11
eftir Thorbjörn Egner

Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Dyrin i Halsaskogi - leiksrka

Citation preview

Page 1: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

eftir Thorbjörn Egner

Page 2: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Þýðing

Hulda Valtýsdóttir 

Ljóðaþýðingar

Kristján frá Djúpalæk

Tónlist

Christian Hartmann & Thorbjörn Egner

Leikstjórn

Ágústa Skúladóttir

Tónlistarstjórn

Baldur Ragnarsson & Gunnar Ben

Leikmynd

Ilmur Stefánsdóttir

Búningar

María Th. Ólafsdóttir

Lýsing

Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóðstjórn

Kristinn Gauti Einarsson & Halldór S. Bjarnason

Aðstoðarleikstjóri Orri Huginn Ágústsson

Sýningarstjórn María Dís Cilia & Þórunn Geirsdóttir Aðstoðarmaður leikstjóra og umsjón með börnum Anna Bergljót Thorarensen

Leikmunir, yfirumsjón Ásta Jónsdóttir

Förðun, yfirumsjón Ingibjörg G. Huldarsdóttir & Valdís Karen Smáradóttir

Hárgreiðsla, yfirumsjón Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir & Þóra Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjón Berglind Einarsdóttir

Stóra sviðið, yfirumsjón Axel Cortes

Leikmyndarsmíði og málun Zedrus leikmyndagerð

ÞjóðleikhúsiðLeikárið 2012–2013

64. leikár, 4. viðfangsefni.Frumsýning á Stóra sviðinu 8. september 2012.

eftirThorbjörn Egner

Page 3: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Persónur og leikendur

Bangsa­mammaLilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Marteinn skógarmúsJóhann G. Jóhannsson

Maðurinn á bænum og elgurinnOrri Huginn Ágústsson/Friðrik Friðriksson

Húsamúsin og uglanÞórunn Arna Kristjánsdóttir/Arnbjörg Hlíf Valsdóttir

Patti broddgöltur og hundurinn HabakúkHilmir Jensson

MýsÁslaug Lárus dóttir/Hekla Nína Hafliða dóttirAlexandra Björk Magnúsdóttir/Ísabella Rós ÞorsteinsdóttirSteinunn Lárusdóttir/Andrea Birna GuðmundsdóttirVera Stefáns dóttir/Agla Bríet Gísladóttir 

Bakara­drengurSnorri Engilbertsson

Lilli klifurmúsÆvar Þór Benediktsson

Konan á bænumGuðrún Snæfríður Gísladóttir

Hérastubbur bakariÖrn Árnason

Amma skógarmúsÓlafía Hrönn Jónsdóttir/Ragnheiður Steindórsdóttir

Bangsi litliGunnar Hrafn Kristjánsson/ Benedikt Gylfason

KrákanBaldur Ragnarsson/Ingólfur Magnússon

ÍkornabörninPétur–Grettir Valsson/Egill Breki Sigurpálsson Tumi–Helena Clausen Heiðmunds dóttir/Elva María Birgisdóttir Lísa–Hildur Clausen Heiðmunds dóttir/Svava Sól Matthíasdóttir

HljómsveitKontrabassi–Baldur Ragnarsson/ Ingólfur Magnússon Píanó–Gunnar BenHarmonikka–Matti Kallio/Kjartan ValdemarssonFagott–Darri Mikaelsson/Snorri HeimissonKlarinett–Grímur Helgason/Baldvin Ingvar TryggvasonHorn–Emil Friðfinnsson/Sturlaugur Jón Björnsson

BangsapabbiBaldur Trausti Hreinsson

Mikki refurJóhannes Haukur Jóhannesson

Page 4: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Þeir sem bara borða kjötog bjúgu alla dagaþeir feitir verða og flón af þvíog fá svo illt í maga.En gott er að borða gulrótina,grófa brauðið, steinseljuna,krækiber og kartöflurog kálblöð og hrámeti.Þá fá allir mettan magamenn þá verða alla dagaeins og lömbin ung í haga,laus við slen og leti.

Sá er fá vill fisk og kjöthann frændur sína éturog maginn sýkist, molnar tönnog melt hann ekki getur.En gott er að borða gulrótina,grófa brauðið, steinseljuna,krækiber og kartöflurog kálblöð og tómata.Hann verður sæll og viðmótsljúfur,vinamargur, heilladrjúgur,og fær heilar, hvítar tennur.Heilsu má ei glata.

Þegar piparkökur bakastkökugerðarmaður tekurfyrst af öllu steikarpottinnog eitt kíló margarín.Bræðir yfir eldi smjöriðen það næsta sem hann gjörirer að hræra kíló sykurssaman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokiðhellast átta eggjarauðursaman við og kíló hveitishrærist og í potti vel.Síðan á að setja í þettaeina litla teskeið piparsvo er þá að hnoða deigiðog breiða það svo út á fjöl.

Grænmetis­söngur

Piparköku ­vísur

Page 5: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

ThorbjörnEgner

Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúmlega hálfa öld, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Egner þótti afar vænt um þær góðu viðtökur sem verk hans hlutu hér á landi, og hann tengdist Þjóðleikhúsinu og starfsfólki þess nánum böndum. Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Egners, og Þjóðleikhúsið minnist á þessu leikári hins mikla barnavinar með sýningum á leikritum hans Dýrunum í Hálsaskógi og Karíusi og Baktusi. Við höldum um leið upp á afmæli Dýranna í Hálsaskógi, en leikritið var fyrst sett upp á leiksviði fyrir 50 árum, einmitt hér í Þjóðleikhúsinu okkar.

Myndlist, leikrit, sögur, ljóð og lög

Allt frá barnæsku lifði Egner í heimi sagna, myndlistar, tónlistar og leiklistar, eða eins og hann sagði sjálfur: „Að yrkja ljóð og vísur og leika tónlist og teikna og mála og setja upp leikrit er það sem ég hef haft mest gaman af allt frá því að ég man eftir mér, ég hef kannski alltaf verið nokkurs konar „klifurmús“.“

Egner ólst upp í Osló, en foreldrar hans ráku litla nýlenduvöruverslun á fyrstu hæð í húsinu þar sem fjölskyldan bjó. Í bakgarðinum var hesthús, heyloft og vagnskýli og þar gátu börnin sýnt leiksýningar og spilað í hljómsveit. Á sumrin dvaldi Egner á bóndabæ hjá skyldfólki sínu og í mörgum verkum sínum styðst hann við minningar frá æskuárunum í Osló og í sveitinni.

Egner lærði teiknun og hönnun og vann fyrst í stað við að teikna og mála. Hann myndskreytti bækur fyrir börn og fullorðna, og þótti góður grafíklistamaður. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með þátttöku sinni í barnatímum í útvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Hann samdi sögur, vísur, tónlist og leikrit fyrir útvarp, og söng sjálfur lög og las sögur. Hann eignaðist brátt stóran hóp aðdáenda, og

mikið af því efni sem hann vann fyrir útvarp varð honum síðar innblástur fyrir bækur og leikrit.

Thorbjörn Egner hóf að senda frá sér barnabækur árið 1940. Hann myndskreytti sjálfur bækur sínar og þóttu teikningar hans sérlega skemmtilegar. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem höfundur með Karíusi og Baktusi, sem kom út á bók árið 1949 en hafði áður verið flutt í útvarpi.

Dýrin í Hálsaskógi (Klatremus og de andre dyrene i Hakkebakkeskogen) fylgdi í kjölfarið á bók árið 1953 og Kardemommubærinn (Folk og røvere i Kardemomme by) árið 1955. Þessi þrjú verk, sem síðar urðu leikrit, eru vinsælustu verk Egners, en hann sendi einnig frá sér fjölda annarra bóka.

Kardemommubærinn var frumsýndur á leiksviði í Noregi árið 1956 en það var á Íslandi sem Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst frumsýnd á leiksviði, hér í Þjóðleikhúsinu þann 16. nóvember árið 1962. Tveimur vikum seinna var verkið svo frumsýnt í Kaupmannahöfn. Verkið hafði áður verið sýnt sem brúðusýning í Oslo Nye Teater haustið 1959. Karíus og Baktus var fyrst flutt sem útvarpsleikrit árið 1946. Leikrit Egners eru sett upp reglulega í Noregi og víðar á Norðurlöndum, og hafa verið leikin víða um heim.

Egner hannaði leikmyndir og búninga við fyrstu uppsetningar á verkum sínum, og leikstýrði nokkrum uppfærslum á eigin verkum.

Brúðukvikmyndir Ivo Caprinos frá árinu 1955 sem voru byggðar á Karíusi og Baktusi og Dýrunum í Hálsaskógi nutu mikillar hylli og gerð var kvikmynd byggð á Kardemommubænum árið 1988.

Norski listamaðurinn Thorbjörn Egner fæddist í Osló 12. desember árið 1912 og lést á aðfangadag árið 1990. Hann var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.

Guðlaugur Rósinkranz, þáverandi þjóðleikhússtjóri, og Thorbjörn Egner

Page 6: Dyrin i Halsaskogi - leikskra
Page 7: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Egner þýddi barnaefni og tók saman margar lestrarbækur fyrir börn. Hann var vel að sér um gömul hús og sendi frá sér rit um þau efni. Hann ferðaðist um Norðurlöndin og Miðjarðarhafslöndin, og skoðaði þar byggingar sem urðu svo fyrirmyndir að barnateikningum hans.

Mikilvægt að lesa fyrir börnin

Egner og Anna kona hans kynntust þegar þau voru átján ára. Hún var alla tíð hans helsti samverkamaður og Egner segir að Anna og börnin þeirra hafi verið hans bestu hjálparmenn, gefið honum ráð og veitt honum innblástur. Þegar börnin voru ung höfðu foreldrarnir fyrir sið að lesa fyrir þau á kvöldin. „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi mikla þýðingu að lesa upphátt fyrir börn,” sagði Egner. „Þá upplifa stórir og smáir veröld bókanna saman og tala saman um efni þeirra. Svona kvöldstundir held ég að skapi grunninn að trausti og samheldni sem getur varað allt fram eftir unglingsárunum og kannski um alla framtíð. Þetta eykur orðaforða barnanna og nærir hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði.”

Þegar Egner var spurður að því hvaða kröfur hann gerði til barnasýninga, svaraði hann: „Ég vonast fyrst og fremst

til þess að leikritið veki spennu, og skemmti stórum sem smáum og gleðji þá. En ég óska þess að á bak við skemmtilega atburðarásina finni fólk dýpri merkingu, áminningu um að enginn er bara hetja og enginn er bara skúrkur. Og við verðum að sættast á það að við manneskjurnar erum svolítið ólíkar – og við verðum að reyna að skilja hvert annað.”

Egner var eitt sinn spurður að því hvaða persónu í Hálsaskógi hann líktist mest. Hann svaraði því til að honum væri oft líkt við Bangsapabba, en að hann myndi líka gjarna stundum vilja vera Lilli klifurmús.

Thorbjörn Egner og Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner tengjast sérstökum böndum. Verk hans hafa verið samofin starfi Þjóðleikhússins í yfir hálfa öld, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur hér árið 1960. Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna, og fyrsta uppfærslan á verkinu naut svo mikilla vinsælda að hún var sett aftur á svið árið 1965. Síðan þá hefur verkið verið sett upp með reglulegu millibili, eða árin 1974, 1984, 1995 og 2009.

Leikrit Egners Dýrin í Hálsaskógi hefur einnig notið afar mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu, og hefur verið sett á svið fjórum sinnum áður hér, árin 1962, 1977, 1992 og 2003. Tvö önnur leikrit eftir Thorbjörn Egner hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, Síglaðir söngvarar árið 1968 og Karíus og Baktus árið 2001, en síðarnefnda verkið verður frumsýnt á ný í Kúlunni seinna á þessu leikári. Yfir þrjú hundruð þúsund gestir hafa séð leikrit Egners í Þjóðleikhúsinu í gegnum tíðina.

Allt frá fyrstu sýningunni á Kardemommubænum áttu Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner gott og náið samstarf. Egner gerði leikmynd og búninga þegar Kardemommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi og Síglaðir söngvarar voru fyrst sýnd hér í Þjóðleikhúsinu. Leikmynda- og búningateikningar Egners voru notaðar við nýjar uppfærslur á verkum hans hér fyrstu 25 árin frá frumuppfærslu Kardemommubæjarins. Leikstjóri allra Egner-sýninganna hér í Þjóðleikhúsinu á þeim tíma var Klemenz Jónsson.

Egner kom oft til Íslands, og tengdist mörgum hér vináttuböndum. Á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins, þann 20. apríl árið 1975, gaf hann Þjóðleikhúsinu sýningarrétt leikrita sinna á Íslandi. Við

þetta tækifæri var stofnaður svonefndur Egnersjóður við Þjóðleikhúsið, en úr honum eru veittir styrkir til leikhúslistafólks.

100 ára afmæli

Norðmenn kunna vel að meta allar þær barnabækur, leikrit, hljómplötur, lestrarbækur, teikningar og fleira sem Thorbjörn Egner gaf þeim. Í Kristiansand Dyrepark hefur verið reistur sérstakur Kardemommubær, þar sem börn og fullorðnir geta spókað sig meðal persónanna úr verkinu. Egner vann til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og tónlist og hann hefur verið heiðraður á margvíslegan máta í Noregi. Norðmenn halda upp á 100 ára afmæli Egners með ýmsum hætti, en um hátíðahöldin má fræðast nánar á vefsíðunni nb.no/egner.

Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Á þessum síðum getur að líta búningateikningar Thorbjörns Egners sem hann gerði fyrir frumuppfærsluna hér á Dýrunum í Hálsaskógi árið 1962, og gaf Þjóðleikhúsinu.

Page 8: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Hér mætir Mikki, sjá!með mjóa kló á tá,og mjúkan pels og merkissvip,sem mektarbokkar fá.Ég ligg í leyni þéttvið lágan runn og klett.Ef lykt ég finn, hver lítil múser löngum illa sett.Ég kalla: Gagg. Með kló í músarskinniþá kveð ég: Gef mér brauð úr tínu þinni.Ef mýsla neitar mér,og máski stimpast fer…Heyr! Einn og tveir og þrír – og þámeð þökk hún étin er!

Þá veiðiför ég ferog frakkann rauða ber,hin minni dýr um mörk og fjallþá mega gá að sér.Þau skjálfa eins og urtí ógn, og flýja burt.Því marga sögn um mína slægðþau munu hafa spurt.En, uss – í mosa músartif ég greini.Sjá, Marteinn kallinn læðist þar hjá steini.Hver hafi hljótt um sig.En hérna fel ég mig.Hið litla, montna músargreynú mætti vara sig.

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa.Litlar mýs um löndin öllliggja nú og sofa.Sígur ró á djúp og daldýr til hvílu ganga.Einnig sofna skolli skalmeð skottið undir vanga.

VögguvísaRebbavísa

Page 9: Dyrin i Halsaskogi - leikskra
Page 10: Dyrin i Halsaskogi - leikskra

Egner–feðgarí Þjóð leik­húsinu

1962 Árni Tryggvason (Lilli) og Bessi Bjarnason (Mikki)

1977 Árni Tryggvason (Lilli) og Bessi Bjarnason (Mikki)

1992 Örn Árnason (Lilli) og Sigurður Sigurjónsson (Mikki)

2003 Atli Rafn Sigurðarson (Lilli) og Þröstur Leó Gunnarsson (Mikki)

2012 Ævar Þór Benediktsson (Lilli) og Jóhannes Haukur Jóhannesson (Mikki)

Örn Árnason leikur nú í sjötta sinn í leikriti eftir Thorbjörn Egner í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið alla ræningjana þrjá í Kardemommubænum í ólíkum uppfærslum, Jónatan (1984), Jesper (1995) og Kasper (2009). Í Dýrunum í Hálsaskógi hefur hann leikið Lilla klifurmús (1992) og Bangasapabba (2003), og hann fer nú með hlutverk Hérastubbs bakara (2012).

Örn jafnar nú „Egner-met“ föður síns, Árna Tryggvasonar, sem einnig hefur leikið í sex Egner-sýningum í Þjóðleikhúsinu. Árni lék Lilla klifurmús

í tveimur fyrstu uppsetningunum á Dýrunum í Hálsaskógi, árin 1962 og 1977. Hann lék líka Lilla á hinni sígildu hljóðupptöku af leikritinu sem gerð var árið 1967, og var hinn eini sanni Lilli klifurmús í augum margra kynslóða. Hann lék Bastían bæjarfógeta í Kardemommubænum árið 1974, Tobías í Kardemommubænum í tveimur uppfærslum, árin 1965 og 1995, og trompetleikarann í Síglöðum söngvurum árið 1968.

Þeir feðgar hafa því sannarlega átt stóran þátt í að gæða leikrit Egners lífi á íslensku leiksviði.

Við spurðum Örn að því hver hann teldi að væri lykillinn að vinsældum leikrita Egners á Íslandi.

„Leikrit Egners miðla einföldum, allt að því barnslegum boðskap, sem er samt svo sannur, og það held ég að sé kjarninn í vinsældum þeirra. Boðskapur eins og „Allir eiga að vera vinir ”, „Það má ekki stela” og „Við eigum að vera góð hvert við annað” er mikilvægur og Egner setur hann í einfaldan og skemmtilegan búning.

Egner tekst líka einkar vel að vekja samúð með öllum persónunum, jafnvel þeim „vondu”. Karíus og Baktus, ræningjarnir þrír í Kardemommubænum og Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi eru skemmtilegar og spennandi persónur, sem við finnum svo sannarlega til með, og þannig miðla verkin umburðarlyndi.”

1962

1977 1992 2003 2012

FERILSKRÁR LEIKARA OG LISTRÆNNA AÐSTAND­ENDA ER AÐ FINNA Á HEIMASÍÐU ÞJÓÐLEIK­HÚSSINS, LEIKHUSID.IS. ÞAR MÁ EINNIG FINNA ALLA SÖNGTEXTA ÚR LEIKRITINU.

SÝNINGIN TEKUR UM TVÆR KLUKKUSTUNDIR. EITT HLÉ.

Miðasölusími 551 1200Netfang miðasölu [email protected] Netfang Þjóðleikhússins [email protected]íða Þjóðleikhússins www.leikhusid.is

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla ÓlafsdóttirUmsjón: Sigurlaug ÞorsteinsdóttirÚtlit: Brandenburg Ljósmyndir: Eddi Prentun: Prentmet Útgefandi: Þjóðleikhúsið

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Page 11: Dyrin i Halsaskogi - leikskra