26
David Walliams Vonda frænkan Teikningar eftir Tony Ross Guðni Kolbeinsson þýddi

David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

David Walliams

Vondafrænkan

Teikningar eftir Tony Ross

Guðni Kolbeinsson þýddi

Page 2: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

Texti: © David Walliams 2014Myndskreytingar og kápa: © Tony Ross 2014

Grafísk vinnsla á nafni höfundar á kápu © Quentin Blake 2014

Útgefandi: BókafélagiðBókafélagið er hluti af BF-útgáfu ehf.

Reykjavík 2016

David Walliams og Tony Ross áskilja sér siðferðislegan rétt til að teljast höfundur/myndskreytir þessarar bókar.

Prentað í SvíþjóðÞýðing: Guðni Kolbeinsson

Bókin heitir á frummálinu Awful Auntie og kom fyrst út hjábarnabókaarmi HarperCollins-útgáfunnar árið 2014 í Bretlandi.

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild,

án skriflegs leyfis höfundar. Þó má birta tilvitnanir í ritdómum um bókina.

ISBN 978-9935-486-05-9

Page 3: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Handa Mayu, Elise og Mitch

Page 4: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Þetta er Saxby-setrið þar sem sagan okkar gerist.

Page 5: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?
Page 6: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Hér sjáum

við inn í

Saxby-setrið.

Page 7: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?
Page 8: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Hér er kort af húsinu og lóðinni.

.

GRÓÐURHÚS

HLIÐ

Page 9: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

SAXBY-SETRIÐ

TJÖRN

BÍLSKÚR

MÚRVEGGUR

HEIMREIÐ

Page 10: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?
Page 11: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

15

Formáli

Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei

að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn

í sjónvarpinu? Eða frænku sem lætur þig klára hverja

einustu örðu af ógeðslegum rabarbaragraut, þótt

hún viti alveg að þér finnst rabarbari vondur? Kyssir

frænka þín kannski hundinn sinn rembingskoss og kys-

sir þig svo líka rembingskoss strax á eftir? Eða borðar

frænka þín alla bestu molana úr kassanum og skilur

bara eftir skelfilega mola með líkjör í? Heimtar hún

kannski að þú sért í ljótu peysunni sem hún prjónaði á

þig fyrir jólin og þig klæjar svo skelfilega undan? Þessa

sem stendur á með stórum, fjólubláum stöfum: Ég elska

frænku?

En hversu vond sem frænka þín er kemst hún aldrei

í hálfkvisti við Albertu frænku.

Alberta frænka er hræðilegasta og versta frænka

sem til hefur verið.

Langar þig að hitta hana?

Page 12: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Já, mér datt í hug að þig langaði til þess.

Hér er hún í öllum sínum hryllilega hryllingi.

Bæjaralands- fjallugla

Tvídjakki

Þykkur leðurhanski

Pokabuxur

Klossar með stáltá

Veiðimannahúfa

Rautt hár

Pípa

Ugluhálsmen

Sífellt urr

Hvöss, svört augu

Einglyrni

Page 13: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Fer vel um þig? Þá byrja ég …

Page 14: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Hér eru aðrar persónur í sögunni …

Hin ungalafði Stella Saxby.

Þetta er Sót.Hann er sótari.

Page 15: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Wagner er fjallugla frá Bæjaralandi.

Forni er eldgamall bryti á Saxby-setrinu.

Strausser lögreglumaður.

Page 16: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?
Page 17: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

I

Frost

Það var allt í móðu.

Fyrst voru bara litir.

Svo komu línur.

Smám saman fór Stella að sjá allt skýrar og að lokum

tók herbergið á sig sína kunnuglegu mynd.

Stúlkan litla áttaði sig á að hún lá í rúminu sínu.

Her bergið hennar var bara eitt af fjölmörgum á stóra

sveitasetrinu. Hægra megin við hana var fataskápurinn

og vinstra megin lítið

snyrtiborð undir

stórum glugga.

Stella þekkti her-

bergið sitt eins og

lófann á sér.

Page 18: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

22

Hún hafði alltaf átt heima á Saxby-setrinu. En á

þessari stundu var samt allt eitthvað svo skrítið.

Ekkert hljóð heyrðist að utan. Það hafði aldrei fyrr

verið svona þögult í húsinu. Allt var hljótt. Stella sneri

höfðinu og leit út um gluggann.

Allt var hvítt. Þykkur snjór lá yfir öllu. Hann þakti

allt sem sást – stóra grasflötina, stóra og djúpa tjörn-

ina og engin fyrir utan múrvegginn. Grýlukerti héngu

í trjágreinunum. Allt var gaddfreðið.

Page 19: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Frost

23

Sólin sást hvergi. Himinninn var gráfölur. Það

var eins og ekki væri nótt en ekki heldur dagur. Var

morgunn eða kvöld? Litla stúlkan hafði ekki hugmynd

um það.

Stellu fannst hún hafa sofið í óratíma. Voru það

dagar? Mánuðir? Ár? Hún var skraufþurr í munninum

og líkaminn þungur sem blý. Og hún lá grafkyrr eins

og stytta.

Page 20: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

24

Eitt andartak hélt Stella að hún væri sofandi og þetta

væri bara draumur. Hana væri að dreyma að hún væri

vakandi í herberginu sínu. Hana hafði dreymt þannig

áður og það var skelfilegur draumur því að sama hvað

hún reyndi þá gat hún ekki hreyft sig. Var þetta sama

martröðin aftur? Eða eitthvað enn skuggalegra?

Hún ákvað að gá hvort hún væri vakandi eða sof-

andi með því að reyna að hreyfa sig. Hún byrjaði á að

reyna að hreyfa litlu tána á öðrum fætinum. Ef hún

væri vakandi og hugsaði um að hreyfa litlu tána hlyti

táin að hreyfast. En hvernig sem hún reyndi að kreppa

tána eða teygja úr henni þá haggaðist hún ekki. Hún

reyndi að hreyfa hverja einustu tá á vinstri fætinum

og svo hverja einustu tá á þeim hægri. En hver á fætur

annarri neitaði að gera nokkurn

skapaðan hlut. Óttinn fór

að ná tökum á henni og

hún reyndi að hreyfa

ökklana, teygja úr fót-

unum, beygja hnén og að

Page 21: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Frost

25

lokum reyndi hún eins og hún mögulega gat að lyfta

handleggjunum. En hún gat ekkert gert. Það var eins

og hún hefði verið grafin í sand upp að hálsi.

Skyndilega heyrði Stella hljóð fyrir utan dyrnar

hjá sér. Húsið var nokkurra alda gamalt og þar höfðu

margar kynslóðir af Saxby-ættinni átt heima. Það var

svo gamalt að þar brakaði í öllu og svo stórt að hvert

hljóð bergmálaði um nánast endalaust völundarhús af

göngum. Stundum hélt Stella að það væri reimt í hús-

inu. Að einhver vofa færi um húsið á nóttunni. Þegar

hún fór að sofa fannst henni hún heyra einhvern eða

eitthvað hreyfa sig hinum megin við herbergisveggina.

Þá þaut hún skelfingu lostin inn í herbergi mömmu

sinnar og pabba og skreið upp í hjá þeim. Foreldrar

hennar héldu þá þétt utan um hana og sögðu henni að

hafa með neinar áhyggjur. Öll þessi skrítnu hljóð væru

bara glamur í rörum og brak í gólfborðum.

Stella var engan veginn viss.

Augu hennar hvörfluðu í áttina að eikarhurðinni

fyrir herberginu. Í mittishæð á hurðinni var skráargat

Page 22: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

26

þótt hún hefði aldrei læst dyrunum hjá sér og myndi

ekki einu sinni hvar lykillinn var. Sennilega hafði

einhver langa-langa-langaafi hennar eða -amma týnt

lyklinum fyrir hundrað árum. Einhver af þessum lá-

vörðum af Saxby eða konunum þeirra sem mátti sjá

á myndunum sem héngu á gangaveggjunum; olíumál-

verk af grafalvarlegu fólki, ekki nokkur manneskja

með bros á vör.

Einhver hreyfing var hinum megin

við hurðina og litlu stúlkunni fannst

hún sjá hvítuna í auga sem starði á

hana gegnum skráargatið en hvarf svo

skyndilega.

„Mamma? Ert þetta þú?“ hrópaði Stella. Og þegar

hún heyrði sína eigin rödd vissi hún að þetta var ekki

neinn draumur.

Á ganginum fyrir framan ríkti grafarþögn.

Stella hleypti í sig kjarki til að taka aftur til máls.

„Hver er þar?“  spurði hún. „Segðu mér það.“  Það

brakaði í gólffjölunum. Einhver eða eitthvað hafði

Page 23: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Frost

27

verið að njósna um hana gegnum skráargatið.

Hurðarhúnninn hreyfðist og dyrnar voru opnaðar

hægt og varlega. Það var dimmt í herberginu en bjart

frammi á ganginum svo að fyrst sá Stella bara skugga.

Page 24: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

28

Þetta var skuggi af einhverju tvennu sem var álíka

hátt og það var breitt. Og þótt þetta væri hvorttveggja

breitt var það ekki mjög hátt. Annað var manneskja

í klæðskerasaumuðum jakka og pokabuxum (svona

eins og golfleikarar eru stundum í). Hún var með der-

húfu á höfði og eyrnaskjólin flöksuðust til og frá. Hún

var með langa og svera reykjarpípu í munninum og

brátt fyllti súr tóbaksreykur herbergið. Hún var með

þykkan leðurhanska á annarri hendinni. Á hanskanum

mátti greinilega sjá útlínur uglu.

Stella vissi strax hver þetta var. Þetta var vonda

frænkan hennar, hún Alberta.

„Jæja, ertu loksins vöknuð, stelpa?“ sagði Alberta

frænka. Rödd hennar var drynjandi og djúp. Hún

gekk nú inn í herbergið og það glumdi í þegar stóru

klossarnir hennar með stáltánni skullu á gólfinu.

Í rökkurskímunni sá Stella þykk tvídfötin og lang ar,

hvassar klær sem uglan vafði utan um leður hanskann.

Þetta var stór fjallugla frá Bæjaralandi, stærsta uglu-

tegund sem til er. Í þorpum í Bæjaralandi voru þær

Page 25: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Frost

29

Page 26: David Walliams - Borgarbókasafn Reykjavíkur Formáli Átt þú vonda frænku? Frænku sem leyfir þér aldrei að vaka fram eftir og horfa á uppáhaldsþáttinn þinn í sjónvarpinu?

Vonda frænkan

kallaðar „fljúgandi birnir“  vegna þess hvað þær voru

hrikalega stórar. Uglan hét Wagner. Það var óvenjulegt

nafn á óvenjulegu gæludýri en Alberta frænka var líka

mjög óvenjuleg manneskja.

„Hvað er ég búin að sofa lengi?“ spurði Stella.

Alberta frænka sogaði að sér pípureykinn og brosti.

„Ó, bara nokkra mánuði, væna mín.“