inntökupróf

30. aprílInntökupróf

30. apríl

Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu 27. apríl kl. 18:00

WWW.BALLET.ISWWW.BALLET.ISGrensásveg 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: [email protected]

Inntökupróf fer fram á Grensásveg 14 fimmtudag 30. apríl

nemendur 13 ára og eldri mæti kl. 18:00

10 viðhorf Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 11: 10 04 2015

fösTudAgAr ErUgRilLdAgaR á SpírUnnI

20 %Garðrósir og kryddplöntur

fYrIrlEsTur Með vIlHjálmI LúðvíkSsyNi, fOrmAnNi RósaKlúbbS GÍ kL 12:00 á LauGaRdaG - á SpírUnnI AðgAngUR ókEypIS

Lærðu alLt um rækTunrósA

15% AfsLátTuraF ölLum gRilLuM

WEbeR W oUtdOoR cHeFtHE bIG gReeN eGG W RösLe

20% AfsLátTur aF ölLum vOrlAuKum

Vorið er komið í GarðheimumVorið er komið í Garðheimum

fUllUr gaRðSkálI aF FalLeGum VeðUrþoLnuM PlönTum

Page 12: 10 04 2015

n Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna sú hæsta í OECD löndunum, með meira en 77% kvenna á vinnumarkaðinum. Meðaltalið er 59,6%.

n Á Íslandi er fæðingartíðni með því hæsta sem gerist innan OECD ríkjanna með 2,22 börn á hverja konu. Meðal-talið er 1,74 börn á hverja konu.

n 8,2% barna á Ís-landi lifa við fátækt, sem er töluvert undir 12,7% meðaltalinu.

n Íslensk heimili eru minni en meðal heim-ili OECD ríkjanna, með 2,57 meðlimi í heimili. Meðaltalið er 2,63 meðlimir.

(Tölur frá árinu 2009)

Meðalfjöldi vinnustunda á viku 2014:Danmörk 33,4 klst.Noregur 33,9 klst.Svíþjóð 36,3 klst.Finnland 37 klst.Ísland 40,6 klst.

Heimild Eurostat.

Styttri vinnuvika

er líka kjarabót

F lestar rannsóknir á atvinnu- og fjölskyldujafnvægi koma frá Norðurlöndunum. En við

getum í raun ekki nýtt okkur þær því þar er vinnudagurinn styttri en hjá okkur,“ segir Ragnheiður Eyj-ólfsdóttir sem rannsakaði jafnvægi milli atvinnu og fjölskyldu á Íslandi í mastersverkefni sínu í vinnusál-fræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þess að vinna meira en aðrar þjóðir þá er atvinnuþátttaka hér á landi mjög há miðað við OECD-löndin, sérstaklega meðal kvenna. Auk þess er fæðingartíðnin hærri á Íslandi og fjöldi einstæðra for-eldra hærri en gengur og gerist í OECD-löndunum. Ragnheiður telur að miðað við þessar staðreyndir þá

Það virðist vera innprentað í íslenska þjóðarsál að vinnan göfgi manninn. Að því meira sem þú

vinnur því betri maður hljótir þú að vera. Rann-sóknir sýna þó að á Íslandi líður vinnandi fjöl-skyldufólki almennt ekki vel. Fólk er þreytt og

undir miklu álagi, því finnst það ekki fá næg laun fyrir vinnuna sína og er með samviskubit yfir því

að geta ekki eytt tíma með börnunum sínum, eins og fram kom í Fréttatímanum þann 13. mars síðastliðinn. Í rannsókn sem Ragnheiður Eyjólfs-

dóttir, verkefnastjóri símenntunar á Suðurnesjum, gerði árið 2013 með styrk frá Jafnréttisstofu

kemur fram að 40% aðspurðra telja styttingu vinnuvikunnar geta aukið lífsgæði og auðveldað barnafólki að samtvinna fjölskyldulíf og atvinnu.

ætti samræming atvinnu og fjölskyldu að vera flóknari á Íslandi en annarsstaðar og hvatning til aðgerða að hálfu atvinnurekenda og stjórnvalda.

„Hin margfræga McKinsey-skýrsla frá árinu 2012 sýndi okkur svart á hvítu að framleiðni vinnuafls á Íslandi er 20% lægri en hjá helstu ná-grannaþjóðunum. Mér finnst rökrétt að gera ráð fyrir því að eitthvað af ofangreindu gæti hugsan-lega verið áhrifavaldur því flestar þjóðir sem við berum okkur saman við vinna minna og eiga færri börn að meðaltali. Foreldraviðtöl, uppákom-ur í skólanum, skutl og veikindi sinnum tveir eða þrír plús fleiri vinnustundir eru mjög líklegir áhrifavaldar aukinnar streitu íslenskra foreldra.“

40% vilja færri vinnustundirMegin rannsóknarspurning Ragnheiðar var hvort að foreldrum fyndist erfitt að ná jafnvægi milli atvinnu og fjölskyldu. Athyglisvert er að þrátt fyrir langan vinnudag og streitu þá sagði um helmingur aðspurðra það ganga vel að ná jafnvægi milli vinnu og heimilis, sérstaklega í þeim fyrirtækjum þar sem var skýr fjölskyldu-stefna og mikill sveigjanleiki í starfi. „Þetta finnst mér vera tækifæri fyrir fyrirtæki. Ef þau eiga til fjölskyldustefnu þá er mikilvægt að halda henni á lofti en ef hún er ekki til þá er upplagt að leggja línur að því að innleiða hana. Það er auðvitað hagur allra í samfélaginu að það ríki jafnvægi á milli fjölskyldunnar og vinnumark-aðarins. Hagur starfsfólksins er hugarfarslegur og heilsufarslegur því hann skilar sér í meiri starfsánægju og afköstum og hann minnkar veikindafjarvistir. Fyrirtækin hagnast auðvit-að á því. Og svo er það hagur þjóðfélagsins að starfsfólk sé við sem besta heilsu. Langvarandi streita getur stuðlað að þunglyndi, kvíða, kulnun í starfi og jafnvel haft „burnout“ í starfi í för með sér,“ segir Ragnheiður en þetta eru allt þættir sem ekki hafa enn verið skoðaðir á Íslandi. „Við erum vön að vinna mikið á Íslandi, það er töff að vinna mikið og það á alltaf að vera brjálað að gera en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk vill vinna minna. Þegar þátttakendur voru spurðir hvaða atriði þeim þættu líklegust til að draga úr árekstrum milli fjölskyldu og atvinnu og gætu stuðlað að auknu jafnvægi var langstærsta svörunin við fækkun vinnustunda eða um 40%. Næst á eftir koma 26% sem vilja aukið sjálfstæði í starfi, 24% sem vildu lækka yfirvinnu og 22% sem gátu hugsað sér að lækka starfshlutfall.“

Meiri tími með fjölskyldunni er líka kjarabót. Ragnheiður telur mikilvægt að hafa tímann í huga í komandi kjaraviðræðum því þó mikilvægt sé að hækka launin þá sé tíminn líka dýrmætur.

„Ef við horfum á prósentuhækkun þá hallar á þá sem hafa lægstu launin. Það segir sig sjálft að 2,5% hækkun fyrir einhvern sem er með 250.000 í mánaðarlaun er engin hækkun miðað við þann sem er með 2,5 milljónir á mánuði. Krónutölu-hækkunin telur meira á þann sem er lægra laun-aður svo manni finnst það sanngjarnara. En svo spilar auðvitað annað inn í eins og menntun og reynsla. Það vilja allir eitthvað fyrir sinn snúð. Auðvitað þarf launahækkanir en við getum líka haft vinnustundir í huga í viðræðunum. Klukku-tími er alltaf klukkutími. Klukkutími kemur sér alltaf vel, sama hvort þú ert með há eða lág laun. Fækkun vinnustunda er í raun ígildi launahækk-unar sem kemur sér vel fyrir alla.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Á Íslandi hefur alltaf þótt töff að vinna mikið en rannsóknir sýna að ís-lenskir foreldrar upplifa streitu og kvíða vegna mikils álags. Á Íslandi eigum við fleiri börn og vinnum meira en aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Ragnheiður Eyjólfsdóttir telur að styttri vinnuvika gæti dregið úr álagi á fjölskyldufólk og á sama tíma aukið framleiðni.

Ragnheiður Eyjólfs-dóttur, verkefnisstjóri sí-menntunar á Suðurnesj-um. Ragnheiður skoðaði jafnvægi milli atvinnu og fjölskyldulífs á Íslandi í mastersverkefni sínu í vinnusálfræði við Há-skólann í Reykjavík.

12 úttekt Helgin 10.-12. apríl 2015

Við lifum nú tíma þar sem fjölmiðlun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr. Með samruna fjölmiðla, tölvutækni og fjarskipta hefur fjölmiðlalandslagið breyst til muna og nýir miðlar litið dags-ins ljós. Þessi veruleiki kallar á áleitnar spurningar um tjáningarfrelsið og frið-helgi einka lífs, ábyrgð á ummælum, lögsögureglur og stöðu og framtíð

tungumála á fámennum málsvæðum. Mikilvægi rannsókna á sviði fjölmiðlunar hefur því sjaldan verið meira en nú.

Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar

Meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskipta-fræðum – í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands

Helstu námskeið:• Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðum

• Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi í alþjóðlegu samhengi

• Stafrænir miðlar

• Fjölmiðlar: Framleiðsla, notendur og áhrif

• Stjórnmál og fjölmiðlar

•Aðferðir í fjölmiðlarannsóknum

Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða í staðnámi og fjarnámi nýtt meistara- og diplómanám um fjölmiðla og boðskipti. Meginmarkmið nýja námsins er að auka skilning okkar á flóknu, fjölbreyttu og síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi.

Nánari upplýsingar: Margrét S. Björnsdóttir sími: 867 7817, netfang: [email protected] Valgerður A. Jóhannsdóttir sími: 899 9340, netfang: [email protected] Birgir Guðmundsson netfang: [email protected]

Umsóknarfrestir:Háskóli Íslands: 15. apríl meistaranám, 5. júní diplómanám. Háskólinn á Akureyri: 5. júní meistara- og diplómanám.

Aðgangskröfur:BA-, BEd-, BS-, próf eða sambærilegt með 1. einkunn í meistara-námið, en þeir sem eru með lægri einkunn fá inngöngu í diplóma -námið.

Fjölbreyttir atvinnumöguleikarAuk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja veit ir námið góðan undirbúning undir ráð gjafar- og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmála-flokkum, auglýsinga- og kynninga fyrirtækjum, samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir samstarfi við fjölmiðla. FÉLAGS-OGMANNVÍSINDADEILD

FÉLAGSVÍSINDADEILD

www.stjornmal.hi.iswww.unak.is

Nýtt nám: Fjölmiðla- og boðskiptafræði

Page 13: 10 04 2015

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.islágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

WW80H7400EW/EE

8 kg Þvottavél· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð· 1400 snúningar· Ecobubble· Demantatromla

WF70F5E4P4W

7 kg Þvottavél· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð· 1400 snúningar· Ecobubble· Demantatromla

DV70H4400CW/EE

7 kg þurrkari· Barkalaus· Demantatromla· Rakaskynjari

DV70FSE0HGW

7 kg þurrkari· Varmadæla sem sparar orku· Orkunotkun A+++· Barkalaus· Demantatromla

Verð: 109.900,- Verð: 96.900,-Verð: 99.900,- Verð: 139.900,-

DW-UG721W

Uppþvottavél· Mjög rúmgóð og vel skipulögð. · Hnífaparaskúffa efst.· Mjög hljóðlát -aðeins 44db.

RB31FERNCSS

Kælir - frystir185 cm skápur. 208+98 ltr.Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

Verð: 134.900,-

RB29FSRNDSS

Kælir - frystir178 cm skápur. 192+98 ltr.Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

RB29FSRNDWW

Kælir - frystir178 cm skápur. 192+98 ltr.Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

Verð: 98.900,-Verð: 106.900,-Hvít: Verð: 117.900.-Einnig til í stáli á kr. 129.900.-

Samsung merkið stendur ekki bara fyrir sjónvörp og síma. Heimilistækin frá þeim eru í fremstu röð og búin allri nýjustu tækni og þægindum eins og sjónvörpin og símarnir.

Góðir hlutir gerast hratt hjá Samsung.

Til merkis um að góðir hlutir gerast hratt

Page 14: 10 04 2015

Metfjöldi í meðferð vegna heimilisofbeldisÁ síðasta ári leituðu 95 gerendur í heimlisofbeldismálum sér aðstoðar hjá verkefninu Karlar til ábyrgðar, þar af 54 sem voru að koma í viðtöl í fyrsta skipti. Gríðarleg aukning var á fjölda þeirra sem leituð sér meðferðar eftir að átak gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum hófst í ársbyrjun 2013 og er reiknað með álíka bylgju, þó af meiri stærðargráðu, samhliða átaki á höfuð-borgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur segir metfjölda í meðferð í fyrra hafa orðið til þess að verkefnið er komið að þolmörkum fjárveitingar.

V ið segjum við þessa menn: Ég hafna því sem þú hefur gert rangt, ég hafna ofbeldi

í allri mynd en ég virði þig sem manneskju og ég virði rétt þinn til að öðlast sjálfsvirðinguna aftur, og ég ætla að hjálpa þér við það,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur sem hefur, ásamt Andrési Ragnars-syni sálfræðingi, yfirumsjón með verkefninu Karlar til ábyrgðar sem er eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir þá sem beita ofbeldi á heimilum hér á landi. Metfjöldi gerenda var í viðtölum hjá þeim á síðasta ári, 95 manns, og eru þeir komnir að efri þolmörkum hvað fjármagn varðar.

Karlar til ábyrgðar er verkefni sem hefur starfað með hléum frá árinu 1998 og var endurvakið af velferðar-ráðuneytinu árið 2006. Auk Einars Gylfa og Andrésar starfa við verk-efnið sálfræðingarnir Kristján Már Magnússon, sem sinnir meðferð á Norðurlandi, og Aðalbjörg Heiður Björgvinsdóttir, sem tekur viðtöl við kvenkyns þolendur og gerendur, en á síðasta ári var byrjað að veita kven-kyns gerendum meðferð og hafa tvær konur leitað sér aðstoðar. Eygló

Harðardóttir, félags- og húsnæðis-málaráðherra, veitti tveggja milljóna króna viðbótarframlagi til verkefnis-ins í haust og sagði við það tilefni: „Við mun um aldrei ná að draga úr of beldi í sam fé lag inu nema með því að aðstoða gerend ur til að láta af of-beld inu.“

Reikna með annarri bylgjuGríðarleg aukning varð á fjölda gerenda sem leituðu sér aðstoðar hjá KTÁ árið 2013 þegar 53 sóttu sér meðferð, samanborið við 37 árið áður, auk þess sem 25 héldu áfram meðferð frá fyrra ári. Einar Gylfi tengir þessa aukningu beint við sérstakt átak á Suðurnesjum gegn heimilisofbeldi sem hófst í febrúar 2013. „Við sáum aukningu á fjölda þeirra sem vísað var til okkar af félagsmálayfirvöldum þar sem það var hluti í barnaverndarmáli að ger-andi leitaði sér hjálpar. Við sáum líka að til okkar komu menn af Suður-nesjum, gerendur, sem höfðu sjálfir ákveðið að leita sér hjálpar eftir að umræðan í samfélaginu um heim-ilisofbeldi hafði sett af stað ákveðið ferli á þeirra heimili. Við reiknum

fastlega með að sjá aftur bylgju í aukningu nú samhliða átaki á höfuð-borgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi og teljum að hún verði af meiri stærð-argráðu. Þar sem við erum komin að efri þolmörkum þess sem við getum sinnt gæti því stefnt í óefni. Á síðasta ári vorum við með 95 gerendur í við-tölum, 28 maka og alls voru viðtölin 551, auk hópmeðferðar í grúppu. Við höfum hins vegar alltaf mætt mikilli velvild hjá velferðarráðuneytinu og treystum því að gripið verði í taum-ana ef með þarf,“ segir hann.

Koma að eigin frumkvæðiNafnið Karlar til ábyrgðar var valið þar sem meginþungi meðferðarinnar miðar að því að gerandi taki ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og þrói nýjar leiðir til að taka á uppbyggilegan hátt á því sem kann að koma upp í samskiptum. „Meðferðin byrjar á greiningarvinnu og eftir það er tekin ákvörðun um framhaldið. Um leið er makanum boðið í viðtal sem gagnast honum en kemur einnig að notum í meðferðinni, án þess að nokkuð sé borið á milli, þegar lagt er mat á alvarleika ofbeldisins því mögulega

upplifir maki það á annan hátt en gerandinn. Meðferðin tekur sinn tíma og við miðum við að þeir sem koma í hópmeðferð séu hjá okkur vikulega í eitt ár,“ segir Einar Gylfi.

Hann vekur athygli á því að þeir sem leita aðstoðar hjá KTÁ séu ekki dæmigerður þverskurður af þeim sem beita ofbeldi í nánum sam-böndum. „Flestir koma þeir að eigin frumkvæði eða eftir hvatningu frá maka. Þetta eru því þeir sem líta á eigin beitingu á ofbeldi vera vanda-mál. Hinir, sem líta ekki á ofbeldið sem þeirra vandamál, leita ekki til okkar,“ segir hann.

100% ábyrgð Í meðferðarvinnunni er lögð áhersla á fjóra meginþætti. „Í fyrsta lagi þarf að gera ofbeldið sýnilegt. Við förum í gegnum valin ofbeldistilvik – til dæmis það alvarlegasta, síðasta tilvik eða það fyrsta – og förum nákvæm-lega í gegnum það. Við förum yfir aðdragandann, hvað var sagt, hverju var svarað, hvort slegið var með opn-um lófa eða krepptum hnefa, hvort það voru áverkar. Við förum yfir hvert smáatriði frá upphafi til enda.

14 fréttaúttekt Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 15: 10 04 2015

Ríflega 60% þeirra ofbeldismanna sem hafa fengið meðferð hjá Karlar til ábyrgðar voru sjálfir beittir ofbeldi í æsku eða horfðu upp á ofbeldi. Einar Gylfi segir það alls enga afsökun en mögulega skýringu sem þarf að vinna með. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Mörgum finnst þetta mjög erfitt því þeir sem telja sig hafa gert rangt eiga erfitt með að horfast í augu við það og eiga til að nota almenn og óljós orð um það sem gerðist. Þetta er síðan mikilvægt fyrir næsta skref í meðferðinni sem er ábyrgðin. Sá sem beitir ofbeldi ber 100% ábyrgð á þeirri hegðun. Í byrjun vilja menn gjarnan axla kannski 75% ábyrgð og kenna jafnvel erfiðum maka um ofbeldið. Við segjum einfaldlega að það geti vel verið að konan þín sé erfið en þú þarf að finna aðra leið en að lemja hana. Ábyrgð er lykillinn að lausn-inni,“ segir hann.

Samfélagsvandi en ekki einka-málÞriðji þáttur meðferðarinnar er samhengið. „Samhengið getur verið áfengisneysla, ágreiningur um tengdafjölskyldu eða af-brýðisemi. Samhengið getur líka verið fyrri reynsla af ofbeldi en ríflega 60% skjólstæðinga okkar urðu sjálfir fyrir ofbeldi í æsku eða horfðu upp á það. Þetta er samt engin afsökun en möguleg

skýring sem þá þarf að skoða. Þessir menn eiga það sameigin-legt að hafa orðið fyrir áföllum eða vanrækslu í æsku og eiga erfitt með að tjá aðrar til-finningar en reiði. Afleiðingarnar eru fjórði þátturinn; afleið-ingar fyrir gerandann, makann og börnin. Það er merkilegt að í fyrstu eru báðir aðilar almennt sammála um að börnin hafi ekki

tekið eftir neinu og þetta hafi engin áhrif á þau. Þetta er fjarri sanni og jafnvel þó börnin hafi verið í pössun koma þau heim í þögn og kulda. Við leggjum mikla áherslu á að fræða foreldra um þetta og að börnin þurfi að fá að tala um sínar tilfinningar,“ segir Einar Gylfi. „Heilt yfir þarf að taka á heimilisofbeldi sem samfélags-vanda en ekki einkamáli. Það er ekki nóg að skrá málin heldur þarf að taka á þeim og við getum séð um gerendurna. Það er okkar hlutverk,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

95 GEREnduR fEnGu

aðstoð í fyRRa.

5,2 mEðalfjöldi

viðtala við GERanda.

43,2% fjölGun GEREnda

fRá 2012 til 2013.

28 maKaR sEm

fEnGu viðtal.

60% GERanda upplifðu

ofbEldi í æsKu.

Einar Gylfi jónsson sálfræðingur sem sér um verkefnið Karlar til ábyrgðar.

fréttaúttekt 15 Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 16: 10 04 2015
Page 17: 10 04 2015
Page 18: 10 04 2015

Vilhjálms minnst á tónleikum

É g ákvað að hafa móttöku fyrir fjölskyldu Vilhjálms, vini og samstarfsmenn í

Hörpu á milli tónleikanna,“ segir Friðrik en tónleikarnir verða tvennir í Eldborg á laugardag. „Þetta er í kringum 50 manns og mér finnst það við hæfi. Villi Vill er einn besti söngvari sem þjóðin hefur átt og lögin hans hafa lifað með þjóðinni í næst-um hálfa öld,“ segir Friðrik sem stendur einnig í allri fram-kvæmd tónleikanna.

„Það gengur vel og það er að mörgu að huga,“ segir Friðrik. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég framleiði svona sýningu þar sem ég leiði prógrammið um leið á sviðinu. Umfangið við svona tón-leika hefur breyst svo mikið og aukist síðan ég byrjaði að gera þetta. Sem betur fer er þetta pró-gram eitthvað sem ég kann aftur á bak og áfram,“ segir Friðrik.

Umgjörðin skiptir máliFriðrik hefur undanfarin 4 ár

haldið fjölmargar tónleikasýn-ingar, eins og hann kallar þær, í stærstu húsum landsins, í nafni fyrirtækis síns, RIGG, og alltaf er fullt. Hann er metn-aðarfullur og hefur tekið þessa tegund tónleika upp á annað plan, að mörgum finnst. „Fyrsta sýningin sem ég setti upp var George Michael sýning sem ég setti upp á Broadway árið 2007 og síðan hefur þetta vaxið og stækkað jafnt og þétt,“ segir Friðrik. „Ég ætlaði aldrei að fara út í það að halda tónleika, sérstaklega ekki tónleika sem ég var ekki að syngja á sjálfur. Þegar ég var krakki þá var ég alltaf að setja upp sýningar með vinahópnum,“ segir hann. „Öll umgjörð vakti alltaf rosalegan áhuga hjá mér. Umgjörð skiptir miklu máli og núna legg ég mikið upp úr því. Það hefur verið tekið eftir því og fólk er að sjá að þetta virkar. Nú eru aðrir tónleikahaldarar búnir að sjá að þetta skiptir máli og ég

Á morgun, laugardaginn 11. apríl, verða 70 ár því að Vil-hjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónu-

legum og áreynslulausum söngstíl.Vilhjálmur ætlaði aldrei að verða dægurlagasöngvari. Stefnan var sett á há-skólanám. En enginn má sköpum renna. Fyrstu skrefin á söngbrautinni voru stigin í Menntaskólanum á Akureyri. Síðan tóku við sigrar með hljómsveitum Ingimars Eydals

og Magnúsar Ingimarssonar. Þá urðu plöturnar vinsælar sem Vilhjálmur söng inn á ýmist einn eða með Elly, systur sinni. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Við eigum samleið og Bíddu pabbi, svo að örfá séu nefnd.Tónleikarnir verða á eftir-

töldum stöðum; 11. apríl í Eld-borgarsal Hörpu í Reykjavík, 17. apríl í Íþróttahúsinu Nes-kaupstað og 18. apríl í Menn-ingarhúsinu Hofi á Akureyri.

Finnur sig í nýju hlutverki eftir 20

ár í bransanumUm helgina er það haldið hátíðlegt með tvennum stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu að 70 ár eru liðin frá fæðingu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Skipuleggjandi tónleikanna er

söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur undanfarin ár skipulagt fjölmarga tónleika sem notið hafa gríðarlegra vinsælda. Hann segir skipulagningu og fram-

kvæmd tónleikasýninga af þessu tagi vera mikla, en passar þó upp á að hlutverk sitt sem söngvara gleymist ekki. Fjölskylda Vilhjálms mun verða viðstödd tónleikana og

segist Friðrik aldrei hafa ráðist í þetta verkefni án samþykkis hennar.

Friðrik Ómar Hjörleifsson: Menn eru duglegir að tala þetta niður en eru fyrstir á vagninn ef þeim er boðið. Ljósmynd/Hari

þarf að hafa mig allan við, til þess að halda dampi,“ segir Friðrik. „Þetta er svo lítið land. Það er bara hægt að gera hvert „show“ tvisvar eða þrisvar, við erum bara ekki fleiri en það,“ segir Friðrik. „Þetta fer ekkert að ganga upp fjárhags-lega fyrr en eftir tvö til þrjú skipti. Maður er búinn að setja standard-inn mjög hátt, sem er kostnaðar-samt en mér finnst ég verða að gera það,“ segir Friðrik. „Ég hugsa að ef maður gerir eitthvað alveg ógeðslega flott, þá getur maður gert það oftar. Ef maður nær fólki þá vill það koma aftur. Það verður að fara alla leið,“ segir Friðrik. „Ég hef alveg tapað á verkefnum líka, en ástríðan er ennþá til staðar.“

Egóið sett til hliðarVerður söngvarinn aldrei útundan?

„Mér finnst bæði hlutverk jafn skemmtileg,“ segir Friðrik. „Ég man að ég setti upp eina sýningu í fyrra þar sem ég var bara að sjá um tæknimál og ég naut mín í botn. Þegar maður er að gera hvort tveggja þá er það sjúklega erfitt,“ segir Friðrik. „Nú er ég búinn að ráða minn fyrsta starfsmann í fulla stöðu og það hjálpar mikið.“

Geturðu gefið frá þér verkefni í ferlinu?

„Já, ég á mjög auðvelt með það. Það eru margir hlutir sem ég vil ekki skipta mér af og þá er gott að hafa mann sem maður treystir 100% og getur látið sjá um,“ segir Friðrik. „Svo er ég líka alltaf með ákveðinn hóp sem vinnur að þess-um sýningum, sem sparar mikinn tíma,“ segir hann.

Friðrik hefur farið mikinn í tónleikahaldi að undanförnu og skiljanlega eru margir um hituna í litlu samfélagi. Hann segir marga innan bransans hafa fordóma fyrir þessari tegund tónleika, eða tónleikasýninga eins og hann hefur kallað þær.

„Hver er munurinn á að setja upp Mary Poppins eða spila tónlist eftir Mozart? Ég myndi vilja að ein-hver líking kæmi fram sem fengi fólk til að hugsa hver munurinn er.

Mér finnst ég hafa náð að sérhæfa mig í því sem ég kalla tónleikasýn-ingu, sem er orð sem var ekki til og aðrir eru farnir að nota líka,“ segir Friðrik. „Auðvitað er sam-keppni en mér finnst hún góð. Hún heldur mér á tánum en ég verð ekki áhyggjufullur. Ég hef engar áhyggjur af því að ég standi mig ekki í samkeppninni. Ég hef lært það að ég þarf oft að segja erfiða hluti við fólk sem ég hef unnið með í mörg ár, en fólk skilur mig,“ segir Friðrik.

„Ég er ekki gamall í hettunni þó það séu um 20 ár síðan ég fékk fyrst greitt fyrir framkomu. Margir hefðu haldið að maður hefði það stórt egó, að maður gæti ekki ráðið aðra söngvara í vinnu,“ segir Frið-rik. „Hvað þá að láta þá fá meiri athygli en maður sjálfur. Í mínum sýningum er engin fyrirfram stjarna á sviðinu. Það fá allir það hlutverk sem hentar þeim. Ég hef ráðið söngvara til þess að syngja lög sem mig hefur dreymt um að syngja, af því að ég veit að það hent-ar þeim betur. Þannig nær maður því besta fram í hverri sýningu. Ég hef sett egóið mitt alveg til hliðar í mínum sýningum. Það er styrkur sýninganna,“ segir Friðrik.

„Ég hef líka fundið fyrir því á undanförnum árum að ég er ekki ráðinn í þær sýningar sem aðrir eru að halda,“ segir Friðrik. „Það er bara vegna samkeppninnar. Það

er bara allt í góðu og eitthvað sem þeir verða bara að eiga við sig.“

Þriggja ára planÍ dag er komin hefð fyrir heiðurs-tónleikasýningum á Íslandi og segir Friðrik hættu á því að bólan springi. „Ég finn fyrir því að maður þarf að hafa meira fyrir hverju verkefni, og það er ekkert skrýtið. Fólk hefur minna á milli hand-anna,“ segir hann. „Mitt miða-verð er þó yfirleitt lægra en hjá öðrum. Ég held samt alltaf áfram og er með plan fyrir þrjú ár fram í tímann. „Þessi tegund sýninga er alltaf að fá meiri viðurkenningu þó það séu alltaf einhverjir sem hafa mikið út á þetta að setja,“ segir hann. „Fólk er að leggja mikið á sig og það er mikill metnaður í gangi og þeir sem standa að þessu mættu fá meiri viðurkenningu. Þessar sýningar eru stór partur af dagskrá Hörpu. Neikvæðu raddirnar eru samt alltaf úr tónlistarbransanum sjálfum, en um leið og mönnum er boðið að vera með þá stökkva þeir á vagninn. Menn passa sig samt á því að þegja þegar vel gengur,“ segir Friðrik Ómar.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.

Verð í tveggja manna herbergi

kr. 98.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900

Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kaf�húsa.Næturlíf eins og það gerist best.

RigaLettlandi

Stórfengleg borg

Beint �ug frá Keflavík og Akureyri14.-17. maí

18 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 19: 10 04 2015

Verð frá 369.900 kr.

Fyrir þínarbestu stundir

C&J stillanleg rúm:· Inndraganlegur botn

· 2x450 kg lyftimótorar

· Mótor þarfnast ekki viðhalds

· Tvíhert stál í burðargrind

· Hliðar- og enda stopparar

· Hljóðlátur mótor

C&J SILVER STILLANLEGTmeð Shape heilsudýnum

Stillanlegur botn og Shape heilsudýna

Stærð cm Fullt verð TILBOÐ

2x80x200 442.300 kr. 369.900 kr.

2x90x200 466.800 kr. 379.990 kr.

2x90x210 487.300 kr. 389.990 kr.

2x100x200 487.300 kr. 389.990 kr.

Fáanlegt í fleiri stærðum

Aðeins 149.900 kr.

Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Lúxus á hverjum degi

Okkar frábæru Grand handklæði

eru ofin úr 100% tyrkneskri

bómull. Sérstök aðferð við gerð

handklæðanna gerir það að verkum

að þau þerra einstaklega vel og

veita þér þá mýkt sem þú átt skilið.

LÚXUS HANDKLÆÐIá ótrúlegu Dorma verði

100% tyrknesk lúxusbómull, 500 gsm

Stærð cm Gerð Dorma verð

15x21 Þvottapoki 125 kr.

30x30 Þvottastykki 175 kr.

40x60 Handklæði 475 kr.

50x100 Handklæði 795 kr.

70x140 Handklæði 1.495 kr.

90x170 Handklæði 2.495 kr.

Jazzhægindastóll með skemli

Aðeins 89.900 kr.

Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is

MIAMIsvefnsófi með horntunguMeð rúmfatageymslu í tungu. Dökkgrátt, slitsterkt áklæði.

Hægri og vinstri tunga. Stærð: 240 x 225 cm, H: 80 cm.

Fullt verð: 169.900 kr.

SHAPE DELUXEheilsurúm

Stærð cm. Fullt verð Tilboð

100x200 129.900 103.920

120x200 164.900 131.920

140x200 184.900 147.920

160x200 209.900 167.920

180x200 234.900 187.920

Heilsudýna sem:

• Lagar sig fullkom lega að líkama þínum

• 26 cm þykk heilsudýna

• 2 cm latexlag bólstrað í áklæði

• 4 cm gel memoryfoam

• 4 cm shape memoryfoam

• Non-slip efni á botni dýnunnar

• Engir rykmaurar

• 5 ára ábyrgð!

• Ofnæmisprófuð

• Burstaðir stálfætur

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

20% afsláttur

KOMINAFTUR

Þú finnur

Fyrir þínarbestu stundir

Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is

Fyrir fólk sem stækkar og stækkar

SHAPE HEILSURÚMRivera rúmstæðiSpape heilsudýna sem lagar sig að líkamanum. Rivera rúmstæði.Fáanlegt í svörtu, hvítu og gráu.Stærð: 120x200 cm.

Fullt verð: 140.900 kr.

112.640 kr.

69.900 kr.

24.900 kr.

20%FERMINGARTILBOÐ

Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti5.900 kr.

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti5.900 kr.

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

NATURE’S RESTheilsurúmNature’s Rest heilsudýna með Classic botni.Fáanlegt í svörtu og hvítu.Stærð: 120x200 cm.Fullt verð: 79.900 kr.

FERMINGARTVENNA

DÚNMJÚKUR DRAUMURQOD dúnsæng· 90% dúnn· 10% smáfiðurFullt verð: 25.900 kr.QOD dúnkoddi· 15% dúnn· 85% smáfiðurFullt verð: 4.900 kr.

FERMINGARTILBOÐ

Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16

www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Pre

ntun

: Ísa

fold

arpr

ents

mið

ja

1A

1503

012

Dor

ma

15-0

3-03

- 0

8:33

:48

O

rk n

r --

CM

YK

Topgrain leður á slitflötum.

4 litir: Brúnn, koníaks

brúnn, ljós og svartur.

Fullt verð: 119.900 kr.

Gafl seldur sér, mikið úrval.

Page 20: 10 04 2015

Strákurinn okkar20

00

K nattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohn-sen hefur sýnt það og

sannað að undanförnu að hann er enn með töfra í

skónum. Eiður spilaði

á dögunum sinn fyrsta landsleik í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Kasakstan og auðvitað lék hann á als oddi og skoraði. Eftir leikinn var hann viðstaddur fæðingu fjórða barns síns, stúlku sem hann og eig-

inkonan, Ragnhildur Sveinsdóttur, eignuðust 1. apríl. Eiður var síður en svo hættur eftir þetta og hefur skor-að í tveimur síðustu leikjum sínum með Bolton. Þar með tókst honum að skora þrjú mörk og eignast barn

á tíu dögum. Eiður verður 37 ára síðar á árinu en hefur sett stefnuna á að spila með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Fréttatíminn rifjar upp feril þess-arar miklu kempu.

Heimildir: Transfermarkt, Knattspyrnusamband Íslands, Vísir, Mbl.is, Fótbolti.net, Wikipedia.

Valur1994

Leikir/mörk: 17/7

PSV Eindhoven1995-1997Leikir/mörk: 15/3n Lék fyrsta landsleik sinn í apríl á móti Eist-

landi þegar hann kom inn á fyrir föður sinn.

Ætlunin var að þeir myndu leika saman í næsta landsleik

á eftir en meiðsli komu í veg fyrir það.n Varð meistari í Hollandi 1997.

KR1998 Leikir/mörk: 6/0

Bolton Wanderers1998-1999

Leikir/mörk: 18/5n Lék fyrst með varaliði félagsins en fékk tæki-færi á seinni hluta tímabilsins og stóð

sig vel.

1999-2000Leikir/mörk: 55/21n Sló í gegn

á sínu fyrsta heila tímabili. Raðaði inn mörkum í ensku B-deildinni.n Skoraði fyrsta lands-liðsmarkið gegn Andorra í september.

Chelsea2000-2001Leikir/mörk: 36/13n Keyptur fyrir um fjórar millj-ónir punda.n Knattspyrnumaður ársins.

2001-2002Leikir/mörk: 47/23n Gjöfulasta tímabilið á

ferlinum. Þarna myndaði Eiður Smári frábært fram-

herjapar með Jimmy Floyd Hasselbaink.

2002-2003Leikir/mörk: 44/10n Knattspyrnumaður ársins.n Viðurkenndi að hann ætti við spilafíkn að stríða og hefði tapað háum fjárhæðum í spilavítum.

2003-2004Leikir/mörk: 41/13n Íþróttamaður ársins.n Knattspyrnumaður ársins.

2004-2005 Leikir/mörk: 57/16n Englandsmeistari og Deildar-bikarmeistari.n Íþróttamaður ársins.n Knattspyrnumaður ársins.n Sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek sín.

2005-2006 Leikir/mörk: 36/3n Englandsmeistari.n Knattspyrnumaður ársins.

Barcelona2006-2007 Leikir/mörk: 41/11n Seldur til Barcelona fyrir 10,5 milljónir punda og gerði fjögurra ára samning. Klæddist treyju númer 7.

2007-2008 Leikir/mörk: 37/3n Knattspyrnumaður ársins.

2008-2009Leikir/mörk: 34/4n Vann sögufræga þrennu með liðinu; spænsku deildina,

spænsku bikarkeppnina og Meistaradeildina.

n Knattspyrnumaður ársins.

Mónakó2009-2010 Leikir/mörk: 11/0n Seldur til Mónakó fyrir 1.8 milljónir punda. Gerði tveggja ára samning en náði sér aldrei á strik þar. n Skoraði gegn Norðmönnum í undankeppni HM á Laugardals-velli í september. Það átti eftir að verða síðasta landsliðsmarkið – þar til Eiður Smári sneri aftur og skoraði gegn Kasakstan á dögunum.

Tottenham Hotspur2010 Leikir/mörk: 14/2n Gekkst undir læknisskoðun hjá West Ham en valdi að fara til Tot-tenham á láni út tímabilið.

Stoke City2010-2011 Leikir/mörk: 5/0n Gerði eins árs samning við Stoke en passaði ekki inn hjá Tony Pulis.

Fulham2011 Leikir/mörk: 10/0n Gerði lánssamning út tíma-bilið á síðasta degi félags-skiptagluggans í janúar.

AEK Aþena2011-2012 Leikir/mörk: 14/1

n Gerði tveggja ára samning og sagðist vera kominn til að vinna titla. Fótbrotnaði í leik gegn Olympiakos í október og var frá út tímabilið.

Cercle Brugge2012-2013 Leikir/mörk: 14/7n Flutti sig yfir til Belgíu og náði sér aftur á strik eftir fótbrotið. Gerði eins árs samning.

Club Brugge2012-2013 Leikir/mörk: 18/3n Flutti sig um set í Brugge

og gerði eins og hálfs árs samning við erkifjendurna eftir góða byrjun.

2013-2014Leikir/mörk: 30/4n Kláraði tímabilið og leitaði sér í kjölfarið að nýju liði. Var til að mynda orðaður við FCK.

Bolton Wanderers2014-2015Leikir/mörk: 20/6n Gekk til liðs við sitt gamla félag í desember. n Skoraði í endurkomuleik sínum með landsliðinu gegn Kasakstan. n Varð þar með elsti Íslendingur-inn til að skora mark í landsleik, 36 ára og 195 daga gamall. Sló 17 ára gamalt met föður síns, Arn-órs Guðjohnsen, sem var 36 ára og 74 daga gamall þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark árið 1998.n Eiður varð fjórði elsti marka-skorarinn í sögu undankeppni EM á eftir Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov.n Mark Eiðs kom 6.913 dögum eftir að hann lék sinn fyrsta landsleik.n Alls hefur Eiður Smári leikið 79 landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.

2015

2010

200

5

www.sgs.is

300 þúsund króna lágmarkslaun

– atkvæðagreiðsla um verkfall hefst aftur mánudaginn 13. apríl

20 fótbolti Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 21: 10 04 2015

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími Vildarverða er frá 08. apríl, til og með 12. apríl. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

YÐAR DAGUR!

Vandaður CROSS penni Verð kr. 10.868

Heyrnartól Maxell Play Verð kr. 7.895

Íslandssaga A - Ö

Hnattlíkan Elite 26 cm með ljósi Ferðataska

4 hjól, 55 cm

Ferðataska4 hjól, 65 cm

Ferðataska4 hjól, 75 cmFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataska

FerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataska4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm4 hjól, 65 cm

FerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaFerðataskaARTIC

Þráðlaus Bluetooth hátalari með hljóðnema

Vildarverð:

7.903.-Fullt verð:9.879.-

Vildarverð:

14.227.-Fullt verð:17.784.-

Vildarverð:

17.389.-Fullt verð:21.736.-

Vildarverð:

18.970.-Fullt verð:23.712.-

Vildarverð:

7.113.-Fullt verð:8.891.-

Skrúfblýantur 0,5 mm /Rauður kúlupenni /Svartur kúlupenni /Stylus.

Vildarverð:

5.399.-Fullt verð:5.999.-

Vandaður CROSS penni Heyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell PlayHeyrnartól Maxell Play

Samanbrjótanlegttaflsett Verð kr. 7.805

Page 22: 10 04 2015

Mér þykir mjög vænt um Afríku og finnst þetta skemmtilegt og gefandi þegar vel gengur, en um leið erfitt þegar illa gengur.

Afríka kallar á ný

Stefán Jón Hafstein hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem sviðsstjóri eftirfylgni og árangurs hjá Þróunarsamvinnu-

stofnun Íslands, en þar áður hafði hann verið í fimm ár unnið við þróunarstörf í Namibíu og Malaví. Nú er Stefán Jón

á útleið á ný og ætlar að flytja til Úganda í lok mánaðarins og verður umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar með aðsetur í Kampala. Eiginkona hans er aftur á móti nýkomin

með vinnu hér á landi og verður eftir. Stefán segir að maður þurfi að vera góður í lífsleikni til að geta verið í fjarbúð en

sem betur fer sé alltaf gott veður í Úganda.

S tefán Jón Hafstein þakkar fyrir að fjarskiptatækni nú-tímans er betri en þegar hann

byrjaði sitt heimshornaflakk sem ungur maður. Nú stendur hann á sextugu og er á leið til Úganda þar sem hann mun starfa næstu þrjú árin.

„Þetta eru tvö stór héraðsþróun-arverkefni sem við vinnum í sam-starfi við sveitarstjórnir þar í landi. Þegar ég var í Malaví innleiddi ég þá aðferð þar að við hættum að sjá um verkefnin sjálf,“ segir Stefán Jón Hafstein. „Við gerðum samning við héraðsstjórn og styðjum innleið-ingu verkefna með heimamönnum. Verkefnin snúast um frumþarfirnar eins og vatn, menntun, hreinlæti og

salernisaðstöðu.“ Stefán Jón segir ekki fullráðið hve langt úthaldið verði núna en hann flytur til Úganda í apríllok. „Það fer svolítið eftir því hvernig mál þróast,“ segir hann. Um áramótin stendur til að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og segir Stefán Jón ákveðna óvissu fylgja því. „Verkefnin halda áfram,“ segir Stefán. „Það er búið að gera samn-ing um þau, en okkur starfsmönnum verður boðin vinna hjá nýjum vinnu-veitanda. Það getur vel verið að þetta verði ekki mikil breyting en maður veit lítið eins og er þó ég reikni með að starfshættir og vinnubrögð inn-an ráðuneytis séu ólík því sem við eigum að venjast hjá fagstofnun sem ekki verður lengur til.“

Yfirstéttin er allsstaðarStefán Jón og Guðrún Kristín Sigurðardótt-ir, eiginkona hans, voru fimm ár í Nami-bíu og Malaví og segir Stefán hugann reika ansi oft til Afríku. „Maður væri ekki að gefa kost á sér í svona starf ef manni líkaði það ekki,“ segir Stefán. „Mér þykir mjög vænt um Afríku og finnst þetta skemmtilegt og gefandi þegar vel gengur, en um leið erfitt þegar illa gengur.“ 

Hvernig hefur þetta gengið? „Vonum framar,“ segir Stefán Jón. „Þau

verkefni sem hafa farið í árangursmat að undanförnu hafa komið mjög vel út. Þetta eru líka verkefni sem eru hvetjandi því við vinnum náið með grasrótinni. Ég kynntist Bandaríkjamanni úti í Malaví sem var að vinna að því að stöðva útbreiðslu alnæmis og hann var ein taugahrúga og ætlaði aldrei að koma aftur því hann sá ekkert koma út úr starfinu,“ segir Stefán. „Ég er ekki viss um að ég gæti unnið í þeim geiranum.

Kosturinn við það sem við erum að gera er að fólk er áhugasamt því áhrifin koma fram fljótt í nærumhverfinu. Fæðingardeild-in rís og konur fæða við góðar aðstæður. Vatnsdælan dælir vatni. Börnin fá náms-bækur.“

Þegar Stefán kemur út byrjar nýtt sam-starfsverkefni við Buikwe hérað í Úganda um að bæta hreinlætis- og salernismál fyr-ir u.þ.b 70 þúsund manna svæði. „Þetta er hérað skammt frá höfuðborginni sem við höfum gert samstarfssamning við,“ segir Stefán. „Við ætlum að reyna að þekja þessi stærstu fiskimannaþorp að miklum meiri-hluta með öruggum vatnsbólum og hrein-lætisaðstöðu. Það verður góður árangur ef allt fer að vonum. Við erum til dæmis að tala um kamra við skóla og varin vatnsból fyrir almenning, sem eru ekki til staðar nú. Sam-hliða því förum við að skipuleggja mennta-átak fyrir grunnskólabörn í þorpunum og ekki veitir af því menntun er mjög ábóta-vant.“ 

Bil milli fátækra og ríkra er breitt í Afríku og segir Stefán Jón það mjög sláandi hvað það er sjáanlegt. „Það er alltaf yfirstétt alls staðar,“ segir hann. „Hún hefur það fínt. Allur þorrinn er afar fátækur. Munurinn er æpandi,“ bætir hann við. „Kosturinn við það að vinna með sveitarstjórnunum, eins og við gerum, er að það er miklu auðveld-ara að passa upp á spillingu,“ segir Stefán Jón. „Peningarnir frá Íslandi fara beint inn á samstarfsreikning og það er bara tekið út af honum í það sem þarf. Þegar peningarnir renna inn í ríkishít koma þeir stundum út um einhverja pípu í mjög smækkaðri mynd,“ segir hann. „Við sjáum í hvað peningarnir fara. Þetta er fyrirkomulag hjá okkur sem við erum búin að þróa í nokkur ár og hefur vakið eftirtekt annarra framlagsríkja.“

Vantar samstöðuÞróunarsamvinna hefur í áratugi verið mik-ið í umræðunni á Íslandi og Íslendingum er umhugað um hjálparstarf á ýmsum sviðum. Stefán Jón er þó á því að það sé alltaf hægt að gera betur. Hann segir að niðurskurð-urinn sem varð í þróunaraðstoð í hruninu ekki hafa komið til baka. „Við erum allt-

af undir framlögum ríku þjóðanna,“ segir Stefán Jón. Það var skorið niður hressilega í hruninu og Alþingi ályktaði síðan að það ætti að stórauka framlög á ný, svo við höfum verið að undirbúa okkur undir það, en þau hafa ekki komið,“ segir hann. „Ef við tökum ríku þjóðirnar í vestur og norður Evrópu þá erum við með langminnsta framlagið á hvern íbúa. Framlagið er um þúsund krónur á hvern Íslending á mánuði, Danir og Svíar eru með 5-6000 krónur á mann á meðan Norðmenn eru að borga tíu þúsund á mann. Við erum einnig talsvert fyrir neðan meðal-lag þegar öll OECD ríkin eru tekin saman svo við erum nærri botninum hvernig sem á er litið.“ 

Erum við þá ekki að gefa enn meira eftir með því að loka Þróunarsamvinnustofnun?

„Ekki segja þeir,“ segir Stefán. „En það er ekki bent á neinn vanda sem á að leysa með þessari lokun, heldur þvert á móti. Við höfum fengið gríðarlegt hrós fyrir okkar starf svo manni finnst jafnvel um of. Ekki er þetta heldur sparnaðaraðgerð, svo maður spyr hvers vegna?,“ segir Stefán Jón.

„Það hafa verið gerðar úttektir á verkefn-um okkar og þau komið mjög vel út og mik-ið lof sem við höfum fengið fyrir verklagið, svo það er ekki gott að segja af hverju þetta er niðurstaðan. Ég er ekki trúlofaður neinu einu fyrirkomulagi og alltaf til í að ræða um-bætur, enda hef ég margar hugmyndir þar um. En af því að ég vinn sjálfur í þeirri deild spyr ég um skilgreind og mælanleg mark-mið með þessari breytingu og hvernig sýnt verður fram á árangurinn. Málaflokkurinn verður deild innan utanríkisráðuneytisins og ég er á því að ef sama stofnunin heldur utan um stefnumótun, framkvæmd og eftir-lit, sé maður í stjórnsýsluvanda,“ segir Stef-án Jón. „Æskilegt væri að fá þverpólitíska samstöðu um skipan þróunarmála og fram-lög því þetta eru langtímaverkefni og umrót er vont í svona vinnu. En þetta ákveður Al-þingi bara þegar þar að kemur.“ 

Fjarbúð fram undanStefán Jón segir verkefnið sem fram undan vera spennandi. „Starfið er mjög hvetjandi og árangurinn er oft sýnilegur. Ég er athaf-nasinnaður og líkar vel á vettvangi í nánu samstarfi við heimamenn. Alltaf þakkað fyrir hverja nýja áskorun. En það þarf að fórna einhverju á móti:

„Konan mín verður heima,“ segir Stefán Jón en eiginkona hans fer ekki með hon-um til Úganda að sinni. „Hún er hönnuður, nýkomin með vinnu hér heima og gengur ekki svo glatt frá henni. Við höfum verið í fjarbúð áður. Maður þarf að vera góður í lífsleikni,“ segir hann. „Þetta er ekki ósk-astaða en þetta er gerlegt, þótt það sé erfitt að yfirgefa heimili, fjölskyldu, vini, hund og kött. En við getum skipulagt reglu-bundnar heimsóknir og fjarskiptatækni nútímans er mun betri núna en þegar mað-ur byrjaði heimshornaflakk ungur maður... Það er þó alltaf gott veður í Úganda,“ segir Stefán Jón – og glottir út í kófið.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Stefán Jón Hafstein segir að framlag Ís-lendinga til þróunar-mála gæti verið miklu meira. Hann er á leið til Úganda þar sem hann mun starfa næstu þrjú árin.

LEIKFÖNGINFÆRÐU HJÁKRUMMA

/krumma.is www.krumma.isGylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700

22 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 23: 10 04 2015

heimkaup.is

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi!

Augljós kostur við að versla við innlendarisavefverslun og vöruhús eins ogHeimkaup.is er að ekkert mál er aðskila eða skipta ef upp koma vandamál.

Ólíkt mörgum netverslunum býðstþér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Pantaðu fyrir kl. 1700 og við sendum fríttheim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu – næsta dag víðast hvar á landsbyggðinni. Frítt ef pantað er fyrir 4.000.- eða meira.

Frí heimsendingsamdægurs

Öryggi - Ekkert málað skila eða skipta

Hægt að greiðavið afhendingu

á öllum íþróttavörum!TAX-FREE

*Tax-Free tilboð jafngildir 19.35% afslætti.

49.890,- 40.251,-

Polar RS400

Mælir æfinguna þína ítarlega (hámarkspúls, meðalpúls o.s.frv.) Polar Protrainer 5 forritið fylgir og hjálpar þér að fylgjast með framförum og setja þér markmið.

Polar M400

Nýjasta úrið frá Polar. Með innbyggðu æfingabókinni og GPS tengingunni geturðu skráð hlaupaleiðirnar þínar og haldið utan um vegalengdir. Vekjaraklukkan kemur þér á fætur í morgunhlaupið.Eitt flottasta úrið frá Polar.

fylgir og hjálpar þér að fylgjast með framförum

16.990,- 13.708,-

Polar Loop

Þú setur þér markmið og úrið hjálpar þér aðná þeim. Vatnsheldur hreyfingamælir sem mælir vegalengd, kaloríur og fleira, á einfaldan og aðgengilegan hátt.

14.990,- 12.094,-

Polar FT4

Æfingaúr ásamt púlsmæli. Heldur utanum uppsafnaðan æfingartíma og sýnir hitaeiningabrennslu ásamt púls. Innbyggður þjálfari sem heldur þér við efnið.

18.990,-15.240,-

Polar FT7

Frábær æfingafélagi. Púlsmælir fylgir. Fylgist með púlsinum og hitaeiningabrennslunni. Smart Coaching kerfið heldur þér á tánum og lætur þig vita hvort um sé að ræða fitubrennslu eða þolþjálfun.

51.190,- 41.300,-

Polar RCX3F

Þetta æfingaúr er sérstaklega gert fyrir hlaup, hjólreiðar og aðrar þolæfingar. Púlsmælir fylgir.

Polar M400

Nýjasta úrið frá Polar. Með innbyggðu æfingabókinni og GPS tengingunni geturðu skráð hlaupaleiðirnar þínar og haldið utan um vegalengdir. Vekjaraklukkan kemur þér á fætur í morgunhlaupið.Eitt flottasta úrið frá Polar.

16.990,-

Æfingaúrin hjálpa þér að ná árangri!Nú öll á Tax Free tilboði!

34.990,- 28.230,-

11.590,- 9.351,-

Polar FT2

Þessu æfingaúri fylgir púlsmælir. Frábær byrjendamælir sem er léttur og heldur utan um allar helstu upplýsingar. Vatnshelt niður að 50 metrum.TAX

FREE

TAXFREE

TAXFREE TAX

FREE

TAXFREE TAX

FREE TAXFREE

Page 24: 10 04 2015

É g man eftir því þegar sonur minn var um átta ára gamall og ákvað að gefa vini sínum

vísbendingar svo hann gæti gisk-að á hvað ég starfaði við,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa-fræðingur. „Fyrsta vísbendingin var: Mamma mín byggir ekki hús heldur rífur hús. Vinurinn var engu nær og þá kom næsta vísbending: Mamma mín er ekki prestur sem jarðar fólk heldur gefur hún fólk upp úr jörðinni. Aumingja drengurinn náði ekki að giska á rétt starf,“ segir hún.

Steinunn er prófessor í fornleifa-fræði við Háskóla Íslands og Þjóð-minjasafn Íslands. Hún stýrði einni merkustu sem og umfangsmestu fornleifafræðilegri rannsókn síð-ari tíma hér á landi sem gerð var á miðaldaklaustrinu Skriðu sem hófst árið 2000 og lauk 12 árum síðar með útkomu bókarinnar „Sagan af klaustrinu á Skriðu“ sem Steinunn

fékk Fjöruverðlaunin – bókmennta-verðlaun kvenna fyrir í flokki fræði-bóka og var auk þess tilnefnd til Ís-lensku bókmenntaverðlaunanna og viðurkenningar Hagþenkis

Viðurkennd undankomuleið frá hjúskapSkriðuklaustur, sem heyrði undir reglu Ágústínusar í kaþólskri trú, var starfrækt á árunum 1493-1554 en klausturkirkjan var vígð í ágúst 1512 og því eru nú ríflega fimm ald-ir frá vígslu hennar. „Auðvitað er sérstakt að taka upp grafir,“ segir Steinunn. „Ég man vel eftir öllum beinagrindunum frá Skriðuklaustri. Þær eru eins og manneskjur fyrri mér. Beinagrind er ekki bara beina-grind heldur segir hún sögu. Bein eru lifandi vefur og með því að skoða þau má fræðast um hvað fólk borðaði, um vinnu þess, sjúkdóma og ættareinkenni. Sagan er öll í beinunum,“ segir hún.

Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur man eftir hverri einustu beinagrind sem hún gróf upp við Skriðuklaustur líkt og um manneskju væri að ræða. Við uppgröftinn fann hún kirkjunnar menn grafna með fylgikonum sínum og börnum, og telur almenna þekkingu skorta á samfélagsgerð miðalda þar sem ungar stúlkur voru gefnar eldri mönnum sem sáttargjörð og þeir valdamestu áttu margar eiginkonur. Steinunn segir einsetu og klausturlíf hafa verið notað sem undankomuleið frá hagsmunahjúskap. Hún vinnur nú að því að skrá allar minjar úr klaustrum á Íslandi frá kaþólskum tíma og þegar hefur fund-ist kirkjuklukka sem er merkt sjálfri Katrínu af Aragon, fyrstu eiginkonu Hinriks áttunda Englandskonungs.

Sagan er öll í beinunum

Steinunn tekur á móti mér á skrifstofu sinni í Setbergi þar sem Þjóðminjasafnið blasir við út um gluggann. Skrifstofan er bókstaf-lega hlaðin fræðibókum og nokkr-ar þeirra eru á skrifborðinu, til að mynda bækur sem tengjast kynja-fornleifafræði en kennslusvið Stein-unnar nær meðal annars yfir það svið fornleifafræðinnar. Eitt af því sem Steinunn hefur verið að kynna sér að undanförnu er hvernig ein-seta og klausturlíf var notað sem undankomuleið frá hagsmunahjú-skap.

Snorri Sturluson gaf dæturnar í pólitískum tilgangi„Tilgangur hjónabands og sambúð-ar var vissulega ætíð fjölgun mann-kyns en ljóst er að sambandsform hvers konar voru um leið grunn-ur að pólitísku og efnahagslegu tengslaneti. Samkvæmt Grágás máttu feður ráðstafa dætrum sín-um að vild en einnig bræður þeirra eða synir þegar þeir höfðu náð 16 ára aldri. Barneignir skiptu miklu máli við uppbyggingu valdasam-félagsins, því fleiri konur og börn því víðtækari völd. Eina lagalega viðurkennda undankomuleiðin hjá hjúskap fékkst ef konur vildu gerast nunnur,“ segir Steinunn.

Hún nefnir Snorra Sturluson, sjálfan höfund Snorra-Eddu og Heimskringlu, sem dæmi um valda-mikinn mann sem átti margar kon-ur og frillur, og gaf allar dætur sínar til manna sem gátu styrkt pólitíska stöðu hans. „Í frásögnum af Flugu-mýrarbrennu kemur fram að þá hafi Sturla Þórðarson, af ætt Sturlunga, gefið 13 ára dóttur sína syni Gissur-ar Þorvaldssonar Haukdælings sem sáttargjörð milli ættanna. Stúlkur voru notaðar svona sem peð í valda-tafli,“ segir hún. Vissulega hafi synir einnig verið gefnir en hún telur þetta hafa verið þungbærara fyrir stúlkurnar þar sem þær voru að jafnaði yngri og jafnvel gefnar vinum feðra sinna.

Biskup braut gegn lögum kaþólsku kirkj-unnarVið uppgröftinn á Skriðu fundust tvær grafir sem báru öll merki þess að væru grafir yfirmanna í klaustri, svonefndra príora, en það sem kom Stein-unni á óvart var að þeir voru grafnir með konum og börnum, eins og um fjölskyldur hefði verið að ræða en eðli málsins samkvæmt hefðu príorar átt að vera einlífir eins og munkar. „Ég gekk á milli fræðimanna og spurði hvernig á því gæti staðið að príor væri grafinn með konu en enginn gat svarað því. Síðan fann ég allt um málið í þessari bók,“ segir hún og tekur upp bókina „Fjarri hlýju hjónasængur – Öðruvísi Íslandssaga“ eftir Ingu Huld Hákonar-dóttir – bók sem kom út árið 1992 og fjallaði um

Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræð-ingur er hér við Grundarstólinn á Þjóðminjasafn-inu en hann var í eigu Þórunnar, dóttur Jóns Ara-sonar biskups, sem gaf hana 14 ára gamla í hjónaband til að mynda sættir við annan kirkjunnar mann. Mynd/Hari

Við uppgröftinn á Skriðuklaustri árið 2011. Um 300 beinagrindur voru grafnar upp og rannsakaðar. Mynd/Gísli Kristjánsson

Mamma mín grefur fólk upp úr jörðini.

24 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 25: 10 04 2015

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, drei�ýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband.

Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is.

Við seljum rafmagn — um allt land.

ORKA FYRIR

ÍSLAND

Bran

denb

urg

Orkusalan 422 1000 [email protected] orkusalan.is Raforkusala um allt land

Page 26: 10 04 2015

hagsmunasambönd, ekki aðeins hjá almenningi eða höfðingjum heldur hjá kirkjunnar mönnum. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmennta-verðlaunanna og seldist upp en Steinunn fann hana nýverið á forn-bókasölu. „Jón Arason biskup átti sex börn með fylgikonum sínum og var þannig að brjóta gegn einum helsta lagabálki kaþólsku kirkjunn-ar. Jón Arason fórnaði, sem þekkt er, lífi sínu fyrir baráttuna gegn því að kaþólskt regluboð væri aflagt á Íslandi en braut gegn því á veiga-mikinn hátt Hann ættleiddi fjögur af þessum börnum sínum, þar á meðal Þórunni Jónsdóttur sem átti Grundarstólinn fræga sem stendur á Þjóðminjasafninu. Þegar Þórunn er 14 ára gömul gefur Jón hana syni Brands príors við Skriðuklaustur sem sáttargjörð.“

Hagsmunahjónabönd tíðkuð-ust lengst af hjá valdamiklum fjöl-skyldum og það voru valdaaðilar sem börðust hvað hatrammast gegn boðun kaþólsku kirkjunnar um einkvæni sem og skírlífi kirkj-unnar manna. „Rannsóknir sýna að hagsmunasambönd tíðkuðust lengst meðal fólks í áhrifastöðum enda var mest í húfi hjá þeim og að almenningur hafi verið fyrri til að fylgja lögum um einkvæni. Þetta var staðan um alla Evrópu en ekki aðeins á Íslandi. Segja má að það hafi hér áður verið regla frekar en undantekning að kirkjunnar menn hafi átt konur og börn, en þeir gift-ust ekki heldur voru þær kallaðar fylgikonur,“ segir hún.

Sængað fyrir opnum tjöldumSteinunn undrast að þrátt fyrir að fjölskyldumynstrið á miðöldum hafi verið á þá leið að höfðingjar áttu margar konur þá hafi það ekki fest sig í þeirri mynd sem við höfum af miðöldum á Íslandi. „Ef þú horfir á bíómynd sem á að gerast á þessum tíma þá er það alltaf kjarnafjölskyld-an sem birtist okkur, maður, kona og börn, en það var alls ekki raun-in,“ segir hún og veltir upp hvort það sé einhvers konar höfðingja-dýrkun sem geri að verkum að okk-ur finnist óþægilegt að hugsa um nafntogaða forfeður okkar á þann hátt að þeir hafi tekið sér ungar stúlkur sem eiginkonur í valdatafli.

„Fram að siðaskiptum tíðkaðist einnig að eftir brúðkaupið þurftu hjónin að sænga fyrir opnum tjöld-um. Þarna erum við meðal annars að tala um ungar stelpur sem voru gefnar vinum feðra sinna,“ segir hún og tekur upp aðra bók af skrif-borðinu: „Ástarsaga Íslendinga að fornu“ eftir Gunnar Karlsson sem kom út fyrir tveimur árum. „Þarna skrifar hann gegn málf lutningi Ingu Huldar án þess þó að vitna í hana, sem og doktor Auði Magnús-dóttur sem hefur skrifað á sama hátt. Ég tek frekar undir með þeim

Stúlkur voru notaðar sem peð í valda-tafli.

Við uppgröftinn á Skriðuklaustri árið 2011. Ríflega 130 manns komu að verkefninu sem stóð í áratug. Mynd/Gísli Kristjánsson

Könnunarskurðurtekinn við Helgafell á Snæfellsnesi 2014. Frá vinstri: Hermann Jakob Hjartarson, Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir og Helga Jónsdóttir. Mynd/Stein-unn Kristjánsdóttir

en það er ljóst að þetta er hitamál innan sagnfræðinnar.“

Steinunn bendir á að hún sé ekki að reyna að koma höggi á minn-ingu Snorra Sturlusonar eða Sturlu Þórðarsonar heldur einungis benda á að þeir hafi verið börn síns tíma. „Við gagnrýnum önnur trúarbrögð þar sem stúlkur eru gefnar ungar í hjónabönd en það er svo ótrúlega stutt síðan við gerðum þetta sjálf,“ segir hún. „Ég er viss um að marg-ar konur tóku þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja, því þetta var hin ríkjandi samfélagsgerð, en það breytir því ekki að klausturlíf var notað sem undankomuleið. Fræði-menn um alla Evrópu eru sammála um það. Guðrún Ósvífursdóttir var alls gefin fjórum sinnum, stundum ósátt við ráðahaginn, og á endanum gerðist hún einsetukona. Eftir að hafa verið gefin aftur og aftur not-aði hún þessa friðhelgi.“ Steinunn hefur ritað fræðigrein um þessi mál í fræðiritið Sögu sem kemur út í vor. „Þetta er ritrýnt rit og ég er mjög ánægð með að greinin verði birt þar,“ segir hún.

Stórmerkileg kirkjuklukkaSteinunn rekur áhuga sinn á forn-leifum aftur til æskunnar en talið var að við sveitabæinn sem hún ólst upp á svæði fornmunahaugur. „Ég er frá bæ á sunnanverðum Vest-fjörðum, Breiðalæk á Barðaströnd. Þar fyrir neðan stóð hóllinn Gellis-hóll sem talinn var geyma heiðna gröf. Ég reyndar gróf í hann seinna þegar ég var orðinn fornleifafræð-ingur og þá kom í ljós að þetta var ekki fornminjahaugur, heldur sigl-ingamerki fyrir Hagavaðal. Ég veit satt að segja ekki af hverju ég fylgdi eftir þeirri hugmynd að gerast forn-leifafræðingur en ég er mjög ánægð með að ég gerði það, ég hef verið heppin með verkefni og mér hefur gengið vel. Ég held að það sé for-

vitnin sem hefur drifið mig áfram. Ég var ekki sérlega sterk í sögu í skóla og var áhugasamari um það sem stóð á spássíunni og neðan-máls. Það sem skilur að sagnfræði og fornleifafræði er að við erum í smáatriðunum. Sagnfræði og ritað-ar heimildir gefa myndina í stórum dráttum, um lagabálka og hvernig hlutirnir áttu að vera. Raunveru-leikinn og hversdagslífið er í forn-leifunum.“

Auk kennslunnar vinnur Stein-unn nú að víðtækri fornleifarann-sókn sem miðar að því að skrá minj-ar allra klaustra sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma, á árunum 1000 til 1550. Stóra markmiðið er að skoða áhrif klaustranna og umsvif í íslensku miðaldasamfélagi. Rann-sóknin er unnin fyrir fjárframlög frá Rannsóknasjóði Íslands, Rann-sóknasjóði Háskóla Íslands og sam-starfsaðilum. Starfsmaður verk-efnisins er Vala Gunnarsdóttir safnafræðingur og saman eru þær Steinunn nú að fara yfir loftmyndir, lesa ritaðar heimildir og undirbúa rústaleit. Þær leita einnig gamalla muna úr klaustrunum en sumir þeirra hafa ratað í kirkjur. „Vala er þegar búin að finna afskaplega merkilega kirkjuklukku sem er í Helgafellskirkju og er sennilega sú eina sem til er í heiminum. Hún er merkt Katrínu af Aragon, fyrstu eiginkonu Hinriks áttunda Eng-landskonungs. Við höfum verið í sambandi við sérfræðinga um allan heim og svo virðist sem allar svona klukkur hafi verið bræddar upp, nema þessi sem hefur orðið eftir í Helgafellskirkju,“ segir Steinunn sem hlakkar til sumarsins þegar frekari rannsóknir verða gerðar. „Þetta verður gríðarlega spenn-andi.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected] w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

26 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2014

Page 27: 10 04 2015

www.hi.is

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1514

46

FRAMHALDSNÁM Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐUmsóknarfrestur er til 15. apríl

Styrktu stöðu þína með öflugu framhaldsnámi í Háskóla Íslands.

Um 250 spennandi framhaldsnámsleiðir í boði sem opna þér leið út í atvinnulífið.

PIPAR

\T BW

A •

SÍA • 15144

6

Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐUmsóknarfrestur er til 15. aprílUmsóknarfrestur er til 15. apríl

Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ

FRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMFRAMHALDSNÁMÍ HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ

Page 28: 10 04 2015

Þ að var kafarinn Pálmi Dun-gal sem fann fyrsta grjót-krabbann við Ísland árið

2006. Hann var að kafa í Hval-firði þar sem hann var að skoða og mynda íslenska krabba þegar hann rakst á einn sem var mun stærri en hinir krabbarnir,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, sjávarlíffræð-ingur og forstöðumaður rannsókn-arseturs Háskóla Íslands á Suður-nesjum. Pálmi náði krabbanum og fór með hann upp í Háskóla Íslands þar sem Halldór Pálmar staðfesti að þessi stóri krabbi væri grjótkrabbi. „Við vorum frekar hissa og auðvi-tað mjög spennt. Þessi tegund kem-ur frá Norður-Ameríku og hefur hvergi verið annars staðar í heim-inum þannig að þetta er í fyrsta skipti sem hann finnst í Evrópu. Hann hefur að öllum líkindum kom-ið hingað með kjölfestuvatni skipa, sennilega á lirfustigi. Það er þekkt að krabbarnir þola langan flutning

sem pínulitlar lirfur sem ná sér svo á strik í nýju umhverfi. Hann hefur væntanlega komið í gusum í nokkuð mörg ár en ekki náð sér á strik fyrr en núna því sjórinn hefur hlýnað síðstu ár.“

Dreifir sér hratt um landiðHalldór og nemendur hans fóru strax af stað með ýmis verkefni tengd krabbanum. „Við fórum að prófa að veiða hann í gildrur í Hval-firði og að fylgjast með útbreiðsl-unni. Hann hefur dreift sér frekar hratt og er núna meðfram Reykja-nesinu, í Hvalfirði, Breiðafirði, á Vestfjörðum og Skagafirði og núna síðast fékk ég spurnir af honum í Eyjafirði,“ segir Halldór sem er orðinn hálfgerður umsjónarmaður þessa nýja landnema og vanur því að fólk hringi í hann þegar það þyk-ist sjá grjótkrabba. „Við höfum fyrst og fremst verið að huga að áhrifum krabbans á aðrar lífverur. Það er

Grjótkrabbinn er nýjasti land-nemi ÍslandsGrjótkrabbinn sást fyrst við Íslandsstrendur árið 2006 í Hvalfirði. Hann hefur sennilega borist hingað áður með skipum en ekki náð sér á strik fyrr en síðustu ár vegna hlýnunar sjávar. Útbreiðsla hans er frekar hröð en ekki er hægt að segja til um hvaða áhrif þessi nýi landnemi muni hafa á vistkerfið við strendur Íslands. En víst er að hann er kjötmikill og bragðgóður og því líklegt að útbreiðsla hans verði hröð í íslenskum eldhúsum.

Grjótkrabbinn er veiddur í umtalsverðu magni í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum. Upphaflega var grjótkrabb-inn þó aðeins meðafli á humarveiðum og nýttur sem beita eða sleppt aftur í sjóinn. Frá árinu 1974 hafa verið stundaðar atvinnuveiðar á honum.

ómögulegt að segja hvað framandi lífverur, sem koma af mannavöldum inn í vistkerfi, eiga eftir að hafa á vistkerfið hér. En hann gæti haft mögulega áhrif á bogkrabbann og trjónukrabbann, þær íslensku teg-undir sem eru á sama svæði. Þetta erum við að rannsaka núna.“ Hall-dór segir það einstakt tækifæri að geta fylgst með slíku landnámi frá upphafi og að áhugi nemenda hafi verið mikill. Í júní mun Óskar Sindri

Gíslason verja doktorsverkefni sitt um landnám grjótkrabbans.

Ljúffengur herramannsmaturGjótkrabbinn er talinn vera herra-mannsmatur í Bandaríkjunum þar sem neysla hans er mjög útbreidd. Nú þegar hafa nokkrir aðilar próf-að sig áfram með veiðar og neyslu krabbans og nokkur veitingahús borgarinnar eru farin að matreiða þennan nýjasta landnema Íslands.

„Þetta er þekkt nytjategund í Amer-íku og ein af þeim krabbategundum sem er borðuð hvað mest, en þetta er í fyrsta sinn sem er grundvöllur fyrir krabbaveiðum á Íslandi. Þegar hann er orðinn í stærra kantinum, svona 15 cm í skjaldarbreidd, þá er töluvert mikið kjöt á honum og hann er mjög ljúffengur.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er nokkuð stórvaxinn krabbi sem fannst fyrst hér við land árið 2006. Náttúruleg heimkynni krabbans eru við austurströnd Norður-Ameríku. Ísland er eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa, en talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa.

Halldór Pálmar Halldórsson sjávarlíffræðingur hefur fylgst með grjótkrabbanum frá því hann sást hér fyrst árið 2006. Hér er hann ásamt nemanda sínum, Óskari Sindra Gíslasyni, sem mun verja doktorsverkefni sitt um landnám grjótkrabbans í sumar. Ljósmynd/Hari

stílhreinar ogvandaðar uppþvottavélarfrá

108.800 krOM60-37TRF

88.800 krOM60-07X

mjöghljóðlát

28 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 29: 10 04 2015

„Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð og sneiðir einhvern veginn hjá öllum þessum pyttum sem maður óttaðist einmitt.“Þ o r g e i r T r y g g va s o n / K i l j a n

„Ég held að það þurfi vélmenni til að finna ekki til við lestur þessarar bókar þótt vilborg passi vandlega að hvergi bóli á væmni né tilfinningaklámi.“ F r i ð r i K a B e n ó n ý s d ó T T i r / s T u n d i n

„Þetta er sannarlega bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“r a g n h e i ð u r d av í ð s d ó T T i r , F r a m K væ m d a s T j ó r i K r a F T s

„Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni eða velgjutilfinningu.“í r i s g u n n a r s d ó T T i r / h r i n g B r a u T

„Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð og sneiðir einhvern veginn hjá öllum þessum pyttum sem maður óttaðist einmitt.“Þ o r g e i r T r y g g va s o n / K i l j a n

„Ég held að það þurfi vélmenni til að finna ekki til við lestur þessarar bókar þótt vilborg passi vandlega að hvergi þótt ilborg passi vandlega að hvergi ilborg passi vandlega að hvergi bóli á væmni né tilfinningaklámi.“

u n d i n

„Þetta er sannarlega bók sem enginn

„Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni

r a u T

„Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð og sneiðir einhvern veginn hjá öllum þessum pyttum sem maður

„Ég held að það þurfi vélmenni til að finna ekki til við lestur þessarar bókar

ilborg passi vandlega að hvergi ilborg passi vandlega að hvergi

„Bók um

mikilvægt

efni.“

Egill Helgason

Kiljan

„Það geta allir samsamað sig og fundið styrk í þessari bók.“FriðriKa Benónýsd óT Tir / Kiljan

og fundið styrk

Page 30: 10 04 2015

Þ egar Jörundur hundadagakonungur hélt til Viðeyjar, ásamt grasafræðingn-um William Hooker, sunnudaginn 27.

júlí 1809, að bera Ólafi Stephensen kveðju veðgjörðarmanns þeirra tveggja og penna-vinar Ólafs, náttúrufræðingsins, Íslandsvinar-ins og barónsins Joseph Banks, laust saman ólíkum heimum yfir einni kostulegustu mál-tíð sem Íslandssagan geymir.

Fyrir röð tilviljana og gráglettni örlaganna hafði Jörundur þá ritað undir sjálfstæðisyfir-lýsingu Íslendinga daginn áður. Þar var ekki aðeins tilgreint að allur danskur myndugleiki væri upphafinn á Íslandi heldur lofaði Jörund-ur landsmönnum umtalsverðri skuldaniður-fellingu og færði þeim ýmiss áður óþekkt mannréttindi; til dæmis ferðafrelsi. Allt var þetta í anda þess tíma og bar svip af banda-rísku og frönsku byltingunni þótt andi þeirra byltinga hafi ekki fyrr borist til Íslands. Það áttu eftir að líða nokkrir áratugir áður en Ís-lendingar fóru að orða viðlíka hugmyndir sjálfir og Jörundur rissaði upp á fyrsta degi byltingar sinnar.

Á móti ferðafrelsi og öðrum réttindumÓlafur Stephensen gaf örugglega ekki mik-ið fyrir þessar hugmyndir Jörundar en því miður eru engar heimildir um að þær hafi verið ræddar undir borðum. Ólafur hafði látið af störfum sem stiftamtmaður þremur árum fyrr og sat á friðarstóli í Viðey eftir langa og atorkusama ævi. Hann hafði auðg-ast gríðarlega í mörgum feitustu embættum landsins, komið sonum sínum fyrir í helstu embættum og gift dætur sínar öðrum emb-ættismönnum. Segja má að fjölskylda Ólafs hafi átt Ísland, þótt formlega tilheyrði það Danakonungi.

Magnús Stephensen, sonur Ólafs, var dóm-stjóri landsyfirdóms og sýndi Jörundi fullan samstarfsvilja en færði mótmæli sín til bók-ar ef vera kynni að byltingin yrði skammlíf. Hann vildi halda embætti sínu sama hvaða ríki Ísland tilheyrði eða hvort það var sjálf-stætt; það skipti innlendu embættismanna-stéttina svo sem ekki meginmáli. Þegar enska freigátan Talbot sigldi inn í Reykja-víkurhöfn og skipherrann, Alexander Jones, batt enda á byltinguna vildi Magnús fyrir alla muni halda Jörundi eftir á Íslandi svo dæma mætti hann fyrir landráð og hengja síðan. Jones féllst ekki á það og flutti Jörund utan til Englands.

Magnús lýsti yfir fyrirlitningu sinni á þeim aukna rétti sem Jörundur vildi færa Íslending-um. Hann lýsti fjálglega fyrir Jones skipherra hvernig allri reglu hafði verið snúið á haus; ómenntaðir fylliraftar reistir upp á meðan vandað fólk og góðborgarar voru ofsóttir og réttmætur eigur danskra kaupmanna gerðar upptækar og skuldir viðskiptamanna þeirra gefnar eftir. Magnúsi fannst ferðafrelsi al-mennings þó fráleitast af öllu og taldi það klárt óráð að leyfa alþýðufólki að ferðast milli landshluta án ferðapassa, útgefnum af þartil-bærum valdsmönnum.

Sá vorþeyr borgaralegra réttinda og mannvirðingar sem Jörundur vildi hleypa inn í íslenskt samfélag naut því ekki mik-ils skilnings meðal embættismannastéttar-

innar. Hún hafði vanist því öldum saman að ráðgast með alþýðufólk að eigin geðþótta og fannst fráleitt að leggja til annað fyrirkomu-lag. Reyndar fann Jörundur engan Íslend-ing sem skildi hvert hann var að fara. Hann hafði ætlað að færa Íslendingum sjálfstjórn en fann ekki nokkurn mann sem skildi hvað það ætti að fyrirstilla og gerði sig því sjálfan alls Íslands verndara og hæstráðandi til sjós og lands.

Vatnsgrautur og siginn fiskurEn áður en við förum til Viðeyjar og setj-umst til borðs með Jörundi, Hooker og Ólafi Stephensen skulum við athuga hvernig mat alþýðufólks var háttað á þessum tíma. Svona lýsti Klemens Jónsson löngu síðar mataræði alþýðunnar á nítjándu öld í yfirliti sínu í Skírni um bæjarbrag Reykjavíkur:

„Aðalfæða alþýðunnar var þá grautur og fiskur. Það var vatnsgrautur, oftast óbættur, eða þá með súrmjólk út á, undanrenningu eða sírópi. Fiskur var alltaf borðaður, þegar hans var kostur, soðinn, aldrei steiktur, með floti og kartöplum, væri þetta til. Allt var notað, haus og lifur, kútmagar og hrogn. Oft var troðið mjöli í kútmagana, og hjetu þá mjölmagar. Hrogni var hnoðað saman við mjöldeig, og búnar úr kökur, er svo voru soðnar, soðkökur. Ef eigi var nýr fiskur til, þá var hann jetinn, siginn eða úldinn. Harður fiskur var sjaldgæf-ur rjettur á borði fátæklinganna. Á vorin var rauðmagi eðlilega aðalfæða efnamanna, en alþýðan varð að láta sjer nægja grásleppuna, einkum eptir að hún var orðin sigin. Venjulega var borðað þrímælt, morgunverður um kl. 10, blautfiskur eða brauð, og kaffi á eftir; mið-dagur kl. 3, það sem fyrir hendi var, þorsk-hausar, brauðbiti, og kl. 7 grauturinn eða kjöt-súpa, þar sem efni voru til, oftast einu sinni eða tvisvar á viku, meðan kjötið entist. Þetta var aðalmáltíðin, og brátt að henni lokinni var farið í rúmið að minnsta kosti á veturna. Brauðið var rúgbrauð úr Bernhöfts bakaríi. Franskbrauð var lítið haft um hönd og sízt hjá alþýðu, en súrbrauð á tyllidögum. Þá flutt-ist hingað mikið af skonroki (brauðkökum) og kringlum (hagldabrauði). Var mikið af því brauði keypt af alþýðu. Viðbitið var smjör, ef það var til, en annars tólg, flot, síróp og púður-sykur. Smjör var fremur torgætt, og um leið nálega óætt, súrt og myglað, fullt af hárum, því að almennt hreinlæti stóð þá enn á mjög lágu stigi, ekki sízt við sjávarsíðuna. Smjörlíki þekktist þá ekki. Algengasta brauðtegundin var þá kaka eða flatkaka úr rúgmjöli og vatni, er var hrært saman í trogi, og síðan hnoðað saman. Kökurnar voru flattar út með kefli, þangað til þær voru orðnar hæfilega þunnar og bakaðar við móglóð.“

Kjötið úldnaði fljótlega og var ekki lostæt fæðaOg Klemens heldur áfram: „Þessi þjóðlega brauðtegund virðist nú vera að detta alveg úr sögunni. Nokkuð fluttist þá inn af rúgmjöli, en mest var flutt inn af ómöluðum rúgi; var hann fluttur laus í lestinni, og landsmönnum ætlað að mala hann sjálfum. Fyrir því var á öllum efnaðri heimilum hjer í bæ malarkvörn. Af öðrum korntegundum var þá ekki flutt ann-að inn en bankabygg og heilbaunir. Bankabyggið var líka malað og haft til grautargerðar, og þótti hann miklu betri en rúgmjölsgrautur. Haframjöl þekktist þá ekki. Baunir voru dýrar, og því Herramanns-matur og há-tíðamatur hjá alþýðunni.

Það hefur l ít ið verið minnz t á k jöt hjer að framan og ekkert á s lá t ur. Haustið og fram undir jól var auð-vitað bezta tíð fátækling-anna, því að enginn var svo aumur, að hann gæti ekki fengið innan úr nokkrum kindum og 2—3 ærskrokka. Slátrið var jetið jafnharðan, meðan það entist, en kjöt-ið var geymt í súpur, en sá var gallinn á, að salt var þá almennt of mikið sparað, svo að kjötið úldn-aði fljótlega og var því eiginlega ekki lostæt fæða. Hangikjöt var lítið haft um hönd nema á jólun-um. Fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, þennan gamla, þjóðlega hátíðisdag Íslendinga, var víðast bakað eitt-hvað til hátíðabrigðis. Hjá fátæklingum voru það aðallega lummur, sem voru borðaðar með kaffinu, sykraðar eða með sírópi. Þá þekktust ekki jólatrje, en þó kunna þau að hafa verið hjá einstökum dönskum fjölskyldum, en þau fóru að tíðkast úr því þessu tímabili lýkur, og nú er svo komið, að varla er svo fátækt heimili til í bænum, að ekki sje haft lítið jólatrje eða

grenisveigur.Það hefir nú verið minnzt á matinn, og er þá

eftir að tala um drykkinn. Kaffi var þá orðinn aðaldrykkurinn, eins og er enn. Með kaffinu var gefinn kandísmoli. Te var líka nokkuð almennt, oft úr blóðbergi, sem þá óx mikið á Melunum.“

Matarhlé í byltingunniSarah Blackwell lýsir máltíðinni í Viðey í

ágætri ævisögu sinni um Jörund og styðst þar við frásögn Willi-

am Hooker úr ferðabók sinni úr Íslandsferðinni.

Þannig skrifar Sarah Blackwell í þýðingu

Bjarna Jónssonar og hefst frásögn-

in að morgni 27. júlí 1809:

„Meðan Reykvík-ingar voru að átta sig á þessari nýju stöðu mála og gaum-gæfa aug-lýsingar og meðan þessi kyn-legu tíðindi

voru færð á hestbak og

send út um land fóru Jor-

genson og fé-lagar hans hús

úr húsi þennan dag í úrhellisrigningu

og söfnuðu vopnum heimamanna. Það var nú

ekki mikið til að safna. Þegar þeir höfðu lokið blautri ferð sinni

um Reykjavík var fengurinn aðeins milli tuttugu og þrjátíu litlar fuglabyssur og „nokkur ryðguð sverð“. Þetta vesæla herfang slævði vonir þeirra um að vopna varnarlið fyrir landið

en dró þó að minnsta kosti úr líkum á gagn-byltingaruppreisn í bænum.

Þeir hafa varla haft miklar áhyggjur af upp-reisn, því að 27. júní, annan heila dag bylting-arinnar, fóru Jorgenson, Phelps og Hooker frá Reykjavík í dagsferð til að sinna erindi sem áður hafði verið ákveðið og skildu Liston og skipshöfn hans eftir til að líta eftir bænum. Dagurinn leið í svipaðri friðsæld og kyrrð

Veislan í ViðeyÞegar Jörundur hundadagakonungur sigldi út í Viðey til fundar við Ólaf Stephensen má segja að evrópskar hugmyndir um aukin lýðréttindi alþýðunnar hafi hitt sótsvart íhald íslenskrar auð- og valdastéttar. Niðurstaða þessa fundar varð að hinn evrópski frelsisandi mátti sig varla hræra eftir ríkulegar veitingar í Viðey.

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Jörundur hundadagakonung-ur vildi innleiða lýðfrelsi að

evrópskri fyrirmynd á Íslandi en Íslendingar sýndu því lítinn

áhuga.

30 matartíminn Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 31: 10 04 2015

og hver annar. Danir biðu átekta og Íslendingar hristu höfuðið góðlát-lega yfir því sem fram fór í stjórnar-setrinu, en sögðu jafnframt vinum sínum hinar góðu en þó naumast trúlegu fréttir um skuldaafnám og lækkun skatta.

Erindi félaganna var heimsókn til Ólafs Stephensen, fyrrum stiftamt-manns og stórvinar Banks – þeir höfðu kynnst 1772 þegar Banks heimsótti Ísland og höfðu skrifast á (á latínu) alla tíð síðan. Ólafur var nú kominn á eftirlaun og bjó á eign sinni Viðey skammt frá bænum. Hooker hafði verið á fótum hálfa nóttina við athuganir á gróðri í mið-nætursólinni, til þess að bæta upp rigninguna daginn áður, og fannst því allmikið til um þegar róið var með þá út til eyjarinnar um morg-uninn og á móti þeim tók hinn 78 ára gamli fyrrum stiftamtmaður, klæddur eins og atvikinu hæfði í danskan foringjaeinkennisbún-ing: bláar, þröngar langbrækur með spora, skarlatsrauðan frakka skreyttan hvítum kniplingum og skúfum og þrístrendan hatt með langri, hvítri fjöður. Ólafur var afar glaður að hitta skjólstæðinga Banks og vöknaði um augu þegar nafn gamla vinar hans bar á góma. Hoo-ker færði honum gjafir frá Banks, Ólafur talaði af miklum ákafa um liðna tíma en Jorgenson þýddi fyrir félaga sína. Menn voru léttir í tali og ekki virðist hafa verið minnst á byltinguna. Á miðjum morgni gengu þeir um eyna og dáðust að sauðfé Ólafs og hinum verðmæta æðarfugli.“

Sætsúpa, lax, kríuegg, sauður og vöfflur„Síðan gengu þeir inn til snæð-ings og þótti Hooker það nokkuð snemmt miðað við matarlystina. Borðbúnaður var látlaus: Framan

við hvern stól var diskur, hnífur og gaffall, glerglas og flaska af rauð-víni fyrir hvern gest. Smátruflun varð þegar stóllinn brotnaði undan hans ágæti en annar stóll var sóttur í hans stað og allir settust að snæð-ingi. Fyrsti rétturinn var borinn inn, stór skál með súpu úr „sagó, rauð-víni og rúsínum sem soðið var nán-ast í mauk“. Þeir borðuðu hver um sig tvær fullar skálar af þessu því að þeir vissu ekki hvort nokkuð fleira kæmi á eftir og fannst skynsamlegt að borða sig sadda. En þegar skálin var borin fram voru tveir heilir, flak-aðir laxar bornir inn í hennar stað, með sósu úr bræddu smjöri, ediki og pipar. Þetta var mjög gott. Gest-irnir luku af diskum sínum „með nokkrum erfiðismunum“ og hölluðu

sér aftur saddir og ánægðir.Þá var önnur feiknastór skál borin

inn, að þessu sinni kúffull af harð-soðnum kríueggjum. Tólf egg voru sett á diskinn hjá hverjum þeirra og þykkri rjómasósu hellt yfir. Hooker beiddist undanþágu frá að borða öll tólf eggin en var hvattur til að reyna og einhvern veginn tókst honum að ljúka þeim. Gestirnir lögðu frá sér gaffla sína fegnir, en þá var borinn inn „hálfur sauður, vel steiktur“. Gestgjafi þeirra gekk ríkt eftir því að þeir fylltu diska sína af kjötsneið-um og fengju sér ótæpilega með af sætri, maukaðri súru. Þeir borðuðu eftir bestu getu; þessu næst voru bornar inn vöfflur, hver um sig „á stærð við bók í átta blaða broti“. Ólafur sagðist gera sér að góðu að

gestir hans borðuðu bara tvær vöffl-ur hver. Máltíðinni lauk loks með mörgum vænum brauðsneiðum: „norsku kexi og rúgbrauði“.

Hvattir til að drekka ötullega af víninu„Allan þennan tíma voru þeir hvattir til að drekka ötullega af víninu og tæma hverja flösku. Á eftir var borið fram gott kaffi og töldu þeir fullvíst að þar með væri máltíðinni lokið en „feiknastór skál með rommpúnsi var borin inn, var það borið frjáls-lega um í stórum glösum og drukk-ið minni með hverju glasi“. Hve-nær sem dofnaði yfir drykkjunni var skálað fyrir Banks og varð þá að tæma glösin og fylla að nýju til þess að þeir gætu drukkið minni

hans. Önnur skál með rommpúnsi var borin inn í stað hinnar fyrri og gátu þeir með naumindum talið Ólaf á að láta þá ekki tæma hana til botns líka. Veislunni lauk á því að þeir drukku þrjá tebolla hver.

Báturinn hélst reyndar á floti þeg-ar þeir héldu aftur til Reykjavíkur um kvöldið. Jorgenson bauð Hooker að sofa í stjórnarsetrinu til þess að hann þyrfti ekki að staulast nokkur auka-skref að húsi sínu – „og þáði ég það með þökkum“, viðurkenndi Hooker.“

Þannig lýkur frásögninni í ágætri þýðingu Bjarna Jónssonar á ævisögu Jörundar eftir Sarah Blackwell af því hvernig íslenskir embættismenn sýndu Jörundi hundadagakonungi hvernig þeir sem þá áttu Ísland héldu sig í mat og drykk.

Ólafur Stephensen hafði auðgast svo í embætti að hann bjó í lystisemdum í Viðey á meðan alþýða manna lifði á vatnsgraut og signum fiski. Ólafur bauð gestum sínum upp á sætsúpu, lax, kríuegg, sauðakjöt, vöfflur og púns – ekkert svo ólíkan matseðil og sjá má í opinberum veislum í dag; allt það besta frá Íslandi.

HEIMAÖRYGGI Það er dýrmætt að búa við öryggi heima við. Þess vegna er gott að vita af einhverjum sem er alltaf til staðar. Svona til öryggis.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Nánar á oryggi.is Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400

matartíminn 31 Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 32: 10 04 2015

Þannig týnist tíminn

VVeðrið var heldur leiðinlegt um páskana en það kom ekki á óvart. Orðið páskahret er inngróið í veðurbarðar sálir okkar og segir okkur að illviðrasamt geti verið á þessum árstíma, þótt páskar rokki talsvert á dagatalinu milli ára. Það sem fremur kemur á óvart er að hret geti staðið frá því í nóvember og fram á vor, eins og raunin hefur verið liðna mánuði – og eins langt og séð verður í veðurkortum fram undan. Deila má um það hvort vor sé komið á landinu bláa í byrjun apríl en sá mánuður telst þó formlega til vors. Enn ein storm-viðvörunin var í veðurfrétt í Mogga í vikubyrjun þar sem jafnframt var frá því greint að veðrið yrði einkar óyndislegt í vikunni og rifi sig upp með norðanroki og snjókomu um helgina.

Það voru þessi ósköp sem minn betri helmingur þoldi ekki lengur þegar hún dreif bónda sinn með sér til Tenerife á dögunum. Þar ku vera gott veður árið um kring enda eyjarnar skammt undan Afr-íkuströndum. Við hugsuðum samt okkar gang fyrstu dagana því veðrið var ekki eins og lofað hafði verið. Það var að vísu gott á íslenskan mælikvarða, 17-19 stiga hiti, en hálf- eða alskýjað – og rigndi meira að segja svolítið í tvo daga. Fararstjóri hafði þó látið drýgindalega og sagt að ekki hefði komið deigur dropi úr lofti á þessum slóðum það sem af er ári. Úr þessu rættist þó, sem betur fer, sólin lét sjá sig og lék við okkur það sem eftir lifði frídaganna. Hitinn fór í 25-27 gráður og frúin náði að sólbaka sig í sundlaugargarðinum þótt ég héldi mig í skugga enda síður gerður til sólböðunar frá náttúrunnar hendi. Þess á milli fórum við í langa göngutúra um stræti og gylltar strendur. Vistin var dásamleg og veðrið, þegar það var orðið eins og það átti að sér, ólíkt því sem boðið hefur verið upp á hérlendis frá haustmán-uðum. Þó náðum við einum degi sem minnti okkur veðurfarslega á landið okkar í norðri. Þá sigldum við til La Gomera, næst minnstu sjö Kanaríeyja. La Gomera er fjallaeyja, um 22 ferkílómetrar að stærð en nær upp í 1487 metra hæð. Fjöllin laða að sér þokuloft af Atlantshafinu þótt sól-bakað sé niður við strönd. Loftslag og gróðurfar er því næsta einstakt þar sem skiptist á kaktustar og eyðimerkurgróður þar sem lítt rignir en gróskumikill og þéttur regnskógur ofar þar sem skýin þéttast af hafi, mynda þoku og færa með sér hina lífsnauðsynlegu vökvun og jafnvel úrhellisrigningu. Það var einmitt úrhelli sem heilsaði okkur – og of kunnuglegur vindbelgingur. Um veðrið þýðir ekki að fást, sagði þarlendur fararstjóri sem leiddi för okkar eftir snarbröttum fjallveginum. Þið eruð aðeins hér í dag. Annað er ekki í boði. Við tókum veðrinu möglunarlaust enda hafði okkur verið ráðlagt að klæða

okkur vel áður en í siglinguna var lagt. Enginn er þó svikinn af heimsókn til La Gomera, hvernig sem viðrar. Náttúran er stórkostleg og gróðurfar einstakt. Því verður hins vegar ekki neitað að okkur hlýnaði talsvert þegar við komum til aftur til Tenerife þar sem sólin bakaði okkur er við röltum meðfram ströndinni heim á hótel.

Þannig týnist tíminn, segir í nýlegu verðlaunalagi og ljóði Bjartmars Guð-laugssonar og þarna vorum engum háð, bárum enga ábyrgð nema á sjálfum okkur. Það eina sem við þurftum að passa okkur á var að mæta í morgunverð, en eins seint og við mögulega gátum. Við leyfðum okkur þann munað að fara að sofa þegar okkur sýndist og sofa síðan út. Vel útilátnum morgunmatnum vildi ég hins vegar ná, þótt seint væri, en hann var í boði til klukkan 10. Fyrstu dagana vorum við alltaf á síðustu metrunum en náðum samt. Þar gat ég úðað í mig beikoni og látið steikja fyrir mig egg eftir óskum, eða fá þau hrærð, auk annarra lystisemda sem í boði voru og skola niður með ávaxtasafa sem þjónn kreisti jafnharðan. Frúin var í aðeins meiri hollustu en laumaðist þó stöku sinnum í stökkar beikonsneiðar.

Þegar á vistina leið kom að því að við urðum svo slök og tímalaus að við náðum hvorki í morgunverð, hádegisverð né annað slíkt sem fylgdi föstum tímasetn-ingum. Það kom ekki stórkostlega að sök enda var hótelið fínt og hægt að ganga að mat og drykk á sundlaugarbarnum og víðar hvenær sem var. Það væsti því ekki um okkur þrátt fyrir letina – og fríið var farið að hafa sín áhrif á langþreytta kroppa fyrst við vorum orðin algerlega tímalaus. Verra var samt þegar við fórum að missa af ýmsum viðburðum sem upp á var boðið á hótelinu að kvöldi til, ef við nenntum ekki út í bæjarlífið, hvort heldur voru söngvarar, grínarar eða flamengódansar-ar. Þegar við höfðum enn og aftur misst af slíku húllumhæi síðasta kvöldið settumst við á barinn og pöntuðum okkur drykki. Í rælni spurði ég þjóninn hvað klukkan væri. Hann svaraði því snöfurmannlega en hans klukka var þá komin klukkutíma lengra en mín. Kátir karlar og kerlingar á Tenerife höfðu greinilega tekið sig til og flýtt klukkunni – og það aldeilis án þess að láta okkur vita.

Það var því að vonum að við værum yfir-leitt heldur á seinni skipunum. Við áttum bókað flug daginn eftir að þjónninn kom okkur aftur inn í tímatalið og náðum flug-vélinni. Ella hefðum við orðið stranda-glópar ytra, sem hefði svo sem verið allt í lagi, að minnsta kosti ef mið er tekið af veðrinu sem verið hefur hér heima síðan við komum – og framtíðarveðurspánni!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

WASHINGTON D.C. flug f rá

19.999 kr.

BERLÍN flug f rá

13.999 kr.

ALICANTE, BENIDORM flug f rá

18.999 kr.

BOSTON flug f rá

19.999 kr.

PARÍS flug f rá

12.999 kr.

ÞÚGETURFLOGIÐ!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

Gerðu verðsamanburð,það borgar s ig!

apr í l - jún í 2015

maí 2015

apr í l - maí 2015

apr í l - maí 2015

apr í l - jún í 2015

*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram.

*

*

*

*

*

32 viðhorf Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 33: 10 04 2015

Vorið er tími hreinsunarEftir hátíðarnar telja margir sig hafa fengið nóg af veislumat og súkkulaði og þrá ekkert heitar en að breyta um takt. Sumir velja hreint fæði á meðan aðrir létta á meltingunni með drykkjum, tei, alls kyns detoxi og fleiru. Í þessum veglega heilsukafla fjöllum við um ýmsar leiðir til að hreinsa sig fyrir vorið.

bls. 40 bls. 36 bls. 34 bls. 34

Djúsar sem hreinsa

Meinholl fræ Sykurlaust fæði

Náttúru- leg orka

Ljósmynd/N

ordicPhotos/Getty

HeilsaKynningarblað Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 34: 10 04 2015

heilsa Helgin 10.-12. apríl 201534

Tvö 6 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 14. apríl: kl. 16.30 og 17.30 Byrjendahópur kl. 16.30 Framhaldshópur kl. 17.30

Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð.

Takmarkaður fjöldi

Skráning og nánari upplýsingar: [email protected] eða í síma 564-5442

Grindarbotnkvennaheilsa

S J ò N

Hættu að borða sykur – en ekki súkkulaðiGunnar Már Kamban gaf út sína fyrstu bók: Lágkolvetna-lífsstílinn, fyrir tveimur árum og seldist hún í yfir 12.000 eintökum. Nú hefur hann gefið út nýja bók á rafrænu formi: Hættu að borða sykur, en með henni fylgir sex vikna leiðarvísir um hvernig hægt er að minnka sykurinn í markvissum skrefum.

G unnar hefur starfað sem einkaþjálfari í 20 ár en seg-ir að það hafi líklega komið

fáum á óvart að hann hafi leiðst út í að skrifa matreiðslubækur. „Ég lærði til kokks einhvern tíma á síð-ustu öld og hef í raun alltaf, frá því ég man eftir mér, haft áhuga á mat. Í dag er ég heillaður af þeim mætti sem matur getur haft á líkama okk-ar, hug og heilsu og það er alltaf að koma betur í ljós að við höfum okk-ar eigin heilsu í hendi okkar.“

Minnkaðu sykurinn, skref fyrir skrefEftir að hafa gefið út þrjár bækur um lágkolvetnalífsstílinn á skömmum tíma ákvað Gunnar að fara óhefð-bundnari leiðir með næsta verkefni sitt sem hann kallar einfaldlega: Hættu að borða sykur. „Bókin er fræðslu- og hvatningarrit í formi raf-bókar sem er í raun sex vikna áætlun sem gengur út á að fólk stórminnki sykurneysluna án þess að finna mik-ið fyrir því. Sex vikna prógrammið er sett upp þannig að þú færð sendan póst alla virka daga næstu sex vik-urnar, samtals 30 pósta. Hver vika styðst við vikukaflana í bókinni og

daglegu póstarnir virka eins og mjög ítar-legt viðhengi v ið hver ja v i k u og innihalda hvatn-ingu, fullt a f upp -skriftum og auð -lesnum fróðleik og leiða lesand-ann í gegnum prógrammið,“ segir Gunnar, en með þessu fyrir-komulagi lang-aði hann að halda betra sambandi við aðilann sem kaupir bókina. Prógrammið snýst fyrst og fremst um að taka burt löng-unina í sykur með v issu m breytingum á

mataræðinu. „Þú ert í raun að borða í þig viljastyrk gegnum vissan mat og næringarefni því það er mjög erfitt að taka þetta á hnefanum eins og þeir vita sem hafa prófað það,“ seg-ir Gunnar.

Enginn sykur en nóg af súkkulaði

Gunnar hefur alla tíð verið

mjög áhuga-samur um allt sem við kemur mat í tengslum við heils -una. „Ég er kannski óþarflega nýjunga-

gjarn en mér f innst nauð -

synlegt að prófa alla hluti á eigin skinni til að vita hvort það henti mér og þá mögulega f leirum. Mataræði sem takmarkar sykurneyslu og leggur ríka áherslu á tref jarík kol-vetni, góðar fitur og prótein er það sem hentar mér best. Fitan skipt-ir mjög miklu máli og til þess

að takast það að halda sykurþörf í lágmarki þarf að leggja áherslu á að næg fita sé í matnum.“

Gunnar fer mjög skemmtilega leið til að borða þennan auka fitu-skammt. „Ég geri daglega mitt eigið súkkulaði úr kókosolíu og hágæða kakói ásamt nokkrum bragðbæt-andi hráefnum. Hver fílar það ekki að borða súkkulaði daglega?“ Það

þarf því alls ekki að vera svo hræði-legt að hætta að borða sykur. Gunn-ar ráðleggur fólki að minnka sykur-inn í litlum, markvissum skrefum í stað þess að breyta um lífsstíl á einni nóttu. „Þetta snýst bara um að taka fyrsta skrefið.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

M atcha te hefur notið auk-inna vinsælda upp á síð-kastið, svo mikilla að það

var aðaldrykkurinn á tískuvikunni í New York sem fram fór í febrúar. Matcha er japanskt grænt te í púð-urformi sem er margfalt öflugra en hefðbundið grænt te. Það er stút-fullt af andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameins-fruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa og flúor sem

ver gegn tannskemmdum. Sterk tengsl eru á milli matcha tes og hugleiðslu en það voru búdda-munkar í Japan sem byrjuðu að drekka matcha te við hugleiðslu fyrir 800 árum. Þessarar tegundar af tei var lengi vel aðeins neytt af hástéttinni en það er eitt sjaldgæf-asta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei. Matcha te inniheldur þrefalt meira af koffeini en hefð-bundið grænt te, þar sem heil telauf eru í matcha. Þú færð því næga orku úr einum bolla og ekki skemmir fyrir að þetta er mun holl-ari valkostur en kaffibolli.

Matcha te – náttúruleg orka

Page 35: 10 04 2015

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þúá www.hreyfing.is

SUMARORKA6-vikna námskeið Þjálfun 3x í viku.

NÝTT!

• Mælingar fyrir og eftir.• Fræðslupóstar 3x í viku• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum• Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum

Hefst 13. apríl.

SUMARORKASumarið er tíminn! Hristu af þér veturinn. Vertu í þínu besta formi í sumar. Styrktu og mótaðu vöðvana, auktu grunnbrennsluna, bættu þrek og þol.Frábær æfingakerfi í SUMARORKU:

vertu sterk, stælt og full orku í sumar!

• Súpermótun• Barre Burn (krefjandi æfingar við ballet stöng og stuttar þol lotur inn á milli)• Hot Fitness (28°C)

Page 36: 10 04 2015

3. GraskersfræGraskersfræ eru ekki bara bragðgóð, heldur líka stútfull af gagnlegum efnum svo sem B- og E- vítamínum, sinki, járni og próteini. Víða eru þau rómuð fyrir að auka karlmennskuna, en sink stuðlar að aukinni hormónaframleiðslu hjá karlmönnum.

4. GranateplafræGranatepli hljóma ef til vill framandi í eyrum sumra en fræin úr þeim eru stútfull af andoxunarefnum. Granatepli innihalda einnig C-vítamín, trefjar og kalíum, en það er hjálpar til við að halda taugakerfinu heilbrigðu og viðheldur reglulegum hjart-slætti.

5. Chia fræChia fræ tróna á toppi fræ-vinsældalistans um þessar mundir og það er rík ástæða fyrir því. Þau inni-halda meðal annars trefjar, prótein

og omega-3 fitusýrur. Þegar chia fræ eru lögð í bleyti í ákveðinn tíma fá þau gel-kennda áferð og eru því iðulega notuð í alls konar grauta og til þykkingar í súpur og þeytinga. Chia fræ eru einnig tilvalin í bakstur.

6. SesamfræSesamfræ eiga ekki einungis heima ofan á hamborgarabrauðum, síður en svo. Þau innihalda mikilvæg steinefni, kalsíum og B-vítamín. Sesamfræ innihalda tvenns konar kjarna, sesamin og sesamolin, og hafa rann-sóknir sýnt að þessi efni hafa lækk-andi áhrif á kólestról-magn í blóði.

7. HampfræHampfræ innihalda mikið magn af amínó-sýrum sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og hjálpa til við að byggja upp prótein. Hampfræin er auk þess ákaflega prótein-rík, en í 100 grömmum eru 30 grömm af próteini. Hampfræ eru einnig rík af trefjum og omega-3 og omega-6 fitusýrum. Hampolía til inntöku hefur einnig reynst vel gegn alls konar húðvandamálum.

8. HörfræHörfræ eru sneisafull af trefjum,

omega-3 fitusýrum, vítamínum og steinefnum og hafa auk þess

bólgueyðandi áhrif. Mikilvægt er að mylja hörfræ áður en þeirra er neytt því líkaminn getur ekki melt heil hörfræ. Hægt er að kaupa mulin hörfræ en mun ódýrara er að kaupa heil fræ og mylja þau í blandara. Hörfræ innihalda mikið af hollri fitu og því skal geyma þau í ísskáp til að koma í veg fyrir að fitan þráni.

9. KúmenfræKúmen er ef til vill þekktara sem krydd en fræ, en kúmenfræ eru einnig notuð í matargerð til bragðbætingar. Ásamt

því að bragðast vel eru kúmenfræ full af járni og hafa góð áhrif á melt-inguna.

10. SinnepsfræFræ og korn innihalda mikið af lífsnauð-synlegum ensímum, en sum þeirra eru í nokkurskonar dvala í þurrum fræjum. Til að ná sem flestum næringarefnunum úr sinnepsfræjum er gott að láta þau liggja í bleyti í 4-6 klukkutíma. Spírunartíminn tekur svo 4-5 daga. Sinnepsfræ eru afar bragðgóð og innihalda mikið af A- og C-vítamíni, ásamt steinefnum og sinnepsolíu. Spíruð sinnepsfræ gefa gott piparbragð.

J ónína Ben hefur starfað í heilsu- og líkamsræktargeir-anum í yfir 30 ár og hefur um

árabil boðið upp á detox-meðferðir í Póllandi sem hlotið hafa góðar und-irtektir. Nú býður hún upp á nýjar tímasetningar fyrir sumarið.

Heilsan í fyrsta sæti Næsta námskeið hefst 24. maí og stendur til 7. júní. Heilsumeðferðin fer fram á Hótel Elf sem er staðsett nálægt hafnarborginni Gdansk. „Í sumar mun ég svo bjóða upp á heilsumeðferðir frá 15. júlí til 19. september,“ segir Jónína, en hún mælir með því að hefja meðferðina á laugardegi en aðrir dagar koma líka til greina sé flugið hagstæðara og herbergi laus. Viðskiptavinir sjá sjálfir um að bóka flug til Gdansk. Hægt er að bóka í síma 505-0300 eða á netinu. Jónína mælir með að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan með SAS til Gdansk.

Þétt og skemmtileg dagskrá Verð fyrir tvær vikur er 190.000 krónur, 120.000 krónur fyrir eina viku og 90.000 krónur fyrir eina helgi (3 nætur). Innifalið er fullt fæði og fræðsla, sem og þétt dagskrá, svo sem gönguferðir, leikfimi og spa. „Ég mun einnig bjóða upp á einka-viðtöl við lækni og mig sjálfa,“ segir

Jónína. Leigubílaakstur frá flugvelli er ekki innifalinn. Um 50 mínútna akstur er frá flugvellinum og kostar ferðin 5000 krónur ef miðað er við einn farþega.

Dekur og skoðunarferðir Á Hótel Elf er einstakt spa þar sem boðið er upp á fjölbreytt nudd og snyrtingar og greiða viðskiptavin-ir sjálfir fyrir það, en hver nudd-tími kostar um það bil 3500 krónur. Einnig verður boðið upp á magn-aðar kynnisferðir til Gdansk og So-pot með frábærum leiðsögumanni í heilan dag og kostar ferðin 13.000 krónur. Jónína tekur glöð á móti hverjum og einum og mælir hún með tveggja vikna Detoxföstu til þess að ná hámarks árangri. „Það eru allir velkomnir. Offitusjúk-lingar fá til að mynda mikla aðstoð við að vinda ofan af þeim sjúkdómi og ég er einnig vön að vinna með unglingum, 14 ára og eldri,“ segir Jónína.

Bókanir fara fram með tölvu-pósti: [email protected] eða á facebook: Detox Jonina Ben. Einnig er hægt að hafa samband í síma 822-4844.

Unnið í samstarfi við

Nordic Health

heilsa Helgin 10.-12. apríl 201536

Jónína Ben býður upp á heilsumeð-ferðir í einstöku umhverfi í Póllandi í sumar.

Jónína Ben býður upp á einstakar heilsumeðferðir í Póllandi í sumar

Heilsumeðferðir Jónínu Ben

í PóllandiHeilsumeðferðir Jónínu Ben í Póllandi:

24. maí - 7.júní Nokkur herbergi laus

15. júlí - 19. sept.Mögulegt er að bóka eina helgi, eina viku eða tvær vikur í senn.

Sjáumst í formi!

1. Sólblómafræ Sólblómafræ hafa þann kost að næra allan líkamann. Þau eru rík af auðmeltu próteini sem er nauðsynlegt fyrir vefi, taugar og frumur. Sólblómafræ innihalda einnig andoxunarefni, D-, K- og E-vítamín. Sólblómafræ eru laus við allt kólestról og eru afar lág í mettaðri fitu sem gerir þau fullkomin fyrir hjarta- og æðakerfið.

2. HveitikímHveitikím er afar próteintíkt. Í hverjum 100 grömmum eru 27 grömm af próteini. Hveitikím inniheldur alls 23 næringarefni, þar á meðal járn, B-vítamín og trefjar. Hveitikím er hægt að kaupa bæði þurrkað og ferskt. Þurrkað hveitikím er dökkbrúnt en það ferska er ljóst og er alltaf geymt í kæli í þeim verslunum þar sem það fæst. Alltaf ætti að geyma hveitikím í kæli eftir að pakkinn hefur verið opnaður, þetta á líka við um þurrkað hveitikím.

10 frætegundir sem þú ættir að borða meira afFræ eru meinholl og góð uppspretta ýmissa næringarefna, svo sem hollrar fitu, vítamína og steinefna. Fræ eru sjaldan álitin sem meginuppistaða máltíðar en vinsældir ýmissa fræja, til dæmis chia fræja, sýna að fræ ein og sér geta verið góð og mettandi. Hér má sjá tíu tegundir fræja sem við mættum gjarnan borða meira af.

konar kjarna, sesamin

Kúmen er ef til vill þekktara sem krydd en fræ, en kúmenfræ eru einnig notuð

Page 37: 10 04 2015

LÖNGUN Í SÆTINDI NÁNAST HORFIN MEÐ ZUCCARIN !

RÓSA HARÐARDÓTTIR

BLÓÐSYKURINN Í JAFNVÆGI

▶ Ég átti ekki sérstaklega von á því að sjá árangur og kom það mér því á óvart þegar ég fann að ég var orðin orkumeiri og orðin fimm kílóum léttari á einum mánuði.

▶ Ég hef ég sótt meira í sykur og sætindi en áður. Ég var alltaf að narta í eitthvað, til dæmis nammi eða popp á kvöldin. Þess vegna hafa kílóin læðst á mig hægt og rólega.

▶ Ég er ánægð með árangurinn og ætla að halda áfram að taka Zuccarin því mér líður betur en áður og er orkumeiri og léttari.

BERGLIND STOLZENWALD JÓNSDÓTTIR

▶ Ég fann fyrir vanlíðan eftir að hafa borðað sælgæti og kökur, fanntil í skrokknum og fékk höfuðverk.

▶ Zuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af japanska mórberjatrénu. Einnig innihalda þær króm.

▶ Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ en það getur komið í veg fyrir upptökusykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur því haldið blóðsykrinum í jafnvægi og minnkað löngun í sykur. Króm getur hjálpaðtil við að viðhalda eðlilegumefnaskiptum.

▶Taktu eina töflu fyrir hverja máltíð og þú finnur fljótt muninn.

▶ Eftir að ég fór að taka Zuccarin er þetta hins vegar ekkert mál. Ég hef nánast enga löngun í súkkulaði og önnur sætindi og finn að ég er öll kraftmeiri.“

▶ Ég hef gert margar tilraunir til að útiloka sykur úr daglegri fæðu með misgóðum árangri.

www.icecare.is

Zuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af Zuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af japanska mórberjatrénu. Einnig innihalda þær króm.japanska mórberjatrénu. Einnig innihalda þær króm.

Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ

sykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur sykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur

minnkað löngun í sykur. Króm getur hjálpað

Viltu vinna ársbirgðir af Bio Kult?Endilega skráðu þig í IceCare klúbbinn okkar”www.icecare.is

Page 38: 10 04 2015

„Miðað við lífsstíl fólks í dag er skyn-samlegt að aðstoða líkamann við þetta ferli til að gera það enn skilvirkara og hreinsa líkamann þegar þess er þörf.“

heilsa Helgin 10.-12. apríl 201538

Hreinsun fyrir

líkamann

H eilsuhótel Íslands er staðsett á Ásbrú í Reykja-nesbæ, en það er einstakt svæði þar sem verið er að byggja upp nýtt heilsuþorp. Heilsuhótel-

ið er námskeiðs- og afþreyingarhótel og geta einstak-lingar, fyrirtæki og félög nýtt sér þjónustu hótelsins, sem er opið allan ársins hring. Ásdís Ragna Einars-dóttir útskrifaðist með BSc-gráðu í grasalækning-um árið 2005 frá University of East London. Hún sér meðal annars um að halda fyrirlestra á Heilsuhótelinu og nýtir þar þekkingu sína og reynslu til að stuðla að bættri heilsu hótelgesta. „Hlutverk mitt er að fræða gesti um áhrif mataræðis á heilsuna. Sjálf hef ég oft orðið vitni af því að fæðan okkar er yfirleitt besta með-ferðarúrræðið og einnig öflugur fyrirbyggjandi þáttur í tengslum við líðan og einkenni fólks.“

Heilsueflandi fróðleikur Eitt af markmiðum Heilsuhótelsins, að sögn Ásdísar Rögnu, er að miðla heilsueflandi fróðleik og hvetja fólk áfram til breytinga með því að tileinka sér betri lífsvenjur. „Við bjóðum upp á fræðslu og fyrirlestra úr ýmsum áttum sem miðla fjölbreyttu heilsutengdu efni til gestanna.“ Að sögn Ásdísar Rögnu hentar meðferð á Heilsuhótelinu flestu fólki, en ófrískum konum og fólki sem glímir við illviðráðanlega króníska líkam-lega eða geðræna sjúkdóma er ekki ráðlagt að dvelja þar. „Einnig er varhugarvert að fara í slíka hreins-un fyrir þá sem eru á miklum lyfjum og eins þá sem glíma við insúlínháða sykursýki. Reynt er að meta það í einstaka tilfellum hvort meðferðin henti viðkomandi eða ekki,“ segir Ásdís Ragna. Dvölin stendur yfir í tvær vikur, mögulega 7-10 daga ef fólk hefur komið áður. Auk þess er boðið upp á helgardvöl frá föstu-degi til sunnudags.

Hreinsunin hefur jákvæð áhrifÞað er stundum sagt að bæði þurfi að hvíla og hreinsa líkama og sál. En hvernig hreinsar maður líkamann af óæskilegum efnum? Ásdís Ragna segir að hreinsun líkamans sé náttúrulegt afeitrunarferli sem sé alltaf í gangi. „Miðað við lífsstíl fólks í dag er skynsamlegt að aðstoða líkamann við þetta ferli til að gera það enn skilvirkara og hreinsa líkamann þegar þess er þörf. Það sem hægir á afeitrun líkamans er til dæm-is streita, óæskileg aukaefni í fæðu og umhverfinu, hreyfingarleysi, ofát, lyf og sjúkdómar.“ Ásdís segir þá aðferð að hreinsa líkamann með náttúrulegri og hreinni fæðu oft veita líkamanum hvíld frá ofáti og streitu, aðferð sem hefur verið beitt frá örófi alda um allan heim. „Eftir að hafa kynnt mér ítarlega hvaða áhrif þetta hefur og upplifað hversu vel fólki líður eftir meðferðina á þessum þremur árum sem ég hef starfað sem fyrirlesari á Heilsuhótelinu þá er það klárt mál

Námskeiðin á Heilsuhóteli Íslands henta flestum mjög vel. Þar er heilsutengdum fróðleik meðal annars miðlað í formi fyrirlestra. Líkaminn er hreinsaður með náttúrulegri og hreinni fæðu

og hann fær hvíld frá amstri dagsins og streitu.

að þessi hreinsun hefur í för með sér jákvæða líðan og oftar en ekki bættar lífsvenjur sem fylgja fólki áfram eftir að heim er komið.“

Góðar lífsvenjur lykill að góðri heilsuFæðutegundir úr jurtaríkinu inni-halda að sögn Ásdísar Rögnu virk náttúruefni sem hafa líffræðilega mikla virkni á starfsemi líkamans. „Því er aðaláherslan lögð á að neyta þessarar fæðu til að hafa áhrif á að

koma jafnvægi á líkamann og bæta almenna líffærastarfsemi. Maturinn sem við leggjum okkur til munns getur ýmist haft góð eða slæm áhrif á okkur. Algengt er að fólk átti sig ekki á samhengi þess hvað það borð-ar eða gerir daglega og hvernig því líður. Góð heilsa er ekki eingöngu að vera laus við sjúkdóma heldur að upplifa vellíðan, orku og hreysti í daglegu lífi.“ Samhliða hreinsuninni er gjarnan mælt með því að gestir nýti sér böð, nudd og fleira sem er í

boði á hótelinu sem styðja við afeitr-unarferlið og auka vellíðan.

Ásdís Ragna miðlar fróðleik sín-um um allt sem viðkemur heilsu, næringu, uppskriftum og lækningar-jurtum á facebook-síðu sinni, www.facebook.com/grasalaeknir.is. Nán-ari upplýsingar starfsemi Heilsuhót-elsins og næstu námskeið má nálgast á heimasíðunni www.heilsuhotel.is

Unnið í samstarfi við

Heilsuhótel Íslands

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasa-læknir fræðir gesti Heilsuhótelsins um áhrif mataræðis á heilsuna. „Ég hef orðið vitni að því í starfi mínu hér

að fæðan okkar er yfirleitt besta með-

ferðarúrræðið og einnig öflugur fyrir-

byggjandi þáttur í tengslum við líðan og einkenni fólks.“

FYRIRLESARAR OG KENNARAR

Heilsunámskeið Haust

Vetur

Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | [email protected]ótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær

Hjúkrunarfræðingur BSc heilsuvísindi Yogakennari

Ásdís RagnaEinarsdóttir Grasalæknir

Heilsa, hvíld og gleði

Vigdís Steinþórsdóttir

ChadKeilen

Kristín Stefánsdóttir

2. - 26. september, Heilsunámskeið , 2 vikurFrábært tækifæri, enn laust.

*Staðfestingargjald 40.000.- Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur

2. -16. janúar, pantið tímanlega vinsæll tími

Sumar1.-15. maí, Heilsunámskeið, 2 vikurFrábært, enn laust.

Haust2.-16. október pantið tímanlega, vinsæll tími

Page 39: 10 04 2015

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

NOTUM HEILNÆMAR HÁGÆÐAVÖRUR Í ELDAMENNSKUNA!

sósur, pestó, olíur, krydd og margt fleira!

Biona vörurDásamlegar lífrænar vörur

fyrir alla eldamennsku.

BioZentrale vörurEinstakar hágæðavörur.

Sonnentor kryddLífræn krydd og kryddblöndur sem smakkast margfalt betur.

Og ilmurinn...

Vor í lofti!Frískandi tilboð

7. – 21. apríl

Baggu pokarBaggu fjölnota innkaupapokarnir,

verð aðeins 990 kr.

SUMARGJÖF!Ef þú verslar í Heilsuhúsinu

fyrir 15.000 kr eða meira færðu Baggu innkaupapoka gefins.

Ecover hreinlætisvörurFrábær leið í átt að umhverfisvænum lífsstíl. Þessar vörur henta sérstaklega vel fyrir sumarbústaðinn.

Biona vörur

NOTUM HEILNÆMAR HÁGÆÐAVÖRUR

Biona vörur

NOTUM HEILNÆMAR HÁGÆÐAVÖRUR

Biona vörurBiona vörurBiona vörurBiona vörur

BioZentrale vörur

20%

20%

Baggu pokar

TILBOÐ!990 kr.

Ecover hreinlætisvörurEcover hreinlætisvörur

25%

Frískandi

Þú færð Ecover uppþvottalög, 100 ml,

í kaupbæti ef þú kaupir tvær eða fleiri Ecover vörur.

Þú færð Ecover

KAUPAUKIÞú færð Ecover uppþvottalög,

í kaupbæti ef þú kaupir tvær eða fleiri Ecover vörur.

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

Og ilmurinn...

20%

Page 40: 10 04 2015

heilsa Helgin 10.-12. apríl 201540

3 þeytingar sem hreinsa líkamannEin besta leiðin til að hreinsa líkamann er í formi gómsæts þeytings. Einn detox djús á dag er allt sem til þarf. Margir festast í því að útbúa eins þeyting alla daga og hér eru því þrjár hugmyndir af mismunandi þeytingum sem eiga það þó allir sameigin-legt að hreinsa líkamann á einhvern hátt.

BerjadraumurBer innihalda fjöldann allan af andoxunar-efnum og trefjum og henta því vel til að hreinsa burt eiturefni líkamans. Í þennan berjadraum þarf eftirfarandi hráefni:

1 ½ bolli blönduð ber (bláber, hindber og brómber innihalda mikið af andoxunar-efnum)½ bolli kókosmjólk1 bolli kalt vatn2 msk haframjöl

GrænkálsbombaSamkvæmt nýjustu fréttum úr heilsuheim-inum er grænkál nýja spínatið. Grænkál inniheldur meira magn af járni og próteini en spínat. Grænkál hefur hins vegar takmarkað geymsluþol en það er í góðu lagi því frosið grænkál er enn bragðbetra en ferskt því frostið örvar niðurbrot á mjölva þannig að það verður sætara. Í þessa grænkálsbombu þarf eftir-farandi hráefni:

Handfylli grænkáls (skerið stilkana af)Hálft epli1 bolli kókosvatn

Kryddaður engiferþeytingur

Engiferrót hefur afar hreinsandi áhrif og rífur vel í bragðlaukana. Rótin hefur örvandi áhrif á

blóðrásina og er talin góð við hand- og fótkulda. Engiferrót hefur einnig bólgueyðandi áhrif. Hér

er uppskrift að extra krydduðum þeytingi:

Ca. 3 cm engiferrót (vel saxað)1 tsk kanill

Handfylli spínatsHálft epli

1 bolli kalt vatn

Kísilsteinefni unnið úr 100%

náttúrulegum jarðhitakísil

GeoSilica Iceland | Grænásbraut 506 | 235 Ásbrú | Sími 571-3477 | Netfang: [email protected] | www.geosilica.is

K ísill er lífsnauðsynlegt stein­efni og hefur oft verið kall­að gleymda næringarefnið.

Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir lykilhlutverki í myndun og styrkingu bandvefs í lík­amanum. Beinvefur, sinar, liðbönd og húð eru allt dæmi um bandvef.

Af hverju ættir þú að taka inn kísilsteinefni?Því við fáum ekki nægan kísil úr fæðu: Rannsóknir hafa sýnt að auk­in dagleg inntaka á kísil er sterklega tengd auknum beinþéttleika. Með­al kísilinntaka úr fæðu er almennt ekki talin nægileg, og því er mælt með aukinni inntöku af kísil með fæðu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hæfni líkamans, til að taka upp kísil, minnkar með aldrinum.

Losar þungmálma úr líkamanum: Sýnt hefur verið fram á að kísill hjálpar líkamanum að losa sig við ál og aðra þungmálma úr líkamanum. Álsöfnun í líkamanum veldur ein­kennum sem svipa til einkenna Alz­heimer sjúkdóms og var lengi talið að uppsöfnun áls væri orsök sjúk­dómsins. Það hefur verið að mestu leyti hrakið en engu að síður er upp­söfnun áls í líkamanum alvarleg.

Fyrir meltingarveginn: Kís ill vinn­ur gegn því að sníkju dýr, myglu­ og kandí da svepp ir geti þrif ist í

líkaman um. Kís ill hjálp ar til við að afeitra líkamann og los ar hann við eit ur efni sem safn ast hafa fyr ir í melting ar fær um.

Engin eitrunaráhrif: Neysla kís­ils hefur engin þekkt eitrunaráhrif. Kísill safnast ekki upp í líkaman­um heldur tekur líkaminn upp það magn sem hann þarf úr fæðunni og skilar umfram magni, ef eitthvað er, út með þvagi. Fólk með eðlilega nýrnavirkni ætti því ekki að geta orðið meint af hóflegri kísilsneyslu. Vegna þessa hefur Matvælaöryggis­stofnun Evrópu (EFSA) enn ekki gefið út nein efri þolmörk fyrir kísil­neyslu.

Fyrir stinnari og sterkari húð: Kís­ilsteinefni styrkir húðina og gerir hana stinnari. Rannsóknir hafa sýnt að kísill örvar myndun kollagens í líkamanum og getur því grynnkað hrukkur og lagað skemmdir á húð vegna of mikils sólarljóss.

Fyrir sterkara hár og neglur: Rannsóknir hafa sýnt að kísilstein­efni styrkir hár og neglur. Einnig getur kísill komið í veg fyrir eða minnkað hárlos og klofna enda.

Gjöf frá móður jörðGeoSilica Iceland ehf. framleiðir kísilinn beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og kostur er á. Fyrirtækið hefur þróað aðferð til að

vinna kísilinn beint úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn er styrktur og hreinsaður svo að eft­ir stendur náttúrulegur og hreinn kísill í vatnslausn. Kísilsteinefnið inniheldur agnarsmá kísilkorn sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nýta til styrkingar líkamans. Ráðlagður dagskammtur er ein matskeið (10­15 ml). Kísilsteinefni Geosilica fæst í öllum helstu apó­tekum og heilsuhúsum um land allt.

Unnið í samstarfi við

GeoSilica

Fida Abu Libdeh, framkvæmdarstýra GeoSilica Iceland ehf. Fyrirtækið spratt upp úr lokaverkefni hennar og Burkna Pálssonar í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands.

Page 41: 10 04 2015

heilsaHelgin 10.-12. apríl 2015 41

Heilsusamlegi kaupmaðurinn á horninuVerslunin Góð heilsa við Njálsgötu hefur verið starfrækt á sama stað í sextán ár. Góð heilsa býður upp á eitt mesta úrval fæðu-bótarefna á landinu og sérhæfir sig meðal annars í vörum fyrir grænmetisætur.

V ið sérhæfum okkur í að þjónusta grænmetisætur, vegan og aðra sem þurfa

sérvörur á borð við glúteinlausar eða mjólkurlausar vörur,“ segir Sverrir Tryggvason, starfsmaður hjá Góðri heilsu. Hann sér um rekst-urinn ásamt bróður sínum, Ólafi, og er Góð heilsa sannkallað fjölskyldu-fyrirtæki, en auk bræðranna starfa tveir starfsmenn í versluninni. „Við erum líklega eins konar kaupmenn á horninu. Hingað koma margir góðir fastakúnnar sem hafa góða reynslu af hinum ýmsu fæðubótar-efnum sem við bjóðum upp á,“ segir Sverrir.

Yfir 1000 mismunandi jurtir„Við erum stolt að bjóða upp á eitt mesta úrval fæðubótarefna á land-inu, þar sem bestu mögulegu gæði og frábær verð fara saman. Fimm-tán ára reynsla í innflutningi og sölu fæðubótarefna skilar sér beint til viðskiptavina okkar,“ segir Sverrir. Meðal vara sem boðið er upp á er fjöldinn allur af vítamínum, bæti-efnum, grænfæði, jurtum, vegan vörum og snyrtivörum. „Við erum með hátt í 1000 mismunandi jurtir og bætiefni. Þetta eru vörur sem þú færð ekki annars staðar og við leggjum áherslu á að veita við-skiptavinum okkar persónulega

þjónustu.“ Sverrir segir jafnframt að auðvitað séu skiptar skoðanir um það hvaða jurtir og bætiefni virka og hvað ekki en í verslunina kemur góður hópur fastakúnna sem hefur jákvæða reynslu af ýmsum jurtum og bætiefnum.

Meltingargerlar mest selda varan Ein mest selda varan síðustu tvö árin hjá Góðri heilsu er Dr. Steph-en Langer´s gerlaformúlan frá heilsuvöruframleiðandanum Swan-son. Allar vörur frá Swanson fara í gegnum strangt gæðaferli og ábyrg-ist framleiðandinn öll innihaldsefni

Heilsusamlegi kaupmaðurinn

Verslunin Góð heilsa við Njálsgötu hefur verið starfrækt á sama stað í sextán ár. Góð heilsa býður upp á eitt mesta úrval fæðu-bótarefna á landinu og sérhæfir sig meðal annars í vörum fyrir

Yfir 1000 mismunandi jurtir þjónustu.“ Sverrir segir jafnframt

Sverrir Tryggvason stendur vaktina í Góðri heilsu á Njálsgötunni, en þar má meðal annars finna eitt mesta úrval fæðubótarefna á landinu.

vara sinna. Dr. Stephen Langer´s gerlaformúlan inniheldur 16 mis-munandi tegundir af vinveittum probiotic gerlum, meðal annars AB gerlum. Formúlan inniheldur einnig FOS sem er næring fyrir gerlana og steinefnablöndu sem bætir melting-una og viðheldur heilbrigðri þarmaf-lóru. Gerlarnir koma í trefjahylkjum sem eru laus við gelatín. Þetta er því góður kostur fyrir grænmetisætur. Gerlarnir eru á mjög góðu verði, en tveggja mánaða skammtur kostar jafn mikið og mánaðarskammtur af

sambærilegum vörum. „Ef það er ójafnvægi í meltingunni eru líkur á að ójafnvægi sé í öðrum hlutum lík-amans. Það er því gríðarlega mikil-vægt að koma meltingunni í lag,“ segir Sverrir.

Góð heilsa er við Njálsgötu 1 í Reykjavík, en gengið er inn frá Klapparstíg. Opið er alla virka daga milli klukkan 10 og 18 og á laugar-dögum frá klukkan 11 til 17.

Unnið í samstarfi við

Góða heilsu.

Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

• Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er

• Hnoðar deig

• Býr til heita súpu og ís

• Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Lífstíðareign!

Tilboðsverð kr. 109.990Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489

Meira en bara blandari!

Inner Cleanse15 daga hreinsun

Inner Cleanse hefur góð áhrif á heilsuna og hjálpar líkamanum að losa sig við aukaefni á náttúrulegan og áhrifaríkan hátt.

Vatnslosandi, bætir meltingu, stútfullt af vítamínum. Kemur í staðinn fyrir fjölvítamín.

Fæst í apótekumNánar á vitamin.is facebook.com/vitamin.is

Page 42: 10 04 2015

Helgin 10.-12. apríl 201542

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is

Rúmfötfyrir börnin

100%PIMA BÓMULL

Stærð 70x100& 100x140

Boðið verður uppá meðal annars, Pilates, göngu með leiðsögn, aðgang að Lava Spa, þriggja rétta kvöldverð, glæsilegt hádegisverðarhlaðborð og gistingu.

Sértilboð fyrir þáttakendur:

45.900 kr. á mann í deluxe herbergi.39.900 kr. á mann í standard herbergi,miðað við 2 í herbergi.

Einstakt tækifæri til að rækta líkama og sál í því glæsilega umhverfi sem Nesjavellir hafa upp á að bjóða.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar sendið tölvupóst á [email protected] merkt #IONheilsuhelgi

Heilsudagarverða haldnir á ION Hotel

á Nesjavöllum, helgina 25. - 26. apríl.

[email protected]

Vorhreinsun að hætti heilsumeistaraVorhreingerning léttir á líkama og huga, lyftir okkur upp úr drunga vetrarins inn í léttleika og birtu vorsins og örvar líkams-kerfin til losunar á stöðnuðum úrgangi, svo sem úr blóði, lifur, nýrum og meltingarvegi. Tímabilið gæti verið 3-10 dagar. Hér er tillaga að vorhreingerningu að hætti heilsumeistara.

Kitserí: 1 bolli basmati hrísgrjón (skola vel) ½ bolli hálfar mungbaunir (leggja í bleyti aðeins á undan og skola) 2 msk ghee eða smjör (ghee er búið til með því að hita smjör og skafa mjólkurprótein ofan af) 1 msk tilbúin Kitserí kryddblanda (fáanleg á organicnorth.is og Heilsuveri)

eða ¼ tsk sinnepsfræ, ½ tsk cuminfræ, ½ tsk túrmerik, 1 ½ tsk kóríanderduft, ½ tsk fennelduft, pínu asafoetida, 1 tsk rifið engifer eða ½ duft, 1 tsk steinefna-ríkt salt 6 bollar af vatni

Vaknið snemma og takið blóma-dropa: Sjálfsagi, ákveðni eða vilji og tilgangur. Blómadropar, vorhreingern-ingarjurtablanda og kitserí kryddblanda fást hjá Ástu Ólafsdóttir, heilsufræðingi og jurtagræðara, á OrganicNorth.is. Blómadropar styrkja okkur í ferlinu. Blandið sjö dropum í lítið staup af stofuheitu vatni.

Morgundrykkur: Sítróna, ólífuolía og cayenne pipar. Léttar jógaæfing-ar, ganga eða sund. Hugleiðsla, dans eða söngur/möntrur.

Vorhreingerningar-jurta-blanda: Hitar og örvar meltingu, losar úrgang, slím og eiturefni. Inni-hald: Grænt te, kóngaljós, tripahala,

sellerífræ, fennelfræ, túrmerik, lakkrísrót, chili. Ein teskeið af hverju með volgu vatni.

Morgunverður: Chi-agrautur með möndl-umjólk eða hafragrautur.

Leggið chiafræ og möndlur í

bleyti. Chiafræ og hafrar draga út úrgang og spíruð mjólk bætir meltingu.

Hádegisverður: Press-aður grænmetissafi.

Einföld og létt fæða gefur líkama tækifæri til að hreinsa

sig og heila.

Hugmyndir af safa: Sellerí, engifer og epli. Sellerí, rauðrófa og epli. Gulrætur, túrmerik og epli.

Síðdegisdrykkur: Eplaedik, hunang og volgt vatn. Örvar meltingu

og hreinsar.

Síðdegissnarl ef hungurtilfinning er til staðar: Appelsínur

og bananar í blandara eða vatnsmelónur. Örvar

meltingu og hreinsar.

Síðdegishreyfing: Létt hreyfing, íhugun og blómadropar.

Kvöldverður: Pressaður grænmetissafi eða Kitserí (sjá uppskrift). Léttur, ein-faldur og hreinsandi matur.

Eftir klukkan 19: Eingöngu blóma-dropar.

Kvölddekur: Epsom bað, líkams-skrúbb eða nudd úr volgum olíum. Fara snemma í háttinn.

Höfundar

Ásta S. Ólafsdóttir heilsumeistari og Gitte Lassen, skólastjóri Heilsumeistaraskólans

Page 43: 10 04 2015

Naglasnyrtisett HOM-ELMMAN150

Fyrir neglur og naglbönd á höndum og fótum. 5 mismunandi safírhúðaðir hausar með góða endingu.

3.950 kr.

Vatnsheldur bursti fyrir andlit og líkama HOM-ELMWDB300

Rafknúinn bursti sem djúphreinsar húðina og fjarlægir dauðar húðfrumur. 4 mismunandi hausar fyrir líkama og andlit. Hægt að nota í sturtu.

7.950 kr.

Stækkunarspegill með LED ljósi HOM-ELMM8150

Sjöföld stækkun. Með rafhlöðum; engin snúra.

9.750 kr.

Duo Háreyðingartæki HOM-IPLHH150

Hraðvirk, örugg og varanleg háreyðing. Auðvelt og þægilegt í notkun. Tækni sem byggir á leifturljósi (IPL) og flúrljósi (AFT) sem veldur varanlegri eyðingu á hárrótinni og hársekknum. Meðferðartími er 8-12 vikur. Í hylkinu sem fylgir eru 50.000 ljósleiftur. Hægt er að kaupa auka ljóshylki og sérstakan haus fyrir andlit.

39.750 kr.

Snyrtispegill með LED ljósi

HOM-ELMMIR100

2.950 kr.

Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Sími 569 3100

Page 44: 10 04 2015

M eðal vara sem eru fáan-legar í vefversluninni eru sængurföt, leikföng,

barnaföt og handklæði. Vörurnar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni og er skemmtilegri nútíma hönnun blandað saman við klass-íska hönnun. „Við erum sífellt að fjölga vöruflokkum, en við val á vörum höfum við alltaf umhverfið og samfélagið í huga. Til að full-vissa okkur og viðskiptavini okkar um uppruna og innihald eru flestar vörur Mena vottaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, til dæmis GOTS, sem er aðþjóðlegur staðall fyrir lífræna vefnaðarvöru,“ segir Margrét, en umhverfismeðvitund hennar hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum 20 árum. „Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa val, að geta keypt vörur úr líf-rænt ræktuðu hráefni sem eru unn-ar án skaðlegra efna og í mannúð-legu vinnuumhverfi.“ Þær Guðrún kynntust fyrir þremur árum í Dan-mörku í gegnum sambýlismenn sína. Síðustu jól hittust þær svo aft-ur í matarboði. „Það vildi til að við vorum á svipuðum stað í lífinu og gátum báðar hent okkur út í þetta af fullum krafti,“ segir Margrét.

Margir góðir kostir við net-verslun Margrét og Guðrún leitast við að bjóða vörur sínar til sölu á sambæri-legu verði og gerist erlendis. „ Net ið ger i r okkur betur kleift að gera það, þar sem fastur kostnað-ur við rekstur-inn er lægri en e l l a . Auk

þess skynjum við að fólk vill frek-ar nýta tíma sinn með fjölskyldu eða fyrir áhugamálin. Netversl-unarformið býður auk þess upp á að margir smáir aðilar komi inn á markaðinn sem skilar sér í auknu vöruúrvali, eykur samkeppi og ger-ir þar með markaðinn fjölbreyttari og skemmtilegri,“ segir Margrét. Hjá Mena er viðskiptavinum

boðin heims -ending þeim

að kostn-aðarlausu ef versl-að fyrir ákveðna upphæð.

Úr stórfyrirtækjum í eigin rekstur

Margrét og Guðrún eru báðar að feta sig í þessu nýja umhverfi, en þær störfuðu báðar í stórum fyrirtækj-um. „Guðrún var í fjármáladeildinni hjá IBM í Danmörku og ég starfaði hjá Íslandsbanka í eignastýringu og áhættustýringu,“ segir Margrét. Þær ákváðu að breyta til þar sem áhuga-svið þeirra beggja var farið að teygja

sig í aðra átt. „Þá er ekkert annað að gera en að láta slag standa og fylgja hjartanu og vorum við báðar svo heppnar að vera í að-stöðu til þess.“ Áhugasamir geta kynnt sér vöruúrvalið á www.mena.is, en Margrét og Guðrún munu á næstunni auka vöruúrvalið og halda áfram að

benda á kosti þess að velja vörur sem unnar eru

í sátt og samlyndi við samfélagið og

náttúruna.

Guðrún Marta Jóhannsdóttir og Margrét Ólöf Ólafsdóttir opnuðu nýverið netverslunina Mena. Um er að ræða nú-tímalega netverslun með umhverfisvænar og hágæða vörur fyrir börn, nýbakaðar mæður og heimilið.

Ný netverslun með áherslu á umhverfisvænar vörur

Margrét Ólöf Ólafsdóttir og Guðrún Marta Jóhanns-dóttir sögðu báðar upp störfum sínum hjá stórum fyrirtækjum og hafa nú opnað netverslunina mena.is, sem selur um-

hverfisvænar vörur fyrir börn, nýbakaðar mæður og heimilið. Mynd/Hari

44 heimili og hönnun Helgin 10.-12. apríl 2015

Gaman Ferðir fljúga með WOW air

Frá:Frá:

hjá Gaman Ferðum!

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn yngri en 7 ára.* Bókunartímabil frá 1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

Tenerife Las Palmeras ****

99.900 kr.

*Verð á mann frá 119.600 kr. miðað við 2 fullorðna.

Sumariðer komiðí sölu

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 7 ára.* Bókunartímabil frá 1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

TenerifeCosta Adeje Palace ****

*Verð á mann frá 126.500 kr. miðað við 2 fullorðna.

103.900 kr.Frá:

Frá:

Frá:

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára.* Bókunartímabil frá 1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

AlicanteAlbir Playa hotel ****

95.900 kr.

*Verð á mann frá 115.900 kr. miðað við 2 fullorðna.

www.gaman.is / [email protected]

Page 45: 10 04 2015

Verslaðu heima í sófanum!

www.hrim.is

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003 LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002

NÝ VERSLUN KRINGLUNNI - S: 553-0500

NÝTT!

Fallegar vörur í eldhúsið!

NÝTT!

Page 46: 10 04 2015

46 bílar Helgin 10.-12. apríl 2015

Bílar NissaN leaf var mest seldi BílliNN hjá Bl í mars

Rafbíll á toppnum í fyrsta sinn

Viltu koma í sund með Freyju og Fróða?

Þá færðu að bruna í rennibrautinni og sulla í heita

pottinum en þú mátt alls ekki fara í djúpu

laugina nema þú kunnir vel að synda.

Freyja og Fróði í sundi er falleg og fjörug bók um

allt sem þarf að hafa í huga þegar farið er í sund.

Freyja

og

Fró

ði í su

nd

i

Kristjana Friðbjörnsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir

Hvernig er að fara í fyrsta

skiptið til tannlæknis? Er það

vont? Eða er það kannski

bara skemmtilegt?

Hvað þarf maður að vita áður

en maður fer í sund? Er renni-

brautin ægilega brött og fyrir

hvern er djúpa laugin?

w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

v ið sjáum nokkuð skemmti-lega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum

markhópum,“ segir Skúli K. Skúla-son, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, en í marsmánuði var Nissan Leaf mest selda bílgerðin hjá BL og er það í fyrsta sinn sem rafbíll vermir það sæti.

„Við sjáum að fjölskyldufólk horf-ir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrir-tæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bíla-leigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru

sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“

segir Skúli. Söluhæsta merkið hjá BL í mars var Nissan með 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf.

BL er það bílaumboð sem hefur mesta hlutdeild á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, án bílaleiga, eða 25,1% í marsmánuði þegar 162 bílar voru afhentir, auk 55 bílaleigubíla en þar er BL með 12,7% hlutdeild nýskráðra bíla í marsmánuði.

Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla. - eh

Nissan Leaf var söluhæsti bíllinn hjá BL í mars og er það í fyrsta skipti sem rafbíll er söluhæsti bíllinn. Sex bílanna sem þá voru seldir fóru á bílaleigur. Mynd/Hari

reyNsluakstur toyota rav4

Auk þess að hafa fengið nýtt og sportlegra útlit er nýi Ravinn rýmri og lengri en forfaðirinn og nú er hægt að fá framhjóladrifna útgáfu af þessum margfræga brautryðjanda. Líkt og forverinn býður hann upp á öryggi og sparneytni sem hefur lengi verið lykillinn að velgengni þessa sívin-sæla jepplings.

Þ egar Toyota RAV4 kom fyrst á markaðinn árið 1994 var hann fyrsti bíllinn til að

leggja saman í eina sæng eiginleika fólksbíls og jeppa. Allt í einu var hæð, rými og fjórhjóladrif komið á fjölskyldubílinn og jepplingurinn var fæddur. Draumur borgarbúans sem fer reglulega í bústaðinn og jafnvel stundum út fyrir malbikið. Ravinn hefur verið einn vinsælasti bíll Toyota allar götur síðan og jepp-lingar hafa tekið yfir markaðinn. Það er kannski þess vegna sem To-yota ákvað fyrir 2 árum að breyta útliti bílsins algjörlega, til að stand-ast alla samkeppnina eftir hafa átt markaðinn í mörg ár.

Nýi Ravinn er í raun líkari sport-legum fólksbíl en jeppa. Útlitið er óneitanlega framúrstefnulegt miðað við afalegan stílinn á forver-anum. Ég var því dálítið hissa að upplifa innra rýmið sem hefur lítið breyst frá forveranum. Jú, það er kominn start-takki og bakkmynda-vél og mælaborðið hefur fengið á sig bogadregna sveigju, sem mér persónulega fannst ekki vera breyt-ing til batnaðar því hún skyggir á allt sem er fyrir neðan hana. En útlit er auðvitað smekksatriði og Ravinn er léttur og þægilegur í akstri sem er sennilega ástæða þess hversu vinsæll hann er. Hann er stöðugur og gefur öryggistilfinn-ingu, hann er sparneytinn og býður upp á meira rými en keppinautarn-

ir. Nýjasta útgáfan af RAV4 er fram-hjóladrifin og er ódýrari kostur en fjórhjóladrifinn forverinn, auk þess að vera sparneytnari. Toyota-bílar eru auk þess þekktir fyrir lága bil-anatíðni svo það má segja að Rav-inn sé nokkuð öruggt val fyrir þá sem vilja þægilegan jeppling.

Halla Harðardóttir

[email protected]

RAV er öruggt val

toyota rav 4

Kostir

Bakkskynjarar Gerður úr 95%

endurnýjanlegum efnum

Lágt CO2 útstreymi Stórt farangursrými

ISOFIX-festingar fyrir barnastóla

Gallar Snertiskjárinn í

minna lagi Bogalínulaga mæla-

borð sem skyggir á það sem undir

því er

Verð frá 4.890.000 kr. (Dísil, framhjóla-drifinn, 124 hestöfl,

beinskiptur).

Toyota stendur sig vel þegar kemur að því að bæta umhverfisvæna eiginleika bíla sinna. Nýjasta út-gáfan af RAV4 hefur til dæmis 12% minna CO2 útstreymi en eldri gerðin og frá árinu 2006 hefur fyrirtækið dregið úr úrgangi um alls 95,5% á hverja bifreið sem framleidd hefur verið. Þar að auki er það stefna fyrirtækisins að nota sem mest af endurvinnanlegum efnum í bif-reiðar sínar og heil 95% af efnunum sem notuð eru í RAV4 eru endur-vinnanleg. Þetta eru allt frábærir kostir sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að velja sér bíl.

Bílar í sama flokki: Honda CR-V, Skoda Yeti, Volkswa-gen Tiguan, Ford Kuga, Hyundai Santa Fe, Nissan X-Trail og Mit-subishi Outlander

Page 47: 10 04 2015
Page 48: 10 04 2015

Helgin 10.-12. apríl 201548 tíska

F rá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á förðun, tísku og andlitum,“ segir Helga

Kristjánsdóttir förðunarfræðingur. „Ég fylgdist með móður minni taka sig til fyrir vinnuna sína á Alþingi með stjörnur í augunum,“ segir hún en Aðalheiður Birgisdóttir, móðir hennar, vann lengi á skrif-stofum Alþingis. „Hún notaði svo fallega og sterka liti og umbúðirnar – maður minn! Þessar snyrtivörur voru keyptar í útlöndum og voru í gylltum umbúðum, YSL. Þetta var á miðjum níunda áratuginum og hárspreyið var heldur ekki sparað í permanentað hárið. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vinna í tískubransanum, á einn eða annan hátt,“ segir hún.

Helga starfar sem tískublaðamað-ur, förðunarmeistari og stílisti hjá tímaritinu Vikunni. „Ég sé sem sagt um að gera forsíðufyrirsæturnar okkar sérstaklega fínar, farða þær og greiði og sé um að allt heildarút-lit smelli saman. Það mætti því vel segja að ég sé í draumastarfinu mínu þar sem ég samtvinna mín allra stærstu áhugamál sem er tíska og förðun og skrif.“ Hún er gift Magn-úsi Þór Ásgeirssyni, markaðsstjóra Riverwatcher og Body Pump-þjálf-ara og saman eiga þau fimm börn; Magneu Ástu, Ásgeir Snæ, Júlíu Heiði, Jórunni Ósk og Birtu Maríu.

Helga viðurkennir að hún hafi, eins og flestir, lenti í ýmsum tísku-slysum í gegnum tíðina. „Mín stærstu mistök voru þau að ég ákvað að plokka Brooke Shields-leg-ar augabrúnir mínar í örmjó strik í anda Pamelu Anderson. Slæm hug-mynd og eitthvað sem ég sé eftir á hverjum degi þegar ég farða mig,“ segir hún.

Helga er frekar nýlega farin að taka að sér förðun utan hefðbund-innar vinnu hjá Vikunni og opnaði á dögunum sérstaka Facebook-síðu til að halda utan um það starf: „Make up by Helga.“ Hún segir ekk-ert jafn skemmtilegt og gefandi, og að farða konur – sérstaklega þær sem aldrei hafa verið farðaðar af fagmanneskju og hreinlega ljóma þegar hún er búin. „Það gefur mér virkilega mikið, og þeim líka að sjálfsögðu. Síðan er brúðkaupstím-inn auðvitað fram undan og það er æðislegt að fá að taka þátt í þeim stóra degi í lífi fólks og mikilvægt að vanda vel til verka,“ segir hún.

Spurð um bestu förðunarráðin fyrir íslenskar konur segir Helga mikilvægt að fá aðstoð við að velja réttan farða og réttan lit á farða þeg-ar kemur að tóni húðar og húðgerð. „Í sumum tilfellum er minna meira,“ segir hún og tekur fram að það sé nokkuð sem hún sjálf þurfi reglu-lega að minna sig á. „Ekki velja farða með fullri þekju ef húð þín þarfnast þess ekki. Og mundu að blanda vel, augnskugga og skygg-ingar allar. Og síðast en ekki síst, ekki nota of dökkan og áberandi lit í augabrúnir. Náttúrulegt er alltaf fallegast í þeim efnum,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Gerir for-síðustúlk-urnar enn flottariHelga Kristjánsdóttir förðu-narfræðingur hefur haft áhuga förðun og tísku frá því hún var lítil stelpa. Hún segir lesendum Fréttatímans frá uppáhalds förðunarvörunum.

Helga Krist-jánsdóttir sem tísku-

blaðamaður, förðunar-

meistari og stílisti hjá tímaritinu

Vikunni. Mynd/Aldís Páls

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Túnikur kr 5.990

Tökum upp nýjar vörur daglega

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is

FermingTILBOÐ

7.990 8.990 9.990

100%PIMA BÓMULL

RÚMFÖT

20 GERÐIR

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-16

50% VORafsláttur

Kjóll á 6.450 kr. Verð áður 12.900 kr.Einn liturStærð S - XXL (36 - 46)

af vel völdum vörum

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

www.fi.is

Fræðslu- og

myndakvöld

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og myndakvöldi nk. miðvikudag, 15. apríl, kl. 20:00 í sal FÍ.

Hreyfiseðill á Íslandi – ávísun á hreyfinguAuður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og varaformaður SÍBS.

„The Biggest Winner“ og Bakskóli FÍ Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Steinunn Leifsdóttiríþróttakennari fara yfir hugmyndafræðina að baki „The Biggest winner“og Bakskóla FÍ.

Frá horfinni tíðSigurður Guðjhonsen, kortagerðamaður fer yfir myndir úr safni föður síns Einars Þ. G. sem lengi var framkvæmdastjóri FÍ.

Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur

Allir velkomnir!

myndakvöld

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og myndakvöldi nk. miðvikudag, 15. apríl, kl. 20:00 í sal FÍ.

Hreyfiseðill á Íslandi - Kynning á verkefnum

- Frá horfinni tíð -

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

TÚNIKAStærðir 16-26verð: 8.990 kr

VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á

WWW.CURVY.IS

NÝ SENDING MEÐ FLOTTUM VORVÖRUM

Page 49: 10 04 2015

tíska 49Helgin 10.-12. apríl 2015

Youth Libera-tor farðinn frá YSL. Léttur en samt ágætlega þekjandi og gefur fallegan ljóma. Og hver stenst þessar fallegu vörur.

Grandiose maskarinn frá Lancôme er besti maskari sem ég hef prófað. Lengir, sveigir, þykkir og heldur augnhárunum uppi allan daginn.

Studio Conceal and Correct pallettan frá MAC. Hylur allt sem hylja þarf. Nauðsynlegt að eiga, bæði í vinnunni og heima.

10-Color Expert Eye pal-lettan frá YSL er guð-

dómleg. Augnskuggarnir eru draumur að vinna með og

blanda og einstaklega klæði-legir við hvaða tilefni sem er.

Clarins Lip Perfector eru bestu gloss sem ég

hef prófað. Þau eru ekki klístruð, gefa fallegan

ljóma, lykta unaðslega og litirnir eru náttúru-

legir. Líka frábærir á brúðkaupsdaginn.

Anastasia Beverly Hills Contour pallettan

er virkilega handhæg þegar kemur að því

að gefa andlitinu smá lit og til að skyggja og

lýsa andlitið.

OYOY púðar8.990.-

OYOY teppi tvær stærðir 80x100 cm. 10.990 kr. og 120x150 cm. 17.990 kr.

OYOY diskamottur úr sílikoni.Auðvelt að þrífa

2.490.- 2 stk. 4.290.-

Nýjar vörur frá OYOY Living Design

Síðumúla 21S: 537-5101snuran.is

Sími 551-3366 www.misty.is Sími 551-2070

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

NÝTT NÝTTFramúrskarandi í hálfa öldFrábærir heilsuskór við störf og leik

Gerð: BOSTON Stærðir: 36 - 46 Verð: 18.500.-

Teg IVANA - bh á kr. 11.855,- buxur við á kr. 6.450,-

Póstsendum hvert á land sem er

Framúrskarandi í hálfa öldFrábærir heilsuskór við störf og leik

Blár apríl Lífið er blátt á mismunandi hátt 902 10 10 #blarapril

Við styðjum átaksverkefni Styrktarfélags barna með einhverfu

Page 50: 10 04 2015

50 matur & vín Helgin 10.-12. apríl 2015

T eriyakisósa virkar líka með nokkurn veginn því sem hægt er að ímynda sér.

Fiskur og kjúklingur eru kannski það sem við tengjum helst við sós-una góðu. En þeir sem vilja prófa sig áfram með framandi útgáfur af þekktum vestrænum mat ættu að prófa teriyakihamborgara. Annað hvort með því að blanda sósunni beint út í hakkið og móta svo borg-arana eða gljá hann á meðan steik-ingu stendur. Þeir hörðustu ganga jafnvel svo langt að brúka báðar aðferðir. Toppa hann svo með ein-hverju gúmmelaði eins og steikt-um sveppum og rauðlauk. Kóróna svo jafnvel verkið með góðum hvít-mygluosti. Um að gera að prófa sig áfram.

Steikt grænfóður fer upp um margar hæðir með smá teriya-kigljáa og svo auðvitað hrísgrjón. Það að steikja nokkrar rækjur og vorlauk saman við dagsgömul hrís-grjón er alger himnasæla og þeir sem vilja lifa á nöfinni bæta bauna-spírum við herlegheitin.

Næsta hæðÞótt það sé auðveldast og líka fjandi

freistandi að kaupa allt tilbúið úr búðinni er skrambi gaman líka að bauka suma hluti á eldavélinni heima. Sojasósa er aðalinnihaldið í teriyakisósu og það er ekki svo ein-falt að búa hana til. Reyndar alveg súper flókið þannig að við sleppum því að gerja sojabaunir að sinni og kaupum hana.

Þá er bara að finna út hvers konar teriyakisósu á að brugga. Eins og fyrr segir notast Japanir svo aðal-lega við sæt hrísgrjónavín og sykur eða hunang í sína. Fæstir eiga þó sake eða mirinvín svona í búrskápn-um. En það er líka í fínu lagi því við hérna á vesturhveli jarðarkringlunn-ar skellum bara engifer og hvítlauk út í pottinn í staðinn. Langt frá því ekta en afar bragðgott og ljómandi teriyakilegt.

Hellum sirka einum desilítra

af sæmilegustu sojasósu í pott og þynnum með sirka hálfum af vatni. Rúllum góðri matskeið af púður-sykri eða hunangi út í og toppum það með strásykri. Kannski hálf-um desilítra. Já, þetta er sæt sósa. Áfram með smjörið. Hita þangað til sykurinn er uppleystur og rífa þá með míkrórífara niður hálfa mat-skeið af hvoru, engifer og hvítlauk. Bæta út í pottinn og sjóða saman í nokkrar mínútur. Ekkert á fullu gasi, bara svona rétt undir suðu-marki, svo hvítlaukurinn verði ekki

bitur og engiferið missi allan kraft. Þeir sem eiga lögg af sake mega

bæta matskeið eða tveimur út í með sojasósunni í upphafi. Við hin get-um notað lögg af hvítvíni eða jafnvel bjór, helst þá hveitibjór – eða nokkra dropa af hvítvínsediki ef ekkert áfengt finnst í kofanum.

Sé vilji til þess að þykkja sósuna í gljáa er hægt að gera það með ma-isinamjöli. Þá er hálfri matskeið, sirka, af mjölinu blandað saman við matskeið af köldu vatni. Maís-blöndunni er þá hrært út í sósuna og soðið við miðlungs hita þangað til sósan þykknar. Gljáinn hentar sér-lega vel á kjúkling og lax eða silung, svo ekki sé minnst á hamborgarann góða.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Brún, sæt og söltTeriyaki er aðferð í Japan við að grilla mat eða steikja í ofninum. Þá er sojasósa ásamt mirin, sem er sætt hrísgrjónavín, eða sake notuð ásamt sykri eða hunangi til að gefa réttinum bragð og gljáa. Við hér á Vesturlöndum nær þekkjum þessa matargerð hins vegar nær eingöngu á búðarkeyptri teriyakisósu sem við notum yfirleitt nákvæmlega eins og soyjasósu, enda teriyakisósa nokkurn vegin eins í útliti, lykt og áferð. Bara sætari og leggst því sérlega vel að bragðlaukum hérna megin á hnettinum.

Merrild MØRK er dökkbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum. Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og braðeinkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökkbrennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju og því hentar það sérstak-lega vel með mjólk.

Dökkbrennt malað kaffi Hentar sérstaklega vel ef þú vilt

mjólk í kaffið

Merrild 304

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

672

54

TRÓPÍfæstnúnalíka í 1. lítra

fernum

Náttúru-legagóði

safinn

©20

15 T

he C

oca

Co

la C

om

pan

y -

all r

ight

s re

serv

ed

Page 51: 10 04 2015
Page 52: 10 04 2015

52 heilabrot Helgin 10.-12. apríl 2015

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

MÆLI-EINING

INNI-LEIKUR MAK ELDSNEYTI MÁLMUR SÓUN AF-

HENDING

GRAF-HELLIR

ÓVILD

ANDA

KVIÐUR

REKKJAFRÁ-

DRÁTTUR

AFKVÆMI

FLAT-ORMUR

TRAUST

MÁLM-HÚÐA

PILLU

STRIT

LISTA-MAÐUR

HOLA

MÆTTU

MJÖG

ENDUR-NÝJA

VIÐMÓT

HÁSTÉTT

TVEIR EINS

HÁLOFT

SLÆPAST

HLJÓÐ-FÆRI KISUSTAUR

Í RÖÐ

SKÓLI

MÁLMUR

FRESTA

KLAFI

ÞEFJA

RÆFLA-ROKK

VERA TIL

ÁLITS

KASTABIK

SKORTA

NÁÐIR

VITLAUST

VÍSAÐ

TVEIR EINS

INN-KIRTILL

RANNSAKA

KANN

EGGJA

AFL

VAFI

DRYKKUR

FÆÐU

MASA

MÁLMUR

BRASKA

NÆGILEGA

KARL-MAÐUR UMHIRÐADRAGA ÚR

MÁLI

GLYRNANÆRÐAR

HREKJA

SÝKING

TÓNN

FLEY

SPIL

TÆKIFÆRI

GREINSTARFS-GREIN

FEIKN

Á KIND

LÆRLINGUR

GRÚS

VARKÁRNI

NÝJA

KEYRA

LOFT-STRAUM

BÓKSTAFUR

RÓTAR-TAUGA

TÚNA

TÍMABIL

ÁTT

Í RÖÐ

MEST

ÚTMÁ

ÓHREINKA SLANGA

GOÐBAKTALARI

BÆTA VIÐ

236

3 1 6

1 2 4

5 9 8

2 4 8 3

1 5 7

1 9

4 6 7

5 9 4

3

5 3 6

4 2 8

4 2 8

9 2 4

7 5 1

8

1 7 9

7 3 4

SKAFT MÚL-BINDA S HJARTA-

ÁFALL

HELVÍTI

HUG-FÓLGINN V SKYNJAST GAGN

SKOT-MARK

ATVIKAST S K O T S K Í F AS K E SKARKALI

FRAMKOMA Ó L Æ T I FBÓK-

STAFUR E F ELDSTÆÐI

ÁN A R I N NF L A U G PJÁTUR

NAFNORÐ

SKYLDIR N OAFL

ULLAR-EFNI Þ FÍFLAST

BOGI A T A S TJURTA-

TREFJAR

VILJUGUR B A S T

ARINN

FLUGFAR

ÞÁTT-TAKANDI

F

Ó P R Ý Ð I SÁLSTÖÐVUN

ÞARMAR A F L Á T AUGNA-RÁÐLÝTI

H L E R I HÆNGUR

FUGL A G N Ú I FYRIRVAF ÞVAÐRA THLEMMUR

KÁSSA

A U KLJÁ

TÓN-LEIKAR L Á N A

NEFNI

NÚMER TVÖ S K Í R IM

M S DÝRABOGI

SKORDÝR G I L D R A PÍNA

ÚT K V Ö LSJÚK-DÓMUR

I S M I GÆLUNAFN

ÖRÐU F I N N I ÞRÓTTUR

UTASTUR A F LN

STEIN-TEGUND

BORG A G A T IÐUR

MÁLMUR I N N Y F L IÁG R U G G DÁ

HÆRRI T R A N S BARDAGI

TEMUR A TBOTNFALL

GRANNUR

J Ó R ANDMÆLI

PLANTA N E IFERÐAST

ÞUMLUNG-UR R A T A DYLGJUR RÍKIM

U M EINS

ÖRÐUGT J A F N T NÚA

FÁLM N U G G AKRINGUM

ÞYS

SVÖKVA-LAUS

ELDUR Þ U R R GAT

LAMPI O P DJAMM

ÞEFA R A L LYA L U R ANGAN

SPENDÝR I L M A N BLÓM

HÁTTUR R Ó SBOR

M O N T A AFSPURN

SPIL U M T A L ÆTÍÐ

SKÓLI S ÍGORTA

VELTINGUR

U G G TROMMA P Á K A JAFN S A M U RRR I T L I S T BLANDAR L A G A RRITLEIKNI

STEFNA

UTAN

my

nd

: A

nd

rew

Th

om

As

(C

C B

y-s

A 2

.0)

235

lauSnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

kroSSgátan

1. Hver er leikstjóri kvik-myndarinnar Blóðberg?

2. Hvað eru meðlimir StopWa-itGo margir?

3. Hvaða lið vann spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana?

4. Með hvaða liði leikur knatt-spyrnumaðurinn Rúrik Gíslason?

5. Við hvaða götu er utanríkisráðu-neytið?

6. Hvert er póstnúmerið á Hólmavík?

7. Hvaða ár kom plata Meg-asar, Millilending út?

8. Hvað er Chuck Norris gamall?9. Hver er bæjar-stjóri í Garðabæ?10. Hvaða hljómsveit leiddi söng-

konan Chrissie Hynde?

11. Við hvaða fjörð stendur Þingeyri?

12. Hver hætti fyrstur í Jackson Five?

13. Hverrar þjóðar var tónskáldið Smetana?

14. Hver er elsta gata Reykja-víkur?

15. Í hvaða landi fór orrustan um El Alamain fram? Svör:

1. Björn Hlynur Haraldsson. 2. Þrír. 3. Sameiginlegt lið Rásar 1 og 2. 4. FC Kaupmannahöfn. 5. Rauðarárstíg. 6. 510. 7. 1975. 8. 75 ára. 9. Gunnar Einarsson. 10. The Pretenders. 11. Dýrafjörð. 12. Jermaine Jackson. 13. Tékkneskur. 14. Aðalstræti. 15. Egyptalandi.

Spreyttu þigSpurningakeppni Fréttatímans hefst í næstu viku. Á meðan er um að gera að spreyta sig á nokkrum laufléttum.

Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita...

www.versdagsins.is

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is

sendum fríttúr vefverslun

Mjúku barnafötinÍslensk hönnun100% bómull

Samfella1.990 kr

Page 53: 10 04 2015

565 6000 / somi.is

Vorum að bæta þremur nýjum réttum á matseðilinN

Ferskt á hverjum degi

Sómi kynnir þrjá nýja og ljúffenga rétti sem einfalt er að hita upp heima sem máltíð fyrir 2-3. Ljúffengt Tex-Mex kjúklingalasagne, indverskur tandoori kjúklingur og osta tortellini í rjómasósu. Bættu þessum þremur frábæru réttum á matseðilinn þinn!

TEX-MEXKJÚKLINGALASAGNE

OSTA TORTELLINI Í RJÓMASÓSU

INDVERSKUR TANDOORI KJÚKLINGUR

Page 54: 10 04 2015

Föstudagur 10. apríl Laugardagur 11. apríl Sunnudagur

54 sjónvarp Helgin 10.-12. apríl 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

19:50 Spurningabomban (10/11) Í umsjón Loga Bergmann

22.15 Sakbitin góðvild Kaldhæðin, marg-verðlaunuð gamanmynd um fjölskyldu í New York sem kemst til efna með því að kaupa innbú úr dánarbúum.

RÚV16.25 Paradís (8:8) e.17.20 Vinabær Danna tígurs (10:40)17.31 Litli prinsinn (10:18)17.54 Jessie (6:26)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Fljótlegt og ferskt með Lorraine19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.40 Hraðfréttir (24)20.05 Útsvar Fljótsd.h. - Skagafj.21.20 Dýragarðurinn okkar (5:6)22.15 Sakbitin góðvild Kaldhæðin, margverðlaunuð gamanmynd um fjölskyldu í New York sem kemst til efna með því að kaupa innbú úr dánarbúum. Til að yfir-vinna sektarkenndina sem því fylgir, reynir móðirin að vinna góðverk hvar sem hún kemur. Aðalhlutverk: Catherine Keener, Oliver Platt og Rebecca Hall. Leikstjóri: Nicole Holofcener. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.23.45 Frátekinn ástmögur Róman-tísk gamanmynd með Kate Hudson í aðalhlutverki. Það reynir á vináttuböndin þegar Rachel verður ástfangin af kær-asta bestu vinkonu sinnar. Önnur hlutverk: Ginnifer Goodwin og Colin Egglesfield. Leikstjóri: Luke Greenfield. Ekki við hæfi ungra barna. e.01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist13:10 Cheers (8:26)13:35 Biggest Loser Ísland - upphitun14:10 The Biggest Loser - Ísland (11:11)15:45 Once Upon a Time (4:22)16:30 Beauty and the Beast (18:22)17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (18:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Talk19:50 Parks & Recreation (11:22)20:15 The Voice (12/13/14:28)00:00 The Tonight Show00:50 Before Midnight02:40 Law & Order: SVU (1:24)03:25 Necessary Roughness (6:10)04:15 The Tonight Show05:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:20/ 16:05 Spider-Man 212:25/ 18:15 The Extra Man14:10/ 20:05 Grand Seduction22:00/02:40 Prosec. Casey Anthony23:30 Cadillac Man01:05 Sleeping with The Enemy

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Middle (24/24)08:30 Glee 5 (4/20) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (144/175) 10:15 Last Man Standing (6/22) 10:40 Heimsókn (8/27) 11:00 Grand Designs (9/12) 11:50 Jamie Oliver’s Food Revolution12:35 Nágrannar13:00 Hot Shots! 14:30 The Amazing Race (2/12) 15:15 Kalli kanína og félagar15:40 Batman16:05 Family Tools (3/10) 16:30 A to Z (4/13) 16:55 Super Fun Night (6/17) 17:20 Bold and the Beautiful17:40 Nágrannar18:05 Simpson-fjölskyldan18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 The Simpsons19:50 Spurningabomban (10/11) 20:40 NCIS: New Orleans (17/23) 21:25 X-Men23:10 Blue Ruin00:40 Intruders02:15 Homefront03:55 Hot Shots! 05:20 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:05 Blackburn - Liverpool 13:45 Magdeburg - Kiel15:10 Barcelona - Man. City16:50 Rayo Vallecano - Real Madrid18:30 Slaktaumatölt Beint22:55 La Liga Report23:25 Meistaradeild Evrópu 23:55 Haukar - Tindastóll 01:30 Barcelona - Almeria03:10 UFC Unleashed 201503:55 Kína - Æfing 3 Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:00 Leicester - West Ham11:45/ 21:10/ 00:00 Messan13:05 Burnley - Tottenham14:45 Football League Show 2014/1515:15 Everton - Southampton17:00 Aston Villa - QPR18:40 Brighton - Bournemouth Beint20:40 Match Pack21:50/ 00:40 Enska úrvalsd. - upph.22:20 Brighton - Bournemouth

SkjárSport 10:45/ 17:05 Bundesliga Highlights11:35 Augsburg - Schalke13:25 Bayer Leverkusen - Hamburger 15:15 Hertha Berlin - Paderborn17:55 Bundesliga Preview Show (11:17)18:25/ 22:45 Hannover - Hertha Berlin20:25 B. Dortmund - B. München22:15 Bundesliga Preview Show (11:17)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 12:25 Bold and the Beautiful13:50 Spurningabomban (10/11) 14:45 Hátíðartónleikar Eimskips15:55 How I Met Your Mother (22/24) 16:25 ET Weekend (30/53) 17:10 Íslenski listinn17:40 Sjáðu (386/400) 18:05 Latibær 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Lottó 19:15 Stelpurnar (4/12) 19:40 Fókus (8/12) 20:05 The Other Woman Cameron Diaz leikur leikur lögræðinginn Carly í þessari rómantísku gamanmynd frá 2014. Hún telur sig eiga hinn fullkomna unnusta en kemst svo að því að hann leikur tveimur skjöldum, hann er nefnilega harðgiftur. Hún er þó ekki ein um að átta sig á svikseminni því eiginkonan er líka komin á sporið. 21:55 Winter’s Tale Í23:50 We’re the Millers01:40 Moneyball 03:50 Trust05:35 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:50 Formúla 1 - Tímataka Beint09:00 Slaktaumatölt12:00 Formúla 1 - Tímataka13:25 La Liga Report13:55 Real Madrid - Eibar Beint15:55 Haukar - Tindastóll17:30 Bballography: Arizin17:55 Sevilla - Barcelona Beint19:55 Meistaradeild Evrópu 20:25 Real Madrid - Eibar22:05 UFC Now 201522:55 Sevilla - Barcelona00:35 UFC 182: Jones vs. Cormier05:30 Formúla 1 2015 - Kína Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Brighton - Bournemouth09:55 Match Pack10:25 Enska úrvalsdeildin - upphitun10:55 Messan11:35 Swansea - Everton Beint13:50 Tottenham - Aston Villa Beint16:00 Markasyrpa16:20 Burnley - Arsenal Beint18:30 West Ham - Stoke 20:10 Southampton - Hull21:50 Sunderland - Crystal Palace23:30 WBA - Leicester01:10 Swansea - Everton

SkjárSport 10:15 Bundesliga Highlights Show11:05 Hannover - Hertha Berlin12:55 Bundesliga Preview Show (11:17)13:25/18:25 B. München - Eintr. Frankf.16:25/ 20:15 Hamburger - Wolfsburg

RÚV07.00 Morgunstundin okkar 10.20 Hraðfréttir e. 10.40 Ævintýri Merlíns (13:13) e. 11.25 Bókaspjall: Jon Fosse e. 11.55 Gyðingar og múslimar (3:4) e. 12.50 Matador (4:24) e. 13.45 Kiljan e. 14.25 Handboltalið Íslands e. 14.40 Meistaram. í badminton Beint16.50 Saga af strák e. 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóla (10:26) 17.32 Sebbi (21:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (22:52) 17.49 Tillý og vinir (12:52) 18.00 Stundin okkar (1:28) e. 18.25 Kökugerð í konungsríkinu 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (33) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (27) 20.10 Öldin hennar (15:52) 20.15 Þú ert hér (4:6) (Tolli) 20.40 Sjónvarpsleikhúsið – Fordæmd 21.05 Heiðvirða konan (7:9) Verðlaunuð bresk spennuþátta-röð. Áhrifakona af ísraelskum ættum einsetur sér að leggja sitt af mörkum í friðarumleitunum í gamla heimalandinu. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Vonarstræti e. 00.05 Ungur maður á uppleið e. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:00 The Talk12:40 Dr. Phil14:40 Cheers (10:26)15:05 Royal Pains (10:16)15:50 Parks & Recreation (11:22)16:15 The Office (3:27)16:40 Biggest Loser Ísland - upphitun17:15 The Biggest Loser - Ísland (11:11)18:50 Top Gear (3:7)19:45 Gordon Ramsay Ultimate ...20:15 Scorpion (13:22)21:00 Law & Order (10:23)21:45 Allegiance (8:13)22:30 The Walking Dead (14:16)23:20 Hawaii Five-0 (18:25)00:05 CSI: Cyber (3:13)00:50 Law & Order (10:23)01:35 Allegiance (8:13)02:20 The Walking Dead (14:16)03:10 The Tonight Show04:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50/ 14:55 Something’s Gotta Give09:55/ 17:00 Another Cinderella Story11:30/ 18:35 The Other End of the Line13:20/ 20:25 So Undercover 22:00/ 03:30 Take This Waltz23:55 Flypaper01:25 Prometheus

20:05 The Other Woman Cameron Diaz leikur leikur lögræðinginn Carly í þessari rómantísku gamanmynd frá 2014.

21:55 Takers Spennumynd með Chris Brown, Hayden Christensen, Matt Dillon, Paul Walker og Idris Elba í aðalhlutverkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.30 Útsvar e.11.30 Landsmót í hestaíþróttum e.12.20 Skólahreysti (4:6) e.12.50 Bækur og staðir13.00 Söngkeppni framhaldsskólanna16.00 Viðtalið (Roberta Frank) e.16.25 Ástin grípur unglinginn (9:12)17.10 Táknmálsfréttir17.20 Franklín og vinir hans (13:52)17.42 Unnar og vinur (14:26)18.05 Með okkar augum (6:6) e.18.35 Hraðfréttir e.18.54 Lottó (33)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir (32)19.35 Veðurfréttir19.45 Alla leið (1:5)21.00 Söngkeppni framhaldssk 201522.40 Sólóistinn Átakanleg saga byggð á sönnum atburðum. Blaðamaður í leit að umfjöll-unarefni rekst á heimilislausan mann sem virðist búa yfir gríðar-legum tónlistarhæfileikum. Saga einlægrar vináttu og brostinna drauma. Aðalhlutverk: Jamie Foxx, Robert Downey Jr. og Catherine Keener. Ekki við hæfi ungra barna.00.35 Valkyrja Spennutryllir byggður á sannsögulegum heimildum í leikstjórn Bryans Singer. Eitt merkilegasta sam-særi heimstyrjaldarinnar seinni snerist um að ráða sjálfan Hitler af dögum og mennirnir á bakvið það voru Þjóðverjar sjálfir. Aðal-hlutverk: Tom Cruise, Bill Nighy og Carice van Houten. Ekki við hæfi barna. e.02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:05 The Talk12:25 Dr. Phil13:45 Cheers (9:26)14:10 Royal Pains (9:16)15:00 Scorpion (12:22)15:45 The Voice (12/13/14:28)19:30 Red Band Society (5:13)20:15 L!fe Happens21:55 Takers23:45 Unforgettable (11:13)00:30 CSI (1:22)01:15 Law & Order: UK (1:8)02:05 The Tonight Show03:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:10/ 15:35 The Winning Season10:55/ 17:20 Story Of Us12:30/ 18:55 Men in Black II14:00/ 20:25 Anchorman 22:00/ 03:00 Trance23:40 Night of the Demons01:15 The Thing

21:00 Law & Order (10:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksókn-ara í New York borg.

20.15 Þú ert hér (4:6) (Tolli) Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmæl-endur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra..

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Nintendo New 3DS

• Spilar 3DS og DS tölvuleiki.• Ný og betri stjórnun.• Öflugri örgjörvi og nýr netvafri.• NFC stuðningur við Amiibo karaktera.• Ný og betri 3D tækni sem eltir augun.• Betri myndavél og þráðlaus yfirfærsla á gögnum.

Nintendo New 3DS XL

Nýkomin, ný og öflugri

Lágmúla 8 • Sími 530 2800

kr. 39.900,- kr. 46.900,-

3.88”

3.33”

4.88”

4.18”

Gott úrval leikja

Page 55: 10 04 2015

Eins og flestir muna voru páskar um síðustu helgi. Sem þýðir fimm dagar af því að þurfa ekki að fara í vinnuna. Ég horfði því rosalega mikið á sjónvarpið um síðustu helgi. Dvaldi mestan partinn í góðu yfirlæti í litlu sumarhúsi á Norðurlandi eystra. En þar sem slökkt hefur verið á hliðrænum sjónvarpsútsendingum var ekki mikið horft á skipulagða dag-skrá heldur heilu þáttaraðirnar af spjaldtölvuskjá. OZ appið kom reyndar í góðar þarfir þegar svala þurfti smá körfuboltaáhuga á milli páskaeggja en ég er svo nískur á

megabætin að ég þurfti að velja og hafna efni þaðan. Svo til að æra óstöðugan er Golfstöðin ein-hverra hluta vegna ekki á OZ app-inu. Sem er undarlegt í meira lagi.

Það vildi þó svo vel til að sumarhúsið litla, þótt það sé langt úti í sveit, er ekki langt frá næsta bóndabæ hvar stafrænar útsendingar nást. Því voru hæg heimatökin fyrir okkur ungana að sjá Góa bjarga málunum í þremur þáttum. Mikið var það nú sniðugt hjá þeim Rúvurum að brjóta þriðju Sveppa myndina upp og sýna um páskana. Gerði

það að verkum að fullorðna fólkið nennti að horfa aðeins með okkur Sveppa-, Villa- og Góaaðdáend-unum.

Svo var komið að Vonarstræti. Hitt sjónvarpsefnið sem ég gerði mér ferð milli húsa fyrir – og þá

passaði talið ekki við myndina. Gafst því upp og hélt mig áfram að útlendar þáttaraðir í spjald-tölvunni. Fattaði náttúrulega ekki hálfur að talið hefur mjög líklega passað fullkomlega á Ozinu.

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:25 Helgi Björnsson í Hörpu15:05 How I Met Your Mother (23/24) 15:30 Fókus (8/12) 16:00 Margra barna mæður (6/7) 16:25 Matargleði Evu (4/12) 16:55 60 mínútur (27/53) 17:40 Eyjan (29/35) 18:30 Fréttir og Sportpakkinn19:10 Ísland Got Talent (11/11) 21:05 Rizzoli & Isles (18/18) Fimmta þáttaröðin um rannsóknarlög-reglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston-mafíunnar saman. Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf. Jane er eini kvenleynilögreglumaðurinn í morðdeild Boston og er hörð í horn að taka og mikill töffari. Maura er hins vegar afar róleg og líður best á rannsóknarstofu sinni meðal þeirra látnu. Saman leysa þær hættulegar morðgátur í hverfum Boston.21:50 Mad Men (8/14) 22:35 Better Call Saul (4/10) 23:25 60 mínútur (28/53) 00:10 Eyjan (29/35) 01:00 Game Of Thrones (1/10) 01:55 Transparent (9/10) 02:20 Backstrom (4/13)03:05 Moulin Rouge05:10 James Dean

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Blackburn - Liverpool 11:05 Slaktaumatölt 14:05 Sevilla - Barcelona 15:45 Real Madrid - Eibar17:30 Haukar - Tindastóll 19:00 KR - Njarðvík Beint21:00 Oklahoma - Houston22:55 Moto GP - Ástralía23:55 KR - Njarðvík

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 Premier League World 2014/ 09:00 WBA - Leicester10:40 Tottenham - Aston Villa12:20 QPR - Chelsea Beint14:45 Man. Utd. - Man. City Beint17:00 Burnley - Arsenal18:40 QPR - Chelsea20:20 Man. Utd. - Man. City22:00 Southampton - Hull23:40 Sunderland - Crystal Palace

SkjárSport 9:15/21:05 B. München - Eintr. Frankf.11:05 Hamburger SV - Wolfsburg12:55 Bundesliga Preview Show (11:17)13:25/ 17:25 Köln - Hoffenheim15:25/ 19:15 Stuttgart - W. Bremen

12. apríl

sjónvarp 55Helgin 10.-12. apríl 2015

Í sjónvarpinu sjónvarpsgláp um páskana

Galdrakarlarnir í Oz

Ráðstefnustjóri: Þorsteinn Gunnarsson

Dagskrá

12:00 – 12:25 Skráning og léttur hádegsiverður

12:30 Setning ráðstefnu Viktor Steinarsson, stjórnarmaður MPM félagsins

12:30 – 13:15 Tom Tailor President of As-sociation for Project Management (APM)

Fashions and Trends in the Management of ProjectsAðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Tom Taylor sem er einn þekktasti tals- maður faglegrar verkefnastjóri í Bret-landi. Hann er vinsæll, gamansamur og kjarnyrtur fyrirlesari. Hann hefur gefið út fjölda bóka og greina um nýsköpun í viðskiptalífi og nýjungar í stjórnun af ýmsu tagi. Hann hefur mikla reynslu af því að kenna bæði innan háskóla og innan fyrirtækja og stofnana. Tom hefur unnið til margra verðlauna fyrir faglega verkefnastjórn- un sem hefur greitt götu hans sem ráðgjafa og álitsgjafa. Hann er einn stofnenda Buro Four, framkvæmda- stjóri Dashdot og nýverandi forseti Association for Project Management (APM) í Bretlandi.

13:15 – 13:45 Ásta Hildur Ásolfsdóttir MPM, tölvunarfræðin-gur og verk- efnastjóri

Verkefnastjórnun í verkefnadrifnu fyrirtækiÍ erindinu er fjallð um ólíkar áskoranir vekefnastjóra í verkefnadrifnu fyrirtæki eða deildarskiptu fyrirtæki.

13:45 – 14:15 Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og fjölmiðlakona.

Að vera, eða vera ekki verkefnastjóri FKA er 1100 manna félag með þremur sjálfstæðum stjórnum og átta nefndum á landsvísu og stendur fyrir um 40-50 fundum á ári. Félagið er drifið áfram af sjálfboðaliðum og sem eru tilbúnir að gefa vinnu sína í þágu félagsins. Í erindinu mun Hulda fjalla um hvernig reynst hefur best að virkja teymin, halda utan um verkefnin og keyra þau áfram af festu en þó með ástríðu og skýr mark-mið að leiðarljósi. 

14:15 – 14:45 Hannes Pétursson framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo

Hvernig nálgast þú verkefni með Agile hugarfari?Er Agile bara fyrir hugbúnaðarverkefni? Er hægt að nálgast "hefðbundin" verkefni með Agile aðferðum? Hvað felst í því að vera Agile?

14:45 – 15:00 Kaffihlé

15:00 – 15:30 Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Háskolann í Reykjavík

Stærsta ógnunin er líka stærsta tækifæriðÍ erindinu verður tæpt á nokkrum af helstu niðurstöðum rannsókna Þórðar Víkings á stöðu verkefna- og áhættu- stjórnunar á Íslandi borið saman við alþjóðleg viðmið og valin samanburðar-lönd.

15:30 – 16:00 Sigurður Hjalti Kristjánsson ráðgjafi á sviði reks-trar og stjórnunar hjá Capacent

Stjórnun átaksins Pinnið á minniðHlutverk, nálgun og áskoranir óháðs  verkefnisstjóra Pinnið á minnið átaksins.

 16:00 – 16:30 Þór Hauksson verkefnastjóri á Verkef-nastofu Landsbankans og MPM

Verkefnavitund og MPM fyrir og eftir fjármálahrunÍ erindinu er fjallað um hvaða hæfniþæt-tir skipta verkefnastjóra mestu í síbreyti-legu samkeppnisumhverfi. Hvað er að vera verkefnastjóri í ólgusjó fjármála- umhverfis í ævintýralegum uppgangi og hvað er að vera verkefnastjóri í sama umhverfi eftir fjármálahrun?

16:30 – 17:00 Haukur Ingi Jónasson PhD og lektor við Tækni- og verkfræði- deild HR og formaður

stjórnar MPM námsins 

Af kvaki best má kenna fugla: viska verkefnatey-misins virkjuð til vaxtarÁ sama tíma og aukin áhersla er á að meta verkefnastjórnunarlegan þroska fyrirtækja má einnig spyrja: Hvað með að auka tilfinninga- og vitsmunaþroska innan verkefnateyma? Hvaða áhrif hefði það á árangur þeirra? Í erindinu er fjallað um hvernig nýta má sértæka tækni til að auka enn frekar á skilvirkni í samræðum innan verkefna- teymis og stuðla með því að víðtækari árangri þess.

17:00 Ráðstefnuslit

MPM félagið stendur fyrir ráðstefnu í samvinnu við MPM

námið í Háskólanum í Reykjavík og Dokkuna undir yfirskriftinni:

Hvað er að vera verkefnastjóri?

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á

[email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

Page 56: 10 04 2015

K vikmyndin Blóðberg segir frá fjölskylduföður sem bjargar samlöndum sínum með skrif-

um á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræð-ingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Undir óað-finnanlegu yfirborðinu liggur gamalt leyndarmál sem einn daginn bankar upp á, og þá breytist allt. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur eitt aðal-hlutverkanna og segir tökurnar hafi gengið vonum framar og góð orka hafi verið til staðar.

„Við tókum bróðurpartinn upp í ágúst á síðasta ári, og svo líka í janúar síðastliðnum,“ segir Þórunn. „Mér finnst svo langt síðan við byrjuðum að ég var nánast búin að gleyma plottinu þegar ég sá svo myndina þegar hún var forsýnd um síðustu helgi,“ segir Þórunn en Blóðberg var forsýnd á Stöð 2 um páskana. „Ég sá svo eigin-lega ekkert af myndinni þar sem dótt-ir mín krafðist mikillar athygli þegar myndin var í gangi. Mér leist samt vel á það sem ég sá,“ segir Þórunn. „Hlutverkið var merkilega auðvelt, enda er Björn Hlynur frábær leik-stjóri sem lætur manni líða vel,“ segir Þórunn sem segir Blóðberg sína stærstu kvikmyndarullu til þessa.

„Ég lék lítið hlutverk í Málmhausi, en þetta er það stærsta. Ég fór svo beint úr tökunum á myndinni yfir í tökur á Stelpunum, svo það má segja að ég hafi skólast ágætlega í kvikmyndaleik á stuttum tíma,“ segir Þórunn. „Það var gaman að fá að leika á móti Hilmi Jenssyni sem er bekkjarbróðir minn úr Leiklistar-skólanum og það var skemmtilegt að fylgjast með því að Hilmar Jónsson og Harpa Arnardóttir, sem leika í myndinni, eru líka bekkjarsystkin úr skólanum og maður fann að samband bekkjarsystkina er oft ansi magnað,“ segir Þórunn. „Það voru alveg sömu neistar í gangi. Það hjálpar mikið að leika á móti fólki sem stendur manni nærri, fyrir vikið hafði maður engar áhyggjur.

Maður kynnist mörgum í þessum bransa og það er mikilvægt að rétta orkan sé til staðar í samleiknum,“ segir Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem er fastráðin í Borgarleikhúsinu. „Ég er í Billy Elliot og Beint í æð, svo þetta eru ansi margar sýningar á viku. En þegar það er svona gaman þá mætir maður með bros á vör í vinn-una.“

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

KviKmyndir Þórunn ArnA Kristjánsdóttir leiKur í BlóðBergi

Dóttirin truflaði forsýn-inguna

Kvikmyndin Blóðberg verður frumsýnd í kvöld í Sambíóunum. Kvikmyndin, sem framleidd er af Vest-urporti og leikstýrt af Birni Hlyni Haraldssyni, segir sögu af hefðbundinni ís-lenskri fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Ein leikkona myndarinnar, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, segir aðdragandann hafi verið langan en tökuferlið yndis-legt í alla staði.

Hlutverkið var merkilega auðvelt, enda er Björn Hlynur frábær leikstjóri sem lætur manni líða vel.

Ég var búin að gleyma plottinu þegar ég loksins sá myndina, segir Þórunn Arna Kristjáns-dóttir leikkona. Ljósmynd/Hari

reyKjAvíK KviKmyndAhátíð um helginA

Stuttar og fræðandi myndir í Bíó ParadísKvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefur verið haldin á ári hverju síðan 2001 og dagskráin jafnan mjög fjölbreytt. Um helgina er hátíðin haldin í 15. skiptið og fjölmargar áhugaverðar stutt- og heimildamyndir á boðstólum í Bíó Paradís. Óskarsverðlaunamyndin CitizenFour, um uppljóstrarann Edward Snowden, er ein heimilda-mynda hátíðarinnar og mun leik-stjóri hennar, Laura Poitras, verða viðstödd sýningu myndarinnar og verður með námskeið í heimilda-myndagerð á hátíðinni.

Sumé – The Sound of Revolution er fyrsta grænlenska heimilda-myndin í fullri lengd en hún fjallar um grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem gerði garðinn frægan á 8. áratuginum á Grænlandi og víðar í Evrópu. Myndin gerir hljómsveitinni góð skil en varpar einnig ljósi á grænlenskt samfélag þá og nú.

Heimildamyndin Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er opn-unarmynd hátíðarinnar í ár. Einu sinni á ári fyllist Neskaupstaður af þungarokkurum sem mæta á

Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins. Þó að hátíðin, sem nú er haldin í tíunda sinn, sé lítil á alþjóðlega vísu hafa margar af stærstu þungarokk-ssveitum heims spilað fyrir gesti hátíðarinnar.

Fjöldi annarra stutt- og heim-ildamynda verða sýndar á hátíð-inni. Upplýsingar um allar myndir hátíðarinnar og sýningartíma má finna á www.shortsdocsfest.com Miðasala á myndir hátíðarinnar fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin stendur fram á sunnudag. -hf

56 menning Helgin 10.-12. apríl 2015

DUBLIN flug f rá

9.999 kr.

BARCELONA flug f rá

19.999 kr.

RÓM flug f rá

18.999 kr.

MÍL ANÓ flug f rá

18.999 kr.

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

Gerðu verðsamanburð,það borgar s ig!

ÚLLEN,DÚLLENDOFF!

AMSTERDAM flug f rá

12.999 kr.

maí 2015

jú l í - september 2015

maí - jú l í 2015

jún í - jú l í 2015

jún í 2015

*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram.

*

*

*

*

*

Page 57: 10 04 2015

Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

4BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

ALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLING

NÝR 4BLS BÆKLINGUR

24.900Á TILBOÐI Í APRÍL!

Þráðlaust undratæki frá Brother sem skannar, ljósritar og prentar hágæða ljósmyndir í allt að A3 stærð, rammalaust!

J4120DW

PRENTAÐU LJÓSMYNDIRNAR Í A3 STÆRÐ

A3

5ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 29.900

9.990Ofur sterkbyggður lúxus og fallegur USB3 minnislykill úr sandburstuðum sink málmi sem rispast ekki!

64GB MINNISLYKILL

SANDBLÁSIÐSINKVATNS- RYK- OG HÖGGÞOLINN

64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL64GB MINNISLYKILL

8GB 2.990 • 16GB 3.990 • 32GB 6.990

14.900MEST SELDU SNJALLÚR Í HEIMI

Pebble úrið er með baklýstum LED 1.26”e-paper skjá, BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)

SNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚRSNJALLÚR

5ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 19.900

SNJALLÚRSNJALLÚR

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

OPNUNARTÍMAR

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

Page 58: 10 04 2015

V erkin mín hafa þróast með tím-anum en í dag nota ég sjálfa mig og líkamann sífellt meira.

Ég prófaði allskonar tungumál þegar ég var í námi í FB og Listaháskólanum en smám saman fór maður svo að finna sínar eigin forsendur og fagur-fræði,“segir Dagrún Aðalsteinsdóttir, ein þeirra fjölmörgu listamanna sem tekur þátt í alþjóðlegu myndlistarhátíð-inni Sequences.

Flutt til SingaporeDagrún stundar meistaranám í mynd-list við Lasalle í Singapore. „Singapore var bara gisk og leit út fyrir að henta fullkomlega bæði vegna þess að hér er sífellt verið að leggja meiri áherslu og fjármagn á menningu og hér sá ég fram á að hafa beinni aðgang að mínu hugðarefni, sem er austurlensk heim-speki og menning,“ segir Dagrún sem ætlar að vinna að myndlistinni á Ind-landi í sumar og fara svo þaðan til Kína í vinnustaðadvöl.

Á hátíðinni sýnir Dagrún klippi-myndaseríu sem hún vann í Feneyjum í fyrra og vídeó-verk sem eru verk í stöðugri vinnslu. Í vídeó-verkum Dagrúnar er líkaminn oftast í aðalhlut-verki. „Með honum reyni ég að skoða hvernig hið líkamlega getur verið leið að frumandanum eða ákveðinni upp-sprettu. Í verkunum reyni ég líkamlega að renna saman við umhverfi eða fólk sem hefur verið mér náið, þau augna-blik sem mér finnst samruninn takast geri ég að endalausri vídeó-lúppu sem

leið til að varðveita augnablikin. Verkið „Lets be“ tók ég í bakgarðinum heima hjá mömmu en hún býr í fallegu húsi í Breiðholtinu sem mér þykir afar vænt um. Síðan eru tvö verk á sýning-unni tekin á Indlandi, þar sem ég var að ferðast ein fyrir þremur árum og varð ástfangin af indverskum manni. Verkin eru tekin þegar ég fór aftur út að heimsækja hann áramótin fyrir tveimur árum og svo aftur í fyrra. Samband okkar hefur einkennst af meiri fjarveru en samveru en það hefur verið eitthvað mjög sterkt tog þangað, kannski af því þetta var fyrsta skipti sem ég varð ást-fangin. Indland með honum aftan á mótorhjóli í öllu kraðakinu, litunum og lykt sem er ólíkt öllu öðru sem ég hef fundið, var og er alltaf ótrúleg upplifun.“

Spennt fyrir hátíðinni„Mér finnst hátíðin mjög spennandi í ár og áhugavert að fá erlendan sýningar-stjóra. Alfredo Cramerotti mun hrista upp í senunni heima sem er afar lítil og það mun eitthvað mjög ferskt koma út úr því. Einnig eru spennandi erlendir listamenn að koma eins og Ed Atkins sem er rísandi stjarna í listheiminum í dag og er hluti af Triennale-sýningunni á New Museum í New York. Ég er ótrú-lega þakklát að vera hluti af Sequences í ár og hlakka til að fylgjast með úr fjarlægð óskandi þess ég gæti verið á landinu.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Myndlist dagrún sýnir á sequences seM hefst í dag

Vill varðveita augnablikinDagrún Aðalsteinsdóttir er ein þeirra fjölmörgu listamanna sem sýna á Sequences, alþjóðlegri myndlistarhátíð sem hefst í dag. Dagrún býr í Singapore þar sem hún leggur stund á meistarnám í myndlist og ræktar áhuga sinn á austurlenskri heim-speki. Hátíðin fókusar líkt og endranær á list sem líður í tíma en Dagrún mun sýna klippimyndir sem hún vann í Feneyjum og stillur út vídeó-verkum sem hún vann á Ind-landi, þangað sem hún hefur elt ástina og listina síðustu ár.

Alþjóðlega myndlistarhátíðin Sequences sem hefst í dag, 10. apríl, og stendur yfir til 19. apríl, var haldin í fyrsta skipti árið 2006. Áherslur hennar breytast frá ári til árs en fókusinn er alltaf á list sem líður í tíma, eins og myndbandalist, gjörningalist og hljóðlist. Hátíðin fer fram víða um miðborg Reykjavíkur, sýnt er bæði utandyra og á hinum ýmsu óhefðbundnum stöðum, auk hefðbundinna sýningarstaða. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er Alfredo Cramerotti og heiðurslistamaður hátíðar-innar í ár er hin margfræga Carolee Schneemann.

Bubbi verður UbbiLeikfélag Hafnarfjarðar frum-sýnir um helgina leikritið Ubba kóng í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Ubbi kóngur-skrípaleikur í mörgum atriðum er betur þekktur sem Bubbi kóngur, sem Herranótt frumflutti árið 1969 með þeim Davíð Oddssyni og Signýju Pálsdóttur í aðalhlutverkum. Þýðandi verksins, Steingrímur Gautur Kristjánsson, endurbætti þýðinguna þegar stóð til að LH ætlaði að setja verkið upp. Huld Óskarsdóttir leikur annað aðalhlutverkið en hún hefur starfað með LH síðan 1988 og hefur ekki tölu á sýningunum sem hún hefur leikið í. „Ætli það sé ekki á milli 20 og 30 sýningar,“ segir Huld. „Í fyrsta stóra hlutverkinu þá lékum við Halldór Magnússon feðgin, en í Ubba kóngi leikum við hjón, ætli við endum ekki sem mæðgin,“ segir Huld. Nánari upp-lýsingar á www.leikhaf.is.

20. mars – 25. apríl 2015

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885

[email protected] www.tveirhrafnar.is

Opnunartímar12:00-17:00 fimmtudaga og föstudaga

13:00-16:00 laugardagaog eftir samkomulagi

GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR

10. apríl kl. 20.00

Samsöngur með Júlíönu Indriðadóttur og Sigurkarli Stefánssyni.Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904

11. apríl kl. 16.00

Tónleikar- Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir sópransöngkona og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari.

17. apríl kl. 20.00

Kvöldstund með Valgarði Egilssyni og Katrínu Fjeldsted.Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904

www.hannesarholt.isMiðasala á midi.is

Dagskrá

hannesarholts

Billy Elliot (Stóra sviðið)Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00Síðustu sýningar leikársins

Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k

Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.

Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k

Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.

Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.

Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.

Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.

Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Sun 17/5 kl. 20:00Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Beint í æð (Stóra sviðið)Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00Sýningum fer fækkandi

Hystory (Litla sviðið)Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.

Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur

Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl.

leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn

Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn

Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn

Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas.

Allra síðasta aukasýning.

Segulsvið (Kassinn)Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn

Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn

Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson

Konan við 1000° (Stóra sviðið)Sun 12/4 kl. 19:30 Aukas.

Allra síðasta aukasýning.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

58 menning Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 59: 10 04 2015

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 | Opið MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 | Vefverslun á www.tekk.is

SÍÐAN1964

TAX FREE20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUMSKOÐAÐU

VÖRUÚRVALIÐÁ

TEKK.IS

Page 60: 10 04 2015

Í takt við tÍmann Egill PlodEr ottósson

Er á leiðinni á One Direction tónleika í Gautaborg í sumar

StaðalbúnaðurÉg reyni eftir fremsta megni að vera fínn og koma vel fyrir. Í fataskápnum er mikið af Cheap Monday-buxum og ýmsum skyrtum en svo er þetta bara blanda af rosa mörgu. Ég missti mig í Samsøe & Samsøe í Danmörku um jólin og svo eru alltaf nokkrar flíkur úr H&M þarna líka. Ég er annars ekki mikið að elta tísku-strauma en ég ætti kannski að gera það. Ég læt ekki sjá mig á opinberum vettvangi án þess að vera með eitthvað í hárinu og nú nota ég Hairbond vax sem ég kaupi á Reykja-vík Hair. Félagarnir segja reyndar að það sé farinn að þynnast á mér kollurinn en það er djöfulsins rugl.

Ljós

myn

d/H

ari

Egill Ploder Ottósson er tvítugur Seltirningur sem er einn stjórnenda sjónvarpsþáttarins Áttunnar sem fer í loftið á Mbl.is á sunnu-dag. Egill er einn fjórði Austurríkismaður og var meðlimur í hljómsveitinni F.U.N.K. sem tók þátt í Eurovision í fyrra. Hann horfir á Grey’s Anatomy og er stoltur af því.

HugbúnaðurÉg spila fótbolta með stórveldinu

Kríu á Seltjarnarnesi og við verðum í fjórðu deildinni í

sumar. Ég vil halda mér djúpum á miðjunni, eins og Lucas Leiva hjá Liverpool. Ég er einmitt harður Púlari. Annars finnst mér rosa gaman að hanga með félög-unum og fara kannski á Brooklyn Bar og fá okkur einn, tvo kalda. Svo er alltaf þægilegt að liggja uppi í rúmi og horfa á þætti og bíómyndir. Við kærastan erum nýbyrjuð að horfa á Grey’s Anatomy

og ég skammast mín nákvæmlega ekkert

fyrir það. Svo horfi ég líka á Walking Dead og

Suits. Það er hins vegar erfiðasta spurning í heimi

að svara hverjar eru uppá-halds myndirnar mínar, það

er síbreytilegt.

VélbúnaðurÉg er ekkert sérstakur í tækjunum. Ég á Lenovo-fartölvu sem er að detta í sundur, en virkar þó. Svo er ég með iPhone 4s. Það er auðvitað helvíti gömul týpa og það er í kort-unum að fara að skipta henni út. Ég reyni að vera virkur á samskiptamiðlunum; Facebo-ok, Instagram, Snapchat og Twitter. Svo hangi ég óþarflega mikið í Bloons TD Battle í símanum og keppi við lið á netinu. Ef ein-hver þorir í mig er ég egill2424 á Gamecen-ter – ég er ennþá ósigraður þar.

AukabúnaðurÉg er einn fjórði Austurríkismaður og mamma gerir betra snitsel en nokkur annar. Það og naut og bernaise er besti maturinn sem ég fæ. Ég er í fjarþjálfun hjá Agli Einars-syni svo ég borða mestmegnis hrökkbrauð og kotasælu þessa dagana en ef ég fæ mér skyndibita fer ég oftast á Hanann. Ég keyri um á Toyota Yaris sem kærastan á en ég fæ oftast að hafa, það er alveg nauðsynlegt að vera á bíl þegar maður býr í Norðlingaholt-inu. Ég hlusta mikið á tónlist og reyni að syngja líka. Stefnan er að láta til mín taka í tónlistinni í framtíðinni. Í sumar er stefnan sett til Gautaborgar með nokkrum félögum. Við ætlum að vera þar í viku og fara á One Direction-tónleika. Við erum miklir aðdá-endur.

60 dægurmál Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 61: 10 04 2015

MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS

S.J. – FréttablaðiðA.V. – DV

”Ágústa Eva Erlendsdóttir býr yfirmiklum sviðssjarma”

S.B.H. – M.bl.

Lau 11/4 Kl. 13Sun 12/4 Kl. 13Lau 18/4 Kl. 13

Fös 10/4 Kl. 20 Lau 18/4 Kl. 20

Yfir sextíu uppseldar sýningar

Drepfyndinn gamanleikur sem flæðir beint í æð!

Tryggðu þér miða!

Síðasti séns!að tryggja sér miða........................................................

...... .............................. ..............

ÖRFÁ SÆTIÖRFÁ SÆTI

ÖRFÁ SÆTIÖRFÁ SÆTI

„Frábærlega gert”GSE, Djöflaeyjan

„Hlátursþerapía”HA, Djöflaeyjan

Ljúffengt leikhúskvöld Pantaðu ljúffengar veitingar sem

bíða þín fyrir sýningu eða í hléi.

Sun 19/4 Kl. 13Lau 25/4 Kl. 13Sun 26/4 Kl. 13

Lau 25/4 Kl. 20Lau 2/5 Kl. 20Lau 16/5 Kl. 20

Page 62: 10 04 2015

Óttar Norðfjörð situr sveittur við að skrifa kvikmynda-handrit. Í bakgrunni New York árið 2044? Mynd/Pétur Antonsson

Bíó óttar Norðfjörð með tímaflakkstrylli í smíðum

Það er ekkert íslenskt við þessa bíómyndRithöfundurinn Óttar Norð-fjörð hefur undanfarið unnið að kvikmyndahandriti ásamt kvikmyndargerðarmanninum Davíð Ólafssyni. Myndin sem ber heitið Causality er spennu-mynd þar sem notast er við tímaflakk á mjög eðlisfræðileg-um grundvelli.

„Þetta er vísindatryllir,“ segir Óttar Norðfjörð. „Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í kollinum í þrjú til fjögur ár, um eðlisfræðing sem kannar möguleika tímaflakks til þess

að finna morðingja fjölskyldu sinnar,“ segir Óttar. „Ég bar þessa hugmynd undir Davíð sem kom svo inn í þetta með mér. Sagan gerist í New York og það er ekkert íslenskt við þessa mynd,“ segir Óttar. „Enda erum við að reyna við erlenda fram-leiðsluaðila og erlent fjármagn,“ segir Óttar.

„Við förum á kvikmyndahá-tíðina í Cannes í næsta mánuði þar sem handritið verður kynnt og við reynum að freista þeirra sem gætu haft áhuga,“ segir

Óttar. „Þetta er langt ferli og við erum á byrjunarreit, en þetta er spennandi.“

Hönnuðurinn Pétur Atli Ant-onsson hefur teiknað nokkrar myndir af mögulegu útliti myndarinnar og segir Óttar að þær ættu að hjálpa til við kynninguna. „Myndin gerist í New York á okkar tímum og árið 2044 og þessar myndir eru mjög skemmtilegar, og sýna mjög góða mynd af því sem við erum að skapa,“ segir Óttar Norðfjörð handritshöfundur. -hf

tóNlist Ása BergliNd gefur út plötu með tóNum og trix

Þjóðþekktir popparar syngja með ellismellum í ÞorlákshöfnTónar og trix er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn sem hefur unnið saman síðan vorið 2007. Þá stóð upphaflega til að halda tveggja vikna námskeið fyrir eldri borgara í Þorlákshöfn, þar sem unnið var með tónlist á skapandi hátt. Það var lokaverkefni stjórnanda hópsins, Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, í námi við Listaháskóla Íslands. Verkefnið gekk vonum framar og nú hefur hópurinn ráðist í gerð hljómplötu sem kemur út í vor, og naut hópurinn liðsinnis nokk-urra af frægustu söngvurum landsins við gerð plötunnar.

t ónar og trix er tónlistarhópur eldri borgara sem er í músíkalskri ævin-týraför. Þau hafa undanfarna mánuði

unnið hörðum höndum að því að æfa og taka upp plötu með aldeilis frábærum tónlistar-mönnum sem fyrirhugað er að komi út í maí. Stjórnandi hópsins, Ása Berglind Hjálmars-dóttir, segir starfið vera ævintýralegt og ótrúlega skemmtilegt. „Þetta byrjaði nú bara sem útskriftarverkefnið mitt úr Listaháskól-anum og nú, átta árum síðar, erum við að gera plötu,“ segir Ása.

„Á síðustu vortónleikum vorum við að taka þekkt íslensk dægurlög í „Latin“ útgáfum og hugmyndin að plötu kom upp. Það hefur svo gengið alveg rosalega vel, hópurinn er svo jákvæður og það er mikil spenna í Þorláks-höfn fyrir þessu öllu saman,“ segir Ása.

Í Tónum og trix eru 20 eldri borgarar og segir Ása þau oft halda að hún sé ekki með öllum mjalla þegar hún ber upp sumar hug-myndirnar við þau. „Þau eru svo hæversk og yndisleg, og oft þarf ég að stappa í þau stálinu og segja þeim að þau geti þetta alveg,“ segir Ása. „Þau koma sjálfum sér á

óvart í hvert sinn þrátt fyrir að þeirra fyrstu viðbrögð séu oft á þá leið að þau halda að þau geti þetta ekki.“

Eins og gefur að skilja með fólk sem kom-ið er á besta aldur þá hafa einhverjir fallið frá á þeim átta árum sem félagsskapurinn hefur starfað. „Það er bara eins og gengur,“ segir Ása. „Þeir meðlimir eru þó svo sannarlega með okkur í anda, við finnum fyrir því.“

Á plötunni sem kemur út í vor koma nokkrir gestasöngvarar við sögu, og eru það engir aukvisar. „Við fengum Jónas Sigurðs-son, Kristjönu Stefánsdóttur, Unnstein Manúel, Sigtrygg Baldursson og Sölku Sól til þess að syngja,“ segir Ása. „Þau tóku öll ótrúlega vel í þetta og voru mjög jákvæð. Það er mikil spenna í hópnum að fá að hitta þessar stjörnur, þar sem þau hittust aldrei á upptökutímanum,“ segir Ása.

Söfnun fyrir framleiðslu plötunnar er á Karolina Fund og hægt er að leggja verk-efninu lið þar.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Það er mikið fjör í Tónum og trix og fyrsta plata ellismellanna er væntanleg í vor. Þau njóta aðstoðar þekktra poppara á plötunni, svo sem Jónasar Sig, Kristjönu Stefáns, Unnsteins í Retro Stefson, Sölku Sólar og Sigtryggs Baldurssonar.

... ævin-týralegt og ótrúlega skemmti-legt.

Einákvörðungetur öllubreytt

www.allraheill.is

Stúdentaleikhúsið frumsýnir MIG í kvöld, föstudagskvöld. Verkið fjallar um sjálfs-mynd ungs fólks á Íslandi.

leikhús stúdeNtaleikhúsið frumsýNir mig

Sjálfsmynd ungs fólks mismunandiMIG fjallar um þig, mig, okkur og alla hina, segir í kynningartexta leikhússins og segir Vilhelm Þór Neto, formaður Stúdentaleikhúss-ins og einn leikara sýningarinnar, verkið taka á sjálfsmynd ungs fólks.

„Þetta er byggt á sögum allra leikaranna,“ segir Vilhelm Þór. „Við skrifuðum þetta saman í samstarfi við Öddu Rut leikstjóra. Vinnan hófst á fimm daga nám-skeiði leikhússins sem var í haust, en það er fastur liður hjá okkur að halda slík námskeið þar sem nýir meðlimir bætast við hópinn,“ segir Vilhelm.

„Sjálfsmynd ungs fólks á Íslandi er margbreytileg og gaman að sjá hvað það er sem mótar okkur af því samfélagi sem við búum í,“ segir Vilhelm. „Það er alltaf mikið talað um að Ísland sé best í heimi, en ef maður fer að skoða það nán-ar, þá er það kannski ekkert best,“ segir Vilhelm.

Í sýningunni eru 18 leikarar og einn tónlistarmaður og öll

komu þau að sköpun verksins. „Hópurinn er mjög fjölbreyttur,“ segir Vilhelm. „Bæði fólk sem hefur verið í nokkrum sýningum áður, en einnig fólk sem aldrei hefur sýnt með okkur. Undirbún-ingurinn hófst nánast um leið og námskeiðinu lauk og það fer mikil vinna í þetta, þar sem þetta er áhugaleikhús,“ segir Vilhelm.

Stúdentaleikhúsið hefur í vetur unnið hörðum höndum að því að leikhúsvæða nýtt húsnæði leik-félagsins að Strandgötu 75 í Hafn-arfirði þar sem MIG verður sýnt. Þar má nú finna kaffihús ásamt lifandi skólastofu. „Við erum búin að setja tíu sýningar á dagskrá og bætum svo við ef vel gengur,“ segir Vilhelm Þór Neto, leikari og formaður Stúdentaleikhússins.

Allar nánari upplýsingar um sýninguna má finna á Facebook síðu Stúdentaleikhússins.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

62 dægurmál Helgin 10.-12. apríl 2015

Page 63: 10 04 2015

Vænlegast til vinnings

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma

563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni.

Miðaverð er aðeins 1.300 kr.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

151

607

85 MILLJÓNIR í boði fyrir þá sem fara með stiga út í búð

því verðið er svo hátt og alla hina … sem eiga miða.

Á síðustu 5 árum hafa 478 milljónir endað í Hafnarfirði … kanntu annan?!

Page 64: 10 04 2015

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Edda Halldórsdóttir

Bakhliðin

Hjartahlý með súr­realískan húmorAldur: 27 ára.Hjúskaparstaða: Gift Kára Sigurðssyni, framhaldsskólakennara í stærðfræði.Menntun: MA í listfræði.Starf: Framkvæmdastjóri Sequences myndlistarhátíðar.Fyrri störf: Hef áður unnið við ýmis-legt, m.a. hjá Listasafni Íslands, við íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum og á yngri árum við barnapössun, af-greiðslustörf, skúringar og fleira. Áhugamál: Góður nætursvefn, kaffi, útihlaup og fleira sem gleður og gefur frá sér góða orku.Stjörnumerki: Vog.Stjörnuspá: Það er rangt að láta eigið skap bitna á öðrum. Hafðu frumkvæði að þeim breytingum sem þú veist að eru til hins betra.

Edda er afskaplega trygg vin-kona,“ segir Þóra Flyger-ing, vinkona Eddu. „Hún er

mjög iðin og fylgin sér, svo er hún líka afskaplega hjartahlý og góð manneskja. Hún er líka með mjög góðan og súrrealískan húmor. Hún getur líka verið dálítið nákvæm og notar til dæmis alltaf punkt og stóran staf í sms eða netspjalli.“

Edda Halldórsdóttir er framkvæmda-stjóri alþjóðlegu listahátíðarinnar Sequences, sem hefst í dag, 10.4. og stendur yfir til 19.4. Á hátíðinni er sjónum beint að myndlist sem líður í tíma, eins og myndbandalist og hljóðlist. Hátíðin fer fram víða um miðborg Reykjavíkur, sýnt er bæði utandyra og á hinum ýmsu óhefðbundnum stöðum, auk hefðbund-inna sýningarstaða.

Hrósið ...... fær kaupmaðurinn Pavel Erolinski í Kjöt & fiski við Bergstaðastræti, sem gefur matvæli sem komin eru á síðasta söludag í verslun hans.

Flott fermingargjöf

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 39.900,-