12
Fletir

Fletir

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Fletir

Fletir

Page 2: Fletir

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Brávellir1974olía á striga100 x 110 cm

Í eigu Listasafns Íslands

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Án titilsgvass á pappír29 x 23 cm

Í einkaeign

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Eldgos1974olía á striga 60 x 75 cm

Í eigu Braga Guðlaugssonar

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Fjallið eina1975 olía á striga 79 x 99,5 cm

Í eigu Arion banka

Sýningin Fletir í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 1921. mars – 26. júní 2015

Page 3: Fletir

Ragnheiður Jónsdóttir ReamIngunn Fjóla IngþórsdóttirHugsteypan

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Collage1964samklipp28 x 22 cm

Í eigu Listasafns Íslands

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Hofsvellirca. 1974olía á striga80 x 100 cm

Í eigu Þorláks Einarssonar

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Grjót olía á striga60 x 75 cm

Í eigu Arion banka

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Klettar 91965olía á striga106,5 x 96,5 cm

Í eigu Listasafns Íslands

Page 4: Fletir

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Undirlendica. 1967 olía á striga107 x 122,5 cm

Í eigu Arion banka

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Ægisíða1977olía á striga76 x 106,5 cm

Í einkaeign

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Skógareldur1962olía á striga107 x 91 cm

Í eigu Listasafns Íslands

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Án titilsca. 1962olía á striga106 X 95,5 cm

Í einkaeign

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Hvítgreni1957olía á striga91 x 81 cm

Í einkaeign

Page 5: Fletir

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Kvöldsól krít og blönduð tækni á pappír53 x 66 cm

Í eigu Arion banka

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Rautt landslag1967olía á striga107 x 127,5 cm

Í eigu Braga Guðlaugssonar

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Hálendi1966 olía á striga106 x 131,5 cm

Í eigu Arion banka

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Líf þekjulitur á pappír53 x 66 cm

Í eigu Arion banka

Ragnheiður Jónsdóttir Ream

Brim1964olía á striga81 x 107 cm

Í eigu Ólafs Ísleifssonar

Page 6: Fletir

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

(Ó)stöðugur hlutur VI 2014akrýlmálning, viður og ull45,5 x 46 cm

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Samtal við RJR IV2015akrýlmálning, viður og nælon312 x 750 x 100 cm

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

(Ó)stöðugur hlutur III2014akrýlmálning og viður35 x 54 cm

Page 7: Fletir

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Samtal við RJR III2015akrýlmálning, viður, ull og nælon57 x 57 cm

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Samtal við RJR I2015akrýlmálning, viður, ull og nælon57 x 57 cm

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Samtal við RJR II2015akrýlmálning, viður, og ull57 x 57 cm

Page 8: Fletir

Hugsteypan

Sviðsett málverk 07.032012bleksprautuprent100 x 67 cm

Hugsteypan

Sviðsett málverk 05.012012bleksprautuprent100 x 67 cm

Í eigu Ragnars Björns Ragnarssonar

Hugsteypan

Sviðsett málverk 01.012012bleksprautuprent100 x 67 cm

Hugsteypan

Sviðsett málverk 09.012012bleksprautuprent 100 x 150 cm

Í eigu Nýlistasafnsins

Page 9: Fletir

Hugsteypan

Sviðsett málverk 07.022012bleksprautuprent100 x 100 cm

Hugsteypan

Sviðsett málverk 07.012012bleksprautuprent100 x 100 cm

Í eigu Magnesar Signýjar Ásgeirsdóttur

Hugsteypan

Sviðsett málverk 02.012012bleksprautuprent 100 x 150 cm

Hugsteypan

Sviðsett málverk 01.022012bleksprautuprent100 x 67 cm

Page 10: Fletir

HIN KVIKA KOMPÓSISJÓN

Í aldanna rás hafa listamenn og fræðimenn tekist á við form og eiginleika málverksins. Þeir hafa löngum glímt við og rannsakað þanþol hins hefbundna tvívíða miðils, þar sem unnið er með olíulitum á striga strekkt-an á blindramma. Í verkum þeirra þriggja höfunda sem hér eru leiddir saman er unnið með hugmyndafræði og útfærslu málverksins á ólíkan hátt.

Verk Ragnheiðar Jónsdóttur Ream (1917-1977) á sýningunni Fletir eru flest hefðbundin málverk á striga þar sem landslagstúlkun dansar á mörkum hins óhlut-bundna. Hún beitir óvenjulegu sjónarhorni og sterku samspili litaflata til að virkja myndflötinn. Þannig skapar hún umrót á fletinum sem hefur áhorfandann til flugs og felur honum að framkalla eigin mynd í huga sér eftir því hvert augað leitar. Ingunn Fjóla Ingþórs-dóttir (f. 1976) sýnir ný verk sem unnin eru í samtali við verk Ragnheiðar ásamt stærri innsetningu sem unnin er sérstaklega inn í rými Arion banka í Borgar-túni 19. Samspil verks og rýmis við skynjun áhorf-andans er hér sem fyrr í forgrunni í verkum Ingunnar Fjólu. Með því að víkka út tvívíðan flöt málverksins í önnur efni er stöðugleika miðilsins raskað og opnað á kvika skynjun áhorfandans í rýminu. Með hreyfingu býr hann sífellt til ný sjónarhorn, nýjar myndir og þar með nýja upplifun. Verk Ingunnar Fjólu á sýningunni endurspegla rannsókn á þanþoli miðilsins, þau eiga í innbyrðis samtali þar sem formfesta og óreiðukennd malerísk ummerki takast á.

Page 11: Fletir

Allt frá tilkomu ljósmyndatækninnar á 19. öld hefur ljós-myndin valdið deilum meðal listamanna og annarra um hvort líta megi á hana sem listrænan miðil eða eingöngu sem tæki til skrásetningar. Í ljósmyndaseríu Hugsteyp-unnar, Sviðsett málverk, er viðfangsefnið hið tvíbenta samband málverksins og ljósmyndarinnar. Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979). Í verkum sínum hefur Þórdís aðallega unnið með ljósmyndamiðilinn en Ingunn Fjóla á mörkum innsetninga og málverks. Í Sviðsett málverk vinna þær saman á rannsakandi hátt með eðli og skörun hvors miðils um sig. Sjónrænn leikur með liti, fjarvídd og fókuspunkt framkallar óræða mynd. Sjálft sköpunar-ferli málverksins er sett á svið og fest á filmu og með frystingu augnabliksins verður til yfirfærsla horfinnar frummyndar. Leikur höfunda með flöt málverksins framkallar töfra síbreytilegs myndmáls. Áhorfandanum er svo boðið til leiks þegar höfundar hafa valið ákveðin sjónarhorn. Eftir standa stök málverk - í formi ljós- mynda. Hinn leikræni gjörningur sviðsettra málverka skilur þannig eftir sig vangaveltur um efnislega og líkamlega fjarveru málverksins.

Í verkum þessara þriggja ólíku höfunda má greina sameiginlegan þráð þar sem kröftugt litasamspil, línur og formræn uppbygging eiga í dýnamísku sambandi og fanga athygli áhorfandans.

Aldís Arnardóttir 2015

Page 12: Fletir