13
1 F&B gerir prófanir á barnagrautum – Grein sem birtist í janúar 2012 í blaðinu Foreldre & Barn í Noregi Sætari en þú heldur „Ósykrað þýðir ekki að barnagrautar séu sykurlausir. Prófanir okkar á næringarinnihaldi 15 grauta sýnir að börn fá óþarflega mikinn sykur. Það er jákvætt að framleiðendur hafa hætt að nota viðbættan hvítan sykur. En margir barnagrautanna á markaðinum innihalda þurrkaða ávexti sem innihalda mikinn sykur. Sumir nota einnig maltodekstrin sem er ein gerð sykurs. Þegar þetta bætist ofan á mjólkursykur verður niðurstaðan sú að grauturinn er mjög sætur segir Wenche Frölich. Hún er menntaður lífefnafræðingur með doktorsgráðu í næringarfræði, matvælafræði og steinefnum og starfar sem matvæla- og næringarfræðingur við háskólann í Stavanger. Kornvörur, trefjar og steinefni eru hennar sérgreinar. SYKUR DREGUR NIÐUR. Hún hefur útfært próf fyrir barnagrauta fyrir Foreldra & Barn og hefur lagt áherslu á heildar næringarinnihald þegar hún hefur metið ólíkar vörur. Hlutur sykurs, fitu, trefja, járns og annarra innihaldsefna er metinn og borinn saman miðað við hvaða aldurshóp grautarnir eiga við.

F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

1

F&B gerir prófanir á barnagrautum – Grein sem birtist í janúar 2012 í blaðinu Foreldre & Barn í Noregi

Sætari en þú heldur

„Ósykrað þýðir ekki að barnagrautar séu sykurlausir. Prófanir okkar á næringarinnihaldi 15 grauta sýnir að börn fá óþarflega mikinn sykur.

Það er jákvætt að framleiðendur hafa hætt að nota viðbættan hvítan

sykur. En margir barnagrautanna á markaðinum innihalda þurrkaða ávexti

sem innihalda mikinn sykur. Sumir nota einnig maltodekstrin sem er ein

gerð sykurs. Þegar þetta bætist ofan á mjólkursykur verður niðurstaðan sú

að grauturinn er mjög sætur segir Wenche Frölich.

Hún er menntaður lífefnafræðingur með doktorsgráðu í næringarfræði,

matvælafræði og steinefnum og starfar sem matvæla- og

næringarfræðingur við háskólann í Stavanger. Kornvörur, trefjar og

steinefni eru hennar sérgreinar.

SYKUR DREGUR NIÐUR. Hún hefur útfært próf fyrir barnagrauta fyrir

Foreldra & Barn og hefur lagt áherslu á heildar næringarinnihald þegar

hún hefur metið ólíkar vörur. Hlutur sykurs, fitu, trefja, járns og annarra

innihaldsefna er metinn og borinn saman miðað við hvaða aldurshóp

grautarnir eiga við.

Page 2: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

2

Það er mikilvægt að ungabörn fái fitu í fæðunni en samt ekki of mikla.

Mjög mikið sykurinnihald dregur úr hollustu segir Frölich.

Hún sér enga ástæðu til að venja ungabörn á að matur skuli smakkast eins

sætur og flestir barnagrautarnir gera.

Það mátti vel fjarlægja hluta sykursins og fá barnið samt til að borða

grautinn. Þurrkuðu ávextirnir sem er bætt við gefa mikinn sykur en ekki

mikið af öðrum næringarefnum úr ávöxtum. Það er betra að nota smá

ferska ávexti í grautinn segir næringarfræðiprófessorinn.

KYNNING Í ÁFÖNGUM. Kynna á börn fyrir graut í áföngum frá 6 mánaða aldri

en ekki fyrir 4 mánaða aldur; helst meðan móðirin er enn með barnið á

brjósti segir deildarstjórinn Henriete Øien hjá Landlækni.

Tvíburamóðirin Linn Marie Bratvold í Oslo hefur nýlega byrjað að gefa

dætrunum Helma og Eline graut sem ábót. Tvisvar á dag fá stelpurnar vel

af graut. Linn finnst hafa gengið vel að byrja á grautnum en finnst bragðið

vera helst til sætt.

Þetta lyktar eins og muffinsmix segir hún. Fyrir hana sem á tvö börn finnst

henni ótækt að kaupa annað en það sem fæst í hverfisversluninni. Hún

hefur ekki litið á graut frá heilsubúð eða heimalagaðan graut sem valkost.

Kannski er það barnalegt en mér finnst ég örugg með að grautar sem eru

seldir í norskum búðum séu góð næring fyrir börnin mín, segir hún.

FORÐAST JÁRNSKORT. Barnagrautar sem eru ætlaðir börnum frá 6 mánaða

aldri skulu vera járnbættir þar sem mæðfæddar járnbirgðir eru venjulega

uppurnar við hálfs árs aldurinn. Landlæknir mælir með járnbættum graut

með aðgengilegu járni (t.d. járnfumarati) í 1-2 máltíðir á dag í nokkrar

vikur þar sem skammturinn er smám saman aukinn.

Til að tryggja vel samansetta næringu ætti fæða barna ekki að einskorðast

við tilbúna grauta með ýmsum viðbættum næringarefnum heldur einnig

með brauði og öðrum mat segir Henriette Øien.

Grautar frá Hipp innihalda einungis þriðjung af járnmagni Nestlé

grautanna. Lífrænu grautarnir frá Holle og Aurion eru án viðbætts járns

því þeir fylgja evrópskum viðmiðunarreglum um aukaefni í lífrænum mat.

Samkvæmt þessum reglum er ekki heimilt að bæta járni við ef kalla á

matinn lífrænan.

Það er engin ástæða til að velja lífrænar vörur af næringarfræðilegum

ástæðum heldur þvert í móti bendir Wenche Frölich á.

KJÖT OG LIFRARKÆFA. Ef þú velur að gefa barninu þínu graut án viðbætts

járns, t.d. eitthvern lífrænan graut, er mikilvægt að barnið fái annan mat

til að mæta járnþörfinni. Dæmi um slíkan mat er lifrarkæfa og kjöt.

Gróft brauð inniheldur einnig mikið járn en vegna mikils trefjainnihalds er

ekki mælt með því fyrir mjög lítil börn segir Frölich.

Landlæknisembættið mælir hins vegar með brauði með eins miklu korni

og kostur er frá því að barnið byrjar að borða graut.

Notaðu skráargatið eða brauðskalann „Brötskala‘n“ og veldu brauð með

þremur eða fjórum dökkum svæðum.

Page 3: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

3

„Það er engin ástæða til að velja lífrænar vörur af

næringarfræðilegum ástæðum, heldur þvert í mót.“

Wenche Frølich, prófessor í næringarfræði

Öll heilkorna næringarefni en minna af trefjum má nálgast með því að

nota brauð úr fínu heilhveti segir Henriette Øien.

Einnig er rétt að benda á að fyrirburar kunna að hafa klárað járnbirgðirnar

sínar fyrir 6 mánaða aldurinn.

Járnskortur er stórt vandamál á heimsvísu og alvarlegur járnskotur getur

valdið blóðleysi og seinkun á andlegum og hreyfiþroska ungra barna. Hins

vegar er þetta algengast í þróunarlöndunum. Rannsókn á norskum

smábörnum sem fór fram við Háskólann í Osló sýndi að allt að 10% eins og

tveggja ára barna voru lág í járni eða með vægan járnskort. Til að koma í

veg fyrir þetta er mælt með að börn fái járnbættan graut á fyrsta

aldursári. Flestar gerðir þurrmjólkur eru einnig járnbættar þ.a. mælt er

með að börn drekki hana frekar en venjulega kúamjólk á fyrsta aldursári.

Einnig er til járnbætt hveiti ef þú vilt gera grautinn sjálf, segir Wenche

Frölich.

EKKI OF MIKLAR TREFJAR. Trefjar eru kolvetni sem meltast ekki í

meltingarkerfinu og komast heil í ristilinn.

Börn undir eins árs gömul eiga ekki að fá meira en 5-6 g af trefjum á dag.

Ef þau frá meira en þetta verða þau svo mett að þau geta ekki borðað nóg

til að uppfylla nauðsynleg næringarefni útskýrir Wenche Frølich.

Þarmarnir eru líka ekki fullþroskaðir hjá ungum börnum.

Henni finnst miður að ekki komi fram hjá lífrænu grautunum frá Aurion

hve mikið af trefjum þeir innihalda því þetta eru mikilvægar upplýsingar

sem eiga að koma fram. Frølich segir að flestir grautarnir í prófuninni hafi

ákjósanlegt innihald af trefjum en meira má það heldur ekki vera.

GLÚTEN EÐA GLÚTENLAUST? Áður fyrr var mælt með að fyrstu

grautarnir sem börnin fengju væru glútenlausir. Tilmæli

heilbrigðisyfirvalda eru nú að ung börn eiga að kynnast glúteni frá upphafi

þess að þau fá fasta fæðu. Rannsóknir sýna að þetta er líklegt til að koma í

veg fyrir glútenóþol.

En þú ættir líka að forðast að gefa skyndilega mat með miklu glúteni. Því

gæti verið gott að gefa til skiptis mismunandi korntegundir.

Hafrar innihalda ekki glúten. Þetta getur verið gott efni í fyrsta graut segir

Wenche Frølich.

Hveiti og spelt eru korntegundir sem innihalda mest af glúteni, í raun er

meira glúten í spelti en í hveiti. Rúgur og bygg innihalda einnig glúten.

Ábending

Til þess að auka járnupptöku barnsins

skaltu gefa því eitthvað sem inniheldur C-

vítamín með grautarmáltíðinni.

Appelsínusafi (mundu að þynna, óþynntur

safi er of sterkur fyrir litla maga) er C-vítamínríkur af náttúrunnar

hendi, sama gerir kiwi, rósaldin (nýpa) eða sólber. Mismunandi

ávaxtasafar fyrir börn geta einnig verið C-vítamín bættir.

Page 4: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

Frá 4 mánaða

4

Holle Øko Hrísgrautur Lífrænn Framleiðandi: Holle/Demeter Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Life (heilsufæði) Verð: Kr 49,00 Þyngd: 250 g Kíkóverð: Kr 196,00 Mælt með fyrir: Frá 4

mánaða Inniheldur: Lífræn

heilkornahrís, vítamín B1 Gluten: Nei

Blandist með móðurmjólk eða þurrmjólk Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1618 kj/382 kcal Prótein: 8,9 g Kolvetni: 78,5 g Þar af sykur: 0,9 g (í tilbúnum skammti: 8,7 g) Trefjar (kostfiber) : 3,5 g Fita: 2,8 g Trefjar (fiber): 3,6 g Járn: Ekki gefið upp Athugasemdir:

Sykurminnsti grauturinn fyrir þennan aldrushóp en án viðbætt járns svo það ætti að blanda með móðurmjólk eða járnbættri þurrmjólk. Heilkornahrís inniheldur tiltölulega lítið af trefjum þannig að þetta er góður fyrsti grautur. Vöfulýsingin er hins vegar ruglandi því þar segir að blanda skuli grautinn með móðurmjólk eða þurrmjólk. Hve mikill sykur er þá í grautnum? Ef þú notar móðurmjók verður sykurinnihaldið 8,7g í skammtinum.

Nestlé Hrísgrautur Framleiðandi: Nestlé Nutrition Framleiðsluland: Ekki gefið

upp Keypt hjá: Rimi

(dagvöruverslun) Verð: Kr 30,50 Þyngd: 240 g Kílóverð: Kr 127,10 Mælt með fyrir: Frá 4 mánaða Inniheldur: Hrísmjöl (59 %),

undanrennuduft, jurtaolía, þurrkuð epli (2 %), hveitiklíð, maltodextrín, aroma (vanilin), steinefni og vítamín Glúten: Nei

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1780 kj/420 kcal Prótein: 13,0 g Kolvetni: 70,0 g Þar af sykur: 28 g Trefjar: 0,8 g Fita: 10 g Járn: 7,5 mg Athugasemdir:

Viðbætt járn, sink, vítamín og steinefni er jákvætt þar sem hrís inniheldur litla næringu. Barnagrauturinn hefur skýra og gagnsæa vörulýsingu. Viðbættir þurrkaðir ávextir og maltódextrín auk mjólkursykurs gerir það að verkum að sykurinnihald hækkar. Gæti haft gagn af minni sætu. Inniheldur lítið af trefjum sem þýðir að hrísið er meðhöndlað þannig að trefjainnihald minnkar. Í grautnum er einnig viðbætt fita, nokkuð sem er mikilvægt ef veita á fullnægjandi næringu fyrir lítil börn.

Hipp Hrísgrautur með banana og ferskju

Framleiðandi: Hipp Gmbh Framleiðsluland: Tyskland Keypt hjá: Rimi

(dagvöruverslun) Verð: Kr 38,10 Þyngd: 280 g Kílóverð: Kr 136,10 Mælt með fyrir: Frá 4 mánaða Inniheldur: Mjólkurblöndur

(41%), jurtaolíu, undanrennuduft, hrísmjöl, mysuduft, peruþykkni, sykurskert eplaþykkni, ferskjuduft (3%), bananaflögur (3%), steinefni og vítamín. Gluten: Nei

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1802 kj/427 kcal Prótein: 12,4 g Kolvetni: 68,5 g Þar af sykur: 41,2 g Trefjar: 1,5 g Fita: 11,2 g Járn: 3,3 mg Athugasemdir:

Þessi grautur inniheldur mjög mikinn sykur, mestan af þeim grautum sem eru prófaðir hér. Hér kemur sykur bæði frá viðbættum ávöxtum, mjólkursykri og mysudufti. Grauturinn inniheldur mjög mörg aukaefni á formi vítamína og steinefna. Hér er heldur ekki notaður heilkornahrís heldur hreinsað hrís sem inniheldur lítið af trefjum, jafnvel fyrir lítil börn. Fituinnihaldið í grautnum er í lagi en járninnihaldið er of lágt miðað við það sem mælt er með.

Page 5: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

5

Ekki með áhyggjur af barnamat sem inniheldur pálmaolíu

Henriette Øien, deildarstjóri hjá

Landlæknisembættinu, segir að foreldrum

sé óhætt að gefa börnum sínum tilbúna

grauta þótt flestar tegundir á markaðinum

innihaldi pálmaolíu. Í þessu litla magni sem

hér um ræðir hef ég ekki áhyggjur af

notkun pálmaolíu í barnagrautum segir

Øien.

Hún bendir á að barnamatur er háður mjög

ströngum kröfum sem ætti að fullvissa

foreldra um að þeir séu að gefa börnunum

sínum góða og fulla næringu. Hipp, Nestlé

og Småfolk/Semper nota allir pálmaolíu í

sínar vörur.

Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri

fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu

sjónarmiði er pálmaolía ekki „verri“ en

aðrar gerðir af mettaðri fitu segir Øien.

Það er mælt með að börn á aldrinum 6-12

mánaða fái 30-40% af orku sinni úr fitu, 1/3

af henni sem mettuð fita. Í móðurmjólk er

fitan 35-50% af orkunni.

Fyrir almenning almennt hefur Landlæknir

áhyggjur af að neysla á mettaðri fitu sé of

mikil. Pálmaolía inniheldur mikið af

mettuaðri fitu og finnst í mörgum vörum

sem við notum daglega í fæðu okkar.

Landlækni finnst því jákvætt að í stað

pálmaolíu komi sólblóma, repju og

olívuolía í staðinn í vörum eins og

kartöfluflögum.

Pálmaolía og önnur mettuð fita eykur

hættuna á háu kólesteróli og þróun hjarta-

og æðasjúkdóma. En mjög ung börn eru

ekki í þessum áhættuhóp segir Øien.

Page 6: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

Frá 6 mánaða

6

Nestlé Hafragrautur Banana-Apríkósu

Framleiðandi: Nestlé Nutrition Framleiðsluland: Ekki gefið upp Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 13,90 Þyngd: 370 g Kílóverð: Kr 37,60

Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Haframjöl (38 %), undanrennuduft, maltódextrín, bananaflögur (8 %), jurtaolía, þurrkaðar apríkósur (2 %), maíssterkja, antioxidant (lecitin), steinefni og vítamín

Gluten: Já Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1720 kj/410 kcal Prótein: 15,0 g Kolvetni: 65,0 g Þar af sykur: 24 g Trefjar: 5,0 g Fita: 10 g Járn: 10 mg Athugasemdir: Nestlé grautarnir hafa allir góða og vel hugsaða næringarsamsetningu, nægilegt járn skv. tilmælum og mikið af vítamínum og steinefnum. Sykurinnihaldið er í hærri kantinum vegna þess hve mikið er af viðbættum bananaflögum, apríkósum og maltódextríni. Haframjöl er mjög næringarríkt og án glúteins og er því góður byrjendagrautur. Hefði kosið að hafa grautinn hreinan þá getur maður frekar bætt ávöxtum út í sjálfur. Lágt verð er jákvætt.

Holle Øko Speltgrøt Lífrænn Framleiðandi: Holle/Demeter Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Life (heilsubúð)

Verð: Kr 49,00 Þyngd: 250 g Kílóverð: Kr 196,00 Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Lífrænt heilkornaspelt, Vítamín B1 Glúten: Já Blandist með móðurmjólk/þurrmjólk Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1552 kj/367 kcal Prótein: 15,9 g Kolvetni: 66,0 g Þar af sykur: 0,6 g (í tilbúnum skammti: 8,6 g) Trefjar: 9,3 g Fita: 2,3 g Járn: Ekki gefið upp Athugasemdir: Þessi grautur inniheldur heldur ekki viðbætt járn. Inniheldur að vísu mikið heilkorn sem hækkar járninnihaldið og einnig er hægt að blanda grautinn með járnbættri þurrmjólk. Vegna þess hve mikið er af heilhveiti er trefjainnihald aðeins of hátt fyrir lítið barn. Heildarsykurinnihald grautsins er lágt og jákvætt er að hann inniheldur ekki þurrkaða ávexti. Dýr.

Holle Øko 3-kornsgrøt Lífrænn

Framleiðandi: Holle/Demeter Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Life (heilsubúð) Verð: Kr 49,00 Þyngd: 250 g

Kílóverð: Kr 196,00 Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Lífrænt heilkorna hrís (70 %), maís (20 %), heilkorna hirsi (10 %), vítamín B1 Glúten: Nei Blandist með móðurmjólk/þurrmjólk Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1612 kj/380 kcal Prótein: 8,6 g Kolvetni: 78,9 g Þar af sykur: 0,8 g (8,6 g í tilbúnum skammti) Trefjar: 3,5 g Fita: 2,6 g Járn: Ekki gefið upp Athugasemdir: Glútenlaus grautur úr hrís, maís og hirsi. Ef þú velur þennan graut máttu líka gefa graut sem inniheldur glúten í viðbót. Grauturinn inniheldur litla fitu, börn þurfa auka fitu þannig að hér hefði þurft að hafa viðbætta fitu. Hér er heldur ekki viðbætt járn þannig að blanda þarf grautinn með járnbættri þurrmjólk þar sem móðurmjólkin inniheldur ekki nægilegt járn fyrir barn sem er eldra en 6 mánaða. Vantar einnig önnur vítamín og steinefni.

Hipp Mild havregrøt Lífrænn Framleiðandi: Hipp Gmbh Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 32,70

Þyngd: 280 g Kílóverð: Kr 116,80 Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Mjólkurblöndur (41 %), jurtaolía, þurrmjólkurduft, hrísmjöl (15 %),mheilkorna hafraflögur (28 %),nmysuduft, steinefni og vítamín

Glúten: Já Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1812 kj/431 kcal Prótein: 14,4 g Kolvetni: 62,8 g Þar af sykur: 39 g Trefjar: 2,8 g Fita: 12,9 g Járn : 4,0 mg Athugasemdir: Hrísmjöl inniheldur lítið af næringarefnum, í graut sem er ætlaður börnum eldri en 6 mánaða eru hafrar betra val. Vörulýsingin er einnig villandi, innihaldsefni eiga að vera í minnkandi magnröð. Eins og í öðrum grautum frá Hipp er sykurinnihaldið of hátt meðal annars vegna þess að þeir nota mysuduft. Veljið heldur annan graut og látið ekki blekkjast af þeirri staðreynd að hann er merktur lífrænn, grauturinn verður ekki hollari af þeirri ástæðu. Hafragrautarnir í prófinu eru

merktir með glúteni. Þetta er vegna þessa að hafrar geta „mengast“ af glúteni síðar í framleiðsluferlinu.

Page 7: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

Kvöldgrautar frá 6 mánaða

7

Nestlé God natt Havregrøt naturell

Framleiðandi: Nestlé Nutrition Framleiðsluland: Ekki uppgefið Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 28,10 Þyngd: 370 g Kílóverð: Kr 75,95 Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Haframjöl (51%), undanrennuduft,

jurtaolíu, maltódextrín, steinefni og vítamín Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1730 kj/410 kcal Prótein: 16,0 g Kolvetni: 64,0 g Þar af sykur: 17 g Trefjar: 4,5 g Fita: 9,0 g Járn: 10 mg Athugasemdir:

Hreinn grautur með mikið haframjöl sem er mjög næringarrík korntegund fyrir ung börn. Í grautnum er viðbætt járn, vítamín og steinefni sem gerir hann að góðri næringu. Sykurinnihaldið er lægra en flestra annarra grauta í prófinu jafnvel þó að hefði mátt komast hjá að nota maltodextrin sem er ein tegun sykurs. Fituprósentan er 9 sem er gott, sem og trefjainnihaldið. Góður grautur bæði sem kvöldmatur og morgunmatur.

Småfolk kveldsgrøt med ris og pasta

Framleiðandi: Småfolk/Semper Framleiðsluland: Svíþjóð Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 32,70 Þyngd: 270 g Kílóverð: Kr 121,10 Mælt með fyrir: Frá 6 mánaða Inniheldur: Hrísmjöl, undanrennuduft,

jurtaolía (pálma, repju, sólblóma), pasta (hveiti), mysuduft, steinefni og vítamín Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 2000 kj/470 kcal Prótein: 14,0 g Kolvetni: 59,0 g Þar af sykur: 20 g Trefjar: 1 g Fita: 20,0 g Járn: 8,5 mg Athugasemdir:

Í þessum graut er mikill viðbættur laktósi frá mysuduftinu. 20% sykur er í hæsta lagi og grauturinn inniheldur einnig mikla fitu. Það er tekið fram að grauturinn innihaldi pálmaolíu í viðbót við repju og sólblómaolíu. Lítið af trefjum, hefði átt að innihalda hærra hlutfall af grófara mjöli/aðra korntegund.

Page 8: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

8

Mælt með brjóstagjöf eingöngu fyrstu 6 mánuðina Núverandi tilmæli heilbrigðisyfirvalda eru að börn, ef unnt er, skuli eingöngu fá brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina, þá skal byrja að kynna fasta fæðu varlega fyrir barninu. Rannsóknir sýna að 25% barna fá eingöngu brjóstamjólk á sjötta mánuði en 9% barna fá eingöngu brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina. Þetta sýndu gögn frá öllu landinu 2006-2007.. Það er því stór hluti barna sem fá graut eða annan viðbótarmat fyrir 6 mánaða aldur. - Tillögurnar segja að sum börn hafi þörf fyrir auka næringu fyrir 6 mánaða aldur og að það sé alveg öruggt frá 4 mánaða aldri þegar nýru barnsins eru þroskuð. Móðurmjólkin veitir bestu næringuna og veitir vörn gegn sjúkdómum og því er engin ástæða til að skipta móðurmjólk út fyrir annan mat segir Henriette Øien, deildarstjóri hjá landlækni. Það er rætt um hversu lengi er best að gefa eingöngu brjóstamjók og um heilsufarsleg áhrif af fullri brjóstagjöf í sex mánuði er deilt. - Einstaka rannsóknir benda til þess að það kunni að koma í veg fyrir ofnæmi að kynna fasta fæðu fyrir 6 mánaða aldur en við höfum ekki rannsóknir á þessu sviði sem geta sagt að full brjóstagjöf í 4-5 eða 6 mánuði sé best til að koma í veg fyrir ofnæmi segir Øien. - Það sem við vitum að það er gagnlegt að gefa eingöngu brjóst í a.m.k. 4 mánuði og að föst fæða, sérstaklega glúten, sé kynnt fyrir barninu meðan það er enn á brjósti. Brjóstamjólkin virðist koma í veg fyrir offitu, sykursýki og glútenóþol hjá barninu. Fyrir móðurina tengist brjóstagjöf minni hættu á brjóstakrabbameini og eggjastokkakrabbameini auk þess að minnka hættu á sykursýki af tegund 2. Landlæknir er byrjaður að endurskoða vísindalegan grundvöll fyrir tillögunum og eru nýjar leiðbeiningar væntanlegar 2012/2013.

Villandi markaðssetning Lífrænu grautarnir frá Aurion er úr mjöli ætluðu börnum en þeir eru ekki foreldaðir. - Vörulýsing á grautunum er mjög villandi. Þeir nota sömu pakkningar undir mismunandi tegundir grauta og veita nóg af upplýsingum sem eru ekki um mjölið sem er í pokunum segir Wenche Frølich. Hún segir að það sé enginn vafi á að grautarnir frá Aurion geti verið gott val fyrir ung börn en að það sé ekki auðvelt að vera öruggur þegar textinn á pakkanum sé svona ruglingslegur. Það segir ekkert um hvernig skuli undirbúa grautinn. Þegar verðið er líka svona hátt sér Frølich ekki mikla ástæðu til að velja þessa lífrænu grauta í stað barnagrauta sem þú getur keypt í matvöruverslunum. - Við erum mjög lítið fyrirtæki og það er ein af þeim ástæðum sem við höfum valið að hafa sameiginlega poka í öllum okkar „fyrsti grautur“ tegundum. Ef við gerðum sér poka fyrir hverja grautartegund myndi það hækka verð til viðskiptavina segir gæðastjórinn Gyða Vinther hjá Aurion AS. Hún telur einnig að í þessu felist hagræðing svo lengi sem það standi framan á pakkanum hvernig graut neytendur eru með. - Við höfum sett upplýsingar um næringarinnihald á gagnsæju formi aftan á pakkann. Þar er líka mynd sem sýnir hvaða graut við notum fyrir mismunandi aldur. Við höfum engin áform um að breyta umbúðunum okkar segir Vinther.

Page 9: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

Frá 8 mánaða

9

Nestlé Fullkorngrøt frukt

Framleiðandi: Nestlé Nutrition Framleiðsluland: Ekki gefið

upp Keypt hjá: Rimi

(dagvöruverslun) Verð: Kr 23,50 Þyngd: 400 g Kílóverð: Kr 58,75 Mælt með fyrir: Frá 8 mánaða Inniheldur: Heilkornamjöl úr

höfrum og hveiti (38 %), undanrennuduft, peruþykkni (16%), hrísmjöl, jurtaolía, þurrkuð epli (2 %), hveitiklíð, maíssterkja, maltodextrín, antioxidant (lecitin), steinefni og vítamín Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1720 kj/410 kcal Prótein: 15,0 g Kolvetni: 65,0 g Þar af sykur: 29 g Trefjar: 5,0 g Fita: 10 g Járn: 10 mg Athugasemdir:

Mikill sykur frá ávöxum auk viðbætts maltodextríns. Myndi frekar kaupa hreinan hafra- og hveitigraut án ávaxta ef hann fæst á markaðinum. Grauturinn inniheldur 5% trefjar. Þetta þýðir að 2-3 skammtar af graut uppfyllir trefjaþarfir barnsins á dag. Grautur fyrir ung börn ætti ekki að innihalda meira. Járn og fituinnihald er í samræmi við tilmæli auk þess að grauturinn inniheldur viðbætt vítamín og steinefni.

Hipp Mild fullkornsgrøt

Lífrænt Framleiðandi: Hipp Gmbh Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 40,30 Þyngd: 280 g Kílóverð: Kr 143,95 Mælt með fyrir: Frá 8 mánaða

Inniheldur: Mjólkurblöndur (40 %),

jurtaolía, undanrennuduft, hrísmjöl, heilkornaflögur úr höfrum, hveiti og spelti (38 %), mysuduft, steinefni og vítamín Gluten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1784 kj/424 kcal Prótein: 14,2 g Kolvetni: 61,1 g Þar af sykur: 32,2 g Trefjar: 3,8 g Fita: 12,8 g Járn: 4,9 mg Athugasemdir:

Grautur með fjórum korntegundum sem gefur mikilvæg næringarefni. Mjög hátt sykurinnihald en betra fituinnihald. Trefjamagn er einnig nokkuð hátt fyrir ung börn. Vörulýsing eru ruglandi og villandi – innihaldsefni eiga að standa í fallandi magnröð en það lítur ekki út fyrir að gera það hér. Viðbætt járn en of lítið til að uppfylla þarfir barnsins.

Småfolk mild fullkornsgrøt Med pære, eple og bringebær

Framleiðandi: Småfolk/Semper Framleiðsluland: Svíþjóð Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 34,10 Þyngd: 300 g Kílóverð: Kr 113,65 Mælt með fyrir: Frá 8 mánaða

Inniheldur: Undanrennuduft,

grahamsmjöl, jurtaolía (pálma, repju, sólblóma), haframjöl, hveitimjöl, peruþykkni (11 %), mysuduft, sigtað haframjöl, eplaþykkni (2 %), mjólkurprótein, þurrkuð hindber (1 %), steinefni og vítamín Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1900 kj/450 kcal Prótein: 14,0 g Kolvetni: 54,0 g Þar af sykur: 22 g Trefjar: 4,0 g Fita: 19,0 g Járn: 8,5 mg Athugasemdir:

Í lýsingunni er notað sænska hugtakið grahamsmel sem hefði átt að þýða. Það vita ekki allir að þetta er hveiti. Hafragrauturinn inniheldur mikið af viðbættum ávöxtum og er því mjög sætur. Innihald laktósa í formi mysudufts er einnig mjög hátt. Í samanburði við aðra grauta inniheldur hann mjög mikla fitu. Börn þurfa fitu en hér virkar fituinnihaldið nokkuð hátt. Trefjainnihald er 4%, örlítið hærra en það er í hveiti.

Page 10: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

Frá 12 mánaða

10

Nestlé Müsligrøt Pære-Banan

Framleiðandi: Nestlé Nutrition Framleiðsluland: Ekki uppgefið Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 23,70 Þyngd: 400 g Kílóverð: Kr 59,25 Mælt með fyrir: Frá 12 mánaða Inniheldur: Heilkornamjöl úr

höfrum og rúgi (39 %), undanrennuduft, peruþykkni (14 %), jurtaolía, hrísmjöl, bananaflögur (5 %), hveitiklíð, steinefni og vítamín Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1660 kj/390 kcal Prótein: 15,0 g Kolvetni: 61,0 g Þar af sykur: 29 g Trefjar: 6,0 g Fita: 10,0 g Járn: 10 mg Athugasemdir:

Þegar barnið er eins árs er gott að kynna því fyrir rúgmjöli sem er næringarríkt korn. Blandað saman við hafra gefur þetta góða kornblöndu. En hér er sykurinnihaldið einnig of hátt því það er svo mikið af viðbættum þurrkuðum ávöxtum og peruþykkni. Trefjainnihald er gott fyrir barn á þessum aldri, sama á við um fituinnihald.

Hipp Fullkornsgrøt multikorn

Lífrænt Framleiðandi: Hipp Gmbh Framleiðsluland: Þýskaland Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 42,50 þyngd: 280 g Kílóverð: Kr 151,80 Mælt með fyrir: Frá 12 mánaða

Inniheldur: Mjólkurblöndur (41 %),

undanrennuduft, jurtaolía, maísmjöl, heilkorna hveitiflögur, bygg, hafra, hrís, spelti og rúg (41 %), hafraflögur (6 %), mysuduft, steinefni og vítamín. Gluten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1775 kj/422 kcal Prótein: 13,6 g Kolvetni: 61,8 g Þar af sykur: 32,2 g Trefjar: 4,8 g Fita: 12,3 g Járn: 4,2 mg Athugasemdir:

Í þennan graut eru notaðar sjö korntegundir sem hver um sig hefur ólíka jákvæða eiginleika. Hátt sykurinnihald þó hafi ekki viðbætta ávexti. Hefði viljað að þeir lýstu betur hvað „Tilskuddsblanding basert på melk“ „mjólkurblöndur“ í raun þýðir. Fituinnihald eins og það á að vera, sama gildir um trefjamagn. Eins og aðrir grautar frá Hipp þyrfti járninnihald að vera hærra. Hefði einnig viljað vita hvaða jurtaolíur grauturinn inniheldur - fengum upplýsingar frá framleiðanda að ein þeirra er pálmaolía.

Småfolk flerkornsgrøt med eple og pære

Framleiðandi: Småfolk/Semper Framleiðsluland: Svíþjóð Keypt hjá: Rimi (dagvöruverslun) Verð: Kr 36,80 Þyngd: 270 g Kílóverð: Kr 136,30 Mælt með fyrir: Frá 12 mánaða

Inniheldur: Grahamsmjöl,

undanrennuduft, jurtaolía (pálma, repju og sólblóma), mysuduft, haframjöl, hveitimjöl, peruþykkni (8 %), rúgmjöl, þurrkaða eplabita (1 %), mjólkursýrubakteríur, þurrger Glúten: Já

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1900 kj/450 kcal Prótein: 14,0 g Kolvetni: 55,0 g Þar af sykur: 24 g Trefjar: 4,5 g Fita: 18,0 g Járn: 8,5 mg Athugasemdir:

Þessi grautur inniheldur mikla fitu og er einnig hár í sykri. Járnmagn er gott sem og trefjamagn. Grahamsmjöl (hveiti) er sænskt hugtak og hefði átt að þýða, hér getur ekki venjulegur neytandi vitað hvaða grófa hveiti er notað. Á pakkanum stendur að grauturinn innihaldi próbiotics – en hvaða próbiotics er notað? Það stendur að það komi jafnvægi á magann en það fer eftir hvaða baktería er notuð.

Page 11: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

11

Wenche Frølich, prófessor í matvæla- og næringarfræði við háskólann í Stavanger. Korntegundir, trefjar og steinefni eru hennar sérgreinar.

Henriette Øien, deildarstjóri hjá Landlækni.

Page 12: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

UM Cow&Gate grauta sem ekki eru teknir fyrir í greininni.

12

Cow&Gate baby balance Pure Baby Rice

Framleiðandi:

Framleitt í Evrópusambandinu fyrir Cow&Gate Framleiðsluland: í

Evrópusambandinu Keypt hjá: Á Íslandi Þyngd: 100 g

Mælt með fyrir: Frá 4 mánaða Inniheldur: Hrís fyrir ungabörn,

Þíamín (vítamín B1) Glúten: Nei

Blandist með mjólk 1:10 Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1631 kj/384 kcal Prótein: 7,8 g Kolvetni: 85,5 g Þar af sykur: 0,0 g Trefjar: 1,8 g Fita: 1,2 g Járn: Ekki gefið upp Athugasemdir:

Cow&Gate baby balance

Creamy Porridge

Framleiðandi:

Framleitt í Evrópusambandinu fyrir Cow&Gate Framleiðsluland: í

Evrópusambandinu Keypt hjá: Á Íslandi

Þyngd: 125 g Mælt með fyrir: Frá 4-6 mánaða Inniheldur: Malað korn fyrir

ungabörn (hrís, korn), afsteinefnað mysuduft, undanrennuduft (úr 55g efnabættri (fortified) mjólk, 33g korn og 0,1g vanillu), jurtafita (inniheldur soja lesitín fleytu), kalk, krydd (vanilla, kanill), vítamín, járn og sink. Glúten: Nei

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1818 kj/432 kcal Prótein: 13,5 g Kolvetni: 64,9 g Þar af sykur: 38,9 g Trefjar: 3,2 g Fita: 13,1 g Þar af mettuð fita: 5,5 g Járn: 5,7mg Athugasemdir:

Cow&Gate Sunny Start Banana

Porridge

Framleiðandi:

Framleitt í Evrópusambandinu fyrir Cow&Gate Framleiðsluland: í

Evrópusambandinu Keypt hjá: Á Íslandi Þyngd: 125 g

Mælt með fyrir: Frá 4-6 mánaða Inniheldur:.Banana (úr 61g banana,

47g efnabætt (fortified) mjólk og 26g korn í 100g af vöru), afsteinefnað mysuduft, malað korn (korn, hrís), undanrennuduft (mjólk, soja), jurtafita (inniheldur soja lesetín fleyti), kalk, vítamin, járn og sink. Glúten: Nei

Blandist með vatni Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1829 kj/435 kcal Prótein: 14,1 g Kolvetni: 63,4 g Þar af sykur: 41,8 g Trefjar: 3,8 g Fita: 13 g Þar af mettuð fita: 5,4 g Járn: 5,7mg Athugasemdir

Cow&Gate baby balance Pure Crunch Cereal

Framleiðandi:

Framleitt í Evrópusambandinu fyrir Cow&Gate Framleiðsluland: í

Evrópusambandinu Keypt hjá: Á Íslandi

Þyngd: 250 g Mælt með fyrir: Frá 10 mánaða Inniheldur: Ávextir* (banani, epli,

appelsína), heilkorna hafrar*, korn* kalk, malað hrís, vítanín, járn, sink. *Í hverjum 100g af þurrvöru eru 89g ávextir, 62g hafrar og 18g korn. Glúten: Já

Blandist með mjólk 1:7 Næringarinnihald í 100 g: Orka: 1647 kj/389 kcal Prótein: 11,4 g Kolvetni: 74,0 g Þar af sykur: 16,9 g Trefjar: 4,5 g Fita: 4,3 g Járn: 11,7 mg Athugasemdir:.

Innihaldslýsing ruglingsleg – hvernig

geta verið 89g ávextir, 62g hafrar og

18g korn í hverjum 100g þegar

89+62+18=169g.

Sykurinnihaldið hækkar því þessi

grautur blandast með mjólk.

Page 13: F&B gerir prófanir á barnagrautum Grein sem birtist í ... · Börn eiga að fá ákveðið hlutfall af mettaðri fitu í sínu fæði. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er

12