4
Fréttabréf HB Granda Júlí 2015 7. tbl. SJÓMANNADAGURINN Í REYKJAVÍK: MEIRA EN TÍU ÞÚSUND MANNS HEIMSÓTTU NORÐURGARÐ HEIMKOMA VENUSAR Nýjasta og eitt glæsilegasta fiskiskip íslenska flotans, Venus NS 150, kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Vopnafirði að kvöldi hvítasunnudags, 24. maí sl. Skipsflautur voru þeyttar þegar skipið lagðist að bryggju um morguninn daginn eftir og það hefur varla farið fram hjá íbúum Vopnaarðar að nýr kafli í atvinnusögu þessa fámenna sveitarfélags væri að heast. Í tilefni af heimkomu Venusar var boðið til sérstakrar móttöku fyrir íbúa Vopnaarðar- hrepps og aðra gesti miðvikudaginn 27. maí. Talið er að um 400 manns hafi sótt móttökuathöfnina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem á árum áður var framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufélagsins Tanga hf. á Vopnafirði, bauð gesti velkomna. Aðrir, sem tóku til máls, voru Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, Birna Loftsdóttir, sem gaf skipinu nafn og Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur í Hofsprestakalli. Meðal gesta voru tveir af þingmönnum kjördæmisins, þau Þórunn Egilsdóttir og Kristján L. Möller. Eftir athöfnina við skipshlið var gestum boðið að skoða skipið og auk þess fóru sumir gestir í uppsjávarfrystihúsið og fiskmjöls- og lýsisverksmiðjuna sem HB Grandi hefur byggt upp á Vopnafirði. Við móttökuathöfnina á Vopnafirði. Það er árviss venja að HB Grandi efni til ölskylduhátíðar á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði á sjómannadeginum. Hátíð hafsins, sem Faxaflóahafnir og Sjómanna- dagsráð Reykjavíkur hafa staðið fyrir, fer einnig fram sömu helgi. Í ár er talið að 10.000 til 11.000 manns hafi lagt leið sína á Norðurgarðinn þar sem boðið var upp á ölbreytta dagskrá. Sæmundur Árni Hermannsson, verkefna- stjóri hjá HB Granda, er ánægður með ölskylduhátíðina og segir hana hafa heppnast eins og best verður á kosið. Boðið var upp á ölda skemmtiatriða, andlitsmálun og leiktæki fyrir börn á öllum aldri. Enginn þurfti heldur að fara svangur af svæðinu. ,,Til marks um umfangið get ég nefnt að gestir okkar fengu tæplega 400 lítra af fiskisúpu og 8.000 skúffukökubita. Það fór sami öldi af kleinum og kanilsnúðum. Við grilluðum 3.500 pylsur og 100 kíló af þorskbitum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þá gáfum við 2.500 spilastokka og annað eins af blöðrum,“ segir Sæmundur Árni sem var að vonum ánægður með daginn.

Fréttabréf HB Granda - BrimFréttabréf HB Granda Júlí 2015 ... ,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fréttabréf HB Granda - BrimFréttabréf HB Granda Júlí 2015 ... ,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni

Fréttabréf HB Granda Júlí 20157. tbl.

SJÓMANNADAGURINN Í REYKJAVÍK:

MEIRA EN TÍU ÞÚSUND MANNS HEIMSÓTTU NORÐURGARÐ

HEIMKOMA VENUSARNýjasta og eitt glæsilegasta fiskiskip íslenska flotans, Venus NS 150, kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Vopnafirði að kvöldi hvítasunnudags, 24. maí sl. Skipsflautur voru þeyttar þegar skipið lagðist að bryggju um morguninn daginn eftir og það hefur varla farið fram hjá íbúum Vopnafjarðar að nýr kafli í atvinnusögu þessa fámenna sveitarfélags væri að hefjast.Í tilefni af heimkomu Venusar var boðið til sérstakrar móttöku fyrir íbúa Vopnafjarðar-hrepps og aðra gesti miðvikudaginn 27. maí. Talið er að um 400 manns hafi sótt móttökuathöfnina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem á árum áður var framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufélagsins Tanga hf. á Vopnafirði, bauð gesti velkomna. Aðrir, sem tóku til máls, voru Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, Birna Loftsdóttir, sem gaf skipinu nafn og Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur í Hofsprestakalli. Meðal gesta voru tveir af þingmönnum kjördæmisins, þau Þórunn Egilsdóttir og Kristján L. Möller.Eftir athöfnina við skipshlið var gestum boðið að skoða skipið og auk þess fóru sumir gestir í uppsjávarfrystihúsið og fiskmjöls- og lýsisverksmiðjuna sem HB Grandi hefur byggt upp á Vopnafirði.

Við móttökuathöfnina á Vopnafirði.

Það er árviss venja að HB Grandi efni til fjölskylduhátíðar á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði á sjómannadeginum. Hátíð hafsins, sem Faxaflóahafnir og Sjómanna-dagsráð Reykjavíkur hafa staðið fyrir, fer einnig fram sömu helgi. Í ár er talið að 10.000 til 11.000 manns hafi lagt leið sína á Norðurgarðinn þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.Sæmundur Árni Hermannsson, verkefna-stjóri hjá HB Granda, er ánægður með fjölskylduhátíðina og segir hana hafa heppnast eins og best verður á kosið. Boðið var upp á fjölda skemmtiatriða, andlitsmálun

og leiktæki fyrir börn á öllum aldri. Enginn þurfti heldur að fara svangur af svæðinu.,,Til marks um umfangið get ég nefnt að gestir okkar fengu tæplega 400 lítra af fiskisúpu og 8.000 skúffukökubita. Það fór sami fjöldi af kleinum og kanilsnúðum. Við grilluðum 3.500 pylsur og 100 kíló af þorskbitum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þá gáfum við 2.500 spilastokka og annað eins af blöðrum,“ segir Sæmundur Árni sem var að vonum ánægður með daginn.

Page 2: Fréttabréf HB Granda - BrimFréttabréf HB Granda Júlí 2015 ... ,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni

Hluti af sumarafleysingafólki hjá Vigni G. Jónssyni.

NÁMSKEIÐ FYRIR SUMAR-AFLEYSINGAFÓLK OG NÝLIÐA:

HREINLÆTI, GÆÐI OG ÖRYGGI Í FYRIRRÚMISá háttur hefur verið hafður á hjá HB Granda undanfarin ár að halda námskeið fyrir allt sumarafleysingafólk og nýliða í fiskvinnslu. Á námskeiðunum er áherslan lögð á hreinlætis-, gæða- og öryggismál.Námskeiðin eru 8 kennslustundir og eru haldin í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands. Fjöldi í hverjum námskeiðshópi er miðaður við 10 til 15 manns.Námskeiðin eru tvískipt og er hvor hluti 4 kennslustundir. Í fyrri hlutanum, sem Nanna Bára Maríasdóttir sér um að kenna, er farið yfir hreinlætis- og gæðamál.Fjallað um hreinlæti og þrif, gerlagróður, persónulegt hreinlæti og vinnureglur og vinnuferlar í fyrirtækinu eru kynntir. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi hvers starfsmanns innan heildarinnar og ábyrgð hvers og eins.Öryggismálin eru ekki síður mikilvæg en um kennslu í þeim fræðum sér Ásdís Pálsdóttir.Farið er yfir umgengni við vélar og tæki. Vinnulöggjöfin er kynnt sem og vinnureglur varðandi hættuleg tæki og þær aðstæður sem skaðað geta heilsu stafsmanns ef ekki er að gáð. Nýliðum eru kynntar öryggishlífar og staðsetning neyðarhnappa og annað slíkt. Fjallað er um mikilvægi ábyrgðar hvers og eins á vinnu sinni og að farið sé eftir vinnu- og öryggisreglum í hvívetna. Áhersla er lögð á að vekja ábyrgðarkennd og vitund um mikilvægi hvers starfsmanns í framleiðsluferlinu.

HÁTT Í 200 MANNS Í SUMARAFLEYSINGUMÍ sumar hafa alls 192 verið ráðnir í afleysingar hjá HB Granda og dótturfélögum á starfsstöðvunum í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Þetta er að uppistöðu til námsmenn sem fylla skörð þeirra fastráðnu starfsmanna sem fara í sumarleyfi. Konur eru í nokkrum meirihluta sumarafleysingafólks og um 30 manns reyna nú í fyrsta skipti fyrir sér á þessum vettvangi.Samkvæmt upplýsingum Kristínar Helgu Waage Knútsdóttur hjá starfsþróunardeild eru flestir ráðnir til sumarafleysinga á Akranesi eða alls 73.Skipting sumarafleysingafólks eftir starfs-stöðvum er annars sem hér segir:Í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði, þar sem makríl- og síldarvertíð er nýhafin, hafa alls 64 verið ráðnir til sumarafleysinga. Þar af eru 10 nýliðar.

Í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi er fjöldinn 44 og eru stúlkur í töluverðum meirihluta. 11 hafa ekki áður komið til sumarafleysinga.Hjá Vigni G. Jónssyni hf. starfa 17 námsmenn við sumarafleysingar og allir hafa starfað þar áður. Jafn margir eru í sumarafleysingum hjá fiskþurrkun HB Granda og Norðanfiski ehf. eða sex manns á hvorum stað. Nýliðar á báðum þessum stöðum eru þrír.Á stærsta vinnustaðnum, fiskiðjuveri HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík, hafa 52 verið ráðnir í afleysingar í sumar og eru kynjahlutföll jöfn. Þar af eru fimm sem ekki hafa áður unnið hjá félaginu.Því er loks að bæta við þessa upptalningu að þrír hafa verið ráðnir til sumarafleysinga á skrifstofunni í Reykjavík.

Hluti af sumarafleysingafólki HB Granda í Reykjavík, bæði vinnsla og skrifstofa.

Page 3: Fréttabréf HB Granda - BrimFréttabréf HB Granda Júlí 2015 ... ,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni

TÓMAS GUÐJÓNSSON, VOPNAFIRÐI:

SKEMMTILEGT OG FJÖLBREYTT STARF

ÓLÖF RAGNA SIGURÐARDÓTTIR, REYKJAVÍK:

SJÖTTA SUMARIÐ Í AFLEYSINGUM Í NORÐURGARÐI

ARNDÍS ÓSK VALDIMARSDÓTTIR, AKRANESI:

FYRRUM TRÚNAÐARMAÐUR Í SUMARAFLEYSINGUMEin af þeim sem starfar í afleysingum hjá Vigni G. Jónssyni hf., dótturfyrirtæki HB Granda, nú í sumar er Arndís Ósk Valdimarsdóttir. Þrátt fyrir að vera í sumarafleysingum er Arndís Ósk öllum hnútum kunnug varðandi starfsemina því áður en hún ákvað að fara í háskóla starfaði hún sem fastráðinn starfsmaður hjá fyrirtækinu frá árinu 2009.,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni hf. meðfram náminu. Á öðru árinu einbeitti ég mér hins vegar alfarið að náminu og fjölskyldunni og ég byrjaði ekki að vinna aftur fyrr en nú og þá í sumarafleysingum,“ segir Arndís Ósk. Hún og maður hennar eiga tvo syni, fimm og

átta ára gamla, og það hlýtur því að hafa verið erfitt að stunda námið í Reykjavík og taka vaktir að auki.,,Þetta var eins og hvert annað púsluspil sem maður reyndi að fá til að ganga upp. Nú er þetta minna vandamál þótt ég vinni fullan vinnudag í sumar. Flest fjölskyldufólk er í sömu stöðu,“ segir Arndís Ósk en hún segist alltaf hafa kunnað ákaflega vel við vinnustaðinn.,,Áður en ég fór í nám var ég trúnaðarmaður starfsfólks. Þetta hefur verið mjög eftirsóttur vinnustaður og eigendurnir hafa verið einstaklega almennilegir. Ég fæ ekki séð að það hafi orðið nokkur breyting þar á þótt HB Grandi hafi komið inn sem eigandi,“ segir Arndís Ósk Valdimarsdóttir.

,,Ég hef unnið flest öll þau störf sem henta konum hér í Norðurgarði og kann vel við mig. Annars væri ég örugglega búin að leita eitthvað annað,“ segir Ólöf Ragna Sigurðardóttir sem í sumar starfar við afleysingar í gæðastýringu.Ólöf var fyrst ráðin til starfa hjá HB Granda sumarið 2010 og þetta er því sjötta árið sem hún er í sumarafleysingum í fiskiðjuverinu í Norðurgarði. Reyndar starfaði Ólöf hjá félaginu eftir að hún lauk stúdentsprófi frá FÁ í desember 2013 á þremur og hálfu ári

,,Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf og maður veit aldrei fyrirfram hver verða verkefni dagsins. Makrílvertíðin er rétt óhafin og maður bíður bara eftir því að vinnan hefjist,“ segir Tómas Guðjónsson á Vopnafirði.Tómas er 19 ára gamall en þrátt fyrir það er þetta hans sjötta vertíð í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á staðnum. Hann kemur til með að standa 12 tíma vaktir, jafnt að nóttu sem degi en þeir sem eru yngri en 18 ára mega ekki vinna lengur en sex tíma í senn.

,,Það góða er að allir vopnfirskir unglingar, sem náð hafa tilskyldum aldri, fá vinnu hjá HB Granda þrátt fyrir þær gríðarlegu tækniframfarir sem orðið hafa í vinnslunni. Tæknin hefur orðið til að fækka fólki í vinnslunni en hér áður fyrr var ekki óalgengt að vinir vopnfirskra unglinga, sem stunduðu nám í menntaskólunum á Laugum og Akureyri, fengju hér sumarvinnu,“ segir Tómas sem í haust mun hefja nám í stjórnmála- og viðskiptafræði við HÍ.

og fram í ágúst 2014.,,Ég er í viðskiptafræði við HR og er búin með eitt ár af þremur til BS prófs. Starfsreynslan hér mun örugglega nýtast mér vel ef ég ákveð svo að fara í framhaldsnám í viðskiptafræði sem tengist sjávarútveginum,“ segir Ólöf Ragna Sigurðardóttir.

Mynd: frá Tómasi

Page 4: Fréttabréf HB Granda - BrimFréttabréf HB Granda Júlí 2015 ... ,,Ég hóf nám í félagsráðgjöf fyrir tveimur árum og til að byrja með vann ég hjá Vigni G. Jónssyni

ÞÚFA FRÉTTABRÉF HB GRANDA Ábyrgðarm.: Vilhjálmur Vilhjálmsson Umsjón: Eiríkur St. Eiríksson Hönnun/umbrot: Fanney Þórðardóttir Netfang: [email protected]ósmyndir: Kristján Maack - nema

annað sé tekið fram.

KÖFUNIN VARÐ TIL AÐ KVEIKJA LJÓSMYNDAÁSTRÍÐUNA-segir Þröstur Njálsson, skipverji á Ásbirni RE, sem heldur ljósmyndasýninguna „Brælu“ í Víkinni – Sjóminjasafni ReykjavíkurLjósmyndasýningin „Bræla“ stendur nú yfir í sýningarsalnum Hornsílinu í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík. Þar eru til sýnis 19 ljósmyndir Þrastar Njálssonar, skipverja á ísfisktogaranum Ásbirni RE, og var sýningin formlega opnuð laugardaginn 6. júní sl. í tengslum við Hátíð hafsins 2015.Það var Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, sem opnaði sýninguna og við það tækifæri sagði hann meðal annars:„Það má segja að hér sjáum við sjómennskuna með augum sjómannsins. Sjómenn vinna oft við erfiðar aðstæður og starf þeirra snýst um meira en að sækja fisk í sjó. Þeirra starf er fyrsti hlekkur í keðju við framleiðslu á gæðaafurðum sem neytendur víða um heim fá að njóta.“Guðbrandur Benediktsson safnstjóri þakkaði því næst þeim, sem komu að uppsetningu sýningarinnar, ásamt því að þakka HB Granda fyrir gott samstarf undanfarin ár.En hver er þessi Þröstur Njálsson? Því svarar hann í nokkrum orðum í samtali við Þúfu.,,Ég er Hafnfirðingur og ólst upp á Breið-vanginum í Norðurbænum. Þaðan flutti ég í Hvammahverfið í sama bæ. Faðir minn, Njáll Jóhannesson, var sjómaður á frystitogaranum Venusi HF, og þar fékk ég mitt fyrsta pláss til sjós, árið 2003 þá 23 ára gamall,“ segir Þröstur en hann hefur alltaf verið ánægður með að velja sjómennskuna.,,Ég fann mjög fljótlega að sjómennskan átti við mig og mér finnst nú sem að ég hafi alltaf átt heima á sjó. Það, sem heillaði mig strax, var hve umhverfið var skemmtilegt og allt öðruvísi en ég átti að venjast. Ég kunni vel við brælurnar og þær miklu andstæður sem

felast í því þegar blíðviðrið tekur við eftir góða brælu.“Fyrir þremur árum ákvað Þröstur að prófa köfun í fyrsta skipti.,,Ég skellti mér á köfunarnámskeið og í framhaldi af því byrjaði ég af fullum krafti að kafa í Þingvallavatni og síðan í sjónum í nágrenni Reykjavíkur. Ég náði mér í nokkur köfunarréttindi og fór svo til Birgis Skúlasonar til að læra fríköfun sem ég stunda enn. Ég hafði s.s. áhuga á ljósmyndun en fljótlega eftir að ég byrjaði að kafa fékk ég brennandi áhuga á neðansjávarljósmyndun. Sá áhugi varð til þess að ég fjárfesti í góðum ljósmyndabúnaði og þær myndir sem ég tók neðansjávar urðu til þess að ég fann ástríðuna fyrir ljósmynduninni. Þrátt fyrir að sjómennskan geti verið hættulegt starf, og það sama á reyndar við um köfunina, þá hef ég aldrei lent í neinum lífsháska. Ég hef alltaf farið varlega í köfun hvort sem að það er í ferskvatni eða sjó og ávallt gætt þess að gera ekki meira en geta mín hefur leyft.“ Þröstur hóf störf á ísfisktogaranum Ásbirni fyrir tveimur árum og hann segir það hafa verið mikið gæfuspor.,,Þar er ég í góðum félagsskap frábærrar áhafnar og ekki síður yfirmanna,“ segir Þröstur.

SÝNINGIN HEFUR GENGIÐ FRAMAR BJÖRTUSTU VONUMSvo vikið sé nánar að ljósmyndasýningunni þá segir Þröstur að hún hafi gengið framar björtustu vonum. Myndirnar séu teknar á sl. 2 árum og allar eigi það sameiginlegt að lýsa lífinu um borð í Ásbirni. Bræla er undirtóninn eins og nafn sýningarinnar bendir til.

,,Myndirnar eru flestar svart-hvítar en sex þeirra eru í lit,“ segir Þröstur en að hans sögn hefði þessi sýning ekki verið haldin ef stuðnings HB Granda hefði ekki notið við.Ljósmyndasýningin ,,Bræla“ mun standa til 20. september nk.

Myndir baksíðu: Þröstur Njálsson

Sjálfsmynd af Þresti.

Mynd sem Þröstur tók við köfun.