6
Fimmtudagurinn 26. maí 2016 Eystrahorn www.eystrahorn.is 21. tbl. 34. árgangur Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu Dúxinn vill hafa mörg járn í eldinum Eins og fram kemur í textanum um útskrift nemenda var Ármann Örn Friðriksson með bestan árangur nemenda og því dúx skólans. Hann var kominn út á sjó þegar ritstjóri náði sambandi við hann en tölvusambandið auðveldar samskiptin. Snýst um að halda sér við efnið. Ég mætti bara vel og skilaði síðan af mér tímanlega, nema kannski þegar ég var á sjó og það var ekki mögulegt. Svo þarf maður að finna sér eitthvað að dunda sér við samhliða námi eftir langar setur, félagsstörf, íþróttir o.s.fv. Það er alveg vonlaust plott að fara heim að leggja sig eftir skóla ef maður ætlar að henda í einhverjar tíur. Það er best að vera stanslaust í gangi. Góður skóli og gott starfsfólk Skólavistin var afskaplega góð. Starfsfólkið er allt frábært, hvort sem um ræðir kennara, aðra skólastarfsmenn, húsverði, bókasafnsverði eða aðra. Framhaldsskólinn hérna heima býður upp á gott nám, og óvenju fjölbreytt miðað við nemendafjölda. Kennslan er á pari við alla framhaldsskóla landsins. FAS flaggar líka stórstjörnum í kennslu eins og Zophoníasi og Hjördísi. Þar að auki er nemendum FAS allir vegir færir ef þá langar að sækja áfanga í öðrum skólum sem ekki eru í boði heima við. Til dæmis tók ég slatta af einingum frá Verslunarskólanum og það gekk hnökralaust án undantekninga. Ég sótti svo sem ekki mikið í félagslífið eftir fyrsta árið mitt en eflaust er það voðalega fínt. Félagslífið á skólatíma var alla vega mjög gott frá mínum bæjardyrum séð og góður andi innan veggja skólans. Háseti í sumar og háskólanám í haust Ég er núna að fá staðfest afrit af stúdentsprófinu til að geta sent inn umsókn í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík, þannig að ég vona að við taki 3 ár af stærðfræði, verðbréfum og afleiðuviðskiptum. Ég þarf reyndar taka eitthvað smotterí í sumarskóla til að uppfylla öll inntökuskilyrði og skrái mig í það samtímis. Fram að því að hefja nám aftur held ég áfram sem háseti á Þóri SF-77, sem ég hef verið á síðan í ágúst síðastliðinn. Ég flyt síðan til konunnar í Reykjavík núna þegar báturinn fer vestur sem ætti að vera á næstu vikum ef humargengdin verður í samræmi við síðustu ár. Það er voðalega notalegt að geta komið sér fyrir aðeins í bænum þannig maður þurfi ekki að gera það samhliða því að hefja nám. Á mörgum margt að þakka Nei, ég hef enga sérstaka framtíðardrauma. Maður heyrir fólk alltaf tala um að menn eigi að setja sér raunhæf markmið þannig. Fyrir svona tveimur árum setti ég mér bara það eina og einfalda markmið að verða aldrei saddur og vilja alltaf meira. Hingað til hef ég átt nokkuð góðar lendingar með það að leiðarljósi þannig ég sé til hvort það fleyti mér ekki eitthvað lengra. Það eru ofboðslega margir sem hafa með einum eða öðrum hætti hjálpað mér og þau eiga öll skilið hugheilar þakkir. Ég tek þó sérstaklega fram að foreldrar mínir hafa gefið mér allt sem til þarf utan veggja skólans og svo þakka ég Tjörva fyrir virkilega góða og þarfa leiðsögn innan þeirra. Ætli ég kunngjöri Heiðu Marey ekki líka þakkir fyrir jákvæð áhrif á lokasprettinum og vinum mínum, bæði þeim sem afvegaleiddu mig örlítið og þeim sem héldu mér við efnið. Í bláendann vil ég minnast á mitt hjartans mál: Kaffivél og lokuð mál á lesstofuna fyrir komandi kynslóðir ungra Hornfirðinga. Ármanni er óskað til hamingju með frábæran árangur og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Nýstúdentar eru: Agnar Ólafsson, Arnar Freyr Valgeirsson, Auður Lóa Gunnarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson, Birkir Þór Hauksson, Björgvin Konráð Andrésson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hallmar Hallsson, Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Waage Jónsson, Ívar Örn Valgeirsson, Maria Selma Haseta, Marteinn Eiríksson, Šejla Zahirovi, Sóley Þrastardóttir, Sunneva Dröfn Jónsdóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorkell Ragnar Grétarsson og Þorsteinn Geirsson. Af framhaldsskólabraut útskrifast: Bryndís Arna Halldórsdóttir, Egill Jón Hannesson, Hákon Guðröður Bjarnason, Helgi Ernir Helgason, Kristófer Örvar Ögmundsson, Patrycja Rutkowska, Viktor Örn Einarsson og Yrsa Ír Scheving. Af fjallamennskubraut útskrifast: Emilía Blöndal og Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Jens Olsen útskrifast af vélvirkjabraut og vélstjóri af A-stigi er Kristján Björn Skúlason. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ármann Örn Friðriksson. Á síðast liðin laugardaginn fór fram útskrift frá FAS við hátíðlega athöfn að venju. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar, átta nemendur af framhaldsskólabraut, tveir nemendur af fjallamennskubraut og úr starfsnámi útskrifast einn af vélvirkjabraut og einn af A-stigi vélstjórnar.

21. tbl 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: 21. tbl 2016

Fimmtudagurinn 26. maí 2016

Eystrahornwww.eystrahorn.is21. tbl. 34. árgangur

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu

Dúxinn vill hafa mörg járn í eldinumEins og fram kemur í textanum um útskrift nemenda var Ármann Örn Friðriksson með bestan árangur nemenda og því dúx skólans. Hann var kominn út á sjó þegar ritstjóri náði sambandi við hann en tölvusambandið auðveldar samskiptin.

Snýst um að halda sér við efnið. Ég mætti bara vel og skilaði síðan af mér tímanlega, nema kannski þegar ég var á sjó og það var ekki mögulegt. Svo þarf maður að finna sér eitthvað að dunda sér við samhliða námi eftir langar setur, félagsstörf, íþróttir o.s.fv. Það er alveg vonlaust plott að fara heim að leggja sig eftir skóla ef maður ætlar að henda í einhverjar tíur. Það er best að vera stanslaust í gangi.

Góður skóli og gott starfsfólkSkólavistin var afskaplega góð. Starfsfólkið er allt frábært, hvort sem um ræðir kennara, aðra skólastarfsmenn, húsverði, bókasafnsverði eða aðra. Framhaldsskólinn hérna heima býður upp á gott nám, og óvenju fjölbreytt miðað við nemendafjölda. Kennslan er á pari við alla framhaldsskóla landsins. FAS flaggar líka stórstjörnum í kennslu eins og Zophoníasi og Hjördísi. Þar að auki er nemendum FAS allir vegir færir ef þá langar að sækja áfanga í öðrum skólum sem ekki eru í boði heima við. Til dæmis tók ég slatta af einingum frá Verslunarskólanum og það gekk hnökralaust án undantekninga. Ég sótti svo sem ekki mikið í félagslífið eftir fyrsta

árið mitt en eflaust er það voðalega fínt. Félagslífið á skólatíma var alla vega mjög gott frá mínum bæjardyrum séð og góður andi innan veggja skólans.

Háseti í sumar og háskólanám í haust

Ég er núna að fá staðfest afrit af stúdentsprófinu til að geta sent inn umsókn í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík, þannig að ég vona að við taki 3 ár af stærðfræði, verðbréfum og afleiðuviðskiptum. Ég þarf reyndar að taka eitthvað smotterí í sumarskóla til að uppfylla öll inntökuskilyrði og skrái mig í það samtímis. Fram að því að hefja nám aftur held ég áfram sem háseti á Þóri SF-77, sem ég hef verið á síðan í ágúst síðastliðinn. Ég flyt síðan til konunnar í Reykjavík núna þegar báturinn fer vestur sem ætti að vera á

næstu vikum ef humargengdin verður í samræmi við síðustu ár. Það er voðalega notalegt að geta komið sér fyrir aðeins í bænum þannig maður þurfi ekki að gera það samhliða því að hefja nám.

Á mörgum margt að þakkaNei, ég hef enga sérstaka framtíðardrauma. Maður heyrir fólk alltaf tala um að menn eigi að setja sér raunhæf markmið þannig. Fyrir svona tveimur árum setti ég mér bara það eina og einfalda markmið að verða aldrei saddur og vilja alltaf meira. Hingað til hef ég átt nokkuð góðar lendingar með það að leiðarljósi þannig ég sé til hvort það fleyti mér ekki eitthvað lengra.

Það eru ofboðslega margir sem hafa með einum eða öðrum hætti hjálpað mér og þau eiga öll skilið hugheilar þakkir. Ég tek þó sérstaklega fram að foreldrar mínir hafa gefið mér allt sem til þarf utan veggja skólans og svo þakka ég Tjörva fyrir virkilega góða og þarfa leiðsögn innan þeirra. Ætli ég kunngjöri Heiðu Marey ekki líka þakkir fyrir jákvæð áhrif á lokasprettinum og vinum mínum, bæði þeim sem afvegaleiddu mig örlítið og þeim sem héldu mér við efnið.

Í bláendann vil ég minnast á mitt hjartans mál: Kaffivél og lokuð mál á lesstofuna fyrir komandi kynslóðir ungra Hornfirðinga.

Ármanni er óskað til hamingju með frábæran árangur og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Nýstúdentar eru: Agnar Ólafsson, Arnar Freyr Valgeirsson, Auður Lóa Gunnarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson, Birkir Þór Hauksson, Björgvin Konráð Andrésson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hallmar Hallsson, Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Waage Jónsson, Ívar Örn Valgeirsson, Maria Selma Haseta, Marteinn Eiríksson, Šejla Zahirović, Sóley Þrastardóttir, Sunneva Dröfn Jónsdóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorkell Ragnar Grétarsson og Þorsteinn Geirsson.

Af framhaldsskólabraut útskrifast: Bryndís Arna Halldórsdóttir, Egill Jón Hannesson, Hákon Guðröður Bjarnason, Helgi Ernir Helgason, Kristófer Örvar Ögmundsson, Patrycja Rutkowska, Viktor Örn Einarsson og Yrsa Ír Scheving.

Af fjallamennskubraut útskrifast: Emilía Blöndal og Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Jens Olsen útskrifast af vélvirkjabraut og vélstjóri af A-stigi er Kristján Björn Skúlason.

Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ármann Örn Friðriksson.

Á síðast liðin laugardaginn fór fram útskrift frá FAS við hátíðlega athöfn að venju. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar, átta nemendur af framhaldsskólabraut, tveir nemendur af fjallamennskubraut og úr starfsnámi útskrifast einn af vélvirkjabraut og einn af A-stigi vélstjórnar.

Page 2: 21. tbl 2016

2 EystrahornFimmtudagurinn 26. maí 2016

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Tjörvi ÓskarssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

KAPPRÓÐURNú líður að Sjómannadegi og þeir sem ætla að

taka þátt í kappróðri Sjómannadagsins þurfa að

tilkynna sig til sjómannadagsráðs sem er skipað áhöfninni á Ásgrími Halldórssyni SF 250.

Skráning er í síma 895-4250

Kappróðrabátarnir hafa verið sjósettir og hægt að hefja æfingar.

Sjómanndagsráð 2016 Áhöfnin á Ásgrími Halldórssyni SF 250

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu Innritun nýnema skólaárið 2015-2016 stendur yfir.

Síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 23. ágúst.Umsækjendur sækja um í gegnumhornafjordur.is/tonskoli Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460, inni á heimasíðu skólans og [email protected]

Skólastjóri

Sönghópurinn Fjárlaganefnd

Afmælistónleikar í Hafnarkirkjulaugardaginn 28. maí kl. 15:30

Samkór Hornafjarðar ásamt Sönghópnum FjárlaganefndMeðleikari: Jón Bjarnason, organisti í Skálholti

Stjórnandi: Kristín Jóhannesdóttir

Tónleikar í Hafnarkirkjusunnudaginn 29. maí kl. 20:00

Sönghópurinn FjárlaganefndAðgangseyrir kr. 1.500 (1.000 f. eldri borgara)

Auglýsing um framkvæmdaleyfi

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna rofvarna við Jökulsá á Breiðamerkursandi og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 23. júní 2016.

Höfn í Hornafirði 24. maí 2016

F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri

Kaþólska kirkjan

Sunnudagur 29. maí.

Messa kl. 12:00.

Peter

Hátíðarmessaí Bjarnaneskirkju 29. maí kl. 11:00

í tilefni af 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar

Samkór Hornafjarðar leiðir söng ásamt Sönghópnum Fjárlaganefnd

Afmæliskaffi í boði Bjarnanes- og Hafnarsókna í Mánagarði kl. 15:00

Prestar og sóknarnefnd Bjarnanessóknar

Hátíðarmessaí Hafnarkirkju 29. maí kl. 14:00

í tilefni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar

Samkór Hornafjarðar leiðir söng ásamt Sönghópnum Fjárlaganefnd

Afmæliskaffi í boði Bjarnanes- og Hafnarsókna í Mánagarði að messu lokinni

Sögusýningin Hafnarkirkja í 50 ár verður opnuð í safnaðarheimilinu kl. 13:00

Prestar og sóknarnefnd Hafnarsóknar

Page 3: 21. tbl 2016

3Eystrahorn Fimmtudagurinn 26. maí 2016

Viljum ráða starfsmann í sumarafleysingar í verslun Húsasmiðjunnar á Höfn í Hornafirði

Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfslýsing• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur • Reynsla af afgreiðslustörfum kostur• Samskiptahæfni og þjónustulund• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

Umsóknir berist fyrir 31. maí n.k.til Kristjáns Björgvinssonar, rekstrarstjó[email protected]

LEITUM AÐ ÖFLUGUM SUMARSTARFSMANNI

MetnaðurÞjónustulundSérþekking

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

HLUTI AF BYGMA

Í ár eru tímamót í sögu Hafnarkirkju og Bjarnarneskirkju en 50 ár eru liðin frá vígslu Hafnarkirkju og 40 ár frá vígslu Bjarnaneskirkju. Tímamótanna verður minnst á ýmsan hátt og um næstu helgi verða hátíðarmessur í báðum kirkjum. Séra Sigurður Kr. Sigurðarson er sóknarprestur í báðum sóknum og var hann inntur eftir hvað helst væri á döfinni af þessu tilefni.

„Já, það er sannarlega tilefni til hátíðahalda þegar tvær kirkjur eiga stórafmæli. Það var af miklum stórhug og bjartsýni að ráðist var í byggingu Hafnarkirkju og Bjarnaneskirkju fyrir meira en 60 árum síðan. Þær voru mislengi í byggingu en Hafnarkirkja var vígð í júlí 1966 og Bjarnaneskirkja í júlí 1976.Á afmælisárinu hefur verið efnt til nokkurra viðburða og í sumum tilfellum standa báðar sóknarnefndirnar saman að þeim. Má þar nefna að Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur kom hingað í mars og hélt fyrirlestur í Hafnarkirkju sem hún nefndi „Ástin, dauðinn og drekinn“ og var hann vel sóttur.Þá var leikskólabörnum og yngri bekkjum grunnskólans boðið í Hafnarkirkju í apríl til að sjá sýninguna „Lítil saga úr orgelhúsi“ sem var flutt af höfundinum Guðnýju Einarsdóttur og Bergþóri Pálssyni söngvara og var ekki annað að sjá en að börnin færu hrifin og ánægð úr kirkjunni þennan dag.

Á laugardaginn 28. maí kl. 15:30 verða afmælistónleikar í Hafnarkirkju Þar sem munu syngja Samkór Hornafjarðar og Sönghópurinn Fjárlaganefnd undir stjórn Kristínar organista. Í Fjárlaganefnd eru söngnemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og má geta þess að með þeim syngur Sólveig Sigurðardóttir sem sem ólst hér upp frá 7 ára aldri.

Sunnudaginn 29. maí verða svo hátíðarmessur í báðum kirkjunum, í Bjarnaneskirkju kl. 11:00 og Hafnarkirkju kl. 14:00. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mun prédika í báðum messunum og á eftir verður

afmælishátíðarkaffi í Mánagarði í boði beggja sóknarnefndanna.

Á sunnudagskvöldið 29. maí kl. 20:00 mun Sönghópurinn Fjárlaganefnd halda tónleika í Hafnarkirkju.

Í tilefni af vígsluafmælinu verður sett upp sýning í Hafnarkirkju þar sem stiklað verður á stóru um byggingarsögu Hafnarkirkju og starfið í 50 ár.

Framundan eru svo fleiri viðburðir í tilefni afmælisins sem auglýstir verða jafnóðum. Þó má nefna þjóðbúningamessu 19. júní þar sem sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar en hún er Hornfirðingum að góðu kunn. Og sr. Stígur flytur fyrirlestur í Hafnarkirkju fimmtudaginn 9.júní þar sem hann fjallar um „Hvort knattspyrnan sé hin nýju trúarbrögð“Þá munu þær stöllur, Nanna Halldóra Imsland og Sólveig Sigurðardóttir halda tónleika þann 28. júní, en þær hafa báðar lagt stund á söngnám og sungu ungar stúlkur í Barnakór Hornfjarðar.

Fyrir utan viðburði og sýningar hefur verið lögð áhersla á gott viðhald kirknanna og stækkun kirkjugarðsins á Höfn í tilefni tímamótanna.

Það væri ánægjulegt að sjá í messunum og viðburðum þann mikla fjölda einstaklinga sem hafa átt góðar stundir í kirkjunum gegnum árin við hinar ýmsu athafnir gleði og sorgar.“

Tilefni til hátíðarhalda

Lokað vegna sumarfría 6. - 17. júníSkoða tölvupósta eftir bestu getu

Opið verður hjá SveinbjörguTímapantanir í síma 895-4027.

Snorri og Heiða Dís

Page 4: 21. tbl 2016

4 EystrahornFimmtudagurinn 26. maí 2016

Starfið er laust frá 1. ágúst 2016 eða eftir nánara samkomulagi. Skilyrði fyrir ráðningu er búseta á Kirkjubæjarklaustri eða í Skaftárhreppi.

Helstu verkefni• Þátttaka við gerð hættumats vegna jökulhlaupa á Skaftársvæði, í samstarfi við Veðurstofu Íslands.• Samantekt skýrslu á fyrirliggjandi gögnum um jökulvötn í Skaftárhreppi og áhrif þeirra.• Önnur sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi stofunnar.

Menntun og hæfniskröfur• Háskólapróf í náttúruvísindum er skilyrði.• Reynsla af náttúrurannsóknum.• Metnaður og sjálfstæði í starfi.• Samstarfshæfni.• Öguð vinnubrögð.• Gott vald á íslensku og a.m.k. einu öðru tungumáli.

Leitað er að náttúrufræðingi með frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni ásamt faglegri framkomu.

Frekari upplýsingar um starfið.Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2016.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, í síma 470 8060, [email protected]. Sótt er um starfið rafrænt á sama netfangi. Öllum umsóknum verður svarað.

Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknarstofnun á sviði náttúrufræða sem staðsett er á Hornafirði, en verður með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri frá og með ágúst 2016.

Verkefni náttúrustofunnar eru öflun upplýsinga um náttúru Suðausturlands og gera þær aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Náttúrustofa Suðausturlands tekur að sér margvísleg verkefni á þessu sviði fyrir; ríki, sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila.

Nánari upplýsingar um störf og verkefni stofunnar er að finna á heimasíðunni: www.nattsa.is.

Sérfræðingur óskast til starfa á Náttúrustofu Suðausturlands,

Kirkjubæjarklaustri.

GOLFNÁMSKEIÐ Dagana 1. - 4. júní verður Rögnvaldur golfkennari hjá okkur með kennslu fyrir einstaklinga og hópa.Ekki sleppa tækifærinu til að kynna ykkur þessa skemmtilegu íþrótt. Tilvalið fyrir hópa, t.d. saumaklúbba.

Tímasetningar verða auglýstar á fésbókarsíðu klúbbsins og í Golfskálanum þegar nær dregur.Nánari upplýsingar hjá Önnu í s. 866-0086.

Stjórn GHH.

LyftaraviðgerðarmaðurSkinney-Þinganes hf. óskar eftir að ráða starfsmann til starfa á lyftaraverkstæði Skinneyjar-Þinganess.Starfið felst meðal annars í viðhaldi og eftirliti með lyfturum fyrirtækisins auk annarra verkefna sem til falla.

Lögð er áhersla á að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og hafi reynslu í viðgerðum.

Frekari upplýsingar gefur Kristinn í síma 899-1174eða senda umsókn á [email protected]

Frá Ferðafélaginu- Hluti af hreyfiviku UMFÍ -28. maí laugardagur, Krossbæjartindur í Nesjum. Lagt af stað frá tjaldstæði Hafnar kl. 9:00, sameinast í bíla.Ekið inn að Krossbæ. Gengið upp við Grjótárdal. Flottur tindur með miklu útsýni, hækkun 706 m.Verð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 1500 kr. fyrir hjón. Ferðatími ca. 6 klst. Skráning á facebooksíðu félagsins eða í síma 662-5074. Lágmarksfjöldi 4 ásamt fararstjóra.Séu hundar með þurfa þeir að vera í ól.Minnum á göngudagana, Ekki lúra of lengi, 9.- 13. júní. Upplýsingar á www.gonguferdir.is Allir velkomnir Ferðanefnd Ferðfélags Austur-Skaftfellinga

VORBOÐINN LJÚFI

Sumartónleikar - Choral ConcertKór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn

Nýheimar sunnudaginn 29. maí kl. 17:00Enginn aðgangseyrir - Free Admission

Mjög fjölbreytt efnisskrá.60 söngvarar á aldrinum 17-33 ára.

Tónleikarnir eru m.a. undirbúningur eldri kórfélaga fyrir kórakeppni í Póllandi í sumar

Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg.

Hvetjum alla til að koma og njóta - Come and Enjoy

Page 5: 21. tbl 2016

5Eystrahorn Fimmtudagurinn 26. maí 2016

Hollywood Hornafirði hefur verið slegið á frest.

Ástæðan er dræm þátttaka sem við tengjum við tímasetninguna. Við fundum fyrir miklum áhuga og þess vegna höfum við ákveðið að halda námskeiðið í haust svo að sem flestir geti verið með. Við munum auglýsa af krafti þegar nær dregur.Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir um námskeiðið þá er hægt að hafa samband við okkur á netfangið [email protected]

Kær kveðja, Natan og Emil

Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarkirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00.

Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og metnaðarfull. Stjórnandi kórsins og undirleikari er Heiðar Sigurðsson.

Miðaverð kr. 2.000,- Frítt fyrir eldri borgara

Kórinn heldur svo aðra tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 7. júní kl. 19:30 og heldur að þeim loknum í kórferð til Krakow í Póllandi.

VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS HORNAFJARÐAR

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra Boðið verður upp á fjögur tveggja vikna námskeið fyrir 6 til 9 ára börn.Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 6. júní.Þátttökugjald er 12.000 kr. fyrir hvert námskeið og er 50%systkinaafsláttur á annað og þriðja barn.Námskeiðin standa frá kl. 9:00 – 12:00.Boðið er upp á gæslu á milli kl. 8:00 – 9:00.Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðsUmsjónarmaður er Ingvi Ingólfsson íþróttakennariKnattspyrnuskóli Sindra

Í júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára.Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 6. júní. Æfingar verða4 sinnum í vikur frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00 - 12:00.Þátttökugjald er 15.000- kr.Skólastjóri er Ingvi Ingólfsson íþróttakennariSkráning á fyrsta skóladegi.Knattspyrnudeild Sindra

Fjölmenningarganga Grunnskóla Hornafjarðar

Munið fjölmenningargönguna 27. maí. Gangan hefst frá sundlauginni kl. 9:30 og genginn hringur um bæinn og hvetjum við bæjarbúa að fylgjast með.

Göngunni lýkur á Sindravöllum þar sem hin ýmsu atriði verða sýnd í lokin svo þeir sem missa af göngunni geta komið og séð herlegheitin.

Í tilefni 25 ára afmælis Gróðrarstöðvarinnar í Dilksnesi í Hornafirði verður heitt á könnunni

laugardaginn 28. maí kl. 11:00 – 16:0025% afsláttur þennan laugardag af öllum fjölærum

blómum, rósum, birki, ilmreyni og grávíðir

Athugið að allar plöntur eru ræktaðar í DilksnesiOpið virka daga kl. 13:00 – 18:00

Laugardaga kl. 11:00 – 16:00

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi

Page 6: 21. tbl 2016

mar

khön

nun

ehf

www.netto.is | Tilboðin gilda 26. – 29. maí 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss

-50%

-20%

-29% -30% -30%

-72%

-30%

Verðsprengja GRÍSARIF

ÁÐUR 998 KR/KG

499

KJÖTBORÐ

NETTÓ KJÚKLINGURHEILL

ÁÐUR 849 KR/KG

679

KRYDDAÐURGRÍSAHNAKKI ÚRB.

ÁÐUR 2.498 KR/KG

1.499

-40%

SVIÐFROSIÐ

ÁÐUR 559 KR/KG

397

WOOGIE VINDMYLLA M. SÆLGÆTI

ÁÐUR 299 KR/STK

269

KALKÚNAGRILLSNEIÐAR - POKI

ÁÐUR 2.754 KR/KG

1.928

PAPRIKUVEISLAALLIR LITIR

AFSLÁTTUR

-30%

LAMBAPRIME M. HVÍTLAUK OG RÓSMARÍN

ÁÐUR 4.498 KR/KG

3.149

LAYS SNAKK3 TEGUNDIR

KR/PK

310/319

MEGGLE SPRAUTURJÓMI

ÁÐUR 289 KR/STK

79