86
HAGNÝT HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN MENNINGARMIÐLUN MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasvið Háskóla Íslands Hugvísindasvið Háskóla Íslands www.hmm.hi.is www.hmm.hi.is

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN

  • Upload
    bona

  • View
    61

  • Download
    4

Embed Size (px)

DESCRIPTION

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN. MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasvið Háskóla Íslands. www.hmm.hi.is. Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2006, fyrsta árið sem boðið var upp á námið. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

HAGNÝT HAGNÝT

MENNINGARMIÐLUNMENNINGARMIÐLUN

MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideildMA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild

Hugvísindasvið Háskóla ÍslandsHugvísindasvið Háskóla Íslands

www.hmm.hi.iswww.hmm.hi.is

Page 2: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2006, fyrsta árið sem boðið var upp á námið.

Page 3: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nám í hagnýtri menningarmiðlun er 90 eininga framhaldsnám og byggir á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar.

Page 4: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Allir sem hafa lokið BA- eða BS-prófi, eða sambærilegu prófi, með fyrstu einkunn (7,25) geta sótt um að innritast í MA-nám í hagnýtri menningarmiðlun. Einstök námskeið eru einnig opin nemendum í öðru framhaldsnámi enda eru margir snertifletir milli fræðigreina í hagnýtri menningarmiðlun.

Page 5: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Auk meistaranáms er boðið upp á 30 eininga diplómanám í hagnýtri menningarmiðlun. Inntökuskilyrði er BA- eða BS-próf eða sambærilegt próf og ljúki nemandi diplómanáminu með fyrstu einkunn getur hann sótt um í MA-nám í hagnýtri menningarmiðlun og lokið MA-prófi.

Page 6: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur ræða málin í kennslustund.

Page 7: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í hagnýtri menningarmiðlun er m.a. boðið upp á valnámskeið um söfn og sýningar, útvarpsþáttagerð, munnlega miðlun og viðtalstækni, vefmiðlun, heimildamyndir, menntaferðaþjónustu, ljósmyndir, miðlun og markaðssetningu, söguferðaþjónustu, miðlun menningararfs fyrir erlenda ferðamenn, textaskrif fyrir ólíka markhópa, menningar- og verkefnastjórnun, tímaritaútgáfu, menningar- og umhverfisferðaþjónustu, útgáfumál, lifandi miðlun, þrívíddargrafík og miðlun frá hugmynd í framkvæmd.

Page 8: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur kynna hópverkefni um heimildamynd.

Page 9: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í samstarfsnámskeiði um söguferðaþjónustu í Háskólanum á Hólum.

Page 10: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í hagnýtri menningarmiðlun er áhersla lögð á að nemendur ljúki miðlunarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetningu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar.

Page 11: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Fjallað um margmiðlun og nýja tækni.

Page 12: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur kynna niðurstöður verkefna.

Page 13: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nám í hagnýtri menningarmiðlun er þverfaglegt og nemendur og kennarar koma úr ólíkum fræðigreinum. Áhersla er lögð á að einstök námskeið og verkefni séu unnin í samvinnu við aðila utan Háskólans.

Page 14: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Reyndir ritstjórar í heimsókn í námskeiði um tímaritaútgáfu.

Page 15: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Kynnisferð í Saltfisksetrið í Grindavík.

Page 16: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nám í hagnýtri menningarmiðlun á að vera gagnlegur undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig störf í menningargeiranum, t.d. á sviði menningarblaðamennsku, við sjónvarps- og útvarpsþáttagerð, við almannatengsl, við hvers kyns útgáfu, við menningartengda ferðaþjónustu, við sýningagerð og í tengslum við söfn og sýningarsali sem og aðrar menningarstofnanir. Auk þessa er hagnýt menningarmiðlun hentug þjálfun fyrir fræðimenn sem vilja koma rannsóknum sínum á framfæri á fjölþættan hátt.

Page 17: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Við upptökur í námskeiði um útvarpsþáttagerð.

Page 18: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur og kennarar í móttöku á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Page 19: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Með markvissu vali á verkefnum í einstökum námskeiðum, einstaklingsverkefni og lokaverkefni geta nemendur mótað áherslusvið sitt í hagnýtri menningarmiðlun.

Page 20: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN:

Á ferðinni með Sisi. Elísabet keisaraynja af Austurríki í spegli tímans. [Söguslóð í Mið-Evrópu].

Ástin á tímum ömmu og afa. Bréf og dagbækur aldamótamanns. [Bók].

För hersins – Ljósmynda- og gjörningasýning.

Konur á rauðum sokkum. [Heimildamynd].

Kæri borgarstjóri... Borgarstjóraembættið í 100 ár. [Sögusýning].

Page 21: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN:

Leikið og lært. Safnkennsluefni fyrir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.

Menningar- og umhverfismerkingar í miðborg Reykjavíkur og listaslóð í Reykjavík. Skáld og myndlistarmenn.

Ragnarökkur og Þór og þrautirnar þrjár. Goðafræði fyrir börn. [Bók].

Sögueyjan heldur sjó. Mótun og miðlun þjóðararfsins frá miðri 19. öld og til upphafs 21. aldar.

Sagnaslóðir á Reykjanesi I. [Bók].

Page 22: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN:

„Hamsun árið 2009“. [Verkefnastjórnun].

Svanurinn minn syngur. Líf og ljóð skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. [Sögusýning og bók].

Í hjarta Skagafjarðar. [Hljóðleiðsögn].

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. [Vefur].

Ég stend á skíði. Skíðaminjasýning á Ísafirði.

Skíðasaga Siglufjarðar. [Vefsvæði].

Skálar á Langanesi. Miðlun á menningu og sögu.

Lífsins blómasystur. Hannyrðakonur af Svaðastaðaætt.

Page 23: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN:

I Love Iceland. Þrjár barnabækur á ensku um Ísland.

Fornleifar við Kolkuós. Miðlun fornleifa á vefnum.

Eyvindarstofa. Fjalla-Eyvindur á sýningu.

Breiðfirskar raddir. Útvarpsþættir.

Markaðsmál Borgarbókasafns Reykjavíkur.

Handbókin. Upplýsingasíða fyrir myndlistarmenn.

Salurinn í Kópavogi. Handrit að bók.

Kórasafn – markaðssetning og upplýsingavefur.

Útilistaverk í Reykjavík. Vefur

Augun mín í augum þínum. Mæðgur tala saman.

Page 24: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2007.

Page 25: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN SKÓLAÁRIÐ 2011–2012

HAUSTMISSERI 2011:

Miðlunarleiðir (skylda).

Miðlun og menning (skylda).

Menningar- og söguferðaþjónusta (val).

Menningar- og verkefnastjórnun (val).

Page 26: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur eru æfðir í framsögn og þjálfaðir í flutningi erinda á ráðstefnum.

Page 27: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendahópur á ráðstefnu.

Page 28: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Miðlunarleiðir (10e) Skylda. Haustmisseri 2011.

Kynntar eru aðferðir við miðlun menningarefnis í hugvísindum og veitt yfirlit um mismunandi miðlunarleiðir. Fjallað er um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak efnis eftir miðlunarleiðum og markhópum.

Page 29: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur kynna niðurstöður sýningaverkefnis.

Page 30: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Brugðið á leik í umfjöllun um heimildamynd.

Page 31: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Glaðlegir nemendur kynna hópverkefni.

Page 32: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur fylgjast með af áhuga.

Page 33: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Miðlun og menning (10e) Skylda. Haustmisseri 2011.

Fjallað er um menningarhugtakið og kenningar og skilgreiningar reifaðar. Rætt er sérstaklega um miðlunarmöguleika í hugvísindum og tengsl fræða og miðlunar. Áhersla er lögð á hugmyndir um minni, um sköpun og mótun sögulegra minninga og á ábyrgð og áherslur í opinberri miðlun þeirra.

Page 34: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2008.

Page 35: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Skrafað á kaffistofunni í frímínútum.

Page 36: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hópvinna á Ísafirði í námskeiði um menntaferðaþjónustu.

Page 37: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Menningar- og söguferðaþjónusta (10e) Val. Haustmisseri 2011.

Fjallað almennt um menningar- og sögutengda ferðaþjónustu og hvaða hugmyndafræði býr þeim að baki. Sérstaklega er rætt um hvernig menningu og sögu er miðlað og hvaða aðferðir eru einkum notaðar til þess. Hugað að þeim viðmiðum og gæðastöðlum sem æskilegt sé að fylgja í menningar- og söguferðaþjónustu. Fjallað er um þýðingu slíkrar ferðaþjónustu fyrir ímynd svæða.

Page 38: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemandi vinnur að mynd.

Page 39: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Glatt á hjalla við klippitölvuna í miðlunarherberginu.

Page 40: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Menningar- og verkefnastjórnun (10e) Val. Haustmisseri 2011.

Í námskeiðinu verður farið í helstu þætti verkefnastjórnunar og lögð áhersla á menningartengd verkefni. Námskeiðið verður tvíþætt, annars vegar fræðilegur hluti og hins vegar verklegur hluti.

Page 41: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í aðalkennslustofu hagnýtrar menningarmiðlunar.

Page 42: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í vettvangsferð að Glaumbæ í Skagafirði.

Page 43: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Á ferð um landið.

Page 44: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Einstaklingsverkefni (20e eða 10e+10e) Val. Haust-, vor- og/eða sumarmisseri 2011–2012.

Stúdent velur sér verkefni til úrlausnar sem veitir hagnýta þjálfun í miðlun menningarefnis á fræðasviði hans og annast umsjónarkennari námsbrautarinnar leiðsögn eða annar kennari í samráði við umsjónarkennara. Eftir því sem við verður komið er verkefnið unnið í samvinnu við stofnanir, félög eða fyrirtæki á viðkomandi sviðum.

Page 45: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur og kennarar á sögusýningu.

Page 46: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN SKÓLAÁRIÐ 2011–2012

VORMISSERI 2012:

Menningarminjar, söfn og sýningar (val).

Texti og tal (val).

Heimildamyndagerð (val).

Miðlun í verki. Frá hugmynd í framkvæmd (val).

Page 47: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Kennslustund í menntaferðaþjónustu á Café Riis á Hólmavík.

Page 48: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Menningarminjar, söfn og sýningar (10e) Val. Vormisseri 2012.

Rætt er um ólíkar leiðir til að setja fram efni á sýningum. Skoðaðar eru ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á.

Page 49: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í vettvangsferð á Árbæjarsafni.

Page 50: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur vinna að sýningunni Lífshlaup í Þjóðminjasafninu.

Page 51: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hluti af nemendasýningunni Lífshlaup í Þjóðminjasafninu.

Page 52: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur vinna að uppsetningu sýningarinnar Geymt er ekki gleymt í Árbæjarsafni.

Page 53: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hluti af nemendasýningunni Geymt er ekki gleymt í Árbæjarsafni.

Page 54: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hluti af nemendasýningunni Geymt er ekki gleymt í Árbæjarsafni.

Page 55: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Gestir við opnun nemendasýningarinnar Geymt er ekki gleymt í Árbæjarsafni.

Page 56: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Texti og tal (10e) Val. Vormisseri 2012.

Meginviðfangsefni námskeiðsins er framsetning efnis í ræðu og riti. Er hægt að brúa bilið milli talmáls og ritmáls? Hvernig má nýta sér það besta úr hvoru tveggja til að koma efni á framfæri á skýran og skipulegan hátt? Fjallað verður um framsetningu, málfar og stíl í ólíkum miðlum og nemendur þjálfaðir í að semja texta og flytja erindi. 

Page 57: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2009.

Page 58: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í framsagnartíma.

Page 59: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Við upptökur á þætti miðlunarnema á Rás 1.

Page 60: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Tækin stillt og yfirfarin áður en nemendaráðstefna hefst.

Page 61: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur og kennarar í Menningar- og verkefnastjórnun haustið 2009.

Page 62: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Heimildamyndagerð (10e) Val. Vormisseri 2012.

Fjallað verður um helstu tegundir og aðferðir heimildamynda og þróun þeirra og tilgangur ræddur. Grunnatriði klippingar og kvikmyndatöku verða á dagskrá en kennt verður á klippiforritið Final Cut Pro. Aðaláhersla verður samt lögð á hagnýt verkefni nemenda og þróun þeirra en allir nemendur munu þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni heimildamynd á námskeiðinu.

Page 63: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur og kennarar ræða málin.

Page 64: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur huga að tölvumiðlun í Þjóðlagasetri Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

Page 65: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemandi hefur orðið.

Page 66: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Miðlun í verki. Frá hugmynd í framkvæmd (10e) Val. Vormisseri 2012.

Ólíkar hugmyndir kalla á ólík efnistök og sama hugmynd getur fundið sér farveg í margvíslega miðla eftir eðli efnisins, markmiðum og markhópum. Hér verður skoðað hvernig unnið er með sömu hugmynd á mismunandi hátt eftir miðlum. Nemendur vinna með sama efni í ýmsum verkefnum og móta það eins og hentar hverjum miðli.

Page 67: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Þjálfun í flutningi erindis og allt tekið upp.

Page 68: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í miðlunarstofunni.

Page 69: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hópvinna í Háskólasetrinu á Ísafirði í námskeiði um menntaferðaþjónustu.

Page 70: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í vettvangsferð á Sturlungaslóðum í Skagafirði.

Page 71: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendaráðstefna haustið 2009.

Page 72: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur stjórna sögugöngu í Laugarnesi í Reykjavík.

Page 73: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Söguganga undir stjórn nemenda í Sogamýri í Reykjavík.

Page 74: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Söguganga undir stjórn nemenda í Hlíðunum í Reykjavík.

Page 75: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Í kennslustund í Miðlun og menningu.

Page 76: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Lokaverkefni til M.A.-prófs (30e) Skylda.Haust-, vor- og/eða sumarmisseri 2011-2012.

Lokaverkefnið skal annars vegar vera fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni og hins vegar sýna getu nemandans til að miðla viðamiklu menningarefni á sjálfstæðan og markvissan hátt. Fyrri hluti lokaverkefnis er fræðileg forsenda síðari hlutans sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Þar skrifar nemandinn fræðilegan inngang og gerir grein fyrir kenningarlegum grunni og þeirri aðferðafræði sem unnið er eftir sem og niðurstöðum sem leitast er við að varpa ljósi á í síðari hluta verkefnisins.

Page 77: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Klippivinna í miðlunarherberginu.

Page 78: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hlustað á hádegisfyrirlestur á Siglufirði.

Page 79: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Á víkingaslóðum í Dýrafirði.

Page 80: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Nemendur í námskeiði um menningar- og umhverfisferðaþjónustu á suð-austurlandi.

Page 81: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Á slóðum Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit.

Page 82: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Hópvinna á Þórbergssetri að Hala.

Page 83: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Kátir nemendur í vettvangsferð á Melatanga við Höfn í Hornafirði.

Page 84: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

www.hmm.hi.iswww.hmm.hi.is

Page 85: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Brautskráning nemenda í hagnýtri menningarmiðlun.

Page 86: HAGNÝT  MENNINGARMIÐLUN

Rafræna umsókn um nám á meistarastigi er að finna hér:

www.hi.is/is/skolinn/umsokn_i_framhaldsnam

TAKK FYRIR!TAKK FYRIR!