34
Ferðaþjónusta. FEÞ 101 Glærur 21. nóvember 2006 Alferðir og ábyrgð

Ferðaþjónusta . FEÞ 101

  • Upload
    vaughan

  • View
    32

  • Download
    2

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Ferðaþjónusta . FEÞ 101. Glærur 21. nóvember 2006 Alferðir og ábyrgð. Alferð. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ferðaþjónusta.FEÞ 101

Glærur 21. nóvember 2006Alferðir og ábyrgð

Page 2: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Alferð

Er fyrir fram ákveðin samsetning ekki færri en tveggja eftirfarandi atriða, þegar ferð er seld eða boðin til sölu á heildarverði og þegar þjónustan tekur til lengri tíma en 24 klst. eða í henni felst gisting:    a. flutnings,   b. gistingar,   c. annarrar þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar.   

Page 3: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Vanefndir ferðaheildsala áður en farið er af stað.

Ef verulegar breytingar þá má rifta Fær endurgreiðsluBoðin betri ferð – kaupandi greiðir mismunBoðin lakari ferð – seljandi endurgreiðir

Ef kaupandi verður fyrir tjóni þá á hann rétt á bótum nema:

Fyrirfram auglýstum lágmarksfjölda ekki náðÓfyrirsjáanlegar ástæður

Page 4: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ófullnægjandi alferð 1

Ef alferðin fullnægir ekki ákvæðum alferðarsamnings getur farkaupi krafist þess að ráðin sé bót á því, nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaheildsala eða smásala. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farkaupi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem samið var um og þeirri sem veitt er.

Page 5: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ófullnægjandi alferð 2Ef verulegur hluti þeirrar þjónustu, sem samningur kveður á um, er ekki veittur eða er verulega ófullnægjandi getur farkaupi rift samningnum nema ferðaheildsali eða ferðasmásali ráði bót á vandanum innan sanngjarnra tímamarka farkaupa að kostnaðarlausu. Ef flutningur er þáttur alferðar og farkaupi kýs að rifta samningi getur hann krafist þess að vera fluttur sér að kostnaðarlausu til þess staðar þar sem alferð hófst eða á annan stað sem aðilar hafa samið um

Page 6: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Alferðalögin

Farkaupi getur krafið seljanda um bætur vegna vanefndarSeljandi getur endurkrafið þann sem átti að framkvæma þann þátt ferðarinnarSkaði getur verið utan við tryggingu hópferðabíls – td. bilun sem veldur því að farþegi missir af flugiÁn tryggingar getur rekstraraðili fengið á sig kröfur sem hann stendur ekki undir.

Page 7: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Mikilvægast varaðandi alferð

Ferðaheildsali og ferðasmásali bera sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgð gagnvart farkaupa á því að staðið sé við framkvæmd samningsins, hvort sem hún er í höndum þeirra sjálfra eða annarra þjónustuaðila.

Page 8: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Nánar um alferðalögin

Til uppfyllingar á ýmsum atriðum varðandi alferðalögin var sett reglugerð sem tekur fastar á ýmsum málum. Þar er talið miklu nákvæmar upp ýmis atriði sem skipta máli og ferðaþjónustuaðilar verða að kunna skil á.

Page 9: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Í bæklingum skal gert grein fyrir:

Ferðaleiðum og áfangastöðum Samgöngutækjum, eiginleikum og gæðaflokki, dags og tímasetningumGististöðum, tegund, staðsetningu og flokki Málsverðum sem innifaldir eruHvort krafist er lágmarksfjöldaHeimsóknum og skoðunarferðum sem eru innifaldar í verði ferðar

Page 10: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Í bæklingum skal gert grein fyrir:Sérstökum aðstæðum s.s. ónæðiAðgengi fatlaðraReglum um afpöntun og möguleika á tryggingumEndurgreiðslum og takmörkunum á þeimAukagjöldum fyrir aðstöðu sem ekki er innifalin s.s. einstaklingsherbergi eða svalirHugsanlegum afsláttumHvenær og hvernig á að greiða ásamt fyrirframgreiðsluKröfum um vegabréf, áritanir og heibrigðisráðstafanir

Page 11: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Vanefndir - almennt

Dæmi um vanefndirÓfullnægjandi gisting – hefur ekki þau einkenni eða eiginleika sem búist var við.Einhverju sleppt sem stendur í bæklingiLeiðsögumaður stendur sig ekki.

Farkaupi þarf ekki að sýna að hann hafi orðið fyrir tjóni. Það nægir að sýna fram á að alferð hafi verið ófullnægjandi.

Page 12: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Hvenær telst alferð ófullnægjandi hjá leiðsögumanni

Atriði sem varða undirbúning ferðþjónustuaðilans

LeiðsögumaðurinnBúnaður sem ferðaþjónustuaðilinn leggur til s.s sími, staðsetningartæki Ráðstafanir til að bregðast við ef tjónsatburður verður

Hvernig ferð er framkvæmd

Page 13: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

SakarreglanAlmenna skaðabótarreglan

Maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur með saknæmum (þ.e. af ásetningi eða gáleysi) og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing af hegðun hans og raskar hagsmunum sem verndaðir eru með skaðabótarreglum. Það er og skilyrði, að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um tjónvald, svo sem æska eða skortur á andlegri heilbrigði

• Arnljótur Björnsson

Page 14: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Sakarreglan

Til að hægt sé að krefjast bóta þarf að vera fyrir hendi:

Tjón – það þarf að hafa orðið mælanlegur skaðiSök – það þarf að vera einhverjum að kennaVerknaður telst saknæmur ef valdið af ásetningi eða gáleysi.

Tjón getur verið tvenns konarInnan samninga - t.d alferðalöginUtan samninga - t.d gáleysi eða slakur búnaður

Page 15: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Bonus Pater

Góður og skynsamur maður Runnið frá Rómarrétti „bonus pater familias“ Góður og gegn heimilisfaðir. Ef menn hafa ekki haft sömu aðgæslu og og hinn ímyndaði „ góði og skynsami maður“ teljast menn hafa sýnt gáleysi og bótaábyrgð stofnast að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Page 16: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Viðmið

Greint er á milli gáleysis og óhappatilvikaHvenær er hegðun gálaus

Hvað hefði “bonus pater” gertAthugull maður og alsgáður

Page 17: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Sakarstig

Ásetningur á fyrst og fremst við í refsirétti og á ekki við í skaðabótarrétti því gáleysi er nægjanlegt.Meðvitað gáleysi

T.d að aka of hratt í skólann. Veit að hann skapar hættu en tekur áhættuna

Ómeðvitað gáleysi Áttar sig ekki á að háttsemi veldur hættu á tjóni en þetta ætti honum að vera ljóst.

Page 18: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Sakarstig

GáleysiStórkostlegt gáleysi.

Háttsemi sem er svo líkleg til að valda tjóni að það veki grunsemdir um ásetning til að valda tjóni. Lýsir tillitsleysi gagnvart lífi annarra og eignum.

Page 19: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Saknæm háttsemi leiðsögumanns

Leiðsögumaður hefur leiðbeiningarskyldu. Útbúnaður t.d í gönguferðum Undirbúningur t.d veðurspáViðbrögð við hættuástandi/breyttum aðstæðum.

Page 20: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Unforgettable Journey

20.-21. ágúst 1995 í Kverkfjöllum Auglýst sem „walking tour“ 3-4 tíma á dag.Veðurspá tvísýn – leggja af stað kl 8Einn leiðsögumaður með 26 farþegaFrá kl 16 til 04 á hrakningu um hálan jökulTafir í 4 klst á að kalla á aðstoð, biluð tæki.Að endingu bjargað með þyrlu og björgunarsveitum

Page 21: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Glymsdómurinn - Héraðsdómur

Ferðin farin sem fræðsluferð fyrir starfsmenn 29. september 2001Alvarleg slys á tveimur einstaklingum vegna grjóthruns eftir miklar rigningar Skipuleggjendur hefðu átt að sjá hættu fyrir og þeim metið til gáleysisFyrirtækið metið bótaskylt og ekki talið að starfsmaður hafi átt sök eða tekið áhættu.

Page 22: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Glymsdómurinn - Hæstiréttur

Dómsmálið snérist um forgangskröfu í þrotabúiðDæmt að örorkukrafan væri forgangskrafa en bætur fyrir ófjárhagslegt tjón almenn krafaHér snérist um starfsmann Eigum eftir að fá dóm um ferðamann

Page 23: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Tindfjalladómur

Dómur Hæstaréttar frá okt 2006 Snerist um líkamstjón vegna flúðasiglingarTalið sannað að þolandi hafði fengið búnað og leiðbeiningar og ekki hafi verið um að ræða mistök hjá fyrirtækinuÁkveðnir þættir í ólagi en ekki samband milli þeirra og slyssins Talið að um meðvitaða áhættutöku hafi verið að ræða og því ekki bætur

Page 24: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ábyrgð vinnuveitanda

Sök starfsmanns – er hægt að rekja tjón beint til hans. Ef starfsmaður hefur veldið tjóni við framkvæmd starfa ber vinnuveitandi ábyrgðSkiptir ekki máli hvort um aukaferð er að ræða, ef farþegi álítur starfsmann í vinnunni.

Page 25: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Vinnu eða verksamningur

Endurgjald – miðað við tíma ekki afköstVerkfæri og vinnutæki – vafi með bílPersóna þess sem vinnur verkið Sá sem vinnur verkið hefur sjálfur menni í vinnu Aðild að hagsmunafélagi

Page 26: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Vinnu eða verksamningur

Starfsréttindi – löggildingFastur vinnutími Gjöld reiknast af launum

Byggt á skilgreiningu Arnljóts Björnssonar

Page 27: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Persónuleg ábyrgð leiðsögumanns

Vinnuveitandi ber almennt skaðabótarábyrgð gagnvart tjónþolaOftast tryggingarEf ásetningur eða stórfellt gáleysi er hægt að endurkrefja leiðsögumannKrafa gjarna færð niður.

Page 28: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Skaðabætur

Eru mismunandi eftir löndum Aðilar utan EES fara væntanlega að íslenskum lögum - ef menn hafa haft rænu á að setja það í skilmálanaInnan EES geta verið miðsmunandi reglur Ekki sami sjúkrakostnaður í Danmörku og Þýskalandi

Page 29: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Skyldur farkaupaFarkaupa ber að hlýða fyrirmælum fararstjóra og starfsmanna annarra þjónustuaðila við framkvæmd alferðarsamnings.     Sé um að ræða verulegar vanefndir farkaupa á skyldum hans samkvæmt lögum þessum og 1. mgr. getur ferðaheildsali eða ferðasmásali útilokað hann frá frekari þátttöku í viðkomandi alferð eða komið í veg fyrir að hann hefji hana og krafið hann um fullt verð fyrir ferðina. Ef ferð er hafin verður farkaupi sjálfur að standa straum af viðbótarkostnaði sem leiðir af útilokun hans frá ferðinni.

Page 30: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Eigin sök farkaupa

13. grein alferðalagaVerði farkaupi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að alferð er ófullnægjandi á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að vanefnd á framkvæmd samnings verði ekki rakin til vanrækslu seljanda eða annars þjónustuaðila af því að vanefndirnar eru: a. sök farkaupa, b. sök þriðja aðila sem ekki tengist þeirri þjónustu sem samið var um og eru ófyrirsjáanlegar eða óhjákvæmilegar, c. vegna óviðráðanlegra aðstæðna (force majeure) eða atburðar sem veitandi þjónustunnar gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir.

Page 31: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Hlutrænar ábyrgðarleysisástæður

Neyðarréttur Áhættutaka – Meðvitaðir um áhættu – t.d aka með drukknum ökumanni Samþykki – skrifað upp á að menn viti að það sé ákveðin hætta á ferðum. Yfirlýsingar SAF

Page 32: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Yfirlýsingar SAF

SAF hefur látið gera yfirlýsingar fyrir afþreyingarfyritæki þar sem menn votta:Ég fer í þessa ferð af fúsum og frjálsum viljaÉg tel mig fullfæra/an um að taka þátt í þessari ferðÉg hef kynnt mér leiðbeiningar og öryggisreglur fyrirtækisins og samþykki að fara í einu og öllu eftir þeim.

 

Page 33: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Ég er meðvitaður/uð um að þessi ferð getur haft einhverja hættu í för með sérÉg hef tilkynnt fararstjóra um sjúkdóma, sem gætu haft áhrif á hæfi mitt til þess að taka þátt í þessari ferð (t.d. flogaveiki, astma, sykursýki), og lyf sem ég tek við þeim.Ég er meðvitaður/uð um að ábyrgð fyrirtækisins nær eingöngu til óhappa sem kunna að verða og rekja má til galla eða rangrar meðferðar búnaðar af hálfu starfsmanna fyrirtækisins og/eða gáleysis þeirra. Ég ber sjálfur ábyrgð á tjóni sem ég veld vegna gáleysis eða vegna þess að ég hef ekki farið að settum reglum.

Page 34: Ferðaþjónusta . FEÞ 101

Allir persónulegir munir sem ég tek með í þessa ferð eru á minni eigin ábyrgð Ég er ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Og til viðbótar í vélsleðaferðum:

Ég hef ökuréttindi á bifreið eða lítið bifhjól

Þessar yfirlýsingar eru til á íslensku, ensku, frönsku og þýsku