12
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir 12. tbl. desember 2014 Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár Nú líður að jólum með friðarljósaboðskap Jesú frá Betlehemsvöllum. Skammdegið kann stundum að hafa misjöfn áhrif á fólk, því er um að gera að temja sér jákvæðni og huga að ljósinu í sjálfum sér. Núna skartar klúbburinn einnig hlýrri birtu jólaljósanna, jafnt innan- sem utandyra. Félagar og starfsfók Geysis óska öllum velunnurum, ættingjum og vinum föngulegra jóla með ósk um farsæld og gleði á nýju ári. Lljósmynd: Árni Heiðar Jóhannesson

Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136

Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir

12. tbl. desember 2014

Gleðileg jól gott og

farsælt komandi ár

Nú líður að jólum með friðarljósaboðskap Jesú frá Betlehemsvöllum. Skammdegið kann stundum að hafa misjöfn áhrif á fólk, því er um að gera að temja sér jákvæðni og huga að ljósinu í sjálfum sér. Núna skartar klúbburinn einnig hlýrri birtu jólaljósanna, jafnt innan- sem utandyra. Félagar og starfsfók Geysis óska öllum velunnurum, ættingjum og vinum föngulegra jóla með ósk um farsæld og gleði á nýju ári.

Lljósmynd: Árni Heiðar Jóhannesson

Page 2: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

2

Jólahald í anda Lísu Fyrir jólin 2011

vildi fjölskylda mín

fara yfir stöðu

mála. Við vorum

búin að fá okkur

fullsadda. Á hverju

ári endurtók

leikurinn sig þegar

í örvæntingu var

leitað að

jólagjöfum.

Við eyddum helgum

við drykkju á

jólaglöggi á

útimörkuðum

jólanna. Yfir sjálf

jólin eyddum við

þremur helgidögum í að borða á

okkur gat. Allt ofangreint var

orðin hvimleið rútína. Það var ekki

í anda þess, sem við töldum að

jólin stæðu fyrir.

Í þessu ljósi tókum við meðvitaða

ákvörðun. Við myndum spara

kaup á jólagjöfum og þess í stað

að útbúa stóra jólamáltíð. En hún

var ekki ætluð okkur sjálfum,

heldur ætluð þeim sem voru á

götunni og höfðu ekkert að borða.

Í Berlín er kappnóg af slíku

fólki. Talið er að 15.000

manns lifi á götunni. Þannig

eyddum við dögunum fram

að jólum í það að baka

ógrynni af

jólakökum.

En líka safna

til

góðgerðarmála svo sem

svefnpokum, vetrarfötum og

bakpokum. Loks hvöttum við vini

og kunningja til að taka þátt í

góðgerðarstarfinu.

Á aðfangadagskvöld tróðum við

öllu í smárútu karls föður míns og

héldum út í nóttina. Við ókum í

neyðarskýli fyrir heimilislausa,

járnbrautarstöðvar,

almenningsgarða og til opinna

svæða þar sem fólk safnast

saman. Á þessum framangreindu

Jólabíll fjölskydu Lísu, sem þau ferðast í til þess að aðstoða heimilislausa fyrir jólin

Helgi Halldórsson og Lisa-

Marie í

jólagírnum

Page 3: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

3

stöðum dreifðum við því sem við

höfðum fram að færa til þurfandi.

Eftir fáeinar klukkustundir og

ánægjuleg samtöl höfðum við

deilt út því sem við áttum. Við

vorum sæl og glöð í hjarta, auk

þess að vera þakklát að geta

haldið heim á leið. Þar beið okkar

þak yfir höfuðið, heitt sturtubað

og gnægð matar í fullum ísskáp.

Frá og með jólunum árið 2011 er

þetta jólahefð okkar fjölskyldu.

Við bíðum með tilhlökkun til þess

tíma þegar jólin nálgast og

hugsum með okkur: Enn koma

jólin!

Höfundur: Lisa-Marie Schmidt er sjálfboðaliði í Geysi. Aðstoð við þýðingu: Kjartan Emil

Eins og kunngjört hefur verið

og samkvæmt óskum síðasta vottunarúttektarteymis sem

hingað kom var ákveðið að breyta morgunfundinum og

deildarfundum fyrir hádegi til

þess að auka samfellu í vinnumiðuðum degi.

Morgunmatur hefst kl. 08.30 og morgunfundurinn hefst kl.

08.45. Deildarfundur fyrir

hádegi hefst svo kl. 09.15. Þetta er hugsað til prufu

næstu þrjá mánuði.

Morgunfundir og

deildarfundir

Geysir 15 ára Fimmtán ára geðleg saga - fjölmargar rútínur geymir fjölskrúðugar minningar um víðar lendur teymir.

Sumt vísar á dagsljósið, en annað

drungamyrkur dularfulla atburði sem mótað hafa ykkur. Í veðrabrigðum hamingju og hugans stóru lund

hringsnýst sálartetrið eina káta ögurstund.

Staðalmynd og valdefling, standardar og bati stuðla vel við framsækni í geðheilbrigðismati.

Til grundvallar því viðhorfi er vinnusamur dagur

vinátta og gagnkvæmt traust okkar allra hagur. Í ljósi þess að virðing styrki samskipti og rætur

sókn er besta vörnin til að rísa fljótt á fætur. Að vera hvorki gestur, né

kennitöluviðfang kindarlegt það getur þótt um geðheilsunnar viðgang.

Að tilheyra og móta sterka framtíð, nú er falin félögum í Geysi - ferðbúnir með malinn.

Sjálfur hér nú þakka fyrir samferð

gifturíka að sönnu vona hóflega að hafi einnig líka, tendrað lítil sigurbál í brjóstum hraktra vina og blásið ekki síður von - í alla hina. Benedikt Gestsson

Page 4: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

4

Vottun felur í sér eftirfarandi megin atriði: 1 Hlutlæga rýni á jafningjagrundvelli

2 Sýnir fram á skuldbindingu til bestu verka 3 Kemur á gæða umbótaáætlun

Á Evrópuráðstefnunni í Stirling í haust voru kynntar nýjar áherslur varðandi vottun og aðild að Clubhouse International. Frá og með 1. janúar

2015 verða klúbbhús að vera vottuð til að fá inngöngu í Clubhouse International.

Þetta er niðurstaða og viðbrögð við viðvarandi áhyggjum sem hafa vaknað gagnvart klúbbhúsum sem ekki hafa verið trú Viðmiðunarreglunum, en hafa

engu að síður verið aðilar að CI.

Neikvæð áhrif og skilningur eru ekki talin bæta hugmyndagrunninn sem unnið er eftir. Ný klúbbhús og klúbbhús sem ekki

hafa fengið vottun munu fá aðlögunartíma til þess að ávinna sér vottun. Ný klúbbhús munu fá fjögur ár til þess að ávinna sér vottun frá þeim tíma sem þau sækja um aðild að CI. Hús sem ekki hafa fengið vottun munu

hafa tvö ár frá og með 1. janúar 2015

til þess öðlast vottun eða, ef klúbbhúsið hefur verið aðili að CI í færri en fjögur ár, getur það áunnið sér vottun fjórða árið. Byggt á framsögu Joel Corcoran

Evrópuráðstefnan í Stirling 2014 Ný stefna og áherslur varðandi vottun

Tveir krúttlegir, Joel Corcoran og Jack Yatsko stilltu sér upp fyrir

ljósmyndarann

Fyrr á árinu var fræg páskaungagetraun sem gerði ljómandi

lukku. Nú verður getraun með sama sniði í blaðinu. Getraunin felst í því að finna ákveðinn fjölda jólaengla, sem komið hefur

verið fyrir víðsvegar í blaðinu. Ein verðlaun verða veitt fyrir rétta

lausn. Ef fleiri en ein rétt lausn berst verðu dregið úr réttum lausnum. Lausnum skal skila á ritstjórn Litla Hvers í síðasta lagi

föstudaginn 12. desember merkt: “Jólaenglar 2014”

Jólaenglagetraunin 2014

Árlegt mat Geysisfélaga á

starfsmönnum klúbbsins hefst 1.

desember. Matið er skriflegt og

leynilegt. Félagar hafa viku til

þess að meta hvern starfsmann.

Við hvetjum félaga til þess að

taka þátt, til þess að efla

starfsfólkið og gera það hæfara

til að sinna sínum störfum.

Starfsmannamat

Page 5: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

5

ATOM Fréttir atvinnu-og menntadeildar

Hið annálaða Tölvuver Geysis byrjaði

þriðjudaginn 2. september 2014. Tölvuverið verður á þriðjudögum kl. 11:15 til 12:15 og gefst félögum kostur á aðstoð á þeim tíma.

Tölvuver Afmælisveisla

félaga

í desember verður

30. desember

kl. 14:00

Jólaþemadagurinn í

Geysi 12. desember

Til þess að brjóta upp daginn og

koma fólkinu í jólastuð, barst sú

fregn yfir eyðimörkina að í

Klúbbnum Geysi yrði haldinn

jólaþemadagur. Helena vippaði

þessu á loft og lagði til að 12.

desember myndu félagar og

starfsfólk mæta í einhverju sem

minnti á jólin; s.s. jólapeysu, -

buxum -húfu og -höttum, -

bindum og -sluffum og -jötum og

-kertum og svo framvegis.

Koma svo allir með.

Deildarfundir Alla virka daga kl. 09.15

og 13.15

Þar er farið yfir verkefni sem

liggja fyrir hverju sinni.

Vonast er til að félagar mæti á

deildarfundina. Tökum ábyrgð

og ræktum jákvæð tengsl og

vináttu.

Húsfundir! Húsfundir eru miðvikudaga kl.

14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum

á framfæri og taka þátt í opnum umræðum.

Allir að mæta!

Nú er í gangi

símakönnun á vegum Geysis. Markmið með

könnuninni er að fá

hugmynd um félagslega stöðu félaga í Geysi, auk þess hversu margir félagar

eru í vinnu og/eða í námi. Við byðjum félaga að taka

vel við þeim sem eru að hringja út vegna könnunarinnar. Könnunin er

nafnlaus og ekki presónurekjanleg.

Símakönnun Geysis

Page 6: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

6

Mats

eðill b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

Mats

eðill fy

rir

desem

ber

2014

n.

Þri

. M

ið.

Fim

. F

ös.

Lau

.

1.

Asp

ass

úp

a

2.

Slá

tur

3. G

rjó

na

gra

utu

r o

g

slá

tur

4.

Tv

íré

tta

lav

eis

la

Ge

ysi

s. O

pn

um

kl.

18

.00

5.

Re

sta

r fr

á

jóla

ve

islu

nn

i

6.

8.

So

ðin

ýsa

9.

Ha

kk

bo

llu

r

10

.

Pa

sta

11

.

Hla

ðb

orð

12

.

Ha

mb

org

ara

r o

g

fra

nsk

ar

13

. Lit

lu j

óli

n í

Ge

ysi

. kl.

11

.00

til

15

.00

15

.

Ste

iktu

r O

ra

fisk

ðin

gu

r m

/

gu

lró

tum

og

la

uk

16

.

Sv

17

. B

ök

ep

li m

/

áv

ax

tasa

lati

og

va

nil

lusó

su

18

.

Hla

ðb

orð

19

.

Kjú

kli

ng

ur

me

ð

ka

rtö

flu

salt

i

20

.

22

.

Gre

æn

me

tiss

úp

a

23

.

Sk

ata

24

. Að

fan

ga

da

gu

r

La

mb

alæ

ri m

til

he

yra

nd

i.

Op

ið f

rá 1

0.0

0 t

il 1

4.0

0

25

.

Jóla

da

gu

r

LO

KA

Ð

26

. An

na

r í

jólu

m

LO

KA

Ð

27

. Síð

de

gis

ka

ffi

Kl.

10

.00

til

14

.00

.

29

.

So

ðin

ýsa

30

.

Ha

kk

og

spa

gh

ett

í

31

. S

úp

a a

ð h

ætt

i k

ok

ksi

ns.

Op

ið f

rá 1

0.0

0 t

il 1

4.0

0

1.

árs

da

gu

r

LO

KA

Ð

2. M

ætu

m h

ress

á

ju á

ri.

3.

Page 7: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

7

Jólaspurningarnar 2014 Hvert er uppáhalds jólalagið þitt

og hvað langar þig mest í

jólagjöf ?

Halldóra Jónasdóttir: Helga nótt

og mig langar í inniskó í jólagjöf.

Fanney Guðmundsdóttir: Jólasveinninn minn og mig langar í bækur (Stóru hekl bókina).

Margrét Teitsdóttir: Helga nótt og mig langar í samveru með fjölskyldunni í jólagjöf

Sigrún Jóhannsdóttir: Friðar jól og mig langar í góð jól með fjölskyldunni.

Kristján Ágúst Njarðarson: Last

christmas og mig langar í bækur (fræðibækur).

Lisa-Marie: Baby it´s cold outside með The Rat Pack og svo langar mig í tjald í jólagöf.

Helgi Halldórsson: Iphone 6 er bests lagið og svo langar mig í jólahjól í jólagjöf

Árni Heiðar Jóhannesson: Jólin koma

með Viljálmi Vilhjálmssyni, svo langar mig í Ipad Air 2 í jólagjöf.

Page 8: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

8

Ráðstefnan í Stirling 2014:

Áskoranir klúbbhúsa

Á Evrópuráðstefnu klúbbhúsa sem haldin var í Stirling í Skotlandi 12. til 15. október síðastliðinn var starfrækt vinnustofa um áskoranir klúbbhúsa á jaðarsvæðum og við breytingar. Frummælendur í vinnustofunni voru klúbburinn Geysir stofnaður 1999. Pelaren klúbburin á Álandseyjum stofnaður 2010, Blide Hoose á Orkneyjum stofnaður 2011 og Mosaic Clubhouse í London stofnaður 1994. Þetta var einkar áhugaverð vinnustofa þar sem fulltrúar frá fjórum klúbbhúsum fluttu framsögur, en alls sóttu um fjörutíu manns vinnustofuna og gaman að heyra hvernig þessi klúbbhús nálguðust viðfangsefnið,

enda ólíkar forsendur á bakvið þær áskoranir sem hvert hús var að glíma við.

Í fimmtán ára sögu Geysis hefur klúbburinn farið í gegnum eins ólíkar áskoranir og árin sem hann hefur starfað og jafnvel fleiri. Þannig gátum við séð baráttu okkar endurspeglast í húsum sem voru eldri og líka þeim sem yngri voru í þessari vinnustofu. Það sem Geysir lagði upp með

sem áleitnar áskoranir voru landfræðileg staða, fordómar, vottun og Þjálfun, og fjölbreytt endurhæfingarúrræði.

Geysir er að mörgu leyti afskekktur klúbbur í landfræðilegum skilningi bæði vegna staðsetningar á jarðarkúlunni og einnig í ljósi þess að vera eina klúbbhúsið á Íslandi. Hins vegar ef litið er til tæknilegra lausna eins og internets og annarra tölvusamkskipta, þá er Geysir jafnvel betur settur heldur en mörg önnur klúbbhús sem eru landfræðilega vel staðsett. Fordómar gagnvart geðsjúkum hafa verið eitt þeirra samfélagaslegu meina sem Geysir hefur alltaf barist gegn. En fordómar ganga ekki bara í eina átt heldur verðum við einnig að vera á varðbergi gagnvart okkar eigin fordómum sem byggjast á fáfræði og menntunarskorti. Fordómar eru eilíf barátta við mannlegar takmarkanir. Stundum er eins og menningarlegur bakgrunnur hafi meiri neikvæð áhrif en geðsjúkdómurinn sjálfur. Þetta sjáum við með aukinni þátttöku innflytjenda í starfi klúbbsins. Þörfin fyrir vottun frá Clubhouse

Benni stjórnar vinnustofu um áskoranir klúbbhúsa

Fr. V. NN frá ónefndu klúbbhúsi, Wander

Reitsma frá Waterheufel í Hollandi og

Björg Jakobsdóttir og Þórunn Ósk ræða

málin milli dagskrárliða.

Page 9: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

9

International hefur alltaf verið mikilvæg í starfi Geysis, en er það eins mikilvægt og áður? Mikilvægi vottunar hefur verið mikið rædd innan klúbbsins, sérstaklega í ljósi þess hversu mikil vinna fer í þýðingar, ólíkar samfélagslegar áherslur, ólíkt velferðarkerfi og þeirri staðreynd að Bandaríkin eru ekki nafli alheimsins, né viðmið allra hluta. Einnig hefur verið mikil

umræða um að lengja þann tíma sem vottunin gildir, en hún varir nú í þrjú ár. Frá og með 1. janúar 2015 verður tekin upp ný stefna varðandi vottun og aðlögunartíma fyrir ný klúbbhús (sjá bls. 4 í þessu tbl. Litla Hvers). Um leið og Klúbburinn Geysir eltist og þroskaðist og varð meira áberandi í geðheilbrigðisumræðunni fjölgaði þeim valkostum sem buðu upp á einstaklingsmiðaða endurhæfingu byggða á valdeflingu. Við teljum fjölbreytnina kost og að saman getum við eflt alla þjónustu við geðsjúka. Margir félagar í Geysi nýta sér einnig þjónustu annarar enduhæfingar. Það er af hinu góða. Byggt á framsögu undirritaðs á

Evrópuráðstefnu Klúbbhúsa í Stirling á

Skotlandi 12. til 15. okt. 2014 Benedikt Gestsson

Óðinn og Sigrún Heiða hlusta á panelumræður

Hráefni: 10 makkarónukökur 6 msk portvín, sérrí, appelsínusafi

eða jarðarberjasafi hálfdós niðursoðin jarðarber eða kirsuber

Krem: 2 eggjarauður 1-2 msk sykur 1-2 tsk vanillusykur 2 ½ dl rjómi (1 peli)

Tillaga að skrauti: Rifið súkkulaði,

ferskir ávextir Undirbúningur: BOTN: 1 Myljið makkarónukökurnar og setjið í eina stóra skál eða fjórar

litlar. Hellið víni eða safa yfir.

2 Dreifið jarðarberjunum yfir makkarónurnar Krem: 3 Þeytið saman eggjarauður, sykur og vanillusykur þar til blandan verður létt og ljós. 4 Stífþeytið rjómann og blandið

honum saman við eggjarauðurnar. 5 Setjið kremið ofan á botninn rétt áður en trifflið er borið fram. Skreytið með þeyttum rjóma, söxuðu súkkulaði eða ferskum ávöxtum.

Í staðinn fyrir niðursoðin jarðarber má nota niðursoðin kirsuber.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

Hátíðartriffli með

jarðaberjum eða kirsuberjum

Page 10: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

10

Viðtal við Björgu Jakobsdóttur

Fannst ég eiga fjölskyldu um alla Evrópu

Björg Jakobsdóttir var hluti af fimm manna föruneyti, sem sótti ráðstefnu í Stirling dagana 12.-15. október síðastliðinn. Arnar

Laufeyjarson settist niður með Björgu og spurði hana nokkurra spurninga um ferðina og ýmislegt annað. Björg er fædd árið 1953. Hún var útskrifuð frá latínudeild M.R. 1972. Síðan lauk hún leiklistarnámi frá The

Webber Douglass Academy of

Dramatic Art í London (nú Central School) 1978 og síðar B.A. gráðu í miðausturlandafræðum frá Columbia

háskólanum í New York árið 1989. Björg er steingeit og uppáhaldslitir

hennar eru fjólublár og hvítur. Aðaláhugamál Bjargar eru þau að hún les um andleg málefni og ævisögur, syngur, málar og skrifar kvæði. Af

ljóðskáldum eru Hallgrímur Pétursson og Jónas Hallgrímsson í mestu

upppáhaldi, en hún hlustar einkum á klassíska tónlist, t.d. Bach, óperur eftir Mozart og Verdi, og sígild íslensk og þýsk sönglög. Björg hefur verið félagi í Geysi í sjö ár. Henni finnst gott að vera í

klúbbnum og mikilvægt að vita að

hún er ekki ein á báti. „Maður er helst

fordómafullur gagnvart sjálfum sér, þótt maður viti auðvitað að geðsjúkdómar og þunglyndi eru

engum að kenna, en líklegast eru þessir sjúkdómar ættgengir eða stafa

af áföllum í fortíðinni, sem ekki hefur verið unnið úr.“ segir hún. „Í Geysi einblínir maður hins vegar á það góða og jákvæða“. Aðspurð um ferðina til Stirling segir

Björg að hún hafi verið alveg einstök: ,,Þó ég eigi yndislega fjöldkyldu bæði hér á landi og í Englandi fannst mér

hreinlega eins og ég ætti fjölskyldu um alla Evrópu. Það er ómetanlegt að finna að maður er ekki einn. Mér þykir líka mikilvægt að geta látið gott af

mér leiða og það fylgir því ólýsanleg tilfinning og mikill heiður að geta gert eitthvað fyrir Geysi í staðinn fyrir alla hjálpina, sem ég hef þegið þar. Ég er

svo þakklát fyrir batann, sem ég hef náð, þakklát fyrir trúna og allt fólkið,

sem hefur hjálpað mér. Ennfremur hef ég ákveðið að kynna mér hvernig klúbburinn Geysir er rekinn, til þess að ég geti styrkt aðra í framtíðinni.“ segir Björg að lokum. Viðtal Arnar Laufeyjarson. Höfundur er

félagi í Geysi

Sigrún Heiða, Óðinn og Björg á góðri stundu í Stirling

Björg Jakobsdóttir

Page 11: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

11

Út í garð, ná í sprek, festa þau með

föndurlími á glerglas. Lítið sprittkerti

og voila: Hlýlegt ljós í

jólastemninguna og allir glaðir og

kátir.

Jólagjöfin í ár:

Ódýrt, krúttlegt og fullt af vinarþeli

Page 12: Gleðileg jól gott og farsælt komandi árkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-12.-tbl.-12bls... · r 10. a 11. ð 12. r í 00. 22. ... ganga ekki bara í eina

12

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 08:30 - 16:00, nema föstudaga er opið frá 08:30 - 15:00.

Félagslegt í desember

Fimmtudagur 4. desember Jólaveisla Geysis

18.00 til 22.00

Fimmtudagur 11. desember Bíóferð. Nánar auglýst síðar

Laugardagur 13. desember Litlu jólin. Opið frá kl.11.00 til

15.00

Fimmtudagur 18. desember Jólaljósaganga niður

Laugaveginn. Kaffihús í lokin.

Miðvikudagur 24. desember Aðfangadagur

Jólamatur. Opið frá 10.00 til 14.00

Laugardagur 27. desember Síðdegiskaffi opið frá 14.00 til

16.00

Þriðjudagur 30. desember Afmæliskaffi desemberfélaga

Miðvikudagur 31.desember

Gamlársdagur Súpa og brauð. Opið kl. 10.00

til 14.00

Hin árlega

jólaveisla verður

fimmtudaginn 4.

desember kl.

18.00 Glæsilegur

hátíðarmatseðill,

jólahappdrætti og

Keli og kiðlingarnir. Húsið verður

opnað kl. 18.00. Matur hefst kl.

19.00 Miðaverð kr. 2.000.

Jólaveislan verður

4. desember

Miðvikudagur 24. desember:

Aðfangadagur,jólamatur. Opið frá

10.00 til 14.00

Fimmtudagur 25. desember:

Jóladagur LOKAÐ

Föstudagur 26. desember:

Annar í jólum LOKAÐ

Laugardagur 27. desember:

Síðdegiskaffi opið frá 14.00 til

16.00

Mánudagur 29. desember:

Opið skv. venju

Þriðjudagur 30. desember:

Afmæliskaffi desemberfélaga

Miðvikudagur 31.desember:

Gamlársdagur Súpa og brauð.

Opið kl. 10.00 til 14.00

Fimmtudagur 1. janúar 2015:

LOKAÐ

Mætum, hress og kát

2. janúar 2015 kl. 08.30

Opnunartími um jól

og áramót