46
FÉLAGSMÁLASVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2002

Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Embed Size (px)

DESCRIPTION

FÉLAGSMÁLASVIÐ ÁRSSKÝRSLA 2002 Efri röð frá vinstri: Sigríður Erlendsdóttir, Ingunn Árnadóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir, og Margrét Hjaltested. Neðri röð frá vinstri: Valgerður Magnúsdóttir, Nanna Mjöll Atladóttir og Unnur V. Ingólfsdóttir. Á myndina vantar Lilju Björk Þorsteinsdóttur.

Citation preview

Page 1: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

FÉLAGSMÁLASVIÐÁRSSKÝRSLA 2002

Page 2: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Efri röð frá vinstri:Sigríður Erlendsdóttir, Ingunn Árnadóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir,og Margrét Hjaltested.Neðri röð frá vinstri:Valgerður Magnúsdóttir, Nanna Mjöll Atladóttir og Unnur V. Ingólfsdóttir.Á myndina vantar Lilju Björk Þorsteinsdóttur.

Page 3: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

1

INNGANGUR ...............................................................................................................3

FÉLAGSMÁLASVIÐ ...................................................................................................4 Útgjöld félagsmálasviðs........................................................................................................ 6 Útgjöld félagsmálasviðs........................................................................................................ 6

Tafla I: Samanburður á útgjöldum félagsmálasviðs árin 2000 og 2001................................ 7 FÉLAGSMÁLANEFND...............................................................................................8

Hlutverk félagsmálanefndar................................................................................................ 8 Verkefni félagsmálanefndar ................................................................................................ 8

FJÖLSKYLDUDEILD..................................................................................................9 Mynd I: Þjónusta félagsmálasviðs, yfirlit yfir þróun þjónustu............................................... 9

Fjármálanámskeið................................................................................................................ 9 FJÁRHAGSAÐSTOÐ.................................................................................................11

Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2002................................................................................. 11 Mynd II: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 1993 - 2002......................................................... 11 Mynd III: Fjárhagsaðstoð árin 1993 - 2002, fjöldi fjölskyldna og skráðir atvinnulausir ...... 12 Mynd IV: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2002 eftir fjölskyldugerð ....................................... 12 Mynd V: Fjárhagsaðstoð árin 1998 - 2002, skipt eftir aldri styrkþega .................................. 14

MÁLEFNI BARNA OG UNGMENNA .....................................................................15 Mynd VI: Fjöldi fjölskyldna árin 1998 - 2002........................................................................ 16 Mynd VII: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 1998 - 2002................................................... 16 Tafla II: Tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga árin 2001 og 2002 ........................... 17 Tafla III: Ástæður tilkynninga ............................................................................................... 17 Tafla IV: Ástæður afskipta .................................................................................................... 18

Forvarnir í málefnum barna ............................................................................................. 18 Útgjöld til forvarnarstarfs ................................................................................................. 21

Tafla V: Útgjöld til forvarna árin 2000 - 2002 ..................................................................... 21 FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA...........................................................................22

Tafla VI: Félagsleg heimaþjónusta árið 2002 ........................................................................ 22 Mynd VII: Félagsleg heimaþjónusta árin 1998 - 2002............................................................. 23 Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 1998 - 2002 ..................................................... 23

MÁLEFNI ALDRAÐRA.............................................................................................24 Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra...................................................... 24 Dagvist aldraðra ................................................................................................................. 24

Tafla VII: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma, fjölda og aldri 01.02. - 31.12. 2002 ....... 25 Félagsstarf aldraðra ........................................................................................................... 25

Tafla VIII: Þátttaka í félagsstarfi aldraðra, meðaltalsfjöldi ...................................................... 25 Tafla IX: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra..................................... 26 Tafla X: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 1997 - 2001................................................... 27 Mynd X: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 1998 - 2002................................................. 27 Tafla XI: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða ............................................................... 27 Mynd XI: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða ............................................................... 28

Þjónustuhópur aldraðra .................................................................................................... 28 MÁLEFNI FATLAÐRA.............................................................................................30

Ferðaþjónusta fatlaðra ...................................................................................................... 30 Tafla XII: Ferðafjöldi árið 2002 eftir aldri þjónustuþega........................................................ 30

Page 4: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

2

Tafla XIII: Ferðafjöldi árið 2002 eftir tegund ferða ................................................................. 30 Tafla XIV: Tegundir ferða árið 2002........................................................................................ 31 Mynd XII: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 1998 - 2002.......................................... 31

Liðveisla fatlaðra................................................................................................................ 32 Tafla XV: Liðveisla árið 2002 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum........................... 32 Mynd XIII: Liðveisluþegar árin 1998 - 2002 ............................................................................ 32 Mynd XIV: Útgjöld til liðveislu árin 1998 - 2002 ..................................................................... 33

Búsetumál fatlaðra ............................................................................................................. 33 Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar.......................................................................... 33

Tafla XVI: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 1998 - 2002 ............................................. 34 Mynd XV: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 1995 - 2002 ............................................. 34 Mynd XVI: Fjöldi einstaklinga sem naut ferðaþjónustu fatlaðra árin 1998 - 2002 ................... 34

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL...............................................................................35 Tafla XVII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 1998 - 2002................................................ 35 Mynd XVII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 1998 - 2002................................................ 35

Félagslegar eignaríbúðir.................................................................................................... 36 Félagslegar/almennar kaupleiguíbúðir ............................................................................ 36

Tafla XVIII: Félagslegar kaupleiguíbúðir í árslok 2002 ............................................................. 36 Félagslegt leiguhúsnæði ..................................................................................................... 36

Mynd XVIII: Félagslegar eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir og leiguíbúðir 1997 - 2002 .................. 37 Tafla XIX: Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ í árslok 2002 ............................................... 37 Tafla XX: Meðalleigutími við árslok 2002 ............................................................................. 38 Mynd XIX: Meðalleigutími við árslok 2002 ............................................................................. 38 Tafla XXI: Óskir umsækjenda um íbúðastærð ......................................................................... 39

Framkvæmdir á árinu 2002 .............................................................................................. 39 Húsaleigubætur .................................................................................................................. 39

Mynd XX: Húsaleigubætur 1995 - 2002 .................................................................................. 40 Tafla XXII: Greiðsla húsaleigubóta í desember 2002, fjölskyldugerð....................................... 40 Mynd XXI: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega. ........................................................................... 41

Viðbótarlán ......................................................................................................................... 41 Tafla XXIII: Viðbótarlán; fjölskyldugerð lánþega ...................................................................... 42 Mynd XXII: Viðbótarlán 1999 – 2002........................................................................................ 42 Mynd XXIII: Viðbótarlán, fjöldi lánþega..................................................................................... 42

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra............................................................. 43

Page 5: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

3

INNGANGUR Árið 2002 voru liðin fimmtán ár frá því að fyrst var ráðinn félagsmálastjóri til starfa í Mosfellsbæ. Aðdragandi þess var bókun á 6. fundi félagsmálaráðs 2. október 1986 þar sem samþykkt var starfslýsing félagsmálafulltrúa og hvatning um að auglýst yrði eftir félagsráðgjafa til starfsins. Til starfsins var undirrituð ráðin frá 1. september 1987. Miklar breytingar hafa átt sér stað á sviði félagsþjónustu í bæjarfélaginu á þessum fimmtán árum. Þær má m.a. rekja til þjóðfélagsbreytinga, nýrra lagasetninga sem kveða skýrar á um skyldur bæjarfélaga að veita þjónustu, fjölgunar íbúa Mosfellsbæjar um rúm 70% eða úr 3.777 í 6.428 og markvissrar uppbyggingar á þjónustu bæjarfélagsins. Ætla má að á árinu 2002 hafi tæp 25% bæjarbúa notið þjónustu félagsmálasviðs. Flestir njóta þjónustu félagsmálasviðs innan málaflokksins barnaverndarmál, útgjaldastærsti málaflokkurinn er félagsleg heimaþjónustu og önnur þjónustu sem veitt er innan þjónustumiðstöðvar aldraðra. Athyglisvert er hvað hlutfall þeirra sem njóta þjónustu sviðsins milli ára er lágt, sem dæmi má nefna að 35% af þeim börnum sem nutu þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga árið 2002 höfðu einnig notið aðstoðar árið 2001 og ef litið er til fjárhagsaðstoðar þá er hlutfallið 23%. Lögum samkvæmt nær þjónusta félagsmálasviðs ekki einungis til þjónustu við einstaklinga í vanda, heldur ber þeim sem innan þjónustunnar starfa að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Helstu nýjungar innan félagsþjónustu Mosfellsbæjar er aukið og virkara samstarf við aðila innan bæjarfélagsins á vettvangi forvarna. Í þessu sambandi má nefna samstarfsverkefni félagsmálasviðs, foreldrafélaga grunnskólanna, Rauða kross deildar Kjósarsýsluumdæmis og lögreglunnar um foreldrarölt, samstarfsverkefni félagsmálasviðs, Lágafellskirkju, Rauða-kross deildar Kjósarsýsluumdæmis og Búnaðarbanka Íslands um námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á eigin fjármálum og samstarfsverkefni félagsmálasviðs, heilsugæslu og samstarf félagsmálasviðs og lögreglu um fræðslu til starfsmanna vinnuskólans um afleiðingar ofbeldis. Árangursrík félagsþjónusta er háð því að allir sem að þjónustunni koma starfi sem ein heild. Kjörnir fulltrúar og starfsmenn sviðsins hafa með góðu samstarfi, frjóu og jákvæðu hugarfari lagt sitt að mörkum til þess að sú framþróun sem hefur átt sér stað á félagsmálasviði Mosfellsbæjar hefur orðið að raunveruleika. Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri

Page 6: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

4

FÉLAGSMÁLASVIÐ

Félagsmálasvið varð til við breytingu á stjórnskipulagi Mosfellsbæjar síðari

hluta árs 1996. Undir sviðið heyra málefni félagsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, þar með talin barnavernd skv. barnaverndarlögum nr. 58/1992 og félagsleg húsnæðismál skv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 (áður lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993). Félagsmálasvið fór auk þess með málefni Kjósarhrepps skv. samkomulagi Mosfellsbæjar við hreppinn.

Félagsmálastjóri er yfirmaður félagsmálasviðs. Skrifstofa félagsmálasviðs er til húsa í Þverholti 2. Í árslok voru starfsmenn skrifstofunnar, auk félagsmálastjóra Unnar V. Ingólfsdóttur, Nanna Mjöll Atladóttir yfirmaður fjölskyldudeildar í 100% starfi og félagsráðgjafarnir Lilja Björk Þorsteinsdóttir og Rúnar Halldórsson í 100% starfi. Margrét Hjaltested fór í barnsburðarleyfi frá júní 2002 til mars 2003. Á tímabilinu leystu félagsráðgjafarnir Hulda Guðmundsdóttir (24.06.-01.10-2002 ) og Rúnar Halldórsson (01.10.2002- 28.02.2003) hana af. Ingunn Árnadóttir húsnæðisfulltrúi var í 60% starfi, hún var jafnframt skrifstofufulltrúi, ritari var Sigríður Erlendsdóttir. Þjónustu þeirra keypti félagsmálasvið af fjármála- og stjórnsýslusviði. Valgerður Magnúsdóttir starfaði sem forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvar og Svanhildur Þorkelsdóttir sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra. Vísað er til kafla skýrslunnar um félagslega heimaþjónustu og málefni aldraðra varðandi upplýsingar um starfsmannahald þeirra þjónustuþátta.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og félagsvísindadeild Háskóla Íslands gerðu með sér samstarfssamning árið 1998 um starfsþjálfun félagsráðgjafanema á félagsmálasviði. Helga S. Ragnarsdóttir var í 16 vikna starfsþjálfun á árinu frá janúar og fram í apríl. Félagsmálanefnd fór með yfirstjórn og eftirlit með málaflokkum félagsmálasviðs í samræmi við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 428/2000. Eftirtaldir aðilar skipuðu nefndina til 12. júní: Ólafur Gunnarsson formaður (G-lista) Dóra Hlín Ingólfsdóttir varaformaður (G-lista) Helga Thoroddsen (B-lista) Þorbjörg Inga Jónsdóttir (D-lista) Lovísa Hallgrímsdóttir (D-lista) Bæjarstjórn skipaði í nýja félagsmálanefnd á 351. fundi 12. júní 2002. Nefndina skipuðu: Af B-lista: Marteinn Magnússon, aðalmaður Helga Thoroddsen, varamaður Af D-lista: Herdís Sigurjónsdóttir, aðalmaður Pétur Berg Matthíasson, aðalmaður Þorbjörg Inga Jónsdóttir, aðalmaður Lovísa Hallgrímsdóttir, varamaður Íris Bjarnadóttir, varamaður Hafdís Rúdólfsdóttir, varamaður Af G-lista: Jóhanna B. Magnúsdóttir, aðalmaður Dóra Hlín Ingólfsdóttir, varamaður

Page 7: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

5

Árið 2002 var þriðja árið sem lögð var fram starfsáætlun fyrir félagsmálasvið. Í áætluninni var gerð grein fyrir markmiðum málaflokksins og settir voru fram mælikvarðar til að mæla árangurinn. Tilgangurinn með gerð starfsáætlunarinnar var að auka framsýni og auðvelda forgangsröðun verkefna, auk þess að veita aðhald og skerpa ábyrgð stjórnenda.

Page 8: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

6

Útgjöld félagsmálasviðs Heildarútgjöld félagsmálasviðs árið 2002 voru 106.483.216 krónur. Þar af voru útgjöld til félagsþjónustu 97.975 þúsund krónur, útgjöld til félagslegra íbúða 1.306 þúsund krónur og útgjöld til íbúða- og þjónustuhúss við Hlaðhamra 7.202 þúsund krónur. Útgjöld vegna félagsþjónustu jukust um tæp 17 % á árinu 2002 eða um rúmar 14 milljónir frá árinu 2001. Útgjaldaaukning á skrifstofu félagsmálasviðs og þjónustumiðstöðvar aldraðra, samtals rúmar 6.3 milljónir, var vegna launahækkana og leiðréttinga í samræmi við kjara-og ráðningasamninga. Hækkun styrkja um rúmar tvær milljónir var vegna lögbundins framlags bæjarfélagsins til félagslegra íbúða sem byggðar höfðu verið á Skálatúni. Aukin útgjöld vegna viðbótarlána og málefna fatlaðra má rekja til aukinnar eftirspurnar á þjónustu og í málaflokki fatlaðra var um að ræða aukna eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Undir liðinn framlög til ellilífeyrisþega og öryrkja er færður útgjaldaliður sem áður var færður á tækni- og umhverfissvið sem er niðurgreiðsla bæjarfélagsins vegna ferða aldraðra og fatlaðra hjá Strætó BS. Lækkun á útgjöldum til félagslegra íbúða um rúmar 10 milljónir var vegna sölu á þremur kaupleiguíbúðum og einni leiguíbúð, auk verulegrar lækkunar á verðbótum milli ára af íbúðalánum. Hækkun á útgjöldum til þjónustumiðstöðvar aldraðra um tæpar þrjár milljónir var vegna hækkunar á verðbótum og vaxtagjöldum.

Page 9: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

7

Tafla I: Samanburður á útgjöldum félagsmálasviðs árin 2000 og 2001 Kóti Heiti 2001 2002 Mismunur Mism %

1 Félagsmálanefnd 1.311.586 1.436.809 125.223 10 2 Skrifstofa félagsmálasviðs 23.063.866 27.374.144 4.310.278 19

11 Fjárhagsaðstoð 4.341.799 4.436.333 94.534 2 16 Niðurgreiðsla dvalargjalda 1.508.128 1.228.041 (280.087) (19) 18 Húsaleigubætur 3.627.144 4.095.147 468.004 13 31 Barnaverndarmál 1.700.238 1.142.433 (557.805) (33) 41 Framlög til ellilífeyrisþega og öryrkja 0 2.438.454 2.438.454 42 Þjónustuhópur aldraðra 198.059 63.113 (134.946) (68) 45 Þjónustumiðstöð aldraðra 27.087.337 29.141.158 2.053.821 8 48 Félagsstarf aldraðra 4.701.791 5.172.019 470.228 10 51 Málefni fatlaðra 10.382.650 11.868.953 1.486.303 14 62 Fræðslu- og forvarnarstarf 445.103 297.486 (147.617) (33) 73 Framlag til Bjargráðasjóðs 610.967 690.720 79.753 13 74 Orlofssjóður húsmæðra 279.030 341.182 62.152 22 75 Framlag vegna viðbótarlána 2.264.432 3.684.746 1.420.314 63 76 Framlag til félagslegra íbúða 2.000.000 2.124.000 124.000 6 81 Ýmsir styrkir 300.000 2.440.279 2.140.279 713

83.822.129 97.975.018 14.152.889 17 X Félagsþjónusta 83.822.129 97.975.018 14.152.889 17 Félagslegar íbúðir 11.327.469 1.305.720 (10.021.749) (88) Þjónustumiðstöð 4.438.706 7.202.477 2.763.771 62 99.588.304 106.483.216 6.894.912 7 X 83.822.129

19 Önnur félagsleg aðstoð 594.010 9.457.458 49 Afsláttur af fasteignagjöldum 0 1.390.800 65 Jafnréttisnefnd 1.174.297 2.312.365 75 Framlag v/viðbótarlána (2.264.432)

83.326.004

Page 10: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

8

FÉLAGSMÁLANEFND Hlutverk félagsmálanefndar

Hlutverk félagsmálanefndar samkvæmt samþykkt bæjarfélagsins er að: • Gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í félags- og húsnæðismálum og hafa

eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda á hverjum tíma sé haldin. • Hafa eftirlit með stofnunum sem vinna að félagsþjónustu og húsnæðismálum

og fylgjast með að þær vinni að settum markmiðum, í samræmi við lög og veiti góða þjónustu.

• Leggja mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í þeim málum sem hana varðar með tölulegum upplýsingum og könnunum á meðal bæjarbúa.

• Fjalla um kvartanir sem berast vegna þjónustunnar. • Gera tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar um þá liði sem falla undir

verksvið nefndarinnar. • Hafa eftirlit með að fjárhagsáætlunin sé haldin. • Vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðuneytis í þeim málum sem varða verksvið

nefndarinnar. Verkefni félagsmálanefndar

Verkefni félagsmálanefndar á árinu 2002 voru málefni félagsþjónustu sveitarfélaga (lög nr. 40/1991) það er, málefni tengd félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum aldraðra, félagslegri heimaþjónustu, málefnum unglinga, málefnum fatlaðra (lög nr. 59/1992), umsjón með leiguhúsnæði í eigu bæjarins og umsjón með greiðslu húsaleigubóta (lög nr. 138/1997) og málefni barna og ungmenna þar með talin barnavernd (l.nr. 58/1992). Ennfremur verkefni skv. lögum um húsnæðismál (nr. 44/1998).

Félagsmálanefnd hélt 22 fundi á árinu, jafnmarga og árið 2001. Auk kjörinna fulltrúa sitja félagsmálastjóri, yfirmaður fjölskyldudeildar og húsnæðisfulltrúi fundi nefndarinnar. Auk lögbundinna verkefna sem tengjast málum einstaklinga og fjölskyldna fjallaði nefndin um reglur varðandi einstaka málaflokka og gjaldskrár, málefni tengd húsaleigubótum og viðbótarlánum, barnaverndarlög, forvarnarmál í málefnum barna, málefni aldraðra þ.m.t. hjúkrunarmál, málefni dagvistar, búsetumál og félagsstarf. Félagsmálanefnd hafði frumkvæði að því að auglýsa eftir aðilum sem vildu taka þátt í stofnun félags aldraðra í bæjarfélaginu og var stofnfundur „Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni“ haldinn í október. Félagsmálanefnd fjallaði einnig um styrkbeiðnir frá félagasamtökum, drög að fjölskyldustefnu fyrir bæjarfélagið, málefni Alþjóðahúss og Staðardagskrá 21.

Félagsmálanefnd veitti umsögn um lögreglusamþykkt Mosfellsbæjar og tillögu til þingsályktunar um skattfrelsi lágtekjufólks að beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Page 11: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

9

FJÖLSKYLDUDEILD Starfsmenn fjölskyldudeildar annast meðferð mála, sem varða einstaklinga og

fjölskyldur í samræmi við verkefni félagsmálanefndar, reglur bæjarfélagsins, lög og reglugerðir.

Alls nutu 530 heimili aðstoðar deildarinnar á árinu 2002, 138 fleiri en árið áður, en þá nutu 392 fjölskyldur aðstoðar. Málum fjölgaði því um 35% frá árinu 2001, til samanburðar hafði málum milli áranna 2000 og 2001 fækkað um 14%, en málum milli áranna 1999 og 2000 hafði fjölgað um 18%. Helsta skýring á fækkun mála árið 2001 var fækkun tilkynninga á grundvelli barnaverndarlaga og þá helst fækkun tilkynninga frá lögreglu. Helsta skýring á fjölgun mála árið 2002 er fjölgun barnaverndarmála og fjölgun umsókna um húsaleigubætur og viðbótarlán sbr. mynd I.

Íbúar Mosfellsbæjar voru 6.428 1. desember 2002. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðalfjölda einstaklinga í fjölskyldum í Mosfellsbæ en árið 1999 var meðalfjöldi í fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu, öðrum sveitarfélögum en Reykjavík, 2,99. Ef gert er ráð fyrir því að meðalfjöldi í fjölskyldum í Mosfellsbæ sé hinn sami má ætla að um 1.600 einstaklingar hafi notið þjónustu félagsmálasviðs í Mosfellsbæ árið 2002 eða tæp 25 % íbúa bæjarfélagsins.

020406080

100120140160180200

Barnav

ernd

Húsaleigub

ætur

Heimaþjó

nusta

Viðbóta

rlán

Fjárhag

saðs

toð

Ferðaþ

j. Fatla

ðra

Liðve

isla

fjöld

i

1998

1999

2000

2001

2002

Mynd I: Þjónusta félagsmálasviðs, yfirlit yfir þróun þjónustu Fjármálanámskeið Í starfsáætlun félagsmálasviðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2002 var gert ráð fyrir að hafist yrði handa við að efla samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins sem hafa það að markmiði að aðstoða fólk við að leysa úr fjármálavanda sínum. Í byrjun árs boðaði félagsmálasvið til fundar með fulltrúum fjármálastofnanna í bænum. Á fundinum var kynnt starfsemi félagsmálasviðs og ræddir möguleikar á samstarfi aðilanna um að bjóða þeim íbúum bæjarfélagsins sem áttu í fjárhagsvandræðum upp á námskeið í fjármálastjórn. Kynntar voru hugmyndir að slíku námskeiði. Í framhaldi af fundinum ákváðu Mosfellsbær, félagsmálasvið, Búnaðarbankinn í Mosfellsbæ, Kjósarsýsludeild Rauða kross Íslands og Lágafellssókn að standa fyrir

Page 12: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

10

fjármálanámskeiði sem var opið öllum áhugasömum í bæjarfélaginu. Undirbúningur og námskeiðsstjórn var á höndum Nönnu Mjallar Atladóttur yfirmanns fjölskyldudeildar. Hún fékk til liðs við sig Garðar Björgvinsson hjá Fjármálaþjónustunni, en hann hafði reynslu af því að halda slík námskeið, auk þess sem hann hefur veitt einstaklingum fjármálaráðgjöf. Námskeiðið var haldið vikulega í fimm skipti á tímabilinu frá maí til júní 2002, þátttakendur voru 13, 11 konur og tveir karlar. Við upphaf og lok námskeiðsins var gerð könnun þar sem kom fram að heildarskuldir þátttakenda voru samtals um 60 milljónir króna og eignir um 30 milljónir. Heildartekjur þátttakenda voru undir 250 þúsund krónum á mánuði, þar af voru átta með undir 150 þúsund krónum. Flestir eða 11 kváðust hafa áhyggjur af fjármálum sínum og fundu fyrir kvíða. Algengustu kvíðaeinkennin voru svefnvandamál, meltingartruflanir, stress, spenna, leiði og þunglyndi. Sjö af 13 töldu að fjárhagsáhyggjur væru tilefni ágreinings í fjölskyldunni a.m.k. einu sinni í viku. Hjá þeim átta (sjö konum og einum karli) sem svöruðu spurningalistanum í lokin kom fram að flestir eða sjö af átta töldu sig hafa haft gagn af námskeiðinu og kváðust vildu fá áframhaldandi stuðning við að vinna úr fjárhagsvandanum. Kostnaður vegna námskeiðsins nam 182 þúsund krónum að frátöldum launum starfsmanns félagsmálasviðs, þeirri upphæð skiptu samstarfsaðilar á milli sín. Þátttakendur greiddu námskeiðsgjald 1.500 krónur á mann. Öðrum kostnaði rúmum 43 þúsund krónum, deildu aðilarnir sem stóðu að námskeiðinu með sér. Félagsmálasvið lagði að auki til vinnuframlag yfirmanns fjölskyldudeildar.

Page 13: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

11

FJÁRHAGSAÐSTOÐ

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér.

Fjárhagsaðstoð er veitt í eftirtöldum tilvikum eftir því sem nánar er kveðið á um í sérstökum reglum:

• Til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum.

• Þar sem önnur löggjöf mælir fyrir um aðgerðir sem hafa í för með sér fjárútlát svo sem lög nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna.

• Þar sem um er að ræða fjárhagsaðstoð með það að markmiði að koma í veg fyrir að einstaklingar eða fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki framfleytt sér.

• Þegar um er að ræða fjárhagsaðstoð sem lið í endurhæfingu og stuðning til sjálfsbjargar, enda ekki í verkahring annarra að veita hana. Jafnan eru kannaðir til þrautar möguleikar á annarri liðveislu en

fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði. Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2002

Árið 2002 námu útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar 4.502.621 krónur sem var tæp 4% aukning frá árinu áður. Útgjöld á íbúa voru 700 krónur og meðalgreiðsla á fjölskyldu sem naut aðstoðar 173.178 krónur.

-

500.000

1.000.000

1.500.000

2.000.000

2.500.000

3.000.000

3.500.000

4.000.000

4.500.000

5.000.000

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002

Mynd II: Útgjöld til fjárhagsaðstoðar árin 1993 - 2002

Page 14: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

12

Meðalmánaðafjöldi sem hver fjölskylda naut aðstoðar var 3,19 mánuðir, árið 2001 var aðstoð veitt að meðaltali í 2,7 mánuði. Árið 2002 var minnst greidd aðstoð í 1 mánuð og mest í níu.

Af þeim 26 fjölskyldum sem nutu aðstoðar árið 2002 höfðu 6 eða um 23% notið aðstoðar árið áður. Árið 2001 höfðu fimm fjölskyldur eða 20% notið aðstoðar árið 2000.

0

10

20

30

40

50

60

70

80

1998 1999 2000 2001 2002Fjöldi fjölskyldna Aðstoð ve itt á fyrra áriMeðalfjöldi mánaða Skráðir atvinnulausir í lok febrúar

Mynd III: Fjárhagsaðstoð árin 1993 - 2002, fjöldi fjölskyldna og skráðir atvinnulausir

Engin hjón eða sambúðarfólk nutu fjárhagsaðstoðar á árinu 2002.

Einstaklingar með börn voru 11, allt konur. Einstaklingar án barna sem nutu aðstoðar voru 15 þar af 12 karlar og þrjár konur. Þær 11 konur sem voru með börn fengu 1.665 þúsund í aðstoð eða 151 þúsund að meðaltali. Barnlausu konurnar þrjár fengu 341 þúsund eða 114 þúsund að meðaltali og barnlausu karlarnir fengu 2.496 þúsund eða um 208 þúsund að meðaltali. Eins og fyrr greinir nam meðal upphæð á fjölskyldu 173 þúsund krónum. Hlutfallsleg skipting útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar miðað við fjölskyldugerð var þannig að einhleypir og barnlausir karlar fengu 55%, einstæðar mæður með börn fengu 37% og einhleypar, barnlausar konur fengu 8%.

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

Hjónmeðbörn

Konameðbörn

Konaán

barna

Karlmeðbörn

Karlán

barna

Aðstoð í þús.kr.Upphæð áfjölsk

Mynd IV: Skipting fjárhagsaðstoðar árið 2002 eftir fjölskyldugerð

Page 15: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

13

Árið 2002 fengu 26 einstaklingar/fjölskyldur fjárhagsaðstoð af þeim 43 sem

um hana báðu. Ástæður synjunar eða frávísunar voru mismunandi, sex voru með tekjur umfram viðmiðunarmörk, fimm var synjað á grundvelli þess að þær samræmdust ekki reglum, fimm var vísað frá þar sem gögn vantaði og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Af þeim 26 sem nutu aðstoðar, fengu þrír aðstoðina í formi láns og nam sú upphæð 264.235 krónum.

Konur sem nutu fjárhagsaðstoðar voru 54% (14) og karlar 46% (12). Enginn einstaklingur eldri en 60 ára naut aðstoðar, átján voru yngri en 30 ára, sex voru á aldrinum 31-40 ára, einn á aldrinum 41-50 ára og einn 51-60 ára . Hlutfall kynjanna er því nokkuð jafnt en sláandi er að allir karlarnir eru barnlausir, en einungis þrjár kvennanna.

Það sem einkennir hópinn er hversu ungir styrkþegar voru, 69% voru undir 30 ára aldri og rúm 38% voru undir 24 ára aldri. Þetta hlutfall er svipað því sem var árið 2001, en þá voru 73% voru undir 30 ára aldri og 42% undir 24 ára aldri. Skólaganga þessara einstaklinga er í lágmarki og reynsla af vinnumarkaði er afar takmörkuð. Kannanir hafa sýnt fram á að yngra fólki, sem ekki hefur menntun eða reynslu af vinnumarkaði, er mun hættara við að verða atvinnulaust þegar dregur úr framboði á atvinnu. Þessi hópur er því í mikilli hættu ef harðnar á dalnum, en því lengur sem ungur einstaklingur er óvirkur því meiri hætta er á að hæfni hans til að lifa „eðlilegu lífi“ minnki, sjálfstraust skerðist, lífsstíll breytist, afleiðingar sem geta haft áhrif á andlega og líkamlega líðan.

Page 16: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

14

0

2

4

6

8

10

12

14

1998 1999 2000 2001 2002

fjöl

di

18-24 ára

25-39 ára

40-54 ára

55-64 ára

Mynd V: Fjárhagsaðstoð árin 1998 - 2002, skipt eftir aldri styrkþega Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna er, eins

og áður greinir, að styðja þá sem hafa ónógar tekjur sér til framfærslu og geta ekki séð fyrir sér og sínum. Í markmiðsgreininni er jafnframt bent á ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, gr. 19, en þar segir: „skylt er hverjum manni að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára“. Þar er einnig tekið fram að jafnan skuli kanna til þrautar aðra möguleika en fjárhagsaðstoð og að fjárhagsaðstoð skuli einungis beitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, svo og í tengslum við úrræði annarra stofnana samfélagsins.

Í tengslum við setningu reglnanna fór fram umræða um hlutverk ríkis og sveitarfélaga og var það skoðun manna að það væri hlutverk ríkisins að ákveða og tryggja þeim lægst launuðu tekjur sem unnt væri að lifa af. Í framhaldi af því var ákveðið að styðjast við opinber viðmið ríkisstjórnar Íslands sem eru greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til örorkulífeyrisþega. Í reglunum kemur fram að við málsmeðferð skuli starfsmaður fjölskyldudeildar rökstyðja tillögu um afgreiðslu málsins þar sem gerð sé grein fyrir forsendum og markmiðum fjárhagsaðstoðar. Umsækjandi skal boðaður í viðtal til félagsráðgjafa þar sem kannaðar eru félagslegar aðstæður og honum leiðbeint um meðferð málsins. Ennfremur skal umsækjandi upplýstur um rétt til aðstoðar sem hann kann að eiga annars staðar og ber umsækjanda að nýta sér þann rétt. (4.grein)

Almenna vinnureglan er að umsækjandi um fjárhagsaðstoð þarf að skila inn umsókn mánaðarlega. Hann fær viðtal við félagsráðgjafa þar sem markmiðið er að gera einstaklingsbundið mat á stöðu hans og fjölskyldunnar. Réttur til þjónustu annars staðar er kannaður og lögð er upp áætlun í samvinnu við umsækjanda um þá leið sem best er til þess fallin að styðja hann í því að vinna bug á vandanum. Reynslan sýnir að margir af þeim sem fengið hafa þessa þjónustu nýta sér hana og leggja upp áætlun sem stuðlar að því að þeir geti unnið bug á þeim erfiðleikum sem þeir eiga við að stríða. Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar, með aldurssamsetningu framfærsluþega í huga þar sem 69% eru undir 30 ára aldri, að þetta vinnulag sé mikilvægt til að stuðla að því að þeir nái fótfestu í samfélaginu.

Page 17: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

15

MÁLEFNI BARNA OG UNGMENNA Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það

er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstaka börnum þegar það á við.

Barnavernd er umfangsmesti málaflokkur fjölskyldudeildar. Þjónustan á árinu var í samræmi við barnaverndarlög nr. 58/1992 til 31. maí 2002 og nr. 80/2002 frá 1. júní 2002. Ennfremur var þjónustan í samræmi við önnur lög eftir því sem við átti hverju sinni. Öll mál sem unnin eru skv. barnaverndarlögum hefjast á því að kannað er hvort aðbúnaði barns sé ábótavant eða að barn kunni að vera í hættu. Ef könnun leiðir í ljós að úrbóta er þörf er gerð meðferðaráætlun í samvinnu við foreldra. Áhersla er lögð á stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu enda er það meginforsenda þess að barnaverndarstarf beri árangur. Beitt er ýmsum stuðningsúrræðum þar til viðunandi árangur næst. Í einstökum málum nær meðferðaráætlun ekki fram að ganga og getur þá reynst nauðsynlegt að beita þvingunarúrræðum. Barnaverndarefnd úrskurðaði í málum tveggja barna á árinu í báðum tilvikum gegn vilja forsjáraðila. Í öðru tilvikinu var um að ræða úrskurð um rétt barns til umgengni við fjölskyldu og í hinu tilfellinu var um að ræða kyrrsetningu barns á meðferðarheimili. Barnaverndarnefnd Mosfellsbæjar hafði áður kveðið upp úrskurð í málum tveggja barna gegn vilja forsjáraðila. Um var að ræða fjóra úrskurði á árunum 1993 og 1994. Í öðru tilfellinu var um að ræða úrskurð um tilsjón með heimili og í hinu var um að ræða þrjá úrskurði, tvisvar um vistun barns á meðferðarheimili og einu sinni á sjúkrahúsi. Frá 1993 hefur nefndin að meðaltali haft afskipti af 117 börnum á ári á grundvelli barnaverndarlaga. Á þessu má sjá að langflest mál sem eru til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum í Mosfellsbæ eru unnin í samvinnu við forsjáraðila.

Fjölskyldur í Mosfellsbæ sem nutu aðstoðar á grundvelli barnaverndarlaga á árinu 2002 voru 180 vegna 218 barna. Fjölskyldur sem ekki höfðu fengið aðstoð árið áður voru 77 vegna 87 barna.

Alls bárust 267 tilkynningar til barnaverndarnefndar vegna 190 barna. Er það 59% fjölgun tilkynninga frá árinu 2001 þegar tilkynningarnar voru 168 vegna 143 barna. Þeim börnum sem tilkynnt var um fjölgaði um 33%. Óskað var nafnleyndar í 6 tilvikum og aldrei af opinberum aðilum. Að könnun lokinni var ekki talið að frekari afskipta væri þörf í 110 tilvikum. Barnaverndarnefnd sendir árlega skýrslu til Barnaverndarstofu um þau verkefni sem nefndin hefur haft með höndum á undangengnu ári. Frá árinu 1996 hefur skráning barnaverndarmála verið með sama hætti. Tilkynningum hefur alltaf fjölgað milli ára, ef undan er skilið árið 2001. Það er mat starfsmanna fjölskyldudeildar að merkja megi aukna vitund fólks um skyldu sína til að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart þegar grunur er um að uppeldisskilyrðum barna sé ábótavant. Foreldrar leita einnig í auknum mæli sjálfir til starfmanna barnaverndarnefndar vegna erfiðleika í sambandi við uppeldi og aðbúnað barna sinna.

Page 18: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

16

0

50

100

150

200

1998 1999 2000 2001 2002

Mál barna til meðferðar hjá barnaverndarnefnd

Ný mál

Til vinnslu áriðáður

Mynd VI: Fjöldi fjölskyldna árin 1998 - 2002 Af þeim 218 börnum sem nefndin hafði til athugunar, könnunar og meðferðar á grundvelli barnaverndarlaga árið 2002 hófst athugun og málsmeðferð í málum 87 barna eða 40% á árinu.

0

50

100

150

200

250

300

1998 1999 2000 2001 2002

Fjöldi tilkynningafjölskyldurbörnfjölskyldur, fyrri afskiptibörn, fyrri afskipti

Mynd VII: Fjöldi barnaverndartilkynninga árin 1998 - 2002

Page 19: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

17

Tilkynningarnar til nefndarinnar árið 2002 bárust með eftirfarandi hætti, til samanburðar eru tilkynningar árið 2001: Tafla II: Tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga árin 2001 og 2002 2001 2002 Tilkynnandi Fjöldi % Fjöldi % - lögregla 108 64 221 83 - foreldrar barns 28 16,5 11 4,0 - barnið sjálft 1 1,0 2 0,75 - ættingjar barns 4 2,0 11 4,0 - skóli, sérfræðiþjónusta 5 3,0 7 2,5 - leikskólar 1 1,0 3 1,0 - önnur barnaverndarnefnd 2 1,0 1 0,5 - læknar/heilsugæsla/sjúkrahús 6 3,5 5 2,0 - nágrannar 1 1,0 4 1,5 - héraðsdómur/sýslumaður/dómsmálaráðuneyti 6 3,5 2 0,75 - aðrir 6 3,5 0 0

Samtals 168 100 267 100 Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu eða 221 sem er ríflega tvöföldun frá

árinu á undan. Tilkynningar frá leikskólum og skólum hefur fjölgað úr sex í 10, sem verður að teljast mjög lágt hlutfall ef tekið er tillit til þess fjölda barna sem þar dvelja. Sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á því hversu fáar tilkynningar berast frá skólum, leikskólum og heilsugæslu í ljósi þess að þagnarskylda þessara aðila nær ekki til atvika sem þeim ber að tilkynna um samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga.

Foreldrar sem leituðu sjálfir eftir aðstoð vegna barna sinna voru 11, það er nokkuð lægra hlutfall en árið áður þegar 28 foreldrar leituðu aðstoðar. Í öllum tilvikum var um forsjáraðila viðkomandi barns að ræða sem gefur til kynna að fólk væntir aðstoðar í vanda sínum.

Að hálfu Barnaverndarstofu voru gerðar breytingar á flokkun ástæðna tilkynninga, ekki var spurt um fjölda einstaklinga sem áttu við erfiðleika í skóla eða fjölda þeirra barna sem grunur var um að hefði beitt annað barn ofbeldi. Í staðinn var spurt um fjölda barna sem sýndi hegðunarerfiðleika eða tengslaröskun, sjá töflu III.

Ástæður tilkynninga voru eftirfarandi og geta fleiri en ein ástæða legið til grundvallar tilkynningar.

Tafla III: Ástæður tilkynninga 2001 2002 Ástæða: fjöldi fjöldi - Barn sem þolandi: Grunur um vanrækslu/vanlíðan barns 33 18 Grunur um andlegt ofbeldi 0 2 Grunur um líkamlegt ofbeldi 11 7 Grunur um kynferðislegt ofbeldi 7 7 Grunur um áfengis-/vímuefnaneyslu foreldra 3 12 - Barn sem gerandi: Grunur um neyslu barns á áfengi eða vímuefnum 11 18 Barn stefndi eigin heilsu og þroska í hættu 38 0 Grunur um afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 37 193 Erfiðleikar barns í skóla, skólasókn áfátt 3 0 Grunur um að barn hafi beitt annað barn ofbeldi 3 0 Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun barns 0 8 Annað 5 2

Page 20: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

18

Í eftirfarandi töflu má sjá ástæður þess að afskipta var talin þörf að könnun lokinni, fleiri en ein ástæða getur átt við um sama barn. Tafla IV: Ástæður afskipta 2001 2002 Ástæða afskipta fjöldi fjöldi Vanræksla/vanlíðan barns 13 21 Andlegt ofbeldi gagnvart barni 1 5 Líkamlegt ofbeldi gagnvart barni 5 4 Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni 5 5 Áfengis/vímuefnaneysla foreldra 3 7 Neysla barns á áfengi eða vímuefnum 5 11 Barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu 16 0 Afbrot, skemmdarverk, árásarhneigð barns 6 12 Erfiðleikar barns í skóla 6 0 Barn beitti annað barn ofbeldi 2 0 Hegðunarerfiðleikar/tengslaröskun 0 9 Annað 4 3 Forvarnir í málefnum barna Í Mosfellsbæ hefur frá árinu 1993 verið unnið markvisst að því að þróa forvarnarstarf. Starfið hefur beinst að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og grípa til almennra og einstaklingsbundinna aðgerða til að koma í veg fyrir að börn lendi í aðstæðum sem geta leitt til þess að þau ánetjist vímuefnum og eða leiðist út í afbrot. Að starfinu hafa komið þeir aðilar í bæjarfélaginu sem vinna með börnum. Félagsmálanefnd og starfsmenn félagsmálasviðs hafa haft með höndum samræmingu á starfinu. Starfsmenn barnaverndarnefndar og fulltrúar lögreglu hafa haft með höndum markvisst samstarf í málum þeirra barna sem gerðust brotleg við lög. Í framhaldi af því að lögregluskýrsla berst nefndinni boða starfsmenn foreldra/forsjáraðila og barn til viðtals í samræmi við ákvæði V. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002. Markmið þessa er þríþætt. Í fyrsta lagi að heyra sjónarmið barnsins, í öðru lagi að tryggja að foreldrar/forsjáraðilar hafi kynnt sér gögn í vörslu barnaverndarnefndar sem fjalla um barnið og í þriðja lagi að kanna hvort barn og/eða foreldrar/forsjáraðilar séu í þörf fyrir liðsinni barnaverndarnefndar. Foreldrar/forsjáraðilar flestra barna sem boðuð hafa verið í viðtal hafa verið jákvæðir. Umsagnir eins og að vinnubrögðin komi á óvart en gott sé til þess að vita að kerfið virki og að viðtölin séu stuðningur við foreldrana/forsjáraðilana í uppeldishlutverkinu eru mjög algengar. Segulspjald með ákvæðum barnaverndarlaga um útivistartíma var sent foreldrum barna í öðrum og sjöunda bekk grunnskóla í október 2002. Með segulspjaldinu fylgdi bréf undirritað af bæjarstjóra Mosfellsbæjar þar sem foreldrar voru hvattir til að virða ákvæði laganna. Fulltrúar foreldra, félagsmálayfirvalda, fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála, kirkju, heilsugæslu, lögreglu og Rauða kross deildar Kjósarsýslu hafa á undanförnum árum haft samráð um málefni sem tengjast börnum í bæjarfélaginu. Auk venjubundinna samstarfsverkefna aðilanna á árinu hófust þeir handa við að taka saman upplýsingar um verkefni á sviði forvarna hver á sínu sviði, þannig að þær væru aðgengilegar á einum stað. Upplýsingarnar voru vistaðar á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is vorið 2003. Börnin og netið, samstarfsverkefni Félagsmálasviðs Mosfellsbæjar og lögreglunnar í Reykjavík, var unnið af Lilju Björk Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa og

Page 21: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

19

Heimi Ríkharðssyni forvarnarfulltrúa lögreglunnar, en þau tóku saman bækling um leiðbeiningar til foreldra um netnotkun barna og þær hættur sem fylgt geta aukinni netnotkun. Stefnt er að því að félagsmálasvið, lögregla og fræðslu- og menningarsvið standi saman að kynningu á efni bæklingsins fyrir foreldra barna í grunnskólum bæjarfélagsins. Á árinu 2002 fundaði samráðshópurinn tvisvar sinnum. Auk samráðs þessara aðila var boðið upp á kynningu á verkefnum sem tengjast forvarnarstarfi í Mosfellsbæ og annars staðar. Á samráðsfundi aðilanna 11. apríl kynnti Ingibjörg Ásgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar, samstarfsverkefni heilsugæslu, skólaskrifstofu og félagsþjónustu í Hafnarfirði sem kallast „PMT“ eða „Foreldrafærni“. Hópastarf með ungum drengjum sem komist höfðu í kast við lögin var sett á laggirnar á vegum fjölskyldudeildar haustið 2000. Fyrsti hópurinn lauk störfum vorið 2001 eftir 15 vikna starf, annar hópurinn tók til starfa haustið 2001 og starfaði til vors 2002. Í fyrri hópnum voru drengir á aldrinum 13 –15 ára og í hinum síðari 11-13 ára. Samstarfsaðilar fjölskyldudeildar í verkefninu voru Rauða kross deild Kjósarsýsluumdæmis, sem stóð straum af útlögðum kostnaði öðrum en launakostnaði, og félagsmiðstöðin Bólið. Hópurinn hittist vikulega fram að áramótum. Ýmist var farið í kynnisferðir eða komið saman í félagsmiðstöðinni og rætt um ákveðin málefni, s.s. líðan, einelti, afbrot og fleira. Einnig voru kvöldfundir með foreldrum. Mæltist þetta vel fyrir og lýstu foreldrar ánægju sinni með þetta framtak. Umsjón með starfinu hafði Margrét Hjaltested félagsráðgjafi. Starfsmenn fjölskyldudeildar sátu fjölmargar yfirheyrslur vegna afbrota barna, en af 267 tilkynningum sem bárust félagsmálasviði á grundvelli barnaverndarlaga voru tæp 83 % frá lögreglu. Auk þess voru starfsmenn deildarinnar í nánu samstarfi við forvarnarfulltrúa lögreglunnar. Starfsmaður fjölskyldudeildar sat fundi með starfsmönnum Félagsþjónustunnar í Reykjavík sem vinna að forvörnum í þeim tilgangi að kynnast vinnu með börnum í áhættuhópi. Starfsmenn félagsmálasviðs funduðu reglulega með samstarfsaðilum í bæjarfélaginu sem vinna að málefnum barna. Má þar nefna forvarnarfulltrúa lögreglunnar, aðstoðarskólastjóra og yfirmann sérdeildar Varmárskóla, lækna, sérfræðinga á heilsugæslu Mosfellsumdæmis, íþrótta- og tómstundafulltrúa og sálfræðinga fræðslu- og menningarsviðs. Starfmenn félagsmálasviðs og hverfislögregluþjónn héldu kynningu fyrir leiðbeinendur vinnuskólans, þar sem þeim var kennt að þekkja einkenni vímuefnanotkunar, hvernig best sé að bregðast við ef grunur um neyslu vaknar og hver viðbrögð lögreglu og félagsmálanefndar eru í slíkum málum. „Könnun á viðhorfum foreldra til vinnubragða starfsmanna félagsmálasviðs Mosfellsbæjar í sambandi við lögregluskýrslur sem varða börn þeirra.“ var yfirskrift rannsóknarverkefnis Helgu S. Ragnarsdóttur félagsráðgjafanema. Verkefnið var liður í starfsnámi hennar við félagsmálasvið. Unnið var upp úr skýrslum og dagbókarfærslum lögreglu sem stofnuninni bárust á árinu 2001. Könnunin var í formi spurningalista þar sem áhersla var lögð á að foreldrar lýstu tilfinningum sem vöknuðu við boðun í viðtal vegna lögregluskýrslu. Þeir voru spurðir um skoðun sína á réttmæti aðferðar við vinnslu mála eða hvaða aðrar aðferðir væru hugsanlega heppilegri. Einnig voru foreldrar beðnir um að greina frá tilfinningum sínum vegna málsins að viðtali loknu og að síðustu að segja álit sitt á þjónustu stofnunarinnar. Svörun var ekki nægileg til að marktækar niðurstöður fengjust, en þeir spurningalistar sem komu útfylltir til baka ásamt símtölum gáfu ekki vísbendingar um annað en að stofnunin væri á réttri leið hvað varðar þær aðferðir sem viðhafðar voru.

Page 22: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

20

Frá árinu 1996 hefur sú hefð skapast að barnaverndarnefnd hefur boðað til sín fulltrúa úr nemendaráði efri deildar Varmárskóla í Mosfellsbæ. Tildrög þessa voru hvatning Umboðsmanns barna til sveitarstjórna í landinu að virkja börn meira í umræðu og ákvarðanatöku um mál sem þau varðar sbr. ákvæði 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar og að sjónarmið þeirra séu virt í samræmi við aldur og þroska. Nemendaráðið kom til fundar við nefndina um miðjan apríl. Umræðuefni fundarins var, hvað er fjölskylda, hvað er gott fjölskyldulíf og hvað þarf fjölskylda til að geta lifað góðu fjölskyldulífi? Fjölskylda er meira en foreldrar og börn, einnig aðrir ættingjar og jafnvel góðir vinir. Gott fjölskyldulíf er að foreldrar séu þátttakendur í lífi barnanna og að fjölskyldumeðlimirnir sýni hver öðrum skilning, hlusti hver á annan og láti sig varða líf hvers annars. Fram kom að bæjarfélag getur stutt við bakið á fjölskyldunni t.d. með því að vekja athygli á því sem er mikilvægt til að fjölskyldan geti lifað góðu fjölskyldulífi, svo sem að deila frístundum saman. Á fundinum var ennfremur rætt um útivistartíma og skemmtanir barna og hvernig væri hægt að bjóða upp á skemmtanir sem eru ekki einungis fyrir tiltekinn aldurshóp. Rætt var um ráðgefandi hóp barna við bæjaryfirvöld, s.s. nefndir. Töldu fulltrúar nemendaráðs að það væri æskilegt að slík samráðsnefnd væri til staðar og sem dæmi um fyrirkomulag á vali væri hægt að óska eftir því að áhugasamir skráðu sig á lista einu sinni á ári. Þá var rætt um forvarnir og fíkniefnafræðslu og lögðu fulltrúar nemendaráðs áherslu á fræðslu um afleiðingar fíkniefnaneyslu, sérstaklega frá fólki sem getur sagt frá félagslegum afleiðingum neyslunnar.

Page 23: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

21

Útgjöld til forvarnarstarfs Erfitt er að áætla heildarkostnað bæjarfélagsins sem fer til forvarna í málum barna, þar sem stór hluti hans er tengdur daglegum störfum starfsmanna félagsmálasviðs og starfsmanna fræðslu- og menningarsviðs. Eftirfarandi tafla sýnir útgjöld sem eru sérstaklega skráð á forvarnir árin 2000 - 2002. Tafla V: Útgjöld til forvarna árin 2000 - 2002

Útgjöld vegna forvarna árið 2000: kr. Dreifibréf vegna útivistartíma í samv. við lögreglu 2.988 Krossgötur, styrkur vegna dreifingar á fræðsluefni 108.375 SÁÁ „Víðtækar forvarnir í sveitarfélögum“ 50.000 Hópastarf með drengjum 16.724 Rúta í Skálafell vegna 10. bekkjar 20.000 Samtals 198.087

Útgjöld vegna forvarna árið 2001: kr. Hópastarf m. drengjum þ.m.t. laun leiðb. frá 1/9/00 322.153 „Ég er húsið mitt“ styrkur vegna fræðslurits 112.950 Segulspjöld vegna útivistartíma 10.000 Samtals 445.103 Útgjöld vegna forvarna árið 2002: kr. Hópastarf m. drengjum 184.078,- Auglýsingar 20.500,- Fjármálanámskeið 43.408,- Óvissuferð 10. bekkjar 50.000,- „Ég er húsið mitt“ styrkur vegna fræðslurits 50.000,- Samtals 347.986,-

Page 24: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

22

FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Um félagslega heimaþjónustu í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 25. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þeir einstaklingar sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar eiga kost á félagslegri heimaþjónustu. Á árinu 2002 nutu alls 66 heimili félagslegrar heimaþjónustu í samtals 23.440 stundir. Heildarútgjöld voru 29.065.600 þúsund, að meðaltali 1.239 krónur á klukkustund. Meðalkostnaður á vinnustund var 1.239 krónur, þar af var hlutur sveitarfélagsins 1.198 krónur eða tæp 97%. Af heildarstundafjölda var þjónusta við aldraða rúm 90% eða 21.124 stundir, þar af voru einungis 3.328,5 skráðar á heimili aldraðra. Ef þær 1.464 stundir sem eru skráðar á einstaklinga í dagvist aldraðra eru meðtaldar er samanlagður stundafjöldi sem veittur er öldruðum 4.792,5. Þjónusta við þá 23 einstaklinga sem bjuggu í íbúðum aldraðra á árinu og nutu sólarhringsþjónustu var því 16.331,5 stundir eða 77 %. Miðað við meðalkostnað á klukkustund eru útgjöld bæjarfélagsins vegna þjónustu við íbúa í íbúðum aldraðra rúmar 20 milljónir á árinu, sem gefur þó ekki rétta mynd þar sem stór hluti vinnunnar er unninn utan dagvinnutíma á kvöldin, um nætur, helgar og á helgidögum. Í lok ársins unnu 24 starfsmenn við heimaþjónustu í 10,2 stöðugildum, 4 voru í fullu starfi. Miðstöð heimaþjónustu er í þjónustu- og íbúðahúsi aldraðra að Hlaðhömrum. Tafla VI: Félagsleg heimaþjónusta árið 2002

fjöldi m.börn vinnustundir rekstrargjöld hl. þj.þega hl.sveitarfél. Aldraðir: 49 0 21.124 26.193.760 666.840 25.526.920 Fatlaðir: 15 3 2.144 2.658.560 264.368 2.394.192 Aðrir: 2 2 172 213.280 60.008 152.480 Samtals 66 5 23.440 29.065.600 992.008 28.073.592

Page 25: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

23

01020304050607080

1998 1999 2000 2001 2002

árAldraðir Fatlaðir Önnur heimili Alls heimili

Mynd VII: Félagsleg heimaþjónusta árin 1998 - 2002

-

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

1998 1999 2000 2001 2002

Útgj

öld

í þús

.

Mynd IX: Útgjöld vegna heimaþjónustu árin 1998 - 2002

Matarsendingar voru hluti af heimaþjónustu sveitarfélagsins á árinu og nutu sjö heimili þeirrar þjónustu. Greiðslur neytenda vegna þessa voru 607.066 krónur.

Page 26: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

24

MÁLEFNI ALDRAÐRA Markmið félagslegrar þjónustu við aldraða er sbr. lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 (áður nr.82/1989) að þeir eigi völ á þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, þannig að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Þjónustan skal veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hag-kvæmast miðað við þörf hins aldraða. Íbúar Mosfellsbæjar 67 ára og eldri voru 238 eða 3,7 % af íbúafjölda 1. desember 2001. Karlar voru 114 eða tæp 48% og konur 124 eða 52% Íbúða- og þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra Þjónustumiðstöð aldraðra er rekin í íbúða- og þjónustuhúsi við Hlaðhamra. Þar er miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. Miðstöðin er rekin í samræmi við ákvæði greinar 13.2 í lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Miðstöðinni er ætlað að tryggja eldri borgurum félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju, skemmtun og heilsufarslegt eftirlit. Íbúar hússins njóta sólarhringsþjónustu frá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu sem hefur gert mörgum íbúa hússins kleift að búa lengur á eigin heimili en ella. Kostnaður vegna þjónustunnar hefur alfarið verið bæjarfélagsins, en þrátt fyrir lagaheimild (20. grein laga 125/1999) hafa ekki verið innheimt þjónustugjöld af íbúum hússins. Íbúar voru 20 í lok ársins 2002, ein hjón og 18 einstaklingar, þar af voru 12 konur og 6 karlar. Meðalaldur íbúa var um 83,5 ár í lok ársins. Einn íbúi lést á árinu og 3 voru vistaðir á hjúkrunardeildum, einn á Eir, annar á Hrafnistu í Reykjavík og þriðji í Víðinesi. Dagvist aldraðra Dagvist aldraðra er rekin í samræmi við 13. gr í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Heilbrigðisráðherra veitti Mosfellsbæ heimild til reksturs fjögurra dagvistarrýma í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra frá 1.febrúar 2002. Starfsemi dagvistarinnar í þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Dvöl á dagvist sem er tímabundin, ýmist daglega, virka daga eða nokkra daga í viku, þar er meðal annars boðið upp á fæði, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Rekstur dagvistarinnar er samtvinnaður þeirri starfsemi sem fram fer í þjónustumiðstöðinni, þar með talið félagsstarfi aldraðra. Lögum samkvæmt greiðir ríkissjóður daggjöld, virka daga, með þeim einstaklingum sem dvelja í dagvist. Árið 2002 námu endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dagvistar 2.350.400 krónum. Alls dvöldu 12 einstaklingar í dagvist. Konur voru í meirihluta eða níu á móti þremur körlum. Heildardvalartími var 1.464 stundir og meðaldvalartími yfir tímabilið var 122 stundir. Lengsti dvalartími var 218 stundir og minnsti tvær stundir. Meðalaldur var 85,4 ár. Elsti dvalargesturinn var 92 ára og yngsti 80 ára, meðalaldur kvennanna var 85 og meðalaldur karlanna var 87.

Page 27: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

25

Tafla VII: Dagvist aldraðra eftir kyni, dvalartíma, fjölda og aldri 01.02. - 31.12. 2002

Alls Konur Karlar Stundir: 1.464 1.079 470 Meðaldvalartími 122 120 157 Fjöldi: 12 9 3 Meðalaldur: 85,4 85 87

Félagsstarf aldraðra Á árinu voru 20 ár frá því að starfsemi félagsstarfsins hófst. Starfsemin fór fram í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum, fastir starfsdagar í félagsstarfinu voru þriðjudagar og fimmtudagar. Starfsmenn, auk forstöðumannsins Svanhildar Þorkelsdóttur, voru Unnur Karlsdóttir leiðbeinandi í handavinnustofu, Stefán Erlingsson leiðbeinandi í tréskurði, Guðlaug Friðriksdóttir leiðbeinandi í bókbandi, Halldóra Björnsdóttir leikfimikennari, Páll Helgason kórstjóri, Guðrún Markúsdóttir sá um tölvunámskeið, Björg Örvar kenndi myndlist og Karl Loftsson sá um púttkennslu, sem fór fram í íþróttahúsinu að Varmá. Dagskrá félagsstarfsins var fjölbreytt, en auk fjölbreytts námskeiðahalds felst starfsemin í hannyrðum, spilamennsku ásamt styttri og lengri ferðalögum. Boðið var upp á námskeið í bókbandi, tréskurði, málun með vatnslitum og tölvunámskeið. Vorið 2001 var viðhorf eldri borgara til félagsstarfsins kannað. Könnunin var liður í verkefni jafnréttisnefndar Mosfellsbæjar um samþættingu jafnréttissjónarmiða í þjónustu bæjarfélagsins. Samþætting jafnréttissjónarmiða felur í sér að tekið er tillit til sjónarmiða og hagsmuna beggja kynja við alla ákvarðanatöku. Sem lið í því hefur forstöðumaður félagsstarfsins lagt áherslu á að greina þátttöku þeirra sem þátt taka í starfinu eftir kyni. Tafla VIII: Þátttaka í félagsstarfi aldraðra, meðaltalsfjöldi

Tegund Alls Konur Karlar Handavinnustofa: 18 17 1 Námskeið: Bókband 8 3 5 Jólaskreyting 12 11 1 Leikfimi 15 12 3 Lesklúbbur 5 5 0 Línudans 8 8 0 Postulínsmálun 18 17 1 Púttnámskeið 5 1 4 Tréskurður 10 3 7 Tölvunámskeið 12 6 6 Samtals á námskeiðum 93 66 27 Kór aldraðra: 31 19 12

Page 28: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

26

Ferðir og skemmtanir eru ríkur þáttur í félagsstarfinu. Óvissuferð var farin 13. maí. Í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi tók Jón Ólafsson bóndi í Brautarholti á móti hópnum og sagði frá sögu kirkjunnar. Í lok heimsóknarinnar gaf hann fyrir hönd systkinanna í Brautarholti Kjalnesingabók til minningar um Ingveldi Þorsteinsdóttur sem lengi dvaldi og vann í Brautarholti. Að ósk gefenda skal bókin varðveitast í Íbúðar- og þjónustuhúsi aldraðra við Hlaðhamra. Síðan var farið að Hjalla í Kjós þar sem kvenfélagið í Kjósarhreppi bauð ferðalöngunum í kaffi. Aðrar ferðir sem farnar voru vorið 2002 voru ferð í Þjóðleikhúsið á sýninguna „Með fulla vasa af grjóti“, ferð á Suðurnes þar sem Sjóminjasafnið í Höfnum var meðal annars skoðað og Jónsmessuferð þar sem farið var á Þingvelli, Selfoss og Stokkseyri. Að venju hófst starfsemin aftur eftir sumarfrí með ferð í boði Jónatans Þórissonar og Ragnhildar Jónsdóttur. Ferðin var farin í lok ágúst til Akranesbæjar þar sem Safnahúsið var skoðað. Í ferðinni bauð Búnaðarbankinn í Mosfellsbæ þátttakendum upp á kaffihlaðborð. Í september var farin tveggja vikna ferð til Krítar. Myndakvöld þar sem myndir úr ferðinni voru sýndar var haldið í lok október. Árlegur basar og kaffisala félagsstarfsins var 16. nóvember í þjónustumiðstöðinni við Hlaðhamra og komust færri að en vildu í kaffið. Í lok nóvember var farin innkaupaferð í Kringluna, jólaskemmtun var haldin í Hlégarði 12. desember þar sem boðið var upp á jólahlaðborð og fjölbreytta skemmtidagskrá, kór aldraðra, Vorboðarnir, Skólakór Varmárskóla og Álafosskórinn sungu. Þar var einnig tískusýning, magadans og að lokum var stiginn dans, en hljómsveitin Grái fiðringurinn sá um fjörið. Hátíðarstund vegna komu jóla var í þjónustumiðstöð við Hlaðhamra 19. desember þar sem sr. Jón Þorsteinsson flutti hugvekju og kór Vorboða söng jólasálma. Tafla IX: Þátttaka í ferðum og á skemmtunum félagsstarfs aldraðra

Tegund Alls Konur Karlar Leikhúsferð 21.03. Óvissuferð 13.05. 61 43 18 Fræðslufundur um beinvernd 20 16 4 Jónsmessuferð 24.06. 42 30 12 Ferð í boði J Þ og R J 26.8. 58 38 20 Ferð til Krítar 12.-26.9. 23 14 9 Jólaskemmtun í Hlégarði 12.12. 81

Haustið 1990 var stofnaður kór aldraðra „Vorboðar“. Töluverð endurnýjun varð í kórnum á árinu en í lok árs voru kórfélagar 31 talsins, 12 karla og 19 konur. Í byrjun árs voru kórfélagar 20, þeim fjölgaði því um 55% á árinu. Kórstarfið er blómlegt og syngur kórinn á ýmsum mannamótum og tekur þátt í kóramóti eldriborgara sem haldið er árlega. Útgjöld til félagsstarfs aldraðra á árinu 2002 voru 5.172 þúsund krónur sem var 10,6% aukning frá árinu 2001 er þau voru 4.676 þúsund krónur.

Page 29: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

27

Tafla X: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 1997 - 2001

Ár Útgjöld í þúsundum 1998 1.954 1999 2.398 2000 3.939 2001 4.676 2002 5.172

0

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

1997 1998 1999 2000 2001 2002

Útgjöld í þús

Mynd X: Útgjöld til félagsstarfs aldraðra árin 1998 - 2002 Þátttakendur í félagsstarfinu sem hvorki hafa aðgang að eigin farartæki né eru færir um að nota almenningsvagna eiga þess kost að fá akstur til og frá félagsstarfi gegn gjaldtöku, 127,5 krónur á ferð. Útgjöld vegna akstursins námu 819 þúsund krónum sem var 13% aukning frá árinu á undan er útgjöldin voru 724 þúsund krónur. Tafla XI: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða

Ár Útgjöld Mosfellsbæjar Hlutur farþega/tekjur Heildarútgjöld 2002 608 211 819 2001 669 115 724 2000 360 151 462 1999 322 110 375 1998 297 54 351

Page 30: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

28

Félagsstarf aldraðra, ferðaþjónusta

-

200

400

600

800

1.000

1998 1999 2000 2001 2002

Útgjöld M osfellsbæjar Tekjur Heildarútgjöld

Mynd XI: Félagsstarf aldraðra, útgjöld vegna ferða Þjónustuhópur aldraðra

Þjónustuhópur aldraðra starfar í samræmi við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 greinar 6, 7 og 8. Starfssvæði hópsins skv. lögum er sama og umdæmi Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis. Þjónusta við Kjalarnes er þó undanskilin þar sem þjónusta við íbúa Kjalarness færðist yfir til Reykjavíkur við sameiningu sveitarfélaganna. Hópurinn þjónar því Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og Þingvallahreppi. Hópinn skipa læknir og hjúkrunarfræðingur sem tilnefnd hafa verið af héraðslækni og tveir fulltrúar sveitarfélaganna. Kjósarhreppur og Þingvallahreppur sameinast um einn fulltrúa og fulltrúi Mosfellsbæjar, sem er félagsráðgjafi, er formaður hópsins. Lögin kveða á um að samtök eldri borgara skuli tilnefna einn fulltrúa í hópinn sem sinnir öðrum verkefnum hópsins en að meta vistunarþörf aldraðra. Þar sem samtök aldraðra voru ekki stofnuð fyrr en í október náðist ekki að skipa fulltrúa þeirra í þjónustuhópinn á árinu.

Verkefni þjónustuhóps aldraðra skv. lögum eru að: • fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa

þjónustu • gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu • leitast við að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna

öldruðum þá kosti sem í boði eru • meta vistunarþörf aldraðra

Helstu verkefni þjónustuhópsins á árinu 2002 voru að meta vistunarþörf aldraðra. Í janúar 2002 voru 15 einstaklingar á vistunarskrá í umdæmi hópsins, þar af voru 13 metnir í þörf fyrir hjúkrunarheimili, níu í mjög brýnni þörf og tveir í þörf fyrir þjónustuhúsnæði. Í lok ársins voru sjö á vistunarskrá þar af sex í þörf fyrir hjúkrunarheimili og fimm í mjög brýnni þörf. Á árinu voru alls 24 einstaklingar á vistunarskrá. Framkvæmt var vistunarmat á 13 einstaklingum á árinu þar af var framkvæmt endurmat hjá sex, 11 einstaklingar á skránni voru metnir árið áður.

Page 31: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

29

Fjöldi einstaklinga á vistunarskrá í umdæminu er engan veginn lýsandi fyrir þörf á hjúkrunarrými í bæjarfélaginu. Ein ástæða þess er hin umfangsmikla félagslega heimaþjónusta sem veitt er í íbúðum aldraðra í Mosfellsbæ. Með tilkomu öryggiskallkerfis og sólarhringsvaktar í íbúðum aldraðra við Hlaðhamra í byrjun árs 1995 má segja að stigið hafi verið veigamikið skref í þá átt að gera íbúunum kleift að búa sem lengst heima og halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Í árslok 2002 dvöldu 17 einstaklingar úr Mosfellsbæ á hjúkrunarheimilum. Flestir dvöldu á Eir eða sex. Þá voru þrír á Grund og þrír í Víðinesi, tveir á Hrafnistu og einn á hverjum eftirtöldum stöðum, Skjóli, Blesastöðum og Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Á árinu sótti bæjarstjórn Mosfellsbæjar um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingar 20 rýma hjúkrunarheimilisdeildar. Í þrígang hafði áður verið sótt um styrk til sjóðsins en beiðninni ætíð verið synjað. Í tengslum við umsóknirnar hafði þess verið farið á leit við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að hlutast yrði til um að tryggja Mosfellingum vistun á hjúkrunardeildum en Mosfellsbær er eitt fárra sveitarfélaga í landinu sem býr ekki við tryggan aðgang að hjúkrunarheimilum. Við þeirri málaleitan var ekki orðið. Hugmyndir bæjaryfirvalda hafa verið að byggja hjúkrunarheimili áfast núverandi aðstöðu fyrir eldri borgara. Þannig næðist hagræðing þar sem mötuneyti og þvottaaðstaða er til staðar í eldri byggingu. Ætla má að fyrirkomulagið sé hagkvæmt þar sem reka má hjúkrunarheimilið í tengslum við núverandi þjónustu. Auk þess væri um að ræða góðan valkost fyrir íbúa hússins sem gætu áfram búið í nábýli við maka og annað sambýlisfólk þó að það þyrfti á hjúkrun að halda.

Page 32: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

30

MÁLEFNI FATLAÐRA Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fatlaðir eiga kost á allri almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Um málefni fatlaðra gilda ennfremur lög nr. 59/1992. Samkvæmt þeim lögum veitir sveitarfélagið fötluðum liðveislu og ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta fatlaðra Þeir sem ekki geta ferðast með almenningsfarartækjum eiga kost á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins til að geta stundað atvinnu, nám og tómstundir. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra voru samþykktar um mitt ár 1996 og í framhaldi af því var gerður samningur við Ferðaþjónustu fatlaðra sem annast hefur akstur fatlaðra frá 1. ágúst 1996. Samningurinn, sem var endurnýjaður í janúar 1999, gildir til 31. desember 2003. Ferðaþjónustan er ætluð þeim sem eru ófærir um að nýta sér þjónustu almenningsvagna. Ferðir til vinnu, skóla, lækninga og hæfingar ganga fyrir öðrum ferðum. Úthlutun ferða fer fram þrisvar á ári, í janúar, júní og september. Alls nutu 25 einstaklingar ferðaþjónustu, þar af var einn einstaklingur sem á lögheimili í Mosfellsbæ en dvelur á sambýli í öðru sveitarfélagi. Karlar voru 17 og konur 8. Heildarfjöldi ferða var 5.728 ferðir. Ferðafjöldi þeirra 24 einstaklinga sem búsettir eru í Mosfellsbæ var samtals 6.159 ferðir á árinu. Meðalfjöldi ferða þeirra á dag var 24, flestar ferðir voru farnar í október eða 30 að meðaltali og fæstar í júlí eða 10. Ferðafjöldi á einstakling var að meðaltali 257 ferðir á árinu. Ferðafjöldi var mestur hjá einstaklingum á aldrinum 16-25 ára. Tafla XII: Ferðafjöldi árið 2002 eftir aldri þjónustuþega Aldur 0-15ára 16-25 ára 26-40 ára 41-66 ára Samtals Ferðafjöldi 169 3.458 1.055 1.132 6.159 Tafla XIII: Ferðafjöldi árið 2002 eftir tegund ferða Yngri en 18 ára Alls Eldri en 18 ára Alls Samtals Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Fluttir: Daglega 1 2 3 10 2 12 11 15 Vikulega 1 1 2 4 3 7 5 9 Mánaðarlega Samtals 2 3 5 14 5 19 16 24

Page 33: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

31

Tafla XIV: Tegundir ferða árið 2002 Tegund fjöldi Vinna 2.393 Skóli 836 Þjálfun 862 Einka 1.636 Annað 4.432 alls ferðir 6.159

Á árinu 2002 voru útgjöld til ferðaþjónustu fatlaðra, önnur en akstur fatlaðra grunnskólabarna, 7.143.150 krónur. Árið 2001 voru útgjöldin 5.948.176 krónur, aukning er því 20%. Þjónustuþegar greiddu fyrir hverja ferð sem nam hálfu fargjaldi Strætó BS eða 110 krónur. Endurgreiðslur þjónustuþega voru 590.217 þúsund eða 8% af útgjöldum.

-

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

1997 1998 1999 2000 2001 2002

Útgj. í þús. kr.

Útgj. á einstakling

Mynd XII: Útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra árin 1998 - 2002

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlaða grunnskólanema. Á árinu nutu níu einstaklingar þjónustunnar, fimm drengir og fjórar stúlkur . Útgjöld Mosfellsbæjar vegna þjónustunnar á árinu 2002 voru 2.568.741 krónur árið, 2001 voru þau 2.132.810 krónur, aukningin nam 436 þúsundum eða rúmum 20%. Heildarútgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra á árinu 2002 voru 9.712 þúsund, aukning milli áranna 2001 og 2002 var 1.623 þúsund eða 20% .

Page 34: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

32

Liðveisla fatlaðra

Fatlaður einstaklingur sem þarf persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun á möguleika á liðveislu. Um liðveislu gilda reglur sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt. Alls nutu 10 einstaklingar liðveislu á árinu í samtals 807 stundir. Árið 2001 voru veittar 738 stundir. Aukning milli áranna var því rúm 9 %. Liðveisla var veitt í 842 stundir, að meðaltali í 84 stundir, mest var liðveisla veitt í 240 stundir og minnst í 10 stundir. Útgjöld vegna liðveislu námu 1.316 þúsund krónur á árinu sem var 7 % aukning frá árinu áður en þá námu útgjöldin 1.232 þúsund.

Tafla XV: Liðveisla árið 2002 skipt eftir aldri, kynferði og liðveislutímum Yngri en 18 ára Alls Eldri en 18 ára Alls Samtals Alls Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Fjöldi einstaklinga 2 1 3 6 1 7 2 10 10 Liðveislutímar 188 72 260 502 45 547 690 117 807 Fjöldi liðveisluþega undanfarin 5 ár hefur verið frá sex einstaklingum til tíu. Útgjöldin hafa verið nokkuð breytileg þrátt fyrir að mestu óbreyttar reglur eða frá rúmum 400 þúsund árið 2000 til 1.232 þúsund árið 2001. Mismunurinn helgast aðallega af því hversu erfitt reyndist að fá liðveitendur til starfa árið 2002.

0

2

4

6

8

10

12

1998 1999 2000 2001 2002

Fjöldi liðveisluþega

Mynd XIII: Liðveisluþegar árin 1998 - 2002

Page 35: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

33

-

200

400

600

800

1.000

1.200

1.400

1998 1999 2000 2001 2002

Útgjöld í þús.

Mynd XIV: Útgjöld til liðveislu árin 1998 - 2002 Búsetumál fatlaðra

Vorið 1999 var tekið í notkun sambýli að Hulduhlíð 32 –34. Félagsmálanefnd leigir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra húsnæðið sem er félagslegt leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins. Tildrög þessa var fjöldi fatlaðra einstaklinga í Mosfellsbæ sem var á biðlista Svæðisskrifstofunnar eftir búsetuúrræði. Á sambýlinu búa fimm einstaklingar.

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar

Vorið 2000 lagði félagsmálaráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að málefni fatlaðra flyttust frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2002. Af þessu tilefni tók félagsmálastjóri Mosfellsbæjar saman greinargerð um þjónustu við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar, en markmiðið var að safna saman á einn stað upplýsingum um þjónustuna til að auðvelda kjörnum fulltrúum og starfsmönnum Mosfellsbæjar að hafa yfirsýn yfir umfang málaflokksins ef til yfirfærslu á honum kæmi. Í því sambandi voru upplýsingar um útgjöld bæjarfélagsins vegna þjónustu við fatlaða árin 1996-2000. Upplýsingum um útgjöld vegna ársins 2001 hefur verið bætt við.

Heildarútgjöld vegna þjónustu við fatlaða árið 2001 námu 12.625 þúsundum króna sem var 22% aukning frá árinu áður er þau voru 10.321 þúsund.

Page 36: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

34

Tafla XVI: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 1998 - 2002 Tegund þjónustu 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Ferðaþjónusta 1654 2853 2873 5406 5.956 7.143 Skólaakstur 1930 1338 1148 1741 2.133 2.569 Liðveisla 922 1316 949 421 1.232 1.316 Annar kostnaður1 74 280 695 568 1.062 841 Félagsleg heimaþjónusta 1963 1924 1707 2185 2.243 2.659 Samtals 6543 7711 7372 10321 12.625 14.528

0

5000

10000

15000

Útg

jöld

í þú

s.

1998 1999 2000 2001 2002

Ferðaþjónusta Skólaakstur Liðveisla

Annar kostnaður Ferðaþjónusta Samtals

Mynd XV: Útgjöld vegna þjónustu við fatlaða árin 1995 - 2002

0

5

10

15

20

25

1998

1999

2000

2001

2002

Mynd XVI: Fjöldi einstaklinga sem naut ferðaþjónustu fatlaðra árin 1998 - 2002 1 Kostnaður vegna Ásgarðs, verndaðs vinnustaðar, og styrkir vegna sumarnámskeiða fyrir fötluð börn.

Page 37: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

35

FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISMÁL

Þjónusta á sviði félagslegra húsnæðismála er í samræmi við lög um húsnæðismál nr. 44/1998, lög um húsaleigubætur nr. 138/1997 og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni. Félagslega eignar- og kaupleiguíbúðarkerfið var lagt af 1. janúar 1999 með gildistöku laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Í stað félagslegra eignar- og kaupleiguíbúða komu viðbótarlán. Viðbótarlán eru ætluð þeim sem búa við erfiðar aðstæður og þurfa sérstaka aðstoð við íbúðakaup. Lánin koma til viðbótar almennu húsnæðisláni Íbúðalánasjóðs og geta numið allt að 25% af markaðsverði íbúðar eða 90% af kaupverði íbúðar. Viðbótarlán eru skilyrt við tekjur og eignir umsækjenda. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga sjá um úthlutun viðbótarlána. Um úthlutun þeirra gilda reglur sem staðfestar eru af bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Tafla XVII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 1998 - 2002

1998 1999 2000 2001 2002 Félagslegar 26 32 28 26 23

Félagslegar 20 16 12 8 6 Almennar 3 1 1 1 0 Félagslegar 15 22 23 28 30 Búsetaíbúðir 28 28 27 27 27 Aðrar 4 4 4 4 4 Íbúðir aldraðra 20 20 20 20 20 Samtals 116 123 116 114 110

0

5

10

15

20

25

30

35

Félagslegareignaríbúðir

Félagsl.kaupleiguíbúðir

Almennkaupleiguíbúð

Félagslegarleiguíbúðir

Búsetaíbúðir Aðrir Íbúðir aldraðra

1997

1998

1999

2000

2001

2002

Mynd XVII: Félagslegar íbúðir í Mosfellsbæ árin 1998 - 2002

Page 38: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

36

Félagslegar eignaríbúðir

Í maí 2002 var samþykkt á Alþingi breyting (nr. 86/2002) á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, þess efnis að fella niður kaupskyldu og forkaupsrétt sveitarfélaga á félagslegum eignaríbúðum ef sveitarfélög óskuðu eftir því, þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bæjarstjórn ákvað að sækja um til félagsmálaráðuneytisins um að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum í Mosfellsbæ. Fyrir lágu tvær umsóknir frá eigendum félagslegra eignaríbúða, sem óskuðu eftir að bæjarfélagið félli frá forkaupsrétti á íbúðunum og var það samþykkt í kjölfar þess er að framan greinir. Einni félagslegri eignaríbúð, sem bæjarfélagið leysti til sín á nauðungaruppboði fyrir lagabreytingu var breytt í leiguíbúð. Félagslegar/almennar kaupleiguíbúðir

Kaupleiguíbúðum fækkaði um þrjár íbúðir á árinu 2002, þar sem leigjendur nýttu kauprétt sinn. Ein íbúðanna var skráð sem almenn kaupleiguíbúð. Tafla XVIII: Félagslegar kaupleiguíbúðir í árslok 2002

Staður Bygginga/ Tegund Tegund íbúða kaupár húsnæðis 2 herb. 3 herb 4 herb

Miðholt 1992 fjölbýli 1 1 1 Miðholt 1995 fjölbýli 1 Hulduhlíð 1998 fjölbýli 2 Samtals 1 2 3

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagsmálanefnd hefur umsjón með úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis. Félagslegar leiguíbúðir eru leigðar til einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í húsnæðiserfiðleikum sökum lágra launa, þungrar framfærslu og skuldabyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Slík úrræði eru í öllum tilfellum tímabundin meðan unnið er að varanlegri lausn. Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ eru 30, þeim fjölgaði um tvær frá fyrra ári. Tvær íbúðir voru keyptar á almennum markaði, 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Mosfellsbær leysti til sín 3ja herbergja félagslega eignaríbúð á nauðungaruppboði samkvæmt kaupskylduákvæði laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Íbúðinni var breytt í félagslega leiguíbúð. Ein leiguíbúð var seld á almennum markaði, þar sem húsnæðið þarfnaðist mikilla endurbóta.

Page 39: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

37

2526

3228

2623

2023

17

139

6

1515

22

2328

300 10 20 30 40 50 60 70 80

1997

1998

1999

2000

2001

2002

Eignaríbúðir Kaupleiguíbúðir Leiguíbúðir

Mynd XVIII: Félagslegar eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir og leiguíbúðir 1997 - 2002 Tafla XIX: Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ í árslok 2002

Staður Bygginga/ Tegund Tegund íbúða kaupár húsnæðis 2 herb. 3 herb. 4 herb. 5 herb. Krókabyggð 1989 raðhús 1

Miðholt 1991 fjölbýli 2 2 2 Þverholt 1992 fjölbýli 1 Miðholt 1994 fjölbýli 1 2 1 Miðholt 1995 fjölbýli 1 Bugðutangi 1996 raðhús 1 Þverholt 1996 fjölbýli 1 Hjallahlíð 1997 fjölbýli 1 Hjallahlíð 2001 fjölbýli 1 Hjallahlíð 2002 fjölbýli 1 Hulduhlíð 1998 fjölbýli 4 Hulduhlíð 1999 fjölbýli 2 2 Urðarholt 2001 fjölbýli 1 Skeljatangi 2001 fjölbýli 1 Krókabyggð 2002 raðhús 1 Blikahöfði 2002 fjölbýli 1 Samtals 8 11 10 1

* Innlausnaríbúð

Við endurnýjun umsókna um félagslegar leiguíbúðir er leigutaka gert viðvart bréflega um að samningur sé að renna út og honum boðið viðtal við starfsmann félagsmálasviðs. Þeir sem óska eftir endurnýjun leigusamnings þurfa að skila inn skriflegri áætlun um markmið sem þeir hafa í húsnæðismálum og hvernig þeir ætli að vinna bug á aðsteðjandi vanda. Við gerð þessarar áætlunar stendur leigjandanum til boða stuðningur starfsmanns við að setja upp áætlun.

Page 40: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

38

Alls voru 40 húsaleigusamningar endurnýjaðir á árinu 2002, algengast er að leigusamningar séu til sex mánaða, í einstaka tilfellum eru þeir til 12 mánaða.

Meðalleigutími leigutaka í árslok 2002 í tveggja herbergja íbúðum var eitt ár og fimm mánuðir, í þriggja herbergja íbúðum eitt ár og níu mánuðir, í fjögurra herbergja íbúðum fimm ár og í fimm herbergja íbúðum níu mánuðir. Tafla XX: Meðalleigutími við árslok 2002

Stærð íbúða Fjöldi íbúða Meðaltal leigutími 2ja herbergja íbúðir 8 1ár 5 mán 3ja herbergja íbúðir 11 1 ár 9 mán 4ra herbergja íbúðir* 10 5 ár 5 herbergja íbúðir 1 9 mánuðir

Samtals 30 *Tvær 4ra herbergja íbúðir eru leigðar Svæðisskrifstofu undir sambýli

0

2

4

6

8

10

12

2-herb. 3-herb. 4-herb. 5-herb

Fjöldi íbúða

Meðal leigutími í árum

Mynd XIX: Meðalleigutími við árslok 2002 Frá ársbyrjun 2002 hafa leigjendur félagslegra leiguíbúða greitt tryggingagjald við afhendingu leiguíbúðar. Tryggingunni er ætlað að mæta kostnaði við endurbætur á íbúð ef í ljós koma skemmdir umfram eðlileg slit, þegar íbúð er skilað. Upphæð gjaldsins nemur tveggja mánaða leigu. Markmið með tryggingagjaldi er einnig að stuðla að því að umgengni um íbúðirnar sé betri. Á árinu 2002 bárust tuttugu og fimm umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, þar af voru sex umsóknir endurnýjaðar, en umsóknir sem eru orðnar ársgamlar þarf að endurnýja einu sinni á ári. Fimm umsækjendum af biðlista var úthlutuð íbúð.

Page 41: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

39

Tafla XXI: Óskir umsækjenda um íbúðastærð

2ja herbergja

3ja herbergja

4ra herbergja

Alls

Einstaklingur 3 3 Einstætt foreldri m/ barn 1 2 1 4 Einstætt foreldri m/2 börn 8 3 12 Einstætt foreldri m/3 börn 1 1 Einstætt foreldri m/4 börn Hjón/sambúðarfólk 2 2 Hjón/sambúðarfólk m/barn 1 1 Hjón/sambúðarfólk m/2 börn 4 3

6 11 9 26 Framkvæmdir á árinu 2002 Á árinu voru keyptar tvær leiguíbúðir á almennum markaði, tveggja herbergja íbúð, kaupverð 8.900 þúsund krónur og þriggja herbergja íbúð, kaupverð 10.400 þúsund. Ein félagsleg eignaríbúð var innleyst á nauðungaruppboði samkvæmt kaupskyldu sveitarfélaga. Um var að ræða þriggja herbergja raðhúsíbúð, innlausnarverð var 10.084 þúsund.

Útgjöld til viðhalds íbúða voru samtals 3.315.588. Í endurbætur á félagslegri eignaríbúð sem breytt var í leiguíbúð var varið 1.858 þúsund krónum. Af þeirri upphæð voru eignfærðar 844 þúsund krónur vegna viðgerðarkostnaðar. Utanhúsmálning á raðhúsi við Krókabyggð kostaði 490 þúsund. Fjórar íbúðir við Miðholt voru endurbættar við leigjendaskipti, það er þær voru málaðar, sett upp loftljós, gardínustangir, bónaðir dúkar o.fl., kostnaður var samtals 1.500 þúsund. Endurbætur á íbúð við Skeljatanga kostuðu 130 þúsund. Annar kostnaður er minni háttar viðhald leiguíbúða innanhúss og utanhúss. Húsaleigubætur Alls voru greiddar bætur til 86 bótaþega/heimila. Heildarupphæð bóta á árinu nam 10.210 þúsund krónur. Samkvæmt lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur endurgreiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sveitarfélögunum sem leggja út fyrir bótunum 55% af útlögðum kostnaði. Hlutur Mosfellsbæjar var 6.115 þúsund, en af þeirri upphæð eru tæpar 500 þúsund vegna áranna 2001 og 2003.

Page 42: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

40

0

2.000.000

4.000.000

6.000.000

8.000.000

10.000.000

12.000.000

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002

Mynd XX: Húsaleigubætur 1995 - 2002 Húsleigubætur hafa verið greiddar í Mosfellsbæ frá árinu 1995, sjá mynd. Í byrjun árs 1998 var gerð lagabreyting þess efnis að leigjendur félagslegra leiguíbúða ættu rétt til húsaleigubóta. Á myndritinu kemur fram aukning vegna lagabreytinganna á árunum 1998 og 1999. Veruleg aukning varð á milli áranna 2001 og 2002, en um áramót 2001/2002 var felld niður skattskylda af húsaleigubótum sem ætla má að leiði til aukningar á greiðslum vegna húsaleigubóta. Einnig gátu íbúar sambýla og heimavista sótt um húsaleigubætur sbr. lög um breytingu á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 frá 16. maí 2001. Tafla XXII: Greiðsla húsaleigubóta í desember 2002, fjölskyldugerð

Fjölskyldugerð bótaþega – fjöldi

Staða bótaþega Einstæðir karlar Einstæðar konur Hjón/sambúðarf Alls Barn-

lausir Með börn

Barn-lausar

Með börn

Barn-laus

Með börn

Í atvinnu 3 9 31 3 46 Atvinnulausir 1 1 1 3 6 Öryrkjar 2 1 2 2 7 Ellilífeyrisþegar 1 1 2 Heimavinnandi 1 1 Nemar 2 4 1 7 Samtals 9 1 15 36 1 7 69

Page 43: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

41

Fjöldi bótaþega

0

20

40

60

80

100

1997 1998 1999 2000 2001 2002

Mynd XXI: Húsaleigubætur, fjöldi bótaþega. Viðbótarlán

Mosfellsbær hóf veitingu viðbótarlána á árinu 1999. Um viðbótarlán gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Í reglunum koma fram almenn skilyrði til veitingar viðbótarlána sem eru að: • Umsækjandi uppfylli ákvæði 5. og 6. gr. reglugerðar um viðbótarlán varðandi

tekju- og eignamörk. • Umsækjandi eigi lögheimili í Mosfellsbæ þegar umsókn er tekin til afgreiðslu

félagsmálanefndar. • Umsækjandi sé ekki í vanskilum við Mosfellsbæ, stofnanir og fyrirtæki

bæjarfélagsins. • Umsækjandi hafi ekki fengið úthlutað láni hjá félagsmálanefnd sl. 24 mánuði. Unnið hefur verið að því að rýmka almenn skilyrði fyrir veitingu viðbótarlána af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og liður í því var að fella niður það ákvæði úr reglunum að umsækjendur undir 30 ára aldri eigi ekki rétt á viðbótarláni nema á grundvelli atriða sem tilgreind eru í 7. grein, samþykkt af bæjarráði 18.07.03. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sótti um heimild til Íbúðalánasjóðs um úthlutun viðbótarlána sem námu 65 milljónum fyrir árið 2002 sem stjórn Íbúðalánasjóðs veitti bæjarfélaginu. Seinni part ársins 2002 var fyrirsjáanlegt að úthlutað fjármagn nægði ekki og veitti þá sjóðurinn heimild fyrir 20 milljónum til viðbótar. Alls bárust 48 umsóknir um viðbótarlán að upphæð 117.328 þúsund krónur. Af þeim voru 33 umsækjendur sem fengu vilyrði fyrir veitingu viðbótarlána að upphæð 69.530 þúsund krónum. Í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, 45. grein 2. mgr. kemur fram að sveitarfélög greiði 5% af veittri upphæð í varasjóð viðbótarlána. Hlutur Mosfellsbæjar var 3.685 þúsund krónur.

Page 44: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

42

Tafla XXIII: Viðbótarlán; fjölskyldugerð lánþega

Fjölskyldugerð umsækjenda – fjöldi

Staða Einstæðir karlar Einstæðar konur Hjón/sambúðarfólk Alls Barn-

lausir Með börn Barn-

lausar Með börn Barnlaus Með

börn

Í atvinnu 3 4 9 4 11 31 Atvinnulausir 1 1 Öryrkjar Ellilífeyrisþegar Heimavinnandi Nemar 1 1 Samtals 3 5 10 4 11 33

23.5

00.0

00

33.

950.

135 51

.068

.000

69.5

30.0

00

-

10.000.000

20.000.000

30.000.000

40.000.000

50.000.000

60.000.000

70.000.000

1999 2000 2001 2002

Mynd XXII: Viðbótarlán 1999 – 2002

Fjöldi lánþega

0

5

10

15

20

25

30

35

1999 2000 2001 2002

Mynd XXIII: Viðbótarlán, fjöldi lánþega

Page 45: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Félagsmálasvið Mosfellsbæjar – Ársskýrsla 2002

43

Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra

Í íbúða- og þjónustuhúsi aldraðra eru 20 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar eldra fólki. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1980, það voru 6 leiguíbúðir sem Lionsklúbbur Mosfellsbæjar gaf bæjarfélaginu til rekstrar. Árið 1992 voru teknar í notkun 14 íbúðir (5 leiguíbúðir og 9 hlutdeildaríbúðir) til viðbótar ásamt þjónustukjarna. Í þjónustukjarna er miðstöð heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafði markað stefnu um að leysa til sín hlutdeildaríbúðirnar eftir því sem þær koma til innlausnar. Megintilgangur stefnunnar er að þegar til þess kemur að hjúkrunarheimili verður reist í tengslum við húsið geti bæjarstjórn ráðstafað íbúðum hússins í samræmi við þörf eldri íbúa bæjarfélagsins. Eignarhluti íbúa í hlutdeildaríbúðum er 50% og við árslok 2002 hafði bæjarsjóður leyst til sín 4 af 9 hlutdeildaríbúðum. Frá árinu 2000 hefur rekstur íbúða- og þjónustuhúss verið aðgreindur frá rekstri félagslegrar heimaþjónustu. Samhliða þeim breytingum var húsnæðisfulltrúa falin umsjón með framkvæmdum á húsnæðinu. Helstu framkvæmdir á árinu 2002 voru eftirfarandi: Skipt var um glugga í tveimur íbúðum í eldra húsi, kostnaður vegna þess var 790 þúsund. Vinna við viðgerð og eftirlit á loftræstikerfi var 300 þúsund. Vinna og efni vegna þéttingar á tengibyggingu 184 þúsund. Lagfæring á flísum í eldhúsi 94 þúsund. Kostnaður vegna eftirlits vegna öryggismála, lyftueftirlits, Vinnueftirlits ríkisins, Securitas samtals 161 þúsund. Endurbætur á tveimur íbúðum, málning og fleira samtals 261 þúsund. Annar kostnaður var minniháttar viðgerðir á íbúðum og þjónustumiðstöð.

Page 46: Felagsmalasvid - arsskyrsla 2002

Útgefandi:Félagsmálasvið Mosfellsbæjar

Ábyrgðarmaður:Unnur V. Ingólfsdóttir

Prentun:Ljósrit og prent ehf

Þverholti 2, Mosfellsbæ

Prófarkalestur:Friðrik G. Olgeirsson

Netútgáfa á heimasíðu:www.mos.is