51
Kennaraháskóli Íslands Apríl 2008 Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum honum til jarðar Skýrsla 1 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl, Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Eygló Björnsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir og Þórunn Reykdal. Ritstjórn: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

Kennaraháskóli Íslands

Apríl 2008

Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum honum til jarðar

Skýrsla 1

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl,

Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Eygló Björnsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir og Þórunn Reykdal.

Ritstjórn: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Page 2: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

2

Ritstjórn: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

© Höfundar: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl, Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Eygló Björnsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Þórunn Reykdal

Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum honum til jarðar GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða. Skýrsla 1. Símenntun – rannsóknir – ráðgjöf 2008

ISBN 978-9979-793-86-1

Page 3: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

3

Formáli GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða (e. ActionESD – Educational action for sustainable development) er rannsóknar- og þróunarverkefni unnið við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samstarfi við nokkra aðra háskóla á árunum 2007–2010. Starfsfólk háskólanna og doktors- og meistaranemar taka þátt í verkefninu. Unnin verða sex þróunarverkefni í samstarfi við skóla á öllum skólastigum. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Umhverfis- og orkurannsóknarsjóði Orkuveitu Reykjavíkur.

Markmið verkefnisins er annars vegar að efla rannsóknir á menntun til sjálfbærni og hins vegar að finna leiðir til að efla menntun til sjálfbærni á Íslandi. Spurt er: Hvers konar menntun vísar veginn að sjálfbærni? Gefnar verða út rannsóknarskýrslur og upplýsingarrit um þróunarverkefnið, en auk þess birtar greinar og flutt erindi.

Skýrsla sú sem hér birtist, Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum honum til jarðar, er greining og túlkun á gildandi stefnu ríkis, sveitarfélaga, kennarasamtaka og frjálsra félagasamtaka um menntun til sjálfbærrar þróunar. Hún er ætluð til stuðnings þeim sem taka þátt í þróunarverkefninu og öðrum sem vilja kynna sér hvað er að baki hugmyndum um menntun til sjálfbærni.

Rannsóknarhópurinn vinnur að tveimur öðrum úttektum. Í annarri þeirra, sem ber heitið Teikn um sjálfbærni – menntun byggð á reynslu skóla og samfélags er dregin saman þekking um stöðu menntunar til sjálfbærrar þróunar á Íslandi. Sjónum er beint að þróun umhverfismenntar á alþjóðlegum og innlendum vettvangi og athugað hvernig margvíslegt þróunarstarf og þekking á ólíkum sviðum í skólum og hjá stofnunum í samfélaginu getur nýst á leið okkar til aukinnar sjálfbærni í íslensku samfélagi.

Hin úttektin felst í því að rannsaka hugmyndir kennara og nemenda um sjálfbæra þróun.

Einnig eru gefin út tvö smárit, annars vegar Upplýsingar um rannsóknar- og þróunarverkefnið GETU 2007–2010 og hins vegar þýtt rit sem ber heitið Gæðaviðmið skóla fyrir menntun til sjálfbærrar þróunar. Vefsíða verkefnisins er http://www.khi.is/geta

Þátttakendur í rannsóknar- og þróunarverkefninu veturinn 2007–2008 voru Allyson Macdonald, Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Eygló Björnsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl, Stefán Bergmann, Steinunn Geirdal, Svanborg Rannveig Jónsdóttir og Þórunn Reykdal.

Verkefnisstjórar þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við gerð skýrslunnar.

Reykjavík 31. mars 2008

Allyson Macdonald og Stefán Bergmann

verkefnisstjórar

Page 4: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

4

Efnisyfirlit Formáli...........................................................................................................................................................3 verkefnisstjórarEfnisyfirlit..............................................................................................................................3 Efnisyfirlit ......................................................................................................................................................4 Ágrip ..............................................................................................................................................................5 Overview ........................................................................................................................................................6 1. Stefna um sjálfbæra þróun og framkvæmd.................................................................................................7

1.1 Stoðir hugtaksins sjálfbær þróun .................................................................................................................................................7 1.2 Áratugur Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar...........................................................................................9 1.3 Hugtök: Geta til aðgerða og alheimsvitund ...............................................................................................................................10 1.4 Íslensk löggjöf............................................................................................................................................................................12 1.5 Hvað er menntun til sjálfbærrar þróunar og hvar á hún heima? ................................................................................................12

2. Menntun til sjálfbærrar þróunar í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla ................................. 14 2.1 Greiningarlykill ........................................................................................................................................................................14 2.2 Verklag og gögn........................................................................................................................................................................15 2.3 Greining og túlkun ...................................................................................................................................................................16 2.4 Er boðskapurinn um sjálfbærni skýr í námskránum? ..............................................................................................................27

3. Stefnumörkun sveitarfélaga og félagasamtaka á Íslandi .......................................................................... 29 3.1 Skólastefna fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins ................................................................................................................29 3.2 Staðardagskrá 21 hjá sveitarfélögunum.....................................................................................................................................33 3.3 Kennarasamband Íslands ..........................................................................................................................................................36

3.3.1 Almennur hluti skólastefnunnar ..............................................................................................................................36 3.3.2 Stefna samtakanna varðandi einstök skólastig.......................................................................................................37

3.4 Umhverfisverndarsamtök ..........................................................................................................................................................38 3.5 Önnur félagasamtök .................................................................................................................................................................40

3.5.1 Rauði krossinn.............................................................................................................................................................40 3.5.2 Skátahreyfingin............................................................................................................................................................41 3.5.3 Amnesty........................................................................................................................................................................41 3.5.4 Alþýðusamband Íslands ............................................................................................................................................42

3.6 Stuðnings má vænta frá sveitarfélögum og félagasamtökum........................................................................................................42 4. Efla ber menntun til sjálfbærrar þróunar.................................................................................................. 43 5. Heimildir.................................................................................................................................................. 46

Fræðilegt efni og skýrslur .................................................................................................................................................................46 Skjöl til greiningar...........................................................................................................................................................................47

Lög og námskrár....................................................................................................................................................................47 Stefnuskjöl sveitarfélaga .......................................................................................................................................................48 Gögn um félagasamtök ........................................................................................................................................................49

Myndaskrá ................................................................................................................................................... 51

Page 5: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

5

Ágrip Tilgangur þessarar skýrslu er fyrst og fremst tvíþættur: Annars vegar er hún greining og túlkun á því hvort og hvernig ákvæði um menntun til sjálfbærrar þróunar felist í gildandi stefnu ríkis, sveitarfélaga, kennarasamtaka og frjálsra félagasamtaka. Hins vegar er hún efniviður fyrir starfið í rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða og fyrir fræðigreinar og fyrirlestra á ýmsum vettvangi.

Hugtakið menntun til sjálfbærrar þróunar er ekki tamt í skólamálaumræðu hér á landi. Í skýrslunni er því skoðuð merking hugtaksins, bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Í einfaldasta skilningi má líta á menntun til sjálfbærrar þróunar sem útvíkkun á hefðbundinni umhverfismennt með því að leggja sérstaka áherslu á þátttöku og getu til aðgerða. Skilningur á því að víkka þurfi sjónarhornið hefur hins vegar vaxið, bæði til að skilja málefnin betur og til að huga að aðgerðum. Taka þarf mið af félagslegri og efnahagslegri ábyrgð, lýðræði, kynjajafnrétti, lýðheilsu, alheims- og alþjóðavitund og fjölmenningarlegum aðstæðum þegar unnið er að sjálfbærni.

Í skýrslunni eru dregnir saman þeir þættir í skráðri menntastefnu íslenska ríkisins sem geta stuðlað að vitund um gildi sjálfbærrar þróunar en jafnframt aukið getu barna og unglinga – nemenda í skólum – til virkrar þátttöku í ákvörðunum. Í fyrsta lagi var farið yfir opinbera stefnumótun, bæði alþjóðlega og íslenska ríkisins. Í öðru lagi var farið yfir aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla með sérstökum greiningarlykli með það fyrir augum að sjá hvort og hvernig menntun til sjálfbærrar þróunar væru gerð skil. Loks var stefnumótun sveitarfélaga, samtaka kennara og annarra félagasamtaka skoðuð, með hið sama í huga og þegar aðalnámskrárnar voru lesnar.

Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla gefa tilefni til þess að auka áherslu á menntun til sjálfbærrar þróunar. Á hinn bóginn koma hugtökin og orðasamböndin sjálfbærni, sjálfbær þróun og menntun til sjálfbærrar þróunar ekki oft fyrir í námskránum heldur þarf að lesa námskrárnar sérstaklega með það í huga að finna hugmyndirnar sem vísa veginn í átt til sjálfbærni. Skólar á öllum skólastigum, sem bera ábyrgð á því að útfæra stefnu ríkisins í skólanámskrám, þurfa því að hafa fyrir því að finna hana og túlka. Fagfólk í skólum getur sótt stuðning út í samfélagið, svo sem til staðardagskrár 21, sérstakrar skólastefnu margra sveitarfélaga, stefnu fagsamtaka kennara og starfs og stefnu ýmissa frjálsra félagasamtaka.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2005–2014 sem áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar og ríkisstjórn Íslands hefur skilgreint sjálfbæra þróun í stefnuritinu Velferð til framtíðar. Til að uppfylla markmið um menntun til sjálfbærrar þróunar þurfa börn og unglingar að fá tækifæri til þátttöku í verkefnum sem stuðla að sjálfbærni. Rannsóknar- og þróunarverkefnið GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða er framlag til þess.

Page 6: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

6

Overview This report has two main purposes: On the one hand it is an analysis of the current policy towards education for sustainable government of the Icelandic state, municipalities, professional teacher organizations, and non-governmental organizations. On the other hand, the report serves as material for further work in the research and development project entitled ActionESD (Educational action for sustainable development) and for articles and lectures.

The concept education for sustainable development is not well known in Icelandic education policy discourse. Education for sustainable development has its roots in traditional environmental education enhanced with an emphasis on participation and action competence. Increasingly we have come to understand that we need to take a wider perspective both to understand the issues arising and possible actions. Social and economic responsibility, democracy, gender equality, public health, global awareness, and multicultural environments must all be taken into account.

The reports identifies key factors in the education policy of the Icelandic state that can increase awareness about the importance of sustainable development, and also those that can increase the action competence of children and teenagers. To begin with, the official policy of the state as well as the international policy of the United Nations was analyzed. Secondly, the official state curriculum for early childhood, primary, and secondary schools was analyzed with a specific seven item key to see whether and how education for sustainable development was dealt with. Lastly, the policy of the municipalities, teachers’ professional organizations, and other non-governmental organizations was analyzed similarly as the curriculum.

The main finding of the study is that the curriculum for early childhood, primary, and secondary schools in Iceland gives opportunities for an increased emphasis on education for sustainable development. The concepts and phrases sustainability, sustainable development, and education for sustainable development are not often found in the curriculum documents, which must be read with care in order to identify the ideas that point towards sustainability. The schools at all school levels – early childhood, primary, and secondary – are themselves responsible for putting the policy into action in the school curriculum, and they must know how to interpret sustainability in the respective curriculum for that level. Teachers and professionals in schools can expect support from society, such as from Local Agenda 21 documents, a specific school policy of many municipalities, the policy of teachers’ professional organizations, and from environmental and many other civil society organizations.

The United Nations have declared the decade 2005–2014 as the Decade of Education for Sustainable Development and the Icelandic government has defined sustainable development and education for that purpose in the document Welfare for the future. For these goals to be fulfilled, guided educational action is needed so that children and teenagers have the opportunity to participate in education for sustainability.

Page 7: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

7

1. Stefna um sjálfbæra þróun og framkvæmd Sjálfbær þróun – Sjálfbært samfélag. Þessi orðasambönd heyrast æ oftar og úr öllum mögulegum áttum. Alþjóðastofnanir, ríkisstjórn Íslands, sveitarfélög, stjórnmálaflokkar og félagasamtök nota hugtök um sjálfbærni. Róttækir náttúruverndarsinnar gagnrýna álverksmiðjur og stórar virkjanir fyrir að vera ekki sjálfbær rekstur á sama tíma og álfyrirtækin taka þátt í að móta stefnu um sjálfbæra þróun og sjálfbær samfélög. Við þetta vakna margar spurningar: Hversu vel skiljum við hugtakið? Skilja allir það með sama hætti? Eru vaxandi vinsældir þess til marks um aukinn skilning? Er sjálfbærni einhvers konar svartur kassi með upplýsingum sem aldrei verða notaðar nema eitthvað alvarlegt hendi? Er sjálfbær þróun hið sama og sjálfsþurftarbúskapur?

Íslenska ríkið hefur mótað stefnu um sjálfbæra þróun. Sú stefna birtist í alþjóðlegum samningum, löggjöf og skýrslum og er í samræmi við markmið alþjóðastofnana sem við störfum með. Þessari stefnu þarf að hrinda í framkvæmd en til þess þarf hún að vera vel kynnt í skólakerfinu. Fjármagn er einn þeirra þátta sem miklu getur skipt við framkvæmd hennar. Þekking skólafólks á markmiðum sjálfbærrar þróunar, framtíðarsýn þess og reynsla af margvíslegu þróunarstarfi eru þó þeir þættir sem skipta sköpum um útfærslu stefnunnar.

Í kaflanum er fjallað um uppruna hugtaksins sjálfbær þróun, sagt frá áratugi Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar, útskýrð helstu hugtök og rætt um hvaða menntunarhefðir og aðferðir geta stuðlað að slíkri menntun. Kaflanum er ætlað að setja umfjöllun í námskrám og öðrum opinberum gögnum, jafnt stjórnvalda sem annarra, í samhengi við alþjóðlega og innlenda stefnu. Honum er líka ætlað að skýra hugtök sem við teljum mikilvæg til að geta unnið að markmiðum um sjálfbært samfélag.

1.1 Stoðir hugtaksins sjálfbær þróun Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær dragi sem minnst úr möguleikum fólks í framtíðinni. Í þessum skilningi er sjálfbær þróun bæði nýtt og gamalt fyrirbrigði. Sem hugtak og sérstök stefna á sjálfbær þróun sér ekki langa sögu, hvorki í

1. mynd. Horft út um glugga í Fellaskóla í Reykjavík

Page 8: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

8

alþjóðlegu né innlendu samhengi. En ef litið er til baka sést að margt var gert áður fyrr sem fellur ágætlega að markmiðum um sjálfbæra þróun. Þannig einkenndist sjálfsþurftarbúskapur að mörgu leyti af því að hugsað var til framtíðar; bændurnir þurftu að gæta þess að borða ekki útsæðið og setja á vetur bestu gimbrarnar til að búskapurinn gæti vaxið og dafnað. Og snemma á síðustu öld hófu Íslendingar aðgerðir til að stuðla að endurheimt landgæða, til dæmis með landgræðslu.

Hugtakið sjálfbær þróun breiddist fyrst út á níunda áratug síðustu aldar, ekki síst með skýrslunni Sameiginleg framtíð vor sem kom út í júní 1987. Þetta rit var skýrsla heimsnefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- og þróunarmál. Hugtakið sjálfbær þróun festist síðan betur í sessi eftir ráðstefnu þjóðarleiðtoga um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992 (Umhverfisráðuneytið, 1991; 2002). Í gögnum sem við skoðuðum er orðasambandið sjálfbær þróun oftast notað en einnig er til orðið sjálfbærni. Við gerum ekki sérstakan greinarmun á hugtökunum sjálfbær þróun og sjálfbærni eða orðasamböndunum menntun til sjálfbærni og menntun til sjálfbærrar þróunar.

Mikilvægt er að leggja áherslu á að sjálfbær þróun er þróun en ekki stöðnun, framfarir en ekki afturför. Það sem þó er líklega nýtt og róttækt við sjálfbæra þróun samanborið við þá þróun efnahags og samfélags, sem átti sér stað á 20. öld, er gagnrýnni afstaða til þess hvað eru framfarir að teknu tilliti til möguleika afkomenda okkar. Þannig er sjálfbær þróun byggð á þremur stoðum: efnahagsvexti, félagslegri velferð og jöfnuði, og vernd umhverfisins. Sá skilningur á sjálfbærri þróun sem er áberandi í umræðunni er skilningur umbótasinna sem vilja koma á jafnvægi milli efnahagsvaxtar, félagslegrar velferðar og jöfnuðar og verndunar umhverfisins, samanber 2. mynd. Aðrir skilja þetta með róttækari hætti og telja að sjálfbær þróun feli í sér að ná efnahagslegri velferð og samfélagslegu réttlæti innan vistfræðilegra takmarka jarðarinnar, samanber 3. mynd. Þessi skilningur gerir ráð fyrir mjög heildstæðri sýn gagnvart sjálfbærri þróun (Huckle, 2006).

Fyrst í stað var talað um þessar stoðir sem þrjá aðskilda þætti og margir tengdu hugtakið eingöngu við umhverfisvernd, í skólum við umhverfismennt. Smám saman hefur skilningur fólks á hugtakinu breyst og nú er litið svo á að sjálfbær þróun sé ofin úr þáttum sem ber að vinna að samtímis. Fyrir skólastarf þýðir þetta áherslubreytingu þannig að kennarar með sérþekkingu úr mismunandi greinum þurfa að vinna saman og móta ný viðfangsefni, jafnvel nýjar námsleiðir.

2. mynd. Skilningur umbótasinna á

sjálfbærri þróun.

3. mynd. Róttækur skilningur á sjálfbærri

þróun.

Page 9: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

9

Íslensku orðin sem við notum hér um stoðirnar þrjár eru sótt í stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun sem birt er í ritinu Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020 (Umhverfisráðuneytið, 2002). Unnið var eftir stefnunni í nokkur ár og hún síðan birt endurskoðuð í Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2006–2009 (Umhverfisráðuneytið, 2007). Lítil breyting varð þó á kaflanum um menntun. Á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar eru notuð ensku orðasamböndin environmental integrity, economic viability og a just society for present and future generations (UNESCO, e.d., Objectives and strategies). Okkur virðist hér vera nokkur blæbrigðamunur þar sem minni andstæða sýnist vera á milli orðanna integrity (heilleiki, óskert ástand) og viability (lífvænleiki, það sem er raunhæft) en orðanna vernd og vöxtur (sjá Ensk-íslenska orðabók, 1984). Gott er að hafa öll þessi orð og blæbrigði þeirra í huga þegar fengist er við menntun til sjálfbærrar þróunar.

1.2 Áratugur Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar

þróunar Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa skilgreint áratuginn 2005–2014 sem áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar. Markmið áratugarins er að koma grundvallarsjónarmiðum, gildum og venjum sjálfbærrar þróunar að á öllum sviðum menntunar og hefur Menningarmálastofnun SÞ (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization, skammstafað UNESCO) forystu fyrir hönd SÞ um það viðfangsefni.

Tilgangur þess að taka frá heilan áratug undir þessum formerkjum er sá að vinna jöfnum höndum að öllum gildum sem felast í sjálfbærri þróun og auka skilning skólafólks á sjálfbærni. Markmiðið er að breyta viðhorfum og hegðun fólks þannig að samfélögin verði sjálfbærari og réttlátari fyrir alla. Ríkisstjórnum aðildarlanda er ætlað að auka almenna vitund og þátttöku í aðgerðum með samvinnu við skóla, félagasamtök og hagsmunaaðila.

Sérstök áhersla er lögð á að stuðla að umræðum um hvað sjálfbær þróun merki í hverju samfélagi og að menntun og nám gegni þýðingarmiklu hlutverki við að koma henni á (UNESCO, e.d., Objectives and strategies). Þetta skapar í senn vanda og tækifæri. Vandinn felst í því að UNESCO leggur ekki fram einfalda staðlaða skilgreiningu á því hvað aðildarþjóðirnar skuli gera heldur margvísleg markmið og viðmið. Tækifærin felast í því að hvert og eitt samfélag þarf að skilgreina eigin viðfangsefni og framtíðarsýn um hvað sjálfbært samfélag felur í sér og hvers konar menntun geti stuðlað að þróun í átt til þess. Jafnframt leggur þessi víða nálgun á herðar okkar skyldur til að finna þá þræði sem tengja lönd saman.

Til að stuðla að menntun til sjálfbærrar þróunar leggur UNESCO sérstaka áherslu á fernt hjá aðildarríkjum SÞ: að auka aðgengi allra að grunnmenntun, að endurskilgreina þá menntun sem er til staðar í átt til sjálfbærni, að þróa almennan skilning og vitund, að sjá til þess að kennarar þjálfist í vinnubrögðum (UNESCO, e.d., Objectives and strategies).

Page 10: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

10

Eftirfarandi atriði er að finna í aðgerðaáætlun UNESCO:

að byggja upp sýn og stuðla að því að til séu talsmenn málaflokksins (e. vision-building and capacity)

að sjá um að til staðar sé ráðgjöf og að tryggja að þátttakendum finnist þeir eiga hlutdeild (e. consultation and ownership)

að efla samvinnu og byggja upp tengsl (e. partnership and networks) að byggja upp hæfni og að þjálfa (e. capacity-building and training) að stuðla að rannsóknum og nýjungum (e. research and innovation) að ýta undir notkun upplýsinga- og samskiptatækni (e. use of Information and Communication Technologies)

að sjá til þess að fram fari eftirlit og mat (e. monitoring and evaluation) (UNESCO, e.d., Objectives and strategies).

Þegar litið er á stefnumið áratugarins vekur athygli hversu fjölbreytt markmiðin eru. Þetta kemur meðal annars fram í afmörkun á lykilaðgerðastefjum sem eru átta talsins:

Kynjajafnrétti, lýðheilsa, umhverfi, þróun í dreifbýli, menningarlegur margbreytileiki, friður og öryggi, sjálfbær þéttbýlisþróun og sjálfbær neysla.

Auðvitað fléttast þessi lykilaðgerðastef saman á margvíslegan hátt og þau birtast með mismunandi hætti í ólíkum löndum. Þannig eru margvísleg mál er snerta lýðheilsu á öðru stigi í Afríku en á Íslandi og sama gildir um neysluna. Undirstef eru í sumum flokkunum: HIV/AIDS undir lýðheilsu, menntun í dreifbýli undir þróun í dreifbýli, stjórnarfar undir friði og öryggi og loks eru fjórir undirþættir undir umhverfi: vatn, loftslagsbreytingar, líffræðilegur fjölbreytileiki og varnir gegn vá (UNESCO, e.d., Key action themes).

1.3 Hugtök: Geta til aðgerða og alheimsvitund Meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru eins og áður hefur komið fram efnahagsvöxtur, félagsleg velferð og jöfnuður, og vernd umhverfisins. Mörg önnur hugtök sem ekki er sjálfsagt að falli undir almennu skilgreininguna á sjálfbærri þróun geta á hinn bóginn fallið undir hugtakið menntun til sjálfbærrar þróunar. Lykilhugtök sem við gerum skil hér eru geta til aðgerða og alheimsvitund.

Hugtakið geta til aðgerða er þýðing á erlendu hugtaki, action competence (Jensen og Schnack, 1997; sjá einnig Breiting og Mogensen, 1999; Lundegård og Wickman, 2007; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2007). Action competence mætti þýða á fleiri vegu. Þannig eru orðin „aðgerðahæfni“ eða „aðgerðavilji“ beinni þýðingar en geta til aðgerða og nákvæmasta þýðingin er sennilega „geta og vilji til aðgerða“. Okkur þykir sú þýðing of stirð í notkun og höldum okkur því við „getu til aðgerða“.

Geta til aðgerða felur í sér þjálfun nemenda, það er barna og unglinga, í lýðræðislegum vinnubrögðum og áhuga og vilja til að taka þátt í samfélaginu. Í þessu samhengi ber að skilja „aðgerðir“ sem fjölbreytilegar aðgerðir, hegðun og venjur en einnig er mikilvægt að stuðla að meðvitund um tilgang þess að breyta hegðun sinni.

Dönsku fræðimennirnir Jensen og Schnack (1997) benda á að áhersla á að stuðla að getu til aðgerða í skólum feli í sér breytingar á hefðbundinni umhverfisfræðslu og nefna fjögur atriði sem

Page 11: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

11

þeir telja að þurfi úrbóta við. Í fyrsta lagi hafi ekki reynst nægilegt að nemendur fái vísindalega fræðslu um umhverfisvanda því það hafi ekki gert þá færa um að takast á við félagslega hlið vandans. Í öðru lagi hafi áhersla á að stuðla að atferlisbreytingum út frá siðrænum boðskap ekki leitt til nægilega djúpstæðs skilnings á því hvers vegna er nauðsynlegt að breyta. Þetta má skilja þannig að ekki eigi að stuðla að samviskubiti heldur skilningi, hann muni fremur stuðla að breytingum til frambúðar. Í þriðja lagi að áhersla á fræðilega vídd viðfangsefnanna hafi dregið úr áherslu á hagnýta vídd þeirra. Í fjórða lagi hafi áhersla á að búa til sérstök verkefni fyrir nemendur, jafnvel í formi hlutverkaleikja, leitt til krafna um að nemendurnir fái að taka þátt í því sem er að gerast utan veggja skólanna.

Sænsku fræðimennirnir Iann Lundegård og Per-Olof Wickman (2007) leggja sérstaka áherslu á að þjálfun getu til aðgerða feli í sér að þróa hæfni til að takast á við ágreiningsefni í samfélaginu.

Lykilatriði í skilgreiningu á getu til aðgerða er möguleiki nemenda til að taka þátt í ákvörðun viðfangsefna. Þetta merkir að eitt af okkar viðmiðum við lestur stefnuskjala er hvort við sjáum teikn um hvort nemendum er ætluð slík þátttaka. Slík teikn eru ekki endilega til marks um skilning á hugtakinu geta til aðgerða heldur vísbendingar um að hægt sé að stuðla að getu til aðgerða innan skólakerfisins eins og það er. Áhugi á lýðræðislegri þátttöku er alls ekki bundinn við þá sem hafa áhuga á menntun til sjálfbærrar þróunar og það eykur möguleika á því að stuðla að getu til aðgerða út frá hugmyndum um sjálfbærni.

Af sjónarhóli menntunar til sjálfbærrar þróunar eru spurningar eins og þessar mjög mikilvægar:

Hvernig viljum við að samfélagið þróist? Hvernig getur sjálfbær þróun bætt lífsskilyrði karla og kvenna, barna og fullorðinna, fólks í dreifbýli og þéttbýli?

Það er verkefni kennara og nemenda á hverjum stað að móta fleiri viðfangsefni í þessum anda.

Hugtakið alheimsvitund á sér samsvörun í hugtakinu global awareness og kjörorðinu think globally – act locally sem mætti þýða sem hugsum á heimsvísu – tökum til heima. Við höfum reyndar ekki gert fyllilega upp við okkur hver sé besta þýðingin eða aðlögunin á hugtakinu global awareness. Orðið alþjóðavitund er notað í námskrám og í skýrslunni notum við orðin alheimsvitund og alþjóðavitund eftir samhengi.

Alheimsvitund og aðgerðir heima fyrir tengjast rækilega. Þannig telja Rauch og Steiner (2006) að alheimsvitund felist ekki síst í áhuga á menningu og umhverfi hvarvetna í heiminum en jafnframt í aðgerðum á heimaslóð. Hnattvæðingin og áhrif hennar á fjölskyldu- og heimilislíf undirstrikar mikilvægi alheimsvitundar (sjá einnig Carrington, 2001; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2006a, 2006b). Með sama hætti og hvað varðar getu til aðgerða munum við leita að teiknum um alheimsvitund í aðalnámskrám og öðrum stefnuskjölum.

Ef við drögum þetta saman sýnist okkur að erlendir sem innlendir fræðimenn, sem fjalla um sjálfbæra þróun og menntun sem stuðlar að henni, undirstriki mikilvægi þess að þróun eða samfélög verði aldrei sjálfbær fyrr en hugað hefur verið að stjórnarfarinu. Áherslan á getu til aðgerða og alheimsvitund er til að undirstrika að skólar þurfi að kenna nemendum viðhorf og vinnubrögð sem gera þá færa um að taka þátt í lýðræðislegu starfi; öðruvísi verði ekki um félagslega velferð og jöfnuð að ræða.

Page 12: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

12

1.4 Íslensk löggjöf Við höfum farið yfir gildandi lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla með áorðnum breytingum (Lög um leikskóla, 1994; Lög um grunnskóla, 1995; Lög um framhaldsskóla, 1999) ásamt stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun sem birtist í Velferð til framtíðar (Umhverfisráðuneytið, 2002; 2007). Við höfum fyrst og fremst skoðað markmiðsgreinar laganna með hliðsjón af því hvernig þær styrkja viðleitni til menntunar til sjálfbærrar þróunar.

Eitt meginmarkmið íslenskra skóla er að mennta ábyrga og þroskaða einstaklinga til að starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Skólunum er einnig ætlað að stuðla að velferð barna og unglinga og þeir eiga að hafa jafnrétti að leiðarljósi. Þannig eiga leikskólar að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna og framhaldsskólar eiga að kenna unglingum að njóta menningarlegra verðmæta og búa þá undir störf í atvinnulífinu og frekara nám, svo að dæmi séu tekin. Að minnsta kosti ein nýlegra lagabreytinga gæti verið vísbending um áherslu á menntun til sjálfbærrar þróunar, það er að í heiti námskrár grunnskóla um náttúrufræði hefur orðinu umhverfismennt verið bætt við (Lög um breytingu á lögum nr 66/1995, um grunnskóla, 2006).

Í Velferð til framtíðar er fremur stuttur kafli um menntun til sjálfbærrar þróunar þar sem reyndar er notað hugtakið umhverfismennt. Þar kemur fram að umhverfismennt eigi að fara fram á öllum skólastigum. Bent er á að eitt af námssviðum leikskóla samkvæmt aðalnámskrá sé náttúra og umhverfi. Um grunnskóla er vísað til þess að fjallað sé um umhverfismál og sjálfbæra þróun í náttúrufræði, samfélagsgreinum – einkum landafræði – heimilisfræði og lífsleikni. Fram kemur að lögð sé áhersla á að efni þessara námssviða tengist samspili manns og náttúru, til dæmis að einstaklingar sem neytendur tileinki sér hollar lífsvenjur. Um framhaldsskóla er til þess vísað að margir bjóði upp á valnámskeið og eru slík námskeið skilgreind í aðalnámskrá. Og um háskóla er vísað til þess að þeir séu sjálfir ábyrgir fyrir eigin námskipan.

Við teljum að þótt hugtakið umhverfismennt sé notað í Velferð til framtíðar sé eðlilegt, miðað við áherslur ritsins, að líta svo á að þar sé í rauninni lýst menntun til sjálfbærrar þróunar. Kaflinn, sem um ræðir, var ekki endurskoðaður í annarri útgáfu ritsins sem er athyglisvert í ljósi áratugar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra menntun. Sömuleiðis er eftirtektarvert að í nýlega breyttri löggjöf um grunnskóla er notað hugtakið umhverfismennt. Við teljum þó að umhverfismenntin eins og henni er lýst í Velferð til framtíðar feli í sér hluta af áherslum menntunar til sjálfbærrar þróunar. Við teljum því að gildandi stefna gefi möguleika til að víkka sjónarhorn þeirra námsgreina sem fyrir eru í aðalnámskrá.

1.5 Hvað er menntun til sjálfbærrar þróunar og hvar á hún heima? Af því sem fram er komið er ljóst að menntun til sjálfbærrar þróunar er ekki bundin við eina námsgrein úr hópi hefðbundinna greina heldur er hún samfaglegt (e. cross-curricular, d. tværfaglig) viðfangsefni eða sjónarhorn til menntunar. Með hugtakinu samfaglegt viðfangsefni er átt við viðfangsefni sem öllum kennurum er ætlað að sinna, óháð námsgrein eða aldri nemenda.

Ljóst er að þegar leitað er að efni í námskrám um sjálfbæra þróun verður fyrst fyrir að kanna umhverfismenntarskrána en það þarf að leita víðar því sjónarhornin eru fleiri. Þannig er til dæmis lögð talsverð áhersla á borgaramennt og neytendafræðslu í Velferð til framtíðar

Page 13: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

13

(Umhverfisráðuneytið, 2007, 12). Bæði borgaramennt (e. civic education, citizenship education) og neytendafræðsla (e. consumer education) eiga sér sögu sem sjálfstæð sjónarhorn til menntunar. Ýmis önnur slík viðfangsefni eru oft nefnd til sögunnar þegar fjallað er um menntun til sjálfbærrar þróunar, svo sem friðarfræðsla (e. peace education), heimspeki með börnum (e. philosophy with children), heilbrigðisfræðsla (e. health education), fræðsla um alþjóðamál (e. global education), þróunarfræðamenntun (e. development education), fjölmenningarfræðsla (e. intercultural education, multi-cultural education) og mannréttindafræðsla (e. human rights education) (sjá t.d. Breiting, Mayer og Mogensen, 2005; Chatzifotiou, 2006; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2007; sjá líka UNESCO, e.d., Key action themes). Slíkur listi getur þó aldrei orðið tæmandi heldur sýnir upptalningin að menntun til sjálfbærrar þróunar tengist margvíslegum sviðum sem öll stuðla að því að þjálfa lýðræðisleg vinnubrögð og vekja áhuga og vilja til að taka þátt í samfélagi nær og fjær.

Af þessu má sjá að menntun til sjálfbærrar þróunar er ekki auð-afmarkanlegt fyrirbrigði með algildri skilgreiningu. Robinson (2004, sjá Kemp og Martens, 2007) heldur því fram að sérhver tilraun til að skilgreina hugtakið nákvæmlega muni leiða til þess að útiloka þau sjónarmið sem ekki eru tekin með í skilgreininguna. Þetta undirstrikar þau sjónarmið sem hafa komið fram hér að framan að ágreiningur er þýðingarmikill í lýðræðisþróun. Þróun getur ekki talist sjálfbær nema út frá samfélagslegri sátt um hvað sé ósjálfbært og hvað séu framfarir í því samhengi. Augljóslega verður skilgreiningin ekki sú sama alls staðar ef taka á tillit til ólíkra aðstæðna. Hvernig viljum við sjá samfélagið þróast ef litið er til efnahags, umhverfis, félagslegrar velferðar og stjórnunarhátta?

Hópurinn sem vinnur að rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða hefur ákveðið að notfæra sér fimmtán gæðaviðmið skóla fyrir menntun til sjálfbærrar þróunar sem þau Breiting, Mayer og Mogensen tóku saman. Ritið er til á nokkrum tungumálum og er nú til í handriti á íslensku (Breiting, Mayer og Mogensen, 2008); það verður, eins og fram kemur í formála, gefið út á vegum rannsóknar- og þróunarhópsins. Gæðaviðmiðin eru árangur af starfi evrópsks skólanets á vegum Comenius-hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins. Þau eru byggð á rannsóknarskýrslum um grænfánaverkefni í þrettán löndum. Gæðaviðmiðin eru þrenns konar: Um gæði náms og kennslu, gæði skipulags skóla og gæði tengsla skóla út á við. Í lokakafla skýrslunnar gerum við grein fyrir því hvernig við teljum mögulegt að nýta ákvæði í skólastefnu og stefnu félagasamtaka til að uppfylla viðmið af þessum toga.

Page 14: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

14

2. Menntun til sjálfbærrar þróunar í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla

4. mynd. Málfundur nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Í þessum kafla er skýrt frá greiningu á aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla. Kaflinn hefst á útskýringu á greiningarlykli og verklagi við greininguna en meginhluti hans er samantekt á þeim ákvæðum og útskýringum í námskránum sem styðja viðleitni til menntunar til sjálfbærrar þróunar. Í lok kaflans er boðskapur námskránna í anda sjálfbærrar þróunar dreginn saman og ræddur.

2.1 Greiningarlykill Útbúinn var greiningarlykill til að finna þá þætti í námskrám sem gætu stuðlað að menntun til sjálfbærrar þróunar. Þar sem orðasambandið sjálfbær þróun kemur mjög sjaldan fyrir í námskránum leitum við að hugmyndum sem við teljum til marks um sjálfbæra þróun og því hvar við teljum vera svigrúm í námskrám til að vinna að markmiðum sjálfbærrar þróunar.

Við gerð greiningarlykilsins var tekið tillit til helstu skilgreininga og útskýringa sem fram koma hér að framan. Þannig höfum við fléttað inn í hann þremur helstu stoðum sjálfbærrar þróunar eins og hugtakið er útskýrt af íslenskum stjórnvöldum, þ.e. efnahagsvöxt, félagslega velferð og jöfnuð, og vernd umhverfisins. Stoðirnar þrjár og hugtökin sem þar koma fram mynda kjarna lykilsins en við leggjum að auki sérstaka áherslu á tvö hugtök sem við útskýrðum í I. kafla, þ.e. getu til aðgerða og alheimsvitund/alþjóðavitund. Og eftir skoðun á gögnum um áratug Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar ákváðum við einnig að hafa í lyklinum hugtökin lýðheilsu, fjölmenningu og framtíðarsýn.

Page 15: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

15

Við höfum gefið þáttunum þessar yfirskriftir:

1. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi 2. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega 3. Velferð og lýðheilsa 4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða 5. Jafnrétti og fjölmenning 6. Alheimsvitund/alþjóðavitund 7. Efnahagsþróun og framtíðarsýn

Greiningarlykillinn er tengill milli stefnu í víðara samhengi og þess hvernig hún er útfærð í því sem skólum og kennurum ber að fara eftir. Með honum er leitað að rökstuðningi fyrir því að skólum beri að sinna menntun til sjálfbærrar þróunar.

Við byggjum röð þáttanna sjö upp á tveimur meginsjónarmiðum. Annars vegar á því sjónarmiði að telja fyrst upp þá þætti sem okkur við upphaf greiningarvinnunnar virtist lögð mest áhersla á í námskrám og hins vegar flokkum við eftir röklegri röð þannig að efnisþættir sem tilheyra hverri stoð sjálfbærrar þróunar eru saman. Þannig teljum við þætti eitt og tvö tilheyra vernd umhverfisins. Við teljum þætti þrjú til sex tilheyra félagslegri velferð og jöfnuði og þætti sex og sjö tilheyra efnahagsvexti. Hin röklega röð ræðst einnig af því að við munum með aðstoð tveggja fyrstu þátta greiningarlykilsins draga saman mikilvæg efnisatriði námskráa er varða menntun til sjálfbærrar þróunar. Enda þótt okkur sýnist gildi, viðhorf, tilfinningar og þekking vera undirstaða menntunar til sjálfbærrar þróunar teljum við að þegar kemur að útfærslu slíkra grundvallarmarkmiða sé skynsamlegt að horfa einnig á þætti á borð við velferð og lýðheilsu eða jafnrétti og fjölmenningu og hvernig þeim eru gerð skil í námskrám.

2.2 Verklag og gögn Þegar þróunarstarf er undirbúið eru námskrár og stefnuskjöl lesin með það fyrir augum að finna í þeim ákvæði og markmið sem styðja starfið. Lestur okkar á námskránum miðaðist við að leita vísbendinga um anda eða boðskap sjálfbærrar þróunar því að við vissum að orðið sjálfbærni eða orðasambönd með því orði væru ekki á hverju strái. Greiningarlykillinn er tæki til að flokka, túlka og tengja við markmið stjórnvalda í stefnuskjölum öðrum en námskrám.

Námskrárhefti fyrir skólastigin þrjú, leik-, grunn- og framhaldsskóla, eru næstum tvö hundruð talsins en að sjálfsögðu voru þau ekki öll lesin.

Aðeins er eitt námskrárhefti fyrir leikskóla og var það lesið (Menntamálaráðuneytið, 1999a). Við fórum yfir nýja aðalnámskrá grunnskóla en almennur hluti hennar kom út í árslok 2006 (Menntamálaráðuneytið, 2006). Í Velferð til framtíðar (Umhverfisráðuneytið, 2002, 2007) er vísað í námskrár í náttúrufræði, lífsleikni, heimilisfræði og samfélagsgreinum (einkum landafræði) fyrir grunnskóla. Þegar gengið var frá þeirri stefnu var ekki búið að gefa út þá útgáfu aðalnámskrár grunnskóla sem við studdumst við. Ásamt almenna hluta aðalnámskrár grunnskóla skoðuðum við allar tólf greinanámskrárnar (Menntamálaráðuneytið, 2007a, b, c, d, e, f, g, h, i, j, k, l), fyrst þær sem vísað er á í Velferð til framtíðar, en eftir því sem leið á greiningarvinnuna sáum við mikilvægi þess að skoða þær allar. Við fundum mikið í sumum þeirra en fátt í öðrum.

Page 16: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

16

Þegar kom að framhaldsskólanum skoðuðum við fyrst almennan hluta aðalnámskrár framhaldsskóla frá 1999 (Menntamálaráðuneytið, 1999b), auk almenna hlutans frá 2004 sem fól meðal annars í sér samræmingu lýsinga á námsbrautum framhaldsskólans (Menntamála-ráðuneytið, 2004). Þessar námskrár eru báðar í gildi. Í Velferð til framtíðar eru ekki leiðbeiningar um í hvaða námskrám framhaldsskóla er að finna ákvæði um sjálfbæra þróun. Því var ákveðið að skoða sömu greinanámskrár og Velferð til framtíðar vísar í um grunnskólann, það er samfélagsgreinar, náttúrufræði og lífsleikni (Menntamálaráðuneytið, 1999c, 1999d, 1999e), en ekki er gefin út sérstök námskrá í heimilisfræði fyrir framhaldsskóla. Undir framhaldsskólann fellur bæði starfsnám og bóknám. Lítill kjarni er sameiginlegur nær öllum brautum. Hann tekur til íslensku, stærðfræði, erlendra mála og lífsleikni. Stúdentsbrautir skiptast í kjarna, kjörsvið og frjálst val. Kjörsviðin ráðast af því hvort nemandi hyggst ljúka stúdentsprófi af málabraut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut eða viðskipta- og hagfræðibraut. Reikna má með að finna megi umfjöllun og markmiðsgreinar sem falla undir menntun til sjálfbærrar þróunar í fleiri námskrám framhaldsskólans en þeim sem gafst tækifæri til þess að fara yfir. Sérstaklega hefði verið fróðlegt að fara yfir starfsnámsnámskrár með þetta efni í huga. Þess ber þó að geta að óháð námsbrautum taka langflestir nemendur framhaldsskólans áfanga í lífsleikni þar sem er töluverð umræða um efni sem fellur undir sjálfbæra þróun.

2.3 Greining og túlkun Hér á eftir gerum við grein fyrir þeim atriðum sem við fundum við greininguna. Við byggjum þetta þannig upp að fyrst er skýring á því sem við leituðum að eða flokkuðum undir viðkomandi fyrirsögn greiningarlykilsins en að því búnu er mat á hverjum þætti ásamt dæmum.

1. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi Við höfum kosið að byrja greininguna á því að leita að því hvernig námskrárnar fjalla um gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi vegna þess að þessir þættir eru að mörgu leyti bæði kjarni umhverfisverndar og umhverfisvitundar fólks.

5. mynd. Íslandskort eftir nemendur í Brúarásskóla

Page 17: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

17

Lykilstefin sem við fundum í námskrám skólastiganna þriggja eru ábyrgð gagnvart lífi og náttúru og að börn og unglingar læri að njóta náttúrunnar og virða, bæði vegna fegurðar hennar og eigin gilda, en einnig vegna mikilvægis hennar fyrir okkar tilveru. Þessi markmið eru orðuð með mismunandi móti en í flestum tilvikum er það blæbrigðamunur fremur en efnismunur.

Í aðalnámskrá leikskóla er lögð áhersla á að mikilvægt sé að vekja og viðhalda áhuga barna á náttúru og umhverfi, opna augu þeirra fyrir fegurð hennar og að þau læri að njóta, meta og virða náttúru og umhverfi sitt. Þá er tekið fram að hvetja eigi börn til að sýna mönnum, málleysingjum og náttúru ábyrgðarkennd.

Í nokkrum heftum aðalnámskrár grunnskóla, það er í almennum hluta, heimilisfræði, kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði, náttúrufræði og umhverfismennt og samfélagsgreinum, er áhersla lögð á að efla eigi siðferðisvitund og stuðla að ábyrgri umgengni við allt líf og umhverfi. Í lífsleikninámskrá fyrir grunnskóla er áhersla lögð á að nemendur þroski með sér skilning á hugtakinu sjálfbær þróun, geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar og verði þannig meðvitaðir um mikilvægi eigin framlags til að koma í veg fyrir og takast á við umhverfisspjöll. Í námskrá grunnskóla um náttúrufræði og umhverfismennt segir að mikilvægt sé að nemendur öðlist vilja til að lifa samkvæmt þessum áherslum. Þar og í landafræði fyrir 5.–10. bekk kemur fram mikilvægi þess að móta vistvænan heim. Nemendum á að gefast kostur á að kynnast og njóta nánasta umhverfis, skilja tengsl manns og umhverfis og þroska með sér virðingu fyrir náttúrunni. Í inngangi fyrir samfélagsgreinar fyrir 1.–4. bekk segir að markmiðið sé að flétta saman þekkingu, færni og tilfinningu barnsins svo það öðlist sífellt aukna vitund um samfélagið, umhverfið og söguna. Þar er nánar útskýrt að umhverfisvitund felist í að þekkja umhverfi, bera umhyggju fyrir því og að þróaðir séu hæfileikar til að greina samhengi mannlegra athafna og náttúru. Í námskrá um hönnun og smíði er lögð áhersla á að nemendur hafi skilning á því að við eigum ekki umhverfið heldur höfum það að láni. Hugmyndir í anda sjálfbærrar þróun eru þar með talsvert áberandi í aðalnámskrá grunnskóla.

Í aðalnámskrá framhaldsskóla er meðal annars fjallað um gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi í inngangi og lokamarkmiðum ýmissa greina, svo sem í náttúrufræði, félagsfræði, landafræði og sögu. Þar er fjallað um að efla skynjun nemenda á umhverfi sínu, stuðla að því að þeir umgangist það af ábyrgð og virðingu í anda sjálfbærrar þróunar. Enn fremur að nemendur læri að tefla saman sjónarmiðum sem takast á um varðveislu náttúru og menningarverðmæta annars vegar og um nýsmíð og hagnýtingu hins vegar. Athygli vekur að lýsingar skylduáfanga framhaldsskóla í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði og þrjár af fjórum í líffræði innihalda hvorki markmið um nýtingu náttúrunnar né viðhorf til hennar. Í áfangalýsingu um umhverfisfræði, sem er valáfangi og frekar sjaldan í boði, er þó fjallað um markmið og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Í vistfræðiáfanga, sem einnig er valáfangi en algengt val náttúrufræðibrautarnemenda, er lagt út frá notagildi vistfræðinnar fyrir umhverfismál og auðlindanýtingu en ekki rætt um viðhorf og tilfinningar. Eini skylduáfanginn á stúdentsbrautum þar sem finna má þætti, sem tengjast gildum, viðhorfum og tilfinningum gagnvart náttúru og umhverfi, er söguáfangi en þar er það á valdi kennarans hvort viðfangsefnið er valið.

Töluverð áhersla er á gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi í námskrám leik- og grunnskóla. Aftur á móti er lítið um þennan þátt í aðalnámskrá framhaldsskóla og athyglisvert

Page 18: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

18

að hann vantar að miklu leyti í áfangalýsingar náttúruvísinda. Helst er hann að finna í almennum lokamarkmiðum.

2. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega Við leituðum einkum að þekkingu sem er náttúrufræðilegs eðlis en einnig að þekkingu sem er félagsvísindalegs og tæknilegs eðlis, til dæmis að ákvarðanir sem teknar eru í dag geta haft áhrif á náttúrunýtingu í framtíðinni. Undir þekkingarliðinn fellur þónokkurt efni og við tökum aðeins fá sýnishorn.

Áhersla er lögð á það í öllum námskrám að þekking sé nauðsynleg vegna lífsafkomu okkar í nútíð og framtíð og notuð eru dæmi úr fortíðinni. Sjálfbær þróun er á fáeinum stöðum nefnd í þessu samhengi. Vistfræðiþekking er alláberandi stef í mörgum námskrám þótt orðið vistfræði sé ekki alltaf notað. Fram kemur nokkur áhersla á að þroska hæfileika til að nota vísindalega þekkingu og læra að vega og meta upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir. Í námskránum er líka fjallað um náttúruvísindin í samfélaginu og um málefni er varða nýtingu auðlinda og náttúruvernd.

Í aðalnámskrá leikskóla er fjallað um að þekking á náttúrunni og fyrirbærum hennar sé fólki lífsnauðsynleg því afkoma, líf og heilsa þess sé náttúrunni og náttúruöflunum háð. Því skuli börn frædd um umhverfið og umgengni um náttúruna. Áhersla er lögð á að efla áhugasvið barna og víkka sjóndeildarhring þeirra með ýmis konar tilraunum og athugunum en einnig vettvangs-ferðum til að þau kynnist umhverfi sínu og auki skilning á samfélaginu og menningu þess.

Í aðalnámskrá grunnskóla fyrir lífsleikni, náttúrufræði og umhverfismennt er tekið fram að sjálfbær þróun tengist þeirri viðleitni að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi. Áhersla er lögð á vísindalæsi nemenda og að nemendur geti lesið texta um náttúruvísindi og þannig mótað afstöðu til málefna líðandi stundar, ekki síst málefna sem tengjast nýtingu náttúruauðlinda, náttúruvernd og sjálfbærri þróun. Þá er nefnt að nemendur geri sér grein fyrir þætti náttúruvísinda í menningu þjóða og hvernig þekking á fyrirbærum og lögmálum náttúrunnar hefur þróast í gegnum aldirnar samhliða heimsmynd mannsins. Í upplýsinga- og tæknimennt er ætlast til að nemendur læri um hvernig náttúra, samfélag og menning eru samofin heild er taka verður tillit til við tæknilega hagnýtingu umhverfisins. Í námskrám um samfélagsgreinar og heimilisfræði segir að nemendur eigi að tileinka sér lífshætti sem samræmast náttúru- og umhverfisvernd, vita hvað við getum lagt af mörkum í þeim málum, til dæmis með flokkun sorps og endurnýtingu hráefna. Enn fremur segir í námskrá samfélagsgreina að nemendur eigi að þekkja mun á náttúrulegum og manngerðum verðmætum, þekkja nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar. Í landafræðihlutanum er rætt um að nemendur eigi að þekkja helstu orkulindir, hvar þær eru og hvernig þær hafa myndast. Einnig er ætlast til að nemendur í 5.–10.bekk læri að spá fyrir um þróun og áhrif mannvistar á vistkerfi. Í námskránni um hönnun og smíði er rætt um að eðlilegt sé að tengja nám við umhverfismennt, til dæmis að nemendur átti sig á mikilvægi skóglendis á Íslandi og fái fræðslu um íslenskan trjávið og hvernig sé hægt að nýta hann. Einnig eru markmið um að efla skilning nemenda á umhverfi sínu, bæði náttúrunni og manngerðu umhverfi með tilliti til skógarnytja, sjálfbærrar þróunar og endurnýtingar. Ætlast er til að nemendur geri sér grein fyrir þeim slæmu áhrifum, sem fólk getur haft á náttúruna, geri sér grein fyrir mengandi efnum og hafi skilning á að velja önnur út frá umhverfissjónarmiði. Í námskrá um textílmennt er nefnt að nemendur geri sér grein fyrir hvaða áhrif ofnotkun efna getur haft á lífríki jarðar og að þeir geti sýnt fram á þekkingu

Page 19: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

19

á náttúrulegum og menningarlegum forsendum sem stýra neyslu og tísku. Í námskrá um heimilisfræði segir að taka eigi mið af umhverfissjónarmiðum og veita innsýn í vistfræði og glæða áhuga á umhverfis- og neytendasjónarmiðum, enn fremur að öðlast jákvætt viðhorf gagnvart hreinu umhverfi, úti sem inni.

Í lífsleikni- og náttúruvísindahlutum aðalnámskrár framhaldsskóla er lögð áhersla á að nemendur velti fyrir sér stöðu sinni sem einstaklingar í samhengi við manngert og náttúrulegt umhverfi. Nemendur eiga að skilja hvaða gagnvirku náttúru- og samfélagslegu öfl það eru sem stýra umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar. Bæði lífsleikni og náttúruvísindi eru skyldugreinar á öllum stúdentsbrautum og mörgum starfsnámsbrautum. Í náttúruvísindum er lögð áhersla á að varpa ljósi á hagnýtingu þekkingarinnar, að nemendum verði ljós gagnsemi náttúruvísinda um leið og ábyrgð mannsins er ítrekuð. Í áfangalýsingum er áhersla lögð á orkugjafa, rannsóknir tengdar nýtingu þeirra og jarðefna. Þá er lögð áhersla á umhverfisáhrif í tengslum við mannvirkjagerð og orkunýtingu. Í vistfræðivaláfanga er áhersla lögð á sjálfbæra nýtingu lífrænna auðlinda, helstu nytjastofna við Ísland og þætti sem tengjast landnýtingu og hagnýtingu jarðefna.

Margvísleg þekkingarmarkmið, sem hér hafa verið flokkuð undir þennan þátt greiningarlykilsins, falla einnig undir aðra liði hans. Það undirstrikar að menntun til sjálfbærrar þróunar er ekki afmarkað verkefni heldur þarf hún að vera inngróin í skólastarfið. Lögð er áhersla á hagnýtingu vistfræðilegrar og annarrar vísindalegrar þekkingar við ákvarðanatöku. Það kemur vel heim og saman við markmið Sameinuðu þjóðanna.

3. Velferð og lýðheilsa Ein af þremur stoðum sjálfbærrar þróunar er félagsleg velferð og jöfnuður. Við teljum að lýðheilsa sé mikilvægur þáttur í félagslegri velferð og þess vegna var sérstaklega leitað að efnisatriðum er snerta hana. Með lýðheilsu er átt við almennt heilsufar í samfélagi, bæði líkamlegt og andlegt, og í skilgreiningu Íslenskrar orðabókar (2002) er sérstaklega tekið fram að lýðheilsa varði allt mögulegt, frá frárennslismálum til menntunarmöguleika. Því er sérstök ástæða til að tengja menntun til sjálfbærrar þróunar við möguleika til betri lýðheilsu.

Við stóðum frammi fyrir vanda við að flokka þau fjölmörgu markmið sem tengjast mótun og styrkingu sjálfsmyndar barna. Þeim er í senn ætlað að stuðla að betri velferð, andlegri heilsu og þátttöku í samfélaginu. Slík markmið má hæglega flokka sem hluta af velferðar- og lýðheilsumarkmiðum og oft á það við. Við kjósum þó að tengja markmið af þessum toga fremur við markmið um lýðræði og getu til aðgerða.

Helstu stefin sem við fundum og flokkuðum undir velferð og lýðheilsu eru heilbrigði, hollusta, matur, hreyfing, ábyrgð á eigin heilsu og lífsviðhorf.

Í aðalnámskrá leikskóla er fjallað um að stuðla beri að heilbrigðum lífsháttum, hollustu og góðum matarvenjum, vernda skuli heilsu barns, efla hreyfiþroska og hreyfigetu og stuðla að vellíðan og öryggi. Í kaflanum um hreyfingu er lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðrar hreyfingar fyrir alhliða þroska og heilbrigði barna. Þar er einnig fjallað um mikilvægi góðrar útiveru sem býður börnunum upp á fjölbreyttari hreyfingu.

Page 20: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

20

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla segir að leggja beri, í samvinnu við heimilin, rækt við heilbrigði og hollar lífsvenjur. Þar er einnig lögð áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigð og holl lífsviðhorf. Í inngangi aðalnámskrár grunnskóla um heimilisfræði er rætt um nauðsyn þess að nemendur og almenningur verði vel upplýstur í manneldismálum og öðlist jákvætt viðhorf til heilbrigðra neyslu- og lífshátta og átti sig á þeirri ábyrgð sem hver einstaklingur ber á eigin lífi og heilsu. Í lífsleikni er bent á mikilvægi þess að nemendur styrkist í að bera ábyrgð á eigin lífi, meðal annars með því að taka afstöðu gegn neyslu fíkniefna og misnotkun á lyfjum, tileinki sér hollar svefnvenjur og verði meðvitaðir um samhengi hirðusemi og hollra lífsvenja við álag, streitu og kröfur í dagsins önn. Í námskránni um hönnun og smíði er rætt um að nemendur eigi að gera sér grein fyrir hávaðamengun og skaðsemi hennar.

Í lífsleikni fyrir framhaldsskóla er tvenns konar nálgun. Annars vegar að efla skuli með nemendum jákvæð viðhorf til þess að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði, sálrænan styrk og jafnvægi; hins vegar eru viðfangsefni sem beinast út á við og eiga að leitast við að styrkja áræði nemenda, frumkvæði, sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi. Í skylduáfanga í sögu gefst kennurum kostur á að velja verkefni sem tengjast velferðamálum og er þar ætlast til að nemendur þekki breytilegar áherslur í velferðarmálum á ýmsum tímaskeiðum.

Velferð og lýðheilsa er allsterkur þáttur í námskrám þótt hann sé fyrirferðarminni í leik- og grunnskólanámskránum en sumir aðrir þættir. Velferð tengist fleiri markmiðum, svo sem um neytendafræðslu, sem við höfum sett í lokaþátt greiningarlykilsins um efnahagsþróun og framtíðarsýn vegna þess að neytendamál tengjast skoðun á þörfum til framtíðar. Í framhalds-skólanámskránni fellur þessi þáttur eingöngu undir lífsleikni sem er skylduáfangi hjá mörgum.

4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða Af markmiðum Sameinuðu þjóðanna um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar er augljóst að lýðræðisleg vinnubrögð og þátttaka í samfélaginu eru þýðingarmiklir þættir. Sama á við um leiðir til að efla sjálfstraust barna og færni í samskiptum. Þá er ekki síður lögð áhersla á lýðræði og þroska í skólalöggjöfinni íslensku, eins og fram kemur í I. kafla hér að framan. Undir þennan lið í greiningarlyklinum teljum við einnig rétt að flokka vitund um heimabyggð og nærumhverfi sem þónokkuð ber á í námskrám. Við horfum á þess háttar ákvæði sem þátt í því að taka til heima, sbr. umfjöllun hér að framan um kjörorðið hugsum á heimsvísu – tökum til heima. Hugtakið geta til aðgerða er því samtvinnað lýðræðis-, þátttöku- og þroskamarkmiðum.

Í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla er lögð mikil áhersla á að börn og unglingar efli sjálfstraust sitt og félags- og samskiptafærni og að þau læri að tjá skoðanir sínar. Gagnrýnin hugsun kemur fyrir undir ýmsum formerkjum og það kemur fram öðru hverju að nemendur eigi að geta tekið þátt í að taka ákvarðanir um ýmis atriði í skólastarfinu, svo sem að setja reglur. Nokkur áhersla er á tengsl við næsta umhverfi sitt, mest hjá börnum í leikskóla og á yngri stigum grunnskóla.

Í aðalnámskrá leikskóla er lögð mikil áhersla á að efla börn og styðja, svo sem að styrkja sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust, félagsfærni og hjálpa þeim að leysa deilur á farsælan hátt og sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi. Fjallað er um að örva eigi börn til gagnrýninnar hugsunar og mikil áhersla er lögð á að efla tjáningarhæfni barna með frásögnum, samræðum og myndsköpun.

Page 21: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

21

Börnin eiga að finna að á þau sé hlustað og tekið tillit til óska þeirra og álits. Tekin eru dæmi um hvernig megi koma þessu við í leikskólastarfinu, svo sem að kenna börnum lýðræðisleg vinnubrögð með þátttöku í áætlanagerð, ákvörðunum og mati. Sérstaklega er tiltekið að eldri börnin taki þátt í að setja sumar reglur í barnahópi. Á nokkrum stöðum í námskránni er fjallað um tengsl og samvinnu við aðila, félög og stofnanir í umhverfi leikskólans í þeim tilgangi að börnin kynnist umhverfi sínu og menningu betur. Þannig fái börnin tilfinningu fyrir að þau tilheyri samfélagi og þau geti haft áhrif á umhverfi. Í umfjöllun um samstarf leik- og grunnskóla er bent á að skapa megi tengsl milli barna á þessum skólastigum með sameiginlegum verkefnum um næsta umhverfi skólanna.

6. mynd. Leikskólabörn á Akureyri fylgjast með moltugerð

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla er lögð áhersla á gagnrýna, sjálfstæða hugsun og hæfileika til að bregðast við nýjum aðstæðum. Mikilvægt sé að nemendur geti látið skoðanir sínar í ljós og átti sig á eigin stöðu í samfélaginu. Markmiðið sé að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi, efla borgaravitund og skilning á réttindum einstaklingsins, ábyrgð hans og skyldum. Enn fremur skuli stuðlað að því að nemendur temji sér víðsýni og efli skilning sinn á mannlegum kjörum og umhverfi. Áherslu skal leggja á eflingu félagsþroska, til dæmis með því að nemendur fái tækifæri til samvinnu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Þessu er fylgt eftir í ýmsum greinanámskrám, til dæmis í íslensku þar sem segir að nemendur eigi að vera færir um að taka þátt í umræðum og gera grein fyrir skoðunum sínum og rökstyðja þær. Tekið er fram að þetta eigi líka við um táknmál og tvítyngda nemendur þannig að þeir eigi kost á að leggja rækt við eigið tungumál. Þá segir að þjálfun í framsögn, upplestri og tjáningu styrki sjálfsöryggi nemenda og stuðli að jákvæðri sjálfsmynd. Í námskrá um náttúrufræði og umhverfismennt segir að nemendur eigi að þjálfast í að taka virkan þátt í gagnrýninni umfjöllun um málefni er snerta náttúru, umhverfi mannsins og samspil vísinda, tækni og samfélags. Þeir eigi að geta lesið texta

Page 22: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

22

um náttúruvísindi og þannig mótað afstöðu til málefna líðandi stundar, ekki síst málefna sem tengjast nýtingu náttúruauðlinda, náttúruvernd og sjálfbærri þróun. Í námskrá um kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði segir að nemendur skuli öðlast færni í að takast á við siðferðileg álitamál. Í námskrá um lífsleikni er tekið fram að nemendur efli félagsþroska sinn og borgaravitund, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Fjalla eigi um þætti sem tengjast því að vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi, svo sem jafnrétti, réttindi, skyldur og ábyrgð, mannréttindi, umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu. Einnig að nemendur eigi að öðlast samfélagslega yfirsýn sem geri þeim kleift að skilja og virða reglur samfélagsins og bæta umhverfi sitt með lýðræðislegum aðferðum og umræðu. Í námskrá samfélagsgreina segir að markmið samfélagsgreina sé að gera nemendur læsa á umhverfi, samfélag og menningu, auðvelda þeim að fóta sig og beita sér í mannlegu samfélagi og náttúru. Þar kemur fram að nemendur eigi að vera vel að sér um einingar samfélags og umhverfis frá hinum minnstu (einstaklingi, fjölskyldu, heimabyggð) til hinna stærstu (þjóða, vistkerfa). Einnig segir að þeir eigi að verða færir um að koma þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri, þeir eigi að geta leitað orsaka og greint afleiðingar, skipst á skoðunum og fært rök fyrir máli sínu. Enn segir að nemendur eigi að kynnast og hugleiða stjórnkerfi samfélagsins með því að athuga hverjir hafa mest að segja um valin málefni. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur í 1.–4. bekk læri um heimabyggð sína, sérkenni hennar, hvaða breytingar hafi átt sér þar stað og hvernig einstaklingurinn getur lagt sitt af mörkum til náttúruverndar heima fyrir. Í námskrá í landafræði fyrir 5.–7.bekk segir að nemendur eigi að þekkja þróun búsetu í eigin heimabyggð og mismunandi notkun lands. Sú þekking muni auðvelda þeim að vega og meta til hvaða aðgerða megi grípa svo viðhalda megi auðlindum og tryggja lífsviðurværi og búsetuskilyrði. Í námskránni um hönnun og smíði er tekið fram að nemendur eigi að átta sig á möguleikum sínum til að móta umhverfi sitt og í námskrá upplýsinga- og tæknimenntar segir að nemendur eigi að geta skilgreint hvaða upplýsinga sé þörf til að svara ákveðnum spurningum eða leysa ákveðin vandamál. Þar er einnig lögð áhersla á að nemendur fái að velja viðfangsefni sín. Ítrekað kemur fram í námskrá um stærðfræði áhersla á að þjálfa leikni í að takast á við viðfangsefni þar sem lausnir liggja ekki í augum uppi; ætti það að geta gagnast vel við mótun getu til aðgerða.

Í lífsleiknihluta aðalnámskrár framhaldsskóla, sem er skylda á flestum brautum, og í sumum félagsfræðiáföngum er áhersla á að nemendur velti fyrir sér stöðu sinni sem einstaklingar í samhengi við manngert og náttúrulegt umhverfi. Það felur meðal annars í sér að nemendur eflist í trúnni á að framlag þeirra sé einhvers virði og að þeir sjálfir fái miklu áorkað í baráttunni fyrir bættu umhverfi. Þannig er lögð áhersla á að þeir fái þjálfun í að tjá sig og að koma skoðunum sínum á framfæri og geti sýnt skilning á gildi lýðræðislegra vinnuhátta. Nemendur eiga að öðlast skilning á að til eru ýmis sjónarmið sem þeir læra að greina og meta á rökvísan hátt. Þetta á að efla með nemendum umburðarlyndi, leggja grunninn að aukinni samskiptahæfni og auka skilning þeirra á stöðu sinni og annarra í þjóðfélaginu. Þetta síðastnefnda kemur einnig fram í markmiðum valáfanga í þroskasálfræði þar sem er sérstaklega kveðið á um að nemendur þekki aðferðir til að jafna ágreining á friðsamlegan hátt. Í landafræðihluta námskrárinnar er valáfangi þar sem kveðið er á um að nemendur geti rætt nýtingu náttúruauðlinda með tilliti til sjálfbærrar þróunar, geti rætt siðferðileg álitamál eins og aðgerðir stjórnvalda vegna offjölgunar, nýtingu auðlinda og forsendur þróunaraðstoðar, þjálfist í að útskýra og rökstyðja skoðanir sínar og þroski með sér umburðarlyndi gagnvart sjónarmiðum annarra. Í skylduáfanga í sögu hefur kennarinn val um að

Page 23: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

23

láta nemendur vinna verkefni sem beina sjónum þeirra að þeim vanda sem álitinn er fylgja iðnvæðingu, borgarmyndun, auknu almannavaldi og annarri nývæðingu eða að mannréttinda-baráttu á völdum stöðum á mismunandi tímum.

Þessi þáttur greiningarlykilsins, lýðræði og þátttaka í samfélaginu og geta til aðgerða, er sá fyrirferðarmesti af þáttunum sjö í námskránum. Í aðalnámskrá leik- og grunnskóla eru þetta tiltölulega almenn ákvæði um þroska nemenda og þekkingu sem geta leitt til þess að börn og unglingar verði færari um að tjá skoðanir sínar en í framhaldsskólanámskránni er áherslan meiri á að þjálfa nemendur í að tjá og rökstyðja skoðanir sínar. Í leik- og grunnskólum á einnig að leggja nokkra áherslu á að börnin kynnist nánasta umhverfi sínu. Þau fjölþættu ákvæði sem við tengjum við þennan þátt greiningarlykilsins sýna að finna má margvísleg rök fyrir því að skólar eigi að þróa getu til aðgerða hjá nemendum sínum.

5. Jafnrétti og fjölmenning Í einni af þremur stoðum sjálfbærrar þróunar kemur fram orðið jöfnuður. Hér vísum við einnig til laga um jafnan rétt kynjanna (Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 2000) og markmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem lögð er mikil áhersla á kynjajafnrétti og margbreytileika mannlífs (sjá I. kafla). Við teljum að hér falli einnig undir mannréttindafræðsla sem ekki er áberandi í námskrám en við teljum að hún sé nauðsynleg til að skapa viðhorf til jafnréttis og fjölmenningar. Undir hana getur fallið hvers kyns fræðsla um markmið Sameinuðu þjóðanna, þar með talinn Barnasáttmálann (Sameinuðu þjóðirnar, 1989), en slík fræðsla fellur að sjálfsögðu einnig undir hugtakið alheimsvitund.

7. mynd. Smíðastofa í Grunnskóla Stykkishólms

Jafnrétti er almennt áhersluatriði í námskrám allra skólastiga. Í þeim eru taldar upp nokkrar birtingarmyndir misréttis og áréttað að allir skuli njóta jafnréttis og að mismunun sé óheimil. Af sama toga er almenn árétting um að það sé mikilvægt að þekkja til fordóma og afleiðinga þeirra. Þá má nefna að í námskránum er komið inn á að innflytjendur þurfi að geta haldið tengslum við menningu sína, hvort heldur það er tungumálið eða aðrir þættir.

Í aðalnámskrá leikskóla er, auk hinna almennu ákvæða, sérstaklega tiltekið að í leikskólastarfinu eigi að koma til móts við mismunandi sérþarfir barna þannig að þau njóti sín, fái viðfangsefni við

Page 24: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

24

hæfi og einangrist ekki. Á einum stað í námskránni, þegar fjallað er um tölvuleiki, er sérstaklega nefnt að leita skuli jafnvægis milli stúlkna og drengja. Kveðið er á um að börn skuli læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum hver sem uppruni, lífsviðhorf, tunga eða trúarbrögð eru. Þau eigi að virða lífsgildi, venjur og hefðir sem ríkja í leikskólanum og í samfélaginu og átta sig á að mismunandi þjóðir hafa sín sérkenni og sérstæða menningu, tungu og trúarbrögð sem ber að meta og virða.

Víða segir í aðalnámskrá grunnskóla að í grunnskólum beri að efla menningarvitund Íslendinga og virðingu fyrir menningu annarra þjóða, siðum og venjum. Í almennum hluta er sérstaklega tekið fram að við gerð námsgagna og val á þeim skuli þess gætt að taka mið af jafnrétti og mismuna ekki einstaklingum eða hópum. Fram kemur að nemendur eigi að þekkja þau áhrif sem aukin fjölmenning hefur í samtímanum og áhersla er lögð á að nemendur kynnist því sem er ólíkt Íslandi. Sem dæmi um hið síðasttalda má nefna að í námskránni um dönsku er sérstaklega tekið fram mikilvægi þess að skapa jákvætt viðhorf og umburðarlyndi gagnvart því sem er framandi og frábrugðið íslenskri menningu. Í námskránni um íslensku sem annað tungumál segir að allir sem hafi annað móðurmál en íslensku og hafi fasta búsetu hér á landi, eigi rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli en jafnframt í eigin tungumáli. Lögð er áhersla á að viðhorf og framkoma í skólasamfélaginu endurspegli að málin séu jafn mikilvæg í lífi nemenda svo og að þeir kunni að meta íslenska menningu og menningu annarra þjóða. Einnig er í íslenskunámskránni fjallað um að heyrnarlausum börnum sé gert kleift að læra íslensku og táknmál og læra og þroskast á eigin forsendum. Áréttað er að samnemendur þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku séu fræddir um móðurmál og menningu þeirra. Í námskrá um upplýsinga- og tæknimennt er tekið fram að ekki sé ástæða til að allir vinni það sama heldur að nemendur fái jafngild tækifæri. Þá er sérstaklega nefnt að verkefni skuli höfða jafnt til drengja og stúlkna.

Eitt áfangamarkmið í framhaldsskólaáfanganum lífsleikni, sem er skylda á flestum brautum, hljóðar á þann veg að nemendur eigi að geta átt auðgandi og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi. Í námskrá samfélagsgreina segir að hlutverk þeirra sé meðal annars að gera nemendur læsa á umhverfi, samfélag og menningu og að þeir verði færir um að gera sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa. Einnig að nemendur skuli þekkja til orsaka kynþáttafordóma og annarrar mismununar, skilgreini hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum í eigin samfélagi og öðrum samfélögum. Í lokamarkmiðum með sálfræðinámi er sagt að nemendur eigi að fá skilning á fjölbreytileika mannlegrar hegðunar og tilfinninga og auka þar með umburðarlyndi sitt og víðsýni sem og að gera sér grein fyrir mótunaráhrifum fjölskyldunnar.

Jafnrétti kynja og fjölmenning eru meðal áhersluatriða í áratugarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru talin meðal forsendna menntunar til sjálfbærrar þróunar. Mun meira er um þetta efni í aðalnámskrám leik- og grunnskóla en í aðalnámskrá framhaldsskóla. Þess ber þó að geta efni um kynjajafnrétti og fjölmenningu flokkast undir áfangamarkmið skylduáfanga margra brauta og hefur því víða skírskotun. Enda þótt ákvæði íslensku námskránna séu ekki róttæk í þessum efnum gefa þau færi á að fást við verkefni sem stuðla að jafnrétti og fjölmenningu í tengslum við menntun til sjálfbærrar þróunar.

Page 25: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

25

6. Alheimsvitund/alþjóðavitund Að okkar mati verður ekki unnið að sjálfbærri þróun nema fólk öðlist víðtækan skilning og taki sameiginlega ábyrgð á jörðinni og íbúum hennar, að fólk öðlist alheimsvitund. Þess vegna höfum við leitað að þáttum sem snerta skilning á aðstæðum á ólíkum svæðum, ekki síst með í huga fyrri hluta kjörorðsins góða, hugsum á heimsvísu – tökum til heima. Við teljum einnig að aukinn skilningur á alþjóðamálefnum sé nauðsynlegur til að byggja undir framtíðarsýn.

Í aðalnámskrá leikskóla er nefnt að áhugi barna á öðrum þjóðum vakni snemma og beri að efla þann áhuga, auka skilning þeirra og ábyrgðarkennd með þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Í lokamarkmiðum lífsleikni fyrir grunnskóla er sagt að nemendur eigi að þroska með sér alþjóðavitund og skilning á grundvallarmannréttindum í því samhengi. Í námskrá um erlend tungumál er fjallað um mikilvægi þess að kynna menninguna í löndum þar sem tungumálið er talað, skapa jákvætt viðhorf og fjalla um daglegt líf, unglingamenningu, þjóðfélagsmál og ýmsa þætti sem snerta land og þjóð, svo sem sögu, siði, venjur, viðhorf, listir og gildi. Í náttúrufræði og umhverfismennt segir að mikilvægt sé að nemendur öðlist vilja til að lifa samkvæmt áherslum af þessum toga og taki þátt í að móta vistvænan heim. Tekið er fram að Íslendingar séu hluti af samfélagi þjóða og eigi að vera meðvitaðir um að mannlegar ákvarðanir og gjörðir hafa áhrif á sameign allra jarðarbúa. Bæði í náttúrufræði og landafræði fyrir 5.–10. bekk er vísað í rökræðu um hnattræn viðfangsefni, svo sem mengun í sjó, takmörkun loftslagsbreytinga og vernd ósonlagsins. Einnig er fjallað um úrlausnarefni samtímans og mikilvægi þess að auka skilning nemenda á gildi umhverfisverndar heima og á heimsvísu. Í lokamarkmiðum fyrir sögu má greina áherslu á að tengja sögu heimabyggðar við sögu Íslands og sögu Íslands við heiminn í heild. Í markmiðum þjóðfélagsfræði í 10. bekk er fjallað um nauðsyn aðstoðar við þróunarlönd og skilning á mannréttindum og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra. Þá eiga nemendur að kynnast alþjóðlegum sáttmálum og skuldbindingum sem Íslendingar hafa samþykkt og fjalla á um íslenskt samfélag í alþjóðlegu samhengi með tilliti til fjölmenningar og alþjóðavæðingar.

Í valáfanga um umhverfisfræði í aðalnámskrá framhaldsskóla er rætt um að nemendur eigi meðal annars að þekkja hnattrænar veðurfarsbreytingar og staðbundna mengunarvalda. Í valáfanga í vistfræði er sett fram áfangamarkmið um að nemendur þekki helstu alþjóðasamþykktir sem lúta að verndun einstakra lífvera, búsvæða eða vistkerfa. Í félagsfræðihluta aðalnámskrár framhaldsskóla er valáfangi sem kallast félagsfræði þróunarlanda. Þar eiga nemendur að kynnast efnahagslegum og félagslegum vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja. Í áfangamarkmiðum landafræði, sem almennt eru valáfangar, má finna markmið sem tengjast alheimsvitund, svo sem þróun og breyting einstakra svæða á jörðinni, tengsl milli fólksfjölda og landnýtingar, vandamál í sambandi við auðlindaþurrð, mengun og eyðileggingu vistkerfa á jörðinni.

Þessi þáttur, alheimsvitund/alþjóðavitund, kemur langsterkast fram í aðalnámskrá grunnskóla en kemur einnig vel fram í aðalnámskrá leikskóla. Þegar kemur að framhaldsskólanum er hann fyrst og fremst í einstaka valáföngum en ekki skylduáföngum. Þau markmið sem koma fram um betri skilning á alþjóðlegum málefnum teljum við þó vera nokkuð skýr og vísa í þá átt að stuðla að alheimsvitund/alþjóðavitund í tengslum við menntun til sjálfbærrar þróunar.

Page 26: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

26

7. Efnahagsþróun og framtíðarsýn Efnahagsvöxtur (e. economic growth) er ein af meginstoðum sjálfbærrar þróunar og lögð er mikil áhersla á framtíðarsýn í stefnu SÞ um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar. Við höfum þó fremur kosið að leita að vísbendingum um skilning á efnahagsþróun en efnahagsvexti þar sem við teljum vöxt gildishlaðnara orð en þróun og bjuggumst því miklu síður við að finna það orð. Einnig minnum við á það sem við greindum frá í I. kafla að enska orðið viability (lífvænleiki) en ekki growth er notað í þeim gögnum um áratug SÞ sem við styðjumst við. Við leituðum líka að markmiðum um hagfræðileg málefni og á hvern hátt þau væru tengd nútíð eða framtíð. Þannig var skoðað á hvern hátt markmið í neytendafræðslu snúa að núinu eða hvort í þeim er horft til framtíðar. Vísbendingar um áherslu á að þroska framtíðarsýn barna og unglinga birtist ekki alltaf skýrt í námskránum heldur má lesa sitthvað milli línanna.

Ekki eru bein ákvæði um efnahagsþróun í aðalnámskrá leikskóla en á hinn bóginn er heildstæð nálgun námssviðanna mjög gagnleg þegar kemur að mótun framtíðarsýnar. Eins má segja að ákveðin framtíðarsýn birtist í námskránni gagnvart börnum sem felst í að líta á börn út frá getu þeirra og möguleikum en ekki út frá takmörkunum þeirra.

Í aðalnámskrá grunnskóla fyrir lífsleikni segir að nemendur eigi að þekkja og hafa innsýn í það að vera neytendur í flóknu og margbreytilegu samfélagi auk þess að þekkja og hafa innsýn í fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags og að þeir eigi að verða færir um að taka ábyrga afstöðu í eigin fjármálum. Þetta kemur einnig fram í námskrá í stærðfræði þar sem sagt er að traust undirstaða í stærðfræði sé ómetanlegur grundvöllur undir allt nám tengt náttúru- og raunvísindum. Í lokamarkmiðum upplýsinga- og tæknimenntar segir í kafla um nýsköpun og hagnýtingu þekkingar að nemendur eigi að tengja hugmynda- og verkefnavinnu við raunverulegar aðstæður, bæði heima og í alþjóðlegu samhengi. Þannig eigi þeir til dæmis að öðlast innsýn í áhrif tækni á samfélagið og umhverfið og hvernig upplýsingatækni og sjálfvirkni geti breytt störfum, skapað ný tækifæri, minnkað tilkostnað, aukið þjónustu og bætt aðstæður fólks. Í lokamarkmiðum um sögu segir að nemendur eigi meðal annars að öðlast skilning á menningu, hugarfari, efnahagslífi, tækni og stjórnmálum. Við lok fjórða bekkjar eiga nemendur að hafa gert sér grein fyrir mikilvægi samskipta Íslands við útlönd. Í 5.–10. bekk segir að með sögunámi sé að leitast við að túlka fortíð, skilja nútíð og mæta og móta framtíð, auk þess sem nemendurnir eigi að þekkja til breytinga á atvinnuháttum og þjóðlífi í grannlöndum og geta borið þær saman við aðstæður á Íslandi. Eins eigi nemendur að hafa skoðað möguleika Íslendinga í byrjun 20. aldar, fylgt einstökum þáttum eða samfélagsbreytingum eftir og metið hvort „gengið var til góðs.“ Í þjóðfélagsfræði í 10. bekk eiga nemendur að hafa skoðað möguleika Íslands í Evrópusamstarfi, samtökum ríkja heims og alþjóðlegum stofnunum.

Ef litið er á almennan hluta aðalnámskrár framhaldsskóla kemur skýrt fram hið lögbundna hlutverk framhaldsskóla að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Í ítarlegum námskrám um iðnmenntun og starfsnám kemur áherslan á þetta hlutverk enn betur í ljós. Áherslan á að nemendur muni starfa í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun merkir auðvitað að hugsað er til framtíðar. Í skylduáfanga í lífsleikni er kennurum gefinn kostur á að láta nemendur velta fyrir sér stöðu sinni sem einstaklingar í samhengi við manngert og náttúrulegt umhverfi. Í því samhengi eiga nemendur að þroska með sér alþjóðavitund og ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum um nýtingu á sameiginlegum auðlindum. Í lokamarkmiðum hagfræðihluta

Page 27: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

27

aðalnámskrár samfélagsgreina kemur meðal annars fram að með náminu eigi nemendur að öðlast skilning á skipulagi og uppbyggingu framleiðslu og þjónustu í nútímasamfélögum, geta greint samhengi umhverfisverndar og markaðsverðmyndunar og geta tileinkað sér og greint daglega umræðu um hagfræðileg og viðskiptaleg efni. Hagfræðigreinar eru skylda á einni stúdentsbraut. Meðal þeirra má finna áfangamarkmið í þjóðhagfræði sem beinast að því að nemendur eigi að geta rætt siðferðileg álitamál, til dæmis aðgerðir stjórnvalda vegna offjölgunar, nýtingu auðlinda og forsendur þróunaraðstoðar. Í landafræðiáfanga sem er skylda á félagsfræðibraut er meðal annars ætlast til að nemendur ræði hvaða málefni eru mikilvæg þegar hugsað er til landnýtingar í framtíðinni. Enn fremur að þeir geri sér grein fyrir á hvaða auðlindum efnahagslíf landsins byggist.

Ekki eru mörg ákvæði um neytendafræðslu í námskránum en við huguðum sérstaklega að henni vegna þess að við álítum að hún geti verið brú milli nútímans og framtíðarþarfa. Þessi þáttur greiningarlykilsins, efnahagsþróun og framtíðarsýn, er langfyrirferðarminnstur í aðalnámskrá leikskóla, en meira fer fyrir honum í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla. Við teljum að framtíðarsýn sé sérlega mikilvægur þáttur í menntun til sjálfbærrar þróunar. Þannig er mikilvægt að nemendur velti fyrir sér hverjar séu framtíðarþarfir þeirra og annarra jarðarbúa. Í því samhengi hugleiði þeir efnahagsþróun með hliðsjón af þeim þörfum og möguleikum til að uppfylla þær.

2.4 Er boðskapurinn um sjálfbærni skýr í námskránum? Ákvæði og markmið um sjálfbæra þróun í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fá. Við þessu bjuggumst við en okkur kom hins vegar beinlínis á óvart hversu margt við fundum í námskránum sem fellur að menntun til sjálfbærrar þróunar þegar horft er á þær með greiningarlyklinum okkar. Þessar vísbendingar eru mikilvægur þáttur í því að búa til leiðarvísi um hvernig best sé að nota námskrárnar þannig að skólar geti sinnt slíkri menntun. Hér ber þó strax að slá þann mikilvæga varnagla að það er að mestu háð áhuga á hverjum stað hvað af þeim efnisatriðum, sem við teljum að styðji menntun til sjálfbærni, er útfært í skólastarfi. Jafnvel í grunnskóla, sem þó er skylda, mun það að miklu leyti háð áhuga og þekkingu í hverjum skóla hvaða markmiðum er fylgt eftir. Við leggjum hins vegar áherslu á að skólar hafa mikið frelsi til að móta skólanámskrá og fullyrðum að aðalnámskrárnar gefa fullt tilefni til að efla menntun til sjálfbærrar þróunar.

En er það rétt að túlka aðalnámskrárnar sem góðan stuðning við skóla og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum til að vinna að menntun til sjálfbærrar þróunar? Er boðskapurinn um sjálfbærni nægilega ríkur þáttur í þeim? Við höfum gengið eins langt og við teljum rétt í að túlka margvísleg efni sem vísbendingar og þar af leiðandi megi svara þessum spurningum játandi. Þrátt fyrir það teljum við einnig að bæta megi námskrárnar. Markmið okkar með greiningunni var að leita að vísbendingum en ekki sérstaklega að veita þeim gæðavottorð.

Við viljum nefna tvennt til viðbótar sem skiptir máli við túlkun og stefnumótun: Í fyrra lagi að hugtakið sjálfbær þróun kemur nokkrum sinnum fyrir í námskránum, oftast í lífsleikni fyrir bæði grunn- og framhaldsskóla og svo í hönnun og smíði og náttúrufræði og umhverfismennt fyrir grunnskóla. Sjálfbær þróun er þó sjaldan viðmið. Undantekning frá því er í grunnskólanámskrá um hönnun og smíði; þar er einn undirflokkur áfangamarkmiða nefndur sjálfbær þróun. Við samanburð á námskrá grunnskóla í náttúrufræði frá 1999 og 2007 kemur í ljós að orðasambandið

Page 28: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

28

sjálfbær þróun kemur oftar fyrir í nýrri námskránni. Meira máli skiptir áherslubreyting sem endurspeglast í því að orðinu umhverfismennt hefur verið bætt við titil heftisins. Varfærnisleg túlkun á þessu er sú að sjálfbær þróun sé á leið inn í námskrárnar.

Loks tökum við fram að okkur finnst vanta heildstæða stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar. Slíka stefnu er hægt að skrifa inn eftir tveimur meginleiðum, annars vegar með sérstakri greinarnámskrá um sjálfbæra þróun og hins vegar með því að gera sjálfbæra þróun að sýnilegu viðmiði í öllum námskrám. Millileið er sú að í viðbót við stuttan kafla um menntun til sjálfbærrar þróunar í Velferð til framtíðar verði unnið sérstakt stefnuskjal; dæmi um slíka sjálfstæða stefnu-mótun er skýrslan Í krafti upplýsinga sem menntamálaráðuneytið gaf út 1996 um upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi. Við teljum að samantekt okkar um menntun til sjálfbærrar þróunar í núgildandi námskrám geti nýst við slíka sjálfstæða stefnumótun.

Page 29: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

29

3. Stefnumörkun sveitarfélaga og félagasamtaka á Íslandi Í þessum kafla skoðum við skjöl um menntastefnu sem fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa útbúið, stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um staðardagskrá 21, dæmi um staðardagskrá í þremur sveitarfélögum, stefnu kennarasamtakanna, stefnu umhverfisverndarsamtaka um slíka menntun og loks hvort ýmis félagasamtök hafi markað sér stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar.

8. mynd. Horft í norðaustur frá Grunnskóla Grundarfjarðar

3.1 Skólastefna fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins Í þessum hluta skýrslunnar byggjum við á gögnum sem einn af höfundum hennar safnaði árið 2006 og greindi út frá fjórum hugtökum, þ.e. menntun til sjálfbærrar þróunar, fjölmenningu, getu til aðgerða og alheimsvitundar (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2006a, 2006b, 2007). Megingögnin eru sérstök skólastefna sem fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins, þ.e. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri og Reykjanesbær, hafa látið gera, mismunandi ítarleg plögg. Einnig var safnað sérstökum gögnum um fjölmenningu, aðstöðu útlendinga og sjálfbæra þróun. Gögn um fjölmenningu og aðstöðu útlendinga eru annaðhvort sérstök útlendinga- eða nýbúastefna fyrir sveitarfélagið eða sérstakt skjal um málefni útlendinga eða fjölmenningu í skólum. Gögn sem tengjast menntun til sjálfbærrar þróunar eru annaðhvort staðardagskrá 21 eða sérstök umhverfisstefna tengd skólastarfi. Gögnunum var safnað með því að leita til fræðslustjóra sveitarfélaganna.

Ein helsta niðurstaðan úr þessari athugun var sú að stefna er varðaði málefni útlendinga í skólum væri mun lengra á veg komin en stefna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Það merkir þó ekki að stefnuleysi sé um menntun til sjálfbærrar þróunar heldur séu merki um slíka stefnu ekki eins augljós. Dregin var sú ályktun að málefni um sjálfbærni kalli ekki á aðgerðir með sama hætti og viðfangsefni sem tengjast fjölmenningu og útlendingum, til dæmis börn sem geta ekki tjáð sig á íslensku við kennara sem tala ekki þeirra móðurmál. Það var til dæmis áberandi með svörin úr Kópavogi því þegar betur var að gáð hafði ýmislegt verið gert sem nýst gæti við menntun til sjálfbærrar þróunar, þótt það kæmi ekki fram í svörum fræðslustjóra. Önnur niðurstaða var sú að

Page 30: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

30

í þessum gögnum væri forðast að taka á eldfimum málefnum, t.d. trúmálum. Þriðja niðurstaðan, sem vert er að nefna hér, er sú að þrátt fyrir fyrirvara um að skjölin væru ekki róttæk, þá sýndi tilvist þeirra metnað sveitarfélaga og á þann hátt gætu þau stutt við viðleitni til menntunar til sjálfbærrar þróunar.

Við höfum nú endurskoðað greininguna með sjö atriða greiningarlyklinum sem var notaður við að greina námskrárnar. Í þessari endurskoðuðu greiningu höfum við einungis tekið fyrir meginstefnuskjölin. Öll stefnuskjölin voru samþykkt 2005 og 2006 nema stefna Reykjanesbæjar sem er frá 2001. Í sumum tilvikum er stefnan einkum eða eingöngu (Kópavogur) um grunnskóla. Í einhverjum tilvikum reyndist erfitt að henda reiður á því hvenær stefnan var samþykkt eða hvenær hún var gefin út; því höfum við sleppt ártölunum í kaflanum hér á eftir (Gögnin eru talin upp í sérstökum kafla í heimildaskrá.). Þess ber að geta að skjölin voru mismunandi ítarleg; þannig var skjal Reykjavíkur ítarlegast en skjöl Reykjanesbæjar og Kópavogs umtalsvert styst. Orðréttar tilvitnanir í þessum kafla eru í þessi skjöl nema annað sé tekið fram.

Í heildina má segja að þetta séu mjög almenn skjöl, oft með mjög vandlega ritstýrðu orðalagi. Skjölin fjalla meira um þann aðbúnað sem sveitarfélögin ætla að veita skólunum en um þau viðfangsefni sem þar á að taka fyrir. Þetta er ekki undarlegt þar sem sveitarfélag hefur takmörkuð áhrif á það námsefni og kennsluaðferðir sem beitt er í skólum. Í þeim efnum eru skjölin viljayfirlýsingar þar sem ýmislegt má lesa um þau atriði sem við spyrjum um í greiningarlykli okkar. Þannig geta þau varpað ljósi á möguleika menntunar til sjálfbærrar þróunar, allra helst um hvers konar stuðning skólar og kennarar geta vænst við þá viðleitni að efla menntun til sjálfbærrar þróunar. Þannig hafa yfirlýsingar um forystu- eða þróunarskóla í ýmsum málaflokkum verulegt gildi. Í þessari stuttu frásögn, sem fyrst og fremst styðst við meginskjölin, er þó einnig getið nokkurra atriða sem við fundum annars staðar og okkur fannst til marks um sérstaka möguleika í menntun til sjálfbærrar þróunar.

Í frásögninni hér á eftir af innihaldi skjalanna er lögð áhersla á þau atriði sem sýna áhuga yfirvalda í sveitarfélögunum en umfjöllunin er hvorki heildstæð né er hún formlegur samanburður á stefnu sveitarfélaganna. Hér er þessum atriðum safnað saman undir þá titla sem greiningarlykillinn gefur tilefni til, því að eins og kom fram í tölvupóstsvari frá einu sveitarfélaganna eru yfirleitt ekki til á neinum einum stað heildarupplýsingar um fræðslustefnu um fjölmenningu og sjálfbæra þróun. Á þessu eru þó undantekningar ef litið er á staðardagskrá 21, til dæmis er slíkur kafli í staðardagskrá Akureyrar (Akureyrarbær, 2006b). Við hljótum þó líka að velta fyrir okkur hversu vel stefna í staðardagskrá er kunn kennurum þessara sveitarfélaga.

1. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi Gildi, viðhorf og tilfinningar tilheyra viðfangsefnum skólans en aðbúnaður skiptir einnig máli. Í stefnuskjölunum er þó nokkuð fjallað almennt um gildi, þroska og siðferði, líklega mest í skólastefnu Akureyrar, og þegar kemur að gildum tengdum náttúru og umhverfi má finna nokkur dæmi. Í Kópavogi á til dæmis að starfrækja skóla „með hliðsjón af hugmyndum um vistvænt samfélag“ og í Hafnarfirði er tekið fram að efla beri ábyrgð nemenda gagnvart umhverfi sínu. Á Akureyri eiga grenndarfræði og grenndarkennsla að styrkja samfélags- og sjálfsvitund nemenda og í Reykjanesbæ er vilji til þess að auka ábyrgð nemenda og skilning þeirra á umhverfi og náttúru lands og sjávar, og til að efla tengsl og skilning nemenda á því þjóðfélagi sem þeir eru hluti af. Í

Page 31: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

31

nýlegum einblöðungi sem nefnist Stefna Leikskóla Reykjavíkur í umhverfismálum (Reykjavíkurborg, e.d.) er sett fram það markmið „að auka vitund barna, foreldra og starfsfólks um vistvernd og að umhverfismennt verði fastur liður í uppeldi og menntun leikskólabarna.“

2. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega Miðað við þá forsendu að skjöl sveitarfélaga eigi fremur að fjalla um aðbúnað en viðfangsefni er ekki að vænta langs kafla undir titlinum þekking. Þó er sums staðar komið inn á það, til dæmis í markmiði Akureyrarbæjar um að skólarnir hafi virk tengsl við umhverfi sitt og að nemendur fái „að kynnast náttúrunni af eigin raun með því að kanna, njóta, skoða og gera tilraunir.“ Í stefnu Akureyrarbæjar er einnig tekið fram að góðan skóla einkenni að þar sé mótuð „skýr umhverfisstefna er hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Kópavogur hefur gefið út sérstakt námsefni um umhverfisfræðslu er nýtist menntun til sjálfbærrar þróunar, bókina Þar á ég heima um lífríki og umhverfi Kópavogs (Sólrún Harðardóttir, 2001). Í Hafnarfirði er tekið fram að leggja eigi áherslu á þekkingu á sögu bæjarins, umhverfi og náttúru. Loks má nefna að í Hafnarfirði er ætlast til þess að grunnskólar minnki námsgreinabundna skiptingu. Hið síðasttalda ætti að geta greitt götu nýrra viðfangsefna á borð við menntun til sjálfbærrar þróunar.

3. Velferð og lýðheilsa Undir þáttinn velferð og lýðheilsa flokkast efni sem tala má um sem aðbúnað í skólunum og kemur margt fram. Áhersla á velferð og heilsu er fyrirferðarmest í skólastefnu Hafnarfjarðar. Meðal lykilorða eru „vellíðan“, „hamingja“, „góð samskipti“ og „aðlaðandi umhverfi“ og meðal leiðarljósa skólastarfs er áhersla á heilsu og gott líferni. Rætt er um að í húsnæði skóla skuli vera aðstaða til „að útbúa og/eða framreiða hollan mat og neyta hans í skólanum. Í sérstökum kafla um holla lífshætti er rætt um „heilbrigð viðhorf nemenda sem styðja við holla lífshætti“ og sagt að stuðla beri að gönguferðum og annarri útivist og enn er áhersla á hollar máltíðir. Þá er rætt um gönguferðir, útivist og forvarnastefnu þar sem meðal annars er rætt um að sporna gegn offitu.

Hin bæjarfélögin leggja öll einhvers konar áherslu á velferð og lýðheilsu. Vellíðan er einn af fjórum hornsteinum skólastefnu Akureyrar; hinir eru þekking, leikni og virðing og í viðmiðum um gæði er lögð áhersla á fjölþætta hreyfingu og hreyfiþörf. Í Reykjavík á börnum að líða vel í skólanum. Markvisst skal unnið að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og „hollusta, heilbrigði og hreyfing eru í hávegum höfð.“ Í svokölluðum skrefum á árinu 2006 er ráðgjöf til starfsfólks leik- og grunnskóla um mataræði og hollustuhætti. Í Kópavogi á að bjóða á upp á hollan og góðan mat í skólunum og vellíðan og hámarksárangur nemenda eru tengd saman. Hollur matur og hreyfing birtast mjög framarlega í skólastefnu Reykjanesbæjar. Því má og velta fyrir sér hvort gjaldfrjáls leikskóli er ekki einnig bæði velferðar- og lýðheilsumarkmið en þetta markmið má meðal annars sjá í Reykjavík.

4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða Fyrirferðarmest af því sem við getum fellt undir greiningarlykilinn er efni sem við flokkum undir lýðræði og þátttöku. Þetta efni er afskaplega misróttækt og örugglega misjafnlega gagnlegt við að þróa menntun til sjálfbærrar þróunar. Umtalsverð áhersla er, eins og fyrr kemur fram, á umræðu um sjálfsmynd en það er einnig merkjanlegur áhugi á lýðræði og tengslum við grenndarsamfélag. Við teljum að slíkur áhugi sé mjög gagnlegur fyrir menntun til sjálfbærrar þróunar.

Page 32: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

32

Í Reykjavík eiga nemendur grunnskóla að bera ábyrgð á náminu og taka virkan þátt í að móta daglegt skólastarf. Tekið er fram að grunnskóli skuli vera „lifandi miðstöð í hverfinu og … í góðum tengslum við nánasta umhverfi sitt, náttúru, menningu og atvinnulíf.“ Tekið er fram að þetta feli meðal annars í sér að skólastarfið fari út fyrir skólahúsið og að önnur starfsemi geti farið fram í húsnæði skólans. Leikskólinn skal einnig vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Tekið er fram að „liður í lýðræðislegum vinnubrögðum“ sé „að hlusta á raddir barna og unglinga.“ Í stefnukorti menntasviðs, sem er fremst í stefnuplagginu, er tekið fram að stuðla eigi að samfélagsvitund nemenda og að það eigi að „efla ábyrgð og þátttöku nemenda í verkum og ákvarðanatöku í skólastarfi.“ Á árinu 2006 átti að taka saman lista um öll verkefni sem leik- og grunnskólar tækju þátt í grenndarsamfélaginu og nýta hann sem hugmyndabanka. Í skorkorti menntasviðsins kemur fram að stefnumiðum um ábyrgð og þátttöku nemenda eigi að fylgja eftir, meðal annars með hugmyndabanka fyrir leikskóla um hvernig leikskólabörn taka þátt í daglegum störfum og skipulagi leikskóla, með því að bjóða fulltrúum úr nemendaráðum að taka þátt í gerð starfsáætlunar menntasviðs fyrir árið 2007 og með því að halda málþing með nemendum í 9.–10. bekk um nemendalýðræði.

Í skólastefnu Kópavogs eru þónokkur ákvæði er falla að þroskun getu til aðgerða, svo sem um félagsstarf nemenda, valddreifingu og að skólum eigi að stjórna í þágu nemenda. Talsvert mörg atriði lúta að velferð, hagsmunum og líðan nemenda. Ekkert þeirra er beinlínis um þroskun getu til aðgerða en samanlagt virðist lögð áhersla á þætti er gætu stuðlað að slíkri getu. Í Kópavogi á einnig að gera kröfur til stjórnenda um að starfa í samræmi við opna, skilvirka og lýðræðislega stjórnunarhætti.

Í skólastefnu Hafnarfjarðar er sérstakur kafli sem heitir „Að mennta sig heim – umhverfið og heimabyggðin.“ Þar er tekið fram að nemendur eigi að öðlast góða þekkingu á sögu bæjarins, umhverfi og náttúru,“ að þá eigi að ala „upp í að taka þátt í menningarstarfi í bænum“ og krafa er gerð um að „stofnanir fræðslusviðs setji sér umhverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21 og umhverfisstefnu bæjarins.“

Á Akureyri er ætlast til þess að „nemendur séu meðvitaðir og virkir þátttakendur í skipulagi eigin náms.“ Hlutverk skólanna eigi að vera að mennta ábyrga og hæfa þjóðfélagsþegna sem geta tekið virkan þátt í þróun eigin samfélags og stundað frekara nám. Í viðmiðum um gæði er meðal annars lögð áhersla „á lýðræðislega þátttöku nemenda með því að gefa þeim tækifæri til að ræða einstök málefni er varðar skólastarfið.“ Meðal atriða sem talin eru einkenna góðan skóla er að áherslur í skólastarfi séu reglulega ræddar í samskiptum kennara, foreldra og nemenda og að sammæli séu um meginviðmið.“ Í skólastefnu Akureyrar er einnig sett fram það markmið að skólarnir séu lifandi miðstöðvar í hverfinu og í virkum tengslum við umhverfi sitt. Þetta er nánar útfært þannig að í góðum skóla eigi að vera „mótuð skýr umhverfisstefna er hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi,“ þar þurfi að vera virk þátttaka nemenda við að bæta umhverfi sitt og beita skuli grenndarfræði og grenndarkennslu til að styrkja samfélags- og sjálfsvitund nemenda. Koma á fót ráðgjöf og aðstoð við að koma á virkum tengslum við nærsamfélagið.

Þegar á heildina er litið er hér mest um áherslu á heimabyggðina en sú áhersla er ekki mjög pólitísks eðlis og lítið tengd við alheims- og alþjóðavitund. Ekki er sagt mikið um hvort eða hvernig skuli þjálfa nemendur í rökræðum um ýmis álitamál í samfélaginu þannig að hér bætir skólastefna sveitarfélaga ekki miklu við námskrár. Þýðingarmest er þó að hér ætti að gefast

Page 33: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

33

svigrúm og skilningur til að kljást við brýn viðfangsefni í hverju samfélagi. Slík nálgun er í góðum anda menntunar til sjálfbærrar þróunar og styður þannig vel við áherslur aðalnámskránna.

5. Jafnrétti og fjölmenning Jafnrétti og fjölmenning geta fallið undir hvort heldur viðfangsefni og aðbúnað. Hér fundum við ekki mikið um kynjajafnrétti en víða má sjá merki þess í ákvæðum um skóla án aðgreiningar. Sérstaklega á það við um Reykjavík sem hefur látið útbúa ítarlegasta skjalið. Skólar Kópavogs skulu þó setja sér jafnréttisstefnu, en það er tekið fram í sambandi við starfsmannastefnu og er óvíst á hvern hátt hún nær til nemenda.

Augljóst er af skjölum að málefni útlendinga, sem við fellum hér undir fjölmenningu, eru farin að banka á dyrnar hjá yfirvöldum sveitarfélaganna. Sem dæmi má taka að í Reykjavík er sérstakt almennt markmið um að allir starfsmenn leik- og grunnskóla skuli hafa tileinkað sér fjölmenningarleg viðhorf. Í skólastefnu Akureyrar er þetta tekið fram: „Skólar Akureyrarbæjar nýti sér þá auðlind sem felst í því að hafa nemendur úr ólíkum menningarsamfélögum.“ Þar er og útfærsla í fjórum liðum á þessu markmiði, til dæmis að „sá menningarlegi fjölbreytileiki sem nærsamfélagið býr yfir“ skuli hagnýttur til náms og kennslu og „að nemendur skilji og upplifi að í öllum samfélögum manna eru mismunandi menningarheimar.“ Þetta er hvort tveggja í lýsingu á góðum skóla.

6. Alheimsvitund/alþjóðavitund Mjög lítið af því sem fram kemur í skólastefnu getum við fellt undir liðinn alheimsvitund. Atriði eins og að í Kópavogi eigi að koma „til móts við auknar þarfir fyrir góða tungumálakunnáttu“ og í Reykjavík að hefja enskukennslu fyrr en skylda er til í aðalnámskrá eru þó gagnleg. Hið athyglisverðasta er við fundum var í menntunarmarkmiðum nýendurskoðaðrar staðardagskrár 21 fyrir Akureyri. Þar kemur fram tenging milli sjálfbærrar þróunar og fjölmenningarstefnu sem meðal annars kristallast í orðinu heimsþorp. Hér er bersýnilega verið að velta fyrir sér alheims-vitund.

7. Efnahagsþróun og framtíðarsýn Við fundum gagnleg atriði er snerta efnahagsþróun og framtíðarsýn, til dæmis í stefnukorti menntasviðs Reykjavíkur þar sem tekið er fram að fjármál eigi að stuðla að vistvænum rekstri og í tölvupóstsvari kom fram að þetta eigi meðal annars að gera með innkaupum á vistvænum húsgögnum. Vistvænn rekstur getur stuðlað að menntun til sjálfbærrar þróunar ef nemendur vita um hvaða áhrif þessi stefna hefur á húsgagnakaup. Í Kópavogi á að starfrækja skólana út frá hugmyndum um vistvænt samfélag og hanna á skólahúsnæðið með þetta í huga.

3.2 Staðardagskrá 21 hjá sveitarfélögunum Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Eins og kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga (2007) á staðardagskrá að vera áætlun um þau verk sem vinna þarf til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun. Staðardagskráin á að vera heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig. Hún á ekki eingöngu

Page 34: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

34

að snúast um umhverfismál í þrengsta skilningi heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Staðardagskrá 21 er samkvæmt þessu sjónarmiði fyrst og fremst „velferðaráætlun“ og kemur það heim og saman við þá áherslu sem við höfum lagt á velferð og lýðheilsu. Sérstaklega er áréttað að vinnu við gerð staðardagskrár 21 ljúki aldrei þar sem hún þurfi að vera í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur.

Á haustmánuðum 1998 hófu íslensk sveitarfélög skipulagt starf við gerð staðardagskrár 21. Eftirfarandi fimm atriði hafa verið skilgreind sem meginþættir eða vegvísar fyrir staðardagskrárstarfið: Heildarsýn og þverfagleg hugsun, virk þátttaka íbúanna, hringrásarviðhorf, tillit til hnattrænna sjónarmiða og áhersla á langtímaáætlanir (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2007). Allt þetta kemur heim og saman við áherslur okkar í I. kafla skýrslunnar og hvernig þær birtast í greiningarlyklinum.

Fram kemur á vef ráðgjafarfyrirtækis sem vinnur með sveitarfélögum að staðardagskrárstarfinu að rúmur helmingur sveitarfélaga á Íslandi hafi tekið þátt í því með einhverjum hætti frá því að það hófst, þeirra á meðal öll fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þá kemur fram að vorið 2003 hafi verið hleypt af stokkunum sérstöku þriggja ára verkefni til að aðstoða fámenn sveitarfélög við að koma sér upp staðardagskrá. Þessu verkefni var fram haldið í ársbyrjun 2007, í samræmi við nýja byggðaáætlun sem gildir til ársloka 2009 (UMÍS, e.d.).

Við skoðuðum lauslega staðardagskrár nokkurra sveitarfélaga sem við völdum af handahófi, fyrir austan, norðan og í nágrenni höfuðborgarinnar. Nokkur þessara sveitarfélaga höfðu annaðhvort ekki lokið staðardagskrá eða voru að vinna að sérstakri endurnýjun hennar vegna sameiningar sveitarfélaga (t.d. Fjarðabyggð). Þær staðardagskrár sem við skoðuðum eru fyrir Álftanes, Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandarhrepp, allar frágengnar á fyrri hluta árs 2006, rétt fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar (Sveitarfélagið Álftanes, 2006; Hörgárbyggð, 2006; Svalbarðsstrandar-hreppur, 2006). Í tveimur staðardagskránna er sérstakur fræðslukafli þar sem almenningsfræðsla og skólastarf fléttast saman. Við skoðuðum hins vegar alla kafla staðardagskránna og tökum örfá dæmi sem við mátuðum við greiningarlykilinn okkar. Tilgangur þess er að átta sig á möguleikum sem tilvist staðardagskrár getur gefið áhugasömum skólum og kennurum og hvort vænta megi stuðnings frá sveitarfélögum við viðleitni skólanna. Ekki er um að ræða úttekt á staðardag-skránum heldur er tilgangur okkar sá að hvetja kennara til að skoða staðardagskrá sveitarfélagsins og jafnvel staðardagskrár fleiri sveitarfélaga til að afla góðra hugmynda.

1. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi Enda þótt staðardagskrár sveitarfélaganna einkennist að hluta til af því að vera framkvæmdaáætlanir sýnist okkur þó meginhlutverk þeirra vera að auka meðvitund íbúa viðkomandi sveitarfélags í umhverfismálum og af víðum sjónarhóli. Á Álftanesi vann umhverfis-nefnd sveitarfélagsins að málinu en sérstakar nefndir í hinum tveimur. Í samræmi við þetta eru margvísleg markmið og aðgerðir sem eiga að stuðla að betri umgengni og aukinni meðvitund um umhverfi og náttúru í sveitarfélaginu.

Page 35: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

35

2. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega Í staðardagskrá Áftaness er mikil áhersla á vernd landgæða og á varnir gegn mengun. Þar kemur fram að sveitarfélagið ber ábyrgð á viðkvæmum og dýrmætum vistkerfum og látnar eru í ljós sérstakar áhyggjur af mögulegum mengunarslysum vegna hinnar fjölförnu siglingaleiðar fyrir utan nesið. Sambærileg ákvæði eru í kafla um varðveislu landgæða. Í staðardagskrá Hörgárbyggðar og Svalbarðsstrandar eru einnig ákvæði um þekkingu um náttúruna en ekki jafnítarleg og í staðardagskrá Álftaness. Í Hörgárbyggð eru nemendur 1.–4. bekkjar grunnskóla í útiskóla fimm stundir á dag, einn dag í viku og vinna fjölbreytt verkefni í útistofu og læra þannig um umhverfi sitt. Í staðardagskrá Svalbarðsstrandar er ítarlegur umhverfisfræðslukafli, meðal annars um útikennslu og almenningsfræðslu.

3. Velferð og lýðheilsa Umtalsverður hluti staðardagskránna snýst um þætti sem við flokkum undir velferðar- og lýðheilsumarkmið. Nokkur dæmi eru í staðardagskrá Álftaness um að bæta aðstöðu til útivistar, efla útikennslu og vettvangsferðir og huga að framboði íþrótta og tómstunda. Þar má nefna að 2. kafli staðardagskrárinnar nefnist Gott mannlíf í fjölbreyttri náttúru. Í Hörgárbyggð er sérstakt skólaverkefni sem nefnist HHH-verkefni (heilsa, hreyfing, hollusta) og í staðardagskrá sveitarfélagsins kemur fram sérstök hvatning til heilbrigðs lífsstíls, breytts neyslumynsturs o.fl. þess háttar. Fjölskyldumál eru tengd við aðstæður íbúa; lagt er til að þeim sé hlúð þannig að andleg og líkamleg velferð íbúanna aukist. Í staðardagskrá Svalbarðsstrandar er kafli um fjölskylduvænt sveitarfélag og þar er kafli um málefni barna og unglinga og annar um málefni eldri borgara. Einnig er þar lögð áhersla á útivist, gönguferðir og afþreyingu á smábátum. Í Hörgárbyggð og á Svalbarðsströnd á sérstaklega að huga að vatnsveitumálum en þannig háttar til að mörg heimili fá kalt neysluvatn frá litlum einkaveitum, mismunandi öruggum. Þetta tengist reyndar einnig öryggismálum vegna slökkvistarfs. Bæði Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandar-hreppur hafa sérstakar áhyggjur vegna þjóðvegar 1 sem liggur eftir þeim endilöngum og huga að aðgerðum vegna þess.

4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða Þar sem staðardagskrár eru ekki kennslufræðirit eru þær tæpast rétti staðurinn til að leita að aðferðum til að auka getu nemenda til aðgerða en í þeim sem við skoðuðum kemur eitthvað fram um lýðræði og þátt íbúa sjálfra við að gera sýn viðkomandi staðardagskrár að veruleika. Í þessum þremur staðardagskrám er og rætt um hlutverk margvíslegra félagasamtaka, til dæmis áskorun Álftaness til þeirra um að stuðla að samveru fjölskyldna. Efla á vettvangsferðir til að kynnast nágrenninu og það á að vera umhverfisfræðsla í Vinnuskólanum. Þegar kemur að atriðum er snerta nærsamfélagið leggur Hörgárbyggð áherslu á menningar- og náttúruminjar, það er nýtingu fornminja, til dæmis Gása, og menningarminjastaða, til dæmis Hrauns í Öxnadal, en einnig fjölda annarra minja, til dæmis ræktunarminja.

5. Jafnrétti og fjölmenning Lítið er komið inn á jafnrétti og fjölmenningu í viðkomandi staðardagskrám, ekki einu sinni í fjölskylduköflunum þar sem fyrst var leitað. Helst mætti nefna tilvísun til hagsmuna barna og aldraðra á Svalbarðsströnd.

Page 36: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

36

6. Alheimsvitund/alþjóðavitund Í nefndum þremur staðardagskrám er vísað til Ríósamþykktarinnar frá 1992 en að öðru leyti er mjög lítið í þeim sem vísar að ráði út fyrir Ísland, sjónum er fremur beint að tengslum við nágrannasamfélögin. Helst er það ferðaþjónusta sem vísar lengra.

7. Efnahagsþróun og framtíðarsýn Varðveisla landgæða og aðild að Vistvernd í verki eru meðal kjörorða sem Álftanes aðhyllist. Framtíðarsýn skín þar í gegn. Þar er einnig lögð áhersla á sjálfbærni við skipulag samgangna og orkusparandi lífshætti. Í staðardagskrá Hörgárbyggðar fjallar fyrsti kaflinn um nauðsyn öflugs atvinnulífs í sátt við umhverfi og samfélag. Fyrirtæki eru hvött til að taka upp umhverfisstjórnun og hið sama gildir um Svalbarðsströnd. Í staðardagskrá Hörgárbyggðar er sérstakur kafli um neyslu og lífsstíl en einnig er fjallað um vistvæn innkaup á vegum sveitarfélagsins. Í staðardagskrá fyrir Svalbarðsströnd eru sorphirðumál og endurnýting ofarlega á blaði og rætt um aukna ábyrgð íbúa. Þar er og fjallað sérstaklega um mikilvægi þess að hreinleiki umhverfisins verði áhersluatriði í matvælaframleiðslu.

Staðardagskrárnar, sem við skoðuðum, eru til marks um áhuga á umhverfismálum. Við teljum að hlutverk kennara og skóla geti verið að þróa staðardagskrár áfram þar sem þær verða í sífelldri mótun, aðgerðir sem eru skilgreindar 2006 verða vonandi margar hverjar komnar til framkvæmda 2009 og framtíðarsýnin breytist með auknum áhuga og meðvitund um sjálfbærni sem leiðarljós.

3.3 Kennarasamband Íslands Við skoðuðum núgildandi stefnu Kennarasambands Íslands (KÍ) um skólamál sem var samþykkt í mars 2005 (Kennarasamband Íslands, 2005). Við skoðuðum almennan kafla skjalsins, sem nefnist Skólastefna Kennarasambands Íslands 2005–2008, auk kaflanna um leik-, grunn- og framhaldsskóla, og mátum þau atriði sem falla undir greiningarlykilinn.

3.3.1 Almennur hluti skólastefnunnar Fremst í stefnuskjalinu er rætt um að hlutverk skóla í samfélaginu sé að tryggja öllum þegnum góða menntun og stuðla eigi að „mótun ábyrgra, ánægðra og virkra þjóðfélagsþegna.“ KÍ sem heildarsamtök hefur samþykkt nokkur atriði sem það vill leggja áherslu á næstunni. Þessi atriði, sem falla undir 3.–5. þátt greiningarlykilsins, fela einnig í sér skýra framtíðarsýn og falla þannig líka undir lokaþátt lykilsins.

3. Velferð og lýðheilsa Fjallað er um að efla þurfi samvinnu og samstarf heilbrigðisyfirvalda, félagsmálayfirvalda, heimila og skóla.

4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða Hér er lögð áhersla á að bæta tengsl skóla og samfélags, meðal annars með auknu samstarfi skóla við fyrirtæki og stofnanir samfélagsins.

Page 37: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

37

5. Jafnrétti og fjölmenning Þegar kemur að jafnrétti vill KÍ stefna að samfellu milli skólastiga og að námstími á öllum skólastigum sé sveigjanlegur þannig að hægt sé að hefja nám á misjöfnum aldri og ljúka því á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Eins er lögð áhersla á að öllum, fullorðnum jafnt sem unglingum, sé tryggður greiður aðgangur að námi á framhaldsskólastigi. Samhliða því vill KÍ standa vörð um íslenskan menningararf og að lögð verði aukin áhersla á fræðslu um mismunandi menningu, þjóðfélagshópa og fjölskyldugerðir.

3.3.2 Stefna samtakanna varðandi einstök skólastig Í stefnu um einstök skólastig kemur margt fram sem fellur undir greiningarlykilinn. Við höfum fellt þá þætti undir 3.–5. þátt eins og almennu stefnuna þótt sum atriði mætti einnig fella undir hina þættina.

3. Velferð og lýðheilsa Í kaflanum um leikskóla eru ýmis ákvæði í stefnunni er varða aðstöðu barnanna: stærð og gerð húsnæðis, fjölda barna á hverri deild og hámarksdvalartíma þeirra í leikskólanum. Þetta má túlka sem viðleitni sambandsins til að tryggja velferð barnanna en ekki er minnst á velferð þeirra eða heilsu beint.

Aftur á móti er í kaflanum um grunnskóla töluverð áhersla lögð á velferð nemenda; þar segir að mikilvægt sé að móta stefnu um velferð nemenda í skólum sem feli meðal annars í sér stefnu um aðgerðir gegn ofbeldi, einelti og ávana- og fíkniefnum. Nefnt er að leggja skuli áherslu á starfsánægju og vellíðan allra sem í skólum starfa. Tiltekið er sérstaklega að vinnudagur nemenda eigi ekki að vera of langur þannig að nemendur hafi svigrúm til frístunda. Enn fremur segir að innan skóla þurfi að tryggja öfluga heilsugæslu og gott aðgengi nemenda að henni.

Varðandi velferð nemenda í framhaldsskólanum er fjallað um að skólinn skuli setja sér forvarnarstefnu (kemur ekki fram fyrir hverju) sem sé rædd á kennarafundi en ekkert er fjallað um aðkomu unglinga að þeirri stefnu. Síðan er rætt um vinnuumhverfi félagsmanna (kennara og stjórnenda) og mikilvægi þess að það sé bætt til að auka vellíðan kennara og koma í veg fyrir ýmsa sálræna og félagslega áhættuþætti. Þegar kemur að umfjöllun um aðstæður nemenda er talað um fjölda þeirra í hópum eftir mismunandi námsgreinum. Varðandi skólahúsnæði er tekið fram að fyrir hendi skuli vera vinnuaðstaða, búnaður, tæki og gögn sem starfsemi skólans, námskrá og fjöldi nemenda og kennara krefjist. Í þessum kafla virðist sjónum ekki sérstaklega beint að velferð og vellíðan nemenda.

4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða Í leikskólakaflanum er fjallað um virka þátttöku í samfélaginu og er fjallað um að börnin og foreldrar þeirra komi að mati á innra starfi skóla. Fjallað er um að kennarar komi að hönnun húsnæðis og útileiksvæðis skóla en ekki er minnst á börnin í því sambandi.

Í grunnskólakaflanum er rætt um að skólar hafi fyrst og fremst fræðsluhlutverki að gegna en einnig sé mikilvægt að búa nemendur undir líf og starf í síbreytilegu lýðræðisþjóðfélagi. Efla skuli

Page 38: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

38

nemendalýðræði með því að gera nemendur virkari í ákvarðanatöku í skólastarfinu. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að fjármagni sé veitt í að taka vel á móti nemendum frá öðrum þjóðum með því að styrkja bæði móðurmáls- og íslenskukennslu þeirra til að þeir geti orðið virkir þjóðfélagsþegnar.

Athyglisvert er að í kaflanum um framhaldsskóla er ein tilvísun til þess að stefna beri að þátttöku nemenda í samfélaginu; hún felst í ákvæði um að tengsl milli skóla, atvinnulífs, vísinda og lista séu nauðsynleg. Þetta er töluvert frábrugðið þeirri miklu áherslu í leik- og grunnskólastefnunni, sem lögð er á uppeldi barna til virkrar þjóðfélagsþátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, en á hinn bóginn kemur þetta atriði fram sem eitt af aðaláhersluatriðunum fyrir öll skólastigin í byrjun. Fjallað er um að starfsfólk framhaldsskóla taki þátt í stefnumörkun í skólamálum og um mótun innra starfs skólanna og mats á því en ekki er minnst á nemendur í þessu samhengi.

5. Jafnrétti og fjölmenning Í leikskólakaflanum er ákvæði um að stefna skuli að endurgjaldslausu leikskólanámi fyrir alla aldurshópa og skólaskyldu fimm ára barna í leikskólum. Hvorttveggja má túlka sem viðleitni til að tryggja öllum börnum vist í leikskóla. Fjallað er um að öllum börnum skuli skapað uppeldis- og menntaumhverfi sem hæfi þroska þeirra og aðstæðum óháð aldri, kyni, sérþörfum, þjóðerni eða menningu. Stefna skal að því að gera einstaklingsnámskrá fyrir þau börn sem taka þarf sérstakt tillit til, þar með talda afburðanemendur.

Í grunnskólakaflanum er fjallað um að nemendur skuli eiga kost á fjölbreyttri stoðþjónustu, og að koma eigi til móts við þá með einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu námi þannig að hæfileikar allra fái að þroskast og njóta sín.

Töluvert er fjallað um jafnrétti til náms í kaflanum um framhaldsskólann og að allir skuli hafa jafnan rétt á námi í framhaldsskóla. Átt er við bæði unglinga og fullorðna og að skapaður verði ákveðinn sveigjanleiki til að auðvelda endurkomu í skólann fyrir fullorðna. Fram kemur það sjónarmið að allir skuli hafa rétt á kennslu við hæfi sem taki tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu og eins að öllu námi sé gert jafnhátt undir höfði. Tiltekið er sérstaklega að ef til styttingar framhaldskólanáms komi þurfi að gæta að því að kjör fatlaðra nemenda verði ekki skert og þeir geti stundað nám í fjögur ár.

Varðandi fjölmenningu er rætt um í bæði leik- og grunnskólaköflunum að hafa skuli í heiðri íslenskan menningararf ásamt því að stuðla þurfi að gagnkvæmri virðingu ólíkra menningar-, þjóðfélags- og trúarhópa. Ekkert er fjallað sérstaklega um fjölmenningu í framhaldsskóla-kaflanum.

3.4 Umhverfisverndarsamtök Til að fá hugmynd um þátt frjálsra félagasamtaka í menntun til sjálfbærrar þróunar var farin sú leið að leita að félögum sem hafa gert stefnu sína sýnilega á vefnum eða að starfsemi þeirra sé getið af öðrum þar. Við byrjuðum á að leita að umhverfisverndarsamtökum. Enda þótt skrá okkar sé ekki tæmandi höfum við skoðað um tuttugu samtök og teljum að þar af leiðandi gefi samantekt okkar góða mynd af leiðum flestra þeirra í þessum efnum og þar með möguleikum til að hafa áhrif á menntun til sjálfbærrar þróunar.

Page 39: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

39

Á landinu starfa einkum tvenn formleg, stór félagasamtök á landsvísu sem hafa almenna náttúruvernd á sinni stefnuskrá, Landvernd (e.d.) og Náttúruverndarsamtök Ísland (e.d.). Þau hafa það að aðalmarkmiði að vernda náttúru landsins og heimsins og þessu markmiði vilja samtökin ná með því að upplýsa fólk um náttúruna og efla vitund um náttúruvernd og umhverfismál. Landvernd (2007) kemur að skólastarfi beint í gegnum grænfánaverkefnið sem hlotið hefur töluverða útbreiðslu í leik- og grunnskólum og einstaka framhaldskólar hafa einnig tekið þátt.

Mörg félög starfa að náttúruvernd í ákveðnum landshlutum eða á afmörkuðum landsvæðum. Fjögur slík félög fundust á vefnum: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (e.d.), Náttúruverndarsamtök Suðurlands (2005), Náttúruverndarsamtök Austurlands (Hornafjörður, 2007) og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness (Sveitarfélagið Álftanes, e.d.). Þessi félög beita sér öll fyrir verndun náttúrulegs umhverfis á afmörkuðum stöðum eða landsvæðum. Þessum markmiðum vilja félögin ná með því að uppfræða fólk um gildi og verndun náttúrunnar. Að minnsta kosti þrjú önnur slík félög eru til, þ.e. Náttúruverndarsamtök Vesturlands (Landvernd, 1999), Náttúruverndarfélag Suðvesturlands (Náttúruvaktin, 2007) og Vestfirsk náttúru-verndarsamtök (2007), en starfsemi þeirra er lítil þótt þau tvö fyrstnefndu taki þátt í formlegu samstarfi við umhverfisráðuneytið um umhverfisvernd.

Þá eru það félög sem hafa verið stofnuð í tilefni af ákveðnum atburðum eða helgað sig afmörkuðum málefnum. Fimmtán slík félagasamtök fundust: Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði (2006), Áhugahópur um verndun Þjórsárvera (2007), Dýraverndarsamband Íslands (Dýraverndarinn, 2004), Félag um verndun hálendis Austurlands (Náttúran.is, 2006), Framtíðarlandið (2007), Fuglaverndarfélag Íslands (2007), Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (e.d.), Íslandsvinir (e.d.), Náttúruvaktin (2004), Saving Iceland (2007), Sól í Hvalfirði (Náttúruvaktin, 2007), Sól í Straumi (2006), Sól á Suðurlandi (Náttúruvaktin, 2007), Sól á Suðurnesjum (2007) og Varmársamtökin (e.d.). Þessi félög eru misformleg og sum hafa hvorki lög né skráð markmið, svo sem Áhugahópur um verndun Þjórsárvera og Íslandsvinir, þótt þau eigi vefsíðu og haldi úti mikilli umræðu, fræðslu og aðgerðum. Þessi félög beita sér öll fyrir verndun ákveðinna landssvæða (getur náð til stórs landsvæðis, einnar ár eða umhverfis einnar verksmiðju) eða ákveðinna lífveruhópa, svo sem dýraverndarfélög. Þessi félög beita sér gjarna gegn fyrirhugaðri nýtingu ákveðinna svæða til orkuöflunar eða iðnaðaruppbyggingar svo sem áliðnaðar. Dýraverndunarfélögin beita sér fyrir góðri meðferð dýra og verndun villtra dýra. Hér vinna félögin eða samtökin að markmiðum sínum með upplýsingum, fræðslu og beinum, misjafnlega róttækum aðgerðum.

Við viljum sérstaklega nefna Framtíðarlandið – félag áhugafólks um framtíð Íslands. Það er félagsskapur fólks sem telur að þörf sé fyrir afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmyndir að nýrri framtíðarsýn fyrir Ísland, eins og við teljum að sé nauðsynlegur liður í menntun til sjálfbærrar þróunar. Framtíðarlandið telur nauðsynlegt að efla lýðræði og lýðræðislega umræðu svo og grundvallarþætti samfélagsins: réttlæti, menntun og skapandi atvinnustefnu (Fram-tíðarlandið, 2006).

Starfsemi þessara félaga kemur á margan hátt inn í menntun til sjálfbærrar þróunar, svo sem með því að uppfræða fólk þannig að það geti betur tekið þátt í umræðunni. Enn fremur er það markmið margra þeirra að auka þátttöku landsmanna í umræðu um umhverfismál og

Page 40: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

40

ákvarðanatöku um nýtingu landsins. Eins má hugsa sér að það að efna til vettvangsferða höfði til vitundarvakningar og virðingar fyrir náttúrunni.

3.5 Önnur félagasamtök Ákveðið var að skoða nokkur dæmi um frjáls félagasamtök sem ekki hafa umhverfisvernd sérstaklega á stefnuskrá sinni og athuga hvort eitthvað í stefnuyfirlýsingum þeirra væri um sjálfbæra þróun og hægt væri að tengja við skólastarf. Úr mörgu var að velja og ákváðum við að skoða nokkur dæmi um alþjóðleg samtök en einnig skoðuðum við Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sem dæmi um stéttarfélög. Heimasíður og stefnuyfirlýsingar samtakanna voru lesnar með greiningarlykilinn við höndina og skráð stefnumarkmið og lykilorð. Í textanum hér á eftir er þeim samtökum sleppt þar sem ekkert fannst er tengja má við menntun til sjálfbærrar þróunar eða einstaka þætti greiningarlykilsins.

Samtök og hreyfingar sem hér er greint frá eru Rauði krossinn, skátahreyfingin og Amnesty, auk ASÍ. Þau lykilorð sem við fundum í stefnuyfirlýsingum og markmiðum félagasamtakanna eru geta til aðgerða, mannréttindi, óhlutdrægni, lýðræði, virðing og ábyrgð. Í markmiðum skátahreyfingar-innar má einnig greina fyrsta þáttinn úr greiningarlyklinum, það er gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi.

3.5.1 Rauði krossinn Samkvæmt leiðarljósi og stefnu Rauða kross Íslands til ársins 2010 er eitt af aðalmarkmiðum hans að kynna og breiða út grundvallarmarkmið og mannúðarhugsjónir hreyfingarinnar. Í þessu skyni hafa samtökin sett á laggirnar fræðsluvef. Á honum er fræðsluefni sem ætlað er nemendum frá leikskólaaldri og upp á unglingsár. Í námsefni fyrir eldri börn leikskóla og grunnskólabörn er meðal annars lögð áhersla á að þau læri að setja sig í spor vina sinna og annarra, læri að taka tillit til fólks burtséð frá útliti, uppruna eða skoðunum og læri að vinna með öðrum í hópi. Auk þess eru í grunnskólaefninu markmið um að börn skilji þá siðferðislegu ábyrgð sem hvílir á okkur sem þjóð í alþjóðlegu samfélagi og að þau geri sér grein fyrir að mannréttindi eru leikreglur í samfélagi einstaklinga og þjóða til að tryggja jafnan rétt allra. Lagt er upp úr að þau geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða, að þau tileinki sér virðingu fyrir sérstöðu annarra, til dæmis hvað varðar útlit, klæðaburð, uppruna og skoðanir, og að þau geti sett sig í spor ólíkra persóna í því skyni að finna til samkenndar með öðrum. Fræðsluefni ætlað unglingum á grunn- og framhalds-skólaaldri snertir einkum samfélagsgreinar og lífsleikni þar sem er lögð áhersla á getu til aðgerða með fræðslu um skyndihjálp, áhrif ofbeldis og styrjalda, stöðu flóttamanna, hjálparstarf, þróunarlönd, hungur, fátækt, mannréttindi, náttúruhamfarir og neyðaraðstoð.

Rauði krossinn rekur Alþjóðahúsið. Heimasíða þess er á tólf tungumálum. Um markmið þess segir: „Alþjóðahús byggir á hugmyndafræðinni um fjölmenningarleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geti notið þeirra kosta sem fjölmenningarleg samfélög bera með sér“ (Alþjóðahús, e.d.). Meginhlutverk hússins eru að auðvelda aðlögun að íslensku samfélagi með upplýsingagjöf, ráðgjöf, túlkaþjónustu og félagsstarfi. Áhersla er lögð á mikilvægi fræðslu til nýbúa sem innfæddra Íslendinga. Lykilorð eru fjölmenning, aðlögun og upplýsingagjöf um mannréttindi, heilsu o.fl.

Page 41: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

41

3.5.2 Skátahreyfingin Ýmis teikn um menntun til sjálfbærrar þróunar má finna í markmiðum, stefnu og lögum íslensku skátahreyfingarinnar (Skátavefurinn, e.d.). Bandalag íslenskra skáta starfar eftir þeirri meginreglu að allir hafi jafnan rétt, óháð kyni, litarhætti eða trúarbrögðum. Þeir sem gerast félagar í skátahreyfingunni gera það af fúsum og frjálsum vilja. Bandalag íslenskra skáta vill stuðla að friði meðal manna og þjóða. Það leggur áherslu á að líta beri á börn sem einstaklinga sem hafa jafnan rétt og fullorðnir. Þau beri að virða og veita þá þjálfun sem hæfir aldri þeirra og þroska. Bandalag íslenskra skáta leggur áherslu á að virða allar lífsskoðanir sem samrýmast skátalögunum. Í skátastarfi og við inngöngu nýrra félaga í skátahreyfinguna skal tekið fullt tillit til mismunandi trúarskoðana.

Skátahreyfingin hefur sett sér það markmið að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Lögð er áhersla á að sérhver einstaklingur býr yfir fjölmörgum eiginleikum sem unnt er að rækta og þróa. Hreyfingin leggur áherslu á að skátar verði sjálfstæðir einstaklingar sem venjist á að bera ábyrgð á því sem þeim er falið, læri að bera ábyrgð á eigin gerðum með markvissri þjálfun, læri að meta, rökræða og taka afstöðu til mála og venjist því að vinna með öðrum og virða skoðanir annarra. Enn fremur að þeir virði jafnan rétt allra og skilji þjóðfélagslega samábyrgð allra þegna landsins.

Markmiðum sínum hyggst Bandalag íslenskra skáta ná með því að stuðla að hópvinnu sem kennir tillitssemi, samstarfshæfileika, ábyrgð og stjórnunarhæfileika. Einnig með útilífi sem á að efla líkamsþrek og vekja áhuga barna og ungs fólks á náttúrunni og efla skilning og áhuga á að vernda hana. Markmiðunum á og að ná með margvíslegum viðfangsefnum þar sem skátarnir læra ýmis nytsamleg störf, þeim sjálfum og öðrum til heilla. Og loks með því að taka þátt í alþjóðlegu skáta-starfi gefst skátum tækifæri á að kynnast ungu fólki í öðrum löndum, háttum þess og menningu.

3.5.3 Amnesty Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir mannréttindum. Samtökin starfa að því að efla virðingu fyrir þeim mannréttindum sem tilgreind eru í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (Amnesty International, e.d. a, e.d. b). Amnesty International styður hvers konar áætlanir sem hafa að markmiði að uppfræða fólk um mannréttindi og hvernig unnt er að verja þau. Samtökin þróa kennsluefni fyrir skóla og skipuleggja þjálfunarnámskeið fyrir kennara, beita sér fyrir því að þjálfunarnámskeið séu haldin fyrir aðra opinbera starfsmenn og þá sem starfa að öryggismálum. Samtökin hvetja stjórnvöld til að innleiða nám um mannréttindi á öllum stigum skólakerfisins.

Amnesty International hafa haft deild starfandi innan sinna vébanda á Íslandi frá árinu 1974. Ítarleg grein er gerð fyrir starfsemi samtakanna, eðli þeirra og uppbyggingu á heimasíðu þeirra. Í upphafi miðaði starfið fyrst og fremst að málefnum fanga en nú beinist það einnig að auknum mannréttindum almennt. Áhersla er lögð á að hvetja fólk til þátttöku í aðgerðum (Amnesty International, e.d. c). Lykilorð eru geta til aðgerða, mannréttindi, óhlutdrægni, lýðræði og virðing sem öll tengjast þáttum í greiningarlyklinum okkar.

Page 42: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

42

3.5.4 Alþýðusamband Íslands Alþýðusamband Íslands er stærstu hagsmunasamtök verkalýðsfélaga á Íslandi. Merki umfjöllunar um sjálfbæra þróun er að finna í stefnu samtakanna í alþjóðamálum, atvinnumálum og velferðarmálum. Í hinum tveimur fyrstnefndu málaflokkum er lögð áhersla á að stefnt skuli að sjálfbærum hagvexti í íslensku samfélagi. Í umfjöllun um velferðarmál eru lykilorðin velferð, valddreifing, þróun lýðræðis, sjálfbær félagsleg og efnahagsleg þróun (Alþýðusamband Íslands, e.d. a, e.d. b, e.d. c) sem öll tengjast þáttum í greiningarlykli okkar.

3.6 Stuðnings má vænta frá sveitarfélögum og félagasamtökum Stefna sveitarfélaga og félagasamtaka er ekki, fremur en við bjuggumst við, heildstæð stefna um menntun til sjálfbærrar þróunar – en við fundum margvísleg teikn um áhuga. Þegar við lítum til stefnu sveitarfélaganna er það annars vegar sá aðbúnaður sem sveitarfélögin ætla sér að koma upp fyrir leik- og grunnskólastarf og hins vegar staðardagskrárvinna sem við lítum mest til. Þegar litið er til stefnu félagasamtaka teljum við rétt að kennarar geti leitað til þeirra á margvíslegan hátt enda hafa sum þeirra það beinlínis á stefnuskrá sinni að vinna með skólum. Við teljum að það séu margvíslegir möguleikar á stuðningi við frumkvæði sem kemur frá skólunum en þá þurfi skólafólk að þekkja áhuga sveitarstjórnarfólks á hverjum tíma. Þá má sækja stuðning til margvíslegra félagasamtaka, bæði þeirra sem sérstaklega beita sér í umhverfismálum og til annarra samtaka. Auk þeirra sem hér voru sérstaklega skoðuð má nefna ferðafélög og útivistarsamtök, ungmenna- og íþróttafélög, Zontaklúbbana, Rotaryhreyfinguna og sambærilegar hreyfingar, trúar- og lífsskoðunarhreyfingar og Neytendasamtökin.

Page 43: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

43

4. Efla ber menntun til sjálfbærrar þróunar Í upphafi þessarar skýrslu er skilgreindur tvenns konar tilgangur. Annars vegar er skýrslan greining og túlkun á gildandi stefnu ríkis, sveitarfélaga, kennarasamtaka og frjálsra félagasamtaka um menntun til sjálfbærrar þróunar. Hins vegar nýtist hún við starfið í rannsóknar- og þróunar-verkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða. Að auki er hún efniviður í fræðigreinar og fyrirlestra sem höfundar hennar rita og flytja á ýmsum vettvangi.

Í þessum lokakafla eru ræddir helstu lærdómar sem við höfum dregið af skoðun okkar á alþjóðlegri sem innlendri stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, lærdómar sem geta orðið okkur leiðarljós í starfi með skólum sem taka þátt í þróunarverkefnum með okkur.

9. mynd. Náttúrufræðistofa í Hallormsstaðaskóla

Við notuðum sjö þátta greiningarlykil við greiningu okkar á aðalnámskrám. Með hans hjálp fundum við fleira en okkur grunaði fyrir fram sem má nýta við að þróa viðhorf og aðferðir um menntun til sjálfbærrar þróunar. Greiningarlykillinn var saminn með hliðsjón af þremur stoðum sjálfbærrar þróunar eins og íslensk stjórnvöld útskýra hana í Velferð til framtíðar (Umhverfisráðuneytið, 2002, 2007); þær eru efnahagsvöxtur, félagsleg velferð og jöfnuður, og vernd umhverfisins. Við gerð hans höfðum við einnig hliðsjón af markmiðum áratugar Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Afraksturinn er þessir sjö þættir:

1. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi 2. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega 3. Velferð og lýðheilsa 4. Lýðræði og þátttaka í samfélaginu, geta til aðgerða 5. Jafnrétti og fjölmenning 6. Alheimsvitund/alþjóðavitund 7. Efnahagsþróun og framtíðarsýn

Við fundum efni í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla er vísa til allra þessara þátta, en mismunandi mikið. Við fundum margvísleg markmið um þekkingu, ekki síst vistfræðilega þekkingu sem telja má nauðsynlega til að nota náttúruna skynsamlega, og markmið sem tengjast

Page 44: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

44

hæfni til að taka ákvarðanir. Þau markmið sem falla undir þáttinn gildi, viðhorf og tilfinningar undirstrika að þekking þarf að skipta okkur máli til að hún nýtist við menntun til sjálfbærrar þróunar. Lýðræðis- og þátttökumarkmiðin sem við fundum eru að hluta til fremur almenn ákvæði um þroska og þekkingu en einnig fundum við markmið um að börn og unglingar verði fær um að tjá skoðanir sínar. Þessi markmið geta stuðlað að aukinni getu til aðgerða í átt til sjálfbærni ef á er haldið með það í huga. Við fundum í heildina færri markmið sem falla undir þrjá síðustu þætti greiningarlykilsins; þau markmið eru þó engu að síður mikilvægur þáttur við túlkun námskránna.

Við teljum að námskrárnar gefi tilefni til að skólar efli menntun til sjálfbærrar þróunar. Á hinn bóginn, ekki síst í ljósi þess að í námskránum er sjálfbærrar þróunar sjaldan getið, má halda því fram að túlkun okkar sé djörf, a.m.k. í einhverjum skilningi – að við höfum í einhverju tilviki gengið langt í því að tengja tiltekin markmið og ákvæði við menntun til sjálfbærrar þróunar. Ef við skoðum aftur á móti áratugarmarkmið Sameinuðu þjóðanna er túlkun okkar ekki djörf. Það er að okkar dómi hlutverk stjórnvalda, bæði ríkisstjórnar og annarra, að stuðla að eflingu menntunar til sjálfbærrar þróunar og að styðja skóla til þess arna. Túlkun okkar er framlag til þess verks.

Rétt er þó að hafa í huga að eitt er að túlka og annað að framkvæma. Það hvort af slíkri menntun verður er verulega háð því að einstakir skólar nýti sér möguleika til frelsis í skólanámskrám og taki ábyrgð á menntun til sjálfbærrar þróunar.

Auk þess sem við notuðum greiningarlykilinn til að fara yfir námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla skoðuðum við skólastefnu fjölmennustu sveitarfélaga landsins og staðardagskrár 21 fyrir nokkur smærri sveitarfélög. Þá skoðuðum við skólastefnu Kennarasambands Íslands. Loks skoðuðum við stefnu umhverfisverndarsamtaka og nokkurra annarra frjálsra félagasamtaka. Þegar á heildina er litið teljum við að talsverðs stuðnings við markmið menntunar til sjálfbærrar þróunar sé að vænta úr þessum áttum en að kennarar og skólar verði yfirleitt að leita eftir þeim stuðningi. Við teljum að stuðningurinn felist ekki eingöngu í málefnavinnu heldur og í því að sveitarfélögin fylgi eftir þeim metnaði sínum að búa vel að skólunum. Einnig þurfa félagasamtök að vera fús til samstarfs við þá skóla sem eftir því leita hvort heldur félagasamtökin hafa aðgengilegar fræðsluáætlanir eða aðstoða skóla við upplýsingaöflun eða annað. Grænfánaverkefni Landverndar er vitaskuld slíkt verkefni en við teljum ástæðu til að hvetja til fleiri viðfangsefna er falla undir menntun til sjálfbærrar þróunar. Með því móti styrkjast möguleikar skóla til að nýta sér tilætlun um að þeir geri skólanámskrá með eigin áhersluatriðum.

Við vonum að rit núverandi umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur (2007), Áherslur umhverfisráðherra, sem ráðherrann lagði fram á umhverfisþingi síðastliðið haust sé vísbending um aukna áherslu á menntun til sjálfbærrar þróunar og rit hennar sé til marks um að það sé áhugi hjá núverandi ríkisstjórn í þessum efnum. Í ritinu eru meðal annars almennt markmið um að efla fræðslu til almennings og sértækt markmið um að endurskoða almannarétt og aðgengi almennings að umhverfismálum; hið síðarnefnda tónar ágætlega við markmið um getu til aðgerða. Þá er í ritinu sérstakur kafli um neytendavernd sem er í samhljómi við túlkun okkar á því að vitund fólks um hverjar eru þarfir okkar nú og í framtíðinni sé mikilvægur þáttur menntunar til sjálfbærrar þróunar. Í lokakaflanum um lýðræði og fræðslu er meðal annars lofað að fullgilda Árósasamninginn um möguleika almennings og félagasamtaka til þátttöku í að undirbúa ákvarðanir á sviði umhverfismála, að skipuleggja almenningsfræðslu og að auka framboð

Page 45: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

45

kennsluefnis um umhverfismál. Ekki er þó getið sérstaklega um menntun til sjálfbærrar þróunar en tenging lýðræðis og fræðslu er hins vegar þýðingarmikil.

Í I. kafla skýrslunnar tókum við fram að menntun til sjálfbærrar þróunar væri ekki fast-skilgreinanlegt fyrirbæri, eins í hvaða landi sem er. Við tókum fram að sá skilningur væri ríkjandi að þróun væri ekki sjálfbær nema út frá samfélagslegri sátt um hvað sé ósjálfbært og hvað séu framfarir út frá því viðmiði. Breiting, Mayer og Mogensen (2008) hafa sett fram fimmtán gæðaviðmið skóla fyrir menntun til sjálfbærrar þróunar. Gæðaviðmiðin eru þrenns konar: um gæði náms og kennslu, gæði skipulags skóla og gæði tengsla skóla út á við. Í fyrsta flokknum eru viðmið um aðgang að námi, breytingar á skóla og grenndarsamfélagi, framtíðarmöguleika, menningu hins flókna, gagnrýna hugsun, gildismat og þroska, aðgerðir nemenda, þátttöku og lýðræði og faglegt inntak. Hér spila saman margir þættir úr greiningarlyklinum, svo sem gildismat, aðgerðir, lýðræði og framtíðarmöguleikar. Í næsta flokki, um skipulag skóla, eru viðmiðin um mikilvægi þess að skólar móti sér stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, andrúmsloft í skólum, stjórnun þeirra og hvernig á að meta menntun til sjálfbærrar þróunar. Í síðasta flokknum kemur fram samstarf við grenndarsamfélagið og um samstarf út á við. Öll þessi viðmið undirstrika það sem kemur fram í I. kafla þessarar skýrslu að menntun til sjálfbærrar þróunar er ekki þröngt afmarkað viðfangsefni heldur geta mjög margvíslegar leiðir stuðlað að þess háttar menntun. Við viljum undirstrika að skólar geta nýtt sér ákvæði í skólastefnu og stefnu félagasamtaka til að leitast við að uppfylla viðmið af þessum toga. Þá viljum benda á að í markmiðum SÞ um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar er ráðlagt að hafa samvinnu við félagasamtök og hagsmunaaðila.

Framtak eins og þróunar- og rannsóknarverkefnið GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða, sem þessi skýrsla er hluti af, er mikilvægt framtak í átt til að skilja hvað menntun til sjálfbærrar þróunar er. Við undirstrikum þó tillögu okkar, sem sett var fram í lok II. kafla, að mótuð verði sjálfstæð stefna ríkisins um menntun til sjálfbærrar þróunar og að sjálfbær þróun verði viðmið við námskrárgerð. Samantekt okkar, sem hér birtist, nýtist vonandi við það verk.

Page 46: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

46

5. Heimildir Heimildaskráin skiptist í tvo hluta, annars vegar fræðilegt efni og skýrslur sem vísað er til og hins vegar þau skjöl sem við notuðum við greininguna. Þau skjöl skiptast svo aftur í lög, námskrár og þess háttar skjöl, stefnuskjöl sveitarfélaga og gögn um félagasamtök.

Fræðilegt efni og skýrslur Breiting, Søren, Mayer, Michela og Mogensen, Finn (2008). Gæðaviðmið skóla fyrir menntun til sjálfbærrar þróunar. Leiðarvísir um hvernig auka má gæði menntunar til sjálfbærrar þróunar. Ísl. þýðing Stefán Bergmann og Erla Kristjánsdóttir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

Breiting, Søren og Mogensen, Finn (1999). Action competence and environmental education. Cambridge Journal of Education, 29, 349–353.

Carrington, Victoria (2001). Globalization, Family and Nation state: Reframing ‘family’ in new times. Discourse, 22, 185–196.

Chatzifotiou, Athanasia (2006). Environmental education, national curriculum and primary school teachers. Findings of a research study in England and possible implications upon education for sustainable development. The Curriculum Journal, 17, 367–381.

Ensk-íslensk orðabók með alfræðiívafi (1984). Höf. Sören Sörenson. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Huckle, John (2006, október). Education for sustainable development. A briefing paper for the Training and Development Agency for Schools. Endurskoðuð útg. Bedford: Training and Development Agency for Schools.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2006a, 29.–30. september). Menntun og samfélag á tímum fjölmenningar og sjálfbærrar þróunar. Fyrirlestur á ráðstefnunni Það er leikur að læra. Samræða allra skólastiga. Ráðstefna um menntamál á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar o.fl., Akureyri. Sótt 5. október 2007 af www.ismennt.is/not/ingo/fjolsjalfak.htm.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2006b, 20.–21. október). Fjölmenning og sjálfbær þróun í menntastefnu ríkis og sveitarfélaga. Fyrirlestur á 10. málþingi Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík. Sótt 5. október 2007 af www.ismennt.is/not/ingo/fjolsjalfkhi.htm.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2007). Fjölmenning og sjálfbær þróun: Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir? Netla. Sótt 30. janúar 2008 af netla.khi.is/greinar/2007/018/index.htm.

Íslensk orðabók (2002). 3. útg., ritstj. Mörður Árnason. Reykjavík: Edda.

Jensen, Bjarne Bruun og Schnack, Karsten (1997). The action competence approach in environmental education. Environmental Education Research, 3, 163–178.

Kemp, René og Martens, Pim (2007). Sustainable development: How to manage something that is subjective and never can be achieved? Sustainability: Science, Practice, & Policy, 3, 2, 1–10. Sótt 6. september 2007 af ejournal.nbii.org.

Lundegård, Iann og Wickman, Per-Olof (2007). Conflicts of interest: An indispensable element of education for sustainable development. Environmental Education Research, 13, 1–15.

Menntamálaráðuneytið (1996). Í krafti upplýsinga. Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Rauch, Franz og Steiner, Regina (2006). School development through education for sustainable development in Austria. Environmental Education Research, 12, 115–127.

Page 47: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

47

Robinson, J. (2004). Squaring the circle: On the very idea of sustainable development. Ecological Economics, 48, 369–384.

Sameinuðu þjóðirnar (1989). Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Sótt 7. mars 2008 af www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali3.html.

Sólrún Harðardóttir (2001). Þar á ég heima. Námsefni um náttúru Kópavogs. Kópavogur: Kópavogsbær.

Umhverfisráðuneytið (1991). Sjálfbær þróun. Leiðsögn um ritið Sameiginleg framtíð vor sem er skýrsla heimsnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 1987 um umhverfis- og þróunarmál. Ritröð Umhverfisráðuneytisins 1. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Umhverfisráðuneytið (2002). Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Umhverfisráðuneytið (2007). Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2006–2009. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

UNESCO (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) (e.d.). United Nations Decade of Education for Sustainable Development. Sótt 6. september 2007 af portal unesco.org/education/en/ev.php-url_id=27234&url_do=do_topic&url_section=201.html.

Þórunn Sveinbjarnardóttir (2007). Áherslur umhverfisráðherra. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Skjöl til greiningar

Lög og námskrár Lög um breytingu á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum, nr 98/2006.

Lög um framhaldsskóla nr 80/1999.

Lög um grunnskóla nr 66/1995.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr 96/2000.

Lög um leikskóla nr 78/1994.

Menntamálaráðuneytið (1999a). Aðalnámskrá leikskóla. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (1999b). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (1999c). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Lífsleikni. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (1999d). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Náttúrufræði. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (1999e). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (1999f). Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúrufræði. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2004). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2006). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Page 48: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

48

Menntamálaráðuneytið (2007a). Aðalnámskrá grunnskóla. Erlend mál. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007b). Aðalnámskrá grunnskóla. Heimilisfræði. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007c). Aðalnámskrá grunnskóla. Hönnun og smíði. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007d). Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007e). Aðalnámskrá grunnskóla, Íþróttir, líkams- og heilsurækt. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007f). Aðalnámskrá grunnskóla. Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007g). Aðalnámskrá grunnskóla. Listgreinar. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007h). Aðalnámskrá grunnskóla. Lífsleikni. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007i). Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúrufræði og umhverfismennt. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007j). Aðalnámskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007k). Aðalnámskrá grunnskóla. Stærðfræði, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007l). Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Stefnuskjöl sveitarfélaga Akureyrarbær (2006a). Skólastefna Akureyrarbæjar. Þekking, leikni, virðing og vellíðan. Leikskóli – grunnskóli – tónlistarskóli. Akureyri: Akureyrarbær.

Akureyrarbær (2006b). Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. 2. útg. Akureyri: Akureyrarbær.

Fræðsluskrifstofa Kópavogs (e.d.). Skólastefna Kópavogsbæjar. Kópavogur: Fræðsluskrifstofa Kópavogs.

Hörgárbyggð (2006). Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð. Hörgárbyggð: Hörgárbyggð.

Reykjanesbær (2001). Skólastefna. Reykjanesbær: Reykjanesbær. Sótt 26. maí 2006 af www.reykjanesbaer.is/default.asp?cat_id=102.

Reykjavíkurborg (e.d.). Stefna Leikskóla Reykjavíkur í umhverfismálum.1 blaðsíða. Reykjavík: Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg (2006). Stefna og starfsáætlun Menntasviðs Reykjavíkurborgar (2006). Reykjavík: Reykjavíkurborg.

Samband íslenskra sveitarfélaga (2007, 25. janúar). Hvað er Staðardagskrá 21? Staðardagskrá 21. Sótt 25. nóvember 2007 af www.samband.is/dagskra21/template1.asp?Id=746.

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar (2005). Skólastefna Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður: Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.

Page 49: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

49

Svalbarðsstrandarhreppur (2006). Staðardagskrá 21 fyrir Svalbarðsstrandarhrepp. Svalbarðsströnd: Svalbarðsstrandarhreppur.

Sveitarfélagið Álftanes 2006). Áætlun um sjálfbæra framtíð. Staðardagskrá 21. Álftanes: Sveitarfélagið Álftanes.

UMÍS ehf. Environice (e.d.). Staðardagskrá 21. Sótt 25. nóvember 2007 af www.environice.is/default.asp?sid_id=10266&tId=1.

Gögn um félagasamtök Alþjóðahús (e.d.) Markmið Alþjóðahúss. Sótt 29. nóvember 2007 af www.ahus.is/is/markmi-al-j-ah-ss.html.

Alþýðusamband Íslands (e.d. a). Stefna ASÍ í alþjóðamálum. Sótt 29. nóvember 2007 af www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-63/102_read-614.

Alþýðusamband Íslands (e.d. b). Stefna ASÍ í atvinnumálum. Sótt 29. nóvember 2007 af www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-64/105_read-615.

Alþýðusamband Íslands (e.d. c). Stefna ASÍ í velferðarmálum. Sótt 18. desember 2007 af www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-69/111_read-620.

Amnesty International (e.d. a) Um Amnesty. Sótt 1. desember 2007 af www.amnesty.is/UmAmnesty. Amnesty International. Algengar spurningar. Sótt 19. nóvember 2007 af www.amnesty.is/UmAmnesty/AlgengarSpurningar.

Amnesty International (e.d. c). Íslandsdeild. Sótt 1. desember 2007 af www.amnesty.is/Islandsdeildin.

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði. (2006). Um áhugahópinn Slóð 3. desember 2007 af www.jokulsar.org.

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera (2007). Áhugahópur um verndun Þjórsárvera. Sótt 31. október 2007 af www.thjorsarverfridland.is.

Dýraverndarinn (2004). Dýraverndarsamband Íslands. Sótt 31. október 2007 af www.dyravernd.is/index.htm.

Framtíðarlandið (2007). Hvað er Framtíðarlandið? Sótt 3. desember 2007 af framtidarlandid.is/um-framtidarlandid.

Fuglaverndarfélag Íslands (2007). Lög Fuglaverndarfélags Íslands. Sótt 31. október 2007 af www.fuglavernd.is/html/starfsemi/log.html.

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (e.d.). Um GFF. Sótt 18. desember 2007 af gff.is/um-gff.html.

Hornafjörður (2007). Náttúruverndarsamtök Austurlands – NAUST. Sótt 31. október 2007 af www.hornafjordur.is/fyrirtaeki/fnr/250.

Íslandsvinir (e.d.). Fyrir verndun náttúrunnar & uppbyggingu vistvæns, sjálfbærs þekkingarsamfélags á Íslandi. Sótt 18. desember 2007 af http://www.friendsoficeland.org.

Kennarasamband Íslands (2005). Skólastefna Kennarasambands Íslands 2005–2008. Reykjavík: Kennarasamband Íslands. Sótt 11. janúar 2008 af www.ki is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2047.

Landvernd (1999). Fréttir frá Landvernd – Nr. 4 1999. Sótt 31. október 2007 af www.landvernd.is/page3.asp?ID=1016.

Landvernd (2007). Grænfáninn. Sótt 31.október 2007 af www.landvernd.is/graenfaninn.

Page 50: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

50

Landvernd (e.d.). Markmið. Sótt 31. október 2007 af www.landvernd.is/flokkar.asp?flokkur=854.

Náttúran.is – Vefur með umhverfisvitund (2006). Fréttir. Sótt 18. desember 2007 af www.xn--nttran-pta6r.is/frettir/207.

Náttúruvaktin (2004). Lög Náttúruvaktarinnar. Sótt 31. október 2007 af www.natturuvaktin.com/natturuvaktin/lognatturuvaktarinnar.htm.

Náttúruvaktin (2007). Félög/Non-Governmental Organisations (NGOs) in Iceland. Sótt 18. desember 2007 af www.natturuvaktin.com/stofnanir/felog.htm.

Náttúruverndarsamtök Íslands (e.d.). Samtökin. Sótt 31. október 2007 af www.natturuverndarsamtok.is/pages.asp?flokkur=lognsi.

Náttúruverndarsamtök Suðurlands (2005) Lög Náttúruverndarsamtaka Suðurlands. Sótt 31.október 2007 af www.nss.is/log.html.

Rauði kross Íslands. Skólavefur. Sótt 19. nóvember 2007 af redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1000046.

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (e.d.). Félagslög SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Sótt 31. október 2007 af www.ismennt.is/not/ingo/sunnlog.htm.

Saving Iceland (2007) Hvað er Saving Iceland? Sótt 3. desember 2007 af www.savingiceland.org.

Skátavefurinn (e.d.). Grundvallarstefna Bandalags íslenskra skáta. Sótt 19. nóvember 2007 af www.scout.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=8&ItemID=194.

Sól á Suðurnesjum (2007). Um bloggið Sól á Suðurnesjum. Sótt 3. desember 2007 af sasudurnesjum.blog.is/blog/sasudurnesjum.

Sól í Straumi (2006). Um okkur. Sótt 18. desember 2007 af www.solistraumi.org/about.

Sveitarfélagið Álftanes (e.d.). Fugla og náttúrverndafélag Álftaness. Sótt 13. nóvember 2007 af www.alftanes.is/mannlif-og-menning/fona-fugla-og-natturuverndarfelag-alftaness/felagslog.

Varmársamtökin (e.d.). Uppbygging án umhverfisspjalla. Sótt 18. desember 2007 af varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin.

Page 51: Andi sjálfbærrar þróunar í námskrám og menntastefnu – náum ... · Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við að við högum aðgerðum okkar í dag þannig að þær

51

Myndaskrá

1. mynd. Horft út um glugga í Fellaskóla í Reykjavík (Ljósm. Kristján Ketill Stefánsson, 2006)

2. mynd. Skilningur umbótasinna á sjálfbærri þróun (gert að fyrirmynd Huckle, 2006)

3. mynd. Róttækur skilningur á sjálfbærri þróun (gert að fyrirmynd Huckle, 2006)

4. mynd. Málfundur nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands (Ljósm. Björg Pétursdóttir, 2005)

5. mynd. Íslandskort eftir nemendur í Brúarásskóla (Ljósm. Auður Pálsdóttir, 2006)

6. mynd. Leikskólabörn á Akureyri fylgjast með moltugerð (Ljósm. Gunnlaug E. Friðriksdóttir, 2006)

7. mynd. Smíðastofa í Grunnskóla Stykkishólms (Ljósm. Auður Pálsdóttir, 2006)

8. mynd. Horft í norðaustur frá Grunnskóla Grundarfjarðar (Ljósm. Auður Pálsdóttir, 2006)

9. mynd. Náttúrufræðistofa í Hallormsstaðaskóla (Ljósm. Svanborg Rannveig Jónsdóttir, 2006)