56
ÓKEYPIS 4.-6. mars 2011 9. tölublað 2. árgangur 12 Í eldlínunni vegna nið- urskurðar í skólamálum VIÐTAL Oddný Sturludóttir 22 Þorsteinn og Bryn- hildur Dásamleg saman VIÐTAL EYJÓLFUR GÍSLASON Glaðheimaævintýri Gunnars kostar Kópavog tólf milljarða V iðskipti Kópavogsbæjar með Glað- heimalandið hafa kostað sveitarfélagið um tólf milljarða frá árinu 2006. Hug- myndir þáverandi bæjarstjóra, Gunnars I. Birgissonar, um að flytja hesthúsabyggð bæj- arins frá Glaðheimum upp á Kjóavelli á Vatns- enda og selja Glaðheimalandið sem bygging- arreit, hafa heldur betur velgt mönnum þar á bæ undir uggum. Sveitarfélagið situr nú uppi með tólf milljarða króna kostnað við að kaupa upp Glaðheimalandið, gera það bygg- ingarhæft og byggja upp nýja hesthúsabyggð á Kjóavöllum. Það tók lán í tengslum við við- skiptin og situr uppi með milljarða vaxta- kostnað á þeim fimm árum sem liðin eru síð- an bærinn, með Gunnar í broddi fylkingar, hóf uppkaup á lóðum í landi Glaðheima. Það leit þó út fyrir að Kópavogsbær hefði dottið í lukkupottinn því eftir að hafa greitt 3,2 milljarða fyrir landið í maí 2006, seldi hann tveimur félögum, Kaupangi og Smára- torgi, svæðið fyrir tæpa sjö milljarða ári seinna. Eftir hrunið breyttist hins vegar landslagið. Smáratorg skilaði sínum hluta af svæðinu og það sama gerði Kaupangur vorið 2010. Eftir sat bærinn með Glaðheimasvæðið óselt, milljarðakostnað við kaup á landi undir nýja hesthúsabyggð á Kjóavöllum, kostnað upp á tæpan milljarð við að standa við samn- inga vegna Kjóavalla, vatnssölusamning við Garðabæ langt undir kostnaðarverði til árs- ins 2027 og kostnað upp á milljarð við að gera Glaðheimasvæðið byggingarhæft. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hyggst Kópavogsbær selja byggingarrétt á 150 þúsund byggingarfermetrum á Glað- heimasvæðinu. Þreifingar hafa verið í gangi á milli bæjaryfirvalda og áhugasamra kaup- enda. Að sögn Guðríðar Arnardóttur, for- manns bæjarráðs, er verið að kanna hvort flötur sé á viðræðum. [email protected] Sjá nánar síðu 2 Úttekt á heildarkostnaði vegna Glaðheimasvæðisins í Kópavogi sýnir ótrúlegan kostnað á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að bærinn keypti svæðið. Líklegt er að ekki fáist nema lítill hluti til baka þegar svæðið verður selt. SÍÐA 24 Eyjólfur Gíslason var illa haldinn af átröskun en náði sér á strik og hefur verið við góða heilsu í sex ár. Hann vill vekja athygli á því að átröskun er sjúkdómur sem getur líka lagst á stráka og ætlar að halda fyrirlestra í framhaldsskólum landsins á næstu vikum. Ljósmynd/Kolbrún Pálsdóttir 16 Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar Spielberg undirbýr kvikmynd um Wiki- leaks 54 VIÐTAL 20 Sirkustilþrif hjá Dansflokknum Íslenski dansflokk- urinn frumsýnir þrjú verk Ég var 183 sentimetrar á hæð og 53 kíló, og á þeim tíma fannst mér ég vera feitur ... Framliðnir tala Úrval bóka sem sækja í handan- heiminn Hver mun leika Kristin?

4. mars 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttatíminn 4. mars 2011

Citation preview

Page 1: 4. mars 2011

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

4.-6. mars 20119. tölublað 2. árgangur

12

Í eldlínunni vegna nið-urskurðar í skólamálum

Viðtal

Oddný Sturludóttir

22

Þorsteinn og Bryn-

hildurDásamleg

saman

Viðtal Eyjólfur Gíslason

Glaðheimaævintýri Gunnars kostar Kópavog tólf milljarða

Viðskipti Kópavogsbæjar með Glað-heimalandið hafa kostað sveitarfélagið um tólf milljarða frá árinu 2006. Hug-

myndir þáverandi bæjarstjóra, Gunnars I. Birgissonar, um að flytja hesthúsabyggð bæj-arins frá Glaðheimum upp á Kjóavelli á Vatns-enda og selja Glaðheimalandið sem bygging-arreit, hafa heldur betur velgt mönnum þar á bæ undir uggum. Sveitarfélagið situr nú uppi með tólf milljarða króna kostnað við að kaupa upp Glaðheimalandið, gera það bygg-ingarhæft og byggja upp nýja hesthúsabyggð á Kjóavöllum. Það tók lán í tengslum við við-skiptin og situr uppi með milljarða vaxta-

kostnað á þeim fimm árum sem liðin eru síð-an bærinn, með Gunnar í broddi fylkingar, hóf uppkaup á lóðum í landi Glaðheima.

Það leit þó út fyrir að Kópavogsbær hefði dottið í lukkupottinn því eftir að hafa greitt 3,2 milljarða fyrir landið í maí 2006, seldi hann tveimur félögum, Kaupangi og Smára-torgi, svæðið fyrir tæpa sjö milljarða ári seinna. Eftir hrunið breyttist hins vegar landslagið. Smáratorg skilaði sínum hluta af svæðinu og það sama gerði Kaupangur vorið 2010. Eftir sat bærinn með Glaðheimasvæðið óselt, milljarðakostnað við kaup á landi undir nýja hesthúsabyggð á Kjóavöllum, kostnað

upp á tæpan milljarð við að standa við samn-inga vegna Kjóavalla, vatnssölusamning við Garðabæ langt undir kostnaðarverði til árs-ins 2027 og kostnað upp á milljarð við að gera Glaðheimasvæðið byggingarhæft.

Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hyggst Kópavogsbær selja byggingarrétt á 150 þúsund byggingarfermetrum á Glað-heimasvæðinu. Þreifingar hafa verið í gangi á milli bæjaryfirvalda og áhugasamra kaup-enda. Að sögn Guðríðar Arnardóttur, for-manns bæjarráðs, er verið að kanna hvort flötur sé á viðræðum. [email protected] Sjá nánar síðu 2

Úttekt á heildarkostnaði vegna Glaðheimasvæðisins í Kópavogi sýnir ótrúlegan kostnað á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að bærinn keypti svæðið. Líklegt er að ekki fáist nema lítill hluti til baka þegar svæðið verður selt.

síða 24Eyjólfur Gíslason var illa haldinn af átröskun en náði sér á strik og hefur verið við góða heilsu í sex ár. Hann vill vekja athygli á því að átröskun er sjúkdómur sem getur líka lagst á stráka og ætlar að halda fyrirlestra í framhaldsskólum landsins á næstu vikum. Ljósmynd/Kolbrún Pálsdóttir

16

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Spielberg undirbýr

kvikmynd um Wiki-

leaks

54

Viðtal20

Sirkustilþrif hjá DansflokknumÍslenski dansflokk-

urinn frumsýnir þrjú verk

Ég var 183 sentimetrar á hæð og 53 kíló, og á þeim tíma fannst mér ég vera feitur ...

Framliðnir talaÚrval bóka sem sækja í handan-heiminn

Hver mun leika Kristin?

Page 2: 4. mars 2011

Er þinnauður í góðum höndum?

Okkar viðskiptavinir velja

óháðan aðila sem hefur skynsemi

og áhættumeðvitund að leiðarljósi.

Komdu með séreignarsparnaðinn

til Auðar.

Borgartúni 29S. 585 6500www.audur.is

Barnavernd á bakvakt allar helgarBarnaverndarstofa hyggst hrinda af stað verkefni á næstu vikum í samstarfi við barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gengur út á að sérþjálfuð manneskja fari með lögreglu í hvert útkall vegna heimilisofbeldis. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar-stofu, segir í samtali við Fréttatímann að í slíkum útköllum fari öll orka lögreglunnar í að stilla til friðar og börnin verði útundan, ráðvillt og óttaslegin. Með þessu sé hægt að veita börnum að­hlynningu strax og tryggja áfallameðferð á innan við 48 klukkutímum. „Við

CCP bíður eftir fréttum af höftumForsvarsmenn tölvuleikjarisans CCP bíða nú í ofvæni eftir því hvaða ákvörðun verður tekin um gjaldeyrishöft. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í samtali við Fréttatímann að það sé orðið knýjandi að vita hvenær höftunum verður aflétt. „Það hefur ekkert staðið sem sagt hefur verið. Upphaflega áttu þau að standa í tvö ár og ekki lengur. Það er ekki gott að reka alþjóðlegt fyrirtæki á eldfjallaeyju undir gjaldeyrishöft­um,“ segir Hilmar Veigar. Og CCP, hvers helsta vara er hinn ofurvinsæli tölvuleikur Eve Online, er eftirsótt af erlendum ríkjum. „Það rignir inn

tilboðum en við verðum að bíða og sjá hvað íslensk stjórnvöld ætla sér að gera,“ segir Hilmar Veigar. Fyrirtækið var með tekjur upp á 54 milljónir dollara á síðasta ári og er með starfsstöðvar í fjórum

löndum; Íslandi, Bandaríkjunum, Kína og Englandi. „Við þurfum að vera með höfuðstöðvar þar sem við erum ekki undir í samkeppninni hvað varðar framþróun og fjármögnun. Vonandi er það á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar. -óhþ

stefnum að því að vera með manneskju á bakvakt frá föstudagskvöldum fram á mánudagsmorgun. Það hefur sýnt sig að langflest útköll vegna heimilisofbeldis verða á því tímabili,“ segir Bragi. -óhþ

Limur Páls á leiðinni„Jú, jú, jú, jú, elsku vinur minn. Hann er bara á leiðinni,“ segir Sigurður Hjartar-son, safnstjóri Hins íslenzka reðasafns á Húsavík, um afdrif lims framkvæmda­stjórans Páls Arasonar sem lést fyrir skömmu. Páll hafði heitið því að ánafna safninu lim sinn þegar hann hyrfi yfir móðuna miklu og Sigurður segist geta staðfest að limurinn hafi ekki farið í gröfina með Páli. Ekki er þó vitað hvar limurinn er niðurkominn í augnablikinu en eftir því sem næst verður komist verður hann kominn á safnið í næsta mánuði. -óhþ

Þ etta er auðvitað þungur baggi fyrir bæjarfélagið. Allar þessar fjárfestingar voru borgaðar með lánum. Þau lán

bera vexti og vaxtakostnaðurinn er greiddur úr bæjarsjóði. Þetta er hluti skýringarinnar á því hvers vegna það hefur þurft að skera niður jafn harkalega og raun ber vitni,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, í samtali við Fréttatímann um þá staðreynd að heildarkostnaður bæjarins vegna Glaðheimasvæðisins er tólf milljarðar. Bærinn keypti landið 2006, seldi það 2007 og fékk það síðan aftur í hausinn 2009. Í millitíðinni var fjárfest í landi á Vatnsendasvæðinu. Allt var þetta gert í bæjarstjóratíð Gunnars I. Birgis-sonar og segir Guðríður það vera sorglegt að þessi staða sé uppi í ljósi þess að hún minnist þess ekki að nokkur minnihluti í sveitarfélagi á Íslandi hafi gagnrýnt nokkurn samning af jafnmikilli hörku og minnihlutinn í bæjar-stjórn Kópavogs gerði árið 2006 þegar bærinn keypti Glaðheimalandið á 3,2 milljarða.

Guðríður segir að nú sé helsta verkefnið að lágmarka tjónið með því að selja Glaðheima-landið á ásættanlegu verði og taka upp samn-ing við hestamannafélagið Gust, samning sem kostar bæjarfélagið 880 milljónir að uppfylla. „Við höfum ekki efni á því að standa við þenn-an samning. Það er alveg ljóst. Okkar helsta

kópavogur LóðamáL

Þungur baggi á KópavogiHundraða milljóna króna árlegur fjármagnskostnaður vegna Glaðheimalandsins hefur mikil áhrif á rekstur bæjarfélagsins sem er skuldum vafið.

Glaðheimalandið ætlar að reynast Kópavogsbúum dýrkeypt.

gunnar veðjaði á rangan hestHeildarkostnaður vegna Glaðheimasvæðisins sam-kvæmt úttekt sem unnin var í janúar 2011.maí 2006Kaup á Glaðheimasvæði

3.184.000.000Verðbætur til 15/1/11

1.376.157.000Vextir (5,8% sbr. næstsíðasta útboð)

1.237.956.000Beinn viðbótarkostnaður vegna vanefnda

97.508.455desember 2007Kostnaðarverð hesthúsalóða á Kjóavöllum

142.600.000Verðbætur til 15/1/11

43.610.432Vextir (5,8%)

33.450.635febrúar 2007Kaup á Vatnsendasvæði m/kostnaði

2.309.001.350Verðbætur til 15/1/11

849.682.000Vextir (5,8%)

718.040.000nóvember 2009Vatnsendablettir

31.353.190Verðbætur til 15/1/11

1.425.960Vextir (5,8%)

2.244.461Samtals: 10.027.029.483

Samningur vegna flutnings á hesthúsabyggð. Bærinn skuldbatt sig til að útvega sýn-ingar-/keppnishöll með hæfilegu áhorfendasvæði, bílastæði, kennsluaðstöðu, upplýsingakerfi, hestasundlaug og aðstöðu fyrir dýralæknaþjónustu, verslun og þjónustu.

Áætlaður kostnaður: 880.000.000

Til að gera Glaðheimasvæðið byggingarhæft er eftir að kaupa þrjár lóðir, rífa hesthús og ákveða endanlega hvað gera eigi við áhaldahús bæjarins.

Áætlaður kostnaður: 1.120.000.000

Samtals: 12.027.029.483

Þá er ótalinn kostnaður vegna vatnsveitu en vegna fram-kvæmda að Kjóavöllum spilltust vatnsból Garðbæinga. Því var gerður samningur við Garðabæ þar sem Kópavogsbær útvegar Garðbæingum vatn til ársins 2017, á verði sem er um 30% af meðalkostnaðarverði samkvæmt hagkvæmniathugun Hönnunar hf. og um helming af meðalkostnað-arverði frá 2018 til 2027.

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur enga trú á öðru en að garpar með aflands­krónur kaupi Glaðheima­landið. „Á fimm milljarða plús“ eins og hann orðaði það.

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, segir vaxtakostnað vegna Glaðheimaviðskiptanna vera þungan bagga á bæjarfélaginu.

forgangsverkefni er að ná tökum á skuldastöðu bæjarsins,“ segir Guð-ríður og viðurkennir að útlitið þar sé ekki bjart. Skuldir bæjarins námu í árslok 2010 248% af tekjum bæjarins. Þegar skuldir sveitarfélaga fara yfir 250% skipar eftirlitsnefnd sveitar-félaga þeim fjárhaldsmann og Guð-ríður segir það markmiðið nú að nú skuldum niður fyrir 200% af tekj-unum á næstu þremur árum. „Þetta verður ekki auðvelt en bærinn væri auðvitað í mikið betri málum ef þessi gjörningur hefði ekki átt sér stað árið 2006,“ segir Guðríður.

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, er maðurinn sem var í forsvari fyrir bæjarfélagið þegar hafist var handa við uppkaup á Glaðheimalandinu. Spurður segir hann að þessi kostnaðarúttekt frá fjármálastjóra bæjarins sé villandi. „Það eru þarna inni hlutir, eins og kaup á Vatnsendasvæðinu, sem koma Glaðheimalandinu ekkert við og ég hef þegar látið bóka mótmæli gegn þessari úttekt,“ segir Gunnar. Spurður hvort bærinn hafi farið of geyst í uppkaup á sínum tíma segir Gunnar auðvelt að vera vitur eftir á. „Kannski sást þú fyrir hrunið. Ég gerði það ekki. Og ef hrunið hefði ekki komið til værum við í fínum málum,“ segir Gunnar.

Hann segir aðila vera áhuga-sama um kaup á landinu. „Þetta eru garpar með aflandskrónur,“ segir Gunnar.

Spurð um áhugasama kaupendur segir Guðríður að það séu þreifingar í gangi. Fréttatíminn greindi frá því í desember að hópur erlendra og inn-lendra fjárfesta væri áhugasamur um kaup á landinu og sagði Guð-ríður að verið væri að athuga hvort flötur væri á frekari viðræðum. „Þetta land verður hins vegar ekki selt á neinni brunaútsölu. Það er alveg ljóst,“ segir Guðríður.

[email protected]

Ljósmynd/Hari

knattspyrna LaunamáL

Launahæstu leikmenn KR lækka föst launGerðu samkomulag við stjórnina um að breyta hluta launa í árangurstengdar greiðslur

á tta launahæstu leikmenn KR hafa samþykkt að

lækka föst laun sín um tíu pró-sent og breyta þeim í árang-urstengdar greiðslur. Baldur Stefánsson , varaformaður knattspyrnudeildar KR, stað-festi þetta í samtali við Frétta-tímann og sagði að þetta hefði verið gert í sátt og samlyndi við leikmennina. Hann þver-tekur fyrir að ástæðan sé bág fjarhagsstaða „Þetta snýst um

ábyrgan rekstur. Við ætlum að vera með heilbrigðan rekstur og þessi aðgerð, ásamt öðrum, er liður í því,“ segir Baldur. Meðal þeirra leikmanna sem samþykktu launalækkunina eru Bjarni Guðjónsson, fyr-irliði liðsins, miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson, varnar-jaxlinn Grétar Sigfinnur Sig-urðsson og framherjinn Kjart-an Henry Finnbogason. Að því er Fréttatíminn kemst næst

geta leikmennirnir náð launa-lækkuninni til baka með góð-um árangri í Evrópukeppninni í sumar.

Baldur segir að þessi aðgerð sé í samræmi við þau markmið félagsins að árangurstengja greiðslur til leikmanna enn frekar. „Þetta er beggja hagur. Eftir því sem félaginu gengur betur þeim mun meira bolmagn hefur það til að gera vel við leik-mennina,“ segir Baldur. -óhþ

Þetta snýst um ábyrgan rekstur. Við ætlum að vera með heilbrigðan rekstur og þessi aðgerð, ásamt öðrum, er liður í því.

Framherjinn öflugi, Kjartan Henry Finn­bogason, er einn þeirra leikmanna KR sem hafa breytt hluta af föstum launum sínum í árangurs­tengdar greiðslur.

Ljós

myn

d/Te

itur

2 fréttir Helgin 4.­6. mars 2011

Page 3: 4. mars 2011

Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 53

736

03/1

1

Í mars er ástandsskoðun á bremsum í boði þjónustuaðila Toyota - Bara lausnirStoppaðu hjá einhverjum af viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota og láttu fara yfir bremsudiskana, bremsuklossana og bremsuborðana í bílnum. Það eykur umferðaröryggi og sparar þér peninga.

20% afsláttur Í mars er 20% afsláttur af öllum bremsudiskum, bremsuklossum og bremsuborðum hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.

Að bremsa eða bremsa ekki? Hver vill spyrja sig þeirrar spurningar?

KS Sauðárkróki

Toyota AkureyriBílaverkstæði Austurlands

Bílaleiga Húsavíkur

Bílatangi Ísafirði

Bifreiðaverkstæðið Ásinn

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Toyota Kópavogi

Bílageirinn

Toyota Selfossi

Toyota Reykjanesbæ

Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi 570 5070Toyota Akureyri Baldursnesi 1 603 Akureyri 460 4300Toyota Selfossi Fossnesi 14 800 Selfossi 480 8000Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 17 260 Reykjanesbæ 420 6600Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bæjarflöt 13 112 Reykjavík 577 7080Bifreiðaverkstæðið Ásinn Kalmansvöllum 3 300 Akranesi 431 5050Bílatangi Suðurgötu 9 400 Ísafirði 456 4580Bifreiðaverkstæði KS Hesteyri 2 550 Sauðárkróki 455 4570Bílaleiga Húsavíkur Garðarsbraut 66 640 Húsavík 464 1888Bílaverkstæði Austurlands Miðási 2 700 Egilsstöðum 470 5070Bílageirinn Grófinni 14a 230 Reykjanesbæ 421 6901

Pantaðu tíma í d

ag.

Það er einfalt o

g fljótlegt.

Page 4: 4. mars 2011

Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100

to

n/

A

Garda-vatnið

Sérferð

Verð á mann í tvíbýli:

145.900 kr.Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á góðu 3* hóteli ásamt morgunverði og þríréttuðum kvöldverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

20.–27. júní Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir

Framsókn tapaði 40 milljónumFramsóknarflokkurinn tapaði rúmum fjörutíu milljónum á árinu 2009 samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins sem birtur var á vef Ríkisendurskoð-unar í vikunni. Flokkurinn skilaði ársreikningum rétt tæplega fimm mánuðum seinna en lög um fjármál stjórnmálaflokka gera ráð fyrir. Og það er erfitt hjá Framsóknarflokknum því skuldir hans nema um 252 milljónum og eigið fé er neikvætt um 118 millj-ónir. Þar að auki stóð flokkurinn í ströngu í sveitarstjórnarkosning-um á síðasta ári – sem léttir varla róðurinn né fegrar myndina fyrir ársreikninginn 2010. -óhþ

Nýr liðsmaður á FréttatímanumÞóra Tómasdóttir hefur bæst í hóp blaðamanna Fréttatímans. Þóra lærði heimildarmyndagerð í Ósló og hefur unnið þar undan-farið við kvikmyndagerð hjá Svensk Filmindustri og Nordisk Film. Hún starfaði hjá RÚV í sex ár sem umsjónarmaður í Kast-ljósi Sjónvarpsins og fréttamaður á Útvarpinu. Hún hefur einnig verið blaðamaður á Frétta-blaðinu, leikstýrt kvikmynd um kvennalandsliðið í fótbolta og gaf út metsölubók fyrir forvitnar stelpur í fyrrahaust.

Ú tlendingastofnun samþykkti í síð-ustu viku umsóknir íranskrar konu og barna hennar tveggja

um pólitískt hæli á Íslandi. Konan flúði Íran með börnin sín í von um að komast til Torontó í Kanada þar sem hún hugðist sækja um hæli vegna pólitískra ofsókna stjórnvalda í heimalandi sínu. Við milli-lendingu á Íslandi var hún stoppuð vega-bréfslaus og sótti þá um hæli hér á landi.

Samkvæmt heimildum Fréttatímans var eiginmaður konunnar fangelsaður í Íran fyrir skemmstu og flúði hún ásamt börnum sínum í kjölfarið.

Konunni og börnum hennar var veitt flóttamannadvalarleyfi í fjögur ár auk þess sem konan fær óbundið atvinnu-leyfi. Eftir fimm ára dvöl á Íslandi geta þau sótt um íslenskan ríkisborgararétt.

Mikil spenna hefur magnast upp í Íran á undanförnum vikum þar sem stjórn Mahmouds Ahmadinejad for-seta hefur víða verið mótmælt. Síðustu daga hefur táragasi verið beint að mót-mælendum í Teheran en á vefmiðlum hvetja regnhlífarsamtök stjórnarand-stæðinga til mótmæla undir yfirskrift-inni „Dauði yfir einræði“.

Óttast leyniþjónustunaÍ fyrra voru flestir þeirra sem fengu

stöðu flóttamanna á Íslandi frá Íran eða alls þrír einstaklingar. Þeir fengu allir hæli af pólitískum ástæðum. Þar á meðal voru feðgin sem einnig voru á leið til Torontó í Kanada þegar þau voru stoppuð í Keflavík. Feðginin þora ekki að koma fram undir nafni og segjast vera á svörtum lista íranskra stjórnvalda sem ætli sér að taka þau af lífi. Þau óttast að íranska leyniþjónustan finni þau en hún leiti þeirra ákaft sem flýja land.

„Við erum einstaklega þakklát fyrir að hafa fengið skjól hérna því ástand-ið í Íran er skelfilegt og það verður að

breytast. Þar er enginn maður frjáls, ritskoðunin er algjör og lýðræðið ekk-ert,“ segir dóttirin sem fullyrðir að stór-fjölskylda hennar hafi sætt ofsóknum í tæp þrjátíu ár eða frá því föðurbræð-ur hennar tveir voru hengdir fyrir að sýna andspyrnu við stjórnvöld. Fjöl-skyldunafnið sem þau beri geri það að verkum að þau mæti víðsvegar mótlæti og komi meðal annars í veg fyrir að þau eigi nokkurs staðar möguleika á vinnu. „Pabbi minn er friðsæll maður sem hefur ekki stundað mótmæli eða ögrað stjórnvöldum með neinum hætti. Hann hefur samt ekki verið látinn í friði eftir að bræður hans voru drepnir og hann hefur margsinnis verið handtekinn af ótrúlegum ástæðum. Þegar honum var síðast sleppt úr fangelsi var hann svo hræddur að hann fór í felur en þá vorum við mamma og systir mín handteknar í staðinn. Þar sem við gátum engar upp-lýsingar veitt um hvar pabbi var staddur, var okkur á endanum sleppt. Þá vissum við að við yrðum öll að flýja enda er fólk drepið fyrir minni sakir.“

Konan segir systur sína og móður hafa komist til Torontó en feðginin voru stoppuð í Keflavík.

„Það tók sex mánuði að meðhöndla umsóknina okkar hér en þær hafa beðið í rúmt ár eftir svari við sínum umsókn-um í Kanada. Hér höfum við fengið góð-an stuðning og sálfræðiaðstoð enda vor-um við mjög illa á okkur komin andlega þegar við komum.“

Feðginin segjast vona að mæðgurnar í Kanada fái jákvætt svar við hælisum-sóknum sínum þar. Að öðrum kosti verði þær að freista þess að komast til Íslands. Að fara aftur til Írans væri þeim öllum lífshættulegt.

Þóra Tómasdóttir

[email protected]

flóttafólk Hælisleitendur

Íranskri fjölskyldu veitt hæli á Íslandi Írönsk kona og tvö börn hennar fengu pólitískt hæli á Íslandi í síðustu viku. Þau flúðu í kjölfar þess að fjölskyldufaðirinn var fangelsaður fyrir mótmæli gagnvart stjórnvöldum. Þrír einstaklingar frá Íran fengu hæli á Íslandi í fyrra.

Mótmæli sem brutust út í Teheran sum-arið 2009 voru brotin á bak aftur. Í kjölfar lýðræðis-byltingarinnar í arabaheiminum hafa mótmæl-endur aftur farið út á götur höfuðborgar Íran.Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Fagnar aukinni vernd Atli Viðar Thorstensen, verk-efnisstjóri hjá Rauða krossinum, hefur haft áhyggjur af lágu hlutfalli hælisleitenda sem fengið hafa stöðu flóttamanna á Íslandi síðustu ár samanborið við önnur Evrópulönd. „Hér höfðu hælisleitendur frekar fengið dvalarleyfi af mannúðar-ástæðum en því leyfi fylgir lakari vernd en felst í réttar-stöðu flóttamanns. Síðast-liðið haust voru samþykktar margar jákvæðar breytingar á íslenskum útlendingalög-unum, þar á meðal ákvæði sem víkkar út skilgreiningu á hug-takinu flóttamaður, og var það í samræmi við ábendingar og athugasemdir Rauða krossins og annarra. Það er ekki svo að hælisleitendum hafi fjölgað á undanförnum árum og það hafi leitt til fleiri hælisveitinga en áður. Þvert á móti hefur hælisleitendum fækkað tals-vert frá árunum 2001-2005 og 2008 en hlutfall þeirra sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi hefur hækkað mikið. Það teljum við hjá Rauða krossinum jákvætt og í samræmi við hlutfall þeirra sem fá alþjóðlega vernd í öðrum Evrópulöndum.“ -ÞT

Erlend staða þjóðarbúsins batnarErlend staða þjóðarbúsins batnaði lítillega á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 3.965 milljörðum króna í árslok en skuldir 13.291 milljarði. Hrein staða við útlönd var neikvæð um 9.326 milljarða sem jafngildir sexfaldri lands-framleiðslu síðasta árs og batnar um 141 milljarð frá því í lok þriðja ársfjórðungs. Allt frá bankahruninu hefur hlutur innlánsstofnana í slitameðferð vegið þungt í þessum tölum. Hægt er að ganga út frá því sem vísu, segir Greining Íslandsbanka, að vægi þeirra minnkar með sölu eigna og uppgjöri við kröfuhafa. Hreinar skuldir þjóðarbúsins verða þá töluvert lægri en skuldir þess árin fyrir hrun. Þegar sú leiðrétting kemur fram fara erlendar skuldir niður í 2.875 milljarða og erlendar eignir í 2.441 milljarð. Að gömlu bönkunum undanskildum er hrein staða við útlönd neikvæð um 434 milljarða og hefur, að því er Greiningin segir, ekki verið betri síðan á níunda áratugnum en áréttað er að óvissa sé enn um verðmæti eigna og lögmæti krafna. -jh

Hótelnýting svipuð á milli áraGistinætur á hótelum í janúar voru 54.200 en voru 54.800 í sama mánuði árið 2010, að því er Hagstofan greinir frá. Á höfuðborgarsvæðinu voru 44.300 gistinætur í janúar samanborið við 44.900 í janúar 2010. Á Suðurnesjum voru 2.900 gistinætur í janúar sem er sambærilegt við fyrra ár. Gistinætur á Norðurlandi voru ríflega 1.500 í janúar og fækkaði um 23%, á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum einnig á milli ára, voru tæplega 800 samanborið við 1.000 í janúar 2010. Á Suðurlandi og Austurlandi fjölgaði hins vegar gistinóttum á milli ára, um 9 og 53%. Í janúar fækkaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um 7% á meðan gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 1% samanborið við janúar 2010. -jh

CINTAMANIWWW.CINTAMANI.IS

PeysuveðurLíttu vel út án

þess að sjúga stöðugt upp í nefið.

BjArT og fAllegT Veður á lAndinu, BlásTur frAmAn Af degi, en síðAn

hægViðri. hiTi nærri frosTmArki.

höfuðBorgArsVæðið: LéTTSkýjAð OG HæGuR ViNduR. HiTi 2 TiL 3 STiG Að

deGiNum.

snjÓkomA og slyddA VesTAnTil á lAndinu fyrsT, en síðAr um dAginn

leysing með slAgVeðursrigningu um mesT AllT lAnd.

höfuðBorgArsVæðið: HVASS AF SA um miðjAN dAGiNN OG RiGNiNG meiRA OG miNNA.

hVöss V og sV-áTT og éljAgAngur um lAndið VesTAnVerT, en léTTir Til

eysTrA.

höfuðBorgArsVæðið: NOkkuð HVöSS V-ÁTT með dimmum éLjum.

njótum dagsinsÍ dag föstudag er veður eins og best verður á kosið, sólin nær að skína um land allt, en dálítil gola fram eftr degi. Það má segja að við séum á milli lægða eins og það er kallað. Á laugardag er síðan von á þeirri næstu. Hvöss S- og SA-átt

með ákafri leysingu um tíma á meðan úrkomusvæði lægðarinnar fer norð-austur yfir landið. Á sunnudag snýst í hvassa V-átt með éljum vestantil.

Útlit er fyrir áframhaldandi skak-viðri vel fram í næstu viku.

2

1 1 0

4 2

0 12

31

0 23

1

einar sveinbjörnsson

[email protected]

Föstudagur laugardagur sunnudagurveður

4 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

Page 5: 4. mars 2011
Page 6: 4. mars 2011

GOLFKORTIÐ VEITIR

40% AFSLÁTT

AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND

AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA

GOLFKORTIÐ FYLGIR MEÐ ÁRSÁSKRIFT

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 595 6000 EÐA Á SKJARGOLF.IS

HONDA CLASSIC FÖSTUDAG KL. 20:00 – 23:00 LAUGARDAG KL. 18:00 – 23:00SUNNUDAG KL. 18:00 – 23:00

Í BEINNI UM HELGINA:

SIGRAREVRÓPA AFTUR?

Krónan nokkuð stöðug frá janúarlokum

Eftir nokkra lækkun fyrrihluta janúar hefur krónan haldist allstöðug síðan, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands-banka. Frá 1. til 21. janúar síðastliðinn hækkaði evran úr 153,2 krónum í 158,7 krónur, sem samsvarar 3,5% lækkun á gengi krónu gagnvart evru. Þetta er svipuð lækkun og varð á gengi krónunnar gagnvart viðskipta-vegnu meðaltali gjaldmiðla en sú lækkun var 3,1%. Gengi evrunnar stendur nú í 159,9 krónum og hefur krónan því lækkað um 0,8% til viðbótar gagnvart henni, en sú lækkun átti sér stað um miðjan febrúar. -jh

Dýrari matarkarfaMiklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á græn-meti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var í febrúar en birtist nú í upphafi marsmánaðar. Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 og nú í febrúar, hækkar vörukarfan í öllum verslunum nema 11/11 og Samkaupum-Úrvali, segir á síðu ASÍ, en mesta hækkunin varð í Hagkaupi, um 9,1%, og Bónusi, um 5,1%. Hækkun í Krónunni nam 3,5%, Nóatúni 4,6%, Nettó 1,1%, Samkaupum-Strax 2,3% og 4,4% í 10-11. Í 11-11 lækkaði vörukarfan um 1,2% og um 0,6% í Samkaupum-Úrvali. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni. -jh

S kattrannsóknarstjóri mun á næst-unni senda allt að tíu mál tengd

meintum skattalagabrotum vegna notkunar Íslendinga á erlendum kreditkortum til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hlaupa upphæðirnar í málunum mörgum hverjum á tugum milljóna og allt upp í hundrað milljónir. Rannsóknin hefur staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár og nær til tímabils-ins júní 2006 til júní 2008. Ríkiskattstjóri vís-aði á sínum tíma málum þrjátíu einstaklinga til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að þeir hefðu komið umtalsverðum fjárhæðum undan skattayfirvöldum með því að nota kreditkort sem gefin voru út af erlendum stofnunum á Íslandi.

Bryndís segir að búið sé að semja í nokkr-um tilvikum en embætti skattrannsóknar-stjóra hefur, líkt og mörg önnur íslensk emb-ætti, átt í vandræðum með að afla sér gagna í málunum í löndum eins og Lúxemborg.

Allt að tíu mál á leið til lögregluMeint skattalagabrot vegna notkunar Íslendinga á erlendum kreditkortum hafa verið til rannsóknar.

SkattrannSókn kreditkort

... hlaupa upphæð-irnar í málunum mörgum hverjum á tugum milljóna og allt upp í hundrað milljónir.

Hinir meintu skattsvikarar notuðu erlend kreditkort til neyslu á Íslandi. Samsett mynd

L íf er smám saman að komast á nýjan leik í Heilsuvernd-arstöðina við Barónsstíg.

Eignasvið Landspítala flutti þang-að á dögunum og von er á starfs-mönnum Landlæknis og Lýðheilsu-stöðvar í húsið á næstu vikum, en til stendur að sameina þessar tvær stofnanir.

Þorsteinn Steingrímsson, eig-andi Heilsuverndarstöðvarinnar, fagnar því að húsið sé að komast aftur í almenna notkun. Þorsteinn er með skrifstofu í húsinu og hefur verið þar einn undanfarin misseri. Hann segir að það hafi farið ákaf-

lega vel um hann.„Þetta er yndisleg-

asta hús sem hægt er að hugsa sér. Húsið er auðvitað sérhannað utan um heilbrigðisstarfsemi og það er gleðiefni að slík þjónusta sé komin hingað á nýjan leik.“

Heilsuverndarstöðin er tæplega 4.625 fermetrar og að sögn Þor-steins er enn um 1.000 fermetrum óráðstafað. „Það pláss er með mjög góðu aðgengi á fyrstu hæð og er sérinnréttað og samþykkt fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. Ég auglýsi hér með eftir þannig rekstri í hús-ið,“ segir Þorsteinn.

Heilsuverndarstöðin var vígð 1957 en byggingin var teiknuð af Einari Sveinssyni og hefur löngum þótt eitt stásslegasta hús landsins.

LandLæknir FLytur á BarónSStíg

Líf á nýjan leik í HeilsuverndarstöðStærsti hluti Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg fer undir Eignasvið Landspítala og sameinaða stofnun Lýðheilsustöðvar og Landlæknis. Enn er þó um 1.000 fermetrum óráðstafað.

Þorsteinn Steingríms-son eigandi Heilsu-verndar-stöðvarinnar segir hana yndislegasta hús sem hægt sé að hugsa sér.

Helgin 4.-6. mars 2011

Page 7: 4. mars 2011

H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

SÆNGURFÖT Á40-50%

AFSLÆTTI

FERMINGARTILBOÐ

Amelia135x203 cm.

Fullt verð 146.700 kr.

NÚ 99.000 kr.153x203 cm.

Fullt verð 149.700 kr.

NÚ 104.900 kr.

Sængurver100% bómull. Áður 5.900 kr.

NÚ 3.540 kr.Damask. Áður 14.900 kr.

NÚ 8.940 kr.Bómullarsatín. Áður 12.900 kr.

NÚ 7.740 kr.

RúmteppiÁður 24.900 kr.

NÚ 14.940 kr.

Rýmum fyrir nýjum vörum.Sængurveradeild Rekkjunnar er stórglæsileg með yfir 50 tegundir af sængurverum á frábæru verði, við höfum upp á að bjóða öll flotustu efnin í sængurverum í dag til dæmis silki damask, bómullarsatín, tencel, bómull og svo má lengi telja. Sængurverin koma frá öllum heimshornum til að mynda Íslandi, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Eigum einnig mikið úrval af fallegum rúmteppum og sérlega mjúkum og þægilegum værðarvoðum.

ÓTRÚLEG TILBOÐÁ ÞRÝSTIJÖFNUNARRÚMUM

AC Pacific30% AFSLÁTTUR!

Queen Size (153x203 cm.)Fullt verð 213.800 kr.

NÚ 149.660 kr.King Size (193x203 cm.)

Fullt verð 285.361 kr.

NÚ 199.753 kr.120x200 cm.

Fullt verð 174.770 kr.

NÚ 122.339 kr.

Þrýstijöfnunarefnið aðlagastalveg að líkamanum og

fyllir upp í öll holrúm svo sem hnésbætur, mjóbak

og háls einnig dreyfir hann þyngdinni á líkamanum svo enginn þrýstingur myndast á rass, mjöðm eða öxlum.

ÞRÝSTIJÖFNUNARHEILSURÚM

• Lagar sig að líkamanum

• Veitir fullkomna slökun

• Engin hreyfing milli svefns-væða

• Hefur óviðjafnanlega þyngdardreyfingu

• Kemur líkamanum í rétta stellingu til hvíldar

• Þarf ekki að snúa

• 10 ára ábyrgð

AR

GH

!!! 0

4031

1

Page 8: 4. mars 2011

Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull.

0 kr. úr heimasímaí heimasíma og fullt af mínútumí farsíma

Skráðu þig í 1414 strax í dag

vodafone.is

K jartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var, þegar Fréttatíminn kannaði það á þriðju-

dag, eini borgarfulltrúi Reykvíkinga sem hafði ekki skilað til Ríkisendurskoðunar uppgjöri frambjóðanda vegna prófkjörs í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á síðasta ári líkt og lög gera ráð fyrir. Allir borgarfulltrúar nema sex borgar-fulltrúar Besta flokksins voru skilaskyldir en ekkert prófkjör fór fram í þeim flokki. Fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-ins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvars-son og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, þrír borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hafa öll skilað inn uppgjöri. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð-enda og um upplýsingaskyldu þeirra frá árinu 2006 ber frambjóðendum í persónu-kjöri, líkt og prófkjör er, að skila inn upp-gjöri eigi síðar en þremur mánuðum eftir að kosning fer fram.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram 23. janúar á síðasta ári og hefði Kjartan Magnússon þar með átt að skila inn upp-gjöri í síðasta lagi 23. apríl. Hann er því kominn tíu mánuði fram yfir skilafrest samkvæmt lögum.

Kjartan sagði í samtali við Fréttatímann á þriðjudaginn að hann væri að ganga frá þessum upplýsingum. „Ég er að ganga frá

þessu á næstu vikum. Það á eftir að tékka á nokkrum styrkjum,“ sagði Kjartan. Að-spurður sagðist Kjartan hafa ætlað að vera búinn að skila gögnum en það hefði verið mikið að gera. Seinna um daginn hringdi Kjartan síðan í blaðamann og sagðist vera á lokasprettinum við að skila inn upp-gjöri. Um klukkan þrjú á miðvikudag barst blaðamanni síðan tölvupóstur frá Kjartani þar sem hann tilkynnti kumpánlega að Ríkisendurskoðun hefði fengið uppgjörið en hann vissi ekki hvenær það yrði birt á vef stofnunarinnar. Uppgjörið fylgdi með sem viðhengi. Þar kom fram að hagnaður upp á 2.500 krónur hefði orðið af framboði Kjartans, hann hefði sjálfur lagt til tæplega 1,5 milljónir og framlög hefðu numið 847 þúsund krónum. Ekki eru nein viðurlög við því að skila uppgjöri seint eða alls ekki.

Kjartan er ekki eini fulltrúi Sjálfstæðis-flokksins í sveitarstjórn á höfuðborgar-svæðinu sem hefur átt í erfiðleikum með að skila uppgjöri. Þannig hafa hvorki Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðis-manna í Kópavogi, né Gunnar Ingi Birgis-son, þriðji maður á lista, skilað inn upp-gjöri.

Allir frambjóðendur Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hafa skilað inn upp-gjöri eða yfirlýsingum þess efnis að kostn-aður þeirra hafi ekki farið yfir 300 þúsund krónur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Siðmennt UndirbúningSnámSKeið í 23. SKipti

Nær 200 ungmenni undirbúa borgaralega ferminguÞátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgara-lega fermingu, að því er fram kemur hjá Hope Knútsson, formanni Siðmenntar. Siðmennt, félag siðrænna húmanista, stendur nú fyrir borgaralegri fermingu í 23. skipti. Að þessu sinni sækja nær 200 ungmenni námskeiðin. Að loknum námskeiðum eru haldnar ferm-ingarathafnir en í lok þeirra fá börnin síðan skjal til staðfestingar á þátttöku sinni.

„Með undirbúningsnámskeiðinu er áhersla lögð á að styðja og styrkja ungmennin í að

verða gagnrýnir, ábyrgir og vel siðferðilega þenkjandi einstaklingar í lýðræðislegu sam-félagi,“ segir í tilkynningu Siðmenntar.

Í ár fara fram fjórar athafnir, tvær í Há-skólabíói í Reykjavík, ein á Akureyri og ein í Hallormsstaðarskógi.

Meginmarkmiðið með borgaralegri ferm-ingu er, að því er fram kemur hjá Hope, að gefa ungmennum, sem af einhverjum ástæð-um kjósa að fermast ekki á trúarlegan hátt, tækifæri til að fagna þeim áfanga í lífinu sem nú fer í hönd. [email protected]

Hope Knútsson, for-maður Siðmenntar.

prófKjör Uppgjör frambjóðenda

Ég er að ganga frá þessu á næstu vikum. Það á eftir að tékka á nokkrum styrkjum.

Skil frambjóðenda á uppgjöri eða yfirlýsingum vegna sveitarstjórnarkosninga 2010 Fjöldi Fjöldi þeirra Flokkur frambjóðenda sem hafa skilað Hlutfall

Sjálfstæðisflokkur 164 46 28,0%

Samfylkingin 120 71 59,4%

Framsóknarflokkurinn 94 94 100%

Vinstri hreyfingin grænt framboð 41 41 100%

Kjartan eini borgar-fulltrúinn á vanskilaskrá RíkisendurskoðunarSjálfstæðismenn í sérflokki hvað varðar léleg skil á uppgjöri frambjóðenda í prófkjörum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra.

Kjartani Magnús-syni gengur illa

að skila uppgjöri. Ljósmynd/Hari

8 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

Page 9: 4. mars 2011

45% minna salt – Sama bragðHófleg saltneysla er mikilvæg fyrir alla og sérílagi þá sem hafa hækkaðan blóðþrýsting og/eða eru yfir kjörþyngd. Kjötmeistarar Hagkaups mæla með sérverkuðu saltkjöti frá Íslandslambi, þar sem verulega er dregið úr notkun matarsalts án þess að það komi niður á bragðgæðum.

GOTT VERÐ Hefðbundið eða saltminna saltkjöt

998kr/kg blandað

1.898kr/kg valið

GOTT VERÐ frosið lífrænt

súpukjöt

698kr/kg

Saltkjöt og baunir

SpREnGidaGuRinnER fRamundan

Lífrænt súpukjöt

BaunaSúpaBaunir eru lagðar í bleyti yfir nótt og skolaðar áður en þær eru settar í pottinn. uppskrift1,4-1,5 kg saltkjöt400 g baunir2,8 lítrar vatn200 g saltað flesk50 g bacon1 stór laukur500 g kartöflur500 g rófur250 g gulrætur Baunir eru skolaðar og settar í pott með vatninu ásamt lauknum sem er búið að flysja og skera í bita ásamt fleskinu, baconi og kjötinu og soðið við vægan hita í ca. 60 mín. Það þarf að hræra í pottinum og fleyta af öðru hverju. Þá er sett út í kartöflurnar, rófurnar og gulrætur og soðið áfram við væga suðu í ca. 30 mín. Saltað eftir smekk ef þurfa þykir.

með lífrænum ræktunaraðferðum eru jarðvegsgæðin bætt og reynt að koma í veg fyrir jarðvegseyðingu.• Við lífræna ræktun er frjósemi jarðvegsins aukin með

sjálfbærum hætti, þannig að hann geti nært þær plöntur sem á honum vaxa, í stað þess að næra plönturnar með auðleystum áburðarsöltum (tilbúnum áburði), jafnvel án jarðvegs. Byggð er upp varanleg frjósemi jarðvegs.

• Lögð er áhersla á heilbrigðan og lifandi jarðveg þar sem gott jafnvægi ríkir.

• Lífrænn búskapur byggist á lífrænni ræktun jarðvegs, notkun lífræns áburðar, safnhaugagerð, sáðskiptum og lífrænum vörnum í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna. Gerðar eru miklar kröfur til umhverfisverndar, velferðar búfjár og hreinleika afurða. Óheimilt er að nota erfðabreyttar lífverur og stefnt er að sjálfbærum búskap.

Allt búfé er einstaklingsmerkt og skýrslufært og allt fóður, þar með beit, er lífrænt vottað.

Kjötborð Hagkaups eru í eftirtöldum verslunum:

Þú velur sjálfur hefðbundið

saltkjöt úr kjötborðinu

akureyri • eiðistorgi • Garðabæ • kringlunni

Page 10: 4. mars 2011

NISSAN JUKEFramhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km.

3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.*

NISSAN QASHQAI5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km

4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.*

*Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán.

Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail.

Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL

Verð frá: 5.990.000Eyðsla: 7.1 l/100 kmCO2 losun: 188 g/km

INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

44

73

0

21 cm undirlægsta punkt

NISSAN NOTE1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km.1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km.

Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.*

Sjö sækja um embætti ríkissaksóknaraSjö umsóknir bárust um embætti ríkissak-sóknara. Umsækjendurnir eru, að því er fram kemur í tilkynningu innanríkisráðuneytisins: Egill R. Stephensen, lögfræðingur við emb-ætti tollstjóra, Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari Alþingis og saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Sævars-dóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-maður á Selfossi, Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis og vararíkissaksóknari (í leyfi) og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari og saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Umsóknirnar verða sendar til meðferðar hjá hæfnisnefnd og miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum. -jh

Auka á niðurgreiðslur vegna tannviðgerða barnaVelferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar Ís-lands undirbúa samningsgerð við tannlækna með það að markmiði að auka niðurgreiðslur

vegna eftirlits, forvarna og tannviðgerða barna á aldrinum 0-18 ára. „Markmið velferðarráðuneytisins er að ná samningum við tannlækna sem tryggja ókeypis forvarnarskoð-un fyrir fjóra árganga barna í

stað þriggja árganga áður, þ.e. börn sem eru þriggja ára, sex ára, tólf ára og fimmtán ára. Þá vonast ég til þess að samkomulag náist um eina gjaldskrá vegna tannlækninga barna sem

geti tryggt að kostnaðarþátttaka hins opinbera verði allt að 75% af raunkostnaði fyrir allar almennar tannlækningar barna,“ segir Guð-bjartur Hannesson velferðarráðherra. -jh

Vinnumálastofnun flytur í Kringluna 1Vinnumálastofnun, sem verið hefur með aðsetur við Engjateig í Reykjavík, hóf í gær flutning á allri starfsemi sinni á höfuðborgar-svæðinu í Kringluna 1. Flutningar munu fara fram í áföngum, að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Nýskráning atvinnulausra verður áfram á Engjateigi, þar til annað verður auglýst, en „Ungt fólk til athafna“ á Suðurlandsbraut 22, Vinnumálastofnun í Hafnarhúsi ásamt ráðgjöfum á Engjateigi flytja og taka til starfa í Kringlunni 1 næstkomandi mánudag, 7. mars. -jh

Fundað um skuldir þjóðarinnarHvað skuldar hin íslenska þjóð? Það er spurning sem margir velta fyrir sér um þessar kreppumundir. Helstu sérfræðingar Seðla-banka Íslands leitast við að svara þessari spurningu næstkomandi þriðjudag, 8. mars, þegar efnt verður til málstofu í fundarsal bankans. Frummælendur verða, að því er fram kemur á heimasíðu bankans, Arnór Sighvatsson, Regína Bjarnadóttir og Freyr Hermannsson. Farið verður yfir efni nýútkom-innar greinar um efnið eftir nokkra starfsmenn bankans og m.a. lagt mat á það hvernig eignir þeirra mörgu stóru aðila sem nú eru í gjald-þrotameðferð muni skiptast. Gerð verður grein fyrir heildarskuldum og hreinni skuld helstu geira þjóðarbúskaparins og litið á horfur um þróun erlendra skulda á næstu árum. -jh

D agsektir halda áfram að hlaðast upp vegna aðgerðaleysis húseiganda ein-býlishússins nr. 68 við Laufásveg.

Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir rúmum mánuði var þegar gerðum breytingum við húsið synjað með vísan til umsagnar skipu-lagsstjóra þar sem umsókn samrýmdist ekki deiliskipulagi svæðisins. Húsið er skráð eign eignarhaldsfélagsins Vegvísis ehf., félags Stefáns Hilmarssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs 365, eða öllu heldur móður hans, en eignin var flutt yfir í Vegvísi rétt eftir hrun-ið 2008. Stefán hefur verið úrskurðaður gjald-þrota.

„Húseigandinn hefur ekki gert neitt frekar í málinu,“ segir Magnús

Sædal Svavarsson, bygg-ingarfulltrúi í Reykjavík. „Málið er í farvegi,“ segir

hann, „dagsektirnar eru í innheimtu hjá lögfræði-stofu. Ef húseigandinn

gerir ekkert verður gert fjárnám í eigninni. Slíkt

gerist þegar búið er að

gefa mönnum öll tækifæri til að ganga frá málinu.“

Vegvísir hf. fékk á sínum tíma samþykkt-ar breytingar en síðan var byggt öðruvísi en uppdrættir sögðu til um. Borgarráð lagði því í febrúar á síðasta ári dagsektir á lóðarhaf-ann þar til framkvæmdir hefðu verið færðar til þess horfs sem samþykkt var. Lóðarhafi kærði ákvörðun skipulagsyfirvalda Reykja-víkur til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Sektað hefur verið frá 9. mars á síðasta ári, eða í rétt ár. Sektin er 25 þúsund krónur á dag. Hún nemur því milljónum króna enda bætast um 750 þúsund krónur við mánaðarlega.

[email protected]

skipulagsmál 25 þúsunD á Dag í heilt ár

Sektað hefur verið frá 9. mars í fyrra.

Dagsektirnar hlaðast upp á LaufásveginumByggingarfulltrúi segir að fjárnám verði gert, aðhafist húseigandi ekki.

Stefán Hilmarsson.

Ljós

myn

d/H

ari

Laufásvegur 68.

á ætlaðar endurheimtur upp í forgangskröfur þrotabús

Landsbankans hafa aukist og nema nú 89% af forgangskröfum, 1.175 milljörðum króna í stað fyrra mats sem nam 1.138 milljörðum króna. Hækkunin nemur 37 milljörðum króna en hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta er 51,26% eða um 19 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi Samninga-nefndar Íslands vegna Icesave-samninganna á miðvikudaginn en

þá lá fyrir nýtt mat skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna.

Mat á verðmæti eignasafns bús-ins hefur, að því er skilanefndin greinir frá, hækkað um tæplega 160 milljarða króna frá 30. apríl 2009 til ársloka 2010. Það sam-svarar um 23 milljarða króna hækkun á hverjum ársfjórðungi.

Fyrstu greiðslur úr búi Lands-bankans miðast við 1. ágúst næst-komandi í stað 1. júní sem fyrri

útreikningar byggðust á. Fyrsta greiðsla áfallinna vaxta trygg-ingarsjóðsins til Bretlands og Hol-lands miðast við lok apríl í stað janúar.

Meginniðurstaða hinna nýju út-reikninga er að áætlaður kostnað-ur ríkissjóðs vegna Icesave-samn-inganna nemi 32 milljörðum króna í stað 47 milljarða króna áður.

Jónas Haraldsson

[email protected]

icesave Betri enDurheimtur

Kostnaður áætlaður 32 milljarðarMat á eignasafni þrotabús Landsbankans hefur hækkað um 160 milljarða

Áætlaðar endurheimt-ur nema 89% af forgangs-kröfum.

Icesave-nefndin kynnir betri endur-heimtur.

Ljós

myn

d/H

ari

10 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

Page 11: 4. mars 2011

Allir velkomnir.

· Leiðsögn um húsið

· Fræðimenn á hverju strái

· Geirfuglinn

· Steypireyður

· Pödduskoðun

· Náttúrufræðikort

· Fróðleikur fyrir börnin

Á morgun, laugardaginn 5. mars verður opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá kl. 13–17 í nýjum heimkynnum stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.

Opið hús hjáNáttúrufræðistofnun í Urriðaholti

www.urridaholt.is · www.ni.is

Page 12: 4. mars 2011

Síminn logar hjá Oddnýju á skrifstofu borgarfulltrúa við Tjarnargötu í Reykja-vík. Það eru greinilega átök á milli borgarfull-

trúa Samfylkingar og Sjálfstæðis-flokks um einhver málefni og símtöl og tölvupóstar fljúga á milli manna. Kannski ekki skrítið; fjármál borgar-innar eru ekki beint skemmtiefni og það er hart tekist á um hvernig leysa eigi fjárhagsvandann sem við blasir.

Oddný segist fyrst og fremst brenna fyrir skólamál og henni finnst það forréttindi og heiður að fá að koma að stefnumótun borgarinnar í þeim efnum.

„Ég er sjálf píanókennari en það voru samt málefni barnafjölskyldna sem ráku mig af stað í pólitík. Ég þýddi einu sinni bók sem heitir Móðir í hjáverkum og fjallar um hlutskipti kvenna sem eru að dansa þennan fínan milliveg milli fjölskyldulífs, upp-eldis og krefjandi starfs. Í kjölfarið kynnti ég bókina vítt og breitt um landið og fékk þá margar spurningar um hvort ég vildi ekki beina þessum áhuga mínum í skynsamlegri farveg. Sem leiddi til þess að ég er þar sem ég er í dag.“

Var þá verið að skora á þig í pólitík?„Já. Og svo getum við deilt um

hvort það sé skynsamlegur farvegur,“ segir hún og skellir upp úr.

Var ekkert góðæri í skólunumOddný segir það hafa verið ótrúlega lærdómsríkt að vera í stjórnmálum á þessum öfgatímum. Hún byrjaði 2006 þegar vandamálin voru tiltölulega léttvæg. „Í dag eru allir að láta í ljós áhyggjur sínar af stöðu mála á Íslandi enda erum við á frekar vondum stað. Heilbrigðisstéttin, menntageirinn, foreldrar og allir hafa áhyggjur. Um daginn ræddi ég við mömmu mína sem hefur kennt í áratugi í grunn-skóla og er oft minn helsti ráðgjafi. Ég var orðin eitthvað lítil í mér eftir alla vinnuna undanfarið og var að létta á mér við hana því það þarf sterk bein til að standa fyrir breytingum á skóla-starfi; það er bara þannig. Þá benti mamma mér á eitt sem var dáldið gott að heyra. Við höfum alltaf haft áhyggjur af velferð barna. Þann dag sem við hættum að hafa áhyggjur af skólastarfi barna, þá fyrst getum við farið að hafa áhyggjur. Á árunum 2006 og 2007 byrjaði skólahald á haustin með því að það vantaði hundr-að umsjónarkennara í skólana og það var sífelld mannekla í leikskólum og frístundaheimilum. Þótt áhyggjurnar í dag snúist fyrst og fremst um fjár-muni og hvernig eigi að standa vörð um skólakerfið okkar hefur maður líka heyrt að það hafi ekki verið mikið góðæri sem ríkti í skólunum á þessum árum.“

Skólarnir geta ekki sloppiðStarfshópur ólíkra hagsmunaaðila hefur lengi unnið að skýrslu, sem kynnt var á fimmtudag, um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Nið-urskurðurinn felst meðal annars í því að þrjátíu leikskólar verði sameinaðir í fjórtán og yfirstjórnir sex grunnskóla sameinaðar í þrjár; frístundaheim-ilin verði sameinuð grunnskólunum, unglingadeildir verði stækkaðar og færanleg hús verði flutt á lóðir nokk-urra leikskóla til að stækka rými og fjölga plássum. Áætlaður sparnaður Reykjavíkurborgar er innan við 1% af heildarrekstrarkostnaði leik- og grunnskóla.

Varla getur það verið eftirsóknar-vert fyrir stjórnmálamenn að skera niður í þeim málaflokki sem er þeim kærastur. Skýtur ekki skökku við að formaður menntaráðs Reykjavíkur samþykki svo umfangsmikinn niður-skurð í stað þess að koma í veg fyrir skerðingu á grunnþjónustu við börn?

„Ég hef gargað nei ansi mikið og oft. Ég lagði ofuráherslu á að fara ekki í frekari niðurskurð á innra starfi leikskólanna og á endanum fékk leikskólasvið 600 milljóna króna viðbót í sína fjárhagsáætlun. Hag-ræðing á leikskóla- og menntasviði er enn langt undir hagræðingu allra annarra sviða þrátt fyrir að vera um

Hef oft gargað nei!Oddný Sturludóttir hefur staðið í ströngu undanfarið enda brennur mikið á henni sem formanni menntaráðs Reykjavíkur nú þegar umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu standa fyrir dyrum. Mikillar reiði hefur gætt meðal foreldra og fagfólks sem efast um ávinning breytinganna. Oddný er sannfærð um að þær séu til góðs og í viðtali við Þóru Tómasdóttur segir hún sumt vera ömmuhagfræði um miklu betri nýtingu á húsnæði og körftum, annað stuðli að fjölbreytni og meira vali fyrir börnin í borginni. Ljósmyndir/Hari

helmingur kostnaðar borgarinnar. Við stöndum frammi fyrir aukinni fátækt í borginni sem afleiðingu atvinnuleysis. Við bætist að fjölmennasti árgangur Ís-landssögunnar, börn fædd árið 2009, þurfa að komast inn í leikskólana. Þessi annars ánægjulega barnasprengja kallar á gríðarlega fjölgun leikskólaplássa og helst þyrfti að byggja fjóra nýja leikskóla til að geta tekið á móti þeim. Fyrir því er auðvitað ekki til peningar og öllum við-byggingum verður frestað eins lengi og hægt er.“

Að mati Oddnýjar var það krefjandi áskorun fyrir starfshópinn sem vann að útfærslum á niðurskurðinum að hugsa hlutina alveg upp á nýtt.

„Við ákváðum því að horfa burt frá allri sviðsgreiningu, horfa á allan mann-skapinn, allt mögulegt húsnæði, allar hugsanlegar breytingar, með hagsmuni þessara barna og fjölskyldna í huga. Það væri risastórt skref aftur á bak að stinga höfðinu í sandinn og vona að heim-greiðslur bjargi málunum eins og sumir hafa talað fyrir. Við ætlum að tryggja pláss fyrir þessi börn með umfangsmik-illi endurskipulagningu á skólastarfinu.“

Betri skóladagur með frístund„Við viljum nýta betur húsnæði grunn-skólanna sem víðast hvar er mjög rúmt. Með því að flytja færanlegar kennslustof-ur á lóðir eldri leikskóla mætum við þörf fyrir fleiri leikskólapláss. Til dæmis er hægt að flytja hús á rúmar leikskólalóðir í Laugarnesi og Háaleiti og koma fleiri börnum að. Í báðum hverfum eru langir biðlistar eftir plássum.“

Minnihlutinn í borginni gagnrýnir meðal annars að frístundaheimilin verði færð undir skólana og að það starf sem þar er unnið verði nú að engu. Það valdi

Við stóðum frammi fyrir tveimur erf-iðum valkost-um; að skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin eða að endur-skipuleggja stjórnunarfyr-irkomulagið í leikskólum. Verst af öllu er að senda fólk í atvinnu-leysi.

12 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

Page 13: 4. mars 2011

33%afsláttur

mollie

áður: 1.495,-

995,-

ÍÞRÓTTA-ÁLFURINN OGSOLLA STIRÐA

MÆTA KL. 15:00Á LAUGARDAGINN

OG SKEMMTA KRÖKKUNUM!Latibær ® & © 2011 Latibær ehf.

TILBOÐIN GILDA EINGÖNGU5. MARS OG 6. MARS

FerðatöskurFást í 3 stærðum.

Lítil 3.995,- nú 2.395,-Miðstærð 4.995,- nú 2.995,-

Stór 5.995,- nú 3.595,-

CHERBOURG tungusófiFallegur, dökkbrúnn tungusófi

með PU áklæði á frábæru verði. Stærð: B282 x H80 x

D167/92 sm.

MOLLIEsængurverasett

Fæst í 2 fallegum litum. Stærð: 140 x 200 sm.

og 50 x 70 sm.

40%afsláttur

40%afsláttur

TuNGuSÓFi

áður: 169.950,-

99.950,-

FerðaTaSka

verð Frá:

2.395,-

TOP ROLLERplastkassi

Á góðum hjólum. Lok með sterku og löngu handfangi.

Viskastykki10 saman í pakka á

frábæru tilboði!

Top roller

áður: 2.495,-

1.495,-

40%afsláttur JOHN MESH

skrifborðsstóllHægt að hækka og lækka setu og halla

baki.

Handlóðasett20 kg.

allT SeTTið

áður: 12.950,-

7.950,-

STÓll

áður: 19.995,-

9.995,-

39%afsláttur

50%afsláttur

LAUGARDAGINN 5. MARS OPNUM VID STAERRIOG GLAESILEGRI VERSLUN A SMARATORGI!

BJODUM UPP A KAFFI, KLEINUR OG SAFAlaugardag og sunnudag!

,, ,

, --

--

10 STk.

áður: 995,-

495,-50%afsláttur

,OPNUNARHATID!-

,OPNUNARHATID!-

Page 14: 4. mars 2011

óþarfa raski sem leiði ekki endilega til sparnaðar. Samþætting frí-stunda og skóla er hins vegar hluti af framtíðarsýn Oddnýjar sem hún er sannfærð um að stuðli að fjöl-breyttari skóladegi. Hún tekur þó fram að hún sé mjög ánægð með allt það starf sem þróað hefur verið á frístundaheimilum borgarinnar. „Ég hef talað fyrir því í mörg ár í borgarstjórn að auka samspil milli skóla og frístundar. Frístundin er leikur, val, barnalýðræði, hreyfing og svo margt annað skemmtilegt sem getur fléttast betur við skóla-starfið og leikið þar stærra hlut-verk. Ég er algjörlega sannfærð um að það sé til hagsbóta fyrir börnin því það hentar ekki öllum að sitja kyrr heilan skóladag. Við værum ekki að fara út í svona umfangs-miklar breytingar nema vegna þess að við höfum trú á þeim.“

Heimgreiðslur bjarga enguErtu sannfærð um að það verði að skera meira niður á mennta-sviði borgarinnar eða telurðu að hægt væri að sækja þessa peninga annað?

„Mér þætti gaman að finna matarholurnar sem allir eru að tala um. Við erum búin að samþykkja að fullnýta útsvarið, hækka gjald-skrár og það er allt gert til að ná endum saman. Alls staðar er búið að hagræða verulega. Álagið á vel-ferðarsviðið er til dæmis orðið brjál-æðislegt. Við getum auðvitað hætt að moka snjó, hætt að sækja rusl og lokað sundlaugum en við á mennta- og leikskólasviði getum ekki bara hallað okkur aftur á bak frekar en nokkur í þessari borg. Þeir sem halda því fram að það sé hægt að komast hjá því að hækka skatta, gjaldskrár og hagræða eru óheiðar-legir og óábyrgir.“

Líka heillandi hugmyndirOddný segir mjög snúið að hafa ástríðu fyrir því að skapa gott skóla-starf og vera í endalausri leit að tækifærum til að reka kerfið fyrir minni peninga. „En ég nýt þessara verkefna þótt þau séu erfið. Ég nýt þess að takast á við það sem þarf að takast á við. Að leiða saman hesta og ólíkt fólk eins og í starfshópnum sem vann að þessum tillögum. Ég held að ég sé ágæt í því. Þetta er langstærsta verkefni sem borgin hefur farið í á sviði skóla og upp-eldismála og það er mikill heiður að fá að leiða það. Mér hefur þótt mjög gefandi að ná fram hagræð-ingu með skólapólitískt spennandi hugmyndum eins og samrekstri tveggja lítilla leikskóla og barna-skóla, sem eru landfræðilega mjög nálægt hver öðrum. Mér þykir það mjög heillandi fyrirbæri í sjálfu sér þótt það eigi ekki við alls staðar. Við leggjum líka til að unglinga-deildir verði stækkaðar og það er mín trú að það sé betra kennslu-fræðilega, faglega og félagslega.“

Leikskólastéttin sprettur upp úr sjálfboðaliðastarfi og hefur undan-farna áratugi barist fyrir viðurkenn-ingu og mannsæmandi launum. Stjórnendur á leikskólum Reykja-víkurborgar er flestir með langa reynslu og sérmenntun. Á þetta benti Ingibjörg Kristleifsdóttir, for-maður Félags leikskólastjóra, í frétt-um Sjónvarps á dögunum. Með því að velja að fækka um tvo fagmenn í hverjum leikskóla, er þá ekki enn verið að gera lítið úr menntun og fagþekkingu á þessu sviði?

„Við stóðum frammi fyrir tveim-ur erfiðum valkostum; að skerða kjör þeirra með lægstu launin eða að endurskipuleggja stjórnunarfyr-irkomulagið í leikskólum. Verst af öllu er að senda fólk í atvinnuleysi

en við getum boðið öllum ný störf þótt það séu ekki sömu störf og áður. Þegar leikskólinn stækkar fá stjórnendur aukna ábyrgð og í því felast líka tækifæri.“

Mikil kynjaslagsíða er meðal stjórnenda í landinu. Óttastu ekki að niðurskurðurinn stuðli að frekara brottfalli úr leikskólakenn-arastéttinni þegar færri komast í stjórnunarstöður?

„Við vonum að þessar frábæru konur vilji starfa með okkur áfram. Þær verða kannski aðstoðarskóla-stjórar í leikskólum sem þær stýrðu áður og auðvitað breytist starf stjórnandans. Við eigum ótrúlega flotta leikskólastjóra í Reykjavík og treystum þeim algjörlega til að takast á við fleiri og meira krefjandi verkefni. Það er næg vinna handa öllum þótt störf einhverra kunni að breytast,“ segir Oddný og bendir á háværa kröfu fólks um hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu.

„Það er vel hægt að vinna betur saman því 75 leikskólar kalla á 75 fjárhagsáætlanir, 75 dæmi og ein-ingar. Með því að stækka og styrkja stofnanir erum við að hagræða í miðlægri stjórnsýslu í leiðinni.“

77% starsfmanna borgarinnar eru konur og Oddný bendir á að það sé því óhjákvæmilegt að snerta kvennastéttir þegar skorið er niður. „Við erum samt stolt af því að standa vörð um það sem við köllum neysluhlé, sem er tíu tíma greiðsla umfram kjarasamninga og á að vera kjarabót starfsmanna leikskólanna. Bara þetta eru 500 milljónir sem við viljum ekki hrófla við heldur sameina frekar leikskóla. Reykjavík verður samt með lægst hlutfall barna á hvern stjórnanda miðað við sveitarfélögin í kring. Við höldum okkur undir 100 börnum á hvern stjórnanda að meðaltali.“

Við vonum að þessar frábæru konur vilji starfa með okkur áfram. Þær verða kannski að-stoðarskólastjórar í leikskólum sem þær stýrðu áður og auðvitað breytist starf stjórnendans. Við eigum ótrúlega flotta leikskóla-stjóra í Reykjavík og treystum þeim algjörlega til að takast á við fleiri og meira krefjandi verkefni.

14 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

MINNI HRUKKURÍ KRINGUM AUGUN?

Frískar og endurnærir á áhrifa ­ríkan hátt, dregur úr þreytu­merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar­málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum.

NIvea Q10 aNtI-wRINKle aUGNROlleR

NÝtt!

�����

�����������������

����������

������ �� ��

������

�������������

���������������������������

����������������������������������������������������������������������������������������� �­������������������

Rýmingarsala á málverkum hefst laugardaginn 5. mars

Kauptún 3 - Garðabær - S: 533 2200 - www.art2b.is

2 fréttir Helgin 4.-6. mars 2011

Page 15: 4. mars 2011

Stærri leikskólar ekki verriÞorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, styður ekki hagræðing-arhugmyndir meirihlutans og segir í Fréttablaðsgrein um málið að hálfs prósents lækkun á heildarút-gjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar rétt-læti engan veginn raskið sem nú verði á skólastarfi.

Oddný telur hins vegar að fundnar hafi verið leiðir sem spari í yfirbyggingu en hrófli ekki við innra starfi, til dæmis leikskólanna. „Ef ég sæi vinnustaðakannanir sem sýndu fram á að börn hefðu

það betra í litlum leikskólum eða að ánægja foreldra í stórum leik-skólum væri minni, þá værum við ekki að þessu. En fólk er almennt hæstánægt með leikskólana okkar, stóra sem smáa. Þegar maður stóð frammi fyrir því, þriðja árið í röð, að skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin eða fara í hagræðingu á starfi leikskólanna, þá fannst mér blasa við að skoða ytra skipulag og stjórnun og sjá hverju við næðum fram með því.“

Þóra Tómasdóttir

[email protected]

Sameinar fjölskyldur Það er erfitt að skipta um umræðuefni í samtali við Oddnýju því ósjálfrátt beinast málin aftur að skólunum. Ynnt eftir því hvað hún geri þegar hún er ekki að vinna segist Oddný bara alltaf vera að vinna. „Það er ömurlegt að segja frá því en þannig hefur það verið í svolítið langan tíma; tólf til fjórtán tímar á dag stanslaust. Ég er skorpu-manneskja og finnst mjög gott að taka góðar vinnutarnir. Ég nýt mín þegar mikið liggur við eins og í kosningabaráttu. Svo finnst mér óskaplega gott að liggja í himneskri leti þess á milli þótt það hafi ekki verið mikið tóm til þess undanfarið,“ segir Oddný og viðurkennir að hún slappi lítið af. Hún sýni þó stundum viðleitni í félagslífinu. „Ég er að reyna að vera í kór sem mér finnst ótrúlega gaman en gengur mjög illa því ég get aldrei mætt á æfingar. Svo á ég líka frábærar vinkonur og mann sem er bæði góður félagi og hefur ofsalega skemmtilega sýn á lífið. Ég á tvö börn og hann á þrjú þannig að það er nóg að gera á stóru heimili.

Auðvitað eru bestu dag-arnir þegar maður þarf ekki að fara í vinnuna og getur verið með börnunum sínum. Það er algjör sæla.“

En hvernig gengur að sameina tvær fjölskyldur?

„Það gengur ótrúlega vel. Maðurinn minn á frábær börn sem er ofsalega gaman að fá að kynnast.“

Og Oddný hefur lengi lifað óhefðbundnu fjölskyldulífi. Eldra barnið sitt á hún með þýskum landfræðingi en á meðgöngunni hóf hún samband við Hallgrím Helgason rithöfund. Hallgrímur og Oddný eignuðust síðar annað barn saman. „Ég hef alltaf sagt að það þurfi marga til að koma barni til manns. Ég bý svo vel að eiga frábæra barns-feður og það skiptir öllu máli að það séu margir til staðar fyrir börnin.“

En hvernig uppalandi ertu sjálf, svona upptekin af uppeldismálum?

„Ég held að ég sé mjög svipuð mínum eigin for-eldrum; hæfilega ströng en gef samt börnunum

algjört svigrúm til að vera þau sjálf. Mér finnst ofsalega gaman að leika mér. Að spila við börn finnst mér frábært og að fara með stóran hóp af krökkum í útilegu finnst mér eiginlega vera topp-urinn á tilverunni. Í þessu frábæra menntaráði sem nú er í borginni höfum við mikið verið að skoða nýjar og róttækar leiðir í samstarfi foreldra og skóla. Nýjustu rannsóknir sýna að stærsta einstaka breytan sem hefur áhrif á bæði vellíðan og árangur barna í skólum er jákvætt viðhorf heima fyrir. Umræðan við eldhús-borðið skiptir öllu máli. Þetta finnst mér mjög áhugavert að spá í með mínum eigin börnum. Viðhorf snýst ekki um hæfni foreldra, menntun eða getu til að fara yfir heimanám, heldur virðingu fyrir því sem börnin eru að fást við og áhuga. Þetta skiptir meira máli en allt annað. Mér finnst mikilvægt að í umræðunni í fjöl-skyldunni sé borin virðing fyrir skólastarfi og að viðhorfin litist af virðingu fyrir menntun.“

Helgin 4.-6. mars 2011

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Byrjaðu að spara strax í dag. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is.

„ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“

Ein leið til sparnaðar er að greiða niður skamm-tímaskuldir. Slík niður-greiðsla getur verið skynsamlegasta skrefið í fjármálum heim ilisins.

Góður varasjóður getur komið í veg fyrir að óvænt eða mikil útgjöld; viðgerðir og viðhald, heimilistæki eða sumar-frí fjölskyldunnar, setji fjárhaginn úr skorðum.

Með langtímasparnaði byggir þú upp sjóð með það fyrir augum að eiga fyrir breytingum á heimilinu, myndarlegri greiðslu inn á íbúða- eða bílakaup eða safna fyrir framtíð barnanna.

Með lífeyrissparnaði getur þú byggt upp langtímasparnað sem veitir þér meiri möguleika á auknum ráðstöfunartekjum og sveigjan legum starfs lokum.

Fyrir hverju á ég að spara?

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara.

Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð

þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.

Greiða niður skuldir

Varasjóður Langtíma- sparnaður

Lífeyris- sparnaður

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

n B

I h

f .

( L

a n

d s

B a

n k

I n

n )

, k

t .

4 7

1 0

0 8

- 0

2 8

0

Page 16: 4. mars 2011

Coral Polge og Kay HunterLifandi eftirmyndir. Saga teiknimiðils.Esther Vagnsdóttir þýddi.Skjaldborg 1993(595 kr.)

Erlendir miðlar hafa í tímans rás verið duglegir að sækja Íslendinga

heim og einn af þeim er teiknimiðill-inn Coral Polge. Hennar sérstaða sem miðils felst í því að hún teiknar myndir af gestum sínum og eiga margir hér-lendis miðilsmyndir hennar sem hafa þótt ótrúlega líkar frummyndum sínum. Ævisögur miðla lýsa jafnan mikilli glímu við ófreskigáfur sínar og svo er einnig hér. Í bókinni eru birtar fjöl-margar myndir Coral af framliðnum og síðan ljósmyndir af þeim í lifanda lífi. Svipurinn með þeim er ótrúlega sterkur og þótt hún segist sjálf ekki vera nógu góður listamaður má endalaust velta vöngum yfir getu hennar til að teikna framliðið fólk.

Guðmundur KristinssonTil æðri heimaFramliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handanÁrnesútgáfan 2004(1.390 kr.)

Allir sem lesið hafa Sumarlandið eftir Guðmund Kristinsson á Selfossi verða

að næla sér í þessa bók. Hún er ekki mikil um sig en er rík af efni og Guðmundur segist hafa gefið hana út fyrir hvatningu að handan. Í henni má til að mynda finna viðtöl við 26 menn sem lýsa því hvernig hafi verið að „deyja“ og segja frá fyrstu lífs-reynslu sinni í heimi framliðinna. Foreldrar hans og eiginkona stíga til að mynda fram og segja sína sögu, auk þjóðþekkts fólks, en án efa er merkilegasti kafli bókarinnar ítarleg frásögn af syni Guðmundar sem lést í bílslysi árið 2002. Hann kom fljótt fram á miðilsfundum og hafði samband við foreldra sína og þroskaferli hans í heimi framliðinna er lýst á ítarlegan hátt.

Jónas ÞorbergssonBrotinn er broddur dauðansSkuggsjá 1968(595 kr.)

Jónas Þorbergsson varð fyrsti út-varpsstjóri Ríkisútvarpsins við

stofnun þess árið 1930 og gegndi því starfi í 23 ár. Þegar hann lét af störfum árið 1953 tók hann til við bókaskrif og alls komu út sex bækur frá hans hendi áður en hann lést árið 1968. Flestar þeirra fjölluðu um eitt af helstu hugð-arefnum hans sem var leitin að sönnunum fyrir framhaldslífi, þar á meðal hin kunna saga Líf er að loknu þessu sem fjallaði um Haf-stein miðil. Jónas var meðal helstu

aðdáenda Hafsteins og studdi hann og miðilsstarf hans með ráð-um og dáð. Fékk hann Hafstein til að einbeita sér fremur að skyggni-lýsingum en transmiðilsfundum og hélt miðilsfundi með honum á heimili sínu. Það væri athyglis-vert að sjá hvað fólki þætti nú um að útvarpsstjóri stæði fyrir slíkum fundum. Í Brotinn er broddur dauðans er að finna fjölmargar lýsingar framliðinna, sögur um sálfarir og útlistanir Jónasar á spíritismanum. Jónas var sem kunnugt er faðir útvarpsgoðsagn-arinnar Jónasar Jónassonar og afi Sigurlaugar M. Jónasdóttur, út-varpskonu og matgæðings.

Einn óvæntasti smellur síðustu bókavertíðar var bókin Sumarlandið eftir Guðmund Kristinsson á Selfossi þar sem hann birtir viðtöl sín við framliðna. Kemur mörgum á óvart

að enn skuli vera svo mikill hljómgrunnur fyrir bækur af þessum toga því nokkuð er um liðið síðan gullöld bókaút-

gáfu um dulræn málefni stóð. Á bókamarkaðinum í Perlunni sem nú stendur yfir má finna úrval bóka þar sem framliðnir

gera vart við sig og sagt er frá sambandinu við þá.

Bækur að handan

Súr eða basísk / ur? Hátt eða lágt pH gildi?

Fyrirlestur um pH lífsstíl mikilvægi basískrar næringar

Fyrirlesturinn er haldinn á Gló Restaurant, Listhúsinu Engjateig 19Mánudaginn 22. nóv. kl. 19.00

Fyrirlesarar eru: Hanna Laufey Elísdóttir, Microscopisti Guðrún Helga Rúnarsdóttir, Microscopisti

Aðgangur kr. 1500

Ertu orkulaus? Viltu lifa lífinu lifandi?

Birgitta A. HalldórsdóttirLjósið að handanValgarður Einarsson miðill segir frá lífi sínu og starfiSkjaldborg 2001(595 kr.)

Skáldkonan Birgitta H. Hall-dórsdóttir á Syðri-Löngumýri í

Blöndudal hefur skrifað vel á þriðja tug bóka, mest skáldsögur, en einnig nokkrar viðtalsbækur. Ein

þeirra er frásögn Valgarðs Einars-sonar miðils í Reykjavík sem hefur verið einn helsti miðill landsins um margra ára skeið og heldur úti heimasíðunni www.midill.is. Val-garður vann í um tvo áratugi sem bílstjóri hjá Strætisvögnum Reykja-víkur. Hann vissi að hann hafði ófreskigáfu en lærði ekki að nýta sér hana fyrr en enskur spámiðill opnaði augu hans. Ævi Valgarðs er þó ekki í forgrunni í bókinni, heldur

hugleiðingar hans um starfið, sambandið við hina framliðnu og þá sem leita til hans og vandamál þeirra. Valgarður miðlar af sam-tölum sínum við framliðið fólk um nánast flest svið mannlífsins, allt frá áfengisfíkn, kynferðislegri misnotk-un og samkynhneigð til vistfræði-legra vandamála og framtíðar jarðar. Í flestum tilvikum eiga spurningar okkar vís svör að handan.

Kæru kaupmenn það eru þrjár góðar ástæður til þess að endurvekja öskupoka-

hefðina.

1. Verum góð við börnin gefum þeim EKKI sælgæti.

2. Endurvekjum stórskemmti-lega hefð sem er séríslensk

3. Styrkjum gott málefni og gerum gagn. Byggjum hús

yfir munaðarlaus börn í Afr-íkuríkinu Togo.

Öskupokinn 2011

Um leið og hjálparfélagið Sóley og fé-lagar hvetja kaupmenn til þess að gefa

krökkunum öskupoka í staðinn fyrir sælgæti þá er félagið með öskupoka til sölu sem 6. bekkingar Valhúsaskóla og saumaklúbbar landsins hafa saumað og

gefið félaginu.

Allur ágóðinn af öskupokasölunni rennur í byggingarsjóð Sóley og félaga.

www.soleyogfelagar.is Netfang: [email protected]

Nánari upplýsingar í síma 659 7515

16 bækur Helgin 4.-6. mars 2011

Page 17: 4. mars 2011
Page 18: 4. mars 2011

Frá þessu kvöldi fyrir átta árum hefur Denna verið frá vinnu, án þess að fá nokkrar skaðabætur eftir slysið.

Þ ær fóru að skellihlæja, stelp-urnar við borðið á veitinga-staðnum, þegar Guðný Guð-

jónsdóttir rann til á gólfinu og skall með öxlina á borðbrún. Hvað var svona fyndið? Jú, þetta var önnur kon-an sem þær höfðu horft á skella svona illa í gólfið þetta kvöld. Ástæðan var kertavax á gólfinu sem ógjörningur var að greina vegna rökkurs.

„Það er eins og það sé sjálfgefið að ef einhver dettur á veitingastað þurfi viðkomandi að vera drukkinn,“ segir Guðný, sem er reyndar alltaf kölluð Denna. „Ég sagði þessum hlæjandi stelpum að ég hefði ekki neytt áfengis, bara runnið til, en þær svöruðu því til að þetta væri bara svo fyndið því ég hefði flogið upp í loft og skollið í gólfið og væri önnur konan sem þær hefðu séð detta á þessum bletti.“

Óvinnufær í átta árEn þetta var meira en bara smá fall. Frá þessu kvöldi fyrir átta árum hefur Denna verið frá vinnu, án þess að fá nokkrar skaðabætur eftir slysið.

„Fyrst fann ég mikið til í hnénu, en smátt og smátt fór ég að finna mikið til í hægri öxl. Ég fór daginn eftir með móður minni á kaffihús og svo fórum við að gefa öndunum og um leið og ég kastaði brauðinu var eins og ég fengi skot í öxlina. Daginn eftir fór ég til gigtarlæknis sem sprautaði í öxlina, en það hafði ekkert að segja. Það er skrýtið að segja frá því en á þessum átta árum hefur fatnaður verið minn versti óvinur. Það má EKKERT snerta hægri öxlina. Ég er búin að vera svona hálfber í átta ár,“ segir hún hlæjandi, og bendir á hægri öxlina sem er ber – en kannski er rétt að taka það fram að Denna er í fötum á öllum öðrum stöðum líkamans! „Ég sætti mig ekki við að vera svona og hef gert allt til að fá bata. Ég leitaði eftir lækningum til Bandaríkjanna en þar var ekkert hægt að gera. Ég hef leitað í hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar eins og nálarstungur og Hallgrímur Magnússon læknir hefur

hjálpað mér mjög mikið. Taugin hafði skemmst við fallið og mér er sagt að það sé ekkert hægt að gera við skemmda taug. Þetta heitir „Sudeck atrophy“ og það er ekki óalgengt að þeir sem hafa lent í árekstri eða uppskurði fái þennan sjúkdóm og þoli ekki að neitt snerti veika svæðið fyrstu dagana á eftir. Þessi sjúkdóm-ur er þannig að heilinn sendir frá sér röng boð. Ég hef smá von, því í apríl fer ég til Hjálmars Baldurssonar læknis sem setur rafskaut í öxlina. Hann hefur mikið unnið með Parkin-sonsjúklinga. En ég verð að læra að lifa með þessu, ég hef ekkert val. Það er náttúrlega bagalegt að ég er rétt-hent og þetta er hægri öxlin. Ég hef vanið mig á að gera allt með vinstri hendinni.“

Í gönguferð með kisumDenna segist vera dugleg að fara í göngur og hafi einhver séð konu ganga um Seltjarnarnesið í samfylgd með nokkrum köttum, þá er það örugglega Denna!

„Já, það fluttu hingað inn þrír kettir,“ segir hún. Lilli liggur á heitri gluggasyllunni og malar. Hann vill bara fá morgunmat í rúmið með servíettu undir. Stuart sefur undir teppi í stól inni á baðherbergi en Gormur hefur engan áhuga á ókunn-ugri konu sem er komin í heimsókn.

„Við áttum tvo ketti þannig að í upphafi urðu nýju kisurnar sem höfðu valið okkur að búa í bílskúrnum, en eftir að þær eldri dóu fluttu kisurnar upp. Svo koma hingað inn kettir úr nágrenninu að sníkja smá rjóma og annað góðgæti og ég tek þeim öllum opnum örmum. Ég segi alltaf að það sé kisunum mínum að þakka að ég fór fram úr rúminu. Hefði ég ekki átt þær, hefði ég kannski lagst í eymd og volæði eftir slysið og orðið þunglynd. Sem betur fer er ég að eðlisfari mjög þolinmóð. Það er mjög auðvelt að kenna kisum að fylgja manni eftir í gönguferðum og bæði mínir kettir og nágrannakettirnir fara með mér út að ganga daglega.“

Að rjúfa einangrun með bridsi„Það var erfitt fyrir konu eins og mig, sem alltaf hefur unnið mikið, að vera allt í einu „föst“ heima,“ segir Denna, sem í fjölda ára hafði starfað sem flugfreyja, unnið í farskrárdeild Flug-leiða og rekið Keiluhöllina í fimmtán ár.

„Ég gerði allt í Keiluhöllinni,“ segir hún brosandi. „Ég sá um markaðs-setningu, þreif og gerði allt sem gera þurfti. Keiluhöllin óx og dafnaði og varð gríðarlega vinsæl. Ég hafði líka verið mikið í sundi og á skíðum og það var allt úr sögunni eftir þetta slys.“

Hún sá fljótt að það er auðvelt að vera öryrki sem brennur upp af einmanaleika og finnst hann gagns-laus í alla staði og ákvað að grípa til sinna ráða.

„Fyrir um tuttugu árum þegar ég kynntist manninum mínum, Jóni Hjaltasyni, fór ég að læra að spila brids, því Jón er mikill bridsspilari. Ég fór í bridsskólann hjá Guðmundi Páli Arnarsyni, sem hann rekur á haustin og vorin. Hann er bæði með byrjendur og framhaldshópa og ég mæli eindregið með því að sem flestir læri að spila þetta skemmtilega spil. Brids er mjög góð heilaíþrótt, maður þarf að lesa hendurnar hjá andstæð-ingnum og reyna að finna út hvað hann er með á hendi. Þannig að þetta er stöðug hugsun! Eftir að ég slasað-ist fór ég að stunda brids í miklum mæli og spila nú tvö kvöld í viku, fjóra tíma í senn,“ segir hún. „Það eru mjög stutt hlé á milli, eiginlega bara nógu löng til að skipta um borð. Þetta er einstaklega góður félagsskapur og uppbyggjandi að hitta þetta fólk. Þess vegna hvet ég fólk sem er öryrkjar, sitja einir heima og finna sér ekkert að gera, að koma og læra brids. Sama gildir um unglingana og unga fólkið. Það er hvorki gott fyrir heilann né sjónina að sitja fyrir framan tölvuna í tölvuleikjum allan daginn. Við eld-umst vonandi öll og verðum gömul og þá er svo dýrmætt að hafa áhugamál að leita í, eins og brids. Mamma mín

Kisunum mínum að þakka að ég fór fram úr rúminu

er á elliheimili og starfsfólkið þar segir mér að bridsspilararnir þar séu lang skemmtilegasta fólkið. Það einangrast ekki.“

Bermúdaskálin endurheimt?Konur eru síst í minnihluta þeirra sem spila brids og Denna segist spila með konum frá tæplega þrítugu upp í níutíu og eins árs:

„Það er alltaf sama gleðin sem ríkir þegar við hittumst til að spila. Ég spila með Hafnfirðingum og svo hér í Reykja-vík, þannig að ég spila brids átta tíma á viku að lágmarki. Um helgar er mikið um mót og þá er svo gott að æfa sig mik-ið. Núna um helgina er bridsmót í tví-menningi hjá Bridssambandi Íslands og þar keppa margir af okkar bestu brids-spilurum; heimsmeistararnir okkar frá því fyrir tuttugu árum, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, og margir fleiri. Ég er búin að skrá mig ásamt makkernum mínum, Hrafnhildi Skúladóttur.“

Denna segir alla geta lært að spila brids, en vissulega taki það tíma:

„Þegar maður lendir í neðstu sætun-um aftur og aftur finnst manni að maður hafi ekkert lært, en það er með brids eins og annað, stundum tapar maður og stundum sigrar maður. Þeir sem vilja geta lesið bridsbækur allan daginn kynn-ast mörgum öðrum með sama áhugamál og með bridsáhugann að vopni er maður aldrei einn. Ég skora á fólk sem er hætt að vinna eða getur ekki unnið lengur úti, er jafnvel einmana og einangrað, að skella sér í bridsskólann hjá Guðmundi Páli í vor og taka þátt í því skemmtilega félagslífi sem brids býður upp á.“

Denna er varaforseti Bridssambands Íslands og segir mér að nú sé kominn tími til að endurheimta Bermúdaskálina frægu sem við unnum árið 1991:

„Það er eitt af mínum verkefnum sem varaforseti að finna leiðir til að fjár-magna keppnisferðina til Hollands í októ-ber til að endurheimta Bermúdaskálina sem við unnum fyrir tuttugu árum. Það er kominn tími til að fá hana aftur heim!“

Anna Kristine

[email protected]

Guðný Guðjóns-dóttir rak Keilu-höllina í Öskjuhlíð um árabil en hefur verið óvinnufær síðastliðin í átta ár eftir slys. Í viðtali við Önnu Kristine kemur fram að bridds og kisurnar hennar hafi komið henni aftur á fætur og meðal fólks. Ljósmynd/Hari

Guðný Guðjóns-dóttir „Það er

mjög auðvelt að kenna kisum að

fylgja manni eftir í gönguferðum.“

18 viðtal Helgin 4.-6. mars 2011

Page 19: 4. mars 2011

*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.

SKEMMTUM OKKURINNANLANDS

FLUG OG GISTING Í EINA NÓTTFRÁ AÐEINS 21.030 KR.*

FLUGFELAG.IS

Með rjóðar kinnar og rjúkandi kakó bíða þín fannhvítar

hæðir og fjöll. Taktu flugið í næstu skíðabrekku og lyftu

þér upp milli þess sem þú rennir þér niður.

Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/FLU

538

64 0

2/11

Page 20: 4. mars 2011

Árásarhneigð og hamagangur

Sirkuslistir og ærslafullur kabarett verða meðal þess sem Íslenski dansflokkurinn býður upp á í dansveislunni ,,Sinnum þrír“ sem hann frumsýnir í Borgarleikhúsinu í dag, föstudag. „Ég held að þetta sé mjög fjölbreytt og skemmtilegt kvöld,“ segir Katrín

Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.

Flokkurinn sýnir í fyrsta sinn verk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur, sem stundaði nám í sirkuslist við ESAC, en verk hennar nefnist „White for

Decay“. „Sigríður Soffía er ungur og efnilegur dansari og danshöfundur sem dansar nú með Íslenska dansflokknum í fyrsta sinn,“ segir Katrín en Sig-ríður dansar í eigin verki ásamt þremur karldönsurum flokksins.

„Großstadtsafari“ er nýtt verk eftir Grímuverðlaunahafann Jo Ström-gren sem lýsir streitunni og árásarhneigðinni sem byggist upp í fjölmenni og „Heilabrot“ eftir tvíeykið Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttur tekur á barneignum, ástarsorg, lýtaaðgerðum og glamúr. Haraldur Jónasson tók þessar myndir á æfingu Íslenska dansflokksins í vikunni.

20 dans Helgin 4.-6. mars 2011

Page 21: 4. mars 2011
Page 22: 4. mars 2011

Þetta er gamanmynd og ástarsaga,“ segir Þor­steinn sem skrifaði handritið auk þess að leika annað aðalhlut­

verkið. „Maður hikar við að segja að þetta sé rómantísk gamanmynd af því að það er einhver stimpill sem virkar ekkert sérstaklega spenn­andi en er samt spennandi í raun og veru.“

„Þetta er rómantískt. Ég held við þurfum ekkert að vera feimin við það. Þetta er gamanmynd og alveg ofsalega ljúfsár og falleg. Og hér situr höfundurinn og það er búið að vera yndislegt að vinna með honum af því að hann verður svo feiminn þegar hann á að vera höfundur,“ segir Brynhildur og klappar Þor­steini á öxlina. „Já. Ég er bara var­kár,“ svarar Þorsteinn hógvær og forðar sér beint í söguþráð­inn. „Myndin fjallar um verk­fræðing í Marel og þjónustu­fulltrúa hjá Íslandsbanka og hvað er meira sexí en það? Þau kynnast í svona vinnuferð í Osló, detta í'ða saman og ná saman. Þau ætla svo að taka upp sambandið þegar þau koma aftur heim og upp úr því verður í raun og veru hálfgerð hrakfallasaga. Það er margt sem vinnur gegn þeim. Aðal­lega þau sjálf, fortíð þeirra og fjölskyldumeðlimir. Það geng­ur á ýmsu.“

Klassakona og plebbi„Hann er kannski ferkantaðri en gengur og gerist og hún er akkúrat í hina áttina, en allir eru náttúrlega að leita að því sama. Það vilja allir eiga ást í lífi sínu, fegurð, samveru og skemmtilegheit og þarna reyna þau, eins vel og þau geta ...“ segir Brynhildur og Þorsteinn tekur undir: „Já, já. Þau berjast svolítið gegn straumnum.“

Þorsteinn segist aðspurður hafa skrifað persónu verk­fræðingsins með sjálfan sig í huga en að Brynhildur hafi verið happafengur. „Þegar við fórum að velja í hlutverkin komu margar til greina. Ég man eftir því að hugmyndin um að fá Brynhildi kom upp. Hún kom í prufu og eftir prufuna var þetta bara ákveðið. Að minnsta kosti í mínum huga. Það myndaðist strax einhver stemning sem mér fannst algjörlega rétt. Ég var líka svo feginn að fá Brynhildi inn í myndina vegna þess að hún er þessi klassaleikkona og vegur upp á móti plebbismanum í mér.“ Þau skella bæði upp úr. „Þetta finnst henni fínt.“ Talið berst aftur af

prufutökunni og Brynhildur á orð­ið: „Já. Þú lentir bara í massa við­reynslu þarna fyrir framan kam­eruna ...“

„Já. Brynhildur setti bara í gír­inn,“ reynir Þorsteinn að útskýra. „Ég fór bara inn í þessa konu. Já. Já,“ svarar Brynhildur. „Þú kveiktir á hlutverkinu og fattaðir strax út á hvað þetta gekk.“

Venjulegt fólk með stóra bakpokaReynir Lyngdal leikstýrir myndinni og fjöldi skrautlegra persóna kemur við sögu í meðförum leikara á borð við Ladda, Hilmi Snæ Guðnason, Maríu Hebu Þorkelsdóttur, Lilju Guðrúnu Þorkelsdóttur, Ara Eldjárn og Steinda jr. „Það sem ég skrifaði inn í handritið og við unnum svo­lítið með er svona fólk og aðstæður

sem við þekkjum í raun og veru; að dröslast með barn og vera ein­stæður, þurfa að vera í sambandi við barnsföður sinn og allt þetta. Faðir persónunnar minnar var yfir­þyrmandi gæi. Og svo á hann mis­þroska systur. Þetta er bara fólk með stóra pakka. Stóra bakpoka sem það dröslast með í lífinu,“ segir Þorsteinn.

„En svo eru bara einhvern veginn allir svona,“ segir Brynhildur. „Og svo þarf að púsla þessu öllu saman og hér á Íslandi eru fjölskyldubönd

þannig að vinir manns í útlöndum trúa því ekki alveg. Það er það sem er svo fallegt, að tilfinningabönd eru bara sterkari en blóðbönd. Og það er bara þannig.“

Hilmir Snær leikur barnsföður Brynhildar í Okkar eigin Osló og Þorsteinn segir hann fara á kostum. „Já. Hann gerir það,“ samsinnir Brynhildur.

„Loksins náði hann að leika al­mennilega ...“ segir Þorsteinn og hlær. „... og fanga karakterinn,“ klárar Brynhildur.

„Mér fannst alveg dásamlegt að fá að taka þátt í þessari mynd. Það var svo mikið rými til þess að fara inn á við og finna alls konar hluti. Sem er samt kannski ekki það sem lagt var af stað með upphaflega. Það er svo mikið rými til að vera fólk,“ segir Brynhildur og bætir við að Reynir

Lyngdal sé svo mikið ljúfmenni að andinn á tökustað hafi verið frábær og allir hafi alltaf verið í góðu skapi.

Afgangurinn í snakkskálinni„Svo bara vonar maður að fólk leggi leið sína í bíó. Allir hafa áhuga á ís­lenskum kvikmyndum en svo ein­hvern veginn þegar á hólminn er komið veit ég ekki hvað gerist; af hverju fólk drífur sig ekki í bíó. Ég veit ekki hvort allir eru að bíða eftir að myndin komi á vídeóleigurnar eða hvað það er,“ segir Brynhildur

og beinir í framhaldinu beittum spjótum sínum að fjölmiðlum. „Það hefði mátt vera önnur og meiri um­fjöllun eftir Edduna. Mér finnst þetta bara rosalega sorglegt ...“

„Hvað eruð þið að tala um?“ spyr Þorsteinn og virðist koma alveg af fjöllum.

„Edduverðlaunin voru um dag­inn.“

„Já.“„Og þar unnu Elma Lísa og Darri

leikaraverðlaunin fyrir besta leik í kvikmynd sem heitir Rokland,“

segir Brynhildur. „Ég hef ekki séð viðtal við Elmu Lísu eða Darra, eða neinn annan leikara. Það eina sem stóð upp úr varðandi þessa Eddu var einhver kona í grímubúningi frá Keflavík sem raðar vösum hjá fólki af því að hún byrjaði að vera innanhússhönnuður þegar hún var 10 ára.“

Þorsteinn skellir upp úr. „Nei. Í alvöru. Mér finnst þetta

svo sorglegt. Mér finnst þetta svo leiðinlegt. Er þetta áhuginn? Hafa fjölmiðlar áhuga á þessu? Þetta er

það eina sem okkur er boðið upp á. Og mér finnst þetta bara glatað. Það birtist engin umfjöllun um kvik­myndina sem vann. Ekkert. Ekki neitt! Bara þetta. Kona með kam­eltá í einhverjum viðbjóðslegum galla. Og ég meina: Hver er þetta? Stendur þetta upp úr? Er þetta ís­lensk kvikmyndagerð? Er það þetta sem fólk hefur áhuga á? En þetta lýsir okkur Íslendingum dálítið. Við erum svolítið mikið eins og afgang­ar í snakkskál. Við þurfum aðeins að skrúfa okkur í gang og fara að

hugsa. Við þurfum bara að opna nýjan snakkpoka og hella í. Hvers konar myndlíking sem það er.“

„Já. Svona er þetta. Ætli við séum samt ekki svolítið sam­sek í þessu líka?“ segir Þor­steinn. „Ég veit það ekki. Ég held að það sé nú ofmetið hvað Íslendingar eru glataðir. Fólk er almennt hugsandi. Það er verið að tala um að það sé rifist of mikið en það var bara rifist of lítið síðustu árin fyrir rifrild­ið mikla. Þannig að við verðum bara að þola það. Það er talað niður til bloggara. Bloggarar eru bara mjög mikilvægir í umræðunni. Bara frábært að það komi inn einhver hópur sem vill taka á hlutum. Ég held að við ættum ekki alveg að af­skrifa okkur.“

„Nei, nei. Enda er enginn að gera það. Þetta bara stakk mig eftir þessa hátíð kvikmynda­gerðarmanna,“ svarar Bryn­hildur.

„En hvað erum við að gera með þessa hátíð? Af hverju erum við að punta okkur og hittast í einhverjum sal og klappa hvert öðru á bakið? Af hverju gerum við þetta ekki aðeins á svona mannlegri hátt?

Þetta er bara snobbhátíð. Við vitum það.“

„Er það?“„Jáhh. Ég held að almenningur

hlæi að þessu almennt.“

Norðmenn hafa ekki húmor til að stela gamanmyndumÞegar hér er komið við sögu telur blaðamaður farsælast að beina tal­inu að öðru og spyr hvernig hafi verið að taka upp í Ósló.

„Það var æðislegt í Ósló,“ svarar Brynhildur.

Ofmetið hvað Íslend-ingar eru glataðirÞorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir leika Harald, verkfræðing hjá Marel, og Vilborgu, þjónustufulltrúa í Íslandsbanka og einstæða móður, í gamanmyndinni Okkar eigin Osló sem frumsýnd verður í dag, föstudag. Þórarinn Þórarinsson hitti leikarana í Kaffivagninum og komst að því að Brynhildur „reyndi við“ Þorstein í prufutökunni.

Þorsteinn og Brynhildur skemmtu sér vel við gerð Okkar eigin Osló og

Brynhildur segist eiga eftir að knúsa Þorstein heilmikið fyrir að hafa skrifað

skemmtilegt og mannlegt handritið.Ljósmyndir/Hari

Mér fannst alveg dásamlegt að fá að taka þátt í þessari mynd. Það var svo mikið

rými til að fara inn á við og finna alls konar hluti. Sem er samt kannski ekki það

sem lagt var af stað með upphaflega.

22 viðtal Helgin 4.-6. mars 2011

Page 23: 4. mars 2011

FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS

+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á

www.icelandairgolfers.is

Icelandair Golfers er klúbbursem auðveldar þér að spila

golf út um allan heim.

Golfsettiðferðast frítt!

Þú nýtur þessara hlunninda:• Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair.• Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfs- aðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 5.900 kr. árgjaldi er m.a.:• 2.500 Vildarpunktar • 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop• 100 æfingaboltar í Básum • Merkispjald á golfpokann

KOMDU ÞÉR Í BESTA FORM ÆVINNAR!

www.nordicaspa.is

SKRÁNING

444-5090

HEFST 7. MARSÞORIR ÞÚ?

3 FASTIR TÍMAR - MÁN/MIÐ/FÖS. KL.18:302 TÍMAR Í TÆKJASAL – SKYLDUMÆTINGGRÍÐARLEGA MIKIÐ AÐHALDMATARLISTAR / MÆLINGARGEGGJAÐUR ÁRANGURHANDKLÆÐI OG HERÐANUDD Í POTTUNUM

4 VIKNA NÁMSKEIÐ

„Við vorum náttúrlega alveg eins og sígaunar þarna,“ segir Þorsteinn og Brynhildur heldur áfram: „Við gistum öll í sömu íbúð. Hver lá þarna um annan þveran en það var ótrúlega gaman hjá okkur.“

„Norðmennirnir voru líka dálítið gáttaðir,“ segir Þorsteinn. „Þeir eru ekkert vanir því að fólk vinni lengur en til tvö á daginn. Við vorum bara að allan sólarhringinn, eitthvað að leika okkur. Íslendingar eru bara þannig að ef þeir lenda í ákveðnum aðstæðum þá grípur maður ljós. Maður tekur bómuna og hjálpar til. Þeir voru verulega hissa á þessu.“

Brynhildur segir alla vinn-una í Ósló hafa verið sérstaklega skemmtilega en hópurinn hafi þó orðið fyrir áfalli þegar tökum var

lokið. „Og svo var brotist inn í bílinn okkar! Og við héldum að það væri búið að stela öllu efninu sem við vorum búin að skjóta þarna í Ósló.“ Þorsteinn segist þó hafa haldið ró sinni af augljósum ástæðum. „Við stóðum þarna í faðmlögum að fagna því að við værum búin og þá var okkur sagt að það hefði verið brotist inn í bílinn okkar. Ég hef aldrei séð hræddari tökumann. Ég vissi samt alltaf að myndinni hefði ekki verið stolið. Af því að þetta er gamanmynd, sko. Norðmenn hafa engan húmor. Þeir snertu ekki á harða diskinum. Tóku bara eitt-hvert snyrtiveski.“

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

viðtal 23 Helgin 4.-6. mars 2011

Page 24: 4. mars 2011

Eyjólfur Gíslason er 24 ára hraustlegur og heilbrigð-ur strákur úr Keflavík. Það er erfitt að gera sér í hugarlund að fyrir nokkr-

um árum var hann aðeins 53 kíló og illa haldinn af átröskun. Eyjólfur sagði sögu sína í fyrirlestri sem hann flutti í Verslunarskóla Íslands í byrjun febrúar, en hann var einmitt nemandi þar þegar hann tókst á við veikindi sín. Eyjólfur hyggst heimsæka fleiri framhaldsskóla á næstu vikum og mánuðum. Honum finnst mikilvægt að stíga fram og deila reynslu sinni.

„Ég segi mína sögu sem strákur í samfélagi þar sem átröskun var mið-uð út frá því að sjúklingarnir væru eingöngu stelpur. Það er sjaldgæft að strákar komi fram og viðurkenni að þér séu veikir af átröskun. Ég tel því mikilvægt að koma fram, segja sögu mína og miðla af reynslu minni,“ segir Eyjólfur.

„Upphafið að fyrirlestrum mínum var þegar ég var beðinn að koma fram á forvarnardegi Verslunarskólans. Ég hafði sjálfur verið nemandi þar og þótti tækifærið mjög mikilvægt. Það var minn fyrsti fyrirlestur og hann var unnin upp úr handriti að bók sem ég hef verið að vinna í. Bókin fjallar um baráttu ungs drengs sem glímdi við átröskun og mun koma út síðar á þessu ári. Fyrirlestrarnir hafa þróast á stuttum tíma og byggjast meira og minna á því hver ég er.“

Sjúkdómurinn óháður kyni og kynhneigðEyjólfur segir að markmið fyrirlestr-anna sé að hvetja þá sem hlusta til að hugsa um líf sitt, markmið sín og drauma með uppbyggilegum hætti.

„Mér finnst leiðinlegt að tala um neikvæðu hlutina sem eru þó nauð-synlegir til að koma sögu minni og upplifunum til skila. Í fyrirlestrun-um fjalla ég um hvernig það var að berjast við átröskun sem strákur og reyna að koma því sem best til skila að sjúkdómurinn er óháður kyni og kynhneigð.“

Hann bendir á að það sé mikilvægt að draga það fram að sjúkdómsgrein-ingar hjá læknum miðist ekki út frá því hvort sjúklingurinn er strákur eða stelpa, heldur hvort viðkomandi sé veikur eða ekki.

„Staðreyndin er sú að 10 prósent þeirra sem glíma við sjúkdóminn eru karlmenn og flestir þeirra eru gagn-kynheigðir en ekki samkynhneigðir eins og oft er nefnt þegar talað er um sjúkdóminn. Persónulega fannst mér erfitt að viðurkenna að ég væri með þennan sjúkdóm vegna þess að það var í raun fyrirfram ákveðin sam-félagsleg hugsun að ég ætti ekki að geta verið með átröskun. Þar þurfti ég í raun að berjast við fordóma sem ég hafði sjálfur sett mér í samræmi við umhverfi mitt. Þá myndaðist ákveðin togstreita milli þess að vera veikur strákur og strákur sem vegna

ákveðinna eiginleika gæti ekki verið það. Síðastliðin sex ár hef ég verið í góðum bata og fundið með sjálfum mér að tími sé kominn til að stíga fram, segja sögu mína, miðla henni áfram og geta vonandi um leið hjálpað öðrum.“

Að berjast við sjúkdóminn„Þegar ég vaknaði á morgnana var það fyrsta sem ég hugsaði um hvern-ig ég ætti að sleppa við að borða. Það var ákveðin stjórnun sem ég hafði í upphafi dags því ég vissi að um leið og ég væri kominn út í hið daglega amstur myndi ég ekki stjórna því hvort ég þyrfti að upplifa neikvæða hluti.“

Eyjól fur er frá þeim mikla íþróttabæ Keflavík en áhugi hans beindist í aðrar áttir.

„Ég var ekki fótboltastrákur og það var oft erfitt í bæjarfélagi þar sem íþróttaiðkun var veruleg. Ég upplifði mig á neikvæðan hátt og að ég ætti enga samleið með jafnöldrum mín-um.“

Það er oft talað um að þeir sem fá átröskun leitist við að geta sýnt ákveðna sjálfstjórn og aga með því að borða ekki. Eyjólfur segir að þetta sé rétt.

„Í upphafi var þetta í raun ósk um ákveðna athygli. Ég var að kalla út í samfélagið, til foreldra minna og þeirra sem stóðu mér nærri. Kallið hafði ekki mikil áhrif í fyrstu en eftir

Var 183 sentimetrar á hæð og 53 kíló en fannst hann vera feiturFyrir sjö árum, þegar hann var sautján ára, var hann 183 sentimetrar og 53 kíló. Eyjólfur Gíslason var haldinn átröskun í samfélagi þar sem aðeins var gert ráð fyrir að stúlkur væru haldnar sjúkdómnum. Hér segir hann Kolbrúnu Pálsdóttur frá því hvernig hann náði sér á strik með góðri hjálp og hefur verið heill heilsu í sex ár. Eyjólfur ætlar að heimsækja framhaldsskóla landsins og segja frá þessum háskalega sjúkdómi sem getur líka lagst á stráka. Ljósmyndir/Kolbrún Pálsdóttir

því sem tíminn leið missti ég algjörlega tökin á sjálfum mér og varð mjög vannærð-ur. Það fór lítið inn fyrir mínar varir á dag-inn, ég reyndi eftir bestu getu að borða lítið sem ekkert. Þegar ég þurfti að borða, þá aðallega við kvöldverðarborðið, fékk ég mér nokkra bita til að sýna að ég væri að borða.“

Þegar Eyjólfur hóf nám í Verslunarskól-anum hafði hann glímt við sjúkdóminn í um það bil ár og vannæringin var farin að setja verulegt mark á hann.

„Ég var 183 sentimetrar á hæð og 53 kíló, og á þeim tíma fannst mér ég vera feitur. Ég skil það í raun ekki enn þann dag í dag hvernig ég komst í gegnum skól-ann því ég var virkilega vannærður. Marga morgna gat ég hreinlega ekki komið mér fram úr rúminu og átti mjög erfitt með ein-beitingu. Í raun missti ég áhugann á flest-öllu og var algjörlega búinn að týna sjálfum mér og fyrir hvað ég stóð.“

Ástand Eyjólfs fór ekki fram hjá þeim sem umgengust hann í skólanum.

„Kennarar við skólann fóru að taka eftir því að það var ekki allt með felldu hjá mér og í dag er ég þeim mjög þakklátur. Ég var virkilega heppinn með Verslunarskólann minn því ég fékk þar mikinn stuðning frá námsráðgjöfunum og mörgum af kennur-unum mínum. Það er ótrúlega mikilvægt að upplifa sjálfan sig sem verðugan ein-stakling sem þeim sem eru í nánasta um-hverfi manns finnst þess virði að hjálpa.“

Sjálfsvígstilraun í kjölfar vanlíðanarÁrið 2004 reyndi Eyjólfur sjálfsvíg sem var ákveðinn verndipunktur í hans lífi. Hann var búinn að fá nóg að sjálfum sér og fannst hann aðeins vera byrði á fjölskyldu sinni.

„Það er lítið sem ég man frá þessum ör-lagaríka tíma annað en það að faðir minn var sá sem hjálpaði mér yfir erfiðustu hjall-ana eftir sjálfsvígstilraunina. Ég veit ekki

Marga morgna gat ég hreinlega ekki komið mér fram úr rúminu og átti mjög erfitt með einbeitingu. Í raun missti ég áhugann á flestöllu og var algjörlega búinn að týna sjálfum mér og fyrir hvað ég stóð.

Framhald á næstu opnu

24 viðtal Helgin 4.-6. mars 2011

Page 25: 4. mars 2011

Brönsalla laugardaga og sunnudaga

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Verð aðeins

1.795með kaffi eða te

Nokkrar góðar ástæður til að velja NUTRILENK GOLD

NutriLenk tryggir mér áframhaldandi ánægju og árangur í langhlaupum

NUTRILENK

Sigurjón Sigurbjörnssonlanghlaupari

NÁTTÚRULEGTFYRIR LIÐINA

Hver er munurinn á NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold ?

NUTRILENK Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann.

NUTRILENK Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið.

Get ég tekið inn hvorutveggja? - Já það getur unnið mjög vel saman.

NUTRILENK Golder fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.

----------------------------------------------

GOLD

Skráðu þig á

síðuna

NUTRILENK fyrir liðina

– því getur fylgt heppni!

NUTRILENK Gold er góð forvörn, ákjósanleg fyrir fólk sem stundar álags-vinnu, álagsíþróttir og þar sem slitgigt er talin ættgeng.

NUTRILENK Gold er framleitt á einstakan hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku efnin í NUTRILENK svo bestur árangur verði.

NUTRILENK Gold viðheldur heilbrigði liða og beina, svo þú getur lifaðheilbrigðari lífi án verkja og eymsla.

NUTRILENK Gold inniheldur vatnsmeð-höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir liði og bein.

Sigurjón hóf keppni í langhlaupum árið 1998 og hefur síðan hlaupið maraþon oftar en 10 sinnum. Í júní 2009 tók Sigurjón þátt í 100 km ofurmarþoni. „ Í september sama ár fór ég að verða aumur og stífur í ökklum, sem leiddi til eymsla í hásin og leist mér satt að segja ekki á ástandið. Ég sá NutriLenk Gold auglýsingu, sló til og prófaði, því fyrir mér er það mikið kappsmál að geta hreyft mig án vandræða og allt til vinnandi að viðhalda þeim lífsgæðum.“

Fékk nánast strax mikla bót„Eftir smá tíma á NutriLenk Gold hætti ég að finna til í ökklunum og er nú alveg laus við verki og stífleika í hásin. Ég hef notað NutriLenk Gold reglulega í meira en ár og ætla mér að halda því áfram.“

Keppir meira en áður og er margfaldur Íslandsmethafi „Síðan þá hef ég æft og keppt meira en nokkru sinni áður og verið að ná mjög góðum árangri í keppni. Til dæmis varð ég annar Íslendinga í heilmaraþoni í Reykja-víkurmaraþoninu. Nú á árinu setti ég Íslandsmet í mínum aldursflokki í maraþoni, hálfu maraþoni og 10 km hlaupi á braut og hef verið framarlega í flest öllum hlaupum sem ég hef tekið þátt í. Ég hlakka til að endurtaka þennan frábæra árangur með hjálp NutriLenk Gold.“

„Það er frábært að til sé náttúrulegt efni sem getur bætt liðheilsuna. Ég þreytist seint á því að benda hlaupafélögum mínum á NutriLenk, sér í lagi þeim sem eru á mínum aldri og farnir að kvarta yfir eyms-lum“ segir Sigurjón ánægður að lokum.

Innflutningsaðili: Gengur vel ehf

Auðvelt að segja frá samkynhneigðinni„Ég kom fram sem samkynhneigður maður fyrir fjölskyldu minni rétt fyrir jólin 2009. Þá hafði ég áður upplifað mikla rússíbanaferð tilfinn-inga sem gerði það að verkum að ég fann sjálfan mig og steig skrefið sem þurfti til að standa uppréttur og líða vel með það. Að koma fram og standa með sjálfum mér og segja að ég væri samkynhneigður var það auðveldasta sem ég hef gert. Á mínum unglingsárum var ég svo veikur og vannærður að ég hafði ekki löngun, hvorki kynferðislega né tilfinningalega, í stelpur eða stráka. Ég get sagt í hreinskilni að það geti vel verið að ég hefði fundið sjálfan mig fyrr ef ég hefði ekki verið veikur, en ég var ekki leitandi á þessum tíma. Það var ekki fyrr en árið 2008 að ég fór að huga að því að ég þyrfti að grafa dýpra inn í mitt hjarta og spyrja mig að því fyrir hvað ég í raun stæði. Með því tók ég skrefið og ári síðar fékk fjölskyldan að heyra mínar lífsfréttir. Mér hefur í raun aldrei liðið jafn vel með sjálfan mig og eftir að ég sagði frá samkynhneigð minni. Ég er oft spurður að því hvort ég verði fyrir fordómum varðandi kynheigð mína og svarið er nei. Það er þannig að ef maður lendir í aðstæðum þar sem fordómar koma við sögu, þá eru það mín viðbrögð sem skipta máli. Ef ég gengi bugaður út úr aðstæðum, þá hefðu þær sinn tilgang. Í staðinn kýs ég að horfa þannig á að allir eigi rétt á að vera þeir sjálfir og með því hugarfari geng ég uppréttur frá öllum fordómum í minn garð.“

Í staðinn kýs ég að horfa þannig á að allir eigi rétt á að vera þeir sjálfir og með því hugarfari geng ég upp-réttur frá öllum fordómum í minn garð.

Page 26: 4. mars 2011

world class.is

SúperformPeak PilatesHot Rope YogaMömmutímar

Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit

SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNA

á worldclass.is og í síma 55 30000

Bes

tun

Birt

inga

hús

hvað það var sem gerði það að verk-um að ég lifði af, en er þó sannfærður um að undirmeðvitundin hafi verið viss um að ég ætti ekki að fara neitt. Ég ákvað að framtíðin væri það sem skipti máli en ekki fortíðin.“

Hann segir að við þessa viðhorfs-breytingu hafi verulegt bataferli farið í gang.

„Auðvitað gekk misjafnlega vel fyrstu mánuðina en ég var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Land-spítalans. Það var mér mjög mikil-væg reynsla að upplifa sjálfan mig sem vanmáttugan einstakling sem var algjörlega háður sínu umhverfi.“

Í fyrirlestrunum fjallar Eyjólfur fyrst og fremst um baráttu sína við átröskunina og hvernig hún leiddi til sjálfsvígstilraunar en hann kemur víðar við. „Ég tala líka um hvernig það var að vera faðir sem stóð upp-réttur og sagði umhverfi sínu að hann væri samkynhneigður.“

Það skref tók Eyjólfur í fyrra.„Það er margt sameiginlegt með

þessum viðfangsefnum, en þó aðal-lega að það eru fordómar í öllu og mikilvægt að leita ákveðns jafnvægis í hjarta sínu til þess að geta komist í gegnum dimma dali. Ég nota helm-inginn af hverjum fyrirlestri í að tala um það jákvæða sem hægt er að fá út úr lífinu og þann rétt sem við höfum

öll; réttinn til að vera við sjálf, alveg eins og manneskjan sem stendur við hliðina á okkur. Það vill gleymast að í hverju samfélagi eru margar gerðir af einstaklingum sem eiga sína drauma, vonir og væntingar sem eiga jafn mik-inn rétt á sér og mínir draumar.“

Stend berskjaldaður og segi sögu mínaFyrirlestrarnir eru undir yfirskrift-inni „Draumar eru gerðir til þess að rætast“, en þá setningu hefur Eyj-ólfur farið reglulega með síðastliðna mánuði fyrir þá einstaklinga sem skipta hann máli í lífinu.

„Umræðuefnin sem ég fjalla um í fyrirlestrunum skipta mig miklu máli og standa hjarta mínu mjög nærri. Ég byggi fyrirlestrana þannig upp að ég leyfi áheyrendum að kynnast mér sem manneskju og fyrir hvað ég stend. Ég stend algjörlega berskjald-aður og segi sögu mína og leyfi hverj-um sem er að spyrja mig spurninga, sama hvort þær séu erfiðar eða ekki. Ég takmarka ekki fyrirlestrana við átröskun, því ég fjalla um upplifanir tengdar mínu lífi sem hafa haft mót-andi áhrif á hver ég er í raun og veru. Við erum alltaf að ganga í gegnum tímabil í lífinu sem eru nauðsyn-leg, sama á hvaða stigi þau eru. Við verðum að leitast við með metnaði

að tileinka okkur ákveðinn lærdóm frá hverju tímabili til að komast á það næsta. „Fortíðin er sigurinn að framtíðinni“ er mikilvæg skilgrein-ing í mínu lífi. Það er nauðsynlegt að gleyma ekki fortíðinni en maður má heldur ekki festast í ákveðnum upplifunum hennar. Ef maður kemst yfir ákveðna erfiðleika þá hlýtur það alltaf að vera góðs viti fyrir komandi framtíð.

Mikið fram undan á komandi mánuðum„Nú eru liðin sex ár síðan ég glímdi við sjúkdóminn. Ég ákvað á þeim tíma að láta hann ekki stjórna mér lengur og leitast við að ná bata. Styrk-ur minn var mikill í lokin til þess að koma mér í jafnvægi og líða vel. Það er mikilvægt að benda á að bataferlið hjá þeim sem eru með geðræna sjúk-dóma líkt og átröskun verður í raun aldrei fyrr en við finnum það með sjálfum okkur að við viljum ná þeim bata. Það er á okkar valdi og með hjálp þeirra sem standa manni næst, hvort sem það er fjölskyldan, fagað-ilar, vinir eða aðrir, finnur maður traust. Það kemur að sjálfsögðu fyrir að ég á erfiðan dag, en það þýðir ekki að ég sé aftur orðinn veikur. Við erum öll þannig að þegar manni líður illa, þá getur það komið fyrir að maður

borði minna eða meira; ég ætla ekki að taka þann rétt af mér. Ég er meðvitaður um að ég er alltaf í áhættuhópi en ég er sannfærður um að það er hægt að kom-ast í góðan bata og viðhalda honum.“

Mikil eftirspurn hefur verið eftir fyrir-lestrum Eyjólfs undanfarnar vikur og hann finnur fyrir því að það sem hann hefur fram að færa á virkilega mikið er-indi.

„Það hefur hefur orðið úr að ég vinn nú að því að koma fram víðsvegar um landið. Ég er með gott fólk í kringum mig sem vinnur að þessu með mér og við höfum einsett okkur að koma fram í öll-um grunn- og framhaldsskólum landsins á komandi mánuðum. Auk þess eru fyrir-hugaðir kvöldfundir sem eru hugsaðir fyrir foreldra og aðra þá sem eru í kring-um börn og unglinga á degi hverjum. Nú þegar er byrjað að bóka mig og ég hlakka til að takast á við þessi verkefni. Á næstu dögum kemur upp heimasíða þar sem hægt verður að lesa um hvað ég er að gera, bóka fyrirlestur eða senda inn fyrirspurnir um þau málefni sem ég stend fyrir. Ég hef í gegnum tíðina fengið tækifæri til að hjálpa einstaklingum sem berjast bæði við sjúkdóminn og sjálfa sig og því mun ég halda áfram.“

Kolbrún Pálsdóttir

[email protected]

Það kemur að sjálfsögðu fyrir að ég á erfiðan dag, en það þýðir ekki að ég sé aftur orðinn veikur.

Það er mikil-vægt að benda á að bataferlið hjá þeim sem eru með geðræna sjúkdóma líkt og átröskun verður í raun aldrei fyrr en við finnum það með sjálfum okkur að við viljum ná þeim bata.

26 viðtal Helgin 4.-6. mars 2011

Page 27: 4. mars 2011

world class.is

SúperformPeak PilatesHot Rope YogaMömmutímar

Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit

SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNA

á worldclass.is og í síma 55 30000

Bes

tun

Birt

inga

hús

Tjú tjúCocoa Puffs!

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/ N

AT 5

3587

02/

11

Eyjólfur og föðurhlutverkiðÁrið 2007 eignaðist Eyjólfur son sinn, Gísla Matthías, sem hefur fært honum mikla lífsgleði. „Það er ótrúlega gefandi og mikilvægt hlut-verk að vera faðir. Það eru forréttindi fyrir mig að takast á við stærsta hlutverk sem hægt er að fá. Það skiptir mig gríðarlega miklu máli að sjá son minn brosa og líða vel. Hann er ótrúlegur karakter, sterkur og fal-legur. Hann er mjög ákveðinn og það mun koma honum langt í framtíðinni. Ég ber ábyrgð sem ég er þakklátur fyrir því ég sé lífið í öðru ljósi. Ég hef oft fengið spurningar um það, í um-ræðum eftir fyrirlestra mína, hvernig ég myndi bregðast við ef sonur minn yrði fyrir aðkasti vegna þess að faðir hans er samkynhneigður. Við getum verið fullviss um að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að barn verði fyrir aðkasti. Það er hins vegar hlutverk mitt, móður hans og þeirra sem ala hann upp í samræmi við okkur að byggja hann upp þannig að hann geti brugðist vel við þeim aðstæðum. Allir foreldrar leitast við í uppeldi sínu að ala börn sín upp með uppbyggilegum hætti og að þau séu reiðubúin að takast á við það vonda í heiminum. Þannig hugsa ég þetta; ábyrgð okkar foreldranna er mikil. Ég tel að sonur minn sé ótrúlega heppinn að fá að upplifa heilbrigt fjölskyldulíf og fjölskyldumeðlimi sem umvefja hann allri sinni ást. Ég er að sama skapi ótrúlega heppinn að fá að eiga son sem faðmar pabba sinn og segist elska hann mikið. Það er ekkert betra en það.“

Ég er að sama skapi ótrúlega heppinn að fá að eiga son sem faðmar pabba sinn og segist elska hann mikið. Það er ekkert betra en það.

Page 28: 4. mars 2011

2 1FYRIR

MYLLURÁÐSKONU-BRAUÐ

Við gerum meira fyrir þig

WHOLE EARTHLÍFRÆNT GOS 3 TEGUNDIR

KR./STK.

179

EGILS MIX2 L

KR./STK.

189

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

2298

2698

26%afsláttur

20%afsláttur

KR./KG1998NÓATÚNSSALTKJÖT, VALIÐ

KR./KG1299LAMBALÆRI

KR./KG1698GRÍSALUNDIR

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

LUCKY CHARMS454 G

KR./PK.549

KJÖRÍSÍS ÁRSINS 2011, 1 L

KR./STK.

419

KIT KAT5 PACK

KR./PK.

449

HEINZBAKAÐAR BAUNIR

KR./STK.

129

ÞORSKALÝSI240 ML

KR./STK.

498

ÚRBEINAÐLAMBALÆRI MEÐ CAMEMBERT OG SVEPPUM

KR./KG

1978

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

EINFALT

FYRIR

GÓÐUR

OG GOTT

SPRENGI-DAGINN

GIRNILEGHELGARSTEIK

MORGUNVERÐUR

BAUNASÚPU-GRÆNMETI

KR./PK.

399

LAUKUR

KR./KG

149

KUCHEN MEISTERKÖKUR, 3 TEG.

KR./STK.

247

KARTÖFLURÍ LAUSU

KR./KG

119

ÍSLENSKARRÓFUR

KR./KG

199

UNGNAUTA-BORGARI, 90 G

KR./STK.149

ÍMKJÚKLINGALUNDIR

KR./KG2158

SÝRÐUR RJÓMI3 TEGUNDIR

15%afsláttur

LJÚFFENGURENGU KÓKOS ÍS

LÍKT!

1.99010 bollur, 3 gerðir

Verð aðeins

Rjómabollur m/súkkul., púnsbollur,

rjómavatnsdeigsbollur m/súkkul.

Pantaðu núna í næstu verslunNóatúns eða á www.noatun.is

Bolluveisla

Við byrjum að afgreiða

bollurnar í dag

STEINBÍTUR MEÐ KARRÝ,CAPERS OG BANÖNUM

KR./KG1498F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

GÓMSÆTAR

GOTT MEÐ

GÓÐ KAUP

RÓFUR

KAFFINU

n o a t u n . i s Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Page 29: 4. mars 2011

2 1FYRIR

MYLLURÁÐSKONU-BRAUÐ

Við gerum meira fyrir þig

WHOLE EARTHLÍFRÆNT GOS 3 TEGUNDIR

KR./STK.

179

EGILS MIX2 L

KR./STK.

189

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

2298

2698

26%afsláttur

20%afsláttur

KR./KG1998NÓATÚNSSALTKJÖT, VALIÐ

KR./KG1299LAMBALÆRI

KR./KG1698GRÍSALUNDIR

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

LUCKY CHARMS454 G

KR./PK.549

KJÖRÍSÍS ÁRSINS 2011, 1 L

KR./STK.

419

KIT KAT5 PACK

KR./PK.

449

HEINZBAKAÐAR BAUNIR

KR./STK.

129

ÞORSKALÝSI240 ML

KR./STK.

498

ÚRBEINAÐLAMBALÆRI MEÐ CAMEMBERT OG SVEPPUM

KR./KG

1978

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

EINFALT

FYRIR

GÓÐUR

OG GOTT

SPRENGI-DAGINN

GIRNILEGHELGARSTEIK

MORGUNVERÐUR

BAUNASÚPU-GRÆNMETI

KR./PK.

399

LAUKUR

KR./KG

149

KUCHEN MEISTERKÖKUR, 3 TEG.

KR./STK.

247

KARTÖFLURÍ LAUSU

KR./KG

119

ÍSLENSKARRÓFUR

KR./KG

199

UNGNAUTA-BORGARI, 90 G

KR./STK.149

ÍMKJÚKLINGALUNDIR

KR./KG2158

SÝRÐUR RJÓMI3 TEGUNDIR

15%afsláttur

LJÚFFENGURENGU KÓKOS ÍS

LÍKT!

1.99010 bollur, 3 gerðir

Verð aðeins

Rjómabollur m/súkkul., púnsbollur,

rjómavatnsdeigsbollur m/súkkul.

Pantaðu núna í næstu verslunNóatúns eða á www.noatun.is

Bolluveisla

Við byrjum að afgreiða

bollurnar í dag

STEINBÍTUR MEÐ KARRÝ,CAPERS OG BANÖNUM

KR./KG1498F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

GÓMSÆTAR

GOTT MEÐ

GÓÐ KAUP

RÓFUR

KAFFINU

n o a t u n . i s Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Page 30: 4. mars 2011

30 viðhorf Helgin 4.-6. mars 2011

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Það var merkilegt að fylgjast með fréttum af vélhjólaklúbbunum Hells Angels og Outlaws í gær. Sérstaklega var athyglisvert að bera þær saman við ítarlega úttekt sem Frétta-tíminn birti á umsvifum þessara klúbba hér á landi fyrir fjórum mánuðum. Ekkert nýtt kom fram í fréttunum í gær, fyrir utan það að þegar leið á daginn bárust þau tíðindi að líklega verði hinn íslenski vélhjólaklúbbur MC Iceland fullgildur Vítisenglaklúbbur um helgina. Önnur efnisatriði komu fram í Fréttatímanum fyrir fjórum mánuðum.

Hvernig stendur þá á þessum fréttum í gær? Að manni læðist sá grunur að hér sé á ferðinni ákveðin pr-mennska; að lögreglan telji það henta langvinnri baráttu sinni fyrir forvirkum rannsóknar-heimildum að upplýsa nú um ótta sinn við uppgjör þessara vélhjólaklúbba, sem Fréttatíminn sagði einmitt frá að væri mögulegt fyrir

fjórum mánuðum.Þannig varð forsíðufrétt Fréttablaðsins

í gærmorgun – sem vel að merkja bætti engu við fjögurra mánaða gamla úttekt Fréttatímans – að fullgildri upphitun fyrir blaðamannafund sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt ásamt helstu lög-reglustjórum landsins, auk tollstjóra, síðar um daginn.

Á fundi Ögmundar og lögreglustjóranna kom fram að innanríkisráðherra undirbýr frumvarp til að rýmka heimildir lögreglunn-ar til að hefja rannsókn, að undangengnum dómsúrskurði á grundvelli gruns um glæp-samlega starfsemi.

Nánara innihald frumvarpsins liggur ekki fyrir á þessari stundu. Ögmundur virðist hins vegar – góðu heilli – ætla að standa vörð um ákveðin grundvallarmannréttindi, sem eru í hættu ef hugmyndir lögreglunnar um forvirkar rannsóknarheimildir verða að veruleika.

Undangengin umræða bendir til að hug-myndir lögreglunnar um slíka rannsóknar-hætti snúist um ýmsar aðferðir til að hafa fólk undir eftirliti án þess að dómsúrskurður liggi fyrir og án þess að viðkomandi einstak-lingur (eða einstaklingar) hafi réttarstöðu grunaðs manns.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um háskann sem liggur í því að fela lögreglunni slíkar heimildir. Þekkt er frá öðrum löndum að þær hafa verið misnotaðar til að fylgjast með fólki sem ekki ógnar almannahag eða ríkinu.

Áður en Ögmundur varð innanríkis-ráðherra, og þar með yfirmaður dómsmála landsins, var hann yfirlýstur efasemdamað-ur um réttmæti forvirkra rannsóknarheim-ilda. Gott var að fá það staðfest á fundinum í gær að hann er staðfastur á þeirri skoðun.

Rýmkaðar rannsóknarheimildir

Pr-æfingar lögreglunnar

Jón Kaldal [email protected]

Þ

Ó hætt er að segja að hróður ís-lenskra sérfræðinga á sviði jarðvarmanýtingar fari víða.

Víðtæk þekking, sem skapast hefur í gegnum menntun og reynslu á sviði orkunýtingar á jarðvarma, hefur leitt til þess að íslenskir sérfræðingar eru eftirsóttir víða um heim þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu við framleiðslu og nýtingu á orku frá þessari endurnýjanlegu orkuauðlind. Þessi sérfræðigrunnur kemur þó ekki af sjálfu sér, eða öllu heldur hafa íslensk fyrirtæki, sem starfa innan jarðvarma-geirans, þróað með sér sterka sam-vinnu sem leitt hefur til þess að grund-vallarþekking á sviði jarðvarma hefur sett íslenska sérfræðinga í fremstu röð í heiminum. Í ljósi þessarar miklu sam-vinnu og upplýsingaflæðis milli manna, fyrirtækja og stofnana má segja að jarð-varmageirinn hafi þróað með sér öflugan klasa og þar með eflt samkeppnishæfni greinarinnar.

Styrkur jarðvarmaklasans á Íslandi hefur leitt til þess að þjóðir, sem búa yfir þessari endurnýjanlegu orku-auðlind, eru farnar að horfa hingað í þekkingaröflun og með það í huga að geta nýtt sér íslenskt hugvit á þessu sviði. Vinsældir endurnýjanlegra orkugjafa hafa aukist mikið og skipar jarðhiti veglegan sess þar á meðal. Því má ætla að eftirspurn eftir menntuðum sérfræðingum á þessu sviði eigi eftir að aukast enn frekar þar sem vin-sældir náttúruvænna orkugjafa, eins og jarðvarma, eru miklar. Hér er auðsjáanlega vannýtt forskot til frekari eflingar á samkeppnishæfni háskólanna í orkufræðum.

Jarðhitakerfi eru einstök í eðli sínu og því mikilvægt

að efla rannsóknir á þeim innan há-skólasamfélagsins. Nálægðin við auð-lindina hér á landi gefur ákveðið sam-keppnisforskot þar sem auðvelt er að blanda saman í náminu starfsnámi og bóknámi. Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands eru einu menntastofn-anirnar hér á landi sem bjóða upp á meistara- og doktorsnám í verkfræði og skyldum greinum í tengslum við jarð-varmafræði, en þess má geta að verk-fræði og önnur tæknimenntun skipar einna veglegastan sess í sérhæfingu jarðvarmavísinda. Aðrar greinar, eins og jarðfræði, eðlisfræði, efnafræði og umhverfisfræði, eru einnig mikilvæg-ar greinar á sviði jarðvarmavísinda en minna hefur verið gert út á sérhæfingu í greinum eins og lögfræði og viðskipta-fræði. Stuðla mætti að þverfaglegu námi sem miðar að því að nemendur

geti sérhæft sig á fleiri sviðum eins og lögfræði, við-skiptafræði og umhverfisfræði svo eitthvað sé nefnt. Að námi loknu ættu nemendur að geta tekist á við marg-vísleg verkefni og skyldur sem fylgja því að nýta jarð-hitann þjóðinni til hagsældar.

Ég tel að stjórnvöld geti nýtt sér þetta samkeppnis-forskot með því að veita fjármagn inn í þessar mennta-stofnanir í stað þess að draga úr fjárframlögum til þeirra. Það gæti leitt til frekari nýsköpunar og eflingar íslenskra fyrirtækja sem starfa í jarðvarmageiranum auk útflutnings á hugviti. Ef vel tekst til má gera ráð fyrir að íslenskt hugvit á erlendum vettvangi leiði enn frekar til eflingar á samkeppnishæfni íslensks orku-iðnaðar.

Sérhæfð jarðvamamenntun

Efling menntunar innan jarðvarmaklasans

Kjartan SigurðssonMSc í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík

Skrifstofuhúsnæði

TIL LEIGU

Ármúli 7108 Reykjavík

Til leigu glæsilegt 2248 fermetra skrifstofuhúsnæði sem skiptist í kjallara og 4 hæðir. Í kjallara er fullbúið eldhús, server-herbergi með kælingu og opið vinnurými. Hæðirnar skiptast í opin vinnurými, skrifstofur og fundaherbergi. Snyrtingar eru á öllum hæðum, steinteppi og glerveggir sem auðvelt er að breyta eða bæta við. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað á glæsilegan máta. Laust strax.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 [email protected]

www.reitir.isVönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk

Ögmundur virðist hins vegar – góðu heilli – ætla að standa vörð um ákveðin grundvallarmannréttindi ...

RekstrarstjóriHjá iðnaðarráðuneytinu er laus til umsóknar staða rekstrarstjóra.

Ráðuneytið fer með forræði á málum er varða nýsköpun, iðnaðarmál, byggða-mál, orkumál og ferðamál. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með góða samskiptahæfni og getu til að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni.

Rekstrarstjóri hefur umsjón með fjárreiðum, annast gerð fjárlagatillagna og hefur eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hann ber ábyrgð á bókhaldi, innkaup-um og hefur eftirlit með rekstrarkostnaði og þróun útgjalda. Hann sér m.a. um launabókhald, starfsmannamál og árangursstjórnunarsamninga við stofn-anir ráðuneytisins. Þá annast hann stjórnsýsluleg samskipti á sínu sviði við önnur ráðuneyti, Fjársýslu ríkisins og Ríkisendurskoðun. Rekstrarstjóri er næsti yfirmaður bókara og þeirra starfsmanna sem annast almenna þjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:• Háskólaprófíviðskiptafræði,hagfræðieðasambærilegháskólamenntun

sem nýtist í starfinu.

Starfið krefst:• Sjálfstæðravinnubragðaogskipulagshæfni.

• Færnioglipurðarímannlegumsamskiptum.

• GóðrarkunnáttuííslenskuogenskuogskilningsáeinuNorðurlandamáli.

• Færniíaðtjásigíræðuogriti.

• Góðrartölvukunnáttu.

Um er að ræða fullt starf og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Æski-legt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, í síma 545 8500.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík,

eða í tölvupósti á póstfangið [email protected] eigi síðar en 18. mars nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Page 31: 4. mars 2011

Hvar á hann þá að gista?„Landsbankinn keypti íbúðina af Jóni Ásgeiri“Eignarhaldsfélagið Mynni, sem keypti lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, er í eigu Lands­bankans. Félagið keypti íbúðina fyrir 22 milljónir doll­ara eða 2,6 milljarða. Jón Ásgeir vildi fá 25 milljónir dollara fyrir íbúðina.

Ekki alveg jafn svalir núna„Voru köldustu gangsterarnir í smá tíma“Efniviðurinn í góðan samningamann bjó í öllum þeim sem á síðasta áratug fylltu flokk svonefndra útrásarvíkinga. Þetta kemur fram í nýrri meistaraprófs­ritgerð á félagsvísindasviði Háskóla Íslands eftir Ragnhildi Bjarkadóttur en ritgerðin nefnist: „Við erum köldustu gangsterarnir.“ Samningahegðun Íslendinga á alþjóðavettvangi 1997­2007.

Ég held ég gangi heim„Bensín og olía hækka enn“Verð á eldsneyti hefur enn hækkað hjá öllum olíufélögunum. Verð á bensínlítra var hækkað um fjórar krónur og dísilolíulítrinn um 5 krónur. Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kostar nú 226,90 kr. í sjálfsafgreiðslu á stöðvum Shell, N1 og Olís og lítri af dísilolíu kostar 231,80.

Hrói höttur og Litli Jón mæta„Bogi og örvar á Króknum“Bogveiðifélag Íslands var stofnað á Sauðárkróki í haust. Eitt af mark­miðum félagsins er að veiðar með boga og ör verði leyfðar á Íslandi.

Bannað að mæta með nál á leiki„Uppblásið íþróttahús í Hveragerði“Hart er deilt í bæjarstjórn Hveragerðis um kaup á nýju uppblásnu íþróttahúsi sem meirihluti sjálfstæðismanna hefur samþykkt að kaupa.

Atvinnumálin í höfn„Ætlar að rækta meira birki“Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að auka útbreiðslu birkiskóga hér á landi.

Icesave hvað?„230 milljarðar frá ríkinu í endurreisn bankakerfisins“Kostnaður ríkisins við að endurreisa fjármálafyrirtæki og tryggingafélög á síðustu tveimur árum stefnir í að fara í 230 milljarða króna. Þá er ekki talið með 192 milljarða króna tjón vegna Seðlabankans.

Vikan sem Var

Þingið er opið og aðgangur ókeypis.

2011

Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.

Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. mars verður fjallað um nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi.

Helgi Magnússon Ávarp formanns Samtaka iðnaðarins

Katrín JúlíusdóttirÁvarp iðnaðarráðherra

Andri Þór Guðmundsson Ölgerðin

Guðrún Högnadóttir Opni háskólinn – HR

Tatjana LatinovicÖssur

Jón Ágúst ÞorsteinssonMarorka

Orri HaukssonSamtök iðnaðarins

Fundarstjóri er Aðalheiður HéðinsdóttirKaffitár

Skráning fer fram á www.si.is og í síma 591 0100.

Page 32: 4. mars 2011

A ðeins einn af forsetum lýð-veldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu

kosningu í embættið. Það gerði Kristján Eldjárn í forsetakosningunni 1968 er hann hlaut nær tvo þriðju hluta at-kvæða, en þar ber þó að hafa í huga að hann hafði einungis einn mótframbjóð-anda. Yfirlit yfir stuðning við kjörinn forseta er sýnt í töflu 1.

Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrárinnar telst sá réttkjörinn forseti sem fær flest atkvæði. Þessi regla býður upp á það að frambjóðandi geti náð kjöri þótt hann njóti einungis stuðnings lítils minni-hluta kjósenda. Það væri ankannaleg niðurstaða, ekki síst ef litið er til þess hvernig forsetaembættið og völd forseta hafa þróast í embættistíð núverandi forseta.

Tvöföld umferðÆskilegt verður að teljast að forseti njóti ótvíræðs stuðnings meirihluta kjósenda. Sums staðar tíðkast að endur-taka slíkt kjör ef enginn frambjóðandi nær meirihluta. Er þá að jafnaði kosið á milli tveggja efstu manna á ný. Til er einfaldari aðferð að sama marki. Hún er sú að sameina þetta í einni kosningu með því að beita forgangsröðunarað-ferð. Kjósendur raða þá frambjóðendum í forgangsröð. Fái enginn þeirra meiri-hluta er sá sem fær minnst fylgi að fyrsta vali kjósenda dæmdur úr leik og atkvæði hans færð til hinna í samræmi við annað val viðkomandi kjósenda, og svo framvegis allt þar til meirihluti liggur fyrir. Þetta er sama aðferð og beitt var í stjórnlagaþingskosningunni alræmdu í fyrrahaust, nema hvað fram-bjóðendur verða vart 522 eins og þá.

Írar hafa um langan aldur notað þessa aðferð í öllum almennum kosn-ingum, þar á meðal í forsetakosningum. Einu sinni hefur reynt á það á Írlandi að sá forsetaframbjóðandi sem fékk flest atkvæði að fyrsta vali, en þó ekki meiri-hluta, náði samt ekki kjöri. Þetta dæmi er rakið í töflu 2.

Brian Lenihan hlaut vissulega flest atkvæði í fyrstu, en kjósendur Austins Currie gerðu útslagið. Velflestir þeirra tóku Mary Robinson fram yfir Brian Lenihan svo að það var Mary sem náði kjöri en ekki Brian. Trúlega hefði það sama orðið uppi á teningnum ef kosið hefði verið aftur á milli þeirra tveggja.

Í forsetakosningunni hér á landi árið 1996 féllu atkvæði eins og sýnt er í töflu 3.

Hefði valið á forseta orðið annað með forgangsröðunaraðferð, eða ef forsetakjörið hefði farið fram í tveimur umferðum þar sem kosið hefði verið á milli þeirra Ólafs Ragnars og Péturs Kr. í seinni umferð? Því verður ekki svarað eftir á.

Næsta forsetakjör verður með óbreyttum hættiForgangsröðunaraðferðin tryggir að réttkjörinn forseti njóti meirihluta stuðnings kjósenda og sneiðir hjá ókostunum við kjör í tveimur umferð-um sem eru meðal annars eftirfarandi:

· Kostnaður við tvær kosningar.· Áhugaleysi almennings á þátttöku

í báðum umferðunum. Sé til dæmis talið ljóst að enginn muni ná kjöri í þeirri fyrri og einsýnt hverjir nái að vera í kjöri í þeirri seinni, kunna kjósendur að bíða seinni umferðar-innar.

· Flokkadrættir og hrossakaup fram-bjóðenda eftir fyrri kosninguna, þar sem hinir tveir efstu kunna að biðla með óviðeigandi hætti til stuðnings-manna þeirra sem eru úr leik.

Þess má geta að breska ríkisstjórn-in hyggst leggja fyrir þjóð sína að valið verði á milli frambjóðenda í ein-menningskjördæmunum, eins og þar tíðkast, með þessari sömu forgangs-röðunaraðferð.

Kjörtímabili forseta Íslands lýkur á næsta ári. Að öllum líkindum fer þá fram forsetakosning. Hvað svo sem verður um breytingar á stjórnarskrá er

næsta víst að þetta forsetakjör verður með óbreyttum hætti. Munum við þá áfram búa við forseta án meiri-hlutastuðnings? Hvernig svo sem það fer er ljóst að ákvæði 5. gr. stjórnarskrárinnar um forsetakjör er eitt af mörgum sem þarfnast skoðunar.

Höfundur þessa pistils lagði á árinu 2006 þessa hugmynd um forsetakjör með forgangsröðun fyrir stjórnarskrárnefnd sem þá var að störfum.

G óður er sá skóli þar sem starfs-fólk getur skilgreint hvar hver og einn nemandi er staddur og

komið viðkomandi til nokkurs þroska á sínum eigin forsendum. „Skilvirkur framhaldsskóli er skóli þar sem nem-endur læra eins mikið og þeim er framast kleift af því sem talið er við-eigandi þegar tekið hefur verið mið af þörfum þeirra og vali“ segir í skoskri bók um framhaldsskóla (hér tilvitnað eftir David Hamilton, Að fræðast um uppeldi og menntun). Þetta er lang-sótt takmark því að námskrár eru í raun svo altækar og stýrandi að skólar stunda fremur fjöldaframleiðslu en sérsmíði, svo tekið sé viðmið utan úr atvinnulífinu, jafnvel þótt námskrá sé einstaklingsbundin.

Í góðum skóla horfa menn sífellt gagnrýnum augum á það sem gert er, hvernig það er unnið og hvenær. Hér má benda á deilur sem urðu þegar „nýju málin“ voru tekin upp til kennslu í Lærða skólanum í Reykjavík, enska og franska. Margir töldu að kennsla í þeim væri óþörf og hún rýrði hina klassísku festu í náms-framboðinu. Fyrir vikið veitti skólinn ekki fullnægjandi menntun. Þessi deila vekur líka aðra spurningu: Hvert er samspil skóla og þjóð-félags? Átti Lærði skólinn að láta kennslu nýju málanna lönd og leið þótt samfélagið hefði breyst í þeim mæli að þörf var fyrir góða kunn-áttu í ensku og frönsku? Er skólinn þá ekki orðinn hamlandi í eðlilegri þjóðfélagsþróun? Á skólinn að móta þjóðfélagið eða þjóðfélagið skól-ann? Hvernig er þessu samspili háttað? Frá mínum bæjardyrum séð er æskilegt að skólinn hafi nokkur áhrif á þjóðfélagsmótunina.

Jóhannes úr Kötlum orti ljóð sem heitir „Hinn skriftlærði skóli“ og birti í tímaritinu Menntamálum árið 1935. Það er alls sjö erindi og í þriðja erindi er lýst áhrifum skólans á nemendur ef „kenningin rétta“ er uppi höfð, sú sem guð gaf mönnum, þar sem er „ekkert frjálsræði, engin völ“:

Og æskan á bekkjunum húkir hljóð,

– þetta hundsaða efni í lifandi þjóð, –

með starandi augu og staðnað blóð

og stautar í andvana skræðum. –

Sjá, sáluhjálp mannsins er bundin við b,

og blessun guðs almáttugs veltur á c,

og styrkleiki sannleikans styðst við d,

ef það stendur í himneskum fræðum.

Í lokaerindinu er spurning:

Hinn formsjúki skóli, sem skriftina kann,

og skrifar í sandinn hvern lifandi mann,

sem fórnarlamb orðsins – nær hrynur hann?

Nær hendum vér líkunum rotnum?

Nær fara þær, sálirnar sviknu, á kreik,

með sigrandi loga á mannvitsins kveik?

Nær standa þær frjálsar að lífsins leik,

yfir lögmálstöflunum brotnum?

Hér er að sjálfsögðu ort um stirðnað og einhæft skólastarf þar sem einn var yfirheyrður í einu en aðrir nemendur sýsluðu við sitt. Þetta er líka staðnaður skóli sem býður upp á námsefni á eigin forsendum, án tengsla við lifandi þjóðfélag. Það er líklega liðin tíð, blessunarlega. Hér skal því haldið fram að enginn lærdómur fari fram nema börn og ung-lingar fái jafnan hæfilega ögrandi viðfangsefni, séu sífellt með ný við-fangsefni fyrir höndum. Þau eiga að búa við heimilislegan aga þannig að þau séu frjálsleg í framgöngu og óhrædd við að láta skoðun sína í ljós en fari að fyrirmælum. Hræddur nemandi spyr aldrei. Það sem nemendur læra af ótta við kennara skýtur ekki djúpum rótum heldur gleymist við fyrsta tækifæri. „Formsjúkur skóli“ hentar ekki nemend-um og starfsfólk skóla verður ávallt að hafa velferð nemenda að leiðar-ljósi. Það er nú einu sinni svo að skólar eru til nemendanna vegna.

32 viðhorf Helgin 4.-6. mars 2011

Þorkell Helgason kjörinn ógildri kosningu á stjórn lagaþing

Hvað svo sem

verður um breyt-

ingar á stjórnar-

skrá er næsta víst

að þetta forseta-

kjör verður með

óbreyttum hætti.

Munum við þá

áfram búa við

forseta án meiri-

hlutastuðnings?

Sölvi Sveinssonskólastjóri Landakotsskóla

– Lifið heil

www.lyfja.is

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/LY

F 5

38

39

02

/11

*gildir út mars 2011.

15%afsláttur *á öllum stærðum af

Nicorette Fruitmint.

Dæmi: 2 mg, 210 stk.

Áður: 4.975 kr. Nú: 4.229 kr.

Lægraverð í Lyfju

Skóli og þjóðfélag

Hvað er góður skóli?Forsetakosningar

Forsetinn njóti stuðnings meirihlutans

Tafla 1.

Fylgi kjörinna forseta við fyrstu kosningu

ForsetiKosning-

arár

Hlutfall af gildum

atkvæðum

Tala mótfram-bjóðenda

Sveinn Björnsson 1944 Þingkjörinn

Ásgeir Ásgeirsson 1952 48,3% 2

Kristján Eldjárn 1968 64,3% 1

Vigdís Finnbogadóttir 1980 33,8% 3

Ólafur Ragnar Grímsson 1996 41,4% 3

Tafla 2.

Forsetakosning á Írlandi 1990

FrambjóðandiAtkvæði að

1. vali Færð

atkvæðiAtkvæði í 2. talningu

Austin Currie 267.902 -267.902 0

Brian Lenihan 694.484 36.789 731.273

Mary Robinson 612.265 205.565 817.830

Tafla 3.

Forsetakosning 1996

Frambjóðandi Gild atkvæðiHlutfall af gildum

atkvæðum

Ástþór Magnússon Wium 4.422 2,7%

Guðrún Agnarsdóttir 43.578 26,4%

Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 41,4%

Pétur Kr. Hafstein 48.863 29,6%

Kæru kaupmenn það eru þrjár góðar ástæður til þess að endurvekja öskupoka-

hefðina.

1. Verum góð við börnin gefum þeim EKKI sælgæti.

2. Endurvekjum stórskemmti-lega hefð sem er séríslensk

3. Styrkjum gott málefni og gerum gagn. Byggjum hús

yfir munaðarlaus börn í Afr-íkuríkinu Togo.

Öskupokinn 2011

Um leið og hjálparfélagið Sóley og fé-lagar hvetja kaupmenn til þess að gefa

krökkunum öskupoka í staðinn fyrir sælgæti þá er félagið með öskupoka til sölu sem 6. bekkingar Valhúsaskóla og saumaklúbbar landsins hafa saumað og

gefið félaginu.

Allur ágóðinn af öskupokasölunni rennur í byggingarsjóð Sóley og félaga.

www.soleyogfelagar.is Netfang: [email protected]

Nánari upplýsingar í síma 659 7515

Page 33: 4. mars 2011

Helgin 4.-6. mars 2011

Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is

Sunnudaginn 6. mars næstkomandi fer fram málverka-uppboð í Gásum. Forsýning á verkum stendur nú yfir í sýningarsal Gása, Ármúla 38. Opið kl. 10-17 föstudag, laugardag og sunnudag.

Á uppboðinu verða verk eftir Kjarval, Tolla, Jóhannes Jóhannesson, Nínu Tryggvadóttur, Flóka, Baltasar, Þorvald Skúlason o.fl.

Nína Tryggvadóttir Stúlka

Uppboðsverkin

má skoða á

gasar.is

TolliFrá Ströndum

Jóhannes KjarvalAndlit

Þorvaldur SkúlasonFrá Húsafelli

Sveinn ÞórarinssonVið slátt og rakstur

Fært til bókar

Frumlegasti skattstofninnÖskutunnumælingarnar í Reykjavík verða að teljast frumlegasti skattstofn seinni tíma. Í ljós hefur komið að þriðja hver öskutunna í borginni er í meira en 15 metra fjarlægð frá öskubílnum. Eigendur þessara tunna þurfa því að greiða 4.800 krónur aukalega fyrir aukametrana. Starfsmenn umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar hafa undanfarna daga mælt öskutunnufjarlægðir í Vesturbænum. Brúkuð eru sömu mælitæki og lögreglan notar við mælingar sínar. Það þýðir því lítið fyrir borgarana að vefengja mæling-arnar. Pressan hefur lagst í útreikninga í framhaldi Vesturbæjarmælinganna og fundið út að miðað við þær tölur muni 16.300 heimili í Reykjavík lenda í ösku-tunnuskattinum. Hugsanlegt er auðvitað að menn færi tunnurnar nær götunni eða jafnvel alveg út á götu í sparnaðarskyni. Svo má auðvitað hugsa sér að fólk taki sér frí í vinnu á tunnudögum og dragi heimil-istunnurnar að 15 metra markinu og taki við þeim þar að losun lokinni. Þess er nú beðið að önnur sveitarfélög feti í fótspor borgarinnar og hefji öskutunnumælingar með löggiltum lögreglumælum.

Már í beinniMár Guðmundsson seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd Seðla-bankans verða í beinni sjónvarpsútsend-ingu í dag, föstudag, og hefst hún kl. 10. Má þar búast við æsispennandi prógrammi en opinn fundur verður haldinn í þremur fastanefndum Alþingis; efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskipta-nefnd. Rætt verður um skýrslu peninga-

stefnunefndar Seðlabanka Íslands. Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að pen-ingastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður frá fundinum í Ríkissjón-varpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Al-þingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Þá er bara að fá sér popp og kók, koma sér vel fyrir í sófanum og njóta stundarinnar.

Fimm prestar í vígslubiskupskjöriFimm prestar gefa kost á sér í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, að því er Morgunblaðið greinir frá. Prestarnir eru: Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis og sóknarprest-ur í Bolungarvík, Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Karl V. Matthíasson vímuvarnaprestur, Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum, og Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjar-prestakalli í Reykjavík. Kristján Valur Ingólfsson fékk flest atkvæði í fyrri umferð vígslubiskupskosninga á Hólum árið 2003 en jafn mörg og Jón Aðalsteinn Baldvins-son í þeirri síðari þegar valið stóð milli þeirra tveggja. Það kom í hlut Sólveigar Pétursdóttur, þáverandi kirkjumálaráð-herra, að velja á milli þar sem Jón Aðal-steinn varð fyrir valinu. Fleiri geta bæst í hópinn því skilafrestur á tilnefningum rennur úr 22. mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að kosningin hefjist í apríl-byrjun og ljúki mánuði síðar.

25% afslátturaf Levante tískulínunni

Page 34: 4. mars 2011

Glæsileiki á granstæði

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

ÉÉg sé ekki á starfsfélögum mínum, þ.e. þeim sem eru af karlkyni, að þeir séu áberandi loðnari á efri vörinni en venjulega. Í sumum tilvikum er þó ómögulegt að segja til um þetta. Ungu mennirnir láta skegg sitt vaxa með ýmsum hætti; stundum skafa þeir á sér kjamma og efri vör en í annan tíma nenna þeir ekki að raka sig og láta skeggið vaxa í lengri eða skemmri tíma en draga loks upp rakvélina og snyrta á sér ásjónuna. Síðan hefst sami hringurinn á ný.

Svokallaður mottumars hófst í vikubyrjun, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Í átakinu eru karlar hvattir til að safna yfirvararskeggi í einn mánuð til marks um sam-stöðu í baráttunni, vekja athygli á krabbameinum karla og safna um leið áheitum. Einstaklingar og lið geta skráð sig til þátttöku í mottukeppni og á endanum stendur uppi sem sigurvegari sá er þykir skarta glæsilegasta yfirvararskegginu – eða mottunni eins og skegg á granstæðinu kallast í samkeppninni.

Allt er þetta af hinu góða og sniðug leið til að vekja athygli á meini sem leggur margan góðan drenginn að velli. Ekki veitir af að vekja karlana til umhugsunar um eigin líkama. Þar standa þeir eflaust að baki konum og líklega eru það frekar konur sem senda karla sína til læknis en að þeir

hafi frumkvæði að því sjálfir, vakni

grunur um mein.

Mottumars var haldinn af sama tilefni í fyrra. Þá tóku margir sig til og söfnuðu yfirvararskeggi. Sá frægasti var sennilega Gylfi Magnússon, fyrr-verandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Nú væri gaman að sjá aðra áberandi karla í samfélaginu safna í mottu. Meðal þeirra mætti hugsa sér gamla stríðsmenn eins og Ólaf Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson, helstu leikara á íslensku þjóð-málasviði í áratugi og keppinauta um athygli al-mennings. Þeir hafa, ef rétt er munað, aldrei sést með skegg. Trúlega sæist motta Davíðs betur en Ólafs vegna dekkri háralitar, þótt báðir séu farnir að grána talsvert.

Skegg breytir útliti manna að vonum, hvort heldur er yfirskegg eða alskegg. Ég skil vel freistingu ungra karla að láta sér vaxa skegg, að minnsta kosti tímabundið, í stað þess að raka andlitið reglulega. Ég prófaði slíkt á yngri árum en rakaði skeggið af fyrir tveimur áratugum, eða svo, þegar það byrjaði að grána. Það var skyn-samlegt áður en það varð alveg hvítt. Börnin mín þekktu mig ekki án skeggs og fannst ég skrýtinn í framan, eiginlega ber. Hálfu verri þótti þeim þó tilraun mín er ég ákvað að raka skeggið af, en hélt tímabundið yfirskegginu. Þau hlógu og gerðu gys að föður sínum og ekki voru viðbrögð eiginkonunnar betri. Hún hafði umborið alskegg-ið en þótti ég spjátrungslegur með yfirskeggið, ef ekki beinlínis hallærislegur. Það fékk því að fjúka. Frá þeim tíma hef ég látið allar skeggtil-raunir vera, sé ekki fyrir mér að flott sé að skarta hvítara alskeggi en sjálfur jólasveinninn, hvað þá mottu í þeim lit.

Ég mun því trauðla taka beinan þátt í mottu-mars þótt ég styðji málefnið heils hugar. Það breytir ekki því að ég hvet þá karla sem aldrei hafa safnað skeggi að láta vaða, þótt ekki sé nema motta í mánuð. Það má hugsa sér fleiri þjóð-kunna menn en þá Davíð og Ólaf Ragnar með mottu. Sumir þingmenn yrðu án efa ábúðarmeiri og ábyrgari að sjá með veglegt skegg, t.d. Birkir Jón Jónsson og Birgir Ármannsson. Þá er líklegt að dimm rödd Björgvins G. Sigurðssonar væri trúverðugri úr loðnu andliti. Þessir menn gætu tekið þá kollega til fyrirmyndar sem skartað hafa skeggi í ár og áratugi, Ögmund Jónasson, Steingrím J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Tryggva Þór Herbertsson. Enginn þingmaður hefur þó verið föngulegri með skegg í seinni tíð en Þráinn Bertelsson. Hann var með sannkallað

aldamótaskegg – og er þá átt við aldamóta-árið 1900 en ekki 2000 – sem sagt skegg niður á bringu.

Djarfir karlar ættu því að taka sig til og safna í mottu og eflaust eru margir byrj-aðir. Þeir hljóta að ná samkomulagi við sína betri helminga, vegna góðs málefnis, enda mottumars aðeins bundinn við einn mánuð, eins og nafnið bendir til. Rakvélina má því grípa strax að morgni föstudagsins 1. apríl – nema hinir skeggjuðu verði því montnari af mottunni þegar þar að kemur.

Þeir verða þá að biðja konur sínar, í fullri vin-semd, að halda sig á mottunni.

Teik

ning

/Har

i

M ikið hefur verið rætt um nýsköpun á Íslandi á undanförnum misserum

í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Því hefur verið haldið fram að hvers konar nýsköpun sé til þess fallin að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún rataði í á hinum miklu upp-gangstímum. Enginn vafi er á því að nýsköpun er forsenda þess að skapa hér góð lífsskilyrði til framtíðar. Því er mikilvægt að efla slíka starfsemi með því að nýta vel þau tækifæri sem eru fyrir hendi í okkar litla þjóðfélagi.

Og þá kem ég að kjarna þessa pistils, sem er að líta megi á ís-lenskt samfélag sem eins konar tilraunastofu. Þetta er engan veg-inn ný hugmynd en hún hefur ekki verið ítarlega rökrædd til þessa. Spurningin er sú hvernig innviðir og atvinnulíf þjóðarinnar geti nýst sem eins konar tilraunastofa sem sé til þess fallin að skapa og prófa nýjar framleiðsluvörur og þjónustu. Fyrst hljóta menn að líta til þeirrar

atvinnustarfsemi þar sem við kunn-um sérlega vel til verka. Sjóvog Marels, sem upphaflega var þróuð af Raunvísindastofnun Háskólans, var sprottin upp úr þörf fiskvinnsl-unnar fyrir að vigta fisk um borð í skipi með tilgreindri nákvæmni. Mestu varðaði að þekking á við-fangsefninu var mikil, fiskvinnslan tæknilega þróuð og jákvæð afstaða fyrir hendi hjá nokkrum framsækn-um fyrirtækjum í greininni. Enda hefur sjávarútvegur og fiskvinnsla orðið uppspretta að mörgum þró-unarverkefnum fyrir íslenska hug-vitsmenn.

Þekking á orkumálumÁ sviði orkumála hafa Íslendingar einnig gert sig gildandi þótt segja megi að enn sé verið að leita bestu leiða til að flytja út þekkingu og reynslu landsmanna á því sviði. Þekking á orkumálum er til orðin með áratuga langri og þrotlausri baráttu við að beisla vatnsföllin og varmaorkuna sem býr í iðrum

jarðar. Hér hefur ís-lenskum vísinda- og tæknimönnum tekist að ná tökum á flóknum viðfangs-efnum sem fyrir nokkrum áratugum voru aðeins talin á færi stórra erlendra fyrirtækja. Í þessu efni skiptir miklu máli hvernig til tekst um framtíðarstefnu í orkumálum þjóðar-innar. Það er nefni-lega hægt að glutra niður þeirri þekkingu sem þjóðfélagið hefur aflað sér ef menn láta undir höfuð leggjast að halda áfram á þeirri leið að rannsaka og nýta orkuauðlindir landsins, hvert svo sem hlutverk stóriðju er í því dæmi.

Á sama hátt hljótum við að líta til annarrar starfsemi í þjóðfélag-inu þar sem við höfum mikla þekk-ingu á viðfangefnunum, sem bjóða örugglega upp á tækifæri til nýsköp-

unar. Tengja þarf saman þá starfs-menn sem gleggst þekkja viðfangs-efnin og tækni-menn og aðra sér-fræðinga sem búa yfir þekkingu á aðferðafræði og tækni til að skapa nýjar framleiðslu-vörur eða þjónustu. Vegna smæðar þjóðfélagsins eru stundum aðeins

örfáir einstaklingar sem þekkja mikilvæg svið í starfsemi stofnana og fyrirtækja þar sem slík tækifæri til nýsköpunar leynast. Til þess að þau nýtist þarf stuðning og hvatn-ingu frá umhverfinu.

Fullkomnir innviðir nútíma þjóðfélagsÍ þessu greinarkorni hefur ver-ið lögð áhersla á að við nýtum þá möguleika sem felast í því að

hafa komið upp fullkomnum inn-viðum nútímaþjóðfélags, oft með mun lægri tilkostnaði en þekkist í stærri þjóðfélögum. Í mörgum til-vikum hefur þetta tekist vegna út-sjónarsemi og dugnaðar lykilstarfs-manna. Rannsóknir á starfsemi og ákvarðanatöku fyrirtækja og stofnana eru mikilvægar til að gera þessa þekkingu varanlega. Þekking okkar á sviði orkumála væri lítil ef íslenskir vísindamenn hefðu ekki náð frábærum árangri í rannsókn-um á jarðfræði Íslands og íslenskir tæknimenn hannað flottar virkjanir. Margt er óunnið hér á landi á sviði slíkra rannsókna og í raun þyrftu allar atvinnugreinar landsmanna að hyggja að því að treysta innviði sína að þessu leyti og um leið að stuðla ötullega að nýsköpun. Hér geta háskólar landsins gegnt enn stærra hlutverki en þeir gera í dag. Tilraunastofan Ísland er hins veg-ar staðreynd sem þarf að gefa enn meiri gaum svo að hún geti nýst sem best til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Tækifæri til nýsköpunar

Tilraunastofan Ísland

Þorgeir Pálsson prófessor við tækni- og verk-fræðideild HR og fyrrverandi forstjóri Flugstoða.

LÍMMIÐA LOTTÓ KANANS, N1 OG

SPARK ER Í FULLUM GANGI!

KOMDU VIРÁ NÆSTU N1 STÖРOG FÁÐU LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN KOMDU Í SIGURLIРKANANS FM100.5 ÞAR SEM ÞÚ ERT NÚMER EITT Í RÖÐINNI 

34 viðhorf Helgin 4.-6. mars 2011

Page 35: 4. mars 2011

Fært til bókar

Jónasarginning?DV-menn hlupu á sig í „skúbbi“ í viku-byrjun um að Gylfi Arnbjörnsson, for-seti ASÍ, hefði lent í óhappi á Kjalvegi á rándýrum Toyota Landcruiser-jeppa. Í ljós kom að jeppinn rándýri var 11 ára gamall Nissan Patrol. Gylfi sendi í fram-haldi þessa frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist íhuga alvarlega að stefna DV fyrir persónuníð og meiðyrði. Ritstjórn DV sá að sér, birti leiðréttingu og bað Gylfa afsökunar á rangfærslunni. Hinn orðhvati Jónas Kristjánsson notaði hins vegar tækifærið strax eftir að DV birti „Landcruiser-frétt“ sína, skaut föstum skotum að Gylfa og fullyrti að „verka-lýðsrekandinn“ léti verkalýðinn borga fyrir sig upphækkaðan og sérútbúinn tólf milljóna króna jeppa. „Ekki trúi ég,“ sagði Jónas, „að milljón króna ofurkall á tólf milljón króna ofurjeppa gangi hart fram í samningaviðræðum.“ Hvort Gylfaginning breytist í Jónasarginn-ingu skal ósagt látið.

Er ég kem heim í BúðardalLögregluþjón er ekki lengur að finna í gjörvallri Dalasýslu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bæn-heyrði ekki heimamenn sem sendu ráð-herranum 1.368 nafna undirskriftalista með ákalli um að þyrma embætti síðasta lögregluþjóns Dalamanna. Því var lög-reglustöðinni í Búðardal lokað á mánu-daginn. Lögreglan í Borgarnesi á hér eftir að hafa eftirlit með því sem gerast kann í Dölum vestra en ekki má reikna með sér-stökum viðbragðsflýti enda þarf Borgar-neslöggan að aka eina 80 kílómetra, m.a. yfir fjallveg, áður en hún kemur „heim í Búðardal“.

Ekki fullreynt með ÁstráðÁstráður Haraldsson, formaður þeirrar landskjörstjórnar sem sagði af sér í janúarmánuði eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings, á sæti í nýrri landskjörstjórn sem var kjörin á Al-þingi á mánudaginn. Þingið telur því ekki fullreynt með Ástráð þótt ekki sé hann formaður hinnar nýju kjörstjórnar, heldur Freyr Ófeigsson. Það vill hinni nýju landskjörstjórn til happs, svona á meðan hún er í starfsþjálfun, að varla kemur til nýrra stjórnlagaþingskosninga. Næstu kosningar eru því bara já eða nei vegna Icesave – og væntanlega í hefðbundnum kjörklefum. Það getur varla mikið klikkað og því ólíklegt að til kasta Hæstaréttar komi, þegar þar að kemur.

Kemst þótt hægt fariÍ hægri dálki á forsíðu vefmiðilsins Press-unnar er m.a. talið upp það sem mest er lesið hverju sinni og getið nýjustu greina þekktra og ötulla bloggara, m.a Sölva Tryggvasonar, Bubba Morthens og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. En vísan er einnig, á þessum besta stað Pressunnar, á síðu bloggara sem hefur heldur hægara um sig en hinir fyrrnefndu. Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri Samúels, bloggaði síðast 12. janúar og þá um leyndardóma Viku-völvunnar sem sagði til um nýbyrjað ár. Nú er hins vegar kominn mars. Tveggja færslna Þórarins Jóns er getið til viðbótar á forsíðu Press-unnar dag hvern, annarrar frá 9. desem-ber á liðnu ári og hinnar frá 23. nóvember. Það vantar eiginlega ekkert annað en ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár þarna á kant Pressunnar.

Eindregið „brennimerktir“Meint vinstri slagsíða blaðamanna að mati Tryggva Þórs Herbertssonar alþingismanns varð til þess að Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður setti pólitíska mælistiku á 33 yfirmenn rit-stjórna og fréttastofa. Við matið naut hann aðstoðar nítján reyndra blaða- og fréttamanna. Niðurstaðan varð sú að 16 af þessum 33 hefðu ekki yfir sér eindreg-

inn pólitískan lit, tíu nokkuð ákveðinn lit en að sjö væru eindregið „brennimerktir“ hugmyndafræðilegri stöðu á pólitískum ási. „Þetta eru,“ segir Friðrik Þór, „Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannes-sen, ritstjórar Morgunblaðsins, Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins – þessir fjórir til hægri – Þóra Kristín Ás-geirsdóttir, ritstjóri smugan.is, til vinstri og á miðju þeir Steingrímur Sævarr Ólafsson og Björn Ingi Hrafnsson á pressan.is.“

Framsóknartengsl TímaritstjóransIllugi Jökulsson blaðamaður flutti blogg sitt á Eyjuna á dögunum. Á sama stað byrj-aði hann með eins konar sagn-

fræðilegan vefmiðil undir því þekkta blaðaheiti

Tíminn og er skráður ritstjóri þar. Illugi gengur alla leið og notar hinn gamla blaðhaus Tímans, sem eldri

blaðalesendur kannast að minnsta

kosti mæta vel við. Tíminn er að sönnu eitt

besta heiti blaðs sem um getur en ekki er annað vitað en

að nafnið sé í eigu Framsóknarflokksins. Slái menn inn timinn.is kemur síða Fram-sóknarflokksins upp. Illugi hefur kannski samið við Framsóknarflokkinn um notkun nafnsins í krafti ættlægra framsóknar-tengsla en afabróðir hans var Eysteinn Jónsson, ráðherra og formaður Fram-sóknarflokksins 1962-68.

SKÖTUSELUR

1.990 kr/k

g

roðlaus og beinlausáður 3.990

F i s k i k ó n g u r i n n • S o g a v e g i 3 • s í m i 5 8 7 7 7 5 5

Ferskur Túnfiskuralla föstudaga og laugardaga hjá Fiskikónginum

1.990 kr/k

g

HUMAR lausfrystur 1. kg í vacumpoka

ALLT TIL SUSHI Sushi rækjur, Sushi laxasteik,Sushi smokkfiskur, Sushi blálöngusteik, Sushi lúðusteik, Sushi surimi.

laugardagafrá kl. 10–14

ATH! Opið

Helgin 4.-6. mars 2011

Page 36: 4. mars 2011

Nýtt hefti TMM í ritstjórn Guðmundar Andra er komið út og skartar kápu-mynd Nínu Tryggvadóttur af frumútgáfu Tímans og vatnsins á forsíðu. Ástæða þess er merkileg greining Þorsteins Þorsteinssonar á kvæðabálknum sem tekur upp nær þrjátíu síður í heftinu sem er 144 lessíður.

Tímarit Máls og menn-ingar tórir enn þótt bókabúðin sé nú horfin og útgáfufélagið orðið að bankabók; öll útgáfuritin orðin hluti af veldi JPV og Guðmundur Andri starfs-maður þar í ranni.

Umfang JPV og tengdra útgáfuhúsa ætti að kalla á fyrirferðarmikla útgáfu tímarits og starfrækslu á sterkum vef. Vefurinn tmm.is er reyndar til en þar eru hræringar fátíðar og skjálftar engir. Andri er vikulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og öflugur sem slíkur en skelfing er tmm.is daufur vefur.

Það sama verður ekki sagt um tímaritið sjálft. Í nýja heftinu er margt merkilegra greina auk úttektar Þorsteins á Tímanum sem kallar á að lesandi dragi fram safn Steins og fari einhverjar umferðir í gegnum bálkinn. Merkileg er sú niðurstaða Þorsteins að Steinn hafi smíðað sína eigin hætti á pörtum bálksins þótt tengja megi þá klassískum háttum. Þorsteinn mátti að ósekju fara lengra í að

tengja Tímann við Bókina um veginn.

Margt annað er gott í heftinu. Tveir há-skólamenn eru flengdir: Sigurjón Baldursson og Þór Whitehead eru teknir í gegn fyrir slök vinnubrögð. Ásgeir Daníelsson svarar nafna sínum Friðgeirssyni um hrunskýringar en það fall verður líklega jafn lang-líft í íslenskri umræðu og fall mannsins.

Hér birtist árleg úttekt Silju Aðalsteinsdóttur á leiksýningunum áttatíu sem sáust á sviðum á liðnu ári. Hún skrifar annars leikgagnrýni á vef TMM en stiklar ár hvert á stóru um leikhús í prentuðu hefti. Hef ég aldrei skilið hvers vegna þetta er birt. Hver sýning fær svo lítið mál, sumum er alveg sleppt, hér er öllu hrært saman: tilvitnunum í aðra, örlýsingum á efni verka eða svip sýninga, prívat upphrópunum Silju, einkum um dálæti hennar á einstaka listamönnum. Tilraunir til að draga línur eru fáar og misvísandi.

Silja er afar meðvirkur leikgagnrýnandi, eins og reyndar flestir (kven)gagnrýnendur fjölmiðla um þessar mundir. Vilji rit-stjórinn að TMM taki virkan þátt í umræðu um leikhús verður hann að gera betur.

Kynning Hauks Yngvars-sonar á Ófeigi Sigurðssyni er fróðleg, ekki síður en inngangur Tómasar Einars-sonar um Padillu hinn kúbanska sem rak fyrst fyrir augu manns í hefti af Vinduet um 1970. Hvernig ætli TMM mátist við norrænu bókmenntatíma-ritin um þessar mundir? Af vefum má rekja hvað er í gangi í bókmenntaumræðu víða um Evrópu og Ameríku. Sá samanburður er fróðlegur en ósann-gjarnt er að leggja TMM við hlið á því flóði.

Þá er í heftinu nokkuð af ljóðum eftir höfunda sem nú eru komnir yfir miðjan aldur: Þórunni Vald, Kristján Hrafns, Hallgrím og Anton Helga. Hvar eru ungu skáldin? Orðlaus?Líkast til hefur TMM alltaf verið miðaldra. Tilraunir yngri manna til tímaritaútgáfu hafa reynst skammlífar og veftíðin hefur ekki fært okkur neina staði sem ólga af mikilli og langri umræðu. Þótt nóg sé menntað af fólki og þeim sem tala málið fjölgi, reynist þögnin og þöggunin okkar skæðasta vopn og beinist gegn okkur sjálfum. -pbb

Í síðustu viku var sett í gang vefsíða fyrir söguskáld sem mun dreifa sögum til áhugasamra lesenda. Hún er ætluð ensku-mælandi og segir stofnandinn James Cradshaw að hann vilji sjá síðuna, bibliotastic.com, verða You Tube fyrir bókelska; torg fyrir höfunda og lesendur. Guardian greindi frá þessu á mánudag og þar lýsir Robert McCrum blaðamaður breyttum heimi: 190.000 skáldsögur hafi komið út á síðasta ári á ensku og hafi aldrei verið meiri söguþorsti í höfundum, en á sama tíma hrynji bókakeðjur og leiðir þeirra til lesenda þrengist, titlar hverfi í flóðinu, æ færri fái umsagnir í virtum miðlum og það kalli á nýjar leiðir í miðlun eins og þessa síðu. Hann vitnar til orða forráða-manna á nýju markaðsfyrirtæki sem fullyrði að hver ný bók, stafræn eða á pappír og á hljóðfæl, verði að eiga sína síðu. Þar megi lesa brot úr sögunni, heyra brot úr sögunni, hlaða niður öllum síðum bókarinnar gegn gjaldi, eiga spjall við lesendur og höfund um verkið. Allir höfundar eigi að blogga, helst daglega, og reka skila-boð út í heiminn á Twitter. Annars týnist menn í hafinu og textar þeirra með. -pbb

Bókavefur fyrir þá gleymdu og týndu

Bókardómur Ljósa kristín steinsdóttir

L jósa eftir Kristínu Steinsdóttur er metnaðarfullt verk, heildstæð og frumleg skáldsaga sem sýnilega

hefur verið unnin á löngum tíma, svo mjög sem nostrað hefur verið við sögu-leg smáatriði í frásögninni sem leynast undir yfirborði sögunnar en hún gerist á heilum mannsaldri konu sem fædd er undir aldamótin 1900 inn í staðnað samfélag sem er að opnast: Systkin sögu-hetjunnar, sem kölluð er Ljósa af sínum nánustu, leita burt úr samfélagi sveitar-innar milli vatna á Suðausturlandi, burt úr fásinninu suður til Reykjavíkur í nám í Kvennaskólanum, austur til Seyðis-fjarðar í húsmennsku og þaðan lengra, í siglingar á erlendum skipum og til náms og vinnu í Noregi. Sagan bregður því upp skæru ljósi á þá þroskamöguleika sem ungu fólki buðust við aldahvörf.

Feilar hvergiRödd sögunnar er Ljósa sjálf, ung stúlka, eftirlæti hómópatans og bóndans föður síns sem getur ekki séð pils í friði og hrúgar niður börnum með móður Ljósu og öðrum konum fjær og nær. Þegar í upphafi sögunnar er lesanda gerð grein fyrir því að fuglinn, hinn ótamdi litríki fugl sem stígur upp úr höfði stúlkunnar á kápu bókarinnar, er ekki aðeins tákn drauma og vona, heldur ber hann líka með sér feigðina, sálarháskann sem gríp-ur þessa sál og dregur hana á endanum í sjúkdóm sem leggur hana að velli.

Kristín ræðst í það stóra verk að vefa sjúkdóminn maníu ofsaathafna og þunglyndis inn í texta sögunnar. Það er vandasamt verk og útheimtir ríka skáldlega gáfu, þaulhugsaða tjáningu og innsýn í andlegt líf. Þetta tekst Kristínu á meistaralegan hátt og feilar hvergi. Hún teymir lesandann með sögumanninum inn í óra brjálsemi en dvelur minna við myrkrið og þær hugsanir sem þá fara um sálarkytruna. Um leið bregður hún birtu á heilt samfélag umhverfis Ljósu, hvern-ig hið forna samfélag er í fjörbrotum, og hvernig sá sem veikur er á svellinu er að lokum lagður að velli, hættir að ríma við tímann. Hún gerir okkur ljóst hvernig geðveiki á heimili til forna hefur lagt undir sig allt heimilislíf, breytt öllu fyrir hina nánustu og merkt þá ævilangt. Það er enn. Kristín velur sér látlaust talsnið í orðum og hugsunum sögumannsins en bætir nýjum sögumanni, dóttur Ljósu, inn í söguna er líður á þannig að lesand-inn fær aðra rödd sem leiðir hann áfram um þær ófriðarlendur sem lífið getur verið í kyrrlátri sveit.

Magnum opus KristínarMenn segja að þetta verk sé magnum opus Kristínar Steinsdóttur. Hún hefur lengi tekist á við sagnaskáldskap af ýmsu tagi og er raunar seint á ferli sínum

að snúa sér að fullburða skáldsögum eins og þær eru kallaðar: fyrir fullorðna. Ljósa er mikilvægt og merkilegt verk; ég man aðeins eftir slitrum af textum sem tæpa á stöðu þeirra sem veiktust á sinninu og enduðu sína ævi fárveikir og hjálparlausir í aflokuðum rýmum, króm og læstum kytrum. Það verða örlög Ljósu og við lesendur þræðum þann stig með henni. Sagan gefur okkur því, í meistaralegum tökum Kristínar, tækifæri til að finna hvernig geðveikin nær tökum á sögumanni, við skiljum betur hversu margt rekur saman mann-eskjuna í hyldýpi örvæntingar svo hún verður á endanum ófær um að komast af í mannlegu samfélagi. Það er ekki lítið frásagnarafrek og heimtar þroskaða frásagnargáfu.

Ljósa Kristín Steinsdóttir

Vaka-Helgafell

242 bls. 2010

36 bækur Helgin 4.-6. mars 2011

tmm aLLtaf verið miðaLdra

Kiljuútgáfa bókar Tryggva Emilssonar, Fá-tækt fólk, skýst í efsta sæti

heildarlista Eymunds-sonar. Bókin kom fyrst út 1976 en var endurútgefin á dögunum og fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum í

síðustu viku.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Í vikunni voru birtar tilnefn-ingar til Fjöruverðlaunanna sem nokkrar konur úr rithöfunda- og skáldastétt stofnuðu til fyrir fáum árum. Fyrst í stað fór ekki mikið fyrir þeim en á síðari misserum hefur verið litið til þeirra; sumpart sem andsvars við hinum karllægu verðlaunum bókaútgefenda og starfsmanna forsetaskrifstofunnar og líka sem viðurkenningar sem ekki eru nein vafamál um. Verð-

launin verða afhent á góugleði, bókmenntahátíð kvenna, hinn 20. mars, í þremur flokkum: fagurbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka. Tilnefningar voru þessar: Í fagurbókmenntum Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar, Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og Síðdegi eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Í fræðibókaflokknum voru til-nefndar Konan sem fékk spjót í höfuðið eftir Kristínu Loftsdótt-

ur, Tónlist í leikskóla eftir Sigríði Pálmadóttur og Þóra Péturs eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar Íslensk barnaorðabók eftir Ingrid Markan, Laufeyju Leifsdóttur og Önnu Cynthiu Leplar, Skrímsli á toppnum eftir Áslaugu Jónsdóttur og fleiri og Þankagangur eftir Völu Þórsdóttur og Agniezku Nowak. Góugleðin var fyrst haldin 2007. -pbb

Tilnefningar til Fjöruverðlauna

Vægur snertur af samtímanum Ljós og myrkurFrá því Vaka-Helgafell sendi frá sér skáldsögu Kristínar Steinsdóttur, Ljósu, í haust hefur sagan spurst vel út meðal lesenda. Sá sem hér skrifar hafði öðrum hnöppum að hneppa og bókin lenti neðarlega í lesbunka hans, nógir aðrir voru enda forvitnir um söguna og eintakið var marglesið þegar það rataði aftur heim. Sagan er nú tilnefnd til Fjöruverðlauna Góufélagsins og er höf-undurinn vel að þeirri tilnefningu kominn.

Kristín ræðst í það stóra verk að vefa sjúkdóminn maníu ofsa-athafna og þunglyndis inn í texta sögunnar. Það er vandasamt verk og út-heimtir ríka skáldlega gáfu, þaul-hugsaða tjáningu og innsýn í andlegt líf. Þetta tekst Kristínu á meistara-legan hátt.

fátækt fóLk efst

Kristín Steinsdóttir Ljósa er magnum opus hennar. Hún hefur meistarleg tök á efninu.

SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000

Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni

Bes

tun

Birt

ing

ahús

Page 37: 4. mars 2011

1,990KRÓNUR

2,990KRÓNUR

eymundsson.is

– TAKTU ÞÁTT Í M

AKALAUSUM LEIK Í EY

MUND

SSON DREGIÐ

Skelltu þér á aðra eða báðar bækurnar hennar Tobbu Marinós í verslunum Eymundsson fyrir 1. apríl og vertu með í makalausum leik. Þrjátíu heppnir lesendur vinna fríáskriftir að SkjáEinum, gjafabréf frá Eymundsson eða birgðir af Coke Light.

Dregið verður 1. apríl og nöfn vinningshafa birt á eymundsson.is

30VINNINGAR

Í BOÐI

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

45

68

2

Page 38: 4. mars 2011

MatartíMinn Bakað Með upprunaleguM hljóðfæruM

Þ að má vel horfa yfir sögu brauðsins og sjá í henni sögu mannsandans; hvern-

ig hann rís upp fagur og fellur síð-an flatur. Og það skulum við gera.

Menn hafa náttúrlega ekki hug-mynd um hvaða höfuðsnillingur bakaði fyrsta gerbrauðið fremur en hver það var sem fyrstur heils-aði með handabandi. Menn geta sér þess til að þetta hafi gerst í Litlu-Asíu. Ger hangir alls staðar í loftinu en í Litlu-Asíu óx villt hveiti, sem er náttúrulegur félagi gersins. Hveitið gefur betri næringu fyrir gerið en aðrar korntegundir, en þó er mikilvægara að þegar hveitideig er hnoðað myndar glútenið þétt net sem heldur gasinu frá gerinu í deiginu og skapar þannig létt og loftmikið brauð.

Kenningin er að hið fyrsta brauð hafi orðið til fyrir slysni. Deig ein-hverrar bóndakonu hafi spillst og gerjast en í stað þess að henda því hafi konan látið það í ofninn með óspilltu brauðunum. Og þá gerðist kraftaverkið. Litli ljóti andarung-inn reyndist vera svanur. Ónýta deigið varð besta brauðið. Þetta gerðist fyrir um sjö þúsund árum (sirka 300 kynslóðum).

Það þurfti ekki að stunda neina sölumennsku til að gerbakstur breiddist út. Hann seldi sig sjálf-ur. Um allan heim (nema helst í austanverðri Asíu) tældi fólk ger

úr loftinu í deigið og bakaði brauð. Þar sem kornið og hráefnið var mismunandi og gerið ólíkt voru brauðin óendanlega fjölbreytt – ekki aðeins ólík frá einu landi til annars og einni sveit til annarrar heldur frá einum bæ til annars – á sama hátt og skyrið á Íslandi, ost-arnir í Frakklandi eða jógúrtin í Kákasus.

Þótt menn hefðu náð frábærum tökum á bakstrinum og vissu allt um hvernig mátti hægja á hefun, hraða henni eða klúðra, höfðu menn ekki hugmynd um hvers vegna. Einhverjir töldu þetta byggjast á galdri og því er óhefað brauð frekar notað við trúarat-hafnir en gerbrauð. Oblátur eru til dæmis líkari ósoðnu pasta en brauði.

En um miðja nítjándu öldina af-hjúpaði Louis Pasteur galdurinn. Gerið var í raun litlir kallar sem höfðu stjórnlausa matarlyst, gúff-uðu í sig sætindum úr korninu, fengu illt í magann og prumpuðu af því. Og þeir prumpuðu mikið. Ef þú prumpaðir eins og ger, gætir þú með prumpinu haldið á lofti loft-belg sem gæti borið fullfermdan tólf hjóla trukk.

Þannig hefast deigið ef hitastig-ið hentar gerinu, sagði Pasteur. Þegar brauðið fór í ofninn dó ger-ið, prumpið gufaði upp og súrefni settist í holurnar sem það skildi

eftir. Þetta var nú allur galdurinn.Þegar Pasteur hafði bent á það

augljósa tóku menn til við að ein-angra það ger sem best gagnað-ist. Og skilgreiningin var klár: Það ger var best sem hefaði deigið mest. Og á fáum áratugum þróað-ist brauðgerið frá bjórgerinu og til varð eitt afbrigði Saccharomyces cerevisiae sem var notað við bakst-ur um allan heim.

Þetta var við upphaf módern-ismans sem skilgreinir gæði sem takmörkun frávika. Hann vill að allt sé eins. Módernisminn sækir ekki stolt sitt í að geta hámarkað eða aukið gæðin heldur í að hindra að gæðin hrapi niður fyrir boðleg mörk. Við lifðum áður í veröld þar sem gæði brauða gat verið á bilinu 0 til 100. Í módernismanum eru öll brauð 30.

Þótt tekist hafi að temja gerið var gerbakstur samt enn of kvikur og lifandi fyrir módernismann. Frá því segir í hliðargrein.

Allir tapa og allt tapast

hagfræði iðnaðarBrauðsins

iðnaðarBrauð líflaust fraMhaldslíf látinna Brauða

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

38 matur Helgin 4.-6. mars 2011

Það er mjög ólíklegt að þú finnir gerbrauð úti í stórmarkaði. Ef það er ger í innihaldslýsingunni hefur gerið ekki verið notað til að hefa deigið heldur aðeins til að gefa bragð sem minnir á brauð eins og brauð voru þegar brauð voru brauð.

Gerbakstur og módernismi eiga engan veginn saman. Módernisminn trúir á orsök og afleiðingu; að sömu forsendur gefi alltaf sömu niðurstöðu. Gerbaksturinn er hins vegar eins og sköpunarverkið; síkvikur og

lifandi og jafnt opinn fyrir krafta-verkum sem hruni. Þú getur bak-að gerbrauð eftir sömu uppskrift til eilífðarnóns en aldrei náð að baka alveg eins brauð. Alls kyns þættir spila inn í baksturinn: hiti og raki og hvernig þetta breytist yfir hefunartímann, aldur hveitisins, próteininnihald þess, hversu mjúklega þú hnoðaðir eða þjösnalega og svo framvegis endalaust.

Frá því að Louis Pasteur dró gerbaksturinn út úr galdri mið-alda og inn í ljós upplýsingar liðu

ekki nema fáir áratugir þar til hinn upplýsti módernismi henti gerbakstrinum á dyr. Um miðja síðustu öld þróuðust aðferðir í amerískum brauðverksmiðjum sem seinna sigruðu heiminn.

Í fyrstu var notast við lyftiduft ekki svo mjög ólíkt því sem er uppi í eldhússkáp, en síðar var þróuð tækni til að láta brauðið hefast fyrir bakstur með aðstoð efna sem undir þrýstingi og hita fylltu deigið súrefni. Í dag getur deig í brauðverksmiðju fjórfald-ast að umfangi á fjórum mínútum

sléttum. Mörg þessara efna eru flokkuð sem hjálparefni og því sjáum við þau ekki í innihalds-lýsingunum. Leifar þeirra hverfa í hitanum í ofninum.

Þau E-efni sem við sjáum í inni-haldslýsingunum eru annað hvort til að styrkja glútenið, svo að það nái að halda súrefninu í brauðinu, eða þá til að eyða hliðarverk-unum af þessari styrkingu og mýkja brauðið aftur.

Ef bauðbakstur fyrir tíma Pas-teurs var galdur er brauðfram-leiðsla í dag eins og nútíma-

geðlækningar. Brauðið er orðið stútfullt af efnum sem eiga að slá á hliðarverkanir hinna efnanna;

allt í þeirri von að takast megi að koma brauðinu á einhvern núll-punkt hins venjulega.

Ris og fall gerbaksturs

Brauðlíkin í búðunum

Hrun gerbakstursins varpar ljósi á vanda kapítalismans ekki síður en geldingu módernismans. Tökum dæmi: Um miðja síðustu öld spöruðu verksmiðjueigendur fjármuni með því að klippa 24 tíma gerjun framan af vinnsluferlinu. Með því að hætta gerbakstri, sem krefst innsæis, gátu þeir rekið bakarana og ráðið fólk á lægri launum. Síðan tókst þeim að blása meira lofti í deigið svo að lít-ið brauð leit út fyrir að vera stórt. Hálft kíló af hráefni varð að brauði sem leit út fyrir að vera úr einu kílói, jafnvel tveimur. En það var það ekki. Kúnnanum fannst hann vera að kaupa stórt brauð á lægra verði, en hann var í raun að kaupa lítið brauð á sama verði og jafnvel ívið hærra verði (svo verksmiðjueigandinn gæti fjárfest í nýrri vélasamstæðu).

Svona þróaðist þessi bisness. Þar til við sitjum uppi með risa-stór-markaðabrauð sem við getum troðið ofan í eldspýtustokk. Þetta er ódýrt brauð en það er ekki ódýrara en jafn þungt brauð var áður en þessi veg-ferð hófst. Í millitíðinni misstum við bragðið og áferðina (brauðin eru nú líkust svampbotnum). Við innbyrð-um alls kyns efni sem við þekkjum ekki og efnin sem við þekkjum hafa

verið styrkt, teygð og toguð.Ef þið spyrjið iðnaðarbakara hvort

efnin sem hann notar séu hættuleg, getur hann reitt fram skýrslur sem eiga að sanna að svo sé ekki. En flest efnin sem eru notuð í dag tóku við af efnum sem voru bönnuð fyrir einum eða tveimur áratugum; efni á borð við pottassíum brómat. Eins og í annarri iðnaðarframleiðslu væri því réttara að segja að í dag sé notast við efni sem ekki hefur tekist að sanna að séu hættuleg – ekki að þau séu skaðlaus.

Kapaítalisminn tekur á sig sér-staka mynd þegar hann lendir í Keflavík. Á Íslandi verður allur bis-ness að gjaldeyrisbraski. Þegar krónan var niðurgreidd af vitlausri hagstjórn hófst gríðarlegur innflutn-ingur til Íslands af hálfunnum iðnað-arbrauðum frá Austur-Evrópu. Þau voru seld á bensínstöðvum og í stór-mörkuðum undir slagorðinu: Bakað á staðnum. En þessi brauð hafa líka ratað inn í mörg bakarí þar sem við kaupum þau, haldandi að við séum að kaupa ósköp venjuleg brauð.

Þessi innflutningur lagðist ekki af þegar gengi krónunnar leiðrétt-ist. Gengistapinu var bara velt út í verðlagið og ofan í buddu kúnnans.

Þegar horft er yfir sögu gerbaksturs læðist að okkur sá grunur að nútíminn sé vissulega trunta – eða eitthvað þaðan af verra.

Matur

Hrúga af heimabökuðu brauði sem aldrei verður endurtekið til fullnustu. Til vinstri er súrdeigsbrauð og ofan á því má sjá íslenskt seytt rúgbrauð (sem er ekki gerbrauð) og þá ýmsar útgáfur af frönskum bagettum. Ekkert þessara brauða er hæft til sölu í stórmarkaði. Ljósmynd/Alda Lóa

Bakað á staðnum er í sjálfu sér ekki ósatt: Brauðið er bakað á staðnum en líklega hófst baksturinn í þrjú til fjögur þúsund kílómetra fjarlægð.

Niðursneitt stórmarkaðsbrauðEkkert sigrar einfaldleikann. Gerbakstur er galdur þar sem ekki þarf meira en ger, vatn, hveiti og salt. Fitty-brauð frá Samsölubakaríum er búið til úr 25 mismunandi efnum. Slík ofnotkun nær sjaldnast að breiða yfir grundvallarskekkju lélegra hráefna og aumra aðferða.

EINAR BÁRÐAR MILLI 18:00 OG 20:00 ALLA VIRKA DAGA

KOMDU VIРÁ NÆSTU N1 STÖРOG FÁÐU KANA LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN 

Page 39: 4. mars 2011

FÁÐU BÓKINASENDA HEIM!

www.panama.is

Við sendum bækurnar heim á 1-2 dögum mVið sendumeim á 1-2 dögum

Við sendum bækurnarVið d frítt heim r ef keypt er fyrir meira en 1.000 kr. sVið s

Við d

Frábært bært úrval ú l bóka á bók á enn betra verði!b t ð Frábært úrval bóka á aenn betra

2.490,- 1.990,-2.490,- 1.990,-

2.490,- 1.990,-

Kíktu á panama.is

og taktu þátt í

skemmtilegum leik

- Helgarferð til Akureyrar fyrir tvo

- 10 bókaúttektir á panama.is

Allir sem skrá sig á

panama.is geta unnið

Bergsveinn BirgissonLandslag er aldrei asnalegt

Fyrsta skáldsaga Bergsveins Birgissonar sem sló rækilega í gegn með Svari við bréfi Helgu.

Glæsileg frumraun sem aðdáendur Bergsveins mega ekki láta framhjá sér fara!

Lilja SigurðardóttirFyrirgefning

Ungur maður er fenginn til þess að skrifa viðtalsbók um fórnarlömb ofbeldisverka og

fyrr en varir er hann flæktur í rannsókn á dularfullum dauðsföllum. En tengjast þau

með einhverjum hætti?

2.490,- 1.990,-

Ragnar JónssonSnjóblinda

Mögnuð glæpasaga sem gerist á Siglufirði í myrkri, snjó og kulda - bókin sem þýskir

útgefendur bitust um strax og hún kom úthér á landi.

Michael RidpathHringnum lokað

Prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands telur sig hafa komist yfir stórmerkilegt handrit að Íslendingasögu sem menn

héldu glatað. Skömmu síðar finnst hann látinn í Þingvallavatni.

SPLUNKUNÝJARKILJURÁ SÉRSTÖKUTILBOÐSVERÐI!

★★★★Politiken

„Framúrskarandi ...heillandi oghörkuspennandi“Metroexpress

„Hvöss, heimspekileg,

gamaldags og einkar

þjóðleg saga sem dýpkar

við nánari kynni.“

Steinunn Inga Óttarsdóttir,

Morgunblaðinu

„Frábærskáldsaga um reiði, hefnd og fyrirgefningu ... afbragðs glæpasaga, spennandi og á köflum óhugnanleg.“Bjarni Ólafsson, Morgunblaðinu

Pressan

Page 40: 4. mars 2011

Spurningakeppni fólksins

Atli Fannar Bjarkarson blaðamaður1. Deutsche Bank.

2. Magnús Geir Þórðarson.

3. Georgía?

4. Meistari Steve Buschemi.

5. Ætla ekki að heiðra þessi útbrunnu gamalmenni með svari.

6. Ég veit ekki hvað kærasta Gillz heitir.

7. Romario?

8. Ólafur Johnson.

9. Veit það ekki.

10. 20. apríl?

11. Lilja Katrín Gunnarsdóttir.

12. Man það ekki.

13. Hinn skitsófreníski Christian Bale.

14. Two and a Half Men.

15. 1961?

6 réttAtli Fannar skorar á

Bergstein Sigurðsson blaðamann.

Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræðingur 1. Bank of America.

2. Magnús Geir Þórðarson.

3. Tbilisi.

4. Steve Buschemi.

5. Pass.

6. Sigríður Ásgeirsdóttir.

7. Roger Milla.

8. Ólafur Johnson.

9. Tom Hanks og Marlon Brando?

10. 9. apríl.

11. Pass.

12. Guðríði Þorbjarnardóttur.

13. Christian Bale.

14. Hinir alslæmu Two and a Half Men.

15. 1970.

10 réttSigurlaugur skorar á

Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing.

Rétt svör: 1. BNP Paribas (Frakklandi) 2. Magnús Geir Þórðarson 3. Tbilisi 4. Steve Buscemi 5. Collapse Into Now 6. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir 7. Roger Milla (Kamerún) 8. Ólafur Johnson 9. Spencer Tracy og Tom Hanks 10. 9. apríl 11. Lilja Katrín Gunnarsdóttir 12. Guðríði Þorbjarnardóttur 13. Christian Bale 14. Two and a half men 15. 1971

4 2

7 5

3 9 2 1

4 2

5

2 5 3 7 4

1 3

6 8 5 3

2 9 6

8 4 6

1

3 2 7 9

8 7 5

3

1 5 4 6

2 6 8 9

1 3 7

4

40 heilabrot Helgin 4.-6. mars 2011

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

?1. Hvað heitir stærsta bankastofnun heims (í

eignum talið)?

2. Hver leikstýrir leikritinu Nei, ráðherra! í

Borgarleikhúsinu?

3. Hvað heitir höfuðborg Georgíu?

4. Hver leikur aðalhlutverkið í

sjónvarpsþáttunum Boardwalk Empire sem

sýndir eru á Stöð 2?

5. Hvað heitir nýr diskur R.E.M. sem kemur út

8. mars næstkomandi?

6. Hver var kjörin ungfrú Reykjavík

síðastliðið föstudagskvöld?

7. Hvaða knattspyrnumaður skoraði fjögur

mörk á HM í fótbolta þegar hann var 38 ára?

8. Hver er skólastjóri Menntaskólans

Hraðbrautar?

9. Hvaða tveir leikarar hafa afrekað það að

hljóta Óskarsverðlaunin sem besti leikarinn í

aðalhlutverki tvö ár í röð?

10. Hvaða dag verður kosið um Icesave-lögin?

11. Hver leikur aðalhlutverkið í

sjónvarpsþáttunum Makalaus á Skjá einum?

12. Styttu af hvaða konu ætlar Ólafur Ragnar

Grímsson að færa páfanum í Róm?

13. Hver hlaut Óskarsverðlaunin sem besti

karlleikarinn í aukahlutverki?

14. Hvað heita gamanþættirnir með

Charlie Sheen sem hlé hefur verið gert á

framleiðslunni á?

15. Hvaða ár var hljómsveitin The Eagles

stofnuð?

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI

Opal – bætir andrúmslo�iðFáðu þér frískandi Opal og skelltu þér á Nei ráðherra! – sprenghlægilegan gamanleik – í Borgarleikhúsinu.

Miðasala | 568 8000 |

Opal – bætir anFáðu þér frís

þér á Nei ráð

gamanleik –

to

n/

A

Page 41: 4. mars 2011

dægurmál 41

HELGARBLAÐ

Föstudaginn 11. mars gefur Fréttatíminn út blað í samvinnu við Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins. Í blaðinu verður fjallað um viðhald húsa og rekstur húsfélaga.

Blaðinu verður dreift í 82 þúsund eintökum með Fréttatímanum um land allt. Þar af verður um 74 þúsund eintökum dreift í lúgur á höfuðborgarsvæðinu.

Leitaðu upplýsinga og tilboða hjá auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða [email protected] hvort sem þú hefur áhuga á að auglýsa eða benda á áhugavert efni.

Gwyneth í söng-bransann Leikkonan Gwyneth Paltrow sló rækilega í gegn í þáttaröðinni Glee með söng sínum á dögunum og segist hún tilbúin að leggja

tónlistina fyrir sig. Hún kom síðast fram á óskarverð-launahátíðinni þar sem hún söng fallegt lag með góðum undirleik. Söngur hennar kom mörgum á óvart og má eigin-maður hennar og söngvarinn í Coldplay, Chris

Martin, fara að passa sig. Gwyneth á nú í viðræðum um hljómplötusamning og segist vera mjög spennt fyrir komandi verkefnum.

Lady GaGa í ljóna-dressi úti að borðaSöngkonan Lady GaGa bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir þegar kemur að klæðaburði. GaGa, sem er stödd í París þessa dagana, fór út að borða á miðvikudags-kvöldið á Maxim’s, sem er eitt fínasta veitingahús borgarinnar. Venjulegur klæðnaður kvenna á veitingahús-inu eru síðkjólar en GaGa mætti í gegnsæju ljónadressi sem skildi lítið eftir fyrir ímyndaraflið. Innkoma GaGa á veitingastaðinn þótti sú villtasta síðan Brigitte Bardot gerði allt vitlaust á staðnum árið 1970 með því að mæta berfætt á staðinn.

Ljónynjan Lady GaGa á leið í kvöldverð. Nordic Photos/Wire Image

Page 42: 4. mars 2011

Föstudagur 4. mars Laugardagur 5. mars Sunnudagur

42 sjónvarp Helgin 4.-6. mars 2011

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:45 Lewis - Táknsaga um ást Bresk sakamálamynd þar sem Lewis, áður aðstoðarmaður Morse sáluga, glímir við sakamál.

19:50 Líf - söfnunarútsending Bein útsending frá lands-söfnuninni GEFÐU LÍF í þeim tilgangi að styrkja kvennadeild Land-spítalans.

Sjónvarpið15:45 Kallakaffi (1/12) Frá 2005.16:15 Átta raddir (8/8) e.17:20 Sportið e.17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin (11/26) 18:22 Pálína (6/28) 18:30 Hanna Montana 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Álftanes og Garðabær21:15 Happahaninn Bandarísk mynd frá 2009. Tveir skólabræður koma fram í gervi lukkudýrs skólaliðsins. Annar vinnur öll verkin en hinn eignar sér heiðurinn. Leikstjóri er Stuart Gillard og meðal leikenda eru Jason Dolley, Mitchel Musso og Tiffany Thornton.22:45 Lewis - Táknsaga um ást Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.00:25 Apríl Ítölsk bíómynd e.01:40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 07:30 Game Tíví (6/14) 08:00 Dr. Phil (126/175) 08:45 Pepsi MAX tónlist 15:50 Ungfrú Reykjavík 201117:20 Dr. Phil (127/175) 18:05 Life Unexpected (13/13) 18:50 Melrose Place (18/18) 19:35 America’s Funniest Home Videos20:00 Will & Grace (2/24)20:25 Got To Dance (9/15) Got to Dance er raunveruleikaþáttur sem hefur farið sigurför um heim-inn. Hæfileikaríkustu dansararnir keppa þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari. 21:15 HA? (7/12)22:05 The Bachelorette (8/12) 23:35 Makalaus (1/10) 00:05 30 Rock (13/22)00:15 7th Heaven (17/22) 00:30 The Increasingly Poor Decisions of Todd Margaret (3/6) 00:55 The Cooler 02:35 Whose Line is it Anyway? 03:00 Saturday Night Live (8/22) 03:55 Will & Grace (2/24) 04:15 Jay Leno (204 & 205/260) 05:45 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Naked Gun 2 ½:10:00 Jurassic Park12:05 The Jane Austen Book Club14:00 Naked Gun 2 ½16:00 Jurassic Park18:05 The Jane Austen Book Club20:00 Land of the Lost22:00 Street Kings 00:00 Wanted02:00 Volver04:00 Street Kings06:00 Love at Large

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 The Doctors10:15 60 mínútur11:00 ‘Til Death (7/15) 11:25 Auddi og Sveppi 11:50 Mercy (20/22) 12:35 Nágrannar13:00 Frasier (2/24) 13:25 The Groomsmen15:05 The Middle (6/24) 15:30 Barnatími Stöðvar 217:08 Bold and the Beautiful17:33 The Simpsons (7/22) 17:58 Nágrannar18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 Auddi og Sveppi19:50 Líf - söfnunarútsending Beint23:00 The Darwin Awards00:35 .45 Spennumynd02:10 No Country for Old Men04:10 The Groomsmen05:45 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Real Madrid - Malaga17:45 Real Madrid - Malaga19:30 Ensku bikarmörkin 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar20:30 La Liga Report21:00 Main Event21:50 European Poker Tour 6 - Pokers22:40 Oklahoma - L.A Lakers

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:15 Sunnudagsmessan16:30 Wigan - Man. Utd18:15 Newcastle - Bolton20:00 Ensku mörkin 2010/1120:30 Premier League Preview 2010/1121:00 Premier League World 2010/1121:30 Di Stefano22:00 Premier League Preview 2010/1122:30 Everton - Sunderland

SkjárGolf 08:10 The Honda Classic - Dagur 111:10 Golfing World (33/240) 13:45 World Golf Championship 2011 - Dagur 4 (4/5) 17:50 Golfing World (35/240) 18:40 Champions Tour - Highlights 19:35 Inside the PGA Tour (9/42) 20:00 The Honda Classic - Dagur 2 - BEINT23:00 Golfing World (35/240) 23:50 ESPN America 00:00 Inside the PGA Tour (9/42) 00:25 World Golf Championship 2011 - Dagur 4 (4/5) 06:00 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Hvellur keppnisbíll 07:15 Þorlákur07:20 Brunabílarnir07:45 Sumardalsmyllan 07:50 Gulla og grænjaxlarnir 08:00 Algjör Sveppi10:15 Latibær10:25 Leðurblökustelpan10:50 iCarly (3/45) 11:15 Glee (13/22) 12:00 Bold and the Beautiful13:40 The Bucket List15:15 Sjálfstætt fólk 15:50 The Middle (7/24) 16:15 Modern Family (11/24) 16:40 Auddi og Sveppi 17:10 ET Weekend 17:55 Sjáðu 18:30 Fréttir Stöðvar 218:49 Íþróttir og Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval19:29 Veður 19:35 Spaugstofan20:05 American Idol (13, 14 og 15/45)23:35 Silence of the Lambs01:30 Analyze This 03:10 The Bucket List04:45 10.000 BC

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Everton - Reading11:10 Man. City - Aston Villa12:55 Ensku bikarmörkin 13:25 Spænsku mörkin14:25 Fréttaþáttur Meistaradeildar14:55 Valencia - Barcelona16:40 Stoke By Nayland Championship18:20 La Liga Report18:50 Barcelona - Zaragoza Beint21:00 The U 22:50 Box - Sergio Martinez - Paul Williams

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Chelsea - Man. Utd. 10:40 Premier League Review 2010/11 11:35 Premier League World 2010/1112:05 Premier League Preview 2010/1112:35 Birmingham - WBA Beint14:45 Arsenal - Sunderland Beint17:15 Man. City - Wigan Beint19:45 Fulham - Blackburn21:30 Bolton - Aston Villa23:15 Newcastle - Everton01:00 West Ham - Stoke

SkjárGolf 07:20 Golfing World (33/240) 08:10 The Honda Classic - Dagur 211:10 Golfing World (34/240) 18:00 The Honda Classic - Dagur 3 - BEINT (3/4) 23:00 LPGA Highlights (2/20) 00:20 ESPN America 06:00 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Fæturnir á Fanney (21/39) 08:13 Herramenn (8/52) 08:24 Ólivía (20/52) 08:34 Babar (25/26) 08:57 Leó (27/52) 09:00 Disneystundin 09:01 Finnbogi og Felix 09:24 Sígildar teiknimyndir (24/42) 09:29 Gló magnaða (24/26) 09:52 Artúr (13/20) 10:15 Gettu betur e.11:25 Landinn e.11:55 Návígi e.12:30 Silfur Egils 13:50 Hvert stefnir Ísland? (2/5) e.15:10 Hvað veistu? - e.15:40 Handbolti Fram og FH beint17:20 Framandi og freistandi (3/5) e.17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Stundin okkar18:28 Með afa í vasanum (28/52) 18:40 Skúli Skelfir (19/52) 18:51 Ungur nemur - gamall temur 19:00 Fréttir og Veðurfréttir 19:40 Landinn20:10 Hallgrímur - Maður eins og ég21:10 Lífverðirnir22:10 Sunnudagsbíó - Úr viðjum vanans23:35 Silfur Egils00:55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 08:35 Dr. Phil (127/175) 09:15 Samfés 201113:00 Judging Amy (14/22) 13:45 The Bachelorette (8/12) 15:15 Spjallið með Sölva (3/16) 15:55 Dyngjan (3/12) 16:45 HA? (7/12) 17:35 7th Heaven (18/22) 18:20 Game Tíví (6/14) 18:50 America’s Funniest Home Videos19:15 30 Rock (13/22) 19:40 Makalaus (1/10) 20:10 Top Gear Best of (2/4) 21:10 The Defenders (8/18) 22:00 The Walking Dead (4/6) 22:50 Blue Bloods (5/22)23:35 Royal Pains (5/18) 00:25 Saturday Night Live (9/22) 01:20 The Cleaner (13/13) 02:05 The Defenders (8/18)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Reality Bites10:00 Sweet Nothing in My Ear12:00 Wedding Daze14:00 Reality Bites16:00 Sweet Nothing in My Ear18:00 Wedding Daze20:00 Cake: A Wedding Story 22:00 Mission: Impossible 2 00:00 The Fast and the Furious02:00 Brothers of the Head04:00 Mission: Impossible 206:00 The Baxter

22:55 Harkan sex Bandarísk bíómynd frá 2005 um tvo vini í Los Angeles og myrkraverk sem veldur ósætti þeirra. Atriði í mynd-inni eru ekki við hæfi barna.

20:05 American Idol (13 og 14/45) Dómarar eru Steven Tyler, söngvari Aerosmith, Jennifer Lopez og Jimmy Lovine aðstoðar keppendur.

13:00 Liverpool - Man. Utd. Bein útsending frá stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

19:40 Makalaus (1/10) Þættir sem byggðir eru á sam-nefndri metsölubók Tobbu Marinós og fjalla um Lilju Sigurðardóttir sem er ein-hleyp stúlka í Reykjavík og stendur á tímamótum.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:04 Teitur (2/5) 08:14 Skellibær (34/52) 08:25 Otrabörnin (24/26) 08:48 Veröld dýranna (1/52) 08:58 Konungsríki Benna og Sóleyjar 09:09 Mærin Mæja (48/52) 09:18 Mókó (45/52) 09:26 Lóa (3/52) 09:41 Hrúturinn Hreinn (27/40) 09:50 Elías Knár (37/52) 10:03 Millý og Mollý (10/26) 10:16 Börn á sjúkrahúsum (3/6) 10:30 Að duga eða drepast (20/20) e.11:10 Nýsköpun - Íslensk vísindi e.11:40 Kastljós e.12:10 Kiljan e.13:00 Ljónin þreyja af þurrkinn e.14:00 Framhaldsskólamótið í fótbolta16:30 Sportið e.16:55 Lincolnshæðir17:40 Táknmálsfréttir 17:50 Útsvar e.18:54 Lottó 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Enginn má við mörgum 20:10 Gettu betur Fjölbrautaskóli Suðurlands og MR eigast við. 21:15 Sögur fyrir svefninn22:55 Harkan sex 00:50 Fílamaðurinn e.02:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 09:30 Dr. Phil (123/175) 10:15 Dr. Phil (124, 125 & 126/175) 13:00 Samfés 2011 - BEINT16:00 90210 (14/22) 16:45 The Defenders (7/18) 17:30 Top Gear Best of (1/4) 18:30 Survivor (13/16) 19:15 Got To Dance (9/15) Got to20:05 Saturday Night Live (9/22) 21:00 Steel Magnolias 23:00 Wonderland 00:15 Judging Amy (13/22) 00:45 HA? (7/12) 01:35 Zack And Miri Make A Porno 03:15 Whose Line is it Anyway? 03:40 Jay Leno (206 & 207/260) 05:10 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Wayne’s World10:00 First Wives Club12:00 Baby Mama14:00 Wayne’s World16:00 First Wives Club18:00 Baby Mama20:00 Love at Large 22:00 The Ruins 00:00 The Brothers Solomon 02:00 Crossroads: A Story of Forgiven.04:00 The Ruins 06:00 Cake: A Wedding Story

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Page 43: 4. mars 2011

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Lalli07:10 Hvellur keppnisbíll07:25 Harry og Toto 07:35 Tommi og Jenni 08:00 Algjör Sveppi08:55 Mörgæsirnar frá Madagaskar09:15 Ofuröndin 09:35 Histeria! 10:00 An American Girl: Chrissa ...11:30 Sorry I’ve Got No Head 12:00 Spaugstofan12:30 Nágrannar14:15 Smallville (17/22) 15:00 Tvímælalaust15:50 The Middle (8/24) 16:20 Gott að borða Matreiðsluþáttur þar sem Sólveig Eiríksdóttir og Dorrit Moussaieff forsetafrú leitast við að vekja landsmenn til vitundar um mikil-vægi heilnæms mataræðis. 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (6/24) 19:40 Sjálfstætt fólk20:20 The Mentalist (15/22) 21:05 Chase (10/18) 21:50 Boardwalk Empire (3/12) 22:45 Mad Men (13/13) 23:30 60 mínútur00:15 Spaugstofan 00:40 Daily Show: Global Edition01:05 Glee (13/22) 01:50 Undercovers (13/13) 02:35 Girl, Interrupted04:40 The Mentalist (15/22)05:25 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:35 Stoke By Nayland Championship11:15 arcelona - Zaragoza13:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar14:45 Players Club Bristol16:25 Þýski handboltinn: Grosswallstadt - Fuchse Berlin Beint18:00 NBA: Miami - Chicago21:00 Racing - Real Madrid22:45 Grosswallstadt - Fuchse Berlin

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Bolton - Aston Villa 09:45 Fulham - Blackburn11:30 Man Utd - Liverpool, 1992 12:00 Liverpool - Man Utd, 99/00 12:30 Liverpool - Man. United, 1993 13:00 Liverpool - Man. Utd. Beint15:50 Wolves - Tottenham Beint18:00 Sunnudagsmessan 19:15 Birmingham - WBA21:00 Sunnudagsmessan22:15 Liverpool - Man. Utd. 00:00 Sunnudagsmessan 01:15 Wolves - Tottenham03:00 Sunnudagsmessan

SkjárGolf07:00 The Honda Classic - Dagur 3 (3/4) 10:50 Golfing World (35/240) 11:40 World Golf Championship 2011 - Dagur 518:00 The Honda Classic - Dagur 4 - BEINT23:00 Champions Tour - Highlights (3/25) 23:55 ESPN America 00:00 Golfing World (35/240) 00:50 The Honda Classic - Dagur 4 (4/4) 06:00 ESPN America

6. mars

sjónvarp 43Helgin 4.-6. mars 2011

Í sjónvarpinu dyngjan

Einu sinni vann ég undir sama þaki og Björk Eiðs-dóttir, blaðakona á Vikunni, og af þeirri einföldu ástæðu ákvað ég að leggja á mig að horfa á fyrsta Dyngjuþáttinn hennar og Nadiu K. Banine á Skjá einum.Dyngjan er svona „konuþáttur“ þar sem Björk og Nadia fá hressar tjeddlíngar til sín og tala um allt milli himins og jarðar fyrir fullum sal af, jú, konum. Karlar fá stundum að láta ljós sitt skína en þá í inn-slögum. Þeir fá ekki að menga dyngjuna með sinni táfýlu og bulli.

Fyrsti þátturinn var nú ekki leiðinlegri en svo að ég er líka búinn að horfa á næstu tvo sem komu á eftir. Þegar ég fór að pæla aðeins í þessu – hvað væri eiginlega að mér – áttaði ég mig á því að í raun er

ekkert óeðlilegt við að ég, karlremba sem felur sig í sauðargæru mjúka manns-ins, hafi áhuga á því sem konur tala um. Fyrir það fyrsta eru konur skemmtilegri en karlmenn; klárari og betur hannaðar frá náttúrunnar hendi bæði hvað varðar útlit og innræti. Þar fyrir utan geri ég ekki annað en græða á þessu vegna þess að það er svo gott að láta mata sig svona á því hvað konum finnst. Þá er svo auðvelt að þykjast hafa áhuga á hugðarefnum þeirra á barnum.

Í næsta þætti fylgdist ég með umræðum um hjálpartæki kynlífsins. Sú umræða

var kannski frekar skemmtileg en fróðleg frá mínum bæjardyrum séð enda hefur maður nú mundað ýmis gúmmítól í gegn-um tíðina.

Þriðji þáttur var vægast sagt safaríkur þegar talað var um framhjáhald og svo-kallað „swing“ en það er eitthvert sport fyrir fólk sem nennir ekki lengur að sofa

hjá maka sínum og skiptir því á rekkjunaut við annað fólk sem er fast í jafn tilgangslausu sambandi.

Í ljósi þess sem að ofan segir býð ég að sjálf-sögðu mjög spenntur eftir því hvað stelpurnar taka fyrir í fjórða þætti.

Þórarinn Þórarinsson

Minkur í hænsnakofa

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Íslenski dansflokkurinn

frumsýning 4. mars

Sýnt í Borgarleikhúsinu 4. mars – uppselt5. mars – örfá sæti laus

6. mars – uppselt8. mars – aukasýning

9. mars – uppselt11. mars – örfá sæti laus12. mars

Miðasala í síma 568 8000 eða www.id.is

Großstadtsafari eftir Jo StrömgrenHeilabrot eftir Brian Gerke og Steinunni KetilsdótturWhite for Decay eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur

Page 44: 4. mars 2011

44 bíó Helgin 4.-6. mars 2011

É g hef á tilfinningunni að ég standi núna á há-tindi ferils míns,“ sagði

Colin Firth þegar hann tók við Óskarsverðlaununum á sunnudagskvöldið var. Firth var tilnefndur til Óskarsins sem besti leikarinn í fyrra fyrir A Single Man en nú komst hann alla leið. Og þótt framtíðin sé vissulega óráðin er ekki nokkur ástæða til að efast um mat Firths sem hef-ur sópað að sér viðurkenning-um fyrir The King´s Speech.

Firth verður 51 árs í haust. Hann hóf feril sinn á leiksviði en hefur í nokkra áratugi komið víða við bæði í sjón-varpi og kvikmyndum. For-eldrar hans eru háskólakenn-arar eða „eilífðarstúdentar“ eins og Colin orðar það. Hann hafði ekki sama áhuga og for-eldrarnir á að feta mennta-brautina og leið ekki vel í skóla. Hann var vandræða-unglingur sem reyndi veru-lega á þolinmæði föður síns. Um unglingsárin hafði hann þetta að segja í viðtali fyrir nokkrum árum: „Ég fyrirleit yfirvald en óttaðist það um leið. Uppreisnir mínar voru því laumulegar og máttlitlar. Ég stóð ekki í slagsmálum og rúðubrotum. Ég leitaði at-

hvarfs í skáldskap og gerði mér vonir um að komast yfir stelpur með því að slá um mig með Dostojevskí. Ég var ekkert fyrir Hardy og Austen, heldur Camus. Ég safnaði hári, gerði göt í eyrun og festist aðeins í pönkinu.“ Firth segir lífið hafa verið rokk og ról. „Ég drakk og fiktaði stundum við fíkniefni án þess að það væri eitthvað alvarlegt. Ég var latur. Ég vildi bara ekki vinna við neitt og allra síst koma nálægt ein-hverju sem gæti aflað mér stöðu við háskóla.“

Ákveðin vatnaskil urðu á ferli Firths árið 1995 þegar hann lék sjálfan herra Darcy í sjónvarpsþáttum byggðum á skáldsögunni Pride and Prejudice eftir Jane Austen. Darcy kom Firth á kortið fyr-ir alvöru en tilfinningar hans til persónunnar eru blendnar þar sem honum gekk illa að hrista hann af sér. Árum sam-an var hann uppnefndur Mr. Darcy, ekki síst af eiginkonu sinni, og segir að tólf árum eftir að hann lék í Pride and Prejudice hafi hvarflað að hon-um hvort ekki væri réttast að breyta nafni sínu einfaldlega í Mr. Darcy og klára málið í eitt skipti fyrir öll.

Fyrir kaldhæðni örlaganna lék Firth svo Mark Darcy í bíómyndunum tveimur um ástarhremmingar Bridget Jo-nes árin 2001 og 2004 þannig að skuggi Darcys vomar enn yfir honum. En kynþokkinn einnig og árið 2001 var Firth á lista People Magazine yfir 50 fallegustu manneskjur í heimi. Þess má þó geta að Firth hefur sagt frá því að þegar honum bauðst hlut-verk Darcys hafi bróðir hans spurt: „Darcy? En á hann ekki að vera sexí?“

Kvennaljóminn Firth er engu að síður ráðsettur fjöl-skyldufaðir og á tvo syni, Luca og Mateo, með eigin-konu sinni til rúmra tíu ára, hinni ítölsku Liviu Giug-gioli. Þá á hann tvítugan son með leikkonunni Meg Tilly sem hann kynntist við gerð myndarinnar Valmont árið 1989.

sigurvegarinn Colin Firth átti sviðið árið 2010

bíódómur okkar eigin osló

Frumsýndar

Á hátindi ferilsinsBreski leikarinn Colin Firth hefur verið lengi að en frægðarsól hans er nú í hádegisstað eftir mikla velgengni The King s Speech. Túlkun hans á hinum stamandi konungi George VI hefur skilað honum öllum helstu viðurkenningum sem leikarar geta hugsað sér. Hann hlaut Screen Actors Guild-verðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki, BAFTA-verðlaunin, Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlaunin.

a lvörugefni verkfræðingurinn Haraldur er í vinnuferð í Ósló þegar hann endar uppi í rúmi með hinni hvatvísu Vilborgu.

Þegar heim er komið reyna þau að byggja sam-band á skyndikynnunum í Ósló en ansi mörg ljón verða í vegi þessa ólíka fólks að ást og hamingju.

Haraldi tekst þó að draga Vilborgu með sér í sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann ræður ríkjum sem formaður félags sumahúsaeig-enda. Með þeim í för eru seinþroska systir Har-aldar (María Heba Þorkelsdóttir) og hortugur og fúll sonur Vilborgar. Bústaðurinn er í raun enn á yfirráðasvæði alkóhólíseraðs föður Haraldar sem legið hefur í gröf sinni í átta ár þannig að verkfræðingurinn er allur á nálum þegar hann hefur náð að drösla ástinni sinni þangað.

Málin flækjast svo enn frekar þegar barnsfaðir Vilborgar (Hilmir Snær í banastuði) treður sér í samkvæmið og enn hitnar í kolunum þegar móð-ir Haraldar (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir) og gamall fjölskylduvinur (Laddi) bætast í hópinn.

Þetta dásamlega persónugallerí svínvirkar í bráðskemmtilegu handriti Þorsteins Guð-mundssonar sem er keyrt áfram af snjöllum samtölum og vandræðalegum uppákomum þann-ig að varla er dauðan punkt að finna. Þótt auka-leikararnir séu hver öðrum betri hvílir mestur þunginn á þeim Þorsteini og Brynhildi Guð-jónsdóttur í hlutverkum Óslóar-parsins en bæði fara á kostum. Þorsteinn skrifaði persónu Har-aldar með sjálfan sig í huga og hann gæti leikið aula af sauðahúsi verkfræðingsins blindandi.

Brynhildur er sjúklega sjarmerandi og ógeðslega fyndin og tekur rosaspretti þegar harmrænni hliðar Vilborgar koma í ljós. Frábær leikkona.

Allt leikur þetta svo í höndum Reynis Lyng-dal sem skilar af næmi og kómískri útsjónarsemi skilar af sér skemmtilegustu íslensku gaman-myndinni sem sést hefur um árabil.

Þórarinn Þórarinsson

Krókaleið ástarinnar frá Ósló til Þingvalla

Ég leitaði athvarfs í skáld-skap og gerði mér vonir um að komast yfir stelpur með því að slá um mig með Do-stojevskí.

Frelsi til að halda fram hjá Í Hall Pass leika Rick (Owen Wilson) og Fred (Jason Sudeikis) bestu vini sem eiga margt sameiginlegt, meðal annars það að hafa báðir verið lengi í hjónabandi. Þegar grár fiðringur fer að fara um þá og þeir sýna merki þess að hjónabandið þrengi að draumi þeirra um frelsi, bregða eiginkonur þeirra (Jenna Fischer og Christina App-legate) á það ráð að gefa þeim lausan tauminn. Þær gefa þeim frelsi í viku til að gera hvað sem er þannig að í raun stendur þeim til boða að halda fram hjá með fullu samþykki. Félagarnir reka sig þó fljótt á að piparsveinslífið er í raun ekki jafn spennandi og þeir höfðu ímyndað sér og á þá renna tvær grímur þegar konurnar taka sér sama rétt og þær veittu þeim.

RangoKameljónið Rango lifir í öruggu umhverfi í gler-búri. Þar dreymir hann hetjudrauma en þegar hann endar í gamla villta vesturs-bænum Dirt reynir heldur betur á hann. Þarna heldur fjölskrúðugur hópur eyðimerkurdýra til í algerri lögleysu en Rango, trúr hetjudraumum sínum, tekur að sér hlutverk lög-reglustjórans. Góðir gæjar eru hins vegar ekki vel séðir í Dirt, kirkjugarðurinn er yfirfullur af slíkum og Rango lendir í tilvistar-

kreppu þegar hann reynir stöðugt að lifa í sátt við umhverfi sitt. Johnny Depp talar fyrir Rango en Guðjón Davíð Karlsson leysir hann af í íslensku talsetningunni.

The Roommate Sveitastelpan Sara flytur til Los Angeles þar sem hún fer í hönnunarnám. Herbergisfélagi hennar, hin auðuga Rebecca, tekur að sér að kynna hana fyrir stórborginni en þegar Sara kynnist fleira fólki og byrjar að vera með strák, fer Rebecca á límingunum

og í ljós kemur að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Ofsóknirnar stigmagnast svo þar til uppgjör á milli stelpnanna verður óum-flýjanlegt.

BoyKvikmynd frá Nýja-Sjá-landi um hinn ellefu ára Boy sem býr á bóndabæ ásamt ömmu sinni, yngri bróðurnum Rocky og geit. Þegar amman bregður sér af bæ í viku dúkkar faðir hans upp. Boy hafði talið sér trú um að pabbi væri mikil hetja en á daginn kemur að hann er lúsablesi og vandræðamaður sem er kominn aftur í þeim eina tilgangi að reyna að finna peningapoka sem hann hafði grafið í jörðu mörgum árum áður.

Tarantino gælir við vestraSá ánægjulegi, en óstaðfesti, orðrómur er kominn á kreik að Quentin Tarantino sé farinn að huga að því að láta þann langþráða draum sinn rætast að gera almennilegan spaghettí-vestra með Christoph Waltz sem fór á kostum undir leikstjórn Tarantinos í Inglorious Basterds. Leikarinn Franco Nero kjaftaði af sér í viðtali þar sem hann sagði Tarantino vera byrjaðan að huga að vestranum og að leikararnir Keith Carradine og Treat Williams væru einnig í hópnum.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

Hall Pass kemur úr grín-smiðju þeirra Farrelly-bræðra sem hafa oft hitt í mark í gegnum árin með myndum á borð við Dumb & Dumber, Kingpin, There’s Something About Mary og Me, Myself & Irene.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,0, Rotten Tomatoes: 38%, Metacritic: 48/100.

Colin Firth á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni, Liviu Giuggioli, í upphafi kvöldsins sem lauk með því að hann tók við Óskarnum.

Firth í hlut-verki Mr. Darcys fyrir 16 árum en eftir að hann lék í Pride and Prejudice fór ferill hans á flug.

HELGARBLAÐ

Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart.

Þarftu að dreifa bæklingi?

[email protected]ími 531 3310

Page 45: 4. mars 2011

LAGERSALA TEKK

LAGERSALATEKK

KAupTúni 3, GARðAbæ

40-80% afsláttur

Opið mánudaga-laugardaga kl. 11-18Opið á sunnudögum kl. 13-17

Frá 3.-13. mars

Meira fyrir minna!

Blade Runner 2?Mönnum er fátt heilagt í Hollywood þegar vonin um að græða peninga er annars vegar. Og nú virðast helg vé í hættu. Framleiðslufyrirtækið Alcon hefur tryggt sér réttinn til að gera fleiri Blade Runner-myndir og þegar eru uppi áform um að gera forleik að hinni frábæru mynd Ridleys Scott frá árinu 1982, framhald og fleiri myndir sem rekja munu rætur sínar til sögunnar af vélmennaveiðaranum Rick Deckard.

Eigendur fyrirtækisins telja sig hafa himin höndum tekið og sjá mikla möguleika í hinum nýfengnu réttindum. Þeir segjast bera mikla virðingu fyrir verki Scotts og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sýna frummyndinni þann sóma sem henni ber. Þá segjast þeir fegnir að rétturinn til að endurgera Blade Runner sé ekki innifalinn þannig að þeirri illbærilegu pressu sé af þeim létt.

Carmen frumsýndSambíóin frumsýna óperuna Carmen í þrívídd í Kringlubíói og á Akureyri laugardaginn 5. mars klukkan 17. Þrívíddarsýningin er samstarfsverkefni Konunglega óperuhússins í London og RealD. Þrívíddinni er ætlað að hafa þau áhrif að áhorfendur í bíósal á Íslandi geti látið sér líða eins og þeir séu í bestu sætum óperuhússins.Christine Rice syngur hlutverk Car-menar, Bryan Hymel er í hlutverki Don José og Aris Argiris leikur Escamillo. Carmen verður sýnd með enskum texta í Sambíóunum.Óperan verður frumsýnd í kvikmyndahúsum um víða veröld á laugardaginn en næstu sýningar verða síðan í Sambíóinu í Kringlunni 9. mars kl. 18, 12. mars kl. 17 og 26. mars kl. 17.

Page 46: 4. mars 2011

46 fermingar Helgin 4.-6. mars 2011

S trákarnir sækjast aðallega eftir hefðbundnum jakkafötum. Við erum

með grá jakkaföt sem hafa rokið út. Annars eru svört jakkaföt alltaf svakalega góð, svíkja engan. Það fer algjörlega eftir ein-staklingnum hvað hentar best. Sumir leita aðeins í stakar buxur og finna sér skyrtu, vesti eða gollu við. Það fer bara eftir því hverju viðkom-andi er að sækj-ast eftir. Auka-hlutirnir eru helst bindi

G ötutískan er gríðarlega sterk í fermingarfötunum í ár; mjög fjölbreytt og nóg og

mikið er til fyrir alla. Mittispilsin eru gríðarlega vinsæl, siffon- kjólarnir og blúndan kemur sterk inn eins og alltaf. Bleiki liturinn kemur óvenjusterkt inn í ár ásamt þeim hvíta og svarta. Það er rosaleg fjölbreytni í þessu öllu saman og við erum með gríðarlegt magn af kjólum,“ segir Tinna, verslunar-stjóri Gallerís Sautján.

Strákarnir sækjast þó eftir ein-faldari hlutum.

„Það eru náttúrlega alltaf jakka-

fötin sem strákarnir sækja í. Mjög vinsælt í ár er að taka jakkaföt og vesti í stíl. Allir leita eftir því að bux-urnar séu niðurþröngar sem kemur mjög vel út. Aukahlutirnir eru þó meira áberandi en verið hefur. Bindi, slaufur, klútar og axlabönd er stór hluti af samsetningu fatnaðar-ins og eru þeir mikið í áberandi litum.

Sumir strákar sækja þó í aðeins hefðbundnari klæðnað; láta sér duga gollur og gallabuxur og sleppa jafn-vel jakkanum,“ segir Bjartur, starfs-maður Gallerís Sautján.

S iffonkjólarnir eru mjög vinsælir í ár, bæði með blómamynstri og einlitir. Stelpurnar sem koma til

okkar vita algjörlega hvað þær vilja. Þær sækja mest í stelpulega kjóla, hvort sem þeir eru mjög einfaldir eða meira glamúr. Fjölbleiki liturinn er líklega sterkastur í ár ásamt ferskju-litnum. Svo erum við með sokkabuxur í stíl við kjólana, flatbotna ballerínuskó og skartgripi. Það sem helst gengur við þessa kjóla eru fölbleikir eða hvítir perlueyrnalokkar,“ segir Edda Sif Sigurðardóttir, annar af eigendum verslunarinnar Dúkkuhússins.

Hefðbundin jakkaföt alltaf vinsælust

Golla: 7.990 kr., svört skyrta 8.990 kr.

og belti. Í 90 prósent-um tilvika seljum við mjó einlit bindi.

Það skiptir okkur máli að strákarnir gangi héðan út ánægð-

ir og líði vel í fötunum sem þeir keyptu,“ segir Anton Freyr Axelsson, aðstoðarverslunarstjóri Jack and Jones í Kringl-unni.

Jakki 19.990 k., skyrta 8.990 kr

Stelpulegir kjólar vinsælastir

Götutískan vinsæl í ár

Kjóll: 10.990

Kjóll: 7.990 kr.

Skyrta: 5.990 kr.Bindi:2.990 kr.

Jakki: 19.990 kr.Skyrta: 5.990 kr., Bindi 2.990 kr.

Skór: 4.990 kr

Kjóll: 8.990 kr

Page 47: 4. mars 2011

Kjóll: 8.990 kr

Page 48: 4. mars 2011

48 tíska Helgin 4.-6. mars 2011

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Einstaklingsmið-aðar bloggfærslur

Mikill bloggfaraldur ríður yfir tískuheiminn í dag. Svo virðist sem þetta sé nýjasta leiðin til að koma sér á kortið. Önnur hver stelpa, sem telur sig hafa vott af tískuvitund, stofnar síðu og byrjar að skrifa um sjálfa sig. Blogg-færslurnar eru mjög einstaklingsmiðaðar og er helsta umfjöllunarefnið fatnaðurinn sem þær klæðast.

Ég hef oft staðið mig að því að festast í tölv-unni tímunum saman við að ráfa í gegnum tískublogg. Ég geri mér þó grein fyrir því að tíminn hefði getað verið nýttur mun betur en þetta. Þessi blogg hafa gríðarlegt aðdráttarafl og hafa minnkað tískuveröldina mjög mikið. Þau hafa mikil áhrif á breytileika tískunnar, mun meiri en aðrir áhrifavaldar sem hafa verið sterkir gegnum tíðina. Þetta er mikil nýjung og hafa stærstu hönnuðir heims játað að þeim sé ógnað.

Bloggsíðurnar eru eins misjafnar og þær eru margar en allir eiga bloggararnir sér það sameiginlega markmið að ná til sem flestra. Fylgjendum þeirra fjölgar með hverjum deg-inum sem líður og það er með ólíkindum hve margir hafa áhuga á þessu einstaklingsmiðaða tali. Sum blogg eru vinsælli en önnur og hafa náð talsverðu fylgi víðsvegar um heim. Ýmis fatafyrirtæki hafa nýtt sér þessa nýjung og eru farin að styrkja vinsælustu bloggarana. Blogg-arar fá send frí föt frá fyrirtækjum gegn því að tala um flíkurnar. Lifandi auglýsing sem hefur gríðarleg áhrif.

Þetta er byltingarkennd nýjung sem hefur óendanlega mikið aðdráttarafl. Enginn boð-skapur fylgir og það er magnað hve margir lesa þetta sér til afþreyingar.

Erlendar bloggsíður í miklu uppáhaldiVigdís Birna Sæmundsdóttir er tvítugur nemi í Menntaskólanum við Sund og vinnur í Kaupfélaginu með námi. Hún elskar tónlist og snjóbretti og er mikið fyrir götulist. „Stíllinn minn er svona bland í poka; mikið glysrokk en þægilegur. Ég blanda alls konar fötum saman eftir hentisemi. Fötin mín kaupi ég mest í útlöndum og þá helst í New York. Annars er H&M uppáhaldsbúðin mín eins og flestra Íslendinga. Heima

held ég mest upp á vintage-verslanir og búðina KronKron. Alls staðar í kringum mig fæ ég innblástur þegar kemur að tísku. Íslensk tískublogg eru þó ekki hluti af því; finnst þau engin snilld. Ísland er örugglega of lítið fyrir svoleiðis. Hins vegar skoða ég mikið erlend tískublogg og held mikið upp á sum þeirra. Blogg-síðan Lusttforlife.com er í miklu upp-áhaldi þar sem Olivia, bandarísk stelpa, bloggar um sitt daglega líf.“

5dagardress

Fötin framleidd í BangladeshFatahönnunarnám

hefur aldrei verið jafn vinsælt og nú, jafnframt því að niðurskurður í fatahönnunardeildum hefur aldrei verið meiri í listaháskólum víðsvegar um heim. Útgáfurisinn Conde Nast, sem gefur út öll heimsins vinsælustu tískutímarit á borð við Vogue, Style og Glamo-ur, hefur hrundið af stað þeirri hugmynd að opna nýja fatahönn-unarskóla, Conde Nast

International School of Fashion and Design. Skólanum hefur verið valinn staður í Lund-únum og meiningin er að kenna fatahönnun frá grunni og áfram á framhaldsstigi. Inn-tökuskilyrðin verða ströng og þess krafist að umsækjendur hafi yfirgripsmikla þekk-ingu og reynslu á sviði tísku og hönnunar. Hægt er að sækja um inngöngu fyrir næsta haust á [email protected]

Conde Nast opnar skóla

MánudagurSkór: TimberlandFöðurland: CintamaniBolur: H&MÚlpa: KronKron

ÞriðjudagurSkór: VansBuxur: H&MBolur: H&MSkyrta: Hagkaup

MiðvikudagurSkór: KaupfélagiðBuxur: KronKronSkyrta: American Apparel

FimmtudagurSkór: KaupfélagiðBuxur: H&MBolur: ZaraJakki: Top Shop

FöstudagurSkór: AldoBuxur: American ApperalToppur: Victoria SecretJakki: Spúútnik

Reyna að höfða til sem flestraÞeir Domenico Dolce og Stefano Gabbana, sem mynda teymið Dolce & Gabbana, hafa ákveðið að breikka kúnnahóp sinn. Þeir eru miklir íþrótta-áhugamenn og telja íþróttaiðkendur ekki vera nógu glæsilega til fara. Nú hafa þeir hannað nýja

línu fyrir ítalska boxliðið Milano Thunder Boxing og samanstendur hún af öllum fatnaði og áhöldum sem til þarf í íþróttina. Gabbana, sem stundar gjarna box í frítíma sínum, hefur haft á orði að karlkynið ætti að huga betur að tískunni og að þetta sé góð byrjun fyrir aðdáendur boxins.

Þriðju fatalínu bresku Harry Potter-leikkon-unnar Emmu Watson

var hleypt af stokkunum í vikunni. Hún hefur verið iðin við að hanna föt að eigin smekk og gerir það af kappi. Í

síðasta mánuði fór hún til Bangladess, þar sem fatalínan var í bígerð, og vildi sjá með eigin augum hvernig fötin

væru gerð og fullvissa sig um að engin börn kæmu þar við sögu. Hún segist vera á móti þeirri barnaþrælkun sem við-gengist í heiminum og vilji fyrirbyggja að börn þurfi að vinna. Fatalínan er fjöl-breytileg; sumarlegir blómakjólar, hermanna-jakkar og leðurstígvél. Fötin eru flest unnin úr hundrað prósent líf-rænni bómull sem telst vera mikil gæðavara.

Mjúkir dagar 30% afsláttur af handklæðumHandklæðin eru ofin úr 100% Pima bómull

Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is

Stærð 70x140áður 2.890 krnú 1.990 kr

Page 49: 4. mars 2011

Pure & Natural litalínan inniheldur 95% náttúruleg innihaldsefni og hentar jafnvel viðkvæmri húð. Litalínan inniheldur nærandi

efni þ.m.t. lífrænt grænt te, fræolíu úr granateplum og arganolíu sem er lykil innihaldsefni. Allir litir eru innblásnir úr náttúr unni

og draga fram þína náttúrulegu fegurð.

NÝTT!

PÚÐURmeð lífrænu grænu teiMjúkpressað púðrið gefur náttúrulegt og matt útlit.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

AUgnskUggiinniheldur lífrænan fiðrildarunnaFallegur augnskuggi sem dregur fram náttúrulega liti með satín áferð.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilmefna og talkúms

kinnAlitURmeð lífrænum fiðrildarunnaEinstaklega fínar púðuragnir gefa kinnalitnum satín áferð. Inniheldur fiðrildarunna sem er þekktur fyrir sína rakagefandi eiginleika.

a100% án parabena, rotvarnarefna, ilm efna og talkúms

VARAlitURmeð granateplumRakagefandi varalitur sem endist lengi. Mjúk steinefni tryggja náttúrulega liti.

a100% án parabena, rotvarnarefna, steinefnaolíu og sílikons

FARÐimeð arganolíuFallegur farði með létta og jafna áferð.

a100% án parabena

Page 50: 4. mars 2011

50 dægurmál Helgin 4.-6. mars 2011

leikdómur Nei ráðherra

r áðherra ætlar að gamna sér með ritara úr röðum stjórnarandstöð-unnar á hótelherbergi þegar svo

óheppilega vill til að þar finnst lík. Ráð-herrann hringir í aðstoðarmanninn sinn, sem að vonum kemur yfirmanni

sínum til hjálp-ar, en eins og vant er í försum kíkja ýmsir fleiri í heimsókn og það þarf að skella hurðum, ljúga, blekkja, plotta og

játa eitt og annað.Höfundurinn Ray Cooney hefur

skemmt hláturþyrstum Íslendingum með försum sínum áður og þýðandinn Gísli Rúnar Jónsson er hér algjörlega í essinu sínu. Heimfærsla hans er gríð-arskemmtileg og gengur betur upp en ég þorði að vona. Allt þetta havarí á sér stað við Austurvöllinn og baklandið er íslenskur veruleiki eins og hann gerist hjákátlegastur.

Leikstjórinn Magnús Geir Þórðar-son heldur afar vel á spöðum sínum. Þetta er feiknafyndin, þétt og flott sýn-ing, meira að segja fyrir þá sem almennt fíla ekki farsa. Leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar er algert æði; þarna birt-ist áhorfendum Hótel Borg í næstum allri sinni dýrð. Búningar og gervi Sig-ríðar Rósu Bjarnadóttur eru afar vel heppnuð og lýsing og hljóð eins og best verður á kosið.

Leikhópurinn er sem einn maður; samstilltur og þrautþjálfaður að því er virðist. Innanbúðar eru annálaðir grín-leikarar sem stíga vart feilspor; Berg-ur Þór Ingólfsson (móttökustjórinn), Sigurður Sigurjónsson (þjónninn) og Þröstur Leó Gunnarsson (lík-ið). Leikkonurnar Elma Lísa Gunn-arsdóttir (sjúkraliðinn) og Jóhanna Vigdís Arnardóttir (stofustúlka) eiga líka góða spretti, sem og Rúnar Freyr Gíslason (Atli Geir) sem gerist mjög aðsópsmikill og á tilkomumestu hurð-askellina. Unnur Ösp Stefánsdóttir (Rannveig) gerði mikið úr litlu hlut-

verki ráðherrafrúarinnar og var hreint dásamlega fyndin. Hilmar Guðjóns-son (aðstoðarmaðurinn Guðfinnur) virðist hafa kómík í blóðinu eins og Guðjón Davíð Karlsson (ráðherrann) og Lára Jóhanna Jónsdóttir (viðhald-ið Gógó).

Farsar gegna mikilvægu hlutverki í leikhúsflórunni hérlendis. Þeir fá fólk til að mæta í leikhúsin. Heilu rúturn-ar reyndar. Þeir eru ekki allir góðir en margir virðast treysta því að farsi sé ávísun á fyndna kvöldstund. Þessi sýning er ekki bara fyndin fyrir allan peninginn heldur er hún líka faglega unnin og með dálítið mikilvægan boð-skap. Ekki halda fram hjá á Hótel Borg.

Kristrún Heiða Hauksdóttir

Þetta er feiknafyndin, þétt og flott sýning, meira að segja fyrir þá sem almennt fíla ekki farsa.

Fyrirmyndarfarsi í alla staði

Nei ráðherraEftir Ray Cooney

Leikstjóri: Magnús Geir

Þórðarson

Borgarleikhúsið

u ngir leikarar, krakkar í 6. bekk Laugarnesskóla, láta til sín taka í Laugarneskirkju á sunnudag-

inn, á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Þá sýnir leikhópur þeirra verk sem hinir ungu leikarar hafa samið sjálfir og fjallar um kynþáttafordóma.

Leikfélagið Ævintýrabörn er sjálfs-prottinn leikhópur krakka í Laugarnes-hverfi, að sögn Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju. Krakk-arnir, sem nú eru í 6. bekk Laugarnes-skóla, hafa unnið saman undanfarna þrjá vetur. Bjarni segir að þeir hittist í gamla safnaðarheimilinu í kjallara Laugarneskirkju hvern miðvikudag til þess að semja leikrit sem þeir sýna síð-an kl. 15.15 fyrir fullum sal af Kirkju-prökkurum, en svo nefnist hópur 1. og 2. bekkinga sem þá er mættur í kirkjuna.

„Efnistök þeirra eru allt frá því að setja upp leikrit um fæðingu Frelsarans yfir í það að koma með jafningjafræðslu um gildi þess að fara ekki upp í bíl hjá körlum sem bjóða sælgæti. Þannig fer hér fram frumsamin leiksýning sem í 5-10 mínútur heldur stórum hópi barna sitjandi með opinn munninn,“ segir Bjarni.

Annað slagið fær leikhópurinn menntaðan leikara til að leiðbeina sér og setja upp stykki, að sögn sóknar-prestsins. „Nú hefur hópurinn samið

leikrit sem fjallar um kynþáttafordóma og ætlar að sýna í kirkjunni á sunnudag-inn kl. 11, en þá fyllist kirkjan af fólki í tilefni af æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Við höfum fengið leikkonuna Margréti Sverrisdóttur til að leiðbeina þeim og þetta verður einfaldlega frábært,” segir Bjarni og bætir við: „Hér er dæmi um heilbrigt og skapandi starf sem hlaðið er jákvæðum gildum á vegum hverfis-safnaðar.“

[email protected]

laugarNeskirkja leikfélagið ÆviNtýrabörN

Dæmi um heilbrigt og skapandi starf.

Sýnir frumsamið verk um kynþáttafordómaSjálfsprottinn leikhópur krakka í 6. bekk Laugarnesskóla semur og sýnir leikrit vikulega fyrir yngri börn

Ævintýrabörnin Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, Þórður Hallgrímsson, Hólm-fríður Hafliðadóttir, Guðjón Hlynur Sigurðsson, Hugi Ólafsson og Guðlaug Eiríksdóttir. Auk þeirra eru Margrét Sverrisdóttir leikkona og Erla Björk Jóns-dóttir, æskulýðsfulltrúi Laugarneskirkju.

Ljós

myn

d/H

ari

Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki kvensama samfylkingarráðherrans og Rúnar Freyr Gíslason sem eiginmaður í leit að konu sinni.

Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

KOMDU ÞÉR Í BESTA FORM ÆVINNAR!

www.nordicaspa.is

SKRÁNING

444-5090

HEFST 7. MARSÞORIR ÞÚ?

3 FASTIR TÍMAR - MÁN/MIÐ/FÖS. KL.18:302 TÍMAR Í TÆKJASAL – SKYLDUMÆTINGGRÍÐARLEGA MIKIÐ AÐHALDMATARLISTAR / MÆLINGARGEGGJAÐUR ÁRANGURHANDKLÆÐI OG HERÐANUDD Í POTTUNUM

4 VIKNA NÁMSKEIÐ

Ræktendur athugið!

Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is

Sumarhúsið og garðurinn

Leiðbeinendur:Björn Jóhannsson landslagsarkitekt höfundur bókarinnar Draumagarður og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins.

Skipulag og ræktun í sumarhúsalandi Námskeið tvö miðvikudagskvöld 9. og 16. mars kl. 19:00-21:30.

Einn, tveir og tré! Námskeið miðv. 9. mars kl. 17:00-18:30.

Skjólmyndun í garðinum Námskeið miðv. 16. mars kl. 17:00-18:30.

Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur.

Page 51: 4. mars 2011

dægurmál 51Helgin 4.-6. mars 2011

... ég vona að þetta setji pressu á alla lista-mennina þarna úti.

Hugleikur leitar að snillingi myndasögublað Íslenskt ÓkeiPiss

Hugleikur sækist eftir drasli og snilld í myndasögusamkeppni.

Ó keiBæ og myndasöguverslunin Nexus hafa tekið höndum saman um útgáfu veglegs myndasögublaðs með íslensku efni sem

verður gefið áhugasömum á Ókeypis myndasögudag-inn sem haldinn er hátíðlegur víða um heim fyrsta laugardaginn í maí.

Þá gefa myndasöguverslanir sérútgáfur öllum sem þiggja vilja og undanfarin ár hefur mikið gengið á í Nexus.

Hugleikur auglýsir nú eftir myndasögum til birt-ingar í blaðinu sem mun heita ÓkeiPiss. Hann skorar á alla sem penna geta valdið að senda frumsamda myndasögu til keppni en þær fimm sem þykja bestar verða gefnar út í blaðinu ásamt efni frá Hugleiki og fleiri höfundum. Þá fær sá sem á bestu söguna útgáfu-

samning hjá ÓkeiBæ.Sagan má vera 1 til 6 síður og hvort sem er í lit eða

svarthvít. Ekkert aldurstakmark er á þátttakendum og fleiri en einn geta sameinast um sögu.

„Þetta er tilraun til þess að draga myndasöguhöf-unda fram úr skúmaskotunum og ég vona að þetta setji pressu á alla listamennina þarna úti,“ segir Hug-leikur. Skilafrestur er til 1. apríl og Hugleikur vonar að fresturinn muni virka sem „spark í rassgatið á ein-hverjum.“

„Við munum efalaust fá allt frá drasli upp í snilld og það má endilega senda okkur drasl. Það eina sem við viljum ekki sjá er meðalmennska. Drasl og snilld eru fín.“

Sögurnar sendist í góðri upplausn á: [email protected]

Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi-legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli.

Föstudagur 4. mars

EivörGræni hatturinn, Akureyri, kl. 22Þeir sem til þekkja segja nær ómögulegt að lýsa þeirri stemningu sem færeyski söng-fuglinn nær fram á Græna hattinum, það verði bara að upplifa hana. Aukatónleikar verða á laugardagskvöldið kl. 20 og 23.

Laugardagur 5. mars

Herdís Annasalurinn, Kópavogi, kl. 17Sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og rússneski píanóleikarinn Semjon Skigin eru vorboðar Tíbrárraðarinnar, sem er tónleikaröð Salarins. Efnisskrá tónleikanna er blómleg þar sem fluttir verða ljóða-söngvar eftir Grieg, Schumann, Richard Strauss, Debussy, Rachmaninov og fleiri. Ljóðasöngvarnir eru úr mismunandi heims-hlutum en eiga það allir sameiginlegt að fjalla um blóm.

Karnival Bakkus kl. 21Í tilefni Karnivalsins í Rio de Janeiro í Brasi-líu verður haldin brasilísk tónlistarhátíð og partí á Bakkusi í Reykjavík.Lifandi tónlist og brjálað karnival-stuð! Fram koma Tropicalia-sveit Kristínar og Samúel Jón Samúelsson Big Band. Kynnir er Ragnheiður Maísól Sturludóttir. Aðgangur ókeypis.

Wacken Metal Battlesódóma kl. 20.30Í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle berjast sex hljómsveitir um þann heiður að spila á Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna því sigurhljómsveitin fær plötusamning, haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar. Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, sem skipuð er jafnt innlendum sem erlendum aðilum, þar á meðal ritstjóra Metal Hammer í Bretlandi.Sveitirnar sem berjast eru: ANGIST, ATRUM, GRUESOME GLORY, OPHIDIAN I, GONE POSTAL og CARPE NOCTEM. Aðgangur 1.000 kr.

sunnudagur 6. mars

Tríó ReykjavíkurHafnarborg kl. 20Síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg. Tríó Reykjavíkur er staðarkammerhópur Listaháskóla Íslands. Efnt var til samkeppni um verk til frumflutnings á tónleikunum meðal tónsmíðanema skólans. Verk eftir Halldór Smárason, ungan tónsmíðanema frá Ísafirði, varð fyrir valinu. Verkið ber nafnið „Eflaust“ og mun heyrast í fyrsta sinn á tónleikunum.

Page 52: 4. mars 2011

52 dægurmál Helgin 4.-6. mars 2011

Þetta er ekkert labb heldur miklu meira og konurnar eru löðursveittar og með harð-sperrur eftir æfingar.

Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!

S töllurnar Melkorka Árný Kvaran, íþróttakennari og matvælafræðingur, og Halla Björg Lárusdóttir ljósmóðir

standa fyrir námskeiðum fyrir nýbakaðar mæður sem þær kalla Kerrupúl. Í því felst að mæðurnar geta mætt með börnin sín í kerrum eða vögnum í Laugardalinn og tekið hraustlega á því. Markmiðið er, að sögn Melkorku, að auka þol og þrek kvenna sem eru að stíga upp úr barnsburði. Námskeiðin standa í fjórar eða átta vikur og eru æfingar þrisvar í viku.

„Við eigum sjálfar sjö börn á aldrinum tveggja til fimmtán ára og þekkjum það því af eigin raun

hvernig það er að koma sér í form eftir barns-burð. Hugmyndin að kerrupúlinu kemur frá Ameríku en Halla kynntist því þegar hún bjó þar úti. Við byrjuðum með þessi námskeið í ágúst 2009 og viðtökurnar hafa verið framar vonum. Við héldum að við myndum kannski bara fá kon-ur úr nágrenninu en raunin hefur verið sú að konur koma úr Hafnarfirði og Mosfellsbæ til að vera með,“ segir Melkorka sem hefur sjálf komið sér í form eftir barnsburð með kerrupúli.

„Þetta er þol- og styrktarþjálfun. Við hlaup-um og göngum með kerrurnar eða vagnana og gerum styrktaræfingar. Það hefur komið

mörgum konum á óvart hversu erfitt þetta er. Þetta er ekkert labb heldur miklu meira og kon-urnar eru löðursveittar og með harðsperrur eftir æfingar. Þær finna samt fljótt mun á sér eftir að þær byrja og ég hef heyrt konur tala um það strax eftir tvær til þrjár vikur hversu mikið þolið hefur aukist og hve miklu hraðar þær komast yfir. Síðan má auðvitað ekki gleyma félagslega þættinum. Það er algengt að konur einangrist eftir fæðingu og þetta er ljómandi tækifæri fyrir þær til að komast út og kynnast öðrum konum án þess að þurfa að skilja börnin eftir í pössun,“ segir Melkorka. [email protected]

líkamSrækt konur í form eftir barnSburð

Nýbakaðar mæður auka þrek og þolMæta með kerrur og vagna í Laugardalinn og koma sér í form án þess að þurfa að skilja börnin eftir í pössun.

Tekið á því í kerrupúlinu í Laugardalnum.Ljósmynd/Hari

myndliSt

Sólveig sýnir verk úr sóti og súkkulaði í Listhúsi ÓfeigsSólveig Eggertsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ófeigs, Skóla-vörðustíg 5, nú á laugardag. Á sýningunni eru myndir unnar með ýmiss konar tækni, svo sem vatnslitum, kínversku bleki, sóti, súkkulaði og fleira. Sólveig er með Parkinson-sjúkdóm og hefur haldið sig til hlés á myndlistarsviðinu undanfarin ár en síðasta sýning hennar var í Nýlistasafninu árið 1997.

Sólveig lauk námi frá myndhöggv-aradeild MHÍ 1990. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýn-ingum. Fyrir áhugafólk um ættfræði er sjálfsagt að geta þess að eiginmaður Sólveigar er Þráinn Bertelsson, rithöf-undur, kvikmyndaleikstjóri og nú síðast þingmaður.

Sýning Sólveigar verður opnuð klukkan 16 á laugardag og stendur til 30. mars. Hún er opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16, en á sunnudögum er lokað.

Bieber & GomesSöngvarinn Justin Bieber fagnaði sautján ára afmæli sínu á mánudaginn var. Hann eyddi deg-inum með nítján ára leikkonunni Selenu Gomes í verslununum Dolce & Gabbana og Louis Vuitton þar sem hann keypti jakkaföt fyrir kvöldið fyrir tæplega 700 þúsund íslenskar krónur. Justin og Selena eru nýjasta parið í dag og hafa verið óaðskiljanleg síðan á óskarsverðlaunahátíðinni, þar sem þau mættu saman í sínu fínasta pússi og stilltu sér fyrir framan myndavélarnar.

�����������������

������������������������������ ������� �������������������� �������������������������������� �����������

������������ �������

� � ������

����������

������������

���� ���

������� �­������������������

Page 53: 4. mars 2011

Helgin 4.-6. mars 2011

Plötuhorn Dr. Gunna

BaldurSkálmöld

Strákarnir í Skálmöld eru ekki að finna upp víkinga-metalinn. Það er meira að segja til Wikipedia-síða um stílinn og við þekkjum bönd eins og færeysku Týr og orminn þeirra langa. Þungarokk og víkinga-blæti smellpassa auðvitað saman því bæði fyrirbærin eru keyrð áfram af karl-mennskudýrkun, ofsa og hallærislegheitum. Skálmöld á ættir að rekja til Ljótra hálfvita og pönkbandsins Innvortis. Baldur er sögu-plata („concept album“). Texta- og umbúðagerð er mjög metnaðarfull en sagan sjálf, fantasía um hefnd, er svo sem engin stórkostleg nýjung. Músíkin – beljandi vel spilað suddarokk, proggað á köflum – er þó verulega þétt og yfirleitt rosalega skemmtileg. Dúndr stöffr.

Summer Echos Sin Fang

Sindri Már Sigfússon er Sin Fang (ekki lengur Bous) og hann er líka maðurinn á bak við hljómsveitina Seabear. Þetta er önnur plata Sin Fang og öfugt við þá fyrri fékk hann aðstoðarfólk til að spila á þessari. Nafn plötunnar, Sumar bergmál, hæfir mjög innihaldinu. Þessi plata er eins og að dotta í sólskini og heyra flugurnar suða, rífa sig svo á lappir og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Dreymandi, seiðandi og hressandi. Hér er fullt af góðum lögum í margslungnum útsetn-ingum – rólegheita söngl og skátalegar bakraddir, óvænt banjó. Sindri Már hefur gert bestu plötuna sína til þessa.

halcyon DigestDeerhunter

Hljómsveitin Deerhunter frá Georgia, Atlanta, skoraði víða hátt í fyrra á „bestu plötur ársins“-list-unum með þessari fjórðu plötu sinni. Þetta er líka bráðskemmtileg plata, poppmelódísk og skrýtin í senn, og með vísanir um alla poppsöguna, enda gengst aðalmaðurinn, söngvarinn Bradford Cox, við því að vera músíknörd. Hljóðheimur laganna er svipaður þótt þau séu ólík innbyrðis. Sum hljóma næstum eins og nútíma R&B, sum eins og töff-ararokk Strokes, sum eins og ungir Syd Barrettar og Brian Wilsonar. Og svo er það rúsínan: Deerhunter spila á Reykjavík Music Mess, nýrri tónlistarhátíð sem verður haldin helgina fyrir páska. Skyldumæt-ing!

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rét

t til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M454

23

frá 69.900

15. eða 16. mars

Stökktu til

KanaríNú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 15. mars í 8 nætur eða 16. mars í 7 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum.

Verð kr. 69.900Netverð á mann, flugsæti til Kanaríeyja.

Frá kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í viku.

Frá kr. 129.900 með allt innifaliðNetverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í viku með allt innifalið.

Page 54: 4. mars 2011

Alla langar í lúðurMikil spenna og eftirvænt-ing ríkir í röðum markaðs-spekinga og auglýs-ingagerðarfólks vegna Lúðraveislunnar þar sem bestu auglýsingar síðasta árs verða verðlaunaðar. Hatrömm samkeppni er á milli auglýsingastofanna Fítons og Jónsson&Le-macks sem eru þær stofur sem hafa verið sigursæl-astar síðastliðin ár. J&L er

m.a. tilnefnd fyrir

blaðaauglýsingu farsíma-félagsins Alterna þar sem notuð var fræg mynd af eignatengslum í íslensku viðskiptalífi. En Fíton keppir í sama flokki með auglýsingu fyrir ríkisstjórn-ina sem kynnir sögueyjuna Ísland á bókastefnunni í Frankfurt.

Steingrímur er LaddamaðurDoktor Gunni er hæstánægður með ís-lensku gamanmyndina Okkar eigin Osló. Hann mætti á frumsýningu á miðvikudagskvöld og gefur

henni fjórar stjörnur af fjórum mögulegum á bloggi sínu með þessum orðum:

„Maður sat brosandi

yfir henni allan tímann og hló oft upphátt.“ Doktorinn sat fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon fjármála-ráðherra og komst að því hvar húmor ráðherrans liggur: „ Steingrímur Joð sat fyrir framan mig. Ég njósnaði smá og sá að hláturinn gutlaði á honum allan tímann. Mest hló fjár-málaráðherra að Ladda. Steingrímur er greinilega Laddamaður.“ Þá liggur það ljóst fyrir.

S teven Spielberg hefur bæði keypt rétt-inn á bókinni Wikileaks: Stríðið gegn leyndarhyggju og bók fyrrverandi sam-

starfsmanns Assange, Daniels Domscheit-Berg, sem ber honum frekar illa söguna í bókinni Inside WikiLeaks.

Ísland hefur verið í brennidepli Wikileaks-hasarsins eftir að Julian Assange, stofnandi lekasíðunnar, dvaldi hér á landi og var í slag-togi með Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, og ekki síður eftir að Ass-ange var hnepptur í varðhald vegna vafa-samra kynmaka við tvær sænskar konur. Þá stökk blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson

fram, tók við kyndli málfrelsisins af Assange og hefur síðan þá talað máli Wikileaks í heimspressunni.

Kristinn er hávaxinn maður, gráhærður eins og Assange, og úr haukfránum augum hans skín

bæði reynsla og harka þess sem margt misjafnt hefur séð á löngum

fréttamannsferli. Botox- og

ljósabrúnkukallarnir á miðjum aldri í Holly-wood búa því fæstir yfir því sem til þarf til að leika Kristin á sannfærandi hátt. Einhverj-um kynni að detta George Clooney í hug en þótt hann eigi auðvelt með að leika hörkutól vantar eitthvað upp á töffið enda er hann ekki nógu rúnum ristur.

Kastljósskempan og góðvinur Kristins, Helgi Seljan, segist binda vonir við að Steve Buchemi verði fenginn til að túlka Kristin í bíó en annars þykir hinn magnaði leikari Chris Cooper einna líklegastur til að valda rullunni. Cooper hefur sýnt hvers hann er megnugur í myndum eins og Bourne Identity, American Beauty og Lone Star. Hann er að vísu ellefu árum eldri en íslenski verðlauna-blaðamaðurinn en Kristni yrði engu að síður sómi sýndur ef Cooper tæki hlutverkið að sér.

Birgitta Jónsdóttir kemur nokkuð við sögu í Wikileaks-dramanu en vandséð er að nokk-ur amerísk leikkona geti fangað þá norrænu hörku sem leynist undir hlýlegu yfirbragði þingkonunnar. Breska leikkonan Keira

Knightley hefur hins vegar sýnt að hún á auðvelt með að bregða sér í hlutverk dökk-hærðra valkyrja sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Birgitta er átján árum eldri en leikkonan unga en slíkt þykir ekki stórmál í Holly-wood þar sem skáldaleyfi eru tekin grimmt í myndum sem byggjast á raunverulegum at-burðum.

[email protected]

Steven Spielberg Á erfitt verk fyrir höndum

Leitin að jafnoka Kristins HrafnssonarDreamWorks, framleiðslufyrirtæki Stevens Spielberg, hefur keypt kvikmyndaréttinn á tveimur nýjum bókum um Julian Assange og Wikileaks-ævintýri hans. Wikileaks-mynd Spielbergs verður varla neitt slor og ætla má að Kristinn Hrafnsson og Birgitta Jónsdóttir verði enn heimsfrægari eftir að persónur þeirra stíga fram á hvíta tjaldinu í alvöru Hollywood-mynd.

54 dægurmál Helgin 4.-6. mars 2011

Þórarinn Þórarinsson

toti@ frettatiminn.is

ÁSdíS rÁn boðar þokkafulla kjólabyltingu

Sjúklega heitir kjólarÉ g er að hanna Midnight-Queen kjólalínu með

súpersexí kjólum fyrir þokkafullar skvísur,“ segir fyrirsætan Ásdís Rán sem situr ekki auð-um höndum frekar en fyrri daginn. „Það hefur verið erfitt að finna svona kjóla á Íslandi og ég hef yfirleitt þurft að kaupa mína erlendis, en þetta vandamál ætti að vera úr sögunni fljótlega.“

Ásdís Rán flutti frá Búlgaríu til München í Þýskalandi fyrir nokkrum mánuðum en ætlar að vera með aðsetur í Búlgaríu þar sem kjólarnir verða framleiddir. „Ég er þessa dagana að semja við sölustaði og þar sem ég er í góðu samstarfi við Hagkaup, kaus ég það sem aðalsölustað á Íslandi. Ég er svo að semja við tískukeðju í Búlgaríu sem er með búðir víðsvegar um landið.“

Ásdís segist hvergi slaka á þegar kemur að gæðum en hún reyni samt að stilla verðinu í hóf. „Ég held áfram minni stefnu og verð með gæðavörur á góðu verði. Það má reikna með að IceQueen-design kjólarnir kosti eitthvað í kringum 15 þúsund kallinn en fjöldi kjóla af hverri tegund verður takmarkaður. Kjólarnir verða að sjálf-sögðu sjúklega heitir og ég hlakka mikið til að sjá fyrstu sýnishornin í búðunum.“

Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga í milli hjá Ásdísi en hún kom sterk inn á snyrti-vörumarkaðinn á Íslandi um jólin með IceQueen-snyrtiveskjunum og auk kjólanna er Ásdís nú á kafi í að undirbúa IceQueen-make up sumar-línuna.

Midnight-Queen kjólalínan inniheldur súpersexí kjóla fyrir þokkafullar skvísur.

Julian Assange hefur haft Kristin Hrafnsson sér til halds og trausts og ekki er ólíklegt að persóna Kristins muni spila mikil-væga rullu í stórmynd frá Steven Spielberg um Wikileaks.

Örn Úlfar Sævars-son, dómari og spurningahöfundur í Gettu betur síðast-liðin ár, hefur slegið í gegn hjá þjóðinni með hressandi framkomu sinni og skemmti-legum spurningum. Flestir þekkja Örn Úlfar á slaufunni sem hann skartar jafnan í sjónvarpssal en færri vita að hann er jafn-framt einn helsti hug-myndasmiður íslenska auglýsingaheimsins. Örn Úlfar er því með puttana í mörgum þeirra auglýsinga sem sýndar eru í hléum í Gettu betur, og vinnu-

staður Arnars, auglýs-ingastofan Fíton, hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir auglýsingagerð á undanförnum árum. Árleg uppskeruhátíð auglýsingageirans, svokölluð Lúðrahátíð, verður einmitt haldin á föstudagskvöld. Örn Úlfar getur þakkað vinsældum Útsvars, hins spurningaþátt-arins á RÚV, að hann kemst í Lúðraveisluna í ár því að Gettu betur vék fyrir Útsvari af föstudagskvöldum yfir á laugardagskvöld þar sem þátturinn er í beinni útsendingu.

Dómari keppir sjálfur

• Dregur úr vöðvaspennu• Höfuð- háls- og bakverkjum• Er slakandi og bætir svefn• Notkun 10-20 mínútur í senn• Gefur þér aukna orku og vellíðan

Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16

Nálastungudýnan

Heilsudýnan sem

slegið hefur í gegn

Verð: 9.750 kr.

Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Ásdís Rán ásamt eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni. Hér skartar hún kjól í ætt við Miðnæturdrottningarkjólana sem hún hyggst setja á markað hér heima og erlendis.

Það geta ekki allar farið í

fötin hennar Birgittu Jóns-dóttur ...

... en Keira Knightley getur verið beinskeytt og hörð í horn að taka. Rétt eins og Birgitta.

Chris Cooper er ef til vill ekki sá frægasti í Hollywood en hann er traustur leikari sem hefur allt til að bera sem þarf til að skila Kristni Hrafns-syni sann-færandi á hvíta tjaldið.

Page 55: 4. mars 2011

Frumsýning

á Stóra sviðinu

í kvöldföstudag!

Miðasala í síma 551 1200 • [email protected]í síma 551 1200 • midasala@leik

Tryggðu þér miða!

Page 56: 4. mars 2011

Öskupokar en ekki nammiHjálparfélagið Sóley og félagar biðlar þessa dagana til kaupmanna að gefa börnunum frekar öskupoka en sælgæti á öskudaginn. Tilgangurinn er þríþættur: Í fyrsta lagi eru pok-arnir betri fyrir heilsu og tennur barnanna en nammið, í öðru lagi er þetta viðleitni til að viðhalda þeim séríslenska sið að hengja öskupoka á fólk og í þriðja lagi að safna fé til styrktar munaðar-lausum börnum í Tógó. Sóley og félagar hafa, með hjálp 6. bekkja Valhúsaskóla og saumaklúbba landsins, einmitt saumað bunka af öskupokum sem verða meðal annars seldir fyrir utan Krón-una og Bónus úti á Granda um helgina. Pokarnir sem sauma-klúbbarnir hafa saumað verða til sölu í öllum Kaffitárs-búðunum, Gráa kettinum og IÐU frá og með laugardegi 5. mars.

Þjóðarþing um RíkisútvarpFramtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkis-

útvarpsins verður haldið í Hafnar-húsinu laugar-daginn 5. mars. Þingið hefst kl. 10, stendur til kl. 14 og er opið öllum þeim sem vilja taka þátt

í mótun Ríkisútvarpsins til fram-tíðar. Meðal þeirra sem flytja erindi eru rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Blómstrandi miðborgÁ morgun er fyrsti laugardagur mánaðarins. Þá er jafnan opið

lengur í verslunum mið-borgarinnar og boðið upp á tónlist og skemmtileg-heit af ýmsu tagi. Mið-

borgarkaupmenn hafa fulla ástæðu til að gleðjast því aldrei áður hafa jafnmargir erlendir ferðamenn verið í Reykjavík á þessum árstíma og einmitt nú. Það stefnir líka í að þeim fjölgi enn meira, að minnsta kosti ef miðað er við pantanir sem fyrir liggja, en samkvæmt upplýsing-um ferðaþjónustunnar stefnir í algert metár í sókn erlendra ferð-manna til landsins, enda kannski ekki að furða eftir alheimsathygli á Eyjafjallajökli.

HELGARBLAÐ Hrósið…... fær innanhússhönn-uðurinn Bjarnheiður Hannesdóttir fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd.

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

GRJÓTKRABBI –

ÓGN EÐA TÆKIFÆRI?

Grjótkrabba hefur orðið vart síðustu

ár. Hann getur orðið góð nytjategund

nái hann að festa

hér rætur en

skaðleg áhrif á aðrar

nytjategundir.

ÆTLA AÐ VEIÐA

FYRIR MILLJARÐVeiði nýrrar

Þórunnar Sveins-

dóttur hefur gengið

vonum framar, segir

eigandinn Sigurjón

Óskarsson. Skipið

kom til landsins um

síðustu jól og hefur

reynst vel.

REGLUVERKIÐ

HÆTTULEGT

að tryggja að laxeldi sé stundað með

ábyrgum hætti segja forsvarsmenn

Fjarðalax, fyrirtækisins sem ráðist hefur í

www.goggur.is

Útvegsblaðið

Á NETINU

MESTI VANDI GÆSLUNNAR Fjárskortur gerir að verkum að auka verður útleigu á skipum og flugvél Landhel

verði aðeins ein björgunarþyrla til taks og því ekki hægt að fljúga langt út á sjó á meðan. Sjá bls. 7-10.

Allt til rafsuðu

8 SIGURÐUR VIGGÓSSON, framkvæmdastjóri Odda

hf. á Patreksfirði, segir landsbyggðina geta lifað af á

sjálfbæran máta ef kvótinn eykst og stjórnmálamenn

hætta afskiptum sínum af sjávarútveginum.

VIÐ ÞURFUM FRELSI TIL AÐ DAFNA

Útvegsblaðið

. . . .

ÞITT EINTAK

Fréttir og fréttaskýringar

Áskriftarsími: 445 9000

Ókeypis eintak bíður þín víða um land

Útvegsblaðið

G O G G U R Ú T G Á F U F É L A G

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Hildur Kristmundsdóttir, starfsmaður Íslandsbanka,eignaðist lítinn frænda á kvennadeildinni 8. febrúar

Söfnunarþátturinn verður í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2.

Vigdís Finnbogadóttir, Halldóra Geirharðs, Unnur Birna, Kolla Björns,

Víkingur Kristjáns, Anna Svava, Óttar Proppé, Sveppi og margir fleiri

munu bregða á leik eða segja sína sögu í söfnunarþættinum.

Tryggjum konum og nýfæddum börnum

góðan aðbúnað þegar mikið liggur við.

ÞAÐ GETA ALLIR GEFIÐ LÍF

Íslandsbanki hvetur alla til að gefa LífLANDSSÖFNUN Í KVÖLD

Styrktarfélag