17
Eftirlit með vátryggingasamstæðu m í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir 28. febrúar 2008 lánamarka ður verðbréfa- markaður lífeyris- markaður vátryggin ga- markaður

Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir 28. febrúar 2008

  • Upload
    nedra

  • View
    59

  • Download
    1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

verðbréfa- markaður. lánamarkaður. vátrygginga- markaður. lífeyris- markaður. Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir 28. febrúar 2008. Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II. Eftirlit með samstæðum á við:. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency IIHalldóra Elín Ólafsdóttir 28. febrúar 2008

lánamarkaður

verðbréfa-markaður

lífeyris-markaður

vátrygginga-

markaður

Page 2: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

2

Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II

Page 3: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

3

Eftirlit með samstæðum á við:

Samstæðu sem samanstendur af einu eða fleiri vátryggingafélögum í EES eða í þriðja ríki og uppfyllir skilyrði 225-271 gr. í tilskipunardrögunum.

Samstæðu sem samanstendur m.a. af móðurfélagi sem er eignarhaldsfélag á vátryggingasviði og er með aðalstöðvar sínar í Evrópu og uppfyllir skilyrði 225-271 gr. í tilskipunardrögunum.

Samstæðu sem samanstendur m.a. af móðurfélagi sem er eignarhaldsfélag á vátryggingasviði og er með aðalstöðvar sínar fyrir utan Evrópu eða í þriðja ríki og uppfyllir skilyrði 272-274 gr. í tilskipunardrögunum.

Samstæðu sem samanstendur m.a. af móðurfélagi sem er blandað eignarhaldsfélag á vátryggingasviði og uppfyllir skilyrði 276 gr. í tilskipunardrögunum.

Page 4: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

4

Eftirlitsaðili samstæðu (group supervisor)Skipun eftirlitsaðila samstæðu:

Staðsettur í því ríki sem öll starfsemi samstæðunnar fer fram. Staðsettur í því ríki þar sem starfsleyfi móðurfélagsins er gefið út. Ef móðurfélag vátryggingafélags er eignarhaldsfélag á vátryggingasviði

er hann staðsettur í því ríki þar sem starfsleyfi þess er gefið út. Nokkur vátryggingafélög sem eru dreifð um Evrópu og sem eiga

móðurfélag sem er eignarhaldsfélag á vátryggingasviði, er hann staðsettur í því ríki þar sem höfuðstöðvar eignarhaldsfélagsins eru.

Samstæða sem samanstendur af tveimur eða fleiri eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði með höfuðstöðvar í mismunandi Evrópuríkjum, er hann staðsettur í því ríki þess vátryggingafélags sem er með stærsta efnahaginn.

Samstæða sem samanstendur af tveimur eða fleiri vátryggingafélögum og móðurfélagi sem er eignarhaldsfélag og ekkert af þessum vátryggingafélögum er með starfsleyfi í því ríki þar sem höfuðstöðvar eignarhaldsfélagsins eru staðsettar, er hann staðsettur í ríki þess vátryggingafélags sem er með stærsta efnahaginn.

Page 5: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

5

Eftirlitsaðili samstæðu (group supervisor)(2) Samstæða sem er ekki með móðurfélag, þá er hann staðsettur í því ríki

þess vátryggingafélags sem er með stærsta efnahaginn. Ef erfitt reynist að meta hvaða eftirlitsaðili samstæðu skuli skipaður, þá er

hann staðsettur í því ríki þar sem mikilvægasta vátryggingastarfsemi samstæðunnar fer fram.

Réttindi og skyldur: Hefur yfirsýn yfir samstæðuna og samræmir upplýsingagjöf. Safnar saman öllum nauðsynlegum upplýsingum um samstæðuna, þ.e.

upplýsingum um fjárhag, samþjöppunaráhættu, viðskipti innan samstæðu og fl.

Miðlar upplýsingum til samráðshóps (coordination committee) samstæðunnar og ber undir hópinn ákvarðanir sem snerta viðeigandi aðila. Mikilvægt að öll samskipti við aðila samráðshópsins og eftirlitsaðila samstæðu séu skýr og hröð.

Sér til þess að gjaldþol samstæðu sé reiknað út a.m.k árlega og sé endurskoðað eftir þörfum.

Page 6: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

6

Eftirlitsaðili samstæðu (group supervisor)(3)

Ef mikil breyting verður á áhættusamsetningu samstæðunnar getur hann farið fram á að gjaldþol samstæðunnar sé endurreiknað.

Boðar til fundar með samráðshóp samstæðunnar sem skal vera haldin a.m.k einu sinni á ári.

Ef vafaatriði koma upp t.d. ef um er að ræða félag í þriðja ríki þar sem aðrar reglur og aðferðir gilda þarf hann að taka ákvarðanir um hvað megi og ekki megi eftir að hafa borið það undir samráðshópinn og CEIOPS.

Þarf að meta hvort eftirlit með félagi í þriðja ríki uppfylli gerðar kröfur, ef svo er ekki verður hann að finna út hvaða leið skuli farin við eftirlit í samstarfi við CEIOPS.

Page 7: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

7

Gjaldþol samstæðu-aðferðirSamstæðuuppgjörsaðferð (Accounting consolidation-based aðferð):

Notuð í flestum tilfellum (default method). Hægt að nota annað hvort staðalformúluna eða innra líkan. Gjaldþol samstæðunnar er mismunurinn á leyfðum eiginfjárgrunni

samstæðunnar og SCR samstæðunnar (reiknað út frá samstæðuuppgjöri). Ekki er gerð krafa um að einstök félög uppfylli SCR en öll félög innan

samstæðunnar og tengd félög þurfa hins vegar ávallt að uppfylla MCR. Ef innra líkan er notað:

Sækja þarf um leyfi hjá eftirlitsaðila samstæðu til að nota innra líkan við útreikning á gjaldþoli, eftirlitsaðili hefur 6 mánuði til að meta hvort líkanið sé fullnægjandi frá afhendingu umsóknar.

Eftirlitsaðili samstæðu þarf að ráðfæra sig við önnur viðkomandi eftirlit og fá álit þeirra og getur einnig ráðfært sig við CEIOPS.

Page 8: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

8

Gjaldþol samstæðu –aðferðir (2)

Eftirlitsaðili samstæðu getur sett viðbótargjaldþolskröfu (capital add-on) á, ef hann metur að áhættumynd samstæðunnar endurspeglist ekki í þessari aðferð.

Page 9: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

9

Gjaldþol samstæðu –aðferðir (3)Deduction and aggregation aðferð: Sjaldnar notuð (alternative method). Hlutfall hvers aðila samstæðunnar í gjaldþoli samstæðunnar er fundið út frá

hlutfalli þeirra í hlutafé (subscribed capital). Þessi aðferð er einkum notuð ef félög eru ekki tengd með samstæðu uppgjöri. Gjaldþol samstæðu er mismunurinn á samanlögðum eiginfjárþáttum

(aggregated eligible own funds) samstæðunnar og samanlögðu SCR samstæðunnar.

Hægt að sækja um leyfi til að nota innra líkan. Eftirlitsaðili samstæðu getur einnig sett viðbótargjaldþolskröfu.Sambland beggja aðferða: Fjármáleftirlit þar sem eftirlitsaðili samstæðu er staðsettur þarf að gefa leyfi

fyrir þessu. Aðildarríki CEIOPS þurfa að leyfa eftirlitsaðila samstæðu að velja hvaða aðferð

er notuð.

Page 10: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

10

Gjaldþol samstæðu (4)

Þarf að reikna út a.m.k. árlega. Ef dótturfélag uppfyllir ekki gjaldþolskröfu (SCR) skal taka það með inn í

útreikninga, sama hvor aðferðin er notuð. Ekki má nota tvisvar sama eiginfjárgrunn/eiginfjárþætti hvers félags innan

samstæðunnar við útreikning gjaldþols. Hvorki má nota eiginfjárliði félaga innan samstæðunnar né tengdra félaga

sem fela í sér gagnkvæma fjármögnun félaga (intra-group creation of capital) við útreikning gjaldþols samstæðunnar.

Þegar reikna á út gjaldþol samstæðu sem lánastofnun, fjárfestingarfélag eða fjármálafyrirtæki er aðili að, má nota fyrrnefndar aðferðir við útreikning með nauðsynlegum breytingum, svo lengi sem eftirlitsaðili samstæðu samþykkir það.

Page 11: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

11

Stuðningur móðurfélags (Group support)

Tekið tillit til samlegðaráhrifa samstæðu.

Dótturfélagi verður heimilt að uppfylla SCR umfram MCR með lagalega bindandi loforði móðurfélags (legally binding group support).

Stuðningurinn getur falist í því umframfjármagni sem myndast af völdum samlegðaráhrifanna og móðurfélagið gæti því t.d. fært til umframfjármagn frá dótturfélagi og nýtt sér þá fjármuni á meðan stuðningurinn er í gildi. Einnig er heimilt að færa fjármuni frá móðurfélagi til dótturfélags.

Eftirlitsaðili samstæðu er ábyrgur fyrir því að sjá til þess að samstæðan og félög innan hennar uppfylli skilyrðin um stuðning móðurfélags og þarf að hafa það í stöðugri endurskoðun.

Page 12: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

12

Stuðningur móðurfélags (Group support) (2)

Til að group support sé til staðar þurfa öll eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt: Dótturfélagið þarf að vera hluti af vátryggingasamstæðu og eftirlitsaðili

samstæðu viðurkennir það. Áhættustýring og verklag við innra eftirlit móðurfélags þarf að ná yfir

dótturfélagið og að móðurfélagið uppfyllir kröfur eftirlitsaðila varðandi stjórnun á dótturfélaginu.

Móðurfélagið hafi gefið út löglega og skriflega yfirlýsingu (declaration), sem eftirlitsaðili samstæðu hefur samþykkt, um að fjármunir muni verða færðir til innan samstæðunnar eftir þörfum og samkvæmt ákveðnum takmörkunum.

Móðurfélagið hafi lagt fram umsókn til eftirlitsaðila samstæðunnar um leyfi til að veita stuðning og að sú umsókn hafi verið samþykkt (fær 6 mánuði til að meta).

Page 13: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

13

Stuðningur móðurfélags (Group support) (3)

Tilkynna skal um stuðning móðurfélags opinberlega af viðkomandi félögum innan samstæðunnar.

SCR dótturfélagsins þarf að vera reiknað út samkvæmt viðurkenndum aðferðum (sbr. hér að framan) og eftirlitsaðili samstæðu þarf að samþykkja það.

Atriði sem eftirlitsaðili samstæðu þarf að líta til vegna umsóknar um stuðning móðurfélags: vátryggingasamstæðan þarf að uppfylla samstæðu SCR engar hindranir séu á því að fjármunir séu færðir til innan samstæðunnar yfirlýsingin uppfylli öll lagaleg skilyrði

Á meðan stuðningur móðurfélags er virkur er eftirlitsaðili dótturfélags ekki ábyrgur fyrir því að knýja dótturfélagið til að uppfylla SCR.

Á meðan stuðningur móðurfélags er virkur getur hins vegar eftirlitsaðili dótturfélags gripið til ráðstafana ef að félagið fer undir MCR. Getur t.d. krafið móðurfélagið um tilfærslu fjármuna. Um leið og stuðningur móðurfélags fellur niður þá verður eftirlitsaðili dótturfélags aftur ábyrgur til að knýja á SCR.

Page 14: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

14

Stuðningur móðurfélags (Group support) (4)

Tilfærsla á fjármunum þarf að vera möguleg innan samstæðunnar og eftirlitsaðili samstæðu hefur leyfi til að knýja móðurfélagið um tilfærslu á fjármunum svo lengi sem stuðningur móðurfélags er í gildi og að samstæðan uppfylli samstæðu SCR.

Ef nokkrar beiðnir um stuðning móðurfélags hafa verið lagðar fram innan sömu samstæðu og ekki er til nægjanlegt fjármagn til að uppfylla þær allar, skal nýjasta beiðnin vera minnkuð eða felld niður eftir þörfum.

Page 15: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

15

Fjármagn til reiðu á

samstæðu-grundvelli

Stuðningur móðurfélags leyfir móðurfélagi skilvirkari tilfærslur fjármuna

solo SCRmínus

solo MCR

solo MCR

Stuðningur móður-félags

Fjármagn dótturfélags

SCR samstæðu

Summa af solo MCR

Solo SCR er líka uppfyllt

Samstæðan uppfyllir samstæðu SCR

Móðurfélagið gefur út yfirlýsingu um

stuðning

Page 16: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

16

Önnur lykilatriði til að koma á skilvirku eftirliti Áhersla á eftirlit með samþjöppunaráhættu samstæðunnar, skoða reglulega og skila

a.m.k. árlega þeim upplýsingum til eftirlitsaðila samstæðu. Auk þess sem hann þarf að meta áhættuuppbyggingu samstæðunnar, hugsanlega hagsmunaárekstra innan samstæðunnar, áhættustig og fl.

Áhersla á eftirlit með viðskiptum innan samstæðu, skoða reglulega og skila upplýsingum a.m.k. árlega. Eftirlitsaðili samstæðu skal skilgreina nánar hvaða upplýsingum samstæðan á að skila.

Áhættustýring og innra eftirlit þarf að vera innleitt í öllum félögum samstæðunnar og þurfa að uppfylla þau skilyrði að auðveldlega sé hægt að greina áhættur og innra eftirlit allrar samstæðunnar og veiti góða yfirsýn.

Aðildarríki skulu sjá til þess að skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu samstæðunnar sé árlega birt opinberlega.

Ef erfitt reynist að láta félög/félag innan samstæðunnar fylgja fyrirmælum tilskipunarinnar, er það eftirlitsaðili samstæðunnar sem á að sjá um að knýja eignarhaldsfélagið til að fara að lögum og fjármálaeftirlit hvers vátryggingafélags sem á að sjá til þess að þau fari að fyrirmælum. Við þetta gæti group support fallið niður.

Page 17: Eftirlit með vátryggingasamstæðum í Solvency II Halldóra Elín Ólafsdóttir  28. febrúar 2008

17

Innleiðing ákvæða tilskipunarinnar

Á heimasíðu CEIOPS er umræðuskjal um ýmis atriði varðandi eftirlit með vátryggingasamstæðum eins og t.d. um stuðning móðurfélags, eftirlitsaðila samstæðu og fl. Umsagnarfrestur er til 25.apríl 2008.

umræðuskjal