28
frettatiminn.is [email protected] [email protected] 33. tölublað 7. árgangur Laugardagur 25.06.2016 Jóhanna þarf að lifa af 40 þúsundum króna á mánuði Örorkubætur skertar hjá hundruðum vegna búsetu erlendis Bóndi sem elskar matinn sinn Birgit Kositske ræktar holdakanínur Kjósendur áhugalausir og frambjóðendur þreyttir Forsetaslagurinn á lokametrunum Síðast unnu Englendingar 6:1 Enska liðið allt annað og það íslenska miklu betra NÁTTÚRUPERLUR SUÐURLANDS – REYNISFJARA OG ÞJÓRSÁRDALUR FJÖLBREYTT ÚTIHLAUP Í JÚLÍ VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ SAFNAR FYRIR SÍÐUSTU ÖNNINNI Í DRAUMANÁMINU KÖKUMENNING Á VINNUSTAÐ ER ÓVINUR HEILSUNNAR LAUGARDAGUR 25.06.16 LÆTUR STJÓRNAST AF ÁHUGA OG FORVITNI HALLA ODDNÝ Mynd | Hari 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ 16 2 6 4 8 Unga fólkið átti engan þátt í Hruninu en kom verst út úr því Elín er fullorðin í foreldrahúsum Hrútskýringar karlanna orðnar bitlaust vopn Mansplaining er bara virðingarleysi – Bylgja Babýlons Þeir láta eins og jólasveinar en við erum skammaðar ef við höfum eins hátt – Elín Kara Menn á mínum aldri tala niður til kvenna og hafa alltaf gert – Margrét Sigurðardóttir Auðvelt að vera maður sjálfur á Íslandi Hiroko Ara fann sig ekki í Japan 18 26 Fjörðurinn Hjörtu úthverfanna #2 18 Mynd | Rut

25 06 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

33. tölublað7. árgangur

Laugardagur 25.06.2016Jóhanna þarf að lifa af 40 þúsundum króna á mánuðiÖrorkubætur skertar hjá hundruðum vegna búsetu erlendis

Bóndi sem elskar matinn sinnBirgit Kositske ræktar holdakanínur

Kjósendur áhugalausir og frambjóðendur þreyttirForsetaslagurinn á lokametrunum

Síðast unnu Englendingar 6:1Enska liðið allt annað og það íslenska miklu betra

NÁTTÚRUPERLURSUÐURLANDS –

REYNISFJARA OGÞJÓRSÁRDALUR

FJÖLBREYTT ÚTIHLAUP Í JÚLÍ

VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ

SAFNAR FYRIR SÍÐUSTU ÖNNINNI

Í DRAUMANÁMINU

KÖKUMENNING Á VINNUSTAÐ

ER ÓVINURHEILSUNNAR

LAUGARDAGUR 25.06.16

LÆTUR STJÓRNAST AF ÁHUGA OG FORVITNI

HALLA ODDNÝ

Mynd | Hari

12 SÍÐNA

SÉRBLAÐ

16

2

6

4

8

Unga fólkið átti engan þátt í Hruninu en kom verst út úr þvíElín er fullorðin í foreldrahúsum

Hrútskýringar karlanna orðnar

bitlaust vopnMansplaining er bara virðingarleysi

– Bylgja BabýlonsÞeir láta eins og jólasveinar en við erum skammaðar ef við höfum eins hátt

– Elín Kara

Menn á mínum aldri tala niður til kvenna og hafa alltaf gert

– Margrét Sigurðardóttir

Auðvelt að vera maður sjálfur á ÍslandiHiroko Ara fann sig ekki í Japan

18

26

FjörðurinnHjörtu úthverfanna #2

18

Mynd | Rut

2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

2012 Herdís Þorgeirsdóttir 2,6%

100

90

80

70

60

50

40

30

20

10

0

2012 Hannes Bjarnason 1,0%

1988 Vigdís Finnbogadóttir 94,6%

2004 Ólafur Ragnar Grímsson 85,6%

1968 Kristján Eldjárn 65,6%

2012 Ólafur Ragnar Grímsson 52,8%

Guðni

Halla

Davíð

SturlaElísabet

ÁstþórGuðrúnHildur

Andri

1952 Ásgeir Ásgeirsson 48,3%

1952 Bjarni Jónsson 45,5%

1996 Ólafur Ragnar Grímsson 41,4%

1968 Gunnar Thoroddsen 34,4%1980 Vigdís Finnbogadóttir 33,8%2012 Þóra Arnórsdóttir 33,2%1980 Guðlaugur Þorvaldsson 32,3%

1996 Pétur Kr, Hafstein 29,5%

1996 Guðrún Agnarsdóttir 26,4%

2004 Auðir seðlar 20,6%1980 Albert Guðmundsson 19,8%

1980 Pétur J, Thorsteinsson 14,1%2004 Baldur Ágústsson 12,5%

2012 Ari Trausti Guðmundsson 8,6%

1952 Gísli Sveinsson 6,2%1988 Sigrún Þorsteinsdóttir 5,4%1996 Ástþór Magnússon Wium 2,7%

2004 Ástþór Magnússon Wium 1,9%2012 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8%

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

EM TILBOÐKolagrill Ø 44cm

GrillbúðinNr. 11329 grillbudin.is

9.900 EM TILBOÐ

Árangur í forsetakosningumOg líklegur árangur frambjóðenda 2016 samkvæmt könnunum

Forsetakosningar Þreyta er farin að gera vart við sig hjá forsetaframbjóðendum eftir um tveggja mánaða langa kosningabaráttu. Fréttatíminn gægðist undir yfirborð baráttunnar og tók púlsinn hjá kosningastjórum fjögurra efstu frambjóðend­anna. Öll framboðin hafa þurft að takast á við veru­legar áskoranir. Valur [email protected]

Baráttan er farin að taka sinn toll af Guðna Th. Jóhannessyni sem trónir efst í öllum könnunum. Friðjón R. Friðjónsson, kosningastjóri Guðna, segir álag fylgja því að vera svona langt á undan í könnunum, því það er kraftur fólgin í því að sækja fram.

„Álagið er allnokkuð, en barátt-an hefur gengið vel,“ segir Frið-jón. Helstu áherslurnar í framboði Guðna hafa verið að heimsækja landsbyggðina og hitta sem flesta. „Við höfum auglýst mjög lítið, en þess í stað notast við samskipta-miðlana og heimsóknir,“ segir Frið-jón um áherslur framboðsins.

Það er óhætt að fullyrða að fram-boð Höllu Tómasdóttur hafi verið rússibanareið. Þannig fór hún nið-ur í 2,5% fylgi á tímabili en mældist hæst, með tæplega 20% fylgi. „Það er áhugavert að finna fyrir þess-um breytingum,“ segir Vigdís Jó-hannsdóttir, kosningastjóri Höllu. Hún segir að mikil orka hafi farið í að takast á við umræðuna um við-skiptafortíð Höllu, sem Vigdís segir

að hafi verið afbökuð allverulega af málsmetandi álitsgjöfum.

„En kjósendur eru ekkert vitlaus-ir, þeir sáu fljótt í gegnum þetta, og landið fór að rísa,“ segir Vígdís.

EM auglýsing Höllu á strætóskýl-um borgarinnar vakti hinsvegar mikla athygli og má fullyrða að hún hafi verið eitt besta auglýsingabragð frambjóðenda fyrir kosningarnar. „Við fundum klárlega fyrir auknum meðbyr eftir auglýsinguna,“ segir Vigdís.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason þótti líklegur til þess að leiða kosningabaráttuna í upphafi, en hann mældist með ríflega 30% fylgi áður en hann bauð sig fram. Hann hefur þó ekki náð slíkum hæðum eftir að hann bauð sig fram og segir Katrín Bessadóttir, annar af kosningastjórum framboðsins, að mikil orka hafi farið í að takast á við umræðuna um listamannalaunin.

„Við upplifðum í upphafi nei-kvæða umræðu sem hefur ver-ið dragbítur. Mér finnst samt eins og við höfum unnið okkur út úr henni,“ segir Katrín og á þá við umræðuna um að Andri Snær hafi aðeins skrifað eina bók á tíu árum. Katrín segir þetta einfaldlega rangt og það hafi tekið dýrmætan tíma að leiðrétta umræðuna.

Þrátt fyrir að Andri Snær hafi ekki náð miklum hæðum, sam-kvæmt skoðanakönnunum, þá segir Katrín að enginn sé farinn að örvænta í framboðinu. „Það er á brattann að sækja, en markmið okkar var að koma okkar málum á framfæri, og það hefur tekist vel,“ segir hún.

Davíð Oddsson hefur lengst af verið nærri 20% í könnunum en þó sigið nokkuð undanfarnar vikur. Nú er hann ýmist þriðji eða fjórði hæsti þegar kemur að skoðanakönnun-um.

Erla Gunnlaugsdóttir, upplýs-ingafulltrúi framboðsins, segir fjöl-miðla hlutdræga gegn Davíð.

„Við höfðum gert með okkur barnslegar hugmyndir um að fjöl-miðla þættust vera óháðir,“ segir Erla. Spurð hvort Morgunblaðið hafi ekki vegið upp á móti þar, segi hún að ef fréttaflutningur blaðsins sé skoðaður, þá komi í ljós að það eigi ekki við rök að styðjast að blað-ið styðji sérstaklega við Davíð.

„Ef menn skoða fréttaflutning blaðsins, má sjá að það er algjörlega hlutlaust,“ bætir hún við.

Erla segir baráttu Davíðs hafa grundvallast helst á því að hitta kjósendur og sjálf trúir hún því að hann muni mælast mun hærra en kannanir gefa til kynna, þegar talið verður upp úr kössunum í kvöld.

„Við höfðum gert með okkur barnslegar hug-myndir um að fjölmiðla þættust vera óháðir.“

Kosningastjórar hafa þurft að takast á við ólíkar áskoranir

Rússibanareið að Bessastöðum

Gengið verður til kosninga í dag en Fréttatíminn gægðist undir yfir­borð framboðanna. Þá kemur ýmislegt í ljós.

Enginn frambjóð-andi utan Guðni, hefur farið yfir 20%.20%

Stjórnmál Borgin þarf að borga 15,5 milljónir í rekstr­argjöld vegna leigu hjá RÚV. Þar af tíu milljónir sem fara í mötuneytið.

„Ég held að það sé eðlilegt að spyrja hvort þetta hafi verið góð ákvörðun,“ segir Áslaug Friðriks-dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-flokksins, en hún og borgarfulltrúi Framsóknar og f lugavallarvina, bókuðu sérstaklega á fundi borg-arráðs í gær vegna óvænts rekstrar-kostnað sökum leigu þjónustumið-stöðvar Laugardals og Háaleitis hjá

RÚV. Alls var samþykkt að hækka fjárheimildir um 15,5 milljónir til að mæta hækkun vegna rekstrar-samnings þjónustumiðstöðvarinn-ar við Ríkisútvarpið. Stærsti kostn-aðarliðurinn er mötuneytið, eða um tíu milljónir króna. 180 manns starfa hjá þjónustumiðBorgin flutti þjónustumiðstöðina úr Síðumúla á síðasta ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að mark-miðið með flutningnum hafi ekki verið að hagræða. „Það liggur alveg fyrir að þetta húsnæði er dýrara en það fyrra. En það er mun hent-ugra,“ segir hann. | vg

Flutningur 180 borgarstarfsmanna í útvapshúsið þykir dýr

Gagnrýna óvæntan rekstrarkostnað

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háa­leitis er í húsnæði RÚV. Hækka þurfti óvænt fjárheimild um 15,5 milljónir, meðal annars vegna mötuneytis.

100

90

80

70

601952 1968 1980 1988 1996 2004 2012

Kjörsókn

Áhugi á kosningum minnkarKosningaþátttaka var aðeins 69,3 prósent í forsetakosningun-um 2012. Þá þóttu úrslitin liggja fyrir með nokkra vikna fyrir-vara.

Í ár hefur verið lítil spenna í kosningabaráttunni undanfar-inn mánuð. Því til viðbótar hef-ur þjóðin verið heltekin af EM í fótbolta.

Það má því reikna með enn dræmari þátttöku í þessum kosningum en þeim síðustu. | gse

Kosningaþátttaka í forsetakosning-um hefur dregist saman undanfarin ár. Mestur var áhugi landsmanna 1968 þegar Kristján Eldjárn sigraði. Fólk tók líka virkan þátt 1980 þegar Vigdís var kjörin en eilítið minni þegar Ólafur Ragnar sigraði í fyrsta sinn. Þátttaka var minni þegar sitjandi forsetar voru í kjöri, enda úrslitin þá oftast ljós með löngum fyrirvara.

92,2%

62,9%

69,3%

85,9%

82,0%

Að vera í framboði til forseta Íslands er heiður sem

ég hafði ekki séð fyrir að mér mundi hlotnast. Að

ég, venjulegur maður sem hef haldið mig utan hins

pólitíska sviðs og sinnt mínum ferli sem fræðimaður,

skyldi fá tækifæri til að ferðast um landið og hitta

fólk þúsundum saman og ræða við það um stjórn-

skipan landsins og framtíðina, er nokkuð sem ég

verð ævinlega þakklátur fyrir.

Í dag veljum við okkur nýjan forseta. Að fá að kjósa

er mikilvægur réttur sem ekki allir búa við og þess

vegna er mikilvægt að við nýtum þann rétt.

Á ferðum mínum um landið hef ég fundið að

forsetaembættið skiptir þjóðina máli og þá ekki

síst að um það ríki sátt. Í umróti síðustu ára hefur

sáttin heldur látið á sjá og ég skynja það að fólkið

vill bæta úr því, vill að við lifum saman á þessu

góða landi okkar, í sátt og samlyndi um

stjórnskipan landsins.

Verkefni næstu ára er að stuðla að þessari sátt,

styrkja þær stoðir sem samfélag okkar hvílir á.

Ég er tilbúinn til þessa verks, tilbúinn til að leggja

mitt af mörkum. Nái ég kjöri sem forseti Íslands

mun ég leggja mig allan fram til þess.

Ég vil verða forseti þjóðarinnar allrar og bið

um stuðning ykkar til þess.

Guðni Th. Jóhannesson

FRAMBOÐ TIL FORSETA ÍSLANDS 2016

Kæru Íslendingar

4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Ellen Calmon segir að þetta sé meðal annars ástæða þess að það sé fólk á Íslandi sem búi við mikla fátækt.

Frá kr.99.820

KRÍT

27. júní í 10 nætur

m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 99.820 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 145.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Sirios Village

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

Allt að60.000 kr.afsláttur á mann

Helgi fyrir tvö eftir mánuð á Hótel Sögu kostar 698 evrur, 96.500 kr., en sama helgi á sambærilegu herbergi á Radison Blu-hóteli í Osló kostar vanalega 416 evr-ur en fæst nú á 299 evrur, 41.350 kr. Reykjavík er meira en tvisvar sinnum dýrari.

Velferð Hundruð Íslendinga þurfa að lifa af skertum örorkubótum, þar sem þeir hafa verið búsettir um lengri eða skemmri tíma utan land-steinanna. „Þetta eru meðal annars ástæður þess að á Íslandi fyrirfinnst fólk sem býr við mikla fátækt,“ segir formaður ÖBI.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Síðasta hálmstráið er að kæra þetta til umboðsmanns Alþingis eða að sætta mig við 40 þúsund krónur í örorkubætur,“ segir Jóhanna Þor-steinsdóttir sem er 75 prósent ör-yrki en fær einungis um 40 þúsund krónur frá Tryggingastofnun vegna þess að hún bjó í Danmörku sem unglingur. „Ég er ekki velkomin neins staðar, þannig er staðan því miður,“ segir hún.

Jóhanna fluttist til Danmerkur 16 ára, ásamt foreldrum sínum, þar sem hún lærði rennismíði. Þremur árum seinna veikist hún alvarlega og þurfti að taka langt frí frá vinnu. Ári seinna er hún látin fara. Sama ár greindist hún með alvarlegan geðrofsjúkdóm, þá tvítug að aldri.

Foreldrar hennar voru þá fluttir til Íslands en faðir hennar fékk þær upplýsingar að hún gæti flust heim og farið í endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkaðinn aft-ur. Hún flutti til landsins skömmu seinna með alla búslóðina sína.

Þegar hún ætlaði að sækja um endurhæfingarlífeyri var henni hinsvegar sagt að hún þyrfti að búa á Íslandi í þrjú ár, áður en hún gæti sótt um endurhæfingu eða örorku. Hún þurfti því að sækja um fram-færslu hjá sveitarfélaginu.

Árið 2013 fékk hún loksins sam-þykkta 75 prósent örorku hjá Tryggingastofnun, en vegna bú-setuskerðingar þýðir það að hún fær ekki nema 47 prósent bótanna. Þá fékk hún jafnframt þær upplýs-ingar, eftir kæru til úrskurðarnefnd-ar almannatrygginga, að hún hefði í raun getað sótt um örorkubætur 2 árum fyrr. Hún krafðist þess því að fá bætur aftur í tímann og vann málið. Við það lækkuðu bæturn-ar hinsvegar niður í 21 prósent af heildarupphæð vegna óafturkræfr-ar búsetuskerðingar. Það þýðir í raun að hún fær 40 þúsund krón-ur í örorkubætur. Það er upphæðin sem hún fær greidda frá TR í dag.

Jóhanna segir að staða sín sé hvergi góð en hún fluttist þó aft-ur til Danmerkur, þótt fjölskyldan búi núna öll á Íslandi, því þar væri

Bara 40 þúsund í bætur þar sem hún bjó sem unglingur í Danmörku

Ég er hvergi velkomin segir íslensk stúlka með alvarlegan geðsjúkdóm

„Það er búið að svíkja mig svakalega og stöðugur kvíði hjálpar ekki upp á sakirn-ar. Það er ekki góð blanda að vera veikur, geta varla skrimt og fá ekki heilbrigðis-

þjónustu, eins og á Íslandi,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir.

1. maí 1. nóv.2013

1. maí 1. nóv.2014

Skertar örorkugreiðslurFjöldi örorkulífeyrisþega sem fengu skertar greiðslur frá almanna-tryggingum vegna búsetu erlendis í maí og nóvember 2013 og 2014.

655

691

716

736

um gagnkvæm réttindi er í raun bara blekking þegar á reynir. Fólk er að detta niður í allar þessar hol-ur,“ segir Jóhanna. „Norðurlanda-samningurinn tryggir ekki rétt einstaklinga til framfærslu, eins og margir halda, og virkar alls ekki að því leyti,“ segir Ellen Calmon, for-maður Örykjabandalags Íslands. „Það sama gildir um aðra milli-ríkjasamninga, ólík framfærslukerfi þessara landa tala ekki saman.“

Ellen segir að forsendur fyrir því að greiða fólki skertan lífeyri á Ís-landi séu í raun ekki fyrir hendi, þar sem hlutfallslegar greiðslur séu hugsaðar þannig að fólk eigi að fá það sem upp á vantar frá hinu landinu þar sem það var áður bú-sett. „Raunin er sú að yfir 80 pró-sent örorkulífeyrisþega fá ekkert frá hinu búsetulandinu, þrátt fyrir milliríkjasamninga,“ segir hún.

„Örorkulífeyrsþegum í þessari stöðu er gert að lifa á heildartekj-um árum og áratugum saman sem eru langt undir öllum skilgreindum viðmiðum á Íslandi. Þetta eru með-al annars ástæður þess að á Íslandi fyrirfinnst fólk sem býr við mikla fátækt.“

Jóhanna Þorsteinsdóttir segist halda að hún væri löngu komin yfir veikindi sín og farin að vinna fulla vinnu ef henni hefði ekki verið gert jafn erfitt fyrir og raun ber vitni. „Það er búið að svíkja mig svaka-lega og stöðugur kvíði hjálpar ekki upp á sakirnar. Það er ekki góð blanda að vera veikur, geta varla skrimt og fá ekki heilbrigðisþjón-ustu, eins og á Íslandi.“

þrátt fyrir allt einhverja hjálp að fá. „Ég er komin í 50 prósent starf og hér get ég farið í viðtalsmeðferð og fengið heilbrigðisþjónustu sem ég ræð ekki við að greiða fyrir heima,“ segir Jóhanna. „Þótt maður geti greitt fyrir hana heima kemst mað-ur heldur ekki alltaf að, biðlistarnir eru endalausir.“

Alls fengu 736 skertar örorkubæt-ur árið 2014, þar af höfðu 446 verið búsettir í löndum ESB fyrir flutning en 281 í löndum utan ESB. „Þessi samningur milli Norðurlandanna

Nóg gistirými í Reykjavík, en dýrt

Reykjavík miklu dýrari en OslóFerðamenn Það er ekki að sjá það vanti gistirými í Reykjavík þegar ferðavefur-inn booking.com er skoðað-ur. Það er nóg pláss á hótel-um, hostelum, gistiheimilum og bed & breakfast helgina eftir mánuð, föstudaginn 22. júlí til sunnudags 24. júlí. Leitarvélin segir að um 72 prósent herbergja í Reykja-vík séu bókuð, 28 prósent laus.

Til að gera samanburð á sambæri-legum gæðum bárum við saman gistingu fyrir tvo í herbergi þessa tvo daga í Reykjavík og Osló, annarri norðlægri höfuðborg. Þeir sem vilja gista á Radison Blu borga 698 evrur fyrir helgina á Hótel Sögu en geta fengið sambærilegt herbergi fyrir 299 evrur á Radison

Blu við Holbersgötu í Osló. Það er með afslætti, vanalegt verð er 416 evrur. Ísland er því 68 prósent dýrar án afsláttar í Noregi en 133 prósent dýrara þegar Norðmenn veita afsláttinn.

Par í herbergi kemst þannig upp með að borga 41.350 kr. fyrir tvær nætur í Osló en þarf að borga 96.500 kr. í Reykjavík. Hótel Saga fær 7,3 í einkunn hjá notendum booking.com en hótelið við Hol-bersggötu 7,9, svo ekki eru það gæðin eða upplifun gesta sem skýra muninn.

Sambærilegur verðmunur á Best Western hótelinu við Rauðarárstíg í Reykjavík og Best Western við Kjølbergsgötu í Osló er næstum 190 prósent. Herbergi fyrir tvo kostar 616 evrur í Reykjavík (85 þús. kr.) en 213 evrur í Osló (29 þús. kr.). | gse

Eignarhaldsfélagið F45 gjaldþrota

Zik Zak ekki í þrotLeiðrétt Fréttatíminn biðst velvirðingar á frétt sem birtist í blaðinu í gær, þar sem ranglega var fullyrt að kvikmyndaframleiðslufyrir-tækið Zik Zak væri að leggja upp laupana.

Mistök blaðsins fólust í því að félag-ið F45 ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota „Zik Zak heldur áfram starfsemi,“ útskýrir Þórir S. Sigur-jónsson, sem segir þrotið ekki hafa áhrif á starfsemi Zik Zak. Hann seg-ir að F45 ehf. hafi ekki verið með

starfsemi frá árinu 2009 en það megi fyrst og fremst rekja til kvik-myndarinnar The good heart. Þórir áréttar að félagið hafi náð að standa við flestar skuldbindingar sínar Starfsemi Zik Zak mun þó halda áfram. Fréttatíminn harmar þessi mistök. | vg

Þórir Snær Sigur-jónsson er einn af stofnendum Zik Zak.

Tvífarar

Boris og TrumpBoris Johnson og Donald Trump eru ekki aðeins nauða-líkir í útliti, heldur virðast þeir vera pólitískir tvífarar. Báðir vilja einangra lönd sín og báð-ir þrá að ná völdum í sínum heimaríkjum – og svo virðist sem það sé langt í frá útilokað. Eins og kunnugt er þá leiddi Boris baráttu andstæðinga ESB í Bretlandi. Niðurstaðan varð sú að Bretar eru fyrir utan ESB, en aðeins munaði örfáum pró-sentum á milli stríðandi fylk-inga.

Dómsmál

Fimm ár fyrir morðtilræðiRúnar Þór Jóhannsson var dæmd-ur í fimm ára fangelsi í Héraðs-dómi Reykjavíkur gær fyrir tilraun til manndráps við stúdentagarð-ana við Sæmundargötu í Reykja-vík. Árásin átti sér stað í mars síðastliðnum en Rúnar Þór stakk manninn í bakið eftir að þeim sinnaðist í partíi á heimili Rúnars.

Í dóminum segir að það hafi skipt sköpum að skurðteymi var á Landspítalanum þegar fórn-arlambið var fært þangað, og bjargaði það líklega lífi mannsins sem er á þrítugsaldri. | vg

ÍSLENSK GETSPÁEngjavegi 6, 104 ReykjavíkSími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í HUNDRAÐ OG FIMM MILLJÓNIR Í KVÖLD

HVAÐA TÖLUR ÆTLAR ÞÚ AÐ KJÓSA?

LEIKURINN OKKAR

FÖGNUM AÐVENTUNNI

6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Stóri leikurinn Síðast þegar Íslendingar mættu Englendingum tapaði Ísland 6:1. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Gunnar Smári [email protected]

Síðast þegar Ísland mætti Englendingum endaði leikurinn 6:1 fyrir England. Það hljóm-ar ekki vel. En þegar maður sér byrjunarlið Englendinga þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi ekki verið betur skipað þá en nú. Þennan júlídag 2004 voru þessir í byrjunarliðinu: Paul Robinson, Gary Neville, Jamie Carragher, Sol Campbell, Ashley Cole, David Beckham, Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen.

Englendingar voru góðirÞetta lið hafði farið í Evrópu-keppnina undir stjórn Sven-Göran Eriksson eftir hafa sigrað í sínum undanriðli án taps. Liðið mætti Frökkum í fyrsta leik í riðlinum og leiddi með marki Lampard fram í uppbótartíma þegar Zidane skoraði tvö mörk og stal sigrin-um. Í næsta leik sigraði England Sviss 3:0 (Rooney tvö og Gerrard eitt) og síðan Króatíu 4:2 (Roon-ey tvö, Lampard og Scholes sitt hvort). Í átta liða úrslitunum gerðu Englendingar jafntefli við Portú-gala 2:2 (Owen og Lampard) en töpuðu vítaspyrnukeppni (Beck-ham og Darius Vassell, sem kom inn á fyrir meiddan Rooney á 27. mínútu, klúðruðu sínum vítum).

Stofninn úr þessu liði fór síðan

á HM eftir að hafa sigrað í sínum undanriðli og vann riðilinn sinn sannfærandi. Englendingar unnu Ekvador í 16 liða úrslitum og gerðu enn á ný jafntefli við Portúgala í 8 liða úrslitum. Og enn á ný unnu Portúgalar vítaspyrnukeppnina (Lamphard, Gerrard og Garragher klúðruðu).

Íslendingar ekki einsÞetta var sem sé ekki aumt enskt landslið sem mætti Íslendingum, líklega það besta frá 1966. Liðið 1990 var gott en ekki eins vel skip-að þótt þar hafi verið margir góðir: Shilton, Gascoigne, Barnes, Rob-son, Lineker, Beardsley, Waddle.

Íslenska liðið sem mætti til Manchester hafði lent í þriðja sæti í sínum undanriðli fyrir Evrópumótið, aðeins stigi á eftir

Skotum, sem komust í umspil en tapaði 6:1 á móti Hollendingum. Íslenska liðið vann báða leikina gegn Færeyjum og Litháen, tap-aði báðum leikjunum við Skota en náði 0:0 jafntefli við Þjóðverja á Laugardalsvelli en tapaði 3:0 í Hamborg. Eiður Smári var marka-hæstur í riðlinum með fimm mörk.

Í íslenska liðinu sem lék á móti Englendingum voru: Árni Gautur Arason (Vålerenga), Ívar Ingi-marsson (Reading), Indriði Sig-urðsson (KRC Genk), Jóhannes Karl Guðjónsson (Wolves), Pétur Marteinsson (Hammarby), Heiðar Helguson (Watford), Hermann Hreiðarsson (Charlton Athletic), Arnar Grétarsson (Lokeren), Eiður Smári Guðjohnsen (Chelsea), Þórð-ur Guðjónsson (VfL Bochum) og Helgi Sigurðsson (AGF).

Þarna eru margir ágætir fót-boltamenn og sumir á góðum stað á sínum ferli. En þetta lið náði ekki viðlíka árangri og landsliðið í dag sem komst í umspil fyrir HM fyrir tveimur árum og á EM í ár. Og er nú komið taplaust upp úr riðli í 16 liða úrslit á móti ensku landsliði sem enginn getur haldið fram að sé viðlíka sterkt og landsliðið sem mætti Íslendingum í Manchester í júlí 2004.

Rooney og Eiður Smári enn aðWayne Rooney er sá eini í enska liðinu í dag sem spilaði leikinn fyrir 12 árum. Hann er líka sá eini í liðinu sem kalla má stórstjörnu í boltanum. Auðvitað eiga sumir hinna eftir að vinna afrek í fram-tíðinni en það er samt erfitt að sjá fyrir sér að þetta lið þyki í framtíð-

inni jafn goðum prýtt eins og liðið frá 2004 lítur út á pappírunum í dag. Þetta lið vann undanriðilinn sinn með fullu hús stiga og með 28 mörkum í plús. Þetta er mikið breytt enskt landslið miðað við það sem fór sneypuför til Ríó fyrir tveimur árum eftir að hafa rétt svo náð að vinna sinn undanriðil.

Eiður Smári er sá eini sem eft-ir er af íslenska liðinu frá 2004. Hann spilar ekki jafn stóra rullu og Rooney hjá enskum enda sjö árum eldri. Eftir afrek núverandi liðs blikna önnur íslensk landslið. Einstaklingarnir eru ekki augljós-lega betri en í fyrri liðum, spila hvorki almennt með betri liðum né mikilvægari stöður en leik-mennirnir í liðinu fyrir 12 árum. En eitthvað smellur þegar þeir spila saman.

Íslendingar batnað en Englendingar ekki

Svona var enska landsliðið fyrir tólf árum og svona er það í dag. Annað liðið er barmafullt af stærstu stjörnum enskrar fótboltasögu en hitt ekki.

20162004

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

6-0

78

4

Glæsileg hönnun, kraftur og tækninýjungar einkenna lúxusjeppann Mercedes-Benz GLE. Hann fæst nú með PLUG-IN HYBRID tengiltvinntækninni sem sameinar umhverfismilda sparneytni hleðslurafbílsins og kraft bensínvélarinnar á tæknilega fullkominn hátt. Að sjálfsögðu er Mercedes-Benz GLE búinn hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifi.

Komdu í Öskju og kynntu þér stórkostlegan Mercedes-Benz GLE PLUG-IN HYBRID. Hlökkum til að sjá þig.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

Bensín og rafmagn sameina kraftanaGLE PLUG-IN HYBRID

GLE 500 e PLUG-IN HYBRID með 4MATIC fjórhjóladrifi

Verð frá 10.990.000 kr.Eyðir frá 3,3 l/100 km í blönduðum akstri, 5,3 sek úr 0 í 100 km/klst, tog 480 Nm, 449 hö (bensínvél 333 hö, rafmótor 116 hö).

8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Man+explain = Hr + útskýring / Hrútur+útskýring

HRÚTURINN MISSIR VÖLDIN SÍN

HRÚTSKÝRING ORÐIÐ ER SETT SAMAN ÚR ORÐUNUM HRÚTUR OG ÚTSKÝRING OG ER ÞÝÐING Á HUGTAKINU MANSPLAINING, SEM SETT ER

SAMAN ÚR ORÐUNUM „MAN“ OG „EXPLAIN“.

HUGTAKIÐ ER NOTAÐ UM ÞAÐ ÞEGAR EINHVER ÚTSKÝRIR EITTHVAÐ FYRIR ÖÐRUM, OFTAST KARLMAÐUR FYRIR KONU, Á LÍTILLÆKKANDI HÁTT. EINS GETUR HRÚTSKÝRING ÁTT VIÐ AÐSTÆÐUR Í SAMRÆÐUM ÞEGAR EINHVER

GEFUR SÉR FYRIRFRAM AÐ VITA MEIRA UM TILTEKIÐ MÁL EN VIÐMÆLANDINN, JAFNVEL ÞÓ VIÐMÆLANDINN SÉ Í RAUN FRÓÐARI UM EFNIÐ.

Þrjár baráttukonur fram-tíðarinnar ræða hrútskýr-ingar, jafnrétti og að fara út fyrir þægindarammann.

Þær Elín Kara, Gígja og Kristbjörg Arna eru nýútskrifaðar úr Haga-skóla og verja sumardögum sínum í Vinnuskólanum við að reyta arfa áður en þær byrja í menntaskóla í haust.

Elín Kara kannast við hrútskýr-inga-hugtakið úr myndböndum um „mansplaining“ á netinu en hinar tvær ekki. „Það er þegar menn tala yfir konur eins og þeir viti betur en þær,“ segir Elín, og hinar stelpurn-ar tvær kinka strax kolli þegar þær heyra skilgreininguna á hugtakinu.

Þær segjast allar oft lenda í eða verða vitni að hrútskýringum í skól-anum frá jafnöldrum sínum, allt frá því þær byrjuðu í grunnskóla:

„Það er oft þannig að maður er að segja eitthvað en þá grípur strák-ur fram í og útskýrir það sem mað-ur var að segja áður en maður nær að klára setninguna sjálfur,“ segir Gígja.

„Eða þeir reyna að láta okkur hljóma eins og við séum heimskari og nota setningar eins og „Nei,nei stelpur þetta er ekki svona sko...““ bætir Elín við.

Í Hagaskóla er femínistafélag auk þess sem nemendur skólans

vöktu athygli með siguratriði sínu í Skrekk, Elsku Stelpur, sem fjall-aði um undirokun stelpna í sam-félaginu. Stelpurnar segja jafn-réttisumræðu hafa aukist mikið hjá þeirra kynslóð en það séu helst þær sjálfar sem séu orðnar meðvitaðri, ekki þeir fullorðnu eða karlkyns jafnaldrar þeirra:

„Strákarnir gera margir enn grín að femínisma en stelpurnar standa allavega saman,“ segja þær.

Kristbjörg segir jafnframt oft frekar hlustað á stráka en stelpur í skólanum.

„Ef það er til dæmis karlkyns kennari eru strákarnir stilltari en í tímum þar sem kennarinn er kven-kyns.“

Stelpurnar telja að mismunurinn hafi þau áhrif að stelpur þori síð-ur að trana sér fram á ákveðnum sviðum eins og í nemendaráð

Strákarnir gera grín að femínisma en stelpurnar standa saman

„Við heyrum sífellt að stelpur séu alvarlegar en strákar séu fyndnir og kærulausir. Þess vegna fá þeir að láta eins og jólasveinar á meðan við erum skammaðar ef við höfum jafn hátt.“

Kristján Jóhannsson og rauðu brjóstinKristján Jóhannsson óperu-söngvari var fenginn í viðtal við Sigmar Guðmundsson og Eyrúnu Magnúsdóttur, þáver-andi umsjónarmenn í Kastljósi Sjónvarpsins, í desember 2004. Tilefnið var fréttaflutning-ur af peningum sem Kristján hafði þegið fyrir að koma fram á tónleikum í þágu krabba-meinssjúkra barna. Gefið hafði verið út að allir listamenn gæfu vinnu sína og voru Kristján og tónleikahaldarinn, fengnir í þáttinn og spurðir út í fjármál tónleikahaldsins. Kristjáni varð heitt í hamsi yfir spurningun-um og sá sig knúinn til að grípa stöðugt fram í fyrir Eyrúnu og baða út höndunum. Hann svar-aði eingöngu spurningum frá Sigmari og sagði á endanum:

„Hún er orðin rauð á brjóstinu, hún er orðin svo upptrekkt konan.“

Á vef Fréttatímans fylgir upp-taka af viðtalinu en það sýnir á margan hátt mansplaining í hnotskurn:

https://www.youtube.com/watch?v=OXZtGl0bDTI

Þekktar hrútskýringar

Höfundar Salvör Gullbrá ÞórarinsdóttirHalla HarðardóttirGuðni TómassonÞóra Tómasdóttir

Mynd | Rut

Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

book svo vinir mínir þekkja það ekki heldur.“

Margrét Sigurðardóttir: „Þú áttir nú bara að vera glöð ef einhver kleip þig í rassinn. Og það þýddi ekkert að kvarta, þannig var þetta bara í gamla daga. En ég hef aldrei heyrt þetta orð, hrút-skýring. Ég efast um að þetta sé ennþá svona í dag en menn á mínum aldri tala niður til kvenna og hafa alltaf gert.“

Erla Wigelund: „Já, þegar þið segið það. Ég var eitt sumar í kexverk-smiðjunni Frón og þar voru for-stjórarnir ekkert að heilsa manni, hvað þá að tala við mann.“

Sigríður Hjelm: „Og svo giftistu þekktum manni og þá breyttist það…“

Sif Ingólfsdóttir: „Ég kannast ekki við þetta orð en karlar litu almennt ekki á konur sem jafningja hér áður fyrr. Fyrir 55 árum síðan fór ég í aðgerð á Landspítalanum og mikið voða-lega sárnaði mér þegar læknirinn útskrifaði mig. Þá sló hann í rass-inn á mér og sagði; „fínn rass“. Mér fannst þetta svo ömurlegt veganesti.“

„Það var nú oft talað niður til mín þar sem ég var að stunda „skottulækningar“ en læknarnir áttu það til að tala niður til allra sjúklinga sinna áður fyrr, sem er mjög ljótt. Þetta snýst ekki bara um karla og konur, þetta snýst um að brjóta minni máttar nið-ur og það er fullt af fólki sem er minni máttar. Læknarnir voru

sérstaklega hrokafullir og litu á sig sem æðri menn en kannski vegna þess að þeir fengu aldrei heiðarlega gagnrýni. Við dýrk-uðum þessa menn ósjálfrátt því við fengum ekki sömu tækifæri og þeir.“

Sigríður Hjelm: „Þetta var bara tíðarandinn. En ungir menn eru allt öðruvísi í dag. Þeir eru betur upp aldir og kurteisari. Og keyra barnavagna, það er svo sætt.“

Margrét Sigurðardóttir: „Það var bara til siðs þá, þeir gerðu ekkert, ekki neitt! Og auðvitað er það okkur að kenna hvernig við ólum syni okkar upp, ég dekraði meira við syni mína en dætur. Ég átti sex börn svo það var nóg að gera og kallinn alltaf úti á sjó. Ég ól þau ein upp og vann hjá Sláturfélaginu. Hann kom bara heim til að búa til börn.“

Sigríður Hjelm: „Ég á eina dóttur sem ég dekraði mikið við og sagði henni alltaf að þó hún væri ekki með typpi þá væri hún ekk-ert minni en einhver karlmaður. Ég ól hana þannig upp og það hefur skilað sér.“

Erla Wigelund: „Ungir menn eru til sóma í dag, meira að segja farnir að skipta á bleyjum! Minn kom aldrei nálægt svoleiðis, hann vaskaði ekki einu sinni upp. Jafnvel þó ég ynni úti. Ég held að þetta sé aðallega kaupið sem konur eru sárar út í dag. Fólk verður að fá sömu laun fyrir sömu vinnu.“

Fréttatíminn sótti fjórar hressar konur heim á Hrafn-istu til að ræða hugtak sem hefur verið mikið í samfé-lagsumræðunni; „Manspla-ining“ eða „Hrútskýring“ eins og það hefur verið kallað á íslensku. Þær höfðu ekki heyrt á orðið minnst, en þýðingu þess könnuðust þær vel við

Blaðamaður: „Hafið þið heyrt talað um Mansplaining, hugtak sem hefur verið kallað hrútskýr-ing á íslensku?“

Allar í kór: „Nei…“

Blaðamaður: „Þetta er notað um aðstæður þar sem karl og kona eiga samtal og karlinn útskýr-ir eitthvað fyrir konunni líkt og hún viti ekkert um málið. Þegar hann gefur sér að konan viti ekkert um málið, án þess að vita nokkuð um það. Og kannski reynir kannski um leið að upp-

Þetta snýst um að brjóta minnimáttar niður

eða annað í skólanum: „Ef það á til dæmis að bjóða sig fram til vera með uppistand eða skemmtiatriði er maður svo oft búinn að heyra að stelpur séu ekki fyndnar að maður þorir ekki að bjóða sig fram, jafnvel þótt maður hefði áhuga á því,“ segir Gígja. Elín tekur undir: „Við heyr-um sífellt að stelpur séu alvarlegar en strákar séu fyndnir og kærulaus-ir. Þess vegna fá þeir að láta eins og jólasveinar á meðan við erum skammaðar ef við höfum jafn hátt.“

Hvað varðar jafnrétti kynjanna segjast stelpurnar þrjár tvímæla-laust vera femínistar.

„Á yfirborðinu virðist vera jafn-rétti en í raun er það ekki alveg svo-leiðis,“ útskýrir Kristbjörg, og að-spurðar hvað hægt sé að gera til að stuðla að jafnrétti segir Gígja: „Mað-ur þarf að fara út fyrir þægindara-mmann og benda á þetta til að geta breytt einhverju.“

Þær Gígja, Elín Kara og Kristbjörg segjast kannast vel við hrútskýringar af hálfu jafnaldra sinna í grunnskóla.

Mynd|Rut

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Komdu með í frábæra Frakklandsferð á hinn fagra Bretagne skaga og til borgar ljósanna, Parísar. Við kynnumst m.a. Normandíhéraði, borginni Caen, bæjunum St. Malo og Paimpol á Bretagne, að ógleymdri klettaeyjunni merku, Mont St. Michel.Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Laufey Helgadóttir

21. - 29. september Bretagne skaginn & París

Haust 6

Mikið um föðurleg ráðÞórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri

„Þegar við vorum í Kvennalistanum, vorum við ungar og sprækar og fórum oft á bari eða kaffi-hús eftir fundi. Það kom varla fyrir að ekki kæmu til okkar einn eða fleiri karl-menn og gerðu sig heimakomna hjá okkur. Byrjuðu kannski á að hrósa því hvað þetta væri nú flott hjá okkur og að þeir væru nú held-ur betur sammála okkur. En svo kom alltaf eitthvað en. Í kjölfarið fylgdu föðurlegar ráðleggingar um það sem átti að gera öðruvísi. Oft sögðu menn okkur að við yrðum að kjósa okkur formann, það þótti þeim mikilvægt. Þetta voru síend-urteknar uppákomur.

Við skemmtum okkur að ímynda okkur hvernig yrði tekið ef við snerum aðstæðunum við. Á þeim tíma var Albert Guðmunds-son fastagestur Hótel Borgar og mættu hinir og þessir karlar með honum að leggja á ráðin.

Hvernig tekið væri í það ef við gengjum sjálfsöruggar upp að þeim, stilltum okkur kumpánlega upp við borðið, hölluðum okkur yfir þá og hrósuðum þeim fyrir vel unnin störf. En veittum jafnframt óumbeðnar ráðleggingar um hvernig þeir ættu að gera hlutina. Það ríkti nefnilega alltaf þessi vissa, að við þyrftum hjálp og skilningur karlanna væri réttur.“

Ef ég væri tvítugErla Wigelund, fyrrverandi eigandi Verð-listans

„Þá myndi ég mennta mig meira. Mig dreymdi um að verða kaupkona og sá draumur rættist en ég er líka mikil málamanneskja og ég hefði viljað læra tungumál. Ég var bara gagnfræðingur en ég held að ég hefði haft mikla ánægju af því að fara í skóla.“

Sigríður Hjelm sjúkraliði„Þá myndi ég ekki eiga börn of ung, en ég var búin að eiga tvö börn þegar ég var 21 árs. Það er allt of ungt. Ég gæti grátið þegar ég hugsa um allt sem ég hefði getað gert ef ég hefði ekki orðið móðir svona ung.“

Margrét Sigurðar-dóttir húsmóðir „Ég átti fyrsta barnið mitt nítján ára en mig langaði að verða kennari. Ég myndi fara í nám og verða kennari ef ég væri tvítug í dag.“

Sif Ingólfsdóttir, fjölfræðingur á sviði náttúru-lækninga„Ég myndi segja mér að hætta að hugsa um mig sem „bara“. Ég var svo mikið bara og gerði allt fyrir aðra en ekkert fyrir sjálfa mig. Ég bar enga virðingu fyrir sjálfri mér þegar ég var tvítug. Ég vildi að ungar konur og menn væru aldrei neitt bara heldur bæru alltaf virðingu fyrir hvort öðru.“

hefja sjálfan sig, á kostnað kon-unnar.“

Erla Wigelund: „Já, þannig! Þegar karlar gera lítið úr konum. Ég hef ekki heyrt orðið. Ég var í Kaup-mannasamtökunum í mörg ár og þar vorum við tvær konur og fjórir karlar og ég man ekki eftir þessu. Þar töluðu karlarnir við okkur konurnar eins og jafningja og veittu okkur ekkert minni athygli.“

Sigríður Hjelm: „En þetta var samt rosalega mikið til staðar í verkamannavinnu. Til dæm-is í frystihúsinu þá voru verk-stjórarnir miklu æðri og töluðu þannig við mann. Og svo var alveg leyfilegt að klípa mann í rassinn og þannig. Svo man ég að karlarnir voru að sýna manni launaumslagið sitt og monta sig af því að fá mikið hærra kaup, fyrir sömu vinnu. Ég skil orðið en ég hef ekki heyrt það áður. Ég hef ekki heldur séð það á face-

Vinkonurnar á Hrafnistu þekktu ekki hugtakið Hrút-skýring, en könnuðust vel við fyrirbærið.

Myndir | Rut

Gefðu fallegan lífsförunaut í brúðkaupsgjöf

Epal / Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / 5687733 / [email protected] / www.epal.is

12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Of sæt til að geta lærtÁróra Gústafsdóttir, viðskiptafræðingur MBA

„Versta dæmi sem ég hef lent í er samtal við mann sem ég kannaðist lítillega við, hann var þá að læra námsráðgjöf. Ég bað hann ekki um ráðleggingar, en af því að það kom til tals að ég væri búin að skrá mig í krefjandi nám fór hann að draga úr mér. Ég væri of sæt til að geta lært og sennilega of heimsk fyrir svona erfitt nám. Dæmið sem hann tók til við að útskýra fyrir mér var að mað-ur gæti alveg lært sjúkraliða eða hjúkrun til að geta annast sjúklinga, maður þyrfti ekkert að fara í læknisfræði til þess. Ég hef oft hugsað til baka og hryllt mig yfir því að hann skuli hafa valið sér þennan starfsvettvang og jafnvel eyði-lagt drauma.“

Hugtakið er skínandi vopnGuðrún Margrét Guðmundsdótt-ir mannfræðingur

„Karlar hafa hrútskýrt fyrir mér tilveruna alla tíð, lengst af var það svo sjálfsagður hluti veruleikans að ég tók ekki eftir neinu. Þegar ég varð femínisti blasti við að ójöfn staða kynjanna væri afleiðing ævaforns heilaþvottar um yfir-burði karlkynsins. Sjálft fyrir-bærið var þó enn á reiki, karlar að „besserwissera“ var einfald-lega hluti af öllu hinu. Þetta breyttist þegar hugtakið að hrútskýra var tekið inn í tungu-málið. Þá loks gat maður farið að góma, greina og beita gegn hrútskýrendum, svona eins og að fá glænýtt og skínandi vopn í hendur. Í umræðu um heimspólitík og hernað lendi ég aftur og aftur í því að karlar verða fyrst undrandi á að ég hafi

almennt vit á málefninu, brosa svo í kampinn, sem snarlega umbreytist í pirring og jafnvel móðgun ef ég reynist vera þeim ósammála. Áður hefði ég jafn-vel fengið samviskubit og talið mig e.t.v. hafa gengið of langt í rökræðunum en með tilkomu þessa prýðishugtaks er það nú ég sem brosi góðlátlega, vitandi að þarna séu hrútskýrendur á ferð.“

Flestar konur þekkja þettaÁslaug Hulda Jónsdóttir, for-maður bæjarráðs Garðabæjar

Ég held líka að flestar konur þekki þetta, hafi lent í hrút-skýringu. Hrút-skýring getur samt verið alls konar og ég held að eldri menn fari öðru-vísi með þetta en þeir yngri. Í stað þess að hækka röddina og tala konu í kaf, tala þeir vina-lega til hennar, svolítið eins

Þorgrímur Þráinsson um brjóstagjöfÍ upphafi árs var Þor-grímur Þráinsson að máta sig í hlut-verk for-setafram-bjóðanda. Hann var áber-andi í fjölmiðlum þar sem hann talaði um mikilvægi þess að vera jákvæður og láta gott af sér leiða. Í viðtali á Morgunvaktinni á RÚV, af þessu tilefni, sagði hann frá reynslu konu sem sinnir ung-barnaeftirliti. Konan hafði áhyggjur af tilfinningarofi milli móður og barns, vegna þess að móðirin notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook – í stað þess að horfa í augu barnsins.

„Þannig að þessi tilfinn-ingatengsl, sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augu barnsins sam-tímis. Það rofnar eitthvað,“ sagði Þorgrímur og bætti við; „Við þurfum að vanda okkur betur.“

Ummælin fóru eins og eldur í sinu um Twitter og var mikið gert grín að Þorgrími fyrir að hrútskýra fyrir konum hvern-ig þær ættu að gefa börnum sínum brjóst.

Davíð Oddsson um fallegu konurnar í framboðinuSem borgarstjóri árið 1985 brá Davíð Oddsson sér í það hlut-verk að krýna sigurvegara í fegurðarsamkeppni Íslands. Í keppninni var öllu til tjaldað, og sjálfur Rod Stewart fenginn til að troða upp ásamt Bó Hall og fleiri stjörnum.

Við krýninguna sagði Davíð að ef þær 13 stúlkur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppninni væru í 13 efstu sætum Kvenna-framboðsins, þá yrði framboð annarra flokka svo vonlaust að þeir myndu hætta við að bjóða fram.

Borgarfulltrúar Kvennafram-boðsins brugðust með uppá-tækjasemi við þessari hrút-skýringu Davíðs Oddssonar og mættu allar í kjólum með kór-ónu og borða fegurðardrottn-inga á næsta fund borgarstjórn-ar. Borgarstjórinn var ekki hrifinn af uppátæk- inu og

kvaðst aldrei hafa upplifað annað eins á sín-um 11 árum í borgar-stjórn.

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.-á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið:Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.

0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE& GUATEMALA

Hvað er þetta Mansplaining/Hrútskýring?og hún sé 10 ára. Nú er ég er á fimmtugsaldri, búin að sinna ýmsum stjórnunarstörfum og hef verið í stjórnmálum í 24 ár. Samt mæti reglulega viðmótinu að ég sé unga, hressa stelpan. Ekki reynsluboltinn eða mann-eskjan með þekkinguna. Þarna spilar sennilega líka inn í að ég tala mikið og oftast alltof hátt þannig að hrútskýringar yngri manna virka illa í mínu tilfelli. En í staðinn hef ég á stórum fundum nýlega verið kölluð skrautfjöður, sætasta stelpan og ágætis viðbót.“

WisserbesserÞórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur

„Óbrigðult ráð til að staðfesta að hrútur-allt-vit-andi gangi laus er að segja orðið Wisserbesser í staðinn fyrir Bess-erwisser. Þeir sem eru gefnir fyr-ir að hrútskýra eru húmorsvana og finna sig samstundis kúna til að leiðrétta þig.

– Anton er algjör Wisserbesser, segir þú.

Hann sér ekki glottið á andliti þínu þegar þú segir þetta. Man ekki að þú ert ekki svo illa að þér. Leiðréttir þig hrokafullur að bragði:

– Þetta er rangt hjá þér. Þetta er þýskt hugtak og er rétt Bess-erwisser.

Hann belgist út af gleði yfir að hafa blottað heimsku þína, voða ánægður með sig.

Þú bara glottir og heldur áfram að láta hann móðan mása.“

„Ég má alveg tala við þig sko!“Bylgja Babýlons uppistandari

Mann langar að skrifa þetta hug-tak á liðna tíma, en ég tek mikið eftir þessu hjá yngri strákum.

Þetta virðist inngróið í samfélag-ið, viðhorfið að þú hljótir að vera með lægri greind af því þú gætir verið á blæðingum eða eitthvað.

Einn tvítugur strákur sagði við mig: „Þú ert mjög fyndin – en þú ættir samt að tala minna um píkuna á þér.“ Ég notaði það gáfulega komment auðvitað í uppistandið mitt.

Sem uppistandari þarf ég að sanna mig meira en karlkyns uppi-standarar. „Þú ert fyndin, mið-að við stelpu,“ er algeng setning frá körlum sem vilja útskýra fyrir mér hvernig uppistand virkar, þrátt fyrir að vera ekki uppistandarar sjálfir.

Við gerð grínþáttanna Tinnu og Tótu fengum við skilaboð frá manni eftir einn þáttinn. Hann sagði þáttinn ágætan en ýmislegt hefði mátt gera betur. Hann bauðst því til að endur-skrifa þáttinn fyrir okkur og spurði hvort ekki væri ráð að taka hann einfaldlega upp aft-ur.

Partur af þessu mansplain-ing er að tala niður til manns. Ég hitti strák sem var í sjokki yfir því að samstarfskona hans móðgaðist vegna þess að hann kallaði hana elskan. Hann væri bara að vera vinalegur og segði þetta við alla. Þá spurði ég hvort hann segði þetta við vini sína en svo reyndist ekki vera.

Þetta kemur líka oft fram þegar strákar reyna við stelpur. Um daginn var ég á bar með vinkonum mínum og afþakkaði samtal við strák. Hann hreytti þá í mig: „Ég má alveg tala við þig sko!“

Mansplaining er bara virðingarleysi. Að finnast þín skoðun mikilvægari en annarra. Það er alltaf verið að tala niður til manns þegar þetta er gert og bendi stelpa þeim á það eða gerir grín að þeim móðgast þeir oft tvöfalt meira en hefði strákur bent þeim á það.

Þekktar hrútskýringar

Hugtakið var fyrst notað í kjöl-far greinasafns bandaríska rithöfundarins Rebeccu Solnit frá árinu 2008, „Men Explain Things To Me“. Þó hún not-aði ekki orðið mansplaining í bókinni lýsti hún fyrirbærinu sem einhverju sem allar konur hefðu upplifað. Orðinu var bætt í netútgáfu Oxford orðabók-arinnar árið 2014. Hallgrímur Helgason íslenskaði orðið svo á Facebook, og úr varð Hrútskýr-ingin. „Konur voru að auglýsa

eftir íslensku orði yfir „mans-plaining“ sem auðvitað er fyr-irbæri sem konur þekkja betur en við karlarnir,“ segir Hall-grímur. „Þetta er svona þegar „besserwisserinn“ í sófanum tekur yfir samræðurnar og segir okkur hvernig hlutirnir eru, svona eins og Davíð gerði í sjónvarpskappræðum á Stöð tvö. Ræðan byrjar yfirleitt á orðunum „Það er nú mikill misskilningur að...“

Ég lendi oft í þessu með kon-

unni minni, þegar „manspr-eading“ karl (karl sem breiðir úr sér) er að hrútskýra eitt-hvað fyrir okkur og gætir þess vandlega að horfa aldrei í augun á Öglu, konunni minni. Það er vandræðalega algengt. Þegar maður ræðir þetta við konur og biður um dæmi segja þær: „Þetta gerist á hverjum degi og maður reynir alltaf að gleyma því jafnóðum þannig að ég man ekki eftir neinu dæmi.“

Hin fagra og forna Albanía.Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendumferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekkináð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar másjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni,gríðarfallega náttúru og fagrar strendur ogkynnast einstakri gestrisni heimamanna þar semgömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergiInnifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæðií Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattarog aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

Albanía4. - 15. október

14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

SKEGG NORÐURSINS

Í Bretlandi stóðu þröngsýn-ir gamlir skarfar uppi sem sigurvegarar eftir þjóðarat-kvæðagreiðsluna um Brexit.

Unga fólkið vildi vera áfram í ESB, en einangrunarsinnar í UKIP ýttu íhaldsmönnum fram af brúninni með Cameron í broddi fylkingar-innar. Þjóðin klofnaði í tvær fylk-ingar, þröng og forpokuð klíka réði ferðinni, og áfangastaðurinn hefur áhrif um alla álfuna.

Þannig er stóra myndin. En málið er þó alls ekki einfalt.

Og þó.

Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.

Atkvæðagreiðsla um ESB, meðan útlendingahatur og þjóðernisof-stæki veður uppi um alla Evrópu, var hættuspil. Hægri öfgamenn og popúlistar um alla Evrópu fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-unnar í Bretlandi en þeir sækja nú til áhrifa í löndum ESB og brenni-steinsfnykinn leggur langar leið-ir. Þeir eru þegar farnir að krefj-ast þjóðaratkvæðagreiðslu í sínum löndum í kjölfar úrslitanna.

Flóttamenn streyma áfram til Evrópu en erfiðara verður að leysa vandann á mannúðlegan hátt ef rík-in standa ekki saman. Grikkland er víti til varnaðar þegar kemur að því að gagnrýna ESB en skuldir þjóðar-

innar gufa þó varla upp þótt sam-bandið liðist í sundur.Það má heldur aldrei gleyma því að ESB er í grunninn friðarbandalag og átti að tryggja frið í álfunni eftir tvær blóðugar heimsstyrjaldir.

En er þá ekkert rotið í Evrópusam-bandinu?

Jú, vissulega margt.

Evrópusambandinu hefur mistek-ist að leysa loftslagsvandann, taka á fátækt og misskiptingu og taka sam-eiginlega á flóttamannaneyðinni. Ímynd þess er fráhrindandi og skrifræðið yfirþyrmandi.

Valdaklíkan í Evrópusambandinu, líkt og annars staðar, hefur svikist um að reisa stórfyrirtækjum skorð-ur og misskiptingin eykst sem aldrei fyrr. Auðmenn komu eignum sín-um í skattaskjól meðan almenn-ingur heldur af veikum mætti uppi lágmarks velferð. Mikill munur er á efnahag einstakra aðildarríkja og bláfátækt fólk streymir yfir landa-mærin, tilbúið að vinna verstu störf-in fyrir ennþá lægra endurgjald en heimamenn.

En það hangir fleira á spýtunni.

Þótt unga fólkið í Bretlandi vildi að stórum hluta vera áfram í ESB, var líka greinilegur mun-ur eftir menntun og tekjum. Íbú-ar höfuðborgarinnar vildu vera í

sambandinu en ekki stórra verk-smiðjuborga og landsbyggðar, þar sem reiðin yfir vaxandi misrétti hef-ur grafið um sig, Íbúarnir þar eru ekki hluti af elítunni og lífskjörin geta aldrei orðið þau sömu og í höf-uðborginni.

Á árunum 2007 til 2015 hefur auð-ur hinna ríku í Bretlandi aukist um 64 prósent en fátækari hluti þjóðar-innar orðið 57 prósentum fátækari. Þeir sem voru vel bjargálna reyndu að koma öllu sínu á þurrt í efna-hagskreppunni en aðrir sátu eftir með sárt ennið. Unga fólkið sem gat áður reynt að kjósa með fótunum og freista gæfunnar í 27 aðildarríkj-um sambandsins, kann foreldrum sínum og öfum sínum og ömmum sjálfsagt litlar þakkir fyrir að hafa læst borgarhliðinu og hent lyklin-um í sjóinn.

Misskiptingin er í sjálfu sér næg ógn við heimsfriðinn og margir auð-menn eru sjálfir farnir að vara við að senn verði heykvíslarnar teknar fram en auðsveipir og gagnslausir stjórnmálamenn þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Í þessu andrúmslofti hafa jafnað-armenn brugðist og tapað vopn-um sínum í hendur popúlista og öfgamanna, sem hafa náð að beisla óánægju almennings sér til fram-dráttar og hella gremjunni eins og bensíni á kynþáttabálið. Óánægjan og örvæntingin sem misskiptingin skapar er núna vopn í höndum manna sem þrá ekkert fremur en að setja allt í bál og brand í álfunni til að ná undirtökunum.

Hvað sem fólki finnst um Evrópu-sambandið eru tíðindin frá Bret-landi mjög hættuleg í þessu and-rúmslofti og erfitt er að spá um áhrifin þegar fram í sækir. Vonandi verða róttækar breytingar innan ESB til að stemma stigu við algerri upplausn, en hættan er alltaf sú, að ef þær á annað borð verða, komi þær of seint.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

SEGÐU MÉR HVERJIR ERU

VINIR ÞÍNIR

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Fyrir garðinn á góðu verði

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Gróðurmold 20 l

490 kr

Tilboð: Kaupir 4

poka, greiðir fyrir 3

= 80 lítrar af mold á

1.470 kr

Tia - Garðverkfæri

Leca blómapottamöl 10 l.

720áður kr. 900

20%AFSLÁTTUR

472áður kr. 590

20%AFSLÁTTUR

Frá kr.72.795

COSTA DEL SOL

30. júní í 11 nætur

Netverð á mann frá kr. 72.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 98.295 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

Aguamarina Aparthotel

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

Allt að45.000 kr.afsláttur á mann

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona

bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr

gulli um hálsinn ’þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu

horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar

en ekki er það þó biðin

Því ég sé það fyrst

á rykinu, hve langur tími er liðin. Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu m

áli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf sk

ýrt, augnlínur og bleikar varir, bros ið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best. En svo þa

rf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég s

akna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sak

na þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á bl

árri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augun mín eru opin, hverja stund.

En þegar ég nú legg þau

aftur, fer ég á þinn fund.

En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega

til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum

keðju úr gulli um hálsinn ’þinn, svo gleymdir þú m

ér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum

svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að

ég fengi bara að vera

þar alla tíð. Það er margt sem

angrar en ekki er það þó biðinÞví ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin. Og ég skrifa þar

eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.

Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já, og an

dlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf

skýrt, augnlínur og bleikar varir, bros ið svo hýrt. Jú ég veit

vel, að ókeypis er allt það sem er best. En svo

þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á

daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.

En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær

stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augun mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐINÁ SIGLUFIRÐI 6. - 10. júlí 2016

Tvær stjörnurÁstarsöngvar og kvæði

TÓNLEIKAR - NÁMSKEIÐ - DANSAR - ÞJÓÐLAGAAKADEMÍA

Nánari upplýsingar áwww.folkmusik.is

Miðasala á Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Lyfja.isLágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

After Bite•Öflugtkremsem

slærákláðannundanflugna-ogskordýrabiti.

•Virkarveleftirbitfrámoskító-ogmýflug-um,flómogflestumöðrumskordýrum.

Verð: 866 kr.

Vertu vel undirbúinn!HvortsemþúætlaraðferðastinnanlandseðautanþáersnjalltaðbyrjafríiðíLyfju.Kíktuvið,náðuþéríferðalistaLyfjuoghakaðuíboxin.

Lóritín•Ofnæmislyf,10mg.

10 stk: 559 kr. 30 stk: 1.389 kr.

John Frieda 50 ml•GæðahárvörurnarfráJohnFriedaeru

einnigfáanlegaríhandhægum50mlstærðum,tilvaliðíferðalagið.

Verð áður: 549 kr. Verð nú: 439 kr.

Optibac í ferðalagið•Góðgerlaríferðalagiðsemviðhaldagóðriogheil-

brigðrimeltingu.Komaívegfyrirónotímaga.

Verð áður: 2.951 kr. Verð nú: 2.361 kr.

22.–26.júní

20%AFSLÁTTUR

22.–26.júní

20%AFSLÁTTUR

Ertu klár í fríið?

Ibuxin rapid•Verkjastillandi,400mg.

10 stk: 545 kr. 30 stk: 1.020 kr.

Tékklisti

fyrirferðalagiðfæst

ínæstuverslunLyfju

ogá lyfja.is

16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

„Árið 2009 fór ég alvarlega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að halda áfram á Íslandi, eða þá flytja aftur til Þýskalands,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi á Hvammstanga, sem hafði þá búið á Norðurlandi í tvö ár. „Ég hafði unnið við allt mögulegt, þvotta-húsið, sjúkrahúsið, sundlaugina og allt sem bauðst. Hér í Húna-þingi-Vestra er frekar erfitt að finna vinnu en ég vissi að mig langaði til að vinna við eitthvað skemmtilegt. Ég var á þessum tíma að vinna við lambaslátrun og fór að tala um hvað mig lang-aði í eitthvert annað kjöt og helst kanínukjöt. Fólk horfði hissa á mig og skildi ekkert og ég fattaði að Íslendingar borða ekki kanínu-kjöt.“

Ári síðar var Birgit búin að koma sér upp kofa með fjórum kanínum rétt fyrir utan bæinn. Hún lét reyna á ræktunina um sumarið og stofnaði svo fyrir-tækið kanína.is þegar hún var viss um það hún hefði fundið sína hillu. Í dag er kanínuræktin hennar aðalatvinna þó hún þurfi enn að grípa í hin ýmsu störf með ræktuninni. „Fólk var mjög hissa en það reyndi enginn að stoppa mig og það er einmitt kosturinn við Ísland. Ef mann langar að gera eitthvað þá dregur enginn út manni, það eru allir svo jákvæð-ir.“

Birgit er ekki hrifin af verk-smiðjubúskap, eins og tíðkast oft í kanínurækt erlendis. „Ég vissi strax að mig langaði til að gera þetta almennilega, með nóg pláss fyrir dýrin, góðan tíma til að stækka og bara hey og bygg í matinn.“

„Það er mikið af Íslendingum sem þekkja kanínukjöt að utan og það er spennandi að kokkar eru að fá áhuga á kjötinu,“ segir Birgit sem hefur tekið þátt í matarmark-aðinum í Hörpu síðastliðin ár

þar sem fólk er mjög áhugasamt um að prófa. Hún segir næsta skref vera að kenna landanum að elda kanínur. Hægt er að nálgast kanínukjötið frá Birgit í sérversl-unum á borð við Matarbúrið á Granda. Á vef Fréttatímans má sjá uppskrift frá Birgit af svokallaðri Kaníarí kanínu en Birgit segir Ís-lendinga aðallega þekkja kanínu-kjötið frá ferðalögum til Kanarí-eyja. | hh

Vann við lambaslátrun en langaði í kanínukjöt

Kanarí kanínaHráefni 1 kanína, um 1,6 kg 100 g smjör 2 gulrætur, saxaðar 1/2 sellerírót, söxuð 1 blaðlaukur, meðalstór 1 hvítlauksgeiri, pressaður 3 dl hvítvín (ekki sætt) 2 1/2 dl sýrður rjómi 1 knippi steinselja, söxuð salt og pipar eftir smekk e.t.v. kartöflumjöl eða sósujafnari

Aðferð Hreinsið kanínuna og bútið hana niður í sex hluta með beitt-um hníf. Saltið og piprið. Hitið smjörið á stórri pönnu og steikið kjötið með grænmetinu uns það er ljósbrúnt. Hellið hvítvíninu á pönnuna og bætið hvítlaukn-um við. Setjið lokið á og látið malla í um 1,5 klst. Athugið af og til hvort nægilegur vökvi er í pönnunni og bætið við vatni ef þarf.

Takið kjötið upp úr sósunni og geymið á heitum stað. E.t.v. þarf að bæta sjóðandi vatni á pönnuna til að fá æskilegt magn af sósu.

Látið suðuna koma upp. Maukið grænmetið. Jafnið sósuna, hrær-ið rjómanum í og smakkið til.

Stráið steinseljunni yfir kjötið.

Birgit Kositzke er kanínubóndi á Hvammstanga.

Innflytjandinn Fólk starði mikið á mig„Þetta land hefur hjálpað mér að vera ég sjálf. Það er ekki auðvelt að vera maður sjálfur í Japan.“Halla Harðardó[email protected]

„Mömmu finnst dálítið erfitt hvað Ísland er langt í burtu frá Jap-an. Hún sagði við mig nokkrum árum eftir að ég flutti hingað að hún saknaði mín mjög mikið og að hennar leið væri að hugsa eins og ég væri dáin því þannig verði hún svo svakalega heppin þegar ég kem heim,“ segir Hiroko og skellihlær. „Svo ég reyni að heimsækja hana oftar í dag.“

„Ég er frá Sapporo í Norður Jap-an en kynntist íslenskum strák þegar ég var í námi í ljósmyndun

í London,“ segir Hiroko Ara sem hefur búið á Íslandi í sextán ár. „Eftir að ég flutti aftur til Japan frá London og hann til Íslands vorum við í fjarsambandi. Mig langaði til Íslands en fékk ekkert frí því í Japan er ekki hægt að fá svona langt frí frá vinnu, það er ekkert í boði. Engin veit hversu mikið frí má taka í Jap-an enda tekur næstum enginn frí. Konur fá heldur ekkert fæðingar-orlof og það er erfitt að koma barni inn á leikskóla svo konur sem kjósa að eiga börn eiga ekki mikinn séns á að byggja um starfsframa. Ég var að vinna hjá flugfélagi og vissi að ef ég myndi biðja um frí til að fara til Íslands þá yrði rekin. Svo ég bara hætti og fór til Íslands. Hugmyndin var að prófa að vera hér í einhvern tíma en þegar við hættum saman ári síðar langaði mig ekki að fara neitt annað og hefur enn ekki enn langað til þess.“

„Fyrsta árið hér var erfitt því ég var í Njarðvík, af öllum stöðum. Þar var alls ekki hægt að komast inn í samfélagið. Á þessum tíma voru þeir sem ekki voru hvítir neitt sérstaklega velkomnir og ég man hvað fólk starði mikið á mig, en enginn sagði neitt við mig,“ seg-ir Hiroko og skellihlær. „Þetta var frekar óþægilegt og mjög skrítið tímabil. En mér leið strax betur í Reykjavík.“

„Ég vissi ekki strax af hverju mér leið svona vel hérna, ég vissi bara að ég vildi ekki fara, en í dag veit ég af hverju. Þetta land hefur hjálpað mér að vera ég sjálf. Það er ekki auð-velt að vera maður sjálfur í Japan. Þar eru mjög miklar kröfur gerðar til fólks og sérstaklega kvenna sem eiga að vera svona en ekki hinseg-in. Mér fannst þetta alltaf óþægilegt og stressandi en tók samt ekki eftir því fyrr en ég var búin að vera hér í langan tíma. Í dag þegar ég fer til Japan verður þessi tilfinning ennþá sterkari, að ég passi ekki inn í þessa kassa sem eru svo sterkir í samfé-laginu. Mér líður eins og útlendingi þar í dag.“

Mynd | Hari Hiroko Ara kom til Íslands frá Japan fyrir sextán árum síðan. Hún er ljósmyndari og kokkur en þessa dagana fer öll hennar

orka í að sauma sér íslenskan þjóðbúning.

Kæru borgarbúar Gleðilegan kjördag

Kjörstaðir í Reykjavík í dag eru eftirfarandi:

Reykjavíkurkjördæmi norður

Ráðhús ReykjavíkurMenntaskólinn við Sund

LaugalækjarskóliÍþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum

Vættaskóli BorgirIngunnarskóliKlébergsskóli

Reykjavíkurkjördæmi suður

HagaskóliHlíðaskóli

BreiðagerðisskóliÍþróttamiðstöðin við Austurberg

ÁrbæjarskóliIngunnarskóli

Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum lýkur kl. 22.00.

Sérstök athygli er vakin á því að íbúar í Seljahverfi kjósa nú í Íþróttamiðstöðinni við Austurberg í stað Ölduselsskóla. Kjósendur sem áður hafa kosið í Laugardalshöll kjósa nú í Laugalækjarskóla og Menntaskólanum við Sund.

Á www.reykjavik.is/kosningar má fletta kjósendum upp eftir kennitölu til að kanna hvar þeir eru á kjörskrá.

Einnig er upplýsingavakt í Ráðhúsi Reykjavíkur í allan dag í s. 411 4915, netfang [email protected]. Þar eru fúslega veittar upplýsingar um kjörstaði, kjördeildir og önnur nauðsynleg atriði.

Aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt á öllum kjörstöðum. Nauðsynlegt er að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður hefur aðsetur í Ráðhúsinu á kjördag, s. 411 4910. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður hefur aðsetur í Hagaskóla á kjördag, s. 411 4920.

Á slóðinni www.reykjavik.is/kosningar má fylgjast með þróun kjörsóknar yfir daginn og nálgast ýmsar hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar sem tengjast kosningum.

Talning atkvæða fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og í íþróttahúsi Hagaskóla fyrir

Reykjavíkurkjördæmi suður. Talning hefst kl. 22.00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir.

Allar nánari upplýsingar eru veittar með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected].

Skrifstofa borgarstjórnarYfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norðurYfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður

18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Á meðan mömmurnar kíkja í búðir fá vinkonurnar Nadia og Camilla að kíkja í dótabúðina Leikfangaland sem hóf rekstur í október. Leik-fangaland er eina sérhæfða dóta-búðin á landinu fyrir utan Toys R Us, samkvæmt eiganda. „Fólk var svolítið hissa þegar ég hugðist opna dótabúð. Það eru engar sérhæfðar dótabúðir eftir, þetta er allt komið inn í aðrar verslanir líkt og Hagkaup. Það gengur vel hjá okkur og fólk hefur orð á því að hér sé öðruvísi úrval en annarsstaðar.“ Vinkonurnar eru að minnsta kosti alsælar með úrvalið og segja bangsadeildina þeirra uppáhald.

Á vappi um búðina er einnig Helga Agnarsdóttir, Hafnfirðing-ur og aðdáandi Fjarðarins. Hún er á leið til læknis og ákvað að drepa tímann og líta í allar nýju verslanirn-ar. „Fjörðurinn hefur tekið miklum breytingum undanfarið. Smærri og fleiri búðir opna og mér finnst það frábært. Ef maður ætlar að halda verslun í heimabyggð þá verður maður að versla í heimabyggð.“

Verslunarkjarni #2

Í hjarta HafnarfjarðarFjörðurinn er heldur rólegur þennan eftirmiðdag. Fastakúnnarnir eru þó á sínum stað – Gaflararnir hittast í kaffi, Princess Bjornsson stendur vaktina á Hollywood Trendy Fashion og Sverrir er mættur í „drop-in“ tíma hjá rakar-anum. Ef maður ætlar að halda verslun í heimabyggð þá verður maður að

versla í heimabyggð, segir einn fastakúnna. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

[email protected]

Myndir | Rut

Gaflarar og skynsamir Hafnfirðingar„Nei, nei, nei. Þessi saumaklúbbur heitir ekki neitt,“ segir Jón í Ertu yfir kaffibolla með félögum sínum. „Við erum kannski bara skynsamir Hafnfirðingar? Og auðvitað Gaflarar.“ Strákarnir hitt-ast á hverjum degi í Firðinum á Kaffilist og kemst sá sem kemst hverju sinni. Í dag sitja þeir Jón, Benedikt, Haukur og Þór. „Við erum allir Hafnfirðingar og þekkjumst af togaranum frá því í gamla daga, nema Þór hann er AA.“ Hvað er AA? „Aðfluttur andskoti,“ segir Jón í Ertu og hópurinn skellir upp úr. „Hann er ekki uppalinn hér í Hafnarfirði. Þetta er þó oft besta fólk sem þarf bara aðeins að aðlaga.“

Aðspurðir hvað Fjörðurinn hafi upp á að bjóða segist hópur-inn ekki fara mikið út fyrir kaffitorgið. „Ég hef ekki farið á efri hæðina í fimm ár,“ segir Benedikt. „Stiginn er oft bilaður og lítið þangað að sækja.“

Prinsessan í Firðinum Í gáttinni hjá tískufataversluninni Hollywood Trendy Fashion stendur Princess Bjornsson. Princess fluttist frá Kanada til Íslands fyrir 10 árum. „Það var langþráður draumur að opna fatabúð og ég lét að því verða hér í Firðinum.“ Hún segir rekstur-inn ganga vel, sérstaklega núna fyr-ir sumarið. „Ég sel mikið af sumar-klæðnaði fyrir konur á öllum aldri.“

Hvað er í pakkanum?Birgir er ekki á hraðferð en það er heldur ekki slor. Hann býr skammt frá og kom við í póstinum að sækja sendingu. „Ég veit ekkert hvað þetta er, eitthvað af því fjölmarga sem ég panta mér frá Kína. Á ég ekki bara að opna pakkann?“ Birgir opnar hann og í honum er eins-konar hreinsigræja. „Já, alveg rétt. Þetta er fyrir fiskabúr dætra minna, þær þurfa að sjá almennilega um dýrin sín. Ég líð ekkert annað.“

Afi minn er húsvörðurÁ bekk við eiturgrænan vegg 10/11 situr Garðar einsamall. Vinir hans eru nýfarnir og hann ætlar að hinkra áfram eftir afa sínum. „Afi er húsvörður hérna. Ég kem hingað á næstum hverjum degi,“ segir Garðar, kátur í bragði. Hann býr á Völlunum og tekur oftast strætó í Fjörðinn. Hann kíkir í 10/11, röltir um og spjallar við fólkið.

Líkt og hjá flestum Íslendingum ber árangur karlalandsliðsins í fót-bolta á góma. Garðar fylgist með hverjum leik og telur að okkar menn geti gert betur. „Varnarleik-urinn er góður en við erum ekki að sækja nægilega á markið. Ég veit við getum gert betur.“

Áfram ÍslandMikael er stoltur af íslenska karla-landsliðinu á Evrópumótinu og stillir sér upp við íslenska fánann. Framkvæmdastjóri Fjarðarins stendur sáttur á hliðarlínunni eftir að hafa flaggað meistaraverkinu.

Þetta er miðjan Áslaug Vanessa stendur og bíð-

ur eftir strætó. Hún er að vísa ferðamönnum til vegar þegar blaðamaður heilsar. Hún er að koma úr Reykjavík og á leiðinni heim, sem er aðeins ofar í bænum. „Fjörðurinn er miðja bæjarins, hingað fer ég í klippingu, skrepp í búðina og

erindast.“ Alla sína tíð hefur Ás-laug búið í Hafnarfirði og er ekki

á leiðinni neitt. „Mér líður afskap-lega vel hérna, þetta er heima.“

„Drop-in“ tímar hjá rakara„Við tókum við af Halla rakara sem var hér í 30 ár. Hann er goðsögn í Hafnarfirðinum,“ segir Raggi, annar eigandi Basic Barbershop, rak-arastofu í Firðinum. Það er nóg að gera á stofunni, sérstaklega eftir að þeir fóru að bjóða upp á opna tíma. „Þetta er svona „drop-in“ svo fólk þarf ekki tímapantanir. Við tökum á móti öllum, konum og körlum í litun og rakstur eða hvað það er.“

Í einum stólnum situr Sverrir sem kemur af og til á stofuna. „Ég kem þegar ég nenni. Það er þægilegt að þurfa ekki að panta tíma.“ Hvers konar klipping verður það í dag? „Ég leyfi þeim alltaf að ráða, fullkomið traust.“

Jón í Ertu, Benedikt, Haukur og Þór eru á meðal gaflara og skynsamra Hafnfirðinga sem hittast daglega í kaffi.

Birgir var í pósthúsinu að sækja pakka frá Kína.

„Ef maður ætlar að halda verslun í heimabyggð þá verður maður að

versla í heimabyggð“

Síðasta leikfangabúðin í dalnum

Áslaug er uppalin í Hafnarfirði og segir þar gott að búa.

Sverrir ber fullt traust til Eyjólfs hjá Basic Barber og sem ræður klippingunni hverju sinni.

Garðar heimsækir Fjörðinn daglega, kíkir í 10/11 með vinum sínum og

heilsar upp á afa sinn húsvörðinn.

Princess Bjornsson uppfyllti drauminn og opnaði tískuhús.

RAFLAGNADAGAR

RAFMAGNSVÖRUR Á LÆGRA VERÐI

Líkaðu við okkur á Facebook

Mikið úrval af innlagna- og rafmagnsefni á betra verði. Komdu við í Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla og gerðu betri kaup.

Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888

OPIÐ ALLA DAGA

Mán. til fös. kl. 9–18

Laugard. kl. 10–16

Sunnud. kl. 12–16

kr.995ROFAR OG TENGLAR

Rakaþolnir. IP44

Verð frá:

kr.2.569HREYFISKYNJARAR

Verð frá:

kr.595ROFAR OG TENGLAR

Utan á liggjandiLitir: Hvítt og brúnt

Verð frá:

kr.499ROFAR OG TENGLAR

InnlagnarefniLitir: Hvítt og Silfur

Verð frá:

Verð frá:

Passar í ítalskar BTicino dósir kr.195 INNLAGNAEFNI

Grindur frá 195 kr. Rammar frá 299 kr.Tenglar frá 595 kr. Rofar frá 422 kr.

Verð frá:

Passar í ítalskar BTicino dósir

kr.1.706INNLAGNAEFNI

3ja rofa með grind og rammaLitir: Svart, hvítt, grátt og gyllt

kr.4.930GREINARTÖFLUR

Greinartafla á mynd, kr. 7.965

Verð frá:

kr.1.295NEOSET VARROFAR

Eins póla, kr. 1.295Tveggja póla, kr. 1.995Þriggja póla, kr. 2.995

Verð frá:

kr. meter64ÍDRÁTTARVÍR

Mikið úrval af ídráttarvír og köplum

Verð frá:

kr.7.995GREINARTAFLA, IP54

4x greinar, kr. 7.995 12x greinar, kr. 11.852

kr.995SJÁLFVÖR

Eins póla, kr. 995 Tveggja póla, kr. 1.695 Þriggja póla, kr. 1.995

Verð frá:

kr.699CEE TENGLAR OG KLÆR

Verð frá:

kr.2.975LEKASTRAUMROFI

Tveggja póla, 25A, kr. 2.975Tveggja póla, 40A, kr. 3.595

Verð frá:

kr.179BEYGJUR HÓLKAR OG DÓSIR

Rofadós, 3ja stúta, kr. 295Loftdós, kr. 345Patent-dós, kr. 179

Verð frá:

20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

GOTT

UM

HELGINA

Það er kúl að kjósa

:Þ pizza! ;) :D

Hvort sem #kjósið-myndband Kjarnans og Nútímans náði til þín eða ekki er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og drífa sig að kjósa sinn forseta.Hvar? Þú getur fundið hvar þú

ert á kjörskrá á vefsíðunni www.

kosning.is

Hvenær? Kjörstaðir verða opnir í

dag frá klukkan 9 um morgun til

22 í kvöld

Hvað kostar? Það kostar ekkert

að kjósa

Dansað á toppi EsjunnarÞeir sem klífa Esjuna í dag fá meira fyrir sinn snúð en bara góða hreyf-ingu: DJ Margeir og GusGus munu spila á toppi Esjunnar fyrir fjallsgesti og gangandi. Boðið verður upp á þyrluferðir á toppinn á 6.500 krónur, svo þeir sem vilja geta upplifað þann lúxus að fá far með þyrlu. Þyrlan tekur á loft frá Esjurótum.Hvar? Toppi Esjunnar

Hvenær? Frá klukkan 14 í dag

SUS-arar lesa ljóð

– Eða hvað?

Samtök ungra skálda, eða Sus, halda á morgun ljóðakvöld á

Stofunni. Átta skáld munu koma fram og verður

kynnir enginn annar en myndlistarmaðurinn úr kassanum, Almarr

Steinn Atlason. Meðal þeirra sem lesa ljóð verða Lommi, Kött Grá Pjé og banda-ríska ljóðskáldið

Jackie Wang.Hvar? Á kaffihúsinu

Stofunni

Hvenær? Á morgun,

sunnudag, klukkan 20

Hugguleg útihátíð með útsýni yfir DrangeyTónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í annað skipti í kvöld. Á hátíðinni koma fram þekkt nöfn á borð við Úlf Úlf, Retro Stefson og Sverri Bergmann og fleiri í bland við tónlistaratriði heimamanna. Tilvalið tæki-færi fyrir fjölskylduna að skella sér á útihátíð, enda verður aðgangur ókeypis fyrir börn undir fjórtán ára aldri.Hvar? Reykjum á Reykjaströnd

Hvað kostar? 6.900 krónur

Töfrandi

Jónsmessudagskrá

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds, ásamt Skúla Sverrissyni, kem-ur fram í Mengi í kvöld í tilefni Jónsmessunnar. Tónlistin verður úr smiðju auk efnis sem fengið verður í láni og þykir hæfa tilefni tónleikanna.Hvar? Mengi á Óðinsgötu

Hvenær? Klukkan 21 í kvöld

Hvað kostar? 2.000 krónur

YouTube á sviðinu í holdi og blóði

Þeir Kian og JC eru YouTube-stjörnur sem notið hafa mikilla vinsælda meðal ungs fólks. Þeir bjóða nú upp á ýmis skemmtiatriði, grín, tónlist, áskoranir og fleira á sýningu sinni í Háskólabíói í kvöld.Hvar? Í Háskólabíó

Hvenær? Klukkan 20 í kvöld

Hvað kostar? 6.990 krónur

Tekið hús á Húrra

Það eru ekki lítil nöfn úr heimi hústónlistar sem spila fyrir dansi á Húrra í kvöld, en sjálfur hinn danski Kasper Bjørke verður aðalnúmer-ið á kvöldinu. Auk hans koma fram Sexy Lazer og Mansisters, sem er dúó beggja fyrrnefndra tónlistar-mannanna. Stuðið mun svo duna fram eftir nóttu.Hvar? Á Húrra

Hvenær? Í kvöld frá klukkan 21

Hvað kostar? 1.000 krónur í for-

sölu og 2.000 krónur við dyrnar

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Toppur á 8.900 kr.Stærð 36 - 46

Toppur á 7.900 kr.Stærð 36 - 46

Flottir toppar

www.borgarsogusafn.is

Leikhópurinn Lotta,Skringill skógarálfur,Yoga fjölskylduslökun,Skátaleikir ofl.

s: 411-6300

ÁrbæjarsafnKistuhyl 4, Reykjavík

ViðeyReykjavík

Lífið í þorpinu26. júní 13:00 - 16:00

Kaffi og kruðerí í Dillonshúsi

Barnadagurinn25. júní 13:00 - 16:00

Best að mæta á Skarfabakka kl.11:30

Sjá nánar á www.videy.comSjá nánar á www.borgarsogusafn.is

Spákona, lummur í Árbæ,tóskapur, prentun og hestar, kindur og lömb í haga

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

SUMARGLEÐI

20%af öllum sófum og húsgögnum

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

SUMARGLEÐI

20%af öllum sófum og húsgögnum

24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

„Þetta er pólitísk sýning,“ seg-ir Juliette Louste um nýjustu sýningu sína Dracula’s Pack þar valdatafl nútímans er tekið fyrir og fólk vakið til umhugsunar um vald einstaklingsins. Tilviljun ein réði því að forsetakosningar, sem reyndar verða teknir fyrir í verk-inu, eru á miðju sýningartímabili.

„Heiti sýningarinnar er lýsandi fyrir það sem við erum að vinna með en „Dracula’s Pack“ er ekki úr sögunni um Drakúla heldur heitið á hugmyndafræði Drakúlu; pólitískt nafn sem fræðingar á sviði stjórnmála og heimspeki notast við þegar sett eru alþjóða-lög og samningar án vitundar þjóðarinnar. Um leið og þessar reglur sjá ljósið hverfa þær því þær virka ekki. Eru á skjön við raunveruleikann,“ segir Juliette.

„Þetta er í raun kall eftir sönnu lýðræði frekar en krítík,“ segir Juliette og á þannig við beint lýð-ræði þar sem almenningur ræður beint yfir ríkinu án þess að þurfa að fara í gegnum fulltrúa sína.

Við upphaf sýningarinnar fá áhorfendur afhent blað með spurningum en svör þeirra hafa áhrif á framvindu verksins. „Við viljum að áhorfendur hafi orð um hvað við gerist og brjóta vegginn milli sýnenda og áhorfenda.“

Spurningar eru margvíslegar. Allt frá því að spyrja hver sé upp-áhalds litur áhorfenda til hver eigi að vera sérstakur gestur næstu sýningar. „Með hliðsjón af niðurstöðum breytum við síðan næstu sýningu og þær eru því aldrei eins,“ segir Juliette.

Sýningin er samstarfsverkefni Tjarnarbíós og Juliette Louste Company. Sýningarhópurinn samanstendur af alþjóðlegum dönsurum, leikurum og tónlist-arfólki. Næsta sýning á verkinu er á miðvikudaginn næsta en frekari upplýsingar má nálgast á midi.is | bg

1.000-5.000ALLAR VÖRUR Á

KRÓNUR Í VERSLUN OKKAR,

EVANS SMÁRALIND

2 FYRIR 1AF ÖLLUM VÖRUM

Greitt er fyrir dýrarivöruna

Athugulir borgarar hafa tekið eftir því að víðsvegar um Reykjavík má sjá smá leikföng sem komið hefur verið á hinum furðulegustu stöð-um; götu- og verslanaskiltum eða uppi á brúnum. Taki maður eftir einu leikfangi fer maður að sjá þau út um allt. Forvitnilegt væri að vita hver stendur bak við gjörninginn, er það Reykjavíkurborg, dularfull-ur listamaður eða fyndinn túristi? Fréttatíminn hefur hafið rannsókn á málinu og eru ábendingar um málið vel þegnar á [email protected] -bg

Dularfull leikföng í bænum

Áhorfendur ráðaDrakúla og hið beina lýðræði

Hópinn skipa alþjóðlegir dansarar, leikarar og tónlistarmenn. Myndir | Tjarnarbíó

Juliette Louste, dansari og danshöfundur, er höfundur verksins.

Við upphaf

sýningarinnar fá

áhorfendur afhent blað

með spurningum en

svör þeirra hafa áhrif á

framvindu verksins.

„Barðavogur 13 er heimili og vinnu-stofa listamanns, teiknað af Man-freð Vilhjálmssyni fyrir listmál-arann Kristján Davíðsson. Húsið er að mínu mati besta dæmið um vel heppnaða samvinnu arkitekts og listamanns,“ segir Shruthi Basappa. „Burður hússins birtist í formi þess, þar sem ávalir þakbogarnir sitja léttir á ferhyrndum útveggj-um grunnflatarins. Í norðurenda hússins er vinnustofa en í suður-endanum heimili listamannsins. Ólíkt þeim ótal „hagkvæmu“ lausn-um sem finnast á markaðnum í dag einkennist innra rýmið af falleg-um bogum loftsins, vel staðsettum gluggum og gólfplani sem er í senn opið og aðlaðandi án þess að grípa til þess að tengja allt með göngum, sem enn er of algengt í dag. Sam-spil rúmmáls, ljóss og funksjónar er samofinn þráður í verkinu og allt var gert án þess að farið væri út fyr-

ir kostnaðarrammann sem arkitekt-inum var settur. Fyrir mér felst feg-urð rýmisins í þeirri staðreynd, auk þess sem það veitir innblástur og er mannlegt, allt í senn.“ | hh

Fallegasta byggingin Opið og aðlaðandiMyndatexti: Myndatexi:

Barðavogur 13 í Reykjavík, eftir Manfreð Vilhjálmsson í samstarfi við Kristján Davíðsson listmálara.

Shruthi Basappa, arkitekt hjá arkitekta­stofunni Sei.

Vangaveltur um uppruna kolkrabba hafa verið uppi allt frá því vísinda-menn komust að þeirri niðurstöðu í haust að genasamsetning kol-krabba væri ólík genasamsetningu flestallra annarra dýra á jörðinni.

Ólíklega voru vísindamennirnir að ýja að því að kolkrabbar væru ekki jarðneskir, en þróun kol-krabbategunda stemmir óneitan-lega illa við þróun annarra dýra.

Sem dæmi hafa kolkrabbar tvisvar sinnum fleiri genasamsetn-ingar sem þróa taugar en spendýr.

Þetta rímar við óvenjulega stærð heila kolkrabbans og jafnvel enn

óvenjulegri samsetningu heilabús hans. Tveir þriðju taugaenda kolkrabbans leiða út í átta arma hans, sem geta unnið meðvituð verk jafnvel eftir að hafa ver-ið aðskildir frá líkamanum.

Leikni kolkrabbans með arma sína hefur lengi þótt mögnuð, en þekkt er að kolkrabbar hafi lært að opna krukkur sem hannaðar voru til að börn gætu opnað þær. Líffræðingurinn Roland Anderson þurfti síðar að taka fram í ritgerð að sú staðreynd þyrfti ekki að þýða að kolkrabbar væru gáfaðri en börn.

Fyrir tveim mánuð-um tókst risakolkrabban-

um Inky að sleppa úr búri sínu út í sjó í sjávardýrasafni í Nýja

Sjálandi á ótrúlegan hátt, í gegnum 50 metra vatnslögn.

Það er því ljóst að gáfum kol-krabba eru fá takmörk sett. Reyn-ist þeir vera gestir úr geimnum er rétt að vona að þeir séu jarðarbúum vinveittir.

Eru kolkrabbar geimverur?Sprauta bleki og opna krukkur

WWW.CINTAMANI.ISAÐALSTRÆTI 10 | BANKASTRÆTI 7 | AUSTURHRAUN 3 | SMÁRALIND | KRINGLAN | AKUREYRI

25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM CINTAMANI VÖRUM ALLA HELGINA

VERIÐ VELKOMIN Í NÝJA VERSLUN OKKAR Í ELSTA HÚSI REYKJAVÍKUR VIÐ AÐALSTRÆTI 10VERSLUNIN ER OPIN ALLA DAGA 09:00 TIL 21:00

[afsláttur gildir aðeins í Aðalstræti 10]

26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 25. júní 2016

Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari kemur upp á Argos, arkitektastofu Grétars og Stefáns, á hverjum morgni með kaffi á könnu sem hann hefur lagað niðri í

stúdíói sínu sem er á hæðinni fyrir neðan. Þá drekka þeir þrír morgunkaffið saman ásamt Pétri og Guðrúnu, arkitektum á Argos. Á tyllidögum og afmælum er komið með bakkelsi, sem Guðmundur kallar kaffibæti, með kaffinu í vinnuna: „Reyndar virðist Grétar eiga svolítið oft afmæli,“ segir Guðrún og hinir hlæja við.

Yfir morgunkaffinu þennan morguninn er allt mögulegt rætt: Niðurstöður Brexit-kosninga Breta, fótósjoppaðar auglýs-ingar forsetaframbjóðenda og fjarvera Stefáns úr morgunkaff-inu. Hefðin að drekka morgunkaffið saman er þeim svo eðlileg að þeir Grétar og Guðmundur eru ekki vissir hve lengi hún hef-ur viðgengist, en þeir hafa verið með stofur sínar í sama húsi úti á Granda í 12 ár: „Þetta er bara kaffiþorsti og ekkert annað.“

Suður England 12. – 17. ágúst

Sjö daga ferð um Suður EnglandEin af vinsælustu ferðunum okkar

Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn KristjánssonVerð frá 174.200,-

Ferðaskrifstofa Guðmundar JónassonarBorgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515 • [email protected] • www.ferdir.is

„Ég var svo reiður því skilaboðin eru svo falleg,“ segir Richard Allen, ann-ar vaktstjóra Kaffibarsins, en um síð-ustu helgi tóku starfsmenn staðar-ins eftir því að veggspjald á vegum Druslugöngunnar hafði verið rifið niður af karlaklósetti barsins, sem er í miðborg Reykjavíkur. Á vegg-spjaldinu var að finna skilaboð til gesta staðarins um rétt hvers og eins til að skemmta sér án þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Starfs-menn Kaffibarsins og aðstandendur göngunnar voru fljótir að bregðast við og hafa veggir þar verið veggfóðraðir, bæði á klósettum og framan við þau.

„Þetta gerðist í kringum 17. júní en ég var vaktstjóri þá helgi. Var að fara á innri barinn þegar ég fann plakat á gólfinu. Fattaði ekki alveg strax að þetta hefði verið í okkar eigu – kannski hefði einhver fengið það úti – en síðan var ég að taka til eftir vakt-ina, einn, og sá að á karlaklósettinu var plakatið horfið. Ég varð svo reiður því skilaboðin eru svo falleg og ein-föld,“ segir Richard.

„Ég gat ekki setið á mér og skrif-aði um málið á Facebook sem vakti töluverða athygli.“ Í kjölfarið ákváðu Richard og Guðný, sem er hinn vakt-

stjóri barsins, að staðurinn skyldi setja veggfóður á allan vegg klósetts-ins en það endaði á því aðstandend-ur Druslugöngunnar mættu á Kafffi-barinn og veggfóðruðu nokkra veggi staðarins.

„Það sem við erum að segja er að ef þið rífið niður eitt plakat þá setjum við upp tíu,“ bætir Richard við.

Guðný ítrekar ánægju sína með aðstandendur göngunnar: „Þau eiga gott hrós skilið fyrir þetta og ég var svo ánægð þegar þau komu með plakötin til okkar fyrst. Allir eiga að geta skemmt sér án þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi en í flestum tilfellum lætur fólk ekki vita ef það hefur orðið fyrir einhverju áreiti. Þessi plaköt opna fyrir mjög þarfa umræðu.“

KaffibarinnTíu veggspjöld fyrir hvert sem rifið er niður

Plaköt prýða veggi Kaffbarsins.

Richard Allen, annar vaktstjóra KB.

Fullorðin í foreldrahúsum

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Elín Björnsdóttir er 24 ára gamall hjúkr-unarfræðinemi og býr með föður sínum og tvítugum yngri bróð-ur í Hlíðunum. „Viljiði

kaffi?“ spyr Elín Björn, föður sinn, og blaðamann á meðan Björn rifjar upp menntaskólapartí sem Elín hélt á fyrsta ári í MH: „Ég kom heim og þá voru brotnar rúður og allt í rúst, þú heldur nú ekki svoleiðis partí lengur, Elín,“ segir Björn brosandi.

Elín hefur búið til skiptis hjá föð-ur sínum og móður frá barnæsku, en síðustu þrjú árin hefur hún al-farið búið í föðurhúsum.

„Mér finnst eins og flestir búi annað hvort enn heima eða séu í algjöru strögli. Eins og valið sé á milli þess að hafa notalegt heima hjá foreldrum sínum eða vera í sí-felldu basli að borga himinháa leigu við hver mánaðamót,“ segir Elín. „Auðvitað ættu stúdentaíbúðir að vera möguleiki en biðlistinn í þær er svo langur að það gengur ekki fyrir alla.“

Verunni í föðurhúsum ber Elín vel söguna, en hún segir slíkri sambúð alltaf fylgja einhver tog-streita, enda sé samband manns við foreldra þess eðlis: „Maður

hættir aldrei að vera barn foreldra sinna en á sama tíma finnst manni að maður eigi að vera sjálfstæð-ur. En ég er þakklát fyrir að geta búið heima þar sem er séð vel um mann,“ segir Elín.

Björn, faðir Elínar, segir ekki yfir sambúðinni við börnin sín að kvarta: „Þetta er bara félagsskap-ur og skemmtilegheit.“ Aðspurð-ur hvort heimilisfólk sé duglegt að skipta með sér verkum segir Björn kíminn að það sé misjafnt eftir dög-um, en hann reyni að sporna við því að sjá um allt uppvaskið: „Mér finnst engin sérstök skil við það að búa með krökkunum við að þau fullorðnist. Þau eru sömu einstak-lingarnir en munurinn er að nú get ég ætlast til þess að þau geri eitt-hvað hérna heima.“

Feðginin eru bæði meðvituð um stöðu ungs fólks á leigumarkaði og Elín nefnir niðurstöður rannsókna sem sýndu að kjör ungs fólks hafa versnað meira en annarra hópa frá aldamótum.

„Ég held að ævintýramennsk-an í hruninu hafi haft þau áhrif að unga kynslóðin, sem engan þátt átti í því, fór verst út úr því. Áður fyrr var auðveldara að fá fyrirgreiðslu fyrir íbúð, til dæmis, eftir hrun er það erfiðara,“ segir Björn.

Elín veltir fyrir sér hvort spili inn í að ungt fólk hafi fleiri neyslu-möguleika en áður: „Við erum með

snjallsíma sem þarf að endurnýja og fólk fer í heimsreisur lengra en það gerði áður. Kannski leyfum við okkur meira en kynslóð foreldra okkar,“ segir Elín, en Björn mald-ar í móinn og bendir á að ungt fólk hafi svo sem alltaf skemmt sér og ferðast, jafnt nú og áður.

„Stefnan hefur lengi verið að fólk verði að eignast eigið húsnæði, sem þykir ekki jafn mikilvægt annars staðar. Þetta er einhver Bjartur í Sumarhúsum í okkur,“ segir Björn og Elín bætir við: „Já, maður skil-ur samt rómantíkina í því að eiga heimili sjálfur og þurfa ekki að hræðast leigusalann, ef það kemur hola í vegginn.“ Elín verður reynd-ar ekki í foreldrahúsum mikið leng-ur, með haustinu verða feðgarnir tveir eftir: „Ég er svo heppin að pabbi á kjallaraíbúð í Vesturbænum sem ég get leigt af honum, annars væri ég líklega ekki á leið úr föður-húsum strax.“

Strögl eða notalegheit

Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldr-

inum 18–34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eigin hús-næði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta

bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?

Elín segir notalegt að búa í föðurhúsum í Hlíðunum með Birni, föður sínum.Mynd | Rut

„Ég held að ævintýra­

mennskan í hruninu hafi

haft þau áhrif að unga

kynslóðin, sem engan

þátt átti í því, fór verst

út úr því.“

MorgunstundinKaffibætir og pressukönnur

Guðrún, Grétar, Pétur og Guðmundur drekka morgunkaffið, sem Guðmundur lagar á kaffistofu Argos, saman á hverjum degi.

Mynd | Rut

-25%

AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

LÁGT VERÐ ALLA DAGA

síðan 1962ÖLL VIÐARVÖRN OG

PALLAOLÍAgildir til 27. júní

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvil

lur o

g/ eð

a myn

dabr

engl.

Tilb

oð gi

lda f

rá 2

3. -

27. jú

ní eð

a á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

OLÍUMÁLNING margir litir, 4 l.

3.975kr.80604827 Almennt verð: 5.295 kr.

PALLAOLÍA glær/gyllt, 4 l.

1.895kr.80602501/2 Almennt verð: 2.495 kr.

PALLAOLÍA margir litir, 4 l.

3.745kr.86363340 Almennt verð: 4.995 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Útsala

40%50%

25%

35%40%

Summer-hægindastóll. Bast. 24.900 kr. Nú 14.900 kr.

Summer-garðsett. Felliborð og 2 fellistólar. 34.900 kr. Nú 17.450 kr.

40%25%

BÆTUM VIÐ VÖRUM OG AUKUM AFSLÁTT

Crocker-stóll. Svartur stóll með örmum og nælonsnúru í sessu og baki. 14.900 kr. Nú 9.900 kr.

...ÖLLUM SESSUM

...ÖLLUM KERTUM

Sterling-borð og 4 Nyhavn-stólar. Fallegt garðborð með 4 stólum. 129.500 kr. Nú 77.500 kr.

Sparaðu

25-50%AF ÖLLUM MOTTUM

Sparaðu

25-50%AF ÖLLUM SUMARVÖRUM TIL 28. JÚNÍ

Sparaðu

25%AF ÖLLUM KERTUM

Visible-motta. Ýmsir litir. 130 x 190 cm. 34.900 kr. Nú 19.900 kr. 160 x 230 cm. 49.900 kr. Nú 28.900 kr. 200 x 300 cm. 79.900 kr. Nú 45.900 kr. Ø90 cm. 19.900 kr. Nú 9.900 kr. Ø150 cm. 34.900 kr. Nú 19.900 kr.

Savona-svefnsófi. Ljósgrár eða dökkgrár. 100% pólýpropylene. Svefnflötur 140 x 197 cm. 89.900 kr. Nú 67.400 kr.

Chios-legubekkur með sessum. Hægri eða vinstri armur. L180 cm. 79.900 kr. Nú 48.900 kr.

LANGVIRK SÓLARVÖRN

Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1 11.5.2016 13:10:35

Nýtt í bíóArabian nights eftir Migu-el Gomes í Bíó Paradís. Samtímaatburðir í Portú-gal efnahagshrunsins eru fléttaðir inn í formið sem sagnaþulurinn Scheheraza-de notaði á gullöld arabísks kveðskapar. Epískur sagnabálkur í þremur hlutum. Hrein og sönn umfjöllun um lífsins óreiðu.

Nýtt í pítsumNýlega opnaði í Hamra-borginni Bíóbakan sem býður upp á pítsur með súrdeigsbotni, sem gerðar eru á staðnum úr lífrænu hveiti. Pítsurnar á matseðlin-um eru nefndar eftir frægum bíó-myndum, svo gæða má sér á pítsum á borð við Jaws, Pulp Fiction og Godfather.

Nýtt í tónlistHljómsveitin Sigurrós var að gefa út nýtt lag og myndband við lagið Óveð-ur. Lagið er undurfallegt en í myndbandinu má sjá unga stúlku leika illum látum og eineygðan hund. Sigur Rós er á tón-leikaferðalagi um þessar mundir og kemur næst fram í Bristol.

NÝTT Í

BÆNUM

Sindri Már Fannarsson:Já, ég ætla að kjósa en almennt er ungt fólk ekkert mjög áhugasamt um kosningar. Myndbandið sem Kjarninn deildi og átti að höfða til þess fannst mér ekki gott. Það talaði niður til mín og var fyrir einhvern allt annan en mig. Varðandi þessa umræðu þá finnst mér hún fyrst og fremst leiðinleg en annars mætti kannski finna einhverja leið til að gera kosn-ingar aðgengilegri, til dæmis með að kjósa heima.

Katrín Agla Tómasdóttir:Ég ætla að kjósa en margir á mínum aldri halda að sitt at-kvæði skipti ekki máli og ætla ekki að kjósa. Kjóstu-mynd-bandið setti markið of lágt. Það gæti kannski náð til 13 ára krakka en ekki þeirra sem eru nýkomnir með kosningarétt.Ég held það þurfi bara betri umfjöll-un um forsetakosningarnar til að ná til ungs fólks, fleiri kappræður í sjónvarpinu til dæmis. Kjörsókn ungs fólks var bara 50% í síðustu kosningum svo það þarf greinilega að bæta úr því.

Steinunn Ólína:Í kjölfar borgar-stjórnarkosn-inganna síðustu fór fólk að tala um hvers vegna ungt fólk mætir ekki á kjörstað þegar raddir þeirra eru á sama tíma mjög háværar í umræðunni – netinu sér-staklega. Það versta við dræma þátt-töku þess er að enginn hvati verður fyrir valdamenn til að einblína á málefni ungs fólks. Þess vegna þarf að impra á mikilvægi þess að kjósa.

Tölum um... Ungt fólk og kosningar

Munið að kjósa – Áfram Ísland