12
V e r i ð v e l k o m i n - H r e i n u p p l if u n Fljótsdalshérað

Fljotsdalsherad 2013 is

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fljótsdalshérað - Hrein upplifun Kynningarbæklingur 2013

Citation preview

Page 1: Fljotsdalsherad 2013 is

Verið velkomin - Hrein upplifun

Fljótsdalshérað

Page 2: Fljotsdalsherad 2013 is

Fljótsdalshérað

Hérað samanstendur af sveitarfélögunum Fljótsdalshér-aði og Fljótsdalshreppi. Svæðið nær frá Héraðssönd-unum í norðri að Vatnajökli í suðri og tekur til um 10% af flatarmáli Íslands. Íbúar í sveitarfélögunum eru um 3.900. Lagarfljót er eitt helsta einkennistákn svæðisins og rennur það í gegnum allt Fljótsdalshérað frá jökli til sjávar. Í fljótinu býr hinn frægi Lagarfljótsormur.

Náttúran Héraðið hefur löngum verið rómað fyrir náttúrufegurð og gott veðurfar. Vaxandi skógar eiga sinn þátt í veðursæld-inni og hægt er að leita í skjól trjánna ef hafgolan gerist of nærgöngul. Hlý sumargolan minnir þá oft á meginland Evrópu og er stillt sumarkvöld í Hallormsstaðaskógi, engu líkt. Óvíða á Íslandi er samspil hárra fossa, gróð-urs, lygnra vatna og fjölskrúðugs dýralífs meira og eru fjölmargir staðir á svæðinu vel fallnir til útivistar. Aðgengi að hálendinu inn af Jökuldalsheiði og upp úr Fljótsdal er gott og útsýnið þar víða magnað, þar sem jökullinn og auðnin kallast á við gróðurvinjar.

Fólkið Egilsstaðir og Fellabær mynda þéttbýliskjarnann á Hér-aði. Skapandi kraftur kemur upp í hugann þegar lýsa á samfélaginu. Áberandi er sú fjölbreytta hönnun og framleiðsla heimamanna sem fléttast skemmtilega inn í mannlífið. Dæmi um það eru “Austfirskar krásir - Matur úr héraði” sem er austfirskt gæðamerki á matvælum og eru þær vörur á boðstólnum á mörgum veitingahúsum svæðisins. Einnig má finna sérunnar vörur úr hráefni af svæðinu, t.a.m. trjávið, ull, hreindýraskinni, hornum og beinum. Hreyfing og útivist skipa stóran sess í hugum heimamanna og er fjölbreytilegt svæðið ákjósanlegt til að stunda útiveru bæði að sumri og vetri.

Page 3: Fljotsdalsherad 2013 is

ÞjónustanFljótsdalshérað dregur að sér fjölda ferðamanna á sumr-in en svæðið er einnig spennandi kostur að heimsækja yfir vetrartímann. Þjónustustigið er hátt og finnst það á viðmóti heimamanna sem leggja metnað sinn í að gera vel við þá sem nýta sér þá þjónustu sem er í boði. Úrval verslana og þjónustufyrirtækja er gott en mörg stórfyrir-tæki eru með útibú staðsett á Egilsstöðum. Á svæðinu eru framúrskarandi veitingastaðir sem bjóða meðal annars upp á ferska gæðavöru úr heimabyggð. Góð hótel og gistihús eru á Héraði, tjaldstæði, orlofshús og bændagistingar. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á fjöl-breyttar, skipulagðar ferðir alla mánuði ársins þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi.

VatnajökulsþjóðgarðurFljótsdalshérað liggur að stærsta þjóðgarði Vestur - Evr-ópu, Vatnajökulsþjóðgarði. Ríflega helmingur þjóðgarðs-ins er jökull en innan þjóðgarðsins er að finna einstakt samspil jarðelds, jarðhita og jökulsins. Á Austursvæði þjóðgarðsins liggja margar af helstu náttúruperlum landsins, til að mynda Kverkfjöll, Hafrahvammagljúfur, Hvannalindir og Snæfell. Tilvalið er að koma við í Snæ-fellsstofu til að fá upplýsingar um þjóðgarðinn áður en lagt er í hann inn á stórbrotið svæðið.

Page 4: Fljotsdalsherad 2013 is

Veiði og útivistStór hluti íslenska hreindýrastofnsins heldur til á öræfunum norðaustan við Vatnajökul. Hrein-dýrin má hins vegar finna um allt svæðið. Hægt er að komast í færi við ýmsa bráð á Héraðinu, bæði með ljósmyndavél og veiðibúnaði, s.s. endur, rjúpur, gæsir, hreindýr og jafnvel seli. En rétt er að taka fram að flestar veiðilendur eru í einkaeigu og því nauðsynlegt að fá leyfi hjá landeigendum til veiða. Möguleikar til stang-veiði í ám og vötnum eru fjölbreyttir á Héraði en hægt er að fá upplýsingar um veiðileyfi í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum.

www.ormur.com

Jón

Bal

dur H

líðbe

rg

Lagarfljótsormurinn Frægasta skepna Fljótsdalshéraðs er án efa Lagarfljótsormurinn. Þjóðsagan segir að í fyrndinni hafi heimasæta á bæ einum við Lagarfljót lagt lyngorm á gullhring og geymt í skríni en það voru aðferðir þess tíma til að ávaxta gull. Þegar hún opnaði skrínið með orminum og gullinu nokkru seinna, brá henni í brún því ormurinn hafði tekið ógurlegan vaxtarkipp en gullið hafði lítið drýgst. Hún fleygði skríninu í Lagarfljótið með öllu saman en fljótlega fór ormurinn að láta óþægilega á sér bera og átti hann til að spúa eitri upp á land ef þannig lá á honum. Loks varð það úr að tveimur galdramönnum af Finn-mörku tókst að hlekkja hann við botninn á haus og sporði og þannig mun hann liggja og engum granda fyrr en á efsta degi. Þarf því enginn á óttast þó hann sjái orminn skjóta upp kryppum sínum endrum og sinnum. Áningarstaðir með upplýsingaskiltum um Lagarfljótsorminn eru við Hafursá, í Atlavík, við Klifá og við Hrafnkelsstaði. Kjörið er að koma við á þeim stöðum og sjá hvort ormurinn lætur ekki á sér kræla.

Page 5: Fljotsdalsherad 2013 is

Árlegar menningarhátíðir á HéraðiByrjun maí - List án Landamæra - Árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins

Byrjun júní - Vegareiði - Rokktónleikar í Sláturhúsinu

Miðjan júní - Bjartur í byggð - Rathlaup um Egilsstaði og Fellabæ

17. júní - Þjóðhátíðardagurinn

Seinni part júní - Skógardagurinn mikli - Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi, Íslandsmót í skógarhöggi, grillveisla, ketilkaffi og skemmtidagskrá

Seinni part júní - Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi í 25 ár

Miðjan júlí - Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum - Fjölbreyttar keppnisgreinar í boði fyrir alla

Byrjun ágúst - Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli í Hrafnkelsdal - Fetað í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu

Fyrrihluta ágúst - Tour de Ormurinn - Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið

Miðjan ágúst - Ormsteiti – Héraðshátíð - Tíu daga veisla á Héraði

Lok ágúst - Bjartur 2013 - Rathlaup í Jökuldalsheiði

Október - RIFF kvikmyndahátíðin - Úrval á Austurlandi

Nóvember - Dagar myrkurs á Austurlandi - Menningarveisla með draugalegu ívafi um allt Austurland

Desember - Jól á Austurlandi - Skemmtileg dagskrá, jólaleikir og tilboð ásamt ýmsum menningarviðburðum

Page 6: Fljotsdalsherad 2013 is

Áhugaverðir staðir

Sænautasel □ Sænautasel er eyðibýli á Jökuldalsheiði þar sem búið var frá 1843-1943. Nú hefur bærinn verið endurgerður og veitir gestum innsýn í líf fyrri kynslóða á Íslandi. Sumir segja að bærinn hafi verið fyrirmynd að Sumarhúsum Halldórs Laxness í Sjálfstæðu fólki.

HallormsstaðaskógurHallormsstaðaskógur er stærsti skógur landsins. Hann geymir um 40 km af gönguleiðum í allar áttir og er því eitt vinsælasta útivistarsvæði Austurlands. Vinsælt er að fara í bláberja, hrútaberja- og lerkisveppamó á haustin og heyrst hefur að jafnvel finnist hindber á einhverjum stöðum í skóginum. Atlavík er við bakka Lagarfljóts í miðjum skóginum en samspil skógarins og fljótsins er einstakt í allri íslenskri náttúru og skjólið af trjánum gerir Atlavík að sannkallaðri veðurparadís.

StórurðStórurð er ein af tilkomumestu náttúruperlum Austur-lands. Hún liggur vestan Dyrfjalla og þar gefur að líta gríðarlega grjótruðninga, slétta grasbala og tjarnir sem mynda í sameiningu einstakt landslag. Merkt gönguleið er frá Vatnsskarði og tekur gangan um tvær og hálfa klukkustund. Heppilegast er að fara í gönguferð um svæðið frá júlí og fram á haustið.

Ég var hér!

Ég var hér!

Ég var hér!

Page 7: Fljotsdalsherad 2013 is

HengifossHengifoss í Fljótsdal er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna sem heimsækja Fljótsdalshérað. Hann er annar hæsti foss landsins og þykir sérlega fallegur, ekki síst vegna áberandi rauðra leirlaga á milli blágrýtis-laganna. Nokkru neðar í Hengifossá er Litlanesfoss sem vekur ekki síður athygli vegna fallegs stuðlabergs um-hverfis hann. Tiltölulega létt gönguleið er upp að Hengi-fossi frá vegi.

Kárahnjúkastífla og HafrahvammagljúfurKárahnjúkastífla er hluti af stærstu og umtöluðustu fram-kvæmdum Íslandssögunnar og flykkjast þangað fjöldinn allur af ferðamönnum yfir sumarið til að líta þetta stóra mannvirki augum. Hafrahvammagljúfur liggja norðan megin við stífluna en þau eru með dýpstu og hrikalegustu gljúfrum landsins.

Fardagafoss □Fardagafoss liggur við rætur Fjarðarheiðar um fimm km frá Egilsstöðum. Gönguleiðin að fossinum er falleg og útsýnið gott yfir Héraðið. Á bak við fossinn er hellir og segir sagan að gott sé að óska sér þar. Gangan að foss-inum tekur um hálftíma og munið að skrifa í gestabókina bak við fossinn.

Ég var hér!

Ég var hér!

Ég var hér!

Page 8: Fljotsdalsherad 2013 is

KverkfjöllKverkfjöll eru eitt öflugasta háhitasvæði landsins þar sem jarðhitinn hefur myndað hella í jöklinum. Gönguferðir á jökulinn eru í boði með leiðsögn yfir sumartímann en þetta stórkostlega samspil elds og íss á sér enga hlið-stæðu og gera gönguferð á svæðinu að ævintýri.

StapavíkFrá Unaósi, sem er ysti bær í Hjaltastaðaþinghá, er létt ganga í fallegri náttúru út með Selfljóti. Við ósa fljótsins er Krosshöfði, en Stapavík er lítil klettavík sem er aðeins utar. Í upphafi 20. aldar gegndi hann mjög mikilvægu hlutverki sem verslunarstaður fyrir Fljótsdalshérað. Í Stapavíkinni var vörum skipað upp alveg fram á sjötta áratug síðustu aldar. Í kjölfar þess að vegur var lagður yfir Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystra lagðist starfsemi í Stapavík af.

LaugarvellirRétt norð-vestan við Kárahnjúkastíflu er eyðibýlið Laug-arvellir. Rústirnar standa við heitan læk sem rennur fram af klettabrún rétt neðan við bæinn og myndar náttúrulega sturtu. Ekki er hægt að komast í betri tengsl við náttúruna en undir heita fossinum að skola af sér hálendisrykið.

Snæfell □Snæfell er 1833 metra hátt og er því hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Það tekur tignarlegt á móti gestum þegar rennt er inn á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs en nokkuð auðvelt er að ganga á það og er því vinsælt fjall meðal gönguferðalanga.

Ég var hér!

Ég var hér!

Ég var hér!

Ég var hér!

Page 9: Fljotsdalsherad 2013 is

SkriðuklausturSkriðuklaustur er fornfrægt höfuðból í Fljótsdal þar sem nú er rekið menningar- og fræðasetur, en Gunnar Gunnarsson skáld reisti þar stórhýsi árið 1939. Forn-leifarannsóknir hafa verið á svæðinu í nokkur ár en búið er að grafa upp klaustrið sjálft sem starfaði frá 1493 til siðaskipta. Gengið hefur verið frá svæðinu til sýninga og hefur það vakið mikla og verðskuldaða athygli.

SnæfellsstofaSnæfellsstofa er gestastofa Austursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Byggingin er mjög athyglisverður arkitektúr og er þaðan fallegt útsýni yfir Fljótsdalinn. Á gestastof-unni færðu upplýsingar um allt sem vert er að sjá innan þjóðgarðs, gönguleiðir, náttúru og dýralíf.

StafdalurSkíðasvæðið í Stafdal er á milli Egilsstaða og Seyðis-fjarðar. Svæðið býður upp á fjölbreyttar brekkur fyrir byrj-endur og lengra komna og útsýnið þaðan er engu líkt á björtum degi.

Ég var hér!

Ég var hér!

Ég var hér!

Page 10: Fljotsdalsherad 2013 is

Við mælum einnig með:

• Vallanes: Lífrænar kræsingar og ævintýralegur Ormastígur.

• Húsey: Selir, refir, hreindýr og fuglar í sínu náttúrulega umhverfi.

• Klaustursel: Lítill dýragarður í Jökuldal.

• Geirsstaðakirkja: Eftirgerð 1000 ára bændakirkju.

• Kjarvalshvammur: Þar sem Kjarval málaði margar af sínum frægustu myndum.

• Aðalból í Hrafnkelsdal: Heimkynni Hrafnkels Freysgoða.

• Möðrudalur: Hæsta byggða ból á Íslandi.

• Laugarfell: Heit náttúrulaug við rætur Snæfells.

• Eiðar: Gamalt höfuðból og kirkjusetur.

• Galtastaðir fram: Torfbær frá 19. öld.

Perlur Fljótsdalshéraðs

Perlur Fljótsdalshéraðs er gönguleikur sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir. Í boði eru yfir 20 sérvaldar gönguleiðir á svæðinu þar sem á hverjum stað er að finna hólk með upplýsingum um staðinn, gestabók og stimpli. Stimplum er safnað í kortin og eiga þeir sem skila inn full-nýttum kortum fyrir ákveðinn tíma, möguleika á veglegum vinningum. Á Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum er hægt að nálgast Perlustimpilkortin sem og göngukort af svæðinu með GPS hnitum og góðum leiðbeiningum bæði á ensku og íslensku.

Page 11: Fljotsdalsherad 2013 is

Upplýsingar um gisti- og veitingastaði, afþreyingu og áhugaverða staði er hægt að fá á Upplýsingamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum, sími 471 2320, netfang [email protected] eða á www.east.is

Egilsstaðir - FellabærHefur þú séð álfana og huldufólkið í Egilsstaðaklettum?

Hefur þú farið í skógargöngu í Selskógi og séð útileikhúsið?

Hefur þú farið að Gálgaási og séð gamla aftökustaðinn þar?

Hefur þú prófað Ólympíuþrístökkið upp á Vilhjálmsvelli?

Hefur þú gengið að útsýnisskífunni við Fénaðarklöpp?

Hefur þú séð sýningu í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs?

Hefur þú heimsótt Minjasafnið?

Hefur þú séð beljurnar á Egilsstaðabýlinu?

Hefur þú kíkt í golf á Ekkjufellsvelli?

Hefur þú slakað á í heita pottinum í sundlauginni?

Hefur þú kynnst einhverju heimafólki?

Ferðafólk er hvatt til að gæta öryggis þegar farið er á óbyggðar slóðir og aka eftir merktum vegum og vegslóðum.

Page 12: Fljotsdalsherad 2013 is

Vopnafjörður

Hellisheiði

Húsey Stapavík

Borgarfjörður

StórurðGeirsstaðakirkja

Svartiskógur

Galtastaðir fram

Brúarás

FellabærEgilsstaðir

Eiðar

Seyðisfjörður

MjóifjörðurFardagafoss

EyjólfsstaðaskógurEinarsstaðir

Hallormsstaður

Atlavík

Skriðuklaustur

Laugarfell

Snæfell

Aðalból

Sænautasel

Möðrudalur

Mývatn - Akureyri

Skjöldólfsstaðir

Laugarvellir

Dimmugljúfur

Fljótsdalshérað

Fljótsdalshreppur

KárahnjúkastíflaHálslón

Hengifoss

Klaustursel

Végarður

Snæfellsstofa

Norðfjörður

Eskifjörður

Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjarðargöng

Fáskrúðsfjörður

Stöðvarfjörður

BreiðdalsvíkÖxi

Djúpivogur

Höfn - Skaftafell

Papey

Kjarvalshvammur

www.east.is

Útgefandi: Fljótsdalshérað, www.egilsstadir.isGrafísk hönnun og prentun: Héraðsprent, EgilsstöðumHöfundar ljósmynda: Skarphéðinn G. Þórisson, Steinrún Ótta Stefánsdóttir, Hreinn Halldórsson, Arkadiusz Piotr Kotecki, Hulda Daníelsdóttir, Anna Björk Guðjónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Magnús Baldur Kristjánsson, Skúli Björn Gunnarsson, Þórhallur Árnason, Þórveig Jóhannsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Þráinn Lárusson, Glamour et cetera, Karl Vilhjálmsson, Philippe Patay Pétursson, Agnes Brá Birgisdóttir.