15
Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 bls. 1 Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á Skjöldólfsstöðum, laugardaginn 30. maí kl. 14. Dagskrá: 1. Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka 2. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum 3. Skýrsla stjórnar 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 5. Umræður um skýrslu og reikninga 6. Fjárhagsáætlun næsta árs 7. Breytingar á samþykktum félagsins 8. Kosningar: a. Kosning 2ja stjórnarmanna til þriggja ára b. Kosning 3ja varamanna til eins árs c. Kosning 2ja skoðunarmanna og varaskoðunarmanns til eins árs. d. Kosning kjörbréfanefndar. Þrír aðalmenn og tveir til vara. Nefndin hafi það hlutverk að fara yfir atkvæði fundarmanna og umboð á veiðifélagsfundum. 9. Arðgreiðslur 10. Önnur mál Þorvaldur P. Hjarðar formaður setti fund kl. 14.05 og bauð fundarmenn velkomna. Hann gerði tillögu um starfsmenn fundarins: Aðalstein I. Jónsson sem fundarstjóra og Skúla Björn Gunnarsson sem ritara. Fundurinn samþykkti það. Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og byrjaði á að kanna lögmæti hans. Enginn gerði athugasemd við það og að því búnu var gengið til dagskrár. 1. Erindi gesta Þröstur Elliðason, leigutaki og fyrirsvarsmaður Strengja Þröstur Elliðason var flutti sitt erindi gegnum netið. Hann fór yfir veiðitölur og sleppingar frá sumrinu 2019 og sýndi fallegar myndir frá veiðistöðum. Að mati Þrastar hefði árið 2019 orðið besta veiðiárið í ánni fram til þessa ef að yfirfallið hefði ekki komið í byrjun ágúst, annað árið í röð. Hann sagði góðar vonir um laxagengd sumarið 2020, bæði af smálaxi og stórlaxi. Útlitið með veiðileyfasölu væri hins vegar svart sökum afbókana erlendra veiðimanna sökum COVID-19. Litlar líkur væru á að veiðimenn kæmu erlendis frá og reynslan sýndi að erfitt væri að draga íslenska veiðimenn austur á land. Í ljósi þess hefði hann sent stjórn erindi sem yrði tekið fyrir á aðalfundinum. Þröstur fór einnig yfir seiðasleppingar og sagðist stefna á álíka sleppingar í ár nema hann reiknaði með að bæta heldur í gönguseiðasleppingar í hliðarám. Stefanía Karlsdóttir spurði um hvaða viðræður hefðu átt sér stað við Landsvirkjun vegna yfirfalls og einnig hvort væri farið að huga að því að auðvelda laxi að ganga upp á efsta svæði, Jöklu 3. Þröstur sagðist hafa rætt við Landsvirkjun og stjórn veiðifélagsins hefði einnig gert það en það væri ljóst að sífelld pressa þyrfti að vera á þessu yfirfallsmáli. Hann sagði ekki hefði reynt á það hvort Kastið við Langagerði væri sú hindrun sem útlit væri fyrir þar sem yfirfall hefði komið svo snemma tvö undanfarin ár en vísaði annars umræðu um fiskvegi til stjórnar. Fundarstjóri þakkaði Þresti fyrir erindið og hélt áfram með dagskrá fundarins.

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 1

AðalfundurVeiðifélagsJökulsáráDal2020haldinnáSkjöldólfsstöðum,laugardaginn30.maíkl.14.

Dagskrá:

1. Erindigestafundarins:• ErindiÞrastarElliðasonar,fyrirsvarsmannsStrengjaehf.leigutaka

2. Skýrslakjörbréfanefndarumatkvæðisréttáfundinum3. Skýrslastjórnar4. Lagðirframendurskoðaðirreikningar5. Umræðurumskýrsluogreikninga6. Fjárhagsáætlunnæstaárs7. Breytingarásamþykktumfélagsins8. Kosningar:

a. Kosning2jastjórnarmannatilþriggjaárab. Kosning3javaramannatileinsársc. Kosning2jaskoðunarmannaogvaraskoðunarmannstileinsárs.d. Kosningkjörbréfanefndar.Þríraðalmennogtveirtilvara.Nefndinhafi

þaðhlutverkaðfarayfiratkvæðifundarmannaogumboðáveiðifélagsfundum.

9. Arðgreiðslur10. Önnurmál

ÞorvaldurP.Hjarðarformaðursettifundkl.14.05ogbauðfundarmennvelkomna.Hanngerðitillöguumstarfsmennfundarins:AðalsteinI.JónssonsemfundarstjóraogSkúlaBjörnGunnarssonsemritara.Fundurinnsamþykktiþað.Fundarstjóritókviðstjórnfundarinsogbyrjaðiáaðkanna lögmætihans.Enginngerðiathugasemdviðþaðogaðþvíbúnuvargengiðtildagskrár.1.ErindigestaÞrösturElliðason,leigutakiogfyrirsvarsmaðurStrengjaÞrösturElliðasonvarfluttisitterindigegnumnetið.Hannfóryfirveiðitölurogsleppingarfrásumrinu2019ogsýndi fallegarmyndir fráveiðistöðum.AðmatiÞrastarhefðiárið2019orðiðbestaveiðiáriðíánniframtilþessaefaðyfirfalliðhefðiekkikomiðíbyrjunágúst, annað árið í röð.Hann sagði góðar vonir um laxagengd sumarið 2020, bæði afsmálaxi og stórlaxi. Útlitiðmeð veiðileyfasölu væri hins vegar svart sökum afbókanaerlendraveiðimannasökumCOVID-19.Litlarlíkurværuáaðveiðimennkæmuerlendisfráogreynslansýndiaðerfittværiaðdragaíslenskaveiðimennausturáland.Íljósiþesshefðihannsentstjórnerindisemyrðitekiðfyriráaðalfundinum.Þrösturfóreinnigyfirseiðasleppingarogsagðiststefnaáálíkasleppingaríárnemahannreiknaðimeðaðbætaheldurígönguseiðasleppingaríhliðarám.StefaníaKarlsdóttirspurðiumhvaðaviðræðurhefðuáttsérstaðviðLandsvirkjunvegnayfirfallsogeinnighvortværifariðaðhugaaðþvíaðauðveldalaxiaðgangauppáefstasvæði,Jöklu3.ÞröstursagðisthafarættviðLandsvirkjunogstjórnveiðifélagsinshefðieinniggertþaðenþaðværiljóstaðsífelldpressaþyrftiaðveraáþessuyfirfallsmáli.HannsagðiekkihefðireyntáþaðhvortKastiðviðLangagerðiværisúhindrunsemútlitværifyrirþarsemyfirfallhefðikomiðsvosnemmatvöundanfarinárenvísaðiannarsumræðuumfiskvegitilstjórnar.FundarstjóriþakkaðiÞrestifyrirerindiðoghéltáframmeðdagskráfundarins.

Page 2: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 2

2.SkýrslakjörbréfanefndarumatkvæðisréttáfundinumAtkvæðaskráhafðiveriðsendútmeðfundarboðiogekkikomiðframathugasemdirviðhana,alls74atkvæði.ÞorsteinnGústafsson,formaðurkjörbréfanefndar,varbúinnaðfarayfir umboð ogmætingu. Þorsteinn kynnti niðurstöðu nefndarinnar. Mættir á þennanaðalfundvoru15mannsmeðgestum.Atkvæðiteljast19,þaraferuskriflegumboð8.Sjánánarífylgiskjali1.Skriflegumboðsemkjörbréfanefndhöfðuboristogvorumetingilderusemhérsegir:SkúliBjörnGunnarsson umboðfráeigandaLitla-Bakka 1atkv. umboðfráábúandaSkriðuklausturs 1atkv.ÞórarinnHrafnkelsson umboðfráeigandaBlöndugerðis 1atkv.HallaEiríksdóttir umboðfráeigandaHákonarstaðaIogIII 2atkv. - umboðfráeigandaLangagerðis&Arnórsstaða3 2atkv.StefaníaKarlsdóttir umboðfráeigendumGrundar 1atkv.Ábúendurog/eðalandeigenduráfundinummeðatkvæði:ÞorsteinnGústafsson eigandiGeirastaðaII 1atkv.GesturHallgrímsson eigandiStórabakkaogábúandiBlöndubakka 2atkv.LaufeyÓlafsdóttir ábúandiHúseyIogII 2atkv.AgnarBenediksson eigandiHvannárII 1atkv.ÞorvaldurP.Hjarðar eigandiHjarðarhagaogLaugarvalla 2atkv.LárusBrynjarDvalinsson eigandiVörðubrúnar 1atkv.GuðmundurÓlason eigandiHrólfsstaða 1atkv.SigmarDaðiViðarsson eigandiHrafnabjargaI 1atkv.Engarathugasemdirvorugerðarviðniðurstöðukjörbréfanefndar.3.SkýrslastjórnarÞorvaldur P. Hjarðar formaður flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu verkefnisíðastliðinsstarfsárs.Sjánánarífylgiskjal2.4.LagðirframendurskoðaðirreikningarDreifthafðiveriðársreikningifélagsins,sjáfylgiskjal3,enhannhefurveriðundirritaðurafskoðunarmönnumogstjórn.Hallagjaldkerigerðigreinfyrirársreikningi2019.Helstuniðurstöðutölureruþessar:

Rekstrartekjur 1.700.000kr. Rekstrargjöld 485.541kr. Fjármagnsliðir 92.084kr. Afgangurársins 1.306.543kr. Arðsúthlutunársins 4.000.000kr. Eigiðféíárslok 3.187.507kr.5.UmræðurumskýrsluogreikningaEngarumræðururðuumársreikningogskýrslustjórnar.Fundarstjóribarársreikninginnundiratkvæði.Ársreikningurinnvarsamþykktursamhljóðameðhandauppréttingu.6.FjárhagsáætlunnæstaársSkúliBjörnfóryfirfjárhagsáætlunstjórnarfyrirárið2020,sjáfylgiskjal4.Helstutölurúrfjárhagsáætluneru:

Rekstrartekjur 2.784.335kr. Rekstrargjöld 1.035.000kr. Fjármagnstekjur 50.000kr. Rekstrarafgangurársins 1.799.335kr.

Page 3: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 3

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að áin verði veiðanleg amk. 50 daga og reiknastleigutekjurútfráþví.ÞærleigutekjureruhinsvegarekkifastaríhendiþarsemstjórnleggurtilaðákvörðunuminnheimtuþeirraverðifrestaðtilnæstaaðalfundarþarsemCOVID-19faraldurinnhefurhaftafdrifaríkáhrifásöluveiðileyfahjáleigutaka.Þærtekjursemerutryggjarfyriráriðer500þús.kr.styrkurúrFiskræktarsjóðitilbætaaðgengiviðána.Stjórnmunkynnaumsóknareyðublöð í júnísemlandeigendurgetanýttsér tilaðsækjaumþessastyrkiengertverðurráðfyrirmótframlagi.Tilaðgreiðaannankostnaðviðreksturfélagsinsáárinuverðuraðgangaáhöfuðstólfélagsins.Fundarstjóribarundirfundinnfrestunáafgreiðslufjárhagsáætlunarþangaðtilsútillagasemtekinverður fyrirundir9.dagskrárliðhefurveriðafgreidd.Fundurinngerðiekkiathugasemdviðþábreytinguádagskrá.7.BreytingarásamþykktumfélagsinsEngarbreytingarásamþykktumlágufyrirfundinum.8.Kosningar:a.Kosning2jastjórnarmannatil3jaáraFundarstjórilýstieftirframboðumísætitveggjaaðalmannaístjórnenþeirSkúliBjörnGunnarssonogGesturHallgrímssonhafalokiðþriggjaárasetu.Þeirgefabáðirkostáséráfram.Enginnannarbauðsigfram.SkúliBjörnogGesturklappaðirinnístjórntil3jaára.b.Kosning3javaramannatileinsársGengiðvartilskriflegrakosningaumsætivaramannaístjórn.Kosningarfóruþannig:AgnarBenediktsson1.varamaðurmeð19atkvæði,ÞorsteinnGústafsson2.varamaðurmeð18atkvæðiogStefaníaKarlsdóttir3.varamaðurmeð15atkvæði.c.Kosning2jaskoðunarmannaogvaraskoðunarmannstileinsársArnórBenediktssonogSnæbjörnÓlasonendurkjörniraðalskoðunarmennogBenediktArnórssontilvara.d.Kosningkjörbréfanefndar.Þríraðalmennogtveirtilvara.Í kjörbréfanefnd voru endurkosnir: Hallgrímur Þórhallsson, Benedikt Ólason ogÞorsteinnGústafsson.BenediktArnórssonogBragiSteinarBjörgvinssonkosnirtilvara.

9.ArðgreiðslurFormaðurgerðigreinfyrirtillögustjórnarsemsendhafðiveriðútmeðfundarboði:

Mikil óvissa ríkir um veiðileyfasölu ársins hjá leigutaka sökum COVID-19faraldursins. Stjórn félagsins leggur til að ákvörðun um innheimtu umsaminnaleigugreiðslnafyrirárið2020ogþarafleiðandieinnigumarðgreiðsluársins2020,verðifrestaðtilaðalfundar2021.

Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Að því loknu var fjárhagsáætlun borin undirfundinnoghúnsamþykktsamhljóða.10.ÖnnurmálAgnar Benediktsson nefndi þrjú mál: Boðun stjórnarfunda til varamanna, þ.e. hvortvaramennséuekkiallirboðaðirástjórnarfundi?Hvaðliðiumræðusemhefðiveriðfyrrnokkrum árum um að setja teljara í ána við Steinboga? Og hvort ekki ætti að hýsaveiðistaðaskiltiyfirveturinnenþaðhefðiekkiveriðgertívetur?Stuttarumræðururðu

Page 4: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 4

umþessimál.Þorvaldur formaður taldisjálfsagt aðboðaallavaramennen látiðhefðiveriðnægjaaðboðaþannfyrsta.Margirtjáðusigumteljaramáliðsemásínumtímavarslegiðafhjástjórnvegnanokkurraatriða,þ.e.kostnaðar,óáreiðanleikatalningaogerfiðraaðstæðna vegna yfirfalls, vatnavaxta og grjótburðar í bergrásinni. Þá kom fram aðmarkmiðið væri að hýsa veiðistaðaskiltin enmisbresturhefðiorðið á því í vetur semþyrftiaðbætaúrogskýraábyrgðáþeirriframkvæmd.GuðmundurÓlasonbeinditilstjórnaraðfaraaðskoðafjármögnunáfiskivegiáEfri-Dalm.a.viðKastið.Útfráþvíspannstumræðaumhvortekkiværufleirihindranirþarheldurenþessieinistaðurogjafnframthvaðværiunniðmeðþvíaðlengjaveiðisvæðið.FyrstogsíðastþarfþóaðkomaíljóshvortlaxgengurekkiuppfyrirKastiðísumarþarsemnúervitaðaðhannerfarinnaðgangauppaðþví.StefaníaKarlsdóttirbeindispurningutilstjórnarútafyfirfallinuoghvaðaviðræðurhefðuáttsérstaðviðLandsvirkjunumþað.Stjórnarmennsögðuslíkarviðræðurhafaáttsérstað,bæðiafstjórnogleigutakaogíþeimhefðim.a.komiðframaðstrangirskilmálarumafhendingaröryggiraforkuveittulítiðsvigrúmtilaðteflavatnshæðHálslónítvísýnu.Þákomframíumræðumaðerfittværihægtaðstýrayfirfallinuþvíaðinnrennsliíþaðúrjöklinuyrðialdreistýrtoggönginafköstuðubaraákveðnumagni.EnstjórnhefðifengiðsamþykkthjáLandsvirkjunaðkomaáárlegumfundumaðvorilíktogeruviðBlöndutilað farayfirhorfurársinsogannað. Íárhefðiheimsfaraldurinnhinsvegarkomið ívegfyrirþannfund.Stefaníaskoraðiástjórnaðfylgjalögumumaðgreiðsluáarðioggreiðaeigendumjarðasinnhlutþóaðekkiværibúiðaðgangafrásamningumvarðandiatkvæðisrétt.Ísvörumstjórnarmannakomframaðsáarðursemekkiværigreiddurútsökumóljósraupplýsingaumeigendureðavöntunarágreiðslupplýsingumværigeymdurinniásafnreikningihjáfélaginuenveriðværiaðvinnaíþessu.Reynthefðiveriðaðlátaþaðhangasamanmeðútgreiðslu arðs að menn kláruðu samninga sín á milli um fyrirsvar jarðar þar semeigendurværumargir.HallaEiríksdóttirnefndimikilvægiþessaðvinnaáframmeðeflingu innrastarfs tilaðbætaveiðisamfélagiðviðánaogalauppleiðsögumennfyrirframtíðina.Kastnámskeiðiðsemhaldiðvarífyrravarhlutiafþví.Stefaníaspurðiumbændadagaíánnisemtíðkuðustviðsumarár.Stjórnarmennsvöruðuþvítilaðslíkthefðiekkitíðkastenleigutakiogveiðivörðurværuliðlegirmeðaðleyfalandeigendumaðveiðafyrirsínulandiþegarvelstæðiáþarsemlítiðveiðiálagværi.SkúliBjörnbentieinnigáákvæðiíleigusamningiumaðveiðiréttarhafargetakeyptveiðileyfimeðskömmumfyrirvaraáaðeins10%afmarkaðsvirðifyriralltað4stangardagaááriogmennættuaðveraduglegriaðnýtasérþað,sérstaklegaísumarþegarverðurnógaflausumstangardögumogmikilvægtaðhaldauppiveiðitölum.Ekkivarfleirarættundirliðnumönnurmál.Fundarritaraogfundarstjórafaliðaðgangafráfundargerð.Formaðurfélagsinsþakkaðistarfsmönnumfundarinsogfundarmönnumfyrirgóðanfundogsleitfundikl.15.30.________________________________________ ________________________________________AðalsteinnJónssonfundarstjóri SkúliBjörnGunnarssonfundarritari

Page 5: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 5

Fylgiskjal1

SkráyfiratkvæðiíVeiðifélagiJökulsáráDaláaðalfundi30.maí2020

1. Blöndugerði Landeigandi ÞórarinnHrafnkelssonumboð2. Blöndubakki Ábúandi GesturHallgrímsson3. Stóri-Bakki Landeigandi GesturHallgrímsson4. Árbakki Landeigandi5. Litli-Bakki Landeigandi SkúliBjörnGunnarssonumboð6. Hrærekslækur Landeigandi 7. Galtastaðirút Landeigandi8. GeirastaðirII Landeigandi ÞorsteinnGústafsson9. HúseyI Ábúandi LaufeyÓlafsdóttir10. HúseyII Ábúandi LaufeyÓlafsdóttir11. Valþjófsstaður Landeigandi 12. Aðalból Ábúendi 13. Vaðbrekka Ábúandi 14. Skriðuklaustur Ábúandi SkúliBjörnGunnarssonumboð15. Klaustursel Landeigandi 16. Merki Ábúandi17. Arnarhóll Ábúandi 18. Arnórsstaðapartur Landeigandi 19. Gauksstaðir Landeigandi 20. Mælivellir Landeigandi 21. Skuggahlíð Landeigandi 22. HnefilsdalurI Landeigandi 23. HnefilsdalurII Landeigandi 24. Smáragrund Landeigandi 25. Skeggjastaðir Landeigandi . 26. Refshöfði Landeigandi 27. Teigasel Landeigandi/Ábúandi 28. Gil Landeigandi 29. Hrúthamrar Landeigandi 30. Hauksstaðir Landeigandi 31. Hrólfsstaðir Landeigandi GuðmundurÓlason32. HvannáI Landeigandi 33. HvannáII Landeigandi AgnarBenediktsson34. HvannáIII Landeigandi 35. Hofteigur Ábúandi 36. Hjarðargrund Landeigandi 37. Hjarðarhagi Landeigandi ÞorvaldurP.Hjarðar38. SkjöldólfsstaðirI Landeigandi 39. SkjöldólfsstaðirII Landeigandi40. Gilsá Landeigandi 41. ArnórsstaðirIogII Landeigandi 42. ArnórsstaðirIII Landeigandi HallaEiríksdóttirumboð43. Hákonarstaðir I Landeigandi HallaEiríksdóttirumboð44. Hákonarstaðir II Landeigandi 45. Hákonarstaðir III Landeigandi HallaEiríksdóttirumboð46. Langagerði Landeigandi HallaEiríksdóttirumboð47. Breiðilækur Landeigandi 48. Grund Landeigandi StefaníaKarlsdóttirumboð49. Eiríksstaðir Ábúandi 50. Brú Landeigandi 51. Laugavellir Landeigandi ÞorvaldurP.Hjarðar

Page 6: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 6

52. Eyjasel Landeigandi53. Hólmatunga Landeigandi 54. Torfastaðir Landeigandi 55. Árteigur Landeigandi 56. Hnitbjörg Landeigandi 57. Bláeyri/Fagrahlíð Landeigandi 58. Hlíðarhús Landeigandi59. Sleðbrjótssel Landeigandi 60. Mássel Landeigandi 61. SleðbrjóturI Landeigandi 62. SleðbrjóturII Landeigandi 63. BreiðamörkI Landeigandi 64. BreiðamörkII Landeigandi 65. Surtsstaðir Landeigandi 66. Hallgeirsstaðir Landeigandi67. Vörðubrún Landeigandi LárusBrynjarDvalinsson68. HrafnabjörgI Landeigandi SigmarDaðiViðarsson69. HrafnabjörgII Landeigandi 70. HrafnabjörgIII Landeigandi71. HrafnabjörgIV Landeigandi 72. FossvellirI Landeigandi73. FossvellirII Landeigandi74. Selland Landeigandi

Page 7: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 7

Fylgiskjal2

Skýrsla stjórnar Veiðifélags Jökulsár á Dal flutt af formanni á aðalfundi félagsins 30. maí 2020 Stjórn félagsins síðasta árið skipuðu: Þorvaldur P. Hjarðar formaður Skúli Björn Gunnarsson ritari Halla Eiríksdóttir gjaldkeri Gestur Jens Hallgrímsson og Lárus Brynjar Dvalinsson meðstjórnendur Fyrsti varamaður Þorsteinn P. Gústafsson var boðaður á alla fundi stjórnar og sat þá marga. Árið 2019 var tíðindalítið í sögulegu samhengi, haldnir voru sex stjórnarfundir og aðalfundur. Félagið stóð fyrir flugukastnámskeiði 11. júní fyrir áhugasama veiðiréttarhafa og þá sem þeim tengjast. Björgvin Pálsson í Veiðiflugunni sá um kennsluna og voru þátttakendur 11 talsins. Greiddi félagið helming námskeiðsgjalds en markmiðið með námskeiðshaldinu var að efla veiðiáhuga og kunnáttu meðal heimamanna. Félagið efndi til fjölskyldu- og ruslahreinsunardags 23. júní sem endaði með grilli í Hálsakoti. Þátttaka í ruslahreinsuninni hefði mátt vera meiri en fleiri mættu í samveruna í Hálsakoti. Stjórn er ákveðin í að endurtaka leikinn aftur 2020 enda mikilvægt að hafa umhverfi árinnar snyrtilegu og huga að merkingum og veiðislóðum- og stígum áður en opnað er fyrir veiði. Þess má geta að formaður fór einnig ásamt hópi sjálfboðaliða frá SEEDS í ruslahreinsun meðfram Fögruhlíðará og út að Landsenda og var afraksturinn um 400 kg af ýmiskonar rusli. Veiðin Laxveiðin byrjaði hægt en var að komast í gang þegar yfirfallið skall á 6. ágúst, á nánast sama tíma og 2018. Yfir 100 laxar veiddust síðustu vikuna fyrir yfirfall allt upp að Tregluhyl á Efra-Dal. Með yfirfallinu hurfu veiðimenn þó að áfram væri veitt í ánum í Hlíðinni. Veiðitölur ársins 2019 voru heldur slakar fyrir þverárnar en lélegt veiðisumar var um land allt. Reynslan af sölu veiðileyfa hjá leigutaka er sú að salan í júlí er góð og fyrstu viku í ágúst en færri bókanir í ágúst og september vegna yfirfallsins. Heildarlaxveiði í Jöklu að meðtöldum Laxá og Kaldá voru rúmlega 380 laxar. Sleppt var 93.000 smáseiðum allt frá Eiríksstöðum og niður að Teigaseli og 27.000 gönguseiði fóru í sleppitjarnir í þverám að Fögruhlíðará meðtalinni. Yfirfallið Stjórn félagsins ræddi á fundum sínum þá þróun sem er að yfirfall komi svona snemma ár hvert og hvort rétt sé að endurskipuleggja veiðisvæði ef að ekki veður hægt að veiða í Jöklu nema 4-5 vikur á ári. Rætt var við Landsvirkjun um yfirfallsmálin og átti stjórn bókaðan fund með um reksturs lónsins, seiðarannsóknir, botngerðarmat og fleira í mars sem varð að fresta vegna COVID-19 ráðstafana Landsvirkjunar. Leigutaki hefur einnig átt fund með forstjóra Landsvirkjunar um yfirfallsmálin og samkvæmt því sem kom fram þar er ekki hægt að breyta miklu með vatnshæð lónsins. Stjórn mun samt halda áfram að þrýsta á um að Landsvirkjun geri hvað þeir geta til að seinka yfirfallinu og eiga með þeim árlega fundi til að taka stöðuna. Arðgreiðslur Á aðalfundi 2018 var samþykkt að greiða helming af höfuðstól félagsins út sem arðgreiðslur ásamt 60% af leigutekjum ársins. Farið var yfir arðskrána í heild sinni og þær upplýsingar sem veiðifélagið hefur um landeigendur. Við þá yfirferð kom í ljós að vafamál er með eignarhald eða skiptingu á milli landeigenda á nokkrum jörðum. Formaður og gjaldkeri gengu frá

Page 8: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 8

arðgreiðslum í árslok. Einhverjar greiðslur enduðu inni á safnreikningi þar sem enn hafa ekki komið fullnægjandi gögn um eignarhald eða það vantar greiðsluupplýsingar. Heildararðgreiðslur 2018 voru 4 milljónir króna sem deildust á jarðirnar eftir samþykktri arðskrá. Önnur félagsstörf Gengið frá gögnum vegna skráningar á nýrri stjórn veiðifélagsins til RSK og til skráningar á raunverulegum eigendum veiðifélagsins í átaki Fjármálaeftirlitsins. Formaður fylgdi því eftir að þessi skráning kæmist inn í kerfið. Ársskýrslu 2018 var skilað til Hafrannsóknarstofnunar og sótt um styrki í Fiskræktarsjóð til að bæta aðgengi. Formaður sótti aðalfund Landsambands veiðifélaga 7.-8. júní á Laugabakka í Miðfirði. Aðalumræðuefni þar var laxeldið og kynntar skýrslur, m.a. frá Noregi, um hvernig veiðiár falla í verði þegar eldislaxar fara að veiðast í þeim. Á fundinum var samþykkt að hækka lítillega árlegar greiðslur veiðifélaganna til sambandsins til að standa straum að lögfræðikostnaði kringum laxeldismálin.

Formaður átti fund með nokkrum veiðiréttarhöfum við neðri hluta Jöklu í júní. Fundurinn fór vel fram og var farið yfir arðskrána og sýnt þeim hvar hægt væri að nálgast allar upplýsingar frá veiðifélaginu á heimasíðunni.

Til stóð að halda fund í samstarfsnefnd félaga Jöklu og Lagarfljóts í vor og fá sérfræðinga til að halda þar erindi. Af óviðráðanlegum ástæðum frestaðist það en Þorsteinn Gústafsson, formaður nefndarinnar, stefnir á að boða til slíks fundar í nóvember 2020.

Fréttabréf félagsins kom út í júní líkt og síðustu ár og var sent til allra veiðiréttarhafa. Það er einnig aðgengilegt á heimasíðu félagsins jokla.org sem er upplýsingagátt félagsins. Veiðisumarið 2020 Stjórn félagsins fékk á vormánuðum bréf frá leigutaka með ósk um að leigugjald ársins 2020 verði fellt niður í ljósi aðstæðna sem hafa skapast vegna COVID-19 sem hefur leitt til þess að mikil óvissa ríkir um veiðileyfasölu ársins. Eftir umræður samþykkti stjórn að leggja fyrir aðalfund tillögu um að leigugreiðslu verði frestað 2020 og ákvörðun um hvort hún verði felld niður verði þá tekin á aðalfundi 2021 þegar liggur fyrir hvernig veiðiárið 2020 endar. Þar af leiðandi verði enginn arður greiddur út á þessu ári en seiðasleppingar sumarið 2020 verða svipaðar og undanfarin ár. Vil ég að lokum þakka stjórn, veiðiréttarhöfum, leigutaka sem og öðrum fyrir gott samstarf á árinu. Þau þrettán ár sem liðin eru frá virkjun árinnar til raforkuframleiðslu hefur tekist að byggja upp veiðistofn í ánni og setja reglur um skiptingu tekna af leigu með samþykkt arðskrár. Vonandi stefna allir að sama marki sem hagsmuna eiga að gæta varðandi uppbyggingu og nýtingu Jöklu sem stoðar til framtíðar byggðar í sveitinni okkar. Megi Veiðifélag Jökulsár á Dal vaxa og arðsemi aukast um ókomna tíð.

Fyrir hönd stjórnar Veiðifélags Jökulsár á Dal Þorvaldur P. Hjarðar formaður

Page 9: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 9

Fylgiskjal3.

1

Veiðifélag Jökulsár á Dal.

Kt. 61.12.06-0700.

Ársreikningur 2019.

=============

Page 10: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 10

Scanned by TapScanner

Page 11: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 11

Scanned by TapScanner

Page 12: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 12

Rekstrarreikningur 2019 Veiðifélag Jökulsár á Dal

Tekjur 2019 2018

Leiga, ( veiðifél. Strengir ehf. ) 1.700.000 1.814.070Styrkur, Fiskræktarsjóður 0 500.000Aðrar tekjur 0 0

Samtals tekjur 1.700.000 2.314.070

Rekstrargjöld 2019 2018

Lagfæring á laxastiga 148.800 0Námskeið og tiltekt á svæðinu 34.965 0Ferðakostnaður 20.870Skiltagerð 0 540.000Veiðikortagerð 0 113.462Styrkveitingar í slóðagerð 0 1.099.148Kostn. við minkaveiðar 0 211.000Fréttabréf og vefkostnaður 55.463 33.243Árgj. landssamb. og leyfisgjöld 50.214 38.805Fundarkostn. Félags- og aðalfundir 76.570 152.747Bókhald og lögfræðiþjónusta 85.169 71.787Burðargjöld og fleira smálegt 13.490 1.299

Samtals rekstrarkostn. 485.541 2.261.491

Rekstrartap/-hagn. fyrir fjármagnsliði 1.214.459 52.579

Fjárm.tekjur og gjöldVaxtatekjur 138.539 147.451

Afdreginn fjármagnstekjuskattur -30.471 -32.435Vaxtagjöld ársins -15.984 -19.016

Fjármagnsliðir samtals: 92.084 96.000

Hagn./-Tap ársins 1.306.543 148.579

- 4 -

Page 13: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 13

Efnahagsreikn. 31.12. 2019 Veiðifélag Jökulsdár á Dal.

Eignir: 2019 2018Veltufjármunir:

Bankareikningur nr. 6100 0 938.090Bankabók nr. 000696 5.008.126 5.000.000Bók nr. 110239 (arðsreikn.) 100.133 216.033 Millireikningur í Arion banka hf. 7.651 10.238Inneign hjá Logg ehf. 60.900 60.900Inneign Sævar Örn Georgsson 10.697 0

Veltufjármunir samtals 5.187.507 6.225.261

Eignir samtals 5.187.507 6.225.261

Skuldir og eigið fé:

Skammtímaskuldir:

Skuld á tékkareikningi 1.439.275 0Ógreiddur styrkur (Hofteigur ehf. ) 0 150.000Skuld við gjaldkera 0 11.019Skuld við fyrrv. gjaldkera 14.415 14.415Austurverk ehf. 148.800 0Lögm.st. Sókn 12.152 0Þorvaldur Hjarðar 22.270 0Skúli Björn Gunnarsson 25.920 0Óútborgaður arður 2018 79.805 215.965Óútborgaður arður 2019 304.465 0

Skammtímaskuldir samtals 2.047.102 391.399

Eigið fé:

Óráðstafað eigið fé 1. jan. 5.833.862 6.773.725 Arðsúthlutun 2018 -4.000.000 -1.088.442Hagnaður/-tap ársins 1.306.543 148.579Skattar, útvarpsréttargjald 0 0

Eigið fé samtals 3.140.405 0 5.833.862

Skuldir og eigið fé samtals 5.187.507 0 6.225.261

- 5 -

Page 14: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 14

Yfirlit yfir sjóðstreymi árið 2019___________________________________________

Skýr. 2019 2018Rekstrarhreyfingar:

Hagnaður (tap) samkvæmt rekstrarreikningi 1.306.543 148.579Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi

Afskriftir 0 0

Veltufé frá (til) rekstrar 1.306.543 148.579

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldumSkammtímakröfur, (hækkun) lækkun -10.697 0Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun 1.655.703 -52.388

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 1.645.006 -52.388

Handbært fé frá (til) rekstrar 2.951.549 96.191

Fjármögnunarhreyfingar:

Kaupverð fastafjármuna 0 0Ný langtímalán 0 0Langtímalán, hækkun (lækkun) 0 0Arðsúthlutun 2018 -4.000.000 -1.088.442Beinir skattar, útv.r.gjald 0 0

Fjármögnunarhreyfingar -4.000.000 -1.088.442

(Lækkun) hækkun á handbæru fé -1.048.451 -992.251

Hndbært fé í ársbyrjun 6.164.361 7.156.612

Handbært fé í árslok 5.115.910 6.164.361

- 6 -

Page 15: Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020 haldinn á … · 2020. 6. 4. · Agnar Benediktsson 1. varamaður með 19 atkvæði, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður með 18

FundargerðaðalfundarVeiðifélagsJökulsáráDal2020bls. 15

Fylgiskjal4.

Veiðifélag Jökulsár á Dal - fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 lögð fyrir aðalfund 30. maí 2020

Áætlun 2020

Raun 2019

Áætlun 2019

Raun 2018

Eigið fé í ársbyrjun 3.140.405 5.833.862 5.833.862 6.773.725

Tekjur: Leigutekjur 2.284.335 1.700.000 2.330.954 1.814.070 Aðrar tekjur 500.000 0 300.000 500.000

Tekjur alls 2.784.335 1.700.000 2.630.954 2.314.070

Gjöld: Fundakostnaður 100.000 97.440 350.000 152.747 Laun stjórnar Bókhald og lögfræðiþjónusta 80.000 85.169 200.000 71.787 Arðskrárgerð

Sérfræðiþjónusta Annar kostnaður

Framkvæmdir Merkingar veiðistaða 100.000 100.000 540.000 Veiðivegir og stígar 500.000 300.000 1.099.148 Fiskvegir 100.000 148.800

Útgáfa og innra félagsstarf Fréttabréf og heimasíða 60.000 55.463 40.000 33.243 Veiðikort 0 113.462 Námskeið o.fl. 25.000 34.965 200.000

Eyðing vargs 0 0 211.000 Annar kostnaður 70.000 63.704 40.000 40.104

Gjöld alls 1.035.000 485.541 1.230.000 2.261.491

Fjármagnstekjur og gjöld 50.000 92.084 96.000

Rekstrarafgangur(halli) 1.799.335 1.306.543 1.400.954 148.579

Arðsúthlutun af leigu ársins -

1.020.000 -1.398.572 -

1.088.442

Arðsúthlutun af höfuðstól -

2.980.000 -2.916.931 Ógr. arður á vörslureikningi 384.270 Eigið fé í árslok 3.140.405 2.919.313 5.833.862