45
viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.S gráðu í sjávarútvegsfræði Rúnar Ingi Pétursson Auðlindadeild Apríl 2018 Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu

Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

viðskipta- og raunvísindasvið

Lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.S gráðu í sjávarútvegsfræði

Rúnar Ingi Pétursson

Auðlindadeild

Apríl 2018

Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu

Page 2: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

i

Háskólinn á Akureyri

Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Námskeið: Lokaverkefni - LOK1126 og LOK1226

Heiti Verkefnisins: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu

Verktími: Janúar - apríl 2018

Nemandi: Rúnar Ingi Pétursson

Leiðbeinandi: Ögmundur Knútsson

Upplag: 4 eintök

Blaðsíðufjöldi: 33

Fjöldi viðauka: 3

Útgáfa og notkunarréttur: Opið

Verkefnið má ekki fjölfalda, nema með skrif-legu leyfi höfundar.

Page 3: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

ii

Yfirlýsingar

Ég lýsi því yfir að ég einn er höfundur þessa verkefnis og að það er afrakstur eigin

rannsókna.

Undirskrift höfundar

__________________________________________

Rúnar Ingi Pétursson

Það staðfestist að verkefni þetta fullnægir að okkar dómi kröfum til námsmats í

námskeiðunum LOK1126 og LOK1226.

Undirskrift leiðbeinanda

________________________________________

Ögmundur Knútsson

Page 4: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

iii

Abstract The aim of this project is to get a clear overview of the technological development in the

Icelandic fisheries industry over the las few decades and its impact on whitefish processing. I

will be focusing on the first flowline from the second half of the nineteenth century and that of

the present day’s with the main emphasis is placed on the last eight years where robots and

automation have increased. Cod processing in Iceland and Norway is also compared.

The main finding is that the impact of technological developments in the whitefish processing

over recent years has been very high. The establishment of the first flowline in whitefish

processing created, a massive increase in performance doubling kilograms per man hour and

allowed less water loss in raw materials and a higher fillet ratio. Automation has been the most

important technical development over the last eight years allowing for the highest value from

the product. With the introduction of automation equipment such as water-jet cutter technology

in whitefish processing, jobs have decreased meaning lower labor costs and greater uniformity

in products. There has also been a significant increase in utilization from better sorting and

cooling as well as newer and better machines for heading, filleting and skinning. This technical

development, largely deducted by Icelandic companies, has increased yields as high as tenfold

and performance has risen from 12 kg/man-hour to 100 kg/man-hour. Utilization has also

increased by 3 to 5 %. Technological development has also had a major impact on the quality

of raw materials as well as utilization. Each percent of increased utilization yields a greater

value.

It is interesting to note that each kilogram of cod from Iceland has more value than that coming

for Norwegian counterparts. The focus on fillet processing in Iceland has increased with

technological development yielding considerable benefits for processing. In Norway, on the

other hand, the focus has been on whole fish. Icelanders have been pioneers in the development

of fish processing systems and so far Icelandic technological development is extremely

important for whitefish processing.

Keywords: Whitefish processing, technological development, utilization, performance, value.

Page 5: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

iv

Þakkarorð Fyrsta og fremst þakka ég leiðbeinanda mínum Ögmundi Knútssyni fyrir að gefa sér ávallt tíma

fyrir yfirlestur og leiðsögn við gerð verkefnisins. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem veittu

mér aðstoð við gagnaöflun og þá sérstaklega starfsmönnum Marel, Völku, Vélfag, Skaginn3x,

Gjögur og Samherja.

Sérstakar þakkir fær fjölskylda mín og vinir fyrir alla þá hjálp og stuðning sem þau veittu mér

í gegnum námið og við gerð þessa verkefnis.

Rúnar Ingi Pétursson

Akureyri, 11. apríl 2018.

Page 6: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

v

Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

er að fá betri yfirsýn yfir tækniþróunina sem hefur átt sér stað og áhrif hennar á bolfiskvinnslu.

Tímabilið sem tekið er fyrir er frá komu fyrstu flæðilína um seinni part níunda áratugar 20.

aldar til dagsins í dag. Megin áhersla er lögð á síðustu átta ár þegar róbóta og sjálfvirknivæðing

færist í aukana. Einnig er borið saman þorskvinnslu á Íslandi og Noregi.

Helstu niðurstöður eru þær að áhrif tækniþróunar í bolfiskvinnslum síðastliðin ár eru mjög

mikil. Koma fyrstu flæðilína í bolfiskvinnslu hafði mikil áhrif, gríðarleg aukning varð á

afköstum og tvöfölduðust kíló á manntíma ásamt minna vatnstapi í hráefni og hærra hlutfalli í

flök. Þróunin síðustu átta ár snýst mikið um sjálfvirkni ásamt því að ná sem mestum verðmætum

úr afurðinni. Með innleiðingu sjálfvirknibúnaðar eins og vatnsskurðarvéla í bolfiskvinnslu

hefur störfum fækkað og því er minni launakostnaður ásamt meiri einsleitni í vörum. Einnig

hefur verið mikil aukning í nýtingu frá betri flokkun og kælingu sem og nýrri og betri vélum til

hausunar, flökunar og roðrífínga. Þessi þróun sem að mestu er dregin áfram af íslenskum

fyrirtækjum hefur skilað allt upp undir tíföldun í afköstum sem eru komin upp í 100 kg á

manntíma úr 12 kg á manntíma. Nýting hefur einnig aukist um 3 – 5%. Aukin tækniþróun hefur

einnig haft mikil áhrif á gæði hráefnis ásamt nýtingu og getur hvert prósent í aukinni nýtingu

skilað miklum vermætum.

Áhugavert er að sjá að á hvert kíló af þorski er Ísland að skapa meiri verðmæti en Noregur.

Áherslan á flakavinnslu á Íslandi hefur verið að aukast með komu aukinnar tækni og hefur

tækniþróunin skilað miklum ávinningum fyrir vinnslur. Í Noregi er mesta áherslan hinsvegar á

heilan fisk. Íslendingar hafa verið brautryðjendur í þróun á vinnslukerfum í fiskvinnslu og enn

þann dag í dag er íslensk tækniþróun gríðarlega mikilvæg fyrir vinnslur.

Lykilorð: Bolfiskvinnsla, tækniþróun, nýting, afköst, verðmætasköpun.

Page 7: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

vi

Efnisyfirlit 1. Inngangur ............................................................................................................................ 1

2 Aðferðafræði ....................................................................................................................... 2

2.1 Undirbúningur verkefnis og markmið .............................................................................. 2

2.2 Aðferð ............................................................................................................................... 2

3 Bolfiskur og þróun bolfiskvinnslu ...................................................................................... 4

3.1 Bolfiskvinnsla ................................................................................................................... 5

3.2 Snyrting ............................................................................................................................ 6

3.3 Þróun sjálfvirkni í bolfiskvinnslum .................................................................................. 7

4 Áhrif tækniþróunar síðan 2010 ......................................................................................... 13

4.1 Vatnsskurður ................................................................................................................... 15

4.2 Flokkun afurða eftir bitaskurð ........................................................................................ 16

4.3 Aðrar markverðar tækniframfarir ................................................................................... 17

4.4 Hátæknivædd bolfiskvinnsla ......................................................................................... 17

4.5 Ávinningar ...................................................................................................................... 18

4.6 Störf í sjávarútvegi .......................................................................................................... 21

4.7 Framtíðarsýn ................................................................................................................... 22

5 Samanburður á Íslandi og Noregi ..................................................................................... 24

6 Niðurstöður ....................................................................................................................... 28

7 Umræður ........................................................................................................................... 31

8 Heimildir ........................................................................................................................... 32

9 Viðauki .............................................................................................................................. 34

10.1 Bréf til tengiliða ............................................................................................................ 34

10.2 Spurningarlisti til hátæknifyrirtækja ............................................................................. 35

10.3 Spurningarlisti til landvinnslu fyrirtækja ...................................................................... 36

Page 8: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

vii

Myndaskrá Mynd 1 - Útflutningur sjávarafurða eftir afurðaflokkum og fisktegundum 1999-2016

(Hagstofa Íslands, e.d. a) ............................................................................................................ 4

Mynd 2 - Hefðbundið flæðirit í hátæknivæddri bolfiskvinnslu. ................................................ 5

Mynd 3 - Algengustu gallar í flaki (Matís, 2015) ..................................................................... 6

Mynd 4 - Fyrstarafeindavogin frá Pólnum ehf. (Sóknarfæri, 2018). ......................................... 7

Mynd 5 - Hlutfall Þorskafla eftir tegund löndunar frá 1982-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. b) .. 9

Mynd 6 - M700 flökunarvél með áfastri M800 roðflettivél (Effekt.is, e.d.). ........................... 10

Mynd 7 - C3027 hausari frá Curio (Curio.is, e.d.). .................................................................. 11

Mynd 8 - Super – Chiller frá Skaganum3x (Skaginn3x., e.d.). ................................................ 12

Mynd 9 - Aligner Grader pökkunarflokkari frá Völku (Valka, e.d. a). .................................... 13

Mynd 10 - Endalínubúnaður frá Völku (Valka, e.d. b). ........................................................... 14

Mynd 11 - Ice Doser ísskömmtunarkerfi frá Völku (Valka, e.d. c). ........................................ 14

Mynd 12 - Cutter Vatnsskurðarvél frá Völku (Valka, e.d. d). ................................................. 15

Mynd 13 - FleXicut frá Marel (Marel, e.d. b). ......................................................................... 16

Mynd 14 - Landaður bolfiskafli og fiskvinnslustörf 1994-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. c,

Hagstofa Íslands, e.d. d). .......................................................................................................... 21

Mynd 15 - Landaður bolfiskafli og fiskvinnslustörf 1994-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. c,

Hagstofa Íslands, e.d. d) ........................................................................................................... 22

Mynd 16 - Hagnaður sem hlutfall af tekjum fyrir vinnslu í Noregi og á Íslandi 1999-2015

(Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 5. mars 2018). ......................................................... 24

Mynd 17 - Útflutningur á heilum óunnum þorsk frá Íslandi og Noreg í samanburð við

heildarútflutning þorsks (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 5. mars 2018). ................. 25

Mynd 18 - Útflutningshlutfall á ferskum flökum eftir magni og meðal verði frá Íslandi og

Noregi 2011-2016 (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 6. mars 2018). .......................... 26

Mynd 19 - Heildarútflutningsverðmæti í evrum á hert kíló af lönduðum þorsk frá Íslandi og

Noregi 2010-2016 (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 6. mars 2018). .......................... 26

Töfluskrá Tafla 1 - Hluti af þeirri tækni sem hefur komið síðustu áratugi og hverju hún skilar til

vinnslunnar. .............................................................................................................................. 18

Tafla 2 - Sýnir hvað aukin nýting getur haft mikil áhrif á verðmætasköpun þorskvinnslu. .... 19

Page 9: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

1

1. Inngangur Sjávarútvegur við Ísland hófst á níundu öld og hefur útvegurinn skipt íslenska samfélagið

gríðarlega miklu máli alveg frá upphafi. Sjávarútvegurinn byggist á nýtingu náttúruauðlinda,

það er að segja fiskstofnana í hafinu. Um 24 þúsund manns vinna við sjávarútveg það er

veiðar og vinnslu, markaðsstarf, dreifingu og ýmsar framleiðslu og þjónustugreinar sem

sprottnar eru upp úr sjávarútvegi. Segja má að sjávarútvegurinn sé grunnatvinnuvegur

þjóðarinnar og er óbein hlutdeild sjávarútvegs til landframleiðslu talin veru rúmlega 20%

(Ágúst Einarsson, 2016).

Fyrstu flæðilínurnar voru að ryðja sér til rúms í kringum árið 1986 og var það mikil bylting

fyrir bolfiskvinnslur. Seinustu áratugi hefur þó mikil breyting orðið bæði í landvinnslum og á

sjó og hefur tækniþróunin haft gríðarlega mikil áhrif á útveginn. Óhætt er að segja að

Íslendingar hafi verið brautryðjendur í þróun á vinnslukerfum í fiskvinnslu og enn þann dag í

dag er íslensk tækniþróun gríðarlega mikilvæg fyrir vinnslur.

Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu frá komu fyrstu

flæðilína þar sem megin áherslan verður lögð á seinustu fimm til átta ár þegar róbótar og

sjálfvirknivæðing eykst. Einnig verða bornar saman þorskvinnslur á Íslandi og Noregi.

Rannsóknarspurningarnar sem lagt er upp með eru tvær:

1. Hverju er tækniþróun í bolfiskvinnslu að skila til vinnslunnar, hvað varðar

afköst, nýtingu, gæði og verðmætasköpun ?

2. Hvaða þættir í tækniþróuninni hafa skilað mestum ávinningi ?

Til að svara þessum rannsóknarspurningum verður farið yfir söguleg gögn um þróunina sem

og upplýsinga aflað með viðtölum við fyrirtæki sem starfa við sjávarútveg og stjórnendur í

sjávarútvegi.

Fyrsti kaflinn er um bolfiskvinnslu og sögu tækniþróunar í gegnum tíðina til ársins 2010,

fjallað er um hvenær ný tækni er að koma í vinnslurnar. Næsti kafli er rannsóknarkaflinn en

þar er tekið fyrir seinustu átta ár í tækniþróuninni. Farið er yfir hvenær hvaða tækni kemur og

hverju hún breytir fyrir vinnslurnar varðandi til dæmis nýtingu, afköst, verðmæti og gæði.

Page 10: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

2

2 Aðferðafræði Að gera rannsókn er kerfisbundið ferli sem kallað hefur verið „rannsóknarferlið“. Hægt er að

framkvæma þetta ferli á marga vegu þó svo að skrefin séu oftast þau sömu. Allar rannsóknir

hefjast með því að kynna sér viðfangsefnið og skoða hvaða þekking á efninu er nú þegar til í

upphafi rannsóknar. Út frá því er metið hvað þarf að vita meira um efnið og settar eru upp

nokkurskonar rannsóknarspurningar og ákveðið er hvaða aðferðir henta til að svara þessum

spurningum. Næsta skref er gagnasöfnun, þar sem rannsóknargögnum er safnað með það í huga

að geta svarað rannsóknarspurningunum. Skrif um viðfangsefnið hefst loks á þessum

tímapunkti og loks eru niðurstöður kynntar og verður þá til þessi nýja þekking sem er í raun

hluti af þeim þekkingargrunni sem fyrr var til (Sigríður Halldórsdóttir, 2013).

2.1 Undirbúningur verkefnis og markmið Undirbúningur verkefnis hófst með því að lesa sig til um tækniþróunina í sjávarútveg. Ýmis

tímarit, vefsíður og bækur voru skoðuð, einnig var haft samband við fólk sem hefur unnið og

vinnur ennþá í sjávarútvegi. Mörg íslensk fyrirtæki koma nálægt tækniþróun í sjávarútveg, má

þar til dæmis nefna Marel, Völku, Vélfag og Skagan3x og voru heimasíður þeirra mikið

skoðaðar og eftir mikinn lestur hafði áhugi á þessu viðfangsefni aukist til muna.

Markmið verkefnis er að fá betri yfirsýn yfir tækniþróunina í bolfiskvinnslum og meta áhrif á

samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.

2.2 Aðferð

Í þessari ritgerð er farið yfir tækniþróunina í bolfiskvinnslum á Íslandi frá komu fyrstu

flæðilína til dagsins í dag. Afmörkunin er flakavinnsla í fersk og frosin flök, ekki verða

skoðaðar söltunar né þurrkunar vinnslur.

Varðandi nýtingu þá er mjög mikilvægt að sem best nýting náist á hverri afurð og áhugavert er

að rýna í það hvort að með betri tækni fáist betri nýting á afurðinni. Afköst vinnslu þýðir í raun

hversu miklu vinnslan afkastar á ákveðnum tíma, með betri tækni eru færri hendur sem þurfa

að vinna beint að afurðinni og rennur þá afurðin oft hraðar í gegnum vinnsluna. Með því að

skoða tækniþróunina þá er hægt að sjá hvað tæknin eykur mikið afköst vinnslunnar.

Notuð var blönduð aðferð með skoðun á fyrirliggjandi gögnum t.d. samanburði á þorskvinnslu

á Íslandi og Noregi, skýrslur frá Matís, tímarit, vefsíður og bækur.

Til að svara rannsóknarspurningum er stuðst við fyrirliggjandi gögn sem og viðtöl við aðila í

greininni en tekin voru viðtöl við starfsmenn hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Marel, Völku, Vélfag,

Page 11: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

3

Skaginn3x, Gjögur og Samherja/ÚA. Þar var stuðst við hálfstaðlaðan spurningarlista sem og

aðgengi að gögnum varðandi vinnslu og þróun.

Page 12: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

4

3 Bolfiskur og þróun bolfiskvinnslu Um 30.000 tegundir fiska hafa fundist í heiminum, fiskar eru hryggdýr og er þeim skipt niður í

brjóskfiska og beinfiska. Flestir fiskar sem stunda mikið dýptarflakk í sjónum eru

straumlínulagaðir og rúnnaðir, fiskar sem eru einungis á botninum eru oftast flatir og því er

talað um bolfiska og flatfiska. Í rauninni eru uppsjávarfiskar taldir vera bolfiskar sem halda sig

nær yfirborði sjávar en þegar talað er um botnfisk þá er átt við botnlægar bolfisktegundir (Matís,

2015). Hér eftir verður talað um botnlægar bolfisktegundir sem bolfiska, þ.e. þorsk, ýsu, ufsa

og karfa.

Á mynd 1 má sjá útflutning 15 mest útfluttra sjávarafurða 2016 og verðmæti þeirra. Magn

útfluttra sjávarafurða árið 2016 var 579.802 tonn. Mestur var útflutningur þorsks eða 135.750

tonn. Næst mestur var útflutningurinn á „Aðrar sjávarafurðir“ sem er ekki flokkaður nánar líkt

og „annar botnfiskur“ og „annar uppsjávarfiskur“. Mikill útflutningur er á uppsjávarfiskunum

markíl, loðnu og síld á hverju ári, en árið 2016 var útflutningur á sérhverjum flokki um og yfir

60.000 tonn. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 2016 var 232.237.871 milljarðar króna.

Þegar rýnt er í mynd 1 sést að bolfisktegundirnar eru verðmætustu tegundirnar að undanskilinni

loðnunni eða tæplega 60% af heildarútflutningsverðmætum. Þorskurinn einn og sér er

verðmætasta tegundin en útflutningsverðmæti þorsks 2016 er rúmlega

100 milljarðar króna sem nemur um 43% af heildarverðmætum útfluttra sjávarafurða. Ef borið

er saman útflutt magn á annarsvegar makríl og hinsvegar ýsu árið 2016, þá er útflutt magn

Mynd 1 - Útflutningur sjávarafurða eftir afurðaflokkum og fisktegundum 1999-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. a)

Page 13: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

5

makríls 67.606 tonn og útflutt magn ýsu aðeins 14.858 tonn. Þegar litið er til verðmæti þessara

tveggja tegunda þá sést að útflutningsverðmæti makríls árið 2016 rúmlega 9.8 milljarðar króna

en útflutningsverðmæti ýsu rúmlega 12.4 milljarðar króna þó svo að útflutt magn makríls sé

töluvert meira. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar t.d. markaðir, vinnslustig og ferskt og frosið

hráefni.

3.1 Bolfiskvinnsla Á flæðiritinu hér að neðan eru helstu aðgerðir sem framkvæmdar eru í hefðbundni tæknivæddri

bolfiskvinnslu í dag.

Þegar að afli kemur inn í móttöku sem er stórt kælt rými er hann flokkaður og vigtaður. Þegar

kemur að því að vinna fiskinn er hann settur í hausara sem sér um að afhausa fiskinn, næst er

fiskurinn flakaður og roðflettur og þar á milli er mismunandi eftir vinnslum hvort sé kæling eða

ekki.

Næsta skref er forsnyrting sem fer fram á snyrtilínunni þar sem helstu gallar flaksins eru snyrtir

Mynd 2 - Hefðbundið flæðirit í hátæknivæddri bolfiskvinnslu.

Page 14: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

6

burt áður en það fer í vatnskurðarvél sem tekur röntgen mynd og greinir flakið út frá

beingarðinum og sker hann í burtu ásamt því að bita flakið niður. Afurðarflokkari flokkar bitana

sem koma úr vatnsskurðarvélinni og beinir hverjum bita í þá átt sem hann á að fara því margir

bitar koma úr einu flaki og sumir fara í ferskt og aðrir í frosnar afurðir. Ferskum afurðum er því

næst pakkað, pakkningarnar settar á bretti, brettið plastað og brettið þaðan keyrt inn á kælilager

þar sem afurðin er tilbúin til útflutnings. Frosnar afurðir eru keyrðar eftir færibandi inn á

lausfrysti þar sem þær eru kældar niður í það hitastig sem ákjósanlegt er, næst er þeim pakkað,

staflað á bretti, bretti plastað og er þá afurðin tilbúin til útflutnings. Flæðið á afurðinni í gegnum

bolfiskvinnslu getur verið mismunandi eftir vinnslum og tæknistigs í vinnslunni en hefðbundið

flæði í bolfiskvinnslu má sjá á mynd 2.

3.2 Snyrting

Það geta verið margir gallar í bolfiskflaki, en helstu gallar sem þarf í langflestum tilvikum að

snyrta í burt má sjá á mynd 3, skoða verður kröfur kaupenda að hverju sinni því þeir geta

verið mis viðkvæmir hvað galla varðar. Í lítt tæknivæddum vinnslum þarf að handsnyrta alla

galla og skera burt beingarð og hluta flakið niður í afurðir. Snyrting var og er mjög

mannskapsfrek ef ekki er notast við tækni svo sem vatnsskurðarvélar. Snyrting fyrir

vatnsskurðarvélar byggja á því að snyrta galla svo sem taka orma, snyrta utanáliggjandi bein

eða blóð í holdi. Í vinnslum sem eru með vatnsskurðarvélar er beingarðurinn skilinn eftir í

snyrtingunni og hann skorinn í burt með vatnsskurð.

Gallar í flaki geta komið til vegna ofhlaðinna veiðafæra og skiptir það miklu máli að

veiðafærum sé rétt beitt svo að hráefnið fái sem besta meðhöndlun, einnig geta fleiri þættir haft

áhrif eins og mannleg mistök (Matís, 2015).

Mynd 3 - Algengustu gallar í flaki (Matís, 2015)

Page 15: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

7

3.3 Þróun sjálfvirkni í bolfiskvinnslum

Það var á 8. áratug síðustu aldar sem vinnslur fóru að kalla eftir breytingum, aukin þörf var fyrir

sérhæfingu í vinnslum til þess að mæta eftirspurn viðskiptavina og auka framleiðni og

virðisauka. Lítil tækniþróun hafði átt sér stað og voru landvinnslur í erfiðleikum að mæta

samkeppni sem kom aðallega frá vinnslu sem ekki voru vinnuaflsfrekar eins og vinnslu á sjó.

Mikill þrýstingur var til að ná fram samkeppnisforskoti með því að halda kostnaðargrunni

(launaparti) eins lágum og hægt var. Með aukinni vélvæðingu og sjálfvirkni í

bolfiskvinnslunum voru markmiðin að geta aukið framleiðnina, verðmætasköpunina og

afköstin. Einnig að fá hærri ávöxtun úr hráefninu, meiri einsleitni í vörunum og fá betri nýtingu.

Allt er þetta til þess að geta mætt ströngustu kröfum viðskiptavina (Ólafur Klemensson,

munnleg heimild, 12. mars 2018 ; Rannsóknarráð ríkisins, 1987).

Árið 1978 varð bylting í fiskvinnslum þegar fyrstu rafeindavogirnar sem framleiddar voru á

Íslandi voru teknar í notkun og gáfu þær meiri nákvæmni og betri upplýsingar um hvað væri að

gerast í vinnslunum (Sóknarfæri, 2018).

Fyrsta vogin var frá fyrirtækinu Pólnum en segja má að á svipuðum tíma hafi orðið til vog hjá

ungum mönnum við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og úr því spratt síðan fyrirtækið

Marel. Fyrsta vogin var notuð sem einskonar innvigtunarvog fyrir afla. Á eftir fyrstu voginni

komu pökkunar vogir frá Pólnum og Marel í stað skífuvoga frá Avery í Bretlandi og var það

góð betrun fyrir vinnslurnar. Rafeindavogirnar frá Pólnum og Marel voru mun nákvæmari

heldur en þær frá Avery og með þeim var hægt að vigta bæði afurð og afskurð til þess að fá

nákvæmari vigt á pakkningar og lækka yfirvigt um allt að helming. Árið 1982 gaf Póllinn út

tölvutengingu en þá gátu allar vogirnar verið tengdar saman og í lok hvers dags sáust

niðurstöður um alla stærstu þætti vinnslunnar (Sóknarfæri, 2018).

Mynd 4 - Fyrstarafeindavogin frá Pólnum ehf. (Sóknarfæri, 2018).

Page 16: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

8

Árið 1987 var talið nokkuð ljóst að á næstu áratugum yrði mikil aukning í vélvæðingu og

sjálfvirkni í öllum greinum fiskvinnslu. Margt benti til þess að að framundan yrðu verulegar

breytingar í vélvæðingu varðandi snyrtingu, niðurskurð, flokkun, vigtun, pökkun og frystingu

á fiski (Rannsóknarráð ríkisins, 1987).

Seinnipart níunda áratugarins og snemma á 10.áratug 20. aldar varð mikil bylting í íslenskum

fiskvinnslum þegar fyrsta tegund flæðilína var sett fram. Fyrir tíma flæðilína notuðust

bolfiskvinnslur við það sem kallaðist bakkakerfi en þá var hráefnið flutt í 20 kg bökkum á milli

vinnsluþátta í framleiðslukerfinu. Fyrstu flæðilínurnar byggðu á að flytja bakkana á milli

vinnsluþátta en það að hafa flökin í 20 kg bökkum þýddi mikla bið í bökkunum og tilheyrandi

tap í nýtingu vegna vatnstaps og aukinn hita í flökunum með tilheyrandi gæðatapi. Fyrstu

flæðilínur sem byggðu á að flytja einstaka flak milli vinnsluþátta kom fram með tilkomu

vinnsluskipanna,en þær voru oft kallaðar „Þrælabönd“. Þetta voru einföld færibönd, þau fluttu

hráefnið á milli vinnsluþátta í framleiðsluferlinu og með tilkomu þeirra rann hráefnið hraðar í

gegnum vinnsluna og jukust þar af leiðandi afköstin og nýting hráefnis varð betri. Þessar

flæðilínur voru aðallega notaðar í vinnslu þar sem vinnslustig var lágt, í heilflaka vinnslu og

með roði og beingarði í (Sigurpáll Jónsson, 1995).

Þó „þrælaböndin“ hafi haft marga kosti fram yfir bakkakerfið þá höfðu þau einnig marga ókosti.

Erfitt var að auka vinnslustig sem takmarkaði pakkningaval. Annar ókostur var sá að vogakerfin

sem notuð voru á þessum tíma voru hönnuð fyrir bakkakerfin en ekki flæðilínur og var því erfitt

að koma á virku gæða-, nýtingar- og afkastaeftirliti. Eins byggði þetta á hópbónus í landvinnslu

í stað einstaklingsbónus sem áður hafði verið ráðandi en við það minnkaði hvatinn hjá sumum

aðilum í vinnslunni við að halda uppi afköstum (Sigurpáll Jónsson, 1995).

Page 17: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

9

Á mynd 5 hér að neðan er sýnt hlutfall þorskafla eftir tegund löndunar frá árunum 1982-2016,

sýnt er að alveg frá árinu 1982 hefur vinnsla innanlands verið í meirihluta, þó má sjá að í

kringum 1990 byrjaði hún að minnka og fór sjófrysting ásamt heilum fisk í gáma til útflutnings

að aukast. Á myndinni má sjá að árið 1994 fer einungis rétt um 70% af heildarafla til vinnslu

innanlands sem sem sýnir að landvinnslan er ekki mjög samkeppnisfær á þessum tíma. Árið

2016 er þetta hlutfall komið í um 87%.

Árið 1988 var byrjað að hanna nýja tegund af flæðilínu, fyrirtækin Marel hf. og Þorgeir og

Ellert hf. ásamt tæknifræðingnum Ingólfi Árnasyni hófu hönnun á nýrri tegund af flæðilínu í

samstarfi við Fiskiðjuna Skagfirðing hf. Breytingin frá „Þrælabandinu“ var mikil en í þessari

flæðilínu voru þrjú færibönd, eitt sem flutti hráefnið inn á línuna, annað fyrir mismunandi

afurðir frá snyrtistæðunum og eitt fyrir afskurðinn og úrganginn. Línunni var stýrt af vogum

sem allar voru tengdar saman á interneti inn á eina móðurtölvu. Þessi fyrsta kynslóð af

flæðilínum var sett upp árið 1992 og það í Fiskiðjunni (Sigurpáll Jónsson, 1995).

Þessi fyrsta kynslóð af flæðilínu var mikil bylting fyrir bolfiskvinnslur og á sínum tíma voru

helstu ávinningarnir styttri gegnumstreymistími flakanna í gegnum vinnsluna sem þýðir aukin

gæði á afurð, minni launakostnaður, meiri rekjanleiki og þær hjálpuðu til við að auka framleiðni

vinnslunnar (Ólafur Klemensson, munnleg heimild, 13. mars 2018).

Í kjölfar fyrstu flæðilínunnar þá byrjar Marel að einbeita sér að aukinni tæknivæðingu í

vinnslum, bónuskerfin eru bætt með betri tölvuforritum og ný myndgreiningartækni gerir þeim

auðveldara fyrir að stjórna vinnslunni. Sjálfvirk flokkun og skömmtun ásamt sjálfvirkum

Mynd 5 - Hlutfall Þorskafla eftir tegund löndunar frá 1982-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. b)

Page 18: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

10

bitaskurði var hluti af því sem Marel kom með á markað í kringum árin 1993-1994, það var svo

í lok árs 1997 sem Marel kynnir aðra kynslóð sýna af flæðilínum og var áhersla lögð á einföldun

á framleiðslunni og aukinni sérhæfingu í þorsk og ýsu. Einnig kom nýtt og endurbætt

vinnslukerfi með endurkomu einstaklings bónuskerfis sem studdist við tölvuforrit (Ólafur

Klemensson, munnleg heimild, 13. mars 2018 ; Kristmann Kristmannsson, munnleg heimild,

15. Mars 2018)

Annað stórt skref í tækniþróun hófst er íslenskir aðilar hófu framleiðslu á fisvinnsluvélum í

samkeppni við Baader vélarnar sem höfðu verið ráðandi á markaði. Eitt af fyrstu fyrirtækjunum

til að gera það var fyrirtækið Vélfag sem var stofnað árið 1995 á Ólafsfirði. Vélfag byrjaði í

raun á því að smíða íhluti í Baader flökunarvélar en þróaðist svo fljótt út í það að smíða sýnar

eigin vélar. Árið 1996 tók Vélfag Baader 189 flökunarvélina og smíðaði hana þá að hluta til úr

ryðfríu stáli en þeirra hugsun var sú að betra væri að vélin væri úr ryðfríu stáli heldur en

venjulegu upp á endingartíma vélarinnar en flakað var í fyrstu ryðfríu flökunarvélinni árið 2004

sem var í rauninni endurbyggð Baader 189. Fljótlega eftir stofnun Vélfags fóru þeir að hanna

sýnar eigin vélar og árið 2000 var hönnun og smíði á M700 flökunarvélinni þeirra komin á fullt

skrið (Andri Fannar Gíslason, munnleg heimild, 10. mars 2018).

Fyrsta M700 flökunarvélin frá Vélfag var afhent Norðurströnd á Dalvík árið 2007 og fyrsti

hausarinn sem hét M500 kom á markað árið 2009. Tveimur árum áður en M700 var gefin út var

Vélfag að þróa tölvustýringu í M700 en ákváðu að hætta þróuninni því ný tækni eins og þessi

var mjög kostnaðarsöm (Andri Fannar Gíslason, munnleg heimild 10. mars 2018).

Mynd 6 - M700 flökunarvél með áfastri M800 roðflettivél (Effekt.is, e.d.).

Page 19: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

11

Annað íslenskt fyrirtæki sem hefur verið í þróun og framleiðslu á fiskvinnsluvélum er Curio í

Hafnafirði sem stofnað var 1994 og kom með vélalínu fyrir fiskvinnslu árið 2008 sem sló í gegn

(Curio, e.d.).

Gæði afurðarinnar skipta alltaf gríðarlega miklu máli og snemma á 1. áratug 21. aldar kynntu

Marel gæða og rekjanleika kerfi sem átti að koma að góðum notum. Á svipuðum tíma koma

þeir einnig með röntgentækni og þjarkatækni, en flökin rúlluðu í gegnum röntgen vélina og

hægt var að skoða flökin með þessari röntgen greiningu. Árið 2006 kynnir Marel þriðju kynslóð

flæðilína og má segja að Marel hafi í raun alltaf verið að þróa betri og betri flæðilínur.

Samfara því að þriðja kynslóð kemur fram var lögð aukin áhersla á ferskar vörur, gæði

hráefnisins í gegnum styttri veiðiferðir og úrbætur á umferðarviðgangi afla. Með þessum

áherslum jukust gæði hráefnis gríðarlega mikið. Þessi þriðja kynslóð innihélt „Super-Chilling“

frá Skaganum3x og virkaði þannig að flökin voru kæld á milli flökunar og roðrífíngar og var

þá riðrífing auðveldari og nýting betri (Ólafur Klemensson, munnleg heimild, 13. mars 2018).

Árið 2008 kynnir Marel til sögunnar Innova. Innova er samþætt hugbúnaðarkerfi sem nær frá

einföldum tækjabúnaði til heildarlausna sem aðlagaðar eru að þörfum einstakra

matvælaframleiðenda. Innova hugbúnaðarkerfið gerir örgjörvum kleift að hámarka ávöxtun og

afköst í samræmi við ákveðna gæðastaðla og tryggja matvælaöryggi með rekjanleika byggðan

inn í hvert ferli. Innova gerir framleiðanda til dæmis kleift að hafa fulla stjórn á öllu ferlinu,

hafa áreiðanlega pappírslausa gagnasöfnun, góðan rekjanleika í gegnum vinnslukerfið ásamt

því að geta stjórnað og haft yfirlit yfir upplýsingum eins og afköstum, gæðum og ávöxtun í

Mynd 7 - C3027 hausari frá Curio (Curio.is, e.d.).

Page 20: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

12

rauntíma. Sama á við um Innova hugbúnaðinn og aðra tækni hjá Marel að það er stöðugt verið

að þróa búnaðinn til að passa við breyttar markaðsþarfir og kröfur viðskiptavina (Marel, e.d. a).

Aðrar markverðar tækniframfarir á þessum árum er áðurnefnd „Super-Chiller“ sem rekja má til

Skagans 3x stál sem hefur verið eitt af þeim fyrirtækjum sem eru leiðandi í þróun á vinnslulínum

og tæknibúnaði í fiskvinnslu.

Super – Chiller er einskonar kælitækni sem fer fram á milli flökunar og roðrífingar. Tilgangur

þessar tækni er að byggja upp ákveðinn styrk í flökunum með að ná þeim niður í u.þ.b. -1°, með

þessari tækni eykst nýtingin, gæðin, geymsluþolið og ekki er þörf á ís þegar afurðin er sett í

flutning. Lykillinn af því að kæla flökin er kælt teflonhúðað álfæriband sem flökin liggja á

ásamt köldu lofti sem er blásið yfir flökin í gegnum ferlið (Skaginn3x, e.d.).

Mynd 8 - Super – Chiller frá Skaganum3x (Skaginn3x., e.d.).

Page 21: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

13

4 Áhrif tækniþróunar síðan 2010 Mikil tækniþróun hefur orðið í sjávarútveg síðustu 10 ár og hafa íslensk hátæknifyrirtæki í

samvinnu við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki átt stóran þátt í þróuninni. Samstarf milli

hátæknifyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtækja er lykilatriði til þess að ná árangri í tækniþróun.

Þróunin er ekki bara á einu sviði heldur nær hún alveg frá veiðum í tilbúna vöru, á síðustu árum

hefur sjálfvirkni aukist mikið með tilkomu róbóta tækni og ný og endurbætt tækni hefur komið

á markað.

Lengi vel hafa róbótar verið notaðir í raftækja- og bílaiðnaði, aðrar greinar eins og fiskiðnaður

hafa verið mun lengur að innleiða þessa tækni. Á síðustu árum hefur tækni sem þessi verið að

sjást meira og meira í fiskiðnaðinum (AVS, 2006).

Sjálfvirkir pökkunarflokkarar er eitt tækninýjungunum sem kom út árið 2011. Þeir sjá um að

vigta hvern bita og finna þannig í hvaða kassa hver biti á að fara svo yfirvigtin sé sem minnst.

Aligner Grader er sjálfvirkur pökkunarflokkari frá Völku sem kom á markað árið 2011. Hann

er hannaður til að hámarka sjálfvirknina með því að beina hráefninu sjálfvirkt í kassann eða

ílátið sem selja á vöruna í. Einnig er flokkarinn útbúinn kerfi sem sér um að mata flokkarann

með ílátum sem varan fer í.

Helstu ávinningar Aligner Grader eru sjálfvirk flokkun og pökkun, góð meðhöndlun á hráefninu

og einnig hámarkar vélin nákvæmnina með lágmarks yfirvigt (Valka, e.d. a).

Endalínubúnaður er kerfi í lok vinnslulínunnar. Þetta er samþættur búnaður þar sem ísun,

háþróað myndgreiningakerfi, tékkvog, plastfóðrunarkerfi ásamt álímingavél fyrir límmiða er

allt sjálfvirkt. Árið 2011 kemur Valka með endalínubúnað á markað. Svona búnaður skilar mun

Mynd 9 - Aligner Grader pökkunarflokkari frá Völku (Valka, e.d. a).

Page 22: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

14

meiri nákvæmni heldur en mannshöndin. Einnig má til þess geta að fleiri fyrirtæki eru með

svipaðan búnað.

Á mynd tíu sést tækni frá Völku sem sér um að ljúka við gera „kassann“ tilbúinn, á myndinni

má sjá merkingu B, þar er tékkvigt sem vigtar hvern „kassa“, á merkingu A er plast sett ofan á

fiskinn sem er í kassanum. Einnig fer fram málmleit og álíming merkimiða.

Ísskammtakerfið á mynd 11 er einnig hluti af endalínubúnað Völku, hann tryggir nákvæma

ísskömmtun í samræmi við það magn af fiski sem á að kæla og áætlaðan flutningstíma með

margskonar skynjurum og tækjum (A,B,C,D,E,F,G). Hægt er að breyta ísskömmtuninni í

samræmi við mismunandi tegundir, umbúðir og flutningsaðferðir. Einn af ávinningum Ice

Doser er að flutningskostnaður helst í lágmarki þar sem ekki fer meira magn af ís í „kassann“

en þarf. Marel hefur einnig komið fram með svipaðar lausnir til að leysa þætti er lúta að pökkun

og flokkun.

Mynd 10 - Endalínubúnaður frá Völku (Valka, e.d. b).

Mynd 11 - Ice Doser ísskömmtunarkerfi frá Völku (Valka, e.d. c).

Page 23: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

15

4.1 Vatnsskurður Vatnsskurður hefur lengi vel verið notaður í ýmsum matvæla iðnað og er því ekki ný tækni. Á

níunda áratug 20. aldar var hann til dæmis notaður í fiskvinnslu hér á landi en var tæknin þá

ekki nógu vel þróuð og því ekki meira notuð þá (Matís, 2005).

Mikil þróun hefur átt sér stað á þessari tækni í gegnum tíðina og árið 2012 gefur fyrirtækið

Valka út fyrstu íslensku vatnsskurðarvélina Cutter og var hún sett upp í fiskvinnslu HB Granda

í Reykjavík og notuð til að skera beingarðinn úr karfaflökum (Kristján Hallvarðsson, munnleg

heimild, 14. mars 2018). Sama ár byrjar Marel að þróa vatnsskurðarvélina FleXicut og var fyrsta

vélin sett upp í fiskvinnslu Nýfisks í Sandgerði árið 2014 (Bjarni Eiríksson, munnleg heimild,

15. mars 2018)

Þessar vatnsskurðarvélar voru sannkölluð bylting í fiskiðnaðnum, þær þjónuðu í raun sama

tilgangi og gera enn, að geta staðsett beingarðinn með röntgen myndagreiningartækni og

fjarlægt hann með vatnsskurði einnig greina þær hvert flak og skera það mjög nákvæmlega í

bita eftir þinni ósk í tengslum við stærð og þyngd. Mikill ávinningur myndast með komu

vatnskurðarvéla í fiskiðnaðinn, t.d. geta þær aukið afköst, aukið nýtingu, auðveldað vinnu,

lægra hlutfall af afurð fer i blokk, aukið afurðarframboð og afhendingaröryggi (Ægir

Jóhannsson, munnleg heimild, 12. mars 2018).

Vélarnar eru þó ekki eins uppbyggðar enda frá sitthvoru fyrirtækinu. Bæði fyrirtækin hafa þróað

vélarnar mikið frá fyrstu útgefnu vélunum.

Cutter vélin frá Völku notast við einskonar samsetningu af röntgen og 3D myndgreiningartækni

ásamt róbótum sem stýra vatnsstreng til þess að finna og skera beingarðinn í burtu með mikilli

nákvæmni en þessi samsetning af myndgreiningartækni skynjar bein niður í 0,2 mm stærð. Í

gegnum vélina rennur stálfæriband, færibandið þolir vel kraft vatnsstrengsins sem gerir vélinni

Mynd 12 - Cutter Vatnsskurðarvél frá Völku (Valka, e.d. d).

Page 24: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

16

kleift að fjarlægja ekki einungis beingarðinn með vatnsskurði heldur sker hún flakið einnig í

bita með vatnsskurðinum. Í viðtali við Ægir Jóhannsson starfsmann Gjögur talar hann um að

þar sem bitaskurðurinn er framkvæmdur með vatnsskurði þá sé mikill sveigjanleiki í bitaskurði

í „Cutter“ vélinni, hún geti í raun skorið flakið nákvæmlega eins og henni er sagt að gera, t.d.

getu hún skorið mismunandi stór flök niður í mismunandi mynstur eins og litla þríhyrninga.

Mesti hraði sem hægt er að stilla beltið í vélinni er 480 mm/sek og eru afköst vélarinnar reiknuð

sem fall af þyngd allra fiskana sem renna í gegnum hana, taka má dæmi um 3 kg GUTTED

þorsk þá getur vélin afkastað 2.000 kg á klukkutíma (Valka, e.d. d).

Í gegnum FleXicut vélina frá Marel rennur einskonar gúmmí/plast færibönd.. Beingarðurinn er

skorinn á milli færibanda inn í vélinni með vatnsstreng og er vélin útbúinn tveimur hnífum sem

bita flakið niður eftir ósk viðskiptavina á milli banda eftir beingarðsskurðinn. Afköst hennar

fara eftir stærð flakanna en vélin afkastar upp að 50 flökum á mínútu ef um er að ræða 750g

þorskflök (Marel, e.d. b).

4.2 Flokkun afurða eftir bitaskurð Eftir að flakið er skorið í bita þá þarf að flokka hvert það á að fara, t.d. hnakki í ferskt og

kviðstykki í frosið. Árið 2013 kom Valka með sjálfvirkan bitaflokkara, allir bitar sem fara í

gegnum Cutter vatnsskurðarvélina eru þekktir eftir þyngd, stærð og lögun getur bitaflokkarinn

greint bitana og flokkað þá á rétt færiband sjálfvirkt. Með þessum flokkara er sjálfvirknin aukin

mikið og er því ekki þörf á mannshöndum í þessum hluta vinnslunnar lengur. Það var svo árið

2016 sem Marel kemur með samskonar tæki.

Mynd 13 - FleXicut frá Marel (Marel, e.d. b).

Page 25: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

17

4.3 Aðrar markverðar tækniframfarir Margar aðrar markverðar tækniframfarir komu fram á síðustu árum og tækni sem til var áður

hefur verið þróuð enn betur. Sjá má að sumar vinnslur hafa verið nýta sér róbóta/vélmenni til

þess að stafla kössunum á bretti, sjálfvirka lyftara til að keyra brettin að vél sem sér um að plasta

brettin. Þarna er verið að láta tæki vinna erfiðisverk sem áður voru unninn af starfsmönnum

vinnslunnar. Hugbúnaður hefur þróast mikið síðastliðin ár og getur hann haft gríðarlega mikil

áhrif. Nú til dags er hægt að tengja alla þætti framleiðsluferlisins saman með hugbúnaði sem

gerir vinnslum kleift að hafa góða yfirsýn yfir hvað er að gerast þar og hvað má fara betur t.d.

varðandi nýtingu, afköst, gæðastuðla, öryggi afurða ásamt góðum rekjanleika.

4.4 Hátæknivædd bolfiskvinnsla Sjálfvirkni í bolfiskvinnslu hefur aukist stórlega síðustu ár. Á mörgum stöðum vinnslunnar er

búið að skipta út mannshendinni fyrir tækjabúnað, með því er verið að einfalda störfin og auka

gæði afurðarinnar.

Þegar fiskikarið er keyrt úr móttöku er það keyrt í einskonar lyftu, lyftan sér um að lyfta karinu

upp og sturta fisknum úr því ofan í nokkurskonar bað, þar bíður fiskurinn eftir að vera hausaður,

lyftan skilar svo karinu á einskonar þvottalínu sem sér um að þrífa karið og skila því á réttan

stað. Að hausun lokinni er fiskurinn flakaður og roðflettur, þarna á milli getur verið „súper-

kæling“ (Super-Chilling) sem kælir flakið og roðið svo betri nýting náist.

Næst er hann snyrtur á snyrtiborði áður en hann fer í gegnum vatnskurðarvél sem sker

beingarðinn frá ásamt því að bita flakið niður. Eftir vatnsskurðarvél er sjálfvirkur bitaflokkari

sem flokkar bitana á mismunandi færibönd, færiböndin ferja svo bitana í mismunandi áttir.

Framleiðsla á ferskum fisk hefur aukist mikið og fer hann eftir færibandi í flokkara sem raðar

sjálfvirkt eftir vigtun í frauðkassa. Á þessum stað í vinnslunni á sér stað mikil sjálfvirkni en

plast er sett yfir fiskinn í kassanum, miðar eru límdir á kassann, skömmtun á ís, lok er sett á

kassann, poki er settur utan um kassann, kössum er staflað á bretti með róbótum, sjálfvirkir

lyftarar ferja brettið í vafningsvél sem plastar brettið og gerir það klárt til útflutnings, allt þetta

ferli getur verið sjálfvirkt. Sama má segja um framleiðslu á frosnum vörum, svipuð sjálfvirkni

á sér stað þar.

Page 26: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

18

4.5 Ávinningar Mikil verðmætasköpun hefur skapast með aukinni þekkingu og tækniþróun í sjávarútveg.

Síðastliðin ár hefur fjárfesting í sjávarútveg verið gríðarlega mikil, þessar miklu fjárfestingar

má rekja til þeirrar tæknibyltingu sem er í sjávarútvegi í dag. Eins og áður hefur komið fram

gefur tækniþróunin í bolfiskvinnslu mikinn ávinning fyrir vinnsluna í sambandi við gæði og

meðferð hráefnis ásamt aukni nýtingu og afköstum. Tafla 1 sýnir hluta af þeirri tækni sem hefur

komið síðastliðna áratugi og hvað hún skilar til vinnslunnar, notast er við grunnhlutföll frá

fyrirtækinu Marel.

Ef litið er á töfluna sést að með aukinni tækni hafa afköst hafa verið að aukast mikið og

gegnumstreymistími minnkar, með því er verið að minnka rýrnun. Ef borið er saman kg á

manntíma þegar enginn flæðilína var og í dag er munurinn varla lýsanlegur þar sem hátt upp í

90 kg aukning á sér stað. Hvað varðar nýtingu sést að hún er að aukast með komu aukinnar

tækni og getur hvert prósent haft mikil áhrif, betri nýting getur skilað hærra hlutfalli af heilum

fisk í hágæða afurð og má sjá að árið 2007 eru um 80% af fisknum sem fer í hágæða afurð,

vatnsskurðarvélarnar gera mun nákvæmari skurð heldur en mannshöndin og hefur hlutfall í

hágæðavöru ásamt afköstum hækkað enn meira með komu þeirra. Nýjustu útgáfur á

vatnsskurðarvélum eiga að geta skorið beingarðinn nákvæmar frá þannig að hluti færist af

beingarði í hnakkastykki sem hefur mikil áhrif á verðmun þar þó það hækki ekki endilega

nýtinguna mikið.

Tækni Kynningartími Nýting Hágæða afurð kg/manntíma Ávinningur/tap

Engin flæðilína 49% 58% 12 Rýrnum vegna vatnsstaps, langur gegnumstreyimstími

1. Kynslóð 1996-98 49% 65% 25 Aukinn gegnumstreymistími og minni rýrnun, hærra hlutfall í flök.

2. Kynslóð 2004-05 49% 68% 33 Aukinn gegnumstreymistími, betra eftirlit með gæðum og rekjanleika

3. kynslóð 2007 52% 80% 30 Mikil aukning á gæðum, Súperkæling á milli flökunar og roðflettivélar.

Pökkunarlína 2011 Afköst Aukinn afköst, lægri yfirvigt, lágmarkar starfsmannafjölda, mikill áreiðanleiki.

Endalínubúnaður 2011 Lægri yfirvigt Lægri yfirvigt, nákvæm kæling, rekjanleiki, lágmarkar starfsmannafjölda

Vatnsskurður 2012 Mun betri Nær hærra hlutfalli Aukinn afköst, námkvæmari skurður, aukið vöruframboð, betri gæði

Vinnsla í dag u.þ.b. 100

Tafla 1 - Hluti af þeirri tækni sem hefur komið síðustu áratugi og hverju hún skilar til vinnslunnar.

Page 27: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

19

Pökkunarlínan ásamt endalínunni lágmarka starfsmannafjölda með því að virka nánast alveg

sjálfvirkt, þær skila einnig mun minni yfirvigt í kassana heldur en mannshöndin en hlutfallið

hefur lækkað úr u.þ.b. 2,2% í 0,7 % sem skilar bæði minni flutningskostnaði og aukinni

verðmætasköpun.

Fjárhagslegur ávinningur af flæðilínum og vatnsskurðarvélum byggir að mestu á sparnaði í

mannskap sem og að hægt er að hámarka verðmætin sem nást úr hverju flaki með nákvæmari

skurði og samvali í pakkningar. Eins hefur þetta áhrif á vörugæði og tryggir betur en áður

gallalausa framleiðslu þar sem bein og gallar eru greindir og þeir bitar sem hafa galla fara í

endurvinnslu. Þessi fjárhagslegi ávinningur er ekki reiknaður hér enda fer það eftir stærð vinnslu

og því magni sem fer í gegn, þó er áhugavert að vinnslur með milli 2 til 3 þúsund tonn á ári eru

að fjárfesta í vatnsskurðarvélum og pökkunarlínu.

Tafla 2 hér að neðan sýnir hvað aukin nýting getur haft mikil áhrif á verðmætasköpun í

þorskvinnslu, miðað er við vinnslu sem vinnur 3000 tonn á ári með nýtingarhlutfall þorsks um

46% og að varan sé seld á 1100 kr/kg sem er byggt á verðmæti á útflutningi á þorski frá Íslandi

árið 2016. Nokkur munur getur verið á afurðum t.d. ef næst að setja það sem áður fór í frosið

eða marning gæti þetta verið hærra í sumum tilfellum.

Ekki er hægt að alhæfa hvað tæki eru að skila í nýtingu þar sem ekki er verið að tala um eina

gerð. Hvert prósent í nýtingu skiptir miklu máli og má reikna að hausari sem skilar vinnslunni

2% - 4,5% betri nýtingu auki verðmætin um 66 – 148 milljónum króna, flökunarvél sem skilar

1% - 2,5% betri nýtingu gæti skilað á milli 33 – 82 milljónum króna. Það er þó erfitt að greina

þessa þætti þar sem aukning á nýtingu á hausum getur haft áhrif á nýtingu í flökun. Dæmi um

það að aukin nýting á hausum geti leitt af sér fleiri galla eins og klumbubein fylgi með sem gæti

lækkað nýtingu í flökun og aukið galla. „Super - Chilling“ eða undirkæling milli flökunar og

roðrífingar getur skilað 0,5% - 1,5% betri nýtingu geti skilað allt frá 16 – 50 milljónum króna.

Á móti því þarf starfsfólk að raða á færiband fyrir framan kælirinn sem framkvæmir

undirkælinguna og einnig fyrir framan roðrífingu en þetta kallar á meiri mannskap þannig að

Hausari Flökunarvél "Super-Kæling"Kynningartími (1975-2018) (1956-2018) 2002Aukin Nýting 2% - 4.5% 1%- 2.5% 0.5%-1.5%Aukið verðmæti miðað við 1100kr/kg 66 - 148 milljónir kr 33 - 82 milljónir kr. 16 - 50 milljónir kr.

Ávinningur/tapAukin

verðmætasköpun með betri nýtingu

Auking verðmætasköpun með betri nýtingu

3-7 daga lengra geymsluþol, allt að 20% minni flutningskostnaður, aukin nýting á roðflettivél

Tafla 2 - Sýnir hvað aukin nýting getur haft mikil áhrif á verðmætasköpun þorskvinnslu.

Page 28: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

20

ávinningurinn er kannski ekki sá sami. Betri nýting í hausun og flökun hafa aftur á móti ekki

áhrif á starfsmannafjölda.

Aðrir þættir í vélarvinnslunni sem hafa áhrif á nýtingu er betri stærðarflokkun inn á vélarnar þá

eru þær stilltar þannig að þær nái hámarki í nýtingu fyrir hvern stærðarflokk. Það er þá kostur

sérstaklega fyrir stærri vinnslur sem hafa magn til að standa undir fjárfestingu á nokkrum (2-3)

samstæðum sem smærri vinnslur eiga erfitt með að gera.

Þróun afkasta er mikil frá því að flæðilínur komu en afköstin mæld í á hráefni á manntíma í

hefðbundni flakavinnslu hefur farið frá því að vera 12 kg/manntíma í bakkakerfinu upp í 30

kg/manntíma við að koma flæðilínu sem vinnur með einstaka flak. Með bætingu á flæðilínum

og tilkomu vatnsskurðarvélanna minnkar snyrting til muna og bitaskurður er alfarið sjálfvirkur.

Ætla má að við það hafi afköst farið í um það bil 80 kg á manntíma. Frekari þróun á

pökkunarlínum og samvali hafa síðan bætt þessi afköst þannig að varlega áætlað er að þau séu

kominn upp í 100 kg á manntíma. Frekari sjálfvirknivæðing í þessum þætti sem og stöflun á

bretti og sjálfvirkum lyfturum hafa síðan bætt þessi afköst. Erfitt er að fá gögn til að sýna fram

á þetta hjá vinnslum en ætla má að afköst í tæknivæddustu vinnslum í dag séu komin vel yfir

100 kg á manntíma.

Þetta sýnir að hvert prósent í betri nýtingu skipti miklu máli. Þetta er aðeins hluti af tækninni

sem er í hefðbundni bolfiskvinnslu, því er hægt að rekja aukna verðmætasköpun í bolfiskvinnslu

til tækniþróunar og þeirri þekkingu sem kemur í kjölfar hennar. Það er ljóst að tækniþróun í

landvinnslu hefur verið að skila miklum ávinningi en hann er þó alltaf háður gæðum þess

hráefnis sem berst til vinnslu. Miklar framfarir hafa verið í meðferð afla um borð í fiskiskipum

með tilkomu undirkælingar, betri flokkunar og almennar meðferðar um borð. Ekki er farið í

þessa þætti í þessu verkefni en ljóst er að hráefnisgæði og góð flökun er grundvöllur þess að

vinnslustig sé hátt í landvinnslunni.

Ætla má ef tekin væri mesta aukningin í öllum liðum tækniþróunar á bolfiskvinnslu að nýting

væri mun hærri en hún er. Þar kemur til að þetta er samstætt ferli þannig að aukning á einum

stað hefur áhrif á aðra staði eins og dæmið um nýtingu á hausun. Ekki reyndist unnt að

sannreyna þessa þætti en mikilvægt er að skoða þetta í samhengi í öllu ferlinu.

Page 29: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

21

4.6 Störf í sjávarútvegi Samfara þessum tækniframförum hafa orðið miklar breytingar á störfum í sjávarútvegi

síðastliðin ár. Það er athyglisvert að reyna að greina hverju þetta er að skila í bolfiskvinnslu.

Ekki er aðgreint störf í bolfiskvinnslu og uppsjávarfiski en vinnsla í uppsjávarfiski hefur verið

sjálfvirknivædd á undanförum árum þannig ætla má að stærsti hluti af fólki í landvinnslu starfi

í bolfiskvinnslu. Á mynd 14 hér að neðan er skoðað landaðan bolfisk sem fer til landvinnslu og

fjöldi starfa í landvinnslu. Margir starfa við sjávarútveg í dag en þegar litið er á fiskvinnslu

hefur störfum fækkað töluvert seinustu áratugi.

Ef borið er saman árið 1994 og árið 2017 hafa störfum í fiskvinnslu fækkað úr rúmlega 10.000

niður í tæplega 4.000 störf, á meðan störfum hefur fækkað þá hefur landaður bolfiskafli í raun

frekar farið hækkandi. Athyglisvert er að sjá aukninguna í störfum frá 2007 til 2013 en þær má

að nokkru leiti rekja til meiri áherslu á ferskrar fiskvinnslu og bitaskurð. Eins og áður hefur

komið fram kom fyrsta vatnsskurðarvélin fram 2012 og síðan hefur þeim fjölgað þannig ætla

má að fækkun í störfum skýrist m.a. af því. (mynd 14)

Til að skoða þetta nánar er áhugavert að skoða þróun á hvað mörg tonn af bolfiski hvert starf

afkastar eins og sést á mynd 15.

Mynd 14 - Landaður bolfiskafli og fiskvinnslustörf 1994-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. c, Hagstofa Íslands, e.d. d).

Page 30: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

22

Fækkun starfa í fiskvinnslum má rekja til margra þátta, þróun tækninnar hefur mikil áhrif og

hafa þannig störf í fiskvinnslu færst frá frumstörfum yfir í hátæknistörf.

4.7 Framtíðarsýn Eins og sjá má hafa orðið miklar framfarir í bættri meðferð á sjávarafla síðastliðin 30 ár.

Blóðgun, slæging, hreinlæti, kæling og í raun allt ferlið eru mikilvægir þættir sem hafa áhrif á

gæði hráefnisins. Fyrirtæki í sjávarútvegi, hátæknifyrirtæki, stjórnvöld, háskólarnir og fleiri

hafa lagt mikið á sig til að auka þekkingu allra þeirra sem koma að greininni varðandi meðferð

þessa viðkvæma hráefnis (Matís, e.d.).

Það er engin spurning að tækniþróun mun halda stöðugt áfram. Stöðnun er eitthvað sem ekki er

í boði á þessum markaði. Það er í raun alltaf verið að fara fram á fullkomnari vélar í vinnslurnar

með það í hug að geta fækkað mannlegum handtökum sem eru endurtekin yfir daginn eins mikið

og hægt er. Ástæður þess eru margar en meðal annars er erfitt að fá fólk í slík störf og einnig til

þess að auka gæði afurðarinnar.

Íslensk hátæknifyrirtæki gefa út að margt eigi eftir að gerast á komandi árum varðandi

tækniþróun í sjávarútvegi. Röntgen myndgreininga tæknin er að þróast hratt, verið er að þróa

hana betur og betur til þess að greina flökin, jafnvel að greina hringormana í flaki í snyrtingu

og eftir snyrtingu. Með betri meðhöndlun á hráefninu alveg frá veiðum til vinnslu þá er alltaf

meira magn af flökum sem í raun þarf ekkert endilega að snyrta. Með háþróaðri myndgreiningar

tækni þá gæti verið hægt að greina flakið og vísa því þá annaðhvort inn á snyrtilínu eða beint

áfram ef engir gallar finnast sem skurðavélin ræður ekki við, með þessari tækni gætu afköstin

aukist, fólkið á snyrtilínunni yrði ánægðara, nýtingin betri og gæðin aukist enn frekar.

Mynd 15 - Landaður bolfiskafli og fiskvinnslustörf 1994-2016 (Hagstofa Íslands, e.d. c, Hagstofa Íslands, e.d. d)

Page 31: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

23

Sjávarútvegsfyrirtækin eru einnig farin að horfa farm í tímann og óska eftir allskonar tækni,

tæknin kemur ekki endilega að framleiðsluferlinu sjálfu en t.d. fer mikill starfskraftur og tími í

þrif á vinnslunni eftir að vinnsla er stöðvuð, með einhverskonar sjálfvirkum þvotti á vinnslunni

gæti launakostnaður minnkað og vinnslur stefna alltaf að því. Þó er hægt að bæta sjálfvirknina

í vélarvinnslunni enn frekar því enn eru t.d. flökunarvélar og hausarar háðar mannshendinni og

getur nákvæmni vélanna ráðist af hversu vanur starfsmaður setur fiskinn í vélarnar. Betri

hitastýring á fisknum alla leið í gegnum vinnsluna er eitt af því sem þarf einnig að skoða og

bæta.Talað er um að tæknin til að gera fiskvinnslu að mestu mannlausa og skilvirkari sé í raun

að mestu til staðar, málið sé að hún sé einfaldlega of dýr þannig að tæknin svari í raun ekki

kostnaði.

Page 32: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

24

5 Samanburður á Íslandi og Noregi Samkeppni í framleiðslu þorskafurða kemur frá mörgum löndum en þá einna mest frá Noregi.

Það er því áhugavert að bera þessi lönd saman hvað þetta varðar. Við á Íslandi erum með gott

veiðikerfi og er mikil samþætting á milli allra þátta ferlisins alveg frá veiðum til markaðsmála,

þetta gefur okkur mikið forskot á önnur lönd, ásamt því að vera á háu tækni stigi (Þorsteinn Már

Baldvinsson, 2016).

Ef borið er saman hvítfiskvinnslur á Íslandi við Noreg þá er uppbygging iðnaðarins mjög

samþætt á Íslandi en takmarkanir eru á samþættingu í Noregi. Flæði hráefnis til vinnslu getur

skipt máli en á Íslandi er því stjórnað af framleiðslu og markaðsþörfum, hinsvegar er því

stjórnað af veiðum og árstíðum í Noregi. Arðsemin er einnig frekar há hjá Íslandi en lág hjá

Noreg. Eins og sjá má á mynd 16.

Ljóst er að þegar skoðuð er arðsemi hvítfiskvinnslu sem hlutfall af tekjum stendur íslenska

hvítfiskvinnslan mun framar heldur en sú norska. Norska hvítfiskvinnslan hefur verið að

upplifa mjög lága arðsemi á undanförnum árum og sjá má á mynd 22 að þróunarlínan fyrir

hagnað hvítfiskvinnslu er mun brattari fyrir íslenskt efnahagslíf en fyrir það norska.

Mynd 16 - Hagnaður sem hlutfall af tekjum fyrir vinnslu í Noregi og á Íslandi 1999-2015 (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 5. mars 2018).

Page 33: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

25

Til að átta sig á vinnslustigi á þorski er áhugavert að skoða útflutning á heilum óunnum þorsk

frá annarsvegar Íslandi og hinsvegar Noregi. Noregur hefur síðustu ár útflutt hátt hlutfall af

heilum óunnum þorski, Ísland hinsvegar flytur mun minna hlutfall af heilum fisk úr landi.

Á mynd 17 sést útflutningur á heilum óunnum fisk frá Íslandi og Noregi í samanburði við

heildarútflutningi þorsks. Útflutningur á heilum fisk frá Noregi árið 2016 var tæplega 60% af

heildarútflutning á þorski sem verður að teljast mjög hátt hlutfall. Hinsvegar er útflutningur á

heilum fisk frá Íslandi árið 2016 tæplega 10% af heildarútflutningi þorsks, þetta gefur til kynna

að mun meira hlutfall af veiddum þorsk er unnið á Íslandi heldur en í Noregi.

Flakavinnsla er takmörkuð í Noregi og hefur í raun verið að minnka síðustu ár, frá 2011 til 2014

hefur útflutningshlutfall flaka af heildarútflutningi þorsks minnkað úr 14% í 7%. Á Íslandi

hinsvegar hefur hún verið í jafnvægi síðustu ár en hlutfall hennar af heildarútflutningi þorsks

hefur verið á bilinu 55% - 60%. (mynd 18)

Mynd 17 - Útflutningur á heilum óunnum þorsk frá Íslandi og Noreg í samanburð við heildarútflutning þorsks (Ögmundur Knútsson, munnleg

heimild, 5. mars 2018).

Page 34: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

26

Ljóst er að fiskiðnaðurinn í Noregi er ekki kominn jafn langt og á Íslandi. Verðmætasta

flakaframleiðslan eru ferskflök og flakabitar, það er því áhugavert að sjá að verð á hvert kg af

ferskum flökum útfluttum frá Íslandi er hærra en hjá Noregi, einnig er útflutningur ferskra flaka

frá íslandi að aukast og gætu ástæður fyrir þessu verið þær að betri bitaskurður fæst með

vatnsskurði eins og hefur verið innleitt mikið á Íslandi.(mynd 18). Einnig gæti þetta ráðist af

mörkuðum og því að meira er flutt af heilum flökum frá Noregi í stað flakabita eins og frá

Íslandi.

Til að greina enn betur hverju þessi munur er að skila í verðmætasköpun er áhugavert að skoða

útflutningsverðmæti á þorski frá Íslandi og Noregi. Á mynd 19 er útflutningur frá löndum

reiknaður í evrur á meðalgengi þess árs í Noregi og Íslandi.

Mynd 19 - Heildarútflutningsverðmæti í evrum á hert kíló af lönduðum þorsk frá Íslandi og Noregi 2010-2016 (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 6. mars 2018).

Mynd 18 - Útflutningshlutfall á ferskum flökum eftir magni og meðal verði frá Íslandi og Noregi 2011-2016 (Ögmundur Knútsson, munnleg heimild, 6. mars 2018).

Page 35: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

27

Á mynd 19 sést að á hvert kíló af þorski er Ísland að skapa mun meiri verðmæti eða sem nemur

allt að 0,47 evrur á kg 2014 en þessi munur er 0,57 evrur 2016. Ljóst er að þetta er verulegur

munur sem rekja má m.a. til þess að á Íslandi er áherslan lögð á flakavinnslu og fersk flök sem

skila töluvert verðmætari vöru en útflutningur á heilum fisk eins og áherslan er í Noregi.

Norðmenn hafa aftur á móti lagt töluvert á sig í að hækka verð á ferskum heilum fiski sem þeir

flytja út hausað og selja sem „Skrei“ sem er að verða þekkt vörumerki í Evrópu. „Skrei“ er

sérvalinn fiskur sem stenst strangar gæðakröfur fyrir ferskan fisk. Ætla má að sjálfvirknivæðing

í íslenskum sjávarútvegi hafi veruleg áhrif á þessa stöðu þar sem vinnslan á Íslandi er samþætt

við veiðar þar sem hægt er að stýra henni eftir markaði. Notkun á hátækni í vinnslunni hefur

því skilað Íslandi sterkari samkeppnisstöðu en Norðmanna.

Page 36: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

28

6 Niðurstöður Í ritgerðinni var farið yfir áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu frá komu fyrstu flæðilína. Hér

verður farið yfir niðurstöður áhrifa tækniþróunar á bolfiskvinnslu með því að svara

rannsóknarspurningunum sem lagt var upp með, einnig verður farið yfir samanburð á

þorskvinnslu á Íslandi og Noregi ásamt öðrum möguleikum á tækniþróun.

Lagt var upp með tvær rannsóknarspurningar:

1. Hverju er tækniþróun í bolfiskvinnslu að skila til vinnslunnar, hvað varðar afköst,

nýtingu, gæði og verðmætasköpun.

2. Hvaða þættir í tækniþróuninni hafa skilað mestum ávinning.

Við vinnslu á niðurstöðum var stuðst við viðtöl, fyrirliggjandi gögn, fræðilegar heimildir og

rannsóknir. Unnið var úr gögnum og þeim komið í myndir og töflur sem sýna m.a. afköst,

nýtingu og verðmæti hjá bolfiskvinnslum.

Niðurstöður úr rannsóknarspurningu 1. sýna að tækniþróun í sjávarútvegi hefur aukist mikið

síðustu tvo áratugi og ljóst er að tæknin er að skila vinnslum miklum ávinning hvað varðar

afköst, nýtingu, gæði og verðmætasköpun. Ef litið er fyrst til vélarvinnslunnar þ.e.a.s. hausunar,

flökunar og roðrífínga er ljóst að miklar framfarir hafa átt sér stað á þessum tíma. Tvö íslensk

fyrirtæki Curio og Vélfag hafa komið fram með vélasamstæður sem eru að keppa við Baader

sem var alsráðandi á markaðnum. Miklar framfarir hafa verið í hausun og er áætlað að þeir geti

gefið um 2 - 4,5% betri nýtingu en áður var. Sama má segja með flökunarvélar sem áætlað er

að gefi allt að 1 - 2,5% betri nýtingu. Hluta af þessari aukningu má rekja til betri flokkunar fyrir

hausun og flökun og eru vélar þá stilltar fyrir þær stærðir sem fara í gegnum þær. Í sumum

vinnslum hefur verið komið fyrir undirkældum millikæli milli flökunar og roðrífíngar sem

áætlað er að geti skilað allt að 1,5% betri nýtingu í roðrífingunni en á móti því kemur að röðun

fyrir og eftir þann kæli er mannskapsfrek þannig að ávinningur verður í raun ekki sem skildi.

Þessir þættir hafa ekki mikil áhrif á afköstin þrátt fyrir að þau hafi aukist mikið á þessu tímabili.

Aukningin á afköstum frá komu fyrstu flæðilínunnar má gróflega áætla að kg/manntíma hafi

aukist frá 12 upp í allt að 100 kg. Við tilkomu fyrstu flæðilína styttist gegnumstreymistími fisks

frá því hann fer úr kæli til kælis eða frystingar mikið sem minnkað hefur vatnstap fisksins í

vinnsluferlinu og skilað betri gæðum. Ætla má að flæðilína geti gefið allt að 1-2% betri nýtingu

með styttri gegnumstreymistíma. Aðrir þættir sem flæðilína hefur áhrif á er

framleiðslusamsetning en aukin gæði hafa aukið hlutfallið sem fer í hágæðavöru t.d. ferska

Page 37: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

29

bitaframleiðslu og er áætlað að nú fari allt að rúmlega 80% í hágæðavöru í stað 58% fyrir

upptöku flæðilína. Aðrir þættir hafa áhrif á þessa framleiðslusamsetningu eins og meðferð afla

á sjó sem hefur gjörbreyst á þessu tímabili sem er til skoðunar í þessu verkefni. Annar stór þáttur

sem hefur áhrif á þessi afköst er tilkoma vatnsskurðarvélanna sem fyrst komu á markað 2012.

Með tilkomu vatnsskurðarvélar minnkaði snyrting og er bitaskurður alfarið framkvæmdur með

vélunum og jókst nákvæmni mikið. Þetta hefur gefið vinnslunum tækifæri til að mæta

markaðnum með mun flóknari framleiðslusamsetningu en áður var hægt þar sem hægt er að

ákveða stærð og þyngd bita með mikilli nákvæmni. Á saman hátt hefur sjálfvirkni í samvali og

pökkun aukið afköst mikið og minnkað yfirvigt.

Niðurstöður úr rannsóknarspurningu 2. sýna fram á að varðandi nýtingu er það tilkoma flæðilína

og styttri gegnumstreymistími sem auka nýtingu um þetta 1-2%. Mest aukning nýtingu má rekja

til farmþróunar í hausurum og flökunarvélum eða allt að 3 - 5%. Margir aðrir þættir hafa áhrif

á nýtingu eins og betri kæling og meðferð á afla.

Varðandi afköst þá er það innleiðsla á flæðilínum, samvali og flokkun sem fyrst juku afköst

mikið í vinnslunni. Síðan 2010 hefur það verið innleiðsla róbóta í vinnsluna í formi

vatnsskurðarvéla og við pökkun sem hafa aukið afköstin mikið. Flæðilínan jók afköstin úr 12

kg á manntíma í hefðbundinni flakavinnslu í rúmlega 30 kg eða nálægt þrefaldaði afköstin. Við

innleiðslu á vatnskurðarvélum og sjálfvirkni í pökkun má ætla að þessi afköst séu kominn um

og yfir 100 kg á manntíma eftir tæknistigi vinnslanna. Það er því ljóst að í afköstum þá er það

innleiðsla róbóta sem hefur hvað mest áhrif.

Varðandi framleiðslusamsetningu má segja að innleiðing vatnsskurðar í bolfiskvinnslu hafi

gríðarlegan ávinning fyrir vinnslurnar. Með nákvæmari skurði sker vatnskurðarvélin nær

beingarðinum. Ávinningur þess er að allt að 3% hærra hlutfall fer í hnakka- og kviðbita sem eru

verðmætustu bolfisk afurðirnar. Einnig framkvæmir hún allan bitaskurð og eykur þannig

vöruframboð og afköst.

Ekki fengust gögn til að sýna fram á beina verðmætasköpun í bolfiskvinnslu. Þó þegar litið er

á afköst frá innleiðingu fyrstu flæðilína til dagsins í dag þá hafa þau margfaldast og ætla má að

þessi aukning á afköstum leiði til mikillar verðmætasköpunar. Nýting hefur einnig stóraukist

með framþróun hausara og flökunarvéla og skapar hvert prósent í aukinni nýtingu mikil

verðmæti þar sem hærra hlutfall fer í hágæða afurð.

Page 38: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

30

Í þessu sambandi er áhugavert að skoða samanburð á Íslandi og Noregi sem eru með sama

aðgengi að mörkuðum og tæknistig. Þróun í Noregi er allt önnur en á Íslandi þar sem um 60%

af þorskinum er fluttur út óunninn ferskur eða frosinn og lítil áhersla er á flakavinnslu.

Verðmætasköpun norðmanna er mun minni á hvert kg af þorski upp úr sjó eða allt upp að 0,47

evrur á kg. Eins er afkoma slakari. Ætla má að mikil samþætting í sjávarútvegi á Íslandi og

takmarkanir á samþættingu í Noregi gefi íslenska sjávarútveginum mikið forskot. Meiri

tækniþróun hefur orðið í bolfiskvinnslum á Íslandi heldur en Noregi og leggur Íslenskur iðnaður

mikla áherslu á flakavinnslu á ferskum flökum og flakabitum sem er mun verðmætari vara

heldur en heill fiskur eins og Norski iðnaðurinn leggur áherslu á.

Annar lykil þáttur er samvinna milli sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja í þróun á

tækninni. Varlega má áætla að án þessarar samvinnu væri tæknin ekki komin jafn langt og hún

er komin í dag.

Íslensk hátæknifyrirtæki halda áfram að leysa vandamál í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki

og er tækniþróunin á fullri ferð og eru miklir möguleikar í frekari sjálfvirkni í bolfiskvinnslu.

Vinnsluvélar eins og hausarar og flökunarvélar þarfnast ennþá mannshandarinnar og getur því

nýting farið eftir hvaða starfsmaður er að vinna á vélinni. Röntgen myndgreininga tæknin er í

stöðugri þróun og eru markmiðin í þeirri þróun mörg, t.d. að geta greint betur gallana í flökum

og vísað gallalausum flökum fram hjá snyrtingu, þetta getur aukið afköst vinnslu mikið. Með

aukinni sjálfvirkni í vinnslum eru sjávarútvegsfyrirtækin að leita eftir að auðvelda störf ásamt

því að minnka launakostnað, auka afköst, bæta nýtingu og bæta gæði hráefnis. Ætla má að

mikill launakostnaður fari t.d. í þrif á vinnslunni eftir vinnudag og eru fyrirtæki farin að horfa

í það hvernig á að sjálfvirknivæða þrifin á vinnslunni.

Takmarkanir á aðgengi á gögnum gerðu það að verkum að ekki var hægt að sannreyna öll gögn.

Til dæmis að ef lögð er saman öll þessi aukning á nýtingu væri nýtingin mun meiri heldur en

hún er í raun og veru, einnig þegar allir þættir vinnslunnar eru tengdir saman þá er óvíst að sú

aukning á nýtingu sem á sér stað framarlega er í framleiðsluferlinu skili sér í gegnum allt ferlið

vegna galla eða aðra ástæðna.

Page 39: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

31

7 Umræður Á 8. Áratug síðustu aldar fóru vinnslur að kalla eftir aukinni tækni. Lítil sem engin tækniþróun

hafði orðið og því þurfti að breyta til að geta mætt samkeppni sem aðallega kom frá vinnslum

sem ekki voru vinnuaflsfrekar eins og vinnslu á sjó. Mörg hátæknifyrirtæki hafa sprottið upp

síðan þá og haft mikil áhrif á tækniþróun í íslenskum sjávarútveg, þar má t.d. nefna Marel,

Vélfag, Curio, Völku og Skaginn3x.

Innleiðing róbóta í fiskiðnaðinn hefur verið mikil undanfarin ár, þessi einhæfu erfiðu störf eru

að hverfa smátt og smátt og í stað þeirra koma í raun eftirlits- og tæknistörf. Róbótar eru mun

nákvæmari í öllum atriðum heldur en mannshöndin. Taka má dæmi með komu vatnsskurðarvéla

þar sem róbótar sjá um allan bitaskurð, ef viðskiptavinur óskar eftir að hnakkastykkið sé 80 gr.

að þyngd þá sjá róbótarnir um að skera það í þá þyngd með mikilli nákvæmni, hinsvegar ef

bitaskurðurinn er framkvæmdur með handafli tæki það bæði mun lengri tíma og nákvæmnin

yrði ekki eins mikil. Róbótar koma einnig í veg fyrir mannleg mistök, mæta alltaf í vinnuna og

framkvæma það sem þeim er sagt að gera, því auka þeir rekstraröryggið mikið.

Fjórða iðnbyltingin er í gangi núna og tækniþróunin er á fullri ferð, höfundur telur mjög

mikilvægt að vinnslur fylgist vel með og fylgi tækninni. Þær vinnslur sem tæknivæði sig lítið

eigi eftir að sitja eftir og hverfa.

Áhrif tækniþróunar í bolfiskvinnslu eru á mörgum stöðum í frameiðsluferlinu, mun meira er

hægt að fá út úr einu flaki núna heldur en áður en tæknivæðingin hófst og vöruúrvalið er einnig

mun breiðara.

Page 40: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

32

8 Heimildir AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi. (2006). Notkun róbóta í fiskvinnslu. Sótt af

http://www.avs.is/frettir/2006/09/18/nr/1571

Ágúst Einarsson. (2016). Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi. Reykjavík:

Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri.

Curio. (e.d.). Saga fyrirtækisins. Sótt af https://curio.is/fyrirtaekid/

Hagstofa Íslands. (e.d. a). Útflutningur sjávarafurða eftir afurðaflokkum og fisktegundum

1999-2016. Sótt af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuvegir__sjavarutvegur__utf/SJ

A04901.px/?rxid=d422ff2a-f86c-4767-a86f-1b669bdb671d

Hagstofa Íslands. (e.d. b). Afli og verðmæti afla eftir tegund löndunar og fisktegundum 1982-

2016. Sótt af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuvegir__sjavarutvegur__aflato

lur__londunartegundir/SJA09031.px

Hagstofa Íslands. (e.d. c). Afli eftir tegund vinnslu, fisktegundum og verkunarstöðum 1992-

2016. Sótt af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuvegir__sjavarutvegur__aflato

lur__radsofun_afla_vinnsla/SJA09112.px/table/tableViewLayout1/?rxid=f6a9bf26-

5d0a-4b22-896f-1849f59d7dfd

Hagstofa Íslands. (e.d. d). Afli og verðmæti afla eftir tegund löndunar og fisktegundum 1991-

2017. Sótt af

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__vinnumarkadur__3_arstolur/

VIN01110.px/table/tableViewLayout1/?rxid=df872c90-246e-4738-88d9-

7bf9caccf197

Marel. (e.d. a). Innova explained. Sótt af https://marel.com/innova/products/innova-explained

Marel. (e.d. b). FleXicut. Sótt af https://marel.com/fish-processing/systems-and-

equipment/whitefish/groundfish/receiving--handling/processing-

systems/flexicut/549?prdct=1&parent=549

Matís. (2005). Ársskýrsla 2005. Sótt af http://www.matis.is/media/utgafa/Arskyrsla2005-

(2).pdf

Page 41: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

33

Matís. (e.d.). Verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi.

Sótt af http://www.matis.is/matis/efst-a-baugi

Matís. (2015). Inngangur að fisktækni: Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um

framleiðslu sjávarafurða. Sótt af

http://www.matis.is/media/frettir/Fisktaekni_2.pdf

Rannsóknarráð ríkisins. (1987). Þróun sjávarútvegs. Í Ólafur Karvel Pálsson, Hjalti Einarsson,

Þorsteinn Már Baldvinsson (ritstjórar), Rannsóknarráð ríkisins rit 1987:1. Reykjavík:

Höfundur.

Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Handbók í Aðferðafræði rannsókna. Akureyri: Ásprent Stíll.

Sigurpáll Jónsson. (1995). Framleiðslueftirlitskerfi fyrir fiskvinnslu. Sótt af

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2363221&issId=182433&lang=da

Skaginn3x. (e.d.). Super-Chiller. Sótt af http://skaginn3x.com/products/super-chiller

Sóknarfæri: Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi. (2018, febrúar). Íslenska

rafeindavogin fertug. Útg. Athygli ehf, Reykjavík, bls. 32.

Þorsteinn Már Baldvinsson. (2016). Íslendingar skapa meiri verðmæti úr sjávarafla en aðrar

þjóðir. Sótt af http://www.sfs.is/grein/islendingar-skapa-meiri-verdmaeti-ur-

sjavarafla-en-adrar-thjodir

Valka. (e.d. a). Aligner Grader. Sótt af https://valka.is/aligner/

Valka. (e.d. b). Completing the box system. Sótt af https://view.publitas.com/valka/valka-

product-catalog-2016/page/2-3

Valka. (e.d. c). Ice Doser. Sótt af https://view.publitas.com/valka/valka-product-catalog-

2016/page/2-3

Valka. (e.d. d). Valka Cutter. Sótt af https://valka.is/cutting/

Page 42: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

34

9 Viðauki 10.1 Bréf til tengiliða Góðan dag.

Ég er nú að ljúka sjávarútvegsfræðinámi við Háskólann á Akureyri og eru skrif á lokaverkefni

nú hafin en verkefnið ber heitið Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu.

Markmið verkefnis er að fá betri yfirsýn yfir tækniþróunina í bolfiskvinnslum og meta áhrif á

samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.

Nokkrir kaflar eru í ritgerðinni t.d. kaflinn Þróun sjálfvirkni í bolfiskvinnslum þar sem farið er

yfir tækniþróunina sem er búin að eiga sér stað frá u.þ.b. 1975 til ársins 2010. Í þeim kafla er

verið að skoða þætti eins og hvaða tækni kom á þessum tímum og hvað hún gerði fyrir

vinnslurnar. Í rannsóknarkaflanum sjálfum tek ég árið 2010 til dagsins í dag og fer ítarlega yfir

tækniþróunina og hvað hún hefur gert fyrir vinnslurnar varðandi þætti eins og nýtingu, afköst,

framleiðni, framlegð, gæði og jafnvel verðmætasköpun.

Til þess að verkefnið geti orðið að veruleika þarf ég að fá að leita til ykkar varðandi tiltekin

gögn tengdum tækniþróuninni í sjávarútvegi. Best væri að fá að taka viðtal við aðila innan

fyrirtækisins þar sem farið væri yfir þróunina og ég gæti spurt spurninga um þróunina.

Þær upplýsingar sem ég sækist m.a. eftir eru:

• Hvaða tækni þið hafið gefið út og hvenær

• Hvað hver tækni gerir fyrir vinnsluna með í huga nýtingu, afköst, mannskap, fram-

leiðni, framlegð og verðmætasköpun.

• Sem dæmi má nefna flökunarvél, hvenær kom hún út og eru búið að gefa fleiri en eina

út, er hún að skila betri nýtingu?

Leiðbeinandi verkefnis er: Ögmundur Knútsson

Það væri gott ef ég gæti fengið tengilið hjá fyrirtækinu sem ég mætti taka viðtal við.

Með von um svar sem fyrst.

Mbk.

Rúnar Ingi Pétursson nemandi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri

Sími 856-5405

Page 43: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

35

10.2 Spurningarlisti til hátæknifyrirtækja 1. Hvenær var fyrirtækið stofnað og hvað gerir fyrirtækið ?

2. Hvað eru margir starfsmenn hjá fyrirtækinu (hve margir í hönnun, hugbúnaði og

fleiru)?

3. Eru vörurnar seldar aðallega innanlands eða utanlands?

4. Hvaða tækni hafið þið gefið út og hvenær.

5. Hvað er hver tækni að gera fyrir þá vinnslu sem notar hana.

6. Hvað teljið þið að þið hafið fram yfir aðra, og hverjir eru helstu samkeppnisaðilar.

7. Ef það má gefa upp, hverjir eru að nota hvaða vél hjá ykkur.

8. Hvað sjáið þið gerast í framtíðinni, er meiri tækniþróun á leiðinni eða erum við að sjá

fram á eitthvað stopp. Hver eru næstu skrefin , er hún i róbótum eða hverskona tækni.

Á hvaða sviði er það, hugbúnaða sviðinu, eða tæknisviðinu, skönnun eða einhvers-

konar skynjurum.

9. Hvað er uppborgunar tíminn á tækninni?

10. Hver er ábátinn af þessu?

11. Síðan Vatnskurðarvélin kom (ef við á um Marel eða Völku) , hvaða breytingar hafa

komið, er hún i stöðugri þróun?

Page 44: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis

36

10.3 Spurningarlisti til landvinnslu fyrirtækja

1. Hvað gera þessar tækninýjungar fyrir ykkur varðandi nýtingu afköst, gæðum mannskap og

fleiru.?

2. Eruð þið með kælingu á milli flökunar og roðrífingar?

3. Hvað er hlutfallið sem fer í ferskt?

4. Hver er nýtingin á fisknum sem fer í ferskt/hversu mikið af heilum fisk fer í ferskt.

5. Hvað gerist í framtíðinni?

Page 45: Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu · 2018. 10. 12. · v Útdráttur Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis