36
1. tölublað, 35. árg. Maí 2008 HRAFNISTU bréfið

Hrafnista_1-35

Embed Size (px)

DESCRIPTION

HRAFNISTU HRAFNISTU HRAFNISTU bré fið 1. tölublað, 35. árg. Maí 2008 Tímapantanir í síma 534-9600 Við bjóðum fullkomnustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound HRAFNISTUBRÉFIÐ AZURE EFLIR HEYRN Á EÐLILEGAN HÁTT Njótum lífsins með heyrnartækjum frá Heyrn Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11. 201 Kópavogur. Sími 534 9600. netf: [email protected]

Citation preview

Page 1: Hrafnista_1-35

1. tölublað, 35. árg. Maí 2008

HRAFNISTUHRAFNISTUHRAFNISTUbréf ið

Page 2: Hrafnista_1-35

� HRAFNISTUBRÉFIÐ

HEYRNARÞJÓNUSTA

Við bjóðum fullkomnustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound

* Hágæða heyrnartæki með vindvörn

* Fyrstu hlaðanlegu heyrnartækin

* Einföld og þægileg í notkun

Tímapantanir í síma 534-9600

* Heyrnarþjónusta

* Heyrnarmælingar

* Heyrnartæki

* Ráðgjöf

AZURE EFLIR HEYRN Á EÐLILEGAN HÁTT

sem ReSound framleiðir.Hugmyndin að baki Azure heyrnartækinu er að heyrn með því verði eins eðlileg og frekast erunnt. Kristaltær tónn án takmarkana og ama fyrir notandann – rétt eins og hann á að vera. Azure flokkar ekki það sem notandinn fær aðheyra og takmörkuð stærð tölvuforrita afmarkar ekki hljóðvinnslu þess.

Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11. 201 Kópavogur. Sími 534 9600. netf: [email protected]

Njótum lífsins með heyrnartækjum frá Heyrn

Page 3: Hrafnista_1-35

HRAFNISTU

Útgefandi: Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði

Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon

Umsjón: KOM ehf. almannatengsl

Umbrot og hönnun: Svarthvítt ehf.

Ljósmyndir: Sigríður Hjálmarsdóttir o. fl.

Forsíðumynd: Eittstopp/Hreinn Magnússon

Prófarkir: Ólafur Víðir Björnsson

Prentvinnsla: Svansprent

Upplag: 1600

bréf iðForsíðumyndina að þessu sinni tók Hreinn Magnússon af minnisvarðanum Sjávarminni á Djúpavogi. Verkið

var vígt �0. júní 1999 og er eftir listakonuna Jóhönnu Þórðardóttur. Á spjaldi á styttunni stendur: „Tileinkað

sjómönnum fyrr og nú.”

Page 4: Hrafnista_1-35

Árið 2007 var mikið afmælisár bæði á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Hrafnista í Reykjavík varð 50 ára og Hrafnista í Hafnarfirði 30 ára. Þessi merku tímamót settu mikinn svip á rekstur heimilanna á árinu og í hugum margra var hápunktinum náð á Sjómannadaginn er blásið var til mikillar og vel heppnaðar veislu.

Strax á mánudeginum eftir Sjómannadaginn 2007 var byrjað að grafa fyrir grunni að stækkun á miðrými fyrir ganga E, F og G á Hrafnistu í Reykjavík. Þessi framkvæmd markar upphaf að mjög umfangsmiklum breytingum á húsnæði Hrafnistu Reykjavík. Breytingar þessar miða að því að svara kröfum nútímans og færa skipulag

Hrafnistu í nútímanlegt horf. Framkvæmdirnar ná til nær alls húsnæðis Hrafnistu í Reykjavík og verða gerðar í marvissum áföngum til að sem minnst rask

HRAFNISTUBRÉFIÐ

Sumarkveðja frá Hrafnistu

Pétur Magnússon

Page 5: Hrafnista_1-35

� HRAFNISTUBRÉFIÐ

verði. Reiknað er með að allt breytingaferlið taki 3 til 7 ár og er kostnaður áætlaður nálægt einum milljarði króna.

Fyrsta áfanga breytinganna lauk í desember. Deild A-4 var endurnýjuð þar sem öllum herbergjum var breytt í einbýli og þykir vel hafa tekist til. Er deildin nú rekin sameiginlega með deild A-3 og dvelja þar samtals 30 heimilismenn.

Áðurnefndri stækkun á miðrými á 2., 3., og 4.hæð lýkur nú á Sjómannadaginn, 1. júní. Þessi hluti breytinganna verður sá sýnilegasti fyrir heimilisfólk og gesti Hrafnistu. Vegna þessa verður sérstök vígsluhátið haldin á Sjómannadaginn sem nú er haldinn hátíðlegur í 70. sinn. Skiljanlega hafa þessar breytingar valdið truflunum og raski meðal heimilisfólks og starfsfólks. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ykkur fyrir alla tilitssemina og þolinmæðina síðustu mánuði. Ég er líka viss um að þið sannfærist fljótt um að þetta var fyrirhafnarinnar virði.

Á Hrafnistu í Hafnarfirði hafa einnig staðið yfir framkvæmdir undanfarið. Fjölnotasalurinn á jarðhæð hússins hefur verið stækkaður og gerður var grunnur að stækkun á húsnæði við norðurenda. Stækkunin á fjölnotasalnum tókst vel og er mikil ánægja meðal heimilisfólks með þessa framkvæmd. Fyrirhugað er að ljúka stækkun við norðurendann á þessu ári. Þá hafa einnig verið lögð drög að því að flytja bókasafnið á 5. hæð þar sem nú er setustofa og verður væntanlega byrjað á þeim framkvæmdum síðar á árinu.

Undirritaður hóf störf á Hrafnistu í febrúar síðastliðnum. Eftir þessa fyrstu mánuði get ég ekki annað sagt en Hrafnista leggist mjög vel í mig. Um leið og ég þakka starfsfólki, heimilisfólki og ættingjum fyrir mjög hlýjar og góðar móttökur óska ég ykkur öllum gleðilegs og gæfuríks sumars.

Pétur Magnússon,framkvæmdastjóri

Hrafnistuheimilanna.

Page 6: Hrafnista_1-35

� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Forfeður Úlfs námu land í Lettlandi á sextándu öld og komu sér vel fyrir þar í landi. „Þar áttum við stóran búgarð eins og margir aðrir Þjóðverjar í landinu. Þó að Þjóðverjar væru í miklum minnihluta í Lettlandi nutu þeir mikilla áhrifa í landinu,“ segir Úlfur og útskýrir að þó

nokkuð margir innflytjendur hafi verið í Lettlandi á þessum tíma, sérstaklega frá Þýskalandi og Póllandi. „Til dæmis var föðuramma mín pólsk,“ segir hann.

Fyrsta tungumálið, sem Úlfur lærði, var rússneska því barnfóstran hans var frá Rússlandi. „Hins vegar var lettneska töluð í

Til Íslands fyrir tilviljunÚlfur Friðriksson er af þýskum ættum en fæddist í Lettlandi, eða

Kúrlandi, árið 191� og hefur átt afar viðburðaríka ævi. Fjölskylda hans hraktist frá Lettlandi árið 1939 þegar Rauði herinn lagði landið undir Sovétríkin. Hann hefur nú verið á Íslandi í fjölda ára og á Hrafnistu í

Reykjavík í hálft ár þar sem honum líkar vistin mjög vel.

Úlfur Friðriksson hefur upplifað margt á langri ævi og er bæði menntaður sagnfræðingur og garðyrkjufræðingur.

Page 7: Hrafnista_1-35

� HRAFNISTUBRÉFIÐ

samfélaginu í kringum mig svo ég lærði hana fljótlega líka,“ segir hann og tekur fram að sambandið hafi verið mjög gott á milli Þjóðverja og Letta í landinu svo fjölskylda hans lifði þar góðu lífi.

Hrakin frá LettlandiÞar sem Lettland var undir keisaraveldi Rússa fyrstu ár ævi Úlfs var hann rússneskur ríkisborgari. „Árið 1918 komst á lýðveldi í Lettlandi svo þá varð ég lettneskur ríkisborgari og var síðar í lettneska hernum um nokkurt skeið,“ segir Úlfur. „Þegar lýðveldið var stofnað tóku Lettar meira en helming búgarðsins okkar undir sig en þrátt fyrir það höfðum við nóg fyrir okkur og lifðum ágætu lífi áfram í landinu allt fram til ársins 1939. Þá tóku Sovétríkin landið undir sig og Rauði herinn hrakti alla útlendinga úr landinu,“ bætir hann við.

Sjálfur var Úlfur kominn í nám í Þýskalandi þegar Sovétríkin lögðu Lettland undir sig en foreldrar hans lögðu á flótta frá landinu. „Fjölmargir Lettar fóru einnig frá landinu því þeir vildu ekki búa í sovésku ríki,“ segir Úlfur.

Lést við þjóðveginnÁ leið sinni frá Lettlandi til Þýskalands þurftu foreldrar Úlfs

að ganga langar leiðir. „Þau voru stödd á þjóðveginum í Lichtenstein þegar faðir minn sagði við móður mína: „Ich kann nicht mehr (ég get ekki meira).“ Síðan datt hann niður og mamma sá strax að faðir minn var látinn,“ segir Úlfur sorgmæddur. „Hvað á kona að gera við látinn mann á miðjum þjóðvegi? Ekki gat hún borið hann til grafar einsömul í ókunnugu landi. Þar sem móðir mín stóð yfir föður mínum og velti fyrir sér möguleikunum komu þar að tveir Pólverjar. Þeir sögðu henni að það væri nú ekki margt sem hún gæti gert við látinn mann,“ segir hann. „Mér finnst gaman að segja frá því sem svo gerðist því Pólverjarnir sögðu við móður mína: „Við tökum manninn þinn og förum með hann í næsta kirkjugarð.“ Er þetta ekki dásamlegt? Mamma átti auðvitað engan annan kost en að þiggja þetta boð enda var þetta svo góð lausn á vanda hennar,“ segir Úlfur en móðir hans hélt svo áfram ferð sinni til Þýskalands einsömul. „Þar fann hún síðan systkini mín sem bjuggu þar en ég var ekki heima þá. Hún bjó síðan í Þýskalandi í fimm eða sex ár þar til hún lést,“ segir Úlfur og ítrekar hversu dásamlega Pólverjarnir komu fram við móður hans.

Page 8: Hrafnista_1-35

8 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Sagnfræðingur ígarðyrkjunámiÚlfur er menntaður maður en hann fór í menntaskóla í Ríga í Lettlandi árið 1930 og lærði þar grísku og latínu. „Að loknu framhaldsskólanámi fór ég í lettneska herinn í eitt ár og fór þá að læra sagnfræði við háskóla í Ríga,“ segir Úlfur en hann er sagnfræðingur. „Svo þegar ég kom til Þýskalands fékk ég enga vinnu við sagnfræðina svo ég ákvað að fara til Hannover og læra þar garðyrkju,“ segir hann en hann lauk því námi á tveimur árum.

„Að loknu garðyrkjunáminu flutti ég til Englands þar sem ég

starfaði við garðyrkju í tvö ár. Svo var það nú skemmtileg tilviljun að ég var á leið til Parísar að heimsækja vin minn þegar ég hitti íslenskan kennara á flugvellinum. Hann sagði mér að hann gæti útvegað mér vinnu við garðyrkju á Íslandi og ég ákvað að þiggja það,“ segir Úlfur sem flutti skömmu síðar til Íslands. „Fyrst starfaði ég í Biskupstungunum, svo í Eyjafirði og loks í Kirkjugörðum Reykjavíkur þar sem ég var í fimmtán ár og sé ekki eftir að hafa orðið garðyrkjumaður,“ segir Úlfur og bætir því við að honum hafi alla tíð þótt gott að vera á Íslandi.

Úlfur var í lettneska hernum um nokkurt skeið og er hér ásamt félögum sínum; Friedrich Otte og Harald, sem er af pólskum ættum. Úlfur er lengst til vinstri.

Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is

CELEBRITYLipur og létturRafgeymar: 40 AH Hámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 40 kmBurðargeta: 150 kg

LEGENDNettur og öflugurRafgeymar: 55 AHHámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 48 kmBurðargeta: 180 kg

ORTOCAR 415 SPVel útbúinn og trausturRafgeymar: 80 AHHámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 55 kmBurðargeta: 150 kg

GOGOTilvalinn í ferðalagiðAuðvelt að leggja samanRafgeymir: 12 AHHámarkshraði: 7 km/klst.

Burðargeta: 120 kg

Rafskutlur - hagkvæmur ferðamátiKomdu og prófaðu!

aNjóttu lífsins og farðu allra þinna ferða, allan ársins hring!Rafskutlurnar eru hannaðar með þarfir þínar í huga.Verð frá kr. 137.400

Page 9: Hrafnista_1-35

9 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is

CELEBRITYLipur og létturRafgeymar: 40 AH Hámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 40 kmBurðargeta: 150 kg

LEGENDNettur og öflugurRafgeymar: 55 AHHámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 48 kmBurðargeta: 180 kg

ORTOCAR 415 SPVel útbúinn og trausturRafgeymar: 80 AHHámarkshraði: 15 km/klst.Hleðsluending: 55 kmBurðargeta: 150 kg

GOGOTilvalinn í ferðalagiðAuðvelt að leggja samanRafgeymir: 12 AHHámarkshraði: 7 km/klst.

Burðargeta: 120 kg

Rafskutlur - hagkvæmur ferðamátiKomdu og prófaðu!

aNjóttu lífsins og farðu allra þinna ferða, allan ársins hring!Rafskutlurnar eru hannaðar með þarfir þínar í huga.Verð frá kr. 137.400

Page 10: Hrafnista_1-35

10 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Margrét gekk í barnaskólann að Núpi í Dýrafirði og fór síðan eitt sumar á síld. Hún rifjar upp að oft hafi verið haldin böll á unglingsárum hennar. „Á einu ballinu var dömufrí svo ég notaði tækifærið og spurði ungan og huggulegan mann hvort hann vildi ekki dansa,“ segir Margrét. „Ungi maðurinn, Eiríkur Ólafsson,

sagðist nú ekki vilja dansa en hann gæti sýnt mér ljósmynd sem hann dró úr veski sínu og sagði: „Þú þekkir þessa.” Þá var þetta mynd af mér sem hann hafði klippt út úr Æskunni en ég var útsölumaður þess á Þingeyri,“ bætir hún við en upp frá því kynntist hún þessum unga manni betur og varð hann síðar eiginmaður hennar. „Hann

Lánsöm þrátt fyrir áföllMargrét Ólafsdóttir Hjartar fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð �. júlí

1918 og ólst þar upp, yngst þriggja systkina. Hún hefur dvalið á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum frá stofnun þess árið �00�.

Margrét Ólafsdóttir Hjartar er ættuð frá Þingeyri og er móðursystir forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

Page 11: Hrafnista_1-35

11 HRAFNISTUBRÉFIÐ

hafði verið í sveit í Borgarfirði og sagði við húsmóðurina þar þegar hann sá þessa mynd að ef konan á myndinni yrði ekki konan hans þá skyldi hann aldrei gifta sig,“ segir Margrét og brosir.

Vildi ekki búa í braggaSkömmu eftir að Margrét og Eiríkur kynntust fór hún til Reykjavíkur og var stofustúlka hjá frænku sinni, frú Fontany í danska sendiráðinu. „Ég lærði heilmikið á starfi mínu í sendiráðinu og á meðan lauk Eiríkur námi við Stýrimannaskólann en hann varð síðar skipstjóri á Tröllafossi. Það var síðan séra Þórður Ólafsson sem gifti okkur hjónin í Reykjavík en hann hafði einmitt fermt mig vestur á Þingeyri nokkrum árum áður og við vorum síðustu hjónin sem hann gifti,“ segir Margrét sem bjó fyrstu níu ár hjónabandsins á Njálsgötu. „Við þurftum síðan að flytja þaðan og fórum út á Álftanes því ég vildi heldur vera þar en að búa í bragga. Á Álftanesinu var gott að vera og við lentum hjá ágætisfólki sem leigði okkur húsnæði,“ segir hún en þegar eigandinn þurfti að selja húsið á Álftanesinu þá fluttu þau á Lögberg.

„Svo byggðum við raðhús á Réttarholtsveginum og þegar við

vorum að búa okkur undir að flytja þangað inn árið 1956 lenti maðurinn minn í alvarlegu slysi.“

Talinn afEiríkur, eiginmaður Margrétar, hafði fengið lánaðan vörubíl til að flytja inn í húsið á Réttarholtsvegi. „Hann var að láta pumpa í dekkin á bílnum þegar felgan sprakk og skaust í ennið á honum,“ segir Margrét en við þetta brotnaði höfuðkúpubotninn og augntaug lamaðist. „Það var farið með hann beint á slysavarðstofuna og þegar þangað var komið töldu læknarnir hann látinn. Það vildi svo heppilega til að þar var kona sem var svo forvitin að sjá hversu illa hann var leikinn að hún fór inn til að skoða hann. Fljótlega hrópaði hún út úr stofunni: „Hann andar!““

Eiríkur fór þá í aðgerð sem stóð yfir í átta klukkutíma. Margrét segir næstu tíu daga hafa verið afar erfiða því ekki var vitað hvort hann lifði aðgerðina af og hvort hann yrði heilbrigður á eftir. „Snorri læknir hringdi svo í mig að tíu dögum liðnum og bað mig að koma á spítalann því nú ætti að taka umbúðirnar af höfðinu á Eiríki. Hann varaði mig sérstakega við því að allt gæti farið á annan veg en við óskuðum okkur.

Page 12: Hrafnista_1-35

1� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Sem betur fór varð hann ekkert ruglaður og alveg einkennilegt hvað hann jafnaði sig fljótt eftir slysið þó hann væri reyndar frá vinnu í heilt ár á eftir,“ segir Margrét og bætir við að það hafi ekki verið gaman að sjá andlit eiginmannsins fyrst eftir að umbúðirnar voru fjarlægðar og örið sást mjög greinilega alla tíð. „Það þótti alltaf mikið kraftaverk að Snorra heitnum tækist að bjarga honum.“

Fékk barnsfararsóttMeðan Eiríkur var á spítalanum kom Hjörtur, bróðir Margrétar, til að aðstoða hana við flutningana á Réttarholtsveginn. „Hann var forstjóri yfir skipadeild

Sambandsins og fékk alla skipsfélaga Eiríks af Tröllafossi til að aðstoða sig við að gera íbúðina klára. Þeir voru einmitt í verkfalli á þessum tíma svo þeir komu og máluðu allt hátt og lágt. Það var indælt að eiga þá kunningja og þeir hjálpuðu okkur mikið,“ segir Margrét. Eiríkur lést 11. apríl 1975.

Sjálf þurfti Margrét að dvelja á sjúkrahúsi um langt skeið því þann 11. febrúar 1947 fékk hún barnsfararsótt sem hefur hrjáð hana alla tíð síðan. „Snorri heitinn læknir kom til mín þar sem ég var í mæðraskoðun og sagðist ætla að flytja mig inn í annað herbergi en vildi ekki segja mér strax hvað væri að. Svo kom hann inn til mín skömmu síðar ásamt læknanema.

Margrét er ánægð á Vífilsstöðum og hefur búið þar allt frá því að hjúkrunarheimilið var opnað árið �00�. Hér klippir hún á borðann við formlega opnun heimilisins.

Page 13: Hrafnista_1-35

13 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Þeir skoðuðu á mér fótinn og töluðu saman á læknamáli. Hann sagði svo við mig að það þýddi nú ekkert að skrökva að mér þar sem ég væri vestfirsk eins og konan hans og því best að segja mér strax að þetta væri eitrun,“ segir Margrét en eitrunin var tilfelli af barnsfararsótt „Síðan hef ég verið með annan fótinn í sárum og ýmislegt hefur verið reynt til að græða þau, meðal annars húðflutningar sem dugðu þó aðeins í skamman tíma.“

Klippti á borðannMargrét bar sitt þriðja barn undir belti þegar hún veiktist en eignaðist þrjú í viðbót þrátt fyrir barnsfararsóttina. „Meðgöngurnar með fjórða og fimmta barnið gengu áfallalaust fyrir sig en þegar ég gekk með Sæunni, yngstu dóttur mína, taldi Pétur Jakobsson læknir að hann þyrfti að binda enda á meðgönguna. Svo sá hann hvað ég var komin langt á leið, fimm mánuði, og hætti við en ég þurfti að liggja á spítala það sem eftir var þeirrar meðgöngu. Eftir þetta hef ég alltaf kallað Sæunni litla engilinn minn enda var ósköp indælt að eignast hana,“ segir Margrét sem eignaðist sex dætur á árunum 1940-1961. Hún segir að þrátt fyrir ýmis áföll í lífinu

hafi hún verið afar lánsöm enda eigi hún góðar dætur og góða tengdasyni en tveir þeirra eru látnir.

Nú hefur Margrét verið á Vífilsstöðum frá því rekstur hjúkrunarheimilisins hófst þar árið 2004. „Það er ágætisfólk hér á Vífillsstöðum, hvort sem er hjúkrunarfólk eða sjúkraliðar, svo ég hef ekki undan neinu að kvarta,“ segir Margrét en hún tók virkan þátt í vígslu heimilisins og klippti á vígsluborðann ásamt þáverandi heilbrigðisráðherra, Jóni Kristjánssyni.

Eiginmaður Margrétar, Eiríkur Ólafsson, varð fyrir lífshættulegu slysi um miðja síðustu öld og var alla tíð síðan með stórt ör á enninu.

Page 14: Hrafnista_1-35

1� HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ég er fæddur þann 4. ágúst árið 1926 að Spítalastíg 1a,“ segir Haraldur þegar hann er spurður um æskustöðvar sínar. „Ég bjó í Reykjavík alla mína æsku og á þeim árum, sem ég man mest eftir mér, átti ég heima við Hljómskálagarðinn. Það var allt farið gangandi á þeim tíma enda

engir bílar svo maður lék sér á götunni,“ segir hann.

Haraldur gekk í Miðbæjar-barnaskólann og var fermdur í Fríkirkjunni. Þaðan lá leiðin svo í Iðnskólann þar sem hann lærði rafvirkjun svo það var allt innan seilingar.

„Í þann tíð var alltaf ís á

Kynntust í SíðastaleikHaraldur Jónasson ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og hefur enn í dag

sterkar taugar til Tjarnarinnar. Þar vildi hann helst dvelja öllum stundum við skautaiðkun og kynntist eiginkonu sinni þar á skautum

fyrir �1 ári síðan.

Page 15: Hrafnista_1-35

1� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Tjörninni svo þaðan var tekinn ís í öll frystihúsin, nema það sænska. Maður sá hvað ísinn var þykkur þegar verið var að taka hann fyrir frystihúsin,“ segir Haraldur sem var á skautum öllum stundum og hafði óskaplega gaman af því. „Ég hljóp stundum á skautaoddunum heiman frá mér og niður á Tjörn,“ segir hann og brosir að minningunni.

Sjö krónur fyrir farkostinnEftir að Haraldur lauk barnaskóla gerðist hann sendisveinn hjá Sjóvá tryggingafélaginu. „Ég skaffaði sjálfur hjólið sem ég fékk í fermingargjöf til að sendast á og fékk sjö krónur að launum á mánuði fyrir farartækið en ég man nú ekki hver launin voru fyrir vinnuna sjálfa,“ segir hann.

Leiðin lá síðan í Iðnskólann þar

„Ég átti yndislega konu,” segir Haraldur sem enn yrkir til konu sinnar, Svanhildar, en hún lést árið �001.

Page 16: Hrafnista_1-35

1� HRAFNISTUBRÉFIÐ

sem Haraldur lærði rafvirkjun og starfaði við hana alla tíð síðan. „Ég lærði hjá Rönning og var mjög heppinn að vera þar því það var stærsta verkstæðið og því mest að sjá. Rönning tók að sér öll verk sem hugsast gat enda fékkst ekkert á stríðsárunum sem ekki var smíðað hér á landi,“ segir Haraldur en meðal þess, sem hann smíðaði, voru tvær lyftur með hverjum einasta takka og öllu saman. „Rönning var stór í sniðum og var meðal annars með alla spítalana í þjónustu svo ég er kunnugur þeim öllum.“

Komst á LagarfossHaraldur hélt áfram að starfa hjá

Rönning í fjögur ár eftir að námi lauk. „Eimskip var þá að byggja fjögur skip, þrjú þeirra voru Dettifoss, Lagarfoss og Goðafoss og voru þau kölluð þríburarnir. Mig langaði til að sjá mig um í heiminum og fékk gott tækifæri til þess þegar rafvirkja vantaði á þessi skip því vélstjórarnir kunni ekki á neitt nema gufuvélar. Ég var svo heppinn að komast á Lagarfoss strax eftir að hann var smíðaður,“ segir Haraldur sem flaug út til Danmerkur, með viðkomu í Skotlandi, til að læra á skipið hjá Dönunum. „Þar var ég í þrjár vikur og sigldi heim með skipinu. Eftir að ég gifti mig fór ég svo í land og vann hjá fyrirtæki sem aðeins er til í skötulíki í dag. Það heitir Sambandið og er líklega alls staðar enn í dag þó formlega sé það ekki til.“

Kynntust á skautumÞar sem Haraldur hafði svo mikla unun af skautaíþróttinni tók hann Iðnskólann á tveimur árum í stað fjögurra svo hann gæti leikið sér meira á skautum. „Skólinn var á kvöldin eftir vinnu og ég notaði hverja stund, sem ég gat, til að skauta á Tjörninni. Það var einmitt þar sem ég hitti lífsförunaut minn þegar við lékum

Haraldur Jónasson hefur alla tíð verið hagmæltur og hefur ort fjölda vísna í gegnum tíðina.

Page 17: Hrafnista_1-35

1� HRAFNISTUBRÉFIÐ

okkur í Síðastaleik. Ég sá að hún var ekki ljótust á svellinu,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Við vorum kornung; hún var nýorðin 17 ára og ég var 21 árs svo ég plataði hana. Síðan missti ég hana þegar hún varð bráðkvödd úti í Kaupmannahöfn 15. júní 2001 þar sem hún var að passa elstu börn yngsta barnsins okkar.“

Haraldur og Svanhildur eignuðust fimm börn, á fimm og hálfu ári, en hann segir þetta þó hafa bjargast ágætlega. „Eftir að alvaran tók við fækkaði skautaferðunum og ég vann alltaf frá átta á morgnana til miðnættis um langt skeið til að eiga fyrir þessu öllu. Ég sé ekkert eftir því enda á ég alveg ágætis börn,“ segir hann.

Hagmæltur alla tíðHaraldur hefur átt mjög góða ævi og segir allt hafa leikið við sig. „Ég átti yndislega foreldra og yndislega konu,“ segir hann. Þegar fimmtíu ár voru liðin frá því hann sá hana fyrst á Tjörninni lét hann smíða silfurskauta sem hún bar í barminum og lét fylgja með þeim blað með ljóði:

Unga þig hnaut umá æskunnar stig.

Undraðist skapnað þinn fríðan.Við hittumst á skautum, þú heillaðir mig,hamingjan fylgir mér síðan.

Haraldur hefur alla ævi verið hagmæltur og segir það koma ósjálfrátt svo hann þurfi ekki einu sinni að skrifa það niður. Þó hefur hann haldið til haga fjölda vísna, kvæða og ljóða sem hann hefur ort í gegnum tíðina og á orðið mikið safn.

Þessa vísu orti hann líka til konu sinnar eitt sinn þegar hún var nývöknuð í sumarbústað þeirra hjóna:

Elsku hjartans yndið mitt,ekki kvarta máttu.Góða bjarta geðið þitt gjarnan skarta láttu.

Á dögunum skrapp Haraldur upp í Gufunes til að strjúka af legsteini konu sinnar sem alla tíð var kölluð Svana en hann Halli. Þá varð þetta vísukorn til:

Mörg ég felldi tregatárin,tárin þornuð eru nú.Þakka fyrir ástarárin,áttum saman ég og þú. Halli.

Page 18: Hrafnista_1-35

18 HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ég fæddist við Garðastræti í Reykjavík 24. maí 1922. Það er meira að segja búið að friða húsið sem ég ólst upp í en það heitir Hákot,“ segir Unnur glöð í bragði.

Sem ung kona lærði Unnur að sauma, taka mál og slíkt

og starfaði við saumaskap um nokkurt skeið þar til hún fór að eignast börn. „Ég eignaðist sex börn með fyrri eiginmanni mínum en við vorum gift frá 1942 til 1962. Í dag á ég nítján barnabörn og 25 langömmubörn, þannig að ég er

Sigldi vítt og breitt um heiminnUnnur Jónsdóttir er einstaklega jákvæð og glaðlynd kona sem hefur verið á Hrafnistu í Reykjavík frá því í apríl á síðasta ári og segist mjög ánægð með dvölina þar. Hún hafi þegar verið öllum hnútum kunnug þegar hún flutti þangað inn því hún hafi nýtt sér þjónustu heimilisins meðan hún

bjó á Kleppsvegi í grennd við Hrafnistu.

Unnur Jónsdóttir hafði unun af að vera á sjónum og ferðaðist um öll heimsins höf ásamt eiginmanni sínum eftir að börnin uxu úr grasi.

Page 19: Hrafnista_1-35

19 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Blikksmiðjan Vík ehf

Eggert Kristjánsson ehf.

Eggja- og Kjúklingabúið Hvammur

Ekran ehf.

Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands

Fiskifélag Íslands

Innheimtustofnun Sveitafélaga

Johan Rönning hf.

Kjarnavörur hf.

Kópavogsbær

Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Hafrannsóknastofnun

Félag Skipstjórnamanna

Héðinn Schindler Lyftur hf.

voðalega rík,“ segir hún brosandi og bætir við: „Nú þarf ég að hafa afmælisdagabók til að minna mig á alla þessa afmælisdaga. Febrúar er sérlega mikill afmælismánuður því þá eiga tíu af afkomendum mínum afmæli.“

Nokkrum árum eftir að Unnur skildi við fyrri eiginmann sinn hitti hún Ólaf Finnbogason frá Vestmannaeyjum, gamlan vin sinn síðan á stríðsárunum. „Við hittumst óvænt og könnuðumst við hvort annað. Fljótlega áttuðum við okkur á hvort öðru en á stríðsárunum vorum við oft fjögur saman að hlusta á plötur. Úr þessu varð síðan yndislegt hjónaband sem má segja að hafi breytt lífi mínu og barnanna minna,“ segir

Unnur. Ólafur var skipstjóri og Unnur sigldi með honum vítt og breitt um heiminn. „Mér leið alltaf svo vel á sjó og þegar börnin urðu stór fór ég oft með honum í siglingar til annarra landa en aumingja hinar konurnar voru svo sjóveikar,“ segir Unnur hlæjandi og bætir því við að ef hún hefði fæðst karlkyns hefði hún örugglega orðið sjómaður.

Á Skaganum í 20 ár„Ég bjó nánast alla tíð í Reykjavík ef undan eru skilin þau tuttugu ár sem ég bjó á Akranesi,“ segir hún en Ólafur, maðurinn hennar, ílengdist í vinnu þar í bæ eftir að hafa farið eina ferð á skipi þaðan til Svíþjóðar og Danmerkur. „Við

Page 20: Hrafnista_1-35

�0 HRAFNISTUBRÉFIÐ

fluttumst til Akraness árið 1975 og ætluðum bara að stoppa stutt en það urðu á endanum tuttugu ár,“ segir Unnur og hlær. „Maðurinn minn fékk svo áhuga á íbúð á lóð Hrafnistu á Kleppsveginum og við fluttum þangað árið 1995. Mig langaði helst til að taka húsið okkar með ef við flyttum til Reykjavíkur en okkur líkaði ofsalega vel á Kleppsveginum,“ segir hún.

Ólafur lést árið 1999 og eftir það bjó Unnur ein í íbúðinni þar til hún fluttist á Hrafnistu á síðasta ári. „Ég þekkti auðvitað allt húsið því við komum þangað svo oft og sóttum ýmsa þjónustu þegar við bjuggum á Kleppsveginum þannig að mig langaði ekki að fara neitt annað.“

Unnur segir þau hjónin hafa ákveðið það fyrir mörgum árum að fara á Hrafnistu þegar þau yrðu gömul. „Ég hafði reyndar áhyggjur af því að þar yrði ekkert annað að gera en að sitja og stara út í loftið en það er sko aldeilis ekki þannig,“ segir hún hlæjandi og segir að það væri örugglega frekar þannig ef hún byggi einhvers staðar ein. „Hér á Hrafnistu byrja ég á að fara í leikfimi á morgnana og svo fer ég í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna hnjánna á mér. Þá fer ég í tækjasalinn til að halda mér

ungri,“ segir hún og glottir. „Þegar ég er síðan búin í tækjunum er bara kominn matur. Svo er alltaf eitthvað um að vera eftir matinn og fram að kaffi. Reyndar lenti ég fyrir tilviljun í spilahóp sem spilar vist daglega milli klukkan þrjú og fimm en ég er nú aðeins farin að slaka á við það því þetta er dálítið mikið,“ segir Unnur sem ætlaði upphaflega bara að spila í einn til tvo daga með hópnum en er nú búin að spila í þrjá mánuði. „Á kvöldin hugsar maður svo bara um sig sjálfur fram að kvöldkaffi en það er sko alltaf eitthvað að gera og engin deyfð hér,“ segir hún og bætir því við að henni finnist tíminn hafa flogið áfram síðastliðið ár.

Ánægð á Hrafnistu„Sumir hafa undrast á því að ég sé ánægð á Hrafnistu þrátt fyrir að vera með lítið herbergi en þar fer vel um mig,“ segir Unnur en reiknar þó með að fá stærra herbergi eftir að framkvæmdum lýkur við að stækka herbergin á heimilinu. „Húsið er stórt svo ég hef nóg rými og er ekkert svo mikið inni í herberginu mínu,“ segir hún.

Unnur segir starfsfólk heimilisins alveg yndislegt, jafnt hjúkrunarfólk, sjúkraliða sem

Page 21: Hrafnista_1-35

�1 HRAFNISTUBRÉFIÐ

erlenda starfsfólkið. „Margt af því talar mjög góða íslensku og það fólk, sem skiptir á rúmunum og þrífur gangana, skilur mann alveg ágætlega,“ segir hún.

Unnur heimsækir stundum börnin sín en segist helst vilja koma heim aftur samdægurs og sofa þar. „Reyndar hef ég nú stundum gist hjá yngsta syni

mínum sem býr enn á Akranesi. Það er nú svo merkilegt að þegar við ákváðum að flytja þangað var hann fimmtán ára og algjörlega á móti þessum fllutningum og ætlaði sér aldrei að búa á Akranesi. Svo giftist hann stúlku sem er þaðan og nú vill hann hvergi annars staðar vera,“ segir Unnur og hlær.

„Við hittumst óvænt og könnuðumst við hvort annað,” segir Unnur um síðari eiginmann sinn, Ólaf Finnbogason, en þau þekktust á stríðsárunum og hittust svo aftur rúmum tuttugu árum síðar.

Page 22: Hrafnista_1-35

�� HRAFNISTUBRÉFIÐ

„Ég ólst að mestu upp í Flóanum en foreldrar mínir fluttu mikið fyrstu árin,“ segir Margrét en sjálfri þótti henni mest gaman að búa í barnaskóla Hraungerðishrepps í Þingborg í Flóa þar sem faðir hennar var kennari. „Við bjuggum á loftinu

í skólanum og þar leið mér vel. Á hverjum vetri voru æfð leikrit í sal skólans og ég fylgdist með æfingunum allan veturinn þó ég væri ekki nema um fimm ára gömul. Áður en ég vissi af var ég farin að kunna heilu leikritin og minnti leikarana á textana sína

Í FlóanumMargrét Björnsdóttir fæddist 1�. maí árið 19�� í húsi föðurafa síns við Hverfisgötuna í Reykjavík. Foreldrar hennar bjuggu þá á Langholtsparti í Flóa og móður hennar þótti meira öryggi í að fæða barnið í Reykjavík.

Margrét býr nú á Víðinesi og segir gott að búa í sveitasælunni þar.

Margrét Björnsdóttir ólst upp í Flóanum og á þaðan margar minningar. Þær bestu eru frá því hún bjó ásamt foreldrum sínum í grunnskólanum á Þingborg.

Page 23: Hrafnista_1-35

�3 HRAFNISTUBRÉFIÐ

þar sem ég sat alein í salnum og fylgdist með,“ segir hún hlæjandi.

„Pabbi var búfræðingur að mennt og þegar ég var ung var mjög algengt að búfræðingar kenndu í grunnskólum víðs vegar um landið. Á sumrin vann hann í kaupfélaginu á Selfossi en við fluttum í Flóa þegar ég var sex ára,“ segir Margrét. „Þegar við höfðum búið þar í rúmt ár brann íbúðarhúsið í nóvember. Ég var borin út í hjónasænginni og var ein um það að eiga enga flík að fara í því allir hinir gripu föt með sér,“ bætir hún við.

Níu ára og móðurlausÍ uppvextinum var Margrét mikið hjá föðurafa sínum á Hverfisgötunni í Reykjavík og Möggu mömmu eins og hún kallaði föðursystur sína jafnan. Magga, föðursystir Margrétar, giftist aldrei heldur var alla tíð heima og hugsaði um föður sinn. „Amma dó úr spönsku veikinni árið 1918 frá sex börnum, því yngsta tveggja ára. Magga var þá fimmtán ára gömul og elst systkinanna. Hún hætti í skóla þrátt fyrir gott gengi og sneri sér að því að hugsa um heimilið og systkinin,“ segir Margrét.

Sjálf missti Margrét móður sína þegar hún var aðeins níu ára

gömul. „Mamma var ekki nema 32 ára gömul þegar hún lést. Pabbi giftist síðan aftur þegar ég var 12 ára en þau eignuðust ekkert barn, þannig að ég var einkabarn. Okkur stjúpu minni kom afskaplega illa saman og ég hef oft sagt að hún hafi verið eins og stjúpurnar í ævintýrunum,“ segir Margrét. „Þegar pabbi kom heim eftir vinnu í í KÁ Selfossi byrjaði hún alltaf á að klaga mig fyrir hitt og þetta svo pabbi gerði ekkert annað en að skamma mig. Mér fannst um tíma að ég ætti engan að,“ segir Margrét döpur.

Ánægð í Austurbæjarskóla„Eftir að mamma dó var mér komið fyrir í Reykjavík hjá vinkonu hennar en hún var með saumaverkstæði og margar stúlkur þar í vinnu en ég gekk í Austurbæjarskóla,“ segir Margrét og tekur fram að þó pabbi hennar hefði verið kennari þá hafi hann ekki talið ástæðu til að halda við lestrarkunnáttu hennar eftir að móðir hennar lést. „Honum fannst ég bara vera orðin fullorðin og því þyrfti ekkert að kenna mér. Svo þegar ég kom í Austurbæjarskólann og átti að fara í tíu ára bekk fór ég í próf til að athuga hvar ég stæði í lestri. Kennarinn, sem prófaði mig, sagði

Page 24: Hrafnista_1-35

�� HRAFNISTUBRÉFIÐ

að það væri ekki hægt að láta mig í tíu ára bekk því ég kynni ekki að lesa. Yfirkennarinn, Gísli, var hins vegar fljótur að svara því til að hann þekkti allt mitt fólk og það væri svo vel gefið að hann gæti ábyrgst að það væri í lagi að setja mig í bekkinn hjá Önnu Konráðsdóttur. Enda kom það á daginn að fljótlega varð ég fluglæs og fannst virkilega gaman í skólanum,“ segir Margrét og hlær að minningunni.

Skemmtilegur lýðveldisdagur„Eftir að ég lauk barnaskóla fór ég til hjóna á Selfossi sem áttu Addabúð. Það var enginn framhaldsskóli þar svo pabbi sótti um skólavist fyrir mig á Laugarvatni,“ segir Margrét og þótti henni dásamlegt að vera þar. „Pabbi vildi síðan fá mig aftur heim um vorið enda hafði hann skilið við stjúpu mína um veturinn. Um sumarið hringdi svo vinkona mín frá Ólafsvík í mig og bað mig um að koma með sér á Þinvelli á lýðveldisdaginn 17. júní en þetta var árið 1944. Mér leist vel á það því ungmennafélagið okkar ætlaði einmitt að fara þangað með þá sem vildu og setja þar upp tjald.“ Margrét segist ekkert muna eftir þeirri miklu rigningu sem gjarnan er talað um í tengslum við þennan

merkisdag. „Ég var reyndar mest inni í bíl eða tjaldi og dansaði svo uppi á palli og skemmti mér vel,“ segir hún brosandi.

Í söng- og leiklistarnámEftir útskriftina frá fram-haldsskólanum á Laugarvatni fluttist Margrét til afa síns og Möggu í Reykjavík til að fá vinnu þar. „Ég fékk vinnu í mjólkurbúð og síðan í bakaríinu hjá Bridde. Það var mjög þægilegt að vinna í bakaríinu því það var við hliðina á heimili afa á Hverfisgötunni,“ segir Margrét en allt frá því hún sat og fylgdist með leikritaæfingum á Þingborg í æsku langaði hana til að fara í leiklistarnám. „Þegar Ævar Kvaran og Klemenz Jónsson komu heim úr leiklistarnámi erlendis auglýstu þeir nám í leiklist. Ég var í leiklistarnámi í tvo vetur meðfram vinnunni og þótti ægilega gaman,“ segir Margrét sem lét ekki þar við sitja. „Þegar Guðmunda Elíasdóttir söngkona kom heim úr námi bauð hún upp á söngnám og ég dreif mig í það líka. Þar var ég í einn vetur og lærði heilmikið um öndun og hvernig rétt er að standa í báða fætur þegar sungið er og fleira.“

Kynntust í TívolíSpurð hvenær hún kynntist

Page 25: Hrafnista_1-35

�� HRAFNISTUBRÉFIÐ

eiginmanni sínum, segir Margrét það hafa verið í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. „Við fórum saman í Tívolí stelpurnar úr bakaríinu og svo á ball í danshúsinu þar. Vinkonur mínar voru trúlofaðar svo þær fóru snemma heim en bentu mér á kunningjakonur okkar sem voru þarna og þær buðu mér að sitja hjá sér um kvöldið,“ segir Margrét sem var varla fyrr sest en sá maður, sem hún síðar giftist, bauð henni upp.

„Veturinn eftir fór ég í húsmæðraskólann Hverabakka í Hveragerði og við vorum allar trúllofaðar sem vorum saman á herbergi. Þegar ég var búin með

skólann fórum við Sigurður að búa saman. Þegar auglýst var að skattaafsláttur yrði gefinn til þeirra sem giftu sig giftum við okkur til að fá afsláttinn,“ segir Margrét en þau hjónin fluttu svo til föður hennar á Neistastaði í Flóa og þar eignuðust þau fimm börn.

„Maðurinn minn, Sigurður Björgvinsson, var lofstkeytamaður og var fyrst á sjó en síðan vann hann í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Við fluttum aftur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl á Neistastöðum en Sigurður lést fyrir nokkrum árum,“ segir Margrét að lokum.

Hjónin Margrét Björnsdóttir og Sigurður Björgvinsson ásamt elstu börnunum sínum; Soffíu og Birni.

Page 26: Hrafnista_1-35

�� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Anna starfaði á Hrafnistu í Hafnarfirði frá árinu 1992 til 2000 þegar hún komst á eftirlaunaaldur. „Síðan ég hætti hef ég alltaf komið reglulega á gamla vinnustaðinn til að hitta gömlu vinnufélagana og heimilisfólkið. Þá dönsum við og syngjum saman. Það er alltaf voðalega gaman að koma á Hrafnistu og mér er fagnað í hvert skipti, bæði af starfsfólki og

heimilisfólki,“ segir Anna og bætir við: „Því fólki, sem getur dansað, hefur þó fækkað nokkuð svo ég keypti hringlur og sambaegg sem hægt er að slá taktinn með tónlistinni sem Böðvar Magnússon spilar fyrir okkur á harmóníku.“

Anna er sænsk að uppruna en hefur verið búsett hér á landi í 35 ár. Spurð hvernig það kom til að hún flytti til Íslands, segir Anna að

Dansar við heimilisfólkiðÞað er líf og fjör á deild 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum þegar Anna Ársælsson mætir þangað til að

syngja og dansa með heimilisfólkinu.

Page 27: Hrafnista_1-35

�� HRAFNISTUBRÉFIÐ

upphaflega hafi hún komið hingað til lands með íslenskri vinkonu sinni sem var við nám og starf í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi. „Ég vissi að hún ætti tvo bræður og þegar ég kom hingað fyrst árið 1961 var það bara til að vera í sumarfríi hér. Svo kom ég aftur vorið eftir og hóf þá sambúð með öðrum bræðra hennar.“ Anna bjó hér á landi í tvö ár en þá vildi eiginmaðurinn prófa að búa í Svíþjóð. „Þar bjuggum við í tíu ár og komum aftur árið 1974 og við höfum verið hér síðan. Ég vann í sautján ár á St. Jósefsspítala við aðhlynningu og svo á Hrafnistu eftir það,“ segir Anna og bætir því við að hún hafi unnið sams konar vinnu úti í Svíþjóð enda hafi henni alltaf liðið vel meðal gamla fólksins.

Aðspurð hvort hún hafi lært söng eða dans, segir hún svo ekki vera en henni hafi þó alltaf þótt það skemmtilegt. „Það jafnast á við fínustu líkamsrækt að koma og dansa við fólkið og ég hef óskaplega gaman að því. Ég kem til með að halda áfram að koma tvisvar í viku þar til fæturnir gefa sig,“ segir Anna og hlær.

Anna Ársælsson syngur og dansar með heimilisfólkinu á deild 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði tvisvar í viku og er alltaf jafn vel tekið á móti henni.

Anna Ársælsson syngur og dansar með heimilisfólkinu á deild 3B á Hrafnistu í Hafnarfirði tvisvar í viku og er alltaf jafn vel tekið á móti henni.

Page 28: Hrafnista_1-35

�8 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðubótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.

Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðubótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.

Page 29: Hrafnista_1-35

�9 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðubótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.

Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðubótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.

Page 30: Hrafnista_1-35

30 HRAFNISTUBRÉFIÐ

Böðvar segir fólkið í kórnum alveg ótrúlega duglegt en það kemur fram á um fimmtíu helgistundum á ári og tíu guðsþjónustum, auk þess sem kórinn fer á önnur dvalarheimili og leikskóla til að syngja. „Eins kemur kórinn fram á hátíðum eins og Syngjandi jólum í desember þar sem allir kórar Hafnarfjarðar koma saman,“ segir Böðvar og bætir því við stoltur að

Hrafnistukórinn hafi alltaf átt elsta kórfélagann á hátíðinni. „Síðast var það Páll Þorleifsson sem var elstur, 98 ára gamall, og hann syngur enn í kórnum.“

Hrafnistukórinn fékk nýlega styrk frá Hafnarfjarðarbæ sem nam 100.000 krónum og er það mikil búbót fyrir kórinn enda hefur starf hans verið mun meira en reiknað var með í upphafi. „Á

Hrafnistukórinn hefur verið starfræktur á Hrafnistu í Hafnarfirði í átta ár. Hann samanstendur af um tuttugu áhugasömum einstaklingum sem syngja vítt og breitt um landið allan ársins hring. Böðvar Magnússon

kórstjóri er afar stoltur af söngfólkinu sínu.

Hlutu styrk frá Hafnarfjarðarbæ

Hrafnistukórinn hefur í nógu að snúast allan ársins hring.

Page 31: Hrafnista_1-35

31 HRAFNISTUBRÉFIÐ

100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar mun kórinn koma fram ásamt öðrum kórum bæjarins í Haukahúsinu svo við tökum þátt í hátíðarhöldunum vegna afmælisins,“ segir Böðvar. „Í sumar stefnum við svo að því að syngja á Reykjanesi en undanfarin ár höfum við farið í söngferðir um landið. Til dæmis höfum við farið til Akureyrar, Sauðárkróks, Hellu og Hvolsvallar,“ bætir hann við og segist lítið finna fyrir því að fólkið í kórnum sé komið vel á aldur. „Margir eru þrautþjálfaðir í kórastarfi en aðra hefur alltaf langað til að syngja í kór en aldrei haft tíma til þess fyrr en nú svo það er mikill áhugi innan kórsins fyrir því að standa sig vel. Svo er það náttúrulega kostur að þurfa aldrei að fá utanaðkomandi kór í helgistundir og slíkt innan heimilisins en líklega er Hrafnista í Hafnarfirði eina dvalarheimilið sem hefur sinn eigin kór í slíkt,“ segir Böðvar.

Böðvar er sannfærður um að kórinn hafi góð áhrif á andann innan heimilisins og að sjálfstraust og samkennd kórfélaga sem annarra heimilismanna hafi aukist eftir því sem kórinn kemur oftar fram því sigrar kórsins um víðan völl eru gjarnan ræddir meðal heimilisfólksins.

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

Page 32: Hrafnista_1-35

3� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Heilsudagar Hrafnistu voru haldnir 31. mars til 11. apríl síðastliðinn. Þetta var annað árið í röð sem Heilsudagar eru haldnir og mæltust þeir vel fyrir af starfsfólki heimilanna. Magnea Símonardóttir, fulltrúi starfsmannaþjónustu, segir Heilsudagana hafa aukið á samkennd starfsfólks Hrafnistuheimilanna.

Að þessu sinni náðu Heilsudagarnir til allra heimila Hrafnistu en á síðasta ári voru þeir einungis haldnir á Hrafnistu í Reykjavík. Magnea segir starfsfólk hafa verið mjög ánægt með

Heilsudagana í ár en það voru starfsmannafélög Hrafnistuheimilanna sem héldu utan um Heilsudagana. Hrafnista býr að því að hafa sjúkraþjálfara meðal starfsfólks og þeir hjálpuðu til við að gera dagskrána sem besta. Eins var gefið út frétabréfið Heilsa

og lífsstíll sem Lovísa Jónsdóttir fræðslustjóri ritstýrði.

„Það var mikil ánægja með heilsumatseðilinn sem var í gangi í tvær vikur og eiga kokkarnir heiður skilið fyrir að elda tvöfalt á meðan Heilsudagarnir stóðu yfir,“

Vel heppnaðir Heilsudagar

Magnea Símonardóttir

Á heilsudögunum var ýmislegt gert til heilsu-bótar, meðal annars fór starfsfólkið í stafagöngu.

Page 33: Hrafnista_1-35

33 HRAFNISTUBRÉFIÐ

segir Magnea og bætir því við að margt af heimilisfólkinu hafi sýnt Heilsudögunum mikinn áhuga og þá sér í lagi að prófa heilsumatseðil starfsfólksins.

„Meðal þess, sem við gerðum á Heilsudögunum, var að fá fyrirlesara til að fræða starfsfólk um heilbrigða skynsemi og heilsuna í lag en við samnýttum þá fyrir öll heimilin. Eins var boðið upp á mælingar á sykri og blóðþrýstingi en það, sem mesta lukku vakti, voru ávaxtatorgin sem sett voru

upp á hverju heimili,“ segir Magnea en þangað gat starfsfólk farið í kaffitímanum bæði fyrir og eftir hádegi til að fá sér niðurskorna ávexti í stað hefðbundinna kaffiveitinga. „Það var gaman að sjá hversu vel þetta heppnaðist því þarna hittist starfsfólk allra deilda og samkenndin jókst innan heimilanna. Nú stefnum við að því að hafa ávaxtatorg oftar uppi en í Heilsuvikunni,“ segir Magnea.

Heilsudagar Hrafnistu voru vel heppnaðir og vakti ávaxtabarinn sérstaklega mikla lukku meðal starfsfólksins.

Page 34: Hrafnista_1-35

3� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Umsjónaraðilar skólans voru þær Alma Birgisdóttir hjúkrunarforstjóri, Hrönn Ljótsdóttir félagsráðgjafi og Lovísa A. Jónsdóttir fræðslustjóri.

Hugmyndin að Öldubrjóti kviknaði eftir að hópur erlendra einstaklinga sótti um vinnu á Hrafnistu en skortur hefur verið á starfsfólki á heimilunum. Stefna Hrafnistu er að ráða einungis starfsfólk, sem talar íslensku, í aðhlynningu og gafst þarna tækifæri til að þjálfa upp nýja

framtíðarstarfsmenn og nýta um leið þann mannauð sem er fólginn í einstaklingum af erlendum uppruna.

Yfir 100 umsækjendur sóttu um nám við skólann og voru sautján konur valdar úr þeim hópi en þær koma frá níu þjóðlöndum; Namibíu, Tansaníu, Kenýa, Svíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Póllandi, Búlgaríu og Filippseyjum. Bakgrunnur þessara kvenna er misjafn en þess má geta að tvær eru hjúkrunarfræðingar, ein er

Mikill mannauður á HrafnistuFöstudaginn 18. apríl útskrifuðust fimmtán konur af erlendum uppruna úr Öldubrjóti sem er íslensku-, samfélags- og verknámsskóli Hrafnistu.

Fimmtán konur af erlendum uppruna útskrifuðust um miðjan apríl úr Öldubrjóti; íslensku-, samfélags- og verknámsskóla Hrafnistu.

Page 35: Hrafnista_1-35

3� HRAFNISTUBRÉFIÐ

Hrafnistubréfið vill þakka eftirtöldum aðilum

næringarfræðingur og önnur með meistarapróf í ensku en hún hefur gefið út barnabækur í heimalandi sínu.

Byggt upp stuðningsnetNámið, sem tók átta vikur, hófst þann 18. febrúar með fjögurra vikna námi í íslensku og var það í höndum Mímis símenntunar. Á sama tíma var samfélagsfræðsla í höndum ýmissa starfsmanna Hrafnistu en um verknámið sáu þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingar. Þá tók við fjögurra vikna starfsþjálfun á deild þar sem hver nemandi hafði sinn leiðbeinanda.

Samhliða náminu í Öldubrjóti hafa flestir nemendanna tekið þátt

í Mentor verkefni Rauða kross Íslands en það verkefni byggir á danskri fyrirmynd og hefur fengið fjölda samfélagsverðlauna þar í landi. Markmið þess verkefnis er að rjúfa félagslega einangrun kvenna af erlendum uppruna með jafningjasambandi við innlendar konur. Með þessu er byggt upp stuðningsnet og konurnar styrktar og efldar til að takast á við allt það sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða.

Öldubrjótur er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um móttöku og menntun innflytjenda og hefur verkefnið því fengið styrki frá heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Eflingu og Starfsmenntaráði.

www.hrafnista.is

Page 36: Hrafnista_1-35

3� HRAFNISTUBRÉFIÐ