164
Árbók 2013

Arbok 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Árbók Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Citation preview

Árb

ók 2013 l S

lysavarnafélagið

Landsb

jörg

Árbók 2013

Snæfell er verðlaunaður þriggja laga jakki sem hefur verið valinn jakki björgunarsveitanna.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega og skemmtilega bók.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

Prentun frá A til Ö

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

Fiskifélag ÍslandsGlerárgata 28 | 600 Akureyrisími: 551 0500 | fax: 552 7969

Heimasíða: www.fiskifelag.isnetfang: [email protected]

��������������������� �����������������������

���������������������� ��������������������� ����������� ��������������������� ������������ �� ­������������ � ��� ­��������������� ­������������ ��� ­������������

����������� �� ��� ����� ��

���������������������������������������������

��������������������������������������������������������� �������������������������������� ������ ��

���������� ���������������������� ������ �������������������������������� ��������� �������������������������������������� ������� ��������������� ������ ��������������� ������ ���������������������������� ������ ���������������������������� ����� ������������������� ����� ����������� ���� ����������������� ������� ����������������������� ����������� ������������� ����� �������������������������� ��� ����������� ����������� ��� ������������� �������� ���������������������������������� �¡����� ��¢�������� ������� ��������������� ������� ���������������

��������������� �������������������� ��������������������

4

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Umsjón: Ólöf Snæhólm BaldursdóttirÁbyrgðarmaður: Jón Svanberg HjartarsonPrófarkalestur: Haraldur IngólfssonPrentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi,umhverfisvottuð prentsmiðjaISSN 1670-10155ISBN 978-9979-9903-0-7

Árbók 2013Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Skýrsla stjórnar 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Útdráttur úr ársreikningi 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Björgunarskólinn 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26

Skýrsla unglingastarfs 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Slysavarnir ferðamanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

Starfsfólk, nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55

Björgunarsveitir SL árið 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

Slysavarnadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62

Unglingadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63

Slysavarnadeild kvenna Húsavík 75 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64

Slysavarnad . Káraborg Hvammstanga 70 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66

Vaktarsaga úr fjöllunum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68

Með öryggið í farteskinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73

SAREX 2012 Greenland Sea . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78

Bíóstjörnur og björgunarsveitamenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83

Samstarf Pjakks og Dreka við Ung Hessa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86

Aðgerðir björgunarsveita 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90

Skipsskaðar og slys á sjó 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134

Banaslys 2012 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 139

Björgunarskip og bátar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 142

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147

Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 153

Siðareglur félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157

Öryggisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 159

Umhverfisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 161

Forsíðumyndina tók Guðbrandur Örn Arnarson.

141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Hafið býr yfir Hundrað Hættum

Öryggistæki sjófarenda eru frá Garmin. Sjón er sögu ríkari.Þú finnur næsta Garmin söluaðila á garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

444

6

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Undanfarin ár hafa verið afar annasöm í starfsemi Slysavarna-félagsins Landsbjargar og hefur árið 2012 ekki verið nein und-antekning enda hlaðið erfiðum verkefnum sem sjálfboðaliðar félagsins hafa tekist á við. Sem áður hafa átök við náttúruna verið stór hluti þeirra. Það er ljóst að þörfin fyrir öflug heildar-samtök sjálfboðaliða um slysavarnir og björgunarstörf á lands-vísu hefur sjaldan verið meiri. Einingar félagsins hafa yfir að ráða búnaði, þekkingu, reynslu og faglegri hæfni til að annast slysavarnir, stýra aðgerðum og takast á við leitar- og björgunarstörf á landi og sjó. Þrátt fyrir reynslu og þekkingu fyrri ára kemur náttúran okkur sífellt á óvart og veldur skaða. En eitt af aðalmarkmiðum sjálfboðaliða félagsins frá upphafi hefur verið að reyna að miðla af reynslu

fyrri ára svo forða mætti slysum og eignatjóni. Þegar litið er til baka og árið 2012 rifjað upp er af miklu að taka. Það er óhætt að fullyrða að björg-unarsveitir, slysavarna- og unglingadeildir hafa verið uppteknar við sín störf. Í september gekk aftakaveður yfir Norður- og Norðausturland. Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar. Aðstæður til björgunarstarfa voru gríðarlega erfiðar, veður slæmt og mikil ófærð. Björgunarsveitir alls staðar af landinu komu og tóku þátt í björgunaraðgerðum en þó var álagið mest á sjálfboðaliða björgunarsveita í Aðaldal og Mývatnssveit, og verður þeirra framlag seint fullþakkað. Það er ljóst að með samstarfi og samvinnu tókst að forða miklu eignatjóni þó skaðinn hafi orðið mikill. Verkefnum tengd ferðamönnum fjölgaði mjög á síðasta ári enda er aðdráttarafl íslenskrar náttúru mikið. Með breyttum áherslum í hálendisvaktinni og Safetravel verkefninu hefur félagið reynt að mæta þessari þróun. Aukin áhersla á samstarf og samvinnu hefur skilað miklum breytingum til batnaðar. Framlag sjálfboðaliða félagsins hefur aukist með hverju ári og er svo komið að breytinga er þörf. Frekari fjölgun ferðamanna verður vart mætt með meira framlagi sjálfboðaliða. Útköll björgunarsveita verða ansi oft umfjöllunarefni fjölmiðla en sjaldnast það mikla félagsstarf sem fram fer innan þeirra fjölmörgu björgunarsveita, slysavarna- og unglingadeilda sem standa að Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagsstarfið er grunnurinn og það má ekki gleymast. Vel reknar sjálfstæðar einingar eru forsendan fyrir því að Slysavarnafélagið Landsbjörg geti sinnt hlutverki sínu. Þjóðin fékk innsýn í starf félagsins þegar þáttaröðin „Íslensku björgunarsveitirnar“ var sýnd í sjónvarpi og kom það mörgum á óvart hversu starfið er víðfeðmt. Stjórn félagsins hefur þurft að takast á við mörg erfið verkefni. Breytingar og endurskipulagning hafa tekið mikinn tíma. Sem áður hefur meginmarkmið stjórnarinnar verið að draga úr kostnaði og auka tekjur. Reynt hefur verið að leita nýrra leiða í fjáröflun og á árangur þeirra verkefna von-andi eftir að skila félaginu góðum tekjum í framtíðinni. Ekki verður hjá því komist að minnast á starfsfólk félagsins sem staðið hefur sig afar vel og fyrir hönd stjórnar vil ég þakka frábært sam-starf.

» Ávarp formanns

7

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ávarp formanns

Með áræðni og dugnaði hafa sjálfboðaliðar eininga félagsins lagt á sig mikla vinnu í slysavörnum og björgunarstarfi landi og þjóð til heilla. Enn sem áður hefur þjóðin sýnt starfseminni mikinn skilning með viðbrögðum sínum í þeim fjáröflunarverkefnum sem félagið hefur staðið fyrir. Fyrir hönd félagsins vil ég færa þjóðinni bestu þakkir fyrir.

Hörður Már Harðarsonformaður

Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Fjölmargir gestir voru viðstaddir setningarathöfn ráðstefnunnar Björgunar sem haldin var á Grand hóteli í október. Mynd: Jón Svavarsson.

8

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 15 sinnum á árinu 2012. Að auki kom stjórn, eða hluti hennar, saman af ýmsum öðrum tilefnum, svo sem vegna innri málefna, hátíðarhalda vegna afmæla eininga og landshlutafunda.

Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn SL árið 2012Hörður Már Harðarson - formaðurMargrét L. Laxdal - varaformaðurGunnar Þorgeirsson - gjaldkeriHannes Frímann Sigurðsson - ritariEiður RagnarssonGuðjón GuðmundssonJón Svanberg HjartarsonPáll Ágúst Ásgeirsson

Landshlutafundir

Stjórn hélt áfram að funda með einingum félagsins og voru fjórir landshlutafundir haldnir á árinu 2012. Í febrúarmánuði var fundur haldinn á Klaustri, í mars á höfuðborgarsvæðinu og í september voru Vesturland, Norðurland vestra og Vestfirðir heimsótt. Allir fundirnir tókust með ágætum og komu félagsmenn með margar góðar ábendingar til stjórnar félagsins. Málstofurnar sem boðið hefur verið upp á hafa mælst vel fyrir og félagar hafa fengið góðar upplýsingar um málefni félags-ins í þeim. Síðustu fundirnir verða svo haldnir á vetrar- og vormánuðum 2013.

» Skýrsla stjórnar 2012

Stjórn SL í upphafi kjörtímabilsins.

9

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Framkvæmdastjórar

Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri sagði upp og hætti störfum um miðjan febrúar. Stjórn ákvað að fá ráðningaskrifstofu til að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og tók það ferli fram á vorið. Á meðan var Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs, starfandi framkvæmdastjóri. Í maí var Guðmundur Örn Jóhannsson ráðinn framkvæmdastjóri en hann var einn af 56 umsækjendum. Guðmundur Örn sagði starfi sínu lausu í lok október í kjölfar fjöl-miðlaumfjöllunar um viðskipti sem hann átti í áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra. Var Slysavarnafélagið Landsbjörg dregið inn í þá umræðu að ósekju. Á stjórnarfundi þann 6. desember ákvað stjórn að ráða Jón Svanberg Hjartarson í starf fram-kvæmdastjóra frá og með 1. janúar 2013. Jón segir sig úr stjórn félagsins frá sama tíma.

Formannafundur

Formannafundur SL var haldinn laugardaginn 5. maí í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Sú ný-breytni var höfð á að á föstudagskvöldinu fyrir fundinn var boðið upp á fyrirlestur með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Fyrirlesturinn bar heitið „Hvað þarf til að ná árangri?“. Mæltist þessi nýbreytni vel fyrir. Á formannafundinum fór stjórn félagsins yfir helstu málefni félagsins, s.s. ársreikninga 2011, fjáröflunarverkefni, unglingamál og fleira. Kynnt var áætlun stjórnar um lokun Gufuskála og var Guðmundur Örn, nýráðinn fram-kvæmdastjóri, kynntur til leiks. Var fundurinn vel sóttur og málefnalegar umræður spunnust.

Kvennaþing SL

Kvennaþing SL var haldið í Reykjanesbæ í september og sá Kvennasveitin Dagbjörg um skipu-lagningu og utanumhald. Mjög góð mæting var á þingið og vel látið af dagskrá þess og umræðum. Fjórar einingar sóttust eftir að fá að halda þingið 2014 og var leynileg kosning viðhöfð til að fá niðurstöðu. Niðurstaðan varð að árið 2014 verður kvennaþingið haldið á Patreksfirði.

Björgun 2012

Björgun var haldin um miðjan októbermánuð á Grand hótel í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að innlendir og erlendir þátttakendur hafa aldrei verið fleiri og ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni hjá erlendum aðilum í almanna- og björgunarstörfum.

IMRF fundur

IMRF (International Maritime Rescue Federation) fundur var haldinn í Reykjavík í október sam-hliða ráðstefnunni Björgun en IMRF eru samtök sjóbjörgunarfélaga víða um veröld. Á þessum fundi hittust 16 formenn og framkvæmdastjórar sjóbjörgunarfélaga í Evrópu þar sem þeir ræddu um starf samtakanna næstu misserin. Slysavarnafélagið Landsbjörg sá að þessu sinni um skipu-lagningu og umgjörð fundarins.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 24. nóvember. Mörg stór mál lágu fyrir fundinum. Þar á meðal var fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 þar sem boðaður var niðurskurður í starfsemi

Skýrsla stjórnar 2012

10

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

félagsins, nýafstaðið fjölmiðlamál fráfarandi framkvæmdastjóra, síðustu stórútköll félagsins, þ.á m. aðstoð við bændur á Norðurlandi vegna mikils fannfergis sem stóð í nokkrar vikur ásamt fleiri málum. Fundurinn var vel sóttur og voru miklar og gagnlegar umræður um þau málefni félagsins sem voru í eldlínunni.

„Íslensku björgunarsveitirnar“

Um miðjan nóvember tók RÚV til sýninga fjóra nýja þætti um íslensku björgunarsveitirnar sem Sagafilm hefur unnið að síðustu fimm árin. Almenningur tók sýningu þáttanna mjög vel og fengu þeir mikið lof fyrir fagleg vinnubrögð. Einnig fyrir hversu vel þeir sýndu hvernig félagið starfar og inn í heim björgunar- og slysavarnamála á Íslandi.

Óveður á Norðurlandi

Í byrjun september gekk mikið óveður yfir Norðurland með skelfilegum afleiðingum fyrir þau svæði sem lentu þar undir. Miklar björgunaraðgerðir fóru strax í gang í óveðrinu sem snerust fyrst og fremst um að aðstoða bændur og vegfarendur sem í vandræðum voru vegna veðursins. Næstu tvær helgar var björgunarsveitafólk alls staðar af landinu að aðstoða bændur og aðra aðila við að bjarga verðmætum og bústofni en flest fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á. Einnig varð verulegt tjón á rafmagnslínum og vann Landsnet dag og nótt með aðstoð björgunarfólks við að koma rafmagni á. Aðgerðir tengdar þessu veðri eru sennilega með þeim stærstu sem Slysavarna-félagið Landsbjörg hefur tekið þátt í ef ekki þær stærstu.

Frá fulltrúaráðsfundi í Háskólanum í Reykjavík 2012. Mynd: Hilmar Snorrason.

11

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skýrsla stjórnar 2012

Samstarf við Færeyinga

Í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Færeyjar seinnipartinn í nóvember 2011, og landssöfnunar sem haldin var á Íslandi í framhaldinu, var stofnað til samstarfs við Færeyinga um að koma á fót fjallabjörgunarteymi í Færeyjum. Samningurinn var byggður á framlagi ríkisstjórnar Íslands en ríkisstjórnin lagði fimm milljónir til verkefnisins. Fyrsta námskeiðið var haldið í Færeyjum haustið 2012 og verður verkefninu framhaldið árið 2013.

Fjáröflunarverkefni

Enn dregur saman í starfsemi Íslandsspila og er félagið að fá minni tekjur úr þessu samstarfi.Sölu á „Björgvinsbeltinu“ var hrundið af stað á sjómannadaginn í byrjun júní. Er hér um að ræða endurbætt björgunarbelti fyrir sjófarendur og hefur félagið einkaleyfi til sölunnar. Sjómannadagsmerkið var selt á sjómannadaginn líkt og fyrri ár en salan þetta árið var fremur dræm.Salan á Neyðarkalli björgunarsveita fór fram í skjóli óveðurs þetta árið sem minnti þjóðina rækilega á það sjálfboðaliðastarf sem félagið vinnur í þágu almennings. Þrátt fyrir veðurofsa og mikið annríki hjá einingum félagsins mönnuðu sjálfboðliðar sölustaði sína um allt land og jókst salan enn eitt árið. Sala flugelda er og hefur verið mikilvægasta fjáröflun eininga félagsins. Salan í ár gekk vel og enn minntu veðurguðirnir á sig með allsherjar hvassviðri og ofankomu á landinu. Ljóst er að al-menningur stendur vel við bakið á björgunarsveitum landsins sem koma að stórum sem smáum verkum samfélagsins er snerta almannaheill og öryggi.Félagið er alltaf að leita nýrra leiða til fjáröflunar fyrir einingar sínar.

Björgvinsbelti.

12

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Menntunarmál

Stjórn félagsins leggur ríka áherslu á menntun félagsfólks og hefur Björgunarskólinn haft veg og vanda af námskeiðahaldi eins og fyrri ár. Námskeiðin eru vel sótt og hefur aðsókn að þeim aukist. Einnig hefur skólinn farið með stærri námskeið út á land vegna óska eininga um að fá námskeið í heimabyggð. Sigurður Ó. Sigurðsson, sem gegnt hafði störfum skólastjóra Björg-unarskólans, hætti störfum sem slíkur og fór að sinna öðrum hugðarefnum. Dagbjartur Kr. Brynjarsson var ráðinn sem skólastjóri Björgunarskólans en hann hafði áður leyst Sigurð af í ársleyfi vegna náms.

Unglingamál

Stjórn félagsins hefur áfram lagt aukna áherslu á málefni er varða unglingamál á liðnu starfsári. Félagið starfar með UMFÍ, BÍS, KFUM og KFUK í Æskulýðsvettvanginum sem hefur það að mark-miði að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningar sem og öðrum sviðum sem henta þykir. Í tengslum við ÆV hefur félagið aðgang að fagráði um meðferð á kynferðisbrotum og ráðgjafahópi á sviði eineltismála.Til samræmis við Æskulýðslög frá 2007 er öllum umsjónarmönnum unglingadeilda nú gert að skila inn heimild til handa SL að óska eftir sakavottorði áður en þeim er heimilt að sinna starfi með ungmennum yngri en 18 ára. Samhliða þessu var farið í að breyta reglugerð um unglingadeildir í takt við Æskulýðslögin ásamt því að vinna verklagsreglur í kringum meðferð þeirra upplýsinga sem sakavottorðin gefa.

Slysavarnamál

Stjórn félagsins leggur ætíð þyngd á þau málefni er snerta slysavarnir. SafeTravel verkefnið er líklega eitt stærsta verkefnið á sviði slysavarnamála sem félagið sinnir og er það í stöðugri sókn enda ásókn ferðamanna sífellt að aukast. Hálendisvaktin var staðin þetta sumar líkt og undanfarin sumur.Flugeldaforvarnir, Númi, endurskinsmerki, bókamerki og alls kyns forvarnaveggspjöld og bækl-ingar eru árviss verkefni á sviði slysavarna. Einnig sinna einingar félagsins ýmsum verkefnum og könnunum eins og að gefa nýburagjafir og kanna öryggi barna í bílum.Félagið á í góðu samstarfi við ýmsa aðila í tengslum við slysavarnir. Í maí var í fyrsta sinn farið í samvinnu við Sjóvá þar sem skoðaðir voru hjálmar barna í 6. bekk og/eða allra barna í skólunum, eftir stærð skólans. Sett var upp hjólabraut á skólalóðinni sem börnin spreyttu sig á ásamt því að hengd voru upp veggspjöld í skólunum sem sýndu rétta stillingu hjálma og réttan útbúnað reið-hjóla. Þótti þetta framtak lukkast vel og verður framhald á. Í tengslum við Eldvarnabandalagið var efnt til átaks til þess að efla eldvarnir fyrirtækja um allt land. Stuðlað var að því að fyrirtæki tæki upp eigið eftirlit með eldvörnum og að starfsmenn yrðu virkir þátttakendur í eldvörnum, bæði á vinnustaðnum og heima.

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Þetta er þín ábyrgð.Þetta er okkar ábyrgð.

Þetta er PRO PLAN.

ANTI AGE fyrir roskna hundaStaðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hundaEykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið.

CATHERINENÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLANHÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUSAxlar ábyrgð eins og þú.

Þetta er þín ábyrgð.Þetta er okkar ábyrgð.

Þetta er PRO PLAN.

ANTI AGE fyrir roskna hundaStaðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hundaEykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið.

CATHERINENÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLANHÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUSAxlar ábyrgð eins og þú.

14

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Útdráttur úr ársreikningi 2012RekstrarreikningurTekjurSala á vörum og þjónustu 456.954.564 Íslandsspil 227.929.623 Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti 187.200.000 Ýmsar fjáraflanir 92.590.373 Aðrar tekjur 170.825.374

1.135.499.934

GjöldVörunotkun 377.236.401 Laun og launatengd gjöld 222.594.723 Húsnæðiskostnaður 41.990.223 Annar rekstrarkostnaður 274.398.500 Veittir styrkir 191.604.069 Afskriftir 30.343.651

1.138.167.567

Gjöld umfram tekjur fyrir fjármagnsliði (2.667.633 )

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöldFjármunatekjur 26.548.105 Fjármagnsgjöld (23.433.069 )

3.115.036

Tekjur umfram gjöld 447.403

EfnahagsreikningurEignirHugbúnaður 25.288.541 Fasteignir 168.365.815 Björgunarskip 83.971.468 Bifreiðar 5.611.276 Innréttingar, áhöld og tæki 6.137.892 Vörubirgðir 145.915.358 Viðskiptakröfur 416.912.382 Aðrar skammtímakröfur 27.921.259 Verðbréf 145.451.146 Handbært fé 25.444.495

Eignir samtals 1.051.019.632

Eigið fé og skuldirEndurnýjunar-, tjóna- og áfallasjóður björgunarbáta 37.339.374 Varasjóður 166.000.000 Sérsjóður 3.029.602 Óráðstafað eigið fé 107.285.219 Langtímaskuldir 68.753.769 Skammtímaskuldir við lánastofnanir 394.878.509 Næsta árs afborgun langtímaskulda 6.875.377 Aðrar skammtímaskuldir 266.857.782

Eigið fé og skuldir samtals 1.051.019.632

SKIPLAND ALLT

SKOÐUM

UM

Skipaskoðunarsvið

Þínir menn í skipaskoðun -áratuga reynsla

Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 [email protected] Axelsson ...................................s. 8608379 [email protected] Hilmarsson ...............................s. 8651490 [email protected]ðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377

BETR

I STO

FAN

SKIPLAND ALLT

SKOÐUM

UM

Skipaskoðunarsvið

Þínir menn í skipaskoðun -áratuga reynsla

Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 [email protected] Axelsson ...................................s. 8608379 [email protected] Hilmarsson ...............................s. 8651490 [email protected]ðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377

BETR

I STO

FAN

16

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012Mikill erill var á sviðinu þetta árið og mörg stór verkefni sem unnin voru og skipulögð. Þrátt fyrir niðurskurð, aðhald í rekstri og fækkun á starfsmönnum þá fækkaði ekki verkefnum. Strax í upp-hafi árs hélt undirbúningur og skipulagning ráðstefnunnar Björgunar 2012 áfram sem og IMRF fundarins sem haldinn var á undan ráðstefnunni. Ýmis önnur stærri verkefni voru unnin á árinu og má þar m.a. nefna áhafnaskipti björgunarskipa, farið var með unglinga til Þýskalands á rústa-björgunaræfingu og þátttöku í SAREX æfingu á Grænlandi. Þá var unnið með AVD og RKÍ við gerð samkomulags um hjálparlið almannavarna, en skrifað var undir það 7. mars. Ellefta kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið, hálendisvaktin var keyrð á árinu með svipuðu sniði og árin áður og svæðisstjórnarráðstefna var haldin ásamt öðrum minni viðburðum. Afgreiðslu erinda sveita vegna niðurfellinga aðflutningsgjalda á björgunarbúnaði fjölgaði, en alls voru 104 slík erindi afgreidd á árinu 2012. Breytingar urðu á starfsmannahaldi á skrifstofu félagsins en Kristinn Ólafsson sagði upp sem framkvæmdastjóri í febrúar og var Gunnar Stefánsson sviðstjóri settur framkvæmdastjóri fram til 1. maí. Þá tók Guðmundur Örn Jóhannsson við sem framkvæmdarstjóri en hann lét af störfum í byrjun nóvember. Tók þá Gunnar aftur við sem framkvæmdastjóri fram að áramótum. Þessar breytingar gerðu það að verkum að aukið álag var á starfsfólkinu og kom enn og aftur í ljós sá auður sem félagið á í starfsfólkinu þar sem öll verkefni skrifstofunnar voru unnin og hafði ástandið ekki áhrif á starfsemi félagsins.Sunnudaginn 9. september voru björgunarsveitir á Norður- og Norðausturlandi kallaðar út í kjölfar mikils óveðurs og ofankomu til að aðstoða bændur við leit og björgun sauðfjár sem var

Ófærð og ótíð settu svip sinn á veturinn og höfðu björgunarsveitir í nógu að snúast.

17

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012

enn á afréttum. Aðstæður til leitar voru gríðarlega erfiðar og erfitt var að fara um svæðin vegna ófærðar. Björgunarsveitir unnu dag og nótt þar sem fjöldi fjár sem saknað var skipti þúsundum. Aðgerðin stóð yfir vikum saman og reyndi því á nýgerðan samning um hjálparlið almannavarana. Björgunarsviðið hélt utan um þá tíma tækja og mannskaps sem sveitirnar lögðu í verkið. Ekki voru menn sammála um hvort virkja ætti ákvæðið í samningum um greiðslur þar sem ekki var um eiginlega almannavarnaaðgerð að ræða að mati ríkislögreglustjóra. Þessa grein í samningum þarf því að endurskoða og skýra frekar. Eftir að hafa tekið saman upplýsingar um framlag björgunar-sveita í þessa aðgerð er ljóst að um er að ræða eina stærstu aðgerð sveitanna í mörg ár en yfir 10.000 kindur fórust í þessu aftakaveðri.

Æfingar og ráðstefnur

Flugslysaæfingar. Björgunarsviðið vann við skipulagningu og fræðslu vegna flugslysaæfinga sem haldnar eru um allt land reglulega á vegum Flugstoða.

Bátamessa Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldin á Akranesi 19. maí. Þátttakendur voru sammála um að dagurinn hefði heppnast mjög vel í alla staði. Björgunarfélag Akraness sá um skipulagningu messunnar þetta árið. Um 100 manns á 23 bátum af öllum stærðum og gerðum og tvö skip tóku þátt í messunni.

IMRF (International Maritime Rescue Federation), sem eru samtök sjóbjörgunarfélaga víða um veröld, héldu fund á Íslandi og var honum valinn staður um borð í Sæbjörginni. Fundurinn fór fram í vikunni fyrir Björgun og voru fundarmenn hvattir til að sækja ráðstefnuna. Á þessum fundi hittust 16 formenn og framkvæmdastjórar sjóbjörgunarfélaga í Evrópu þar sem þeir ræddu starf samtakanna næstu misserin.

Björgun 2012 ráðstefnan var haldin á Grand hóteli í Reykjavík helgina 19.-21. október. Ráðstefnan var fjölsótt en aldrei hefur fleira félagsfólk mætt og hið sama má segja um flesta aðra viðbragðs-aðila landsins sem og erlenda gesti. Einnig voru sýnendur vöru og þjónustu fleiri en nokkru sinni fyrr og komust færri að en vildu. Góður rómur var gerður að því úrvali fyrirlestra sem boðið var upp á enda hátt í 60 slíkir á dagskrá og gátu gestir valið úr fjórum fyrirlestrum á hverjum tíma. Á laugardagskvöldinu mættu um 130 manns í hátíðarkvöldverð ráðstefnunnar á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg tók þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélög-um 29. september til 6. október. Verkefnið gekk út á að frá Íslandi fóru sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti komu sjálfboðaliðar frá sömu löndum til Íslands. Sjálfboðaliðarnir sem heimsóttu Ísland fengu að kynnast starfi íslenskra björgunarsveita. Æfð var straumvatnsbjörgun og stjórnun slöngubáta í Ölfusá og við Þorláks-höfn. Hópurinn fékk kynningu og þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna og farið var á Snæfellsnes og björgunarsveitirnar Lífsbjörg, Klakkur og Berserkir heimsóttar. Vikunni lauk með æfingu með þyrlu frá Landhelgisgæslunni og fluglínutækjaæfingu með björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Verkefnið þótti heppnast vel og er stefnt að því að halda því áfram á hverju ári.

18

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

SAREX. Unnið var að undirbúningi að þátttöku Slysavarnafélagsins Landsbjargar í björgunar-æfingunni SAREX, Greenland Sea, á Grænlandi. Í kjölfar ráðherrafundar í Norðurskautsráðinu (Arctic Counsil) var skrifað undir samkomulag um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Danir tóku að sér að undirbúa stóra björgunaræfingu sem valinn var staður norðarlega á austurströnd Grænlands. Sökum mikillar bráðnunar íss á svæðinu hefur áhugi ferðaþjónustunnar á svæðinu stóraukist auk þess sem siglingar stærri skemmtiferðaskipa hafa margfaldast. 40-50 skemmti-ferðaskip sigla innan um ísjakana á svæðinu á hverju ári en meðal sjávarhiti á svæðinu er í kring-um þrjár gráður. Þrjár björgunarsveitir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru þátttakendur í SAREX sem fór fram dagana 16.-17. október. Björgunarsveit Hafnarfjarðar sá um rekstur stjórnstöðvar og aðstoðaði við fjarskipti, Hjálparsveit skáta í Reykjavík setti upp og sá um rekstur á búðum fyrir 40 manns og Björgunarsveitin Suðurnes reisti og sá um rekstur greiningarstöðvar í samvinnu við lækna og hjúkrunarfólk frá danska hernum. Búnaður hópsins var um sjö tonn en í honum var m.a. að finna sex hjól, ljósvélar, fjögur uppblásanleg tjöld og um eitt tonn af vatni. Æfingin heppnaðist vel og voru menn ánægðir þegar heim kom. Okkar niðurstaða var að svona æfingar væru af hinu góða og er stefnt að því að halda aðra svipaða æfingu árið 2013.

Sleðamessa var haldin í húsnæði Kyndils í Mosfellsbæ laugardaginn 17. nóvember. Mikill metn-aður var lagður í messuna enda var hún vel sótt. Fyrirlestrarnir voru áhugaverðir en þarna deildi fólk reynslu sinni og kynntar voru nýjungar í leit og björgun á vélsleðum.

Svæðisstjórnarráðstefna var haldinn 23 . nóvember. 60 aðgerðastjórnendur af landinu öllu mættu til að fræðast og ræða málin. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og voru menn sammála um að nauðsynlegt væri halda slíka ráðstefnu árlega.

Frá björgunaræfingunni SAREX Greenland Sea í október.

19

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin

Stefnumótun sveitarinnar lauk á árinu og nýtt stjórnskiplag var innleitt. Stjórnendur voru fjórir í upphafi árs, en Svanur Sævar Lárusson hætti störfum í kjölfar stefnumótunar. Á árinu héldu stjórnendur 11 formlega fundi, en nýstofnað sveitarráð hélt tvo fundi. Stjórnendur fylgdust með fjölda jarðskjálfta víða um heim á árinu. Ólafur Loftsson fór á Team Leaders fund í Queensland í Ástralíu í marsmánuði. Sveitarfundur var haldinn í ágúst, en einingar héldu fjögur vinnukvöld í sínu húsnæði. Þá héldu stjórnendur fjögur vinnukvöld til undirbúnings haustæfingar og fyrir-hugaðrar æfingar í Danmörku (MODEX 2013), en haustæfingin var haldin í Hafnarfirði í nóvember. Grunnnámskeið ÍA var haldið í september og sóttu námskeiðið 16 félagar. Hilmar Már Aðalsteins-son fór á UNDAC námskeið í maí og fór á útkallslista hjá OCHA. Þrír félagar fóru á Modular Basic Course hjá EU (Lárus Steindór Björnsson, Halldór Halldórsson og Friðfinnur Freyr Guðmunds-son), en Lárus fór einnig á Technical Experts Course. Þá fór Björn fór á Information Management Course for Stand-by Partners hjá OCHA í Reykjavík.

Erindrekstur/landshlutafundir

Ekki var farið í fyrirframskipulagðan erindrekstur í ár en sveitir voru heimsóttar samhliða lands-hlutafundum sem haldnir voru á vegum stjórnar SL.

Björgunarskip/sjóbjörgun

Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur fjórtán björgunarskip hringinn í kring um landið í samstarfi við björgunarbátasjóði sem reka hvert björgunarskip fyrir sig. Að auki reka björgunarsveitir félagsins á þriðja tug harðbotna björgunarbáta og fjöldann allan af slöngubátum. Öll þessi björgunarskip og bátar eru rekin með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og fara þau í ríflega hundrað útköll á ári hverju. Slysavarnafélagið Landsbjörg tók ákvörðun á árinu um að leggja varabát sínum Jóni Oddgeiri og var hann tekinn á land í Hafnarfirði og verður geymdur þar um óákveðinn tíma.

Gufuskálar

Starfsemi á Gufuskálum var með nokkuð hefðbundnu sniði framan af árinu en á formannafundi félagsins í apríl var ákveðið að loka Gufuskálum um áramótin. Hætt var að bóka gistingu og kennslustofur á staðnum frá 1. nóvember 2012 og þar með lauk 14 ára sögu þjálfunarbúða Slysa-varnafélagsins Landsbjargar á Gufuskálum. Staðarhaldara Þóri Magnússyni var sagt upp störfum en hann hafði verið starfsmaður félagsins frá 1987 og séð um rekstur á Gufuskálum síðan 2001. Er honum þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Númi

Brúðuleikhúsið Númi á ferð og flugi í samvinnu við Helgu Steffensen hélt áfram sýningum.

Númabókamerki

Bókamerki með mynd af Núma er gefið með endurskinsmerkjum. Á bakhlið merkisins eru leið-beiningar um gagnsemi endurskinsmerkja.

20

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Endurskinsmerki

Margar einingar gefa leikskóla- og grunnskólabörnum endurskinsmerki á haustin. Slysavarnafélagið Landsbjörg flytur þau inn og selur einingum á kostnaðarverði. Þar eru fígúrumerkin vinsælust.

Göngum í skólann

Ísland tók þátt í sjötta skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Verkefnið hófst 5. september og því lauk á al-þjóðlega Göngum í skólann deginum 3. október. Þrjátíu og níu skólar voru skráðir til leiks. Megin-markmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að: Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglu-legrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Draga úr umferð við skóla, draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Fá betra og hreinna loft ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál; hversu „gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Auka samfélagsvitund. Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna; hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd og fleiru. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

Öryggi grunnskólabarna í bílum

Vikuna 8.-12. október stóðu Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir könnun á ör-yggi grunnskólabarna í bílum. Náði hún til 500 barna í 10 sveitarfélögum víðs vegar um landið. Eitt helsta markmið könnunarinnar var að skoða notkun öryggis- og verndarbúnaðar hjá börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Miðað er við að barn undir 150 sm noti viðurkenndan barnabílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu ekki að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri hæð þar sem beinagrind barna er ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu. Við árekstur getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 37% 6 til 8 ára barna á landsvísu aðeins í öryggis-beltum, án viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall barna sem eingöngu voru í bílbeltum 17% en á landsbyggðinni 59%. Þess má geta að meðalhæð 8 ára barna er 129 sm. Því er ljóst að töluverður fjöldi barna fer allt of fljótt úr bílstól eða af bílpúða með baki yfir í eingöngu bílbelti.

Veggspjöld og skilti

Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast ferðamennsku á einn eða annan hátt, hafa verið notaðar í forvarnarstarfi sviðsins. Haldið verður áfram að bjóða upp á þessi veggspjöld, en þau eru um trampólín, tjaldsvæði, viðbrögð við drukknun og skíðahjálma.

Flugeldaforvarnir

RÚV og Stöð 2 sýndu myndband um rétta meðhöndlun flugelda sem félagið lét búa til árið 2009.

21

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012

Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum var sent til allra barna 10 til 15 ára og gátu þau farið á flug-eldamarkaði björgunarsveita til að sækja þau. Gjafabréfin voru send í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá og Póstinn. Nokkrar björgunarsveitir fóru í grunnskóla og sýndu myndina Ekkert fikt og ræddu við krakkana um þær hættur sem geta skapast af rangri notkun flugelda. Í samvinnu við Sjóvá voru birtar auglýsingar í blöðum um mikilvægi þess að allir, líka mömmur og pabbar, not-uðu flugeldagleraugu.

Slysavarnasjóður

Úthlutað var úr slysavarnasjóði í apríl. Eftirtaldar deildir hlutu styrk:Slysavarnadeild kvenna Reykjavík – fyrir kaup á Númasýningum fyrir leikskólabörnSlysavarnadeild kvenna Ísafirði – vegna kaupa á saumavélSá peningur sem var lagður í sjóðinn árið 2006 var uppurinn eftir þessa úthlutun og í framhaldinu var sjóðurinn lagður niður.

Kynningardagur slysavarnadeilda

Kynningardagur slysavarnadeilda var haldinn í annað sinn þann 17. janúar 2012. Deildir um land allt voru með opið hús hjá sér og gestir og gangandi gátu kíkt við, þegið kaffi og meðlæti og kynnt sér starfsemi slysavarnadeilda.

Innlendar ráðstefnur

Starfsmenn sviðsins voru iðnir við að fylgjast með því sem var að gerast í slysavörnum. Sátu þeir innlendar ráðstefnur, þing og morgunverðarfundi sem áhugaverðir þóttu. Má þar nefna bráðadag-inn, umferðarráðstefnu og fyrirlestur um endurreisn eftir átök og hamfarir í háskólanum. Með því að sjá hvað aðrir eru að gera eflist þekking sviðsins og nýjar útfærslur og hugmyndir koma inn.

Eldvarnabandalagið

Í byrjun árs var efnt til átaks til þess að efla eldvarnir fyrirtækja um allt land. Markmiðið var að fyrirtæki tækju upp eigið eftirlit með eldvörnum og að starfsmenn yrðu virkir þátttakendur í eldvörnum, bæði á vinnustaðnum og heima. Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu.

Slysavarnanefnd SL

Slysavarnanefnd félagsins hefur það hlutverk að fjalla um þau mál sem stjórn félagsins vísar til hennar um slysavarnamál ásamt því að styðja við bakið á slysavarnasviði. Í nefndinni eru Mar-grét Laxdal úr stjórn félagsins (formaður nefndarinnar), Díana Dröfn Ólafsdóttir, Slysavarnadeild kvenna Reykjavík, Ásdís Snót Guðmundsdóttir, Slysavarnadeildinni Gyðu Bíldudal, Jóhanna Þor-steinsdóttir Slysavarnadeildinni Hafdísi Fáskrúðsfirði, Hreiðar Jónsson Björgunarfélaginu Árborg, og Jón Svanberg Hjartarson úr stjórn félagsins.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

23

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012

112 dagurinn

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 11. febrúar. Meðal annars var efnt til skemmtilegrar kynningar í Smáralind þar sem skyndihjálparmaður ársins var útnefndur og sett upp ljósmyndasýning með myndum frá störfum viðbragðsaðila. Kjörorð dagsins var 112: Ekki hika – hringdu til öryggis.

Umferðarráð

Starfsmaður slysavarnasviðs situr fundi í Umferðarráði. Umferðarráð er skipað 22 fulltrúum sem tilnefndir eru af ýmsum aðilum í þjóðfélaginu og láta sig umferð og umferðaröryggi varða. Það var stofnað í janúar 1969, en stofnunin Umferðarráð var sameinuð Skráningarstofunni hf. í Um-ferðarstofu 1. október árið 2002. Ráðið heldur fundi nokkrum sinnum á ári og fjallar um það sem er efst á baugi í umferðarmálum á hverjum tíma.

Sjómannadagsmerkið

Slysavarnadeildir, unglingadeildir og björgunarsveitir seldu sjómannadagsmerkið á sjómanna-daginn eins og undanfarin ár. Hagnaður af sölu merkisins rennur til forvarnastarfs.

Kvennaþing í Reykjanesbæ 21.-23. september

Ellefta kvennaþing félagsins var haldið með pompi og prakt helgina 21.-23. september. Á þingið mættu um 170 konur frá 19 deildum. Á þinginu var Sigríður Arnardóttir (Sirrý) með erindi, umræður og verkefni sem tengjast slysa-

Hjálmur skiptir höfuðmáli.

24

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

varnadeildum. Rædd voru málefni eins og hvað hafa slysavarnadeildir lagt af mörkum til að fækka slysum á börnum, öryggi eldri borgara, mikilvægi fjáröflunarverkefna, kynning slysavarnadeilda og samstarf slysavarnadeilda, unglingadeilda og björgunarsveita. Á laugardagskvöldinu var slegið upp balli í Officeraklúbbnum þar sem þemað var hernámsárin. Á sunnudeginum mættu Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, og Þóranna Kristín Jónsdóttir, sérfræðingur í mark-aðsmálum, og tóku að sér að vinna með umræðuhópa um innra starf slysavarnadeilda. Meðal umræðuefna í hópunum voru: Hvað er jákvætt við mína deild og hvað má gera betur? Hvers vegna gekk ég í deildina og hvers vegna ættu aðrar konur að gera hið sama? Hvað gefur það mér að vera í slysavarnadeild? Hvað eru slysavarnadeildir að gera fyrir landann? Framtíðarsýn slysavarnadeilda? Margir góðir punktar komu úr þessum umræðuhópum.Á kvennaþinginu sást vel hversu auðugt félagið er að hafa svo margar öflugar og hugmyndaríkar konur innan sinna raða. En til þess að slysavarnadeildir geti haldið áfram sínu góða starfi þurfa þær fleiri félagsmenn. Það er ekki svo auðvelt þar sem margir bítast um tíma einstaklinga, en staðreyndin er sú að fólk laðast að því sem er skemmtilegt og gefandi. Því er mjög mikilvægt fyrir deildir að leggja smá pening til hliðar þegar unnin eru fjáröflunarverkefni til að geta umbunað sínu fólki með óvissuferðum, skemmtikvöldum eða ferð á kvennaþing. Því eins og ein kona á þinginu komst svo vel að orði þegar hún líkti starfi slysavarnadeildarkonunnar við varnaðarorð flugfreyja: „Það verður að setja súrefnið fyrst á sjálfan sig áður en þú setur það á barnið.“ Eða þú verður fyrst að huga að sjálfum þér, þá getur þú betur hugsað um aðra. Að lokum var kosning um það hvar næsta þing yrði haldið árið 2014. Fjórar deildir buðust til að halda þingið, Slysavarnadeildin Dalvík og Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði, síðan voru það Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfirði og Slysavarnadeildin Ársól Reyðarfirði sem buðust til að halda þingið saman á Austurlandi. Eftir talningu atkvæða varð ljóst að mikill meirihluti vildi fara vestur eftir tvö ár og því verður næsta þing á Patreksfirði.

Forvarnadagur Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár

Í maí 2012 var í fyrsta sinn farið í samvinnu við Sjóvá þar sem skoðaðir voru hjálmar barna í 6. bekk og/eða allra barna í skólunum. Ásamt því að skoða hjálma barnanna var sett upp hjólabraut

Afar góð aðsókn var á Kvennþingið sem haldið var í Reykjanesbæ.

25

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2012

á skólalóðinni sem börnin spreyttu sig á og hengd voru upp veggspjöld í skólunum sem sýndu rétta stillingu hjálma og réttan útbúnað reiðhjóla. Sautján slysavarnadeildir um land allt tóku þátt í verkefninu sem þótti lukkast vel.

Nýburagjafir

Margar slysavarnadeildir gefa nýbökuðum foreldrum gjöf. Í henni er bæklingurinn Er öryggi barna tryggt á þínu heimili, bréf frá deildinni með hamingjuóskum og kynningu á slysavarnadeildinni. Öryggisbúnaður, eins og fingravinur eða horn á borð, og oft handprjónaðir sokkar, vettlingar eða smekkur sem fylgja með.

Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs

Í maí 2012 var farið í samvinnu við Sjóvá þar sem skoðaðir voru hjálmar barna í 6. bekk.

26

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Björgunarskólinn 2012Björgunarskólinn á rætur sínar að rekja til Björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta og hefur skólinn starfað óslitið síðan. Mikið hefur breyst á þeim tíma og skólinn vaxið og dafnað á þeim árum. Skólinn leggur áfram megináherslu á námskeið fyrir allar einingar félagsins og leggur metnað sinn í að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð meðal þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila í dag með nám sem er sambærilegt því besta sem gerist. Það er gert með því að leita stanslaust bestu leiða í námsefnisvali og uppfæra námsefni reglulega. Með því nær skólinn að viðalda frumkvæði og for-ystu á faglegum grunni.Starfsemi Björgunarskólans gekk í heildina mjög vel fyrir sig árið 2012. Nokkuð var reynt að draga úr kostnaði til þess að mæta kröfum um aðhald í rekstri félagsins. Á árinu sagði Sigurður Ólafur Sigurðsson formlega starfi sínu sem skólastjóri lausu og tilkynnti að hann myndi ekki snúa til baka úr leyfinu sem hann var í. Í kjölfarið ákvað framkvæmdastjóri að ráða Dagbjart Kr. Brynj-arsson til að sinna starfi skólastjóra áfram eftir að tímabundinni ráðningu lauk þann 1. nóvember. Þá sagði Björgvin Herjólfsson starfi sínu lausu í desembermánuði. Vill skólinn nota tækifærið og þakka Björgvini og Sigurði fyrir frábærlega unnin störf í gegnum tíðina. Það er mikill missir að þeim báðum. Báðir halda þó áfram sem leiðbeinendur hjá skólanum.Á árinu voru skráð 212 námskeið sem er 11,6% fjölgun frá árinu á undan og þátttakendur á þeim námskeiðum voru 2.733 sem er jafnframt 12,6% fjölgun frá 2011. Í lok árs voru námskeiðsgjöld hækkuð um u.þ.b. 10% til þess að mæta auknum kostnaði við námskeiðahald. Þá var verðskráin á fagnámskeiðum og öðrum stórum námskeiðum endurskoðuð með það fyrir augum að þau stæðu undir beinum kostnaði eins og önnur námskeið skólans.

27

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Björgunarskólinn 2012

Menntunarátak sem verið hefur í gangi undanfarin ár hélt áfram. Þar er áhersla er lögð á bæði fjarnám og staðarnám í þeim námskeiðum sem heyra undir Björgunarmann 1. Boðið var upp á öll námskeið til Björgunarmanns 1 á öllum svæðum landsins. Eins og sést á heildartölum var mæting mjög góð.

Stærri námskeið

Mæting á fagnámskeið og hin ýmsu framhaldsnámskeið var nokkuð góð og oft myndaðist biðlisti. Í tengslum við ráðstefnuna Björgun 2012 voru haldin nokkur námskeiðið, t.a.m. fagnámskeið í fjallabjörgun, endurmenntun á fagnámskeiðið í fjallabjörgun, framhaldsnámskeið í slysaförðun og hestar við leit og björgun. Á öllum þessum námskeiðum komu erlendir leiðbeinendur til að kenna okkar fólki.Þá voru einnig haldin nokkur fagnámskeið og má þar telja fagnámskeið í snjóflóðum, fjalla-björgun, fjallamennsku, leitartækni ásamt leiðbeinendanámskeiði í fyrstu hjálp. Almenn ánægja var með þessi námskeið hjá þátttakendum.

Útivistarskólinn

Námskeið á vegum Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru haldin í 16. skiptið árið 2012. Að venju sóttu unglingar alls staðar að af landinu námskeiðin og alls ekki var skortur á fjöri og hinum ýmsu ævintýrum. Á þeim 16 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur hann gengið í gegnum hinar ýmsu breytingar, má þar nefna að á upphafsárum skólans var hann stað-settur í Berufirði, fluttist hann svo á Gufuskála og í dag er hann orðinn að farandskóla sem ferðast milli landshluta. Óhætt er því að segja að Útivistarskólinn sé lifandi skóli sem aðlagast breyttum tímum.

Æfingar björgunarsveita fara fram víða um land, úti á vettvangi sem og í skólastofum.

28

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Á dagskrá Útivistarskólans sumarið 2012 voru fjögur námskeið, þrjú grunnnámskeið; á Gufu-skálum, Heimalandi og Loðmundarfirði. Á dagskrá var einnig framhaldsnámskeið, en þá var gengið eftir Kjalveg hinum forna. Námskeiðin voru líkt og í fyrra frá mánudegi til föstudags. Í ár urðu ákveðnar breytingar á skipulagi Útvistarskólans. Skráningar á námskeið Útivistarskólans voru einungis fyrir unglinga í unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ákveðið var að fara með námskeiðin nær einingunum til að koma til móts við óskir þeirra. Einnig stóð um-sjónarmönnum unglingadeildanna til boða að taka þátt í námskeiðum sumarsins, en einungis einn umsjónarmaður kom á námskeið Útivistarskólans. Alls voru 55 unglingar frá 10 unglingadeildum sem mættu á námskeið Útivistarskólans sumarið 2012.Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á uppbyggingu námskeiða Útivistarskólans. Horfið verður frá þeirri stefnu sem verið hefur við lýði undanfarin ár. Hætt verður með grunn- og framhaldsnám-skeið, ásamt því að dregið verður verulega úr bóklegri kennslu á meðan á námskeiði stendur. Lögð verður áhersla á að unglingadeildirnar fari yfir bóklega kennslu yfir veturinn og unglingarnir verði undirbúnir fyrir námskeiðin. Jafnframt því að dregið verður úr bóklegri kennslu verður verkleg kennsla aukin, unglingunum verða gefin aukin tækifæri til að takast á við krefjandi verk-efni sem tengjast útivist og ferðamennsku. Boðið verður upp á námskeið á þremur mismunandi getustigum. Hvert getustig verður sniðið að þeirri reynslu sem unglingarnir hafa hlotið í sinni unglingadeild yfir veturinn.

Samvinna við Menntaskólann á Tröllaskaga

Seinni hluta ársins hófst samvinna við Menntaskólann á Tröllaskaga í að bjóða upp á Björgunarmann 1 sem áfanga á íþrótta- og útivistarbraut. Undirbúningur fór mjög hratt af stað

Fyrsta hjálp er meðal þeirra námskeiða sem allir verða að taka til að ljúka námi í Björgunarmanni 1.

29

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Björgunarskólinn 2012

svo að hægt yrði að bjóða upp á áfangann á vorönn 2013. Í undirbúningi að áfanganum var haft samband við þær björgunarsveitir sem eru staðsettar næst menntaskólanum og þær fengnar að borðinu til að kanna áhuga þeirra áður en að lagt væri af stað. Skemmst er frá því að segja að sveitirnar tóku mjög vel í þessi áform og voru allar tilbúnar í að taka þátt. Nemendur fá fimm einingar fyrir að klára áfangann og innifalið í því eru öll námskeið til Björgunarmanns 1 ásamt því að nemendur verða að skila 25 tímum í almennu starfi með björgunarsveitinni. Áfanginn hófst svo 4. janúar 2013.

Námsskrá

Á árinu var ráðist í að útbúa heildstæða námsskrá fyrir Björgunarskólann. Það var í raun mjög stórt en þarft verkefni þar sem að ramminn í kringum Björgunarskólann var skilgreindur. Við gerð námsskrárinnar var horft til starfshátta sem hafa verið notaðir í grunn- og menntaskólum. Í 35 ára sögu Björgunarskólans hafa orðið til alls konar venjur og reglur sem ekki hafa verið skráðar niður með formlegum hætti áður og því hafa sumar verið mjög misvísandi. Með útkomu náms-skrárinnar eru helstu venjur og reglur formlega skráðar og skólinn gefur með þeim hætti út þær reglur sem gilda. Er þetta í fyrsta sinn sem heildstæð námsskrá með þessum hætti hefur verið gerð fyrir Björgunarskólann.Námsskráin skiptist í tvo hluta, annars vegar námsskráin sjálf þar sem að farið er yfir eftirfarandi kafla:Um skólann Starfsmenn, ráð og nefndirStefna skólans StarfsmannastefnaDagskrá skólans StarfslýsingarFastir þættir í skólastarfinu Mat og þróunNám og kennsla BúnaðurReglur, agi og umgengni Öryggi

Seinni hlutinn er svo námsvísir. En í honum eru námslýsingar þeirra námskeiða sem í boði eru hjá skólanum. Í þeim má finna almennar upplýsingar um námskeiðið, lýsingu á námskeiðinu, námsgögn sem nemendur þurfa eða fá, forkröfur sem gerðar eru til nemenda, mat (hvers konar námsmat er notað til að meta þekkingu og getu nemanda), réttindi nemenda við lok námskeiðs og með hvaða hætti kennslan fer fram. Námsskráin tók gildi um áramótin 2012-2013.

Kröfur til leiðbeinenda

Með útkomu námskrárinnar voru gerðar breytingar á leiðbeinendaréttindum þeirra sem hafa hlotið slík réttindi. Björgunarskólinn hefur í gegnum tíðina útskrifað fjölmarga leiðbeinendur með góðum árangri. Aftur á móti hafa ekki verið gerðar neinar kröfur um með hvaða hætti leiðbein-endur eiga að viðhalda réttindum sínum í öðrum fögum en fyrstu hjálp. Til dæmis má nefna að einstaklingar sem fengu leiðbeinendaréttindi í einhverju fagi fyrir 30 árum höfðu í raun virk leið-beinendaréttindi þó svo að þeir hafi ekki haft nein afskipti af faginu allan þann tíma. Með gildis-töku námsskrárinnar breytist það með þeim hætti að til þess að viðhalda leiðbeinendaréttindum sínum þurfa leiðbeinendur að leiðbeina á einu námskeiði og mæta í endurmenntun leiðbeinenda

30

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

á þriggja ára fresti. Með þeim hætti gilda réttindin eingöngu í þrjú ár frá því að viðkomandi leiðbeindi á námskeiði samkvæmt námsskrá Björgunarskólans og mætti á endurmenntun leið-beinenda á viðkomandi sviði. Með þessu gerir Björgunarskólinn þá kröfu á sjálfan sig að halda endurmenntun fyrir leiðbeinendur á hverju ári til þess að þeir hafi aðgang að endurmenntun. Þeir sem hafa leiðbeinendaréttindi í dag missa ekki sín réttindi fyrr en áramótin 2015-2016 og því hafa allir leiðbeinendur möguleika á að viðalda sínum réttindum á þeim tíma.

Yfirleiðbeinendur

Á árinu urðu þær breytingar á yfirleiðbeinendahóp skólans að Einar Örn Arnarson sagði stöðu sinni lausri í desembermánuði. Einar Örn hætti þó ekki strax heldur hélt hann áfram þar til nýr yfirleiðbeinandi var ráðinn. Þá hefur Einar Örn ekki alveg sagt skilið við Björgunarskólann því hann mun halda áfram sem leiðbeinandi við skólann. Sigurður Jónsson, yfirleiðbeinandi í ferða-mennsku og rötun, sagði einnig starfi sínu lausu í lok árs og eftir að auglýst var eftir umsækjend-um í stöðuna var Einar Eysteinsson ráðinn yfirleiðbeinandi. Vill Björgunarskólinn þakka Einari Erni og Sigurði kærlega fyrir frábært starf á undanförnum árum og hlökkum við til að starfa með þeim áfram sem leiðbeinendum hjá skólanum. Her fyrir neðan má sjá yfirleiðbeinendur sem störfuðu hjá Björgunarskólanum árið 2012 og þeirra svið:Aðgerðamál Dagbjartur Kr. BrynjarssonBílamál Elvar JónssonFerðamennska og rötun Sigurður Jónsson (Einar Eysteinsson)Fjallabjörgun Gunnar Agnar VilhjálmssonFjallamennska Freyr Ingi BjörnssonFjarskipti Daníel Eyþór GunnlaugssonFyrsta hjálp Einar Örn ArnarsonKöfun Guðjón S. GuðjónssonLeitartækni Sigurður Ólafur SigurðssonRústabjörgun Magnús Örn HákonarsonSlysavarnir Jónas GuðmundssonSnjóflóð Anton Berg CarrascoVélsleðar Gísli Páll Hannesson

Námskeið fyrir almenning

Á hverju ári er töluvert um að Björgunarskólinn haldi námskeið fyrir almenning. Krafa til þeirra námskeiða er að þau séu haldin á markaðslegum forsendum og skili arði til skólans. Með þeim hætti styrkja þau námskeið sem haldin eru fyrir einingar félagsins. Þá eru flest námskeið skólans opin almenningi sem getur skráð sig á þau námskeið sem í boði eru. Meðal stærri verkefna sem skólinn sinnti voru nokkur námskeið fyrir Landsnet og námskeið sem voru haldin fyrir Red Rock, breskt fyrirtæki sem vinnur að rannsóknum á Grænlandi.

Leonardo

Á árinu sótti Björgunarskólinn um styrk til Menntastofnunar Evrópusambandsins til þess að bera saman kennsluefni, kennsluaðferðir og notkun þess efnis í raunveruleikanum fyrir leitartækni og

31

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Björgunarskólinn 2012

32

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

stjórnun leitaraðgerða. Það er skemmst frá því að segja að Menntastofnun Evrópusambandsins samþykkti að styrkja verkefnið. Þar sem hæfar umsóknir voru svo margar fékk eingöngu hluti umsókna úthlutað og þá aðeins fyrir um helming þeirra sem sótt var um fyrir. Verkefnið felst í að kynna sér kennsluefni, kennsluaðferðir og hvernig þeim er beitt í raunverulegum leitum í Norður-Evrópu. Þá var farið í tvær ferðir, annars vegar til Svíþjóðar þar sem hópurinn hitti fyrir lögregluna í Vallentuna fyrir utan Stokkhólm, Sænsku sjóbjörgunarsamtökin, heimavarnarliðið í Vallentuna, fjórhjólahóp sem starfar með lögreglunni í Vallentuna, lögregluna í Östersund og fjallabjörgunarhópa lögreglunnar í Östersund og Åre. Hin ferðin var farin til Skotlands og Wales þar sem hópurinn hitti fyrir Mountain Rescue Committee of Scotland, fjallabjörgunarsveitirnar Lochaber Mountain Rescue Team og Cairngorms Mountain Rescue Team, almannavarnir í Edin-borg, Mountain Rescue England and Wales, og fjallabjörgunarsveitirnar Ogwen Valley Mountain Rescue Team og North East Wales Mountain Rescue Team. Niðurstaðan úr þessum ferðum er í raun sú að Björgunarskólinn er á hárréttri braut hvað varðar kennsluefni og kennsluaðferðir. Þá gera landssamböndin sem við hittum meiri kröfur til mennt-unar og endurmenntunar aðgerðastjórnenda heldur en við gerum hér á landi. Hóparnir sem fóru í þessar ferðir eru sammála um að þetta sé mjög lærdómsríkt og mjög gott að fá staðfestingu á mörgu af því sem við erum að gera mjög vel og sjá hvar við getum bætt okkur. Í lok ársins hafði svo Menntastofnun Evrópusambandsins samband við okkur aftur og tilkynnti að þar sem við skoruðum hæst í mati á verkefnum stæði okkur restin af styrknum til boða, sem verður notað til eins ferða til Þýskalands, Noregs og Finnlands.

Kristín Sigmarsdóttir með Perlu, sporhund Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Mynd: Sigmar Örn Arnarsson.

33

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið» Skýrsla unglingastarfs 2012

Unglingastarfið

Unglingastarfið var öflugt árið 2012 og voru starfandi 54 unglingadeildir á landinu. Á árinu voru stofnaðar tvær nýjar unglingadeildir, Unglingadeildin Ernir í Þingeyjasveit og unglingadeild Hjálp-arsveitar skáta í Aðaldal. Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn var endurvakin og fékk nýtt nafn á árinu, Þór.Markmið unglingadeildastarfsins er sem fyrr að þjálfa upp björgunar- og slysavarnafólk fram-tíðarinnar með því að kynna starfið fyrir þeim. Það er gert með kynningum eða námskeiðum í leitartækni, fyrstu hjálp, almennri ferðamennsku, rötun, notkun áttavita, kortalestri, GPS, að binda hnúta, að umgangast slöngubáta og margt fleira. Auk námskeiðanna fara unglingarnir á æfingar tengdar því sem þeir læra. Það er mikilvægt að unglingadeildirnar þekki aðra viðbragðsaðila á sínu heimasvæði og eru þær hvattar til þess að heimsækja slökkvilið og lögreglu, til dæmis. Ung-lingadeildirnar taka gjarnan þátt í starfi björgunarsveitanna með því að leika sjúklinga á æfingum og taka þátt í fjáröflunarverkefnum. Í viðbót við björgunarþáttinn í starfinu er félagslegi þátturinn mjög mikilvægur en þar er mikil áhersla lögð á hópefli þar sem er verið að kenna unglingunum samvinnu og hvernig á að efla samheldnina í hópnum. Að auki hafa unglingadeildirnar verið duglegar að heimsækja hver aðra og ferðast um landið í alls konar ferðalögum.

Æskulýðsvettvangurinn

Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvanginum, sem er samstarfsvett-vangur skátanna, KFUM og K og UMFÍ, í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi SL. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og sam-starfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir ýmsum námskeiðum, ráð-stefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna. Á vegum Æskulýðsvettvangsins eru haldin námskeið eins og Verndum þau, sem er námskeið um hvernig bregðast eigi við vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum, námskeiðið Kompás, sem er mannréttindafræðsla fyrir ungt fólk, og námskeiðið Ekki meir!, sem er fræðsluerindi um einelti.Mikið var að gera á árinu í þessum námskeiðum og þá sérstaklega í átakinu um einelti sem var vel sótt af okkar félagsfólki. Í framhaldinu af inngöngu í Æskulýðsvettvanginn fór af stað vinna í breytingum sem gera þurfti á starfinu innan félagsins.

Reglugerðarbreytingar og sakavottorð

Í lok ársins 2011 fór af stað vinna innan nefndar um unglingamál hjá Slysavarnafélaginu Lands-björg með það að markmiði að sækja sakavottorð hjá öllum starfandi umsjónarmönnum ung-lingadeilda innan SL vegna starfs þeirra með börnum yngri en 18 ára. Að mörgu þurfti að huga og nokkuð ljóst að þessi vinna myndi taka sinn tíma. Samkvæmt reglum sakaskrár ríkisins geta félagasamtök eins og SL sótt upplýsingar í sakaskrá ríkisins án endurgjalds ef þær annars vegar hafa sérstakt heimildarblað þar sem umsjónarmaður gefur heimild til að sækja þessar upplýsingar

34

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

og hins vegar hafa útbúið sérstakar verklagsreglur um úrvinnslu og meðhöndlun sakavottorð-anna.Samhliða því að semja heimildarblað og verklagsreglur þurfti að breyta reglugerð um unglinga-deildir. Fljótlega kom í ljós að það væru ekki bara umsjónarmenn unglingadeilda sem starfa með börnum yngri en 18 ára heldur einnig nýliðaþjálfarar, leiðbeinendur, bílstjórar og margir fleiri. Var því reglugerðinni breytt þannig að hún næði til allra innan SL sem starfa með börnum undir 18 ára aldri.Á umsjónarmannfundi sem var haldinn í lok september voru þessar breytingar kynntar og þeim ýtt úr vör og óhætt að segja að Slysavarnafélagið Landsbjörg sé með allt á hreinu hvað þessi mál varðar og þurfa allir sem starfa með börnum undir 18 ára aldri að skila inn sakavottorði.

Landshlutamót

Landshlutamót eru haldin annað hvert ár og í ár var aðeins eitt landshlutamót haldið og var það á Austurlandi.

Samstarf við erlend björgunarsamtök

Árið 2012 var viðburðaríkt í samskiptum við erlend björgunarsamtök. Greinilegt er að góð tengsl hafa myndast út frá Volunteer together verkefninu frá því 2011. Bein tengsl mynduðust á milli umsjónarmanna frá DLRG í Þýskalandi og umsjónarmanna unglingadeildanna Mývarga á Mývatni og Náttfara á Húsavík. Hópur frá DLRG kom og hitti þessar unglingadeildir og gerðu þær ýmsa skemmtilega hluti saman.Unglingar úr Unglingadeildinni Hafbjörgu í Grindavík og Unglingadeildinni Kletti í Reykjanesbæ

Unglingadeildin Hafbjörg í Grindavík fer ekki úr bænum nema með „ferðagrillið“. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.

35

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla unglingastarfs 2012

Þau eru margvísleg viðfangsefnin sem unglingar takast á við í starfinu. Sig er afar vinsælt.

36

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

fóru á alþjóðlega rústabjörgunaræfingu hjá THW í Þýskalandi. En THW voru einnig þátttakendur í verkefninu Volunteer together 2011.Unglingar frá björgunarsamtökum Redningsselskapet í Noregi komu í heimsókn til Unglinga-deildarinnar Dreka á Hellisandi og Unglingadeildarinnar Pjakks í Grundarfirði og voru gerðar áætl-anir um að íslensku unglingadeildirnar myndu fara til Noregs 2013.

Landsfundur umsjónarmanna

Landsfundur umsjónarmanna var haldinn á Rifi í húsnæði Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar helgina 28.-30. september. Góð mæting var á fundinn en það mættu 45 umsjónarmenn. Um kvöldið var blásið til árshátíðar umsjónarmanna í Jarlinum á Gufuskálum og þótti það takast ein-staklega vel til.

Landshlutafundir

Stjórn SL fór af stað með svokallaða landshlutafundi þetta starfsár stjórnar. Markmið fundanna var að auka samstarf eininga á svæðinu sem og upplýsa alla félaga um stöðu mála hjá félaginu. Á þessum fundum voru unglingamálin með málstofu þar sem stjórnafólk, starfsmaður unglinga-mála sem og nefndarmenn nefndar um unglingamál sátu fyrir svörum og kynntu þær breytingar sem höfðu orðið í starfinu.

Samstarf við skátana

Á árinu var skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í framhaldinu er áætlað að koma á laggirnar samstarfsnefnd til að efla samstarfið.

Árið 2013

Ljóst er að mikið var að gera í unglingamálum félagsins á starfsárinu og víst er að nóg er fram-undan.Áframhaldandi samstarf verður við erlend björgunarsamtök þar sem unglingadeildin Pjakkur frá Grundarfirði og unglingadeildin Dreki frá Snæfellsbæ eru að fara til Noregs í sumar að heimsækja Redningsselskapet.Unglingar úr unglingadeildunum Árný í Reykjavík, Hafstjörnunni á Ísafirði, Dösum á Dalvík, Loga á Fáskrúðsfirði, Hafbjörg í Grindavík og Kletti í Reykjanesbæ eru að fara á alþjóðlega rústabjörg-unaræfingu í Þýskalandi undir heitinu USAR 2013.Einnig er á dagskrá að sex umsjónarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sæki ráðstefnuna Volunteer together 2013 í Þýskalandi sem er fyrir umsjónarmenn unglingadeilda og er í beinu framhaldi af ráðstefnunni Volunteer together sem haldin var á Íslandi 2011.Síðan verður landsmót unglingadeilda haldið á Austurlandi í sumar, dagana 26.-30. júní og lands-fundur umsjónarmanna verður svo eins og venjulega seinustu helgina í september.

37

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Skýrsla unglingastarfs 2012

Hópur unglinga fór á rústabjörgunaræfingu í Þýskalandi í júlí. Fyrir þá ferð dvöldu þau í fimm daga á Gufuskálum til undirbúnings. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.

38

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Slysavarnir ferðamannaÁrið 2012 var annað árið sem verkefnið Safetravel var rekið sem sérstakt verkefni. Sem fyrr var fjölgun ferðamanna til landsins gríðarleg eða tæplega 20% frá árinu áður. Frá aldamótum hefur því ferðamönnum hingað til lands fjölgað um 137%.Erfitt er að segja til um hvort slysum á ferðamönnum hafi fjölgað í sama hlutfalli eða hvort þau eru færri eða fleiri. Eitt af því sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hyggst beita sér fyrir er að hvetja til þess að slys í ferðaþjónustu og ferðamennsku sé skráð sérstaklega en ekki undir flokknum heima- og frítímaslys eins og gert er í dag. Rétt tölfræði er nauðsynleg svo hægt sé að meta árangur af forvarnastarfi og sjá stöðuna í þessum greinum. Safetravel verkefnið er rekið í samstarfi við fjölda aðila og má þar nefna Ferðamálastofu, Neyðar-línuna, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Sjóvá, Íslandsspil, Olís, Vatnajökulsþjóðgarð, Vega-gerðina og Vodafone. Einnig má nefnda fjölda ábyrgra fyrirtækja innan Samtaka ferðaþjónustunnar svo og Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Umhverfisstofnun og marga fleiri mætti telja upp.Mikið var unnið í slysavörnum ferðamanna á þessu ári. Má fyrst nefna að sífellt er unnið að því að þróa og bæta heimasíðuna safetravel.is sem má segja að sé hjarta verkefnisins. Á árinu náðist að klára, í samvinnu við félaga úr Ferðaklúbbnum 4x4, kortlagningu sprungusvæða á jöklum. Þar hafa margir komið við sögu og lagt hönd á plóg og ber að þakka þá vinnu. Nú er hægt að sækja þessi kort og hala niður í GPS tæki til notkunar þegar ferðast er um jökla landsins. Er þetta enn eitt hjálpartækið til að gera jöklaferðalög öruggari. Útbúin voru þrjú fræðslumyndbönd undir nafni Safetravel og þeim dreift um víðerni netheima. Fyrsta myndbandið sem er á ensku og íslensku fjallaði um nauðsyn þess að undirbúa ferðalagið vel og skila inn ferðaáætlun á Safetravel. Næsta myndband fjallaði um hina heilögu þrenningu, það er snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng og mikilvægi þess að vera alltaf með þessa hluti á ferða-lagi á fjöllum að vetrarlagi og kunna vel á notkun þeirra. Þriðja myndbandið var bæði á íslensku

Félagi úr Hjálparsveit skáta Garðabæ aðstoðar ökumann sem festi bíl sinn í á að Fjallabaki.

39

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Slysavarnir ferðamanna

og ensku og fór yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga áður en straumvatn er þverað. Ljóst er að myndbönd eru góð leið til að miðla ákveðinni fræðslu og nú þegar eru nokkur fleiri fyrirhuguð. Á árinu 2012 var einnig bryddað upp á þeirri nýjung í fræðslustarfinu að halda úti svokölluðum þemavikum. Þær hófust með útgáfu 4-8 síðna blaða sem fylgdu Fréttablaðinu og var fylgt eftir með fyrirlestrum sem ókeypis var inn á, auglýsingum, umfjöllunum og auðvitað góðri virkni á vefmiðlum. Tilgangurinn var að vekja athygli á ákveðnum flokkum afþreyingar og um leið að koma að hversu mikilvæg öryggismálin eru þeim flokkum. Fyrsta þemavikan var í lok febrúar og var tileinkuð snjóflóðum. Sú næsta var í lok mars og þar var áherslan á ferðamennsku á jeppum og vélsleðum. Verkefnastjóri félagsins í þessum málaflokki hefur nú í tæp tvö ár tekið þátt í vinnu alþjóðlegs vinnuhóps. Var hann stofnaður á ráðstefnunni ICAR árið 2011 og taka nú á þriðja tug landa þátt í starfsemi hópsins. Hefur hann að markmiði að finna leiðir til að efla slysavarnir ferðamanna í fjalllendi og auka samstarf og vitund þessara þjóða varðandi málaflokkinn. Hópurinn mun skila niðurstöðum til stjórnar ICAR haustið 2013 með tillögum sínum. Haustið 2012 hittist þessi hópur í Krynica í Póllandi og vann að verkefninu. Það er mikill akkur fyrir félagið að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þessu. Ekki eingöngu skilar sér mikill lærdómur hingað til lands heldur getum við líka miðlað af reynslu okkar og þekkingu. Eins og árið 2011 var mikið um að beðið væri um fyrirlestra er varða öryggismál ferðamanna. Farið var til ferðamálanema í Háskólanum á Hólum, haldinn fyrirlestur fyrir starfsfólk upplýsinga-miðstöðva og leiðsögunemar heimsóttir svo fátt eitt sé nefnt. Að hitta á fólk í greininni er mjög öflug leið til þess að vekja athygli á málaflokknum, ræða hvernig má nýta sér vefinn safetravel.is til að leiðbeina ferðamönnum en ekki síst að fara yfir hvaða atriði þarf að koma á framfæri til ferða-manna varðandi góða og örugga ferðahegðun.Snemma á vordögum var opnuð ný ferðaáætlun á vefsíðunni www.safetravel.is og þessi leið kynnt hjá ferðaþjónustuaðilum, félagsmönnum og viðbragðsaðilum. Að þeir síðastnefndu hafi

Björgunarsveitir sinna ökklabrotinni konu við Bláhnúk.

40

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

ferðaáætlun ferðamanna sem lenda í óhöppum getur skipt miklu varðandi skilvirkt viðbragð, það er leit að viðkomandi og björgun. Áhugi er til að þróa þetta enn frekar og jafnvel bæta þjónustu hvað þetta varðar á næstu misserum. Fréttabréf varðandi starfsemi félagsins í þessum málaflokki var sent nokkrum sinnum til sam-starfs- og viðbragðsaðila. Þar var farið yfir helstu nýjungar er varða Safetravel, sagt frá fræðslu-efni og hvatt til þátttöku í að breiða út boðskapinn. Mæltust þau vel fyrir og er hugmyndin að fjölga þeim á næsta ári. Safetravel dagurinn var haldinn þann 22. júní í samstarfi við Sjóvá og Olís. Sjálfboðaliðar félags-ins stóðu þá vakt á tugum Olísstöðva um allt land, hittu á ferðalanga og afhentu fræðsluefni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Sjóvá. Fólkinu var vel tekið og þáði gjarnan góð ráð um örugga og skynsama ferðahegðun. Þennan dag héldu fyrstu hópar af stað til þátttöku í Hálendisvakt björgunarsveita. Flestir fjölmiðlar fjölluðu um þennan dag og Hálendisvaktina og þannig komast skilaboðin til enn fleiri aðila en ella. Að venju var farinn svokallaður „dreifingarhringur“ í upphafi sumars. Þá er farið með fræðslu-efni er varðar slysavarnir ferðamanna á alla helstu viðkomustaði ferðamanna um stærstan hluta landsins. Einnig er reynt að hitta á það starfsfólk sem starfar á stærstu stöðunum, spjallað við það um hvað má fara betur í þessum málaflokki og um leið farið með þeim yfir vefinn safetravel.is og hvernig það getur nýtt sér hann í starfi sínu. Er þetta afar góður tími sem nýtist vel fyrir okkur hjá félaginu og vonandi einnig hjá þeim sem fá þessar heimsóknir. Eins og fram kom hér í upphafi er fjölgun ferðamanna mikil, því fylgir ábyrgð og hefur Slysa-varnafélagið Landsbjörg staðið undir þeirri ábyrgð með því að efla verulega starf sitt í þessum málaflokki. En til þess þarf fjármuni frá greininni og stjórnvöldum þar sem ekki einungis þetta

Spungin dekk og minni háttar bilanir á bílum koma oft til kasta hálendisvaktar björgunarsveita. Hér aðstoðar félagi úr Björgunarsveitinni Kili ferðalang með eitt slíkt í Landmannalaugum.

41

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Slysavarnir ferðamanna

starf er styrkt heldur einnig sú fjölgun sem er orðin á útköllum er varða ferðamenn. Að hluta er farið yfir þau útköll hér neðar er fjallað er um hálendisvaktina en þeim hefur líklega einnig fjölgað á öðrum árstímum.Sumarið 2012 var sjöunda sumarið sem Hálendisvakt björgunarsveita var starfrækt. Eins og áður voru sjálfboðaliðar á fjórum stöðum á hálendinu, þ.e. að Fjallabaki, á Kili, á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Stærstan hluta sumarsins voru tveir hópar hverju sinni að Fjallabaki enda verkefnin þar umtalsvert fleiri en á öðrum stöðum. Fyrstu hópar fóru til starfa þann 22. júní á öll svæði nema Sprengisand þar sem enn var lokað vegna snjóalaga. Var farið þangað viku síðar. Hálendisvaktinni lauk svo þann 17. ágúst nema að Fjallabaki, en þar voru hópar viku lengur. Reynsla síðustu ára hefur margsannað að þörf er á Hálendisvakt björgunarsveita enda eru verk-efnin rétt tæplega tvö þúsund talsins. Ekki má heldur gleyma að þeir sjálfboðaliðar félagsins er taka þátt öðlast mikilvæga reynslu með þátttöku sinni. Reynslu sem nýtist vel í öðru starfi þeirra. Í upphafi sumars voru haldnir sjö fyrirlestrar fyrir þátttakendur Hálendisvaktar á sex stöðum á landinu. Mæting var sú besta hingað til en rúmlega 100 manns mættu eða um helmingur þeirra sem tóku þátt í hálendisvaktinni um sumarið. Ekki væri hægt að starfrækja Hálendisvaktina án fjölda samstarfsaðila sem koma að verkefninu með einum eða öðrum þætti. Fyrst og fremst eru það auðvitað sjálfboðaliðar félagsins sem gefa tíma sinn til verkefnisins og svo þær sveitir sem taka þátt og útvega búnað og tæki. Auk sam-starfsaðila Safetravel verkefnisins sem taldir eru upp hér framar í greininni má nefna lögreglu-embættin, bílaleigur, Öryggismiðstöð Íslands og fleiri aðila. Ferðaþjónustan Gljásteinn fær miklar þakkir fyrir stuðning sinn við verkefnið en hún hefur síðustu árin boðið fram húsnæði á Kili án endurgjalds. Alls tóku 193 sjálfboðaliðar þátt þetta sumarið sem er mesti fjöldi hingað til. Árið 2011 voru þeir 153 og sumarið 2010 186 talsins. Alls leggja því sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar fram sem nemur fjórum til fimm heilsárs stöðugildum á hverju ári.

Fjórðungskvísl reynist mörgum varasöm. Ekki er verra að fá leiðbeiningar og aðstoð björgunar-sveitar þegar þvera skal hana.

42

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Þetta sumarið tóku 29 björgunarsveitir þátt eða einni sveit fleira en sumarið 2011. Hjálparsveitir skáta í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík tóku tvær vikur hver. Sveitirnar sem tóku þátt eru: Björgunarsveitin Strákar, SiglufirðiHjálparsveit skáta í KópavogiBjörgunarsveitin Vopni, VopnafirðiBjörgunarfélag Árborgar, SelfossiBjörgunarsveitin Húnar, HvammstangaBjörgunarsveit HafnarfjarðarSúlur – Björgunarsveitin á AkureyriBjörgunarsveitin Sigurgeir, GnúpverjahreppiBjörgunarsveitin Þingey, ÞingeyjarsveitHjálparsveit skáta í GarðabæBjörgunarsveitin Ísólfur, SeyðisfirðiFlugbjörgunarsveitin í VarmahlíðBjörgunarsveitin Ársól, ReyðarfirðiBjörgunarsveitin Kjölur, KjalarnesiBjörgunarsveitin Geisli, FáskrúðsfirðiBjörgunarsveitin Klakkur, GrundarfirðiBjörgunarsveitin Grettir, HofsósiBjörgunarsveitin Ársæll, ReykjavíkBjörgunarsveitin Dalbjörg, EyjafirðiBjörgunarsveitin Kyndill, Mosfellsbæ

Það getur reynst snúið verkefni þegar bílar bila fjarri byggð.

43

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Slysavarnir ferðamanna

Björgunarsveitin Núpar, KópaskeriBjörgunarsveitin SuðurnesHjálparsveit skáta í ReykjavíkBjörgunarsveitin Björg, EyrarbakkaBjörgunarsveitin Stjarnan, SkaftártunguBjörgunarsveitin Mannbjörg, ÞorlákshöfnBjörgunarsveitin Brák, BorgarnesiBjörgunarfélag VestmannaeyjaÞegar mikið er að gera og veður geta verið válynd er mjög mikilvægt að aðstaða sú sem hóparnir hafa yfir að ráða sé góð. Því hefur verið lögð áhersla á það að koma húsnæði yfir starfsemina á öllum svæðunum. Í Landmannalaugum hefur með samstarfi við Ferðafélag Íslands verið komið upp skála þar sem nýtist afar vel. Þar er gistirými fyrir 4-6 manns og má ekki minna vera á þessum fjölsótta ferðamannastað. Á svæðinu norðan Vatnajökuls hefur skálinn Höttur í Dreka verið tekinn á leigu en hann hentar ágætlega. Þar gætu þó verið blikur á lofti því eigandi skálans þarf mögulega að nýta hann fyrir eigin ferðaþjónustu. Fari svo þarf að ganga til samninga við staðarhaldara um nýtt fyrirkomulag. Á Sprengisandi hefur hingað til verið notað sams konar hús og í Landmannalaugum í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Það var þó ekki nýtt sumarið 2012 og því voru hóparnir í eldri skálanum. Ekki væsti um þátttakendur þar, en sýnileiki var ekki sá sami auk þess sem umgengni okkar fólks skapaði ónæði enda á ferð á öllum tíma sólarhrings. Á Kili nutum við mikils velvilja ferðaþjónustuaðila þeirra sem reka Árbúðir en þau reka einnig Gísla-skála. Hóparnir gistu í sérherbergi í þeim skála og er þar afar góð aðstaða en vissulega töluvert frá þeim stað sem ferðamenn eru flestir og aðeins úr leið. Meta þarf hvort hægt er að koma upp góðri aðstöðu á Hveravöllum í samstarfi við staðarhaldara þar.

Björgunarsveitamaður aðstoðar ferðamenn við leiðarval á Sprengisandi.

44

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Mjög mikilvægt er að halda vel utan um skráningu á öllum þeim atvikum sem koma til kasta Há-lendisvaktarinnar. Þannig fæst góð yfirsýn yfir umfang og ekki síður tegundir þeirra atvika, slysa og óhappa sem eiga sér stað á hálendinu. Unnið hefur verið að því að bæta skráningu og auðvelda og á enn eftir að stíga skref í þá átt. Tölfræðin er þó orðin nokkuð nákvæm og sambærileg nokkur ár aftur í tímann. Fjölgun atvika sem komu til kasta Hálendisvaktar björgunarsveita sumarið var umtalsverð. Alls reyndust atvikin vera 1.815 talsins sem er 51% fjölgun frá þeim 1.204 atvikum sem voru árið 2011.

Atvikum er skipt í tvo flokka. Í fyrsta lagi atvikum sem flokkast sem almenn aðstoð. Þar undir flokkast atvik eins og leiðbeiningar til ferðamanna varðandi útbúnað og leiðarval og fleira til. Þessum atvikum fjölgar umtalsvert frá síðasta sumri en þá voru þau 960 talsins. Sumarið 2012 reyndust þau vera 1.393 og nemur því aukningin 45%.

45

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Slysavarnir ferðamanna

Hins vegar er um að ræða útköll, en undir þann flokk falla atvik sem að öllu jöfnu hefðu þarfnast þess að björgunarsveit úr byggð hefði verið kölluð út. Þó má reikna með að í einhverjum tilfellum hefði málið verið leyst af öðrum ferðalöngum áður en björgunarsveit hefði verið komin á staðinn. Útköll reyndust vera 524 talsins sem er um 115% fjölgun frá þeim 244 útköllum sem voru sum-arið 2011.

Ef við horfum til þess hvar þessi útköll eiga sér stað kemur það ekki á óvart að stærsti hluti þeirra er að Fjallabaki. Þannig eru 288 útköll af 524 á því svæði en innan við eitt hundrað á hverju hinna svæðanna. Þetta rökstyður þá ákvörðun sem tekin var í sumar að hafa ætíð tvo hópa að Fjallabaki. Eru þeir samt að sinna meira en helmingi fleiri útköllum en á öðrum svæðum. Fjölgun var þó á öllum svæðum og það umtalsvert í prósentum talið. Á Kili var fjölgun úr 61 útkalli í 80 og á Sprengisandi var næstum þreföldun en þess má þó geta að fá útköll voru þar sumarið 2011.

46

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ef við lítum á hvernig þessi útköll skiptast þá kemur ekki á óvart að bílatengd verkefni eru stór hluti eða hartnær helmingur. Þar á eftir kemur flokkur sem við köllum ferðavandræði. Undir hann flokkast útköll þar sem ferð viðkomandi ferðamanns tefst eða truflast af einhverjum ástæðum. Það getur verið þreyta, villur án þess að þeir teljist vera týndir í augum björgunarmanna og fleira þannig.Óvenju mörg útköll flokkast undir slys eða veikindi þetta sumarið eða 86 talsins, flest þó lítt alvar-leg en eitthvað var um brot og miðlungs alvarlega áverka en einnig alvarleg tilfelli og eitt mannslát kom til kasta Hálendisvaktarinnar. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að slysum og veikindum fjölgi í takt við fjölgun ferðamanna. Bílslys voru nokkur þetta sumarið en slys á fólki sem betur fer ekki alvarleg. Tólf sinnum þurfti að hefja formlega leit að ferðamönnum á þessu átta vikna tímabili eða rúmlega einu sinni á viku. Stóðu þau útköll yfirleitt í nokkrar klukkustundir í senn.

47

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björ

guna

r- o

g sl

ysav

arna

svið

Slysavarnir ferðamanna

Sú tölfræði sem er einna áhugaverðust er líklega sú sem horfir á tegundir þeirra ferðamanna sem koma við sögu í útköllum Hálendisvaktarinnar. Hún helst nokkuð jöfn á milli ára en þó eru fleiri flokkar farnir að koma við sögu. Þannig má benda á að í fyrsta sinn koma rútur við sögu í ein-hverju mæli eða í 4% tilfella. Leiða má líkum að því að af þeim rétt rúmlega 100 útköllum sem flokkast undir bílslys, slys og veikindi og svo leitir hefðu að minnsta kosti eitt til þrjú tilfelli endað mun verr ef Hálendis-vaktar hefði ekki notið við. Viðvera björgunarsveita á hálendinu styttir viðbragðstíma umtalsvert og tryggir öryggi ferðamenna betur en ella. Það styrkir ímynd Íslands sem ferðamannalands og þess njóta allir sem hagsmuni hafa af ferðaþjónustu hér landi.En fleira en Hálendisvakt björgunarsveita þarf að koma til. Skoða þarf hvort innviðir ráði við þann fjölda ferðamanna sem hingað kemur og ekki síður sem hingað er væntanlegur. Er upp-bygging ferðamannastaða hægari en fjölgun ferðamanna? Tryggja þarf að öryggi ferðamanna sé ekki stefnt í hættu með aðgerðarleysi á helstu ferðamannastöðum. Tryggja þarf að merkingar séu viðunandi og á þann hátt að ferðamenn upplifi eigin ábyrgð og að aðgæsluleysi geti reynst dýrkeypt. Ástand vega á hálendinu er ekki ásættanlegt. Það eitt og sér veldur hættu svo ekki sé talað um sífellu tjóni á farartækjum. Tryggja þarf nægilegt fjármagn til að hægt sé að halda vegum eins öruggum og hægt er. Einnig þarf að meta hvernig má ná til þeirra ferðamanna sem ferðast um víðerni og jökla landsins á vetri sem sumri. Telst eðlilegt að ferðamaður geti gengið yfir Vatnajökul og Ódáðahraun án þess að þurfa að skilja eftir ferðaáætlun? Hægt væri að setja þá skyldu á ferðalanga á leið yfir Vatnajökul á tímabilinu janúar til maí að þeir verði að skilja slíka áætlun á vefnum safetravel.is ásamt því að koma við á einni af þjónustumiðstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem farið væri yfir áætlunina og búnað. Fræðslu til ferðamanna þarf að efla enn frekar en nú er gert. Ferðaþjónar og hagsmunaðilar þurfa að taka enn fastar höndum saman og vinna saman að því markmiði að ná til sem flestra ferða-manna. Það að upplýsa um aðstæður og rétta ferðahegðan á að vera jafn sjálfsagt og að upplýsa um áhugaverða staði eða gistimöguleika. Slysavarnir ferðamanna er stærsta einstaka forvarnaverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það verkefni þarf að efla með auknu fjármagni svo hægt sé að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að taka á móti þeim ferðamönnum sem hingað koma. Félagið ætlar sér að vera í fararbroddi í þessum málaflokki nú sem fyrr í góðu samstarfi við hagsmunaaðila.

Jónas GuðmundssonVerkefnastjóri slysavarna ferðamanna

48

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2012Árið 2012 var annasamt ár í starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna sem var þriðja stærsta árið í nemendafjölda frá upphafi. Nemendum og námskeiðum fækkaði þó frá árinu á undan en árið 2011 varð gífurleg fjölgun sökum gildistöku reglugerðar um öryggisþjálfun fyrir áhafnir smábáta sem fram til þess höfðu ekki verið skyldaðar til þátttöku í öryggisfræðslu.Á árinu voru haldin 177 námskeið sem 2.503 nemendur sóttu. Samanlagðir námskeiðsdagar urðu 431 sem er 2% fækkun frá árinu á undan. Sundurliðun námskeiða má sjá á meðfylgjandi töflu:

Námskeið Fjöldi Námskeið

Áhafnir björgunarskipa 13 2

Eldvarnir fyrirtækja 19 2

Endurmenntun öryggisfræðslu 993 67Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta 89 4Endurmenntun fr. eldv. og líf- og léttbáta 38 3Framhaldsnámskeið eldvarna STCW95 A-VI/3 122 10

Harðbotna slöngubátar 20 4Hóp- og neyðarstjórnun A-V/2 & A-V/3 165 7Léttbátar 8 1Líf- og léttbátar aðrir en hraðskreiðir léttbátar 121 9

Mannauðsstjórnun (MRM) 34 3Meðferð slysa og lyfjakistu skipa 63 5Sérnámskeið Jarðborana 16 2Slöngubátur 1 16 3

Slöngubátur 2 17 3Smábátanámskeið 129 9Stjórnendur björgunarskipa 8 1Öryggisfræðsla flugliða 14 2

Öryggisfræðsla STCW95 A-VI/1-1, 1-2, 1-3 & 1-4 427 26Öryggisnámskeið siglingaklúbba 18 2

Öryggisstjórnun farþegaskipa 18 1

Wet drill 114 7Samtals árið 2012 2.503 177Samtals 2011 3.112 213Breyting milli ára -20% -17%

49

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2012

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 2.204 námskeið sem 37.026 manns hafa sótt. Milli ára varð aukning aðsóknar á því sem næst öll námskeið sem kennd eru í samræmi við al-þjóðasamþykktina um menntun og þjálfun, skírteini og varðstaða eða STCW samþykktina. Mikill fjöldi þeirra sem sóttu sérhæfð námskeið samkvæmt samþykktinni var að uppfæra atvinnuréttindi sín til að geta starfað undir erlendum siglingafánum.Á vormánuðum var undirritaður samningur milli Slysavarnaskóla sjómanna og tryggingaklúbbs-ins The Swedish Club í Gautaborg um heimild skólans til að kenna sérhæfð námskeið í Mann-auðsstjórnun (MRM). Er námskeiðið liður í þeirri þjálfun sem yfirmenn verða að hafa í samræmi við STCW samþykktina. Voru í kjölfarið haldin þrjú námskeið í samræmi við nýja þjálfunarkerfið. Fóru þau námskeið fram í tölvuverum Samskips og Eimskips.Á sjómannadagshelginni í byrjun júní tók skólaskipið Sæbjörg þátt í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og sjómannadaginn. Á laugardeginum var haft sjóræningjaþema annað árið í röð sem vakti ánægju meðal þeirra sem tóku sér far með skipinu. Samskip gaf öllum þeim sem með skipinu fóru sjóræningjabuff. Hátíð hafsins lauk með flöskuskeytaferð sem nýtur stöðugt meiri vinsælda. Samtals tóku 2.200 manns sér far með skipinu báða dagana. Slysavarnafélagið Lands-björg veitti í níunda sinn viðurkenningu á sjómannadaginn til áhafnar skips sem sótt hafði nám-skeið við Slysavarnaskóla sjómanna og sýndi öðrum fremur góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenninguna, sem er farandbikar, fékk áhöfnin á Bylgju VE og tók Óskar Mattíasson skipstjóri við bikarnum fyrir hönd áhafnarinnar.Starfsmenn skólans heimsóttu tvö erlend skip sem komu til hafnar í Reykjavík á árinu. Eftir sjó-mannadag var farið um borð í bandaríska Skólaskipið Empire State sem var í kurteisisheimsókn.

Frá þjálfun áhafnar í framkvæmd æfinga um borð í skipum.

50

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Var vel tekið á móti starfsmönnum Slysavarnaskólans og þeim sýnt skipið hátt og lágt en skipið er skólaskip State University of New York Maritime College. Það er hluti af skipstjórnar- og vél-stjórnarnámi við skólann að fara í siglingu með skólaskipinu og var það á siglingu milli hafna í Evrópu. Síðara skipið sem heimsótt var hét Costa Pacifica og er 114 þúsund tonna skemmti-ferðaskip í eigu ítölsku útgerðarinnar Costa. Costa Pacifica er systurskip Costa Concordia sem strandaði með hörmulegum afleiðingum við eyjuna Giglio á Ítalíu í janúar 2012. Tekið var á móti okkur snemma morguns af yfirstýrimanni skipsins og hófst ferðin á stjórnpalli. Tveir stýrimenn og öryggisstjóri skipsins leiðsögðu starfsmönnum skólans um skipið næstu 6 tímana. Fræðst var um öryggisbúnað og öryggisráðstafanir um borð í skipum af þessari stærð auk þess sem skyggnst var inn í daglegt líf um borð. Að lokinni skoðunarferðinni var skipst á gjöfum.Samstarf Slysavarnaskóla sjómanna og tryggingafélaganna VÍS og Sjóvár í öryggismálum hélt áfram á árinu. Verkefnið lýtur að aðstoð við útgerðir og áhafnir í að koma á virkum forvörnum með atvikaskráningum og áhættumati. Eru miklar væntingar bundnar við árangur af þessum verkefnum.Í júní var þátttaka Slysavarnaskóla sjómanna í mannaskiptaverkefni Leonardo da Vinci áætlunar-innar samþykkt en sótt hafði verið um styrk til að bera saman við aðra skóla framkvæmd breyt-inga á kennslu í öryggismálum til sjómanna í samræmi við breytingar á STCW samþykktinni sem kenndar eru við Manila. Munu starfsmenn skólans heimsækja skóla í Búlgaríu, Rúmeníu og Lett-landi á næstu árum. Þá hóf Slysavarnaskólinn þátttöku í Evrópusambandsverkefni í samræmi við Northern Periphery Programme sem hlaut nafnið Small Craft Emergency Response and Survival Training for Arctic Conditions. Auk Slysavarnaskólans eru í verkefninu Cork Institute of Techno-

Áhöfnin á Jóni á Hofi ÁR mynduð í kjölfar aðstoðar við gerð neyðaráætlunar og framkvæmd æfinga.

51

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2012

locy (verkefnastjóri), sænsku sjóbjörgunarsamtökin SSRS, slysavarnaskóli norsku sjóbjörgunar-samtakanna (RS) og Chalmers háskólinn í Gautaborg. Aukaaðilar að verkefninu eru SEFtec Ltd. á Írlandi, Maritime Forum Nord SA í Noregi, Trygdarmidstödin í Færeyjum og Ministry of Housing, Infrastructure and Transport í Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að sameina þekkingu, þjálfun, leit og björgun til að búa til neyðarviðbrögð og öryggisfræðslunámskeið ásamt leiðbeiningum fyrir sjómenn sem eru á litlum bátum, hvort heldur er vegna atvinnu eða skemmtunar á erfiðum norðlægum slóðum. Afrakstur verkefnisins á að vera þjálfunarpakki sem skólar á norðurslóðum geta fengið án endurgjalds.Þá tók skólinn þátt í verkefninu MAROFF í samvinnu við SINTEF í Noregi og Stofnun Sæmundar fróða. Verkefnið fól í sér skoðun á viðhaldseftirlitsbúnaði fyrir fiskiskip á pólsvæðum. Sóttu starfs-menn fundi í tengslum við verkefnið sem og að vera með fyrirlestur um starfsemi Slysavarna-skólans á ráðstefnu í Tromsö.Skólastjóri sótti tvo fundi alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, þann fyrri í Riga í Lettlandi og þann síðari í St. John‘s á Nýfundnalandi. Þá var skólastjóra boðið, af hálfu bresku samtakanna Seafish, til Southampton og Edinborgar í Skotlandi til að vera með fyrirlestur um þróun öryggis-fræðslu á Íslandi auk slysatíðni meðal íslenskra fiskimanna. Kom þetta boð í kjölfar heimsóknar fulltrúa Seafish í Slysavarnaskólann fyrr á árinu til að fræðast um stöðu öryggismála íslenskra fiskimanna. Dáðust menn á þessum fundum mjög að árangri þeim sem náðst hefur hér á landi í öryggismálum sjómanna frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna. Skólanefnd Slysavarnaskólans hélt einn fund á árinu en skólanefndina skipa Gunnar Tómason formaður, Lilja Magnúsdóttir, Kristinn Ólafsson, Sævar Gunnarsson og Árni Bjarnason.Slysavarnaskólinn hóf innleiðingu gæðastjórnunarkerfis í samræmi við ISO 9001 staðalinn um

Frá slökkviæfingu í Slysavarnaskóla sjómanna.

52

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

aldamótin en hlaut síðan formlega vottun árið 2005 fyrstur skóla á Íslandi. Innleiðing gæða-stjórnunarkerfisins var liður í þeim auknu kröfum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum í menntun og þjálfun sjómanna. Í kjölfarið hefur starfsemi skólans sætt gæðaúttektum tvisvar sinnum á hverju ári. Á árinu urðu skoðanirnar helmingi fleiri eða fjórar talsins þar sem til við-bótar kom skoðun Siglingastofnunar Íslands og Evrópsku siglingamálastofnunarinnar EMSA. Skoðun EMSA er liður í skoðun Evrópusambandsins á því hvernig ríki uppfylli ákvæði STCW samþykktarinnar og tilskipun sambandsins í sömu málum. Er þetta í fyrsta sinn sem slík skoðun hefur verið framkvæmd hér á landi en auk Slysavarnaskólans fór fram skoðun á Tækniskólanum, Siglingastofnun og þeim ráðuneytum sem fara með málefni menntunar og sjómennsku. Skýrsla um úttektina verður gerð opinber á næsta ári.Fjöldi aðila kom í heimsókn á árinu til að kynna sér starfsemi skólans. Má þar nefna lögreglu, grunn- og framhaldsskóla, félagasamtök og klúbba auk barnaheimila. Þá komu einnig erlendir að-ilar í heimsókn. Slökkvilið komu til æfinga í aðstöðu skólans, bæði með nýliða og reynda slökkvi-liðsmenn. Eins og áður hefur verið vikið að komu fulltrúar frá Seafish í Bretlandi í heimsókn. Þá komu kennarar frá sjómannaskóla í Thyberön í Danmörku, sendiherra Bretlands á Íslandi og erlendir björgunarsveitamenn í heimsókn. Aðalfundur International Maritime Rescue Federa-tion (IMRF) var haldinn í skólaskipinu Sæbjörgu í október. Í september var haldin móttaka fyrir styrktaraðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar um borð í Sæbjörgu. Var þeim gefið tækifæri að upplifa veru í björgunarförum og siglingu með léttbátum. Starfsmenn skólans kynntu starfsemi skólans á þingi Sjómannasambands Íslands.Á árinu 2012 barst skólanum fjöldi gjafa og styrkja. Fjármunir voru ánafnaðir skólanum til minn-ingar um þrjá skipverja sem fórust með skuttogaranum Hallgrími í janúarmánuði. Mannvit gaf

Frá slökkviæfingu í Slysavarnaskóla sjómanna.

53

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2012

skólanum 100.000 krónur til minningar um Einar Gunnarsson, yfirvélstjóra á Hallgrími, og skóla-bræður hans færðu skólanum 60.000 krónur að gjöf. Voru þessir fjármunir notaðir til kaupa á kennslubúnaði. Sjómannasamband Íslands gaf skólanum þrjú ný reykköfunartæki sem afhent voru á þingi þeirra á haustdögum. Áhöfn skuttogarans Sigurbjargar ÓF færði skólanum gjöf til minningar um Jón Hauk Njálsson háseta sem lést af slysförum um borð í skipinu í apríl. Lions-klúbburinn Fold gaf skólanum útvarp og Lionsklúbbur Grindavíkur gaf skólanum 200.000 krónur sem notaðar voru til kaupa á tölvubúnaði til kennslu. Lionsklúbburinn Njörður gaf skólanum tvö sjónvörp sem sett voru upp í setustofu nemenda skólans til að sýna fræðsluefni í frímínútum nemenda. VÍS færði skólanum tíu flotvinnubúninga að gjöf til nota við æfingar skólans. Þá barst skólanum talsvert af búnaði frá útgerðum og áhöfnum skipa sem verið var að endurnýja.Í árslok voru tíu starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri og leiðbeinandi, Bogi Þorsteinsson leiðbeinandi, Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson verkefnisstjóri, Sigrún Anna Stefánsdóttir skrifstofumaður/leiðbeinandi, Jóhann Eyvindsson leiðbeinandi og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Hluta úr árinu starfaði Arnór Ingi Hansen sem leiðbeinandi sem og Sverrir Helgason sem annaðist skráningar í sumarleyfi starfsmanna. Auk þeirra voru eftirtaldir stundakennarar sem komu að kennslu á námskeiðum skólans: Fróði Jónsson, Guðjón Sig. Guðjónsson, Valur Elías Marteinsson, Sigvaldi Torfason, Ingi Haukur Georgsson, Þorbjörn Jóhannsson, Eiríkur Aðalsteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guðlaugur Ottesen, Jóhann Bæring Pálmason og Ólafur Geir Sigurjónsson. Einnig komu læknar og hjúkrunarfólk frá LHS, starfsmenn LHG fluggæslu og slökkviliðsmenn SHS að kennslu við skólann.

Hilmar Snorrason, skólastjóri

Það fer enginn þurr i gegnum öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna.

54

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Starfsfólk, nefndir og ráðStarfsfólk Slysavarnafélagsins LandsbjargarKristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri. Lét af störfum í febrúar.Arna Björg Arnarsdóttir, Björgunarskóli SLÁsta Björk Björnsdóttir, ræstingarBjörgvin Herjólfsson, Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin, Björgunarskóli SLDagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri BjörgunarskólaDagbjört Kristinsdóttir, slysavarnamálEinar Eysteinsson, unglingamálFriðfinnur Freyr Guðmundsson, aðgerðamálGuðrún G. Bermann, bókariGuðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri maí-októberGunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðsHelena Dögg Magnúsdóttir, unglingamálHelga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóriJón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóriJónas Guðmundsson, slysavarnamálOddur Einar Kristinsson, verkefnastjóri tölvumálaÓlöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúiSigurður R. Viðarsson, sjóbjörgunarmálSteingerður Hilmarsdóttir, gjaldkeriSvanhvít Ásmundsdóttir, GufuskálarÞór Magnússon, Gufuskálar

Starfsfólk Slysavarnaskóla sjómannaHilmar Snorrason, skólastjóriÞráinn Skúlason, aðstoðarskólastjóriKristinn Guðbrandsson, leiðbeinandiPétur Ingjaldsson, yfirvélstjóri og leiðbeinandiBogi Þorsteinsson, leiðbeinandiÞórarinn Þórarinsson, leiðbeinandiIngimundur Valgeirsson, verkefnisstjóriSigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/leiðbeinandiJóhann Eyvindsson, leiðbeinandiVidas Kenzgaila, ræsting

55

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

MILLIÞINGANEFNDIR

Félagslegir endurskoðendurFríður Birna StefánsdóttirGarðar EiríkssonPetrea Ingibjörg Jónsdóttir, til vara FjárveitinganefndIngimar Eydal, formaðurGunnar Örn JakobssonHjálmar ÞorvaldssonIngólfur FinnssonÓlafur HallgrímssonSigurður R. Viðarsson, starfsmaður LaganefndPálmi Másson, formaðurBjörn GuðmundssonJóhann Bæring PálmasonHelga Björk Pálsdóttir, starfsmaður UppstillingarnefndAdolf Þórsson, formaðurÁsgeir Örn KristinssonBorgþór HjörvarssonÓlöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður

AÐRAR NEFNDIR OG RÁÐ

Framkvæmdastjórnbjörgunarbátasjóðs SLKristinn Ólafsson, lét af störfum í febrúarGuðmundur Örn Jóhannsson, hóf störf 1. maíGuðjón GuðmundssonPáll Ágúst ÁsgeirssonGunnar StefánssonHeiðar Hrafn EiríkssonSigurður R. Viðarsson, starfsmaður

Faghópur um sjóbjörgunarmálGuðmundur H. Stefánsson

Hafþór B. HelgasonÓskar Þór GuðmundssonKristinn GuðbrandssonSiggeir PálssonSigurður R. Viðarsson, stafsmaður

Framkvæmdastjórn ÍAHörður Már HarðarsonGunnar StefánssonBorgþór HjörvarssonBjörn Bergmann ÞorvaldssonHilmar Már Aðalsteinsson

Stjórnendur ÍABjörn Bergmann ÞorvaldssonHilmar Már AðalsteinssonÓlafur LoftssonSvanur Sævar Lárusson, lét af störfum um haustið

Almannavarna- og öryggisráðHörður Már Harðarson

SiglingaráðHilmar SnorrasonGunnar Tómasson, varamaður

Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómannaÁrni BjarnasonGunnar TómassonKristinn ÓlafssonLilja MagnúsdóttirSævar Gunnarsson SkyndihjálparráðEinar Örn Arnarson

UmferðarráðDagbjört H KristinsdóttirJónas Guðmundsson, varamaður

» Nefndir og ráð

56

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Fjarskiptaráð björgunarsveitannaHörður Már Harðarson, formaðurDaníel Eyþór GunnlaugssonJón HermannssonValur HaraldssonHelgi ReynissonBragi ReynissonJónas Guðmundsson, starfsmaður FlugeldanefndGunnar ÞorgeirssonGuðjón GuðmundssonJón Ingi Sigvaldason, starfsmaður

ÍslandsspilGunnar ÞorgeirssonHörður Már Harðarson, varamaðurHannes Frímann Sigurðsson, varamaður

Nefnd um neyðarskýliBryndís F. Harðardóttir

Haraldur JúlíussonReynir ArnórssonJónas Guðmundsson, starfsmaður

Nefnd um slysavarnamálMargrét L. Laxdal, formaðurÁsdís Snót GuðmundsdóttirJóhanna ÞorsteinsdóttirDíana Dröfn ÓlafsdóttirHreiðar JónssonJón Svanberg HjartarsonDagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Nefnd um unglingamálMargrét L. Laxdal, formaðurEiður RagnarssonJúlíana KristjánsdóttirAndri Rafn SveinssonHelgi GrímssonOtti Rafn SigmarssonHelena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Frá árlegum forseta- og formannafundi í Skógarhlíð í desember.

57

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Nefndir og ráð

SkólaráðEiður RagnarssonEdda Björk GunnarsdóttirIngibjörg EiríksdóttirReimar ViðarssonAnna FilbertSigurður Ó. Sigurðsson, starfsmaður ViðurkenninganefndSigurgeir GuðmundssonPetrea I. JónsdóttirÞorsteinn ÞorkelssonGunnar Stefánsson, starfsmaður

Ritnefnd sögu SLSigurgeir GuðmundssonÞorsteinn ÞorkelssonTryggvi Páll FriðrikssonKristinn Ólafsson, starfsmaður Nefnd um bókhald og fjárreiður ein-ingaGunnar Þorgeirsson, formaðurGunnlaugur BriemKjartan KjartanssonVilhjálmur HalldórssonVíglundur GuðmundssonÓskar Örn ÁgústssonÖrn GuðmundssonMargrét Þóra BaldursdóttirArna Björg Arnarsdóttir, starfsmaður Nefnd um þjálfunarbúðir félagsinsHörður Már HarðarsonGunnar StefánssonSigurður Ó. SigurðssonFulltrúi frá LandsstjórnFulltrúi frá unglinganefndFriðfinnur Guðmundsson, starfsmaður

Nefnd um upplýsingakerfi SLPáll Ágúst ÁsgeirssonFriðfinnur GuðmundssonOddur E. Kristinsson, starfsmaður Ritnefnd um útgefið efni SLHannes Frímann SigurðssonElvar JónssonBjörk HauksdóttirÓlöf S. Baldursdóttir, starfsmaður Safnanefnd minjasafns SL að SkógumSigurgeir GuðmundssonGarðar EiríkssonBenedikt GröndalSigurður Viðarsson, starfsmaður Nefnd um fjáröflunarverkefniGunnar ÞorgeirssonGuðmundur Örn JóhannssonÁsgeir KristinssonSigþór GunnarssonJón Ingi Sigvaldason, starfsmaður Fulltrúar í stjórn SSTGunnar StefánssonFriðfinnur Guðmundsson, varamaður Landsstjórn björgunarsveitaÞorsteinn Þorkelsson, formaðurÁrni BirgissonÞór MagnússonDagbjartur Kr. BrynjarssonHimar FrímannssonJón Svanberg HjartarsonBjarni Kristófer KristjánssonFriðfinnur Guðmundsson

58

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Æfingar og ferðir við erfiðar aðstæður eru reglulegur hluti í þjálfun björgunarsveitafólks. Mynd: Arnar Sigurðsson, HSSK.

Ætíð skal gæta ítrustu varkárni við þverun straumvatna. Mynd: Arnar Sigurðsson, HSSK.

59

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarfélag AkranessBjörgunarfélag ÁrborgarBjörgunarfélag HornafjarðarBjörgunarfélag ÍsafjarðarBjörgunarfélag VestmannaeyjaBjörgunarfélagið BlandaBjörgunarfélagið EyvindurBjörgunarsveit BiskupstungnaBjörgunarsveit HafnarfjarðarBjörgunarsveit LandeyjaBjörgunarsveit MýrarhreppsBjörgunarsveitin GerpirBjörgunarsveitin Ægir GarðiBjörgunarsveitin Ægir GrenivíkBjörgunarsveitin ÁrsællBjörgunarsveitin ÁrsólBjörgunarsveitin BáraBjörgunarsveitin BerserkirBjörgunarsveitin Björg DrangsnesiBjörgunarsveitin Björg EyrarbakkaBjörgunarsveitin Björg SuðureyriBjörgunarsveitin BlakkurBjörgunarsveitin BræðrabandiðBjörgunarsveitin BrákBjörgunarsveitin BrimrúnBjörgunarsveitin BróðurhöndinBjörgunarsveitin Dagrenning - HólmavíkBjörgunarsveitin Dagrenning - HvolsvöllurBjörgunarsveitin DalvíkBjörgunarsveitin DýriBjörgunarsveitin EiningBjörgunarsveitin ElliðiBjörgunarsveitin ErnirBjörgunarsveitin GarðarBjörgunarsveitin GeisliBjörgunarsveitin GrettirBjörgunarsveitin HafliðiBjörgunarsveitin HeiðarBjörgunarsveitin Heimamenn

Björgunarsveitin HéraðBjörgunarsveitin HúnarBjörgunarsveitin IngunnBjörgunarsveitin ÍsólfurBjörgunarsveitin JökullBjörgunarsveitin JörundurBjörgunarsveitin KáriBjörgunarsveitin KjölurBjörgunarsveitin KlakkurBjörgunarsveitin KofriBjörgunarsveitin KópurBjörgunarsveitin Kyndill - Mosf.Björgunarsveitin Kyndill Kbkl.Björgunarsveitin LífgjöfBjörgunarsveitin Lífsbjörg SnæfellsbæBjörgunarsveitin MannbjörgBjörgunarsveitin NúparBjörgunarsveitin OkBjörgunarsveitin ÓskBjörgunarsveitin PólstjarnanBjörgunarsveitin Sæbjörg FlateyriBjörgunarsveitin SæþórBjörgunarsveitin SigurgeirBjörgunarsveitin SigurvonBjörgunarsveitin SkagfirðingasveitBjörgunarsveitin SkyggnirBjörgunarsveitin StefánBjörgunarsveitin StjarnanBjörgunarsveitin StrákarBjörgunarsveitin StrandasólBjörgunarsveitin StröndBjörgunarsveitin SuðurnesBjörgunarsveitin SveinungiBjörgunarsveitin TálkniBjörgunarsveitin ÞingeyBjörgunarsveitin ÞorbjörnBjörgunarsveitin TindarBjörgunarsveitin TindurBjörgunarsveitin Týr

» Björgunarsveitir SL árið 2012

60

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarsveitin VíkverjiBjörgunarsveitin VopniFlugbjörgunarsveitin HelluFlugbjörgunarsveitin í ReykjavíkFlugbjörgunarsveitin í VarmahlíðHjálparsveit skáta á FjöllumHjálparsveit skáta AðaldalHjálparsveit skáta GarðabæHjálparsveit skáta HveragerðiHjálparsveit skáta Kópavogi

Hjálparsveit skáta ReykjadalHjálparsveit skáta ReykjavíkHjálparsveitin DalbjörgHjálparsveitin LómfellHjálparsveitin TintronSúlur - Björgunarsveitin á AkureyriBjörgunarhundasveit ÍslandsLeitarhundar Slysavarnafélagsins

Landsbjargar

Frá björgunaraðgerðum í Gilsá í júní. Mynd: Guðrún Ósk.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Grindavík, Hafnar�örður, Höfn, Ísa�örður, Reykjanesbær, Sandgerðiwww.fms.is

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfnwww.fmis.is

www.lvf.is www.oddihf.is

NESKAUPSTAÐ

Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big printsSamherji logo MAIN VERSION on light background

Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big printsSamherji logo MAIN VERSION on dark background

62

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» SlysavarnadeildirKvennasveitin Dagbjörg – ReykjanesbæSlysavarnadeild HnífsdalsSlysavarnadeild kvenna HúsavíkSlysavarnadeild kvenna ÓlafsfirðiSlysavarnadeild kvenna BíldudalSlysavarnadeild kvenna BolungarvíkSlysavarnadeild kvenna NeskaupsstaðSlysavarnadeild kvenna ReykjavíkSlysavarnadeild Skagfirðingasveitar

SauðárkrókiSlysavarnadeild Þverárþings – VarmalandiSlysavarnadeildin DalvíkSlysavarnadeildin á AkureyriSlysavarnadeildin Ársól – ReyðarfirðiSlysavarnadeildin Björg – EyrarbakkaSlysavarnadeildin Eykyndill

VestmannaeyjumSlysavarnadeildin Hafdís – FáskrúðsfirðiSlysavarnadeildin Hafrún – Eskifirði

Slysavarnadeildin Helga BárðardóttirHellissandi

Slysavarnadeildin Hjálp – BolungarvíkSlysavarnadeildin Hraunprýði – HafnarfirðiSlysavarnadeildin Hringur – MývatnssveitSlysavarnadeildin Iðunn – ÍsafirðiSlysavarnadeildin Káraborg – HvammstangaSlysavarnadeildin Líf – AkranesSlysavarnadeildin Rán – SeyðisfjörðurSlysavarnadeildin Sjöfn – VopnafirðiSlysavarnadeildin Snæbjörg – GrundarfjörðurSlysavarnadeildin Sumargjöf – ÓlafsvíkSlysavarnadeildin Una – GarðiSlysavarnadeildin Unnur – PatreksfirðiSlysavarnadeildin Varðan – SeltjarnarnesiSlysavarnadeildin Vörn – SiglufirðiSlysavarnadeildin Þórkatla – Grindavík

Maður féll af brúnni við Öxarárfoss á Þingvöllum í júní. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða við koma honum upp á brúna og í sjúkrabíl. Mynd: Hjálparsveit skáta Hveragerði.

63

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» UnglingadeildirUnglingadeild HeimamannaUnglingadeild Hjálparsveit skáta AðaldalUnglingadeild LandeyjaUnglingadeildin ArnesUnglingadeildin ÁrnýUnglingadeildin ÁrsólUnglingadeildin BjarmiUnglingadeildin BjörgUnglingadeildin BjörgúlfurUnglingadeildin BlandaUnglingadeildin BrandurUnglingadeildin BruniUnglingadeildin DalbjörgUnglingadeildin DasarUnglingadeildin DjarfurUnglingadeildin DrekiUnglingadeildin EflingUnglingadeildin Ernir Unglingadeildin Ernir ÞingeyjasveitUnglingadeildin EyjarUnglingadeildin GerpirUnglingadeildin GlaumurUnglingadeildin GreipurUnglingadeildin HafbjörgUnglingadeildin HafstjarnanUnglingadeildin HamarUnglingadeildin HellingurUnglingadeildin HéraðsstubbarUnglingadeildin HnoðriUnglingadeildin Hólmverjar

Unglingadeildin JökullUnglingadeildin KletturUnglingadeildin KofriUnglingadeildin KópurUnglingadeildin Kyndill Unglingadeildin Litla BrákUnglingadeildin LogiUnglingadeildin MývargarUnglingadeildin NáttfariUnglingadeildin NúparUnglingadeildin ÓskarUnglingadeildin PjakkurUnglingadeildin RánUnglingadeildin SigfúsUnglingadeildin SkjöldurUnglingadeildin SmástrákarUnglingadeildin StormurUnglingadeildin StrumpurUnglingadeildin StröndUnglingadeildin SærúnUnglingadeildin SæunnUnglingadeildin TindarUnglingadeildin TígullUnglingadeildin TrölliUnglingadeildin UngarUnglingadeildin VestriUnglingadeildin VindurUnglingadeildin VonUnglingadeildin ÝmirUnglingadeildin Þór

64

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysvarnadeild kvenna Húsavík var stofnuð 7. febrúar árið 1937. Höfðu þær Gertrud Friðriksson, Auður Aðalsteinsdóttir og Lára Árnadóttir frumkvæði að því og var Lára Árnadóttir fyrsti formaður deildarinnar. Fyrstu árin var starfsemi deildarinnar aðallega að afla fjár til slysavarna og voru þá farnar hefð-bundnar leiðir, haldnar kvöldsamkomur, sýnd leikrit, haldin böll og basar og margt fleira gert sem þá skapaði peninga.Slysavarnadeildin hefur í gegnum tíðina komið að fjármögnun á ýmsum neyðar- og björgunar-búnaði. Deildin átti frumkvæði að uppsetningu skipbrotsmannaskýlis í Naustavík, lagði verulega fjárhæð í björgunarskútusjóð sem notaður var til að kaupa björgunarskipið Albert sem kom til Húsavíkur árið 1957, vann að uppsetningu vita í Háey við Tjörnes og reisti skýli á Hólasandi í sam-starfi við Slysavarnadeildina Hring í Mývatnssveit. Deildin gekkst fyrir því að björgunaráhöldum var komið fyrir í gamla barnaskólanum vegna brunahættu, auk þess sem hún hefur beitt sér fyrir bættum umferðarmálum, svo sem með umferðarfræðslu í skólum fyrr á árum og með þátttöku í umferðarkönnunum síðari ár. Deildin hefur ávallt sýnt Sjúkrahúsi Húsavíkur mikinn velvilja og gefið þangað ýmis sjúkargögn, auk þess sem deildin kom að stofnun sjúkraáhaldasjóðs Sjúkra-hússins ásamt öðrum félagasamtökum á svæðinu. Þá studdi deildin sjúkraflugvélar Norðurlands. Deildin veitti myndarlegan styrk til Sundlaugar Húsavíkur og gaf súrefnistæki til laugarinnar. Hún

» Slysavarnadeild kvenna Húsavík 75 ára

Stjórnin tekur á móti afmælisgjöf frá Björgunarsveitinni Garðari.

65

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnadeild kvenna Húsavík 75 ára

lagði fram peningaupphæð til kaupa á sjúkrabíl sem Rauðakrossdeild Húsavíkur gekkst fyrir kaup-um á. Auk þessa lét deildin gera minnismerki um látna sjómenn, í garðinum við Húsavíkurkirkju. Árið 1959 hafði Slysavarnadeildin frumkvæði að því að á Húsavík var stofnuð björgunarsveit. Frá þeim tíma hefur deildin stutt dyggilega við óskabarn sitt, Björgunarsveitina Garðar, nú síðast í tilefni af 75 ára afmæli deildarinnar var björgunarsveitinni færð peningagjöf til kaupa á nýjum björgunarbáti sem er væntanlegur nú á vordögum. En nú hafa fjáröflunarleiðirnar breyst vegna breyttra tíma og verið að mörgu leyti erfiðar þó árangur hafi ekki minnkað. Undanfarið hefur deildin staðið fyrir sjómannadagskaffi, sölu sjó-mannadagsmerkja, basar, veitingasölu í tengslum við Mærudaga og prjónakaffi.Deildin vinnur enn ötullega að slysavörnum og hefur undanfarin ár tekið þátt í bílbeltakönnunum við leikskóla, farið í heimsóknir til eldri borgara og skoðað hvað má betur fara á heimilinu, gefið nemendum í 1. bekk endurskinsmerki. Slysavarnadeildin reynir líka að efla félagsandann með því að bjóða félagskonum í haustferð, heimsækja aðrar slysvarnadeildir og taka á móti deildum sem vilja heimsækja okkur. Slysavarnadeildin og björgunarsveitin vinna þétt saman og er það samstarf alltaf að aukast báðum til hagsbóta. Á afmælisárinu eru 128 konur í deildinni.

Vöfflur bakaðar á 112 deginum.

66

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Stofnfundur Slysavarnadeildarinnar Káraborgar var haldinn 3. desember 1942. Fyrsti fundur deildarinnar var í þinghúsinu á Hvammstanga og var það Jón Bergsveinsson, erindreki SVFÍ, sem kom honum á. Þá voru kosin í stjórn Gústav Halldórsson, Björn Kr. Guðmundsson og Hrefna Ásgeirsdóttir. Á fyrsta fundi voru skráðir 28 félagar í deildina en félögum fjölgaði hratt og 1949 var félagar orðnir 119, en þá bjuggu á Hvammstanga rétt um 300 manns. Á fyrstu starfsárum deildarinnar voru hin ýmsu mál í brennidepli; fjáröflunarverkefni, slysavarnir, þjálfun björgunar-manna og kaup á björgunartækjum. Það má segja að unglingastarfið hafið byrjað á fundi 16. janúar árið 1944 en þá voru þrír unglingar kosnir til að hafa eftirlit með björgunartækjum sem staðsett voru á bryggjunni á Hvammstanga. Var verkefni þeirra að sjá til þess að börn og unglingar staðarins létu tækin vera „afskiptalaus að ástæðulausu“ og hélst þetta verkefni í gangi næstu áratugina að hvert ár voru kosnir ungir menn sem bryggjuverðir. Á aðalfundi Slysavarnadeildarinnar 1971 var samþykkt að hafa samráð við aðrar slysavarnadeildir í héraðinu um stofnun björgunarsveitar í héraðinu og var það kveikjan að stofnun Björgunarsveit-arinnar Káraborgar 1972 sem síðar sameinaðist Flugbjörgunarsveit V-Hún. í Björgunarsveitina Húna. Eftir að björgunarsveitin var stofnuð breyttust áherslurnar í starfi slysavarnadeildarinnar og fór mestur kraftur starfsins í að byggja upp björgunarsveitina, m.a. með búnaðarkaupum, svo sem fyrsta slöngubát björgunarsveitarinnar árið 1974 með góðum stuðningi frá m.a. Bíl-

» Slysavarnad . Káraborg Hvammstanga 70 ára

Eftir að björgunarsveit var stofnuð á Hvammstanga breyttust áherslurnar í starfi slysavarnadeild-arinnar og safnaði hún m.a. fyrir fyrsta slöngubát sveitarinnar.

67

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Slysavarnadeild Káraborg Hvammstanga 70 ára

stjórafélagi V-Hún. Á Sjómanndaginn hefur slysvarnadeildin verið með kaffisölu og hefur ágóðinn af henni verið helsta fjáröflun deildarinnar síðustu árin. Síðustu árin hefur helsta verkefni Slysavarnadeildarinnar Káraborgar verið að styðja dyggilega við uppbyggingu björgunarsveitarinnar og unglingadeildar björgunarsveitarinnar jafnhliða því að sinna slysvarna- og forvarnaverkefnum. Núverandi stjórn skipa: Guðmundur Jóhannesson, Ágúst Þorbjörnsson og Friðbjörn Þorbjörnsson.

Deildin hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi, fyrst SVFÍ og svo Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Þau eru mörg fjáröflunarverkin. Hér má sjá meðlimi Káraborgar taka upp rabarbara.

68

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Vaktarsaga úr fjöllunum Undanfarin ár hefur Björgunarsveit Hafnarfjarðar tekið þátt í hálendisvakt eins og margar aðrar björgunarsveitir. Þessar ferðir hafa gefið okkur mikið og má þar sérstaklega nefna hvernig sam-veran hefur stuðlað að aukinni samheldni innan sveitarinnar. Við erum að kynnast nýjum stöðum á hálendi Íslands auk þess sem við erum að kynnast ennþá betur. Eldri félagar og yngri starfa saman hlið við hlið og allir læra eitthvað nýtt. Félagslegi þátturinn hefur mikið gildi og ætti síst að vanmeta hann.Stefnan hjá okkur hefur verið að fara á nýja staði á hverju ári, Hveravellir, Sprengisandur, Dreka-gil... og í sumar stefnum við á að vera að Fjallabaki á nýjan leik. Þrátt fyrir að langt sé að fara fyrir sveitir á höfuðborgarsvæðinu norður fyrir Vatnajökul þá mælum við eindregið með því að prófa það. Þetta er einfaldlega einstakt tækifæri til að kynnast nýjum svæðum á landinu, svæðum sem við erum kannski ekki að ferðast mikið um að jafnaði. Hér á eftir fer lítil saga af vikunni okkar norðan Vatnajökuls sumarið 2011.Vikuna 15. til 22. júlí 2011 stóð Björgunarsveit Hafnarfjarðar vaktina á svæðinu norðan Vatnajökuls. Það var rólegt fyrstu dagana á vaktinni og verkefnin fólust helst í því að leiðbeina ferðamönnum á ýmsan hátt. Bílar voru dregnir upp úr ám og fólki ráðlagt með leiðaval á hálendinu. Einnig átti fólk það til að stoppa í húsi hjá okkur til að fá smá aðstoð með skeinur og skrámur. Á hverjum degi voru eknar ákveðnar leiðir á svæðinu til að athuga hvort þær væru færar og í leiðinni lagfærðum við merkingar og vegstikur og spiluðum til dæmis heljarinnar grjót af veginum á Dyngjufjallaleið. Þessi verk eru unnin í samvinnu við landverði og skálaverði á svæðinu. Það svæði sem okkur er ætlað að sinna er mjög stórt og dagleiðirnar sem við ókum gátu því orðið ansi langar. Veðrið var ágætt, frekar kalt fyrstu dagana og blautt en svo fór að rætast úr. Á fimmtudagsmorgni vorum við fjögur á Spora 1 sem ákváðum að taka það rólega fram eftir degi í Drekagili. Farið var í stuttar gönguferðir og sólin sleikt á pallinum við skálann. Seinnipart dags heyrum við í tetratal-stöðinni að Neyðarlínan er að kalla upp Spora hálendisvakt. Þarna fengum við aðstoðarbeiðni vegna manns sem hafði dottið á mótorhjóli einhvers staðar á hálendinu norðaustanlands. Þetta reyndist vera par frá Belgíu sem var á ferðinni, Tom og Caroline. Tom hafði dottið illa og taldi sig vera handleggsbrotinn. Þau gátu ekki gefið upp GPS-staðsetningu þar sem GPS-tækið hafði laskast í veltunni og ekki var hægt að kveikja á því. Þau gáfu upp staðsetningu eftir korti, sögðust vera stödd á vegi S-910, 7 km frá gatnamótum að F-910 og að þau væru að koma frá Lauga... eitthvað?. Eitthvað þótti okkur þetta vera skrítnar upplýsingar og þegar kortin voru dregin fram komumst við að því að S-910 er ekki til. Með því að fá aðeins betri upplýsingar frá Neyðarlínunni komumst við fljótlega að þeirri niðurstöðu að um tvo líklega staði væri að ræða. Það reyndist vera nokkuð langt á milli þeirra svo við ákváðum að hafa samband við svæðisstjórn á Austur-landi og óska eftir að það færi bíll frá þeim á annan staðinn við Laugarfell en við héldum áfram og stefndum á Fiskidalsháls þar sem afleggjarinn inn í Laugavalladal er. Okkur fannst líklegast að óheppna parið væri statt á þeim vegi á leið úr Laugavalladal. Það tók okkur töluverðan tíma að keyra úr Drekagili austur eftir í átt að Jökuldal. Þegar við komum að afleggjaranum á Fiskidalshálsi fengum við staðfestingu á því frá ferðamönnum sem þar voru staddir, að fólkið væri um það bil 8 km þaðan. Okkur létti mikið og vorum ánægð með að hafa áætlað þetta rétt og að fólkið væri á þeim slóðum sem við gerðum ráð fyrir í upphafi.

Grein úr Björgun

69

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Vaktarsaga úr fjöllunum

Þegar við stoppuðum bílinn þar sem hinn slasaði lá fyrir utan veg var konan hans eitt stórt bros yfir að sjá okkur. Henni létti mikið enda voru þarna liðnar um það bil tvær klukkustundir frá því að slysið átti sér stað. Tom var búinn að finna sér aðferð til að skorða handlegginn af með því að nota hjálminn sinn undir olnbogann. Það fyrsta sem hann sagði eftir að við heilsuðum honum var „I think my arm is broken“. Ekki þurfti nú mikinn sérfræðing til að sjá það, hann var með aflagað brot rétt fyrir ofan úlnlið og var greinilega með töluverða verki. Við hófumst handa við að meta ástandið að öðru leyti, og þar sem maðurinn virtist í góðu lagi og stóðst hryggáverkamat þá fékk hann verkjalyf og eftir smá tíma settum við góða spelku á handlegginn. Kallað var eftir sjúkrabíl frá Egilsstöðum sem ætlaði að koma á móti okkur upp Jökuldalinn. Stuttu eftir að við komum á staðinn birtist bíll frá Björgunarsveitinni Jökli í Jökuldal okkur til aðstoðar.Caroline átti líka erfitt, henni fannst ekki gott að horfa upp á manninn sinn sem var með mikla verki og var ekki tilbúin til að keyra hjólið sitt til byggða. Þar sem einn af hópnum var með mótor-hjólapróf tók hann að sér að keyra hjólin niður að Brú í Jökuldal þar sem við fengum að geyma hjólin tímabundið. Björgunarsveitin Jökull aðstoðaði við að selflytja mótorhjólakappann okkar svo hann gæti komið báðum hjólunum í Brú. Á meðan fluttum við hinn slasaða á móti sjúkrabílnum ásamt konunni hans. Eftir að hafa kvatt hjónin og komið þeim í hendurnar á sjúkraflutningamönnum frá Egilsstöðum héldum við af stað til baka í Drekagil. Af Tom og Caroline er það að segja að þau áttu ekki til orð yfir þjónustunni sem þau fengu, aðhlynningunni á slysstaðnum og einnig aðstoðinni við að koma hjólunum í byggð. Tom var fluttur til Akureyrar eftir röntgenmyndatöku á Egilsstöðum. Þar fór hann í aðgerð þar sem gert var að brotinu sem reyndist vera mjög slæmt. Ekki voru þau nú af baki dottin samt. Slysið varð á áttunda degi þriggja vikna ferðalags um Ísland. Þau tóku bílaleigubíl

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Allt fyrir sjávarútveginn

Allt fyrir nýsmíðina

Kraftur

Ending

Sparneytni

Áreiðanleiki

Mótorpúðar fyrir flestar vélarStjórntæki og gírar

Alternatorar og DC rafalar

Ál fórnarskaut og zink Sjóinntök, lokar, sjósíur og fl.

12V og 24V lensidælur - handdælur

Alhliða þjónusta við sjávarútveginn

Marás ehf. | Miðhraun 13 - 210 Garðabær | S: 555 6444 | www.maras.is

AdventureGÆÐAMÓTORAR FRÁ JAPAN

TOHATSU utanborðsmótorar hafa sannað ágæti sitt um allan heim.Mest seldu utanborðsmótorar í Noregi.Fáanlegir tvígengis, fjórgengis og tvígengis með beinni innspýtingu.Stærðir frá 2,5 upp í 140 hö.

Adventure gúmmíbátar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Viðurkenndir Harðbotna RIB bátar fáanlegir með SOLAS pakka.Ýmsar útfærslur fáanlegar.

72

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

og luku ferðinni. Reyndar áttu þau eftir að hitta á björgunarsveit aftur á ferð sinni en það gerðist viku eftir slysið. Á föstudegi voru þau stopp með sprungið dekk í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum, birtist þá ekki bíll frá björgunarsveitinni Núpum sem var á leið í Drekagil. Auðvitað fengu þau aðstoð við að skipta um dekk og gátu þá haldið áfram ferð sinni. Föstudagur, síðasti dagur hálendisvaktar fór í frágang og tiltekt, þar til að seinni part dagsins um klukkan 16 að við fengum aðstoðarbeiðni frá skálavörðum í Kverkfjöllum. Ákveðið var að senda tvo félaga í Kverkfjöll til að sinna þessu útkalli. Þar hafði erlendur ferðamaður slasast á hendi. Við drifum okkur í Kverkfjöll og eftir að hafa skoðað áverkann vel og búið um hann var lagt af stað norður í Möðrudal. Þar átti að sækja ferðamanninn og koma honum til Egilsstaða. Eftir smá umhugsun og bakþanka, höfðum við samband við vakthafandi lækni á Egilsstöðum og spurðum hvort hann gæti tekið á móti manni með slík meiðsli. Eftir að hafa fengið góða lýsingu á því hvernig áverkinn leit út mælti hann frekar með því að maðurinn færi til Akureyrar á stærra sjúkrahús vegna þess hve slæmur áverki þetta væri. Sjúkrabíll frá Húsavík hitti okkur í nágrenni Möðrudals og tók við manninum og kom honum til Akureyrar. Lærdómspunktur dagsins var að það getur verið gott að hafa samband við þá heilsugæslustöð eða þann lækni sem þjónar svæðinu og fá ráðleggingar um hvert sé heppilegast að senda sjúklinga með tilliti til áverka eða veikinda. Þetta getur sparað mikinn tíma og ferðalög fyrir þann slasaða eða veika.

Verkefni björgunarsveita á hálendisvakt eru margskonar.

73

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Með öryggið í farteskinuAllt bendir til þess að enn eitt metið verði slegið í fjölda ferðamanna hingað til lands á þessu ári. Svo gæti farið að þeir verði nálægt 800.000 séu farþegar skemmtiferðaskipa taldir með. Við hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg höfum sagt að fjölgun ferðamanna fylgi ábyrgð, mikil ábyrgð. Ár-legar kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt að yfir 80% þeirra sem hingað koma gera slíkt til að upplifa og skoða íslenska náttúru. Öll vitum við að íslensk náttúra getur verið hörð og óvægin og því er nauðsynlegt að reynsla og þekking þeirra sem þar starfa sé góð. Að sama skapi verðum við að skapa umgjörð sem gerir þeim er hér ferðast mögulegt að ferðast eins örugglega og hægt er, að þeir fái upplýsingar og leiðbeiningar sem gera þeim kleift að skipuleggja ferðalag sitt á ábyrgan hátt. Síðastliðinn vetur hefur verið annasamur hjá björgunarsveitum víða um land. Veður hefur verið ansi umhleypingasamt og oft og tíðum gert ferðalöngum erfitt um vik. Þannig hafa björgunarsveitir aðstoðað hundruð fólks sem fest hefur bíla sína eða farið út af á þjóð-vegum landsins og sótt slasaða og veika. Þau störf telur enginn björgunarmaður eftir sér en eðlilega vakna spurningar um hvað má gera betur en nú er gert til að fækka slysum og óhöppum.Það má segja að stýringu ferðamanna sé hægt að skipta í þrjár leiðir. Í fyrsta lagi er það svokölluð handstýring en þá er ferðamönnum stýrt á ákveðin svæði eða leiðir með staðsetningu innviða og þjónustu. Í öðru lagi er það bein stjórnun með reglum, lögum og leyfisskyldu. Í þeim tilfellum eru þá ferðalög um ákveðin svæði, ferðamáti eða jafnvel ferðalög á ákveðnum árstímum háð reglum og leyfum. Þetta er gert að einhverju leyti hér á landi í dag, t.d. við Hvannadalshnjúk þar sem vélknúin umferð er bönnuð. Í þriðja lagi er um að ræða stjórnun sem felst í því að lágmarka óæskilega, jafnvel hættulega hegðun með því að upplýsa og fræða ferðamenn um þær aðstæður

Víða á hálendinu er mikil aðsókn ferðamanna eins og sjá má hér í Landmannalaugum.

Grein úr Björgun

Friðrik A. Jónsson ehfMiðhrauni 13 - 210 GarðabæS: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115www.faj.is

Allt fyrir nýsmíðina

FAJFriðrik A.Jónsson ehf

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Sjá nánar á www.faj.is

SSAAIILLOORRKallkerfi Peltor og SAILOR

SAILORVHF 6222

StructureScanHD imagingtechnology

SSAAIILLOORR

Botn

Bryggja

Dekk á botninumNet

Lowrance Gen-2 er komin meðStructureScan HD sem er langdrægaraog öflugra en áður. Ef þú ert að leita aðeinhverju í sjó eða vatni þá er þetta tækið.

Miðhrauni 13 - 210 GarðabæS: 578-0820 - arcticsport.is

KRAFTUR ENDING ÁREIÐANLEIKI

Arctic Cat vélsleðar á frábæru verði.Tvígengis 800cc og fjórgengis 1100cc Turbo. Gott úrval.

Arctic Cat fjórhjól á frábæru verði. Götuskráð.Stærðir frá 550cc. til 1000cc.

Wildcat frá Arctic Cat. Frábært leiktæki, mikið afl og einstök fjöðrun.

76

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

sem bíða þeirra á áfangastað. Safetravel verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar er gott dæmi um slíka aðferð. Það er misjafnt eftir stöðum og aðstæðum hvaða aðferð hentar best en í grunn-inn má kannski segja að sambland af öllum þessum leiðum skili mestum árangri.Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einbeitt sér að því að fræða ferðamenn í samstarfi við fjölda fyrirtækja og stofnana eins og www.safetravel.is ber vott um. Að sama skapi hafa sjálfboðaliðar félagsins sinnt fræðslu í störfum sínum á hálendisvakt björgunarsveita. Þar má þó líka segja að um handstýringu sé að ræða því meðal verkefna sem þar hafa verið innt af hendi er lokun slóða, uppsetning merkinga og leiðbeiningar til ferðamanna um leiðaval. Allt hefur þetta það markmið að fækka slysum en frá upphafi hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg lagt mikla áherslu á forvarnir í starfi sínu. Það hefur verið gert með öflugu starfi sjálfboðaliða í björgunarsveitum og slysa-varnadeildum félagsins um land allt. Þegar þetta er skrifað er ljóst að fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 hefur ferðamönnum fjölgað um rúmlega 20% miðað við sama tíma í fyrra. Ljóst er að halda þarf áfram því góða forvarnarstarfi sem hér hefur verið minnst á enda gera áætlanir ráð fyrir því.En dugar það? Áður hefur verið minnst á þá staðreynd að björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum í vetur – veður hefur verið rysjótt og ferðaskilyrði því erfið. Óhjákvæmilega þarf því að velta fyrir sér hvað má gera betur. Þegar tekið er á móti gestum er vani að bjóða þeim til stofu og gera vel við þá. Getum við ekki sagt að slíkt hið sama verðum við að gera við ferðamenn, gesti okkar sem heimsækja Ísland til að upplifa ánægjustundir? Það er oft haft á orði að innviðir ferðaþjónustu verði að vera traustir svo hægt sé að stunda örugg og ánægjuleg ferðalög. Viljum við ekki sjá að allir helstu vegir séu ruddir daglega? Annað getur skapað hættu. Þúsundir ferða-manna eru á ferðinni um Ísland í hverri viku að vetrarlagi. Öryggis þeirra vegna og svo gestrisni sé gætt ætti að ryðja helstu vegi svo hægt sé að ferðast greiðlega um þá.En það ferðast ekki allir eingöngu á þjóðvegum landsins. Áhugi margra beinist að lengri ferðalögum um hálendi og jökla á skíðum. Í vetur hefur hið títtnefnda rysjótta veður sett strik í ferðaáætlanir þessara hópa en björgunarsveitir hafa sótt eða aðstoðað marga þeirra. Gríðarlega erfiðar aðstæður geta skapast hjá þessu fólki þegar veður er vont og oft má litlu muna að illa fari. Það sáum við skýrt þegar Landhelgisgæslan og Björgunarfélag Hornafjarðar björguðu tveimur Belgum ofan af Vatnajökli. Þeir brugðust reyndar rétt við, kölluðu á hjálp með neyðarsendi og höfðu skilað inn þokkalegri ferðaáætlun til félagsins. En getur verið að öflugri umgjörð þurfi í ferðir sem þessar? Erlendis tíðkast víða að hópar sem þessir séu skyldaðir til að fá leyfi. Það leyfi fæst oftast ef hópar sýna fram á ábyrga ferðaáætlun og góðan búnað. Sá búnaður þarf að innihalda neyðarsendi eða önnur fullnægjandi fjarskiptatæki. Það væri hægðarleikur fyrir þjóðgarða landsins að setja reglur sem þessar enda færu flestir hópar um einhvern þeirra. Þannig væri með lítilli fyrirhöfn tryggt að öryggi þessara ferðahópa væri að minnsta kosti betra en ella.Gefum okkur að árið 2015 komi til landsins um ein milljón ferðamanna. Líklegt má telja að stærsti hluti þeirra komi til að njóta íslenskrar náttúru – alveg eins og nú er. Það ár munu þá rúmlega 800.000 manns fara í gönguferðir, styttri og lengri, hestaferðir, á vélsleða eða í aðra náttúru-tengda afþreyingu. Það er gríðarlegur fjöldi sem skapar bæði álag á náttúru, innviði og alla þá sem þjónusta þessa ferðamenn, starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við hljótum að vilja skapa umgjörð þar sem upplifun en um leið öryggi er haft að leiðarljósi. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneyti ásamt fleiri aðilum hafa nú þegar stigið fyrstu skrefin að því. Í vinnslu er reglugerð um leyfisveitingar í ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á gerð öryggisáætlana auk þess sem kröfur til menntunar

77

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Með öryggið í farteskinu

þeirra sem leiða ferðamenn um landið eru auknar verulega. Nýlega var einnig kynnt nýtt gæðakerfi ferðaþjónustunnar, Vakinn, þar sem öryggismál eru stór hluti. Þetta eru nauðsynlegir þætti til að skapa ábyrga og örugga umgjörð fyrir þessa ört vaxandi atvinnugrein.Slysavarnafélagið Landsbjörg mun áfram vinna kröftuglega að forvörnum eins og hingað til. Slysavarnir ferðamanna verður stór hluti þeirrar vinnu undir merkjum Safetravel í góðri samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Þar verður heimasíðan www.safetravel.is þungamiðjan ásamt öflugri hálendisvakt þar sem hundruð sjálfboðaliða félagsins taka þátt. En félagið telur rétt að horfa til fleiri þátta til að skapa örugga umgjörð – þátta sem meðal annars hefur verið minnst á hér og fleiri til. Að opna á umræðu um slíkt er fyrsta skrefið.

Sjálfboðaliðar félagsins hafa m.a. aðstoðað við lokun slóða og vega.

Heilsugæsla - Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun ÞingeyingaSími: 464 0500 www.heilthing.is

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sími 463-0100 Eyrarlandsvegi, www.fsa.is

78

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» SAREX 2012 Greenland SeaÁ æfingunni voru æfð sameiginleg viðbrögð Norðurheimsskautsþjóðanna við leit og björgun á GrænlandshafiÍ kjölfar ráðherrafundar í Norðurskautsráðinu, þar sem skrifað var undir samkomulag um leit og björgun, tóku Danir að sér að undirbúa stóra björgunaræfingu sem valin var staður norðarlega á austurströnd Grænlands. Sökum mikillar bráðnunar íss á svæðinu hefur áhugi ferðaþjónustunnar á svæðinu stóraukist auk þess sem siglingar stærri skemmtiferðaskipa hafa margfaldast. Um 40-50 skemmtiferðaskip sigla innan um ísjakana á svæðinu á hverju ári en meðalsjávarhiti á svæðinu er í kringum þrjár gráður. Samkvæmt handriti æfingarinnar hafði skemmtiferðaskip lent í vandræðum og var markmiðið að æfa fjarskipti, viðbragðsáætlanir og búnað þátttökuþjóðanna, jafnt á landsvísu sem og sameigin-lega. Æfingunni var í raun skipt upp í þrjú stig; fyrst að finna skipið, síðan að bjarga farþegunum og loks flutning á slösuðum frá Grænlandi. Þrjár björgunarsveitir frá SL tóku þátt í verkefninu; Björgunarsveit Hafnarfjarðar sá um rekstur stjórnstöðvar og aðstoðaði við fjarskipti, Hjálparsveit skáta Reykjavík sá um rekstur á búðum og Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðaði við uppsetningu og rekstur greiningarstöðvar í samvinnu við lækna og hjúkrunarfólk frá danska hernum.Flogið var með flutningavél frá Bandaríska flughernum til Meistaravíkur sem staðsett er Í Kong Oscars firði á austurströnd Grænlands og svo siglt með varðskipinu Þór heim en þar fengu þreyttir björgunarmenn konunglegar móttökur eftir að æfingunni lauk.Samstarfsaðilar okkar í þessu verkefni voru fjölmargir en sérstaklega ber að nefna Landhelgis-gæsluna en þeir voru okkar aðaltengiliðir við æfingastjórnina og gekk samstarfið mjög vel í alla staði.Hér á eftir koma ferðasögur frá þeim einingum er tóku þátt og þá má þess eining geta að á ráð-stefnunni Björgun verða fluttir tveir fyrirlestrar um þessa stóru æfingu, einn frá SL og annar frá sjónarhóli LHG.Hér má sjá allt um framgang æfingarinnar í „frétta formi“ http://sarexpresse.wordpress.com

Björgvin Herjólfsson, starfsmaður SL

Björgunarsveit Hafnarfjarðar - fjarskiptiFjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sendi fjóra fulltrúa á æfinguna. Hlutverk okkar var að koma á fjarskiptasambandi frá stjórnstöð og yfir á vettvang slyssins og einnig að koma skilaboðum á milli vettvangsstjórnar og aðgerðarstjórnar. Þegar komið var til Meistaravíkur lá það því ljóst fyrir að við þurftum að skipta okkur upp í tvo hópa. Annar hópurinn þurfti að setja upp stjórnstöð við flugvöllinn í Meistaravík, í samráði við aðgerðarstjórnendur á staðnum. Hinn hópurinn þurfti að fara yfir á Ella-eyju, sem er um 80 km innar í firðinum, þar sem setja þurfti upp búðir fyrir vettvangsstjórn í landi og tryggja samskipti við slysstaðinn. Hópinn og búnaðinn sem fór út í Ella-eyju átti upphaflega að flytja með þyrlu en við komuna til Meistaravíkur var þyrlan í öðrum verkefnum. Var þá varðskipið Þór fengið til að flytja hópinn. Þurfti að ferja búnaðinn niður á bryggju í Nyhavn og þaðan með léttabátum yfir í varðskipið Þór sem sigldi með hópinn á áfangastað. Siglingin tók um þrjár klukkustundir.

Grein úr Björgun

79

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

SAREX 2012 Greenland Sea

Hóparnir héldu svo samskiptum sín á milli og voru ýmsar samskiptaleiðir reyndar, s.s. í gegnum gervihnattasíma, nettengingu um gervihnött með Bgan, HF fjarskiptum og svo sjópósti (lág-hraða tölvupóstur) sem fór í gegnum gervihnattasíma. Einnig settum við upp VHF-endurvarpa á fjalli eyjunnar sem er í um 1.400 m hæð. Var flogið með endurvarpann í þyrlu sem notuð var í aðgerðunum. Markmið hópsins áður en lagt var af stað í æfinguna var að reyna sem flestar fjar-skiptaleiðir á þessum afskekktu slóðum ásamt því að leggja okkar af mörkum inn í æfinguna og sinna þeim verkefnum sem óskað væri af hópnum. Er það álit hópsins að vel hafi tekist til í alla staði og að hópurinn hafi fengið mikið út úr æfingunni.

F.h. fjarskiptahóps,Hjálmar Örn Guðmarsson

Hjálparsveit skáta í Reykjavík - BúðirÞátttaka í æfingunni var frá upphafi spennandi verkefni. Við höfum síðustu ár byggt upp reynslu og þekkingu í uppsetningu og rekstri búða og umsýslu á búnaði. Verkefnið var spennandi fyrir þær sakir að þarna voru nýir samstarfsaðilar, þ.e. dönsk medical-sveit og lögregla, sem við þekkt-um ekki. Danirnir óskuð eftir því að við settum upp í Meistaravík þrjú stór Trelleborgartjöld fyrir medical-sveitina með hita, ljósi og 7KW rafmagni, tjald fyrir fjarskipti, aðstöðu til að matast og tvö salerni. Í Ella-eyju var óskað eftir tjaldi fyrir stjórnstöð og gistiaðstöðu fyrir danska stjórnendur. Áskorunin fólst því í að afla upplýsinga um hvaða væntingar Danirnir höfðu og finna út hvernig við gætum mætt þeim.Þar sem um æfingu var að ræða höfðum við góðan tíma til að skipuleggja búnaðinn. Lögðum við

Beðið eftir fyrstu sjúklingunum.

80

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

upp með að taka aðeins með það sem við töldum vera þörf á. Hópurinn tók með sér um 800 lítra af eldsneyti, gaskúta og bretti af drykkjarvatni. Einnig var tekið með eitt sex-hjól og kerra og var því hópurinn nær alveg sjálfbjarga á Grænlandi. Af þeim búnaði sem við tókum með okkur var lítil varahlutakista, tvö tjöld og salernin það eina sem við notuðum ekki, sem er tiltölulega lítið hlutfall af heildinni. Fyrir brottför var allur búnaður skráður, vigtaður og mældur. Útbúin var farmskrá og aðrir papp-írar vegna tollafgreiðslu á búnaði. Búnaður sem notaður var í Meistaravík vó 4,7 tonn og búnaður sem fór í Ella-eyju vó um 1,1 tonn. Við þetta bættist síðan hópurinn, þ.e. 16 manns ásamt ein-staklingsbúnaði sem vó rúm 2 tonn.Við komu á flugvöllinn í Meistaravík skiptum við liði og tveir úr hópnum fóru til Ella-eyju. Fyrir-hugað var að fljúga með Ella-hópinn út í eyju en það gekk ekki eftir og var varðskipinu Þór, sem var á leiðinni að eyjunni, snúið við til Nyhavn þar sem skipið tók Ella-hópinn og búnaðinn ásamt hóp af Dönum um borð. Þetta hafði í för með sér að Ella-hópurinn kom ekki út í eyju fyrr en undir kvöld. Í Ella-eyju sá búðahópur um að halda stjórnstöðinni gangandi ásamt því að ganga í hin ýmsu verk, s.s. að taka á móti bátum sem fluttu slasaða í land o.fl. Í Meistaravík var uppsetning og staðsetning búða valin í samvinnu við medic-sveitina og Sirius-sveitina. Eftir að búið var að reisa tjöldin, koma upp rafmagni, ljósi og hita, sem tók u.þ.b. 1,5 tíma, var okkar hlutverk að viðhalda búðunum, þ.e. sjá til þess að tjöldin væru í lagi, upphituð og nægt rafmagn. Einnig að vera ávallt til taks til að útvega ef eitthvað vantaði, í því sambandi útveguðum við viðbótarbúnað, settum upp fleiri tjöld o.fl. Danirnir voru fljótir að koma sínum búnaði fyrir í tjöldunum og seinnipart mið-vikudagsins fóru um 70 „skipbrotsmenn“ í gegnum tjöldin. Þó æfingin lægi niðri yfir nóttina stóð búðahópur vaktina, því í tjöldunum var viðkvæmur búnaður og tryggja þurfti að hiti og rafmagn væri á tjöldunum. Vaktafyrirkomulagið hjá okkur er þannig að allir eru á vakt á uppsetningardegi, sem yfirleitt er langur hjá okkur, síðan tekur við stutt hvíld, síðan stutt vakt og síðan er lengt smám saman í hvíldinni og vaktinni.

Frá vettvangi æfingarinnar á Grænlandi.

81

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

SAREX 2012 Greenland Sea

Á föstudagsmorguninn stóð til að flytja allan búnaðinn frá Meistaravík með þyrlu út í varðskipið Þór, en kvöldið áður höfðu búnaður og mannskapur í Ella-eyju verið flutt í varðskipið. Þegar til kom var þyrlan sem átti að sinna því verki farin af svæðinu. Um morguninn fengum við þó aðstoð frá þyrlu af Hvítbirninum, einu af strandgæsluskipum Dana, sem flutti fyrir okkur þyngsta og stærsta búnaðinn út í varðskip. Annar búnaður var fluttur með bátum út í varðskipið. Samstarfið við Danina gekk mjög vel og var áhugavert að kynnast þeirra búnaði og hvernig þeir vinna. Þar sem þetta var fyrsta æfingin af þessu tagi mátti búast við að ekki gengi allt eftir áætlun, en æfingin var góð reynsla fyrir okkur og góð viðbót í reynslubankann.

Svava ÓlafsdóttirHjálparsveit skáta í Reykjavík

Björgunarsveitin SuðurnesÍ upphafi óskaði danski herinn eftir því að við kæmum með tjöld fyrir búðauppsetningu í Meistara-vík. Þegar leið á undirbúning æfingarinnar komu óskir um að við kæmum að greiningarvinnu á sjúklingum og umönnun þeirra. Björgunarsveitin Suðurnes er þeim tækjum búin og mannskap að við sérhæfum okkur í stórslysaaðstoð og greiningu á hópslysi. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum í bakgarði á eina íslenska alþjóðaflugvellinum. Samþykkt var strax að við myndum mæta þeirri ósk og búnaði til lágmarks greiningar og umönn-unar á sjúklingum bætt við. Okkar hlutverk breyttist þá svo að við myndum vera aðstoð fyrir dönsku greiningarsveitina. Brottförin til Meistaravíkur gekk ljómandi vel og voru allir aðilar vel kynntir og upplýstir um gang mála. Hleðslan á vélinni sem var af gerð C130J (Herkúles) gekk vel og skiptir miklu máli að menn þekki til við umgang flugvéla og samskipti hleðslustjóra verða vera skýr og auðveld.

Danska hjúkrunarfólkið að störfum.

82

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Þegar við svo komum til Meistaravíkur þurfti að afferma vélina og koma upp búðum. Búðahópur fór beint í það að spotta búðastað og var farið í að flytja búnaðinn með mannskap um 500 metra frá flugbrautinni. Í það var notað sexhjól og kerra sem var tekin með. Þetta eru gríðarlega mikil-væg tæki og tól sem þarf að skoða með tilliti til fjarlægða og bjarga á viðkomandi svæði. Samskiptin við danska sjúkrahópinn voru góð. Jesper, sem var fyrirliði í danska hernum, tók fljótt stjórn í tjöldunum og sá um skipulag. Við gerðum honum ljóst hvað við værum margir og hvað við hefðum upp á að bjóða og hann þakkaði það. Þegar danski sjúkrahópurinn var fulluppsettur litum við út eins og lítill sjúkrakassi við hliðina á þeim. Hópurinn er sérhæfður í stórslysum og með afar sérhæfðan búnað í meðhöndlun á ofkæld-um sjúklingum. Þetta þótti okkur afar gaman að sjá og taka þátt í. Við fengum að aðstoða hópinn í nokkrum minniháttar málum sem komu upp og var almenn jákvæð upplifun af þessari reynslu. Tekið var vel í það sem við höfðum upp á að bjóða og ef ég vitna beint í Jesper þá sagði hann að „næst þegar eitthvað stórt gerist einhvers staðar viljum við Íslendingana!“ Þetta viðhorf okkar og þeirra að leysa þau verkefni sem koma upp með jákvæðum hætti hélt allan tímann í gegnum æfinguna og teljum við almennt að orðspor íslensku björgunarsveitanna sé hið besta út á við og einmitt á svona æfingum sem við komum okkur á framfæri. Ég get sagt að við erum reynslunni ríkari eftir þessa æfingu og þykir okkur forréttindi að hafa tekið þátt í henni. Samstarf sveita er gott og markmiðin hin sömu. Það er gaman að sjá þetta í verknaði og það að vera partur af svona góðri og öflugri heild er eitthvað sem gerir það þess virði að gefa tímann sinn í.

Samúel Ólafsson,varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Varðskipið Þór.

83

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Bíóstjörnur og björgunarsveitamennSíðustu misserin hefur varla liðið sá mánuður að fréttir berist ekki af einhverri Hollywood mynd-inni sem taka á upp hérlendis. Ástæðuna fyrir vinsældunum þekkir björgunarsveitarfólk afar vel – magnþrungnar aðstæður í náttúru landsins. Leikararnir Ben Stiller, Russel Crowe, Tom Cruise og fleiri til hafa fengið að njóta þessarar náttúru og af Twitter færslum þeirra duga orð varla til að lýsa aðdáun þeirra. En björgunarsveitafólk hefur tekið virkan þátt í gerð margra þessara kvikmynda, ekki kannski með leik en með sjúkragæslu og annarri aðstoð.

Þór Kjartansson hjá True North segist nota björgunarsveitir umtalsvert. „Ég hef mest notað Björgunarfélag Hornafjarðar, Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík og á Hellu og Björgunarsveitina Stefán, en líka sveitir frá Klaustri og Hvolsvelli, Hjálparsveitina í Kópavogi og marga fleiri. Björg-unarsveitin Núpar á Kópaskeri hefur líka unnið frábært starf með okkur við Dettifoss.“Að sögn Jónasar Friðriks, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar, hafa verkefnin verið nokkur en „einna helst James Bond myndin „Die Another Day“, en hún var tekin að mestu á ísilögðu Jökulsárlóninu. Á meðan á þeim tökum stóð vorum við með um 15 manns á dag alla tökudagana, sem voru 25 talsins. Rúmu ári síðar var svo Batman tekinn upp á svæðinu, en þá vorum við með tvo menn flesta daga nema tökudagana, en þá vorum við átta talsins.“Þær myndir sem hafa verið teknar hér síðustu árin eru ekki af verri endanum. Áður hefur verið minnst á James Bond og Batman en Flags of our Fathers er ekki minni stórmynd. Þar fékk margur björgunarsveitarmaðurinn að spreyta sig á kvikmyndaleik þó margur hafi „látið lífið“ í fjörunni á fyrstu mínútum frægðar sinnar. Það var Clint Eastwood sem leikstýrði þeirri mynd eins og flestir muna. Myndin fjallar um þá sex menn sem reistu bandaríska fánann á toppi fjalls á eyjunni Iwo Jima. Ljósmyndin af því atviki er ein þekktasta stríðsmynd allra tíma. Björgunarsveitafólk lagði einnig lið við að skapa myndina um hetjuna Löru Croft en hana lék enginn önnur en Angelina Jolie. Af nýrri myndum má nefna The Secret Life of Walter Mitty, en þegar þetta er skrifað hefur leik-stjórinn og líklega sá er leikur aðalhlutverkið, Ben Stiller, yfirgefið landið. Og rétt í þann mund er hann fór tvítaði hann að þessu fallega landi og hingað kæmi hann aftur. Myndin er byggð á sögu eftir James Thurber en hún var gefin út árið 1939 og kvikmynduð árið 1947. Sagan fjallar um mið-aldra mann sem skreppur með konu sinni í hefðbundna verslunarferð. Á meðan hann bíður eftir henni á snyrtistofu fellur hann í dagdrauma um ýmis verk sem hann tekst á við á hetjulegan hátt.Sjálfur Ridley Scott leikstýrði myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér snemm-sumars á síðastliðnu ári. Björgunarsveitarmenn frá Hellu stóðu vaktina í þær vikur en myndin var meðal annars tekin upp í nágrenni Landmannalauga. Svanur Sævar Lárusson, formaður Flug-björgunarsveitarinnar á Hellu, sagði að „félagar sveitarinnar unnu að myndinni í um fimm vikur og fólust okkar verkefni fyrst og fremst í því að vera með gæslu. Tryggja að enginn óviðkomandi færi inn á tökustaði.“Myndin er af mörgum sögð vera arftaki Alien sem Ridley Scott leikstýrði einnig en hún gerist úti í hinum stóra geimi. Það eru þau Noomi Rapace, Michael Fassbender og Charlize Theron sem leika aðalhlutverkin.

Grein úr Björgun

84

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Að minnsta kosti tveimur öðrum stórmyndum hefur björgunarsveitafólk sinnt í sumar. Annars vegar er það Oblivion þar sem Tom Cruise leikur eitt aðalhlutverkið. Augu heimspressunar beind-ust að Íslandi í sumar þegar hann dvaldi hér, meðal annars á afmælisdaginn hans. Fljótlega eftir það lenti hann í vandræðum með hjónaband sitt og fékk því athygli heimspressunnar, eitthvað sem hann hafði líklega lítinn áhuga á. Björgunarsveitarmenn lögðu sitt af mörkum við að tryggja að hann fengi næði við störf sín. Þeir sáu um gæslu í um tvær vikur á Jökulheimaleið en myndin var tekin upp í nágrenni Veiðivatna. Áætlað er að frumsýna myndina á næsta ári.Á þar næsta ári, þann 28. mars 2014, er stefnt að því að frumsýna myndina Noah með Russel Crowe í aðalhlutverki. Ef marka má slúðurpressuna fjallar myndin um mann, Noah, sem reynir að halda uppi umhverfislegum áróðri til varnar jörðinni. Boðskapnum er ekki vel tekið og Noah og fjölskyldu hans er hent út í óbyggðirnar. Þar má reikna með að hálendi Íslands komi við sögu. Hann fær svo einhvers konar sex arma verur til að hjálpa sér við að sannfæra íbúa jarðarinnar. Þrátt fyrir að liðsinni björgunarsveitafólks við minni og stærri myndir skipti ekki sköpum um framgang myndanna þá skiptir það máli fyrir sveitirnar. Oft og tíðum er um löng verkefni að ræða og því geta þau tryggt sveitunum þokkalegar tekjur til notkunar í starfi sveitanna. Og hver veit nema einhver leikstjórinn hrífist af þessu íðilfagra rauðklædda fólki og bjóði okkur hlutverk, jafn-vel aðalhlutverk.

Björgunarsveitir sinna ekki bara gæslu við upptökur á kvikmyndum, hér má t.d. sjá meðlimi Björg-unarfélags Hornafjarðar, og fleiri, leika í auglýsingu fyrir Napoleon áfengi.

3G netbeinir

Vodafone MiFi

NettengillLítil og nett græja sem þarf aldrei að hlaða og kemur einni tölvu á netið í senn. Bættu við minnis-korti og breyttu nettenglinum í minnislykil.

Hratt 3G netsamband þar sem ekki er ADSL eða ljósleiðari. Netbeinirinn hentar vel fyrir heimili, bústaði og báta.

Kemur þér á netið með allt að fimm tölvum eða tækjum. MiFi er þráðlaust og með rafhlöðu sem dugar í nærri fjóra tíma.

Þrjár öflugar 3G lausnirmeð Vodafone

Þín ánægja er okkar markmið

Fyrir ferðalagið, bústaðinn og heimilið

3G netbeinir

Vodafone MiFi

NettengillLítil og nett græja sem þarf aldrei að hlaða og kemur einni tölvu á netið í senn. Bættu við minnis-korti og breyttu nettenglinum í minnislykil.

Hratt 3G netsamband þar sem ekki er ADSL eða ljósleiðari. Netbeinirinn hentar vel fyrir heimili, bústaði og báta.

Kemur þér á netið með allt að fimm tölvum eða tækjum. MiFi er þráðlaust og með rafhlöðu sem dugar í nærri fjóra tíma.

Þrjár öflugar 3G lausnirmeð Vodafone

Þín ánægja er okkar markmið

Fyrir ferðalagið, bústaðinn og heimilið

86

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Samstarf Pjakks og Dreka við Ung HessaRedningselskapet er norskt björgunarfélag sem sérhæfir sig í sjóbjörgun ásamt forvörnum við sjó og vötn. Félagið ákvað að fara með unglingahópinn Redningselskapet Ung Hessa frá Álasundi í ferð til Íslands til að kynnast björgunarstarfinu sem hér er unnið. Þar sem unglingadeildir Redningselskapet eru tiltölulega nýteknar til starfa var áhugi á að kynna sér sérstaklega starf unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem það hefur verið lengi við lýði og mikil reynsla komin á það. Unglingadeildin Pjakkur sótti um að fá að taka á móti hópnum og fékk verkefnið strax í hend-urnar. Unglingadeildinni Dreka frá Snæfellsbæ var svo boðið að taka þátt þar sem slíkt samstarf unglingadeilda er hópeflandi og myndar tengsl, ekki bara milli landa heldur einnig milli eininga á Snæfellsnesi. Umsjónarmenn Pjakks og Dreka, þeir Erling Pétursson og Þórarinn Steingrímsson, hittu for-svarsmenn Redningselskapet á fundi í Skógarhlíð í nóvember þar sem farið var yfir fyrirhugaða heimsókn. Íslensku umsjónarmennirnir fengu fræðslu um starfsemi norsku samtakanna og upp-lýsingar um hvað þau vonuðust til að fá út úr heimsókninni.Eftir fundinn hófst skipulagning og var hún unnin í góðu samstarfi við umsjónarmennina úti. Lagt var upp með að norsku unglingarnir fengju að upplifa ýmsar tegundir björgunar sem íslenskar björgunarsveitir takast á við og unglingar læra um, t.d. snjóflóðaleit, sig og klifur, fyrstu hjálp og svo auðvitað sjóbjörgun. Voru félagar úr báðum björgunarsveitum meira en tilbúnir til að hjálpa og leggja sitt af mörkum til að gera heimsóknina sem skemmtilegasta.Unglingadeildin Redningselskapet Ung Hessa frá Noregi mætti svo til landsins þann 5. júlí síðast-liðinn og tóku unglingadeildirnar Pjakkur og Dreki á móti þeim á Gufuskálum. Dagskráin hófst á kvöldvöku svo að allir gætu komið sér fyrir og kynnst. Unglingadeildirnar þrjár tjölduðu saman á tjaldsvæðinu á Gufuskálum og sváfu þar næstu fjórar nætur.

Hópurinn á Gufuskálum.

Grein úr Björgun

87

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Samstarf Pjakks og Dreka við Ung Hessa

Dagskráin næstu daga var þéttskipuð við leik og störf. Norsku unglingarnir, sem læra mest um sjóbjörgun heima fyrir, fengu m.a. að kynnast rústabjörgun, sigi og fyrstu hjálp. Einnig var farið með þau hringferð um Snæfellsjökul, í hellaskoðun og á ýmsa athyglisverða staði sem þjóðgarð-urinn hefur upp á að bjóða. Ekki var sjóbjörgunarþátturinn alveg úti því farið var í siglingu á Björg ásamt því að Atlantic bátarnir tveir, Særún og Reynir, veittu eftirför og skiptust farþegar á Björg á því að prófa siglingu á þeim. Á kvöldin voru svo haldnar kvöldvökur og varðeldur. Norsku unglingarnir fóru ánægðir heim og ljóst að verkefnið tókst afar vel. Samvinnu þessara deilda er þó hvergi nærri lokið þar sem næsta sumar munu Norðmenn launa greiðann og taka á móti unglingadeildunum Pjakki og Dreka í Álasundi. Mikil tilhlökkun er meðal íslensku ungling-anna að hitta aftur vini sína og félaga úr Redningselskapet Ung Hessa.

Norsku unglingarnir fengu að kynnast Íslenskum björgunarskipum og bátum.

Heilsugæsla - Sjúkrahús

Heilbrigðisstofnun ÞingeyingaSími: 464 0500 www.heilthing.is

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sími 463-0100 Eyrarlandsvegi, www.fsa.is

Þessir sæstrengir eru eina tenging Íslands við umheiminn og eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í samskiptum þjóðarinnar við helstu útflutningslönd sín.

Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við strengina. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum.

Ath! Bannsvæði er mílufjórðungur frá streng til hvorrar áttar eða hálf míla í heild

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

73

1

Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botn eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelfiskplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja. Einnig er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri nær streng-num en mílufjórðung til beggja átta.

Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050 eða 585 6080. Festið bauju eða belg við legu- eða veiðarfærið. Gefið upp staðset-ningu (hnit) og þá munu starfsmenn Mílu og Farice aðstoða eins fljótt og unnt er og aðstoða við að ná viðkomandi hlutum af sæstrengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri eða akkerið renni til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Mílu eins og fyrr segir. Starfsmenn Mílu munu þá sjá um að losa akkerið og koma því í hendur eigenda.

Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn í sundur. Getur það valdið manntjóni vegna raflosts eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum.

Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 með síðari tíma breytingum og alþjóðasamnings frá 14. mars 1884 um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver sæstrengi viljandi eða með gálausu atferli skal sá hinn sami greiða allan kostnað sem af því hlýst.

Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi í sæstreng en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). Sé farið eftir þessum tilmælum má oft koma í veg fyrir röskun á samböndum og oftast minnka kostnað vegna skemmda á sæstrengjum og sömuleiðis legu- eða veiðarfærum. Fara þar saman hagsmunir allra.

Á það skal bent að ef stjórnendur skips hafa neyðst til að sleppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma sæstrengi (enda hafi þeir sjálfir ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli) eiga þeir kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna.

Sjófarendur – vinsamlegast athugið!

Kortið sýnir innanfjarðarstrengi. Nánari upplýsingar um sæsíma-strengi er að finna á www.mila.is

FARICE-1

DANICE

Ef veiðarfæri eða legufæri

festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050 eða

585 6080

Kortið sýnir legu sæstrengja við Ísland. Nánari upplýsingar á www.farice.is

Lífæð samskipta

SæsímastrengirMíla ehf. - Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík - Sími: 585-6000 - www.mila.is

Þessir sæstrengir eru eina tenging Íslands við umheiminn og eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í samskiptum þjóðarinnar við helstu útflutningslönd sín.

Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við strengina. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum.

Ath! Bannsvæði er mílufjórðungur frá streng til hvorrar áttar eða hálf míla í heild

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

73

1

Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botn eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelfiskplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja. Einnig er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri nær streng-num en mílufjórðung til beggja átta.

Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050 eða 585 6080. Festið bauju eða belg við legu- eða veiðarfærið. Gefið upp staðset-ningu (hnit) og þá munu starfsmenn Mílu og Farice aðstoða eins fljótt og unnt er og aðstoða við að ná viðkomandi hlutum af sæstrengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri eða akkerið renni til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Mílu eins og fyrr segir. Starfsmenn Mílu munu þá sjá um að losa akkerið og koma því í hendur eigenda.

Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn í sundur. Getur það valdið manntjóni vegna raflosts eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum.

Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 með síðari tíma breytingum og alþjóðasamnings frá 14. mars 1884 um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver sæstrengi viljandi eða með gálausu atferli skal sá hinn sami greiða allan kostnað sem af því hlýst.

Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi í sæstreng en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). Sé farið eftir þessum tilmælum má oft koma í veg fyrir röskun á samböndum og oftast minnka kostnað vegna skemmda á sæstrengjum og sömuleiðis legu- eða veiðarfærum. Fara þar saman hagsmunir allra.

Á það skal bent að ef stjórnendur skips hafa neyðst til að sleppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma sæstrengi (enda hafi þeir sjálfir ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli) eiga þeir kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna.

Sjófarendur – vinsamlegast athugið!

Kortið sýnir innanfjarðarstrengi. Nánari upplýsingar um sæsíma-strengi er að finna á www.mila.is

FARICE-1

DANICE

Ef veiðarfæri eða legufæri

festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050 eða

585 6080

Kortið sýnir legu sæstrengja við Ísland. Nánari upplýsingar á www.farice.is

Lífæð samskipta

SæsímastrengirMíla ehf. - Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík - Sími: 585-6000 - www.mila.is

90

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir og æfingar sem skráðar voru í aðgerðagrunn á árinu eru 801 og er þetta nokkur fjölgun aðgerða frá 2011 eða 37% fjölgun frá 2011 og nokkuð yfir meðallagi miðað við fjölda aðgerða frá 2005. Það vekur eftirtekt hvað margar aðgerðir tengdust aðstoðum hvers konar en rúmlega helmingur allra aðgerða tengist aðstoð vegna veðurs eða færðar. Það er einnig áhugavert að bera saman þessar tölur um fjölda útkalla við tölur sem gefnar eru út um fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands. Ef skoðaðar eru tölur um þá ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll og þær bornar saman við þær tölur sem við höfum um útköll þá sjáum við að útköllum okkar er að fjölga í takt við fjölgun ferðamanna og á næstu árum fáum við ákveðna staðfestingu á því hvort fylgni sé með þessu tvennu.

Samantekt út frá eðli útkalla

Hér að neðan má sjá flokkun aðgerða út frá eðli þeirra. Eins og sjá má er flokkurinn „Aðstoð vegna veðurs og/eða færðar“ langstærstur með 58,9 % allra aðgerða. Í þessum flokki eru óveðurs- og/eða ófærðarútköll. Oft eru óljós skil milli flokka og því er þessi samantekt aðeins til viðmiðunar og auðveldlega hægt að deila um flokkun einstakra aðgerða en stóra myndin sést þó vel.

» Aðgerðir björgunarsveita 2012

 

0%

5%

10%

15%

20%

22005 2006

Samanferðam

Hl

6 2007

nburðurmanna s

lutfall fjöldi útk

2008 2

r á hlutfsem fara

kalla H

2009 2010

falli útka í gegn

Hlutfall fjöldi fe

0 2011

kalla ognum KEF

erðamanna

2012

g F

91

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

Aðstoð á hafsvæði 11 1,4%Aðstoð í fjalllendi 2 0,2%Aðstoð vegna veðurs og/eða færðar 472 58,9%Aðstoð við brunavettvang 2 0,2%Aðstoð við umferðargæslu 0 0,0%Björgun 16 2,0%Björgun í fjallendi 25 3,1%Eftirgrennslan 11 1,4%Gæsla 3 0,4%Hættustig almannavarnir 6 0,7%Leit að týndri persónu 44 5,5%Neyðaraðstoð 15 1,9%Óvissustig almannavarna 2 0,2%Sérstök aðstoð við lögreglu 3 0,4%Sjóbjörgun 38 4,7%Sjúkraflutningar á sjó 2 0,2%Skipsstrand 9 1,1%Slys 35 4,4%Slys í fjalllendi 3 0,4%Snjóflóð í fjalllendi 1 0,1%Straumvatnsbjörgun 11 1,4%Umferðarslys 28 3,5%Verðmætabjörgun 37 4,6%Æfing 25 3,1%Alls 801

Samanburður milli ára

Hér má sjá samanburð útkalla milli ára frá 2005-2012. Til eru tölur allt frá árinu 2001 en þær eru ekki samanburðarhæfar þar sem þær voru fengnar með öðrum hætti. Samanburðurinn í töflunni hér að neðan er fenginn út frá gögnum yfir aðgerðir sem skráðar eru í aðgerðagrunn.

 

5530652

2005 2006

742

108

Fjö

6 2007 2

84

866

Fjöldi

öldi aðg

008 2009

744

582

gerða ef

2010 201

801

ftir áru

11 2012

m

92

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Listi yfir útköll 2012

Janúar1.1.2012 Sv. 1 - Fastir bílar á Kjósarskarðsvegi2.1.2012 Fastur bíll á Ósabotnavegi2.1.2012 Ferðamenn aðstoðaðir við Purkhóla (Snæfellsbær)3.1.2012 Sv. 9 - F3, aðstoð í Víðidal3.1.2012 Aðstoð vegna klaka og leka á þaki3.1.2012 Útkall við að ná nautum4.1.2012 Klaki á þaki, Brimnesvegi Ólafsfirði4.1.2012 Bíll fastur v. norðurenda Krísuvíkurvatns4.1.2012 Dalvík verðmætabjörgun4.1.2012 Sv. 3 - Fastur bíll í Miðhúsaskógi4.1.2012 Bíll út af veginum í Mýrdal4.1.2012 Ferðamenn útaf vegi í Staðarsveit (Snæfellsbær)5.1.2012 Bíll fastur í Helguvík5.1.2012 Hálka á Fróðárheiði (Snæfellsbær)5.1.2012 Sv. 1 - Bíll fastur á Þingvallavegi hjá Grafningsafleggjara5.1.2012 Sv. 1 - Fastur bíll á Krísuvíkurvegi við norðurenda Kleifarvatns5.1.2012 Sv. 2-240 - Fastir bílar5.1.2012 Sv. 1 - Bíll útaf á Mosfellsheiði6.1.2012 Bíladráttur í Snæfellsbæ6.1.2012 Sv. 11 - Fastur bíll við Akureyri6.1.2012 Bíll útaf við Öxnadalsheiði6.1.2012 Sv. 4 - Bíll fastur við Fiskilæk6.1.2012 Sv. 1 - Fastir bílar við Úlfarsfell og víðar6.1.2012 F2, maður slasaður á fæti við Olís7.1.2012 Dalvík: Snjóhengja inn í hús7.1.2012 Dalvík: Þak lekur, umb. af lögreglu7.1.2012 Verðmætabjörgun, þök leka7.1.2012 Dalvík sækja tjónaðan snjósleða8.1.2012 Dalvík: fleiri þök leka8.1.2012 Sv. 1 - Bíll útaf við Eilífsdal8.1.2012 Sv. 3 - Rúta útaf í hálku - aðst. við fólksflutninga9.1.2012 Sv. 13 - Fastur bíll í Fanadal9.1.2012 Óveður í Þrengslum9.1.2012 Bíll útaf við Gígjukvísl9.1.2012 Hross fast í skurði í Dæli1.9.2012 Verðmætabjörgun - kjúklingaflutningabíll útaf10.1.2012 Ófærð á Suðurnesjum10.1.2012 Ófærð í Reykjanesbæ

vinbudin.is

Fjölnota er Framtíðin

Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin!

Endingargóður og Léttur, ódýr og mikLu faLLEgri innkaupapoki

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

5536

7

vinbudin.is

Fjölnota er Framtíðin

Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin!

Endingargóður og Léttur, ódýr og mikLu faLLEgri innkaupapoki

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

5536

7

94

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

10.1.2012 Ófærð á Suðurnesjum10.1.2012 Fastur bíll við Hellnar (Snæfellsbær)10.1.2012 Skutla Rafv. í Norðurál10.1.2012 Sv. 13 - Gerpir, klæðning að fjúka10.1.2012 Sv. 9 - Aðstoða bíl við Hólabak10.1.2012 Aðstoð á Bröttubrekku10.1.2012 Aðstoð á Holtavörðuheiði10.1.2012 Aðstoð vegna óveðurs10.1.2012 Bílar útaf á Sauðárkróki10.1.2012 Fastir bílar á Grundartangaafleggjara10.1.2012 Óveðursaðstoð – Vesturgata 26, Akranesi10.1.2012 Óveðursútkall10.1.2012 Sv. 3 - Aðstoð vegna rafmagnsleysis10.1.2012 Sv. 1 - Viðbúnaður á Höfuðborgarsvæðinu10.1.2012 Þak að losna af bílskúr við Vesturgötu 19, Akranesi10.1.2012 Leit að stúlku í miðbæ Reykjavíkur

Flugbjörgunarsveitin á Hellu fór með fréttafólk frá NBC Nightly News upp að Sólheimajökli þar sem það fylgdist með æfingu.

95

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

10.1.2012 Bíll útaf Norðan afleggjara að Reykjaströnd10.1.2012 Sv. 3 - Bíll útaf við Gullfoss11.1.2012 Óveðursaðstoð í Snæfellsbæ11.1.2012 Aðstoða bíl uppi á Breiðdalsheiði11.1.2012 Sækja fastan bíl á Mosfellsheiði11.1.2012 Hross fast í skurði aftur12.1.2012 Sv. 9 - Aðstoða við tetraendurvarpa12.1.2012 Bíll fastur við Miklavatn12.1.2012 Breyttur jeppi sóttur upp að Kríuvötnum12.1.2012 Sv. 1 - Leit að manni við Helgafell13.1.2012 Fastur bíll á Fróðárheiði (Snæfellsbær)13.1.2012 Bíll fastur í krapa og hálku við Munaðarnes13.1.2012 Fastur bíll við Helgafell13.1.2012 Sv. 1 - Skafrenningur á Sandskeiði13.1.2012 Sv. 3 - Aðstoð við bíla á Hellisheiði13.1.2012 Snjóflóð á Raknadalshlíð, bíll fastur innan við flóðið14.1.2012 Sv. 3 - Fastur bíll í Brekkuskógi14.1.2012 Sv. 3 - Aðstoða bíl14.1.2012 Sv. 3 - Snjómokstur14.1.2012 Sv. 3 - Snjómokstur á Selfossi14.1.2012 Sv. 3 - Snjómokstur á Selfossi 215.1.2012 Sv. 1 - Bátur sokkinn í Kópavogshöfn15.1.2012 Sv. 1 - Vélsleðaslys við Skálafell17.1.2012 Sv. 3 - Aðstoða slökkvilið vegna vatnsleka18.1.2012 Þakplötur að fjúka á Álfhólahjáleigu18.1.2012 Sv. 16 - Þakplötur að fjúka í Mýrdal18.1.2012 Sv. 12 - Bíll útaf í Námaskarði20.1.2012 Sv. 9 - Aðstoð í Víðidal20.1.2012 Aðstoð á Vesturlandsvegi20.1.2012 Sv. 2-240 - Bílar fastir í ófærð21.1.2012 Aðstoð við fasta bíla í Snæfellsbæ21.1.2012 Ná hrossum niður af Vatnsskarði23.1.2012 Sv. 4 - Fastur bíll23.1.2012 Sv. 1 - Óveðursviðbúnaður23.1.2012 Sv. 11 - Leit í Kjarnaskógi23.1.2012 Sv. 1 - Bílvelta á Vesturlandsvegi24.1.2012 Sv. 18 - Óveðursaðstoð24.1.2012 Sv. 2-240 - Bílar í vandræðum24.1.2012 Maður með brjóstverk25.1.2012 Sv. 2-235 - Aðstoða bíla í vandræðum25.1.2012 Aðstoð á Hrútafjarðarhálsi25.1.2012 Aðstoða bíl við Fellsstrandarveg

96

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

25.1.2012 Ófærð í Búlandshöfða (Lífsbjörg)25.1.2012 Sv. 9 - Aðstoða póstbíl25.1.2012 Sv. 2 - Bílar fastir á Suðurnesjum25.1.2012 Sv. 2 - Bílar fastir í Reykjanesbæ25.1.2012 Bílalest fylgt yfir Kleifarheiði25.1.2012 Sv. 1 - Óveðursaðstoð25.1.2012 Sv. 4 - Bíll fastur á Holtavörðuheiði25.1.2012 Sv. 2 - Bílar fastir á Suðurnesjum25.1.2012 Sv 2-240 - Bíll útaf Grindavíkurvegi26.1.2012 Klaki á þaki, Ólafsfirði26.1.2012 Sóttur bátur26.1.2012 Lokun vegna snjóflóða26.1.2012 Sv. 3 - Óveðursaðstoð26.1.2012 Sv. 3 - Koma starfsmanni HSu í vinnu26.1.2012 Sv. 3 - Snjómokstur 25.0126.1.2012 Sv. 3 - Óveðursaðstoð við Hótel Selfoss

Björgunarsveitin Húnar frá Hvammstanga aðstoðar bílstjóra á Arnarvatnsheiði. Mynd: Bjsv. Húnar.

Úttektir · Mat · Eftirlit · Skoðanir · Þjálfun · Vottun

Öryggismál sjómanna í forgang

SKOÐUNÁ SKIPUM OG BÁTUM

Skipholti 50c · 104 Reykjavík · Sími: 414 4444 · Fax: 414 4455 · Netfang: [email protected] · Vefslóð: www.ce.is

Faggild skoðunarstofa

BSI Á ÍSLANDI EHF

Pantanir á skrifstofu BSI í síma 414 4444 eða hjá úttektarmönnum

Hálfdan Henrysson – GSM 840-0250, Vestur- og SuðurlandMagnús Jónsson - GSM 892-7139, VestfirðirLeifur Gunnarsson - GSM 898-4023, VestmannaeyjarGrétar Örn Sigfinsson - GSM 840-0252, AusturlandÓli Austfjörð - GSM 840-0253, Norðurland

Einnig er hægt að panta skoðun á www.ce.is

Útgerðarmenn, setjum öryggismál sjómanna í forgang og látið skoðunarmenn með áratuga reynslu sjá um úttektir og skoðanir á ykkar skipum.

Úttektir · Mat · Eftirlit · Skoðanir · Þjálfun · Vottun

Öryggismál sjómanna í forgang

SKOÐUNÁ SKIPUM OG BÁTUM

Skipholti 50c · 104 Reykjavík · Sími: 414 4444 · Fax: 414 4455 · Netfang: [email protected] · Vefslóð: www.ce.is

Faggild skoðunarstofa

BSI Á ÍSLANDI EHF

Pantanir á skrifstofu BSI í síma 414 4444 eða hjá úttektarmönnum

Hálfdan Henrysson – GSM 840-0250, Vestur- og SuðurlandMagnús Jónsson - GSM 892-7139, VestfirðirLeifur Gunnarsson - GSM 898-4023, VestmannaeyjarGrétar Örn Sigfinsson - GSM 840-0252, AusturlandÓli Austfjörð - GSM 840-0253, Norðurland

Einnig er hægt að panta skoðun á www.ce.is

Útgerðarmenn, setjum öryggismál sjómanna í forgang og látið skoðunarmenn með áratuga reynslu sjá um úttektir og skoðanir á ykkar skipum.

98

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

26.1.2012 Sv. 1 - Aðstoð við bíl í Bláfjöllum26.1.2012 Sv. 3 - Aðstoða lögreglu26.1.2012 Sv. 1 - Leit í Kvosinni26.1.2012 Sv. 16 - Bíll út af á Sólheimasandi27.1.2012 Ófærð á Hellisheiði - Lokun27.1.2012 Óveðursaðstoð í Snæfellsbæ27.1.2012 Aðstoð á Hellisheiði27.1.2012 Bílar fastir uppi á Mikladal27.1.2012 Sv. 4 - Óveðursaðstoð í Borgarnesi27.1.2012 Sv. 1 - Sækja bíl á Kaldárselsvegi28.1.2012 Sv. 4 - Aðstoð við bíl28.1.2012 Sækja fastan bíl á Kjósarskarðsvegi28.1.2012 Sv. 9 - Vélsleðaslys við Syðri-Velli29.1.2012 Aðstoð við skip í Norðfjarðarhöfn30.1.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á vegi að Hverfjalli30.1.2012 Sv. 1 - Fastur bíll í Heiðmörk30.1.2012 Sv. 1 - Öndunarerfiðleikar31.1.2012 Sv. 1 - Bíll fastur á afleggjaranum að Krísuvíkurkirkju

Frá leitarhestanámskeiði sem haldið var í tengslum við ráðstefnuna Björgun. Mynd: Halla Kjart-ansdóttir.

Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur

www.tskoli.is

Skipstjórnarskólinn Smáskiparéttindi

Skipstjórnarnám

Upplýsingatækniskólinn Grunnnám upplýsinga- og

fjölmiðlagreina

Tölvubraut

Véltækniskólinn Vélstjórn 750 kW réttindi

Rafvirkjun fyrir vélfræðinga

Meistaraskólinn Allar iðngreinar

Lýsingarfræði Tveggja anna nám

Rekstur og stjórnun Rekstur og fjármál

Stjórnun 1

Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is/dreifnam

Bygginatækniskólinn Lotubundið kvöld-og helgarnám (dreifnám) í húsasmíði

100

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Febrúar1.2.2012 Sv. 9 - F3 bíll fastur við Hvítserk á Vatnsnesi1.2.2012 Sv. 12 - Vörubílstjóri í vandræðum á Mývatnsheiði2.2.2012 Bíll út af vegi3.2.2012 Fastur bíll við Stardal4.2.2012 Sv. 4 - Aðstoða fastan bíl á Bröttubrekku5.2.2012 Vélsleðaslys í Skálafelli6.2.2012 Sv. 12 - Erlendir ferðamenn fastir á leið að Hverfjalli6.2.2012 Sv. 4 - Ferðamaður í vanda við Glym6.2.2012 Slasaður maður við Vegamótavatn7.2.2012 Sv. 2-230 - Fok8.2.2012 Sækja tvo menn í Norðlingalægð8.2.2012 Sv. 9 - Leit að strokudrengjum í Svartárdal9.2.2012 240 - Fastur bíll í Krísuvík11.2.2012 Fólk í vandræðum á Fróðárheiði12.2.2012 Aðstoð á Holtavörðuheiði16.2.2012 Brúarfoss vélarvana s-v við Garðskaga

Frá Hvammstanga. Mynd: Birgir Karlsson.

101

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

16.2.2012 Svæði 10 - Bíll útaf á Öxnadalsheiði17.2.2012 Leit að mönnum í vestanverðum Eyjafjallajökli17.2.2012 Sv. 1 - Krampi á Kjalarnesi18.2.2012 Aðstoða fastan bíl18.2.2012 Óveðursaðstoð á Hellisheiði19.2.2012 Bíll fastur á Breiðdalsheiði21.2.2012 Bílvelta í Fljótum22.2.2012 Sv. 1 - Aðstoða erlendan ferðamann23.2.2012 Rútuslys í Oddskarði24.2.2012 Sv. 2-260 - Aðstoða lögreglu25.2.2012 Aðstoða bíl á Breiðdalsheiði25.2.2012 Bíll fastur á Breiðdalsheiði26.2.2012 Sv. 12 - Ferðamenn fastir við Dettifoss að vestan26.2.2012 Sv. 1 - Kona slösuð í Esju27.2.2012 Bíll í vandræðum á Breiðdalsheiði28.2.2012 Sv. 2-230 - Lögreglubíll í vandræðum29.2.2012 Sv. 9 - Aðstoð á Melsnesi29.2.2012 Sv. 12 - Tveir bílar fastir við Hverfjall29.2.2012 Sv. 2-240 - Aðstoða sjúkrabíl

Mars1.3.2012 Sv. 3 - Hvalreki í sjónum við Stokkseyri2.3.2012 Fastur bíll á Kleifarheiði2.3.2012 Kennsla í Vestmannaeyjum3.3.2012 Aðstoða bíla í Jökuldölum4.3.2012 Snæfellsbær: Fastur bíll á Jökulhálsi4.3.2012 Snæfellsbær: Vandræði vegna hálku í Búlandshöfða5.3.2012 Sv. 12 - Bíll fastur við Jökulsá á Fjöllum5.3.2012 Snæfellsbær: Villtir við rætur Snæfellsjökuls6.3.2012 Sv. 9 - Aðstoð á Holtavörðuheiði6.3.2012 Flutningur af Grímsfjalli7.3.2012 Snæfellsbær: Ófærð á Fróðárheiði7.3.2012 Sv. 2-230 - Aðstoða lögreglu7.3.2012 Bíll útaf á Kleifaheiði8.3.2012 Bíll útaf við bæinn Múla8.3.2012 Bíll fastur ofarlega á Mikladal8.3.2012 Sv. 4 - Aðstoða fastan bíl nálægt Hreðavatni8.3.2012 Sv. 1 - Öndunarerfiðleikar á Kjalarnesi9.3.2012 Aðstoð Holtavörðuheiði9.3.2012 Bifreið utan við Skálafell9.3.2012 Sv. 16 - Fótboltalið í vandræðum

102

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

9.3.2012 Sv. 9 og 4 - Aðstoð á Holtavörðuheiði9.3.2012 Sv. 6 - Bíll fastur ofarlega í Höfðadal9.3.2012 Sv. 3 - Aðstoða bíl við Biskupstungnabraut10.3.2012 Aðstoð á Hellisheiði10.3.2012 Aðstoð á Holtavörðuheiði10.3.2012 Draga upp bíl á Mýrunum10.3.2012 Draga upp bíl undir Hafnarfjalli10.3.2012 Draga upp bíl við Valbjarnarvelli10.3.2012 Sv. 5 - Bíll fastur á Svínadal10.3.2012 Sv. 12 - Bíll með hestakerru útaf á Mývatnsheiði10.3.2012 Sv. 4 - Aðstoð við bíl10.3.2012 Útafakstur á Mývatnsheiði11.3.2012 Sv. 1 - Maður fastur á Norðurgarðinum í Hafnarfirði12.3.2012 Snæfellsbær: Fólk aðstoðað á Fróðárheiði15.3.2012 Sv. 12 - Bíll fastur við Víti norðan Kröflu15.3.2012 Sv. 12 - Bíll útaf vegi vestan við Grímsstaðaöxl16.3.2012 Sv. 12 - Erlendir ferðamenn fastir á vegi að Dettifossi16.3.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Dettifoss að vestan17.3.2012 Aðstoða bíl á Breiðdalsheiði

Hågglund snjóbíll Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu á var notaður þegar sótt voru öskusýni fyrir vísindamenn á Eyjafjallajökul. Mynd: Gunnar Sigmundsson, HSSR.

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring.

• Girnilegur matur úr héraði• Mikið úrval gistingar• Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar• Gestrisni heimamanna

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring.

• Girnilegur matur úr héraði• Mikið úrval gistingar• Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar• Gestrisni heimamanna

104

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

17.3.2012 Farið inn á Öxi til að ná í fastan bíl17.3.2012 Neyðarsendir á Vatnajökli18.3.2012 Útkall á Kleifaheiði18.3.2012 Sv. 1 - Aðstoð á Vesturlandsveginum18.3.2012 Sv. 2 - Aðstoð á Reykjanesbraut18.3.2012 Sv. 2-240 - Aðstoða bíl við Kleifarvatn18.3.2012 Sv. 2-240 - Aðstoða Lögreglu uppi á Reykjanesbraut18.3.2012 Sv. 2-240 - Fastur bíll á Suðurstrandarvegi18.3.2012 Sv. 6 - Aðstoð á Hálfdán18.3.2012 Sv. 11 - Slasaður vélsleðamaður á Flateyjardal19.3.2012 Sv. 11 - Aðstoð á Öxnadalsheiði19.3.2012 Sv. 4 og 5 - Aðstoð á Bröttubrekku19.3.2012 Sóttir vélsleðar út á Flateyjardal20.3.2012 Sv. 11 - Aðstoð á Öxnadalsheiði21.3.2012 Útkall vegna slyss um borð í togara23.3.2012 Sv. 3 - Aðstoða lögreglu við umferðarstjórnun vegna bruna23.3.2012 Sv. 1 - Meðvitundarleysi

Frá leitarhestanámskeiði sem haldið var í tengslum við ráðstefnuna Björgun. Mynd: Halla Kjart-ansdóttir.

...H

afðu

sam

band

við

söl

umen

n ok

kar o

g fá

ðu a

llar u

pplý

sing

ar

Star

fsst

öð

var

Ísfe

lls

og

Ísn

ets:

• Ís

net

Þo

rlák

shö

fn -

Óse

yrar

bra

ut

28•

Ísn

et V

estm

ann

aeyj

ar -

Flö

tum

19

• Ís

net

saví

k -

Bar

ðah

úsi

• Ís

net

Aku

reyr

i -

Od

dey

rart

ang

i•

Ísn

et S

auð

árkr

óku

r -

Lág

eyri

1•

Ísfe

ll /

Ísn

et H

afn

arfj

örð

ur

- Ó

sey

rarb

rau

t 2

8 •

Sím

i 5

20

0 5

00

• is

fell

@is

fell

.is

ww

w.is

fell.

is

Allu

r h

elst

i bjö

rgu

nar

nað

ur

ti

l sjó

s o

g la

nd

s...

106

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

24.3.2012 Aðstoða bilaðan bíl við Langjökul24.3.2012 Sv. 12 - Bíll fastur við Hverfjall25.3.2012 Fastur bíll á Uxahryggjum25.3.2012 Sv. 1 - Maður í sjónum við Hörpu26.3.2012 BB Björg aðstoðar Glað SH26.3.2012 Ófærð í Búlandshöfða26.3.2012 Sv. 6 - Þakplötur að fjúka26.3.2012 Slöngubátur á hvolfi27.3.2012 Farið með lóðs í flutningaskipið Frida27.3.2012 Særif dregið til Rifshafnar28.3.2012 Sv. 1 - Vélavana bátur Vestur af Akurey

Apríl1.4.2012 Sv. 4 - Aðstoða fastan bíl á Holtavörðuheiði1.4.2012 Sv. 4 - Fastir bílar á Uxahryggjum1.4.2012 Sv. 4 - Fastur bíll á Kaldadal2.4.2012 Sv. 11 - Bíll fastur á Lágheiði5.4.2012 Fastur bíll í Skúmstungum6.4.2012 Sv. 9 - Fastur bíll norðan Hveravalla6.4.2012 Sv. 4 - Ok: Affelgaður bíll á Kaldadal7.4.2012 Sv. 16 - Fastur bíll7.4.2012 Sv. 16 - Hungurfit9.4.2012 Björg, lóðsferð vegna FRIDA til Ólafsvíkur9.4.2012 Snæfellsbær: Ófærð á Fróðárheiði9.4.2012 Aðstoð við bíl í Skötufirði9.4.2012 Bíll útaf við Jarðsig10.4.2012 Sv. 16 - Hamragarðaheiði11.4.2012 Sv. 4 - Fastur bíll á Uxahryggjum14.4.2012 Sv. 18 - Rollubjörgun í Bjarnarey15.4.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Víti norðan Kröflu15.4.2012 Sv. 2-240 - Fastur bíll á Selatöngum15.4.2012 Sv. 1 - Árekstur á Kjalarnesi15.4.2012 Sv. 1 - Leitaræfing19.4.2012 Sv. 1 - Esjan: Maður í sjálfheldu19.4.2012 Sv. 3 - Svifdrekaslys í Kömbum19.4.2012 Sv. 1 - Sinubruni við Hvalfjarðareyri20.4.2012 Sv. 1 - Athuga með neyðarblys22.4.2012 Sv. 1 - Fastur bíll við Kleifarvatn25.4.2012 Sv. 9 - Hross umflotin á Vatnsnesi30.4.2012 Sv. 2-240 - Fastur bíll

108

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Maí4.5.2012 Sv. 9 - Fastur bíll á Hrafnabjargavegi5.5.2012 245 Sv. 2 - Strandað skip í Sandgerði6.5.2012 Hjólreiðamaður í Reykjadal7.5.2012 Aðstoð á Fagradal7.5.2012 Draga upp bíl við Fögruhlíð7.5.2012 Aðstoð á vegi við vinnubúðir Bechtel7.5.2012 Aðstoð við Sómastaði7.5.2012 Aðstoð á Fagradal7.5.2012 Aðstoð á Norðfjarðarvegi, við álver7.5.2012 Aðstoð við vatnstankinn7.5.2012 Aðstoð á gamla veginum við Haga7.5.2012 Aðstoð á Fagradal7.5.2012 Aðstoða bíl við Kollaleiru9.5.2012 Par í sjálfheldu í Ingólfsfjalli9.5.2012 Sv. 1 - Slasaður vélhjólamaður á Undirhlíðarvegi10.5.2012 Sv. 18 - Sjúkraflutningar13.5.2012 Sv. 9 - Aðstoð í Langadal13.5.2012 Óskað eftir aðstoð vegna ferðamanna á Klettshálsi13.5.2012 Óveðursaðstoð á Hvammstanga

Hjálparsveit skáta Kópavogi í kópabjörgun. Mynd: Jakop Fannar Sigurðsson.

www.samskip.com

Nú hafa orðið þáttaskil í sjóflutningum af landsbyggðinni því Samskip hafa hafið siglingar á nýrri leið sem tengir Akureyri, Ísafjörð, Sauðárkrók og Reyðarfjörð beint við markaði í Evrópu.

Við erum stolt af því að geta boðið innlendum og erlendum viðskiptavinum okkar þann hraða, hagkvæmni og sparnað sem hlýst af greiðari leið vörunnar til viðskiptavinarins.

> Öflugri landsbyggð í alfaraleið

Saman náum við árangri

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

57

85

8

110

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

13.5.2012 Sv. 11 - Leit að konu í Hlíðarfjalli13.5.2012 Sv. 13 - Aðstoða bíla á Fjarðarheiði13.5.2012 Sv. 1 - Óveðursaðstoð13.5.2012 Endurlífgun í Esju14.5.2012 Útkall á Fjarðarheiði14.5.2012 Bíll fastur í Suðurd.14.5.2012 Útkallsæfing, Árborg15.5.2012 Draga upp bíl við Hundastapa16.5.2012 Fastur bíll við Ásbyrgi (Dettifossvegur)16.5.2012 Sv. 16 - Fastur bíll á Lakavegi16.5.2012 Svæði 12 - Aðstoð við rútu við Saltvík16.5.2012 Snjóflóð á Glerárdal17.5.2012 Maður í sjálfheldu á Seljalandsdal18.5.2012 230 Sv. 2 - Nauðlending hjá IAE. Hættustig rauður18.5.2012 Skip að reka upp í Skarðsfjöru, F1 rauður19.5.2012 Sv. 4 - Akranes-Batamessa20.5.2012 Bruni á Seyðisfirði20.5.2012 Leit að fólki á Vatnsskarði20.5.2012 Útkall rauður, leki að bát (Lífsbjörg)20.5.2012 Maður fellur í bjargi í Aðalvík21.5.2012 Sv. 13 - Draga upp bíl21.5.2012 Sv. 13 - Draga upp bíl21.5.2012 Sv. 13 - Skjólveggur að fjúka21.5.2012 Sv. 13 - Draga upp bíl21.5.2012 Sv. 13 - Aðstoða bíl á Þórdalsheiði21.5.2012 Sv. 13 - Óveðursútkall á Reyðarfirði21.5.2012 Sv. 6 - Meðvitundarlaus maður í Vattarfirði21.5.2012 Sv. 13 - Sækja slasaðan vélsleðamann í Svínadal21.5.2012 Útkall, svæði 13 - Bíll útaf á Fjarðarheiði22.5.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Námakollu Mývatnssveit23.5.2012 240 - Útkall F1 Rauður, vélavana bátur24.5.2012 Útkall rauður, útsýnispallur hrundi á Lágey við Dyrhólaey25.5.2012 Ferðamenn í vandræðum á Jökulhálsi (Snæfellsbær)26.5.2012 Sv. 3 - Fastur bíll á Kjalvegi27.5.2012 Þórsmörk, leit27.5.2012 F1 Rauður, maður í Ölfusá28.5.2012 Sv. 1 - Leit við Meðalfellsvatn28.5.2012 Hamragarðar, kona fram af kletti30.5.2012 Sv. 4 - Ok, Kaldidalur30.5.2012 Sv. 4 – Ok, Kaldidalur N30.5.2012 240 - F2 Gulur, bs Grindavík31.5.2012 Sv. 16 - Fastur bíll við Gígjukvísl

Sjó

men

nt

– fr

æðs

lusj

óðu

r sj

óma

nn

a o

g ú

tger

ðarf

éla

gaPIPAR\TBWA • SÍA • 130713

SJÓ

MA

NN

ASA

MBA

ND

ÍSLA

ND

S LA

ND

SSA

MBA

ND

ÍSLE

NSK

RA Ú

TVEG

SMA

NN

A

sjom

enn

t.is

• sj

omen

nt@

sjom

enn

t.is

• sí

mi: 5

14 9

601

Kyn

ntu

þér

rétt

þin

n á

sjom

ennt

.is

Fél

agsm

enn

Sjó

men

nta

r se

m u

nn

ið h

afa

í að

min

nst

a kos

ti s

ex m

ánu

ði

á sí

ðast

liðn

um

tól

f m

ánu

ðum

get

a só

tt u

m s

tyrk

til

féla

gsin

s:

Sam

tök a

tvin

nu

lífs

ins

(SA

), L

andss

amban

d ísl

ensk

ra ú

tveg

sman

na

(LÍÚ

)

og S

jóm

ann

asam

ban

d Í

slan

ds

(SS

Í) s

tan

da

að S

jóm

enn

t.

star

fste

ngt

nám

eða

nám

skei

ð •

tóm

stun

das

tyrk

ir •

mei

rapró

f kau

p á

hjá

lpar

tækju

m v

egn

a le

stra

r- e

ða

ritö

rðugl

eika

Átt

þú r

étt

á

styrk

?

112

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Júní1.6.2012 Aðstoð við ferðafólk í Skagafirði1.6.2012 Sv. 1 - Leit að einhverfum dreng2.6.2012 Par strand við Þröngá2.6.2012 Sv. 1 - Æfing Hvalfirði4.6.2012 Sv. 16 - Draga upp bíl4.6.2012 Sv. 1 - Sjálfhelda í Helgafelli4.6.2012 Sv. 9 - Hross í haughús í Arnargerði5.6.2012 Eldri maður í erfiðleikum5.6.2012 Neyðarsendir á Skeiðarárjökli5.6.2012 Leki að bát7.6.2012 Vopni, bíll útaf á Hellisheiði7.6.2012 Þórsmerkurvegur7.6.2012 Sv. 1 - Sinubruni í Heiðmörk8.6.2012 Sv. 2-230 - Maður í sjónum við höfnina í Keflavík9.6.2012 Uppgefin kona í Gufudal9.6.2012 230 Sv. 2 - Útkall rauður, flugvél 757, sprungið nefhjól10.6.2012 Sv. 1 - Handleggsbrot á Helgafelli

Björgunarskip og bátar í höfninni í Reykjavík á meðan IMRF fundi stóð um borð í Sæbjörginni. Mynd: Jón Svavarsson.

114

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

10.6.2012 Sv. 1 - Leit við Hafravatn10.6.2012 Sv. 1 - Aðstoða bát við Kjalarnes11.6.2012 Böruburður við Seljavallalaug11.6.2012 Aðstoð við fótbrotinn einstakling við Glym13.6.2012 Slasaður maður í Hafrafelli13.6.2012 Sv. 1 - Slasaður maður í Hafrafelli14.6.2012 Aðstoð við olíulausan strandveiðibát15.6.2012 Sv. 11 - Vélavana bátur16.6.2012 Sv. 16 - Fastur bíll16.6.2012 Sv. 3 - Stúlkur í sjálfheldu17.6.2012 Fastir bílar á Jökulhálsi (Lífsbjörg)17.6.2012 F3 Mótorhjólamenn í vandræðum á Arnarvatnsheiði17.6.2012 Útkall rauður við Borgareyjar17.6.2012 Stóridalur, datt af hesti, hugsanlega úr axlarlið20.6.2012 Útkall rauður - Skúta utan við Meðallandsfjöru21.6.2012 Fótbrotin kona21.6.2012 Sv. 11 - Leit að manni21.6.2012 Öxarárfoss, maður féll21.6.2012 Sv. 2 230 - F2- hestamaður féll af baki. Böruburður23.6.2012 240 - Fastir bílar í Sandvík23.6.2012 Sv. 1 - Fótbrotin kona í Esju23.6.2012 Sv. 11 - F1 Köfunarslys við Hjalteyri24.6.2012 Sv. 16 - Ökklabrot24.6.2012 Bíll í Gilsá26.6.2012 Kona slösuð á Kattarhryggjum26.6.2012 Sv. 2-260 - Bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu27.6.2012 Útkall Svæði 4 - Úlfsvatn27.6.2012 Gerpir, vélavana bátur fyrir utan Norðfjarðarhorn27.6.2012 Hvalaskoðunarbátur vélarvana28.6.2012 Sækja tvo göngumenn á Fimmvörðuháls28.6.2012 Sv. 1 - 18 ára örmagna í Esju30.6.2012 Maður í nauðum á Hádegishnjúki

Júlí1.7.2012 Sv. 1 - Krampi á Kjalarnesi2.7.2012 Ferðamenn aðstoðaðir í Eysteinsdal (Lífsbjörg)2.7.2012 230 Sv. 2 – Hættustig, Learjet með reyk í cockpit2.7.2012 Sv. 12 - Kona tognuð á fæti við kirkjuna í Dimmuborgum3.7.2012 Gerpir, vélavana bátur3.7.2012 Sv. 9 - Bátur strand við Skagaströnd4.7.2012 Fastur bíll á þúsundvatnaleið

115

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

4.7.2012 Sv. 12 - Bíll útaf við Neslandaafleggjara5.7.2012 Sv. 16 - Sækja fólk á Fimmvörðuháls5.7.2012 Sv. 1 - Leit að barni í Breiðholti7.7.2012 Bíll fastur á Öndverðarnesi (Lífsbjörg)7.7.2012 Bátur á reki við Prestabugt8.7.2012 Bilaður bíll í Ófæruvík við Dýrafjörð9.7.2012 Fastur bíll í Gljúfurleit9.7.2012 Sv. 16 - Fastur bíll í fjörunni við Vík9.7.2012 Sv. 16 - Fastur bíll við Hjörleifshöfða9.7.2012 Sv. 2-240 - F3 grænn, bátur strandaður innan hafnar10.7.2012 Villt stúlka12.7.2012 Sv. 16 - Menn í sjálfheldu í fjörunni við Vík12.7.2012 Gerpir, sækja slasaðan sjómann12.7.2012 Útafakstur á Mývatnsheiði15.7.2012 Sv. 4 - Fótbrotin kona við Glym16.7.2012 Eftirgrennslan eftir þýsku pari16.7.2012 Sv. 16 - Vélavana bátur við Vík16.7.2012 Sv. 1 - Strönduð skúta við Skildinganes

Frá ráðstefnunni Björgun. Mynd: Jón Svavarsson.

116

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

17.7.2012 Fastur bíll á Jökulhálsi (Lífsbjörg)17.7.2012 Ferðamenn aðstoðaðir í Eysteinsdal (Lífsbjörg)17.7.2012 Sv. 12 - Fastur bíll skammt frá Dettifossi17.7.2012 Sv. 12 - Fótbrotinn vélhjólamaður við Hrossaborg20.7.2012 Sv. 2-240 - F1 rauður, eldur í bát20.7.2012 Sv. 2-240 - F2 gulur, vélarvana bátur21.7.2012 Sv. 1 - Skúta í vanda á sundunum22.7.2012 Sv. 16 - Ferðamenn villtir á Fimmvörðuhálsi25.7.2012 Sv. 12 - Meðvitundarlaus kona á tjaldstæði í Reykjahlíð26.7.2012 Farið með varahluti í Orra Ís (Lífsbjörg)26.7.2012 Fastur bíll í Eysteinsdal (Lífsbjörg)27.7.2012 Sv. 16 - Aðstoð við Hjörleifshöfða30.7.2012 Ferðafólk aðstoðað í Breiðuvík (Lífsbjörg)30.7.2012 Sv. 16 - Fastir bílar við Dyrhólaey

Ágúst2.8.2012 Aðstoð við skip í Norðfjarðarhöfn2.8.2012 Sv. 16 - Bílar tepptir2.8.2012 Sv. 11 - Dalvík, leit í óbyggðum2.8.2012 Sv. 1 - Leit í Brynjudal2.8.2012 Strandaður bátur á Skjálfanda2.8.2012 Sv. 16 - Bíll í Þórólfsá3.8.2012 Sv. 10 - Fastur bíll við Héraðsvatnabrú4.8.2012 Sv. 18 - F2 maður í sjálfheldu við Moldá6.8.2012 Sv. 12 - Fastur bíll í Lindá6.8.2012 Sv. 1 - Bíll í Svínaskarði6.8.2012 Sv. 16 - Bíll á Gilsáraurum8.8.2012 Sv. 12 - Fólk með bilaðan bíl við Grafalandaá8.8.2012 Ekið á 7 ára dreng8.8.2012 Sv. 3 - Trampólínslys8.8.2012 Sv. 3 - Bílslys8.8.2012 Sv. 3 - Fótbrotin stúlka8.8.2012 Sv. 7 - Sinubruni í Laugardal10.8.2012 F1 Maður fyrir borð við Akurey11.8.2012 Aðstoð við ferðamann í Þjórsárkvíslum11.8.2012 Aðstoð vegna foks á tjöldum11.8.2012 Svæði 4 - Týnd stúlka við Langavatn12.8.2012 Sv. 4 - Fastir bílar við Langavatn13.8.2012 Sv. 10 - Fastur bíll við Hofsjökul14.8.2012 Sv. 4 - Týndur ferðamaður við Glym15.8.2012 Sv. 10 - Tveir bílar fastir norðan Hofsjökuls

gnaften xaf imís

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 545 2100 545 2001 [email protected]

StrandarstöðvarReykjavík radíó TFA Nes radíó TFM Hornafjörður Radíó TFT 551 1030 562 9043 [email protected]. Vestmannaeyjar radíó TFV Ísafjörður radíó TFZ Hornafjörður radíó TFX

Upplýsingar um skip og báta 552 3440

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarendaNýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga

VAKTSTÖÐ SIGLINGAfjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Sjálfvirk tilkynningaskylda

Útkallssími511 3333

Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is

118

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

15.8.2012 250 Sv. 2 - F1 leit að konu í Garðinum15.8.2012 240 - F1 rauður vélavana bátur við Eldey16.8.2012 Sv. 16 - Fastur bíll16.8.2012 235 - Sv. 2 - Hættustig rauður, sprengjuhótun í flugvél17.8.2012 Sv. 12 - Fastur bíll í Lindá17.8.2012 Sv. 2 - 240 fastur bíll18.8.2012 Sv. 1 - Fótbrotin kona í Brynjudal19.8.2012 Sv. 2 - 240 Fastur bíll19.8.2012 Stúlka í sjálfheldu19.8.2012 Sv. 1 - Vélavana bátur20.8.2012 Sv. 4 - Fastur bíll við Langavatn21.8.2012 Sv. 16 - Almenningar22.8.2012 Slösuð kona á hné við Leirhnjúk22.8.2012 Kona týnd í Lóni í Hornafirði24.8.2012 Sv. 16 - Drukknaður bíll25.8.2012 Sv. 16 - Leit í Eldgjá26.8.2012 Sv. 1 - Drengur dettur á hjólabrettapalli26.8.2012 Sv. 1 - F3 rauður, ljós út af Kársnesi26.8.2012 B.s. Björg í Rifi aðstoðar bát til hafnar29.8.2012 26.8. Fastur bíll í Hólsá30.8.2012 Fótbrotin maður í Skaftafelli31.8.2012 Fastur Bíll við Tindafjall31.8.2012 Sv. 12 - Fastur bíll í Grafalandaá31.8.2012 F1 Krampi í Kjós

September1.9.2012 Sv. 4 - Fastur bíll við Langavatn1.9.2012 Sv. 2 - 230 Gæsla á Ljósanótt 20122.9.2012 Vélarvana bátur fyrir utan Þorlákshöfn3.9.2012 Maður í Skyndidalsá3.9.2012 Sv. 10 - Hross í rotþró4.9.2012 Bíll fastur utan vegar við Djúpavog5.9.2012 Aðstoð við Kirkjufellsós5.9.2012 Aðstoð við Almenninga5.9.2012 Aðstoð á Fimmvörðuhálsi5.9.2012 230 Sv. 2 - Óvissustig Rauður, UA 69 Boeing5.9.2012 Sv. 11 - Slasaður maður við Laugafell6.9.2012 Sv. 12 - Fastur bíll vestan við Kistufell6.9.2012 Sv. 1 - Öndunarerfiðleikar í Kjós8.9.2012 Fastur bílaleigubíll við Kirkjufellsós9.9.2012 Sv. 11 - Göngumenn skila sér ekki

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum

Við erum með tengigrindur fyrir:

• Ofna- og gólfhitakerfi

• Neysluvatn

• Snjóbræðslur

• Stýringar fyrir setlaugar

• Við getum sérsmíðað

tengigrindur fyrir allt að

25 MW afl

Við erum eini framleiðandinn íheiminum sem framleiðir tengi-grindur og varmaskipta, ásamtsjálfvirkum stjórnbúnaði fyrirhitakerfi.

Í áratugi höfum við safnað samanmikilli reynslu með vinnu viðýmsar aðstæður og við margarmismunandi gerðir hitakerfa

Þess vegna getum við boðið réttutengigrindalausnina fyrir þitt hita-kerfi. Lausn sem byggir á áratugareynslu við val á stjórnbúnaðifyrir íslenskar hitaveituaðstæður.

Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggiTermix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss

Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni

Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð

Ódýr og hagkvæm lausn

Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður

Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður

Auðveld í uppsetningu og notkun

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

120

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

10.9.2012 Aðstoð vegna rafmagnsleysis10.9.2012 Óveður í Bolungarvík10.9.2012 Sv. 9 - Aðstoða tvo bíla við Hveravelli10.9.2012 Aðstoð við ferðafólk í Hamarsfirði10.9.2012 Sv. 10 - Aðstoð við Rarik, Þverárfjall10.9.2012 Sv. 11 - Óveður á Víkurskarði10.9.2012 Sv. 12 - Óveður í Mývatnssveit10.9.2012 Sv. 7 - Fokútkall í Hnífsdal10.9.2012 Sv. 1 - Óveðursútkall10.9.2012 Sv. 12 - Óveðursaðstoð víða10.9.2012 Sv. 16 - Aðstoðarbeiðni vegna foks10.9.2012 Sv. 16 - Hvassviðri 10.9.2012 Svæði 10 - Aðstoð við Rarik10.9.2012 Svæði 10 - Bílar útaf á Vatnsskarði10.9.2012 Svæði 10 - Óveður í Skagafirði10.9.2012 Svæði 4 - Aðstoð á Kaldadal 10.9.2012 Rollubjörgun í Reykjadal11.9.2012 Sv. 11 - Leit að kindum á Öxnadalsheiði11.9.2012 Sv. 2 190 - Óveðursútkall11.9.2012 Svæði 4 - Aðstoð á Kaldadal11.9.2012 Svæði 4 - Aðstoða fastan bíl11.9.2012 201 Sv. 16 - Bilaður bíll í Klappargili á vegi 20811.9.2012 Sv. 9 - Fjárleit á Sauðardal11.9.2012 Sv. 9 - Grafa fé úr fönn á Sólheimum11.9.2012 Vatnsagi í Grunnskóla Fjallabyggðar11.9.2012 Sv. 12 - Fjárleit og ýmis aðstoð á svæðinu, dagur 212.9.2012 Sv. 9 – Heiðardalur, Vatnsnesfjalli, fennt fé12.9.2012 Svæði 10 - Leitað kinda austan vatna12.9.2012 Svæði 10 - Leitað kinda í Víðimýrardal12.9.2012 Svæði 4 - Aðstoða fasta rútu á Kaldadal12.9.2012 Sv. 9 - Aðstoð við bændur12.9.2012 Sv. 11 - Fjárleit í Ólafsfirði12.9.2012 Svæði 10 - Björgun á sauðfé13.9.2012 Svæði 4 – Ok, bíll fastur við Jaka14.9.2012 Sv. 11 - Aðstoða bændur við fjárleit í Hörgárdal15.9.2012 Sv. 9 - Aðstoð á Vatnsnesfjalli15.9.2012 F3 Sv. 9 - Aðstoð á Víðidalsfjalli15.9.2012 Svæði 4 - Ok, fastur bíll á Kaldadal16.9.2012 Sv. 12 - Fastur rútukálfur við Víti16.9.2012 Sv. 1 - Umferðarslys á Vesturlandsvegi16.9.2012 Sv. 12 - Aðstoða bændur í Mývatnssveit við fjárleit17.9.2012 Fastur bíll við Mýrarkvísl

Ef allir díselbílar á Íslandi notuðu VLO-díselolíu frá Olís myndi það jafngilda kolefnisbindingu 8,6 milljóna trjáa!*

*Á einu ári losar dísel bíla floti Íslend inga um 345 þús und tonn af kol tví sýr ingi út í and rúms loftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% út blást urs minnk un jafn gilda því að gróð ur setja 8,6 milljón ir trjáa – eða skóg sem nemur öllu byggðu svæði Reykja víkur.

Umhverfisvænni díselolía hjá Olís

PIPA

R\TB

WA

- SÍ

A -

1311

33

Vetnismeðhöndluð lífræn olía

Nánari upplýsingar á olis.is

Olís býður fyrst íslenskra olíu fyrir tækja upp á dísel elds neyt i bland að með VLO, vetnis með­höndl aðri líf rænni olíu, sem er af vís inda mönn um talin hrein ni og um hverfis væn ni en annað dísel elds neyti á mark aðn um í dag. VLO virkar full kom lega eins og önn ur dísel olía en meng­ar minna. Íblöndunin dregur úr koltvísýringsmengun um 5%.

VLO í hnotskurn

• Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst.• Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun.• Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla.• Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél.• Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð.• Skilar sama afli og venjulegt dísel og 5% meira afli en hefðbundið

lífdísel.• Er mjög kuldaþolið og geymist vel, jafnt í hita sem kulda.

122

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

17.9.2012 Sv. 16 - Fjórhjólaslys17.9.2012 Sv. 12 - Aðstoða við fjárleit í Geldingardal18.9.2012 Aðstoð við fastan bíl á Dynjandisheiði19.9.2012 Vélavana bátur við Viðey20.9.2012 Sv. 1 - Kjalarnes, skert meðvitund21.9.2012 Sv. 9 - Aðstoða lögreglu við Sveinsstaði21.9.2012 Sv. 12 - Leit að manni innanbæjar21.9.2012 Sv. 9 - Aðstoða við fjárleit í Tröllabotnum21.9.2012 Sv. 12 - Aðstoð við fjárleit í Gæsafjöllum22.9.2012 Sv. 6 - Bílaleigubíll í ógöngum á Þingmannaheiði22.9.2012 Sv. 6 - Fastur bíll á Dynjandisheiði22.9.2012 Sv. 6 - Kópur, olíulaus skemmtibátur22.9.2012 Sv. 12 - Aðstoð við fjárleit í Norðurfjöllum23.9.2012 Fastur bíll sunnan við Hagavatn23.9.2012 Sv. 6 - Bíll útaf á Dynjandisheiði25.9.2012 Sv. 1 - Kjalarnes, meðvitundarleysi27.9.2012 Sv. 16 - Landmannalaugar27.9.2012 Leit að erlendum ferðamönnum á Kili28.9.2012 Sv. 10 - Aðstoð við smalamennsku í Vesturfjöllum28.9.2012 Sv. 11 og 12 - Aðstoð við bændur á Norðurlandi29.9.2012 Aðstoð við bændur á svæði 929.9.2012 Sv. 16 - Fastur bíll við Fiská29.9.2012 Sv. 16 - Fastur bíll við Bjallavað30.9.2012 Aðstoða hafnarvörð vegna báts sem losnaði frá bryggju30.9.2012 Bíll í Jökulsá í Lóni

Október1.10.2012 Fjárleit á Víðidalstunguheiði2.10.2012 Sv. 1 - Umferðaróhapp á Vesturlandsvegi3.10.2012 Eyri í Þjórsá4.10.2012 Aðstoð við ferðamenn á Vaðlaheiði6.10.2012 Rollubjörgun í Hengli7.10.2012 Sv. 9 - Leit í Víðidal10.10.2012 Sv. 1 - Kjalarnes öndunarerfiðleikar12.10.2012 Fastur bíll við Landmannahelli12.10.2012 Ferja gangnamenn inn á Bleiksmýrardalsdrög13.10.2012 Slasaður maður í Esju14.10.2012 Sv. 2-230 - Aðstoð vegna líkfundar14.10.2012 Sv. 12 - Sækja slasaðan hjólamann upp á Heilagsdal14.10.2012 Aðstoða við leit að fé í Norðurfjöllum15.10.2012 Sv. 16 - Rúta í vandræðum í Gatnabrún18.10.2012 Göngufólk í vanda

123

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

20.10.2012 Sv. 3 - Rúta með 55 manns sem ók útaf21.10.2012 Sv. 4 - Slasaður einstaklingur í Botnsúlum21.10.2012 Hrútur sóttur frá Sjó23.10.2012 F3 Grænn - Sigið e. lambi24.10.2012 Sv. 16 - Fastur bíll á F 2625.10.2012 Sv. 11 - Leit í Glerárgili26.10.2012 Leit að týndum26.10.2012 Sv. 1 - Leit í Bláfjöllum26.10.2012 Óvissa Rauður KEF27.10.2012 Svæði 6 - Aðstoð við rjúpnaskyttur á Fossheiði27.10.2012 Svæði 4 - Týnd rjúpnaskytta við Bröttubrekku27.10.2012 Sv. 1 - Rúta útaf á Mosfellsheiði27.10.2012 Sv. 11 - Bjarga hesti28.10.2012 Fastur bíll í Blóðbrekkum Oddskarði30.10.2012 Sv. 12 - 25.10.12. Árekstur á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum31.10.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Grjótagjá31.10.2012 Sv. 9 - F2 Þak að fjúka á Hvammstanga31.10.2012 Vopnafjarðarheiði, bíll fastur í óveðri31.10.2012 Leit í Skagafirði31.10.2012 Sv. 10 - Leit að manni á Hofsafrétt31.10.2012 Sv. 9 - F1 Rúta á hliðinni í Langadal

Frá námskeiði í snjóflóðaleit sem haldið var á Gufuskálum. Mynd: Þór Magnússon.

124

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Nóvember1.11.2012 Aðstoð við snjóaeftirlitsmann1.11.2012 Fastur bíll við Vatnsdalsgerði í Vopnafirði1.11.2012 Sv. 11 - Fastur bíll á Öxnadalsheiði1.11.2012 Sv. 13 - Þakplötur að fjúka í Neskaupstað1.11.2012 Sv. 16 - Járnplötur að fjúka í Mýrdal2.11.2012 Aðstoð að Oddabraut 5 í Þorlákshöfn2.11.2012 Fok af hlöðu á Hraunsmúla í Staðarsveit (Lífsbjörg)2.11.2012 Óveður Hvv2.11.2012 Óveður í Hveragerði2.11.2012 Óveður Sv. 182.11.2012 Óveðuraðstoð á Selfossi2.11.2012 Óveðursaðstoð á Klaustri 22.11.2012 Þak að fjúka á Kárastöðum2.11.2012 Þakplötur að losna í Ytri-Tungu Staðarsveit (Lífsbjörg)2.11.2012 Aðstoð við heilbrigðisstarfsmann á Vopnafirði2.11.2012 Óveður í Bolungavík2.11.2012 Óveðuraðstoð við Dynjanda2.11.2012 Sv. 12 - Sækja menn frá Jarðborunum

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í febrúar. Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var m.a. með tæki og tól til sýnis fyrir bæjarbúa.

Við leggjum okkur fram við að bjóða bestu og tæknilega fullkomnusturáðstefnuaðstöðu á landinu.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur.15 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur.Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.

Upplifðu fagmennsku í ráðstefnu- og veisluhöldum.

VIÐ LEYSUM MÁLIÐ

RÁÐSTEFNUROG VEISLUHÖLD

Sigtún 38 / 105 Reykjavík

Sími: 514 8000

E-mail: [email protected]

www.grand.is

GRAND HÓTEL REYKJAVÍK

126

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

2.11.2012 Sv. 11 - Óveðurs- og ófærðaraðstoð í Dalvíkurbyggð.2.11.2012 Sv. 11 - Bíll fastur í Ólafsfjarðarmúla2.11.2012 Sv. 1 - Óveðursaðstoð á Höfuðborgarsvæðinu2.11.2012 Sv. 16 - Óveðursútkall í Mýrdal2.11.2012 Sv. 16 - Þakplötur að fjúka í Mýrdal2.11.2012 Sv. 2-245 - Sandgerði. Óveðursaðstoð2.11.2012 Sv. 2-240 - Glerskáli að fjúka2.11.2012 Sv. 2-240 - Óveður í Grindavík2.11.2012 Sv. 4 - Óveður á Akranesi2.11.2012 Sv. 9 - Óveðursaðstoð í Húnaþingi vestra3.11.2012 Sv. 12 - Sækja Dufl fyrir LHG3.11.2012 Sv. 11 - Aðstoð við sjúkraflutningamenn í Ólafsfirði3.11.2012 Sv. 11 - Óveðursaðstoð3.11.2012 Sv. 12 - Ferja heilbrigðisstarfsmann til Húsavíkur3.11.2012 Sv. 2-240 - Svalahandrið að fjúka3.11.2012 Sv. 4 - Akranes óveðursaðstoð í Hvalfjarðarsveit3.11.2012 Sv. 4 - Gestahús að fjúka við Móa4.11.2012 Sv. 4 - Aðstoða fastan bíl við Langavatn4.11.2012 Sv. 12 - Aðstoða Rarik4.11.2012 Sv. 3 - Fastur bíll í Gljúfurleit5.11.2012 Sv. 11 - Ófærðaraðstoð á Akureyri7.11.2012 Farið inn á Breiðdalsheiði og náð í bíl

Frá fjárleit á Norðurlandi í september.

127

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

8.11.2012 Breiðdalsheiði náð í bíl8.11.2012 Sv. 1 - Kviðverkir í Kjós8.11.2012 Bátur í nauð 20 mílur vestur af Rit8.11.2012 Bátur í neyð8.11.2012 Könnun fyrir neyðarlínu9.11.2012 Bíll fastur á Fjarðarheiði9.11.2012 Sv. 9 - Aðstoð við bíl í Langadal9.11.2012 Aðstoðarbeiðni9.11.2012 Fastir bílar við Skagaströnd9.11.2012 Sv. 12 - Ísing á raflínum9.11.2012 Sv. 2-230 - Óveðursútkall10.11.2012 Aðstoð á Holtavörðuheiði10.11.2012 Aðstoð á Vopnafjarðarheiði10.11.2012 Draga upp bíl sunnan við Dalvík10.11.2012 Óveðursaðstoð, Dalvík10.11.2012 Sv. 11 - Fastur bíll á Víkurskarði10.11.2012 Sv. 11 - Hreinsa ísingu af Kröflulínu10.11.2012 Aðstoða ferðalanga við Böðvarsnes11.11.2012 Bílar fastir á Þverárfjalli12.11.2012 Óveðuraðstoð í Þorlákshöfn12.11.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við bæinn Vindbelg12.11.2012 Sv. 2-230 - Óveðursaðstoð12.11.2012 Sv. 2-240 - Óveður í Grindavík14.11.2012 Sv. 1 - Maður í sjónum í Fossvogi14.11.2012 Sv. 11 - Sækja fé á Barkárdal15.11.2012 Sv. 11 - Ófærðaraðstoð á Öxnadalsheiði16.11.2012 Aðstoð fólk í Súgandafirði16.11.2012 Snjóflóð í Súðavíkurhlíð16.11.2012 Sv. 7 - Aðstoð við vaktaskipti á sjúkrahúsinu á Ísafirði16.11.2012 Svæði 10 - Leit að manni og bíl17.11.2012 F3 grænn - Breiðdalsheiði17.11.2012 Sv. 11 - Aðstoð við sjúkraflutning fyrir Ólafsfjarðarmúla

128

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

17.11.2012 Svæði 10 - Rúta út af vegi í Norðurárdal á móti Egilsá18.11.2012 Sv. 11 - Fastur bíll í Héðinsfirði18.11.2012 Sv. 11 - Ólafsfjörður, ófærð og snjóþyngsli19.11.2012 Sv. 4 - Ok, fastur bíll á Arnarvatnsheiði19.11.2012 Sv. 9 - Fastir bílar í Norðlingafljóti á Arnarvatnsheiði19.11.2012 Aðstoð við bíl við Galtará20.11.2012 F3 grænn - Breiðdalsheiði, fastur bíll20.11.2012 Sv. 11 - Ólafsfjörður, snjóþyngsli á þökum20.11.2012 Sv. 12 - Fastir bílar á Hólasandi og Grjótagjárvegi20.11.2012 Sv. 16 - Fastur bíll á Hamragarðaheiði20.11.2012 Svæði 13 - Bíll fastur á Oddskarði við göng20.11.2012 Svæði 13 - sjúkrabíll fastur á Oddskarði með ólétta konu20.11.2012 Svæði 13 - Rútuslys20.11.2012 Svæði 13 - Bíll útaf21.11.2012 Aðstoð áhöfn Örvar21.11.2012 Sv. 9 - Aðstoða bíl við Þverá21.11.2012 Sv. 11 - Aðstoð á Öxnadalsheiði21.11.2012 Sv. 16 - Veðurtepptur skólahópur21.11.2012 Sv. 9 - Aðstoð á Skagaströnd21.11.2012 Sv. 9 - Aðstoð vegna fannfergis á Skagaströnd

Björgunarsveit aðstoðar Vegagerðina við lokun á Suðurlandsvegi í ófærð á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Mynd: Jóhann K. Jóhannsson.

129

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

21.11.2012 Sv. 9 - Óveðursaðstoð á Skagaströnd22.11.2012 Sv. 12 - Aðstoð við sjúkrabíl22.11.2012 Smárúta útaf á Gemlufallsheiði23.11.2012 Svæði 13 - Þrír bílar fastir á Oddskarði23.11.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Hverarönd23.11.2012 Leit að þýsku pari23.11.2012 Sportbátur strandar við Eskifjörð23.11.2012 Fjárleit á Norðurlandi25.11.2012 Ferðamenn í vandræðum vegna hálku við Arnarstapa (Lífsbjörg)25.11.2012 Maður í sjálfheldu í Rjúpnafelli25.11.2012 Bátur strandaður við Straumnes25.11.2012 Sv. 3 - Fastur bíll í Ásbrandsá25.11.2012 Sv. 4 - Fastur bíl í Kaldárdal25.11.2012 Sv. 16 - Bíll útaf26.11.2012 Sv. 9 - Moka snjó af fjárhúsþaki27.11.2012 Sv. 9 - Snjóþungi á þaki sundlaugarbyggingar á Hvammstanga29.11.2012 Leit að konu innanbæjar29.11.2012 Sv. 1 - Leit að konu innanbæjar30.11.2012 Sv. 4 - Ok, fastur bíll við Surtshelli

Falleg vetrarstemning í æfingaferð. Mynd: Pétur Þorgeirsson, HSSK.

130

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Desember

1.12.2012 Sv. 10 - Sækja kindur í Staðarfjöll2.12.2012 Farið inn á Breiðdalsheiði að beiðni Lögreglu að hjálpa bíl sem er í vandræðum2.12.2012 Sv. 6 - Bíll fastur í snjó á Kleifaheiði2.12.2012 Aðstoða erlenda ferðamenn á Öxi3.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll við Selás3.12.2012 Sv. 16 - Bíll útaf við Dímonarveg4.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á leið upp á Námaskarð4.12.2012 Sv. 12 -Fastur bíll við Hverfjall4.12.2012 Sv. 16 - Aðstoð við aldraða4.12.2012 Svæði 10 - Leit að rollum5.12.2012 Aðstoð í Þrengslum6.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á Dettifossvegi vestan6.12.2012 Sv. 12 - F1 rauður, Rifós7.12.2012 Bresk kona í vandræðum (S-Svæði 5)7.12.2012 Sv. 12 - Bíll í vandræðum á Haganesafleggjara7.12.2012 Villtur maður á Jökulhálsi (S-Svæði 5)8.12.2012 Aðstoð við bændur vegna sauðfjár á sundi8.12.2012 Sv. 4 - Aðstoða bóndann í Skeljabrekku8.12.2012 Sv. 13 - Aðstoð við ferðalanga á Fjarðarheiði8.12.2012 Eftirgrennslan við hellinn Búra9.12.2012 Sv. 12 - Bíll fastur á bílastæðinu við Dettifoss9.12.2012 Sv. 2-190 - Leit að týndum einstaklingi á Strandarheiði10.12.2012 Sv. 4 - Óveðuraðstoð á Grundartanga13.12.2012 Sv. 1 - Strand í Hvammsvík14.12.2012 Sv. 1 - Fastur bíll á Nesjavallavegi15.12.2012 Sv. 12 - Bílvelta 49 km austan Mývatns15.12.2012 Sv. 1 - Slösuð kona við Kleifarvatn16.12.2012 Leit við hellinn Búra17.12.2012 Sv. 12 - Bíll fastur á Biskupshálsi17.12.2012 Sv. 12 - 12.16.2012 Bíll fastur á Mývatnsöræfum19.12.2012 Sv. 2-230 - Leit innanbæjar í Reykjanesbæ19.12.2012 Sv. 3 - Leit við Litla-Hraun19.12.2012 Sv. 1 - Slys Hvalfjörður Múlafjall19.12.2012 Sv.12. Bíl með ferðamönnum útaf við Neslandavík20.12.2012 Sv. 12 - 12.18.2012. Bílstjóri villtist niður á Hólasand og festi sig þar22.12.2012 F-3 Farið á Breiðdalsheiði22.12.2012 Sv. 12 - Bíll ekur útaf við vegamót Dettifossvegar24.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á veginum að Dimmuborgum24.12.2012 Sv. 1 - Týndur maður í Hafnarfirði25.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll nálægt Námaskarði

131

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Aðgerðir björgunarsveita 2012

25.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á Hólasandi25.12.2012 F3 - Eftirgrennslan um bíl í vandræðum26.12.2012 Aðstoð á Þröskuldum26.12.2012 Sv. 12 - Erlendir ferðamenn fastir við Kísiliðjuna26.12.2012 Sv. 12 - Erlendur ferðamaður fastur á Hólasandi27.12.2012 Aðstoð innanbæjar Ísafirði27.12.2012 Fastir bílar á Fjarðarheiði27.12.2012 Lokun á Hnífsdalsvegi27.12.2012 Lokun á Hvilftarströnd Flateyri27.12.2012 Maður fastur í Kirkjubólshlíð27.12.2012 Ólétt kona á Ísafjörð27.12.2012 Rýming Höfða í Skutulsfirði27.12.2012 Snjóflóð í Súgandafirði við göngin27.12.2012 Sækja fólk á Hvilftarströnd27.12.2012 Lokun Gemlufallsheiði27.12.2012 Sv. 12 - Fastir ferðamenn við Hverfjall27.12.2012 Sv. 7 - Bjarnadalur27.12.2012 Sv. 7 - Óveðursaðstoð27.12.2012 Aðstoða bændur vegna sauðfjár27.12.2012 Bíll útaf í Dýrafirði

Réttur búnaður skiptir sköpum fyrir þann sem lendir í ísköldum sjó eða vatni. Mynd: Pétur Þor-geirsson, HSSK.

132

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

27.12.2012 Ökklabrotin kona í Þjórsárdal28.12.2012 Sækja bíl á Hvilftarströnd28.12.2012 Aðstoð vegna veðurs og fleira28.12.2012 F1 rauður, Silfra28.12.2012 Sv. 12 - Fastur bíll á Hólasandi28.12.2012 Sv. 2 - Viðbragð Almannavarna28.12.2012 Sv. 1 - Meðvitundarleysi í Kjós29.12.2012 Aðstoð í Þrengslum29.12.2012 Óveður í Snæfellsbæ29.12.2012 Óveðuraðstoð, svæði 929.12.2012 Sv. 11 - Aðstoð Bakkaselsbrekku29.12.2012 Sv. 11 - Aðstoð í Bakkaselsbrekku29.12.2012 Svæði 11 - Tindur sækir fólk að Kleifum29.12.2012 Aðstoð á Steingrímsfjarðarheiði29.12.2012 Bílar fastir29.12.2012 Dalvík, ófærðaraðstoð29.12.2012 Sv. 8 - Óveðursaðstoð29.12.2012 Sv. 1 - Leit í Kópavogi, örvinglaður maður29.12.2012 Sv. 1 - Óveður á höfuðborgarsvæðinu29.12.2012 Svæði 10 - Bíll fastur á Öxnadalsheiði29.12.2012 Svæði 10 - Bíll útaf við Kot29.12.2012 Sv. 10 - Leit að manni30.12.2012 Rarik aðstoðað (Lífsbjörg)30.12.2012 Sv. 6 - Barðaströnd, aðstoð30.12.2012 Sv. 11 - Aðstoð við Landsnet30.12.2012 Sv. 16 - Vatnsfell, sendir30.12.2012 Sv. 7 - Sjúkraflutningur frá Flateyri31.12.2012 Sv. 10 - Krókur, aðstoð vegna ófærðar31.12.2012 Aðstoð við fjárbændur31.12.2012 Sv. 12 - Útkall F3, bíll fastur á Laxárbrú31.12.2012 Sv. 11 - Aðstoð við Lögreglu

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Afl starfsgreinafélagwww.asa.is

Akureyrarbærwww.akureyri.is

Alþýðusamband Íslands

Baader Island ehf.

Hafbáran ehf.450 Patreksfjörður

Beitir ehf.www.beitir.is

Bolungarvíkurhöfnwww.bolungarvik.is

Brunavarnir Suðurnesja

DalvíkurhafnirDalvík - Árskógsströnd - Hauganes

www.dalvik.is

Djúpavogshöfnwww.djúpivogur.is

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

Félag skipstjórnarmannawww.skipstjorn.is

Fisk Seafoodwww.fisk.is

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar

www.fmbs.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Fiskmarkaður Siglufjarðar [email protected]

Fiskmarkaður Austurlands [email protected]

Fiskvinnslan Íslandssagawww.islandssaga.is

FjallabyggðarhafnirSiglufjörður og Ólafsfjaðarhöfn

www.fjallabyggd.is

Frár [email protected]

Freydís sf.www.freydis.is

Gjögur hf.

Grundarfjarðarbærwww.grundarfjordur.is

Grundarfjarðarhöfnwww.grundarfjordur.is

Gullberg ehf.

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar

Hafnarfjarðarhöfnwww. hafnarfjardarhofn.is

Hafnasamlag Norðurlands

Hafnarsjóður Skagafjarðarwww.skagafjordur.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnarwww.olfus.is

Hafnir Ísafjarðarbæjarwww.isafjardarbaer.is

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjarwww.mos.is

Hjallasandur ehf., Snæfellsbæ

Hjálmar ehf.

Hlaðbær-Colas hf.www.colas.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.

Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker

Ísfélag Vestmannaeyja hf.www.isfelag.is

134

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Banaslys

Hallgrímur SI

Þann 25. janúar 2012 var Hallgrímur SI á siglingu um 150 sml. NV af Álasund í Noregi í afar slæmu veðri. Um kl. 13:15 þegar skipið var statt á stað 63°55,7N og 01°26,5A komu neyðarmerki frá Hallgrími SI og sökk skipið skömmu síðar. Fjórir skipverjar voru um borð og komust tveir þeirra í björgunarbúninga en hinir ekki.

Öðrum þeirra sem komst í björgunarbúning var bjargað um fjórum tímum síðar en lík hins skipverjans fannst mörgum vikum síðar. Skipverjarnir tveir sem ekki komust í björgunarbúninga fundust ekki og voru taldir af.

Sigurbjörg ÓF

Þann 21. mars 2012 var Sigurbjörg ÓF 1 á siglingu skammt vestur af Straumnesi. Skipverjar höfðu verið að störfum bæði á trollþilfari og við þrif á vinnsluþilfari en voru komnir í morgunkaffi þegar í ljós kom að einn skipverja vantaði. Við eftirgrennslan fannst skipverjinn meðvitundarlaus og klemmdur fastur milli snyrtiborðs og hækkanlegs stöðu-

palls. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Eldur í skipum

Stapi BA

Þann 4. júní 2012 lá Stapi BA 79 við bryggju í Patreksfjarðarhöfn. Eldur kom upp með eldavél og upp í stýrishúsið. Skipstjóri uppgötvaði eldinn er hann kom um borð og þrátt fyrir eld og reyk inni í rýminu náði hann slökkvitæki og slökkti eldinn. Miklar skemmdir urðu.

Aron ÞH

Þann 7. júní 2012 var Aron ÞH 105 á siglingu á Skjálfanda-flóa þegar skipstjóri varð var við reykjarlykt og sá að reyk lagði upp frá vélarúmshlera. Þegar hann opnaði niður í vélarúmið komu eldtungur á móti honum svo hann lokaði aftur, stöðvaði vél og gangsetti slökkvikerfi vélarúmsins.

» Skipsskaðar og slys á sjó 2012

135

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Hann opnaði hlerann eftir talsverðan tíma og var þá ennþá logandi afmarkaður eldur sem hann gat slökkt með dufthandslökkvitæki. Aron ÞH var dreginn til Húsavíkur.

Guðrún EA

Þann 14. júní 2012 lá Guðrún EA 58 við bryggju í Hríseyj-arhöfn. Verið var að undirbúa bátinn undir skoðun og taka búnað í land þegar skipstjóri varð var við reykjarlykt sem lagði út um dyr stýrishússins. Hann hringdi á slökkvilið og fór strax og sótti slökkvitæki. Þá var mikill reykur kominn í framskipið, en enginn eldur sást fyrr en hann sprautaði inn

í lofttúðu að miðstöðvarkerfi bátsins. Slökkvilið staðarins kom og slökkti eldinn.

Silfurnes SF

Þann 27. júní 2012 var Silfurnes SF 99 við bryggju á Hornafirði. Um miðjan dag varð vart við reyk frá vélarúmi bátsins og var hringt í Neyðarlínuna. Þegar rýmið var opnað til að sprauta vatni niður í það jókst reykurinn mikið og var því lokað aftur. Þá var lokað fyrir loftinntak í skut til að hefta súrefnisflæðið. Þegar slökkvilið Hornafjarðar kom

á staðinn var eldurinn slökktur með kolsýruslökkvitækjum.

Maggý VE

Þann 19. júlí 2012 var Maggý VE 108 á togveiðum um 7-8 sml suður af Heimaey. Eftir að brunaviðvörunarkerfi skipsins fór í gang kom í ljós að eldur hafði kviknað í aðal-rafmagnstöflu skipsins. Sendi skipstjóri út neyðarkall og lét áhöfnina klæðast björgunarbúningum. Eftir aðgerðir skipverja við að loka skipinu slökknaði eldurinn og við

frekari könnun kom í ljós að sjór lak inn í skipið. Eftir að aðstoð barst frá nærstöddum skipum og úr landi var skipið dregið til hafnar.

Ölduljón

Þann 30. júní 2012 var skemmtibáturinn Ölduljón við bryggju í Vestmannaeyjum. Vegfarandi veitti því athygli að reyk lagði frá stýrishúsi bátsins og hringdi þegar á 112. Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang en þá var mikill hiti kominn í yfirbyggingu bátsins. Þegar dyr stýrishússins voru opnaðar varð sprenging og eldtungur brutust út. Þrátt fyrir mikinn reyk og eld gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Miklar skemmdir urðu á innviðum bátsins.

Skipsskaðar og slys á sjó 2012

136

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skip sem sukku

Krummi BA

Þann 1. maí 2012 var Krummi BA á siglingu skammt norður af Bjargtöngum á leið frá Grundar-firði til Patreksfjarðar. Klukkan 20:57 þegar báturinn var kominn norður fyrir Bjargtanga fékk hann undir sig straumhnút að aftan með þeim afleiðingum að hann lagðist á stjórnborðshliðina og sökk. Skipverjinn komst upp á stefnið en nærstaddur bátur, Lóa BA, kom fljótlega til hans. Þá sökk Krummi og skipverjinn lenti í sjónum en honum var bjargað um borð í Lóu.

Ver RE

Þann 21. nóvember 2012 sökk Ver RE við bryggju í Reykjavík. Báturinn hafði legið þar í rúmlega sjö ár en hann sökk á sama stað í júlí 2010.

Skip sem strönduðu

Hákon Tómasson GK

Hákon Tómasson GK 226 lá mannlaus á bólfærum á Busthúsalegu norðan Hvalsness á Reykja-nesi. Í miklu vestanveðri sem gekk yfir landið aðfararnótt 11. janúar slitnaði báturinn upp og rak upp í fjöru. Brotnaði báturinn mikið.

Jakob Leó RE

Þann 23. apríl 2012 strandaði Jakob Leó RE 174 í Hofs-vík á Kjalarnesi. Við lagningu grásleppuneta var bátnum siglt upp á grunn svo hann stóð fastur. Léttabátur frá nær-stöddu varðskipi dró Jakob Leó RE af skerinu eftir að fallið hafði að í um hálfa klukkustund.

Fernanda

Þann 5. maí 2012 strandaði flutningaskipið Fernanda við hafnarmynnið í Sandgerði þangað sem skipið var að koma til lestunar. Skipið losnaði fyrir eigin vélarafli síðar sama dag eftir að flætt hafði að.

Silfurnes SF

Þann 9. maí 2012 strandaði Silfurnes SF í fjörunni undan Steinadal á siglingu austur með strönd Suðursveitar. Óskaði skipstjóri eftir aðstoð en vegna útfalls var fljótlega hægt að ganga í kringum bátinn. Björgunarskipið Ingibjörg kom á strandstað þegar fallið var undan Silfurnesi og dró hún bátinn á flot.

Ljósmyndir: Hilmar Snorrason

137

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Skipsskaðar og slys á sjó 2012

Eyjólfur Ólafsson GK

Þann 2. júlí 2012 strandaði Eyjólfur Ólafsson GK við norðanverðan Spákonufellshöfða á siglingu til Skagastrandar. Stjórnandi bátsins hafði sofnað við stjórnvölinn og vaknaði ekki fyrr en báturinn var kominn inn á milli skerja og farinn að snerta þarabotn. Náðist báturinn á flot á næsta aðfalli með aðstoð björgunarsveitarinnar á Skagaströnd.

Silver Copenhagen

Þann 1. ágúst 2012 strandaði flutningaskipið Silver Co-penhagen í höfninni á Vopnafirði þegar skipið var á útleið þaðan. Náðist skipið aftur á flot eftir að fallið hafði að og kjölfestu hafði verið dælt fyrir borð.

Haukur

Þann 2. ágúst 2012 strandaði farþegaskipið Haukur á skemmtisiglingu með farþega NA af Lundey á Skjálfanda-flóa. Óskað var eftir aðstoð og var viðbragðsáætlun björg-unaraðila virkjuð. Farþegar og einn úr áhöfn voru teknir um borð í aðra báta og dró farþegaskipið Bjössi Sör Hauk af strandstað.

Mávur SI

Þann 15. ágúst 2012 var Mávur SI að koma til Norður-fjarðar á Ströndum til olíutöku þegar honum var siglt í strand á grynningum rétt austur af vestari hafnargarð-inum. Bátsverjum tókst að losa bátinn en einhverjar skemmdir urðu á kili.

Halldór Sigurðsson ÍS

Þann 22 október 2012 strandaði Halldór Sigurðsson ÍS á skeri við Hvítanesklakka í mynni Skötufjarðar. Verið var að sigla bátnum á eftir hrefnu þegar hann strandaði. Náðist hann á flot á næsta flóði.

138

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Þórsnes II SH

Þann 20. nóvember 2012 strandaði Þórsnes II SH á grunni norðan Miðleiðaboða og austan Veiðileysu á siglingu skammt suður af Ólafseyjum á Breiðafirði. Skipið losnaði þegar það féll að og var því þá siglt til Stykkishólms en engar skemmdir urðu á því.

Jónína Brynja ÍS

Þann 25. nóvember 2012 strandaði Jónína Brynja ÍS í stórgrýti við Straumnesfjall eftir að stjórn-andi hans hafði sofnað á siglingunni af miðunum til Bolungarvíkur. Skipverjarnir tveir sem um borð voru fóru í björgunarbúninga og komust af sjálfsdáðum í land þaðan sem þeim var bjargað með þyrlu LHG. Báturinn eyðilagðist á strandstað.

Kári AK

Þann 13. desember 2012 strandaði Kári AK í Hvammsvík í Hvalfirði og var reynt að draga hann á flot á flóðinu um kvöldið en það tókst ekki. Á næsta flóði daginn eftir losnaði hann af sjálfsdáðum og var honum siglt til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips.

Hátíðarsigling við Hörpu. Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.

139

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Hátíðarsigling við Hörpu. Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.

» Banaslys 2012

Umferðarslys23. mars lést Knútur Trausti Hjálmarsson 24ra ára þegar hann velti bíl sínum á Hrútafjarðarhálsi. Knútur var ókvæntur og barnlaus. 26. mars lést Hans Ágúst Guðmundsson Beck 25 ára í umferðarslysi við Krossa á Ólafsfjarðar-vegi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.23. apríl lést Hyungi Lee 25 ára eftir að hann kastaðist út úr bíl skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hyungi var ásamt vinum sínum á ferðalagi um landið. 19. maí lést Auður D. Pálsdóttir 82ja ára í umferðarslysi í Skorradal þegar bifreið hennar valt. 30. maí lést Stefán Páll Stefánsson 21s árs í bílslysi við Hörgárbrú í Eyjafirði.14. júlí lést Björgvin Smári Jónatansson 62ja ára í umferðarslysi á Vatnsskarði þegar bíll hans lenti utan vegar.29. júlí lést Halldór Jónsson 80 ára í umferðarslysi á Steingrímsfjarðarheiði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 7. desember lést Sigrún Svendsen 82ja ára þegar hún varð fyrir strætisvagni á Nýbýlavegi í Kópavogi.14. desember lést Guðmundur Sigurðsson 68 ára. Guðmundur varð fyrir bíl á Sæbraut í Reykjavík þann 22. nóvember og lést af völdum áverka sem hann hlaut í því slysi. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur.

Flugslys20. október lést Hans Óli Hansson 66 ára þegar fisflugvél sem hann var í brotlenti á Njarðvíkur-heiði. Hans lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú uppkomin börn. 20. október lést Ólafur Felix Haraldsson 42ja ára þegar fisflugvél sem hann var í brotlenti á Njarðvíkurheiði. Ólafur lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Drukknunarslys4. september lést Ingólfur Vopni Ingvarsson 53ja ára þegar hann féll í Jökulsá í Lóni þegar hann var í hestaferð. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 28. desember lést Björn Kolbeinsson 35 ára í köfunarslysi í Silfru. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Vinnuslys á sjó21. mars lést Jón Haukur Njálsson 24ra ára þegar hann slasaðist um borð i skuttogaranum Sigurbjörgu ÓF í Ísafjarðardjúpi. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

140

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Sjóslys12. desember lést Gunnar Gunnarsson 50 ára þegar hann féll fyrir borð af togaranum Múla-bergi. Gunnar lætur eftir sig sambýliskonu og tvær stjúpdætur.

Heima- og frítímaslys12. janúar lést Óskar Páll Daníelsson 32ja ára þegar hann hrapaði niður hlíðar Helgafells þar sem hann var þar á göngu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og dóttur. 2. mars lést Theódór Árni Emanúelsson 38 ára þegar kviknaði í húsnæði þar sem hann svaf í Ólafsvík. Theódór var ókvæntur og barnlaus.2. mars lést Einar Guðmundsson 59 ára þegar kviknaði í íbúð í Tunguseli þar sem hann var sofandi. 19. ágúst lést Vilhjálmur Freyr Jónsson 46 ára í mótorhjólaslysi á Sandskeiði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. 12. október lést Jaroslaw Olejniczko 42ja ára. Hann fannst látinn í fjörunni neðan við Ægisgötu í Reykjanesbæ. Jaroslaw var pólskur að uppruna en bjó á Íslandi. Hann lætur eftir sig uppkominn son og aldraða móður. 20. desember lést Smári Örn Árnason 41s árs í eldsvoða í íbúðarhúsi í Grundarfirði. Hann lætur eftir sig tvö börn.

2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 SamtalsSjóslys 2 3 2 2 3 0 1 1 1 1 16Umferðarslys 23 23 19 31 15 12 17 8 12 9 169Flugslys 0 0 0 0 0 0 1 0 0 2 3Drukknanir 1 2 1 2 3 1 3 3 1 2 19Heima- og frítímaslys 8 9 2 7 4 11 0 8 2 6 57Vinnuslys 2 1 4 6 4 6 3 2 2 1 31Önnur slys 0 0 0 2 0 0 0 3 1 1 7 Samtals 36 38 28 50 29 30 25 25 19 22 302

0   5   10   15   20   25   30   35   40   45   50  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Sjóslys  

Umferðarslys  

Flugslys  

Drukknanir  

Heima-  og  frítímaslys  

Vinnuslys  

Önnur  slys  

Skipting eftir tegund slysa

141

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Banaslys 2012

Fjórhjól á beltum í eigu Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði. Mynd: Jónas Þrastarson.

Önnur slys17. september lést Jón Hilmar Hálfdánarson 39 ára af völdum áverka sem hann hlaut þegar gassprenging varð í íbúð hans. Jón var ógiftur.

Íslendingar sem létust erlendis og eru því skráðir í banaslysatölur þar25. janúar lést Magnús Þórarinn Daníelsson 65 ára þegar togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir ströndum Noregs. Magnús lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. 25. janúar lést Gísli Garðarsson 63ja ára þegar togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir ströndum Noregs. Gísli lætur eftir sig eiginkonu.25. janúar lést Einar G. Gunnarsson 68 ára þegar togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir strönd-um Noregs. Einar lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.18. febrúar lést Gunnar Örn Gunnarsson 19 ára í umferðarslysi í Tansaníu. Gunnar var búsettur í Svíþjóð en var á ferðalagi í Afríku þegar hann lést. 25. ágúst lést Birgir Páll Gylfason 24ra ára í vinnuslysi í Noregi. Hann var ókvæntur og barnlaus. 8. september lést Kristján Hinrik Þórsson 18 ára. Hann var skotinn til bana í Bandaríkjunum þar sem hann var búsettur.

142

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Björgunarskip og bátar

Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 stór björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Flest björgunarskipanna eru af gerðinni ARUN Class, byggð hjá Haimatic ltd. í Bretlandi og keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Þau eru smíðuð sérstaklega sem björgunar-skip og búin flestum fullkomnustu tækjum til björgunar á sjó. Í skipunum eru tvær Caterpillar vélar sem hvor um sig skilar 500 hestöflum en ganghraði skipanna er um 17 sjómílur. Skipin eru 14,7 m á lengd, 5,2 m á breidd og djúprista er 1,58 m. Skipin eru í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en rekin af björgunarbátasjóðum á þeim stöðum sem þau eru staðsett.

Ásgrímur S. Björnsson Staðsetning: ReykjavíkFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 sjúkrabörur, súrefni, slökkvi tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 reyk-köfunartæki, sjódæla, léttabátur og mótor, 6 m björgunar bátur.

Einar SigurjónssonStaðsetning: HafnarfjörðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varma poki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin

Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

Gunnar FriðrikssonStaðsetning: ÍsafjörðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 2 skelbörur, börur, föst bruna dæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.

143

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarskip og bátar

BjörgStaðsetning: RifFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvi tæki, föst bruna dæla, 2 lausar brunadælur, slöngur og stútar, léttabátur og mótor, Björgvinsbelti, neyðar nótin Hjálp.

SigurvinStaðsetning: SiglufjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6 mannsGanghraði: 15-18 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, skelbörur, seglbörur, slökkvi tæki, 3 sjódælur, léttabátur og mótor, 4 björgunargallar, 8 þurrbúningar, 5 RNLI bjargvesti, 6 m björgun-arbátur á skotgálga, Björgvinsbelti.

Hannes Þ. Hafstein Staðsetning: SandgerðiFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varma poki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin

Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

Oddur V. GíslasonStaðsetning: GrindavíkÁhöfn 4-6 mannsGanghraði 17-19 sm/klstSjúkra og björgunarbúnaður um borðLögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, skelbörur, börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

144

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Sveinbjörn SveinssonStaðsetning: VopnafjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, sjúkrabörur, Björgvinsbelti, laus lensi-dæla (bensín), léttabátur (Zodiac MK II 30 Hp), 6 flotgallar, sjódælur á báðum aðalvélum.

HafbjörgStaðsetning: NeskaupstaðurFjöldi í áhöfn: 6 mannsGanghraði: 16-17 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

GunnbjörgStaðsetning: RaufarhöfnFjöldi í áhöfn: 4-6Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 x sjúkrabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunar bátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífinga gálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.

ÞórStaðsetning: VestmannaeyjarFjöldi í áhöfn: 5 mannsGanghraði: 27 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, súrefni, kedvesti, bakbretti, spelkur, vökvasett, sjúkrabörur, trollbörur, skrapa, skel-börur, búnaður til öndunar aðstoðar. Þór er bú-

inn eins og sjúkrabíll fyrir utan hjarta stuð tæki.

145

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Björgunarskip og bátar

Vörður IIStaðsetning: PatreksfjörðurFjöldi í áhöfn: 4-6Ganghraði: 16-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 x laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur + mótor, Björgvinsbelti, neyð-arnótin Hjálp.

HúnabjörgStaðsetning: Skagaströnd Fjöldi í áhöfn: 5-6Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur.Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, brunaslönguúttak.

IngibjörgStaðsetning: Höfn í HornafirðiFjöldi í áhöfn: 5-6Ganghraði: 17-19 sml/klst.Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög-bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra-búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 x reyk-köfunartæki, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur.Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.

1 1 2ÚTKALLSSÍMIbjörgunArSveITA

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Jeppaþjónustan Breytir ehf.www.breytir.is

Klúka ehf

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Landsnet

Listmunasala Foldwww.myndlist.is

Löndun ehf.www.londun.is

[email protected]

Reykjanesbærwww.reykjanesbaer.is

Reykjaneshöfn

Samvinnufélag útgerðarmannawww.veidiflugan.iswww.Fjardasport.is

Segull [email protected]

Seyðisfjarðarkaupstaðurwww.seydisfjordur.is

Siglufjarðardeild RKÍ

Sigurbjörn [email protected]

Sigurður Ólafsson [email protected]

Sjómanna-/vélstjórafélag Grindavíkur

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Sjómannasamband Íslandswww.ssi.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinswww.shs.is

Stegla ehf.

Steinunn ehf.

Súðavíkurhöfnwww.sudavik.is

Sveitarfélagið Garðurwww.svgardur.is

Tækniþjónusta Vestfjarða [email protected]

Útgerðarfél. Öngull ehf.

Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður

147

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr.Heiti félagsins

Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr.Hlutverk

Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf.

3. gr.Einkenni

Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félags-ins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins.

4. gr.Skipulag

Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, full-trúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum.

5. gr.Aðild

Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar- og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum.Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar ogfélagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefndskilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings.Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarna-félagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

148

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

6. gr.Réttindi og skyldur félagseininga

Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té.

Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og árs-reikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til út-hlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar.Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráð-stafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn.*Reglugerð nr. 1/2009

7. gr.Fjármál

Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður.Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefn-um. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsárfélagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaðareikninga félagsins.

8. gr.Landsþing

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskráþingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi:1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar.2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þing-

fulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum.3) Skýrslur stjórnar og reikningar.4) Inntaka nýrra félagseininga.5) Niðurstöður milliþinganefnda.6) Ýmis þingmál.7) Lagabreytingar.

149

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

8) Kosning:a) formanns,b) átta stjórnarmanna,c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara,d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar,e) annarra nefnda.

9) Önnur mál.

Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Alls-herjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjórivísar málum til.Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg.Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafn-mörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr.

9. gr.Réttindi á landsþingi

Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lög-ráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi.Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrif-stofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.

10. gr.Stjórn

Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður,ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn.Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir fé-lagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.

150

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sam-eiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda.Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11. gr.Skýrsla stjórnar

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félags-ins.

12. gr.Milliþinganefndir

Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta.Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna:a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu

um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi.b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist

rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög.c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis

innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstill-ingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum.

13. gr.Varasjóður

Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar erætlað:a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum;b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir;c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun

151

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

14. gr.Fulltrúaráð

Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarna-félagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.

15. gr.Formannafundir

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

16. gr.Endurskoðun

Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoð-anda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarna-félagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsyn-legar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds-þings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga.

17. gr.Reglur – reglugerðir

Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins.

152

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

18. gr.Lagabreytingar og framboðsfrestur

Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing.

19. gr.Gildistaka

Lög þessi öðlast þegar gildi.Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 16. maí 2009.

Hjálparsveit skáta Kópavogi í vetrarferð. Mynd: Styrmir Frostason.

153

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr.Þingsetning

1.1 Þegar landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur saman skal formaður setja þingið og stjórna fundi þar til kjörnir hafa verið starfsmenn þingfundar. Þá skal formaður afhenda þingforseta stjórn þingfundar.

2. gr.Starfsmenn

2.1 Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerir, í samráði við stjórn félagsins, tillögu um hverjir skuli verða starfsmenn þingsins og ber tillöguna undir þingheim. Sérhver þingfulltrúi hefur rétt til að gera tillögu um starfsmenn. Komi fram fleiri tillögur en ein skal þingið kjósa. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.

2.2 Kjörnir starfsmenn skulu vera: Þingforseti, varaforseti, ásamt regluverði.2.3 Þingforseti skipar tvo þingritara.

3. gr.Skyldur starfsmanna

3.1 Þingforseti skal vinna eftir þingsköpum þessum og þeim afbrigðum sem þing samþykkir. Þingforseti stjórnar afgreiðslu mála og kosningum.

3.2 Þingforseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann er ábyrgur fyrir því að dagskráin sé haldin. Verði veruleg röskun á framlagðri dagskrá skal þingforseti hið fyrsta gera þingi grein fyrir óhjákvæmilegum breytingum og bera þær upp.

3.3 Vilji þingforseti taka til máls, frekar en staða hans krefur, skal hann víkja sæti og fela vara-manni sínum stjórn fundarins.

3.4 Regluvörður skal fylgjast með því að lögum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sé fylgt í hvívetna, ásamt þingsköpum þessum og vera þingforsetum til aðstoðar við túlkun álitaefna sem upp kunna koma á þinginu.

3.5 Ritarar skulu rita óhlutdræga og réttorða fundargerð. Þeir fylgjast grannt með að allar fram-komnar tillögur berist til skrásetningar. Þingritarar bera, ásamt þingforseta, ábyrgð á taln-ingu atkvæða við atkvæðagreiðslu, auk þeirra fulltrúa sem þingforseti hefur kvatt sérstaklega til þeirra starfa.

4. gr.Þingmál

4.1 Fyrsta þingmál, að kosningu starfsmanna og nefnda þingsins lokinni, ef ekki liggja fyrir breytingar á þingsköpum, skal ávallt vera skýrsla stjórnar og reikningar. Að því loknu skal gera grein fyrir þeim tillögum og öðrum málum sem fyrir þinginu liggja.

154

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

4.2 Þingforseti vísar málum til nefnda og umræðuhópa eftir því sem tilefni gefur til. Engin um-ræða fer fram um tillögur undir þessum lið.

4.3 Þingfulltrúum er heilmilt að bera fram munnlegar breytingartillögur um ákvörðun um vísan mála til nefnda og starfshópa.

4.4 Eigi má taka mál eða tillögu til umræðu fyrr en það hefur verið skýrt og lesið upp af þing-forseta eða framsögumanni.

4.5 Heimilt er flutningsmanni tillögu að draga hana til baka á hvaða stigi sem er, hverjum fulltrúa er heimilt að taka hana upp, enda sé það gert innan sama dagskrárliðar.

4.6 Þegar þingmál hefur verið flutt af framsögumanni, skal þingforseti opna mælendaskrá og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að taka einu sinni til máls um efni tillögunnar. Að því loknu gefst flutningsmanni færi til fyrri andsvara. Því næst fá fundarmenn að tjá sig öðru sinni og fær flutningsmaður tækifæri til seinni andsvara. Heimilt er þó þingforseta að leyfa að auki stuttar athugasemdir til að menn geti t.a.m borið af sér sakir eða leiðrétt misskilning.

4.7 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að flytja rökstudda frávísunartillögu og sker þingið þá úr með einföldum meirihluta. Engar umræður mega fara fram um frávísunartillögu, utan þess að flutningsmanni aðaltillögu er heimil að veita ein andmæli, og fer atkvæðagreiðslan þegar fram að því loknu. Ekki má greinargerð fylgja með frávísunartillögu.

4.8 Gera má tillögu um breytingar á samþykktri dagskrá. Tillögunni skal fylgja rökstuðningur. Samþykki meirihluti þingfulltrúa slíka dagskrártillögu skal þá þegar breyta dagskrá í sam-ræmi við það, enda sé það heimilt samkvæmt lögum félagsins.

5.gr.Nefndir og umræðuhópar

5.1 Þingforseti stýrir kjöri nefnda skv. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laga SL, eftir að hafa skipað fundarrit-ara.

5.2 Á þinginu skulu starfa a.m.k. eftirfarandi nefndir og umræðuhópar:

AllsherjarnefndKjörnefnd

Umræðuhópur um björgunarmálUmræðuhópur um slysavarnirUmræðuhópar um unglingamál

Umræðuhópar þessir skulu vera opnir öllum þingfulltrúum. Þingfulltrúar með full réttindi skulu skrá sig þar til starfa. Öðrum er þar heimil seta með málfrelsi og tillögurétti.

6. gr.Starfsvið nefnda og umræðuhópa

6.1 Kjörnefnd skal hefja störf að lokinni kosningu hennar. Hún skal leggja fyrir þingið framkomin kjörbréf, sem hún hefur úrskurðað gild. Þeir sem þá hafa ekki lagt inn kjörbréf skulu hafa

155

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

Þingsköð landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

lokið framlagningu þeirra eða leiðréttingum fyrir lok sjötta dagskrárliðar. Kjörnefnd undirbýr kosningu stjórnar í samræmi við lög félagsins.

6.2 Til allsherjarnefndar skal vísa öllum málum sem ekki heyra undir aðrar nefndir eða um-ræðuhópa þingsins. Til allsherjarnefndar skal einnig vísa þeim málum sem hafa svo víðtæka merkingu að margar nefndir þyrftu ella að koma að afgreiðslu. Í slíkum tilfellum getur alls-herjarnefnd leitað álits um einstök atriði hjá þeim nefndum sem um viðkomandi málaflokk fjalla. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og þingforseti vísa málum til.

6.3 Umræðuhópar um björgunarmál, slysavarnir og unglingamál skulu fjalla um fyrirfram ákveð-in málefni og taka til umfjöllunar þær tillögur sem vísað er til þeirra.

6.4 Auk áðurtalinna nefnda og umræðuhópa er þinginu heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umræðuhópa um einstök mál, sem þingfulltrúar telja að þurfi sérstaka meðferð. Nefnd má skipa á hvaða stigi málsins sem er, enda nefndinni sett skýr tímamörk.

7. gr.Þingfulltrúar

7.1 Hver fulltrúi á rétt til að flytja mál á þinginu. Mál sem fulltrúar hyggjast flytja skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k tveim vikum fyrir þing og ber að dreifa þeim vélrituðum eða á þinginu.

7.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá að taka til máls og fengið það, skal standa upp úr sæti sínu og mæla þaðan eða úr ræðustól.

7.3 Fulltrúa ber að lúta stjórn þingforseta. Honum ber að sýna félögum sínum og skoðunum þeirra fulla virðingu og varast ótilhlýðileg orð.

7.4 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn þingforseta og skal takmarka ræðutíma við tvær mínútur.

7.5 Skylt er fulltrúum að mæta til þingfunda á réttum tíma. Þeim er skylt að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.

8. gr.Afgreiðsla þingmála

8.1 Þingmál skulu lögð fram eins og greint er frá í 4. gr. Þaðan er þeim vísað til nefnda og umræðuhópa.

8.2 Breytingartillögur við framlögð mál verður að bera upp í viðkomandi nefndum og umræðu-hópum til þess að hægt sé að bera þær upp við afgreiðslu þingmála. Komi fram tillaga sem viðkomandi nefnd eða umræðuhópur getur ekki fallist á, getur flutningsmaður endurflutt tillöguna við lokaafgreiðslu þingmála. Þannig verða breytingartillögur á framlögðum þing-málum að fá tvær umræður.

8.3 Ekki er framsögumanni nefndarálits skylt að greina frá öðrum tillögum en þeim sem við-komandi nefnd/umræðuhópur hefur ákveðið að leggja fyrir þingið.

8.4 Heimilt er nefnd/umræðuhóp að tilnefna fleiri en einn framsögumann fyrir sínu áliti. 8.5 Þyki þingfundi ekki ástæða til að gera ályktun um mál getur hann vísað því til stjórnar félags-

ins.

156

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

9. gr.Atkvæðagreiðsla

9.1 Atkvæðagreiðsla fer venjulega fram með handauppréttingu. Nafnakall má viðhafa, ef at-kvæðagreiðsla er óglögg að mati þingforseta eða ef þingheimur krefst þess. Einfaldur meiri-hluti ræður úrslitum við afgreiðslu almennra þingmála og þingskapa, en tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar. Mál telst fallið við nafnakall ef meirihluti þing-fulltrúa greiðir ekki atkvæði. Framkvæma skal stjórnarkjör eins og getið er um í félagslögum.

10. gr. Gildi þingskapa

10.1 Þingsköpum þessum má aðeins breyta á landsþingi. Liggi breytingartillaga á þingsköpum fyrir skal þingforseti kynna hana fyrst allra mála og vísa til allsherjarnefndar. Heimilt er þing-forseta að óska afbrigða og að þing starfi eftir tillögu, ef hún er lögð fyrir af til þess kjörinni milliþinganefnd, enda verði tillagan afgreidd á yfirstandandi þingi.

11. gr. Þingsköp þessi öðlast þegar gildi.

Þingsköp þessi voru samþykkt á auka landsþingi á Grand hóteli 25. nóvember 2006.

Frá ráðstefnunni Björgun. Mynd: Jón Svavarsson.

157

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Siðareglur félagsins

Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. – Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins;

fórnfýsi, forystu og fagmennsku.– Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða

merki.– Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram

um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. – Við virðum lög og reglugerðir. – Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. – Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara.

Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. – Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni. – Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. – Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. – Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir

mannorð okkar og félagsins. – Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið

upp af stjórnendum. – Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. – Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verk-

efnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. – Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða

starfið til að varðveita hæfni okkar. – Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara

að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. – Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysa-

hættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. – Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda

spjöllum á þeim.

158

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

– Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

– Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. – Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. – Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða

ekki við. – Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. – Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. – Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á

vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framan-greindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfs-manna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.

Ástandið var víða slæmt í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í óveðri í janúarmánuði. Mynd: Einar Eysteinsson.

159

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Öryggisstefna

Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að tryggja öllum félagsmönnum og starfsmönnum eins öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og frekast er unnt. Markmiðið er að enginn félags-maður eða starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu eða verkefnum á vegum félagsins.

Í starfsemi félagsins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum samkvæmt lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi félagsmanna, starfsmanna, sam-starfsaðila og viðskiptavina.

– Við sækjum þau námskeið í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna sem fjalla um öryggis- og vinnuverndarmál til að minnka líkur á slysum og óhöppum.

– Við sækjum okkur þekkingu í björgunar- og slysavarnamálum bæði erlendis og innanlands til að miðla og nýta í verkefnum á vegum félagsins.

– Við gerum kröfu um að aðstaða, tæki og búnaður sé í góðu ástandi og uppfylli öryggiskröfur.– Við ætlumst til að búnaður sem notaður er í starfi félagsins sé skoðaður og prófaður reglulega

og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar.– Við viljum að gerðar verði áhættugreiningar fyrir sérstaklega vandasöm svæði og staði, svo

sem jarðgöng og jökla, og ætlumst til að slíkar greiningar verði gerðar svo fljótt sem auðið er í samvinnu við aðra viðbragðsaðila og heimamenn.

– Við gerum áhættugreiningar fyrir vandasöm verk sem við þurfum að vinna þar sem við gerum okkur grein fyrir verkþáttum, greinum áhættu og finnum leiðir til að vinna verkin án þess að taka óþarfa áhættu. Við æfingar er sérstaklega mikilvægt að taka ekki óþarfa áhættu.

– Við hvetjum til virkrar þátttöku aðgerðastjórnenda í þjálfun á öryggismálum.– Við þekkjum og vinnum í samræmi við skráðar öryggisreglur félagsins og gildandi vinnu-

verndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og starfsumhverfis.– Við notum undir öllum kringumstæðum viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónu-

hlífar.– Við tökum virkan þátt í að framfylgja öryggisstefnu félagsins.

Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Sjómannafélag Eyjafjarðarwww.sjoey.is

Eldvarnir ehf.

161

ÁRBÓ

K 20

13 l

SLYS

AVAR

NAFÉ

LAGI

Ð LA

NDSB

JÖRG

» Umhverfisstefna

Umhverfisstefna félagsins er leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk og félagar umgangist land og náttúru. Umhverfisstefnan nær til allra félags- og starfsmanna. Umhverfis-stefnunni er ætlað að minna félaga og starfsmenn á mikilvægi virðingar við náttúru og umhverfi. Umhverfisstefnunni er ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika.

Við leggjum sérstaka áherslu á eftirtalda þætti:

– Við tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlum þannig að betra um-hverfi til sjós og lands.

– Við sýnum viðkvæmum landssvæðum virðingu og leitumst við að valda sem minnstu tjóni í umhverfinu þegar unnið er við björgun, verið við æfingar eða á ferðalögum.

– Við höfum að leiðarljósi að utanvegaakstur sé ekki stundaður nema í brýnustu neyð og með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er.

– Við kynnum og hvetjum til vistvæns aksturs og siglinga. – Við kynnum félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar umhverfismál og hvetjum þá til

góðrar umgengni í störfum sínum. – Við stefnum að því að setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum, svo sem varðandi

endurvinnslu, innkaup og úrgang. – Við fylgjum öllum stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi umhverfismál. – Við vinnum í náinni samvinnu við félaga, viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir uppfylli

umhverfismarkmið félagsins.Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umgengni við land og náttúru.

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.

Ískrókur

Valberg [email protected]

Verkalýðsfélagið Hlífwww.hlif.is

Verslunarmannafélag Suðurnesjawww.vs.is vsvs.is

Vestmannaeyjahöfnwww.vestmannaeyjar.is

Vesturbyggðwww.vesturbyggd.is

Vélsmiðjan Foss ehf.

Vopnafjarðarhöfnwww.vopnafjardarhreppur.is

VRwww.vr.is

Vörður tryggingarwww.vordur.is

Þórsberg ehf.

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega og skemmtilega bók.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

Prentun frá A til Ö

VERÐ FRÁ

6.990 kR. EINTAkIÐ

Fiskifélag ÍslandsGlerárgata 28 | 600 Akureyrisími: 551 0500 | fax: 552 7969

Heimasíða: www.fiskifelag.isnetfang: [email protected]

Árb

ók 2013 l S

lysavarnafélagið

Landsb

jörg

Árbók 2013

Snæfell er verðlaunaður þriggja laga jakki sem hefur verið valinn jakki björgunarsveitanna.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa