25

Borgarleikhúsið 2011-2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sýningar Borgarleikhússins á leikárinu 2011-2012

Citation preview

3

Nei ráðherra! Fanný og Alexander

Hótel VolkswagenGaldrakarlinn í Oz

EldhafFólkið í kjallaranum Gyllti drekinn

Rómeó og JúlíaKirsuberjagarðurinn

Lókal Klúbburinn Axlar-Björn

[Íd] Svanurinn [Íd] Ferðalag

[Íd] Fullkominn dagur [Íd] Minus 16

Svar við bréfi HelguElsku barn

Stóra sviðiðS

Zombíljóðin Nóttin nærist...Tengdó

Nýja sviðiðN

NýdönskAfinn Beðið eftir Godot

Eldfærin Jesús litli Gói og baunagrasið

Litla sviðiðL

Verið velkomin!Kæru leikhúsgestir

Íslendingar eru sannarlega einstök leikhúsþjóð og flykkjast í leikhús landsins til að sækja sér andlega næringu, kraft og skemmtun. Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og kortagestir hafa aldrei verið fleiri.

Á síðasta leikári var bryddað upp á fjölda nýjunga og sýningar leikhússins vöktu athygli erlendra leikhúsáhugamanna. Enn bættist við rós í hnappagat Vesturports, nánasta samstarfsaðila Borgarleikhússins, þegar hópurinn hlaut hin merku Evrópsku leiklistarverðlaun. Af því tilefni sýndum við Faust í Pétursborg við feikigóðar viðtökur.

Það sem skiptir okkur í Borgarleikhúsinu þó mestu máli eru viðtökur ykkar, áhorfendur góðir. Þegar okkur tekst að snerta og hreyfa við ykkur, þá er markmiðinu náð.

Velkomin í ferðalag!Framundan er einstaklega fjölbreytt og kraftmikið leikár í með-förum margra fremstu listamanna þjóðarinnar. Við bjóðum ykkur með í spennandi ferðalag, nestuð af meðbyr síðustu ára. Áfanga-staðirnir eru fjölbreyttir, því ferðalagið mun flytja okkur um víða veröld, en það þarf enginn að óttast – við rötum aftur heim.

Í vetur skoðum við manneskjuna í samspili þjóðanna en líka manninn í sínu nánasta umhverfi. Við ætlum að segja stórar sögur, spyrja áleitinna spurninga, velta upp nýjum flötum en við ætlum líka að skemmta og gleðja.

Borgarleikhúsið hefur leikárið á Stóra sviðinu með því að frum-sýna einn vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma, Galdrakarlinn í Oz. Þar er förinni heitið yfir sjálfan regnbogann. Í október frum-sýnum við Kirsuberjagarðinn eftir Tsjekhov undir handleiðslu Hilmis Snæs en áhorfendur þekkja vel síðustu uppsetningu hans, Fjölskylduna. Um jólin verður sannkölluð leikhúsveisla þegar Fanný og Alexander rata í fyrsta sinn á svið hér á landi. Leikritið er byggt á kvikmyndinni ástsælu og hefur notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum, enda er sagan einstaklega hrífandi og áhrifa-mikil. Hótel Volkswagen er nýtt leikrit sem Jón Gnarr vann þegar hann var leikskáld Borgarleikhússins, áður en hann hélt til starfa á öðrum vettvangi. Benedikt Erlingsson mun stýra glæstum leik-hópi og blása lífi í þetta óborganlega leikrit.

Á Nýja sviðinu bjóðum við upp á take-away kómedíuna Gyllta drekann. Ólíkar sögur fólks tvinnast saman á óvæntan hátt og flytja okkur alla leið til Kína. Eldhaf eftir líbanska höfundinn Mouawad er kraftmikið leikverk sem hlotið hefur fjölda verðlauna og verið sett upp í yfir eitt hundrað uppfærslum um allan heim. Næsta vor færist sögusviðið svo aftur heim í heiðardalinn, því þá lifnar hin rómaða skáldsaga Bergsveins Birgissonar Svar við bréfi Helgu við á sviðinu. Eins og lesendur þekkja er hér sögð heillandi saga af því sem aldrei varð. Aðstandendur sýningarinnar eru þeir sömu og settu Fólkið í kjallaranum á svið en sú sýning er ein vinsælla sýninga sem rata á svið frá fyrra leikári.

Á Litla sviðinu er af nógu að taka. Zombíljóðin er nýtt verk rifið beint úr íslenskum veruleika. Það kemur úr smiðju þeirra sem stóðu að Þú ert hér og Góðum Íslendingum og því líklegt að þar verði stungið á kýlum. Í Axlar-Birni er sögð saga eins kaldrifjað-asta morðingja Íslandssögunnar. Gói og Þröstur takast áfram á við ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Í vetur setja þeir á svið Baunagrasið og nýta til þess öll meðul leikhússins. Fá verk hafa haft viðlíka áhrif á leikhús síðustu áratuga og Beðið eftir Godot. Nú eru það sannkallaðir pörupiltar sem handleika þetta merka verk. Nóttin nærist á deginum er nístandi nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, en Djúpið vakti mikla hrifningu i fyrra.

Undir lok leikársins forsýna Borgarleikhúsið og Vesturport í samstarfi við tvö erlend leikhús nýtt leikrit byggt á Karamazov-bræðrunum eftir Dostojevskíj í leikstjórn Gísla Arnar Garðars-sonar. Sýningin mun svo ferðast um Evrópu en að endingu verða heimsfrumsýnd í Borgarleikhúsinu í lok ársins 2012.

Ellefu þúsund Íslendingar eru kortagestir Borgarleikhússins. Þeir vita að besta leiðin til að tryggja sér öruggt sæti í leikhúsið er með áskriftarkorti. Sem fyrr bjóðum við upp á kort á sérstökum kostakjörum fyrir unga fólkið.

Ég hvet þig til að slást í hópinn og upplifa leikhústöfrana. Komdu með í ferðalag – um víða veröld – og aftur heim.

Velkomin í Borgarleikhúsið!

SEpT OKT NóV dES jAN FEB MArS Apr MAí júNí

Leikárið

2011–2012

Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2011 | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hildur Harðardóttir, Lára Aðalsteinsdóttir Hönnun: Fíton | Ljósmyndir: Grímur Bjarnason, Hörður Sveinsson, Lárus Sigurðarson o.fl. | Prentun: Oddi, Landsprent

Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 ReykjavíkMiðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | www.borgarleikhus.is

Fylgdu okkurá Facebook

dagatal leikhússins

Magnús Geir Þórðarson,leikhússtjóri Borgarleikhússins

4 | Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið hittir íMArK

Í nóvember síðastliðnum tilkynnti ÍMARK að Borgarleikhúsið hefði verið valið fyrirtæki ársins 2010. Þetta er mikil viður-kenning en aldrei áður hefur menningar-fyrirtæki hlotið þessi verðlaun. Í umsögn dómnefndar var vísað til þess árangurs sem náðst hefur á síðustu tveimur árum og að augljóst væri að í Borgarleik-húsinu starfaði einstaklega sterkur og samhentur starfsmannahópur. Að mati dómnefndar er þessi sam-takamáttur starfsfólks auk stefnu-festu leikhússins aðalástæða þess árangurs sem náðst hefur. Þá var vísað til sögulegs árangurs í aðsókn og kortasölu. ÍMARK eru samtök ís-lensks markaðsfólks.

Faust á erlendri grundu

Uppsetning Borgarleikhússins og Vestur-ports á Faust var sýnd í London fyrir fullu húsi í heilan mánuð. Sýnt var sjö sinnum í viku allan október og var sýningin hluti af 40 ára afmælishátíð Young Vic leik-hússins sem er í hópi virtustu leikhúsa Bretlands í dag. Síðar var sýningin sýnd í Ludwigs hafen í Þýskalandi og Pétursborg í Rússlandi. Inni á milli nutu íslenskir leik-húsgestir sýningarinnar. Framundan eru leikferðir með sýninguna til Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Ástralíu.

4.000 börn sýna hæfileika sína

Mikill fjöldi ungmenna spreytti sig í áheyrnarprufum fyrir söngleikinn Galdra-karlinn í Oz. Tæplega 4.000 krakkar og unglingar mættu til leiks. Þetta var stórt en skemmtilegt átak fyrir unga fólkið og eftir prufur voru 36 þeirra valin til að taka þátt í glæsilegri sýningu sem frum-sýnd verður á Stóra sviðinu í september.

Gleðileg Gríma

Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, eru afhent ár hvert og þar er því hampað sem þótt hefur skara fram úr á liðnu leikári. Sýningar Borgarleikhússins hlutu hvorki fleiri né færri en 33 tilnefningar þetta árið. Tvær sýningar hússins, Fólkið í kjallaranum og Elsku barn voru tilnefndar

sem sýningar ársins og áhorfendur tilnefndu fjórar sýningar Borgar-leikhússins sýningu ársins, en þær voru Hús móðirin, Strýhærði Pétur,

Eldfærin og Nei, ráðherra sem sigraði í þeim flokki. Fólkið í

Kjallaranum hlaut níu til nefningar og Auði Jónsdóttur og Ólafi Agli

Egilssyni hlotnaðist Gríman sem leik-skáld ársins fyrir verkið. Elsku barn var

einnig áberandi á hátíðinni með alls sjö tilnefningar og Unnur Ösp Stefáns dóttir hreppti Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aðalhlutverki. Báðar þessar sýn-ingar fara aftur á fjalir Borgarleikhússins í haust. Verðlaunin eru mikill heiður en

ávallt eru það samt viðtökur áhorf-enda sem skipta okkur mestu máli.

Algjört met!Á síðasta leikári var enn slegið met í kortasölu og aðsókn hefur aldrei verið meiri í Borgarleikhúsið. Stígandinn hefur verið gríðarlegur síðustu þrjú ár, fjöldi kortagesta hefur ríflega tuttugufaldast og áhorfendur eru komnir í 219.000 – það mesta í sögu íslensks leikhúss. Sann-arlega ótrúlegar tölur sem hvetja okkur til að halda áfram og gera enn betur.

Skuggatúlkun á jesú litla

Í desember var bryddað upp á metn-aðarfullri nýjung þegar tvær sýningar á Jesú litla voru sérstaklega túlkaðar fyrir heyrnarskerta. Aðferðin var svonefnd skuggatúlkun þar sem túlkarnir eru hluti sýningarinnar og fylgir túlkur hverjum leikara. Sýningar tókust afar vel og mæltist vel fyrir hjá heyrnarskertum.

Kamban

Málþing um Guðmund Kamban, leik-skáld var haldið laugardaginn 29. janúar sl. Þar héldu framsöguerindi þau Hlín Agnarsdóttir, Sveinn Einarsson og Friðgeir Einarsson. Atriði úr verkinu Öræfastjörnur var leiklesið undir stjórn Mörtu Nordal. Síðan voru líflegar pallborðsumræður um skáldið og verk hans. Þetta vel heppnaða

málþing er liður í félagsstarfi Leik-félags Reykjavíkur og vænta má fleiri uppákoma af þessu tagi í fram-tíðinni.

Leikarar á rauða dreglinum

Leikarar Borgarleikhússins voru í aðalhlut-verki þegar kvikmynd Rúnars Rúnars-sonar Eldfjall var frumsýnd í Cannes í Frakklandi sl. vor. Þar voru á ferð Theodór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir en Þröstur Leó Gunnarsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru einnig í stórum hlutverkum í myndinni. Rúnar Rúnars-son er ein bjartasta von Norðurlanda í kvikmyndagerð og hlaut myndin mikið lof á hátíðinni.

jesús litli heimsækir Spán

Grímusýning ársins 2010, Jesús litli, hefur notið mikilla vinsælda íslenskra leikhús-gesta en hefur nú einnig vakið áhuga leik-húsfólks erlendis. Nokkur boð hafa borist erlendis frá um að flytja sýninguna, en sú fyrsta verður á Spáni í nóvember.

djúpið heillar

Djúpið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2009. Sýningin hreyfði við áhorfendum og gagnrýnendur hlóðu

hana lofi. Í kjölfarið hefur sýningin farið í leikferð hér á landi og erlendis. Í framhald-inu gerði Baltasar Kormákur kvikmynd upp úr verkinu en hún verður frumsýnd innan skamms. Verkið hlaut Grímuna sem útvarpsverk ársins og nú á vormánuðum hlaut hún einnig Norrænu útvarpsverð-launin. Við óskum Jóni Atla og Ingvari til hamingju með árangurinn.

Frávika

Í lok leikársins var starfsemin í Borgarleik-húsinu brotin upp. Í stað þess að vinna hefðbundin störf var efnt til námskeiða fyrir allt starfsfólk leikhússins dagana 23. til 26. maí í þeim tilgangi að rækta okkar frábæra fólk: Trúðanámskeið, lista- og hugmyndasaga, fatabreytingar og við-gerðir, dansnámskeið, jóga, handritanám-skeið og „djönkorkestra“. Leiðbeinendur voru allir sérfræðingar á sínu sviði og sóttir út fyrir leikhúsið. Fráviku lauk svo með vel heppnuðum vorfögnuði þar sem dansað var fram á rauða nótt.

6 | Borgarleikhúsið

S Frumsýnt 17. september 2011 | Sýnt á Stóra sviðinu

Galdrakarlinn í OZ er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.

Raunveruleikinn er grár og tilbreytingar-laus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan. Dórótea þráir eitthvað annað, stórkost-legra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaveður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpað henni þangað.

Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal skemmtilegum en hættulegum ævintýr-um þar sem við sögu koma góða Norðan-nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúar, snjófólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar, tjúttarar, handsnyrtar og fiðlarar.

Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreidd-ustu barnabóka heims. Höfund-urinn Frank Baum (1856–1919) skrifaði fjölda bóka um landið Oz og íbúa þess. Það jók enn á frægð Galdrakarlsins í Oz þegar

Hollywood gerði söngvamynd árið 1939 eftir sögunni. Myndin var ein fyrsta litkvikmyndin í Hollywood og skaut hinni 16 ára Judy Garland eftirminnilega upp á stjörnuhimininn.

Sígildur söngleikur fyrir alla fjölskylduna

Þýðing: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir | Danshöfundur: Katrín Ingvadóttir Leikarar: Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Þórir Sæmundsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og 36 börn

Ævintýrií öllum regnbogans litum

Höfundur: Frank Baum | Tónlist: Harold Arlen | Söngtextar: E.Y. Harburg | Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

í samvinnu við

8 | Borgarleikhúsið

N Sýningar hefjast á ný 2. september 2011 | Sýnt á Nýja sviðinu

Klara og Svenni búa í Hlíðunum í Reykja-vík, eru í góðri vinnu og lífið brosir við þeim. Eitt fallegt sumarkvöld eiga þau von á vinum í mat. Lagt hefur verið á borð, grillið er klárt og tónlistin ómar. En í kvöld breytist allt. Klara er neydd til að horfast í augu við sjálfa sig og sína nánustu. Atvik úr for-tíðinni skjóta upp kollinum og fyrr en varir eru foreldrar hennar, systurdóttir og Barði í kjallaranum komin inn á gafl. Hugsjónir foreldra hennar og gildismat eigin kyn-slóðar eiga ekki samleið. Á þessu kvöldi uppgötvar Klara nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi.

„Fantagóð sýning um árekstra hugmyndafræði ólíkra kynslóða.“E.B. Fbl.

„Það er mikil gæfa að þessi frábæra skáldsaga skuli fá svona vandaða meðhöndlun á sviði.“S.A. TMM.

„Kröftug og skemmtileg sýning sem hreyfir við manni.“I.Þ. Mbl.

„Hlátrasköll, vangaveltur og nokkur tár.“S.G. Víðsjá

„Guði sé lof fyrir leikhúsið... hvergi veikur hlekkur.“B.S. pressan.is

Mannleg oghrífandi sýningsem læturengan ósnortinn

Fólkið í kjallaranum er mögnuð, grát-brosleg saga en um leið uppgjör við ‘68 kynslóðina og venjubundnar hugmyndir um lífið og tilveruna. Sýningin sló rækilega í gegn á sviði Borgar leikhússins í fyrra, hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda og alls 9 tilnefningar til Grímunnar, m.a. sem sýning ársins. Sýningum lauk fyrir troð-fullu húsi og snýr verkið því aftur á svið – en aðeins í takmarkaðan tíma.

Höfundarnir Auður Jónsdóttir (1973) og Ólafur Egill Egilsson (1975) hlutu Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins fyrir leikgerð sína á skáldsögu Auðar.

Höfundur: Auður Jónsdóttir | Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson | Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir

Á einu kvöldi getur allt breyst...

Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Tónlist: Frank Hall | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen | Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hallgrímur Ólafsson, Birgitta Birgisdóttir

GRÍMAN 2011:leikskáld ársins

í samvinnu við

„Skáldskapur sem talar til okkar með þeim hætti að okkur ber að setjast niður og hlusta.“J.V.J. DV

10 | Borgarleikhúsið

N Frumsýnt 9. september 2011 | Sýnt á Nýja sviðinu

Tilvera okkar er á endimörkum sögunnar. Engar nýjar hugmyndir. Það er búið að hugsa þær allar. Það er búið að lofa okkur sársaukalausri tilveru í þægilegum sófa. Án núnings og fjarri hinu óþekkta. Við erum vel undirbúnir ferðalangar. Ekkert kemur okkur á óvart lengur. Allt er eins og það var auglýst. Það sem okkur hefur hlotnast eigum við ávallt skilið. Eigum engum neitt að þakka nema okkur sjálfum. Við erum frábær. Við erum dug-leg. Við erum snillingar. Okkur hefur tekist að útrýma tómu stundunum. Engum þarf að leiðast. Enginn þarf að mæta sjálfum sér. Það er okkar réttur.

Ef hið ókunna birtist á meðal okkar girðum við það af eða stöðvum það með byssukúlu og sendum hræið í rann-sókn upp á náttúrufræðistofnun. Við getum ekki leyft hinu ókunna að standa í bensínpolli með kveikjara. Það má auðvitað koma okkur þægilega á óvart, en þægindin eru rofin þegar orð verða að byssukúlum. Þegar barn er borið út. Þegar einhver tekur eitrað amfetamín.

Þarf að fórna mennskunni fyrir tilveru án sársauka?

Hárbeitturog hrollvekjandisamfélagsspegill

Leikarar: Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson, Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir | Lýsing: Kjartan Þórisson

Zombíljóðin má segja að sé lokahnykkur-inn á þríleik Borgarleikhússins um íslenska efnahagshrunið og afleiðingar þess. Áður komu sýningarnar Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Sýningarnar hafa vakið mikla athygli hér-lendis, í Berlín og á leikhústvíæringnum í Wiesbaden. Þremenningarnir sem standa að þeim, Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyj-ólfsson og Hallur Ingólfsson, eru aðilar að Mindgroup, regnhlífarsamtökum sem voru stofnuð árið 2006 af evrópskum leikhúslistamönnum, sem vinna verk sem spretta upp úr samtímanum. Í þessari sýningu hafa þeir fengið liðsstyrk Halldóru Geirharðsdóttur sem skrifar og flytur verkið með þeim.

Höfundar og leikstjórn: Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson, Hallur Ingólfsson (Mindgroup) og Halldóra Geirharðsdóttir

Lokahnykkurinn í þríleiknum

Dómar um fyrri sýningar þríeykisins:

„Í fyrsta skipti, svo ég muni eftir, bregst íslenskt atvinnuleikhús samstundis við atburðum sem eru að gerast í núinu.“M.K. Mbl.

„Þetta er magnaður hópur sem saman getur gert hvað sem vera skal enda er sýningin frábær.“S.A. TMM

12 | Borgarleikhúsið

S Frumsýnt 28. október 2011 | Sýnt á Stóra sviðinu

Það eru breyttir tímar. Ný kynslóð er tekin við og sú eldri þráast við að opna augun fyrir þeim breytingum sem eru yfirvofandi. Eftir fimm ára fjarveru snýr Ljúbov Ranévskaja heim á ný. Býli hennar ásamt víðfrægum kirsuberjagarði rambar á barmi gjaldþrots vegna mikilla skulda og yfirvofandi er uppboð á eigninni. Fjöl-skyldan hefur eytt um efni fram án þess að leiða hugann að morgundeginum – enda lömuð af minningunni um fegurð og gleði æskuáranna. Lopakhín reynir að opna augu fólksins sem honum þykir svo vænt um fyrir breyttum tímum og vand-anum sem steðjar að. Er hægt að höggva niður kirsuberjatrén?

Á meðan fjölskyldan forðast að taka á vandamálunum, kynnast áhorfendur öllu þessu grátbroslega fólki, dætrunum Vörju og Önju, þjónustufólkinu, starfs-fólki og vinum fjölskyldunnar. Öll eiga þau drauma og þrár, sumir þrá fortíðina á meðan aðrir eiga sér von um nýtt og betra líf. En öll dreymir þau um ástina – meira að segja Lopakhín. Kirsuberjagarðurinn er síðasta og mest leikna leikrit Antons Tsjekhovs (1860–1904). Verkið er af mörgum talið eitt besta leikverk allra tíma, angurvært stórvirki þar sem gaman og alvara vegast listilega á. Leikstjórinn Hilmir Snær hlaut Grímu-verðlaun fyrir síðustu uppsetningu sína, Fjölskylduna, sem gekk tvo vetur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu.

Sannkölluð leikhúsperlaum ástir,drauma og vonir

Þýðing: Árni Kristjánsson | Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn: Sigtryggur Baldursson | Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson, Theodór Júlíusson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Valur Freyr Einarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Pétur Einarsson

Höfundur: Anton Tsjekhov | Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason

Eitt besta leikverk allra tíma

14 | Borgarleikhúsið

S Sýningar hefjast á ný 9. september 2011 | Sýnt á Stóra sviðinu

Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi – með viðhaldinu – sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú? Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé á útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum eiginmönnum og -konum.

Þessi drepfyndni gamanleikur kemur úr smiðju Ray Cooney (1932), konungs gamanleikjanna. Nei, ráðherra (Out of Order) hlaut hin eftirsóttu Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi þegar verkið var frumsýnt og hefur farið sigurför um heiminn.

Sýningin sló rækilega í gegn hér á landi og var sýnt 55 sinnum í Borgarleikhúsinu síðasta vor fyrir troðfullu húsi. Áhorfendur veltust

um af hlátri og gagnrýnendur lofuðu sýninguna í hástert.

Á Grímuhátíðinni var hún svo valin sýning ársins af áhorfendum.

„óstöðvandi, hömlulaus hlátur“

Íslensk heimfærsla: Gísli Rúnar Jónsson | Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Björn Bergsteinn GuðmundssonTónlist: Baggalútur | Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir

Vinsælasta sýning síðasta leikárs snýr aftur

Höfundur: Ray Cooney | Leikstjórn: Magnús Geir ÞórðarsonGRÍMAN 2011:

áhorfendasýning ársins

„Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn.“I.Þ. Mbl.

„Óhætt að lofa góðum hláturgusum.“E.B. Fbl.

„Fimm stjörnu farsi – alveg óborgan-lega fyndinn.“H.G. Bylgjan

„Fyrirmyndarfarsi í alla staði ... feikna-fyndin, þétt og flott sýning“K.H.H. Fréttatíminn

„Það verður enginn svikinn af þessu stykki....spái því gangi til 2020.“S.A. TMM

„Óstöðvandi, hömlulaus hlátur.“B.S. pressan.is

í samvinnu við

16 | Borgarleikhúsið

N Frumsýnt 5. nóvember 2011 | Sýnt á Nýja sviðinu

Á ósköp venjulegu kvöldi kynnumst við hópi fólks sem veit ekki að líf þess tengist með margslungnum hætti. Austurlenskur skyndibitastaður, Gyllti drekinn, einhvers staðar í Evrópu: Fimm Asíuættaðir starfsmenn í þröngu eldhúsi, einn er án landvistarleyfis og þjáist af heiftarlegri tannpínu. Samstarfsfólk hans dregur tönnina með rörtöng. Hún lendir í súpuskál flugfreyju sem kastar henni síðar út í fljót. Kínverjanum blæðir út og er fleygt í sama fljót.

Fyrir ofan veitingastaðinn býr gamall maður, hann á sér heita ósk sem enginn getur uppfyllt. Eigandi matvöruverslunar í sama húsi uppgötvar af tilviljun ábata-sama en hryllilega hliðarstarfsemi. Ungu elskendurnir í þakíbúðinni verða fyrir því sem alls ekki má henda þau og í nágrenn-inu reynir húðlöt engispretta að þóknast maurnum svo hún frjósi ekki í hel. Hvernig tengist líf mitt Kínverjanum sem ber fram Thai-súpu á veitingahúsinu handan götunnar? Tengjast örlög okkar? Hvernig? Erum við fær um að sjá tæki-færin í tilviljunum sem á örskotsstundu breyta öllum okkar áætlunum í lífinu?

...með beiskueftirbragði

Þýðing: Hafliði Arngrímsson | Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Kjartan Þórisson | Tónlist: Björn Kristjánsson (Borko)Leikarar: Jörundur Ragnarsson, Dóra Jóhannsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Skúlason

Roland Schimmelpfennig (1967) er um þessar mundir þekktasta samtímaleik-skáld Þjóðverja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og þau einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin-einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna. Gyllti drekinn var valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. Það segir sárar og skrítnar sögur af ólíku fólki. Fimm leikarar segja frá og leika allar persónur óháð kyni og aldri. Tilfinningaþrungið gamanleikrit um grimmd okkar alþjóðavædda tíma.

5 leikarar, 15 hlutverk og banvæn tannpína

Höfundur: Roland Schimmelpfennig | Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir

Úr dómum erlendis:

„Mikill og hamingjuríkur hlátur eftir leyndardómsfulla og töfrandi leikhúsupplifun.“Frankfurter Allgemeine Zeitung

„Þrælfyndið og leikrænt verk sem er alls ekki jafn fyndið og það virðist við fyrstu sýn.“Wiener Zeitung

„Kristaltært leikhús í sínu besta formi, kvöld sem hreyfir við manni og veitir dýpstu ánægju.“Kleine Zeitung

í samvinnu við

18 | Borgarleikhúsið

S Frumsýnt 29. desember 2011 | Sýnt á Stóra sviðinu

Árið er 1907 og jólunum er fagnað hjá Ekdahl-stórfjölskyldunni. Þar er dansað, leikið og sungið. Fjölskyldan er langt frá því að vera fullkomin en hún er lifandi, ástríðufull og litrík – sérstaklega í augum barnanna Fannýjar og Alexanders. Þau alast upp í hlýjum faðmi ástríkra foreldra, Emilíu og Óskars, þar sem gleði, frelsi og umburðar lyndi ráða ríkjum.

Dag einn umturnast veröld barnanna þegar faðirinn fellur óvænt frá. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bón-orð við ekkjuna. Fljótlega vaknar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði.

Einn fremsti kvikmyndaleikstjóri heims, Ingmar Bergman (1918–2007) vann upphaflega að þessari ógleymanlegu fjöl-skyldusögu í framhaldsþáttum fyrir sjón-varp en stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Myndin var kveðjumynd hans og þakklæti til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum með afturgöngum og týndri föðurímynd. Myndin hlaut fern Óskars-verðlaun sem er fáheyrt fyrir mynd sem ekki er á ensku.

Heimsfrumsýning leikritsins var í Þjóðleik-húsi Norðmanna í Ósló í desember 2009 og er uppfærslan þegar orðin sú vinsæl-asta í sögu leikhússins. Verkið hefur einnig notið ómældra vinsælda í Finnlandi og Danmörku og er væntanleg á fjalir virtra leikhúsa víða um heim.

Hin stórbrotna fjölskyldu sagaloks á svið

Þýðing: Þórarinn Eldjárn | Leikmynd: Vytautas Narbutas | Búningar: Þórunn Sigríður ÞorgrímsdóttirLýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Tónlist: Jóhann G. JóhannssonLeikarar: Hilmar Guðjónsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Theodor Júlíusson, Charlotte Böving, Gunnar Eyjólfsson, Rúnar Freyr Gíslason, Hanna María Karlsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Halldór Gylfason o.fl.

jólasýningin 2011

Höfundur: Ingmar Bergman | Leikstjórn: Stefán Baldursson

Berlingske Tidende Jyllands Posten

í samvinnu við

Úr erlendum dómum:

20 | Borgarleikhúsið

N Frumsýnt 27. janúar 2012 | Sýnt á Nýja sviðinu

Kona deyr á sjúkrahúsi. Börn hennar, tvíburarnir Símon og Janine, eru boðuð á fund lögfræðings vegna erfðaskrár móður þeirra. Hann afhendir þeim sitt hvort bréfið frá móðurinni og segir það hinstu ósk hennar að tvíburarnir afhendi bréfin í eigin persónu. Annað á að færa bróður þeirra sem þau vissu ekki að

væri til og hitt föður þeirra sem þau töldu látinn. Systkinin halda með bréfin í óvenjulega ferð sem afhjúpar þeim áður ókunna fortíð móður þeirra og hræðilegt leyndarmál.

Eldhaf er stór saga um alvöru fólk, harm-leikur um fortíðina sem skapar nútímann.

Magnað og spennu-þrungið leikritsem farið hefur sigur­för um heiminn

Þýðing: Hrafnhildur Hagalín | Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Tónlist: Hallur IngólfssonLeikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Birgitta Birgisdóttir, Þórir Sæmundsson, Jörundur Ragnarsson

„Handan þagnarinnar leynist hamingjan“

Höfundur: Wajdi Mouawad | Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson

„Eitt stórfenglegasta leikrit síðustu ára, yfir-gnæfir jafnvel stærstu harmleiki sögunnar.“Neue Presse

„Ofbeldi dregur fólk niður í svaðið og drepur, en mannúðin lifir. Ef til vill barnslegur boð-skapur en höfðar beint til hjartans í þessu stórfenglega leikriti.“Frankfurter Rundschau

Úr erlendum dómum: „Aðeins eitt að gera: Horfa, njóta en vera jafnframt viðbúinn að upplifa hrylling sem fá hnakkahárin til að rísa.“Børsen

„Leiklist í hæstu hæðum – of mikilvægt til að láta fram hjá sér fara. Söguþráðurinn svo ótrúlega magnaður og einstakur að ekki er hægt annað en láta hrífast.“Information

Wajdi Mouawad (1968) er fæddur í Líbanon en flúði með foreldrum sínum til Parísar og býr nú í Montréal í Kanada þar sem hann starfar sem leikari, leikstjóri, leikhússtjóri og leikskáld. Eldhaf er hans þekktasta verk, hefur verið þýtt á tuttugu tungumál, farið sigurför um heiminn og verið sýnt í yfir 100 uppsetningum á síðustu árum. Kvikmyndin sem gerð var upp úr leikritinu hefur hlotið einróma lof og fjölda verðlauna.

22 | Borgarleikhúsið

L Frumsýnt 21. apríl 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Bjarni skrifar bréf til konunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum. Gerði hann rétt að taka jörðina fram yfir ástina? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni, vangaveltur um lífið og tilveruna og rammíslenskt fólk fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Forboðnar ástir renna saman við sagnir af reyktum líkum, lágfættum hrútum og því þegar Farmallinn kom.

Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgissonar (1971) en hann var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð-launanna fyrir fyrstu skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt árið 2003. Svar við bréfi Helgu hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Bókin seldist í bílförmum og því líklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvernig hún flyst yfir á leiksviðið.

Hrífandi sagaum þrá og eftirsjá

Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Tónlist: Frank HallLeikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir o.fl.

Höfundur: Bergsveinn Birgisson | Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson | Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir

Leikgerðina gerir Ólafur Egill Egils son (1977) en hann hefur getið sér gott orð fyrir skrif sín, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hann hlaut Grímu verðlaunin í ár sem leikskáld ársins ásamt Auði Jóns-dóttur fyrir leikgerð Fólksins í kjallaranum.

Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar

„Svar við bréfi Helgu er sjaldgæf perla þar sem nútíð og fortíð, borg og sveit mætast og renna saman í óviðjafnanlegum texta.“J.Y.J. Fbl.

„Svar við bréfi Helgu lýsir á magnaðan hátt mannlegri þrá; sársauka og örvæntingu en jafnframt lífsnautninni sjálfri. Öllu því sem kraumar undir pottlokinu hjá mannskepnunni.“ Víðsjá

„... sagan er klassísk í hugsun sinni, lesanda til ómældrar ánægju og höfundi til sóma.“P.B.B. Fréttatíminn

„Svo skemmtileg saga að maður skríkir.“E.H. Kiljan

ÍSLENSKU BÓKMENNTA VERÐLAUNIN TILNEFNING

BESTASKÁLDSAGA

ÁRSINS AÐ MATI BÓKSALA

Úr dómum um skáldsöguna:

24 | Borgarleikhúsið

L Frumsýnt 19. janúar 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Í Axlar-Birni er sögð saga eins kaldrifjað-asta morðingja Íslandssögunnar. Móðir hans var sólgin í mannablóð þegar hún gekk með hann og faðir hans blóðgaði sig reglulega til að svala þorsta eiginkonu sinnar. Því má segja að óhugnaðurinn í eðli Axlar-Björns hafi hafist þegar í móður-kviði. Axlar-Björn myrti átján manns áður en upp um hann komst. Fyrsta fórnar-lambið dysjaði hann í flórnum á Knerri en hinum sökkti hann í Ígultjörn. Axlar-Björn var á endanum tekinn höndum og þau Steinunn, kona hans, dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi árið 1596. Brotið skyldi í Birni hvert bein og þau Steinunn síðan bæði hálshöggvin.

Axlar-Björn rekur öðrum þræði sögu þessa ógnvekjandi morðingja en veltir einnig upp sígildum spurningum um þá brenglun sem leiðir til óhæfuverka.

Björn Hlynur Haraldsson (1974) hefur getið sér gott orð bæði sem höfundur og leikstjóri, hann skrifaði t.a.m. leikritið Dubbeldusch auk þess að skrifa leikgerð Faust og Húsmóðurina ásamt félögum sínum í Vesturporti. Kjartan Sveinsson (1978) úr Sigurrós undirstrikar óhugnað-inn með tónlist og hljóðmynd.

„Nú erusólarlitlirdagar, bræður!“

úr smiðju Vesturports

Höfundur og leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson

Leikmynd: Hálfdán Pedersen | Búningar: Mundi | Lýsing: Björn Helgason | Tónlist: Kjartan SveinssonLeikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Helgi Björnsson

Samstarfsverkefni Borgarleikhússinsog Vesturports

26 | Borgarleikhúsið

Leikmynd og búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir | Lýsing: Kjartan Þórisson | Tónlist: Vignir Þór Vigfússon, Guðjón Davíð KarlssonLeikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Baunagrassins

Höfundur: H.C. Andersen | Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson

Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferða-laginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðu-sagnanna.

L LSýnt frá 18. september 2011 Frumsýnt 11. febrúar 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Leikhústöfrarfyrir börn á öllum aldri

„Fantafín skemmtun þar sem fag-mennskan er hvarvetna í fyrirrúmi.“A.Þ. Fbl.

„Minn fylgdarsveinn, þriggja ára, sat þó gersamlega bergnuminn allan tímann og sleppti ekki augum af dásemdunum á sviðinu.“S.A. TMM

Fyrst komu Eldfærin – næst er það Baunagrasið. Gói og Þröstur halda áfram að kafa í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á leiksviðinu. Risinn, gamla konan, fallega ríka stelpan, sjálfspilandi harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarnir mæta til leiks á Litla sviði Borgarleikhússins. Gói leikur Jóa og Þröstur sér um rest.

Gói og BaunagrasiðEldfærin

Fyrsta ævintýrið, Eldfærin eftir H. C. Andersen, var frumsýnt á síðasta leikári. Allar persónurnar birtust ljóslifandi; nornin, prinsessan, allir þorpsbúar og síðast en ekki síst hundarnir þrír með ógnarstóru augun. Sýningin fékk afburðaviðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og hlaut til-nefningu til Grímunnar sem barnasýning ársins. Hún hætti fyrir fullu húsi á vormán-uðum og snýr því aftur á fjalirnar í haust. Það ætti enginn að láta þessa ævintýra-legu töfrastund fram hjá sér fara.

Einn Gói, þrjár baunir og margfaldur Þröstur verða að heilu ævintýri

dátinn, nornin og hundur-inn snúa aftur

Höfundur: Óþekktur | Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson

LEIKRIT EFTIR JÓN GNARR

HÓTELVOLKSWAGEN

Í LEIKSTJÓRN BENEDIKTS ERLINGSSONAR

28 | Borgarleikhúsið

Pálmi og Siggi litli, sem er kona á fertugs-aldri, eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttöku-stjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins.

Paul Jenkins er kona og breskur séntil-maður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna – Paul er ekki með eggjastokka.

Ludwig Herman Finkelstein er kumpán-legur nasisti með fortíðarþrá. Hann bíður eftir vegabréfi til Brasilíu. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen.

Við fylgjumst með hinum brjóstum-kennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð – meira að segja Siggi litli.

Hótel Volkswagen er nýtt íslenskt leikrit eftir Jón Gnarr (1967), einn þekktasta grínista landsins.

Jón er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjón-varp ásamt því að skrifa kvikmynda-handrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló ræki-lega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar.

Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leik-stýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.

Við erum gestir og hótel okkar er Volkswagen

„Anna Frank var líka lengi hér“

S Frumsýnt 9. mars 2012 | Sýnt á Stóra sviðinu

Höfundur: Jón Gnarr | Leikstjórn: Benedikt Erlingsson

30 | Borgarleikhúsið

L Frumsýnt 27. apríl 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Vladimir og Estragon bíða eftir Godot. Þeir hafa orð á því að hengja sig en eru ekki með reipi við höndina. Þeir ákveða að skilja en einmanaleikinn er þeim um megn. Þeir bíða. Þeir rífast, gráta og syngja. Og bíða. Ekkert gerist. Og svo gerist ekkert aftur. Beðið eftir Godot er eitt merkasta leikverk leiklistarsögunnar og olli straumhvörfum í sögu leikritunar. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna á tímum tækni og framfara, á tímum guð-leysis, á tímum trúarþarfar.

Samuel Beckett er fæddur í Dyflinni á Írlandi föstudaginn 13. apríl árið 1906. Hann settist að í París árið 1937. Beckett er eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar og liggur eftir hann fjöldi leikrita, ljóða og smásagna. Beckett hlaut bókmennta-verðlaun Nóbels árið 1969. Hann lést í París árið 1989.

Beðið eftir Godot var fyrst frumsýnt 5. janúar 1953 í Theatre de Babylone, París.

Ekkert gerist ...

Samvinnuverkefni Borgarleikhússinsog Kvenfélagsins Garps

Tímamótaverk í flutningi pörupilta

Höfundur: Samuel Beckett | Leikstjórn: Stefán Jónsson

Kvenfélagið Garpur var stofnað árið 2003 af nokkrum ungum leikkonum með það í huga að skoða birtingarmyndir kvenna, hlutverk þeirra og hlutverkaleysi í heiminum sem og á leiksviði.

Hér birtast leikararnir Hannes, Smári, Dóri Maack og Nonni Bö í þessari tímamóta-uppfærslu af Beðið eftir Godot. Þeir eru andlega skyldir leikkonunum Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur.

Þýðing: Árni Ibsen | Leikmynd: Hálfdán Pedersen | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Tónlist: Helgi Svavar HelgasonLeikarar: Hannes, Smári, Nonni, Dóri | Sérstakir aðstoðarmenn leikaranna: Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir

...aftur og aftur

32 | Borgarleikhúsið

L Frumsýnt 10. maí 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Leikmynd: Hilmar Gunnarsson | Búningar: Guðmundur Jörundsson | Lýsing: Magnús Helgi Kjartansson | Tónlist: Hallur IngólfssonLeikarar: Hilmar Jónsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Birta Hugadóttir

L

Handrit og leikstjórn: Jón Atli Jónasson

Nýtt leikverk eftir jón Atla jónasson

Eitt og eitt munu ljósiní húsunum líka hverfa, og þú stendur einn í faðminýrrar nætur.

Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra og verðandi eigin-manni hennar þegar þau kæmu heim úr sérnáminu. Þar gæti parið unga búið á meðan það væri að koma undir sig fót-unum. En það er enginn á leiðinni heim til Íslands. Í viðleitni til að halda áfram með líf sitt ákveða hjónin að innrétta kjallara-íbúðina til útleigu. En þá fer ýmislegt á annan veg og það verður ljóst að hjónin hafa ólíkar hugmyndir um hvert skal halda eftir hrunið.

Sumu verður ekki snúið við

Jón Atli Jónasson (1972) er eitt helsta leikskáld þjóðarinnar. Verk hans fjalla um íslenskan samtíma og íslensku þjóðina. Þau hafa verið sett upp víða um heim og tvö þeirra, Brim og Djúpið hafa verið kvikmynduð. Jón Atli er einn stofnenda Mindgroup og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Nú síðast hlaut hann Norrænu útvarps-leikhúsverðlaunin og Grímuverðlaunin fyrir besta útvarpsverkið.

„Það er langt síðan ég hef staðið upp jafn djúpt snortinn eftir sýningu á nýju íslensku leikriti.“J.V.J. DV

„Feikivel flutt og áhrifamikið.“P.B.B. Fbl.

„In every aspect, this one’s a killer.“Corinne Salisbury, British theatre guide

Um Djúpið:

34 | Borgarleikhúsið

L Frumsýnt 29. mars 2012 | Sýnt á Litla sviðinu

Leikhópurinn CommonNonsense hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar sýningar sem ramba á barmi myndlistar og leikhúss. Þau hafa áður m.a. sett upp Hrærivélina, CommonNonsense og Forð-ist okkur. Hópnum hefur bæst liðsstyrkur með leikstjóranum Jóni Páli Eyjólfssyni.

„Aðeins hvítir menn, helst af norrænum stofni, mega vera í herliðinu sem kemur til landsins, til að íslenska kynstofninum stafi sem minnst hætta af hernum.“

Höfundar: Valur Freyr Einarsson, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson | Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson

Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir | Tónlist: Davíð Þór JónssonLeikarar: Leikhópurinn CommonNonsense

Frá ríkisstjórn Íslands, 1941.

Samvinnuverkefni Borgarleikhússinsog CommonNonsense

„En það var einn sem slapp í gegnum síuna.Hann sáði fræi í frjóan svörð.Hans var enn leitað 50 árum síðar.Hann er pabbi minn.Ég er eina litaða barnið í Höfnum.“

Hér er ráðist í gerð heimildaleikhúss þar sem skyggnst verður í persónulega sögu listamannanna. Í forgrunni er áratugalöng leit „ástandsbarns“ að föður sínum og djúpstæð þörf hennar á að þekkja upp-runa sinn en um leið er horft gagnrýnum augum á íslenskt samfélag þá og nú.

Sönn saga

3736 | Borgarleikhúsið

N Sýningar hefjast á ný 11. nóvember 2011 | Sýnt á Nýja sviðinu

Ung móðir er sökuð um að hafa myrt börnin sín tvö. Þó er alls ekki ljóst hvort um morð er að ræða eða sorglegt slys. Hvert er eðli sannleikans? Er hægt að lifa með ófyrirgefanlegum glæp? Hvert er gjaldið fyrir réttlæti?

Elsku barn er átakanlegt leikrit eftir eitt fremsta leikskáld Breta, Dennis Kelly (1970). Hér er á ferð heimildaleikrit, byggt á opinskáum viðtölum við alla aðila máls-ins. Engu hefur verið bætt við og allt er orðrétt haft eftir. Verkið fjallar um tilraunir fólks til að leita sannleikans og um leið margvíslega birtingarmynd lyginnar.

Elsku barn var einn helsti sigurvegari Grímunnar síðastliðið vor, hlaut alls sjö tilnefningar meðal annars sem sýning ársins.

Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Kjartan Þórisson | Tónlist: Kristjana StefánsdóttirLeikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstak-lega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkom-andi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

Jesús litli kemur með jólin. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar 2010, hlaut alls sjö tilnefningar, var valin sýning ársins og leikverk ársins. Gagnrýnendur hafa hlaðið sýninguna lofi og áhorfendur verið hrærðir og heillaðir. Mannbætandi upplifun!

L Sýningar hefjast á ný 17. nóvember 2011 | Sýnt á Litla sviðinu

jólin koma með guðspjalli trúðanna

Áleitin saga um sannleika og lygi

Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson | Leikstjórn: Benedikt Erlingsson

MenningarverðlaunDV 2009

GRÍMAN 2010:Sýning ársins

Leikskáld ársins

GRÍMAN 2011:leikona ársins

í aðalhlutverki

„Þetta er það langbesta sem sést hefurá fjölum leikhúsanna í haust.“J.V.J. DV

„Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesú litla.“G.B. Mbl.

„Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“S.A. TMM

„Gríðarlega áhrifarík og fagmannlega unnin sýning.“I.Þ. Mbl.

„Glæsilegur hópur frábærra lista-manna með magnað verk í höndunum, verk sem á brýnt erindi við fólk á öllum tímum. Drífið ykkur í leikhús.“K.H.H. Fréttatíminn

Höfundur: Dennis Kelly | Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson

Þýðing: Hafliði Arngrímsson | Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Tónlist: Hallur IngólfssonLeikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Benedikt Erlingsson, Hallgrímur Ólafsson, Valur Freyr Gíslason, Nína Dögg Filippusdóttir

3938 | Borgarleikhúsið

L Sýningar hefjast á ný 16. sept. 2011 á Litla sviðinu

Lókal-leiklistarhátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 1.–5. sept-ember. Norski leikhópurinn Verk Produksjoner, sem þekktur er fyrir stórbrotnar fjölleikasýningar þar sem undir kraumar pólitísk háðsádeila, sýnir verkið The Eternal Smile í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um hóp framliðinna sem stytta sér stundir í myrkri eilífðinni með vangaveltum um tilgang tilvistar sinnar.

Öll berum við með okkur einhverja leyndardóma. Ýmist geta þeir bugað okkur eða gefið okkur tilgang. Klúbburinn er hópur karlmanna og verk um þá. Sex listamenn ala með sér draum um að afhjúpa æðsta leyndarmál listarinnar. Hér er á ferðinni spennandi sviðsverk þar sem leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órofa heild.

Allir þekkja söguna um Rómeó og Júlíu, þekktustu ástarsögu allra tíma, um forboðna ást ungra elskenda í Verónu á Ítalíu. Harmleikur Williams Shakespeare er vinsælasta verk skáld-jöfursins frá Stratford og hefur verið settur upp þrisvar sinnum í atvinnuleikhúsunum hér á landi. Árið 2002 frumsýndi Vesturport Rómeó og Júlíu á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin sló í gegn og markaði upphafið að glæstu gengi leikhópsins sem náði nýjum hæðum þegar þau veittu viðtöku hinum virtu Evrópsku leiklistarverðlaunum í apríl sl. Rómeó og Júlía Vesturports hefur ferðast víða um heim og hlotið mikla athygli, enda uppsetningin mikið sjónarspil, þar mætast sirkus og leikhús með nýjum hætti.

Á vormánuðum fögnum við 10 ára afmæli Vesturports og tökum enn á ný upp sýningar á þessu ógleymanlega verki.

Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Hipparnir eru orðnir afar, þeir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta á Bítlana. En það blasa önnur, ný og erfiðari verkefni við: Gleraugu, flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og síðast en ekki síst – barnabörnin. Afinn er hlýlegt gamanverk með stórt hjarta sem hlaut afburða-viðtökur á síðasta leikári og heldur áfram að ylja okkur í vetur.

Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn Ólafs? Er Stefán hæsti gítar-leikari í heimi? Áhorfendur taka virkan þátt í sögustundinni auk þess að berja augum fágæt myndskeið. En auðvitað er það fyrst og fremst tónlistin sem verður allt umvefjandi fram á nótt.

L

L

L

Sýnt 3. og 4. september 2011 á Litla sviðinu

Sýnt í nóvember og desember 2011 á Litla sviðinu

Sýnt í janúar og febrúar 2012 á Litla sviðinu

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports

Nýdönsk: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Ólafur Hólm, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson

Klúbburinn: Gunnlaugur Egilsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björn Kristjánsson (Borko), Huginn Þór Arason

The Eternal Smile

ógleymanleg ástarsaga

Hlýlegurog fyndinn

Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr

Þessi einstaki tónleikur Nýdanskrar sló rækilega í gegn á síðasta leikári, hætti fyrir fullu húsi og snýr því aftur í janúar.

Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson | Lýsing: Kári GíslasonTónlist: Pálmi Sigurhjartarson | Leikari: Sigurður SigurjónssonSamstarfsverkefni Borgarleikhússins og Thorsson Productions

Höfundur og leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson

„Sigurður Sigurjónsson er dásamlegur leikari og sýnir það hér enn og aftur.“J.V.J. DV

„Það er dauður maður sem ekki hlær að Sigurði Sigurjónssyni þegar hann gerir það sem hann kann svo vel.“S.A. TMM

„Hlýlegur og fyndinn einleikur þar sem Sigurður Sigurjónsson gefur einlæglega úr eigin ranni.“E.B. Fbl.

Samfélag, samtök, trúfélag, hljóm-sveit, listahreyfing,leynileg bylting

Klúbburinn

Nýdönsk í nánd

Siggi er dásamlegur afi

Lókal–leiklistarhátíðin

rómeó og júlía í 10 ár!

„Einkar athyglisverð og öguð sýning sem gladdi bæði augu og eyru“E.B. Fbl.

S Frumsýnt 9. mars á Stóra sviðinu

Höfundur: William Shakespeare | Þýðing: Hallgrímur Helgason | Leikstjórn: Gísli

Örn Garðarsson | Leikmynd: Börkur Jónsson | Búningar: Þórunn Elísabet Sveins-

dóttir | Danshöfundur: Katrín Hall | Lýsing: Björn Helgason | Tónlistarstjórn: Karl

Olgeirsson | Hljóð: Jakob Tryggvason | Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn

Garðarsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson,

Ólafur Egill Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Níels

Sigurðsson, Kristján Ársælsson, Tómas Aron Guðmundsson

Klúbburinn var frumsýndur síðastliðið vor og snýr aftur á nýju leikári.

ÍSLENSKIDANSFLOKKURINN2011 - 2012

Fullkominn dagur til draumaEFTIR ANTON LACKHY ÚR HINUM ÞEKKTA DANSHÓP LES SLOVAKSÓður til dansins. Fegurð og styrkur hins dansandi líkama undir klassískum tónum Verdis. Anton Lackhy fléttar saman þjóðdansi og nútímadansi á sinn skondna, persónulega og duttlungafulla hátt. Frumsýnt 30. september 2011 – á Stóra sviðinu

SvanurinnEFTIR LÁRU STEFÁNSDÓTTUR Vegna fjölda áskorana verður þetta vinsæla verk sýnt aftur. Svanurinn er rómantískur og fallegur dúett fyrir alla fjölskylduna.Sýnt í Tjarnarbíói alla sunnudaga í nóvember

Minus 16EFTIR ROKKSTJÖRNU DANSHEIMSINS OHAD NAHARINGlettið og beinskeytt verk sem hefur slegið í gegn um allan heim. Minus 16 brýtur niður múra á milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha. Verkið Groβstadtsafari eftir Grímuverðlaunahafann Jo Strömgren verður einnig sýnt sama kvöld. Groβstadtsafari er kraftmikið og spennuþrungið dansverk sem gefur dönsurum flokksins tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Aurora velgerðasjóður styrkir uppsetningu Minus 16.Frumsýnt 4. febrúar 2012 – á Stóra sviðinu

Ferðalag EFTIR KATRÍNU HALL OG REYNI LYNGDALFerðalag á óvenjulegum stað í óhefðbundnu verkefni þar sem frumsýndar verða íslenskar dansmyndir og leikið með listformið.Sýnt í maí 2012

Danskort Íd

Einn miði á allar fjórar uppfærslur flokksins í vetur plús einn aukamiði á Svaninn fyrir aðeins 7.900 kr. Fullt verð fyrir allar sýningar er 14.000 kr.

Hafið samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 til að tryggja ykkur Danskort Íd.

Handhafar áskriftarkorts Borgar-leikhússins geta einnig tekið eina eða fleiri af sýningum Íslenska dansflokksins inn í sitt val.

rúmlega 40% ódýrara7.900 kr.

4342 | Borgarleikhúsið

Árið 2001 voru tveir leiklistarnemar á leið í skólann sinn á köldum vetrar-morgni, seinir og kaldir eins og oft. Leið

þeirra lá um Vesturgötu framhjá horni Norður-stígs þar sem gamalt

verkstæði til leigu blasti við þeim. Þar vaknaði hug-

mynd – að hér

væri húsnæði fundið sem gæti hýst skoðanabræður og -systur sem höfðu borið með sér sameiginlegan draum um frjálst vinnuumhverfi. Og þannig byrjaði ævintýri Vesturports formlega. Hugmyndin vatt upp á sig og hópurinn stækkaði. Fjölbreyttur hópur hæfileika-fólks kom saman; leikstjórar, leikarar, leikmyndahönnuðir og tónlistarmenn. Fólk sem vildi hreyfa við hlutunum.

Ekkert formlegt manifestó. Bara einföld regla:

„Þú mátt biðja hvern sem er um hjálp og fólk hjálpar ef það getur. Hver og einn er ábyrgur fyrir því sem hann gerir, listrænt og fjárhagslega. Öllum er þó frjálst að fylgjast með því sem aðrir gera og gefa vinsamlegt og heiðarlegt álit þegar leitast er eftir því.“

Eftir þessu vinnur Vesturport og það hefur ekkert breyst, hvert sem umfang verkefnanna er, innanlands sem utan. Og þannig á það alltaf að vera. Annars er Vesturport ekki lengur Vesturport.

Áhorfendur Borgarleikhússins hafa á undanförnum árum notið fjölmargra glæsilegra sýninga sem settar hafa verið upp í samstarfi við Vesturport. Margar þessara sýninga hafa náð mikilli athygli á erlendri grundu. Nú í vor hlaut Vestur-port virtustu verðlaun sem íslenskt leikhúsfólk hefur hlotið. Af því tilefni rifjum við upp sögu þessa merka hóps, vina okkar í Vesturporti.

Fyrstu sýningarnar og rómeó og júlía

Fyrstu uppsetningar Vesturports voru Diskópakk, Lykill um hálsinn, Mr. Man og Títus Andrónikus. Strax var augljóst að hópurinn var kraftmikill og spenn-andi gerjun átti sér stað. Þegar hér var komið sögu var Vesturport komið á hrakhóla og húsnæðið við Vesturgötu dugði ekki. Guðjón Pedersen, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skaut skjólshúsi yfir hópinn á Litla sviðinu til að gera tilraunir með Rómeó og Júlíu sem var frumsýnt í október árið 2002. Þá sögu þekkja allir. Ári síðar var Vesturport farið að sýna Rómeó og Júlíu átta sinnum í viku í hinu virta Young Vic í London og síðar á West End í sömu borg. Svo hlutirnir gerðust hratt hjá Vesturporti.

Eftir Rómeó og Júlíu barst hróður leik-hópsins víða um heim. Ógleymanlegar uppsetningar á íslenskum verkum á borð við Brim Jóns Atla Jónassonar hafa víða ratað og óvenjuleg nálgun á klassískum verkum eins og Woyzeck, Hamskiptunum og Faust hlotið umtal og notið vinsælda ytra. Auk uppsetninga í leikhúsi hefur Vesturport komið að gerð nokkurra kvik-mynda, m.a. Börn og Foreldrar, Sveita-brúðkaup og Brim.

Gæfuríkt samstarf Vesturports og Borgarleikhússins

Samstarf Vesturports og Borgarleikhúss-ins er gæfuríkt og hefur vaxið og dafnað á síðustu árum. Flestar sýninga hópsins undanfarin misseri hafa verið sett upp í samstarfi og sýndar á sviðum Borgarleik-hússins, þeirra á meðal eru Rómeó og Júlía, Woyzeck, Ást, Kommúnan, Súperstar, Faust og Húsmóðirin.

Flestar uppsetninganna hafa gert víðreist. Í fyrra var Faust valin sérstök 40 ára hátíðarsýning í Young Vic leikhúsinu og sýnd sjö sinnum í viku í heilan mánuð. Í kjölfarið fylgdu leikferðir til Þýskalands og Rússlands en framundan eru ferðir til Suður-Kóreu, Noregs, á BAM hátíðina í New York og víðar.

Evrópsku leiklistarverðlaunin

Þau gleðilegu tíðindi bárust á árinu að Vesturport hefði fengið hin virtu og eftirsóttu Evrópsku leiklistarverðlaun sem veitt voru í Rússlandi. Stærsti heiður sem íslensku leikhúsfólki hefur hlotnast. Af því

tilefni voru Faust og Hamskiptin sýnd í Pétursborg þar sem verðlaunaafhend-ingin fór fram.

„Það var sérstök og mögnuð upplifun að sitja í Alexandrinskí-leikhúsinu í Pétursborg sunnudagskvöldið 17. apríl þegar Evrópsku leiklistarverðlaunin voru afhent. Þegar Vesturportshópur-inn tók sameinaður við verðlaununum fylltist ég miklu stolti. Þetta var sögu-leg stund fyrir íslenskt leikhúslíf.“

Svo komst Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, að orði í grein í Morgunblaðinu eftir að hafa verið viðstaddur afhendinguna. Aldrei fyrr hefur íslensku leikhúsfólki verið sýndur slíkur heiður á alþjóðavettvangi og hún hefur verið ótrúleg rússíbanareið þessi saga Vesturports á þeim tíu árum sem hópurinn hefur starfað.

Vonandi er saga Vesturports rétt að byrja. Framundan er fjöldi spennandi verkefna. Axlar-Björn og Bræðurnir auk endurupptöku á Rómeó og Júlíu í tilefni af 10 ára afmæli sýningarinnar eru mikið tilhlökkunarefni áhorfenda Borgarleik-hússins á árinu 2012.

Borgarleikhúsið óskar Vesturporti innilega til hamingju með Evrópsku leiklistarverð-launin og þakkar samstarfið.

„En ef einhver leikhópur sló í gegn í Pétursborg, þá var það hinn íslenski leikhópur, Vesturport, sem var meðal verðlaunahafa Evrópsku leiklistar-verðlaunanna þetta árið... Uppsetningin á Faust var stórbrotin

– enn betri en þegar ég sá hana í Young Vic leikhúsinu í London.“Michael Billington, Guardian.

Til hamingju,Vesturport

45

Gómsættleikhúskvöld

Máttarstólpar BorgarleikhússinsBorgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg. Jafnframt gerir ómetan legur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Veislur og skoðunarferðirVið tökum vel á móti hópum sem eru að koma í leikhúsið og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur fyrir sýningu í forsal Borgarleikhússins. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standiveislum yfir í margréttaðar veislur. Sendu okkur línu á [email protected] og við gerum kvöldið ógleymanlegt. Fyrir þá for vitnu má líka panta skoðunarferðir um Borgar-leikhúsið, það er stórt og leyndardómsfullt hús. Í skoðunarferðum er skyggnst bak við tjöldin og fræðst um starfið í leikhúsinu og sögu þess.

Sönglist – fyrir fríska krakkaSönglist er sjálfstæður söng- og leiklistarskóli sem starfræktur hefur verið í Borgarleikhúsinu í 10 ár. Þar hafa margir krakkar smitast af leiklistarbakteríunni og fengið tækifæri til að spreyta sig á sviði. Vegna vinsælda hefur nýju húsnæði nú verið bætt við í Borgartúni. Nemendur skólans eru á aldrinum 7 til 16 ára og fá vandaða söng- og leikþjálfun hjá menntuðum kennurum. Vetrarnámskeið hefjast í september og standa í 12 vikur hvert.Nánar á www.songlist.is.

Gjöf sem lifnar við

Gjafakort Borgarleikhússins er góð gjöf sem lifnar við í höndum þess sem þiggur. Þú getur keypt kortið í Borgarleikhúsinu, á www.borgarleikhus.is og á þjónustuborði Kringlunnar. Áskriftargestir Borgar-leikhússins fá kortin með sérstökum afslætti.

Meira í miðasölunniVið leggjum áherslu á að bjóða upp á skemmtilega muni sem tengjast sýningum leikhússins og getum oft boðið mun betri kjör en annars staðar. Meðal þess sem er í boði er bók Auðar Jónsdóttur Fólkið í kjallaranum, hið geysivinsæla verk Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, ný útgáfa Eddu á sögunni um Galdrakarlinn í Oz, mynddiskur með

uppsetningu Vesturports og Borgarleikhússins á Woyzeck, mynddiskur frá uppsetningu Skoppu og Skrítlu á Litla sviðinu, geisladiskar með tónlistinni úr Galdrakarlinum í Oz, Gauragangi, Skoppu og Skrítlu og mynddiskur af sýningunni Harry og Heimir – með öðrum morðum sem gekk fyrir fullu húsi tvo vetur.

Gott aðgengiBorgarleikhúsið tekur vel á móti fötluðum með góðu aðgengi og plássi fyrir hjóla stóla í áhorfenda-sölum. Fyrir leiksýningar er alla jafna rúmgott á bílastæðum við Kringluna. Leikhúsgestir ættu því ekki að vera í vandræðum með að leggja bílum sínum.

44 | Borgarleikhúsið

Horft til framtíðar!

Bræður

Gjöfult samstarf Borgarleikhússins og Vesturports heldur áfram því á næsta ári stendur til að setja upp Bræður eftir Richard LaGravenese og Gísla Örn Garðars son. Verkefnið er lauslega inn-blásið af Karamazovbræðrunum eftir Dostojevskíj. Hér er um viðamikið verk að ræða því Malmö Stadtsteater og Teater Får302 í Kaupmannahöfn koma að uppsetningunni auk glæsilegs hóps listamanna frá Norðurlöndunum. Sýningin verður forsýnd á Listahátíð í Reykjavík í maí 2012 og í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Heimsfrumsýningin verður svo á Stóra sviði Borgarleikhússins um mitt leikár 2012–2013. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir sýningunni.

diskóeyjan

Diskóeyjan er nýr íslenskur söngleikur sem frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2012. Verkið byggir á geysivinsælli plötu Memfis-mafíunnar sem vermdi fyrsta sæti vin-sældalista síðastliðinn vetur auk þess sem lagið Það geta ekki allir verið gordjöss í flutningi Páls Óskars sat vikum saman á toppnum. Diskóeyjan er hugarfóstur þeirra Braga Valdimars Skúlasonar, Óttars Proppé og Guðmundar Kristins Jónsson-ar sem fá til liðs við sig hóp valinkunnra listamanna til að kanna eyjuna betur og gæða hana lífi með nýjum lögum og persónum. Diskó, fönk og viðbættur sykur fyrir alla fjölskylduna.

Okkur er það mikil ánægja að kynna nýjung í veitingasölu í Borgarleikhúsinu. Veitingahúsið Happ veitir leikhúsgestum tækifæri til að njóta ljúffengra veitinga fyrir sýningu eða í hléi.

Happ hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ferskan, hollan og bragðgóðan mat, þar sem sköpunarkrafturinn fær að leika lausum hala. Happ opnaði fyrst á Höfðatorgi og naut þegar mikilla vinsælda. Nú í sumar opnaði nýr staður í Austurstræti.

Borgarleikhúsið horfir fram í tímann og undirbúningur leik-ársins 2012–2013 er langt kominn. Þar er ýmislegt bitastætt á boðstólum sem við upplýsum þegar nær dregur en við getum þó ekki staðist þá freistingu að veita ykkur dálitla nasasjón af nokkrum verkum sem framundan eru.

Gulleyjan

Gulleyjan, sjóræningjasaga Roberts Louis Stevenson, í leikstjórn Sigurðar Sigurjóns-sonar verður sett upp af Borgarleikhús-inu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar á næsta ári. Frumsýnt verður fyrir norðan í janúar 2012 en sýningin flyst suður í sept-ember sama ár. Karl Ágúst Úlfsson semur leikgerð að hinni sígildu sjóræningjasögu og Þorvaldur Bjarni sér um tónsmíðar fyrir verkið.

dýrðardagar

Við höldum áfram Beckettveislu á haustdögum 2012 þegar Dýrðardagar verða settir á svið. Að uppsetningunni standa þau Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson, Steinþór Sigurðsson og Tómas Zoega sem öll hafa sett mark sitt á ís-lenskt leikhús í um hálfa öld og hafa verið í framvarðasveit Leikfélags Reykjavíkur. Þetta heiðursfólk stendur að einum yngsta leikhópi landsins, Vonarstrætis-leikhúsinu.

„Við hlökkum til að bjóða leikhúsgestum Borgar leikhússins upp á gómsætan mat sem ætti að geta kórónað gott kvöld í leikhúsinu.“Lukka Pálsdóttir, Happ.

pantaðu fyrir sýningu – klárt í hléi

Nauðsynlegt er að panta veitingarnar í síma 568 8000 áður en í leikhúsið er komið. Tilvalið er að ganga frá pöntunum um leið og leikhúsmiði er bókaður. Þú gengur að veitingum þínum vísum á merktu borði, fyrir sýningu eða í hléi.

Matseðillinní september og október

Ferskt salat með lambafile, tómötum, mozzarella og valhnetuolíu.

Litlar ljúffengar pítsusnittur á stökkum botni með fersku grænmeti,

ávöxtum, hnetum, osti og pestó.Mjúk, dökk súkkulaðikaka með

hvítum súkkulaðimolum.

Fésbókarsíða Borgarleikhússins miðlar lifandi og glóðvolgum fréttum úr leikhúsinu. Þar finnur þú skemmtileg myndbönd sem sýna lífið að tjaldabaki og reglulega eru skemmtilegir leikir með góðum vinningum. Vertu með!

Á boðstólum eru litríkir smáréttir, sætir og ósætir, til að snæða fyrir sýningu eða í hléi. Skipt verður reglulega um matseðil og því ættu fastir leikhúsgestir að geta gætt sér á nýjum og gómsætum kræsingum í hvert skipti sem þeir koma í leikhúsið.

Ekki missa af stór-brotnu ferðalagi

Fjórar sýningar á aðeins 11.900 kr.

Leikhús á bíóverði

Með áskri�arkorti færð þú: 37% afslátt af almennu miðaverði. öruggt sæti og missir ekki af þeim leiksýningum sem þig langar mest að sjá. betri kjör á gjafakortum og viðbótarmiðum. afslátt af varningi sem seldur er í miðasölu. lægra miðaverð hjá Leikfélagi Akureyrar. sértilboð á valda tónleika hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands.

Mundu að skrá netfang þegar þú kaupir áskri�arkort til að missa ekki af sértilboðum til korthafa.

Áskri�arkort á aðeins 6.500 kr. fyrir ungt fólk.25 ára og yngri fá áskri�arkort á kostakjörum, aðeins 6.500 kr. fyrir 4 sýningar að eigin vali.

Áminning með SMS:Ekki hafa áhyggjur af því að gleyma hvenær þú átt miða í leikhúsið. Við látum þig vita með SMS. Mundu bara að skrá GSM símanúmerið þitt þegar þú gengur frá áskri�inni.

Miðasala Borgarleikhússins:

568 8000Í miðasölu:Komdu í heimsókn í leikhúsið við Listabraut 3. Við tökum vel á móti þér.

Á vefnum:Á borgarleikhus.is er einfalt og öruggt að ganga frá áskri�. Þú færð kortið sent heim.

Í síma 568 8000:Þú hringir í okkur, gengur frá kaupunum og færð kortið sent heim.

47

Veldu núna!

ÍSLENSKIDANSFLOKKURINN2011 - 2012

HÓTELVOLKSWAGEN

LEIKRIT EFTIR JÓN GNARR

Í LEIKSTJÓRN BENEDIKTS ERLINGSSONAR

219.000 leikhúsgestir geta ekki ha� rangt fyrir sér

Leikhús á bíóverði fyrir ungt fólkÁskri�arkort á aðeins 6.500 kr

25 ára og yngri fá áskri�arkort á aðeins 6.500 kr.,

fyrir 4 sýningar að eigin vali. Ef það nægir ekki

færðu þér bara annað kort og velur �eiri af þeim

�ölmörgu sýningum sem verða á �ölunum í vetur.

Hringdu í síma 568 8000, farðu á

borgarleikhus.is eða kíktu við í miðasölu

Borgarleikhússins við Listabraut.

Skelltu þér í Borgarleikhúsið!

Almennt áskri�arkort veitir 37% afslátt.

Fjórar sýningar á aðeins 11.900 kr.