25
LEIÐARVÍSIR UM BEITINGU LÍFSORKU. TIL LÆKNINGA Pétur S. Einarsson

BEITING LÍFSORKU

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leiðarvísir um notkun lífsorku til lækninga

Citation preview

LEIÐARVÍSIRUM

BEITINGULÍFSORKU.

TILLÆKNINGA

Pétur S. Einarsson

LEIÐARVÍSIR

BEITING

LÍFSORKUTIL

LÆKNINGA

PÉTUR S. EINARSSON

Útgefandi: Aftur og fram ehf. 2010Kápa, umbrot, próförk: PSE.Prentun: CreateSpaceBókin fæst keypt m.a. á www.amazon.com

ISBN 1452834083EAN-13 9781452834085

Eftirfarandi samantekt á leiðbeiningum um notkun lífsorkunnar til lækninga

geri ég sérstaklega fyrir Þórdísi Karlsdóttur frænku mína.Mikið af textanum er þýtt frá kennara mínum

Paul Leon MastersHann er víðfrægur leiðbeinandi í Bandaríkjunum.

Þórdís hefur verið mjög sterkt í huga mér undanfarna daga og núna sé ég ljóslifandi þar sem hún heldur í höndina á móður

minni heitinni fárveikri, og segir við hana: “Taktu á móti orkunni sem ég sendi þér Sigga mín.”

Þessari yndislegu móðursystur minni fylgir mikil birta og hún hefur alltaf viljað láta gott af sér leiða

Ef til vill auðvelda þessar leiðbeiningar henni, og þér lesandi góður, að gera ykkar góðverk.

Ég sendi henni, og öllum sem reyna notkun lífsorkunnar til lækninga,

bestu óskir og kveðjur.

Alltaf höfum við þó í huga að við komum ekki í stað almennra lækna

Henni þakka ég sérstaklega fyrir það

að vera til meðal okkar.

FlórensÍtalíu

12. desember 2006.Pétur S. Einarsson

.

AÐFERÐIR TIL AÐ MIÐLA LÍFSORKU.

Fyrsta aðferðin: Að senda lífsorku um hönd þína – almenn miðlun.

Maðurinn situr fyrir framan þig og þú stendur um það bil 30 sentímetra frá með glennta fingur. Lyftu höndunum um það bil 30 sentímetra yfir höfuð mannsins. Þá skalt þú hlaða þig lífsorku og senda orkuna frá huga þínum til handa þinna og senda orkuna um fingur þína yfir höfuð mannsins og niður líkham hans með hægum stroku hreyfingum allt að hnjánum. Þegar þangað er komið þá skaltu hrista hendur þínar til þess að losa orkuna sem þú hefur safnað upp. Hristu þær eins og þær væru blautar. Þannig hristir þú af neikvæða orku. Þá skalt þú (nú með fingur saman) strjúka upp hliðar mannsins með einni hreyfingu. Þetta er kölluð almenn miðlun.

Það sem þú gerðir var að umlykja algerlega orkusvið mannsins, hlaða það og hreinsa áruna. Þessi fyrsta aðferð er einföld. Hana ættir þú að æfa þar til hún er þér svo töm að þú þarft ekki lengur að hugsa aðferðina heldur einbeitir þér að nota huga þinn og sál til að beina orku til mannsins sem þú ert að hjálpa. Snertu ekki manninn en vertu í um það bil 30 sentímetra fjarlægð. Maðurinn mun fá kitlandi og róandi tilfinningu. Því nær sem þú ert því öflugri orku mun maðurinn finna. Þú getur verið í 15 sentímetra fjarlægð ef þér finnst maðurinn vera mjög orkulítill og þarfnist örvunar. Hins vegar ef maðurinn er mjög órór, eða “taugaveiklaður”, er best að standa í um það bil 30 sentímetra fjarlægð. Það mun valda vægari áhrifum. Gott er að hafa augun opin og horfast í augu við manninn, ekki til að reyna dáleiðslu heldur til þess að ná fullri athygli. Þú vilt að maðurinn verði móttækilegur og þeim áhrifum getur þú náð með augunum. Aukna orku getur þú sent með augunum.

Önnur aðferðin: Hún er kölluð lengdarmiðlun.Þessa aðferð notar þú á mann sem haldinn er staðbundnum

verk, til dæmis magaverk. Fyrst notar þú almenna miðlun síðan heldur þú höndum þínum, með fingur útglennta, yfir verkjasvæðinu, í þessu tilfelli maganum. Beindu orkunni að staðnum þar sem verkurinn er. Strjúktu niður yfir svæðið þar sem verkurinn er og hristu svo hendurnar. Strjúktu upp aftur og hristu hendurnar og strjúktu svo niður aftur. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum. Þannig umlykur þú verkjasvæðið með lífsorku. Þetta er kallað lengdarmiðlun. Magasjúklingur er oftast órór svo best er að standa fjær en ef þú vilt örva meira þá stendur þú nær.

Þriðja aðferð: Hún er kölluð krossmiðlun.Þú leggur handarbökin saman og handarjaðrarnir snúa frá þér

og þú færir hendurnar í kross yfir líkham mannsins með fingur glennta. Við skulum gera ráð fyrir að þú sért að fást aftur við magaverk. Með krossmiðlun þrýstir þú neikvæðri orku út og dregur út verkinn með hugarorku þinni. Þú togar neikvæðu orkuna út, losar hana frá líkham mannsins, hristir hana af höndum þér og hleður þig með jákvæðri lífsorku þegar þú leggur handarbökin saman aftur.

Fyrrgreindar þrjár aðferðir eru hinar þrjár strokur sem muna þarf. Næst munt þú nota hendur þínar og fingur ákveðnar – ekki með því að snerta heldur til þess að beina orku. Þú notar aðeins aðra höndina núna. Gerum ráð fyrir að þú ætlir að meðhöndla verkjasvæði aftur.

Fyrsta orkubeining: Hún er kölluð handarjaðarsbeining.

Þú beinir orkunni með handarjaðrinum og stendur nær manninum sem þú ert að hjálpa þ.e. 15 sentímetra. Nú gerum við ráð fyrir hjartaverk. Haltu höndum þínum, með útglennta fingur, í nokkrar mínútur yfir verkjasvæðinu um það bil 15 sentímetra yfir því. Vertu mjög kyrr og þögul og einbeittu þér að miðla orku til verkjasvæðisins. Beindu orkunni þangað þar til þú finnur hana koma út úr fingurgómum þínum. Hugsaðu af alefli að þú sér að beina þessari orku út úr líkhama mannsins. Því meiri hugarorka frá þér því sterkari verður tilfinning mannsins. Þetta er einföld aðferð, en hún virkar.

Önnur orkubeining: Hún er kölluð fingurbeining.Handarjaðarsbeiningin er notuð við almenn vandamál

svo sem höfuðverk, vöðvaverk, bakverk, hjarta, maga etc. en fingurbeining er notuð fyrir verri vanda. Þá aðferð notar þú til þess að beina aflmikilli orku á verkjasvæði þegar um er að ræða t.d. krabbamein eða frumuvanda. Þú stendur nær (15 sm) og ef þú vilt vera mjög nákvæm notar þú einn fingur en annars lófann og beinir fingrunum að verkjasvæðinu. Þú beinir orkunni með höndinni lóðréttri, sem gefur meiri tengsl en að nota handarjaðarinn. Þú munt finna mun í orkusendingunni sem nú er markvissari.

Þriðja orkubeining: Hún er kölluð snúningsbeining.Snúðu höndinni sólarsinnis/réttsælis, með fingur saman og

beindu þeim að staðnum, yfir verkjasvæðinu. Þannig miðlar þú lífsorkunni í hringiðu frá þér í verkjasvæðið. Þessi aðferð er mikið áhrifaríkari og aflmeiri en fingur eða handajaðarbeining.

Fjórða orkubeining: Hún er kölluð fleygbeining.Með henni snýrð þú og ferð inn í verkjasvæðið. Þú ferð nær

og nær – og ekki bara með snúningshreyfingar heldur snýrðu verkjasvæðinu eins og tappatogara. Þetta getur þú gert með miðlun fram og aftur með því að láta orkuna koma og fara – eins og hún sé send um rör. Þetta er fleygbeining lífsorkunnar.

Fingrunum er haldið þétt saman og eins og í snúningsbeiningu.

Ofangreindar orkumiðlunaraðferðir eru grundvallaraðferðir sem hafa ber í huga. Þú getur notað þær allar eða einhverja þeirra þar til þú finnur hvað er best fyrir þig. Notaðu þær í samræmi við þessar leiðbeiningar til að hjálpa í hvaða tilfelli sem er. Þú munt finna að því vanari sem þú verður að nota þær því meir muntu trúa á þær og því meiri árangri muntu ná.

HANDAYFIRLAGNING

Handayfirlagning hefur verið iðkuð í þúsundir ára. Það er forn aðferð sem Faraóar, konungar Egyptalands notuðu. Það eru ýmsar áhrifaríkar aðferðir til þess að nota hendurnar við að hjálpa öðrum manni sem hefur þörf fyrir orku þína.

Fyrst þarf að undirbúa hendurnar og orkufylla þær áður en hafist er handa við handayfirlagningu. Það er gert með því að núa höndunum rækilega saman til þess að byggja upp orku. Nuddaður þær mjög vel þar til þú finnur hita. Hristu þær svo og krepptu hnefann og opnaðu nokkrum sinnum. Gerðu þetta þar til þú finnur að þú hefur byggt upp orkuna í höndunum og finnur hitann geisla frá þeim.

Fyrsta handayfirlagning er strokur.Hér beitir þú mjög mjúkum fingur strokum. Strokur eru

ákaflega eðlileg aðgerð. Þannig er oft gert við dýr. Hvað gerir þú við gæludýr þitt sem er órólegt? Hund, kött eða jafnvel hest. Þú strýkur þeim og þau dilla skottinu, mala eða sleikja þig. Strokur eru ákaflega náttúruleg aðgerð, en mannfólkið hefur orðið svo ónáttúrulegt af ótta við annað fólk að okkur dettur ógjarnan í hug að strjúka öðru fólki á sama hátt og við strjúkum dýrum. Strokur eru mjög áhrifarík, mjög öflug og mjög róandi aðgerð.

Eftir að þú hefur fyllt hendur þínar orku strjúktu þá létt, mjög létt, alltaf niður á við. Þetta má gera á tvennan máta. Fyrsta lagi frá höfði niður að mitti og svo frá mitti niður á fætur eða strjúka alla leiðina niður frá höfði að fótum. Það er auðveldara að skipta strokunum um mittið. Strjúktu mjög létt, snertu varla, og breiddu þannig aðeins mildi um manninn sem þú ert að hjálpa. Aldrei þunga snertingu – aðeins létt sem gola. Strokur gefa móttakandanum róandi og vellíðunar tilfinningu.

Önnur handayfirlagning er núningur.Þessi aðferð er með ýmsu móti. Við ræddum áður um

snúningshreyfinguna og afl hringsins. Hér notum við núningshreyfingu sem hringjanudd. Notaðu hringjanudd, með mjög léttri snertingu handasnertingu, frá höfði til mjaðma og svo þaðan til fóta.

Þriðja handayfirlagning er hnoð.Þessi aðferð er nokkuð öflugri en áður hefur verið lýst.

Hreyfingin er lík því að hnoða deig. Það eru ýmsar aðferðir til að gera þetta. Sú fyrsta er eins og að klípa. Hún hjálpar hringrás blóðsins. Blóð og frumur lifna og vakna. Taktu í hold með þumli og vísifingri og slepptu svo. Togaðu og slepptu, hér og þar um allt. Þetta kemur hreyfingu á frumur og blóð í húðinni og vekur þær. Önnur aðferð er handarjaðarinn. Við komum aftur að handarjaðrinum. Nú notar þú alla höndina, ekki bara fingurgómana. Notaðu handarjaðrana og klemmda fingur. Ekki með hnefanum heldur nuddaðu og hnoðaðu með handarjöðrunum og klemmdum fingrum. Beittu einnig efsta hluta handarinnar, handhælnum, ef svo má segja, og láttu orku þína flæða þaðan og frá jaðrinum. Þriðja er fingrahnoðaðferðin. Það að nudda hold mót holdi.

Fjórða handaryfirlagningin er fleygun.Með þessari aðferð notar þú handaslátt með ýmsu móti. Í fyrsta

lagi slærð þú létt með hálflokaðri hönd sem kallað er á ensku “pounding”. Í öðru lagi slærð þú létt með handarjaðrinum, sem kallað er á ensku “slapping and chopping”. Í þriðja lagi slærð þú létt með höndina sveigða eins og bolla, sem kallað er á ensku “clapping”. Í fjórða lagi slærð þú létt með fingrunum, sem kallað er á ensku “tapping.”

Þetta eru mismunandi fleyganir sem þú getur notað. “Pounding” er gott fyrir djúpa vöðvaslökun. “Chopping” er best að nota á ákveðinn punkt og til að losa vöðvana sem eru til vandræða. “Tapping” er gott fyrir almenna hringrás og til þess að umlykja svæði algerlega með lífsorku.

Fimmta handaryfirlagning er titrun.Þessi aðferð er svolítið flóknari en hinar og þarfnast æfingar.

Það er nauðsynlegt fyrir þig að kunna að láta hönd þína titra – láta hana raunverulega skjálfa. Þegar þú hefur náð því þá titrar þú húð þess sem þú ert að hjálpa, með skjálfandi hönd. Í þessu felst skjálftatilfinning sem er mjög góð til þess að örva húð. Reyndu þessa aðferð við sjálfa þig fyrir svefninn með því að titra andlit þitt. Þú munt finna andlit þitt vakna. Gerðu þetta aðeins með höndunum en ekki handleggjunum.

Hér lýkur leiðbeiningum um miðlun lífsorku með höndunum.

Hafðu í huga mikilvægi þess að nota huga þinn við fyrrgreindar aðferðir. Einbeittu þér algerlega að því sem þú ert að gera. Hugsaðu: LÍFSORKA! Finndu orkuna flæða um allan líkham þinn og út um hendur og fingurgóma. Vertu meðvituð um að þú ert að senda lífsorku til þess sem þú ert að hjálpa og að þú færð þessa orku frá þínum Æðri Mætti, sem er hin takmarkalausa alheimsorka – uppsprettu okkar, Guði. Guð notar þig sem miðil. Vertu algerlega viss um að þú getur læknað, því það getur þú, og að þú getur notað afl þitt og orku til þess að lækna aðra sem og sjálfan þig – og hið mikilvægasta: Gleymdu aldrei að þakka fyrir þá hjálparorku sem þér er gefin.

ÖNDUN Í LÍFSORKU

Lífsorka er í fæðunni sem við borðum, vatninu sem við drekkum og í loftinu sem við öndum að okkur. Til þess að safna lífsorku þurfum við að læra að anda taktfast. Það eru grunnreglur um taktfasta öndun. Hin fyrsta er að muna að vera meðvituð um hjartslátt þinn. Haltu höndinni yfir hjartanu. Sérhvert hjartaslag er ein andartaks eining.

Þú byrjar taktfastar öndunaræfingar með því að slaka svo vel á að þú getir andað inn við sex hjartaeiningar eða hjartaslætti. Andaðu að þér sex hjartaeiningar og haltu niðri í þér andanum í þrjár. Andaðu síðan frá þér í sex og haltu í þrjár. Kannski getur þú ekki notað sex og þrjár einingar í byrjun. Þá skaltu byrja með þrjár eða fjórar. Gerðu bara það sem þér líður best með. Þú getur aukið hjartaeiningarnar smásaman en haltu alltaf niðri í þér andanum helming þess tíma sem það tók þig að anda að þér í byrjun. Til þess að ná fullum áhrifum þarft þú að anda svona taktfast í að minnsta kosti fimm mínútur þar til þessi öndun verður þér eðlileg. Þjálfaðu þetta þar til líkhamur þinn tekur upp taktinn og andar þannig án þess að þú þurfir að telja.

Það er mjög mikilvægt að þú andir frá þindinni. Kviðarhol þitt á að þenjast út þegar þú andar að þér og dragast saman þegar þú andar frá þér. Það er einnig mikilvægt að muna að þú ert að anda að þér lífsorku – ekki venjulegu lofti. Þannig að ég endurtek, enn einu sinni, eins og í öðrum aðferðum sem ég hef lýst, einbeittu þér að LÍFSORKUNNI. Skynjaðu hana og hugsaðu hana. Það er mikill munur á taktfastri öndun án hugsunar og öndun hreinnar og tærrar LÍFSORKU. Lífsorkuöndun er öflug, segulmögnuð og heilandi. Hugsaðu, meðan þú anda, LÍFSORKU, að hún mun umvefja allan líkham þinn, renna í fætur þína, hendur, augu og höfuð. Hún mun geisla um allar frumur, vöðva og taugar líkhams þíns. Svo hugsa þú um það.

Taktföst öndun örvar ekki aðeins og heilar sjálfan þig heldur gerir þig einnig færari um að heila aðra. Taktföst öndun getur verið mjög öflug og áhrifarík ef hún er notuð í tengslum við

�0

fyrri aðferðir sem nefndar hafa verið. Samstilltu þig sjálfum þér og sál þinni og leyfðu þessari LÍFSORKU að flæða um þig til þess manns sem þú ert að hjálpa.

Næsta öndunaraðferð kennir grunnaðferð til þess að eyða sársauka. Liggðu á bakinu algerlega afslöppuð og andaðu í LÍFSORKU og sendu hana til allra hluta líkhams þíns. Hugsaðu á meðan að þú sért að reka út sérhvern sársauka sem finnst í líkham þínum. Gerðu þetta sjö andanir. Þegar þú andar út hugsaðu að þú sért að reka út sársaukann.

Önnur öndunaraðferðin tekur þig skrefi lengra en áður. Einbeittu þér að ákveðnu verkjasvæði. Þetta getur þú gert hvar sem er, þarft ekki að liggja á bakinu til þess. Þú getur gert þetta við akstur eða þegar þú ert að tala við einhvern í síma etc. Byrjaðu taktfasta öndun. Andaðu síðan LÍFSORKU. Þegar þú andar frá þér sendu þá LÍFSORKUNA til svæðisins sem veldur þér verkjum eða óþægindum. Ef þig verkjar í brjóstið, andaðu að þér og hugsaðu á meðan þú heldur niður í þér andanum að þú beinir LÍFSORKUNNI til brjóstsins þar sem verkurinn er, að þú ert að örva og orkufylla það. Þegar þú andar frá þér hugsaðu þá að þú sért að reka út verkinn, reka hann algerlega út úr líkham þínum. Þetta ættir þú að gera þrjá andardrætti.

Þriðja öndunaraðferðin er ætluð fyrir hringrás. Ef hringrásin er veil þá skaltu byrja með taktfasta öndun og anda síðan LÍFSORKU. Haltu niðri í þér andanum og hugsaðu að þú munir anda frá þér orku blóðsins. Þrýstu orkunni fram í fingurgóma og tær

��

og auktu þannig hringrás og blóðflæði um líkhaminn. Þessi aðferð virkar vel til að hita kaldar tær á morgnana. Þetta virkar! Ef tærnar eru kaldar þá þýðir það að blóðrásin þín er ekki nógu ör. Sá hluti líkhams þíns er ekki að fá næga orku og afleiðingin er skortur á LÍFSORKU. Þetta er ósköp einföld aðferð til þess að auka hringrás og byggist einfaldlega á því að láta undirmeðvitund þína vinna fyrir sjálfa þig.

Fjórða öndunaraðferðin er kölluð eldöndun. Hún er til þess að endurhlaða sjálfan þig með orku. Þegar þú ert þreytt, með litla orku og vilt örva líkham þinn til að framleiða nýja orku þá áttu að nota þessa aðferð. Hún gagnast betur en nær nokkuð annað til þess að öðlast orku fljótt – virkar betur en vítamín. Hún snýst um að nota öndun til þess að hlaða líkham þinn. Það er gert með því að anda LÍFSORKU hratt inn og út. Það er kallað “eldöndun”, vegna þess að þér fer að líða eins og þú sért í ljósum logum þegar þú andar þannig. Þú getur fundið orkuna geisla frá þér. Andaðu eins djúpt eins og þú getur og andaðu svo frá þér – hvorutveggja um nefið. Þetta gerir þú mjög ört og þú munt beina orku um þig alla. Því öflugar sem þú gerir þetta því meir munt þú finna áhrifin. Ekki hræðast þessa aðferð. Þú munt fá eins mikið út úr henni eins og þú leggur í hana. Þú munt finna þig sjálfa algerlega hreinsaða og orkufyllta eftir eldöndun. Þrátt fyrir það verður þú, vitanlega, að byrja rólega. Byrjaðu með að anda svona aðeins í tvær mínútur. Seinna getur þú lengt það í fimm mínútur. Farðu samt sem áður varlega, ekki yfirgera þetta því það gæti liðið yfir þig. Þú gætir yfirhlaðið þitt kerfi, lent í skammhlaupi og “black-out.” Það gerist ekki ef þú byrjar rólega og venst þessari frábæru aðferð. Hún er stókostleg til þess að byrja daginn með.

��

Fimmta öndunaraðferðin er kölluð Jógaöndun. Hún er mjög góð til að fá jafnvægi í líkhaminn og að færa þig sem veru í samræmi, eða harmony. Aðferðin er einstaklega einföld og framkvæmanleg hvar og hvenær sem er. Þú munt finna að áhrifin eru stórkostleg. Haltu fyrir vinstri nefgöng og andaðu um hægri nefgöng. Haltu niðri í þér andanum stutta stund. Haltu svo fyrir hægri nefgöng og andaðu frá um vinstri nefgöng. Andaðu svo um vinstri nefgöng og haltu niðri í þér andanum stutta stund og andaðu frá um hægri nefgöng. Ef þú gerir þetta í fimm mínútur þá finnur þú sjálfa þig í friðsælli, rólegri vitund fullkomlega í hljómfalli við sjálfa þig. Þessi aðferð er einstaklega árangursrík.

Nú hefur þú lært að nota fyrrgreindar aðferðir til þess að milda verki, stjórna hringrás, endurhlaða líkhaminn og breyta öndun. Nú munum við sameina þessar aðferðir í eina almenna meðferð sem við getum notað á okkur sjálf eða kennt öðrum svo bæta megi heilsu og vellíðan. Fyrst skaltu leggjast og slaka á og byrja taktfasta öndun með því að nota LÍFSORKU til örvunar eða reka brott verki. Beindu hringrásinni með huga þínum og fylltu allan líkham þinn LÍFSORKU. Reyndu að láta þér finnast, við innöndun, að þú sért ekki aðeins að anda um nefið. Láttu þér finnast að sérhver hluti líkhams þíns sé að draga til sín LÍFSORKU. Láttu þér finnast að þú andir um hendur þínar, bein þín, höfuð þitt og að allur líkhamur þinn dragi inn loft – ekki aðeins nef þitt. Síðan þegar þú andar frá þér gerðu þér í hugarlund að útöndunin sé ekki aðeins um nefið heldur líka að allur líkhamurinn sé að senda út alla neikvæða orku

��

sem þar kann að finnast. Gerðu þér í hugarlund að sérhver fruma í líkham þínum sé að örvast við þessa orku sem þú dregur til þín. Gerðu þetta þar til þér finnst að allt þitt sjálf sé hlaðið orku. Eftir að þessu ástandi er náð einbeittu þér þá að því að senda þessa LÍFSORKU til orkustöðvanna í líkham þínum. Þær eru kallaðar CHAKRA, á indverskan máta. CHAKRA eru við rætur hryggjarins, nálægt miltanu, við naflann, við hjartað, í hálsinum, í enninu (þriðja augað) og hvirflinum. Endaðu miðlunina með því að láta orkuna sem þú hefur safnað streyma um þig alla. Þessi aðferð er afar gagnsöm. Auk þess sendir þessi aðferð KUNDALINI orku þína frá rótum hryggjarins upp á við. KUNDALINI er andleg orka, geymd við rætur hryggjarins í fyrstu CHAKRA, sem rís og fyllir þitt sjálf algerlega. Þegar þú lætur það gerast átt þú að sitja upprétt.