72
Gamlir bolir breytast í töskur ÍSLENSKT GRÆNMETI SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA HAUST 2014 P étursey er 274 metra hátt móbergsfjall sem stendur austan við Sólheimasand í Mýrdal. Nokkrir bæir standa í nágrenni við fjallið, einn þeirra er Vestri-Pétursey þar sem Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir búa. Þar hafa þau ræktað gulrætur í um tuttugu ár, byrjuðu smátt en hafa aukið ræktunina ár frá ári. „Við ræktuðum einnig kartöflur en hættum því og snérum okkur alfarið að gulrótunum. Jarðvegurinn er mjög góður fyrir gulrótarækt, sendinn og næringarríkur. Gulræturnar okkar eru mjög bragðgóðar, þó þær séu ekki allar fallegar í laginu. Skýringin er oft sú á löguninni að í jarðveginum leynast steinvölur, sem hafa áhrif á vöxtinn“, segir Bergur Elíasson bóndi í Vestri-Pétursey. Þau Bergur og Hrönn búa einnig með kýr og eru með ferðaþjónustu. Péturseyjarjarðir voru í landnámi Loðmundar gamla á Sólheimum. Jörðin gekk lengst af undir nafninu Ey og fjallið nefnt Eyjan há. Kirkja var lengi á jörðinni og líklega var farið að kalla fjallið Pétursey þar sem kirkjan var helguð Pétri postula. Péturseyjarjarðir hafa alla tíð verið bændaeign og þar hefur verið margbýlt. Bergur er uppalinn í Vestri-Pétursey og hefur ávallt átt þar lögheimili. Fjölskyldan hans hefur búið á jörðinni frá 1806. Þau Bergur og Hrönn tóku við búi í Vestri- Pétursey árið 1987, en áður höfur þau búið þar í félagi við bróður Bergs og einginkonu hans. Mikil vinna er við gulrótarræktina vor og haust. Sum árin er uppskera góð en svo getur hún brugðist ef tíðin er slæm. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 lagðist aska yfir alla garða og gerði það að verkum að nær engin uppskera varð. Þá lá að meðaltali fjögurra sentimetra þykkt öskulag yfir görðunum og þegar rigndi ofan í öskuna varð hún eins og hálfþornuð steypa. Vor og haust fá þau hjón hjálp frá fjölskyldunni við að sá og taka upp. Í góðu ári getur uppskeran orðið um 80 tonn en í slæmu ári 10 tonn þannig að náttúruöflin og veðurfarið stýra uppskerunni. RÍK AF ANDOXUNAREFNUM OG VÍTAMÍNUM Gulrótin er ein af mikilvægari matjurtum hér á landi þó ræktun hennar hafi staðið mun skemur en til dæmis gulrófu. Til eru margar ólíkar gerðir af gulrótum sem eru mismuandi að lögun og lit. Sterkur appelsínugulur litur gulrótarinnar er litarefnið karótín, sem er forstig A vítamíns. Í þeim er einnig andoxunarefnið lýkopen sem er rautt litarefni en það dregur úr bólgum og kemur í veg fyrir að tappar myndist í blóði. Tómatar eru einnig mjög ríkir af lýkópeni.Vísindamenn við Kuopio háskólann í Finnlandi hafa rannsakað efnið í tólf ár. Í rannsóknum þeirra kom í ljós að þeir sem höfðu mest af lýkópeni í blóðinu voru síður í hættu en aðrir að fá heilablóðfall. Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og Vestri-Pétursey í Mýrdal -rækta bragðgóðar gulrætur í sendnum jarðvegi Kartöflur Hitaeininga- snauðar Nestisbox Nesti fyrir börnin Súpur Bragðgóðar og hollar Listakokkar Gulrót Góðar fyrir sjónina gert er hér á landi í lífrænni og vistvænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum. Gulrót er af sveipjurtaætt eins og dill, steinselja, kóríander og fleiri tegundir matjurta. Gulrótin er upprunnin í Norður- Afríku en hefur breyst mikið á aldanna rás. Þegar hún barst til Evrópu með Aröbum var rótin fjólublá eða ljósgul og seig í sér. Kynbætur á gulrótinni hófust í Hollandi snemma á 19. öld. Gulrótin er tvíær jurt sem myndar sívala forðarót fyrra árið en blómstrar seinna árið og myndar þá sveiplaga blómskipan með smáum blómum sem minna bæði á dill og kerfil. Ef skorið er þvert í gengum rótina sést greinilega að það eru bæði innsti hluti hennar (viðarvefur) og sá ytri (sáldvefur) sem þykkna. Einnig má sjá ganga sem liggja á milli viðarvefs og sáldvefs en þeir sjá um að flytja vatn og næringu um rótina. Oft má sjá greinilegan hring á milli viðarvefs og sáldvefs en það er vaxtarlag rótarinnar.Viðarvefurinn vex inn á við frá vaxtarlaginu en sáldvefurinn út á við. NÆRINGARGILDI Í gulrótum er mikið af litarefninu karótín sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Því stærri og litsterkari sem ræturnar eru þeim mun meira karótín er í þeim. Karótín ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkam ans. Skortur á A-vítamíni getur leitt af sér náttblindu en hún er algengari en áður var talið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið lagast við að fá karótín úr fæðunni. Auk þess er í gulrótum lýkópen, B og C vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið.Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Börnum yngri en eins árs á ekki að gefa hrátt grænmeti. Gulrótin er mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Gulrótin er næringarrík en hitaeiningasnauð. Í 100 grömmum eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal). GEYMSLA Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma gulrætur í kæli við 0 – 2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og beiskar á bragðið. Ef einungis á að geyma gulrætur í skemmri tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með að ekki verði rakaþétting innan í pokanum og fjölgið götunum ef þarf. GEYMIÐ BLAÐIÐ 19.–21. september 2014 38. tölublað 5. árgangur Geirvarta á læri og typpi á mjöðm Íslenskt grænmeti BLAÐ SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Margrét Pála mætt á ný Rödd Kenneth Mána þarf að heyrast Fylgir Frétta- tímanum í dag VIÐTAL 32 Pabbahlutverkið mikilvægast FJÖLSKYLDAN 48 VIIÐTAL 20 PISTILL 30 TÍSKA 58 Nýtt líf Elízu Newman SÍÐA 26 Ljósmynd/Hari KRINGLUNNI / SMÁRALIND FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND TANO JAKKI VERÐ 15.900 Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 Úlpa 12.900,- Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar Mig langaði að eignast dóttur mína á Íslandi, það var sterk tilfinning, búa til hreiður. Það er svo dýrt að byggja upp fjölskyldu í London, allt öðruvísi hark, maður setur börnin ekkert út í garð, eða hleypir þeim út að hjóla, segir Elíza Geirsdóttir Newman um Sölku, ársgamla dóttur þeirra Gísla Kristjánssonar tónlistarmanns. Söngkonan er komin heim eftir langa dvöl í London og býr með dóttur sinni og unnusta í Höfnum. Elíza skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni, Kolrössu krókríðandi, árið 1992 en flutt - ist síðan til London með hljómsveitina sem ytra nefndist Bellatrix. Á síðasta ári kom gelgjan upp í henni og hún tók þátt í Eurovision.

19 09 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

news, iceland, frettatiminn

Citation preview

Page 1: 19 09 2014

Gamlir bolir breytast í töskur

íslenskt grænmetiSölufélag garðyrkjumanna

hauSt 2014

Pétursey er 274 metra hátt móbergsfjall sem stendur austan við Sólheimasand í Mýrdal. Nokkrir bæir standa í nágrenni við fjallið, einn þeirra er Vestri-Pétursey þar sem Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir búa. Þar hafa þau ræktað gulrætur í um tuttugu ár, byrjuðu smátt en hafa aukið ræktunina ár frá ári. „Við ræktuðum einnig kartöflur en hættum því og snérum okkur alfarið að gulrótunum. Jarðvegurinn er mjög góður fyrir gulrótarækt, sendinn og næringarríkur. Gulræturnar okkar eru mjög bragðgóðar, þó þær séu ekki allar fallegar í laginu. Skýringin er oft sú á löguninni að í jarðveginum leynast steinvölur, sem hafa áhrif á vöxtinn“, segir Bergur Elíasson bóndi í Vestri-Pétursey. Þau Bergur og Hrönn búa einnig með kýr og eru með ferðaþjónustu.Péturseyjarjarðir voru í landnámi Loðmundar gamla á Sólheimum. Jörðin gekk lengst af undir nafninu Ey og fjallið nefnt Eyjan há. Kirkja var lengi á jörðinni

og líklega var farið að kalla fjallið Pétursey þar sem kirkjan var helguð Pétri postula. Péturseyjarjarðir hafa alla tíð verið bændaeign og þar hefur verið margbýlt.Bergur er uppalinn í Vestri-Pétursey og hefur ávallt átt þar lögheimili. Fjölskyldan hans hefur búið á jörðinni frá 1806. Þau Bergur og Hrönn tóku við búi í Vestri-Pétursey árið 1987, en áður höfur þau búið þar í félagi við bróður Bergs og einginkonu hans.Mikil vinna er við gulrótarræktina vor og haust. Sum árin er uppskera góð en svo getur hún brugðist ef tíðin er slæm. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 lagðist aska yfir alla garða og gerði það að verkum að nær engin uppskera varð. Þá lá að meðaltali fjögurra sentimetra þykkt öskulag yfir görðunum og þegar rigndi ofan í öskuna varð hún eins og hálfþornuð steypa. Vor og haust fá þau hjón hjálp frá fjölskyldunni við að sá og taka upp. Í góðu ári getur uppskeran orðið um 80 tonn en í slæmu ári 10 tonn þannig að náttúruöflin

og veðurfarið stýra uppskerunni.rík af andoxunarefnum og vítamínumGulrótin er ein af mikilvægari matjurtum hér á landi þó ræktun hennar hafi staðið mun skemur en til dæmis gulrófu. Til eru margar ólíkar gerðir af gulrótum sem eru mismuandi að lögun og lit. Sterkur appelsínugulur litur gulrótarinnar er litarefnið karótín, sem er forstig A vítamíns. Í þeim er einnig andoxunarefnið lýkopen sem er rautt litarefni en það dregur úr bólgum og kemur í veg fyrir að tappar myndist í blóði. Tómatar eru einnig mjög ríkir af lýkópeni. Vísindamenn við Kuopio háskólann í Finnlandi hafa rannsakað efnið í tólf ár. Í rannsóknum þeirra kom í ljós að þeir sem höfðu mest af lýkópeni í blóðinu voru síður í hættu en aðrir að fá heilablóðfall.

Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og

vestri-Pétursey í mýrdal-rækta bragðgóðar gulrætur í sendnum jarðvegi

Kartöflur

Hitaeininga-snauðar

Nestisbox

Nesti fyrir börnin

Súpur

Bragðgóðar og hollar

ListakokkarHöfundar uppskrifta í blaðinu eru: Höfundar uppskrifta í blaðinu eru:Helga mogensensigurveig káradóttir margrét leifsdóttirnanna rögnvaldardóttir

Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir „Við ræktuðum einnig kartöflur en hættum því og snérum okkur alfarið að gulrótunum.”

Gulrót

Góðar fyrir sjónina

gert er hér á landi í lífrænni og vistvænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum.Gulrót er af sveipjurtaætt eins og dill, steinselja, kóríander og fleiri tegundir matjurta. Gulrótin er upprunnin í Norður-Afríku en hefur breyst mikið á aldanna rás. Þegar hún barst til Evrópu með Aröbum var rótin fjólublá eða ljósgul og seig í sér. Kynbætur á gulrótinni hófust í Hollandi snemma á 19. öld. Gulrótin er tvíær jurt sem myndar sívala forðarót fyrra árið en blómstrar seinna árið og myndar þá sveiplaga blómskipan með smáum blómum sem minna bæði á dill og kerfil. Ef skorið er þvert í gengum rótina sést greinilega að það eru bæði innsti hluti hennar (viðarvefur) og sá ytri (sáldvefur) sem þykkna. Einnig má sjá ganga sem liggja á milli viðarvefs og sáldvefs en þeir sjá um að flytja vatn og næringu um rótina. Oft má sjá greinilegan hring á milli viðarvefs og sáldvefs en það er vaxtarlag rótarinnar. Viðarvefurinn vex inn á við frá vaxtarlaginu en sáldvefurinn út á við. næringargildiÍ gulrótum er mikið af litarefninu karótín sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Því stærri og litsterkari sem ræturnar eru þeim mun meira karótín er í þeim. Karótín ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Skortur á A-vítamíni getur leitt af sér náttblindu en hún er algengari en áður var talið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið lagast við að fá karótín úr fæðunni.

Auk þess er í gulrótum lýkópen, B og C vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið.Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Börnum yngri en eins árs á ekki að gefa hrátt grænmeti. Gulrótin er mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Gulrótin er næringarrík en hitaeiningasnauð. Í 100 grömmum eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal).geymslaGulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma gulrætur í kæli við 0 – 2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og beiskar á bragðið. Ef einungis á að geyma gulrætur í skemmri tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með að ekki verði rakaþétting innan í pokanum og fjölgið götunum ef þarf.

geymið blaðið

Ljó

smyn

d/H

ari

19.–21. september 201438. tölublað 5. árgangur

Geirvarta á læri og typpi á mjöðm

Íslenskt grænmetiblað SölufélagS garðyrkjumanna

Margrét Pála mætt á ný

Rödd Kenneth Mána þarf að heyrast

fylgir frétta-tímanum í dag

Viðtal 32

Pabbahlutverkið mikilvægast

FjölsKyldan

48

Viiðtal

20Pistill 30

tÍsKa

58

Nýtt líf Elízu Newman

síða 26

ljós

myn

d/H

ari

KRINGLUNNI / SMÁRALIND

FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELANDINSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND

TANO JAKKIVERÐ 15.900

Suomi PRKL! DesignLaugavegi 27 (bakhús)www.suomi.is, 519 6688

Úlpa12.900,-

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Mig langaði að eignast dóttur mína á Íslandi, það var sterk tilfinning, búa til hreiður. Það er svo dýrt að byggja upp fjölskyldu í London, allt öðruvísi hark, maður setur börnin ekkert út í garð, eða hleypir þeim út að hjóla, segir Elíza Geirsdóttir Newman um Sölku, ársgamla dóttur þeirra Gísla Kristjánssonar tónlistarmanns. Söngkonan er komin heim eftir langa dvöl í London og býr með dóttur sinni og unnusta í Höfnum. Elíza skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni, Kolrössu krókríðandi, árið 1992 en flutt-ist síðan til London með hljómsveitina sem ytra nefndist Bellatrix. Á síðasta ári kom gelgjan upp í henni og hún tók þátt í Eurovision.

Page 2: 19 09 2014

Jónas Haraldsson

jonas@ frettatiminn.is

Klúbburinn Geysir 15 ára

Við höfum nú fundið ýmislegt á lóðinni en aldrei neitt svona.

S túlkan brást alveg rétt við og kom með sprautuna beint til kennara. Þetta hefði getað verið yngra barn og

þá veit maður ekki hvað hefði gerst,“ segir Ásta Kristín Valgarðsdóttir, leikskólastjóri á Grænatúni í Kópavogi.

Á fimmtudag fyrir tveimur vikum fannst blóðug sprauta með nál í runna á lóð leik-skólans. Fyrr um morguninn hafði fund-ist mannaskítur á stétt skólans sem hafði verið hulinn með laufblöðum. „Við förum í eftirlitsgöngu á hverjum morgni og höfum nú fundið ýmislegt á lóðinni en aldrei neitt svona,“ segir Ásta Kristín. Hún segir jafn-framt að eftirlit í garðinum hafi verið aukið eftir þessi tilvik.

Móður stúlkunnar sem fann sprautuna var tilkynnt um atvikið og stúlkan var

skoðuð í bak og fyrir af starfsfólki. Henni varð ekki meint af. Foreldrum barna á leik-skólanum var svo tilkynnt þetta í bréfi.

„Þetta mál var tilkynnt til lögreglunnar og vorum við beðin um að setja sprautuna í lokað ílát sem sést vel í gegn og farga henni sjálf og lögreglan aðhafðist ekkert frekar,“ segir í bréfi til foreldra.

Ásta Kristín segir í samtali við Frétta-tímann að hún hefði búist við að lögreglan myndi koma á staðinn og fjarlægja spraut-una. „Við vorum hissa á viðbrögðum lög-reglunnar. Þetta er greinilega mjög algengt hjá þeim,“ segir hún.

Ásgeir Þ. Ásgeirsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni, segir að það sé nokkuð algengt að sprautur finnist á leikskólalóðum, í undir-göngum og í bílastæðahúsum. „Sprautur eru víða í daglega lífinu. Fólk getur með leið-beiningum losað sig við þær á öruggan hátt.“

Í bréfi Ástu Kristínar til foreldra er jafn-framt vakin athygli á því að fólk í annarlegu ástandi hafi sést við leikskólann undan-farið. „Höfum við ... orðið vör við fleira fólk í annarlegu ástandi hér og upp við bílaplan-ið. T.d. var hér á mánudagsmorgun kona á lóðinni og ætlaði að fara að kveikja sér í sígarettu en starfsmaður sá til hennar út um gluggann og benti henni á að hún væri á leikskólalóð,“ segir í bréfinu. Ásgeir segir ekkert að finna í bókum lögreglunnar um óeðlileg tilvik í hverfinu undanfarið.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Skólamál aukið eftirlit Í kópavogi eftir eiturlyfjaneySlu

Það var óskemmtileg aðkoma á leikskólanum Grænatúni einn morguninn þegar starfsfólk fann þar mannaskít á stéttinni. Síðar um daginn fann stúlka á leikskólanum blóðuga sprautunál inni í runna. Stúlkunni varð ekki meint af. Lögregla segir að sprautur eftir eiturlyfjaneytendur sé víða að finna.

Ásta Kristín Valgarðsdóttir, leikskólastjóri á Grænatúni í Kópavogi, með blóðuga sprautu sem fannst í runna á lóð skólans á dögunum. Starfsfólki var brugðið, enda hafa tól til eiturlyfjaneyslu ekki fundist á lóðinni áður. Ljósmynd/Hari

Blóðug sprautunál og mannaskítur á skólalóð

Eyðsluglaðri millistétt í Kína fjölgar árlega sem nemur íbúafjölda Norðurlandanna. Þar eru tækifærin því ómæld. Myndin er af íslenskri hönnun, púða frá Umemi. Ljósmynd/Hönnunarmið-stöð Íslands.

HönnunarmiðStöð tollfrelSi á riSamarkaði

Möguleikar íslenskra hönnuða á KínamarkaðiKínverski markaðurinn er sá fjölmennasti í heimi enda er Kína fjölmennasta ríki heims, með um 1,4 milljarða íbúa. Þangað horfa hönnuðir ekki síður en aðrir en kynning á möguleikum hönnuða í Kína var haldin í Hönnunar-miðstöð Íslands í gær, fimmtu-dag. Þar kynnti Fabio Camastra þennan stóra markað en hann hefur unnið við að markaðssetja ítölsk vörumerki á kínverskum markaði, þá helst fyrir fatahönn-uði, að því er fram kemur á síðu Hönnunarmiðstöðvar. Á kynning-

unni fjallaði Fabio meðal annars um tækifæri hönnuða í Kína, hvernig best er að markaðssetja vörur á markaði af þessum skala, ræða vörumerkjavernd, innflutn-ingsleyfi, samskipti við fram-leiðsluaðila í Kína, heimasíðugerð og val á dreifingaraðilum.

Efnahagslegur vöxtur hefur verið mikill í Kína síðustu árin hefur verið mikill og um 400 milljónir Kínverja teljast til millistéttar. Það er um það bil öll millistétt Evrópu og Banda-ríkjanna til samans. Kínverska

millistéttin eyðir miklum pen-ingum í neyslu og er henni spáð hröðum vexti á komandi árum, eða um 10% á ári. Millistéttinni fjölgar því sem nemur íbúafjölda Norðurlandanna á ári. Millistéttin leitar meira og meira í vestrænar vörur, að því er Hönnunarmiðstöð segir. Þar er bent á að Íslendingar hafi fengið tollfrjálsan aðgang að þessum risavaxna markaði en fríverslunarsamningurinn sem tók gildi 1. júlí 2014 kveður á um niðurfellingu tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslendinga.

„Kærleiksdiskur“ Labba í MánumÓlafur Þórarinsson, sem flestu tónlistar-áhugafólki er i kunnur sem Labbi í Mánum, sendi nýverið frá sér nýjan disk sem nefnist Lítið ljós. Tónlistin á þessum nýja diski er á ljúfu nótunum og er einskonar „kærleiksdiskur“ eins og Labbi orðar það sjálfur. Telur hann diskinn auka kærleika og umhyggju milli manna. Lögin eru 14 talsins og í afar vönduðum bæklingi sem fylgir disknum, má lesa frásagnir af tilurð laganna. Labbi syngur flest lögin sjálfur en fær einnig til liðs við sig söngkonuna Guð-laugu Dröfn Ólafsdóttur og tenórinn Gissur Pál Gissurarson. Diskurinn er fáanlegur í flestum hljómplötuverslunum og er það Zonet sem gefur út.

Bókagerðarmenn mótmæla bókavaskiFélag bókagerðarmanna mótmælir harð-lega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%, að því er fram kemur í ályktun félagsins. „Hækkun virðisauka á bækur veikir markaðsstöðu bókarinnar og dregur væntanlega úr sölu hennar og í kjölfarið kann bókatitlum sem gefnir verða út á Ís-landi að fækka. Það væri afleit þróun fyrir íslenska tungu og menningu að ógleymdri lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og sölu bóka á Íslandi,“ segir meðal annars.

Forvarnir og heilabilunAlþjóðlegi Alzheimersdagurinn er 21. september. Á Íslandi er vakin athygli á deginum m.a. með málstofu og að þessu sinni er sjónum beint að forvörnum gegn heilabilun. Ýmsar rannsóknarniðurstöður benda til þess að hægt sé að fyrirbyggja heilabilun að einhverju leyti og þegar fyrri spár um mikla fjölgun heilabilunar-sjúklinga á næstu árum og áratugum eru hafðar í huga, gefur auga leið að setja verður forvarnir í forgang, segir í tilkynn-ingu Alzheimerfélagsins. Félagið heldur málstofu á Grand hóteli á Alzheimersdag-inn, næstkomandi sunnudag, klukkan 17-19 undir heitinu „Forvarnir og heilabilun“ þar sem fjallað verður um forvarnir frá ýmsum hliðum.

Aukinn fiskafli í ágústHeildarafli íslenskra skipa var 5,5% meiri í ágúst 2014 en í sama mánuði árið 2013, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Afli jókst í öllum botnfisktegundum nema ýsu. Samanburður á 12 mánaða tímabilum á milli ára leiðir í ljós að botn-fiskafli er svipaður á milli ára á meðan 33% minnkun hefur orðið í uppsjávar-afla á tímabilinu. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 11,7% hærri miðað við ágúst í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu september 2013 til ágúst 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 5% miðað við sama tímabil árið áður. -jh

Klúbburinn Geysir er 15 ára og af því tilefni er haldin afmælis-veisla í klúbbhúsinu við Skipholt á laugardag þar sem Vigdís Finnbogadóttir, verndari Geysis, heldur erindi og vígir nýja heimasíðu klúbbsins. Einkunnarorð klúbbsins Geysis eru „Virðing – Víðsýni – Vinátta” og þar eru boðnir velkomnir allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Markmið starfsins er að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði. Þar er unnið að því að efla sjálfstraust fólks með því að leggja áherslu á styrkleika þess, því er veitt aðstoð við nám og atvinnuleit auk þess sem tímabundin atvinnutækifæri eru í boði. - eh

Vigdís Finnbogadóttir, verndari Geysis.

2 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

Page 3: 19 09 2014

Nissan Qashqai 429.000 kr.*

* Útborgun: 429.000 kr. I Lánshlutfall: 90% I Lánsfjárhæð: 3.861.000 kr. I Breytilegir vextir: 9,15% I Annar kostnaður á lánstímanum: 145.115 kr. (Þinglýsing, lántökugjald og greiðslugjald) I Árleg hlutfallstala kostnaðar: 10,77% I Mánaðargreiðslur: 64.726 kr. í 84 mánuði. ILánshlutfall ræðst af lánshæfis- og/eða greiðslumati hvers umsækjanda og getur hæst orðið 90%.

Nissan Qashqai 429.000 kr.*

* Útborgun: 429.000 kr. I Lánshlutfall: 90% I Lánsfjárhæð: 3.861.000 kr. I Breytilegir vextir: 9,15% I Annar kostnaður á lánstímanum: 145.115 kr. (Þinglýsing, lántökugjald og greiðslugjald) I Árleg hlutfallstala kostnaðar: 10,77% IMánaðargreiðslur: 64.726 kr. í 84 mánuði. ILánshlutfall ræðst af lánshæfis- og/eða greiðslumati hvers umsækjanda og getur hæst orðið 90%.

Lægstu vextir 8,75%ræðst af lánshlutfalli

PIPA

R\TB

WA

∙ SÍ

A ∙

1424

64

Kynntu þér kosti Lykillána og fáðu allar nánari upplýsingar á lykill.is

Lykillán gerir þér kleift að eignast nýjan bíl á þægilegan máta. Útborgun er að lágmarki 10% af verði bílsins og við lánum þér afganginn til allt að sjö ára. Þú velur þér nýjan bíl hjá viðurkenndu bílaumboði og sölumenn sjá um að ganga frá láninu. Skylt er að húftryggja bifreiðina á lánstímanum.

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I [email protected]

Page 4: 19 09 2014

Þ umalputtareglan er sú að al-þingismenn greiða 18 þúsund krónur á mánuði miðlægt og þeir

geta því greitt allt að sjö þúsund krónur aukalega til síns svæðisfélags,“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns fram-boðs.

Algengt er að kjörnir fulltrúar á Ís-landi greiði tíund til flokka sinna. Mis-jafnt er hvort um eiginlega tíund er að ræða en peningarnir eru jafnan notaðir til rekstrar flokkanna og flokksfélaga. Fréttatíminn kannaði málið hjá fjórum stórum og rótgrónum flokkum og hjá öllum þeirra er tíund við lýði.

Daníel Haukur hjá VG segir að samkvæmt lögum megi hver einstak-lingur ekki greiða meira en 300 þúsund krónur á ári til stjórnmálaflokks og því takmarkist tíundargreiðslur við 25 þús-und á mánuði. Hann segir að tíundar-greiðslur séu í fullu samráði við hvern kjörinn fulltrúa. Sveitarstjórnarmenn borgi til svæðisfélaga sinna og ráði því hvað þeir greiða miðlægt til flokksins.

„Það er ekki þvinguð nein tíund hjá okkur en við hins vegar óskum eftir því að kjörnir fulltrúar flokksins styrki hann reglulega. Stór hluti gerir það,“ segir Þórður Þórarinsson, fram-kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Þórður segir að þetta eigi bæði við um kjörna fulltrúa á sveitarstjórnarstig-inu og þingmenn. Þetta hafi tíðkast um áratugaskeið. „Í flokksfélögunum erum við bæði með aðildargjald og styrktar-mannakerfi. Við höfum óskað eftir því að okkar kjörnu fulltrúar greiði í þetta eins og hundruð annarra. Þetta eru

frjáls framlög og menn greiða eftir efni og aðstæðum.“

„Það hefur alla jafna verið þannig að þingmenn hafa greitt ákveðna upphæð á mánuði hjá okkur. Það hefur ekki verið skylda en algengast er að fólk geri það. Ráðherrar hafa borgað meira en þing-menn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardótt-ir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinn-ar. Hún segir að greiðslur þingmanna hafi farið í sjóð er kallast Máttarstólpar en í hann geta aðildarfélög sótt til að fjármagna tiltekin verkefni og efla félagsstarfið. „Styrkur sjóðsins fer svo eftir því hversu marga menn við erum með á þingi,“ segir Þórunn.

Þórunn segir að aðildarfélögin sem eiga fulltrúa í sveitarstjórnum hafi ákvörðunarvald um hvort þau innheimti

tíund og hvernig tíundargreiðslum sé háttað. „Þau gera það ekki öll að því er ég best veit. Stærstu félögin hafa gert þetta og þá er þetta tekið af nefndarlaunum fólks og er oftast

nýtt til að standa undir rekstri og leigu húsnæðis og þess háttar.“

„Það er hluti sem gerir það og hluti sem gerir það ekki, það er ákvörðun hvers og eins. Svo eru sumir sem borga í flokksfélögin,“ segir Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokks-ins.

Hrólfur segir að það hafi lengi tíðkast að kjörnir fulltrúar flokksins greiði tí-und til flokksins eða félaga innan hans. „Þetta fé hefur verið notað til reksturs félaga og til að styrkja starfið.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

siggaogtimo.is

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

RigningaRbakki veRðuR á leið austuR yfiR lanDið.

HöfuðboRgaRsvæðið: Súld eða rigning, einkum framan af degi

styttiR upp og léttiR suMs staðaR til. kólnaR í bili.

HöfuðboRgaRsvæðið: Þurrt, en Sólarlítið.

sa-HvassviðRi þegaR líðuR á Daginn og Með Rigningu s- og v-lanDs.

HöfuðboRgaRsvæðið: SlagveðurSrigning yfir miðjan daginn.

skin og skúrirtíðin er hægt og bítandi að taka á sig haustlegri blæ eftir sérlega mildan kafla að undangförnu. í dag fer veigalítið úrkomusvæði yfir landið og í kjölfar þess léttir til víða á landinu á laugardag og nv-

golublæstri. Þá kólnar jafnframt og hiti gæti fallið nokkuð og fryst um nóttina á stöku stað, einkum

n- og a-til. Spáð er álitlegri lægð á sunnudag. Henni fylgir slagveðursrigning, fljótlega um morguninn Sv-til, en síðar um daginn a-til. ferðafólk þarf að huga að vindaspám.

10

9 1012

109

9 78

11

10

8 108

9

einar sveinbjörnsson

[email protected]

893.000krónur hefur gísli freyr valdórsson í mánaðarlaun á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. gísli freyr var leystur frá störfum sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjáns-dóttur innanríkisráðherra eftir að ríkissaksóknari ákvað að ákæra hann í lekamálinu svokallaða.

20.000jarðskjálftar hafa orðið í Vatnajökli þann mánuð sem jarðhræringar hafa staðið þar yfir. Það gerir yfir 600 skjálfta á sólarhring.

Grunaður um njósnirkín versk stjórn­völd hafa hand tekið fyrr ver andi sendi herra kína á íslandi, ma jis heng, og eig in konu hans, Zhong yue. Þau eru grunuð um að hafa njósnað fyr ir japönsk stjórn völd.

myndavélar í strætóÖrygg is mynda vél ar verða tekn ar í gagnið í nýrri vögn um Strætó í næsta mánuði. Til að byrja með verða mynda-vélar í 15-18 vögnum en um áramót verða þær í um fjörutíu vögnum.

217milljónir króna var hagnaður IKEA á íslandi á síðasta rekstrarári. Það er 18 milljónum minna en árið áður.

vikan sem var

ótrúlegur uppgangurÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 34. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Liðið hefur farið upp um 97 sæti á rúmum tveimur árum.

stjórnmál kjörnir Fulltrúar greiða allt að 25 Þúsund á mánuði

Alsiða að greidd sé tíund til stjórnmálaflokkaÞingmenn og kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum greiða allt að 25 þúsund krónur á mánuði í tíund til flokka sinna. Þessar greiðslur eru jafnan notaðar til að standa straum af kostnaði og til að efla starf flokkanna.

Hvað er tíund?

Tíundarlögin frá 1096 voru fyrstu skattalög á

Íslandi. Samkvæmt þeim var tíundin greidd af eign en ekki af tekjum eins og tíðkaðist í öðrum löndum.

4 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

Page 5: 19 09 2014

HV

ÍTA H

ÚS

IÐ/S

ÍA – 14-2110

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

Page 6: 19 09 2014

[email protected] • www.betrabak.is

Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16

Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566

2015-línan komin í Betra Bak

Betra Bak

20Á R a a F M Æ l I20%

kynningar-afsláttur

kOMDu Og uPPlifÐu

gÆÐaDÝnu frá

Sumarið 2013 skoðuðu Hreinn Har-aldsson vega-málastjóri og Hanna Birna Kristjáns-dóttir innan-ríkisráðherra aðstæður í Teigsskógi. Mynd innan-ríkisráðu-neytið

Samgöngur SkipulagSStofnun Segir nei – en bendir á úrlauSnir

Nýrri veglínu um Teigsskóg hafnaðSkipulagsstofnun fellst ekki á tillögu Vegagerðarinnar um nýja veglínu um Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar hefur vegagerð tafist árum sam-an vegna deilna um hvar leggja beri veginn. Íbúar og sveitar-félög á sunnanverðum Vest-fjörðum leggja mikla áherslu á láglendisveg og vegurinn um Teigsskóg er hagkvæmasta lausnin fjárhagslega, svo munar þremur milljörðum króna. Nú er ekið um úrelta og erfiða fjall-

vegi, malarvegi sem taldir eru hættulegir, einkum að vetrar-lagi. Skipulagsstofnun hefur hins vegar kynnt Vegagerðinni leiðbeiningar um mögulegar leiðir til úrlausnar í þessu máli og væntir þess að á því verði fundin lausn í sem mestri sátt.

Einar K. Guðfinnsson, for-seti Alþingis, er ósáttur vegna þessarar niðurstöðu, að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni „Þetta er alvarlegt mál,“ sagði hann, „og það er

tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er fram-kvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið.“ -jh

m iðað við kortaveltutölur er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins verði myndarlegur, þótt heldur hægi á

honum frá fyrri árshelmingi. Á þetta bendir Greining Íslandsbanka og styðst við upplýsingar Seðlabankans en hann birti nýverið tölur um greiðslukortaveltu til ágústloka. Þar kemur fram að 1,5% samdráttur varð á heildarveltu innlendra debetkorta að nafnvirði í ágúst, en veltan nam alls 36,8 milljörðum króna. Hins vegar jókst heildarvelta kreditkorta um 10,6% að nafn-virði á milli ára á sama tíma, en slík velta nam alls 35,2 milljörðum króna.

„Að raungildi jókst kortavelta einstaklinga milli ára um 5,4% í ágústmánuði. Þar af jókst kortavelta innan-lands að raungildi um 4,2% en kortavelta erlendis um 14,7%. Er það áframhald á þróun sem hefur verið ríkjandi undanfarið, en það sem af er ári hefur korta-velta erlendis aukist um ríflega 19% að raungildi frá fyrra ári á meðan kortavelta innanlands hefur aukist um 3,2% á sama tíma. Þessi hraði vöxtur kortaveltu erlendis er væntanlega bæði til kominn vegna mikils vaxtar í viðskiptum við erlendar netverslanir og auk-

inna utanlandsferða landsmanna. Á fyrstu átta mán-uðum ársins fjölgaði utanlandsferðum Íslendinga til að mynda um 8,7% frá fyrra ári,“ segir Greiningin.

Lítillega hefur þó dregið úr vextinum en það sem af er þriðja ársfjórðungi nemur raunvöxtur korta-veltu 3,5% frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar var vöxturinn 5,3% á fyrri árshelmingi. „Hefur því,“ segir Greiningin, „heldur hægt á vextinum á þennan kvarða, en rétt er að hafa í huga að talsverðar sveiflur eru í þessum tölum á milli mánaða. Það sem af er ári nemur kortaveltuvöxturinn 4,8% frá fyrra ári. Vöxtur kortaveltu að raungildi gefur ágæta vísbendingu um vöxt einkaneyslu, enda fer meginhluti neysluútgjalda landsmanna um greiðslukortin. Má gera því skóna, miðað við kortaveltutölurnar, að vöxtur einkaneyslu reynist allhraður á yfirstandandi ári.“

Greiningardeild Íslandsbanka spáði því í þjóð-hagsspá sinni, sem út kom í maí, að vöxtur einka-neyslu yrði 4,2% vexti á þessu ári.

Jónas Haraldsson

jonas@ frettatiminn.is

efnahagur umtalSverður vöxtur einkaneySlu

Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði utanlandsferðum Íslendinga um 8,7% frá fyrra ári. Viðskipti við erlendar netverslanir hafa einnig aukið kortaveltu.

Fleiri halda utan og skipta við erlendar netverslanirMikill vöxtur er í einkaneyslu Íslendinga. Utanlandsferðum Íslendinga hefur fjölgað umtalsvert miðað við sama tíma í fyrra. Þá er vöxtur í viðskiptum við erlendar netverslanir.

6 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

Page 7: 19 09 2014

*Polo Trendline, 1.0 MPI, 5 gíra beinskiptur, 75 hestöfl.

Nýr Volkswagen Polo.

Volkswagen Polo kostar frá:

2.590.000 kr.*

Volkswagen Polo er kominn til landsins með nýtt útlit, nýja vél og nýja skiptingu. Hann er eyðslugrennri, hærri,

kraftmeiri, öruggari og umhverfisvænni. Polo býður nú líka upp á tækni eins og Bluetooth búnað fyrir síma, Start/Stop

búnað, stöðugleikastýringu, frítt í stæði og brekkuvara sem aðstoðar þig við að taka af stað í brekku. Sportlegar línur,

fáguð smáatriði og glæsilegt útlit grípur athyglina í umferðinni. Fjölbreytileg og hugvitsamlega hönnuð smáatriði

vekja hrifningu: Það er greinilega allt á réttum stað í nýjum Polo.

Stærri og kraftmeirimeð smáatriðin á hreinu.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.volkswagen.is

Page 8: 19 09 2014

Gjaldeyrisflæði vegna ferðaþjónustu hefur aldrei verið meira en nú. Kortavelta erlendra ferðamanna nam rúmlega 83 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins. Metafgangur í þjónustujöfnuði er í uppsiglingu.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi lagði fram tvær tillögur fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-ins í borgarstjórn á þriðjudaginn, annars vegar um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár og hins vegar bætta upplýsingaöflun til al-mennings.

Í fyrri tillögunni er lagt til að borgarstjórn samþykki að upplýs-ingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenn-ingi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Í hinni síðari er lagt til að borgarstjórn samþykki að auka

gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkur-borgar með því að birta gögn, sem formlega eru lögð fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar, á net-inu ásamt fundargerðum og gera þau þannig aðgengileg almenningi.

Um er að ræða endurflutning á sambærilegum tillögum sem Kjart-an flutti á árinu 2012. Hann segir að á sínum tíma hafi verið tekið vel í tillögurnar og að tillagan um „Nót-urnar á netið“ hafi verið samþykkt einróma í borgarstjórn. Tillögurnar hafa hins vegar ekki enn komist til framkvæmda. -jh

Reykjavík TvæR TillöguR SjálfSTæðiSflokkSinS

„Nóturnar á netið“

Kjartan Magnússon.

feRðaþjónuSTa koRTavelTa eRlendRa feRðamanna eykST um fimmTung

Erlendir ferðamenn strauja hér kort sín svo úr rýkur. Haldi fram sem horfir er metafgangur í þjónustujöfnuði í uppsiglingu.

e rlendir ferðamenn straujuðu kort sín hér á landi fyrir 83,2 milljarða króna fyrstu átta mánuði ársins.

Þetta 24% hærri fjárhæð í krónum en á sama tímabili í fyrra, en 51% hærra en á sama tímabili 2012. Alls nam korta-velta útlendinga 17,6 milljörðum króna í nýliðnum ágúst. Það er 20% aukning í krónum á milli ára, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um greiðslumiðlun. Greining Íslandsbanka bendir á að þess-ar tölur rími vel við tölur Ferðamálastofu um brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í mánuðinum en þær sýndu rúmlega 16% aukningu milli ára. Fyrstu átta mánuði ársins komu hingað rétt um 700 þúsund ferðamenn. Það er 23% fjölgun miðað við árið 2013 en 48% borið saman við sama tímabil 2012.

Alls nam kortavelta Íslendinga í út-löndum rúmlega 8,2 milljörðum króna í ágúst. Greining Íslandsbanka bendir á að kortaveltujöfnuður, þ.e. mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og Ís-lendinga í útlöndum, hafi þar með verið jákvæður um 9,4 milljarða króna í mán-uðinum. „Er hér um að ræða langhag-felldustu útkomu þessa jafnaðar frá upp-hafi í ágústmánuði,“ segir Greiningin. Í ágúst í fyrra var jöfnuðurinn jákvæður um 7,4 milljarða króna og árið þar á undan jákvæður um 5,9 milljarða.

Á fyrri helmingi ársins nam afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferðalaga 11,8 milljörðum króna. „Er það heldur betur viðsnúningur frá því sem áður var, enda er þetta í aðeins annað skipti sem þessi hluti þjónustujafnaðar mælist jákvæður á fyrri árshelmingi,“ segir Greiningin enn fremur. Í fyrra var hann jákvæður um 7,2 milljarða króna og ári áður neikvæður um 2,2 milljarða króna.

„Frá hruni hefur þjónustujöfnuður vegna ferðalaga ávallt mælst jákvæður á 3. ársfjórðungi, en þá nær hann árs-tíðarbundnum toppi vegna komu ferða-manna hingað til lands,“ segir deildin. Í fyrra hljóðaði afgangurinn upp á rúma 27 milljarða króna á fjórðungnum, og var þá um mesta afgang að ræða á einum fjórðungi frá upphafi. Þrátt fyrir að tölur fyrir september liggi ekki fyrir má ætla, miðað við ofangreindar tölur, að afgang-urinn, verði a.m.k. 32 milljarða króna á fjórðungnum nú í ár, segir í mati Íslands-banka. „Ekki þarf að fjölyrða um,“ segir að lokum, „hversu mikilvæg þessi þróun er fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu, og er ljóst að ferðaþjónustan gegnir lykil-hlutverki við að halda styrknum í gengi krónunnar þessa dagana.“

Jónas Haraldsson

[email protected]

Ferðamenn strauja kortin sem aldrei fyrr

24%

83,2 Milljarðar var kortavelta er-lendra ferðamanna

á fyrstu átta mánuðum ársins.

Seðlabanki

íSlandS.

auKninG

á kortaveltu útlendinga á fyrstu

átt mánuðum ársins miðað við sama tíma og í

fyrra.

Seðlabanki

íSlandS.

í Tölum

Lá�u hjartað ráða

Tómatsósan mín er unnin úr fyrsta flokks fullþroskuðum lífrænum tómötum og gerir allt betra.

VIKTOR Softshell jakki kr. 9.500

www.icewear.is

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

ÓKEYPIS

ÓKEYPIS

Heimili & hönnun Fréttatíminn verður með glæsilegan

blaðauka um heimili og hönnun næstu 3 vikurnar.

• 26. september �öllum við um gólfefni, hurðir og húsbúnað.• 3. október verður athyglin á eldhús og baðherbergi.• 10. október skrifum við um hönnun og lýsingu.

Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans [email protected] eða í síma 531-3300.

8 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

Page 9: 19 09 2014

FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI

Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is

SKRÁNINGARFRESTUR ER AÐ ÖLLU JÖFNU VIKU ÁÐUR EN NÁMSKEIÐ HEFST

Norðurljósskráningarfrestur til 24. september Saga, stjórnmál og menning Afríku sunnan Saharaskráningarfrestur til 24. september Michael Jacksonskráningarfrestur til 30. september

Íslenskar glæpasögur – af hverju lesum við þær?skráningarfrestur til 8. október Einyrkinn í íslenskri menninguskráningarfrestur til 9. október

MENNING

Tímastjórnun í �órvíddskráningarfrestur til 22. september Word ritvinnsla – fyrir byrjendurskráningarfrestur til 23. september Hlutverk hópstjórans/vaktstjóransskráningarfrestur til 23. september Árangursrík samskiptiskráningarfrestur til 23. september Að verðleggja eigið vinnuframlag - Launaviðtaliðskráningarfrestur til 24. september Að leiðbeina jafningjum (train the trainer)skráningarfrestur til 26. september Verkefnastjórnun - verkefnisáætlunskráningarfrestur til 29. september Sköpunarkjarkurskráningarfrestur til 29. september

Að setja upp vefverslun í WordPressskráningarfrestur til 1. október

STARFSTENGD HÆFNI

Komdu ég vil hlusta á þig – Um samskipti foreldra og barnaskráningarfrestur til 22. september Myndbandavinnsla með Moviemaker fyrir Windowsskráningarfrestur til 23. september Hugþjálfun – leið til árangursskráningarfrestur til 24. september Húmor og gleði í samskiptum … dauðans alvaraskráningarfrestur til 24. september Föstur – fyrir alla?skráningarfrestur til 29. september Söngtextagerðskráningarfrestur til 29. september Heimili og hönnunskráningarfrestur til 29. september Smásagnaskrifskráningarfrestur til 30. september Rafbækur fyrir alla – tæknin, tækin og lesefniðskráningarfrestur til 30. september

PERSÓNULEG HÆFNI

Hagfræði eftirlitsskráningarfrestur til 23. september Háspennustrengir - Lagningskráningarfrestur til 29. september Áhrif háspennustrengja á nærliggjandi vatnsleiðslur – Induced spenna, jarðskaut og vörn gegn tærunskráningarfrestur til 29. september IEC staðall 60840 og 62067 – Test methods and requirements for Power Cables 30 kV up to 150 kV og above 150 kV up to 500 kVskráningarfrestur til 29. september

Opinber innkaupskráningarfrestur til 2. október

VERKFRÆÐI OG TÆKNIFRÆÐI

Smábarnalistinn: Staðlaður þroskalisti handa ungbörnumskráningarfrestur til 26. september

iPad í leikskólum – námskeið á Akureyriskráningarfrestur til 6. október

UPPELDI OG KENNSLA

Heilabilun – að lifa með reisnskráningarfrestur til 9. október

HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSSVIÐ

Gagnasöfn og SQLskráningarfrestur til 22. september The Data Warehouse: Dimensional modeling fundamentals & advanced topicsskráningarfrestur til 25. september

UPPLÝSINGATÆKNI

Lestur ársreikningaskráningarfrestur til 22. september Fjárfestingartækifæri í núverandi umhver�skráningarfrestur til 30. september Að telja rétt framskráningarfrestur til 30. september

FJÁRMÁL OG REKSTUR

NÆRÐU HUGANN

Kínverska fyrir byrjendurskráningarfrestur til 29. september Örlög og ástir á þýsku: Þjálfun í þýsku talmáli og þýskum kurteisisvenjum á nýstárlegan háttskráningarfrestur til 1. október

TUNGUMÁL

Page 10: 19 09 2014

10 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

er hlutverk þitt að sjá um bókhaldið?- snjallar lausnir

Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is

545 3200 navaskrift.is [email protected] Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift- Microsoft Dynamics NAV

Borgartún 26, Reykjavík sími: 545 3200

Verð frá kr.

pr. mán. án vsk11.900-

Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldsker� landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn.

Breytilegur �öldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað.Ker�nu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og �eira.

Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.

Á Norðurlöndum eru flestir bílar á hvern íbúa á ÍslandiÁ Íslandi eru 646 bílar á hverja þúsund íbúa miðað við 395 á hverja þúsund í Danmörku. Í 75 prósent tilvika nota Reykvíkingar bílinn til ferða í daglegu lífi, miðað við 25 prósent í Kaupmannahöfn og er þá miðað við tölur frá árinu 2010 í Reykjavík. Til sendur að kanna samgönguvenjur á ný nú í haust. Evrópsk samgönguvika stendur yfir og tekur Reykjavík þátt. Næsti mánudagur verður „Bíllausi dagurinn“ en þá eru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima þegar haldið er til vinnu eða skóla.

Reykjavík

kaupmannahöfn

StokkhólmuR

helSinki

Reykjavík

kaupmannahöfn

StokkhólmuR

helSinki

Reykjavík

kaupmannahöfn

StokkhólmuR

helSinki

Reykjavík

kaupmannahöfn

StokkhólmuR

helSinki

80%0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70%feRðavenjuR í fjóRum noRRænum boRgum

1%

6%

15%

29%

20%

36%

7%

6%

4%

33%

43%

34%

75%

25%

33%

29%

Reykjavík

helSinki

StokkhólmuR

kaupmannahöfn

Danmörk Bandaríkin Svíþjóð Finnland Noregur Þýskaland Austurríki Ástralía Litháen Malta Nýja Sjáland Ítalía Ísland Lúxemborg Mónakó Liechtenstein San Marínó

bílaR á hveRja 1000 íbúa

395 403 466 475 480 531 536 559 565 595 597 605 646 667 729 744 1139

Page 11: 19 09 2014

*Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

LJÓSADAGAR18. - 28. SEPTEMBER

NÚ26.246

NÚ7.496

NÚ 7.496

NÚ 8.996

NÚ 22.496

NÚ 6.498

Faraway-loftljós. 34 cm. Áður 14.995 kr.

Gooseneck-gólflampi. Kopar.Áður 59.900 kr.

Twist gul-borðlampi. Áður 9.995 kr.

Cassiopeia-borðlampi. Skermur seldur sér. Áður 12.995 kr.

Raw loftljós. 40 cm. Áður 34.995 kr.

Mini ball-loftljós. 12 cm. Áður 14.995 kr.

Cloud-loftljós. 46 cm. Áður 9.995 kr.

Metro-ljósastæði. Ýmsir litir af snúrum. L300 cm. Áður 4.995 kr.

Glacier-loftljós. Kopar eða króm.11 cm. Áður 16.995 kr.

Retro-borðlampi. H 25 cm. Áður 5.995 kr.

Dorina-borðstofuljós. L 83,5 cm. Áður 19.995 kr.

Job mat sort- gólflampi. H 176 cm. Áður 29.995 kr.

6.498

Cassiopeia-borðlampi.

Glacier-loftljós. Kopar eða króm.

Retro-borðlampi. H 25 cm. Áður 5.995 kr.

Job mat sort- gólflampi. H 176 cm. Áður 29.995 kr.

NÚ26.246

Cool-veggljós. Áður 11.995 kr.

SPARAÐU

25-50%AF ÖLLUM LJÓSUM

OG PERUM*

NÚ 67.496

NÚ 11.246

NÚ 26.246

Kobe-loftljós. Ýmsir litir. 30 cm. Áður 34.995 kr.

Ball-borðlampi. Messing. H 45 cm. Áður 29.995 kr.

Ball Multi. Loftljós með 7 kúplum. Messing. Áður 89.995 kr.

NÚ 9.998

NÚ 41.930

NÚ 11.246

NÚ 22.496 NÚ

4.496NÚ

3.746

Bubble-borðlampi. H 35 cm. Skermur seldur sér. Áður 14.995 kr.

NÚ7.496

Cloud-loftljós. 46 cm. Áður 9.995 kr.

NÚ11.246

Glacier-loftljós. Kopar eða króm.11 cm. Áður 16.995 kr.

L 83,5 cm. Áður 19.995 kr.

NÚ 8.498

Page 12: 19 09 2014

Á síðasta Kirkjuþingi var ákveðið að setja ferming-arfræðslu á oddinn næstu

fjögur árin. Við vissum að þetta lá í loftinu og þjófstörtuðum því í raun á síðasta ári þegar út kom nýtt fræðsluefni fyrir fermingarbörn en þetta var í fyrsta sinn í áratugi sem fræðsluefnið er endurskoðað svo rækilega. Í raun má líkja þessu við byltingu,“ segir Elín Elísabet Jó-hannsdóttir, fræðslufulltrúi Bisk-upsstofu. Fræðsluheftið ber heitið „Con Dios“ sem þýðir „Með Guði.“ Efnið er þýtt og staðfært frá Sví-þjóð en nokkrir íslenskir prestar á Norðurlöndunum hafa unnið með efnið á síðustu árum og bera því vel söguna. „Þetta er ekki eins og hefð-bundin kennslubók heldur sett upp eins og tímarit með fjölda mynda, þarna eru stuttir textar og létt orða-lag. Við erum ekki að tala neina himnesku heldur bara mannamál,“ segir Elín.

Húmor og gæskaÓhætt er að segja að fermingar-fræðsluefnið hafi verið fært til nú-tímans. Í Con Dios er meðal annars vitnað í lagatexta söngkonunnar Pink um Guð sem plötusnúð og lífið sem dansgólf, þar er auglýsing um þvottaefni sem er ekki merkt Svans-merkinu heldur Kristi og er sagt „Áhrifaríkt gegn synd. Þvotturinn verður tandurhreinn – í hvert skipti.“ Þá er tilvitnunin í Jesú þar sem hann segir „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skulið þér og þeim gera“ myndskreytt með mynd af nuddolíu. „Húmorinn og gæskan er alltaf í fyrirrúmi,“ segir Edda Möller, útgáfustjóri Þjóðkirkjunnar.

Auk heftisins sem fermingar-börnin fá eru sérstakar kennslu-leiðbeiningar fyrir presta og ýmis

óhefðbundin verkefni, en þeim er þó í sjálfsvald sett hvernig þeir vinna með efnið þar sem hver prestur skipuleggur sjálfur ferm-ingarfræðsluna í sinni sókn. „Con Dios“ var í fyrsta skipti notað á Ís-landi í fermingarfræðslu þeirra sem fermdust í vor en foreldrar þeirra fermingarbarna sem nú voru að byrja í fermingarfræðslu fengu auk þess nýtt foreldrahefti „Con Dios“ þar sem raunar er alls ekkert fjallað um unglinga heldur um lífið, trúna og tilveruna. En það er meira sem stendur fermingarbörnum og foreldrum þeirra til boða, sem og prestum sem sjá um fermingar-fræðslu, því Hildur Björk Hörpu-dóttir og Jóhanna Gísladóttir, sem báðar útskrifast sem guðfræðingar í desember, hafa sett upp sérstakan fræðsluvef sem byggir á spegluð-um kennsluháttum, eða vendinámi. „Vendinám felst í að heimavinnan

fer fram í kennslustofunni en fyrir-lestrarnir fara fram heima. Við höf-um lesið inn fyrirlestra fyrir ferm-ingarbörn, setjum inn glærur og spurningar til ígrundunar, og svo mæta þau í fermingarfræðsluna og við vinnum með efnið,“ segir Hildur.

Fræðsluefnið á iPadVenjan er að guðfræðinemar komi í starfskynningu á Biskupsstofu á síðasta námsári sínu og þegar Hild-ur og Jóhanna mættu þangað í vor vildi svo til að þær fengu að heyra um þann draum Elínar fræðslufull-trúa að þróa speglaða kennsluhætti í fræðslunni. „Þær réttu síðan mjög hógværar upp hönd og sögðust vera búnar að vinna slíkt efni fyrir ferm-ingarfræðslu,“ segir Elín. Talið er að um eitt þúsund fermingarbörn á höfuðborgarsvæðinu noti fræðslu-vefinn sem þær settu upp en þau fá einfaldlega vefslóð og lykilorð og

geta síðan nálgast alla fyrirlestra í iTunes í gegn um Podcast og þann-ig auðveldlega hægt að setja þá á snjallsíma, spjaldtölvu eða mp3-spil-ara. „Könnun meðal foreldra ferm-ingarbarna sýndi að þeir vilja taka meiri þátt og þeir geta horft á þessa fyrirlestra með börnunum sínum

Jóhanna bendir á að unglingar hafi þétta dagskrá og það hafi sýnt sig að þeir kunna vel að meta að fermingarfræðslan sé ekki sett fram eins og hefðbundinn kennslutími. „Vendinám hefur líka þann kost að það hentar jafnt þeim sem eru lesblindir eða eiga við námserfið-leika að stríða og svo þeim sem eru jafnvel á undan í námi. Öll standa þau jafnfætis í verkefnavinnunni,“ segir hún. Jóhanna starfar einnig sem æskulýðsfulltrúi í Langholts-kirkju og var vefurinn fyrst prufu-keyrður þar hjá séra Guðbjörgu Jó-hannesdóttur og séra Guðmundi Karli Brynjarssyni í Lindakirkju. „Þau hvöttu okkur mikið áfram og það var gaman hvað Biskupsstofa tók síðan vel í þetta,“ segir Jóhanna. Elín tekur fram hvað það sé gleði-legt að þessi vinna komi úr grasrót-inni og að þau hafi í raun ættleitt þetta fullbúna verkefni sem tengist beint Con Dios.

Ekkert útilokar kynfæramyndirEdda bendir á að í grunninn sé boð-skapurinn einfaldur: „Guð er kær-leikur, Guð elskar okkur eins og við erum og við erum aldrei ein á ferð.“ Kaflarnir í Con Dios eru stuttir og hnitmiðaðir. Þeir fjalla meðal ann-ars um sjálfsmynd, bænina, fyrir-gefningu, dauðann og sorgina, og kærasta og kærustur. Í síðastnefnda kaflanum er fjallað sérstaklega um samkynhneigð, og er þetta í fyrsta skipti sem samkynhneigð er hluti af prentuðu kennsluefni. „Fermingar-börnin hafa ekki miklar áhyggjur af samkynhneigð. Fyrir þeim er hún ekki meira tiltökumál en að vera rauðhærður,“ segir Jóhanna og Elín bendir á að innan kirkjunnar sé nú litið á samkynhneigð sem eðlilegan

hlut. „Þetta er bara sjálfsagt og eðli-legt. Við elskum alls konar fólk,“ seg-ir hún. Í þessum sama kafla er líka fjallað um klámmyndir og hversu óraunverulega mynd þær gefa af eðli-legum samskiptum þar sem kynlíf á að snúast um virðingu, fyrir sjálfum sér og öðrum.

Hvaða nálgun prestar fara er þeirra eigin val, en skemmst er að minnast þess þegar prestur við Selfosskirkju fékk kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnardóttur til að sjá um fræðslu um samskipti kynjanna. Þar sýndi hún myndir af kynfærum til að varpa ljósi á hversu margbreytileg þau eru í útliti. Myndasýningin var kærð af utanaðkomandi aðila en kærunni vísað frá. Jóhanna bendir á að nýja kennsluefnið gefi prestum rými til að útvíkka hvernig þeir nálgist viðfangs-efnin. „Það er ekkert sem útilokar að fræðslan eigi að vera eins og hún var en það er heldur ekkert sem segir að hún eigi að vera einmitt þannig. Hver prestur er í raun með sinn eigin fermingarskóla,“ segir Hildur og tek-ur fram að í grunninn snúist þetta um virðingu og kærleika.

Samfélagið er breytt og kirkjustarf-ið líka. „Hér áður fyrr máttu börn ekki koma í jarðarförina hjá afa eða ömmu. Ég hef heyrt af fólki sem fékk ekki að kveðja sem börn og það hvílir enn þungt á því. Kirkjan fylgir eftir breytingum í samfélaginu, og kristin trú er bara ljómandi góður lífsstíll sem snýst um að láta gott af sér leið og vaxa sem manneskja,“ segir Edda.

Vitanlega er farið vel yfir boðorð-in í Con Dios og í umræðum varpa prestar því gjarnan fram hvort ferm-ingarbörnunum finnist eitthvað vanta í boðorðin. Yfirleitt er niðurstaðan sú að þær hugmyndir sem þau fá er þeg-ar að finna í boðorðunum, jafnvel þó orðalagið sé kannski skrýtið. Hild-ur rifjar í lokin upp eitt boðorð sem fermingarbörnin eru þó sammála um að mætti gjarnan bæta við: „Það á að vera slökkt á gemsanum þegar við erum í bíói.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Gagnger endurskoðun var gerð á fermingarfræðslu Þjóð-kirkjunnar á síðasta ári þegar út kom fræðsluefnið Con Dios. Allt yfirbragð efnisins er ferskt og lifandi og dæmi tekin úr dægurmenningunni. Auk þess hefur verið tekinn í gagnið fræðsluvefur þar sem fermingarbörn geta horft á fyrirlestra á iPad áður en þau mæta í kirkjuna og vinna með efni fyrirlestursins.

Bylting í fermingarfræðslu

Fremingarfræðsluefni hefur verið fært til nútímans með fræðsluritinu Con Dios.

12 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

www.tskoli.is

Gítarsmíði

Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9602www.tskoli.is/gitar | [email protected]

Kennari: Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður.

Námskeið: 22. september – 4. desember 2014.Kennt er tvö kvöld í viku kl. 17:30–22:00, alls 100 klst.

Verð: 185.000 kr. Allt tréefni er innifalið. Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Lærðu að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, P bass eða Thinline frá grunni.

Page 13: 19 09 2014

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær

haustlaukarÚtsölunni lýkur um helgina

Ráðgjöf alla helgina í skútuvogi

lærðu að setja

niður haustlauka og

fáðu aðstoð við val

á laukum í garðinn

þinn.

lára Jónsdóttirgarðyrkjufræðingur

laugardag og sunnudag kl: 13-17

eRikuRveljið sjálf 3 stk

1.299

útipottaR

30%afsláttuR

pottaplöntuR

20-50%afsláttuR

Eldliljur 3 stk.

1.499kr.

feRskuR föstuDaguR

ný sending

gosbRunnaR

30%afsláttuR

gaRðstyttuR

& -álfaR

50%afsláttuR

eitt mesta

úRval lanDsins

af haustlaukumeúRaf haustlaukum

túlípanaR

99950 stk

luktiR

30%afsláttuR

Page 14: 19 09 2014

FFimmtungur ungra karla, á aldrinum 18-24 ára, tekur tóbak í vörina. Með ólíkindum er að lesa slíkt en frá þessu var greint í Líf-tímanum síðastliðinn föstudag, en blaðinu er dreift með Fréttatímanum. Með mark-vissu átaki hefur tekist að draga úr tóbaks-reykingum en á síðustu árum hefur munn-tóbaksnotkun, einkum meðal ungra karla, aukist hröðum skrefum. Á þeirri vakt hafa allir sofið. Ekki má við svo búið standa.

Bregðast verður við hart gegn þessum heilsuspillandi ófögnuði, ekki með boði og bönnum heldur fræðslu og áróðri – og aftur áróðri.

Tóbaksreykingar voru almennar fyrir nokkrum áratugum. Árið 1985 sýndu

kannanir að 43% íslenskra karlmanna á aldrinum 18-69 ára reyktu. Á sama tíma reyktu 37% kvenna. Árið 1997 var þetta hlutfall komið í 29%

hjá körlum en 28% hjá konum. Árið 2012 var hlutfallið 13,8%. Á síðasta ári hafði enn dregið úr reykingunum. Þá reyktu 11,4% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára.

Fyrr á árum var nánast reykt alls staðar. Inni á heimilum, vinnustöðum, veitinga-stöðum, í bílum og víðar – og skipti litlu hvort börn voru nálægt. Þegar hægt var, með óyggjandi hætti, að sýna fram á heilsutjón vegna reykinga, beinna og óbeinna, tókst með margháttuðum aðgerð-um að draga úr þeim, eins og fyrrgreindar tölur sýna. Vinnustaðir eru reyklausir. Það er ótrúlegur munur fyrir þá sem muna þá tíð er reykingamenn jafnt og aðrir unnu daglangt í reykmettuðu andrúmslofti. Sama gildir um veitingastaði og opinbera staði. Þeir eru reyklausir. Þeir sem reykja gera það fæstir innan dyra heimila sinna heldur fara út. Sama gildir um bíla. Óþekkt má kalla að nú sé reykt nálægt börnum.

Það var að vonum að menn tækju sig á gagnvart tóbaksreykingum enda hefur verið sýnt fram á að reykingamaður er í helmingi meiri hættu á að deyja úr krabba-meini en sá sem reykir ekki. Stórreykinga-

maður er í fjórfaldri hættu. Reykingar eiga sök á 33% allra krabbameina í iðnríkjum heims, að því er fram kemur í gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en krabbameinin sem reykingar valda oftast eru lungnakrabbamein, krabbamein í munnholi og krabbamein í barka. Ónefndir eru þá hjarta- og æðasjúkdómar.

Miðað við þann árangur sem náðst hefur við að draga úr reykingum og almenna vitneskju fólks um skaðsemi tóbaks er það óskiljanlegt hve hratt notkun munntóbaks hefur aukist. Í fyrrnefndri úttekt Líf-tímans kom fram að notkun munntóbaks getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu neytenda. Hún eykur líkur á krabbameini í munni, koki, vélinda og brisi og sömuleiðis á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fram kom í viðtali í fyrra við Agnesi Smáradóttur, krabbameinslækni á Land-spítalanum, að slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn geta komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Hún sagði tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og óttaðist að munntóbaksnotk-un ungmenna nú ætti eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir tuttugu ár, eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár og það er heldur ungt til að fá krabbamein,“ sagði krabba-meinslæknirinn. Agnes tók jafnframt fram að erfitt væri að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. Þau dreifðu sér ekki mikið en yxu mjög „aggressívt“, þannig að kannski þyrfti að taka kjálkann eða tunguna.

Hér verður að grípa til róttækra aðgerða. Gagnslaust er að banna sölu á munntóbaki. Ná verður til unga fólksins með öðrum hætti, jafnvel harkalegum. Hamra verður á því að ógeðfellt sé að vera með brúna tóbakstuggu upp í sér, með tóbaksleifar á tönnum og lítt kyssilegt. Dugi það ekki verður að sýna neytendum munntóbaks myndir af krabbameinum í munni, afskorn-ar tungur og brottsagaða kjálka.

Með illu skal illt út reka.

Ráðast ber harkalega gegn síaukinni notkun munntóbaks

Afskornar tungur og kjálkar

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Loft innan fárra mínútna

Ilmur af mentól og eukalyptus

Andaðu með nefinu

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

14 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014

Page 15: 19 09 2014

VÖRUGJÖLDINSKORIN NIÐUR

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera

hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

Sjónvörp

Helluborð

Ofnar

Hljómtækjastæða

Bíltæki

Sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. lækka um 20%.

Heimabíómagnari

Þvottavélar

Þurrkarar

Verðlækkunv/ vörugjalds

Verðlækkunv/ vörugjalds

Verðlækkunv/ vörugjalds

Hljómtæki

KæliskáparKæliskáparUppþvottavélar

Þvottavélar

Frá og með miðvikudeginum 17. september afnemur ORMSSON vörugjöld í öllum sínum verslunum.

Helstu heimilistæki líkt og þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar, kæliskápar, ofnar og helluborð munu strax lækka um 17%, en sjónvörp og hljómflutningstæki um 20%.

– fyrir heimilin í landinu

ORMSSO NKEFLAVÍ KSÍMI 421 1535

ORMSSO NfiRISTUR-ÍSAFIR‹ISÍMI 456 4751

KSSAU‹ÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR · BYGGSIGLUFIR‹ISÍMI 467 1559

ORMSSO NAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSO NHÚSAVÍ KSÍMI 464 1515

ORMSSO NVÍK-EGILSSTÖ‹UMSÍMI 471 2038

ORMSSO NPAN-NESKAUPSTA‹SÍMI 477 1900

ORMSSO NÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJU MSÍMI 481 3333

Page 16: 19 09 2014

Ætlarðu að halda áfram að gera það sama? Viltu breyta til? Nýtt starf, ný verkefni, nýjar og fleiri tómstundir? Áttu þér kannski drauma sem enn hafa ekki ræst?

En hvers vegna í ósköp-unum ættum við að glata ritmálinu - við, bóka-þjóðin sjálf ?

Það verndar enginn tungumálið nema við sjálf

Bæ, bæ, íslenska!

Þriðja æviskeiðið

Hvað ætlar þú að gera þegar þú ert orðin(n) stór?

Á hverju ári fækkar þeim tungu-málum sem mannkynið talar. Það þykir fæstum góð þróun og varla

betri en þegar plöntu- eða dýrategundum fækkar. Tilvistin hér á jörðinni verður fábrotnari og litlausari þegar eitthvað hverfur sem aldrei er hægt að endurvekja.

Er íslenskan mál í útrým-ingarhættu? – Uss, nei, myndu sumir segja. Íslenskan hefur lifað í meira en þúsund ár og staðið af sér fátækt, eldgos og hungur. Hún hlýtur að lifa af velmegun og menntun líka. – Jú, segja aðrir. Tungumál sem svona fáir kunna er vissulega í hættu. Og eitt er víst – ís-lenskan mun alls ekki halda lífi nema hún sé notuð. Það þarf að tala hana, lesa hana og skrifa hana – að öðrum kosti hverfur hún í hóp hinna gleymdu tungumála.

Íslenskt ritmál á sér sögu sem við erum stoltari af en flestu öðru sem við kemur lífi okkar sem þjóð. Við montum okkur af því að meira og betur hafi verið skrifað hér í köldum og myrkum kofum en í glæsihúsum stórþjóðanna. Við segjum líka að hér hafi textar verið almenningseign, að sögur og ljóð hafi lifað á hvers manns vörum. Eflaust eru það ýkjur – en samt ekki lygi. Orðsins list var þjóðinni bæði töm og kær og einmitt þess vegna hefur tungan sem aðrir týndu lifað áfram hér í okkar geymd og vörslu.

Tungumálið okkar er bæði talmál og ritmál. Orðaforði ritmáls er meiri og mál-fræðin margslungnari. Þau tungumál sem ekki eiga sér ritmál eru í mestri útrýming-arhættu. Ef við glötuðum íslensku ritmáli myndum við líklega nota talmálið í dag-legu lífi um sinn, en það yrði sífellt mátt-

lausara og dygði okkur engan veginn til þess að orða dýpri hugsanir, færa rök fyrir máli okkar eða lýsa tilfinningum. En hvers vegna í ósköpunum ættum við að glata rit-málinu – við, bókaþjóðin sjálf?

Það þarf ekki margar illa læsar kynslóðir til að ritmál glatist. Börnin okkar læra vissulega að lesa í skólan-um Þau læra að þekkja og greina bókstafi og hljóð og setja saman í orð og setningar. En það gerir þau ekki læs. Læs eru þau ekki fyrr en þau hafa náð að tileinka sér ritmál, skilja það og geta nýtt sér bæði til gagns og gleði. Börnin þurfa að verða virkir les-endur, að sökkva sér af áhuga niður í ritað mál og ná valdi á því svo þau geti sjálf tjáð sig. Til þess þurfa þau að hafa aðgang að fjölbreyttum, skemmtilegum og

spennandi texta á íslensku.Barna- og unglingabókaútgáfa hefur

dregist saman á undanförnum árum. Það sem hefur haldið í henni líftórunni er sá siður að nota bækur til gjafa. Samkeppnin við aðra afþreyingu er mikil og ef bækur hækka í verði er næsta víst að bókakaup muni minnka. Börnin geta nálgast bækur á söfnum, segir ef til einhver – en ef bækur seljast ekki verða þær ekki gefnar út. Svo einfalt er það. Nýlega boðuð hækkun virð-isaukaskatts á bækur gæti haft afgerandi áhrif á framboð á lesefni fyrir börn – lesefni sem er nauðsynlegt ef okkur á að auðnast að ala upp lesandi kynslóð.

Íslenskan lifði vissulega af hungur og kúg-un fyrri tíma. En skilningsleysi, skeytingar-leysi og skammsýni geta tortímt henni. Það verndar enginn tungumálið okkar nema við sjálf, hér og nú. Snúum við blaðinu áður en það er um seinan.

E rtu komin(n) yfir fimmtugt – tíu ár í sextugt, tuttugu ár í sjötugt og svo um tuttugu

ár eftir það? Farin(n) að velta fyrir þér hvað þú gerir næstu áratugina? Ætlarðu að halda áfram að gera það sama? Viltu breyta til? Nýtt starf, ný verkefni, nýjar og fleiri tóm-stundir? Áttu þér kannski drauma sem enn hafa ekki ræst? Kvíðirðu kannski fyrir því að vera hent út af vinnumarkaðnum – vera bannað að vinna? Sérðu fyrir þér starfslok?

Dragðu nú djúpt andann. Þú ert að nálgast þriðja æviskeiðið eða jafnvel komin(n) þangað. Hvað er nú merkilegt við það? Jú, það er æviskeiðið þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu, barnabörnin að komast á legg. Skuldir og skyldur minnka og léttast. Hugur og hönd enn virk sem fyrr, eða allt að því. Þetta er tíminn þegar þér ber að velta fyrir þér framtíðinni. Hvað geturðu gert til þess að hún verði björt og ánægjuleg?. Sé heilsan í lagi og fjárhagurinn nokkuð svo, þá er rétt að huga að því að undirbúa sig undir þetta æviskeið sem skeið frelsis og nýrra tækifæra. Því fyrr

sem hugað er að þessum undirbún-ingi, þeim mun auðveldara verður þetta breytingaskeið sem við öll göngum í gegnum.

Samtökin U3A Reykjavík, Háskóli þriðja æviskeiðsins, hafa nú lagt af stað í rannsóknarferð til þess að kanna hvernig best megi búa sig undir þetta æviskeið. Verkefnið BALL (Be Active through Lifelong Learning) er tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni unnið í samstarfi við U3A í Alicante og Lublin undir verkefnisstjórn Evris í Reykjavík. Ísland er því í forystu þessa verk-efnis sem hefur hlotið styrk frá menntaáætlun ESB, Erasmus+. Á þriðjudaginn kemur, 23. septem-ber, verður þessu verkefni hrundið af stað með verulega áhugaverðri ráðstefnu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, þar sem fyrirlesarar víða að fjalla um þriðja æviskeiðið og hvaða leiðir má nýta til þess að krydda það. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 og er öllum opin án endur-gjalds. Vertu velkomin(n). Viljirðu vita meira um BALL verkefnið og U3A, skoðaðu þá vefsíðuna www.u3a.is

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur

Hans Kristján Guðmunds.í stjórn U3A Reykjavík

Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttirformaður U3A Reykjavík

Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipratrópíumbrómið. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Otrivin Comp - gegn nefstíflu og nefrennsli

Andaðu með nefinu

16 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014

Page 17: 19 09 2014

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

AkureyriGlerárgötu 36Sími: 461 3636

Nánari upplýsingar á benni.is Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

ÚTBORGUN INN Á NÝJAN CHEVROLET

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

AkureyriGlerárgötu 36Sími: 461 3636

Nánari upplýsingar á benni.is Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

179.OOO kr.*Chevrolet Spark

Útborgun:

Chevrolet Spark LS 1.0 bensín bsk.: Verð 1.790.000 kr. Útborgun: 179.000 kr. I Lánshlutfall 90% | Lánsfjárhæð: 1.611.000 kr. Breytilegir vextir: 9,15% | Annar kostnaður á lánstímanum: 79.365 kr. (Þinglýsing, greiðslu-, lántöku- og umsýslugjöld) | *ÁHK: 11,9%

*

Útborgun: 259.000 kr.*Chevrolet Aveo LS

Chevrolet Aveo LS 1.2 bensín bsk.: Verð 2.590.000 kr. Útborgun: 259.000 kr. I Lánshlutfall 90% | Lánsfjárhæð: 2.331.000 kr. Breytilegir óvt. vextir: 9,15% | Annar kostnaður á lánstímanum: 104.565 kr. (Þinglýsing, greiðslu-, lántöku- og umsýslugjöld) | ÁHK 11,05%

* *

Útborgun: 299.000 kr.*Chevrolet Cruze Station LT 1.8 bensín bsk.: Verð 2.990.000 kr. Útborgun: 299.000 kr. I Lánshlutfall 90% | Lánsfjárhæð: 2.691.000 kr. Breytilegir óvt. vextir: 9,15% | Annar kostnaður á lánstímanum: 117.165 kr. (Þinglýsing, greiðslu-, lántöku- og umsýslugjöld) | ÁHK: 11,02%

Chevrolet Cruze Station LTChevrolet Cruze Station LT

*Bíla

búð

Benn

a ás

kilu

r sér

rétt

til b

reyt

inga

á v

erði

og

búna

ði á

n fy

rirv

ara.

Útb

únað

ur b

íla g

etur

ver

ið fr

ábru

gðin

n m

yndu

m í

augl

ýsin

gu ©

2014

. Ger

t með

fyri

rvar

a um

pre

ntvi

llur.

Bílabúð Benna og Lykill gera þér kleift að eignast nýjan Chevrolet á þægilegan máta. Útborgun er að lágmarki 10% af verði bílsins og Lykill lánar þér afganginn til allt að sjö ára. Þú velur þér nýjan bíl hjá Bílabúð Benna og sölumenn sjá um að ganga frá láninu.

Lánshlutfall ræðst af lánshæfis- og/eða greiðslumati hvers umsækjanda og getur hæst orðið 90%. Skylt er að kaskótryggja bifreiðina á lánstímanum.

Mánaðargreiðslur: 39.370 kr. í 84 mánuði. Mánaðargreiðslur: 45.393 kr. í 84 mánuði.

Mánaðargreiðslur: 27.324 kr. í 84 mánuði.

*Árl

eg h

lutf

alls

tala

kos

tnað

ar

Page 18: 19 09 2014

Einstakt samspil náttúru og vísinda

Einstakur jarðsjór Bláa Lónsins kemur af 2.000 metra dýpi og á ferðalagi sínu í gegnum jarðlögin blandast hann kísli, þörungi og steinefnum.

Bláa lónið er eitt af undrum veraldar og vísindamenn okkar hafa stundað rannsóknir og þróunarvinnu í áratugi. Einstök innihaldsefnin sem unnin eru úr jarðsjó lónsins eru einkaleyfisvarin og unnin í fullkomnu samspili við náttúruna, þar sem sjálfbær vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Blue Lagoon húðvörulínan er afurð þessarar rannsóknarvinnu og styrkir efsta varnarlag húðarinnar. Þær eru þín gátt að tímalausri fegurð, heilbrigði og vellíðan.

Page 19: 19 09 2014

Einstakt samspil náttúru og vísinda

Einstakur jarðsjór Bláa Lónsins kemur af 2.000 metra dýpi og á ferðalagi sínu í gegnum jarðlögin blandast hann kísli, þörungi og steinefnum.

Bláa lónið er eitt af undrum veraldar og vísindamenn okkar hafa stundað rannsóknir og þróunarvinnu í áratugi. Einstök innihaldsefnin sem unnin eru úr jarðsjó lónsins eru einkaleyfisvarin og unnin í fullkomnu samspili við náttúruna, þar sem sjálfbær vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Blue Lagoon húðvörulínan er afurð þessarar rannsóknarvinnu og styrkir efsta varnarlag húðarinnar. Þær eru þín gátt að tímalausri fegurð, heilbrigði og vellíðan.

Page 20: 19 09 2014

TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIRFRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG

BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.

ILMANDIHLUTI AF DEGINUM

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

Íslenskt fjölskyldufyrirtækiog framleiðsla síðan 1984

M agnús Geir Þórðarson tók við sem útvarpsstjóri eftir nokkurt átakaskeið

innan Ríkisútvarpsins sem or-sakaðist meðal annars af óánægju starfsfólks, áhorfenda og hlust-enda með niðurskurðaraðferðir þá-verandi yfirstjórnar. Magnús Geir segir að tekist hafi að slökkva þá elda sem loguðu innan stofnunar-innar og að þær breytingar sem ný yfirstjórn réðst í vor séu farnar að skila árangri. Hann er með metnaðarfull markmið fyrir hönd Ríkisútvarpsins sem hann segist hlakka til að takast á við á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að eiga samtal við stjórnendur og annað starfsfólk og vinna breyt-ingarnar með því fólki sem hann starfar með.

„Ég er ekkert mikið fyrir það að brýna raustina, þótt ég sé kapps-maður. Ég legg áherslu á að eiga opið samtal þar sem ég reyni að hlusta á fólk og vinna með því. Við höfum unnið í því að græða sárin eftir miklar niðurskurðaraðgerðir síðasta vetur og byggja upp bjarta stefnu til framtíðar. Við höfum metnaðarfull markmið um að efla dagskrána á öllum miðlum og erum farin að taka skref í þá átt. Hinn blákaldi veruleiki er hins vegar sá að fjárhagsstaða RÚV er slæm og því er nauðsynlegt að halda áfram að leita hagræðis og forgangsraða í þágu dagskrár. Á sama tíma þarf að horfast í augu við fjármögnun RÚV. Þetta er verkefni sem er ekki lokið á einni nóttu,“ segir Magnús Geir.

„Skuldastaða RÚV er ógnvæn-leg og hana þarf að tækla því markmið okkar er að sem stærsti

hluti fjármuna fari í framleiðslu á efni, ekki rekstur húsnæðis, tæknimál eða vaxtagreiðslur,“ seg-ir Magnús Geir. Þegar hefur verið ákveðið að leigja út efri hæðir út-varpshússins við Efstaleiti og hef-ur yfirstjórn, þar á meðal útvarps-stjóri, flutt skrifstofur sínar niður á jarðhæð þar sem starfsemin fer að mestu fram.

Magnús Geir segir að RÚV hafi nú metnaðarfull áform um að auka framleiðslu á innlendu efni, sér-staklega verði gefið í þegar kemur að leiknu efni. „RÚV hefur nánast dregið sig út af þeim markaði á undanförnum árum í hagræð-ingarskyni en Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar menningu í landinu, ekki aðeins varðandi miðlun menningarefnis heldur einnig hvað varðar sköpun. RÚV á að vera vikur þátttakandi og meðleik-ari í framleiðslu á leiknu, íslensku efni,“ segir hann. „Samhliða mun áherslan á erlent afþreyingarefni minnka og stærra hlutfall af því sem við bjóðum upp á verður vandað, íslenskt gæðaefni,“ segir Magnús Geir.

Tækifæri með tilkomu NetflixHann segir mikil tækifæri fyrir RÚV falin í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum með stóraukinni netnotkun og til-komu efnisveitna á borð við Net-flix. Breytingarnar hjálpi til við að skerpa sýnina á hlutverk RÚV sem muni ekki lengur þurfa að sinna erlendu afþreyingarefni í jafnmiklum mæli heldur geti lagt aukna áherslu á framleiðslu og sýningu á innlendu efni. Þá verði

Pabbahlutverkið mikilvægast af öllu

Magnús Geir Þórðarson er ánægður í starfinu sem hann tók við fyrir um hálfu ári og segir að tekist hafi að slökkva elda sem loguðu þegar hann tók við. Hann sér tækifæri í breytingum á neyslu fjölmiðla og vill stórefla vef RÚV. Krakkavefur og veður-vefur verða opnaðir á næstu vikum. Hann á von á öðru barni eftir viku en á að auki þrjú stjúpbörn og segir pabbahlutverkið mikilvægast af öllu.

20 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

Page 21: 19 09 2014

Margfaltminni

umbúðir

með nýrri, byltingarkenndri prenttækni HP og betri orkunýtingu.

Ódýrarií rekstri

Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi.

Nánar á www.ok.is/ProX

Helmingi ódýrari í rekstri en sambærilegir laserprentarar

Nýtt hraðamet* í prentun– allt að 70 blaðsíður á mínútu

Umhverfisvænn

Kynntu þér eiginleika nýju „HP PageWide“ tækninnar

HP Officejet Pro X fjölnotaprentarar

*Samkvæmt Guinness World Records og prófunum Buyers Laboratory LLC.

Sérfræðingar þér við hlið

jafnframt til ríkari þörf á að bjóða upp á vandað, íslenskt barnaefni, svo börn alist ekki upp við erlent barnaefni fyrst og fremst. Fyrsta skrefið í þá átt verður tekið í vetur þegar opnaður verður sérstakur barnavefur, KrakkaRÚV, þar sem aðgengi barna að sjónvarpsefni á íslensku verður mun betra en verið hefur.

„Ef ekkert verður að gert verður þróunin sú að fyrsta stopp hjá yngstu kynslóðinni, þegar þau sækja sér afþreyingarefni, verði erlendar efnisveitur með barnaefni á erlendum tungum. Við viljum að sjálfsögðu að börnin okkar alist upp við barnaefni á íslensku en það þarf að standast þær gæða-kröfur sem þessi kröfuhörðu neyt-endur gera. Þessi nýjung, Krakk-aRÚV, er hluti af því verkefni sem fram undan er, að efla vef RÚV“ segir Magnús Geir.

Einnig er í vinnslu nýr veður-vefur sem opnaður verður innan skamms. „RÚV hefur einfaldlega ekki sett vefmál nógu ofarlega í forgang og fyrir vikið er vefurinn ekki nægilega góður miðað við allt það frábæra efni sem verið er að framleiða hér innanhúss. Það er í raun synd hvað það er óaðgengi-legt og við þurfum að vera miklu framar í þeim efnum,“ segir hann.

Magnús Geir leggur jafnframt mikla áherslu á að auka þjónustu við landsbyggðina. „Á síðustu árum hefur RÚV gefið eftir og óeðlilega stór hluti starfseminnar er nú í Reykjavík. Við ætlum að bæta við fréttariturum hringinn í kringum landið sem miðla meira efni inn í landsmiðlana á sama tíma og við viljum efla svæðis-bundna miðlun. Það eru nokkur ár síðan svæðisútvörpin voru lögð af en nú sjáum við fyrir okkur að fara í svæðisbundna miðlun og það verði í gert í auknum mæli í gegnum vefinn. Þetta er afar brýnt sanngirnismál þar sem RÚV er ríkisútvarp allra landsmanna,“ segir Magnús.

Starfið krefjandi og skemmti-legtAðspurður segir Magnús Geir starf útvarpsstjóra bæði krefj-andi og skemmtilegt. „RÚV er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og á að vera sameinandi afl. Ég tel að það séu ótal tækifæri til að gera gott Ríkisútvarp enn betra. Það fer ekkert á milli mála að landsmönn-um þykir vænt um sitt Ríkisútvarp og hafa á því ótal og ólíkar skoð-anir. Breytingarnar hafa gengið vel en eðlilega hafa þær líka tekið á. Við, nýja fólkið, komum hér inn á erfiðum tímapunkti þar sem staða RÚV er strembin. Þetta er kannski bara eins og öll stór verk-efni, það verður að reyna að fara hratt í hlutina til að bæta það sem þarf að bæta. Það hefur líka verið lærdómsríkt að átta sig á því hvað sjónarmið eru mörg og ólík. Við viljum og reynum að hlusta en stundum verður bara að horfast í augu við það að sjónarmiðin eru ósamræmanleg og það sem einn vill gengur í berhögg við það sem annar óskar eftir.

Ágætis dæmi um þetta er þegar við sýndum frá HM í knattspyrnu karla í sumar. Þar bauð RÚV upp á fjölbreytta dagskrá á þessu sviði en sumum fannst allt of lítið af leikjum sýnt beint á meðan öðrum finnst að eigi ekki að sýna neitt. Okkar hlutverk er að reyna eftir fremsta megni að sætta ólík sjónarmið og stefna að einhverri bestun,“ segir Magnús Geir. Þá bendir hann á að framboð efnis Ríkisútvarpsins sé gríðarlega mikið og ekki ætlast til þess að hver einasti dagskrárliður höfði til hvers og eins.

Spurður hvers vegna hann hafi sóst eftir að gegna starfinu segir Magnús Geir að hann hafi séð í því

tækifæri. „Ég hafði setið í stjórn RÚV í nokkurn tíma þannig að ég hafði kynnst starfseminni þó það hafi verið úr hæfilegri fjarlægð. Mér finnst Ríkisútvarpið afar mikilvæg, spennandi og skemmti-leg stofnun og mér hefur alltaf þótt vænt um það. Ég sá fjölda sóknar-tækifæra fyrir RÚV og að þeim er nú unnið. Þótt ég sé leikhúsmaður af lífi og sál – þá byrjaði ég svo ungur í leikhúsinu að mér fannst tímabært að stíga út úr því. Þetta væri spennandi viðfangsefni og áhugavert verkefni sem væri tæki-færi sem ég vildi ekki láta framhjá mér fara,“ segir Magnús Geir.

Fimmta barnið á leiðinniMagnús og sambýliskona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, eiga von á barni á næstu dögum en það verður fimmta barnið á heimilinu. Ingibjörg átti þrjú börn fyrir og saman eiga þau átján mánaða son. Fjölskyldan bjó um hríð á tveimur stöðum, hér í Reykjavík og á Akureyri, þar sem Ingibjörg hefur gegnt starfi framkvæmda-stjóra Menningarhússins Hofs um sjö ára skeið. Þau eru nú búin að koma sér fyrir í Fossvogsdalnum og börnin byrjuð í skóla. Aðspurð-ur segir Magnús Geir það ganga vel að finna jafnvægi milli starfs og fjölskyldulífsins. „Ég er mikill fjölskyldumaður og nýt mín hvergi betur en með fjölskyldunni. Ég reyni að sinna því eins vel og ég mögulega get og reyni að passa upp á það. Ef mikið gengur á í vinnunni þarf maður að venja sig á að slökkva á þeim hugsunum og vera alveg til staðar heima. Það er að lærast en óneitanlega er áreitið meira í nýju starfi en því fyrra. Annars gengur fjölskyldu-lífið bara dásamlega vel og ég er bara svo heppinn að eiga frábæra fjölskyldu,“ segir Magnús Geir. „Pabbahlutverkið er náttúrulega best af öllu. Ég náði að taka gott fæðingarorlof með syni okkar í fyrra sem er ómetanlegt. Svo eru stjúpbörnin mín alveg yndisleg og hafa mikinn áhuga á leikhúsi og nú sjónvarpi þannig að við erum svolítið saman í þessu öllu,“ segir hann.

Magnús Geir var á fertugasta ári þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn. „Það var alveg komin upp-söfnuð löngun,“ viðurkennir hann brosandi. „Auðvitað setur þetta allt annað í samhengi. Ég hef verið í leikhúsinu af lífi af sál – og er það að sjálfsögðu með öll þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur – en fjölskylduhlutverkið setur allt í annað samhengi því núna er annað sem er mikilvægara, miklu mikil-vægara, meira gefandi og ennþá skemmtilegra en vinnan,“ segir hann.

Metnaðarfull rás fyrir forvitið fólkEitt af því sem lögð hefur verið áhersla á undanfarið er að skerpa muninn á Rás 1 og 2 og efla menningarlegt hlutverk Rásar 1. „Rás 1 er einstök í íslenskri fjöl-miðlaflóru. Hún hefur verið með þjóðinni áratugum saman og við viljum að hún verði það áfram, að hún vaxi og dafni. Hlustunin hefur hins vegar verið að dala hægt og bítandi á undanförnum árum. Við viljum að Rás 1 verði enn til staðar eftir 20 ár og því verðum við að tryggja að hún þróist með breytt-um tíðaranda án þess að neinu sé kollvarpað,“ segir Magnús. „Rás 1 á að vera metnaðarfull rás fyrir forvitið fólk um samfélagið og menningu og þar á að vera pláss fyrir þætti sem höfða kannski ekki til allra. Í niðurskurðinum í fyrra var hart gengið fram gegn Rás 1, dregið var úr frumframleiðslu, dagskrárgerðarmönnum fækkaði, dregið var úr tónleikaupptökum og útvarpsleikhúsi og endurflutning-

Framhald á næstu opnu

Helgin 19.-21. september 2014

Page 22: 19 09 2014

Laugavegi 174 | Sími 590 5040Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

Kíkið inná:heklanotadirbilar.is

GÓÐIR, NÝLEGIR,TRAUSTIR

GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI

VW Polo 1.4 Comfl. 85 hö 5 gíra. Árgerð 2013, bensín Ekinn 37.000 km, beinskiptur

VW Passat Alltrack 4motion Árgerð 2012, dísil Ekinn 29.000 km, sjálfskiptur

Skoda Superb Combi 2.0TDI 140 hö. Árg. 2013, dísil Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 2.290.000

Ásett verð: 5.790.000

Ásett verð: 4.590.000

VW Bjalla Design 160 hö Árgerð 2012, bensín Ekinn 22.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 3.990.000

VW Passat Comfortl 1.4 DSG. Árgerð 2013, bensín Ekinn 14.000 km, sjálfskiptur

Komdu og skoðaðu úrvalið!

VW Tiguan Track&Style 2.0 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 44.000 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 5.290.000

Skoda Octavia Combi Amb. TDI 2.0 4x4 MT. Árg. 2012, dísil Ekinn 79.500 km, beinskiptur

Ásett verð: 3.670.000

Skoda Fabia Amb. 1.6 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 17.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 2.690.000

Skoda Rapid Amb. 1.2 TSI 86 hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 34.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 2.590.000

Ásett verð: 4.790.000

VW Golf Trendl TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 86.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 2.390.000

ur efnis jókst. Okkar helstu markmið nú voru að efla dagskrána á nýjan leik. Við höfum stóraukið dagskrár-gerðina, eflt teymi dagskrárgerðar-manna, erum nýbúin að gera nýjan framtíðarsamning við Sinfóníuna um að fjölga tónleikaupptökum, höfum eflt útvarpsleikhúsið og dregið úr endurleiknu efni,“ segir hann.

Magnús segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við breytingunum heilt yfir og bendir á að niðurstöður kannana síðustu vikna sýni að fólk kunni vel að meta nýja dagskrárliði beggja rása. „En eðlilega hafa verið skiptar skoðanir um einstaka liði eins og venja er þegar breytingar ganga yfir. Til að geta eflt dagskrána á þennan hátt höfum við þurft að leita hagræðis og auka tekjur á móti. Það höfum við gert með því að hag-ræða í tæknimálum rásarinnar á sama tíma og meiri áhersla fer á innihaldið. Auk þess var bætt við samtengdum auglýsingatímum fyrir hádegis- og kvöldfréttir. Við höfum auðvitað orðið vör við að sumir eru óánægðir með að heyra leiknar auglýsingar á þessum tímum á Rás 1. Við skiljum og virðum þau sjónarmið sem vilja engar leiknar auglýsingar á Rás 1. Það var hins vegar okkar mat að ávinningurinn af þessu væri það mikill að þetta væri réttlætan-legt enda fer allur sá ávinningur og gott betur beint í bætta dagskrá rásarinnar. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem samtengdir auglýs-ingatímar eru á rásunum, því þetta var gert um árabil í samtengdum morgunþætti,” segir Magnús Geir.

Stuðla að bættum lestriEitt af þeim verkefnum sem RÚV

hyggst ráðast í á næstunni er að beina athyglinni að lestri þjóðar-innar. „Í mínum huga á RÚV að vera mannúðleg, uppbyggileg stofnun sem gerir þjóðina betri, eykur lífs-gæði þjóðarinnar. Eitt af því sem RÚV á að gera sem oftast er að beina kastljósinu að mikilvægum mál-efnum og setja mál á dagskrá,“ segir Magnús. „Í síðustu viku sameinuð-ust allir okkar miðlar og tóku þátt í Degi rauða nefsins. Í október förum við af stað með mjög spennandi verk-efni sem við vinnum þvert á miðla þar sem við ætlum að beina kastljós-inu að lestri þjóðarinnar, sem hefur auðvitað verið farið minnkandi á síðustu árum, svo mjög að menn hafa af ansi miklar áhyggjur. Við viljum vekja athygli á mikilvægi lestrar

og hvað lestur gefur okkur mikið í stóra samhenginu og þar munu allir miðlar koma að og vera með þætti sem þessu tengjast,“ segir hann.

„Samhliða þessu erum við með í undirbúningi risavaxið verkefni sem verður aðgengilegt þjóðinni eftir rúmt ár. Þar er á ferð mjög metn-aðarfullt lestrarkennsluefni sem við vinnum þvert á alla miðla, fyrir út-varp, sjónvarp og vefinn sem verður aðgengilegt fyrir fólk þegar börn byrja að læra að lesa. Einkunnarorð RÚV eru upplýsa, fræða og skemmta og ég vona að þetta verði skemmti-legt efni sem krakka þyrsti í að horfa á af því það er gaman en svo auðvitað er þetta fræðandi og upplýsandi og ekta verkefni sem RÚV á að ráðast í af metnaði,” segir Magnús Geir.

Ekki útvarpsstjóri með stóru ÚiStaða útvarpsstjóra hefur verið áhrifastaða í íslensku samfélagi. Hvernig finnst Magnúsi að bera þennan titil? „Ég er nú ekkert voða upptekinn af því, ég er bara með ákveðin markmið og metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins og leiði þessa starfsemi með öllu því frábæra starfsfólki sem hér er. Ég hef gaman af því að vinna með fólki og fæ mikið út úr því að vera hluti af öflugu teymi sem nær að koma hreyfingu á mikil-væg mál. Það var ekkert metnaðar-mál eða keppikefli að verða útvarps-stjóri með stórum staf, þetta er einfaldlega spennandi verkefni sem og tel mig hafa eitt og annað í og að við, hópurinn, getum áorkað ýmsu,“ segir Magnús Geir en hann hefur flutt skrifstofu útvarpsstjóra úr turn-inum á fimmtu hæð niður á gólfið með öðru starfsfólki. „Ég ætla mér að vera hér í fimm ár, að minnsta kosti. En svo má vel vera að ég snúi aftur í leikhúsið einhvern daginn,“ segir hann með bros á vör.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

„Ég er mikill fjölskyldumaður og nýt mín hvergi betur en með fjölskyldunni. Ég reyni að sinna því eins vel og ég mögulega get og reyni að passa upp á það. Ef mikið gengur á í vinnunni þarf maður að venja sig á að slökkva á þeim hugs-unum og vera alveg til staðar heima. Það er að lærast en óneitanlega er áreitið meira í nýju starfi en því fyrra. Annars gengur fjölskyldulífið bara dásamlega vel og ég er bara svo heppinn að eiga frábæra fjölskyldu,“ segir Magnús Geir Þórðarson út-varpsstjóri. Ljósmyndir/Hari

Helgin 19.-21. september 2014

Page 23: 19 09 2014

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups.

AFNEMUMVIRÐISAUKASKATT*

AF ÖLLUM BARNAFATNAÐI

18.-22. SEPTEMBER

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups.

AFNEMUMVIRÐISAUKASKATT*

AF ÖLLUM BARNAFATNAÐI

18.-22. SEPTEMBER

Page 24: 19 09 2014

Lærði að slaka á eftir ástvinamissiGuðmundur Konráðsson upplifði mikla sorg þegar hann aðeins 15 ára gamall missti 3ja vikna bróður sinn. Þetta var fyrsta áfallið af mörgum, hann missti síðar annan bróður í slysi og fjölda ættingja og vina í snjóflóðinu á Flateyri, auk þess sem faðir hans féll frá. Guðmundur leitaði allra leiða til að finna gleðina á ný en hamingjan reis af sjálfu sér eftir að hann fékk leiðsögn andlegs leiðbeinanda og tókst þá að uppfylla loforðið sem hann gaf eldri bróður sínum: Að vera hamingjusamur fyrir þá báða.

Þ að er enginn sem nær ham-ingjunni heldur rís hún af sjálfu sér þegar maður

sér að það eina sem þarf að gera er að slaka á. Það tók mig 10 ár með mínum andlega kennara að fatta þetta, eins augljóst og þetta er. Ég var búin að reyna að verða hamingjusamur með því að gera, kaupa og skemmta mér en ekk-ert virkaði. Þetta small allt saman þegar ég bara fattaði að slaka á,“ segir Guðmundur Konráðsson, 49 ára kerfisfræðingur hjá Hagstof-unni. Guðmundur hefur í gegnum árin misst fjölda ástvina. Hann er fæddur og uppalinn á Flateyri og þegar hann var 15 ára gamall dó 3ja vikna bróðir hans skyndilega, 12 árum síðar lést 22ja ára bróðir hans í slysi og 12 árum eftir það dó faðir þeirra. Guðmundur var flutt-ur frá Flateyri þegar snjóflóðið féll yfir bæinn árið 1995 og átti hann bæði vini og ættingja meðal þeirra sem þá létust.

Forn indversk fræðiGuðmundur er annar skipuleggj-enda Heimsljóss messunnar sem haldin verður fjórða fimmta árið í röð í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ um helgina. Heimsljós mælir með heilunarguðsþjónustu í kvöld,

föstudag, í Lágafellskirkju en á laugardag hefst hin eiginlega dag-skrá og stendur yfir alla helgina, fram á sunnudag. Verður fjöldi fólks á messunni að kynna ýmsa starfsemi, svo sem bowen-tækni, blómadropameðferð, Qigong æf-ingar og bætiefni. Á sunnudag verður Guðmundur með erindi þar sem hann ræðir fráfall ást-vina sinna og afleiðingu þess á líf hans. Hann ætlar þar að miðla af reynslu um þann tíma sem tók hann að ná sér af því áfalli sem ástvinamissir er, hvaða áhrif það hefur að horfast í augu við þann ótta sem fylgir dauðanum og hvaða þýðingu það hefur að sitja með sorginni án þess að reyna að ýta henni frá sér. Um tíu ár eru síðan Guðmundur kynntist Adva-ita Vedanta, fornum indverskum fræðum sem tengjast Veda-fræðunum, og með leiðsögn kennara lærði hann að slaka á og fara úr huganum í hjartað. „Ljósið kemur úr hjartanu,“ segir hann.

Hver og einn lokaðist í sinni sorgGuðmundur var að koma heim úr heimavistarskóla sama dag og litli bróðir

hans dó, 1. nóvember 1980. „Sorg-in sem hvíldi yfir heimilinu þegar ég kom heim var ólýsanleg. Það var lítil samhygð í þorpinu þar sem fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við eða hvað það átti að segja. Hver og einn lokaðist dálítið inni í sinni sorg og langan tíma tók að vinna úr henni,“ segir hann.

Annað áfallið var 5. september 1992 þegar annar bróðir hans lést í slysi rúmlega tvítugur. „Það hafði mikil áhrif á allt þorpið og ólíkt fyrra skiptinu var mikill stuðning-ur við fjölskylduna. Ólíklegasta fólk gaf sig að okkur og tjáði hug sinn. Það stóðu allir sem einn og stóðu með okkur í gegnum þetta. Þó það hafi tekið langan tíma að vinna úr sorginni og missinum varð allt léttara fyrir vikið.“ Áður en

Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Kraftaverk

Mikið úrval af dýrapúðum eftir

hinn þekkta hönnuð

og Íslandsvin Ross Menuez.

3 stærðir - Verð frá kr. 3.500

bróðir hans var jarðsettur bað Guð-mundur um að fá að vera einn með kistunni. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju ég bað um það en það kom síðan til mín að þarna skyldi ég gefa honum heit: „Ég skal vera hamingjusamur fyrir okkur báða.“ Þegar ég sagði þessi orð þá vissi ég ekki alveg hvað þau þýddu en ég ímyndaði mér að þau tengd-ust gleði. Ég lagði í framhaldinu áherslu á að finna gleði, ég leitaði gleðinnar um víðan völl þar til ég gerði mér grein fyrir hinu augljósa: Ég gat ekki fundið gleðina held-ur myndi hún finna mig þegar ég væri búinn að fjarlægja þær hindr-anir sem stóðu í vegi fyrir henni. Ég hætti að gefa hlutum og hug-myndum í kring um mig of mikið gildi. Með því að gefa þeim of djúpa merkingu hálfpartinn límast þeir við mann. Það er líka hægt að líkja þessu við rafmagnshleðslu, að fólk hlaði hlutina í kring um sig. Með því að afhlaða þá er hægt að sökkva sér í kyrrðina og slaka á, að vera ekki of upptekinn af því sem er í kringum mann heldur leyfa lífinu að flæða í gegn um sig.“

24 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

Page 25: 19 09 2014

Sorgin sem hvíldi yfir heimilinu þegar ég kom heim var ólýsanleg.

Guðmundur Konráðsson hefur misst fjölda ástvina og átti lengi vel erfitt með að finna gleðina. Löngu seinna gerði hann sér grein fyrir að leyndar-dómurinn á bak við hamingjuna er sam-hygð og eining manna. Mynd/Hari

Nýbýlavegi 12, Kópavogurfacebook.com/kruderi

Við eigum afmæliá morgunÍ tilefni 1 árs afmælis okkar bjóðum við í kökuveislu á morgun, laugardaginn 20. sept. frá kl. 10-17.

20% afsláttur verðuraf súrdeigsbrauðum um helgina og kynning á glænýju vínarbrauðunum okkar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Stuðningur eftir snjóflóðið

Þó Guðmundur hafi öðlast þennan skilning nú var hann sannarlega ekki kominn á þennan stað þegar þriðja áfallið reið yfir. 26. október 1995, fyrir tæpum 19 árum síðan, létust 20 manns í snjóflóðinu á Flat-eyri. „Ég var þá fluttur frá Flateyri en þarna misstum við mikið af vin-um og frændfólki, bæði börn, ung-menni og fullorðna. Þetta áfall var af öðrum toga þar sem það bættist alltaf við eftir því sem dagurinn leið. Fyrst fréttum við að það hefði orðið snjóflóð. Siðan fréttum við að einhver hefði dáið. Áfallið hélt alltaf áfram að stækka.“ En Guðmundur segir að viðbrögð samfélagsins alls hafi nú verið gjörólík því sem áður var, sérstaklega ef hann ber það saman við þegar litli bróðir hans lést og fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við. „Eftir snjóflóðið kom stuðningurinn frá öllu landinu,

og reyndar náði hann út fyrir landstein-ana. Þá samhygð og stuðning var ótrú-lega að upplifa og sýndi mér svo vel hvað það er mikilvægt að loka ekki heldur gangast við sorginni, sitja með henni og syrgja saman.“

Þegar faðir Guðmundar lést 17. mars 2004 fann hann að samfélagið var enn tilbúnara til að tala um sorg-ina. „Enn og aftur upplifði fjölskylda mín mikinn stuðning og mér liggur við að segja að við vorum orðin svo vön að segja bless að það var bara sorg og söknuður sem var næstu árin. Engin skelfing, svartnætti eða aðrar tilfinn-ingar sem oft rísa með. Fyrir mig skipti þessi stuðningur sköpum í öllu sorgar-ferlinu. Það varð fyrir vikið ekki eins persónulegt, ef svo má að orði komast, þessi þrúgandi einvera og þyngsli sem

fylgdu þegar litli bróðir minn dó. Allt var miklu opnara.“

Leyndarmálið er samhygð og einingMeð dyggri leiðsögn andlegs kenn-ara hans segist Guðmundur með tím-anum hafa gert sér grein fyrir að lífið sé í raun búið til úr hugmyndum hvers og eins, hugar-myndum. „Hugmyndum um sjálfan þig, hvernig heimurinn er, hver er að brjóta lögmál guðs og hvern-ig er best að refsa honum. Þetta er samt allt blekking. Reyndar gengur það svo langt að sá sem trúir þessum hugar-myndum er í raun einnig hugmynd. Þegar ég sá sannleikann í þessu gat ég sagt með fullri vissu að ég hafði staðið við loforðið sem ég gaf bróður mínum því eina leiðin til að uppfylla loforðið

var að sjá að það er enginn raunveru-legur aðskilnaður, þú og ég. Þessi heil-un sem kemur með sannri einingu ýtti mér af stað til að gera eitthvað ennþá stærra,“ segir Guðmundur en skipu-lagning fyrstu Heimsljóss messunar fyrir 5 árum var ein birtingarmynd þess hjá Guðmundi.

„Nokkur ár eru síðan ég fór að taka eftir því að það var eitthvað leyndarmál falið í samhygð og einingu manna, og ég skynjaði að það var eitthvað miklu dýpra en sá heilandi kraftur sem er til staðar þegar einhverju er gefin full at-hygli. Þessi upplifun ýtti mér af stað í ferðalag þar sem ég upplifði óendan-lega fegurð, samhygð og kærleika.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

viðtal 25 Helgin 19.-21. september 2014

Page 26: 19 09 2014

M ig langaði að eignast hana á Íslandi, það var sterk til-finning, búa til hreiður. Það

er svo dýrt að byggja upp fjölskyldu í London, allt öðruvísi stemming, maður setur börnin ekkert út í garð, eða hleypir þeim út að hjóla, fólk gæti verið kært til barnaverndarnefndar fyrir slíkt,” segir Elíza Geirsdóttir Newman um ársgamla dóttur sína. Söngkonan er komin heim eftir útivist í London og býr með dóttur sinni og unnusta í Höfnum.

Það er nýtt fyrir þér að syngja á ís­lensku, var það erfitt?

„Já það var það, ég svindlaði svolítið fyrst með því að semja við íslensk ljóð til þess að fá andann yfir mig, en svo rembdist ég mikið og það kom á endan-um.“ Var þetta erfiðari nálgun? „Já ég var búin að semja svo mikið af textum á ensku og þurfti að byrja hreinlega upp á nýtt. Þegar fyrsti textinn var búinn byrjaði þetta að verða auðveldara og núna er þetta ekkert mál.“

Eru yrkisefnin öðruvísi en áður? „Er þetta ekki alltaf sama vælið í

manni? Ást, örlög og söknuður,“ segir Elíza með bros á vör. „Það er ekkert sem er ákveðið fyrirfram, þetta kemur einhvernveginn bara með lögunum. Hugmyndirnar malla svolítið og kannski er ég með eina setningu og spinn út frá því.

Það eru engar reglur. Ég er að vinna

að plötu, er búin að semja mikið af efn-inu og er að byrja að taka upp. Fyrsta lagið af henni kom út um daginn, lagið Flöskuskeyti. Ég vona að hún verði tilbúin næsta vor. Þetta er allt í gerjun, kannski er allt það sem manni finnst gott ömurlegt þegar maður byrjar að taka upp, og öfugt. En ég stefni á nýja plötu, já. Þetta gengur allt aðeins hægar þegar maður er með svona lítið kríli,“ segir Elíza en hún og Gísli Krist-jánsson eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um ári, dótturina Sölku Sigurlilju.

Ég er á því að tónlistin þín sé glaðari á íslensku, er það meðvitað?

„Er það? Það eru fréttir finnst mér,“ segir Elíza. „Ég hef aldrei pælt í þessu, kannski er ég bara eitthvað smá meira „happy.“ Það er samt mjög dökk hlið, og ég get alveg farið þangað og fest mig í þunglyndislögunum. Ég hef valið mér að geyma það bara og vera hress-ari. Það er svolítið meðvitað. Ég held að fólk nenni ekkert endalaust að vera að hlusta á drama, en það er nóg til. Kannski tek ég upp eina þunglyndis-plötu seinna.“

Gelgjan kom fram í EurovisionÁrið 2013 tók Elíza þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins þar sem hún samdi í samvinnu við aðra lagið Ég syng, sem Unnur Eggerts flutti.

„Kannski var það smá flipp, en ekki alveg samt. Okkur fannst þetta vera

flott lag en við vissum bara ekki hvað við áttum að gera við það. Það passaði ekki fyrir neitt af því sem við vorum að gera sjálf. Upphaflega var þetta samið fyrir söngkonu frá Ástralíu sem heitir Kimbra og það fór aðra leið en stóð til upphaflega, svo við áttum þetta lag. Við sendum það bara inn, af hverju ekki? Settum íslenskan texta og höfðum engar væntingar til neins, svo þetta var bara allt mjög skemmtilegt.“

Hvernig fannst rokkaranum úr Kolrössu að vera allt í einu mætt í Júró­visjón?

„Gelgjan í mér var alveg til staðar til að byrja með, en svo ákvað ég bara að hafa gaman af þessu. Það er ekki hægt að taka þessu alvarlega, og það kom mér á óvart hvað fólk tók þessu í raun-inni alvarlega. Ekki bara höfundar og keppendur heldur líka fólkið í kringum mig. Ekki það að ég kunni ekki að meta það, þetta er gaman en bara svo allt annar heimur og ný vídd. Kannski vorum við ekki tilbúin í það, ætluðum bara að sjá til.“

Lagið komst í úrslit og þá hlýtur að hafa komið upp smá von um að vinna?

„Já, það gerist bara sjálfkrafa, maður ræður ekkert við það, það bara kviknar bara á einhverju. Ég var komin í sigur-fasa og þurfti að stoppa mig af „slakaðu á vinan“, segir Elíza. „Svo var ég smá fegin eftir á þegar við unnum ekki, við vorum ekki alveg búin að hugsa þetta

Alltaf sama vælið – ást, örlög og söknuðurElíza Geirsdóttir Newman skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni Kolrössu krókríðandi árið 1992 þegar sveitin vann Músíktilraunir Tónabæjar. Þessar fjórar vinkonur úr Keflavík skutu þar öllum strákum ref fyrir rass og sigruðu nokkuð örugglega og vöktu mikla eftirtekt. Síðan eru liðin rúm 20 ár og Elíza hefur unnið við tónlist allar götur síðan. Fyrir ári flutti hún heim eftir dvöl í London og hefur ásamt unnusta sínum, tónlistarmanninum Gísla Kristjánssyni, komið sér fyrir í fallegu húsi í Höfnum á Reykjanesi. Hún er þó enn að vinna í tónlist ásamt því að starfa sem kennari og fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn. Yrkisefnin eru þau sömu á íslensku og ensku, ástin og söknuðurinn.

Plötur Elízu Newman og Kolrössu krókríðandi

1992 – Drápa, Kolrassa krókríðandi

1994 – Kynjasögur, Kolrassa

1995 – Stranger Tales, Bellatrix

1996 – Köld eru kvennaráð, Kolrassa

1998 – G, Bellatrix

2000 – It s All True, Bellatrix

2004 – Skandinavia, Skandinavia

2007 – Empire Fall, Elíza Newman

2009 – Pie In The Sky, Elíza Newman

2012 – Heimþrá, Elíza Newman

til enda. Þetta var mikið að taka inn í einu, en rosa gaman að upplifa þetta og gaman að vinna þetta með Unni sem söng þetta fyrir okkur.“ Mundirðu gera þetta aftur, ef þú ættir rétta lagið?

„Já, já, ef ég ætti rétta lagið. Núna veit ég hvað þetta er og auðveldara að stíga inn í þennan heim.“

Egóið kemur fram á sviðiElíza nam söng í Söngskólanum í Reykja-vík og kláraði hann áður en hún fluttist til London með Kolrössu, en á erlendri grundu breyttist nafnið í Bellatrix. Stóð það til að hella sér út í óperusöng?

„Ég fór í Söngskólann aðallega til þess að læra tónlist, mér fannst það svona heilstæðasta námið því mig langaði að læra svo mikið af hlutum. Svo vildi ég líka brjóta mig frá rokkinu með því að gera eitthvað allt annað. Eftir að Bellatrix hætti fór ég svo að læra hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur í London, sem er alger snillingur. Það kom alveg sá tímapunktur að ég vildi bara hella mér út í klassíkina en ég vissi alltaf innst inni að ég væri poppari. Sigríður Ella hvatti mig til þess að gera það en í því fólust aðeins of miklar hömlur og mikill agi. Ég hef alltaf þurft að fara mína leið og gera mínar eigin útgáfur sem mundi aldrei ganga upp í klassíkinni. Ég þurfti að tjá mig aðeins meira og ég er að tjá mig þegar ég kem fram.“

„Sem barn var ég mjög feiminn, ekki beint hlédræg en bara róleg. Spilaði bara á fiðlu í tónlistarskólanum og var aldrei til vandræða. Tónlistin opnaði nýja vídd fyrir mig, egóið fékk að koma úr skelinni og síðan hefur það verið mikilvægt að tjá mig með músík. Þegar ég hlusta samt á Kolrössu í dag þá hugsa ég hvað ég var að öskra bara á fólk, en mér var alveg sama þá.“

Var Elíza í Kolrössu þá eitthvert annað sjálf?

„Kannski ekki önnur týpa, en partur af mér sem var stærri. Þorin og með stórt egó. Þessi partur er flesta daga í hvíld en þegar ég hitti til dæmis stelp-urnar úr Kolrössu þá brýst hann fram. Mér þykir mjög vænt um þessa hlið á mér, en ég gæti ekki gert þetta allan dag-inn, þá yrði ég mjög þreytt,“ segir Elíza.

Ég hef alltaf þurft að fara mína leið og gera mínar eigin út-gáfur sem mundi aldrei ganga upp í klassík-inni. Ég þurfti að tjá mig að-eins meira og ég er að tjá mig þegar ég kem fram.

Framhald á næstu opnu

Elíza Geirsdóttir Newman „Þetta er bara svona heimavinna, beint frá býli.“ Ljósmyndir/Hari

26 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

Page 27: 19 09 2014

Quadrant hillueining, L: 154,8 cm, H: 80,5 cm / Verð frá 132.850 kr.

Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr. Silvia ljós / Verð frá 13.900 kr.Catifa 46 stóll / Verð 49.900 kr. CUCU klukkur / Verð frá 12.900 kr.

ÓTAL STÆRÐIRHægt að raða

saman

Nido hægindastóll / Verð frá 179.900 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Góð hönnun gerir heimilið betraVið leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta

í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

M-sófi Verð 2ja sæta frá 229.900 kr.

Octo 4240 ljósVerð frá 159.900 kr.

Eclipse sófaborðVerð frá 34.900 kr.

Manhattan púði 40x60Verð 14.900 kr.

Patchwork gólfmottaSniðin eftir máli. Verð frá 85.900 kr. pr. fm

Pasmore hægindastóllVerð frá 399.900 kr.

OPIÐ Á LAUGARDÖGUM

FRÁ 11-16

Page 28: 19 09 2014

Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.*

Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána­ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð.

Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi.

*Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda­ og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign?

Húsnæðislán

50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

63

94

4

Harður heimur í LondonBellatrix var úti í London í 4 ár með hléum, en meðlimir hljóm-sveitarinnar bjuggu þar lengst í tvö ár. Hugmyndirnar voru stórar og væntingar miklar. Það þurfti sterk bein til þess að lifa af harðan heim tónlistarinnar í milljónasamfélagi.

„Þetta var ógeðslega gaman. Við spiluðum stanslaust í tvö ár. Alveg gríðarleg keyrsla, sem er rosa gaman þegar maður er ungur. Allt svo nýtt, nýtt fólk og nýir staðir. Við urðum samt þreytt, og það var kannski bara það sem gerði útslagið. Við tæmdum okkur bara líkamlega og andlega. Ekki bara á harkinu heldur líka hvert á öðru. Hugtakið hljómsveit er mjög magnað. Það vilja allir eitthvað en samt líka sitthvað. Við rifumst eins og hundar og kettir en í dag erum við öll mjög góðir vinir. Það er það sem stendur upp úr. Við komumst í gegnum þetta ósködduð.“

Árið 2001 hættir Bellatrix og hópurinn tvístraðist um allar jarðir en Elíza varð eftir í London.

„Ég ætlaði sko alveg að meika það sem sólólistamaður. Ég var orðin svo fræg og ætlaði sko aldeilis að láta þetta ganga upp. Svo komu fyrstu tónleikarnir og ég fékk áfall. Tónleikarnir gengu vel og fullt af fólki mætti en ég var ein. Ég fór alveg inn í mig og var 15 ára aftur. Það tók mig svolítinn tíma að byggja upp sjálfstraust og öryggi til þess að gera þetta ein.“

„Ég hætti við sólóplönin, fann að ég var ekki tilbúin og stofnaði hljómsveitina Scandinavia í sam-starfi við nokkra vini mína í Lond-on. Það var mín aðferð við að halda áfram að vinna í músík, en í sam-starfi við aðra. Það skal enginn van-meta mátt hljómsveitarsamstarfs,“ segir Elíza. „Stuðningurinn er svo

mikill og traustið. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með sjálfan mig. Ég hélt að ég væri meira töff, en svo er þetta meira mál.“

Elíza kom heim árið 2006 og var í mikilli óvissu með hvað hún ætlaði og hvað hana langaði að gera.

„Ég var eiginlega bara komin á það að hætta í tónlist. Langaði að gera eitthvað allt annað. Svo um leið og maður ætlar að sleppa takinu þá kemur eitthvað nýtt upp. Þá fór ég að semja lögin á fyrstu sólóplöt-una mína. Ég vildi hafa hana mjög einfalda og taka allt upp í fáum tökum og hrátt. það voru ekkert svo margir sem náðu því,“ segir Elíza og hlær.

„Eftir plötuna fór ég í Listahá-skólann í kennsluréttindanám. Ég vissi voðalega lítið um það en mamma mín hafði bent mér á það. Það var rosalega gaman og ég kynntist mörgu fólki og fékk nýja sýn. Eins og bara það að nýta eitt-hvað af reynslu minni til þess að

kenna, ég hafði enga trú á því að ég gæti gert það, en svo fannst mér það bara rosa gaman. Krakkarnir virðast fíla mig og ég þarf ekkert að hafa alltof mikið fyrir þessu. Eftir þetta nám fór ég til London í meistaranám í listkennsufræðum og byrjaði að kenna þar.“

Á þessum tíma hafði Elíza kynnst Gísla og stuttu seinna fór hugurinn að leita heim.

„Við vorum búin að þekkjast í svolítinn tíma og unnum að annarri plötunni minni hér heima saman. Eftir að ég flutti út fór þetta að þró-ast aðeins meira og árið 2010 vorum við orðin par.“

Elíza sinnir tónmenntar- og um-sjónarkennslu í Háaleitisskóla við Ásbrú á gamla hersvæðinu við Keflavíkurflugvöll.

Borgar sig stundum að grínastÁrið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus og heimsbyggðin fylgdist með fréttum frá Íslandi fékk Elíza símtal

frá fréttamanni Al Jazeera sjón-varpsstöðinni í Englandi og var með undarlega en skemmtilega bón til söngkonunnar.

„Ég fékk símtal þegar ég var í skólanum í London frá fréttamanni sem sagðist hafa fengið ábendingu um að ég væri starfandi íslenskur tónlistarmaður í London. Hann spurði hvort ég vildi ekki koma í fréttirnar hjá þeim og hjálpa þeim að bera fram Eyjafjallajökull og ef ég væri í stuði kannski semja smá lag upp á grín. Þetta átti að vera seinna sama dag og þeir myndu senda bíl til að sækja mig og skutla heim,“ segir Elíza. „Það var það sem fékk mig til að segja já, að fá að keyra um London með einkabílstjóra, sem gerist ekki oft.

Ég samdi lag á 2 mínútum og fór og flutti þetta og pældi svo ekkert meira í því. Viku seinna þegar ég var í lestinni þá er þar kona sem segir við mig að lagið hafi verið flott, svo hringir fréttamaðurinn aftur og segir mér að þessi frétt hafi verið sú vinsælasta á stöðinni frá upphafi og þeir séu búnir að sýna hana mörgum sinnum. Upp úr því fór þetta um allt internetið og fréttir birtust út um allt. New York Times, Telegraph, Huffington Post og fleiri miðlum. Svo var það breskt plötufyrirtæki sem biður mig að gefa út lagið í hvelli. Þá fórum við Gísli í studíó og gerðum lagið að 3 mínútna lagi og gáfum út næstum strax,“ segir Elíza. „Lagið seldist vel og fékk góða spilun út um allt og hefur verið not-að í heimildarmyndum og bíómynd og lifir en góðu lífi. Það borgar sig greinilega að grínast smá.“

Baráttan gengur hægtNú hefur þú starfað í tónlist í rúm tuttugu ár, þrátt fyrir ungan aldur. Finnst þér hlutverk konunnar í

tónlistarbransanum ennþá jafn lítið eða hefur þetta þróast eitthvað í jákvæða átt?

„Mér finnst þetta þróast alveg rosalega hægt, ég verð bara að segja það. Ég er ekki vön því að hengja mig á leiðinlega hluti en stundum finnst mér þetta einum of þreytandi. Til dæmis þegar far-ið er yfir íslenska tónlistarsögu þá er oft konum lítið hampað. Á þeim árum sem Kolrassa vann músík-tilraunir komu fram stelpur, sem vöktu mikla athygli en var aldrei talað um. Kolrassa krókríðandi er stundum ekki nefnd á nafn, þrátt fyrir 3 plötur og miklar vinsældir. Ég held samt að þetta sé ekki meðvitað hjá körlunum en þeir hugsa þetta oftar út frá eigin upp-lifun,“ segir Elíza. „Þetta stendur þó allt saman til bóta með stofnun Kítón sem eru samtök kvenna í tónlist, sem ég styð alveg 100%“

Elíza og Gísli vinna mikið sam-an að listinni og eru með mörg verkefni fyrir erlenda aðila, þar sem þau semja lög fyrir listamenn og auglýsingar. „Þetta er bara svona heimavinna, beint frá býli. Það var meðvituð ákvörðun að flytja hingað í Hafnirnar og vinna saman heima. Þegar maður hefur búið í stórborg lengi þá eru vega-lengdir eitthvað sem maður veltir ekki fyrir sér. Ég er ekki nema 6 mínútur út í búð. Kannski verður þetta erfiðara í vetur, en þá er maður bara meira heima,“ segir Elíza alsæl á Suðurnesjunum.

Næstu tónleikar Elízu verða á Airwaves, þar sem hún kemur fram á Kíton tónleikum á Bunk Bar laugardaginn 8. nóvember.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

„Eftir að ég flutti út fór þetta að þróast aðeins meira og árið 2010 vorum við orðin par.“

28 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

Page 29: 19 09 2014
Page 30: 19 09 2014

Konan fékk fimm farþega svo gott sem í fangið og spjaldtölvur á stærð við 40” flatskjái í andlitið. Þarna snert-ust líkams-hlutar sem aldrei ættu að snertast á ókunnugu fólki. Aldrei!

ÞYKKSKORIÐ BEIKON

Þykkt og bragðmikið fyrir þá sem vilja kröftugt beikon.

Gæðavara úr völdu svínafille, matarmiklar og ljúffengar sneiðar.

HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR?Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS.

Þykkt og bragðmikið

Gott ágrillið eða pönnuna

Sérvalið svínafille

100% íslenskt kjöt

PIPA

R\TB

WA

– S

ÍA

Að ætla að skilgreina pers-ónulegt rými einstaklinga er ekkert alltof auðvelt. Rýmið sem slíkt er jú ein-staklingsbundið. Sumum

stendur alveg á sama þó þeir séu faðmaðir af gömlum

skólafélaga á förnum vegi eða deili sætisarmi með ókunnugri manneskju í bíósal. Nákvæmlega

sama þó olnbogar snert-ist. Nákvæmlega sama þó

sessunauturinn sötri kókið af áfergju eða mauli poppið sitt eins

og grjótmulningsvél.Sumum finnst notalegt að lenda óvænt

við hlið einhvers sem þeir kannast lítillega við þegar flogið er á milli staða

– ah, einhver til að spjalla við alla leiðina. Sumir heilsa

öllum með faðmlagi og helst einum blautum – svo persónuleg og inni-leg kveðja. Sumum er al-veg sama þó fólk æði inn

heima hjá þeim í tíma og ótíma – af hverju að banka?

Hitt er svo heimilislegt. Svo erum það við hin. Við með

persónulega rýmið sem telur álíka marga fermetra og meðalstórt íþróttahús. Við sem spyrjum í

afgreiðslunni á flugvellinum „er vélin full? Get ég fengið

að sitja ein?“ Við sem förum í bíó þegar myndin er við

það að detta úr sýningu af því þá er enginn í bíó. Við sem sjáum glitta í gamlan kunningja í Kringlunni og breyt-umst skyndilega í Jón Arnar Magnússon og hoppum frá Stjörnu-

torgi niður í bílakjallara í þremur hoppum til þess

að forðast faðmlag. Við sem læsum alltaf hurðinni

þó við séum heima af því við kærum okkur ekki um óvæntar

heimsóknir. Andskotinn, maður gæti verið að dandalast allsber eða

liggjandi í sófanum í ljótum buxum með remúlaði í munnvikinu. Tala nú ekki um þegar heimilið lítur út eins þar búi ellefu rónar en ekki ein meðalstór manneskja.

Ég er kannski að tala glæfralega

þegar ég nota orðið við. Kannski er ég bara ein. Kolbilaða konan sem aðeins fjórir aðilar hafa formlegt leyfi til þess að faðma í tíma og ótíma. Kolbilaða konan sem er búin að reikna það út hvenær fæstir fljúga á milli Egilsstaða og Reykjavíkur og bókar sér flug byggt á þeim útreikningum. Kolbilaða konan sem krefst þess að fólk hringi á undan sér áður en það droppar við. Kolbilaða konan sem heilsar engum með faðmlagi og kossi nema ömmu. Þessi kolbilaða kona flaug einmitt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur í síðustu viku. Sitjandi alein að sjálfsögðu. Skyggnið var gott og varð konan ansi hreint lukkuleg þegar flug-stjórinn ákveður að svífa með farþegana yfir eldgosið okkar umtalaða. Lukkan var þó ekki lengi að breytast í kaldan svita og örvinglun. Konan reyndist vera í hvað besta útsýnissætinu og áður en hún vissi af voru allir farþegar hægra megin úr flugvélinni komnir hættulega nálægt henni. Stórhættulega sko.

Eldgosið færðist nær og nær og far-þegarnir líka. Nei, fjúff – þetta verður allt í lagi, það er ekkert merkilegt að ske í gosinu. Smá reykur. Ekkert að sjá. Þau hljóta að fara aftur í sætið sitt. Ó, nei. Aftur í sætið sitt? Heldur betur ekki. Konan fékk fimm farþega svo gott sem í fangið og spjaldtölvur á stærð við 40” flatskjái í andlitið. Þarna snertust lík-amshlutar sem aldrei ættu að snertast á ókunnugu fólki. Aldrei! Lætin í fólki voru slík að það mátti helst halda að eld-glæringar og gosstrókar væru við það að snerta flugvélina. Eða Kristján Már Unnarsson væri sjáanlegur í ljósum logum. Búinn að rífa sig úr Cintamani-peysunni og að gera sig kláran í að heyja hatramma baráttu við banvænt gosið. Nei, það var ekki svo gott. Eina sem sást var örlítill reykjarstrókur.

Kolbilaða konan fékk samt að njóta þess að finna fyrir geirvörtu á lærinu og typpi á mjöðminni. Ferlega notalegt. Heimilislegt í besta falli.

Hin margumrædda kona er nota bene full af tilhlökkun fyrir fluginu sem hún á bókað í fyrramálið.

Guðrún VeiGa Guðrún Veiga Guð-mundsdóttir er mann-fræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjón-varpsþættinum Nenni ekki að elda á iSTV. Guðrún Veiga leyfir ekki hverjum sem er að snerta sig.

Ljósmynd/ChameleonsEye/Shutterstock.com

Persónulegt rými

30 pistill Helgin 19.-21. september 2014

Page 31: 19 09 2014

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð fyr

irva

ra u

m p

ren

tvillu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Við gerum meira fyrir þig

1998 kr./kg

Lambahrygguraf nýslátruðu

2298 kr./kg

2298 kr./kg

Ungnautagúllas

2798 kr./kg

449 kr./pk.

Kellogg s Nutri-Grain, 4 tegundir

328 kr./pk.

Myllu pizzasnúðar, 200 g

Helgartilboð!159 kr./pk.

Heilkorna flatkökur 4 stk. í pk.

255 kr./stk.

Dala fetaostur í kryddolíu, 150 g

465 kr./pk.2498 kr./pk.

585 kr./pk.

Þykkvabæjar kartöflugratín m/beikoni, 600 g

689 kr./pk.

Helgartilboð!

2123kr./pk.

Lavazza kaffibaunir, 1 kg

395 kr./pk.

Lavazza Pods Espresso Intenso, 16 í pk.

398 kr./stk.

Maille sinnep, 3 tegundir, 250 g

Haustslátrun

2014

898 kr./kg

Grísa Spare Ribs

1198 kr./kg

Helgartilboð!BestirBestirí kjöti

598 kr./pk.

508 kr./pk.

Lavazza Qualita Rossa, 250 g

Helgartilboð!25%25%meirameiramagn

Lambakótilettur

Lambakótilettur

20982098kr./kg

2398 kr./kg

1 kg

Page 32: 19 09 2014

Laugardagstilboð– á völdum vörum til ræstinga og þrifa

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 16

Laugardagstilboð– á völdum vörum til ræstinga og þrifa

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 16

– á völdum vörum til ræstinga og þrifa

Rekstrarvörur- vinna með þér

K enneth Máni var ekki bú-inn að segja sitt síðasta, og hans rödd þarf að heyrast.

Fólk vill fá að heyra aðeins meira í honum,“ segir Björn Thors.

Er þetta uppistand? „Þetta er ekki uppistand því

þetta er leikin persóna, en þetta er heldur ekki leiksýning. Ég hef leikið mér að því að skilgreina þetta sem frásagnarleikhús, þrátt fyrir að ég sé ekki mikið fyrir það að skilgreina. Persóna sem sýnir listir sínar og í hverju hann er flinkur.“

Í hverju er Kenneth flinkur? „Hann er einmitt bara flinkur í

því að vera Kenneth Máni. Hann er svo einstakur og stórkostlegur og fólk hefur gaman að því að hlusta á hann.“

Kenneth Máni var ekki í burðarhlutverki í Fangavaktinni en hafði þó þau áhrif að áhorfend-ur biðu spenntir eftir innkomu hans. Var erfitt að skrifa handrit í kringum þennan karakter sem hafði ekki svo langa forsögu?

„Öll handritaskrif ganga út á það að finna tóninn og það tók svolítinn tíma að átta okkur á því hver hans tónn væri, eða gæti orðið. Það er kúnstugt, en ég held að við höfum fundið hann,“ segir Björn sem samdi handritið með þeim Jóhanni Ævari Grímssyni og Sögu Garðarsdóttur.

Ertu lengi að koma þér í þennan karakter?

„Svona hálfa sekúndu,“ segir Björn með rödd Kenneths. „Ég tek bara úr handbremsu.“

Er einhver Kenneth í þér? „Það hlýtur að vera, hann fædd-

ist að minnsta kosti mjög hratt. Hann poppaði bara upp. Við erum rosalega ólíkir, en þetta var auðveld fæðing. Kannski er það vegna þess að hann er allt það sem maður er að fela. Við erum öll að hugsa um að segja réttu hlutina en Kenneth er lítið í því, hann er með sitt á hreinu en hann er ekki mikið að ritskoða sig.“

En þú átt ekki til að detta í þennan karakter?

Kenneth er allt það sem við sjálf

reynum að felaÍ lok septem-

ber verður frumsýndur einleikurinn

Kenneth Máni. Þar er persónan

sem sló svo eftirminnilega

í gegn í sjón-varpsþáttunum

Fangavaktin sem sýndir

voru á Stöð 2. Leikarinn Björn

Thors segir hugmyndina

að einleiknum hafa orðið vegna

mikillar eftir-spurnar eftir

þessum karakter í þjóðfélaginu.

„Nei ég er lítið í því,“ segir Björn. „Hins vegar þegar maður er í svona mikilli viðveru í leik-húsinu að vinna með þessa pers-ónu þá þarf ég að sitja á mér að byrja ekki að tala eins og hann, því hann er svo sterkur karakter.“

Björn Thors hefur á undanförn-um árum leikið í mörgum ólíkum verkum og mörg ólík hlutverk. Hvort sem það er í Hamskipt-unum eftir Kafka, Makbeth eftir Shakespeare eða hlutverk Huga í kvikmyndinni París norðursins sem nú er í kvikmyndahúsum.

Leikarar eru kamelljónEr ekkert erfitt að flakka á milli þessara hlutverka?

„Nei, það er erfiðast að flakka á milli miðla. Frá leikhúsi yfir í sjónvarp eða bíó og öfugt,“ segir Björn. „Það eru svo ólíkar kröfur á vinnu leikarans. Mér finnst ekki erfitt að flakka á milli dramatíkur og kómedíu. Leikarar eru ákveðin tegund af kamel-ljónum. Þetta snýst allt um það að geta farið inn í efnið og tileinkað sér. Ef maður er með gott efni, þá ræður það yfirleitt förinni. Fólk miklar það mikið fyrir sér að leikarar eigi í einhverjum

vandræðum með persónuflóruna sem er inni í þeim, ég held að það sé rugl. Ég þekki engan leikara sem á við þetta að stríða. Það eru engar persónur að rífast í koll-inum á mér.“

Hvað tekur við eftir að Kenneth Máni hefur frumsýnt sinn leik-þátt?

„Ég ætla að einblína á hann í svolítinn tíma, en svo fer ég í sjón-varpsþættina Ófærð sem Baltasar Kormákur er að framleiða sem er mjög spennandi.“

Kanntu betur við annan hvorn miðilinn?

„Nei, báðir betri. Ólíkir en báðir góðir,“ segir Björn sem eftir áramót leikur í nýju leikriti Birgis Sigurðssonar í Borgarleikhúsinu sem nefnist Er ekki nóg að elska, ásamt því að leika í nýrri íslenskri kvikmynd eftir Börk Sigþórsson á næsta ári, sem er fyrsta mynd leikstjórans.

Menningin þjappar fólki samanBjörn dvaldi í tvo mánuði í Tor-onto á liðnum vetri við uppfærslu Vesturports á Hamskiptunum. Er meira af slíkri útrás framundan?

„Það verður bara að koma í

32 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

Page 33: 19 09 2014

Fólk miklar það mikið fyrir sér að leikarar eigi í ein-hverjum vandræðum með persónuflóruna sem er inni í þeim, ég held að það sé rugl. Ég þekki engan leikara sem á við þetta að stríða. Það eru engar persónur að rífast í kollinum á mér.

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ljós, en það er alltaf eitthvað í píp-unum. Annars fer ég í þessa nýju kvikmynd Barkar á næsta ári. Það er hryllingsmynd sem mér finnst mjög spennandi viðfangs-efni. Kröftugt handrit og það er kominn tími á góðan íslenskan þriller.“

Af hverju hefur ekki komið góð íslensk hrollvekja áður?

„Við erum bara svo ung kvik-myndaþjóð. Við eigum eftir að safna að okkur meiri reynslu og það er að gerast hratt núna. Það þarf að tryggja að fjármagn til kvikmynda haldist stöðugt. Það er einhver furðulegur misskiln-ingur í menningarpólitíkinni þeg-ar að stöðugt er verið að draga saman á þessu sviði. Það má ekki

missa niður þá færni sem hefur safnast í sarpinn. Það á við um leikhús, tónlist og myndlist líka,“ segir Björn.

„Við lifum svolítið erfiða tíma að einhverju leyti þrátt fyrir að vera ein ríkasta þjóð í heiminum, en það er verið að hagræða sem er skiljanlegt. Menningin er samt ekki rétti staðurinn til þess að beita blóðöxinni á, vegna þess að í gegnum menninguna fáum við staðfestingu á tilvist okkar. Menningin speglar samtíma sinn á sviði. Við fáum öll hlutverk og maður sér sjálfan sig í samhengi við tíðarandann. Höfundarnir segja sögur úr samtímanum og ef þú sérð sjálfan þig í sögu uppi á sviði eða á tjaldi að takast á við

breytta tíma þá átt þú hlutdeild í samtímanum. Því fylgir ákveðin friðþæging. Staðfesting á því að þú tilheyrir þessu samfélagi. Menningin hefur tækifæri til þess að gefa okkur spegilmynd af okkur sjálfum í samhengi sögunnar,“ segir Björn. „Þetta finnst mér mikilvægt. Menningin er það sem við erum og stöndum fyrir. Það sýndi sig í hruninu að menningarneysla jókst. Við viljum tilheyra samfélaginu. Menning er sameiginleg upplifun sem þjappar fólki saman.“

Allir í bíóÍslensk kvikmyndagerð er í mikl-um uppgangi og Björn segir það mikið fagnaðarefni, ekki bara

fyrir leikara og kvikmyndagerð-arfólk heldur fyrir alla í landinu.

„Það er gríðarleg virkni í gangi, en iðnaðurinn er fjár-sveltur þrátt fyrir að niðurskurð-urinn sé ekki kominn fram. Við megum ekki missa það fólk sem vinnur í þessum iðnaði úr landi. Kvikmyndirnar eru mjög mikil-vægar og þær verða ekki betri og þeim fjölgar ekki nema við förum í bíó.“

Kenneth Máni verður frum-sýndur í Borgarleikhúsinu í lok september, og París norðurs-ins er til sýninga í kvikmynda-húsum.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Við viljum tilheyra samfélaginu. Menning

er sameiginleg upp-lifun sem þjappar fólki

saman. LjósmyndHari

viðtal 33 Helgin 19.-21. september 2014

Page 34: 19 09 2014

„Þetta hefur alltaf verið jafn gaman og ég er glöð að hafa náð að festa mig nokkurn veginn í þessu,“ segir Ólöf Krist-ín Þorsteinsdóttir sem hefur talað inn fyrir Sollu stirðu í teiknimyndunum um Latabæ síðan 2003.

Ólöf Kristín er 21 árs og vinnur á leikskóla með-fram vinnu við talsetningar. Hún hefur undan-farið látið til sín taka í Ben Ten, Monster High, Tré Fú Tom, Mæju býflugu og Barbie auk bíómynda á borð við Ísöld 4. Auk þess hefur hún leikið í leik-ritum eins og Kardimommubæn-um, Skilaboðaskjóðunni og Annie.

„Stefnan er sett á leiklistarskóla hér heima eða erlendis, helst er-lendis,“ segir Ólöf Kristín þegar hún er spurð um framtíðaráform sín.

34 úttekt Helgin 19.–21. september 2014

Raddirnar á bak við barnaefniðKlukkan sjö á morgnana um helgar er kveikt á sjónvarpstækjum í öðru hverju húsi á Íslandi og ungviðið fær að horfa óáreitt meðan fullorðna fólkið raknar úr rotinu. Hver teiknimyndin rekur aðra og allar eru þær talsettar á íslensku. Fjöldi fólks hefur skapað sér starfsvettvang við að talsetja teiknimyndir.

„Ég er kennari og hef gaman af krökk-um og það hjálpar til í þessu starfi. Það skemmir ekki að hafa tóneyra en svo finnst mér þetta bara ofboðslega gam-an,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, söng- og leikkona.

Sigríður er afar áberandi í þeim teiknimyndaþáttum sem nú eru á dag-skrá sjónvarpsstöðvanna. Hún talar fyrir Eydísí, systur Finnboga í Finnboga og Felix, hún er í Kúlugúbbunum, Kioka, Gurru grís, Amazing Gumball og svo talar hún fyrir dýrabjörgunardrenginn Diego.

„Diego, já. Það er nú svo langt síðan það var. Það er allt endursýnt án þess að maður fái nokkuð borgað fyrir það,“ segir hún í léttum dúr.

Sigríður Eyrún er fastráðin hjá Stúdíói Sýrlandi og mætir reglulega til vinnu. „Það er misjafnt hvað þetta er mikil vinna. Þegar það er mikið sungið þá er maður aðeins lengur. Svo fer þetta eftir týpum. Diego talar til dæmis allan þáttinn.“

Fylgja þessar persónur þér heim

eftir vinnu?„Þetta smitast í dóttur mína. Hún er

alltaf að spyrja hver talar fyrir hvern þegar við horfum á teiknimyndir. Svo kenni ég stundum leiklist og þá spyrja krakkarnir hvað ég hafi leikið. Þá get ég notað þessar persónur sem tromp.“

Eru einhverjar persónur í uppáhaldi?

„Akkúrat núna er það Eydís í Finnboga og Felix, hún er svolítið klikkuð. Þetta eru vel skrifaðir þættir og maður nennir að horfa á þá. Það er smá fullorðins

húmor þarna. Svo var ég mjög hrifin af

Bessý Hösk-uldsdóttur í Hinu mikla bé.

Amy Poehler úr Parks & Recreation talaði fyrir hana á ensku og þetta er lítil skáta stelpa, femínisti sem er rosalega s-mælt og á

ímyndaða vini.“

Svampur Sveinsson hefur lengi notið mikilla vin-sælda, ekki síður hjá foreldrum en unga fólkinu. Siggi Sigurjóns talaði frá upphafi fyrir Svamp og var orðinn stór hluti af aðdráttaraflinu. Í síðustu seríu tók Þröstur Leó Gunnarsson hins vegar við keflinu. Þó Þröstur þyki standa sig vel hafa ýmsir vanafastir áhorfendur átt erfitt með að sætta sig við skiptin og hafa óspart látið þá skoðun í ljósi. Þröstur verður þó ekki lengi að vinna þá á sitt band.

Hin íslenska DóraVigdís Hrefna Pálsdóttir ljær land-könnuðinum Dóru rödd sína og gerir vel. Vigdís er af mikilli leikhúsfjölskyldu komin og fer létt með að blanda saman skyldum á sviði í Þjóðleikhúsinu og talsetningu þessara vinsælu teiknimyndaþátta.

Ævar Þór Benediktsson: Ben Ten, Úmísúmí, Tillý og

vinir, Finnbogi og Felix, Kioka, Amazing Gumball.

Steinn Ármann Magnússon: Amazing

Gumball, Kúlugúbbar, Finn-bogi og Felix, Tré Fú Tom, Ben

Ten, Ævintýri Berta og Árna.

Álfrún Örnólfs-dóttir: Kioka, Tré

Fú Tom, Ben Ten, Kúlugúbbar.

Pétur Örn Guð-mundsson:

Ævintýri Berta og Árna, Mikki mús,

Finnbogi og Felix.

Þessi Hafa nó g að g er a

kortatímabil!Nýtt

249 kr.kg

Verð áður 499 kr. kg

Gulrætur Fljótshólar, 1 kgVerð áður 499 Verð áður 499 Verð áður 499 Verð áður 499 Verð áður 499 kr. kgkr. kgkr. kgkr. kgkr. kg

Gulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kgGulrætur Fljótshólar, 1 kg

50%afslátturNý íslenskuppskera!

Fastráðin við hljóðsetningu nýi og gamli svampur

sig vel hafa ýmsir vanafastir sig vel hafa ýmsir vanafastir sig vel hafa ýmsir vanafastir

leikhúsfjölskyldu leikhúsfjölskyldu

Hefur talað fyrir Sollu stirðu í ellefu ár

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Page 35: 19 09 2014

FLOTTUR ÆFINGAFATNAÐUR

Á FRÁBÆRU VERÐI!

NÝJAR VÖRUR!

PUMA TP LONG TIGHTLeggings úr CleverDRY efni sem heldur svita frá líkamanum. Litur: Svartar með ljósu mynstri. Stærðir: XS-XL.

ETIREL VIDAR Létt, vattstungin herraúlpa með áfastri hettu. Litur: Svört. Stærðir: S-XXL.

ETIREL LOKE/TORA Vattstungin herraúlpa með áfstri hettu, hægt er að smellla loðkraganum af. Litir: Dökkblá, svört. Dömu- og herrastærðir.

NIKE FREE 5.0 Hlaupaskór sem bæði styrkja og vernda fætur. Margir litir. Herrastærðir.

PUMA EVOSPEED 5.3 TT Flottir gervigrasskór á börn. Litur: Fjólubláir með gulu. Stærðir: 32-39. Fæst aðeins á Bílsdshöfða.

ENERGETICS FLY TIGHTS Leggings úr DRY PLUS efni. Litir: Svartar, gráar. Stærðir: XS-XL.

ENERGETICS PANAMA Æfingabolur úr DRY PLUS efni. Litir: Svartur, bleikur. Stærðir: XS-XL.

ETIREL HILDA Létt, vattstungin dömuúlpa með áfastri hettu, hægt að þrengja í mittið. Litir: Dökkblá, dökkgræn. Stærðir: 36-44.

NIKE FREE 5.0 Hlaupaskór sem bæði styrkja og vernda fætur. Margir litir. Dömustærðir.

PUMA ESS GYMÆfingatoppur með góðri öndun úr CleverDry efni sem heldur svita frá líkamanum. Litir: Svartur, bleikur. Stærðir: XS-XL.

PUMA GYM LOOSEFlottur bolur í ræktina, laust snið og stroff að neðan. Litir: Svartur, grænn. Stærðir: S-L.

PUMA PACKLIGHTVattstungin úlpa 90/10 dúnn. Dömustærðir: S-XL. Litir: Svört, blá. Herrastærðir: S-XXL. Litur: Svört.

PUMA FLEXTRAINERGóðir og léttir æfingaskór. Litir: Svartir með bleiku, svartir með grænu. Dömustærðir.

4.490

17.990Fullt verð: 19.990

NÚNA

8.990Fullt verð: 11.990

NÚNABorgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun

Intersport á Bíldshöfda.

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

2.990FRÁBÆRT

VERÐ!

LOKE/TORA

3.490

14.990Fullt verð: 19.990

NÚNA

13.990Fullt verð: 17.990

NÚNA12.990

Fullt verð: 15.990

NÚNA

12.990Fullt verð: 16.990

NÚNA

PUMA ECHO PACK 27 L bakpoki með fartölvuhólfi, hliðar-vösum og renndu hólfi að framan, stillan-legir strappar. Litir: Dökkrauður, blár.

5.490Fullt verð: 6.490

NÚNA

5.490Fullt verð: 7.490

NÚNA

6.490Fullt verð: 7.990

NÚNA

7.990Fullt verð: 9.990

NÚNA

Page 36: 19 09 2014

Ryksugað í leyfisleysi og banni

M Mér hefur farið fram í heimilisstörfum eftir því sem á ævina hefur liðið. Það gat svo sem ekki versnað, miðað við fyrri störf í þeim efnum. Ég er ekki að segja að ég sé fullnuma en batnandi manni er best að lifa. Ég er bærilegur í umgengni við uppþvottavélina þótt enn hafi ég ekki lagt í þvottavélina, sem vitaskuld er ekki til eftirbreytni. Þá skipti ég á rúmum eins og ekkert sé og bý um þau eins og flin-kasti hótelstarfsmaður. Í seinni tíð hef ég örlítið handfjatlað straujárnið en játa að ég er ansi lengi með hverja skyrtu. Ég hef alla tíð notið góðs atlætis hvað skyrturnar varðar en skynja þó að þar verð ég að taka mig á. Enn fremur játa ég að hafa ekki tekið yfir skúringar, eins og ég ætti að sjálfsögðu að gera, en sýni þó umtals-verða viðleitni í þeim efnum. Við eigum ansi fínar skúringagræjur og fjölmargar tuskur í tengslum við þær. Ekki kann ég skil á þeim öllum en leita ráðgjafar, hver tuska hefur sitt hlutverk.

Loks gríp ég stundum í ryksuguna. Við erum ekki með teppi á gólfum en þar liggur hins vegar í horni hreindýrsskinn sem fer ansi mikið úr hárum. Því er ryk-sugan nauðsynleg enda þvælast hárin af skepnunni víða um gólf, undir húsgögn og jafnvel upp í sessur. Við höfum aldrei verið með hund en ég ímynda mér að hárlos hreindýrsins sé svipað og ef við héldum slíkan. Það má kallast undarlegt að við skulum ekki löngu búin að koma hrein-dýrinu fyrir í bílskúrnum – en skinnið er fallegt og fer vel undir stofustól. Því hefur það fengið að vera í friði. Ekki veit ég hvaðan hreindýrið kemur. Það var keypt í búð því enginn er ég veiðimaðurinn. Ég gef mér að það sé frekar af erlendu dýri en innlendu en hef svo sem ekkert fyrir mér í því – en loðið er það miðað við þau hreindýr sem ég hef séð á ferðum mínum um Austurland.

Ryksugan fær því að finna fyrir því í baráttunni við hreindýrið. Maður hefði svo sem haldið að nóg væri að eiga við hárlos þessa eina kvikindis en frúin er bjartsýniskona og taldi augljóslega ekki fullreynt með skinnin því í nýlegri heim-sókn okkar í sútunarverksmiðju á Sauðár-króki bætti hún í safnið. Við fórum í hópi annarra í gegnum þá merkilegu verk-smiðju með margfróðum leiðsögumanni. Hann sagði okkur allt um húðir hinna ýmsu dýra og sútun þeirra. Þar mátti sjá

hrosshúðir jafnt sem kúa, skinn af kanínum

og jafnvel ketti, að ógleymdum

saufjár-gær-um,

auk fiskroðs af

ýmsum teg-undum. Magnað er að sjá leður

verða til úr fiskroði sem síðan er brúkað í fínustu vörur. Þá voru þar skinn af ýmsum erlendum dýrum sem ég kann ekki að nefna.

Svo mjög hreifst konan af kýrhúð að við splæstum í hana. Mér datt ekki í hug að andmæla kaupunum enda var húðin falleg og ég sá fyrir mér að hún gæti farið vel í híbýlum okkar. Ég nefndi það ekki við konuna hvort við ættum að skipta á kúnni og hreindýrinu, fannst það ekki viðeigandi þarna í skinnaverksmiðjunni.

Þegar við höfðum gengið frá kaupunum á húðinni röltum við um sýningarsal sút-unarverksmiðjunnar. Þar rak konan augu í lambsskinn, grátt að lit og smáhrokkið. Leiðsögumaðurinn hafði sagt okkur frá því að verksmiðjunni bærist alltaf eitt-hvað af skinnum af nýbornum lömbum. Þetta gráa skinn þótti krúttlegt og því keyptum við það líka. Það fer ekki mikið fyrir skinni af nýbornu, án þess ég viti um notagildi þess. Áður en við kvöddum verksmiðjuna hafði líka safnast í skinna-forða okkar mórauð gæra. Það var bara ein til í þeim lit – fallegasta gæran í húsinu – eins og afgreiðslukonan orðaði það. Við keyptum hana líka. Hún er að sönnu falleg en hvað við gerum við hana er óráðið – en það er alltaf gott að eiga góða gæru.

Þeim hefur því fjölgað húðunum heima. Enn hefur ekki reynt á það hvort nýju skinnin fara úr hárunum eins og hreindýr-ið. Ég vona ekki, að minnsta kosti virðist kýrhúðin, eina skinnið sem við höfum tekið í notkun, ætla að standast væntingar.

Fari hins vegar svo að hárlos verði eitt-hvað umfram það sem nú er af hreindýr-inu er ég við öllu búinn. Við höfum í nokk-ur ár átt bærilega ryksugu. Hún hefur gert allt sem fyrir hana er lagt og ég hafði hvorki athugasemdir um kraft hennar né getu þar til fyrir nokkrum misserum að okkur áskotnaðist önnur ryksuga, af Nil-fisk gerð. Sú er allt annarrar gerðar og öfl-ugri en sú gamla. Krafturinn er ómældur og fátt sem fyrir henni stendur. Þegar hún kemst í tæri við hreindýrið vill hún helst soga það í heilu lagi í rana sinn.

Nýjustu fréttir af Evrópugrundum setja hins vegar að mér ugg. Skriffinnar Evr-ópusambandsins hafa gefið það út að svo öfluga ryksugu megi maður ekki eiga. Brussel hefur með tilskipun sett bann við ryksugum sem eru 1600 wött eða meira. Ég hef ekki þorað að gá að afli Nilfisk ryksugunnar en þykist vita að sú krafta-kerling sé mun öflugri en það, jafnvel svo miklu munar.

Það hvarflar hins vegar ekki að mér að framselja Nilfiskinn Evrópusambandinu. Hann er minn þar og ég er smátt og smátt að taka yfir stjórn þessa tækis á heimil-inu – sem maður í betrun og framþróun. Frekar dreg ég gardínur fyrir alla glugga og byrgi útidyr þegar Nilfiskurinn hamast á hreindýrinu en hlýða tilskipun Evrópu-sambandsins.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

36 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

ÍSLENSKI KILJULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 11.09.14 - 16.09.14

1 2

5 6

7 8

109

43 Síðasti hlekkurinn Fredrik T.Olsson

Lífið að leysa Alice Munro

Afdalabarn Guðrún frá Lundi

Ljósa Kristín Steinsdóttir

Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón

Í leyfisleysi Lena Andersson

Amma biður að heilsa Fredrik Backman

Maður sem heitir Ove Fredrik Backman

Síðasta orðsending elskhugans Jojo Moyes

Ólæsinginn Jonas Jonasson

Page 37: 19 09 2014

VetrarferðirKynningarblað Helgin 19.-21. september 2014

F jallaskíðun er íþrótt sem nýtur æ meiri vinsælda hér á landi. Að sögn Ívars Finnbogason-

ar, yfirleiðsögumanns hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, er mikilvægt fyrir fólk sem stundar fjallaskíða-mennsku að sækja sér fræðslu til að auka öryggi sitt. „Fólk eyðir töluverð-um fjármunum í búnað en að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að læra að þekkja hætturnar,“ segir hann.

Almennt gengur fólk á fjöll yfir sumartímann en fer á skíði yfir vet-urinn. „Á fjallaskíðum sameinast þetta tvennt með einkar skemmti-legum og ævintýralegum hætti,“ segir Ívar. Á fjallaskíðum gengur fólk upp fjall á skíðunum. „Við lím-um skinn undir skíðin og hárin grípa í snjóinn. Þá eru bindingarn-ar stilltar þannig að þær henti til göngu. Þetta er ótrúlega þægileg og fljótleg leið til að ganga á fjöll. Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður.“

Hjá Íslenskum fjallaleiðsögu-mönnum verður boðið upp á tvenns konar námskeið fyrir fjallaskíða-fólk í vetur. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður þriggja daga námskeiðið Fre-eride. Þar verða kennd öguð vinnu-bögð við mat á snjóflóðahættu og eftir námskeiðið ættu nemendur að vera færir um að taka meðvitaðar ákvarðanir um styrk snjóþekjunnar í ferðum með sínum jafningjum og vera hæfir um að framkvæma hraða leit að gröfnum félögum.

Byrjendum á fjallaskíðum stend-ur til boða sex daga námskeið á Tröllaskaga. „Námskeiðið hentar einnig vel fyrir fólk sem er þegar byrjað að stunda fjallaskíðun en vill sækja sér meiri þekkingu á íþrótt-inni og öryggismálum. Það er einn-ig kjörið tækifæri til að kynnast Tröllaskaganum undir handleiðslu reyndra leiðsögumanna.“ Ívar segir Tröllaskagann góðan stað því hækk-unin í fjöllunum passi mjög vel til fjallaskíðunar.

Hópurinn Skíðagengið er fyrir vant svigskíðafólk sem langar að víkka sjóndeildarhringinn og kom-ast reglulega út fyrir troðnar brautir skíðasvæðanna undir faglegri leið-sögn.

FjallamennskaAlmenn fjallamennska er sex daga námskeið þar sem farið er yfir allan grunn sem fólk þarf í fjallamennsku og klifri. Að sögn Ívars er nauðsyn-legt að fólk hafi bakgrunn í úti-vist til að sækja námskeiðið. „Þar læra nemendur um almenna línu-vinnu, gerð berg- og snjótrygginga, sprungubjörgun, ísklifur, öryggi í sambandi við snjóflóð og ýlaleit, ferðamennsku á jöklum og í fjall-lendi, broddtækni, ísaxarbremsun og fleira.“

ÍsklifurÍslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á klifurnámskeið bæði fyrir byrjendur og reynslumeiri klifrara. „Mjög algengt er að á námskeiðin komi fólk sem vill prófa ísklifur. Það hefur jafnvel verið að stunda klifur en hefur metnað til að gera meira. Oft koma líka til okkar er-

lendir ferðamenn.“ Þá er einnig boðið upp á framhaldsnámskeið og er gerð krafa um að nemendur þar hafi þegar lokið byrjendanámskeiði eða hafi reynslu úr klifri.

FjallgönguhóparFyrir fólk sem vill stunda fjallgöng-ur allt árið eru starfandi hópar eða „gengi“ hjá Íslenskum fjallaleið-sögumönnum. Í hópunum Fjalla-gengi og Fjallafólk er þrekæfing eða fjallganga einu sinni í viku ásamt mánaðarlegum dagsferðum á hin ýmsu fjöll landsins.

Í hópnum Brattgenginu er fókus-inn á klifur og fjallamennsku. „Þar kennum við helstu atriði við klifur. Byrjum einfalt og færum okkur yfir í flóknara klifur. Þar eru hlut-föll nemenda á móti kennurum eftir erfiðleikastigi þannig að stundum er einn kennari fyrir hverja tvo nem-endur. Námskeiðin hjá Brattgeng-inu hafa gefist mjög vel og sumir koma aftur og aftur og hafa gaman af því að stunda krefjandi útivist undir dyggri leiðsögn,“ segir Ívar.

Unnið í samvinnu við

Íslenska fjallaleiðsögumenn

Vantar þig gistingu í útlöndum?Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan

heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is.

T Ú R I S T I

Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á námskeið í fjallamennsku, klifri og fjalla-skíðun. Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson

Almenn Fjallamennska er sex daga námskeið þar

sem farið er yfir allan grunn sem þarf í fjalla-mennsku og klifri. Ljós-mynd/Björgvin Hilmarsson

VetrarferðirHelgin 19.-21. september 2014

Almenn Fjallamennska er sex daga námskeið þar

sem farið er yfir allan grunn sem þarf í fjalla-Útivist á fjöllum nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum og

ferðamönnum sem landið heimsækja. Hjá Íslenskum fjallaleið-sögumönnum er boðið upp á lengri og styttri námskeið og ferðir undir leiðsögn reyndra fjallagarpa.

Fagmenn á fjöllum

Page 38: 19 09 2014

vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201438

Ú tval Útsýn býður upp á fjöldann allan af spenn-andi ferðum í vetur. Jónína Birna Björns-

dóttir tók nýlega við stöðu mark-aðsstjóra ferðaskrifstofunnar. Hún hefur unnið að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum í meira en 10 ár, hjá allt frá litlum nýsköpunar-fyrirtækjum upp í stórfyrirtæki en er nú í fyrsta sinn í ferðabrans-anum. „Nýja starfið leggst rosalega vel í mig, enda eru möguleikarnir margir og gaman að vera með svona vöru í höndunum sem allir elska. Við þurfum sífellt að vera á tánum og koma með nýja áfanga-staði fyrir fólk, pakka ferðunum inn á spennandi hátt og koma þeim á framfæri á réttum stöðum. Í byrjun september kom út nýr og spenn-andi vetrarbæklingur sem fólk getur stuðst við þegar það fer að skipuleggja vetrarfríin,“ segir hún.

Sólin í veturAð sögn Jónínu eru sólarferðir til Kanarí og Tenerife vinsælustu vetrarferðirnar. „Enda kemur fólk endurnært heim eftir að hafa verið fengið D-vítamín í kroppinn. Í vetur bjóðum við upp á nýjung í sólarlandaferðum sem er ferðir til Taílands sem sameina sólina og borgarmenningu.“

Ferðir fyrir Úrvalsfólk (60+) eru skipulagðar ferðir til Tenerife og Kanarí sem notið hafa mikilla vinsælda. „Í ferðunum er alltaf reyndur fararstjóri ásamt skemmt-anastjóra sem skipuleggur fjöl-breytta dægradvöl eins og leik-fimi, spilavist, minigolf, samsöng og fleira. Til dæmis verður ferð í lok október til Tenerife sem er 75 ára afmælisferð hins þaulreynda fararstjóra, Kjartans Trausta, sem margir þekkja vel. Kjartan Trausti kemur einbeittur að skemmtana-stjórnuninni svo það verður eflaust mikið fjör.“

Öðruvísi vetrarfrí á TaílandiÚrval Útsýn býður einnig upp á vetrarferðir fyrir fólk sem vill prófa eitthvað nýtt og öðruvísi eins og til dæmis siglingar og ferð til Taílands. „Við erum með frábæra ferð til Taílands í nóvember sem kallast Ævintýralandið Taíland. Þar verður farin hringferð um landið og margt áhugavert á dagskránni, svo sem ferð á fílabúgarð, fljótasigl-ingar, heimsókn til fjallaættbálka, Gullni þríhyrningurinn og Chaing Mai,“ segir Jónína. Gist verður í strandbænum Hua Hin í 6 nætur og í hinni mögnuðu höfuðborg Bang-kok í 3 nætur. Halla Frímannsdóttir

Spennandi vetrarferðir hjá Úrval ÚtsýnÚrval Útsýn býður upp á ferðir við allra hæfi í vetur, hvort sem það er í sólina, snjóinn, borgar-menningu eða í lúxussiglingu. Á dögunum tók Jónína Birna Björnsdóttir við starfi markaðs-stjóra hjá Úrval Útsýn.

Berlín iðar af lífi á aðventunni. Dublin er ótrúlega skemmtileg og lifandi borg. Úrval Útsýn býður upp á skíðaferðir til þriggja staða í Austurríki og til Colorado í Bandaríkjunum.

verður fararstjóri en hún hefur verið búsett í Taílandi síðastliðin sex ár. Jónína bendir fólki á að fara á síðuna uu.is og skoða frekari upp-lýsingar um þessa einstöku ferð.

SiglingarÚrval Útsýn hefur boðið upp á siglingar á skemmtiferðaskipum í fjölda mörg ár. Jónína segir vinsælt að bóka slíkar ferðir í tengslum við stórafmæli enda einstök upp-lifun að vakna á nýjum framandi stað á hverjum morgni. „Ferðirnar um Karabíahaf, þar sem flogið er til Orlando, hafa verið vinsælastar en nú erum við líka að bjóða upp á nýjar siglingaleiðir. Önnur er um Panamaskurðinn og þá leggur skipið af stað frá Los Angeles og endar í Orlando. Hin nýjungin er páskasigling frá New York þar sem siglt verður meðfram austur-strönd Bandaríkjanna og niður til Bahamas.“

SkíðiSkíðafrí er í hugum margra hið eina sanna vetrarfrí. Úrval Útsýn býður upp á skíðaferðir til þriggja staða í Austurríki og til nýs áfanga-staðar í Colorado í Bandaríkjunum, Steamboat Springs. Skíðaferðir til Bandaríkjanna hafa notið sífellt meiri vinsælda með tilkomu beins flugs Icelandair til Denver. „Í Steamboat Springs er boðið upp á fleiri gistimöguleika sem geta hentað fjölskyldum og vinahópum. Hægt er að fá gistingu í íbúðum þar sem margir geta verið saman sem gerir hverja gistinótt hagkvæmari,“

segir Jónína. Púðursnjórinn í Color-ado er eitthvað sem allir skíðamenn verða að prufa.

BorgarferðirÚrval Útsýn býður upp á ýmsar spennandi borgarferðir í vetur. „Dublin er ótrúlega skemmtileg og lifandi borg, ég tala nú ekki um ef þú er mikið fyrir River dance,“ segir Jónína og hlær. „Ferðirnar verða í október og nóvember. Flugið er stutt, þar er gott að versla, frábærir veitinga-staðir og írska kráarstemmingin er einstök. Við bjóðum líka upp á spennandi aðventuferðir til Berl-ínar. Borgin iðar af lífi á aðvent-unni og jólamarkaðirnir þar eru engu líkir,“ segir Jónína. Farar-stjórinn í Berlín er Marie Kruger sem er fædd og uppalin í Austur Þýskalandi og þekkir sögu Þýska-lands mjög vel. Marie er búsett á Íslandi og talar mjög góða ís-lensku.

Hópadeild Jónína segir framboðið hjá Úrval Útsýn vera miklu meira en hún hafi gert sér grein fyrir áður en hún tók við stöðu markaðsstjóra. „Auk hefðbundinna sólarlandaferða, skíðaferða, stórborga- og ævintýar-ferða þá er Úrval Útsýn með hóp-adeild sem býður upp á sérhæfðar hópaferðir, til dæmis fyrir kóra, fyrirtæki, starfsmannafélög, kven-félög og fleiri. Þessir aðilar geta sett sig í beint samband við hópadeildina og fengið klæðskerasniðna ferð fyrir hópinn.“

SportdeildinHjá Úrval Útsýn er sportdeild sem býður upp á fjölbreytt úrval ferða. Núna í haust verða golfferðir til Spánar og eftir áramót til Tenerife. Þá verða ýmsar ferðir á leiki í enska boltanum. „Til dæmis er ferð núna í haust í samstarfi við kop.is á Liverpool leik. Svo bjóðum við upp á ferðir á stórmót og sýningar eins og á Heimsmeistaramót ís-lenska hestsins í Danmörku næsta sumar, í samvinnu við Landssam-band hestamanna og ferð á Bett sýninguna í London í samvinnu við Nýherja. Bett sýningin í London er tölvu- og hugbúnaðarsýning fyrir kennara sem verið hefur mjög vinsæl meðal kennara hér á landi. Síðast en ekki síst býður sport-deildin upp á mjög fjölbreytt úrval

ferða í æfingabúðir og á mót fyrir iðkendur íþrótta eins og á Partille Cup í handbolta í Svíþjóð, fótbolta-mótið Costa Blanca Cup á Spáni og á frjálsíþróttamótið í Gautaborg sem margir kannast við.“

Yfirleitt byrjar skipulagning ferðalagsins á netinu svo Jónína bendir fólki á að fara inn á vef Úrval Útsýn, www.uu.is, og fá nánari upp-lýsingar ferðirnar í vetur. „Hafið svo samband við okkur ef ein-hverjar spurningar vakna. Hægt að hringja til okkar, senda tölvu-póst, skrifa í gegnum Facebook eða koma á staðinn. Við viljum endilega spjalla við viðskiptavinina,“ segir Jónína með bros á vör.

Unnið í samstarfi við

Úrval Útsýn

Ferðir til Kanarí og Tenerife njóta alltaf mikilla vinsælda. Sérstakar ferðir eru fyrir Úrvals-fólk sem er aldurs-hópurinn 60 ára og eldri. Í þeim ferðum eru alltaf farar- og skemmtanastjórar. Í boði er ýmis dægradvöl eins og leikfimi, vist, minigolf, samsöngur og fleira.

Jónína Birna Björnsdóttir er nýr markaðsstjóri Úrval Útsýn og leggst starfið vel í hana. „Möguleikarnir er margir og gaman að vera með vöru í höndunum sem allir elska. Við þurfum sífellt að vera á tánum og koma með nýja áfangastaði fyrir fólk og pakka ferðunum inn á spennandi hátt.“

Page 39: 19 09 2014

Nánar á urvalutsyn.isÚrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.

Sími 585 4000 www.uu.is

Taíland

SiglingarLúxus

14. – 29. nóvember 2014

VERÐ FRÁ:

Ævintýralandið Taíland

20. nóv. – 1. des. 201421. jan. – 2. feb. 201516. – 27. mars. 2015

VERÐ FRÁ:

Taíland - Hua Hin og Bangkok

Íslensk fararstjórnÍslensk fararstjórn

Vilt þú upplifa öðruvísi

vetrarferðir?

VERÐDÆMI

6. – 20. janúar 2015 / 14 nætur

320.500 kr

Suður Karíbahaf og Orlando

Orlando, Port Canaveral – Laberdee, Haiti – Oranjestad, Aruba – Willemstd, Curacao – Kralendijk, Bonaire – Port Canaveral, Orlando

verð á mann í tvíbýli í innri klefa.

VERÐDÆMI

13. – 25. mars 2015 / 12 nætur

326.500 kr

Vestur Karíbahaf og Orlando

Orlando, Port Canaveral – Laberdee, Haiti – Falmouth, Jamaica – George Town, Grand Cayman – Cozumel, Mexico – Orlando, Florida

verð á mann í tvíbýli í innri klefa.

VERÐDÆMI

27. mars – 7. apríl 2015 / 12 nætur

420.500 kr

Páskasigling og New York

New York – Port Canaveral, Florida – Nassau, Bahamas – Cococay, Bahamas – New Jersey

á mann í tvíbýli í klefa með sýndarsvölum.

VERÐDÆMI

11. – 29. apríl 2015 / 18 nætur

549.900 kr

Sigling um Panamaskurðinn

Denver, Los Angeles, San Diego, Cabo san Lucas/Mexico, Puerto Vallarta/Mexico, Puerto Quetzal/ Guatemala,Punarenas/Costa Rica, Panama Canal, Colon/Panama, Cartagena/Colombia, Fort Lauderdale/Florida, Orlando/Florida

á mann í tvíbýli í ytri klefa með glugga.

ROYAL CARIBBEAN CRUISES er 5 stjörnu lúxus skipafélag með 23 skip í sínum flota. Þeim er skipt í 6 flokka eftir stærðum.

Gert er út á fjölbreytta afþreyingu og að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fjöldi veitingastaða og bara er um borð, sem bjóða upp á dýrindis gómgæti. Þjónustan um borð í skipum Royal Caribbean er framúrskarandi og upplifunin er ógleymanleg.

299.900 kr429.900 kr

Örfá sæti laus!

Page 40: 19 09 2014

vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201440

Hópadeildin hefur verið okkar aðals-merki þar sem við skipuleggj-um hópferðir fyrir stofnanir, fyrirtæki og ýmsa klúbba.

Að ná sem mestu út úr borgarferðinniTil er alveg ógrynni símaappa og ferðupplýsinga á netinu og því er auðvelt að gleyma sér og skipuleggja ferðalagið of vel og ná ekki að slappa af og njóta.

RólegheitAlgengt er að fólk ætli sér að sjá allt sem borgin hefur upp á að bjóða og er því á spani allan daginn og fær aðeins nokkurra klukkustunda svefn og kemur úr-vinda af þreytu heim úr ferðinni. Svo eru aðrir sem ekki skipu-leggja neitt og búast við að ramba á allt það merkilegasta. Best er að finna hinn gullna meðalveg í helgarferðinni og muna að oft er minna betra. Með því að eyða meiri tíma í að skoða færri staði verður upplifunin betri.

Vinnan heimaMeð því að skilja vinnuna eftir heima í fríinu líður okkur betur og hugurinn verður móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum. Flestir vilja sleppa því að vinna í fríinu en fyrir aðra getur það verið mjög stressandi og fólk hefur stöðugt á tilfinningunni að það sé að missa af einhverju eða að bregðast vinnufélögunum. Þá getur verið sniðugt að taka frá hálftíma á hverjum degi og svara tölvupósti.

Best er að finna hinn gullna meðalveg í helgarferðinni og muna að oft er minna betra. Með því að eyða meiri tíma í að skoða færri staði verður upplifunin betri. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

TímasparnaðurEf til vill er ekki alltaf þess virði að bíða lengi í röð við vinsæla ferða-mannastaði og betra að finna aðra fámennari. Einnig er sniðugt að ferðast ekki á vinsælasta tímanum, þá eru færri ferðamenn og verð á flugi og hótelum lægra. Gott er að panta aðgöngumiða á netinu til að spara tíma.

W ow Air rekur eigin ferða-skrifstofu, Wow Travel, sem sérhæfir sig í lág-

gjalda pakkaferðum. Ferðaskrifstof-an býður upp á breitt úrval áfanga-staða, hótela og skoðunarferða. Bæði er boðið upp á að panta aðeins flug og hótel sem og stærri pakka með fararstjórn og skoðunarferð-um. Að sögn Lilju Hilmarsdóttur, forstöðumanns sérferða hjá Wow, eru ýmsar áhugaverðar ferðir á dag-skránni nú í vetur. „Við bjóðum upp á mjög skemmtilegar borgarferðir til allra áfangastaða Wow air; London, Parísar, Kaupmannahafnar, Brig-hton, Malmö, Berlínar, Alicante og Barcelona. Hópadeildin hefur verið okkar aðalsmerki þar sem við skipu-leggjum hópferðir fyrir stofnanir, fyrirtæki og ýmsa klúbba. Þetta hafa verið árshátíðir, skemmti- og hvata-ferðir,“ segir Lilja.

Berlín hefur notið mikilla vin-sælda að undanförnu og er nú þriðja vinsælasta ferðamannaborgin í Evr-ópu. „Mikið hefur verið um ferðir hópa til Berlínar að undanförnu. Hjá Wow Travel útvegum við sali fyrir árshátíðir. Núna nýlega bættist París við og hafa margir hópar einnig farið þangað saman. Bæði í París og Berl-ín bjóðum við upp á skoðunarferðir sem og skipulagðar gönguferðir um spennandi hverfi.“

Aðventuferð til ParísarHelgina 28. nóvember til 1. desemb-er býður Wow Travel upp á aðventu-ferð til Parísar. Þar býðst ferðalöng-um að njóta franskra lystisemda í mat og drykk. Leiðsögn verður í höndum hins þekkta matgæðings Kjartans Ólafssonar sem um langt skeið skrifaði veitingahúsarýni í tímaritið Gestgjafann. „Aðventan í París er dásamlegur tími. Um alla borg eru jólaljós, jólatré og jóla-söngvar. Svo má ekki gleyma jóla-mörkuðunum, þar sem finna má alls kyns spennandi og skemmti-legan varning. Sá stærsti er einmitt á Champs Elysées, frægustu götu Parísar,“ segir Lilja. Í aðventuferð-inni verða skipulagðar gönguferðir þar sem skoðaðar verða gullfalleg-ar byggingar tengdar sögu borgar-innar, söfn, kaffihús, veitingahús

Aðventuferðir WOW TravelWow Travel sérhæfir sig í borgarferðum fyrir einstaklinga og hópa. Meðal þess sem boðið verður upp á í vetur eru aðventuferð til Parísar og sérsniðin ferð fyrir eldri borgara til Berlínar. Þá tekur Wow Travel að sér að skipuleggja árshátíðarferðir og allt sem þeim fylgir.

á heimsmælikvarða, garðar og fjölbreytt götulíf.

Ferð eldri borgara til BerlínarSunnudaginn 16. nóvember til fimmtudags-ins 20. nóvember stendur Wow Travel fyrir ferð til Berlínar, sem sérsniðin er fyrir eldri borgara. Ferðin er á hagstæðu verði og verð-ur Lilja fararstjóri en hún gjörþekkir borg-ina, sögu hennar, kennileiti og það markverð-asta sem um er að vera á þessum tíma. Lilja hefur árum saman sinnt fararstjórn í ferðum fyrir eldri borgara. Frá miðjum nóvember mun jólaandinn svífa yfir Berlín og því virki-lega skemmtilegt að heimsækja borgina og njóta þess sem þar er boðið upp á.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.wowtravel.is

Unnið í samvinnu við

Wow Travel

Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri og for-stöðumaður sérferða hjá Wow.

Á aðventunni eru jólaljós um alla París, jólatré, jólasöngvar og jólamarkaðir.

Page 41: 19 09 2014

travel

Berlín

London - langar helgar sem líða hratt

París - fyrir sælkera og jólabörn

Malmö - verslunarhelgi

Verð frá: 89.900 kr.*

Verð frá: 49.900 kr.*

Verð frá: 89.900 kr.*

FRÁBÆRAR FERÐIRFYRIR ALLA!

wowtravel.is Katrínartún 12 105 Reykjavík [email protected]

- einstök ferð fyrir eldri borgara Innifalið er flug með sköttum og gjöldum, gisting í 4 nætur á Hótel Park Inn**** með morgunverði, íslensk fararstjórn með Lilju Hilmarsdóttur, akstur til og frá flugvelli, 20 kg taska og gönguferð.Tímabil: 16. - 20. nóvember 2014.

Innfalið er flug með sköttum og gjöldum, gisting í 3 nætur með morgunverði og 10 kg í handfarangri.Valdar helgar á tímabilinu frá: 19.9 2014 - 21.5. 2015

Verð frá: 49.900 kr.*

Innfalið er flug með sköttum og gjöldum, gisting í 3 nætur með morgunverði og 10 kg í handfarangri.Valdar helgar á tímabilinu frá: 19.9 2014 - 21.5. 2015

Innifalið er flug með sköttum og gjöldum, gisting í 3 nætur á Hotel Libertel M. D.*** með morgunverði og 20 kg taska. Akstur til og frá flugvelli, gönguferð og íslensk fararstjórn með Kjartani Ólafssyni matgæðing.Tímabil: 28. nóv. - 1. des. 2014

*Verð á mann í tvíbýli

Page 42: 19 09 2014

vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201442

Undirbúningur fyrir skíðaferðinaFyrir byrjendur jafnt sem lengra komna er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga svo skíðaferðin verði ánægjuleg og örugg. Með því að undirbúa ferðina og vera í góðu líkamlegu formi og með gott jafnvægi verður skíðaiðkunin ánægjulegri. Síðast en ekki síst þarf skíðabúnaðurinn reglulegt viðhald.

N okkur mikilvæg atriði þarf að hafa í huga svo að skíða-ferðin verði eins ánægjuleg

og örugg og kostur er. Skíðaiðkun er

frábær hreyfing en ef ekki er hugað að undirbúningnum getur hún hæglega snúist upp í andhverfu sína.

HreyfingEkki er nóg að fara í ræktina eða út að hlaupa í vikunni fyrir skíða-ferðina. Skíðaiðkun krefst þess að við notum vöðva sem við notum alla jafna ekki dagsdaglega. Á skíðum þarf líka að vera undirbúinn fyrir hreyfingu í mikilli hæð og kulda. Ráðlegt er að byrja undirbúninginn fyrir skíðaferðina tveimur mánuðum áður en lagt er í hann. Dágóðan tíma og fyrirhöfn tekur að þjálfa upp gott jafnvægi. Hefðbundin líkamsrækt hjálpar mikið en þó er líka gott að gera skíðaæfingar, til dæmis með sérstöku jafnvægisbretti eins og víða eru í líkamsræktar-stöðvum. Þá er líka gott að renna sér á línuskautum eða iðka íþróttir eins og skvass, fótbolta og aðrar sem krefjast þess að hreyfingar séu örar og reglulega breytt um stefnu. Það tekur tíma að æfa jafnvægið en mun án efa bæta skíðataktana.

LiðleikiÁ skíðum er liðleiki mikilvægur. Lágt hitastig getur haft þau áhrif að vöðvarnir verði stífir og hægir. Með því að stunda markvissar teygjuæfingar fyrir skíða-ferðina verður skíðastíllinn betri. Fall á fyrsta degi, sem myndi annars eyðileggja fríið, verður þá lítið annað en smá mistök án meiðsla. Mikilvægt er að hita upp fyrir teygjuæfingarnar. Að sama skapi er mikilvægt að gleyma ekki að hita upp og gera einfaldar teygjuæfingar áður en skíðað er af stað.

SkórGríðarlega mikilvægt er að skiðaskórnir passi, séu ekki of víðir og ekki of þröngir. Smellpassi skórnir ekki, geta þeir hindrað að hægt sé að beita réttu tækninni.

SkíðinMikilvægt er að skíðunum sé vel við hald-ið. Bera þarf á þau og skerpa kantana. Það er líka góð hugmynd að láta fagfólk kíkja á bindingarnar og undir skíðin. Með réttu vaxi og brýningu verður auðveldara að beygja, sem ekki aðeins gerir tæknina betri, heldur eykur ánægjuna til muna.

SkíðafötinRéttu skíðafötin geta haft mikið að segja um það hvort við endumst allan daginn eða gefumst upp fyrir hádegi. Best er að vera hlýtt en samt mikilvægt að vera ekki of hlýtt. Skíðafatnaður nútímans getur andað og er úr mörgum lögum og hleypir út svita. Mun betra er að vera í ullarfötum næst sér en bómullarfötum. Þegar fólk svitnar í ullarfötum verður því ekki kalt en gerist það í bómullarfötum er hætta á að frjósa.

Með góðum undirbúningi verður skíðaferðin ánægjulegri. Mikil-vægt er að æfa jafnvægið, bera undir skíðin og skerpa kanta. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

Grillaður kjúklingur – heill

Franskar kartöflur – 500 g

Kjúklingasósa – heit, 150 g

Coke – 2 lítrar*

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,-

Verð aðeins

+ 1 flaska af2 L

Grillaður kjúklingur – heillGrillaður kjúklingurGrillaður kjúklingur

Jólaferð til Parísar

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 2790 | [email protected] | Síðumúla 2, 108 RVK

Komdu með í dásamlega jólaferð til Parísar. Töfrandi ljósadýrðin og hátíðar-stemningin um alla borg skapa einstaka upplifun í upphafi aðventunnar.

Spör

ehf

.

27. - 30. nóvember Örfá sæti laus!Fararstjóri: Laufey HelgadóttirVerð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París!

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

Page 43: 19 09 2014

Saalbach-HinterglemmZell am See

Flachau&Lungau

Frá kr.

99.900

Skíðaðu í austurrísku Ölpunum

Frábær tilboð í janúarValdir gististaðir

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir. is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.

Frá kr. 194.900 m/hálfu fæði – sértilboð

Frá kr. 128.800 m/hálfu fæði – sértilboð

Frá kr. 127.900 m/hálfu fæði – sértilboð

Frá kr. 99.900 m/hálfu fæði – sértilboð

Hotel Saalbacherhof

Hotel Unterberghof

Hotel Alpinresort

Skihotel Speiereck

Saalbach-Hinterglemm

Flachau

Zell am See

Lungau

Netverð á mann frá kr. 194.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 220.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 128.800 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 165.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 10. janúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 146.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 122.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Eitt stærsta samliggjandi svæðið!

Eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis!

Fjölbreytt skíðasvæði fyrir alla!

Frábært skíðasvæði fyrir fjölskylduna!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

64

44

3

Vina del Mar

Valdir gististaðir

Flugsæti til

Salzburg

frá kr. 59.900Sértilboð

Page 44: 19 09 2014

44 ferðalög Helgin 19.-21. september 2014

S á sem er á ferðalagi í útlönd-um þegar flugfélagið fer í þrot þarf sjálfur að leggja út fyr-

ir nýjum miða til að komast heim. Farþeginn getur síðar gert kröfu í þrotabú félagsins en ef ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema

kreditkortafyrirtækið geti aftur-kallað greiðsluna. Ferðamenn á vegum ferðaskrifstofa eru hins vegar mun betur settir ef rekstur ferðaskrifstofu stöðvast í miðri ferð. Þá á skyldutrygging ferðaskrifstofa að bæta tjón farþeganna og þeim

RegluveRk DaniR Reyna nýjaR leiðiR fyRiR flugfaRþega

Vilja tryggja flugfarþega gegn gjaldþrotumÞeir sem setja saman sína eigin utanlandsferð eru mun verr settir ef flugfélög fara í þrot en viðskiptavinir ferðaskrifstofa. Í Danmörku gengur illa að jafna stöðu þessara tveggja hópa þrátt fyrir áralangar tilraunir yfirvalda.

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

16BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM

ÞÚ Þ

ARFT

BARA AÐ SKANNA QR KÓÐANN

TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLINGINN Í SÍM

ANN

ÞINN

Kynntu þér Dublin á uu.isÚrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is

DublinHaustferð

23.-26.OKTÓBER

20.–23. NÓVEMBER

Verð frá aðeins 88.500 kr.

er flogið heim án aukakostnaðar. Í Danmörku hafa stjórnvöld um ára-bil reynt að bæta stöðu þeirra sem aðeins kaupa flugmiða. Ástæðan er sú að síðustu ár hafa alla vega þrjú stór flugfélög farið í þrot þar í landi og fjölmargir farþegar urðu þá strandaglópar.

Fá flugfélög fylgja reglunumFarþegar sem kaupa flugmiða með dönskum flugfélögum í dag eiga að hafa möguleika á að bæta sérstakri gjaldþrotatryggingu við pöntunina og er iðgjaldið 20 danskar krónur (rúmar 400 íslenskar). Þeir sem kaupa trygginguna eiga þá rétt á bótum ef rekstrarstöðvun flugfélags setur strik í ferðaplönin. Nýleg könnun á vegum danskra neytenda-yfirvalda leiddi hins vegar í ljós að aðeins á þriðjungur flugfélaganna þar í landi var með upplýsingar um trygginguna aðgengilegar á heima-síðunni sinni og bauð upp á hana í bókunarferlinu. Það eru sem sagt miklir brestir í kerfinu.

Salan fer til hins opinbera Nú hafa verið lagðar fram betrum-bætur á reglunum og samkvæmt þeim eiga flugfélögin að hætta að innheimta iðgjöldin sjálf og vísa í

staðinn á heimasíðu Ábyrgðasjóðs ferðamanna (Rejsegarantifonden). Þar á farþeginn að geta keypt trygg-inguna í framtíðinni. Talsmaður neytendasamtakanna Tænk í Dan-mörku segir í viðtali við Politiken að það komi ekki nægjanlega skýrt fram í nýju reglunum hvernig flug-félögin eigi að kynna trygginguna og efast því um að staða flugfarþega muni batna. Talsmaðurinn segist hafa kosið þá leið að 5 danskar krón-ur (um 100 íslenskar) yrðu lagðar ofan á alla flugmiða sem seldir væru frá Danmörku. Þar með væru allir farþegar tryggðir. Sú tillaga hlaut hins vegar ekki hljómgrunn innan nefndarinnar sem vann að nýju regl-unum.

Veikir samkeppnisstöðunaEf nýja regluverkið verður sam-

þykkt munu öll f lugfélög sem fljúga meira en 25 þúsund ferðir frá Danmörku á ári þurfa að upplýsa farþega sína um gjaldþrotatrygg-inguna. Talsmenn ferðaþjónust-unnar í Danmörku benda á að þessi sérdanska leið geti veikt stöðu inn-lendra flugfélaga því þau erlendu þurfa ekki að bjóða upp á trygg-inguna. Hvorki Icelandair né WOW air fljúga til að mynda nægjanlega oft til og frá dönskum flugvöllum til að vera skylduð til að hafa trygg-inguna á boðstólum. Ekkert annað Evrópuland hefur fylgt fordæmi Danmerkur í þessum efnum.

Sérstök gjaldþrotatrygging fyrir flug-farþega í Danmörku á að gera stöðu þeirra jafn góða og þeirra sem kaupa pakkaferðir ef rekstur flugfélags stöðvast. Mynd: CopenhagenMediaCenter/Ty Stange

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Page 45: 19 09 2014

Við missum einn í hverri viku

Ristilkrabbamein er eitt af algengustu tegundum krabbameins á Íslandi. Á hverju ári deyja 52 úr krabbameini í ristli og endaþarmi, að meðaltali einn á viku, karlar og konur á öllum stigum þjóðfélagsins.

Engu að síður er einfalt að koma í veg fyrir æxlismyndun í ristli með reglubundinni skimun og speglun hjá einstaklingum yfir fimmtugt. Þegar þú kaupir Bláa naglann eflirðu forvarnir og styrkir nauðsynlegar rannsóknir á ristilkrabbameini.

Blái naglinn er átak sem snýst um vitundarvakningu um krabbamein á Íslandi.

VERTU NAGLI

BJARGAÐU LÍFI

B A R Á T T A N G E G N K R A B B A M E I N I

80%Með forvörnum og speglun fækkum við dauðsföllum af völdum ristilkrabbameins um allt að

Tökum vel á móti sölufólki Bláa naglans dagana 18. til 21. september.

Page 46: 19 09 2014

Þ etta er búið að ganga helvíti vel, þetta er eigin-lega algjör draumur. Það eru sumir sem toppa nítján eða tuttugu ára en ég er 24 ára og er að spila besta tímabilið mitt. Ég hef þroskast mikið

og vona að ég geti spilað enn betur í framtíðinni,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður norska knattspyrnu-liðsins Vålerenga.

Gæti slegið markametið í NoregiViðar var keyptur til Vålerenga fyrir yfirstandandi leik-tíð frá Fylki. Hann hefur slegið í gegn og er langmarka-hæstur í norsku deildinni. Viðar hefur skorað 24 mörk í 22 leikjum og með þrennu sinni um síðustu helgi sló hann markamet Vålerenga. Með sama áframhaldi gæti Viðar slegið markametið í norsku úrvalsdeildinni. Það setti Odd Iversen árið 1968, 30 mörk. Viðar hefur sjö leiki til að slá metið.

„Ég gæti slegið metið, ég held að það sé góður mögu-leiki á því. Til þess þarf ég sjö mörk í næstu sjö leikjum. Við ætlum að reyna að blanda okkur í baráttu um Evrópu-sætið og það er númer eitt en markmiðið hjá sjálfum mér er að skora í hverjum leik.“

Auglýsir heita pottaÖll þessi velgengni og öll þessi mörk hafa komið Norð-mönnum á óvart. Viðar hefur enda vakið mikla athygli þar í landi og hefur vart undan að veita fjölmiðlum viðtöl. Þegar Fréttatíminn ræddi við hann í vikunni hafði hann nýlokið að sitja fyrir í auglýsingu. Viðar á að auglýsa heita potta fyrir norskt fyrirtæki. „Þeir vildu bara fá kall-inn í auglýsingu,“ segir hann.

Það eru reyndar ekki bara Norðmenn sem furða sig á velgengni Viðars. Þó hann hafi verið meðal markahæstu manna í Pepsi-deildinni í fyrrasumar verður seint sagt að hann hafi verið stórt nafn í íslenska boltanum. „Ég er kannski betri en fólk heldur,“ segir Viðar í léttum dúr.

Hvernig gengur þér að höndla allt áreitið?„Það eru margir hissa á því hvað ég er rólegur. Ég er

náttúrlega orðinn 24 ára, ef ég væri nítján þá væri þetta öðruvísi. Þá fengi maður sjálfsagt mikilmennskubrjál-æði. Ég vandist þessu öllu fljótt, ég var fljótt beðinn um að fara í viðtöl og í sjónvarpsþætti og pæli ekki mikið í þessu.“

Líklegt að ég fari í stærra liðStærri klúbbar eru farnir að sýna Viðari áhuga. Sjálfur er hann mikill aðdáandi enska úrvalsdeild-arliðsins Arsenal og segir að það væri draumur að spila þar einn daginn. Hann viðurkennir fúslega að hann gæti haft vistaskipti að tímabilinu loknu.

„Það eru miklar líkur á því, held ég. Það verður mjög erfitt að toppa þetta tímabil hér og á næsta ári verð ég 25 ára. Það gæti því verið rétti tíminn fyrir næsta skref. Það er mikill áhugi og ég næ vonandi að gera góða hluti í síðustu sjö leikjunum.“

Kominn með kærustu í OslóÁ dögunum lék Viðar sinn annan landsleik þegar hann kom inn á í fræknum sigri á Tyrkj-um. „Landsliðið er að verða rosa gott og það hefur orðið þvílík breyting á liðinu síðan Heimir og Lars tóku við því. Vonandi fæ ég fleiri sénsa, maður stefnir að því.“

Viðar hefur komið sér vel fyrir í Osló og er með íslenska kærustu upp á arminn. „Hún heitir Thelma Rán og er búin að búa hérna í nokkur ár. Það er bara kósí.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Hver er viðAr ÖrN KjArtANssON?

Fæddur 11. mars 1990 á Selfossi.

Lék áður með Selfossi og Fylki.

Varð í 2.-3. sæti yfir marka-hæstu menn í Pepsi-deildinni í fyrra.

Hefur skorað 24 mörk á leik-tíðinni með Vålerenga.

Þar af eru fimm mörk úr víta-spyrnum.

Hefur leikið 2 landsleiki.

Á föstu með Thelmu Rán Ótt-arsdóttur, 18 ára.

viðar Örn Kjartansson spilaði sinn annan landsleik gegn Tyrkjum um dag-inn. Hann var kallaður til eftir frábæra

leiktíð í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 24 mörk.

Ég er kannski betri en fólk heldurViðar Örn Kjartansson hefur skorað 24 mörk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, tíu mörkum meira en næsti maður. Hann á góða möguleika á að slá 46 ára gamalt markamet deildarinnar. Viðar er umsetinn af norskum fjölmiðlum og sat fyrir í auglýsingu fyrir heita potta í vikunni. Hann er þó merkilega rólegur yfir allri velgengninni.

46 sport Helgin 19.-21. september 2014

Page 47: 19 09 2014

Sýning - auglýsing heilsíða 255x380mm.indd 1 18.9.2014 13:03:55

Page 48: 19 09 2014

48 fjölskyldan Helgin 6.-8 september 2013

Látum nýtt skólaár hvetja okkur til dáða

Á ramót eru alltaf stórmerkileg. Hvert og eitt okkar á sín áramót á afmælis-deginum þegar eitt árið enn bætist

á aldurinn okkar en almanaksáramótunum deilum við saman. Nýtt lífár er gríðarlega eftirsótt hjá börnum og ungmennum enda færir það þroska og réttindi en eftir tiltekinn árafjölda hættum við að þroskast sjálfkrafa og þurfum að hafa fyrir framförunum sjálf. Þá fara sumir í felur með þessi einkaára-

mót og fyllast jafnvel aldursfordómum gagnvart eigin aldri. Almanaksáramót-unum tökum við hins vegar á réttan hátt, fögnum og hlökkum til tímans sem framundan er. Þannig eiga nátt-úrulega öll áramót að vera.

Sameiginlegu áramótin verða gjarn-an til þess að fólk skoðar liðið ár, end-urskoðar og sér hvað hefði mátt betur fara og oft eru strengd heit um jákvæð-ar breytingar ef þörf krefur. Við verð-um mörg hver ögn rök um augun þeg-ar við hugsum til baka og að morgni nýársdags er alltaf einhver sérstök stemning ríkjandi – jafnvel þótt ein-hverjir þurfi að ná heilsunni til baka eftir öll fagnaðarlætin. Nýtt ár er rétt eins og hreint, óskrifað blað eða gljáfægður skjár með opnu rit-

vinnsluskjali svo ég nálgist nútímann í líkingamálinu.

Börn og ungmenni landsins eru einmitt með auðan skjá þar sem skólaáramótin eru rétt að baki. Nýju skólaári barnanna okkar og ungmennanna okk-ar fylgja fjölmörg tækifæri til að standa við allt það sem frábært var á síðasta skólaári en líka til að gera breytingar ef þörf krefur. Breytingar eru nefnilega mjög einfaldar og auð-framkvæmanlegar. Það þarf bara að skoða málin gagnrýnum augum, ræða saman innan fjölskyldunn-ar, leita ráða ef þörf krefur og gera síðan aðgerðaáætlun. Að því loknu er að hrinda áætluninni í framkvæmd og fylgja henni fullkom-lega nema í ljós komi að einhver galli hafi verið í planinu. Þá er að endur-hugsa, plana að nýju og hefjast handa án minnstu uppgjafar.

Vandi okkar er hins vegar að við barna-fjölskyldur erum óvön að fást við smáatriði í umhverfi og uppeldi barna af sömu fag-mennsku og við sýnum í námi og starfi sem fullorðið fólk. Við erum ekki vön að endur-hugsa heimilið og dagskrá fullorðna fólks-ins út frá nýjum þörfum barna sem þrosk-ast stöðugt og þurfa aðstæður samkvæmt því. Við erum heldur ekki vön að þurfa að beita okkur hörðu til að halda dampi í breytingaferli sem mun gera börnunum okkar gott. Það er einfaldast að sleppa allri fyrirhöfninni og vera áfram í ástandi sem er svosem ekkert skelfilegt þótt svo það gæti orðið miklu betra ef við myndum bretta upp ermar af afli.

En – því ekki að láta nýtt skólaár hvetja okkur til dáða? Röð, regla og rútína er börnum best þannig að sköpum festu í dag-skrá heimilisins. Ofgnótt af leikföngum og fatnaði er börnum óviðráðanlegt þannig að

fjarlægjum sem mest og einföldum umhverfið. Hvíld, nægur svefn

og hollur matur á föstum tímum skapar besta grunn-inn fyrir góðum skóladegi. Jákvæðni, gleði og hlýja til barna og líka í samskiptum

fullorðinna mun auðvelda öll-um lífið. Samvinna heimila

og skóla mun auka vel-líðan og námsárangur

barna og hvatning mín núna í byrjun árs er til þessara aðila um að tala saman og miðla upplýsingum. Foreldrar þurfa að styðja v ið kennara og skóla með jákvæðri umræðu og upp-byggilegri gagn-rýni sem fer beint til skólans en ekki til saumaklúbbs-ins. Skólinn þarf

að taka öllum beiðnum foreldra vel og vera reiðu-búinn að vera bæði sam-vinnu- og þjónustuaðili og menntastofnun. Tölum sam-an og vinnum saman, við öll sem elskum þessi börn.

Tölum saman og vinnum saman, við öll sem elskum þessi börn.

Gleðilegt nýtt skólaár

Margrét Pála Ólafsdóttirritstjórn@

frettatiminn.is

heimur barna

AAllt til alls

Arctic Root Forte, burnirót er náttúrulegur orkugjafi sem eflir tauga- kerfið og virkar vel gegn streitu og álagi.

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Vönduð vinna

Stofnað 1952

Mikið úrval affylgihlutum

Steinsmiðjan Mosaik

Legsteinar

aukið Álag vegna gelgjuskeiðsins

Unglingar þurfa 10 tíma svefnGóður svefn er nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins.

Svefnþörfin er að einhverju leyti einstak-lingsbundin og breytist í gegnum lífið. Hjá þeim sem eru í efri bekkjum grunnskólans er svefnþörfin frá 9 til 10 klukkustundir á nóttu vegna þess aukna álags sem fylgir gelgjuskeið-inu. Reyndin er þó sú að stór hluti sefur minna en þeir þurfa. Við lifum á erilsömum tímum og það er margt sem getur haft neikvæð áhrif á svefninn. Fyrir utan að sinna heimalærdómi og áhugamálum tekur sjónvarpið og internetið sífellt meiri tíma frá okkur.

Einnig er svefninn nauðsynlegur fyrir ónæmiskerfið til að auka mótstöðu gegn veik-

indum og hann er einnig nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska. Á unglingsárunum eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum. Mikill hluti þeirra hormóna framleiðist á nótt-unni og er sú framleiðsla háð góðum nætur-svefni. Að sofa á daginn kemur því ekki í stað-inn fyrir tapaðan nætursvefn.

Þeir sem hafa góðar svefnvenjur og sofa nóg eru hamingjusamari, taka frekar ábyrgð á heilsunni, borða hollari mat, eru hæfari að takast á við streitu og ástunda frekar reglulega hreyfingu en þeir sem sofa ekki nóg.

Heimild

www.6h.is

Unglingar þurfa u.þ.b. 10 klukkustunda svefn yfir nóttina. Lengd og gæði nætur-svefns hefur áhrif á náms-getu og minni. Í svefni fer fram upp-rifjun og úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn. Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn.

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

ÓKEYPIS

ÓKEYPIS

Heimili & hönnun Fréttatíminn verður með glæsilegan

blaðauka um heimili og hönnun næstu 3 vikurnar.

• 26. september �öllum við um gólfefni, hurðir og húsbúnað.• 3. október verður athyglin á eldhús og baðherbergi.• 10. október skrifum við um hönnun og lýsingu.

Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans [email protected] eða í síma 531-3300.

Page 49: 19 09 2014

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á net inu

Metsöluhöfundurinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur selt yfir 200.000 bækur um allan heim og hjálpað þúsundum karla

og kvenna að bæta líðan sína og líkamsástand

Ljómandi! er ómissandi leiðarvísir allra þeirra sem vilja fallegra og unglegra útlit

Þorbjörg er reglulegur pistlahöfundur hjá hinu

mikilsvirta heilsubloggi MindBodyGreen

LJÓMANDI!

„NORRÆNA LÍFSORKUGYÐJAN ...“

THE SUNDAY TIMES!

LEIÐARVÍSIR AÐ GEISLANDI FALLEGRI OG HEILBRIGÐRI HÚÐ

MindBodyGreen

Page 50: 19 09 2014

50 heilsa Helgin 19.-21. september 2014

T il að léttast þarf að brenna fleiri hitaeiningum en innbyrtar eru og það

getur reynst erfitt. Chili Burn er byltingarkennd tafla sem hjálpar við fitubrennnslu á náttúrulegan hátt,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi hjá IceCare.

Chili Burn er náttúruleg fitu-brennsla sem inniheldur grænt te, chili og króm sem hjálpa að örva fitubrennslu líkamans. Mælt er með að taka inn tvær töflur á

dag, eina að morgni og eina að kvöldi, ávallt með mat. Chili

Burn virkar með þreföldum hætti; það eykur brennslu, örvar meltingu og minnk-ar löngun í sykur.

Léttist um 17 kílóRuth fór úr stærð 12 í

stærð 6 og líður stórkost-lega eftir að hún fór að

taka Chili Burn reglulega inn. Hún komst aftur í brúðarkjól-inn sinn eftir 37 ár. „Eftir að hafa eignast fimm börn átti ég erfitt með að missa aukakíló-in. Þegar ég var 55 ára var ég alltaf að reyna að klæða af mér magann og forðaðist aðsniðin föt,“ segir hún.

Hún las um Chili Burn í tímariti og ákvað að prófa það. „Ég hafði engu að tapa. Eftir að hafa tekið Chili Burn inn í sex mánuði var ég búin að missa rúm 13 kíló og eftir 12 mánuði var ég komin í þá þyngd sem ég vil vera í. Samtals er ég búin að missa 17 kíló. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Chili Burn við vini og ættingja.“

Unnið í samvinnu við

IceCare

Chili Burn inniheldur Chili jurtina – sem eykur

brennslu

Grænt te – sem örvar meltinguna

Króm – sem minnkar sykurlöngun

Piparmyntuolíu – sem dregur úr uppþembu og vindgangi

B vítamín

Magnesíum

Chili Burn fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu IceCare, www.icecare.is og á Facebook-síðunni IceCare Ehf.

Náttúruleg fitubrennslaChili Burn töflurnar eru náttúruleg leið til fitubrennslu og innihalda meðal annars grænt te, chili og króm. Þær örva fitubrennslu og meltingu og minnka löngun í sykur.

Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi IceCare.

Ruth missti 13 kíló á einu ári eftir að hún byrjaði að taka inn Chili Burn.

F yrir byrjendur í hlaupum er mikilvægt að greina skekkjur, veikbyggða vöðvahópa

eða ranga líkamsbeitingu í hlaupunum, sem gætu ýtt undir álagsmeiðsli, sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir eða yfir kjörþyngd. Þannig er hægt að ráðleggja um styrktaræfingar samhliða hlaupum, skóbúnað og fleira. Gott að ganga og hlaupa til skiptis til að byrja með,“ segir Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá

Góð ráð fyrir hlaupara yfir kjörþyngdÞegar fólk yfir kjörþyngd

byrjar að stunda hlaup reglulega er ráðlegt að fara

í hreyfigreiningu, styrkja sig og stunda fjölbreytta

hreyfingu til að auka brennslu og fá breytilegt álag á liði.. Hildur Kristín

Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni í Sport-

húsinu, gefur góð ráð til að koma í veg fyrir meiðsli.

Sjúkraþjálfuninni í Sporthús-inu. „Gott er að ganga meira en að hlaupa. Hlaupin eru svo aukin smám saman þar til við-komandi getur hlaupið í um 15 mínútur án þess að stoppa. Eft-ir það er tíminn aukinn smám saman,“ segir hún.

Breytilegt undirlagMikilvægt er að hlaupa á breyti-legu undirlagi og best að vera á malar- eða moldarstígum eða grasi í bland við malbikið. Þannig er stöðugleikinn þjálfaður, álag á liði verður breytilegt og það fyrir-byggir meiðsli, að sögn Hildar. Þá eru brekkuhlaup góð til að þjálfa og styrkja rassvöðva og læri. Nauðsynlegt er að hlaupa í stuttan tíma og hvíla á milli.

Hjól og styrktaræfingarTil að forðast álagsmeiðsli er gott að fara mjög hægt af stað og stunda fjölbreyttari hreyfingu en hlaup. „Hægt er að hjóla eða synda samhliða styrktaræfingum og hlaupum. Styrktaræfingarnar eru jafnvel enn mikilvægari. Með auknum vöðvastyrk verður brennslan einnig hraðari. Interval-hlaup geta hentað vel en þá er hrað-inn aukinn í stuttan tíma og gengið á milli og endurtekið nokkrum sinnum. Með ofan-greindum leiðum er hægt að þjálfa þolið hraðar, auka hraða í hlaupunum og auka brennslu án þess að auka álagið á liðina. Ef mataræði er tekið föstum tökum flýtir það fyrir þyngdar-

Forðast má álagsmeiðsli vegna hlaupa með því að stunda einnig hjólreiðar, sund og styrktaræfingar. Með auknum vöðvastyrk verður brennslan hraðari. Ljósmynd/Nor-dicPhoto/GettyImages

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTSKRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

FrjálsíþróttaæFingar Fyrir fötluð börn og ungmenni. alla fimmtudaga í frjálsíþróttahöllinni í laugardal frá kl. 16:50-17:50. þjálfarar eru theodór Karlsson (663 0876) og linda Kristinsdóttir (862 7555). Öllum 13 ára börnum og yngri er velkomið að koma á æfingarnar. www.ifsport.is

Page 51: 19 09 2014

heilsa 51Helgin 19.-21. september 2014

Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur

því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næring-arríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna,

Gulrótarbuff og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næring-

arefnum.

Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.

tapi og þá minnka líkur á meiðslum,“ segir Hildur.

Persónulegt hlaupapró-grammHlaupaprógrömm sem að-gengileg eru fyrir alla á netinu eru hugsuð fyrir hinn almenna hlaupara og yfirleitt mjög góð, að sögn Hildar. Hins vegar þurfi yfirleitt að aðlaga þau að hverjum og einum, sérstaklega ef fólk er viðkvæmt. „Ef fólk er í áhættuhóp, eins og þeir sem eru of þungir, þá myndi ég ráð-leggja þeim að fá einstaklings-miðaða ráðgjöf áður en byrjað er að stunda hlaup reglulega.“

Skoðun fyrir hlaupaiðkunHildur bendir á að þegar við för-um í jeppaferðir inn á fjöll látum við yfirfara jeppann til að tryggja áfallalausa fjallaferð. „Það á að vera jafn sjálfsagt að gera hið sama með líkamann. Við fengum að gjöf einn líkama sem þarf að endast okkur út lífið. Þess vegna er heildræn skoðun mikilvæg fyrir fólk sem er á leið í átök.“ Fyrir nákvæma og heildræna greiningu ráðleggur hún skoðun hjá sjúkraþjálfara, sérstaklega ef fólk er viðkvæmt eða með sögu um meiðsli eða álagseinkenni. Í framhaldi sé svo hægt að hafa samvinnu um frekari ráðgjöf og göngugreiningu.

Algeng mistök hlaupara Fara of geyst af stað

Eru í lélegum skóbúnaði

Eru ekki nógu sterkbyggðir

Hafa óraunhæf markmið

Algeng meiðsli hlaupara Bólgur í vöðvafestum kringum mjaðmir, hné, ökkla

og il (hlauparahné, hásinabólga, iljarfellsbólga)

Tognanir aftan í læri og kálfum

Tognanir á ökkla

Rifinnliðþófiíhné

Verkir eða bólgur í baki vegna misbeitingar

Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfarihjá Sjúkra-þjálfuninniíSporthúsinu. Ljósmynd/Teitur

Járnríkur aprikósudrykkurFyrir 1-2

Innihald5þurrkaðaraprikósur(þessardökk-brúnu,lífræntræktuðu,ekkiþessarappelsínugulu)Nokkrir ísmolar4-5appelsínureða150mlappelsínusafi2 stór greipaldin eða 150 ml ferskur greipaldinsafi2 tsk agavesíróp (eða acacia hunang)Smá klípa múskat (enska: nutmeg)

AðferðSaxiðaprikósurnargróftoglátiðþærliggja í volgu vatni í um 30 mínútur.Hellið vatninu frá aprikósunum (ekki notað).Pressið greipaldin og appelsínur í sítruspressu.Setjið ísmolana í blandara ásamt 50 ml af appelsínusafanum. Blandið vel í um 5 sekúndur.Setjið aprikósurnar út í blandarann ásamt agavesírópinu og 50 ml af greipaldinsafanum. Blandið mjög vel eða í allt að 1 mínútu.Hellið afgangnum af appelsínu- og greipaldinsafanum út í blandarann ásamt múskatinu. Blandið í um 1 mínútu.Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í hugaEinnig má nota lífrænt framleidda apri-kósusultu án viðbætts sykurs í staðinn fyrirþurrkuðuaprikósurnar.Gott er að setja hálfan banana út í.

Heimild

CafeSigrún.com.

Page 52: 19 09 2014

52 matur & vín Helgin 19.-21. september 2014

Þrjár kynslóðir af kokteilum

20th Century Coctail„Hann var gerður árið 1937 af barþjóni sem hét C.A Tuck og nefndur í höfuðið á lest sem gekk frá New York til Chicago. Þetta er einn af þessum gömlu klassíkerum. Í uppskriftinni er Kina Lillet en það er í raun ekki til lengur. Ég nota Americano í staðinn sem er enn með kínín,“ segir Ási.Þessi kokteill er fáanlegur á Slippbarnum.

20th. Century45ml. Geranium gin25ml. Americano25ml. Creme de cacao (ljós)25ml. Ferskur sítrónusafi

Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.Skreytt með sítrónu spíral.

21st Century Cocktail„Þessi uppfærða útgáfa var gerð af barþjóni sem heitir Jim Meehan í New York á stað sem heitir PDT eða Please Don’t Tell. Hann breytir uppskriftinni þannig að hann notar tekíla í stað gins og tekur burt Kina Lillet og notar Creme de Cacao og absint. Þetta er kryddaðri nútíma útgáfa en undir miklum áhrifum af hinum kokteilnum. Þetta hefur lengi verið uppáhalds kokteillinn minn.

21st. Century (Jim Meehan)45ml. Excilia Tequila Blanco25ml. Creme de cacao(ljós)25ml. Ferskur sítrónusafi1 barskeið absinth

Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.Skreytt með stjörnuanís.

21st Century Coctail – Slippbar„Þetta er okkar útgáfa af 21st Century. Við breytum aðeins hlutföllum og notum þurrara tekíla en svo bý ég til líkjör sem er rommbyggður. Hann er gerður úr ljósu rommi, kakónibbum, birkisírópi úr íslensku birki og hrásykri. Þessi er mjög skemmtileg-ur og hann verður á næsta kokteilaseðli.“ Þessi kokteill er fáanlegur á Slippbarnum.

21st. Century (Ásgeir Már Björnsson)45ml. Ocho Tequila Blanco30ml. Birki/kakó líkjör25ml. Ferskur sítrónusafi1 barskeið Pernod

Allt hrist og ís síaður frá í kælt kokteilglas.Skreytt með stjörnuanís.

Þegar kemur að kokteilum kemst enginn með tærnar þar sem Ási á Slippbarnum hefur hælana. Ási hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaupmannahöfn og getur bæði reitt fram sígilda kokteila sem og það nýjasta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirannsóknir og grafa upp einn sígildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni.

Ljós

myn

dir/

Teit

ur

ÁSi Á Slippbarnum

Kemur næstút 10. októberNánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, [email protected],í síma 531-3312.

Vín vikunnar

Þ að er ekki alltaf einfalt mál að para saman vín og mat. Ef pörunin er óþarflega

flókin er ágætt að hafa í huga að para vínið bara með tilefninu í stað-inn. Ef tilefnið er hversdagslegt er

um að gera að prófa sig áfram og reyna eitthvert nýtt vín. Ef það er hátíðlegt og mikið liggur við getur verið gott að fara öruggu leiðina. Ef maturinn er aðalstjarna kvöldsins getur verið fínt að láta vínið vera í

aukahlutverki og eins ef vínið er stjarnan þá er óþarfi að stressa sig of mikið á matnum. Þetta veltur allt á tilefninu. Ekki eyða of miklum tíma og peningum í að velja vín ef ekki er tilefni til þess.

Hér er annar Ástrali á ferð. Þetta er dæmigert Chardonnay frá Ástralíu. Það er létt og auð-drekkanlegt, ferskt með sítrus og ferskju en hefur þennan

óviðjafnanlega létta eikar- og vanillukeim sem fer vel í alla. Það er hægt að fá ódýrari Chardonnay frá Ástralíu en þessir fáu hundraðkallar umfram eru vel þess virði. Fullkomið með sjávarfangi.

Rosemount Cabernet SauvignonGerð: Rauðvín

Uppruni: Ástralía, 2011

Styrkleiki: 13,5%

Þrúga: Cabernet Sauvignon

Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.560

Ástralir kunna að búa til vín. Þar eru risastór vínfram-leiðslufyrirtæki og eitt

sem einkennir vín þaðan er stöðugleiki. Þetta vín er kröftugt og þú finnur vel fyrir

taníninu á jákvæðan hátt. Það er bragðmikið, kryddað og jafnvel smá hiti í því sem gerir

það að spennandi kosti með sterkum mat sem er ekki svo auðvelt að finna vín með.

paraðu vínið við tilefnið

Fyrir þá sem kannast við hið frábæra Tommasi Amarone er þetta litli bróðir. Ripasso-að-

ferðin þýðir að afgangsberjum úr framleiðslu Amarone er bætt út í Valpolicella-vínin sem gefur aukinn karakter. Vínið er auðdrukkið, með meðalfyllingu og örlítið ýkt bragð af dökkum berjum sem fellur kannski full fljótt. Það breytir því þó ekki að þetta er fallegt og skemmtilegt vín.

Hér er Spánverji frá La Mancha héraðinu. Þetta er Gran Reserva sem hefur fengið að vera

töluverðan tíma í eikartunnu og það finnst. Það er þroskað og kryddað og dökkt í sér með kirsjuberjum og súkkulaði-kenndum eftirtóni. Þetta vín er hægt að nota í ýmislegt en í raun hefur það einn megin-tilgang í lífinu og sem er að drekkast með grillkjöti, helst smá reyktu.

Wolf Blass Yellow Label ChardonnayGerð: Hvítvín

Uppruni: Ástralía, 2013

Styrkleiki: 13,5%

Þrúga: Cabernet Sauvignon

Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.750

Estola Gran ReservaGerð: Rauðvín

Uppruni: Spánn, La Mancha 2004

Styrkleiki: 13,5%

Þrúga: Tempranillo og Cabernet Sauvignon

Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.699

Tommasi Ripasso Gerð: Rauðvín

Uppruni: Ítalía, 2011

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúðunum: Kr. 3.599

Höskuldur Daði magnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Page 53: 19 09 2014

Stjörnugrís grísagúllasfyrsta flokks grísakjöt

1.189 kr/kg

GrísahnakkafilleRibeye

1.259 kr/kg

Kjarnafæði lambahjörtuAf nýslátruðu

198 kr/kg

Mason Jar krukkurGlærar 12 stk. í pakka

Verð frá kr. 4.495

Mason Jar krukkurGrænar 6 stk. í pakka

Verð frá kr. 2.995

GÓÐUR KOSTUR FYRIR HELGINA!

Real Fruit SultuhleypirNokkrar tegundir

kr. 798

Dalvegur 10-14 | 201 KópavogurSími: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

19. -

21.

sep

tem

ber 2

014.

2014HAUST-

SLÁTRUN

2014HAUST-

SLÁTRUN

2014HAUST-

SLÁTRUN

2014HAUST-

SLÁTRUN

Það er kostur að hreyfa sig með fitbit flex

Tvö auka armbönd

fylgja

fitbit flex er þráðlaus hreyfiskynjari sem

fylgist með þér allan sólarhringinn

Kjarnafæði lambahryggurAf nýslátruðu

1.885 kr/kg

Kjarnafæði lambalæriAf nýslátruðu

1.398 kr/kg

Stjörnugrís grísabógurHringskorinn

639 kr/kg

Stjörnugrís grísahakk8-10% fita

739 kr/kg

Kjarnafæði lambalifurAf nýslátruðu

198 kr/kg

18.990 kr.

Allt til sultugerðar

NÝTTKORTA-TÍMABIL

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Page 54: 19 09 2014

54 matur & vín Helgin 19.-21. september 2014

G réta er Baltic por-ter sem er nokkuð svipaður öðrum

porterum en hann er gerj-aður með lagergeri. Það er þekkt afbrigði af porter að gerja hann með lagergeri en þessi er kannski ekki alveg jafn hefð-bundinn og við sjáum venjulega,“ segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.

Árni er að ræða um Októberfestbjór Borgar brugghúss sem kallast Gréta, með vísun í Hans og Grétu. Gréta er fyrsti Baltic Porter bjórinn sem bruggmeistarar Borgar senda frá sér en í þessum bjórstíl koma heim og saman ólíkar brugghefðir Austur-Evrópu og Bretlandseyja, í dökk-um en sætum bjór. Í bragðinu er að finna súkkulaði, lakkrís og toffí allt í senn.

Baltic Porter bjór-ar féllu að mestu í gleymskunnar dá á

Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöld en við lok kalda stríðsins og við fall járntjaldsins seint á síð-ustu öld, hófu örbrugghús á Vesturlöndum að fram-leiða bjórinn aftur.

Árni hóf nýlega störf hjá Borg brugghúsi og Gréta er fyrsti bjórinn sem hann tekur þátt í að þróa frá grunni. Árni er upp-alinn hjá Ölgerðinni en hefur starfað í Noregi og í Ölvisholti. „Ég þekkti þá Borgar-menn nokkuð

vel fyrir og vissi að þeir væru svipað þenkj-

andi og ég. Þeir eru með skemmti-legar hugmyndir sem maður vill fá að taka þátt í að vinna með. Þetta er gott partí sem er gaman að fá að vera með í.“

Gréta er kom-in í sölu á öllum betri bjórbörum og í Fríhöfninni en kemur í sölu í Vínbúðunum um mánaðamót. Og Árni er spennt-ur fyrir fram-haldinu í Borg. „ Næstu mán -uðir munu vera mjög skemmti-legir, það verð-ur góð alda af nýjum bjórum á

næstunni. Það er margt í pípunum.“

Bjór Árni LonG tiL BorGar BruGGhúss

Októberfest Borgar brugghúss kallast Gréta og er porter en gerjaður með lagergeri. Þetta er fyrsti bjórinn sem Árni Long, nýr bruggmeistari í Borg, tekur þátt í þróa með félögum sínum.

Bruggmeistararnir Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi. Valgeir hand-leggsbrotnaði þegar hann datt af hestbaki. Ljósmynd/Hari

Tveir íslenskir graskersbjórarNú styttist óðum í að tímabil Október-festbjóra renni upp hér á landi. Reynd-ar er hægt að næla sér í einhverja nú þegar á börum og í Fríhöfninni en sölu-tímabilið í Vínbúðunum hefst miðviku-daginn 1. október.

Athygli vekur að tvö íslensk brugg-hús senda frá sér Októberfest-bjóra með graskersbragði. Ölvisholt sendir frá sér Hrekkjalóm, porterbjór þar sem notast var við grasker og nokkur krydd.

Steðji verður með Októberbjór, graskersbjór sem bruggaður er úr sérstöku Red X malti og austurrískum styrian graskersfræjum. Hann er í Bock-stíl og í ætt við þýska Októberfestbjóra.

Auk þess verður í boði Gréta nr. 27 frá Borg brugghúsi, Kaldi Október og tveir erlendir; Löwenbräu Oktoberfest og Samuel Adams Octoberfest.

Gréta kemur með réttu stemninguna fyrir Októberfest

ómissandi!

ólýsanleg!ótrúleg!

ómissandi!

ólýsanleg!ótrúleg!

MUNDUEFTIR

APPINU!

Sýningarstaðir

HÁSKÓLABÍÓ, BÍÓ PARADÍS, TJARNARBÍÓ OG NORRÆNA HÚSIÐ Miðasala Upplýsingar

Í TJARNABÍÓI OG Á RIFF.IS FRÁ 18. SEPT ALLAR UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS Skoðaðu sýnishorn úr myndunum á riff.is Allar myndir eru sýndar með enskum texta

Tækifærií september

SIEMENSUppþvottavélSN 45M507SK (stál)

13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing.

Tækifærisverð: 144.900 kr. stgr.(Fullt verð: 179.900 kr.)

SIEMENSKæli- og frystiskápurKG 36VUW20 (hvítur)

Útdraganleg „crisper-Box“-skúffa. „lowFrost“-tækni.Stór „bigBox“-frystiskúffa.Hraðfrysting. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.

Tækifærisverð: 97.900 kr. stgr.(Fullt verð: 119.900 kr.)

Orkuflokkur Öryggisgler

Orkuflokkur

Page 55: 19 09 2014

Helgin 19.-21. september 2014 matur & vín 55

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 lindesign.is

3fyrir2

Barnaföt fyrir káta krakka

Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum fötum.Við bjóðum þér 15% afslátt af nýrri vöru. Rauði krossinn kemur notaðri vöru áfram til þeirra sem þarfnast hennar.

Barnið vex en brókin ekki

Ný íslensk barnafatalína 100% hágæða bómull

Hlustið á ævintýrinum Stjörnubörná heimasíðu okkarwww.lindesign.is

Krakkar!

4sagankomin

Skyrmús með blá-berjacompott og ristuðum höfrumFyrir 6

Ristaðir hafrar25g smjör, 25 g hveiti, 25 g púður-sykur, 25 g haframjöl. Nuddað saman með fingrunum og stráð á bökunar-plötu. Bakað í ofni í 10-15 mín við 160°C.

Bláberja compott120 g frosið bláber, 50 g sykur, 1 tsk þurrkað blóðberg.Setjið allt saman í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við mjög vægan hita þangað til sykur hefur leyst upp.

Skyr músFyrst er gerður marengs úr:1 eggjahvítu 50 g sykurÞeytið eggjahvítuna þangað til hún freyðir vel. Bætið sykrinum saman við í smá skömmtum og þeytið áfram þar til eggjahvítan er alveg stíf.

150 ml rjómi200 g skyrBætið rjómanum saman við mar-engsinn og þeytið þangað til hann þykknar. Bætið við skyrinu og þeytið lítillega til að allt samlagist vel.2 tsk vanilla3 msk mjólk3 matarlímsblöðSafi úr ½ sítrónu

Leggið matarlímið í bleyti þangað til að það mýkist. Hitið saman mjólk og vanilludropa og leysið matarlímið upp í heitri blöndunni. Blandið þessu varlega saman við skyrblönduna með sleikju svo loftið fari ekki úr blöndunni. Sett í krukkur eða form, fyrst hafrar, svo skyr, Kælt í 2-4 klst. Að lokum er bláberja compott sett yfir rétt áður en borið fram.

RéttuR vikunnaR

Skyrmús úr Salt eldhúsi sem leikur við bragðlaukanaAuður Ögn Árnadóttir rekur Salt eldhús þar sem í boði eru fjöl-breytt matreiðslunámskeið. „Hjá okkur geta áhugamenn og konur um matargerð komið saman og sinnt áhugamáli sínu, hist, spjallað, kokkað og að lokum deilt þeim dýr-indis máltíðum sem eldaðar voru, yfir glasi af góðu víni,“ segir Auður Ögn en Salt eldhús fluttist nýlega í Þórunnartún 2, á 6. hæð.

Meðal forvitnilegra námskeiða hjá Salt eldhúsi á næstunni eru ind-versk matargerð, klassískar sósur, tapas, töfrar tælenskrar matargerð-ar og fersk-ostagerð í heimahúsum. Sérfræðingar á hverju sviði kenna námskeiðin.

Auður Ögn leggur okkur hér til forvitnilega uppskrift að skyrmús.

Auður Ögn dvaldist í Frakk-landi í tvö ár og kynntist þar mat og menningu. Ljósmynd/Hari

Page 56: 19 09 2014

Helgin 19.-21. september 201456 tíska

Bragðaðu á Baskalandi

Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is

RESTAURANT- BAR

Hefst með glasi af Codorníu Cava

• Serrano með Fava baunasalati

• Kolkrabbi með kartöflumús og lime-pistasíu vinaigrette

• Gellur og kræklinur í Basquesósu með sveppum og steiktum kartöflum

• Saltfiskur með piquillo papriku alioli

• Hægelduð nautakinn með rauðvínsgljáa

Og í eftirrétt

• Geitaostakaka með quince hlaupi og karmellusósu

6.990 kr.

SÆLKERAFERÐ

23.–30. september er Baskavika á Tapasbarnum. Af því tilefni hefur gestakokkurinn SergioRodriguez Fernandez frá Bilbao, sett samansérstaka sex rétta sælkeraferð um Baskaland.

Sælkeraferðin hefst með glasi af Codorníu Cava. Fimm spennandi tapasréttir fylgja svo í kjölfarið og að lokum gómsætur eftirréttur.Kíktu við og bragðaðu á Baskalandi.

Borðapantanir í síma 551 2344.

Töff í kuldanumVeturinn nálgast óðum en þó er engin ástæða til að vera grár og gugginn vegna þess. Vetrartískan í ár er litrík, skemmtileg og fjölbreytt og á án efa eftir að hressa ok-kur hér á klakanum í svart-asta skammdeginu.

Sister by Sibling

gsus sindustries gsus sindustries Gucci

Gabor sérverslunFákafeni 9 S: 553-7060

www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun

Opið mán-fös 11-18 , lau 11-16

Page 57: 19 09 2014

tíska 57Helgin 19.-21. september 2014

Alena Akhamadullina Ester Abner

Dolce & Gabbana Topmen Burberry

Dirk Bikkenbergs

23.990 kr.19.192 kr.

21.990 kr.17.592 kr.

21.990 kr.17.592 kr.

23.990 kr.19.192 kr.

17.990 kr.14.392 kr.

17.990 kr.14.392 kr.

23.990 kr.19.192 kr.

23.990 kr.19.192 kr.

23.990 kr.19.192 kr.

Skóverslun Smáralind

Weinbrenner Orginal USA 20% Kynningar Afsláttur

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Nýjar vörur í hverri viku

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Til í mörgum litum

og stærðum kr. 7900

Jakkar sem passa

við allt

Page 58: 19 09 2014

Helgin 19.-21. september 201458 tíska

Tíska NauðsyNlegT og smarT að eNdurNýTa

Töskur úr gömlum bolumGamlir bolir henta vel til að sauma töskur eða taupoka til að taka með í matarvörubúðina. Hjá Spaks-mannsspjörum eru seldar töskur úr gömlum bolum. Viðskiptavinir sem koma með sína eigin boli fá afslátt. Björg Ingadóttir hjá Spaks-mannsspjörum segir mikilvægt að fólk standi með náttúrunni og geri breytingar í sínu daglega lífi.

Björg Ingadóttir hjá Spaks-mannsspjörum segir hallærislegt að vera umhverfissóði. „Einfald-ast er að byrja á því að hætta að kaupa plastpoka úti í búð. Svo geta allir lært að hætta að drekka kaffi úr einnota glösum,“ segir hún. Ljósmynd/Teitur

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-15Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Glæsileg pils

Verð 9.900 kr.Einn liturStærð S - XXL (36 - 46)

Verð 11.900 kr.Einn liturStærð S - XL (36 - 44)

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Nýtt kortatímabil

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

BARA FLOTTUR !

Teg 2093 mjúkur, haldgóður í 80-95CD

á kr. 5.800,-

Buxur við á kr. 1.995,-

VAKANDI!VERTU

blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

Góð samskipti milli þín og barnaþinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi!

Page 59: 19 09 2014

tíska 59Helgin 19.-21. september 2014

Það er eng-inn bolur það ljótur að hann geti ekki orðið taska.

Hægt er að koma með gamla boli í verslunina Spaksmanns-

spjarir og láta sauma úr þeim flotta tösku. Björg Ingadóttir, fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara, er mikill umhverfisvernd-arsinni og áhugakona um endurnýtingu og segir hún ekki lengur gamaldags að endurnýta. „Ömmur okkar og afar kunnu þetta en svo kom tímabil þar sem enginn virtist kunna að endurnýta. Sá tími er sem betur fer að líða og núna er bæði nauð-synlegt og smart að kunna að endurvinna og nýta. Svo er það líka mjög gaman,“ segir hún.

Björg segir plastpokanotk-un Íslendinga í gegnum árin hafa verið allt of mikla og því hafi hún viljað þróa hugmyndir til að knýja fram breytingar. „Ég átti stóran dall, fullan af bolum sem ég notaði í tuskur. Svo fór ég að gera töskur úr þeim og komst að því að þeir eru hið besta hráefni. Efnið er teygjanlegt og hentar því vel undir fernur og aðrar um-búðir með hvössum horn-um.“ Hún segir mikilvægt að fólk taki afstöðu til þess hvort það ætli að standa með náttúrunni og geri breyting-ar í sínu daglega lífi. „Það er svo hallærislegt að vera um-hverfissóði. Einfaldast er að byrja á því að hætta að kaupa plastpoka úti í búð. Þetta er atriði sem fólk þarf að æfa sig að muna. Svo geta allir lært að hætta að drekka kaffi úr einnota glösum.“ Sjálf notar Björg alltaf fjölnota könnu. Á árum áður þegar þær voru ekki á markaðnum fékk hún sér kaffi í sultu-krukku og setti hana inn í sokk til að halda því heitu.

Bolatöskurnar í Spaks-mannsspjörum hafa vakið mikla lukku. Komi fólk með sína eigin boli kostar taskan 4.500 krónur. Þar eru einnig tilbúnar töskur úr gömlum bolum sem kosta 4.900 krónur. „Í hverja tösku þarf tvo boli sem eru svipaðir að stærð. Ef fólk á ekki boli sem passa saman finn ég annan á móti. Ef bolirnir eru þunnir set ég aðra þykk-ari undir svo taskan verði sterkari.“ Bolir frá níunda áratugnum henta sérstak-lega vel í töskur. „Þeir eru úr þykkri bómull og mjög víðir með skemmtilegum myndum. Það er alls ekki verra þó það séu málningar-slettur á bolunum. Það er enginn bolur það ljótur að hann geti ekki orðið taska.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

Page 60: 19 09 2014

Hildur skorar á Benedikt Waage. ?

? 9 stig

8 stig

Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunnar.

1. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 2. Baldur. 3. Hg. 4. Páll Vilhjálmsson.

5. Herra Níels. 6. Pass.

7. Sláturhúsið.

8. 5

9. Reynir Lyngdal.

10. George Clooney. 11. Leonardo Da Vinci.12. Mér er alveg sama.

13. Pass.

14. Bandaríkin. 15. Eldborg.

1. Pass.

2. Pass.

3. Pass.

4. Jón Oddur og Jón Bjarni. 5. Herra Níels. 6. FM Belfast.

7. Appelsínan.

8. 6.

9. Óskar Jónasson.

10. George Clooney. 11. Leonardo Da Vinci. 12. Mónakó. 13. Vestmannaeyjum. 14. Bandaríkin. 15. Eldborg.

Hildur Arna Gunnarsdóttirverkefnastjóri í Grasagarðinum.

60 heilabrot Helgin 19.-21. september 2014

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

ÁREITNI HELLINGURFEITI

GAGNSÆRKRAFTUR MÓTLÆTI ÚT

MYND-LYKILL

SVELG

SKREFA

RJÚKA

NÖGLÁFORM

RÍKI

SMÍÐAÁTT

MUN

SUNDFÆRI

SVERTINGI

KÆRLEIKS

ÞÓFI

BIRTA

MENTA-STOFNUN

UMFRAM

LAND

ÁKÆRA

HUGSAMATARÍLÁT

HRÓP-LEGUR

VANGA-SKEGGSÁLARKVÖL

AUKAST

ARÐAGINNA MYNDAR-

SKAPUR

LÖGMÁL

KVIÐUR

LAUN

HRÆÐA

SÖNG-LEIKUR

GRIMMUR

KROPP

VÖRU-BYRGÐIR

FREMJA

TVEIR EINS

GRAFÍSK AÐFERÐ

NES

EINING

LÚSAEGG

ÁVÖXTUR

GEGNA

SEYTLAR

Í RÖÐ

DRULLA

ÞREYTA

BAR

NÁLEGA

PLAT

NÚMER

ÚTMÁ

MÆLI-EINING

SJÚKDÓMUR

TEMJA

STAGL

NABBI

HEITIUMFANGS SÖNGLA

UMSJÓNPÓLL

DRABB

HULDU-MAÐUR

GALLIKAMBUR

BOÐAFÖLL

LÍFSFÖRU-NAUTUR

FORMÓÐIR

KARLKYN

AFKVÆMI

LÆSING

TÆFA

HYGGINDI

KERALDI

SPENDÝR

VEIFA

HVORT

MÁLMUR

KLAKI

SKJÖGRA

JARÐ-SPRUNGUR

STRÝTU STINGUR

KVEIKJU-LÁSÁRITUN

my

nd

: m

ich

ael

co

gh

lan

(c

c B

y-S

a 2

.0)

207

8 9 5

5 3

6 7 4 9

7 8

2 1

5 6 8

9 3 8

2 1 6

6 3

7 5

8 9 6

1 3 7

7 6 5

4 2

9 5 3

3 6 5 7 9

4 1

Fundarboð 18. September 2014

Stjórnarfundur í einkahlutafélaginu, 101 Austurstræti ehf. Verður haldinn í fundarherbergi á Austurstræti 7, 101 Reykjavík kl. 10:00, þann 25.september 2014. Hér með eruð þér boðaðir til fundarins.

Dagskrá fundarins er sem hér segir: · Staða framkvæmdastjóra· Aðgang framkvæmdastjóra að fyrirtækjabanka félagsins.

Kolbeinn Pétursson, Ásgeir Kolbeinsson, Hholamhossein Mohammad Shirazi, ég óska þess að þér sjáið yður fært að mæta til fundarins.

Kamran Keivanlou, stjórnarformaður

RAULA ENDA N KÖNNUN

ÍLÁT P SIGAÐ GAFL NES

STAULAST

GRÚS S K J Ö G R A S TM Ö L

UNDAN-HALDI

STORMUR F L Ó T T ALÍK N Á AÐ BAKI

VÖKVI A F T A NG R O S S FÆDDAR

SKÓLI

VÖRU-MERKI F G

STEIN-TEGUND

GABBA K GEFA EFTIR

NÚMER S L A K A HÓFDÝR

MYNDABÓK A S N I

ÖXULENDI

TÓLF TYLFTIR

BETLARI

R

S P A N N A VIT-SKERTUR

ÓHEILINDI

FORÐAST F A L S HÁRLEYSI ÓSKUÐUÐNÁ YFIR

A L L R A ILLVILJI

SUNDFÆRI Ó V I L D ÁTT

PÍNA S VMEST

UMSTANG

M A K PÚLA

TÍSKU P U Ð A BRÚN B A K K IÓA T VINNINGUR

FUGL S I G U RFJÖL-

BREYTNI

KORN Ú R V A LÓLÆTI

N A U TMÆLI-EINING

TEGUND G R A M MTÍMABIL

HVERJUM EINASTA Ö L D

Þ PASSI

YFIRRÁÐ G Æ T IÁTT

TALA MEÐ RYKKJUM S A HEILU

FESTING Ö L L UJ U L L A

YFIR-BRAGÐ

KEYRA S T Í L LHREYFING

LOFT-TEGUND I Ð

LÍTILL BÁTUR

EINS

A M A HOLA

STAMPUR G A TGEYMSLU-

TURN

HEGNA S Í L Ó INNMATUR ÓSKERTURSP R

DRYKKJAR-ÍLÁT

SVALI B I K A R FLÍK

KVABBA M U S S AFYRIR HÖND

P Á K A LOKAORÐ

AÐSKILJA A M E NTÓN-

TEGUND

Í RÖÐ M O L LTROMMA

A Ð A L S HARLA

SUSS A F A RHOLU-FISKUR

DÆLING N Á LYFIR-STÉTTAR

Ð HORFÐU

Í RÖÐ L I T U USS

TVEIR EINS S U S S Í RÖÐ

DRYKKUR T URELL

U D D BEIN Í S T A Ð RÁNDÝR O T U RNR E I Ð A S T HELBER A L G E RFYRTAST

TUDDI

my

nd

: O

xy

ma

n (

CC

By

-S

a 3

.0)

206

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 2. Baldur. 3. Hg. 4. Jón

Oddur og Jón Bjarni. 5. Herra Níels. 6. Brighter Days. 7. Lautin. 8. 10. 9. Reynir Lyngdal. 10. George Clooney. 11. Leonardo Da Vinci. 12. Mónakó. 13. Vestmannaeyjar. 14. Bandaríkin. 15. Eldborg.

1. Hver sér um þættina Neyðarlínan á Stöð

2?

2. Hvað heitir bæjarstjórinn í Latabæ?

3. Hvernig er kvikasilfur táknað í lotu-

kerfinu?

4. Hver var fyrsta bók Guðrúnar Helga-

dóttur?

5. Hvað heitir api Línu Langsokks?

6. Hvað heitir nýjasta plata FM Belfast?

7. Undir hvaða nafni gengur heimavöllur

Fylkis í knattspyrnu?

8. Hvað eru meðlimir Ljótu hálfvitanna

margir?

9. Hver leikstýrir sjónvarpsþáttaröðinni

Hraunið sem verður á dagskrá RÚV í

vetur?

10. Hvaða bandaríski leikari fer með hlut-

verk í nýjustu seríu Downton Abbey sem

frumsýnd verður í september?

11. Hver málaði Mónu Lísu?

12. Kólumbíski framherjinn Radamel

Falcao er ein af nýju stjörnunum hjá

Manchester United. Með hvaða liði lék

hann síðast?

13. Í hvaða bæjarfélagi er safnið Eld-

heimar?

14. Hverjir urðu heimsmeistarar í körfu-

bolta karla á dögunum?

15. Hvað heitir stærsti tónleikasalurinn í

Hörpu?

Spurningakeppni fólksins

svör

Page 61: 19 09 2014

Örvaðu ónæmiskerfi húðarinnar.

www.shiseido.eu

Ný vara

Líkt og líkaminn þá býr húðin yfir sínu eigin ónæmiskerfi.

Eftir 20 ára rannsóknir hefur Shiseido skapað ný t t hugtak : ULT IMUNE. Í fyrsta skipti virkjum við Langerhans- frumurnar sem stjórna ónæmiskerfi húðarinnar því galdurinn við heilbrigða húð er virkt ónæmiskerfi. Með notkun ULTIMUNE skaparðu bestu skilyrði fyrir húðina til að starfa og vera heilbrigð. Afhjúpaðu þá björtu, sléttu, þéttu og ung l egu húð sem þér var æt luð . Áhrifamesta nýjungin í umhirðu húðar- innar. Fyrir allar konur, allan lífsstíl, alla daga.

Page 62: 19 09 2014

Föstudagur 19. september Laugardagur 20. september Sunnudagur

62 sjónvarp Helgin 19.-21. september 2014

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

16:50 Minute To Win It Ísland (1:10) Minute To Win It Ísland hefur göngu sína á SkjáEinum! Fyrsti þáttur verður í opinni dagskrá!

20.25 Útsvar (Grindavík - Hafnarfjörður) Bein útsending frá spurninga-keppni sveitarfélaga.

RÚV15.40 Ástareldur17.20 Kúlugúbbarnir (10:18)17.44 Nína Pataló (38:39)17.51 Sanjay og Craig (5:20)18.15 Táknmálsfréttir (19:365)18.25 Nautnir norðursins (3:8) e.19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.35 Grínistinn (4:4) e.20.25 Útsvar (Grindavík - Hafnar-fjörður) Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmaður er Sigmar Guð-mundsson. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannsson og Pála Hallgrímsdóttir.21.30 Fuglabúrið Bandarísk gam-anmynd frá 1996 um homma-par sem villir á sér heimildir svo að sonur þeirra geti kynnt foreldra kærustu sinnar fyrir þeim. Leikstjóri er Mike Nichols og meðal leikenda eru Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane, Dianne Wiest og Calista Flockhart.23.30 Það er flókið Við brautskrán-ingu sonar þeirra Jane og Jakes úr háskóla blossar ást þeirra upp sem aldrei fyrr en málið er flókið því að þau eru skilin og hann giftur aftur. Bandarísk gaman-mynd frá 2009. Í aðalhlutverkum eru Meryl Streep, Steve Martin og Alec Baldwin og leikstjóri er Nancy Meyers. e.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist15:40 Friday Night Lights (6:13)16:25 Growing Up Fisher (1:13)16:50 Minute To Win It Ísland (1:10) 17:40 Dr. Phil18:20 The Talk19:00 America's Funniest Home Vid.19:30 The Biggest Loser (3:27)21:00 First Wives Club22:40 The Tonight Show23:20 Law & Order: SVU (5:24)00:05 Revelations (5:6)00:50 The Tonight Show02:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30 & 16:15 The Jewel of the Nile12:15 & 18:00 Hook14:35 & 20:20 Hyde Park On Hudson22:00 & 03:15 Only God Forgives23:30 Dylan Dog01:20 Lawless

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 Malcolm In the Middle (21/22) 08:30 Drop Dead Diva (3/13) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (57/175) 10:15 The Smoke (6/8) 11:00 Last Man Standing (20/24) 11:25 Junior Masterchef Australia12:15 Heimsókn12:35 Nágrannar13:00 Johnny English Reborn14:40 Planet Hulk16:20 Young Justice16:45 New Girl (3/24) 17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Pepsímörkin 201418:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 18:54 Ísland í dag & Veður 19:20 Super Fun Night (15/17) 19:40 Impractical Jokers (7/15) 20:05 Mike and Molly (2/22) 20:30 NCIS: Los Angeles (16/24) 21:15 Louie (11/13) 21:40 Arthur Newman23:25 Insidious: Chapter 201:10 Moon02:45 Perrier’s Bounty04:30 Abraham Lincoln

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 FH - KR08:50 Pepsímörkin 201413:45 Þýsku mörkin14:15 Real Madrid - Atletico15:55 Spænsku mörkin 14/1516:25 FH - KR18:15 Pepsímörkin 201419:30 Meistaradeild Evrópu20:00 La Liga Report20:30 Evrópudeildarmörkin21:20 Partizan Belgrade - Tottenham23:00 Everton - Wolfsburg00:40 Liverpool - Ludogerets

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Messan12:35 Premier League Review13:30 WBA - Everton15:15 Messan15:55 Man. Utd. - QPR17:45 Premier League World18:15 Arsenal - Man. City 20:00 Match Pack 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun21:00 Messan21:45 Chelsea - Swansea23:25 Messan00:10 Crystal Palace - Burnley

SkjárSport 11:35 Bundesliga Highlights Show12:25 Eintr. Frankfurt - Augsburg14:25 B. Mönchengladbach - Schalke16:25 B. Munich - VfB Stuttgart18:25 & 20:25 Freiburg - Hertha BSC

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful13:40 The Crimson Field (6/6) 14:35 Veep (7/10) 15:05 Sósa og salat 15:25 Derek (8/8) 15:50 Gulli byggir (1/7) 16:20 Fókus (5/6) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (357/400) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (6/50) 19:10 Stelpurnar (8/20)19:30 Lottó 19:35 The Big Bang Theory (8/24) 20:00 Veistu hver ég var? (4/10) 20:45 Drinking Buddies Rómantísk mynd 2013. Luke og Kate eru vinnufélagar sem ná mjög vel saman og finnst gaman að daðra við hvort annað. Aðalhlutverk Olivia Wilde, Jake Johnson, Anna Kendrick og Ron Livingston.22:15 The Counselor00:10 Margin Call01:55 Game of Death03:30 Dark Tide05:20 Henry’s Crime

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Barcelona - Athletic09:55 Formula 1 2014 - Æfing 3 Beint11:00 Real Madrid - Basel12:50 F1 2014 - Tímataka Beint14:30 Dortmund - Arsenal16:15 Meistaradeildin - Meistaramörk17:00 Evrópudeildarmörkin17:50 Deportivo - Real Madrid19:30 Formula 1 2014 - Tímataka20:50 UFC Now 2014 21:40 FH - KR23:30 Pepsímörkin 201400:45 Bayern Munchen - Man. City

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:45 Messan09:30 Match Pack10:00 Premier League World10:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun11:00 Upphitun á laugardegi11:35 QPR - Stoke City Beint13:45 Aston Villa - Arsenal Beint16:00 Markasyrpa16:20 West Ham - Liverpool Beint18:30 Swansea City - Southampton20:10 Burnley - Sunderland 21:50 Newcastle - Hull23:30 Aston Villa - Arsenal

SkjárSport 11:25 SC Freiburg - Hertha BSC13:25 Hamburger - Bayern Munich16:25 FSV Mainz - B. Dortmund18:25 Hamburger - Bayern Munich20:25 Mainz - B. Dortmund

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Tvíburasystur e.11.20 Nautnir norðursins e.11.50 Hljóðverið Sound City e.13.40 Skotar kjósa; já eða nei. e.14.10 Lygarinn e.15.35 Mótorkross16.05 Hraðafíkn16.35 Dýraspítalinn e.16.55 Fum og fát17.00 Táknmálsfréttir (21:365)17.10 Vísindahorn Ævars e.17.20 Stella og Steinn (14:42)17.32 Hrúturinn Hreinn (3:5)17.39 Stundarkorn (3:4)17.50 Angelo ræður18.00 Stundin okkar19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Landinn (2)20.10 Vesturfarar (5:10) (Nýja Ísland, Árborg og Heklueyja)20.50 Stóra lestarránið (2:2)22.20 Hamarinn (4:4) e.23.15 Alvöru fólk (10:10) Ekki við hæfi ungra barna.00.15 Fuglasöngur (1:2) Bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á skáldsögu eftir Sebastian Faulks. Meðal leikenda eru Eddie Redmayne, Clémence Poésy og Matthew Goode. e.01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:00 The Talk13:20 Dr. Phil15:20 Kirstie (10:12)15:40 Growing Up Fisher (1:13)16:05 The Royal Family (1:10)16:30 Welcome to Sweden (1:10)16:55 America's Next Top Model17:40 Reckless (3:13)18:25 King & Maxwell (10:10)19:10 Minute To Win It Ísland (1:10)20:00 Gordon Ramsay Ultim.20:25 Top Gear Special (1:3)21:15 Law & Order: SVU (6:24)22:00 Revelations - LOKAÞÁTTUR22:45 Ray Donovan (3:12)23:35 Scandal (13:18)00:20 Fleming - The Making Of00:50 Revelations (6:6)01:35 The Tonight Show02:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:25 & 14:40 Fever Pitch09:10 & 16:25 Say Anything10:50 & 18:05 Jack the Giant Slayer12:45 There’s Something About Mary20:00 There’s Something About Mary22:00 & 03:40 White House Down00:10 Wanderlust01:50 Immortals

19.40 Monty Python á sviði21.15 Ævi Brians

22:15 The Counselor Spennumynd frá 2013 með Michael Fassbender, Penélope Cruz, Cameron Diaz, Javier Bardem og Brad Pitt í aðalhlutverkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Dagfinnur dýralæknir 3 e.11.50 Útsvar e.12.50 Vesturfarar (3:10) e.13.30 Vesturfarar (4:10) e.14.10 Landinn (1) e.14.40 Bakgarðurinn e.15.55 Alheimurinn (8) e.16.40 Ástin grípur unglinginn (3:12)17.20 Tré-Fú Tom (9:26)17.42 Grettir (33:52)17.55 Táknmálsfréttir (20:365)18.05 Violetta (20:26)18.54 Lottó (4:52)19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Monty Python á sviði Snill-ingarnir í Monty Python koma hér saman í allra síðasta sinn og endurgera nokkur frægustu og fyndnustu atriðin sín. Aðalhlut-verk: Graham Chapman, John Cleese og Carol Cleveland. Leik-stjóri: Eric Idle.21.15 Ævi Brians Mynd Monty Python hópsins um Brian sem fæðist í fjárhúsum á jólunum og er fyrir misskilning álitinn vera frelsarinn sjálfur. Aðalhlutverk: Graham Chapman, John Cleese og Michael Palin. Leikstjóri: Terry Jones.22.50 Land uppvakninganna Ekki við hæfi barna.00.15 Bernie Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:15 The Talk14:15 Dr. Phil15:35 Men at Work (10:10)15:55 Top Gear Festival Spec.: Sydney16:45 Vexed (6:6)17:45 Extant (3:13)18:30 The Biggest Loser (3&4:27)20:00 Eureka (15:20)20:45 NYC 22 (3:13)21:30 A Gifted Man (12:16)22:15 Vegas (4:21)23:00 Dexter (3:12)23:50 Fleming (4:4)00:35 Fleming - The Making Of01:05 Flashpoint (1:13)01:50 The Tonight Show03:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50 & 15:25 Honey10:40 & 17:15 Parental Guidance12:25 & 19:00 Men in Black II13:55 & 20:30 Fun With Dick and Jane22:00 & 03:05 Wallander23:35 Company of Heroes 01:20 Van Wilder: Freshman Year

22:00 Revelations - LOKAÞÁTTUR Undarlegt mál um stúlku sem liggur í dái á spítala en muldrar vers úr Biblíunni.

20:00 Neyðarlínan Önnur þáttaröðin með frétta-konunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttir sem fylgir eftir sögum fólks sem hringt hefur í Neyðarlín-una af ýmsum ástæðum.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

LÁGMÚLI 8 · REYKJAVÍKSÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS

X-DS301-K

Útvarpsvekjarimeð iPod/iPhone vöggu 19.90015.90019.9009.900

TILBOÐ:6.990

9.9009.900

MCS-333

Blu-ray heimabíó1000W. 5.1 kerfi, Blu-ray, DVD, CD, 3D, FM / Internet útvarp, 4xHDMI inn, 1xHDMI út, 2xUSB, 1xEthernet, 1xAux inn.

79.90063.90079.900

X-SMC00

iPod vagga · hvít 39.90031.90039.900

Helstu heimilistækin lækka strax um 17%en sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. um 20%.

Vörugjöldin skorin niður SE-MJ721

Heyrnartólaf bestu gerð

Page 63: 19 09 2014

Ég er mikill aðdáandi Master Chef þáttanna, ég viðurkenni það. Þættirnir svala einhverri þörf minni fyrir að horfa á keppni og líka þeirri þörf minni að horfa á mat. Núna er ég búinn að horfa á nýjustu seríuna sem var að klár-ast vestanhafs – og nei ég halaði henni ekki niður. Ég horfði í gegnum Apple TV tólið mitt á stöð sem ég er búinn að greiða áskrift að, svo slakiði bara á. Ég ætla ekkert að tala um kepp-endur, hver vann eða slíkt svo þið getið andað rólega. Ég ætla að tala um dómarana þrjá, sem

með tímanum eru orðnir vinir mínir. Mér finnst þeir skemmti-legir og stundum hugsa ég hvað það væri nú gaman að vera með þeim og borða mat og fara í bíó saman. Gordon Ramsay, andlit þáttanna, kemur mörgum fyrir sjónir sem dónalegur æstur kall. En ekki mér. Mér finnst allt sem

hann segir vera satt og rétt, líka þegar hann er reiður út í kepp-endur sem eru með allt niðrum sig í matargerðinni. Ég er alveg sammála honum um að fiskur og ávextir eiga ekkert heima saman.

Graham, hinn stóri og mikli kokkur frá Chicago, er ljúfur en segir hlutina eins og þeir eru, en er um leið sanngjarn. Alveg eins og mig dreymir um að vera. Svo er hann líka með skemmtileg húð-flúr og er alltaf með slaufu. Slaufur hafa samt aldrei farið mér sérstak-lega. Þriðji dómarinn og einn af betri vinum mínum er Joe Bastian-

ich, ítalsk ættaður hrokagikkur frá Brooklyn. Sem er fullkomin blanda. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann horfir í augun á keppendum þegar hann smakkar matinn þeirra og sýnir enga miskunn. Nú er ég bú-inn að heimsækja Joe til New York og Gordon til London. Einhvern tímann mun ég fara að heimsækja Graham til Chicago því þetta eru vinir mínir.

Svo á Gordon sama afmælisdag og ég – og stelpan vinnur í lokin.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected] 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 11:35 iCarly (16/25) 12:00 Nágrannar13:45 Mr. Selfridge (10/10) 14:30 Veistu hver ég var? (4/10) 15:05 Léttir sprettir 15:25 Gatan mín 15:50 Louis Theroux16:45 60 mínútur (50/52) 17:30 Eyjan (4/16) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (56/60) 19:10 Ástríður (6/12) 19:35 Fókus (6/6) 20:00 Neyðarlínan Önnur þáttaröðin með fréttakonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttir sem fylgir eftir sögum fólks sem hringt hefur í Neyðarlínuna af ýmsum ástæðum. Símtalið til Neyðarlínunnar er spilað og talað við sjúkraflutninga-menn og lækna sem aðstoðuðu sjúklingana á sínum tíma. 20:30 Rizzoli & Isles (10/16) 21:15 The Knick (6/10) 22:00 The Killing (3/6) 22:55 60 mínútur (51/52) 23:40 Eyjan (4/16) 00:30 Daily Show: Global Edition00:55 Suits (7/16) 01:40 Legends (1/10) 02:25 Boardwalk Empire (2/8) 03:15 Miss Conception 04:55 Afterwards

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:05 Deportivo - Real Madrid09:45 Partizan Belgrade - Tottenham11:30 Formúla 1 - Singapúr Beint14:40 On a Mission: Indiana Pacers15:05 NBA: David Stern: 30 Years15:45 Pepsí deildin 2014 Bein18:00 Meistaradeildin - Meistaramörk18:50 Levante - Barcelona Beint21:00 Pepsímörkin 201422:15 Pepsí deildin 201400:05 Pepsímörkin 2014

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Aston Villa - Arsenal10:40 QPR - Stoke City12:20 Leicester - Man. Utd. Beint14:45 Man. City - Chelsea Beint17:00 Tottenham - WBA18:40 West Ham - Liverpool20:20 Everton - Crystal Palace22:00 Leicester - Man. Utd. 23:40 Man. City - Chelsea

SkjárSport 11:25 Hamburger - Bayern Munich13:25 Wolfsburg - B. Leverkusen15:25 Köln - B. Mönchengladbach17:25 Wolfsburg - B. Leverkusen19:25 Köln - B. Mönchengladbach

21. september

sjónvarp 63Helgin 19.-21. september 2014

Í sjónvarpinu Master Chef

Gordon, Joe og Graham eru vinir mínir

Stílhrein og sterk sorptunnuskýli á hausttilboðiEinstök og falleg gæðaskýli sem fela og verja sorptunnurnar á snyrtilegan hátt.

Sendum heim um allt land!

20%afsláttur

Haustútsala

BM Vallá • Breiðhöfða 3, 110 ReykjavíkSími: 412 5050 • [email protected] • bmvalla.is

Page 64: 19 09 2014

HafnarHúsið alþjóðleg samsýning

Myndun sjö listamannaAlþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 20. september klukkan 16. Sjö listamenn eiga verk á sýningunni: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Mona Hatoum frá Líbanon, Monika Grzymala frá Póllandi og Ryuji Na-kamura og Rintaro Hara

frá Japan. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Rætur þessara lista-manna eru ólíkar, að því er fram kemur í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur, en það sem sameinar þá er að verk þeirra eru þrívíðar innsetningar sem þeir vinna inn í rými. „Verkin endurspegla ákveðna skynjun, hugsun og hrynj-anda sem má túlka sem enduróm frá lífinu, frum-

kröftunum, uppbyggingu efnisheimsins og mótunar alheimsins. Annað sem tengir verkin sterkt saman er að þau hafa orðið til í ferli þar sem orka og tími virðast hafa hlaðið þau. Verkin höfða vitsmuna-lega, hugmyndafræðilega og á skynrænan hátt til áhorfandans. Þau koma á óvart með ferskleika sínum, fornri visku og sterkri nærveru.“ -jh

Guðrún syngur með Rastrelli sellókvartettRastrelli sellókvartett og sópran-söngkonan Guðrún Ingimarsdóttir halda tvenna tónleika hér á landi um helgina, í Reykholtskirkju í Borgar-firði, laugardaginn 20. september, klukkan 16 og í Listasafni Íslands, sunnudaginn 21. september, klukkan 20. „Rastrelli sellókvartettinn hefur skapað sér mikla sérstöðu meðal strengjakvartetta á heimsvísu. Þessir fjórir hljóðfæraleikarar heilla áheyrendur um allan heim með ástríðu-

fullum leik sínum. Þeir eru jafnvígir hvort sem þeir leika klassísk verk, tangó, Bossa Nova eða jazz-stand-arda. Stundum hljóma sellóin eins og saxófónn, stundum eins og píanó eða Bandóneon,“ segir í tilkynningu, en Rastrelli sellókvartettinn hefur komið fram í mörgum af stærstu tónleikasölum heims.Undanfarin ár hefur Guðrún Ingimarsdóttir

starfað sem söngkona í Þýskalandi og á meginlandi Evrópu, auk Íslands. -jh

Guðrún Ingi-marsdóttir.

leiklist gullna Hliðið frumsýnt í BorgarleikHúsinu

Leynd barátta þjóðarinnar við sjálfa sigLeikfélag Akureyrar setti upp á síðasta ári sýninguna Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og hlaut mikið lof. Sýningin hlaut 3 Grímuverð-laun af þeim 7 sem hún fékk tilnefn-ingar fyrir og þar á meðal fékk leik-stjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson Grímu fyrir besta leikstjórn. Sýn-ingin er nú komin til Reykjavíkur og verður frumsýnd í kvöld, föstudags-kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins.

Leikhús á Íslandi er á mjög góðum stað, segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri Gullna hliðsins. Ljósmynd/Hari

e gill Heiðar hefur undanfarið ár dvalið í Berlín þar sem hann gegnir prófessors-stöðu við Ernst Busch leiklistarskólann.

Hann segir Þjóðverja bera mikla virðingu fyrir list og listamönnum.

„Þarna er önnur menning, hún er ekkert að efast um það að hún vilji hafa listir sem hluta af því að vera í samfélagi.“

Egill kláraði LHÍ 1999 og fór í nám í leik-stjórn í Kaupmannahöfn og hefur verið meira eða minna erlendis síðan. „Þetta er mín fyrsta frumsýning í Reykjavík í næstum því áratug, þegar ég setti upp leikritið Sumardagur í Þjóð-leikhúsinu.“

Þú ferð snemma út í leikstjórn, stóð aldrei til að verða leikari?

„Ég vildi bara ráða alltof mikið, segir Egill. eða þá að ég hafi bara ekki verið nógu góður leikari.

Í einlægni þá fann ég það eftir fyrsta árið í leiklistarskólanum, ég komst að því þegar ég sá magnað leikhús í Berlín. Þá hugsaði ég með mér, ég klára þetta bara og fer í leikstjórn og gerði það bara. Leikstjórinn er málamiðlari allra mögulegra listforma og reynir að stýra þeim í sömu átt. Hann þarf ekkert endilega að virka sjálfur, en hann þarf að láta annað fólk virka,“ segir Egill.

„Við ákváðum að setja upp Gullna hliðið því í þeirri sögu er leynd barátta þjóðarinnar við sjálfa sig, sem er svo frábært að geta afhjúpað. Það tókst vel fyrir norðan, fólk var að fatta um hvað við vorum að fjalla. Þessi kraftbyltingar-hljómur fyrirgefningarinnar sem er í verkinu er magnaður og á alltaf við. Þetta er einhverskonar kómedía af Bjarti í Sumarhúsum. Þessi íslenski kaótíski berserkur sem rífur kjaft við alla, meira að segja Lykla-Pétur er mjög þekktur í þjóðar-sálinni. Við eru ennþá í því.“

„Ég fer til Kaupmannahafnar strax eftir frum-sýningu þar sem ég er að setja upp aðra sýningu þar. Það er voða gaman að flakka svona á milli, mér finnst það ótrúlega hressandi,“ segir Egill. „Við erum heppin hvað við getum hoppað á milli hlutverka á skömmum tíma. Við sjáum leikara fara úr Mary Poppins yfir í hádrama og allt þar á milli á Íslandi. Frábærir leikarar verða allt í einu frábærir leikstjórar. Við virðumst ekki hræðast neitt nema okkur sjálf. Leikhús á Íslandi er á mjög góðum stað. Nú þurfum við að klára þetta skref að gera ögrunina á milli stofnanna listræna, við erum búin að vera lengi í peningahliðinni. Það var líka fínt, það þurfti að lækna okkur. Það er rosalegur kraftur í íslensku menningarlífi og það á að styðja hann.“

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

64 menning Helgin 19.-21. september 2014

Page 65: 19 09 2014

CRISPY AROMATIC ÖND 2995 kr. Á MANN

MIÐAÐ VIÐ TVO EÐA FLEIRI

Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 til 22:00 Suðurlandsbraut | Hlíðarsmári | Stórhöfði | www.nings.is

Hringdu núna!Sæktu eða fáðu

matinn sendan heim

588 9899588 9899

CRISPY AROMATICÖNDMEÐ PEKING-ANDAR SÓSU borin fram með pönnukökum, agúrku og vorlauk ásamt sérlagaðri Peking-andar sósu og ristuðum hrísgrjónum

Page 66: 19 09 2014

NorræNa húsið Nýtt starfsár í 15:15 tóNleikasyrpuNNi

Oliver Kentish heiðraður sextugurNýtt starfsár í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu hefst á sunnudaginn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Olivers Kentish tónskáldi í til-efni af sextugsafmæli hans. Þar verða flutt mörg af tónverkum Olivers þar sem gítarinn kemur við sögu. Yfir-skrift tónleikana er „Vistas“, eftir einu verkanna á efnisskránni, svipmynd-um af hugleiðingum tónskáldsins með þetta tiltekna hljóðfæri í huga. Flytj-endur verða Björn Davíð Kristjánsson flautuleikari, Margrét Hrafnsdóttir söngur og Hið íslenska gítartríó, en það skipa Svanur Vilbergsson, Þröst-

ur Þorbjörnsson og Þórarinn Sigur-bergsson.

Oliver Kentish fæddist í London árið 1954. Hann stundaði framhalds-nám í sellóleik við Royal Academy of Music þar í borg. Árið 1977 kom hann

til Íslands til þess að leika með Sin-fóníuhljómsveit Íslands. Oliver er af-kastamikið tónskáld, meðlimur í Tón-skáldafélagi Íslands og er með vel yfir annað hundrað tónverka á skrá hjá Ís-lensku tónverkamiðstöðinni.

Á efnisskránni eru verk sem spanna tímabilið frá árinu 2007 til dagsins í dag, m.a. þrjú verk sem verða frumflutt við þetta tækifæri.

10 tónleikar verða haldnir í 15:15 tónleikasyrpunni í vetur. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu og hefj-ast klukkan 15.15. Miðasala er við inn-ganginn. -jh

á RIFF – Alþjóðlegri kvik-myndahátíð í Reykjavík, sem hefst í næstu viku,

má sjá margt af því besta og fersk-asta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Fjölmargar af þeim myndum sem verða á sýndar á hátíðinni í ár hafa fengið mikla umfjöllun og verð-laun á kvikmyndahátíðum erlend-is, þar á meðal í Cannes, Feneyj-um, Toronto og Karlovy Vary.

Þær þrjár myndir sem mesta um-fjöllun hafa fengið eru Mr.Turner eftir Mike Leigh, sem er jafnframt heiðursgestur hátíðarinnar. Kvik-mynd sænska leikstjórans Roy And-ersson, Dúfa sat á grein og velti fyr-ir sér tilverunni, sem fékk Gyllta ljónið í Feneyjum fyrir skömmu og Boyhood eftir Richard Linklater sem var tekin upp á 12 ára tíma-

bili og hefur fengið stórkostlega gagnrýni. Kvikmyndasíðan Rotten Tomatoes gaf henni 99 prósent, Me-tacritic gaf henni 100 stig, Rolling Stone nefndi hana bestu kvikmynd ársins og franskir fjölmiðlar hafa hampað henni einnig sem bestu kvikmynd ársins, svo fátt sé nefnt.

Meðal mynda sem koma sjóðheit-ar frá hátíðinni í Toronto, sem lauk um helgina, má nefna Itsi Bitsi eftir leikstjórann Ole Christian Madsen, Monsoon eftir Sturlu Gunnarsson og The Lesson eftir Kristina Gro-zeva og Peter Valchanov.

Af öðrum myndum má nefna grísku kvikmyndina Xenia sem er leikstýrt af Panos H. Koutras. Hún var valin til þátttöku á kvik-myndahátíðinni í Cannes í ár í flokknum Un Certain Regard og

var einnig sýnd á alþjóðlegu kvik-myndinni í Toronto og fékk af-bragðsviðtökur. Lake Los Angeles var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles og fékk afbragðs-góða dóma en tónlistin í myndinni er eftir Maríu Huld Markan. Heim-ildarmyndin Bridges of Sarajevo, eftir þrettán ólíka evrópska leik-stjóra, vakti mikla athygli í Cannes en hún fjallar um stöðu borgarinn-ar Sarajevo í evrópskri sögu.

Fjöldi kvikmynda er sýndur á RIFF í ár en hátíðin á sér stað 25. september – 5. október. Alla dag-skrána og upplýsingar um kvik-myndirnar má nálgast á www.riff.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

kvikmyNdir riff hefst í Næstu viku

Margt af því ferskasta í kvikmyndagerðinni

Kvikmyndin Boyhood er sýnd á RIFF í ár.

Veggmyndirnar verða formlega vígðar á morgun, laugardag.

Listasafn Reykjavíkur vígir form-lega veggmyndir eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum 2 í Breiðholti á morgun, laugardag, klukkan 14. Dagur B. Eggerts-son borgarstjóri vígir verkin. Boðið verður upp á tónlist og veitingar við vígsluna.

Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Vegglistahópur frístunda-miðstöðvarinnar Miðbergs sam-anstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir

í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru víða í hverfinu, t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á und-irgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í sam-vinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. -jh

Veggmyndir Ragnars og Miðbergs vígðar

Það verður valinn maður í hverju rúmi á tónleikum til heiðurs Oliver Kentish.

Hamskiptin

551 1200 • HVERFISGATA 19 • LEIKHUSID.IS • MIÐ[email protected]

leikhusid.is

Lau 20/9 kl. 13:00 5.sýn Lau 27/9 kl. 13:00 9.sýn Lau 4/10 kl. 13:00 13.sýn

Lau 20/9 kl. 16:30 6.sýn Lau 27/9 kl. 16:30 10.sýn Lau 4/10 kl. 16:30 14.sýn Sun 21/9 kl. 13:00 7.sýn Sun 28/9 kl. 13:00 11.sýn Sun 5/10 kl. 13:00 15.sýn Sun 21/9 kl. 16:30 8.sýn Sun 28/9 kl. 16:30 12.sýn Sun 5/10 kl. 16:30 16.sýn

ÖÖÖÖ

ÖÖÖÖ

ÖÖÖÖ

Ævintýri í Latabæ – Stóra sviðið

Frábær stórsýning fyrir alla.

Fös 26/9 kl. 19:30 frums. Fös 3/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/10 kl. 19:3010.sýn

Lau 27/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 4/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/10 kl 19:3011.sýn Sun 28/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 5/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 12/10 kl 19:3012.sýnFim 2/10 kl. 19:30 4.sýn Fim 9/10 kl. 19:30 9.sýn

ÖÖÖÖ

ÖÖÖÖ

ÖÖÖ

Konan við 1000° - Kassinn

Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.

Fös 19/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 26/9 kl. 19:30 6.sýn Fim 2/10 kl. 19:30 8.sýn

Fim 25/9 kl. 19:30 5.sýn Mið 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/10 kl. 19:30 9.sýn

U

UUUU

UUUU

U

U

ÖÖÖ

Hamskiptin – Stóra sviðið

Nokkrar sýningar í Þjóðleikhúsinu eftir sigurgöngu um heiminn.

Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 14:00Sun 12/10 kl. 16:00 Sun 19/10 kl. 16:00 Sun 26/10 kl. 16:00

Umbreyting – Kúlan

Fimm stjörnu sýning – einstök leikhúsupplifun.

Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 16:00 Sun 5/10 kl. 14:00

UÖÖ

Litli prinsinn – Kúlan

12. september – 11. október 2014

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885

[email protected] www.tveirhrafnar.is

Opnunartímar12:00-17:00 fimmtudaga til föstudaga

13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

Parísar-pakkinn/The Paris Package

HAllGRímuRHElGAsON

DONCARLO

eftirGiuseppe Verdi

www.opera.is

Frumsýning 18. október

kl. 20

Miðasala í Hörpu og á harpa.isMiðasölusími 528 5050

66 menning Helgin 19.-21. september 2014

Page 67: 19 09 2014

Hugsaðu þér tölu99 kr.

OPIÐ ALLA DAGA kl. 10 –19

RISALAGERSALA á Fiskislóð 39

*Birt með fyrirvara um

prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Gerðu góð kaupEf keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf

Allt að

90% afsláttur

R i s a l age r s a l a Fo r l ags in s · F i s k i s l óð 39 · 101 Reyk j av í k · fo r l ag id@fo r l ag id . i s · Opið a l la daga k l . 1 0 –1 9

Yfir 4000 titlar frá öllum

helstu útgefendum landsins!

Gjafir fyrir öll

tækifæri!

990 kr. 990 kr. 990 kr.

690 kr. 3.990 kr. 1.490 kr.

390 kr. 1.490 kr. 290 kr. 390 kr.

990 kr.

10 bækur í pakka

Page 68: 19 09 2014

Í takt við tÍmann Ósk GunnarsdÓttir

Rokkaður hippi sem hleypur hálfmaraþon

StaðalbúnaðurÉg veit ekki hvernig ég á að lýsa fatastíln-um mínum, kannski rokkaralegur í bland við hippakjóla og hárbönd. Ég veit ekkert skemmtilegra en að fara á markaði í út-löndum, eins og í Camden eða í New York og grúska og finna gömul föt af breskum og bandarískum ömmum. Ég er ekki snobbuð og kaupi ekki eftir merkjum, ég er ekki með Prada töskur eða neitt svoleiðis. Hér heima finn ég alltaf eitthvað í Vero Moda og uppá-halds íslensku hönnuðirnir mínir núna eru Sara í Forynju og Birta í Júníform.

HugbúnaðurÉg er alltaf með eins árs syni mínum og manninum mínum þegar ég er ekki að vinna, þeir eru skemmtilegastir. Í sumar reyndum við að vera dugleg að flakka um landið. Jújú, maður kíkir alveg út þegar maður fær pössun. Ég á ekki neinn uppá-halds skemmtistað, það eru alltaf að koma nýir staðir og ég fylgist ekki nógu vel með. Ég fer bara þangað sem vinir mínir fara. Uppáhaldskaffihúsið mitt er samt alltaf Prikið, ég var að vinna þar í denn og þar líður mér alltaf eins og heima. Ég er nýbyrjuð að horfa á Game of Thrones en ég er hrifnust af BoJack Horseman. Það eru miklir meistarar á bak við þann þátt. Í sum-ar hljóp ég hálfmaraþon en þegar ég byrjaði

að æfa fyrir það hafði ég mest hlaupið fimm kílómetra. Ég tók þetta bara á þrjóskunni. Pabbi er mikill hlaupari og ég vildi sjálfsagt sýna mig og sanna. Kannski maður taki maraþonið næst.

VélbúnaðurÉg eignaðist iPhone fyrir ári síðan og nota hann talsvert. Ég nota nokkur öpp, til dæmis Runkeeper, ýmis barnatengd öpp og QuizUp. Ég er bæði nörd og keppnismann-eskja svo það hentar mér. Annars er ég svo-lítill klaufi og eyðilegg eiginlega alltaf alla síma.

AukabúnaðurÉg elska að elda og finnst gaman að bjóða vinum í góðan mat og halda spilakvöld. Mér finnst skemmtilegast að elda ítalskan mat og hef verið að prófa mig áfram að elda indverskan mat. Á sunnudögum hittist stór-fjölskyldan alltaf hjá mömmu og pabba í mat og það er toppurinn á vikunni. Ég er mjög fjölskyldukær. Þegar ég fer út að borða finnst mér mjög skemmtilegt að fara á Tapasbar-inn, það er fínt að fá mat sem ég kann ekki elda heima. Ég fer samt ekki mikið út að borða, ég er dugleg við að elda eða að stofna matarklúbba og láta bjóða mér í mat. Síðustu tvö ár hef ég farið til Ítalíu í frí, ætli ég sé ekki með eitthvert blæti.

Ljósmynd/H

ari

Ósk Gunnarsdóttir er 27 ára útvarpskona á FM957 og sjónvarpskona á Bravó og Stöð 2. Hún nýtur sín vel í starfinu enda hófst undirbúningurinn snemma, þegar hún sleit barnsskónum í Kópavogi var Ósk dugleg að taka viðtöl við vini og ná-granna á kassettutækið sitt. Ósk elskar að elda ítalskan mat og finnst enginn jafn skemmtilegur og eins árs sonur hennar.

appafenGur

LumosityFlestir eru sammála um að öpp á borð við Candy Crush geri lítið til að örva heila-starfsemina. Til mótvægis við slík öpp hafa verið þróuð nokkur sem beinlínis eiga að þjálfa heilann. Lumosity er eitt þeirra.

Þar er búið að hanna þrautir sem eiga að bæta minni, athyglisgáfu, s ne r p u og sveigjanleika. Þú getur sér-va l ið þraut-irnar. Ert þú alltaf að týna húslyklunum? Á t t u er f i t t með að muna nöfn? Finnst þér þú ekki geta hugsað út fyrir boxið? Eða viltu bæta þig í hugar-reikningi? Lumosity gefur sig út fyrir að geta hjá lpað þér með þetta allt. Ætlast er til að notendur „æfi“ 3 - 5 sinnum í viku, í um 10 mínútur í senn.

A pp ið er ókey pis en hægt er að kaupa viðbæt-ur og fá að-gang að fleiri þrautum.

- eh

Sætar franskar frá McCain

Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilegabragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna!

frá McCain

Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilegabragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú

Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár

68 dægurmál Helgin 19.-21. september 2014

Page 69: 19 09 2014
Page 70: 19 09 2014

Jiang Xin er eitt stærsta nafnið í kínverskum kvikmyndaheimi.

KínversK stórstjarna á íslandi

Frægasta leikkona Kínverja í íslenskri landkynninguUndanfarna viku hefur myndatöku-lið frá Kína dvalið hér á landi til þess að taka upp kynningarefni fyrir ís-lensku húð- og snyrtivörurnar frá Sif Cosmetics. Kynningarefnið verður sýnt í einum stærsta tísku- og lífs-stílsþættinum í kínversku sjónvarpi en þáttastjórnandinn er leikkona sem heitir Jiang Xin og er ein frægasta leikkonan í Kína um þessar mundir.

Eiríkur Sigurðsson, framleiðandi hjá EGF, sem framleiðir Sif Cosme-tics segir þetta vera eina stærstu landkynningu sem Ísland hefur fengið í asískum fjölmiðli. „Við erum

búin að fara með þau á marga staði, Gullfoss og Geysi að sjálfsögðu, Jök-ulsárlón og svo sýndum við þeim gróðurhúsin okkar sem þeim þótti mikið til koma,“ segir Eiríkur. „Þetta er 13 manna tökulið sem er búið að vera hér hjá okkur og þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Henang sem er næst stærsta stöðin í Kína. Það má því búast við því að dágóður fjöldi fólks sjái þessa kynningu.“

Leikkonan Jiang Xin hefur leikið í fjölmörgum kínverskum bíómynd-um og sjónvarpsþáttum og fyrir tveimur árum hlaut hún kínversku

kvikmyndaverðlaunin í leik sínum í myndinni The Legend of Zhen Huan. „Hún er gríðarlega þekkt, en sökum þess sem við þekkjum lítið til kínversks sjónvarps þá átt-uðum við okkur ekki á því fyrr en okkur var sagt það. Með henni er svo frægur kínverskur bloggari sem konur taka mikið mark á, svo þetta er góð umfjöllun, ekki bara fyrir Sif Cosmetics heldur Ísland allt,“ segir Eiríkur.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Þáttaserían Neyðarlínan hefst á Stöð 2 á sunnudaginn. Dagskrárgerðar-konan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fylgir eftir sögum fólks sem hringt hefur í Neyðarlínuna á ögurstundu. Raun-veruleg símtöl viðmælenda þar sem kallað er eftir hjálp eru spiluð og rætt við sjúkraflutningamenn, lækna, björg-unarsveitarmenn, neyðarverði og aðstandendur.„Í þessarri þáttaröð eru margar mjög merkilegar sögur. Við segjum frá ungri stúlku sem varð veik og greindi sjálfa sig með nýrnabilun en fæddi svo barn án þess að vita að hafa verið ólétt. Við fjöllum um mál sem varða öryggi fólks miðað við búsetu, einnig fjöllum við um mál þar sem gassprenging varð í vinnuskúr í Grundargerði árið 2008. Sex ungmenni voru þar að sniffa gas

og brenndust mörg hver alvarlega. Það eru sem sagt sex ár síðan og það er stórmál að finna símtöl til Neyðar-línunnar sem eru eldri en 2 ára.“ Af hverju heldurðu að mál séu ekki geymd lengur hjá Neyðarlínunni? Þeim ber skylda að geyma hvert símtal í 6 mánuði, en eftir það má eyða þeim.

Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna plássleysis. Þótt hvert símtal sé ekki stórt þá koma mörg hundruð símtöl inn til Neyðarlínunnar á dag, það er fljótt að vera plássfrekt.“

Þetta er önnur þáttaröð Neyðarlínunnar en sú fyrri naut mikilla vinsælda og hlaut tilnefningu til Edduverðlauna. Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í vetur. -hf

Merkilegar sögur

Curver í ÞokuCurver Thoroddsen er með síðustu sýninguna í núverandi rými ÞOKU og er róf gráskalans meðal viðfangsefna.Listamaðurinn sýnir vídeógjörning sem hann vann sérstaklega fyrir þessa sýningu og tók upp í galleríinu. Á húmorískan, ein-faldan og einlægan hátt leikur hann sér með gráskalann og andstæða póla hans, svartan og hvítan, nema að hann gerir það í lit.Gjörningurinn, sem tekinn var upp í einni langri töku, felst í endurtekningu á þeirri athöfn að klæða sig og afklæðast fötum sem bera mismunandi tóna gráskalans. Grár er hlutlaus málamiðlun milli tveggja öfga og hefur oft á tímum líflausa, dapra og leiðigjarna merkingu. Grár og drungalegur veruleiki er síðri en lífið í lit, eins og Paul Simon orti „Everything looks worse in black and white“.Opnun sýningarinnar er á morgun, laugardag, klukkan 16 í húsnæði Þoku við Laugaveg 25.

Hönnun sigrún, Helga guðný og dröfn Herja á Hipsterana

Opna íslenska hönnunarbúð í LAÍ austurhluta Los Angeles borgar opnar um helgina íslensk verslun, Reykjavik Outpost, sem selur íslenska hönnun. Eigendur verslunarinnar eru þær Sigrún Ólafsdóttir, myndmennta-kennari og klæðskeri, Helga Guðný Theodórsdóttir sem er grafískur hönnuður og Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum og hannar skratgripalínuna 4949. Þær hafa allar búið um nokkurra ára skeið í borg englanna og segja þær hugmyndina hafa kviknað fyrir nokkrum árum, aðallega út frá heimþrá.

Þ að vill oft verða þegar maður býr fjarri fólkinu sínu að svolítil heimþrá láti á sér kræla og maður finnur fyr-

ir söknuði eftir vinum og vandamönnum. Stundum upplifum við okkur heilmikla út-lendinga í þessari stórskemmtilegu en sér-stöku borg og einmitt þá leitar hugurinn heim,“ segir Sigrún. „Umræðan um að opna búð hér í Los Angeles, sem væri alíslensk og myndi einungis selja vörur og hönnun íslenskra hönnuða, varð einmitt til eftir svona Íslandssöknuðartímabil hjá okkur,“ segir Dröfn.

„Við stofnuðum fyrirtækið í febrúar og höfum síðan verið að vinna að því að fá ís-lenska hönnuði og listamenn í samstarf við Reykjavik Outpost, marka stefnu búðar-innar og læra um fyrirtækjarekstur,“ segir Dröfn. „Erfiðasti hlutinn var kannski sá að safna fjármagni. Við lögðum allar til eigið fé og sáum fljótt að við yrðum að sníða okkur

stakk eftir vexti og leyfa okkur að vera lítil búð í byrjun,“ bætir Sigrún við.

L.A. er ekki lítil borg, var ekkert erfitt að finna rétta húsnæðið?

„Það er ágætis úrval af húsnæði í borg-inni en við urðum að vera klókar og veðja á svæði sem er í mikilli uppbyggingu og hent-aði fjárhagnum okkar,“ segir Dröfn. „Við erum í austurhluta Los Angeles, í Eagle Rock og Highland Park, þar sem listalíf og alls kyns menning blandast á magnaðan

máta. Það er menningarnótt einu sinni í mánuði og við höfum í hyggju að fá íslenskt fólk og listamenn til að hafa sýningar og uppákomur. Bjóðum endilega tónlistar- og hæfileikafólki hvers konar til að hafa sam-band og sækja um að fá að vera með á daga-talinu okkar. Einnig er á dagskrá að hafa uppákomur eins og leynimatarklúbb og bíó-sýningar í versluninni en plássið okkar er frábært til slíkra afnota.“

„Við handvöldum inn hönnuðina okkar og erum ekkert smá glaðar með alla sem við gátum tekið inn. Við höfum auðvitað fleiri á óskalistanum og sumir höfðu ekki vörur fyrir okkur enda alkunna að það er erfitt að standa í framleiðslu heima fyrir okkar fólk,“ segir Sigrún. „Flestir hönn-uðir eru einyrkjar og eiga við ramman reip að draga og það er mikill skilningur okkar á milli með alls kyns vandræði sem geta komið upp sökum þessa og vonandi gott fyrir okkar hönnuði að við séum Íslending-ar og þekkjum stöðu þeirra afar vel. Færri komust að en vildu en það er óskandi að allt gangi svo vel að við getum tekið inn fleiri. Við ákváðum að hafa tiltölulega breitt vöruúrval og erum með Helicopter, Kron by Kronkron, Norðursalt, Pyropet kertin hennar Þórunnar Arnardóttur, Bi-lity, Kyrju, 4949 skart, Further North, Hlín Reykdal, Notknot, Vík Prjónsdóttur, Fuzzy, Hildi Hafstein, Sóley Organics, Ágústu V, iHönnu, Ígló og Índí og bækur frá Hugleiki Dagssyni. En þetta er ekki tæmandi listi og við stefnum á framleiðslu á gjafavöru frá okkur sjálfum.“

Hvernig taka íbúar Kaliforníu í þetta, er íslensk hönnun vinsæl í LA?

„Umtalið er mjög jákvætt og fólk er mjög spennt fyrir öllu um leið og þú segir orðið „Ísland“ og við finnum fyrir miklum spenn-ingi,“ segir Dröfn.

„Við erum kannski fyrst og fremst svo ánægðar og stoltar af því hvað það er mikil sköpun á Íslandi í dag. Það eru svo margir hönnuðir og listamenn að gera fallega og skemmtilega hluti sem eiga fullt erindi út fyrir landsteinana.

Það er mjög mikill áhugi á norrænni hönnun í Bandaríkjunum og okkur finnst eins og fólk hafi byrjað að veita Íslandi meiri athygli en áður fyrr,“ bætir Sigrún við.

Reykjavík Outpost opnar um helgina í Los Angeles og hægt er að skoða úrvalið á Facebooksíðu verslunarinnar www.facebo-ok.com/ReykjavikOutpost

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Dröfn og vinkonur hennar opna Reykjavík Out-post í LA. Þar verða íslenskar hönnunarvörur seldar.

Dröfn Ösp Snorra-dóttir Rozas.

70 dægurmál Helgin 19.-21. september 2014

Galopin bókOPINBERUNARBÓKIN

Nýtt námskeið byrjar í Boðunarkirkjunni, Álfaskeiði 115, Hf. Hulunni verður svipt af leyndardómum Opinberunarbókarinnar. Þátttakendur munu skilja betur atburðarás mannkynssögunnar

Námskeiðið hefst sunnudaginn 28.september kl. 16:00

Fyrirlesari verður Dr. Steinþór Þórðarson sem hefur miðlað landsmönnum af fróðleik sínum og reynslu í

áratugi. ALLT ÓKEYPIS, ENGAR KVAÐIR.Þú ert hjartanlega velkomin(n). Nánari upplýsingar á

bodunarkirkjan.is og í síma 555-7676. Einnig á Útvarpi Boðun FM105,5 og á Akureyri FM104,9.

Meðal þess sem �allað verður um er:

· Átakanlega og endanleg boð um ákvörðun· Veistu hvað framtíðin ber í skauti sér?· Hvað verður um frelsi tjáningar og trúar?

Page 71: 19 09 2014

Þú kaupir pakka af Lu kexi í næstu verslun og getur unnið Parísarferð fyrir tvo, 25.000 KR í peningum, eða girnilegan gjafapoka með LU.

Vinningsmiðum hefur verið komið fyrir í völdum pökkum af eftirfarandi LU-kex tegundum:

• LU Bastogne • LU Bastogne Duo • LU Petit Ecolier Milk • LU Petit Ecolier Dark

f

Vinningar:

• 1 heppinn vinnur lugferð til Parísar fyrir 2 • 8 heppnir vinna 25.000 kr. í peningum • 30 heppnir vinna LU gjafapoka

Viltu vinna ferð til Parísar?

Page 72: 19 09 2014

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Þóra Björg Helgadóttir

Bakhliðin

Dulin pæjaAldur: 33 ára.Maki: Enginn.Börn: Engin.Menntun: B.A. í sagnfræði, stærð-fræði og M.Sc í sjálfbærri stjórnun. Starf: Er í atvinnuleit.Fyrri störf: Knattspyrnukona, verk-efnastjóri hjá DPWN og fjármálastjóri hjá DHL. Áhugamál: Bækur, tónlist, íþróttir og heimurinn.Stjörnumerki: Naut.Stjörnuspá: Fátt er tilviljunum háð, þegar betur er að gáð. Farðu vel með sannfæringarkraftinn sem þú býrð yfir. Stattu við það sem þú lofar sama

hver í hlut á.

Þóra er mjög skemmtileg og góð manneskja. Hún hefur ríka réttlætiskennd og er

mjög einbeitt í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Eva Helgadóttir, systir Þóru. „Við héldum alltaf að hún yrði forsætisráðherra þegar hún var yngri, því hún var svo frek. Það er kannski ekkert útséð með það. Hún er mikið „Excel-nörd“ en samt leynist í henni pæja sem fær örugglega að njóta sín enn meira núna þegar fótboltinn er ekki lengur í 1. sæti.

Þóra Björg Helgadóttir markmaður lauk landsliðsferli sínum með íslenska lands-liðinu í knattspyrnu með því að skora mark úr vítaspyrnu í 9-1 sigri á liði Serbíu á Laugardalsvelli í vikunni. Þóra, sem hefur leikið með liðum í Svíþjóð undan-farin ár, lék þá sinn 105. landsleik. Þóra var búin að tilkynna það að hún hygðist hætta að spila með landsliðinu eftir þennan leik og var þetta því mjög góður endir á annars frábærum landsliðsferli.

Hrósið......fær Hólmfríður Guðjónsdótt-ir og Hólabrekkuskóli sem fékk í vikunni afhenta viðurkenningu FÍB fyrir vel skilgreindar og vel merktar gönguleiðir fyrir skóla-börn í næsta nágrenni skólans.

Flottir plötuspilarar

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 39.900,-