85
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum Misserisverkefni Vorönn 2014 Misserishópur L Ása María H. Guðmundsdóttir Gauti Skúlason Gunnhildur Lilja Guðmundsdóttir Helga Margrét Friðriksdóttir Hlynur Guðmundsson Sigurður Kaiser

Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni

fjölmenningu í íslenskum skólum

Misserisverkefni

Vorönn 2014

Misserishópur L

Ása María H. Guðmundsdóttir

Gauti Skúlason

Gunnhildur Lilja Guðmundsdóttir

Helga Margrét Friðriksdóttir

Hlynur Guðmundsson

Sigurður Kaiser

Page 2: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

2

Page 3: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

0

Page 4: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

1

Staðfesting skólans

Í lok haust- og vorannar vinna nemendur Háskólans á Bifröst umfangsmikið verkefni,

misserisverkefni, oft í tengslum við aðila í atvinnulífinu, til að hagnýta þá þekkingu og

þjálfun sem þeir hafa öðlast í námi sínu. Misserisverkefni er sjálfstætt hópverkefni og

ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Misserisverkefni er unnið samkvæmt

ákveðnum leiðbeiningum og reglum og því er ætlað að standast kröfur skólans.

Háskólinn á Bifröst þakkar öllum þeim sem greiða götu nemenda við undirbúning og

vinnslu verkefna og vonar að hvert verkefni sé skerfur til úrbóta og framþróunar fyrir alla

þá sem málið varðar hverju sinni. Kennarar Háskólans á Bifröst hafa fjallað um

lokaverkefnið og metið það samkvæmt reglum hans.

Misserishópur L

Vorönn 2014

Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni

fjölmenningu í íslenskum skólum

Verkefninu var skilað 22. apríl 2014

Einkunn

_______________________________

Stimpill skólans

Page 5: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

2

Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni

fjölmenningu í íslenskum skólum

Misserishópur L

Ása María H. Guðmundsdóttir

Gauti Skúlason

Gunnhildur Lilja Guðmundsdóttir

Helga Margrét Friðriksdóttir

Hlynur Guðmundsson

Sigurður Kaiser

Misserisverkefni

Vorönn 2014

Page 6: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

3

Ágrip

Í þessu misserisverkefni er leitast við að skoða hvernig skólakerfið á Íslandi er í stakk

búið til að taka á móti auknum fjölda innflytjenda og hvaða áskoranir, en ekki síður

tækifæri, fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum. Í greinargerðinni er farið yfir

meginstefnu stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga í málefnum innflytjenda, hvaða breytingar

skólakerfið á Íslandi hefur þurft að takast á hendur síðustu ár og hvaða aðgerðir eru

fyrirhugaðar á komandi misserum. Áhugi höfunda beinist m.a. að því að kanna hvað

betur megi fara við móttöku grunn- og framhaldsskólanemenda með annað móðurmál

en íslensku. Niðurstöður höfunda eru að með því að takast á við þær áskoranir sem

aukinn fjölbreytileiki hefur í för með sér, forgangsraða í þágu menntamála, ekki síst með

því að styrkja móðurmálskennslu nemenda sem hafa íslensku sem annað mál, vænkist

hagur samfélagsins í heild sinni. Enda séu tækifærin í fjölmenningarsamfélagi

framtíðarinnar á Íslandi fjölmörg og þau beri að nýta.

Rannsóknarspurningin sem leitast verður við að svara með verkefninu er: Hvaða

áskoranir og tækifæri fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum?

Leitarorð: Innflytjendur, erlendir ríkisborgarar, fjölmenning, brotthvarf, móðurmál, tvítyngi, virkt

tvítyngi, gagnkvæm aðlögun, sérkennsla, menningarauður, þátttaka, fjölmenningarleg menntun,

fjölmenningarfræði, fjölmenningarhyggja, móðurmálskennsla, fjölmenningarlegt samfélag.

Page 7: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

4

Yfirlýsing höfunda

Við undirrituð höfum unnið misserisverkefni þetta saman og er framlag okkar jafnt.

Verkefni þetta er að öllu leyti okkar eigið verk og skilmerkilega er vísað til heimilda þar

sem vitnað er til verka annarra. Í því efni höfum við fylgt reglum skólans eftir bestu getu.

Bifröst, 22. apríl 2014,

Ása María H. Guðmundsdóttir

Gauti Skúlason

Gunnhildur Lilja Guðmundsdóttir

Helga Margrét Friðriksdóttir

Hlynur Guðmundsson

Sigurður Kaiser

Page 8: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

5

Þakkir

Höfundar vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við gerð verkefnisins á

einn eða annan hátt. Fyrst og fremst viljum við þakka Höllu Tinnu Arnardóttur,

meistaranema við Háskóla Íslands, fyrir mjög greinargóða yfirferð og bæði efnislegar og

málfræðilegar ábendingar. Við viljum þakka Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra

Mannréttindaskrifstofu Íslands, fyrir að gefa sér tíma fyrir ítarlegt viðtal vegna

verkefnisins. Magnúsi Árna Magnússyni, prófessor við Háskólann á Bifröst, Herdísi Á.

Sæmundardóttur, fræðslustjóra í Skagafirði, Írisi Björg Kristjánsdóttur, fyrrum formanni

innflytjendaráðs, Andreu Jóhannsdóttur, bókasafnsfræðingi við Háskólann á Bifröst og

Stellu Sif Jónsdóttur, HHS-nema við Háskólann á Bifröst, viljum við þakka fyrir góðar

ábendingar við úrlausn verkefnisins. Jafnframt viljum við þakka kennurum, Ragnari

Stefáni Rögnvaldssyni og öðru starfsfólki Háskólans á Bifröst.

Page 9: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

6

Efnisyfirlit

Ágrip ............................................................................................................................................... 3

Yfirlýsing höfunda......................................................................................................................... 4

Þakkir .............................................................................................................................................. 5

1. Inngangur ............................................................................................................................... 8

2. Aðferðafræði........................................................................................................................ 10

2.1 Viðtal og viðmælandi ............................................................................................... 10

3. Fræðileg nálgun ................................................................................................................... 11

3.1 Innflytjendur ............................................................................................................. 11

3.2 Móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi ...................................................................... 12

3.3 Skóli án aðgreiningar ................................................................................................ 13

3.4 Gagnkvæm aðlögun ................................................................................................. 14

3.5 Menningarauður ....................................................................................................... 14

3.6 Þátttaka ...................................................................................................................... 15

3.7 Fjölmenningarleg menntun ..................................................................................... 15

3.8 Fjölmenningarfræði .................................................................................................. 17

4. Fjölmenning á Íslandi ......................................................................................................... 18

4.1 Mannfjöldaþróun ...................................................................................................... 19

4.2 Móðurmálið er aðalmálið ........................................................................................ 23

5. Stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda ..................................................................... 26

5.1 Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda......... 26

5.2 Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda .............................................. 28

5.3 Nýleg löggjöf í málefnum innflytjenda .................................................................. 31

5.4 Reykjavík sem fjölmenningarborg ......................................................................... 35

6. Staða innflytjenda innan íslenska skólakerfisins ............................................................. 39

6.1 Staða innflytjenda í grunnskólum........................................................................... 39

6.2 Staða innflytjenda í framhaldsskólum ................................................................... 44

6.3 Samantekt um stöðu innflytjenda innan skólakerfisins ....................................... 48

7. Hringþing 2012 ................................................................................................................... 50

8. Niðurstöður ......................................................................................................................... 53

9. Lokaorð ................................................................................................................................ 55

10. Heimildaskrá ........................................................................................................................ 57

11. Hugtakalisti .......................................................................................................................... 64

12. Viðaukar ............................................................................................................................... 65

Page 10: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

7

Myndaskrá

Mynd 1: Samanburður á fjölda innflytjenda og erlendra ríkisborgara 1950–2013 ........................... 12

Mynd 2: Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda 1950–2013 ...................................................... 18

Mynd 3: Fjöldi erlendra ríkisborgara eftir kyni og árum 2001–2013 .................................................. 20

Mynd 4: Fjölmennustu þjóðernin eftir fæðingarlandi í byrjun árs 2013 ............................................ 20

Mynd 5: Málefni innflytjenda á fjárlögum 2007–2013 miðað við fjölda erlendra ríkisborgara ...... 21

Mynd 6: Heildarfjöldi innflytjenda sem fengu íslenskan ríkisborgararétt 1991–2011 ..................... 22

Mynd 7: Hlutfall barna með erlent móðurmál í grunnskólum landsins frá 1997–2012 .................. 39

Mynd 8: Hæfniviðmið nemenda í íslenskunámi .................................................................................... 42

Mynd 9: Hlutfall nemenda í framhaldsskóla – Samanburður á fjölda á fyrsta ári og á fjórða ári .. 44

Page 11: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

8

1. Inngangur

Í þessu misserisverkefni er leitast við að skoða hvernig skólakerfið á Íslandi er í stakk

búið til að taka á móti auknum fjölda innflytjenda og hvaða áskoranir, en ekki síður

tækifæri, fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum. Í greinargerðinni er farið yfir

stöðu fjölmenningar á Íslandi, hver meginstefna ríkis og sveitarfélaga er í málefnum

innflytjenda, hvaða breytingar skólakerfið á Íslandi hefur þurft að takast á hendur síðustu

ár og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar á komandi misserum. Jafnframt er leitast við að

kanna hvernig móttöku grunn- og framhaldsskólanemenda með annað móðurmál en

íslensku er háttað. Bæði þegar námið hefst en jafnframt hvernig þessum nemendum

hefur gengið í skólanum þrátt fyrir að námsefnið sé ekki á þeirra móðurmáli.

Áskoranir skólakerfisins í heild eru fjölmargar ef takast á við aukinn fjölda

nemenda með annað móðurmál en íslensku með fullnægjandi hætti. Í verkefninu er

leitast við að svara því hvort skólakerfið sé í stakk búið til að takast á við verkefnið og

hvaða umbætur eru nauðsynlegar á næstu árum. Jafnrétti til náms sem og

alþjóðasáttmálar sem Ísland er aðili að og fjalla um grunndvallarmannréttindi og réttindi

barnsins eru leiðarljós viðfangsefnisins sem og skólayfirvalda. Svo takast megi á við

þessar áskoranir er mikilvægt að nemendur á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi fái

kennslu á móðurmáli sínu. Ein forsenda samfélagslæsis, sem og skilnings á öðrum

námsgreinum, er kennsla á móðurmáli barna með annað móðurmál en íslensku, enda

grundvallast samfélagsþroski og virkni, á færni í móðurmáli hvers og eins. Verkefni

stjórnvalda er að tryggja öllum sambærilegt aðgengi að skyldunámi í skóla án

aðgreiningar, sem og nauðsynlega aðstoð, ef þörf krefur, á einstaklingsgrunni. Markmiðið

er að skapa samfélag fyrir alla, án mismununar vegna uppruna og þjóðernis, litarháttar,

kyns eða kynþáttar. Fræðsla í jákvæðum hliðum fjölmenningar sem fyrst á námsferlinum

er það sem helst kemur í veg fyrir kynþáttahyggju og fordóma og því þarf að hefja

fjölmenningarlega menntun sem fyrst, helst í leikskóla. Stjórnvöld verða að veita auknum

fjárframlögum til málaflokksins, viðurkenna mikilvægi og rétt innflytjenda, sem og fagna

framlagi þeirra til samfélagsins. Bætt staða innflytjenda er því ekki eingöngu réttlætismál,

heldur liður í að byggja upp fjölmenningarlegt og heilbrigt nútímasamfélag.

Greinargerð þessi er uppbyggð með hefðbundnum hætti í samræmi við þau

vinnubrögð sem tíðkast í misserisverkefnum við Háskólann á Bifröst og er verkefnið

Page 12: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

9

unnið að mestu leyti í samræmi rannsóknaráætlun höfunda. Í 2. kafla greinargerðarinnar

er farið yfir þá aðferðafræði sem höfundar styðjast við og fjallað stuttlega um

viðmælanda viðtals sem tekið var í þágu rannsóknarinnar. Í 3. kafla er fjallað um

fræðilegan bakgrunn verkefnisins og helstu hugtök sem tengjast umfjöllunarefninu og

koma víða við sögu síðar í verkefninu. Fjölmenning á Íslandi er umfjöllunarefni 4. kafla,

en þar er m.a. fjallað um mannfjöldaþróun, mikilvægi móðurmálskennslu/kennslu á

móðurmáli og stuttlega um austurstækkun Evrópusambandsins, en hún hefur haft

allmikil óbein áhrif á íslenska skólakerfið og samfélagið í heild sinni. Fjallað er um þróun

stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda síðustu ár, stefnumótun Sambands íslenskra

sveitarfélaga, nýlega löggjöf, framkvæmdaáætlun og reglugerðir í málaflokknum, sem og

stefnu Reykjavíkurborgar sem fjölmenningarborgar í 5. kafla. Í 6. kafla er fjallað um

stöðu innflytjenda innan íslenska skólakerfisins, áskoranir og tækifæri grunnskólans

annars vegar og framhaldsskólans hinsvegar, aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, sem

og lög um grunn- og framhaldsskóla frá árinu 2008. Loks er, í 7. kafla, fjallað um

Hringþing, ráðstefnu sem haldin var árið 2012 um menntamál innflytjenda á vegum

Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Velferðarráðuneytisins. Í viðaukum II og III

er spurningarlisti og viðtal birt í heild sinni.

Með tilliti til þessara heimilda munu höfundar takast á við og svara með skýrum

hætti rannsóknarspurningu verkefnisins; Hvaða áskoranir og tækifæri fylgja aukinni

fjölmenningu í íslenskum skólum?

Page 13: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

10

2. Aðferðafræði

Við vinnslu verkefnisins styðjast höfundar við ritaðar heimildir úr fræðibókum, öðrum

rannsóknarverkefnum og ritrýndum greinum er varða málefnið, sem og gögn af ýmsum

upplýsingasíðum á veraldarvefnum. Einnig nýta höfundar sér gögn opinberra stofnana,

m.a. frá Alþingi, Menntamálaráðuneytinu, Velferðarráðuneytinu, Hagstofu Íslands,

Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Enn fremur skoða

höfundar hvaða réttindi innflytjendum eru tryggð í lögum um grunn- og framhaldsskóla.

Þá framkvæmdu höfundar eigindlega rannsókn í formi viðtals en höfundum þótti

mikilvægt að afla ítarlegri svara um stöðu málaflokksins og telja að þekking viðmælanda

nýtist vel við úrlausn verkefnisins. Höfundar völdu þá aðferð fremur en megindlega, þar

sem eigindlegar aðferðir samræmast markmiðum höfunda um mikilvægi þess að öðlast

dýpri innsýn í umgjörð og stöðu fjölmenningar í íslensku skólakerfi svo svara megi

rannsóknarspurningu verkefnisins (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2014).

2.1 Viðtal og viðmælandi

Höfundar völdu að taka viðtal við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra

Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét er lögfræðimenntuð og hefur gegnt starfi

framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar frá árinu 2010. Áður starfaði hún sem

framkvæmdastjóri Alþjóðahúss í Reykjavík og síðar sem lögfræðingur stofnunarinnar

(Mannréttindaskrifstofa Íslands, e.d.).

Viðtalið við Margréti var tekið fimmtudaginn 3. apríl 2014. Margrét skrifaði undir

samþykki þar sem hún gaf höfundum formlegt leyfi til að nýta þær upplýsingar sem

fengust í viðtalinu við vinnslu verkefnisins. Samþykkið má sjá í viðauka I. Spurningalista

viðtalsins, má einnig sjá í viðauka II, en hann innihélt alls átta spurningar. Spyrjendur

lögðu fram fleiri spurningar í framhaldi af svörum viðmælanda. Viðtalið í heild má sjá í

viðauka III. Höfundar skrifuðu viðtalið upp og greindu í eftirfarandi þemu: Áskoranir,

tækifæri, menntun, gagnkvæm aðlögun, stefna stjórnvalda og trúarbrögð og menning. Eftir að viðtalið

hafði verið þemagreint voru upplýsingarnar notaðar í þá kafla sem komu að hverju þema

fyrir sig, en einnig komu fram upplýsingar sem ekki nýttust sérstaklega við úrlausn

verkefnisins. Taka skal fram að skoðanir viðmælanda eru hennar eigin og þurfa ekki í

öllum tilfellum að endurspegla stöðu í málaflokknum eins og hún er í raun.

Page 14: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

11

3. Fræðileg nálgun

Í þessum kafla er fjallað um þau hugtök og kenningar sem höfundar styðjast m.a. við,

þegar tækifæri og áskoranir vegna aukinnar fjölmenningar í íslenska skólakerfinu eru

skoðuð. Hugtökin og kenningarnar eru mikilvægur grunnur við úrlausn verkefnisins.

Eftirfarandi fræðileg nálgun og bakgrunnur nýtist þannig við greiningu og túlkun á

viðfangsefninu sem sett er fram síðar í greinargerðinni.

3.1 Innflytjendur

Hagstofa Íslands hefur það hlutverk að halda utan um þróun mannfjölda og fjölda

innflytjenda í íslensku samfélagi. Samkvæmt Hagstofunni eru skilgreiningar á hugtakinu

innflytjandi (e. immigrant) breytilegar milli sambærilegra stofnana í samanburðarlöndum.

Samanburður á milli landa sé því nokkrum erfiðleikum bundinn. Hafa verði í huga að

innflytjendur séu ekki einsleitur hópur, né búi innflytjendur við einsleitar aðstæður.

Flestar alþjóðlegar skilgreiningar á hugtakinu innflytjandi séu samhljóða um, að um sé að

ræða einstaklinga sem flytjist til tiltekins lands. Allmargir einstaklingar sem fæddir séu

erlendis, hafi þó innlendan bakgrunn, til dæmis ef annað eða hvorugt foreldrið hafi fæðst

erlendis. Því hafi ýmist verið gengið út frá því að annað eða bæði foreldri einstaklingsins

hafi erlendan bakgrunn svo að viðkomandi sé skilgreindur sem innflytjandi (Hagstofa

Íslands, 2009:1).

Skilgreining Hagstofunnar á annarrar kynslóðar innflytjendum eru einstaklingar

sem fæddir eru hér á landi, en eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis auk þess sem

afar og ömmur einstaklingsins eru fæddir erlendis. Flytjist einstaklingur sem fæddur er

erlendis og hefur erlent ríkisfang til landsins á fullorðinsárum sé við tölfræðilega

úrvinnslu gengið út frá því, að um fyrstu kynslóðar innflytjanda sé að ræða. Erlendir

ríkisborgarar og innflytjendur séu ekki alveg sama mengið, þó allir erlendir ríkisborgarar

séu innflytjendur en munurinn felist í þeim hluta sem hlotið hafi ríkisborgararétt á

liðnum árum. Sjá mynd 1. Af um 26.000 innflytjendum í ársbyrjun 2013 hafi u.þ.b. 4500

þeirra verið erlendir ríkisborgarar (Hagstofa Íslands, 2009:1).

Page 15: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

12

Mynd 1: Samanburður á fjölda innflytjenda og erlendra ríkisborgara 1950–2013

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

3.2 Móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi

Með móðurmáli (e. native language) er oftast átt við það tungumál sem barn lærir fyrst

og talað er á heimili þess. Samkvæmt Elínu Þöll Þórðardóttur, er þó ekki alltaf um mál

móður barnsins að ræða. Flestir hafi góð tök á móðurmáli sínu ævilangt og nái að

viðhalda því, þrátt fyrir að þurfa að nota annað tungumál í meira mæli síðar á ævinni.

Aðrir glati tökum á móðurmálinu. Það eigi helst við um þá sem flytjist til landa þar sem

fá tækifæri bjóðist svo viðhalda megi málinu (Elín Þöll Þórðardóttir, 2007, bls. 103–104).

Tvítyngi (e. bilingualism) er hugtak sem skilgreint hefur verið með ýmsum hætti.

Algengasta skilgreiningin er; börn sem alist hafa upp við tvö tungumál frá unga aldri.

Greinarmunur sé gerður á þeim sem læri tvö mál samtímis annars vegar og þeim sem hafi

þegar náð tökum á einu máli og tileinki sér annað mál síðar, hinsvegar. Tvítyngi hafi

einnig verið notað um þá sem noti tvö tungumál í daglegu lífi, mismikið þó, eða búi

jafnvel yfir kunnáttu á tveimur málum, en nýti aðeins annað. Sumt tvítyngt fólk sé

jafnvígt á bæði tungumálin og nýti þau bæði, þó oft við mismunandi aðstæður. Annað

tungumálið nýtist t.d. við nám og störf, en hitt á heimilinu. Einnig skipti máli hvort

tungumálið hafi verið lært í því umhverfi sem það er notað í, því málkunnátta litist af

umhverfi viðkomandi. Námsmenn erlendis eigi t.d. oft auðveldara með að tileinka sér fag

sitt og tjá sig um eigið fræðasvið á erlenda málinu, þrátt fyrir að nýta íslenskuna við leik

og störf. Tvítyngd börn virðist, með svipuðum hætti, skipta notkun málanna eftir því um

Page 16: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

13

hvað sé rætt og tengi það umhverfi sínu; þau eigi t.d. auðveldara með að tjá sig um hluti

sem gerist heima á móðurmálinu, en um það sem gerist í skólanum á tungumáli sem talað

sé þar. Börn læri það mál sem talað sé í umhverfi þeirra og í kringum þau og eigi oftast

auðvelt með að tileinka sér tvö eða jafnvel fleiri tungumál á þeim aldri sem máltakan fari

fram. Tvítyngi barna sé í flestum tilfellum tilkomið af nauðsyn, t.d. vegna flutninga

fjölskyldu eða vegna uppeldis í umhverfi þar sem fleiri tungumál séu töluð. Tvítyngi þyki

í auknum mæli verðmætur eiginleiki sem nýtist sífellt betur og betur síðar í lífinu (Elín

Þöll Þórðardóttir, 2007, bls. 101–103). Ýmsar leiðir séu fyrir skóla til þess að sinna

kennslu á tveimur tungumálum. Til að mynda geti kennslan farið fram samtímis á báðum

tungumálum eða með þeim hætti að deginum sé skipt milli tungumála. Einnig hafi þær

leiðir verið farnar að skipta önnum eða heilum skólaárum á milli tungumála eða

starfrækja sérstakan móðurmálsskóla utan hefðbundins skólatíma, t.d. um helgar eða

síðdegis. Umgjörð móðurmálskennslu og það hversu samofin hún sé öðru skólastarfi,

fari eftir stærð málsamfélagssins sem viðkomandi nemandi tilheyri, sem og vilja og

fjárhagslegri getu skólans til þess að halda úti slíku starfi. Kennsluaðferðir, námsgögn,

sem og menntun, reynsla og færni kennara og skólans, skipti einnig miklu máli þegar

komi að því að skipuleggja og áætla hvert umfang og gæði tvítyngdrar kennslu geti orðið

(Elín Þöll Þórðardóttir, 2007, bls. 119).

Birna Arnbjörnsdóttir útskýrir virkt tvítyngi þannig að átt sé við reglulega notkun

tveggja tungumála samhliða, en einnig verði einstaklingurinn að fá nægilegt innlegg úr

málumhverfinu. Virkt tvítyngi feli í sér málsviðbót (e. additive bilingualism), vegna þess

að þá sé öðru tungumáli bætt við móðurmálið, en ekki séu höfð málskipti (e. subtractive

bilingualism), þ.e. þegar nýtt mál komi í stað móðurmálsins (Birna Arnbjörnsdóttir, e.d.).

3.3 Skóli án aðgreiningar

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er markmiðið með skóla án aðgreiningar að allir geti

gengið í skóla í eigin heimabyggð eða nærumhverfi og þar sem allir fá jöfn eða jafngild

tækifæri til náms. Koma eigi til móts við þarfir hvers og eins með manngildi, lýðræðislegu

og félagslegu réttlæti, hvort sem þarfir viðkomandi séu félagslegar eða námstengdar.

Innan skóla án aðgreiningar ríki sú hugsun að allir nemendur eigi kröfu um að geta tekið

virkan þátt í skólastarfinu, óháð atgervi og stöðu. Mismunun og aðgreining lýðist ekki

innan hugmyndafræðinnar og með henni sé unnið markvisst að því að útrýma slíkum

Page 17: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

14

ójöfnuði. Virðing sé ætíð borin fyrir sérstökum einkennum, mismunandi þörfum og

fjölbreytileika nemenda (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bls. 106–108).

Samkvæmt Ainscow og Tweddle á skóli án aðgreiningar að vera betri leið til þess að

mennta nemendur með fjölbreyttan bakgrunn og viðurkenna margbreytileika þeirra.

Innan kenningarinnar sé lögð sérstök áhersla á þann hóp nemenda sem teljist í hættu

staddur hverju sinni vegna hverskonar jaðarstöðu eða vanmáttar (Ainscow og Tweddle,

2003, bls. 173–174).

3.4 Gagnkvæm aðlögun

Gagnkvæm aðlögun (e. integration) er hugtak sem notað er yfir það þegar aðlögun

innflytjenda í nýju heimalandi er hvoru tveggja af hálfu samfélagsins og viðkomandi

einstaklings. Samkvæmt Rauða krossinum þurfi innflytjandi að færa vissar fórnir til að

aðlagast nýju samfélagi, t.d. að láta af iðkun ákveðinna hefða sem stangist á við lög

og/eða reglur í nýju landi. Samfélagið þurfi jafnframt að aðlaga sig að þörfum

innflytjandans, t.d. með mótun stefnu í málefnum innflytjenda, aðlögun skólakerfisins

o.s.frv. Gagnkvæm aðlögun krefjist þess af samfélaginu að það sé tilbúið til að gera

breytingar til að taka á slíkri samfélagslegri þróun (PERCO, 2004).

3.5 Menningarauður

Samkvæmt Bordieu byggist menningarauður (e. cultural capital) á menntun, þekkingu og

færni einstaklings á tilteknu sviði. Grunnur að menningarauði einstaklings verði til á

æskuheimili hans, þar sem hann kynnist tilteknum viðhorfum og fái stuðning til

grunnmenntunar. Sá grunnur geti síðar ráðið úrslitum um hvaða möguleika viðkomandi

hafi á framhaldsmenntun að lokinni skólaskyldu. Í kenningu Bourdieu um menningarauð

er námsárangur metinn út frá misskiptingu menningarauðs. Með slíkri misskiptingu sé þó

á vissan hátt verið að tryggja áframhaldandi misskiptingu. Bourdieu útskýrir þetta á þann

hátt að fólk hafi misjafnan aðgang að gæðum samfélagsins eftir því hvaða stöðu það

gegni. Mismunurinn komi fyrst og fremst fram í virðingu og viðurkenningu samfélagsins.

Þessir þættir skili sér síðar í þann menningarheim sem einstaklingurinn lifi og hrærist í.

Þannig megi sjá hvernig menningarauður fjölskyldunnar í heild hafi áhrif á námsárangur

einstaklingsins (Bourdieu, 1997). Í þessu samhengi nefna Perreira o.fl. að foreldarar skipti

lykilmáli; hvatning þeirra og metnaður varðandi þroska barna sinna sé mikilvægur þáttur í

Page 18: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

15

velgengni og getu barnanna innan skólakerfisins. Menntun foreldranna skipti þannig

jafnframt máli, sem og færni þeirra í tungumálinu til þess að þau eigi kost á því að veita

börnunum þann stuðning sem börnin þarfnist heima fyrir (Perreira, Harris og Lee, 2006).

3.6 Þátttaka

Hugtakið þátttaka (e. participation) spilar lykilhlutverk varðandi aðlögun innflytjenda að

nýju samfélagi. Eigin vitund einstaklingsins um að hann upplifi sig sem þátttakanda innan

samfélags er forsenda samfélags (Dóra S. Bjarnason og Gretar L. Marinósson, 2007).

Samkvæmt Williams og Downing er virk samfélagsþátttaka einstaklinga forsenda náms

og þroska. Með henni sé stuðlað að sterkari sjálfsmynd viðkomandi. Svo hægt sé að tala

um virka þátttöku þurfi að líta til flókinnar samhæfingar, bæði líkamlegrar og félagslegrar

færni. Líklegra sé að einstaklingum sem séu virkir þátttakendur, vegni vel, heldur en

einstaklingum sem séu félagslega utanveltu (Williams og Downing, 1998). Ef þátttaka

innflytjenda er skoðuð út frá kenningum bandaríska sálfræðingsins Urie Bronfenbrenner,

um það hvernig kerfi samfélagsins hafi áhrif á einstaklinginn og hans samskipti og líðan,

má sjá að innflytjendur standa oft höllum fæti þegar félagsleg þátttaka þeirra er metin.

Dæmi séu um, að íslenskukunnátta hafi lengi vel verið notuð sem aðalmælikvarði á

styrkleika nemenda og þess vegna hafi niðurstaðan oftar en ekki orðið sú að börn

innflytjenda hafi ekki verið metin að verðleikum (Hanna Ragnarsdóttir og Hildur

Blöndal, 2007). Samkvæmt Ochocka o.fl. þurfa börn af erlendum uppruna aukna

hvatningu til þátttöku svo að þau láti til sín taka í skólastarfi. Þetta sé mikilvægt til að

virkja börn allra samfélagshópa og opna fyrir þeim fleiri tækifæri og möguleika á

samfélagsþátttöku (Ochocka, Janzen, Westhues og Roderick, 2006).

3.7 Fjölmenningarleg menntun

Samkvæmt James A. Banks er fjölmenningarleg menntun (e. multicultural education) ein

þeirra leiða sem bent hefur verið á, þegar fjallað er um lausnir á málum innflytjenda innan

skólakerfisins (Banks, J. A., 2007). Börkur Hansen og Hanna Ragnarsdóttir telja að

innflytjendur lendi oft í jaðarstöðu innan veggja skólanna og að þeir nái illa að samlagast

nýju landi og menningu. Félagsleg einangrun af þessu tagi geti oft og tíðum leitt til þess

að börnum vegni ekki nógu vel í námi (Börkur Hansen og Hanna Ragnarsdóttir, 2010).

Guðrún Pétursdóttir segir fjölmenningarlega menntun snúast um að allir hafi jöfn

Page 19: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

16

tækifæri til náms. Þá sé unnið markvisst gegn kynþáttafordómum og mismunun. Þannig

verði tekist á við fjölbreytileika með jákvæðum hætti, með því að líta á hann sem kost, en

ekki galla né vandamál. Nemendahóparnir séu alla jafna fjölbreyttir hvað varði félagslega

stöðu, kynþætti og tungumál (Guðrún Pétursdóttir, 2003). Nieto telur að ein leið til þess

að kalla fram fjölbreytileikann, sé með lærdómssamfélagi þar sem allir nemendur upplifi

sig mikilvæga þátttakendur innan hópsins og þar sem allir hafi jafnan rétt til náms. Ekki

sé síður mikilvægt að nemendur finni að kennarar hafi væntingar sem virki hvetjandi.

Þetta sé í raun forsenda árangurs en algeng upplifun meðal innflytjenda sé að skortur á

hvetjandi væntinginum komi í veg fyrir velgengni (Nieto, 2010).

Hafdís Guðjónsdóttir segir að í hugmyndafræðinni um fjölmenningarlega

menntun sé reglan sú að öllum nemendum skuli kennt í almennum bekk (Hafdís

Guðjónsdóttir, 2000). Gunderson vill meina að markmiðið með sérkennslu þurfi að vera

mjög skýrt og slík úrræði séu aðeins til skamms tíma, komi til þess að nemendur þarfnist

frekari aðstoðar (Gunderson, 2000). Hanna Ragnarsdóttir segir þekkingu og skipulag til

að mæta nemendum með ólíkan menningarbakgrunn vera víða af skornum skammti hér

á landi. Hún telur að á síðustu áratugum hafi verið skortur á fjölbreytilegu námsefni á

íslensku sem og á öðrum tungumálum og því hafi reynst flóknara að styðja við bakið á

innflytjendum sem vilja mennta sig hér á landi. Þrátt fyrir þennan skort á námsefni hafi í

gegnum tíðina verið lögð mikil áhersla á að kennarar leggi sig fram við að þekkja vel

nemendahóp sinn til að geta sniðið námsefnið að fjölbreytileika hópsins, svo allir

nemendur fái notið sín (Hanna Ragnarsdóttir, 2007a, bls. 249–270).

Hanna Ragnarsdóttir telur jafnframt mikilvægt að þegar fjallað sé um

fjölmenningarhyggju (e. multiculturalism) í menntun, sé haft í huga að menning sé

samofin innihaldi menntunar. Erickson telur að menning móti nám og daglegt líf á sama

tíma og menning mótist af námi og daglegu lífi. Kennarar þurfi því að takast á við

fjölbreytileika menningarinnar við kennslu og í hvert skipti sem þeir hanni nýjar

námskrár. Allt fólk tilheyri tiltekinni menningu, en sé jafnframt fjölmenningarlegt, því sé

illmögulegt fyrir einstakling að alast upp í nútímasamfélagi, án þess að kynnast annarri

menningu en sinni eigin. Sé þetta rétt, þ.e. að sérhver einstaklingur og hópur fólks séu

hvoru tveggja menningarlegur og fjölmenningarlegur, hljóti fjölmenningarlegt sjónarmið

varðandi kennslu og menntun að skipta meginmáli í nútímasamfélagi (Hanna

Ragnarsdóttir, 2007b, bls. 17–40; Erickson, 2007, bls. 31–60).

Page 20: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

17

3.8 Fjölmenningarfræði

Fjölmenningarfræði (e. multicultural studies) er fræðasvið sem hefur nýlega litið dagsins

ljós og hefur verið að mótast síðustu árin vegna þess aukna margbreytileika sem flestöll

samfélög víða um heim, búa í auknum mæli yfir. Samkvæmt Hönnu Ragnarsdóttur hafa

verið stundaðar rannsóknir á sviði fjölmenningar og málefnum innflytjenda, m.a. á stöðu

og reynslu einstaklinga og hópa. Einnig hvernig tungumál mismunandi hópa nýtist og

hvernig innflytjendum gangi að fóta sig í samfélaginu, en ekki síst hvernig skólakerfin hafi

tekist á við þær óumflýjanlegu breytingar sem orðið hafa með hnattvæðingu og mikilli

fjölgun innflytjenda. Fjölmenningarfræði fjalli m.a. um félagslegt réttlæti og mannréttindi

þeirra nýju Íslendinga sem setjist hér að og hvernig þeir blandist samfélaginu. Einnig

ýmsa grundvallarþætti, m.a. hvernig stefna stjórnvalda; ríkis og sveitarfélaga þróist og

hvaða úrræðum sé beitt til þess að takast á við breytt samfélagsmynstur (Hanna

Ragnarsdóttir, 2007b, bls. 17–40). Ritzer segir fjölmenningarfræði að þessu leyti

framsækið og gagnrýnið fræðasvið sem leitist við að byggja fræðilegan grunn fyrir

umgjörð og þróun fjölmenningarsamfélaga. Fjölmenningarlegar kenningar í

félagsvísindum (e. multicultural social theory), sem komið hafi fram í kjölfar feminískrar

félagsfræði á 8. áratug síðstu aldar, hafi jafnframt mótað umræðuna undanfarin ár.

Femínistar hafi, á þeim árum, gagnrýnt kenningar í félagsfræði fyrir að hafa verið að

mestu lokaðar fyrir röddum kvenna og í kjölfarið hafi margir minnihlutahópar endurtekið

þá gagnrýni femínista (Ritzer, 1996).

Í þessum kafla hefur verið farið yfir þá fræðilegu nálgun sem stuðst er við þegar

áskoranir og tækifæri innan skólakerfisins með aukinni fjölmenningu eru skoðuð. Í næsta

kafla er skoðað hvernig fjölmenning birtist í íslensku samfélagi, hvernig þróun

mannfjölda hefur verið síðastliðin ár, sem og mikilvægi móðurmálskennslu.

Page 21: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

18

4. Fjölmenning á Íslandi

Samfélagið á Íslandi er í sífelldri þróun sem hluti af alþjóðasamfélaginu. Ný menning

verður til, þjóðin vex og þroskast. Fjölbreytni og margbreytileiki samfélagsins1 hefur

aukist jafnt og þétt ár frá ári sem stuðlað hefur að gróskumeira og öflugra samfélagi.

Vinnumarkaður og mannlífið almennt, sem og skólastarf, hafa tekið miklum breytingum í

átt til fjölþjóðlegra og nútímalegra samfélags. Samkeppnisforskot Íslands til framtíðar

mun þ.a.l. ráðast af því hvernig til tekst við að nýta þessar samfélagsbreytingar og grípa

þau tækifæri sem felast í fjölbreyttari mannauði.

Í kjölfar þess að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)

árið 1994 hafa landamærin opnast fyrir erlendum áhrifum, m.a. í formi framandi

menningarstrauma. Ísland tekur nú þátt í samkeppni um fólk og fyrirtæki á alþjóðlegum

markaði og fjórfrelsi EES-samningsins, um frjálst flæði fjármagns, varnings, þjónustu og

vinnuafls hefur orðið til þess að fjöldi innflytjenda hefur aukist. Sjá mynd 2. Nýjum

Íslendingum hefur fjölgað verulega síðustu áratugi og eru nú um 8% af vinnuaflinu

(Hagtíðindi, 2009:1, 2013:1).

Mynd 2: Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda 1950–2013

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

Atvinnulífið, stofnanir ríkisins og sveitarfélög hafa á síðustu árum reynt að takast

á við þessa þróun, sem og skólakerfið og í raun samfélagið allt. Sumt hefur gengið vel, en

1 Sjá nánari umfjöllun um menningarauð í 3. kafla á bls. 14.

Page 22: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

19

annað síður. Fyrir aldamótin síðustu má segja að stefnumörkun í málefnum innflytjenda

hafi verið á byrjunarreit og fjölmenningarfræði2 var nánast óþekkt fræðigrein á Íslandi.

Fjölmenning hefur því aukist jafnt og þétt samhliða opnun íslensks samfélags síðustu tvo

áratugi, ekki síst í kjölfar austurstækkunar Evrópusambandsins (ESB) á síðasta áratug

síðustu aldar og þeim fyrsta þessarar aldar, þegar sameiginlegur vinnumarkaður ESB-

ríkjanna stækkaði til muna. Austurstækkun ESB er eitt stærsta verkefni og mesta áskorun

sem sambandið hefur staðið frammi fyrir. Þjóðir Austur-Evrópu sóttu allflestar um aðild

að sambandinu á síðustu tveimur áratugum, í kjölfar falls Berlínarmúrsins árið 1989. Flest

samfélögin stóðu höllum fæti eftir hrun kommúnismans og voru í raun efnahagslega að

þroti komin. Ljóst var að fyrst um sinn fæli stækkunin í sér aukinn straum innflytjenda úr

lágum tekjuhópum og félagslegum stöðugleika yrði stefnt í voða. Ríkin í vestri fengu því

heimild, sem þau nýttu sum, til þess að fresta frjálsri för launafólks, af ótta við mikið

flæði vinnuafls frá fátækustu svæðum Evrópu. Nú, áratugum síðar, hefur þeim

takmörkunum verið aflétt og fólksflutningar innan Evrópuríkja að mestu frjálsir.

Menningarleg og félagsleg fjölbreytni hefur fyrir vikið aukist í löndunum. Skýrslur ESB

sýna að umtalsverðar umbætur hafa orðið í öllum nýju aðildarríkjunum og lífsgæði

íbúanna hafa víðast hvar aukist til muna (Eiríkur Bergmann, 2008). Með stækkun

vinnumarkaðarins gátu íbúar innan EES-, EFTA- og ESB-ríkjanna starfað á Íslandi, en

sú breyting hafði í för með sér aukið álag á allar stofnanir ríkisins, ekki síst skólakerfið.

Ísland hefur á liðnum árum nýtt heimildir í EES-samningnum svo fresta mætti aukningu

erlends vinnuafls í kjölfar austurstækkunarinnar, til að raska ekki jafnvægi á íslenskum

vinnumarkaði. Aukningin hefur samt sem áður verið allnokkur, þó langt frá verstu spám

og oftast í nokkru jafnvægi við efnahagslega stöðu landsins hverju sinni (Lög um frjálsan

atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 47/1993).

4.1 Mannfjöldaþróun

Innflytjendum fjölgaði mikið á Íslandi frá aldamótum í tengslum við snarpan uppgang

efnahagslífins, auknum umsvifum í byggingariðnaði og vegna stóriðjuframkvæmda;

fjölgun sem náði hámarki árið 2009. Erlent vinnuafl hafði þá streymt til landsins í

auknum mæli en mikil fjölgun varð á árunum 2005 til 2008, þegar fjöldi erlendra

karlmanna þrefaldaðist og fjöldi erlendra kvenna tvöfaldaðist, en töluverðar sveiflur hafa

2 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarfræði í 3. kafla á bls. 17.

Page 23: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

20

einkennt kynjahlutföll innflytjenda í gegnum tíðina, Kynjamunurinn hefur nú dregist

saman og er fjöldi karla og kvenna orðinn allt að því jafn. Sjá mynd 3.

Mynd 3: Fjöldi erlendra ríkisborgara eftir kyni og árum 2001–2013

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

Samkvæmt Hagstofunni voru 25.926 innflytjendur skráðir hérlendis 1. janúar

2013. Hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda var þá 8,1% en 9.1% ef börn sem fædd

eru á Íslandi eru talin með eða alls 29.130 manns af fyrstu og annarri kynslóð

innflytjenda. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi, eða um 3%

landsmanna. Þann 1. janúar 2013 voru 9.371 einstaklingar upprunalega frá Póllandi eða

36,1% innflytjenda (Hagtíðindi, 2009:1; Hagtíðindi, 2013:1). Sjá mynd 4.

Mynd 4: Fjölmennustu þjóðernin eftir fæðingarlandi í byrjun árs 2013

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

Page 24: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

21

Börnum innflytjenda, sem fæðst hafa hér á landi hefur fjölgað mikið; sá hópur

hefur tífaldast á 15 árum og telur nú um 1% landsmanna eða um 10% allra barna

landsins. Ef horft er til þeirra sem hafa erlendan uppruna, þ.e. þeirra barna sem eiga

a.m.k. annað foreldri, sem fætt er erlendis, hækkar þetta hlutfall í um 22%, sem merkir að

rúmlega fimmta hvert barn er að hluta af erlendum uppruna. Frá aldamótum hefur fjöldi

leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast og nú tala um 11% leikskólabarna erlent

móðurmál.3 Um 6% grunnskólabarna eru með annað móðurmál en íslensku og hefur

fjöldi þeirra sjöfaldast frá árinu 2007.

Í hópi innflytjenda eru útlendingar sem kosið hafa að flytja hingað til lands og

viljað hefja nýtt líf; hafa því fest hér rætur og vilja gera Ísland að sínu heimalandi. Sumir

hópar koma einungis í þeim tilgangi að vinna sér farborða tímabundið og fara þegar

ráðningatímabili líkur. Stærstur hluti innflytjenda hefur þegar öðlast ríkisborgararétt eða

stefnir að því. Þessir einstaklingar eru orðnir virkir samfélagsþegnar og þátttakendur í

þjóðfélaginu sem leggja til samfélagsins í formi skatta og skyldna, en þiggja jafnframt

þjónustu á öllum sviðum. Erlendir ríkisborgarar skila að jafnaði töluvert meira í ríkissjóð

en þeir sækja þaðan, en skattgreiðslur erlendra ríkisborgara nema um 10 milljörðum

árlega. Fjármagn sem sett hefur verið í málefni innflytjenda hefur þó verið skorið niður

frá hruni og ekki fylgt auknum fjölda þeirra. Árið 2008 voru um 21.000 krónum varið af

fjárlögum í hvern erlendan ríkisborgara, en um 9.000 krónur árið 2013, að núvirði. Sjá

mynd 5 (Ari Klængur Jónsson, 2013; Hagtíðindi, 2009:1, 2013:1).

Mynd 5: Málefni innflytjenda á fjárlögum 2007–2013 miðað við fjölda erlendra ríkisborgara

(Frumheimild fjárlög 2007–2013; Fjölmenningarsetur 2013)

3 Sjá nánari umfjöllun um hugtökin móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi í 3. kafla á bls. 12.

Page 25: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

22

Erlendum ríkisborgurum hefur á tveimur síðustu árum fjölgað á ný, hóflega þó,

eftir að hafa fækkað í kjölfar hrunsins árið 2008. Þessari þjóðfélagsþróun fylgja áskoranir

og aukið álag á stofnanir ríkisins, ekki síst á skóla- og menntakerfið en jafnframt fjölmörg

tækifæri fyrir samfélagið. Sjá mynd 6 (Ari Klængur Jónsson, 2013).

Mynd 6: Heildarfjöldi innflytjenda sem fengu íslenskan ríkisborgararétt 1991–2011

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

Réttindi þeirra útlendinga sem hingað koma og vilja vera þátttakendur í

samfélaginu eru mjög misjöfn, eftir því hver uppruni þeirra er. Komi þeir frá löndum

innan ESB, njóta þeir allflestra þeirra réttinda sem Íslendingar njóta. Þeir njóta þjónustu

sem ríkið er skuldbundið til að veita samkvæmt EES-samningnum, alþjóðasáttmálum

sem Ísland er aðili að, sem og íslenskum lögum (Utanríkisráðuneytið, 1960, 1994). Komi

þeir hinsvegar frá löndum utan ESB og þeim löndum sem Ísland hefur ekki gert tvíhliða

samninga við, bíður þeirra í flestum tilfellum alllangt ferli, ætli þeir að setjast hér að.

Talsvert umstang fylgir því að afla dvalar- og/eða atvinnuleyfis og enn lengra ferli fylgir

því að öðlast ríkisborgararétt. Strangar reglur gilda um innflytjendur og þá sem vilja

flytjast hingað vegna atvinnu eða náms. Þannig getur það tekið einstaklinga utan

Norðurlandanna og ESB töluverðan tíma að komast inn í kerfið og öðlast þau réttindi

sem því fylgja, svo sem vegna skólagöngu og annarrar samfélagslegrar þjónustu. Í raun

má segja að landið sé lokað að verulegu leyti öðrum en Norðurlandabúum og borgurum

ríkja sem eru aðilar að samningum um EES og/eða EFTA. Ísland er því ekki sérstaklega

opið samfélag og allnokkur áskorun er fyrir þá aðila sem flytjast hingað að aðlagast

samfélaginu (Lög um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952; Útlendingastofnun, e.d.).

Page 26: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

23

Segja má að skjót og hnökralaus móttaka nýrra Íslendinga sé ekki forgangsmál hjá

stjórnvöldum á Íslandi. Kerfið er ekki hannað til þess að þjónusta innflytjendur

sérstaklega og leysa þeirra vandamál, þrátt fyrir að verulegar umbætur hafi verið gerðar á

síðustu árum. Þetta breytir því þó ekki að fjölmargir erlendir ríkisborgarar vilja setjast hér

að og bæði tengjast og aðlagast þjóðinni, stofna heimili og hefja nýtt líf, nema, vinna og

eignast fjölskyldu. Verkefni stjórnvalda er að bregðast við þessari þróun, en árangurinn

hefur að mörgu leyti látið á sér standa og af reynslusögum að dæma, sem m.a. komu fram

í viðtali við Margréti Steinarsdóttur, er enn langt í land svo Ísland geti talist fullburða

fjölmenningarsamfélag (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl 2014).

4.2 Móðurmálið er aðalmálið

Með auknum fólksflutningum samhliða vaxandi alþjóðavæðingu hefur samfélögum

almennt fækkað þar sem allir íbúar tala sama tungumálið. Á Íslandi hefur tvítyngi aukist

hratt samhliða fjölda innflytjenda, ekki síst meðal barna á grunnskólaaldri.4 Elín Þöll

Þórðardóttir telur að þannig hafi í raun nýr þjóðfélagshópur orðið til, þ.e. tvítyngd börn,

sem þurfi sífellt á aukinni þjónustu skólakerfisins að halda. Á allra síðustu árum hafi

viðbrögð stjórnvalda við auknum fjölda innflytjenda, og þar með aukinni fjölmenningu í

íslenskum skólum, því færst frá útliti, uppruna eða þjóðernis viðkomandi einstaklinga

og/eða hópa, yfir á móðurmálið; hvort viðkomandi hafi annað móðurmál en íslensku

og/eða búi því yfir þeim kosti að vera tvítyngdur (Elín Þöll Þórðardóttir, 2007).5

Eitt verkefni innan grunnskólanna hvað þetta varðar, hefur verið að koma í veg

fyrir fordóma sem ala á kynþáttahyggju í garð erlendra ríkisborgara og barna innflytjenda.

Könnun sem gerð var árið 2000 meðal grunnskólabarna, sýndi að 28% nemenda í 9. og

10. bekk töldu að of margir nýbúar6 væru búsettir hér á landi og ljóst var að bregðast

þyrfti við með aukinni fræðslu (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000). Áður hafi áherslan

verið á að bregðast við þegar nemendur litu öðruvísi út, með annan litarhátt og/eða af

öðrum kynþætti en íslenskir jafnaldrar þeirra. Nú sé hinsvegar lögð mun meiri áhersla á

að sérgreina ekki innflytjendur í allri stefnumótun varðandi móttöku barna af erlendum

uppruna innan grunnskólanna, heldur bregðast við og gera áætlanir þegar um er að ræða

nemendur með annað móðurmál en íslensku (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2000).

4 Sjá nánari umfjöllun um hugtökin móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi í 3. kafla á bls. 12. 5 Sjá nánari umfjöllun um hugtökin móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi í 3. kafla á bls. 12. 6 Notkun orðsins hefur síðar að mestu verið hætt í opinberum gögnum.

Page 27: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

24

Íslenskan sé nú þeirra annað tungumál en áður hafi verið talið að börn ættu í erfiðleikum

með nám, þegar þau hafi þurft að tileinka sér tvö tungumál samhliða. Komið hafi aftur á

móti í ljós að börn eigi mun auðveldara með að tileinka sér nýjar námsgreinar, þar með

talið íslensku, fái þau jafnframt kennslu og aðstoð á sínu eigin móðurmáli og rannsóknir

hafi sýnt að tvítyngi vefjist mun minna fyrir börnum en áður hafi verið talið. Máltaka á

tveimur málum lúti í meginatriðum sömu lögmálum og máltaka á einu máli. Nú sé því

litið svo á að eðlilegur málþroski barna bjóði upp á tvítyngi og því minnki þörfin á

sérsniðnum aðgerðum í námi barna innflytjenda (Elín Þöll Þórðardóttir, 2007).7

Útlit, litarháttur og kynþáttur eru löngu úrelt viðmið, þegar meta skal getu eða

þörf einstaklings, enda fæðast nú mörg íslensk börn af ólíkum kynþáttum og litarháttum.

Mörg börn eru til að mynda af blönduðum kynþætti eða ættleidd frá löndum þar sem

aðrir kynþættir eru ráðandi, en eru engu að síður jafngildir Íslendingar og aðrir innfæddir

sem flestir eru hvítir á hörund. Móttaka barna með annað móðurmál hefur því þurft að

taka töluverðum breytingum síðustu ár. Nú er svo komið að hlutfall barna með annað

móðurmál en íslensku er orðið það hátt að ekki dugar annað en að bregðast heildstætt

við þeirri þróun. Í dag eru um 100 móðurmál töluð á Íslandi og hefur löggjöf og

stefnumótun tekið mið af því á allra síðustu árum (Þingsályktun um framkvæmdaráætlun

í málefnum innflytjenda nr. 18/135).8 Um mikilvægi þess að tryggja góða kennslu á

móðurmáli hvers og eins og hlúa að þeim sem eru tvítyngdir hefur Sabine Lebskopf,

formaður kvenna af erlendum uppruna, sagt: „Tvítyngi er fjársjóður en hálftyngi er

fötlun (Sabine Lebskopf, munnleg heimild, 29. mars 2014).“

Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins, sem haldinn er árlega á vegum

Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) var farið af stað með

skráningu tungumálaforðans í skólum landsins. Í ljós kom að í þeim skólum sem skráðu

tungumál sem töluð eru í skólunum, eru töluð frá einu upp í 36 tungumál. Jafnframt kom

í ljós að heildarfjöldi tungumála í skólum landsins er yfir 90 (Tungumalatorg.is, 2014).

Í setningarræðu á Hringþingi árið 20129 sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi

mennta- og menningarmálaráðherra, m.a. að takmarkið hlyti að vera að byggja upp

samfélag fyrir alla, án aðgreiningar, þar sem tækifærin til samfélagsþátttöku10 stæðu öllum

7 Sjá nánari umfjöllun um mikilvægi kennslu á móðurmáli í 6. kafla. 8 Sjá nánari umfjöllun um stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda í 5. kafla. 9 Sjá nánari umfjöllun um Hringþing 2012 í 7. kafla. 10 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið þátttaka í 3. kafla á bls. 15.

Page 28: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

25

til boða óháð uppruna og að allir geti tekið þátt á eigin forsendum. Katrín fjallaði um

ástæður þess hvers vegna skólar væru yfirhöfuð starfræktir, að þeir væru hreyfilafl í

samfélaginu og mikilvæg tæki fyrir þegna landsins, svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu á

jafnræðisgrundvelli. Þetta væri samfélagslegt hlutverk skólakerfisins. Sjálfstætt

menntakerfi væri jafnframt lykill að því að þegnarnir geti stundað gagnrýna hugsun.

Skólinn væri þannig verkfæri til að búa til öflugt lýðræðissamfélag. Mikilvægt væri að þróa

skólakerfið í takt við nútímann, efla velferð landsmanna og tryggja að þegnarnir gætu

sjálfir stuðlað að heilbrigði og almennri velferð sinni. Markmiðið væri að gera nemendur

gagnrýna, virka og hæfa til frekari náms og starfa. Tvítyngdir einstaklingar væru

verðmætir fyrir samfélagið og góður grunnur í móðurmáli væri lykill að máltöku annars

máls, sem og skilningi á öðrum námsgreinum. Ríkt málumhverfi skipti miklu máli til þess

að nemendur öðlist færni og þrói og þroski málvitund jafnt og þétt í gegnum skólastarfið

(Katrín Jakobsdóttir, 2012).

Í þessum kafla hefur verið gert grein fyrir þeim miklu samfélagsbreytingum sem orðið

hafa hér á landi síðustu tvo áratugi og hve stóran þátt innflytjendur spila í því samhengi.

Innflytjendum hér á landi hefur fjölgað mikið á stuttum tíma og gerir það auknar kröfur

til stofnana samfélagsins. Svo virðist vera að framundan séu spennandi en jafnframt

ögrandi tímar hvað varðar samfélagsþróun á Íslandi. Áskoranir varðandi breytta lýðfræði

samfélagsins kalla á nýja nálgun í málefnum innflytjenda. Mikilvægi móðurmálskennslu

og kennslu á móðurmáli er rauður þráður hvað varðar framtíðalausnir vegna aukinnar

samfélagsþátttöku og virkni nýrra íslendinga. Í því samhengi er í næsta kafla skoðað

hvernig stefna stjórnvalda hefur þróast í málaflokknum.

Page 29: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

26

5. Stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda

Stjórnvöld hafa mótað stefnu varðandi málefni innflytjenda bæði almennt og innan

skólakerfisins. Stefna dugar þó skammt ef ekki tekst að innleiða hana vegna

utanaðkomandi og/eða kerfislægra aðstæðna. Í kaflanum hér að neðan er stefna

stjórnvalda, sveitarfélaganna og ríkisvaldsins, skoðuð með það að leiðarljósi að meta hvar

tekist hefur að innleiða hana og hvað mætti betur fara.

5.1 Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda

Mörg sveitarfélög hafa á síðustu árum hagað stefnumótun í samræmi við breytt landslag

og uppfært mannréttindastefnu sína til þess að takast á við aukinn fjölda innflytjenda

innan sinna þjónustusviða. Öll þjónusta sem einstaklingar njóta nú er veitt óháð uppruna.

Sveitarfélög hafa auk þess þjónustufulltrúa sem sinna málefnum innflytjenda og flestir

grunnskólar landsins vinna eftir móttökuáætlun11 sem mótuð hefur verið á vettvangi

Sambands íslenskra sveitarfélaga (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).12

Árið 2009 var sett fram skýrsla um stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga

í málefnum innflytjenda.13 Meginmarkmið stefnunnar eru að hagsmunir innflytjenda og

fjölskyldna þeirra verði samfléttaðir í allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu

sveitarfélaga. Opinber þjónusta á að birtast innflytjendum sem ein heild og án tillits til

þess hvort ríki eða sveitarfélög beri ábyrgð á þjónustunni. Einnig skiptir miklu máli að

innflytjendur öðlist sem fyrst sambærilega stöðu og aðrir íbúar og séu viðurkenndir og

virkir þátttakendur í samfélaginu. Tekið er fram að skólar þurfi meiri stuðning til þess að

gera kennara og starfsmenn skólanna hæfari í móttöku, kennslu og samskiptum við börn

innflytjenda. Einnig skipti móðurmálskennsla miklu máli í öllu skólastarfi og þjónustu við

innflytjendur (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009). Leiðir að umbótum í starfsemi

sveitarfélaganna eru settar upp í eftirfarandi níu hlutum.

Fyrsti hluti fjallar um lagasetningu, þar segir að í lögum um starfsemi

sveitarfélaga eigi innflytjendur ekki að vera sérgreindir, nema sérstök rök séu færð fyrir

slíku. Lagasetningin eigi að veita sveitarfélögum svigrúm til þess að laga þjónustu við

11 Sjá nánari umfjöllun um móttökuáætlun í 5. kafla. 12 Sjá nánari umfjöllun um stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í 5. kafla. 13 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið innflytjendur í 3. kafla á bls. 11.

Page 30: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

27

innflytjendur að staðbundnum aðstæðum og viðhorfum.14 Fyrst og fremst sé þörf á

lagasetningu varðandi réttindi og skyldur innflytjenda eftir að þeir komi til landsins,

verkaskiptingu milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnurekenda, hvað varði móttöku þeirra og

aðlögun í samfélaginu. Einnig þurfi heildstæðar upplýsingar og þjónusta að vera fyrir

hendi gagnvart innflytjendum (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Annar hluti fjallar um stoðþjónustu vegna innflytjendamála. Sveitarfélög þurfi að

hafa aðgang að sérhæfðri faglegri ráðgjöf um þjónustu við innflytjendur en jafnframt

þurfi þau að hafa aðgang að ráðgjöf til þess að stuðla að gagnkvæmri aðlögun

innflytjenda og þess samfélagsins sem tekur á móti viðkomandi. Fjölmenningasetri, sem

tók til starfa árið 2000, sé ætlað miðlægt stuðningshlutverk varðandi aðlögun innflytjenda

(Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Þriðji hluti fjallar um verkaskiptingu og samstarf ríkis og sveitarfélaga um

upplýsingagjöf og móttöku innflytjenda. Áður en innflytjendur komi til landsins og fyrst

eftir komu þeirra beri ríkið ábyrgð á upplýsingagjöf. Hvað varði framsetningu upplýsinga

um þjónustu sveitarfélaga þurfi ríkið að hafa samstarf við Samband íslenskra

sveitarfélaga. Sveitarfélög fái fjárveitingar vegna málaflokksins þar sem þau sjái um

aðlögun og móttöku innflytjenda í samstarfi við stofnanir ríkisins, atvinnurekendur og

félagssamtök á svæðinu (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Fjórði hluti fjallar um lögheimilisskráningar. Tryggja þurfi að þær skili sér fljótt til

sveitarfélaganna auk þess sem sveitarfélög fái nauðsynlegar upplýsingar varðandi

tungumálaþekkingu og fjölskylduaðstæður innflytjenda, svo hægt verði að undirbúa

móttöku þeirra (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Fimmti hluti stefnumótunarskýrslunnar fjallar um sérgreiningu upplýsinga um

innflytjendur. Sveitarfélög þurfi að geta fylgst með breytingum og þróun innflytjendamála

í sveitarfélögum. T.d. þurfi þau að geta fylgst með breytingum á fjölda innflytjenda, sem

nú er hægt að skoða á Hagstofu Íslands. Einnig þurfi sveitarfélögin að geta fylgst með

því hvernig innflytjendur nýti sér þjónustu þeirra og hvernig aðlögun þeirra gangi.

Samkvæmt stefnumótuninni væri því hentugt ef til væri gagnagrunnur, í líkingu við

gagnabanka Hagstofu Íslands, sem myndi gera sveitarfélögunum kleift að greina

innflytjendur sem tilheyri sérhverju sveitarfélagi, eftir því hvort um fyrstu eða aðra

14 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið gagnkvæm aðlögun í 3. kafla á bls. 14.

Page 31: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

28

kynslóð sé að ræða, þar sem ýmsar eftirlitsstofnanir ríkisins, t.d. Barnaverndarstofa, geri

kröfu um skil á upplýsingum um innflytjendur (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Sjötti hluti fjallar um túlkaþjónustu. Samband íslenskra sveitarfélaga þurfi að

tryggja í samstarfi við ríkið að túlkaþjónusta sé til staðar fyrir innflytjendur (Samband

íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Sjöundi hluti fjallar um aðgerðir gegn fordómum sem eigi að stuðla að

samfélagslegri þátttöku innflytjenda (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).15

Áttundi hluti fjallar um fjármögnun innflytjendamála sveitarfélaga. Í þingsályktun

um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda16 segir að reglur um framlög frá

Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði endurskoðaðar þannig að sveitarfélög eigi auðveldara

með að sinna skyldum sínum varðandi aðlögun innflytjenda. Einnig gætu endurskoðaðar

reglur um framlög Jöfnunarsjóðs efnt til samvinnu ríkis og sveitarfélaga þegar komi að

fjármögnun nýrra verkefna (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

Níundi hluti, sem er jafnframt sá síðasti, fjallar um börn innflytjenda. Samkvæmt

stefnumótuninni er Sambandi íslenskra sveitarfélaga falið að vinna að því að sveitarfélög

hafi meira samstarf um málefni barna innflytjenda og að skólar fái meiri stuðning, m.a.

vegna aðgerða sem miði að því að gera starfsmenn skólanna hæfari til að eiga samskipti

við börn og foreldra þeirra af erlendum uppruna. Tilgangur samstarfsins sé jafnframt að

standa fyrir aðgerðum gegn fordómum í skólum og til að upplýsa starfsmenn um skyldur

þeirra, s.s. í barnaverndarmálum. Gera þurfi kennara hæfari til að taka á móti og kenna

börnum innflytjenda (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2009).

5.2 Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda

Árið 1994 samþykkti Ísland EES-samninginn og öðlaðist þar með aðgang að innri

markaði Evrópusambandsins. Í EES-samningnum er ákvæði um frjálsa för launþega á

milli aðildarríkja (Utanríkisráðuneytið, 1994). Þegar samningurinn var samþykktur voru

innflytjendur á Íslandi 1,7% af heildarmannfjölda Íslands en síðan þá hefur fjöldinn

aukist umtalsvert (Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 2). Árið 2001 varð Ísland síðan

þátttakandi í Schengen-samstarfinu ásamt 24 öðrum Evrópuríkjum. Á vef

Utanríkisráðuneytisins segir: „Kjarni Schengen-samstarfsins er annars vegar að tryggja

15 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið þátttaka í 3. kafla á bls. 15. 16 Sjá nánari umfjöllun um framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda í 5. kafla.

Page 32: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

29

frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna […]“ (Utanríkisráðuneytið,

2001). Árið 2006 var fjöldi innflytjenda orðinn 6% af heildarfjölda landsmanna svo að

augljóst var að samfélagið væri að breytast. Fjöldi innflytjenda er nú rúmlega 8% af

landsmönnum (Hagtíðindi, 2013:1).

Árið 2007 brást þáverandi ríkisstjórn Íslands við aukinni fjölmenningu með því

að setja fram stefnu er varðar málefni innflytjenda og var það í fyrsta skipti sem slík

stefna var samþykkt hér á landi (Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 2).

Í inngangi stefnunnar er töluvert fjallað um tungumálið og hversu mikilvægt það

sé að leggja áherslu á íslenskukennslu, til að hægt sé að tryggja innflytjendum sem best

tækifæri hér á landi. Stefnan tekur til málefna er varða innflytjendur á sviðum

atvinnumála, heilbrigðisþjónustu, menntamála, upplýsingaflæðis, félagsþjónustu o.s.frv.

(Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 5).

Hér er fjallað um þann kafla stefnunnar sem fjallar um menntun barna á leik-,

grunn- og framhaldsskólaaldri en í þeim hluta er leitast við að tryggja rétt þeirra nemenda

sem hafa annað móðurmál, annað en íslensku17, til jafnra tækifæra á við þau börn sem

hafa íslensku að móðurmáli.

Fyrsta markmiðið sem sett var fram í stefnunni miðaði að því að tryggja að

nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku fengju að

stunda sitt íslenskunám, ásamt námi í erlendu tungumáli, á þann hátt sem hentar þeim og

þeirra tungumálakunnáttu. Meðal leiða sem ríkisstjórnin taldi mögulegar til að ná þessu

markmiði var að endurskoða aðalnámskrá þannig að hún innihéldi ákvæði um kennslu

íslensku sem annað tungumál. Annað markmið stefnunnar var að tryggja nemendum í

leik-, grunn- og framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku sem bestu tækifærin til

að viðhalda sínu eigin móðurmáli. Leiðirnar sem fara átti að þessu markmiði voru m.a. að

viðurkenna móðurmál grunn- og framhaldsskólanema í staðinn fyrir Norðurlandamál,

hafi þeir dvalið utan Norðurlanda á grunnskólaaldri. Stefnan átti að miða að því að

auðvelda nemendum í grunn- og framhaldsskólum, með annað móðurmál en íslensku,

próftöku á íslensku, til dæmis með því að veita undanþágu frá samræmdum

könnunarprófum í 4. og 7. bekk grunnskóla. Einnig var talin raunhæf leið til þess að veita

nemendum í 10. bekk, sem höfðu annað móðurmál en íslensku, undanþágu frá

17 Sjá nánari umfjöllun um hugtökin móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi í 3.kafla á bls. 12.

Page 33: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

30

samræmdu könnunarprófi í íslensku, en í staðinn fengju þau að þreyta sérstakt lokapróf í

íslensku sem annað mál (Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 13-14).

Ekki var aðeins fjallað um nemendurna sjálfa í þessum hluta stefnunnar heldur

einnig samskipti skóla og heimilis. Upp geta komið vandamál ef ábyrgðarmenn nemanda

skilja ekki íslensku vegna þess að þá er barnið komið í ákveðna stöðu milligöngumanns

skóla og heimilis, sem ekki er ákjósanleg staða fyrir neinn aðila samskiptanna. Í stefnunni

er talað um mikilvægi þess að skólar leitist við að auðvelda foreldrum eða

forráðamönnum, sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, þátttöku í

skólastarfi barnsins18. Til dæmis mætti reyna að ná þessu takmarki með því að stöðluð

samskipti á milli skóla og heimilis verði þýdd á sem flest tungumál. Skólinn ætti enn

fremur að hvetja foreldra og forráðamenn eindregið til að sækja fundi er varða skólastarf

barna sinna (Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 15).

Kennsla á íslensku sem annað mál er eðli málsins samkvæmt frábrugðin

hefðbundinni íslenskukennslu og til að hægt sé að veita nemendum með erlent

móðurmál sem bestu íslenskukennsluna er mikilvægt að kennarar séu í stakk búnir til að

mæta þörfum þessa fjölbreytta hóps. Markmið ríkisstjórnarinnar var að auka framboð á

kennurum sem væru sérstaklega þjálfaðir í kennslu íslensku sem annars máls. Til að ná

því markmiði þyrfti að skilgreina lágmarkskröfur sem gerðar væru til kennara sem vilja

kenna á þessu sviði. Þjálfun í að kenna íslensku sem annað tungumál ætti því að vera

hluti af þeirri menntun sem kennarar fái í háskólastofnunum. Einnig var talið mikilvægt

að þeir kennarar sem þegar höfðu lokið háskólanámi sínu hefðu aðgang að námskeiðum

sem veittu lágmarksþjálfun í slíkri kennslu (Velferðarráðuneytið, 2007, bls. 16).

Stefna í málefnum innflytjenda er mikilvæg bæði fyrir samfélagið í heild og fyrir

innflytjendurna sjálfa. Í viðtalinu við Margréti Steinarsdóttur kom fram að gagnkvæm

aðlögun19 sé mikilvæg fyrir alla hlutaðeigandi. Hún telur að það sé kostur fyrir samfélagið

að búa yfir sem fjölbreyttustum menningarauði.20 Einnig að mikilvægt sé fyrir

innflytjendur að aðlagast því samfélagi sem þeir búa í. Mikilvægt sé að innflytjendur fái að

halda sínum séreinkennum og hefðum upp að því marki að þær hefðir skarist ekki á við

landslög. Samfélagið þurfi að aðlagast innflytjendum til dæmis á þann hátt sem gert er í

þessari stefnu stjórnvalda frá árinu 2007, með því að setja sér markmið sem miða að því

18 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið þátttaka í 3. kafla á bls. 15. 19 Sjá nánari umfjöllun um gagnkvæma aðlögun í 3. kafla á bls. 14. 20 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið menningarauður í 3. kafla á bls. 14.

Page 34: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

31

að innflytjendur fái tækifæri til jafns við alla aðra íbúa landsins (Margrét Steinarsdóttir,

munnleg heimild, 3. apríl 2014).

Í þeim hluta aðalnámskrár grunnskóla sem fjallar um greinasvið frá árinu 2013, er

gert ráð fyrir kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Sérstakir áfangar sem taka á kennslu

nemenda með annað móðurmál en íslensku eru þó ekki í boði. Við athugun á

endurskoðaðri greinasviðanámskrá kom í ljós að stefnu ríkisstjórnarinnar hafði verið

framfylgt og í aðalnámskránni er nú kafli um kennslu íslensku sem annað mál (Mennta-

og menningarmálaráðuneytið, 2013).

Athugun á uppbyggingu kennaranáms í Háskóla Íslands, leiddi í ljós að einn

áfangi fjallar sérstaklega um skóla án aðgreiningar og er hann hluti af grunnnámi

grunnskólakennslu. Áfanginn heitir Kennsla í skóla án aðgreiningar21 Í kennsluskrá er

áfanganum lýst svona: „Fjallað verður um fjölmenningarkennslu og árangursríkar leiðir til

að mæta margbreytilegum þörfum nemenda, þar á meðal nemenda með annað móðurmál

en íslensku“ (Háskóli Íslands, e.d.).

5.3 Nýleg löggjöf í málefnum innflytjenda

Þróun lagaumgjarðar í málefnum innflytjenda hefur verið nokkuð afgerandi á síðustu

árum. Lög um málefni innflytjenda22 voru samþykkt 2012, Fjölmenningasetri var komið á

laggirnar um aldamótin og innflytjendaráð hefur tvisvar verið skipað. Ný lög

innanríkisráðherra um útlendinga eru nú til meðferðar hjá allsherjar- og

menntamálanefnd Alþingis sem leysa eiga af hólmi eldri lög um útlendinga frá árinu

2002, sem og lög um atvinnuréttindi útlendinga, einnig frá árinu 2002. Í frumvarpi til laga

um breytingu á lögum um útlendinga, er m.a. kveðið á um:

21 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið skóli án aðgreiningar í 3. kafla á bls. 13. 22 Sjá nánari umfjöllun á hugtakinu innflytjendur í 3. kafla á bls. 11.

Page 35: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

32

Í nóvember árið 2012 tóku gildi lög um málefni innflytjenda. Markmið laganna er

að stuðla að samfélagi sem allir gætu verið þátttakendur í, óháð þjóðerni og uppruna.

Lagasetningin átti að tryggja að hagsmuna innflytjenda væri gætt í allri stefnumótun

stjórnsýslu og hins opinbera. Einnig eiga lögin að stuðla gegn fordómum með því að efla

fræðslu og miðlun um málefni innflytjenda (Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012).23

Markmiðinu skuli náð meðal annars með því að:

Lögin mæla fyrir um rekstur Fjölmenningarseturs sem hefur það markmið að

varpa ljósi á og rannsaka stöðu innflytjenda og koma á framfæri tillögum til umbóta.

23 Sjá nánari umfjöllun um nýlega löggjöf í málefnum innflytjenda í 5. kafla.

Page 36: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

33

Hlutverk Fjölmenningarseturs er m.a. „að greiða fyrir samskiptum Íslendinga og erlendra

ríkisborgara,24 vinna með stofnunum og sveitarstjórnum að eflingu þjónustu fyrir erlenda

ríkisborgara, fyrirbyggja vandamál í samskiptum fólks af margvíslegum

menningarsvæðum og auðvelda aðlögun erlends fólks að íslensku þjóðfélagi.25 Þá er það

hlutverk þess að stuðla að því að upplýsingagjöf opinberra aðila til innflytjenda sé

heildstæð, samhæfð og markviss og að opinberir aðilar hafi aðgang að fyrirmyndum um

þjónustu og stuðning við innflytjendur“ (Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012).

Verkefni Fjölmenningarseturs eru meðal annars að:

Lögin kveða á um að ráðherra skuli skipa innflytjendaráð, en verkefni þess er „að

fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Meðal annars

skal ráðið vera stjórnvöldum, bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga, til ráðgjafar við

24 Sjá nánari umfjöllun um innflytjendur í 3. kafla á bls. 11. 25 Sjá nánari umfjöllun um gagnkvæma aðlögun í 3. kafla á bls. 14.

Page 37: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

34

stefnumótun í málaflokknum, gera tillögu að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í

innflytjendamálum og fylgjast með framkvæmd hennar. Innflytjendaráð myndar einnig

stjórn þróunarsjóðs innflytjendamála“ (Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012).

Hlutverk innflytjendaráðs er að:

Þessar stofnanir ríkisins hafa það verkefni að auðvelda innflytjendum að setjast

hér að og aðlaga samfélagið26 að þeim breytingum sem aukinn fjöldi þeirra kallar á.27

Lögin um málefni innflytjenda, frá árinu 2012, kveða jafnframt á um að lögð skuli fram

þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda þar sem kveðið

skuli á um þær aðgerðir og verkefni sem sjórnvöld skuli grípa til, til að tryggja réttindi

íbúa af erlendum uppruna og aðgang þeirra að opinberri þjónustu. Markmiðið er að

betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða

virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. Í framkvæmdaáætluninni

er m.a. kveðið á um samstarf ríkis og sveitarfélaga þar sem þau gegni lykilhlutverki við

aðlögun innflytjenda að samfélaginu og hvatt er til frekara samstarfs við þriðja geirann;

frjáls félagasamtök, símenntunarstöðvar og sjálfseignarstofnanir. Auk þess eru settar fram

26 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið gagnkvæm aðlögun í 3. kafla á bls. 14. 27 Sjá nánari umfjöllun um stefnu stjórnvalda í 5. kafla.

Page 38: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

35

ábendingar til atvinnurekenda, stéttarfélaga, stjórnmálaflokka, íþróttahreyfinga, fjölmiðla

og menningarstofnana, enda aðlögun innflytjenda samfélagslegt verkefni, sem snerti alla

fleti þjóðlífsins. Í framkvæmdaáætluninni er:

...komið á framfæri ábendingum til fjölmargra aðila í samfélaginu sem gegna

mikilvægu hlutverki í farsælli aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og þeir

hvattir til dáða. Greint er frá fyrirhuguðum og tímabærum breytingum á

margskonar löggjöf sem taka mið af breyttu samfélagi. Lýst er ýmsum

umbótaverkefnum sem lúta að öflun upplýsinga um innflytjendamál og miðlun

upplýsinga til innflytjenda. Fjallað er um einföldun og samræmingu á veitingu

dvalar- og atvinnuleyfa, túlkaþjónustu og móttöku nýrra íbúa við

búsetuflutning. Þá er lýst aðgerðum til að bæta eftirlit og auka réttindavernd

innflytjenda. Framkvæmdaáætlunin greinir einnig frá aðgerðum til að tryggja

innflytjendum aðgang að íslenskunámi, almennri menntun og

velferðarþjónustu. Loks er í áætluninni kveðið á um samfélagsfræðslu og

aðgerðir til að sporna við fordómum (Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í

málefnum innflytjenda nr. 18/135).

5.4 Reykjavík sem fjölmenningarborg

Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum lagt ríka áherslu á að fjölmenning28 geti notið sín í

borginni. Í Reykjavík starfar fjölmenningarráð, en hlutverk þess er að veita

mannréttindaráði Reykjavíkur ráðgjöf í málefnum innflytjenda. Fjölmenningardagur er

haldinn einu sinni á ári í borginni þar sem fjölbreytninni er fagnað. Námsefni í

margbreytileikafræðslu hefur jafnframt verið þróað í grunnskólum borgarinnar.29

Fjölmenningarþing hefur verið haldið tvisvar, árin 2010 og 2012 og fyrirætlað er að það

verði haldið annað hvert ár. Tilgangurinn með þinginu er að skapa vettvang þar sem

innflytjendur í Reykjavík geti miðlað upplifun og reynslu af þjónustu borgarinnar og lagt

fram tillögur að bættri þjónustu (Reykjavik.is, 2014).

Árið 2000 skilaði starfshópur á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur tillögum

að stefnu í málefnum barna með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum

Reykjavíkur. Verkefnið var unnið sem viðbrögð við auknum hluta barna af erlendum

28 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarfræði í 3. kafla á bls. 17. 29 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarleg menntun í 3. kafla á bls. 15.

Page 39: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

36

uppruna í grunnskólum Reykjavíkur og leitt af samstarfsnefnd um nýbúa.30 Nefndin

óskaði eftir því við stofnanir borgarinnar að þær ynnu að slíkri stefnumótun út frá

sameiginlegu leiðarljósi: „Að reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í mannlífi þar sem

þekking, víðsýni, jafnrétti, gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum

uppruna.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi fyrsta stefnumótun varðandi

tvítyngd börn var unnin í borginni, en henni var m.a. hleypt af stokkunum þar sem talið

var mikilvægt að bregðast við, áður en fordómar í garð barna innflytjenda gerðu vart við

sig í auknum mæli (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000).

Á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur ráðgjöf til innflytjenda verið

aukin vegna áherslna núverandi borgarstjórnar á fjölmenningu og sérstökum ráðgjöfum

hefur verið fjölgað. Mannréttindaskrifstofan veitir innflytjendum sem búa í Reykjavík

upplýsingar og ráðgjöf í því skyni að tengja þá við borgarsamfélagið og auðvelda þeim

aðgang að þjónustu borgarinnar á eigin tungumáli (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Um hlutverk Reykjavíkur sem fjölmenningarborgar segir:

Eitt af leiðarljósum Reykjavíkurborgar er að reykvískt samfélag fái notið

fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og

gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum uppruna. Allar stofnanir

borgarinnar þurfa að laga sig að fjölmenningarlegu samfélagi31 og útfæra

stefnu Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt samfélag í starfsáætlunum

sínum. Þær skulu gera ráð fyrir útlendingum bæði sem notendum og

veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá

sem einsleitan hóp. Þeir sem hingað flytjast þurfa að aðlagast íslensku

samfélagi.32 Þeir sem fyrir eru þurfa að aðlagast íbúum af mismunandi

uppruna. Í öllu starfi borgarinnar skal leitast við að nýta kosti fjölbreytninnar

(Reykjavik.is, 2014).

Í mannréttindastefnu Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarstjórn árið 2006 og

endurskoðuð 2013, segir um skyldur borgarinnar sem veitanda þjónustu við innflytjendur

og tvítyngd börn: „Allt uppeldis- og tómstundastarf, menntun og fræðsla á vegum

borgarinnar taki mið af þörfum barna fólks af erlendum uppruna og veiti þeim sérstakan

stuðning og íslenskukennslu til þess að þau fái notið þessa framboðs borgarinnar til jafns

30 Notkun orðsins hefur síðar að mestu verið hætt í opinberum gögnum. 31 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarfræði í 3. kafla á bls. 17. 32 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið gagnkvæm aðlögun í 3. kafla á bls. 14.

Page 40: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

37

á við önnur börn. Fjölbreytni og margbreytileiki samfélagsins hljóti kynningu í starfi með

börnum og ungmennum og þeim gefið tækifæri til að kynna heimamenningu sína og

móðurmál“ (Reykjavíkurborg, 2013).

Í byrjun árs 2014 voru 11 milljónir veittar til þróunarverkefna í leik, grunn- og

frístundastarfi og meðal umbótaverkefna í málefnum innflytjenda sem Reykjavíkurborg

hefur staðið fyrir á allra síðustu misserum innan leik- og grunnskóla borgarinnar eru:

Fyrsta stefna Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf

mun líta dagsins ljós vorið 2014. Í stefnunni er félagsleg virkni og þátttaka höfð að

leiðarljósi, sem og virkt tvítyngi og virðing fyrir heimamenningu barna. Einnig ákvæði um

að líta beri á fjölbreyttan bakgrunn sem auðlind í skóla- og frístundastarfi og ákvæði um

mikilvægi foreldra í skóla- og frístundastarfi barna (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Málkönnunarprófið Milli mála var tekið í notkun árið 2013. Prófið er verkfæri

sem metur raunverulega stöðu barna með íslensku sem annað tungumál og til að koma til

móts við börn af erlendum uppruna. Sérstakur kennsluráðgjafi var ráðinn til að aðstoða

skólana við að meta börnin í skólum borgarinnar. Nýjar úthlutunarreglur vegna aðstoðar

skólanna munu verða til á grunni prófsins (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Verkefnið 1, 2 og Fellaskóli sem hófst haustið 2012, er verkefni fyrir börn af

erlendum uppruna í 1. og 2. bekk í Fellaskóla í Breiðholti. Börnin þar eru nú í

samþættum skóla- og frístundadegi, markvissri málörvun, skapandi starfi, félagsþroska og

hreyfingu. Börnin njóta þjónustu frístundaheimila ókeypis. Þátttaka barna í hverfinu í

frístundastarfi hefur aukist í kjölfar verkefnisins (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Þróunarverkefnið Okkar mál í Fellahverfi er verkefni sem tengir saman leikskóla,

grunnskóla og frístundaheimili í Fellahverfi en markmið þess er að auka félagslegan

jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Meðal annarra verkefna sem skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur staðið

fyrir á síðustu árum er t.d. samstarf við samtökin Móðurmál, Gaman saman fyrir

pólskumælandi fjölskyldur, Við og börnin okkar á mörgum tungumálum, staða

pólskumælandi ráðgjafa við leikskóla, þróunarverkefni til fræðslu foreldra af

filippseyskum uppruna, Menningarmót til að börn kynnist heimamenningu hvers annars,

handbók um móttöku barna sem fara úr leikskóla og byrja í frístund, fræðsla fyrir

kennara og frístundaráðgjafa, samstarf við íþróttafélög um að auka þátttöku tvítyngdra

barna í íþróttastarfi og verkefnið Heilahristingur sem er samstarfsverkefni skóla- og

Page 41: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

38

frístundasviðs, Borgarbókasafns og Rauða krossins um heimanámsaðstoð sem veitt er af

sjálfboðaliðum til barna og ungmenna (Fjölmenningaráð Reykjavíkur, 2014).

Í þessum kafla var fjallað um stefnumótun Sambands íslenskra sveitafélaga í málefnum

innflytjenda. Þá var fjallað um stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.

Jafnframt var fjallað um nýlega löggjöf í málefnum innflytjenda sem og Reykjavík sem

fjölmenningarsamfélag og sum þeirra umbótaverkefna sem borgin hefur sett á laggirnar.

Árið 1994 voru samþykkt lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt innan EES-svæðisins en

það voru viðbrögð stjórnvalda í kjölfar austurstækkunar Evrópusambandsins og

stækkunar evrópska vinnumarkaðarins. Þá um leið hefðu stjórnvöld mátt hefja

stefnumótun í málefnum innflytjenda til þess að bregðast við þeirri alþjóðlegu þróun sem

Ísland var þegar orðið þátttakandi í. Slík stefna leit þó ekki dagsins ljós fyrr en árið 2007.

Þess ber þó að geta, líkt og fram kom í kaflanum, að á vettvangi Fræðslumiðstöðvar

Reykjavíkur fór fram stefnumótun innan grunnskóla Reykjavíkur í málefnum barna með

íslensku sem annað tungumál. Þessa stefnumótun hefði mátt yfirfæra á alla grunnskóla,

sem fyrst uppfrá þeim tíma. Þrátt fyrir að seint hafi verið farið af stað, er öflugt starf nú

unnið á vettvangi sveitarfélaga í því að taka á móti innflytjendum sem til landsins koma,

t.d. með fjölmörgum umbótaverkefnum í grunnskólum. Næsti kafli tekur á þeim árangri

sem náðst hefur í málefnum innflytjenda innan grunn- og framhaldsskólakerfisins ásamt

því að fjallað er um þær áskoranir sem skapast hafa.

Page 42: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

39

6. Staða innflytjenda innan íslenska skólakerfisins

Í þessum kafla er fjallað um stöðu innflytjenda innan íslenska skólakerfisins. Fyrst verður

staðan skoðuð innan grunnskólanna og síðan framhaldsskólanna, en ljóst er að staðan á

grunnskólastiginu skiptir gríðarlega miklu máli þegar meta á ástæður brotthvarfs33 á milli

þessara skólastiga. Einnig eru þetta mikilvægar upplýsingar til þess að skilja brotthvarf á

framhaldsskólastigi, þ.e. þegar innflytjendur hætta alfarið skyldunámi.

6.1 Staða innflytjenda í grunnskólum

Árið 2013 voru grunnskólabörn sem höfðu annað móðurmál en íslensku 2.663 talsins

sem er um 6% af heildarfjölda þeirra barna sem ganga í grunnskóla á Íslandi. Börnum

sem hafa ekki íslensku að móðurmáli hefur fjölgað gríðarlega í byrjun 21. aldar, t.d. má

nefna að fjöldi þeirra hefur sjöfaldast síðan árið 1997, en þá voru þeir nemendur 377

talsins eða 1% grunnskólanema. Frá árinu 1997 hefur fjöldi þessara barna farið nánast

stigvaxandi. Sjá mynd 7. Þarna gætir fyrir áhrifum hnattvæðingar sem og stækkunar

vinnumarkaðar ESB í kjölfar austurstækkunar ESB (Fjölmenningarsetur, 2013).34

Mynd 7: Hlutfall barna með erlent móðurmál í grunnskólum landsins frá 1997–2012

(Frumheimild Hagstofa Íslands; Fjölmenningarsetur, 2013)

33 Orðið brottfall var áður notað. 34 Sjá nánari umfjöllun um austurstækkun ESB í 4. kafla.

Page 43: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

40

Ljóst er að grunnskólakerfið og í raun allt menntakerfi landsins, hefur þurft að

bregðast við þessum aukna fjölda barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Hér á

eftir verður farið yfir hverjar þær ráðstafanir sem skólayfirvöld hafa gert eru.

Í aðalnámskrá er kveðið á um jafnrétti til náms í grunnskólum. Þar segir að

tækifæri einstaklinga eigi að vera jöfn, óháð aðstæðum viðkomandi og atgervi hans.

Nemendur eigi að geta og hafi rétt á því, að stunda skyldunám við hæfi og í skóla án

aðgreiningar.35 Mikilvægt hlutverk grunnskóla sé að efla virkni og færni nemenda og

skilning þeirra á íslensku samfélagi. Jafnframt beri grunnskólum að styrkja færni nemenda

í íslensku (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 32, 106).

Samkvæmt íslenskum lögum um grunnskóla skulu skólarnir taka á móti

nemendum með annað móðurmál en íslensku, enda gildi sérstök móttökuáætlun í

sveitarfélögunum, sem grunnskólum beri að starfa eftir.36 Við móttöku skuli miða við

bakgrunn nemenda, tungumálahæfni þeirra og færni á öðrum sviðum námsins.

Nemendur eigi rétt að því að þeim sé kennd íslenska, sem og önnur tungumál en með

þeirri kennslu sé stefnt að virku tvítyngi37 hjá nemendum (Lög um grunnskóla nr.

91/2008). Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið þá bendir allt til þess að

málsviðbót eða virkt tvítyngi styrki og hafi góð áhrif á námsárangur. Málskipti38 eru talin

hafa neikvæð áhrif. Einnig hefur verið gerð rannsókn á gengi þeirra erlendu nemenda

sem fá enga aðstoð, eða eru í einangraðri sérkennslu annars vegar og á gengi þeirra

erlendu nemenda sem fá kennslu sem miðar að virku tvítyngi, hinsvegar. Í ljós kom að

þeir erlendu nemendur sem fá tvítyngiskennslu, standa yfirleitt jafnfætis innfæddum

nemendum áður en grunnskóla lýkur. Í þeim hópi var minnst brotthvarf að lokinni

skólaskyldu. Aftur á móti var staða erlendra nemenda sem ekki fengu sérstaka aðstoð,

eða voru í einangraðri sérkennslu sú, að þeir stóðu verr að vígi en innfæddir jafnaldrar

þeirra um miðbik grunnskóla. Í þessum hópi var mest brotthvarf síðar á skólagöngunni

(Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 65; Nína V. Magnúsdóttir, 2012, bls. 22).

Í viðtali við Margréti Steinarsdóttur, kom þó fram að sérkennslu megi ekki sleppa

þó vissulega ætti að láta erlenda nemendur sitja í sem flestum tímum með

bekkjarsystkinum sínum. Aftur á móti væri mikilvægt, sérstaklega til að byrja með í námi

35 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið skóli án aðgreiningar í 3. kafla á bls. 13. 36 Sjá nánari umfjöllun um móttökuáætlun í 5. kafla.. 37 Sjá nánari umfjöllun um hugtökin móðurmál, tvítyngi og virkt tvítyngi í 3. kafla á bls. 12. 38 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið málskipti í 3. kafla á bls. 12.

Page 44: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

41

einstaklingsins, að skólarnir veittu nemendum aðstoð utan hefðbundins skólatíma, bæði

við íslenskunám og annað nám sem fram færi á íslensku (Margrét Steinarsdóttir, munnleg

heimild, 3. apríl 2014).

Aðalnámskrá grunnskóla miðast við málsviðbót og virkt tvítyngi. Í henni segir að

mikilvægt sé að nemendum sé boðið upp á kennslu í sínu eigin tungumáli þar sem þeir

eigi kost að læra m.a. bókmenntir, menningu og málrækt; þannig fái þeir þjálfun í

málnotkun. Álitið sé mikilvægt að nemendur og foreldrar viðhaldi eigin móðurmáli vegna

þess að sterk tengsl fólks við eigið móðurmál komi ekki einungis til með að styrkja tengsl

þeirra við menningarlega arfleið, heldur styrki það einnig bönd nemenda við fjölskyldu.

Móðurmál nemenda sé góður grunnur og stuðningur þegar nemendum sé kennd

íslenska, en hægt sé að nota þeirra eigin tungumál til þess að útskýra ýmis atriði er varða

kennsluna. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að þeir einstaklingar sem hafi annað

móðurmál en íslensku, bæti kunnáttu sína og hæfni í íslenskunni. Slíkt nám skuli vera

samtvinnað öllum öðrum námsgreinum skólans. Hér er t.d. átt við að erlendir nemendur

geti lesið og ritað íslensku líkt og aðrir nemendur. Samkvæmt námskránni er

grundvallarforsenda fyrir því að einstaklingur geti tekið virkan þátt í samfélaginu sem og

stundað nám í íslenskum skólum sú, að nemendur geri íslensku að sínu öðru tungumáli

(Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 106–108).

Íslenskunámið sjálft virkar þannig að því er skipt upp í þrjú stig, hæfniviðmið,

sem miða við hæfni nemenda í íslensku við lok hvers stigs. Sjá mynd 8. Þessi þrjú stig

sem um er rætt miðast við byrjendur á fyrsta stigi, lengra komna á öðru stigi og lengst

komna á þriðja stigi. Ekki er talið ráðlegt að notast við aldur þegar nemendur eru

staðsettir innan þessara hæfniviðmiða, sökum þess að hæfni viðkomandi í íslensku þarf

ekki að vera háð aldri og að nemendur hefja nám í íslensku sem annað tungumál á

mismunandi aldri (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 106–108).

Page 45: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

42

Mynd 8: Hæfniviðmið nemenda í íslenskunámi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013)

Á meðan á íslenskunámi nemenda stendur er álitið mikilvægt að hafa í huga að

erlendir nemendur fylgi sínum skólasystkinum á skólagöngunni og fái til þess þann

stuðning sem þurfi, en þetta sé einnig talið ýta undir tvítyngi. Til að slíkur stuðningur

fáist er nauðsynlegt að stuðlað sé að góðu samstarfi heimilis og skóla (Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 106–108). Cherry Banks, Brooker og Epstein segja

að á síðustu árum hafi fólk innan menntageirans gert sér grein fyrir mikilvægi þess, að um

leið og barnið hefji skólagöngu sína ættu heimili og skóli að leggja línurnar að farsælu

samstarfi (Banks, C.A.M., 2007, bls. 446; Brooker, 2002, bls. 89; Epstein, 2002, bls. 7).

Samkvæmt Cherry Banks þurfi skólarnir að hafa frumkvæði að því að skapa tengsl milli

heimilis og skóla. Upplýsingar um skólann, námið og hvers sé ætlast til af foreldrum og

Page 46: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

43

börnum séu mikilvægur þáttur í samskiptum heimilis og skóla (Banks, C.A.M., 2007, bls.

447). Í aðalnámskrá grunnskóla er einmitt greint frá því að nauðsynlegt sé, í tilvikum

erlendra nemenda og foreldra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli, að boðið sé upp á

túlkaþjónustu til þess að tryggja að upplýsingar komist greinilega til skila á milli aðila.

Skólanir eigi einnig að hvetja foreldra til þess að styðja við íslenskunám barna og er

þátttaka39 þeirra í skólastarfinu álitin mikilvæg (Mennta- og menningamálaráðuneytið,

2011, bls 106–108). Cherry Banks telur aukna þátttöku foreldra kalla á viðurkenningu á

mismunandi lífsgildum og skoðunum og stuðli að frekari kynnum við kennara. Þetta ýti

undir að kennarar skilji betur hugarheim og bakgrunn nemenda. Þessir þættir geri það að

verkum, að viðhorf barna til náms geti orðið jákvæðara og gengi þeirra betra (Banks,

C.A.M., 2007, bls. 446–447).

Ef heimili og skóli reyna að leggja grunn að góðu samstarfi sín á milli og samstilla

markmið sín, er það líklegra til að stuðla að betri gengi barnsins í skóla (Ingibjörg

Auðunsdóttir, 2007, bls. 35). Mikilvægt er að foreldrar og skólar geri tilslakanir varðandi

kröfur sínar, en samt sem áður mega þær tilslakanir ekki vera þess eðils að ákveðnum

hópi sé ýtt til hliðar og réttindi hans skert (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3.

apríl 2014). Móttaka og meðferð nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku inn í

grunnskóla er því sameiginlegt verkefni heimilis og skóla.

Hér hafa verið taldar upp ráðstafanir sem gerðar hafa verið innan

grunnskólakerfisins til þess að taka á móti auknum fjölda barna með annað móðurmál en

íslensku. Vissulega er um að ræða viðamiklar breytingar á lögum og aðalnámskrá á

síðustu árum. Nokkuð ljóst er að lögð hefur verið mikil vinna í að móta opinbera stefnu

sem á að stuðla að skóla án aðgreiningar40.

Í viðtalinu segir Margrét Steinarsdóttir að þrátt fyrir þetta, virðist votta fyrir

ákveðnu reynsluleysi innan skólakerfisins þegar kemur að menntun barna sem ekki hafi

íslensku sem móðurmál. Ekki megi þó gera lítið úr því að innan menntakerfisins og

ráðuneytanna séu vissulega aðilar sem hafi greinagóða þekkingu á kennsluaðferðum

fjölmenningarlegrar menntunar41 en það virðist ekki nægilega algengt. Skerpa þurfi á því

að það verði sjálfsagður hlutur að nemendur fái kennslu við sitt hæfi. Viljastyrk

skólayfirvalda vanti tvímælalaust ekki til þess að gera skóla fjölmenningarlegri en vegna

39 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið þátttaka í 3. kafla á bls. 15. 40 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið skóli án aðgreiningar í 3. kafla á bls. 13. 41 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarleg menntun í 3. kafla á bls. 15.

Page 47: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

44

ákveðins skorts á þekkingu, sem og fjármagnsskorts, þá hafa hlutirnir ekki gengið upp

eins og til var ætlast (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl 2014).

6.2 Staða innflytjenda í framhaldsskólum

Í þessum kafla er fjallað um þá þætti sem snerta framhaldsskólanám barna innflytjenda.42

Fjallað er m.a. um þá stefnu stjórnvalda sem miðar að því að auðvelda þessum hópi

skólagöngu og einnig hvernig þeim hefur tekist að ná þeim markmiðum frá árinu 2008

sem fram komu í lögum um framhaldsskóla og breyttri aðalnámskrá.

Staða nemenda með íslensku sem annað tungumál í framhaldsskólum hér á landi

hefur farið batnandi síðustu árin. Nýlegar fréttir sýni þó að enn séu brotalamir í kerfinu

og langt sé í land svo uppfylla megi þau ákvæði aðalnámskrár um að allir skuli njóta

jafnra tækifæra til náms (RÚV, 2014).

Framhaldsskólinn hefur glímt við áskoranir vegna brotthvarfs43 innflytjenda úr

námi. Hagstofa Íslands mælir brotthvarf úr framhaldsskólum með því að skoða þann

fjölda nemenda í framhaldsskólum hvert tiltekið skólaár og miðar svo við það hversu

margir af nemendum þess árs, skrá sig í skóla árið eftir. Tölur um brotthvarf nemenda úr

framhaldsskólum eru svo fengnar með því að sjá hversu mikill fjöldi nemenda er ekki

skráður næsta skólaár og hefur ekki útskrifast í millitíðinni (Hagstofa Íslands, 2004:3).

Árið 2010 voru um 20% barna innflytjenda ekki að skila sér beint úr grunnskólum inn í

framhaldsskóla. Brotthvarf þeirra sem ekki ljúka framhaldsskólanámi er einnig um 20%,

þ.e.a.s fimmtungur. Sjá mynd 9 (Ari Klængur Jónsson, 2013). Spurningar vakna því hvort

þeir sem færast á milli skólastiga séu nægilega vel undirbúnir að loknu grunnskólaprófi.

Mynd 9: Hlutfall nemenda í framhaldsskóla – Samanburður á fjölda á fyrsta ári og á fjórða ári

(Frumheimild Hagstofa Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið; Fjölmenningarsetur, 2013)

42 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið innflytjendur í 3. kafla á bls. 11. 43 Orðið brottfall var áður notað.

Page 48: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

45

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla frá árinu 2011 er skólum landsins ætlað

að koma til móts við þarfir og væntingar allra nemenda sinna, hvort sem þeir eru með

íslensku sem móðurmál eða annað tungumál. Einnig felst ákveðinn sveigjanleiki í

aðalnámskránni, þar sem stefnt er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og nýjum

starfsháttum til að mæta mismunandi námsþörfum ólíkra einstaklinga (Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2011).

Í viðtalinu við Margréti Steinarsdóttur tekur hún fram að það eigi ekki að skipta

máli hvort nemandi sért innflytjandi eða ekki. Hún hafi þó heyrt að í

Fjölbrautarskólanum í Ármúla væri sérstök deild fyrir innflytjendur sem fyrir vikið

blönduðust öðrum nemendum ekki nógu vel. Hún tekur fram að nemendur og kennarar

eigi að fagna fjölbreytileikanum og að taka eigi vel á móti innflytjendum og hvetja þá til

að taka þátt í félagslífinu (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl 2014).

Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 myndaðist ákveðinn sveigjanleiki í

kerfinu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, en þar segir að nemendur sem

hafi annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.

Samkvæmt 35. grein laga um framhaldsskóla er öllum skólum skylt að setja sér

móttökuáætlun fyrir nemendur sem hafa íslensku sem annað tungumál. Þessi

móttökuáætlun eigi að vera aðgengileg foreldrum og skuli hún einnig taka mið af

bakgrunni nemenda, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Einnig eigi þeir að

fá tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem valgrein, með fjarnámi eða með

öðrum hætti. Í lögum um framhaldsskóla kemur jafnframt fram að hlutverk þessara

stofnanna sé að stuðla að alhliða þroska einstaklinga og að búa þá undir virka þátttöku44 í

lýðræðisþjóðfélagi, með því að bjóða hverjum nemanda upp á nám við þeirra hæfi (Lög

um framhaldsskóla nr. 93/2008). Þessi sveigjanleiki er staðfestur í aðalnámsskrá

framhaldskóla frá 2011 en þar kemur fram að allir þeir sem lokið hafa grunnskólanámi og

náð 16 ára aldri eigi rétt á námi í framhaldsskóla til 18 ára aldurs. Þó er framhaldsskólum

gefið leyfi til þess setja ákveðnar lágmarkskröfur sem umsækjendur þurfi að standast til

þess að hljóta inngöngu. Kröfurnar verði þó að hljóta samþykki menntamálaráðherra

(Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Þrátt fyrir þetta er lögð mikil áhersla á að

kunnátta í íslensku geti ráðið úrslitum um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og

44 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið þátttaka á í 3. kafla á bls. 15.

Page 49: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

46

að íslenskan væri sameign þjóðarinnar sem yrði að standa dyggan vörð um, líkt og segir í

stefnu ríkisstjórnainnar um aðlögun innflytjenda frá árinu 2007:45

Það er stefna íslenskra stjórnvalda – og um það ríkir þjóðarsátt – að standa

dyggilega vörð um íslenska tungu. Hún er sameign þjóðarinnar og geymir sögu

hennar, menningu og sjálfsvitund. Hún er einnig tæki til félagslegra samskipta

og lykill að þátttöku í lífi þjóðarinnar. Með öflugum stuðningi við íslenskunám

innflytjenda er þjónað því tvíþætta markmiði að flýta fyrir aðlögun þeirra að

samfélaginu og styrkja stöðu íslenskunnar til framtíðar (Velferðarráðuneytið,

2007, bls. 6).

Einnig kemur fram í þessari stefnu ríkisstjórnarinnar að með öflugum stuðningi við

íslenskunám innflytjenda sé hægt að flýta fyrir aðlögun þeirra að samfélaginu og á sama

tíma styrkja stöðu þeirra í samfélaginu. Í stefnunni er ákveðnum vandamálum lýst og

vakið máls á ákveðnum atriðum sem takast þurfi á við innan skólakerfisins. Settar eru

fram tillögur um hugsanlegar leiðir til þess að greiða úr þessum vandamálum á sem

skilvirkastan hátt (Velferðarráðuneytið, 2007). Stefnan lýsir vilja til þess að taka á móti

sístækkandi hópi nemenda með íslensku sem annað tungumál og taka á þeim

vandamálum sem upp gætu komið t.d. með því að auka framboð af vel menntuðum

kennurum sem hafa lært að kenna íslensku sem annað tungumál. Einnig ber að nefna að

kjarninn í stefnu stjórnvalda hefur breyst frá árinu 2007 og hefur áherslan færst frá því að

íslenskan sé nánast eini lykilinn að náminu yfir í að gagnkvæm aðlögun46 eigi sér stað

innan allra stiga skólakerfisins (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 80).

Tvítyngi sé jafnframt ekki lengur álitið hamlandi og að tvítyngdir nemendur séu jafnvel

betur í stakk búnir til þess að takast á við hnattvæðingu nútímans (Elín Þöll Þórðardóttir,

2007, bls. 111–114).

Í umfjöllun Gests Guðmundssonar um rannsókn Hönnu Ragnarsdóttur, frá árinu

2007, segir að íslenskan í náminu er stærsti þröskuldurinn fyrir börn innflytjenda í

íslenskum skólum. Einnig virðist sem að ein meginástæða ófullnægjandi frammistöðu

barna innflytjenda víðast hvar í heiminum, þar sé Ísland engin undantekning, vera

efnahagsleg og samfélagsleg staða foreldra þeirra (Gestur Guðmundsson, 2013). Í

rannsókn Hafdísar Garðarsdóttur frá árinu 2013, kemur fram að framhaldsskólar á

45 Sjá nánari umfjöllun um stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda í 5. kafla. 46 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið gagnkvæm aðlögun í 3. kafla á bls. 14.

Page 50: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

47

Íslandi séu misvel í stakk búnir til þess að taka á móti nemendum með íslensku sem

annað tungumál. Þrátt fyrir að til séu lög um móttökuáætlanir hafni sumir skólanna enn

nemendum inngöngu á þeim forsendum að þeir hafi ekki næga kunnáttu í íslensku. Svo

virðist sem ákveðnir skólar séu því ekki tilbúnir að takast á við þær áskoranir sem

fjölbreytileiki nemenda með ólíkan bakgrunn geti haft í för með sér. Þátttakendur í

rannsókn Hafdísar voru ýmist nemendur sem hófu nám sitt í íslenskum grunnskólum eða

nemendur sem komu að utan og fóru rakleiðis í framhaldsskóla. Í ljós kom að þeim

nemendum sem hófu nám sitt hér í grunnskóla vegnaði betur í framhaldsskóla heldur en

þeim sem komu beint inn í framhaldsskóla erlendis frá. Félagsleg staða þeirra var þó ekki

jafn skýr því mjög mismunandi var hvort að nemendur héldu vinasamböndum sínum úr

grunnskóla eða hvort þeir einangruðust. Þó voru dæmi um að þeir sem áttu engan

bakgrunn hér á landi ættu auðvelt með að komast inn í íslenska vinahópa sem hjálpaði

þeim að ná tökum á íslenskri tungu en ekki síður með námið og félagslega stöðu (Hafdís

Garðarsdóttir, 2013).

Svör Margrétar Steinarsdóttur voru á sömu nótum; helstu hindranir barna

innflytjenda í námi hér á landi væru ekki einungis tengdar tungumálinu heldur jafnframt

ýmsum öðrum þáttum s.s. vinahópum, fjölskyldulífi og hvötum eða skorti á hvötum.

Fjölskyldur innflytjenda væru oft og tíðum lágtekjufólk og því væri ákveðinn hvati til

staðar að fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla til þess að hjálpa við að draga

björg í bú (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl 2014).

Samkvæmt rannsókn Nínu V. Magnúsdóttur (2009), er félagslegur bakgrunnur

innflytjenda mikilvægur þegar að kemur að aðlögun þeirra. Flestir innflytjendur sem eru í

námi hér segjast allir eiga vinsamleg samskipti við íslenska skólafélaga sína en þó er

vinahópur þeirra, í flestum tilfellum, að mestu leyti samansettur af öðrum innflytjendum.

Paleman segir að þetta geti valdið einangrun sem hægi á framförum þeirra í tungumálinu

og hægi á sama tíma á aðlögun þeirra að samfélaginu (Paleman, F., 2002). Gestur

Guðmundsson segir að slíkur skortur á íslenskum vinskap valdi því að notkun

íslenskunnar einskorðist að mestu við kennslustofuna þar sem umburðalyndi gagnvart

beygingarvillum sé meira. Þetta leiðir til þess að íslenskunni sé vitlaust beitt. Áfangakerfið

sem sé við lýði í mörgum framhaldsskólum virðist vera mörgum börnum innflytjenda til

framdráttar. Sveigjanleiki þess valdi því að hægt sé að raða náminu á þann hátt að

Page 51: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

48

auðveldara verður fyrir þau að ná tökum á íslenskunni áður en náminu er fram haldið

(Gestur Guðmundsson, 2013).

Þættirnir sem hér hafa komið fram lýsa heilsteyptu og sanngjörnu skólakerfi sem

virðist einfalt og skilvirkt, en er raunin sú? Í viðtalinu við Margréti Steinarsdóttur kemur

fram að víða sé pottur brotinn í málefnum innflytjenda í skólakerfinu, reglur og

aðalnámskrá lýsi heilsteyptri umgjörð, en verkin sýni að staðan sé önnur. Ein helsta

orsökin á þessu, að sögn Margrétar, sé reynsluleysi hér á landi og fjárskortur. Fjöldi

innflytjenda í kerfinu hafi aukist svo hratt á svo stuttum tíma að erfitt kunni að reynast að

bregðast við samfélagsbreytingunum með fullnægjandi hætti. Einnig megi rekja

námserfiðleika barna innflytjenda til skorts á gagnkvæmri aðlögun þar sem þeim hafi

hingað til nær einungis verið gert að aðlagast íslensku samfélagi en íslenska samfélagið

hafi haldist svo til óbreytt. Þessi aðferð leiði til þess að hópar innflytjenda einangrist

meira, en það hafi sýnt sig að ef innflytjendur nái að aðlagast félagslega verði auðveldara

að aðlagast í náminu. Að eiga íslenska vini geti aukið hraðann á aðlögun barna

innflytjenda að samfélaginu og náminu sem þeir stunda. Íslenskukennslan utan

skólastofunnar sé alveg jafn mikilvæg og kennslan sem fram fari innan veggja skólans.

Helsta lausnin sem Margrét sér er að leggja meiri fjármuni í kerfið til að mæta megi

sérþörfum þessara nemenda en á sama tíma reyna að fá félagslífið til að opnast fyrir þeim

svo gagnkvæm aðlögun geti átt sér stað. Einnig þurfi að gæta þess að öflugt samstarf sé á

milli heimilis og skóla til að ýta undir almennan áhuga nemenda og til að

fjölskylduböndin haldist sterk. Gæta þurfi þess að nemendur fjarlægist ekki fjölskyldu

sína vegna náms- og verkefnaþunga. Einnig vísaði Margrét í að framhaldsskólar hafi

sjálfir of mikil völd til að ákveða hver lágmarksinntökuskilyrðin séu, í fæstum tilfellum

séu þau börnum innflytjenda í hag. Hún telji þó að þetta muni breytast með tímanum og

að reglur um inntökuskilyrði í framhaldsskóla verði samstilltar í öllum skólum landsins til

að gæta þess að allir hafi jöfn tækifæri til náms hvar sem er á Íslandi (Margrét

Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl 2014).

6.3 Samantekt um stöðu innflytjenda innan skólakerfisins

Hér hefur verið farið yfir málefni innflytjenda í grunn- og framhaldsskólum og hvernig

skólayfirvöld hafa mótað stefnu og lög varðandi fjölgun innflytjenda. Nokkuð var fjallað

um mikilvægi þess að skólar beri virðingu fyrir félagslegum bakgrunni nemenda, t.d. úr

Page 52: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

49

hvaða umhverfi og hverjar heimilisaðstæður nemenda eru. Vegna þessa eru góð og skýr

samskipti skóla og heimilis nauðsynleg en þau ýta undir að nemendum gangi betur í

námi. Nemendur og foreldrar hafa á síðustu árum verið hvattir til þess að halda í

móðurmál sitt. Þá var gert ráð fyrir að allir grunnskólar settu sér móttökuáætlun vegna

nemenda með annað móðurmál en íslensku sem skuli taka mið af bakgrunni þeirra,

tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum.

Áherslan hefur breyst varðandi íslenskunám nemenda með annað móðurmál en

íslensku á síðustu tíu árum. Í aðalnámsskrá árið 2004 var gert ráð fyrir því að allir

nemendur, óháð því hvaða móðurmál þeir hefðu, lærðu íslensku á sama hátt (Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2004, bls. 37). Breyting varð á þessu í endurskoðaðri

aðalnámskrá árið 2008, en þá bættist við kafli um íslensku sem annað tungumál, ásamt

því að nemendur með annað móðurmál en íslensku voru hvattir til að viðhalda sínu eigin

móðurmáli. Þessum kafla var svo haldið í endurskoðun aðalnámskrár frá árinu 2011. Í

þeirri útgáfu var einnig fjallað um að skólar hefðu heimild til að viðurkenna kunnáttu í

móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku, í stað skyldunáms í erlendu

tungumáli.

Stefna og lög skólayfirvalda stuðla að skóla án aðgreiningar47 og jafnrétti til náms,

því má segja að skólayfirvöld hafi aðeins góðar fyrirætlanir og séu á jákvæðri vegferð

hvað varðar menntamál innflytjenda á Íslandi. Samt sem áður eru ekki nema sjö ár síðan

að sérstök stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda var samþykkt. Þrátt fyrir að

þessi stefna sé til staðar hefur gengið erfiðlega að innleiða hana að fullu. Ástæður þess

hafa m.a. verið sagðar byggjast á reynslu- og þekkingarleysi innan skólakerfisins á

málefnum innflytjenda ásamt því að fjármagn á fjárlögum til málaflokksins hefur verið

naumt skammtað, ekki síst í kjölfar hrunsins. Í næsta kafla verður fjallað um ráðstefnu

um menntamál innflytjenda sem skipulögð var af stjórnvöldum.

47 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið skóli án aðgreiningar í 3. kafla á bls. 13.

Page 53: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

50

7. Hringþing 2012

Árið 2012 var haldið málþing; Hringþing um menntamál innflytjenda48 á vegum Mennta-

og menningarmálaráðuneytisins og Velferðarráðuneytisins, sem og annarra stofnana sem

starfa að málefninu. Um 200 manns sóttu þingið, en þar var leitað til þinggesta varðandi

forgangsröðun verkefna við þróun menntamála innflytjenda. Þátttakendur voru virkir í

umræðunum og fögnuðu tækifærum sem slíkir viðburðir opnuðu (Hringþing, 2012).

Eitt af því sem rætt var á þinginu, var með hvaða hætti hægt væri að draga úr

brotthvarfi nemenda af erlendum uppruna úr framhaldskóla en brotthvarf þessa hóps er

óvenju hátt í samanburði við aðra hópa, líkt og fram kemur í 6. kafla. Niðurstaða

þingsins var sú að nauðsynlegt sé fyrir íslensk stjórnvöld að greina það með rannsóknum

hvernig standi á brotthvarfinu. Þegar niðurstöðurnar liggi fyrir verði hægt að grípa til

aðgerða. Til samanburðar megi á tölum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sjá að

4% Íslendinga hefji ekki nám í framhaldsskóla við 16 ára aldur, en 20% innflytjenda á

sama aldri hefji ekki nám. Vegna þessa mismunar sé nauðsynlegt að skoða hvað þurfi að

bæta til svo dyr framhaldskólanna standi innflytjendum opnar líkt og öðrum ungmennum

sem eru að ljúka grunnskólaprófi (Hringþing, 2012). Stjórnvöld hafa með markvissum

hætti reynt að minnka þetta bil frá árinu 2008 með sértækum úrræðum og sérákvæðum í

aðalnámskrá sem og með löggjöf (Ari Klængur Jónsson, 2013).

Oft og tíðum virðist áherslan þegar fjallað er um stöðu innflytjenda innan

skólakerfisins vera á móðurmálið og íslenskukunnáttu. Þó eru fleiri hlutir sem spila þarna

inn í, líkt og landafræðikennsla og sögukennsla þar sem verið er að tengja saman þá

þekkingu sem margir hverjir hafa að heiman og setja það í stærra og víðara samhengi. Í

slíkum tilvikum lenda innflytjendur á öðrum vegg þar sem þeir búa ekki að sama

menningarauði49 og íslenskir nemendur sem margir koma af heimilum sem hafa þekkingu

á málefnum sem snerta íslensku þjóðina og sögu hennar. Gagnkvæm aðlögun50 myndi í

þessum tilfellum nýtast vel þar sem innflytjendur geta bætt einhverju nýju við og þannig

fundið fyrir því hvernig þeirra vera innan skólastofunnar skipti máli. Margrét

Steinarsdóttir fjallar um hversu mikilvæg gagnkvæm aðlögun er, þ.e.a.s. að skólakerfið sé

48 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið innflytjendur í 3. kafla á bls. 11. 49 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið menningarauður í 3. kafla á bls. 14. 50 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið gagnkvæm aðlögun í 3. kafla á bls. 14.

Page 54: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

51

samhliða að aðlaga sig að þessum einstaklingum líkt og þeir eru að aðlagast íslenskri

menningu og samfélagi (Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl, 2014).

Mismunandi hugmyndafræði ríkir þegar fjallað er um fjölmenningu51 og hvernig

eigi að nálgast hana. Deilt hefur verið um hvernig samfélagið eigi að bregðast við þessu,

þ.e.a.s. hvort samfélagið eigi að taka við þessum einstaklingum og einungis einblína á það

sem allt samfélagið á sameiginlegt eða leyfa hverjum og einum að halda í sína siði, venjur

og annað sem viðgengst í þeirra heimalandi (Kymlicka, 2002). Skólakerfið á Íslandi

virðist að hluta til hafa farið þá leið að einblína á þá þætti sem allir nemendur skólanna

eiga sameiginlegt, t.d. með því að hafa breytt áherslum í kristinfræðikennslu yfir í

almennari kennslu í trúarbragðafræðum. Þó koma oft fram gagnrýnisraddir þar sem bent

er á að börnum er boðið í heimsókn í kirkjur landsins, oft í kringum hátíðisdaga, þar sem

nemendur sem ekki tilheyra kristinni trú þurfa ekki að mæta. Bent hefur verið á að með

þessu móti sé verið að búa til ákveðna aðgreiningu innan hópsins. Að sama skapi kom

fram á Hringþinginu að um 65% nemenda sem tilheyra hópi innflytjenda í námi á

grunnskólastigi sæki sérkennslu þar sem þeir eru ekki meðal annarra nemenda í bekknum

(Hringþing, 2012). Þetta er líklegt til að aftra þessum hópi frá því að mynda tengsl við

aðra nemendur innan bekkjar, þar sem stöðugt er verið að taka þá úr bekkjarumhverfinu.

Nýlegar reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar

við trúar- og lífsskoðunarfélög, árétta að hlutverk skóla borgarinnar sé að fræða

nemendur um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir samkvæmt aðalnámskrá og námsefni

(Reykjavíkurborg, 2011).

Samkvæmt því sem fram kom á Hringþinginu, virðist mikið hafa áunnist í

íslensku skólakerfi síðastliðin ár hvað málefni nemenda af erlendu bergi brotnu varðar og

í raun á mjög stuttum tíma. Samt sem áður þurfi að bæta marga þætti til þess að þeir

nemendur sem um ræði verði í auknu mæli hluti af heildinni. Leiða má líkum að því að

nemandi sem situr í bekk meðal jafningja en er svo kippt úr bekkjarumhverfi sínu til að

fara í sérkennslu, myndi ekki jafn sterk tengsl meðal bekkjarfélaga sinna og aðrir í

bekknum (Hringþing, 2012). Margrét Steinarsdóttir bendir á, í samhengi við

sérkennsluna, að þrátt fyrir að nemendur sem komi til landsins hafi verið sterkir í

ákveðnu fagi í sínu heimalandi, flæki það námið töluvert að læra það á nýju tungumáli og

þess vegna sæki þessir nemendur gjarnan sérkennslu í mörgum fögum til að byrja með

51 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið fjölmenningarfræði í 3. kafla á bls. 17.

Page 55: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

52

(Margrét Steinarsdóttir, munnleg heimild, 3. apríl, 2014). Í þessum tilfellum er þó

mikilvægt að hafa í huga að sérkennsla eigi aldrei að vera til langs tíma og mikilvægt að

markmið kennslunnar séu skýr frá upphafi þannig að nemandinn hafi að einhverju að

stefna (Hringþing, 2012).

Í þessum kafla var fjallað um umræðu á Hringþingi, ráðstefnu um menntamál

innflytjenda og helstu niðurstöður hennar. Út frá þeim má álykta að reynsluheimur

kennara endurspegli ekki alltaf áætlanir stjórnvalda. Ekki er nægilegt að segja að allir eigi

rétt á því að mennta sig heldur þarf fólki líka að gefast kostur á því. Skólakerfið þarf að

sama skapi að gera sér grein fyrir jaðarhópum innan kerfisins sem hlúa þarf að með

ákveðnum hætti. Í næsta kafla eru niðurstöður verkefnisins í heild sinni ræddar.

Page 56: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

53

8. Niðurstöður

Í verkefninu hafa höfundar leitast við að skoða hvernig skólakerfið á Íslandi er í stakk

búið til að takast á við þær áskoranir sem aukin fjölmenning í íslenskum skólum hefur

haft í för með sér á síðustu árum. Fjölmenningu fylgja þó ekki einungis áskoranir heldur

einnig fjölmörg tækifæri til þess að þroska og efla mannlífið. Í margbreytileika

samfélagsins felast tækifærin m.a. í því að allir borgarar taki þátt á eigin forsendum og séu

virkir samfélagsþegnar. Í slíku umhverfi nýtist þekking og færni hvers og eins í þágu

samfélagsins í heild sinni. Á þann hátt skapast fjölbreyttari menningarauður sem skilar sér

í vinnuafli sem er samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi. Í virku, opnu og upplýstu

nútímasamfélagi eru fordómar á undanhaldi og almenn mannréttindi höfð að leiðarljósi.

Innflytjendur eru nú um 8% þjóðarinnar, sem er gríðarleg aukning frá árinu 1994

þegar hlutfall innflytjenda í landinu var aðeins 1,7%. Þessi mikla fjölgun innflytjenda, og

barna innflytjenda, er ein af þeim áskorunum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir,

þá ekki síst í skipulagi og uppbyggingu skólakerfisins. Börnum innflytjenda sem hafa

fæðst hér á landi hefur fjölgað mjög mikið en sá hópur hefur tífaldast á fimmtán árum.

Rúmlega fimmta hvert barn er nú af erlendum uppruna, þ.e. börn sem eiga a.m.k. annað

foreldri sem fætt er erlendis, eða um 22% allra barna í landinu.

Hlutfall barna með erlent móðurmál í grunnskólum landsins hefur sjöfaldast frá

árinu 1997. Á fáeinum árum þurfti því að endurskoða skólakerfið svo það væri í stakk

búið til að mæta þörfum þessara einstaklinga. Um 380 börn af erlendum uppruna voru í

grunnskólum landsins árið 1997 en árið 2013 voru þau tæplega 2700 talsins. Ekki dugar

að endurskoða skólakerfið heldur þurfa menntamálayfirvöld einnig að sjá til þess að

kennarar séu nægilega vel undirbúnir til að takast á við þessar breytingar og hljóti

viðeigandi fræðslu og menntun.

Framhaldsskólinn hefur jafnframt glímt við áskoranir í þessum efnum. Að jafnaði

eru um 20% barna innflytjenda ekki að skila sér beint úr grunnskólum inn í

framhaldsskóla. Brotthvarf þessa hóps er um 20%, þ.e.a.s fimmtungur nemenda af

erlendu bergi brotinn lýkur ekki framhaldsskólanámi. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að

rannsaka hvort þeir sem færast á upp á framhaldsskólastigið séu nægilega vel undirbúnir

að loknu grunnskólaprófi.

Page 57: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

54

Tvítyngi meðal barna á grunnskólastigi hefur aukist samhliða fjölgun innflytjenda

og í raun hefur skapast hér nýr þjóðfélagshópur sem þarf á sífellt aukinni þjónustu

skólakerfisins að halda. Komið hefur í ljós að börn eigi mun auðveldara með að tileinka

sér nýja námsgreinar, þar með talið íslensku, fái þau jafnframt kennslu og aðstoð á sínu

móðurmáli. Móðurmálskennsla virðist því vera lykilatriði við lausn á þessari áskorun

skólakerfisins og rauður þráður í því að gera börn innflytjenda að gagnrýnum og

skapandi nemendum og virkum samfélagsþegnum.

Stefna stjórnvalda varðandi málefni innflytjenda á allra síðustu árum hefur batnað

mikið og er nú tiltölulega skýr og vel meinandi í alla staði. Innleiðing stefnunnar í

skólakerfinu hefur aftur á móti verið ábótavant, meðal annars vegna reynslu- og

þekkingarleysis aðila innan menntakerfisins. Sveitarfélög hafa innleitt áætlanir varðandi

móttöku barna með annað móðurmál en íslensku. Fjölmörg umbótaverkefni sem miða

að bættum samskiptum skóla og heimilis eru nú þegar í gangi. Eitt af markmiðum þeirra

er að gera alla þessa nýju Íslendinga að virkum þátttakendum innan samfélagsins.

Frá hruni hafa fjárframlög á hvern innflytjanda lækkað úr 21 þúsund krónum árið

2008 niður í 9 þúsund krónur árið 2013. Fjárskortur virðist því vera einn meginvandi

skólayfirvalda þegar kemur að því að koma til móts við hóp nemanda með ólíkar þarfir.

Áskorunin er því gríðarleg, og álagið mikið, fyrir stofnanir samfélagsins og stjórnsýsluna,

sem og stjórnendur, kennara og starfsfólk skólanna.

Með auknum fjölbreytileika blómstrar mannauður samfélagsins og því má líta svo

á að með því að takast á við þær áskoranir sem aukinn fjölbreytileiki hefur í för með sér

vænkist hagur samfélagsins til framtíðar. Virðing skólakerfisins fyrir heimamenningu og

fjölbreyttum bakgrunni barna er nauðsynleg í því að takast á við þær áskoranir sem aukin

fjölmenning í íslenskum skólum hefur haft í för með sér. Félagsleg virkni og þátttaka allra

þegnanna, sem og virkt tvítyngi eru auðlindir sem munu skila sér í heilbrigðara og

litríkara lærdómssamfélagi fyrir alla og tryggja þar með jafnrétti til náms. Tækifærin í

fjölmenningarsamfélagi framtíðarinnar á Íslandi eru fjölmörg og þau ber að nýta.

Page 58: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

55

9. Lokaorð

Í þessu verkefni leituðust höfundar við að greina þær áskoranir sem og þau tækifæri sem

felast í aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum.

Í kjölfar uppgangs efnahagslífsins á fyrsta áratug nýs árþúsunds urðu breytingar á

íslenska samfélaginu. Eftir hrunið vöknuðu Íslendingar upp við vondan draum:

Efnahagur landsins stóð ekki á jafn traustum grunni og landsmönnum hafði verið talin

trú um. Fjöldi erlendra ríkisborgara hafði á góðærisárunum valið Ísland sem

framtíðarheimili með þá von í brjósti að hér gætu þeir lifað góðu lífi, en þau lífskjör sem

samfélagið gat boðið upp á eftir hrun stóðust ekki væntingar. Sumir kusu samt sem áður

að búa sér og sínum hér heimili á meðan aðrir fluttu aftur til síns heimalands.

Stjórnvöld hafa á síðustu tuttugu árum reynt að takast á við þær áskoranir sem

aukin fjölmenning hefur í för með sér en fjármagn í málaflokknum hefur verið af

skornum skammti, sérstaklega eftir hrun fjármálakerfisins. Ísland á enn langt í land með

það að verða fullmótað fjölmenningarsamfélag og svo virðist sem stefnumótun í

málaflokknum hafi ekki fyllilega náð að elta þær breytingar sem samfélagið hefur verið að

ganga í gegnum hvað þetta varðar. Vegna fjárskorts hefur mörgu verið ábótavant, m.a.

hafa úrræði í sérkennslu barna með annað móðurmál en íslensku verið látin sitja á

hakanum og ódýrar skyndilausnar oft valdar fram yfir þær ákjósanlegustu þegar til

framtíðar er litið. Fjárskortur hefur einnig bitnað á menntun og færni kennara. Reynslu-

og þekkingarleysi hluta kennara varðandi fjölmenningarlega menntun virðist vera ein af

ástæðum þess að innleiðing nýrrar stefnu hefur ekki gengið sem skyldi.

Lærdómur höfunda af þessu verkefni er fyrst og fremst sá, að þegar takast á við

miklar samfélagsbreytingar er ekki nægilegt að viljinn sé fyrir hendi, heldur þarf oft meira

til, m.a. samstillt átak yfirvalda, stofnana og almennings svo að hlutirnir geti orðið að

veruleika innan þeirra tímamarka sem nauðsynlegt er.

Töluverð vitundarvakning varðandi fjölmenningu hefur átt sér stað á allra síðustu

árum, svo nú horfir til betri vegar. Eitt af því sem höfundar horfa til í því sambandi eru

breyttar áherslur stjórnvalda varðandi móðurmálskennslu barna innflytjenda og kennslu á

móðurmáli þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þetta er mikilvægt því góður

málþroski barna er undirstaða læsis og áframhaldandi menntunar síðar á lífsleiðinni.

Höfundar hafa einnig áttað sig á, við vinnslu verkefnisins, að jafnrétti til náms

Page 59: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

56

snýst ekki einungis um að skólarnir séu opnir öllum, heldur þurfi allir einstaklingar að fá

tækifæri til að þroska hæfileika sína á eigin forsendum innan skólakerfisins svo tryggja

megi virka þátttöku, gagnrýna hugsun og félagslegt réttlæti í lýðræðissamfélagi.

Höfundar hafa fulla trú á því að orðatiltækið „góðir hlutir gerast hægt“ eigi hér

við og að eftir nokkur ár munu skólar á Íslandi hafa tækifæri, fjárhagslega getu og

þekkingu til þess að þjónusta með fullnægjandi hætti alla nemendur, óháð uppruna, stétt

og stöðu. Samfélagslegt hlutverk skólakerfisins er að vera hreyfiafl og skapandi

vettvangur til þess að borgarar landsins geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Engin

fjárfesting skilar meiri arði til lengri tíma litið en menntun, með henni er verið að auka

menningarauð, þekkingu og færni þjóðarinnar og því ætti framúrskarandi menntun allra

samfélagshópa að vera forgangsatriði stjórnvalda.

Að þessu sögðu er það einlæg ósk höfunda að sú vitundarvakning sem átt hefur

sér stað hér á landi síðastliðin ár varðandi málefni innflytjenda staðni ekki, heldur verði

áfram til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Page 60: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

57

10. Heimildaskrá

Ainscow, M. og Tweddle, D. (2003). Understanding the Changing Role of English Local

Education Authorities in Promoting Inclusion. Í J. Allan (ritstjóri), Inclusion,

Participation and Democracy: What is The Purpose? (bls. 173–174). London: Kulwer

Academic Publishers.

Ari Klængur Jónsson. (2013). Tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á

Íslandi. Ísafjörður: Fjölmenningarsetur. Sótt 12. apríl 2014 af

http://www.mcc.is/media/frettir/Tolfraediskyrsla-2013.pdf

Banks, C. A. M. (2007). Communities, Families, and Educators Working Together for

School Improvement. Í J. A. Banks og C. A. M. Banks (ritstjórar), Multicultural

Education – Issues and Perspectives (bls. 417–438). New York: John Wiley & Sons, Inc.

Banks, J. A. (2007). Multicultural Education: Characteristics and Goals. Í J. A. Banks og

C. A. M. Banks (ritstjórar), Multicultural Education – Issues and Perspectives (bls. 3–30).

New York: John Wiley & Sons, Inc.

Birna Arnbjörnsdóttir. (2007). Samfélag málnotenda: Íslendingar, innflytjendur og

íslenskan. Ritið, 1, 63–81.

Birna Arnbjörnsdóttir. (e.d.) Menntun tvítyngdra barna. Sótt 13. apríl 2014 af

http://www.arnastofnun.is/solofile/1011087

Bourdieu, P. (1997). The Forms of Capital. Í A. H. Halsey, H. Lauder, P. Brown og A. S.

Wells (ritstjórar). Education: Culture, Economy, Society (bls. 46–57). Oxford: Oxford

University Press.

Brooker, L. (2002). Starting School – Young Children Learning Cultures. Buckingham og

Philadelphia: Open University Press.

Börkur Hansen og Hanna Ragnarsdóttir. (2010). Fjölmenning og þróun skóla. Í Hanna

Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstjórar), Fjölmenning og skólastarf (bls.

Page 61: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

58

17–37). Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og

Háskólaútgáfan.

Dóra S. Bjarnason og Gretar L. Marinósson. (2007). Kenningaleg sýn. Í Gretar L.

Marinósson (ritstjóri), Tálmar og tækifæri – Menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi

(bls. 47–58). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Eiríkur Bergmann. (2009). Frá Evróvisjón til evru: Allt um Evrópusambandið. Reykjavík:

Veröld.

Elín Þöll Þórðardóttir. (2007). Móðurmál og tvítyngi. Í Hanna Ragnarsdóttir, Elsa

Sigríður Jónsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstjórar), Fjölmenning á Íslandi

(bls. 101–128). Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og

Háskólaútgáfan.

Epstein, J. L. (2002). Caring for The Children We Share. Í J. L. Epstein, M. G. Sanders,

B. S. Simon, K. C. Salinas, N. R. Jansorn og F. L. V. Voorhis (ritstjórar), School,

Family and Communnity Partnerships: Your Handbook for Action. Thousand Oaks

California: Corwin Press.

Erickson, F. (2007). Culture in Society and Educational Practices. Í J. A. Banks og C. A.

M. Banks (ritstjórar), Multicultural Education – Issues and Perspectives (bls. 31–60). New

York: John Wiley & Sons, Inc.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. (2014). Aðferðir. Sótt 10. apríl 2014 af

http://fel.hi.is/adferdir

Fjölmenningaráð Reykjavíkur. (2014). Skipta atkvæði innflytjenda máli – Svör stjórnmálaflokka

við spurningum fjölmenningaráðs. Reykjavík: Reykjavíkurborg. Sótt 12. apríl 2014 af

http://reykjavik.is/sites/default/files/svor_stjornmalaflokka_vid_spurningum_fjo

lmenningarrads.pdf

Fjölmenningarsetur. (2013). Tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á

Íslandi. Sótt 12. apríl 2014 af http://www.mcc.is/media/frettir/Tolfraediskyrsla-

2013.pdf

Page 62: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

59

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-

rgelur, innleiðing, kærunefnd, hælismál).

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. (2000). Stefna í málefnum barna með íslensku sem annað tungumál

í grunnskólum Reykjavíkur. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Sótt 16. apríl

2014 af http://reykjavik.is/sites/default/files/Stefna_Born_Annad_modurmal.pdf

Gestur Guðmundsson. (2013). Innflytjendur í íslenskum framhaldsskólum. Netla – veftímarit

um uppeldi og menntun. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 14.

apríl 2014 af http://netla.hi.is/serrit/2013/rannsoknir_og_skolastarf/003.pdf

Guðrún Pétursdóttir. (2003). Allir geta eitthvað, enginn getur allt – Fjölmenningarleg kennsla frá

leikskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Hólar.

Gunderson, L. (2000). Voices of The Teenage Diasporas. Journal of Adolescent and Adult

Literacy, 43(8), 692–706.

Hafdís Garðarsdóttir. (2013). „Það þarf að læra íslensku til að geta klárað námið“. Sýn

innflytjenda frá Asíu og Afríku sem hafa lokið framhaldsskóla á Íslandi á skólagöngu sína.

Óbirt meistararitgerð: Uppeldis- og menntunarfræðideild, Menntavísindasvið

Háskóla Íslands. Sótt 14. apríl 2014 af

http://skemman.is/en/stream/get/1946/14125/33332/1/%C3%9Ea%C3%B0_

%C3%BEarf_a%C3%B0_l%C3%A6ra_%C3%ADslensku_til_a%C3%B0_geta_kl

%C3%A1ra%C3%B0_n%C3%A1mi%C3%B0.pdf

Hafdís Guðjónsdóttir. (2000). Responsive Professional Practice: Teachers Analyze The Theoretical

and Ethical Dimensions of Their Work in Diverse Classrooms. Óbirt doktorsritgerð:

University of Oregon, Eugene.

Hagstofa Íslands. (2004:3). Hagtíðindi – Brottfall nemenda úr framhaldsskólum 2002–2003.

Sótt 14. apríl 2014 af http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=954

Hagstofa Íslands. (2009:1). Hagtíðindi – Mannfjöldi, Innflytjendur og einstaklingar með erlendan

bakgrunn 1996–2008. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Sótt 7. apríl 2014 af

https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=9077

Page 63: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

60

Hagstofa Íslands. (2013:1). Hagtíðindi – Mannfjöldaþróun 2012. Reykjavík: Hagstofa Íslands.

Sótt 7. apríl 2014 af https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14991

Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal. (2007). Háskólastigið í ljósi hnattvæðingar:

Rannsókn á stöðu og reynslu erlendra nemenda við Kennaraháskóla Íslands.

Uppeldi og menntun, 16(1), 161–182.

Hanna Ragnarsdóttir. (2007a). Börn og fjölskyldur í fjölmenningarlegu samfélagi og

skólum. Í Hanna Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell

Bernhardsson (ritstjórar), Fjölmenning á Íslandi (bls. 249–270). Reykjavík:

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan.

Hanna Ragnarsdóttir. (2007b). Fjölmenningarfræði. Í Hanna Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður

Jónsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstjórar), Fjölmenning á Íslandi (bls. 17–

40). Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan.

Háskóli Íslands. (e.d.). Kennslufræði í grunnskóla. Sótt 12. apríl 2014 af

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=82011

4_20146&kennsluar=2014

Háskóli Íslands. (e.d.). Nám og kennsla í skóla án aðgreiningar. Sótt 12. apríl 2014 af

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=7041

6820146

Hringþing. (2012). Hringþing um menntamál innflytjenda. Reykjavík: Mennta- og

menningarmálaráðuneytið og Velferðarráðuneytið. Sótt 16. apríl 2014 af

http://tungumalatorg.is/hringthing

Ingibjörg Auðunsdóttir. (2007). „Fannst ég geta sagt það sem mér lá á hjarta...“. Uppeldi

og menntun, 16(1), 33–52.

Katrín Jakobsdóttir. (2012). Setningarræða Hringþings um menntamál innflytjenda. Reykjavík:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Velferðarráðuneytið. Upptaka sótt 7.

apríl 2014 af https://vimeo.com/49604722

Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008.

Page 64: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

61

Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 47/1993.

Lög um grunnskóla nr. 91/2008.

Lög um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952.

Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012.

Mannréttindaskrifstofa Íslands. (e.d.). Starfsmenn. Sótt 10. apríl 2014 af

http://www.humanrights.is/um-okkur/starfsmenn

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2004). Aðalnámsskrá framhaldsskóla: Almennur hluti.

Sótt 19. apríl 2014 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-

efni/namskrar/adalnamskra-framhaldsskola

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti

2011. Sótt 14. apríl 2014 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-

efni/namskrar/adalnamskra-framhaldsskola

Mennta- og menningamálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti

2011. Sótt 12. apríl 2014 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-

efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola

Nieto, S. (2010). The Light in Their Eyes – Creating Multicultural Learning Communities. New

York: Teachers College Press, Columbia University.

Nína V. Magnúsdóttir. (2010). „Allir vilja eignast íslenskar vinir“ – Hverjar eru helstu hindranir

á vegi erlendra grunn- og framhaldsskólanemenda í íslensku skólakerfi? Óbirt

meistararitgerð: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 14. apríl 2014 af

http://skemman.is/stream/get/1946/4576/12730/1/N%C3%ADna_V_master_f

ixed.pdf

Ochocka, J., Janzen, R., og Westhues, A. (2006). Pathways to Success: Immigrant Youth at

High School. Kitchener, Canada: Centre for Research and Education in Human

Services, Wilfrid Laurier University.

Page 65: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

62

PERCO. (2004). Cultural Diversity in Your Organisation: Guidance for National Red Cross and

Red Crescent Socities on Volunteering in Social Welfare Work. Genf: International

Federation of Red Cross and Red Crescent Societies. Sótt 14. apríl 2014 af

http://www.ifrc.org/docs/pubs/perco/perco-diversity-en.pdf

Perreira, K. M., Harris, K. M. og Lee, D. (2006). Making It in America – High School

Completion by Immigrant and Native Youth. Demography, 43(3), 511–536.

Reykjavik.is. (2014). Fjölmenning. Sótt 14. apríl 2014 af http://reykjavik.is/fjolmenning-0

Reykjavíkurborg. (2011). Reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Reykjavík: Reykjavíkurborg. Sótt 16.

apríl 2014 af

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/reglur.pdf

Reykjavíkurborg. (2012). Fjölmenningarþing 2012 – Hvað segja innflytjendur í Reykjavík?

Reykjavík: Reykjavíkurborg. Sótt 7. apríl 2014 af

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/hvad_segja_i

nnflytjendur_-_nidurstodur_ur_fjolmenningarthingi_2012.pdf

Reykjavíkurborg. (2013). Mannréttindastefna Reykjavíkur. Reykjavík: Reykjavíkurborg. Sótt

7. apríl 2014 af http://reykjavik.is/sites/default/files/islenska_0.pdf

Ritzer, G. (1996). Modern Sociological Theory. New York: The McGraw-Hill Companies,

Inc.

RUV.is. (2014). Móðurmálskennsla mikilvæg fyrir tvítyngda. Frétt sótt 19. apríl 2014 af

http://www.ruv.is/frett/modurmalskennsla-mikilvaeg-fyrir-tvityngda

Samband íslenskra sveitarfélaga. (2009). Stefnumótun sambands íslenskra sveitarfélaga í

málefnum innflytjenda. Sótt 4. apríl 2014 af

http://www.samband.is/media/stefnumotun-

sambandsins/Stefnumotun_innflytjendur.pdf

Tungumalatorg.is. (2014). Alþjóðadagur móðurmálsins. Sótt 7. apríl 2014 af

http://tungumalatorg.is/21feb

Page 66: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

63

Utanríkisráðuneytið. (1960). Stofnsamningur EFTA. Sótt 16. apríl 2014 af

http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/stofnsamn-efta

Utanríkisráðuneytið. (1994). Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið. Sótt 16. apríl 2014 af

http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESSamningur/nr/32

Utanríkisráðuneytið. (2001). Schengen. Sótt 16. apríl 2014 af

http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/schengen

Útlendingastofnun. (e.d.). Íslenskur ríkisborgararéttur. Sótt 16. apríl 2014 af

http://utl.is/index.php?option=com_content&view=article&id=108&Itemid=110

&lang=is

Velferðarráðuneytið. (2007). Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Reykjavík:

Höfundur. Sótt 14. apríl 2014 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/acrobat-

skjol/Stefna_um_adlogun_innflytjenda.pdf

Kymlicka, W. (2002). Contemporary Political Philosophy: An inroduction. New York: Oxford.

Williams, L. J., og Downing, J. E. (1998). Membership and Belonging in Inclusive

Classrooms: What do Middle School Students Have to Say? Research and Practice for

Persons with Severe Disabilities, 23(2), 98–110.

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda nr. 18/135.

Page 67: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

64

11. Hugtakalisti

Brotthvarf

Erlendir ríkisborgarar

Fjölmenning

Fjölmenningarfræði

Fjölmenningarhyggja

Fjölmenningarleg menntun

Fjölmenningarlegt samfélag

Gagnkvæm aðlögun

Innflytjendur

Menningarauður

Móðurmál

Móðurmálskennsla

Sérkennsla

Tvítyngi

Virkt tvítyngi

Þátttaka

Page 68: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

65

12. Viðaukar

I. Eyðublað um samþykki vegna viðtals

Page 69: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

66

II. Spurningalisti fyrir viðtal

1. Hvaða áskoranir og tækifæri fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

2. Þurfti skólakerfið að ganga í gegnum miklar breytingar til að takast á við

aukningu innflytjenda á Íslandi?

3. Nú hafa stjórnvöld ákveðna stefnu varðandi menntamál innflytjenda. Veist þú til

þess að henni sé framfylgt sem skyldi?

a. Hvað mætti bæta?

4. Hafa sveitarfélögin sérstaka áætlun varðandi menntun innflytjenda?

a. Hvað mætti bæta þar?

5. Er aðalnámskrá grunnskóla nægilega aðlöguð að þörfum innflytjenda í námi?

a. Hvað mætti bæta þar?

6. Hvaða áskoranir telur þú að standi frammi fyrir grunnskólastiginu varðandi

aukinn fjölda innflytjenda.

a. En tækifæri?

7. Telur þú að nemendur með annað móðurmál en íslensku séu jafn vel undirbúnir

eftir grunnskólanám til að fara í framhaldssnám og þeir nemendur með íslensku

að móðurmáli?

8. Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Page 70: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

67

III. Viðtal við Margréti Steinarsdóttur

HELGA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR (H): Kannski ef við byrjum út frá

rannsóknarspurningunni okkar, hvaða svona áskoranir og tækifæri?

MARGRÉT STEINARSDÓTTIR (M): Sko, ef við kannski tökum fyrst áskoranirnar

að þá eru þær sko auðvitað fjölmargar og ef við tökum sko… þið talið um fjölmenningu,

eruð þið þá að tala fyrst og fremst um innflytjendur?

H: Já fókusinn er á það.

M: Það sem að ég sé fyrst og fremst er það að það er auðvitað ákveðið reynsluleysi hjá

okkur þannig að við þurfum... það eru ákveðnir, auðvitað, aðilar sem að hafa mjög góða

þekkingu á fjölmenningu og svona kennsluaðferðum og svoleiðis en þetta er ekki svona

alhliða í skólakerfinu þannig að það þarf einhvernveginn að svona gera þetta bara að

sjálfsögðum hluta af sko hérna í rauninni náminu... að þú fáir sko þá kennslu við hæfi

sem hentar þér t.d. sem nemandi með íslensku að öðru tungumáli, ekki fyrsta tungumáli.

Það eru ekki nema örfá ár síðan að innflytjendabörn sem voru í framhaldsskóla þurftu að

læra íslensku bara eins og fyrsta tungumál þannig að það hefur til allra lukku hefur

ýmislegt breyst varðandi það þannig að það þarf að sko auðvitað fyrst og fremst að reyna

að nota sér kennsluaðferðir sem eru þegar til og viðurkenndar þannig að þarna, að það

megi aðstoða fólk við að læra sko á þessu framandi tungumáli.

Svo er líka annað sko að það er, það er þetta að reyna að sko gera starfið í skólanum

þannig úr garði gert að það sé bara ein heild svo að það skipti ekki máli hvort þú sért

innflytjandi eða ekki, þú ert bara einn af krökkunum og getur boðið þig fram í

nemendaráð eða hvað sem er.

Það sem hefur verið svolítið þannig, hef ég heyrt til dæmis, það voru krakkar sem voru til

dæmis, það var sérstök deild fyrir innflytjendabörn í Fjölbraut í Ármúla og þau voru bara

sér, útaf fyrir sig, þau voru svona ekkert að blandast hinum og kynnast þeim sko en

hérna... þannig að það þarf einhvernveginn að vera meðvitaður um að fá þau inn í

félagslífið og svo framvegis.

Auðvitað getur verið mikill menningarmunur, eins og margir íslenskir krakkar eru svo

frjálsir, þau eru farin að hegða sér nánast eins og þeim sýnist strax upp úr fermingu á

Page 71: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

68

meðan að hin börnin fylgja oft ákveðnum siðum og venjum og heimilnu o.s.frv. en það

er eins og hægt er og eftir því sem vilji hvers og eins stendur til sko.

En svo er auðvitað líka annað sem við þurfum að skoða, ég er nefnilega nýkomin frá

Danmörku þar sem við vorum að kynna okkur þjónustu við hælisleitendur og flóttamenn

og þar er mjög gott sko kerfi í gangi þar sem bara eitt tekur við af öðru o.s.frv., þessar

ráðstafanir eru gerðar og allt það.

En það er líka sko, við erum að tala um allt annan fjölda og líka auðvitað allt annan fjölda

skattgreiðanda, að það sem að hamlar okkur líka svo mikið er að við erum kannski með

einn, tvo nemendur í hverjum skóla og á þá að setja eitthvað stórt batterí í gang sko og

líka hitt að fjármagnið er af skornum skammti en það er auðvitað alveg ljóst að það

verður samt að reyna að tryggja eins og hægt er að nemendurnir fái sko... og það segir

beinlínis í lögunum... að þeir fái kennslu við hæfi þannig að þeir njóti sömu eða jafnra

tækifæra eins og aðrir nemendur og það hefur auðvitað skort á það hér, ekki fyrir

viljaleysi heldur fyrst og fremst fyrir ákveðinn þekkingarskort og ákveðins reynsluleysi og

svo auðvitað fjármagnskortinn. En hérna mér dettur ekkert annað í hug í bili.

En sko ef ég tala líka um sko tækifærin að auðvitað því fjölbreyttara samfélag því betra

það hlýtur að hérna... því betur sem þú kynnist fólki frá öðrum menningarheimum eða já

eins og ég var að segja áðan fólki með fötlun. Þegar ég var krakki þá sá ég varla fatlað

fólk vegna þess að því var bara haldið einhversstaðar annarsstaðar og það átti bara að

vera á sínum stað sko, að því betri skilning fær maður bara á umhverfið sitt og ég myndi

líka þá bara segja það að það dregur úr fordómum vegna þess að fordómar skapast

aðallega af þekkingarleysi og hræðslu.

Hræddur við það sem þú þekkir ekki eða margir eru það þannig að ég myndi segja það

sko að ég... eins og slagorðið hefur verið hjá t.d. Reykjavíkurborg „fögnum

fjölbreytninni“ og svo líka að sumir krakkanna koma sko hingað stálpaðir þannig að þau

hafa kannski kynnst öðrum námsaðferðum og svoleiðis og þannig að það ætti að vera

jafnvel jákvætt, hafa opinn huga fyrir því og þannig að hver og einn taki þá sem mestan

þátt í sko skólastarfinu og hérna það hlýtur líka að vera gagnlegt fyrir okkur að vera með

fólk sem er altalandi á þú veist mismunandi tungumál og svoleiðis þannig að þetta er allt

svona... það eru eiginlega finnst mér win win situation að fá innsýn í aðra menningarheima,

kynnast líka bara öðrum hugsunarhætti en svo hef ég sko þá í leiðinni að þá er það samt

Page 72: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

69

þannig að þeir sem búa á Íslandi þurfa auðvitað að fara að íslenskum lögum þannig að ég

er ekki að segja það að sko að þá eigi að sýna kannski hérna umburðarlyndi fyrir því að

stelpur fái að fara í leikfimi eða sund af því að það tíðkast ekki í ákveðnum

menningarheimum, það á það sama yfir alla að en þetta er svona kannski það sem mér

dettur í hug varðandi fyrstu spurninguna, rannsóknarspurninguna. Þið viljið kannski...?

H: Mig langar að spyrja þig hvort að nú er vandamál eitt af vandamálunum sem þeir eru

að horfast í augun við, þeir eru með svo mikið meiri fjölmenningu og við þekkjum í

sjálfu sér ekki fjölmenningu í þeirri mynd, þetta er nýtt fyrir okkur nú er vandamálið það

t.d. með grunnskólana að börn geta valið sér grunnskóla, það eru ekki svona hverfaskólar

eða þannig að... það er hérna sko að það eru skólar sem eru bara innflytjendur þannig að

það virðist vera einhverskonar aðskilnaðar...

M: Akkúrat, það er eins og það verði aðskilnaður.

H: Þannig að sko það eru ákveðnir, það virðist vera að það séu ekki alveg nógu vel

haldið utanum hlutina þarna...

M: Sko það er auðvitað hagræðing og peningasparnaður í því að vera í þá... sko ákveðna

skóla sem að sérhæfa sig sko þannig að maður skilur það alveg að vissu marki svo er líka

hitt að sko börnin vilja kannski vera saman, þau sem eru frá sama landi og svo framvegis

þannig að það getur verið jákvætt en það er samt bara upp að vissu marki.

En svo kemur hitt sko að það verður einhvernveginn að reyna að passa að það verði þá

ekki þannig að þetta sé svona eitthvað... maður sér og eins og við sjáum í Danmörku að

það eru ákveðin hverfi sem eru innflytjendahverfi og þá er það sko... það getur skapað

ákveðin vandamál sko, best af öllu væri ef fólk bara yrði hluti af samfélaginu og fengi að

halda sínum séreinkennum með réttum formerkjum auðvitað þannig að það sé farið að

landslögum og þannig... svo að þetta er nefnilega tvíbent og er örugglega erfitt líka að sko

hamla á móti af því að viljinn er oft sá hjá krökkunum að vera í sama skóla eða þannig.

H: En það er partur af þessu líka að af því að þú varst að tala um að þau séu partur af

samfélaginu, ég var að lesa frá Hringþingi sem að... 2012, þar kemur fram að kennarar

álíta að það séu 65% innflytjenda í sérkennslu, mestmegnis í sérkennslu þannig að það er

ákveðin aðgreining samt sem áður.

Page 73: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

70

M: Já og það þarf auðvitað oft til að byrja með... þannig að auðvitað eins og hægt væri,

ætti að reyna að sko að kenna þeim í tíma með öðrum eins og kannski þyrftu þau svo

utan kennslutímans eða vera þá í einhverjum sértímum en svo er það líka annað sko sem

að er mjög mikilvægt að til að byrja með þá þarftu auðvitað intensive íslenskukennslu en

svo þarf eiginlega líka að aðstoða þau í öllum fögum eins og til dæmis það að það er erfitt

að læra landafræði á íslensku eða álíka.

Kannski ertu vel að þér í landafræði frá skólanum sem þú komst frá en svo er allt á

íslensku svo að kannski er ekki nóg að vera bara í einhverjum sér íslenskutímum. Svo

hafa aðrir bent á að... það kom til mín litháenskur kennari og ég fór með honum á fund

með menntamálaráðherra, það var í hitti í fyrra, og þá var hún einmitt að leggja það til

sko að... og þau voru í raun að bjóðast til að einhverjir litháenskir kennarar fari á milli

skóla og aðstoðuðu litháensk börn sko í náminu af því að þeir tala þá bæði íslenskuna og

litháenskuna og geta hjálpað þér með fögin og allskonar þannig að það væri til dæmis

sniðugt líka og sko ég held í rauninni að sko sem fjölbreyttasta aðferðin sem við notum

og við erum bara opin fyrir öllum leiðum.

Ein leið hentar þessum og önnur hinum o.s.frv. og reyna einhvernveginn bara alltaf að

miða að því að, hérna allavega samfélagið sem er að taka við fólkinu, að það sé opið og

jákvætt og sýni vilja til... eins og er alltaf talað um, gagnkvæm aðlögun, málið er nefnilega

að íslenskt tungumál er í hópi þeirra sem eru að skoða hugtakanotkun varðandi [orð

óskiljanlegt] af því að við erum í stórkostlegum vanda vegna þess að okkur vantar orð

yfir allt, eins og bara integration... aðlögun? Jú, en við verðum þá að tala um gagnkvæma

aðlögun vegna þess að við erum ekki að segja „já þið verðið bara að læra að vera eins og

við“ af því að við eigum líka að venjast þeim og eitt af því sem hefur gengið rosalega vel

sem Íslendingar hafa alveg bara gripið á lofti það eru sko, hérna... það er

matarmenningin, nýju veitingastaðirnir með þú veist bara, nú getum við fengið sko

brjálæðislega góðan mat hvar sem er, ég man nú fyrir tuttugu árum og auðvitað ennþá

lengra síðan eins og fyrir fjörutíu árum þá var til hérna, Brauðbær, þar sem að maður

fékk hamborgara og svo var Grillið á Hótel Sögu og Naustið þannig að þú veist... já að

þetta er auðvitað...

H: En það er einmitt einn vinkill á... það að við skoðum til dæmis hvernig

skólamötuneyti eigi að taka á þessu.

Page 74: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

71

M: Já svo er einmitt verið að tala um til dæmis, í sumum trúarbrögðum mega börn ekki

borða svínakjöt o.s.frv. í sjálfu sér, meðan það er ekki einhver stórkostleg fjárútlát og

eitthvað því um líkt þá sé ég ekki hvers vegna ekki megi bjóða upp á einhvern annan

möguleika, grænmetisrétt eða bara einhverskonar öðruvísi rétt.

Ég er ekki að segja að nú megi skólinn ekki vera með svínakjöt nokkurn tíman á

boðstólum en svona bjóða upp á eitthvað svona annað, væri það svo mikið mál? Að hafa

valmöguleika... sumir vilja bara borða grænmeti o.s.frv. sko og við erum alltaf að tala um

peninga en alveg sama. Svo líka hitt að ég var að nefna áðan til dæmis eins og að fara í

leikfimi og sund og svoleiðis að... segjum að það tíðkist ekki í heimalandi einhverrar

stúlku að hún fái að fara í sund af því að það eru strákar líka og etthvað álíka en sko hún

á í rauninni ekki að komast undan því en það væri þá kannski alveg hægt að komast til

móts...t.d. að hún væri í einhverskonar heilgalla eða eitthvað svoleiðis, að gera tilslakanir

á báða bóga en það má samt ekki verða þannig að við séum að stuðla að því að ýta

ákveðnum hópi úr [orð óskiljanlegt] gera hann þannig í samfélaginu að hann geti ekki

nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða, það þarf að tryggja það að

allir fái sko jafna meðferð og að byggja þannig undir þá að þau geti nýtt tækifærin.

H: Það er þessi... það er oft talað um svona tvo mismunandi póla varðandi hvernig á að

byggja upp fjölmenningasamfélagið. Annars vegar þannig að innflytjandinn aðlagi sig að í

samfélaginu eða samfélagið taki semsé vinkilinn að hann einbeiti sér að því sem að allir

innan samfélagsins eiga sameiginlegt, það er að segja, sem að við erum kannski meira að

hallast að á Íslandi, við erum svona að fara að kenna trúarbragðafræði í staðinn fyrir

kristinfræði og annað slíkt þannig að þú sérð aukna þróun í þá átt?

M: Jú og mér finnst það jákvæð þróun sko, Svíar nefnilega brenndu sig illilega, þeir bara

[orð óskiljanlegt] menningu, þetta er ykkar menning og þannig.

Þannig að meira að segja í Svíþjóð árið 2004 þegar ég fór á ráðstefnu um heiðurstengt

ofbeldi þá voru lögin í Svíþjóð þannig að giftingaraldur var átján ár eins og er hérna en ef

það tíðkaðist í þínum menningarheimi eða trúarbrögðum að börn giftust yngri þá máttu

það bara alveg. þá var hún Mona Sahlin sem er með fræg fyrir að nota kreditkort

ráðuneytisins til að kaupa bleyjur... hún sagði einmitt að við hefðum

innflytjendastelpurnar okkar þú veist og fékk mikla gagnrýni á sig fyrir það en Svíar voru

einmitt að... þeir bara halda sínum sérkennum og sinni menningu, við þurfum ekkert að

Page 75: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

72

segja þeim fyrir verkum við þurfum ekkert að skipta okkur af þeim en það bara sýnir sig

að það bara gengur ekki, nú er búið að breyta lögunum í Svíþjóð þannig að

lágmarksgiftingaraldurinn er bara átján ára yfir línuna, fólk bara getur ekkert verið þrettán

ára gömul brúður í Svíþjóð lengur sko og þetta er auðvitað bara eitt dæmi það er svo

margt annað líka varðandi svona heiðurstengt ofbeldi sem er auðvitað mjög erfitt að gera

við en því að það er líka eins og að það magnist þegar þú ert kominn í landið þar sem að

annað umhverfi er að þá er kannski þú veist fjölskyldan svona nokkuð líbó í

heimalandinu verður allt í einu sko... þá verður þetta bara svona og líka sko mæðurnar oft

og svoleiðis að reyna að halda... þetta er auðvitaðbara, alltaf bara stelpurnar, halda þeim í

klemmu, að þær umgangist ekki aðra og það er alveg... hefur komið upp hér á landi.

Ég man eftir stúlku sem að hérna... hún vildi vera með skólafélögunum og fór

einhvertíman í bíó með þeim og var beitt ofbeldi af föður sínum og svo hérna var

vandinn sá að þegar átti að flytja hana eða henni var boðið að fara inná fósturheimili eða

eitthvað því um líkt en hún vildi það ekki vegna þess að þá yrði hún ein og einangruð og

úr tengslum við alla sko þannig að þetta er auðvitað voða erfitt, það er erfitt að eiga við

þetta en við verðum alltaf að fylgja bara því að mannréttindi eru algild, þau eiga að vera

allsstaðar og þess vegna á sama hátt að við segjum ekki eins og forseti Úganda sagði og

svo gott dæmi sem hann nefndi á málþingi sem ég var á um daginn hann Ragnar

Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hann sagði að forseti Úganda sagði að Vesturlöndin

eiga ekkert að vera að skipta sér af okkar lögum.

Við bara leggjum lífstíðarfangelsi við samkynhneigð, þetta er bara okkar afríska menning

og Vesturlöndin eiga ekkert að vera að skipta sér af okkur, þeim kemur þetta ekkert við

en bara afsakið, það gerir það vegna þess að mannréttindi eru algild og þau eru ekki sko...

þau eru ekki hérna þannig að þess vegna auðvitað verðum við alltaf að reyna að leitast

við að á allan átt að tryggja það að allir njóti sömu réttinda eins og bara óskert ferðafrelsi,

skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, það er auðvitað þú veist einstaklingur sem býr við hömlur

og skorður sem að gera honum ekki kleift að hérna já að bara í rauninni að þróa sína

hæfileika og lifa sem frjáls manneskja. Einstaklingsfrelsi er auðvitað bara grundvöllur

mannréttinda sko.

H: Eigum við að halda áfram í spurningalistanum? Er skólakerfið að ganga í gegnu

miklar breytingar þegar það er að takast á við aukningu innflytjenda á Íslandi?

Page 76: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

73

M: Uhm sko... ég held að skólakerfið hafi í rauninni tekið... gengið í gegnum talsverðar

breytingar. Eins og þú varst að nefna sjálf bara með trúarbragðafræðslu og það er

auðvitað reynt að koma til móts við innflytjendabörn og hérna sinna sko þeirra í rauninni

sérþörfum eins og sér íslenskukennslu og svoleiðis. En svo á sama tíma sko... af því að ég

var í hérna stjórn verkefnis sem að heitir Framtíð í nýju landi, það var þriggja ára

tilraunaverkefni sem var frá 2004 til 2007 og það miðaði að því að reyna að aðstoða

ungmenni af víetnömskum uppruna við að stunda nám í framhaldsskóla og ástæðan fyrir

því að það var víetnamskur uppruni er bara að semsagt... hún átti þessa hugmynd og hún

er víetnömsk þannig að það var ákveðið að gera svona tilraunaverkefni og þá rákum við

okkur einmitt á það að skólakerfið er svolítið ósveigjanlegt, það er svolítið erfitt eins og

með eitt sko... að segjum að einhver vildi fara í nám í bifvélavirkjun þá áttirðu að vera

svona mikið í skólanum, svo áttirðu að komast á samning eða eitthvað því um líkt en það

sem að til dæmis við vildum að væri hægt að gera það væri til dæmis ef einhver fengi

vinnu á bílaverkstæði og væri þar að læra og svona á allt og fengi þá einhverskonar

jafnvel takmörkuð réttinda eða eitthvað þess háttar og svo gæti hann bætt við sig skóla

þegar hann væri bara orðinn það sko vel á veg kominn en það er svona þú veist, það

kallar auðvitað á talsverðar breytingar og það var einhvernveginn ekki sko... ég veit ekki

hvort ég á að segja vilji fyrir því en kannski aðallega verið að það hafi ekki verið mannafli

eða fjármagn til að takast á við einhverskonar nýjar... nýjan möguleika.

H: En er það eitthvað sem að myndi koma til móts við innflytjendur?

M: Já til dæmis... en svo ætti hver og einn að geta notað sér þetta líka. Af því að margir af

þessum krökkum sko voru... að áttu kannski erfitt með bóknámið en vildu samt vinna

sko og langaði... ég sagði bifvélavirkjun af því að það var einn strákur sem langaði svo að

læra bifvélavirkjun sko þannig að hérna og svo var líka þetta með að fá aðstoð í öllum

fögum að það var líka svona svolítið erfiðleikum bundið en til dæmis iðnskólinn var

rosalega jákvæður og opinn fyrir þessu og það gekk í rauninni vel með þá sem voru í

námi þar en svo auðvitað hætti þetta verkefni eftir þrjú ár... þetta var þriggja ára

tilraunaverkefni og svo er staðan þannig í dag að þá er þetta svolítið mismunandi eftir

skólum og svona erfitt líka eins og ég segi að það eru peningarnir að stoppa voða mikið

en ég held nú samt að meðvitundin í sko skólunum og þekkingin semsagt sé alltaf að

aukast en við verðum bara... bara til dæmis þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004

Page 77: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

74

þá voru sirka 10 þúsund hér á landi með erlent ríkisfang, 2008 voru þau komin í 22

þúsund og í dag eru rúmlega 20 þúsund við erum að tala um allt annað veruleika sko.

Hvort að stefnunni sé framfylgt sem skildi ég hef ekki í rauninni kannski skoðað það

neitt í grunninn en mér finnst svona samt eins og að það sé ekki alveg nógu mikið

markvisst unnið sko og allar ástæðurnar tel ég vera bæði hérna fámenni og hérna

fjárhagsvandamál því að ég held að viljinn sé alveg tvímælalaust fyrir hendi og eins og ég

segi það eru þegar það margir aðilar í menntakerfinu og líka dáldið um ráðuneytinu sem

að hafa innsýn í og töluvert góða þekkingu á semsagt, í rauninni, því sem að við er að etja

varðandi sko menntun fyrir innflytjendabörn þannig að ég hugsa að þetta sé þá fyrst og

fremst það bara að við erum svo fá og við höfum takmarkað fé sko það er svona mín

tilfinning eins og ég segi.

Svo er það semsagt hvað mætti bæta, ég það er nú auðvitað hiklaust veita meiri

fjármunum í þetta, nota fleiri og fjölbreyttari aðferðir og hérna auka almenna þekkingu í

menntakerfinu á semsagt kennsluaðferðum og því sem að þarf að skoða og hafa til

skoðunar og ekki síst þá líka sko að hérna semsagt til annarra nemenda sko í skólum og

svo framvegis að reyna að hérna auka þeim við sín, auka móttækileika fyrir ég hef

einhvernveginn líka haft það á tilfinningu að það fari líka dáldið eftir skólum hvernig

móttökurnar er hversu einangraðir innflytjendakrakkarnir verða, ég man eftir einmitt í

þessu framtíð í nýju landi að þá var stelpa sem hafði verið í Fjölbraut við Ármúla og

henni fannst hún sko hún hætti í skólanum vegna þess að henni fannst hún alltaf ein og

enginn vildi tala við hana og enginn vildi tala við hana og eitthvað svona sko þannig að

sko þú veist það er líka bara auðvitað að krakkarnir eru feimnir, ég fór nú einu sinni með

elsta barnabarninu mínu á svona foreldradag í skólanum af því að foreldrar hans komust

ekki sko... voru bæði að vinna og þar voru foreldrar með börnunum sínum og þar var ein

kona sem að reyndar hafði komið til mín í ráðgjöf í Alþjóðahús og hún er nú reyndar

farin úr landi með börnin sín núna en ég man ekki hvar hún var, hvort hún var frá

Egyptalandi eða eitthvað svoleiðis og hún sat með sín börn ein við borð og enginn skipti

sér af henni og ekki neitt sko og svo þegar krakkarnir voru með skemmtiatriði svo þegar

þau voru búin þá settist ég hjá henni og hún alveg kannaðist við mig og þá var fólk að

horfa á mig líka sko þú veist að þetta er ekki af því að fólk er bara oj ég vil ekki tala við

þessa konu... það er ekki það en það er eitthvað svona bara ákveðið óöryggi og feimni og

eitthvað svoleiðis sko og fólk svona veit ekki alveg hvað það á að gera eða segja og finnst

Page 78: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

75

kannski líka óþægilegt að sitja og tala ensku innan um alla hina og bara allskonar sko

þannig að þetta er örugglega líka varðandi nemendurna annars held ég að það sé voða

mikið að breytast, krakkar sko í framhaldsskólum í dag að ég held nú að stærsti hlutinn af

þeim sé akkúrat bara mjög opinn og jákvæð fyrir því hvaðan þú kemur sko fyrirsögn sem

að sagði það eru allir velkomnir en enginn segir komdu og sestu hér.

Þetta hefur reyndar bara ég hef heyrt svo marga innflytjendur segja þetta með Íslendinga,

þeir eru rosa næs og almennilegir við þig og í vinnunni og allt gengur vel og allir voða

kammó og allt en þú ferð aldrei heim til neins og það var einmitt ein kona sem að hérna

ég þekki að samstarfskona hennar hún sko er hjúkrunarfræðingur og samstarfskona

hennar bauðst til þegar hún var að fara að halda uppá fimmtugsafmælið sitt að þá bauðst

hún til að útbúa einhverja rétti fyrir hana og eitthvað svona og hún var rosa kát með það

og svo kom hún sko heim til hennar og þær voru bara saman í að undirbúa og þú veist sú

Filipeyska hún bjó til sína rétti og svona og hérna svo var henni auðvitað boðið í afmælið

eins og allt samstarfsfólkið og allt en þá sagði hún við hana sko að það sem henni fannst

svo frábært það var að vera koma heim til hennar og vera bara með henni og þær voru að

gera eitthvað saman og þá fór hún að sko þá fattaði hún, já auðvitað þannig að svo fór

hún að bjóða henni bara til sín og allt og þær urðu rosa góðar vinkonur sko en það er

bara að hún vildi ekki bjóða henni heim til mín, það var ekkert það, þetta var bara svona

einhver hugsunarleysi og svo auðvitað erum við með okkar tengslanet og fjölskyldu og

maður á fullt af vinum eins og vinir mínir hittast miklu sjaldnar en ég vildi en á meðan

þau eru kannski þau eru enga vini og enga fjölskyldu eða bara þau eru kannski gift

Íslendinga og eiga þeirra fjölskyldu en eru svo svona smám saman að kynnast öðrum svo

þetta er auðvitað allt annað. Þetta yrði eins ef við flyttum eitthvað til annars lands sko

þannig að en þetta er eitthvað sem að mætti skoða, ég hef einmitt tekið eftir því einmitt

með hérna Íslendinga sem hafa búið erlendis þeir hafa svo allt annan skilning á þessu og

þeir eru svo oft í því að vera svona vinafjölskylda fyrir fjölskyldur og svoleiðis.

H: Sveitarfélög hafa sérstaka áætlun varðandi menntun innflytjenda…

M: Sko ég veit ekki alveg nógu vel um það en nú er auðvitað komin þessi nýja námsskrá

sem að ætti nú að og ég bind miklar vonir við hana í rauninni og hún tekur svolítið svona

allavega að vissu marki svona valdið af sveitarfélaginu og skólanum að ákveða hvað á að

vera, skólarnir hafa verið bara svona hver og einn eins og lítið ríki eða eitthvað álíka

Page 79: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

76

þannig að ég vona til þess að þessi nýja námsskrá skili einhverju sko en hvort að

sveitarfélögin hafi almennt sko sett sér menntastefnu það finnst mér ólíklegt, það fer allt

eftir því hvaða sveitarfélag það er.

En ég veit að sko Reykjavíkurborg er með mann í þessa stefnu og þar einni er líka

varðandi menntamál og Akranesbær er yfirleitt sko hvort það sé búið að samþykkja hana,

var að semja mannréttindastefnu þannig að það eru ýmis sveitarfélög sem eru með stefnu

sem að tekur þá gott ef að Reykjavík og Akranes eru ekki með sér menntastefnu, ég er

ekki alveg viss en þið gætuð kannski bara athugað það sko.

En sérðu sko þessi, finnst þér þetta vera að skila sér? þú veist, það er eitt það setja stefnu

en annað að sýna það í verki en finnst þér eða veistu til þess að... það hefur ýmislegt

orðið, ég hef ekki kynnt mér það mjög mikið en það hefur samt sko svona ýmislegt gerst

og ýmislegt áunnist þó að þarna það þurfi tvímælalaust að bæta í og gera betur og hluti af

þessu er örugglega eitthvað sem kemur með tímanum sko en hérna en svona almennt

þeir sem ég hef sko bæði talað við á fundum og ráðstefnum eða verið á fundum með eða

eitthvað þess háttar eins og í framtíð í nýju landi, fulltrúar menntamálaráðuneytisins í því

verkefni voru alveg bara, eða það var fulltrúi, þann var alveg fullur eldmóðs og áhuga og

allt það en þarna æji ég held sko að viljinn sé tvímælalaust fyrir hendi það er bara

spurningin hvort að það sé bara nóg að fá almenn vitund eins og ég var að segja áðan sko

og já og svo er þessar svona takmarkanir sem að við þurfum að búa við sko og líka

auðvitað að hluta til vegna fæðarinnar mannfræði og hér er líka færði innflytjenda þannig

að kannski svona kerfi sem er búið að þróa í öðrum löndum einmitt bara vegna þess að

við erum að tala um 100 eða 1000 á meðan við erum kannski að tala um bara nokkra tugi

eða bara einstaklinga hér sko.

H: Ef við flettum bara fimmtu spurningunni inni í þetta, er eitthvað í þessum bæði

varðandi sveitarfélögin og líka bara aðalnámskrá grunnskólanna sem þér finnst þurfa að

breyta og bæta varðandi innflytjendur og hvernig þeir aðlagast?

M: Já, ég var reyndar ekki búin að skoða það frá aðalnámskránni, ég skoðaði það á sínum

tíma og hún mér finnst hún vera nokkuð góð en hún er líka almenn þannig að það mætti

alveg vera með sér til dæmis sko finnst mér eftir því sem ég best man að mér fannst ekki

alveg nógu mikil áhersla á móðurmálskennslu og það þarf einhvernveginn að tryggja það

sko vegna þess að það hefur alveg sýnt sig að einstaklingur sem að lærir ekki eitt

Page 80: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

77

tungumál nægilega vel í grunninn að það á erfiðara með að læra önnur sko og kann svo

stundum kannski ekki neitt tungumál nógu vel.

Ég er búin að skoða námsskrá og það er núna eitthvað verið að fókusa á að sko

íslenskuna en samt sko að viðhalda móðurmálinu vegna þess að það má ekki gleymast og

tengjast saman sko þú veist heimavið og í skólanum að passa að týna ekki þessu sem þau

hafa lært heima sko í sínu heimalandi varðandi menningu og móðurmál og... það er

reyndar rosalega gott sko en mér finnst það kannski ekki alveg nógu markvisst, það mætti

kannski mæla fyrir um einhverskonar móðurmálkennslu og svoleiðis, mér finnst líka að

það megi leggja meiri ábyrgð á skólana sko en svo er líka annað já að bíddu nú við, nú

datt það út sem ég ætlaði að já að það er kannski auðvitað getur kannski stefna aldrei

verið mjög ítarleg hún þarf auðvitað að vera svolítið almenn en mér fyndist samt alveg

mega skerpa á nokkrum atriðum sko og eins og líka varðandi þetta sem þú varst að segja

að halda sinni menningu en það er auðvitað samt alltaf með ákveðnum formerkjum.

Við verðum að tryggja að hver og einn njóti mannréttinda þannig að það sem að við

sjáum sem mannréttindabrot eins og bara einstaklingsskerðing og einstaklingsfrelsi, það

getum við bara ekki liðið þó það sé til í þinni menningu sko...

H: Já, hvaða áskoranir telur þú, ekki nema þú viljir bæta við eitthvað þarna

aðalnámskrána, þá bara hvaða áskoranir telur þú að standi frammi fyrir grunnskólastiginu

varðandi auknum fjölda innflytjenda?

M: Í rauninni það eru auðvitað að finna sem fjölbreyttustu leiðir til þess að hérna og

aðlaga kennsluna að þörfum hvers og eins og gleyma ekki félagslega þættinum og passa

uppá það að sá sem að stundar námið í grunnskóla að það eigi ekki að skipta máli hvort

að hann er sko innflytjandi, fatlaður eða bara innfæddur Íslendingur að þú fáir þá kennslu

sem að eins og segir bara í lögunum við þitt hæfi þannig að þú eigir að geta alveg jafn

settur og næsti maður að nýta þér þau tækifæri sem að þér bjóðast sko en svo er hérna já

og hvaða tækifæri, ég tja það er ja menn auðvitað bara eins ég var að segja áðan með

tækifæri, það er bara mjög gagnlegt að opna uga fólks og draga úr fordómum og hérna og

líka bara gagn af því að fá innsýn í nýja hluti sko það getur verið atvinnuskapandi og alls

konar nýjar hugmyndir og svo framvegis.

Í dag eru nemendur með annað móðurmál þeir eru ekki jafn vel undir að fara í

framhaldsnám ég myndi segja sko að krakkar sem að annað hvort fæðast á Íslandi eða

Page 81: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

78

koma hingað mjög ung og byrja í leikskóla að þau séu í meiri hluta tilvika nokkuð vel sett

en svo getur líka geta líka alveg verið börn sem að þrátt fyrir að hafa nánast alist upp hér

að þá séu aðstæðurnar þannig sko mér dettur bara í hug eitt dæmi að það var kona sem

kom til mín sem að átti sko tvö börn með íslenskum manni og hún var frá ákveðnu

Asíulandi og hún talaði alltaf við börnin sitt tungumál og svo skildi hún semsagt við

manninn og börnin voru semsagt viku heima hjá henni og viku heima hjá manninnum og

hann giftist annarri konu frá öðru Asíulandi sem ekki talaði tungumál barnanna og þegar

þau voru hjá pabba sínum og hann var alltaf að vinna og hann talaði nánast ekkert við

börnin og hin konan gat ekki talað þeirra tungumál og ekki íslensku og ekki neitt þannig

að hún gat ekki talað ensku og mamman sem að hafði þau aðra hverja viku, hún talaði

sitt tungumál við þau þannig að þó að þetta væri sko annað þau voru bæði fædd og

uppalin á Íslandi að þá voru þau í miklum vandræðum með íslenskuna í skóla þannig að

þau geta það geta verið aðstæður en ég myndi samt segja auðvitað að því fyrr sem þú

kemur til landsins ef þú ert fæddur á landinu að þá alla jafna ætti að vera auðvelt fyrir þig

að en svo man ég líka eftir víetnömsku krökkunum sem að hérna voru mörg þeirra fædd

á Íslandi en þau töluðu mjög litla íslensku en þau voru auðvitað að alast upp í

grunnskólakerfi sem að var kannski ekki jafn vel undirbúið eins og kerfið er í dag en ég

myndi samt halda að eins og ég segi að það að þau séu já allavega oft ekki nógu í sömu

stöðu eins og íslensku krakkarnir.

Ég þekki stelpu sem að kom til landsins ellefu ára og hún er greinilega svona algjör

undantekning vegna þess að þú heyrir í rauninni ekkert á henni að hún sé frá. Svo er það

tungumálaeyrað. Það er bara nafnið sem gefur til kynna... sumir krakkar fara í sko

leikskóla og þau eru orðin altalandi á tungumáli eftir nokkra mánuði og svo jafnvel þá

læra þau að lesa og þá læra þau að skrifa tungumálið en þetta er nefnilega líka sko já þetta

er mjög góður punktur vegna þess að þetta er svo einstaklingsbundið, maður má ekki

gleyma því heldur sko þannig að það er svona allur gangur á þessu sko.

Mér dettur ekkert í hug annað sem ég vil koma á framfæri. Það er eitt hérna sem ég var

að spá í, samkvæmt tölum sem komu fram á Hringþinginu þá voru sko fjögur prósent

barna sem að eru að koma úr grunnskóla sem fara ekki bent í framhaldsskóla bara sextán

ára börn þegar þau útskrifast fara ekki í framhaldsskóla. Tuttugu prósent af þessum hói

af þessum hópi eru innflytjendur.

Page 82: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

79

Það er miklu hærra hlutfall en hlutfall innflytjenda hérna sko. Sko hluti til skýrist það af

því að í ákveðnum veit ekki hvort ég á að segja menningarheimum eða fjölskyldum að þá

er í raun bara gert ráð fyrir því að um leið og grunnskólanámi lýkur þá ferð þú að vinna

til þess að hjálpa til við að framfæra fjölskyldunni þannig að það getur alveg verð hluti af

þessu og svo getur hitt alveg verið það að viðkomandi telji sig ekki nægilega undirbúinn

eða vel að sér í íslenskunni að hann geti farið í framhaldsskóla og svo gæti líka verið sko

ef við erum að tala um stelpur að það sé bara álitið að þær hafi bara ekki með meiri

menntun að gera svo að það getur verið svona það geta verið ýmsar ástæður sko en mér

detta svona sérstaklega í hug eða sko ég hef heyrt þetta.

En þessir sem að telja sig ekki vera undirbúna fyrir námið, vað myndirðu áætla að þyrfti

að gera þar til að þeir treysti sér til þess að halda áfram af því að það er klárlega okkar

hagur að þetta fólk mennti sig og eins og staðan er í dag þá færðu varla vinnu án þess að

vera með master það er nefnilega málið, þá þyrfti í rauninni myndi ég eins og ég segi að

beita sem fjölbreyttustu aðferðum af því að þær henta einstaklingnum mismunandi hver

aðferð og svo framvegis en þá sko að tryggja einstaklingnum þá kennslu sem að hann

þarf til þess að hann geti þá farið í námið og hérna jafnvel líka bara byggja upp

sjálfstraust og svo framvegis sko og stundum þarf að takast jafnvel á við í leiðinni á við

fjölskyldu eða eitthvað svoleiðis sko hérna en á hérna á þessu þingi um daginn þá

fjölluðu um aðeins um brautir eins og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem eru

svona erlendar brautir, IB, en þær eru semsé beinast að sko fyrirmyndarnemendum sem

að kannski sko eru þessir nemendur ekki flokkast ekki undir af í að eir hafa verið að

lenda í vandræðum af því að þeir þrífast ekki í skólakerfinu.

H: Heldur þú að það myndi breyta miklu fyrir framhaldsskólanna ef þeir myndu bara

bjóða upp á nám á ensku bara án þess að þeir séu einhverjar einhverjir skilmálar?

M: Sko sennilega er það fyrst og fremst spurning þá um peninga og mannafla en þetta er

í rauninni angi af því sem við vorum að reyna að kynna í framtíð í nýju landi að þú fengir

eitthvað svona eins og stuðningsnám eða sko þú værir að ávinna þér ákveðin réttindi á

meðan þú værir svona að byggja þig þannig upp að þú gætir síðan lokið við þetta tiltekna

nám þannig að ef þú fengir einhver svona takmörkuð réttindi þá gæti hitt líka verið sko

að þú fengir svo kennslu sem að síðan myndi þá jafnvel skila þér jafnvel lokaprófi á

endanum sko og eins og ég segi að hérna það er samt auðvitað alltaf mikilvægt að fólk

Page 83: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

80

læri íslenskuna sko því að það eru ákveðnar hömlur sko það hefur alltaf verið sagt eða

margir hafa sagt lykillinn af samfélaginu er íslenskukunnáttan það er auðvitað ekkert

svona auðvelt og það er ekkert lykillinn að samfélaginu því að þú getur talað góða

íslensku en samt ekki fengið góða vinnu við þitt hæfi og svo framvegis en allavega það að

ef þú talar og skilur tungumálið mjög vel sko að þá er auðvitað miklu minni hætta á því

að þú sko lendir í einhverskonar að vegna þess bara að því miður í mínu starfi frá 2004

sem ráðgjafi fyrir innflytjendur þá er ég alltaf að allavega að reyna að ráðleggja fólki sem

að hefur verið farið illa með, bæði á vinnumarkaði og verið svindlað á því varðandi leigu

og bara allskonar sko og það er ótrúlegt hvað eru margir til þess að notfæra sér bága ef

einhver einstaklingur er í bágri stöðu það er alltaf virðist vera einhver sem er tilbúinn að

nota sér það í eiginhagsmunaskyni það er bara svo ömurlega leiðinleg staðreynd en það

er auðvitað líka til allrar lukku gott fólk sem að reynir svo að hjálpa þannig að það er

hefur oft verið til dæmis það er Íslendingur samstarfsaðili eða eitthvað álíka sem að

kemur með manneskjuna hingað sko eða af því að hann sér að það hefur að það er

eitthvað í gangi sko þannig að þarna það er samt ótrúlegt hvað mörgum finnst allt í lagi

að notfæra sér aðra borga þeim langt undir taxta og jafnvel ekkert og svo framvegis.

H: Takið þið út einhverja tölfræðiupplýsingar varðandi, já ráðgjafaviðtölin? Já varðandi,

nei bara varðandi menntun og annað slíkt hjá....?

M: Nei við erum bara með lögfræðiráðgjöf sko og þannig að það sem við gerum er að

við skráum bara fjölda tilvika, við skráum bara kynið og aldur, hjúaskapastöðu en ekki

semsagt frá hvaða landi sko eða neitt af því að við viljum hafa þetta ópersónugreinanlegt

þannig að við sko við skráum fjöldann og til dæmis í fyrra þá voru sifjamálin flest og

sifjamálin það skiptist í sko bara reglur um skilnað eða eignaskipti, forsjá umgengni það

er bara allt því viðkomandi og í talsvert mörgum tilvikum þá var hérna tilgreind ofbeldi

sem ástæða skilnaðar og það voru í tveimur tilvikum karlmenn sem komu hingað sem

sögðust verða fyrir ofbeldi en í restin sem að voru eitthvað sjötíu og eitthvað konur og

hérna næst algengast eru einhverskonar vandkvæði varðandi dvalar- og atvinnuleyfi, mjög

algengt að fólk komi líka til þess að vegna sko umsóknar um ríkisborgararétt og uppfylli

ekki skilyrði laganna og vilji aðstoð við að skrifa bréf til Alþingis og óski eftir undanþágu.

Ég er til dæmis alfarið á móti því að undanþáguheimildin verði tekin á Alþingi því eins og

lögin eru í dag að þá geta til dæmis konur sem að hérna eru giftar mönnum sem að skila

Page 84: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

81

ekki framtali eða borga ekki skatta að þá teljast þær líka skulda ríkissjóði og þá gæta þær

aldrei fengið ríkisborgararétt þannig að sko þú veist sem dæmi eða ef einhver hefur

fengið tvær hraðasektir að þá uppfyllir það aldrei skilyrði laganna því að það segir í

lögunum að endað sé ekki um endurtekið brot að ræða þannig að þá hefur verið eina

leiðin að fá undanþágu frá Alþingi og svo eru já svo eru vinnutengd mál og húsaleigu og

líkamsárásarmál og bara allskonar það er mjög fjölbreytt.

Það eru í raun og veru bara allt sem kemur upp á lögmannsstofum mætti segja sko og

þannig að sko og líka að það hefur auðvitað líka komið fyrir að fólk er einmitt líka að

leita sér að upplýsingum um það hvernig það geti mögulega fengið sína menntun

viðurkennda, það er líka talsvert um það og það var alveg sko glatað hérna áður fyrr en

núna er sko núna er sérstaklega sko í iðngreinum að það hefur nú rofað talsvert mikið til

því að þeir eru með svokallað raunfærnimat svo að þá getur einstaklingurinn farið í mat

ef að vantar eitthvað uppá þá er þeim bent á að já ef að þú tekur tvo kúrsa í þessu eða

eitthvað svoleiðis að þá gætirðu fengið réttindin við viðurkennd þannig að það sko það

auðveldar en sko heilbrigðisstéttin þar eru mjög stífar með þetta, ég veit til dæmis um

íslenskan mann sem að lærði klíníska sálfræði í University of London sem er mjög virtur en

hann fékk ekki sko hann strögllaði í þrjú ár til að fá viðurkennd réttindin því að sko

leiðin sem að venjulega er farin hér er að klára hér, fara svo í cand psych á

Norðurlöndunum og koma hingað heim í starfsþjálfun hjá öðrum sálfræðingum en af því

að hann sko sleppti cand psych og fór beint í háskólann í London beint í klíníska sálfræði

og var eflaust mjög, eflaust jafnvel betur að sér en margir hérna heima þá þurfti hann að

berjast hér í þrjú á nánast þar til að umboðsmaður Alþingis að hann sagði nánast hvaða

bull er í gangi, þessi maður getur starfað nánast hvar sem er innan EES nema á Íslandi.

H: En þekkirðu eitthvað til að hvort að innflytjendur sem að klára nám hérna á Íslandi

eiga auðveldara með að fá vinnu heldur en þeir sem að til dæmis klára hana erlendis?

M: Já ég myndi örugglega halda að þær ættu auðveldara með að fá vinnu í sínu fagi en

samt hef ég stundum heyrt að þeim gangi ekki eins vel að fá vinnu eins og Íslendingum

sem að hafa útskrifast með sömu menntun. Ég hef heyrt það en þeim gengur auðvitað

betur samt að fá vinnu heldur en einhverjum sem að er með einhverja tiltekna menntun

erlendisfrá en hins vegar eiga að vísu EES-borgarar að vera jafnt settir og ég geri nú ráð

fyrir því að það sé almennt þannig að það er alltaf þannig að ef þú ert EES-borgari þá

Page 85: Áskoranir og tækifæri sem fylgja aukinni fjölmenningu í íslenskum skólum

82

eigi þín menntun náð viðurkennast því að það eru í rauninni Evrópureglur sem að segja

það sko að þú mátt kannski setja einhver skilyrði en þá verðuru að segja einstaklingnum

hvað það er sem hann þarf að gera til þess að fá viðurkenningu ef þú getur ekki bent

honum á neitt slíkt þá verðurðu að viðurkenna menntunina hans þannig að en þeir sem

eru utan EES það er erfiðara fyrir þá sko. En maður hefur bara heyrt dæmi sko um fólk

sem er mikið menntað og vinnur svo við ræstingar hérna heima og annað slíkt og það er

einhvernveginn aldrei starf samkvæmt þeirra menntun.

Já maðurinn minn er að vinna hjá Landsneti og allavega fyrir einhverjum árum síðan þá

var hann einhvertímann að vinna frameftir og var sko að skoða teikningar í tölvunni hjá

sér og það voru flippseysk hjón sem að ræstu alltaf þarna og svo tekur hann eftir því að

maðurinn stendur og er að horfa með svo miklum áhuga á skjáinn hjá honum þá segir

hann bara við hann og eitthvað spyr hann já veistu hvað þetta er og maðurinn segir já ég

er rafmagnsverkfræðingur en þetta er alveg þetta er sko alveg eitthvað en svo á ég

vinkonu sem að býr í Danmörku hún fékk hérna fólk frá hjón frá hérna hvort þau voru

frá Kosovo eða voru frá einhverju fyrrum Júgóslavíuríki, höfðu flúið þaðan og þau gerðu

bara unnu við það að gera hreint á húsum þannig að þau komast eitthvað óskýrt svo fór

hún bara að tala við þau svona smám saman og þau fóru að tala meiri dönsku, þau höfðu

ekkert talað neina ensku sko og þá komst hún að því að maðurinn hafði verið

hæstaréttardómari í heimalandi sínu svo að það er allt til.