60
EIÐFAXI 1 7. tbl. 2008 VERÐ KR. 1510.– ,!7HB0C1-hbiabe! BROKKKóRINN / HOLDAFAR HROSSA / FRUMTAMNINGAR / KALDBAKUR / Að BYRJA í HESTAMENNSKU Að byrja í hestamennsku

Eidfaxi 708

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eidfaxi 7.tölublad 2008

Citation preview

Page 1: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 1

7. tbl. 2008

VERÐ KR. 1510.–,!7HB0C1-hbiabe!

,!7HB0C1-hbiacb!

,!7HB0C1-hbiadi!

,!7HB0C1-hbiaef!

,!7HB0C1-hbiafc!

,!7HB0C1-hbiagj!

Brokkkórinn / Holdafar Hrossa / frumtamningar / kaldBakur / að Byrja í Hestamennsku

Að byrja í hestamennsku

Page 2: Eidfaxi 708

2 EIÐFAXI

Page 3: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 3

H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a

Iðnaðarhurðir

H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a

Bílskúrshurðir

Léttar, sterkar og þéttar

Héðins bílskúrshurðir með einangrun eru gerðar fyrir íslenskar aðstæður

Page 4: Eidfaxi 708

4 EIÐFAXI

28

32

20 56

14

8 Húsráð Umhirða reiðtygja

10 Bætt jAfnvægi

13 formAnnAspjAll

14 AlltAf HAft góðA kennArA Teitur Árnason spjallar við Eiðfaxa

17 ormAr og HnjóskAr Viðtal við Pál Stefánsson dýralækni

18 stóðréttir Hestar og menn í Víðidalstungurétt

20 kAldBAkur á kortið Viðar Steinarsson á Kaldbak tekinn tali

24 Að ByrjA í HestAmennsku Hvernig fer ég að?

28 lengi Býr Að fyrstu gerð Erlingur Erlingsson fjallar um frumtamningar

32 vesturkot er AtHvArfið okkAr Finnur Ingólfsson og Kristín Vigfúsdóttir heimsótt

38 ljósmyndAsAmkeppni eiðfAxA Sendið inn myndir á [email protected]

40 Brokkkórinn Ekki lengur brokkgengur!

42 undir HverjA fóru þær?

44 mAt á HoldAfAri HrossA

50 uppByggingin skemmtilegust Lóðaúthlutun á nýju félagssvæði Gusts og Andvara

Efnisyfirlit

Page 5: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 5

Allt fyrir hesthúsið

Sérsmíðum innréttingar eftir máli!

Lynghálsi 3 • 110 Reykjavik • Sími; 540 1125Lónsbakka • 601 Akureyri • Sími; 540 1150Korngarðar 5 • 104 Reykjavik • Sími; 540 1100

Allt efni í hestagerði

innrett.indd 1 5/20/2008 14:25:25

Page 6: Eidfaxi 708

6 EIÐFAXI

Útgefandi

Eiðfaxi ehf., Reykjavík

Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar

Dugguvogur 10, Pósthólf 8133,

128 Reykjavík.

Sími 588 2525

Fax 588 2528

w w w . e i d f a x i . i s

Stjórn

Auður B. Guðmundsdóttir

Arnar Bjarnason

Lárus Dagur Pálsson

Ólafur H. Einarsson

Rúnar Þór Guðbrandsson

Ritstjóri

Trausti Þór Guðmundsson

[email protected]

Auglýsingar

Markfell/Birna Sigurðardóttir

[email protected]

Áskrift og innheimta

Una Sigurðardóttir

[email protected]

Ingibjörg S. Frostadóttir

[email protected]

Greinarhöfundar

Ása Óðinsdóttir

Birgitta Tivelius

Erlingur Erlingsson

Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir

Hilda Karen Garðarsdóttir

Ólafur Árnason

Sigríður Björnsdóttir

Sigurður Sverrisson

Trausti Þór Guðmundsson

Una Sigurðardóttir

Þórdís Bachmann

Þórdís Anna Gylfadóttir

Umbrot

Heiðar Þór Jónsson

Ritstjórn

[email protected]

Forsiðumynd

Eyþór Árnason

Prentun

Prentheimar

Þegar þið sendið greiðslu fyrir

áskriftargjaldi Eiðfaxa munið að setja

viðskiptanúmer ykkar í tilvísun með

greiðslunni.

Áskrift að Eiðfaxa endurnýjast

sjálfkrafa.

ISSN 1021-7169

Eiðfaxi keppist við að virkja þá sem vel eru að sér í tamninga- og þjálfunarfræðunum til þess að skrifa greinar um fagið, lýsa vinnuaðferðum og þeim leiðum sem í boði eru varðandi tamningar og þjálfun. „Út frá forsendum hestsins“ er vinsælt efni og tamningaaðferðir byggðar á þeirri hugmyndafræði hafa verið mjög �inn“ upp á síðkastið. Kennslusýningar og námskeið helguð þeirri hugmyndafræði eru haldin reglulega og allir eru sammála þeirri staðhæfingu að �lengi býr að fyrstu gerð“.

Hvenær hefst sambandið?Afstaða ungs hross til tamningamannsins í

upphafi tamningar veltur mikið á því hvað það hefur upplifað í uppvextinum í samskiptum sínum við manninn. Hvernig staðið hefur verið að allri umhirðu, eins og til dæmis ormalyfsgjöfum, snyrtingu hófa o.fl. Það færist í vöxt að menn líti á þessa vinnu sem hluta af fortamningu, það er að segja að þeim finnist áríðandi að framkvæma þessi handtök með það í huga að atburðurinn lendi í gagnabanka tryppisins um samskipti þess við manninn. Verður minningin góð eða slæm? Byggir hún upp traust eða vantraust og hræðslu? Við þessar vangaveltur vaknar spurningin: Hvenær hefst tamningin og hvenær hefst vinnuferlið �út frá forsendum hestsins“?

stóðréttirMeðal þeirra atburða sem alltaf eru á

atburðadagatali hestamanna, svona rétt eins og vorið og haustið, eru hestaréttirnar. Heimsókn í þær eru fastur liður í lífi margra hestamanna, hátíð sem notalegt er að eiga inni eftir að öllum öðrum hestamótum er lokið. Í réttum hitta menn fyrir sjaldséða vini og tækifæri skapast til þess að berja augum ung hross úr ræktun þeirra sem búa í viðkomandi héraði.

Markaðssetning þessara manna- og hestamóta hefur teygt anga sína til útlanda og þykir mörgum erlendum hestamönnum spennandi að upplifa þessa menningu okkar Íslendinga, svo ekki sé nú talað um að fá jafnvel tækifæri til þess að komast í sjálfar leitirnar. Að smala íslenskum villihestum um heiðarnar og niður til byggða hlýtur að vera sannkallað ævintýri.

ekki hluti af prógramminuÍ réttunum þurfa menn að �draga“ hrossin

í sundur, finna hrossin sín og flokka þau í dilkana. Sú vinna skapar samskipti á milli manns og hests og þarna gæti verið kjörið tækifæri til að leggja inn góða vinnu sem seinna nýttist meir við frekari samskipti og tamningu. Of algengt er að sjá harkaleg vinnubrögð í réttunum. Tveir til þrír hangandi utan á tryppi og þvingandi það með öllum ráðum til að fara inn í réttan dilk. Tryppið jafnvel �dregið� í orðsins fyllstu merkingu. Það getur tekið margar vinnustundir seinna meir, eftir að heim er komið, að sannfæra þessi tryppi um að réttirnar voru ekki hluti af �prógramminu.

ímyndinÍslensk hrossarækt á í samkeppni við ræktun

íslenskra hrossa i öðrum löndum. Í ljósi þess er áríðandi að huga að þeirri ímynd og þeim skilaboðum sem við sendum út á markaðinn. Væri ekki ástæða til þess að þeir sem standa að hrossaréttum, hvar sem þær eru haldnar, setji einhverjar vinnureglur um hvernig staðið verði að flokkun stóðsins og sjái til þess að það sé gert með skipulegum hætti, þannig að ekki verði sá glundroði sem stundum hefur sést? Myndi það ekki styrkja ímynd íslenskra hrossa fæddum á Íslandi?

Trausti Þór Guðmundsson

Page 7: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 7

HEYIÐfrá Litlu-Tungu

HEYIÐfrá Litlu-Tungu

Frábært fæðubótaefni fyrir hesta

BASIBLOCK

• Úrvals hey

• Plastpakkaðirbaggar

• Góð þjónustaBjörk frá Litlu-Tungu

Til að ná góðum árangri þarf fyrsta flokks fóður!

Vilhjálmur Þórarinsson, Litlu-Tungu Rangárþing Ytra - S: 897 6333

•Bætir upp vítamínskort•Eykur virkni lifrar og nýrna•Styrkir ónæmiskerfið, liði og sinar •Byggir upp vörn gegn ofnæmi og sólarexemi

litlatunga augl. 06 15/6/06 14:23 Page 1

Page 8: Eidfaxi 708

8 EIÐFAXI

Leður er algengasta efnið í reiðtygjum og því skiptir meðhöndlun þeirra

okkur miklu máli. Oft liggja miklir fjármunir í hnökkum og beislum og því nauðsynlegt að vanda til umhirðu þeirra svo endingin verði góð og bæði hesti og knapa líði vel við notkun þeirra.

leður - náttúrulegt efniSútun er meðferð dýrahúða og skinna sem breytir eiginleikum þeirra og ver þau gegn rotnun. Hinar ýmsu sútunaraðferðir draga venjulega nafn sitt af þeim sútunarefnum sem notuð eru hverju sinni, s.s krómsútun, jurtasútun og feitisútun. Við sútun skinna og húða fáum við afurð sem við þekkjum og nefnum einu nafni leður. Leðurtegundirnar eru hins vegar geysimargar en skipta má þeim í þrjá flokka, eftir því úr hvaða lögum húðarinnar þær eru. Efsta lag húðarinnar er sterkast en það lag sem næst er vöðvum og sinum er mýkst og teygjanlegast.

rétt umhirðaReiðtygin okkar þarfnast reglulegrar umhirðu og með réttri umönnun viðhöldum við öllum eiginleikum leðursins, auk þess sem reiðtygin endast betur og fara betur með hest og knapa.

BeisliðAllar sylgjur opnaðar og beislið 1. tekið í sundur. Mél fjarlægð og þrifin sér í heitu sápuvatni. Bleyta vel í tusku, t.d með Effol Combi leðurhreinsivökva, og strjúka og nudda öll óhreinindi af ólunum. Ef viðgerða er þörf er gott að framkvæma/láta framkvæma þær á þessu stigi. Einnig skal bursta og þurrka af sylgjum svo þær haldist liprar.Leðurfeiti borin á allt leðrið. Séu 2. ólarnar mjög þurrar og jafnvel við það að brotna, getur verið nauðsynlegt að nota leðurolíu. Hafið ekki áhyggjur af því að feitin fari á sylgjurnar. Það gerir þeim bara gott.Feitin/olían þurrkuð af og beislið 3. hengt upp á þurran stað. Varist raka og kulda.

HnakkurinnAllir fylgihlutir teknir af 1. hnakknum og hann síðan tekinn í sundur, sé það hægt.Ryk og óhreinindi strokin 2. af með tusku. Tuska bleytt í leðurhreinsivökva og öll óhreinindi nudduð af. Hafa ber í huga að gott getur verið að hafa nokkrar tuskur til að sem mest af óhreinindunum náist úr leðrinu og ekkert fari inn í það. Ef hnakkurinn er mjög skítugur getur verið gott að hafa volgt vatn með smá leðursápu í og þrífa fyrst með því. Mikilvægt er þó að bleyta leðrið ekki of mikið, þannig að það verði gegnsósa. Þar á eftir verður hnakkurinn að fá að þorna vel við stofuhita.

rétt umhirða reiðtygja

húsráðið

TexTi : Hilda Karen Garðarsdóttirmynd: Heiðar Þór Jónsson

Þarfnist hnakkurinn viðgerða er 3. best að láta gera þær áður en feiti er borin á hann. Mikilvægt er að láta laga sauma sem farnir eru að rakna áður en þeir fara alveg, svo hnakkurinn skekkist ekki og óeðlileg teygja komi á leðrið. Þegar hnakkurinn er orðinn þurr 4. og hreinn er leðurfeiti borin á alla fleti með tusku og hún nudduð vel inn í leðrið. Þetta er best að gera í hlýju húsnæði og hafa skal í huga að raki og kuldi eru óvinir leðursins. Einnig skal bera vel á alla sauma því feitin ver saumana frá því að þorna og tapa teygjanleika sínum. Athugið að ef leðrið er mjög þurrt getur verið nauðsynlegt að bera aðra umferð á hnakkinn og jafnvel nota leðurolíu í sumum tilvikum.Þegar feitin hefur smogið vel inn 5. í leðrið er umframfeiti þurrkuð af með hreinni og þurri tusku og hnakkurinn settur saman aftur. Síðan skal geyma hann á þar til gerðum hnakkastatífum, svo vel fari um hann. Eins og áður sagði er nauðsynlegt að geyma hnakkinn á þurrum og hlýjum stað.

Hafið í huga...Það er góð regla að þurrka yfir •hnakkinn eftir hvern reiðtúr. Notið leðurhreinsivökva og strjúkið óhreinindin strax af. Tekur í mesta lagi 5 mínútur.Geymið aldrei reiðtygi í lokuðum •pokum, því þá er hætt við að þau fúni, verði þurr og skemmd þegar á að nota þau næst.Látið ekki reiðtygi liggja í olíu, •það er ekki gott fyrir reiðtygin að verða gegnsósa af henni. Athugið að láta mæla undirdýnur •hnakka reglulega. Þær bælast oft misjafnlega, eftir því hve þungur knapinn er og hvernig hann situr. Athugið einnig að þær bælast mest þeim megin sem knapinn stígur á bak.

Gott viðhald reiðtygja lengir endingartíma þeirra.

Page 9: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 9

Ferro Zink hf. • www.ferro.is • [email protected] Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Hjallahrauni 2 • 220 Hafnarfjörður • sími 533 5700

Allt í hesthúsið!Nótuð plastborð, 4 litir- 32/132/1200mm- 32/132/1500mm

Plastplötur, gráar- 17/800/1500mm

Básamottur- 19/1200/1800mm

hesthúsamottur- 45/1000/1000mm

Allt járn í innréttingasmíðieinnig ryðfrítt efni

Leitið tilboða

FákasportÁrstíg 6

600 Akureyrisími 460 1535

Hilbar fyrir Hestinn

einstaklega vandaðar og góðar leðurvörur, vinsælir hnakkar og mikið úrval af reiðtygjum.

nýtt í fákasport

sjón er sögu ríkari

Hann á það besta skilið

Page 10: Eidfaxi 708

10 EIÐFAXI

Bætt jafnvægiFjórði þáttur í greinaröðinni um jafnvægi knapans og ábendingar

Birgitta Tivelius hitti Kajsa Ränkfors sem býr í Svíþjóð og hefur kenvnt reiðmennsku með áherslu á ásetu og jafnvægi í mörg ár. Kajsa er menntuð í Centered Riding ogTTEAM-aðferðinni en byggir kennsluna einnig á áhrifum úr mörgum áttum.Í þessari grein talar Kajsa um æfingar til þess að bæta jafnvægi.Í síðasta blaði var fjallað um það hvernig knapinn fylgir hreyfingum hestsins. Nú verður fjallað um æfingar, notaðar til þess að bæta jafnvægi knapa.

TexTi og myndir: Birgitta Tivelius

Denni Hauksson á Dísu från Hocksbo.

reiðmennska

Page 11: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 11

Æfing til að bæta jafnvægiEf þú bara réttir úr þér er hætta á að þú stífnir upp í bakinu.

Ef þú í staðinn hugsar þér að þú hafir tvö snæri sem toga þig upp á eyrunum í hvert skipti sem hryggsúlan teygist og lengist, þá nærðu réttu jafnvægi í efri hluta líkamans.

Æfing fyrir hendurnar (mynd 1)Til að ná réttum hreyfanleika í olnboganum getur þú reynt

eftirfarandi æfingu:Slakaðu á og lækkaðu herðarnar.- Láttu hendurnar hanga með hliðunum. Lyftu svo upp - í olnbogalið þannig að taumur og handleggur myndi beina línu að munni hestsins.Láttu efri hlið handar mynda beina línu með - framhandlegg.Haltu höndunum með þumalputtunum upp.- Ímyndaðu þér að þú hafir lóð hangandi niður úr hvorum - olnboga eins og maður lætur hanga í dúk utanhúss á sumrin. Það gefur slakandi tilfinningu og forsendur fyrir mjúka og fylgjandi hönd eru hvað bestar.

reyndu að finna hvernig hesturinn upplifir það (mynd 2)Eftirfarandi æfing gefur þér tilfinningu fyrir hvernig hesturinn

upplifir hendur þínar:Standið tveir saman á jörðinni, annar „er hestur“ og - heldur í mél með taumum á meðan hinn er knapi og stendur fyrir aftan.Sá sem heldur í mélin á að hreyfa hendurnar þannig að - það líkist hreyfingum hestsins á feti.Sá sem er hesturinn segir frá hvernig tilfinningin er og - gefur knapanum feed-back.

Reyndu svo eftirfarandi æfingu (mynd 3)Taktu upp samband í gegnum tauminn og reyndu að - hafa jafn mikið samband með báðum taumunum.Haltu niðri í þér andanum og athugaðu hvort „hesturinn“ - tekur eftir einhverju.Stattu með bein hné og hallaðu þér aðeins afturábak.- Réttu út handleggina þannig að þeir verði alveg beinir. - Hvernig er tilfinningin?Leggðu hendurnar þannig að lófarnir snúi niður. Finnur - „hesturinn“ mun?Hugsaðu þér að þú stöðvir hestinn og gerðu eins og - þegar þú ert á hestbaki. Var tilfinningin góð?Athugaðu hvað gerist ef þú stöðvar og ert of seinn að - gefa eftir.Reyndu síðan allar mögulegar taumábendingar sem þú - notar yfirleitt á hestbaki.

Æfing á fetiHér eru nokkrar æfingar sem geta hjálpað þér að uppgötva

hvernig hreyfingar hestsins yfirfærast á þinn eigin líkama. Farðu á bak og biddu einhvern um að teyma hestinn þinn á feti, við langan taum en haltu um tauminn eins og venjulega. Lokaðu augunum og finndu hreyfingar hestsins. Taktu bara eftir hvernig tilfinningin er en breyttu engu strax.

Finndu bæði setbeinin. Eru þau eins?- Hvernig hreyfa setbeinin sig?- Finnurðu þegar hesturinn lyftir og færir fram hægri - afturfót?Finnurðu mjaðmarliðina þína? Er einhver hreyfing þar?- Geturðu læst þeirri hreyfingu?-

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 4

Page 12: Eidfaxi 708

12 EIÐFAXI

Hvað gerist þá í öðrum líkamshlutum?- Er hreyfing í hnjánum? Í hvaða átt?- Hvernig hvíla fæturnir í ístöðunum? Hvaða hluti fótarins - er í sambandi við ístaðið?Er munur á hægri og vinstri fæti?- Er hreyfing í ökklanum?- Hvað gerist þegar þú læsir þeirri hreyfingu?-

Æfing fyrir hreyfanlegri mjaðmaliði (mynd 4)Sittu á hesti í kyrrstöðu og slepptu báðum ístöðum.- Lyftu öðrum fætinum upp og út frá hnakknum.- Hugsaðu þér að þú hafir penna festan á hnéð og hann - bendi fram á við. Teiknaðu svo hring með hnénu.Reyndu að gera hringinn eins hringlaga og hægt er. - Farðu varlega ef það framkallar sársauka.Gerðu hringi í báðar áttir. Skiptu svo um fót og athugaðu - hvort það sé auðveldara eða erfiðara með hinum fætinum.

Æfing á brokki (mynd 5)Til að fylgja hestinum betur eftir á brokki getur þú gert

eftirfarandi æfingu:Fimm skref í stígandi ásetu, fimm skref í hálfléttri ásetu - og sitja brokkið í fimm skref.Reyndu að gera þetta án þess að hesturinn breyti takti - og hrynjanda og án þess að nota tauminn til að halda jafnvægi.

Taktu með þér hreyfanleikann sem þú hefur öðlast í hné, mjaðmarlið og ökkla þegar þú síðan situr í hnakknum.

Æfing á tölti (mynd 6)Þessi æfing gefur þér rétta tilfinningu fyrir hvernig það er að

ríða tölt þegar maður fylgir hreyfingum hestsins á réttan hátt:Stattu á jörðinni með fæturna aðeins frá hvor öðrum og - með létta beygju í hnjánum.Hreyfðu setbeinin eins og liggjandi áttu og athugaðu - hvort einhver hluti er auðveldari eða erfiðari að hreyfa heldur en restin af áttunni.Athugaðu mismunandi hraða á hreyfingunni og finndu - út hvaða hraði er næst því að vera eins og þú upplifir að ríða hesti á tölti.Ef þú vilt þjálfa í burtu misstyrk og bæta tilfinninguna - fyrir töltið án þess að vera á hestbaki getur þú gert þessa æfingu á stórum Pilates-bolta. Notaðu t.d. tímann þegar þú horfir á sjónvarpið.

Æfing fyrir stökk (mynd 7)Með þessari æfingu þjálfar þú hæfni til að halda þér í hægri/

vinstri stökkásetu:Stattu á jörðinni í hægri eða vinstri ásetu.- Ytri fóturinn sem gefur ytri ábendingu er aðeins aftar - og innri fóturinn aðeins framar, aðeins fyrir framan venjulega stöðu.Byrjaðu stökkið með því að standa aðeins meira í ytri - fót með þyngdarpunktinn á hælnum. Rúllaðu síðan yfir á innri fót með þyngdarpunkt á tánni. Ekki létta á fætinum heldur hafðu allan fótinn á jörðinni þegar þú gerir æfinguna.Eftir svif hestsins er mikilvægt að finna aftur ytri fótinn.- Rólaðu fram og aftur og skiptu um stökk eftir einhverja - stund.Fannst þér hægra eða vinstra stökk auðveldara?-

Mynd 5

Mynd 6

Mynd 7

reiðmennska

Page 13: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 13

ÆskulýðsstarfiðÆskulýðsstarfið hefur verið kraftmikið

í mörg ár. Þar má nefna æskulýðsdaga á hverju sumri þar sem reiðkennari sér um að leiðbeina krökkunum. Kvöldvökur eru hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann. Tvisvar hefur verið farið með eldri deild krakkanna í helgarferð í Skagafjörð og í vor fóru þeir á Æskuna og hestinn í Svaðastaðahöllinni. Þetta er þó nokkuð ferðalag en hefur gengið vel og er feikivinsælt meðal krakkanna. Einnig eru krakkarnir með þeim fullorðnu í flestum uppákomum á vegum félagsins, sem eru t.d. árlegir fjölskyldudagar í júlí, haustferð í ágúst og útreiðartúrar á sunnudögum yfir vetrartímann.

fastir liðir í starfinuFræðslufundur er haldinn einu sinni

á vetri og þá fenginn fyrirlesari til að halda erindi um hin og þessi málefni tengd hestum og hestamennsku. Yfir vetrartímann er reiðkennsla í boði fyrir alla félagsmenn. Tvær kvöldvökur eru haldnar yfir veturinn og eitt skemmtikvöld. Árlega eru haldin töltmót, firmamót og félagsmót. Kvennareið er farin seinnipart sumars og er hún mjög vinsæl. Eins er haldið herrakvöld einu sinni á vetri og ekki má gleyma vornæturreiðinni sem farin er eitthvert kvöldið í júní.

Bygging reiðskemmu undirbúinHestamannafélagið Blær er styrkt

af Fjarðabyggð og ýmsum fyrirtækjum, annað hvort með firmastyrkjum eða beinum styrkjum og erum við mjög þakklát fyrir það.

Félagið hefur lagt reiðvegi í gegnum sveitina í Norðfirði fyrir framlag úr reiðvegasjóði LH. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir byggingu reiðskemmu á svæði félagsins á Kirkjubólseyrum.

Um leið og við Blæsfélagar sendum kærar kveðjur til alls hestafólks á landinu minnum við á heimasíðu félagsins sem opnuð var í janúar.

Slóðin er www.123.is/blaer

kraftmikið æskulýðsstarf- í hestamannafélaginu Blæ

formannaspjall

TexTi : Hilda Karen Garðarsdóttirmyndir: Hestamannafélagið Blær

Vilberg Einarsson, formaður Blæs.

Kvennareið Blæs 2008.

Æskulýðsdagar Blæs 2008.

Hestamannafélagið Blær var stofnað í Norðfirði árið 1969. Helstu áherslur í starfsemi Blæs eru æskulýðsstarf og almenn hestamennska. Félagsmenn eru 115 og börn og unglingar stór hluti þeirra.

Page 14: Eidfaxi 708

14 EIÐFAXI

alltaf haft góða kennaraungirhestamenn

Hann er 17 ára Reykvíkingur og afreksknapi og hefur svo sannarlega sýnt það og sannað á nýliðnu keppnistímabili. Hann var áberandi á keppnisvöllunum í sumar og titlarnir voru margir í ár. Hann varð fjórfaldur Reykjavíkurmeistari í vor og sexfaldur Íslandsmeistari í sumar. Þar að auki gekk honum afar vel á Landsmótinu á Hellu og Norðurlandamótinu í Seljord í Noregi.

Page 15: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 15

alltaf haft góða kennara

Hann heitir Teitur Árnason og er afar rólegur og viðkunnanlegur drengur

með mikinn áhuga og metnað til að ná enn lengra í hestamennskunni. En hvernig fékk Teitur hestabakteríuna? „Þegar ég var níu eða tíu ára bjó ég í Vesturási í Selásnum. Sú gata liggur rétt ofan við hesthúsin í Faxabólinu í Víðidal og við Ragnar Tómasson vinur minn vorum mikið að sniglast í kringum hestana, enda Tómas og Þóra, foreldrar hans, á kafi í hestamennskunni. Síðan fórum við saman á reiðnámskeið hjá Bjarna í Reiðskólanum Þyrli og síðan í nýstofnaðan reiðskóla, Faxaból, hjá Tómasi og Þóru. Þá byrjuðu hjólin strax að snúast og fyrr en varði vorum við báðir komnir á kaf í hestamennskuna og ég hlaut minn fyrsta Íslandsmeistaratitil tólf ára gamall.“

alltaf haft góða kennara„Þegar við komum í Faxabólið með

hestana okkar voru þau Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir þar. Það þróaðist þannig að við Agnes, systir mín, sóttum fjölda reiðtíma hjá þeim og vorum mikið með þeim. Þau hafa reynst mér gríðarlega vel og ég lærði mjög mikið af þeim, hluti

sem ég mun búa að alla ævi. Síðustu tvö sumur hef ég svo verið hjá Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga. Hann hefur líka kennt mér svakalega mikið og við pælum mikið saman í hestunum. Veran í Þjóðólfshaga hefur verið lærdómsrík. Þar er alltaf nóg að gera, mörg hross á járnum og allt á fullu. Siggi keppir auðvitað mikið sjálfur og ég held að eftir landsmótið hafi ég verið að keppa allar helgar fyrir utan eina eða tvær. Þar að auki mætti ég á alla Skeiðleika Skeiðfélagsins nema eina, þá sem voru haldnir á meðan ég var úti á Norðurlandamótinu.“

Þetta hefur verið mjög annasamt sumar og síðan í maí hefur þú tekið þátt í að minnsta kosti fjórtán mótum. Verður maður aldrei leiður á þessu „mótabrölti“?

„Nei, það er þá ekki nema eitt andartak í það mesta. Svo ákveður maður bara að bæta í, gera enn betur næst og þá er það búið. Maður fer strax að hugsa um hvernig hægt sé að bæta bæði sjálfan sig og hestinn fyrir næstu átök, því hvert mót er lærdómsríkt og það þarf að nýta sér. Maður kynnist oft nýjum hliðum á hestinum á mótum, jafnvel veikleikum sem ekki koma fram nema undir pressu og þetta setur maður í reynslubankann.“

TexTi : Hilda Karen Garðarsdóttirmyndir: Heiðar Þór Jónsson

Teitur er sexfaldur Íslandsmeistari í ár, sigraði allar þær greinar í unglingaflokki sem hann tók þátt í á Íslandsmóti yngri flokka nema töltið, þar varð hann þriðji. Að auki tók hann þátt í 150m skeiði á Íslandsmóti fullorðinna og sigraði það á Veigari frá Varmalæk.

Reykjavíkurmeistaramótið gekk líka vel, titlar í fjórgangi, fimmgangi, samanlögðum stigum og gæðingaskeiði.

Heppinn með hestakostinnSennilega hefur þú kynnst nokkrum

gæðingum í gegnum tíðina. Hverjir eru eftirminnilegastir? „Stefnir frá Breið var alvöru töltari sem ég var með fyrir nokkrum árum. Hann fór í 7,60 í tölti á Reykjavíkurmeistaramótinu 2006. Síðan fór ég með hann sama ár á Norðurlandamótið í Herning í Danmörku. Ég sé nú alltaf eftir því en það þýðir víst lítið, það koma nýir hestar í staðinn og ég hef verið mjög heppinn með þá hesta sem ég hef eignast. Hestarnir sem ég hef verið með í vetur og sumar eru allir feiknagóðir og hafa kennt mér mikið, klárhesturinn Hvinur frá Egilsstaðakoti, fimmgangarinn Leynir frá Erpsstöðum og skeiðhesturinn Veigar frá Varmalæk.“

Page 16: Eidfaxi 708

16 EIÐFAXI

kappreiðarnarSkeiðið hlýtur að vera mikið kikk og

svolítið öðruvísi en hinar hefðbundnu keppnisgreinar. „Já, það er öðruvísi, mjög skemmtilegt. Þar keppir maður bara við tímann, hann er eini dómarinn þar. Ég byrjaði í kappreiðum í fyrrahaust, á Meistaramóti Andvara. Þá keypti ég Veigar frá Varmalæk af Hauki Baldvinssyni. Ég hef verið mjög heppinn með þann hest og í sumar náðum við þremur Íslandsmeistaratitlum saman, í gæðingaskeiði, 100m skeiði og 150m skeiði. Veigar er mjög sterkur hestur og sérstakur. Ég myndi nú ekki bjóða hverjum sem er á bak á honum, hann er ekki það sem maður kallar barnahestur. Hann var erfiður í tamningu og það er engin leið að ná honum úti í haga, það verður að vera eitthvað aðhald til þess. En ég hef mjög gaman af honum, hann er stórbrotinn karakter.“

stefnir á Hm-úrtökuTeitur hefur verið sigursæll á hinum

bleikálótta gæðingi Leyni frá Erpsstöðum. Hann hafði fylgst með hestinum og fannst hann flottur áður en hann falaði hann, á réttum tíma, af Sigurði V. Ragnarssyni. „Leynir er mjög skemmtilegur karakter og mjög sterkur hestur. Mér gekk vel með hann í fimmgangi í sumar og við tókum

Þrefaldur Íslandsmeistari á Veigari frá Varmalæk. Á LM á Hellu.

Með Hvin á Íslandsmóti í Víðidalnum. Á Hraunari frá Kirkjuferjuhjáleigu á NM í Seljord.

Kraftmikil sýning á Hvin.

Leynir tekinn til kostanna á ÍM í sumar.

Íslandsmeistarar í fimmgangi unglinga.

líka þátt í A-flokki í úrtökunni hjá Fáki í vor. Þar vorum við fjórðu eftir forkeppni og enduðum í 5. sæti í úrslitunum. Það var óneitanlega gaman að vera þar innan um kappa eins og Sigurbjörn og Stakk, Árna Björn og Aris, Steinar og Kolskegg og Hinrik og Hjört frá Holtsmúla. Mig langar að reyna fyrir mér með Leyni í úrtöku fyrir HM í Sviss á næsta ári og jafnvel með Hvin líka, ef allt gengur upp í þjálfuninni í vetur,“ segir Teitur og brosir breitt.

fjölskyldan og framtíðinHvað stendur svo til í haust? „Ég er á

öðru ári í Menntaskólanum við Sund og það fer drjúgur tími í námið næstu misserin. Það er samt gott að hafa einhverja hesta inni til að dunda við og skreppa á bak. Við fjölskyldan erum aðeins að rækta og ætlum að taka nokkur tryppi inn fljótlega og hugsanlega einhverja söluhesta. Ungu hestarnir hafa svolítið setið á hakanum upp á síðkastið en nú er komið að þeim.“

Hvað með framtíðarplön, ertu að hugsa um að leggja hestamennskuna fyrir þig? „Stefnan núna er að klára stúdentinn og sjá svo til eftir það. Ég hef nægan tíma til að hugsa um það, en á meðan ætla ég að stunda hestamennskuna af kappi eins og áður,“ segir Teitur.

ungirhestamenn

Page 17: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 17

Allir eigendur dýra, hvort sem það eru hestar, hundar eða kettir, bera ábyrgð

á heilsufari og líðan dýra sinna. Fyrir utan hina daglegu ummönnun hrossa, fóðrun, þrif og hreyfingu, er ýmislegt sem krefst eftirlits. Á veturna þegar reiðhross eru á húsi er daglegt eftirlit einfalt, þar sem eigendur hrossanna eða umsjónarmenn eru í daglegri umgengni við þau. Á haustin sleppa menn hins vegar hrossunum í hausthaga og þá verður umgengnin minni, sem gerir það mjög áríðandi að aðstæður allar og ástand hrossa sé í besta mögulegum farvegi. Eitt af því sem gæta þarf að er að sú ormaflóra sem oftast er í þörmum hrossa sé í lágmarki þannig að ekki hljótist veikindi af. Eiðfaxi hafði samband við Pál Stefánsson, dýralækni á Selfossi, og spurði hann hvernig best sé að haga ormahreinsun hrossa og hvaða lyf gefi bestu raun.

ormar í hrossum

„Hross sem ganga í þröngum hólfum yfir sumartímann, hólfum sem jafnvel eru notuð ár eftir ár án þess að þau séu hvíld, eru undir miklu smitálagi af ormum. Einnig hryssur og folöld í stóðhestahólfum sem notuð eru sumar eftir sumar.

Almennt má segja um ormasýkingar að það eru yngstu hrossin sem líða mest vegna þeirra. Folöld og tryppi skaðast í innyflum og ná þar af leiðandi ekki að nýta fæðuna eins vel og skyldi og ná ekki þeim þroska sem til er ætlast. Því er nauðsynlegt að gefa folöldum ormalyf strax 2-3 mánaða gömlum og síðan á þriggja mánaða fresti fyrsta árið. Tryppum er einnig nauðsynlegt að gefa inn reglulega og alltaf ef skipt er um haga hjá þeim. Folaldshryssum og folöldum undir þeim ætti ávallt að gefa ormalyf þegar þau koma úr stóðhestahólfum og er sett í heimahaga.

Síðan verða þeir sem halda reiðhesta í hólfum yfir sumartímann að gefa þeim ormalyf þegar þeir eru settir á haustbeitina og eins þegar þeir eru teknir á hús.

Ýmsar tegundir eru til af ormalyfjum fyrir hross og má almennt um þau segja að nýjustu tegundirnar eru ávallt þær bestu en gamla glundrið í stóru brúsunum er töluvert lakara. Ráðlegg ég hestaeigendum

einfaldlega að hafa samband við sinn dýralækni um val á ormalyfi.“

HnjóskarVont veður á haustin fer illa í mörg

hross. Sérstaklega fer slagveður illa með þau þegar þau híma með rassinn í vindinn og vætan á greiða leið inn að skinni. Vandamálið er þó víðatækara en þetta, því þótt hross séu í góðum högum eru þau ekki jafn dugleg að éta við þessar aðstæður. Hver kannast ekki við að sjá hross hímandi dag eftir dag við einhverja misfellu í landinu, skurðaruðninga, litla hóla eða kletta, eða jafnvel í skjóli við einhvern aðskotahlut við eða í haganum? Flestum er eflaust í fersku minni haustið 2007 þegar rigningar hófust í ágúst og lítið stytti upp fyrr en snjóa tók í desember. Þá komu mörg hross á hús illa hnjóskuð og jafnvel komin í aflögn.

Páll sagði okkur eftirfarandi um holdhnjóskana.

„Beinar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn því að hross fái holdhnjóska (oftar kallaðir „hnjúskar“) eru ekki til en margt hægt að gera til að minnka líkurnar á að hross lendi í slíku. Þó byggist þetta fyrst og fremst á veðurfari og fóðrunarástandi hrossanna. Ástæðan fyrir hnjúskum í hrossum er sýking húðarinnar af völdum bakteríu sem kölluð er „Dermatophilus congolensis“ og er baktería sem lifir á húð hrossa við venjulegar aðstæður, án þess að valda neinum vandamálum. Síðan þegar vindur, raki og kannski síbreytilegt hitastig, hefur ýft upp hár og húð nær bakterían að koma af stað yfirborðssýkingu sem birtist í formi hnjúska eða jafnvel harðri og aumri hellu á lend, baki, herðum og jafnvel einnig með miklum hnjúskum á fótum.“

forvarnir„Til að minnka líkurnar á að þetta gerist

er mjög mikilvægt að hross sem verið hafa í talsverðri brúkun yfir sumarið og fram á haust, komist í tímabundinn bata í fóðri. Við það safna þau svolítilli fitu og mynda einnig fitu sem þau setja út í feldinn, sem verður við það mun sterkari til að hrinda frá sér vætu. Til að flýta fyrir þessu

bataástandi er einnig mjög mikilvægt að gefa gott ormalyf fyrir haustbeitina og jafnvel vítamín. Síðan þarf að huga vel að skjóli í haganum og ekki hvað síst ef tíð er rysjótt að skoða hrossin mjög reglulega því að hnjúskarnir koma í þau á fáeinum dögum, ef þeir á annað borð byrja.“

meðferð„Ef hross fá talsverða hnjúska og hárafar

er aðeins úfið og matt er ekkert annað að gera en taka þau á hús og fóðra inni. Gott er að gefa þeim t.d. hörfræolíu með góðu heyi og jafnvel baða þau með volgu vatni og mildri sótthreinsandi sápu. Í kjölfar baðsins er nauðsynlegt að leggja ábreiðu yfir hrossin í nokkrar klukkustundir til að húðin hitni og þorni. Hrossum sem fá hnjúska og á alls ekki að taka inn, eins og fylfullum hryssum, er nauðsynlegt að gefa ormalyf og jafnvel vítamín (vítamínfötur í haga). Síðan skal reynt að bæta skjólið eins og hægt er og auk þess hefja gjöf á sæmilega góðu heyi.“

Hnjóskar.

hestaheilsa

ormar og hnjóskar- Viðtal við Pál stefánsson, dýralækni

TexTi : Trausti Þór Guðmundssonmyndir: Úr Hestaheilsu

Page 18: Eidfaxi 708

18 EIÐFAXI

Það var föstudaginn 3.október að Víðdælingar komu með yfir fimmhundruð hrossa stóð niður í Víðidalstungurétt eftir um tólf tíma smölun. Veðrið var kaflaskipt, ýmist byljir eða sólskin. Snjór var yfir öllu en blíðskaparveður, þegar Eiðfaxi kom í réttirnar á laugardagsmorgninum kl.10:00. Vaskir menn og konur tóku til við réttarstörfin og mikill fjöldi fólks á öllum aldri var saman kominn til að fylgjast með. Börnin horfðu hugfangin á hestana og reyndu að sjá kunnuglega fáka í hópnum.

skemtileg dagskrá - söngur og gleðiSölusýning og uppboð var á staðnum og á meðan seldi

kvenfélag sveitarinnar dýrindis veitingar. Með veitingunum fylgdi happdrættismiði og í aðalvinning var folald.

Söngur og gleði einkenna jafnan réttirnar og í ár var engin breyting þar á og endaði góður dagur með Stóðréttarballi í félagsheimilinu Víðihlíð um kvöldið.

Stóðréttir eiga vaxandi vinsældum að fagna þar sem þær eru haldnar. Heilu fjölskyldurnar koma saman til þess að njóta dagsins og einnig er talsvert um erlenda gesti. Farið er að leggja mikinn metnað í undirbúning stóðrétta sem meðal annars sást á útgefnum bæklingi um dagskrá dagsins.

Í réttinni var mikið af glæsilegum hrossum, vel á sig komnum eftir sumardvöl á Víðidalstunguheiði.

Víðidalstungurétt svipmyndir úr stóðréttum

ljósmyndun

TexTi og myndir : Una Sigurðardóttir

Page 19: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 19

Page 20: Eidfaxi 708

20 EIÐFAXI

kaldbakur viðtal við Viðar Steinarsson

á kortið

hrossarækt

Hross frá Kaldbak á Rangárvöllum hafa verið að stimpla sig inn í íslenska hrossarækt á undanförnum árum. Á Kaldbak stunda þau hjónin Viðar Steinarsson og Sigríður Heiðmundsdóttir hrossarækt. Þau hófu búskap á Kaldbak árið 1980 en hrossaræktin hófst í smáum stíl árið 1986 er Viðar, ásamt Guðjóni bróður sínum, keypti hryssuna Heru frá Jaðri sem var undan Hervari frá Sauðárkróki og Litlu Kollu frá Jaðri. Í sumar fylgdust þau svo stolt með framgöngu Mídasar frá Kaldbak, en hann stóð níundi í fimm vetra flokki stóðhesta á LM. Mídas fékk aðaleinkunnina 8.34 og þar af 9 fyrir meðal annars tölt, brokk, stökk, vilja og fegurð í reið. Mídas er dótturdóttursonur Heru og verður að segjast að lukkan hefur verið með framræktun Heru hjá þeim hjónum á Kaldbak.

Page 21: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 21

Hera frá jaðri var upphafið„Já Hera var upphafið af þessu öllu. Hún var sýnd

fjögurra vetra og fór í góðan dóm mjög lítið tamin,“ segir Viðar aðspurður. „Heru var síðan haldið og kom það í okkar hlut að halda henni þarna fjögurra vetra gamalli. Við héldum henni undir tveggja vetra Snældu-Blesason frá Uxahrygg á Rangárvöllum og fengum happafenginn Sendingu. Síðan var stefnan sett á að sýna Heru aftur 6 vetra. Því miður tókst það ekki þar sem hún fótbrotnaði og fór því alfarið í folaldseignir eftir það.“ Viðar seldi Guðjóni síðan sinn hlut í Heru og sneri sér að framræktun hennar í gegnum Sendingu dóttur hennar. „Hera hefur gefið mikið af gæðingum og er þar fremst áðurnefnd Sending frá Kaldbak, sem hefur gefið okkur mikið af góðum hrossum. Einnig Framtíð og Frigg frá Árnagerði og svo auðvitað garpurinn Eldjárn frá Tjaldhólum. Af tíu skráðum afkvæmum minnir mig að þrjú hafi fengið fyrstu verðlaun og fimm önnur hafi fengið 7.80 og 7.90.�

sending gaf sjö hryssur á tíu árum„Sending hefur gefið okkur mjög góð hross og

þar af þrjár hátt dæmdar fyrstu verðlauna merar, þær Væntingu undan Skorra frá Gunnarsholti, Sunnu Ögradóttur frá Háholti og Himnasendingu undan Stæl frá Miðkoti. Svo eigum við undan henni 3 ungar hryssur sem spennandi verður að fylgjast með. Sending

hefur gefið okkur tíu afkvæmi, þar af sjö hryssur og það erum við mjög ánægð með. Dæturnar eru einnig farnar að sanna sig sem ræktunarhryssur en tvær þeirra hafa þegar skilað fyrstu verðlauna afkvæmum.“

rækta frekar gæði en magn„Við helltum okkur af fullum krafti í hrossaræktina

um 2000 en þá hættum við með kýrnar og löguðum aðstöðuna fyrir hrossin. Nú erum við að fá á milli tíu og tólf folöld á ári en við reiknum ekki með að bæta við þann fjölda. Að fá þetta mikið á ári þýðir einfaldlega að við erum með í kringum fimmtíu hesta stóð á hverjum tíma og það er mikill fjöldi. Reyndar seljum við alltaf eitthvað af folöldum og tryppum þannig að þetta er aðeins rokkandi. En við leggjum meiri áherslu á að rækta gæði en magn. Það er alveg jafn dýrt að fóðra og temja léleg hross eins og góðu hross.“óhrædd við að nota unga stóðhesta

„Það er mjög misjafnt hvaða stóðhesta ég nota segir,“ Viðar. „Í sumar notuðum við Mídas auðvitað en auk þess fór ég með merar undir Glym frá Innri-Skeljabrekku og Möller frá Blesastöðum og svo notuðum við Kalda, skjóttan þriggja vetra ungfola undan Álfi frá Selfossi. Annars hef ég verið óhræddur við að setja merar undir unga stóðhesta. Við val á ungfolum skoða ég bakgrunn ættarinnar vel og reyni

viðtal við Viðar Steinarsson

TexTi : Ólafur Árnasonmyndir: Viðar Steinarsson og Eiðfaxi

Mídas frá Kaldbak á Landsmótinu á Hellu í sumar.

Mídas frá Kaldbak mánaðargamall.

Mídas frá Kaldbak er feikna fasmikill og glæsilegur gæðingur.

Page 22: Eidfaxi 708

22 EIÐFAXI

auk þess að leggja mat á hreyfieðli folans sjálfs. Mér finnst stundum of lítil áhersla lögð á móðurættina en ég tel mikilvægt að þar séu hryssur með góðar ættir á bak við sig. Það getur síðan alltaf verið smekkur hvers og eins hvaða ættir eru góðar og hverjar ekki. Þarna á ég því frekar við að ræktendur átti sig á því hvað það er sem heillar þá og hvernig hross það eru sem þeir vilja rækta. Þær merar sem ég nota í ræktunina eru hugsaðar út frá þessum forsendum. Önnur ástæða þess að ég nota oft unga stóðhesta er einfaldlega sá kostnaður sem fellur til við að nota vinsæla stóðhesta.“

gott geðslag og hrein gangskil�Ræktunarmarkmið mín eru ekki flókin.

Ég legg mikla áherslu á að geðslagið sé gott og eins vil ég hafa hrossin með hrein gangskil. Í mínum huga er gott geðslag undirstaðan sem úrvinnsla hæfileikanna byggist á. Ég vil að hrossin séu jákvæð, samstarfsfús og með vilja sem hægt er að vinna með. Ég set t.d. spurningarmerki við það þegar ég sé hross á kynbótabrautinni sem knapinn á erfitt með að stöðva eða snúa við á enda brautarinnar. Þessi hross eru samt oft að skora hátt fyrir �vilja og geðslag� þó fáir knapar geti náð fram kostum þeirra. Varðandi gangskilin þá

tel ég gríðarlega mikilvægt að tekið sé á þeim hlutum. Mér finnst of mörg dæmi um hross sem eru frekar brotin á brokki, hliðstæð á tölti og fjórtöktuð á skeiði, en skora samt hátt. Ég tel mikilvægt að við pössum upp á þetta, verðlaunum fyrir hreinar gangtegundir en tökum niður fyrir gangleysur þó að framfótarhreyfing sé mikil. Þetta á ekki síst við um skeiðið. Þar er mitt álit að gera verði skýran greinarmun á einhverju yfirferðarflandri og sniðhreinum góðgangi.

Þegar upp er staðið má líklega segja að við á Kaldbak séum að stefna á að rækta hross sem munu spjara sig á keppnisvellinum. Það eru hrossin sem gefa vel í aðra hönd og einnig er það auglýsing fyrir ræktunarbúið. Og alltaf vaxa upp samhliða þeim geðgóð hross með góð gangskil sem reynast tilvonandi eigendum sínum góð reiðhross.“kaupa aðeins merar sem heilla

�Ég myndi eindregið ráðleggja þeim sem eru að fara af stað með ræktun að vanda valið á merunum og velja þær út frá þeim hugmyndum sem þeir hafa um ræktun. Sem betur fer er smekkur manna misjafn og þess vegna höfum við breidd í hrossaræktinni. Ekki kaupa meri bara af því hún er með háan dóm. Leggið líka áherslu á að hryssan heilli og ættirnar á

bak við hana séu einnig skipaðar hrossum sem hafa heillað þig eða gefið hross sem þú ert hrifinn af.“

látum ganga undir allan veturinn�Við látum folöldin alltaf ganga undir

mæðrum sínum allan veturinn og tökum þau yfirleitt inn í lok apríl. Ég hef þá trú að þetta sé gott fyrir uppvöxtinn og þau stækki og þroskist betur með því að vera allan veturinn hjá hryssunum. Við gefum folaldsmerunum mikið af góðu heyi og leggjum mikla áherslu á að skjól og hagar séu góðir. Folöldin eru svo inni þar til hægt er að setja þau á grænt. Á meðan þau eru inni tökum við þau nokkrum sinnum og umgöngumst þau nokkuð mikið til að láta þau venjast manninum. Ég er ekki frá því að hægt sé að meta nokkuð vel geðslag þeirra þegar maður umgengst þau svona í fyrsta skipti. En eftir að þeim er sleppt aftur veturgömlum á grænt látum við þau alveg vera þangað til við tökum þau inn á fjórða vetri til tamningar.“

Vil hafa hrossin frjálsleg og þjál�Við gerum lítið af því að temja tryppin

sjálf. Við gerum þau bandvön og sendum þau svo í tamningu. Í dag er mikill fjöldi af góðum tamningamönnum og bæði tamningum og reiðmennsku fleygir fram.

hrossarækt

Sunna frá Kaldbak, undan Sendingu frá Kaldbak og Ögra frá Háholti. Knapi er Ævar Örn Guðjónsson.

Hjónin Viðar Steinarsson og Sigríður Heiðmundsdóttir á Kaldbak.

Sending ásamt dóttur sinni Byltingu, undan Stíganda frá Leysingjastöðum II.

Page 23: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 23

Við sækjumst eftir því að hrossin okkar séu þjál og frjáls í reið. Mér leiðist að sjá hross sem greinilega eru þvinguð í hollingu� með stöngum og stífri keðju. Meðal þeirra sem hafa tamið mikið fyrir okkur er Guðmundur Björgvinsson. Ég er hrifinn af reiðmennsku hans og reiðstíl. Hrossin eru mjúk og frjáls hjá honum og það er eitthvað sem okkur finnst gaman að sjá. Sama má segja um Steingrím Sigurðsson og því höfum við leitað til hans. Einnig hefur Ævar Örn Guðjónsson tamið og sýnt fyrir okkur hross og tel ég hann einn besta tamningamann landsins í dag. Ég tel að eigendur hrossa eigi að vanda vel valið á þeim sem eiga að sjá um frumtamningar og grunnþjálfun því lengi býr að fyrstu gerð.“

leggja áherslu á að verðlauna aðeins það sem er í brautinni

�Ég tel að hrossarækt á Íslandi sé á réttri leið og það hefur verið gaman að fylgjast með þróuninni undanfarin ár. Það er til mjög mikið af góðum hrossum á Íslandi í dag og ég tel að úrvalið eigi aðeins eftir að aukast á næstu árum. En alltaf má gott bæta og ég tel að betur megi gera í dómstörfum kynbótahrossa. Ég nefndi áðan léleg gangskil og óhreinar gangtegundir. Það er eitthvað sem við verðum að sporna við.

Einnig finnst mér dómarar oft smeykir við að dæma það sem er í brautinni, ef svo má segja. Nýlegt dæmi um það má nefna ungan glæsihest á landsmótinu sem hafði farið í góðan dóm fyrir mótið. Sýningin á honum mistókst svo á landsmótinu og hann féll mikið frá fyrri dómi. Þegar að yfirlitinu kom var sýningin litlu betri og hesturinn missti meðal annars skeifu sem að mínu mati hefði átt að þýða ónýtan dóm. Samt sem áður hækkaði hann umtalsvert og var næstum kominn í sömu tölur og á sýningunni um vorið. Slíkar uppákomur fella trúverðugleika kynbótakerfisins.

líklega alltaf einn dómari ráðandiEinnig set ég spurningarmerki við það

að þrír dómarar dæmi saman. Ég held að það sé nokkuð víst að þá verði alltaf einn dómari frekar ráðandi. Ég tel því mikilvægt að dómarar dæmi hver í sínu horni. Varðandi skiptingu á vægi einstakra þátta í byggingu og kostum þá hef ég ekki mótað mér neina skoðun á því. Tel það hins vegar vera eittvað sem fagráðið ætti alltaf að vera með til skoðunar og vega og meta reglulega.“ekki merkjanlegar framfarir frá lm 2006 til lm 2008

Viðar er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið hægt að merkja nein vatnaskil í

hrossarækt á LM 2008. Á fyrri landsmótum hefðu verið öflugri afkvæmahópar hjá heiðursverðlaunahestum og hvað varðar 1.verðlauna hestana þá veki athygli góð útkoma Gára frá Auðsholtshjáleigu sem er að gefa betri afkvæmi heldur en margir bjuggust við. �Svo finnst mér sem Huginn frá Haga sé að sanna sig sem öflugur gæðingafaðir sem gefur afkvæmi með traustar gangtegundir og úrvalsgott skeið, alvöru vekringa með takthreinan og sniðfastan góðgang. Hvað aðra afkvæmahesta varðar kemur mér á óvart að Aron frá Strandarhöfði virðist ekki ætla að verða sá kynbótahestur sem búist var við.“

mikið af góðu fólki í hestamennskunni„En framtíðin er björt í hrossarækt á

Íslandi. Eins og ég hef áður sagt er nú þegar mikið úrval af góðum hrossum og þau verða betri með hverju árinu. Einnig hefur verð á góðum hrossum hækkað þannig að í dag eiga ræktendur möguleika á að láta reksturinn standa undir sér. Þetta er mjög skemmtilegur bransi og mikið af hressu og skemmtilegu fólki í kringum þetta. Hins vegar eigum við að passa okkur á því að hleypa ekki �hrossapólitíkinni� of langt heldur verðlauna það sem gott er og þróa þá hluti áfram.“

Hjónin Viðar Steinarsson og Sigríður Heiðmundsdóttir á Kaldbak.

Page 24: Eidfaxi 708

24 EIÐFAXI

Margir hestamenn þekkja það af eigin raun að eiga kunningja eða vini sem langar á hestbak og viðkomandi finnst jafnvel sjálfsagt að fá að koma með í hesthúsið og í reiðtúr annað slagið. En við þessi vönu erum aftur á móti ekki jafn afslöppuð yfir því, vegna þess að hestarnir okkar henta kannski ekki algjörum byrjendum eins og þetta fólk er jafnan.

takmarkað aðgengi að kennslu fyrir fullorðna

Það hefur verið í umræðunni um nokkurn tíma, að aðgengi sé takmarkað að reiðkennslu þar sem hestur og útbúnaður er innifalinn í kennslunni, og þá sérstaklega fyrir hinn fullorðna byrjanda. Reiðskólar fyrir börn og unglinga eru víða reknir með miklum

Hestamennskan er vaxandi íþrótt og lífsstíll. Á hverju ári byrja hundruð nýrra iðkenda og án efa þekkja hinir vanari hestamenn einhvern þeirra og sennilega eru margir að byrja eftir að hafa smitast hjá vinum eða kunningjum. En hvernig er að byrja í hestamennskunni? Er auðvelt að hitta á rétta fólkið til að leiðbeina sér við val á hesti? Hverjir eru „rétta fólkið“ og að hverju þurfa þeir helst að huga sem tekið hafa ákvörðun um að hella sér út í hestamennskuna?

að byrja í hestamennsku- hvernig fer ég að?

TexTi : Hilda Karen Garðarsdóttirmyndir: Eiðfaxi

reiðmennska

Page 25: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 25

sóma og þar eru til staðar traustir og öruggir hestar fyrir nemendur. Þar læra þeir jafnvægi í mismundandi æfingum, s.s á hesti í taumhring, og síðan er kennslan stiguð í meira krefjandi verkefni eftir getu knapanna.

Hvert skal leita?Oft geta hestamannafélögin leiðbeint

byrjendum um hvert skuli snúa sér til að finna þá hestatengdu þjónustu sem leitað er að og á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga, www.lhhestar.is, má finna lista yfir öll hestamannafélög á Íslandi. Á heimasíðu Félags tamningamanna, www.tamningamenn.is, má einnig finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar, s.s lista yfir menntaða reiðkennara.

Einnig má benda á hestaleigurnar.

Margir byrjendur, sem ekki eiga hest, hafa nýtt sér þær til að komast reglulega á hestbak og jafnvel í styttri ferðir. Til að mynda bjóða Eldhestar í Ölfusi upp á reiðkennslu og ýmist er hægt að innrita sig í hóptíma eða einkakennslu og er töluverð ásókn í reiðkennsluna hjá þeim.

Hestaleigan Íshestar í Hafnarfirði hefur í nokkur ár boðið upp á hugtakið �Hestur í fóstur�, sem virkar eins og námskeið. Viðkomandi hefur sama hestinn til umráða, einu sinni í viku í 12 vikur. Það er reynt starfsfólk Íshesta sem sér um kennsluna á þessum námskeiðum sem eru hugsuð fyrir börn og unglinga.

Fyrir fullorðna fólkið bjóða Íshestar upp á reiðklúbb. Hægt er að kaupa klippikort í ferðir/reiðtúra sem farnir eru á hverjum degi og er viðkomanda þannig í sjálfsvald sett hversu oft hann fer.

Hjá Íshestum eru líka reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna í gangi allt árið, þar sem blandað er saman kennslu inni í gerði og líka farið í reiðtúra. Innifalið er kennsla, kennsluefni, hestur með reiðtygjum og reiðhjálmur.

Reiðskólar eru oft aðeins starfandi að sumrinu til en margir þeirra hafa tekið vel í að hjálpa fólki sem er að byrja í hestamennskunni, með þeim hætti að kenna þeim grunnatriði á hesti sem er öruggur og jafnvel hjálpa þeim við leit á rétta hestinum ef viðkomandi óskar eftir því.

knapamerkin koma til sögunnarRétta leiðin fyrir alla byrjendur, unga

sem eldri, er stiguð kennsla þar sem grunnatriði reiðmennskunnar eru höfð í fyrirrúmi. Í þessu sambandi er mikilvægt að benda á Knapamerkjakerfið. Umsjón þess er í höndum Hólaskóla og aðeins útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum hafa réttindi til að kenna á knapamerkjanámskeiðunum. Í dag skiptast Knapamerkin í fimm stig og standast þarf fyrsta stig til að eiga rétt á að hefja nám á öðru stigi o.s.frv. Hverju stigi er skipt í bóklegan og verklegan hluta og í lok námskeiðsins eru tekin próf í hvorum hluta fyrir sig. Bóklegi hlutinn gildir 30% og sá verklegi 70%. Hverju stigi fylgir einnig ítarlegt kennsluefni sem nemandi kaupir og tileinkar sér.

Sem dæmi má hér að neðan sjá þau atriði sem nemandi á fyrsta stigi þarf að kunna skil á í lok námskeiðsins, en nánari upplýsingar um Knapamerkin má fá hjá Hólaskóla og á www.holar.is .

Bóklegt:Nemandinn...

Þekki atferli, eðli og hegðun o hesta og kunni að umgangast og

meðhöndla þá út frá eðlislægum forsendum þeirra.Þekki helstu líkamshluta og o skynfæri hestsins.Þekki gangtegundir íslenska o hestsins.Kunni skil á helstu öryggisatriðum o er lúta að hestahaldi, teymingum, meðferð hesta og öryggi knapa.Þekki helstu reiðtygi, umhirðu o og notkun þeirra.Þekki rétt taumhald, mismunandi o ásetur og notkun þeirra.

Verklegt:Eftirfarandi eru þeir þættir sem prófa á

úr verklega á stigi 1:Hestur undirbúinn fyrir reið:o

Kembing.•Teknir upp fætur og •hreinsað úr hófum.Lagt á, hnakkur og •beisli.

Hestur teymdur á múl eða beisli o við hlið, á feti og brokki (eða tölti) á vinnuhraða.Stigið á bak og af baki beggja o megin.Rétt taumhald og stytt rétt í o taumi.Sprett af og gengið frá hesti.o Nemandi geti verið í hlutlausri o lóðréttri ásetu og fylgt eftir hreyfingum hests á feti, brokki og hægu stökki í hringtaumi.Nemandi geti framkvæmt 2�3 o ásetuæfingar á feti.Nemandi geti verið í hálfléttri o ásetu á feti, brokki og hægu stökki í hringtaumi.

að finna rétta hestinnAð loknum byrjendanámskeiðum, eins

og þeim sem er lýst hér að framan, er reiðmaðurinn kominn með grunnþekkingu á reiðmennsku og hestinum og vel í stakk búinn til að eignast sinn eigin hest, ef hann velur það.

Byrjandinn verður að hafa fundið út hvernig hestur passar honum og eiga reiðkennarar að hjálpa til við það verkefni. Ljóst er að ung hross og hrá henta öllu jafna ekki fyrir byrjendur. Ofurnæmt og viljugt hross er heldur ekki æskilegt fyrir byrjanda þar sem þannig hross er fljótt að læra, sem auðvitað er gott, en það lærir líka vitleysurnar og mistökin sem byrjandinn á eftir að gera í sínu menntunarferli sem reiðmaður.

Draumahesturinn er a.m.k 8 vetra. Hann er vel taminn, virðir knapann sem leiðtoga sinn og kann grunnæfingar eins og að standa kyrr, fara beint áfram, stöðva

Page 26: Eidfaxi 708

26 EIÐFAXI

og beygja og skilur vel ábendingar með rödd, fótum og höndum. Hann er með frábært geðslag og er auðvitað öruggur en ekki sjónhræddur eða hvumpinn.

Oft er það svo að hinn menntaði reiðkennari getur hjálpað til við val á góðum hesti og veit jafnvel um hest sem myndi henta viðkomandi. Það er þó sama hver gott verk vinnur en best er að leita til fagaðila innan hestamennskunnar sem gefur sér tíma til að kynnast byrjandanum, á hvaða stigi hann er sem reiðmaður og finna hest við hans hæfi.

Eftir að byrjandinn hefur komist í kynni við aðila sem er treystandi fyrir þessu verkefni, er gott að hann fái að prófa hestinn sem viðkomandi býður honum til kaups, oft og undir mismunandi kringumstæðum. Best er að flýta sér hægt og til að mynda er best að byrja inni í gerði eða reiðhúsi, þar sem knapinn er öruggur. Næst er hægt að byrja inni í gerði og fara síðan í rólegan reiðtúr ef allt gengur vel og þróa þannig gagnkvæmt traust á milli knapa og hests. Síðan ætti byrjandinn að fá að prófa hestinn nokkrum sinnum í viðbót, til dæmis að fara með vinum sínum í reiðtúr og ná að kynnast sem flestum hliðum hestsins.

til hliðsjónar fyrir hestakaupandannÞegar hestur er keyptur gildir það

sama og um önnur kaup, maður vill vanda valið og fara rétt að öllu. Það eru ýmsar klassískar spurningar sem gott er að spyrja og fá viðunandi svör við og hafa til hliðsjónar við mat á þeim hesti sem verið er að skoða. Þessar spurningar eru til dæmis:

Var það menntaður tamningamaður •sem tamdi hestinn? Kann hesturinn grunnæfingar og •ábendingar?Eru einhver vandræði með fóðrun •hestsins?Hefur hesturinn lent í heilsufarslegum •áföllum og þurft á dýralækni að halda, og þá hvaða áföllum og hvaða dýralæknir sinnti honum?Hefur hesturinn verið •heilsufarsskoðaður nýlega?Hver er aldur hestsins? Er •hann skráður í gagnagrunninn Worldfeng?

Að lokum eru einnig nokkur atriði sem mikilvægt er að taka eftir við hestinn sem verið er að skoða og hafa í huga þegar hann er prófaður:

Járning. Hvernig er hesturinn •járnaður; þyngdur að framan eða aftan til að hjálpa honum á einhvern hátt ganglagslega séð?Er hnakkurinn á réttum stað? Situr •hann rétt aftan við herðarnar og er gjörðin um það bil handarbreidd fyrir aftan framfót?Byrjendur ættu alls ekki að ríða •við stangir, heldur aðeins einföld hringamél og því ætti að sýna væntanlegum kaupanda hestinn þannig.Stendur hesturinn kyrr þegar farið •er á bak og er hann rólegur og afslappaður í umgengni?Er hesturinn í góðum holdum?•Er stærð hófa eðlileg? Er mikill munur •á framhófum og afturhófum? Er hesturinn sýndur með einhverjar •hlífar? Þær hækka fótaburð og hjálpa skeiðlögnum hesti að tölta hreint. Biðja ætti um að fá að sjá hestinn án hlífanna.Fá að sjá heilsufarsvottorð •eða biðja um að hesturinn sé sendur í heilsufarsskoðun og röntgenmyndatöku hjá dýralækni.

reiðmennska

Page 27: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 27

Page 28: Eidfaxi 708

28 EIÐFAXI

lengi býr að fyrstu gerð- erlingur erlingsson í langholti

Kynbótaknapar� eru þeir kallaðir. Það eru nokkrir menn sem hafa sérhæft sig í að temja, þjálfa og sýna hross í kynbótadómi. einn þeirra er erlingur erlingsson í Langholti. elli er löngu búinn að sanna sig sem frábæran tamningamann og þjálfara og er um það rætt hve mörg ung hross hann kemur með til dóms á hverju ári og hve sátt og vel tamin þau eru.

tamning þjálfun

Tryppið stendur kyrrt þegar það er burstað og lagt á það.

Page 29: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 29

Nú er sá tími sem hestafólk liggur yfir fræðunum og gleypir í sig þekkingu. Við ætlum að kynnast Ella-aðferðinni, leiðinni að sáttu, frjálsu og vel tömdu tryppi.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú færð tryppið í hendurnar?

„Ég skoða og met ýmsa sýnilega þætti varðandi hrossið, eins og holdafar, hófa og tennur. Þetta er mjög mikilvægt að gera strax og gera viðeigandi ráðstafanir varðandi þá þætti sem þarf að laga, áður en óþægindi og vandamál skapast vegna þeirra. Tennur verður að skoða vel, tryppin eru að missa tennur á þessum aldri, úlfatennur geta leynst í munni þeirra eða lausir jaxlar og geta valdið miklum sársauka þegar beislið er komið upp í þau og því verður að fjarlægja þessar tennur áður en lengra er haldið.

Næst er að kynnast tryppinu, geðslagi þess og háttum. Grípur tryppið hræðsla eða er deyfð yfir því? Er það kjarkmikið eða með yfirgang og frekju?

Oftast er maður fljótur að átta sig á snillingunum, þeir leyna sér ekki. Ég get nefnt sem dæmi að strax frá byrjun tamningar sá ég að þau Björk frá Litlu-Tungu og Álfur frá Selfossi yrðu snillingar,“ segir Elli án þess að blikna.

„Mikilvægur punktur er að kynnast og þekkja atferli hestsins og leyfa honum að

vera í sambandi við aðra hesta í húsinu og finna þá hvaða hestar passa saman, þ.e hverjir geta farið saman út í gerði og þess háttar. Mörg tryppi geta orðið slöpp og sljó og jafnvel hætt að éta ef þau ná ekki að eiga samskipti við önnur hross. Reyndar á þetta líka við um fullorðna hesta og því mikilvægt að þekkja hrossin sín og hafa þetta í huga þegar hestinum er fundinn staður í hesthúsinu.“

Hrædda tryppiðOft reynist aðferð Monty Roberts (Join-

Up®) vel á þau, þ.e.a.s að bjóða tryppinu að koma til mannsins, bjóða þeim múlinn og vinna traust þeirra, án þess að beita valdi eða hörku. „Mín skoðun er sú að mjög margt úr Western-reiðmennskunni eigi vel við í frumtamningarferlinu en síðan tekur klassíska reiðmennskan við þegar farið er að vinna með burðargetu og hreyfingar.“

Til að byrja með skal vinna traust hestsins með því að kemba hann rólega, snerta mjúklega og fylgjast með því hvernig hann bregst við. Hesturinn fer fljótlega að lygna aftur augunum og áttar sig á því að þetta er ekki hættulegt. Síðan er hægt að fara að strjúka lappir og leitast við að taka þær upp til að undirbúa járningu. Athuga skal að ef tryppið er mjög stressað getur þetta ferli tekið nokkra daga. Á þessum fyrstu dögum tamningarinnar lærir

hesturinn að teymast á múlnum þegar verið er að sækja hann inn í stíu eða fara með hann út og inn í gerði. Við allt þetta umstang lærir hesturinn einnig að virða vinnusvæði tamningamannsins, að víkja og vera kurteis og standa kyrr. Einnig er mjög áríðandi hvernig skilið er við tryppið aftur inn í stíu að lokinni vinnunni. Teyma skal tryppið alla leið inn í stíu, snúa því fram, láta það standa í jafnvægi þannig að það flýi ekki frá þér þegar þú tekur múlinn af því. Þannig skilur maður við tryppið sátt en gefur ekki þau skilaboð að það megi hlaupa frá þér inn í stíuna.

„Á fyrsta ári tamningarinnar eigum við mest við frampart tryppisins, kennum því að víkja undan fæti sem þá er notaður við olnbogann. Það er fyrst á öðru ári tamningarinnar að við vinnum meira með afturpartinn,“ segir Elli.

freka og yfirgangssama tryppiðGott er að láta frekt tryppi fara strax

að vinna, í rólegheitunum í taumhring og láta það hreyfa sig laust, kenna því hver leiðtoginn er og að það skuli virða vinnusvæði hans, á sama hátt og lýst er hér að ofan.

Þegar slíku tryppi eru gefin vel útskýrð verkefni og sterkar ábendingar, þá áttar það sig á því að það hefur eignast leiðtoga og fer að sækja í samband við hann. Það

Tryppið lærir að teymast á múl og víkja.

Tryppið stendur kyrrt þegar það er burstað og lagt á það. Tryppið virðir vinnusvæði tamningamannsins.

TexTi : Erlingur Erlingsson og Hilda Karen Garðarsdóttirmyndir: Heiðar Þór Jónsson

Page 30: Eidfaxi 708

30 EIÐFAXI

er mjög auðvelt að átta sig á því þegar þetta gerist, tryppið fer að sækja inn í taumhringinn til leiðtoga síns. Frekjan hefur að lokum vikið og öll athygli tryppisins er á tamningamanninum.

daufa tryppiðEf tryppið er dauft er gott að fá annan

hest með því í vinnuna í taumhringnum, til að draga það með sér og sýna því þannig að það getur verið gaman að vinna og læra. Það skapast þá smá keppni milli hestanna og þeir hafa gaman af því. Gera þarf nógu lítið í hvert skipti til að vekja áhuga tryppisins og verðlauna það þegar vel er gert.

traustið komiðÞegar tamningamaðurinn hefur unnið

traust tryppisins er hægt að setja beisli upp í það og leyfa því að éta með það. Það er nokkuð misjafnt hvernig tryppin taka því. Sum halda strax áfram að éta, eins og ekkert hafi í skorist, á meðan vönnur �tuða� með tungunni, fara með hana yfir og til baka og gapa mikið og verða pirruð. „Mikilvægt er að gefa þeim tíma með beislið og reyna að sjá út hvort hesturinn er viðkvæmur og pirraður á beislinu eða fer strax að éta, en þessi viðbrögð er síðan gott að hafa í huga í framhaldi tamningarinnar.“

Áríðandi er að velja mjúk mél sem passa vel munni hestsins, t.d létt, hol og frekar þykk en ekki tvíbrotin.

taumhringur/ferhyrnt vinnusvæðiÁður en tryppið er látið hlaupa í

taumhring er það járnað. Járningin er vönduð í alla staði svo ekki komi til þess að hesturinn verði sárfættur seinna í tamningaferlinu.

�Gott er að nota snúrumúl en jafnframt er haft beisli uppi í trippinu. Til að byrja með er tryppinu leyft að hlaupa lausu í taumhringnum og skoða sig um í vinnusvæðinu. Það er aðeins rekið til og maður fylgist með tjáningu þess og athugar hvort það er að hlusta og fylgjast með, hvort það er það latt eða stressað og kannski stöðugt að flýja út í hornin.“

Einnig er lesið í ganglagið og styrkur og afl tryppisins metið. Í fyrstu skiptin er mikilvægast að tryppið haldi áfram, sporaslóð eða gangtegund skiptir ekki máli. Síðan er því kennt að stoppa og snúa sér að tamningamanninum. Hafa verður í huga að gera tryppið ekki þreytt eða leitt og gera lítið í einu, 5-6 hringir eru nóg í fyrstu skiptin, því aðalmálið er að gera einhverja nýja hluti í hvert skipti. Þegar tryppið er að vinna með fulla athygli á tamningamanninum og því sem hann er að biðja um, þá á að hætta. „Ég er á þeirri skoðun að hringgerði virki letjandi fyrir tryppin. Að vísu læra þau fljótt

að hlaupa á sporaslóðinni en ég vil frekar fá að kenna þeim það sjálfur í ferköntuðu vinnusvæði og nýta um leið þá kosti sem fylgja því að hafa hornin til að vinna með.

Eins er miklu hættara við að tryppið missi einbeitinguna þegar unnið er með það í hringgerði heldur en þegar vinnan fer fram í ferköntuðu gerði. Það verður fljótt auðvelt fyrir tryppin að vinna á sporaslóð hringgerðis og þau verða fyrr áhugalaus og vill þá vinnan verða vélræn og einhæf. Það er meiri áskorun fyrir tryppið að læra að vinna í hring inni í ferköntuðu gerði en það krefst meiri einbeitingar,“ segir Elli.

Á bak í fyrsta skiptiTryppið hefur verið vanið við gjörð

eða hnakk. Á tryppinu er haft beisli og snúrumúll yfir og hjálparmaður krækir í hann, því í fyrstu skiptin er taumur ekki hafður í beislinu. Best er að teyma undir í fyrsta skipti. Hjálparmaðurinn labbar aftur á bak og hefur fulla athygli á hestinum, gefur honum pláss og færi á því að fylgja sér. Knapinn venur tryppið við þyngdina og að fætur hans komi við síður þess. Áríðandi er að hafa kennt tryppinu að sveigja hálsinn til beggja hliða. Allan þennan undirbúning tekur tamningamaðurinn með sér þegar hann er kominn á bak og kemur þannig í veg fyrir árekstra á milli manns og hests.

Vinnusvæðið er það sama þegar maður er kominn á bak, leiðtogahlutverkið er mikilvægt. Hesturinn á að standa kyrr þangað til hann fær bendingu um annað. Leiðtogahlutverið er ekki á sterkum stoðum byggt þegar hesturinn labbar af stað þegar honum dettur í hug.

„Þegar komið er í taumhring/gerði er það sama uppi á teningnum og þegar tryppið var laust, gerðar eru æfingar sem það þekkir, eins og að stöðva við hljóðmerki og snúa við. Tryppið stöðvar við hljóðmerki og örlítið taumsamband, stöðvar í hornum. Þá er tamningamaðurinn farinn að ríða án hjálparmanns, um tvo hringi á hvora hönd. Síðan leyfir hann tryppinu að hlaupa frjálsu, býður því frjálsræði inn á milli þess sem því er kennt. Hann fer inn í hornin og út úr þeim. Notar alltaf annan taum, innri taum, næstum sveigjustopp. Áríðandi er, ef eitthvað mistekst, að gefa þá tryppinu smá leiktíma, það er frjáls hlaup nokkra hringi, og gera svo æfinguna aftur.“

Út í fyrsta skipti„Það sem er æskilegt að hesturinn

kunni áður en hægt er að fara á honum út í reiðtúr er að sveigja hálsinn, stöðva, bakka eitt skref og að hægt sé að stjórna hálsi og öxlum og þannig sveigju hálsins, því þannig er hægt að færa hann til að framan og stjórna stefnu hans.�

Fyrsti reiðtúr er farinn með öðrum reiðmanni á tömdum hesti. Það er best

tamning þjálfun

Traustið komið og tryppið sækir í leiðtogann.

1.

4.

Tryppið heldur vel áfram en hlustar jafnframt og fylgist með.

Fyrst er farið á bak á ganginum.

Áður kenndar æfingar gerðar með knapa.

Page 31: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 31

að gera lítið, leyfa hestinum að fara á sínum hraða. Mjög einstaklingsbundið er hversu hratt kemur að þessum punkti í tamningarferlinu. Sum tryppi eru tilbúin í reiðtúr á fjórðu viku, önnur eftir tvo mánuði. Mér finnst gaman að segja frá því til dæmis að Björk frá Litlu-Tungu var ekkert sérstaklega fljót að komast út á veg, en þegar hún fór í fyrsta reiðtúrinn var hún nánast eins og taminn gæðingur. Tók forystuna og lék við tauminn.

„Áríðandi er að hafa þessa fyrstu reiðtúra stutta, 1 km er oftast nóg, maður má alls ekki gera tryppið þreytt. Þetta er þó líka einstaklingsbundið. Ef tryppið er kraftmikið þá er kannski farið aðeins lengra. Þetta verður alltaf matsatriði hverju sinni.“

Hálflétt áseta er best á meðan tryppið er að finna jafnvægi sitt. Best er að það fari á þeim gangi sem það velur fyrstu tvo mánuðina. Á stórstígum brokkurum skal jafnvel stíga brokkið, en það fer betur með bakið bæði á knapa og hesti. Sé tryppi missterkt, er gott að leyfa því að „damla“ á stökki. Stökk er mikilvægt til að jafna misstyrk og bætir einnig töltið. Auðvelt er að hafa stjórn á því hvort stökkið tryppið tekur, hægra eða vinstra. Reyna að leiða það þannig að það „damli“ aðeins á veiku hliðinni. Lesa í taktinn, og á réttum tíma upp á stökk, þá mun tryppið taka það stökk sem knapinn óskar.

„Taumsamband kemur smátt og smátt. Nauðsynlegt er að gefa hestinum séns og vera fljótur að umbuna honum þegar hann bregst rétt við. Síðan þegar taumsambandið er komið er hægt að fara hugsa um eftirgjöf.“

Hversu oft í viku?Tryppi á fjórða vetur er hámark að

þjálfa þrisvar í viku. Það getur jafnvel

verið gott að taka þau þrjá daga í röð og síðan �gleðidaga� inn á milli. Þá er hægt að leyfa þeim að hlaupa frjálsum, nokkrum saman í gerðinu, jafnvel yfir spírur, eða reka þau til í hóp úti á víðavangi og síðan þriggja daga samfellt frí. Einstaka sinnum getur verið gott að taka tryppi tvisvar á dag meðan verið er að komast yfir einhvern þröskuld. Þá er kannski unnið með tryppið í hendi um morguninn og svo farið á bak seinni partinn.

„Stuttar rekstrarferðir eru fínir �gleðidagar�. Mátuleg vegalengd á rekstrinum er um það bil fimm km og oftast eru þau á stökki allan tímann! Ekkert slegið af fyrr en síðasta kílómetrann. Ég hef lengi haft það fyrir reglu að fara í svona ferðir alla föstudaga. Hrossin eru fljót að læra á þessar ferðir og yfirleitt er ég einn með þau. Keyri þá á eftir þeim á fjórhjólinu og læði mér svo fram fyrir til þess að snúa þeim við. Gott er að nota hjólið til þessarar vinnu frekar en að fara ríðandi vegna þess að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það verði þreytt.“

ekki hlaupa á �lötum fótum�Tryppi á aldrei að vinna spyrnulaust að

aftan, hvorki á feti eða annarri gangtegund, þ.e �ekki hlaupa á lötum fótum“, þar sem afturhlutinn er ekki í spyrnu því þá kemur ekki burður í afturpartinn. Ef þetta er gert, tryppið stöðugt beðið um spyrnu með afturfótum, þá þarf ekki að biðja um burðinn, hann kemur af sjálfu sér sem og taumsambandið smám saman. Rétt er að geta þess að þetta eins og allt annað fer eftir hestgerðinni. Sumum tryppum þarf að kenna að slaka meira á í staðinn fyrir að vera alltaf að spyrna.

gangsetning undirbúin„Undirbúningur fyrir gangsetningu fer

þannig fram að tamningamaðurinn fer að biðja um söfnun hjá tryppinu, lætur það stytta fetið, koma upp með bakið og labba inn í töltið. En alltaf lítið í einu, þrjú fjögur skref er fínt fyrsta daginn. Besti hraðinn er þegar hesturinn kastar toppi, sem er hraðinn á milli fets og hægs tölts. Stundum kemur þetta sjálfkrafa. Sama leiðin gildir fyrir lullgengan hest, hann er gangsettur inn í tölt á sama hátt og brokkarinn.“

að lokumÍ næsta blaði ætlar Eiðfaxi að halda áfram

spjalli sínu við Ella og mun viðfangsefnið þá verða þjálfun gangtegunda.

Ein spurning að lokum. Hvert sækir tamningamaður eins og Erlingur í Langholti hugmyndir sínar? „Síðan ég hóf störf sem tamningamaður hef ég sótt aðferðir og hugmyndir í samtímamenn mína. Ég hef líka mjög gaman af að viða að mér fróðleik með lestri góðra bóka. Svo er ég ekkert feiminn við að taka upp símann og hringja í aðra atvinnumenn, vini og kunningja, og ræða hin ýmsu mál sem upp koma, enda er mjög mikilvægt fyrir tamningamenn að fylgjast vel með því sem er að gerast í greininni og horfa á aðra knapa að störfum.“

1. Tryppið neitar að fara inn í hornið.

1. 2. 3.

4. 5. 6.

3. Tryppið samþykkir leiðsögnina...

6...og fer síðan vel inní hornið.

Tryppið lærir að slaka á og lengja yfirlínuna.

Page 32: Eidfaxi 708

32 EIÐFAXI

Hrossaræktarbúið VesturkotRæktunarbúið þeirra Finns og Kristínar

er Vesturkot í Skeiðahreppi, um 25 km austan Selfoss. Jörðin er 160 hektarar sem mikið til eru ræktuð tún, en annað góður úthagi. „Mér finnst nú full mikið á þessu stigi að kalla Vesturkotið hrossaræktarbú, en vonandi tekst ætlunarverk okkar þannig að Vesturkotið standi undir því nafni. Við keyptum Vesturkot með kvóta og kúm í apríl 2005. Fljótlega seldum við kvótann en kýrnar gátum við ekki selt strax. Þegar við losnuðum við þær hófumst við handa við

að breyta ýmsu á jörðinni með það í huga að hefja hér hrossabúskap,“ sagði Finnur.

Framkvæmdir hófust um áramótin 2006-2007 og var þeim að mestu leyti lokið í nóvember 2007. Landið hefur nánast allt verið girt að nýju og það hólfað niður með tilliti til hrossaræktar. Byggingarnar, sem fyrir voru á jörðinni, voru í góðu ásigkomulagi og voru allar látnar standa. Fjósinu var breytt úr 30 kúa fjósi í 30 hesta hús með eins og tveggja hesta stíum. „Vissulega þurfti að gera talsverðar breytingar. Hins vegar var líka hægt að nýta ýmislegt

Finnur Ingólfsson og kona hans, Kristín Vigfúsdóttir, eru forfallnir hestamenn og hrossaræktendur. Þau eiga og reka ræktunarbúið Vesturkot í Skeiðahreppi. Það var auðsótt mál að fá að heimsækja þau í sveitina og þau tóku vel á móti okkur Eyþóri ljósmyndara þegar við renndum í hlað einn grámuskulegan rigningardag í september.

lífsstíll

Vesturkot er athvarfið okkarfinnur ingólfsson og kristín Vigfúsdóttir heimsótt

TexTi : Ása Óðinsdóttirmyndir: Eyþór Árnason

Page 33: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 33

sem fyrir var. Til dæmis notuðum við járnbogana úr básunum sem járnabindingu fyrir uppsteypta veggi í stíunum. Stíurnar í húsinu eru safnstíur en hins vegar er gamla haughúsið líka nýtt. Í hverri stíu eru rimlar niður í það og mesta skítnum mokað daglega niður. Með þessari tilhögun er ekki þörf á jafn miklum spónum eins og ef um venjulegar safnstíur væri að ræða. Þar sem gott aðgengi er að heitu vatni ákváðum við að leggja hita í gólfið og það hefur einnig sitt að segja við að halda stíunum þurrum. Þetta er að mörgu leyti sniðugt, en að sama skapi mjög vandmeðfarið, þar sem þarna geta myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur. Nái slíkar aðstæður að skapast geta ýmis hvimleið vandamál fylgt í kjölfarið,“ segir Finnur.

Eftir hesthúsloftinu endilöngu eru opnanlegir þakgluggar sem hleypa fersku lofti inn og í kjallaranum er blásari sem sogar skítalykt og flugur úr hesthúsinu.

Loftræsting er því mjög góð. „Það er aldrei skítalykt inni í hesthúsinu og þar sjást varla flugur. Sjáist fluga inni í húsi er það helst inni í kaffistofu,“ segir Finnur. Í gamla mjólkurhúsinu er núna hin huggulegasta kaffistofa. Fyllt hefur verið upp í gömlu mjaltagryfjuna og rýmið nýtt fyrir reiðtygi og fatnað. Allir hlutar gamla fjóssins hafa því fengið nýtt hlutverk. Hins vegar var aðeins bætt við húsakostinn. ,,Reiðskemman er sú bygging sem reist var frá grunni. Hún er um 900 fermetrar og er viðbygging við gömlu hlöðuna,“ segir Finnur. „Það er nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu innandyra þegar verið er að standa í þessu basli.“ Aðstaða til tamninga og þjálfunar er góð því auk skemmunnar var lagður reiðvöllur með 250 m skeiðbraut. Það sem helst væri hægt að setja út á er að reiðleiðir mættu vera heldur fjölbreyttari. ,,Það tekur svolítinn tíma og fyrirhöfn að komast á góðar reiðleiðir sem þó eru allt

Skíma er stórættaður tamningahundur undan Ölfu þeirra Huldu og Hinriks og Tangó Daníels Inga.

Tamningamaðurinn Ólafur og Aasa konan hans í hesthúsinu ásamt þeim Finni og Kristínu.

Húsakosturinn í Vesturkoti er glæsilegur.

Skipulag í lagi!

Góð vinnuaðstaða er í hesthúsinu.

Vel fer um gæðingana í gamla fjósinu sem breytt hefur verið í glæsilegt hesthús.

Page 34: Eidfaxi 708

34 EIÐFAXI

í kringum okkur, eins og Þjórsárbakkarnir og Hvítárbakkarnir. Við höfum hins vegar lagt góðan reiðveg inni á jörðinni, um 5 km hring. Það bætir aðstöðuna talsvert og hægt að nota þennan spotta til að ríða út og þjálfa og einnig til að reka stóðið og að halda því í formi,“ segir Finnur.

Áhersla á ræktun og keppni„Við leggjum töluverða áherslu á að taka

þátt í keppnum með hestana okkar. Í sumar komum við til að mynda 14 hrossum inn á Landsmótið á Hellu og vorum þokkalega sátt við árangurinn. Einnig náðum við ágætum árangri á Íslandsmótinu. Nokkrir af keppnishestunum okkar eru í þjálfun í Halakoti, hjá þeim Svönu og Einari frænda mínum,“ segir Finnur. ,,Hins vegar hugsum við þetta fyrst og fremst sem hrossaræktarbú. Í ræktuninni leggjum við megináherslu á gott geðslag, mikla mýkt og góðan vilja. Ég er þeirrar skoðunar að ef allir þessir kostir eru til staðar í hesti er hægt að fá hann til að gera allt sem hann er beðinn um,“ segir Finnur. Í eigu búsins eru sem stendur átta fyrstu verðlauna hryssur og fimm fyrstu verðlauna stóðhestar, þeir Straumur frá Breiðholti, Þeyr frá Akranesi, Sædynur frá Múla, Örvar-Oddur frá Ketilsstöðum og Glaður frá Brattholti. Glaður hefur fyrst og fremst verið

keppnishestur heimasætunnar og lítið notaður til undaneldis. ,,Við eigum líka fola sem er kominn á tamningaaldur. Hann er undan Þristi frá Feti og hryssu frá Enni í Skagafirði. Það er margt sem bendir til þess að hann sé arfhreinn skjóttur,“ bætir Finnur við. ,,Það á að temja hann í vetur og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út.“ Ekki er enn komið mikið fram af tömdum hrossum úr Vesturkotsræktuninni. „Það er nú einu sinni þannig með hrossaræktina að árangur erfiðisins kemur ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár. Þá sér maður fyrst hvort rétta „línan“ var valin.“ Varla er þó hægt að tala um eina línu í ræktuninni í Vesturkoti. „Við einblínum ekki á einn ákveðinn ættföður eins og oft er hjá hrossaræktendum. Hrossin okkar eiga ættir sínar að rekja mjög víða og koma úr öllum áttum,“ segir Finnur.

Næsta vor er von á átta folöldum undan hryssum og hestum sem annaðhvort eru í eigu búsins eða þau hjónin eiga hlut í. Það er því nóg að gera. Á búinu starfar Ólafur Brynjar Ásgeirsson tamningamaður og einnig kona hans, Aasa Ljungberg. „Finnur sér um girðingarnar og skítverkin en Óli sér um hestana,“ segir Kristín hlæjandi. Finnur minnir hana þá á að honum þyki skítverkin einmitt svo skemmtileg, enda vanur þeim úr fyrri störfum.

Hestabakterían í dvalaFinnur og Kristín smituðust bæði af

hrossabakteríunni sem börn í Vík í Mýrdal þar sem þau ólust upp. Hins vegar duttu þau út úr hestamennskunni þegar þau komust á unglingsárin og fóru í nám til Reykjavíkur. Áhuginn fyrir því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á unglingsárunum blundaði þó alltaf í þeim. „Við töldum okkur trú um að við hefðum ekki tíma til að hella okkur út í hestamennskuna aftur á meðan við værum með unga krakka og í krefjandi störfum. Það var auðvitað allt misskilningur því það er alltaf tími til að gera það sem maður hefur gaman af. Ef manni finnst vanta klukkustundir í sólarhringinn er alveg hægt að bæta þeim við með því að sofa minna. Á vorin á maður helst ekki að sofa neitt því það er besti og skemmtilegasti tími ársins. Sá sem sefur á vorin missir af svo miklu þegar jörðin, náttúran og dýrin eru að vakna til lífsins af værum blundi vetrarins,“ segir Finnur „Það var hún Hulda, yngsta dóttir okkar, sem ýtti okkur aftur af stað í hestamennskuna árið 1996. Hún var þá farin að sækja reiðnámskeið sem hún hafði gaman af og dró okkur með sér í þetta aftur.“ Þau byrjuðu reyndar frekar smátt eða með því að koma sér upp plássi fyrir tvo hesta í húsi. Það ástand varaði þó ekki lengi. ,,Fljótlega fórum við að fara í ferðalög, sem að okkar mati eru toppurinn á hestamennskunni. Síðan fjölgaði hrossunum jafnt og þétt og þetta vatt fljótt upp á sig,“ segir Finnur og hlær. Reiðhestana hafa þau hjón hjá sér í bænum á veturna en síðastliðinn vetur riðu þau að eigin sögn ekki mikið út. „Við vorum svo mikið hér fyrir austan um helgar og þá voru hestarnir náttúrlega í bænum. Slíkt fyrirkomulag var satt að segja ekki alveg að gera sig. Við erum því að hugsa um að selja hesthúsið í bænum og hafa reiðhestana hérna í vetur. Við getum þá þjálfað þá þegar við erum hér og Óli og Aasa sjá svo um þá þess á milli. Við eyðum hvort eð er nánast öllum okkar frítíma hér svo það er mun betra að hafa hrossin hérna hjá okkur,“ segir Kristín.

Kaffistofan er björt og falleg. Rúmgóð aðstaða fyrir reiðtygi og reiðfatnað.

34 EIÐFAXI

Page 35: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 35 EIÐFAXI 35

Page 36: Eidfaxi 708

36 EIÐFAXI

Hestaferðir skemmtilegasti ferðamátinn Þau hjónin eru mikið útivistarfólk og

hafa verið mjög ötul við að ferðast um landið, hvort heldur er gangandi, ríðandi eða akandi. „Frá árinu 1996 höfum við farið í eina til tvær hestaferðir á sumri. Höfum riðið um Ísland þvert og endilangt og séð mikið af hálendinu frá sjónarhorni sem maður nálgast alla jafna ekki á annan hátt, segir Kristín.“ Þau segja ferðirnar hafa verið mislangar og sú lengsta hingað til er um 800 km og tók 20 daga. ,,Við riðum þvert yfir landið, frá Fonti á Langanesi og suður á Reykjanestá. Við skiptum ferðinni í þrjá sex daga áfanga með eins dags hvíld á milli. Hver dagleið var því um 47 km. Fyrsti áfangi var frá Langanesi og niður í Bárðardal. Í öðrum áfanga riðum við yfir Sprengisand og að Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Eftir eins dags hvíld þar var svo riðið suður á Reykjanestá í þriðja og síðasta áfanganum. „Alveg frábær ferð í góðra vina hópi,“ segir Finnur. Þau ferðast alltaf með sama 10-15 manna hópnum. „Með þessu móti sameinum við áhugamálið og samveru með góðum vinum og njótum náttúrunnar í leiðinni,“ segir Kristín. Þau eru sammála um að þetta sé besta leiðin til að njóta náttúrunnar. „Þó við ferðumst mikið á hestum um landið er þetta ekki eini ferðamátinn sem við leitumst við að nota. Við göngum líka mikið og förum alltaf að minnsta kosti eina góða gönguferð á sumri,“ segir Kristín. Þegar hún er innt eftir því hvort þau fari í gönguferðir erlendis hlær hún. ,,Við grínumst stundum með það að við séum ekki orðin nógu gömul til þess að fara í gönguferðir til útlanda. Við göngum bara á Íslandi, enda landið okkar fallegt

og úr nógu að moða þegar velja skal gönguleiðir. Við sjáum því enn sem komið er enga sérstaka ástæðu til þess að leita út fyrir landsteinana í þeim efnum.“

athafnamaðurinn og hestamennskanHestamennskan er í raun bara áhugamál

hjá athafnamanninum Finni Ingólfssyni, sem situr sjaldan auðum höndum. „Ég er á kafi í atvinnurekstri og hef lagt stund á eigin fjárfestingar frá árinu 2006. Eignarhaldsfélag í minni eigu fjárfesti í Frumherja hf. á síðasta ári. Síðan þá hefur það, ásamt norska fyrirtækinu Viking, sem er sams konar fyrirtæki og Frumherji og er einnig að hluta í minni eigu, tekið mestan tíma minn. En ég fæst líka við ýmiss konar aðrar fjárfestingar. Það er meira en nóg að gera og kemur stundum fyrir að gott væri að hafa nokkrar auka klukkustundir í sólarhringnum,“ segir Finnur. Það lítur því út fyrir að frekar lítill tími sé aflögu fyrir svo tímafrekt áhugamál sem hestamennskan er. ,,Ég er svo heppinn að hafa gott fólk með mér á öllum vígstöðvum, fólk sem hjálpar mér og gerir mér kleift að stunda hestamennskuna. Óli og Aasa sjá um daglegan rekstur á hrossabúinu og ég er með gott og traust starfsfólk í fyrirtækjunum.“ Hann viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf haft svona mikinn tíma fyrir hrossin. „Þegar við vorum að byrja aftur í hestamennskunni var ég í ráðuneytinu. Á þeim tíma var ekki mikill tími auka til að sinna áhugamálum.“ Eftir að Finnur tók við stöðu seðlabankastjóra árið 2000 rýmkaðist örlítið tíminn sem hann átti aflögu. „Það var á þessum tíma sem við fórum að daðra við hrossaræktun.“ Áhuginn á hrossunum hafði farið vaxandi með árunum og með

Finnur hugar að stóðinu.

Page 37: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 37

því að horfa á góð hross og kynnast þeim af eigin raun fór Finnur að hafa trú á að eitt væri betra en annað í þessum efnum. „Ég fór að mynda mér skoðun á því hvað „góður hestur“ þyrfti að hafa til brunns að bera og smátt og smátt kviknaði löngunin til þess að rækta mína eigin hesta sem myndu þá hafa þá kosti sem mér fannst skipta mestu máli.”

Hrossin tryggðÁrið 2002 tók Finnur við stöðu forstjóra

Vátryggingafélags Íslands hf. „Það var mér mikið hagsmunamál að koma á fót möguleika fyrir fólk að tryggja dýrin sín. Í upphafi hafði fólk almennt litla trú og skilning á þessum tryggingum svo þetta fór fremur hægt af stað.“ Í tengslum við þetta varð til sú hugmynd að setja af stað árlegt hestamót þar sem eingöngu tryggðir hestar fengju þátttökurétt. „Upp úr þessu varð Meistaradeild Vís til. Deildin var þó reyndar til, en þarna fékk hún á sig nýjan brag, það voru til að mynda miklu hærri peningaverðlaun í boði.“ Í dag er Finnur sjálfur með sitt eigið lið í Meistaradeildinni, Frumherjaliðið.

stórt stóðKristín segist stundum furða sig á því

hvaðan öll þessi hross komi og hver eigi eiginlega allt þetta stóð. „Mér bregður stundum hálfpartinn í brún þegar þegar ég lít yfir stóðið. Hrossin eru orðin svo

mörg,“ segir hún. „Þetta er fjótt að hlaða utan á sig. Segjum að maður fái átta folöld á hverju ári. Það er ekki farið að temja þau fyrr en eftir fjögur ár og svo á eftir að fullmóta þau. Þegar fyrstu folöldin eru orðin fjögurra vetra þá eru heimafædd hross orðin 40 og þá eru stóðhrossin og reiðhrossin enn ótalin,“ segir Finnur. ,,Draumurinn er að hafa hér eingöngu okkar hross. Þess verður eflaust ekki langt að bíða.“ En hrossunum fjölgar stundum líka á annan hátt. Laufskálarétt er fastur liður á dagatalinu hjá þeim hjónum. „Við tökum alltaf reiðhestana með okkur norður og smölum heim úr réttinni með Halla í Enni. Í þessum ferðum kemur fyrir að við komum með heldur fleiri hross heim en við fórum með norður,“ segir Finnur og glottir íbygginn við.

gott að vera í sveitinni„Við ákváðum að halda íbúðarhúsinu

í Vesturkoti fyrir okkur. Okkur fannst nauðsynlegt að hafa athvarf hérna. Enda hefur komið á daginn að við dveljum hér í nánast öllum okkar frítíma,“ segir Kristín. Íbúðarhúsið, sem er hæð og ris, fór fremur illa í Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Eftir það var húsið lagað talsvert af fyrri ábúendum, sem byggðu um leið við það. Eftir að Kristín og Finnur keyptu það hafa þau gert talsverðar breytingar innanhúss, aðallega í þeim tilgangi að skapa betri aðstæður fyrir fjölskylduna til

að dvelja þar. „Við eigum eina litla ömmu- og afastelpu og okkur finnst nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu til að taka á móti litlu fjölskyldunni hér í sveitinni. Hér fer afskaplega vel um okkur, enda sækjum við mjög hingað. Við eigum sjálfsagt eftir að flytja hingað í framtíðinni,“ segir Kristín. Að þessum orðum sögðum kvöddum við hrossaræktendurna Finn og Kristínu í Vesturkoti og ókum aftur inn í rigningarsuddann, áleiðis í bæinn.

Hlýlegt andrúmsloft í Vesturkoti.

Page 38: Eidfaxi 708

38 EIÐFAXI

ljósmyndasamkeppni eiðfaxa

Gamli Lyngur. - Valgerður Valmundsdóttir.

Skjóni litli.- Iðunn Svansdóttir.

Gamli LyngurValgerður Valmundsdóttir

Hahahaha. - Heiða.

Í faðmi fjallanna. - Hulda Hrönn Stefánsdóttir.

Spor í sandinn.- Sonja Líndal Þórisdóttir.

Umhyggja milli manns og hests.- Hafrún Eiríksdóttir.

Sumarkvöld í bænum.- Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir.

mikill áhugi er á þátttöku í ljósmyndasamkeppninni og hafa margar skemmtilegar myndir borist. Ánægjulegt er að sjá hve margir góðir ljósmyndarar leynast í röðum hestamanna og hvetjum við fólk til þess að halda áfram að senda okkur myndir á netfangið [email protected]ð völdum af handahófi þrettán myndir til þess að sýna lesendum okkar, en hægt er að senda myndir þar til 10. nóvember næstkomandi. Úrslitin verða síðan kynnt í desemberblaði eiðfaxa og vinningsmyndirnar birtar.

ljósmyndun

Page 39: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 39

Beðið. - Villi Einarsson.

“Allstaðar má ná í gras.”- Valgerður Valmundsdóttir.

Á grænum grösum.- Pjetur N. Pjetursson.

Úrsúla Nótt og Fim hennar ömmu.- Pétur Haraldsson.

Að sitja góðan hest er engu líkt.- Guðfinna Þorvaldsdóttir.

Hahahaha. - Heiða.

Snáði.- Ásdís Helga Sigursteinsdóttir.

Umhyggja milli manns og hests.- Hafrún Eiríksdóttir.

Page 40: Eidfaxi 708

40 EIÐFAXI

saga kórsinsHaustið 2002 var ráðist í að hafa

samband við Gróu Hreinsdóttur kórstjóra, eftir að Halldór Halldórsson reiðvegagúrú benti hópnum á „ótrúlega skemmtilegan og hressan kórstjóra“. Gróa tók vel í þetta og fékk hópurinn æfingaaðstöðu í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Kórinn starfaði undir merkjum Andvara og kallaði sig Vallakórinn, í tvíræðri merkingu, þar sem hópnum tókst varla að verða að kór og líka vegna þess að götunöfnin í hesthúsahverfi Andvara að Kjóavöllum, enda öll á -vellir (Blesavellir o.s.frv.).

Frumraun kórsins á opinberum vettvangi var við vígslu reiðskemmunnar í Andvara í janúar 2003. Að sögn kórfélaga sjálfra „kom kórinn frekar móður inn með kórstjórann hlaupandi á svæðið eftir að hafa spilað í brúðkaupi, fór örlítið á lulli til að byrja með en hreinsaði sig síðan og endaði á flottum skeiðspretti!“

Þarna var kórinn greinilega kominn á flug og söng á þorrablóti um veturinn, hélt söngskemmtun og söng á kóramóti Gróukóranna um vorið og fór síðan í vorreiðtúr með söng, grillmat og tilheyrandi gleði í farteskinu.

BrokkkórinnHaustið 2004 var ákveðið að hefja nýtt

tímabil í kórstarfinu og stofna einn kór hestamanna á höfuðborgarsvæðinu. Enn og aftur var Gróa tilbúin í slaginn og í gang fór mikil herferð við smölun nýrra félaga í kórinn, sem síðan þá hefur starfað undir heitinu Brokkkórinn. Meðlimir eru úr hinum ýmsu hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem velunnarar hestamennsku og útivistar eru einnig stór hluti kórsins. Að meðaltali mæta um 30-40 manns á æfingar, en skráðir félagar eru 52 og samkvæmt félagatali hafa yfir 80 manns starfað með kórnum í lengri eða skemmri tíma. Gaman er að geta þess að kórfélagarnir eru á öllum aldri, eða allt frá 20 til 84 ára.

markmið og uppákomurKórinn æfir frá því að farfuglarnir fara

á haustin og þar til þeir koma aftur á vorin. Markmiðið er að syngja á nokkrum skemmtunum tengdum hestamennskunni, eða öðrum uppákomum sem til falla yfir veturinn. Til að mynda hefur kórinn sungið á 40 ára afmælisárshátíðum Gusts og Andvara, ýmsum þorrablótum,

Kvennakvöldi Fáks og við Hestamessu í Seljakirkju, svo eitthvað sé nefnt.

Nokkrar uppákomur eru orðnar að árvissum viðburðum, svo sem Kóramót Gróukóranna, jólaskemmtanir á ýmsum stöðum og vetrarstarfið síðan endað með vorferð og söng úti í guðsgrænni náttúrunni.

Hauststarfið hafiðAðalfundur kórsins var haldinn 9.

september sl. og var mjög vel mætt. Stemningin í hópnum var gríðarlega góð og gleði kórfélaga yfir því að vera aftur samankomnir eftir sumarfrí leyndi sér ekki. Stjórn kórsins hlaut endurkosningu í heild sinni og lagðar voru línurnar fyrir starf komandi vetrar.

Haustið 2007 fór Gróa kórstjóri í frí og var þá haft samband við Magnús Kjartansson, hljómlistarmann með meiru, og hann beðinn að taka við stjórninni á meðan. Magnús tók vel í það, enda mikill hestamaður og þaulkunnugur kórastarfi. Hann hefur unnið í mörgum sérverkefnum í gegnum tíðina með hinum ýmsu hópum og vinnubrögðin honum kunnugleg. Magnús var að sjálfsögðu á aðalfundinum, sem

- ekki lengur brokkgengur?Brokkkórinn

félagsstarf

TexTi: Hilda Karen Garðarsdóttirmyndir: Heiðar Þór Jónsson

Brokkkórinn, eins og hann kallar sig í dag, á sér nokkurra ára sögu. Í upphafi voru það nokkrir félagar í hestamannafélaginu Andvara sem fundu hjá sér þörf til að koma saman og syngja og fengu Hafdísi Bjarnadóttur til að stjórna hópnum. Þetta var vorið 2000 og var ýmislegt æft, allt frá Undir dalanna sól til Gamla sorrý Grána og Lukku Láka. Nú er Brokkkórinn orðinn fullorðinn, þar sem hestamenn af höfuðborgarsvæðinu koma saman einu sinni í viku og fá útrás í söng og gleði.

Page 41: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 41

blaðamanni Eiðfaxa var einnig boðið á. „Hver hópur hefur sitt hjarta og maður

þarf að læra að þekkja það og síðan hef ég mitt hjarta, sem þau læra að þekkja líka og þegar hjörtun síðan slá í takt fer árangur að nást. Það er nú það sem þetta snýst um, að fá kikkið og vissuna um að manni miði áfram í því sem maður er að gera,“ segir Magnús um starfið með kórnum og bætir við: „Hópurinn er skemmtilegur, þau eru vinir og félagar og það er ómetanlegt að finna að hópurinn sem þú ert í heldur utan um þig. Það er galsi og gleði í hópnum og það kann ég vel við,“ segir Magnús kankvís.

Sigurður Svavarsson kórformaður er einn þeirra sem verið hefur með hópnum frá upphafi, í gegnum súrt og sætt. „Ég er nú bara Dalastrákur og hafði gaman af því að syngja í réttunum. Ég fann fljótlega í kórstarfinu hvað ég hafði gott af því að láta skóla mig til í söngnum. Það er gaman að finna að maður verður smátt og smátt betri og slíkt heldur manni við efnið. Karlarnir fyrir vestan hrósa mér á hverju hausti, segja að ég sé betri í réttunum nú en í fyrra, svo það er greinilegt að mér miðar áfram.

Síðan er félagsskapurinn stór hluti af þessu og samheldnin mikil. Maður gæti

teymt hópinn fram af björgum, það kæmu allir með! Oft dragnast maður á kóræfingu, dauðþreyttur, en um leið og hingað er komið gleymist það og maður einbeitir sér að söngnum og verkefnunum, hittir vini og félaga og fer síðan þvílíkt hamingjusamur heim að æfingu lokinni. Þetta er alveg klárlega gott fyrir sálina,“ segir Siggi, einlægur að vanda. Magnús tekur í sama streng: „Mín vinna felst mikið í því að sitja innilokaður einn eða í fámennum hópi. Að komast þannig úr daglegu amstri í hóp þar sem stemningin er létt og leikandi gefur jarðsamband og spenna dagsins losnar úr kerfinu.

Útrás...?Aðspurðir um hvort Brokkkórinn hyggi

á útrás á næstunni segja þeir félagar að vissulega sé áhugi og metnaður til þess fyrir hendi hjá stórum hluta hópsins. Til dæmis væri spennandi verkefni að komast á Heimsmeistaramótið í Sviss á næsta ári, en verkefni af því tagi sé auðvitað gríðarlega stórt og mikil skipulagning og fjáröflun sem leggja þyrfti í.

Það væri óneitanlega gaman að sjá þennan kraftmikla kór syngja á

erlendri grund við svo stóran atburð í hestamennskunni og trúlega yrði það samstundis „Kórinn okkar“ við það tækifæri, því Íslendingar myndu sannarlega fyllast stolti við að horfa og hlusta á þau í Sviss að ári.

Hestamaður eða ekkiEkki eru allir kórfélagar hestamenn,

enda er það ekki inntökuskilyrði. Í gegnum tíðina hafa kórfélagar dregið með sér vini, kunningja, frænkur og frændur og það er bara skemmtilegt. „Eina skilyrðið er að vera duglegur að stunda æfingarnar, það hefst ekki neitt nema það sem haft er fyrir,“ segir Magnús og bætir við að tekið sé vel á móti öllum sem telja sig eiga samleið með kórnum. Andinn þar er léttur og skemmtilegur, allir hafa gaman af útivist á einn eða annan hátt og njóta þess að gera ýmislegt saman.

Brokkkórinn æfir í félagsheimili hestamannafélagsins Fáks í Víðidalnum öll þriðjudagskvöld á milli kl. 20 og 22. Nýir félagar eru boðnir velkomnir og hægt er að nálgast allar upplýsingar um kórinn á vefsíðunni www.123.is/brokk

Einbeitingin gífurleg! Syngjandi sveifla á Kóramóti í Ráðhúsinu í maí 2007.

Kórinn ríðandi á Löngufjörum vorið 2007.

Maggi tekur bakföll af innlifun!

Page 42: Eidfaxi 708

42 EIÐFAXI

Eiðfaxi heldur áfram að forvitnast um undir hvaða stóðhesta efstu merar í öllum flokkum frá síðastliðnu landsmóti fóru. Valið er fjölbreytt en markmiðin svipuð; að rækta úrvalsgóða gæðinga.

undir HVerja fóru ÞÆr?

Þrift frÁ Hólum varð þriðja í 4v. flokki á LM2008, aðaleinkunn 8.25. Þrift er undan Adam frá Ásmundarstöðum og Þrennu frá Hólum. Hún hlaut 7.94 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Fyrir sköpulag hlaut hún hvorki meira né minna en 8.71, þar af 9,5 fyrir háls/herðar/bógar. Eigandi og ræktandi Þriftar er Hólaskóli. Sýnandi var Ísólfur Líndal Þórisson. Þrift fór undir Vilmund frá feti. Það voru hæg heimatökin að halda henni undir Vilmund þar sem hann var á Hólum í þjálfun hjá Þórarni Eymundssyni, sem er reiðkennari við skólann. Vilmundur er mikill gæðingur og vel ættaður. Undan Orra frá Þúfu og Kraflarsdótturinni Vigdísi frá Feti.

Draumafolaldið yrði viljugt og fallegt alhliða hross, nokkuð sama um kynið,� sagði Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum.

kría frÁ litlalandi varð önnur í 5v. flokki á LM2008, aðaleinkunn 8.45. Kría er undan Orra frá Þúfu og Eldingu frá Sæfelli. Hún hlaut 8.46 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir fegurð í reið. Fyrir sköpulag hlaut hún 8.44, þar af 9,0 fyrir bak og lend. Eigendur og ræktendur Kríu eru þau Sveinn Steinarsson og Jenny Erlingsdóttir. Sýnandi var Erlingur Erlingsson.

Kría fór undir kvist frá skagaströnd vegna þess að við töldum að þau gætu átt vel saman. Þau eru bæði mjög jöfn og góð. Kvistur er fallegur og góður hestur sem hefur enga sérstaka galla. Kvistur var hér nálægt okkur þegar merin var að ganga og því var óþarfi að leita langt yfir skammt. Draumafolaldið yrði brúnskjótt, blesótt alhliða hryssa með góðar gangtegundir og hrein gangskil,� sagði Jenny Erlingsdóttir.

Æsa frÁ flekkudal varð önnur í flokki 7v. og eldri á LM 2008, aðaleinkunn 8.54. Æsa er undan Orra frá Þúfu og Pyttlu frá Flekkudal. Hún hlaut hvorki meira né minna en 8.81 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir fegurð í reið og hægt tölt. Fyrir sköpulag hlaut hún 8.13, þar af 9,0 fyrir hófa, 8,5 fyrir fótagerð og prúðleika. Eigandi og ræktandi Æsu er Guðný G. Ívarsdóttir. Sýnandi Sigurður Sigurðarson.

Æsa fór undir kjarna frá Þjóðólfshaga. Kjarni er að gefa flottan frampart, mjúkan hnakka og gott tölt,� sagði Sigurður Sigurðarson sem mun halda merinni þetta árið. �Ég hef tamið þrjár hryssur undan Kjarna og þær eiga allar það sameiginlegt að hafa mikinn vilja, fótaburð og gott tölt. Það væri ekki verra ef afkvæmið yrði grá hryssa með fallegan háls, fjaðurmagnaðar hreyfingar og mikið rými en báðir foreldrar hafa úrvals gott tölt og ekki eru ömmurnar, Pyttla og Kringla, af verri endanum. Maður er alltaf að reyna að búa til Kringlu gömlu aftur,� sagði Sigurður að lokum.

hrossarækt

TexTi: Þórdís Anna Gylfadóttirmyndir: Eiðfaxi

Page 43: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 43

fjóla frÁ kirkjuBÆ varð önnur í 6v. flokki á LM 2008, aðaleinkunn 8.51. Fjóla er undan Hróð frá Refsstöðum og Flugu frá Kirkjubæ. Hún hlaut 8.59 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, brokk og hægt stökk. Fyrir sköpulag hlaut hún 8.40, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bógar og samræmi. Eigandi og ræktandi Fjólu er Kirkjubæjarbúið. Sýnandi Eva Dyröy.

Fjólu var haldið undir Eldjárn frá Tjaldhólum og einnig fór hún í fósturvísaflutninga, líka undir Eldjárn,� sagði Eva Dyröy. Staðfest eru fyl í bæði Fjólu og �leigumóðurinni� þannig að næsta sumar má vænta tveggja alsystkina.

Fjóla fór undir eldjárn frá tjaldhólum vegna þess að ég held að þau smellpassi saman, bæti hvort annað upp á allan hátt, það er mín tilfinning. Draumafolaldið yrði hnarreist hryssa, viljug og fluggeng. Ég hef þó ekki trú á því að það verði vakurt en klárgangurinn ætti að verða góður. Afkvæmið verður pottþétt rautt og það gæti komið blesa, sem væri ekki verra,� sagði Ágúst Sigurðsson, ræktandi og eigandi Fjólu.

Girðingastaurarúr plasti Sími: 565 1048 • Fax: 565 2478 • Gsm: 820 8096

Netfang: [email protected] www.johannhelgi.is

FYRIR HESTHÚSIÐBásamottur • Foammottur • Drenmottur

• Gúmmídreglar á fóðurganga o.fl.

Vörur úr endurunnu plasti:

GIRÐINGAR FYRIR BÚGARÐINN

• Sterkt• Viðhaldsfrítt• Veðurþolið• Endingargott• Upplitast ekki• Auðvelt í uppsetningu• Val um 5 liti• Gott verð

Básaklæðningar úr plasti

• Básaklæðningar• Girðingastaurar• Bekkir

• Borð með bekkjum• Grindur í fjárhús• Og margt fleira

www.johannhelgi.isGIRÐINGAR OG GERÐI ÚR PLASTI

Page 44: Eidfaxi 708

44 EIÐFAXI

mat Á Holdafari

Hrossa

hrossarækthestaheilsa

Page 45: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 45

Hver sá sem fóðrar hross þarf að bera skynbragð á heilbrigt útlit þess og geta metið hvað eru hæfileg hold. Við matið þarf að taka tillit til árstíma og í hvaða hlutverki hrossið er, til dæmis hvort um er að ræða reiðhest, tryppi í vexti, fylfulla eða mjól-kandi hryssu.

TexTi : Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir og Sigríður Björnsdóttir

myndir: Eiðfaxi

Page 46: Eidfaxi 708

46 EIÐFAXI

1. Magn og festa fitu á síðu. Hross safna hluta af fituforðanum undir húð, sem hægt er að meta með því að taka á síðunni. Fitumagn á öftustu rifbeinunum sýnir vel holdafar hestsins

og er fljótt að minnka hjá hrossum í aflögn og kemur fljótt í bata. Við þreifingu fæst bæði mat á þykkt fitunnar og festu. Þegar hross eru í bata er fitan laus átöku en fastari þegar þau eru í aflögn.

2. Vöðvafylling. Hross sem lenda í fóðurskorti fara smám saman að ganga á eigin vöðva. Það kemur fram á baki, lend (tekið úr lend), hálsi, makka og víðar. Langan tíma

getur tekið að ná upp eðlilegri vöðvafyllingu aftur og hugsanlegt að hross geti hlotið varanlegan skaða. Vöðvaþroski getur einnig raskast hjá ungviði sem lendir í fóðurskorti, jafnvel svo að þau verði vöðvarýr alla tíð. Vöðvafyllingin gefur þannig miklar upplýsingar um fóðurástand.

3. Kviðlag. Kviðlag hrossa er misjafnt frá náttúrunnar hendi. Auk eðlislægs munar eru flest hross kviðaðri á haustin og veturna en vor og sumar sem ræðst mikið af magni og

gæðum fóðursins. Sinan er grófari, rúmfrekari og tormeltari en grængresi, auk þess sem mun meira þarf að innbyrða af henni til að fullnægja fóðurþörfinni. Kviður er þó alla jafna tiltölulega

fljótur að minnka á reiðhestum þegar þeir eru teknir inn snemma vetrar, settir á kraftmeira fóður og komast í þjálfun.Hryssur sem átt hafa mörg folöld verða oft kviðmiklar vegna slappra kviðvöðva. Ormasýkingar, sem ung hross eru viðkvæm fyrir, geta leitt til þess að hross verði mjög kviðuð. Þá hefur kviðurinn gjarnan sérstakt lag, það eru svangar í huppum og kviðurinn breikkar niður. Oft fylgir að slík hross eru þunn á síðu eða jafnvel horuð svo rifbein sjást. Það þarf að gæta sín á því að hross sem eru kviðmikil geta verið þunn á síðu. Þetta skal hafa í huga og ekki horfa aðeins á kviðinn, hann segir ekki alla söguna.

4. Hárafar. Góðu holdafari fylgir oft glansandi og slétt hárafar en aflögð hross eru gjarnan mött og úfin.

5. Yfirbragð og augnsvipur. Hestur sem er vel á sig kominn líkamlega sýnir það oftast í háttalagi. Hann verður upplitsdjarfari og sælli. Að sama skapi er hestur í lélegum

holdum daufari og vansæll til augnanna.

til að meta holda far ið má skoða nokkra þætti

Hér sést hvern ig taka á á síðu hrossa við mat á holda fari.

hestaheilsa

Page 47: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 47

kvarði til að meta holdafar fyrir íslensk hross1 Grind hor að ur

Öll rifbein sjást, skinnið er strengt á beinin og hvergi fitu að finna. Mikið gengið á vöðva, makki fallinn, herðar og hryggsúla standa mikið upp úr, lend holdlaus. Hesturinn hengir haus og sýnir lítil viðbrögð við ytra áreiti. Mjög alvarleg vanfóðrun sem varðar við lög um búfjárhald 103/2002 og ber tafarlaust að tilkynna viðkomandi héraðsdýralækni.

1.5 Hor að ur

Flest rifbein sjást. Fastur átöku. Verulega tekið úr hálsi, baki og lend. Hárafar er gróft, strítt og matt. Mjög alvarleg vanfóðrun sem varðar við lög um búfjárhald 103/2002 og ber tafarlaust að tilkynna viðkomandi héraðsdýralækni.

2 Veru lega aflagð ur

Flest rifbein finnast greinilega, og þau öftustu sjást. Örlítil fita undir húð yfir fremri rifbeinum. Vöðvar teknir að rýrna, tekið úr makka og lend, hálsinn þunnur. Hryggsúla og herðar sjást vel. Hárafar matt og hrossið vansælt. Vanfóðrun sem ber að taka til sérstakrar aðhlynningar.

2.5 Full þunn ur

Yfir tveimur til fjórum öftustu rifbeinum er mjög lítil fita, sem gjarnan er föst átöku, nema hrossið sé í bata. Vöðvar í lend, baki og hálsi ekki nægjanlega fylltir. Hrossið er í tæpum reiðhestsholdum og þarf að bæta á sig.

3 Reið hests hold

Tvö til fjögur öftustu rifbein finnast greinilega við þreifingu en sjást ekki. Yfir þeim er þunnt og laust fitulag (ca 1 cm). Lendin er ávöl og hæfilega fyllt. Bakið fyllt og jafnt hryggsúlu. Hárafar slétt og jafnt.

3.5 Rífl eg ur

Yfir tveimur til fjórum öftustu rifbeinum er gott og laust fitulag. Öftustu rifbein má samt greina. Lend, bak og háls eru fallega vöðvafyllt og fitusöfnun má oft merkja t.d. fyrir aftan herðar. Hrossið er í ríflegum reiðhestsholdum og hefur nokkurn forða til að taka af.

4 Feit ur

Þykk fita á síðu, rif bein verða ekki greind. Bak mjög fyllt og hrygg súl an oft ör lít ið sokk in í hold.

4.5 Mjög feit ur Greini leg fitu söfn un á hálsi, aft an við herð ar og á lend.

5 Af mynd að ur

Rifbein finnast alls ekki, fitan mjög þétt átöku. Laut eftir baki og mikil dæld í lend. Keppir og hnyklar af fitu, á síðu, hálsi, lend. Óæskilegt, getur haft neikvæð áhrif á heilsufar.

Holdastig 1

Holdastig 2

Holdastig 3

Holdastig 4

Holdastig 5

Page 48: Eidfaxi 708

48 EIÐFAXI

notkun á kvarðanumFlest hross eru á bilinu 3-4 á

holdastigunarkvarðanum þó ekki sé óalgengt að sjá hross sem komin eru niður undir 2 og upp í 4,5. Sé hrossið með holdastig 2 er það í mjög slæmu fóðurástandi. Þannig hross þarf að fóðra sérstaklega, og þau geta ekki gengið úti að vetrarlagi nema þau fái sérstaka aðhlynningu. Holdastig 1-1,5 bera vott um alvarlega vanrækslu sem ber skilyrðislaust og án tafar að tilkynna viðkomandi héraðsdýralækni.

Reiðhestshold eru eins og nafnið bendir til hæfileg hold á hesti í brúkun og einnig telst það holdafar viðunandi fyrir útigangshross að vori. Hins vegar eru reiðhestshold knöpp að hausti eigi hrossið að ganga úti yfir veturinn. Hross sem eru að fara á útigang þurfa síðla hausts að hafa gott fitulag undir húð (holdastig 3,5-4). Það eykur kuldaþol þeirra og gerir þau betur í stakk búin að standa af sér illviðri.

Hafi hrossið holdastig 4 er það orðið vel feitt og því vel undir útigang búið. Ástæðulaust er að hross séu feitari en svo. Hross sem eru með 5 í holdastigi hafa haft óhóflegan aðgang að fóðri og oftast verið án hlutverks of lengi. Það telst ekki góð meðferð enda getur það komið niður á heilsufari þeirra.

um flokkun útigangshrossaTil að tryggja góða fóðrun, stjórna

holdafari og nýta fóður sem best, þarf að flokka útigangshross í hópa eftir fóðurþörfum. Ungviði í vexti, fylfullar og mjólkandi hryssur hafa mun meiri fóðurþarfir en fullorðin geld hross. Þegar hross eru flokkuð skiptir holdafarið líka

miklu máli og þá er einmitt kjörið að nota umræddan kvarða.

Á grundvelli fóðurþarfa hentar að flokka hross á eftirfarandi hátt við vetrarfóðrun:

Folaldshryssur, fylfullar og 1. mjólkandi, með folöldum. Veturgömul tryppi. Fylfullar hryssur, a.m.k. síðustu 3 mánuði meðgöngu. Tryppi 2ja vetra og eldri.2. Geld fullorðin hross. 3. Stóðhestar, stundum skipt frekar 4. niður eftir aldri.

Flokkun sem þessi fer nokkuð eftir hrossafjölda og hægt er að slá fyrstu tveimur hópunum saman þar sem hross eru fá. Sömuleiðis er í mörgum tilfellum óhætt að fóðra tryppi á 4.vetur með fullorðnum hrossum (hópi 3). Ef um mikinn fjölda hrossa er að ræða getur verið ástæða til að skipta hópum meira upp eftir holdafari. Reglulega þarf að fylgjast með holdafari hvers einstaklings og færa hross á milli hópa eftir þörfum.

aðbúnaður og fóðrun hrossaTil þess að hrossum sem ganga úti

að vetri til líði vel, þurfa þau að hafa aðgang að nægu fóðri, vatni og skjóli fyrir hrakviðrum.

Hross hafa góða hæfileika til að aðlagast hitastigi umhverfisins. Ýmsir þættir s.s. holdafar, fóðrun, aldur, árstíð, veðurfar og skjól hafa áhrif á hversu mikinn kulda hross þola, áður en þau fara að ganga á eigin hold til að viðhalda líkamshitanum.

Hér á landi sýnir reynslan að umhleypingar í veðri fara illa með hross á útigangi og að bleyta og vindur eru verri en kuldi og staðviðri.

Gera má ráð fyrir að hross í ríflegum holdum eða feit (holdastig 3,5-4) þoli kulda mun betur en þau sem eru í reiðhestsholdum eða grennri því líkamsfita gegnir ekki einungis því hlutverki að geyma orkuforða heldur ver hún einnig gegn kulda.

Fóðrunin hefur mikið að segja. Sýnt hefur verið fram á að bæði fullorðin hross og hross í vexti, sem hafa frjálsan aðgang að heyi, þola meiri kulda áður en þau byrja að ganga á eigin líkamsforða, heldur en hross sem aðeins eru fóðruð til viðhalds. Ástæðan er meðal annars sú að við meltingu á gróffóðri myndast hiti sem nýtist til að viðhalda líkamshitanum. Því er mikilvægt að hross á útigangi, í knöppum holdum (holdastig 3), fái ríkulega af gróffóðri. Þá geta þau viðhaldið eða jafnvel bætt á sig holdum. Mikilvægt er að fylgjast vel með högum að haustinu og færa hross (t.d.reiðhross) í tíma úr hólfum þar sem beit er lítil sem engin.. Rétt er að leggja áherslu á að gjöf byrji snemma áður en hross ganga um of á eigin hold. Það fer betur með hrossin, getur sparað fóður og fyrirhöfn síðar meir.

Góð skjól eru nauðsynleg fyrir vellíðan hrossa á útigangi. Þau draga úr kælingu vegna vinds og úrkomu. Á þann hátt geta þau dregið úr orkuþörf hestsins vegna viðhalds á líkamshitanum og sparað fóður vegna þess þáttar.

Skv. aðbúnaðar- og heilbrigðisreglugerð nr 160/2006 skulu “Hross sem ganga úti frá 1. október til 1. júní geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúruleg skjól eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem ganga í þrjár stefnur eða mynda með öðrum hætti

hestaheilsa

Page 49: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 49

Heim ild ir:

Cymbaluk NF, 1994. Thermoregulation of horses in cold, winter weather: a review. Livestock Production Science 40, 65-71.

Ingimar Sveinsson, 1997. Vöxtur, þroski, fóðrun og meðferð folalda og tryppa. Ljósritað hefti, unnið fyrir námskeiðið “Rekstur á hrossabúi”, við Hólaskóla.

Michanek, P and Ventorp, M, 1994. Time spent in shelter in relation to weather by two free-ranging thoroughbred yearlings during winter (abstract). Livestock Poduction Science, 40.

National Research Council,1989. Nutrient Requirements of Horses, 5th edition, National Academy Press, Washington D.C..

Pagan (editor), 1998. Advances in Equine Nutrition, Kentucky Equine Research, Notthingham University Press, UK.

Reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa, nr. 160/2006

Reiðhestahold á miðju sumri.

skjól úr öllum áttum. Hver skjólveggur skal vera að lágmarki 2,5 m á hæð og 4 m á lengd eða svo stór að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls. Skjólveggirnir skulu traustlega byggðir þannig að þeir valdi ekki slysahættu né hræðslu hjá hrossunum”.

Vegna skorts á áþreifanlegum staðreyndum um gæði mismunandi hrossaskjóla, einkum þeim náttúrulegu, verða menn að byggja á heilbrigðri skynsemi við mat á þeim, og vera vakandi fyrir vellíðan hrossanna. Dæmi um gott náttúrulegt skjól er t.d. mishæðótt landslag, klettar og trjágróður. Taka þarf tillit til veðurfars á svæðinu. Þar sem hross standa á berangri telst náttúrulegt skjól auðvitað óviðunandi, þó skurðruðningar séu til staðar. Í langvarandi og mikilli bleytutíð þarf að huga enn frekar að skjóli og veita hrossum aðgang að húsi.

unghross í vexti Rannsóknir benda til að unghross

í vexti þoli minni kulda en fullorðin hross áður en þau byrja að ganga á eigin líkamsforða. En með það í huga að góð hreyfing er afgerandi þáttur fyrir vöxt og þroska beina og vöðva, verður

að telja æskilegt að tryppi séu alin upp úti í frjálsræði fyrstu 3-4 árin. Það er þó skilyrði að fóðra þau vel, bæði með tilliti til kuldaþols og ekki síður vegna mikilla fóðurþarfa til vaxtar. Samkvæmt bæði erlendum og íslenskum athugunum eru fyrstu tvö árin mikilvægust hvað þetta varðar. Mikil hætta er á að tryppi sem

eru vanfóðruð fyrstu 2 árin nái ekki fullkomnum vexti og þroska, miðað við það sem hefði orðið við ríkulega fóðrun.

Rétt er að minna á, að samkvæmt aðbúnaðarreglugerðinni, er skylt að hleypa tryppum og öðrum hrossum á húsi út daglega, nema veður eða veikindi hamli.

Page 50: Eidfaxi 708

50 EIÐFAXI

Bjarnleifur Bjarnleifsson er formaður Gusts, en vill ekki tileinka sér

heiðurinn af því að keyra samningana um nýja hesthúsahverfið í gegn nú nýverið: ,,Fyrst og síðast eru það allir félagarnir, en það var þéttur hópur ásamt stjórn félagsins, sem sýndi bæði kjark og þolinmæði til þess að sá samningur sem gerður var við félagana næði fram að ganga,” segir Bjarnleifur. Úthlutun lóða átti sér stað um miðjan september og Bjarnleifur telur alla félaga geta verið sátta við þá úthlutun sem varð.

Bjarnleifur bendir á að svæðið sé nálægt byggð og því einfalt fyrir yngstu iðkendur hestamennskunnar að komast á svæðið, sem hann segir gríðarlega mikilvægt. ,,Síðan er örstutt út í náttúruna, Heiðmörkina, sem er útivistarparadís. Af svæðinu verður líka allt það aðgengi sem þarf, hvert svo sem við ætlum. Svo eru það mannvirkin og þau tækifæri sem þau bjóða upp á, sem munu koma í ljós þegar menn útfæra þau nánar.”

Hver er framtíðarsýnin?,,Að uppbyggingu lokinni verður

þarna eitt besta hestamannasvæði á

Hægt að halda íslandsmót innandyra!

TexTi : Þórdís Bachmannmyndir: Heiðar Þór Jónsson og Landform

landinu. Þarna mun rísa reiðhöll sem rúmar löglegan hringvöll innanhúss. Innanhússkeppni getur þannig orðið með löglegum hætti, sem er algjör bylting fyrir hestamenn þar sem það þýðir að hægt er að stunda þar keppnisreiðmennsku allan ársins hring, óháð veðri. Við fáum einnig fleiri hallir fyrir kennslu í öllum þáttum hestamennskunnar, þannig að önnur mannvirki munu líka leika stórt hlutverk. Talið er að reiðhöllin verði tilbúin árið 2010, sem er sagt með fyrirvara, en ég tel að menn munu reyna að standa við það,” segir Bjarnleifur.

Hvaða mót verður hægt að halda þar innandyra?

,,Miðað við þann áhorfendafjölda sem þarna mun rúmast verður hægt að halda öll hestaíþróttamót innandyra. Nú erum við að hefja þetta ferli og þeir sérfræðingar sem við á hverju sinni verða til kallaðir til að leiðbeina okkur með uppbyggingu á svæðinu.

Lóðirnar eru tilbúnar núna og eftir nokkra daga geta menn hafið byggingaframkvæmdir, því markmiðið er að fólk geti tekið hesta inn í nýtt hesthús í síðasta lagi næsta haust.”

Hvað með hreinlæti á svæðinu?,,Við erum þarna í og við byggð

og brottflutningur úrgangs verður eins og nútímakröfur gera ráð fyrir. Þannig verða ekki opnir skítakassar þarna og allt hreinlæti á að verða eins gott og framast er kostur. Í hverfinu er gert ráð fyrir dýralæknisaðstöðu, verslunum og veitingastað og öllu sem á þarf að halda, þannig að menn þurfi ekki að fara langt.

gott samstarf við bæjaryfirvöld?,,Flest mál svæðisins þurfa núna að

fara í gegnum ákveðið ferli í samráði við bæjaryfirvöld Kópavogs, en við höfum átt mjög gott samstarf við bæjaryfirvöld Kópavogs og Garðabæjar. Þar hafa menn haft kjark í að vera framsýnir og stuðla að besta hestamannasvæði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þarna verður hægt að halda hestamannamót með allt að 15 þúsund manns á útisvæði, þannig að möguleikarnir á því sem hægt er að gera á slíku svæði skipta hundruðum. Þannig að nú tekur uppbyggingin við, sem er alltaf langskemmtilegust,” segir þreyttur en ánægður formaður Gusts.

hestahald

Bjarnleifur Bjarnleifsson.

Page 51: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 51

Byltingarkennd aðstaða

Ríkharður Flemming Jensen tannsmiður er einn þeirra sem ætla að byggja í hinu nýja hesthúsahverfi Gustara. ,,Þetta er mjög stórt skref fram á við, eða verður það, þegar öll aðstaða er komin,” segir Ríkharður, sem ætlar að byggja 130 fm hesthús undir tólf hesta, en þá hesta flytur hann úr 75 fm húsi í Glaðheimum á næsta ári. Ríkharður lýkur lofsorði á komandi aðstöðu: ,,Meðal þess byltingarkennda í hverfinu verður stór reiðhöll, með yfirbyggðum FIBO-keppnisvelli, sem er hvergi annars staðar til á Íslandi og kannski hvergi í Evrópu. Reiðhöllin opnar möguleika á því að ef eitthvað er að veðri á stærri mótum, svo sem landsmóti, verður hægt að ríða til úrslita innandyra! Fyrir örfáum árum var þetta einungis fjarlægur draumur, en nú liggja fyrir undirritaðir samningar um að byggja þessa höll.”

telur þú vilja til að sameina gust og andvara í eitt félag?,,Það er mikill vilji til þess og afskaplega spennandi tímar fram

undan, því þar yrði til eitt öflugasta hestamannafélag landsins með allt að 3000 hrossum,” segir Ríkharður, sem temur, keppir og ræktar hesta ásamt konu sinni, Elvu Björk Sigurðardóttur. ,,Félögin tvö munu deila þessu flotta svæði þar sem mikið er af friðuðu landi og endalausir möguleikar,” segir Ríkharður, sem hlakkar til þess að fara með hestana sína á hús um áramótin 2009-10. ,,Þarna er að rætast draumurinn um betri aðstöðu og meira rými fyrir hestana, auk þess sem þeir verða sem mest í sér stíum,” segir hann. ,,Svo er hvert hús tengt beint við reiðvegina þannig að hestarnir þurfa ekki að fara út á umferðargötur, sem er mikill kostur.”

stórHuga með stÆrsta HÚsið

Böðvar Guðmundsson, eigandi Bílaverkstæðis ALP/GÁK í Kópavogi, er í stjórn Gusts, auk þess sem hann flytur inn hestakerrurnar Nonnenmacher. ,,Við erum hópur gamalla vina og góðra Kópavogsbúa sem verðum saman með E-gerðina af húsi, 220 fm hús fyrir 20-25 hesta.

Við vinirnir eigum þetta sama áhugamál og eigum saman jörð fyrir vestan, Stóra Múla í Saurbænum. Nú stendur til að sameina tvö hús í Gusti yfir í eitt hús á þessu frábæra svæði þar sem eiga að verða 130 hús, svo það eru 1200 til 1300 hross að koma þarna inn,” segir Böðvar, sem býr í göngufæri við nýja hverfið og hlakkar til að byrja að byggja. Hann segist strax hafa heillast af hverfinu og sú hrifning aukist sífellt eftir því sem hann skoði það oftar.

,,Kópavogsbær ætlar að vera rausnarlegur í þessu, byggja þarna FIPO-höll, auk þess sem þarna verður gott reiðleiðakerfi beint upp Grunnuvatnaleiðina í Heiðmörkina. Það er svo fallegt hérna, ennþá svolítil sveit og við viljum halda því þannig,” segir Böðvar og nefnir að bæði Andvari og Gustur hafi unnið að reiðleiðakortinu og mikil áhersla verið lögð á að sú leið verði opin og ekkert byggt þar.

,,Þetta er svo glæsilegt hverfi, maður fer yfir hæðina að Elliðavatni, sem er hreinlega eins og draumur í dós. Byggðin er ofan í okkur þarna og það var mesta áhyggjuefnið í sambandi við reiðleiðir, því þó svo að æðislegt sé inni í hverfinu eru forsendurnar fyrir því að það geti staðið þarna, að fólkið geti riðið út.” Böðvar er ekki síður ánægður með væntanlega aðstöðu: ,,Það sem þarna verður fyrir almenna reiðmenn og keppnisfólk er það flottasta á landinu og þó víðar væri leitað. Hverfið á að byggja þannig upp að þú getir sótt alla þjónustu þangað og þurfir ekki að fara mikið út úr hverfinu. Þarna verða verslanir, heysala, dýralækningaþjónusta, veitingahús og svo verður aðstaða þar sem hægt er að leigja sér pláss fyrir einn hest, sem krakki fær kannski í fermingargjöf. Það er alveg nauðsynlegt að geta boðið upp á slíka þjónustu, þannig að fólk sem er með einn eða tvo hesta þurfi ekki að koma sér upp sínu eigin hesthúsi,” segir Böðvar.

Böðvar Guðmundsson.

Ríkharður Flemming Jensen á hesti sínum Hæng frá Hæl.

Page 52: Eidfaxi 708

52 EIÐFAXI

Rúmur áratugur er síðan þeir nafnar Sigurður Sigurðsson og Magnússon settu á stofn fyrirtækið Viðgerðir og þjónusta ehf. á Selfossi. Allt frá upphafinu árið 1997 hefur vegur fyrirtækisins farið vaxandi og smám saman hefur þjónustan orðið fjölþættari. Þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum er bjart fram undan hjá þeim nöfnum og starfsmönnum þeirra.

„Við erum alla jafna fimm að störfum en þegar þess gerist þörf bætist í starfsmannahópinn, allt eftir verkefnastöðunni hverju sinni,“ segir Sigurður Sigurðsson, annar eigendanna, í stuttu spjalli. „Þessa dagana erum við á fullu við að innrétta 40-50 hesta hús hjá Magnúsi á Blesastöðum og það eru næg verkefni fyrirsjáanleg hjá okkur fram yfir áramótin. Auðvitað veit enginn hvað tekur við eftir það en við erum fullir bjartsýni.“

Vöxtur í innréttingunumUppistaðan í verkefnum Viðgerða og þjónustu ehf. hefur alla

tíð verið innréttingar og gerði í og við hesthús. Sigurður segir það upphaflega aðeins hafa verið verkefni hluta ársins en nú sjái ekki orðið í nein skil á milli árstíða. „Undanfarin 3-4 ár höfum við verið í þessum verkefnum meira og minna allan ársins hring.“

Auk þess að sinna innréttingunum hafa þeir félagar smíðað kerrur eftir óskum viðskiptavina, en það er meira aukabúgrein en annað. „Við höfum nú ekki lagt mikla áherslu á þann þátt starfseminnar en erum þó nokkuð mikið í viðgerðum og viðhaldi á hestakerrum,“ segir Sigurður.

Auk þess að sinna hestaeigendum, sem hefur verið aðalmarkmiðið allt frá upphafi, hafa þeir nafnar látið til sín taka á öðrum sviðum. Eigendur ökutækja þekkja margir Dekkjalagerinn/Pitstop en Viðgerðir og þjónusta ehf. hafa verið þjónustuaðilar frá 2002. Starfsemi hans hefur vaxið jafnt og þétt og nýtur sífellt meiri vinsælda.

Enn ein grein þjónustunnar hjá þeim eru háþrýstislöngur en Viðgerðir og þjónusta ehf. er með umboð frá Barka í Kópavogi og er eini aðilinn á Árborgarsvæðinu sem býður þá þjónustu. „Þessi þáttur þjónustunnar fer stöðugt vaxandi enda mikið af tækjum hér um slóðir sem nota háþrýstislöngur og þegar hver klukkustund er dýrmæt er gott að stutt sé að fara eftir þjónustunni,“ segir Sigurður.

ryðfrítt eða galvaniseraðÞrátt fyrir að nóg sé að gera segir Sigurður allan efniskostnað

hafa rokið upp. Fyrir vikið séu margir til dæmis aftur farnir að huga að því að nota galvaniserað stál í stað þess ryðfría, sem var tekið að ryðja sér mjög til rúms. Hann segir að það sé auðvitað ódýrara, en fer jafnframt ekki leynt með að hann sé hrifnari af því ryðfría.

„Það var einhver tortryggni í garð ryðfría stálsins fyrir nokkrum árum, aðallega vegna þess að menn voru að vinna með grennra efni og því ekki að bera saman sömu hluti. En ef þetta tvennt er borið saman í sama sverleika þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ryðfrítt hefur tvímælalaust vinninginn að öllu leyti - nema hvað verðið varðar. En auðvitað er þetta ákvörðun hvers og eins. Við vinnum með það efni sem viðskiptavinurinn kýs að endingu að nota,“ segir Sigurður Sigurðsson hjá Viðgerðum og þjónustu ehf.

markaðshornið

innréttingar, hjólbarðar og háþrýstislöngur

TexTi: Sigurður Sverrissonmyndir: Heiðar Þór Jónsson

Sigurður Sigurðarson og Sigurður Magnússon.

Nýtt glæsilegt hesthús Hauks Baldvinssonar á Selfossi er innréttað af Viðgerðum og Þjónustu.

Alúð lögð við smáatriðin og allan frágang.

Page 53: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 53

Page 54: Eidfaxi 708

54 EIÐFAXI

Sífellt fleiri gera sér grein fyrir nauðsyn hreinlætis samfara hvers kyns skepnuhaldi og þar kemur fyrirtækið Rafpólering ehf. í Hafnarfirði til skjalanna sem bandamaður úr óvæntri átt. Ryðfrítt stál sem farið hefur í gegnum rafpóleringarmeðferð hefur svo slétt yfirborð að nánast ekkert loðir við það. Rafpólering kemur því ekki aðeins í veg fyrir tæringu heldur varnar gerlamyndun og gerir þrif og alla umhirðu einkar þægilega. En hvað er rafpólering? Erling Hafþórsson, eigandi fyrirtækisins, skýrir út galdurinn að baki meðferðinni.

Æting og rafstraumur„Yfirborðshöndlun á ryðfríu stáli er það sem við köllum aðferðina okkar, rafpóleringu. Í stuttu máli má segja að sé að þetta sé það gagnstæða við rafhúðun á stáli. Húðun gengur út á að verja efnið fyrir tæringu en rafpólering fjarlægir ákveðin efni úr grunnyfirborði þess með sama tilgang að leiðarljósi. Við getum t.d. fjarlægt járnmólikúl úr yfirborði stálsins en skilið eftir bæði króm og nikkel þannig að yfirborðið verður glansandi. Járn er auðvitað grunnþátturinn í stálinu en fái það ekki rétta meðhöndlun verður það skaðvaldur í formi ryðs,“ segir Erling.Rafpólering er gamalt fyrirbrigði. Fyrsta einkaleyfið var veitt í Þýskalandi fyrir tæpum hundrað árum en það var ekki fyrr en í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar að aðferðin tók að ryðja sér til rúms í tengslum við hergagnaframleiðslu. Aðferðin felur í sér að stálið er baðað í sérstakri lausn sem veldur ætingu áður en rafstraumi er hleypt á til að kalla fram hina gljáandi, varanlegu áferð þess.Að sögn Erlings er ryðfrítt stál allt í kringum okkur í hinu daglega umhverfi án þess við veitum því sérstaka athygli. Nærtækustu dæmin eru auðvitað hnífapör og eldhúsvaskar sem finna má á hverju heimili. Á sjúkrahúsum og við hvers kyns matvælaframleiðslu er efnið ófrávíkjanlegur þáttur starfsumhverfisins.

Á mikið erindi til hestamannaErling tók við rekstri fyrirtækisins fyrir hálfu öðru ári og er bjartsýnn á framhaldið. „Það er auðvitað verið að selja heilmikið af ryðfríu stáli en við erum eina fyrirtækið hérlendis sem býður þessa sérhæfðu þjónustu. Ég tel að við eigum mikið erindi til hestamanna, ekki aðeins með milligerði og slíkt, heldur ekki síður í þjónustu við alla þá fallegu hluti sem tilheyra hestamennskunni, svo sem stalla, ístöð og beisli. Þessir hlutir öðlast algerlega nýtt líf eftir meðhöndlun hjá okkur.”Hann segir að til þess að ná fram hinum eftirsótta gljáa sé ekkert skilyrði að gripirnir séu nýsmíði. Einu takmarkanirnar ráðast af stærðinni. „Við erum með 3000 lítra ker og það er eina fyrirstaðan. Að öðru leyti skiptir engu þótt þetta séu gamlir og grútskítugir gripir, allt verður sem nýtt eftir rafpóleringuna,” segir Erling og hvetur hestamenn til að kynna sér þennan valkost. Vefsíða fyrirtækisins er www.rafpol.is

Skínandi fallegt mél eftir rafpóleringu.

rafpólering – og stálið glansar sem aldrei fyrr

Hestamenn eru upp til hópa snyrtilegir með afbrigðum og láta ekki undir höfuð leggjast að búa fákum sínum besta atlæti sem völ er á hverju sinni. Hesthús nútímans eru hallir miðað við þau hreysi sem lengi vel tíðkuðust og þeim fer fjölgandi sem eru með ryðfrítt stál í hesthúsum og gripum sem tengjast hestamennskunni.

Eiginleikar rafpóleringarinnar endurspeglast bókstaflega í þessari mynd af garðhliði.

Öll þrif eru leikur enn í þeim hesthúsum þar sem gerðin eru úr ryðfríu og rafpóleruðu stáli.

markaðshornið

TexTi: Sigurður Sverrissonmyndir: Rafpólering

Page 55: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 55

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskumVið erum með tengigrindur fyrir:

• Ofna- og gólfhitakerfi

• Neysluvatn

• Snjóbræðslur

• Stýringar fyrir setlaugar

• Við getum sérsmíðað

tengigrindur fyrir allt að

25 MW afl

Við erum leiðandi í framleiðslutengigrinda og stjórnbúnaðarfyrir hitakerfi.

Við erum eini framleiðandinn íheiminum sem framleiðir tengi-grindur og varmaskipta, ásamtsjálfvirkum stjórnbúnaði fyrirhitakerfi.

Í áratugi höfum við safnað sam-an mikilli reynslu með vinnu viðýmsar aðstæður og við margarmismunandi gerðir hitakerfa.

Þess vegna getum við boðiðréttu tengigrindalausnina fyrirþitt hitakerfi. Lausn sem byggirá áratuga reynslu við val ástjórnbúnaði fyrir íslenskar hita-veituaðstæður.

Page 56: Eidfaxi 708

56 EIÐFAXI

markaðshornið

Húsatækni er nafn á ungu fyrirtæki sem hefur á skömmum tíma náð fótfestu á markaði fyrir hesthúsabyggingar. Fyrirtækið leggur áherslu á heildarlausnir og býður upp á hönnun, ráðgjöf, efnissölu og byggingu á einum stað. Límtré frá Þýskalandi er efnið sem segja má að sé hryggsúlan í starfsemi fyrirtækisins, jafnt í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Húsatækni er með mörg járn í eldinum og næg verkefni fram undan.

Það eru þeir bræður Jóhannes og Pálmi Þormóðssynir ásamt Benedikt Pálmasyni sem eiga og reka Húsatækni. Fyrirtækið settu þeir á stofn snemma á síðasta ári af því að þá langaði til að breyta um starfsumhverfi eins og Jóhannes orðaði það í stuttu spjalli. Húsatækni sérhæfir sig í hönnun og smíði á iðnaðarhúsnæði og vöruskemmum. Einnig í byggingum til landbúnaðar, svo sem fjósum, fjárhúsum og vélaskemmum, kælihúsnæði og fleiru. Þá getur fyrirtækið séð um hönnun og smíðar á hesthúsum og reiðhöllum sniðnum að þörfum hestamanna í dag.

Þeir bræður eru úr sveit þar sem hesthús eru hluti af daglegu umhverfi. Því lá beint við að leggja til atlögu við þann geira enda fyrirsjáanleg mikil uppbygging í nýjum hesthúsahverfum höfuðborgarinnar. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að verkefni Húsatækni hafa síður en svo verið bundin við höfuðborgarsvæðið.

límtré frá Þýskalandi„Við byggjum húsin okkar á límtré sem við kaupum frá

Þýskalandi. Frábært efni, sem hefur slegið í gegn hjá öllum okkar viðskiptavinum. Byggingarnar eru hannaðar með viðskiptavinum okkar í samráði við samstarfsaðila okkar úr röðum verkfræðinga og arkitekta,” segir Jóhannes. Hann segir sérstöðu fyrirtækisins felast í því að annast verkið frá A-Ö en einnig geti það komið að einstökum verkhlutum á hvaða stigi verksins sem er. Fyrirtækið aðstoðar við sérlausnir samkvæmt þörfum viðskiptavina hverju sinni.

En af hverju ættu þeir sem huga að byggingu skemmu eða hesthúss að hallast að límtré frekar en stálgrindum? Jóhannes segir það auðvitað hverjum í sjálfsvald sett, en tréverkið sé svo miklu hlýlegra en ískalt stálið. Þessa dagana er Húsatækni að reisa 640 m2 iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn og jafnframt að koma upp rúmlega 2000 m2 reiðhöll í Hólaborg við Stokkseyri í samvinnu við Verksmiðjuna ehf. Uppistaðan í verkefnum fyrirtækisins til þessa hefur verið bygging á iðnaðarhúsnæði, vöruskemmum og hesthúsum, að sögn Jóhannesar.

fagmennska og frumlegar lausnirIngimar Baldvinsson er eigandi reiðhallarinnar í Hólaborg.

Hann kveðst hæstánægður með efni og vinnubrögð þeirra hjá Húsatækni. „Ég efast um að sést hafi fallegri burðarvirkisgrind úr límtré á Íslandi en í þessu húsi,” segir hann og lýkur lofsorði á fagmennsku og frumlegar lausnir starfsmanna Húsatækni.

Ingimar segir límtrésbitana miklu nettari en áður hafi þekkst hér á landi eða 40 sm við sökkul í stað 73. „Hönnunin er þannig að við getum verið með beinan vegg, auk þess sem þetta fyrirkomulag eykur verulega nýtingarhlutfall hússins og auðveldar allt aðgengi og umhirðu í húsinu. Þessir ungu menn eiga allan heiður skilið fyrir nýja og metnaðarfulla hönnun. Í þessu húsi eru lausnir sem setja ný viðmið í svona byggingum,” segir Ingimar.

Vefsíða fyrirtækisins er www.husataekni.is

límtré er lausnin í hesthúsum og vöruskemmum

TexTi: Sigurður Sverrissonmyndir: Heiðar Þór Jónsson

Jóhannes Þormóðsson einn af eigendum Húsatækni ásamt ánægðum viðskiptavini, Ingimar Baldvinssyni á Selfossi.

Page 57: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 57

Page 58: Eidfaxi 708

58 EIÐFAXI

Árið 1997 hófu Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Birna Björnsdóttir innflutning á steinefnum og vítamínum fyrir hross. „Upphaflega var þetta nú bara hugsað fyrir hrossin á Blesastöðum, en þróaðist svo smátt og smátt í meiri dreifingu,“ segir Magnús. Nú er svo komið að þau selja Vítabætinn, sem þau nefna svo, víðs vegar um landið, enda efnið búið að vera lengst á íslenskum markaði. Magnús telur þetta bestu fæðubótarblönduna í þessu formi sem völ er á hérlendis.

„Við kaupum þetta frá rótgrónu bresku fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir fóður fyrir hesta og aðrar skepnur,“ segir Magnús inntur eftir því hvaðan varan sé. Vítabætinn segir hann lausn á hugsanlegum bætiefnaskorti allan ársins hring og hann sé sérstaklega hentugur þar sem hesturinn hagi inntökunni eftir þörfum. En hvað er í vörunni?

Öll nauðsynleg næringarefniMagnús segir Vítabætinn innihalda

mikið af stein- og snefilefnum ásamt fjölda vítamína og tryggi þar af leiðandi að komið sé til móts við þarfir hestsins. Með

því að nota stampinn í haga, í gerði eða á húsi, hafa hrossin frjálsan aðgang að öllum þessum nauðsynlegu næringarefnum allan sólarhringinn.

Að sögn Magnúsar má líkja Vítabætinum við risastóran sleikipinna fyrir hrossin. Þar sem efnið er í eðli sínu hart sakar ekkert þótt rigni í stampinn í haga. „Þetta er hörð blokk sem kemur í fötu. Þótt vatni liggi á henni um tíma leysist blokkin mjög hægt upp. Það er einn af stóru kostunum við Vítabætinn,“ segir Magnús.

fjölþætt bætiefniVítabætirinn inniheldur nægilegt

magn af kopar, kóbalti og járni til að viðhalda eðlilegu jafnvægi á framleiðslu rauðra blóðkorna í hrossum. Einnig er sink í vörunni, sem er ákjósanlegt fyrir uppbyggingu og ástand hófa. Þá segir Magnús að með réttri samsetningu á kalsíum, fosfór og magnesíum sé stuðlað að réttum vexti og þroska beina.

Runólfur Sigursveinsson, fóðurfræðingur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, var ráðgefandi um rétta efnasamsetningu Vítabætisins miðað við íslenskar aðstæður.

„Vítabætir örvar meltingu og nýtingu hrossa á grófu fóðri, auk þess sem hann eykur mótstöðuþrek gegn sjúkdómum,“ segir Magnús.

Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að hrossin sæki um of í fæðubótarefnið segir hann það aldrei hafa komið upp svo vitað sé. „Hrossin borða mest fyrstu dagana, meðan mesta þörfin er, en neyslan kemst fljótlega í jafnvægi,“ bætir hann við.

Bara það bestaSem fyrr segir hefur innflutningurinn,

sem hófst sem tilraun fyrir ellefu árum, undið upp á sig. Nú geta hestamenn gengið að Vítabætinum vísum í öllum helstu hestavöruverslunum landsins. Þar sem verslana nýtur ekki við hafa einstaklingar tekið að sér að dreifa vörunni fyrir hjónin á Blesastöðum.

„Þetta hefur undið aðeins upp á sig, þetta er góð vara og vinsældir hennar hafa stöðugt aukist. Íslenskir hestaeigendur vilja enda ekkert nema það besta fyrir hrossin sín,“ segir Magnús Trausti í lokin.

Vítabætir- besta fæðubótarblandan fyrir hrossin

markaðshornið

TexTi: Sigurður Sverrissonmynd: Jens Einarsson

Magnús Trausti og Hólmfríður á Blesastöðum.

Page 59: Eidfaxi 708

EIÐFAXI 59

Page 60: Eidfaxi 708

60 EIÐFAXI