44
Fjórtán ára ungling- ur sem vann sleitu- laust í átta mánuði réðst á yfirmanninn sem neitaði að borga honum laun Valur Grettisson [email protected] Hæstiréttur Íslands samþykkti í vikunni að framselja tæplega tvítugan pilt til Finnlands sem mátti líklega þola vinnumansal þegar hann var órtán ára gam- all þar í landi. Bilal Fathi Tamimi kom til Íslands árið 2012 þegar hann var fimmtán ára gamall en þá flúði hann glæpamenn í Finnlandi sem höfðu not- að hann til þess að vinna í erfiðisvinnu í marga mánuði án þess að greiða honum fyrir vinnuna. Fjórtán ára gamall vann hann við að rífa í sundur bíla. Hann fékk aldrei neina frídaga. „Hann átti mig eins og þræl,“ segir Bilal Fathi sem býr í Kópa- vogi með íslenskri kærustu sinni, Kolgrímu Gestsdóttur. Bilal flúði frá Marokkó þegar hann var órtán ára gamall, en þar hafði hann alist meira eða minna upp á götunni. Þegar hann kom til Finnlands komst hann í kynni við samlanda sinn sem notaði hann til þess að vinna fyrir sig í tæpt ár. Að lokum réðst Bilal ásamt öðrum manni á vinnuveit- andann þegar hann krafðist þess að fá greitt fyrir vinnu sína. Nú, órum árum síðar, sam- þykkti Hæstiréttur Íslands að framselja Bilal til Finnlands vegna ásakananna. Athygli hefur vakið að Bilal var nýorðinn fimmtán ára gamall þegar hann átti að hafa ráðist á manninn. Bilal flúði að loku vinnumansal- ið til Íslands en hann kom hingað til lands fimmtán ára. Í fyrstu mátti hann þola fangelsisvist í níu daga áður en honum var sleppt og komið í umsjá barnaverndar- yfirvalda. Bilal segir í viðtali við Fréttatímann að hann hafi viljað mennta sig en hann hefur sótt sér nám hér á landi og talar reiprennandi íslensku. frettatiminn.is [email protected] [email protected] 22. tölublað 7. árgangur Föstudagur 20.05.2016 Átti mig eins og þræl Rúrí í Panamaskjölunum Fannbergsölskyldan með erfðaféð á Tortóla Tvisvar lent í vopnuðu ráni Lífsreynslusaga Aaron C. Bullion Nútímajóga sprottið frá Müller Ferðasaga leikfimiæfinga til Indlands og til baka Allt annað blað Jákvætt að þorpið breytist í borg Íbúarnir elska sinn miðbæ MELLUBÖND AFTUR KOMIN Í TÍSKU SYNIRNIR VILJA ALLTAF VERA Í SUNDI SKÓGARJÓGA Í MIÐRI REYKJAVÍK ANDI TJÖRUHÚSSINS FLUTTUR TIL REYKJAVÍKUR 30 NÝR RITSTJÓRI MEÐ SON SINN Í VINNU FÖSTUDAGUR 20.05.16 ANNA FRÍÐA Hentugar göngur fyrir byrjendur Á NETINU ALLAN SÓLAR- HRINGINN KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðili DJI vörurnar fást í iStore Inspire 1 v2.0 OSMO Phantom 4 Það þarf einbeittan vilja til að stunda hjólabretti er ástríða Eigendur taka stærri sneið af kökunni Launþegar sitja eftir 24 42 4 22 30 10 Bilal Fathi lenti í klóm misyndismanna þegar hann var órtán ára gamall. Nú er hann sakaður um líkamsárás gegn manni sem hagnýtti starfskrafta sína. Mynd | Rut Flúði vinnumansal en framseldur til baka Viðtal við Bilal Fathi Tamimi 14

20 05 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: 20 05 2016

Fjórtán ára ungling-ur sem vann sleitu-laust í átta mánuði réðst á yfirmanninn sem neitaði að borga honum launValur [email protected]

Hæstiréttur Íslands samþykkti í vikunni að framselja tæplega tvítugan pilt til Finnlands sem mátti líklega þola vinnumansal þegar hann var fjórtán ára gam-all þar í landi. Bilal Fathi Tamimi kom til Íslands árið 2012 þegar hann var fimmtán ára gamall en þá flúði hann glæpamenn í Finnlandi sem höfðu not-

að hann til þess að vinna í erfiðisvinnu í marga

mánuði án þess að greiða honum fyrir vinnuna. Fjórtán ára gamall vann hann við að rífa í sundur bíla. Hann fékk aldrei neina frídaga.

„Hann átti mig eins og þræl,“ segir Bilal Fathi sem býr í Kópa-vogi með íslenskri kærustu sinni, Kolgrímu Gestsdóttur.

Bilal flúði frá Marokkó þegar hann var fjórtán ára gamall, en þar hafði hann alist meira eða minna upp á götunni. Þegar hann kom til Finnlands komst hann í kynni við samlanda sinn sem notaði hann til þess að vinna fyrir sig í tæpt ár. Að lokum réðst Bilal ásamt öðrum manni á vinnuveit-andann þegar hann krafðist þess að fá greitt fyrir vinnu sína.

Nú, fjórum árum síðar, sam-þykkti Hæstiréttur Íslands að framselja Bilal til Finnlands vegna ásakananna. Athygli hefur vakið að Bilal var nýorðinn fimmtán ára

gamall þegar hann átti að hafa ráðist á manninn.

Bilal flúði að loku vinnumansal-ið til Íslands en hann kom hingað til lands fimmtán ára. Í fyrstu mátti hann þola fangelsisvist í níu daga áður en honum var sleppt og komið í umsjá barnaverndar-yfirvalda. Bilal segir í viðtali við Fréttatímann að hann hafi viljað mennta sig en hann hefur sótt sér nám hér á landi og talar reiprennandi íslensku.

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

22. tölublað7. árgangur

Föstudagur 20.05.2016

Átti mig eins og þræl

Rúrí í PanamaskjölunumFannbergsfjölskyldan með erfðaféð á Tortóla

Tvisvar lent í vopnuðu rániLífsreynslusaga Aaron C. Bullion

Nútímajóga sprottið frá MüllerFerðasaga leikfimiæfinga til Indlandsog til baka

Allt annað blað

Jákvætt að þorpið breytist í borg Íbúarnir elska sinn miðbæ

MELLUBÖND AFTUR KOMIN Í TÍSKU

SYNIRNIR VILJA ALLTAF VERA Í SUNDI

SKÓGARJÓGA Í MIÐRI REYKJAVÍK

ANDI TJÖRUHÚSSINS FLUTTUR TIL REYKJAVÍKUR 30

NÝR RITSTJÓRI MEÐ SON

SINN Í VINNU

FÖSTUDAGUR 20.05.16

ANNA FRÍÐA

Hentugar göngur fyrir byrjendur

Á NETINU ALLAN SÓLAR- HRINGINN

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore

Inspire 1 v2.0

OSMO

Phantom 4

Það þarf einbeittan vilja til að stunda

hjólabretti

er ástríða

Eigendur taka stærri sneið af kökunni Launþegar sitja eftir24

42

4

22

30

10

Bilal Fathi lenti í klóm misyndismanna þegar hann var fjórtán ára gamall. Nú er hann sakaður um líkamsárás gegn manni sem hagnýtti starfskrafta sína.

Mynd | Rut

Flúði vinnumansal en framseldur til bakaViðtal við Bilal Fathi Tamimi

14

Page 2: 20 05 2016

Valur [email protected]

„Kona sem vann í afgreiðslunni til-kynnti mér að ég þyrfti að greiða 54 þúsund krónur fyrir aðhlynn-inguna,“ segir Malsor Tafa, hæl-isleitandi frá Kósovó, en sonur hans, hinn átta mánaða gamli Emir, þurfti að fara á spítala eftir að heitt vatn helltist á fót barnsins. Íslenskur fjöl-skylduvinur brunaði á bíl til fjöl-skyldunnar og keyrði móðurina og drenginn upp á spítala.

Malsor, sem er prófessor í landa-fræði og alþjóðlegur meistari í Taekwondo, hringdi í félaga sinn sem kom svo og ók þeim upp á spít-ala. Malsor er 29 ára gamall og kom hingað til lands í desember árið 2014 ásamt eiginkonu. Þau eignuð-ust Emir hér á landi á síðasta ári og því er drengurinn fæddur og alinn upp hér á landi.

„Ég hélt í fyrstu að að ég þyrfti ekki að borga mikið þar sem

barnið er fætt á Íslandi,“ seg-ir Malsor sem gat ekki tek-

ið saman slíka fjárhæð þegar þess var krafist af honum. Hann segist hafa haldið í fyrstu að

hann þyrfti að greiða upp-hæðina strax og því kom fjölskyldu-vinur þeim til bjargar og fékk starfs-fólkið til þess að senda honum víxil heim, enda ekki hlaupið að því að útvega slíka fjárhæð.

„Það var ekki fyrr en klukkutíma síðar sem okkur var sagt að við

Það er dýrt fyrir hælisleitendur að leita til læknis.

Faðir borgaði 50 þúsund fyrir lækni þegar barn hans brenndist illa

Drengurinn sem slasaðist er fæddur á Íslandi.

þurftum ekki að greiða upphæðina strax,“ segir Malsor.

Fjölskylda Malsor hefur verði vís-að úr landi en hann fékk tilkynn-ingu þess eðlis frá Útlendingastofn-un fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sú að í reglugerð Útlendingastofnunar kemur fram að hælisleitendur mega ekki vera hér á landi á meðan unnið er í málum þeirra. Malsor sótti um undanþágu, þar sem hann er nýbak-aður faðir, en því var hafnað.

Þar af leiðandi þarf fjölskyldan að taka lán fyrir flugi til Þýskalands þar sem þau vonast til þess að geta verið á meðan Útlendingastofnun vinn-ur úr málinu. Áður en þau yfirgefa landið munu þau fara með Emir litla á heilsugæslu til þess að skipta um umbúðir. Spurður hvort hann þurfi að borga annað eins fyrir þá heim-sókn segist hann ekki vita það.

„Líklega þurfum við nú samt að borga eitthvað fyrir það,“ segir Malsor.

Þegar haft var samband við upp-lýsingafulltrúa Landspítalans feng-ust þau svör að gjaldið sé ákveðið með reglugerð sem heilbrigðisráð-herra setur og starfsfólki Landspít-alans er skylt að fara eftir.

Emir litli er átta

mánaða gamall.

Heitt vatn slettist á

fótlegginn fyrir slysni.

SIKILEYBókaðu sól á

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

740

84

Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar

fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar 10. október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.Flogið er til Palermo og dvalið á Fiesta Garden Beach hótelinu á Campofelice di Roccella ströndinni í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á Naxos Beach Hotel á ströndinni í bænum Giardini Naxos í 5 nætur.

Gönguferð til Vindeyja – Le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum

á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins“. Í ferðinni kynnumst við einstakri menningu Sikileyinga er rekja má allt aftur til forsögulegs tíma, í gegnum hámenningu fornaldarinnar hjá Grikkjum og Rómverjum, til yfirtöku Mára, Normanna og Spánverja á seinni öldum. Við kynnumst ómótstæðilegu mannlífi og ósnortinni náttúru, þar sem tækifæri gefst til að njóta sérstakrar matarmenningar og gestrisni sem á sér engan sinn líkan í veröldinni.

Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið og drykkjum m/kvöldverðiNetverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herbergi. Innifalið er hálft fæði ásamt ¼ vínflaska og ½ vatnsflösku með kvöldverði.

Frá kr. 239.900 m/morgunverði o.fl.Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði alla morgna og 5 kvöldverðum.

Bókaðu göngu á

SIKILEY

10. október í 10 nætur

10. október í 10 nætur

Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Tae­kwondo og er vel þekktur innan íþrótta­

samfélagsins sem dómari í íþróttinni.

Skólinn mun ekki hafa forgöngu um að kæra málið til lögreglunnar.

„Júlíus er ekki lengur í borgar-stjórnarflokknum. Hann sagði af sér. Því höfum við í borgarstjórn-arflokknum ekkert um þetta mál að segja og tjáum okkur ekkert um það,“ segir Halldór Halldórs-son, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, um þátt Kastljóss Sjón-varpsins, þar sem sagði að Júlíus Vífill hefði játað fyrir systkin-um sínum að hann hefði stofnað aflandsfélag á Panama í kringum sjóð sem faðir hans stofnaði með umboðslaunum sem hann hafði þegið frá erlendum viðskiptavin-um. Systkini hans segir að móðir þeirra heitin hafi leitað að fénu í á annan áratug en Ingvar Helgason lést árið 1999.

Í sama streng tóku aðrir borg-

arfulltrúar flokksins sem Frétta-tíminn ræddi við. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, tjáir sig hinsvegar á Facebook-síðu sinni með þessum orðum: „Ég hef verið laminn saklaus af handrukkara en það var saklaus skemmtiferð samanborið við að standa dag-lega frammi fyrir Hönnu Birnu, Júlíusi Vífli, Davíð Oddssyni og þeirri klíku allri. Það er verulega harðsvírað lið. Úff.“ | þká

Fór yfir velsæmismörk í samskiptum við nemendurFélagsmálafulltrúi Fjöl­brautaskólans í Breiðholti var rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði farið yfir strikið í samskiptum sínum við nemendur. Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Maðurinn, sem er um fertugt, hafði starfað í skólanum í talsverðan tíma en samkvæmt heimildum Frétta-tímans var honum borið á brýn að hafa farið yfir velsæmismörk um samskipti nemenda og kennara. Málið var kannað eftir kvörtun frá nemendum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu brugðust skólayfirvöld fljótt við eftir að málið kom inn á borð til þeirra og það endaði með brottrekstri. Guðrún Hrefna Guð-mundsdóttir, skólameistari Fjöl-brautaskólans í Breiðholti, sagðist vera bundin trúnaði og hún gæti ekki tjáð sig um mál einstakra nem-enda og kennara.

Samkvæmt heimildum Frétta-tímans ætlar skólinn ekki að hafa forgöngu um að kæra málið til lög-reglunnar, enda sé hann ekki aðili máls, en ef viðkomandi einstak-lingar hefðu ákveðið að kæra væri það hugsanlega refsivert.

Ragnheiður Elín á ekki að segja af sérSvandís segist ekki kalla eftir afsögn ráðherrans

Iðnaðarráðherra tjáir sig ekki

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað-arráðherra vill ekki tjá sig um dóm hæstaréttar sem felldi úr gildi stjórnvaldsákvarðanir henn-

ar um að heimila Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna

byggingar Suðurnesjalínu. Ragnheiður Elín segir að hún eigi eftir að kynna sér málið til hlítar og hún vilji ekki baka sér van-hæfi ef málið rati aftur á hennar borð.

Ragnheiður Elín krafðist þess að Svandís

Svavarsdóttir, þáverandi

umhverfisráðherra, segði af sér árið 2011 þegar hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt sam-þykkja skipulag Flóahrepps nema í heild sinni. Nú hefur hún sjálf verið dæmd fyrir brot á stjórnar-skrá vegna eignarnáms.

Svandís Svavarsdóttir, fyrrver-andi umhverfisráðherra, segir að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað-arráðherra þurfi auðvitað að svara fyrir sín embættisverk, þetta eins og önnur, gagnvart sínum kjós-endum – og ekki síður þurfi hún að svara fyrir þá ómálefnalegu og rakalausu aðför sem hún hafi tekið

þátt í gagnvart henni sjálfri á sín-um tíma.

Svandís segist hinsvegar ekki ætla að fara í þann leik að kalla eft-ir afsögn Ragnheiðar Elínar

„Stjórnsýslan yrði bæði óskilvirk og ákvarðanafælin ef embættis-menn ættu yfir höfði sér að þurfa að fara frá við það að dómstólar reynist síðar ekki sammála laga-túlkun þeirra. Nú hafa dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi öll skilyrði verið uppfyllt til eignarnáms en ekki að Ragnheiður Elín hafi misbeitt valdi sínu. Þess vegna er þetta mál ekki tilefni til afsagnar.“ | þká

Svandís kallar ekki eftir afsögn Ragnheiðar Elínar.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna tjáir sig ekki

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um leið og

Panamaskjölin urðu opinber. Aflandsfélag hasn hefur nú dregist inn í deilur fjölskyldunnar um arf

eftir Ingvar Helgason bílasala.

Arngrímur Jóhannsson .

Greiðir tíu milljónir af hrapaðri flugvélHæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um að Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum forstjóri Atlanta flugfé-lagsins, þurfi að greiða rúmlega tíu milljónir króna vegna aðflutnings-gjalda af sjóflugvél sem hann flutti til landsins árið 2008. Örlögin haga því þó þannig að hæstiréttur stað-festir dóminn nú, tæplega ári eft-ir að Arngrímur hrapaði á flugvél-inni ásamt félaga sínum, sem lést í slysinu.

Ágreiningur snéri að því hvort sjóflugvélin, sem skrásett var í eigu bandarísks eignarhaldssjóðs en Arngrímur hafði til umráða, væri tollskyld hér á landi svo greiða bæri

af henni aðflutningsgjöld. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að Arngrímur þyrfti að greiða milljón-irnar tíu. - vg

2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 3: 20 05 2016

SheerDriving Pleasure

BMW i8

www.bmw.is

BMW EFFICIENTDYNAMICS.LESS EMISSIONS. MORE DRIVING PLEASURE.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

51

84

BM

W 1

00

ara

5x

38

sy

nin

g 2

*Mið

að vi

ð up

pgef

nar v

iðm

iðun

artö

lur f

ram

leið

anda

um

eld

sney

tisno

tkun

í blö

nduð

um a

kstri

.

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík

525 8000 / www.bl.is

MISSTU EKKI AF ÞESSARI MÖGNUÐUSÝNINGU Á MORGUN FRÁ KL. 12–16.

AFMÆLISÚTGÁFABMW 525d xDrive

FRUMSÝNINGBMW 730d xDrive

FRUMSÝNINGBMW M2

Ofursportbíllinn BMW i8 er stjarna 100 ára afmælissýningar BMW í dag. BMW i8 er lýsandi dæmi um tæknilega yfirburði þessa þekktasta bílaframleiðanda heims. BMW i8 er að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli sem gerir hann að einum léttasta sportbíl í heimi. Öflugur rafmótor í bland við nýjustu vélatækni gerir hann að einum sparneytnasta og öflugasta fjórhjóladrifna sportbíl sem völ er á. Samanlagt afl rafmótors og Twin Power Turbo vélar er 266 kW/362 hestöfl og hröðun 0-100 km/klst. er 4,4 sek. Meðal eldsneytisnotkun er 2,1 l/100 km* og CO2 útblástur 49 g/km.SJÓN ER SÖGU RÍKARI.

Kynnum glæsilega afmælisútgáfu af fjórhjóladrifnum BMW 525d hlöðnum búnaði á sérstöku 100 ára afmælisverði. Láttu þetta tækifæri ekki fram hjá þér fara!

Nýja BMW 7 línan endurspeglar okkar sýn á samtíma lúxus, þar sem þægindi og hönnun í bland við nýjustu tækni skapa einstaka akstursupplifun.

Nýjasti meðlimurinn í M fjölskyldunni er kominn til landsins.BMW M2 var byggður til þess að yfirvinna takmarkanir og fullkomna hina sönnu akstursánægju.

100 ÁRA AFMÆLIS-SÝNING BMW.

Page 4: 20 05 2016

Flest börn fæðast utan hjónabandsUm 70% barna á Íslandi fæðast utan hjóna-bands, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunn-ar sem sýnir ennfremur að frjósemi hér á landi hefur aldrei verið minni en á síðsta ári, eða árið 2015. Þannig fæddust 4.129 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2014 þegar það fæddust 4.375 börn.

Þegar aðstæður foreldra eru skoðaðar kem-ur í ljós að aðeins 30,1% barnanna fæddust í hjónabandi. Rúmlega 52% barna fæddust í óvígðri sambúð árið 2015 og 15,3% barna fæddust því utan sambúðar eða hjónabands í fyrra.

Erfðapeningar Fannberg--fjölskyldunnar voru um tíma geymdir í félagi á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið var stofnað fyrir tilstilli Landsbankans í Lúx-emborg. Meðal hluthafa var listakonan Rúrí.Þóra Tómasdó[email protected]

Nöfn átta Fannberg-systkina er að finna í Panama-skjölunum en þau voru öll hluthafar í Gemma Investment Holdings Limited. Fé-lagi sem stofnað var árið 2000 á Bresku Jómfrúareyjunum með að-stoð Landsbankans í Lúxemborg. Það var afskráð árið 2013.

Feðgarnir Jón og Árni Fannberg voru auðugir menn sem skildu eftir

sig háar fjárhæðir þegar þeir létust. Jón J. Fannberg var einn stofnenda Kúlulegusölunnar og átti meðal annars fjölbýlishús við Hátún 6 þar sem leigðar voru út íbúðir. Árni tók við Kúlulegusölunni af föður sínum og auðgaðist einnig á fasteignaum-sýslu. Hann lést árið 1996 og auð-ur hans skiptist á milli eiginkonu hans, Sigríðar Guðnýjar Jóhanns-dóttur Fannberg, og barna þeirra átta. Rúrí er eitt þeirra.

„Ég hef gefið þetta upp til skatts frá fyrsta ári. Peningarnir voru fluttir heim árið 2009 og ég hef borgað öll lögboðin gjöld af þeim. Ég hef ekki verið að fela neitt,“ seg-ir Rúrí.

–Orkar það ekki tvímælis að geyma peninga í skattaskjólum?

„Það var ekki verið að skýla

neinu fyrir sköttum. Þetta voru ekki meiri fjármunir en svo að ég er búin að breyta öllum þeim peningum sem ég átti í myndlist, ég hef umbreytt efnislegum verð-mætum í listræn og menningarleg verðmæti. Það er hlutverk okkar listamanna, ekki bara mitt, heldur allra listamanna. En fyrst þú spyrð mig, þá finnst mér sérkennilegt að hlusta á fólk halda því fram að það hafði ekki vitað að það ætti eign-ir þarna. Sérstaklega fólk sem er í embættum sem hefur með fjársýslu að gera. Ég hélt að flestir vissu um sínar eignir, hvort sem þær eru litl-ar eða stórar.“

Rúrí vildi ekki svara því hvort það að geyma peninga í skatta-skjóli væri á skjön við skilaboðin sem greina má úr verkum hennar.

Listakonan Rúrí er í Panama-skjölunum

Listakonan Rúrí erfði peninga eftir föður sinn en þeir voru um tíma í félagi á Bresku Jómfrúareyjunum.

Mynd | Hari

Það þýðir ekki að ræða þessi mál við borgina.

Guðný Atla-dóttir, fram-kvæmdastjóri Café París.

Töpum stórfé vegna sumarlokana„Þú sérð engan Íslending vera að njóta þess að göturnar eru lokaðar,“ segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Café París. Hún segir að fyrirtækið tapi stórfé á hverjum degi vegna þess að borgin haldi því til streitu að sumarlok-anir hefjist 1. maí. „Það var allt krökkt af Íslendingum í apríl en þeir koma síður eftir að götunum var lokað. Það er of erfitt að finna

stæði í miðbænum og það langar engan að ganga í misjöfnu veðri. Um leið og sólin fer að skína flykkj-ast Íslendingar í bæinn en þeir koma síður þegar það er kalt og alls ekki ef göturnar eru lokaðar. Við viljum endilega loka götun-um þegar sólin skín en ekki hina dagana. En það þýðir ekki að ræða þessi mál við borgina. Það er að tala fyrir daufum eyrum. | þká

Afsala sér sölulaunum vegna listasafnsinsHærra tilboðið kom nokkrum mínútum fyrir sölu. Kaupandinn áður gert tilboð

„Það er kannski ágætt að taka fram að það hefur ekkert verið sannað varðandi mistök, þó maður úti-loki það ekki,“ segir Ingólfur Geir Geirsson, annar af eigendum fast-eignasölunnar Valhallar, sem seldi listasafn ASÍ til hjónanna Sigur-björns Þorkelssonar og Aðalheið-ar Magnúsdóttur fyrir 168 milljón-ir króna. Annað og hærra tilboð barst í eignina rétt áður en hjónin skrifuðu undir kaupsamninginn og

munaði í raun mínútum á að það bærist til fasteignasalans sem sá um söluna, að sögn Ingólfs. Hann seg-ir að starfsmaður fasteignasölunn-ar hafi kannað hug einstaklings-ins sem átti hærra tilboðið fyrr um daginn og þá hafi hann ekki viljað gera hærra tilboð. Það breyttist þó síðar um daginn.

„Við munum auðvitað sjá til þess að seljandinn skaðist ekki af mál-inu,“ segir Ingólfur Geir en sam-kvæmt heimildum Fréttatímans mun ASÍ ekki þurfa að greiða sölu-laun til fasteignasölunnar, sem hefðu annars orðið umtalsverð vegna fjárhæðarinnar sem húsið

seldist fyrir. Samkvæmt heimild-um Fréttatímans telur Alþýðusam-bandið að það hafi verði hlunnfarið um nokkrar milljónir, en Ingólfur segir muninn óverulegan.

Alls bárust 6 tilboð í húsið og samkvæmt heimildum Fréttatím-ans reyndi sá sem átti hæsta tilboð-ið að kaupa listasafnið áður en það var sett á sölu, en sá aðili er úr við-skiptalífinu eins og kaupendurnir.

„Ef mistök hafa sannarlega átt sér stað, þá verður það ekki rakið til neins annars en mannlegra mis-taka. Tilboðið kom bara svo seint að þetta var mínútuspursmál áður en skrifað var undir,“ segir Ingólfur. |vg Listasafn ASÍ var selt á tæplega 170 milljónir króna.

„Það eru talin vera tengsl á milli ADHD og efnanna í miklu magni,“ segir Ingi-björg Jónsdóttir, sérfræðing-ur hjá Matvælastofnun, en ný dönsk rannsókn leiðir í ljós að óvenju mikið af skor-dýraeitri er í þvagi danskra barna. Jótlandspósturinn hefur eftir Phil-ippe Grandjean, sem stjórnar rann-sóknum á eiturefnum, að svo mikið finnist af eitrinu að hætta sé á að það valdi tjóni á andlegu atgervi þeirra.

„Þetta hefur verið að finnast í matvælum hér, en innan leyfilegra marka,“ segir Ingibjörg. „Við erum með sömu reglur og Evrópusam-bandið varðandi hámarksmagn efna í innfluttu grænmeti.“

Í Danmörku finnst sumum ESB reglurnar heldur rúmar. „Við erum með strangari reglur en ESB um notkun slíkra efna hérlendis. Dimethoat hefur þó tímabundið verið leyft gegn kálflugu í gulrófna-rækt. Erlendis hafa þessi efni verið notuð sem flóalyf á gæludýr og gegn kakkalökkum í byggingum. Evrópu-

sambandið er alltaf að endurskoða reglurnar. Þessi efni eru enn notuð í Suður-Evrópu en rannsóknin gæti leitt til þess að þau verði bönnuð,“ segir Ingibjörg og fullyrðir að notk-unin sé fremur að minnka og líklegt að álíka rannsókn eftir nokkur ár myndi skila betri niðurstöðu. Hún segir ennfremur að efnin hafi frekar verið að finnast á landsbyggðinni í Danmörku og Bandaríkjunum, en álíka rannsókn hafi ekki verið gerð hér þar sem notkun þeirra hefur verið mjög lítil mjög lengi. „Jákvæð áhrif af neyslu ávaxta er meiri en nokkur hætta,“ segir hún -vsg.

Tengsl milli ADHD og eiturefna í grænmeti

Mynd | Rut

Aðeins 30% barna fæðast innan hjónabands.

4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 5: 20 05 2016

Verð frá aðeins

2.290.000 kr.

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega

reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst

á [email protected] og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma. Hlökkum til að sjá þig.

Prófaðu Fabiuí sólarhring

www.skoda.isHEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

Page 6: 20 05 2016

Náði ekki að safna undirskriftum„Ég náði bara að safna nokkur hund-ruð undirskriftum þannig ég dett bara úr keppni,“ segir Benedikt Kristján Mewes en forseta-frambjóðendur þurfa að skila inn undirskriftalistum í dag. Kristján segir að hann hafi ekki náð að safna nægilega mörgum undirskriftum. Hann heltist úr lestinni. Tíu frambjóðendur eru eftir af þeim sem buðu sig fram, en ellefu frambjóðendur hafa þá dregið framboð sín til baka.

Afgreiðslutími Rvk.Mán. til fös. kl. 10–18Laugardaga kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, AkureyriSkeiði 1, Ísafjörður

Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air.

Nú í Dorma

Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm

Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

• Fimm svæðaskipt pokagormakerfi

• Tvöfalt gormakerfi

• Hægindalag í yfirdýnu

• Silkiblandað bómullar­áklæði

• Steyptur svampur í köntum

• Sterkur botn

Aðeins 209.925 kr.

Kynningartilboð 180 x 200 cm

Fullt verð: 279.900 kr.

Komdu og leggstu í draumarúmið!Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram-leiðanda Bandaríkjanna.

Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilkoma unglinga-grunnskólans Nú, nýs einka-skóla fyrir 13 til 15 ára börn, leiði af sér mikil viðbótar-útgöld fyrir bæjarsjóð. Byrj-að er að innrita börn í skól-ann en þjónustusamningur við bæinn liggur ekki fyrir. Meðal starfsmanna skólans verður Ólafur Stefánsson handboltakappi en gengið hefur verið frá ráðningum allra kennara.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Einkarekni grunnskólinn Nú í Hafnarfirði er kom­inn með starfsleyfi frá menntamálaráðu­neytinu og fékk leyfi frá fræðsluráði bæjarins án þess að gert væri ráð fyrir útgjöldum vegna hans í fjár­hagsáætlun fyrir 2016. Kristján Ómar Björns­son, heilsustjóri Nú, segir að þjón­ustusamningurinn sé hreint og klárt formsatriði. Leyfi frá fræðsluráði og menntamálaráðu­neytinu liggi þegar fyr­ir og lögum samkvæmt þurfi bærinn að semja. Það hafi því verið opnað fyrir skráningar í skól­ann í fullu samráði við fræðsluyfirvöld.

Haraldur Líndal, bæjar­stjóri í Hafnarfirði, segir að innritun sé á ábyrgð skóla­stjórnenda enda sé þetta einkaskóli: „Það er ljóst að aukaútgjöld, fylgja þessari viðbót inn í skólakerfið,“ segir Haraldur. Það sé þó ekki verið að taka neitt úr almenna skólakerfinu, þar standi frekar til að bæta í. „Það er þó erfitt að hafa yfir einhverjar tölur á

þessu stigi,“ segir hann. „Við stefn­um á að afgreiða málið fyrir sum­arfrí bæjarstjórnar í júlí en meira er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ segir hann.

Kristján Ómar segir að skólinn, sem á að höfða til nemenda með áhuga á íþróttum, hafi ekki síð­ur skapað eftirvæntingu meðal kennara en nemenda. Umsóknum hafi bókstaflega rignt inn á heima­síðu þeirra. Búið er að ráða í störf­in en kennarar eru á aldrinum 26 til 59 ára, jafnmargir af báðum kynjum. Frægasti starfsmaðurinn er að öllum líkindum Ólafur Stef­ánsson handboltakappi.

Upphaflega var talað um að 120 nemendur þyrfti til að skólinn bæri sig en stefnt er að þeim fjölda á þremur árum. Gert er ráð fyrir að nemendur greiði um 24 milljónir samtals í skólagjöld, eða

200 þúsund á nemanda þegar skólinn verður kominn í fullan rekstur eftir tvö til þrjú ár.

Gunnar Axel Axelsson,

bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt útreikningum bæjarins sparist að hámarki um 50 milljónir í almenna skólakerfinu á móti 150 milljóna króna útgjöld­um þegar skólinn verður kom­inn í fullan rekstur. Hann segir málið allt hið undarlegasta enda vilji meirihluti bæjarins ekki taka neina pólitíska ábyrgð á því eða svara fyrir þótt leyfið hafi verið veitt.

Kristján Ómar segir að aldrei hafi verið gengið út frá því að nemendur komi allir úr Hafnar­firði. Það sé því ekki hægt að ganga út frá því að kostnaður bæjarins verði 150 milljónir, þegar skólinn verður kominn í fullan rekstur, eins og minnihluti bæjarstjórn­ar haldi fram. Hann segir að til að byrja með ætli skólinn að taka inn 45 nemendur úr Hafnar­firði á haustönn, en 15 úr öðrum sveitarfélögum. Þau geri ráð fyrir að fá 1246 þúsund með hverj­um nemanda eins og lög geri ráð fyrir. Annað komi inn í formi skólagjalda.

Skólinn hefur þegar feng­ið húsnæði, í iðnaðarhverfinu á Hraununum í Hafnarfirði, við hliðina á veitingahúsinu Eng­lish pub og í næsta nágrenni bensínstöðvar. Í námskránni er lögð áhersla á íþróttaiðkun og óþvinguð samskipti milli kennara og nemenda. Þannig eiga nemend­ur og kennarar að heilsast með því að klessa saman hnefunum í stað þess að nota formlegt ávarp.

Arðgreiðslur hafa stigmagnast frá hruni en þrátt fyrir það skila aðeins 30,8% sér til skattsins, samkvæmt grein Páls Kolbeins rekstrarhag­fræðings sem birtist í tímariti rík­isskattstjóra, Tíund, sem kom út í maí.

Alls voru 215 milljarðar króna greiddir út í arð árið 2014, Það er næst mesti arður sem hefur verið greiddur út á Íslandi og munar aðeins um 33 milljörðum á arðgreiðslum árið 2007, sem þá voru 248 milljarðar króna.

Eins og gefur að skilja snarféllu arðgreiðslur eftir hrun en árin 2009 og 2010 voru greiddir út 73 og 74 millj­arðar króna.

Það sem vekur athygli nú er að

einstaklingar greiddu 28 milljarða í arðgreiðslur af innlendum hluta­bréfum árið 2014. Arður félaga af innlendum hlutabréfum voru þá 38 milljarðar. Af 215 milljörðum skiluðu 66 milljarðar sér aftur til skattsins. Þá skal tekið sérstaklega fram að lífeyr­issjóðir eru ekki skattskyldir frekar en góðgerðar­ og líknarfélög. Þá skila erlend félög ekki skattframtali hér á landi.

Fréttatíminn hafði samband við höfund greinarinnar og spurði hverju sætti að aðeins 30,8% af arðgreiðslum skiluðu sér til skattsins og svaraði Páll þá: „Næsta mál er bara að fara betur í þetta og fá skýringar á þessu.“­vg

Næstbesta arðgreiðsluár frá upphafi

Arðgreiðslur námu 215 milljörðum árið 2014.

Búið að ráða kennara og byrjað að innrita börn í nýjan einkaskóla

Ólafur Stefánsson hefur ráðið sig til skólans.

Skólinn er að Flatahrauni í Hafnarfirði.

Þjónustusamningur-inn er hreint og klárt formsatriði.

Kristján Ómar Björns-son, heilsustjóri Nú.

Innritun er á ábyrgð skólastjórnenda enda er þetta einkaskóli.

Haraldur Líndal er bæjar stjóri í Hafnarfirði.

6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 7: 20 05 2016

*3ja mánaða uppsagnarfrestur

Öryggismiðstöðin býður nú í fyrsta

sinn Heimaöryggi án binditíma

á aðeins 4.900 krónur á mánuði.

Enginn stofnkostnaður og uppsetning

er innifalin. Einfalt, þægilegt og

ódýrara Heimaöryggi.

Kynntu þér málið nánar á oryggi.is

eða í síma 570 2400.

Stjórnstöð Töluborð 1 x hreyfiskynjari 1 x stöðurofi í hurð 1 x reykskynjari

4.900 kr.

Heimaöryggi fyrir aðeins

á mánuði án binditíma*

INNIFALIÐ Í GRUNNPAKKA Á 4.900Hægt er að bæta við búnaði eftir þörfum gegn aukagjaldi.

Nánar á oryggi.is Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Page 8: 20 05 2016

SIKILEYBókaðu sól á

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath

. að v

erð g

etur b

reys

t án f

yrirva

ra.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

740

84

Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar

fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar 10. október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.Flogið er til Palermo og dvalið á Fiesta Garden Beach hótelinu á Campofelice di Roccella ströndinni í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á Naxos Beach Hotel á ströndinni í bænum Giardini Naxos í 5 nætur.

Gönguferð til Vindeyja – Le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum

á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins“. Í ferðinni kynnumst við einstakri menningu Sikileyinga er rekja má allt aftur til forsögulegs tíma, í gegnum hámenningu fornaldarinnar hjá Grikkjum og Rómverjum, til yfirtöku Mára, Normanna og Spánverja á seinni öldum. Við kynnumst ómótstæðilegu mannlífi og ósnortinni náttúru, þar sem tækifæri gefst til að njóta sérstakrar matarmenningar og gestrisni sem á sér engan sinn líkan í veröldinni.

Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið og drykkjum m/kvöldverðiNetverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herbergi. Innifalið er hálft fæði ásamt ¼ vínflaska og ½ vatnsflösku með kvöldverði.

Frá kr. 239.900 m/morgunverði o.fl.Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði alla morgna og 5 kvöldverðum.

Bókaðu göngu á

SIKILEY

10. október í 10 nætur

10. október í 10 nætur

„Ég hafði mest gaman af þeirri fyrstu, Davíð og þeir voru voðalega

áhugasamir og þetta sló í gegn,“ segir Steingrímur Gautur Kristjánsson um leiksýninguna Bubba kóng, sem kall-

ast nú Ubbi kóngur í nýrri þýðingu.

Fékk níu geðklofaköst og fann rödd sína sem listamað-ur á geðdeild í Svíþjóð Valur Gunnarsson [email protected]

„Fram að 1990 brenndi ég allar myndir sem ég málaði, en ég fór að ná þessu eftir að hafa verið á réttargeðdeild í Västervik í Sví-þjóð,“ segir Bjarni Bernharður, myndlistarmaður og skáld, sem hefur marga fjöruna sopið. „Þá heyrði ég einhverja rödd sem sagði mér að nú væri þetta komið.“

Hann heldur nú sína fyrstu einkasýningu í Menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti, en hefur áður sýnt á kaffihús-inu Mokka auk þess að selja ljóðabækur sínar í Austur-stræti. Sýningin samein-ar þessi tvö form, því á veggjunum má einnig finna ljóð eftir hann sjálf-an. Eitt þeirra er hjart-næmt ljóð um dreng sem settur er utan sand-kassa. „Þetta er 30 ára gamalt ljóð sem stend-ur enn fyrir sínu. Það er hætta á að þeir sem lenda fyrir utan kassann hrekist út á auðnina,

en ég er búinn að finna mér kassa fyrir utan kassann,“ segir Bjarni.

Hann er þegar búinn að selja tvö verk af sýningunni. Eitt þeirra heitir „Stríðsmaður ljóssins“ en hver er það? „Það er ég sjálfur,“ segir listamaðurinn. Hitt nefnist „Anno 86.“ Þetta lýsir harðasta geðklofakasti sem ég hef fengið um ævina, það sjöunda af níu. Þetta gerðist aldrei inni á geðdeild heldur alltaf þegar ég var einn. Ég hef oft staðið tæpt í geðklofaköst-um en þarna var ég alveg á brún-inni,“ segir Bjarni.

Á 8. áratugnum flutti Bjarni til fríríkisins Kristjaníu í Kaup-

mannahöfn þar sem hann komst í kynni við ofskynjunarlyfið LSD, eða sýru, með

afdrifaríkum af-leiðingum. Það vakti nokkra

athygli þegar hann tilkynnti á samfélags-

miðlum í haust að hann hefði neytt efnisins á ný.

„Ég skildi illa við sýruna

´82 en þetta hreinsaði

það allt út. Ég

er með langa edrú-sögu að baki

og lít svo á að ég sé ennþá edrú. Sú sýra sem ég tók í haust afbyggði mig eins og nú þykir fínt að segja og reisti mig alveg upp frá grunni. Ég hef sjaldan haft jafn mikla orku.“

Þessa daganna varar lögreglan við því að ungmenni séu aftur farin að nota LSD og Bjarni tekur undir það.

„Þau er ekki að gera þetta rétt, nota hana bara til að flippa út og það má ekki. Þá losna allar skrúfur í hausnum. Sýra er stórhættuleg og velflestir sem nota hana nota hana vitlaust. Þetta var rússnesk rúlletta og ég hefði getað fengið kúluna í hausinn.“

Dýrustu verkin á sýningunni nefnast Hel og Uppheimar og kosta rúma milljón stykkið.

„Þetta eru himnaríki og helvíti. Auðvitað er þetta ekki til en við erum kannski að finna þetta í okk-ur sjálfum, hið góða og hið illa. Ég er þegar búinn að fara til Heljar svo ég þekki það.“

Eliza Reid er fædd í Ottawa en hefur búið á Íslandi í 13 ár

Það hefur vakið athygli meðal Kanadamanna að sú kona sem er líklegust til að verða forsetafrú Ís-lands er kanadísk að uppruna. Eliza Reid er búin að vera gift Guðna Th. Jóhannessyni í 12 ár og eiga þau fjögur börn. Viðtali við hana á vef-síðunni Hit Iceland hefur meðal annars verið dreift af sendiherra Kanada á Íslandi, á kanadískum spjallsíðum og af helsta blaði Vest-ur-Íslendinga, Lögberg-Heimskr-ingla.

„Mér finnst frekar svalt að kanadísk kona gæti orðið „First Lady“ á Íslandi,“ segir Alicyn Good-man, einn stjórnarmanna blaðsins. „Mér brá samt að sjá viðbrögðin frá sumum á Íslandi sem sögðu að for-

setafrúin ætti að vera íslensk. Er ekki núverandi forsetafrú einmitt af erlendum uppruna?“

Guðni hefur verið bókaður á fyr-irlestur Vestra í haust. „Við höfum

oftast verið með eldri fræðimenn en Guðni er nýr og ferskur. Við von-umst til þess að hann komi, en ef hann er orðinn forseti verður þetta líklega eitthvað formlegra.“ |vsg

Kanadamenn spenntir fyrir konu Guðna

Guðni og Eliza með börnin. Lengst til vinstri er Rut sem heldur á Donald Gunnari, þá Duncan Tindur. Guðni situr með Sæþór Peter og Edda Margrét er í

fangi Elizu, móður sinnar.

Örlagavaldur í lífi DavíðsSteingrímur Gautur Krist-jánsson þýddi Bubba kóng og kenndi lögfræði við HÍLeikritið Bubbi kóngur, eftir franska súrrealistann Alfred Jarry, vakti fyrst athygli hérlendis þegar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi lék í því árið 1969. Ágústa Skúladóttur leikstýrði því nýlega í Hafnarfirðin-um og var sú uppfærsla valin til þátt-töku á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Strawanz í Austurríki í sumar.

Steingrímur Gautur Kristjánsson lögmaður þýddi verkið á sínum tíma og nýja útgáfan heitir Ubbi kóngur, en á frummálinu Ubu Roi.

„Ég vissi ekki að Ubbi væri til í ís-

lensku, en fann svo víkingakónginn Ubba í fornsögunum. Ég hef fært margt í réttara horf.“

Steingrímur lærði bókmennta-fræði í Frakklandi en skipti yfir í lögfræði.

„Það er náttúrulega ekkert vit í að læra bókmenntir ef maður ætlar að hafa ofan af fyrir sér, en ég hef haft þær sem áhugamál.“

Og um hvað snýst verkið? „Ubbi, sem er háttsettur við

pólsku hirðina, fremur valdarán og fer síðan að innheimta skatta handa sjálfum sér. Honum steypt og hann fluttur til Frakklands, en í minni út-gáfu er það til Íslands.“ | vgu

Stríðsmaður ljóssins Þetta eru himnaríki

og helvíti. Auðvitað er þetta ekki til en við erum

kannski að finna þetta í okkur sjálfum, hið góða

og hið illa. Ég er þegar bú-inn að fara til Heljar svo

ég þekki það.

8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 9: 20 05 2016

N 302016

Listahátíðí Reykjavík

Láru

sso

n H

ön

nu

nar

sto

fa

Tryggðu þér miða á listahatid.is & sinfonia.is

25. maí, kl. 19:30 @ Harpa, Eldborg

Efnisskrá Pjotr Tsjajkovskíj Rómeó og Júlía Maurice Ravel Píanókonsert í G—dúr Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 6, Sveitasinfónían

Ashkenazy með Sinfóníuhljómsveit Íslands & Jean–Efflam Bavouzet

Stofnaðilar og bakhjarlar Listahátíðar

Page 10: 20 05 2016

Stærri sneið til eigenda, minni til launafólksEfri kakan sýnir skiptingu kök-unnar milli launa, leigu, vaxta og arðs til eigenda að meðal-tali árin fyrir aldamót, 1997 til 1999. Sú neðri sýnir skiptinguna 2014 samkvæmt samandregn-um framtölum rekstraraðila 2014. Miðað við stærð kökunnar 2014 er kaka launþega um 120 milljörðum króna minni en hún væri ef skiptingin væru sú sama og var undir lok síðustu aldar. Sneið eigenda fyrirtækjanna er hins vegar um 170 milljörð-um króna stærri. Eigendur taka til sín það sem launþegar hafa misst og auk þess minni vaxta- og leigugreiðslur vegna skulda-lækkunar fyrirtækja.

1997 – 1999

74,9%

7,7%

11,4%

6%

Laun

LeigaVextir

Arður

2014

62,7%

19,2%

10,2%

7,9%

Laun

Arður

Vextir

Leiga

Launþegar fá 120 milljörðum minna – eigendur 170 milljörðum meira

Mikil breyting á hlutdeild launa og arðs í rekstri fyrirtækjaVerkalýðsbaráttan á Íslandi hefur villst inn á hliðargötur. Samtök launamanna heyja baráttu sem félagsmenn eiga erfitt með að tengja sig við og öll umræða í sam-félaginu er fremur sveigð að hagsmunum sérhagsmunahópa og fyrirtækja en almenn-ings og launþega.MYND | ASÍ

Í nýjasta tölublaði Tíundar, tímariti ríkisskattstjóra, dregur Páll Kol-beins hagfræðingur saman skatt-framtöl rekstraraðila á Íslandi og sýnir þróun ýmissa stærða. Meðal annars vekur Páll athygli á hvern-ig skipting milli launa, leigu, vaxta og arðs hefur þróast síðustu átján árin. Þessi skipting gefur til kynna hvernig afrakstri af fyrirtækjum er skipt á milli launafólks, auðmagns og eigenda fyrirtækjanna. Og eins og við er að búast sýna þessar tölur að hlutdeild launafólks hefur stór-lega dregist saman; ekki aðeins í aðdraganda Hrunsins og í Hruninu

sjálfu heldur hefur launafólk ekki náð að jafna sinn hlut á sama tíma og eigendur fyrirtækja taka til sín æ stærri hluta kökunnar.

Fyrirtæki fyrir eigendurnaHugmyndir um fyrirtækið hafa tekið breytingum á undanförnum áratugum, hvaða fyrirbrigði þetta er. Fyrirtæki starfa samkvæmt lög-um og reglugerðum; samfélags-legu samkomulagi sem færir þeim að mörgu leyti réttindi eins og þau væri mannverur og eigendum þeirra takmarkaða ábyrgð á skuld-bindingum. Fyrirtæki eru því að

Þegar skattaframtöl fyr-irtækja eru skoðuð á um-liðnum árum kemur í ljós að hlutdeild launa er nú miklum mun minni en var um aldamótin á meðan útgreiddur arður og aðrar útgreiðslur til eigenda eru miklum mun hærri. Jafnvel þótt stóru bankarnir þrír séu settir innan sviga er aug-ljóst að eigendur fyrirtækja taka mun meira til sín og þá á kostnað launþega.Gunnar Smári [email protected]

mörgu leyti samfélagslegar stofnan-ir þótt þau geti verið í einkaeigu. Á síðustu öld döfnuðu því hugmynd-ir um samfélagslegt hlutverk fyr-irtækja. Litið var á þau sem stólpa í samfélögum, grunn öryggis og festu, vaxtar og velsældar.

Á því tímabili sem nýfrjálshyggj-an var ríkjandi hugmyndastefna, frá kosningasigrum Margrétar Thacher og Ronalds Reagan um 1980 og fram að fjármálahruninu 2008, breyttust hugmyndir fólks um fyrirtækið. Í takt við almenna höfnun á samfélagslegum gildum náði sú kenning fótfestu að fyr-irtæki væru fyrst og fremst eign eigenda sinna og ættu í raun ekki að þjóna neinum nema hluthöfum sínum. Því var jafnvel haldið fram að þetta væri hin eina rétta og náttúrlega sýn á fyrirtækin; að þau gætu mengast og afvegaleiðst ef stjórnendur vildu hafa aðra hags-muni að leiðarljósi en hag hlut-hafanna. Eftir því sem fyrirtækin þjónuðu eigendum sínum betur því betur þjónuðu þau heildinni og samfélaginu.

Þetta eru samstofna hugmynd-ir og lituðu aðra þætti og stofnanir samfélagsins. Sú trú var ríkjandi að ef hver einstaklingur og hver hóp-ur sækti sína þrengstu hagsmuni af hörku og elju myndi upp rísa rétt-látt og gott samfélag; byggt upp af eigingjörnum hvötum einstakling-anna. Samfélagið var í raun ekki til nema sem summa einstaklinganna. Því var hafnað að maðurinn væri hópdýr.

Fyrirtæki losna úr samfélaginuAlþjóðavæðing ýtti undir þess-ar kenningar. Fyrirtæki voru ekki lengur bundin því samfélagi sem þau spruttu upp úr heldur gátu flutt starfsemi sína, að hluta eða öllu leyti, hvert þangað sem þjón-aði hagsmunum hluthafanna betur.

Hér heima má sjá svipuð áhrif af kvótakerfinu og frjálsu framsali. Fyrir kvótakerfið var útgerðarmað-urinn tengdur sínu þorpi. Hann bar húsbóndaskyldur gagnvart íbúun-um, ekki ósvipaðar og stórbænd-ur gagnvart vinnuhjúum sínum. Þótt hann byði fólki ekki upp á mannsæmandi líf af launum sínum gat hann ekki kippt grundvellinum

10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Örstutt um mig. Ég kem af mjög stóru

heimili. Þannig að ég hef séð þetta allt.

Nú er ég bara að líta í kringum mig.

Get vel hugsað mér að breyta til.

Taka nýjan snúning! Á nóg eftir.

Eitt enn. Ég er í sambandi við

þýskan þurrkara. Ég fer ekkert

ef hann fer ekki með.

Starfsumsókn:

Þrítug þvottavél

óskar eftir tilbreytingu

Page 11: 20 05 2016

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

HVAÐ Á C4 CACTUS SAMEIGINLEGT MEÐ KAKTUSUM?

VERÐ FRÁ

2.690.000KR.STÓRGLÆSILEGUR

300.000KR.KAUPAUKI FYLGIR MEÐ Í TAKMARKAÐAN TÍMA

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

CITROËN

C4 CACTUS

Kaktusar eru harðgerðir, lifa á nánast engu og verja sig á snjallan hátt. Það sama á við um Citroën C4 Cactus. Veldu hagnýta hönnun, sparneytni og lágan rekstrarkostnað. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag.

Citroën C4 Cactus er fáanlegur með BlueHdi dísilvél eða nýrri PureTech bensínvél sem nýverið hlaut eftirsótta titilinn vél ársins (International Engine of the Year). Báðar vélarnar sameina frábæra frammistöðu, lága eyðslu og litla koltvísýringslosun.

Citroën C4 Cactus hefur slegið í gegn um allan heim. Glæsilegur kaupauki fylgir með tímabundið. Tryggðu þér eintak.

citroen.is

Komdu í reynsluakstur

Citroen_Cactus_meðCactusum5x38_20160519_END.indd 1 19.5.2016 11:28:46

Page 12: 20 05 2016

Launin hrundu og sitja eftir

undan lífsafkomunni. Húsbóndan-um bar að gæta hjarðar sinnar.

Með frjálsu framsali breyttist þetta. Kvótaeigandi gat selt kvótann úr plássinu og stungið af með sölu-verðið. Í næsta skattaskjól ef svo bar undir. Litið var svo á að hann bæri enga ábyrgð gagnvart lífsafkomu þeirra sem höfðu lifað og starfað við fyrirtækið.

Við þekkjum samskonar dæmi úr mannkynssögunni. Breska krúnan náði að róa skosku hálöndin með því að skilgreina land sem áður var almenningur sem einkaeign höfð-ingjanna. Við það rofnuðu tengsl höfðingjanna við meðbræður sína og það liðu ekki nema nokkrir ára-tugir þar þeir hröktu fólk af löndum sínum. Þetta var kölluð Hálanda-hreinsunin.

Það þekkjast því mörg dæmi þess úr sögu og samtíma hversu mik-il áhrif það hefur þegar rofin eru tengsl fyrirtækja og auðlinda við samfélagið.

Bullið í bólunniSamkvæmt samandregnum skatt-framtölum rekstraraðila voru laun og launatengd gjöld um 860 millj-arðar króna á núvirði að meðal-tali síðustu þrjú ár síðustu aldar, frá 1997 til 1999. Útgreiddur arður úr þessum fyrirtækjum til eigenda sinna var á þessum árum 61 millj-arður króna. Launafólkið fékk með öðrum orðum um 14 sinnum hærri fjárhæð en eigendurnir.

Árið 2007, á hápunkti bólunn-ar fyrir Hrun, þegar eigendur mis-notuðu fyrirtækin hvað mest og drógu úr þeim mesta fjármuni, fóru launagreiðslur upp í 1285 milljarða króna á núvirði. Þá var samanlagð-ur útgreiddur arður til eigenda hins vegar um 680 milljarðar króna. Launþegar fengu til sín tæplega tvöfalda þá upphæð sem eigendur drógu til sín.

Þar sem eitt einkenni áranna fyrir Hrun var flókinn fyrirtækjastrúktúr þar sem hvert eignarhaldsfélagið stóð upp af öðru má búast við að í samandregnum framtölum sé hluti af arðinum tvítalinn og í sumum til-fellum jafnvel þrí- og fjórtalinn.

Laun frosin en arður rýkur uppEn þessi flókni fyrirtækjastrúktúr var að mestu fallinn þegar komið

var fram á árin 2013 og 2014. Árið 2013 voru samanlögð laun og launa-tengd gjöld fyrirtækjanna 737 millj-arðar króna á núvirði eða um 14 prósent lægri en meðaltal áranna 1997 til 1999. Árið 2014 hækkuðu launin upp í 763 milljarða en voru samt 13 prósent lægri en á síðustu árum síðustu aldar.

Árið 2013 var útgreiddur arður og aðrar útgreiðslur til eigenda úr fyrirtækjum 204 milljarðar króna á núvirði eða 240 prósent hærri en arðurinn var í lok síðustu aldar. Og 2014 hækkaði arðurinn enn, fór í 234 milljarða króna á núvirði eða 258 prósent yfir því sem var í lok síðustu aldar.

Ef við gerum ráð fyrir að hlutfall-ið milli launa og arðs hefði verið það sama 2014 og það var að meðaltali 1997 til 1999 má segja að launþegar hafi fengið 120 milljörðum minna í sinn hlut árið 2014 af samanlögðum launum, leigu, vöxtum og arði. Með sama hætti má segja að eigendur fyrirtækja hafi á þessu ári tekið til sín 171 milljarð króna í arð umfram það hlutfall sem almennt var ríkj-andi í lok síðustu aldar.

Úr 14 niður í 4 sinnum meiraSem kunnugt er greiddu bankarn-ir út ríkulegan arð árið 2014 og var það byggt á gríðarlegum hagnaði þeirra. Það er því ef til vill eðlilegt að skera bankanna frá öðrum fyrir-tækjum þar sem stór hluti hagnað-ar þeirra var byggður á endurmati eigna og lýsa ekki eðlilegu árferði eða viðvarandi rekstrarstöðu.

Ef við skerum stóru bankanna þrjá frá heildinni þá lækka launa-greiðslur ársins 2014 um 42 millj-arða króna á núvirði og arðurinn um 47 milljarða króna. Eftir situr 721 milljarður króna í launagreiðsl-ur á móti 187 milljörðum krónum í arð.

Eins og fyrr segir fengu laun-þegar um 14 sinnum meira í sinn hlut en eigendurnir í lok síðustu ald-ar en þeir fengu minna en fjórum sinnum meira en eigendurnir árið 2014. Ef bankarnir eru hafði með fengu launþegar rúmlega þrisvar sinnum meira en eigendur fyrir-tækja árið 2014.

Vantar milljón í launaumslagiðÞað hafa því orðið miklar breytingar

á því hvernig kökunni er skipt á þessum árum. Ef við reiknum með um 110 starfandi hjá framtalsskyld-um rekstraraðilum, en opinberar stofnanir eru ekki inn þessum töl-um, felur þessi breyting í sér að sneið hvers starfsmanns var rúm-lega einni milljón krónum minni 2014 en hún hefði verið ef hlutfall-ið á milli launagreiðslna og arðs úr fyrirtækjum hefði verið lík því sem það var í lok síðustu aldar.

Það erfitt á áætla hversu mikið hagur hvers eigenda hefur batnað að sama skapi. Eigendur fyrirtækja eru miklum mun færri en launafólk-ið. Þessi færsla frá launagreiðslum til arðs er því ein birtingarmynd þeirrar þróunar sem verið hefur á Vesturlöndum undanfarna áratugi; að fjöldinn fær minna í sinn hlut á meðan hinir fáu fá sífellt meira.

Því var almennt trúað á tímabili nýfrjálshyggjunnar að því meira sem fáir fengju því betur hefði heildin það. Hrunið afhjúpaði þetta sem bábilju og nú leggur meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áherslu á að besta leiðin til að bæta kjör heildarinnar sé að lyfta upp þeim sem minnst bera úr býtum.

Það er með öðrum orðum heillavænlegra að láta þennan 171 milljarð króna, sem tiltölulega fáir eigendur fyrirtækja tóku til sín um-fram það sem þeir gerðu í lok síð-ustu aldar, renna til fjöldans, launa-manna. En þótt þetta séu orðin almennt viðurkennd sannindi í hag-stjórn hafa þau ekki náð að breyta kerfinu. Það virðist halda áfram eins og ekkert hafi orðið Hrunið.

Ef við skerum stóru bank-anna þrjá frá heildinni

þá lækka launagreiðslur ársins 2014 um 42 millj-arða króna á núvirði og

arðurinn um 47 millj-arða króna. Eftir situr 721 milljarður króna í

launagreiðslur á móti 187 milljörðum krónum í arð.

Neðsti flöturinn, sá rauði, sýnir þróun launa og launatengdra gjalda í samandregnum framtöl-um rekstraraðila á föstu verðlagi. Launakostnaður byggðist upp fram eftir öldinni, reis svo hátt á árun-um fyrir Hrun en steyptist svo niður við Hrunið og var nánast sá sami frá 2009 og fram til 2014. Næsti flötur sýnir leigukostnað og sá þar fyrir ofan vaxta-greiðslur. Þetta er sneið fjármagnsins. Glórulaus rekstur áranna fyrir Hrun og uppgjörið við Hrunið brenglar þessar stærðir út úr öllu korti. En þegar bornar eru saman þessar stærðir á árunum kring-um aldamótin og árin 2013 og 2014 sést að þær

eru merkilegar líkar. Það á hins vegar ekki við um arð og aðrar útgreiðslur úr fyrirtækjum til eigenda. Arðgreiðslur jukust mjög á árunum fyrir Hrun þar til þær voru orðnar um helmingur af öllum launa-kostnaði árið 2007. Við Hrunið skruppu arðgreiðsl-ur skiljanlega saman, það voru engin verðmæti eftir í fyrirtækjunum til að greiða út. En á meðan launagreiðslur hafa nánast staðið í stað voru arð-greiðslurnar fljótar að taka við sér aftur. Á meðan launagreiðslur voru um 13 prósent lægri árið 2014 en þær voru á aldamótaárinu 2000 þá voru arð-greiðslur til fyrirtækja 250 prósent hærri.

12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

2004 2014

Arður

Vextir

Leiga

Laun

Lægra verð í Lyfju

lyfja.is

Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015.

Fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni ofnæmisbólgu í nefi:

Nefúði við ofnæmi

9 Hnerri 9 Nefrennsli 9 Kláði í nefi 9 Nefstífla

Page 13: 20 05 2016

Til hagræðingar fyrir heimilin í landinu

Stafrænar eldhúsvogir

Hnífar, brýni og kubbar

Straubretti Sterk eldhúsáhöld

Mæliskálarúr stáli með silicon botni, eldhúsprýði sem endist.

Ómissandi gæðagripir og sannkölluð eldhúsprýði. Til í nokkrum litum.

Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari. Allt á sínum stað í eldhúsinu.

Góð lausn sem hentar vel á svölum eða í þvottahúsum.

Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn.

Brabantia Touch Bin opnast með einni snertingu og lokast með annarri. Pokar með reimum sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis við tæmingu.

Ilmspjöld minnka líkur á því að sorplykt finnist.

Litir og munsturSjón er sögu ríkari.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

BLóMSTuRvELLIRHELLISSANDISÍMI 436 6655

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum

kl. 11-15.

AÐRAR HEIMILISLAUSNIR FRÁ BRABANTIA

Retro Bin

Flat back

Þessi með kúlulaga loki og fótstigi.Til í ýmsum retro litum.

Með flötu baki og fara því vel upp að vegg. Til í TouchBin eða PedalBin og að sjálfsögðu í ýmsum litum.

Brabantia ruslaföturnar eru heimilisprýði um leið og þær gegna sínu hlutverki

Staflanlegar, léttar körfur fyrir óhreinatauiðHver með sinn lit.

Brabantia ruslafötur fást í ýmsum gerðum og litum, allt frá 3 ltr. uppí 60 ltr.

Vegghengjan-legar snúrur,úti eða inni

Fallegir og sterkir tappatogarar

Page 14: 20 05 2016

„Þetta var bara erfiðisvinna. Ég var að vinna hjá honum sjö daga vikunnar í átta mánuði. Ég fékk aldrei borgað fyrir vinnuna. Vinnu-veitandinn minn sagði mér að hann væri að safna fyrir mig peningum og myndi greiða mér síðar,“ út-skýrir Bilal. Um var að ræða erfiða vinnu án lögbundins frís og í ljósi aldurs Bilal verður vinnunni varla lýst öðruvísi en sem vinnumansali, af lýsingum hans að dæma. Und-ir það tekur lögmaður hans, Ás-laug Gunnlaugsdóttir, í samtali við blaðamann.

Bróðirinn atvinnuglæpamaðurBilal segist hafa áttað sig á því í hvaða aðstæður hann var búinn að koma sér í eftir nokkra mánuði. Hann hafi því íhugað að leita til lögreglu. Vinnuveitandinn sann-færði Bilal um að hann yrði sendur rakleiðis aftur til Marokkó leitaði hann hjálpar hjá yfirvöldum. Það var áhætta sem Bilal vildi ekki taka.

Ofan á allt annað átti vinnuveit-andinn bróður sem var atvinnu-glæpamaður, að sögn Bilal. „Hann var stundum með byssu á sér og kom ítrekað með þýfi heim til bróð-ur síns,“ segir hann og bætir við að

hann hafi verið afar hræddur við bræðurna. Hann segir glæpamann-inn, bróður vinnuveitandans, hafa að auki reynt að nauðga sér þríveg-is.

„Einu sinni þegar ég var fjórt-án og tvisvar þegar ég var orðinn fimmtán ára,“ segir hann. Bilal tókst að komast í burtu af sjálfs-dáðum í tvö skipti en í það þriðja kom félagi hans honum til hjálpar, að hans sögn.

„Hann sagði honum bara að ég væri ekki fyrir svona lagað,“ útskýr-ir Bilal sem var hættur að lítast á blikuna þegar þarna var komið.

Að lokum kom að því að félagi Bilal, sem var tæplega tíu árum eldri, fór með hann á fund vinnu-veitandans þar sem hann ætlaði bæði að krefjast eigin launa og svo hjálpa Bilal að fá laun fyrir vinnu sína. Sá hefur verið dæmdur fyrir árásina.

„Vinnuveitandinn sagðist þá ekki kannast við okkur og þverneitaði að borga okkur fyrir vinnuna,“ segir Bilal.

Vonar að dómari hlusti á sigLýsingar hans á atvikinu eru ólík-ar þeim sem eru tilteknar í úr-

skurði Hæstaréttar. Þannig heldur vinnuveitandinn því fram að Bilal og vinnufélagi hans hafi lamið sig illa, hellt yfir hann bensíni, stolið um 1400 evrum auk farsíma og bif-reiðar.

Bilal segir þetta ekki sannleik-anum samkvæmt. Hann játar þó að hafa lent í ryskingum við hann. „Ég sparkaði í hann og sló hann, en ég rændi hann ekki. Hann kastaði 1300 evrum á gólfið og sagði okkur að hirða þann pening fyrir vinnu okkar. Það er náttúrulega ekki mik-ið fyrir átta mánaða vinnu,“ segir Bilal en það eru tæplega 200 þús-und krónur. Varðandi bensínið seg-ist Bilal hafa skvett vatni úr glasi framan í hann.

„Ég vona bara að dómararn-ir hlusti á mig. Það er ekki ég sem braut lögin hérna,“ segir Bilal sem flúði til Íslands eftir atvikið af ótta við hefndir. Þá tók þó ekki betra við, enda fékk hann að dúsa í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum og úr varð fréttamál árið 2012. Forstjóri Barna-verndarstofu sagði þá í viðtali við fjölmiðla að ekkert land á Norður-löndunum hefði brugðist eins við; það er að segja að fangelsa barn-ungan flóttamann.

Tengdamamma með útKærasta Bilal, Kolgríma, hefur áhyggjur af kærastanum og segir móður sína ætla að verða honum innan handar úti í Finnlandi.

„Hún ætlar að reyna að fara út, vera hjá honum og hjálpa honum,“ segir Kolgríma. Bilal er með dvalar-leyfi hér á landi af mannúðarástæð-um, enda kom hann hingað til lands aðeins barn að aldri og var undir umsjón barnaverndaryfirvalda hér á landi í fyrstu.

„Mig langar að búa hér,“ segir Bilal, enda líður honum vel hér á landi. Hann vinnur við matreiðslu á veitingastaðnum Roadhouse og stefnir á nám.

Bilal var handtekinn í gær-morgun og fluttur úr landi. Hann verður færður í hendur finnskra lögregluyfirvalda, en fjölskylda Bilal vissi ekki til hvaða borgar í Finn-landi honum var flogið.

Flúði vinnumansal en var framseldur til baka

Bilal Fathi Tamimi og Kolgríma Gestsdóttir hafa verið kærustupar í tvö ár.

Bilal vann sleitulaust í átta mánuði án þess að fá greitt fyrir. Að lokum réðst hann

á vinnuveitanda sinn.

Fjórtán ára unglingur vann sleitulaust í átta mánuði án þess að fá greitt fyrir. Verð-ur framseldur fyrir að hafa ráðist á vinnuveitandann.Valur [email protected]

Hæstiréttur Íslands hefur sam-þykkt að framselja tæplega tvítugan pilt frá Marokkó til Finn-lands vegna meintrar líkamsárás-ar. Pilturinn, sem kom hingað til lands á unglingsaldri og var á for-ræði barnaverndaryfirvalda, segist hafa lent í klónum á glæpamönnum sem hnepptu hann í vinnuþrælkun á barnsaldri. Hann braust út úr að-stæðunum árið 2012 en verður nú framseldur til baka á næstu dög-um.

„Hann átti mig eins og þræl,“ segir Bilal Fathi Tamimi sem kom hingað til lands aðeins fimmtán ára gamall. Þá hafði hann flúið frá Finn-landi, þar sem hann lenti í klónum á manni sem lét hann vinna á hverj-um degi í átta mánuði án þess að greiða honum svo mikið sem eina evru fyrir vinnuna. Samskipti Bilal við manninn enduðu með ofbeldi og samþykkti Hæstiréttur Íslands fyrr í vikunni að framselja hann til Finnlands vegna meintrar lík-amsárásar gegn manninum sem Bilal sakar um að hafa haldið sér í vinnumansali.

„Ég var svona lítill,“ segir hann við blaðamann á góðri íslensku, og undirstrikar með höndunum hversu lítill hann var. Með Bilal er íslensk kærasta hans, Kolgríma Gestsdóttir, en þau kynntust við nám í Tækniskólanum og búa hjá móður hennar.

„Mér fannst hann bara sætur,“ svarar Kolgríma þegar blaðamaður spyr hvernig kom til að þau drógust saman. Þau kynntust þegar hann var sautján og hún sextán.

Þetta var bara erfiðisvinnaFram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að Bilal hafi verði fimmtán ára og tveggja mánaða þegar hann á að hafa lamið og rænt vinnuveitanda sinn. Í ljósi þess að sakhæfisaldur er fimmtán ár á Ís-landi úrskurðuðu dómarar að heim-ild væri fyrir hendi að framselja Bilal til Finnlands.

Það er óhætt að fullyrða að stutt ævi hans sé viðburðaríkari en ævi flestra jafnaldra hans hér á landi.

„Ég flutti frá Alsír til Marokkó

þegar ég var tveggja ára gamall. Þar ólst ég upp,“ segir Bilal. Hann átti í slæmu sambandi við móður sína og segir að þau hafi ekki tengst mikið, eins og hann orðar það sjálfur.

„Ég var því bara að flækjast um Marokkó þar sem ég gat ekki alltaf verið hjá mömmu minni,“ segir hann. „Ég og nokkrir krakkar ráf-uðum um, sváfum úti og stálum mat og svona.“

Það kom svo að því að hann vildi betra líf og hann var tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir aukin tæki-færi. Þá vildi hann einnig mennta sig; nokkuð sem var ómögulegt í þeim aðstæðum sem hann var í á þeim tíma. Bilal tók því afdrifaríka ákvörðun, aðeins fjórtán ára gam-all; hann ákvað að leggja í hættu-legt ferðalag til Evrópu í leit að betra lífi. Hann fór til Finnlands þar sem hann komst í kynni við samlanda sinn sem var með finnsk-an ríkisborgararétt. Sá hélt úti bíla-partasölu og réði Bilal til vinnu við að rífa í sundur bíla. Sá veitti hon-um einnig húsaskjól. Bilal var með öllu réttindalaus og því upp á náð og miskunn vinnuveitanda síns kominn.

Mynd | Rut

14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður!

Verð áður 49.995 kr.nú 39.995 kr.

Salomon Quest Origin GTX Stærðir 36-48

lÍs en ku

ALPARNIRs

SWALLOW 250Kuldaþol: -8þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.

3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.

4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

30%SNJÓBRETTAPAKKAR

Góðarfermingargjafir

FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727alparnir.is

Page 15: 20 05 2016

Steinvari er ö�ug varnarlína gegn íslensku veðri, afrakstur þrotlausra rannsókna og þróunar í áratugi. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig í valinu á útimálningu.

Steinvari – íslensk varnarlína í útimálningu

Útimálningfyrir íslenskt veðurfar

STEINVARI

- sérfræðingar í útimálningu -

Útsölustaðir Málningar : BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • Litaver, Grensásvegi • BAUHAUS • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Vélsmiðja Árna Jónssonar, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísa�rði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafs�rðiBYKO, Reyðar�rði • ORMSSON VÍK, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO, Ke�avík • N1 verslun, Grindavík ÍS

LE

NS

KA

/SIA

.IS

/MA

L 7

8705

05/

16

Page 16: 20 05 2016

Sigurður sagði í grein að á viku-löngum fundi „í skrifstofuhúsnæði hér í borg“ á haust-mánuðum 2002 hafi verið lagt á ráðin um að koma Búnaðar-bankanum í hendur S-hópsins.

Jóhann [email protected]

Fléttan á bak við einkavæðingu Búnaðarbankans og milljarðalán Landsbankans til kaupa S-hóps-ins á hlut ríkisins í bankanum er órannsökuð. Áhugi núverandi þing-meirihluta á því að rannsaka málið er enginn.

Þann 7. nóv. 2012 samþykkti Al-þingi þingsályktunartillögu um þriggja manna nefnd sem falið yrði að rannsaka einkavæðingu bank-anna á síðasta áratug. Margir hafa talið – og telja enn – að þar hafi losnað úr læðingi kraftar sem sex árum síðar áttu eftir að kollsteypa íslenska þjóðfélaginu í hruninu árið 2008.

Í ályktuninni segir meðal annars: „Nefndin fjalli um gerð og innihald samninga við kaupendur bank-anna, mat á eignum bankanna og að hve miklu leyti það samræmd-ist söluverði þeirra, efndir samn-inga og undanþágur frá ákvæðum þeirra, þ.m.t. afslætti frá kaupverði. Þá verði fjallað um eftirlit og ábyrgð með framfylgd samninganna.“

„Nefndin geri eftir atvikum ráð-stafanir til þess að hlutaðeigandi yf-irvöld fjalli um mál þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi...“

Um ljósfælna samninga Ekkert varð af rannsókn enda komst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til valda hálfu ári áður en skila átti skýrslu um einkavæðingu bankanna til Alþing-is. Það var ríkisstjórn sömu flokka og véluðu um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans samkvæmt áratuga gamalli helmingaskipta-reglu.

Hvað hefði rannsókn á einkavæð-ingu bankanna getað leitt í ljós?

Hér verða aðeins nefnd fáein álitamál sem enn er allt á huldu um en rannsókn gæti varpað ljósi á.

Skömmu eftir að ríkisstjórn Jó-hönnu Sigurðardóttur komst til valda ákvað hún veita almenn-ingi aðgang að gögnum fram-kvæmdanefndar um einkavæð-ingu. Þar var eitt og annað forvitnilegt að finna eins og Sig-urður G. Guðjónsson lögfræðing-ur skrifaði m.a. um í grein haustið 2009. Í nefndina höfðu valist „sauð-tryggir og prúðir flokksgæðingar. Menn sem tryggt var að hefðu enga sjálfstæða skoðun á einkavæðingu heldur fylgdu í blindni fyrirmæl-um leiðtogum flokka sinna,“ eins og Sigurður G. orðaði það.

Svonefndur S-hópur, settur saman af Ólafi Ólafssyni (Samskip) og Þórólfi Gíslasyni (kaupfélags-

stjóra á Sauðárkróki), gerði tilboð í Búnaðarbankann og hlaut náð oddvita stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms-sonar. Að þessum hópi kom Finn-ur Ingólfsson, sem þá var seðla-bankastjóri (2002).

Sigurður G. hélt því fram haustið 2009 að Framsókn hafi vitað að Sigurður Einarsson, sem þá var forstjóri Kaupþings fjárfestingar-banka (og dæmdur var í Al-Thani málinu), hefði ekki mátt sjást með S-hópsmönnum meðan verið var að koma hlut ríkisins í Búnaðar-bankanum í réttar hendur. Stafaði það meðal annars af mikilli spennu milli Davíðs Oddssonar og Sigurðar vegna átaka um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins nokkrum misserum áður.

LeynifundurSigurður G. upplýsir eftirfarandi: „Nokkru síðar skrifaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra [Framsóknarflokki] undir sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins. Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson óku brosandi á braut. Í Ármúlanum beið Sigurður Einarsson í Kaupþingi eftir því að taka Búnaðarbankann yfir á grund-velli samnings, sem dreginn hafði verið upp á vikulöngum leyndar-fundi haustið 2002 í skrifstofuhús-næði hér í borg.“

Sigurður getur um einkennilegt brotthvarf Finns Ingólfssonar úr Seðlabankanum. „Embætti seðla-bankastjóra sleppti Finnur sjálf-viljugur, sem er fátítt um embætt-ismenn á þeim bæ, á haustdögum 2002 til að gerast forstjóri VÍS hf., sem var hluti af S-hópnum.“

Reyndin varð sú að Búnaðar-bankanum var rennt inn í Kaupþing vorið 2003 aðeins fáeinum vikum eftir að nýir eigendur tóku við hon-um með samningi sem gerður var 16. janúar það sama ár. Svo öruggir voru menn með sig að sameinaður efnahagsreikningur Búnaðarbank-ans og Kaupþings var látinn gilda frá og með áramótum 2002/2003.

Auðvelt er að sjá af framan-sögðu að S-hópurinn og nátengdir vildarmenn úr Framsóknarflokkn-um og Sjálfstæðisflokknum voru löngu búnir að setja sig í stellingar og höfðu lagt vandlega á ráðin um kaupin á Búnaðarbankanum snemmvetrar 2002.

Hér verður ekki rakinn dularfull-ur þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum og engum get-um er að því leitt hvort þar hafi ver-ið um refsiverða háttsemi að ræða eða brot á starfsskyldum í anda þess

sem lesa má í samþykkt Alþing-is um rannsókn bankasölunnar. Þess í stað verður vikið að lántöku félaga sem stóðu að baki S-hópn-um; Ólafi, Þórólfi, Finni og fleirum. Stærsti kaupandinn var Egla (72%), VÍS (12,7%), Samvinnulífeyrissjóð-urinn (8,5%) og Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga (7,6%).

Hringekja peningannaUpplýst hefur verið að samtals lán-aði Landsbankinn um 7 milljarða króna til kaupa á Búnaðarbankan-um á góðum kjörum (samsvarar 13 til 14 milljörðum króna í dag). Landsbankinn innheimti til að mynda engin lántökugjöld eins og Björn Jón Bragason, sagnfræðingur, segir frá í tímaritsgrein (Saga 2011).

Um það leyti sem lánin voru veitt var Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, en Sig-urjón Þ. Árnason var ráðinn við hlið hans síðla árs 2003. Formað-ur bankaráðs Landsbankans var framsóknarmaðurinn Helgi S. Guð-mundsson og varaformaður ráðsins var Kjartan Gunnarsson, þá fram-kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Ljóst er að þessir þrír menn Landsbankans báru mesta ábyrgð á milljarðalánunum til S-hópsins vegna kaupa á Búnaðarbankanum. Helgi S., sem lést fyrir um þrem-ur árum, var handgenginn Finni Ingólfssyni og innvígður í fjár-málafléttur Framsóknarflokksins og S-hópsins.

Listin að græða stórféÁ þessum tíma stofnaði Helgi S. einkahlutafélagið Vogás. Eftir að salan á Búnaðarbankanum var um garð gengin í janúar 2003 tók félag-ið 200 milljóna króna lán hjá Kaup-þingi. Hvergi er bókaður kostnaður við lánið, svo sem lántökukostnað-ur. Í sömu ársskýrslu segir að eign-ir þess séu 200 milljónir króna í hlutabréfum.

Í ársskýrslu Vogáss 2004, ári síð-ar, er bókfærður hagnaður rétt um 150 milljónir króna og skattaskuld rétt um 33 milljónir króna. Í skýr-slunni er eigin fé félagsins nokkurn veginn það sama eða um 150 millj-ónir króna.

Hvergi er getið um lánið frá Kaupþingi í ársskýrslunni 2004. Ætla má að lánið hafi staðið mjög stutt við í félaginu því vaxtagjöld eru aðeins um 6.700 krónur!

Umhugsunarvert kann að þykja að kveikjan að svo miklum hagn-aði getur hvergi átt rætur í öðru en framangreindu 200 milljóna króna láni frá Kaupþingi árið áður.

Enn líður ár og í ársskýrslu Vogáss fyrir árið 2005 er greiddur

úr félaginu 130 milljóna króna arð-ur til eina eigandans.

Ástæðulaust er að rekja fekar efni ársskýrslna Vogáss ehf. frá þessum tíma. En áleitnar spurn-ingar vakna um mikinn hagnað og hvernig hann er til kominn. Endur-skoðendur, sem lesið hafa ársskýr-slurnar að beiðni greinarhöfundar, eru fullir efasemda. Hvers vegna er vaxtakostnaður af 200 milljóna króna láni nær enginn? Því er ekki lántökugjald bókfært? Hvernig get-ur hagnaðurinn orðið svo ævin-týralegur?

Eru til skýringar?Ein tilgátan er sú að ekki hafi ver-ið um að ræða raunverulegt lán af hálfu Kaupþings. Skýringanna sé að leita í samruna Kaupþings við Bún-aðarbankann og afskriftareikningi hans. Ekki er unnt að sannreyna þetta nema í leitirnar komi áreið-anleikaskýrsla um Búnaðarbank-ann sem sannanlega var unnin í janúar 2003, fáeinum dögum áður en S-hópurinn keypti hlut ríkisins í bankanum. Traustar heimildir eru fyrir því að árangurslaust hafi verið leitað eftir þessari skýrslu hjá forsætisráðuneytinu sem vistaði gögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Jafn ljóst er að skýr-slan er til og að forsætisráðuneytið hefur nú aðgang að henni þótt ekki hafi hún fengist afhent. Skýr-slan gæti varpað ljósi á hvað varð til dæmis um 700 til 800 milljóna króna afskriftareikning Búnaðar-bankans og hvort það fé hafi verið notað til að mæta kröfum á bank-ann eða verið afskrifað sem tapað fé. Slíkri afskrift yrði þá einnig að fara í saumana á.

Önnur tilgáta um ævintýralegan hagnað Vogáss í kjölfar lántökunn-ar felur í sér kunnuglega fléttu: Vogás ehf. tekur 200 milljóna króna lán hjá Kaupþingi og kaup-ir hlutabréf eða gerir gjaldeyris- eða vaxtaskiptasamninga. Samn-ingarnir (eða bréfin) eru síðan seld fyrir að minnsta kosti 380 milljónir króna. Lánið er síðan greitt upp en eftir situr um 180 milljóna króna hagnaður í félaginu eða sú upphæð sem er að finna í ársskýrslunum að ógreiddum sköttum. Þessar 180 milljónir króna nema framreikn-aðar um 335 milljónum króna í dag.

Ekkert er vitað um kaupanda eða kaupendur bréfanna (eða samning-anna) af Vogási. Ekki er loku fyrir það skotið að það hafi verið sjálf-ur Kaupþing banki, eða sameinað Kaupþing og Búnaðarbanki ef ofan-greind tilgáta á við rök að styðjast.

Hvað sem öðru líður sátu á end-anum eftir 130 milljónir króna sem

Í bakherbergjum bankakaupenda

eigandi félagsins fékk í arðgreiðsl-ur. Það samsvarar nær 250 milljón-um króna á núvirði.

Skýrslan góða og rannsókninVel er hugsanlegt að unnt verði að varpa frekara ljósi á þetta eins-taka mál sem og fleiri mál sem tengjast dularfullri einkavæðingu Búnaðarbankans og fléttum lyk-ilmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í kring um þá einkavæðingu. Forsenda þess er sú að Alþingi fylgi samþykkt sinni frá 7. nóvember 2012 um rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Sömuleiðis er nú ljóst að endan-leg áreiðanleikaskýrsla um Búnað-arbankann frá því í janúar 2003 var unnin. Hún er til þótt ekki hafi hún fengist afhent. Vonir má þó binda við að hún fáist birt og geti varp-að ljósi á þær fléttur sem útfærð-ar voru í tengslum við sölu Búnað-arbankans á sínum tíma. Sigurður G. orðaði það svo í sömu grein og hér hefur verið vísað til: „Með vali sínu á kaupendum ríkisbankanna lögðu Davíð [Oddsson] og Halldór [Ásgrímsson] grunninn að eyði-leggingu íslenska bankakerfisins.“

Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar mátti Sigurður ekki sjást opinberlega með S-hóps mönnum meðan verið var að koma Búnaðar-bankanum í hendur þeirra og síðar KB banka þar sem hann var allsráðandi.

Gríðarlegur hagn-aður varð af Vogási, félagi í eigu Helga, sem einungis verður rakið til stórláns félagsins frá Kaup-þingi.

„Embætti seðla-bankastjóra sleppti Finnur sjálfviljugur [...] til að gerast for-stjóri VÍS hf., sem var hluti af S-hópnum.“

16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 17: 20 05 2016

EFLUM ÍBÚALÝÐRÆÐI Í BÆNUM

2

Mættu á íbúafund í þínu hverfi og tryggðu þinni hugmynd brautargengi.

Kosið verður um allt að 10 hugmyndir frá hverjum fundi.

• Smáraskóli. Íbúar í Smárahverfi, 23. maí kl. 17:00• Álfhólsskóli, Hjalli. Íbúar í skólahverfi Álfhóls-, Snælands- og Kópavogs- skóla, 25. maí kl. 17:00• Kársnesskóli, Vallargerði. Íbúar á Kársnesi, 26. maí kl. 17:00

Í haust kjósa íbúar 16 ára og eldri um forgangsröðun hugmynda í Kópavogi.

www.kopavogur.is/okkarkopavogur

KOSNING

#okkarkopavogurwww.kopavogur.is/okkarkopavogur

1 HUGMYNDLeggðu fram hugmynd að verkefni í þínu hverfi.

Þú getur komið henni á framfæri á íbúafundi eða á vefsíðu verkefnisins: www.kopavogur.is/okkarkopavogur

3 FRAMKVÆMDVið he�umst strax handa!

Fylgstu með framkvæmdunum á vef verkefnisins að kosningu lokinni í haust.

ÍBÚAFUNDIR

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

6243

8

Page 18: 20 05 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Þú þekkir ekki fólk fyrr en þú hefur skipt með því arfi. Þessi orð eru höfð eftir Andra Snæ Magna-

syni og koma upp í hugann þegar fréttir eru sagðar í reyfarastíl af fjölskylduauði Júlíusar Vífils Ingv-arssonar sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í 14 ár, þar til Panama-skjölin stungu óvænt upp kollinum.

Borgarfulltrúinn sagði af sér þar sem hann átti aflandsfélag, en það er ekki góð pólitík þegar maður vinnur við að sýsla með fé almenn-ings.

Kastljós Sjónvarpsins sagði frá því í fyrrakvöld, sem reyndar hefur verið kjaftasaga á allra vörum, að féð í þessu aflandsfélagi væri í raun sjóður sem systkini hans og öldruð móðir þeirra með alsheimer hefði leitað að í áratug.

Sjóðurinn sjálfur byggði auðvit-að líka á svindli og undanskotum, þóknunum var stungið undir stól og féð hvergi gefið upp til skatts. Það óx og óx eins og baunagrasið hans Jóa og varð risavaxinn sjóður

í útlandinu, sem teygði klærnar alla leið til Íslands. Hinn glaðlegi, söngelski borgar-fulltrúi, sem dreymdi um að verða borgarstjóri þurfti ekki bara að kveðja stjórnmálin, heldur nánast að láta sig hverfa af yfirborði jarð-ar. Þjóðin tók andköf af hneyksl-un. Fórnarlömbin voru fjölskylda Júlíusar Vífils, höfð að fífli af sínum eigin bróður, þar sem þau fengu ekki að seilast í sjóðinn sem bróðir-inn lá á eins og ormur á gulli.

Þarna kúldrast þetta fólk inni í sjónvarpsskjánum og skammast yfir peningum, alveg hreint heilum helling af peningum.

Og við, sem erum víst þjóðin, horf-um á þetta úr fjarlægð. Það fylgja því ævinlega áhyggjur að eiga svona mikla peninga, við erum víst blessunarlega laus við það.

Eða hvað?

Áttum við kannski þessa peninga. Voru þetta skattarnir okkar? Var það með þessu fé sem við ætluð-um að leggja vegi, reisa opinberar

byggingar, borga læknunum okk-ar, kennurunum og stjórnmála-mönnunum, Júlíusunum Víflunum okkar, atvinnulausum, gömlum og veikum. Þú þekkir ekki fólk fyrr en þú hefur skipt með því arfi.

Sjálfstæðismenn í borginni hafa kosið að tjá sig ekki um nýjar vendingar í máli Júlíusar Vífils. Hann sé einfaldlega farinn og framhaldið komi þeim ekki við. Þeir hafa umvafið sig þögn sem er þrungin vandlætingu. Hún beinist í örlitlum mæli að Júlíusi Vífli en þó mest að þeim sem spyrja.

Sjálfsagt er það klókt því ný og ný spillingarmál innan flokksklíkunn-ar hafa yfirskyggt þau sem voru. Slíkur er máttur fyrirgefningarinn-ar og gleymskunnar.

Hver mundi eftir Hönnu Birnu, þegar Illugi var búinn að gera upp á bak? Bjarni og Borgun, um hvað var það aftur?

En við þekkjum þetta fólk, við höf-um skipt með því arfi.

Við eigum með þeim fiskinn í sjón-um, landið og miðin, fossana og vötnin, andrúmsloftið og gróður-inn og allt hitt líka sem hefur verið byggt upp á Íslandi.

Arðurinn af þessu liggur að hluta til á reikningum í Panama og víðar. Og við þurfum því ekki að grenja yfir gamalli auðugri frú með als-heimer sem kom ekki höndum yfir sjóðina sem sonurinn faldi í Panama.

Við erum hún.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

ARFURINN Í PANAMA

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

á Tenerife með GamanFerðum!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

LYON f rá

9.999 kr.*

DUBLIN f rá

7.999 kr.*

NICE

9.999 kr.*

STOKKHÓLMUR f rá

7.999 kr.*

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

EDINBORG f rá

9.999 kr.*

VERTUMEMM!

jún í - sept .

maí - jún í

jú l í - okt .

jún í - des .

jún í - sept .

18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 19: 20 05 2016

Gildir til 12 september.

NÚ EINGÖNGU Í HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM

2005001.0001.5002.000

3.000 4.0005.0006.0008.000

1.000 5.000

500

2.000

3.000 1.000

Page 20: 20 05 2016

Á Íslandi búa um 15.000 Pól-verjar og segja þær Sylwia og Katarzyna að það sé fáránlegt að allt þetta fólk hafi engan stað til að hittast á. Þær hafa undanfarin ár skipulagt pop-up veitingaviðburðinn Polka Bistro en dreymir um að stofna pólskt veitingahús.Halla Harðardó[email protected]

Sylwia og Katarzyna hafa verið vin-konur frá því að Katarzyna hringdi í Sylwiu og bað hana um að baka með sér köku. Ein kaka varð fljót-lega að pólsku matarboði sem varð svo að pop-up veitingastaðnum Polka Bistro. Ef draumar þeirra ræt-ast munu þær næst stofna pólskan veitingastað. Við settumst niður með kaffi og ræddum næsta matar-viðburð, pólska stéttaskiptingu og góð grill.

Katarzyna: „Ég var frekar nýflutt til Íslands, með tvö lítil börn og var að deyja úr einmanaleika. Ég þráði félagsskap og hafði engan til að tala pólsku við. Þá fór ég að venja komur mínar í Samtök kvenna af erlend-um uppruna og heyrði af Sylwiu og hversu mikill snillingur hún væri í eldhúsinu. Mig langaði til að elda pólskan mat fyrir konurnar í félaginu og hringdi meðal annars í Sylwiu til að spyrja hvort hún gæti verið með og bakað köku.“

Sylwia: „Þetta var auðvitað ótrú-lega gaman. Eftir þetta fórum við að hittast reglulega og elda saman heima hjá einhverri okkar. Stund-um erum það bara við en stundum erum við margar.“

Katarzyna: „Ég var að detta í þunglyndi á þessum tíma en þessi kvöld björguðu lífi mínu. Ég elska Ís-land í dag og mér líður ótrúlega vel hérna og ég held að flestum Pólverj-um líði vel hérna. Lífið í Póllandi er erfitt því landið á sér erfiða sögu. Það kemur mér svo sem ekki á óvart að amma eigi erfitt með að brosa eftir allt sem hún hefur þurft að

upplifa. En hugarfar Pólverja hjálp-ar ekki til við erfiðleikana, við get-um verið allt of neikvæð. Mér fannst svo mikill léttir að koma hingað og upplifa þetta jákvæða viðhorf til lífsins.“

Sylwia: „Það sem er svo erfitt í Póllandi er samkeppnin á milli fólks. Fólk á það til að vera biturt og öfundsjúkt ef það fær ekki allt sem efri stéttin fær. Það er þægilegt að búa í samfélagi eins og Íslandi þar sem stéttaskiptingin er ekki jafn mikil. Fólk er sjálfstæðara og öruggara hérna. En Pólverjar og Ís-lendingar eru samt að mörgu leyti líkir. Við erum mikið fjölskyldufólk og elskum að grilla og að vera úti í náttúrunni. Um leið og vorið kemur hlaupa Pólverjar út með grillin sín.“

Katarzyna: „Nú eru um 15.000 Pólverjar á Íslandi en við höfum engan stað til að hittast á, sem er fáránlegt! Það vantar svo pólskan veitingastað á Íslandi.“

Sylwia: „Akkúrat núna er ég að eyða öllum peningunum mínum í sumarhús í Póllandi en kannski í framtíðinni. Þetta er svo stórt sam-félag sem hefur engan samastað. Þegar ég var að vinna í London, sem framkvæmdastjóri á veitingastað, byrjaði ég fyrst að láta mig dreyma um að opna stað.“

Dreymir um að opna pólskan veitingastað

Síðasti Polka Bistro viðburður var haldinn í garðinum við listasafn Einars Jónssonar.

Ég var að detta í þunglyndi á þessum

tíma en þessi kvöld björguðu lífi mínu.

Ég elska Ísland í dag og mér líður ótrúlega

vel hérna og ég held að flestum Pólverjum

líði vel hérna.

Katarzyna Maria Sosnowska

Smáratorgi, KópavogiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00

Vínlandsleið, GrafarholtiOpið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00

Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi

60%50%

50%

40%40%

LÁGMARKS-AFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ

40%60%

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18

Nevada

Torino

Mósel Roma

Basel Rín

RRomaMMósel

Nevada

Basel Rín

Torino

Með nýrri AquaClean tæknier nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni!

kniast ni!

Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.

OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR

GERÐ (90 mismunandi útfærslur)STÆRÐ (engin takmörk)ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir)

ÞÚ VELUR

ÍSLENSKIR SÓFARSNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Áklæði

20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 21: 20 05 2016

GRÆNMETI

Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Hjá okkur finnur þú ferskustu ávextina og grænmetið hverju sinni. Til að tryggja það eigum við í samstarfi við íslenska úrvalsbændur.

Við bjóðum hráefni í hæsta gæðaflokki hvort sem það er í nýkreistan safa eða ljúffengt salat í hádeginu og á kvöldin.

Við tryggjum þér ferskleika, g æði og úrval.

Verið velkomin í Fjarðarkaup

Beint frá bónda • Ferskt grænmeti • Nýir ávextir • Mikið úrval

VIÐ ERUMgrænmetis- og

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Sylwia Olszewska hefur búið á Íslandi frá árinu 2007 og vinnur sem

markaðsfræðingur hjá Iceland Group. Katarzyna Maria Sosnowska flutti til

Íslands árið 2011 og vinnur sem mark-aðsráðgjafi hjá Actavis. Þær halda

utan um pop-up veitingastaðinn Polka Bistro, sem verður haldinn í tíunda

sinn á morgun, laugardag.

Mynd | Rut

Katarzyna: „Það er ekki hægt að koma til Silwiu án þess að fá eitthvað gott að borða!“

Sylwia: „Ég lærði að elda af ömmu minni en ástríða mín fyr-ir bakstri byrjaði þegar ég bjó í London. Ég byrjaði að blogga og búa til uppskriftir og eftir að ég flutti til Íslands hef ég birt köku-uppskriftir á pólsku fréttasíðunni. Svo árið 2013 stofnuðum við Polka Bistro viðburð í sambandi við alþjóðlega pop-up veitingastaða-daginn og viðburðurinn á laugar-daginn verður sá tíundi. Fyrsti viðburðurinn sló í gegn og í hvert sinn hafa færri komist að en vilja. Í dag þekkja margir Polka Bistro brandið, örugglega allir Pólverjar hérna.“

Katarzyna: „Það kemur alls-konar fólk, ekki bara Pólverjar, heldur allir sem hafa áhuga á mat og samveru. Þess vegna er líka svo fáránlegt að það sé enginn pólskur veitingastaður hér. Á laugardaginn verðum við með ekta pólskan piknikk-mat, pylsur, kótilettur, salöt, pólsk gnoccchi og ýmislegt fyrir grænmetisætur líka. Hug-myndin er að koma fólki saman og kynna pólska menningu og gest-risni fyrir öllum sem hafa áhuga. Við eigum það sameiginlegt með Íslendingum að elska að grilla enda er það frábær leið til að eyða deginum saman.“

Sylwia: „Ég held að Pólverjar séu almennt mjög glaðir á Íslandi, en ég held að þeir sakni fyrst og fremst matarins. Það er svo mik-ið af ungum Pólverjum hér sem kunna ekkert að elda. Ég lærði allt af ömmu minni en af hverjum eiga þeir að læra? Allt sem við gerum í Polka Bistor er eins og ömmur okkar myndu gera og þess vegna er maturinn okkar svona góður.“

Næsti Polka Bistro viðburður verður í garðinum á Safni Einars Jónssonar við Eiríksgötu 3, á morgun, laugardaginn 21. maí frá klukkan 13 til 17.

„Myndirnar mínar eru sviðsettar tilfinningar og í þeim er að finna drauma mína og þrár, en líka hræðslu og sorgir,“

segir finnska listakonan Susanna Majuri.

Vigdís Gríms togaði til Íslands„Samband mitt við Ísland byrjaði þegar ég var fjórtán ára og las bókina Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég varð svo heilluð því mér leið eins og Ísbjörgu, sem flýr úr raunveruleikanum yfir í skáld-skapinn þegar hún lendir í erfiðleikum,“ seg-ir finnska listakonan Susanna Majuri sem gefur von bráðar út sína fyrstu ljósmynda-bók, Sense of Water.

Bókin hefur mikla tengingu við Ísland því í flestum verka Susönnu birtist íslenskt landslag auk þess sem Vigdís Grímsdóttir skrifar í bókina og Ólafur Arnalds semur tónlist fyrir myndverk með bókinni. „Þegar ég svo loksins kom hingað í fyrsta sinn sem unglingur, ein með tjald, þá varð ég svo heilluð af landslaginu og fólkinu. Það má

segja að samband mitt við Ísland hafi byrjað með skáldskap og þannig hefur það hald-ist því ég byrjaði að segja sögur með ljós-myndum í þessari fyrstu ferð minni,“ segir Susanna sem hefur ferðast fimmtán sinn-um til landsins síðan og tekið ógrynni ljós-mynda í ferðum sínum. Hún segir bókina í raun vera tilfinningalegt ferðalag þar sem vatn og landslag blandar saman táknrænum myndum sem endurspegla tilfinningar sem erfitt sé að færa í orð, eins og einmanaleika og hræðsluna við að missa sína nánustu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem myndirnar mínar er settar í samhengi við orð og það er ánægjulegt að Vigdís hafi viljað taka þátt í því. Því hún er upphafið að þessu öllu saman.“ | hh

Sjá ljósmyndasýningu á frettatiminn.is

|21FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 22: 20 05 2016

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

Camp - Let ClassicFortjald - Eldhús með helluborði, vask og krana - 13” álfelgur. Tjaldast með fortjaldi á örfáum mínútum.Yfir 80% seldra tjaldvagna í Danmörku eru Camp-let. Camp-let notar framúrskarandi akrílefni í tjalddúkinn.Þessi er sá einfaldasti í uppsetningu - Stórglæsilegur vagn. Verð kr. 1.490.000,- með fortjaldi.

Viggi í Víkurverk hérna megin...Ef þú kemur með gamla útilegutjaldið tilokkar þá tökum við það sem 200.000króna innborgun inn á nýjan Camplet Classic tjaldvagn. Ekki amalegt það.....

Halla Harðardó[email protected]

„Þetta gerðist þegar ég var í há-skólanámi í London en þá vann ég á veðmálastofu með náminu,“ seg-ir Aaron C. Bullion. „Einn laugar-daginn fengum við fax frá annari veðmálastofu neðar í götunni um að það hefði verið framið vopnað rán. Ég var ekki búinn að lesa fax-ið en var einmitt að fylgjast með mjög undarlegum manni, sem var ekki þessi týpíski kúnni, sem stóð bara upp við vegg og fylgdist með mér og hinum starfsmanninum. Veðmálastofur, líkt og pöbbar, hafa fastakúnna og þennan hafði ég aldrei séð áður.“

„Andrúmsloftið varð enn skrítnara þegar annar maður, sem líktist hinum fyrri, kom sér fyrir í einu horninu. Þegar sá þriðji kom svo inn þá vissi ég að eitthvað væri að fara að gerast. Skyndilega stökk einn þeirra upp að mér, þrýsti bys-su fast upp að gagnauganu á mér og öskraði í eyrað á mér, „all the money, give me all the focking mo-ney, all the focking money now!!“ Það varð allt snarvitlaust á einu augabragði, ringulreið og öskur. Annar þeirra hótaði félaga mínum

Aaron C. Bullion er hönnuður sem hefur búið á Íslandi í fjölda ára. Hann

hefur tvisvar lent í vopnuðu ráni. Fyrst þegar hann vann á veðmálastofu

í London og í seinna skiptið í banka í London.

LífsreynslanLenti tvisvar í vopnuðu ráni

22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 23: 20 05 2016

líka með byssu og sá þriðji sá um að enginn kæmi inn.“

„Opnaðu helvítis öryggishólf-ið eða ég drep þig núna!“ öskr-aði hann í eyrað á mér en ég gat ekki opnað öryggishólfið því það var tímastillt. Ég hélt að ég myndi deyja þarna en það skrítna er að í svona aðstæðum þá hugsar mað-ur svo mikið á svo stuttum tíma. Fyrsta hugsunin var sorg yfir því að nú væri komið að dauðdaga mínum. En svo fór ég að hugsa um hvað það væri furðulegt að ég væri að hugsa þetta rétt fyrir dauðdag-ann og svo man ég hvernig það helltist yfir mig hversu mikið órétt-látt og ósanngjarnt það væri að þessi maður ætlaði að drepa mig. Að ég fengi ekki að klára háskól-ann eða sjá kærustuna mína aftur, að hann myndi fara í fangelsi en ég yrði jarðaður.“

„Allt í einu rankaði ég við mér í innbyggðri reiðinni og dró pen-ingaskúffuna út og kastaði henni í hann. Þetta voru ekki jafn miklir peningar og í öryggishólfinu en samt miklir peningar því þetta hafði verið annasamur dagur. Hann beygði sig niður og tróð öllu í poka en ég var alveg handviss um

að hann myndi síðan drepa mig því ég hefði örugglega reitt hann til reiði. En þegar hann hafði tekið allt upp úr gólfinu öskruðu hann og ránsfélagar hans meira út í loft-ið en hlupu svo út. Og allt í einu var allt búið. Við vorum í algjöru losti en við erum Bretar svo okkar leið var að fara beint á næsta pöbb og fá okkur bjór.“

„Ég fór til Suður-Frakklands í frí eftir þetta en sagði svo upp vinnunni. Það skrítna er samt að nokkrum árum síðar lenti ég aftur í vopnuðu ráni, í banka í London. Ég var á leið í banka með kærust-unni minni og þegar við gengum inn tók ég eftir því að dyrnar, sem vanalega opnast með takka og þar sem eru alltaf verðir, voru opnar. Þar sem ég er alltaf á varðbergi eftir fyrri lífsreynsluna fannst mér þetta undarlegt en gekk samt inn. Um leið og við vorum komin upp að gjaldkeranum brutust nokkr-ir vopnaðir menn inn og fóru að ógna okkur með byssum og ýttu okkur svo til hliðar með byssu-skeftinu. Þeir öskruðu á alla gjald-kerana að afhenda peningana, þetta var bankarán eins og þú sérð í bíó. Í þetta skiptið varð ég mjög reiður yfir því að þetta væri að ger-ast. Stuttu síðar var þetta yfirstað-ið og við sluppum ómeidd.“

„Ég myndi segja að þessar upp-lifanir haft mikil áhrif á mig. Ég er alltaf á varðbergi og mjög meðvit-aður um það hversu varnarlaus við erum gagnvart lífinu. Hvað sem er getur komið fyrir okkur og breytt, eða tekið, líf okkar á einni sekúndu.“

ÚTSKRIFTARGJÖFGÓÐ

Fyrsta hugsunin var sorg yfir því að

nú væri komið að dauðdaga mínum.

Aaron C. Bullion

|23FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 24: 20 05 2016

Myndir | Hari

LoksinsTivoli á Íslandi!

Fjórhjóladrifin skemmtun í boði Bílabúðar Benna á morgun, laugardag

benni.is

JÁKVÆTT AÐ ÞORPIÐ BREYTIST Í BORG

Friðrika Benónýsdó[email protected]

Öll höfum við lesið nostalgískar lýs-ingar rithöfunda á þorpsstemningu miðbæjarins fyrr á árum, þar sem konur fóru á inniskónum út í mjólk-urbúð, börnin léku fallin spýta í bakgörðum og allir lifðu í sátt og samlyndi, Leibbi dóni leit á klukk-una, svarta María pikkaði upp róna og Óli blaðasali átti sviðið í Austur-stræti.

Ímynd þorpssælunnar hefur síðustu árin hins vegar vikið fyr-ir harðskeyttri umræðu um eyði-leggingu miðbæjarins, hrakningu íbúa á brott, uppsprengt leiguverð og mannfjandsamlegan yfirgang verktaka.

Vissulega er rétt að sá þorps-bragur sem einkenndi miðbæinn til skamms tíma er á undanhaldi, þorpið er að breytast í borg með til-heyrandi sársauka, barnafólk flytur í úthverfi og fátækir listamenn hafa ekki efni á húsnæði í nýju borgar-landslagi, en það er gömul saga sem allar borgir hafa gengið í gegnum í þróun sinni og langt frá því að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri eins og látið er í veðri vaka á köflum.

Breytingin hefur kannski geng-ið hraðar fyrir sig hér en til dæm-is í New York eða París en þróunin er sú sama, hvort sem okkur líkar betur eða verr og allir þeir íbúar

miðborgarinnar sem Fréttatíminn ræddi við litu hana jákvæðum aug-um.

Einn talaði um íslenska tuðvæð-ingu og þá þjóðaríþrótt að vera á móti öllum breytingum fyrirfram þegar umræðuna bar á góma, ann-ar sagði af og frá að þorpsstemn-ing miðbæjarins væri horfin og sá þriðji hristi bara hausinn yfir því að einhver gæti tekið banka fram yfir kaffihús, auðar götur með sandfoki fram yfir iðandi mannlíf.

Í heildina virðist túristasprengj-an margumtalaða hafa raskað lífi íbúa miðborgarinnar furðulítið, þeir halda áfram sínu lífi eins og þeir hafa alltaf gert, rabba við ná-grannana á götum úti, rækta í sér heimsborgarann en gleyma þó ekki þorparanum.

Miðbærinn er annað og meira en bara Laugavegurinn og Skólavörðu-stígurinn og í hliðargötum og bak-görðum lifir þorpið góðu lífi með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Breytingin er sú að nú tek-ur það þorpsbúana bara augnablik að komast í borgarstemningu þar sem framandi tungumál hljóma við hvert fótmál og mannlífsflóran er ótrúlega fjölbreytt.

Fréttaflutningur af þróun miðborgarinnar hefur á undanförnum árum verið ansi neikvæður. Það eru rekin upp ramakvein yfir hótel-byggingum,

lundabúðum, götulokunum og mannhafi á Laugaveginum nánast í hverri viku og fyrir óinnvígða lítur birtingarmynd fjölmiðlaumfjöllunar

um miðborgina út eins og vígvöllur þar sem svekktir íbúar standa í eilífðarþrasi við yfirgangssama verktaka og engum kemur dúr á auga

vegna skrölts í ferðatöskuhjólum og skellum í rútudyrum. Þessi mynd er þó langt frá lagi í augum þeirra íbúa sem Fréttatíminn ræddi við. Þeir elska sinn miðbæ með kostum og göllum og eru allir sammála um að

þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum séu mjög til bóta.

Miðbærinn er ann-að og meira en bara Laugavegurinn og Skólavörðustígurinn og í hliðargötum og bakgörðum lifir þorp-ið góðu lífi með þeim kostum og göllum sem því fylgja.

24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 25: 20 05 2016

Kemur við sögu á hverjum degi í 90 ár

Vertu í aðalhlutverki með kexi frá Frón í dag

Kauptu MjólkurkexÞað er gaman að hugsa til þess þegar

maður bítur í Mjólkurkex frá Frón að amma og afi hafi trúlega alist upp við það að borða einmitt þetta kex.

Sumir segja að Mjólkurkexið sé „þjóðarkex íslendinga“. Hvað sem því líður hafa landsmenn notið þess að borða Mjólkurkex-ið, brotið til helminga, með ís-kaldri mjólk í glasi. Nú þegar tæp sextíu ár eru síðan Mjólkurkexið

kom á markað hefur það leikið aðalhlutverkið sem „þjóðarkexið“ og er löngu orðið að hefð að dýfa því í mjólk.

ára afmæli Frónára afmæli Frón

ára afmæli Frónára afmæli Frón

PólóPóló er ómissandi virka daga. Um helgar er alltaf gott að eiga Póló í

eldhússkápnum.

MatarkexMargir Íslendingar njóta þess á

hverjum degi að dýfa Matarkexi í mjólkina sína.

KremkexSæmundur í sparifötunum hefur lengi verið eitt allra vinsælasta

kremkex landsins.

Page 26: 20 05 2016

Garðsláttuvélarsem slá á þínum gönguhraða

Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða.

Gerir sláttinn auðveldari

ÞÓR FH

Akureyri:Lónsbakka601 AkureyriSími 568-1555

Opnunartími:Opið alla virka dagafrá kl 8:00 - 18:00Lokað um helgar

Reykjavík:Krókháls 16110 ReykjavíkSími 568-1500

Vefsíða og netverslun:

www.thor.is

„Þorpið er hér ennþá, það hef-ur ekki breyst,“ segir Sigurveig Káradóttir, borinn og barnfædd-ur miðbæingur sem aldrei hefur búið fjær honum en vestur á Sól-vallagötu, sem reyndar tilheyrir 101, og gæti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa annars staðar. „Til hvers ætti maður þá að búa í Reykjavík?“ spyr hún forviða.

Sigurveig býr í Skólastræti með manni sínum, Agli Helgasyni, og syni þeirra Kára, rekur Matar-kistuna við Bergstaðastræti og gengur til og frá vinnu oft á dag. „Það tekur oft mjög langan tíma, þótt þetta sé ekki nema fimm mínútna gangur, því maður hittir aftur og aftur sama fólkið, stopp-ar og spjallar, og ég get ekki séð að þorpið sé neitt á leiðinni að deyja,“ segir hún. „Auðvitað er fleira fólk á ferðinni, sem er mjög

jákvætt, einu sinni voru voðalega fáir hérna á götunum og ef mað-ur fór í gönguferð að kvöldlagi sá maður í mesta lagi einn róna og kannski einhvern furðufugl á labbi og velti því óneitanlega fyrir sér hvað væri að manni sjálfum að vera á þessu rápi.“

Uppbygging miðbæjarins hefur þó haft sína ókosti að mati Sigur-veigar. „Það er ægilegur hávaði hérna sem fylgir þessum eilífu byggingaframkvæmdum. Voða-mikið af veggjakroti alls staðar og meira af alls konar rusli á götun-um, þótt mér finnist reyndar glerbrotunum hafa fækkað. Ótrú-lega mikið af hundaskít, mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk þrífur ekki upp eftir hundana sína, hvernig getur það boðið öðr-um upp á slíkt? Miðbærinn er líka orðinn miklu skítugri en áður, og

það er ekki hægt að kenna borg-aryfirvöldum alfarið um það, fólk þarf bara að hugsa sjálft um að þrífa í kringum sjálft sig. Það smit-ar út frá sér.“

Spurð hvort það sé ekki erfitt að ala upp barn í hringiðu miðbæjar-ins rekur Sigurveig upp stór augu. „Ég vil miklu heldur ala upp barn í miðbænum þar sem fólk er alltaf á ferli heldur en í úthverfi þar sem er enginn á ferli. Það sem maður er hræddastur við er umferðin, en hún er náttúrulega alls staðar, og börn eru alin upp í borgum um allan heim og engum finnst neitt athugavert við það. Mér finnst skrítin þessi lenska að flytja úr miðbænum þegar þú eignast barn. Auðvitað færðu kannski fleiri fer-metra fyrir sama verð í úthverf-unum en mér finnst það sem þú missir við það skipta meira máli.

Það tapast svo mikið frelsi við það að verða að vera á bíl. Hér getur maður labbað út hvenær sem er, fengið sér kaffi og séð annað fólk. Er það ekki það sem flestir sækjast eftir, að vera í samneyti við annað fólk?“

Foreldrar Sigurveigar voru með veitingahúsarekstur í mið-bænum frá því að hún man eftir sér og hún segist eiginlega vera fædd inn í þann bisness að þjón-usta ferðamenn. Hún er þó alls ekki viss um að margumrædd sprenging í fjölda þeirra skili því sem hún gæti til miðborgarinnar. „Það vantar til dæmis alveg milli-verðflokk í veitingahúsaflóruna, hér eru annað hvort skyndibita-staðir eða fokdýrir veitingastað-ir, ekkert þar á milli. Og þegar veitingahús og verslanir eru farin að verðleggja vöru sína svo hátt að Íslendingar hafa ekki efni á að skipta við þau, þá endar það auðvitað illa. Ég hef líka á tilfinn-ingunni að ferðamennirnir sem koma hingað núna eyði minni peningum í bænum en þeir sem komu áður. Ferðamenn eru orðnir mun kröfuharðari og það verður að vera framboð á hlutum sem þeim finnast þess virði að borga fyrir þá. Við erum til dæmis varla með nein fimm stjörnu hótel og ég hefði miklu frekar viljað sjá þá leið farna í ferðamennskunni en þessa hugsun um skjótfenginn gróða með sem allra minnstum tilkostnaði.“

Sigurveig segist ekki geta sagt til um það hvort íbúasamsetning miðbæjarins hafi breyst á síð-ustu árum, hún sé alltof samofin honum til að vera góður dómari um breytingar. „Þetta er svona eins og að horfa á gras vaxa eða

Sigurveig KáradóttirMiðbærinn er ennþá þorp

vatn sjóða, en sjálfsagt hefur hún breyst eitthvað. Það hafa líka ver-ið að rísa hverfi hér nálægt þar sem húsnæðis- og leiguverð er aðeins skaplegra og auðvitað sæk-ir fólk þangað. Það er líka alltof lítil áhersla lögð á það að vernda mannlífið í miðbænum, sem er al-gjörlega röng hugsun. Það er alltaf verið að tala um það að vernda þurfi hálendið, sem þarf auðvitað að gera, en það þarf líka að vernda miðbæinn. Náttúruauðlindir hans eru íbúarnir og ef þeir eru hraktir í burtu þá er ekkert eftir.“

Ég vil miklu heldur ala upp barn í mið-bænum þar sem fólk er alltaf á ferli heldur en í úthverfi þar sem er enginn á ferli. Það sem maður er hræddastur við er umferðin, en hún er náttúrulega alls stað-ar, og börn eru alin upp í borgum um allan heim og engum finnst neitt athuga-vert við það.

26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 27: 20 05 2016

HúsavíkEimskip,

09:00-11:30

20. MaíFöstudagur

AkureyriJötunfell,

10:00-15:00

21. MaíLaugardagur

DalvíkTréverk, 09:00-11:00

Ólafsfjörður Smári ehf, 13:00-15:00

SiglufjörðurOlís, 16:00-18:00

23. MaíMánudagur

SauðárkrókurKaupf élag

Skagfirðinga 14:00-16:00

24. MaíÞriðjudagur

Bíllinn sýnir dagana17 maí - 8. júní.Kíktu á tilboðin ogsjáðu hvenær bíllinn verðurnálægt þér.Komdu og prófaðu nýjustu tækin!

Borvél M12CPD-402CKolalaus m/höggi, átak 44Nm, 2 x 4,0Ah rafhlöðurMW 4933440375

49.900 Tilboð

SkagaströndStrandgata 30, 08:30-10:00

Miðfjörður Laugarbakki, 11:00-13:00

HrútafjörðurBorðeyri, 14:00-15:00

25. MaíMiðvikudagur

www.vfs.is/milwaukee-billinn

Húsavík

20. Maí Föstudagur

Akureyri

21. Maí Laugardagur

DalvíkÓlafsfjörðurSiglufjörður

23. Maí Mánudagur

Sauðárkrókur

24. Maí Þriðjudagur

SkagaströndMiðfjörður

Hrútafjörður

25. Maí Miðvikudagur

ÍsafjörðurBíldudalur

26. Maí Fimmtudagur

TálknafjörðurPatreksfjörður

27. Maí Föstudagur

StykkishólmurGrundarfjörður

28. Maí Laugardagur

GrundartangiBorgarnesAkranes

30. Maí Mánudagur

Reykjavík

1. Jún Miðvikudagur

SelfossHella

Hvolsvöllur

2. Jún Fimmtudagur

Vestmanna-eyjar

3. Jún Föstudagur

HöfnDjúpivogur

Fáskrúðsfjörður

6. Jún Mánudagur

NorðfjörðurEskifjörður

Reyðarfjörður

7. Jún Þriðjudagur

Dagskrá

M18SET2T-502WBorvél kolalaus 60Nm og fjölnotavél ásamt blöðum,2x5,0Ah rafhlöðurMW 4933451436

99.900 Tilboð

M18SET2G-423CBorvél M18 og M12 í setti.2x4,0Ah M18 og 1x2,0Ah M12rafhlöður og hleðslutækiMW 4933451017

69.900 Tilboð

Herslulykill M18FIWP12-502XHersla 40Nm/ 120Nm/ 300Nm/ 0-120Nm2x5,0Ah rafhlöðurMW 4933451068

99.900 Tilboð

Slípirokkur M18CAG125X-502Xstærð 125mm, takki ofaná2 x 5,0Ah rafhlöðurMW 4933448866

96.900 Tilboð

M12 BPP2D-402BBorvél 38Nm m/höggi og fjölnotavél2 x 4,0Ah rafhlöðurMW 4933441250

55.900 Tilboð

Hefill M18BP-402CDýpt 0-2mm, 20 stillingar Fylgja 2 x 4,0Ah rafhlöðurMW 4933451114

74.900 Tilboð

M18 FPP6A-502BBorvél135NM, höggskrúfvél, slípirokkur, hjólsög,sverðsög, ljós LED, 3 x 5,0 Ah rafhlöðurMW 4933451243

219.900 Tilboð

Herslulykill M18CHIWF12-502XHersla 135Nm/ 950NmLosun 1491Nm2 x 5,0Ah rafhlöður og hleðslutækiMW 4933448418

109.900 Tilboð

Page 28: 20 05 2016

Þótt leikskáldið Heiðar Sumarliða­son sé uppalinn í Garðabænum og kona hans, Þorbjörg Daphne Hall, kennari við LHÍ, sé úr Laugardaln­um kom ekki annað til greina í þeirra huga en miðbæjarsvæðið þegar þau keyptu sína fyrstu íbúð fyrir fjórum árum. „Við skoðuðum reyndar eina íbúð í Álfheimum,“ segir Heiðar og glottir. „En þá vorum við líka orðin örvæntingar­full.“

Heppnin var með þeim og þau keyptu fallega risíbúð við Þing­holtsstræti þar sem þau búa nú ásamt tveggja ára dóttur sinni, Ás­laugu Elínu. Spurður hvers vegna þau hafi sótt í miðbæinn segir Heiðar ýmsar ástæður fyrir því. „Konan mín vinnur hérna niðri á Sölvhólsgötu, við áttum ekki bíl þá, ég skrifa mikið á kaffihúsum og akkúrat á þeim tímapunkti í lífi okkar hentaði best að vera hér.“

Hann viðurkennir þó að með tilkomu dótturinnar hafi komið til umræðu að færa sig í Laugar­dalinn, en nú sé eiginlega búið að slá þá hugmynd út af borðinu – í bili að minnsta kosti. „Ég viður­kenni alveg að ég hefði sjálfur ekki viljað alast upp í miðbænum, hér er ekkert nema götur og hús, þannig að þegar dóttirin eldist býst ég við að við skoðum flutn­inga. Hér væri til dæmis ekki hægt að hleypa henni einni út að leika sér, hér er ekki mikið af leiksvæð­um og manni myndi bara ekkert líða vel að vita af henni einni úti. Það er líka svolítið undarleg tilf­inning að fara með hana í göngu­túra á laugardags­ eða sunnudags­morgnum og þurfa að passa það allan tímann að hún stígi ekki á glerbrot eða í ælupollana sem eru hér um allar gangstéttir á þeim tíma. En burtséð frá þeim minni­háttar óþægindum þá er bara frá­bært að búa hér.“

Heiðar hefur verið viðloðandi miðbæinn frá því upp úr tvítugu og segir það að geta farið allra sinna ferða fótgangandi, nálægð­ina við kaffihúsin þar sem hann situr löngum stundum og skrif­ar, mannlífið og orkuna í bænum

bæta upp fyrir öll óþægindi sem þeim sem búa utan miðbæjarins verður starsýnt á. „Breytingin er helst sú, fyrir utan fjölgun fólksins á götunum sem er dásamleg, að ýmis þjónusta eins og símafyr­irtæki, líkamsræktarstöðvar og bankar er horfin úr miðbænum og bara eitt bíó eftir, en maður vegur og metur kosti og galla og fyrir leikskáld er valið á milli kaffihúsa og banka auðvelt. Ekki get ég setið og skrifað í einhverjum banka.“

Þótt Þingholtsstrætið sé hliðar­gata af Laugaveginum er hverfið ótrúlega kyrrlátt og Heiðar segist ekki hafa orðið var við neina trufl­un af umgangi ferðamanna. „Ég var að reyna að rifja upp hvern­ig þetta var fyrir þessa túrista­sprengju og mig minnir nú að miðbærinn hafi bara verið stein­dauður og mér finnst þetta líf sem fylgir ferðamönnum í miðbænum miklu skemmtilegra en að vera með göturnar tómar og ekkert nema sandinn fjúkandi í augun á manni. Þannig að ég hef nákvæm­lega ekkert á móti túristavæð­ingunni. Auðvitað er svívirðilegt hvað leiguverð hérna er orðið hátt, ef við ættum ekki þessa íbúð og þyrftum að leigja hefðum við ekki efni á að búa hér. Ef þú ert lista­maður á leigumarkaði og vilt búa í 101 þá þarftu að vera mjög vel gift­ur, það er eina leiðin.“

Aðrir sem rætt var við nefndu nálægð við bari og veitingahús sem einn kost þess að búa í mið­bænum en Heiðar er ekki á sama máli. „Það er engin attraksjón fyrir mig, löngu hættur að nenna á barina og verðlagið á veitinga­húsum er ekki hannað fyrir fátæka listamenn þannig að maður slepp­ir því alveg að fara út að borða. En það eru margir aðrir kostir við að búa hérna og ég gæti ekki hugsað mér að flytja lengra í burtu en upp í Laugardal. Þaðan er til­tölulega stutt niður í bæ, þar er líkamsræktarstöð og sundlaug og á að fara að opna tvö ný kaffihús, þannig að það væri kannski ekkert hræðilegt.“

Bjartmar Þórðarson, leikari og leikstjóri, býr á Grettisgötunni með manni sínum, Snorra Sig­urðarsyni, og saman reka þeir íbúðahótel fyrir ferðamenn í sömu götu, en það hafa þeir gert undanfarin fimm ár. Hann seg­ist vera borgarbarn af lífi og sál og ekki geta hugsað sér að búa annars staðar á Íslandi en í mið­bænum, enda hafi hann búið þar meira og minna síðan hann var unglingur að undanskildum nokkrum árum sem hann var við nám í London, sem ekki minnkaði borgarástina.

„Það er allt þetta líf og fjöl­breytni sem heillar mig,“ segir hann. „Hér iðar allt af fólki og veitingahúsaflóran er orðin mjög fjölbreytt og skemmtileg á síðustu árum sem er mikil framför. Auð­vitað fylgja þessari þróun vaxtar­verkir, miðbærinn er að breytast úr þorpi í borg, það ætla allir að græða á túristunum og eins og svo oft hjá okkur Íslendingum stökkva allir í sama bátinn og kúldrast þar þangað til hann er orðinn svo hlaðinn að honum hvolfir. Það gengur auðvitað ekki.“

Bjartmar segir að hér áður fyrr hafi miðbærinn verið hálftóm­ur nema um helgar og því sé aukið mannlíf af hinu góða. Það þurfi hins vegar að huga betur að innviðum ferðaþjónustunnar ef ekki eigi illa að fara. „Það er ekki næg heildarhugsun, það er tölu­verð afmennskun á ferðamönnum í gangi á mörgum stöðum í ferða­þjónustunni. Eins og það sé nóg að reisa fyrir þá fjölda hótela til að sofa í, veitingahús til að borða í og rétta þeim svo eins og einn lunda

í fangið og þá séu þeir hamingju­samir. Ferðamenn koma ekki til ókunnra landa til að sjá kassalaga hótelbyggingar og kaupa minja­gripi. Þeir vilja kynnast mannlíf­inu og menningunni, en á þá þætti hefur svolítið gleymst að leggja áherslu hérna. Við verðum að fara að hugsa í víðara samhengi ef ekki á illa að fara.“

Hugmyndir þeirra sem búa annars staðar um lífið í miðbæn­um litast af því að þar búi engir nema lattélepjandi listamenn sem

Heiðar SumarliðasonEkki sit ég og skrifa í banka

Bjartmar ÞórðarsonFjölbreytnin heillar

hangi á kaffihúsum daginn út og inn og geri aldrei ærlegt hand­tak. Bjartmar hlær þegar þessi hugmynd er viðruð og segir að í fyrsta lagi sé latté algjörlega úti í kuldanum hjá miðbæjarrottum, nú drekki allir kaffi americano, og í öðru lagi sé leitun að annarri eins fjölbreytni í íbúasamsetningu og finna megi í miðbænum. „Auðvit­að er hér mikið af listamönnum og ungu fólki með stóra drauma, en hér er líka mjög mikið af innflytj­endum, sem gjarna leggja á sig að búa í minna húsnæði til að hafa efni á að búa hér, fjölskyldufólk, bankastarfsmenn og stjórnend­ur lítilla sprotafyrirtækja. Það er mjög langt frá því að mannlífsflór­an hér sé einsleit.“

Spurður hvort nálægðin við skemmtanalífið sé ekki eitt af því sem laðar ungt fólk að mið­borginni jánkar Bjartmar því og bendir á að fyrir þá sem stundi það grimmt sé á sig leggjandi að borga hærri leigu en annars staðar þar sem á móti komi að fólk geti gengið heim að loknu djammi og spari því leigubílakostnað. „Ég er reyndar hálfgerður uppgjaf­ardjammari og nenni lítið út nú orðið, en þegar maður var yngri þá var það óneitanlega mikill kostur að geta gengið heim eftir djamm. Núna er það þó fyrst og fremst nálægðin við fjöldann allan af góðum veitingahúsum með alþjóðlegri matreiðslu, skemmti­leg kaffihús og bara sú nautn sem felst í því að ganga um göturnar og heyra fólk spjalla saman á mörg­um framandi tungumálum sem gefur manni ánægju. Þess gæti ég ekki hugsað mér að vera án og ég sé það ekki fyrir mér að ég flytji nokkurn tíma í úthverfi, þótt auð­vitað eigi maður aldrei að segja aldrei.“

28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 29: 20 05 2016

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vilarverðs er 20. maí, til og með 23. maí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

FYRIR ÚTSKRIFAÐA!

Almanakið - Ólafur Jóhann Ólafsson

Ljóðasafn - Ingunn Snædal

Nýja tilvitnanabókin -Kolbrún Bergþórsdóttir

VILDARVERÐ:

4.999.-Verð:

6.299.-

VILDARVERÐ:

4.999.-Verð:

6.299.-

VILDARVERÐ:

4.999.-Verð:

6.299.-VILDARVERÐ:

4.999.-Verð:

5.999.-

GLÆ NÝ!

EITT AF HÖFUÐ SKÁLDUM ÍSLANDS Á 20. ÖLD!

Jón Kalman Stefánsson valdi og skrifaði formála.

Ljóðaúrval - Hannes Sigfússon

Page 30: 20 05 2016

Baðaðu þig í gæðunum

Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • [email protected]

Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

Í upphafi tuttugustu aldar varð vin-sæl hugmyndin um að hið nýja og þróaða iðnríki hefði skaðleg áhrif á manninn. Risastórar verksmiðjur spúðu eitri í dimmum og menguð-um borgum. Mannskepnan væri í hættu og þyrfti að taka sig á. Heilsu-ræktarfrömuðir á Vesturlöndum hvöttu því fólk til að horfa til glæstr-ar fortíðar mannsins í heiminum áður en iðnbylting hófst. Talið var að menn til forna hefðu verið miklu þrekmeiri og sterkari – og af þeim sökum göfugri. Kraftakarlar á borð við Eugen Sandow, sem hnykluðu vöðvana og líktu eftir grískum guð-um, urðu heimsfrægir. Fyrir röð sögulegra tilviljana varð jóga gíf-urlega smitað af þessum vestrænu

heilsuræktaræfingum í kraumandi suðupotti breskra og indverskra áhrifa í sjálfstæðisbaráttu Indlands.

Þrekdjarfir fornmennÁ Íslandi blandaðist trúin um lík-amlega hnignun nútímamannsins saman við fortíðarþrá þjóðern-ishyggjunnar í sjálfstæðisbarátt-unni. „Þegar vér lítum yfir aldursár hinnar íslenzku þjóðar, þá birtir oss þeim mun meir fyrir sjónum sem lengra dregur aptur í tímann. Lengst í fjarska, á bak við sortann, lýsir fornöldin sem leiptur um nátt. Þar hittum vér fyrir þrekdjarfa kyn-slóð, er lifir dáðrökku lífi.“ Þessi orð skrifaði dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði sem samdi bókina Íþrótt-

Jóga er ein vinsælasta gerð líkamsræktar í nútíman-um. Milljónir manna um allan heim stunda óteljandi líkamsstellingar sem hressa og liðka bæði líkama og sál. En fyrirbærið jóga – eins og vestrænt fólk þekkir það – á sér furðulega sögu sem er mun nær okkur í tíma en við áttum okkur á. Og mun vestrænni. Helgi Hrafn Guð[email protected]

Nútímajóga er afkvæmi

„Müllersæfinga“ir fornmanna á Norðurlönd-um árið 1908. Í henni útskýrði hann hvernig menn á víkinga-öld hefðu lifað miklu glæsilegri tíma vegna lík-amsræktar sem þeir stunduðu daginn út og inn. Það segir sína sögu að Björn þýddi bókina Mín aðferð eft-ir J.P. Müller, undirstöðurit hinna frægu Müllersæfinga. Í formála hennar sagði „Yfirburðir þessarar aðferðar yfir aðra heimafimleiki eru aðallega í því fólgnir, að hún snýr einkar heilsusamlegan samþætting úr öllu þrennu: fimleikum, loftbaði og vatnsbaði, er við allra hæfi með litlum afbrigðum og þó öðrum að-ferðum ódýrari, umsvifaminni og auðlærðari.“ Víða um heim urðu til samtök Müllerista sem stunduðu líkamsrækt úti í guðsgrænni náttúr-unni. Frægastur þeirra hér á landi var líklega Þórbergur Þórðarson.

Hnyklaði nakinn vöðvanaAnnar heimsþekktur heilsuræktar-frömuður í byrjun tuttugustu ald-ar var prússneski kraftakarlinn Eugen Sandow. Hann hóf ferilinn sem lyftingamaður í sirkussýning-um en varð heimsfrægur á ferða-lögum sínum um heiminn, sérstak-lega í Bretlandi. Sandow er talinn faðir vaxtarræktar en hugtakið „bodybuilding“, kom fyrst fram í bók eftir hann árið 1904. Hann sýndi stæltan líkama sinn með lítið annað en fíkjublað til að skýla sér til að líkja eftir styttum frá fornöld. Þegar hann var 10 ára gutti fór hann með pabba sínum til Róma-borgar þar sem þeir virtu fyrir sér grískar og rómverskar styttur af fögrum líkömum. „Hvers vegna eru menn ekki svona glæsilegir lengur, pabbi?“ Pabbinn svaraði um hæl að í gamla daga hefði nútímaþjóðfé-lagið ekki enn eyðilagt hina mikil-vægu reglu um að hinir sterkustu kæmust af.

Líkamsrækt gegn úrkynjunLíkamsræktarstraumarnir sem streymdu um Vesturlönd á þess-um tíma tengdust hugmyndum um

mannkynsbótastefnu (eugenics) og félagslegan darwinisma. Mannkyn-inu bar að leyfa hinum sterku að brjótast til áhrifa, en berjast gegn hverskyns úrkynjun og „kynspill-ingu“. Manninum væri þannig unnt að flýta fyrir darwinískri þróun og stýra náttúruvali. Með þessum leiðum yrði allt mannkyn um síðir hreint og sterkt. Þessar kenningar urðu síðar ein af undirstöðum og réttlætingum fyrir kynþáttahyggju nasista sem endaði með skelfingu.

Fortíðarþrá BretaVíkjum aftur sögunni til krafta-karlsins Sandows. Boðskapur hans hitti beint í mark hjá Bret-um. Breska heimsveldinu hnignaði smám saman í byrjun tuttugustu aldar og margir yfirstéttarmenn fóru að þjást af söknuði eftir hin-um „einfaldari heimi“ fortíðarinn-ar, heilbrigðri sveitamenningu þar sem mannkynið ætti raunverulega heima. Þessar pælingar voru til þessar gerðar að réttlæta „nauðsyn-lega“ yfirburðastöðu hins ættgóða hvíta manns yfir heimsbyggðinni.

Eugen Sandow (1867-1925) var faðir vaxtarræktar

og einn helsti heilsu-ræktarfrömuður í byrjun

tuttugustu aldar. Hann hafði gífurleg áhrif á hugmyndir

heimsbyggðarinnar um líkamsrækt. Óvænt átti boð-

skapurinn eftir að skipta sköpum í sjálfstæðisbaráttu

Indverja og tilkomu jóga sem einar helstu líkams-

ræktaraðferð heims.

Yfirburðir þessarar aðferðar yfir aðra heima-fimleiki eru aðallega í því

fólgnir, að hún snýr einkar heilsusamlegan sam-

þætting úr öllu þrennu: fimleikum, loftbaði og

vatnsbaði, er við allra hæfi með litlum afbrigðum

og þó öðrum aðferðum ódýrari, umsvifaminni og

auðlærðari.

Myndir | Wikipedia

30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 31: 20 05 2016

S K Á K F É L A G I Ð

MótX-einvígið 2016 er á Facebook.

Laugardagur 21. maíKl. 14.00 1. skákKl. 15.00 2. skákKl. 16.00 3. skák

MótX-fjöltefli í Smáralind

Föstudaginn 20. maí kl. 15.00Nigel Short teflir við 14 andstæðinga á öllum aldri.

Frábær skemmtun!

The Knight b4Sunnudaginn 22. maíTónleikar og hraðskákmót á HúrraMótX-hraðskákmótið kl. 20.00Rokkhljómsveitin The Knight b4 kl. 21.30Sveitina skipa: Nigel Short, Arnljótur Sig-urðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó Einar Hilmarsson, Þorvaldur Ingveldarson

Sunnudagur 22. maíKl. 14.00 4. skákKl. 15.00 5. skákKl. 16.00 6. skák

HRÓKURINNVið erum ein fjölskylda — Með gleðina að leiðarljósi

MÓTX EINVÍGIÐ 2016

NIGEL SHORT vs

HJÖRVAR STEINN GRÉTARSSON

Salnum í Kópavogi 21.-22. maí

Allir velkomnir! — Aðgangur ókeypis!

S K Á K F É L A G I Ð

MótX-einvígið 2016 er á Facebook.

Laugardagur 21. maíKl. 14.00 1. skákKl. 15.00 2. skákKl. 16.00 3. skák

MótX-fjöltefli í Smáralind

Föstudaginn 20. maí kl. 15.00Nigel Short teflir við 14 andstæðinga á öllum aldri.

Frábær skemmtun!

The Knight b4Sunnudaginn 22. maíTónleikar og hraðskákmót á HúrraMótX-hraðskákmótið kl. 20.00Rokkhljómsveitin The Knight b4 kl. 21.30Sveitina skipa: Nigel Short, Arnljótur Sig-urðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó Einar Hilmarsson, Þorvaldur Ingveldarson

Sunnudagur 22. maíKl. 14.00 4. skákKl. 15.00 5. skákKl. 16.00 6. skák

HRÓKURINNVið erum ein fjölskylda — Með gleðina að leiðarljósi

MÓTX EINVÍGIÐ 2016

NIGEL SHORT vs

HJÖRVAR STEINN GRÉTARSSON

Salnum í Kópavogi 21.-22. maí

Allir velkomnir! — Aðgangur ókeypis!

ht.is

#chessmotx

Page 32: 20 05 2016

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

BOSTON f rá

15.999 kr.*

WASHINGTON D.C. f rá

15.999 kr.*

MONTRÉAL f rá

15.999 kr.*

TENERIFE f rá

17.999 kr.*

WOW ALL ALEIÐ!

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

okt . - des .

sept . - des .

maí - jún í

okt . - des .

TORONTO f rá

15.999 kr.*sept . - des .

Sandow varð andlit alþjóðlegrar hreyfingar sem kennd var við lík-amlega menningu (Physical Cult-ure). Valdamiklir Bretar boðuðu þessa heilsubyltingu því þeir trúðu einlæglega að hún gæti bjargað breska heimsveldinu og íbúum þess frá þeirri hræðilegu líkamlegu grotnun sem hin flókna heimsmynd nýs borgarsamfélags í heiminum olli.

Indverjar vildu verða sterkirBókin Yoga Body, eftir breska fræðimanninn og jógakennarar-ann Mark Singleton, segir söguna af því hvernig hugmyndir Sandows og félaga urðu á furðulegan hátt, í árekstrum ýmissa afla, upphaf jóga eins og við þekkjum það í dag. Sandow ferðaðist um hnöttinn og kynnti æfingar sínar og skipulagði keppnina „The Empire and Muscle Competition“. Gríðarlegur mann-fjöldi mætti til að berja hann aug-um þegar hann kom til Indlands árið 1905. Þá geisuðu mikil átök á Indlandi. Bresku nýlenduherrarn-ir urðu sífellt óvinsælli. Boðskapur Sandows fékk hinsvegar óvænt mik-inn hljómgrunn á meðal Indverja og fór nú að blandast á einkennilegan hátt við indverska þjóðernisstefnu.

Müller og þjóðernisástÍ lok þriðja áratugarins kom fram á sjónarsviðið heilsuræktarfrömuð-urinn K.V. Iyer. Hann var nokkurs konar indversk útgáfa af Sand-ow. Vöðvar hans og líkamleg full-komnun efldu indversku þjóðarsál-ina gegn ofríki Breta, sem höfðu ávallt litið niður á líkamlegt at-gervi Indverja, töldu þá veikbyggða og spillta. En þar sem þessi nýja heilsuræktarbylgja var í raun smit-uð frá Bretum sjálfum datt Iyer það snjallræði í hug að sjóða hana við aldagamla indverska siði til að mál-flutningur hans passaði betur við sjálfstæðisbaráttuna. Til urðu ný samtök, „Yogic Physical Culture“. Í bók Singletons er farið í saumana á því hvernig jóga varð til úr þessari samsuðu vestrænna heilsurækt-araðferða – til dæmis vaxtarrækt-ar Sandows og ýmsum aðferðum á borð við Müllersæfingarnar – við þjóðernishyggju í nútímaríki Ind-lands.

Fornt jóga frábrugðiðJóga hafði auðvitað verið til um aldir á Indlandi og hafði, til dæm-is, hlotið töluverða frægð á meðal menntamanna í Evrópu um alda-mótin 1900. En eins og lesa má í hinni skemmtilegu bók Singletons var hið hefðbundna forna jóga af allt öðrum toga en sú gerð jóga sem frægust er í dag í heiminum. Hið hefðbundna byggðist á sitjandi stöð-um þar sem íhugun var lykilatriðið. Hið sögulega jóga var ekki þessi lík-amlega íþrótt líkamsræktarstöðvar-innar sem við þekkjum svo vel í dag.

Maurar átu forna bókSamverkamaður Iyer, jógakennar-inn Tirumalai Krishnamacharya, kom fram með forna trúarlega speki sem í ljós hefur komið að var því miður uppspuni frá rótum. Tilgangurinn var að gefa þessari nýju blöndu jóga og heilsuræktar indverskan og dulspekilegan blæ. Krishnamacharya, sem síðar varð einn frægasti jógakennari sögunn-ar, sagði að jóga væri 5000 ára göm-ul hefð. Það hefði hann lært með því að lesa hina eldfornu bók Yoga Korunta, sem skrifuð var á sanskrít. Hann sagðist hafa fundið bókina djúpt grafna í þjóðskjalasafni Ind-lands og þýtt hana yfir í munnlega útgáfu sem hann breiddi nú út á meðal fylgjenda sinna. Þegar reynt

var að hafa upp á þessari gömlu bók sagði Krishnamacharya að maurar hefðu því miður étið hana upp til agna. Bók Singletons sýnir fram að speki Krishnamacharya var líklega ekkert annað en uppspuni og í raun hafi það jóga, sem hann boðaði, ver-ið í anda vestrænnar heilsuræktar og átt lítið með hina fornu hefð að gera.

Jóga fór í marga hringiEf marka má niðurstöður Singleton má ef til vill segja að nútímajóga sé á einkennilegan hátt sameiginlegt afkvæmi vestrænnar „Müllermenn-ingar“ og indverskrar hefðar. Á tutt-ugustu öld sameinuðu menn eins og K.V. Iyer og Tirumalai Krishna-macharya hið forna jóga við ýmsar leikfimiæfingar sem þeir höfðu lært í gegnum breska valdhafa. Þegar á leið tuttugustu öldina, sérstaklega upp úr 1970 þegar jóga breiddist út um allan heim og varð að tískufyrir-brigði var það selt vestrænni menn-ingu sem dularfull og dulspekileg asísk iðja.

„Dauðans aumingjar“Þórbergur Þórðarson var lands-kunnur fyrir að stunda Müllersæf-ingar á adamsklæðunum einum. Færri vita ef til að hann iðkaði jóga. Í greininni „Ljós frá Austri“, sem birtist í Eimreiðinni árið 1919, sagði hann frá þeirri ástríðu sinni. Í ljósi þess sem komið hefur fram hér að ofan er ef til vill gaman að rifja upp nokkur orð sem hann skrifaði þar. Þó ber að geta þess að jógaiðkun

hans bar til áður en hin mikla sam-suða vestrænnar líkamsræktar og jóga varð að hina vinsæla alþjóða-fyrirbæri sem það er í dag. „Yoga er reist á alt annari grundvallar-skoðun á manneðlinu og umheim-inum heldur en vestræn íþrótta-kerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flasfengnu staðhæfingu, að maðurinn sé líkami, samstarf skyn-rænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er „andi“, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama. Á þessari staðhæfingu eða öllu frem-ur þekkingu er alt Yoga-kerfið reist. Yoga leggur með öðrum orðum megináherzluna á þroskun andans sem stjórnanda efnisins. Af þess-um gagnólíka skilningi leiðir hinn mikla mun vestrænna líkamsæfinga og Yoga. Vestrænar líkamsæfingar eru fólgnar í vissum vöðvabreyfing-um, ati, sem oft er frábærlega bar-bariskt og smekklaust, eins og t.d. grísk-rómverska glíman og fótbolt-inn, sem er orðinn landlæg plága hér í kveldroðarykinu á Melunum og sýnir, hverjir dauðans aumingj-ar vér erum enn í þekkingu og æðri og fínni menningu. Jafnæsandi óhemjuskapur heimskar ekki að eins og útslítur kröftum þeirra, sem halda honum uppi, heldur tryllir hann jafnvel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemd og skynsam-legu viti. Í margar þessar ánalegu hreyfingar fer óguðlega mikil orka forgörðum. Þær eru blátt áfram óhagrænar, miðað við nýtni nátt-úrunnar og nirfilsskap þjóðarinn-ar í garð þessara fáu vesalinga, sem hafa lagt sig niður við að hugsa. Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af rennandi fossmigu einhvers stað-ar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyr en þeir hafa umturnað henni í mykju og hlutabréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um hvipp-inn og hvappinn í allskonar fettur og brettur, pat og stapp, sem ekk-ert vit er í.“

Müllersæfingar slógu í gegn á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Með þeim gat nútímamaðurinn stundað svipaðar aflraunir og glæstir fornmenn

Evrópu. Myndin sýnir upphafsmanninn, danska íþróttakennarann og fræði-mannninn J.P. Müller (1866-1938), í miðri æfingu.

Yoga er reist á alt annari grundvallarskoðun á manneðlinu og umheiminum heldur en vestræn

íþróttakerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flas-fengnu staðhæfingu, að maðurinn sé líkami, samstarf

skynrænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er „andi“, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama.

32 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 33: 20 05 2016

Verslaðu með símanum

ÞAKKIRfyrir greiðslufrestinn og einfalt líf

Borgaðu á einfaldan og öruggan mátaí verslun eða á netinu með Netgíró.

14 DAGA GREIÐSLUFRESTUR

12 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR

Yfir 40.000 manns hafa skráð sig hjá okkur, þú skráir þig á www.netgiro.is

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/NE

G 7

9780

05/

16

Page 34: 20 05 2016

Halla Harðardó[email protected]

„Ég fæddist í litlu þorpi í Amazon-skóginum en flutti ung með mömmu til Ríó þar sem ég ólst upp,“ segir Jozy Zareen. „Ég var í kaþólskum skóla þar sem ég lærði snemma á pí-anó en orgelið varð fljótlega líf mitt og yndi. Ég æfði allt að tíu tíma á dag og var farin að kenna og vinna sem organisti í kirkju þegar ég var fjórtán ára gömul. Þegar ég giftist, sautján ára, ákvað maðurinn minn að ég mætti ekki spila meira. Í Bras-ilíu ákveða eiginmennirnir hvað konurnar gera og hann vildi að ég ynni heima.“

„Ég átti son með eiginmanni mín-um en saknaði tónlistarinnar svo mikið að ég ákvað að fara frá honum þegar ég var 24 ára. Ég hef alltaf ver-ið mjög langt frá uppruna mínum að þessu leyti. Ég fór í háskólann og lærði grafíska hönnun en á sama tíma byrjaði ég að dansa mikið og æfa thai-chi. Þegar ég var 27 ára hitti ég íslenskan skiptinema og við urðum mjög ástfangin,“ segir Jozy sem flutti með honum til Keflavíkur

ári síðar. „Það voru mikil viðbrigði. Mér bauðst engin vinna, hvorki í tónlist, grafískri hönnun né dansi, bara í fiski. Og það var mikið sjokk að sjá fyrsta launaseðilinn. Eftir að hafa unnið tíu tíma á dag, sex daga vikunnar, fékk ég sömu laun og buð-ust í unglingavinnunni. Ég var fljót að læra að á Íslandi er tvenns konar launakerfi, eitt fyrir heimamenn og annað fyrir útlendinga.“

Eftir að hafa flutt til Reykjavík-ur og skilið við fyrstu íslensku ástina fékk Jozy vinnu sem graf-ískur hönnuður en var skyndilega sagt upp nokkru síðar. „Yfirmaður minn vildi eiga með mér ástarsam-band en ég sagði nei og var rekin. Þetta er eitthvað sem þykir eðlilegt í Brasilíu en ég man hvað ég var hissa að þetta skyldi gerast á Íslandi. En ætli þetta sé ekki eins alls staðar í heiminum. Ég hugsaði alvarlega um að fara aftur til Brasilíu en svo hitti ég barnsföður minn og átti elstu dóttur mína rúmlega níu mánuð-um síðar,“ segir Jozy og hlær. „Eftir það kom aldrei til greina að fara frá Íslandi.“

Jozy fékk loks vinnu sem dans-kennari í Kramhúsinu en stofnaði nokkrum árum síðar sinn eigin dansskóla. „Ég kynntist svo Helgu Braga leikkonu og við dönsuðum magadans út um allan bæ og vor-um svakalega vinsælar. En svo kom kreppan og ég missti fyrirtæk-ið mitt,“ segir Jozy sem hefur síð-an unnið á dvalarheimilum fyrir aldraða en vinnur í dag fyrir Rauða krossinn. „Ég stefni á að læra for-ritun í haust því mig vantar vel laun-aða vinnu. Ég þarf að sjá fyrir þrem-ur dætrum mínum og eftir mína heppni í karlamálum veit ég að það er ekki hægt að stóla á karlmenn til þess,“ segir Jozy og hlær. „Draumur-inn minn er að kenna tónlist eða verða organisti og ég hef sótt um út um allt land en það er ekki hægt að komast að. Ég held maður þurfi að vera í einhverri mafíu til þess. Ég vildi að ég væri í þessari mafíu.“

InnflytjandinnVildi að ég væri í mafíunni

Jozy Zarren fæddist í Amazon-skóginum en flutti til Keflavíkur

þegar hún var 27 ára gömul.

Níu Kristjaníuhjól eru komin til landsins á vegum „Hjólað óháð aldri“ verkefnisins. Tilgangurinn er að hleypa til-breytingu, félagsskap, lífi og ferskum vindum í líf þeirra sem búa á dvalar- eða hjúkr-unarheimilum.Halla Harðardó[email protected]

„Við förum ekki það mikið úr húsi og sólin skín ekki alltaf á svölunum. Það er gott að komast út og fá ferskt loft en það er samt tilbreytingin sem mér finnst best,“ segir Rós Vilhjálmsdótt-ir, íbúi á Dvalarheimilinu Mörk, þar sem fjárfest hefur verið í einu Kristj-aníuhjóli til að bjóða íbúunum upp á tækifæri til að komast út úr húsi, fá félagsskap, ferskt loft og njóta nýrra slóða. „Um daginn fórum við alla leið inn í Blesugróf þar sem ég bjó í tæp-lega fjörutíu ár og hún Helga var svo yndisleg að taka mynd af mér fyr-ir utan gamla húsið mitt. Mér finnst þetta stórkostlegt,“ segir Rós.

Ört vaxandi verkefniÞað var danska hjóladrottningin Dorthe Pedersen sem byrjaði með verkefnið „Hjólað óháð aldri“ fyrir þremur árum í Danmörku.

Tilgangurinn var að auka lífsgæði eldri borgara með því að koma þeim aftur á hjól. Hafist var handa að safna fyrir hinum svokölluðu Krist-janíuhjólum en þau hafa verið fram-leidd í fríríkinu í þrjátíu ár, upphaf-lega til að flytja lífrænt grænmeti og brauð á milli staða.

Verkefnið óx fljótlega langt út fyrir dönsku landsteinana og síð-astliðinn vetur komu þrjú slík hjól til Íslands sem hafa verið í notkun á dvalarheimilunum Mörkinni, Sól-túni og Sunnuhlíð. Íbúar heimil-anna hafa tekið hjólunum fagnandi og óhætt er að segja að verkefnið í heild sinni hafi slegið í gegn. Nú hafa sex hjól til viðbótar verið flutt til landsins og munu þau fara til Hafn-ar, Seyðisfjarðar, Sauðárkróks, Ísa-fjarðar, Akraness og í Garðabæ en hjólin eru öll keypt með söfnunarfé ýmissa félaga í heimabyggð. Fram-kvæmdastjóri Hjólafærni á Íslandi, Sesselja Traustadóttir, heldur utan um verkefnið og hefur séð um þró-un þess á Íslandi frá því í apríl 2015. Hún segir hjólin í raun vera eins og lykil inn í samfélagið aftur. „Ég á sjálf

„Um daginn fórum við alla leið inn í Blesugróf þar sem ég bjó í tæplega fjörutíu ár og hún Helga var svo yndisleg að taka mynd af mér fyrir utan gamla húsið mitt. Mér finnst þetta stórkostlegt,“ segir Rós.

„Þetta er stórkostlegt!“

mömmu í Sóltúni, sem er 87 ára, og við hjóluðum saman í 1. maí göngu. Fengum okkur svo kaffi á Grettisgötu og hjóluðum svo í Laugardalinn. Við höfum ekki átt svona dag, þar sem við erum saman úti í marga klukkutíma, síðan við vorum saman á skíðum í gamla daga. Þetta er bara frá-bært.“

Hlakkar til sumarsinsÁ hverju dvalarheimili er ein

manneskja sem sér um allt sem viðkemur hjólunum. Starfsmenn jafnt sem ættingjar geta hjólað með alla þá sem óska þess að fara í túr en einnig getur fólk skráð sig sem sjálfboðaliða. „Það falleg-asta við þetta verkefni finnst mér vera félagsskapurinn,“ segir Mar-ía Guðnadóttir, sjálfboðaliði hjá „Hjólað óháð aldri“. „Ég er sjúkra-þjálfi og bý hérna í hverfinu svo þetta er tilvalið. Við Rós erum að hjóla saman í fyrsta sinn í dag en

eigum örugglega eftir að kynnast betur.“

„Já, það verður gaman að sjá Elliðaárdalinn þegar sumarið loks-ins kemur, ef það kemur,“ segir Rós og skellihlær.

Á laugardaginn verða öll nýju Kristjaníuhjólin samankomin á hjólahátíð fjölskyldunnar í Kópa-vogi. Hjólin verða til sýnis og próf-unar fyrir áhugasama á hjólasvæð-inu við bókasafnið, frá klukkan 15.15-15.45.

Mynd | Hari

34 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 35: 20 05 2016

LAGERSALAASKALIND 2DAGANA 20.–30. MAÍ

LAGERSALA ASKALIND 2, KÓPAVOGI. SÍMI: 861-7541OPNUNARTÍMI: MÁN-LAU 13-18. SUN 12-17

LAGERSALANOKKAR ER Í

ASKALIND 2,KÓPAVOGI

70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GJAFAVÖRUM

50-70% AFSLÁTTUR AF STÓLUM

BORÐUM OG SÓFUM

Page 36: 20 05 2016

GOTT

UM

HELGINA

Aukasýningar á Ævintýraóperunni Baldursbrá verða í Hörpu um helgina. Óperan er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og segir frá baldurs-brá sem leggur í för upp á fjallstind að njóta útsýnisins. Þetta reynist þó hættuför þar sem fyrir koma hættulegur hrútur, yrðlingakór og sposkur spói. Lifir litla baldursbráin ævintýrið af?

Tónlistin í Baldursbrá byggir á fjölbreyttum grunni: íslenskum þjóð-lögum, rappi og rímnalögum. Óperan er eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og var frumsýnd síðasta haust. Hvað? Ævintýraóperan Baldursbrá.

Hvenær? Í dag kl. 19, á morgun og á sunnudag klukkan 14.

Hvar? Hörpu tónlistarhúsi.

Baldursbrá og félagar í hættuför á ný

Emilíana Torrini og Sinfó

Vart þarf að kynna stolt okkar Ís-lendinga í tónlistarheimum, hana Emilíönu Torrini. Á föstudaginn, í tón-listarsal Hörpu, verður blásið til stórtónleika með henni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á þessum tónleikun-um syngur Emilíana mörg sinna bestu laga, við órafmagnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þannig öðlast lögin sjálf nýja og spennandi vídd auk þess sem hin fjölmörgu litbrigði hljómsveitar-innar njóta sín til fullnustu. Hvar: Harpa tónlistarhús.

Hvenær: Föstudagur, klukkan 20.

Djammið um helgina

KJ

AR

GA

TA

BAN

KA

STRÆTI

HAFNARSTÆTI

AUSTURSTRÆTI

AL

ST

TI

VE

LT

US

UN

D

ST

SS

TR

ÆT

I

ING

ÓL

FS

ST

TI

TR

YG

GV

AG

ATA

SK

ÓL

AV

.ST

.

Prikið

Föstudagur: SunSura

Laugardagur: Lóan

Húrra

Föstudagur:

Tónleikar Gangly,

Auður og

Ultraorthodox

klukkan 21

Laugardagur:

Tónleikar Dimmu.

Tívólí

Föstudagur:

Steindór/BLKPRTY

Laugardagur:

Sexítæm vs.

Kanilsnældur

Bravó

Föstudagur:

DJ Óli Dóri

Laugardagur:

DJ Silma Glømmi

NA

US

TIN

AUSTURSTRÆTI

LA

UG

AV

EG

I 22

Dansa sitt draumasóló

Persóna er þríþætt dansverk eftir þrjá íslenska danshöf-unda. Í gegnum sýninguna alla er dansarinn sjálf-ur hafður í forgrunni sem endurspeglast í persónulegri og dýpri nálgun á túlkun dansarans. Einn þáttum verksins ber heitið What a feeling, eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Þar fær dansarinn sjálfur, í sam-vinnu við höf-unda, að skapa sinn drauma sólódans. Dans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara fyrir sig. Hvar:

Borgarleikhúsið.

Hvenær: Föstudaginn og

sunnudaginn

klukkan 20.

Vellíðan í daglegu

lífi og starfi

Metnaðarfull dagskrá fer fram í Háskóla Íslands á vegum út-skriftarnema úr jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ. Þar á með-al verða erindi um hvernig má vera jákvæðari, líðan kvenna eftir barnsburð, að ná árangri og njóta þess og ótal margt fleira. Nánari upplýsingar á endurmenntun.is. Hvar: Háskóli Íslands.

Hvenær: Föstudaginn

klukkan 9-15.

Að blómstra þrátt fyrir

mótlæti, streitu og álag

Að upplifa álag og streitu virðist gjarnan vera orðinn partur af lífi okkar enda hraðinn og kröfurnar miklar. Í vinnustofu um þraut-seigju, sem haldin verður um helgina, er velt upp spurningunni hve mikið við látum álag og streitu hafa áhrif á okkur. Þátttakendur greina og vinna með sína eigin þrautseigju og finna út hvaða þætt-ir næra þá, fylla orku og vellíðan sem aftur gæti aukið líkur á að þeir blómstri þrátt fyrir mótlæti, streitu og álag. Skráning og upp-lýsingar á www.salfraedingarnir.is/þrautseigja.Hvar: Lyngháls 9.

Hvenær: Laugardaginn

klukkan 10-15.

Rokkað á Skaganum

Okkar eini sanni Magni Ás-geirsson og félagar hans í Killer Queen troða upp á Skaganum um helgina. Hljómsveitin tekur öll bestu lög Queen; Love of my Life, We will rock you, It’s a hard life, Under pressure og að sjálfsögðu We are the champions. Það verð-

ur banastuð á nýuppgerða Kaupfélaginu og tjúttað

fram á nótt. Hvar: Gamla

Kaupfélagið

á Akranesi.

Hvenær: Föstudag,

klukkan 21.

Jákvæð sálfræði í lífi og starfi – Opið málþing

36 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn

Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn

Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn

Sýningum lýkur í vor!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Play (Stóra sviðið)Þri 31/5 kl. 19:30Listahátíð í Reykjavík

DAVID FARR

Sýning meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun

við Háskóla Íslands um Þorskastríðin 1958-1976 á Sjóminjasafninu í Reykjavík

frá 14. maí 2016.

Opið 10-17 alla daga.

Grandagarði 8, 101 Reykjavík www.borgarsogusafn.is

MAMMA MIA! (Stóra sviðið)Fös 20/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00Sun 29/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00Þri 31/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00Mið 1/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00Fim 2/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 síðasta

sýn.

Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson

Njála (Stóra sviðið)Fim 29/9 kl. 20:00

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn

Kenneth Máni stelur senunni

Afhjúpun (Litla sviðið)Sun 22/5 kl. 14:00Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins

Persóna (Nýja sviðið)Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda

NJÁLA „Unaðslegt leikhús“ HHHH – SJ. Fbl.

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

SagaProMinna mál með

Page 37: 20 05 2016
Page 38: 20 05 2016

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Eydís er nemi við heim-speki í Háskóla Íslands, ljóðskáld og oddviti Röskvu. Í fyrra gaf hún út ljóðabókina Tíst og bast sem sat á metsölu-

lista yfir íslenskar ljóðabækur. Fyrir tæpu ári kom Eydís sér fyrir á stúd-entagörðunum og segist kunna vel við sig í litla rýminu. „Ég get ímynd-að mér að kaupa litla íbúð í framtíð-inni. Kynslóðin á undan okkur sótti í stóra húsið, trampólínið, grillið og garðinn. Fyrir mína parta er meira gildi í því að vera í nálægð við góð-ar samgöngur og geta rölt í skólann. Að geta stokkið út í rauðvínsglas með vinkonunum og þurfa ekki að taka taxa heim úr bænum, það er geggjað.“

Framan af var aðeins dýna, eld-húsborð og sófi í íbúðinni hjá Ey-dísi. Með þolinmæðina að vopni var vandað er til verka þegar kom að húsgagnakaupum. „Ég vildi ekki afgreiða málið með því að spreða hundrað þúsund krónum í Ikea og fylla íbúðina af dóti. Ég kaupi held-ur einn hlut í einu og virkilega pæli í virði hans. Sófaborðið fann ég á bland.is eftir mikla leit og nátt-borðið í Portinu á Nýbýlavegi. Þetta eru allt hlutir sem ég get ímyndað mér að flytja í næsta bú.“

Það eru nokkrir gallar sem ber á góma, en enginn bakaraofn er í eldhúsinu. „Það takmarkar elda-

mennskuna að hafa ekki ofn, ég elska líka að baka. Mig dreymir einnig um parket á gólfið og líð-ur stundum eins og ég búi á lager með þennan dúk á gólfinu. Öðru er ekki að kvarta yfir, ég hef þessa fínu geymslu sem nýtist sem lager undir ljóðabækurnar mínar. Rúmgott bað-herbergi og rýmið almennt nýtist mjög vel.“

Sérstakur Facebook hópur er starfræktur fyrir háskólanemana í blokkinni, smá kommúnu fílingur líkt og Eydís kallar það. „Í hópnum hjálpumst við nágrannarnir að. Um daginn vantaði mig sárlega edik og gat þá auglýst eftir því og sótt það í næstu íbúð. Síðan er bara ótrú-lega gaman að búa í nálægð við vini sína. Þegar einn er að þvo þvottinn í blokkinni á laugardagsmorgni er annar að koma heim af djamminu. Þetta er skrautlegt og skemmtilegt.“

Stúdentagarðarnir #3

Að geta stokkið út í rauðvínsglas

með vinkonunum og þurfa ekki að

taka taxa heim úr bænum, það er

geggjað.

Staðsetning framar en stærð

Hvernig er best að nýta smáhýsi? Eydís Blöndal býr í 35 fermetra stúd-entagarði á Lindargötunni og er þriðji viðmælandi í myndaröðinni Stúd-

entagarðarnir. Litið er inn til námsmanna og kannað hvernig ungt fólk nýtir rými með sniðugum og hagkvæmum lausnum, þar sem nægjusemi einkennir búskapinn. Leigumarkaðurinn er til umræðu og kynslóðin sem

dreymir ekki um einbýlishúsið.

Hringlaga hillan er úr Tiger, eldhúsborðið úr Ikea og sjá má ljósmynd af Vigdísi Finnbogadóttur hoppa í París.

Myndir | Rut

Eydís Blöndal býr á stúdentagörðunum og er sérstaklega ánægð með stað-setninguna, að geta rölt í skólann og skroppið út í drykk. Teppið í miðju stof-unnar er frá Túnis og gerir mikið fyrir íbúðina, en Eydís erfði það eftir föður sinn og sömuleiðis listaverkið ofan við sófann.

Ekki allir tengja saman samtímatónlist og hæfileika-keppnir, en Jaðarber got hæfileikar ætlar að gera tilraun til þess. Verkið er hluti Listahátíðar í Reykja-vík og er Berglind María Tómasdóttir höfundur þess. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari er ein þriggja keppenda sem spreyta sig í keppninni í von um sigur. Hún segir samkeppnina mikla enda eigi þau öll erindi í keppnina þó bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Guðmund-ur Felixson verður kynnir kvöldsins og í dómnefnd verða þrír sérfræðingar: Atli Ingólfsson tónskáld, Halla Oddný fréttamaður og Elísabet Indra tónlistar-fræðingur. Tinna segir dómarana gáfaða, hvassa fag-menn: „Þau eru ekki alltaf sammála, höfum við tekið eftir á æfingum.“ Aðspurð hvort einhver dómaranna sé jafn harður og Bubbi Morthens segir hún þá í raun

alla geta fallið undir þá skilgreiningu. Það stefnir því í líflegt kvöld sem stefnan er að verði að árlegum við-burði. Hver veit nema Jaðarber got hæfileikar verði fyrir fullum sal á Korputorgi áður en langt um líður?

Þrír Bubbar í dómnefnd Jaðarber got hæfileikar

Þau Atli Ingólfsson, Halla Oddný og Elísabet Indra munu dæma hver

hefur mestu hæfileik-ana í samtímatónlist í

Mengi á sunnudag.

38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Elskar þú að grilla? O-GRILL

VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720

Rekstrarvörur óska eftir að ráða sölumann til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.

Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnana, auk ráðgjafar í hreinlætismálum og þjónustu við viðskiptavini. Starfssvæði er Norðurland og Vestfirðir.

Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til á starfssvæði og hafi búsetu á Norðurlandi

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum og vera með einhverja reynslu af sölustörfum. Æskilegt er að viðkomandi sé handlaginn og treysti sér til að þjónusta og sinna minniháttar viðhaldi á þeim búnaði sem RV selur, t.d. skömmturum og fleira.

Vinnutími er almennt kl. 8:00-16:00 mánudaga til föstudaga.Leitað er að áhugasömum, ábyrgum, jákvæðum, sjálfstæðum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega.

Umsjón með ráðningu hefur Sigurlaug Þóra Kristjánsdóttir fræðslu-og starfsmannastjóri RV. Allar umsóknir ásamt ferilskrá með mynd skulu sendar á [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknafrestur er til 27. maí 2016

Rekstrarvörur | Réttarhálsi 2 | 110 Reykjavík | [email protected] | 520 6666 Verslun RV er opin virka daga kl. 8 - 18 og laugardaga kl. 10 - 16

Sölumaður fyrir Rekstrarvörur á Norðurlandi og Vestfjörðum

SLÁTTUVÉL, bensínvél 1,6kW, sláttubreidd 46cm

49.995kr.53322805 - Alm.verð: 59.995kr

HELGARTILBOÐ

Tilb

oðið

gild

ir til

23.

maí

.

Page 39: 20 05 2016

30%afsláttur

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g ve

rðbr

eytin

gar.

Eggjabakkadýnur

Sérsníðum eggjabakkadýnurfyrir þig.

Sæng og koddi

Frábært úrval.

Dýnudagar

Dýnur

Í bústaðinn, fellihýsið, tjaldvagninn, o.fl.

Síðumúla 30 . ReykjavíkHofsbót 4 . Akureyri

www.vogue.is

Vissir þú að

heitir nú Vogue fyrir heimilið?

20-40%afsláttur

Aðeins það besta er nógu gott fyrir þig.

Sérsniðnardýnur fyrir þigog þína. Fyrir bústaðinn, fellihýsið, húsbílinn, heimilið eða bara hvar sem er.

Frá4.886.-

20%afsláttur

Page 40: 20 05 2016

Laverne Cox heldur áfram að ryðja brautina fyrir transgender leikara út um allan heim

Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú staðfest að lög-fræðidramað Doubt fer í framleiðslu hjá stöð-inni, þar sem Laverne Cox, Katherine Heigl og Steven Pasquale munu fara með helstu hlutverk.

Þættirnir eru úr smiðju þeirra sem skrifuðu Grey’s Anatomy á sínum tíma og fjalla um lög-fræðing sem fellur fyrir sjarma skjólstæðings síns, sem gæti hafa gerst sekur um hrottalegan glæp.

Hlutverk Cox markar tímamót, því hún verð-ur með því fyrsta transgender konan til að leika transgender aðalpersónu í bandarískum sjón-varpsþætti. Leikkonan, sem er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í fangelsisdramanu Orange Is The New Black, stendur ekki í neinum smáræðis-verkefnum þessa dagana, en hún mun einnig leika aðalhlutverk Dr. Frank-N-Furter í framleiðslu Fox á költ-söngleiknum The Rocky Horror Picture Show í haust.

AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR 20/5 & 22/5Sunnudaginn 22. maí verður sérstök hátíðarsýning á Listahátíð í Reykjavík þar sem boðið verður upp á listamannaspjall og freyðivín í lok sýningar

Miðasala á www.id.is eða í miðasölu Borgarleikhússins í 568 8000

What a feelingeftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur eftir Hannes Þór Egilsson

#islenskidansflokkurinn

örfá sæti

Vinnustofan Ný verksmiðja – sama súkkulaðiðSúkkulaðigerðin Omnom er um þessar mundir að koma sér fyrir í nýju húsnæði úti á Granda. Áður var súkkulaðið verkað í gamalli bensínstöð á Seltjarnarnesi en húsnæðið hefur sprungið utan af rekstrinum. Þeir Kjartan Gíslason og Karl Viggó Vigfússon sinna því öfundsverða starfi að framleiða og smakka súkkulaði allan liðlangan daginn.

Þegar Fréttatímann bar að garði voru kokkarnir að leggja lokahönd á fyrstu tilraunalotu af súkkulaði í nýja húsnæðinu. Mjólkursúkkulaði með kaffibragði bruggað úr kaffibaunum frá Reykjavík Roasters, að sjálfsögðu fá allir að smakka. „Við smökkum í kringum 60 grömm af súkkulaði á dag, súkkulaðiplata á mann,“ segir Karl Viggó kátur í bragði með nýju vélarnar og aðstöðuna.

Ferlið frá baun í bita er umfangsmikið. Kakóbaunirnar koma frá hinum ýmsu heimshornum, lífrænar og sanngirnisvottaðar. Hjá Omnom eru þær ristaðar, malaðar niður og hrærðar saman við önnur hráefni. Á innan við viku eru þær orðnar að innpakkaðari súkkulaðiplötu, tilbúinni til sölu. „Í nýja húsnæðinu verðum við með verslun með útsýni inn í verksmiðjuna. Einnig verður kynningarrými þar sem fólk getur kynnst starfseminni. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og við viljum halda áfram að sinna eftirspurn. Við höfum góða tilfinningu fyrir þessu.“ | sgk

Mynd | Hari

Laverne Cox er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í fangelsisdramanu

Orange Is The New Black.

Frá lögfræðidrama til költ-söngleiks

Sviðslistir eiga að koma

áhorfendum við Stórt vatnsglas, epli Mjallhvítar og stelpur

sem taka sér pláss„Ég vil frekar að áhorfend-ur fari út af sýningunni í fússi en sitji í gegnum hana af einhverri skyldurækni ef þeim leiðist,“ segir Jó-hann Kristófer Stefánsson, sem um helgina frumsýnir útskriftarverk sitt, Vatn er gott, í Kúlunni.

Þau Jóhann og Andr-ea Vilhjálmsdóttir eru meðal þeirra tíu sviðshöfunda sem nú einbeita sér að útskrift-arverkum sínum frá

sviðslistabraut Listaháskólans. „Sýningarnar eru jafn ólíkar

og þær eru margar: Eitt verkið er dæmis þrekverk sem stendur í heilan sólarhring, annað er þýskt verk sem sviðshöfundurinn þýddi yfir á íslensku og setti upp og enn annað er einfaldlega leiklestur á handriti,“ segir Andrea.

Verk Andreu, Madhvít, vísar í Mjallhvítar-ævintýrið og segir hún því epli í raun leika aðalhlutverk í sýningunni: „Þetta er speglun Mjallhvítar í samtímanum, þar sem stelpur taka sér loks pláss á sviðinu.“

Madhvít er níu klukkutímar að lengd og verður sýnt í Tjarnarbíó. Áhorfendur geta þó ráðið hversu lengi þeir sitja inni í verkinu, hvort sem það eru 40 mínútur eða allir klukkutímarnir níu.

Vatn er gott skoðar hins vegar vatn frá öllum hliðum, að sögn Jóhanns: „Hugmyndin byrjaði eiginlega með einhverju gríni þar sem ég var alltaf að segja fólki að fá sér vatnsglas. En í kjölfarið fór ég fyrir alvöru að pæla í hlutverki vatns, þessa vökva sem skiptir svo miklu máli.“

Þau Jóhann og Andrea sýna útskriftarverk sín, Vatn er gott og Madhvít, um helgina.

Mynd|Rut

Útskriftarsýningar sviðs-

höfunda sem fara fram

dagana 20.-26. maí: Ferðalagið – Brynjar

Valþórsson

Festival – Hekla Elísabet

Aðalsteinsdóttir

Hagaharmur – Sigurjón

Bjarni Sigurjónsson

In The Memory of Her Last-

-minute: Within the Center

of the Concert – Ingvi Hrafn

Laxdal

Kapsúllinn – Anna Katrín

Madhvít – Andrea Vilhjálms-

dóttir

Sálufélagar – Nína Hjálmars-

dóttir

Stertabenda – Gréta Kristín

Ómarsdóttir

The Last Kvöldmáltíð

– Kolfinna Nikulásdóttir

Vatn er gott – Jóhann

Kristófer Stefánsson

Verkin eru bæði samsköpunar-verk, sem þýðir að verkið er af-rakstur vinnu margra í stað þess að höfundur skapi verkið einn.

Andrea og Jóhann segja sviðs-listir ekki vera bundnar við leik-hússvið heldur hafa miklu fleiri möguleika: „Ég man þegar ég var lítill og fór á einhverjar leiksýn-ingar þar sem ég sat inni í leikhús-sal í tvo tíma og leið svo bara eins og það sem ég hefði séð kæmi mér ekkert við þegar ég kom út. Sviðs-listir eiga ekki að vera þannig,“ segir Jóhann. Andrea tekur í sama streng: „Við ætlum að setja spurn-ingamerki við hlutverk áhorfand-ans og jafnvel virkja hann svo-lítið.“ | sgþ

40 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Page 41: 20 05 2016

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl. V

erð

gild

a til

23.

05. 2

016

Krono Original er endingargottharðparket sem þolir vel högg,núning, álag og hitakerfi.Þýsk gæði sem hafa sannað sig.Nánar: www.krono-original.com

TILBOÐSDAGAR Á GÓLFEFNUM

Lancaster Oak0113498

1.395 kr/m2

fullt verð 1.795 kr/m²

TILBOÐ

Harvester Oak0113487

1.895 kr/m2

fullt verð 2.695 kr/m²

TILBOÐ

Flaxen Oak0113483

1.695 kr/m2

fullt verð 2.495 kr/m²

TILBOÐ

Santiago Oak0113449

1.295 kr/m2

fullt verð 1.695 kr/m²

TILBOÐ

Fresco Matte0113491

1.495 kr/m2

fullt verð 3.295 kr/m²

TILBOÐ

8mm327x1285mm

7mm192x1285mm

8mm192x1285mm

8mm192x1285mm

7mm192x1285mm

8mm192x1285mm

7mm192x1285mm

Royal Oak0113454

1.295 kr/m2

fullt verð 1.695 kr/m²

TILBOÐ

Rugged Oak0113478

1.695 kr/m2

fullt verð 2.295 kr/m²

TILBOÐ

Page 42: 20 05 2016

Ein stór fjölskyldaAna Geppert segir íslensku hjólabrettasenuna ólíka þeirri á Spáni, veðurfar og aðstaðan spila stóra rullu

Frá ellefu ára aldri stundaði Ana hjólabretti ásamt bræðrum sínum sem hún gefur ekkert eftir. Ana er þýsk, uppalin á Spáni en fyrir þremur árum fluttist Ana til Íslands. Landið tók henni opnum örmum og lengdi hún því dvölina.

Hjólabretti er hennar helsti sam-göngumáti til og frá vinnum milli þess sem hún nýtir sér þá brettaað-

stöðu sem borgin býður upp á. „Senan á Íslandi er gjörólík

þeirri á Spáni. Bróður-part ársins þarf að

stunda sportið inn-andyra, en á Spáni

eru brettagarð-ar út um allt og

með flestum almenningsgörðum fylgir brettasvæði. Þannig er mikið komið til móts við samfélagið.“

Á Íslandi er helsti brettagarðurinn í Dugguvogi en Brettafélag Íslands flutti aðstöðu sína þangað þegar það missti húsnæði sitt í Loftkastalanum. „Ég sé mikla möguleika fyrir brettasamfélag-

ið, því mætti í raun gera meira fyrir það. Þetta

sport heldur mörgum krökkum frá vandræð-

um, það er svo margt jákvætt við það.“

Aðstaða er ekki það eina sem skilur íslensku senuna frá þeirri spænsku heldur einnig skortur á konum. „Ég hef ekki rekist á margar konur á mínu reki, hinsvegar virðast ungar stúlkur sækja

íþróttina í vaxandi mæli. Í Barcelona er gríðarlega mikið af konum sem eru ótrúlega góðar og ég á ekki

roð í. Ég gerði tilraun til þess að keppa á íslensku móti en flest allar konurnar skráðu sig úr keppni á síðustu

stundu svo hún féll niður. Það sýnist mér vera að breyt-ast með ungu kynslóðinni, sem er frábært.“

Jóhann ásamt brettakrökkunum sínum. F.v: Boggi, Sölvi, Laufey, Jóhann, Arnar Freyr, Ásgeir Örn og Ísak.

Ana Geppert hefur iðkað hjólabretti frá ellefu ára aldri. Hún segir margt

jákvætt við íþróttina sem heldur krökkum frá vandræðum.

Mynd|Rut

Jóhann Óskar í Brettafélagi Reykjavíkur vinnur forvarnarstarf með hjólabrettaiðkun„Hjólabrettin verða örugglega alltaf á jaðrinum því þetta er kringlótt íþrótt. En það sem við reyndum að gera var að setja kringlótta íþrótt í kassa til að fá aðstöðu fyrir krakkana okkar að stunda hana“, segir Jó-hann Óskar Borgþórsson í Brettafélagi Hafnarfjarðar.

Svo virðist sem hjólabrettahæfileikar séu fjölskyldu Jóhanns í blóð bornir. Þegar Fréttatímann bar að garði voru þar sjö einbeittir brettakrakkar á öllum aldri, börn Jóhanns og vinir þeirra. Sjálfur hefur hann stundað brettið í meira en tuttugu ár en réðst í stofnun Bretta-félags Hafnarfjarðar, ásamt foreldrum annarra brettakrakka, svo þeir gætu rennt sér í öruggri inniaðstöðu.

„Þegar ég var krakki á bretti var maður oft í bílageymslum eða ein-hversstaðar þar sem maður gat lent í slæmum félagsskap,“ segir Jó-hann. Hann stendur því vaktina í húsi Brettafélags Hafnarfjarðar í Flatahrauni, þar sem fjölmargir krakkar geta æft sig á brettið óáreittir með þjálfara sem segir þeim til.

„Hér er fullt af krökkum sem festust ekki í fótbolta

eða öðrum íþróttum en finna sig á hjólabrettinu.“

Synir Jóhanns, þeir Ásgeir, Boggi og Arnar, eru á aldrinum 5 til 14 ára og hafa stundað íþróttina frá blautu barnsbeini. Brettið er eins og framlenging af þeim sjálfum þar sem þeir þeysa um rampana í Brettafélaginu.

Jóhann segir starfið hafa forvarnargildi, enda ólíklegra að krakkar á fullu í íþróttum fari að fikta við áfengi eða eiturlyf: „Við erum að reyna að vinna gegn staðalímynd hjóla-brettagaursins. Hjólabrettaiðkun er íþrótt sem fær ekki þá viðurkenningu sem hún á skilið.“

Hjólabrettið heldur krökkum frá vandræðum

Það þarf einbeittan vilja og ástríðu til að stunda hjólabretti á landi eins og Íslandi. Þó hefur hjóla-

brettamenningin þrifist hér gegnum aðstöðuleysi, veður og vinda í meira en tuttugu ár og sífellt fjölgar

krökkum sem finna sig á brettinu. Fréttatíminn ræddi við ástríðufulla hjólabrettaiðkendur á öllum aldri. Þó áherslur þeirra séu ólíkar eru

þeir allir sammála um að meira þurfi að koma til móts við hjólabrettaiðkendur.

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildurfrettatiminn.is

er ástríða

Hægt að skeita hvar sem erÓlafur Ingi Stefánsson er einn færasti hjólabrettakappi lands-ins og einn aðstandenda hjólabrettakompanísins Make.

Ólafur Ingi eyðir flestum dögum á hjólabretti, enda snýst vinna þess sem vill verða atvinnumaður eða -kona á hjólabretti að miklu leyti um að vekja athygli brettafyrirtækja á sér og sínum stíl á brettinu, í þeirri von að fyrirtækin styrki hann eða hana með vörum: „Þú þarft að vinna keppnir og taka upp myndbönd af þér á brettinu og senda þau út. Í mínu tilviki var ég heppinn, þekkti starfsmann fyrirtækisins og fékk stórt tækifæri,“ segir Ólafur, sem hann fékk nýlega styrk frá hjólabrettafatnað-armerkinu HUF.

Aðeins nokkrir íslenskir hjólabrettaiðkendur hafa fengið slíkan styrk, en Ólafur segir marga efnilega hjólabrettakappa á Íslandi: „Ef við hefð-

um betri aðstöðu væri meiri möguleiki á að fara út í fagmennsku. Það

er erfitt fyrir okkur að halda í við lönd þar sem yfirvöld styðja við

þetta sport og byggja góða hjólabrettagarða.“

Ólafur hefur sömu sögu að segja og allir þeir sem hafa ástríðu fyrir að stunda hjólabretti af alvöru. Jafnvel þótt borgin hafi búið til aðstöðu til brettaiðkunar í Laugardal og víðar eru þau svæði lítið nýtt, enda var ekkert samráð haft við brettaiðkendur við byggingu þeirra. Þvert á móti var golfvallahönnuður fenginn til verksins í Laugardal. Aðstaða eins og sú í Laugardal er því beinlínis peningasóun, að mati vanra hjólabrettaiðkenda.

Nú er uppáhalds árstími hjólabretta-iðkenda að hefjast og Ingólfstorg að fyllist af hjólum. Þó verður sumarið á Ingólfstorgi stutt fyrir þá enda verður torgið lagt undir EM þegar líður á sum-ar. Óli hefur þó ekki miklar áhyggjur af þeim missi, enda segir hann hægt að „skeita“ hvar sem er. Bara ef mann langar það nógu mikið.

Ólafur Ingi Stefánsson segir

marga efnilega hjólabrettakappa að finna á Íslandi.

Mynd|Hari

42 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

SagaProMinna mál með

Page 43: 20 05 2016

NIVEA.com

AAAAAhhhEINSTAKLEGA KÆLANDISÓLARVÖRN

NJÓTTU FYRSTU NIVEA SÓLARVARNARINNAR SEM KÆLIR

Page 44: 20 05 2016

Gott að dillaAmabadama og RVK soundsystem leyfa reggí-inu að óma í Bæjarbíói á laugardagskvöldið. Í kvöld, föstudag, stígur á stokk hin fær-eyska Annika Hoydal úr hljómsveitinni Harkaliðið sem naut vinsælda hérlendis í lok sjöunda áratugar.

Gott að spilaSpilavinir standa fyrir borðspilamarkaði á laugardaginn frá klukk-an 13. Nú er tækifær-ið til að býtta, selja og kaupa ný og notuð spil. Það verður heitt á könnunni og góð stemning í húsnæði Spilavina á Suðurlandsbraut 48.

Gott að verslaÁ sunnudaginn ætla fjöl-margar tískudrósir að selja af sér spjarirnar í Iðnó á milli klukkan 13-17. Gæða fatnað-ur á lágu verði. Einnig verð-ur Pop-up kaffihús, plötu-snúður og tilboð á barnum.

GOTT

UM

HELGINA

Spurt er... Hver er besta útihátíð sumarsins?

TÓNLIST Í HEIMS-GÆÐAFLOKKIÁsa Lind FinnbogadóttirÞað er hátíðin Extreme Chill – Undir jökli sem haldin er á Snæfellsnesi. Hátíðin er minni en margar, en þar eru yfirleitt um 200-300 manns ár hvert. Þar er alltaf gleði og vinaleg stemning, svo ekki sé minnst á tón-list í heimsgæðaflokki.

Tónlistarhátíðin Extreme Chill – Und-ir Jökli verður haldin í Vík í Mýrdal dagana 2.-3. júlí.

PÖNK FYRIR NORÐANJón Arnar Kristjánsson Besta tónlistarhátíðin myndi vera Norðanpaunk á Laugarbakka. Hún er haldin um verslunarmanna-helgina og þar er einfaldlega besta tónlistin og besta „crowd-ið“.

Pönk- og þungarokkshátíðin Norðanpaunk verður haldin á Laugarbakka dagana 29.-31. júlí. Þar koma fram Gnaw their tounges, Severed, Sinmara, Abominor, Cold Cell og fleiri.

GAMAN AÐ VERA Á ÚTIHÁTÍÐ Í REYKJAVÍKStella Björt BergmannAuðvitað Secret Solstice. Það er ógeðslega gaman að vera á nýrri útihátíð í Reykjavík sem er ólík öllu sem er haldið úti á landi. Svo eru stór bönd að spila. Ég er spenntust að sjá Die Antwoord.

Secret Solstice-hátíðin verður haldin í Laugardalnum í Reykjavík dagana 16.-19. júní.