64
Helgarblað 29. apríl–1. maí 2016 • 17. tölublað 7. árgangur www.frettatiminn.is [email protected] [email protected] Judith Júlíusdóttir Afskipt með blóðtappa í þjónustuíbúð Velferð 8 Milljarðar töpuðust í risagjaldþrotum 10 Ævintýrasaga 20 Garfað í graýsum Saga Shlomo Moussaieff, tengdaföður Íslands Hremmingar Helgu Rakelar Sjö heimili á þremur árum Leigumarkaður 24 Að vígbúast eins og Beyoncé Kylfur og trukkar Tíska 46 Panama-skjölin svipta hulunni af baneitruðum tengslum stjórnmála og viðskiptalífs hjá Framsóknarflokknum KRINGLUNNI ISTORE.IS Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 lendir laugardaginn 30. apríl Viðurkenndur endursöluaðili Stór pizza af matseðli, 2 ltr. gos og Gott að eigin vali. Ef þú sækir, 29. apríl 2. maí Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is

29 04 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Iceland, Fréttatíminn

Citation preview

Page 1: 29 04 2016

Helgarblað 29. apríl–1. maí 2016 • 17. tölublað 7. árgangur

[email protected]

[email protected]

Judith JúlíusdóttirAfskipt með blóðtappa í þjónustuíbúð Velferð 8

Milljarðar töpuðust í risagjaldþrotum 10

Ævintýrasaga 20

Garfað í grafhýsum Saga Shlomo Moussaieff, tengdaföður Íslands

Hremmingar Helgu RakelarSjö heimili á þremur árum Leigumarkaður 24

Að vígbúasteins og Beyoncé

Kylfur og trukkarTíska 46

Panama-skjölin svipta hulunni af baneitruðum tengslum stjórnmála og viðskiptalífs hjá Framsóknarflokknum

KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur

Phantom 4 lendirlaugardaginn 30. apríl

Viðurkenndur endursöluaðili

Stór pizza af matseðli, 2 ltr. gos og Gott að eigin vali. Ef þú sækir, 29. apríl 2. maí

Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is

Page 2: 29 04 2016

Fjölskyldan jók hlutaféð í Langasjó með 250 milljón krónum úr félagi sem hún átti á Möltu. Síðan hefur félagið greitt eigendum sínum vel á annan milljarð króna með kaupum félagsins á hlutafé og lækkun hlutafjár.Gunnar Smári [email protected]

Systkinin sem eiga Matfugl, Gunnar Þór, Guðný Edda, Halldór Páll og Eggert Árni Gíslabörn, létu félag í sinni eigu, sem skráð er á Möltu, kaupa um tvo þriðju hluta Langa-sjávar árið 2011 fyrir rúmlega 250 milljónir króna. Ekki fylgir sög-unni hvernig þau eignuðust þetta félag, en Malta er skattaskjól. Og var það enn frekar en undanfarin ár hafa OECD og Evrópusambandið mjög þrýst á stjórnvöld á Möltu að herða skattalöggjöf sína. Lengst af hafa félög skráð á Möltu ekki þurft að greiða neina skatta af tekjum sem verða til utan Möltu né af út-greiðslum sem renna til aðila utan-lands eða sem varið er til neyslu utan eyjunnar.

Gunnar Þór Gíslason, fram-kvæmdastjóra Langasjávar, sagð-ist í samtali við Fréttatímann ekki kannast við að Malta væri skatta-skjól og sagðist ekki þekkja skatta-reglur þar. Hann sagði að Coldrock borgaði skatta þar ytra og ef til þess kæmi að félagið greiddi eigendum sínum arð myndu þau systkinin borga skatta hér heima.

Gunnar lýsti aðkomu Coldrock Investment að Langasjó í blaða-grein fyrir rúmu ári, löngu áður af landsfélög urðu að almennu

fréttaefni á Íslandi. Þar sagði Gunnar Þór: „Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótt-urfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrir-tækjanna á Íslandi.

Ekki kemur fram í grein Gunnars hvernig systkinin fluttu féð til Möltu og hann vildi ekki til greina frá því í samtali við Fréttatímann. „Eitt af fyrirtækjunum lenti í vandræðum vegna gengislána og við öfluðum

peninga. Við áttum peninga erlend-is og þeir voru í Coldrock. Þeir pen-ingar voru fluttir til Íslands,“ sagði Gunnar.

Þau systkinin eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði. Auk Matfugls á Langisjór grænmet-issölufyrirtækið Mata, Síld og fisk og Salathúsið.

Frá því að Coldrock Investment greiddi inn rúmar 250 milljónir króna í Langasjó hefur fyrirtækið greitt umtalsvert fé út til eigenda sinna. Það hefur verið gert með kaupum á eigin hlutabréfum og með því að lækka hlutafé. Í árs-reikningi fyrir árið 2014 kemur

fram að vegna þessara viðskipta hafi greiðsla til hluthafa verið rúm-lega 800 milljónir króna. Þar sem maltverska félagið er skráð sem 60 prósent hluthafi hefur það fengið góðan hluta þessara upphæðar eða um 485 milljónir króna. Greiðslur til hluthafa, samkvæmt reikningum fyrir árin 2013 og 2012, námu sam-tals um 357 milljónum króna á verð-lagi áranna. Samtals nema greiðslur til hluthafa á þessum þremur árum um 1,2 milljörðum króna á núvirði, samkvæmt þessum ársreikningum.

Coldrock Investment hefur því fengið framlag sitt margfalt til baka á skömmum tíma.

Langisjór fær um 2,5 milljarða króna í neytendastuðning árlega

GISTÆNÆTUR SJÚKRATRYGGÐRA

6.968 GISTÆNÆTUR AÐSTANDANDA

803GISTÆNÆTUR AÐSTANDANDA

7.771

Engar upplýsingar um arðgreiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu

Sinnum fékk 171 milljón til að reka sjúkrahótelFyrirtækið Sinnum fékk 171 milljón frá ríkinu í fyrra til að reka sjúkrahótel við Ármúla 9. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobs-dóttur alþingismanns um kostnað sjúkratrygginga við einkarekna heilbrigðis-þjónustu.

Katrín Jakobsdóttir spurði ráðherra um arðgreiðslur til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en hann segir

að ekki sé fylgst með arðgreiðslum að hálfu ríkisins. „Það finnst mér að ætti að vera hluti af heildarmynd-inni: Þarna er fólk að veita þjónustu fyrir opinbert fé. Það hlýtur að vera skylda ríkisins að vita hvert pening-arnir fara.“

„Það er greinilega miklu meiri peningur í túristum,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar-maður forstjóra Landspítalans, en fyrirtækið Sinnum ætlar að hætta starfsemi í maí og ætlar að einbeita sér að gistingu fyrir ferðamenn.

Miklar deilur voru milli Landspít-alans og Sinnum á sínum tíma um þjónustuna enda vísaði fyrirtækið sjúklingum oft frá sjúkrahótelinu til að þjónusta ferðamenn.

Anna Sigrún Baldursdóttir segir að upphaflega hafi verið tekið fé frá spítalanum til að verja í samning-inn við fyrirtækið. Hugmyndin hafi verið að fólk sem þyrfti minniháttar stuðning og aðhlynningu gæti dval-ið á sjúkrahóteli til að minnka álag á spítalanum. Sinnum og sjúkratrygg-ingar hafi hinsvegar viljað að þeir

sem legðust inn fengju heimahjúkr-un utan úr bæ. Fólk geti hinsvegar alveg dvalið heima hjá sér ef það fái hjúkrunarþjónustu. Því hafi þetta fallið um sjálft sig og spítalinn notað þetta minna og minna.

Auk sjúklinga á Landspítalanum átti fyrirtækið að sinna þeim sem væru að fara í aðgerðir á öðrum heilbrigðisstofum eða læknastofum.

Ekkert annað fyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til að taka við starf-seminni þar til nýtt sjúkrahótel rís á lóð Landspítalans árið 2017. | þká

Fréttatíminn líka á laugar-dögumOg nýtt blað fylgir meðFrá og með næstu viku mun Fréttatíminn koma út tvisvar í viku, á föstudögum sem fyrr en einnig á laugardögum. Fyrsti út-gáfudagur Fréttatímans á laugar-dögum verður 7. maí.

„Við erum að auka þjónustu við lesendur og auglýsendur,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda-stjóri Fréttatímans. „Lesendur fá fleiri góð blöð að lesa og auglýs-endur fá kost á að auglýsa í nýju og spræku helgarblaði.“

Samhliða þessu mun útgáfufé-lagið Morgundagur hefja útgáfu nýs blaðs. Það verður borið út með Fréttatímanum bæði á föstudög-um og laugardögum.

„Þetta verður líflegt tímarit í dagblaðabroti sem fjallar um fólk og fjölskylduna, heimilið og heilsuna, matinn og munúðina og margt fleira,“ segir Gunnar Smári Egilsson útgefandi. „Nýja blaðið verður með annan karakter og svip en Fréttatíminn og Fréttatím-inn mun hafa áhuga á öðru efni og fjalla með öðrum hætti um það. Þetta verða tvær sjálfstæðar pers-ónur sem taka sér far með sama blaðberanum heim til fólks.“

Aðspurður um hvort þetta sé fyrsta skrefið að því að breyta Fréttatímanum í dagblað neitaði Gunnar Smári því. Auglýsinga-markaðurinn ber aðeins fríblöð þrjá daga í viku,“ sagði Gunnar Smári.

Móðurfélag Matfugls er Langisjór en aðaleigendi þess er Coldrock Investment Limited

Helsti kjúklingabóndi landsins er aflandsfélag á Möltu

Kjúklingarækt nýtur ríkulegs stuðnings með verndartollum. Íslendingar borga allt að helmingi hærra verð fyrir kjúklinginn sinn en þeir myndu gera ef ríkið verndaði ekki tiltölulega fá kjúklingabú. Matfugl er eilítið minni en Reykjagarður en saman

ná þessir tveir stærstu ræktendur yfir um 75 prósent markaðarins.

Kjúklingarækt nýtur, sem kunnugt er, ríkulegs stuðnings stjórnvalda. Þótt kjúklingabændur fái ekki beina styrki úr ríkissjóði fær atvinnu-greinin stuðning af tollvernd. Í nýlegri grein Guðjóns Sigurhjartarsonar viðskiptafræðings og Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytenda-samtakanna, áætluðu þeir verðgildi þessa stuðnings upp á tæplega 5,2 milljarða króna.Samkvæmt mati Samkeppnisstofnunar nemur markaðshlutdeild Matfugls um 35 til 40 prósent af markaðnum. Samkvæmt því nemur styrkur neytenda til Matfugls í gegnum of hátt verð um 1,8 til 2,1 milljarðs króna á ári. En Coldrock Investment á líka Síld og fisk í gegnum Langasjó. Mark-aðshlutdeild Síldar og fisks er um 40 til 45 prósent í sölu svínakjöts, samkvæmt mati Samkeppnisstofnunar. Stuðningur ríkisins við þá grein er ívið minni að mati Guðjóns og Jóhannesar, eða um tæplega 1,8 milljarðar á ári. Hlutur Síldar og fisks í þeim stuðningi er um 715 til 800 milljónir króna.Samanlagt er því stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar í gegnum tollvernd og hátt verð um 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega. Það verður að teljast kostulegt í ljósi frétta síðustu vikna að lang-stærsti eigandi Langasjávar er aflandsfélagið Coldrock Investment.

2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 3: 29 04 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is

áraábyrgð5

Nýr Audi A4

Öflugri, sparneytnari og snjallari: Nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði með einstökum hætti. Nýstárlegt Audi Virtual mælaborð með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi (valbúnaður) með þrívíðu hljóði gefa innanrýminu áhrifamikið yfirbragð.

Komdu og reynsluaktu nýjum Audi A4 sem er margverðlaunaður um allan heim.

Page 4: 29 04 2016

Framsóknarflokkurinn gæti orðið af tugum milljóna króna verði kosið fyrir fyrsta febrúar. Fjár-munum til flokkanna er úthlutað samkvæmt stöðu þeirra hverju sinni, þann fyrsta febrúar á hverju ári. Verði kosið eftir þann tíma, miðast framlagið við stöðu í síðustu kosningum þegar flokkurinn vann stórsigur.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Flokkarnir fá þannig úthlutað 290 milljónum þann 1. febrúar, sem skiptist niður eftir fylgi á alla flokka sem fá meira en 2,5 prósent.

Til viðbótar þessu fá flokkarn-ir úthlutað 52 milljónum sem skiptast á þingflokkana eftir þingmannafjölda.

„Við erum ekkert að spá í þetta, okkur er alveg sama. Lýðræðið snýst ekki um að fá fullt af peningum úr ríkissjóði,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing-flokksformaður Pírata. „Mjög mikið af þessum peningum fer í auglýsingabrjálæði fyrir kosn-ingar. Við rákum kosningaskrif-stofu í Kolaportinu fyrir síðustu kosningar og það var fínt. Við þurfum hinsvegar að geta greitt starfsmanni laun, en allt um-fram það er ofgnótt.“

Samkvæmt skoðanakönn-unum fengi Framsóknar-flokkurinn 12 prósent fylgi en hafði 24 prósent. Hann missir því helming alls fjár sem hann

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

UP! MEÐÖRYGGIÐ

VW Up! frá aðeins:

1.890.000 kr.

35

30

25

20

15

10

5

09.

156.

197

kr.

9.39

3.64

5 kr

.

25.0

02.6

59 k

r.9.

152.

000

kr.

74.0

79.0

41 k

r.34

.320

.000

kr.

80.9

48.9

96 k

r.66

.352

.000

kr.

38.9

76.8

09 k

r.27

.170

.000

kr.

31.4

60.0

00 k

r.32

.963

.593

kr.

15.4

79.0

59 k

r.10

3.24

6.00

0 kr

.

Kosningar 2013

Skoðanakönnun april 2016

Fjárhagur

Píratar verða vellauðugir en Framsókn staurblönk

hefur fengið úthlutað á ári. Að sama skapi fá Píratar tugi milljóna til um-ráða, eða mest fé allra flokka. Björt framtíð ríður ekki feitum hesti frá kosningum að óbreyttu. Flokkurinn fær 3,2 prósent í könn-unum en hafði 8,2 prósent í kosningum.

Árlegir styrkir til stjórnmálaflokkanna. Annars vegar eins og þeir voru á síðasta ári og hins vegar eins og

þeir yrðu ef fylgiskannanir væru úrslit kosninga.

Við erum ekkert að spá í þetta, okkur er

alveg sama. Lýðræðið snýst ekki um að fá

fullt af peningum úr ríkissjóði.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.

Íþróttir Sérsamningur um auglýsingar í íþróttastarfi

Börnin auglýsa fyrir Rio Tinto

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir hallalausan rekstur spítalans fenginn á kostnað starfsfólks og skertrar þjónustu við sjúklinga. Fimm ljósmæður hafa höfðað mál gegn ríkinu í héraðsdómi

„Það er nú frekar ósmart að tala um „jákvæða“ rekstrarniðurstöðu Landspítala,“ segir Áslaug Vals-dóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, aðspurð um það hvað henni finnist um þær fréttir að rekstrar-niðurstaða Landspítala hafi verið jákvæð á síðasta ári, en á ársfundi Landspítalans kom fram að 56 milljóna króna afgangur varð af rekstri Landspítalans árið 2015. „Rekstrarniðurstaðan er auðvitað dýru verði keypt, hún er fengin á kostnað starfsfólks og með skertri þjónustu við sjúklinga. Jákvæð niðurstaða fæst að hluta til vegna þess að fólk hefur unnið í sjálfboða-vinnu,“ segir Áslaug og vísar þá til þess að spítalinn ákvað að greiða ljósmæðrum ekki laun fyrir þá vinnu sem þær unnu á verkfallstíma.

„Félagið fór með málið fyrir Félagsdóm og tapaði þar naumlega í október síðastliðnum, þrír dæmdu rík-inu í hag og tveir okkur í hag, svo það gat ekki verið tæpara. Við vorum mjög ósáttar við niðurstöðuna því það er réttur hvers manns að fá laun fyrir vinnuna sína. Svo það eru núna fimm ljósmæður að höfða mál fyrir héraðsdómi,“ segir Áslaug en málið var þingfest fyrir tveimur vikum.

„Við gleðjumst auðvitað yfir því að spítalinn sé á núlli en við erum ekki glaðar yfir því hvernig því var náð.“ | hh

„ Jákvæð rekstrarniðurstaða fæst að hluta til vegna þess að fólk hefur unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Áslaug Valsdóttir,

formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Hallalaus spítalarekstur keyptur dýru verði

Í samstarfssamningi Hafnar-fjarðarbæjar, Rio Tinto Alcan og ÍBH er kveðið á um að allir keppnisbúningar fyrir 16 ára og yngri skulu merktir með fyrirtækismerki álfyrir-tækisins Valgerður Halldórsdó[email protected]

Samstarfssamningur Rio Tinto Alc-an, Hafnarfjarðarbæjar og IBH um auglýsingar í og við íþróttamann-virki í bænum er ekki í samræmi við

kvaðir um auglýsingar sem finna má í þjónustusamningum bæjarins við íþróttafélögin í bænum. Nema að ál-framleiðsla teljist hafa jákvætt gildi í íþróttastarfi og stuðli að heilbrigðum lífsháttum.

Í þjónustusamningum Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar við íþróttafélög bæjarins kemur fram að íþróttafélagi sé heimilt að setja upp auglýsingar á veggi og lóð íþrótta-miðstöðva samræmist þær jákvæðu gildi íþróttastarfs og heilbrigðra lífs-hátta. Í samstarfssamningi Rio Tinto

Alcan, Hafnarfjarðarbæjar og IBH er aðgangur fyrirtækisins mun greiðari að mannvirkjum bæjarins en finna má í þjónustusamningunum.

Upphaflegi samningurinn við fyr-irtækið er frá 2002. Í samningnum segir að skilti skuli vera utanhúss og í íþróttasal á Ásvöllum sem eru höfuð-stöðvar Hauka. „Nákvæm staðsetn-ing skal ákveðin í samráði við full-trúa Rio Tinto Alcan á Íslandi.“ Skilti með nafni fyrirtækisins skuli vera uppi í aðalsal Bjarkahússins og fyrir-tækjafánum flaggað utanhúss á fim-

leikasýningum barna og unglinga, t.d. á jóla- vorsýningum. Einnig er kveðið á um að allir keppnisbúningar fyrir 16 ára og yngri skulu merktir með fyrirtækismerki Rio Tinto Alc-an, ásamt bréfsefni og tryggt skuli að fulltrúi Rió Tinto Alcan veiti verðlaun á þeim mótum sem eru í þeirra nafni.

Geir Bjarnason, íþrótta- og tóm-stundafulltrúi Hafnarfjarðarbæj-ar, segist ekki þekkja til samstarfs-samningsins né veit hann hvernig eftirfylgni hans er háttað. Rósa Guð-bjartsdóttir, formaður bæjarráðs,

segir að persónulega trufli það hana ekki að búningar sem þessir séu merktir styrktaraðilum, það séu þó skiptar skoðanir um það. Íþrótta-félögin eigi þó að fá að ráða þessu.

Um þrjátíu mál sem tengjast aflandsfélögum voru þegar til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra áður en Panama-skjölin voru opnuð. Rannsóknin snýr að notkun kreditkorta sem gefin voru út á aflandsfélög í eigu Íslendinga.Gunnar Smári [email protected]

Þessi 30 mál voru send í skattrann-sókn af ríkisskatt-stjóra fyrir fjórum árum í kjölfar þess að keyrð var út eyðsla á erlendum kreditkortum á Íslandi yfir tólf mánaða tímabil. Ef eyðslan var meiri en 5 milljónir króna var málið rann-sakað sérstaklega.

Í sumum tilfellum var ómögulegt að tengja kortin við tiltekna ein-staklinga. Þá hafði eigandi kortsins gætt þess að nota það ekki nema til úttektar úr hraðbönkum eða þar sem engin slóð var skilin eftir. Í sumum tilfellum höfðu eigendurnir hegðað sér þannig að mestu leyti en gleymt sér einu sinni eða tvisvar. Þá var hægt að kalla eftir kvittun frá söluaðila og tengja viðkomandi einstakling ákveðnu greiðslukorti.

Samkvæmt heimildum Fréttatímans voru þessi kort nánast án undantekninga gefin út af aflandsfélögum. Þessi mál varpa því ljósi á hvernig aflandsfélög eru notuð. Með því að endurfjárfesta arð í félagi frestaði fólk greiðslu fjármagnstekjuskatts. Það félag lánaði síðan féð til aflandsfélags. Gefið var út kreditkort á aflandsfélagið og fólk notaði það síðan til neyslu, einkum erlendis. Eins og fram kom í við-tali Fréttatímans við fyrrum útgerðarmenn fyrir skömmu, var fólki ráðlagt að nota ekki kortin á Íslandi nema í neyð. Það var til þess að skilja ekki eftir sig spor sem skatturinn gæti rakið. Með þessu móti gat fólk greitt sér upp allt féð án þess að borga af því skatta. Þegar féð var búið mátti afskrifa lánið og færa það sem tap í hinu félaginu, tap sem mátti síðan nota til skattaafsláttar í framtíðinni.

Af þeim 30 málum sem send voru til skattrannsóknarstjóra fannst ekki saknæmi í sex. Samkvæmt upplýsingum embættisins fóru 24 mál hinsvegar til endurálagningar, ákæru og dóms. Dómur hefur verið kveðinn upp í tveimur en átta bíða ákærumeðferðar hjá saksóknara. Fimm mál eru til meðferðar hjá yfirskattanefnd og svo framvegis.

Í upphafi rannsóknar var gerð húsleit hjá 13 manns. Þar var lagt hald á gögn sem aftur urðu tilefni til nýrra rannsókna. Auk þessara 24 mála gat könnun ríkisskattstjóra á greiðslukortunum af sér um fimmtíu önnur mál. Flest þeirra tengjast aflandsfélögum.

Aflandsfélög þegar komin í skattrannsókn

Aflandsgreiðslukort í skattrannsókn

Lúxemborg

Ísland

Tortóla

4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 5: 29 04 2016

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Á þessu ári fagnar Alþýðusamband Íslands

100 ára afmæli sínu. Í gegnum tíðina hefur

verkalýðshreyfingin haft mótandi áhrif á

velferðarsamfélagið og mun halda áfram

að berjast fyrir bættum kjörum og réttind-

um launafólks um ókomna tíð.

Um leið og við minnumst þeirra sem á

undan okkur hafa gengið skulum við hafa

í huga að baráttunni er hvergi nærri lokið.

Staða erlends verkafólks og ungs fólks á

vinnumarkaði er áminning um að réttindi

launafólks eru ekki sjálfgefin.

Mætum í 1. maí kröfugönguna kl. 13 á

Hlemmi og sækjum fram til nýrra sigra.

Upphitun hefst með skemmtidagskrá fyrir

alla fjölskylduna í Fjölskylduhlaupi VR á

Klambratúni kl. 11. Jónsi í Svörtum fötum,

Íþróttaálfurinn, Trúðurinn Wally, Sirkus

Íslands, pylsur og gos, kröfuskiltagerð og

margt fleira.

Minnum líka á árlegt verkalýðskaffi VR

í Laugardalshöll að loknum útifundi.

Til hamingju með daginn!

Stöndum saman!

Page 6: 29 04 2016

Mynd | Hari

Q U I C K R E F R E S H ™ Á K L Æ Ð IRennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo.

FAXAFENI 5Reykjavík588 8477

DALSBRAUT 1Akureyri588 1100

SKEIÐI 1Ísafirði456 4566

HáþróaðTEMPUR® efni

Precision™Micro gormar

A F S L ÁT T U R25%

L O K AV I K A N!

T E M P U R-D A G A R

Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur.Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki.

NÝJA TEMPUR® Hybrid heilsudýnanMeð því að sameina háþróaða TEMPUR® efnið og

hina vönduðu Precision™ micro gorma aðlagar nýja TEMPUR® Hybrid heilsudýnan sig fullkomlega að líkama þínum

og bregst við hreyfingum þínum þannig að þú upplifir réttan stuðning og hámarksþægindi.

Til enn frekari þægindaauka er dýnan klædd QuickRefresh™ áklæði sem taka má af með rennilás og þvo.

T E M P U R ® H Y B R I D H E I L S U DÝ N A NFrumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!

Gunnar Bergmann Jóns-son útgerðarmaður segir að það væri hættulegt fordæmi að leggja stærri veiðisvæði hrefnu undir griðasvæði fyrir hvala-skoðun. Ekki sé farið lengra út með ferðamennina en fjórar sjómílur en hval-veiðibátarnar fari yfirleitt lengra en tólf. Leiðir þeirra liggi því ekki saman.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Gunnar Bergmann Jónsson segir að Hvalaskoðunarsamtökin herji enda-laust á hvalveiðar og geri veiðarnar erfiðari og erfiðari. Hann segir umræðu um að banna hvalveiðar á Faxaflóa skaðlega og ranga, hvala-skoðun og hvalveiðar geti vel lifað í sátt og samlyndi.

„Af hverju ekki að breyta Íslands-miðum í sædýrasafn og hætta hval-

veiðum?“ segir hann. „Ég held að við hvalveiðimenn ættum ekki að gefa meira eftir, það væri hættulegt fordæmi.“

Hann segir að hvalveiðimenn hafi verið allt annað en sáttir þegar stór veiðisvæði á Faxaflóa voru skilgreind sem griðasvæði og lögð undir hvalaskoðun. „Hvalveiðar hófust löngu á undan hvalaskoðun og okkur fannst þetta ekki sann-gjarnt. Við þurftum að gefa eftir og hvað gerðist þá? Þeir færðu bara víglínuna. Núna vilja þeir alfarið losna við okkur,“ segir hann.

Gunnar Bergmann Jónsson er viðskiptalögfræðingur og atvinnu-flugmaður að mennt. Hrefnu-veiðarnar voru sumarvinna með háskólanámi til að byrja með. Fyrir-tæki hans gerir út á hrefnu og pakk-ar henni og öðru fiskmeti og dreifir í verslanir og á veitingastaði.

Hrefnu hefur fækkað á Faxaflóa og hún hefur smám saman verið að

færa sig norðar í leit að æti. Gunnar Bergmann og fyrirtæki hans hafa þurft að flytja inn 5 til 10 tonn af hrefnu síðastliðin ár til að anna eftirspurn eftir kjötinu.

Fréttatíminn hefur greint frá því að frá árinu 2007 hafi hrefnuveiðar á Faxaflóa að mestu verið stundað-ar af fyrirtækjum sem Gunnar Berg-mann Jónsson hefur verið í forsvari fyrir. Tvö þeirra, Hrefnuveiðimenn ehf og Hrafnreyður ehf, voru úr-skurðuð gjaldþrota á árunum 2012 og 2013, Kröfuhafar þurftu að af-skrifa 38 milljónir vegna gjaldþrots Hrefnuveiðimanna ehf og 35 millj-ónir vegna gjaldþrots Hrafnreyðar ehf, eða samtals 78 milljónir króna.

Gunnar Bergmann segir að veiðarnar hafi verið erfiðar í byrjun og reksturinn gengið illa enda hafi tekið tíma að afla nýrra markaða fyrir kjötið. Í dag gangi þetta sóma-samlega en það sé enginn myljandi hagnaður.

Útgerð Fyrsta hrefnan er komin í verslanir

Rangt að breyta Faxaflóa í sædýrasafn

Hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður landaði sinni fyrstu hrefnu á vertíð-inni á mánudag, átta metra löngu kvendýri og kjötið er komið í verslanir.

Þetta er í fyrsta sinn í allmörg ár sem vertíðin hefst svona snemma.

Svanur Kristjánsson segir að sex hafi sagt af sér vegna tengsla við aflandsfélög vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum. Þau mál fjalli um smáaura miðað við aflandsfélag fjölskyldu Dorritar Moussaieff. Þarna er líka um að ræða þjóðhöfð-ingjann sjálfan og fjölskyldu hans en hann sé aldrei þessu vant á hlaupum undan myndavélum.

„Staða Ólafs Ragnars er ekki jafn sterk og ég gerði ráð fyrir,“ segir Svanur Kristjánsson prófessor og vísar í nýja könnun MMR þar sem rúm 52,6 prósent segjast styðja Ólaf Ragnar. Könnunin var hinsvegar gerð dagana 22. til 26. apríl, áður en þáttur Kastljóss um Panama-skjölin var sýndur á RÚV, þar sem greint var frá eignarhalds-félagi fjölskyldu forsetafrúarinnar í Panama. Það og aðferðafræðin þar sem óákveðnir eru spurðir hvort það sé líklegra að þeir kjósi Ólaf en einhvern annan, gerir

það að verkum að Svanur telur að stuðningur við forsetann sé mun minni en gert var ráð fyrir.

„Það er sérkennilegt að sjá forsetann á flótta undan mynda-vélum í þessu máli. Hann hefur ekki forðast þær hingað til,“ segir Svanur. „Það hafa sex sagt af sér vegna tengsla við aflandsfélög en þau mál fjalla um smáaura miðað við sjóð Dorritar. Þarna er líka um að ræða þjóðhöfðingjann sjálfan og fjölskyldu hans. Hann kemst varla upp með það lengi að svara engu.“

Hann segist telja að Ólafur Ragnar hafi haldið sig vera að segja satt um þetta aflandsfélag. „Dorrit flutti þó lögheimili sitt árið 2012, meðal annars vegna þess að hún ætti að sjá um rekstur fjölskyldufyrirtækisins, en samt segist hún ekki hafa hugmynd um málið. Þau verða að gera betur grein fyrir sínum fjármálum og því að forsetafrúin sé ekki með lögheimili hér og greiði enga skatta. Krafan er í raun sú að þau leggi upplýsingar um fjármál sín á

borðið, nokkur ár aftur í tímann.“

Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann

sæktist eftir endurkjöri hafa margir frambjóðendur dregið sig í hlé. Enginn þó sem var raun-veruleg ógn við Ólaf Ragnar. Eftir stendur Andri Snær Magnason, sá sem er líklegastur til að veita honum samkeppni en fær 29,4 prósenta stuðning í könnuninni. Næst honum er Halla Tómasdóttir með 8,8 en aðrir frambjóðendur ná ekki 2 prósentum. | þká

„Staða Ólafs er ekki jafn sterk og ég hélt“Forsetakosningar Ný könnun MMR er gerð áður að fréttir komu um aflandsfélag

Ólafur Ragnar Grímsson forseti

Huldumaður sópaði til sín útskriftarverkumMikla furðu vakti þegar huldumaður kom á út-skriftarsýningu nemenda í Listaháskóla Íslands í Hafnar-húsinu á dögunum og keypti hvert verkið á fætur öðru. Þar á meðal eina eintakið af glimmerbók um Britney Spears. Að sögn sjónarvotta vakti maðurinn furðu þar sem hann gekk um sýning-arsalinn og tók allnokkur verk með sér. Talið var líklegt að hann héldi að verkin væru ókeypis. Þegar nem-endur, sem sátu yfir sýningunni, útskýrðu fyrir manninum að hann mætti ekki taka með sér verkin úr salnum, fór hann rakleiðis að af-greiðsluborði verslunar safnsins og borgaði fyrir öll verkin.

Meðal þess sem huldumaðurinn keypti var fánaaska, myndlistarverk eftir Hjálmar Guðmundsson, bókin Húsverk sem fjallar um hústónlist á Íslandi, og svo viðhafnarútgáfa og eina eintakið sem til er af glimmer-bók um Britney Spears. „Ég átti nú ekki von á að ókunnug manneskja keypti þetta verk,“ segir Gréta Þor-kelsdóttir, útskriftarnemi í graf-ískri hönnun. „Mér fannst kannski mamma vera líklegasti kaupandinn. Þetta kom því mjög á óvart.“

Glimmerbókin um Britney sam-anstendur af fjórum bókum um ólík æviskeið í lífi poppsöngkonunnar. Verkið kom út samhliða meistararit-gerðinni „Who you calling a bitch?“ | þt

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 7: 29 04 2016

SAMSTAÐA Í 100 ÁR SÓKN TIL NÝRRA SIGRA!

1. MAÍ 2016

Samstaða launafólks í 100 ár gerði verkalýðshreyfinguna

að mikilvægasta gerandanum í baráttunni fyrir bættum

kjörum og réttindum á öllum sviðum samfélagsins. Þess

vegna er nauðsynlegt að við minnumst sögunnar og þess

mikilvæga árangurs af starfi verkalýðshreyfingarinnar

sem við njótum í dag.

Verkefni verkalýðshreyfingarinnar er nú sem fyrr að

sækja frekari kjarabætur og réttindi á vinnumarkaði og

tryggja velferð og góð lífskjör allrar alþýðu. Um leið verðum

við að verja árangurinn sem áunnist hefur svo hann verði

ekki frá okkur tekinn. Sókn til nýrra sigra er hér eftir sem

hingað til drifkraftur íslenskrar verkalýðshreyfingar.

ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur

til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

Page 8: 29 04 2016

Viðbragð Forstöðukona Seljahlíðar segir starfsmenn sína hafa gert ófyrirgefanleg mistök

Neitar því að Judith hafi hringt

Ergo veitir umhverfisstyrk

sími 440 4400 > www.ergo.is

Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir umsóknum um umhverfisstyrk

Sjóðurinn úthlutar umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðlaverkefna en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála.

Sendu inn þína hugmynd

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því hvernig nýta eigi styrkinn.

Frestur til að senda inn umsóknir er til 20. maí. Öllum umsóknum verður svarað.

Kynntu þér málið nánar á ergo.is

Judith Júlíusdóttir, 96 ára íbúi í þjónustuíbúð Reykjavíkurborgar, fékk blóðtappa í heila og þurfti að hringja öryggiskallkerfi í einn og hálfan tíma áður en henni var komið til hjálpar. Konurnar tvær á nætur-vakt heyrðu hvorki í kall-inu né í dóttur Judithar og lögreglunni sem bönkuðu á gluggana og hringdu dyrabjöllunni. Þóra Tómasdó[email protected]

Judith Júlíusdóttir er hraust kona á tíræðisaldri sem hafði séð um sig sjálf þar til hún fyrir ári flutti í þjónustuíbúð sem Reykjavíkurborg rekur í Seljahlíð í Breiðholti. Ætt-ingjar hennar töldu, öryggisins vegna, að betra væri að hún byggi í þjónustuíbúð þar sem er sólar-hringsvöktun og starfsfólk sem gæti verið henni innan handar ef eitt-hvað kæmi upp á. Hvert herbergi er sérstaklega búið öryggiskallkerfi. Auk þess er neyðarhnappur frá Securitas á hverju herbergi.

Fyrir rúmri viku fannst Judith hún vera máttfarin en fann ekki til og hafði því ekki miklar áhyggjur. Klukkan fjögur um nótt vaknaði hún með ónot og fann að öll vinstri hlið líkamans var dofin. Hún hafði fengið blóðtappa í heila og hringdi því á næturvaktina eftir hjálp. Selja-hlíð er þriggja hæða hús með 72 íbúum. Þessa nótt voru tvær kon-ur á vakt en forstöðukonan var á bakvakt.

Þó Judith hringdi látlaust í fimm-tíu mínútur eftir hjálp var enginn sem brást við og kom henni til bjargar. Þá greip hún til þess ráðs að hringja úr farsíma sínum til dóttur sinnar, Margrétar Stefánsdóttur, sem býr í sömu götu. Hún þorði hinsvegar ekki að hringja neyðar-hnappi Securitas. Margréti brá auð-vitað við símtalið og var komin á staðinn aðeins nokkrum mínútum síðar. Margrét hélt áfram að hringja í vaktsíma hússins en án árangurs. Þegar hún kom að húsinu hringdi hún dyrabjöllunni en enginn svaraði. Eftir að hafa reynt að ná til starfsfólksins í nokkurn tíma ákvað hún að hringja á lögregluna. „Ég

var búin að ganga hringinn í kring-um um húsið, banka á glugga og reyna að láta í mér heyra en enginn opnaði. Lögreglan kom á staðinn en hafði ekki önnur úrræði en ég til að komast inn. Útidyrnar voru læstar og enginn svaraði dyrabjöllunni. Á endanum kom næturvaktin til dyra og opnaði fyrir okkur. Þá hafði liðið einn og hálfur klukkutími frá því mamma hringdi fyrst eftir hjálp,“ segir Margrét.

Hún segir þær hafi fengið þær skýringar að hvorki bjöllusími á her-bergi móður hennar né dyrasíminn hafi verið stilltir á vaktsíma starfs-fólksins. Þessvegna hafi enginn heyrt til þeirra. „Mér finnst alvarlegt að kerfið þarna sé ekki í lagi og hvað eru fáir á vakt. Mér finnst það vera mannekla að hafa tvær fullorðnar konur á vakt hjá 72 íbúum sem borga sérstaklega fyrir sólarhring-sþjónustu. Það getur varla talist góð umönnun. Við eru mjög reið yfir því hvað þetta tók langan tíma og þökk-um fyrir að ekki fór verr. Mamma er enn að jafna sig og tíminn leiðir í ljós hvort hún nái sér að fullu eftir blóðtappann.“

Margrét segir móður sína mjög ánægða á Seljahlíð og þar sé alla jafna mjög gott starfsfólk. Henni finnist hinsvegar ekki annað hægt en að láta vita af atvikinu þar sem um lífsspursmál hafi verið að ræða.

Rekstrarvandi Seljahlíðar hefur áður ratað í fjölmiðla en fyrir ári fjallaði Stöð 2 um að gríðarlegt álag væri á starfsfólki heimilisins og ekk-ert gengi að ráða nýtt fólk. Starfs-fólk heimilisins hafði þá skrifað borgarstjóra og landlækni bréf og gert þeim grein fyrir að enginn hjúkrunarfræðingur hafi fengist til að sinna sumarafleysingum og því hafi annars árs læknanemi verið fenginn til starfa. Á tímabilum hafi enginn hjúkrunarfræðingur verið að störfum á heimilinu sem er bæði

dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Forsvarsmenn velferðar-sviðs Reykjavíkurborgar deildu áhyggjum sínum af stöðunni og ítrekuðu að erfiðlega gengi að fá fólk í svo illa launuð störf sem hjúkrun við aldraða.

„Sauð á mér eftir svar forstöðu-konunnar“Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barna-barn Judithar, hefur sjálf unnið um tíma á Seljahlíð og ákvað því að ganga á forstöðukonuna og inna eftir svörum. Hún segist orðlaus yfir viðbrögðum sem hún fékk.

„Þetta atvik kom flatt upp á okkur. Amma hefur ekki áður þurft á slíkri hjálp að halda og segir sjálf að sér líði vel þarna, þó auðvitað séu hlutir sem mættu betur fara. Ég ákvað að spyrja forstöðukonu Selja-hlíðar um hversvegna það gat gerst í þjónustuíbúð að amma fengi ekki hjálp í neyðartilviki fyrr en einni og hálfri klukkustund eftir að hún fyrst kallaði á hjálp. Forstöðukonan glotti við mér og ég fékk þau svör að það væri ekkert við þessu að gera. Hún sagðist ekki vita hversvegna ekkert heyrðist í dyrabjöllunni. Nú væri þetta búið og gert og ekkert við því að gera. Ég fékk engin svör frá henni og það sauð á mér að fá þessi viðbrögð. Ég óskaði því eftir að fá að tala við næturvaktarstarfs-mennina í eigin persónu, í von um að geta fengið einhverjar skýringar. Forstöðukonan greindi mér frá því að starfsmennirnir ynnu bara á næturvöktum og myndu aldrei gera sér sérstaka ferð að heimilinu til að ræða þetta mál. Hún sagði að mögulega gæti hún sent okkur nótu um málið.“

Katrín segir nauðsynlegt að vekja athygli á þessu og að svarað sé fyrir það þegar upp koma mistök af þessu tagi. „Því hvað ef þetta hefði farið verr? Ef þetta hefði verið upp á líf og dauða? Dugar að segja að þetta sé bara búið og gert?“

Velferð Allir öryggisventlar brugðust þegar Judith fékk blóðtappa

Enginn heyrði neyðarkalliðÍ Seljahlíð í Breiðholti búa 72 íbúar en aðeins tvær konur eru á næturvakt. Erfiðlega hefur gengið að manna heimilið.

Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðukona á Seljahlíð, telur að Judith hafi alls ekki hringt á hjálp úr herbergi sínu. Þær upp-lýsingar hafi hún frá næturvaktinni. Skýringar forstöðukonunnar eru í algjörri andstöðu við frásagnir Judithar og fjölskyldu hennar sem Frétta-tíminn hefur rætt við. „Þetta er auðvitað alveg aga-legt. Þetta er leiðindaatvik sem ekki er hægt að leið-rétta, þetta átti sér stað og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Margrét. „Atvikið gerist aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Ég fékk starfsmann frá Securitas til að fara yfir málið daginn eftir og hann komst að því að símar næturvaktarinnar hafi verið stilltir hljóð-lausir. Þessvegna heyrðu þeir ekki í símtölum sem streymdu inn frá lögreglu og aðstandendum. Það eru auðvitað ófyrirgefanleg mistök.“

Aðspurð um hversvegna hún efist um að Judith hafi hringt úr herbergi sínu á hjálp, segir Margrét: „Já, hún telur sig hafa hringt en hún gerði það ekki. Ég fékk þær upplýsingar frá næturvaktinni. En hún upplifir þarna ákveðna bið. Á hæðunum okkar eru vaktstöðv-ar og þær taka allar hringingar og þær fara ekkert af fyrr en búið er að svara. Ef hún hefði hringt þá hefði verið svarað. Það er ekki hægt að hunsa kerfið.“Skilurðu reiði aðstandenda hennar yfir atvikinu? „Vissulega og við erum að fara yfir stöðuna eftir þetta. Við höfum bætt við símanúmerinu mínu við dyr hússins ef upp koma atvik að næturlagi og ein-hver þurfi að komast inn í húsið. Við höfum ekki lent í þessu áður.“ Judith segist ekki í nokkrum vafa um að hún hafi ítrekað hringt á næturvaktina. „Ég hringdi og hringdi í meira en klukkutíma en það kom enginn til mín.“ | þt

Judith Júlíusdóttir

er enn að jafna sig eftir blóðtappann.

Katrín Ósk Jóhanns-dóttir, barnabarn

Judithar, furðar sig á svörum

forstöðukonu Seljahlíðar

við atvikinu.

8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 9: 29 04 2016

Við erum stolt af þessari viðurkenningu á góðum árangri í umhverfisstarfi. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á verkefni á borð við endurvinnslu, fjölnota poka, samgöngusamninga við starfsfólk og fjölmargt annað sem miðar að betri umgengni við umhverfið og ábyrgri nýtingu auðlinda.

Við erum ekki síður stolt af starfsfólki okkar víðsvegar um landið, sem tekur virkan þátt í að gera umhverfisstefnu okkar að veruleika.

EN

NE

MM

/ SÍA

/ NM

74

99

8

ÁTVR HLÝTUR KUÐUNGINN 2015– umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Page 10: 29 04 2016

Formaður Framsóknar hrökklaðist úr emb-ætti forsætis ráðherra og framkvæmdastjóri flokksins hefur nú sagt af sér vegna tengsla við aflandsfélög. Það kemur þó engum á óvart að Framsóknarflokkurinn þoli illa að kastljósinu sé beint að tengslum stjórnmála og viðskiptalífs. Bæði þing-flokkurinn og framkvæmda-stjórnin reyndu þó að slá skjaldborg um sína menn en allt kom fyrir ekki.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Kastljós fjallaði á mánudag um þrjá áhrifamenn í Fram-sóknarflokknum, sem er að finna í Panama-skjölunum

svonefndu. Það eru þeir Finnur Ingólfs-

son, fyrrverandi seðlabankastjóri og þingmaður og ráðherra Fram-sóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, sem nú hefur sagt af sér sem fram-kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, og Helgi S. Guðmundsson, fyrrver-andi formaður bankaráðs Seðla-bankans.

Flokkurinn hjálpar sínumÞremenningarnir gegndu allir ýms-um trúnaðarstörfum fyrir Fram-sóknarflokkinn. Þeir hafa allir setið í fjáröflunarnefnd flokksins, bæði í gamni og alvöru. Í gamni vegna þess að þeir voru eignalitlir menn sem urðu milljónamæringar á skömm-um tíma, en auð þeirra má að stofni til rekja til tengslanna við Fram-sóknarflokkinn og hinsvegar vegna

þess að þeir komu að fjáröflun fyrir flokksstarfið um lengri eða skemmri tíma.

„Helgi S. Guðmunds-son er eitt besta nýlega dæmið um það hvern-ig stjórnmálaf lokkur og flokkspólitísk tengsl geta komið manni í mikl-ar virðingarstöður í íslensku samfélagi; manni sem fyrirfram virðist ekki hafa bakgrunn til að gegna slíkum störfum,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður.

„Helgi var dyggur framsóknar-maður um áratugaskeið og náinn viðskiptafélagi Finns Ingólfssonar. Hann starfaði sem leigubílstjóri og lögreglumaður í Keflavík og var síð-ar starfsmaður Samvinnutrygginga og Vátryggingafélags Íslands fram á tíunda áratug síðustu aldar. Vegna tengsla sinna við Framsóknarflokk-inn settist hann í stjórn ríkisbank-ans Landsbanka Íslands og varð for-maður bankastjórnarinnar fram að einkavæðingunni árið 2003.“

Helgi, sem lést fyrir þremur árum, var því formaður bankaráðs Landsbankans þegar S- hópurinn keypti Búnaðarbankann við einka-væðingu bankanna. Forystumenn S-hópsins voru Ólafur Ólafsson, Þór-ólfur Gíslason, Finnur Ingólfsson og fleiri sem tengdust Framsóknar-flokknum.

Lán frá KB banka„Sama ár og S-hópurinn hreppti Búnaðarbankann, eða árið 2003, fékk Helgi S. 200 milljóna króna lán hjá KB banka sem þá var búinn að innlima Búnaðarbankann,“ segir Jó-hann Hauksson blaðamaður. „Þetta

lán rann inn á félag Helga sem heitir Vogás ehf. En hvað sem öðru líður er ekki að sjá að KB hafi innheimt þetta lán ef skoðaðar eru ársskýrslur. Ég

kann engar skýringar á því en fjár-hæðin virðist hafa orðið eftir í fé-lagi Helga og skuldin gufað upp án þess að það sjáist merki um

að hún hafi verið greidd,“ segir Jó-hann Hauksson í samtali við Frétta-tímann.

Helgi var skipaður í bankaráð Seðlabankans um vorið 2003 og sat þar til ársins 2007 og var formaður þess undir lokin. Samkvæmt upp-ljóstrun Kastljóss stofnaði hann afla-ndsfélag í Panama árið 2007 ásamt Finni Ingólfssyni. Landsbankinn stofnaði félagið fyrir þá að því er virðist til þess að lána fyrir kaup-um á bréfum í bankanum sjálfum. „Þetta gæti bent til þess að menn hafi verið að nota Helga og hans góða orðspor til að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum. Það er auðvitað mjög miður,“ segir Jón Sig-urðsson. „Málið ber auðvitað keim af því að um markaðsmisnotkun gæti verið að ræða en það er mjög alvarlegt mál, eins og allir vita.“

„Helg i varð einnig fram-kvæmdastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þegar heil-brigðisráðuneytið heyrði undir Framsóknarflokkinn,“ segir Ingi Freyr. „Á þessum árum eftir einka-væðingu bankanna var Helgi S. svo sjálfur virkur á markaði sem fjárfest-ir, samhliða störfum sínum í banka-ráði Seðlabanka Íslands, og var meðal annars viðskiptavinur einka-bankaþjónustu Kaupþings. Helgi varð virðingarmaður í samfélaginu og þar að auki efnamaður vegna

„Helgi S. Guðmunds-son varð virðingarmað-

ur innan samfélagsins og þar að auki efnamað-ur því hann valdi sér að

styðja og starfa innan Framsóknarflokksins.

Flokkurinn gerði hann að því sem hann var.“

Ingi Freyr Vilhjálmsson

„Þegar menn reiða hátt til höggs, hittir

það stundum þá sjálfa fyrir. Þetta er fullkomið

búmerang. Fram-sóknarflokkurinn er

kolflæktur í kóngulóar-vefnum miðjum.“

Steingrímur J. Sigfússon

„Þórólfur Gíslason er rödd úr löngu liðnum

tíma. Hann lifir og hrærist í pólitík eins og hún var fyrir 60 árum.“

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins

4 400 400Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Þú færð landslagsráðgjöf og garðlausnir hjá okkur

GraníthellurSteypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön.

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

Smiðjuvegi870 Vík

Sími 4 400 400www.steypustodin.is

Stjórnmál Milljarðar og háar stöður á veisluborði Framsóknarflokksins

Bastarður stjórnmála og viðskiptalífsþess að hann valdi sér að styðja og starfa innan Framsóknarflokksins. Flokkurinn gerði hann að því sem hann var.“

Líffæri Finns IngólfssonarÞeir sem Fréttatíminn ræddi við segja að Helgi S. hafi verið afar venju-legur á yfirborðinu, þó mjög trúaður og virkur innan KFUM hreyfingar-innar. „Það var erfitt að þekkja Helga og láta sér ekki þykja vænt um hann. Hann var frekar hlýlegur karl,“ seg-ir fyrrverandi áhrifamaður í Fram-sóknarflokknum. „Ég held þó að Helgi hafi verið mikilvægur hluti af líffærakerfi Finns Ingólfssonar.“

Hann vill ekki láta nafns síns getið en bætir við að Helgi hafi verið ákaf-lega tryggur sínum og góður liðs-maður, sjaldan tekið frumkvæði að neinu. „Í eitt sinn man ég eftir því að Staksteinar í Morgunblaðinu voru að skrifa um að framsóknarmenn væru orðnir valdamiklir í atvinnu-lífinu á fremur háðslegan hátt enda var verið að ýja að því að mörkin milli stjórnmála og viðskipta væri orðin óljós. Ég man að hann kom til mín og sýndi mér þetta og var afar stoltur. Hann virtist ekki skilja að þetta væri almennt álitið til marks um spillingu en taldi það fremur til marks um vel-gengni.“

Tengsl Helga S. Guðmundssonar við aflandsfélög, meðan hann var í bankaráði Seðlabankans, eru afar athyglisverð. Hitt er annað að hann vann að fjáröflun Framsóknarflokks-ins á sama tíma og hann var for-maður bankaráðs Landsbankans en hann sat í ráðinu frá 1995 og var for-maður þess þegar bankinn var einka-væddur. Það hlýtur að hafa verið

Finnur Ingólfsson hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Eftir feril í stjórnmálum sneri hann sér að viðskiptum og skildi eftir sig fjórtán milljarða króna gjaldþrot. Helgi S. Guðmundsson var fyrrverandi lögreglumaður og tryggingasali sem átti eftir að verða stjórnarformaður Landsbankans og stjórnarformaður Seðlabankans. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í Skagafirði er innmúraður

framsóknarmaður og guðfaðir skagfirska efnahagssvæðisins. Hrólfur Ölvisson tengdist tveimur aflandsfélögum og sagði af sér nýlega sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins taldi þó ekki ástæðu til þess að hann færi og hvatti hann frekar til að vera áfram.

Myndir | Hari

10 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016

Page 11: 29 04 2016

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

20% AfsLátTurWhAnSkaRW

WsTuNguGaFflArWWVökVunARkönnUrW

oPnUnaRtími mOldArAfgREiðslUvIrkA DagA Frá 9 Til 17hElgAr Frá 10 Til 16

20% AfsLátTurWÁvAxtATréW

WbErJarUnnArWWjArðaBerJaPlöntUrW

fYrIrlEsTur Með vIlMunDI hAnSen gArðyRkjUFræðiNgi kL 12:00 á LauGaRdaG - á SpírUnnI AðgAngUR ókEypIS

Lærðu alLt um rækTuná KarTöfLum

Ný SenDiNg Af stOfuPlönTumNý SenDiNg Af stOfuPlönTum

oG fUlLur gArðSkálI aF útiPlönTum

Glæsilegt úrval útipottaGlæsilegt úrval útipotta

fYrStusUmaRBlómiNkOmiN!

oRkIdeUtIlbOð1.990kR

Page 12: 29 04 2016

ankannaleg staða fyrir forstjóra fyrirtækja sem áttu allt sitt undir bankanum að stjórnarformaður bankans, birtist endrum og sinnum í þeim erindagjörðum að biðja um peninga fyrir Framsóknarflokkinn.

Þetta var fullkomið búmerang.Hrólf ur Ölvis son, framkvæmda-stjóri Framsóknarflokksins, teng ist tveim ur afl ands fé lög um sam kvæmt

Panama-skjöl un um, eins og fjallað var um í Kastljósi á mánudag. Ann ars veg ar fé lag-inu Chamile Mar ket-

ing skráðu á Bresku Jóm frúareyj um og hins

veg ar Selco Fin ance sem stofnað var í Panama. Bæði fé lög in voru stofnuð árið 2003. Jón Sigurðsson segist telja að Hrólfur hafi einungis verið leppur fyrir aðra og valdameiri menn í þessu braski. „Ég held að hann sé enginn sérstakur hrappur eða klækjarefur, en þetta lítur svo sannarlega ekki vel út,“ segir Jón.

Árið 2003 var Hrólfur einn þriggja eig enda félags ins Eld berg ehf. í gegn-um annað félag, Jarð efna iðnað ehf. Rekstur fyr ir tækj anna snérist um að safna og flytja út vikur efni. Tortóla-félagið var notað til að fara á svig við skattalögin og fela fjárfestingu ís-lensku félag anna t veggja í danska félag inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld berg lán að i fé lag inu 12 millj ónir króna vaxta laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána samn-ingi milli Eld bergs og Chamile Mar-ket ing vegna fjár fest ing ar inn ar segir að til gangur láns ins sé „að tryggja að nafn Eld bergs eða móð ur fé lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár-fest ingar Chamile Mar ket ing.“

Aumingja stelpan hún VigdísSteingrímur J. Sigfússon, fjármála-ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig-urðardóttur, fékk það óþvegið frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra og for-manni Framsóknarflokksins og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, vegna Víg-lundarmálsins svokallaða. Þau héldu því fram að tilteknir menn í viðskiptalífinu hefðu verið knésett-ir í bönkunum eftir hrun svo hræ-gammasjóðir gætu komist yfir eignir þeirra.

Í Kastljósi var ennfremur fjallað um að Hrólfur Ölvisson hefði verið á bak við kaupin á BM Vallá en árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam einað Björgun og Sem ents verk smiðj unni.

„Það er pínlegt í ljósi þess hvað þingmaðurinn gekk hart fram í mál-inu að það skyldi síðan vera Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Fram-sóknarflokksins, sem var á bak við Kaupin á BM Vallá,“ segir Steingrím-ur J. Sigfússon.

Hrólfur segir við Kastljós að hann hafi gert formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, grein fyrir tengslunum. „Ég átta mig ekki á þessari ósvífni, þeir hafa kannski treyst því að það þetta kæmist ekki upp,“ segir Steingrímur. „þegar menn reiða hátt til höggs hittir það stundum þá sjálfa fyrir. Þetta er fullkomið búmerang. Framsóknar-flokkurinn er kolflæktur í kónguló-arvefnum miðjum. Þau hefðu átt að líta sér nær.“

„Aumingja stelpan hún Vigdís. Þetta mál er auðvitað kjaftshögg fyr-ir hana og líka hræðilega neyðarlegt fyrir Sigmund Davíð,“ segir Jón Sig-urðsson. „En ég býst við að þau verði í afneitun eitthvað fram á sumarið.“

„Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starf-að með óheiðarlegum hætti,“ sagði Hrólfur Ölvisson í yfirlýsingu þegar hann sagði af sér. Undir þetta tek-ur í raun framkvæmdastjórnin en í samtali við RÚV segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Fram-sóknarflokksins, að framkvæmda-stjórn Framsóknarflokksins hafi

Sala hlutabréfa Landsbankans í Vís 2002 og sala Búnaðarbankans til S-hópsins 2003 eru afar umdeildar vegna pólitískra afskipta.

ekki talið ástæðu til þess að fram-kvæmdastjóri flokksins segði af sér vegna tengsla sinna við aflandsfélög.

Finnið FinnAf þremenningunum hefur Finnur Ingólfsson verið umsvifamestur,

umdeildastur og mest um hann fjallað enda skildi hann eftir sig fjórtán milljarða króna skuldir þegar eignarhaldsfélag

hans Langflug fór í þrot. Af öllum þeim auðmönn-

um sem voru sagðir hafa sterk tengsl við Framsóknarflokkinn, voru tengsl hans við flokkinn einna mest enda var hann fyrrverandi stjórnmála-maður og náinn vinur Halldórs Ás-grímssonar, formanns flokksins til 2006.

Finnur hóf feril sinn í stjórnmál-um árið 1983 sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sem þá var sjávarútvegsráðherra. Hann var kjör-inn á þing 1991 og sat þar til 1999. Hann varð iðnaðar- og viðskipta-ráðherra 1995 en hvarf úr því emb-ætti til Seðlabankans, en þar gegndi hann stöðu seðlabankastjóra þar til hann tók við stöðu forstjóra trygg-ingafélagsins VÍS, fyrir atbeina Ólafs Ólafssonar í Samskipum sem er sagð-ur hafa beitt sér fyrir ráðningunni. Finnur varð síðar stjórn ar formaður fé lags ins.

VÍS var stofnað á grunni tveggja félaga, Samvinnutrygginga og Brunabótafélagsins árið 1989.

Eignarhaldsfélaginu Samvinnu-tryggingum var stýrt af fulltrúaráði sem í sátu meðal annars nokkrir þekktir framsóknarmenn eins og Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guð-mundsson og Valgerður Sverrisdótt-ir.

Eignarhaldsfélagið tengdist eign-arhaldi á tveimur fyrirtækjum sem voru einkavædd árin 2002 og 2003. Báðar þessar einkavæðingar, annars vegar sala Landsbankans á bréfum sínum í VÍS árið 2002 og salan á Bún-aðarbankanum árið 2003, eru mjög umdeildar ekki síst vegna pólitískra afskipta.

Finn ur varð stjórn ar formaður Icelanda ir 2006 og átti um tíma stór an hlut í flug fé lag inu. Hann sat einnig í stjórn Kaupþings og sett ist í stjórn Sam vinnu sjóðsins og And-vöku 2008. Þá átti hann um tíma allt hluta fé í skoðun ar fyr ir tæk inu Frum-herja.

Haustið 2007 var eignarhalds-félag Samvinnutrygginga lagt niður en eignir og skuldir yfirfærðar í fjár-festingarfélagið Gift sem hélt áfram að fjárfesta á markaði í fyrirtækjum sem tengdust ýmsum áhrifamönn-um Framsóknarflokksins, til dæm-is félögum sem Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, átti hlut í og fé-lögum sem Þórólfur Gíslason, stjórn-arformaður Giftar og kaupfélags-stjóri Kaupfélags Skagafjarðar, átti í.

Á fimmta tug þúsunda fyrr um viðskipta manna Sam vinnu trygg-inga urðu hlut haf ar í Gift sem varð þá jafn framt eitt öfl ug asta og fjöl-menn asta fjár fest ing ar fé lag lands ins. Gift hafði það að yfirlýstu mark miði að ráðstafa arði af eign ar hlutn um til

sam fé lags verk efna og al menn ings-heilla.

Þannig lánaði Gift fasteignafélög-um í eigu Finns, Gómi og Lindberg, 840 milljónir sem verja átti til að reisa íbúabyggð í Örfirisey. Og félagið keypti hlut í Icelandair af Finni fyrir 4,9 milljarða króna gegnum félagið Fikt ehf.

Því hefur verið haldið fram að Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, áhrifamaður innan Fram-sóknarflokksins sem var stjórnar-formaður Giftar, hafi framan af lagst hart gegn áformum um að greiða hinum raunverulegu eigendum Sam-vinnutrygginga út andvirði sjóðsins, sem var metinn á um þrjátíu millj-arða. Féð glataðist og hluthafarnir sáu aldrei krónu.

„Það hefur aldrei verið rannsak-að frekar hvað varð um milljarðana í Gift. Arion banki gerði einkenni-legan nauðasamning við félagið eftir hrun sem með réttu hefði átt að fara í tugmilljarða gjaldþrot og rannsókn,“ segir Jóhann Hauksson. „Nauðasamningurinn var gerður á grundvelli skýrslu sem gerð var af endurskoðunarfyrirtækinu Ernest & Young sem ég hef ástæðu til að ætla að sé bæði pöntuð og ekki marktæk. Giftarsjóðurinn var upphaflega í eigu um 50 þúsund tryggingataka sem aldrei fengu neitt. Var pening-unum stolið? Hirtu þessir menn fé án hirðis?

Fyrir mér eru ástæður þess að Alþingi framfylgir ekki samþykkt þingsins frá 8. nóvember 2012 um rannsókn á einkavæðingu bank-anna skiljanlegar: Undir því teppi er of mikill skítur sem þolir ekki dags-ins ljós. Panamaskjölin sýna okkur aðeins brot af honum,“ segir Jóhann.

„Hann sleppir aldrei neinu“Þórólfur Gíslason í Skagafirði er tal-inn einn af valdamestu mönnum landsins og stórauðugur maður. Hann hefur sig þó sjaldnast í frammi

opinberlega og talar því sem næst aldrei við fjölmiðla.

„Kaupfélag Skag-firðinga er langstærsti atvinnurekandinn í Skagafirði og sennilega

í Norðvesturkjördæmi sem er annað helsta höfuð-

vígi Framsóknarflokksins í landinu,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson. „Fyr-irtækið er auðvitað fyrst og fremst útgerðarfélag þegar horft er til þess hvar mesti hluti tekna og hagnaður fyrirtækisins skapast – í gegnum útgerðina FISK Seafood – en fyrir-tækið er líka stór hluthafi í Olís og Mjólkursamsölunni. Þá ræður kaup-félagið nánast eitt yfir smásölumark-aðnum í Skagafirði. Þórólfur gegnir í dag engri formlegri stöðu fyrir hönd Framsóknarflokksins en hann sat áður í miðstjórn hans. Formlega eru völd Þórólfs í flokknum því engin en undir yfirborðinu eru þau mikil sam-kvæmt þeim sem til þekkja.“

„Þórólfur Gíslason er rödd úr löngu liðnum tíma,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknar-flokksins, um þennan mikilvæga bak-mann flokksins, fyrrverandi stjórn-arformann Giftar og guðföður

12 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

Minna mál með

Page 13: 29 04 2016

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Sjáðu alla leikina á EMí 65” Samsung háskerpu

65” Samsung JS9505

65” Samsung JU7005

429.900.-

65” Samsung JS9005

539.900.-

65” Samsung JU7505

449.900.-

4x betri upplausn,

Nanokristal- tækni,

64x fleiri litir, 30% meiri birta.

SamSUngSetrid.iS

Bognu sjónvörpin hafa fengið mjög góðar viðtökur og ber öllum saman um að upplifunin sé sterkari.

Þeir sem ekki komast til Frakklands á EM, eiga kost á því að gleðjast með fjölskyldu og vinum yfir leikjum

íslenska landsliðsins í nýja Samsung sjónvarpinu sínu.

4x betri upplausn, Smart TV, Netflix ofl.,

EM verðlækkun kr. 110.000,- Nú kr:

TILBOÐEM

TILBOÐEM

TILBOÐEM

TILBOÐEM

Page 14: 29 04 2016

skagfirska efnahagssvæðisins: „Hann lifir og hrærist í pólitik eins og hún var fyrir 60 árum. Hann sér allt í hópum valdamanna innan flokkanna sem takast á um gæðin, ríkisfyrirtæk-in og fyrirgreiðslu. Hann var framan af mjög duglegur og samviskusamur stjórnandi og hlóð duglega undir þau fyrirtæki sem hann var í forsvari fyr-ir, fremur en sjálfan sig. Hitt er annað mál, að hann sleppir engu sem hann krækir í.“

Jón Sigurðsson segir að Þórólfur haft gríðarlega sterk tök á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann hafi haft Gunnar Braga Sveinsson í vasanum, enda var hann fyrrverandi starfs-maður hans hjá Kaupfélagi Skagfirð-inga og harður andstæðingur ESB, eins og Þórólfur sjálfur. Hann hafi hinsvegar reiðst honum ákaflega vegna stuðningsins við Úkraínu og viðskiptabanns Rússa enda miklir hagsmunir undir í sjávarútvegi, þar sem Kaupfélag Skagfirðinga og Þór-ólfur eiga mikið undir.

Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra Framsóknar-flokksins um skamma hríð, fékk að kenna á Þórólfi Gíslasyni í desember 2006 þegar sá síðarnefndi beit það í sig að verða stjórnarformaður Íbúðal-ánasjóðs. Sagt er að andstaða Magn-úsar, sem er ekki orðlagður skapmað-ur, hafi valdið því að tveir menn hafi bókstaflega teppt símann á heimili hans öll jólin, en það voru Þórólfur sjálfur og Helgi S. Guðmundsson.

„Þórólfur hefur auðgast vegna starfs síns sem kaupfélagsstjóri, meðal annars með því að eiga sjálfur í hlutabréfaviðskiptum með fyrirtæki sem kaupfélagið hefur keypt,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson. „Þannig tók Þórólfur meðal annars 155 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu Háuhlíð 2 ehf. sem stundað hafði viðskipti með hlutabréf í Fisk-iðjunni Skagstrendingi sem FISK

Seafood, dótturfélag kaupfélagsins, keypti síðar. Kaupfélag Skagfirðinga hefur svo sjálft hagnast á tengslum sínum við Framsóknarflokkinn, meðal annars árið 2002 þegar fyrir-tæki sem var sameiginlega í eigu þess og Skinneyjar-Þinganess, fjölskyldu-fyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar, keypti hlutarbréfa ríkisins í VÍS af Landsbankanum árið 2002 og hagn-aðist um nokkra milljarða króna.“

Margir urðu milljónamæringarJóhann Hauksson bendir á að hér sé hefð fyrir samtryggingu í stjórn-málum og viðskiptum á forræði til-tekinna flokka og valdahópa: „Auð-velt er að nefna helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-flokksins. Hún snerist í fyrstu um skiptingu fjárhagslegs ávinnings dyggra flokksmanna af veru banda-ríska setuliðsins á Keflavíkurflugvelli. Um hálfri öld síðar gætti hennar enn þegar Landsbankinn og Búnaðar-bankinn voru einkavæddir árin 2002 og 2003. Forystumenn þessara tveggja flokka hlutuðust með beinum hætti til um að þóknanlegir menn fengju að kaupa bankana.“

Margir valdamiklir auðmenn og hirðmenn þeirra hafa verið orðaðir við Framsóknarflokkinn, allir þeir sem teljast til S-hópsins, sem keypti Búnaðarbankann, svo sem Sigurð-ur Einarsson, Ólafur Ólafsson, auk þeirra sem áður eru nefndir. Pálmi Haraldsson í Fons er spyrtur saman við flokkinn en það mun hafa verið Matthías Imsland, fyrrverandi að-stoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Eyglóar Harðar-dóttur, sem kom á þeim tengslum. Matthías var í forystu fyrir ungliða í f lokknum þegar hann réðist til Pálma, fyrst sem starfsmaður Fons og síðan framkvæmdastjóri Iceland Express. Þá er ónefndur Björn Ingi Hrafnsson sem fór fyrst úr blaða-

mennsku í stjórnmálaþátttöku í Framsóknarflokknum en þaðan í viðskipti.

„Það voru margir spíralar í gangi í viðskiptalífinu fram að 2008, eins og til dæmis Sterling fléttan,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formað-ur Framsóknarflokksins. Þeir sem tengdust réttu mönnunum soguðust inn í hvirfilbylinn og margir gerend-ur í viðskiptum voru á vappi í kring-um Framsóknarflokkinn. „Menn gátu vissulega orðið milljónamær-ingar á þessum árum, en langflestir misstu allt sitt í hruninu. Meira að segja Finnur Ingólfsson, hann á lítið eftir nema hestabúgarð á Ólafsvöll-um á Skeiðum.“

Uppljóstranir úr Panama-skjölun-um hafa varpað nýju ljósi á flokkinn og valdið titringi þar innandyra eins og víðar: „Menn bíða með öndina í hálsinum eftir því hvort það komi eitthvað úr kafinu varðandi sjáv-arútvegsfyrirtækin og tiltekna ein-staklinga,“ segir Jón Sigurðsson. „Það gæti komið báðum stjórnarflokkun-um afar illa. Þetta er auðvitað ríkis-stjórnin sem felldi niður auðlegðar-skatinn og veiðigjöldin, það verður ekki frá þeim tekið.“

„Menn gátu vissu-lega orðið milljóna-mæringar á þessum árum, en langflestir

misstu allt sitt í hrun-inu. Meira að segja Finnur Ingólfsson,

hann á lítið eftir nema hestabúgarð á Ólafs-

völlum á Skeiðum.“

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Dior

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um tengsl forkólfa Framsóknarflokksins við umdeild viðskiptaævintýri.

Það sem kom upp úr Panama-skjölunum setur flokkinn í enn óþægilegra ljós. Flokksforystan reynir þó enn að

berja höfðinu við steininn.

14 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016

Page 15: 29 04 2016

ÍSLENSK JARÐARBERGLEÐILEGT SUMAR!

Þótt sumarið sé ekki alltaf mjög sumarlegt er hægt að bragða á sumrinu hvenær sem maður vill með glænýjum

íslenskum jarðarberjum.

Það er fátt huggulegra en að koma inn eftir góða útiveru, hella upp á og reiða fram dýrindis vöfflur með rjóma

og ferskum jarðarberjum.Eigðu alltaf smá bragð af sumrinu í ísskápnum.

islenskt.is

Page 16: 29 04 2016

Í Fréttatímanum í dag er fjallað um vanhelga sambúð viðskipta og stjórnmála í Framsóknar-flokknum. Þar segir af brösk-

urum sem trúað er fyrir mikilvæg-um störfum og jafnvel falið eftirlit með helstu stofnunum samfélags-ins. Þetta er saga af mönnum sem komust til auðs og áhrifa í krafti stjórnmála. Þetta er hryggðarsaga og sorgarsaga. Það er óendanlega sorglegt að okkur Íslendingum hafi ekki tekist betur upp við að móta hér gott og réttlátt samfélag. Það er hryllilegt að hér séu mikilvægustu stofnanirnar í höndum fólks sem lítur á þær sem tæki til persónu-legrar auðsöfnunar.

Það er ekki augljóst hvort þessi saga sé lýsandi fyrir Framsóknar-flokkinn einan eða hvort sagan varpar ljósi á rotna stjórnmála- og viðskiptamenningu á Íslandi. Það er þó margt sem bendir til að Framsóknarflokkurinn eigi í sér-stökum vanda. Hann byggðist upp sem stjórnmálaarmur vakningar til sveita þegar bændur umbreyttu sveitunum með kaupfélögum og samvinnufélögum og efldu samfé-lagið með ungmennafélögum og lestrarfélögum.

Þegar völdin innan hreyfingar-innar færðust frá bændum og búaliði að stjórnendum varð Fram-sókn stjórnmálaarmur þess hluta viðskiptalífsins sem Sjálfstæðis-flokkurinn þjónaði ekki. Þessir tveir flokkar byggðu upp ríkisvald á Íslandi sem fyrst og fremst gætti hagsmuna sérhagsmunahópa; út-gerðar, landbúnaðar, heildsala.

Þegar viðskiptaveldi Sambands-ins hrundi varð Framsókn sem þjónn án húsbónda. Flokkurinn leitaði nýrrar framtíðar í stefnu frjálslyndra miðjuflokka á Norður-

löndum í tíð Halldórs Ásgrímssonar en til popúlískra flokka í tíð Sig-mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á sama tíma vildi kjarni flokksins endurskapa viðskiptaveldi til hliðar við flokkinn. Annað hvort treysti kjarninn sér ekki til að vinna ein-vörðungu að almannahagsmunum eða kunni það ekki. Innan kjarnans voru menn sem höfðu alist upp í vanhelgu hjónabandi viðskipta og stjórnmála. Þeir trúðu því annað hvort að það væri eina leiðin til að stunda stjórnmál eða litu vísvitandi framhjá öðrum kostum. Meðal ann-ars vegna þess að þeir gátu hagnast á því persónulega að halda sig við hin vanhelgu tengsl.

Tilraunir framsóknarmanna til að búa til viðskiptaveldi fyrir flokk-inn að þjóna áttu sér stað á mikilli hörmungartíð í íslenskri sögu. Þær náðu í gegnum einkavæðingu bankanna, kerfisbundið niðurbrot eftirlits, glórulausa peningastefnu og útstreymi fjármagns í skattaskjól sem endaði í Hruninu. Eftirhruns-árin voru líka gróðarstía spillingar. Þá losnaði um eignir, gríðarháar upphæðir voru afskrifaðar og fé var flutt inn á afslætti frá Seðlabank-anum til uppkaupa á eignum.

Tilraunir framsóknarmanna til að nota flokkinn til að byggja upp nýtt viðskiptaveldi á þessum hörmungartímum skilja því eftir sig mýmörg ljót dæmi um spillingu. Sum hafa legið ljós fyrir en önnur eru nú dregin fram í dagsljósið með opnun Panama-skjalanna.

Frá því þau skjöl voru opnuð hefur formaður flokksins sagt af sér sem forsætisráðherra, fram-kvæmdastjóri flokksins hefur sagt upp störfum og ljóst er að oddviti

flokksins í borgarstjórn Reykja-víkur mun segja af sér þegar hún kemur úr fríi. Það er augljóst að Framsóknarflokkurinn hefur verið í miðju spillingarinnar.

Eftir þessar hörmungar hefur Framsóknarflokkurinn verið dreg-inn að kunnuglegum gatnamótum. Á flokkurinn að verða stjórnmála-armur viðskiptaveldis, samkrull sérhagsmuna undir blæju stjórn-málastefnu? Eða á hann að verða raunverulegur stjórnmálaflokkur sem berst fyrir hagsmunum kjós-enda sinna? Síðast þegar flokkur-inn kom að þessum gatnamótum beygði hann inn blindgötu sér-hagsmuna. Nú hefur hann engan kost annan en að velja hagsmuni almennings og þá spurningu sem íslensk stjórnmál munu snúast um næstu áratugina: Hvernig getum við gert íslenskt samfélag gott, kröftugt og réttlátt fyrir íbúana?

En það er ekki bara Framsókn sem stendur á gatnamótum. Sjálf-stæðisflokkurinn stendur frammi fyrir samskonar vali. Á að leyfa sér-hagsmunahópum að nota flokkinn til að verja hagsmuni sína næstu árin? Eða á að umbreyta flokknum í hagsmunatæki fyrir almenning?

Sama á við um Samtök atvinnu-lífsins, Verslunarráð og önnur hags-munasamtök fyrirtækja. Í vikunni sendu þessi samtök frá sér harðorð mótmæli gegn tilraunum Sam-keppniseftirlitsins við að brjóta niður verðsamráð og önnur sjúkleg einkenni fákeppni í olíuverslun. Eru það virkilega hagsmunir að-ildarfélaga SA og Verslunarráðs að berjast fyrir háu olíuverði? Þessi samtök þurfa ekki síður en flokk-arnir að skúra út hjá sér. Þau eiga að berjast fyrir réttlátum leik-reglum og jafnri aðstöðu en ekki fyrir pilsfaldakapítalisma, fákeppni og okri. Þau eiga að berjast fyrir því að Ísland verði venjulegt ríki Vestur-Evrópu en dragi ekki dám af bananalýðveldum þar sem besta leiðin til að auðgast er að ganga í stjórnmálaflokk.

Gunnar Smári

FRAMSÓKN ÞARF AÐ TAKA U-BEYGJU

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Bræðir þig

laugavegi 47 www.kokka.is [email protected]

Kokka hefur verið potturinn og pannan í hús-

búnaði og eldhúsvörum í einn og hálfan áratug.

Í tilefni afmælisins verða gæðavörur frá Pappelina,

Rösle, Lodge, Epicurean og öll glös á 15% afslætti

alla helgina, bæði á Laugavegi og í vefverslun.

Líttu inn og taktu þátt í veislunni með okkur.

Falleg form í fimmtán ár.

Page 17: 29 04 2016

Skeifan 6 / 5687733 / [email protected] / www.epal.is

3 sérfræðingar verða hjá okkur um helgina,fimmtudag, föstudag og laugardag, 28. – 30. apríl.

40%afsláttur af sérvöldum einingum

20% afslátturaf öllum pöntunum og sýningarvörum frá þessum aðilum um helgina!

Y stóll (reykt eik) 99.800.-Tilboðsverð:

Page 18: 29 04 2016

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.isEFNI: WHITE WASHED OAK

VORTILBOÐ!Á KRONOTEX HÖRKU PLANKA HARÐPARKETIFYRIR SUMARHÚS, SKRIFSTOFUR,HÓTEL OG HEIMILI.

VERÐ FRÁ 1.490 kr. m²8 mm planka harðparket AC4 25 ára ábyrgð: Verð frá 1.490 kr. m²10 mm planka harðparket AC5 30 ára ábyrgð: Verð frá 2.790 kr. m²12 mm planka harðparket AC5 35 ára ábyrgð: Verð frá 2.990 kr. m²Undirlag og listar á tilboðsverði.

Page 19: 29 04 2016

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.isEFNI: WHITE WASHED OAK

VORTILBOÐ!Á KRONOTEX HÖRKU PLANKA HARÐPARKETIFYRIR SUMARHÚS, SKRIFSTOFUR,HÓTEL OG HEIMILI.

VERÐ FRÁ 1.490 kr. m²8 mm planka harðparket AC4 25 ára ábyrgð: Verð frá 1.490 kr. m²10 mm planka harðparket AC5 30 ára ábyrgð: Verð frá 2.790 kr. m²12 mm planka harðparket AC5 35 ára ábyrgð: Verð frá 2.990 kr. m²Undirlag og listar á tilboðsverði.

Page 20: 29 04 2016

Greint var frá því nýlega að nafn Shlomo og Alisu Moussaieff, foreldra for-setafrúarinnar Dorritar Moussaieff, sé að finna í Panama-skjölunum svo-nefndu um aflandsfélög. Það þarf kannski engan að undra að Shlomo Moussaieff hafi verið meðal viðskiptavina panamísku lögfræðistofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Moussaieff, sem lést í fyrra, var stórtækur skart-gripasali, seldi olíufurstum og Hollywood-stjörnum demanta og djásn og var um árabil einn allra ríkasti maður Bretlands. Vera Illugadóttir [email protected]

En Moussaieff var líka frægur fyrir mikinn áhuga á fornmunum tengd-um langri sögu gyðingdómsins og átti hann eitt stærsta slíka safnið í einkaeigu. Og suma munina er hann sagður hafa eignast á nokkuð vafasaman hátt.

Fjörutíu kistur af gulli og gim-steinumMoussaieff-fjölskyldan hefur löngum stært sig af því að vera gömul og gróin og hún hefur rakið uppruna sinn langt aftur í ættir. Shlomo Moussaieff mun hafa verið skírður í höfuðið á afa sínum, Shlomo Moussaieff eldri, sem sagður er hafa flust frá Bukhara í Mið-Asíu til Jerúsalem á síðasta áratug nítjándu aldar.

Bukhara, sem nú er í Úsbekist-

an, er ævaforn menningarborg á silkileiðinni milli Miðausturlanda og Kína og þar eiga gyðingar sér ríka sögu. Og það kveðst Moussa-ieff-ættin líka gera. Sagan segir að forfeður Moussaieffa hafi ofið silkið í skikkju sjálfs Gengisar Khans.

Og ættin mun hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Bukhara, sam-kvæmt hinni opinberu ættarsögu, meðal annars með verslun með te og fasteignir, skartgripi og gim-steina. Og þeirri iðju hélt ætt-faðirinn, Shlomo Moussaieff eldri, áfram í Jerúsalem en þangað flutti hann 1888 og tók með sér konu sína og börn, og einar fjörutíu kistur af gulli og gimsteinum.

Shlomo eldri lést 1922 og skildi eftir sig gríðarleg auðæfi. Synir hans tóku við fjölskyldubissnessn-um og einn sonurinn, Rehavia Mo-ussieff, eignaðist svo sjálfur soninn Shlomo árið 1925. Hann varð svo faðir Dorritar.

Götustrákur í JerúsalemFyrir fáeinum dögum var viðtal við Ástþór Magnússon forseta-frambjóðanda á útvarpsstöðinni X-inu sem vakti heilmikla athygli. Þar fullyrti Ástþór að sagan um hina ævafornu og vel stæðu ætt Moussaieff-anna væri tóm lygi og vitnaði þar til bókarinnar Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Sam-kvæmt henni hafi það í raun verið Shlomo yngri, faðir Dorritar, sem safnaði í fjölskylduauðinn með heldur óprúttnum ráðum, en hann hafi svo búið til fortíð ættarinnar til að gera söguna virðulegri. Skemmst er frá því að segja að

Unholy Business getur að þessu leyti ekki talist ábyggileg heimild. Ekki er óhugsandi að Moussaieff-ættin kunni að hafa krítað eitthvað liðugt um fortíð sína og ýkt fornan auð sinn, en nægar skjalfestar heimildir eru samt til um ættina frá því á 19. öld til að ekki sé hægt að taka undir þessar fullyrðingar Ninu Burleigh.

En þar kemur líka fram að Shlomo yngri hafi verið hálfgerður götustrákur í Jerúsalem á sínum æskuárum. Og þar er vissulega rétt og var staðfest af fleiri heimild-um, þar á meðal honum sjálfum. Shlomo tolldi illa í skóla, enda var hann að öllum líkindum lesblind-ur. Svo illa gekk honum að á end-anum gafst faðir hans upp og henti honum út. Tólf ára gamall, enn ólæs og óskrifandi, þurfti Shlomo því að bjarga sér á eigin spýtur. Hann fékk inni í sýnagógum eða svaf á götum gömlu Jerúsalem.

Skipti við olíufursta og frægaÞar eru fornminjar á hverju strái og til að hafa í sig og á gramsaði Shlomo hinn ungi á fornleifa-svæðum, tíndi upp úr moldinni gamla mynt og aðra smámuni sem hann síðan seldi erlendum fræði- og ferðamönnum. Þetta varð upphafið að ævilöngum áhuga á fornminjum. Hann var ekki alltaf vandur að meðulum og lýsti því til dæmis sjálfur, seinna meir, hvernig hann laumaðist inn í fornt grafhýsi og braut niður ævagamla kistu sem þar var að finna, til þess að geta síðar selt brot úr henni við háu verði.

Shlomo var táningur þegar

Rótað í grafhýsum

Tengdafaðir Ólafs Ragnars vílaði fátt fyrir sér

EXPLORE WITHOUT LIMITS

®

EXPLORE WITHOUT LIMITS

®

VÖNDUÐ JEPPADEKKFYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

BJÓÐUM ALLA ALMENNADEKKJAÞJÓNUSTU

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 www.arctictrucks.is

heimsstyrjöldin síðari braust út og gekk þá til liðs við breska her-inn. Á styrjaldarárunum ferðaðist Shlomo með hernum um Austur-lönd nær – fór til Egyptalands, Jórdaníu og víðar. Hvar sem hann kom notaði hann tækifærið og þefaði upp forna muni – gramsaði á geymsluloftum sýnagóga í Kaíró og Amman og hafði með sér þaðan rykfallin handrit, myntir og inn-sigli. Þessu smyglaði hann svo burt til að geta selt og grætt á því sjálfur.

Eftir styrjöldina og sjálfstæðis-stríð Ísraels 1948 hafði Shlomo Mo-ussaieff sæst við föður sinn og gat tekið við blómstrandi fjölskyldu-bissnessnum. Árið 1963 flutti hann svo til Lundúna þar sem hann kom á fót eigin verslun. Hans helstu kúnnar voru arabískir olíufurst-ar með fulla vasa fjár, og til hans komu líka kvikmyndastjörnur á borð við Elizabeth Taylor og önnur frægðarmenni.

Shlomo eldri var rabbíni auk þess að vera kaupahéðinn. Ekki fer miklum sögum af trú-areldmóði hjá Shlomo yngri, föður Dorritar,

en stundum kviknaði þó í honum trúar-neisti. Hann leit til dæmis svo á að Ólafur

Ragnar og Dorrit væru ekki sannlega gift úr því Ólafur hefði ekki tekið gyðingatrú.

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson forseti.

Shlomo eldri lést 1922 og skildi eftir

sig gríðarleg auð-æfi. Synir hans tóku

við fjölskyldubiss-nessnum og einn

sonurinn, Rehavia Moussieff, eignaðist

svo sjálfur soninn Shlomo árið 1925.

Hann varð svo faðir Dorritar.

20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 21: 29 04 2016

Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Smáralind, Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri

AF ÖLLUM VÖRUM28.APRÍL - 1. MAÍ

20%AFSLÁTTUR

9 VERSLANIR ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR

Page 22: 29 04 2016

Átti sextíu þúsund fornmuniÍ fyrrnefndri bók eftir Ninu Burleigh sem Ástþór vitnaði til í áðurnefndu viðtali, þar er gefið í skyn, ef ekki beinlínis fullyrt, að Shlomo hafi einnig verið viðrið-inn háklassa vændi í London og demantar, sem hann og fjölskylda hans versluðu með, hafi verið notaðir sem gjaldmiðill í slíkum „bissniss“. Sem fyrr verður að vara við bókinni, hún er alls ekki pott-þétt heimild ein og sér, en sögur um þetta virðast þó vissulega hafa verið á kreiki.

Hvað sem er til í svona sögum, þá vílaði Shlomo fátt fyrir sér.

„Ég hjálpa fólki að losna við pen-ingana sína,“ sagði hann í viðtali við ísraelska blaðið Haaretz árið 2001. „Þeir sem vilja versla fyrir minna en milljón pund hafa ekkert að gera til mín.“ Enda hagnaðist Shlomo gríðarlega á þessum tíma. En forngripaáhuginn var alltaf til staðar og auðæfin notaði Shlomo ekki síst til að sanka að sér dýr-gripum. Hann byggði þannig fljótt upp eitt stærsta og merkasta safn gyðinglegra muna í einkaeigu – átti um sextíu þúsund fornmuni þegar mest var.

Málaferli við stjórn SaddamsÁður en Ísraelsríki var stofnað 1948 lögðu gyðingarnir sem sett-ust að í Palestínu mikið kapp á að festa sig í sessi á svæðinu með öllum leiðum. Ein slík leið var að safna þar saman fornmunum úr langri sögu gyðingdómsins.

Oftar en ekki fór þessi söfnun al-veg löglega fram. Oft komu gyðing-ar sem fluttust til landsins helga færandi hendi með helstu fjársjóði heimahaganna. Oft keyptu fjár-sterkir gyðingar dýrgripi og gáfu hinu verðandi Ísraelsríki – og oft voru gripir líka teknir ófrjálsri hendi og smyglað til Ísrael.

Meðal þeirra sem fengust við slíkt smygl var herforinginn frægi Moshe Dayan sem einnig var ráðherra í ríkisstjórn Ísraels um árabil, og þekktur fyrir svartan lepp sem hann bar eftir að hafa særst á auga í heimsstyrjöldinni. Á síðari hluta síðustu aldar sankaði Dayan að sér miklum fjölda forn-muna með ólöglegum uppgreftri víðsvegar um Austurlönd.

Þeim Dayan og Shlomo Mo-ussaieff var vel til vina og hefur Moussaieff síðar sagt að hann hafi

ekki bara aðstoðað Dayan við að kaupa og selja fornmuni á þessum tíma, heldur einnig komið með honum í uppgreftarleiðangra. Og þar var auðvitað ekki farið að lögum og reglum um fornleifa-uppgröft. Moussaieff virðist enda aldrei hafa kært sig sérstaklega um það hvaðan munirnir kæmu eða hvernig, svo lengi sem að hann fengi þá í safn sitt.

Á tíunda áratugnum átti Moussaieff þannig í áralöngum málaferlum við stjórn Saddams Husseins Íraksforseta, sem sakaði hann um að hafa tekið ævaforna lágmynd úr írösku fornborginni Nineveh ófrjálsri hendi. Moussaieff hélt því ætíð fram að hann hefði keypt lágmyndina af forngripasala í góðri trú, en neyddist á endanum til að skila henni til Íraks.

Missti af Aleppo-handritinuMeðal þeirra dýrgripa sem komu til Ísraels á fyrstu árum ríkisins var biblíuhandrit frá tíundu öld sem kennt er við borgina Aleppó í Sýrlandi, og er af fræðimönnum talið eitt elsta, nákvæmasta og fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er.

Eftir að það var flutt til Ísraels og komið fyrir á Þjóðminjasafninu í Jerúsalem komst upp að nærri tvö hundruð síður vantaði í handritið – einhvers staðar á leiðinni frá Sýr-landi í sýningarsal Þjóðminjasafns-ins höfðu síðurnar gufað upp.

Blaðamaðurinn Matti Friedman skrifaði bókina The Aleppo Codex um sögu Aleppó-handritsins og leitina að týndu síðunum árið 2012. Í bókinni ræðir Friedman meðal annars við Shlomo Moussa-ieff.

Hann segir við Friedman að um miðbik níunda áratugarins hafi fornbókasali nokkur boðið honum bunka af gulnuðum bókfellssíðum til kaups á hótelherbergi í Jerúsal-em. Moussaieff var ekki í neinum vafa um að síðurnar tilheyrðu Aleppó-handritinu.

En þó að peningar hafi sjaldan verið Shlomo Moussaieff fyrir-staða – sérstaklega þegar kom að ómetanlegum forngripum úr sögu gyðingdómsins, eins og Aleppó-handritið var tvímælalaust – þá fannst honum að eigin sögn verðið sem fornbókasalinn setti upp vera of hátt. Hann reyndi að prútta en þá kom fát á fornbókasalann, sem

hætti snarlega við viðskiptin og lét sig hverfa.

Shlomo viðurkenndi fúslega við blaðamanninn að hann hafi þarna gert stórkostleg mistök. Handritið, þessi ómetanlegi dýrgripur, hafði runnið honum úr greipum.

En hann sagðist að vísu vita hver hafi að lokum keypt gulnuðu síðurnar. Það var strangtrúaður gyðingur í Lundúnum, sagði hann. En meira en það vildi hann aldrei segja, þrátt fyrir ítrekaðar til-raunir blaðamannsins Friedmans og ótal annarra að fá hann til að leysa frá skjóðunni.

Týndu síðurnar úr Aleppó-hand-ritinu hafa aldrei fundist. Forn-bókasalinn sem bauð Moussaieff handritið til kaups fannst nokkru síðar látinn á öðru hótelherbergi í Jerúsalem – aldrei hefur fengist staðfest hvernig hann lést.

Shlomo Moussaieff lést þann 1. júlí í fyrra, níræður að aldri.

Aleppó- handritiðAleppó-hand-ritið innihélt öll helstu helgirit gyðingdómsins og var löngum talið eitt nákvæmasta og fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til væri. En á leið þess frá Sýrlandi til Ísrael hurfu tvö hundruð síður sem lítið hefur spurst til síðan. Shlomo Moussaieff mun þó hafa vitað hvar síðurnar voru niðurkomnar, en tók leyndarmálið með sér í gröfina.

Shlomo Moussaieff eldri flutti frá Bukhara til Palestínu með fjörutíu kistur af gulli og drottnaði yfir samfélagi

gyðinga frá Bukhara í Jerúsalem næstu áratugina.

Moussaieff búð í London

22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 23: 29 04 2016

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

45

87

Don't enlarge the this template.The size of this template can be reduced.

NÝ 30 KWH RAFHLAÐA.250 KM DRÆGNI. KLÁRT.

Nú færðu nýjan Nissan Leaf með stærri rafhlöðu og meiri drægni en nokkur annar bíll í þessum stærðarflokki. Komdu og reynsluaktu þessum vinsæla rafbíl og kynnstu af eigin raun hvers vegna Nissan Leaf er mest seldi rafbíll í heimi.

NISSAN LEAF ACENTA 30kWh Verð: 4.290.000 kr.

100% RAFKNÚINN NISSAN LEAF.RAFBÍLL ER FRAMTÍÐIN

30 kWh250 km*

24 kWh199 km*

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík

525 8000 / www.bl.is

GE bílarReykjanesbæwww.gebilar.is420 0400

Bílasalan BílásAkranesiwww.bilas.is431 2622

Bílasala AkureyrarAkureyriwww.bilak.is461 2533

Bílaverkstæði AusturlandsEgilsstöðumwww.bva.is470 5070

IB ehf.Selfossiwww.ib.is480 8080

BL söluumboðVestmannaeyjum481 1313862 2516

*Dræ

gni h

verra

r hle

ðslu

mið

ast v

ið u

ppge

fnar

tölu

r fra

mle

iðan

da v

ið s

taðl

aðar

bes

tu m

ögul

egar

aðs

tæðu

r.

Page 24: 29 04 2016

Þrátt fyrir að sögur af raunum fólks á leigumarkaði og fjölskyldum á hrakhólum verði sífellt algengari virðast engar lausnir vera í sjónmáli. Samt er erf-iður leigumarkaður engin nýlunda í Reykjavík, líkt og saga viðmælanda okkar, Helgu Rakelar, minnir á. Leigumarkaðurinn í Reykjavík hefur alltaf verið erfiður, þó hann hafi sjaldan verið jafn slæmur og í dag.

Líkt grafið hér fyrir neðan sýnir þá hafa leigjendur komið mun verr út Hruninu en þeir sem áttu eigið hús-næði. Því þrátt fyrir að ofuráhersla hafi verið á stökkbreytingu lána og lækkun eiginfjár húseigenda í kjöl-far Hrunsins hefur almenn kjara-skerðing og síðar hækkun húsleigu haft mun verri áhrif afkomu leigj-enda en hækkun skulda hafði á húseigendur. Ásta Hafberg, stjórn-

armeðlimur Samtaka leigjenda á Ís-landi, segir ástandið vera hreint út sagt glatað. Sjaldan hafi verið jafn erfitt að eignast eigið húsnæði þar sem krafa um eigið fé sé strangari en áður, stór hópur fólks hafi misst húsnæði í Hruninu og margir van-treysti kerfinu. „Í dag horfum við upp á það að það er ekkert öruggt húsnæðiskerfi fyrir lágtekju- og millitekjufólk á Íslandi. Staða leigj-enda á Íslandi hefur alltaf verið slæm en frá því að verkamannabú-staðakerfið, sem var eina örugga húsnæðiskerfið á Íslandi, var lagt af árið 1999 á stór hópur fólks ekki nokkurn tíma eftir að eignast öruggt húsnæði. Við berum okkur saman við Norðurlöndin í flestum efnum en stjórnvöld virðast ekki hafa neinn áhuga á að skapa hér örugga búsetu með til að mynda kaupleigukerfum, búseturétti eða almennum leigufélögum, eins og hafa verið lengi við líði þar.“

Viðmælendur Fréttatímans eru allir sammála um að þrátt fyrir að það reynist illmögulegt að ráða við fokdýrt leiguverðið þá sé það óör-yggið og óvissan á markaðinum sem sé verst, ekki síst fyrir barnafólk. Uppsagnarfrestir með stuttum fyr-irvara og stuttir leigusamningar séu ekki til þess gerðir að skapa örugga búsetu.

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

SUMAR SMELLIRSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!

48” SNJALLSJÓNVARP

119.9904K SALORA

4KULTRA HD 3840x2160SNJALLARA SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX NÝSENDINGVAR AÐ LENDA!

ÞRÁÐLAUS HÁTALARI

9.9009.900DIXXO

5ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 14.900

9.900

LED LÝSINGEINSTAKLEGA FLOTT SÉRSTILLANLEG 360 GRÁÐU LED LÝSING.

7” SPJALDTÖLVA

STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!

7” SPJALDTÖLVA7” SPJALDTÖLVA7” SPJALDTÖLVA7” SPJALDTÖLVA

SILICONBUMPER

VARNARHLÍF

7” SPJALDTÖLVA

14.990747

ROCK100HEYRNARTÓL

FYLGJA

7” SPJALDTÖLVA7” SPJALDTÖLVA

Guðmundur H. Helgason og fjölskylda hans hafa búið að tveimur stöðum frá því þau fluttu frá Akureyri fyrir tveimur árum

Leigumarkaðurinn Leiga hefur hækkað langt umfram verðlag

Óvissan og óöryggið verst Á meðan leiguverð hækkar og framboð af leiguíbúðum minnkar er aðstoð við leigjendur lítil sem engin. Á sama tíma fjölgar ferðamönnum sem keppa við borgarbúa um gistingu og byggingakranar verktakanna reisa fleiri hótel en heimili.

Halla Harðardó[email protected]

Ekki forsvaranlegt að kaupaGuðmundur leigir 110 fermetra íbúð í Úlfarsárdal fyrir 240.000 krónur

á mánuði og þakkar fyrir að hafa skrifað undir 3 ára samning.

25

20

15

10

5

02004 2014

Leigjandi á almennum markaði

Húsnæðiseigandi með lán

Húsnæðiseigandi, skuldlaust

6,4%

5,4%

11,3%

6,1%

12,2%

18,7%

Hlutfall heimila sem greiddu meira en 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Heimild: Hagstofa Íslands

Leigjendur fóru verst út úr Hruninu Þrátt fyrir að ofuráhersla hafi verið á stökkbreytingu lána og lækkun eiginfjár húseigenda í kjölfar Hrunsins hafði almenn kjaraskerðing og síðar hækkun húsaleigu mun verri áhrif afkomu leigjenda en hækkun skulda hafði á húseigendur.

Á grafinu sést að Hrunið fjölgaði ekki þeim íbúðareigendum í skuld-lausri eign, sem bjuggu við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Áhrif almennr-ar kjaraskerðingar sést ekki frá þessum sjónarhóli. Og heldur ekki hjá þeim íbúðareigendum sem bjuggu í skuldsettri eign. Ástæður þess eru margþættar. Sumir misstu húsnæðið og færðust yfir í hóp leigjenda, aðrir nutu margvíslegra aðgerða sem fólust í frestun greiðslna af lánum, skuldaniðurfærsla vegna ólögmætis erlendra lána lækkaði greiðslubyrði, vaxtabætur voru stórhækkaðar og svo framvegis.

Aðstoð við leigjendur var hins vegar lítil sem engin. Kjaraskerðingin hafði mikil áhrif á hópinn, enda eru leigjendur almennt tekjulægri en íbúðareigendur, og síðan hefur húsaleiga hækkað umfram laun og verð-lag á síðustu árum. |gse

Guðmundur hefur búið með konu sinni og dóttur í tveimur leigu-íbúðum í Reykjavík frá því að fjöl-skyldan flutti frá Akureyri fyrir tveimur árum. „Það var nú aðeins auðveldara að finna leiguhúsnæði fyrir norðan en þegar við fluttum suður blasti allt annar raunveru-leiki við okkur. Eftir mikla leit

fundum við íbúð í Grafarholti og vorum þar í tvö ár, þar til eigend-urnir skildu og ákváðu að selja. Við vildum ekki fara langt svo dóttir okkar gæti haldið áfram í skólanum og fundum þá þessa íbúð hjá Almenna leigufélaginu. Þetta er góð íbúð en alveg fokdýr því við borgum 240.000 krónur fyrir 110 fermetra. Það góða er að við skrifuðum upp á þriggja ára samning svo við vitum hvar við verðum næstu árin.“

Guðmundur býst ekki við að kaupa íbúð þrátt fyrir óöryggið á leigumarkaðinum. „Ég tel ekki forsvaranlegt að kaupa eins og ástandið er í þessu landi, miðað við vextina á lánunum er hagstæð-ara að leigja. Ég myndi kannski helst gera kaupleigusamning um búsetu-íbúð því þar lendir skellurinn á leigufélaginu ef eitt-hvað gerist. En það verður að gera eitthvað í húsnæðismálum, það er nauðsynlegt að bæta framboðið og fjölga lausnum á leigumarkaði svo fólk hafi tryggt aðgengi að íbúð.“ | hh

Mynd | Hari

24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 25: 29 04 2016

Óvissan og óöryggið verst

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

MEST SELDU BÆKUR

LANDSINS

MetsölulistiEymundsson

Aðallisti - vika 16

2.

MetsölulistiEymundsson

Aðallisti - vika 16

1.

MetsölulistiEymundsson

Aðallisti - vika 16

3.

Page 26: 29 04 2016

Mynd | Hari

Magga Stína hefur verið á leigumarkaði síðan í janúar 2011 og hefur á þeim tíma þurft að flytja fjórum sinnum með börnin sín þrjú Magga Stína hefur undanfarin fimm ár kynnst lögmálum leigu-markaðarins á eigin skinni. Eftir skilnað árið 2011 flutti hún með börnin sín þrjú úr íbúð sem hún átti í leiguíbúð. „Þá fórum við af Fálkagötu í Vesturbænum yfir í Grafarvoginn. Ég var ljónheppin að þurfa ekki að greiða háar fjárhæðir í tryggingu og fyrirframgreiðslur og við fengum leiguhúsnæði í gegnum kunningskap. En þessu fylgdi að ég þurfti að fá mér bíl, því ég vinn miðsvæðis í Reykjavík og krakkarnir héldu áfram að ganga í skóla í Vesturbænum. Eina íbúðin sem völ var á í mínum aðstæðum var í Grafarvoginum svo ég stökk á hana. Ég hélt kannski að það væri hagkvæmara að búa þar og keyra á

milli, en annað kom á daginn.” Hún segir bensínkostnað og

dýran rekstur bílsins hafa gert það að verkum á endanum ákvað hún að reyna að komast aftur í Vest-urbæinn. „Þá tók við langt milli-bilsástand þar sem við vorum upp á vinargreiða komin, í húsnæði í Kópavogi. Þaðan fórum við í aðra bráðabirgðaíbúð í Vesturbæ þar til við loks fundum íbúðina sem við leigjum í dag.“

Magga Stína hafði verið á leigu-markaði á sínum yngri árum en fann fyrir verulegri breytingu þegar hún fór aftur á að leigja, ein-stæð með þrjú börn.

„Sem ung manneskja hafði ég auðvitað verið svona á randinu og flutt oft á milli staða. Nú er andrúmsloftið annað. Það eina sem maður veit, sem einstæð móðir, er að maður ræður ekki við íbúðaverð í Reykjavík nema vinna margfalda vinnu. Þá rétt skrimtir

maður, því íbúðaverðið er orðið svo hátt hlutfall af þeim tekjum sem maður aflar. Í dag kostar að minnsta kosti 200 þúsund krónur á mánuði, fyrir utan rafmagn og hita, að leigja íbúð fyrir fjölskyldu af minni stærðargráðu. Listamenn geta varla framfleytt sér á Íslandi og sem ein af þeim, lifi ég bara frá degi til dags. Hugsanlega bara á lyginni.“

Hún segir stöðu sína á leigu-markaði allt aðra en þegar hún var í eigin húsnæði. „Öryggistilfinn-ingin hverfur því sem leigjandi er maður alltaf háður því af hverskon-ar fólki maður leigir. Hvort maður haldi íbúðinni og hversu lengi það varir. Svo eru aðrir hlutir. Ef þitt eigið mat, til dæmis á því hvað sé ásættanlegt ástand íbúðar, fer ekki saman við mat leigusalans, er það alltaf á hans valdi að ákveða hvort hann bregðist við athugasemdum frá þér.“ |þt

Óvissan og óöryggið verst

Gildismat leigusalans ræðurFálkagata ▷ Bakkastaðir ▷ Kársnesbraut ▷ Ægisíða ▷ Hagamelur

Magga Stína segir leigusalann alltaf ráða því hvað sé ásættanlegt ástand íbúðarinnar.

180

160

140

120

100

80 2011 2015

Stúdíó 35fm

3. herb. 65fm

2. herb. 50fm

4. herb. 90fmB 31%

B 24%

B 22%

B 23%

Meðalverð íbúða í 101. Heimild: ÞJóðskrá Íslands.

Leiguverð hækkar langt umfram verðlagLeiguverð hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna fjölgunar leigjenda og aukningar á útleigu til ferðamanna. Síð-ustu fimm ár hefur meðalverð 35 fermetra stúdíóíbúðar í 101 Reykjavík hækkað um 25 þús-und krónur umfram verðlag, ef miðað er við meðaltal þinglýstra leigusamninga, eða um 31 pró-sent. Þessi hækkun skerðir beint ráðstöfunarfé leigjendanna. Til að vinna það upp þarf leigjand-inn að auka tekjur sínar um 50 þúsund krónur á mánuði.

Meðalverð 50 fermetra tveggja herbergja íbúðar hefur hækkað úr 99 þúsund krónum í 123 þúsund krónur, um 24 þúsund krónur eða 24 prósent. Þriggja herbergja íbúð, 65 fer-metra, hefur hækkað um nánast sömu upphæð, eða um 26 þús-und krónur. 2011 var leiguverðið

um 116 þúsund krónur en var orðið 141 þúsund krónur 2015.

Meðalverð 90 fermetra, fjögurra herbergja íbúðar var 2011 um 137 þúsund krónur á núvirði en var

komið í 168 þúsund krónur 2015. Hækkunin nemur 23 prósentum umfram verðlag, eða 31 þúsund krónum. |gse

krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 [email protected]

PICK&MIXÞú velur sjálf/ur hvaða liti þú vilt í þinn poka50% afsláttur af PLUSPLUS PICK&MIX barnum á laugardögum

PLUSPLUS kubbana fáið þið í verslun við Gylfaflötverslun við Gylfaflöt

Ábyrgðaryfirlýsing: Samkvæmt ábyrgðarskilmálumprentaraframleiðenda og alþjóðalögum fellur ábyrgðprentara ekki úr gildi við notkun endurnýttra eðasamhæfðra prenthylkja nema rekja megi bilun tilnotkunar á þeim hylkjum. Bili tæki eða eyðileggjastsem rekja má til notkunar samheita prenthylkja fráPrentvörum munum við bæta þau tæki, séu þau enn íábyrgð.

Prentvörur Skútuvogi 11, prentvorur.is, s. 553-4000

PGI-570XL & CLI-571XLhágæða og margvottaðsamheitablek fyrirCanon prentara.Þú borgar einfaldlegaminna fyrir sömu gæði.

Prentvörur kynna með stoltiÍ fyrsta sinn á Íslandi

Hágæða samheitablekhylkifyrir prentara

Verð frá:1390 KR

26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 27: 29 04 2016

Við óskum íslensku launafólkitil hamingju með 1. maí!

Samtakamáttur og barátta launafólks eru eina leiðin til bættra kjara. Krafan um aukinn jöfnuð og hækkun lægstu launa hefur verið í forgrunni undanfarið ár og skilað raunverulegum árangri.

Við Vinstri-græn höldum áfram að berjast fyrir öflugu velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi á vettvangi stjórnmálanna.

Stöndum saman um gott samfélag fyrir alla – sjáumst í göngunni!

Halldór G. Gunnarsson hefur búið á sjö stöðum frá því hann missti íbúðina sína árið 2010

„Mér finnst ég vera að sleppa vel hérna með því að borga 80.000 krónur á mánuði, en þetta er líka 45 fermetra kjallari. Maður verður auðvitað dálítið þreyttur á því að sofa alltaf í líkhæð, það þarf að venjast því að sofa fyrir neðan jörðina, svo ég vonast til að komast einhvern tímann upp á yfirborðið og sjá aðeins út. En ég er ekkert að sjá fram á að það gerist því ég er einn og get ekkert borgað einn yfir 150.000 kall,“segir Halldór Guðmundsson en hann hefur verið á leigumark-aðinum frá því hann missti íbúð-ina sína í hruninu.

„Ég var borinn út árið 2010 og síðan hef ég búið á sjö stöðum. Þetta er skelfilegur markaður. Það er algjört ofmat á öllum eign-um, verðið er farið upp úr öllu og er ekki samræmi við neitt. Ég hef skoðað fokdýrar smákytrur, bílskúra og atvinnuhúsnæði, það er allur gangur á þessu. Ég er nú ekki að leita að íbúðum í þessum vinsælu túristahverfum en þessi aukni túrismi hefur samt dóm-ínó-áhrif yfir í hin hverfin.

Samkeppnin um íbúðir er bara svakaleg.“

„Ég bjó lengi í Danmörku og var á leigumarkaðinum þar og þar var maður bara rólegur í sinni íbúð í mörg ár. Þar er hægt að leigja íbúð út lífið en hér er ekkert þannig kerfi. Ég hef verið í eitt ár hér og bind vonir við að fá að framlengja samninginn. Ég borga alltaf á réttum tíma og það fer mjög lítið fyrir mér svo það ætti ekki að vera nein ástæða til annars, nema þá að eigendurnir ákveða allt í einu að fara að leigja íbúðina á Airbnb.“ | hh

Missti íbúðina í hruninu

Halldór býr í 45 fm kjallara í Norður-mýri og greiðir 80.000 kr á mánuði.

Þetta er skelfilegur markaður. Það er

algjört ofmat á öllum eignum, verðið er farið

upp úr öllu og er ekki samræmi við neitt. Ég

hef skoðað fokdýrar smákytrur, bílskúra og atvinnuhúsnæði,

það er allur gangur á þessu.

Mynd | Hari

|27FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 28: 29 04 2016

Mynd | Rut

Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir.

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA

13 - 25. JÚNÍ 2016

BALKANSKAGINN

Verð 337.900.- á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið í verði per mann er:

Öll keyrsla milli staða og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun, Allur aðgangur þar sem við á, Hótel með morgunmat, Kvöldmatur i Skadarlija, Hádegistmatur i ferðinni um Sremski Karlovci og Novi Sad,Hádegismatur í Ovcar- Kablar og lestarferð til Sargan,Aðgangur að þjóðgarðinum Uvac, bátsferð og grillað útiBátsferð til Kotor,Hálft fæði i Zlatibor fjöllum,Hálft fæði i Podgoria Hotel Ramada,Hálft fæði i Herceg Novi, Íslenskur fararstjóri.

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar

tegundir lyfja. Mikið og

fjölbreytt úrval af heilsulyfjum,

bað- og ilmvörum, gjafavörum

auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er

sjálfstætt starfandi apótek sem

leggur áherslu á persónulega

þjónustu og hagstætt verð.

Apótekið þittí gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Afgreiðslutími:9-18:30 virka daga

10-16:00 laugardaga

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | [email protected]

Hátt hlutfall séreignar

Hlutfall fjölskyldna sem býr í eigin húsnæði.

Noregur 84,4%

Ísland 78,2%

Finnland 73,2%

Svíþjóð 69,34%

Danmörk 63,3%

Þrátt fyrir að hlutfall fjölskyldna sem búa í séreignarhúsnæði á Íslandi hafi lækkað eftir Hrun er það enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Það er þó ekki hærra en í Noregi, þar sem séreign er óvenju algeng. Ef Ís-lendingar vildu stefna að norsku hlutfalli þyrfti að flytja um 11.500 fjölskyldur af leigumarkaði yfir í séreign. En til þess að það gengi upp þyrfti að lækka vexti umtalsvert og til að aðlaga aðstæður húsnæðis-kaupenda að því sem þekkist í Noregi.

En ef Íslendingar vildu aðlaga húsnæðiskerfið sitt að því finnska þyrfti að flytja rúmlega 9 þúsund fjölskyldur úr séreign í leiguhúsnæði. Ef við vildum stefna á sænska kerfið þyrfti að koma um 16.500 fjöl-skyldum úr séreign í leigu og ef danska kerfið væri haft til hliðsjónar yrði markmiðið að taka 27.500 fjölskyldur úr skuldsettum íbúðarkaup-um og bjóða þeim öruggt leiguhúsnæði.

Séreign er hærri á Norðurlöndum en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Í Frakklandi og Bretlandi búa um 65 prósent fjölskyldna í séreign en aðeins 52 prósent í Þýskalandi. Ef Íslendingar vildu aðlaga húsnæðis-markaðinn að þýskum stöðugleika þyrfti að flytja nærri 50 þúsund fjöl-skyldur undan vaxtaklyfjunum og í öruggt leiguhúsnæði. |gse

Óvissan og óöryggið verst

Sjö heimili á þremur árumSíðastliðin þrjú ár hefur Helga Rakel Rafnsdóttir búið, ásamt dætrum sínum, á sjö stöðum. Þær hafa búið í núverandi íbúð í tæpt ár en eru byrjaðar að leita að næsta heimili.„Ég hef flutt oftar en árin sem ég hef lifað,“ segir Helga Rakel Rafns-dóttir en hún hefur þurft að flytja sjö sinnum á þremur árum.

„Ég er önnur kynslóð leigjenda því mamma eignaðist ekki íbúð fyrr en ég var tvítug. Það hefur alltaf verið þannig að ef þú átt ekki efnaða foreldra eða annað bakland þá ertu í þessari stöðu, nema þá að þú bara gerir ekkert annað í lífinu en að eignast start-kapítal fyrir húsnæði, sem ég hef bara, kannski því miður, ekki gert. Í dag er ég með ágætis laun en ég var lengi að mennta mig og það gekk ekki upp að safna fyrir húsnæði á sama tíma. Kannski færi ég öðruvísi að í dag, hver veit, en svona er þetta.“

Vill öryggi fyrir dætur sínar„Við mamma bjuggum út um allt og þurftum á tímabili að flytja vestur á firði vegna húsnæðismála í Reykjavík. Síðar bjuggum við um tíma hjá Félagi einstæðra foreldra en fluttum svo í kommúnu í Þing-holtunum þegar mamma ákvað að leigja stórt hús og framleigja her-bergin til nokkurra kvenna. Það var sniðug lausn og mjög skemmti-legur tími í minningunni, segir

Helga Rakel sem þrátt fyrir fjölda heimila hefur nær alltaf búið í Vesturbænum þar sem dætur hennar hafa einnig skotið rótum. „Á þessu svæði er mikil gróska og þess vegna hefur framboðið minnkað og leiguverð hækkað. Ég vil samt frekar að börnin mín haldi áfram í sama skóla en að þau þurfi að skipta um hverfi og vini. Ég hef mikið hugsað um að flytja í annað hverfi og jafnvel vestur á firði en þær geta ekki hugsað sér það. Hér eru ræturnar og ég læt mig hafa það að vinna meira til að geta borgað hærri leigu. En það er í raun ekki hækkað verð sem er mesta vandamálið heldur er það óvissan. Það eru engar íbúðir í boði því framboðið er ekkert.“

Breytir gildismatinuHelga Rakel segist fyrir löngu

hafa fengið nóg, hún sé komin

með hálfgerða flutningafóbíu og vilji helst sem minnst hugsa um að sumarið fari í leit að nýju heim-ili, þar sem samningurinn sé að renna út. „Auðvitað hefur þetta áhrif á gildismat dætra minna. Við nennum ekki að eiga mikið af dóti og hlutir skipta okkur litlu máli. Síðast þegar við fluttum var ég komin með svo mikið nóg að ég bara gaf öll húsgögnin, frekar en að finna geymslu, og keypti svo ný á Bland þegar við fengum næstu íbúð. Þetta hefur sennilega meiri áhrif á þær en ég átta mig á en ég er bara svo vön þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að auglýsa líf sitt á Facebook í hvert einasta skipti sem maður missir heimilið. Síðast reyndi ég að gera það ekki heldur fara bara í gengum miðlanir en ég enda svo alltaf á að finna eitthvað í gegnum tengslanetið.“ | hh

Hagamelur ▷ Birkimelur ▷ Bjargarstígur ▷ Ránargata ▷ Flateyri ▷ Lynghagi ▷ Holtsgata

Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og fram-leiðandi, hefur flutt oftar en árin sem hún hefur lifað. Hún

leigir 85 fm íbúð við Holtsgötu á 200.000 kr.

28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 29: 29 04 2016

ÍSLENSK GETSPÁEngjavegi 6, 104 ReykjavíkSími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í FJÖRUTÍU OG SJÖ MILLJÓNIR

LÓAN ER AÐ KOMA OG KANNSKI

MILLJÓNIRNAR LÍKA?

LEIKURINN OKKAR

FÖGNUM AÐVENTUNNI

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

75

04

0

Page 30: 29 04 2016

Myndir | Alda Lóa

Kjartan og Hafdís hafa verið saman í þrjú ár, flutt á milli leiguíbúða, eignast stúlkuna sína Kötlu Maríu og klárað háskólanám. Hafdís í fjarnámi til þess að geta verið heima með Kötlu og Kjartan hefur unnið fyrir fjölskyldunni enda nauðsynlegt af því að Hafdís hefur verið tekjulaus síðan um áramót. Alda Lóa Leifsdó[email protected]

Bar Ellefu„Við vorum með matarboð um daginn og þá kom í ljós að öll þrjú pörin í boðinu kynntust á skemmti-staðnum Bar Ellefu,“ segir Hafdís.

En þau Kjartan hittust fyrst í mars 2013, reyndar úti á stétt fyrir framan Ellefuna. Það bar þannig til að Hafdís reiddist við mann sem var með dóna-skap og kvenfyrirlitningu fyrir utan skemmtistaðinn og þegar hún leit upp frá þeim orðaskiptum sem hún átti við dónann sá hún Kjartan og vin hans standa þarna álengdar og æpti hún til þeirra: „Eru þið allir svona miklir fávitar?“ Þannig voru nú fyrstu kynni þeirra Hafdísar Arnardóttur, sem er fædd 87 og Kjartans Rich-ters,́ 86 módel, og fluttu þau saman inn í litla risíbúð í Þingholtunum hálfu ári síðar.

Fann Kjartan aftur á feisbúkk„Feisbúkk, við „ödduðum“ hvort öðru á feisbúkk. Ég fór inn á feisbúkk hjá

stjúpbróður mínum til þess að finna hann. Ég náði því þarna um kvöldið að Kjartan væri frá Breiðvanginum í Hafnarfirði þar sem pabbi minn bjó og ég dvaldi aðra hvora helgi öll æsku-árin. Kjartan þekkti stjúpbróðir minn og við höfðum leikið okkur á sömu slóðum í Hafnarfirði en þarna hitt-umst við í fyrsta sinn, hann orðin 25 ára og ég 24 ára.“

Verkstjóri og munkurinn OddurÞegar þau kynntust var Hafdís á Hólum í ferðamálafræði og Kjartan á síðustu metrunum í sagnfræði við HÍ. Í dag eru þau bæði að klára BA ritgerðirnar sínar. Kjartan sinnir hins-vegar fullu starfi sínu sem verkstjóri hjá Samskip og hefur ritgerðin setið á hakanum en ritgerðarefnið er ís-

Elta íslenska drauminn þrátt fyrir þröngan fjárhagTýnda kynslóðin Ungt fólk hefur dregist efnahagslega aftur úr öðrum aldurshópum. Það hefur lægri laun og fær minni stuðning en fyrri kyn-slóðir. Margt ungt fólk reynir að lifa íslenska drauminn; vinnur mikið og skuldar mikið í von um að þetta redd-ist. Fréttatíminn mun fjalla um týndu kynslóðina á næstu vikum.

Hafdís hefur verið heima með Kötlu Maríu, sem

verður tveggja ára í haust, og kláraði fjarnám, bæði

viðburðastjórnun og ferðamálafræði.

30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 31: 29 04 2016

„Ég mæti vegna þess að það þarf að standa vörð um réttindi okkar launafólksins.“EINAR KRISTJÁN HILMARSSON, SMÍÐAKENNARI

HÖRÐUR AÐALSTEINSSON, UMSJÓNARMAÐURVÖRUBÍLAVERKSTÆÐIS

„Ég mæti vegna þess að það þarf að verja sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.“

SVANBORG HILMARSDÓTTIR, RAFVIRKISVANBORG HILMARSDÓTTIR,

„Ég mæti vegna þess að ég vil geta búið og starfað á Íslandi.“

MÆTUM Í KRÖFUGÖNGUNA OG Á 1. MAÍ HÁTÍÐARHÖLDIN – SAMSTAÐAN ER OKKAR STYRKUR!

Kl. 13.00 Safnast saman á Hlemmi Kl. 13.30 Gangan leggur af stað Lúðrasveitir leika í göngunni

Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg

Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni á Ingólfstorgi Kl. 14.10 Fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð setur fundinn Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, heldur ræðu

Samúel Jón Samúelsson Big Band

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, heldur ræðu

Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar

Lúðrasveitir, Samúel Jón Samúelsson Big Band og Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar syngja og spila Maístjörnuna og „Internationalinn”

Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmáli Kl. 15.00 Hvatningarorð fundarstjóra frá aðstandendum fundarins

MUNIÐ BARÁTTUKAFFI STÉTTARFÉLAGA AÐ FUNDI LOKNUM

„Ég ætla að mæta – en þú?“„Ég ætla að mæta – en þú?“PETRÍNA RAGNA PÉTURSDÓTTIR, TRÚNAÐARMAÐUR HJÁ VR

„Ég mæti vegna þess að samstaðan er okkar styrkur.“DAÐI RÚNAR PÉTURSSON, SÉRFRÆÐINGUR HJÁ VR

SÝNUM STYRK OKKAR OG STÖNDUM SAMAN ÖLL SEM EITT!

„Ég mæti vegna þess að jöfn uður býr til betra samfélag.“KRISTÍN HAUKSDÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI HJÁ LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR

„Ég mæti vegna þess að ég vil að menntun sé metin til launa.“REGÍNA LAUFDAL AÐALSTEINSDÓTTIR, LEIKSKÓLALIÐI

„Ég mæti vegna þess að laun eru of lág miðað við lágmarks framfærslu.“JÓN SVAVAR ÚLFLJÓTSSON, BRÉFBERI

VIÐ LAUNAFÓLK EIGUM SAM EIGIN LEGRA HAGS MUNA AÐ GÆTA ÓHÁÐ ÞVÍ VIÐ HVAÐ

VIÐ STÖRFUM FRÁ DEGI TIL DAGS.

Page 32: 29 04 2016

Aðalfundur Íbúasamtaka MiðborgarAðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar verður

haldinn í Iðnó, efri hæð, laugardaginn 30. apríl kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri fjalla um

ferðamennsku og áhrif hennar á miðborgina

Allir íbúar miðborgarinnar velkomnir

Stjórnin

lenskur munkur sem skrifaði hálfgerða dýrlingasögu um Ólaf Noregskonung Tryggvason. Rann-sóknarefnið er hvort munkurinn hafi ætlað sér að skrifa dýrlinga-sögu um konunginn sem komst þó aldrei í dýrlingatölu. Kjartan segir að allar uppástungur sínar um ritgerðarefni, sem voru nær í tíma, hafi verið flautaðar út af. Persónu-lega hefur hann meiri áhuga á nú-tímanum. Hann hafi stungið upp á Vilmundi Gylfasyni, Bandalagi jafnaðarmanna og fleiru en endað uppi með miðaldamunkinn Odd Snorrason.

Hjá Samskip frá 17 ára aldriKjartan er verkstjóri hjá Samskip og líkar vel. Hann var hækkaður í launum fyrir stuttu og fær út-borgað í kringum 360-400 þúsund krónur. Það er misjafnt hvað hann vinnur marga tíma en líklega í kringum 200 tíma með yfirvinnu, telst honum til. Kjartan hefur, þrátt fyrir ungan aldur, unnið næstum því hálfa ævi sína hjá Samskip. Hann byrjaði sem sumarstarfs-maður með Verzlunarskólanum og síðan réð hann sig hjá fyrirtækinu í nokkur ár og safnaði sér fyrir há-skólanáminu. Kjartan hefur aldrei tekið námslán og átti fyrir sparnað þegar þau Hafdís fóru að búa. Sjóð sem bráðum mun verða þurraus-inn.

Rannsakar EistnaflugHafdís á að skila sinni ritgerð eftir nokkra daga. Hún á bara eftir að skella nafni á ritgerðina sem hún var að fá til baka úr yfirlestri, en hún er að rannsaka áhrif þunga-rokkshátíðarinnar Eistnaflugs á sveitarfélagið. Hún er í raun að rannsaka viðburðatengda ferða-þjónustu og í því samhengi að skrifa um Eistnaflug og lands-

byggðarkynningu í kringum há-tíðina. Hafdís segir að uppgangur ferðamannstraumsins til Íslands sé jafngamall Eistnaflugshátíð-inni á Austfjörðum. En hinsvegar hafi Austfirðir setið eftir í ferða-mannaævintýrinu og minni aðsókn þangað af bæði erlendum og ís-lenskum ferðamönnum, miðað við aðra staði á landinu.

Úr Þingholtunum í EskihlíðFyrstu mánuðina í sambandinu bjuggu þau saman í Þingholtunum. „Og svo eftir að ég varð ólétt þá vorum við þarna á fjórðu hæð og partípinni á neðri hæðinni sem hélt okkur vakandi. Við vildum bara komast í eitthvað sem væri kannski í göngufæri frá miðbænum. Og barnvænna, ég gat varla labbað upp stigann. „Við fluttum hingað í Eskihlíðina í júní í þessa íbúð hérna sem er pínu niðurgrafin, 75 fermetrar með geymslu og borgum 150 þúsund krónur á mánuði. Við fáum alltaf „vá“ hvað þið eruð að borga litið í leigu. Við erum með sér inngang og það er leikskóli hérna beint á móti þar sem Katla fær inni í september.“

Ekki efni á dagmömmuHitinn er innifalin í leigunni og ég borga rafmagnið, segir Hafdís, 5 þúsund, af því að það kemur inn á heimabankann hennar, ásamt gömlu láni sem hún er að borga 20 þúsund krónur af á mánuði. Einnig borgar hún um hver mánaðamót pakkatilboð frá Símanum sem er net, sjónvarp og heimasími. Þetta skrifast á mig og ég vinn í skóbúð í Kringlunni aðra hvora helgi sem dekkar þessi útgjöld. Hinsvegar hef ég ekki tekið þátt í leigunni í tvö ár, segir Hafdís, sem var kyrrsett alla meðgönguna vegna slæmsku í grindarbotni og hefur verið heima

með Kötlu Maríu síðan hún fæddist í september 2014. Hafdís fór aftur í skólann í fjarnám þegar Katla var rúmlega þriggja mánaða en hefur ekki verið með námslán á þessu ári. Þau Kjartan og Hafdís hafa ekki ráð á dagmömmu en mamma Kjart-ans hefur komið þeim til aðstoðar og sækir Kötlu heim til sín á meðan Hafdís er að ganga frá ritgerðinni. „Við höfum verið að leita hvar við getum sparað. Við tókum saman hvað við erum að eyða sirka í mat, bleyjur og blautþurrkur en laun Kjartans duga fyrir því og leigu og bensíni. Við höfum það alveg fínt, við höfum efni á mat og það sem við þurfum en það er ekkert meira en það, við getum ekki lagt til hliðar.“

Ekki eignast barn í námiÞað sem kom Hafdísi verulega á óvart þegar hún var ólétt og eftir að hún eignaðist Kötlu Maríu að stofn-anir samfélagsins töldu hana ekki vera sjálfstæða heldur var orðin kona ófær í umsjá Kjartans. „Ég var svo slæm í grindinni og þurfti að sækja um aðstoð og allstaðar þar sem ég bankaði upp á hjá kerfinu þá var sagt við mig: „Hann á að sjá um þig,“ af því við Kjartan vorum skráð í sambúð.“ Ég hafði fram að því alltaf haft mínar eigin tekjur og verið sjálfstæð.

Hoppandi á milli stofnana„Eftir grunnskóla hef ég alltaf verið annaðhvort í vinnu eða skóla. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef verið á milli vinna og hefði átt að sækja um atvinnuleysisbætur, en ég hef alltaf reddað mér sjálf. En svo kemur tímabil þar sem maður þarf virkilega á þessari hjálp að halda og þú heldur kannski að þú getir hringt eitt símtal í einhverja ríkisstofnun og sagt frá vandamáli þínu og að þér verði þér bent á hjálpina. Nei, þú hoppar á milli stofnana og færð alltaf sama við-mótið: Nei, farðu þangað eða farðu eitthvað annað og enga leið að finna aðstoð. Loksins, ef það er einhverja aðstoða finna, þá er hún ekki þess virði að fá magasár út af vegna þess að hún er svo lítil. Allar þessar stofnanir sem maður kemur að finnst mér vera í mikilli mótsögn, því ef ég ætla að sækja mér hjálp þá er það alltaf svo erfitt en þegar þeir þurfa að taka eitthvað frá mér þá er það svo auðvelt.“

Hið ónýtta feðraorlofKjartan mun líklega ekki nýta sér

þriðja mánuðinn af fæðingarorlof-inu vegna þess að hann mun lækka í launum og það geta þau ekki leyft sér á meðan Hafdís er ekki komin með vinnu og hann verður að nýta sér orlofið áður en Katla verður tveggja ára, þannig eru lögin á Ís-landi. Kjartan lækkar niður í 80% af meðallaununum sem hann vann sér inn á tímabili löngu áður en Katla María var einu sinni orðin hugsanlegur jarðarbúi. Orlofsjóður reiknar út tekjurnar hans frá 18 mánuðum áður en Katla María fæddist. Á því tímabili var hann ennþá í skólanum og launalaus að hluta þannig að hann mun hrapa í launum miðað við þann útreikning. Líklega eru hverfandi líkur á því að Kjartan muni nýta sér meðlagið. Það er hinsvegar alveg bannað að Hafdís fái hans ónýtta meðlag út-borgað, það varðar við lögum, þrátt fyrir að hún sé launalaus heima með Kötlu.

Húsaleigustyrkur og barnabæturÁ Íslandi eru bæði húsaleigustyrk-ur og barnabætur tekjutengdar. Samanlagt fær fjölskyldan núna 20 þúsund krónur á mánuði í barna-bætur og 11 þúsund í húsaleig-ustyrk. „Katla María er hinsvegar heppin að eiga gott net í kringum sig, segir Hafdís, en hún á afa og ömmur sem taka virkan þátt í lífi hennar hvort sem það eru kaup á kuldagalla eða pössun á meðan Hafdís er að ganga frá ritgerðinni sem kemur sér vel af því dag-mömmur eru dýrar. Pláss hjá einni kostar 60 þúsund krónur á mánuði og hafa þau hvorki efni á því né áhuga.

Kaupa húsnæðiHafdís og Kjartan vita ekki hvað þau fá að vera lengi í íbúðinni í Eskihlíðinni. Leigusamningur-inn er gerður frá ári til árs. Upp á öryggið væri gott að eiga eigið hús-næði og miðað við þeirra greiðslu-getu gætu þau hugsanlega keypt sér 50 fermetra íbúð í Hafnarfirði fyrir 20 milljónir. „Flestir vinir okkar sem eru að kaupa flytja heim til mömmu og pabba í eitt eða tvö ár og safna eða eiga fjölskyldu sem getur hjálpað með útborgun. Það eru ekki margir á okkar aldri sem geta lifað og náð að leggja fyrir.“ Kjartan flettir upp á Íbúðalánasjóði: „Ef maður ætlar að kaupa ein-hverja litla krúttlega íbúð fyrir 20 milljónir þá þarf maður að leggja út 4 milljónir, 20%. Eða jafnvel bara 10% ef bankinn veitir aukalán fyrir

fyrstu íbúð.“ Tveggja herbergja íbúð, 50 fermetra, 1 herbergi og stofa í Breiðvanginum hljómar vel í þeirra eyrum.

Flytja á eyðibýli og skrifaKjartan stingur reglulega upp á því að við flytjum bara út á land. Fáum okkur eyðibýli og gerum það upp, hann verði heima að skrifa en ég vinni sem ferðamálafrömuður. Við erum alveg til í að flytja út á land ef það væri einhverja vinnu að fá, en það er auðvitað ástæða fyrir því af hverju húsnæði er ódýrara út á landi, af því þar er einfaldlega minni eftirsókn og enga vinnu að fá.

Ólæti á ÓlafsfirðiHafdís er farin að skima eftir vinnu fyrir haustið þegar Katla fer á leik-skóla. Hún hefur ekki hugmynd um hvað sé í boði. En hún gæti hugsað sér að vinna við eitthvað tengt náminu sínu eins og viðburða-tengda ferðamennsku. En hún sér fram á óvissu í atvinnumálum þar sem hún á marga vini með ágætis háskólapróf sem finna enga vinnu í sínum geira.

Ári áður en Katla fæddist skellti Hafdís upp útihátíð á Ólafsfirði ásamt þrem öðrum konum sem fóru á stúfana og höfðu samband við hljómsveitir eins og Kaleo og Ojbarasta og aðrar góðar til þess að spila. Ólafsfirðingar voru óöryggir með nafnið á hátíðinni „Ólæti“ og voru tregir til að mæta í fyrstu sem var nóg til þess að það varð fjár-hagshalli á viðburðnum. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurntímann gert á ævinni, að plana eitthvað og sjá það gerast. Við byrjuðum alltof stórt, við hefðum átt að hafa þetta minna í sniðum, byrja bara með einn dag. En svo misstum við húsnæðið og fengum ekki styrk árið eftir en við stefnum á að gera þetta aftur seinna, ég og Sunna vinkona. Þetta var árið 2013 og árið á eftir var ég ólétt og núna erum við báðar að klára nám á Hólum.

Elta draumana sínaEf það er val, þá langar Kjartan að fara í meira nám og einu sinni dreymdi hann um að setjast við skriftir eða vinna við blaða-mennsku. En það verður bara að koma í ljós, það fer eftir fjárhags-aðstæðum okkar. Hafdís sér líka annan möguleika í stöðunni sem er að „vera fátæk og hamingjusöm“ og meinar þá að elta drauma sína, þrátt fyrir aðþrengdan fjárhag.

BARNABÆTUR

-3,5 milljónir á barnBarnabætur til barna foreldra í

sambúð eru 15 þúsund krónum lægri á Íslandi en á Norðurlönd-

unum þremur (Noregur, Dan-mörk, Svíþjóð). Það jafngildir því að sautján ára barn hafi fengið 3,5 milljónum króna minna í stuðning en sautján ára barn á

Norðurlöndunum.

LEIGUBÆTUR

-100 þúsund

Húsaleigubætur er lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum sem nemur um 8.500 krónum á mán-uði eða 100 þúsund krónum á ári fyrir barnafólk í sambúð. Megin-áhersla á húsnæðisbætur á Norð-urlöndunum er á leigumarkaðinn en Íslandi eru vaxtabætur mun umfangsmeiri en leigubætur.

FÆÐINGARORLOF

-2,8 milljónir

Fæðingarorlof er styttra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og hámarksgreiðslur lægri. Foreldrar á Íslandi fá 2,8 milljónum krón-um minna í orlof en foreldrar á

Norðurlöndunum.

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

Minna mál með

32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 33: 29 04 2016

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Skipulag, grænir fingur og hollir bitarog hollir bitar

MetsölulistiEymundsson

Handbókalistinn - vika 16

1.

MetsölulistiEymundsson

Handbókalistinn - vika 16

3.MetsölulistiEymundsson

Handbókalistinn - vika 16

2.

Page 34: 29 04 2016

Heil og sæl, kæra móðir og þakkir bestar fyrir bréfið þitt. Dóttir þín er ákveðin, ung kona og afar at-hyglisvert að heyra um val hennar á fæðutegundum, þ.e. þegar heim er komið.

Átök um mat, hvíld og fatnaðÖll börn eru fædd með óendan-lega sterkan vilja sem gefur þeim kjark og kraft til að fást við allar þær erfiðu en um leið stórkost-legu æfingar sem bíða þeirra. Að reisa upp höfuðin, að velta sér, að skríða, að ganga; enda-lausar æfingar og mistök og enn meiri æfingar. Á hverjum degi sýna þessi litlu börn þrautseigju og viljastyrk sem við fullorðin höfum oft gleymt að við ættum í fórum okkar. En – svo verðum við agndofa þegar krílin okkar vaxa upp og viljinn þarf að fá útrás og æfingar á nýjum sviðum. Þær vilja-æfingar eru teknar út á foreldrun-um – þessum einstaklingum sem börnin elska meira en allt annað í heiminum. Klassísku stríðin eru háð á þremur sviðum heimilislífs-ins; matarmálin, hvíldarmálin og fatamálin.

Jarðarber og júgúrt í öll málÍ fljótu bragði sýnist mér að dóttir þín sé í viljaæfingum eða með öðrum orðum; í átökum við þig um matinn með að neita öllu öðru en þessum eftirlætis-tegundum sem þú nefnir. Þú ert búin að skoða stöðuna og leita þér stuðnings sem er ávallt best með bæði samráði við skóla barnsins þar sem barnið hefur prýðislyst á öllum mat og eins hefur læknir hitt ykkur og metið að stúlkan sé við hestaheilsu þar sem hún nær-ist á fjölbreyttum mat alla virka daga. Auðvitað væri áhugavert að vita hvort hún velur fjölbreytt-ari fæðu í fjölskylduboðum eða á veitingahúsum en samkvæmt bréfinu þínu einskorðast mat-vendnin hennar við heimilismál-tíðina sem þú berð á borð fyrir hana. Sem sagt, kæra móðir, hún virðist vera að spila með þig og þá hefur þú val um viðbrögð.

Reiptog – sleppa eða taka slaginn?Þegar tveir togast á, gefur oft bestu raunina að sleppa bara sín-um enda og sjá hvað gerist. Þú get-ur gefið henni eftirlætismat á disk-

inn en þú skalt elda og njóta þess að borða góðan mat við borðið með henni. Allir fá nóg af jarðar-berjum í kvöldmat eftir einhverja mánuði og ef þú ert ekkert að bjóða henni annað, fær hún ekk-ert út úr því að neita. Önnur leið getur verið að eiga ekki jarðarber-in og naanbrauðið til og hún fer þá bara svöng í háttinn. Um helgar yrði hún illa svöng þegar liði á daginn og það dugar mörgum til að brjóta odd af oflæti sínu og inn-byrða einhverja aðra fæðutegund. Þetta getur rofið vítahringinn en getur kostað mikil átök sem þú þarft að meta hvort geri eitthvað fyrir ykkur mæðgurnar.

Er hætta á ferðum?Auðvitað eru margar hliðar á öllum málum og við skulum ekki vanmeta mögulegar afleið-ingar þess að barn þrói sérkenni-legar matarvenjur. Jarðarber og jógúrt í hvert mál getur endað með þráhyggjuhegðun á fleiri sviðum. Eins geta átraskanir birst í mörgum myndum og foreldrar verða að vera vel á verði, ekki síst með stúlkurnar sínar. En þar sem dóttir þín er aðeins fjögurra ára og bæði leikskólinn og læknir hafa staðfest að hún nærist vel og sé frísk, er ekki hætta á ferðum að mínu mati. Síðar getur þú leitað til sérfræðinga ef þörf krefur. Núna skaltu bara elda þér afskaplega góðan kvöldverð og njóta hvers bita í frelsi frá áhyggjum.

Magga Pála

UppeldisáhöldinSendið Möggu Pálu spurningar á

[email protected] og hún mun svara í næstu blöðum.

Jarðarber og jógúrt í öll mál?Kæra Magga Pála!

Ég er með fjögurra ára stelpu sem er búin að skrúfa sig upp í ótrú-lega mikla matvendni. Nú er svo komið að hún borðar bara jarð-arber, kjötbúðing, eina tegund af jógúrt og hvítlauks-naanbrauð. Þetta hefur ekki alltaf verið svona heldur hefur ágerst undanfarna mánuði. Þegar hún var tveggja borðaði hún allt, þegar hún var þriggja var hún farin að fúlsa við ýmsum mat en núna er svo komið að matseðillinn er sá sami öll kvöld. Ég er búin að ráðgast við lækni sem sagði að þetta væri allt í lagi af því að hún borðaði allt í leik-skólanum og það er rétt. Þar borðar hún kjöt, fisk, grænmeti, hrís-grjón og alls konar brauð með alls konar áleggi án þess að gera neinar athugasemdir og leikskólakennarinn hennar trúði mér ekki þegar ég sagði að hún væri með þessa stæla heima. Ég var að hugsa um hvort þetta snúist eitthvað um að hún sé að stjórna mér en hún virðist alveg ánægð bara ef hún fær naan og jógúrt á meðan að ég borða heitan mat. Ef ég býð henni eitthvað annað þá segir áður en hún lítur á matinn og áður en hún smakkar „ég borða ekki svona.“ Er þetta eitthvað tímabil sem mun ganga yfir eða á ég að gera eitt-hvað í þessu? Og þá hverskonar sérfræðing ætti ég að tala við?

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Kurlarar

Model SDL 2800 EVO

Einfasa rafmótor 2800 W

Sjálfbrýnandi kurlaravals

Koma með safnkassa

Meðfærilegir

Auðveldir í allri notkun

Hljóðlátir

Öflugir greinakurlarar - taka allt að 45 mm stofna

KlippurTrjáklippur - Greinaklippur - Limgerðisklippur - Rósaklippur

TrjáklippurGreinaklippur

RósaklippurGreinaklippur

Limgerðisklippur

ÞÓR FH

Akureyri:Lónsbakka601 AkureyriSími 568-1555

Opnunartími:Opið alla virka dagafrá kl 8:00 - 18:00Lokað um helgar

Reykjavík:Krókháls 16110 ReykjavíkSími 568-1500

Vefsíða og netverslun:

www.thor.is

Page 35: 29 04 2016

TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • WWW.TONASTODIN.IS

„Tónlistin hefur leitt mig á vit bestu dvalarstaða og mestu ævintýra lífsins.“

Page 36: 29 04 2016

Massaman karrí fyrir fimm

Matartíminn

Linda Lek Thieojanthuk hefur verið að elda mat frá því hún man eftir sér. Hún seldi mat á götum Pakchong í Tælandi sem unglingur og dreymdi um að reka einn daginn sinn eigin stað. Draumurinn rættist þegar Linda breytti hluta mat-vöruverslunar sinnar við Laugaveg í veitingastað. Halla Harðardó[email protected]

„Það gerist ekkert ef maður er hræddur við breytingar. Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og hefur alltaf langað að opna lítinn stað og elda fyrir aðra, en ég var hrædd. Hrædd um að það myndi ekki takast nógu vel. En svo ákvað ég að ég yrði að prófa,“ segir Linda Lek Thieojanthuk, kokkur á Mai thai, Laugavegi 116.

Linda hefur búið á Íslandi í þrjá-tíu ár, allt frá því hún kom hingað fyrst með fyrrverandi eiginmanni sínum. „Það hjónaband gekk ekk-ert vel svo við skildum eftir tvö ár. Mig langaði samt ekkert að fara frá Íslandi og svo nokkrum árum síðar fann ég Einar og við höfum verið saman síðan,“ segir Linda en þau Einar reka saman verslunina Eir og núna veitingastaðinn Mai thai. „Það voru engar asískar mat-vöruverslanir á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst. Þegar ég fór í fyrsta sinn til Tælands frá Íslandi kom ég til baka með tösku fulla af kryddum, chili og núðlusúpum,“ segir Linda og hlær. „Fyrsta asíska verslunin var í bakhúsinu við veit-ingastaðinn Asíu og þar verslaði ég en svo fórum við Einar að flytja inn vörur. Við höfum rekið þessa

verslun í tíu ár en ákváðum í fyrra að taka burt gjafavöruna svo ég gæti eldað mat hérna í smá plássi.“

„Ég hef verið að elda mat frá því ég var lítil stelpa og mín fyrsta vinna var að hjálpa frænku minni að baka litlar eftirréttakúlur sem hún seldi úti á götu. Þá vaknaði ég klukkan fjögur á nóttunni til að hnoða deig áður en ég mætti í skólann. Mér fannst alltaf mjög gaman að fá að hjálpa til við söluna hjá frænku og fannst það algjört ævintýri að gera mat með henni og fá að selja úti á götu um helgar. Þá gerðum við alls-konar mat, en aðallega núðlusúpu og papaya-salat,“ segir Linda og

bendir brosandi á töfluna þar sem papaya-salat er einmitt einn rétta dagsins. „Mamma og pabbi unnu á maísakri fram eftir degi svo ég sá um eldamennskuna eftir skóla svo þau fengju heitan mat eftir vinnu. Mamma skammaði mig mikið ef maturinn var ekki tilbúinn.“

„Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt eða mikil vinna að elda mat, því ég hef alltaf elskað mat. Stundum elda ég fjóra rétti á kvöldin fyrir Einar þó ég sé búin að vera að elda hérna allan daginn. Mér finnst þetta æðisleg vinna, sérstaklega núna þegar ég er að vinna fyrir sjálfa mig. Það skiptir svo miklu máli að gera hlutina sjálfur.“

Linda deilir hér uppskrift af karríi sem hún segir vera einstaklega einfalda, þetta sé rétturinn sem hún hendi í þegar hún hafi ekki mikinn tíma. Innihald-ið er til að styðjast við en í raun má nota hvaða kjöt og grænmeti sem finnst í ísskápnum, svo lengi sem grænmetið er ferskt og ekki síst litríkt, en Linda hefur ekki gaman af ein-litum mat.

5 kartöflur, afhýddar og skornar í kubba1 rauð paprika1 græn eða gul paprika300-500 gr. kjúklingur, lamb eða naut.1 dós kókósmjólk1 msk. massaman karrí mauk1 tks. tamarind mauk1 tsk pálmasykurFerskt kóríander Salt

Aðferð:Setjið kókósmjólk á pönnuna líkt og um olíu væri að ræða, u.þ.b. 3 msk, en í réttinn fer engin olía og lítið er um olíu í tælenskri matargerð. Þegar mjólkin hefur hitnað setjið örlítið massaman mauk út í og hrærið þar til lyktin verður góð. Haldið svona áfram þar til áferðin á mjólkinni

verður olíukennd en ekki klára mjólkina.

Svo er kjötið sett út í og steikt í mjólkinni, síðan er restin af mjólk-inni sett í pönnuna, grænmetið og kryddið. Soðið þar til grænmetið verður hæfilega mjúkt.

Berið fram með hrísgrjónum og fersku kóríander.

Seldi mat á götunni

Mynd | Hari Ég hef verið að elda mat frá því ég var lítil stelpa, segir Linda.

Bleikur BrennivínskokteillTeitur Schiöth sigraði í keppni um besta Brennivínskokteilinn með Svartafelli

Ellefu barþjónar tóku þátt í keppninni um besta Brennivínskokteilinn sem haldin var í Tjarnarbíói í síðustu viku. Það var Teitur Schiöth frá Slippbarnum sem sigraði með kokteilnum Svartafelli. Teitur hefur starfað sem barþjónn í fjögur ár. Hann hlýtur að launum ferð á kokteilahá-tíðina Tales of Cocktail sem haldin er í New Orleans í júlí. Teitur gefur okkur hér uppskriftina að Svartafelli.

Svartafell45 ml Brennivín15 ml Montenegro Am-

aro (ítalskur líkjör)30 ml ferskur sítrónusafi20 ml heimagert hind-

berjasíróp1 dass rjómi2 döss Fee Brother’s

rabarbara bitter1 eggjahvíta

Aðferð:Hendið öllum hráefnum í hristara og hristið án klaka til að leysa upp eggjahvítuna, hendið klaka í hristarann og hristið af fullum krafti.

Síið innihald hristarans frá klakanum í fallegt glas á fæti.

Skreytið með fínskornum sítrónu- og límónuberki. Mynd | Hari Teitur tók sig vel út á sviðinu í Tjarnarbíói og

Svartafell þótti bera af öðrum kokteilum.

Meira blóðflæðiBætt hjarta- og æðakerfi

Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Fæst í apótekum og heilsubúðum

Náttúrulegt

MelatóninZenBev Triptófan úr graskersfræjum

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Íslensk vottun á virkni NO3

Sýni - Nýsköpunarmiðstöð Íslands

NO 1. Superbeets dós = 30 flöskur af 500 ml rauðrófusafa eða 90 rauðrófur

Nitric Oxide stjórnar blóðflæði líkamansSuperBeets er eina náttúruefnið á markaðnum sem uppfyllir gæðakröfur fyrir aukið blóðflæði NO.

Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, lifur, nýru, þynnku, astma, lungnaþembu.

Nitric Oxide Nóbelsverðlaun ‘98

CURCUMINGullkryddið

Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.

Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í

með liðagigt.

„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika

sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”

LIÐIR – BÓLGUR – GIGT

Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs100% náttúruleg bætiefni

balsam.is

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

Minna mál með

36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 37: 29 04 2016
Page 38: 29 04 2016

Páll Ingólfur Árnason var 98 kíló fyrir 10 mánuðum og talsvert verr á sig kominn en hann héltGuðrún Veiga Guðmundsdó[email protected]

Páll Ingólfur Árnason, múrara-meistari og verkefnisstjóri hjá um-hverfis- og skipulagssviði Reykja-víkur, hefur alltaf verið mikið gefinn fyrir útivist en fór að stunda göngur og fjallgöngur markvisst fyrir tæplega ellefu mánuðum. „Ég hef alltaf hreyft mig mikið og taldi mig vera í nokkuð góðu formi, en svo kom nú annað á daginn þegar ég fór til læknis í maí á síðasta ári.“

Páll greindist með óvirkan skjaldkirtil fyrir sjö árum og alls-kyns kvilla í kjölfarið, þar á meðal sykursýki 2. „Ég breytti sáralitlu hjá mér á þessum tíma, hélt bara áfram að lifa eins og hver annar maður, passaði ekkert sérstaklega upp á sykurinn eða neitt slíkt,“ segir Páll sem fékk þau tíðindi í fyrra að ef hann gerði ekki eitt-hvað í sínum málum væri stutt í að hann þyrfti að fara að sprauta sig vegna sykursýkinnar.

„Ég er mjög þrjóskur maður og ákvað strax að taka þetta föstum tökum. Ég leitaði ráða hjá læknum og öðrum sem glímt höfðu við þessa tegund af sykursýki og voru allir sammála um að hreyfing væri besta meðalið. Það get ég svo al-deilis tekið undir,“ segir Páll sem í dag er laus við sykursýkina.

Páll Ingólfur gengur 2-3 í viku. Einu sinni í viku fer hann með hópi sínum Fjallagarpar og gyðjur sem hægt er að finna á Facebook. Eins gengur hann vikulega með hópi sem er undir handleiðslu

Einars Skúlasonar og kallast Vesen og vergangur.

„Fyrir tíu mánuðum var ég 98 kíló, í dag er ég 73 kíló. Ég hafði það val að fara að sprauta mig með insúlíni eða taka tilveruna föstum tökum, “ segir Páll sem breytti mataræðinu samhliða aukinni hreyfingu. „Þetta kostar auðvitað sjálfsaga en það er svo sannarlega þess virði. Ég fæ mér nú stundum nammi enda allt gott í hófi.“

Það er nóg framundan hjá Páli sem æfir nú af kappi fyrir hæsta tind Íslands. „Þessa stundina er ég að æfa mig fyrir göngu á Hvanna-dalshnúk en ég stefni á að ganga hann, ásamt fleirum, þann 14. maí næstkomandi.“

5 góð ráð Páls fyrir gönguferðir1. Góða skapið er nauðsynlegt að hafa með í hvers kyns útvist. „Það

eru reyndar alltaf allir í góðu skapi þegar þeir stunda skemmtilega útivist. Ég hef engan fýlupúka hitt á fjöllum,“ segir Páll og hlær.

2. Góðir skór til þess að ganga á, þú ferð ekki á fjöll án þess að vera í góðum skóm. Skóbúnaður er alveg númer eitt, tvö og þrjú.

3. Gott nesti er nauðsynlegt í lengri ferðir. „Sjálfur tek ég með mér Snickers, rúsínur og hnetur. Og auðvitað nóg af vatni. Margir taka með sér flatkökur og eins er vinsælt að hafa með sér slátur. Það verður öllum heitt sem fá sér slátur, þannig að það er mjög gott að hafa það í nestispokanum,“ segir Páll.

4. Það borgar sig vera vel undirbúinn fyrir hverja árstíð og eiga til dæm-is góða göngubrodda fyrir veturinn og góða göngustafi sem hægt er að nota allan ársins hring, fyrir þá sem kjósa það. Einnig skaltu alltaf hafa regnfatnað meðferðis. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og þess vegna er mikilvægt að vera við öllu búinn.

5. Síðast en ekki síst mælir Páll með því að göngugarpar hafi þrúgusyk-ur í bakpokanum sínum. „Það geta allir lent í því að verða orkulausir, þá hjálpar þrúgusykurinn alveg ótrúlega.“

Dr. Shubanghee ayurvedískur læknir mun kenna hér á Íslandi

Sigrast á stressi og streitu með Ayurveda og jóga.Staður: Jógasetrið, fimmtudagurinn 5. maí, kl. 13:00 - 18.00Verð: 8.900 kr.

Ayurveda, þyngdaraukning og offitaStaður: Jurtaapótekið, laugardagurinn 7. maí, kl. 14:15 - 17:15Verð: 6.500 kr

Ayurveda og augunStaður: Jurtaapótekið, 9. maí, kl. 18:30 - 21:30Verð: 6.500 kr.

Einnig einkatímar lausir 9. og 10. maí verð 12.000 kr

Jurtaapótek | Skipholt 33 | sími 552 1103 facebook.com/jurtaapotek

Gekk af sér sykursýkinaMynd | Hari Páll Ingólfur Árnason æfir nú af kappi fyrir hæsta tind Íslands.

Páll Ingólfur Árnason fór að stunda fjallgöngur og

göngur markvisst fyrir tæplega 11 mánuðum.

Útivist

Allir fá að prófa kajakÞeir sem hafa hug á að prófa kajakróður geta látið slag standa sér að kostnaðarlausu

„Áhuginn á sportinu er alltaf að aukast en nú er hægt að fá miklu fjölbreyttari báta en áður og þú velur þér bara erfiðleikastig. Það er vel hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Hægt er að róa kajak sér til ánægju og yndisauka, svo er aftur á móti hægt að stunda þetta sem íþrótt og þá ertu kominn svolítið á annan stað, orðinn sjálfbjarga og farinn að elta uppi öldurnar og læt-in,“ segir Eymundur Ingimundar-son, meðlimur í Kayakklúbbnum, sem stofnaður var árið 1981.

Kayakklúbburinn á báta sem allir

geta komið og fengið að prófa. Einu sinni í viku eru svokallaðir félags-róðrar og þá er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa hug á að prófa kajak-róður að láta slag standa. „Fólk getur komið og fengið lánaðan bát, þær græjur sem til þarf og prófað og verið með. Þá er aldrei farið hraðar

en sá sem er hægastur. Það kostar ekkert að koma og prófa og hver veit nema að þú fáir delluna.“

Vorhátíð Kayakklúbbsins verður haldin við aðstöðu klúbbsins í Geld-inganesi laugardaginn 7. maí. Nán-ari upplýsingar má finna á heima-síðunni, kayakklubburinn.is. | gvg

Mynd | Hari Kayakklúbburinn var stofnaður árið 1981.

38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 39: 29 04 2016
Page 40: 29 04 2016

Einar Skúlason, göngu-garpur og leiðsögumaður, mælir með fimm göngu-leiðum fyrir þá sem ætla að reima á sig gönguskóna í sumar

„Almennt séð er gott að hafa stígandi í gönguferðum og það er gott fyrir sjálfstraustið þegar þú nærð markmiðum þínum og kemst þangað sem þú ætlar þér. Eins er skemmtilegt að skoða fjölbreytta staði, fjöllin eru mörg og leiðirnar svo margar þannig að það er óþarfi að fara alltaf sömu leiðina,“ segir Einar Skúlason, göngugarpur og leiðsögumaður.

Einar, sem skrifað hefur þó nokkrar göngubækur, mælir hér með fimm fjöllum sem henta vel fyrir byrjendur. „Leiðirnar má fara í þessari röð og í framhaldinu er hægt að fara til dæmis á Helgafell í Hafnarfirði, Þyril og Brekkukamb í Hvalfirði, upp að Steini í Esjunni,

Skálafell við Hellisheiði, tinda Akra-fjallsins og fleira.“

VÍFILSSTAÐAVATN OG GUNNHILDARVARÐAÞetta er mjög góð ganga fyrir byrj-endur til að prófa gönguskóna, taka nokkra kílómetra og ná smávegis hækkun í leiðinni. Byrjað er á því að ganga einn hring í kringum vatnið og svo er gengið upp að Gunnhildarvörðunni. Þaðan blasa Vífilsstaðir við og það þótti einmitt gríðarlegur áfangi í bataferlinu þeg-ar berklasjúklingi tókst að komast upp að vörðunni. Þegar komið er niður aftur má taka annan hring í kringum vatnið, ef fólk er í stuði.Gangan tekur 1,5 klukkustund.

BÚRFELLSGJÁ OG BÚRFELLBúrfellsgjáin er ein af perlum höfuðborgarsvæðisins. Þarna rann hraunið forðum sem við þekkjum úr Hafnarfirði og Garðabæ. Gengið er um Hjallamisgengið og um Búr-

fellsgjána eftir að hafa staldrað við hjá Vatnsgjá og Gjáarrétt. Með því að ganga upp á Búrfellið og hring-inn í kringum gíginn fæst ágætis hækkun.Gangan tekur 2,5 klukkustundir.

HELGAFELL Í MOSFELLSBÆÞað er fínt næsta skref að fara á Helgafellið í Mosfellsbæ til að sjá yfir sundin blá, en ekki gleyma að taka líka einhverja vegalengd í leiðinni og það er upplagt að halda áfram áleiðis í Skammadal þar sem skemmtileg þyrping lítilla sumar-húsa er í kringum matjurtagarða borgarinnar og ganga svo niður meðfram Varmá í sömu göngu. Þannig næst þó nokkur hækkun og mjög fjölbreyttur gönguhringur um svæði sem kemur á óvart. Gangan tekur 2 klukkustundir.

MOSFELL Í MOSFELLSBÆMosfellið sker sig frá öðrum fellum á svæðinu að því leyti að það er

langyngst. Þetta er unglingur með-al öldunga og hentar því vel frísku fólki. Hækkunin er líka góð og fal-legt að sjá Esjuna í nærmynd, þá sérstaklega Kistufellið og Mosfells-dalinn allan. Aldrei að vita nema að þið sjáið glitta í silfur Egils einhvern tímann í ferðinni og andi Halldórs Kiljan Laxness svífur yfir vötnum. Gangan tekur 2 klukkustundir.

ÞORBJÖRN Í GRINDAVÍKÞorbjörninn er þannig að hann kemur þeim skemmtilega á óvart sem fara þar í fyrsta skipti. Neðan frá virkar hann eins og hvert annað fell, en hver hefði ímyndað sér að uppi séu leifar af herstöð og hin djúpa og fallega Þjófagjá sem á sér svo skemmtilega þjóðsögu. Það er upplagt að byrja í skógræktinni og fara niður að sunnanverðu um Gyltustíg og fylgja svo Reykjavegi vestan megin við fellið aftur í skóg-ræktina.Gangan tekur 2,5 klukkustundir.

Farðu í gönguferð með WappinuWappið er smáforrit fyrir snjall-síma í eigu Einars Skúlasonar. Wappið hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Allar göngurnar sem Einar mælir með hérna eru í Wappinu. Forritið er sótt með því að fara inn á Wapp – Walking app í Appstore eða Playstore. Það kostar ekkert að hlaða Wappinu inn, en til þess að hlaða inn gönguleiðum með korti og leiðarlýsingu þarf að vera með reikning hjá Itunes eða Playstore. Leiðirnar kosta ýmist 150-300 krónur eða eru í boði einhvers.

5 fjöll fyrir byrjendur

Einar Skúlason og synir hans,

Emil Skúli, Gabríel Gauti

og Steinn Ingi, gengu Lauga-

veginn í fyrra.

Útivist40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 41: 29 04 2016

Incrediwear vörurnar eru magnaðar og bera nafn með rentu.Um er að ræða hlífar og fatnað með ótrúlega virkni við að auka blóðrás og hitamyndum sem getur dregið úr sársauka, bólgum, stífleika og þreytu.

Vörurnar hljóta meðmæli sérfræðinga á heil-brigðissviði og eru m.a notaðar af afreksíþrótta-fólki um heim allan og eru þróaðar út frá vísinda-legum rannsóknum.

Þessi mikla virkni kemur til út af byltingarkenndu fataefni sem samanstendur af bambus (kola) trefjum og Germaníum.

Ég æfi og keppi mjög mikið og það er gríðarlegt álag á líkama mínum. Ég hef verið að nota hnéhlíf, ökklahlíf og sokka frá Incrediware og ég finn verulegan mun á mér, minni spenna og bólgur. Ég mæli sérstaklega með sokkunum, þeir eru mjög þægilegir og ég þreytist mun síður í fótunum þegar ég nota þá.

Víðir Þór ÞrastarsonÍþrótta- og heilsufræðingur

ÚTSÖLUSTAÐIR: ÚTILÍF KRINGLUNNI - ÚTILÍF SMÁRALIND - INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA

Page 42: 29 04 2016

Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands

Morgungöngur Ferðafélags Íslands hafa verið árlega á dagskrá síðastliðin tólf ár. Að þessu sinni verður

brugðið út af venjunni og stað þess að ganga á fjöll verður nú gengið í fjörunni allt frá Leirvogi í Mosfells-sveit til Kópavogs. Gengið er klukkan sex alla morgna 9.–13.maí og er þátt-taka ókeypis og allir velkomnir.

Páll Guðmundsson, framkvæmda-stjóri FÍ, er fararstjóri í morgun-göngunum. „Þegar við byrjuðum á þessu verkefni fyrir tólf árum þá mættu fimm manns í fyrstu morgun-gönguna. Þeim fjölgaði þó jafnt og þétt og nú eru um 500 manns sem taka þátt í þessum gönguferðum sem eru fimm daga í röð eina viku í maí. Við förum að þessu sinni niður í fjöru og upplifum kyrrðina og fegurðina í fjöruborðinu við undirspil sjávarins. Við munum auk þess bregða á leik

og fjaran er tilvalinn leikvöllur fyrir morgunhressa göngugarpa,“ segir Páll.

Hver ganga tekur um tvær klukku-stundir og er gengið í fjörunni frá upphafsstað en til baka eftir göngu-stígum ofan við fjöruna og aftur að bílunum. „Það má finna dagskrá morgungangnanna á heimasíðu FÍ og fylgjast með á Facebook,“ segir Páll. Morgungöngurnar eru góð upp-hitun fyrir gönguferðir sumarsins og einnig góð byrjun á hverjum degi að fylla lungun af fersku sjávarlofti.

Örgöngur í MosfellsbæÖrgöngur Ferðafélagsins hafa verið á dagskrá mörg undanfarin ár og er þá gengið í þéttbýlinu með leiðsögn

heimamanna og boðið upp á fróð-leik um eitt og annað á viðkomandi svæði. Að þessu sinni verða örgöng-urnar allar í Mosfellssveit og gengið á þremur mánudögum klukkan 19. Fararstjóri í þessum ferðum verður Bjarki Bjarnason.

Fjallaskíðaveisla á SiglufirðiFerðafélag Íslands hefur boðið upp á fjallaskíðaferðir í vetur sem notið hafa mikilla vinsælda. Hápunkturinn í þessu verkefni er þátttaka í fjalla-skíðamóti á Siglufirði sem haldið verður helgina 6. – 8. maí. Þeir Tómas Guðbjartsson og Helgi Jó-hannesson hafa leitt þetta verkefni fyrir FÍ og hafa þátttakendur fengið

gríðarlega góða og fallega daga á fjöllum.

Fjölbreyttar ferðir í boðiFerðaáætlun FÍ kom út í byrjun árs og í áætluninni má finna fyrir 200 ferðir; fjölbreyttar ferðir þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ferðir af öllum stærðum og gerðum, dagsferðir, kvöldferðir og lengri ferðir, allt frá göngustígum í þéttbýli og upp á hæstu tinda landsins og allt þar á milli. Þátttakan er góð, fjölmargar ferðir orðnar fullbókaðar og margir á leiðina í góða gönguferð í sumar,“ segir Páll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri FÍ.

Morgungöngur Ferðafélags Íslands að hefjast í þrettánda sinn og fjölbreytt dagskrá hjá félaginu í allt sumar

Kynningar | Útivist AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Nokkrar hressar í morgungöngu Ferðafélags Ís-lands vorið 2015. Morgungöng-urnar hafa notið mikilla vinsælda og taka um 500 manns þátt hverju sinni.

Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna

Bergdís Ýr fékk fjallgöngu-bakteríuna fyrir fjórum árum og gengur á fjöll allan ársins hringGuðrún Veiga Guðmundsdó[email protected]

Bergdís Ýr Guðmunds-dóttir, félagsráðgjafi hjá Barnaverndar-nefnd Kópavogs, fékk fjallgöngubakteríuna í upphafi ársins 2012 og

hefur vart stoppað síðan. „Ég gekk alltaf á eitt og eitt fjall fyrir austan á sumrin þegar ég var yngri en áhug-inn kviknaði fyrir alvöru í kringum áramótin 2011-2012, þá fór ég að fara á fjöll ásamt vinkonu minni,“ segir Bergdís Ýr sem er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. „Eða telst það ekki al-vöru áhugi þegar þú vilt frekar eyða peningum í gönguskó en hælaskó?“

Bergdís Ýr gengur á fjöll að minnsta kosti fjórum sinnum í mán-uði yfir veturinn. „Ég geng allan ársins hring en þó meira á sumrin. Fjöllin eru auðvitað aðgengilegri á þeim tíma og veðrið betra. Síðasta sumar var ég til dæmis alveg rosa-lega öflug og fór 3-4 sinnum í viku,“ segir Bergdís Ýr sem á erfitt með að lýsa því hversu mikið göngurnar gefa henni.

„Auðvitað er alltaf gott að hreyfa sig og andlega eru fjallgöngur alveg ótrúlega nærandi. Það er einfald-lega eitthvað óútskýranlegt sem náttúran gefur mér, svona á móti vinnunni og daglegu amstri. Að ganga í vondu veðri eða góðu veðri og prófa að takast á við náttúruöflin sem þú ræður ekkert yfir er alveg ólýsanlegt. Svo ekki sé minnst á félagsskapinn sem fylgir þessu sporti.“

Bergdís Ýr byrjaði árið 2012 í fjall-gönguhópi hjá Útivist en hefur nú gengið með hóp frá Íslenskum fjalla-leiðsögumönnum í eitt og hálft ár. „Þú lærir ótrúlega mikið á því að vera í góðum hópi og mæli ég með því við alla sem hafa hug á því að fara stunda fjallgöngur að skrá sig í gönguhóp. Það er svo drífandi að vera hluti af hópi og þess vegna

mjög gott að byrja á því að skrá sig í einn slíkan.“

Framundan hjá Bergdísi eru tvær krefjandi göngur. „Ég er að fara í fjögurra daga göngu í Núpsstaða-skóg, um skóginn og upp á jökul. Svo ætla ég á Örninn hjá Grundar-firði sem er mjög spennandi ganga. Þetta eru tvær ólíkar göngur sem ég er mjög spennt fyrir,“ segir Bergdís.

Eitthvað óútskýranlegt sem náttúran gefur mér

Bergdís Ýr gengur á fjöll allan ársins hring.

„Að ganga í vondu veðri eða góðu veðri

og prófa að takast á við náttúruöflin sem þú ræður ekkert yfir er alveg ólýsanlegt. “

Bergdís Ýr fékk fjallgöngubakteríuna í upphafi árs 2012.

HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIР[email protected]

FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?

42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 43: 29 04 2016
Page 44: 29 04 2016

Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Unnið í samstarfi við Balsam

Helga Lind Björgvinsdóttir er lærður pilates kennari og einkaþjálfari og rekur líkams-ræktarfyrirtækið Balance

sem er starfrækt í Sporthúsinu í Kópa-vogi þar sem hún kennir meðal annars Power Pilates og aðhaldsnámskeiðið Betra form. „Ég hef lifað og hrærst

í íþróttum alla ævi og vissi alltaf að líkamsrækt væri mín hilla.“

Hjálpar fólki að breyta um lífsstílHelga Lind hefur rekið Balance í sex ár og hefur þar að auki kennt líkamsrækt til fjölda ára. Sem menntaður pilates kennari og einkaþjálfari leggur hún áherslu á að fólk breyti hægt og rólega um lífsstíl svo breytingarnar séu varan-

legar. „Það er best að taka hlutina skref fyrir skref til að ná varanlegum árangri, í stað þess að leita að skyndi-lausnum,“ að mati Helgu Lindar.

Alltaf að kljást við sykurpúkann„Þrátt fyrir að borða nóg af næringar-ríkum mat þá hef ég alltaf verið að kljást við naslþörf og áður en ég veit af er ég komin hálf inn í skáp að leita

að einhverju að snarla án þess að vera svöng eða þurfa mat. Ég hef verið að kljást við sykurpúkann í mörg ár,“ segir Helga Lind.

Fullkomin stjórn á matarvenjum Helga Lind ákvað að prófa Caralluma því það er náttúruleg lausn. „Ég var svo uppveðruð af árangrinum að ég fékk vinkonur mínar allar til að prófa líka. Naslþörfin hvarf algjörlega og ég náði betri stjórn á matarskömmt-unum þar sem ég varð saddari fyrr og lengur,“ segir Helga Lind sem þakkar Caralluma fyrir að nú eigi hún afslappaðra samband við mat. „Þetta er kjörin leið til að ná stjórn á öllum matarvenjum og kveða niður sykur-púkann.“

Balsam kynnir Caralluma Fimbriata frá Natural Health Labs. Caralluma kemur jafnvægi á hið vel þekkta svengdar hormón „Ghrelin“ sem er oft í of miklu magni í líkamanum og kallar á ofát, sætuþörf og löngun í óhollustu

Náttúrulegt þyngdartap með CARCI-ANA CAMBOGIA: Fæðubótarefnið er unnið úr ávextinum CARCIANA CAMBOGA sem vex í Suðaustur-Asíu, þar sem hann hefur verið notaður í mörg hundruð ár sem almenn fæða og sem lækningalyf. CARCIANA CAM-BOGIA inniheldur virka efnið HCA eða hýdróxýsýru sem rannsóknir hafa leitt í ljós að dregur úr matarlyst, stöðvar fitumyndun, vekur upp seddutil-fnningu og jafnar blóðsykur. CARCI-ANA CAMBOGIA eykur jafnframt serótónín en aukin serótónínvirkni í heilanum dregur úr matarlyst, bætir andlega líðan, og vinnur gegn streitu.

Helga Lind einkaþjálfari mælir eindregið með Caralluma fyrir þá sem vilja ná stjórn á matarvenjum og slá á naslþörfina.

Kaktusinn sem dregur úr ofáti

CARCIANA CAMBOGIA er vinsælasta fæðu-bótarefnið við þyngdarstjórnun

Heilsutíminn

Unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst

„Við vorum mjög bjartsýn en gerðum okkur þó engar vonir um að þetta myndi slá svona hressilega í gegn,“ segir Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs í Háskólanum á Bifröst, en á aðeins tveimur árum hefur meistaranám í forystu og stjórnun orðið lang-stærsta námsbraut skólans.

Meistaranám í forystu og stjórnun er 90 ECTS eininga nám sem hægt er að ljúka með MS gráðu og einnig MLM gráðu. „Þetta er gagnlegt nám sem gríðarleg eftirspurn er eftir frá fólki úr öllum áttum. Það er mikill misskilningur að nám af þessu tagi henti bara þeim sem eru með bakgrunn úr við-skiptafræði. Þegar við lögðum upp með þessa námsbraut gengum við út frá því að hún yrði gagnleg fyrir fólk sem væri að fást við ólík verk-efni í samfélaginu. Nemendur okkar koma úr öllum áttum, heilbrigðis-geiranum, stjórnmálum og mennta-

geiranum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður.

Námið er kennt í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst hefur áralanga

reynslu í háskólakennslu í fjarnámi, bæði í grunnnámi og í meistara-námi. „Þetta er nám sem fólk getur tekið á eigin hraða, langflestir sem

stunda þetta nám gera það sam-hliða vinnu. Margir nemendur okkar eru til dæmis nú þegar í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum og eru að bæta við sig. Forysta og stjórnun er nefnilega afar nytsamlegt nám fyrir þá sem vilja auðga sig og efla sem stjórnendur.“

Að sögn Sigurðar er mikil áhersla lögð á vöxt og eflingu einstak-lingsins í tenglsum við forystu og eru námskeiðin á mjög breiðu sviði. Til dæmis er sérstakt námskeið í þjónandi forystu. „Það rímar vel við stefnu og ímynd skólans að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga.“

Námið hófst haustið 2014 og var fyrsti hópurinn útskrifaður í febrúar síðastliðnum. „Í kringum 145 manns stunda nám við brautina í dag og við útskrifuðum fyrsta hópinn okkar nýverið sem var afskaplega skemmtilegt. Í náminu eru vinnu-helgar þar sem allir hittast og hafa nemendur okkar myndað rosalega sterk tengsl sín á milli.“

Opið er fyrir umsóknir, allar nánari upplýsingar

má finna á bifrost.is

Meistaranám í forystu og stjórnun hefur slegið í gegnHefur á stuttum tíma orðið langstærsta námsbrautin við Háskólann á Bifröst

Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs

í Háskólanum á Bifröst.

Fyrsti útskriftarhópurinn ásamt nokkrum nemendum úr alþjóðaviðskiptum.

Það er mikill misskilningur að nám af þessu tagi henti bara þeim sem eru með bakgrunn úr viðskiptafræði. Þegar við lögðum upp með þessa námsbraut gengum við út frá því að hún yrði gagnleg fyrir fólk sem væri að fást við ólík verkefni í samfélaginu.

44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 45: 29 04 2016

Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Hælabót hefur reynst vel á þurra og sprungna hæla. Hælabót inniheldur minka-olíu, bývax, vallhumal, tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið notaður sem lækn-ingajurt á Íslandi, þekktur fyrir græðandi og mýkjandi eigin-leika sína. Tea tree olía er talin hafa sótthreinsandi áhrif og piparmyntan þykir auka blóð-flæði.

Hælabót SárabótSárabót er mýkjandi, græðandi og kláðastill-andi smyrsl. Sárabót inniheldur minkaolíu,

bývax, haugarfa, vallhumal og klóelfting, lavender og rósmarín kjarnaolíur auk E-vítamíns. Kló-elfting og haugarfi hafa sömu eiginleika og vallhumall en haug-arfinn þykir einnig kláðastillandi.

Sárabót og Hælabót eru fáanleg í apótekum og heilsuhillum stór-markaðanna.

Unnið í samstarfi við Icecare

Amínó vörulínan saman-stendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein®

ásamt öðrum líf-virkum efnum.

Amínó® Liðir er liðkandi blanda með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria fron-dosa) og IcePro-tein® (vatns-rofin þorskprótín). Skrápurinn saman-stendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einn-ig lífvirka efninu chondroitin sulp-hate sem verndar liði fyrir skemmdum

og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að innihalda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna-extraktið ríkt af sinki,

joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin.

Auk sæbjúgna og IceProteins® inni-

heldur Amínó Liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og mangan. Rann-sóknir hafa sýnt að vatnsrofið fiskprótín, eins og eru í IceProtein®, styðja við liða-heilsu. Kollagen, chondroitin sulphate, vítamín D, vítamín C og mangan eru allt efni sem eru mikil-væg fyrir liðaheilsu.

Amínó® vöru-línan samanstendur

af fæðubótarefnum sem innihalda þorskprótín, ásamt öðrum líf-virkum efnum sem styðja við eða auka heilsubætandi virkni þorsk-peptíðanna. Að sögn dr. Hólmfríðar Sveinsdóttir, stofnanda og fram-kvæmdastjóra PROTIS ehf., sem

framleiðir Amínó® vörulínuna, er fiskprótínið unnið úr hágæða hrá-efni sem fellur til við flakavinnslu á íslenskum þorski. „Markmiðið er að hámarka nýtingu á einstakri náttúruauðlind og bæta lýðheilsu. Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ens-ímum og í framhaldinu síuð þannig að prótínið sem kallast IceProtein® samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum,“ útskýrir Hólm-fríður.

Steinþóra Sigurðardóttir hóf inntöku Amínó Liða með góðum árangri.

„Ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgnahylkin öðlaðist ég meiri liðleika í bakinu.“

„Ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgna-hylkin öðlaðist ég meiri liðleika í bakinu.“

Mæli með Amino Liðum fyrir allaSteinþóra Sigurðardóttir er mjög ánægð með Amínó Liði sem hafa reynst einstaklega vel

stendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein®

er því mjög ríkur af

liði fyrir skemmdum

er sæbjúgna-extraktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin.

Auk sæbjúgna og IceProteins® inni

heldur Amínó Liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og

sóknir hafa sýnt

efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.

línan samanstendur Steinþóra Sigurðardóttir.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir.

Active Liver virkar fyrir migFita er ekki bara bundin við maga, rass og læri. Hún getur einnig sest innan í líffærin, þar á meðal lifrina

Jóna Hjálmarsdóttir hefur notað Active Liver í nokkra mánuði með góðum árangri. „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum

efnum og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrarstarfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“

Fékk fljótlega aukna orkuHún segist hafa fundið fljótt mun á sér. „Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auð-veldara að halda mér í réttri þyngd, enda inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver virki fyrir mig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri,“ segir Jóna.

Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni. Það getur verið vegna áfengisneyslu en það getur einnig verið vandamál hjá fólki í yfirþyngd. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni.

Nýtur þú lífsins of mikið?Þegar lífinu er lifað til fulls er auðvelt að finna fyrir því og það sést á fólki. Dags-daglega leiðir fólk almennt ekki hugann að lifrinni. Hún gegnir þó mikilvægu hlutverki varðandi efna-skipti og niðurbrot á fitu. Of mikið af kolvetnum, of mikið áfengi og feitur matur valda of miklu álagi á starfsemi lifrarinnar og gallsins.

„Matur sem neytt er nú á dögum inniheldur meira af kolvetnum en matur sem forfeður okkar neyttu. Við

erum ekki vön þeim. Of stór skammtur af kolvetnum miðað við prótein gerir lifrinni erfitt að viðhalda eðlilegum efnaskiptum og niðurbroti á fitu. Sem betur fer eru það ekki einungis prótein sem geta örvað lifrarstarf-semina,“ útskýrir Ólöf Rún Tryggvadóttir,

framkvæmdastjóri hjá IceCare.

Leyndarmálið um Active LiverActive Liver inniheldur nátt-úrulegu jurtirnar túrmerik og svartan pipar. Einnig ætiþistil og mjólkurþistil sem er þekktir fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrarinnar og gallsins. Einnig inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fitefna-skiptum, viðheldur eðlilegri starfsemi lifrarinnar og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar amínosýruna hómósy-stein.

Minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenju-hátt hlutfall af ómettuðum

fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrsl-unum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og E-vítamín.

Heldur exeminu niðriKlara Helgadóttir prófaði Sárabót fyrir átta ára gamlan son sinn sem berst við exem og er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað ansi mörg exem krem, þar á meðal sterakrem og ekkert hefur virkað jafn vel og Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“

Frískir og nærðir fæturHjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í starfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur. „Í dag nota ég nær eingöngu Hælabót eftir fótaaða-gerðir og mæli ég hiklaust með því. Það þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af myntunni í kreminu sem gefur

fótunum frískleika. „Ég hef unnið með þetta krem í um það bil fimm mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir erum mjög hrifin af Hælabót,“ segir Hjördís.

Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtumSárabót og Hælabót eru hluti af vörulínunni Gandi. Smyrslin eru mýkjandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum

Hjördís Anna Helgadóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, notar Hælabót

eftir fótaaðgerðir.

einnig sest innan í líffærin, þar á meðal lifrina

| 45FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 46: 29 04 2016

Trukkaðu yfir alltSéu límonaðiaðdáendur ekki búnir að fá nóg eftir útrás með hafnaboltakylfu heyrði Fréttatíminn í Arctic Trucks og grennslaðist fyrir um hvort hægt væri að breyta jeppa í svokallaðan Mons-ter Truck eins og þann sem Beyoncé rústar fólksbílum á í Hold Up. Arctic Trucks gaf þau svör að slíkir trukkar væru vissulega ekki gerðir á Íslandi, enda ólöglegir á götum úti, en menn þar sögðu okkur að stærstu dekk sem sett væru á jeppa væru 44 tommu. Svo þetta er í það minnsta mögulegt.

Bey, þau elska þig ekki eins og við elskum þigAðdáendur Beyoncé hafa verið óvinnufærir síðan hún gaf sjónrænu plötuna Lemonade óvænt út síðustu helgi. Platan er uppfull af krafti, reiði, fyrirgefningu, ást og pólitík. Platan hefur þegar verið greind af öllum helstu fjölmiðlum hérlendis sem erlendis. Hér er okkar innlegg:

Tíska

Hafnaboltakylfur

– fáðu útrásFyrir þá sem fylltust innblæstri við að horfa á Beyoncé fá útrás á nokkrum vel völd-um bílrúðum í mynd-bandinu við Hold Up, fást hafnaboltakylfur á hagstæðu verði í Húsa-smiðjunni á aðeins 1990 krónur.

Trukkaðu yfir allt

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

NÝ SENDING AF SUNDFÖTUMSTÆRÐIR 14-28 EÐA 42-56

VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á CURVY.IS

OPNUNARTÍMAR Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16

SundbolurVerð: 8.990 kr

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

Colonic PlusKehonpuhdistaja

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

www.birkiaska.is

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Birkilaufstöflur

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur

VANTAR

ÞIG

ORKU?

• Á morgnana • Í skólann og prófalesturinn• Í vinnuna • Fyrir æfinguna

ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA

ÁN ALLRA AUKAEFNA

Fæst í næsta apóteki, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, 10-11 og Iceland

280cm

98cm

Við bjóðum góð verð alla daga

Kjóll kr. 5900

Kjólar í mörgum litum og mynstrum

Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

Tökum upp nýjar vörur daglega

46 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 47: 29 04 2016

Límonaði að

hætti BeyoncéSettu hálfan lítra af vatni í könnu for-mæðra þinna Bættu við 250 grömmum af sykri, kreistu bit-urðina úr átta sítrón-um og raspaðu hatrið úr hálfri sítrónu. Helltu úr skálum reiði þinnar úr einni könnu í aðra nokkrum sinn-um, síaðu í gegnum tært og hreint visku-stykki. Þú finnur jafn-vægið og fyrirgefn-inguna seytla inn í þig með hverjum sopa.

| 47FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 48: 29 04 2016

BREKKA GJALD-MIÐILL TRYGGUR

AFKVÆMI

HELDUR BROTT

ÓFAGUR DUGLAUS

NIÐUR-FELLING

STEINBOGI

MERJA

SVELG

SPENDÝRLAG-

FÆRING

ÖRVERPI

YFIRSTÉTTÍ RÖÐ

MUN

ÖRK

VARA

STÓLPI

SJÚK-DÓMUR

ENGI

ÓSÆTTI

STYKKI

ALGENGUR

SKINNA-VERKUN

IMSPRENGI-

EFNI

VELLÍÐANBÝFURPLANTA

GJÁLFRA

FÆÐAKVK NAFN LEIÐSLA

VEFENGJA

HÖGG

SÆLA

GÓLBEIKON

RÍSA

HÆTTA

ROTNA

ELD-HÚSÁHALD

TVEIR EINS

FLOKKAÐ

ÓBUNDIÐ

FIÐUR

SKÁI

BLÓÐSUGA

TVEIR

TVEIR EINS

KÆLA

PÚSTRAR

NÖGLUPPNÁMS

TUNGUMÁL

ÁLIT

SAMTÖK

ALUR

ÞEI

MÓT

SAMTALS

VEFJABANKA TITTURMÁLMUR

NEITUN

ÁMÆLA

ÖÐRUVÍSI

ANGANSKJÖN

MUNDA

FYRIRHÖFN

MERGÐ

SAMS-KONAR

SLÆMA

FLÓN

SUÐA

UPP-HRÓPUN

GUMS

FLANKRAFS

GÓÐ LYKT

TVÍHLJÓÐI

TVEIR EINS

Í RÖÐSTERKA

FUGL LJÓSKERRJÚKA

HRÖRNASÝKN

TIGNA

291

ANNAST MIÐJA S VAG

GRYFJA K FOR REKA FRÁ NES

AÐHYLLAST

IMPRA H N E I G J A S TÝ J A RUGLA

FÚADÝ G R A U T AUPP-

HRÓPUN Ú F STORKUN

BLÓÐSUGA Ö G R U NK L E I F KIPRA

TVEIR EINS

RÁS G GVERST

SKEKKJA SUM-

HVERFIS

TVEIR EINS K R I N G GILDI

PIRRA V Æ G I

OFANFERÐ

GEIL

REIÐ-MAÐUR

F

H V Í T N A FYRRTEYMA

FORÐAST L E I Ð A UPPNÁMSFÖLNA

E I S T A KVEÐJA

AFKVÆMI Á V A R P KK NAFN RÍKI Í EVRÓPU Æ

KYN-KIRTILL

ÓSKAR

I L T PÚLA

ÞRÁKELKNI P U Ð A TÓLF TYLFTIR G R O S SV

L L TRÉ

AFSPURN Þ I N U RRAUÐ-BRÚNI

SUNDLA J A R P ITVEIR EINS

S A U R KRYDDA

VIÐUR G R A S A GYÐJA

HÓLFA R Á NU FÉLAGI

SKÁL M Á T I ÁTT

RÉTT S VSAMKOMA

MÆLI-EINING Þ I N G

S Í T A R ÞREPARÖÐ

HNAPPUR S T I G IÁTT

STEIN-TEGUND N AHLJÓÐFÆRI

VIÐSKIPTI

A L A BORÐA

HEIMSÁLFA É T A DRYKKUR M A L T BLETTA GABBASM Á L A ÓLÆTI

HÆNGUR A T HNÍFJAFN

ÁNA A L J A F NLITA

HNOÐAÐ

L T FRESTA

SÝKING S A L T A RÖLTA

VELLÍÐAN L A L L AEE LÆKKA

FLÝTIR S Í G A SJÁÐU

STEFNA S K O KIRNA

FUGL K E RG A M A N VIÐDVÖL

Í RÖÐ Á N I N GGJALD-MIÐILL

VÖRUMERKI K RSKEMMTUN

NÝNEMI

U S I SÝNI Ú R T A K UNG-DÓMUR Æ S K AB

R I T L I S T MAUK K Á S S ARITLEIKNI

DRULLA

my

nd

: W

yr

dLi

gh

t.c

om

(c

c B

y-S

A 3

.0)

290

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Krossgátan

Allar gáturnar á netinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-hafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn

Sonur minn fór í fimm daga dvöl upp í Reykjaskóla í Hrútafirði í síðustu viku ásamt bekkjarfélögum sínum og krökk-um úr tveimur öðrum skólum. Hann er þriðja barnið sem ég sendi í þessar skóla-búðir, ekki af því að mér þyki börnin mín pirrandi og vilji hvíla mig á þeim í nokkra daga, heldur þvert á móti vegna þess að ég veit að það er fátt sem styrkir þau meira og gefur þeim meira sjálfstraust en að fara í svona ferð.

Að fara svona að heiman, 12-13 ára gamall, er ekkert lítið mál fyrir flesta krakka. Þau vinna að því allan veturinn að safna flöskum (passið ykkur á því, það getur verið pínlegt þegar þau mæta með heilu svörtu ruslapokana af rauðvíns-flöskunum í skólann), halda skemmti-kvöld og undirbúa sig á ýmsan hátt. Svo þegar þau koma á staðinn skemmta þau sér auðvitað konunglega.

Ég held reyndar að ég hafi ekki farið í nákvæmlega svona ferð sjálfur á þessum aldri. Við fórum í tveggja daga skíða-ferð upp í Víkingsskála þegar ég var unglingur og það eina sem ég man er að við vorum látin sofa á dýnum á gólfinu í stórum sal og það var svakaleg táfýla í loft-inu, í bland við þá svitalykt sem einkennir unglinga og ég man líka að þetta var stressandi en líka gaman. Og það er einmitt mergurinn málsins.

Við eigum það til að gleyma því að við fáum oft mest út úr því í lífinu sem við höfum mest fyrir, því sem veldur okkur mestum

kvíða fyrirfram, því sem við eigum erfiðast með að gera, því sem við eigum erfiðast með að skilja. Þjóðfélagið miðast allt við að gera okkur, og um leið börn-unum okkar, auðvelt fyrir. Það er auðvelt að kaupa í matinn, auðvelt að læra, auð-velt að vinna, auðvelt að komast yfir áföll og leiðindi. En á sama tíma sækjum við sífellt í það sem erfitt. Ég man til dæmis ekki eftir því að neinn vina minna hafi póstað mynd af sér á toppi Öskjuhlíðar í fjallgönguskóm með textanum: Sigraðist á Öskjuhlíðinni á auðveldan hátt! Á sama hátt man ég ekki eftir því að hafa séð fólk monta sig af því að hafa unnið aldraða foreldra sína í spretthlaupi eða börnin sín í sjómanni.

Við elskum áskoranir, erum alltaf að vinna að einhverju markmiði. Flestir sem ég þekki eru að vinna að því að grenna sig, styrkja sig, bjarga hjónabandinu, læra frönsku, borða hollari mat, hætta að reykja eða hreyfa sig meira. Aldrei hittir maður manneskju sem er ekki að keppa að neinu markmiði, er bara ánægð með það sem hún hefur og sátt við útlitið.

Við köllum líka svoleiðis manneskjur metnaðarlausar og það þykir sko

ekkert smart. Algengasta svarið sem ég fæ

þegar ég spyr fólk hvers vegna það hafi ákveðið að fara á nám-skeið hjá mér í uppistandi er ekki: Vegna þess að mig langaði

svo mikið til þess. Heldur: Vegna þess að mig

langaði að fara aðeins út fyrir þægindaram-mann. Hmm? Hvað þýðir það? Að gera eitthvað óþægilegt

sem fólk getur svo verið ánægt með að hafa komist í gegnum, ekki satt? Við sem sagt veljum að gera óþægilega hluti fram yfir þægilega. Þannig vinnum við okkar litlu sigra í lífinu.

Og við dveljum ekkert sérstaklega við þá sigra. Þegar krakkarnir mínir koma úr svona ferð, eins og þessari á Reyki, sem jafnvel hafði valdið þeim kvíðabland-inni eftirvæntingu mánuðum saman og maður spyr þau; var ekki gaman eða var þetta nokkuð svo slæmt? Þá yppta þau öxlum og segja: Nei, nei. Og svo snúa þau sér að næsta verkefni, helst einhverju nógu erfiðu.

Út fyrir þægindarammann

2

9 4 1 5

3 8

4 1 6

2 7 4

7 3 8

1 9 6

5 7 6 8

1 5 3

8 9 2 3

8 6

7 3 5 9

8 3

4 2 6 5

1 9 2

8 7 9

3

2 3

Sudoku fyrir lengra komna

Steini skoðar heiminnÞorsteinn Guðmundasson

Við elskum áskoranir, erum alltaf að vinna að ein-

hverju markmiði ... Aldrei hittir maður manneskju sem er ekki að keppa að

neinu markmiði, er bara ánægð með það sem hún

hefur og sátt við útlitið. Við köllum líka svoleiðis

manneskjur metnaðar-lausar og það þykir sko

ekkert smart.

Sudoku

Af því þekkjum við að Jesús lét lífið fyrir okkur...

www.versdagsins.is

48 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

5. - 19. SEPTEMBERKOSTA RÍKANÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA

Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem samanstendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi.

565.940.- Verð per mann í 2ja manna herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á.

Page 49: 29 04 2016

Frístandandi HnattlíkanÞú stillir því upp og það

snýst og snýst3.390 kr.

Waaw lampi39.000 kr.

Skólavörðustíg 12 sími 578 6090 www. minja.is fb: minja

ÍslandsklukkanStærð: 23 x 33 cm.

3.200 kr.

Gamla góða ÍslandskortiðStærð: 50x70 cm. Aðeins 750 kr.

Rope skál 13.400 kr.

Ittala Kastehelmi kertastjakar2.390 kr.

Ostabretti með hnífum 5.990 kr.

Kisupúði 6.200 kr.

Handskornir tréfuglar 3.900 kr.

Magnet Vasar 5.900 kr.

Hnöttur 16.900 kr.

Lasso flöskustandur3.900 kr.

WC HILLAN kemur röð og reglu á lesefni setustofunnar. Stærð: 25 x 26 cm. (4 litir.) 3.700 kr.

Pennabox með límbandi ogskúffu fyrir bréfklemmur 4.490 kr.

Hauskúpuljós 6.900 kr.

Músíkegg ElvisÞegar egg eru soðin fermúsíkeggið með í pottinnog spilar „Viva Las Vegas“þegar eggin eru linsoðinog „Jailhouse Rock“ þegarþau eru harðsoðin5.500 kr.

KarotoMeð Karoto gerir þú

gulrótarþynnur til að skreytamatinn og gera hann lystugri

1.790 kr.

Nýi Moominsumarbollinn 3.490 kr.

Heico kisa 7.700 kr.Úrval af þýsku gæðalömpunum

frá Heico!

Page 50: 29 04 2016

Krin

glan

Krin

glum

ýrar

brau

t

Miklabraut

Miklabraut

Við erum hér!

Tilboð

17 10 bitar fyrir 4-55 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

Miklabraut

GOTT

UM

HELGINA

Hvað ætlar þú

að gera 1. maí?

Birna

Þórðardóttir

Snorri Másson

Héðinn Sveinn

Baldursson Briem

Það er ósköp einfalt, ég byrja

daginn hjá Samtökum hernaðar-

andstæðinga og hitti þar fólk.

Þaðan geng ég niður Laugaveginn

og safna peningum til styrktar

verkefna í Palestínu. Það eru yfir-

leitt verkefni tengd börnum, sjúkra-

húsum og ýmis skorts á hernaðar-

svæðum Palestínu.

Ég á 19 ára afmæli þennan dag

sem er svo sem ekki merkilegur

aldur, en eg mun ekki fagna því þar

sem ég er í munnlegu dönskuprófi

klukkan 8.30 þennan dag. Svo er ég

í skriflegu stúdentsprófi í dönsku

daginn eftir svo ég verð allan

daginn að læra fyrir það. Ég hlakka

sem sagt ekki mikið til.

Ég ætla að njóta með fjölskyldunni,

kannski rölta niður í bæ og gefa

öndunum brauð, ef veður leyfir!

Fjólublátt regn

Eins og flestir vita féll tónlistargoð-sögnin Prince frá í síðustu viku. Prince var einn besti gítarleikari sem heyrst hefur auk þess að vera frábær söngvari og tónsmiður. Margir tengja tónlistarmanninn við hina vinsælu bíómynd Purple Rain frá árinu 1984. Í myndinni fór Prince með aðalhlutverk og samdi alla tónlistina. Það er því vel við hæfi að Bíó Para-dís hyggst halda sérstaka sýningu á myndinni á laugardaginn, Prince til heiðurs. Hvar? Bíó Paradís.

Hvenær? Laugardaginn 30. apríl,

klukkan 20.

Fjörið um helgina

er í Gróttu!

Aðeins einn dag á ári gefst al-menningi tækifæri til að ganga upp í Gróttuvitann og sá dagur er um þessa helgi: Fjölskyldudagur Gróttu fer fram á laugardaginn. Dagskráin er stútfull fyrir unga sem aldna, en meðal þess sem í boði verður eru krakkajóga, and-litsmálun, vöfflur og fjöruferð með líffræðingum. Auk þess mun Lolla mæta með gítarinn og grínið og Flemming Viðar Valmundsson með harmonikkuna. Leyfi veður og vindar munu brimbrettakappar meira að segja leika listir sínar fyrir opnu hafi. Hvar? Í Gróttu úti á

Seltjarnarnesi.

Hvenær? Laugardaginn 30. apríl,

klukkan 15.30-17.30.

Hókus pókus Töframaður leggur sprotann á hilluna

Fyrsti maí hins

róttæka verkalýðs

Á verkalýðsdeginum, 1. maí, kennir ýmissa grasa um allan bæ. Nokkrir hópar hafa tekið sig saman og standa fyrir dagskrá fyrir þá sem virkilega vilja berjast fyrir bættum hag alþýðunnar á róttækan hátt. Dagskráin hefst með því að hópur-inn safnast saman klukkan 13 á Lækjartorgi, marserar niður Lauga-veg með verkalýðsgöngunni árlegu og eftir dagskrá á Lækjartorgi verður hist á Múltíkúltí á Barónstíg, byltingin rædd og tækifæri fyrir svipað þenkjandi róttæklinga að ráða ráðum sínum. Hóparnir sem standa fyrir viðburðinum eru IWW Ísland, Kynsegin Ísland, No borders Iceland, Róttæki sumarháskólinn, Trans Ísland, Attac á Íslandi, Inn-blástur Arkestra and Aktívegan.Hvar? Hlemmur.

Hvenær? 1. maí klukkan 13.

Hundrað raddir óma

Hvernig hljómar að slaufa aprílmánuði og taka sumrinu opnum örmum undir tónum kórs hundrað kvenna? Margrét Jóhanna Pálmadóttir fagnar 60 ára afmæli sínu með tónlistar-veislu þar sem einsöngkonan Berglind Björk Jónasdóttir og hljómsveit, skipuð úrvals tón-listarmönnum, verða með í fjöl-breyttri gospel-, blús- og djass-tónlist. Margrét, ásamt 100 kvenna skara úr söngskólanum Domus vox, treður upp og lofar góðri skemmtun og gæsahúð. Hvar: Fríkirkjan við Tjörnina.

Hvenær: Laugardaginn 30. apríl,

klukkan 16 og 18.

BÍÓFERÐ

HELGARINNAR

„Í Töfraheimi Einars Mikaels verða sjö ár af töfrum sett í eina

sýningu – allt mitt besta hingað til í sam-

bland við nýtt efni sett saman og útkoman

verður ein stórkostleg fjölskyldusýning.“

Um helgina fer fram í Bæjarbíói atburður sem markar lokin á töframannsferli Einars Mikaels – í það minnsta næstu sjö árin. Að sögn Einars markast lífið af sjö ára löngum tímabilum og telur hann því sínum sjö ára langa töfra-mannsferli lokið.Hvað? Töfraheimur Einars

Mikaels.

Hvar? Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Hvenær? Sunnudaginn 1. maí,

klukkan 15.

Hvað kostar? 2500 krónur.

„Ég er búinn að vera með nám-skeið og listasmiðju í gangi síðustu daga fyrir fatlaða listamenn þar sem við höfum verið að mála sam-an aflandseyjar. Krakkarnir hafa verið að mála þessar eyjar út frá sínum hugmyndum um aflandseyj-ar, sem eru byggðar á litatónum íslenskrar náttúru,“ segir Árni Már Erlingsson myndlistarmaður sem

vinnur nú fyrir List án landamæra. „Við ætlum svo að kynna stofnun aflandsfélags í þágu íslenskrar myndlistar með gjörningi í Gallerí Port á laugardaginn. Þá verður gestum og gangandi líka boðið að stofna sitt eigið aflandsfélag. Með þessu ætlum í raun að sýna fram á hversu auðvelt það er að stofna eitt slíkt.“

Árni Már Erlingsson, Snorri Ásmundsson og þátttakendur í List án landamæra flytja gjörninginn Óþekkt, stælar og almenn óþekkt í Port verkefnarými, laugar-

daginn 30. apríl klukkan 14-16 og frá klukkan 20. Þar munu gestir og gangandi geta stofnað sitt eigið aflandsfélag. Myndin er frá gjörningi Snorra, Koddu! sem

var framkvæmdur með fötluðum listamönnum í Nýlistasafninu árið 2011.

Aflandsfélag í þágu myndlistar stofnað

50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 51: 29 04 2016
Page 52: 29 04 2016

Þorgrímur Einarsson er tónsmiður sem varð sjálfmenntaður mynd-listarmaður. Hann kynntist myndlistinni fyrir slysni þegar hann

bjó í Hollandi og kolféll fyrir henni. Margsinnis hefur Þorgrímur velt fyrir sér sameiginlegum flötum þessara tveggja ólíku listforma. Hann segir einhverja tilfinningu, sem erfitt er að setja fingur á, sé keimlík. Í sköpunarferlinu vakna upp sömu tilfinningar, sami rytmi hvort sem það sé tónlist eða mál-verk.

Síðastliðin ár hefur Þorgrímur einblínt á myndlistina og þróað með sér einkennandi stíl. „Hann einkennist af einskonar raunsæi, þar sem teikningar, tónar og litir eru settir í forgrunn í bland við ab-strakt hluti líkt og hús eða mann-eskjur,“ lýsir Þorgrímur.

Á samfélagsmiðlum hefur Þor-grímur sópað að sér mörg þús-

und fylgjendum. Hann áttaði sig snemma á kröftum miðla á borð við Facebook og Instagram. „Miðl-arnir eru sérhannaðir fyrir myndir og myndræna framsetningu, sem er fullkomið fyrir listamann sem vill koma sér á framfæri. Ég byrjaði snemma með þessar síður sem hafa vaxið hægt og rólega. Það koma kippir þegar fólk endurbirtir mynd-irnar mínar, þá skyndilega sjá 1000 ný augu listina sem maður skapar. Það er alveg frábært.“

Þorgrímur stendur á tímamótum en Abend Gallery í Denver í Kóló-radó bauð honum að sýna á fimm samsýningum á árinu. „Í kjölfarið

fæ ég að vera með stærri sýningar hjá þeim. Þetta er spennandi tími og forvitnilegt að sjá hvað þetta leiðir af sér. Nú þegar hefur tíma-ritið American Art Collector, eitt stærsta tímarit um samtímalist í heiminum, birt mynd eftir mig. Það staðfesti að ákvörðunin borgaði sig, þó svo það hafi verið dýrt að flytja stór málverk á milli landa.“ | sgk

Instagram: thorgrimur.artFacebook: /thorgrimur

Meira á frettatiminn.is

Myndin Freymar verður á sýningu hjá Abend Gallery í Kólóradó í júní.

Einnig birtist hún í tímaritinu American Art Collector.

Kenndi sjálfum sér að mála

Myndlistarmaðurinn Þorgrímur Einarsson vekur athygli utan landsteinanna. Mynd | Einar Rafnsson

Tímaritið American Art Collector birtir málverk eftir myndlistarmanninn Þorgrím Einarsson í næsta tölublaði. Hann á sér stóran aðdáendahóp á samfélagsmiðlum og gallerí í Bandaríkjunum vilja ólm sýna verk hans.

Vínylplötubúðin Lucky Records verður með pop-up markað á Kex um helgina. Þar verður til sölu úrval af íslenskum og erlendum plötum. Ljúfir tónar munu óma og barinn er aðeins hænuskref frá. Hvenær: Laugardaginn 30. apríl,

klukkan 12-16.

Það verða heimilislegir sunnu-dagar á Kexinu þar sem reggí-hljómsveitin AmabAdamA treður upp. Hljómsveitin vinnur nú að sinni annarri breiðskífu. Aðgangs-eyrir er enginn og allir velkomnir í sveiflu að fagna fimm ára afmæli Kex Hostel. Hvar: Sunnudaginn 1. maí, klukk-

an 13.

Poison Ivy úr Batman teiknimynda-sögunum er innblástur mynda-sögusýningar um helgina. Þemað er „eitraðar konur“ og stendur Myndlistarskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Nexus, fyrir mynda-sögusamkeppninni. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndasöguna, en þær verða allar til sýnis á Borgar-bókasafninu í Grófinni. Léttar veit-ingar og allir velkomnir. Hvar: Borgarbókasafninu í

Grófinni.

Hvenær: Laugardaginn 30. apríl,

klukkan 15.

Eitraðar konur

á bókasafninu

Kex vex og heldur

upp á afmæli

52 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE

1 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 61 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 61 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 6

S T E M N I N GI N GI N G / M O O DF R I Ð G E I R H E L G A S O NF R I Ð G E I R H E L G A S O NF R I Ð G E I R H E L G A S O N

Laugardagur 30. apríl kl 13 og 15

GAFLARALEIKHÚSIÐTryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

Síðustu sýningar í Reykjavík

Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn

Gráthlægilegur gamanharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson

Föstudagur 6. maí kl 20

Föstudagur 29. apríl kl 20 Uppselt

sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu

Góði Dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Sunnudagur 1. maí kl 20 Aukasýning

Síðustu sýningar

VEGBÚAR – HHHH – S.J. Fbl.

MAMMA MIA! (Stóra sviðið)Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00Mið 4/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00Fim 5/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00Lau 7/5 kl. 14:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00Þri 10/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00Mið 11/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00Fim 12/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00Lau 14/5 kl. 14:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 6/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Lau 7/5 kl. 20:00Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson

Vegbúar (Litla sviðið)Fös 6/5 kl. 20:00 39.sýn ogsíðasta

Síðustu sýningar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn

Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn

Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)Lau 30/4 kl. 20:00Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Hamlet litli (Litla sviðið)Fös 29/4 kl. 10:00 Mið 4/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00Mán 2/5 kl. 10:00 Fös 6/5 kl. 10:00Þri 3/5 kl. 10:00 Mán 9/5 kl. 10:00

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn

Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn

Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn

Sýningum lýkur í vor!

Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)Lau 30/4 kl. 19:30 Lokasýn

Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)Fös 29/4 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 22:30Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 4/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Hvítt (Kúlan)Lau 30/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 15:00Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára!

Play (Stóra sviðið)Þri 31/5 kl. 19:30Listahátíð í Reykjavík

Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölublað 7. árgangur

www.frettatiminn.is

[email protected]

[email protected]

HemúllinnFjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurvelli

Mannlíf 62

Mynd | Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson 28

Panama-skjölin

Viðhald húsaFRÉTTATÍMINN

Helgin 8.–10. apríl 2016

www.frettatiminn.is

Við getum tekið

sem dæmi sólpalla

þar sem algengasta

aðferðin er að grafa

holur og steypa

hólka. Með þessum

skrúfum er ferlið

mun einfaldara,

öruggara og kostnaðarminna. 17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir,

verkfræðingur hjá Áltaki.

• Steinsteypa

• Mynstursteypa

• Graníthellur

• Viðhaldsefni

• Stoðveggjakerfi

• Múrkerfi

• Einingar

• Gólflausnir

• Garðlausnir

Fjárfesting sem

steinliggur

20YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Hafðu samband í síma og láttu

sérfræðinga okkar aðstoða þig

við að finna réttu lausnina.

4 400 400

4 400 600

4 400 630

4 400 573Hringhellu 2

221 HafnarfjörðurHrísmýri 8

800 SelfossSmiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10

110 Reykjavík

Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400

www.steypustodin.is

Húsið var hersetið

af köngulómAuður Ottesen og eiginmaður hennar keyptu sér hús á Selfossi

eftir hrun. Þau þurftu að vinna bug á myglusveppi og heilum

her af köngulóm en eru ánægð í endurbættu húsi í dag. Auk

hússins hefur garðurinn fengið andlitslyftingu og nú eru þau

að taka bílskúrinn í gegn. 8

Mynd | Páll Jökull Pétursson

Sérblað

Maðurinn sem felldi

forsætisráðherra

Sven Bergman

Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu

Sænski blaðamaðurinn 8

Ris og fall Sigmundar

Upp eins og raketta,

niður eins og prik

Spilltasta þjóðin 10Bless 18

332 ráðherrar í Vestur-Evrópu

4 í skattaskjóli þar af 3 íslenskir

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu

sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun

Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.Mac skólabækurnar

fást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá

1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

www.sagamedica.is

Minna mál með

Page 53: 29 04 2016

Lítum stolt yfir farinn veg– hátíðarkveðjur á 1. maíDugnaður og elja hafa alla tíð verið aðalsmerki Austfirðinga. Við sendum launafólki um land allt hátíðarkveðju á baráttudegi verka- fólks, 1. maí. Höldum áfram að vinna saman að öflugri framtíð, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Unnið að síldarsöltun á síldarplani á Reyðarfirði í ágúst 1957.

Page 54: 29 04 2016

54 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Föstudagur 29. apr. Laugardagur 30. apr. Sunnudagur 1 . maí

rúv17.15 Leiðin til Frakklands (4:12) e.17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (52:386)17.56 Sara og önd (9:33)18.03 Pósturinn Páll (5:13)18.18 Lundaklettur (11:32)18.26 Gulljakkinn (5:26)18.28 Drekar (3:20)18.50 Öldin hennar (18:52) e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (167)19.30 Veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv.20.00 Útsvar Reykjavík - Árborg b21.15 Vikan með Gísla Marteini b22.00 Quirke23.35 Headhunter e.01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (57)

skjár 115:50 Three Rivers (6:13)16:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon17:15 The Late Late Show - James Corden17:55 Dr. Phil18:35 Everybody Loves Raymond (13:24)19:00 King of Queens (12:25)19:25 How I Met Your Mother (15:22)19:50 America's Funniest Home Videos -20:15 The Voice (17:26)21:45 Blue Bloods (18:22)22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon23:10 Code Black (1:18)23:55 American Crime (2:10)00:40 The Walking Dead (12:16)01:25 House of Lies (12:12)01:55 Zoo (3:13)02:40 Penny Dreadful (4:8)03:25 Blue Bloods (18:22)04:10 The Tonight Show - Jimmy Fallon04:50 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:47 Íþróttir

Hringbraut20:00 Olísdeildin20:30 Skúrinn21:00 Litla iðnþingið22:00 Þjóðbraut/Ritstjórarnir23:00 Þjóðbraut/Fréttaskýring

N420:00 Föstudagsþátturinn

rúv07.00 KrakkaRÚV13.00 Kiljan e.13.35 Sitthvað skrítið í náttúrunni e.14.25 Todmobile og Jon Anderson e.15.50 Kvöldstund með Jools Holland e.16.50 Afturelding - Valur b18.45 Táknmálsfréttir18.54 Lottó (36:52)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Hraðfréttir20.00 Alla leið (4:5)21.15 Danny & The Human Zoo22.45 Contraband e.00.35 Elles e.02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

skjár 117:45 Black-ish (15:24)18:10 Saga Evrópumótsins (7:13)19:05 Difficult People (3:8)19:30 Life Unexpected (4:13)20:15 The Voice (18:26)21:00 Can't Buy Me Love22:35 Passengers00:10 The Interpreter02:20 Law & Order: UK (2:8)03:05 CSI (10:18)03:50 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Lóa og lífið20:30 Atvinnulífið21:00 Bankað upp á21:30 Afsal22:00 Þjóðbraut/Fréttaskýring23:00 Þjóðbraut/Ólafarnir

N418:00 Milli himins og jarðar18:30 Að austan19:00 Að Norðan19:30 Föstudagsþátturinn20:30 Íslendingasögur21:00 Að vestan21:30 Hvítir mávar22:00 Að norðan22:30 Að sunnan23:00 Að austan

rúv07.00 KrakkaRÚV15.10 Svanavatnið e.16.45 Orðbragð II e.17.20 Íþróttaafrek sögunnar17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV 17.56 Ævintýri Berta og Árna 18.00 Stundin okkar e.18.25 Basl er búskapur 19.00 Fréttir og íþróttir og veður19.45 Landinn20.15 Afmælistónleikar ASÍ21.20 Ligeglad 21.50 Svikamylla (8:10)22.55 Hvíti guð

skjár 118:05 Stjörnurnar á EM 2016 (6:12)18:35 Leiðin á EM 2016 (8:12)19:05 Parks & Recreation (3:13)19:25 Top Gear: The Races (3:7)20:15 Scorpion (20:25)21:00 Law & Order: Special Victims Unit -21:45 The Family (3:12)22:30 American Crime (3:10)23:15 The Walking Dead (13:16)00:00 Hawaii Five-0 (20:25)00:45 Limitless (3:22)01:30 Law & Order: Special Victims Unit -02:15 The Family (3:12)03:00 American Crime (3:10)03:45 The Walking Dead (13:16)04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Þjóðbraut/Fréttaskýring21:00 Parísarsamkomulagið21:30 Ég bara spyr22:00 Þjóðbraut á sunnudegi23:30 Skúrinn (e)

N418:30 Að sunnan19:00 Milli himins og jarðar19:30 Að austan20:00 Skeifnasprettur20:30 Að Norðan21:00 Skeifnasprettur21:30 Íslendingasögur22:00 Skeifnasprettur

Attenborough og froskarnir

RÚV Attenborough og undraheimur froskanna, mánudaginn klukkan 20.15. Þó David Attenborough virðist ekki gera upp á milli dýrategunda hafa froskar verið í uppáhaldi hjá honum frá unga aldri. Þess vegna talar hann af jafnvel enn meiri ástríðu en vanalega í þessum heimildaþætti um undraheim froskanna.

Úr hverju er lag?

Podcast Í Song Exploder er kafað ofan í eitt lag í hverjum 20 mínútna þætti. Höfundar laganna mæta í þáttinn og útskýra hug-myndina að laginu sem um ræðir og fara í gegnum ferlið við tónsmíðina. Lagið er í raun tekið í sundur eins og bílvél og hver partur ræddur. Tónlistarmaður-inn Hrishikesh Hirway er umsjónarmaður þáttarins og hingað til hafa tón-listarmenn á borð við Björk, Bono og Chet Faker verið gestir þáttarins.

Nördinn og vinsæla stelpan

SkjárEinn Can’t Buy Me Love, laugardaginn klukkan 21. Líf nördsins Ronald Miller tekur u-beygju þegar hann borgar vinsælustu stelpunni í skólanum 1000 dollara fyrir að þykjast vera kærastan sín. Gamanmynd frá árinu 1987 með hjartaknúsar-anum Patrick Dampsey, úr Grey’s Anatomy, í aðalhlut-verki.

BAPSCARCARE er fagleg sílikonmeðferð fyrir lítil og stór ör eftir bólur, brunasár, skurðaðgerðir, lýtaaðgerðir, keisaraskurði ofl. Bapscarcare hindrar og minnkar öramyndun, ásamt því að minnka kláða, roða og tog og virkar bæði á gömul og ný ör. Árangur af meðferðinni birtist yfirleitt strax á fyrstu dögunum og er heildarmeðferðartími að meðaltali 2-6 mánuði.

BAPSCARCARE

farðu á facebook síðuna okkar og taktu þátt!

VIÐ GEFUM HEPPNUM VINI BARNAHÚS Í GARÐINN!

3ja landa sýn 2.-9. júlí

EYSTRASALTIÐEistland, Lettland og Litháen

Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen. Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp, kynnumst fallegri náttúru og heimamönnum.

239.900 kr Verð per mann í 2ja manna herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi:Flug og allir skattar í flugi frá Keflavík til Vilníus í Litháen, Flug og allir skattar í flugi frá Vilnius í Litháen til Keflavíkur, Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka, Gisting á 3 og 4 *hótelum í ferðinni með morgunmat, Öll keyrsla skv ferðalýsingu, Aðgöngumiðar á tilgreinda staði í ferðalýsingu, Íslenskur fararstjóri.

Page 55: 29 04 2016

| 55FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Ég | er mikill áhugamaður um sjónvarpsþætti en horfi aftur á móti ekki mikið á þá. Mig langar rosa að hafa séð alla þessa frábæru þætti sem fólk er alltaf að tala um, en mér fallast hendur þegar ég ætla að byrja því þeir eru of margir.

Í fyrra varð ég veikur og kærastan mín kom heim

með allar seríur Breaking Bad á DVD. Ég horfði á þær á tveim vikum og sagði öllum sem ég hitti hvað þetta væri mikil snilld, en auðvitað voru þá allir löngu búnir að sjá þá. Ég var reyndar undir miklum áhrifum Breaking Bad þegar við skrifuðum lokaútgáfu Ligeglad (ég er samt ekki að tala um húsbílinn, hann var kominn áður!)

Eina serían sem ég fylgist með þessa dagana er Survivor. Serían sem er í gangi núna er rosaleg. Ég er

búinn að skellihlæja, öskra á skjáinn og hágráta einn heima í sófanum. Þetta eru svo brjálæðislega vel gerðir þættir. Klipping, músík og uppbygging búa til hágæða efni

sem klikkuðustu handrits-höfundar gætu ekki látið sig dreyma um. Annars finnst mér raunveruleikasjónvarp vera drasl. En Survivor er ekki raunveruleikinn. Survivor er lífið.“

SófakartaflanVignir Rafn Valþórsson, leikari og einn skapara Ligeglad

Survivor er lífið

Breaking Bad

„spin-off“

Netflix Better Call Saul. Það er ekki að ástæðulausu að þættirnir fá 8.8 á imdb vefnum. Þættirnir skarta karakter sem flestir þekkja úr verðlaunaþáttunum Breaking Bad. Þeir fjallar um lögfræðinginn Jimmy Morgan sem tekur að sér hvaða mál sem er og vill helst ganga frá þeim án þess að fara fyrir dóm. Hvernig hann þróast síðan út í karakterinn Saul Goodman, sem ver glæpamenn og dópsala í Breaking Bad, er ævintýri þáttanna.

Hann er kominn aftur

Netflix Hvað myndi gerast ef Hitler myndi snúa aftur til Þýska-lands? Þýska bíómyndin Look who’s back byggir á samnenfndri bók sem spyr nákvæmlega þeirra spurningar. Myndin er grínmynd og segir frá því þegar Hitler vaknar upp í almenningsgarði í Berlín, alveg minnislaus um hvað hefur gerst síðan árið 1945. Móttökur Berlínarbúa við nasistaforingjanum koma á óvart – jafnvel óþægilega á óvart.

Ungversk sunnu-

dagsmynd

RÚV Hvíti guð, sunnudaginn klukkan 22.55. Þegar ný lög um blendinga-hunda eru sett sleppir faðir Lilli hundinum hennar lausum. Hún leggur upp í leit að hundinum í von um að ástin vísi henni veginn að sínum ástkæra hundi. Þessi ung-verska bíómynd er frá árinu 2014 og hlaut tvenn Cannes verðlaun það ár.

Móglí stekkur af

skjánum

Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Svo virðist sem vinirnir Móglí, Balú og Bakíra séu órjúfanlegur hluti af æsku hverrar kynslóðar og nú fær unga kynslóðin Skógarlíf eins og það hefur aldrei sést áður – í þrívídd. Söguna þekkja flestir en sagan af stráknum Móglí sem elst upp meðal dýra í frumskóginum hefur verið síteiknuð og kvikmynd-uð síðan hún var skrifuð árið 1894. Bíómyndin Jungle Book er sýnd í Sambíóunum og er fjölskyldu-skemmtun í sínu tærasta formi.

Mynd | Hari

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Við hönnum og teiknum fyrir þigKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

þitt er ValiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

krea

tiV

fjölbreytt úrVal af hurðum, framhliðum, klæðningum og einingum

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

styrkur - ending - gæði

HÁGÆÐA DANSKAR

Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

Page 56: 29 04 2016

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

DRAKE SÓFI ÁÐUR: 225.000.-

NÚ: 112.500.-

LAND SÓFI ÁÐUR: 275.000.-

NÚ: 137.500.-

TUNGUSÓFI PORTOÁÐUR: 225.000.-

NÚ: 112.500.-

BALTHAZARÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

LAND SÓFI ÁÐUR: 275.000.-

MESOLA ÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

MESOLA ÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

SÓFADAGAR

FYRSTUR KEMUR

FYRSTUR FÆR

LOKAÐ 1. MAÍ

50% afsláttur

af völdumsófum

DRAKE SÓFI ÁÐUR: 225.000.-

TUNGUSÓFI PORTO

BALTHAZARÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

Page 57: 29 04 2016

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

GULUM VÖRUM

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

NEST BASTLAMPI

34.500,-

DROPLET VASI GULUR/BLÁR

950,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

1450,-

TREPIED GÓLFLAMPI

19.900,-TILBOÐ 14.900,-BLYTH

YELLOW 24.500,-

HAL PÚÐI 5.900,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI

2400,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

CITRONADE 9800,-

COULEUR DISKUR

950,-

TRIPOD BORÐLAMPI

12.500,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR

145.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

48.000,-

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART

24.500,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

11.900,-

PÁSKATILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

HANNAÐU ÞINN EIGIN

SÓFA

20% AFSLÁTTUR

AF EININGASÓFUM

DRAKE SÓFI ÁÐUR: 225.000.-

NÚ: 112.500.-

LAND SÓFI ÁÐUR: 275.000.-

NÚ: 137.500.-

TUNGUSÓFI PORTOÁÐUR: 225.000.-

NÚ: 112.500.-

BALTHAZARÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

MESOLA ÁÐUR: 195.000.-

NÚ: 97.500.-

SÓFADAGAR

FYRSTUR KEMUR

FYRSTUR FÆR

LOKAÐ 1. MAÍ

50% afsláttur

af völdumsófum

Page 58: 29 04 2016

2016 UngbarnamataræðiðÍ mörg ár höfum við verið að hugsa um okkur sjálf, hvaða kúr á ég að prófa. Nýjasta æðið virðist vera heilsufæði ungbarna. Barnamatur matreiddur frá grunni, með uppskriftum frá mömmum. Þessi hlýtur að virka, enda hefur enginn séð feitt ungbarn.

2015 Glútenlaust mataræðiGlúteinát varð reykingar 21. aldar. Ráðlagður skammtur af korn-meti var áður 1/3 af disknum í fæðuhringnum. Frábærar fréttir fyrir það eina prósent mannkyns sem þjást af glútenofnæmi, enda hefur matarúrval í stórmörkuðum fyrir þá einstaklinga aukist verulega í kjölfar hins bráðsmitandi glútenóþols.

2014 Paleo / Hellisbúamataræði Paleo mataræðið hefur verið vinsælt síðustu ár og eru veitinga-staðir farnir að bjóða upp á sérstaka paleo rétti. Mataræðið byggist á því að borða eingöngu það sem forfeður okkar, hellisbúarnir, átu. Engar unnar matvörur, mjólkurvörur, áfengi eða sterkja. Miðað er við grænmeti, ávexti, fisk, kjöt og hnetur sem uppistöðu.

2014 5:2 mataræðið Kúrinn byggist á því að plata líkamann í að upplifa hungurs-neyð og notar líkaminn þá orku úr fitubirgðunum. Borðað er venjulega 5 daga vikunnar en kaloríuinntaka lækkuð niður í 25% tvo daga vikunnar. Fín leið til að svelta sig en láta það hljóma heilsusamlega.

2013 Lágkolvetna mataræðiVopnið svokallaða í baráttunni við offitu. Kolvetni eru tekin úr fæðunni og spelthveiti varð vinsælt. Spelt hrísgrjón, brauð og pasta. Sjálfstætt framhald þess þegar það var í tísku að borða enga fitu, öll kolvetni eru tekin úr fæðunni.

2012 Hráfæði Upp úr 2010 átti hráfæði hug heilsusérfræðinga. Mataræðið byggist á því að borða einungis hrátt grænmeti, hráa ávexti, fræ, hnetur og sjávarþara. Ekki má hita matinn upp fyrir 48°C til að viðhalda ensímum í matnum.

2011 Olíur og vítamínMataræði með þá hugsjón að viðhalda heilsu með réttum vítamínum, olíum, steinefnum og grænum djúsum. Tilgangurinn er að yngja upp líkamann.

2009 SafakúrarVið munum vart tímana fyrir Booztbarinn, Lemon og Joe and the Juice. Það er hinsvegar ekki langt síðan safar og hristingar urðu vinsælir. Svokallaðir safakúrar byggjast á því að hreinsa líkamann með því drekka einungis safa í visst langan tíma. Þessi er gerður til að þjást.

2008 ÞjóðarkúrarÁrið 2008 komst í tísku að aðhyllast matarmenningu annarra þjóðar í von um þyngdartap. „Franskar konur fitna ekki“, „Japanskar konur eru hraustar“ og „Manhattan kúrinn“. Íslenski kúrinn hefur þó ekki náð sömu vinsældum, enda eru Íslendingar feitasta þjóð Evrópu.

2003 Atkins kúrinn Kúrinn er upphafið að lágkolvetna lífsstílnum. Magn kolvetna í fæðunni má aldrei vera meira en 20 gr. á dag (svipað og ein heilhveitibrauðsneið). Fæðið samanstendur mest af fitu (60%), próteinum (37%) og kolvetni (3%). Mataræðið náði vinsældum hérlendis upp úr 2000. Flestir sem tóku þátt í Atkins-æðinu birgðu sig upp af steikum í frystinn, örlítill frummannakeimur.

2000 Herbalife Móðir safakúrsins er Herbalife kúrinn. Þá var mælt með tveimur Herbalife hristingum á dag og hefðbundnum kvöld-mat. Þrátt fyrir afhjúpanir í píramídasvindli Herbalife virðist það halda sínu striki og nýtur vinsælda hérlendis.

Íslendingar og heilsuæði

Á hverju ári fæðist nýtt heilsuæði. Fita er inni, fita er úti, borðaðu oft eða borðaðu sjaldan. Forvitnilegt er að stikla á stóru og rýna í bókaútgáfur til

þess að sjá hvenær visst mataræði náði vinsældum.

5:2 Líkaminn er plataður í að

upplifa hungur

Ungi tónlistarmað-urinn Aron Can er á allra vörum þessa dagana. Hann ruddist inn á tónlistarsenuna með látum þegar hann gaf út lögin Þekkir stráginn og Enginn mórall. Í viðtali í Frétta-tímanum fyrir skemmstu ræddi Aron ásamt framleiðendunum, Ar-oni Rafni og Jón Bjarna, tilvonandi plötu kappans og vaxandi vinsæld-ir. Síðan hefur þríeykið setið sveitt í stúdíóinu og lagt lokahönd á verkið.

Á laugardaginn á Prik-inu verður hlust-unarpartí á hans fyrstu útgáfu. „Ég er svo heppinn að fá að frumsýna mitt

fyrsta myndband og frumflytja 8 laga út-

gáfuna Þekkir stráginn á Prikinu,“ segir Aron Can. „Útgáfan kláraðist í fyrradag en við ætlum að spara eitt lag fyrir sumarið. Gefa fólki góðan sumarsmell, það veður allt að frétta í sumar.“

Kanadíski rapparinn Drake gef-

ur út plötuna VIEWS í dag, en titl-inum var breytt úr Views from the 6. Platan skartar 20 lögum, nokkur þeirra eru þegar komin í spilun líkt og Hotline Bling, One Dance með Wizkid og Kyla og Pop Style með Kanye West og Jay Z. Ekki náðist í Drake fyrir umfjöllunina.

Úr rappheimum: Aron Can og Drake taka helgina

Þekkir stráginn lagalisti:

1. Intro-(daglega)

2. Þekkir stráginn

3. Enginn mórall

4. Grunaður

5. Rúllupp

6. 2016

7. Tíu

8. Outro-(Plís talaðu)

-

með látum þegar hann

Á laugardaginn á Prikinu verður hlustunarpartí á hans

fá að frumsýna mitt fyrsta myndband og

frumflytja 8 laga út

58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

SVÍNSLEGAGOTT

Í HÁDEGINU, Á KVÖLDINOG BARA ALLAN DAGINN

SVÍNSLEGAGOTT

Í HÁDEGINU, Á KVÖLDINOG BARA ALLAN DAGINN

GASTROPUB

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Kokteilar, bjór á krana

og léttvín í glösum – á hálfvirði!

HAPPY HOURALLA DAGA 15–18

DJÚSÍ BORGARIúr sérvaldri rumbsteik og „short ribs“, í bjór-brioche brauði með rauðlaukssultu, Búra, tru�u-mayo og vö�ufrönskum ... ... SVÍNVIRKAR

HREINN SÚKKULAÐIUNAÐURYlvolg djöflakaka með mjúku kremi, vanilluís og rjóma ...... DJÖFULLEGA GÓÐ!

Page 59: 29 04 2016

S t e r k a r ra d d i r

„Þessa bók má lesa hægt, fletta fram og til baka og fá þannig dýpri skilning á persónum, framvindu og jafnvel sínu eigin lífi.“B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð

„Dásamleg bók.“G U Ð R Í Ð U R H A R A L D S D Ó T T I R / V I K A N

„Óhemju áhugavert og frumlegt verk ... Mjög athyglisverð.“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N

„Frábært persónugallerí ...

Stíllinn er bara svo skemmti-

legur. Hún er bráðfyndin ...

Ég var mjög ánægð með

þessa bók.“S U N N A D Í S M Á S D Ó T T I R / K I L J A N

Page 60: 29 04 2016

Götudansarinn Natasha Monay Royal er stödd í

lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugar-nesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir hún frá þeirri hæð að skilja eftir sig arfleifð götu-dansara á Íslandi.

Natasha kom til Íslands fyrir 18 árum og var fengin til þess að kenna götudans í Kramhúsinu. Á þeim tíma var enginn að stunda götudans á Íslandi og fáir sem þekktu til iðjunnar. Þegar Natasha hóf kennslu var eingöngu sam-kvæmisdans í boði í Kramhúsinu. Á eigin spýtur kynnti hún Íslend-ingum nýjan heim. „Það hefur verið stöðug hæð að fylgjast með senunni blómstra ár frá ári. Þau sem kenna hip-hop, breik, popping og annan götudans í dag voru flest allt nemendur mínir og forréttindi að fylgjast með þeim. Ég hef elskað vinnuna mína frá fyrsta degi.“

Natasha bjó áður í New York og segir danssenuna þar sambæri-lega fótboltaáhuga Íslendinga. Hún komi af þeirri kynslóð sem kom götudansi á laggirnar. Það var því verk fyrir höndum að kenna stífum Íslendingum, sem kunnu helst ballett og samkvæmisdans, að sleppa taumnum og tengjast götu-dansinum. „Það komu dagar sem ég hugsaði hvað í fjandanum ég

væri að gera. Ég var ein að kenna og ferðaðist um land allt með nám-skeið og ætlaði ekki gefast upp. Í Kramhúsinu byrjaði ég með 10-12 manna hóp sem síðan óx, það varð einnig stökk þegar So You Think You Can Dance þættirnir urðu vin-sælir.“

Frá árinu 1998 hefur Natasha stýrt sínum eigin hópi sem ber nafnið Element Crew. Framan af voru eingöngu Íslendingar í hópnum en í nýrri kynslóð Ele-ment Crew stendur aðeins einn Ís-lendingur eftir. Því hefur Natöshu einnig tekist að sameina ólíkar þjóðir undir hatti götudansins á Íslandi. „Það vantar smá aga í Ís-lendingana, þeim finnst gaman að mæta í tímana en taka ekki næsta skrefið. Í dag samanstendur Ele-ment Crew af fólki frá Indlandi, Tælandi, Bandaríkjunum og Spáni. Við erum nýkomin frá Kaup-mannahöfn þar sem við kepptum fyrir hönd Íslands í breikkeppni og komumst í undanúrslit.“

Natasha segir götudanssenuna aldrei hafa verið hærri en í dag. Ís-lendingar þurfi þó að vera óhrædd-ir við að kýla hlutina áfram. „Það er tækifæri til að stækka enn meira. Ég gleðst í hvert skipti sem ég sé nemendur miðla kunnáttu sinni áfram til næstu kynslóðar. Ég elska að hafa skapað markað fyrir götudans á Íslandi.“ | sgk

„Það komu dagar sem ég hugsaði hvað í fjandanum ég væri að gera. Ég var ein að kenna og ferðaðist um land allt með námskeið og ætlaði ekki gefast upp.“

Kynnti stirðum Íslendingum

götudansLyftan #16

Spessi

Lítil þróun hefur orðið í hreinlætisvörum kvenna síðan dömubindi og túrtappar komu á markað. Það gæti loksins verið að breytast, sprotafyrirtæki, undir leiðsögn kvenna, þróa nýjar leiðir til einfalda konum lífið, það er ekki seinna vænna.

Snjall-álfabikar

Fyrirtækið Loon Labs þróar álfabikar sem

er tengdur þráðlaust við app í símanum.

Appið veitir gögn um magn blæðinga og lit,

svo hægt sé að fylgjast með breytingum á

heilsufari og stöðu blæðinga. Verkefnið var

sett á Kickstarter með það að markmiði

að safna 50.000 dollurum en það tókst að

safna 160.000 dollurum.

App fyrir tíðahringinn

Clue er app sem allar konur

þurfa að sækja. Á mjög ein-

faldan máta heldur appið utan

um tíðahringinn þinn, hægt er

að sjá hvenær egglos á sér stað,

fá áminningu um pilluna eða hormóna-

hringinn. Með tímanum fer appið að þekkja

þinn tíðahring og mynstur.

Nærbuxur sem dömubindi

Fyrirtækið Thinx hefur framleitt sérstak-

ar nærbuxur sem koma í veg fyrir bletti í

buxum. Nærbuxurnar halda sama magni og

tveir túrtappar. Þær nýtast sem vörn gegn

leka og slysum og eru sérstaklega sniðugar

dagana sem blæðingarnar eru

í nánd. Einnig hefur íslensk-

ur fatahönnunarnemi, Sara

Guðný Jónsdóttir, hannað nær-

fatalínuna Revol Girl fyrir kon-

ur meðan á blæðingum stendur.

Einnig eru brjóstahaldararnir hann-

aðir með það í huga að brjóstin stækka á

meðan blæðingum stendur.

Bómullartúrtappar upp að dyrum

Heimsendir túrtappar gerðir úr 100% bóm-

ull hljómar of gott til að vera satt. En hvers

ætti pítsa að vera aðgengilegri en túrtapp-

ar? Fyrirtækið Lola hefur það að markmiði

sínu að senda bómullar túrtappa heim til

kvenna víðsvegar um heiminn.

Tölum um… eitthvað aðeins meira en túrtappa Hvers vegna ætti pítsa að vera aðgengilegri en túrtappar?

Upprifjun á

túrskattinum

Ísland 24%

New York 0%

Írland 0%

Kenía 0%

Danmörk 25%

Bretland 5%

Slóvakía 20%

*Í desember 2015 lögðu átta þingmenn fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt á dömubindum og túrtöppum, að hann fari úr 24 prósentum í 11 prósent.

Hvað taka stjörnurnar í réttstöðulyftu?

Auðunn Blöndal

sjónvarpsmaður:

230 kíló

Bubbi Morthens

söngvari:

Tekur ekki rétt-

stöðulyftu en

„power-cleanar“

95 kíló

Felix Bergsson

skemmtikraftur:

125 kíló

Snorri Björnsson

ljósmyndari:

190 kíló

Saga Garðarsdóttir

grínisti:

120 kíló

Halldór Halldórsson,

Dóri DNA, grínisti:

200 kíló

Gauti Þeyr Másson,

Emmsjé Gauti rappari:

170 kíló

Marta María Jónas-

dóttir fréttastjóri:

115 kíló

Bubbi Morthens

söngvari:

Tekur ekki rétt

stöðulyftu en

„power-cleanar“

95 kíló

Felix Bergsson

skemmtikraftur:

125 kíló

Snorri Björnsson

ljósmyndari:

190 kíló

Saga Garðarsdóttir

grínisti:

120 kíló

230 kíló

Halldór Halldórsson,

Emmsjé Gauti rappari:

115 kíló

-

Auðunn Blöndal

sjónvarpsmaður:

230 kíló

réttstöðulyftu?

60 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 61: 29 04 2016

Ferskt á hverjum degi

Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is.

Viltu bjóða í margrétta óvissuferð á næsta fundi eða hafa spennandi hlaðborð í veislunni? Við höfum ferska og ljúffenga veislubakka með fjölbreyttum brauð-réttum, tortillum, kökum og ávöxtum á boðstólum.

Það er auðvelt að velja og panta á netinu og við bjóðum fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu ef pantaðir eru 4 bakkar eða fleiri. Athugið að panta þarf bakkana eigi síðar en kl. 15:30 næsta virka dag fyrir afhendingu.

3.050 kr.

Vínber, melónur, ananas, appelsínur og fleiri góðir ávextir allt eftir árstíðum og framboði.

ÁVAXTABAKKI

40 - 60 bitarfyrir 5 - 8 manns 2.450 kr.

Vatnsdeigsbollur fylltar með vanillukremi.

Kókostoppar með súkkulaði.

DESERTBAKKI

50 bitarfyrir 10 manns 3.550 kr.

Súkkulaðikaka með mjúku súkkulaðikremi.

Gulrótarkaka með rjómaostakremi.

Eplakaka með kanilkeim.

KÖKUBAKKI

24 bitarfyrir 10 manns

4.430 kr.

Reykt skinka, egg, íssalat.

Tikka masala kjúklingur, íssalat.

Kjúklingaskinka, smurostur, ofnbakaðir tómatar, salatmix.

VEISLUBAKKI

30 bitarfyrir 5 manns4.430 kr.

BBQ kjúklingur, bakaðar sætar kartöflur, spínat.

Fetaostur, rauð- laukur, spínat.

Heitreyktur lax, ferskt dill, spínat, lauksósa.

PARTÝBAKKI

20 bitarfyrir 5 manns

3.980 kr.

Hangikjöt, lauk- sósa, salatmix.

Beikon, egg, steiktir ferskir sveppir.

Kjúklingur, rautt pestó, sýrður rjómi, paprika, salatmix.

EÐALBAKKI

20 bitarfyrir 5 manns

3.980 kr.

Tikka masala kjúklingur og íssalat.

Reykt skinka.

Eggja- og íssalat.

PÍTUBAKKI

24 bitarfyrir 5 manns

3.980 kr.

Hangikjöt, eggjasalat.

Roastbeef, remúlaði, steiktur laukur.

Rækjusalat.

GAMLI GÓÐI

20 bitarfyrir 5 manns

FERSKAR HUGMYNDIR FYRIR VEISLUR og FUNDI

3.980 kr.

Kalkúnn, beikon, tómatar, sinnepssósa.

Kjúklingur, egg, lauksósa.

Reyktur lax, íssalat.

LÚXUSBAKKI

20 bitarfyrir 5 manns

565 6000 / somi.is

PÍTUBAKKI

24 bitarfyrir 5 manns

Page 62: 29 04 2016

Innblástur frá níunda áratug

Adidas NMD

Vala Jóhannsdóttir Roff nældi sér í geysivinsælu Adidas NMD skóna í endursölu sem hafa allstaðar rokið út á stuttum tíma. „NMD hönnunin er inn-

blásin af vinsælum hlaupaskóm frá níunda áratugnum. Þeir eru fáránlega þægilegir, með „boost“ sóla og „primeknit upper“.

Sólinn er úr „Infinergy“, efni sem NASA notar mikið og það er takmarkað framboð af því. „Primeknit“ er tækniprjónað

efni sem er flókið í framleiðslu. Framboðið af þessum skóm og öðrum sem eru framleiddir með slíkri tækni er því takmarkað. Ég dýrka skóna og hvernig sokkurinn leggst að fætinum og gefur

mjög „sleek“ útlit. NMD eru með skemmtilegt framtíðarútlit og þessi litur er að mínu mati, langflottastur.

Ég klæðist mikið svörtu en það er gaman að krydda upp á það með litríkum skóm líkt og þessum. Ég hef mikinn áhuga á strigaskóm og finnst gaman að sjá þessa menn-

ingu vaxa á Íslandi.“

Skór æskunnar

Jordan 7 Bordeaux

Björn Þór Björns-son, eða Bobby

Breiðholt, hefur verið áhugamaður um strigaskó frá blautu barnsbeini. Hann eignaðist

Jordan skó tíu ára á þeim tíma sem Michael Jordan var í guðatölu.

„Mér þótti svo vænt um þá og var alltaf í þeim. Ég óx síðan upp úr þeim, líkt gengur og gerist. Ég hef lengi safnað strigaskóm en þótti þessa vanta og vildi þá í safnið. Ég hafði þá samband við félaga minn, Björn Geir, sem bjó vestanhafs og var að sýsla með strigaskó og fékk hann til þess að útvega mér par, sama hvað það kostaði. Ég fékk endurútgáfuna af þessum Jordans frá árinu 2011 og þeir eiga heiðurssess í skósafninu mínu. Þetta er 90’s „all over again.“

Fjölskyldufólk, mótórhjólakappar og veganistar eru meðal þeirra ólíku hópa sem litli fjölskyldu-staðurinn Bike Cave í Skerjafirði sameinar. Bike Cave er allt í senn, veitingastaður, sjálfsafgreiðslu-hjólaverkstæði og samkomustaður fólksins í hverfinu.

Kærustuparið Hjördís og Stefán opnuðu staðinn í júní í fyrra og standa sjálf vaktina alla daga, með hjálp frá börnum Hjördísar. Hjördís segir krakkana í hverfinu svo oft kíkja við og rétta hjálparhönd við að taka úr uppþvottavélinni eða slíkt.

Fastakúnnar staðarins eru margir, enda maturinn ódýr og stemningin vinaleg.

Stefán hefur sjálfur stundað mótorhjólakeyrslu í fjölmörg ár. „Það er auðvitað draumur sérhvers manns að tvinna saman áhugamálið sitt við vinn-una og það er það sem við erum að gera.“

Sérstaka athygli hefur vakið hversu ódýr maturinn á Bike Cave er, en á matseðlinum er auðvelt að finna mat undir þúsund krónum, sem er

sjaldséður hvítur hrafn í veitinga-menningu landsins.

„Við vildum sanna að það væri hægt að halda verðinu á matnum

niðri og það hefur tekist. Okkar trú er sú að ef þú færð ódýran mat komirðu oftar til okkar.“ Án þess að

vera sjálf grænmetisætur eru þau með úrval vegan-

rétta, enda segja þau stefnuna að allir finni

eitthvað við sitt hæfi í hjólahell-inum þeirra.

Það er mikið fjör í þeim tólf kiðlingum sem fæddust í Húsdýragarðinum í byrjun apríl. Jón og Stella dýrahirðar hefja morgungjöf í

fjárhúsinu klukkan sjö á morgnana á degi hverjum. Kiðlingarnir eru reyndar minna spenntir en geiturnar að gæða sér á heyi í morgunsárið. Þeir vilja heldur stökkva um og forvitnast um heiminn sem þeir komu í fyrir aðeins fjórum vikum.

Morgunstundin Árrisulu kiðlingarnir

Mynd|Rut

Hjarta SkerjafjarðarÞar sem öllum líður vel

Fastakúnnar

Bike Cave í

mótórhjólastoppi

Elísabet og Bjarni eru meðal fastakúnna á Bike Cave og stoppa nær alltaf í mat eða kaffibolla þegar þau fara í mót-orhjólatúr. Sem þau gera alltaf þegar veður leyfir. Þau segja staðinn í alfaraleið mótorhjóla-fólks síðan Bike Cave kom til.„Við komum stundum í vöfflur með krakkana okkar hingað líka. Svo er kjötsúpan hér rosalega góð,“ segir Elísabet.

manns að tvinna saman áhugamálið sitt við vinn-una og það er það sem við erum að gera.“

ódýr maturinn á Bike Cave er, en á matseðlinum er auðvelt að finna mat undir þúsund krónum, sem er

„Við vildum sanna að það væri hægt að halda verðinu á matnum

niðri og það hefur tekist. Okkar trú er sú að ef þú færð ódýran mat komirðu oftar til okkar.“ Án þess að

vera sjálf grænmetisætur eru þau með úrval vegan-

rétta, enda segja þau

eitthvað við sitt hæfi í hjólahellinum þeirra.

Hjördís hefur búið í Skerja-firðinum nær allt sitt líf og rekur nú veit-ingastað fyrir fjöskyldur sem mótorhjól.Mynd | Rut

Bæði spari og hversdags

Saint Laurent Paris SL01

Birgir Þór Sverrisson hefur safnað Jordan skóm í áraraðir frá því körfuboltaáhugi hans kviknaði. Í dag eru skókaup einn af hans helstu útgjaldaliðum. „Að geta klætt bæði „upp“ og „niður“ er góður eiginleiki fyrir skópar. Þessir Saint Laurent voru hannaðir af Hedi

Slimane í „Lipstick Red“ litnum. Skórnir eru rauðir og svipa til vara-litarins, en eru

orðnir meira hvers-dags. Fyrir mig er gott að

geta poppað upp fötin mín með sterkum lit, þar sem

fataskápurinn minn einkenn-ist af gráum, hvítum og svörtum

flíkum. Þessir skór virka bæði sem spari og hversdags, það er skemmtilegt föndur að para þá við fataskápinn.“

Skórnir sem eru okkur kærastir

Skóaðdáendurnir Bobby, Petra, Vala og Birgir deila sínu dýrmætasta skópari

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Strigaskór eru einfald-lega ekki strigaskór fyrir öllum. Sumir þeirra eiga sérstakan hjartastað hjá eigendum. Það má ganga svo langt að kalla striga-

skó áhugamál, fólk fylgist með nýjustu straumum og á sama tíma nælir sér í gömul pör í endursölu. Þetta snýst um jafnvægið á því trylltasta gamla og ferskasta nýja. Ein skýrasta birtingarmynd þessa áhugamáls birtist Íslendingum í vetur þegar strigaskór Kanye West, svokallaðir Yeezy Boost, voru til sölu í tískuvöruversluninni Húrra. Þar biðu aðdáendur í rúma tvo sólarhringa fyrir utan verslun-ina í röð eftir skónum.

Elskar snákamynstrið

Adidas Original

Stan Smith

Petra Bender hefur alltaf verið meira fyrir strigaskó en hæla og fór ung að safna pörum. „Ég

varð strax sjúk í Jordan skó þegar ég var lítil. Ég byrjaði að safna strigaskóm þegar ég flutti til London árið 2004, þá var ég mikið í kringum þessa menn-ingu. Ég er ekki jafn öfga-full og vinir mínir sem eiga gáma af strigaskóm, en ég er ánægð með mín 20-30 pör og geng í þeim öllum. Ég fylgist náið með því sem er í gangi í þessum heimi, nýjustu straumum og stefnum. Stan Smith eru uppáhalds skórnir mínir í dag. Þeir eru ferskir og glænýir. Ég elska nýtt skópar

og fíla snákamynstrið á þeim.“

62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

Page 63: 29 04 2016

KRONO ORIGINAL er endingargottharðparket sem þolir vel högg,

núning, álag og hitakerfi.Þýsk gæði sem hafa sannað sig.

Nánar: www.krono-original.com

FULLKOMNAÐUHEILDARÚTLITIÐ

Historic Oak0113515

3.995 kr/m2

Page 64: 29 04 2016

Spurt er... Um eftir-minnilegasta giggið?

HELGIN

Í ÆÐ

Gott að skíða Það stefnir í síðustu skíðahelgina í Bláfjöllum þennan veturinn. Opið verður bæði laugardag og sunnu-dag. Hlíðarfjall hefur framlengt þjónustu við skíðamenn og verður opið næstu tvær helgar.

Gott að ganga Það er baráttu-dagur verkalýðsins um helgina, kröfuganga og hátíðarhöld!

Gengið verður frá Hlemmi klukkan 13 þann 1. maí að Ingólfstorgi. Lúðrasveitir,

ræður og hvatningarorð.

SAMKVÆMISDANS VIÐ ÞUNGAROKKPétur Örn GuðmundssonÉg man sérstaklega eftir giggi sem Dúndurfréttir spiluðu í Færeyjum. Við spiluðum klassískt rokk og lög með síbreytilegum takti, ekki mjög dansvæna tónlist. En Færeyingarnir létu það ekki á sig fá heldur dönsuðu samkvæmisdansa við rokklögin. Það var ótrúlega skemmtilegt að spila þungarokk frá 1970 og hafa fyrir framan sviðið sex settleg danspör.

LITHÁAR SYNGJA GIN OG GREIPKlara ArnaldsÞað var sennilega þegar Boogie Trouble spilaði á „Takk Ísland“ í Vilníus, hátíð sem er haldin til að þakka Íslendingum fyrir að viðurkenna sjálfstæði Litháa árið 1991. Þar voru allir rosa hressir og með íslensku fánalitina í andlitinu. Á þeim tónleikum tókst okkur að láta 300 manns syngja Gin og greip með okkur, þó enginn einasti þarna kynni íslensku.

ÁFALLAHRINA Í EYJAFIRÐIRagnhildur GísladóttirEinu sinni spiluðu Grýlurnar í Eyjafirði. Það átti ekki að fljúga þetta kvöld vegna ofsaveðurs, en við flugum samt með lítilli rellu norður. Við gátum ekki lent á Akureyri og vorum orðnar smeykar um að illa færi. Þegar við lentum loksins vorum við keyrðar með hljóm-sveitarrútu inn eftir firðinum og þá kom hrossahópur á móti okkur á veginum, út úr myrkrinu. Ég skil ekki enn hvernig stóð á þessu en þetta hafði þær afleiðingar að keyrt var á einn hestinn, sem þurfti að deyða. Á tónleikunum sjálfum voru svo mikil skrílslæti; klósett og rúður brotnar og við skíthræddar. Þegar við fórum svo heim voru fyrirsagn-irnar svo auðvitað: Grýlurnar leggja félagsheimili í rúst. Þetta var því sannkölluð áfallaferð.

Gott að klappa Hversu oft sérðu hesta á vappi niður í bæ? Í tilefni Hestadaga verður farin skrúðreið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll á laug-ardag klukkan 13. Þegar henni er lokið má klappa hestunum!