64
Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs Maí 2015 1. tölublað 2. árgangur

Afmælisblað Kópavogs 2015

  • Upload
    athygli

  • View
    266

  • Download
    6

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Afmælisblað Kópavogs 2015

Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu KópavogsMaí 2015 1. tölublað 2. árgangur

Page 2: Afmælisblað Kópavogs 2015

Útgefandi: Markaðsstofa Kópavogs og Kópavogsbær.

Ritstjórar: Áshildur Bragadóttir (ábm) og Sigríður Björg

Tómasdóttir.

Blaðamenn: Sólveig Baldursdóttir, Bryndís Nielsen,

Svava Jónsdóttir, Valþór Hlöðversson o.fl.

Ljósmyndir: Þormar V. Gunnarsson, Áshildur Bragadóttir o.fl.

Umbrot: Athygli ehf.

Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir.

[email protected]

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift með Fréttatímanum

föstudaginn 8. maí 2015.

Íbúar Kópavogsbæjar eru nú ríflega 33.000 talsins en í aðalskipulagi fyrir Kópavog er gert ráð fyrir að íbúar verði 40.000 í lok skipulagstímabilsins eða árið 2024. „Þá má segja að Kópavogur sé nánast fullbyggður og héðan í frá er það þétting byggðar sem mun taka við að stórum hluta,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. „Það er þegar farið að vinna að þéttingu, til dæmis á Glað-heimasvæðinu fyrir ofan Smáralind, á Auð-brekkusvæðinu og síðan í gamla Vestur-bænum.“

Góð þjónusta getur enn batnað

„Auk þess munum við halda áfram upp-byggingu í Hvörfum og í Þingum. Í þessu felast mjög mikil tækifæri, því í stað þess að brjóta ný lönd, eins og við höfum verið að gera undanfarin ár, gefst okkur tækifæri til að hugsa meira inn á við. Nú munum við hlúa að því sem við höfum í dag, enda vilj-um við alltaf vera að gera betur. Þar má til dæmis nefna stígakerfið okkar sem við höf-um verið að breikka og bæta, viðhald eldri bygginga, sem hefur verið ábótavant síð-ustu ár af skiljanlegum ástæðum, svo ég tali nú ekki um innra starf á vegum bæjarins, svo sem í leikskólum og grunnskólum sem er eitt veigamesta verkefni hvers bæjar-félags. Samkvæmt öllum mælingum er þjón-usta okkar mjög góð en gott getur alltaf batnað og við höfum nú tækifæri til að beina kröftum okkar að því að bæta þjón-

ustuna enn frekar. Nú er Kópavogsbær orð-inn mjög hagkvæm rekstrareining sem veitir okkur geysilega mikil tækifæri í framtíðinni. Okkur hefur tekist að laða fyrirtæki að bæn-um þannig að atvinnustarfsemin er orðin geysilega fjölbreytt.“

Ármann segir að fjölgunin úr 33.000 íbú-um í 40.000 kalli ekki á miklar fjárfestingar til viðbótar því bærinn nýti enn betur þau mannvirki sem hann á þegar, eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og svo framvegis.

Kunna vel við bæjarbraginn

Ármann segir að þegar hann og Hulda Guð-rún Pálsdóttir, eiginkona hans, og tvö börn þeirra hafi flutt í Kópavoginn 1996, hafi tilvilj-un ráðið því að þau völdu þann bæ. Þau eru bæði alin upp á Akureyri og þekkja bæjarlíf vel en þegar þau kynntust Kársnesinu var ekki aftur snúið.

„Við tókum þá heillaríku ákvörðun að flytja úr Vesturbæ Reykjavíkur í Vesturbæ Kópavogs,“ segir Ármann og hlær. „Við fundum strax fyrir þessum sérstaka og sterka bæjarbrag sem er í Kópavogi og átt-uðum okkur á að við værum alls ekki í Reykjavík lengur, heldur komin í allt annað sveitarfélag. Þessi sterki bæjarbragur er sannarlega enn fyrir hendi, líka í nýju hverf-unum sem hafa risið mjög hratt undanfarin ár.“

Þau Hulda hafa búið á tveimur stöðum í Kópavogi og eru sem stendur í Mánalind.

Hins vegar eru þau að gera upp gamalt hús við Marbakkabraut í vesturbæ Kópavogs og hafa hugsað sér að flytja þangað. Í þessu húsi bjuggu Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, eiginkona hans, fyrstu tveir bæjarstjórar Kópavogs, fyrst Finnbogi og síðar Hulda, og jafnframt fyrstu heiðursborgarar bæjarins. Ármann er því þriðji bæjarstjórinn sem mun búa í húsinu að Marbakka. Nú myndu sumir segja að það hafi verið viss forboði í þessari þróun mála en enn önnur tilviljun er síðan að eiginkona Ármanns heitir líka Hulda. Ámann segist þó ekki eiga von á að hún muni sækjast eftir bæjarstjórastólnum en „hver veit“ bætir hann kankvís við.

Áhugamál bæjarstjóra

Ármann er 48 ára gamall og segist reyna að gæta þess að hreyfa sig reglulega til að halda sér í þokkalegu formi. Hann segir áhugamálin hafa breyst með aldrinum. „Í kringum menntaskólaárin fannst mér ég þurfa að prófa allt, ég var með bíladellu, átti nokkra jeppa og sportbíla. Ég tók einkaflug-mannspróf, flaug svifflugum, prófaði fallhííf-arstökk. Svo þegar ég flutti suður, fór í há-skólann og fór að búa tók annað við. Í dag renni ég fyrir fisk, þegar tími vinnst til, og fer í sveitina. Við eigum bústað ásamt fjölskyldu bróður míns í Kjósinni, svo það er stutt að fara.“

Ármann bætir við að lausar stundir séu ekki mjög margar í hefðbundinni viku bæjastjóra.

„Ef ég er ekki við störf á sjálfum bæjar-skrifstofunum fer mikill tími alls kyns aðra hluti í tengslum við bæjarstjórastarfið og pólitíska hlutverkið sem því fylgir. Ég reyni að verja frítímanum heima við en er þó enn í hópi knárra kappa sem keppir í fótbolta tvisvar sinni í viku með gömlum félögum af auglýsingastofunni ENNEMM þótt ég nái yfirleitt bara öðrum tímanum. Það er samt geysilega skemmtilegt.“

Bæjarstjórastarfið skemmtilegast

„Þetta starf það skemmtilegasta sem ég hef gegnt og hef ég þó kynnst ýmsu, meðal annars unnið í þremur ráðuneytum og setið á Alþingi,“ segir Ármann brosandi og vonast til að bæjarbúum líki nógu vel við störf hans til að hann geti gegnt þeim eitthvað áfram. Hann var á leiðinn á fund í bæjarstjórninni þegar við kvöddumst og á honum var að finna tilhlökkun. Áhugi Ármanns á stafi sínu er augljóslega brennandi og það virðist skila sér út í samfélagið í gegnum samstarfs-menn hans sem taka miknn þátt í uppbygg-ingu Kópavogsbæjar þar sem ólgandi gerj-un á sér stað, hvert sem litið er.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri er önnum kafinn í sínu starfi enda stjórnar hann ört vaxandi bæjarfélagi þar sem ólgandi gerjun á sér stað, hvert sem litið er.

Framtíð Kópavogsbæjar er björtRætt við Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra á afmælisári

2 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu KópavogsMaí 2015 1. tölublað 2. árgangur

Page 3: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 3

Sími 562 4250www.fjarfesting.is

Borgartúni 31

FJÁRFESTINGFASTEIGNASALA EHF

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi við Naustavör 2 í Kópavogi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar verða ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílskýli fylgja öllum íbúðum.

www.bygg.is

Bryggjuhverfinu í Kópavogi

Skoðið

teikningar

á bygg.is

Naustavör 2-12E

NN

EM

M /

SIA

/ N

M67

454

Page 4: Afmælisblað Kópavogs 2015

4 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Markaðsstofa Kópavogs var stofnuð á fjölmennum fundi í febrúar 2013 þar sem saman komu aðilar úr atvinnulífinu og Kópavogsbæ og varð þá til öflugur samstarfvettvangur til að vinna sameiginlega að því að efla ímynd Kópavogs og auka velsæld íbúa og rekstraraðila í Kópavogi. Með stofnun Markaðsstofunnar undirstrika bæjaryfirvöld gildi atvinnumála og ferðamála í Kópavogi og mikilvægi þess að kynna og hlúa að Kópavogi sem áfangastað í alfaraleið. Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs var svo ráðin úr hópi 40 umsækjenda og tók til starfa í júní sama ár og formleg starfsemi Markaðsstofunnar því orðin rétt um tvö ár.

Finn miklar væntingar atvinnulífsins

Kópavogsbær er aðalbakhjarl Markaðsstofunnar og eru um 100 fyrirtæki aðilar að henni og greiða árgjald til starfseminnar. Áshildur segist finna fyrir ólgandi áhuga fólksins í bænum á að taka þátt í uppbyggingunni. „Ég er mjög mikið á ferðinni og legg mig fram um að heimsækja fyrirtækin í bænum. Þar finn ég fyrir væntingum og óskum frá forsvarsmönnum í atvinnulífinu og við reynum að vinna með þeim að því að gera öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Kópavogi enn sterkara. Mér varð ljóst að það væri mikil þörf fyrir að efla samstarf fyrirtækja á atvinnusvæðum í bænum til að styrkja hagsmuni þeirra og efla markaðssetningu svæðanna. Nú hafa tvö slík samtök tekið til starfa, annað í Smiðjuhverfinu og hitt í Auðbrekkubyggð. Stjórn þessara samtakanna er mjög öflug þar sem saman er komið fólk sem býr yfir gríðarlegri reynslu sem Markaðsstofa Kópavogs og Kópavogsbær getur nýtt sér mjög vel við enn frekari uppbyggingu á hverju svæði fyrir sig. Slík samvinna er dína-mísk og skilar alltaf mun meiri árangri en ef hver er í sínu horni. Ég sé tækifæri í að fjölga hagsmunasamtökum atvinnusvæða enn frekar í bænum og horfi meðal annars til Dalvegar og Lindanna í þeim efnum.“

Dæmi um skemmtilega þróun svæðis, sem er búið að vera í uppbyggingu lengi en er núna að skila sér, er svokallaður Toyota reitur við Nýbýlaveg og það sem kallað er Auðbrekkubyggð þar fyrir ofan. „Þar eru búin að staðsetja sig skemmtileg fyrirtæki sem eru verslanir með íslenska hönnun í bland við sælkerabúðir og veitingahús svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir þarna eru miklir, sem hugmyndaríkt fólk getur notfært sér, en allt byggist þetta á þvði að viðskiptavinirnir viti af þessum fyrirtækjum. Þegar upp verður staðið mun þetta verða byggð þar sem íbúðir og fyrirtæki blandast skemmtilega saman.“

Tækifærin eru um allt

Annað atvinnusvæði, sem hefur verið í mikilli uppbyggingu, er við Smáratorg og Smáralind. „Svo er það Glaðheimasvæðið ofan Bæjarlindar. Þar á að vera þétt byggð atvinnuhúsnæðis í bland við íbúabyggð á miðju höfuðborgarsvæðisins. Við sjáum að atvinnuhverfið við Reykjanesbrautina er orðið öflugt svæði með góðri blöndu verslunar og þjónustu sem þjónustar allt höfuðborgarsvæðið; Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga.“

Áshildur segist einnig sjá fyrir sér miklar breytingar í Smiðjuhverfinu. „Þar hafa verið að koma inn ný fyrirtæki sem bætir blöndu verslunar og þjónustu á því svæði.

Fyrirtækjum hefur einnig fjölgað í Hvörfunum en það atvinnusvæði er í góðri tengingu við austurhluta Reykjavíkur sem gerir það svæði að mjög spennandi kosti fyrir enn frekari uppbyggingu. Þetta svæði er góður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja vera með höfuðstöðvar sínar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, í góðum tengslum við stofnbrautir og gott aðgengi að bílastæðum.

Tækifærin eru allt um lykjandi og það er mitt að greina þau og vekja athygli á þeim. Ímynd Kópavogs er mjög sterk, hér fjölgar íbúum hraðar en í nokkru öðru bæjarfélagi á landinu, sama er að gerast í atvinnulífinu og er mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði í bænum.“

Vantaði sárlega vettvang

Áshildur segir stofnun Markaðsstofu Kópavogs hafi komið til af þörf fyrir betra flæði upplýsinga, auknu samtali og samstarfi og þörf fyrir að efla vitund innlendra og erlendra gesta á þeim sterku innviðum sem eru í bænum. „Kópavogur er í miðju höfuðborgarsvæðisins og það er ótrúlegur fjöldi fyrirtækja starfandi í Kópavogi. Við

erum orðin miðstöð verslunar og þjónustu fyrir allt höfuðborgarsvæðið og í því felast mikil tækifæri. Markaðsstofan vinnur náið með fjölmörgum aðilum að því að gera góðan bæ enn betri. Þannig vinn ég náið með íþróttafélögum í Kópavogi og deildum innan þeirra við að fjölga íþróttaviðburðum og stækka þá sem fyrir eru. Við erum einnig að sækja fram í að fjölga menningarviðburðum og höfum sjálf staðið fyrir sýningu á hönnun og handverki í Kópavogi í tvígang. Við höfðum líka forgöngu um að alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF er nú haldin að hluta til í Kópavogi og erum með mörg járn í eldinum hvað frekara viðburðahald varðar. Á döfinni er að opna vefinn visitkopavogur.is til að kynna fyrir innlendum og erlendum gestum allt það sem Kópavogur hefur upp á að bjóða í afþreyingu, verslun, gistingu og viðburðum.“

Markaðsstofa Kópavogs gefur auk þess út blaðið Miðjuna til að vekja athygli á fyrirtækjum í Kópavogi. „Þetta afmælisblað er þriðja tölublaðið sem við gefum út, nú í samstarfi við Kópavogsbæ í tilefni af 60 ára

afmæli bæjarins. Við erum einnig að vekja athygli fjárfesta og annarra aðila á uppbyggingu og fjárfestingartækifærum í Kópavogi og finnum fyrir miklum áhuga, ekki síst vegna þess að innviðir í bænum styrkjast stöðugt. Uppbyggingin framundan er í eldri hverfum í bænum þar sem fyrir er fjölbreytt verslun og það ýtir undir áhugann.

Við höfum komið á samstarfi um að fjölga erlendum ferðamönnum í Kópavogi, sem er í takti við okkar hlutverk og sem dæmi munu hátt á þriðja þúsund Þjóðverja gróðursetja tré í Guðmundarlundi í sumar og njóta verslunar og afþreyingar í Smáralind vegna samstarfs sem Markaðsstofan koma á.

Mín sýn og von er sú að innan skamms tíma viti öll fyrirtæki og félagasamtök í Kópavogi og víðar af Markaðsstofu Kópavogs og leiti til okkar ef áhugi er fyrir því að leiða saman ólíka aðila vegna ólíkra verkefna og tækifæra. Þar liggur styrkleikinn í því að vera með hreyfiafl í Kópavogi eins og Markaðsstofu Kópavogs.“

Áshildur Bragadóttir er „guðmóðir“ hagsmunasamtakanna sem hafa verið stofnuð í Smiðjuhverfinu og í Auðbrekkubyggð. Stofn-un fleiri samtaka er á döfinni.

Viljum gera öflugt atvinnulíf í Kópavogi enn sterkara- segir Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Page 5: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 5

NÝJU VÖRURNAR ERU KOMNAR Í VERSLANIR OKKAR

ZO•ON KRINGLAN | ZO•ON BANKASTRÆTIZO•ON FACTORY STORE, NÝBÝLAVEGI 6

www.zo-on.is | www.facebook.com/zoonIceland

Page 6: Afmælisblað Kópavogs 2015

6 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Stórfelld uppbygging stendur nú fyrir dyrum á Auðbrekkusvæðinu í Kópavogi, en þar var á sínum tíma lögð áhersla á atvinnuhúsnæði þar sem mörg rótgróin fyrirtæki í Kópavogi hreiðruðu um sig. Á síð-ustu árum hefur hverfinu hnignað

þegar fyrirtækin hafa flutt í stærra húsnæði. Nú fær þetta svæði nýja ásýnd og nýtt hlutverk þegar hverfinu verður breytt í spennandi íbúða- og atvinnusvæði.

Auðbrekkusvæðið afmarkast af Nýbýlavegi og Hamraborg. Haust-

ið 2014 var efnt til hugmyndasam-keppni á vegum Kópavogsbæjar og Lundar fasteignafélags ehf., sem er aðaleigandi fasteigna í hverfinu, um framtíðarmöguleika svæðisins. Urðu ASK arkitektar hlutskarpastir í hugmyndasam-keppninni með ferska og spenn-andi tillögu um blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

Birgir H. Sigurðsson skipulags-stjóri segir framkomnar hugmyndir

mjög metnaðarfullar. „Við finnum fyrir miklum áhuga á því að byggja upp í kringum Auðbrekku fallegt og kraftmikið svæði með bæði íbúðum og atvinnuhúsnæði. Raun-ar hefur svæðið þegar tekið breyt-ingum og fara þær ekki fram hjá þeim sem aka Hafnarfjarðarveginn frá Reykjavík til Kópavogs. Upp hafa sprottið verslanir og veitinga-hús sem vonandi eru tákn um að þarna eigi eftir að þróast mjög

skemmtilegt svæði þar sem flétt-ast saman íbúabyggð og atvinnu-svæði.“

Hagmunasamtök Auðbrekku-byggðar voru nýlega stofnuð en þau láta sig varða málefni byggð-arinnar sem nær yfir vestanverðan Nýbýlaveg, Dalbrekku, Lauf-brekku, Auðbrekku og Hamra-borg. Við tókum tali formann sam-takanna, Jón Þór Guðjónsson sem rekur fyrirtækið Rafport á Nýbýla-vegi 14. Hann bindur miklar vonir við áform bæjaryfirvalda um stór-fellda uppbyggingu og endurnýjun skipulags á þessu svæði.

Spennandi hverfi í mótun

„Bærinn er að skipuleggja þetta hverfi sem við kjósum að kalla Auðbrekkubyggð með vinningstil-lögu ASK arkitekta að leiðarljósi en þarna á að vera blönduð byggð íbúða og fyrirtækja. Hamra-borgin er þessi gamalgróni mið-bær Kópavogs sem ekki hefur al-veg staðið undir nafni þar sem skipulagið hefur aldrei verið gott, eins og flestir vita. En nú er komin forsenda fyrir því að gera þennan hluta Kópavogs geysilega skemmtilegan með aðkomu fyrir-tækja, fasteignaeigenda og íbúa svæðisins.“

Jón Þór segir að það hafi verið að tilstuðlan Markaðsstofu Kópa-vogsbæjar sem þessi samtök voru

stofnuð en áður höfðu hagsmuna-samtök Smiðjuhverfis verið stofn-uð. „Við ætlum okkur að komast í návígi við íbúa og fyrirtæki í hverf-inu, efla til samstöðu og hvetja sem flesta til að verða með. Það er hagur okkar allra að efla samtaka-máttinn sem í slíkum samtökum felst. Fyrir okkur snýst vinna sam-takanna fyrst og fremst um að vinna með bænum að góðri upp-byggingu og laða fleiri fyrirtæki að svæðinu.“

Mikið líf er að færast í svæðið

Jón Þór segist hafa upplifað vest-anverðan Nýbýlaveginn allt frá því að vera eitt stórt bílaumboð í að verða um tíma draugagata með mikilli umferð. „Núna hefur um-breytingin orðið veruleg með til-komu skemmtilegra verslana og veitingastaða og mikið líf færst á Auðbrekkusvæðið.

Við viljum laða sem flesta að þessu hverfi og vinna síðan með bænum og Markaðsstofunni að því að taka sómasamlega á móti fjölguninni með því að leggja til umbætur sem reynsla okkar hefur sýnt að sé full þörf á. Við getum nefnilega gert svo miklu meira saman en sundruð.“

Stórfelld uppbygging er fyrirhuguð í Auðbrekkubyggð í samræmi við verðlaunatillögu ASK arkitekta. Þar mun rísa falleg og kraftmikil byggð með bæði íbúðum og atvinnuhúsnæði. Yfirlitsmynd: ASK arkitektar.

Ímynduð götumynd úr Auðbrekkubyggð.

Stjórn Hagsmunasamtaka Auðbrekkubyggðar. Efri röð frá vinstri: Svava Grímsdóttir, eigandi verslunarinnar Ræman íslensk hönnun, Jón Þór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rafports og Þórdís Helga-dóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Hárnýjar og Þórborgar ehf. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi gleraugna-verslunarinnar Ég C, Jón Svan Sverrisson, fjármálastjóri Svans-prents og Jónas Jónasson, eigandi Glergallerís. Á myndina vantar Grétar Hannesson, eiganda fasteignafélagsins Lundar.

Auðbrekkusvæðið í breytingaferli:

Nýtt andlit Kópavogs

Hagsmunasamtök Auðbrekkubyggðar

Öflugri saman en sundruð- segir Jón Þór Guðjónsson, formaður Hagsmunasamtaka Auðbrekkubyggðar

Öflugt tónlistarlíf í Kópavogi“Guðrún Gunnarsdóttir söngkona hefur búið í Kópavogi alla ævi með stuttum hléum. Hún hefur verið á nokkrum stöðum en 11 ár samfleytt í Smáranum. Nú býr hún í Selbrekku.

„Mér hefur alltaf liðið vel í Kópavogi og börnunum líka, sem er ekki síst það sem maður sækist eftir við val á staðsetningu heimil-is,“ segir Guðrún. „Dætur mínar hafa tekið þátt í íþróttalífinu og ekki síður tónlistarlífinu í bænum, sem var mjög öflugt í Smáraskóla þegar þær voru þar. Og svo hafa tvær þeirra verið í Skólahljóm-sveitnni hjá Össuri. Það er löngu tímabært að útnefna þann mann bæjarlistamann Kópavogs. Össur hefur menntað ótrúlegan fjölda barna og ungmenna og kveikt í þeim tónlistarbakteríuna. Hann hefur alveg örugglega unnið meira og gagnlegra starf en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“

Guðrún Gunnarsdóttir söng-kona vill hvergi vera nema í Kópavogi.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 afmæli bæjarins

Page 7: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 7

Tryggðu viðnum bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von.Tryggðu viðnumvörn. Á Íslandi er allra veðra von. Tryggðu viðnum bestu fáanleguallra veðra von. Tryggðu viðnum best gu vörn. Á Ís landi er a l l raTryggðu viðnum bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von.Tryggðu viðnumvörn. Á Íslandi er allra veðra von. Tryggðu viðnum bestu fáanlegu

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt aðKjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður

Notaðu sumarið til að verja viðinn!ÍS

LE

NS

KA

/SIA

.IS

/MA

L 7

3522

03/

15Útsölustaðir Málningar : BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið HellissandiMálningarbúðin Ísa�rði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafs�rði • BYKO Reyðar�rði • Ormson Vík, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Ke�avík • N1 verslun Grindavík

Viðarvörnfyrir íslenskar aðstæður

Page 8: Afmælisblað Kópavogs 2015

Theódóra Þorsteinsdóttir, formað-ur bæjarráðs Kópavogs og oddviti Bjartrar framtíðar, breitti sér fyrir stofnun Markaðsstofu Kópavogs eftir að hafa verið viðloðandi ýmis stór fyrirtæki í Kópavogi um langt skeið, þar á meðal BYKO og Smáralind. Hún segir í gríni og al-vöru að hún sé fædd og uppalin í BYKO af því að þar fékk hún sína fyrstu vinnu og starfaði þar af og til í 10 ár.

„Í BYKO fékk ég mjög gott

verslunaruppeldi og þar kviknaði áhugi minn á verslun og þjón-ustu,“ segir Theodóra. „Þegar ég frétti svo af því að til stæði að opna stóra verslunarmiðstöð í Kópavogi sótti ég um starf hjá rek-starfélaginu, eiginlega áður en húsið var byggt. Þar starfaði ég svo til ársins 2007 og sá þar ræki-lega þörfina fyrir samstarfsvett-vang fyrir fyrirtækin í bænum. Við erum stödd alveg miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og tæki-

færin eru mjög mikil hér í Kópa-vogi. Í mínum huga erum við mið-bær höfuðborgarsvæðisins hvað varðar verslun og þjónustu. Við vorum búin að reyna ýmislegt í markaðssetningu á Smáralind en sáum fljótt að það hafði mikil áhrif á gestafjölda t.d þegar stór íþrótta-mót voru í gangi í bænum. Þá fyllt-ist húsið fyrirvaralaust af fólki og of þurft að kalla til auka starfsfólk.“

Theódóra segir að á þessum árum hafi runnið upp fyrir henni sú

augljósa staðreynd að auðvitað ættu bærinn og fyrirtækin að taka höndum saman og stofna hreyfiafl sem nú er Markaðsstofa Kópa-vogs.

„Það tók nokkur ár að sann-færa bæjaryfirvöld en tókst að lok-um árið 2012 og Markaðsstofan var síðan sett á laggirnar árið 2013. Markmiðið var að efla at-vinnulífið því öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Það er hreint

út sagt dásamlegt að sjá hvernig þetta hreyfiafl dafnar og blómstrar í dag undir stjórn Áshildar Braga-dóttur og nú sjá allir hverju slíkur samstarfsvettvangur skilar fyrir bæjarfélagið,“ segir Theodóra að lokum og er ánægð með Kópa-vogsbæ.

Theódóra Þorsteinsdóttir starfaði lengi í atvinnulífinu í Kópavogi, m.a. hjá BYKO og Smáralind.

„Kópavogur er miðbær höfuðborgarsvæðisins“- segir Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs

„Við erum stödd alveg miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og tækifærin eru mjög mikil hér í Kópavogi. Í mínum huga erum við miðbær höfuðborgarsvæðisins hvað varðar verslun og þjónustu.“

Til hamingju með afmælið Kópavogur!

Opið fimmtudag og föstudag 11-18 og laugardag 11-16.

Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi - Sími 8626368

íslenskhönnun

20% afsláttur af öllum vörum í verslun okkar fimmtudag, föstudag og laugardag.

8 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Page 9: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 9

Sigrún Arna Brynjarsdóttir íþrótta-fræðingur og Hilmar Guðlaugsson, sem líka er íþróttafræðingur, búa í Hvörfunum í Kópavogi og láta vel af því hverfi. Ástæðan fyrir því að þau völdu Kópavog til að búa sér sitt fyrsta heimili var til að byrja með að vinnustaðir beggja voru þar.

Hilmar bjó í Arnarsmára þegar þau kynntust og Sigrún í Kórunum og svo keyptu þau saman íbúð í Hvörfum og hafa því reynslu af því að hafa búið í nokkrum hverfum bæjarins. Þau hafa síðan eignast dóttur sem nú er að verða 6 mán-aða og eru þau mjög ánægð með þjónustu bæjarins við barnafólk.

Hilmar er yfirþjálfari yngri flokka í handbolta hjá HK og þjálfari meistaraflokks kvenna. Sigrún er í barneignarleyfi núna en starfar annars sem þjálfari.

Sigrún og Hilmar búa í Hvörfun-um og láta vel af.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Frábær þjónusta við barnafólk

Gleraugnaverslunin Ég C hefur verið í Hamraborg 10 frá því 1996. Sigurður Óli Sigurðsson og Erla Magnúsdóttir hafa rekið verslun-ina frá upphafi og eru hæstánægð með þróun mála á svæðinu. „Í til-efni afmælis Kópavogsbæjar verð-um við með tilboð á glerjum og umgjörðum. Með hverjum keypt-um gleraugum fylgir aukapar af glerjum með, sem er tilvalið að nota sem sólgleraugu. Einnig munum við bjóða viðskiptavinum okkar upp á fríar sjónmælingar í tilefni afmælisins, segir Sigurður Óli.

„Hér í Hamraborg og nágrenni eru fyrirhugaðar gífurlegar breyt-ingar sem munu gera ásýnd bæj-arins mjög fallega,“ segir Sigurður Óli. Ég C leggur áherslu á góða og fallega vöru á sanngjörnu verði að sögn Sigurðar. „Við förum reglu-lega á sýningar erlendis og erum með puttann á púlsinum varðandi það nýjasta sem er að gerast til að þjónusta viðskiptavini okkar sem best með gleraugu eða linsur á hagkvæmu verði. Góð gleraugu eiga ekki að vera munaður heldur sjálfsagður hlutur.“

Að sögn Sigurðar Óla er form á gleraugum í dag frekar í stærri kantinum og þá bæði í plasti sem og léttmálmi í sjón- og sólgleraug-um. Það nýjasta varðandi tvískipt/margskipt gleraugu er að þegar fólk er búið að velja umgjörð þá er tekin nákvæm mæling á augum í sérstöku tæki og þannig er stað-setning og hreyfing augnanna fundin út og mæld mjög nákvæm-lega bak við umgjörðina. „Þessi mæling ásamt sjónmælingunni

gerir það að verkum að viðkom-andi fær bestu fáanlegu gler sem mögulegt er. Samstarfsaðili okkar er franski framleiðandinn Essilor sem er stærsti sjónglerjaframleið-andi í heimi, sá albesti í Evrópu,“ segir Sigurður Óli. „Við erum einn-ig með allar gerðir af snertilinsum og hafa silikon- og margskiptalins-ur sótt í sig veðrið að undanförnu.

Í dag er nánast hægt að finna lins-ur handa öllum sem þurfa á sjón-leiðréttingu að halda,“ segir hann. „Við bjóðum einnig upp á sjón-mælingar og hefur viðskiptavinum okkar þótt það mjög ákjósanlegur kostur að getað gert allt á einum stað, komið í mælingu og labbað út með betri sjón.“

Þau reka Ég C í Hamraborginni, frá vinstri: Rúna Gerður Stefáns-dóttir, starfsmaður í 15 ár, og eigendur Ég C í 19 ár, Erla Magnús-dóttir og Sigurður Óli Sigurðsson.

Góð gleraugu eiga ekki að vera munaður

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

LAMBALÆRI Í Iceland færðu gæða lambalæri og allt hitt sem

þarf til að setja saman sannkallaða sælkeramáltíð.

Súkkulaðihjúpaður ís m/mintu18 stk.

Lagkakafyrir 10

Ostakakafyrir 10

Lagkakafyrir 8

1. FLOKKS SS LAMBALÆRI FROSIÐ. 2,1–2,6 KG

1199VERÐ ÁÐUR: 1498 KR.

kr. kg

Ver

ð b

irt m

eð fy

rirv

ara

um

pre

ntv

illu

r. G

ildir

á m

eðan

bir

gðir

en

das

t.

Súkkulaðihúðaðir ávextir60 stk.

Ískaka m/karamellu- og súkkulaðisósu, fyrir 10

1299kr.

Áður: 1798 kr.799 kr.

Áður: 1298 kr.599 kr.

Áður: 1298 kr.699kr.

Áður: 1498 kr.699 kr.

Áður: 798 kr.699kr.

Áður: 1498 kr.

FJÖLBREYTT ÚRVAL EFTIRRÉTTA Á GÓÐU VERÐI

Page 10: Afmælisblað Kópavogs 2015

10 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

BYKO er sannkallað Kópavogsfyrirtæki. Það hóf göngu sína árið 1962 og allar götur síðan hefur BYKO verið með verslun í bænum. „Hér eru ræturnar, æskuslóðirnar,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við höfum alltaf haldið mjög sterku sambandi við Kópavoginn og finnum vel fyrir tengslum bæjarbúa við okkur.“ Fyrirtækið hóf starfsemi sína á Kársnesbrautinni í 135 fermetra húsnæði en í dag er fyrirtækið ein stærsta og þekktasta byggingavöruverslun landsins og hefur verið í forystu um áraraðir. BYKO rekur í dag sex verslanir á Íslandi auk lagnaverslunar, timburverslunar og leigumarkaðs og þar starfa um 350 starfsmenn.

Kartöflur og rófur úr Guðmundarlundi

BYKO hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð, stofnað af Guðmundi H. Jónssyni og Hjalta Bjarnasyni. Vöxtur fyrirtækisins hófst undir stjórn Jóns Helga Guðmundssonar í það sem fyrirtækið er í dag. Sigurður segir að í gegnum árin hafi menn ávallt staðið af sér storminn, þótt stundum hafi blásið duglega. „Og það er eiginlega kúltúrinn sem hefur fylgt BYKO alla tíð því í upphafi fjármagnaði Guðmundur fyrstu vörukaup sín með sölu á kartöflum og rófum sem hann ræktaði í Guðmundarlundi.“

Guðmundarlundur er flestum Kópavogsbúum að góðu kunnur og eftir áratuga ræktunarstarf er þar nú einn af unaðsreitum bæjarins sem Guðmundur H. Jónsson gaf Skógræktarfélagi Kópavogs fyrir mörgum árum. „Skógrækt og sjálfbærni hefur alla tíð verið eigendum BYKO ofarlega í huga og skinið í gegnum starfsemina hjá okkur,“ segir Sigurður. „Við hugsum um umhverfið og systurfyrirtæki okkar í timburiðnaði erlendis er undir þeim formerkjum. Fyrir hvert tré sem er fellt eru fleiri gróðursett í staðinn. Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í okkar starfsemi.“

Aukin bjartsýni í þjóðfélaginu

Efnahagshrunið lék Ísland grátt á sínum tíma og kom einna verst niður á byggingariðnaðinum og öllu því tengdu. Sigurður segir BYKO ekki hafa farið varhluta af þeim erfiðleikum. „Umsvifin drógust saman sem nam um sjötíu prósentum, á einni nóttu má segja. Það stoppaði allt. Framkvæmdir stöðvuðust, einstaklingar frestuðu framkvæmdum á eignum sínum og allt fór í frost.“ Sigurður segir að þá hafi skipt miklu máli að vera með sveigjanlegt fyrirtæki sem gat brugðist við þessum erfiðu aðstæðum. „Og það gekk. Við erum núna eftir fimm erfið ár, að skila jákvæðri afkomu á síðasta ári,“ segir Sigurður og áréttar að

BYKO sé að öllu leyti íslenskt fyrirtæki. „Okkar helstu keppinautar eru Bauhaus og Húsasmiðjan. Það eru þýskir og danskir aðilar sem eiga þær verslanir.“

Sigurður segist vera bjartsýnn á framtíðina. „Ef við lítum á verktakamarkaðinn sjáum við þar mikið að gerast. Þar er verið að bregðast við uppsafnaðri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði

auk þess sem ferðaþjónustan blómstrar með tilheyrandi uppbyggingu. Hvað varðar einstaklingsmarkaðinn finnum við líka fyrir því að þar er allt að lifna við. Þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf. Fólk hefur verið að ýta á undan sér viðhaldsverkefnum heima fyrir en það er ekki hægt að gera endalaust og nú er greinilega komið að því. Þannig að mér finnst aukin bjartsýni einkenna

þjóðfélagið í dag,“ segir Sigurður en áréttar að þær vinnumarkaðsdeilur, sem nú eru uppi séu vissulega mikið áhyggjuefni.

Sigurður er fertugur að aldri, menntaður viðskiptafræðingur og tiltölulega nýorðinn forstjóri BYKO. „Ég er búinn að vera forstjóri í um það bil ár. Ég er þó búinn að vera hjá fyrirtækinu í fimmtán ár og komið víða við innan þess. Ég hóf hér störf eftir útskrift úr háskóla árið 2000. Stýrði vöruhúsinu og síðan fór ég í framkvæmdastjórn BYKO árið 2007 og var hér framkvæmdastjóri þar til ég tók við forstjórastarfinu í júlí í fyrra.“

Leikgleði og góður starfsandi

Sigurður segir það einkenna BYKO að þar sé lítil starfsmannavelta og hár starfsaldur. Hann nefnir því til stuðnings að á síðustu árshátíð voru veittar viðurkenningar til starfsmanna þar sem einn fékk viðurkenningu fyrir 45 ára starf hjá BYKO, annar fyrir 40 ár í starfi og þrír fengu viðurkenningu fyrir 30 ára starf. „Þannig að þetta er stór hópur sem hefur vaxið með okkur í gegnum árin. Og okkar styrkleiki er mannauðurinn, hann skiptir öllu máli. Við erum með hæft fólk sem heldur tryggð við fyrirtækið. Það má segja að það sé einskonar fjölskyldustemning hjá okkur. Við lítum á þetta sem augljósan styrkleika og aðgreiningarþátt til framtíðar, þessa öflugu liðsheild og þetta góða starfsfólk. Leikgleði og góður starfsandi er einn af lykilþáttum þess að árangri.“

Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO: „Við hugsum um umhverfið og systurfyrirtæki okkar í timburiðnaði erlendis er undir þeim formerkjum. Fyrir hvert tré sem er fellt eru fleiri gróðursett í staðinn, sjálf-bærni höfð að leiðarljósi í okkar starf-semi.“

Með sterkar ræturí Kópavogi

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 afmæli bæjarins

Page 11: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 11

byko.is

26“ götureiðhjól, kven-hjól, 6 gíra með brettum og bögglabera.

29.695kr.49620201

Hjólbörur, 80 l. 4.295kr.

79290094

EINHELL rafhlöðu- borvél, 14,4V.

6.995kr.74804114

FÖGNUM SAMAN60 ÁRA AFMÆLI

26”39.995kr.50657518 Almennt verð: 49.995 kr.

BROIL KING gasgrill GEM SUPER, 11,5 kW.

AF VÖRUMALLA HELGINA

20%afsláttur

3.795kr.86363040-540 Almennt verð: 4.795

Kjörvari 12 pallaolía, margir litir eða glær, 4 l.

25%afsláttur

AF ÖLLUM GÆLUDÝRAVÖRUMUM HELGINA

Nýtt BYKO blað er komið út

7.995kr.74830004 Almennt verð: 9.995 kr.

EINHELL hekkklippur

BG-EH 5747 600W, klippibreidd 46,5 cm, klippir allt að 14 mm sverar greinar.

9.995kr.41622161 Almennt verð: 16.785 kr.

Borð og tveir stólar, grátt.

Boðið verður upp á morgunkaffi og croissant fimmtudag og föstudag frá kl. 08:00 - 10:00.

Vöffluveisla og svali á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 - 15:00.

Vegleg afmælistilboð alla helgina og BMX bræður sýna listir sínar á laugardag frá kl. 13:00 til 14:00.

Komið og njótið afmælisins með okkur.

ÚRVAL AF PALLA- OG GIRÐINGAEFNI

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

BMX BRÆÐUR

VÖFFLURMORGUNKAFFI

Í tilefni 60 ára afmælis Kópavogsbæjar verður mikið um að vera í Breiddinni um helgina.

20%afsláttur

AF ULTRAGLOSS ALLA HELGINA

EINHELL bónvél BT-PO 90.

afmælistilboð

afmælistilboð

allt að 14 mm

sverar greinar

Afmælistilboð gilda dagana 7. - 10. maí.

3.995kr.

Almennt verð: 4.9954807505

Page 12: Afmælisblað Kópavogs 2015

12 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

heitir pottar

Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is

Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart.

GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ

Fossvogsdalurinn„Uppáhaldsstaður minn er Fossvogsdalurinn ásamt útileiksvæði við Kjarr-hólma,“ segir Karen Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ástæður þess eru einfaldar; þar ólst ég upp og bý þar enn,“ segir Karen brosandi en hún flutti aftur á æskuslóðirnar þegar hún stofnaði eigið heimili. „Þetta svæði var iðulega iðandi af krakkagemlingum sem léku sér daginn út og daginn inn, vetur og sumar, við leiki og læti. Smíðavellir og stórfiskaleikir á sumrin og svaðilfarir á gömlum slöngudekkjum á vet-urna niður brattar brekkur. Kópavogurinn býður enn upp á þannig mann-líf,“ segir Karen, ánægð með bæinn sinn.

Karen Elísabet Halldórsdóttir ólst upp í Fossvogsdalnum og líkar vel að vera þar.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Þegar þær Heiða og Svava hófu leit að húsnæði fyrir vinnustofu og verslun duttu þær fljótlega niður á langt og mjótt bil á Nýbýlavegi 6 sem hafði áður verið geymsluhús-næði. Þær kölluðu þessa lengju „ræmuna“ og notuðu það heiti þegar þær opnuðu síðar óvenju-lega verslun og vinnustofu í pláss-

inu. Þar með var Ræman orðin til og tók fljótlega flugið. Þær Heiða og Svava leggja sig fram um að veita persónulega þjónustu sem skilar sér í glöðum viðskiptavinum.

Ræman er sannarlega öðruvísi í allri umgjörð en önnur sambærileg fyrirtæki. Verslunin er vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu

og viðskiptavinir þeirra geta treyst því að eitthvað nýtt hefur fæðst frá því í síðustu heimsókn. Þær nota einungis gæðahráefni í hönnun sína en Svava hannar fatnað úr sérhannaðri og sérprjónaðri ís-lenskri ull og flytur inn gæðaefni auk þess efnis sem hún kaupir hér á landi. Heiða hannar fylgihluti sem byggjast m.a. á grænlenskum hefðum en þar í landi dvaldi hún um skeið. Hún saumar fyrst og fremst úr íslensku leðri og ref, grænlensku selskinni og endur-vinnur gamla leðurjakka. Þær Heiða og Svava hafa skapað sinn eigin stíl sem er klassískur um leið og hann er öðruvísi en það sem gengur og gerist.

Ræman, ásamt fleiri verslunum og veitingastöðum við Nýbýlaveg-inn, verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 12-17 í tilefni af-mælis bæjarins.

Heiða og Svava í Ræmunni sem er bæði verslun og vinnustofa.

Verslunarrýmið er mjótt og langt og þar eru flottar flíkur og skæslegir fylgihlutir!

Öðruvísi hönnun á fatnaði og fylgihlutum

Kaffitár hefur verið í Kópavogi í rúmt ár með kaffihús og bakarí við Nýbýlaveg 12. Fyrirtækið heitir Kruðerí Kaffitárs og að sögn And-reu Eiríksdóttir framkvæmdastjóra hefur bakaríið verið í stöðugri sókn þennan tíma.

„Við erum vel staðsett við mikil-væga samgönguæð, nálægt fyrir-tækjum og íbúðabyggð.“

Sérstaða okkar er að við notum nánast engin íblöndunarefni og við finnum að fólki líkar það, enda eru hreinar vörur eitthvað sem margir vilja. Fæstir vita þó af þess-ari sérstöðu og aukin viðskipti eru líklega til komin vegna þess að fólki líkar vörurnar og það er ekki skrítið; bakararnir okkar eru snill-ingar,“ segir Andrea stolt. ,,Súr-deigsbrauðin eru góð og bakarnir eru alltaf að prófa eitthvað nýtt. Um daginn var til dæmis boðið upp á brauð með rabarbara og

daginn áður annað nýtt brauð með gráðosti og valhnetum. Við höfum gaman af öllum þessu til-raunum.

Gamla Toyota-svæðið er orðið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og við vitum að hér standa fyrir dyr-um enn meiri úrbætur og við ætl-um að leggja okkar af mörkum. Við byggðum útipalla í fyrrasumar, bæði til hliðar við kaffihúsið og fyr-ir ofan. Því miður brást veðrið okk-ur þá en nú stendur mikið til og við treystum á fleiri sólardaga.

Hér verða borð og stólar úti og alls konar gróður mun prýða svæðið. Við bættum nýverið við okkur kökudeild og réðum ungan konditor sem er að gera nýjan seðil með girnilegum kökum. Við göngum því full tilhlökkunar inn í nýtt sumar.“

„Gamla Toyota-svæðið er orðið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og við vitum að hér standa fyrir dyrum enn meiri úrbætur og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“

Hárgreiðslustofan Hárný hefur verið rekin af Þórdísi Helgadóttur (Dísu) síðan árið 1990 en hún hafði áður rekið fyrirtækið Gott útlit í fimm ár. Í dag eru því 30 ár liðin frá því hún hóf rekstur við Nýbýlaveg-inn í Kópavogi.

Þórdís rekur hárgreiðslustofuna enn í dag en hefur samhliða því stofnað fyrirtækið Þórborgu ásamt eiginmanni sínum. Þórborg er heildsala sem flytur inn hár-greiðsluvörur frá Jungle fever, Idhair, EGO og RapidLash, en það síðastnefnda er vara sem notuð er til að lengja og styrkja augnhár og augabrúnir og hefur hlotið miklar

vinsældir hér á landi. Heildsalan heitir í höfuðið á báðum dætrum þeirra, Þóru Sif og Elínborgu. Hér er því komið enn eitt vel rekið fjöl-skyldufyrirtækið í Kópavogi. „Þau hafa stutt svo vel við bakið á mér í þessi þrjátíu ár og nú ætlum við að gera þetta að alvöru fjölskyldufyr-irtæki,“ segir Þórdís. Hún bætir því einnig við að hún hafi í gegnum tíðina verið heppin með starfsfólk og það sé líka því að þakka að vel hafi gengið.

Alltaf heppin með starfsfólk

Þórdís Helgadóttir (Dísa) er ánægð í Auðbrekkubyggð og rekur þar tvö fyrirtæki.

Kruðerí Kaffitárs:

Nálægt fyrirtækjum og íbúðabyggð

Page 13: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 13

Kópavogsgerði 5-7- Frábær eign við sjávarsíðuna -

Um er að ræða vandað og vel staðsett fjölbýlishús með lyftu og sér inngangi af svalagöngum við Kópavogsgerði 5-7 sem rís á Kópavog-stúni í Kópavogi. Dverghamrar ehf í samstarfi við Samtök aldraða standa að byggingu hússins sem er ætlað fyrir 55 ára og eldri.

Lóðin liggur við hlið hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíð, í göngufæri við Sundlaug Kópavogs og stutt í aðra góða þjónustu við aldraða.

Byggingin snýr í suðvestur og er fallegt útsýni út á sjó og yfir á Arnarneshæðina

Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum ásamt stæði í bílageymslu. Innréttingar og skápar eru íslensk sérsmíði frá Brúnás, eikar innihurðir eru frá Parka og borðplötur úr granít bæði í eldhúsi og baðherbergjum. Íbúðum verður skilað með vönduðum heimilistækjum og þar með talið ísskáp og uppþvottavél frá AEG. Áætluð verklok eru í ágúst 2016.

Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Karl Birgisson (s. 692 7971 eða [email protected]) hjá Dverghömrum til þess að fá ítarlegri upplýsingar um skilalýsingu og verð. Einnig eru allar upplýsingar að finna á www.dverghamrar.is.

Byggingarfyrirtækið

ehf.Stofnað 1986

Guðmundur 893-9144Magnús 893-9145

[email protected]

ehf.DverghamrarDverghamrarSíðumúla 29108 ReykjavíkSími 552 [email protected]

Lækjarbergi 46220 HafnafjörðurSími 692 [email protected]

Page 14: Afmælisblað Kópavogs 2015

Stjörnur á fjölskylduskemmtun:

Stórtónleikar á sunnudag!Kópavogsbúum og öllum velunnurum

bæjarins er boðið á stórtónleika í

Kórnum, sunnudaginn 10. maí. Húsið

verður opnað klukkan 15:00 en

tónleikarnir hefjast kl. 16:00.

Á tónleikunum koma fram 600 manns

sem allir eiga það sameiginlegt að vera

Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að

rekja þangað. Á tónleikunum verða

saga bæjarins og saga íslenskrar

dægurtónlistar fléttuð saman með

skemmtilegum hætti. Flutt verða

íslensk lög úr ýmsum áttum í

fjölskylduvænni dagskrá.

Kynnar tónleikanna verða Helgi

Pétursson og Saga Garðarsdóttir. Saga

er Reykvíkingur í húð og hár og hún

mun rýna í Kópavog með glöggu

gestsauga en Helgi lumar á mörgum

skemmtilegum sögum úr Kópavogi

þegar bærinn var að slíta

barnsskónum.

Afmælisstrætó!Gestir eru hvattir til að taka strætó á

tónleikana en í tilefni dagsins verður

afmælisstrætó á ferðinni sem ekur frá

Hamraborg, um Smáralind og þaðan

sem leið liggur upp í Kór.

Fjölbreytt dagskrá á stórafmæli Kópavogsbæjar

Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni 60 ára afmælis Kópavogsbæjar.

Viðamesti viðburður afmælisins er án efa stórtónleikarnir í Kórnum á sunnudag. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og formaður afmælisnefndar bæjarins, segir markmiðið með tónleikunum að sameina Kópavogsbúa fyrr og nú í tónlist og gleði: „Hugmyndin kom til þegar við fórum að ræða alla tónlistarmennina sem búa í eða eru úr

Kópavogi, þeir reyndust svo margir og merkilegir að við sáum að það væri kjörið að að stefna þeim saman á stórtónleikum.“ Afmælisnefnd Kópavogsbæjar skipa, auk Ármanns, Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Margrét Friðriksdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.

Erpur Eyvindarson

Dr. Gunni

Salka Sól Eyfeld

Sigtryggur Baldursson

Sigga Beinteins

Gerpla kemur fram í stórbrotnu atriði

Stefán Hilmarsson

Eyþór Ingi

Guðrún Gunnarsdóttir

Gissur Páll Gissurarson

Sameinaðir kórar bæjarins flytja lag

Stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar

Össur Geirsson kemur fram með Skólahljómsveit Kópavogs

Þórunn Björnsdóttir stýrir sameinuðum barnakór barna í Kópavogi

Ríó tríó ásamt Snorra Helgasyni og Birni Thoroddsen

Tónleikarnir í Kórnum eru í boði Kópavogsbæjar og því kostar ekkert inn!

14 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 afmæli bæjarins

Page 15: Afmælisblað Kópavogs 2015

Föstudagurinn 8. maíAfmælisfjör í skólum Kópavogs.

Unglingarnir í bænum halda hinn árlega félagsmiðstöðvadag.

Laugardaginn 9. maí Boðið upp á ís, kaffi og súkkulaði í sundlaugum Kópavogs frá klukkan 11.

Frá kl. 14 til 16 býður Kópavogsbær upp á afmælisköku í Smáralind. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar taka á móti gestum og gangandi, kaffi og drykkir í boði auk glæsilegrar köku.

Í Smáralind verða einnig Sirkus Ísland og töframaðurinn Einar einstaki á ferðinni auk þess sem allar verslanir verða með tilboð.

Handverkssýning eldri borgara verður haldin í félagsmiðstöðvum eldri borgara, Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi frá 13-17.

Byko og Smáralind hafa heitt á könnunni alla helgina.

Vorboðinn ljúfi – Samkór Kópavogs, syngur í Digraneskirkju kl. 17.

Sunnudagurinn 10. maíÞríkó, þríþrautarkeppni Kópavogs fer fram í vesturbæ Kópavogs.

Reiðsýning hestamannafélagsins Spretts hefst í Sprettshöllinni Hestheimum klukkan 14 en að henni lokinni verður verður teymt undir krökkum.

Stórtónleikar á stórafmæli í Kórnum. Húsið opnar klukkan 15. Krökkum er boðið upp á hoppukastala og inni í Kórnum verður gömlum myndum úr Kópavogi varpað á skjái. Veitingasala á vegum HK. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Sjá nánar um tónleikana hér til vinstri!

Handverkssýning eldri borgara verður haldin í félagsmiðstöðvum eldri borgara, Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi frá 13-17.

Mánudagurinn 11. maíSýning leikskólabarna í Kópavogi opnar á Hálsatorgi í Kópavogi.

Vorboðinn ljúfi – Samkór Kópavogs syngur í Digraneskirkju kl. 20.

Aðrir viðburðirAfmælisviðburðir eru þó ekki takmarkaðir við afmælishelgina, en meðal annarra viðburða síðar í maí má nefna

Menningardagur í menningarhúsum Kópavogs 16. maí.

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogs 26.-30. maí.Morgunverðarfundur með bæjarstjóra um fjárfestingu og uppbyggingu í Kópavogi 19. maí.

Hátíðahöld í maímögnuð helgi framundan

Page 16: Afmælisblað Kópavogs 2015

16 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

„Frá því stóra laugin í Sundlaug Kópavogs var opnuð 1991 varð hún mjög fljótlega með næst-mestu aðsókn sundlauga á land-inu öllu, næst á eftir Laugardals-lauginni,“ segir Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar Kópa-vogsbæjar. Hann segir að eftir að líkamsræktarstöðin var opnuð þar

1997 hafi aðsóknin enn aukist. „Áður sóttu laugina um 280.000 gestir á ári en fór fjölgandi og nú sækja um 500.000 gestir Sund-laug Kópavogs á ári hverju.“

Jón segir að hin sundlaugin í Kópavogi, Salalaugin eða Sund-laugin Versölum, eins og hún heit-ir, hafi sótt í sig veðrið og sé nú

fjórða mest sótta laug landsins á eftir Lágafellslaug í Mosfellsbæ. „Samtals fjölgaði sundlaugargest-um í Kópavogi úr 400.000 í tæp-lega 900.000 á árunum 2004-2009 en á þeim tíma var Salalaug-in opnuð og Sundlaug Kópavogs endurbætt.“ Óhætt er því að segja að Kópavogsbúar séu búnir að uppgötva galdurinn við vatnið.

Samvinna sveitarfélaganna

Jón segir að töluverð samvinna sé meðal sveitarfélaganna á höfuð-borgarsvæðinu um rekstur þess-ara mannvirkja og að nýlega hafi verið gerð könnun á aðgangstöl-um og samsetningu gesta í sund-laugum svæðisins. Reynt var að greina af hverju fólk sækti sumar

laugar frekar heim en aðrar. „Það sem virðist stýra aðsókninni fyrst og fremst er hversu fjölbreytta þjónustu er boðið upp á í hverri laug,“ segir Jón. „Við sjáum til dæmis að eftir að líkamsræktar-stöðin kom í Sundlaug Kópavogs fjölgaði gestum strax umtalsvert. Síðan skiptir fjöldi og fjölbreytileiki heitra potta og leiktækja fyrir börnin töluverðu máli,“ segir hann.

Gestum fækkaði eftir efnahags-hrunið þegar styttur var sá tími sem opið var. Nú velta menn því fyrir sér að hafa opið lengur og að hafa líka opið á „rauðum dögum“, líkt og núna um páskana.

Sundlaug Kópavogs er safnlaug

Jón segir að hluti gesta Sundlaug-ar Kópavogs sé fólk úr öðrum bæjarfélögum því laugin sé í al-faraleið og þess vegna þyki fólki gott að koma við í sundlauginni á ferð sinni í gegnum bæinn.

Sundlaugarnar í Kópavogi fengu háa einkunn í úttekt Grape-vine á laugum á höfuðborgar-svæðinu þar sem Sundlaug Kópa-vogs fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum og Salalaugin fjórar stjörnur.

„Uppáhaldsstaðurinn minn er Menntaskólinn í Kópavogi,“ segir Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Í MK eru 1400 nemendur og 120 frábærir starfsmenn sem sinna störfum sínum af áhuga og miklum metnaði fyrir hönd skólans,“ segir Margrét og bætir við að í MK sé alltaf líf og fjör og að skemmtilegri vinnustað sé ekki hægt að hugsa sér.

„Í MK á sér stað stöðug framþróun, bæði í bóknámi og verknámi á ferðamála- og hótel- og matvælasviði skólans. Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli og hefur hlotið viðurkenningar fyrir jafnréttismál og um-hverfismál. Við leggjum áherslu á gæði í skólastarfinu og erum með vott-að ISO 9001 gæðakerfi. Þá leggjum við ríka áherslu á fjölbreytta kennslu-hætti og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfinu. Menntaskólinn í Kópa-vogi hefur haft miklu hlutverki að gegna í rúm 40 ár fyrir íbúa Kópavogs og megi svo verða áfram,“ segir Margrét áköf um að staðið verði vörð um þessa frábæru stofnun.

Margrét Friðriksdóttir segir að alltaf sé líf og fjör á hinum skemmti-lega vinnustað MK.

Menntaskólinn í Kópavogi

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

„Nú eru komnar nýjar vörur frá einum af uppáhaldshönnuðum mínum, Tord Boontje frá Hollandi, segir Jóhanna Tómasdóttir, eig-andi Bazaar Reykjavík við Bæjar-lind 6 í Kópavogi. „Tord er helst þekktur fyrir ævintýralega hönnun þar sem náttúra og dýr lifna við í textilformi.

Verslunin Bazaar hefur verið kölluð „faldi fjársjóðurinn“ enda er þar að finna vörur sem ekki fást annars staðar á höfuðborgar-

svæðinu en margir hafa séð í út-löndum og langað í. Í Bazaar fást ýmiss konar vefnaðarvörur eins og gardínuefni, áklæði, púðar með lisaverkum ofnum á og handklæði og nú hefur veggfóður bæst við.

„Við vorum að fá í sölu sérstak-an bolta til að safna klinkinu sem safnast á öllum heimilum og fer fallega á borði,“ segir Jóhanna stolt af óvenjulegu vöruvali í Baza-ar.Jóhanna Tómasdóttir, eigandi

Bazaar Reykjavík.

Klinkboltinn fer skemmtilega á borði og geymir smápeninga.

Óvenjulegt vöruval í Bazaar

Nú sækja um 500.000 gestir Sundlaug Kópavogs á ári hverju. Sundlaugarnar í Kópavogi fengu háa einkunn í úttekt Grapevine á laugum á höfuð-borgarsvæðinu.

Galdurinn við vatniðSundlaug Kópavogs með næst flesta gesti á landsvísu eða um hálfa milljón á ári!

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 afmæli bæjarins

Page 17: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 17

Til hamingjuKópavogsbúar!

www.lyfja.is

Í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogsbæjar verður götugleði á Nýbýlavegi

þann 7. maí. Verslanir og fyrirtæki verða opin til kl. 21 og boðið verður

upp á lifandi tónlist og léttar veitingar.

Komdu og fagnaðu með okkur!

Afmælistilboð í Kópavogsverslunum Lyfju – Smáratorgi, Smáralind og Nýbýlavegi.

Tilboðin gilda 7.–11. maí

Lyfja Smáratorgi, Smáralind og Nýbýlavegi

Page 18: Afmælisblað Kópavogs 2015

18 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Kópavogur hefur á síðustu áratug-um tekið stakkaskiptum þegar litið er til umhverfis og aðlögunar ört vaxandi byggðar að náttúrulegu landi. Bærinn er orðinn víðfeðmur og mörg dvalarsvæði gesta og gangandi að finna í bæjarlandinu. Þar eru og varðveittir margir gaml-ir trjálundir og gróðursvæði sem eiga uppruna sinn í þeim gróðri sem landnemar Kópavogs fluttu með sér í ræktunarbletti sína og nýbýli á öldinni sem leið. Við tók-um tali Friðrik Baldursson, garð-yrkjustjóra bæjarins.

Náttúran hafi sinn gang

„Hér í Kópavogi hefur löngum ver-ið lögð áhersla á að halda í gömul ræktunarlönd og gera þau að opn-um svæðum sem allur almenning-ur nýtir til útivistar. Dæmi um þetta er Fossvogsdalurinn að austan-verðu og einnig svæðið í kringum Digraneskirkju í Kópavogsdal. Við í garðyrkjudeildinni erum stöðugt að rækta græn svæði og ganga sem best frá öllu en það þýðir ekki endilega að alls staðar séu slegn-ar flatir og stífklippt tré. Við viljum

nefnilega hafa sumt villt og annað hamið. Með því að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang skapast fjöl-breytni, þetta er umhverfisvænna og kostnaðurinn við viðhaldið er minni. En við erum einnig með staði sem krefjast hámarksum-hirðu, t.d. Hlíðargarðinn sem er elsta skipulagða útivistarsvæði bæjarins og hannaður sem skrúð-garður í klassískum stíl,“ segir Frið-rik.

Tjarnargarðurinn við Kópavog

Þegar Hafnarfjarðarvegur er ekinn er farið yfir Kópavogslæk þar sem hann rennur út í Kópavog, skammt frá hinum forna þingstað Þinghóli. Ofan vegar hefur lækurinn verið stíflaður og gerð tjörn þar sem halda sig endur, gæsir og álftir auk fjölda annarra fuglategunda.

„Við Kópavogsbúar erum býsna stoltir af Tjarnargarðinum okkar og eru flestir sammála um að þarna hafi tekist vel til, enda er þetta vin-sælt útivistarsvæði. Ráðist var í talsverðar framkvæmdir þarna skömmu fyrir aldamót, hlaðinn kantur og hólma komið fyrir í tjörn-

inni. Listhúsið reis svo nokkrum ár-um síðar þegar lokið var við seinni áfanga garðpsins. Þá var fróðleiks-skiltum komið fyrir.“

Útivistarsvæðið í Kópavogsdal nær frá Kópavogsleiru, austur með Kópavogslæk. Á nokkrum stöðum teygir það sig upp í Digra-neshálsinn. Berggrunnurinn í Kópavogsdal er að mestu úr grá-grýti. Á einum stað grillir þó í mó-bergsklöpp frá miðbiki ísaldar, um 400-500 þúsund ára gamalt og er það elsta móbergið á höfuðborg-arsvæðinu.

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, hefur fylgt þeirri stefnu að sum gróðursvæði bæjarins fái að þróast án of mikilla af-skipta sláttudeildarinnar.

Kópavogsbúar eru stoltir af Tjarnargarðinum við vestanverðan Kópavogslæk og eru flestir sam-mála um að þarna hafi tekist vel til enda er þetta vinsælt útivistarsvæði.

Í Fossvogsdal og Kópavogsdal er að finna gömul ræktunarlönd sem allur almenningur nýtir til úti-vistar.

„Kópavogurinn er uppáhaldsstaðurinn minn í Kópavogi. Þar kemur sér-staklega til fjölbreytt náttúra á Kópavogsleirunum og þá sérstaklega fuglalífið sem tekur árstíðabundnum breytingum“ segir Ólafur Þór Gunn-arsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks.

Ólafur Þór segir sérlega gaman að fylgjast með fuglunum í tilhugalíf-inu á vorin, árvissri viðkomu margæsarinnar á leið til Grænlands, hópum rauðhöfðaanda á haustin og þannig mætti lengi telja. „Þá er alltaf gaman að ganga meðfram voginum þegar æðurin er að koma upp ungunum sínum. Tenging svæðisins við sögu bæjarins og raunar landsins alls er líka góður bónus. Að lokum má nefna að á svæðinu er gamli spítalinn sem Hringskonur byggðu af miklum myndarskap, sem varð svo fyrirrenn-ari Kópavogshælisins og allrar þeirrar heilbrigðisstarfsemi sem síðan hef-ur verið rekin þar.“

Ólafur Þór Gunnarsson fylgist með tilhugalífi fuglanna á Kópavogs-leirunum.

Kópavogurinn

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Sumt villt og annað hamiðRætt við Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar

Blómabúðin 18 Rauðar rósir hefur verið í Hamraborginni í Kópavogi frá 2006. Eigandi verslunarinnar er Sigríður I. Gunnarsdóttir (Didda) og hún segist finna vel fyrir því að nú sé uppgangur á þessu svæði sem verslunin er og að alvöru mið-bær sé að verða til. Didda segir að auk ferskra blóma fáist í verslun-inni gjafavörur en sú deild er tví-skipt, annars vegar með íslenska hönnun, allt frá servíettupakka upp í gærukollinn Fuzzy eftir Sig-urð Má Helgason og allt þar á milli. Síðan tók Didda nýverið inn sælkeravörur frá franska matar-hönnuðinum Nicolas Vahj auk þess sem í versluninni fást gjafa-vörur svo sem frá vörumerkjunum Sia, Crab tree, House doctor o.fl. „Við reynum að vera með það sem er ferskast og nýjast hverju sinni,“ segir Didda.

Sigríður I. Gunnarsdóttir er ánægð með endurnýjaðan miðbæjar-kjarna bæjarins.

18 Rauðar rósir í Hamraborginni

svooogott™

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 afmæli bæjarins

Page 19: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 19

Page 20: Afmælisblað Kópavogs 2015

20 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Vettvangur sögulegra atburða

Í bæjarlandinu eru tveir fornir þingstaðir. Á Þingnesi í Elliðavatni er álitið að hið forna Kjalarnesþing hafi staðið, en það var undanfari Alþingis við Öxará. Hinn þingstaðurinn er á Þinghóli við Kópavog sem gengur inn úr Skerjafirði. Erfðahyllingin 1662 fór þar fram er landsmenn sóru danska konunginum hollustueiða og afsöluðu sér fornum réttindum sínum.

Síðasta aftakan

Síðasta aftakan, sem fór fram á þinginu í Kópavogi, var þann 15. nóvember 1704. Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Þinghald var svo aflagt í Kópavogi árið 1753.

Upphaf byggðar

Digranes er sennilega elsta bújörð í Kópavogi en búskapur hófst þar í upphafi 14. aldar en lagðist af árið 1936. Smám saman breiddist byggðin út og árið 1950 var búið að úthluta 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum úr landi Digraness. Var þetta fyrsti vísir að skipulagðri byggð á svæðinu sem framan af var hluti hins forna Seltjarnarneshrepps.

Viðbrögð við heimskreppu

Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun 20. aldar og leigði út ásamt annarri jörð, Digranesi, í nágrenni hennar. Þegar heimskrepppan reið yfir í kringum 1930 voru jarðirnar teknar úr leigu og þeim skipt upp í nýbýli í þeim tilgangi að vinna bug á atvinnuleysinu. Upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi má þannig rekja til heimskreppunnar miklu.

Þáttaskil við stríðslok

Í sveitarstjórnarkosningum sumarið 1946 náðu íbúar Kópavogs meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps og öll stjórnsýsla fluttist til Kópavogs. Í kjölfarið var nýtt sveitarfélag myndað og jarðirnar Kópavogur, Digranes, Hvammkot (Fífuhvammur), Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar) lagðar undir Kópavogshrepp.

Kaupstaður verður til

Fyrri hluta árs 1955 var Kópavogshreppur gerður að kaupstað með sérstökum lögum á Alþingi. Smám saman þéttist byggðin og voru ný lönd numin, m.a. Fífuhvammsland árið 1980 en þar og á Nónhæð, í Digraneshlíðum og Kópavogsdal voru lengi aðalbyggingarsvæði Kópavogs. Uppbygging í Vatnsenda hófst að ráði upp úr aldamótum.

Hraðvaxandi samfélag

Kópavogur hefur vaxið afar hratt á stuttum tíma og náð að verða næststærsta sveitarfélag landsins með alla þjónustu. Árið 1945 voru íbúar í Kópavogi 521 að tölu. Þegar Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi áratug síðar eða 11. maí 1955 voru íbúar

3.783. Þann 1. desember árið 2000 voru íbúar Kópavogs orðnir 23.578 talsins. Í dag búa ríflega 33.200 manns í Kópavogsbæ.

Kirkjan á holtinu

Kópavogskirkja var vígð árið 1962, teiknuð af Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins. Hún er eins og allir vita fögur bygging og sérstæð en steindir gluggar hennar eru eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara.

Merki bæjarins er sótt til grunnforma Kópavogskirkju.

Vinabæir Kópavogs

Árið 1964 hóf Kópavogur vinabæjasamskipti við aðra bæi og borgir á Norðurlöndum. Það ár var komið á tengslum við Óðinsvé í Danmörku, Þrándheim í Noregi, Norrköping,

í Svíþjóð og Tampere í Finnlandi. Árið 1967 voru tekin upp vinabæjatengsl við Klakksvík í Færeyjum, árið 1974 við Maríuhöfn á Álandseyjum og tveimur árum síðar við Ammassalik á Grænlandi. Á árinu 2008 varð Wuhan í Kína formlega vinabær Kópavogs.

Fjórir heiðursborgarar

Á fundi bæjarstjórnar 8. október 1976 voru kjörin heiðursborgarar í Kópavogi, hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, þau fyrstu sem gegndu starfi bæjarstjóra. Sigfús Halldórsson tónskáld var valinn þriðji heiðursborgari bæjarins 1994. Fjórði heiðursborgari Kópavogs var valinn 2011 en það er Jónas Ingimundarson, einn fremsti tónlistarmaður Íslendinga.

Fjölmörg menningarfélög

Lestrarfélag Kópavogs var stofnað árið 1953 en það myndaði síðar grunn að Bókasafni Kópavogs. Leikfélag Kópavogs varð til í janúar 1957, Tónlistarskóli Kópavogs árið 1963 og Skólahljómsveit Kópavogs árið 1966. Náttúrufræðistofa Kópavogs var stofnuð árið 1983 og Gerðarsafn árið 1994, kennt við Gerði Helgadóttur myndhöggvara. Í ársbyrjun 1999 var Salurinn tekinn í notkun, fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins.

Öflugt íþróttastarf

Mörg landsþekkt íþróttafélög starfa í Kópavogi. Elst þeirra er Ungmennafélagið Breiðablik, stofnað í febrúar 1950. Það næstelsta telst vera Hestamannafélagið Gustur, stofnað í nóvember 1965 en það sameinaðist Andvara í Garðabæ árið 2012 og heitir nú Sprettur. Í janúar 1970 varð HK til og ári síðar tvö félög; Siglingafélagið Ýmir í mars og Gerpla í apríl. Mörg önnur íþróttafélög eru í Kópavogi, m.a. Skotfélag Kópavos, Tennisfélag Kópavogs, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Dansfélagið Hvönn, Íþróttafélagið Glóð og Íþróttafélagið Stálúlfur.

Skólar í fyrirrúmi

Í Kópavogi hefur alla tíð verið rekið blómlegt skólastarf enda ekki vanþörf á í „bæ barnanna“. Nú eru níu almennir grunnskólar í Kópavogi og einn einkaskóli. Sérdeildir eru starfræktar við Kópavogsskóla, Snælandsskóla og Álfhólsskóla. Þá rekur Kópavogsbær átján leikskóla auk þess sem tveir leikskólar eru með þjónustusamning við bæinn og tveir eru einkareknir. Á sumrin tekur til starfa Vinnuskóli Kópavogs með margvísleg sumarstörf fyrir unglinga. Dægradvöl starfar við alla grunnskólana og stendur til boða fyrir börn í 1.-4. bekk.

Kópavogur – stiklur úr 60 ára sögu

Kópavogskirkja var vígð árið 1962, teiknuð af Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins.

Sundlaugarnar í Kópavogi er tvær, Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum.

Kópavogur hefur vaxið afar hratt á stuttum tíma og náð að verða næststærsta sveit-arfélag landsins.

Í Kópavogi hefur alla tíð verið rekið blómlegt skólastarf enda ekki vanþörf á í „bæ barnanna“.

Page 21: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 21

fastlind.is510 7900

Uppspretta ánægjulegra viðskipta

Sérþekkingí Kópavogi

Hlíðasmára 6

Page 22: Afmælisblað Kópavogs 2015

22 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Glæsilegsnyrtivörudeild

2fyrir

1Nivea BB Cream

1199kr.stk.

Verð áður 1599 kr. stk.Premium flækjubursti20%

afsláttur

20% afsláttur

af Burt s Bees vörum

20% afsláttur

af Tresemmé vörum

Laveralífrænar vörur

20% afsláttur

af Real techniques

förðunarburstum

20% afsláttur

af mini vörum frá TIGI

í Lindum

20%afsláttur

KaupaukiÞú kaupir einhverja

I love vöru og færð mini sturtusápu í kaupbæti á

meðan birgðir endast

KaupaukiÞú kaupir tvær Burt s Bees

vörur og færð kaupauka meðan birgðir endast

20% afsláttur

af I love vörum

20% afsláttur

af NIP MAN og NIP

FAB, herra- og dömu-

vörum

20% afsláttur

af Max Factor vörum

– fyrst og fremstódýr!

Krónan Lindum – Opið alla daga 10:00 - 20:00

Page 23: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 23

PANTAÐU Í SÍMA 575-8115 SKIPTIBORÐ ELKO 544-4000 WWW.ELKO.IS

VERÐIN GILDA DAGANA 7.-10. MAÍ

GRANDI–L INDIR–SKE IFAN–VEFVERSLUN

SUMAR-DAGAR

SOUND LINK MINI ÞRÁÐLAUS FERÐAHÁTALARI

60933

LED SJÓNVARP 12/220V22VLE4520BM

22“

eða 3.840 kr. á mánuðimiðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán,

alls 46.075 kr. - ÁHK 29,8%

39.995

ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓLHXEP255BL

Tilvalin í líkamsræktina

9.495

Pizzasteinn

WA17058

5.795

GASGRILL-CANBERRACANBERRA

eða 5.133 kr. á mánuðimiðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán,

alls 61.600 kr. - ÁHK 24,2%

54.995

36,5 cm Ø

DRÓNI MEÐ MYNDAVÉLHUB107CHD

eða 6.858 kr. á mánuðimiðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán,

alls 82.300 kr. - ÁHK 17,3%

74.995

SPJALDTÖLVA – iPAD AIR 2 GYLLTUR MH0W2

Apple

eða 3.322 kr. á mánuðimiðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán,

alls 39.865 kr. - ÁHK 36%

33.995

HEROCHDHA301

28.995

GSM-GALAXY ACE 4 SAMG357(BLA/WHI)

4G

28.995

4 kjarna örgjörvi

4,3” Super AMOLED skjár

Með FIFA 2015

LEIKJATÖLVAPSVITAFIFA15

eða 3.796 kr. á mánuðimiðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán,

alls 45.557 kr. - ÁHK 31,6%

39.495

KRAPAMÁL920200640

CHILL FACTOR

2.4954 litir

14.995

Page 24: Afmælisblað Kópavogs 2015

„Molinn – ungmennahús er fyrir fólk á aldrinum 16 ára og upp úr,“ segir Andri Lefever, forstöðumað-ur Molans. Molinn var gjöf bæjar-ins til ungs fólks í Kópavogi á 50 ára afmæli bæjarins árið 2005.

„Hér er alltaf kósý stemning og þægilegt að kíkja í pool eða fúss-ball, horfa á uppáhaldsþættina í sjónvarpinu, tefla, grípa í gítarinn eða bara læra og spjalla.“

Molinn er félagslegur staður sem býður upp á jákvætt og vímu-laust umhverfi og afþreyingu. Í húsinu er þráðlaus aðgangur að netinu og gestir geta fengið afnot af tölvum. Molakaffi er nafnið á kaffihúsinu og þar er hægt að kaupa kaffi, te, sælgæti og gos. Þess utan er frábær aðstaða til tónleikahalds í Molanum, flottur tækjabúnaður og tækniþekking, svo fátt eitt sé nefnt.“

Íþróttaviðburðir og annað sem áhugi er á er sýnt á breiðtjaldi en auk þess er aðstaða fyrir margs konar menningarviðburði eins og LAN-mót, ljóðalestur, gjörninga, málþing, LARP (live-action-role-playing) og hlutverkaspil. Alltaf er hægt að fá ráðgjöf og hjálp í tengslum við atvinnu- og námsleit innanlands og utan. Einnig aðstoð-ar starfsfólk Molans við að koma á tengslum við fagaðila ef þess er óskað. Ungar mæður eru boðnar velkomnar í Molann þar sem áhugaverðar upplýsingar er að finna fyrir þær en sú þjónusta hef-ur verið geysilega vinsæl.

Skapandi sumarstarf

„Í maí fer sumarstarfið í gang og það verkefni er sett þannig upp að 25 ungmenni fá tækifæri til að sækja um sumarstarf með sínar hugmyndi og við aðstoðum þau að fullvinna þær,“ segir Andri og bætir við að nú sé lagt upp úr því að þessi sumarstörf feli í sér að eftir sitji einhvers konar afurð. „Þetta er vettvangur þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að því að vinna að eigin listsköpun en einn-ig að móta samstarf við aðra lista-menn Kópavogs. Í sumar munu 25

ungmenni á aldrinum 18-25 ára fá tækifæri til að starfa við ólíkar list-greinar. Margir hópar nýta sér int-ernetið sem miðil til að koma sér á framfæri. Þar birtast greinar um ýmislegt sem tengist Kópa-vogsbæ, svo sem menningarþætt-ir, stuttmyndir, tónlist og fleira. Hægt er að fylgjast með listafólk-inu á Facebook undir síðunni, „Skapandi sumarstörf í Kópavogi“.

Andri segir frá því að tveir strákar sóttu um skapandi sumar-starf í Kópavogi í fyrra og gerðu mynd sem hefur sópað að sér

verðlaunum, m.a. á stuttmyndahá-tíð eylanda á Thaítí og er nú komin inn á Cannes kvikmyndahátíðina. „Þetta féll vel saman við það að RIFF kvikmyndahátíðin verður í Kópavogi í annað sinn í haust,“ segir Andri.

Ungmennaráð Kópavogs

Ungmennaráð Kópavogs er með aðstöðu í Molanum en tilheyrir þó ekki starfi hans en krakkarnir eru sjálfstætt starfandi ráð eftir sam-þykktu erindisbréfi.

Hlutverk ungmennaráðs er m.a.

að að skapa ungu fólki vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og vera bæjar-stjórn Kópavogs til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna. Í þetta ráð hefur valist sérlega áhugasamur og hæfileikaríkur hópur þau ár sem það hefur starf-að og skilað sér í öflugu ung-mennastarfi.

Andri Lefever, forstöðumaður Molans, segir að Molinn hafi verið gjöf bæjarins til ungs fólks á 50 ára afmælinu árið 2005.

Ungmennaráð Kópavogs er vel skipað kraftmiklu og hæfileikaríku fólki.

Í Molanum er frábær aðstaða til tónleikahalds

24 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

fer yfir allan bílinn og ver lakkið gegn ryði og tæringu.

Kíktu á staðsetningar Löðurs inn á www.lodur.isSími: 568 0000

Höfum opnað Löður á Dalvegi 22, bjóðum alla velkomna til okkar. Löður Dalvegi getur tekið á móti háþekjubílum,

stöðin er sú hæðsta hér á landi 2.75 metrar.

Page 25: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 25

Ég er komin heim!„Mér líður svolítið eins og ég sé loksins komin heim í Kópavog,“ segir Sigurjóna Sverrisdóttir sem flutti nýverið í Kópavoginn aftur eftir að hafa búið í útlöndum í langan tíma.

„Ég ólst að hluta til upp í Kópa-vogi og er í hjartanu Kópavogsbúi en í þennan bæ flutti ég á fimm-tánda ári. Þegar ég komst til vits og ára hélt ég út í heim með manninum mínum, honum Krist-jáni. Hann er Akureyringur í húð og hár og hefur í gríni verið kallað-ur „tengdasonur Kópavogs!

Við hjónin fluttum til Íslands fyr-ir tæpum 6 árum eftir áratuga dvöl erlendis, stöldruðum við í Garða-bæ en erum nú loksins flutt heim í Kópavog. Mér þykir afskaplega vænt um þennan bæ, enda á ég góðar minningar héðan og veit að hér er gott að búa. Menningar-bærinn Kópavogur státar af Saln-um og Gerðarsafni, miðsvæðis í glæsilega hönnuðum byggingum, ásamt bókasafninu og tónlistar-skólanum á milli Kópavogskirkju og gjárinnar.“

Sigurjóna Sverrisdóttir fram-kvæmdastjóri er komin heim eftir langa útivist.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í tólfta sinn í haust, þar af í annað sinn í samvinnu við Kópavogsbæ. Að sögn Hrannar Marinósdóttur, stjórnanda RIFF, heppnaðist sú samvinna sérlega vel í fyrra og ætlunin er að halda í það góða samstarf og endurtaka leikinn í ár.

„Hátíðin er haldin í september ár hvert, núna þann 24. septem-ber og varir í ellefu daga í senn. Á hátíðinni eru sýndar um hundrað myndir, bæði drama- og gaman-myndir frá yfir fjörutíu löndum. Varpað er ljósi á óháða kvik-myndagerð alls staðar að úr heim-inum með áherslu á upprennandi kvikmyndagerðarfólk. Hátíðin fer ekki aðeins fram innan veggja kvikmyndahúsanna því hún breiðir úr sér og glæðir menningarhús og ýmsa staði miklu lífi. Við erum að skipuleggja skemmtilega dagskrá fyrir haustið og munum vera með viðburði á menningartorfunni í Kópavogi sem og námskeið. Við viljum taka þátt í að efla menning-arstarf í Kópavogi og stuðla að bættu kvikmyndalæsi og kennslu í kvikmyndagerð í samstarfi við grunnskólana í Kópavogi eins og við gerðum í fyrra.“

Hrönn segir að aðstandendur RIFF hafi fært hátíðina út fyrir Reykjavík til að leyfa fleirum að

njóta hennar og upplifa hvað kvik-myndir eru mikilvægar í öllum menningarsamfélögum. „Við höf-um unnið markvisst að því að glæða áhuga fólks úti á landi á kvikmyndum og kvikmyndagerð því við viljum að fleiri fái að njóta RIFF. Hluti af þeirri viðleitni var að hefja samstarf við Kópavog og það heppnaðist geysilega vel í fyrra. Við héldum til dæmis stutt-myndanámskeið með grunnskól-unum í bænum og skipulögðum námskeið. Þannig kynntum við kvikmyndalistina fyrir ungu fólki í Kópavogi. Þetta var mjög gefandi

og gjöfult samstarf. Auðvitað á svona hátíð að fara út fyrir höfuð-borgina og við viljum gera enn meira,“ segir Hrönn. Hún segir há-tíðina hafa unnið meðal annars með Bókasafni Kópavogs, Sund-laug Kópavogs, Molanum, Tónlist-arsafni Íslands og Héraðskjala-safni Kópavogs. Á dagskrá voru veglegir kvikmyndatónleikar, sundbíó, stuttmyndakvöld, mál-þing og sýningar. „Ekki má gleyma bílabíói í Smáralindinni og kvik-myndatónleikum í Salnum en þessir viðburðir slógu í gegn,“ segir Hrönn.

Hrönn Marinósdóttir er að skipuleggja RIFF, alþjóðlegu kvik-myndahátíðina sem haldin verður í annað sinn í Kópavogi í septem-ber nk.

Kvikmyndahátíðin RIFF í Kópavogi:

Alsæl með samstarfið við Kópavogsbæ

Gott. Betra. Bosch.Hjá Bosch er hvert smáatriði gaumgæft. Þess vegna prófar Bosch allar vörur sínar vel og vandlega. Og svo prófa þeir þær aftur. Síðan prófa aðrir þær, til dæmis Råd & Rön og hliðstæðar prófunarstofnanir í löndum víða í Evrópu. Árangurinn? Sigursælt vörumerki!

Gæðin endurspeglast af hverju smáatriði.

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um viðurkenningar sem Bosch hefur fengið fyrir heimilistæki sín.

Hæsta einkunn fyrir hraða og viðurkenning fyrir gæði og góða frammistöðu hjá sænska prófunar- og rannsóknarsetrinu Testfakta, september 2013.

UppþvottavélSMU 53M72SK

UppþvottavélSMU 53M72SK

Kæli- og frystiskápurKGN 36AW32

HrærivélMUM 52120

HraðsuðukannaTWK 8611

Vínglasahaldaí uppþvottavélarSMZ 5300

SpanhelluborðPIE 645F17E

StraujárnTDA 702421E

HÆSTA EINKUNN Maí

201

3

HÆSTA EINKUNN des.

201

2

HÆSTA EINKUNN mar

s 20

13

HÆSTA EINKUNN Apríl

201

3

HÆSTA EINKUNN nóv.

201

2 HÆSTA EINKUNN mar

s 20

13

GÓÐ KAUP apríl

201

3

HÆSTA EINKUNN Apríl

201

4

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16.

Page 26: Afmælisblað Kópavogs 2015

26 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Hugmyndir Kópavogsbæjar ganga út á stórfellda uppbyggingu og við fjöruborð Kársnessins rísi blönduð byggð íbúða, verslunar og þjón-ustu

Vesturbærinn í Kópavogi eða Kársnesið er einn rótgrónasti hluti bæjarins en um leið sá sundur-lausasti. Þar er að finna þétta og samfellda íbúðabyggð sem sam-svarar sér vel en einnig hafnar-svæðið og norðurströnd nessins sem hefur verið fremur ótótlegt á að líta undanfarin ár. Nú verður breyting á ef hugmyndir skipulags-yfirvalda í Kópavogi ná fram að ganga. Meginhugmyndirnar ganga út á að dregið verði úr stærð og umfangi hafnsækinnar starfsemi á svæðinu en þess í stað lögð áhersla á þétta og vistvæna byggð.

Hafskipahöfnin aflögð

„Við höfum verið að þróa áfram mjög spennandi hugmyndir um þetta kjörsvæði úti við sjóinn og er óhætt að segja að þegar fram-komnar hugmyndir lofi góðu um framhaldið. Á hafnarsvæðinu sjálfu hefur verið ákveðið að leggja af hugmyndir um hafskipahöfn en áfram verði þar „útivistarhöfn“ eða

„geðprýðishöfn“ þar sem blandað verður saman íbúðum, verslun og þjónustu og ferðatengdri starfsemi að erlendri fyrirmynd. Við sjáum þessa nýju byggð fyrir okkur sem 1-5 hæðir og allar byggingar í háum gæðaflokki,“ segir Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópa-vogsbæjar.

Brú yfir Fossvog

Þéttingu byggðar á Kársnesi verð-ur ekki einungis náð með nýbygg-ingum heldur einnig viðbygging-um eldra húsnæðis. Með endur-nýtingu á núverandi húsnæði, blöndun íbúða, atvinnu, þjónustu og útivist er ætlunin að skapa fjöl-breyttan og lifandi bæjarhluta.

Hugmyndir hafa verið kynntar um tengingu frá Kársnesi yfir til Reykjavíkur með brú fyrir vistvæn-ar samgöngur sem mun verða til þess að íbúar geta valið hjól í auknum mæli fram fyrir einkabílinn á leið til og frá vinnu og skóla.

„Með aukinni byggð í þessum vinsæla bæjarhluta vilja bæjaryfir-völd skapa fleirum tækifæri til að búa og starfa á frábærum stað og jafnframt nýta þá kosti sem bæjar-landið hefur upp á að bjóða,“ segir Birgir.

Sjálfbært kjarnahverfi

Helstu nýbyggingarsvæðin á Kárs-nesinu nú eru Kópavogstún og Naustavör, sem er nýtt bryggju-hverfi á uppfyllingu á norðanverðu Kársnesi þar sem á næstu árum vera byggðar um 390 nýjar íbúðir og er sala á þeim þegar hafin.

Húsin á Kópavogstúni hafa risið hratt og íbúðir runnið út eins og heitar lummur enda ekki mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á eins sólríkan og skemmtilegan stað við sjóinn.

„Víða erlendis má sjá afar skemmtileg hafnarhverfi þar sem eldra atvinnuhúsnæði hefur verið breytt í íbúðir og þjónustufyrirtæki, verslanir, kaffihús og þess háttar. Það er í þeim anda sem við sjáum hafnarsvæðið á Kársnesi þróast að því viðbættu að við viljum gefa sem flestum kost á að byggja sér heimili í slíkri hringiðu. Þannig yrði Kársnesið nýtt og sjálfbært kjarna-hverfi með öllu því fjölskúðuga mannlífi sem einatt þrífst í slíkum hverfum. Þar vill unga fólkið okkar búa og þannig er okkar framtíðar-sýn,“ segir Birgir.

„Uppáhaldsstaður minn er Kársnesið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-stjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Nánar tiltekið ströndin norð-anmegin,“ bætir hann við.

„Þegar við fluttum í Kópavoginn bjuggum við fyrst í götu sem er kennd við fyrsta kvenbæjarstjóra landsins, það er að segja á Huldubraut sem nefnd er eftir Huldu Jakobsdóttur. Gatan liggur meðfram norður-strönd Kársnessins og fór fjölskyldan oft í göngutúra meðfram ströndinni auk þess sem umhverfið var alveg einstakt fyrir börn að alast upp í. Fyrir nokkrum árum var ströndin friðuð að hluta, enda er þar langur kafli af ósnortinni fjöru sem nú verður ekki hróflað við. Fátt er ljúfara en að ganga meðfram fjörunni þegar sjórinn er sléttur og hlusta á fuglinn í fjöruborðinu. Þá nýtur kvöldsólin sín einstaklega vel þarna megin á nes-inu og það er vel þess virði að fara í göngutúr núna þegar sól hefur hækkað á lofti og njóta þessarar perlu.“

Ármann Kr. Ólafsson gengur oft um Kársnesið til að njóta náttúr-unnar við sjávarborðið.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Áður var stór hluti strandsvæðisins á vestan- og norðanverðu Kárs-nesi skipulagður sem atvinnusvæði. Það mun breytast í náinni framtíð.

Svona gæti byggðin við smábátahöfnina litið út. Hugmynd: atelier arkitektar. Hugmyndir skipulagsyfirvalda ganga út á að á Kársnesinu rísi þétt og vistvæn byggð þar sem blandað verði saman íbúðum, verslun og þjónustu og ferðatengdri starfsemi að erlendri fyrirmynd. Hugmynd: atelier arkitektar.

Kársnesið mun taka stakkaskiptum

Kársnesið

Page 27: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 27

Nýr Sproti með viðarfótum- ýmsir litir í boði

STOFNAÐ 1956

Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur

s: 510 7300 www.ag.is

Sproti 405Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir

„Mér líður vel í Kópavogi. Hér eru rætur mínar. Flutti hingað 6 ára gamall. Faðir minn byggði, með aðstoð vina og vandamanna, lítið einbýlishús á Kársnesinu um miðja síðustu öld en þá voru þar aðeins örfá hús. Við bjuggum í Hófgerði 3 og líkaði svo vel að þegar fjöl-skyldan stækkaði og pabbi ákvað að byggja nýtt og stærra hús fór hann ekki lengra en í hinn enda götunnar og byggði í Hófgerði 28. Þar bjó ég fram yfir tvítugt en flutti svo aftur í Kópavoginn fyrir 7 árum og líður einstaklega vel hér,“ segir Stefán Baldursson fráfarandi Óperustjóri.

Hin hugljúfu bernskuár

„Ég fann vel þegar ég flutti hingað aftur hve umhverfið og sagan á sterk ítök í manni. Hér ólst ég upp, hér eignaðist ég fyrstu vinina, suma fyrir lífstíð, hér var öll grunn-skólagangan, sannkölluð ganga, því þá gengum við Vesturbæingar frá nesinu og upp á miðjan Digra-nesháls, í eina barnaskólann sem þá var í Kópavogi, hvernig sem viðraði. Kársnesið og Vesturbær-inn var mitt heimasvæði. Við gát-

um leikið okkur frjálslega hvar sem við vildum, mikið var um veiðiferðir í fjöruna neðan við Ora verksmiðjuna og út á Fossvoginn á lánuðum bát frá Önundi fisksala á Kársnesbrautinni. Þá voru helstu höfðingjarnir og áhrifavaldarnir í menningarlegu, andlegu og póli-tísku tilliti Þórður á Sæbóli, sem rak litla bíóið í Samkomuhúsinu á Kársnesbrautinni, Finnbogi Rútur og Hulda á Marbakka, sem öllu réðu í pólitíkinni, séra Gunnar á Digranesveginum og Frímann skólastjóri lengst uppi á hálsi. Mörg þessara húsa standa enn og vekja minningar á kvöldgöngum. Mikið var um lautartúra og sverða-bardaga á Borgarklöppunum þar sem kirkjan stendur nú og við krakkarnir vorum afskaplega ánægð með hversu lengi Félags-heimilið /Kópavogsbíó var í bygg-ingu, því það var svo skemmtilegt að að klifra þar og leika sér. Öll þessi hugljúfu bernskuár setja ævarandi mark á mann, þau setj-ast að í sálinni og þess vegna er svo gefandi, hálfri öld síðar, að vera kominn aftur á æskuslóðirnar. Foreldrar mínir bjuggu í Kópavogi

allt fram í andlátið og bræður mínir báðir hafa búið eða búa hér þann-ig að í raun hef ég aldrei yfirgefið bæinn.“

Allt til alls í dag

Stefán segir að í Kópavogi okkar daga sé allt til alls.

„Salurinn, Listasafnið, náttúru-gripasafn og veglegt bókasafn. Skólar og íþróttahús, sundlaugar, verslanir og veitingahús, keppnis-vellir og reiðhallir, kirkjur og safn-aðarheimili og meira að segja kirkjugarður. Og ógrynni af góðu fólki í fullu fjöri. Sumt af því er með mér í einstaklega líflegum Rótarý-klúbbi, Borgum, sem sagður er sá skemmtilegasti á landinu.

Það er líka svo fallegt í Kópa-vogi. Sólarlagið yfir Fossvoginum er engu líkt úr Lundarblokkinni þar sem við hjónin búum og lagðar hafa verið vandaðar göngu- og hjólabrautir meðfram sjónum langt út á nes. Já, Kópavogur er sann-kallaður allsnægtabær.“

Stefán Baldursson minnist glaðra stunda þegar hann háði sverða-bardaga á Borgarklöppunum þar sem Kópavogskirkja stendur nú.

Hér eru rætur mínar-segir Stefán Baldursson, sem aftur er fluttur í bernskubæinn sinn

Page 28: Afmælisblað Kópavogs 2015

28 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Gríðarleg uppbygging fer nú í hönd í Glaðheimahverfi og Smáranum í Kópavogi sem á eftir að verða miðborg iðandi mannlífs eftir fáein ár.

Birgir H. Sigurðsson skipulags-stjóri hóf störf hjá Kópavogsbæ ár-ið 1988 og hefur hann starfað þar samfellt síðan með stuttu hléi þeg-ar hann vatt sér yfir lækinn og var skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar um tíma. Á starfstíma Birgis hefur bærinn vaxið gríðarlega og íbúum fjölgað úr 15.500 manns í ríflega 33.000 nú. Það er óhætt að segja að fáir starfsmanna Kópavogsbæj-ar hafi fylgst betur með íbúaþróun-inni og stækkun bæjarins en hann.

Gríðarleg uppbygging

„Já, það er óhætt að segja að það hafi verið snúningur á Kópa-vogsbúum þennan tíma og ég held ég geti fullyrt að fáir minna kollega hafi upplifað svona miklar breytingar á ekki lengri tíma. Verk-efnin hafa tekið við eitt af öðru og alveg kýrskýrt í mínum huga að skipulagsdeildin hér hefði aldrei getað staðið undir þessu mikla álagi svona lengi án þess að búa að frábæru og afar hæfu starfs-fólki.“ Birgir segir að starfsmenn deildarinnar hafi unnið flest skipu-lagsverkefnanna sjálfir og lítið leit-að til sjálfstætt rekinna stofa eins og víða er gert. „Þeir sem hafa stýrt Kópavogi í pólitíkinni þessi ár hafa verið orkuboltar og jafnan krafist þess að hugmynd sem fæddist í dag yrði hrint í fram-kvæmd á morgun. Þrátt fyrir þetta mikla álag og gríðarlegu uppbygg-ingu finnst mér að víðast hafi vel tekist til þegar maður horfir um öxl.“

Birgir bendir á, þessu áliti sínu til staðfestingar, að straumur fólks liggi jafnan í Kópavoginn og íbú-um fjölgi stöðugt.

„Bæjaryfirvöld hafa haft vit á því að fylgja þessari miklu fjöldun

íbúa eftir með stöðugum fjárfest-ingum í innviðum bæjarins og má þar nefna byggingu leik- og grunnskóla að ógleymdum íþrótta-mannavirkjum sem eru klárlega í fremstu röð hér í Kópavogi. Þá hefur bærinn þróast ákaflega vel með byggðinni og jafnan lokið hratt og vel við þau svæði sem tekin eru til byggingar. Bærinn hef-ur vissulega þanist út en nú eru uppi áform í nýju aðalskipulagi um að auka verulega á þéttingu byggðar, víða í bæjarlandinu.“

Smárinn - miðborg iðandi mannlífs

Næsta aðalbyggingarsvæði Kópa-vogs er Glaðheimasvæðið, austan Reykjanesbrautar gengt Smára-lind, 12 ha að flatarmáli, skilgreint sem miðsvæði með fjölbreyttri flóru verslana, skrifstofa og um 500 íbúða. Birgir segir að lagt sé upp með að þéttleiki byggðar í Glaðheimum verði mikill og geri bæjaryfirvöld kröfu um að þar muni rísa byggð þar sem vandað er til hönnunar og útlits húsa og lóða.

„Þessa dagana er verið að út-hluta byggingarrétti á sjö lóðum í fyrsta áfanga. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum sem verða að jafnaði 4-6 hæðir en rísa hæst í 10 hæðir. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingar-hæfar í lok júlí á þessu ári og geta framkvæmdir þá hafist.“

Þetta nýja hverfi rís við hlið gró-inna hverfa í Kópavogi, Linda-hverfis og Smárahverfis, og þar er því öll þjónusta til staðar. Sunnan Smáralindar er svo annað óbyggt svæði í einkaeign, ætlað fyrir verslun og þjónustu. Þar er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum auk

verslunar og þjónustu. „Ef við horf-um til þessara tveggja svæða, sitt hvoru megin Reykjanesbrautar í nágrenni Smáralindar, má segja að á teikniborðinu sé hafinn undir-búningur að nýrri miðborg í Kópa-vogi sem verður með iðandi mannlíf – alltaf.“

Áframhaldandi vexti spáð

Frá lokum síðustu aldar og í upp-hafi þeirrar 21. hefur Kópavogur vaxið hratt, með íbúafjölgun langt yfir landsmeðaltali. Fátt bendir til breytingar á því næstu árin, enda kappkosta bæjaryfirvöld að tryggja ævinlega gott framboð lóða fyrir bæði íbúðir og atvinnu-húsnæði.

Í nýju aðalskipulagi Kópvogs, sem gildir til ársins 2024, er gert ráð fyrir mestu vaxtarsvæðum byggðarinnar innan núverandi bæjarmarka. Fyrir utan Glað-heimahverfið og Smárann er gert ráð fyrir því að svokallað Auð-brekkusvæði og hafnarsvæðið vestast á Kársnesi gangi í endur-nýjun lífdaga.

„Sagan segir okkur að áætlanir um fjölgun íbúa hafa ekki staðist og verið jafnan umfram það sem gert var ráð fyrir. Ég sé enga ástæðu til að ætla að það breytist á næstu árum.

Kópavogur er þannig í sveit settur að hann er í raun miðja höf-uðborgarsvæðisins með ákjósan-leg byggingarlönd af ýmsu tagi, enda gert er ráð fyrir að árið 2024 verði íbúar Kópavogsbæjar orðnir um 40.000 talsins eða eigum við að segja að minnsta kosti 40 þús-und?“

Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs: „Þessa dagana er verið að úthluta byggingarrétti á sjö lóðum í fyrsta áfanga Glað-heimahverfis. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum.“

Framkvæmdir í Glaðheimahverfinu eru hafnar og húsin munu rísa þar eitt af öðru á næstu mánuðum og árum.

Kópavogsbúar senn 40.000 talsinsRætt við Birgi H. Sigurðsson, skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, sem stýrt hefur skipulagi á mikilli uppbyggingu bæjarins síðustu áratugi

Page 29: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 29

Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi

Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • [email protected]

iCon Rimfreený og byltingarkennd gerð af salerni ifö iCon rimfree® tilheyrir glænýrri kynslóð salerna frá ifö. engin brún er innan á salernisskálinni, og þess vegna er ifö iCon rimfree® alltaf hreint og snyrtilegt að sjá.

Page 30: Afmælisblað Kópavogs 2015

30 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Einn öflugasti golfklúbbur landsins er GKG, golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. Klúbburinn er tuttugu og eins árs og þar er einn átján holu völlur og annar níu holu. Rúmlega tíu starfsmenn eru við klúbbinn yfir vetrartímann en á sumrin fjölgar mjög í starfsliðinu. Þegar mest lætur starfa sjötíu og sex manns við klúbbinn enda eru þar haldin afar vinsæl og fjölmenn

barna- og unglinganámskeið sem um 450 krakkar sækja á hverju ári.

Áherslan lögð á barna- og unglingastarf

„Sérkenni GKG er að alveg frá upphafi hefur íþróttavinkillinn ver-ið mjög sterkur innan klúbbsins og við höfum lagt mikla áherslu á barna-, unglinga-, og afreksstarf,“ segir Agnar Már Jónsson, fram-

kvæmdastjóri GKG. „Það hefur leitt af sér að hér í klúbbnum eru jafnmargir krakkar að æfa og í öll-um hinum klúbbunum á höfuð-borgarsvæðinu samanlagt. Samt er GKG aðeins næststærsti klúbb-urinn á svæðinu. Við erum með 1.800 félagsmenn en til saman-burðar er Golfklúbbur Reykjavíkur með um þrjú þúsund félaga.“

Agnar segir að þessi fjölskyldu-stefna hafi verið rekin frá upphafi. „Krakkarnir eru velkomnir á völl-inn. Í gamla daga tíðkaðist það, og er sem betur fer alls staðar á und-anhaldi, að krakkar voru bara reknir af golfvellinum. Þau voru bara fyrir.“

Agnar bætir því við að lögð sé áhersla á það hjá GKG að kenna börnum gildi golfíþróttarinnar sem eru heiðarleiki, sanngirni og agi.“ Barnastarfið blómstrar á sumrin að sögn Agnars. „Þá erum við með svokölluð golfleikjanámskeið sem 450 krakkar sækja á hverju ári.“

Gjörbylting á allri aðstöðu

Í tilefni af tuttugu ára afmælinu sem var í fyrra var ákveðið að ráð-ast í töluverðar framkvæmdir í klúbbnum. „Þá gengum við frá samkomulagi við Garðabæ og Kópavog, sem eru þau sveitarfé-lög sem klúbburinn tilheyrir, um það að byggja upp félagsað-stöðu,“ segir Agnar Már og bætir við að í gegnum árin hafi slík að-staða verið óviðunandi, sérsak-lega í ljósi þess hve fjölmennur klúbburinn er. Agnar Már segir að

ákveðið hafi verið að einblína á sérstöðu GKG við uppbygginguna. „Okkar sérstaða er þetta barna- og unglingastarf og í staðinn fyrir að byggja hefðbundið klúbbhús þá ákváðum við að byggja íþrótta-miðstöð á tveimur hæðum. Á efri hæðinni verður hefðbundin félagsaðstaða, verslun og skrif-stofur og veitingastaður. Á neðri hæðinni verður síðan aðstaða til að slá í net. Við verðum með golf-herma, sveiflugreiningartæki og í raun hátækni æfingaaðstöðu fyrir golfíþróttina. Þetta verður svipuð bylting fyrir golfið eins og innan-hússhallir voru fyrir fótboltann,“ fullyrðir Agnar Már og bendir á að þetta muni gjörbylta möguleikum

fólks á því að stunda golfið yfir vetrartímann.

Áætluð verklok framkvæmda eru um miðjan mars 2016. Nú þeg-ar er komin upp bráðabirgðaað-staða sem verður nýtt í sumar á meðan á framkvæmdum stendur.

„Gárungarnir segja reyndar að aðstaðan hafi samt aldrei verið betri,“ segir Agnar, hress í bragði. Kostnaðurinn við verkið er 660 milljónir króna og þar af fær klúbb-urinn styrki frá sveitarfélögunum tveimur upp á 440 milljónir. „Síðan þarf klúbburinn sjálfur að standa undir þriðjungi kostnaðar.“

FISKRÉTTIR Í HÁDEGINU

DÁSAMLEGIR

OPNUNARTÍMImán–fös 10.30-18.30Lau 11.00-14.00

Fylgifiskar | Nýbýlavegi 4 · sími 533 1303 | Suðurlandsbraut 10 · sími 533 1300

Smiðjuhverfið Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, velur Smiðjuhverfið í Kópavogi sem sinn uppáhaldsstað. „Þar ægir öllu saman og þar finnur maður verkstæði af öllum stærðum og gerðum, trúarsöfnuði, kjötvinnslu, verðlaunagripaverslun og tælenska veitingastofu,“ segir Ása og nefnir það sem dæmi um fjölbreytileika hverfisins. „Þar er líka okkar frábæri Myndlistarskóli Kópavogs. Mér hafa alltaf fundist svona „spúrrandi hverfi“ heillandi,“ segir hún hæstánægð með sitt val.

Ásu Richardsdóttur finnst Smiðjuhverfið vera heillandi sakir fjöl-breytileika.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Íþróttamiðstöð GKG, sem nú er í smíðum, mun gjörbylta möguleik-um fólks á því að stunda golfið yfir vetrartímann.

Tölvugerðar myndir af íþróttamiðstöð GKG, sem ASK arkitektar hanna.

Bætt aðstaða GKG verður bylting fyrir golfíþróttina

Skóflustungan tekin. Frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Guðmundur Oddsson, for-maður GKG, Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi formaður og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.

Page 31: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 31

Dverghamrar ehf.

Traustur verktaki í 30 árByggingafyrirtækið Dverghamrar ehf. hefur starfað frá árinu 1986 og á þeim tíma byggt yfir 200 íbúðir í Kópavogi. Fyrirtækið var stofnað af Magnúsi J. Sigurðssyni og Guð-mundi R. Guðmundssyni og þar starfa 10 manns og svo hátt í 60 manns í undirverktöku.

„Við erum um þessar mundir að byggja 22 íbúðir við Kópavogs-gerði 5-7 en það er annað verk-efnið sem unnið er í samstarfi við Samtök aldraða. Byggingin er á fimm hæðum ásamt sjálfstæðu bílastæðahúsi. Stórar suðursvalir fylgja íbúðunum og verðum þeim skilað með vönduðum innrétting-um, granítborðplötum í eldhúsi og baðherbergjum ásamt vönduðum heimilistækjum. Áður höfðum við byggt hús fyrir Samtök aldraðra við Kópavogstún 2-4. Gekk það samstarf mjög vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn,“ segir Karl Raymond Birgisson, verkfræðingur hjá Dverghömrum ehf.

Dverghamrar eru víðar með járn í eldinum í Kópavogi. Fyrir-tækið fékk á dögunum úthlutað lóð á Glaðheimasvæðinu við Ála-lind 4-8, en þar er áætlað að byggja 42 íbúðir. Kristinn Ragnars-son arkitekt mun hanna bygging-una og gert er ráð fyrir að verkleg-ar framkvæmdir fari þar af stað á þessu ári. Þá eru Dverghamrar einnig eigendur að lóðinni að Skógarlind 1 en þar hefur síðustu mánuði hefur verið unnið að þró-unarvinnu um uppbyggingu á lóð-

inni en þar má byggja um 13.000 m2 húsnæði.

„Við munum svo hefja fram-

kvæmdir við Mánatún 1 í Reykjavík næsta haust en þar er áætlað að byggja 34 íbúðir. Hönnun á bygg-

ingunni er þegar hafin. Kanon arki-tektastofa hannar húsið. Með þessari framkvæmd mun upp-

byggingu á Mánatúnsreitnum formlega ljúka.“

Dverghamrar eru að ljúka byggingu 22ja íbúða fyrir Samtök aldr-aðra við Kópavogsgerði 5-7.

Framkvæmdir við byggingu 42ja íbúða við Álalind á Glaðheima-svæðinu munu senn hefjast.

Salka Sól Eyfeld, útvarpskona og tónlistarmaður, átti heima í Kópa-vogi frá sjö ára aldri og fjölskylda hennar býr þar enn. „Helsti kostur-inn við Kópavog er alveg örugg-lega Skólahljómsveit Kópavogs,“ segir Salka brosandi. „Sú hljóm-sveit er stórkostleg og elur af sér frábæra tónlistarmenn.“ Að sögn Sölku er Skólahljómsveit Kópa-vogs líklega mun meira samein-ingartákn í bænum en menn geri sér grein fyrir. Að jafnaði eru 150 hljóðfæraleikarar í sveitinni og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu. Þar er því unnið þrekvirki að sögn Sölku Sólar sem naut þess ríkulega þegar hún var yngri og skilaði sér heldur betur eins og alkunna er.

Salka Sól Eyfeld hefur búið í Kópavogi frá sjö ára aldri.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Skólahljóm-sveitin er best

BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.ISOPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16BÆBÆJAJARLRLINND D 1616 -- KÓKÓPAPAVOVOGUGUR R - SSÍMMI 555533 71710000 - WWWWWW.L.LININANAN.IISSOPOPIÐIÐ MÁNNUDU AGGA A TITIL L FÖSTTUDU AGGA A 1111 - 18 LAAUGARARDADAGAG 111 -- 16

- HÚSGÖGN Á LÉTTU NÓTUNUM -

AMI STÓLL kr. 19.900 BETINA SKÁPUR kr. 74.000 GÓLFLAMPI kr. 43.700 JOY STÓLL kr. 170.900

PORGY STÓLL kr. 17.700

GENA STÓLL kr. 19.700

GYRO kr. 164.800

TURTLE kr. 239.000MIST KLUKKA kr. 9.980

ASTRID BORÐ kr. 79.800

VERÐ FRÁ kr. 4.900YUMI BORÐ kr. 28.400

FLINGA TÍMARITAHILLUR

BETINA EIKARSKENKUR 170 CM kr. 144.700

TRIANGLE SÓFABORÐ STÓRT kr. 35.700 / LÍTIÐ kr. 22.700SMILE SÓFI 217 CM kr. 184.900

EDGE SÓFI 280X200 CM kr. 253.300

ASTRID EIKARSKENKUR kr. 211.400MONICA BORÐSTOFUBORÐ 90X180/270 kr.157.800

80 cmkr. 9.900

160 cmkr. 16.900

FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM

2 SAMAN Í SETTI

BUTTERFLYSTÆKKUN

Page 32: Afmælisblað Kópavogs 2015

32 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Page 33: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 33

Page 34: Afmælisblað Kópavogs 2015

34 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is

Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst

25ÁRA1988-2013

PIPERPiper er ný gerð eftirlitsmyndavéla og öryggiskerfa fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki

• Vaktar heimilið• Kveikir ljósin• Fylgist með hita- birtu- og rakastigi• Fylgist með allri hreyfingu og hljóði

Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem er úr heiminum í snjallsímanum þínum!

Byggingafélag Gylfa og Gunnars, BYGG, stendur í umfangsmiklum byggingaframkvæmdum í Kópa-vogi. Fyrirtækið er að byggja Norðurturn við Smáralind, Lundar-hverfið í Fossvogi og bryggju-hverfi á Kársnesi við Kópavog. Fyrstu íbúðirnar í bryggjuhverfinu við Naustavör 2 verða afhentar um næstu mánaðamót. Í þeim stigagangi eru 12 íbúðir og allar seldar nema ein.

Hörður Már Gylfason, viðskipta-fræðingur og múrarameistari hjá BYGG, segir að framkvæmdir hefj-ist við næstu hús í Kársnesi strax í sumar. Naustavör 7 verður hús með tíu tveggja herbergja íbúð-um, fimm þriggja herbergja íbúð-um og tveimur glæsilegum þak-

íbúðum. Einnig verði fljótlega byggðar stærri íbúðir við Nausta-vör 22-30, næst höfninni. Húsin verða 3-4 hæðir næst ströndinni og að tanga við smábátahöfnina en fara í 4-5 hæðir innar á landinu. Húsin eru hönnuð þannig að út-sýni verði úr sem flestum íbúðum og skuggamyndun verði sem minnst. Húsaþyrpingar verða flest-ar byggðar í kringum garða sem opnast í sólarátt. Áhersla er lögð á að sem flestar íbúðir njóti útsýnis yfir voginn og einnig rólegs um-hverfis í görðum. Alls verða íbúð-irnar í bryggjuhverfinu á Kársnesi um 400 talsins.

Að sögn Harðar Más er mark-miðið er að byggja upp hverfi sambærilegt að gæðum og Sjá-

landshverfið í Garðabæ. Bygg-ingafélag Gylfa og Gunnars hefur staðið að þeirri uppbyggingu frá upphafi og byggt þar um 80% allra íbúða sem þar hafa risið. Á Kárs-

nesi er þó gengið enn lengra í því að nýta nálægðina við hafið með því að klúbbhús fyrir Siglingafélag-ið Ýmir stendur við smábátahöfn-ina í hverfinu.

„Loks eru framkvæmdir á fullu í Lundi í Fossvogsdal og erum við

nú að steypa upp 52ja íbúða ein-ingu við Lund 17-23 sem verður af-hent í febrúar 2016. Áætlað er að sala á þeim íbúðum hefjist strax í haust. Alls ráðgerir BYGG hf. að reisa í Lundi hátt í 400 íbúðir fyrir almennan markað.“

Hörður Már Gylfason, viðskiptafræðingur og múrarameistari hjá BYGG hf.

Teikning af nýja bryggjuhverfinu sem rís nú á Kársnesi við Kópavog.

400 íbúða bryggjuhverfi rís á Kársnesi

Hagsmunasamtök Smiðjuhverfis-ins voru stofnuð í febrúar á síðasta ári og hafa þau strax skilað nokkr-um árangri. „Betur má ef duga skal,“ segir Axel Eyjólfsson í Hegas, formaður samtakanna.

Flestir mjög jákvæðir

„Við héldum nýverið fund þar sem við kynntum hugmyndir um hvern-ig mætti stokka upp merkjakerfi sem er við líði í Smiðjuhverfinu og er afar ruglingslegt eins og margir hafa orðið varir við. Hugmyndir okkar voru þær að skerpa á litun-um eða jafnvel breyta nöfnum á götum og númeramerkingum,“ segir Axel.

„Tilgangurinn með svona félagi er að tala sem ein heild því þannig næst meiri árangur. Flestir sýna því skilning og eru jákvæðir þótt alltaf séu einhverjir til að kvarta. Við fórum í átak varðandi þrif í hverfinu sem stóð yfir í tvo daga og skilaði miklum árangri,“ segir Axel. „Samkvæmt planinu kom bærinn í kjölfarið og fjarlægði mik-ið rusl sem eftir stóð og var á bæj-

arlandi. Ásjóna hverfisins varð öll miklu betri.“

Vill öflugra hverfi

Axel segist nánast vera fæddur í Smiðjuhverfinu en afi hans og al-nafni stofnaði húsgagnafyrirtæki á Akranesi 1935. Axel Eyjólfsson eldri var frumkvöðull í húsgagna- og innréttingaiðnaði og eftir að hafa verið fyrst á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu hófst upp-bygging á Smiðjuvegi nr. 9 árið ár-ið 1973. Þar hefur fyrirtækið verið síðan, fyrst sem húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar en síðar AXIS sem þótti þjálla og alþjóðalegra nafn. Axel yngri rekur nú fyrirtækið Hegas sem er sérhæfð innflutn-ingsverslun fyrir tréiðnaðinn og er við Smiðjuveg 1. Hann er því öllum hnútum kunnugur í Smiðjuhverfinu en segist jafnvel sjálfur hafa einu sinni lent í vandræðum við að finna fyrirtæki sem hann átti erindi í. Axel er því sérstakur áhugamað-ur um betra og öflugra Smiðju-hverfi.

Forsvarsmenn Hagsmunasamtaka Smiðjuhverfis. Jóhannes Ragn-arsson, framkvæmdastjóri Bíla-áttunnar, formaðurinn, Axel Eyjólfs-son, framkvæmdastjóri Hegasar, Erna Pálmey Einarsdóttir fast-eignaeigandi, Óðinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins, Guðmundur Grímsson, framkvæmdastjóri Ispan og Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Hagsmunasamtök Smiðjuhverfis

Vilja breyta merk-ingum í hverfinu

Page 35: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 35

Borgarholt er á meðal athyglis-verðustu náttúruminja Kópavogs og var friðlýst sem náttúruvætti ár-ið 1981. Holtið er þakið lábörðu grágrýti þar sem glögglega má sjá minjar um forna sjávarstöðu en í lok ísaldar var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Þar hefur álfabyggð verið talin hvað blómlegust í Kópa-vogi. Borgarholt er þekkt í dag fyr-ir það að á því miðju stendur Kópavogskirkja sem þar var vígð árið 1962.

95 tegundir af mosum

Á Borgarholti þrífst mosaríkt mó-lendi og er gróðurfarið enn að miklu leyti dæmigert fyrir Kársnes-ið eins og það var áður en byggð tók þar að rísa. Þar hafa fundist 95 tegundir af mosum, þar á meðal kuðulmosi, sem aðeins hefur fund-ist á einum öðrum stað á landinu. Á holtinu hafa og fundist 103 teg-undir af innlendum háplöntum sem er nær fjórðungur af íslensku flórunni.

Gróðri haldið í skefjum

Sjálfsánu birki tók smám saman að

vaxa fiskur um hrygg í Borgarholt-inu og var ljóst að ef ekkert yrði að gert myndi þar spretta upp samfelldur birkiskógur sem hylja myndi jarðmyndanir og rýra hina fjölbreyttu flóru Borgarholts. Að vandlega athuguðu máli var ráðist í það árið 2006 að grisja birkið og hefur fjórum sinnum verið ráðist í slíkar aðgerðir frá þeim tíma.

Á Borgarholti hafa fundist 103 tegundir af innlendum háplöntum sem er nær fjórðungur af íslensku flórunni.

Borgarholt í vesturbæ Kópavogs:

Fjórðungur íslensku flórunnar

Magdalena Kossak kom með eig-inmanni sínum til Íslands fyrir fimm árum. Þau leigðu fyrst í Engihjall-anum og voru svo ánægð þar að þegar kom að því að kaupa sína fyrstu íbúð var hún líka við Engi-hjallann.

„Við höfum verið mjög ánægð hér og gátum ekki ímyndað okkur að betra væri að vera annars stað-ar,“ segir Magdalena og brosir. „Héðan er mjög stutt í náttúrna og útsýnið að heiman er stórkost-legt,“ bætir hún við og er mjög ánægð með stefnu bæjarins í um-hverfismálum. „Þess hefur verið gætt að skilja eftir græn svæði þótt mikið hafi verið byggt í Kópa-vogi undanfarin ár.“ Magdalena og eiginmaður hennar eiga tvo syni, 5 og 6 ára. Bæði skóli og leikskóli eru í námunda við heimili þeirra og íþróttasvæði sömuleiðis. Yngri sonur þeirra er fæddur hér á landi. Sá eldri æfir fótbolta með HK og sá yngri á sér þann draum að geta gert það líka. Magdalena starfar hjá Kópavogsbæ og er orðin bæði sannfærður Íslendingur og Kópa-vogsbúi.

Magdalena Kossak er orðin bæði Íslendingur og Kópa-vogsbúi!

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Mjög ánægð í Engihjallanum

MALLORCA Fjölskylduparadís: dagflug, góð hótel, barnaklúbbar og steinsnar frá hinni dásamlegu borg Palma.

NETVERÐ FRÁ mv. 2+2 PORTO DRACH****

89.900 KR. 7.–14. júlíVERÐ FRÁ 120.000 KR. MV. 2 FULLORÐNA

TENERIFE Eitthvað fyrir alla. Fjölbreytt úrval gististaða, afþreying, stórkostlegur dýragarður og einstakur vatnsrennibrautagarður.

NETVERÐ FRÁ mv. 2+2 AGUAMAR***

89.900 KR. 27. maí – 3. júníVERÐ FRÁ 99.900 KR. MV. 2 FULLORÐNA

GARDAVATNIÐ SÉRFERÐ

13.–20. júní. Ein þekktasta perla Norður-Ítalíu. Í skjóli Alpanna í norðri og með Pó-sléttuna fyrir sunnan liggur þetta stærsta vatn Ítalíu.

NETVERÐ FRÁ FARARSTJÓRI:

194.600 KR. Hlíf Ingibjörnsdóttir

ÍTALSKA RIVÍERAN SÉRFERÐ

6.–13. júní. Margrómaðar perlur Lígúríu og Toskana kannaðar.

NETVERÐ Í TVÍBÝLI Fararstjóri:

239.500 KR. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.isInnifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

Verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g st

afab

reng

l.

COSTA BRAVA Sameinar strönd og borg enda skammt frá Barcelona. Kjörinn staður fyrir pör og fjölskyldur sem vilja slaka á og drekka í sig spænska menningu.

NETVERÐ FRÁ mv. 2+2 COSTA ENCANTADA****

85.900 KR. 22.–30. maíVERÐ FRÁ 103.900 KR. MV. 2 FULLORÐNA

ÍTALÍA HEILLAR SÉRFERÐ

20.–27. júní. Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn.

NETVERÐ Í TVÍBÝLI

109.900 KR. Fararstjóri:

Ása Marin Hafsteinsdóttirog Einvarður Jóhannsson

ALMERÍA Fjölskylduvænn staður, hagstætt verðlag og allt það besta sem spænsk menning hefur upp á að bjóða.

NETVERÐ FRÁ mv. 2+2 ARENA CENTER****

89.900 KR. 25. ágúst – 1. septemberVERÐ FRÁ 108.900 KR. MV. 2 FULLORÐNA

SLÓVENÍA SÉRFERÐ

7.–15. ágúst. Sumar og sæla í Mið-Evrópu. Litla fallega landið sólarmegin í Ölpunum.

NETVERÐ Í TVÍBÝLI Fararstjóri:

217.500 KR. Ása María Valdimarsdóttir

2sæti eftir

4sæti eftir

4sæti eftir

SUMAR 2015

Sumarið bíður eftir þér

Page 36: Afmælisblað Kópavogs 2015

36 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Össur Geirsson er núverandi stjórnandi skólahljómsveitar Kópa-vogs sem frá upphafi hefur verði ein styrkasta stoðin í samfélagi bæjarins. Sveitin var stofnuð 1966 af Birni Á. Guðjónssyni trompet-leikara, sem stýrði henni af mynd-arskap þangað til Össur tók við en hann hefur haldið frábæru starfi forvera síns áfram. Össur segist

líklega eiga Íslandsmet í þraut-seigju en hann er búinn að vera viðloðandi Skólahljómsveitina nánast óslitið frá 1972, fyrst sem nemandi, síðar kennari og svo stjórnandi frá 1993. Í dag eru 15 vel menntaðir hljóðfæraleikarar og tónlistarkennarar undir stjórn Öss-urar í því veigamikla starfi að kenna börnunum á hljóðfærin sín.

Skólahljómsveit í fremstu röð

Össur segir að Skólahljómsveit Kópavogs hafi verið í fremstu röð skólahljómsveita allt frá stofnun hennar. Sveitin hafi t.d. fengið verðlaun á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, í fjögur ár af þeim fimm sem hún hefur verið haldin. „Við erum eini skólinn sem hefur sent nánast alla sína nem-

endur upp á verðlaunapall á uppskeruhátíðinni af því að við höfum sent allar hljómsveitirnar okkar þrjár, alls um 150 hljóðfæra-leikara, í Nótuna og þær hafa allar hlotið verðlaun fyrir frammistöðu sína. Nánast allir okkar nemendur hafa því komist á verðlaunapall,“ segir Össur, stoltur af sínu fólki.

Að sögn Össurar er kerfið hjá þeim byggt þannig upp að endur-nýjun verður stöðug þar sem krakkarnir færast upp í næstu hljómsveit eftir að hafa klárað ákveðin próf og sýnt ákveðna framvindu til að teljast hæf til að fara upp í næstu sveit. Þannig verða ekki of miklar sveiflur í getu sveitarinnar og alltaf reynt að halda uppi háum staðli.

„Elsta hljómsveitin er að fara á tónlistarhátíð á Spáni í sumar og í þeirri ferð verða 66 hljóðfæraleik-arar.“ segir Össur „Þetta verður menningarreisa í bland við skemmtun þar sem við spilum okkar tónleika og hlustum á tón-listarfólk frá öðrum löndum.“

Strákar og stelpur

Össur segir að ekki sé skilyrði fyrir inngöngu í sveitina að krakkar hafi verið í tónlistarnámi annars staðar og að reynt sé að taka nokkuð jafnt inn af strákum og stelpum. Ekki sé verið að sigta út tónlistar-snillinga framtíðarinnar heldur sé sem flestum gefið tækifæri. Einnig er reynt að jafna hlutföllin milli skólahverfa og að allir grunnskólar bæjarins eigi fulltrúa hjá þeim.

Össur segir að mikil áhersla sé lögð á samvinnu krakkanna í hljómsveitinni því þannig verði til besta hljómsveitin og þess vel gætt að enginn verði utanveltu. „En við gerum auðvitað kröfur til krakkanna,“ segir Össur.

Þurfum betra húsnæði

„Við erum enn í þeirri stöðu að vera í bráðabirgðahúsnæði,“ segir Össur. „Löngu er orðið tímabært að finna varanlega lausn á hús-næðisvanda sveitarinnar. Össur segist bera fullt traust til bæjar-stjórnar Kópavogs að sjá til þess að hljómsveitin verði komin í við-unandi húsnæði fyrir 50 ára af-mæli sveitarinnar í febrúar 2017.“

Garðurinn minn„Ég skemmti mér alltaf vel þegar ég get verið úti í garði,“ segir Sverrir Óskarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Að hamast og leika eða fá vinahóp í heimsókn í garðinn er boð um mikið fjör og góðar stundir. Síð-ustu ár hef ég og börnin mín verið dugleg að búa til leiktæki og þrautir í garðinum til að leika okkur.“

„Það besta er að garðurinn er í stöðugri notkun allt sumarið. Senni-lega hafa kringum 2.000 börn komið í garðinn síðustu ár, til dæmis stórir hópar úr Breiðablik sem ég var að þjálfa og æfingarfélagar barnanna úr HK, Breiðabliki og Gerplu. Í svona partíum bjóðum við uppá vöfflur og sólskinssafa, sem alltaf slær í gegn,“ segir Sverrir og hlær. „Það er líka gaman að fá vini og ættingja til að koma í mat og sérstaklega þegar veð-ur er gott. Það er þessi útivera, hamagangur og samvera sem kemur með garðinum í Vallargerði sem ég elska,“ segir Sverrir og er ánægður með Kópavog sem býður upp á þessa útivistarmöguleika heimavið.

Sverrir Óskarsson unir sér best úti í garði.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs, hefur alið upp stóran hóp tónlistarfólks sem hefur skilað sér margfalt út í samfélagið.

Skólahljómsveit Kópavogs

Nemendur alltaf á verðlaunapall

Dalvegi 4 - 201 KópavogurHamraborg 14 - 200 KópavogurSími: 564 4700

Vinsælasta rjómatertan í 45 árfæst hjá Reyni bakara

Iceland Engihjalli er sólarhrings-verslun sem er rekin undir merkj-um breskrar matvörukeðju. Versl-unin er á þremur stöðum á Reykja-víkursvæðinu, tvær í Breiðholti og ein í Kópavogi

„Við erum með geysilega breytt vöruval og kappkostum að bjóða þægilega og heimilislega þjón-ustu,” segir Jón Ingi Gunnarsson, verslunarstjóri í Engihjalla.

Verslunin er opin allan sólar-hringinn og við leggjum áherslu á að taka á móti viðskiptavininum eins og um kaupmanninn á horn-inu væri að ræða. Ég trúi á þjón-ustu þar sem afgreiðslufólkið býð-ur góðan daginn og veitir hverjum og einum viðskiptavini athygli. Ef afgreiðslufókið er rétt innstillt er það vel hægt. Hingað kemur fólk á öllum tímum sólarhrings, fólk sem er að koma úr vaktavinnu eða er að fara snemma í ræktina eða skólann eða bara þeir sem eru að undirbúa veislur þegar aðrar versl-anir eru lokaðar. Við þjónum fólki á óvenjulegum tímum og hljótum miklar þakkir fyrir.“ Jón Ingi Gunnarsson, verslunarstjóri Iceland Egngihjalla.

Stórmarkaður í anda kaupmannsins á horninu

Page 37: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 37

Sennilega eru fáir sem vita af stór-merkilegu trjásafni í svokölluðu Meltungulandi, austast í Fossvogs-dalnum í Kópavogi. Þar hafa Kópa-vogsbær og áhugamenn um trjá-rækt, m.a. fyrrum eigendur Gróð-arstöðvarinnar Markar, frá árinu 1997 komið upp fjölskrúðugu safni trjáa og runna af ýmsu tagi en í dag er þar að finna um 800 teg-undir og yrki trjáa og runna. Svæðið afmarkast af götunum Kjarrhólma, Smiðjuvegi og Stjörnu-gróf að sunnan- og austanverðu og Gróðrarstöðinni Mörk og Vík-ingssvæðinu að norðanverðu og er stærð þess alls um átta hektar-ar. Aðkoma að trjásafninu í Melt-ungu er frá bílastæðum við Kjarr-hólma og Blesugróf og eftir göngustígunum í Fossvogsdal.

Holtið og mýrin

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, segir að safnið sé í raun tvíþætt; holtið og mýrin. Í holtinu hafi náttúrulegur gróður verið látinn halda sér sem mest en plantað í skjólbelti og síðan hafi hinar ýmsu tegundir trjáa, runna og fjölærra plantna verið gróður-settar í þyrpingar, með tilliti til grasafræðilegs skyldleika.

Hin svokallaða mýri, sem í raun var framræst tún frá tímum nýbýl-anna, er neðar á svæðinu. Þar er blandað saman ýmsum tegundum

trjáa og runna í skjólbelti og gróð-urreiti við göngustíga og garð-svæði sem þar hafa verið gerð undanfarin ár. Þar er m.a. að finna safn úrvalsklóna ýmissa víðiteg-unda og einnig þyrpingar birkitrjáa sem notaðar voru sem móður-plöntur í trjákynbótaverkefnið Emblu fyrr á tíð. „Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var trjásafn-ið sett undir hverfisvernd. Þetta er þýðingarmikil viðurkenning á sér-

stöðu safnsins og festir það veru-lega í sessi. Vonandi verður síðan á næstu árum gert nýtt deiliskipu-lag af svæðinu þar sem hugað verður að frekari stækkunarmögu-leikum.“

Stígagerð um safnið hófst árið 2006 og eru nú komnir þar um 2.500 metrar af malar- og kurlstíg-um. Unnið er við merkingar trjáa og runna í samvinnu við Garð-yrkjufélag Íslands en þær sýna ís-

lenskt og latneskt heiti trjá- og runnategunda, ásamt því hvaða ætt þær tilheyra.

Yndisgarðurinn

Haustið 2010 var í trjásafninu vígð-ur svokallaður Yndisgarður. Hann er runnasafn í tengslum við verk-efnið Yndisgóður sem starfrækt er á vegum Landbúnaðarháskóla Ís-lands í samstarfi við Félag garð-plöntuframleiðenda, Rannsóknar-

stöð Skógræktar ríkisins á Mó-gilsá, Grasagarð Reykjavíkur, auk nokkurra sveitarfélaga og fleiri að-ila. Yndisgarðurinn í Fossvogsdal er sá fjórði á landinu og sá næst-stærsti. Þar er búið að planta tæp-lega 200 tegundum og yrkja garðrunna.

Áhugasamir skoða trjásafnið í Meltungulandi í Fossvogsdal. Unnið er við merkingar trjáa og runna í samvinnu við Garðyrkju-félag Íslands.

Stórmerkilegt safn trjáa í Fossvogsdal

Landsbankinn óskar Kópavogsbúum

innilega til hamingju með 60 ára afmæli

bæjarfélagsins.

Til hamingju með afmælið!

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

Page 38: Afmælisblað Kópavogs 2015

38 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Hvellur - G. Tómasson ehf. • Smiðjuvegi 30 200 Kópavogi • Sími 577 6400 [email protected] • hvellur.com

Fuji Nevada 29 1.6 er alhliða fjallahjól sem hentar jafnt á slóðum og brautum eða til að hjóla í vinnuna. Styrkt álstell, Shimano Acera 24 gíra skiptir, glussa diskabremsur og Suntour XCT læsanlegur framdempari með 100mm færslugetu.Svartur mattur litur setur frábæran svip á hjólið og verðið spillir ekki fyrir.

HVELLUR.COMFUJIBIKES.COM

Guðmundarlundur„Einn eftirlætisstaður okkar fjölskyldunnar er Guðmundarlundur í Kópa-vogi. Lundurinn er í göngufæri frá heimili okkar í Baugakórnum og er sannkölluð náttúruparadís,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Fram-sóknarflokksins.

„Guðmundarlundur hefur verið kallaður „hálendisgróðurvin við höfuð-borgarsvæðið“ og við Kópavogsbúar eigum Guðmundi heitnum Jónssyni (í BYKO) og fjölskyldu hans að þakka tilvist lundarins. Fjölskyldan gaf Skógræktarfélagi Kópavogs landið að gjöf árið 1998 en þá hafði hann ásamt fjölskyldu sinni stundað skógrækt á landinu í yfir 30 ár. Þess má geta að Guðmundur var úr Fljótum í Skagafirði en hann og afi minn voru skólabræður og kannast ég ágætlega við skógræktaráhuga þessarar fjölskyldu í sveitinni minni.“

Birkir Jón segir að margir eigi enn eftir að uppgötva þetta frábæra úti-vistarsvæði og að upplagt sé að smyrja nesti og fara upp í lund með fjöl-skylduna. Krakkarnir geti hlaupið um og ærslast og í þessu umhverfi verði allt einhvern veginn svo áhyggjulaust.

Birkir Jón Jónsson með dætur sínar, Auði Björk og Guðrúnu Hall-dóru.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Það er sjaldan lognmolla í kringum Smáralind, þótt veðurskilyrði inn-andyra þyki til fyrirmyndar. Sýning-ar, kynningar og þematengd kvöld eru reglulegir viðburðir í verslunar-miðstöðinni sem með réttu má kalla miðbæ Kópavogs.

„Það er heilmikið um að vera í Smáralind í tilefni af afmæli Kópa-vogs, enda stór viðburður í bæjar-félaginu og ekki annað hægt en að stærsta verslunarfyrirtækið taki þátt í því,“ segir Sturla Gunnar Eð-varðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. „Hér verða létt skemmtiatriði á göngugötunni af-mælishelgina, Kópavogsbær ætlar að gefa gestum og gangandi af-mælisköku á laugardeginum auk þess sem víða verða afmælistil-boð í verslunum og veitingastöð-um.“

Miðsvæði höfuðborgarsvæðisins

Þegar Smáralind var opnuð fyrir um fjórtán árum má segja að hún hafi í raun verið í jaðarbyggð. Á því hefur orðið stór breyting enda hefur Kópavogur vaxið ótrúlega á örskömmum tíma. „Við finnum það auðvitað að þetta svæði í kringum Smáralind er orðið miðsvæði fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni enda mun það þjóna sem svæðis-kjarni fyrir höfuðborgarsvæðið í nýju svæðisskipulagi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-inu, sem mun styrkja svæðið enn betur,“ segir Sturla Gunnar og nefnir sem dæmi þá uppbyggingu sem á sér stað á Glaðheimasvæð-inu, glæsilegu hverfi í góðri teng-ingu við Smárabyggðina.

„Byggðakjarninn hér í kringum Smáralind mun því verða enn öfl-ugri með sterkri tengingu við

verslun, veitingastaði og aðra þjónustu hér í Smáralind „Þessi staðsetning á íbúðahúsnæði í ná-lægð við Smáralind mun án efa verða mjög góður kostur fyrir fólk á öllum aldri.“

Smáralind í stöðugri þróun

Sturla Gunnar segir Smáralind hafa vaxið samhliða Kópavogsbæ en umfangsmiklar breytingar á innviðum Smáralindar eru væntan-legar á næstu misserum: „Við munum kynna viðamiklar breyting-ar á næstunni og viðskiptavinir okkar munu taka eftir ýmsu á næsta ári. Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins með yfir þrjú þúsund bílastæði fyrir við-skiptavini og með þessum breyt-ingum innandyra í Smáralind mun-um við styrkja okkar stöðu sem kostur nr. 1 í verslun fyrir alla landsmenn.“

Sturla bætir við að Smáralind hafi verið að styrkjast síðustu ár, jafnt og þétt, og að margar spenn-andi verslanir verði opnaðar þar innan tíðar. Smáralind státar einnig af því að vera eitt af Framúrskar-andi fyrirtækjum 2014 á lista Cred-itinfo. „Við erum stolt af þeim ár-angri. Eingöngu 1,7% fyrirtækja komast á þennan lista en til þess þurfa fyrirtækin að uppfylla ákveðnar rekstrarkröfur, öll síðustu þrjú rekstrarár.“

„Það er heilmikið um að vera í Smáralind í tilefni af afmæli Kópa-vogs, “ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smára-lindar.

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins með yfir þrjú þús-und bílastæði fyrir viðskiptavini. Þar eru reglulega haldnir viðburðir af ýmsu tagi.

Afmælishátíð í SmáralindÞað verður mikið um að vera í Smáralind í tilefni 60 ára af-mælis Kópavogs og víða verða tilboð í verslunum og veitingahúsum. Núna á laug-ardaginn 9. maí verður heil-mikið um að vera fyrir börn á öllum aldri:

Afmæliskaka Kópavogs-bæjar kl. 14

Töfrahetjurnar Einar Mikael og Viktoría kl. 15

Frí andlitsmálning fyrir alla krakka kl. 14-17

Blöðrulistamenn kl. 14-17

Smáralind í hjarta KópavogsBoðið upp á afmælisköku á laugardag í tilefni afmælis bæjarins

Page 39: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 39

Meniga ehf. er ört vaxandi fyrir-tæki í þróun og sölu á heimilisfjár-mála- og netbankalausnum með um 100 starfsmenn. Stofnendur eru þeir Georg Lúðvíksson, sem gegnir stöðu forstjóra, Viggó Ás-geirsson, sem sinnir mannauðs-stjórn og Ásgeir Örn Ásgeirsson tæknistjóri. Fyrirtækið rekur þrjár skrifstofur, eina í Kópavogi, hinar í London og Stokkhólmi. Höfuð-stöðvarnar eru í Kópavogi og þar er einnig þróunarmiðstöð fyrirtæk-isins. Meniga var stofnað 2009 og nú, sex árum síðar, lítur út fyrir að það sé komið í húsnæði sem gæti dugað næstu árin eftir að hafa orðið að flytja fjórum sinnum vegna plássleysis enda hefur starfsmannafjöldinn að jafnaði tvö-faldast á hverju ári frá stofnun.

Kortlagði búsetu starfsmanna

„Ég gerði mér að leik að kort-leggja búsetu starfsmanna á höf-uðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að finna staðsetningu sem myndi henta sem flestum sem vinnustað-ur og Kópavogurinn kom vel út sem miðja á höfuðborgarsvæð-inu,“ segir Viggó. „Ég fann út að sama tíma tæki fyrir þá sem búa í vesturbæ Reykjavíkur og í Hafnar-firði að komast í vinnuna.“ Viggó segir að stefna fyrirtækisins sé mjög skýr varðandi velferð starfs-fólksins. Lögð er áhersla á að-gengi að bæði mötuneyti og lík-

amsrækt á staðnum. „Síðast vor-um við í Kringlunni 5 með frábæra aðstöðu með Kringluna í nágrenn-inu og nú höfum við Smáralind. Þangað getur starfsfólkið sótt mestalla þjónustu sem það þarfn-ast. Meniga er fyrirtæki sem bygg-ist á þekkingu starfsmanna og það segir sig sjálft að mannauðurinn skiptir öllu máli og má segja að sé okkar verðmætasta eign. Þess vegna skiptir val á húsnæði og staðsetning svo miklu máli fyrir vellíðan starfsmanna og er í algjör-um forgrunni. Við þurfum ekki að vera nálægt viðskiptavinum því þeir eru flestir í útlöndum en til að þeim sé vel sinnt verður vellíðan starfsmanna að vera númer eitt.

Um 90% af tekjum Meniga kemur að utan en á þriðja tug banka í 18 löndum eru í viðskiptum við Me-niga. „Í dag eru sumir af stærstu bönk-um heims í viðskiptum við Meniga. Fyrirtækið er því í raun meira al-þjóðlegt fyrirtæki en íslenskt þótt stærstur hluti starfsmanna séu Ís-lendingar, búsettir á Íslandi. Tekj-urnar eru að stærstum hluta í er-lendri mynt en kostnaðurinn er fyrst og fremst starfsmannakostn-aður.“

Réttir menn á réttum tíma

Efnahagshrunið sem varð hér 2008 var í raun ein forsenda þess að fyrirtækið tók flugið.

„Pressa var á bönkunum að bjóða upp á lausnir fyrir heimilin til að bregðast við fallandi kaupmætti. Bankarnir höfðu líka um margra ára skeið laðað að sér hæfileika-fólk í hugbúnaðargerð en skyndi-lega var ekki lengur eins spenn-andi að vinna í banka. Margir af okkar fyrstu starfsmönnum komu einmitt úr bönkunum, þar með tal-ið tveir af stofnendum.“

Meniga hefur farið víða frá því að vera í einu litlu herbergi í Tæknigarði á Dunhaga þar sem það er í dag í Turninum í Kópa-vogi. Fyrirtækið hefur nú svigrúm til að vaxa og er það fyrsta sem kemur sér fyrir á 13. hæð þessa háhýsis sem segir ýmislegt um

hjátrú Íslendinga. „Við ákváðum að storka þeirri hjátrú,“ segir Viggó og bætir við að þau hjá Meninga séu rökhyggjufólk upp til hópa og þess vegna ekki mjög hjátrúarfull. „Raunar finnst mér talan 13 mjög falleg og held að hún sé til happs frekar en hitt.“

Viggó segir að í fyrirtækinu séu margir hjólagarpar og hjólaleiðir að Turninum mjög góðar. „Kópa-vogsbær hefur staðið sig mjög vel hvað það varðar og margir starfs-mannanna okkar nýta sér það. Það eina sem vantar í Kópavogi er bæjarmiðja og við viljum hvetja bæjaryfirvöld til að búa hana til í kringum Turninn.“

Stofnendur Meniga, þeir Georg Lúðvíksson forstjóri, Ásgeir Örn Ás-geirsson tæknistjóri og Viggó Ásgeirsson mannauðsstjóri.

Viggó Ásgeirsson, mannauðsstjóri Meniga: „Við í Meniga erum ekki hjátrúarfull og okkur líður afar vel hér á 13. hæð Turnsins í Kópa-vogi.“

Meniga – alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Kópavogi:

Gott aðgengi skiptir miklu máli

SérmerktSmiðjuvegi 11, gul gata - 200 KópavogurSími 557-8200 - [email protected]

Þarftu að láta merkja?fatnaður og markaðSvörur í miklu úrvali

Skoðaðu möguleikana á Sérmerkt.iS

Bolir

golfBoltar

pennar

húfur

golfhanSkar

taupokar

peySur

golftí

uSB kuBBar

höfuðklútar

golfhandklæði

BarmmerkiSpjöld

NÝBÝLAVEGUR

RE

YK

JAN

ES

BR

AU

T

STEKKJARBAKKI

GUL GATA

SMIÐ

JUVEG

UR

Verið velkomin í heimsókn til okkar að Smiðjuvegi 11 (gul gata), Kópavogi.

Page 40: Afmælisblað Kópavogs 2015

40 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Grillbúðin er eina sérverslun landsins með grill og garðhús-gögn og er nú að hefja sitt níunda starfsár. Fyrstu árin var verslunin að Hlíðasmáranum en flutti starf-semina fyrir tveimur árum í glæsi-legt húsnæði að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. „Markmið okkar er að bjóða hágæðavörur, sem þola ís-lenska veðráttu, á samkeppnis-hæfu verði,“ segir Einar Long, eig-andi Grillbúðarinnar. „Við bjóðum þekktustu merkin á markaðnum, sem hafa það sem til þarf til að standast íslenska veðráttu, bæði hvað varðar grilleiginleika og end-ingu.“

Grillbúðin hefur selt Landmann grillin frá 2007 og er því komin umtalsverð reynsla á þau við erfið-ar íslenskar veðuraðstæður. „Vorið 2014 byrjuðum við einnig að selja grill frá bandaríska framleiðandan-um Weber. Nú geta viðskiptavinir valið grill frá stærstu og þekktustu framleiðendum Evrópu og USA á einum og sama staðnum sem auð-veldar viðskiptavininum val á góðu grilli. Grill eru ólík í uppbyggingu og verði og eru sérfræðingar okk-ar ávallt til taks við að aðstoða við-skiptavini við valið. Umtalsverður

sparnaður fæst við að kaupa grill sem endist í 15-20 ár miðað við ódýrari grill sem endast í 2-5 ár en mikið hefur verið af slíkum grillum á markaðnum undanfarin ár. Hafa ber í huga að ranglega útbúið grill, sem hentar ekki íslenskum að-stæðum og heldur illa hita, eyðir mun meira gasi og er því dýrara í rekstri en rétt útbúið grill fyrir ís-lenskar aðstæður.

Grillbúðin er einnig með mikið úrval vandaðra garðhúsgagna frá Þýskalandi og vönduðum útiljós-um og jólaljósum frá Svíþjóð.

Einar Long, eigandi Grillbúðarinnar. Þar eru þekktustu grillmerkin á einum stað.

Þekktustu grill-merkin á einum stað

Ný jafnréttis- og mannréttindastefnaNý stefna Kópavogsbæjar í jafn-réttis- og mannréttindamálum var kynnt á veglegu málþingi í Salnum nú í vikunni. „Árið 2011 var ákveðið að bæta mannréttindum inn í jafn-réttisstefnu Kópavogsbæjar en í kjölfarið fór af stað gríðarmikil vinna,“ segir Ragnheiður Bóasdótt-

ir, formaður jafnréttis- og mann-réttindaráðs Kópavogs, en ráðið leitaði fanga í mannréttindastefnu Reykjavíkur og víðar. Ragnheiður segir samstarf innan ráðsins hafa verið til mikillar fyrirmyndar.

„Við erum áhugasöm og höfum ólíka sérþekkingu sem saman

myndar góða heild. Það má rétti-lega segja að í ráðinu sé engin pólitík heldur einungis skynsamt fólk sem reynir að gera góða hluti.“

Hinni nýju jafnréttis- og mann-réttindastefnu er skipt í þrjá kafla. „Í fyrsta kaflanum er fjallað um verkefni Kópavogs sem stjórn-valds, til að mynda að jafnréttis-lögum sé framfylgt við skipan í nefndir og stjórnir. Annar kaflinn tengist atvinnulífinu og fjallar t.d. mikið um samskipti á vinnustað, einelti og kynferðislega áreitni. Þar kemur mannréttindavinkillinn sterkur inn. Þriðji kaflinn tengist Kópavogi sem þjónustu- og sam-starfsaðila en þar er litið til þátta á borð við skólastarf, íþrótta og tóm-stunda, menningar, trúarbragða, umhverfis og skipulags. Þar er stór nýr þáttur sem snýr að réttindum þeirra sem búa við fötlun, til að mynda ferðafrelsi og upplýsinga-aðgengi. Þá hugum við einnig að

fjölmenningarlegu samfélagi bæj-arins og að upplýsingar séu að-gengilegar á öllum helstu tungu-málum.“

Ragnheiður segir að næsta verk jafnréttis- og mannréttindar-áðs sé svo að ákveða fram-kvæmdaáætlun í ljósi stefnunnar.

„Hver kafli stefnunnar verður greindur niður í stór og smá verk-efni og hverju verkefni verður fal-inn ábyrgðaraðili,“ segir Ragnheið-ur og leggur áherslu á mælanleg markmið. „Þá skiptir einnig máli að við vinnum markvisst og skynsam-lega að þessum verkefnum næstu þrjú árin í góðu samráði og samtali við fólk.“

í sundlaugum KópavogsNjóttu lífsins

kopavogur.is

Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu, slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér! Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund!

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

131

280

Frá 1. maí er opiðvirka daga: 06.30–22.00um helgar: 08.00–20.00

Sundlaug KópavogsBorgarholtsbraut 17–19Sími 570 0470

Sundlaugin Versölum Versölum 3 Sími 570 0480

Ragnheiður Bóasdóttir, formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs.

Page 41: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 41

Hinn þekkti veitingastaður Serr-ano var opnaður ekki alls fyrir löngu í gamla Toyotahúsinu að Ný-býlavegi 6. Sömu rekstraraðilar eru þar líka með veitingastaðinn Nam, þar sem asísk matargerð er í hávegum höfð. Rekstraraðilar Serrano veðja á að svæðið í kring-um Auðbrekkubyggðina eigi eftir að verða öflugt í verslun og þjón-ustu, eins og þegar má reyndar sjá í þeirri uppbyggingu sem þar er þegar hafin.

Nýir réttir á matseðlinum

Í dag rekur Serrano 9 veitingastaði á Íslandi, átta á höfuðborgarsvæð-inu og einn á Akureyri. Fyrirtækið hefur opnað einn stað á ári undan-farin þrjú ár. Jón Ragnar Jónsson, rekstrarstjóri Serrano keðjunnar, segir að nú sé kominn tími til að hægja aðeins á. „Veitingastaðirnir hafa gengið mjög vel en það fer auðvitað mikil orka í að opna nýja staði svo nú á krafturinn að fara inn á við um tíma. Við ætlum með öðrum orðum að einbeita okkur að innviðunum, huga betur að starfsfólkinu okkar og gera það sem gott er enn betra.“

Á næstunni er von á nýjum rétt-um á matseðil Serrano, meðal annars Tacos og kraftmikilli mexí-kóskri súpu.

Asísk matargerð í Nam

Að sögn Hönnu Guðnýjar Fair-weather, veitingastjóra Nam á Ný-býlavegi, er þar boðið upp á as-íska matargerð sem samanstendur af fersku hráefni þar sem bragð-mikil krydd leika stórt hlutverk. „Áhrifin eru frá Austur-Asíu þar sem matarhefðin er geysilega spennandi,“ segir Hanna Guðný. „Lögð er áhersla á bragðmikla rétti sem leika við bragðlauka við-

skiptavinarins. Hann getur valið sjálfur hvaða grunn hann vill í rétt-inn sinn, hvort sem það eiga að vera steikt hrísgrjón, salat eða núðlur og síðan eru réttirnir settir ofan á, en alltaf á viðráðanlegu verði. Viðtökur hafa verið feikilega góðar og höfum við fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið,“ segir Hanna Guðný og bætir við að hugmyndafræði Nam sé að „mat-urinn næri bæði líkama og huga.“

Veitingastaðurinn Nam er nú rekinn á tveimur stöðum, á Ný-býlavegi 6 og á N1 við Bíldshöfða. Áætlanir eru um að opna fleiri Nam veitingastaði á höfuðborgar-svæðinu innan skamms.

Hanna Guðný og Benedikt sjá um viðskiptavini Serrano og Nam á Nýbýlaveginum.

Hollt og ferskt í Serrano og Nam

„Okkar reynsla er sú að mjög vel sé hugsað um fjölskyldufólk í Kópavogi,“ segir Bryndís María Leifsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Friðriksson, eiga saman þrjú börn. Bryndís segir að þau hafi mjög góða reynslu af leik-skóla og grunnskóla í Kópavogi og síðan hafi þau þurft á félags-þjónustunni að halda þar sem mið-barnið þeirra er fötluð stúlka.

„Dóttir okkar þurfti snemmtæka íhlutun á sínum tíma og við höfum þurft mikla þjónustu í kringum hana sem hefur gengið mjög vel. Þar vegur þyngst frábært starfs-fólk Kópavogsbæjar.“ segir Bryn-dís og bætir við að strákurinn þeirra njóti þess að vera í skóla-hljómsveit Kópavogs og stundi auk þess Taekwondo og fótbolta í HK. Öll aðstaða til útivistar segir Bryndís að sé til fyrirmyndar í Kópavogi. „Við göngum töluvert í Kópavogsdalnum og ekki síður í Fossvogsdalnum sem er í göngu-færi við heimili okkar,“ segir Bryn-dís og er alsæl með bæinn sinn.

Bryndís María, Friðrik og börnin þeirra þrjú.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Starfsfólk Kópavogsbæjar er frábært

ÍSA FOLD

Nýbýlavegur 6 s: 552 1123

Page 42: Afmælisblað Kópavogs 2015

42 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Fyirtækið Á. Guðmundsson hefur sameinað íslenskt hugvit og fram-leiðslukrafta í sköpun húsgagna sem prýtt hafa heimili, skóla og fyrirtæki í hartnær sex áratugi. Guðmundur Ásgeirsson, fram-kvæmdastjóri fyrirtækisins, viður-kennir léttur í bragði að vissulega væri einfaldara að flytja bara inn húsgögn. „Það er minna vesen að flytja inn, þú þarft ekki að hafa allt þetta starfsfólk, kaupa inn vélar sem geta svo bilað, kaupa hráefni og púsla þessu öllu saman. En við höfum alla tíð verið framleiðendur, okkur er það í blóð borið.“

Á. Guðmundsson hefur lengst af verið til húsa í Kópavogi, en fyr-irtækið flutti árið 1962 í Auðbrekku 57. Nokkrum árum síðar færði það sig yfir á Skemmuveg 4 áður en það kom sér fyrir í framtíðarhús-næði sínu að Bæjarlind árið 1999. „Við viljum hvergi annars staðar vera en í Kópavogi.“

Hjá Á. Guðmundssyni starfa tæplega 25 starfsmenn. „Við kaupum íhluti og hráefni erlendis frá, en hönnunin er íslensk, sem og framleiðslan, samsetning og

bólstrun. Við störfum með ýmsum af fremstu húsgagnahönnuðum landsins, en sem dæmi get ég nefnt Flex vörulínuna eftir Guð-rúnu Margréti Ólafsdóttur og Odd-geir Þórðarson og svo eru stólarn-ir Spuni og Sproti eftir Erlu Sól-veigu Óskarsdóttur, en þeir eru sí-vinsælir hjá okkur.“

Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdastjóri.

Nýr stóll á markaðnum, hann-aður af Erlu Sólveigu Óskars-dóttir og heitir Spari 200.

Rótgróið fram-leiðslufyrirtæki

„Nú fögnum við tveggja ára af-mæli verslunarinnar“ segir Ólafur Óskarsson, verslunarstóri Bosch-búðarinnar, í Hlíðasmára 3 í Kópa-vogi. „Af því tilefni munum við hafa afmælistilboð á vörum í maí sem ég hvet fólk til að fylgjast vel með.“

Bosch er mjög framarlega í ný-sköpun og tækninýjungum á markaðnum og nefnir Ólafur sem dæmi i-Dos, skammtara fyrir þvottaefni frá Bosch. „Þá fyllir fólk hólfið af fljótandi þvottaefni og vélin sér sjálf um að skammta rétt.

Þannig er komist hjá því að nota of mikið eða of lítið af þvottaefni. Í þurrkurum er nýjasta tæknin sjálf-hreinsandi rakaþéttir. Þá heldur þurrkarinn bæði þurrkhæfni og orkunotkun sinni ár eftir ár. Þessir þurrkarar eru mjög vinsælir.“

Ólafur Óskarsson er verslunarstjóri í Bosch-búðinni í Hlíðasmára 3.

Hólf fyrir i-Dos, þvottaefnis-skammtara er í þessari vél.

Áhugaverðar tækninýjungar

Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is

Fækkaðu hleðslu-

tækjum á heimilinu

með því að hlaða snjall-

símann og stærri raftæki

á einum og sama staðnum

Tengill með USBSniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki

Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka Kópavogshöfn

Uppáhaldsstaður Guðmundar Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er Kópavogshöfn. Hann segir að þar sé bæði skjólgott og friðsælt og ná-lægðin við sjóinn og bátana endurnærandi.

„Ég vel höfnina sem uppáhaldsstaðinn minn. Ég er alinn upp í sjávar-plássinu Grímsey og er eiginlega ómögulegur ef ég sé ekki sjóinn. Mér finnst höfnin vera andlit hvers staðar og ef ég kem í nýjan bæ byrja ég alltaf á að skoða höfnina og bátana. Þar hitti ég líka svo skemmtilega karla, því ef sjómenn eru í landi þá hafa þeir oftast tíma til að spjalla.“ Guðmundur segir að Ķópavogshöfn sé ótrúlega skjólgóð frá náttúrunnar hendi og góð bátahöfn en það segist hann vita af því hann hafi legið á bát sínum í nánast öllum höfnum landsins.

Guðmundur Geirdal hittir oft skemmtilegt fólk við höfnina.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Að sögn Kristjáns Þóris Hauksson-ar, sölufulltrúa hjá Lind fasteigna-sölu við Hlíðasmára 6, skortir stöð-ugt minni fasteignir á höfuðborg-arsvæðinu.

„Við seljum auðvitað eignir um allt land en Kópavogurinn er okkar aðalsvæði.

Árin fyrir hrun var Kópavogur það bæjarfélag sem í var byggt hvað mest af nýjum íbúðum. Nú þegar markaðurinn hefur jafnað sig eftir hrun er Kópavogur enn í fararbroddi með nýjar íbúðir. Nú nýlega var úthlutað lóðum á Glað-heimasvæðinu, sem er gegnt Smáralind. Það verður spennandi byggð, enda í miðju höfuðborgar-svæðisins. Verktakar byggja samt of fáar tveggja herbergja íbúðir.

Ég held að mjög margir séu búnir að gera sér grein fyrir því að

nýbyggingar verði að haldast í hendur við kaupgetu fólks, sér í lagi þeirra yngri. Nú er af sem áður var þegar fólk tók lán eins og þurfti til að kaupa sem stærst.“

Kristján segir að flest hverfi á höfuðborgarsvæðinu séu komin yfir 2007-verðlagið. „Nú er 2015 og ef við miðum við verðlag ársins 2007 er hækkunin ekki svo mikil í rauninni en á síðustu þremur árum hefur verðið hækkað snarpt. Mikil-vægt er að jafnvægi komist í verð-lagsþróuninni.“

„Kópavogur er mjög fjölskyldu-vænt bæjarfélag enda sækja barnafjölskyldur mikið þangað. Bænum hefur tekist að gera margt vel og rétt og byggja upp fjöl-skylduvæn hverfi. Lögð hefur ver-ið áhersla á skólamál og íþróttalíf og tónlistarlíf blómstrar og allt skil-ar þetta sér í mjög jákvæðum nið-

urstöðum í könnunum sem hafa sýnt að Kópavogur er góður stað-ur að búa á“.

Kristján Þórir Hauksson, sölu-fulltrúi og einn af eigendum Lindar fasteignarsölu.

Lind fasteignasala:

Kópavogur er okkar aðalsvæði

Page 43: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 43

Baldur Hrafn Gunnarsson og Mar-grét Friðgeirsdóttir keyptu sína fyrstu íbúð á síðasta ári, við Furu-grund í Kópavogi. Þau eiga lítinn tveggja ára snáða sem komst mjög fljótt að á leikskóla í grennd-inni og er alsæll þar. En af hverju varð Kópavogur fyrir valinu?

„Staðsetning heimilisins er mjög heppileg þar sem hún er mitt á milli vinnustaða okkar beggja,“ segja þau en Baldur er flugmaður og mætir til vinnu við gamla Loft-leiðahótelið og Margrét er lyfja-tæknir en vinnustaður hennar er í Grafarholti. „Eftir nokkrar pælingar komumst við að því að við værum mjög miðsvæðis með því að setj-ast að við Furugrundina. Héðan er stutt í allar áttir og þar fyrir utan er Fossvogsdalurinn mikil útivistarp-aradís með göngu- og hjólastígum þar sem börn og fullorðnir geta skemmt sér saman,“ segja Margrét og Baldur, mjög sáttir Kópa-vogsbúar.

Baldur Hrafn, Margrét og sonur-inn Friðgeir Örn eru ánægð með Fossvogsdalinn.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Bærinn er þægi-lega miðsvæðis

Tengi er gamalgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á hreinlætis-tækjum og pípulagningaefni. Tengi er stofnað árið 1981 og verð-ur því 34 ára á þessu ári. „Við er-um Kópavogsfyrirtæki í húð og hár“ segir Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis.

Það er mikil uppbygging í Kópavogi um þessar mundir eins og víða annars staðar og fer fyrir-tækið ekki varhluta af því. „Við seljum mikið í tilboðsverk á borð við hótel, blokkir og annað slíkt. En við finnum þó mikið fyrir því að einstaklingssalan er að aukast og þá sér í lagi eftir áramót. Fólk er greinilega í framkvæmdahug, en þar hjálpar eflaust lækkað vöru-verð með afnámi vörugjalda, lækkun virðisaukaskatts og skuldaleiðréttingin, “ segir Þórir.

Hann segir það aldrei hafa komið til greina að flytja úr Kópa-vogi. „Við höfum verið hér alla tíð, frá því er fyrirtækið var með aðset-ur í bílskúrnum og þar til við flutt-um inn í húsnæði að Smiðjuvegi 76 fyrir tíu árum,“ segir Þórir og bætir við að ekki einungis sé Tengi Kópavogsbúi, heldur séu stofnendur fyrirtækisins næst því að vera frumbyggjar í bænum.

„Kópavogur er orðinn miðja höfuðborgarsvæðisins og hér er-um við einstaklega vel staðsett við stofnæð sem Reykjanesbrautin er. Það er því stutt fyrir okkur að fara í allar áttir með vörur og auðvelt fyr-ir viðskiptavini að koma til okkar.

Ég vil nota tækifærið og óska bænum innilega til hamingju með 60 ára afmælið,“ segir Þórir að lokum.

Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis.

Kópavogs-fyrirtæki í húðog hár

Nokkrar gerðirgrilla með miklum

afslætti

Frá Þýskalandi

Garðhúsgögn í

Frá Þýskalandi Kynnið ykkur muninn á Tekki og öðrum harðvið

Viðhaldsfrí garðhúsgögn úr Tekki

Frá Þýskalandi

Smi ðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Vi ð hli ðina á BÓNUS | grillbudin.is

www.grillbudin.iswww.grillbudin.is

Komdu og fá ðu rá ðleggingar

Eina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn

Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Við hliðina á BÓNUS | grillbudin.is

Frá ý

Komdu og fáðu ráðleggingar

www.grillbudin.is

VELDU

GRILL

SEM ENDIST OG ÞÚSPARAR

Opið virka daga kl. 11-18Opið laugardaga kl. 11-16

VELDU

GARÐ-

HÚSGÖGN ÚR

GEGNHEILU

TEKKI

Þekktustumerkiná einum

stað

VELDU

GARÐ-

HÚSGÖGN ÚR

GEGNHEILU

TEKKI

Page 44: Afmælisblað Kópavogs 2015

44 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Til hamingju Kópavogsbær 60 ára

Teitur hópferðabílar, Kópavogsfyrirtæki í 53 ár

Fyrsta samfellda byggðahverfið í Kópavogi var skipulagt um 1950, þ.e. í Hvömmunum á milli Hlíðar-vegar og Fífuhvammsvegar, næst Hafnarfjarðarvegi. Hönnuður svæðisins, Sigvaldi Thordarson arkitekt, gerði þar ráð fyrir almenn-ingsgarði og er hann fyrsta skipu-lagða útivistarsvæðið í bænum.

Byggingarframkvæmdir í Hvömmunum hófust vorið 1953 og þremur árum síðar var ráðist í gerð garðsins og samliggjandi barna-leikvallar. Garðurinn, sem á fá sína líka hérlendis, er skipulagður í stíl evrópska hallargarða og er hann samhverfur, þ.e. miðlína liggur í gegnum garðinn og eru báðar hliðar spegilmyndir hvor af annarri. Jóhann Schröder garðyrkjumaður skipulagði garðinn en Hermann Lundholm, garðyrkjuráðunautur Kópavogsbæjar hafði lengst af umsjón með garðinum.

Á árunum 2003-2004 var Hlíð-argarður endurgerður í upphaf-legri mynd. Um 80 tegundir trjáa og runna er að finna í garðinum sem er skjólsæll með afbrigðum.Hlíðargarður er skipulagður í stíl evrópska hallargarða.

Hlíðargarðurinn – falin perla

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri hjá RÚV, segist vera aðkomumað-ur í Kópavogi, fædd á Akureyri og hafa búið lengi í Reykjavík. Þegar hún flutti á Kársnesið fyrir 13 árum segir hún staðsetninguna hafa verið helsta aðdráttaraflið til að byrja með.

„Kársnesið er miðsvæðis á höf-uðborgarsvæðinu og með árunum hef ég komist að því að þetta er hálfgerður smábær í sjálfum Kópa-vogsbæ. Sundlaugin, bakaríið og ísbúðin draga marga til sín og svo er öll helsta verslun og þjónusta í göngufæri í Hamraborg og á Ný-býlaveginum. Þrátt fyrir það er Kársnesið rólegt úthverfi með göngustígum við sjóinn og fallegt útsýni,“ segir Rakel. Eiginmaður hennar er fæddur og uppalinn á Kársnesinu og Rakel segir það vera ótrúlega fyndið að heyra fé-lagana í samhenta vinahópnum hans tala um Kársnesið sem miðju alheimsins. „Ég er kannski ekki al-veg komin svo langt en það er vissulega gott að búa á Kársnes-inu.“

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri segir gott að hafa sundlaug, bakarí og ísbúð í næsta ná-grenni.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Gott að búa á Kársnesinu

Göngustígakerfi Kópavogsbæjar hefur makvisst verið byggt upp á síðustu árum og tengja þeir vel saman helstu útivistarsvæði bæjarins, m.a. Fossvogsdal, Kópavogsdal og ströndina á Kársnesi.

Page 45: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 45

Góður aðbúnaður í upplýsinga-tækni er veigamikill þáttur í að gera skólum kleift að koma til móts við kröfur nútímans og þróun í kennslufræði. Vorið 2014 var ákveðið að útvega nemendum og kennurum í grunnskólum Kópa-vogs spjaldtölvur og er undirbún-ingur verkefnisins langt kominn.

„Fyrstu spjaldtölvurnar eiga að afhendast kennurum fyrir skólalok í vor,“ segir Anna Birna Snæ-björnsdóttir, sviðsstjóri mennta-sviðs hjá Kópavogsbæ. „Nemend-um verða síðan afhentar spjald-tölvur í nokkrum áföngum eftir bekkjum en búast má við að allir nemendur í 5.-10. bekk muni hafa spjaldtölvu til afnota haustið 2016. Að auki hafi yngri bekkir aðgang að bekkjarsettum og geta því not-að spjaldtölvur í skólastarfi sínu að vissu marki.“

Komið til móts við nemendur

Anna tekur fram að spjaldtölvurnar sjálfar séu ekki aðalmálið, heldur þær breytingar á kennsluháttum sem munu eiga sér stað samhliða tæknivæðingunni. Mikilvægt er að nemendur öðlist heildstæða sýn og þjálfun í upplýsingatækni nú-tímans. Stuðlað skal að fjölbreytt-um vinnubrögðum og nemendum veitt jöfn tækifæri til að afla sér þekkingar og upplýsingar og tæki-færi til að miðla þeim á skapandi og gagnrýninn hátt.

„Við lítum á þennan búnað sem viðbót til að mæta nemendum okkar betur. Þannig viljum við einnig ná betur markmiðum um skóla án aðgreiningar og aukum fjölbreytni í kennsluháttum og nálgun,“ segir Anna og bætir við að þannig skapist einnig aðstæður fyrir nemendur að taka meiri ábyrgð á sínu námi og fyrir for-eldra að taka meiri þátt í námi barnanna.

Þrír kennsluráðgjafar

Grunnforsenda fyrir góðum ár-angri er að sjálfsögðu sú að kenn-arar hafi góða þekkingu á upplýs-ingatækni og þjálfun í notkun spjaldtölva sem kennslutækis. „Við erum nú að ganga frá ráðn-ingu á þremur kennsluráðgjöfum sem eiga að tryggja kennslufræði-legu innleiðingu verkefnisins. Kennsluráðgjafarnir skipta sér nið-ur á þrjá grunnskóla hver og vinna í teymi með verkefnastjóra og kerfisstjóra. Þessi hópur mun starfa þétt saman að því að gera kennsluna bæði betri og skemmti-legri.“

Anna bætir einnig við að verið sé að ganga frá ýmsum praktísk-um hlutum og móta leiðir til að mæla árangur verkefnisins. En ljóst er að spennandi tímar eru framundan í kennslustarfi Kópa-vogsbæjar.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs hjá Kópavogsbæ, Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri innleiðingar spjaldtölva og Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar. „Við lítum á þennan búnað sem viðbót til að mæta nemendum okkar betur. Þannig viljum við einnig ná betur markmiðum um skóla án aðgreiningar og aukum fjölbreytni í kennsluháttum.“

Spjald-tölvur fyrir grunn-skólanema

Kruðerí Kaffitárs · Nýbýlavegi 12 · Kópavogi · sími 420 2740 · facebook.com/kruderi

ÞÍN BÍÐUR VEISLA

BRAUÐVEISLA FYRIR KAFFIPÁSUNA– ÞEGAR ÞÚ VILT SLÁ Í GEGN!Við erum með sérstakt brauðveislutilboð fyrir u.þ.b. 10 manns. Í því eru þrjár tegundir af nýbökuðum, unaðslegum súrdeigsbrauðum og fimm tegundir af handgerðu, ljúffengu áleggi; grænt pestó, hummus, rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum, túnfisksalat og sítrónukrem. Í eftirrétt eru 10 sérbökuð vínarbrauð skorin í bita.

Verð 9.962

HAFIÐ SAMBAND VIÐ KRUÐERÍ KAFFITÁRS Í SÍMA 420 2740 FYRIR

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG PANTANIR.

HANDGERT GÓÐGÆTI ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI

OG ÁN AUKAEFNA

Page 46: Afmælisblað Kópavogs 2015

46 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Lúpínan hörfar smám saman eftir því sem byggðin í Kópavogi ryður sér til rúms.

FÁÐU

Ferskur og hollur matur

ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT

HEILANNBURRITO Á

Kópavogsbúum fjölgaði um tæp-lega 900 á síðasta ári og voru þeir 33.205 talsins í byrjun þessa árs. Á síðasta ári fjölgaði landsmönn-um um 3.429 manns og á Kópa-vogur einn liðlega fjórðung í þeirri tölu! Íbúum Reykjavíkur fjölgaði aðeins um um tæplega 600 á síð-asta ári.

Kópavogur er sem fyrr næst-stærsta sveitarfélag landsins en þar búa nú 10% landsmanna. Und-anfarinn áratug hefur íbúum bæj-

arins fjölgað um rúmlega 7.400 og frá árinu 1992 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Samkvæmt aðalskipu-lagi Kópavogs, sem gildir til ársins 2024, er fyrirhugað að reisa um 2.000 íbúðir í bænum á því tíma-bili. Spennandi uppbygging er víða framundan, m.a. á Glað-heimasvæðinu, þar sem fram-kvæmdir eru hafnar, á Kársnesi og á Auðbrekkureit sem mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstu miss-erum.

0

200

400

600

800

1000

Kópavogur Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær

Höfuðborgarsvæðið Fjölgun íbúa árið 2014

Langmest fjölgun varð í Kópavogi á síðasta ári og á næstu árum verður ekkert lát á.

Straumurinn liggur til Kópavogs!

Kópavogsdalurinn „Uppáháhaldsstaðurinn minn í Kópavogi er Kópavogsdalur, mikil útivist-arperla,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Þar stunda ég meðal annars líkamsrækt og hleyp reglulega eftir stígun-um í dalnum.“ Hann bætir við að enn eigi eftir að skipuleggja hluta af Kópavogsdal og segir að það verði spennandi verkefni hjá bænum að gera dalinn enn betur úr garði til útivistar.

Pétur Hrafn Sigurðsson unir sér hvergi betur en í Kópavogsdal.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Línan er rótgróin húsgagnaverslun sem hóf stafsemi 1976 í Hamra-borginni og er því 39 ára á þessu ári. Þar var fyrirtækið í 10 ár en flutti þá á Suðurlandsbrautina en síðan aftur „heim í Kópavoginn“ 2007 að sögn Hrundar Kristjáns-dóttur sem nú rekur fyrirtækið í Bæjarlind 16 ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Jenssyni. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.

Í dag leggur Línan áherslu á húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið í skandinavískum stíl á viðráðan-legu verði og spannar kúnnahóp-urinn mjög breitt aldursbil. Versl-unin býður einnig þjónustu við inn-anhúsarkitekta, fyrirtæki og stofn-anir.

„Íslendingar eru mjög meðvit-aðir um tískustrauma og hefur áhugi á innanhúshönnun aukist

gríðarlega síðustu ár. Því er mikil-vægt að fylgjast vel með straum-um og stefnum hverju sinni og bjóða upp á vörur samkvæmt því. Við eigum marga trausta við-skiptavini sem hafa verið fasta-gestir í versluninni svo árum skipt-ir. Við kunnum vel að meta það. Við lítum björtum augum á framtíð-ina.“

Hrund Kristjánsdóttir rekur Línuna sem nú er við Bæjarlind í Kópa-vogi.

Línan alltaf í sókn

Page 47: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 47

„Hugsum um almenna vellíðan til að auka lífsgæði,“ segir Jóhann Emil Elíasson, einn eigenda Spörtu heilsuræktar. Stöðin er við Nýbýla-veg 6, enn eitt skemmtilegt fyrir-tæki sem hefur komið sér þar fyrir. Eigendur stöðarinnar eru tvenn hjón, annars vegar Jóhann Emil og Sigrún Haraldsdóttir og hins vegar Fannar Karvel og Sigríður Þórdís Sigurðardóttir.

Jóhann segir að hann og Fann-ar séu búnir að þjálfa fólk í um 15 ár en þeir eru báðir íþróttafræð-ingar. Sigríður er heilsunuddari og IAK einkaþjálfari og Sigrún er jógakennari og líka IAK einkaþjálf-ari. Þau hafa hvert sitt hlutverk í Spörtu þar sem Sigríður nuddar og Sigrún annast jógatíma á með-an eiginmenn þeirra þjálfa gesti stöðvarinnar í hóptímum eða einkatímum.

Jóhann segir að þau fylgi við-skiptavinum sínum alla leið og þekkt sé atvik þegar hann sótti einn kúnnann heim þar sem hann var ekki mættur í æfingarnar á um-sömdum tíma. „Hér er fólk sem hefur fengið rauða spjaldið frá hjartalækninum að æfa við hliðina á afreksíþróttafólki en allir á sínum hraða. Það er okkar að sjá til þess að allir nái tilsettum árangri um

leið og lífsgæði aukast.“ Jóhann segir að í Spörtu sé fjölbreytt æf-ingakerfi sem henti öllum. Sigrún sjái um jógakennsluna og kenni það sem kallað er „Power yoga“ í heitum sal sem er byggt á As-htanga-yoga. Hingað komi margir íþróttamenn til að liðka sig vel og hita upp fyrir átök. Sigríður sér um nuddið.

„Við leggjum geysilega mikið upp úr því að æfingarnar séu gerðar rétt til að koma í veg fyrir meiðsl,“ segir Jóhann. „Við bjóð-um síðan upp á teymi í kringum einstaklinga eða hópa sem sunda líkamsrækt hér hjá okkur. Í því teymi geta verið sjúkraþjálfarar og íþróttasálfræðingar á okkar snær-um þannig að við leitum alltaf að réttum svörum þar sem þau er að finna. Segja má að stöðin okkar sé þrískipt sem er Sparta heilsurækt fyrir almenning, Sparta þjálfunar-stöð fyrir íþróttamenn og Sparta endurhæfing fyrir þá sem hafa lent í meiðslum eða eru að fara af stað eftir langt hlé.“

Sigrún, Sigríður, Jóhann og Fannar í vel búnum sal þjálfunarstöðv-arinnar.

Heimilislegasta heilsuræktarstöðin á Íslandi!

Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga Beinteins eins og hún er oftast kölluð, hefur lengi búið í Kópavogi og býr núna í Smárahverfi. Fyrst nefnir Sigga mikinn kost við þann stað hversu stutt sé í alla þjónustu, hvort sem eru matvöruverslanir eða önnur þjónusta. „Gönguleið-irnar í dalnum eru mjög skemmti-legar og svo er hægt að ganga út í Nauthólsvík án þess að fara yfir götu,“ segir Sigga. „Héðan er stutt í allar áttir hvort sem það er í Vest-urbæ Reykjavíkur, Hafnarfjörð, upp í Heiðmörk, út á golfvöll eða til Keflavíkur.“

Sigga hefur reynslu af leik-skólamálum í Kópavogi og gefur þeim hæstu einkunn. Tvíburarnir hennar eru í Arnarsmára í leik-skóla og hún segir starfsfólkið þar vera gjörsamlega frábært. „Leik-skólinn er svo vel rekinn að sama starfsfólkið hefur verið starfandi þar nánast frá upphafi, sem skiptir miklu máli. Það fer vel um okkur í Kópavogi.“

Sigga Beinteins, Kópavogsbúi í yfir tuttugu ár.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Stutt er í alla þjónustu

Freyju Draumur. Eftirlæti Íslendinga í yfir 30 ár | freyja.is

3529

-FR

E –

VE

RT.

IS

Page 48: Afmælisblað Kópavogs 2015

48 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Ert þú með....Þreytu eða verki í fótum?Verki í baki eða öxlum?

vali á skóm eða mislengd ganglima.

Með göngugreiningu getum við mælt fætur þína og niðurstig og sérsmíðað innlegg ef þurfa þykir.

www.gongugreining.is

Eins og Fætur Toga - Bæjarlind 4 - 210 Kópavogi - Sími 55 77 100

Sælgæti og heilsuvörur í FreyjuheimiSælgætisgerðin Freyja er með höf-uðstöðvar í Kópavogi þar sem fyrir-tækið hefur verið til húsa í vel á fjórða tug ára. „Við erum nú komin með alla okkar framleiðslu hingað í Kópavog. Lakkrísverksmiðjan var flutt hingað í febrúar í fyrra þannig að þetta er allt framleitt hér í bæ,“ segir Pétur Blöndal forstjóri.

Freyja er framsækið fyrirtæki sem státar af því að vera hið elsta í sælgætisgerð á Íslandi. Þrátt fyrir að vera komið hátt á tíræðisaldur er ekki skortur á nýsköpun hjá fyr-irtækinu, sem framleiðir ekki bara sælgæti heldur einnig heilsuvörur. „Við erum eina sælgætisgerðin sem framleiðir hvort tveggja og er-um með öfluga heilsulínu af pró-teinstykkjum sem margir kannast við: Hreysti, Kraftur og Styrkur,“ segir Pétur. „Nú síðast bættist múslístykki í vörulínuna sem ber nafnið Múslíkraftur.“

Fyrir nokkrum árum kom Freyja sterk inn á páskaeggjamarkaðinn með heillandi heim af karakterum sem búa í Freyjuheimi en á heima-síðu Freyju má finna bæði mynd-bönd og leiki sem tengjast þeim sagnaheimi og hefur notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Pétur segir páskaeggin og ævin-týrin þeim tengd vera skemmtilegt

viðfangsefni: „Við höfum einnig vilj-að ná til þeirra sem ekki hafa hing-að til getað notið súkkulaðiátsins sem skyldi með því að hefja fram-leiðslu á bæði mjólkurlausum páskaeggjum og sykurlausum páskaeggjum.“

Freyja stundar talsverðan út-flutning á sínum vörum og eru helsu markaðssvæðin Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Grænland og Færeyjar. Útflutningur Freyju hefur aukist verulega á undanförnum ár-um. „Við erum nú komin með alla okkar framleiðslu hingað í Kópavog,“ segir Pétur Blöndal forstjóri.

Í vetur hefur athygli barna á einelti í skólum bæjarins verið vakin með markvissum hætti. Hefur Kópa-vogsbær í tvígang efnt til göngu gegn einelti þar sem leik- og grunnskólabörn, ásamt kennurum og öðrum starfsmönnum skól-anna, gengu fylktu liði til að vekja athygli á vandamálinu. Markmið göngunnar var að stuðla að já-kvæðum samskiptum, vekja at-hygli á því ofbeldi sem einelti er og að það verði aldrei liðið.

Kópavogs-krakkar gegn einelti

Steinbock-þjónustan var stofnuð 1972 og var fyrsta fyrirtækið á Ís-landi sem sérhæfði sig í þjónustu á lyfturum. Fyrirtækið er undir sama þaki og Íslyft, sem er um-boðs- og söluaðili lyftara frá þýska framleiðandanum Linde.

„Við erum búnir að vera í vest-urbæ Kópavogs alla okkar tíð eða í 43 ár. Fyrirtækið hóf starfsemina í bílskúr við Vallargerði 8, flutti ári síðar í nýtt húsnæði að Kársnes-

braut 102 og árið 2008 fluttum við í nýtt 3.000 m2 húsnæði við Vest-urvör 32. Okkur líður mjög vel hérna á nesinu, það er stutt í allar áttir og hér eigum við góða ná-granna,“ segir Gísli V. Guðlaugs-son framkvæmdastjóri. Hann segir að samstarfið við Kópavogsbæ hafi einnig verið afar gott og þau verkefni sem upp hafa komið hafi alltaf verið leyst fljótt og vel sem skipti miklu máli, sérstaklega þeg-ar vöxturinn er hraður. „Við höfum verið verið valin framúrskarandi fyrirtæki af CreditInfo á hverju ári frá upphafi útnefninganna, eða 2009, og skilst okkur að aðeins 145 fyrirtækjum hafi hlotnast sá heiður.“

Íslyft ehf. hefur verið markaðs-

leiðandi í sölu á lyfturum á Íslandi átján ár í röð. „Þetta ræðst af nokkrum samverkandi þáttum. Í

fyrsta lagi erum við með umboð fyrir þessa frábæru lyftara frá Linde, sem er næststærsti lyftara-framleiðandi í heimi. Einnig höfum við lagt alúð okkar í góða viðgerð-ar- og varahlutaþjónustu og bjóð-um upp á allsherjarlausnir á þess-um sviðum.“

Á síðasta ári hafði Íslyft um 70% markaðshlutdeild sem er nánast óþekkt annars staðar. Gísli segir að það hafi ekki verið beint tak-mark fyrirtækisins að vera leiðandi á markaði. „Þetta er afleiðing af þeim vinnubrögðum sem tíðkast hjá fyrirtækinu. Við viljum fyrst of fremst vera bestir. Við lítum björt-um augum á þetta ár og hlökkum til að vinna með okkar frábæra kúnnahópi, segir Gísli að lokum.

Húsnæði fyrirtækisins að Vesturvör 32 er hið glæsilegasta.

Í vesturbæ Kópavogs alla tíð

Auðbrekka 12 200 Kópavogur Sími 510 2700 [email protected]

Svansprent í Kópavogi í 40 ár

VIÐ HLUSTUM

VERKIN TALA

Svansprent með umhverfisvottun

Page 49: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 49

„Starfsemi Gerplu er lífleg og fjöl-breytt enda æfa um 2000 iðkend-ur reglulega hjá félaginu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir fram-kvæmdastjóri Gerplu og bætir við að 70% iðkenda séu stúlkur. „Hjá Gerplu starfa rúmlega 120 þjálfarar og er félagið langstærsta fimleika-deild landsins en einnig eru fim-leikar stærsta íþróttagrein stúlkna á landsvísu og þá eru fimleikar þriðja stærsta íþróttagreinin á Ís-landi,“ segir Auður og er mjög stolt af viðamikilli starfsemi íþrótta-félagsins.

„Félagið á afreksfólk í öllum flokkum fimleika sem keppt er í á Íslandi og hefur fimleikafólkið ver-ið sigursælt á innlendum sem er-lendum vettvangi. Hjá félaginu hefur verið lögð áhersla á jafnrétti bæði hvað varðar æfingaframboð og einnig æfingatíma. Þá hefur Gerpla eitt félaga boðið upp á æf-ingar fyrir fatlaða iðkendur til fjölda ára. Það var því ánægjuleg viðurkenning á starfi félagsins þegar Gerpla hlaut viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar síðastliðið vor.“

Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi Gerplu undanfarin 10 ár að sögn Auðar en félagið hefur fjórfaldast að stærð á þessum tíma. Engu að síður segir hún að biðlistar séu viðvarandi vandamál hjá félaginu en oft hefur verið erf-iðast að koma aldurshópnum 8-12 ára að, sem Auður segir að sé virkilegt áhyggjuefni hjá stjórn-

endum félagsins. Eins segir hún að félagið hafi farið í sársaukafull-ar aðgerðir varðandi takmörkun á æfingatíma og fjölda iðkenda í sal á hverjum tíma.

„Það er afar ánægjulegt að nú á stórafmæli bæjarins liggi fyrir ákvörðun um byggingu íþrótta-húss sem mun samnýtast iðkend-um Gerplu og nemendum Vatns-

endaskóla,“ segir Auður ánægð með samvinnuna við bæjaryfirvöld og framgang mála almennt í Kópa-vogsbæ.

„Gerpla óskar Kópavogsbæ innilega til hamingju með stóraf-mælið og lítur björtum augum til framtíðar samstarfs.“

Kátar fimleikastelpur úr Gerplu.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Gerplu.

Harpa Þorláksdóttir, formaður stjórnar Gerplu.

Lífleg starfsemi GerpluÁkvörðun um byggingu íþróttahúss liggur fyrir

Page 50: Afmælisblað Kópavogs 2015

50 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Það var um mitt ár 1953 að fyrir-tækið Ora var stofnað í Kópavogs-hreppi sem tveimur árum síðar varð Kópavogskaupstaður. Ora er latneskt orð og þýðir strönd eða strandlína og fer vel á því þar sem Ora hefur verið við Vesturvörina í Kópavogi alla tíð. Flestir Íslending-ar þekkja vel til vörumerkisins en segja má að grænar baunir og rauðkál frá Ora séu tvær af grunn-forsendum jólaborðhaldsins hjá fjölmörgum Íslendingum.

Ora framleiðir þó töluvert meira en bara dósamat en nýjasta vöru-lína fyrirtækisins er Ora heimilis-matur. „Við höfum verið að hasla okkur völl í tilbúnum réttum og er-um nú með einar 12 tegundir af til-búnum heimilismat. Þá framleiðum við einnig mjög fjölbreytt úrval af

ýmis konar matvöru undir eigin nafni eða í samstarfi við aðra. Þannig framleiðum við t.d. sósur fyrir Argentínu, Saffran og Hrefnu Sætran,“ segir Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ora.

Frá Kópavogi til Ástralíu

Ora hefur lagt mikil áherslu á út-flutning hin síðari ár og þá helst á hrogna- og fiskafurðum. „Í dag er útflutningur orðinn mjög stór hluti af rekstrinum. Við flytjum vörur okkar til fjölmargra landa í Evrópu, Bandaríkjanna, Ástralíu og Jap-ans.“

Öll framleiðsla er í húsakynnum Ora að Vesturvör í Kópavogi. „Vöruþróun fer einnig öll fram hér og er unnin af okkar fólki.“

Alþjóðlegar vottanir

Leifur segir gæði og traust skipta höfuðmáli við framleiðslu mat-væla: „Á síðustu tveimur árum höf-um við fengið vottanir frá virtum erlendum matsaðilum. Við erum með vottun frá IFS, International

Food Standard, og erum þar í æðsta gæðaflokki með 98% af okkar vörum. Þá erum við einnig í æðsta gæðaflokki, A-flokki, hjá BRC, sem er vottun fyrir breska markaðinn. Að lokum má svo minnast á MSC vottunina fyrir sjálf-

bærar veiðar en Ísland hefur slíka vottun fyrir grásleppu og við get-um því merkt okkar grásleppu-hrogn sem vottaðar, sjálfbærar vörur.“

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum,

geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

sterkar og glæsilegar

Það er óhætt að segja að heild-verslunin Tinna á Nýbýlaveginum hafi lagt sitt af mörkum við eflingu prjónalistarinnar á Íslandi en fyrir-tækið sérhæfir sig í sölu og þjón-ustu á hannyrðavörum. „Við seljum til smásala um land allt og leitumst við að veita mjög góða þjónustu. Við förum því reglulega í verslan-irnar og aðstoðum við framsetn-ingu á okkar vörum ásamt því að halda kynningar og örnámskeið,“

segir Valdís Vífilsdóttir, annar eig-andi Tinnu. Heildverslunin er stærsti innflytjandi garns á Íslandi.

„Við höfum líka tekið á móti hópum á borð við saumaklúbba hér hjá okkur og höldum ýmis konar örnámskeið. Þá höldum við einnig regluleg prjónakaffi og rek-um prjónaklúbb á Netinu en hægt er að skrá sig í þá í gegnum heimasíðuna okkar, tinna.is.“

Tinna er með hágæðagarn frá Sandnesgarn og Hjertegarn ásamt vinsælu prjónunum frá KnitPro og einnig prjóna og smávörur frá Prym. Þar með er fjölbreytt þjón-usta heildsölunnar ekki upp talin því Tinna rekur einnig útgáfu og

gefur út prjónablaðið Ýr fjórum sinnum á ári. „Þar er að finna bæði erlendar prjónauppskriftir og ís-lenska hönnun en blaðið er allt unnið innanhúss nema umbrotið, sem grafískur hönnuður sér um. Þessar uppskriftir kynnum við gjarnan á örnámskeiðum og að-stoðum fólk við prjónaskapinn.“

Valdís segir prjónaáhuga Ís-lendinga vera mikinn, þótt nú sé komið ákveðið jafnvægi á markað-inn eftir mikla sprengingu árið 2009. „Prjónaskapur er meiri lífstíll núna. Áður var það kannski þröng-ur markhópur sem prjónaði en nú er þetta fólk á öllum aldri.“

Heildverslunin Tinna:

Prjónaskapurinn er lífstíll

Valdís Vífilsdóttir, annar eigandi Tinnu.

Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ora.

Fyrst kom Ora – svo Kópavogur!

Bæjarlind 1-3201 Kópavogur

s: 571-5464

Vertu einstök – eins og þú ert

stærðir 38-52

my styleStærðir 38-52

Smart föt, fyrir smart konurNetverslun á tiskuhus.is

Page 51: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 51

HÆ SÆTI!HVAÐ FÆRÐ ÞÚ AÐ BORÐA?

Smáralind • Kringlunni • Krossmóa Reykjanesbæ • sími 511-2022 • www.dyrabaer.is

Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari með meiru er búinn að búa í Kópavogi frá því 2009. Hann býr núna í Kórunum og segist vera að leita í sveitastemninguna sem þar er að finna en Eyþór er alinn upp á Dalvík. „Mér finnst mjög gott að komast út úr skarkalanum þegar ég kem heim til mín og í Kópavog-inum finn ég sveitasemninguna en er þó miðsvæðis á höfuðborgar-svæðinu,“ segir Eyþór.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson sækir í sveitina.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Finnur sveitina í Kópavoginum

ZO•ON Iceland er íslenskt hönn-unarfyrirtæki á sviði útivistar-, golf- og götufatnaðar. ZO•ON rekur þrjár sérverslanir, þar af eina í rúm-góðu húsnæði við Nýbýlaveg 6, Factory Store. Þar er finna eldri vörur á góðu verði auk þess sem hluti af nýjustu vörulínunni er þar til sölu hverju sinni.

„Okkur vantaði stað til þess að koma eldri vöru vel á framfæri til okkar kúnna og var kjörið að opna verslun í húsnæðinu við Nýbýla-veg og viðtökur hafa verið framar vonum. Þar er eins árs gömul vara og eldri í lykilhlutverki þannig að fólk getur fengið ódýrari vöru í bland við nýja vöru,“ segir Ísak Halldórsson, markaðsstjóri ZO•ON. „Verslunin við Nýbýlaveg er stærsta ZO•ON verslunin og bjóðum við upp á úrval sem hent-ar konum, körlum og börnum. ZO•ON er stolt íslenskt vörumerki sem leggur áherslu á gæðahönn-un og gæðavöru á sanngjörnu verði. Auk þess að bjóða upp á al-mennan vetrar- og sumarútivistar-fatnað er sérstök áhersla lögð á golffatnað á sumrin og er ZO•ON einn af aðalstyrktaraðilum GSÍ. ZO•ON rekur netverslun og býðst viðskiptavinum stærðartrygging – ef viðkomandi kaupir ranga stærð af vöru, sendir hann okkur vöruna til baka og starfsfólk ZO•ON send-ir honum rétta stærð til baka, ókeypis.“

„Hvernig sem viðrar“ er kjörorð ZO•ON við framleiðslu á útivistar-, skíða- og golffatnaði, sem er sér-hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Sýn fyrirtækisins er að framleiða fatnað sem heldur útivistarfólki þurru, veitir því skjól svo það geti boðið íslensku veðurfari byrginn. Verslun ZO•ON við Nýbýlaveg er stærsta verslun fyrirtækisins og þar er boðið upp á úrval útivistarfatn-

aðar sem hentar konum, körlum og börnum.

Eldri og nýjar vörur á góðu verði

Page 52: Afmælisblað Kópavogs 2015

52 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Óhætt er að segja að Samkór Kópavogs sé rótgróinn bæjarlífi Kópavogs en hann heldur tvenna vortónleika í Digraneskirkju um af-mælishelgina, á morgun laugar-daginn 9. maí kl. 17:00 og aftur á afmælisdaginn, 11. maí, kl. 20:00.

„Yfirskrift tónleikanna er Vor-gyðjan kemur, sem hefur bæði bókstaflega og táknræna merk-ingu. Við fáum nefnilega til liðs við okkur unga sópransöngkonu, Maríu Konráðsdóttur, sem flýgur heim frá Berlín þar sem hún er að ljúka söngnámi. Hún er að sjálf-sögðu af rótgróinni Kópavogsætt!“ segir Birna Birgisdóttir, formaður Samkórs Kópavogs.

Samkór Kópavogs var stofnað-ur í október 1966 og fyllir því fimm tugi á næsta ári. Fyrsti söngstjóri kórsins var Jan Morávek. „Þegar Kópavogur var mikill frumbyggja-bær fluttu barnmargar fjölskyldur hingað. Hér var því fljótlega stofn-aður samkór, blandaður kór og leikfélag. Það má segja að þessi frumkvöðlaandi hafi þróast út í sterkan félagsmálabæ en félags-

starfið hefur ávallt verið gott í Kópavogi.“

Starfsári Samkórsins fer nú senn að ljúka en mikil gróska er í starfi kórsins og eru félagar nú um 60 talsins. „Við æfum einu sinni í viku allan veturinn og hér er bæði öflugt söng- og félagsstarf,“ segir Birna og bætir við að Friðrik S. Kristinsson, söngstjóri kórsins, hafi náð afar góðum árangri í að bæta

hljóm kórsins. Kórfélagar hafi tekið tilsögn hans vel enda ríki metnað-ur og góður andi í kórnum. „Margir hafa verið lengi í kórnum – og enn fleiri hafa tekið þátt í starfi hans að einhverju leyti. Eitt af því sem er mest heillandi við kóra er að þar er ekki spurt um stétt, stöðu eða aldur, þar eru allir jafnir. Þá er söngur auk þess góð næring fyrir líkama og sál.“

Samkórinn heldur tónleika á laugardag og mánudag í Digraneskirkju.

María Konráðsdóttir óperusöng-kona.

Söngurinn er góður fyrir líkama og sál- segir formaður Samkórs Kópavogs, sem heldur tónleika á morgun

Við Smáratorg í Kópavogi eru fjöl-mörg þjónustufyrirtæki og verslan-ir og einkennistákn torgsins er auðvitað turninn við Smáratorg 3, hæsta hús landsins, 77,6 metra hátt, fimmta hæsta mannvirki landsins. Til samanburðar er Hall-grímskirkjuturn í Reykjavík 76 metra hár.

Turninn reis af grunni árið 2007 en byggingin er hönnuð af Arkís arkitektum. Í húsinu eru skrifstofur

fjölmargra fyrirtækja á samtals um 15.000 m2 en að auki eru verslanir og banki á 7000 m2 á jarðhæð hússins. Bílageymslur eru á 10.000 m2 og bílastæðabrú, sem tengir Smáratorg við Smáralind er 5.000 m2.

Mörg þekkt fyrirtæki eru með aðsetur Turninum en alls eru á 6. tug fyrirtækja í húsinu. Þar má nefna endurskoðunar- og ráðgjaf-arfyrirtækið Deloitte, leikfanga-

verslunina Toys ‘R’ Us, útibú Kaup-þings banka, hugbúnaðarfyrirtæk-ið Meniga, lyfjafyrirtækið Alvogen og líkamsræktarstöð World Class. Á efstu hæðinni er svo Turninn veisluþjónusta en þaðan er óvið-jafnanlegt útsýni yfir allt höfuð-borgarsvæðið.

Turninn í Kópavogi gnæfir yfir aðliggjandi byggingar og er eitt af einkennistáknum höfuðborgarsvæð-isins.

Hæsta hús landsins er við SmáratorgBútabær

Vefnaðarvöruverslun í Hamraborg 14a Kópavogi

Erum með fataefni í úrvali, bútasaumsefni,

garn og allar smávörur Opið alla virka daga frá 11-18

Erum á facebook

Bútabær - Sími 482-2930

Endilega kíkið við

Page 53: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 53

Nýjar vörur frá TORD BOONTJE,AUTHENTICS & ARTECNICA

Lindex-verslanir eru nú á þremur stöðum á landinu en sú fyrsta leit dagsins ljós í Smáralind þar sem lögð er áhersla á tískufatnað á konur, undirfatnað og barnafatnað og er nú auk þess farið að bjóða Lindex-snyrtivörur. „Snyrtivörurnar eru vottaðar af Svansmerkinu sem sýnir að þær eru framleiddar með aðferð sem tryggir lágmarksáhrif á umhverfið, náttúruvænar og of-næmisprófaðar,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili fyrirtæk-isins á Íslandi.

„Við vitum að viðskiptavinum okkar er umhugað um útlit sitt og það er því sérstaklega ánægjulegt að geta boðið upp á snyrtivörur til þess að setja lokapunktinn á hvaða kvöld- eða hversdags-klæðnað sem er,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Í snyrtivörulínunni eru maskarar, augnblýantar, augnskuggar, farðar, púður, hyljarar, kinnalitir, naglalakk, varalitir og varagloss.

Húðvörulínan er umhverfis-vænn kostur, Svansmerktur. Línan inniheldur sturtusápu, húðkrem, skrúbb, húðnæringu, handsápu, handáburð og er allt framleitt með umhverfisvænum hætti.

Nýjar vörur berast vikulega í all-ar deildir en Lindex býður t.d. upp á meðgöngufatnað í stærðunum XS-XL auk þess sem nú hefur ver-ið bætt við æfingafatnaði með Lin-dex Kickstarter í dömudeildinni.

Barnadeild Lindex er vel þekkt hjá íslenskum fjölskyldum en boðið er upp á fatnað fyrir nýfædd börn til unglingastærða. Newborn línan í stærðunum 44-68 fyrir nýbura tek-ur tillit til þess að húð ungabarna er sérstaklega viðkvæm og eru því allar vörur í þessari línu úr lífrænni

bómull. Hönnun fatnaðarins hefur að leiðarljósi að sérstaklega auð-velt sé að klæða barnið í og úr en einnig er boðið upp á sængurföt, teppi, pela, snuddur, bangsa og fleira. Hönnunin sækir innblástur sinn til Skandinavíu og framleiðsl-an er að stórum hluta úr lífrænni

bómull í stærðum 56-170. Í öllum stærðum er hægt að fá 3 fyrir 2 af ákveðinni grunnlínu en þetta er eitt af einkennum barnadeildar Lindex og er mjög góð búbót fyrir barnmargar fjölskyldur

Albert og Lóa segja að um stór-kostlegt ævintýri hafi verið að

ræða frá því fyrsta Lindex-verslun-in á Íslandi var opnuð fyrir fjórum árum. „Við töldum í upphafi að um 10-12 manns myndu starfa hjá fyrir-tækinu en erum nú orðin um 90 þannig að fyrirtækið hefur heldur betur vaxið frá upphaflegum áætl-unum. Við erum þakklát fyrir að viðskiptavinir okkar hafa gert fyrir-tækinu það kleift að vaxa með þessum hætti.

Fólk tekur því vel að geta keypt tískufatnað á verði sem er sam-bærilegt við það sem best gerist erlendis. Gæði einkenna vöruna hjá Lindex og eru flíkurnar í stöð-ugt fleiri tilvikum framleiddar úr líf-rænni bómull. Lindex er auk þess þekkt fyrir það að tískuvörur fyrir-tækisins standast gæða- og verð-samanburð við það sem best ger-ist.“

Frá opnun Lindex í Smáralind en þá var troðið úr úr dyrum.

Úr Lindex Beauty húðvörulínunni.

Lindex-snyrtivörur á markaðinn

Page 54: Afmælisblað Kópavogs 2015

54 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Mikil gerjun á sér stað í menning-armálum í Kópavogi þessa mán-uðina, að sögn Örnu Schram, for-stöðumanns Listhúss Kópavogs-bæjar. „Við erum að setja okkur menningarstefnu og vonumst til að fyrstu merki hennar líti dagsins ljós strax í sumar þar sem sleginn verður nýr tónn með breyttum áherslum og ferskari ásýnd svæð-isins í kringum menningarhúsin okkar við Hamraborgina.

Eitt af menningarhúsum bæjar-ins við Hamraborgina er Gerðar-safn, Listasafn Kópavogs, sem verður með mjög spennandi sam-sýningu í sumar sem heitir Birting. Sýnd verða verk eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skál-holtskirkju, Kópavogskirkju og víð-ar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær at-hafnir sem þessum stöðum fylgja. Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, sem jafnframt er nýr listrænn stjórnandi Gerðar-safns.“

Hringrás í fyrsta sinn í Kópavogi

Arna segir að fleira sé í deiglunni og nefnir að 13.-16. ágúst verði í fyrsta sinn haldin tónlistar- og listahátíð í Kópavogi sem ber heit-ið Hringrás eða Cycle Music and Art Festival. Búist sé við fjölda er-lendra gesta. Á hátíðinni verður flutt samtímatónlist í samvinnu við önnur listform, svo sem gjörninga-list, myndlist, hljóðlist og arkitekt-úr. Hátíðin fer aðallega fram í Hamraborg, Salnum, Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs auk þess sem óhefðbundnar stað-setningar og almenningsrými verða notuð fyrir tónleika, upp-ákomur og innsetningar. Hátíðinni er ætlað að vera alþjóðlegur vett-

vangur fyrir listamenn, tónskáld, tónlistarfólk og áhorfendur til sam-tals, skoðanaskipta og þróunar þverfaglegra listverkefna.

Á hátíðinni koma fram lista-menn sem eru brautryðjendur á sínu sviði. Þar má nefna verð-launahafa Tónlistarverðlauna

Norðurlandaráðs 2014, tónskáldið Simon Steen-Andersen, hljóðlista-konuna Christinu Kubisch, gjörn-ingalistakonuna og tónskáldið Jennifer Walshe, Sigurð Guðjóns-son myndlistarmann og Gjörninga-klúbbinn.

Mörg menningarhús á sama bletti

„Með hátíðinni erum við m.a. að nýta þau tækifæri sem felast í því að hafa fjölbreytt menningarhús á einum og sama blettinum. Það er okkar sérstaða og erum við að taka skref í átt að því að efla hana enn frekar. Við viljum þó ekki bara einblína á menningarhúsin heldur færa listina út í almenningsrými og verður einnig lögð áhersla á það.“

Að hátíðinni standa Guðný Guðmundsdóttir, Tinna Þorsteins-dóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir ásamt Listhúsi Kópavogsbæjar, menningarskrifstofunni Curated

Place í Englandi, Listaháskóla Ís-lands og Festival of Failure. Hátíð-in er styrkt af Creative Europe – kvikmynda og menningaráætlun ESB, Kópavogsbæ, Ernst von Sie-mens Music Foundation og tónlist-arsjóði menntamálaráðuneytisins.

Ég hvet í raun alla þá sem hafa áhuga á menningu og listum að fylgjast með því sem verður í boði hjá okkur í sumar og næsta vetur, Kópavogsbúa og aðra gesti.

Hingað er stutt að koma, til dæmis frá 101 Reykjavík, tekur ekki nema um það bil sjö mínútur með bíl eða strætó. Að menning-arhúsunum liggja góðar strætó-samgöngur að ógleymdum hjóla- og göngustígum.“

Salurinn í Kópavogi er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Frá því að Salurinn var tekinn í notkun í ársbyrjun 1999 hafa verið haldnir þar að meðaltali tvennir tónleikar í viku auk annarra viðburða.

Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar, hvetur alla þá sem hafa áhuga á menn-ingu og listum að fylgjast með því sem verður í boði menning-arhúsum Kópavogs í sumar og næsta vetur.

Gerðarsafn. Nafn safnsins er til heiðurs Gerði Helgadóttur mynd-höggvara en hún var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og frum-kvöðull í glerlist hérlendis. Safnið var opnað 17. apríl árið 1994.

Nýr tónn sleginn á Borgarholti í sumarRætt við Örnu Schram, forstöðumann Listhúss Kópavogsbæjar

Sigurður Hlöðversson útvarpsmaður eða Siggi Hlö hefur búið á 5 mis-munandi stöðum í Kópavogi en er nú í Smárahverfi. Hann á þó sitt uppá-haldshverfi. „Ég kynntist konunni minni 1988 og við byrjuðum að búa, eins og margir, í kjallaranum hjá tengdó og það var í Kópavogi.“ Siggi og kona hans keyptu síðan sína fyrstu íbúð í Engihjalla og hafa ekki látið sér detta í hug að flytja út fyrir bæinn þegar þau hafa flutt sig um set.

„Við byggðum raðhús í Lindahverfi 1999 og höfum í raun bara fært okkur um set í austurbænum og verið mjög ánægð þar.“ Nú búa Sigurður og kona hans í Smárahverfi.

„Börnin okkar hafa farið í gegnum skólakerfið í Kópavogi og ég get sannarlega mælt með því, sérstaklega Lindaskóla þar sem er ótrúlega vel haldið utan um krakkana.“

„Kópavogur er mjög víðfeðmur og þar af leiðandi hefur ekki orðið til eiginlegur miðbær,“ segir Siggi „Okkar miðbær er í raun Hamraborgin sem er „kúl“ á sinn hátt og svo er Smáratorgssvæðið annar miðpunktur.“ Sigurður er mikill golfari og segir að golfvöllurinn, sem er sameiginlegur með Garðabæ, sé enn ein ástæðan fyrir því að hann kjósi að búa í Kópa-vogi.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Siggi Hlö býr í Smárahverfi, sem er í 201 Kópavogur.

Hamraborgin er „kúl“

ALHLIÐA VIÐGERÐAÞJÓNUSTATökum að okkur sérsmíði, viðgerðir og breytingar á skartgripum.

Gröfum á kristal og gler.

Opnunartími 10-18 mánudaga til föstudagur10-14 laugardaga

Hamraborg 5 - Sími 564 3248Erum á [email protected] - www.gull.is

Page 55: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 55

NAM býður upp á ferska, frumlega og bragðmikla rétti sem kveikja í ímyndunaraflinu. Hópmatseðillinn hentar vel fyrir fundi, veislur og aðra mannfagnaði og veisluþjónustuna má sníða að hverjum viðburði fyrir sig. Bjóddu gestunum upp á eitthvað alveg sérstakt ... án fyrirhafnar.

Nýbýlavegi & Bíldshöfða

namreykjavik.is

519 6300

Nútíma asísk matargerð...fyrir veisluna

Emiliana Torrini söngkona er alin upp í Kópvogi en eftir 17 ára dvöl í Englandi er hún komin heim.

„Ég naut lengi dásamlegs borg-arlífs í Brighton og einhvernveginn fór ég alltaf að bera Reykjavík saman við Brighton. Þegar maður býr í borg fer allt lífið fram á mjög litlu svæði, sama hversu stór borg-in er. Þegar við komum heim ákváðum við að flytja að enda höf-uðborgarsvæðisins, þar sem æv-intýrin byrja.“ Emiliana segist vinna mest á morgnana og fara oft í Blá-fjöll á veturna þar sem hún búi í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá þeim. „Þar fer ég á snjóbretti í tvo tíma á dag þegar veður leyfir og sæki svo strákinn minn í leikskól-ann í framhaldi. Við vildum líka vera nálægt Elliðaárdal þar sem hægt er að hjóla í bæinn án þess að fara yfir stóra götu, fara í skóg-arleiðangur og svo alla leið í Nau-tólsvík í dásemdina þar. Svo erum við nálægt Elliðavatni þar sem við leikum okkur á bretti bæði sumar og vetur. Hér er hægt að lifa í al-gjörri ævintýraparadís. Það er svo mikilvægt að koma ævintýrinu inn í hversdaginn ... og skammdegið,“ segir Emiliana, alsæl með ævin-týraheiminn sinn, Kópavog.

Emiliana Torrini söngkona er ánægð með að vera komin aft-ur í Kópavog.

» HVERS VEGNA KÓPAVOGUR?

Hér er algjör ævintýra-paradís

Jón Svan Sverrisson er fjármála-stjóri Svansprents við Auðbrekku 12. Svansprent er sannarlega fjöl-skyldufyrirtæki þar sem margir leggja sitt af mörkum. Afi og amma Jóns Svans, Jón Svan Sig-urðsson og Þuríður Ólafsdóttir, stofnuðu fyrirtækið fyrir tæpum 50 árum eða 1967 í Reykjavík en fluttu í Kópavoginn 1973 og hafa verið þar síðan og líkar vel. „Hér fer vel um okkur og óneitanlega er mikill kostur að vera svona mið-svæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón Svan.

Jón Svan er þriðji ættliður sem starfar við Svansprent. Afi hans er enn starfandi við fyrirtækið, þótt hann sé ekki í fullu starfi, en móðir Jóns Svans, Svala Hrönn Jóns-dóttir, er nú framkvæmdastjóri. Faðir Jóns Svans er yfirmaður for-vinnslunnar og systur hans báðar hafa verið í hlutastarfi í fyrirtækinu. Starfsmenn eru nú um 30 talsins og segir Jón Svan að hópurinn sé þéttur og samhentur.

„Afi er 84 ára og núna er hann einmitt að mæta í vinnuna,“ segir

Jón Svan þegar viðtalinu er að ljúka því afi hans er kominn til að ræða við hann. „Afi fylgist með, fer yfir reikninga og fylgir eftir verk-efnum sem eru í gangi og notar tölvu við vinnu sína,“ segir Jón Svan og er stoltur af afa sínum sem lætur ekki sitt eftir liggja held-ur leggur fyrirtækinu lið eins og hann getur. Jón Svan segir að nú séu verkefni Svansprents aðallega bæklingaprentun, skýrsluprentun, prentun á kynningarefni, skrif-stofugögnum, bréfsefni o.þ.h. og enn sé eftirspurn eftir slíkri prent-un þótt prent hafi almennt dregist saman eftir hrun. Þau hjá Svans-prenti kvarta ekki enda halda þau dyggum viðskiptavinum vel. Jón Svan Sverrisson, Svala Hrönn Jónsdóttir og stofnandinn, Jón Svan Sigurðsson.

Fjölskyldan virkjuð í Svansprenti

Page 56: Afmælisblað Kópavogs 2015

56 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Digraneskirkju laugardaginn 9. maí kl. 17:00og mánudaginn 11. maí kl. 20:00

Vorgyðjan kemurVortónleikar Samkórs Kópavogs

Einsöngvari: María Konráðsdóttir - SópranStjórnandi: Friðrik S. Kristinsson

Orgel og píanóleikari: Lenka Mátéová

Miðar í forsölu á www.samkor.is

Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 ára afmæli bæjarins

Göngustígarnir„Uppáhaldsstaðurinn minn í Kópavogi eru göngustígarnir um bæjarfélag-ið,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og bæjar-fulltrúi Bjartarar framtíðar, og er stolt af heimabænum sínum.

„Kópavogsbær hefur unnið ötullega að því að leggja þétt net göngu-stíga auk þess að setja upp fræðsluskilti við áningastaði.“ Theódóra fer á hverjum degi með hundinn sinn í göngutúr, sama hvernig viðrar og segist upplifa eitthvað nýtt í hvert sinn. „Þessar ferðir eru mín hugleiðsla, tími sem ég fæ fyrir sjálfa mig og er mér jafn nauðsynlegur og hver önnur næring. Líkamlegur ávinningur af göngutúrum er auðvitað fyrir löngu sannaður enda held ég mér í ágætis formi með að nýta mér þessa frá-bæru göngustíga sem ég finn um allt. Fyrir mig er mjög mikill kostur að búa í Lindahverfi, á miðju höfuðborgarsvæðinu, þar sem öll þjónusta er í göngufæri. Svo er örstutt að ganga út í frábæra náttúruparadís.“

Theódóra S. Þorsteinsdóttir fer í göngutúra á hverjum degi með hundinum sínum.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

„Þríþrautarfélag Kópavogs tilheyrir sunddeild Breiðabliks og er þrí-þrautarfélag fyrir fólk á öllum aldri þótt flestir séu á aldrinum 30-50 ára,“ segir Viðar Bragi Þorsteins-son, yfirþjálfari félagsins. Kópa-vogsþríþrautin 2015 verður haldin nk. sunnudag, 10. maí, og er keppt í 400 m sundi, 10,3 km hjólreiðum og 3,5 km hlaupi.

Kópavogsþríþrautin er fjöl-mennasta þríþrautarkeppni lands-ins en hún var fyrst haldin 1996 og hefur verið sú fjölmennasta á land-inu fram til þessa. Í fyrra voru þátt-takendur tæplega 200, um 100 í aðalþrautinni og svipað í fjöl-skyldukeppninni, „Við reynum að virkja alla ættliði í fjölskyldukeppn-inni og í fyrra voru til dæmis sex lið með þremur ættliðum. Þannig er kynslóðabilið brúað á frábæran hátt.

Núna erum við búin að koma á samstarfi við íþróttasamband fatl-aðra með það í huga að geta bætt við keppnisriðli fyrir þeirra iðkend-ur í framtíðinni en þeim hefur verið sérstaklega boðin þátttaka í fjöl-skylduþríþrautinni ásamt íþróttafé-laginu Glóð, sem er íþróttafélag

eldri borgara. Í félaginu er lítill hópur sem æfir mjög mikið en svo eru byrjendur og eldri borgarar

þar líka, allir saman að stunda skemmtilegar íþróttir. Við viljum sjá þetta uppbyggingarstarf okkar innan félagsins sem „hreyfingu fyr-ir alla – allir eru með“. Barnatví-þrautin, viðbót frá því í fyrra fyrir 6-12 ára börn, er gott dæmi um það ásamt því að við leggjum mikla áherslu á að getuskipta æf-ingunum hvort sem um er að ræða sund, hjól eða hlaup. Við gerum það t.d. með þrekmælingu og öðrum prófum.

Heimsmeistaramótið í þríþraut, eða Ironman eins og það er kall-að, var fyrst haldið á Hawaii 1978 og hefur verið haldið árlega á sama stað þar sem koma saman þeir allra bestu í heimi og svo fer-tugir karlar úr Kópavogi eins og ég í fyrra. Þá tók til dæmis 84 ára gömul kona þátt í þessu móti sem sýnir að aldur er sannarlega af-stæður.“

Kópavogsþríþrautin er fjölmennasta þríþrautarkeppni landsins en hún var fyrst haldin 1996.

Þegar við náðum í Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, formann Hesta-mannafélagsins Spretts, var hún að koma úr kvennareið sem Sprettur hafði boðið í konum úr kvennadeildum hestamannafélaga í nágrannabæjarfélögunum, Fáki í Reykjavík, Sörla í Hafnarfirði, Sóta á Álftanesinu og Herði í Mos-fellsbæ. Sú reið endaði í nýjum húsakynnum Spretts þar sem 200 konur borðuðu grillmat saman.

Glæsilegasta reiðhöllin

Sprettshöllin er ný reiðhöll Sprett-ara, á umráðasvæði Spretts fyrir aftan Kórinn í Kópavogi. Hér er um að ræða stærstu reiðhöll landsins en við hana er einnig glæsilegur veislusalur sem tekur fjölda manns í sæti. Linda segir að Sprettur hafi orðið til þegar hestamannafélögin Andvari í Garðabæ og Gustur í

Kópavogi voru sameinuð. „Sprett-ur er með 1100 félagsmenn sem njóta þess að vera úti með dýrun-um sínum og bardúsa ýmislegt í kringum þau, hvort sem það er al-menn reiðmennska og/eða keppni. Við erum með fjöldann all-an af nefndum eins og ferðanefnd; æskulýðsnefnd, sem sinnir yngri kynslóðinni; fræðslunefnd, sem er geysilega öflug en sú nefnd skipu-leggjur öll námskeið og fræðslu í félaginu; landsmótsnefnd og um-hverfisnefnd. Kvennadeildin er auk þess mjög virk og hefur verið ómetanleg við að safna peningum til að kaupa nauðsynjar fyrir nýju reiðhöllina.“

Mikið sjálfboðaliðastarf

Ráðinn var mjög öflugur fram-kvæmdastjóri á síðasta ári, Magn-ús Benediktsson, sem Linda segir

að stýri öllu þessu starfi í samvinnu við stjórn félagsins og nefndir. „Öll vinna í kringum Sprett er sjálfboða-

vinna þar sem búnir eru til viðburð-ir og félagsmenn virkjaðir og allir geysilega jákvæðir. Án allra þess-

ara sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda uppi svona mikilli starf-semi.“

Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður Spretts í góðum aðstæðum.

Félagslífið blómstrar hjá Spretti

Kynslóðabilið brúað á frábæran hátt

Page 57: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 57

MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU?—Sólgler fylgja með hverjumkeyptum gleraugum

IC BERLIN • HUGO BOSS • GUCCI

RAY BAN • MARC JACOBS

PAUL & JOE • SILHOUETTE

ITALIA INDEPENDENT • GÖTTI

Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 | Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14

Nýr listrænn stjórnandi í Gerðar-safni er Kristín Dagmar Jóhannes-dóttir. Hún er núna að stýra sinni fyrstu sýningu sem er upphafið að vinnu hennar við að innleiða ákveðnar breytingar hjá safninu. Sýningin verður opnuð 15. maí og heitir Birting. Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtíma-listamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helga-

dóttur í Skálholtskirkju, Kópavogs-kirkju og víðar.

„Ég finn þörf fyrir að búa til nýj-ar tengingar við samtímann,“ segir Kristín. „Frá því ég byrjaði hjá Gerðarsafni hef ég reynt að horfa ferskum augum á allt sem hér er, þ.e.a.s. safnið sjálft og það sem er hér fyrir og þar er að sjálfsögðu listamaðurinn Gerður Helgadóttir. Sýningin Birting byggist á endur-

skoðun á verkum hennar, ekki síst verki sem gnæfir yfir okkur og er kirkjugluggarnir í Kópavogskirkju en við gleymum oft. Á þessu sama kvöldi kemur fram myndlistamað-ur, Dodda Maggý, sem ég bauð að búa til nýtt verk inni í kirkjunni. Það er vídeoverk og tónlistar-gjörningur sem verður fluttur 15. og 16. maí í samtali við glugga Gerðar.“ Kristín segir að hún taki fyrir þessa skýru hugmynd sem við höfum um kirkjuglugga eða kirkjulist og veitir áhorfendanum nýtt sjónarhorn með samtali þeirra við verk samtímalistamanna. „Gerður vann mjög opið og ab-strakt í þessum kirkjugluggum í anda járnverka hennar, ólíkt fyrri gluggum sem höfðu skýra vísun í Biblíusögur.“

Í safnaðarheimili Kópavogs-kirkju er hliðarsýning þar sem eru

verk eftir Gerði, meðal annars til-lögur hennar að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju sem var ekki sam-þykkt en fyrir vikið mjög forvitnileg sýning.

„Við erum að skerpa á nýrri ímynd safnsins og með því undir-strika hvaða erindi Gerðarsafn á við samtímann.“

Kristín Dagmar er nýr listrænn stjórnandi í Gerðasafni.

Videoverkið Doríon eftir Doddu Maggý, en það verður sýnt 15. maí.

Nýjar tengingar við samtímann

Elliðavatnið Hjördís Ýr hefur búið í Kópavogi frá 1999. „Einn af mínum uppáhaldsstöð-um í Kópavogi er Elliðavatnið,“ segir Hjördís. Fjölbreytileikinn í náttúrunni við vatnið er svo ótrúlega mikill. Þarna má finna ýmsar tegundir blóma inni á milli hárra trjáa, sem gerir svæðið mjög skemmtilegt því í hverjum göngutúr sér maður eitthvað nýtt. Hjólatúrar þarna eru ofboðslega skemmtilegir. Ótal stígar allt um kring og áfram inn í Heiðmörkina. Þá líð-ur mér eins og ég sé komin til útlanda. Svo þegar snjórinn liggur yfir öllu á veturna breytist umhverfið enn eina ferðina og nýr ævintýraheimur opnast. Ætli það sé ekki þessi síbreytileiki sem heillar mig hvað mest. Það er einfaldlega ekki hægt að fá leið á Elliðavatninu,“ segir Hjördís ánægð með sína náttúruparadís.

Hjördís Ýr Johnson segir að gaman sé að ganga og hjóla eftir stíg-unum við Elliðavatnið.

» STAÐUR BÆJARFULLTRÚANS

Page 58: Afmælisblað Kópavogs 2015

58 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

TINNA HEILDVERSLUNNýbýlavegur 30 • Sími: 565 4610

www.tinna.is

– Garn, prjónar og blöð

Tinna heildverslun

„Hér er að hefjast mikil endur-skipulagning og uppbygging,“ seg-ir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint við Auðbrekku í Kópavogi. „Æ fleiri

koma auga á hversu góð staðsetn-ingin er hér í Auðbrekkubyggðinni en hér á að blanda saman íbúa-byggð og fyrirtækjum, sem er mjög spennandi fyrir svæðið.“

Fyrirtækið Hreint fékk um-hverfisverðlaun Kópavogsbæjar 2011 fyrir vinnu sína að umhverfis-málum en ári áður hafði fyrirtækið fengið vottun norræna umhverfis-merkisins Svansins. Kröfur til þess eru strangar en nauðsynlegar þar sem tilgangurinn er m.a. að stuðla að bættu umhverfi og að farið sé að lögum og reglum í rekstri við-komandi. Hjá Hreint vinna á þriðja hundrað manns og fyrirtækið á viðskipti við um þrjú hundruð fyrir-tæki og stofnanir á sviði reglu-legra ræstinga og tengdrar þjón-ustu. Umsvifin eru því geysilega mikil en Hreint hefur fært sig æ meira út um landið en höfuðstöðv-arnar alltaf verið í Kópavogi.

„Með stofnun Markaðsskrifstof-unnar hefur ásýnd fyrirtækjanna í Kópavogi styrkst mikið því hér er orðið til afl sem hjálpar fyrirtækjum mjög mikið og þar hefur Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, verið flottur merkisberi nýrra tíma.

Ræstingar hafa breyst frá því að vera aukavinna kvenna í að vera full vinna hjá stórum hópi fólks, bæði kvenna og karla. Hjá okkur starfar fólk af fjórtán þjóð-ernum og til að líma þennan fjöl-breytta hóp saman höfum við boð-ið starfsmönnum upp á það sem við köllum „Hreint-skólann“. Þar höldum við íslenskunámskeið fyrir þá sem telja sig þess þurfa og hjálpum þeim þannig að aðlagast samfélaginu. Hinn hluti skóla-starfsins felst í að kenna starfs-mönnum ræstingarfagið sjálft.“

Eigendur og stjórnendur Hreint á 30 ára afmæli félagsins þann 12. desember 2013 í Salnum Kópavogi.

Starfsfólkið af fjórtán þjóðernum

Hjá gróðrarstöðinni Storð við Dal-veg er boðið er upp á alhliða lausnir fyrir garðinn þannig að garðeigendur ættu þar að finna flest sem þeir þurfa. „Starfsemin byggist á sölu sumarblóma, runna, skrautrunna, trjáa og fjölærra plantna en við höfum verið að auka úrval á þeim,“ segir Vern-harður Gunnarsson, eigandi gróðr-arstöðvarinnar.

Hjá Storð eru framleiddar um 50 tegundir af sumarblómum, 200-300 tegundir og yrki af trjám, runnum og rósum og um 500 teg-undir og yrki af fjölærum plöntum. Lögð er áhersla á að plönturnar standist álag íslenskrar veðráttu.

„Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á forræktaðar græn-metisplöntur, ýmsar gerðir af sal-ati, kryddi, rauðrófur, lauka og fleira sem fólk getur ræktað í eigin garði eða á svölum og notið upp-skerunnar um sumarið og haustið.

Við bjóðum einnig upp á jarðar-berjaplöntur á góðu verði og hefur fólk verið tilbúið til að spreyta sig á því að rækta þær.“

Ýmsar gerðir ávaxtatrjáa fást hjá Storð svo sem eplatré, kirsu-berjatré, plómutré og perutré. Í Storð er lögð er áhersla á góða þjónustu og má geta þess að flest-ir starfsmenn gróðrarstöðvarinnar er fagmenntaðir í garðyrkju.

Í Storð er lögð er áhersla á góða þjónustu fyrir alla þá sem sýsla í garðinum.

Alhliða lausn fyrir garðeigendur

Page 59: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 59

Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.

með allt fyrir bílinn

Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | [email protected] | www.bilajoa.is

Opið mánud. til fimmtud. 8-17

föstudögum 8-15

564 5520bilajoa.is

Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?

Í Lindum eru þrjár stórverslanir sem hafa það að sameiginlegu markmiði að bjóða viðskiptavinum hagstæð kaup: Elko, Krónan og Sport Direct. Sófús Árni Hafsteins-son, verslunarstjóri ELKO Lindum, segir gott samstarf ríkja á milli verslananna: „Saman myndum við sterka einingu á góðu verslunar-svæði og hér er alltaf nóg af bíla-stæðum. Lindir henta vel anna-sömum og hagsýnum viðskiptavin-um því verslanirnar hér hafa það markmið sameiginlegt að reyna að

ná sem lægstu vöruverði í krafti magninnkaupa.“

Krónan í sókn gegn matarsóun

Verslun Krónunnar í Lindum er stærsta matvöruverslun landsins. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Krónunni, segir Lindir hafa verið fyrstar með ýmsar nýjungar á lág-vöruverðsmarkaði á Íslandi. „Fljót-lega opnuðum við ávaxtamarkað og árstíðahjólið fylgdi á eftir en þar er einungis ný uppskera víðs vegar að úr heiminum. Kryddjurta-

barinn kom næstur en þar er hægt að velja ýmsar tegundir af ferskum kryddjurtum og borga eftir vigt. Nýjasta stolt okkar, snyrtivöru-deildin, var opnuð á síðasta ári og sló samstundis í gegn.“

Fyrir nokkru hóf Krónan sókn gegn matarsóun og byrjaði að selja fullan poka af ávöxtum sem voru útlitsgallaðir eða komnir „á síðasta séns“ á aðeins 99 kr. „Krónan í Lindum er hvergi nærri hætt og á næstu mánuðum munu Kópa-vogsbúar sjá enn fleiri nýjungar.“

Á næstu vikum verður þriðja verslun Krónunnar í Kópavogi opnuð í Hamraborg.

Ör þróun í tækniheimi ELKO

Sófús Árni segir ELKO hafa átt í farsælu sambandi við íbúa Kópa-vogsbæjar en fyrirtækið hefur lagt áherslu á það frá upphafi að bjóða 100% öryggi við kaup í formi 30 daga skilaréttar og verðverndar. Þrátt fyrir að aðeins sjö ár séu liðin frá því ELKO kom sér fyrir á núver-andi stað segir Sófús að miklar

framkvæmdir standi yfir. „Við erum að skipta út öllum innréttingum fyrir nýjar sem henta betur nýjum vörum og vöruflokkum. Þróunin í tækniheiminum er afar hröð, en sem dæmi þá voru Bluetooth há-talarar og spjaldtölvur vart til árið 2008. Við höfum einnig lagað okkur að breyttum þörfum við-skiptavina, sem geta nú keypt af okkur í gegnum elko.is og sótt vöruna á leiðinni heim úr vinnunni.Einfalt, öruggt, fljótlegt!“

Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Krónunni: „Krónan í Lindum er hvergi nærri hætt breytingaferlinu og á næstu mánuðum munu Kópavogsbúar sjá enn fleiri nýjungar.“

Sófús Árni Hafsteinsson, verslunarstjóri ELKO Lindum: „Saman myndum við sterka einingu á góðu verslunarsvæði og hér er alltaf nóg af bílastæðum.“

Góð þrenna í Lindum

Page 60: Afmælisblað Kópavogs 2015

60 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

TILBOÐ ÁÍSLENSKU FLATBÖKUNNI

TILBOÐ FYRIR 2FLATBAKA MEÐ 4 ÁLEGGJUM

+ OSTAKRYDDSTANGIR+ SÓSA

2.900 KR.

TVENNUTILBOÐKAUPIR 1 BÖKU AF MATSEÐLI

+ OSTAKRYDDSTANGIR+ SÓSU

FÆRÐ AÐRA FRÍA MEÐ!

HÁDEGISTILBOÐFLATBAKA MEÐ 2 ÁLEGGJUM

+ KÓK Í DÓS

1.600 KR.

TILBOÐ 12 FLATBÖKUR MEÐ

3 ÁLEGGJUM+ OSTAKRYDDSTANGIR

+ SÓSA+ 2L GOS4.500 KR.

TILBOÐ 24 FLATBÖKUR MEÐ

3 ÁLEGGJUM+ OSTAKRYDDSTANGIR

+ SÓSA+ 2L GOS5.900 KR.

BÆJARLIND 2, KÓPAVOGI567-1717 -- FLATBAKAN.IS

Kópavogsbær fékk Orðsporið 2015 fyrir aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum í leikskólum bæjarins. Orðsporið eru hvatning-arverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr við

að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskóla-barna. Auk Kópavogs fékk sveitar-félagið Ölfus viðurkenningu.

Illugi Gunnarsson, mennta- og

menningarmálaráðherra, afhenti viðurkenningarnar og fyrir hönd Kópavogs tóku þau Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi og Ár-mann Kr. Ólafsson bæjarstjóri við viðurkenningu bæjarins.

Í rökstuðningi valnefndar um Orðsporið 2015 segir að bæði

sveitarfélögin hafi sýnt sveigjan-leika þannig að leikskólastarfs-menn hafa getað sinnt námi með vinnu, styrkir hafi verið veittir vegna námskostnaðar og launuð námsleyfi veitt. Í báðum sveitar-félögunum hefur þeim, sem stund-að hafa og lokið námi í leikskóla-

kennarafræðum, fjölgað í kjölfar metnaðarfullrar stefnu og fram-kvæmdar hennar. Nú eru 25 leik-skólastarfsmenn í Kópavogi í námi í leikskólakennarafræðum.

Gott orðspor Kópavogs

Gullsmiðja Óla, sem hefur undan-farin ár verið starfrækt við Hamra-borg 5, flytur á næstunni í rúm-betra rými í sama húsi þar sem glæsilegt úrvalið mun njóta sín enn betur auk þess sem verk-stæðið verður jafnframt stærra.

Óli Jóhann Daníelsson gull-smíðameistari stofnaði verslunina ásamt eiginkonu sinni, Eygló Sif Steindórsdóttur, 19. júní árið 1993.

„Þetta er alhliða gullsmíðaversl-un og -verkstæði þar sem við selj-um okkar eigin vöru sem og inn-flutta vöru. Við erum sérhæfð í við-gerðarþjónustu; ég lærði á sínum tíma á viðgerðarverkstæði í Dan-

mörku þar sem við gerðum m.a. við aldagamla skargripi,“ segir Óli. „Við erum með alhliða viðgerðar-þjónustu eins perluhnýtingar, steinagrópun, áletranir og gull- og rhodiunhúðun. Nýjungin hjá okkur er að við handgröfum á glös.

Silkimött áferð

Aðallína verslunarinnar er svoköll-uð „silkilína“ og eru skartgripirnir, sem eru annaðhvort úr silfri eða gulli, með silkimattri áferð. „Svo erum við með það sem manni dettur í hug að smíða, bæði klass-ískt og óhefðbundið og sumir skargripirnir eru með íslenskum steinum eða erlendum eðalstein-um.“

Óli segir að að við skartgripa-hönnun hugsi hann oft um form í náttúrunni. „Eitt af því sem meist-arinn minn kenndi mér var að skoða náttúruna; sjá í raun og veru

formin í náttúrunni og þar af leið-andi get ég yfirært þau í skartið. Það eru miklar andstæður í ís-lenskri náttúru og oft gaman að smíða skartgrip sem er bæði gróf-ur og fínlegur.“

Fyrir utan hönnun og smíði Óla fást í versluninni innfluttir skargrip-ir, m.a. úr ródíumhúðuðu silfri með sirkonsteinum.

Óli handgrefur texta á glös - bæði glerglös og kristalsglös - auk þess að teikna myndir á glös. „Við getum t.d. skrifað skilaboð á glös með fallegri skrift auk þess sem hægt er að setja undirskrift, t.d. þess sem gefur glasið.“

Í versluninni er úrval gjafavöru, annarra en skartgripa, svo sem myndir sem Eygló málar á eggja-skurn íslenskra landnámshæna. „Þær hafa vakið mikla athygli og lukku.“

Gullsmiðja Óla

Handgrafa á glös

Frá afhendingu Orðsporsins 2015. Frá vinstri. Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, G. Ásgerður Eiríks-dóttir, leikskólastjóri í Þorlákshöfn, Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr við að efla orðspor leikskólastarfs.

Page 61: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 61

Jónína Birna Björnsdóttir er mark-aðsstjóri hjá Ferðaskrifstofu Ís-lands, Hlíðarsmára 19 í Kópavogi, en undir þeim hatti eru Úrval Út-sýn, Sumarferðir og Plúsferðir. Jónína segir að eftir drungalegan og kaldan vetur treysti Íslendingar því ekki að íslenska sumarið verði sólríkt og panti sólarlandaferðir í stríðum straumum.

Ferðaskrifstofa Íslands og vöru-merki hennar eru með fjölbreytt úrval ferða í boði. „Fyrst ber að nefna Úrval Útsýn með góðar sól-arlandaferðir til Spánar í sumar og úrval sérferða, svo sem Ítalíuferðir með helstu perlum Ítalíu á borð við Toscana og Gardavatnið. Einn-ig ferð um Slóvenínu, sem er ein-staklega fallegt land. Í þessum ferðum eru reynslumiklir fararstjór-ar sem þekkja svæðið og halda ut-an um hópinn.

Sumarferðir bjóða upp á fjöl-skylduvænar sólarlandaferðir til Mallorca, Tenerife, Almeria og Costa Brava með íslenskri farar-stjórn.

Plúsferðir bjóða einnig upp á skipulagðar ferðir í sólina en hjá þeim er líka hægt að kaupa bara flugsæti. Hagstæðasta flugið er

alltaf hægt að finna í „Heita pottin-um“ hjá Plúsferðum sem er að finna inn á plusferdir.is

Jónína segir að sólin sé málið í sumar og þar sé Mallorca mest áberandi. „Mallorca hefur allt sem góður sumarleyfisstaður þarf að hafa, þ.e. náttúrufegurð, veður-sæld og fjölbreytt úrval veitinga-staða og afþreyingu. Ekki sakar að flugið þangað er þægilegt, aðeins fjórir tímar og flogið er um hádegi með Luxair og tímamismunur er lít-ill. Þetta eru allt miklir kostir fyrir fjölskyldur á leið í frí.“

Sólin er efst í huga landans eftir drungalegan vetur.

Jónína Birna Björnsdóttir, mark-aðsstjóri hjá Úrvali Útsýn.

Sólin er stóra málið í sumar

Reynir Carl Þorleifsson bakara-meistari opnaði bakaríið Reyni bakara við Dalveg árið 1994 auk þess að opna síðar bakarí við Hamraborg. Ávallt hefur verið lögð áhersla á fjölbreytt úrval af meðal annars brauði og tertum. Reynir segir að það nýjasta sé gerlaust heilkorna súrdeigsbrauð, bakað í steinofni en þau brauð munu vera hollari en mörg önnur brauð.

„Við höfum lengi lagt áherslu á tertugerð og seljum m.a. tertur sem voru vinsælar á Hressingar-skálanum fyrir um 40 árum en bakarinn sem fyrstur bakaði þær er einmitt í vinnu hjá mér. Við er-um annars með mikið úrval af tert-um svo sem súkkulaðitertur og marsipantertur auk þess að bjóða upp á extra fínar tertur. Þess má geta að einn af starfsmönnunum, sonur minn Henry Þór Reynisson, vann í Harrods í London í tvö ár og starfaði þar við kökugerð af ýms-um toga meðal heimsfrægra kondidormeistara.“

Sumarið er tíminn þegar margir gifta sig og býður Reynir bakari fjölbreytt úrval af brúðartertum. „Það sem hefur verið vinsælast síðustu árin er hin svokallaða franska súkkulaðiterta en við erum svo með hinar ýmsu gerðir þar að auki og hvort sem um er að ræða hefðbundnar brúðartertur eða sér-óskir viðskiptavina reynum við eftir fremsta megni að koma til móts við brúðhjónin. Eins bjóðum við upp á kaffihlaðborð t.d. fyrir ferm-ingar eða erfidrykkjur og höfum bent á aðila sem sér um smurt brauð ef í veislunni eiga að vera tertur og smurbrauð.“

Reynir segir að salan aukist jafnan á sumrin, sem tengist því að fólk kaupi þá brauð, tertur eða sætabrauð til að vera með í garð-inum, í útilegum eða sumarbú-staðnum.

Aðstaða er í bakaríinu við Dal-veg til að sitja við borð og gæða sér á kræsingum, drekka kaffi, te eða það sem þar fæst og lesa blöð.

„Sex daga vikunnar opnum við kl. 6 á Dalvegi og er opið þar til

klukkan 18 virka daga og til 17 um helgar. Það hefur vakið mikla lukku að við byrjum daginn svona snemma þar sem það hentar vaktavinnufólki, leigubílsstjórum sem og farþegum um Keflavíkur-flugvöll einkar vel að geta rennt hér við í morgunsárið. Ég hef lagt áherslu á sanngjarna verðlagn-ingu og að viðskiptavinir okkar fái góða þjónustu og held ég að það hafi tekist ágætlega.“

Reynir bakari

Gott verð og góð þjónusta

Reynir Carl Þorleifsson bakarameistari opnaði bakaríið Reyni bak-ara við Dalveg árið 1994.

Page 62: Afmælisblað Kópavogs 2015

62 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Fagstjóri Ferðamálaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi er Ásdís Vatnsdal. Hún segir námið í ferðagreinum við MK vera geysi-lega öflugt og að ásókn í námið sé alveg í takt við aukinn ferða-mannastraum til landsins.

„Námið kallast starfstengt ferðafræðinám og skiptist í tvær bóklegar annir í skólanum. Síðan fara nemendur í starfsnám hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í þrjá mánuði áður en þeir fá útskriftar-skírteini sín. Þannig er möguleiki að ljúka náminu á einu ári.

Best er að hefja nám í ferða-greinum að hausti til að geta lokið námskeiðum sem eru undanfarar annarra áfanga. En svo er líka hægt að taka staka áfanga og fara sér hægar í náminu.“ Ásdís segir að margir sjái kostina við að taka

þetta nám með vinnu og mjög margir nemenda séu þegar starf-andi í ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig nýtist námið mjög vel.

Fjölbreyttar námsleiðir

Í Menntaskólanum í Kópavogi eru mjögáhugaverðar námsbrautir sem styðja hver aðra vel, svo sem ferðamála- og leiðsögunám, ferða-málalína til stúdentsprófs og nám í matreiðslu og framreiðslu. „Allt þetta nám miðar að því að mennta fólkið okkar til að veita ört vaxandi fjölda ferðamanna á Íslandi sem besta þjónustu. Ekki veitir af,“ seg-ir Ásdís.

Í Ferðamálaskólanum, sem er kvöldskóli, er lögð áhersla á gott samstarf við atvinnulífið. Gestafyr-irlesarar sækja skólann heim og

farið er með nemendur í fyrir-tækjaheimsóknir og vettvangs-ferðir. Einnig er nemendum oft boðið að sækja ráðstefnur og ferðakynningar, m.a. á hina víð-frægu ITB ferðakaupstefnu sem er árlega í Berlín.

Hagnýtt leiðsögunám

Leiðsöguskólinn var stofnaður árið 1976. Í byrjun var leiðsögunám nokkurra vikna námskeið en er í dag eins árs starfsnám. Leiðsög-unám er hagnýtt og tekur mið af ólíkum þörfum ferðaþjónustunnar í takt við breytt ferðamynstur ferða-manna. Markmið námsins er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið.

Kennsla í Leiðsöguskólanum hefst í ágúst og henni lýkur í lok maí. Kennt er á kvöldin, þrjú kvöld í viku. Á hvorri önn er farið í nokkr-ar vettvangs- og æfingaferðir og lýkur náminu með 5-6 daga vett-vangsferð þar sem nemendur samþætta þekkingu sína og æfa sig í að leiðsegja hver öðrum.

62 | Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs

Miðstöð náms í ferðagreinum

Kópavogur hefur fram til þessa ekki verið þekktur ferðaþjónustubær, þótt raunar séu nokkur hótel og gistihús starfrækt í bænum, en á því er að verða breyting. Sívaxandi ferðamannastraumur til landsins skapar skil-yrði fyrir því að í Kópavogi verði tekið á móti fjölda erlendra gesta.

„Við höfum unnið að því í nokkurn tíma að vekja athygli fjárfesta á þeim tækifærum sem eru í uppbyggingu ferðaþjónustu í

Kópavogi, ekki síst í uppbyggingu hótel- og gistirýmis. Við erum með svæði sem eru með alla þá innviði sem þarf til að vera spennandi kostur fyrir aðila í hótelbransan-um. Get ég nefnt sem dæmi Auðbrekku-svæðið. Þar eru fjöldi verslana og veitinga-staða, Kópavogslaugin er steinsnar frá, það tekur rúmar 10 mínútur að fara með strætó frá Hamraborginni í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem það er einstaklega falleg göngu-

og hjólaleið frá Auðbrekku inn í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri skapast einnig fyrir áhugaverðan uppbyggingarkost á Kársnesi þegar göngu- og hjólabrú kemur yfir Foss-vog en þá er Kársnesið allt í einu aðeins steinsnar frá miðborg Reykjavíkur, Háskóla-svæðinu öllu, Landspítala og fyrirhugaðri samgöngumiðstöð þar við hliðina,“ segir Ás-hildur Bragadóttir hjá Markaðsstofu Kópa-vogs. Hún vinnur að því að bæta skilyrði fyr-

ir þennan nýja vaxtarsprota íslensks at-vinnulífs.

Áshildur bendir á að Smárinn komi til með að styrkjast enn frekar sem miðja höfð-uðborgarsvæðisins, með enn betri almenn-ingssamgöngum og ótrúlega styrkum inn-viðum verslunar- og þjónustu. Ekki sé spurning hvort heldur hvenær við sjáum hótelum fjölga á því svæði.

Ásdís Vatnsdal.

Feðgarnir Stefán Aðalsteinsson og Aðalsteinn Gíslason reka íbúða-hótel við Hamraborg 7 í Kópavogi. Þeir opnuðu það í fyrra og hafa stækkunarmöguleika á jarðhæð-inni og ætla að nýta sér það í haust.

„Þetta sumar lítur út fyrir að ætla að verða enn betra en í fyrra og það sumar fór fram úr björtustu vonum,“ segir Stefán og er hæst-ánægður með staðsetninguna í Kópavogi. „Við erum þægilega ná-lægt samgönguæðum og menn-ingarhúsin eru hér rétt við okkur.“ Þeir feðgar hafa verið í bygginga-bransanum saman og reka líka íbúðahótel í Reykjavík sem heitir

Welcome apartements við Vatns-stíg. „Þetta er lítið fjölskyldufyrir-tæki og það er mjög skemmtilegt

að taka þátt í uppgangi þessa nýja atvinnuvegar okkar Íslendinga,“ segir Stefán.

Nýlega hófst rekstur hótels í Hamraborginni og er stækkun þess fyrirhuguð í haust.

Fjölskyldurekið íbúðahótel í Hamraborg

Gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu

Vettvangsferð vorið 2015.

Page 63: Afmælisblað Kópavogs 2015

Miðjan - Afmælisblað Kópavogsbæjar og Markaðsstofu Kópavogs | 63

Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland#LindexIceland

Toppur,

2995,-

Page 64: Afmælisblað Kópavogs 2015

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM

Góða skemmtun

Við hefjum afmælisgleðina kl. 14 með afmælisköku og skemmtiatriðum. Líttu við og fagnaðu með okkur!

kl. 14 Afmæliskaka og kaffi

kl. 15 Töfrahetjurnar Einar Mikael og Viktoría

kl. 14-17 Andlitsmálning fyrir krakkana

kl. 14-17 Blöðrulistamenn gefa blöðrudýr

Þér er boðið í afmæli!

Við óskum Kópavogi innilega til hamingju með 60 ára afmælið og bjóðum til afmælisveislu hjá okkur í Smáralind þann 9. maí.