7
í INSPECTOR SCHOLAE Birna Ketilsdóttir

Birna í inspector scholae 2013-2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Framboðsbæklingur Birnu Ketilsdóttur Schram í embætti inspector scholae skólaárið 2013-2014

Citation preview

Page 1: Birna í inspector scholae 2013-2014

íINSPECTOR SCHOLAEBirna Ketilsdóttir

Page 2: Birna í inspector scholae 2013-2014

Kæru MR-ingar, til hamingju með kosningavikuna!

Ég heiti Birna Ketils-dóttir Schram og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti inspector scholae fyrir skólaárið 2013-2014. Ástæðan er einföld. Ég hef brennandi áhuga og mikinn metnað fyrir félag-slífinu í MR. Á líðandi skólaári sat ég í em-bætti scriba scholaris,

ritara og varformanns Skólafélagsins, og hefur það verið skem-mtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér hingað til.

Áhugi minn á félagsstörfum hófst snemma, eða réttara sagt þegar að ég var í 7. bekk í Vesturbæ-jarskóla, en þá sat ég í

nemendaráði skólans. Eftir að hafa búið í Bar-celona í tæpt ár kom ég í Hagaskóla þar sem enn fleiri verkefni biðu mín. Í 9. bekk tók ég þátt í Skrekksatriði skólans, var stuðning-smaður ræðuliðs Ha-gaskóla og sat í stjórn nemendafélagsins. Ég endurtók leikinn árið eftir en þá tók ég

Page 3: Birna í inspector scholae 2013-2014

þátt í að skipuleggja Skrekksatriði með vinkonum mínum sem lenti í 2. sæti auk þess sem ég var formaður nemendafélagsins og stuðningsmaður sigurliðs MORGRON.

Eftir langa umhugsun ákvað ég að fara í MR eftir Hagaskóla og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Félagslífið í skólanum er það öflugasta á landinu. Við státum okkur af tveimur framúrskaran-di nemendafélögum sem keppast um að halda félagslífi skólans eins ofvirku og mögulegt er. Dans-leikir, Söngkeppnin, tónsmíðakeppnin Orrinn, öflug útgáfus-tarfsemi, íþróttamótin og Herranótt er aðeins brota brot af öllu því skemmtilega sem Skólafélagið hefur upp á að bjóða á ári hverju.

Stefnumál mín fyrir næsta skólaár eru skýr. Eftir að hafa setið í eitt ár í Skólafélagsstjórn hef ég öðlast mikla yfirsýn yfir félagslífið í skóla-num. Ég veit upp á hár hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hvað mætti bæta og hvað hefur tekist vel.

Góð samskipti milli stjórnar Skólafélag-sins og nemenda er lykilatriði. Mig langar að vera með eins konar skoðanakönnun þar sem nemendur geta komið á fram-færi óskum sínum um félagslífið. Í þeirri könnun gætu nemen-dur gert athugase-mdir, lagt til hvaða hljómsveitir þeir vilja sjá á böllum og komið með hugmyndir að nýjum viðburðum. Þegar öllu er á bot-ninn hvolft er aðaltil-gangur stjórnarinnar að koma til móts við nemendur og endur-spegla félagslífið eftir þörfum og löngunum þeirra.

Ég vil leggja ríka áher-slu á að virkja sem flesta í skipulagningu félagslífsins. Með því að virkja fleiri nemen-dur verður félagslífið fjölbreyttara og þá geta vonandi allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Ábyrgur rekstur Skólafélagsins er eitthvað sem ég legg líka mikla áherslu á. Fyrir tveimur árum var fjármunum Skólafélag-sins illa varið og varð það til þess að núve-randi skólafélagsst-jórn tók við félaginu í miklum mínus. Ég

vil hafa allt uppi á borðum í þessum efnum, gera verðkan-nanir á fyrirtækjum áður en fjárfest er í einhverju og sjá til þess að fjármunum félagsins og þar með nemendanna verði vel varið.

Ég hef ýmsar skem-mtilegar hugmyndir um nýjungar á sviði félagslífsins, m.a. um kynningar á viðburðum og útgá-fustarfsemina. Mig langar þó að bíða með að gera nánari grein fyrir þessum hugmyndum því ég tel það skynsamleg-ra að bera þær fyrst undir nýmyndaða Skólafélagsstjórn og þróa þannig stefnu Skólafélagsins í sam-vinnu við hana.

Að lokum vil ég segja að mitt helsta markmið er umfram allt að leiða Skólafélagið áfram á farsælli braut og my-nda flotta, samrýnda og öfluga stjórn sem mun gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að viðhalda orðspori kröftugasta félagslífs menntskæl-inga á landinu öllu.

Page 4: Birna í inspector scholae 2013-2014

Ég sé engan annan fyrir mér en Birnu Ketilsdót-tur Schram sem inspector. Hún hefur unnið innan Skólafélagsins síðastliðið ár sem scriba scholaris og staðið sig með prýði. Birna er fædd í þetta. Hún er klár, hörkudugleg og ákveðin manneskja með hlýtt hjarta og ekki skemmir fegurð hennar fyrir. Hún væri

hinn fullkomni leiðtogi okkar MR-inga. Kjósum það besta. Kjósum Birnu.

Kæru MR-ingar, ég elska Birnu.Hún er klár, fyndin og líka yndisleg!

Hún er besta vinkona mín.En Birna hefur reynslu af nánast öllum félagsstörfum

skólans. Öll sú vinna sem Birna hefur lagt í að gera Skólafélagið að betra nemandafélagi er ómissan-di. Hún er augljóslega að fara að sinna þessu starfi eins vel og þessu starfi er hægt að sinna! Og ég þekki hana rétt. Það sem Birna tekur sér

fyrir hendur, sem er aldrei bara eitthvað smá verkef-ni, gerir hún fullkomlega. Þessi kona er snillingur, hún

er einbeitt og skilningsrík, ákveðin og skipulögð. Hún er örugg og þannig á inspector að vera.

Ég hef verið svo heppinn að geta notið ágóða starfa Birnu í þágu félagslífs alveg frá því að ég var kornungur í Ves-turbæjarskóla, sem hélt svo áfram þegar ég kom upp í Hagaskóla og nú enn betur í MR. Skipulagsfærni hennar, gott hugmyndaflug og endalaus áhugi eru nokkrar helstu ástæður fyrir því að ég treysti engum betur en einmitt

henni í embætti inspector scholae 2013-2014. Áfram Birna!

Inspector scholae þarf að vera andlit skólans jafnt út á við sem innan. Hann þarf að vera vel talandi og sjarmerandi. Hann þarf að stýra og bera ábyrgð á Skólafélaginu sem er ekkert smá batterí. Birna

Ketilsdóttir Schram hefur alla burði til þess að heita inspector scholae og standa í stafni á næsta skólaári.

Hún hefur sýnt það og sannað á skólagöngu sinni bæði í MR og í Hagaskóla að hún býr yfir öllu sem þarf. Kjóstu Birnu í inspector og láttu þér hlakka til næsta árs.

Íris Indriðadóttir Formaður

Listafélgasins í Kvennaskólanum í

Reykjavík

Pétur Björnsson,

meðstjórnandi Framtíðarinnar

2012-2013

Oddur Atlason

Alma Kristín3.C

Page 5: Birna í inspector scholae 2013-2014

Nokkrir hlutir sem ekki allir vita um Birnu: Henni finnst bernaise sósa góð, hún elskar apple vörur og hún dýrkar mig. Eins og þið sjáið þekki ég Birnu mjög vel. Ég hef örugglega eytt meiri tíma með henni en hún sjálf. Þannig hef ég kynnst öllum hennar hliðum og ég get sagt ykkur að sálin hennar er marglituð. Hún býr yfir endalausri, móðursýkislegri ást fyrir MR. Hún tekur Skólafélagið fram yfir allt annað og er með ómælanlegan met-nað fyrir félagslífinu. Þetta eru nokkrir af kostunum hennar, eða göllum, fer eftir hvernig þið lítið á þá. Líkt og villisvín gefst Birna aldrei upp. Hún gerir gott úr því sem hún hefur Í höndunum og verndar það sem hún elskar. Hún elskar MR þannig þið verðið í góðum höndum ef hún verður kosin í embætti inspector 2013-2014. Þá væri líka gaman á næsta ári, það er mikil-vægt að hafa gaman.

Ef ég gæti,þá myndi ég kjósa Birnu í öll embætti Skólafélag-sins. Birna er knúin áfram af einhverjum yfirnáttúrulegum kröftum og leysir öll sín mörgu verkefni afskaplega vel. Ég hef setið með Bir-nu í markaðsnefnd, ritstjórn MT og núna síðast Skólafélagsst-jórn og alltaf hefur Birna sýnt fram á hversu metnaðarfull og iðin hún er. Þegar Schram fer í ham fær hana ekkert stoppað. Því fær Birna mín innilegustu meðmæli fyrir fram-boð sitt til embættis inspector scholae.

Í vetur hef ég fengið að kyn-nast Birnu ansi vel. Á þeim tíma hef ég komist að því hversu hörkudugleg og frábær stelpa hún Birna er. Hún er ótrúlega ábyrg, skipulögð og leggur sig 100% fram við það sem hún tekur að sér. Skólafélagið varð heldur betur heppið þegar Birna tók við embætti scri-bu núna í haust enda hefur hún hrifið alla með sér og virkjað fólk til að taka þátt bæði í skipulagningu félagslífsins sem og að njóta þess. Með hörkutól eins og Birnu sem inspector næsta skólaárs er nokkuð víst að við eigum von á skemmtilegum vetri í félagslífinu.

Jóhanna Preethi collega 2012-2013,

formaður Skemmtinefndar 2011-2012

Lilja Dögg Gísladóttir ritari og varaforseti

Framtíðarinnar 2012-2013

Sólveig Ásta quaestor scholaris

2012 – 2013

Page 6: Birna í inspector scholae 2013-2014

Okkur í MT finnst Birna vera hin útvalda, eins og það sé vilji æðri máttarvalda að hún verði inspector. Það er vegna þess að hún fer svo auðvelt með að vera leiðtogi. Hvenær sem óreiða festir klær sínar í hópinn grípur Birna í taumana og vísar ok-kur veginn. Þar að auki er hún fáránlega dugleg, skipulögð og með afar hvetjandi nærveru. Allt eru þetta kostir sem góður inspector þarf að hafa í farteskinu. Það lig-gur því enginn vafi á að við munum kjósa Birnu í embætti inspector scholae. Hvað með þig?

Birna er einstaklega dugleg, jákvæð og hugmyndarík stelpa. Hún er mjög opin fyrir öllum hugmyndum og skoðunum annarra og því er þægilegt að vinna með hen-ni. Hún er skipulögð og vinnur þau verkefni sem hún tekur að sér að metnaði og heiðarleika. Birna er mjög góður kostur í embætti inspectors scholae.

Við í skemmtinefnd unnum náið með Skólafélagsstjórn í vetur og þá sérstaklega í tengslum við Söngkeppnina. Birna var okkur alltaf innan handar í undirbúningnum og var hún auðveld í samskiptum, alltaf ljúf og góð. Hún tók frumkvæði þegar á reyndi og var alltaf með skýrar skoðanir á hinum ýmsu hlutum tengdum keppninni. Hún lagði sig alla fram í verkefni sín og var árangurinn í takt við metnaðinn.Að reynslunni ógleymdri teljum við að það sé ekki síst mikilvægt að vera auðveld í samskiptum sem Birna einmitt er. Við velkjumst ekki í vafa um að Birna verði viljug til að leggja sig alla fram til að gera félagslíf okkar MR-inga enn betra á komandi skólaári. Birna er því vel til þessa embættis fallin og hvetjum við skólafélaga að setja x við Schram á föstudaginn.

Ritstjórn MT fyrir áramót

Ritstjórn MT á vormisseri.

Skemmtinefnd 2012-2013

Page 7: Birna í inspector scholae 2013-2014

Ritstjórn MT fyrir áramót

Ritstjórn MT á vormisseri.

Birna er yndisleg stúlka! Hún leggur hart að sér við þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur og vill gera þau vel. Hefur hún sinnt embætti scribu scolaris skólaárið 2012-2013 og staðið sig frábærlega. Til að mynda kom Morkinskinnan út á réttum tíma og var flottari en við höfum séð á okkar skólagöngu! Hún var falleg og gríðarlega vel sett upp, að innan sem utan, eins og hún Birna okkar er. Hún er dugleg, skipulögð og ábyrgðarfull manneskja sem er með sterkar og flottar skoðanir. Birna var alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda við vinnslu blaðsins og var ótrúlega áreiðanleg og stuðningsrík. Okkur í ritstjórn dettur ekki í hug önnur manneskja sem myndi sinna embætti inspectors scholae, æðsta embættinu, jafn vel og Birna mun gera. Mundu að kjósa rétt, kjóstu Birnu í inspector scholae og félagslífið mun blómstra.

Við í fimmtubekkjaráði höfum verið svo heppin að

fá að vinna með Birnu. Birna er mjög jákvæð og hugsar frekar í laus-

num en vandamálum sem gerir það að verkum að það er auðvelt að vinna með henni. Hún er mjög skipulögð og nákvæm í vinnubrögðum og er gott efni í leiðtoga. Hún drífur fólk með sér enda ein af mestu peppmaskínum Menntaskólans. Þess fyrir utan er hún æðilega hress og skemmtileg. Við í fimmtubekkjaráði viljum fá Birnu í inspector á næsta

skólaári. Kjósum rétt – Kjósum Birnu!

5.bekkjarráð 2012-2013

Það eru forréttindi að vinna með Birnu. Því höfum við í þriðja

bekkjarráði fengið að kynnast í ve-tur. Birna tók okkur opnum örmum við komu okkar í MR og hefur reynst okkur vel. Hún hefur leiðbeint okkur í bekkjar-ráðsstarfinu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Við teljum Birnu hafa allt sem þarf til að sitja í embætti inspectors. Hún er sanngjörn, jákvæð og er full dugnaði og vilja. Með Birnu í hlutverki inspector scholae mun félagslífið í

MR blómstra sem aldrei fyrr. 3. bekkjarráð 2012-2013

Ritstjórn Skólabladsins Skinfaxa 2012-2013