64
SÍÐA 12 ÓKEYPIS 9.-11. september 2011 36. tölublað 2. árgangur 26 Með byssu Odds við gagnaugað VIÐTAL Gerður Kristný Berjatíminn 22 VIÐTAL RITHÖFUNDURINN BJARNI BJARNASON 38 16 MATUR Unnur Ösp Styður stríðs- hrjáðar konur Heyja fiðlu- einvígi í Hörpu Bretar fara best með ber Enski boltinn Yfirburðir Manchester- liðanna BYKOblaðið 9.-15. september 2011 Allt fyrir baðherbergið á lægra verði! 3.990kr. Sturtusett Verð áður: 4.990 kr. 4.990 Baðvog Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! 18.990kr. Baðinnrétting BYKOBLAÐIÐ Í MIÐJU FRÉTTATÍMANS 58 Bjarni Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir voru einhleyp og ánægð þegar þau byrjuðu að rugla saman reytum. Bjarni segir það hafa komið sér á óvart hversu hamingjusamur hægt sé að vera í fjölskyldulífinu. Ljósmynd/Hari Ástin kom að óvörum Bjarni Bjarnason var einhleypur faðir þegar ástin bankaði upp á hjá honum og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðar- ráðherra. Þau eru gift, eiga von á tvíburum og á dögunum gaf Bjarni út níundu skáld- söguna, Mannorð. Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar TAL TROMP FRíTT í HáLFT áR

9 september 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

iceland, newspaper, magazine

Citation preview

Page 1: 9 september 2011

SíðA 12

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

9.-11. september 201136. tölublað 2. árgangur

26

Með byssu Odds við gagnaugað

Viðtal

Gerður Kristný

Berjatíminn

22

viðtAl RithöfunduRinn BjaRni BjaRnason

38

16

Matur

unnur ÖspStyður stríðs-

hrjáðar konur

Heyja fiðlu-

einvígi í Hörpu

Bretar fara best með ber

Enski boltinnYfirburðir

Manchester-liðanna

BYKOblaðið9.-15. september 2011

Allt fyrir baðherbergið á lægra verði!

Vnr. 15726947ISA sturtustöng, sturtubarki og handúðari.

Vnr. 42263750SOEHNLE Body control fitumælinga baðvog, hámark 150 kg, 100 g ná kvæmni. Geymir 8 persónur í minni.

3.990kr.

Sturtusett

Verð áður: 4.990 kr.

9.990kr.

HandklæðaofnVerð frá

4.990kr.

Baðvog

Verð áður: 7.290 kr.

Vnr. 13164750ONE baðfylgihlutasett, hand-klæðaslá, rúlluhaldari, hand-klæðasnagi, handklæðahringur.

Vnr. 15529938-48Handklæðaofn, 40x94 cm til 60x170 cm.

Mikið úrval!

4.990kr.

Baðfylgihlutasett

Verð áður: 7.890 kr.

Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð!

Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð!

18.990kr.

BaðinnréttingVnr. 13609970-2GOLDEA baðinnrétting með hand laug, breidd 50 cm, án blöndunartækis.

ByKoBlaðið í Miðju FréttatíMans

58

Bjarni Bjarnason og Katrín júlíusdóttir voru einhleyp og ánægð þegar þau byrjuðu að rugla saman reytum. Bjarni segir það hafa komið sér á óvart hversu hamingjusamur hægt sé að vera í fjölskyldulífinu. Ljósmynd/Hari

Ástin kom að óvörum

Bjarni Bjarnason var einhleypur faðir þegar

ástin bankaði upp á hjá honum og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðar-

ráðherra. Þau eru gift, eiga von á tvíburum

og á dögunum gaf Bjarni út níundu skáld-

söguna, Mannorð.

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

Page 2: 9 september 2011

TILBOÐ

YFIR 30 GERÐIRGASGRILLA Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400

Er frá Þýskalandi

www.grillbudin.is

FULLT VERÐ 94.900

69.900

Þetta er ekki fólk sem verður okkur til skammar á erlendri grund heldur rjómi þessa samfé-lags.

Nefnd mennta- og menning-armálaráðherra um eignar-hald á fjölmiðlum áætlar að skila tillögum í frumvarps-formi fyrir lok mánaðarins. „Það voru þau tímamörk sem við settum okkur og að öllu óbreyttu munu þau standast,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, varaformaður nefndarinnar.

Nefndin hefur undan-farnar vikur fundað með hagsmunaaðilum á fjöl-miðlamarkaði og að sögn Elfu hafa mjög mismunandi sjónarmið komið fram.

Samkvæmt bráðabirgða-ákvæði fjölmiðlalaganna, sem Alþingi samþykkti 15. apríl í vor, átti nefndin að skila tillögum um „viðeig-

andi takmarkanir á eignar-haldi á fjölmiðlum“ fyrir 1. júní 2011. Dráttur varð hins vegar á skipan nefndarinnar og umfang verksins varð meira en gert var ráð fyrir og því töfðust skilin.

Þetta er ekki eina atriðið sem ekki er samkvæmt fjöl-miðlalögunum frá því í vor. Í lögunum er kveðið á um að

stjórnir einkahlutafélaga og hlutafélaga fjölmiðlafyrir-tækja skuli senda fjölmiðla-nefnd nýjustu hlutaskrá sína fyrir 1. júní 2011 eða sæta ella dagsektum. Vandamálið við þetta ákvæði er að fjöl-miðlanefndin tók ekki til starfa fyrr en 1. september og getur því fyrst nú tekið við þessum lögbundnu upp-

lýsingum. Eiríkur Jónsson, for-

maður fjölmiðlanefndarinn-ar og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að nefndin hafi fundað einu sinni og að hún muni á næstu vikum senda út bréf til fjölmiðlafyrirtækja til að minna á þetta ákvæði laganna. -jk

fjölmiðlalög NefNd um eigNarhald fjölmiðla

Tillögur um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla á leiðinniNefnd um eignarhald á fjölmiðlumKarl Axelsson lögmaður, formaður nefndarinnar, skipaður af ráðherra.Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur, varaformaður, skipuð af ráðherra.Björn Þorláksson, fulltrúi VG.Einar Már Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingarinnar.Svanhildur Hólm Valsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Salvör Gissurardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins.Baldvin Björgvinsson, fulltrúi Hreyfingarinnar.

Vinsældir borgar-stjórans dvínaVinsældir Jóns Gnarr, borgar-stjóra í Reykjavík, hafa dvínað mikið frá því í fyrra ef marka má nýja könnun MMR. Þar kemur fram að 61,7% þeirra sem tóku afstöðu voru óánægð með hann en í ágúst 2010 var óánægju-hlutfallið 22,4%. MMR kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna. Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 91,0% ánægð með nágranna sína, 90,2% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 89,9% sögðust ánægð með vinnuna sína. Breytingarnar, frá fyrri könnun MMR í ágúst 2010, eru því ekki miklar. Þá sögðust 92,9% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægðir með nágranna sína, 91,9% voru ánægð með sumarfríið sitt og 91,2% voru ánægð með vinnuna sína. Veðrið í sumar hefur þó ekki gert sömu lukku og veðrið í fyrra því 62,0% þeirra sem tóku afstöðu núna sögðust vera ánægð með það borið saman við 94,7% fyrir ári. - jh

Landsvirkjun fær betri kjör en ríkissjóðurLandsvirkjun tilkynnti um sölu á skuldabréfum að fjárhæð 63,2 milljónir Bandaríkjadollara, jafn-virði u.þ.b. 7,3 milljarða króna á þriðjudaginn. Bréfin eru til 7 ára og

eru þau seld á 4,3% ávöxtunarkröfu. Fyrir rúmri viku tilkynnti Landsvirkjun um 70 milljón dollara útgáfu til tíu ára. Ber sú útgáfa 4,9% vexti. Fyrirtækið hefur því aflað ríflega 133 milljóna dollara á síðustu dögum. Fénu verður meðal annars varið til framkvæmda á Norðausturlandi sem áætlað er að hefjist á næsta ári en að hluta er um endurfjármögnun að ræða. Greining Íslandsbanka vekur athygli á því hve hagstæðra kjara Landsvirkjun nýtur en fyrirtækið fær betri kjör en ríkissjóður Íslands. Krafa 5 ára dollara-bréfs ríkissjóðs var 5,2% í ágústlok. - jh

Fjármálablindir ÍslendingarStofnun um fjármálalæsi, ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins, efna til ráðstefnu um fjármálalæsi í Þjóðmenningarhúsinu í dag, 9. september, kl. 9.15 – 14.30. Ráðstefnunni er ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjár-málavitund í samfélaginu og finna leiðir sem best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Í tilkynningu Stofnunar um fjármálalæsi segir að niðurstöður rannsókna sýni að Íslendingar hafi almennt litla þekkingu á hugtökum og eðli fjármála. Á meðal fyrirlesara er dr. Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá OECD. - jh

Hvalskipum fleytt upp í fjöruHvalskipunum Hval 5 og Hval 6 hefur verið búin lega í fjörunni skammt frá Hvalstöðinni í Hval-firði. Skipunum var síðastliðið þriðjudagskvöld fleytt á flóðinu upp í fjöruna með talsverðum tilfæringum, að því er fram kemur í Skessuhorni. Meðal annars voru öflugar beltagröfur notaðar til verksins. Skipin, sem til fjölda ár höfðu legið við bryggju í Reykjavík, voru viku áður dregin af dráttarbátnum Magna frá Reykjavík upp í Hvalfjörð. Áður en þeim var fleytt frá bryggju í Hvalfirði var búið að moka upp úr fjörunni í legu fyrir þau. Þessum skipum var sökkt af Grænfriðungum í Reykjavíkurhöfn fyrir um aldarfjórðungi. - jh

S ko, ég nenni ekkert að tala við þig ef Bjarkartónleikarnir eiga að vera einhver aukasetning. Ég sá hana úti

í Manchester og fólkið þar sturlaðist við hverja hennar hreyfingu. Í tímaritunum Q og Mojo er hún efst á baugi og lofuð í hástert fyrir tónleika sína og væntanlega plötu. Hún verður með aukatónleika í Hörpu og miðasala hefst í dag á midi.is og harpa.is,“ segir Grímur Atlason, framkvæmda-stjóri Iceland Airwaves.

Ekki stóð til að hafa Björk innan sviga. Hún hefur nú þegar selt um 6.000 miða á sína tónleika sem verða í Hörpu. Grímur er kátur. Í vikunni varð uppselt á Iceland Airwaves. „Síðustu ár hefur verið uppselt á Airwaves og í fyrra vorum við ánægð. Þá var sett met, uppselt í kringum 25. sept-ember. Við erum þremur vikum fyrr á ferðinni núna þótt hátíðin sé talsvert stærri og við að selja fleiri miða. Höfum bætt við tónleikastöðum og þar skiptir Harpa mestu máli; notum alla salina þar með einum eða öðrum hætti.“

Grím skortir hvergi orð þegar hann lýsir tónlistarhátíðinni sem er handan við hornið en honum vefst þó tunga um tönn aðspurð-ur hvað sæti mestum tíðindum. Það fer eftir því hvernig á það er litið. „Um 150 íslenskar hljómsveitir koma fram. Rjóminn af því sem við Íslendingar eigum, fersk bönd, hljóm-sveitirnar sem munu bera hróður Íslend-inga víða. Ekki sjálfskipaðir sendiherrar á launum sem eigna sér verk annarra heldur lið sem fer um heiminn og leggur hann undir sig. Þetta er ekki fólk sem verður okkur til skammar á erlendri grund heldur rjómi þessa samfélags.“ Með herkjum tekst

að stöðva Grím í þessari ræðu og beina sjónum að erlendum gestum og hann tekur fram að hann nefni af fullkomnu handahófi John Grant, Beach House, tUnE-yArDs, Si-nead O´Connor, Plastic Ono Band, James Murphy og Karkwa frá Kanada.

Umfangið er mikið: Um 250 tónleikar, 200 gerningar utan dagskrár. „Um ellefu hundruð listamenn koma fram, 6.000 gestir eru með miða. Þeir kaupa þó ekki allir miða; listamennirnir fá miða, 150 blaða-menn koma erlendis frá og kaupa sig inn en við bjóðum nokkrum tugum öðrum auk fólks úr tónlistargeiranum.“

Grímur segir hagræn áhrif mikil; upp-gjör liggur ekki fyrir en seldir miðar eru um 4.000 og kosta að meðaltali um 12 til 13 þúsund krónur. „Miðasalan sjálf skilar í kringum 50 milljónum og síðan eru ýmsir tekjupóstar aðrir; helstu styrktaraðilar eru Reykjavíkurborg og Icelandair. Í fyrsta skipti fengum við fimm milljóna króna framlag á fjárlögum, sem lýsir skilningi stjórnvalda. Samanlögð velta er 70 milljónir en um 100 milljónir skila sér beint í ríkiskassann í formi skatta vegna þessarar hátíðar. Setja má margfeldisstuðul; varlega áætlað eru 3.000 manns að kaupa flug, hótel, bjór og svo framvegis auk Íslendinganna sem mæta. Samanlagt 6.000 manns og bærinn iðar af lífi. Hvað þýðir það fyrir reykvískt hagkerfi?“ Í könnun sem gerð var í fyrra kom í ljós að hátíðin skilaði til samfélags-ins um milljarði. Nú koma um fimm til sex hundruð fleiri erlendis frá.

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

icelaNd airwaveS SamaNlögð velta er rúmlega 70 milljóNir

Yfir hundrað milljónir beint í kassa ríkissjóðsÍ vikunni seldist upp á Iceland Airwaves. Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar, Grímur Atlason, er kampakátur og má vera það. Fyrir dyrum standa 250 tónleikar, ellefu hundruð listamenn koma fram, sex þúsund gestir mæta og Grímur velkist ekki í vafa um að hátíðin er mikilvæg fyrir Steingrím Joð og ríkiskassann.

Grímur Atlason Býr sig undir að taka á móti sex þúsund gestum á Iceland Airwaves. Uppselt er á hátíðina sem er stærri en nokkru sinni fyrr. Ljósmynd/Hari.

2 fréttir Helgin 9.-11. september 2011

Page 3: 9 september 2011

Orkusalan | 422 1000 | orkusalan.is | Bíldshöfða 9 | 110 Reykjavík

RAFTÆKIN EIGASKILIÐ SMÁ Gerðu eitthvað skemmtilegt og óvænt fyrir raftækin þín með rafmagninu frá okkur. Þau eiga það svo sannarlega skilið.

KOMDU YFIR TIL ORKUSÖLUNNAR – VIÐ SJÁUM UM AÐ HALDA UPPI STUÐINU

við seljum rafmagn

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 4: 9 september 2011

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 KópavogiSími 575 7500 | www.veisluturninn.is

Ráðstefnur & fundirFullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns

Metanbíll valinn Bíll ársins

Í fyrsta sinn yfir 100 þúsund í einum mánuðiAlls fór 101.841 erlendur ferðamaður frá landinu í nýliðnum ágúst eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Aukningin nemur 13,7% milli ára. Erlendir ferðamenn hafa aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en þeir voru í ágústmánuði 2002. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku milli ára eða um 52,8%. Bretum fjölgar um 9,6% frá því í fyrra, Norðurlandabúum um 8,7% og Mið- og S-Evrópubúum um 8,1%. Það sem af er ári hafa 406.484 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 62.211 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 18,1% aukningu milli ára. - jh

Laun hækkuðu um 2,4% frá fyrri ársfjórðungiRegluleg laun voru að meðaltali 2,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2011 en í ársfjórð-ungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 2,9% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 1,2% að meðaltali. Frá fyrra ári hækk-uðu laun um 5,7% að meðaltali; hækkunin var 7,1% á almennum vinnumarkaði og 2,7% hjá opinberum starfsmönnum, að því

er Hagstofa Íslands greinir frá. Frá fyrra ári hækkuðu laun mest í fjármálaþjónustu, líf-eyrissjóðum og vátryggingum eða um 9,8% en minnst í byggingarstarfsemi og mann-virkjagerð, um 3,4%. Þá hækkuðu laun þjónustufólks mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 3,5%. - jh

Minningardagskrá um dánu skáldin í KópavogiRitlistarhópur Kópavogs stendur fyrir minningardagskrá um dánu skáldin úr Kópavogi næstkomandi þriðjudag, 13. september, í Forsælunni við Salinn í Kópavogi. Dagskráin hefst kl. 20. Erindi verða flutt um átta skáld sem farin eru yfir móðuna miklu. Aðgangur er ókeypis. Dagskráin hefst með ávarpi Hafsteins Karlssonar, formanns menningar- og þróunarráðs Kópavogs. Því næst flytur Jón Guðlaugur Magnússon erindi um Jón úr Vör, Kristmundur Halldórsson flytur erindi um Böðvar Guðlaugsson, Guð-mundur Ólafsson flytur erindi um Geirlaug Magnússon, Ólafur Sverrir Kjartansson flytur erindi um Kjartan Árnason og Hjörtur Pálsson flytur erindi um Jón Bjarman. Þá flytur Gerður Gröndal erindi um Gylfa Gröndal og Vilhjálmur Einarsson erindi um Þorstein Valdimarsson. Að lokum flytur Gunnar Ingi Birgisson erindi um Sigurð Geirdal. - jh

Í slenska ríkið fær ellefu milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna sem seld var í október 2003. Þetta var

staðfest með nauðasamningi í júní á þessu ári. Þar með er átta ára raunasögu innheimtu ríkisins á hendur kaupend-um verksmiðjunnar lokið. Upphaflegt kaupverð var sextíu og átta milljónir en var aldrei greitt, líkt og Ríkisendur-skoðun gerði athugasemd við í skýrslu í lok fyrra árs. Þá var skuld Íslensks sements ehf., kaupanda verskmiðjunnar, komin upp í 118 milljónir með vöxtum og dráttarvöxtum. Forsaga málsins er að við gerð kaupsamningsins árið 2003 var gerður fyrirvari um samþykki ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í kjölfar kæru Aalborg Portland á hendur íslenska ríkinu vegna lífeyrisskuldbindinga Sem-entsverksmiðjunnar sem ríkið tók yfir. Rannsókn ESA tók fimm ár og gagn-rýndi Ríkisendurskoðun stofnunina fyrir seinagang í rannsókninni. Eftir að samþykki lá fyrir, árið 2010, gerði íslenska ríkið tilraunir til að innheimta kaupverðið, án árangurs. Á þessu ári var síðan hafist handa við að reyna að ná fram nauðasamningum og segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttatímann að íslenska ríkið hafi stað-ið frammi fyrir því að fá eitthvað fyrir sinn snúð eða ekki neitt. Fyrri kosturinn hefði verið skárri þótt afskrifa þyrfti tugi milljóna af kaupverðinu. Niðurstaðan varð því sú að ríkið fékk ellefu af þeim hundrað og átján milljónum sem því bar – átta árum eftir að kaupin höfðu átt sér stað.

Gunnlaugur Kristinsson, forstjóri

Ríkið fær ellefu milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna

Einkavæðing Átta Ára fErli lokið

Ein torsóttasta einkavæðing síðustu ára hefur verið leidd til lykta. Ríkið fær einn sjötta af upp-haflegu kaupverði í nauðasamningum átta árum eftir að salan fór fram.

Sementsverksmiðjan á Akranesi.

Björgunar sem var og er stærsti hluthafi Íslensks sements, segir að Sementsverksmiðjan hafi ekki verið rekstrarhæf árið 2010 en endurreist þegar Arion banki, sem tók yfir hlut BM Vallár í félaginu, breytti kröfum í hlutafé. Stærstu hluthafar Íslensks sements eru Björgun og norska sem-entsfyrirtækið NorCem, sem er einnig stór hluthafi í Björgun. Gunnlaugur segir að ekki hafi komið til greina að greiða hlut BM Vallár í upphaflegu kaupverði þar sem stór hluti vandræða Sementsverksmiðjunnar hafi verið til-kominn vegna skuldar BM Vallár við fyrirtækið. „Björgun og Norcem áttu kröfur á Íslenskt sement sem voru af-skrifaðar. Það var svo sem ekki annar kostur en að ganga að þessum samn-ingum eða gera félagið gjaldþrota,“ segir Gunnlaugur.

Spurður um seinagang kaupenda við að efna greiðslu til ríkisins segir Gunn-laugur að samkvæmt samkomulagi við ríkið hafi kaupverðið ekki átt að greiðast fyrr en ESA hefði með form-legum hætti klárað sín mál. „Það var gert snemma árs 2010. Það var aldrei hagur hluthafa Íslensks sements að borga ekki kaupverðið og ég veit að það voru lagðir peningar í að senda menn til Brüssel til að reyna að flýta málinu hjá ESA. Það voru lagðir miklir peningar inn í Íslenskt sement til að halda því starfandi og það voru ein-faldlega takmörk fyrir því hvað menn höfðu burði til að gera það lengi. Einn af þremur hluthöfum var gjaldþrota og nauðasamningar voru eina leiðin,“ segir Gunnlaugur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

oskar@ frettatiminn.is

Niðurstaðan varð því sú að ríkið fékk ellefu af þeim hundr-að og átján milljónum sem því bar – átta árum eftir að kaupin höfðu átt sér stað.

Volkswagen Passat í metanútfærslu hefur verið valinn Bíll ársins 2012 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Alls komust níu bílar í úrslit í þremur flokkum, að því er fram kemur á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Passat sigraði í flokki hybrid- og metanbíla, Lexus CT 200 varð í öðru sæti og Toyota Auris í því þriðja. Í flokki minni fólksbíla varð Audi A1 hlutskarpastur, Ford Focus varð í öðru sæti en Ford Fiesta í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volvo V60, í öðru sæti varð BMW 520 og Kia Sportage í þriðja. Volkswagen Passat fékk flest stig allra bílanna og fær sæmdarheitið Bíll ársins 2012. Bíll ársins, VW Passat EcoFuel er verksmiðjubyggður metanbíll. Hér á landi er metan innlendur orkugjafi og því skattfrjálst bifreiðaelds-neyti. Bíllinn er enn fremur undanþeginn vörugjöldum og því verulega ódýrari en sami bíll sem fluttur er inn án metanbúnaðar. - jh

vEður föstudagur laugardagur sunnudagur

Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu

Einars Sveinbjörnssonar

veðurfræðings. Veður-

vaktin býður upp á veður-

þjónustu fyrir einstaklinga,

fyrirtæki og opinbera

aðila í ráðgjöf og úrvinnslu

flestu því sem viðkemur

veðri og veðurfari.

Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ

Sími: 857 1799www.vedurvaktin.is

NorðaNátt ekki sVo HVöss. Léttir tiL uM MikiNN HLuta

LaNdsiNs. áfraM frekar kaLt í Veðri og Næturfrost.

HöfuðBorgarsVæðið: HæG NA-ÁTT oG LéTTSKýJAð. SæMILEGA HLýTT uM

MIðJAN DAGINN.

Bjart Veður Víðast HVar, eN ÞykkNar upp og fer að rigNa uM kVöLdið suð-

austaNtiL. Hægt VaxaNdi a-ViNdur.

HöfuðBorgarsVæðið: LéTTSKýJAð oG MIKILL HITAMuNuR DAGS oG NæTuR.

fer að rigNa uM LaNd aLLt, eiNkuM ÞÓ austaNtiL. Nokkuð HVasst af

austri og Norðaustri.

HöfuðBorgarsVæðið: SKýJAð oG LÍTILSHÁTTAR RIGNING uM TÍMA.

kuldakastinu lýkur um helginaÞessi kuldatíð sem steyptist yfir okkur nánast eins og hendi væri veifað mun halda fram á laugardag. Vind hægir þó og um leið eykst hættan á frosti yfir nóttina á láglendi. Einkum aðfararnótt laugardags. Hætt er þá við að kartöflugrös falli víða og berin frjósi. Á laugardag verður myndarleg lægð fyrir sunnan

land og á hægfara austurleið. Hún beinir til okkar mildara lofti. Á sunnudag er spáð rigningu um mikinn hluta landsins

og allhvössum vindi af A og NA. Restarnar af fellybylnum Katia munu síðan keyra inn í þessa

sömu lægð.

10

76 6

1112

7 67

910

8 88

9

einar sveinbjörnsson

[email protected]

4 fréttir Helgin 9.-11. september 2011

Page 5: 9 september 2011

arionbanki.is – 444 7000

Lífeyrisauki

5 ára meðalnafnávöxtunNafnávöxtun 30.06.2010 - 30.06.2011

Lífeyrisauki hentar þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað og nýta sér þannig mótframlag launagreiðanda. Sjóðfélagar í Lífeyrisauka eru samtals um 21.500 og stærð sjóðsins er ríflega 28 milljarðar króna. Leitaðu til okkar varðandi ráðgjöf um lífeyrissparnað í næsta útibúi eða sendu okkur póst á [email protected]

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

AR

I 557

41 0

9/11

Ávöxtun viðbótar lífeyris- sparnaðar Arion banka

Lífeyrissparnaður

Lífeyrisauki 1

-0,5%

Lífeyrisauki 2

2,4%

Lífeyrisauki 3

5,6%

Lífeyrisauki 4

7,3%

Lífeyrisauki 5

13,5%

Lífeyrisauki Erlend verðbréf

2,7%

Lífeyrisauki Innlend skuldabréf

11,5%Lífeyrisauki 1

9,5%Lífeyrisauki Innlend skuldabréf

9,1%

Lífeyrisauki Erlend verðbréf

6,5%

Lífeyrisauki 5

6,8%

Lífeyrisauki 4

9,3%

Lífeyrisauki 3

9,0%

Lífeyrisauki 2

9,4%

Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun á tímabilinu 30.06.2006-30.06.2011 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á arionbanki.is/lifeyrir

Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

Page 6: 9 september 2011

Jónas Haraldsson

jonas@ frettatiminn.is

www.ms.is

Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk!

Nú í nýjum

umbúðum með

skrúftappa

Ókeypis lögfræðiráðgjöf Lögréttu

E rindi okkar er einfalt. Við óskum eftir því að Þjóðleikhúsið fái að setja upp sambærilegt skilti og

til vara óskum við eftir því að Þjóðleik-húsið fái afnot af auglýsingaskiltinu. Til þrautavara að skiltið verði fjarlægt,” segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóð-leikhússins.

Ari hefur sent skipulagsráði Reykjavík-urborgar erindi vegna auglýsingaskiltis Hörpu sem blasir við vegfarendum þeim sem leið eiga um Sæbraut og hjá Hörpu. Þetta skilti hefur áður komið til tals hjá skipulagsráði en það var sett upp á bygg-ingartíma Hörpu, þá sem skilti Íslenskra aðalverktaka. Í fundargerðum getur að líta erindi björgunarsveitarinnar Ingólfs um að fá að setja segl sitt á skiltið en því var hafnað á þeim forsendum að skiltið væri til bráðabirgða. Ferðafélag Íslands óskaði einnig eftir afnotum af skiltastæð-inu en því erindi var frestað á tveimur fundum og Þjóðleikhúsið fór þess einnig á leit að það fengi að auglýsa sýningu sína á Lé konungi á sínum tíma. Að sögn

Ara segir hann það því hafa komið þeim hjá Þjóðleikhúsinu nokkuð á óvart þegar á sama stað, í borgarlandi, væri komið skiltastæði að því er virtist til að vera. Hann leyfði sér að efast um að það stæðist skiltareglugerð.

Ekki náðist í Pál Hannesson, formann skipulagsráðs, en að því er Fréttatíminn kemst næst mun hann vísa málinu áfram til skipulagsráðs. Þar á Gísli Marteinn Baldursson sæti. Hann segir einsýnt að ekki gangi að hending ráði því hvar slík skilti eru sett upp. Gísla minnir að þetta tiltekna skilti sé innan deiliskipulags Hörpu. „En ég skal ekki fullyrða neitt um þetta. Ef það er það ekki, þá er skiltið ólöglegt; það má ekki setja slíkt upp án þess að fá tilskilin leyfi. Við sjáum víða, þar sem ríkir sterakapítalismi, hversu mikil sjónmengun getur verið af slíkum skiltum – án þess að ég sé að segja að svo sé um þetta.“

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Í Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á 3.-5. ári almenningi endurgjaldslausa lögfræðiað-stoð í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykja-vík. Sigríður Marta Hjartardóttir, framkvæmda-stjóri Lögfræðiþjónustu Lögréttu, segir ljóst að vitundarvakning hafi orðið á síðustu árum og aukinn áhugi hjá fólki að leita réttar síns. „Við teljum endurgjaldslausa lögfræðiað-stoð okkar svara brýnni eftirspurn þjóðfélagsins,“ segir hún. „Við verðum á Vísinda-vöku Rannís 23. september næstkomandi og þar munum við kynna þjónustu okkar. Þá veitum við einnig nemendum í framhaldsskólum á landinu réttindafræðslu. Réttindafræðslan okkar kallast Lögfróður og er sambærileg við fræðsluna sem læknanemar veita nemendum í framhaldsskólum, en sú fræðsla kallast Ástráður.“ Hægt er að hafa samband við Lögfræðiþjónustu Lögréttu í gegnum netfangið [email protected], síma 777-8409 eða mæta í aðalinngang Háskólans í Reykjavík á miðvikudögum kl. 17-20 þar sem laganemar taka á móti fólki. -jh

Fjórar tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisinsDómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðu-neytisins sem veitt verða í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Tilnefnd til verðlaunanna eru: a) Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska nátt-úru í greinaflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaða-mennirnir Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann grafík, Sigurbjörg Arnarsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson sem brutu flokkinn um og flestar ljósmyndir tóku Ómar Óskarsson og Ragnar Axelsson. b) Ragnar Axelsson ljósmyndari fyrir að beina sjónum að náttúruvernd og samspili manns og náttúru í verkum sínum. c) Steinunn Harðardóttir stjórnandi þáttarins Út um græna grundu á Rás 1 fyrir umfjöllun um íslenska náttúru, umhverfið og ferða-mál. d) Svavar Hávarðsson blaðamaður Fréttablaðsins fyrir ýtarlega umfjöllun um mengun sem ógnar náttúru og fólki. -jh

UppskErUhátíð FUll borg matar Frá miðvikUdEgi til sUnnUdags

Matarmarkaður í miðborg ReykjavíkurMatar- og uppskeruhátíð tileinkuð ís-lenskum mat og matargerð, Full borg matar/Reykjavík Real Food Festival, verður haldin í fyrsta sinn í borg-inni frá miðvikudegi til sunnudags, 14.-18. september næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir öllum sem áhuga hafa á góðum og girnileg-um mat, að því er fram kemur á síðu Samtaka iðnaðarins. Hátíðin er ætluð allri fjölskyldunni en boðið verður upp á markað í miðborg Reykjavíkur þar sem hægt verður að kaupa, prófa

og smakka ýmsar matvörur beint frá framleiðendum og fá um leið að vita hvernig maturinn er framleiddur og hvaðan hann kemur.

„Veitingastaðir í borginni taka þátt í hátíðinni með því að bjóða upp á sérstaka hátíðarmatseðla þar sem allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra smekk og fjárhag. Veit-ingastaðir sem þykja útfæra bestu matseðlana fá svo heiðursverðlaun í lok hátíðar en veitt verða verðlaun í þremur flokkum, besti hátíðarmat-seðill, besta brasserí og besta fjöl-skyldumátíðin,“ segir enn fremur.

Boðið verður upp á fjölda viðburða en fyrirtæki, stofnanir og félagasam-tök standa fyrir eigin uppákomum sem tengjast mat og matarmenn-ingu. Meðal viðburða á hátíðinni verða Matardagar Matvís þar sem landslið matreiðslumeistara velur matreiðslumann og matreiðslunema ársins.

Bakhjarlar hátíðarinnar eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Markaðsráð kindakjöts, Iceland res-ponsible Fisheries, Sölufélag garð-yrkjumanna og Svínaræktarfélag Íslands.

Hægt verður að kaupa, prófa og smakka.

dEiliskipUlag ÞjóðlEikhúsið vill skilti hörpU í bUrtU

Umdeilt auglýsingaskilti Hörpu við Sæbrautina

Umdeilt auglýsingaskilti Hörpu. Þjóðleikhúsið hefur sent erindi til skipulagsráðs þar sem farið er fram á að fá að setja upp sambærilegt skilti, eða þá afnotarétt, eða þá að skiltið verði fjarlægt. Ljósmynd/Hari

Við sjáum víða, þar sem ríkir stera­kapítalismi, hversu mikil sjónmengun getur verið af slíkum skiltum.

Skipulagsráð Reykjavíkur verður að taka afstöðu til erindis framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins sem efast um að tilskilin leyfi séu fyrir auglýsingaskilti Hörpu. Hann krefst jafnræðis með stofn-unum tveimur; sambærilegt skilti eða aðgengi að skiltinu og til þrautavara að það fari.

Kristján Valur vígslubiskupKristján Valur Ingólfsson verður næsti vígslu-biskup í Skálholti. Hann tekur við af Sigurði Sigurðarsyni sem lést á liðnu ári. Í síðari umferð vígslubiskupskjörsins fékk Kristján Valur 80 atkvæði en Sigrún Óskarsdóttir 61 atkvæði. Á kjörskrá voru 149. Greidd voru 142 atkvæði. Einn seðill var auður. Kristján Valur fæddist árið 1947. Hann var vígður árið 1974 sem sóknarprestur í Raufarhafnarprestakalli. Hann hefur einnig þjónað sem farprestur þjóðkirkjunnar í Ísafjarðarprestakalli, sóknar-prestur í Grenjaðarstaðarprestakalli og rektor Skálholtsskóla. Hann var lektor í helgisiðafræði við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 2000-2008. Undanfarið hefur hann gegnt starfi verkefnisstjóra helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu og þjónað sem sóknarprestur á Þingvöllum. -jh

Nýr eigandi Hótel HamarsLandsel ehf., eignarhaldsfélag í eigu Arion banka, hefur gengið frá sölu á 70% hlut sínum í Hótel Hamri, skammt frá Borgarnesi, að því er Skessuhorn greinir frá. Sigurður Ólafsson kjötiðnaðarmeistari er nýr eigandi hlutarins og hefur hann tekið við rekstrinum. Hjónin Hjörtur Árnason og Unnur Halldórsdóttir eiga enn 30% hlut í hótelinu en þau hafa starfað við það frá upphafi. Unnur er hætt störfum en Hjörtur aðstoðar nýjan eiganda við að setja sig inn í reksturinn út september. -jh

6 fréttir Helgin 9.-11. september 2011

Page 7: 9 september 2011
Page 8: 9 september 2011

www.noatun.isn o a t u n . i s

NammibarinnNammibarinn

50%afsláttur

AF NAMMIBARNUM

LAUGARDAGA:ALLAN SÓLARHRINGINN

SUNNUDAG - FÖSTUDAG:MILLI KL 20 - 24

Vöruskipti í júlí hagstæð um 12,8 milljarða

8,6%hækkun á

verðmæti

útfluttra

iðnaðarvara

Júlí 2011 saman-borðið við júlí 2010

Hagstofa

Íslands

vinnumarkaðurinn að braggastvinnumálastofnun bárust engar tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, annan mánuðinn í röð. Í júlí og ágúst í fyrra bárust stofnuninni fjórar tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 134 manns. Staðan á vinnumarkaði virðist stöðugt vera að færast í jákvæðara horf, segir í mati Greiningar Íslandsbanka. vinnumálastofnun áætlar að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 6,4%-6,7%. ætla má að atvinnuleysi nái lágmarki nú í september og taki svo að aukast á ný er líða tekur á veturinn. tölur vinnumála-stofnunar benda til þess að spár um að atvinnuleysi í ár verði minna en í fyrra muni rætast. „Þó virðist,“ segir Greiningin, „við-snúningurinn á vinnumarkaði vera snarpari en björtustu spár þorðu að vona.“ -jh

Í júlí voru fluttar út vörur fyrir 54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1 milljarð króna. vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 12,8 milljarða króna. Í júlí 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða króna á sama gengi, að því er fram kemur í tilkynningu hagstofu Íslands. fyrstu sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða króna en inn fyrir 285,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 54 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 67,9 milljarða á sama gengi. Vöru-skiptajöfnuðurinn var því 13,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 37,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,3% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 56,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,6% meira en á sama tíma árið áður. mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og kísiljárns. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða. -jh

BÓKAÚTGÁFA ÚTGÁFA RAFBÓKA KOSTNAÐARSAMARI EN MARGUR ÆTLAR

Rafbækur það sem koma skal

Þ að er alveg á hreinu að rafbókaútgáfa á eftir að aukast verulega á Ís-landi á næstu misserum og þau lög sem væntanlega verða samþykkt munu gjörbreyta aðstæðum sem voru erfiðar fyrir,“ segir Egill Örn

Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.Bókaútgefendur fagna því mjög að í vikunni var á Alþingi rædd og lögð

fram tillaga um lækkun á virðisaukaskatti á rafbækur. Helgi Hjörvar mælir fyrir þingsályktun þess efnis en að henni standa þingmenn úr öllum flokkum.

Rafbækur voru í hærra skattþrepinu, með 25,5 prósentna virðisauka-skatti, en prentaðar standa í sjö prósentum. Breyting á þessu

var samþykkt samhljóða í efnahags- og viðskiptanefnd og flutningsmenn eru úr öllum flokkum.

Egill telur að þetta megi verða til þess að höggva á þann hnút sem viðræður Félags íslenskra bókaút-gefenda og Rithöfundasambandsins voru komnar í. Fulltrúar þessara hópa hittust fyrr á árinu en náðu ekki saman um rammasamning um prósentu-greiðslu til handa rithöfundum af útgáfu rafbóka

– þær viðræður sigldu í strand. Almennt er það svo að höfundar bóka fá 23 prósent af smá-söluverði bóka. „Þetta er almennur samning-ur. Í honum er rafbókarákvæði sem er orðið

tíu ára og með öllu úrelt,“ segir Egill Örn. Hver á prósenta til rithöfunda að vera; hvernig skal

tekjum af rafbókarsölu skipt? þar stendur hnífur-inn í kúnni. Egill segir það algengan misskilning,

og að mörgu leyti skiljanlegan, að útgáfa rafbóka kosti lítið sem ekkert. „Prentkostnaður útgefenda

sem hlutfall af heildarkostnaði er ekki svo mikill. Aðrir liðir, svo sem ritstjórn og ekki síður sölu- og

markaðssetning, eru orðnir stærri og kostnaðarsam-ari heldur en fyrir tuttugu árum.“ Og Egill tíundar aðra

kostnaðarliði, svo sem yfirfærslu á það form sem þarf, sem fer eftir því hvers konar lesara menn eru með,

stafrænar varnir og hýsingu gagna. „Þetta kostar allt peninga, það verða til ótal nýir kostnaðar-

liðir. Ég geri jafnvel ráð fyrir því að í upp-hafi, á meðan við erum að fara af stað í

rafbókarvæðingunni, verði það okkur kostnaðarsamara en að prenta.“

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Egill Örn Jóhannsson. telur að lækkun virðisaukaskatts geti orðið til að höggva á hnútinn í samningaviðræðum rithöfunda og

útgefenda um rafbækur. ljósmynd/JBG

Samningaviðræður útgefenda og rithöf-unda um prósentur til handa rithöfundum voru sigldar í strand en nú gera menn sér vonir um að fyrir-huguð lækkun á virðisaukaskatti af rafbókum verði til að höggva á þann hnút.

Marinó Njálsson hjá Snöru með rafbækur. rafbókaútgáfa á eftir að stóraukast á Íslandi. Nú stefnir í að virðisaukaskattur á þeim verði lækkaður úr 25,5 prósentum í sjö prósent.

Ég geri jafnvel

ráð fyrir því að í

upphafi, á meðan

við erum að fara

af stað í raf-

bókarvæð-

ingunni,

verði

það

okkur

kostn-

aðar-

sam-

ara

en að

prenta.

8 fréttir Helgin 9.-11. september 2011

Page 9: 9 september 2011

NICOTINELL ICEMINT LYFJATYGGIGÚMMÍ

VELDU REYKLAUST LÍF

Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins

Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli.Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.

Page 10: 9 september 2011

Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf.Aðalræðumaður verður Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu).

Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Buck eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

HVERT STEFNIR EVRÓPA?

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðar fundar föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is

EUROPEAN BUSINESS OUTLOOK

SAMTÖK IÐNAÐARINS

Ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 14. september 2011kl. 10:15 til 17:00

Innlendir og erlendir fyrirlesarar.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Táknmálstúlkun og túlkun erlendra fyrirlestra.Bein útsending á netinu.

Skráning og upplýsingar áwww.innanrikisraduneyti.is

Skráning fyrir 12. september.

Fortíðarþrá Gamlar dráttarvélar slá í GeGn

Hratt snýst hjól dagsins – hvort heldur er á Ferguson eða öðrum tegundum

F imm stjörnu bókadómur Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í liðnum

mánuði um gamlar en dýrðlegar dráttarvélar vakti athygli. Það er ekki gefið að bækur um svo þröngt áhugasvið veki almenna athygli en sú varð raunin um Ferguson-bók Bjarna Guðmundssonar á Hvann-eyri sem út kom fyrir tveimur árum. Sama gildir um bók Bjarna um sögu Farmalsins sem kom út snemmsumars.

Raunar er sviðið hvorki þröngt né þurrt því í bókunum greinir höf-undur frá þeirri byltingu sem varð við vélvæðingu í sveitum í og upp úr seinni heimsstyrjöld. Fjölbreytt myndaúrval og persónulegar lýsingar þeirra sem kynntust tækj-unum krydda frásögnina.

„Það væri hofmóður og rangindi að halda öðru fram en að mót-tökurnar hafi verið góðar,“ segir Bjarni og bætir því við að margir

hafi haft samband eftir að dómur Páls Baldvins birtist. „Satt að segja, og ég hef kennt í nær 50 ár, veit ég ekki hvort ég hef fengið notalegri og þakklátari viðbrögð við nokkru öðru sem ég hef gert en þessu. Það er margt sem fellur þar saman. Þeir sem upplifðu það þegar þessar vélar komu í sveitir eru komnir á efri ár og að ljúka störfum. Þá leitar hugurinn gjarna til baka, auk þess sem þetta sama fólk á flest ljúfar minningar frá uppvexti í sveit eða dvöl þar.

Síðan eru einhver þáhyggju- eða nostalgíuáhrif á ferðinni sem hafa vakið þennan gríðarlega áhuga á gömlum vélum. Menn eru að safna þessu, gera upp eða á einhvern máta að bauka við vélarnar. Þetta er því umfangsmikil tómstunda-iðja. Ég hef getið mér þess til, með rökstuddum hætti, að það séu 300-500 manns að fást við söfnun, upp-gerð eða markvissa vinnu í sam-

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri hefur á langri starfsævi varla fengið notalegri og þakklátari viðbrögð en við tveimur dráttar vélar bókum, um gráa vél og rauða.

Gullaldardráttarvél. Markús Sigurðsson ekur Farmal A – árgerð 1945.

Bjarni Guðmundsson.

Það væri hofmóður og rang-indi að halda öðru fram en að mót-tökurnar hafi verið góðar.

bandi við fornvélar,“ segir Bjarni.Hann segir mikið til af þessum

gömlu vélum og margar í góðu ástandi, það hafi hann orðið var við þegar hann var að safna efni í bækurnar. Þá fái hann, sem for-stöðumaður búvélasafns á Hvann-eyri, fyrirspurnir og tilboð um að taka við gripum til varðveislu.

Fleiri tæki koma við sögu í frá-sögn Bjarna en dráttarvélar. Í nýju bókinni er m.a. sérkafli um jarð-ýtur. „Þótt Farmallinn hafi verið skrautfjöður International Harves-ter þá komu hingað til lands vélar og verkfæri frá þessu fyrirtæki sem komu á næstum hvern bæ, með beinum eða óbeinum hætti. Ræktunar- og vegagerðarýturnar voru frá þessu fyrirtæki. Þær komu hingað sumarið 1943 sem ég leyfi mér að kalla jarðýtusumarið mikla,“ segir Bjarni um fortíðar-

þrána og bætir við: „Hver vegur að heiman er vegur heim, sagði Snorri Hjartarson, ... Hratt snýst hjól dagsins ... hvort heldur er á Ferguson eða öðrum tegundum, en kvæðinu lauk Snorri þannig:

En handan við fjöllinog handan við áttirnar og nóttinarís turn ljóssinsþar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draumer förinni heitið.

Liggur ekki í þessum spakmælum eins mesta skálds þjóðarinnar – sem fæddist raunar á Hvanneyri – skýringin á hinum mikla áhuga á fyrn-ingum úr hópi dráttarvéla og bifreiða?“

Jónas Haraldsson

[email protected]

10 fréttir Helgin 9.-11. september 2011

Page 11: 9 september 2011
Page 12: 9 september 2011

3.OOO fá vinning!Aðalútdráttur

DRÖGUM

13.SEPTEMBER

ÁTT ÞÚMIÐA?

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

111

997

Við Kata eigum sameiginlega vini, höfðum hist við hin ýmsu tækifæri í mörg ár, höfðum oft spjallað saman og kunnum vel hvort við

annað, en byrjuðum ekki að vera saman fyrr en um jólin 2009. Við fórum leynt með þetta og þótti gott að fá að vera í friði með einkalífið. Við byrjuðum á að horfa saman á DVD-myndir. Fyrst fór ég að sýna henni einhverjar menningarlegar svarthvítar myndir eftir Kurosawa og Ing-mar Bergman, en svo þróaðist stemning-in hjá okkur yfir í rómantísku deildina.“

Rómantík rithöfundar og ráðherraÉg er loksins búin að fatta þetta. Maður á ekki að leita að ástinni. Hún kemur þegar síst varir og birtist þá jafnvel í tveimur góðum kunn-ingjum sem þekkst hafa lengi. Þannig var það með Bjarna Bjarnason rithöfund og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þau gengu í hjónaband 23. apríl í vor og eiga nú von á tvíburum.

Tvíburarnir vinkuðu í sónar!„Kata á tólf ára strák, Júlíus Flosason, og ég á ellefu ára son úr fjögurra ára sambúð í Nor-egi. Hann heitir Snorri Vikanes Bjarnason og kemur til mín fjórum sinnum á ári; er hér í þrjá mánuði allt í allt. Mér fannst óskaplega erfitt að kveðja hann þegar við mamma hans slitum samvistir, en sem betur fer fæ ég að hafa hann svona mikið. Þótt hann búi meira í Noregi segist hann finna á sér að hann sé 51 prósent Íslendingur en aðeins 49 prósent norskur, sem gleður mig óneitanlega mikið. Við Kata leiddum strákana saman áður en við sögðum þeim að við værum saman. Þeim kom sem betur fer mjög vel saman og eru góðir vinir. Þeir eru báðir mjög spenntir fyr-ir óléttunni og hlakka til fæðingarorlofsins.“

Katrín stefnir að því að sinna starfi iðnaðarráðherra fram í lok janúar og fara þá í fæðingarorlof; enda von á tvíburunum í lok febrúar eða byrjun mars.

„Hún er svo stálslegin núna en auðvitað fer þetta eftir því hvernig hún verður. Svo tekur hún fæðingarorlof í hálft ár og þá tek ég við með þrjú börn, stundum fjögur. Við vorum í sónar í dag og þeir voru afar hressir tvíburarnir, vinkuðu okkur bara!“ segir hann brosandi.

Í brúðkaupsferð með báða syninaÞau giftu sig í Kópavogskirkju í apríl og ósk-uðu eftir að hafa það persónulegt fyrir sig.

„Það var alveg virt; einhverjir netmiðlar sögðu frá þessu á afar nærgætinn hátt. Við buðum þeim fjölmiðlum sem hringdu að taka myndir fyrir utan kirkjuna og það mætti einn ljósmyndari. Við fórum svo í brúðkaupsferð til Almería á Spáni og strák-arnir komu báðir með okkur. Kata var orðin ófrísk þarna og fannst gott að synda og hvíla sig á sundlaugarbakkanum. Júlíus er mikill lestrarhestur og las held ég tíu bækur í ferð-inni, en Snorri minn er mikill prakkari og var alltaf úti í sundlaug að stríða Spánverjun-um. Hann virðist búa yfir suðrænu skapferli; þeir fíluðu hann í botn og það endaði með að Snorri var sá eini af okkur sem allir á hótel-inu heilsuðu, bönkuðu upp á hjá og báðu hann að koma út!“

Hann segir það að vera giftur ráðherra

líklega bara svipað og að vera giftur hverri annarri konu sem vinnur mikið.

„Ég myndast stundum til að elda þegar hún er að vinna fram eftir, en Kata er fisk- og grænmetisæta, svo það er oftast fiskur á boðstólum hjá mér. Hún er mikil matmann-eskja og hefur ákveðnar skoðanir á því hvað er í matinn. Okkur finnst líka mjög gaman að fara út að borða og gerum mikið af því. Kosturinn við Kötu er sá að hún tekur vinnuna aldrei með sér heim og við ræðum nánast aldrei stjórnmál. Oft er ég alveg búinn að gleyma hvað hún starfar við og hálf bregður þegar allt í einu kemur við-tal við iðnaðarráðherrann í sjónvarpinu!“

Tvíburarnir eiga að mæta á svæðið í lok febrúar eða byrjun mars og Bjarni sam-þykkir það alveg þegar ég segi að það sé einstaklega gott að eiga barn í fiskamerk-inu.

„Júlíus hennar Kötu er fæddur 1. mars og pabbi minn 3. Af því sem ég þekki til þessara fræða er fólk í fiskamerkinu mjög tilfinninganæmt og það þarf að hlúa vel að því til að því líði vel, en þá er það líka blíðast manna.“

Þjónn sem samdi ljóð í pásumBjarni er 45 ára og var að gefa út níundu skáldsöguna, sem er sautjánda bókin sem hann sendir frá sér. Verk hans hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð-launanna, auk þess sem hann hefur bæði fengið bókmenntaverðlaun Tómasar Guð-mundssonar og Halldórs Laxness.

„Foreldrar mínir skildu þegar ég var ungur og það æxlaðist því þannig í upp-vextinum að ég bjó á mörgum stöðum sem er góð reynsla fyrir rithöfunda. Ég bjó hjá pabba í Færeyjum og Svíþjóð, mömmu á Ís-landi, afa og ömmu og svo annarri ömmu minni. Hefðbundin skólaganga átti aldrei við mig og þegar ég bjó í Færeyjum gekk ég til dæmis aldrei í skóla. Ég byrjaði í Menntaskólanum í Kópavogi þegar ég flutti aftur heim, skrifaði þar í skólablaðið og varð ritstjóri þess og þar fóru krakkarnir að hvetja mig til að gerast rithöfundur.

Anna Kristine

[email protected]

Ég safnaði höfnunar-bréfunum saman og átti orðið vænan bunka sem ég velti fyrir mér að gefa út sem eins konar úttekt mætra manna á verkum mínum!

Bjarni Bjarnason. „Oft er ég alveg búinn

að gleyma hvað hún starfar við og hálf

bregður þegar allt í einu kemur viðtal við iðnaðarráðherrann í

sjónvarpinu.“ Ljósmyndir/Hari

Framhald á næstu opnu

12 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

Page 13: 9 september 2011

N8 besti myndavélasíminn á markaðnum

Nokkrar skemmtilegar myndir úr keppninni

LjósmyndakeppniNokia N8 er að ljúkaTaktu þátt núna og þú getur unnið 100.000 kr. í verðlaun. Allra síðasti dagur til að

senda inn myndir er 16. september . Allar upplýsingar um keppnina eru á www.n8.is.

Nokia N8 er með 12 MP myndavél, stærstumyndavélaflögu í farsíma, Carl Zeiss-linsu, Xenon-flassi og myndbandsupptöku í háskerpu og stereo.N8

myndavélin

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1122

76

Page 14: 9 september 2011

á morgun.Fjöldi tilboða

í tilefni dagsins.

Opið frá 10 til 16.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is

á morgun.Fjöldi tilboða

Sölusýning

Mér fannst það svolítið sérstakt því ég hafði ekkert spáð í þetta. Ég las mikið, gleymdi náminu og fékk mér vinnu. Ég starfaði sem þjónn á Hótel Óðinsvéum og Hótel Borg og skrifaði ljóð í frítímanum. Það var gaman að skrifa ljóð milli þess sem maður hljóp með bakka milli borða. Eitt þeirra fjallaði, að mig minnir, um að á fínasta veitingastað borgarinnar borðaði ruslatunnan manna mest á meðan vaskurinn drykki alla undir borðið. Ég gaf út ljóðabók árið 1989, og ljóðabók og smásögur 1990, en þessar bækur voru mest notaðar sem gjaldmiðill – það er að segja að við neðanjarðar-skáldin skiptumst á bókum.“

Bjarni skrifaði líka leikrit sem áhugamannaleikhópurinn Veðurleik-húsið leiklas.

„Þetta leikrit fjallaði um heims-myndina eins og hún var á kaldastríð-sárunum og sagði frá konum sem hitt-ust á hóteli til að gera eitthvað í þessu ástandi en þá kom í fréttum að skollin væri á kjarnorkustyrjöld. Plottið var á þá leið að geimskip ryksugaði upp kjarnaoddana og hvarf með þá út í geiminn. Þá hófst hjá sumum nýtt víg-búnaðarkapphlaup en aðrir vildu hefja nýtt líf þar sem ríkti friður á jörðu. Um það bil sem ég var búinn með verkið féll Berlínarmúrinn og vígbúnaðar-kapphlaupið endaði. Þannig að hinn voðalegi heimur sem ég hafði verið að kryfja var skyndilega horfinn út í geiminn – og dramað mitt orðið frekar hlægilegt!“

Gaf forlaginu upp símanúmerið í fatahengi Landsbókasafnsins!Þegar Bjarni byrjaði að skrifa bækur bjó hann í risherbergi og var símalaus. Það var því ómögulegt að ná í unga rit-höfundinn ef forlagið þurfti að hafa tal af honum.

„Hins vegar var ég mikið á Lands-bókasafninu að lesa og konurnar í fatahenginu voru svo almennilegar að þær leyfðu mér að gefa upp síma-númerið þar. Einhvern tíma hringdi útgáfustjórinn hjá Máli og menn-ingu í þetta símanúmer og sú sem svaraði hagaði sér bara eins og hún væri ritarinn minn, sagði að ég væri ekki við í augnablikinu en hann gæti hringt aftur klukkan þrjú. Næst þegar hringt var frá Máli og menningu tók ég símann og sagði nokkuð stress-aður: Halló, þetta er í fatahenginu! Hjá

útgáfunni vissi enginn hver ég var, könnuðust bara við hið árlega handrit og númerið undarlega í fatahenginu. Ég var spurður hvort ég starfaði þarna, en svaraði eitthvað á þá leið að það gerði ég ekki beint. Ég fékk mörg kurteisleg símtöl þangað frá mönnum sem höfðu ekki áhuga á að gefa út bækur eftir mig. Þegar búið var að hafna handritinu settist ég hjá konunni í fatahenginu sem gaf mér kaffi, hvatti mig til dáða og sagði að þetta myndi eflaust ganga betur næst. Ég safnaði höfnunarbréfunum saman og átti orðið vænan bunka sem ég velti fyrir mér að gefa út sem eins konar út-tekt mætra manna á verkum mínum!“ segir hann glaðlega. „Þetta voru kurt-eisleg bréf og einn sálgreindi mig og sagði mér hvernig ég ætti að taka mig á í lífinu. Ég leit á það sem ókeypis sál-fræðitíma.“

Iðnaðarráðherra kemur með kvenlega innsýn í skrifinÁ miðvikudaginn kom út níunda skáldsaga Bjarna, Mannorð. Hún segir af útrásarvíkingi sem vill koma heim og hreinsa mannorð sitt – en það kostar mikla og ófyrirséða fyrirhöfn.

„Við Kata fórum í ævintýralega ferð til Indlands í fyrrahaust og þeð er ekki ofsögum sagt að landið hafi heillað mig gersamlega. Þar tókum við til dæmis bíl frá Nýju Delí til Jaipur. Það var átta tíma samfelld áskorun að sitja í þessum beyglaða bíl, maður horfði helst ekki á hraðamælinn. Á leiðinni sáum við ótrúlegustu hluti og það snerti mann að sjá börn liggjandi uppi á flutningabílum á fullri ferð; voru greinilega að leita að lífsgæfunni einhvers staðar annars staðar. Ég var með dagbók með mér og skrifaði þarna í myrkrinu það sem ég upp-lifði og nota hluta af því í Mannorð-inu. Þannig hef ég oft skrifað þegar við höfum verið á ferðinni hingað og þangað. Stundum spyr ég Kötu hvernig hún myndi bregðast við hinu og þessu sem persónurnar í sögunni lenda í og fæ þar með kvenlega innsýn sem skerpir eflaust á persónusköpun-inni, kannski sérstaklega þegar kem-ur að kvenpersónunum. Í Mannorðinu fæst ég við ýmsar siðferðisspurningar sem vakna á Íslandi í kjölfar hrunsins og við gátum því líka rætt margs kon-ar þjóðfélagsmál í kringum söguna.“

Skrifaði kafla í bókina í brúðkaupsferðinni!

Ég missi andlitið þegar Bjarni seg-ir mér að hann hafi skrifað Mann-orð tuttugu og þrisvar sinnum!

„Starf rithöfundar felst í að end-urskrifa. Í hverri yfirferð bætast við smáatriði og lýsingar skerpast. Fjöldi manns las verkið í vinnslu, meðal annars fólk úr fjármála-heiminum sem þekkti til útrásar-víkinganna. Rannsóknarvinnan fólst meðal annars í því að safna persónulegum sögum af þeim sem höfðu siðferðislegan vinkil. Nokkr-ir rithöfundar lásu handritið líka en þó er best að fá sem flest ókunn-ugt fólk sem þorir að segja manni hreinskilnislega skoðun sína. Aðal-söguhetjurnar, Starkaður Leví og Almar Logi, mættu til mín í apríl í fyrra og skildu ekki við mig fyrr en verkið fór í prentun um miðjan ágúst á þessu ári. Þeim kump-ánum lá greinilega á að komast í heiminn, hvað svo sem þeir ætla sér þar; ég skrifaði meira að segja í brúðkaupsferðinni á Spáni og kom náhvítur heim eftir þrjár vikur í yfir þrjátíu stiga hita og sól! Sem betur fer höfðum við farið til Berl-ínar skömmu eftir að við ákváðum að gifta okkur svo það var hin eiginlega brúðkaupsferð!“

Hvaða útrásarvíkingur er þetta eiginlega?Heldurðu að einhver útrásarvík-inganna eigi eftir að hafa samband við þig og telja að hann þekki sig í bókinni? Ég þóttist þekkja einn, svo sá ég annan út úr textanum, svo þann þriðja og svo koll af kolli.

„Já, það kæmi mér ekki á óvart að einhver þeirra teldi sig þekkja sjálfan sig í þessari bók. En það verður erfitt fyrir þá að reiðast mér því ég viðaði að mér efni í Starkað Leví svo víða að. Þeir sem þekkja sig í honum þyrftu kannski að mynda með sér samtök – stuðn-ingshóp sín á milli. Um leið og þeir greiddu úr eigin flækjum gætu þeir skoðað hve mikið af Stark-aði væri innra með þeim. Verkið fjallar um útrásarvíking sem vill endurnýja mannorð sitt. Þegar það reynist erfitt veltir hann fyrir sér hvort hann geti keypt nýtt mann-orð. Þá vaknar spurningin hver gæti selt honum það. Svo kemur almúgamaðurinn, Almar Logi, inn í myndina og ákveðin viðskipti fara í gang. Þegar upp er staðið getur maður spurt sig hvort maður heldur með Starkaði eða Almari. Þeir sem hafa lesið bókina skiptast alveg í tvo hópa með það. Ég sem rithöfundur tek ekki afstöðu, enda lesandans að gera það. Ég er því

sannfærður um að þótt útrásar-víkingarnir taki sig saman og sjái sjálfa sig í Starkaði, þá er ekki víst að þeir hafi neitt upp á mig að klaga; það fer eftir því hvernig þeir túlka söguna.“

Fyrirheitna landið FæreyjarKatrín og Bjarni eiga mörg sam-eiginleg áhugamál og njóta frí-stundanna saman. „Við höfum bæði gaman af að lesa bækur, fara út að borða og ferðast,“ segir hann. „Við förum nú líklega ekki í ferðalag til útlanda fyrr en eftir þrjú ár svo að við erum ekki búin að plana neitt nema að ferðast um landið næsta sumar. Þegar ég bjó í Færeyjum bjó ég á eyju sem heitir Nólsey og er beint á móti Þórshöfn. Þetta er pínulítil eyja og þar sem ég tala færeysku og á þarna pabba og tvö uppeldissyst-kin, langar okkur mikið að fara þangað og leigja okkur hús. Leyfa afa að sjá tvíburana! Ég á mjög gott samband við uppeldisbróður minn sem var svaramaður minn í brúðkaupinu. Hann er ekkill með tvö börn á aldur við strákana okkar. Kata hefur aldrei komið til Færeyja svo ég reikna með að það verði næsti viðkomustaður okkar í útlöndum.“

Gæti ekki verið hamingjusamariÞegar Bjarni féll fyrir Katrínu og Katrín fyrir Bjarna, var hann 44 ára og hún tíu árum yngri. Þegar ég spyr hvort hann hafi átt von á að verða ástfanginn á þeim aldri, svarar hann:

„Nei, reyndar ekki. Við vorum hvorugt að spá í þetta; okkur leið vel einum, sátt við að vera ein og höfðum það fínt. Svo kom ástin og ég gæti ekki verið hamingju-samari. Það kemur mér í raun á óvart hvað maður getur verið hamingjusamur í fjölskyldulíf-inu. Það er himnasending að eiga von á börnunum, en ég treysti á gæfuna með að þau verði heilbrigð og verð ekki í rónni fyrr en ég held á þeim í fanginu. Ég er meira með hugann við að börnin okkar verði heilbrigð heldur en hvernig persónum bókarinnar reiðir af þarna úti í heiminum. Þær spjara sig í sínum innbundna orðaheimi og þurfa ekki á mér að halda. Ég er uppteknari af þeim sem eru í hinum opna, takmarkalausa heimi okkar allra og hægt er að gefa ást og umhyggju. Við Kata hlökkum mikið til að sjá þau og erum mjög ánægð með að þau skuli vera tvö svo að við þurfum ekki sífellt að bíða eftir hinu til að komast að og faðma þau!“

Bjarni handskrifar allar sínar bækur og oft á kaffihúsum. Hann hefur gefið út sautján bækur. „Fyrst þegar ég var að skrifa bækur bjó ég í risherbergi og var ekki með síma. Konurnar í fatahenginu á Landsbókasafninu lofuðu mér að gefa upp númerið þar og höguðu sér alveg eins og einkaritararnir mínir ef forlag hringdi!“Við Kata

hlökkum mikið til að sjá þau og erum mjög ánægð með að þau skuli vera tvö svo að við þurfum ekki sífellt að bíða eftir hinu til að komast að og faðma þau.

14 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

Page 15: 9 september 2011

StærSta rafbókaverSlun á ÍSlandi

nú eru yfir 100 þúsund erlendir titlar á eymundsson.isNú er loksins komið að því. Eymundsson hefur opnað rafbókaverslun á Íslandi!

Úrvalið er yfir 100 þúsund titlar. Eymundsson er með á nótunum, framtíðin

er innan seilingar. Skelltu þér á www.eymundsson.is og virtu hana fyrir þér.

Þú átt möguleika á að vinna iPad ef þú kaupir rafbók fyrir 1. október.

Þú finnur einfaldlega bókina sem vekur áhuga þinn á slóðinni www.eymundsson.is

... pantar hana og færð hana umsvifalaust senda í lestækið þitt eða tölvuna.

vinnur þú ipad?

Eymundsson.is

Page 16: 9 september 2011

www.unwomen.is

Fiðrildaáhrif

Skráðu þig núna áwww.unwomen.iseða hringdu í síma

552-6200.

Hafðu

Þitt framlag skiptir sköpum í lífi kvenna og barna þeirra um heim allan.

Guðný Guðmundsdótt-ir lét af störfum sem konsertmeistari Sin-fóníuhljómsveitar Ís-lands á síðasta starfs-

ári eftir 36 ára starf. Í maí var haldið sérstakt prufuspil um stöðu henn-ar. Sjö voru boðaðir til leiks og eftir standa tvö: Ari Þór Vilhjálmsson og Una Sveinbjarnardóttir.

„Við höfum verið að grínast með að þetta sé prufuspil aldarinnar því ekki hefur verið haldið prufuspil um stöðuna síðan árið 1974. Þann-ig að ... jú, það er mikil spenna. En þetta er fyrst og fremst rosalega skemmtilegt og frábært tækifæri að fá að leiða hljómsveitina í þessu frábæra húsi sem Harpa er,“ segir Una.

Á sínum tíma fór Guðný í frí og þá tók Sigrún Eðvaldsdóttir við stöðu konsertmeistara. Stjórn-endur hljómsveitarinnar vildu allt til vinna að halda Sigrúnu þegar Guðný sneri til baka og urðu þá til tveir konsertmeistarar auk 2. kons-ertmeistara (Sif Tulinius) og 3. konsertmeistara (Andrzej Kleina). Una og Ari keppa um stöðu Guð-nýjar sem telst æðsta staðan í hljómsveitinni á móti stöðu Sig-rúnar og krefst fimmtíu prósentna viðveru. Dómnefnd skipa 24 hljóð-færaleikarar hljómsveitarinnar ásamt aðalstjórnanda. „Við fáum stuttan reynslutíma nú í haust, Una í nóvember og ég í septem-ber,“ segir Ari. „Fyrsta skrefið er að prófa fólk í stuttan tíma og síðan verður væntanlega einn valinn og hann fær árs reynslusamning. Það lítur út fyrir að þetta sé tveggja ára ferli að ráða konsertmeistara.“

Hvorki Ari né Una gera lítið úr því að þetta sé spennandi og góð spurning hvort þetta ali á flokka-dráttum og jafnvel úlfúð innan

hljómsveitarinnar. „Kannski að einhverju leyti. En það er mjög gott andrúmsloft innan hljóm-sveitarinnar. Við Una erum bæði fiðluleikarar við hljómsveitina og það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og allra hinna. Nei, þetta veldur ekki úlfúð,“ segir Ari og telur litlar líkur á að þau fari að bregða fæti hvort fyrir annað. Og þá ekki Una: „Nei, alls ekki. Við erum ólíkir spilarar en svaka-lega góðir vinir og berum mikla virðingu hvort fyrir öðru. Höfum staðið við bakið hvort á öðru. Og munum gera. Hvernig sem fer. Við erum líka samkennarar við Tón-listarskólann í Reykjavík,“ segir Una.

Þau segja að reyndar hafi verið ákveðið að efna til annars prufuspils. „Já, þeir vilja fá fleiri í þennan pott með okkur Ara. Al-þjóðavæðingin er orðin svo mikil. Menn eru þá einnig að horfa út fyrir landsteinana og reyna á að fá fleiri útlendinga en komu í prufu-spilið í maí. Það prufuspil verður í nóvember, eða um það bil þegar ég leiði hljómsveitina,“ segir Una.

Bæði segja þau talsvert álag fylgja þessari keppni en að þetta sé fyrst og fremst mikill heiður og skemmtileg áskorun. Og þau verða hvorugt vör við að flokkadrátta gæti innan hljómsveitarinnar – þar sem þessi hópur heldur með Ara og hinn með Unu – þótt staðan sé mikilvæg og varði miklu þegar litið er til framtíðar Sinfóníuhljómsveit-arinnar. „Ég held að við njótum bæði þeirra forréttinda að fólk standi með okkur í þessu. Ég vil trúa því,“ segir Una.

Jakob Bjarnar Grétarsson

ritstjorn@frettatiminn

„Við erum ólíkir spilarar en svakalega góðir vinir og berum mikla virðingu hvort fyrir öðru.”

Fiðlu-einvígið

miklaGuðný Guðmunds-

dóttir lét af störfum sem konsertmeistari

á nýliðnu starfs-ári Sinfóníunnar

og eftir prufuspil stendur slagurinn

nú á milli Ara Þórs Vilhjálmssonar og Unu Svein-bjarnardóttur. Jakob Bjarnar

Grétarsson heyrði í fiðlusnillingunum sem segjast bestu

vinir þrátt fyrir kapphlaup þeirra

á milli um konsert-meistarastöðuna

– eina æðstu stöðu íslensks tónlistarlífs.

Ari og Una Prufuspil aldarinnar. Þau takast nú á um stöðu konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eina mikilvægustu stöðu sem um getur í íslensku tónlistarlífi. Ljósmynd/Hari

16 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

Page 17: 9 september 2011
Page 18: 9 september 2011
Page 19: 9 september 2011
Page 20: 9 september 2011

Brönsalla laugardaga og sunnudaga

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Verð aðeins

1.895með kaffi eða te

Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur

Brá svo að ég fór að gráta„Ég var í Ostabúðinni á Skólavörðustíg með þriggja mánaða son minn í fanginu að kaupa fondue-pott í brúðargjöf þegar fréttir bárust af fyrri vélinni. Útvarpið var hækkað í botn, fréttir auðvitað þá mjög óljósar og þulurinn sagði að nú væru hafnar loftárásir á Bandaríkin. Á þessum tíma bjó besta vinkona mín í New York og systir mín í San Francisco. Mér brá svo að ég fór að hágráta og af-greiðslukonan varð að halda á syni mínum á meðan ég jafnaði mig.

Fyrir New York held ég að þessar árásir hafi aukið samkennd og þjappað borgar-búum saman. Hvað varðar heimsbyggðina sjálfa, fóru af stað ýmis stríð í nafni „War on terror“ með oft og tíðum skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara. Hvað mig sjálfa varðar þá fer ég ekki í flugvél án þess að svitna og reyna hvað ég get að spotta „fluglögguna“ og senda SMS á klukkutíma fresti til ástvina, bara til vonar og vara.“

Salvör Kristjana Gissurardóttir lektor

Steinn sem braut niður heimsveldi USA„Ég var í starfi mínu í forsætisráðuneytinu. Ég man meira að segja tölvupóstinn sem ég var að skrifa þegar starfsfélagi kemur inn (hún hafði verið niðri í Stjórnarráðs-húsinu en ég var uppi á 5. hæð í húsinu fyrir aftan). Hún segir okkur frá þessu og við kveikjum á sjónvarpinu í fundar-herberginu á horninu þar sem sést yfir

Reykjavík. Þar horfðum við á turnana hrynja. Heimsmyndina hrynja. Svo kom dóttir mín og sambýlismaður hennar og mamma hans. Þau höfðu verið í jarðarför og vissu ekkert hvað hafði gerst. Það var verið að jarða ömmu hans, Helgu. Ég vissi ekki fyrr en ég las minningargreinarnar um morguninn að Helga amma hans væri Dimmalimm. Hún var ævintýraprinsessan í ævintýri Muggs frænda síns, bókin var skrifuð um hana og fyrir hana.

Svo var það þannig að vefstjóri stjórnar-ráðsins var farinn heim eða var í fríi en ríkis-stjórnin kom strax saman og samdi samúðar- og sorgaryfir-lýsingu til Bandaríkjanna og það seinasta sem ég gerði áður en ég fór heim úr vinnunni þennan dag var að koma því á vef stjórnarráðsins.

Árásirnar breyttu heimsmyndinni og þær voru fyrsti sjáanlegi steinninn sem braut niður veldi Bandaríkjamanna. Innrásin í Afganistan breytti líka miklu í lífi mínu. Sambýlismaður minn fór út til Afganistan til friðargæslu. Hann var þá í skotheldu vesti og með tvær byssur allan daginn. Og þegar hann var að koma heim þegar dóttir okkar fermdist þá voru tvær rútur friðargæsluliða á leið út á flug-völlinn í Kabúl og önnur var sprengt upp í hryðjuverkaárásl. Ég las það bara á BBC og heyrði í RÚV og vissi ekki í sólarhring um afdrif hans. En hann var í hinni rútunni.

Stríð kom inn í minn heim. Stríð kom inn í mína fjölskyldu.“

Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður

Kaninn fékk formlegt skotleyfi„Já, ég man hvar ég var staddur. Í fyrsta

skipti á ævinni sem ég fór upp í ljósabekk var 11. september 2001. Þarn lá ég með útvarpið í eyrunum, hugsandi um hvað þetta væri ógeðslega heimskulegt og óþægilegt þegar útsendingin er allt í einu rofin með því-líkum látum. Ég stökk upp úr bekknum, hljóp heim, skellti VHS-spólu í tækið og tók upp hörmungarnar fyrir aftan tónleika sem Nirvana spiluðu í MTV.“

„Hverju breyttu þessar árásir? Þetta breytti miklu. French fries hétu allt í einu freedom fries. Kaninn fékk form-legt skotleyfi á araba og sennilega hafa Bandaríkjamenn aldrei verið heimskari enda aldrei verið mataðir jafn gróflega á vitleysu og rugli.“

Ingunn Snædal skáld

Menn tvístigu og ráfuðu um„Hinn 11. september 2001 var ég stödd í London og átti flug snemma að morgni þess 12. til Spánar þar sem við mað-urinn minn vorum að fara að vinna. Ég sat fyrir utan bar í Brixton þegar einhver urgur varð allt í einu í fastagest-unum inni við barinn; þeir vildu að bar-þjónninn skipti um rás, hvað í andskotanum er þetta eiginlega, hvað er í gangi? Það tók við-stadda smástund að átta sig á að það væri

Hin risastóra raunveruleikasprautaÁ sunnudaginn eru tíu ár liðin frá því að dagsetningin 11. september var geirnegld í sögubækurnar. Jakob Bjarnar Grétarsson gerði óformlega könnun og hafði samband við fólk af algjöru handahófi og spurði einfaldlega: Hvar varstu þegar árásirnar á tvíburaturnana voru gerðar? Og í kjölfarið hvort þetta hefði breytt einhverju? Það kemur á daginn að allir muna glögglega hvar þeir voru þegar fréttir af voðaverkunum bárust; tveir viðmælenda blaðsins voru í ljósabekkjum, einn var í ostabúð, einn í forsætisráðuneytinu, enn einn í London á meðan annar heima hjá sér og einn þeirra var í raftækjaverslun og sá atburðina í fjölda viðtækja.

Heimurinn var ekki samur eftirÁrásirnar ollu straumhvörfum í öryggis- og varnarmálum flestra þjóða. 11. september 2001 er greyptur í hug manna.

Þriðjudagurinn 11. september 2001 er greyptur í hug manna um allan heim; dagurinn er fjórum farþegaþotum var rænt á flugi yfir austurströnd Banda-ríkjanna. Tveimur þeirra var flogið á World Trade Center í New York, tvíburaturnana svo-kölluðu og eitt helsta kennileiti borgarinnar og Bandaríkjanna um leið. Þeirri þriðju var flogið á varnarmálaráðuneyti Banda-ríkjanna, Pentagon, í höfuðborg-inni Washington. Fjórða vélin hrapaði í Pennsylvaníu eftir átök um borð milli farþega og flugliða við flugræningjana.

Flugræningjarnir voru á vegum Al-Kaída-hryðjuverka-samtakanna sem stýrt var af Sádi-arabanum Osama Bin-Laden. Nær þrjú þúsund manns fórust í árásunum. Þær voru í senn mikið áfall fyrir Banda-ríkjamenn og umheiminn allan.

Bandaríkjamenn sögðu hryðju-verkamönnum stríð á hendur og hófu stríð gegn talíbanastjórn-inni í Afganistan en hún hafði skotið skjólshúsi yfir Al-Kaída.

Á sunnudaginn eru tíu ár liðin frá þessum atburðum sem skóku heimsbyggðina enda horfði fólk alls staðar í heiminum á þá í beinni sjónvarpsútsendingu. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun sem þá hófst þótt Osama Bin-Laden sé fallinn fyrir bandarískri sérsveit. Árásirnar ollu straumhvörfum í öryggis- og varnarmálum flestra þjóða. Hryðjuverkaárásir í öðrum löndum fylgdu í kjölfarið. Ríki heimsins hafa því aðlagað stefnu sína í öryggis- og varnarmálum til að geta betur mætt alþjóðlegri hryðjuverkaógn. Heimurinn var ekki samur eftir.

[email protected]

Farþegaþotu flogið af hryðjuverkamönnum á syðri tvíburaturninn í New York, World Trade Center. Nyrðri turninn stóð þegar í ljósum logum eftir að annarri þotu hafði verið flogið á hann. Heimsbyggðin horfði á bæði háhýsin hrynja til grunna. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Lára Björg. Fer ekki

svo í flugvél að hún svitni ekki og sendi reglulega SMS til ástvina, til vonar og vara.

Salvör. Féll í hennar hlut að setja samúðar- og sorgarkveðjur ríkisstjórnarinnar til Bandaríkjanna á vef Stjórnarráðsins.

Andri Freyr. French fries hétu allt í einu freedom fries.

Ingunn. Eyðilagði annars kæra dagsetn-ingu.

20 úttekt Helgin 9.-11. september 2011

Page 21: 9 september 2011

www.ms.is

betri hugmynd!Mjólkin gerir gott betra og er hreint út sagt ómissandi með súkkulaðiköku og ýmsu öðru. Þessi hugmynd að auglýsingu um hina stórkostlegu eiginleika mjólkurinnar hefur verið samþykkt af Mjólkurráðuneytinu.

Mjólkin gerir

gott betra og er

ómissandi með

súkkulaðiköku.

Hin risastóra raunveruleikasprautaeitthvað ógurlegt að gerast. Menn tvístigu og ráfuðu inn og út og enginn botnaði neitt í neinu. Úti á götunni keyrði töffaralegur drengur aftan á bílinn hjá rosaflottri stelpu með regnbogalitar fléttur og þar upphófst hávaðarifrildi. Ég var eiginlega spenntari fyrir því en þessum sundurslitnu fréttabrotum í sjónvarpinu.

Morguninn eftir var Gatwick eini flug-völlurinn sem opinn var á öllu svæðinu og ringulreiðin sem þar ríkti gleymist seint.

Fram til 2001 var 11. september mér afar kær, verandi dagurinn sem ég kynntist manninum mínum. Núna er hann bara eins og hver annar dagur. 2001 færðust hryðjuverkin, sem við lesum um nánast daglega að eigi sér stað í öðrum heimshlutum, nær okkur. Þau, og önnur voðaverk í svipuðum anda sem unnin hafa verið í hinum vestræna heimi síðan þá, hafa sýnt okkur íbúum hans að við erum ekki ósnertanleg, að það er ekki hægt að fletta alltaf bara yfir fréttirnar um að að minnsta kosti fimm hundruð létust, því að nú erum það líka við.“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri

Risastór raunveruleikasprauta„Ég gleymi þessum degi aldrei. Ég stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á þessum tíma. Ég var í eyðu og ákvað að skella mér í ljós á ónefndri sólbaðsstofu sem var á Rauðarárstíg. Ég lá sem sagt í ljósabekk þegar ég heyrði af árásunum! Og á hvaða stöð var ég að hlusta? Jú, FM 957. Gerist ekki mikið flottara en það!Ég var nýorðin nítján ára þegar árásirnar áttu sér stað – kærulaus, ung og óhrædd. Fyrir mér var þetta risastór raunveru-leikasprauta. Þetta sýndi mér að lífið er ekki bara svart og hvítt, gleði og sorg. Árásirnar gerðu mig forvitnari. Ég varð allt í einu þyrst í þekkingu og eftir þennan ör-lagaríka dag hef ég reynt að horfa á allar kvikmyndir, hvort sem það eru leiknar myndir eða heimildarmyndir, um stríð og trúmál. Til að skilja nútímann verður maður að þekkja söguna.“

Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður

Óþolandi að fara um flugvelli„Ég var nýkominn heim úr vinnunni á útvarpsstöðinni Radíó. Fékk þá símtal frá félaga mínum sem var staddur úti í Hollandi að fara að skrifa um Evrópuleik með Fylki í fótbolta síðar um daginn. Hann sagði mér að kveikja á CNN. Ég sá í beinni útsend-ingu þegar síðari vélin fór í turninn og sat límdur við skjáinn frá því. Þetta hefur helst breytt því fyrir mig að það er orðið óþolandi að fara í gegnum öryggisleit á flugvöllum.“

Lára Ómarsdóttir fréttamaður

Angist, örvænting og hryllingur„Ég man mjög vel hvar ég var þegar árásin á tvíburaturnana var gerð. Ég var stödd í raftækjaverslun þegar starfsmaður kom og skipti yfir á CNN eða einhverja aðra erlenda stöð. Það var skömmu eftir að fyrsta vélin lenti á turnunum og enn var ekki vitað hvað hafði gerst. Ég stóð þarna agndofa ásamt manninum mínum og við hreinlega gátum

ekki slitið okkur frá tækjunum sem voru þó nokkur í þessari búð og öll frekar stór. Við horfðum í beinni útsendingu á seinni vélina fara á turnana og svo á það sem á eftir fylgdi; angistina, örvæntinguna og hryll-inginn. Í marga mánuði á eftir las ég allt sem hönd á festi um málið, horfði á heim-ildarþætti og hlustaði á frásagnir þeirra sem eftir lifðu. Þetta var í fyrsta skipti sem maður horfði á hryðjuverk í beinni útsend-ingu. Það gerði þetta allt svo raunverulegt og nálægt og maður varð meðvitaðri um

afleiðingarnar. Fram að þessu heyrði maður bara fréttir af hryðjuverkum í fréttum eftir að þau höfðu gerst. Það hafði hreinlega gríðarleg áhrif á mig, andlega. Ég átti erfitt með að skilja hryllinginn og þurfti að lesa og leita að skýringum alls staðar. Árásirnar höfðu líka gríðarleg áhrif á heiminn; heims-myndin breyttist við þetta, stríð hafa verið háð vegna þeirra. Þá man ég að andúðin á múslímum (sem var svo greinileg í Bandaríkjunum fyrst á eftir) gerði það að verkum að smám saman fór fólk að sjá að

múslími er ekki það sama og múslími og að ekki er hægt að flokka fólk eftir trúarbrögðum.“

Lilja Katrín. Lá í ljósabekk og heyrði ótíðindin á FM 957.

Hans Steinar. Félagi hans í Hollandi sagði honum að kveikja á sjónvarpinu.

Lára. Ekki hægt að

flokka fólk eftir trúar-brögðum.

úttekt 21 Helgin 9.-11. september 2011

Page 22: 9 september 2011

Tveggja Turna Tal

Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund

Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is.

Rektor

Manchester United og

Manchester City hafa

byrjað allra liða best í ensku

úrvalsdeildinni. Margt bendir

til þess að einvígið um

meistaratitilinn fari fram í borginni.

Ef einhver hefði sagt fyrir fjór-um árum að Manchester Uni-ted og Manchester City ættu eftir að berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið

2011 til 2012 hefði sá hinn sami væntan-lega verið úrskurðaður geðveikur, færður í hvítu treyjuna og komið fyrir á viðeig-andi stofnun. Sú er nú engu að síður raun-in, þökk sé peningum frá hinum moldríka Sheikh Mansour. Íbúar Manchester-borg-ar, bláir og rauðir, fá nú að upplifa baráttu um borgina og enska meistaratitilinn. Sem er venjubundið fyrir stuðningsmenn Manchester United en ekki daglegt brauð fyrir sigursvelta en sauðtrygga stuðnings-menn Manchester City.

Óhætt er þó að segja að leikmannahóp-

ar liðanna séu ólíkir. Á meðan Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manc-hester United, hefur byggt upp sigursælt lið undanfarin tuttugu ár og bætt við einstaka mönnum eftir þörfum á þeim tíma, hefur Roberto Mancini safnað saman her af afburða knattspyrnumönnum á undanförnum þremur árum. Ólík meðul til að búa til topplið en til-gangurinn helgar á endanum með-alið. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og rúlluðu yfir topplið í síðustu umferð. Manches-ter United niðurlægði Arsenal 8-2 á meðan Manchester City pakkaði Tottenham saman á útivelli, 5-1. Á köflum hafa Manchester-liðin sýnt stórbrotin tilþrif og borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína.

Yngdi upp hægt og hljóttAlex Ferguson hefur stýrt Manc-hester United í tuttugu og fimm ár með ævintýralegum árangri. Tólf enskir meistaratitlar, fimm bikartitlar, fjórir deildarbikar-titlar, tíu Samfélagsskildir, tveir meistaradeildartitlar, einn sigur í Evrópukeppni bikarhafa, einn Ofurbikar Evrópu, einn Álfubikar og einn heimsbikar félagsliða. Á þessum tíma hefur lið hans gengið í gegnum margar endurnýjanir lífdaga og alltaf komið niður á lapp-

irnar. Undanfarin ár hefur Fergu-son, í rólegheitum og án þess að nokkur hafi tekið eftir því, keypt til liðsins unga og efnilega leik-menn og náð að yngja upp lið sitt á undraverðan og sársaukalausan hátt. Leikmenn eins og Rio Ferdin-and, Michael Carrick og Dimitar Berbatov eiga ekki lengur fast sæti í liðinu og sennilega eru Carrick og Berbatov dæmdir til bekkjar-setu í vetur. Ungu mennirnir hafa komið inn eins og stormsveipir, að undanskildum spænska markverð-inum David De Gea sem hefur ekki þótt traustvekjandi sem eftirmaður Hollendingsins frábæra, Edwins van der Saar. Chris Smalling, Phil Jones, Javier Hernandez og Ashley Young hafa allir spilað eins og þeir hafi verið hjá United í hundrað ár og fallið einstaklega vel inn í liðið með Anderson og Tom Cleverley, að ógleymdum Wayne Rooney sem hefur farið hamförum. Ekkert er í spilunum annað en að Manchester United verði áfram á komandi árum liðið sem allir þurfa að sigra, ætli þeir sér enska meistaratitilinn.

Á hundrað kílómetra hraðaÁ meðan Ferguson hefur silast áfram eins og virðulegur Bentley í sunnudagsbíltúr hefur Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manc-

hester City, verið líkari Ferrari á leikmannamarkaðnum. Hann hefur keypt leikmenn eins og enginn sé morgundagurinn, í viðleitni sinni til að gera félagið samkeppnishæft við þau bestu á Englandi – og í Evrópu. Hann hefur keypt leik-menn fyrir tæpa 78 milljarða síðan Sheikh Mansour keypti félagið 1. september 2008. Á sama tíma hefur félagið selt leikmenn fyrir fimmtán milljarða. Enginn hefur verið of dýr fyrir Manchester City. Leikmenn á borð við Robinho, sem reyndar gat lítið, Carlos Tevez, Yaya Toure, David Silva, Edin Dzeko, Sergio Aguero og Samir Nasri, sem allir hafa kostað einn stóran frystitogara, hafa rúllað inn um hliðið á Etihad-leikvanginum í bláa hluta Manchester-borgar. Vanda-mál Mancini hefur ekki verið leik-mannahópurinn heldur hraðinn á samsetningu hans. Helsta verkefni Mancini er að búa til lið úr sam-safni af ólíkum en heimsklassa knattspyrnumönnum. Miðað við fyrstu þrjár umferðirnar virðist hann vera á góðri leið með liðið og getur meira að segja glaðst yfir því að Carlos Tevez er ekki enn byrj-aður að spila.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Markahæstir:1. Edin Dzeko, Manchester City 6

2. Wayne Rooney, Manchester United 5

Flestar stoðsendingar:1. Ashley Young, Manchester United 4

2. Samir Nasri, Manchester City 3

Flest skot:1. Manchester City 58

2. Manchester United 50

Flest skot á markið:1. Manchester City 31

2. Manchester United 29

Besta hlutfall skot/skot á mark:1. Manchester United 58%

2. Manchester City 53%

Flest mörk:1. Manchester United 13

2. Manchester City 12

Roberto Mancini og Alex Ferguson

munu berjast grimmilega í

vetur. Ljósmynd/samsett mynd

YFiRbuRðiR CitY og united

22 fótbolti Helgin 9.-11. september 2011

Page 23: 9 september 2011

FARAN er ný lifræn andlitslina sem;-Endurlifgar og nærir húðina-Gefur henni ferskt vitamin

-Hefur styrkjandi áhrif á rakafilmu húðar-Án allra kemiskra efna

Nú getur þú farið í grænar andlits- og líkamsmeðferðir

á Nordica spa

NÝTT-NÝTT-NÝTTHeima spa - hrein náttúra - einstök upplifun

Nú getur þú farið í grænar andlits- og líkamsmeðferðir

á Nordica spaSerum -dagkrem - næturkrem -augnkrem

Komdu og keyptu tilbúna andlitsmeðferð með leiðbeiningum og dekraðu við þig heima. Ljómunarmeðferð er meðferð sem róar, sefar og nærir húðina ásamt því

að gefa henni magnesium og mikið magn af E-vitaminiVerð kr. 1.590

Gefðu húðinni vitamin og ferskleika

Gefðu húðinni vitamin og ferskleika

NýTT -NÝTT

Signatures of nature Smáralind 2hæð s: 511-10-09Signatures of nature Smáralind 2hæð s: 511-10-09

Page 24: 9 september 2011

SKORINNÁ STAÐNUM

KR./KG1290ÍSLENSKUR17% GOUDA OSTUR

Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKTVELJUM

PEPSI EÐAPEPSI MAX,1 LÍTRI

KR./STK.

179

KR./PK.

279ÞYKKVABÆJARSNAKKRIFFLUR M/SÝRÐUM LAUK, 170 G

396KR./STK.

BERRY SAFAR,1 LÍTRI,5 TEGUNDIR

GULRÆTURFLJÓTSHÓLAR

KR./PK.

299

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

GARDI SÓLKJARNABRAUÐ

KR./STK.

249

LAMBASKROKKURAF NÝSLÁTRUÐU

KR./KG

998

ÍSLENSKTKÍNAKÁL

KR./KG

499

ÍSLENSK MATVÆLIKJÚKLINGABRINGUR

KR./KG2215

20%afsláttur

2769KR./KG

GOURMETSALTFISKSHNAKKAR

1698

15%afsláttur

1998

FETA OSTUR“SVEITAGRIKKI”

KR./PK.

448

KR./STK.698MONOMENTAL OLÍUR,2 TEGUNDIR,500 ML

KR./PK.298SAMMY´S COUS COUS,3 TEGUNDIR

KR./PK.

229TROLLI NAMMI,3 TEGUNDIR

KR./PK.

199HARIBO NAMMI

UNGNAUTARIB EYE

KR./KG3999

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

AÐ EIGIN VALISAGAÐ

SKROKKARAF NÝSLÁTRUÐU

Hryggur

Kótilettur

Læri

Súpukjöt

Lærissneiðar

Framhryggjasneiðar

ÍSLENSKTKJÖT

20%afsláttur

1998KR./KG

LAMBA-LÆRISSNEIÐAR

1598

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./KG

GRÍSA-KÓTILETTUR

1098

25%afsláttur

1498

REGNBOGASILUNGURFRÁ LAXAMÝRI

KR./KG1285F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

NóatúniNýttu þérnóttina í

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Nú eru allar verslanir Nóatúns opnar

allan sólarhringinn.

Hringbraut Austurver

Hamraborg

Nóatún 17

Grafarholt

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Lambakjötaf nýslátruðu í kjötborði Nóatúns

Page 25: 9 september 2011

SKORINNÁ STAÐNUM

KR./KG1290ÍSLENSKUR17% GOUDA OSTUR

Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKTVELJUM

PEPSI EÐAPEPSI MAX,1 LÍTRI

KR./STK.

179

KR./PK.

279ÞYKKVABÆJARSNAKKRIFFLUR M/SÝRÐUM LAUK, 170 G

396KR./STK.

BERRY SAFAR,1 LÍTRI,5 TEGUNDIR

GULRÆTURFLJÓTSHÓLAR

KR./PK.

299

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

GARDI SÓLKJARNABRAUÐ

KR./STK.

249

LAMBASKROKKURAF NÝSLÁTRUÐU

KR./KG

998

ÍSLENSKTKÍNAKÁL

KR./KG

499

ÍSLENSK MATVÆLIKJÚKLINGABRINGUR

KR./KG2215

20%afsláttur

2769KR./KG

GOURMETSALTFISKSHNAKKAR

1698

15%afsláttur

1998

FETA OSTUR“SVEITAGRIKKI”

KR./PK.

448

KR./STK.698MONOMENTAL OLÍUR,2 TEGUNDIR,500 ML

KR./PK.298SAMMY´S COUS COUS,3 TEGUNDIR

KR./PK.

229TROLLI NAMMI,3 TEGUNDIR

KR./PK.

199HARIBO NAMMI

UNGNAUTARIB EYE

KR./KG3999

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

AÐ EIGIN VALISAGAÐ

SKROKKARAF NÝSLÁTRUÐU

Hryggur

Kótilettur

Læri

Súpukjöt

Lærissneiðar

Framhryggjasneiðar

ÍSLENSKTKJÖT

20%afsláttur

1998KR./KG

LAMBA-LÆRISSNEIÐAR

1598

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./KG

GRÍSA-KÓTILETTUR

1098

25%afsláttur

1498

REGNBOGASILUNGURFRÁ LAXAMÝRI

KR./KG1285F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

NóatúniNýttu þérnóttina í

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Nú eru allar verslanir Nóatúns opnar

allan sólarhringinn.

Hringbraut Austurver

Hamraborg

Nóatún 17

Grafarholt

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Lambakjötaf nýslátruðu í kjötborði Nóatúns

Page 26: 9 september 2011

Hvað með það ef sagan er góð?

Hún er margverðlaunaður rithöfundur og orðheppin með afbrigðum. Hér ræðir Gerður Kristný við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um Barbí, Bessastaði og sitthvað fleira. Myndir/Hari.

Á heimili Gerðar Kristnýjar og fjöl-skyldu hennar við Skerjafjörð er fagurt útsýni út um flennistóran stofu-glugga sem snýr í suðvestur. Hinum megin við fjörðinn blasa Bessastaðir

við og þegar haustar og laufin falla af trjánum hjá nágrönnunum verður útsýnið ennþá betra. Hingað flutti fjölskyldan árið 2007 en sama ár kom út bókin Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju.

„Ballið á Bessastöðum gerði meiri lukku en ég hefði getað ímyndað mér en hún er um uppdiktaðan forseta sem er ekki alveg sáttur í starfi sínu. Hann fær nefnilega svo mikið af bréfum sem hann þarf alltaf að vera að svara,“ segir Gerður Kristný. Það er ekki laust við að hún kannist við vandamálið. Í símaskránni er hún titluð rithöfundur og skáld og í upphafi árs fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabók sína Blóðhófni. Hún ver þó drjúgum hluta vinnudagsins í að svara bréfum, að eigin sögn.

„Það fer lúmskt mikill tími í hver kyns skrifstofu-störf. Maður þarf að svara tölvupóstum, lesa yfir þýðingar og sitthvað fleira. Á næsta ári kemur t.d. út smásaga eftir mig í safninu Best European Fiction 2012 og ritstjórinn var að biðja mig um smá pistil fyrir heimasíðu útgáfunnar um af hverju ég gerðist rithöfundur.“

Gerður Kristný er nýkomin heim úr upplestrar-ferð til London og eftir nokkra daga heldur hún á bókmenntahátíð í Berlín. „Það tekur því ekki að ganga frá ferðatöskunni sem húkir frammi á gangi. Í Berlín ætla ég að lesa upp úr Garðinum, sem kom út í Þýskalandi í sumar, og Blóðhófni, en þriðjungur bálksins hefur verið þýddur yfir á þýsku. Ég les líka upp úr honum á bókamessunni í Frankfurt í októ-ber,“ segir hún.

Á stofuborðinu liggja einmitt þrjár útgáfur af Garðinum. Ein á íslensku, önnur á þýsku og sú þriðja á norsku. Bókakápur erlendu þýðinganna eiga það sameiginlegt að þær prýðir mynd af stólnum góða, sem um er fjallað í sögunni, á bláum bak-grunni. Að öðru leyti eru þær gerólíkar. Sú norska er fáguð og hlutlaus en á þeirri þýsku teygja appels-ínugular eldtungur sig til lofts.

Sverðin og ryksugurnarÍ London las Gerður Kristný upp úr Blóðhófni í Waterstone’s-bókabúðinni á Piccadilly-torginu, sem er flaggskip Waterstone’s-keðjunnar.

„Fyrir tveimur árum var mér boðið á rithöfunda-þing í Finnlandi. Finnarnir voru svolítið frumlegir og létu okkur höfundana búa tvo eða þrjá saman í litlum kofum úti í skógi. Ég var skikkuð til að deila kofa með þrítugri konu frá Wales, Fflur að nafni. Okkur leist hvorugri á þetta, enda þekktumst við ekki neitt en sambýlið varð vitaskuld til þess að við urðum perluvinkonur og höldum enn sambandi. Mamma Fflur, hún Menna, er þekkt velskt ljóð-skáld og kennir ritlist í Norður-Wales. Hún bauð mér þangað til að lesa upp úr Blóðhófni og segja frá goðsögninni sem þar er til umfjöllunar,“ útskýrir Gerður Kristný.

Í framhaldinu bauð félagsskapurinn Poets in the City henni að lesa upp í Waterstone’s. „Blóðhófnir hefur verið þýddur á ensku og ég var með lesara með mér sem flutti upphaf hans. Sjálf las ég upp á íslensku og sagði frá Skírnismálum. Inn í frásögnina fléttaði ég reynslu minni af ryksugum, Barbí- og Ken-dúkkum og einu og öðru sem mér flaug í hug á meðan ég rabbaði við áhorfendur. Þarna voru aðallega Bretar en líka þó nokkrir Íslendingar sem og norsk stelpa sem vinnur á hjálparmiðstöð fyrir fórnarlömb mansals. Mér fannst voða gaman að geta sagt henni frá örlögum Gerðar Gymisdóttur. Það er ekki eins og mansal sé neitt nýtt af nálinni.“

Hvernig tókst þér að flétta ryksugum inn í Skírn-ismál?

„Hva, sérðu það ekki, kona?“ segir Gerður snögg upp á lagið og kímir. „Sverðið hans Skírnis berst sjálft, svona eins og sjálfvirkar ryksugur gera. Ég hef heyrt að ekki þurfi annað en að kveikja á þeim til að þær spóli sig í gegnum heilu íbúðirnar.“

Tengingin við Barbí og Ken á sér sögulegar skýringar sem rekja má til Svíþjóðar. „Ég byrjaði að yrkja Blóðhófni úti í Stokkhólmi og brá mér því á þjóðminjasafn Svía. Þar eru litlar gullfígúrur frá víkingatímanum sem talið er að eigi að vera Gerður og Freyr. Einnig er talið er að fólk hafi leikið sér að þessum fígúrum áður en hjón voru gefin saman. Gerður er jú jörðin og Freyr frjósemin, þannig að við getum rétt ímyndað okkur hvers konar leikir það hafa verið. Örugglega eitthvað svipað því sem börn gera við Barbí og Ken nú til dags.“

Hvernig voru viðtökurnar? „Mjög góðar. Í lokin var opnað fyrir spurningar

og þá spurði jórdönsk kona hvort ég mætti taka fyrir goðsögn eins og þessa um Gerði og Frey og túlka upp á nýtt. Okkur virðist sem betur fer leyfast ýmis-legt á Íslandi sem þætti ef til vill óhugsandi annars staðar. Í fyrra fór ég á ljóðahátíð í Bangladess. Þar hitti ég ungan mann sem vildi vita hvað ég hefði skrifað. Ég sagði honum frá Bessastaðabókunum og það kom á manninn. Hann sagði mér að ef einhver gantaðist með forsetaembættið í Bangladess fengi

Heiðdís LiljaMagnúsdóttir

[email protected]

26 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

Page 27: 9 september 2011

sá hinn sami viðvörun og léti hann sér ekki segjast væri honum hent í dýfl-issuna. Ég hrósa happi yfir að ganga enn laus.“

Á ferð og flugi um heiminnBessastaðir hafa verið eitt af yrkisefn-um Gerðar Kristnýjar síðustu ár. Bók-in Prinsessan á Bessastöðum fylgdi í kjölfar Ballsins á Bessastöðum, árið 2009, og nú í haust kemur út þriðja bókin í sama bókaflokki: Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf.

„Í annarri bókinni fór prinsessan í heimsókn til forsetans en í haust fær forsetinn að heimsækja hana í kon-ungshöllina hennar í Ósló þar sem fram fer mikil krýningarveisla. Það er samt ekki allt með felldu í höllinni því þar kemur engum dúr á auga,“ upp-lýsir Gerður.

Gerður skrifaði leikrit upp úr Ball-inu á Bessastöðum sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar og var tekið upp aftur nú í haust. Sýningin fékk afbragðsdóma og var tilnefnd til Grímunnar sem besta barnasýningin. „Mér fannst mikill heiður að vera beðin að skrifa verk upp úr þessum bókum fyrir Stóra svið Þjóðleikhúss-ins. Það var nokkuð sem ég átti aldrei von á. Ég var ákaflega stolt af því að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús-stjóri og Melkorka Tekla Ólafsdóttir dramatúrg skyldu treysta mér til þess og að ég skyldi fá að njóta rit-stjórnar þeirra. Tónlistin sem Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur samdi fyrir sýninguna á líka eflaust eftir að hljóma lengi úr barnaherbergjum þessa lands.“

Gerður hefur verið töluvert á far-aldsfæti undanfarin ár. Í hitteðfyrra brá hún sér til Kolkata á Indlandi og í kjölfarið var gefin út ljóðabók eftir hana á hindí og bengölsku.

„Það leiddi síðan til þess að mér var boðið á ljóðahátíðina í Bangladess

sem ég minntist á áðan,“ segir hún.Hvaða bók var það?„Það var safn ljóða úr fyrstu þremur

ljóðabókunum mínum, Ísfrétt, Laun-kofa og Höggstað.“

Var þetta svona „Best of“?„Já, vonandi eru þetta skástu ljóðin!

Mér er boðið aftur á ljóðahátíð í Kolkata í upphafi næsta árs. Ég sé til hvort ég kemst.“

Ferðir Gerðar eru af margvíslegum toga og nú í vor brá hún sér tvisvar sinnum til Kaupmannahafnar, í fyrra skiptið til að segja frá Blóðhófni í Kaupmannahafnarháskóla og í síðara skiptið til að lesa upp úr verkinu á al-þjóðlegri ljóðahátíð. Bókin kemur út á dönsku í septemberlok í þýðingu Er-iks Skyum-Nielsen og heitir þá Blod-hingst „Ég notaði tækifærið úti í Kö-ben og keypti mér reiðhjól. Þá bárust þær fréttir að Gyrðir Elíasson hefði fengið bókmenntaverðlaun Norður-landaráðs. Fyrst ætlaði ég að gefa hjólinu mínu nafnið Sumarfuglinn upp á dönsku, af því það voru myndir af fiðrildum á því en fiðrildi er „som-merfugl“ á dönsku. En fyrst Gyrðir fékk Norðurlandaprísinn ákvað ég að það héti bara Sumarfuglinn á sumrin en Svefnhjólið á veturna. Það breytir því um nafn eftir árstíðum.“

Svo hefur þér verið boðið til Kína, ekki satt?

„Jú, það er hann Nubo karlinn [Huang Nubo innsk. blm.], sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sem býður mér. Hann hefur gaman af bók-menntum og flytur ljóðskáld heims-horna á milli. Fyrir nokkrum árum bauð hann kínverskum ljóðskáldum til Íslands og lásu þau upp í Norræna húsinu. Í haust ætlar hann síðan að bjóða nokkrum íslenskum skáldum til Peking og ég er eitt þeirra. Mér er líka ætlað að flytja fyrirlestur í Pek-ingháskóla.“

Hlýtur hann þá ekki að hafa gott

eitt í hyggju?„Jú, eigum við ekki bara að vona

það?“ Gerður hlær. „Ég meina, hvað gerðu íslenskir auðmenn? Þeir keyptu meðal annars skíðabrekkur og fót-boltalið. Ég held að það sé ágætt að menn styrki ljóðlistina. Annars finnst mér ákaflega póetískt að kaupa sér skíðabrekku sem er jú aðeins eftir-sóknarverð vegna þess að hún er þakin snjó. Að Íslendingi skyldi dytta í hug að kaupa sér snjó!“

Hvernig líst þér á það sem er í gangi í bókmenntalífinu hérlendis?

„Hér er býsna fjörugt bókmennta-líf. Á hverju hausti koma út dobíur af bókum á tungumáli sem aðeins um 300.000 manns kunna. Það er magnað. Þetta er líka viðburðaríkt ár. Íslendingar eru heiðursgestir bóka-messunnar í Frankfurt nú í október og nýbúið að velja Reykjavík eina af bókmenntaborgum UNESCO. Það er voða gaman að monta sig af þessu á erlendri grund.“

Hefur þetta einhverja þýðingu fyrir íslenskan rithöfund?

„Já, já, þessar vegtyllur sýna það sem mig hafði lengi grunað: að bók-menntir skipta Íslendinga máli. Síðan ættu þær að vera ávísun upp á að stjórn völd haldi áfram að hlúa að íslenskum bókmenntum. Fjöldi ís-lenskra bóka kemur út í Þýskalandi í ár vegna þess að við erum heiðurs-gestirnir á bókamessunni og vonandi verður framhald á þeirri útgáfu.“

Þykir vænst um ÍsfréttÁ meðal þess sem Gerður Kristný hef-ur sent frá sér eru skáldsögur, ljóða-bækur, leikrit, ferðabók og ævisaga.

Hvaða bók þykir þér vænst um?„Ætli það sé ekki fyrsta bókin mín,

Ísfrétt. Þar er aðeins að finna tuttugu ljóð en þau voru nú samt upphafið að þessu öllu. Ísfrétt fékk ágætis við-tökur svo mér fannst mér vera óhætt

29. október 12. nóvember

Á morgun – 10. septemberGönguferðin hefst við gatnamót Póst ­hússtrætis og Hafnarstrætis kl. 14:00.

Með fróðleik í fararnesti– gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands hafa tekið höndum saman og staðið fyrir reglulegum gönguferðum á aldarafmælisári skólans. Reynsla og þekking leiðsögumanna Ferðafélagsins og kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Hver gönguferð tekur um 2 klukkustundir.

Sjá nánar í viðburðadagatali á www.hi.isGönguferðirnar eru ókeypis og opnar öllum.

Skólaganga – á slóðir mennt unar og fræðslu í höfuðborginni

Hvers virði er náttúran? Gangan hefst við Elliðavatnsbæinn kl. 14:00.

Tugthúsmeistarinn, bjórbann, strípibúllur og fyrsti dómsalurinn Gangan hefst við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu kl. 14:00.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

112

38

7

að halda áfram að skrifa.“ Hafðir þú stefnt að því frá barnæsku?„Já, ég ætlaði alltaf að skrifa bækur en

sá samt lengi vel ekki annað fyrir mér en að ég þyrfti að vinna annað starf með fram ritstörfunum. Lengi vel ætlaði ég að verða kennari en svo varð ég blaðamaður. Það var mjög skemmtilegt. Þegar ég sá fram á að geta hætt að vera blaðamaður í fullu starfi og verða rithöfundur greip ég tækifærið.“

Gerður Kristný hlaut listamannalaun til þriggja ára árið 2009 og segir illmögu-legt að vera atvinnuhöfundur á Íslandi án þeirra. „Ekki nema maður skrifi ótrúlega vinsælar glæpasögur sem seljast helst líka út fyrir landsteinana. Suttungamjöðurinn sem listamannalaunin sáu mér fyrir gerðu það að verkum að ég gat einbeitt mér að því að skrifa Blóðhófni. Annars hefði ég þurft að láta eitthvað arðvænlegra ganga fyrir.“

Hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa glæpasögu?

„Ég skrifaði einu sinni sanna sögu um glæp, Myndina af pabba – Sögu Thelmu. Það er ekkert óalgengt að rithöfundar skrifi um sönn sakamál. Gabriel García Márques skrifaði Frásögn af mannráni og Truman Capote skrifaði Með köldu blóði. Mig langar ekkert að skrifa hefðbundna glæpasögu en ég hef í hyggju að skrifa bók sem fjallar um glæp.“

Það er væntanlega mikill munur á því að vera rithöfundur í fullu starfi og að sinna ritstörfum samhliða blaðamennsku.

„Heldur betur, ég hafði náttúrlega helg-arnar og fríin til að skrifa þegar ég var í blaðamennskunni en svo fór mig að langa til að eignast börn og þetta þrennt hefði aldrei farið saman. Auk þess langaði mig ekki til að ritstýra Mannlífi lengur.“

Hætt í glæpunumUppi á vegg hanga fallegar, svarthvítar fjölskyldumyndir af Gerði Kristnýju,

Forseta-embættið hefur verið að auglýsa eftir ráðs-manni eða ráðskonu að undan-förnu. Ég var að pæla í því hvort ég gæti ekki bara sótt um það og unnið mig síðan upp.

Framhald á næstu opnu

Fékkstu ekkiFréttatímann

heim?

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, káttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

viðtal 27 Helgin 9.-11. september 2011

Page 28: 9 september 2011

Kristjáni B. Jónassyni, eiginmanni hennar, og sonunum tveimur, Skírni og Hjalta. Skírnir verður bráðum sjö ára og er í 2. bekk í Melaskóla og Hjalti er þriggja og hálfs árs. Hann er í leikskólanum Skerjagarði.

Líf Gerðar hefur tekið miklum breyting-um eftir að fjölskyldan stækkaði og það fer ekki á milli mála að hún er alsæl með lífið og barnastússið. Eitt af því sem henni finnst skemmtilegt er að fara í barnaafmæli. „Ég fór í fjögurra ára afmæli sonar Sólveigar Berg-mann fréttakonu um daginn. Við Sólveig unnum saman á Mannlífi um tíma og urðum góðar vinkonur. Í stað þess að skrifa saman greinar um glæpamenn og pólitík, hlupum við saman í ratleik um Þingholtin með heilt barnaafmæli á eftir okkur í leit að sjóræn-ingjafjársjóði. Það var sko fjör!“

Ég gúgglaði þig aðeins áður en ég kom hingað ...

„Ó! Ég er löngu hætt að þora að gúggla nafnið mitt.“

... og rak augun í einhverja grein þar sem því var haldið fram að það væri mikill kuldi í bókunum þínum.

„Það er alveg rétt, sérstaklega ljóðabókun-um. Kaldraninn heillar mig. Það getur verið hálf voðalegt að vera stödd úti í íslenskri náttúru. Hún er skárri séð út um bílrúðu, enn betri í málverkum en langbest í ljóði.“

Þú ert pínulítið kaldhæðin sjálf, ekki satt?„Jú, en bara þegar það á við. Maður býður

börnum ekkert upp á kaldhæðni og ég slíðra hana hið snarasta þegar ég skrifa fyrir þau.“

Ég ræddi líka við vinkonur þínar og ein þeirra minntist á að þú hefðir aldrei lesið Harry Potter-bækurnar? Af hverju er það?

„Ég sá eina af myndunum og fannst þetta leiðinlegt. Maður getur ekki bara galdrað til sín einhver bjargráð! Það er ekkert þannig í lífinu.“

Þannig að þú hefur aldrei gefið Harry Potter séns?

„Nei, en ég hef lesið Önnu Karenínu og það var alveg nógu leiðinlegt.“

Og ætlarðu bara ekkert að lesa Harry Potter?

„Ég hef ekki fundið þörfina fyrir það. Hvað er þetta?“ spyr Gerður og hlær, alveg hissa á þessu Harry Potter-áreiti. „Kannski les ég einhvern tíma Harry Potter en það yrði ekki fyrr en ég hef náð Önnu Karenínu-ónotunum úr mér.“

Þú hefur verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegur framtíðarforseti þjóðarinnar. Hvernig leggst það í þig?

„Forsetaembættið hefur verið að auglýsa eftir ráðsmanni eða ráðskonu að undanförnu. Ég var að pæla í því hvort ég gæti ekki bara sótt um það og unnið mig síðan upp. Það var ein hugmyndin. En jú, ég hef fengið upp-hringingu frá blaðamanni Fréttablaðsins þar sem ég var spurð hvort ég ætlaði að bjóða mig fram til forseta. En ég held að ég þurfi það ekkert. Þegar Ólafur Ragnar lætur af embætti er ég viss um að við verðum í stök-ustu vandræðum með að velja á milli allra þeirra frambærilegu kvenna sem eiga eftir að gefa kost á sér.“

Eftir að hafa skrifað svona mikið um for-setaembættið hlýtur þetta samt að vera rök-rétt næsta skref.

„Ætli það ekki? Ég þyrfti bara að fá mér árabát og svo ræ ég héðan úr Skerjafirð-inum yfir á Bessastaði. Þetta er ekki langt að fara. Síðan gæti maður slegið upp balli á Bessastöðum af og til. Það gæti nú bara verið gaman.“

Það er gott að vita að maður er konaUngar konur virðast sumar hverjar telja að jafnrétti sé nokkurn veginn náð og að gler-þakið alræmda sé ekki lengur til staðar. Þú ert væntanlega ekki sammála þessu?

„Nei, við glímum enn við launamisréttið og ofbeldi gegn konum. Konur þyrftu líka að vera öflugri þátttakendur í opinberri umræðu og fá sömu tækifæri í atvinnulífinu og karlar. Konur átta sig ef til vill ekki á þessu fyrir al-vöru fyrr en þær koma út í atvinnulífið. Þá sjá þær hvað samstaða karla er góð. Við getum margt af henni lært og ættum að tileinka okkur hana betur.“

Þú ert mikill femínisti ...„Mikill femínisti? Annað hvort er maður

femínisti eða ekki,“ segir Gerður ákveðin. Hvað þýðir það orð fyrir þér? Geta allar

konur verið femínistar?„Já, og allir karlar líka. Satt best að segja

efast ég ekki um að alla hljóti að dauðlanga til að vera femínistar. Þá kemur maður nefnilega ekki bara auga á það sem miður fer, heldur líka svo margt býsna hlægilegt. Fyrir mér felst femínismi í því að styðja jafnrétti kynjanna. Í bókinni Píkutorfunni segir: „Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.“ Mér finnst þetta ágætlega orðað. Ég stend mig oft að því að sakna ís-lenskra kvenna í opinberri umræðu. Ég er mikill hausateljari eins og það er kallað þegar maður heggur stöðugt eftir hlutfalli karla og kvenna.“

Nú eru viðmælendur svokallaðra kvenna-blaða og tímarita í flestum tilvikum konur.

Eru þær konur taldar með í hausatalning-unni?

„Ekki minni, því miður, því eftir að ég hætti að starfa við tímaritin dalaði áhugi minn á þeim. Ég les Fréttablaðið og síðan verð ég að fá Moggann til að geta lesið minn-ingargreinarnar. Þar tel ég vitaskuld líka hausa og sýnist þetta vera svo til eina efnið í íslenskum fjölmiðlum þar sem ekki er gert upp á milli kynjanna. Dauðinn vinnur eftir strangri jafnréttisáætlun.“

Ertu stundum spurð hvernig þér gangi að samræma móðurhlutverkið og ritstörfin?

„Já, í Wales spurðu einhverjar konur mig að því hvað ég hefði gert við börnin mín fyrst ég væri á þessu flandri. Ég sagði þeim að ég hefði skilið þau eftir fyrir framan sjón-varpið með sinn Cheerios-pakkann hvort. Þær spurðu ekki meir. Krakkarnir mínir eru í skóla til klukkan fjögur á daginn svo að ég hef allan daginn til að sinna starfinu. Systir mín eða tengdamóðir mín aðstoða okkur hjónin þegar við þurfum að vera bæði í útlöndum á sama tíma.“

Hver er leiðinlegasta klisjuspurning sem þú hefur fengið í viðtölum sem þessum?

„Hef ekki hugmynd, ég gleymi þeim greini-lega jafnóðum.“

Þú lést ýmislegt flakka í þínum eigin við-tölum. Hver var djarfasta spurning sem þú manst eftir að hafa spurt?

„Gerði ég það? Ég man ekki eftir því en það er um að gera að vera spontant í viðtölum, bara til að gá hvað kemur út úr því. Ég hafði lengi reynt að ná viðtali við Svövu Jakobsdótt-ur áður en mér tókst loks að hitta á hana. Hún hafði verið veik og loks varð það fyrir milli-göngu Ingibjargar Haraldsdóttur skálds að hún samþykkti viðtal. Ég spurði Svövu hvort hún hefði verið að skrifa sérstaklega fyrir konur þegar hún var að hefja feril sinn og hún svaraði af mikilli festu: „Nei, en ég vissi að ég var kona.“ Mér fannst þetta feikigott svar hjá henni. Síðan tók ég viðtal við Odd Nerdrum á vinnustofunni hans í Ósló. Þar lá skamm-

byssa og ég spurði til hvers hann notaði hana. Listamaðurinn gerði sér lítið fyrir og beindi henni að höfðinu á mér í fáeinar sek-úndur áður en hann lagði hana aftur frá sér. Þetta var pínulítið óþægileg stund en hvað með það ef sagan er góð? Ég gat að minnsta kosti notað þetta í viðtalinu. Litlu eftir að Odd fluttist til Íslands birtust tveir blaðamenn frá norska Séð og heyrt inni á skrifstofunni hjá mér. Þeir voru komnir til að skrifa grein um Odd, höfðu heyrt af atvikinu með byssuna og vildu endilega fá mig til að rekja það fyrir þeim. Ég þóttist ekkert vita um hvað þeir voru að tala, enda ekki lagt það í vana minn að baknaga fólk sem hefur boðið mér upp á dýrindis kjötbollur undir málverki af fólki að ganga örna sinna.“

Af eignarfalli og esperantoGerður Kristný fæddist 10. júní 1970 og ólst upp í Safamýrinni í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Ingunnar Þórðardóttur, hjúkrunar-fræðings og húsmóður, og Guðjóns Sigur-björnssonar læknis. Hún segist hafa átt góða og hefðbundna æsku.

„Hverfið markaðist af miklum umferðar-götum, Háleitisbraut, Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Það var því aflokað og við krakk-arnir sóttum lítið út fyrir það. Stundum þegar ég heyri fólk segja sögur úr litlum bæjar-félögum þar sem það ólst upp kannast ég al-veg við sama smábæjarmóralinn úr hverfinu mínu, uppnefni og sögur sem eltu fólk eins og gamlar fylgjur.“

Gerður gekk í Álftamýrarskóla og ber kennurum þar vel söguna. „Íslenskukennsla var mjög góð í Álftamýrarskóla og af henni naut ég svo sannarlega góðs. Svo fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og þar fór ég að yrkja af miklum þrótti. Ég man að ég sýndi íslenskukennurunum mínum, Gunnlaugi Ást-geirssyni og Baldri Ragnarssyni, stundum ljóðin mín. Þeir lásu þau yfir og gáfu mér góð ráð. Baldur kenndi mér að eignarfall þyngdi stílinn. Síðan hef ég gætt mín á ógnum eign-arfallsins. Enn eru Baldur og Gunnlaugur mér til aðstoðar því Baldur hefur þýtt ljóðin mín yfir á esperanto og fengið þau meira að segja útgefin hjá esperanto-útgáfunni Mondial í New York. Gunnlaugur er nýbúinn að lesa yfir fyrirlestur hjá mér um Skírnismál sem ég flyt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um miðjan september.“

Eftir stúdentspróf fór Gerður til Frakk-lands og því næst í frönsku og bókmennta-fræði í Háskóla Íslands. Að því námi loknu lá leiðin í hagnýta fjölmiðlun við sama skóla. „Í háskólanum hafði ég góða kennara eins og þær Sigrúnu Stefánsdóttur og Helgu Kress sem höfðu báðar áhrif á mig. Femínísk skrif Helgu eru mér mikill sjóður. Að undanförnu hef ég legið í bók hennar Máttugar meyjar þar sem hún fjallar m.a. um Skírnismál.“

Skrifar um veðurfar og handavinnuGerður Kristný segir hugmyndirnar oft vera lengi að gerjast í höfðinu á sér áður en hún færir þær á prent. „Hugmyndin að stólnum í Garðinum fæddist árið 1987 þegar ég var að vinna í antíkversluninni Fríðu frænku. Hug-myndin um að skrifa um Gerði Gymisdóttur, sem segir sögu sína í Blóðhófni, er eflaust

Gerður Kristný var lengi blaða-maður en sjö ár eru liðin frá því hún hætti sem ritstjóri Mannlífs. Hvað er eftirminnilegast frá blaða-mannaferlinum?

„Bíddu nú við. Fyrst var ég á Tímanum. Var eitthvað eftirminni-legt þar? Ég var í löggufréttum.“

Þú hefur ekkert verið í mjúku málunum eins og konur eru gjarna á dagblöðunum?

„Það voru engin mjúk mál á Tímanum!“ segir Gerður og hlær. „Ekki man ég eftir því. Einn blaðamaður skrifaði allt um landbúnað, annar um fiskinn, sá þriðji alls kyns hagtölur, sá fjórði sá um íþróttirnar og svo skrifaði ég löggufréttir, um svartapéturs-mótið á Sólheimum í Grímsnesi og annað sem til féll. Það var ágætt. Maður hringdi í lögguna og spurði: „Er eitthvað að frétta hjá þér í dag?“ Stundum hafði þvotti verið rænt af snúrum úti á landi svo að fólk hljóp brókarlaust á milli

húsa. Síðan var ég á vikublaðinu Eintaki og þar vaknaði áhugi minn á dómsmálum og ég tók að fjalla um glæpamenn. Því hélt ég áfram þegar ég varð ritstjóri Mannlífs haustið 1998. Þá fékk ég loks að velja hvað ég vildi skrifa um. Það gat verið skapandi og skemmtilegt að koma saman blaði.“

Hver er eftirminnilegasti við-mælandinn þinn frá þessum blaða-mannsárum?

„Það er voða gaman að tala við fólk sem er óhrætt að segja skoðun sína án þess þó að vera með sleggjudóma,“ segir Gerður og lætur hugann reika aftur í tímann. „ Ég tók viðtal við Svövu Jakobs-dóttur rithöfund fyrir tímarit Máls og menningar. Það var óskaplega áhugavert. Mér fannst líka gaman að hitta myndlistarmennina Odd Nerdrum, Erró og Tryggva Ólafs-son,“ rifjar hún upp. „Þessir mynd-listarmenn voru ekkert að skafa utan af því. Þeir bjuggu líka allir í

útlöndum. Íslendingar veigra sér svo oft við að láta skoðanir sínar í ljós nema þá þeir séu í viðtölum við erlenda fjölmiðla.“

Hefurðu áhuga á myndlist?„Já, ég fór á sýningar með

pabba mínum þegar ég var krakki. Ég ætlaði alltaf að verða mynd-listarmaður, eins og reyndar fleiri ljóðskáld því Sigurður Pálsson og Gyrðir Elíasson hafa báðir sagt það sama. Ég teiknaði mikið sem barn. Svo fannst mér vanta sögur við myndirnar. Þá byrjaði ég að skrifa og smám saman tóku mynd-irnar að sitja á hakanum.“

Þú varst nánast eingöngu með konur á forsíðu Mannlífs þegar þú ritstýrðir blaðinu. Var það með-vituð ákvörðun?

„Já, mér fannst þær hafa frá svo mörgu og merkilegu að segja. Konur voru líka stór hluti lesenda blaðsins og sjálfsagt að taka til-lit til þess. Ég hafði sárasjaldan kvenmannslausan karl framan á

blaðinu.“Fannst þér erfiðara að fá konur í

viðtöl en karla?„Nei, nei, það er ekkert erfitt

fyrir konu að fá aðra konu í við-tal. Síðan vita konur ósköp vel að raddir þeirra þurfa að heyrast. Þær þurfa líka að fá tækifæri til að kynna sig og hugðarefni sín rétt eins og karlar. Tölublaðið sem seldist hvað best hjá mér á þeim sex árum sem ég ritstýrði Mann-lífi var með hinni dásamlegu leik-konu Eddu Björgvinsdóttur. Þetta var í október og forsíðan var með appelsínugulum bakgrunni, fal-legum og hlýlegum lit, svona eins og Edda sjálf.“

Hvern myndirðu vilja fá í viðtal ef þú þyrftir að ritstýra einu tölu-blaði af Mannlífi á nýjan leik?

„Ónafngreinda konu sem á sára lífsreynslu að baki. Mig langar að vita hvernig maður kemst í gegnum það sem virðist óyfir-stíganlegt. Hún virðist hins vegar

hafa mun meiri áhuga á að hlusta á sögu annarra en að rekja sína eigin svo að ég legg engan veginn í að biðja hana um viðtal.“

Blaðamannaferli Gerðar Kristn-ýjar lauk á toppnum, ef hægt er að orða það þannig, með því að hún hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2005 fyrir bókina Myndin af pabba – Saga Thelmu, sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi sem Thelma Ásdísardóttir og systur hennar urðu fyrir af hendi föður síns og fleiri barnaníðinga. „Bókin vakti feikiathygli hér heima og sömuleiðis í Svíþjóð þar sem hún var líka gefin út. Thelma kom þjóðinni í skilning um afleiðingar kynferðisofbeldis og hlaut aðdáun hennar fyrir hugrekkið. Það er stutt síðan við Thelma hittumst yfir kaffi. Það er ár síðan hún stofnaði Drekaslóð í félagi við aðra en þar aðstoðar hún bæði karla og konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Thelma er ótrúlegur forkur.“

Edda Björgvins seldist best

Gerður Kristný „Ég les Fréttablaðið og síðan verð ég að fá Moggann til að geta lesið minningargreinarn-ar. Þar tel ég vitaskuld líka hausa og sýnist þetta vera svo til eina efnið í íslenskum fjölmiðlum þar sem ekki er gert upp á milli kynjanna. Dauðinn vinnur eftir strangri jafnréttisáætlun.“

28 viðtal Helgin 9.-11. september 2011

Page 29: 9 september 2011

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á

[email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land.

Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

tuttugu ára. Það er stutt ljóð um hana í Ísfrétt og þegar ég fagnaði því að hafa afhent handritið að fyrstu skáldsögunni minni, Regn-boga í póstinum árið 1996, fékk ég mér tattú af sverði Freys á hægri kálfann. Ég efast heldur ekki um að ég eigi eftir að skrifa einhvern tíma verk út frá þeirri reynslu sem ég varð fyrir í Úganda í fyrra. Í Wales á dögunum hitti ég líka hina áttræðu Pat sem ég veit að á eftir að birtast í einhverri sögu eftir mig. Hún býr ein og þegar hún þarf einhvern að tala við fer hún út að hliðinu sínu með sultukrukku og biður einhvern að opna hana fyrir sig. Enginn neitar svona geðugri konu um það og allir vilja staldra við stutta stund til að spjalla. Ég sendi Pat Brekkukotsannál á ensku í pósti í gær en hefði vitaskuld átt að færa henni reiðinnar býsn af sultukrukkum með vel áskrúfuðu loki.“

Fylgistu með ungum kvenrit-höfundum? Sem eru reyndar ekki margir.

„Þetta er spurning um gæði, ekki magn, og þær sem hafa skotið upp kollinum undanfarin ár eru býsna færar.“

Af hverju heldurðu að það séu ekki fleiri ungar konur að skrifa bækur?

„Blaðamaður nokkur hélt því fram við mig að þær væru þjak-aðri af meiri fullkomnunaráráttu en karlmenn. Þegar handritum kvenna væri hafnað reyndu þær hvað þær gætu að betrumbæta handritið og kæmu svo aftur eða hættu við útgáfuna en strákarnir gæfu skrifin sín hikstalaust út sjálfir eða í samstarfi við vini sína. Það má vel vera rétt í sumum til-vikum. Nú eru konur komnar í for-svar nokkurra af helstu forlögum landsins og það á eflaust eftir að hafa prýðisáhrif á útgáfu á verkum kvenna. Sjálf er ég svo upptekin við að skrifa að ég hef ekki haft mikil tök á að velta þessu fyrir mér.“

Að hverju ertu að vinna núna?„Ég er að yrkja ljóðabálk sem

kemur vonandi út á næsta ári. Hún fjallar um handavinnu.“

Það er nú dálítið kvenlegt.„Hvort það er, en hún fjallar líka

um veðurfar og grimmd. “ Auk ljóðabókarinnar ætlar

Gerður að demba sér í að skrifa skáldsögu.

„Hún kemur líklega út árið 2013. Þetta er það sem ég er að fara að vinda mér í, á milli þess sem ég fer til útlanda og kynni verkin mín. Þetta verður ekki glæpasaga – en líklega bók um glæp,“ segir hún leyndardómsfull.

Gera má ráð fyrir því að vitsugur og brókastuldur af þvottasnúrum komi þar hvergi við sögu. Og þeir sem ekki kannast við vitsugur geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki lesið Harry Potter.

Page 30: 9 september 2011

Skálholt Alþjóðlegir fræðimenn ræddu kenningu guðmundAr g. þórArinSSonAr

Sögulegar og málfræðilegar vísbendingar um íslenskan uppruna Lewis-taflmannannaVitum við um einhverja þjóð sem notaði biskup sem taflmann á milli áranna 1150-1200? Já, Íslendinga. Vitum við um ein-hverja þjóð sem notaði hermenn sem hróka á skákborðinu á þeim tíma? Sennilega bara Íslendinga. Jónas Haraldsson kynnti sér niðurstöður alþjóðlega málþingsins í Skálholti og ræddi við Einar S. Einarsson ráðstefnustjóra.

TAKTU STÖKKIÐ22. SEPTEMBER – 2. OKTÓBER

norranorranorranorranorranorranorra na husid na husid na husid na husid na husid na husid na husid eeeeeeenorraenorranorranorraenorraenorraenorranorranorraenorranorranorraenorranorranorraenorraenorraenorranorranorraenorraenorraenorranorranorraenorraenorraenorranorranorraenorranorranorraenorranorranorraenorraenorraenorranorranorraenorra na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-------

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

-

na husid

-

na husid na husid na husid

-

na husid

þ að er almennt viðurkennt að taflmenn-irnir frá Ljóðhúsum voru gerðir milli 1150 og 1200. Einn taflmannanna er biskup. Vitum við um einhverja þjóð

sem notaði biskup sem taflmann á þeim tíma? Já, Íslendinga. Það er staðfest í okkar gömlu handritum. Er vitað um einhverja aðra þjóð sem notaði biskup sem taflmann á þeim tíma? Nei, svo er ekki.“ Svo sagði Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrum forseti Skáksambandsins, í lokaorðum sínum á alþjóðlegu málþingi sem haldið var í Skálholti í ágúst síðastliðnum.

Eins og fram kom í Fréttatímanum í sumar er heitið biskup á taflborði grundvallaratriði í kenningu Guðmundar um að fornir taflmenn sem fundust grafnir í sand í Uig á skosku eyjunni Lewis, eða Ljóðhúsum, árið 1831, séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna. Taflmennirnir hafa verið taldir norsk smíð en þeir þykja vera meðal fimm merkustu muna í eigu The British Museum og skoska þjóðminjasafnsins.

„Taflsettið frá Ljóðhúsum er sennilega eina taflsettið í heiminum þar sem hrókar eru í líki berserkja eða hermanna,“ hélt Guðmundur áfram. „Vitum við um einhverja þjóð sem notaði hermenn sem hróka á skákborðinu á þeim tíma? Sennilega bara Íslendinga, og nú er ég að vísa til hermanns sem fannst nýlega á Siglunesi, mjög líklega taflmaður sem svipar mjög til Lewis-tafl-

Kenningin um Þránd-heim sem upp-runastað er „just a guess“, bara til-gáta.

mannanna. Er vitað um einhverja aðra þjóð sem notaði hermenn í hróks stað? Nei, svo er ekki. Höfðu Íslend-ingar ráð á að sinna útskurði og skreytilist á þessum tíma? Já, um það má lesa í fornum annálum. Höfðu Ís-lendingar aðgang að rostungstönnum á þeim tíma? Já, lesið forna annála þar um. Áttu Íslendingar færa hag-leiksmenn til að skera út muni í þessum gæðaflokki? Já, um það má lesa í Biskupasögunum, samtímabók-menntum þess tíma.

Ég geri mér fulla grein fyrir að það er erfitt að leggja fram fullnaðar sannanir frá þessum tíma, sveipuðum móðu aldanna, en ég er sáttur ef niðurstaða þessa mál-þings er sú að íslenska kenningin um uppruna hinna fornu taflmanna sé ekkert síðri en aðrar kenningar sem settar hafa verið fram“.

Guðmundur rökstuddi kenningu sína og dró fram ýmsar vísbendingar, bæði sögulegar og málfræðilegar, sem benda til þess að taflmennirnir hafi verið gerðir í Skálholti í lok 12. aldar, sennilega af Margréti hinni högu og fleiri undir handleiðslu Páls Jónssonar bisk-ups, en málþingið var helgað 800 ára ártíð hans. Kenn-ing Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta, er að Margrét hin haga hafi skorið út biskups-staf Páls Jónssonar sem fannst í kistu hans. Margrét var kona Þórðar prests í Skálholti í biskupstíð Páls.

Hvatt til rannsókna í verkstæðisrústum í SkálholtiEinar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands-ins, hefur aðstoðað Guðmund við kynningu kenn-ingarinnar um íslenskan uppruna taflmannanna frægu. Hann var ráðstefnustjóri í Skálholti og sagði að ekki hefði náðst nein niðurstaða né samstaða um efnið á málþinginu enda ekki búist við því.

Þingið sóttu 30-40 manns, fámennt en góðmennt, að sögn Einars. Meðal ræðumanna voru færustu fræði-menn á þessu sviði, þeir dr. David H. Caldwell, frá skoska þjóðminjasafninu, sem nýlega skrifaði bókina The Lewis Chessmen Unmasked, og meðhöfundur hans að henni, Mark A. Hall, sagnfræðingur frá Perth sögu- og listasafninu, sem og James Robinson, forn-leifafræðingur frá The British Museum, vörslumaður taflmannanna þar. Þá ræddi dr. Kristinn Ólason, rektor í Skálholti, um Skálholt á 12. öld, Skúli Sæland rakti sögu Páls Jónssonar Skálholtsbiskups og Þór Magn-ússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, flutti erindi um

íslenskan útskurð og skreytilist til forna.Einar segir að hinir erlendu fræðimenn hafi hrifist

mjög af sögu Skálholts og menningargildi staðarins. Dr. Caldwell telji allar umræður og hugmyndir um fundarefnið af hinu góða. Hann hafi hvatt til frekari fornleifarannsókna þar, í rústum hins forna verkstæðis sem þar liggja óhreyfðar, með sameiginlegu átaki Evrópuríkja. Hann taldi allt eins líklegt að taflmenn-irnir væru upprunnir héðan eins og frá Noregi og hafði reyndar látið þau orð falla við New York Times, nokkr-um dögum fyrir málþingið, að kenningin um Þránd-heim sem upprunastað væri „just a guess“, bara tilgáta; enn væri ekkert hægt að sanna í þeim efnum.

Afsprengi háþróaðrar norrænnar miðaldamenningarFram til ársins 1266 var eyjan Ljóðhús (Lewis) hluti af eyja-konungdæminu þar sem norrænir konungar réðu ríkjum. Dr. Caldwll lýsti þeirri skoðun sinni að taflmennirnir hefðu verið í eigu konunglegs áhrifa-manns og vísaði til annarra merkilegra forngripa frá Skandinavíu í því sambandi.

Einar sagði að James Robinson, talsmaður breska þjóðminjasafnsins, útilokaði ekki að taflmennirnir hefðu verið gerðir á Íslandi en teldi líklegra að þeir væru norskir að uppruna, frá Þrándheimi. Sú stað-reynd að fullvíst væri að þeir væru afsprengi háþró-aðrar norrænnar menningar á miðöldum ætti að duga mönnum.

Guðmundur hefur m.a. nefnt það til stuðnings kenn-ingu sinni að nafn fundarstaðarins, Uig, sé dregið af íslenska orðinu Vík og þar skammt undan sé staðurinn Islivik sem gæti verið dregið af nafninu Íslendingavík.

Talsverða athygli vakti, segir Einar, að Robinson taldi eins líklegt að taflmaðurinn sem fannst á Siglu-nesi væri leikfang, en ekki taflmaður. Hinir erlendu gestir höfðu fengið að sjá hann meðan á heimsókn þeirra stóð þegar þeir heimsóttu Fornleifastofnun Ís-lands og Þjóðminjasafnið. Kom þar fram að hann væri úr tré en ekki ýsubeini, eins og talið hafði verið.

Í tengslum við málþingið var gefið út ritið „Ráðgátan um taflmennina frá Ljóðhúsum“ eftir Guðmund G. Þórarinsson.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Guðmundur G. Þórarinsson í ræðustóli á málþinginu í Skálholti. Við hlið hans er mynd af Lewis-taflmanni, biskupi, sem er undirstaða kenningar hans um íslenskan uppruna taflmannanna. Ljósmyndir/Eydís Einarsdóttir

Skúli Sæland sagnfræðingur rakti sögu Páls Jónssonar biskups, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Einar S. Einarsson ráðstefnustjóri og dr. Kristinn Ólason guð-fræðingur sem ræddi um Skálholt á 12 öld.

Erlendu fræðimennirnir ásamt dr. Kristni Ólasyni, rektor í Skálholti; dr. David H. Caldwell, James Robinson og Mark A. Hall.

30 rannsóknir Helgin 9.-11. september 2011

Page 31: 9 september 2011

BYKOblaðið9.-15. september 2011

Allt fyrir baðherbergið á lægra verði!

Vnr. 15726947

ISA sturtustöng, sturtubarki og handúðari.

Vnr. 42263750

SOEHNLE Body control fitumælinga baðvog, hámark 150 kg, 100 g ná kvæmni. Geymir 8 persónur í minni.

3.990kr.

Sturtusett

Verð áður: 4.990 kr.

9.990kr.

Handklæðaofn

Verð frá

4.990kr.

Baðvog

Verð áður: 7.290 kr.

Vnr. 13164750

ONE baðfylgihlutasett, hand-klæðaslá, rúlluhaldari, hand-klæðasnagi, handklæðahringur.

Vnr. 15529938-48

Handklæðaofn, 40x94 cm til 60x170 cm.

Mikið úrval!

4.990kr.

Baðfylgihlutasett

Verð áður: 7.890 kr.

Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð!Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð!

18.990kr.

BaðinnréttingVnr. 13609970-2

GOLDEA baðinnrétting með hand laug, breidd 50 cm, án blöndunartækis.

Page 32: 9 september 2011

Vnr. 41120149

SalernisburstiSalernisbursti, plast.

Vnr. 13162823

SalernissettFONDI salernissett, 4 hlutir.

Vnr. 13164820-1

SalernissetaNEW EUROPA salernisseta, plast eða stál festingar.

Vnr. 10706000/5

Salerniseta BESTTER hæglokandi salernisseta, hvít rauð eða svört.

290 kr. 1.990 kr. 3.990 kr.Verð frá: 6.990 kr.

Vnr. 15400045

HandlaugartækiARMATURA FERRYT handlaugartæki, með lyftitappa.

4.490 kr.

Vnr. 15332925

HandlaugartækiGROHE EUROSMART handlaugartæki, með lyftitappa.

12.900 kr.

Vnr. 13164751

RúlluhaldariMF ONE salernisrúlluhaldari.

Hæglokandi

Vnr. 13001610

HandlaugHUIDA handlaug á vegg, 59,6x46 cm.

8.990 kr.

Vnr. 13001600

HandlaugHUIDA handlaug í borð, stærð 53x48 cm.

5.690 kr.

2.690 kr.

Vnr. 13609976

BaðinnréttingGOLDEA baðinnrétting 76x65x51/33 cm með spegilskáp 74x8x12,5/24 cm, svört, án blöndunartækis.

Vnr. 13609997

BaðinnréttingGOLDEA baðeinnrétting, eik, vaskaskápur 59x68x45 cm, háskápur 33x190x31 cm, spegill 60x90x17 cm. Án blöndunartækis.

Vnr. 13609970-2

GOLDEA baðinnrétting með hand laug, breidd 50 cm, án blöndunartækis.

18.990kr.

Baðinnrétting

HnotaHvít

Vnr. 13002500

HandlaugGUSTAVSBERG handlaug á veggfyrir bolta og vinkla. 50x36 cm.

12.990 kr.

59.900 kr. 81.900 kr.

Vnr. 13609978

BaðinnréttingGOLDEA baðinnrétting, hvít, vaskaskápur 60x66x45 cm, háskápur 32x160x33 cm, spegill 60x50 cm, hilla 60x12 cm.60 cm. Án blöndunartækis.

75.900 kr.

Baðinnréttingar í úrvali!

26.980 kr.Innrétting og spegill

Vnr. 13609937/38

InnréttingGOLDEA, skápur og vaskur, 40x54x22 cm, án blöndunartækis háglans, hvítur eða svartur.

19.990 kr.

Vnr. 13609939

SpegillSpegill með hillu fyrir innréttingar, 40x80 cm.

6.990 kr.

Vnr. 13609974

GOLDEA, skápur og vaskur, háglans, 40x40cm, hvítt.

29.900 kr.Innrétting

Page 33: 9 september 2011

Vnr. 15328591

SturtusettGROHE TEMPESTA Duo sturtusett. Handúðari, stöng og barki.

7.990 kr.

Vnr. 15400030

SturtutækiARMATURA CLASS hitastýrt sturtutæk i.

17.990 kr.Vnr. 15400200

ARMATURA handúðari.

Vnr. 15720424

HandúðariISA handúðari, 1 stilling.

1.490 kr.

Vnr. 88511604

HandklæðasettHandklæðasett 10 stk. 3.490 kr.

Vnr. 65103023

HárblásariKHG hárþurrka, 1200W, silfur og svört

1.990 kr.

Vnr. 65103005

HárblásariKHG hárþurrka 2000W.

3.990 kr.

Vnr. 13164753

HandklæðakrókurONE handklæðakrókur.

1.790 kr.

Vnr. 41119065

HandklæðastandurHandklæðastandur.

2.990 kr.

Vnr. 15529962-3

Hand-klæðaofnKORAL handklæðaofn, króm, 710x490 cm eða 1170x490 cm.

Vnr. 13164968

HandúðariMOON handúðari með slöngu.

3.490 kr.

Vnr. 10705070

Sturtuhorn, 6 mm hert öryggisgler, 80x80x195 cm.

790kr.

Handúðari

Verð frá:

Vnr. 15529938-48

HandklæðaofnHandklæðaofn margar stærðir.

Verð frá:

9.900 kr.

23.900 kr.

Vnr. 41119031

RuslaflataRuslatunna með loki og fótstigi, 3 l.

2.590 kr.

Vnr. 41119122

TaukarfaTaukarfa, stærðir 54x31 cm eða 59x35 cm.Verð frá: 3.690 kr.

Vnr. 65740019

NuddtækiInnrautt hitanuddtæki, 13W.

3.990 kr.

Vnr. 10705085

SturtuþilSturtuþil, 8 mm hert öryggisgler, 90x210 cm.

28.990 kr.Vnr. 10705065

SturtubogiSturtubogi, 6 mm hert öryggisgler, 90x90x195 cm.

46.990 kr.

Vnr. 52232117

LoftljósISABELLE rakahelt halógeninni loft ljós, tvöfalt, 40W.

Vnr. 52236350

VeggljósNICE rakahelt halógen-inniveggljós, þrefallt, 40W.4.990 kr. 9.950 kr.

Vnr. 52235566

VeggljósRakahelt halógenveggljós, króm, 40W.

3.990 kr.

45.990 kr.Sturtuhorn

Ódýr ljós fyrir baðherbergið

Page 34: 9 september 2011

Aðalsímanúmer515 4000

BYKO Breidd 515 4200

Timburverslun Breidd 515 4100

LM BYKO 515 4020

Lagnadeild Breidd 515 4040

BYKO Grandi 535 9400

BYKO Kauptún 515 9500

BYKO Akranes433 4100

BYKO Akureyri 460 4800

BYKO Reyðarfjörður 470 4200

BYKO Suðurnes 421 7000

BYKO Selfoss480 4600Á

vef

vers

lun

BYKO

, ww

w.b

yko.

is, g

etur

þú

keyp

t fles

t allt

sem

fæst

í BY

KO. S

já o

pnun

artí

ma

vers

lana

á w

ww

.byk

o.is

H

önnu

n: E

XPO

/Áby

rgða

rmað

ur: I

ngi Þ

ór H

erm

anns

son.

Öll

verð

eru

bir

t með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. A

llar v

örur

fást

í BY

KO B

reid

d/Ka

uptú

ni e

n m

inna

fram

boð

getu

r ver

ið í

öðru

m v

ersl

unum

.

Vnr. 58812204

MálningarspaðarPensla japansfjaðrir, sett, plast.

Vnr. 58812004

MálningarspaðarPensla japansfjaðrir, sett, stál.

130 kr. 290 kr.

Vnr. 67057000/41

PenslarPenslar, No 1, nylon, flatur eða No 12 hrossahár, flatur.

180 kr.

Vnr. 84050303-10

MálningarspaðarPensill japansfjaðrir, 3, 5, 8 eða 10 cm, stál.

220 kr.

Gæðavörurfyrir myndlistarmanninn!

Verð frá:

Verð frá: 990 kr.

Verð frá:

Vnr. 67058150/64

ÁferðarefniMichael Harding áferðarefni fyrir olíuliti. Margar gerðir. 5.990 kr.

Trönur/myndlistakassi

Vnr. 67059124

Trönur á borð, 70,5x50x37,5 cm.

3.990 kr.Trönur

990 kr.

Michael Harding

olíulitir

Verð frá:

Lægra verð á myndlistarvörum!

Vnr. 67058000/130

Michael Harding olíulitir. Margir litir.

Vnr. 67059040-125

BlindrammarGæða blindrammar í miklu úrvali,Stærðir frá 12x12 cm til 100x150 cm, bómull eða hör.

Verð frá: 263kr.

Vnr. 67059123

Trönur, 82x40x53 cm, og myndlistakassi.

Page 35: 9 september 2011

viðhorf 31Helgin 9.-11. september 2011

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Af harðfylgi einstaklings var bann gegn bjór-sölu hér á landi brotið á bak aftur. Frá árinu 1989 hafa Íslendingar því, líkt og aðrar þjóðir, getað keypt þessa almennu neysluvöru. Áður var bjór á markaði sem smyglvara auk þess sem flugliðum og sjómönnum var leyft að flytja vöruna inn. Bjórbann á heila þjóð var bjánaskapur, svo vægt sé til orða tekið, en í raun heimskuleg forræðishyggja.

Eftir að bjórsala var leyfð hefur sala hans og léttvína ein-kennt markaðinn en að sama skapi hefur dregið úr sölu brenndra drykkja. Sú þróun er jákvæð. Þeir sem muna áfeng-isneyslu almennings, ekki síst ungmenna, fyrir 1. mars 1989, vilja varla skipta.

Bann við áfengisauglýsing-um er í gildi hér á landi þótt söluvaran sé lögleg. Það er um-

deilanlegt, í besta falli. Erfitt er enn fremur að framfylgja slíku banni og mismunun veruleg þar enda heimilt að auglýsa vöruna í erlend-um fjölmiðlum, prentmiðlum og sjónvarps-stöðvum, sem geta verið inni á hverju heimili hér á landi – en ekki innlendum miðlum.

Bjór hefur hins vegar verið auglýstur, óbeint að minnsta kosti, þá rúmu tvo áratugi sem liðnir eru frá því að banni við neyslu hans var hnekkt. Það hafa framleiðendur gert með því að bæta orðinu léttöli með smáum stöfum neðst eða aftast í auglýsingarnar. Fram hjá þessu hefur verið horft þar til núna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er forræðishyggjumaður. Hann vill hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Því var á dagskrá Alþingis á miðvikudaginn lagafrumvarp ráðherrans um breytingu á áfengislögum, þ.e. skýrara bann við auglýsingum.

Fyrst ráðherrann kaus að leggja fram frumvarp um breytingar á bjórauglýsingum hefði verið eðlilegra að auglýsingar á þessari almennu neysluvöru hefðu verið heimilaðar í stað þess að setja þeim frekari skorður. Til þess skal beita því ráði að banna auglýsingar á malti og pilsner, þ.e. vökva sem er undir 2,25% af hreinum vínanda „ef hann er settur á markað í umbúðum sem eru svo líkar um-búðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi milli óáfengu vörunnar og hinnar óáfengu.“

Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýs-ingum eða öðrum viðskiptaorðsendingum, að því er fram kemur í frumvarpinu. Fróðlegt verður að fylgjast með því, fái málið stuðn-ing á Alþingi, þegar malt og appelsín verður auglýst fyrir jólin. Væntanlega verða birtar þrjár stjörnur í stað malts í prentmiðlum og píp í stað hinnar þjóðlegu vöru í ljósvakaaug-lýsingunum.

Bannið tekur með sama hætti til viðskipta-orðsendinga sem eingöngu fela í sér firma-nafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis fram-leiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í viðskiptaorðsendingum sem er ætlað að markaðssetja þá drykki, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna, ekki sé vísað til hinnar áfengu framleiðslu og ekki hætta á ruglingi milli áfengu framleiðslunnar og hinn-ar. Kannski að maltið sleppi, eftir allt saman.

Bannið mun hins vegar ekki ná til, frekar en áður, viðskiptaorðsendinga á erlendu máli í erlendu prentriti sem flutt er til landsins og heldur ekki til erlendra endurvarpsrása. Hér eftir sem hingað til verður því heimilt að auglýsa „beer“ en ekki bjór.

Það er ekki öll vitleysan eins.

Forræðishyggja og mismunun

Kannski sleppur maltið

A

Jónas [email protected]

Fært til bókar

Með þingmannsblóð í æðumPólitíkin er skrýtin tík. Óvænt brott-hvarf Þórunnar Sveinbjarnardóttur af þingi varð til þess að pláss myndaðist fyrir Lúðvík Geirsson sem í fyrra sá á bak bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði. Lúðvík hafði verið bæjarstjóri í tvö kjör-tímabil, frá árinu 2002, þegar hann lagði allt undir í þeirri von að halda hreinum meirihluta Samfylkingarinnar þriðja kjör-tímabilið í röð. Hann settist því sjálfur í baráttusæti listans, það sjötta. Það dugði ekki til. Flokkurinn fékk fimm bæjarfull-trúa og meirihlutinn tapaðist. Þótt Lúðvík sæti í bæjarstjórastólnum fyrst eftir að Samfylkingin myndaði meirihluta með Vinstri grænum varð hann frá að hverfa. Það var að vonum að Lúðvík tæki áhætt-una því skoðanakannanir sýndu, rétt fyrir kosningar, að 67% bæjarbúa vildu Lúðvík áfram sem bæjarstjóra. Persónulegar vinsældir hans voru hins vegar meiri en flokksins. Því fór sem fór. En hið pólitíska orlof varð ekki langt. Nú getur Lúðvík látið til sín taka á þingi, ekki síður en í bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði. Hann á ekki langt að sækja þingmannsgenin því faðir hans, Geir Gunnarsson, sat á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið um tveggja áratuga skeið, frá 1959-1979. Áður hafði Geir setið sem varaþingmað-ur og hið sama gildir raunar um soninn. Lúðvík sat sem varamaður í október og nóvember á liðnu ári. Ferill Lúðvíks er fjölbreyttur. Hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn árið 1978 en ílentist ekki í bakstrinum því hann varð blaðamaður og síðar fréttastjóri á Þjóðviljanum frá 1979 til 1985. Blaðamennskan leiddi síðar til þess að Lúðvík varð forystumaður blaða-manna, formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands 1988-2002. Pólitíkin í blóði Lúðvíks leiddi hann inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1994.

Bleikt og bláttJóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-herra og Kuupik Kleist, formaður land-stjórnar Grænlands, funduðu á mánudag-inn á Þingvöllum. Ræddu þau meðal annars tvíhliða samskipti Grænlands og Íslands, þróun sjálfstæðismála á Græn-landi, efnahagsmál, aðildarviðræður Ís-lands við Evrópusambandið og samstarf Grænlands við sambandið, að því er fram kemur á síðu forsætisráðuneytisins. Þar segir enn fremur að forsætisráðherra-hjónin hafi boðið til hádegisverðar í Þing-vallabænum, til heiðurs formanni land-stjórnar Grænlands. Allt er þetta eftir bókinni hvað varðar móttöku erlendra þjóðarleiðtoga og á mynd sem fylgir fregninni má sjá að hinn kærkomni græn-lenski gestur og næsti nágranni okkar

fékk gott haustveður á Þingvöllum. Meiri athygli vekur þó litaval

leiðtoga grannþjóðanna. Jó-hanna Sigurðardóttir for-sætisráðherra var klædd ljósblárri blússu og jakka í sama lit. Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, skart-aði hins vegar bleikri

skyrtu og enn bleik-

ara bindi. Hefð-

bundnir kynjalitir voru því víðs fjarri þennan haustdag en þó skal það tekið fram, svo öllu sé til skila haldið, að Kleist var í dökkum jakkafötum utan yfir bleiku skyrtunni og bindinu.

A ð mörgu leyti er fjár-málamark-

aðurinn á Íslandi frosinn og einhæfur. Hlutabréfamarkað-urinn er óvirkur og erlendir fjárfestar hika við að fjárfesta hér á landi vegna gjaldeyrishafta og stjórnmálaóvissu þótt vissulega megi fagna undantekning-um þar á hjá fram-sýnum Kínverjum.

Ýmis tækifæri eru í atvinnustarfsemi og afar brýnt að nota þau. Við höfum ekki nýtt árin eftir hrun nógu vel til að endurreisa og byggja upp öflugra atvinnulíf og bæta lífskjör almennings. Svo vel megi takast til þarf margt að gerast:

Skapa þarf traust á markaðnum og að skráð fyrirtæki á markaði öðlist trúverðugleika á ný.

Halda þarf áfram að koma fyrirtækjum úr eigu bankanna og endurreisa þau. Margt bendir til þess að aukinn kraftur sé að færast í það verkefni.

Stjórnvöld verða að koma með skýra stefnu í atvinnumálum og fjármálum ríkisins til að nýta það samkeppnisforskot sem Ísland getur haft.

Áhugavert væri að nýta betur hugmyndafræði framtakssjóða og framtaksfjárfestinga. Þetta er sér-staklega mikilvægt á meðan ekki hefur tekist að endurreisa hluta-

bréfamarkaðinn. Mörg fyrirtæki gætu notið góðs af því að fara í gegn-um þá aðferða-fræði sem fram-takssjóðir byggjast á. Framtakssjóðir eru áhrifafjárfestar og fjárfesta yfirleitt umtalsverðan eign-arhlut í óskráðum félögum með það að markmiði að auka raunverulegt verðmæti þeirra og selja þau eða skrá þau á hlutabréfa-markað með góðri

ávöxtun eftir nokkur ár. Þetta getur til dæmis gerst með samruna fyrir-tækja, með því að endurskipuleggja reksturinn frá grunni, innleiða nýja stjórnarhætti eða tækni, kaupa önn-ur fyrirtæki eða einbeita sér ein-faldlega að því sem fyrirtækið gerir best. Þetta er alger andstæða þess sem gerðist á árunum 2004-2008 í kjölfar einkavæðingar bankanna þegar bankarnir, í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja, eyðilögðu íslenskt atvinnulíf með ómarkvissri þátttöku í kaupum á fyrirtækjum og lánveitingum.

Framtaksfjárfestar beita yfirleitt eftirfarandi aðferðafræði við sínar fjárfestingar:– Skilgreina í upphafi tækifæri

félagsins og hvernig má auka verðmæti þess, ekki með blekk-ingum og markaðsmisnotkun heldur með raunverulegri verð-

mætasköpun.– Gera aðgerðaáætlun um hvernig

skuli efla starfsemina og auka verðmæti félagsins og fá stjórn- endur í lið með sér við þær aðgerðir.

– Vera virkur áhrifafjárfestir sem hraðar aðgerðum og fylgir breytingum eftir með stjórnar-þátttöku og aðhaldi.

– Virkja betur starfsmenn og stjórnendur félagsins og skipta þeim stjórnendum út sem henta ekki félaginu eða ná ekki ár-angri.

– Nýta fjármuni og eignir fyrir-tækisins skynsamlega og losa sig við þær eignir sem eru óarðbærar eða eru óþarfar fyrir starfsemina.

– Byggja upp jákvæðan fyrir-tækjabrag og sóknaranda.

Það er lykilatriði í uppbyggingu íslensks efnahagslífs að þeir fjár-munir sem liggja á lítilli ávöxtun í bönkunum séu nýttir við uppbygg-ingu í atvinnulífinu. Þannig getum við komið hagkerfinu kröftuglega í gang og nýtt betur þau tækifæri sem liggja í auðlindum og þekk-ingu þjóðarinnar. Stjórnvöld gætu líka nýtt sér eitthvað af þessum tækifærum og hrint í framkvæmd sóknaráætlun til bættra lífskjara. Lítið hefur gerst í þeirri sóknar-áætlun sem núverandi ríkisstjórn hóf vinnu við árið 2009 og var kynnt í janúar 2011. Nú er tími til kominn að fara að spila sóknar-leik. Atvinnulífið og almenningur í landinu bíður eftir því að flautað verði til leiks.

Íslenskt efnahagslíf

Fjárfesting er forsenda framfara

Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri hjá HR og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands

Hér eftir sem hingað til verður því heimilt að auglýsa „beer“ en ekki bjór.

Page 36: 9 september 2011

Ég hélt að ég hefði hitt frábæra manneskju og ákvað að þetta væri raunverulegt. Ég varð fyrir áfalli. Bandaríkjamaðurinn Jason Gold-berg taldi sig hafa fundið ástina á Facebook-síðu föngulegrar íslenskrar snótar. Hún reyndist síðan alls ekki vera sú sem hann hélt en þó hlýtur að vera huggun harmi gegn að hún var ekki miðaldra, feitur karlmaður.

Bytturnar í Reykjavík eru miklu klárariSkúli er enginn bæklunarlæknir, hann er fyllibytta úr Borgarnesi.Mögnuð deila tveggja lækna endaði á borði siðanefndar þar sem annar er vændur um að hafa sagt hinn hafa verið fullan í þrjátíu ár. Skjólstæð-ingur læknanna blandaðist í deiluna og komst að því að hann hafði verið greindur með vitræna skerðingu án þess að hafa hugmynd um það.

Já, en þú ert nú samt útlendingur!Ég get til að mynda aðeins vonað að þið trúið því að ég sé ekki hættulegur og að ég reyni að vera góð manneskja.Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo reynir allt til að sannfæra Ís-lendinga um að hann sé góður gæi.

Hva, kannt þú ekki öll trixin?Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjald-þrota?Björgólfur Thor Björgólfsson er jafn ráðvilltur og hinn almenni leikmaður og botnar ekkert í því hversu fáir stórbokkar útrásarinnar hafa farið á hausinn.

En þessi þingmennska er til fyrirmyndarÞessi blaðamennska er einfaldlega til skammar.Gamli Þjóðviljaritstjórinn Þráinn Bertelsson kom Þórunni Sveinbjarn-ardóttur til varnar í biðlaunaumræð-unni, heldur óhress með þá stefnu sem umræðan tók í vikunni.

Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnaðMaður er bara í klónum á mafíunni og maður lítur á bankann sem glæpamenn.Halldór Lárusson, viðskiptavinur Arion banka, er gáttaður á hagnaði bankans sem hefur lítið viljað fyrir hann gera.

Slíkt fólk nennir nú varla í pólitíkVið höfum rætt við alls konar fólk. Það er fullt af vel gefnu fólki á þessu landi sem vantar vettvang til að geta orðið að liði.Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, viðraði hugmyndir um að Besti flokkurinn bjóði fram á landsvísu.

Laun heimsins eru vanþakklætiÉg verð að segja að ég fyrirverð mig að sumu leyti fyrir Alþingi þar sem ég átti sæti í rúma tvo áratugi, fyrir að hafa orðið sér til skammar með þessum hætti.Geir H. Haarde hugsar gömlum vinnufélögum á Alþingi þegjandi þörfina fyrir að drösla honum fyrir Landsdóm fyrir þær sakir að hafa ætlað að „haardera“ sig í gegnum efnahagshrun.

Vikan sem Var

Hafðubankann með þér

Þú getur fengið „appið“í símann á m.isb.is

Snjallsímaforrit „app“ er, eins og nafnið bendir til, forrit sem bætir eiginleikum við snjallsímann þinn. Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu.

• Yfirlit og staða reikninga

• Yfirlit og staða kreditkorta

• Millifærslur

• Myntbreyta og gengi gjaldmiðla

• Samband við þjónustuver

• Staðsetning útibúa og hraðbanka

Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn

Skannaðu kóðann til að sækja „appið“ frítt í símann.

Íslandsbanki býður fyrstur íslenskra banka upp á snjallsímaforrit

F ram er haldið frásögn af tillögum stjórnlagaráðs um

nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Nú verða auðlindamálin tekin til stuttrar umfjöllunar, en með nokkuð frjálslegum hætti.

Nýting takmarkaðra gæðaÍ 33. grein í tillögum stjórn-lagaráðs er fjallað um verndun náttúru lands-ins, fögrum orðum eins og vera ber. Helsta nýmælið í þeim málaflokki er þó að finna í næstu grein, þeirri 34. Þar segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Ís-lands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðar-innar.“ Síðan er tilgreint að „stjórnvöld get[i] á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn-ræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs for-ræðis yfir auðlindunum.“

Hér er brotið í blað. Kjarni ákvæðanna er þessi:1. Auðlindir utan einkalanda eru

ævarandi þjóðareign sem ekki má ráðstafa varanlega. Hér er áréttað það sem þegar stendur að nokkru í lögum eða almennt samkomulag virðist um.

2. Einkaaðilar eiga aftur á móti að nýta auðlindirnar en greiða fyrir það fullt gjald. Með því er e.k. markaðs-verð haft í huga, en ekki pólitískt

ákvarðað gjald. Á því tvennu er reginmunur; ekki endilega á upp-hæð gjaldsins heldur því hvernig verðákvörðunin er tekin.3. Allir eiga að hafa jafnan rétt til nýtingarinnar. Vita-skuld ber um leið að taka tillit til þess sem á undan er gengið; eðlilegt er að þeir sem haft hafa nýt-ingarleyfi fái aðlögun að breyttu fyrirkomulagi.4. Sama fyrirkomulag

skal hafa um önnur takmörkuð almannagæði, svo sem um fjar-skiptarásir eða heimildir til losunar á gróðurhúsalofttegundum, svo dæmi séu tekin.

Útfærslan á 2. og 3. atriðinu skiptir sköpum. Að mati undirritaðs verður það vart gert nema með uppboðum á tímabundnum nýtingarrétti á hinum takmörkuðu gæðum um leið og veitt er eðlileg aðlögun í formi fyrningartíma á fyrri réttindum. Fyrir rúmu ári fól svo-kölluð sáttanefnd um fiskveiðistjórn-un okkur Jóni Steinssyni hagfræðingi að útfæra tilboðs- og fyrningarkerfi á veiðikvótum í þessa veru; sjá http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/Fylgiskjal8_Tilbodsleid.pdf. Við vorum ekki að finna upp hjólið. Ámóta hugmyndir, innlendar sem erlendar, hafa legið fyrir áratugum saman. Hugmyndin fékk litla um-fjöllun en var samt harðlega andmælt af talsmönnum útgerðar og stungið undir stól af stjórnvöldum. Í staðinn sitja menn nú uppi með moðsuðulausn, ef lausn skyldi kalla, sem gengur undir

nafninu pottaleið.

Skrítin tík, pólitíkErlendur sendimaður sem bjó ára-tugum saman á Íslandi skrifaði bók um reynslu sína. Hann sagði hugtökin vinstri og hægri ónothæf um íslensk stjórnmál, nær væri að nota mæli-kvarðann aftur og fram. Kvótaumræð-an á Íslandi verður aðeins heimfærð upp á þennan seinni skala. Halda mætti að hugmynd um markaðslausn á útdeilingarvanda takmarkaðra gæða, eins og sú sem við Jón lögðum til, ætti talsmenn meðal flokka sem kenna sig við markaðsbúskap og um leið meðal talsmanna atvinnurekenda. Svo er þó ekki. Þegar markaðslausn okkar Jóns var kynnt sjávarútvegsnefndinni fyrrnefndu spurði forkólfur útgerðar-manna í fundarlok hví við hefðum ekki bara komið með kommúnistaávarpið og lagt það á borðið! Skyldi Karl Marx hafa hrokkið við í gröf sinni í London?

Auðlindir til lands og sjávar á að nýta á vistvænan hátt. Um leið verður að gæta réttlætis, m.a. þess að þjóðin njóti eðlilegs arðs af eignum sínum. Jafnframt fái framsækið einkaframtak notið sín. Stjórnarskrárdrög stjórn-lagaráðs leggja grundvöll að þessu, en það þarf vilja skynsamra manna til að útfæra hugmyndirnar, manna sem snúa fram en ekki aftur á þjóðarskút-unni.

Hvað næst?Í næsta pistli verður snúið aftur að lýðræðismálunum og þá fjallað um þátttöku almennings í ákvarðanatöku á þann hátt sem stjórnlagaráð leggur til. Boðuðum pistli um hvað verða eigi um tillögur stjórnlagaráðs er slegið á

Ný stjórnarskrá

Kvótinn og kommúnistaávarpið

Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði

32 viðhorf Helgin 9.-11. september 2011

Page 37: 9 september 2011
Page 38: 9 september 2011

E lstu menn muna eftir því, þegar Atómstöð Laxness kom út. Þótti það merki-

legur viðburður, ekki síst meðal bóklæss fólks. Umræða sú, sem spannst út frá þessu og öðrum, framsæknum bókverkum, var-aði um nokkurt skeið, og náði hámarki sínu um svipað leyti og íslenskir ráðherrar lögðu leið sína á Völlinn og spiluðu bingó með menningarbræðrum sínum þar. Í Mogganum birtust daglega skammargreinar um kommúnista, en Heimdellingar köstuðu fúlegg-jum að Keflavíkurgöngumönnum, sem að leiðarlokum gengu fylktu liði niður Bankastræti, á meðan Lúðrasveit verkalýðsins lék Öxar við ána af föstum setningi.

Það var þá. Nú veit margt fólk vart deili á sólþurrkuðum salt-fiski, hvað þá heldur að hægt sé að syngja á hann hörpuljóð. Hins vegar er kunnátta í erlendum tungumálum slík, að þegar ungar dömur æpa Ómægad!, vita allir hvað þær meina.

Og þrátt fyrir djúpa efnahags-lægð, sem íþyngir gróðasnilling-um, má stöðugt finna nýjar tekju-veitur. Samkvæmt fréttum RÚV í síðustu viku er verið að selja kín-verskum auðkýfingi, að því áætla má, einn þrítugasta hluta íslensks gróðurlendis fyrir alldrjúgan skilding, auk loforða um blómlega innrás kínverskra túrista í Norð-austurland. Fyrstu fréttum fylgdi sú yfirlýsing, að nýir eigendur myndu ekki leita vatnsréttinda sinna. Aðspurðir fulltrúar ferða-

iðnaðarins og sumra ráðuneyta lýstu sig fylgjandi þessari þróun, en ekki var minnst á, að umsjónarmenn menningarminja svæðisins hafi bent á, að það þoli vart meiri ágang ferða-manna.

Rétt er að hafa í huga, að þótt Kínverska alþýðu-lýðveldið flaggi núorðið mörgum auðkýfingum, ger-ist ekkert í því vold-uga og fjölmenna ríki án vitundar og vilja stjórnvalda, eða án þess að ríkið hafi iðna fingur með í spilinu og góðan og langvinnan hag af. Kínverjar hafa sýnt sig vera dug-lega í landvinningum og bíssniss – það er sagt, að þeir eigi núorðið drjúgan hluta Austur-Afríku með öllum sínum náttúruauðlindum, og í Tíbet hafa staðbundin menn-ingardauðyfli fengið að víkja fyrir nútímastóriðju. Kínverjar eru víst auk þess stærstu lánveitendur Bandaríkjamanna, en fregnir herma, að Bandaríkjamenn skuldi núorðið jafnvel enn meir en Ís-lendingar, miðað við mannfjölda. Tala um tæra snilld!

Það er fagnaðarefni, að við séum loksins búin að fá í lið með okkur raunverulegt fólk, sem kann að græða. Og meiri verður fögnuðurinn þegar tillit er tekið

til þess, að Kín-verjar eru meir en 13 miljörðum fleiri en Íslendingar, og útrásarvík-ingar þeirra að sama skapi legíó. Kínverskir at-hafnamenn hafa á síðustu árum sýnt töluverðan áhuga á því að eignast íslensk fyrirtæki, og má þar telja með bújörð þá, sem nú á að færast yfir í þeirra eigu. Á undanförnum árum hefur er-lendum auðkýf-

ingum verið leyft að kaupa upp jarðir með ýmsum réttindum úti um allar sveitir, og engin ástæða til að skilja Kínverja útundan. Iðn-aðarráðherra bendir á, að þetta séu viðskipti á milli einkaaðila, sem íslenskum almenningi komi nákvæmlega ekkert við. Allt muni fara á besta veg!

Það er engu líkara en við séum horfin nokkur ár aftur í tímann, að kreppan sé einungis afkáraleg vanskynjun, sem hefur ekki einu sinni skeð, og að við höfum því síður lært nokkuð af því að missa aleiguna. Eða kannski misstu þeir ekkert, sem nú vilja halda áfram heimskupörunum. Eigum við þá ekki bara að loka augunum, taka höndum saman, dansa kringum friðarsúluna og kyrja You ain't seen nothing yet?

Valdimar Briem dr. phil., sjálfstæður fræðilegur ráðgjafi

Ríkisstjórnarfundur hljóðritaður

LLíklegt er að talsverð spenna myndist meðal sagnfræð-inga og áhugamanna um stjórnmál í september árið 2041. Þá rennur upp sú stund sem þálifandi Íslendingar munu hafa beðið eftir árum saman: hljóðritun af ríkis-stjórnarfundi í Stjórnarráðshúsinu þrjátíu árum fyrr, í september á því herrans ári 2011. Sú tímamótaákvörðun var nefnilega tekin og samþykkt í allsherjarnefnd Alþing-is í vikubyrjun að hljóðrita fundina en jafnframt var sett inn ákvæði um að hljóðritunin verði ekki gerð opinber

fyrr en að þrjátíu árum liðnum.Fréttatíminn er hins vegar á tánum og náði, gegnum leka á

hæstu stöðum, afriti af þessum fyrsta ríkisstjórnarfundi sem hljóð-ritaður var. Þótt upptökuna eigi ekki að birta fyrr en haustið 2041, var það metið svo að efni fundarins væri svo áríðandi, nú í þing-byrjun, að réttlætanlegt væri að greina frá innihaldinu. Nauðsyn brýtur lög enda er íslenska þjóðin á tímamótum. Fjárlög eru í burð-arliðnum, þau fyrstu frá hruni þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur ekki í hendur fjármálaráðuneytisins, en heimilin berjast í bökkum, gjaldþrot fyrirtækja eru í methæðum og atvinnuleysið enn í háum hæðum.

Afrit af fundinum fer hér á eftir. Innan hornklofa eru nöfn við-komandi ráðherra:

Forsætisráðherra [Jóhanna Sigurðardóttir]: Velkomin til þessa ríkisstjórnarfundar. Ég bið fjármálaráðherra að taka fyrst til máls enda hvílir mest

á honum, það er innan við mánuður í þingsetningu og fjárlögin nánast tilbúin. Gerðu svo vel.

Fjármálaráðherra [Steingrímur J. Sigfússon]: Áður en ég kem að niðurskurðinum kemst ég ekki hjá því að

nefna gasprið í honum Óla. (Innskot frá forsætisráðherra: Þú átt við forseta Íslands.) Já, já, hvern annan. Nú þykist hann hafa leyst Icesave-deiluna einn og óstuddur og klínir smjörklípunni á okkur. Ég þoli þetta ekki lengur. Hver fer gegn honum ef hann býður sig enn og aftur fram næsta sumar? Yrði það ekki í fimmta sinn?

(Þögn)Hvað með þig, Gutti? Það er fín ára í kringum þig,

þú ert huggulegur og átt fallega konu. Þú tækir hann. (Innskot frá forsætisráðherra: Þú átt við velferðarráð-herra.)

Velferðarráðherra [Guðbjartur Hannesson]: Ég hef ekki nokkurn áhuga á Bessastöðum, barasta

ekki nokkurn. Minn staður er Skaginn og þar verð ég áfram. ÍA var að vinna fyrstu deildina og fer upp. Ég er viss um að þeir verða Íslandsmeistarar næsta sumar, tapa ekki leik. Það eina sem skyggir á gleði okkar á Skipaskaga er þessi bókadómur Páls Baldvins á Sögu Akraness, rúmlega 8 kílóa bókum. Hver hefur skrifað þyngri bækur, mér er spurn?

Forsætisráðherra: Áður en við höldum lengra, hvert er álit ykkar á þessum megrunarkúr hjá honum Sigmundi Davíð? Er hann ekki í ruglinu með þetta, maðurinn? Við gætum þurft á Framsókn að halda á meðan Þráinn djöflast svona út af Kvikmyndaskólanum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra [Jón Bjarnason]: Ég styð minn mann, formann Framsóknarflokksins. Hann ætlar

bara að éta íslenskt. Það á að stöðva innflutning á öllu útlensku jukki. Ég fæ Sigmund Davíð með mér í það þegar þar að kemur. Hann segir að aðeins helmingur þeirrar fæðu sem menn láta í sig á Íslandi sé framleiddur hér og hefur fullyrt að ef hann neyti aðeins íslenskrar fæðu borði hann helmingi minna.

Innanríkisráðherra [Ögmundur Jónasson]: Þetta heyrir nú ekki undir mitt ráðuneyti en mér sýnist, miðað

við þessa útreikninga Framsóknarforingjans, að hann sé sjálfkjör-inn í fjármálaráðuneytið.

Umhverfisráðherra og starfandi mennta- og menningarmálaráð-herra [Svandís Svavarsdóttir]:

Það er auðvitað ákveðin umhverfisbót ef formaðurinn léttist en það er ekki það sem mér er efst í huga. Kata, átt þú ekki von á tvíburum, lendir þitt ráðuneyti þá á mér líka? (Innskot frá forsætis-ráðherra: Þú átt við iðnaðarráðherra.)

Iðnaðarráðherra [Katrín Júlíusdóttir]: Nafna ætlar að lána mér bleiuborð og nokkrar samfellur, ég

reyni svo að ná mér í tvíburakerru á Barnalandi. Þar má fá allt milli himins og jarðar á spottprís. (Innskot frá forsætisráðherra: Þú átt við mennta- og menningarmálaráðherra í fæðingarorlofi.)

Utanríkisráðherra [Össur Skarphéðinsson]: Veit einhver eitthvað um þennan Kínverja sem ætlar að kaupa

Grímsstaðina. Solla og Hjörleifur mágur láta bærilega af honum. Tengdamamma gaf honum víst lopapeysu á sínum tíma. Maður gæti kannski komist í almennilega á þarna fyrir norðan til að rann-saka kynlíf laxfiska.

Efnahags- og viðskiptaráðherra [Árni Páll Árnason]: Ég þol i ekki

haustið. Maður föln-ar svo þegar sólin lækkar á lofti.

Forsætisráð-herra: Miðað við málaskrá er dag-skrá tæmd. Fund-ur verður á hefð-bundnum tíma og hefðbundnum stað í næstu viku.

Ríkisstjórnar-fundi er slitið.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Íslenskasjávarútvegssýningin

20

11

Smárinn, Kópavogur • September 22-24

www.icefish.isSamstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa

Eini viðburðurinn sem nær til íslenskasjávarútvegsins í heild sinni* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011

Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á www.icefish.is til þess að spara 20%!

Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til vinnsluog dreifingar á fullunnum afurðum

Stuðningsaðilar eru:• Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið• Utanríksráðuneytið• Samtök iðnaðarins • Fiskifélag Íslands• Landssamband íslenskra útvegsmanna• Landssamband smábátaeigenda• Samtök fiskvinnslustöðva• Farmanna- og fiskimannasamband Íslands• VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna• Sjómannasamband Íslands• Félag atvinnurekenda• Samtök verslunar og þjónustu• Íslandsstofa• Fiskifréttir

Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma +44 (0) 1329 825335, netfang: [email protected]

Íslenska sjávarútvegssýningin eratburður á vegum Mercator Media

Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja

_Icefish 2011 151wx200h_06.09.11_Icefish 06/09/2011 10:25 Page 1

Lærdómur hrunsins

Déjá Vú

Teik

ning

/Har

i

34 viðhorf Helgin 9.-11. september 2011

Page 39: 9 september 2011
Page 40: 9 september 2011

Bókmenntahátíðin var sett í tíunda sinn á miðvikudag og var fjölbreytt dagskrá í boði á fimmtudag: málþing útgefenda, samtöl við höfundana Hertu Müller, Söru Stridsberg og Alberto Blanco í Norræna húsinu, auk þess sem minnst var Önnu Politkovskaju blaðakonu sem myrt var í heimaborg sinni, Moskvu, fyrir fáum árum. Þá voru fyrirlestrar og upplestur í Iðnó. Í dag verða eftirtaldir liðir á dagskrá hátíðarinnar: Bókmenntaborginni Reykjavík verður helguð dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst kl. 13 en að tilnefningunni stendur UNESCO. Í kvöld verða höfundarnir Bergsveinn Birgisson, Denise Epstein, Bjarni Bjarnason, Alberto Blanco og Herta Müller með upplestur í Iðnó og hefst dagskráin kl. 20.

Á morgun hefst Íslendingasagnaþing í Norræna húsinu og þar heldur áfram sam-tölum við höfunda kl. 12.30. Að því loknu verður upplestur þar kl. 15.30. Lagt verður í bókmenntagöngu kl. 20 og Bókaball verður í Iðnó kl. 22.

Dagskrá hátíðarinnar er á veffanginu: www.bokmenntahatid.wordpress.com

Bókmenntahátíð í hástöfum ...

BÓKARDÓMUR FRANSKA SVÍTAN HENNAR ÍRENU

Ö rlög Iréne Némirovsky vildu stundum yfirskyggja skáldsögur hennar og smásögur þegar þær

fóru að birtast aftur á liðnum áratug. Upphaf hennar meðal gyðinga af fornum stofni sem voru auðugir og vel settir en máttu þola pógrómin í Rússlandi og síðan ill örlög á byltingartímanum, hvernig hún óx upp í velsæld en vannærð af ástleysi móður sinnar, flóttinn um Finnland og Svíþjóð, lífsgleðin og gáski æskuára í Frakklandi, enn við auð föðurins, ást og hamingjusamt hjónaband, vonmikill ritferill og loks aftur flótti og ótti undir hernámi Þjóðverja sem gat aðeins endað á einn veg: „Ég held við förum í dag ...“

Ritferill Iréne er að skýrast með hverju árinu sem líður og verk hennar sem hún skrifaði á frönsku að líta dagsins ljós í nýj-um þýðingum. Við byrjum hér á landi á hinum miklu endalokum, stóra ópusnum sem henni auðnaðist ekki að ljúka nema að hluta: Frönsk svíta í útgáfu JPV og þýðingu Friðriks Rafnssonar, tveir jafn-langir hlutar, Júnístormur og Blíða. Þriðji hlutinn af þessu metnaðarfulla verki, sem hún vann að þar til hún var handtekin og send til Auschwitz, er til í drögum og í viðbæti sem lýkur íslensku útgáfunni er að finna hugmyndir hennar um verkið allt – svo langt sem hún var komin. Fyrir-

myndirnar voru þeir stóru, Tolstoy, Zola. Stríð og friður er svipuð saga, gerist á örlagamiklum tímum og rekur sögu fjöl-skyldu og fjölda annarra í kringum hana svo úr verður örlagavefur. Önnur rúss-nesk saga, svipuð, sem kemur í hugann er Líf og örlög Grossmans.

Iréne vann lengi að verkinu og full-yrða ævisöguhöfundar hennar að drög og glósur til undirbúnings því megi finna allt aftur til æsku hennar en hún skrif-aði frá barnsaldri. Hin flæðandi frásögn sem hún taldi sig fást við lengi framan af skilar margbreytilegu mannlífi á síðurnar þótt fyrri hlutinn, Júnístormur, hryllingur flóttans frá París með fjörlegum húmor-ískum dráttum í bland við tragikómedíu, lúti öðrum lögmálum. Hún svissar frá einni persónu til annarrar, skyggnist inn í huga hárra og lágra, skrifar snör og sann-færandi samtöl sem munu á frönskunni bera stéttarblæ, enda er henni ekki síst í huga að greina hugleysi og undanláts-semi hinna betur settu í París, fólks sem hún þekkti út og inn og lýsir af mikilli mannþekkingu, í senn samúð og fyrirlitn-ingu. Annar hlutinn lýsir svo þeim tíma hernámsins þegar hærra settir hermenn eru settir inn á heimili íbúa í litlu þorpi og hvernig einmana kona, sem á eiginmann í fangabúðum langt í burtu, dregst að glæsilegum ungum þýskum liðsforingja. Hlutarnir tengjast saman á óvæntan hætt og það var ætlun hennar að binda söguna saman í örlögum helstu persóna. Svítan franska er heillandi saga, hún er hörku-spennandi, samin af mikilli andagift, djúpu innsæi í hug lesanda og þeirra persóna sem þessi glæsilega skáldkona dregur upp ljóslifandi. Lifandi skáldskap-ur en um leið aðeins brot af stóra kerinu sem átti að forma, skreyta, lita og herða ... og af því höfum við aðeins brot. Merki-legan sögulegan vitnisburð um upplifun rússnesku borgarastéttarinnar sem mátti flýja byltinguna og settist upp í París og beið þar örlaga sinna sem voru óumflýj-anleg alltof mörgum.

Það er til marks um duttlunga örlag-anna að móðir Irenu, Fanny, sem aldrei vildi sinna henni og hugsaði mest um glæsilegt útlit, gleði og elskhuga, náði sér í litháískt vegabréf í stríðinu og lifði heila öld og tveimur árum betur en var aðeins 67 ára þegar dóttir hennar var myrt í Auschwitz 1942.

36 bækur Helgin 9.-11. september 2011

BÓKARDÓMUR ANDARSLÁTTUR HERTU MÜLLER

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Nokkrir höfunda sem sækja okkur heim á Bókmenntahátíð senda frá sér skáldverk í þýðingum þessi dægrin. Tvær afbragðs skáldsögur er fjallað um hér á síðunni, Franska svítu Irenu Némirovsky en dóttir hennar og vörslu-maður handrits að hinni ófullgerðu stríðsárasögu, Denise Epstein, er hér að segja frá skáldskap móður sinnar. Þá er Andarsláttur Hertu Müller kominn út hjá forlagi Ormstungu. Radley-fjölskyldan eftir Matt Haig er komin út hjá Bjarti og þar kom einnig út Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Skáldsaga Ingos Schulze, Adam og Evelyn, er komin út hjá Forlaginu. Fleiri bækur eftir höfunda hátíðarinnar eru á leiðinni gegnum prentsmiðjur og bókband. Að ógleymdum verkum hinna íslensku höfunda ... -pbb

... og með minna letri

„Ég held við förum í dag ...“

Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba Marinós, er fyrst íslenskra rithöfunda af stað þetta haustið og vippar sér þráðbeint í

annað sætið á aðallista Eymundssonar með nýja skáldsögu sína,

Lýtalaus.

SpRæK ToBBA

AndarslátturHerta Müller

Þýðing: Bjarni Jónsson

276 bls. Ormstunga 2011

Iréne Nemirovsky.

Í hittifyrra kom út ný bók eftir nóbelsverðlauna-skáldið Hertu Müller sem vakti þegar mikla athygli og hrós og var strax þýdd á nálæg mál. Herta skrifar á þýsku en ól aldur sinn meðal þýska þjóðarbrotsins í Rúmeníu sem nú er. Foreldrar hennar voru bæði tekin höndum í lok stríðsins þegar Rússar réðust inn í Rúmeníu og borg-urum þess lands af þýskum uppruna var sópað upp í lestir og þúsundir fluttar norður á gresjur

Úkraínu til nauðungarvinnu. Herta segir í eftirmála þýðingar Bjarna Jónssonar á Atemschaukel, Andarslætti, að fangavist móður hennar um nokkurra ára skeið hafi legið í þagnargildi á heimilinu, rétt eins og reynsla margra þeirra sem vitað var að fóru burt og komust lífs af og sneru heim. Hún hafi lengi viljað nálgast þetta við-fangsefni og loks náð tangarhaldi á sögu-

efninu þegar hún kynntist manni sem hafði skráð hjá sér endurminningar úr þrælabúðum Rússa.

Af þessu efni er mögnuð saga komin í læsilegri þýðingu Bjarna. Herta er ekki auðveldur höfund-ur; Ennislokkur einræðisherrans, sem kom hér út fyrir nokkrum árum, er þó erfiðari í lestri en þessi harmsaga: Saklaus sautján ára strákur er látinn taka saman fötin sín og fer burt úr bænum. Að baki eru ástarfundir með leynd í skemmtigörðum, pabbi, mamma og amma, nágrannar, og við tekur önnur fjölskylda, klæðleysi, hungur og harðræði. Og þegar dvölin er á enda og hann kemst heim er hann enn fangi, nú reynslu sinnar, og mun aldrei samlagast aftur þeirri æsku sem hann yfirgaf.

Andarsláttur er meistaralega skrifuð lýsing á huga sem er víða kominn að því að leysast upp í óra og ofskynjanir, vitund sem er svo hart leikin af grimmd og ekki síst langvinnu hungri. Stíllinn í frásögninni er hversdagslegur og laus við alla til-finningasemi, nær hreinsaður af tilfinningu víðast hvar en springur svo út í upplifun og innra lífi sem getur snúist í ofboði þráhyggju um hversdags-lega hluti. Þannig er langur kafli um illgresi sem fangarnir safna til að drýgja matarskammtana sem eru litlir og halda þeim stöðugt hungruðum. Andarsláttur er máttugt skáldverk en ekki fyrir þá sem sækjast eftir tilfinningaklámi. - pbb

Strákur settur í þrælabúðir

Frönsk svítaIréne Nemirovsky

Þýðandi: Friðrik Rafnsson

JPV 383 bls. 2011

Brot af meistaraverki frá stríðinu í Evrópu.

Bergsveinn Birgisson.

Saga þýska minnihlutans í Rúmeníu í hnot-skurn.

Herta Müller.

Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands

hafðu það

um helgina

Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy

Sölustaðir:N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams, Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin.

www.faerid.com

Page 41: 9 september 2011

Einnig fáanleg á ensku / þýsku

100 andlitíslenskrar náttúru

stærsta safn íslenskra landslagsljósmynda sem út hefur komið

9796

127126

98

50 ljósmyndarar – 150 ára saga

Crymogea sérhæfir sig í útgáfu glæsilegra bóka um listir, ljósmyndun og hönnun. Skoðið úrvalið á www.crymogea.is

Fegurðin býr í bókumBarónstígur 27 | S. 511 0910 | [email protected] | www.crymogea.is

Crymogea

Ólafur Magnússon Gunnar Rúnar Ólafsson

Einar Falur Ingólfsson Sigríður Zoëga

Vigfús Sigurgeirsson Pétur Thomsen

Page 42: 9 september 2011

MatartíMinn Jarðarber

J arðarber vaxa villt um svo til allt norðurhvel jarðar og hafa verið nýtt til átu í öllum löndum. Þetta eru

lítil ber. Diderot, sá alfróði franski heim-spekingur og rithöfundur, líkti þeim við geirvörtur brjóstamóður. Það var snemma reynt að rækta upp þessi villtu ber. Vand-inn var að þau gefa ekki góða uppskeru. Þau voru – og eru enn – glaðningur í einni máltíð eða tveimur, snemma í ágúst ef því býrð í Evrópu, seint í ágúst ef þú býrð norðar.

Það finnast svona ber á Íslandi. Og það heppna fólk sem býr svo vel að geta tínt villt jarðarber er líklega búið að borða þau öll.

Villt jarðarber eru ekki endilega villt. Villt jarðarber er líka tegundarheiti. Það merkir að jarðarberin eru af villtum evrópsku stofni og ómenguð af frændum sínum og frænkum frá Vesturheimi. Flest jarðarber sem við höfum borðað eru ættuð frá Ameríku. Nær undantekningarlaust eru þetta ber sem rekja má annars vegar til Virginíu í Bandaríkjunum og hins vegar til Chile.

Þegar Evrópumenn komu til nýlendn-anna í Ameríku fannst þeim jarðarberin betri en þeir áttu að venjast í gamla land-inu. Og þau voru líka eilítið stærri. Þessi ber voru því flutt til Evrópu og rætkuð. Reynt var að rækta þau saman við ber frá Ölpunum, sem voru einu evrópsku berin sem þóttu jafnvel bragðbetri en þau amerísku. En þessi ber voru of fjarskyld til

að hægt væri að rækta þau saman. Berin frá Virginíu þurftu því að bíða í görðum hér og hvar, eins og Þyrnirós að bíða rétta kossins.

Hann fannst þegar franskur sjóliðsfor-ingi, Frézier að nafni, rakst á gul jarðarber í Chile 1712 og tókst að flytja þau heim til Frakklands. Þar afhenti hann þau herra Jessieu, sem var prófessor við konunglegu grasagarðana í París, og hverfur við það úr sögunni. En af því að sjóliðsforinginn hét Frézier, og vegna þess að jarðarber heita fraises upp á frönsku, mun þáttur hans aldrei gleymast.

Jessieu þessi ræktaði upp berin frá Chile. Þau voru miklu stærri en evrópsk ber og líka mun stærri en berin frá Virg-iníu. Herra Jessieu sendi berin sín út um alla Evrópu þar sem fræðimenn og áhuga-menn ræktuðu þau áfram. Venjulega voru þau á stærð við valhnetu en það mátti líka rækta þau upp svo að þau urðu á stærð við hænuegg. Það gengu jafnvel sögur um ber á stærð við millistór epli.

Það var síðan óþekktur ræktandi á Bre-tagne-skaganum sem átti líka ber frá Virg-iníu og tókst að rækta þessi tvö amerísku afbrigði saman og – Voila! – nútíma-jarðar-berið var fætt. En því miður fréttu fáir af þessu. Þegar þarna var komið sögu hafði franska stjórnarbyltingin leyst Frakkland upp í glundroða og það var vita vonlaust að ætla að markaðssetja þar eitthvað jafn sætt og blítt og jarðarber. Menn höfðu ekki smekk fyrir neinu rauðu öðru en blóðinu úr andstæðingum sínum.

Þessi ber bárust því yfir sundið til Eng-lands og þar voru þau ræktuð og þróuð áfram. Þótt öll afbrigðin séu í grunninn lítið annað en hálft ber frá Chile og hálft frá Virginíu þá eru til óteljandi blæbrigði við þetta stef og langflest þeirra bera ensk heiti á borð við Eton, Downton og Scarlet Quenn. Og í Frakklandi eru þessi ber að jafnaði kölluð fraises anglaise – eins kald-hæðið og það nú hljómar því í þessari sögu jarðarbersins eru Frakkarnir sjálfir litla gula hænan. Þeir fundu fræið og ræktuðu það. Það voru hins vegar Bretarnir sem átu afraksturinn.

Og það eru Bretar sem fara best með jarðarber – eins og hindber. Ef ykkur lang-ar að gera eitthvað gott úr jarðarberjum eða hindberjum – annað en að borða þau með rjóma – skuluð þið leita uppi enskar uppskriftir. Þeir gera ekki margt gott í eld-húsinu, Bretar, en þeir kunna að fara með ber.

nýtt Matreiðslukver sigurveig káradóttir

Jarðarber geyMast ekki vel

38 matur

Jarðarber geymast ekki vel. Þau þroskast ekki eftir að þau hafa verið tínd og því verður að tína þau þegar þau eru fullþroskuð og full-komin. Eftir það versna þau; fyrst hægt og bítandi, svo hratt og örugglega.

Jarðarber eru því ekki eins og tómatar og epli sem má svindla á og tína hálfþroskuð og láta svo þroskast á leið á markað. Slíkir ávextir verða aldrei eins góðir og þeir gætu orðið en þeir verða seint alveg ónýtir. Þeir eru aldrei lakari en 50 prósent en aldrei betri en 65 prósent. Jarðarberin eru hins vegar tínd 100 prósent og versna eftir það. Ef við náum að kaupa þau fersk þremur dögum seinna eru þau komin niður í 65 prósent. Viku seinna er

svo lítið eftir af þeim að það tekur því ekki að smakka þau.

Og þið eigið ekki að pirra ykkur á vondum jarðarberjum heldur láta eins og þau séu ekki til. Kaupið bara jarðarber sem virðast vera að springa af gleði og glansa af hreysti. Önnur ber eru ykkur ekki samboðin. Það er því best að borða jarðarber í miðri viku þegar nýjar sendingar koma í stórmarkaðina.

Galdurinn við jarðarberin er að þau bera fræin utan á sér. Þess vegna eru þau að utan-verðu eilítið ertandi fyrir tunguna en silki-mjúk að innan. Þegar þau vaxa þrýstast þau út og það verður til tómarúm á milli trefjanna. Fullþroska jarðarber eru því full af lofti, létt

eins og sufflé. Þegar þau verða gömul og þurr geta þau því smakkast eins og frauðplast.

Ferskustu jarðarberin sem þið getið keypt eru frosin jarðarber. Þau eru fryst um leið og þau eru tínd fullþroskuð. Gallinn við frosin jarðarber er hins vegar að frostið eyðileggur

byggingarefni bersins; þau verða slöpp, muskuleg og eiginlega óboðleg ein og sér. En þessi frosnu jarðarber má nota í sultur og kökubakstur. Og þar sem þau eru tiltölulega ódýr – allavega í samhengi við það ævintýri sem jarðarber eru í raun og sann – skuluð þið sturta þeim í miklu magni í kökurnar.

En ef þið ætlið aðeins að borða jarðarber þegar þið rekist á fullkomin ber, þá munuð þið borða þau svo sjaldan að þið munuð aðeins vilja þau með rjóma. Best er að blanda mascarpone til helminga í rjómann – hann er þá síður væminn. Eða 1/3 sýrðan rjóma til að gefa rjómanum smá skerpu.

Frönsk saga um amerísk ber – og með enskum endi

Borðist sjaldan

Helgin 9.-11. september 2011

Með alheimsvæðingu og stórmörkuðum hafa jarðarber orðið að hversdagslegu fyrirbrigði – sem þau eru svo sannarlega ekki. Þau eru ekki bara góð og mjúk heldur kunna að segja skemmtilegar sögur.

Sultur, mauk og sykursíróp

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

Matur

Sykur er rotvarnarefni. Sultur, marmelaði og chutney eru því í raun aðeins gamlar aðferðir til að geyma uppskeru haustsins og njóta yfir vet-urinn. Og þótt það sé hægt að frysta flestallan mat, mun frystikistan líklega aldrei útrýma eldri aðferðum – blessunarlega. Og óbærilegur ótti nútímamannsins við aukakílóin mun líklega ekki heldur ná að hræða fólk frá því að borða og búa til sultur – vonandi.

En þetta tvennt – kælitæknin og óttinn við sykurinn – er í raun út-gangspunktarnir í nýju kveri eftir Sigurveigu Káradóttur. Sigurveig selur hafraklatta og margt fleira undir nafni Matarkistunnar. Hún heldur líka úti matarbloggi og hefur reynt að veita skólamötuneytum

virkt aðhald ásamt þeim Margréti Gylfadóttur og Sigurrós Pálsdóttur (þær þrjár voru að gefa út bók um nesti fyrir þá sem vilja sneiða hjá mötuneytum og mæta í vinnu eða skóla með hollmeti að heiman). Og svo er Sigurveig eiginkona Egils Helgasonar og móðir Kára, sem er áberandi aukapersóna í bloggi Egils.

En hvað um það; tillegg Sigurveigar er að nota kosti ísskápsins og sykursins og eins lítið af göllunum og hægt er. Hefðbundin upp-skrift að sultu er einn hluti ber eða rabarbari og einn hluti sykur. Slík sulta geymist mán-uðum saman. Sultan er þá svo sæt að engar bakteríur þola við. En þar sem fólk óttast syk-urinn notar Sigurveig helmingi minni sykur í sínar uppskriftir. Þær sultur og þau mauk geymast náttúrlega miklu síður. Og lausn Sigurveigar er að búa til minna af sultunni og geyma hana í ísskáp. Þar ætti hún að haldast fersk og fín í nokkrar vikur. Þegar hún klár-ast, býr fólk síðan til nýja sultu og allt aðra.

Úr því að við erum að fjalla um jarðarber þá er hér jarðarberjasulta frá Sigurveigu: Setjið hálft kíló af jarðarberjum og 250 grömm af sykri í pott ásamt 20-30 ml af vatni og einni eða tveimur kanilstöngum. Látið malla við vægan hita í 25-30 mínútur eða þar til sultan er hlaupin en jarðarberin ekki öll orðin að mauki.

Sultur allt árið eftir Siguveigu Káradóttur er bókmenntasögulegt verk. Reynið að tala um bókina án þess að minnast á Hamsun eða Egil Helgason.

Frosin jarðarber halda ferskleika bragðsins en missa allan glæisleika þegar þau þiðna. Þau eru í raun eins og fallið sufflé. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Og það

heppna fólk

sem býr svo

vel að geta

tínt villt

jarðarber er

líklega búið

að borða

þau öll.Fékkstu ekkiFréttatímann heim?

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, káttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Jarðarber eru einu berin sem hafa látið sér detta í hug að bera fræin utan á sér. Þess vegna eru þau gróf að utan en silkimjúk að innan. Ljósmynd/Nordic

Photos/Getty Images

Og óbærilegur

ótti nútíma-

mannsins við

aukakílóin mun

líklega ekki heldur

ná að hræða fólk

frá því að borða

og búa til sultur –

vonandi.

Page 43: 9 september 2011

Veitingahúsið Argentína er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel til að kokka kræsingar. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, verslanir, lagerhald, skrifstofur og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða [email protected].

Fullt hús matar Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði

Page 44: 9 september 2011

40 matur Helgin 9.-11. september 2011

Matargatið PylsuPartí

Pylsupartíekki lengur

bara fyrir börn

V öruúrvalið á Íslandi er alltaf smátt og smátt að aukast þrátt fyrir að það gerist yfirleitt of hægt og oftar en

ekki keppa flestallir samkeppnisaðil-arnir um markaðinn með nánast sömu vörunni í stað þess að hugsa aðeins út fyrir kassann og bjóða upp á eitthvað nýtt. Það er sem betur fer ekki svo með alla. Ég er búinn að ætla í Pylsumeist-arann mjög lengi og lét það eftir mér núna nýverið þegar ég svo gott sem var að keyra þar yfir planið hvort eð var. Hvílík himnasæla, gamaldags kjötborð troðfullt af pylsum af öllum stærðum og gerðum auk sælkerakjötbita. Ég fylltist valkvíða og keypti tvær af næstum öllum gerðum. Fékk þær svo yfir búðar-borðið vafðar í brúnan pappír, mjög retró-svalt.

En hvað á svo að gera við slöngurnar þegar heim er komið? Það síðasta sem á að fljóta um hugann er að bjóða upp á eina með öllu í brauði. Heimalagað kartöflusalat er klassískt en samt ekki beinlínis geimvísindi. Hrásalat er aðeins betra en það er óþarfi að flækjast með of mikið aukalega ef pyslan er góð.

Að grilla pylsu er ekki alveg eins einfalt og margur heldur. Pylsur eru fullar af safa og það er þessi safi sem veldur því að þær springa. Þegar pylsan hitnar of mikið of fljótt breytist safinn í gufu og sprengir sér leið út. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa ekki of mikinn hita þegar pylsan er sett á teinana. Ef notað er gasgrill er best að hita grillið vel og lækka svo hitann niður í miðlung strax og pylsan er komin á. Á kolagrilli er málið að nota óbeinan hita. Þó er vert að muna að sprungin pylsa af grilli er töluvert betri en sprungin pylsa úr potti. Ekki þarf heldur að taka fram að það

tekur lengri tíma að elda feitan drjóla úr Pylsumeistaranum en þessar klassísku.

Það sem þarf er ídýfaNú þegar fer að síga í seinni hlutann á grillsumrinu er það að sjálfsögðu eina leiðin til að elda. Grillaðar pylsur eru bestar með góðri heimalagaðri ídýfu og brauðið á að vera í hinni hendinni, ekki utan um. Þannig er bæði hægt að stjórna magni brauðs á móti pylsu auk þess sem það frelsar gestgjafann í vali á brauði. Það er nefnilega ekki skráð í lög að borða skuli pylsur í pylsubrauði.

ÍdýfurnarÍdýfurnar þurfa ekki að vera flóknar – bara nota það sem til er í kæliskápnum – og geta verið úr hverju því sem fjöl-skyldunni þykir gott. Auðvelt er að búa til ídýfur sem minna á þessar klassísku sósur, tómat, sinnep og remúlaði, en eru samt eitthvað nýtt.

Ein sem minnir á remúlaði gæti verið að nota uppáhalds mæjónes fjölskyld-unnar og blanda út í smá sýrðum rjóma og dijon-sinnepi með mjög smátt skornum súrum gúrkum og lauk út í, auk smá safa af súru gúrkunum.

Tómatsósuminnið gæti samanstaðið af tómatsósu, slettu af sterkri piparsósu og gulu sinnepi með pínu mæjónesi.

Sinnepssósur eru svo einfaldar í gerð að það er næstum ekki hægt að klikka. Blanda bara sinnepi í nokkurn veginn hvað sem er, t.d. gerir hunang blandað með sterku sinnepi og smá mæjó hörku hunangssinnepssósu. Svo mætti búa til eina ofursósu með því að blanda öllum þessum sóusum saman í eina. Þá eru menn loksins farnir að kokka upp storm. Gott er svo að smakka allar þessar sósur til með salti og pipar eftir smekk.

Ein góð pylsa er alltaf ein góð pylsa, sagði vonda forstöðu-konan á fátækra-heimilinu í sög-unum um Emil í Kattholti. Það var líka alveg rétt hjá henni. Pylsur eru verulega vanmet-inn gæðamatur og ekki bara fyrir börnin þegar mamma og pabbi kaupa rándýra steik og tíma ekki að splæsa á krakkana. Það eru líka til mjög margar tegundir af pylsum, ekki bara þessar sem kenndar eru við Vínarborg.

Langar, stuttar, feitar og mjóar. Það skiptir ekki öllu máli bara ef bragðið er rétt og ekki skemmir fyrir að hafa heimalagaða sósu til þess að dýfa í.

iPod TouchLófatölva fyrir dagsins önn

Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is

Verð frá 55.990.-

Tónlist, vídeó, leikir, forrit, rafbækur, hljóðbækur, podvörp, ljósmyndir, Safari netvafri, póstforrit, kort, FaceTime, HD vídeóupptaka, Nike+iPod stuðningur

Aðeins 101 grammAllt að 40 klst rafhlöðuending

www.noatun.is

NóatúniNýttu þér nóttina í

Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

Getur þú verið heimilisvinur Dieter?www.soleyogfelagar.is

Page 45: 9 september 2011

matur 41Helgin 9.-11. september 2011

NýttGráða og feta

ostateningar í olíu

Gráða & feta ostateningar henta vel í kartö�usalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

ms.is

Gráða & fetaostateningar í olíu

Nýtt

Pylsumolar

Tvöföld ánægjaTvíhleypa. Ef nota á þessar klassísku vínarpylsur er skemmtilegt að fönka partíið aðeins upp með tvíhleypu, þ.e. að setja tvær í hvert brauð og toppa þær svo með því sem gott þykir. Auk þess sem hægt er að færa fyrir því rök að þar með minnki kolvetnisinntakan um helming en próteinið aukist um helming. Gott fyrir þá sem hugsa um línurnar.

Úti á landi fólkiðSinnepið er svo það mikilvægasta og það á að setja það ofan á. Það er eitthvað sem landsbyggðarfólkið er ekki alveg að fatta, treður öllu undir. Sinnepið á að vera það fyrsta og það síðasta sem bragðlaukarnir finna. Svo á ekki að setja kokteilsósu á py-lsu án þess að athuga vilja neytand- ans. Alla vega hlusta eftir linmæli Sunnlendinga áður en þeirri bleiku er skellt undir.

Heimsókn í vagninn

Þeir sem leggja metnað sinn í að afgreiða góðar pylsur úr búllum og vögnum í bæjum landsins eiga það skilið að við færum neysluna á hærra plan. Gott er að byrja á því hvernig pantað er.

Það er náttúrlega klassík að biðja um eina með öllu en kannski ekki það frumlegasta. Hví ekki frekar að tala um slöngu. „Láttu mig fá eina slöngu með tómat, sinnepi og steiktum“ hljómar bara betur. En ekki biðja um heitan hund, það er ekki fyndið.

On the roadVegasjoppur landsins eru næstum því búnar að eyðileggja pylsumenn-ingu landans. Það er liðin tíð að hægt sé að biðja um eina með öllu og fá þessa gömlu góðu, hitaða hálfan dag í vatnsbaði og dúnmjúkt brauð með SS-pylsusinnepi ofan á. Það hvarf endanlega með gamla Staðarskálanum. Í staðinn fær maður bensínstöðvapullu í flatt hart ristað brauðið og þarf að setja misgóðar sósur á sjálfur. Ekki góð þróun

Ekki þarf heldur að taka fram að það tekur lengri tíma að elda feitan drjóla úr Pylsumeistaranum en þessar klassísku.

Page 46: 9 september 2011

MY

ND

: R

OC

OC

O1

72

7

(C

C B

Y-S

A 2

.0)

MY

ND

: R

OC

OC

O1

72

7

(C

C B

Y-S

A 2

.0)

5 4

8 2 5

9 1 3

3 4 9

7 9 4 6

1 6

1 3 7

6 8 4

8

6 4 5

9 4 8

8

1 9 7

5 9 1

2 4

5 2 3 8

6 4

2 8 5

42 heilabrot Helgin 9.-11. september 2011

Sudoku fréttagetraun fréttatímanS

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni

1 Hver ver Geir H. Haarde fyrir Landsdómi?

2 Hvaða ár tók Þórunn Svein-bjarnardóttir fyrst sæti á Alþingi?

3 Hvað heitir bankastjóri Arion banka?

4 Af hvaða tegund var rúðu-vökvinn sem starfsmanni á meðferðarheimilinu að Geldingalæk var byrl-aður?

5 Hver verður kynnir á Óskarverðlaunahátíðinni á næsta ári?

6 Hver leikstýrir kvikmyndinni Á annan veg?

7 Eftir hvern er skáldsagan Einn dagur?

8 Hvað heitir aðalpersónan í bók-unum Makalaus og Lýtalaus eftir Tobbu Marinós?

9 Hvað heitir ný spennumynd í leik-stjórn Olafs de Fleur sem frum-sýnd verður í næsta mánuði?

10 Hvað heitir markvörðurinn sem bjargaði Íslendingum fyrir horn í sínum fyrsta landsleik gegn Kýpur á þriðjudaginn var?

11 Hvað heitir nýja platan með HAM?

12 Hvaða nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum flutti ávarp við setningu Bókmenntahátíðar í Reykjavík?

Svör

1. Andri Árnason, 2. 1999, 3 Höskuldur

H. Ólafsson, 4 Rain-X, 5 Eddie Murphy,

6 Hafsteinn G. Sigurðsson, 7 David Nic-

holls, 8 Lilja Sigurðardóttir, 9 Borgríki,

10 Hannes Þór Halldórsson, 11 Svik,

harmur og dauði, 12 Herta Müller.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Page 47: 9 september 2011
Page 48: 9 september 2011

Einstakt tækifæri til að eignast 2010 árgerð af bíl, á afar hagstæðum kjörum.

Eigð’ann!

Aktu um á

nýlegum bíl

í ábyrgð.

Verum skynsöm!Það er ekki lengur nauðsynlegt að eiga stóran og eyðslu-frekan jeppa. Möguleiki á að fá stærri bíla tímabundið gegn vægu gjaldi.

Engin útborgun!

Komdu í Bílaland Breiðhöfða, kíktu á úrvalið og kannaðu kosti þess að leigj´ann.

Leigð’ann!

1 2

3 4

5 6

7

8 9

10 11

12 13

14

15 16

17 18

19 20

21

22 23

24 25

26 27

28

29 30

31 1

2 3

4

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

Jeppi

Skíði Ak.

Jeppi

Skíði Ak.Jeppi

Skíði Ak.

VW Polo

VW Polo

VW PoloVW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW PoloVW Polo

Sími 525 8000 · [email protected]

Bílarnir eru til sýnis hjá Bílalandi – Breiðhöfða

mánaðargreiðsla miðast við Ergo fjármögnun

bílasamningur

* Eldsneytiseyðsla, l /100 km, m.v. blandaðan akstur, skv. tölum frá Orkusetrinu.

* M.v. Ergo bílasamning með 80% fjármögnun, 8,8% óverðtryggðum vöxtum og gullvildarkjörum.

www. avis.is sími 591 4000

Bjóðum takmarkað magn af bifreiðum, árgerð 2010, til langtímaleigu.

Einföld og sveigjanleg leið til að leysa bílaþörf fyrirtækja og heimila.

Opið:föstud. 9-20 laugard. 10-16

sunnud. 12-16

5,9 l /100 km*VW Polo 1.2

Leigð´ann

Samtals á mán:* 49.900Leigutími 12 mánuðir

5,9 l /100 km*VW Polo 1.2

Eigð´ann

Verð 1.690.000Útborgun 338.000

Mánaðargreiðsla* 28.981

Binditími 60 mánuðir

6,4 l /100 km*VW Golf 1.4

Eigð´ann

Verð 2.590.000Útborgun 518.000

Mánaðargreiðsla* 44.342

Binditími 60 mánuðir

8,7 l /100 km*Subaru Impreza 2.0

Eigð´ann

Verð 2.790.000Útborgun 558.000

Mánaðargreiðsla* 47.755

Binditími 60 mánuðir

8,8 l /100 km*Subaru Legacy 2.0

Eigð´ann

Verð 3.290.000Útborgun 658.000

Mánaðargreiðsla* 56.289

Binditími 60 mánuðir

6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 49.900Leigutími 12 mánuðir

6,1 l /100 km*Hyundai i30 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 54.900Leigutími 12 mánuðir

8,7 l /100 km*Subary Impreza 2.0

Leigð´ann

Samtals á mán: 74.900Leigutími 12 mánuðir

8,8 l /100 km*Subary Legacy 2.0

Leigð´ann

Samtals á mán:* 88.900Leigutími 12 mánuðir

Innifalið í „leigð’ann“ TryggingarBifreiðagjöldVetrar- og sumardekkOlíuskiptiAllt hefðbundið viðhald20.000 km á ári

*

6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4

Eigð´ann

Verð 1.690.000Útborgun 338.000

Mánaðargreiðsla* 28.981

Binditími 60 mánuðir

6,1 l /100 km*Hyundai i30 1.4

Eigð´ann

Verð 1.790.000Útborgun 358.000

Mánaðargreiðsla* 30.688

Binditími 60 mánuðir

6,4 l /100 km*VW Golf 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 74.900Leigutími 12 mánuðir

Komdu í Bílaland Breiðhöfða, kíktu á úrvalið og kannaðu kosti þess að eig’ann.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

4770

9

Page 49: 9 september 2011

Einstakt tækifæri til að eignast 2010 árgerð af bíl, á afar hagstæðum kjörum.

Eigð’ann!

Aktu um á

nýlegum bíl

í ábyrgð.

Verum skynsöm!Það er ekki lengur nauðsynlegt að eiga stóran og eyðslu-frekan jeppa. Möguleiki á að fá stærri bíla tímabundið gegn vægu gjaldi.

Engin útborgun!

Komdu í Bílaland Breiðhöfða, kíktu á úrvalið og kannaðu kosti þess að leigj´ann.

Leigð’ann!

1 2

3 4

5 6

7

8 9

10 11

12 13

14

15 16

17 18

19 20

21

22 23

24 25

26 27

28

29 30

31 1

2 3

4

SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU

Jeppi

Skíði Ak.

Jeppi

Skíði Ak.Jeppi

Skíði Ak.

VW Polo

VW Polo

VW PoloVW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW Polo

VW PoloVW Polo

Sími 525 8000 · [email protected]

Bílarnir eru til sýnis hjá Bílalandi – Breiðhöfða

mánaðargreiðsla miðast við Ergo fjármögnun

bílasamningur

* Eldsneytiseyðsla, l /100 km, m.v. blandaðan akstur, skv. tölum frá Orkusetrinu.

* M.v. Ergo bílasamning með 80% fjármögnun, 8,8% óverðtryggðum vöxtum og gullvildarkjörum.

www. avis.is sími 591 4000

Bjóðum takmarkað magn af bifreiðum, árgerð 2010, til langtímaleigu.

Einföld og sveigjanleg leið til að leysa bílaþörf fyrirtækja og heimila.

Opið:föstud. 9-20 laugard. 10-16

sunnud. 12-16

5,9 l /100 km*VW Polo 1.2

Leigð´ann

Samtals á mán:* 49.900Leigutími 12 mánuðir

5,9 l /100 km*VW Polo 1.2

Eigð´ann

Verð 1.690.000Útborgun 338.000

Mánaðargreiðsla* 28.981

Binditími 60 mánuðir

6,4 l /100 km*VW Golf 1.4

Eigð´ann

Verð 2.590.000Útborgun 518.000

Mánaðargreiðsla* 44.342

Binditími 60 mánuðir

8,7 l /100 km*Subaru Impreza 2.0

Eigð´ann

Verð 2.790.000Útborgun 558.000

Mánaðargreiðsla* 47.755

Binditími 60 mánuðir

8,8 l /100 km*Subaru Legacy 2.0

Eigð´ann

Verð 3.290.000Útborgun 658.000

Mánaðargreiðsla* 56.289

Binditími 60 mánuðir

6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 49.900Leigutími 12 mánuðir

6,1 l /100 km*Hyundai i30 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 54.900Leigutími 12 mánuðir

8,7 l /100 km*Subary Impreza 2.0

Leigð´ann

Samtals á mán: 74.900Leigutími 12 mánuðir

8,8 l /100 km*Subary Legacy 2.0

Leigð´ann

Samtals á mán:* 88.900Leigutími 12 mánuðir

Innifalið í „leigð’ann“ TryggingarBifreiðagjöldVetrar- og sumardekkOlíuskiptiAllt hefðbundið viðhald20.000 km á ári

*

6,0 l /100 km*Hyundai i20 1.4

Eigð´ann

Verð 1.690.000Útborgun 338.000

Mánaðargreiðsla* 28.981

Binditími 60 mánuðir

6,1 l /100 km*Hyundai i30 1.4

Eigð´ann

Verð 1.790.000Útborgun 358.000

Mánaðargreiðsla* 30.688

Binditími 60 mánuðir

6,4 l /100 km*VW Golf 1.4

Leigð´ann

Samtals á mán:* 74.900Leigutími 12 mánuðir

Komdu í Bílaland Breiðhöfða, kíktu á úrvalið og kannaðu kosti þess að eig’ann.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

4770

9

Page 50: 9 september 2011

Föstudagur 9. september Laugardagur 10. september Sunnudagur

46 sjónvarp Helgin 9.-11. september 2011

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21:15 South Pacific Sjón-varpsgerð frá 2001 af hinum sígilda söngleik eftir Rogers og Hammer-stein.

20:35 Mr. Sunshine (4:13) Matthew Perry fer fyrir frábærum hópi leikara í þessum sprenghlægilegu þáttum.

Sjónvarpið15:55 Leiðarljós e16:35 Leiðarljós e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Litlu snillingarnir (11:12) 18:30 Galdrakrakkar (35:47) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Grindavík - Reykjanesb.21:15 South Pacific Sjónvarpsgerð frá 2001 af hinum sígilda söng-leik eftir Rogers og Hammer-stein. Á eyju í Suðurhöfum í seinni heimsstyrjöld blómstrar ástin á milli ungrar hjúkrunar-konu og dularfulls Frakka. Leikstjóri er Richard Pearce og meðal leikenda eru Glenn Close, Harry Connick Jr. og Rade Serbedzija. 23:30 Banks yfirfulltrúi: Eftirleikur Bresk sakamálamynd. Alan Banks lögreglufulltrúi rannsakar dular-fullt mannshvarf og morð.01:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rachael Ray e08:45 Dynasty (26:28) e09:30 Pepsi MAX tónlist17:20 Rachael Ray18:05 Parenthood (3:22) e18:55 Real Hustle (10:10) e19:20 America's Funniest Home Videos19:45 Will & Grace (9:24)20:10 According to Jim (4:18)20:35 Mr. Sunshine (4:13) Matthew Perry fer fyrir frábærum hópi leikara í þessum sprenghlægi-legu þáttum sem fengið hafa afbragðs góða dóma.21:00 The Bachelorette (4:12)22:30 30 Rock (2:23) e22:55 The Bridge (10:13) e23:40 Got To Dance (2:21) e00:30 Smash Cuts (29:52)00:55 Whose Line is it Anyway? e01:20 Judging Amy (5:23) e02:05 Will & Grace (9:24) e02:25 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Journey to the Center of the ...10:00 Funny Money12:00 Teenage Mutant Ninja Turtles14:00 Journey to the Center of the ....16:00 Funny Money18:00 Teenage Mutant Ninja Turtles20:00 Quantum of Solace22:00 Armageddon 00:25 The Memory Keeper’s Daughter02:00 Lonely Hearts04:00 Armageddon

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (29/175)10:15 60 mínútur 11:00 Royally Mad (1/2) 11:50 The Amazing Race (3/12) 12:35 Nágrannar 13:00 Ocean’s Twelve 15:00 Auddi og Sveppi15:30 Barnatími Stöðvar 217:05 Bold and the Beautiful 17:30 Nágrannar 17:55 The Simpsons (12/21) 18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 Týnda kynslóðin (4/40) 19:50 Madagascar: Escape 2 Africa21:20 Little Nicky 22:50 Death Proof Death Proof er ein myndanna í Grindhouse tvíleiknum sem gerður er af Tarantino og Robert Rodrigues. Tveir hópar vinkvenna lenda í kasti við morðóðan áhættu-leikara sem notar bíl sinn sem drápstól. Með aðalhlutverk fara Kurt Russel og Rosario Dawson. 00:40 Planet Terror02:25 The Kovak Box04:10 The Rookie 06:05 The Simpsons (12/21)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

16:45 Pepsi mörkin 18:15 England - Wales20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar20:30 La Liga Report 21:00 F1: Föstudagur21:30 Cage Warriors

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:25 Sunnudagsmessan18:40 Man. Utd. - Tottenham20:30 Football League Show21:00 Premier League Preview21:30 Premier League World22:00 Ariel Ortega 22:25 Premier League Preview22:55 QPR - Bolton

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:00 PGA Championship 2011 (1:4)11:05 PGA Tour - Highlights (35:45)12:00 PGA Championship 2011 (2:4)17:45 Inside the PGA Tour (36:42)18:10 Golfing World19:00 World Golf Champ. 2011 (2:4)23:00 Golfing World23:50 PGA Tour - Highlights (32:45)00:45 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Gulla og grænjaxlarnir / Brunabílarnir / Strumparnir08:00 Algjör Sveppi09:55 Grallararnir 10:20 Daffi önd og félagar 10:45 Geimkeppni Jóga björns11:10 Bardagauppgjörið11:35 iCarly (30/45)12:00 Bold and the Beautiful13:45 Friends (18/24) 14:10 Cougar Town (8/22) 14:35 Hot In Cleveland (8/10) 15:00 Hawthorne (1/10) 15:50 Heimsréttir Rikku (3/8) 16:30 Týnda kynslóðin (4/40) 17:10 ET Weekend17:55 Sjáðu18:30 Fréttir Stöðvar 2 / 18:49 Íþróttir 18:56 Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 19:29 Veður 19:35 America’s Got Talent (19&20/32) 21:35 Rachel Getting Married23:25 The Vanishing 01:15 The Chumscrubber 03:00 Hancock 04:30 Get Smart

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Formúla 1 - Æfingar10:00 Danmörk - Noregur11:45 Formúla 1 2011 - Tímataka Beint13:20 Fréttaþáttur Meistaradeildar13:45 Undankeppni EM 15:25 La Liga Report 15:50 Real Sociedad - Barcelona Beint17:50 Real Madrid - Getafe Beint20:00 Formúla 1 2011 - Tímataka21:30 Floyd Mayweather Jr.- Marquez22:35 Real Sociedad - Barcelona00:20 Real Madrid - Getafe Út

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:55 Premier League Review 2011/1210:50 Season highlights 2004 - 200511:45 Liverpool - Chelsea, 1996 12:15 Arsenal - Man United, 1998 12:45 Premier League World13:15 Premier League Preview 13:45 Stoke - Liverpool Beint16:15 Bolton - Man. Utd. Beint18:45 Man. City - Wigan 20:35 Sunderland - Chelsea22:25 Arsenal - Swansea 00:15 Wolves - Tottenham

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:00 PGA Championship 2011 (3:4)11:35 Inside the PGA Tour (36:42)12:00 The KLM Open (1:2)15:00 World Golf Champ. 2011 (3:4)19:00 The KLM Open (1:2)22:00 Golfing World22:50 Ryder Cup Official Film 200400:05 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar / Sveitasæla / Teitur/ Herramenn / Ólivía /Töfrahnötturinn / Disney-stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar teiknimyndir / Gló magnaða 09:53 Hið mikla Bé (19:20) 10:16 Hrúturinn Hreinn (24:40) 10:25 Popppunktur e11:25 Landinn 11:55 Golf á Íslandi (9:14) 12:30 Silfur Egils 14:00 Undur sólkerfisins (3:5) e15:00 Landsmót hestamanna 15:45 Hvað veistu? - e 16:15 Mótókross 16:50 Ísþjóðin e17:20 Táknmálsfréttir 17:30 Með afa í vasanum (51:52) 17:42 Skúli Skelfir (42:52) 17:53 Ungur nemur - gamall temur 18:00 Stundin okkar e18:25 Fagur fiskur í sjó Í skeljamó (8:10)19:00 Fréttir / 19:30 Veðurfréttir 19:40 Landinn 20:10 Kviksjá Skröltormar 20:15 Skröltormar 20:45 Lífverðirnir 21:45 11. september: Annar heimur 23:15 Luther (5:6) e00:10 Silfur Egils e01:30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:55 Rachael Ray e15:00 Real Housewives of Orange... e15:45 Dynasty (26:28) e16:30 Being Erica (3:12) e17:15 How To Look Good Naked (1:1) e18:05 According to Jim (4:18) e18:30 Mr. Sunshine (4:13) e18:55 Rules of Engagement (19:26) e19:20 30 Rock (2:23) e19:45 America's Funniest Home Videos20:10 Top Gear Australia (6:8)21:00 Law & Order: Criminal Intent - LOKAÞÁTTUR (16:16)21:50 The Borgias (3:9)22:40 Shattered (12:13)23:30 House (1:23) e00:20 In Plain Sight (10:13) e01:05 The Bridge (10:13) e01:55 The Borgias (3:9) e02:45 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Make It Happen 10:00 Duplicity12:05 Doubting Thomas: Lies and Spies14:00 Make It Happen16:00 Duplicity18:05 Doubting Thomas: Lies and Spies20:00 Fracture 22:00 Bjarnfreðarson00:00 Once Upon a Time In the West02:40 Shooting dogs 04:35 Bjarnfreðarson

20:15 Skröltormar Íslensk stuttmynd frá 2007. Leik-stjóri er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Með aðalhlut-verk fara Jóhann Sig-urðarson, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Skúlason og Rúnar Júlíusson sem hann sjálfur.

20:30 Legally Blonde 2 með Reese Witherspoon í aðalhlutverki

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Lítil prinsessa (24:35) 08:11 Sæfarar (13:52) 08:22 Múmínálfarnir (18:39) 08:32 Litlu snillingarnir (38:40) 08:55 Veröld dýranna (28:52) 09:00 Sumar í Snædal (3:6) 09:27 Engilbert ræður (26:78) 09:35 Skrekkur íkorni (8:26) 09:57 Lóa (29:52) 10:10 Hérastöð (23:26) 10:25 Ísþjóðin (2:8) e 10:55 Lemúrar 11:40 Leiðarljós e 13:00 Kastljós e13:30 Mörk vikunnar e13:55 Demantamót í frjálsum 16:00 Útsvar Grindavík - Reykjanesb. 17:05 Ástin grípur unglinginn (16:23) 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Franklín (7:13) 18:23 Eyjan (17:18) 18:54 Lottó (2:52) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:40 Popppunktur 20:55 Hundahótelið 22:35 Fyrirtækið 01:05 Tvíburaturnarnir e03:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:50 Rachael Ray e14:15 Dynasty (25:28) e15:00 Friday Night Lights (3:13) e15:50 One Tree Hill (19:22) e16:35 Top Gear Australia (5:8) e17:25 The Bachelorette (4:12) e18:55 The Marriage Ref (2:10) e19:40 Got To Dance (3:21)20:30 Legally Blonde 222:05 Moonstruck e23:50 Shattered (11:13) e00:40 Smash Cuts (30:52)01:05 Judging Amy (6:23) e01:50 Got To Dance (3:21) e02:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:25 Sleepless in Seattle 08:10 The Naked Gun10:00 Pretty Woman12:00 Red Riding Hood14:00 The Naked Gun 16:00 Pretty Woman18:00 Red Riding Hood 20:00 Sleepless in Seattle 22:00 Ghost Image 00:00 The Dark Knight 02:25 Adam and Eve04:00 Ghost Image06:00 Fracture

19:40 Popppunktur Þá er komið að úrslitum í Popp-punkti

22:05 Game of Thrones (4/10) Magnaðir þættir sem gerast í ævintýraheimi á miðöldum.

tvær nýjar bragðtegundir!EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

47

37

0

NÝ bragðteguNd– béarNaise

NÝ bragðteguNd– sítróNa og

karrí

Page 51: 9 september 2011

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Lalli 07:10 Dóra könnuður 07:35 Stubbarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:10 UP 10:50 Histeria! 11:15 Kalli kanína og félagar11:35 Tricky TV (4/23) 12:00 Nágrannar13:45 America’s Got Talent (19&20/32) 15:50 Friends (2/24) 16:15 Borgarilmur (3/8) 16:55 Oprah17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 219:15 Frasier (7/24) 19:40 Ramsay’s Kitchen Nightmares20:30 Harry’s Law (2/12) 21:15 The Whole Truth (12/13) 22:05 Game of Thrones (4/10) 23:05 60 mínútur23:50 Love Bites (4/8) 00:35 Big Love (3/9) 01:30 Weeds (9/13) 02:00 It’s Always Sunny In Philadelphia (7/13) 02:25 Eagle Eye04:20 Jumper05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:45 Real Sociedad - Barcelona11:30 F1: Ítalía Beint14:00 F1: Við endamarkið 14:30 Golfskóli Birgis Leifs (5/12) 14:55 Ísland - Noregur16:45 FH - KR Beint19:00 Real Madrid - Getafe21:00 Pepsi mörkin 22:10 FH - KR00:00 Pepsi mörkin

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 Stoke - Liverpool10:30 Man. City - Wigan12:20 Norwich - WBA Beint14:45 Fulham - Blackburn Beint17:00 Sunnudagsmessan18:15 Norwich - WBA 20:05 Sunnudagsmessan21:20 Fulham - Blackburn 23:10 Sunnudagsmessan00:25 Bolton - Man. Utd. 02:15 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:00 PGA Championship 2011 (4:4)11:10 Golfing World12:00 The KLM Open (2:2)15:00 World Golf Champ. 2011 (4:4)19:00 The KLM Open (2:2)22:00 THE PLAYERS Official Film22:50 US Open 2000 - Official Film23:50 ESPN America

11. september

sjónvarp 47Helgin 9.-11. september 2011

Í sjónvarpinu The Borgias

Ekki þykir það nú góð latína að sáldra stjörnum yfir sjónvarpsþátta-röð þegar einungis tvo þættir af níu hefur borið fyrir augu en ég ætla að ganga að því sem gefnu að The Borgias muni halda stefnunni og gefa frekar í en hitt og tek áhættuna í skjóli þess.

Þættirnir fjalla um fjölskyldu hins fláráða kardínála Rodrigo Borgia sem tókst með mútum og véla-brögðum að komast á páfastól og varð Alexander páfi VI árið 1492. Sótrafturinn sá er ekki neitt sérlega vel séður af fínni mönnum innan kirkjunnar og því er víða plottað og

setið á svikráðum en páfinn lætur hart mæta hörðu og beitir þar helst fyrir sig sonum sínum tveimur sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna og hika ekki við að beita hótunum og ofbeldi.

Allur er þessi Borgia-skríll svo frekar lausgyrtur og sjálfur páf-inn er ekki börnum sínum til fyr-irmyndar og læðupokast í rekkju bráðhuggulegrar grasekkju í skjóli nætur. Ekki mjög klerkleg hegðun og gefur andstæðingunum högg-stað auk þess sem einhverjum kann að þykja huggun harmi gegn að fá það matreitt á erótískan hátt að löng

hefð er fyrir saurlífi innan kirkjunn-ar veggja.

Jeremy Irons er kjölfestan í þátt-unum, ískaldur og ógnvekjandi eins og þeim öndvegisleikara er svo lag-ið.

Þá yljar það manni um hjartaræt-ur að sjá aftur þá ágætisleikkonu Joanne Whalley sem heldur öllum sínum sjarma þótt hún hafi farið flatt á því undir lok síðustu aldar að giftast fautanum Val Kilmer og nán-ast hverfa af sjónarsviðinu í fram-haldinu.

Umgjörð þáttanna, sviðsmyndir og búningar eru fyrsta flokks og

söguþráðurinn svo safaríkur, kyn-ósa og blóðugur að þættirnir hljóta að ríghalda áfram.

Þórarinn Þórarinsson

Klámfenginn kardínáli

1. ARTHUR2. GULLIVER´S TRAVELS3. JACKASS 3,54. THE TOURIST5. THE GREEN HORNET6.6. BURLESQUE7. UNKNOWN8. HALL PASS9. TANGLED ISL TAL10. THE ROMANTICS

SILFUREGILSUMRÆÐU- OG VIÐTALSÞÁTTUR EGILS HELGASONAR HEFST KL. 12.30 Á SUNNUDAG

- Annað og meira

Page 52: 9 september 2011

48 bíó Helgin 9.-11. september 2011

Þ egar við Bragi Hin-r iksson leikst jór i ákváðum að gera

fyrstu myndina þá var hún nú hálfgert tilraunaverkefni sem við ákváðum að kýla bara á. Við skrifuðum þetta saman og byrjuðum bara á að fara á netið og gúggla hvernig ætti að skrifa handrit,“ segir Sveppi. „Maður byrjar auð-vitað á því að finna upp sög-una og setur svo kjöt á beinin. Við byrjuðum að skrifa hand-ritið að þessari mynd í lok síðasta árs og þetta liggur einhvern veginn ótrúlega vel fyrir okkur.“ Sveppi segir að handritsvinnan sé orðin mun auðveldari þar sem þeir séu búnir að gera þetta tvisvar áður og farnir að þekkja helstu persónurnar mjög vel.

„Við erum núna búin að gera þrjár myndir í fullri lengd, og þar af eina í þrívídd, á eiginlega tveimur árum. Og við höfum alveg velt því fyrir okkur hvort við eigum ekki að gera bara fjórðu myndina. Það er alveg inni í myndinni en ekki endilega alveg svona einn, tveir og þrír. Við vilj-um ekkert endilega byrja að skrifa strax, taka upp næsta sumar og sýna næsta haust.

Við ætlum frekar að eiga það inni. Svona dálítið eins og In-diana Jones. Þar komu þrjár í röð og svo kom svona ein lé-leg seinna. Við eigum eftir að gera eina lélega, sem fjórða myndin er alltaf.“

Vinsældir myndanna eru slíkar að ætla mætti að Sveppi hafi dottið niður á gullæð sem afli honum mikilla peninga á stuttum tíma. „Það eru voða-lega margir sem halda það en íslensk kvikmyndagerð hefur nú aldrei þótt neinn gróðabransi. Þetta byggist mjög mikið á styrkjum og öðru slíku. En það sem gerir okkur kleift að búa til myndir svona ört er náttúrlega að við erum að fá fullt af fólki í bíó. Þannig að það er auðveldara að borga öllum laun og allt það. Þetta gerir það líka að verkum að menn eins og ég og Bragi, sem erum búnir að vera að vinna mjög mikið í þessu og skrifum, framleið-um og sjáum um markaðs-setningu, erum alveg sáttir þegar við fáum launin okkar. En maður er ekkert ríkur.“

Sem fyrr taka Villi og Gói þátt í hasarnum með Sveppa auk þess sem Ilmur vinkona hans blandast í málið. Ballið

byrjar þegar Ilmur lokast inni í töfraskápnum í herbergi Sveppa og til að bæta gráu ofan á svart lætur illmenni í útlöndum ræna skápnum. Og þá þurfa Sveppi, Villi og Gói að taka á honum stóra sínum í eltingarleik við bófana úti um víðan völl þar sem hættur leynast við hvert fótmál.

Sveppinn segir andann í þessum kjarnahópi mjög góð-an enda kjósi hann að vinna aðeins með fólki sem honum finnst skemmtilegt. „Það er alltaf mjög mikil stemn-ing. Þótt mér finnist svolítið plebbalegt að segja það, þá er það nú þannig að þegar stemningin er góð og allir eru ánægðir og sáttir þá skil-ar það sér alla leið á tjaldið. Þetta er bara raunin og það er aldrei neitt voðalegt stress hjá okkur. Það eru allir bara léttir og kátir og við vöðum bara í þetta.“

Algjör Sveppi eltiSt við töfrASkáp

Sveppi og félagar frumsýna í dag, föstudag, þriðju ævintýramyndina um litskrúðugan vinahóp sem er einkar lagið að lenda í alls konar háska og átökum við skuggalega skúrka. Nýja myndin heitir Algjör Sveppi og töfraskápurinn og fylgir eftir miklum vinsældum fyrri myndanna Leitin að Villa og Dularfulla hótelherbergið. Sveppi gengst við því að hann sé barnalegur enda finnist honum gaman að fíflast og kalla fram hlátur hjá krökkum.

Við erum alveg sáttir þegar við fáum launin okkar. En maður er ekkert ríkur.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

Sálræn stór-slysamyndHinn sérkennilegi og kvíðasjúki danski leikstjóri Lars von Trier vekur jafnan athygli með myndum sínum og ekki síður þar sem hann mætir í eigin persónu. Síðast skaut hann áhorfendum skelk í bringu með hinni vægast sagt ónotalegu Antichrist en er nú mættur til leiks með Melancholia sem hverfist um efni sem hann þekkir vel.

Kirsten Dunst og hinn fjall-myndarlegi Alexander Skars-gård leika Justine og Michael sem eru að fagna brúðkaupi sínu á

heimili systur brúðarinnar. Justine glímir við mikið þunglyndi og streitu og atburðir taka óvænta stefnu þegar yfirvofandi árekstur jarðarinnar og áður óþekktrar reikistjörnu, Melancholia, ógnar öllu lífi á jörðinni.

Trier sækir hér í eigin reynslu af þunglyndi og vinnur með þá kenn-ingu að þunglyndir bregðist við af

meiri yfirvegun en aðrir á tauga-trekkjandi augnablikum.

Úrvalslið leikara prýðir mynd-ina ásamt Dunst og Skarsgård og má þar nefna Stellan Skars-gård, föður Alexanders, Charlotte Rampling, John Hurt, Udo Kier og sjálfan Kiefer Sutherland.Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tom-atoes: 76%, Metacritic: -

Colin Farrell drekkur blóðÁrið 1985 naut unglingahroll-vekjan Fright Night töluverðra vinsælda sem fylgt var eftir með Fright Night Part 2 þremur árum síðar. Fright Night fjallaði um unglingspilt sem horfir reglulega á hryllingsþáttinn Fright Night í sjónvarpinu og fyllist grunsemd-um um að nýr nágranni hans sé vampíra sem bíti fólk í hverfinu á háls. Hann fær umsjónarmann sjónvarpsþáttarins í lið með sér til að ráða niðurlögum blóðsugunnar en sá hefur á árum áður getið sér gott orð fyrir að leika vampírubana í hryllingsmyndum.

Endurgerð myndarinnar, með Colin Farrell í hlutverki nágrann-ans skuggalega, er komin í bíó en David Tennant, sem þykir hafa gert Doctor Who einna best skil í samnefndum sjónvarpsþáttum, leikur vampírubanann að þessu sinni.Aðrir miðlar: Imdb: 6,9, Rotten Tomato-es: 76%, Metacritic: 64/100

Svolítið eins og Indiana JonesSveppi hefur áhuga á því að gera fjórðu myndina um Algjöran Sveppa en stefnir þó að því að láta líða aðeins lengra á milli mynda en hingað til.

TölvutöskurHliðartöskur

Veski- Búið til úr

reiðhjólaslöngum

- Ólin er úröryggisbeltum

www.kolors.is

Dekkja-töskur

frumSýndAr

Tennur kyntröllsins Colins Farrell eru óvenjubeittar að þessu sinni.

Kirsten Dunst leikur unga brúði sem ætlar að ganga að eiga kærastann í skugga reiki-stjörnunnar Melancholia.

frumSýndAr

Heimildarmynd um þrjár írskar fjöl-skyldur sem eiga í miklu stríði hver við aðra. Við fáum að fylgjast með leikstjóranum Ian Palmer sem í byrjun myndar er staddur í brúðkaupi hjá einni fjölskyldunni til að festa það á filmu. Þegar hann heyrir af því að menn séu að skipuleggja boxbardaga fær hann leyfi frá fjölskyldunni til að taka bardagann upp. Hann eyðir svo næstu tólf árum í að taka upp blóðuga bardaga á milli þessara fjölskyldna. Berir hnefar, engar lotur og alvöru bardagar.

Knuckle sló í gegn á Sundance-kvik-myndahátíðinni í ár og að lokinni frumsýningu bitust fyrirtæki um

réttinn. Í því kapphlaupi voru fyrirtæki frá Gerald Butler, Robert Downey Jr. og Vin Diesel. HBO hreppti hins vegar hnossið og talið er að kapalstöðin hafi uppi áform um að gera sjónvarps-þáttaröð byggða á myndinni.

Með hnúum og hnefum

Þessi grjótharða heimildarmynd vakti mikla athygli á Sundance-hátíðinni.

S vinalängorna, eða Svínastían, er fyrsta kvikmyndin sem

leikkonan Pernilla August leik-stýrir og er alveg hreint magnað byrjandaverk. Myndin segir átakanlega sögu Leenu sem elst upp ásamt litla bróður sínum hjá alkóhóliseruðum foreldrum. Glatað uppeldið setur varanlegt mark á börnin sem fá að kenna á öllu því ógeði sem sjálf-hverfir alkar geta mögulega boðið börnum upp á.

Myndin hefst þegar Leena, tveggja barna hamingjusam-lega gift móðir, fær símtal frá móður sinni sem hún hefur löngu útilokað úr lífi sínu. Sú gamla er að drepast og vill hitta stúlkuna sína. Treg í taumi fer Leena til fundar við konuna sem eyðilagði æsku hennar og gömul sár ýfast upp.

Þessi sorgarsaga er sögð í nútíð en Leena hverfur aftur í tíma í huganum og áhorfandinn fær að þjást með henni í ömurleika æskuáranna.

Noomi Rapace er frábær í hlutverki Leenu, sýnir á sér allt aðra hlið en í Millennium-þríleiknum og um leið hversu stórkostleg leikkona hún er. Hnátan Tehilla Blad, sem leikur Leenu unga, gefur Noomi svo lítið eftir. Og Pernilla segir sögu Leenu af svo mikilli tilfinningu og tilgerðarleysi að það þarf enginn að skammast sín fyrir að fella nokkur tár yfir örlögum stúlkunnar sem slapp úr svínastíunni.

Þórarinn Þórarinsson

Noomi Rapace er frábær að vanda.

bíódómur SvinAlängornA

Demantur í flórnum

Page 53: 9 september 2011

Á HELMINGILÆGRA VERÐIEN STÖÐ 2

ekkert venjulegt sjónvarp

SkjárEinn býður þér vandaða dagskrá, einfalda og auðskiljanlega verðskrá og svo geturðu horft á uppáhaldsþættina þína í SkjárEinn Netfrelsi þegar þér hentar. Áskrift að SkjáEinum kostar aðeins 3.490 kr. á mánuði meðan Stöð tvö er á 7.490.

Tryggðu þér áskrift í 595 6000, eða smelltu þér á skjareinn.is

skjáreinnaÐeins

á MánuÐi3.490 KR.

Með áskriftinni færðu Netfrelsi og getur séð alla uppáhaldsþættina þína í fullum gæðum á netinu hvar og hvenær sem er.

++ +

Skjáreinní SíMANUM

Skjáreinní tölvunni

Skjáreinní IPADINUM

Skjáreinní SJÓNVARPINU

NETFRELSI FYLGIR MEÐÁSKRIFT AÐ SKJÁEINUM

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

48

07

8

Page 54: 9 september 2011

Helgin 9.-11. september 201150 tíska

Athyglissjúkar brúðirFyrir nokkrum vikum, seint í ágúst, gekk Kim Kardashian vinkona mín í það heilaga. Þessi athöfn var öll blásin upp, mörgum, mörgum milljónum eytt í klæðnað, skreytingar, skart-gripi og ýmiss konar undirbúning. Raunveru-leikastjarnan, sem sjaldan er sögð vera skarp-asti hnífurinn í skúffunni, seldi svo myndir og upptökurétt frá athöfninni og græddi rúma tvo milljarða á henni. Hún var alveg ákveðin í að toppa konunglegt brúðkaup þeirra Will og Kate sem haldið var á 29. maí síðastliðinn.

Það má segja að konunglega brúðkaupið þarna í maí hafi hrint af stað algjörri brúð-kaupsbyltingu, bæði hjá fræga fólkinu og almenningi. Heimsbyggðin stóð á öndinni þennan dag og fylgdist með prinsessunni ganga inn kirkjugólfið í umtalaða brúðkaups-kjólnum frá Alexander McQueen. Á þessu andartaki varð Kate mikið stöðutákn og kon-ur úti um allan heim fóru að plana brúðkaup. Konunglega athöfnin varð þeim innblástur og þær sáu fram á fallega og fágaða athöfn. Kim vinkona mín var ein af þessum ástsjúku kven-mönnum.

Þessi ágætu brúðkaup voru þó eins fjarstæðu-kennd sem mest getur orðið fyrir okkur sem hvorki erum Kim Kardashian né Kate Middle-ton. Við þurfum ekki þrjá brúðarkjóla, 230 milljóna króna demantshring eða heims-frægar stjörnur sem troða upp um kvöldið. Það eru líka litlar líkur á að margar millj-ónir muni horfa á athöfnina okkar ef henni verður sjónvarpað. Ætli það sé ekki nóg að láta sig dreyma um fallegt og fágað brúðkaup sem ekki verður blásið upp. Ætli það verði alveg jafn ógleymanlegt.

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

5dagardress

Tískuiðnaðurinn breytist hrattKatrín Lilja Ólafsdóttir er 23 ára nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Sam-hliða því vinnur hún við ljósmyndun og sinnir áhugamálum sínum sem eru tíska og ferðalög.

„Stíllinn minn er ótrúlega mismunandi; fjölbreytilegur en yfirleitt afslappaður. Ég er dugleg að ferðast til London og kaupi því fötin mín aðallega þar. Urban Outfitters við

Oxford Street er í miklu uppáhaldi og svo auðvitað klassísku verslanirnar, H&M og Topshop.

Tískuinnblástur fæ ég líklega helst frá fólkinu í kringum mig og af tískubloggum. Ég á enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að tísku, þar sem þessi iðnaður breytist svo hratt, en Sarah Jessica Parker og Mary Kate hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi.“

Brúðarkjóll prinsessunnar hefur mikið aðdráttaraflBrúðarkjóll Kate Middleton hefur verið til sýnis í Bucking-ham-höllinni í London síðan 23. júlí og hefur dregið að sér um 350 þúsund gesti á þessum stutta tíma. Þetta slær öll met og enn bíður um hálf milljón eftir að fá að sjá kjólinn með eigin augum. Sýningunni á að ljúka 3. október en ekki er ólíklegt að hún verði fram-lengd um nokkrar vikur.

Varalitur frá Kate MossÍ sumar hefur ofurfyrirsætan Kate Moss unnið að nýrri varalitslínu ásamt snyrtivörufyrirtækinu Rimmel. Línan leit dagsins ljós á miðvikudaginn var og samanstendur af sjö ólíkum litum. Lita-

flóran er skemmtileg og öðruvísi og hannaði fyrirsætan litina út frá

eigin hugmyndum og löngun. Línan mun aðeins fást í september-mánuði í Englandi og á vefverslun Rimmel.

Nýtt naglalakk frá ChanelNaglalakkið frá tískuhúsinu Chanel hefur náð góðri fótfestu í tískuheiminum á síðustu mánuðum og hafa sumar tegundirnar selst upp á skömmum tíma. Nú hefur tískurisinn frumsýnt nýjustu naglalakkalínu sína, haust 2011, sem samanstendur af þremur litum með einkennandi málmyfirbragði, glans og ljóma. Í fyrra var naglalakk frá Chanel, númer 505, valið naglalakk ársins og búist er við að eitt af þessum nýju afbrigðum hreppi titilinn í ár.

MiðvikudagurSkór: KaupfélagiðBuxur: TopshopBolur: SautjánHálsmen: Urban Outfitters

ÞriðjudagurSkór: TopshopBuxur: TopshopBolur: Urban Outfitters

FimmtudagurSkór: TopshopSokkabuxur: H&MKjóll: Urban OutfittersVesti: Vila

MánudagurSkór: TopshopBuxur: ZaraSundbolur: Blackmilk clothingPeysa: ZaraHálsmen: Tatty Devine

Föstudagur:Skór: Chie Mihara frá KronSokkar: VilaSkyrta: KronBelti: Topshop

NÝJAR VÖRUR

Bæjarlind 4 • Kópavogi • 544 2222

www.feminin.is • [email protected]

Opið mán-föst. kl 11-18 og lau. 10-16

Bæjarlind 4 • Kópavogi • 544 2222

www.feminin.is • [email protected]

Opið mán-föst. kl 11-18 og lau. 10-16

Page 55: 9 september 2011

Erum að fylla búðirnar með glænýjum og ferskum efnum: • Prjónaefni: margar gerðir og litir• Jersey: margar gerðir og litir• Netefni með teygju• Spandexefni• Ullarefni og ullarflees• Satin• Velúr með teygju• ...og margt, margt fleira

Haust og vetrarefnin komin!

+ Bókaðu flug á www.icelandair.is

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S IC

E 55

484

09/1

1

Fjöldaframleiðsla á brúðarkjólum Kim Kardashian hafin

Kim Kardashian, sem gifti sig í ágúst, klæddist þremur brúðarkjólum á brúðkaups-daginn og allir voru þeir hannaðir af Veru Wang. Nú hefur hönnuðurinn ákveðið að fjöldaframleiða tvo af þessum kjólum fyrir vetrar-línuna sína og mun salan hefjast í febrúar á næsta ári. Kjólarnir koma til með að kosta um 180 þúsund krónur og munu fást bæði í verslunum og á heimasíðu Veru Wang.

Marc Jacobs ekki aðdáandi stjarnanna Hönnuðurinn Marc Jacobs er ekki mikill aðdáandi Hollywood-stjarna og segist ekki sjá neinn tilgang í því að bjóða þeim á tískusýningar. Aðeins þrjár stjörnur hafa fengið boðskort á næstu tískusýningu kappans, sem haldin verður á New York-tískuvikunni á næstunni, og eru það systurnar Dakota og Elle Fanning og Sofia Coppola. Systurnar hafa báðar tekið þátt í auglýsingaherferð Marcs Jacobs á þessu ári og Sofia hefur verið náinn vinur og stuðningsmaður hönnuðarins síðustu ár. Það var árið 2009 sem hönnuður-inn tók þá ákvörðun að bjóða ekki stjörnum á viðburði sína, en fram að því höfðu líklega allar stjörnur sem höfðu einhvern áhuga á tísku mætt á sýningar hans.

Helgin 9.-11. september 2011

Page 56: 9 september 2011

52 tíska Helgin 9.-11. september 2011

HAUST YFIRHAFNIREkta dúnúlpur m/ hettuljósar og dökkarfrá kr 39.990,-

St. 36-41

Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12Sími 517 2040

Opið mánud-föstud. 11-18laugard. 11-16

SKÓMARKAÐUR

St. 40-46

St. 37-41

St. 36-41

Verð: 6.575

Verð: 6.595

Verð: 6.295

Verð: 5.895

Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is

Haustvörurnar komnar

Sendum frítt úr vefverslunwww.lindesign.is

25% kynningarafslátturaf öllum vörum fram á laugardag

hafnarsport.isPantanir hjá hafnarsport.is símar: 820 2188 / 661 3700

Tannhvítuefni4.500 kr.

„Efnið hefur fengið víðsvegar

verðlaun um heiminn fyrir

framúrskarandi árangur“

Þú finnur okkur líka á facebook

LOSAÐU ÞIG VIÐSYKURFÍKNINA

OG KRÆKTU ÞÉR Í FULLT AF ORKU!

20%AFSLÁTTUR

Þú færð Turbo Greens í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Innflutningsaðili:

Doppur eru áberandi í haustR endurnar hafa verið

mest áberandi allra munstra á síðustu

mánuðum en svo virðist sem doppurnar séu að taka við. Hönnuðirnir Stella McCartney og Marc Jacobs hafa verið helstu frumkvöðlar þessa tísku-trends og gera mikið úr doppunum núna í haust. Stjörnurnar hafa að sjálf-sögðu fylgt þessu trendi eftir og klæðast gjarna sam-kvæmisfatnaði með áprent-uðum doppum.

Tavi Gevinson rit-stýrir nýju tímaritiHin þrettán ára Tavi Gevinson, sem varð heimsfræg með bloggfærslum sínum fyrir rúmum tveimur árum, hefur tekið að sér ritstjórastarf hjá tímaritinu Rokkie. Tímaritið kom út á mánudaginn var og kemur aðeins út í tölvutækuformi til að byrja með. Tímaritið er ætlað fyrir unglingsstúlkur og mun hvert tölublað hafa eitthvert ákveðið þema. Hægt er að nálgast tímaritið á rokkiemag.com

Leikkonan Natalia Vodianova.

Marc Jacobs, haust 2011.

Breska raunveru-

leikastjarnan Amy Childs.

Mar

c Ja

cobs

, hau

st 2

011

.

Tísku-gyðjan Olivia Palermo.

Diane von Fursten-berg, haust 2011.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Page 57: 9 september 2011

www.snakk.is Fitness popp er á

HEILBRIGÐI ER LÍFSTÍLL

Létt og trefjaríktLétt og trefjaríkt

Hreyfing - Næring - Jákvæðni

FULLT AF NÝJUM

VÖRUM

Bæjarlind 6, sími 554 7030

Eddufelli 2, sími 557 1730

www.rita.is

Kjólar Peysur

Bolir

Buxur

Toppar

tíska 53 Helgin 9.-11. september 2011

Silfur- og gulltískan tröllríður tískupöllunum um þessar mundir og virð-ist þetta trend ætla að ná góðri fótfestu í haust. Helstu hönnuðir heims, á borð við Stellu McCartney, Balmain og Haider Ackermann, hafa allir sömu hugmyndir um þessa nýju tísku og er þetta í flestum tilfellum alklæðnaður; gull eða silfur frá toppi til táar.

Breska söngkonan Adele, sem er ein vinsælasta söngkona Bretlands, er ekki jafn sjálfsörugg á sviði og

hún lítur út fyrir að vera. Í nýjasta tölublaði breska Vogue tjáði söngkonan sig um stressið og kvíðann sem

kemur yfir hana rétt áður en hún á að stíga á svið. Í viðtalinu segist hún verða mikið veik fyrir tónleika og æla

mjög mikið. Hún bætir þó við að því meira sem hún æli því betur njóti hún sín á sviðinu.

Verður mikið veik fyrir tónleika

Silfur og gull á tísku-pöllunum í haust

Kvenleg jakkaföt frá Moschino, haust/vetur 2011.

Kvenlegur silfurfatn-aður frá Felder, haust 2011.

Gylltur al-klæðnaður frá Stellu McCartney, haust 2011.

Samfestingur og jakki við frá Haider Acker-mann, haust/vetur 2011.

Gyllt jakkaföt frá tískurisan-

um Balmain, haust 2011.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Viltu vera heimilisvinur?www.soleyogfelagar.is

Page 58: 9 september 2011

!

!

!

!

Öryggi í samskiptum

-námskeið við félagsfælni

Öryggi í samskiptum

-námskeið við félagsfælni

Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem kenndar eru leiðir til að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Kennsludagar: Þriðjudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst.

Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar

Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 20. september 2011

Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða [email protected]ánari upplýsingar: www.kms.is

V ið kynntumst í núningnum og ég held að það megi segja að á tímabili vorum

við frekar fúl hvort út í annað,“ segir Kristján Bjarki Jónas-son útgáfustjóri. Skömmu eftir að bókaútgáfan tók til starfa og hafði komið sér fyrir á Barónsstíg höfðu Kristján og félagar spurnir af því að stofnað hefði verið gallerí við Laugaveg með sama nafni.

„Okkur þóttu þetta nokkur tíðindi því ekki var vitað til þess að nokkur skapaður hlutur hefði heit-

ið Crymogea frá því að Arngrímur Jónsson lærði nefndi bók sína um Ísland þessu nafni,“ segir Kristján. „Um leið heyrðum við af því að til væri einhvers konar ferðaþjónusta sem héti einnig þessu nafni og tengdist galleríinu og þetta varð æ kyndugra. Allt í einu virtust spretta upp fyrirtæki með þessu nafni og það sem meira var; öll í lista- og menningarbransanum.“

Eftir að bókaútgáfan hafði fengið nokkrar upphringingar um ýmisleg efni sem tengdust útgáf-

Frumsýning Zombieljóðanna á Litla sviðinu á föstudagskvöld markar upphaf leikársins hjá Borgarleikhúsinu. Með verkinu loka þeir Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson þríleiknum sem þeir hófu með Þú ert hér í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Góðir Íslendingar fylgdu í kjölfarið og nú er komið að Zombieljóðunum. Þremenningarnir hafa fengið Halldóru Geirharðsdóttur til liðs við sig og hún skrifar og flytur verkið með þeim.

Zombieljóðunum er lýst sem nærgöngulu og gagnrýnu samtímaverki þar sem horfst er í augu við það hvernig fólk bregst við áföllum og hvernig það lifir sársaukann af.

Hópurinn tekst á við stórar spurningar á sviðinu, eins og til dæmis hvort við finnum til með öðrum

eða hvort við höfum fórnað mennskunni fyrir sársaukalausa tilveru. Verkið endursegir margt það óhugnanlegasta úr samtímanum og skoðar hvernig samfélagið tekur á sársauka sem mann-anna verk valda.

Tilveran er á endimörkum sögunnar, ekkert kemur okkur lengur á óvart og það er búið að hugsa allar hugsanir. Ekkert rúm er fyrir hið ókunnuga og því er útrýmt í snatri. Þessi sjálfsögðu þægindi eru rofin þegar orð verða að byssukúlum, þegar barn er borið út og þegar einhver tekur eitrað amfetamín og þá blasir stóra spurningin við. Þarf að fórna mennskunni fyrir tilveru án sársauka?

Varað er við því að efni sýningarinnar er ekki fyrir viðkvæma.

Óhugnaður við endimörk sögunnar borgarleikhúsið hörð samtímaádeila

Í Zombieljóðunum er horfst í augu við margt af því óhugnanlegasta úr samtímanum og stórum spurningum velt upp.

treystið okkur Crymo plús Crymo

Núningur og fýla gátu af sér bókBókaútgáfan Crymogea gaf í þessari viku út bókina Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, í samstarfi við forsprakka gallerísins Crymogaea. Samskipti útgefendanna og listafólksins byrjuðu þó ekki vel þar sem útgefendunum mislíkaði að bókaforlagið skyldi fá nafna og að listaspírurnar þyrftu endilega að taka upp nafn sem hafði legið ónotað í 400 ár, en Arngrímur Jónsson lærði nefndi bók sína um Ísland þessu nafni og gaf hana út í Hamborg árið 1609.

Kristján Bjarki náði fullum sáttum við mannskapinn í Galleríi Crymo og hefur gefið út bók sem er heimild um þá kraftmiklu starfsemi sem fór fram í galleríinu.

unni greinilega ekki fór Kristján á fund Þorgerðar Ólafsdóttur sem stóð fyrir Galleríi Crymogaea og lýsti óánægju sinni með hvernig fólk var farið að rugla útgáfunni og galleríinu saman. „Við vorum bæði hörð á því að við værum í fullum rétti til að láta okkar gallerí og bókaútgáfur heita þessu nafni áfram. En svo kom upp sú hug-mynd hvort það væri ekki helber vitleysa að þessar tvær Crymogeur væru að karpa um nafn og reyndu frekar að gera eitthvað saman, öllum til heilla.“

Nafnadeilan fékk því þann far-sæla endi að nú hefur bókin Treyst-ið okkur! Við erum myndlistarmenn litið dagsins ljós. „Þarna leysir unga fólkið sköpunarkraftinn úr læðingi,“ segir Kristján. Listafólk-ið átti frumkvæðið að útgáfunni og vann bókina meira og minna sjálft en Crymogeumenn kláruðu dæmið með þeim. „Í bókinni eru sýnd verk og sagt frá þeim sem voru í Crymo-hópnum eða sýndu í gallerí-inu. Þarna eru saman komnir allir helstu listamenn yngstu kynslóð-arinnar, fólkið sem á eftir að verða næstu stórnöfn í bransanum.“

Galleríið er hætt störfum og flestir sem að því komu hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Nýja bókin er því nokkurs konar enda-punktur á starfseminni og heimild um hana auk þess sem hún inn-siglar krúttlega sátt í gömlu deilu-máli.

[email protected]

54 menning Helgin 9.-11. september 2011

Zombíljóðin – frumsýning í kvöld

Page 59: 9 september 2011

Panasonic TXP46G30Y

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Samkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Samkaup, Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: Samkaup, Egilsstöðum. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík.

STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is

TILBOÐ 289.990FULLT VERÐ kr. 314.990

TILBOÐ 179.990FULLT VERÐ kr. 199.990

TILBOÐ 199.990FULLT VERÐ kr. 239.990

TILBOÐ 239.990FULLT VERÐ kr. 269.990

TILBOÐ 329.990FULLT VERÐ kr. 349.990

TILBOÐ 379.990FULLT VERÐ kr. 399.990

TILBOÐ 349.990FULLT VERÐ kr. 369.990

Panasonic TXP42S30Y

Panasonic TXP42UT30Y

Panasonic TXP42G30Y

Panasonic TXP50UT30Y Panasonic TXP50ST32Y

Panasonic TXP50G30Y

SKERPA2.000.000:1

LIVEENGINE

600HzFULLHD1920x1080p

SKERPA5.000.000:1

LIVEENGINE

600HzFULLHD1920x1080p

SKERPA5.000.000:1

3D

600HzFULLHD1920x1080p

AVATAR 3D Blu-Ray

FYLGIR MEÐ!

SKERPA2.000.000:1

600Hz

2D/3D CONVERTER

FULLHD1920x1080p

AVATAR 3D Blu-Ray

FYLGIR MEÐ!

ideas for life

SKERPA5.000.000:1

LIVEENGINE

600HzFULLHD1920x1080p

SKERPA5.000.000:1

LIVEENGINE

600HzFULLHD1920x1080p

Panasonic TXP42UX30

SKERPA2.000.000:1

PRO

600HzFULLHD1920x1080p

TILBOÐ 149.990FULLT VERÐ kr. 179.990

AUKATILBOÐ

AVATAR 3D Blu-Ray

FYLGIR MEÐ!

SKERPA2.000.000:1

600HzFULLHD1920x1080p

Wi-fiREADY

AUKATILBOÐ Panasonic 3D Blu-ray spilari á 19.990 ef keyptur með þessum 3D tækjum

Panasonic Blu-ray spilari á 9.990 ef keyptur með þessum tækjum

SJÓNVARPSTILBOÐ

Page 60: 9 september 2011

Í frumtext-anum heldur Drakúla því fram að hann eigi ættir að rekja til Ís-lands.

lifandimarkadur.isBorgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg

Ávinningurinn er mikill:• Blóðsykur lækkar• Þyngdartap eða þyngdarjöfnun• Vellíðan, léttleiki og aukin einbeiting • Hollur matur og uppskriftir• Betri melting

Guðrún Helga RúnarsdóttirMicroscopist

Viltu setja heilsu og betri lífsvenjur í forgang?Tíðni sýkursýki eykst hratt á Íslandi eins og annars staðar í heiminum og er jafnvel talað um faraldur. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að áunnin sykursýki er í mörgum tilfellum 100% læknanleg.

Skráning:Skráning á netfangið: [email protected]ð: 18.900 kr. Athugið að þátttaka er takmörkuð við 25 mannsUpplýsingar í síma: 773-0052

Námskeiðið inniheldur:• Opnunarfyrirlestur fimmtudaginn, 26. september kl: 18:00 - 21:00. Kynning og sýnikennsla í hollum grænmetissöfum• Bæklingur með leiðbeiningum, uppskriftum og innkaupalista• Persónleg samskipti með tölvupósti og eftirfylgni í 4 vikur

Námskeiðið verður haldið í fræðslusal LIFANDI markaðar, (áður Maður Lifandi) Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Tekist á við sykursýki!

M akt myrkranna er bók sem er í mjög fárra höndum og ef henni er til dæmis slegið upp í

Gegni, finnst aðeins eitt eintak af henni í þessari frumútgáfu. Ég fann hana í tætlum hjá fornbókasala fyrir tilviljun,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor við hag-fræðideild Háskóla Íslands og bókasafn-ari, sem hvatti í framhaldinu Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu til þess að gefa bókina út.

Ásgeir segist alltaf hafa haft áhuga á vampírum og þótt þær áhugaverð fyrir-brigði þótt hann sé lítið fyrir hrylling að öðru leyti. Kynni hans og greifans hófust þegar hann var átta eða níu ára og sá bíómynd um Drakúla í sjónvarpinu. Greifinn skaut sveitastrákn-um í Bjarnarhöfn á Snæfells-nesi skelk í bringu og honum þótti vissara að fræðast sem mest um þennan vágest. Í leit að fróðleik um blóðsugur rakst hann á Makt myrkranna í bókasafni ömmu sinnar og afa.

Ásgeir ritar eftirmála með endurút-gáfunni og segir þar þýðinguna vera merka „fyrir margra hluta sakir og vel þess virði að henni sé haldið til haga“. Meðal annars þar sem þýðandinn tekur sér svo víðtækt skáldaleyfi „að hann er í rauninni meðhöfundur fremur en þýðandi“.

Valdimar hikar ekki við að stytta, á tíðum langdreginn, texta Stokers og bætir við persónum og fellir aðrar út eft-ir hentugleika. Valdimar, sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið eigin-maður Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og faðir Héðins, þingmanns og formanns Dagsbrúnar, hafði brennandi áhuga á

pólitík og þess sást glöggt merki í þýð-ingu hans. Í texta Stokers hafði Drakúla mikinn áhuga á að ræða lögfræði og sagnfræði við Jonathan Harker en hjá Valdimar á pólitíkin hug greifans.

Drakúla tengist Íslandi og íslenskum bókmenntum á ýmsan hátt eins og Ás-geir reifar í eftirmála sínum. Í frumtext-anum heldur Drakúla því fram að hann eigi ættir að rekja til Íslands og ber-serkja þaðan. Ásgeir bendir einnig á að bókin hafi verið þýdd á íslensku fyrsta allra tungumála en Þjóðverjar fylgdu í kjölfarið níu árum á eftir Valdimar. Þá er ekki síður áhugavert að margt bendir til þess að Halldór Laxness

hafi skrifað Kristnihald undir Jökli undir nokkrum áhrifum frá Makt myrkranna. Halldór getur bókarinnar og „Drakúlus greifa“ í bókinni Í túninu heima og bent hefur verið á ýmsa snertifleti bókanna sem Ásgeir rekur í eftirmála sínum.

Ásgeir mælir því eindregið með að fólk lesi Kristnihaldið að loknum lestri á Makt myrkranna þar sem „vart getur betri skemmtun í bókmenntum en að sjá hvernig persónum, atvikum og orð-um frá Valdimar skýtur upp í ýmsu líki og á ólíklegustu stöðum í bók Halldórs.“

[email protected]

Fann blóðsugugreifann í henglumÁ árunum 1899 til 1900 birtist skáldsagan Dracula eftir Bram Stoker sem framhaldssaga í hálfsmánaðarritinu Fjallkonunni í þýðingu Valdimars Ásmundssonar undir nafninu Makt myrkranna. Sagan kom síðar út á bók sem hefur verið nánast ófáanleg um áratuga skeið. Hún verður endurútgefin í haust að undirlagi Ásgeirs Jónssonar og óhætt er að segja að sú útgáfa sé happafengur fyrir alla þá sem hafa áhuga á Drakúla blóðsugugreifa, ekki síst þar sem tengingar greifans við Ísland eru meiri og sterkari en margan grunar.

ásgeir Jónsson Hvatti til endurútgáfu eldgaMallar drakúla-þýðingar

Ásgeir Jónsson hvatti til endurútgáfu á Makt myrkranna en bókin er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars bendir ýmislegt til þess að þýðandinn hafi verið í sambandi við Bram Stoker þar sem rithöfundinum er eignaður formáli að sögunni. Þessi formáli þykir einstakur, hefur verið þýddur á ensku og er stundum látinn fylgja nýjum endurútgáfum Dracula.

Græðir á frægð dóttur sinnarFaðir leikkonunnar Kate Hudson, Bill, ætlar sér að græða á dóttur sinni og situr

nú við skriftir á bók um líf hennar, fyrir og eftir frægð. Þrátt fyrir að hafa ekki talað við hana í mörg ár segir hann hana spillta og eigingjarna og ætti hún að hugsa meira um fólkið í

kringum sig. Einnig fer hann út í hjónaband sitt með leikkonunni og móður Kate, Goldie Hawn, en þau voru saman í skamman tíma á áttunda áratugnum.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldumeðlimur græðir á frægð ættingja og hafa söng-konurnar Rihanna, Birtney Spears og Jennifer Lopez meðal annars orðið fórnalömb slíkrar græðgi.

Innbrotsþjófur fer í bað hjá Celine DionSöngkonan Celine Dion fékk til-kynningu frá lögreglu í vikunni um að það hefði verið brotist inn hjá henni. Ekkert vantaði þó úr húsinu því innbrotsþjófur-inn, Daniel Bedard, hafði aðeins skellt sér í bað. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann stig-inn upp úr baðinu, stóð á útidyratröppunum með handklæðið vafið um sig og spurði sallarólegur hvaða erindi hún ættu inn í húsið.

Þegar Daniel var yfirheyrður þetta sama kvöld sagðist hann hafa fundið bílskúrsfjarstýringu í ólæstum bíl fyrir utan og þannig komist inn í hús söngkonunnar.

Aðdáendur Lata-bæjar geta glaðst því til stendur að hefja upptökur á

26 nýjum þáttum af þessu geysivinsæla

barnaefni. Stefnt er að því að hefja tökur í febrúar og munu

þrettán þættir verða teknir upp í fyrri lotunni. Alls er gert ráð fyrir að það taki um þrjú ár að taka

upp þættina 26 en sýningar munu að öllum líkindum hefjast í lok næsta árs. Upptökur á þáttunum fara fram í stúdíói Latabæjar í Garðabæ og mun 167 ný störf verða til við þessa framleiðslu.

Eftir því sem Fréttatím-inn kemst næst munu allir gömlu íbúar Latabæjar, þau Solla stirða og Siggi sæti þeirra á meðal, snúa til baka en auk þess er stefnt að því að nýir íbúar

bæjarins verði kynntir til leiks. Ekki er búist við öðru en að Magnús Scheving muni leika Íþróttaálfinn en óvíst er hvort Stefán Karl Stefánsson snýr aftur sem Glanni glæpur.

Latibær hefur glímt við mikla fjárhagsörðugleika undanfarið en eftir kaup Turner-fjölskyldunnar á meirihluta í félaginu, sem kynnt voru í gær, horfa menn til bjartari tíma í Latabæ. - óhþ

sJónvarp Barnaefni

167 ný störf í LatabæFlestir eru sammála um að enginn komist með tærnar þar sem Stefán Karl hefur hælana þegar kemur að því að túlka Glanna glæp.

Íþróttaálfurinn Magnús Scheving.

56 dægurmál Helgin 9.-11. september 2011

Page 61: 9 september 2011
Page 62: 9 september 2011

Það sem eink-um réð þessari ákvörðun er að Haukur er að gefa út bók þannig að það par var eigin-lega dautt.“

„Já, þau eru nú bara komin í hjóna-band í þessum bransa. Passa sig samt á því að kyssast aldrei áður en þau fara í þáttinn. Þau eru góð í að taka bók-menntirnar niður á það plan sem við vitleysingarnir skiljum,“ segir Ragn-heiður Thorsteinsson, útsendingar-stjóri Kiljunnar, bókmenntaþáttar Rík-issjónvarpsins.

Afráðið hefur verið að þau Páll Baldvin Baldvinsson og Kolbrún Bergþórsdóttir verði ein um bók-menntagagnrýni í Kiljunni í vetur en í fyrra var sá háttur hafður á að þau voru hálfsmánaðarlega. Á móti þeim

voru svo Þorgerður E. Sigurðardótt-ir og Haukur Ingvarsson. Fréttatím-inn heyrði því haldið fram að áhorfstöl-ur sýndu berlega að það par hefði lítið að gera í klærnar á Páli og Kolbrúnu; fleiri fylgdust að jafnaði með þættinum þegar gömlu brýnin væru á skjánum og því hefði þessi ákvörðun verið tek-in. Auglýsingastjóri RÚV, Einar Logi Vignisson, taldi það hæpið. „Sveiflur í áhorfi milli þátta eru það litlar að mér þykir afar ósennilegt að innihald hvers einstaks þáttar hafi þar áhrif. En kenningin er skemmtileg,“ sagði Einar Logi. Hann skoðaði áhorfstölur

sem sýndu að þar voru einkum aðr-ar breytur sem höfðu áhrif, svo sem hvort handboltaleikur væri á undan þætti eða árstíðarbundnar reglulegar sveiflur, svo sem minna áhorf þegar fólk er við jólaundirbúning.

Ragnheiður bar saman tölurnar við þá þætti þar sem Páll og Kolbrún voru í settinu. „Því miður. Tölurnar styðja þessa frábæru kenningu ekki. Við erum yfirleitt í svona 21 prósenti í uppsöfnuðu áhorfi. Það sem einkum réð þessari ákvörðun er að Haukur er að gefa út bók þannig að það par var eiginlega dautt.“ - jbg

sJÓNVARP PÁLL BALdViN OG KOLBRÚN BeRGþÓRsdÓttiR eiN UM KRÍtÍK Í KiLJUNNi

Páll og Kolla kyssast aldrei fyrir þátt

UNNUR ÖsP LeGGUR UN WOMeN Lið

Ísland stendur fremst allra landa í jafn-réttismálum og mér finnst viss ábyrgð hvíla á okkur.

U nnur Ösp ætlar að nota Fiðrildavik-una til að heimsækja fyrirtæki og kynna starfsemi UN Women með

fyrirlestri um samtökin og þau verkefni sem þau vinna í fátækustu löndum heims. Tilgangurinn er að hvetja fyrirtæki og starfsfólk til að legga samtökunum lið með því að borga tiltekna upphæð með „systur“ mánaðarlega.

„Konur hafa það víða mjög slæmt í þróun-arlöndunum og á stríðshrjáðum svæðum. Þegar við styrkjum konur erum við að styrkja börnin þeirra og alla fjölskylduna um leið. Það er hræðileg staðreynd að einni af hverjum fimm konum á heimsvísu er nauðg-að á lífsleiðinni og þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi,“ segir Unnur Ösp. „Ég var nú ekki alveg búin að setja mig inn í þessar tölur og fékk algert sjokk þegar ég fór að kynna mér þetta. Og þess vegna ákvað ég að ganga til liðs við þær í Fiðrildavikunni og reyna að vekja fólk til umhugsunar um þessa hluti.“

Unnur Ösp segir að í Fiðrildavikunni verði söfnunin kynnt vel í fjölmiðlum auk þess sem hún mun sækja fyrirtæki heim, en erindi UN Women hefur nú þegar verið vel tekið. „Við erum búnar að ná alveg frábæru samstarfi við nokkur fyrirtæki sem verða styrkaraðilar UN Women í Fiðrildavikunni og þau fyrirtæki fá sérstaka heimsókn frá okkur og starfsmenn þeirra kynningu. Markmiðið er auðvitað að vekja fólk til um-hugsunar um stöðu kvenna í heiminum og

hvetja sem flesta til að styrkja samtökin og gerast mánaðarlegir áskrifendur og styrkja „systur“ hvar sem er í heiminum.“

Unnur Ösp bendir á að aðstæður þeirra kvenna sem samtökin leitast við að hjálpa séu gerólíkar öllu sem íslenskar konur þekki og séu fjarri raunveruleika okkar. „Ef ég tala út frá minni reynslu þá hefur maður einhvern veginn aldrei upplifað sig sem einhvers konar fórnarlamb eða í minni-hlutahópi. Þótt alltaf megi gott bæta í jafn-réttismálum hérlendis þá stendur Ísland fremst allra landa á því sviði samkvæmt út-tekt Alþjóða efnahagsráðsins í fyrra og mér finnst viss ábyrgð hvíla á okkur, sterkum og sjálfsöruggum konum á Íslandi, gagnvart kynsystrum okkar úti um allan heim sem eru í allt annarri stöðu.“

Staða kvenna í fjarlægum heimshlutum er Unni Ösp einkar hugleikin um þessar mundir þar sem hún mun leika aðalhlutverk-ið í Eldhafi í Borgarleikhúsinu í byrjun næsta árs. „Þetta verk tengist þessu nú aldeilis. Þar er sögð ævisaga konu frá Mið-Austur-löndum. Alveg ótrúlega sterk og dramatísk saga. Þetta er ofboðslega spennandi nýtt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn. Þannig að þær hjá UN Women hringdu í mig á alveg hárréttu augnabliki og ég var bara svo ótrúlega innblásin að ég varð að gera þetta þótt minn vettvangur sé yfirleitt leik-sviðið og vinnuvikan þessa dagana sé ansi þéttsetin.“

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir verður í fylkingarbrjósti Fiðrildaviku UN Women sem hefst mánudaginn 12. september. Vikan verður notuð til að safna fé og hvetja fólk til að styðja fjárhags-lega við konur sem búa við kröpp kjör, meðal annars í stríðshrjáðum löndum. Þrátt fyrir miklar annir fann Unnur Ösp sig knúna til að leggja málefninu lið; ekki síst þegar hún stóð frammi fyrir tölulegum staðreyndum um fjölda kvenna sem verða fyrir ofbeldi og nauðgunum.

Unnur Ösp hefur í nógu að snúast þessa dagana en gat ekki sleppt því að leggja UN Women lið í Fiðrildavikunni dagana 12.-18. september þar sem slæm staða kvenna í fjarlægum löndum brennur heitt á henni. Ljósmynd/Hari.

Styrk og sjálfstæði fylgir ábyrgð

Englarnir á sviðiðÞjóðleikhúsið hefur keypt rétt til þess að gera leikgerð upp úr sögu Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, sem ráðgert er að sett verði upp á næsta ári. Englar alheimsins er líkast til þekktasta verk Einars Más; gerð var samnefnd kvikmynd sem byggð er á bókinni auk þess sem bókin tryggði Einari Norðurlanda-meistaratitilinn í bókmenntum; í kjölfar útgáfu bókarinnar hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norður-landaráðs árið 1995. Þeir félag-arnir Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson hafa verið fengnir til að skrifa leikgerðina en Þorleifur mun leikstýra. Símon er líkast til þekktastur fyrir störf sín sem blaða- og fréttamaður þar sem hann hefur þótt harðskeyttur.

Gestir á Amokka, kaffihúsi í Borgartúni, komust ekki hjá því á mánudaginn var að taka eftir fundi þjóðþekktra manna því þar var fremur óvæntur félagsskapur á ferð. Þarna sátu, djúpt niðursokknir í umræður, þeir Björn Bjarnason, fyrr-verandi dómsmálaráðherra, Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, og Sturla Jónsson, vörubílstjóri og einn helsti byltingarleiðtogi búsáhaldabyltingarinnar. Frétta-tíminn innti Sturlu eftir því hvað

hefði verið til umræðu en hann sagðist ekki tilbúinn að láta það uppi að svo stöddu, ekki frá sinni hendi, en sagði þó að ekki væri á döfinni nýr stjórnmálaflokkur heldur hefði verið til umræðu hagsmunir heimilanna. Frekari tíðinda má vænta.

Björn, Sturla og Styrmir ráða ráðum sínum

Barnfóstra og einkabílstjóri í BarcelonaÞótt fjarað hafi undan fjármálaveldi athafna-mannsins Magnúsar Ármanns á Íslandi virðist hann þó enn kunna að njóta lífsins. Hann býr nú í Barcelona við góðan kost með bæði einkabílstjóra og barnfóstru. Magnús er ekki einn útrásarvíkinga í Barcelona því félagi hans Hannes Smárason býr einnig í borginni. Leiðir þeirra félaganna liggja einnig saman á Íslandi því Magnús hefur gist í glæsivillu á Laufásvegi þegar hann er á landinu – glæsivillu sem Hannes átti áður en leigir nú af Landsbankanum.

Kolbrún og Páll. Eins og gömul hjón

í Kiljunni og sitja nú ein að sjón-

varpsgagnrýninni.

Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund

Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is.

Rektor

58 dægurmál Helgin 9.-11. september 2011

Page 63: 9 september 2011

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

to

n/

A

Frumsýnt í kvöld kl. 20 UPPSELT

Nærgöngult og gagrýnið verk sprottið upp úr samtímanum.Athugið að verkið er ekki fyrir viðkvæma.

Áskri�ar-kortasalan

í fullumgangi

Page 64: 9 september 2011

Átta þúsund miðar seldir á GaldrakarlinnMikil aukning í áskriftarkorta-sölu í Borgarleikhúsið heldur áfram þetta haustið. Sem kunn-ugt er hefur orðið sprenging í kortasölu þar síðustu ár og í fyrra voru kortagestir leikhúss-ins komnir yfir 11.000, sem er það langmesta í sögu íslensks leikhúss. Þá hafði kortasala rúm-lega tuttugufaldast á tveimur árum. Kortasala Borgarleikhúss-ins er nú rúmlega 30% meiri en á sama tíma á metárinu í fyrra en það er langt umfram áætlanir og markmið leikhússins. Þá fer sala á sýningar haustsins afar vel af stað og þegar hafa verið seldir yfir 8.000 miðar á stórsöngleikinn Galdrakarlinn í Oz. „Við erum auðvitað í skýj-unum yfir viðtökunum. Fjöldi kortagesta var orðinn svo mikill í fyrra að við töldum að ákveðnu hámarki hefði verið náð og töldum ólíklegt að kortagestum okkar myndi fjölga enn frekar. Við erum hins vegar afar stolt af nýju leikári og því gleður það okkur að finna að kortasalan er enn að aukast og því stefnir í enn eitt metárið,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgar-leikhússins, í samtali við Frétta-tímann. -óhþ

70 ára afmæli ReykjavíkurflugvallarFlugdagurinn verður haldinn há-tíðlegur á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Sýningarsvæðið verður opið almenningi frá klukkan 12 til 16 en dagskráin verður frá 13 til 15. Áætlaður fjöldi sýningar-véla er þrjátíu. Vegna atburðar-ins mæta til Íslands sex Bretar sem allir eru komnir yfir nírætt, þar á meðal Hugh Eccles sem fyrstur lenti á Reykjavíkurflug-velli. Bretarnir voru hluti af 269 Hudson-sprengjuflugsveitinni sem var hér á landi. Sýningin er haldin af Flugmálafélaginu í tilefni af 70 ára afmæli Reykjavík-urflugvallar. Sögusýning verður í skýli 1 þar sem farið verður yfir sögu flugvallarins. -óhþ

Sá ekki heimildar-mynd um sjálfan sig Björgólfur Thor Björgólfsson var heiðursgestur á ráðstefnu danska viðskiptablaðsins Börsen í tengslum við frumsýningu á heimildarmyndinni Thors Saga um hann sjálfan og langafa hans, Thor Jensen, í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Björgólfur Thor sá hins vegar ekki frumsýningu myndarinnar og sagði Ragn-hildur Sverrisdóttir, upplýsinga-fulltrúi hans, að hann myndi ekki tjá sig um hana. -óhþ

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið …... fær Kolbeinn Sigþórsson fyrir að tryggja íslenska lands-liðinu í knattspyrnu fyrsta sigurinn í undankeppni EM gegn Kýpur á þriðjudaginn var.

H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

AFSLÁTTUR!30-70%REKKJUNNARÚTSALA

Arg

h! 0

70

911

SÝNINGAR OG SKIPTIRÚMÁ SÉRSTÖKU

TILBOÐI!

ADVENTURE PILLOWCal-King Size rúm (183x213 cm)með amerískum botniFULLT VERÐ 447.471 kr.

ÚTSÖLUVERÐ134.242 kr.

= 70% AFSLÁTTUR!

JADEQueen Size rúm (153x203 cm)með leðurlíkisklæddum botniFULLT VERÐ 420.017 kr.

ÚTSÖLUVERÐ210.008 kr.

= 50% AFSLÁTTUR!

CORSICA FIRMQueen Size rúm (153x203 cm)

með amerískum botni

FULLT VERÐ 222.375 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

111.188 kr.= 50% AFSLÁTTUR!

KING KOILKing Size rúm (193x203 cm)FULLT VERÐ 264.223 kr.

ÚTSÖLUVERÐ158.534 kr.ÞÚ SPARAR 105.689 kr.

SÍÐUSTU DAGAR!

KING KOILQueen Size rúm (153x203 cm)

FULLT VERÐ 163.600 kr.

ÚTSÖLUVERÐ98.160 kr.ÞÚ SPARAR 65.440 kr.