6
FRAMTÍÐIN ER ÞÍN Skapandi nám sem byggist á hugmyndavinnu, hönnun og upplýsingatækni.

FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

FRAMTÍÐIN ER ÞÍNSkapandi nám sem byggist á hugmyndavinnu, hönnun og upplýsingatækni.

Page 2: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

Upplýsingatækniskólinn menntar fólk til starfa við allar hliðar nútíma fjölmiðlunar og tölvutækni. Við bjóðum upp á skemmtilegt nám sem byggist á hönnun og hugmyndavinnu, tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við framsetningu upplýsinga og miðlun þeirra. Skólinn vinnur í nánu samstarfi við atvinnulífið og háskólastigið.

Nemendur lýsa ánægju á nám í Upplýsinga-tækniskólanum

FélagslífÍ Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi nemendafélag. Saman mynda þau Nemendasamband Tækniskólans. Nemendafélagið heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Nemendur sjá um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

Nánari upplýsingar á nst.is

Page 3: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

LENGD NÁMSAÐGANGSKRÖFUR AÐ LOKINNI ÚTSKRIFT

HVERS VEGNAUPPLÝSINGATÆKNISKÓLINN?

Það er mikil þörf fyrir tækni-menntað fólk í þjóðfélaginu.

Nemendur sem útskrifast frá Upplýsingatækniskólanum eiga greiða leið í frekara nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.

Allar greinar skólans eiga það sameiginlegt að nemendur vinna að raunverulegum úrlausnarefnum í náminu og eru vel þjálfaðir þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Þeir hreinlega kunna til verka.

Þeir sem ljúka námi frá Upplýsingatækniskólanum hafa möguleika á framhaldsnámi í tæknifræði og tölvunarfræði sem og í listaháskólum bæði hér á landi og erlendis. Nemendur sem ljúka sveinsprófi í löggiltum iðngreinum eiga einnig kost á námi til iðnmeistaraprófs.

Útskrift úr grunnskóla. Á tölvubraut eru gerðar

kröfur um góða einkunn í stærðfræði.

Þrjú til fjögur ár. Tölvubraut: Háskólanám eða ýmis störf tengd náminu.

Upplýsinga- og fjölmiðlabraut: Námssamningur/sveinspróf og/eða

stúdentspróf/háskólanám.

SKÓLINNGauti Þeyr Másson - grafísk miðlunÉg hef alltaf haft áhuga á öllu sem tengist grafískri hönnun. Ég tók mér langa pásu frá skóla eftir grunnskóla, því ég hafði einfaldlega ekki áhuga á námi á þeim tíma, en kynntist

svo grafískri miðlun í gegnum vin minn. Hann lýsti náminu fyrir mér í smáatriðum og ég fékk strax áhuga á því að demba mér í

þetta. Það kom mér bara skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt og skemmtilegt námið er. Ég lærði heilan helling af því að vera í Tækniskólanum og það skemmtilegasta við námið fannst mér vera frelsið til að skapa en ég var í skemmtilegum hóp og við unnum vel saman. Núna er ég að klára stúdentspróf og var að sækja um í Listaháskólanum í grafík. Eftir fimm ár vonast ég til að vera

enn að skapa mér tekjur í gegnum tónlistina samhliða því að starfa sem grafískur hönnuður í skemmtilegu vinnuumhverfi.

ATVINNULÍFIÐSigurrós Hallgrímsdóttir - prentsmiðurMér finnst skemmtilegast að vinna að fjölbreyttum verkefnum

og mér þykir alltaf gaman að því að vinna við umbrot og hönnun. Þegar ég hóf nám í grafískri miðlun kom ég í skólann án mikilla

væntinga, svona ef ég á að vera alveg hreinskilin. En strax þegar önnin byrjaði þá fann ég að þetta var svo allt annað en ég hafði ímyndað mér. Námið er virkilega hnitmiðað og skemmtilega uppbyggt. Þessi „vinnustofu“ uppbygging á náminu er algerlega frábær. Að fá að vinna í ákveðnu verkefni í kannski tvær vikur og hver kennari kemur að því með mismunandi áherslur er svo sannarlega að virka í þessu námi. Kennarateymið er að mínu mati eins vel valið og hugsast getur. Miklir fagmenn og bráðskemmtilegur hópur. Helstu fyrirmyndirnar í faginu eru margar, m.a. kennarar í Tækniskólanum við grafíska miðlun og tækniteiknun og einnig í Danmörku þar sem ég lærði margmiðlunarhönnun. Námið breytti miklu fyrir mig, það opnaði huga minn fyrir þeirri tækni og tækifærum sem koma skulu.

Starfsmöguleikar og tækifæri

Page 4: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

Tölvubraut lýkur með stúdentsprófi en þó er einnig hægt að ljúka verknámsleið án stúdentsprófs. Samhliða námi á upplýsinga- og fjölmiðla braut er hægt að bæta við einingum til stúdentsprófs. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.

Stúdentspróf

HVERS VEGNAUPPLÝSINGATÆKNISKÓLINN?

NámsleiðirUpplýsinga- og fjölmiðlabrautNámið hefst á þriggja anna sameiginlegu grunnnámi. Að því loknu velja nemendur um sérnám í faggreinum brautarinnar; bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun eða prentun sem allar eru löggiltar iðngreinar. Grafískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð og setningu, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndvinnslu og frágangi prentgripa. Einnig þarf hann að kunna skil á vefforritun og viðmótshönnun og geta séð um útlitshönnun bæði fyrir prent og skjá.

Ljósmyndari þarf að hafa góða innsýn í ýmis flókin tækniatriði sem varða uppsetningu og vinnslu ljósmynda því þróun á þessum sviðum er hröð. Í náminu er annars vegar lögð áhersla á tækni sem byggir á notkun filmu og framköllun í myrkraherbergi og hinsvegar á stafræna ljósmyndun þar sem nýjasta tölvutækni er notuð.

www.tskoli.is

Sími: 514 9000 - www.tskoli.isNetfang: [email protected]

Fylgdu okkur á

twitter

Finndu okkur á

Facebook

TölvubrautTölvubrautin í Upplýsinga-tækniskólanum er ein vinsælasta braut Tækniskólans. Námið er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna beint á vinnumarkað eða frekara nám tengt tölvunarfræði. Markmið brautarinnar er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á sem flestum sviðum tölvutækninnar. Brautinni er ætlað að vera í forystu í kennslu tölvunarfræða á framhaldsskólastigi.

Nemendur fá góða kennslu í mismunandi forritunarmálum og læra á virkni fjölda stýrikerfa. Á tölvubrautinni eru mismunandi valáfangar í boði og má þar helst nefna gagnasafnsfræði, vefforritun, viðmótsforritun, robotics, netforritun og þráðavinnslu og leikjaforritun. Það er óhætt að segja að nemendur sem útskrifast af tölvubraut Tækniskólans eru vel undirbúnir fyrir háskólanám sem tengist tölvunarfræði.

Prentari þarf að þekkja ólíkar prentaðferðir og geta tekið við verkum á prentplötu eða á tölvutæku formi. Hann þarf að kunna að stilla verkið inn í prentvél, stilla litaáferð og tryggja prentgæði. Bókbindari vinnur að lokafrágangi á öllu prentuðu efni. Starf hans felst að miklu leyti í vinnu við tölvustýrðar brotvélar en einnig við handbókband. Hann getur veitt faglega ráðgjöf um hvernig best og hagkvæmast er að ganga frá prentgripum.

Vertuáskrifandi á

Page 5: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn skuli vera í þeim hópi

www.netpartner.is

Tölvur og fylgihlutir í 30 ár

Skipholt 50c ­ 582 6000

•••

•••

- snjallar lausnir

* án endurgjalds til 1. júlí 2018 ef keypt fyrir 30. júní 2016.

Fullbúið bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV

Lágmarkaðu kostnaðinn. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

+

Page 6: FRAMTÍÐIN - Tækniskólinngogn.tskoli.is/files/eplicapdf/...Fjölmörg íslensk fyrirtæki treysta á net og öryggislausnir frá NetPartner. Við erum stoltir af því að Tækniskólinn

• •

SK

ÓLA

VÖRÐ

UHOLTI • • • • 101 REYKJAVÍK • • •

Að velja sér nám er ein mikilvægasta ákvörðunin í lífinu. Með þessum bæklingi hjálpar Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins þér við það val. Meginmarkmið skólans er að búa nemendur undir fjölbreytt störf í samfélaginu strax að loknum framhaldsskóla eða til áframhaldandi náms.

Tækniskólinn leggur mikla áherslu á handverk, sköpun og frumkvæði. Námið í skólanum er að mestu skipulagt sem verkefnabundið nám og er mikið lagt upp úr sjálfstæði og aga í vinnubrögðum. Skólinn er vel tækjum búinn með góð verkstæði og vel menntað og reynslumikið starfslið. Tækniskólinn vinnur náið með atvinnulífinu að mótun og þróun námsbrauta með hag nemenda og fyrirtækja að leiðarljósi.

Innan Tækniskólans eru faglega sjálfstæðir undirskólar.

Skólar Tækniskólans eru:ByggingatækniskólinnEndurmenntunarskólinnFlugskóli ÍslandsHandverksskólinnHönnunarbrautRaftækniskólinnSkipstjórnarskólinnTæknimenntaskólinnUpplýsingatækniskólinnVéltækniskólinn

Tækniakademían - Margmiðlunarskólinn - Meistaraskólinn - Vefþróun

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður ykkur velkomin

Menntun, virðing, fagmennska, framsækni

SK

ÓLA

UHO

LTI •

FLATAHRAUNI • HÁTEIGSVEGI

[email protected] • www.tskoli.is

• Sím

i: 5

14

90

00VIÐ ERUM MIÐSVÆÐISÍ REYKJAVÍKOG HAFNARFIRÐI