13
Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012 Íslenska: Lestur, bókmenntir og ljóð Markmið Að nemendur: • auki lestrarhæfni, lestrarhraða, orðaforða og lesskilning • þjálfi skýra framsögn • þjálfist í að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim • þjálfist í upplestri • læri ljóð og söngtexta Námsumhverfi Heimastofa, bókasafn og nánasta umhverfi. Kennsluaðferðir og vinnubrögð Byrjendalæsi: heildstæð kennsluaðferð, innlögn, þjálfun, upplestur, hlustun, stöðvavinna og söguaðferð. Námsgögn Lestrarbækur við hæfi hvers og eins Lestrarbækur af bókasafni sem notaðar eru í byrjendalæsi. Kennsluforrit af vef Námsgagnastofnunar Fræðibækur af ýmsu tagi Námsmat Reglulegt stöðumat í lestri, í hraðlestri og lesskilningi, símat og þátttaka.

Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Íslenska:

Lestur, bókmenntir og ljóð

Markmið

Að nemendur:

• auki lestrarhæfni, lestrarhraða, orðaforða og lesskilning

• þjálfi skýra framsögn

• þjálfist í að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim

• þjálfist í upplestri

• læri ljóð og söngtexta

Námsumhverfi

Heimastofa, bókasafn og nánasta umhverfi.

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Byrjendalæsi: heildstæð kennsluaðferð, innlögn, þjálfun, upplestur, hlustun, stöðvavinna og

söguaðferð.

Námsgögn

Lestrarbækur við hæfi hvers og eins

Lestrarbækur af bókasafni sem notaðar eru í byrjendalæsi.

Kennsluforrit af vef Námsgagnastofnunar

Fræðibækur af ýmsu tagi

Námsmat

Reglulegt stöðumat í lestri, í hraðlestri og lesskilningi, símat og þátttaka.

Page 2: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Talað mál og hlustun

Markmið

Að nemendur:

• geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og læri að fara

eftir þeim

• auki orðaforða

• taki þátt í umræðum í smáum og stórum hópum

• þjálfist í að tala skýrt og áheyrilega frammi fyrir áheyrendum

• geti rökstutt mál sitt

• geti hlustað á upplestur

Námsumhverfi

Heimastofa, bókasafn og nánasta umhverfi.

Námsgögn

Ýmsir textar, sögur, ljóð, þulur, leikir og myndbönd.

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Bein kennsla, tjáning, hlustun, umræður, framsögn og myndbandsupptökur.

Námsmat

Talað mál og hlustun metin út frá ofangreindum markmiðum. Nemendur eru þjálfaðir í að

flytja mál sitt og hlusta á aðra og metnir út frá því í lok vetrar (símat).

Ritun og málfræði

Markmið

Að nemendur:

• læri að draga rétt til stafs og þjálfist í að nota þá skriftargerð sem þeim er kennd

• nái auknum skriftarhraða

• þjálfist í að stafsetja rétt

• þjálfist í að semja texta

• læri að þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning

• kynnist hugtökum í íslenskri málfræði

Page 3: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

• þekki mun á sérhljóða og samhljóða

• Þjálfist í að endursegja og gera stutta úrdrætti

• temji sér vandvirkni í vinnubrögðum

Námsumhverfi

Heimastofa, bókasafn og nánasta umhverfi.

Námsgögn

Góður-Betri-Bestur 2 og 3, Ritrún 2, Ritrún 3, Ás, Tvistur, Þristur, Ritum saman-Græni

blýnturinn og Skriftarhefti.

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Byrjendalæsi: heildstæð kennsluaðferð, bein kennsla, tjáning, sköpun, vinnubókarvinna,

þjálfunarforrit, ritun, söguaðferð, hópvinna, einstaklingsvinna.

Námsmat

Færni og þróun í málfræði og ritun metin með símati. Í ritun er tekið tillit til uppbyggingu

texta s.s. upphaf, miðja og endir. Málfræðipróf tekið í lok hvorrar annar.

Fjöldi kennslustunda

6 tímar í viku.

Kennsluhættir í íslensku

Unnið er heildstætt með alla þætti móðurmálsins.

Unnin eru samþætt verkefni í móðurmáli, samfélags- og náttúrufræði í tengslum við verkefni

í útikennslu og í stærðfræði.

Unnin eru verkefni í samþættingu við sérgreinar.

Sögur, ljóð og ævintýri lesin og skoðuð í lestrarbókum sem og öðrum bókmenntum.

Sögustundir í skólastofu

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Page 4: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Stærðfræði

Markmið

Að nemendur:

• þjálfi reikniaðgerðirnar fjórar, plús, mínus, margföldun og deilingu

• vinni með öðrum að lausn þrauta, ræði um og prófi mismunandi lausnaleiðir og

• skýri fyrir öðrum

• þjálfist í að leysa margbrotin dæmi

• þjálfist í að námunda tölur að næsta heila tug

• leggi mat á hvaða mælieiningar eru heppilegastar til að mæla tiltekna hluti

• skoði neikvæðar tölur t.d. á talnalínu og með vasareikni

• þjálfist í að nota þekkingu á tugakerfinu við hugareikning

• vinni með helming, þriðjung og fjórðung með áþreifanlegum hlutum

• skoði form í sínu nánasta umhverfi

• vinni með tímamælingar

• þekki og búi til mynstur sem þeir útfæra á ýmsa vegu

• geri rannsóknir á umhverfi sínu, telji, flokki og skrái og lesi úr niðurstöðum og

• setji í myndrit

• kynnist og læri á mismunandi hjálpargögn

Námsumhverfi

Heimastofa og nánasta umhverfi.

Námsgögn

Sproti 2A og 2B, 3A og 3B, Tíu tuttugu, ýmis stærðfræðiforrit, ljósrituð verkefnablöð,

Stefnum á margföldun, Í undirdjúpum samlagning og frádráttur og Verkefni fyrir Vasareikni.

Page 5: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Bein kennsla, sýnikennsla, verklegar æfingar, vettvangsferðir, tilraunir, tjáning, raunveruleg

viðfangsefni, tölvur, einstaklingsvinna, hópvinna, kannanir, rökþrautir, námsleikir og spil.

Námsmat

Reglulegar kannanir, marklistar, munnlegt námsmat og foreldramat.

Kannanir eftir hvern námsþátt og próf við lok hverrar Einingabókar.

Fjöldi kennslustunda

5 í viku hverri.

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Náttúrufræði og samfélagsfræði

Markmið

Að nemendur:

• kynnist lífsferlum nokkurra skordýra.

• þekki útlit og einkenni kóngulóa og geitunga.

• Fræðist um lífríki í fjöru

• Þekki algengustu fiskitegundir við Ísland.

• skilji hugtakið sjálfbærni

• Kynnist lífi og störfum fólks áður fyrr.

Námsumhverfi

Heimastofa og nánasta umhverfi, mói og fjara.

Námsgögn

Bókin Geitungar á Íslandi

Myndbönd

Námsvefir

Komdu og skoðaðu hafið

Ísland áður fyrr, Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Page 6: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Bein kennsla, byrjendalæsi, hópvinna, einstaklingsvinna, tjáning, sköpun, vettvangsferðir,

þemavinna og tölvuvinnsla.

Námsmat

Vinna nemenda metin út frá verkefnum. Þátttaka nemenda í hópavinnu og umræðum metin.

Fjöldi kennslustunda

4 tímar í viku.

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Kristinfræði og önnur trúarbrögð

Markmið

Að nemendur:

• kynnist sögunni um Nóa og syndaflóðið.

• viti að Biblía er trúarbók kristinna manna

• þekki nokkrar persónur og frásagnir úr Gamla og Nýja testamentinu

• kunni skil á kristnu helgihaldi og hátíðum tengdum kristinni trú

• kynnist öðrum trúarbrögðum

Námsumhverfi

Heimastofa og nánasta umhverfi

Námsefni

Regnboginn, - kennsluverkefni, myndbönd og tölvur.

Kennsluaðferðir og vinnubrögð

Bein kennsla, söguaðferð og byrjendalæsi, hópvinna, einstaklingsvinna, tjáning, sköpun,

vettvangsferðir, spurnaraðferð, þemavinna og tölvuvinnsla.

Námsmat

Þátttaka í verkefnavinnu og umræðum

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Page 7: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Myndmennt

Markmið

Að nemandi:

• þjálfist í að vinna myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og í viðeigandi efni,

verkfæri og aðferðir myndunum með því að vinna á fjölbreytilegan hátt með

• vinni myndverk með litatónum sem hafa mismunandi áhrif t.d. heitir og kaldir litir

• þekki hugtakið áferð og beiti því í mynd

• þekki hugtakið lína og beiti henni á mismunandi hátt í mynd til að fá fram ólík áhrif

• Þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu

• þekki einfalda myndbyggingu og mun á forgrunni, bakgrunni og miðrými ásamt kyrrð og

hreyfingu í byggingu mynda

• læri um frágang verkefna og tileinki sér að ganga vel frá efni og áhöldum

Kennsluhættir

Í kennslu myndlistar á yngsta stigi er leitast við að tengja viðfangsefnin nánasta umhverfi og

hugarheim nemandans. Til að örva sjálfstæði nemandans í vinnubrögðum er boðið upp á

fjölbreyttar leiðir til úrvinnslu og útfærslu verkefna. Lögð verður mikil áhersla á að þjálfa fín-

og grófhreyfingar, jafnframt skapandi vinnu. Myndlist á yngsta stigi er einnig unnin í beinni

tenginu við byrjendalæsi og þær bækur sem verið er að vinna með í því í hvert skipti. Börn á

yngsta stigi hafa ríka tjáningarþörf og verður lögð áhersla á að þau geti á einfaldan hátt tjáð

tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim í myndverki. Jafnframt verður lögð áhersla á að

nemandi lýsi munnlega skoðun á mynd á eigin forsendum.

Námsmat

Símat og sjálfsmat, auk þess er virkni, sjálfstæð vinnubrögð, frumleiki og vinnusemi tekin inní

námsmatið.

Námsgögn

Margvíslegar tegundir pappírs, litir, vatnslitir, málning, kol, blek, leir og ýmiss önnur

verkfæri, áhöld og efni til myndlistar.

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Page 8: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Enska Markmið

Að nemendur:

öðlist aukinn áhuga og jákvætt viðhorf til ensku

þjálfi framburð og hljómfall í gegnum söng, sögur og þulur

öðlist nokkurn orðaforða í ensku t.d. um liti, föt, tölur, fjölskylduna og veðrið

þjálfist í að hlusta á og tala ensku

Námsumhverfi

Heimastofur

Námsgögn og kennsluaðferðir

Námsefnið Aventure Island með orðakassa og verkefni af netinu. Leikir og söngvar. Áhersla

er lögð á hlustun, endurtekningu, myndefni, sköpun og látbragð við kennsluna.

Námsmat

Vinna nemenda er metin út frá virkni í tímum og verkefnum. Þátttaka nemenda í hópavinnu

og umræðum metin í vettvangsathugunum.

Fjöldi kennslustunda

1 í viku hverri

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Lífsleikni Markmið

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll

Að nemandi:

fái þjálfun í að tjá hugsanir sínar og skoðanir frammi fyrir bekknum eða á stærri

samkomum

virði leikreglur í hópleikjum

geti sett sig í spor annarra

þjálfist í að efla samskiptafærni sína og virða skoðanir annarra

geti fylgt flóknu reglukerfi, í leik eða starfi, einn eða með öðrum

læri að beita skapandi og frumlegum vinnubrögðum við úrlausnir verkefna

Page 9: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning

Að nemandi:

læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna

læri að gróðursetja og um gildi gróðurs fyrir umhverfið

geri sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan hvílir á heilbrigðum lífsvenjum,

líkamsrækt og hollum neysluvenjum

læri að forðast hættur á heimilum, við skóla og í nánasta umhverfi

kunni umferðarreglur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur

Námsgögn

Olweusarkerfið gegn einelti, bekkjarfundir, Uppeldi til ábyrgðar, myndbönd, sögur

Kennsluaðferðir

Umræður nemenda og kennara, hugarflug með leiðsögn, klípusögur, hópavinna og

einstaklingsvinna, spurnaraðferð, lestur, verkefni, áhorf, hlustun, bekkjarfundir og verkleg

vinna.

Námsmat

Virkni í tímum og umsagnir.

Fjöldi kennslustunda

1 í viku hverri.

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Page 10: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Upplýsingamennt Tæknilæsi

Markmið

Að nemandinn:

geti ritað texta í ritvinnslu t.d. í þemavinnu og íslensku

geti notað ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita

stóra stafi

geti einnig notað ákveðna sérlykla á lyklaborði sem notaðir eru í staðinn fyrir mús, s.s.

færsluhnapp, örvalykla

geti sótt efni á vef skólans og neti

geti vistað skjöl og náð í vistuð skjöl

geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða neti sem hæfir þessum aldurshópi

hafi lært grunnatriði í fingrasetningu á tölvu

nái grunnfærni í forritinu Microsoft Word t.d. að breyta leturgerð, leturstærð, lit o.fl.

geti brotið um í tölvu einfaldan texta með myndum, s.s. einfaldan bækling í Publisher

geri greinarmun á kennsluforritum og leikjum

Tölvunotkun

Viðhorf – markmið

Að nemandinn:

tileinki sér jákvætt viðhorf til tölvunnar og umgangist hana sem sjálfsagt verkfæri

sé óhræddur við að prófa sig áfram í tölvunni

Tölvulæsi og beiting tölva

Markmið

Að nemandinn:

geti notað tölvu til að skrifa eigin texta

geti lesið texta á skjá með sama árangri og lestri bókar

hafi notað tölvu til listsköpunna

Page 11: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Kennsluaðferðir

Kennsla í upplýsinga- og tæknimennt er ýmist samþætt öðrum námsgreinum í gegnum

þemaverkefni eða önnur stök verkefni. Kennari skoðar veraldarvefinn með nemendum og

nýtir efni þaðan til kennslu t.d. myndbandið Hjálpfús af vef Rauða kross Íslands. Unnin verða

ýmis verkefni af vef Námsgagnastofnunar. Einnig fá nemendur sérstaka tölvutíma þar sem

farið er yfir grunnþætti tölvunotkunnar. Kennt verður í heimastofu nemenda.

Námsgögn

Fartölvuver skólans verður nýtt við kennsluna. Þá verða ýmis forrit notuð svo sem: Paint,

Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem

nemendur æfa fingrasetningu. Einnig nota nemendur ýmis forrit af veraldarvefnum og af

innraneti Víkurskóla.

Námsmat

Námsmat upplýsinga- og tæknimennt er samþætt öðrum námsgreinum s.s. samfélagsfræði,

íslensku og stærðfræði. Vinna nemenda er metin út frá sýnismöppu þeirra, verkefnum og

þátttöku í tímum.

Fjöldi kennslustunda

2 í viku hverri

Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Skólaíþróttir 2. bekkur Markmið:

Að efla grunnhreyfingar, einfaldar samhæfðar hreyfingar, þrek, hugmyndaflug og samvinnu nemenda. Helstu viðfangsefni:

Smáleikir, leikrænar æfingar, áhaldaaðlögun, kynning helstu íþróttagreina í gegnum smáleiki og önnur einföld æfingaform. Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl. Stöðumat í eftirtöldum þáttum, snerpu, þoli, styrk og samhæfingu. Nemendur fá blað með niðurstöðum úr stöðumati í íþróttum ásamt skriflegrar umsagnar í lok skólaárs útfrá virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni.

Page 12: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Skólasund Markmið:

Sundtökin kynnt og auka hreyfifærni í vatni. Umgengni í klefa og hreinlæti í sturtu. Eftir 2. bekk á nemandi að geta:

Spyrna frá bakka og renna

Hoppa af bakka í laug

Marglyttuflot með því að rétta úr sér

10m skólabaksund, með eða án hjálpartækja

10m bringusund, með eða án hjálpartækja Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl. Nemendur fá blað með niðurstöðum úr stöðumati í sundi ásamt skriflegrar umsagnar í lok skólaárs útfrá virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni. Kennari: Anna Rún Kristjánsdóttir

Skólaíþróttir 3. bekkur Markmið:

Að efla grunnhreyfingar, einfaldar samhæfðar hreyfingar, þrek, hugmyndaflug og samvinnu nemenda. Helstu viðfangsefni:

Smáleikir, leikrænar æfingar, áhaldaaðlögun, kynning helstu íþróttagreina í gegnum smáleiki og önnur einföld æfingaform. Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl. Stöðumat í eftirtöldum þáttum, snerpu, þoli, styrk og samhæfingu. Nemendur fá blað með niðurstöðum úr stöðumati í íþróttum ásamt skriflegrar umsagnar í lok skólaárs útfrá virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni.

Page 13: Grunnskólinn á Þórshöfn skólaárið 2011-2012 · Word, Publisher, Glói geimvera. Unnið verður með forritið Fingrafimi 1 og 2 þar sem nemendur æfa fingrasetningu. Einnig

Grunnskólinn á Þórshöfn Bekkjarnámskrá 2. og 3. bekkur Skólaárið 2011-2012

Skólasund Markmið:

Ná betri tökum á eftirfarandi sundtökum og auka hreyfifærni í vatni. Umgengni í klefa og hreinlæti í sturtu. Eftir 3. bekk á nemandi að geta:

Kafa eftir hlut 1-1,5m dýpi

6m skriðsundsfótatök með andlit í kafi og arma teygða fram

6m baksund, með eða án hjálpartækja

12m skólabaksund, með eða án hjálpartækja

12m bringusund Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl. Nemendur fá blað með niðurstöðum úr stöðumati í sundi ásamt skriflegrar umsagnar í lok skólaárs útfrá virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni. Kennari: Anna Rún Kristjánsdóttir