12
Nýlega undirrituðu tvær íslenskar skipa- og báta- smiðjur samninga um smíði skipa eftir að viðskipta- vinirnir höfðu vegið og metið tilboð þeirra um verð og gæði álitlegri kost en frá erlendum aðilum. Ósey hf. í Hafnarfirði undirritaði fyrir skömmu samning við Þorbjörn/Tálkna ehf. um smíði rösklega 300 lesta togveiðiskips. Fimmtán skipasmíðastöðvar víðs vegar um heim buðu í verkið, þar á meðal frá Pól- landi, Spáni, Chile og Kína. Eftir að tilboð höfðu verið vandlega skoðuð var ákveðið að ganga til samninga við íslensku skipasmíða- stöðina, sem getið hefur sér gott orð á þessum vett- vangi og smíðað vönduð skip sem afhent hafa verið á umsömdum tíma, nú síðast Geir ÞH 150. Skipið, sem samið hefur verið um smíði á hjá Ósey hf., verður afhent um þar næstu áramót. Trefjar ehf. í Hafnarfirði undirrituðu á dögunum samning um smíði fiskibáts til Englands. Báturinn ber heitið Cleopatra 33 og er hægt að útbúa hann fyrir tog-, neta-, og línuveiðar með sjálfvirkum búnaði og hand- færaveiðar með rúllum. Í nóvemberútgáfu World Fishing er sagt frá þessum samningi og þess sérstaklega getið að fyrirkomulag allt í bátnum sé í hæsta gæðaflokki og að hann hafi verið reyndur við erfiðustu aðstæður við Ísland og staðist allar kröfur. Betri meðmæli sé trauðla hægt að fá með einu skipi. Báturinn verður tilbúinn til afhendingar í janúar og „mun halda samstundis til veiða” eins og sagt er frá í World Fishing. Það þykja þeim greinilega nokkur tíð- indi. 11. tbl. • Nóvember 2000 Efnisyfirlit Viðbrögð við rekstrarvanda verktaka Ritstjórnargrein 2 Fyrstu myndskerarnir í tæpa hálfa öld 3 Síaukin eftirspurn eftir erlendu vinnuafli 4 Málmsuða sem tekur mið af alþjóðakröfum 6 Íslenskir kjötiðnaðarmenn sópa að sér verðlaunum í Danmörku 7 Örugg matvæli 9 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur framhald á bls 4

11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

  • Upload
    doantu

  • View
    234

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Nýlega undirrituðu tvær íslenskar skipa- og báta-smiðjur samninga um smíði skipa eftir að viðskipta-vinirnir höfðu vegið og metið tilboð þeirra um verðog gæði álitlegri kost en frá erlendum aðilum.

Ósey hf. í Hafnarfirði undirritaði fyrir skömmusamning við Þorbjörn/Tálkna ehf. um smíði rösklega300 lesta togveiðiskips. Fimmtán skipasmíðastöðvarvíðs vegar um heim buðu í verkið, þar á meðal frá Pól-landi, Spáni, Chile og Kína.

Eftir að tilboð höfðu verið vandlega skoðuð varákveðið að ganga til samninga við íslensku skipasmíða-stöðina, sem getið hefur sér gott orð á þessum vett-vangi og smíðað vönduð skip sem afhent hafa verið áumsömdum tíma, nú síðast Geir ÞH 150.

Skipið, sem samið hefur verið um smíði á hjá Óseyhf., verður afhent um þar næstu áramót.

Trefjar ehf. í Hafnarfirði undirrituðu á dögunumsamning um smíði fiskibáts til Englands. Báturinn berheitið Cleopatra 33 og er hægt að útbúa hann fyrir tog-,neta-, og línuveiðar með sjálfvirkum búnaði og hand-færaveiðar með rúllum.

Í nóvemberútgáfu World Fishing er sagt frá þessumsamningi og þess sérstaklega getið að fyrirkomulag alltí bátnum sé í hæsta gæðaflokki og að hann hafi veriðreyndur við erfiðustu aðstæður við Ísland og staðistallar kröfur. Betri meðmæli sé trauðla hægt að fá meðeinu skipi.

Báturinn verður tilbúinn til afhendingar í janúar og„mun halda samstundis til veiða” eins og sagt er frá íWorld Fishing. Það þykja þeim greinilega nokkur tíð-indi.

11. tbl. • Nóvember 2000

Efnisyfirlit

Viðbrögð við rekstrarvandaverktakaRitstjórnargrein 2

Fyrstu myndskerarnirí tæpa hálfa öld

3

Síaukin eftirspurn eftir erlendu vinnuafli

4

Málmsuða sem tekur mið afalþjóðakröfum

6

Íslenskir kjötiðnaðarmennsópa að sér verðlaunum íDanmörku

7

Örugg matvæli9

Íslenskurskipaiðnaðurhefur betur

framhald á bls 4

Page 2: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Eins og flestir vita hefur verðbólgu-hraðinn hér á landi mælst um 5% síð-ustu 12 mánuði. Mikil spenna hefurverið á vinnumarkaði og skortur ávinnuafli hefur víða leitt til launa-skriðs sem er langt umfram það semsamið var um í kjarasamningum í árs-byrjun. Þetta á ekki síst við um bygg-ingastarfsemi og mannvirkjagerð þarsem velta jókst um 9-10% á milli árafyrstu 6 mánuði þessa árs samanbor-ið við sama tíma í fyrra. Verð á íbúð-arhúsnæði og öðrum byggingum hef-ur að flestra mati fylgt kostnaðarþró-uninni.

HÖRÐ SAMKEPPNI HELDUR

VERÐINU NIÐRI

Jarðvinnuverktakar hafa nokkuðaðra sögu að segja. Verkefnaframboðþar hefur ekki verið það mikið að verðhafi hækkað eins og í byggingariðnað-inum. Lægstu tilboð í jarðvinnuverk-efni eru enn í flestum tilvikum tugiprósenta undir kostnaðaráætlunum ogeru þó flestir sammála um að kostnað-aráætlanirnar séu farnar að taka miðaf þessum lágu tilboðum og þeirritaumlausu samkeppni sem ríkt hefur áþeim markaði.

MIKLAR KOSTNAÐARHÆKKANIR EN....

Stjórn Samtaka iðnaðarins fjallaði ísíðasta mánuði um þetta ástand ogsendi í framhaldi af því frá sér ályktun

þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu hefurhækkað langt umfram almennar verð-lagsbreytingar. Langhæst ber, eins ogvænta má, um 60% hækkun á olíuverðisl. 12 mánuði en sé litið lengra hefurolíuverð tvöfaldast á hálfu öðru ári.Aðrir veigamiklir þættir í rekstri jarð-vinnuverktaka hafa einnig hækkað svonemur tugum prósenta. Útseld vinnaverkstæða hefur t.d. hækkað á bilinu25-35% á síðustu 12 mánuðum ogkoma þær hækkanir ofan á verulegarhækkanir á fyrra ári. Sömu sögu ereinnig að segja umhækkun bifreiða- ogtækjatrygginga. þarmá sem dæmi nefnaað ökutækjatrygg-ingin ein og sérhækkaði um 30% ísumar.

...ENGAR VERÐBÆTUR

Undanfarin ár hefur sú stefna veriðuppi að hverfa frá verktryggingu verk-samninga og má sem dæmi nefna aðVegagerðin verðtryggir ekki verksamn-inga nema verktími sé lengri en 24mánuðir. Um þetta segir í ályktunstjórnar SI: „Jarðvinnuverktakar búavið það fyrirkomulag að nánast öllverk þeirra eru tilboðsverk og bundinföstu verði sem breytist ekki þrátt fyr-ir kostnaðarhækkanir….þeir verða þvíóvenjulega hart úti þegar verðforsend-ur tilboða þeirra breytast jafn mikiðog raun ber vitni á verktímanum.”

Stjórnarmenn í SI eru ekki frekar enaðrir Íslendingar talsmenn þess aðtaka upp verðtryggingu vítt og breitt íþjóðfélaginu og setja þar með gömluverðbólgu hringekjuna í gang. Hinsvegar hefur stjórnin beint þeim tilmæl-um til verkkaupa að að tekin verði uppákvæði eða tilteknar verðlagsforsend-ur í verksamninga sem tryggi að eðli-legt tillit verði tekið til verulegrabreytinga á verðlagi helstu kostnaðar-þátta hjá jarðvinnuverktökum en slík-ar verðbreytingar hafa að undanförnukollvarpað forsendum verksamninga.Stjórn SI segir í lok ályktunar sinnar aðóeðlilegt sé að jarðvinnuverktakarberi þessa áhættu einir.

JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ HJÁ VEGAGERÐINNI

Nú hefur Vegagerðin tilkynnt að húnmuni bæta verktökum olíuhækkanir áþessu ári eftir sérstökum reglum endaséu þær hækkanir langt umfram þaðsem vænta mátti og vart verði hjá þvíkomist að taka tillit til þeirra. Um þaðeru auðvitað engar reglur til hvenærverðhækkanir eru orðnar svo miklarað ekki verði hjá því komist að taka til-lit til þeirra. Þeim mun meiri ástæða ertil að hrósa forsvarsmönnum Vega-gerðarinnar fyrir að taka frumkvæði íþessu máli og bregðast við aðsteðj-andi vanda jarðvinnuverktaka. Nánarireglna um útreikning bóta er að væntaá næstu dögum. Vonandi fylgja aðrirverkkaupar þessu fordæmi Vegagerð-arinnar enda hlýtur sú ákvörðun aðvera stefnumarkandi. Framundan ereinnig að móta leikreglur um að til-teknar verðforsendur helstu kostnað-arþátta á þessu sviði verði teknar inn íverksamninga í framtíðinni.

TÍMABÆR LÆKKUN ÞUNGASKATTS

Á þessum vettvangi hefur helst tillítið verið um hrós til handa stjórn-völdum en það er full ástæða til aðhrósa fjármálaráðherra fyrir þáákvörðun hans, sem tilkynnt var ný-lega, að lækka mælagjald þungaskattsum 10% sem að sögn mun minnkaskattheimtu ríkissjóðs af þessum at-vinnutækjum um nálega 300 millj.kr. áári. Breytingar á þungaskatti hafa ver-ið svo tíðar á undanförnum misserumað ógerlegt er að finna út með fullrivissu að hve miklu leyti tekjuauki rík-issjóðs af þungaskatti stafar af bættriinnheimtu, aukinni umferð eða kerfis-breytingum. Greiðendum þungaskattshefur jafnan þótt að hverri kerfisbreyt-ingu fylgdu auknar álögur. Nú hefurfjármálaráðherra Geir H. Haarde semsagt brugðist við háværum kvörtunummeð lækkun þungaskatts sem að von-um kemur sér vel við þær aðstæðursem að framan er lýst þar sem kostn-aðarhækkanir eru að sliga fyrirtækin.Það eru skynsamleg viðbrögð og fyrirþau er rétt og skylt að þakka.

Sveinn Hannesson

Síða 2

R I T S T J Ó R N A R G R E I N

11. tbl. 1999 • Íslenskur iðnaður

Viðbrögð við rekstrarvanda verktaka

ÍSLENSKUR IÐNAÐUR11. tbl. Nóvember 2000ISSN 1022-7741

Fór í prentsmiðju: 22.11. 2000 Prentvinnsla: Prenttækni hf. Hönnun og myndskreytingar: Vala Óla.Útgefandi: Samtök iðnaðarinsHallveigarstíg 1, Pósthólf 1450, 121 ReykjavíkSími: 511 5555, fax: 511 5566 Kennitala 511093-2019www.si.is, netfang:[email protected]Ábyrgðarmaður: Sveinn Hannesson Ritstjóri: Haraldur D. NelsonUmbrot og setning: Þóra Ólafsdóttir Efnisstjóri og prófarkalestur: Þóra Kristín Fjölmiðlum er frjálst að nota efni úr Íslenskum iðnaði í heild sinni eða að hluta. Fjölmiðlamenn eru vinsamlegast beðnir að geta heimildar í slíkum tilfellum.

Page 3: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 3

G Ö M U L I Ð N G R E I N G L Æ D D N Ý J U L Í F I

Íslenskur iðnaður • 11. tbl. 2000

Síðastliðið vor tóku tveir nemendursveinspróf í myndskurði frá Iðnskól-anum í Reykjavík en það hafði þáekki gerst í 46 ár.

Hinir nýju myndskurðarmenn eruAnna Lilja Jónsdóttir og Örn Sigurðs-son. Lokaverkefni þeirra Önnu Lilju ogArnar eru lágmyndir í endurreisnar-stíl, skornar út í spjöld og eiga sér fyr-irmyndir á veggjum Páfagarðs í Róm.

Sveinsstykki Önnu Lilju er skorið út ímahoní en Arnar í linditré. Kennari

þeirra var Sveinn Ólafsson myndskerien hann er nú á áttræðisaldri.

Örn er húsgagnasmíðameist-ari að mennt og hefur lagtstund á myndskurð í 10 ár enAnna Lilja er húsgagnasmiðuren það er forsenda fyrir því aðfá að hefja nám í myndskurðivið iðnskólann.

Fyrir nokkrum árum varstofnað félag áhugamanna umtréskurð og Örn og Anna Liljasegja að það félag hafi ýtt und-ir að kennsla í myndskurði vartekin upp að nýju við Iðnskól-ann í Reykjavík fyrir nokkrumárum. Nú stunda nokkrir nem-endur nám í myndskurði viðskólann.

Þóra Kristín

Fyrstu myndsker-arnir í tæpahálfa öld

Iðnþing SI 2001Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið 16. mars nk. í Versölum, Hall-veigarstíg 1. Dagskrá Iðnþings verður birt í febrúarblaði Íslensks iðnaðar

og á vefsíðu SI www.si.is.

Page 4: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 4

E R L E N T S A M S T A R F

11. tbl. 2000 • Íslenskur iðnaður

Samtök iðnaðarins og ráðningarstof-an Mannafl (áður Ráðgarður ogGallup) hafa undirritað samstarfs-samning um að Mannafl annist milli-göngu um að ráða erlent fólk til star-fa í fyrirtækjum innan Samtaka iðn-aðarins.

Íslensk fyrirtæki hafa í síauknummæli leitað út fyrir landsteinana aðfólki til að sinna störfum sem erfitthefur reynst að manna hér innan-lands. Samtökin töldu eðlilegast aðfagfólk annaðist milligöngu um ráðn-ingu þessa starfsfólks en Mannafl gerirsömu kröfur um hæfni til erlendrastarfsmanna og innlendra við ráðn-ingu í sambærileg störf.

Nokkuð hefur verið um að fyrirtækihafi ráðið starfsmenn erlendis frá enþað er flókið ferli og tímafrekt endafylgir því mikil pappírsvinna. Samtök-unum þykir því mikill fengur í að fáfagfólk til að sjá um að í hvívetna verðirétt að verki staðið.

Fyrstu skrefin í þessu samstarfi hafaþegar verið stigin. Fulltrúi frá Mannaflier nýkominn frá Póllandi þar semhann átti viðræður við fjórar ráðning-arskrifstofur. Niðurstaðan varð sú aðsamið var um samstarf við tværþeirra, aðra ríkisrekna en hina einka-rekna. Þær taka að sér að velja fólksem hefur áhuga á að starfa tímabund-ið á Íslandi og ganga úr skugga um aðþað fullnægi þeim kröfum sem fyrir-tæki og Mannafl gera til starfsfólks.

Mannafl sér um alla pappírsvinnu,t.d. hvað varðar öflun tilskilinna leyfaog gerð ráðningarsamnings. Ráðning-arskrifstofan sér einnig til þess að fyr-irtækin fullnægi þeim skilyrðum semopinberir aðilar setja þeim í slíkum til-vikum.

Fylgt verður fastmótuðu verkferliþar sem tekið er tillit til laga og reglu-gerða um atvinnuleyfi fyrir útlendingaog krafna Mannafls. Ákveðið var aðbyrja í Póllandi enda nokkur reynslafengin af ráðningu fólks þaðan en fyrir-

hugað er að kanna á næstunni svipaðamilligöngu um sambærilega þjónustufrá öðrum löndum.

Fyrir pólskan verkamann getur 6mánaða vinna á Íslandi skipt sköpumfyrir afkomu fjölskyldunnar. Í Póllandier atvinnuleysi um 14% og þar er sagð-ur mikill áhugi á tímabundnum störf-um á Íslandi en algengt er að mennráði sig til vinnu í þrjá til sex mánuðien eigi möguleika á að framlengja at-vinnuleyfið. Hér á landi er þegar feng-in nokkur reynsla af pólsku verkafólkisem getið hefur sér gott orð fyrirdugnað og vinnusemi. Svo virðist semPólverjar sem unnið hafa á Íslandi hafiborið landanum vel söguna því aðstarfsmaður Mannafls varð þessáskynja að í Póllandi er mikill áhugi áÍslandi og þar telja menn eftirsóknar-vert að vinna.

Áhugasömum er bent á að hafa sam-band við Ingibjörgu Óðinsdóttur hjáMannafli í síma 5407100.

Samningur um ráðningu erlendsvinnuafls

Síaukin eftir-spurn eftir er-lendu vinnuafli

Undanfarið hef-ur nokkur um-ræða spunnist umafdrif skipa semverið er að smíðaeða átt hefur aðsmíða í fjarlægumlöndum eins ogChile og Kína.Bent hefur verið áað óvíst sé aðþessar þjóðir búiyfir þeirri verk- ogtækniþekkingu

sem krafist er við smíði fullkomnustufiskiskipa sem íslensk útgerðarfyrir-tæki og sjómenn sækjast eftir. Eitt erað gera ódýran smíðasamning og ann-að að fá skip afhent á réttum tíma ogmeð umsömdum gæðum.

Af síðustu fregnum að dæma er ljóstað framvinda verka, sem byggjast ásmíðasamningum við skipasmíða-stöðvar í Chile og Kína, er ekki meðfelldu. Það er því að vonum að íslensk-ir útgerðarmenn dragi af því nokkurnlærdóm og fari varlega í að gera fleirislíka samninga. Ekki þarf að fjölyrða

um mikilvægi þess að samningar umsvo viðamikið verk, sem hér um ræðir,standist hvað varðar verð, gæði og af-hendingartíma. Miklu skiptir að fiski-skip, sem bætast í flotann, standistýtrustu gæðakröfur og komist semfyrst til veiða og afli eigendum sínum,sjómönnum og þjóðarbúinu í heildnauðsynlegra tekna.

Ingólfur Sverrisson

Íslenskur skipaiðnaður hefur betur Framhald af forsíðu

Page 5: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 5

E R L E N T S A M S T A R F

Íslenskur iðnaður • 11. tbl. 2000

Stjórn SI hefur það fyrir venju að faraá eins til tveggja ára fresti til útlandatil þess að kynna sér stefnur ogstrauma í málefnum iðnaðar þesslands sem heimsótt er og/eða alþjóð-leg viðhorf í málefnum iðnaðarins.Áður hefur stjórn SI farið til Belgíu,Írlands og Finnlands í þessum til-gangi. Að þessu sinni varð Tékklandfyrir valinu.

Ástæða þess að Tékkland var valiðer að um þessar mundir eru 10 ár síð-an það losnaði undan oki kommúnism-ans. Þar er mikill kraftur í uppbygg-ingu atvinnu- og efnahagslífsins en íTékklandi er rík hefð fyrir iðnaði ogTékkar eru í hópi þeirra þjóða semtrúlegt er að verði aðilar að ESB innannæstu 5 ára eða svo. Til þess að fræð-ast um þessi mál voru höfuðstöðvarbæði verkalýðshreyfingarinnar ogsamtaka atvinnurekenda í iðnaði heim-sóttar, auk fyrirtækja. Þá var ræðis-maður Íslands í Tékklandi heimsóttur.

SP (SAMTÖK IÐNAÐARINS Í TÉKKLANDI)

SP eiga rætur að rekja aftur til ársins1918 en í núverandi mynd eru þau 10ára en eins og gefur að skilja voru eng-in samtök atvinnurekenda starfrækt ívaldatíð kommúnista. Allt atvinnulífiðvar í höndum hins opinbera, meira aðsegja rakarastofur og kaffihús. Rættvar um skipulag beggja samtakanna,helstu starfsemi og vandann við aðafla félagsmanna og halda þeim. Aðild-arfélög SP eru 31og 160 fyrirtæki eigaþar beina aðild. Samtals eiga um 1.500fyrirtæki, stór og smá, aðild að SP.

Samtökin leggja mikla áherslu á aðefla alþjóðleg tengsl, bæði til þess aðafla markaða fyrir tékkneskan iðnaðog ekki síður að laða að erlendar fjár-festingar til landsins til að afla mark-aða og tækniþekkingar. Tékkneskstjórnvöld veita þeim, sem vilja hefjanýja starfsemi í landinu, margvíslegafyrirgreiðslu og getur það átt við bæðiinnlenda og erlenda aðila. Stjórnvöldvinna markvisst að því að gera rekstr-

arumhverfið aðlaðandi fyrir erlendaaðila. Engar hömlur eru lagðar á fjár-festingar eða erlenda eignaraðild ítékknesku atvinnulífi og er athyglis-vert að tékkneska hagkerfið er opnaraen það íslenska að þessu leyti. Tékkarhafa gert tvísköttunarsamninga viðyfir 100 ríki en Íslendingar hafa ekkitærnar þar sem Tékkar hafa hælana íþeim efnum, hafa aðeins gert slíkasamninga við 17 ríki.

Það kom fram í máli SP að staðan ítékkneskum iðnaði er ekki ósvipuðþeirri sem var á Íslandi við inngöng-una í EFTA. Iðnaðurinn hefur notiðríkulegrar tollverndar og er að mörguleyti staðnaður. Þrátt fyrir mjög láglaun hafa Tékkar áhyggjur af því aðmargt af iðnaðarframleiðslu þeirramuni ekki standast samkeppni í opnuhagkerfi.

Tékkar eiga ríka iðnaðarhefð en húnhefur ekki náð að þróast síðustu ára-tugina og lág laun ein og sér eru ekkinóg til þess að standast samkeppni tillangframa. SP skipulagði m.a heim-sóknir í tvö fyrirtæki sem þeir töldulýsandi fyrir þá umbrotatíma semstanda nú yfir og þá erfiðleika og tæki-færi sem eru í tékkneskum iðnaði umþessar mundir. Þetta voru skipasmíða-stöð og glerverksmiðja.

Í skipasmíðastöðinni var eins og tím-inn hefði numið staðar fyrir 40 - 50árum, a.m.k. hvað varðar tæki og bún-að. Þarna eru smíðuð skip ætluð tilfljótasiglinga og hefur stöðin getað afl-að sér verkefna, ekki síst á grundvellilágra launa, en sér nú fram á að kín-verskur skipasmíðaiðnaður muni geraþeim skráveifu, standist Kínverjarnirþeim snúning í gæðum. Reksturinnþarna var greinilega erfiður og ekkilaust við að saknaðar gætti í röddframkvæmdastjórans þegar hannræddi verkefnastöðuna og sagði fráþví að fyrir Flauelsbyltinguna hefðiekki þurft að hafa áhyggur af slíkumsmámunum. Þá hefðu verkefnin komiðaf sjálfu sér, m.a. mikið verið smíðaðfyrir Sovétríkin.

Í glerverksmiðjunni kvað við annantón. Hún er sú stærsta í Mið- og Aust-ur Evrópu, var einkavædd árið 1991,keypt af belgískri samsteypu skömmusíðar og hefur véla- og tækjabúnaðursíðan verið endurnýjaður meira eðaminna. Þarna gengur reksturinn vel ogverksmiðjan er mjög vel samkeppnis-hæf. Þarna hefur skapast góð ogstöðug atvinna og er verksmiðjan kjöl-festan í sínu byggðarlagi.

CMKOS (TÉKKNESKA ALÞÝÐUSAMBANDIÐ)

Varaforseti CMKOS, Zdenek Málek,tók á móti stjórninni. Í máli hans komglöggt fram hversu miklar og erfiðarbreytingar hafa orðið og eiga enn eftirað eiga sér stað í Tékklandi eftirFlauelsbyltinguna 1989 þegar komm-únistastjórnin hrökklaðist frá völdum.CMKOS er einmitt byggt á fjölda verk-fallsnefnda sem skipulögðu allsherjar-verkfall í Tékklandi 27. nóvember 1989sem var einn af afgerandi þáttum þessað Flauelsbyltingin var gerð. Tékkarkalla hana Flauelsbyltingu vegna þessað ekki ein einasta rúða var brotinþegar valdaskiptin urðu í landinu.

Tékkar hafa gengið hart fram íeinkavæðingu og alþjóðavæðingulandsins og ljóst að verkalýðshreyfing-unni þykir meira en nóg um. Að sögnMáleks hefur CMKOS fram undir þettaekki beint spjótum sínum mjög aðtékkneskum atvinnurekendum heldurfyrst og fremst að stjórnvöldum ogTékkar hafa byggt á þríhliða samstarfistjórnvalda, atvinnurekenda og verka-lýðshreyfingar. CMKOS hefur frekarviljað einbeita sér að því að reyna aðtryggja að lagaumhverfið, leikreglurn-ar, sé sem hagstæðast en að sækja áum hærra kaup enda litlu að skiptafram til þessa. CMCOS, eins og SP,styður aðild landsins að Evrópusam-bandinu.

Jón Steindór Valdimarsson

Tékkar sót t i r he im

Page 6: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 6

M Á L M I Ð N A Ð U R

11. tbl. 2000 • Íslenskur iðnaður

Ferð byggingamanna til Las VegasNú fer hver að verða síðastur að skrá sig í fyrirhugaða ferð á ráðstefnu og stórsýningu byggingariðnaðarins, Worldof Concrete, sem fer fram í Las Vegas dagana 25. febrúar til 4. mars næstkomandi. Þeir, sem hafa áhuga á að slást í

förina, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðmund Þór Sigurðsson hjá Samtökum iðnaðarins í síma5115555 hið fyrsta.

Eins og greint hefur verið frá á þess-um vettvangi liggja nú fyrir nýjarnámskrár fyrir 5. og 6. önn í blikk-smíði, rennismíði, stálsmíði og vél-virkjun. Þessu til viðbótar er nú unn-ið að gerð námskrár fyrir nýja málm-suðubraut.

Menntamálaráðuneytið fór þess áleit við Starfsgreinaráð í málm-, vél-tækni- og framleiðslugreinum að verk-

efnið yrði unnið en vinnan við það er íhöndum starfshóps undir stjórnFræðsluráðsins. Hin nýja námsbrauter sérstök af tveimur ástæðum:

1. Innihald námsins tekur mið af Evr-ópukröfum fyrir málmsuðu EWF-kröfum, (European Welding Feder-ation) en það mun vera í fyrstaskipti sem slík viðmiðun er lögð tilgrundvallar í iðnnámi hér á landi.

2. Unnt verður að fara þrjár leiðir ínáminu: Taka 41 einingu til náms ípinnasuðu, 46 einingar til náms íhlífðargassuðu og 71 einingu sem erheildarnám í málmsuðu, þ.e. pinna-suða, hlífðargassuða og logsuða

Hér er því um talsvert styttra námað ræða en nám í ofangreindum iðn-greinum til loka 6. annar en í hverrieru sem næst 120 einingar. Bóklegtnám er talsvert umfangsminna og þvígeta þeir, sem vilja sérhæfa sig áþessu tiltekna sviði, tekið sveinsprófog jafnframt uppfyllt alþjóðlegar hæfn-iskröfur sem þeir geta nýtt hvar semer í heiminum. Vinna við námskrána ernú í fullum gangi og mun Starfsgreina-ráðið leggja tillögur sínar fyrir mennta-málaráðuneytið fyrir árslok. Þess erþví að vænta að allar námskrárnarfimm, þ.e. í blikksmíði, rennismíði,stálsmíði, málmsuðu og vélvirkjun takiformlega gildi um næstu áramót.

Ingólfur Sverrisson

Málmsuða- ný námsbraut sem tekur mið af alþjóðakröfum -

Page 7: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 7Íslenskur iðnaður • 11. tbl. 2000

Íslenskir kjötiðnaðarmenn hafa umárabil takið þátt í fagkeppni nor-rænna kjötiðnaðarmanna og ávalltmeð miklum sóma. Keppnin er hald-in annað hvert ár í Herning í Dan-mörku.

Alls bárust um 700 vörur til keppn-innar, þar af 39 vörur frá Íslandi en 25þeirra hlutu verðlaun, gull, silfur eðabrons sem er yfir 80%. Þess má einniggeta að 5 íslenskar vörur fengu gull-verðlaun sem eru 13% af innsenduvörunum frá Íslandi en í heild fengu

aðeins um 6% innsendra vara gullverð-laun.

Bestum árangri Íslendinganna fyrireinstakar vörur náði Sigmundur Hreið-arsson, Norðlenska matborðinu áHúsavík fyrir „lambas“ sem eru þurr-verkaðir naslbitar úr lambakjöti enfyrir þá fékk hann 50 stig sem þýðir aðenginn galli finnst á vörunni. Hannkom því til álita sem Norðurlanda-meistari í hrávöruflokki þar sem valiðstóð á milli þriggja vara. Aðrar íslensk-ar vörur, sem sérstaka athygli vöktu

fyrir frumleika og handbragð, voru„taðreykt nautarúllupylsa“ unnin afViktori Steingrímssyni, SláturfélagiSuðurlands og „lyngreykt fjallafála“(hráverkaður lambahryggvöðvi) unninaf Jóni Þorsteinssyni, líka hjá SS. Sam-tök iðnaðarins óska kjötiðnaðarmeist-urum til hamingju með þennan frá-bæra árangur.

Ragnheiður Héðinsdóttir

Saga prentlistar og bókaútgáfu á Ís-landi í máli og myndum með sér-stakri áherslu á útgáfu Biblíunnar.

Sýning og ráðstefna meðð yfirskrift-inni „Frá huga til hugar” hófst í Þjóðar-bókhlöðu fimmtudaginn 16. nóvembersíðastliðinn. Með þessari yfirskrift ervísað til lesturs almennt. Bækur miðlahugsun, boðun og trú til þess sem lesþær frá þeim sem ritar. En á milli þesssem miðlar og þess sem tekur við ásér stað heilmikið ferli. Á sýningunniverður saga prents og bókaútgáfu á Ís-landi í sviðsljósinu en sérstök áherslalögð á útgáfu Biblíunnar. Þetta er löngog fjölbreytt saga sem snert hefur allaþætti íslensks samfélags og mótaðþað.

Sú saga verður rifjuð upp með marg-víslegum hætti. Gamlar Biblíuútgáfurverða til sýnis og gerð grein fyrirþeim. Munir, sem varðveist hafa úrsögu prentiðnaðarins í aldanna rás,verða til sýnis og notkun þeirra skýrð.Útgáfusaga Biblíunnar og þróun prent-

iðnaðarins á Íslandi í máli og myndumverður fléttuð saman og hún rakin fráfyrstu tíð og allt til þessa dags.

Samhliða opnun sýningarinnar verð-ur efnt til málþings þar sem fræði-menn fjalla um efni hennar og leggjaáherslu á hvernig lestrarkunnátta ís-

lensku þjóðarinnar hefur þróast fráfyrstu tíð. Einnig verður tíundaðhvaða áhrif þýðing Biblíunnar á ís-lensku hafði á varðveislu tungumáls-ins.

Sýningin stendur til loka janúar ánæsta ári.

Að henni standa Hið íslenska Biblíu-félag, Samtök iðnaðarins, Félag bóka-gerðarmanna og Landsbókasafn Ís-lands-Háskólabókasafn.

Haraldur Dean Nelson

Frá huga til hugar

Íslenskir kjötiðnaðarmenn sópaað sér verðlaunum í Danmörku

Setjarapúlt úr Ísafold.

Prentvél frá því 1830. Næsta þróun á eftirGutenbergs pressunni.

P R E N T I Ð N A Ð U R

Page 8: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 8

H I Ð O P I N B E R A

11. tbl. 2000 • Íslenskur iðnaður

Nokkrar breytingar hafa orðið ástarfsmannahaldi á MatvælasviðiHollustuverndar að undanförnu.

Jón Gíslason, forstöðumaður, hefurlátið af störfum tímabundið en hannverður við störf hjá ESA, eftirlitsstofn-un EFTA í Brussel, næstu þrjú árin.Forstöðumaður matvælasviðs, í staðJóns, hefur verið ráðin Sjöfn Sigur-gísladóttir, matvælafræðingur, semstarfað hefur hjá matvæladeild Iðn-tæknistofnunar (síðar MATRA) umárabil. Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir,sérfræðingur í umbúðamerkingum hef-ur flutt sig til RannsóknaþjónustunnarSýnis og mun þar þjóna matvælaiðn-aðinum á öðrum vettvangi. ÁsmundurÞorkelsson, sem lengi hefur haft um-sjón með aukefnareglum hefur flutt sigtil Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Nú-verandi starfsmenn matvælasviðs aukSjafnar eru eftirtaldir:

Elín Guðmundsdóttir sér um mál ervarða matvælaöryggi, þ.á.m. örverur,matarsýkingar, erfðabreyttar lífverur,nýfæði og áhættugreiningu.

Jónína Stefánsdóttir hefur umsjónmeð matvælareglugerðinni, neyslu-vatni, samræmingu eftirlits, eftirlits-

verkefnum, heimasíðu og umsjón meðfræðslumálum sviðsins.

Baldvin Valgarðsson sér um verk-efni á sviði mjólkur, bragðefna, sótt-hreinsiefna, ýmis verkefni varðandiinnra eftirlit, umbúðamerkingar, sér-fæði, náttúruvörur/heilsuvörur og hef-ur umsjón með nýjum og breyttumevrópugerðum.

Svava Liv Edgarsdóttir sér umaukefni, umbúðamerkingar og mála-flokkinn „ofnæmi og óþol“.

Sesselja María Sveinsdóttir sér uminnflutningseftirlit, tilkynningar um ör-yggi matvæla, aðskotaefni og umbúðirmatvæla (efni og hlutir).

Steinar Aðalbjörnsson hefur störf ífebrúar 2001 og mun annast fagsviðiðnæring og neytendur. Hann mun hafaumsjón með málefnum varðandiíblöndun bætiefna, sérfæði, nátturu-vörur/heilsuvörur og fæðubótarefni.

Oft velta matvælaframleiðendur þvífyrir sér hvaða reglur gildi í öðrumlöndum. Á vef Hollustuverndar,www.hollver.is er að finna ýmsargagnlegar upplýsingar, þ.á.m. erubeinar tengingar inn á vefsíður mat-vælastofnana í helstu viðskiptalönd-um okkar bæði í Evrópu og Ameríku.Þar er að finna ýmsar upplýsingar s.s.um umbúðamerkingar, aukefnanotk-un, heilsufullyrðingar og fleira semskiptir íslenska framleiðendur máli. Tilað komast á réttu slóðina er farið inn ávef Hollustuverndar, www.hollver.is,síðan smellt á „matvælasvið“ og þarnæst á „tenglar.“ Ennfremur er aðfinna á vef Hollustuverndar ýmsanfróðleik um hollustuhætti og meðferðmatvæla, erfðabreyttar lífverur ogmargt, margt fleira. Framleiðendur erueindregið hvattir til að nýta sér þenn-an upplýsingabrunn.

Ragnheiður Héðinsdóttir

Breytingar hjá Matvælasviði Hollustuverndar

Breyting hefur verið gerð á starfs-greinahópi í byggingariðnaði innanSamtaka iðnaðarins.

Breytingin er fólgin í því að nú hefurí fyrsta sinn verið skipuð stjórn starfs-greinahópsins og er henni ætlað aðhafa náið samstarf við starfsmannhópsins á skrifstofu SI. Í hinni nýskip-uðu stjórn sitja:

Ingvar Geirsson, formaður Meistara-

félag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Frið-rik Andrésson, MúrarameistarafélagReykjavíkur, Aðalsteinn Aðalsteins-son, Málarameistarafélag Reykjavíkur,Árni Ingi Stefánsson, Íslenskir aðal-verktakar, Skarphéðinn Skarphéðins-son, Félag pípulagningameistara, Stef-án Jónsson, Meistarafélag byggingar-manna á Norðurlandi

Enn á eftir að skipa sjöunda stjórn-armanninn og mun stjórnin ganga í

það mál á næstunni. Fyrirhugað er aðhalda fund með starfsgreinahópnumannan þriðjudag í hverjum mánuðikl.12.00 – 13.00 að Hallveigarstíg 1 ogverða þeir opnir öllum félagsmönnum.Stjórnin hefur nú þegar ákveðið aðeinn varamaður sæki fundina ásamtstjórnarmönnunum sjö til þess að gerafleiri ábyrga fyrir því mikilvæga starfisem unnið er í starfsgreinahópnum.

Guðmundur Þór

Nýskipuð stjórn starfsgreinahóps íbyggingariðnaði innan SI

Page 9: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

M N Í 2 0 0 0

Síða 9Íslenskur iðnaður • 11. tbl. 1999

Matvæladagur MNÍ var haldinn 13.október sl. Ráðstefnan bar yfirskrift-ina Örugg matvæli og var þar m.a.fjallað um matarsjúkdóma og aðrarhættur sem tengjast neyslu matvæla.Efnið hefur verið ofarlega á baugibæði hér og annars staðar í heimin-um að undanförnu og var aðsóknin ísamræmi við það en ráðstefnunasóttu hátt í 200 manns.

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð-herra, setti ráðstefnuna og gerði aðumtalsefni mikilvægi þess að allir semkoma að matvælaframleiðslu og dreif-ingu geri allt sem í þeirra valdi stend-ur til að draga úr áhættu sem tengistmatvælaneyslu þótt vissulega séaldrei hægt að tryggja öryggi matvælafullkomlega og óheiðarlegt og blekkj-andi að halda slíku fram. Hann vaktiathygli á að örverur eru sá áhættu-þáttur sem varasamastur er heilsumanna og því afar mikilvægt að haldaþeim í skefjum en jafnframt benti hanná mikilvægi rétt samsetts fæðis, nær-ingarlega séð, fyrir heilsufar fólks.

Haraldur Briem, sóttvarnalæknirrakti helstu sjúkdóma sem borist getatil manna með fæðu en þeir eru allsum 200 og sjúkdómsvaldarnir bakterí-ur, veirur og sníkjudýr. Langalgeng-ustu og þekktustu sjúkdómsvaldar erubakteríur. Meðal ástæðna fyrir fjölgunmatarsýkinga eru ónæmi sýkla gegnsýklalyfjum, krafa nútímans um fersk-leika, þ.e. að matvæli hafi hlotið lág-markshitameðhöndlun, krafa um líf-

ræna ræktun þar sem húsdýraáburðurer notaður við framleiðslu matvæla ogeingöngu lífrænar varnir gegn skað-völdum. Stórframleiðsla og mikil dreif-ing matvæla eykur líka hættu á út-breiðslu matarsýkinga sem upp kunnaað koma. Haraldur taldi að helstu að-gerðir til að sporna gegn matarsjúk-dómum væru fræðsla um meðferðmatvæla, strangar verklagsreglur ogvöktun við framleiðslu og dreifingumatvæla, vöktun sjúkdóma í mönnumog áætlanir um viðbrögð ef sjúkdómarkoma upp.

Ásmundur Þorkelsson, matvæla-fræðingur hjá Hollustuvernd ríkisinsgerði grein fyrir tíðni matarsjúkdómaá Íslandi. Hann rakti sjúkdómstíðni afvöldum algengustu örvera í matvælumsem valda sjúkdómum á Íslandi. Framkom að á árunum 1985-1998 komu upp14 hópsýkingar af völdum Salmonella,eða að jafnaði ein á ári þar sem sam-tals rúmlega 300 veiktust. Matvæli,sem grunuð eru um að hafa valdiðhópsýkingum, eru af ýmsum upprunaen algengast er að það séu kjöt ogkjötvörur en einnig hefur yfirborðs-mengað neysluvatn oft komið viðsögu. Í máli Ásmundar kom fram aðsýkingartíðni af völdum Salmonella,Campylobacter og Listeria væri líklegasvipuð á Íslandi og í nágrannalöndun-um þótt ekki séu til um það tæmandigögn.

Snorri Þórisson, framkvæmdastjórihjá Rannsóknaþjónustunni Sýni fluttierindi sem hann nefndi „Örugg mat-

væli-reynsla ráðgjafans.“ Hann telurþað reynslu sinna starfsmanna að já-kvæður agi í fyrirtækjum, þar semreglur eru skýrar og þeim framfylgt,hafi afgerandi áhrif á gæði framleiðsl-unnar. Mikilvægt er að hver og einnstarfsmaður hafi skilning á mikilvægistarfs síns og sé ljóst sitt hlutverk.Hver starfsmaður þarf að þekkjaáhættuna sem í starfseminni felst oghvernig á að draga úr henni eins ogfrekast er unnt. Umgengnisreglur, semsnerta öryggi matvæla, verða að veraán undantekninga. Snorri lagði áhersluá einfalt innra eftirlit sem auðvelt erað framfylgja.

Lynn Frewer, sálfræðingur og yfir-maður neytendarannsókna hjá FoodResearch Institute í Englandi, flutti er-indi um viðhorf neytenda til áhættusem tengist matvælaneyslu. Hún sagðifrá því að neytendur meta áhættu áallt annan hátt en rannsóknafólk ogsérfræðingar telja að þeir muni gera.Neytendur vilja láta segja sér sannleik-ann um líkur á því að verða fyrir heil-sutjóni af völdum matvæla og metasvo sjálfir hvaða áhættu þeir viljataka. Opinberir aðilar og sérfræðingartelja sig hins vegar í mörgum tilvikumþurfa að hafa vit fyrir neytendum.Neytendur hafa tilhneigingu til að ótt-ast hið óþekkta. Þannig telja þeir meiriástæðu til að settar séu reglur til varn-ar neytendum varðandi erfðabreyttmatvæli og kúariðu heldur en t.d. nær-ingarinnihald eða bakteríur sem valdasjúkdómum. Ástæðan er fyrst ogfremst sú að menn telja sig þekkjaSalmonellu og hvernig eigi að varasthana og geta metið sjálfir hversu mikilfita er holl fyrir þá en kúariðu ogerfðabreytt matvæli þekkja menn ekki

Matvæladagur MNÍ 2000

Örugg matvæli

framhald á bls 11

Page 10: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 10

G Æ Ð A M Á L

11. tbl. 2000 • Íslenskur iðnaður

Nokkur fyrirtæki jarðvinnuverktakainnan SI, sem hófu vinnu við gerðgæðastjórnunarkerfis fyrir skipulag,rekstur og framkvæmdir fyrirtækj-anna síðastliðið haust, eru farin aðuppskera árangur erfiðisins.

Þau fyrirtæki, sem taka þátt í hinusameiginlega gæðastjórnunarverkefniá vegum SI, eru mislangt á veg kominnmeð vinnu sína en þeim, sem lengsteru komin, hefur tekist að gera heild-aryfirlit yfir starfsemi sína og rekstur.

Viðskiptavinir þessara fyrirtækjaeru farnir að fá nasasjón af betraskipulagi og betra umhaldi á þeimverkum sem þau annast. En það leiðirtil agaðri vinnubragða, færri mistakaen ekki síst betri og ánægjulegri sam-skipta við verkkaupann.

Þegar gengið var frá samningum umbráðabirgðatengingu á Reykjanes-braut við Breiðholtsbraut lagði Háfellehf. fram gæðaáætlun um hvernig þaðhygðist standa að verki við fram-kvæmdina. Gæðakerfi Háfells gerir

kröfur um skipulagðan yfirlestursamnings, undirbúning verksins og ná-kvæma áætlun um framvindu þess.

Meðan á verkframkvæmdum stend-ur fara óskir um aukaverk og breyting-ar í tiltekinn farveg sem tryggir fram-gang breytinga og aukaverka ásamtgreiðslum til verktaka þegar það á við.

Þetta sparar bæði verkkaupa, verktakaog eftirlitsmönnum ómældan tíma ogfyrirhöfn. Öll innkaup og samningarvið undirverktaka verða markvissariþar sem gert er ráð fyrir meiri forsjálnimeð aðstoð gæðakerfisins en ellahefði orðið. Ferdinand Hansen

Samtök iðnaðarins vilja vekja athyglifélagsmanna sinna á Norræna fram-leiðniskólanum en námskeið hanseru að hefjast í þessum mánuði. Nor-ræni framleiðniskólinn er sérstak-lega ætlaður stjórnendum.

Þátttakendur fá einstakt tækifæri tilað kynnast því nýjasta sem er að ger-ast á sviði framleiðni. Þeir myndatengsl við stjórnendur annars staðar áNorðurlöndum, ásamt því að læra affyrirlesurum sem margir koma fráframsæknustu fyrirtækjum Norður-landa. Iðntæknistofnun skipuleggurþátttöku Íslendinga í verkefninu semer samstarfsverkefni systurstofnana áNorðurlöndum. Náminu er skipt upp ífimm lotur sem hver um sig er kennd í

einu Norðurlandanna á næstu sjömánuðum. Norræni iðnaðarsjóðurinnstyrkti gerð kennsluefnis og er unniðað því að fá viðurkenningu Evrópskuframleiðnistofnunarinnar á náminu.

FIMM LOTUR

Námskeiðin eru: „Networking,“kennt í Finnlandi, 27.-29. nóvembernk.; „Internal Productivity,“ í Noregi,22.-24. janúar; „World Class Mana-gement,“ á Íslandi, 12.-15. mars; „Cr-eativeness and Influence,“ í Svíþjóð,23.-25. apríl og „From Vision to Act-ion,“ í Danmörku, 25.-27. maí 2001.

Aukin framleiðni, meiri árangur meðminni tilkostnaði, er kjarninn í námivið Norræna framleiðniskólann. Litiðer á þá þætti forystu, stjórnunar, sam-

starfs og skipulags sem stuðla að auk-inni framleiðni og þar með bættumhag fyrirtækja. Kenndar eru aðferðirtil að takast á við síbreytilegan reksturog hvernig ný tækifæri ásamt breyttuskipulagi geta aukið framleiðni.

ALLT EÐA EITTHVAÐ

Hægt er að velja námskeið semhenta hverjum og einum eða velja öllnámskeiðin. Áformað er að haldahvert námskeið a.m.k. tvisvar á ári.Hámarksfjöldi þátttakenda verðurákveðinn í hvert skipti. Stjórnendursem vilja grípa þetta tækifæri eruhvattir til að hafa samband viðfræðslu-og ráðgjafadeild Iðntækni-stofnunar, umsjónarmann verkefnis-ins, Smára S. Sigurðsson, eða á net-fangið [email protected]. Einnig eru upplýs-ingar á heimasíðu Iðntæknistofnunar,www.iti.is, og heimasíðu Norrænaframleiðniskólans www.ael.fi/lisati-etoja/q/NPS.htm. Davíð Lúðvíksson

Hagnýt fræðslutækifæri fyrir stjórnendur á Norðurlöndum:

Norræni framleiðniskólinn

Gæðastjórnun jarðvinnuverktakafær góðar viðtökur verkkaupa

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirskrift samnings er framkvæmdastjóri Há-fells ehf. afhenti verkkaupa eintak af gæðaáætlun fyrirtækisins varðandi þettatiltekna verkefni.

Page 11: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Síða 11Íslenskur iðnaður • 11. tbl. 2000

S A M T Ö K I Ð N A Ð A R I N S

Hinn 1. nóvember tók gildi nýreglugerð, nr. 719/2000, um undan-þágu aðflutningsgjalda af aðföng-um til ýmissar atvinnustarfsemi.Með gildistöku reglugerðarinnarfalla úr gildi undanþágubréf semmargir framleiðendur hafa fengiðskv. eldri reglum.

Samkvæmt nýju reglugerðinniþurfa þeir, sem vilja njóta niðurfell-ingar af aðföngum, að fylla út sér-stakt eyðublað sem ríkistollstjórilætur í té. Þessu eyðublaði á aðskila útfylltu til tollstjóra í lögsagnar-umdæmi umsækjanda. Sérstökákvæði til bráðabirgða gilda um þásem hafa notið undanþágu af búnaðitil mynd- og hljóðvinnslu, af vörumtil framleiðslu garðyrkjuafurða og afbúnaði til nota í flugvélum en þeirþurfa ekki að fylla út umsókn. Reglu-gerðina í heild ásamt útskýringabréfifrá fjármálaráðuneyti er að finna ávef Samtaka iðnaðarins, www.si.is.

Nýjar reglur umundanþágu að-

flutningsgjalda afaðföngum

og telja því öruggara að aðrir ráði fyr-ir þá. Hún benti einnig á ólík viðhorfkarla og kvenna en karlmenn hafamun minni áhyggjur af því hvað þeirláta ofan í sig en konur.

Sigurborg Daðadóttir, gæðastjórihjá Móum, flutti erindi um kjúklinga-rækt og uppbyggingu gæðakerfis íkjúklingabúum. Hún lýsti kjúklingaeldiallt frá útungun til slátrunar.Kjúklingabændur hafa tekið sig samanum að gera stórátak til að auka öryggikjúklingaframleiðslunnar eftir Cam-pylobacter faraldurinn sem dundi yfirí fyrra. Þegar hefur verið gripið til að-gerða eins og varnaðarmerkinga á um-búðum og allir ferskir kjúklingar faranú í lekaheldar umbúðir. Verið er aðkoma upp fullkomnu innra eftirlits-kerfi á búunum sem m.a. á að tryggjarekjanleika vörunnar.

Ragnheiður Héðinsdóttir

minna félagsmenn sína á vildarkjarasamningSamtakanna við EJS ensá samningur tryggirm.a. skuldlausumfélagsmönnum SI 20%afslátt af listaverði aföllum tölvum og viðeigandi íhlutum, netbúnaði og öðrum vélbúnaði s.s. búnaði sem EJS endurselur.

Einnig er tryggður sami afslátturaf allri rekstrarvöru og hugbúnaði(öðrum en samningsbundnum).Afslátturinn gildir við öll almenninnkaup aðildarfélaga SI óháðmagni.

örugg matvæliframhald af bls 9

Page 12: 11. tbl. • Nóvember 2000 Íslenskur skipaiðnaður hefur betur · sendi í framhaldi af því frá sér ályktun þar sem fram kemur að rekstrarkostn-aður fyrirtækja í jarðvinnu

Samtök iðnaðarins, ÚtvarpssviðNorðurljósa og Útvarp Saga fm 94,3hafa gert með sér tímamótasamningum öfluga kynningu á íslenskri vöruog þjónustu fyrir félagsmenn Samtak-anna.

Útvarp Saga fm 94,3 er ört vaxandiútvarpsstöð með breiðan hóp hlust-enda sem vilja öðru fremur hlusta á ís-lenska tónlist. Framundan er stóraukindreifing á útvarpssendingum á lands-byggðinni, en hingað til hefur hlustun-arsviðið verið bundið við höfuðborg-arsvæðið og nágrenni, auk Suðurnesja.

Frá 10. nóvember sl. bættist allt Akur-eyrarsvæðið við.

Kynningarefni um Útvarp Sögu hefurverið sent öllum fyrirtækjum innan SIog eru félagsmenn eindregið hvattir tilað kynna sér málið hið fyrsta (sjá upp-lýsingar á vefnum www.si.is).

Nánari upplýsingar veita HermannAuðunsson (sími 580 0912, GSM 8961816, [email protected]) og Gylfi ÞórÞorsteinsson (sími 580 0900, GSM 8989007, [email protected]) hjá útvarpssviðiNorðurljósa.

Brynjar Ragnarsson

Íslenskt hljómar betur í vetur

Öflug markaðskynning til handa fyrirtækjum innan SI

Kynningarfundur um Útvarp Sögu varhaldinn 17. nóv. sl. á Kringlukránni.Jón Axel Ólafsson forstj.ÚtvarpssviðsNorðurljósa bauð gesti velkomna ogkynnti stöðina. Sveinn Hannessonframkv.stj. SI og Valgerður Sverrisdóttiriðnaðar- og viðskiptaráðherra fluttuávarp og þjóðþekktir tónlistarmenn lékuaf fingrum fram.

Ekki er allt gull sem glóir þegarskartgripir eru annars vegar. íslen-skir gullsmiðir hafa orðið varir viðað neytendur, sem kaupa skartgripierlendis, sitji uppi með gripi semekki standast kröfur um gæði ogáreiðanleika.

Af þessum sökum hafa gullsmiðir íFélagi íslenskra gullsmiða tekið hönd-um saman og merkt verslanir sínar ogverkstæði með bronssteyptu merkifélagsins. Merkið, eða skjöldurinn, áað vera neytendum til leiðbeiningar

um hvar löggiltan gullsmíðameistaraog fagmann sé að finna sem ábyrgistvinu sína og vöru og býður aðeins uppá áreiðanlega þjónustu.

Bronsskjöldurinn framan á verslunumog verkstæðum gullsmiða í Félagiíslenskra gullsmiða, er trygging neyt-enda fyrir því að þar starfi löggilturgullsmíðameistari og fagmaður semábyrgist vöru sína og vinnu og býðuraðeins upp á áreiðanlega þjónustu.

Gullsmiðir standa vörð um hagsmuni neytenda