36
Hærri laun og aukin réttindi 3. TÖLUBLAÐ 18. ÁRGANGUR DESEMBER 2004 Hærri laun og aukin réttindi - sjá bls. 4-11 - sjá bls. 4-11

Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

Hærri launog aukin réttindi

3. TÖLUBLAÐ 18. ÁRGANGUR DESEMBER 2004

Hærri launog aukin réttindi

- sjá bls. 4-11- sjá bls. 4-11

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 1

Page 2: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

2 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

FramkvæmdastjórnSjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ):Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður.Kristín Ólafsdóttir, varaformaður.Margrét Þóra Óladóttir, gjaldkeri. Kristjana Guðjónsdóttir, ritari.

Skrifstofa félagsins:Skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands er aðGrensásvegi 16, 108 Reykjavík.Sími 553 9493 eða 553 9494.Símabréf, fax 553 9492.Heimasíða félagsins er www.slfi.isSkrifstofan er opin mánudaga tilföstudaga frá kl. 09:00 til 17:00.Starfsfólk félagsins annast alla almennaskrifstofuþjónustu, upplýsingamiðluntúlkun kjarasamninga og erindreksturfyrir félagið og félagsmenn.Skrifstofan sér um sjóði félagsins svosem félagssjóð, orlofssjóð, Minningar-og styrktarsjóð, FræðslusjóðinnFramför, Vinnudeilu- og verkfallssjóðauk þess sem hún afgreiðir erindiStarfsmenntunarsjóðs BSRB ogStyrktarsjóðs BSRB. Ennfremur sérskrifstofan um úthlutun á orlofsíbúðog orlofshúsum félagsins í umboðiOrlofsnefndar.

Starfsfólk á skrifstofuSjúkraliðafélags ÍslandsKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður,netfang: [email protected] Gunnarsson,framkvæmdastjóri,netfang: [email protected] Ólafsdóttir, skrifstofustjóri,netfang: [email protected]ét Tómasdóttir, bókari,netfang: [email protected]

Sjúkraliðinn:Sjúkraliðinn er gefinn út afSjúkraliðafélagi Íslands í 2.700eintökum.

Ábyrgðarmaður:Kristín Á. Guðmundsdóttir

Ritnefnd:Linda Gustafson, Heilsustofnun NLFÍ íHveragerði, Edda Sjöfn Smáradóttir,Vífilsstöðum og Sif Eiðsdóttir,Vífilsstöðum

Umsjón:Gunnar Gunnarsson

Prentvinnsla og umbrot:Stafræna prentsmiðjan ehf,Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði

Á D A G S K R Á

Fjölmennur félagsfundur Sjúkraliða-félags Íslands, haldinn mánudaginn15. nóvember 2004 að Grettisgötu 89 íReykjavík, samþykkti einróma hvatn-ingu til allra launþegasamtaka lands-ins að taka höndum saman til varnarsamningsrétti launafólks.

Ályktunin var samþykkt í kjölfar þessað lögmætt verkfall kennara var bannaðmeð lögum frá Alþingi. Í ályktun félags-fundarins segir:

„Félagsfundur sjúkraliða vill að gefnutilefni mótmæla gerræðislegri ákvörð-un ríkisstjórnar og meirihluta Alþingisum að svipta grunnskólakennara lög-og stjórnarskrárbundnum réttindum tilað semja um kaup og kjör. Með ákvörð-un sinni hafa stjórnvöld valdið kennur-um og samtökum þeirra óbætanlegumfjárhags- og félagslegum skaða og gertað engu baráttu þeirra fyrir bættumkjörum stéttarinnar og betra skólastarfimeð hæfu starfsfólki.

Fundur sjúkraliða ítrekar mótmæli við

tvöföldu siðgæði ráðherra og þing-manna, sem ítrekað hafa tekið viðlaunahækkunum og lífeyrisréttindumsem eru í engu samræmi við þau kjörsem almenningi er ætlað að sætta sigvið. Með ákvörðun Alþingis er staðfest-ur sá sannleikur um viðhorf þingmannatil þjóðarinnar, sem varað var við og birtí ályktun Fulltrúaþingsins sjúkraliðavorið 2003, sem er svohljóðandi:

„Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harð-lega siðleysi Alþingis sem birtist í samþykktmeirihluta þess um eftirlaun forsætisráð-herra, ráðherra og þingmanna. Með sam-þykkt sinni staðfestir þingið með ótrúlegumhætti viðhorf sitt til þjóðarinnar og staðfest-ir aðskilnað almennings, þings og þjóðar.“

Fundur sjúkraliða skorar á önnurlaunþegasamtök í landinu, ASÍ, BSRB,BHM og Samband íslenskra banka-manna, að taka höndum saman í vörnum samningsrétt launþega.”

Til varnar samningsréttiÁlyktun fjölmenns félagsfundar Sjúkraliðafélagsins

Mótmælastaða sjúkraliða í síðustu kjarasamningaviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands.

Fræðslunefnd BSRB hefur tilnefntSjúkraliðafélag Íslands til Starfs-menntaverðlaunanna fyrir árið 2004 íflokki fyrirtækja og félagasamtaka fyriruppbyggingarstarf við að koma á fram-haldsnámi sjúkraliða í öldrunarhjúkrun.

Í rökstuðningi með tilnefningunni segirmeðal annars:

„Kröfur samfélagsins um endur- ogsímenntun verða stöðugt meiri.Sjúkraliðafélag Íslands hefur verið mjögvakandi á þessu sviði og sinnt fræðslumál-

um félagsmanna sinna mjög vel.Framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkr-un er afrakstur af samstarfi SLFÍ,Fjölbrautarskólans í Ármúla og mennta-málaráðuneytisins. Þetta nám kemur mjögvel til móts við aukna þörf á meiri gæðumí öldrunarþjónustunni.”

Fræðslunefndin bendir á að á vegumSjúkraliðafélags Íslands hafi verið unniðmikið og óeigingjarnt starf á þessu sviði ogþví full ástæða til að veita félaginu verð-skuldaða viðurkenningu.

Sjúkraliðafélagið tilnefnt

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 2

Page 3: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 3

Á DAGSKRÁ 2- Til varnar samningsrétti- Sjúkraliðafélagið tilefnt til verðlauna

FORMANNSPISTILL 3- Áherslur í komandi samningum

KJARAMÁL 4-11- Síðasti samningur var fyrsti áfanginn- Hækkun launa og aukin réttindi- Nokkrar stofnanir uppfylla ekki

samninginn- Viðræðuáætlunin- Listin að semja- Karlar með 17% hærri heildarlaun- Starfsmat eftir tveggja ára seinkun

RITGERÐ SJÚKRALIÐA 12-14- Að fá að deyja með reisn

STARFSRÉTTINDAMÁL 14- Gengið framhjá sjúkraliðum- Enn þurfti að leita til ráðuneytisins

MENNTAMÁL 15-17- Sex í fjarnámi á Ísafirði- Fullt hús á námstefnu fagdeildar- Velheppnað námskeið- Kynning á sérnáminu

VINNUSTAÐURINN 18-25- Öflugar öldrunarlækningar á Ísafirði- Sjúkraliðar sjá um heimahjúkrunina- Sjö af ellefu á þjónustudeild í námi- Mikils virði að hafa reynda sjúkraliða

SJÚKRALIÐADEILDIRNAR 25-31- Veruleg fjölgun í Vestfjarðadeildinni- Fimm í sérnámi á Suðurlandi- Fjölsóttur aðalfundur á Suðurnesjum- Góð mæting í Vestmannaeyjum- Um 300 félagar í lífeyrisdeildinni- Bjartsýnar og baráttuglaðar

STUTTFRÉTTIR 31- Ný handbók sjúkraliða- Vaktabókin komin út

SJÓÐIRNIR 32-33- Líkamsræktin í efsta sæti

DÓMSMÁL 33- Frelsi til að velja sér félag- Sjóðsstjórn braut jafnréttislög

STUTTFRÉTTIR 34- Tungumálafræðsla BSRB

AUGLÝSINGAR 34-36- Sjúkraliða vantar til starfa- Til sölu hjá félaginu- Íbúðir til leigu á Spáni- Vetrarleiga sumarhúsa og íbúðar

FORSÍÐUMYNDINSamninganefnd Sjúkraliðafélags Íslandsmun standa í ströngu á næstunni. Myndiná forsíðunni var tekin af samninga-nefndinni í Munaðarnesi. Nöfnin eru birtá bls. 10. Mynd: EJ

E F N I B L A Ð S I N S F O R M A N N S P I S T I L L

Kristín Á. Guðmundsdóttir,formaður Sjúkraliðafélags

Íslands, skrifar.

Áherslur íkomandi

samningumUm síðustu mánaðarmót urðu kjarasamningar Sjúkraliðafélags Íslands við atvinnu-

rekendur lausir. Samningar voru undirritaðir seint á árinu 2001, eftir langa baráttumeð verkfall að vopni. Baráttumál síðustu missera var að laun og önnur kjör sjúkra-liða yrðu bætt með það meðal annars að markmiði að ungt fólk hefði hug á að læra tilsjúkraliðastarfa. Vitað var að skortur á sjúkraliðum var ógnvænlegur. Ekki bætti þaðástandið þegar horft var til framtíðar og þeirrar þróunar sem við blasti með fjöldaþeirra sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstétta að halda.

Fljótlega eftir samningana kom í ljós að nemendum á sjúkraliðabraut fjölgaði. Vitaðvar að sú litla leiðrétting sem gerð var hafði þau áhrif. Þrátt fyrir fjölgun sjúkraliða-nema heldur sjúkraliðum áfram að fækka. Þar kemur tvennt til, sjúkraliðar fara tugumsaman af vinnumarkaði sökum aldurs og ekki síður vegna ótímabærra veikinda í stoð-kerfi vegna erfiðra starfa. Skólarnir hafa ekki undan þrátt fyrir fjölgun sjúkraliðanemasem orðið hefur á síðustu misserum.

Hvað er framundan?Hvað gerist þegar hefja á nýtt tímabil með nýja kjarasamninga í farteskinu? Því

verða atvinnurekendur ekkert síður en Sjúkraliðafélag Íslands að svara. Ekki þarfnema eina kjarasamninga svo allt sem áður var samið um hrynji. Það hlýtur að veranokkuð sem atvinnurekendur vilja sporna við svo að ekki fari í gamla farið aftur, meðómældum skaða fyrir heilbrigðiskerfið.

Í síðustu samningum var samið út frá þeirri grundavallar hugsun að leiðrétta launa-kjör sjúkraliða. Leiðréttingar takast ekki alltaf í einu stökki. Félagið gerir kröfu um aðhaldið verði áfram á sömu braut. Ætli heilbrigðisþjónustan að nýta sjúkraliða til hjúkr-unarstarfa verður að búa svo um hnútana að þeir fáist til starfa.

Mikill munur á launakerfumEftir að kennarar skrifuðu undir kjarasamninga hafa heyrst raddir úr röðum meiri-

hluta á Alþingi sem lýsa því yfir að nú fari allt í bál og brand í þjóðfélaginu. Meðsamningum sínum hafa kennarar brotist út úr því gettói sem opinberum starfsmönn-um er ætlað. Ekki er tekið með í reikninginn að um er að ræða kjarasamning semgerður er á öðrum nótum en samningar á almenna vinnumarkaðnum. Þar er nær ein-göngu samið um lágmarkslaun. Vitað er að fæstir eru á þeim töxtum sem ASÍ félöginsemja um. Í flestum tilvikum eru þar greidd laun langt umfram samninga.

Áherslan á hækkun lægstu launa á almenna vinnumarkaðnum var til að koma í vegfyrir að erlent vinnuafl yrði notað á þann hátt sem raun bar vitni. Samningur sem gaferlendum ráðningaskrifstofum tækifæri til að ráða starfsmenn langt undir raunlaunum.

Það er ólíku saman að jafna kjarasamningum á almenna markaðnum og á þeimopinbera. Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru hámarkssamningar og ekkertþar yfir. Því er það deginum ljósara að mikill munur er á þeim launakerfum sem veriðer að bera saman.

Í síðustu samningum var samið út frá þeirrigrundavallar hugsun að leiðrétta launakjör

sjúkraliða. Félagið gerir kröfu um að haldið verðiáfram á sömu braut.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 3

Page 4: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

4 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

K J A R A B A R Á T T A N

Kröfugerð Sjúkraliðafélags Íslands 2004

Sjúkraliðafélagið lagði fram kröfugerð í nóvember síðastliðnum vegna yfirstandandi viðræðna um nýja kjarasamninga. Kröfugerð félagsins er birt hér í heild.

Hækkun launa ogaukin réttindi

Félagið leggur ekki fram mótaðalaunatöflu í upphafi viðræðna, en gerirkröfu um aukinn kaupmátt launa ásamningstímabilinu. Meðal annarrasamþykkta síðasta þings BSRB varkrafa um 150 þúsund króna lágmarks-laun. Félagið er aðili að bandalaginu ogtelur sig bundið af samþykktum þessum verulega hækkun lágmarkslaunasem óneitanlega kemur til með að hafaáhrif á launakröfur félagsins.

Gr. 1.1.1.2Gerð er krafa um að felldir verði niður

rammar í launatöflu félagsins A01 tilA16, B01 til B16 og C01 til C14.

Launatafla B breytist þannig að bættverði við hana einu þrepi, 6. þrepi, ald-ursákvæðum breytt sbr. gr. 1.2.1.

Gr. 1.2.1Launatafla Sjúkraliðafélags Íslands

verði aðeins einn rammi með 6 þrepum:1. þrep: yngri en 30 ára2. þrep : frá 30 ára aldri3. þrep : frá 33 ára aldri4. þrep : frá 36 ára aldri5. þrep : frá 39 ára aldri6. þrep : frá 42 ára aldriGr. 1.2.2 og gr. 1.2.3 falli niður.

1.3 Skilgreining starfa1.3.1 Byrjandi í starfiAlmenn störf sjúkraliða, byrjandi í

starfi. Starfið felst í almennum störfumsem eru unnin undir stjórn og á ábyrgðannarra.

1.3.2 Sérhæfð störf sjúkraliðaStarfið felst í því að nota faglega

þekkingu og hugtök til að leysa vanda-mál. Starfið felur í sér umsjón verkefnaog/eða málaflokka. Með umsjón er m.a.átt við skipulagningu, samhæfinguog/eða stjórnun eða viðvarandi verkefn-isstjórnun.

1.3.3 Sjúkraliðar með verkstjórn og

umsjónStarfið felur í sér skipulagningu, sam-

hæfingu og stjórnun, áætlunargerð,kostnaðareftirlit, verkefnisstjórnun ogsamskipti við aðrar stofnanir og fyrir-tæki.

1.3.4 Sjálfstæð störfSjálfstæð hjúkrunarstörf.1.3.5Forstöðumenn.

Tímakaup í dagvinnuTímakaup í dagvinnu 0.615% skal

reiknað af mánaðarkaupi miðað við 33ára aldursþrep. Tímavinnukaup eftir-launafólks sbr. 1.4.2 skal þó miðað viðefsta þrep.

Yfirvinnukaup1.5.1 og 1.5.2Öll yfirvinna í vaktavinnu sem unnin

er utan dagvinnumarka skal greidd með

yfirvinnukaupi 1.0385 eða 1.375% afmánaðalaunum starfsmanns auk vakta-álags.

Vaktaálag og álagsgreiðslur1.6.1Vaktaálag reiknast af tímakaupi í dag-

vinnu í hverjum launaflokki miðað viðlaunaþrep starfsmanns þó aldrei lægraen 3 þrepi.• Vaktaálag 40% frá kl. 17:00 til 24:00

mánudag til og með fimmtudags.• Vaktaálag 110% frá kl. 00:00 til 24:00

á stórhátíðum.

Desemberuppbót1.7.1 Greiða skal desemberuppbót sem

nemur 50% afmánaðalaunum nóvem-bermánaðar eða meðaltal mánaðarlaunahafi viðkomandi starfað í breytilegustarfshlutfalli á viðmiðunartímabilinu.

Yfirvinna, leyfi í stað launa2.3.8 Ný málsgreinSjúkraliði skal eiga rétt á fríi í stað

greiðslu fyrir yfirvinnu og skal hverstund í yfirvinnu jafngilda 1,8 klst. í fríi.

Frá síðustu samningsgerð: Sjúkraliðar fjölmenna við fjármálaráðuneytið til að tilkynna fjármála-ráðherra úrslit í atkvæðagreiðslu um allsherjarverkfall.

Félagið gerir kröfu umaukinn kaupmátt launaá samningstímabilinu.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 4

Page 5: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 5

K J A R A B A R Á T T A N

GeðdeildarfríSjúkraliða sem starfar á geðdeild skal

heimilt að taka sérstakt frí auk almennsorlofs sem svarar til 64 vinnuskyldu-stundum fyrir hvert ár í starfi. Frí þettaskal veita hlutfallslega miðað við starfs-hlutfall og starfstíma á ávinnslutíman-um.

Vinnutími sjúkraliða í vaktavinnu2.6.2 Viðbót nýtt ákvæðiTaki sjúkraliði vakt umfram vinnu-

skyldu, með minna en 24 klst. fyrirvara átímabilinu frá 17:00-24:00 á föstudögum,frá kl. 24:00-08:00 mánudaga til föstu-daga, frá 00:00-24:00 laugardaga, sunnu-daga og sérstaka frídaga sbr. 2.1.4.2miðað við 8 klst. vakt, skal greiða 2 klst.í yfirvinnu og hlutfallslega fyrir lengrieða styttri vaktir.

2.6.9 nýtt ákvæðiBætur fyrir skerðingu á matar og kaffi-

tímum vaktavinnufólks, 25 mín., skulugreiddar með yfirvinnukaupi.

2.6.11 breytt ákvæðiSjúkraliðar skulu undanþegnir nætur-

vöktum ef þeir óska þess þegar þeir hafanáð 50 ára aldri.

2.6.14 nýtt ákvæði Vinnuvika 50 ára sjúkraliða og eldri

sem vinnur á sólarhringsvöktum alladaga vikunnar skal vera 36 stundir, ánskerðingar á föstum launum.

Nýtt ákvæðiVinnuvika 55 ára sjúkraliða og eldri

sem vinnur dag- og kvöldvaktir alladaga vikunnar skal vera 38 stundir ánskerðingar á föstum launum.

BreytingÞað telst næturvakt ef 3 klst. vaktar

falla á tímann frá kl. 22:00 til 09:00.

Greiðsla matarpeningaSjúkraliði á vakt sem ekki hefur

aðgang að mötuneyti meðan á vaktstendur skal fá greidda fæðispeningasbr. ákv. gr. 3.4.4 í kjarasamningi félags-ins.

Orlofsuppbót4.2.2Sjúkraliði sem starfar samkvæmt

kjarasamningi félagsins skal 1. júní fáorlofsframlag sem nemur 25% af föstummánaðarlaunum sínum. Greitt skal hlut-fallslega miðað við starfshlutfall ogstarfstíma. Láti sjúkraliði af störfum áávinnslutímanum (orlofsárinu) skalhann fá áunnið orlofsframlag greittmiðað við starfstíma og starfshlutfall.

Val um greiðslu orlofsfjár eðavaktaálags

4.2.3 ný greinSjúkraliðar skulu geta valið á milli þess

að fá orlofsfé greitt mánaðarlega inn áorlofsreikning eða fá greitt vaktaálag ísumarleyfi. Val á milli greiðslutilhögun-ar skal starfsmaður tilkynna launaskrif-stofu eigi síðar en 1. apríl næst á undan.

Endurgreiðsla á orlofi4.7.3 ný greinSjúkraliði sem ekki hefur tekið áunnið

orlof, eldra en tveggja ára, skal eiga rétt áað fá eftirstöðvar þess endurgreiddarsem hlutfall af mánaðarlaunum þann 1.júní.

Miska- og sársaukabæturNý greinSjúkraliðar skulu tryggðir fyrir meiðsl-

um og öðru tjóni sem þeir verða fyrir ístarfi samkvæmt hliðstæðum reglum oggilda um rétt lögreglumanna samkvæmtlögum.

Réttindi vegna tæknifrjóvgunarSjúkraliði sem er fjarverandi vegna

tæknifrjóvgunar skal halda föstum laun-um með fullu vaktaálagi meðan leyfiðvarir í allt að 15 vinnudaga.

Leyfi vegna andlátsVið fráfall maka eða barns skal starfs-

manni heimil allt að tveggja vikna fjar-vist frá vinnu án skerðingar á launum.

Sjóður vegna framgangs - launaviðtal

Nýtt launakerfi sem gerir ráð fyrirlaunaviðtölum gerir kröfu til sveigjan-legs launakerfis og að stjórnendur hafifjárhagslegt svigrúm til að umbunagóðum starfsmönnum á samningstíman-um. Sé það ætlunin að viðhalda því kerfigerir félagið kröfu um tryggt tiltekiðeyrnamerkt fjármagn á samningstíman-um til þess að hægt sé standa undirkostnaði af framkvæmd þessa ákvæðis.

Fyrirvari með kröfugerðAf hálfu samninganefndar Sjúkra-

liðafélags Íslands er settur sá fyrirvarivið framlagningu kröfugerðarinnar aðnefndin áskilur sér rétt til að breyta ein-stökum ákvæðum hennar eða taka uppönnur eða ný ákvæði ef tilefni er/gefsttil breytinga.

Kjarasamningur Sjúkra-liðafélags Íslands og ríkis-ins rann út 30. nóvembersíðastliðinn. Á haustdögumnáðist samkomulag um eft-irfarandi áætlun um við-ræður samningsaðila umgerð nýs kjarasamnings:

„1. Viðræður um réttinda-mál og önnur mál á vett-vangi BSRB frá 1. septembertil 15. október:

Á vettvangi BSRB verður

gengið frá samkomulagi umréttindamál og önnur málsem vísað verður til banda-lagsins og samningsaðilareru samþykkir að tekið verðiupp á þeim vettvangi.

2. Viðræðutímabil frá 15.október til 1. nóvember:

Aðilar fjalli um sérmál ein-stakra samningsaðila, eðaskyldra hópa eftir atvikum,önnur en launalið kjara-samninga.

3. Viðræðutímabil frá 1.nóvember til 30. nóvember:

Aðilar ræði launalið kjara-samninga með það að mark-miði að nýr kjarasamningurgeti tekið við af þeim sem núer í gildi.

4. Endurskoðun viðræðu-áætlunar:

Hafi samningsaðilar ekkilokið gerð kjarasamningsfyrir 30. nóvember eru þeirsammála um að meta stöðu

viðræðna með tilliti til þesshvort viðræðuáætlun verðilengd eða málinu vísað tilsáttameðferðar hjá ríkissátta-semjara.”

Skemmst er frá því aðsegja að um síðustu mánað-armót voru viðræður mjögskammt á veg komnar, einsog nánar kemur fram í við-tali við formann Sjúkraliða-félags Íslands hér í blaðinu.

Fyrsta viðræðuáætlunin

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 5

Page 6: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

6 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

K J A R A B A R Á T T A N

Starfsheiti og grunnröðun þeirraSjúkraliði 1

Byrjandi í starfi fyrstu 3 mánuði.Sjúkraliði 2

Eftir 3 mánuði í starfi sem sjúkralið 1.Hækkun um tvo launaflokka.Sjúkraliði 3

Eftir eins árs starf sem sjúkraliði og 20stunda símenntun.Sjúkraliði 4

Eftir þriggja ára starf sem sjúkraliði og 40stunda símenntun.Sjúkraliði 5

Skal hafa lokið 60 stunda símenntun semnýtist í starfi, eða námi á sérsviði.Sjúkraliði 6

Skal hafa lokið 80 stunda símenntun semnýtist í starfi eða námi á sérsviði. Sjúkraliði 7

Skal hafa lokið 120 stunda símenntunsem nýtist í starfi, eða námi á sérsviði.Sjúkraliði 8

Skal hafa lokið eins árs réttindanámi áeinhverju sérsviði hjúkrunar svo sem íhjúkrun aldraðra.

Hækkun vegna starfsþróunar• Sjúkraliði byrjandi í starfi (Sjúkraliði 1)

skal hækka um tvo launaflokka eftirþriggja mánaða starf.

• Eftir eins árs starf sem sjúkraliði(Sjúkraliði 2) skal hann hækka um einnlaunaflokk (Sjúkraliði 3).

• Eftir þriggja ára starf sem sjúkraliði(Sjúkraliði 3) skal hann hækka um tvolaunaflokka hafi hann uppfyllt skilyrðisem fram koma í starfslýsingu(Sjúkraliði 4).

Sjúkraliðar skulu hækka vegna starfs-þróunar sem hér segir:• Eftir 5 ára starf um einn launaflokk.• Eftir 10 ára starf um einn launaflokk.• Eftir 15 ára starf um einn launaflokk.• Eftir 17 ára starf um einn launaflokk.

Vinnuframlag að næturlagiFyrir næturvinnu sem nemur 50% af

fullu starfi bætast 3 launaflokkar til viðbót-ar framgangsmati. (50% næturvaktir eru aðjafnaði 20 klukkustundir á viku á tímabil-inu frá kl. 22:00 til 09:00).

Fyrir næturvinnu sem nemur 60% affullu starfi bætast við 4 launaflokkar til við-bótar framgangsmati. (60% næturvaktireru 24 klukkustundir að jafnaði á viku átímabilinu frá kl. 22:00 til 09:00).

Gerð er krafa um að fallið verði fráákvæði í stofnanasamningi sem takmarkarrétt sjúkraliða á næturvöktum til röðunar ílaunaflokka. (Fella niður ákvæði um þak).

Sérstök verkefniHeimilt er að gera samning við sjúkraliða

um að hann taki að sér sérstakt verkefni. Það telst sérstakt verkefni ef sjúkraliði er

einn á vakt án þess að hjúkrunarfræðingursé á vakt, gefur lyf sem tekin hafa verið tileða tekur sjálfur til lyf og sinnir þessumstörfum í þeim mæli að stofnunin reiði sigá þetta sérstaka framlag hans, skal þá raðað3 launaflokkum ofar en ella. Sama gildirum sjúkraliða sem falin er forsjá vaktar eða

stýrir verkum annarra sjúkraliða og starfs-manna og/eða vinnur önnur viðlíka störf ásérsviði annarra fagstétta, sem falla utanvenjulegs starfsviðs sjúkraliða.

Vinni sjúkraliði einstakar vaktir vegnaforfalla hjúkrunarfræðings eða annars fag-aðila skal það bætt með einni klukkustundí yfirvinnu fyrir hverja slíka vakt.

ViðbótarmenntunSjúkraliði sem lokið hefur símenntun eða

viðbótarnámi umfram þær kröfur semgerðar eru til náms skv. skilgreiningu semhonum er raðað í:• 1 launaflokkur ef umframnám sjúkra-

liðans nær 60 stundum.• 2 launaflokkar ef umframnám sjúkra-

liðans nær 120 stundum.• 3 launaflokkar ef umframnám sjúkra-

liðans nær 200 stundum.• Hafi sjúkraliði lokið viðbótarnámi við

viðurkenndan heilbrigðisskóla skuluhonum greiddir 2 launaflokkar fyrirhverja önn sem hann hefur lokið ogekki er lögð til grundvallar við mat áframgangi og launaflokkun viðkom-andi.

Réttur til endurmats á röðun / launa- og starfsmannaviðtöl

Sjúkraliðar skulu eiga kost á launa- ogstarfsmannaviðtali einu sinni á ári. Þargefst kostur á að fara yfir verkefni oglaunakjör hlutaðeigandi starfsmanns m.t.t.röðunar hans í launaflokka. Við slíkt matskal taka tillit til breytinga á starfi og starfs-sviði sjúkraliðans og aukinnar menntunarsem hann hefur aflað sér frá því að starfiðvar metið síðast og sýnilega nýtist í starfi.

ÁhættuþóknunSjúkraliða sem falin er gæsla erfiðra vist-

manna skal greitt 20% álag fyrir hverjaklukkustund sem hann sinnir þessu starfi.

Kröfur um breytingará stofnanasamningi

Kröfugerð Sjúkraliðafélags Íslands 2004

Tillögur um breytingar á og viðbætur við stofnanasamning sjúkraliða.

Svipmynd frá síðustu kjaraátökum: þáverandiborgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,notar bak Kristínar Á. Guðmundsdóttir, for-manns Sjúkraliðafélagsins, til að kvitta fyrirmóttöku tilkynningar um að félagsmenn hafiákveðið að fara í verkfall.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 6

Page 7: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 7

K J A R A B A R Á T T A N

Karlar sem starfa í almannaþjónustu erumeð hærri meðallaun en konur og á þaðjafnt við um mánaðarlaun, heildarlaun ogárslaun. Karlar í sambærilegum starfsstétt-um og konur, á sambærilegum aldri, meðsamsvarandi menntun og vinnutíma,höfðu að jafnaði 17% hærri heildarlaun enkonur.

Þetta kemur fram í nýrri starfskjarakönn-un sem unnin var á þessu ári á vegumHagrannsóknardeildar Samtaka launafólks íalmannaþjónustu. Könnunin nær til félags-manna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja,Bandalags háskólamanna og Kennara-sambands Íslands. Í úrtakinu lentu 3357félagsmenn, en nettósvörun var 50.1%.

Í formála segir að líta megi á könnunina„sem fyrstu nálgun á heildarstarfskjörumstarfsfólks í almannaþjónustu, frekar en aðhún sé könnun á starfskjörum félagsmannainnan hverra samtaka fyrir sig. Allar megin-niðurstöður og túlkanir könnunarinnarganga því út frá þeirri meginforsendu aðmeta starfskjör þessa hóps í heild.”

LaunamunurinnÍ greiningu á launum var miðað við þá

sem voru í 70% starfi eða meira. Laun þeirrasem voru í 70-99% starfi voru vegin uppmiðað við 100% starf. Niðurstaðan er í stór-um dráttum þessi:

Karlar í sambærilegum starfsstéttum ogkonur, á sambærilegum aldri, með samsvar-andi menntun og vinnutíma höfðu að jafn-aði:• 17% hærri heildarlaun en konur.• 7% hærri mánaðarlaun en konur.

Meira en þriðjungur karla fékk greiddafasta yfirvinnu, en aðeins rúmlega fjórðung-ur kvenna.

Meðaleftirvinnustundir karla voru 45 ámánuði, en kvenna 31 stund.

Hlutfallslega tvöfalt fleiri karlar en konurfengu fastar akstursgreiðslur.

Konur voru frekar en karlar í sérfræði- ogskrifstofustörfum, en karlar voru hlutfalls-lega fleiri í stjórnunarstörfum, í störfum semkröfðust sérmenntunar og í umsjón, þjónustu og afgreiðslu.

Tveir af hverjum þremur aðspurðra íkönnuninni sögðust frekar eða mjög ósáttirvið þau laun sem þeir fengu fyrir vinnu sína,en 4% sögðust mjög sáttir með laun sín.Kennarar voru einna ósáttastir við laun sín,en stjórnendur hvað sáttastir.

StarfsumhverfiðFlestir töldu góð laun mikilvægasta atrið-

ið í starfi, en næst á eftir kom þægilegt sam-

starfsfólk og áhugavert starf.Stærsti hópurinn, eða um 46%, taldi þá

leið besta til að tryggja réttindi og launakjörað stéttarfélag semdi um kjarasamning fyrirhönd allra félagsmanna sinna. Rúmlegaþriðjungur vildi að stéttarfélagið semdi umréttindi og launataxta, en samið væri sér-staklega um grunnröðun starfa og persónu-bundna þætti í stofnanasamningum. Fæstirtöldu það tryggja réttindi sín best að þeirsemdu sjálfir beint við atvinnurekenda sinn.

Tæpur helmingur sagði að farið væri meðlaun sem trúnaðarmál á vinnustað þeirra.Fram kom að um 65% svarenda töldu að þaðværi verra fyrir kjarabaráttu launafólks eflaun væru trúnaðarmál.

Nær allir, eða 98%, sögðu það ekki ásætt-anlegt að atvinnurekandi hefði rétt til aðsegja starfsfólki sínu upp störfum án þess aðþurfa að tilgreina ástæðu uppsagnar, og 92%töldu ekki rétt að atvinnurekandi gæti sagtupp starfsfólki án þess að veita því fyrstáminningu.

Á árinu 2003 sóttu 10% svarenda umstöðuhækkun og 23% um launahækkun, ogvar ekki marktækur munur á kynjunum.

Um 40% svarenda sögðust vinna að jafn-aði einhvern hluta vinnu sinnar heima viðvegna aðalstarfs síns, og 77% sögðust alltafeða oftast eiga auðvelt með að sameinavinnu og umönnun barna sinna.

Um 77% svarenda höfðu sótt einhver nám-skeið, ráðstefnur eða námstefnur á síðast-liðnum 12 mánuðum. En yfirgnæfandimeirihluti þeirra, eða 92%, höfðu ekki fengiðlaunahækkun fyrir þá símenntun.

Karlar með 17%hærri heildarlaun

Nær allir, eða 98%, sögðu þaðekki ásættanlegt að atvinnurek-

andi hefði rétt til að segjastarfsfólki sínu upp störfum án

þess að þurfa að tilgreinaástæðu uppsagnar, og 92%

töldu ekki rétt að atvinnurek-andi gæti sagt upp starfsfólki

án þess að veita því fyrstáminningu.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 7

Page 8: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

Í viðræðum okkar við ríkið munum viðvara sterklega við afleiðingum þess aðsjúkraliðar verði skildir eftir launalegaséð. Þá mun heilbrigðiskerfið lenda afturí sömu alvarlegu stöðunni og upp varkomin fyrir síðustu samninga. Megin-krafa okkar í viðræðum við ríkisvaldið erþess vegna ekki aðeins sú að viðhaldaþeim kaupmætti sem náðst hefur, heldurverði að auka kaupmáttinn á næsta samn-ingstímabili, segir Kristín Á. Guðmunds-dóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands,í viðtali við Sjúkraliðann um stefnufélagsins í komandi samningaviðræðum.

Kjarasamningar Sjúkraliðafélagsins félluúr gildi um síðustu mánaðarmót. Félagiðsamdi nú í desember við fjölmargar heil-brigðisstofnanir um allt land um framleng-ingu gamla kjarasamningsins út febrúarnæstkomandi gegn 1.5% launahækkun 1.janúar 2005. Hins vegar er ekki búist við aðeiginlegar viðræður við ríkið hefjist fyriralvöru fyrr en á næsta ári. Félagið hefurlagt fram ítarlega kröfugerð sem er birt íheild sinni hér í blaðinu.

Árangurinn metinn- Síðustu kjarasamningar voru gerðir eftirharða verkfallsbaráttu sjúkraliða og fólu í sérverulegar breytingar. Hvernig metur þú árang-urinn nú þegar samningstíminn er liðinn?

„Við erum enn að meta árangurinn,”segir Kristín. „Að því er ríkið varðar þá erþó ljóst að fjármálaráðuneytið hefur ekkigreitt til Starfsþróunarsjóðs og Fræðslu-seturs félagsins eins og um var samið. Þaðer eitt af því sem við teljum að vanti og þvíer ekki hægt að segja að ríkið hafi að ölluleyti staðið við samninginn.

Hagfræðingar eru enn að kanna hvortsíðasta launahækkunin á tímabilinu hafiskilað sér til félagsmanna um allt land.Með síðustu samningnum fórum við inn ínýtt launakerfi sem gefur heilbrigðisstofn-unum talsvert frjálsræði til þess að metasjúkraliða og ákveða framgang þeirra ístarfi. Margar stofnanir undirrituðu sams-konar stofnanasamning og Landspítalinn,en voru ósáttar við það seinna. Við tókum

vel í að endurskoða þá og höfnuðum aldreiviðræðum. Í kjölfarið voru til dæmis gerðirnýir stofnanasamningar á Austurlandi, íVestmannaeyjum, á Selfossi, Suðurnesjumog Akranesi svo eitthvað sé nefnt. Samt erusumar stofnanir enn að kvarta undan þvíað þær séu bundnar af Landspítala-samningnum og kenna honum um aðframgangur sjúkraliða hjá þeim hafi ekkiverið nægilega mikill. Ég er alls ekki sam-mála þeirri skýringu og tel mun líklegra aðþað hafi skort vilja af hálfu stofnananna tilað tryggja betur framgang sjúkraliða ásamningstímanum. Þetta erum við aðskoða.”

- Sjúkraliðar hafa þá orðið fyrir vonbrigðummeð þann framgang sem stofnanasamningarn-ir áttu að skila?

„Nýja launakerfið er ekki jafn miðlægtog áður. Þótt við séum ekki að ganga tilbaka með stofnanasamningana, þá viljumvið gjarnan sjá að næstu samningar verðimiðlægari en þeir síðustu, einmitt vegnaþess að við teljum að þeir hafi ekki gefið

nógu góða raun fyrir sjúkraliða, að viljinntil að auka framgang sjúkraliða sé ekkinægilegur hjá stofnununum.

Við það bætist að stofnanirnar hafa stað-ið frammi fyrir miklum fjárhagsvanda.Fjárhagsþrengingarnar innan heilbrigðis-kerfisins eru hluti vandans því við þæraðstæður hefur ekki reynst auðvelt fyrirstofnanirnar að hafa þetta vald í höndun-um. Við slíkar aðstæður teljum við ennmeiri þörf á miðlægum kjarasamningum.”

Aðeins fyrsti áfangi- Fyrir síðustu samninga var alvarlegur

skortur á sjúkraliðum í heilbrigðiskerfinu.Hefur það eitthvað breyst?

„Við lögðum mikla áherslu á það í síð-ustu samningum að bregðast yrði hart viðþeim mikla skorti sem var á sjúkraliðum.Staðan var sú að fólk fór einfaldlega ekki ísjúkraliðanám vegna þess hversu léleglaunin voru, og margir sem voru búnir aðlæra fóru í önnur störf af sömu ástæðu.Vandamálið var svo stórt að það dugði

8 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

K J A R A B A R Á T T A N

Síðasti samninguraðeins fyrsti áfangi

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins

Samningamenn Sjúkraliðafélagsins ræða málin: Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins,Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Margrét Auður Óskarsdóttir, Selfossi, KristjanaGuðjónsdóttir, Reykjavík, og Inga Lóa Guðmundsdóttir, Reykjanesbæ. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 8

Page 9: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 9

K J A R A B A R Á T T A N

ekki einu sinni til að anna eftirspurn heil-brigðiskerfisins að fylla öll þau pláss semskólarnir höfðu til reiðu. Það þarf að geraeitthvað sértækt til að mæta þörfum fram-tíðarinnar fyrir sjúkraliða. Sú breyting varðþó eftir síðustu samninga að fólk fór afturað skrá sig í sjúkraliðanám. Í flestum skól-um fylltust sjúkraliðabrautirnar af nem-endum og sjúkraliðar sem höfðu farið íönnur störf sneru til baka.

En staðan er mjög brothætt. Við lítumsvo á að í síðustu samningum hafi náðstáfangi í lagfæringu launakjara sjúkraliða.Oft er sagt að þeir sem þurfa að fá leiðrétt-ingu launa sinna geti ekki ætlast til þess aðfá hana alla í einum áfanga. En við vitumlíka að það þarf ekki nema einn samning tilþess að sá árangur sem náðst hefur séhruninn. Það er grundvallarspurning varð-andi næstu kjarasamninga hvort þeir byggja á þeim jákvæða áfanga sem náðist ísíðustu samningum, eða hvort það komibakslag. Í viðræðum okkar við ríkiðmunum við vara sterklega við afleiðingumþess ef við verðum skilin eftir launalegaséð. Þá myndi heilbrigðiskerfið lenda afturí nákvæmlega sömu alvarlegu stöðunni ogáður. Meginkrafa okkar í viðræðum viðríkisvaldið er þess vegna sú að það sé ekkinóg að viðhalda þeim kaupmætti semnáðst hefur, heldur verði að auka kaup-máttinn á næsta samningstímabili.

Við vísum einnig til þess að Sjúkra-liðafélagið er bundið af ályktun þingsBSRB um að engin laun verði lægri en 150þúsund á mánuði. Í því felst krafa um aðlægstu laun sjúkraliða hækki hlutfallslega ísamræmi við slíka hækkun lægstu launainnan BSRB. En á þessu stigi leggjum viðekki fram tillögu um tiltekna krónutölu-hækkun."

Verkefni sjúkraliða- Eru komnar skýrari línur um hver eigi að

vera verkefni sjúkraliða á heilbrigðisstofnun-um?

„Nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytis-ins hefur verið að vinna að því verkefni, enhún á að koma með tillögur um hvernigeigi að nýta starfskrafta sjúkraliða í fram-tíðinni. Þessi nefnd hefur skilað áfangaskýrslu til ráðherra. Eitt af því semlögð hefur verið áhersla á í þessari nefnd erað íslenskir sjúkraliðar verði nýttir meðsama hætti og sjúkraliðar á Norður-löndum. Það yrði gríðarleg breyting áverkefnum sjúkraliða hér á landi ef sú yrðiniðurstaðan.

Þá er líka verið að kanna hver séu störfsambærilegra stétta í Bandaríkjunum. Þvíverki er ekki lokið, en það er búið að safnamiklum upplýsingum.

Við höfum fundað með ráðuneytinu umþessi mál og farið yfir það hvernig staðan

er í dag, hvaða verk sjúkraliðar vinna hér álandi og á Norðurlöndum. Það sem þarf aðgerast næst að mínu mati er að heilbrigðis-ráðuneytið taki um það ákvörðun til hvaðaverka eigi að nýta sjúkraliða í framtíðinni.Það er mikilvægt fyrir sjúkraliða og einsfyrir stofnanirnar sem gera sér ekki greinfyrir því í dag hvaða verkefni þeir megafela almennum sjúkraliðum eða sjúkralið-um með sérnám í hjúkrun aldraðra. Og þarlegg ég áherslu á að við eigum að beraokkur saman við Norðurlöndin og takamið af því sem þar er gert.

Mér finnst eðlilegt að nefnd heilbrigðis-ráðuneytisins fari að skila af sérlokaskýrslu um til hvaða verka eigi að nýtasjúkraliða og síðan verði vinnuhópur sett-ur í að kynna þá niðurstöðu á stofnunun-

um. Ég legg þunga áherslu á að þannigverði staðið að málum og að þessi niður-staða liggi fyrir áður en gengið verður frákjarasamningum við ríkið.”

Vinnutími og tryggingar- Að hve miklu leyti hafið þið samflot með

öðrum félögum?„Það varð um það samkomulag að við-

ræður um ýmsar réttindakröfur skyldufara fram á vegum heildarsamtakannaBSRB, BHM og KÍ, fyrir hönd allra félag-anna. Þar leggjum við meðal annars áherslu á að stytta vinnuviku sjúkraliða,enda er starfið mjög erfitt. Við viljum líkaað þeir sem eru fimmtugir eða eldri fáiaukna styttingu vinnuvikunnar í áföngum.

Á þessum sameiginlega vettvangi leggj-

um við áherslu á tryggingamálin og vísumþar sérstaklega til samnings okkar um þaumál við sveitarfélögin. Þess má geta aðsums staðar á geðdeildum eru starfsmenn ístórhættu og þess vegna þarf að huga velað tryggingamálum þeirra, en eins að tryggja þeim nægilega hvíld.”

Stofnanirnar bíða eftir ríkinu- Hefur eitthvað miðað í samningaviðræðun-um?

„Í upprunalegri viðræðuáætlun var gertráð fyrir að fyrst yrði rætt um þær kröfursem eru sameiginlega uppi á borðinu hjáBSRB. Þeim hluta viðræðnanna átti aðljúka fyrir 1. nóvember og þá áttu hinareiginlegu viðræður okkar við ríkið að fara ígang. En þetta hefur allt saman dregist á

langinn. Viðræður á vegum BSRB, BHM ogKÍ eru enn í gangi og þar eru engin mál frá-gengin. Mér virðist því augljóst að eigin-legar viðræður okkar við ríkið fari ekki ígang fyrr en á nýju ári.

Aðrir viðsemjendur okkar hafa marglýstþví yfir að þeir geti ekki gert kjarasamningvið okkur fyrr en þeir viti um hvað viðsemjum við ríkisvaldið. Það er út af fyrirsig skiljanlegt og þess vegna buðum viðþessum samningsaðilum að framlengjakjarasamninginn fram í febrúar á næsta ári.Þegar hefur verið gengið frá samkomulagium þetta við fjölmargar sjálfseignarstofn-anir sem munu greiða sjúkraliðum sem hjáþeim starfa 1,5% launahækkun frá og með1. janúar 2005.”

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, kynnir sjúkraliðum áVestfjörðum kröfugerð félagsins. Til hægri á myndinni er Gunnar Gunnarsson, framkvæmda-stjóri félagsins. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 9

Page 10: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

10 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

K J A R A B A R Á T T A N

Samninganefnd Sjúkraliðafélag Íslands bjó sig undir komandi kjaravið-ræður með því að sækja námskeið í samningatækni sem haldið var á vegumBandalags starfsmanna ríkis og bæja í Munaðarnesi.

Námskeiðinu stjórnuðu þeir Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgrein-ir, og Helgi Þór Ingason, verkfræðingur. Þeir fóru ítarlega í gegnum leyndar-dóma samningatækninnar, allt frá því undirbúningur samningsaðila hefst þar tilsamningaferlinu lýkur. Lögð var áhersla á að sýna fram á hvernig þeir sem leggja út í samningaviðræður geti styrkt stöðu sína sem best, en jafnframt lagtraunhæft mat á stöðu viðmælenda sinna.

Listin að semja

Hópurinn í Munaðarnesi. Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóriSjúkraliðafélagsins, Ragna Ágústsdóttir, LSH, Ingibjörg Hafsteinsdóttir, LSH, Inga LóaGuðmundsdóttir, Reykjanesbæ, Kristjana Guðjónsdóttir, Miðstöð heimahjúkrunar, EsterAdamsdóttir, LSH, María Ingibergsdóttir, LSH, Kristín Ólafsdóttir, Skógarbæ, Margrét AuðurÓskarsdóttir, Selfossi, og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins. Myndir: EJ

Helgi Þór ræðir málin við sjúkraliðana Kristínu Ólafsdóttur, Ingibjörgu Hafsteinsdóttur ogRögnu Ágústsdóttur.

Við gerð síðustu kjarasamninga viðReykjavíkurborg var af hálfu borgar-innar lögð mikil áhersla á að takaupp starfsmat og láta niðurstöðu þessráða niðurröðun starfsmanna í launa-flokka. Þrjú stéttarfélög féllust á aðgera slíkan samning, það erStarfsmannafélag Reykjavíkur-borgar, Efling stéttarfélag ogTæknifræðingafélag Íslands.

Samkvæmt samkomulaginu átti aðleiðrétta starfslaun í áföngum á samn-ingstímanum út frá vissum fjárhags-ramma. Tekið skyldi upp samræmthæfnismat og nýtt hæfnislaunakerfimeð það í huga að greidd yrðu sömulaun fyrir sambærileg og jafnverðmætstörf hjá öllum stofnunum og fyrir-tækjum borgarinnar. Nýja kerfið áttiað taka gildi 1. desember árið 2002.

Hafa metið 400 starfsheitiÍ ljós kom að undirbúningur og

framkvæmd starfsmatskerfisins varmun tímafrekara og flóknara verkefnien samningsaðilar höfðu gert ráð fyrir.Það var því fyrst nú í nóvember semnýja kerfinu var hrundið í fram-kvæmd, tæpum tveimur árum síðar enað var stefnt í upphafi.

Samkvæmt upplýsingum frá samn-ingsaðilum nær starfsmatið til um 400starfsheita, en undir þau falla um4.500 starfsmenn Reykjavíkurborgar.Þar af tóku um 900 einstaklingar þátt ístarfsmatsviðtölum með starfsmats-ráðgjöfum samningsaðila.

Af þessum 400 starfsheitum fengutæplega 200 starfsheiti einhverjalaunaleiðréttingu 1. nóvember síðast-liðinn að sögn samningsaðila. Þaðþýðir að ýmsir hafa ekki fengið hækk-anir. Í þeim hópi eru skólaliðar viðgrunnskóla Reykjavíkur sem vöktuathygli á þeirri staðreynd með því aðmótmæla fyrir utan húsakynniStarfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt samningnum geta þeirsem eru ósáttir við niðurstöður starfs-matsins áfrýjað niðurstöðunni til sér-stakrar áfrýjunarnefndar.

Starfsmateftir tveggjaára seinkun

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 10

Page 11: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

„Nokkrar þeirra stofnanana sem til skoð-unar eru uppfylla ekki samninginn í sam-ræmi við túlkun SLFÍ og hagfræðinga BSRBog hafa ekki hækkað grunnlaun starfs-manna sinna í samræmi við ákvæði kjara-samningsins. Brýnt er að leiða málið tillykta svo sjúkraliðar, sem starfa hjá viðkom-andi stofnunum, fái þær kjarabætur semþeim ber,” segir í greinargerð hagfræðingaBSRB.

Hildigunnur Ólafsdóttir og RagnarIngimundarson, hagfræðingar bandalagsins,hafa tekið saman eftirfarandi greinargerð:

„Eins og kom fram í síðasta tölublaðiSjúkraliðans hafa hagfræðingar BSRB og fjár-málaráðuneytisins verið að afla gagna í þeimtilgangi að skoða launaþróun meðal sjúkra-liða frá október 2001 til júní 2003 eins ogkveðið var á um í bókun 6 í kjarasamningiSjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðherrafrá árinu 2001. Í síðasta tölublaði kom meðalannars fram að grunnlaun sjúkraliða semstörfuðu hjá ríkinu frá október 2001 til júní2003 hækkuðu um rúmlega 38%. Á síðustuvikum hefur gagna verið aflað frá sjálfseign-arstofnunum og h-launastofnunum, en þaðeru ríkisstofnanir á landsbyggðinni. Þessivinna hefur að mestu gengið vel, bæði hvaðvarðar gagnaöflun og útfærslu, þrátt fyrir aðeinstaka stofnanir hafi verið lengi að sendainn fyrrnefnd gögn.

Gögnin liggja fyrirNú er svo komið að öll gögn frá stofnunum

sem notast við kjarasamning SjúkraliðafélagsÍslands liggja fyrir og hefur meðalgrunn-launahækkun yfir samanburðartímabiliðverið reiknuð út, eins og gert var ráð fyrir íbókuninni. Í stuttu máli felur bókunin í sér aðáherslubreytingar skuli verða á starfi sjúkra-liða og að framþróun launaliðar sjúkraliða

eigi að skoða tvisvar á samningstímabilinu ísamstarfi hagfræðinga BSRB og fjármálaráðu-neytisins. Í maí árið 2002 var litið yfir hvortmarkmið stofnanasamninga hafi náðst ogstóðst það þegar farið var yfir gögn frá stofn-ununum.

Síðari athugun á launalið samningsins áttiað koma til framkvæmda í júní 2003, þar semsérstaklega átti að líta til niðurstöðu nefndarsem heilbrigðisráðherra átti að skipa. Þessinefnd átti meðal annars að meta hvort stofn-anir þyrftu á auknum fjármunum að halda tilað framfylgja þeim markmiðum sem stefntvar að, en enn þann dag í dag hefur ekkertheyrst frá umræddri nefnd.

Við framkvæmd úttektarinnar á launaliðisjúkraliða var aflað gagna frá Kjararann-sóknarnefnd opinberra starfsmanna (KOS),sjálfseignarstofnunum og h-launastofnunum.Notast var við paraðan samanburð fyrir tíma-bilið október 2001 til júní 2003. Send var útfyrirspurn til hverrar stofnunar þar semsjúkraliðar voru starfandi og beðið um dag-vinnulaun og starfshlutfall einstaklinga fyrirþetta sama tímabil. Út frá þeim upplýsingumsem bárust voru reiknuð út meðalgrunnlaunhverrar stofnunar á mismunandi tímabilum.

NiðurstaðanÞað var skilningur Sjúkraliðafélag Íslands

og hagfræðinga BSRB að kjarasamningurinnhafi átt að skila tiltekinni hlutfallshækkungrunnlauna fyrir hverja stofnun á samnings-tímabilinu.

Nokkrar þeirra stofnana sem til skoðunareru uppfylla ekki samninginn í samræmi viðtúlkun SLFÍ og hagfræðinga BSRB og hafaekki hækkað grunnlaun starfsmanna sinna ísamræmi við ákvæði kjarasamningsins. Brýnter að leiða málið til lykta svo sjúkraliðar, semstarfa hjá viðkomandi stofnunum, fái þærkjarabætur sem þeim ber.

Í stuttu máli mætti því segja að flestar þærstofnanir sem til skoðunar eru hafa uppfylltlaunalið kjarasamningsins. Þá hefur tekist aðauka dreifingu sjúkraliða innan launatöflunn-ar, sem er í samræmi við þær kröfur sem lagtvar upp með vegna áherslubreytinga í starfisjúkraliða, til að mynda vegna meiri fjöl-breytni í starfi, aukinnar starfsreynslu ogsímenntunar. Nú er svo komið að flestirsjúkraliðar eru í launaflokki B08 og hefurdreifing innan töflunnar þokast nokkuð uppá við yfir samningstímann.”

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 11

K J A R A B A R Á T T A N

Nokkrar stofnanir upp-fylla ekki samninginn

Ragnar Ingimundarson og Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingar BSRB. Myndir: EJ

Sjúkraliðafélag Íslands hefur framlengt samning við fjöl-margar heilbrigðisstofnanir til loka febrúar á næsta ári. Launsjúkraliða sem starfa hjá þessum stofnunum hækka um 1,5%frá og með 1. janúar næstkomandi.

Stofnanirnar sem samið var við eru Sunnuhlíð,Sjálfsbjargarheimilið, Grund, Sóltún, SÁÁ, HNLFÍ, Skógarbær,Hrafnista í Hafnarfirði, Hrafnista í Reykjavík, DvalarheimiliðÁs, Víðines, Vífilsstaðir, Holtsbúð, Garðvangur, Dalbær, Eir,

Skjól, Kumbaravogur, Fell og Reykjalundur.Samningurinn felur jafnframt í sér að strax og gengið hefur

verið frá nýjum kjarasamningi Sjúkraliðafélagsins við fjármála-ráðuneytið verði samningur félagsins við stofnanirnar tekinn tilendurskoðunar.

Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaganna var boðiðað ganga að tilboði félagsns. Samninganefnd borgarinnar hefurmálið til skoðunar en Launanefnd sveitafélaganna hefur hafnaðboðinu en vill þess í stað hefja samningaviðræður.

Samningur framlengdur út febrúar

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 11

Page 12: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

12 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

R I T G E R Ð S J Ú K R A L I Ð A

Hvenær sem kallið kemur, kaupirsér enginn frí.

(Hallgrímur Pétursson)„Þegar stórt er spurt, verður oft lítið

um svör.” Þessi setning er höfð eftirHalldóri Laxness. Hún á vel við þegarfarið er að velta fyrir sér siðfræðilegumálitamálum í heilbrigðisþjónustunni.

Önnur setning sem einnig getur áttvel við er „Eitt sinn skal hver deyja” ogvíst er um það að öll deyjum við aðlokum.

En misjafnt er hvernig dauðann berað og í nútíma þjóðfélagi er margthægt að gera til að létta fólki dauða-stríðið, þegar það er kvalafullt og erf-itt.

Í þessari ritgerð ætla ég að velta fyrirmér spurningum um líknandi meðferðog líknardráp og hvenær hætta skulilæknismeðferð deyjandi sjúklinga oghver eigi að taka þá ákvörðun að hættameðferð.

Líknarmeðferð eða líknardráp?Dauðann ber að höndum á marga

vegu, orsakirnar geta verið sjúkdómar,slys eða náttúrulegur dauði vegnaöldrunar. Það skiptir miklu máli þegarþar að kemur að ákveða hvernig lækn-ismeðferð deyjandi sjúklingur fær.

Sé sjúklingurinn til dæmis á góðumaldri en berst við ólæknandi sjúkdóm,er oftast hægt að leyfa honum að ráðahve mikla læknismeðferð hann fær oghvenær hætta skuli meðferð. Það ervissulega réttur hans að vita allt umframgang sjúkdómsins og batahorfur.Oftast má þá reikna með að dóm-greind hans sé óskert þannig að í sam-ráði við hjúkrunaraðila taki hann sjálf-ur þá ákvörðun sem taka þarf.

Það er eðli mannsins að halda„dauðahaldi” í lífið og vonina umbata. Batavonin er mjög mikilvæg oghjálpar fólki oft til að ná bata þótt umtíma virðist útlitið ekki bjart.Krabbamein er sá sjúkdómur sem oft-

ast dregur fólk á besta aldri til dauða ákvalafullan hátt, meðferðin er erfið ogslagurinn sem tekinn er við sjúkdóm-inn er harður. Það hlýtur því að veramjög erfitt að játa sig sigraðan eftirlanga baráttu og ákveða að meðferðskuli hætt. Oft sér maður að viljinn tilað lifa er svo sterkur að sjúklingurinnvirðist vera þó nokkuð hress og sér-staklega þegar hann á einhverju ólokiðsem honum finnst mikilvægt að ljúkameð reisn.

Mér er minnisstæð kona sem varmeð langt gengið krabbamein, enyngsta barnið hennar átti að fermastum vorið. Hún virtist nokkuð hress

þegar hún fór af sjúkrahúsinu til aðvera við ferminguna. Tveim dögumseinna lagðist hún aftur inn og léstnóttina eftir.

Það er einnig oft mjög erfitt fyriraðstandendur að sætta sig við að bar-daginn sé tapaður og samþykkja aðmeðferð sé hætt. Oft halda ástvinirdauðahaldi í sjúklinginn og leyfahonum ekki að fara og lengja þannigóafvitandi dauðastríðið. Sjúklingurinnheldur áfram að berjast þótt í raun séþað orðið vonlaust. Læknar og hjúkr-unarfólk gerir sér grein fyrir því ogjafnvel sjúklingurinn en aðstandendurvilja ekki trúa því eða sætta sig viðþað.

Siðfræði heilbrigðisþjónustunnarSiðfræði heilbrigðisþjónustu er mjög

ung fræðigrein innan siðfræðinnarsem hefur vakið upp mjög gagnlegarumræður um skyldur og tilgangstarfsins meðal heilbrigðisstarfsfólks.

Margir telja að óskrifaðar siðareglurheilbrigðisstarfsmanna hafi orðið tilsjálfkrafa með reynslu kynslóðanna ogsjálfsagt er nokkuð til í því, ef samanfara fagleg þekking og mannkostirsem geta mótast með góðu uppeldi.

Umræður um erfiðar spurningarsem koma upp hljóta þó að vera tilgóðs, bæði fyrir sjúklinginn og heil-brigðisstarfsmanninn. Þær verði tilþess að sjúklingurinn fái þá þjónustusem er honum fyrir bestu og hannsamþykkir, en eru einnig góðar fyrirheilbrigðisstarfsmanninn. Skylda hanser að virða sjálfræði manneskjunnar ogbera umhyggju fyrir velferð hennar,með þeim undantekningum þó að viðákveðnar aðstæður verður að tak-marka sjálfræðið til að vernda aðra ogjafnvel hina sjúku manneskju sjálfa.

Ein fumskylda læknisins er að við-halda lífi og önnur sú að sjúklingurinnfái að deyja með reisn. Þessar skyldurgeta stangast á og þá stendur læknir-

Linda Steingrímsdóttir, höfundur ritgerðar-innar.

Þessa ritgerð um líkn-andi meðferð eða líknar-

dráp skrifaði LindaSteingrímsdóttir, sjúkra-

liði á Ísafirði. Húnstundar fjarnám í hjúkrun aldraðra.

Að fá að deyja með reisn

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 12

Page 13: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 13

R I T G E R Ð S J Ú K R A L I Ð A

inn frammi fyrir erfiðri ákvarðana-töku. Á hann að létta sjúklingnumdauðastríðið þótt það mjög líklega flýtifyrir dauða hans? Er rétt að halda aðsér höndum ef möguleiki er að linaþjáningar? Hvort er læknirinn aðdrepa sjúklinginn eða létta dauðastríðhans með stórum skömmtum af deyfi-lyfjum? Hver er munurinn á líknar-meðferð og líknardrápi?

Til þess að reyna að svara þessumspurningum þarf að gera sér greinfyrir því hvers konar líf sjúklingurinná framundan. Ef einhver von er umbata er ekki réttlætanlegt að gefa svomikið af verkjalyfjum að hætta sé á aðsjúklingurinn deyi fyrr vegna þeirra.Ef hinsvegar engin lífsvon er og sjúk-dómurinn ólæknandi, til dæmiskrabbamein á lokastigi, sjúklingurinngetur ekki nærst eðlilega, fær vökva ognæringu í æð, hvað mælir þá gegn þvíað losa sjúklinginn við verstu verkinaog reyna að gera honum og ástvinumhans síðustu stundirnar bærilegar?

Ekki má gleyma því að oftast nær erþað ekki sjúklingurinn einn sem þjáistheldur öll hans fjölskylda líka og þaðer þungbært að sitja við sjúkrabeð oghorfa á ástvin sinn þjást. Hve oft hafaheilbrigðisstarfsmenn ekki heyrt þessasetningu: "Er ekki hægt að gefahonum/henni eitthvað til að líðabetur?"

Aðstandendur sem ekki vinna í heil-brigðisgeiranum gera sér líklegasjaldnast grein fyrir því að einmittþessi bón gæti orðið til þess að flýtafyrir dauða sjúklingsins. En jafnvelþótt þeir geri sér grein fyrir því viljaþeir oft sjúklingsins vegna auka lyfja-gjöfina. Spurningin er þá ekki hvortsjúklingurinn deyr, heldur hvernighann deyr. Losnar hann við að heyjaerfitt dauðastríð eða fær hann friðsæltandlát og deyr með reisn.

Þetta eru vissulega erfiðar spurning-ar og engin algild svör til við þeim.Aðstæður eru líka svo margvíslegar aðengar staðlaðar aðferðir koma tilgreina. Það kemur því í hlut læknis,sjúklingsins, aðstandenda og hjúkrun-arfólks að ákveða í hverju tilfelli fyrirsig hvernig meðferðin þróast.

Sem betur fer hefur líknandi meðferðþróast mjög hratt og vel hér á Íslandi.Fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugs-andi að fólk með erfiða ólæknandi

sjúkdóma fengi að dveljast heima síð-ustu stundirnar og fá hjúkrun þar.

HeimahlynningÁrið 1987 hófst starfsemi

Heimahlynningar KrabbameinsfélagsÍslands. Til fyrirmyndar var hug-myndafræði sem kennd er við„Hospice.” Tilgangur Heima-hlynningar er að gera sjúklingum meðólæknandi sjúkdóma mögulegt aðdveljast heima eins lengi og þeir óskaog aðstæður leyfa.

Einn liður í þjónustu Heima-hlynningar er að haldinn er fjölskyldu-fundur. Þar er rætt hvernig megi bæta

líðan sjúklings og aðstandenda. Einnigstarfar innan teymisins félagsráðgjafisem veitir ráðgjöf um félagsleg réttindiog fjármál, en veitir líka stuðningvegna áfalla og tilfinningalegra erfið-leika. Þar starfa nú 6 hjúkrunarfræð-ingar, 3 læknar, félagsráðgjafi og ritari,og nú er sólarhringsvakt lækna oghjúkrunarfræðinga.

Starfsemi í líkingu við Heima-hlynningu er nú víðar en í Reykjavíkog er góður valkostur fyrir þá semhafa aðstæður til að geta varið síðustustundunum heima. En til þess að svomegi verða tel ég að vissar aðstæðurþurfi að vera á heimilinu. Ég sé fyrirmér karlmann milli fimmtugs og sjö-tugs, uppkomin börn sem væru tilbúintil að aðstoða móður sína í veik-indunum, og gott samstarf við teymieins og Heimahlynningu. Til að geraþetta þarf mikið sálarþrek, fjölskyldan

þarf að vera tilbúin til að hjálpast að.Þegar dauðinn er óumflýjanlegur erandlát í heimahúsi einmitt svo eðlileg-ur endir. Í gegnum aldirnar hefur fólkdáið heima hjá sér, ekki á sjúkrahúsi,og án allra þeirra deyfilyfja sem völ erá í dag.

Í nútíma þjóðfélagi hefur óttinn viðþjáninguna sem fylgir lífinu verið aðaukast, ef einhver fær verki er honumstrax bent á að fara til læknis og „fáeitthvað við þessu.” Ábyrgðinni erstrax velt yfir á heilbrigðiskerfið ogfólk vill fá lækningu strax, en gerir sérekki alltaf grein fyrir því að sumt ráðalæknavísindin ekki við.

Líknandi meðferð aldraðra„Af hverju fæ ég ekki að deyja?”

Þetta er setning sem starfsfólk á öldr-unarstofnunum fær oft að heyra. Fólksem þar dvelur er auk þess að veraaldrað haldið sjúkdómum, annaðhvort líkamlegum eða andlegum. Ofter um heilabilun að ræða. Fólk semleggst inn á slíkar stofnanir á sjaldnastafturkvæmt, lífið er því einskonar biðeftir dauðanum. Það er því mikilábyrgð sem starfsfólk öldrunarstofn-ana ber, að gera þessu fólki síðustuæviárin bærileg.

Þegar dauðinn nálgast og sjúklingur-inn veikist meira, þá vakna spurning-arnar:

Hvaða meðferð á að veita honum?Læknavísindin hafa mörg ráð til aðlengja líf og læknum ber skylda til aðviðhalda lífi sé það mögulegt. Það erhægt að gefa vökva í æð, súrefni í nös,

Sjúkrahúsið á Ísafirði. Höfundur ritgerðarinnar starfar við heimahjúkrun sem hefur aðsetur íhúsnæði Hlífar sem sést handan við sjúkrahúsbygginguna. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 13

Page 14: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

14 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

R I T G E R Ð S J Ú K R A L I Ð A S T A R F S R É T T I N D A M Á L

allskonar lyf fyrir hjartað og nýrun ogjafnvel blóðgjafir.

Og nú vakna spurningarnar: Hvaðaf þessum ráðum á að nota fyrir 95 áragamlan einstakling sem þráir aðdeyja? Hver á að ákveða meðferðinaog hvenær meðferð skuli hætt þegarsjúklingurinn getur ekki sjálfur tekiðákvörðun? Er það læknirinn semhefur þær skyldur að viðhalda lífi? Erþað dóttirin sem horfir á foreldri sittog spyr sig: „Á ég að ákveða hvortmóðir mín á að deyja núna?” Svo eruöll hin börnin, eru þau öll sammálaum hvað gera skal?

Það hljóta vakna ótal spurningar viðþessar aðstæður. Eina gamla konuþekkti ég, sem veiktist rétt fyrir jól ogþað leit út fyrir að hún myndi deyjaþá, en sú gamla hélt nú ekki. „Ég fernú ekki að gera fólkinu mínu það aðdeyja rétt fyrir jólin þegar allir hafasvo mikið að gera.” Þessi kona lifðimarga mánuði eftir þetta.

LokaorðHér á undan hef ég verið að velta

fyrir mér ýmsum spurningum semkoma upp við lok lífs. Ég hef reynt aðlesa mér til og einnig að hugsa umþessi mál út frá þeirri reynslu sem éghef eftir að hafa unnið á sjúkrastofn-unum í mörg ár. Sannleikurinn er sáað ég hef ekki komist að neinni niður-stöðu, en ég tel að samt sem áður séþað hverjum manni hollt að hugsa umþessi mál.

Ég hafði hugsað mér að fjalla umlíknandi meðferð og líknardráp, eneinhvern vegin varð líknandi með-ferðin mér ofar í huga.

Líknardráp hefur ekki verið leyft hérá landi og ég tel að ekki eigi að leyfaþað. Ástæðan fyrir þessari skoðunminni er sú að ég tel að utanaðkom-andi eigi ekki að ráða lífi og dauða,það sé of mikið vald sem þeim ein-staklingi eða einstaklingum sé veitt ogað lífið sé svo dýrmætt, þótt það séekki alltaf auðvelt, að maður eigi ekkiað taka það sjálfur og ekki að felaöðrum að taka það.

Líknandi meðferð tel ég miklu betrikost. Hún hefur þróast og batnað mjögmikið á undanförnum árum. Líknandimeðferð getur gefið fólki kost á aðdeyja með reisn.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-neytið hefur enn á ný þurft að minnastjórnendur Dvalarheimilisins Höfðaá Akranesi á að ráða sjúkraliða tilþeirra starfa sem falla undir starfs-svið stéttarinnar og láta þá njóta kjaraí samræmi við kjarasamning sjúkra-liða.

Að þessu sinni hafði einn félags-manna Sjúkraliðafélagsins á Akranesileitað til félagsins og óskað eftiraðgerðum þess. Málsatvikum varþannig lýst í bréfi sjúkraliðans tilfélagsins

„Haustið 1999 byrjaði ég í sjúkraliðanámi, og lauk því námi meðlokaprófi 30/5/2003, með fullumstuðningi vinnuveitanda, en ég var í80% vinnu allan tímann. Eftir próf hefég unnið á kjörum ófaglærðra en telmig nýtta sem sjúkraliði. Meðal þeirrastarfa sem mér er ætlað að vinna er t.d.umsjón með súrefnistæki og umönnunþess sjúklings, lyfjagjafir, blóðsykurs-mæling og insúlíngjafir, sáraskiptingaref til falla og fleira. Eftir próf sótti égum sjúkraliðastöðu og því erindi hefurekki enn verið svarað.”

Bréf ráðuneytisinsSjúkraliðafélagið gekk þegar í málið

og fóru Kristín Á. Guðmundsdóttir,formaður, og Gunnar Gunnarsson,framkvæmdastjóri, meðal annars áfund stjórnar Höfða gagngert til að fáþetta leiðrétt. Þegar það bar ekkiárangur leitaði félagið eftir aðstoðráðuneytisins, sem sendi fram-kvæmdastjóra dvalarheimilisins bréf.Þar segir meðal annars:

„Eins og fram kom í bréfi ráðuneyt-isins til þín dags. 6. september 2002segir í reglugerð um sjúkraliða nr.897/2001 að sjúkraliði starfi „einkumvið almenna og sérhæfða umönnunsjúkra.”

Samkvæmt 4. gr. fyrrgreindrarreglugerðar er óheimilt að ráða aðra ensjúkraliða til sérhæfðra umönnunar-og hjúkrunarstarfa nema áður hafiverið auglýst eftir sjúkraliðum. Eins ogfram kom í bréfi ráðuneytisins til þíndags. 10. janúar 2003 telur ráðuneytiðjafnframt að sjúkraliði sem starfar viðsérhæfða umönnun og/eða hjúkrunskuli njóta kjara sjúkraliða.”

Í kjölfarið leystist þetta mál með sátt.

Sjúkraliðafélagið hefur að undan-förnu fengið til meðferðar tvö mál þarsem forstöðumenn opinberra heil-brigðisstofnana hafa vísvitandi gengiðframhjá menntuðum sjúkraliðum viðráðningu í umönnunarstörf. Í báðumtilvikum hefur félagið neyðst til aðleita til lögmanna til að aðstoða sjúkra-liðana við að leita réttar síns.

Í öðru tilvikinu auglýsti dvalarheimiliúti á landi eftir starfsmanni til sumaraf-leysinga „við aðhlynningu” eins og þaðhét í auglýsingunni. Menntaður sjúkra-liði sóttu um starfið en fékk ekki. Þess ístað var ráðin ung stúlka með litla starfs-reynslu og án sjúkraliðamenntunar.

Eftir bréfaskriftir á milli stofnunarinn-ar og Sjúkraliðafélagsins var lögmannifélagsins falið að krefjast rökstuðningsstofnunarinnar fyrir þessari ákvörðun. Íbréfi lögmannsins er bent á að það„þurfi sérstaklega sterk rök til að takaumsókn ungs ófaglærðs starfsmanns til

greina fram yfir umsókn starfsmannsmeð sjúkraliðamenntun og starfsreynsluá því sviði.”

Í hinu tilvikinu auglýsti hjúkrunar-heimili úti á landi störf sjúkraliða ogstarfsmanns í umönnun. Menntaðursjúkraliði sótti um stöðuna. Umsóknhennar var ekki einu sinni svarað, entveir starfsmenn ráðnir og hafði hvorug-ur þeirra sjúkraliðamenntun.

Í bréfi lögmanns til hjúkrunarheimilis-ins er þessi krafist að umsókn sjúkralið-ans verði svarað nú þegar, að gerð verðigrein fyrir því hverjir voru ráðnir til starfa á grundvelli fyrrnefndrarauglýsingar og það jafnframt rökstutt áhvaða grundvelli var gengið framhjásjúkraliðanum við ráðninguna. Lög-maðurinn minnir á „að hjúkrunarheimil-inu er ekki heimilt að ráða ófaglærtstarfsfólk til þeirra starfa sem sjúkralið-um er ætlað að gegna, þegar völ er áfólki með sjúkraliðamenntun.”

Leitað til ráðuneytis

Gengið framhjá sjúkraliðum

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 14

Page 15: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

Mikil aðsókn hefur verið að sérnámisjúkraliða í hjúkrun aldraðra sem framfer í Heilbrigðisskóla Fjölbrautar-skólans við Ármúla. Það á líka við umsjúkraliða úti á landi. Á Ísafirði stundasex sjúkraliðar slíkt framhaldsnám ífjarnámi, en það er mjög hátt hlutfallsjúkraliða á Vestfjörðum. Þeir eiga aðútskrifast í desember á næsta ári.

Sérnámið tekur eitt ár hjá þeim sjúkra-liðum sem stunda námið á staðnum, þaðer í Heilbrigðisskólanum í Reykjavík, ení fjarnámi tekur sérnámið tvö ár.

„Það er Heiðrún Björnsdóttir, deildar-stjóri Þjónustudeildar aldraðra, sem áheiðurinn af því að þetta nám komst áhér á Ísafirði,” segir Margrét Þóra Óla-dóttir, gjaldkeri Sjúkraliðafélags Íslandsog ein sexmenninganna. „Það þurftiþáttttöku að minnsta kosti sex sjúkraliðatil þess að hægt væri að hefja fjarnámhérna. Heiðrún var ákveðin í að ná þvímarkmiði og þrýsti á okkur hinar aðvera með og hún gafst ekki upp fyrr en

við vorum orðnar nógu margar. Hún varstaðráðin í að komast í þetta nám ogþrautseigja hennar skilaði þessumánægjulega árangri.”

Á Ísafirði hafa sjúkraliðarnir sex aðset-ur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem ermiðstöð símenntunar og háskólanáms áVestfjörðum. Fræðslumiðstöðin er sjálfs-

eignarstofnun sem var formlega stofnuðfyrir rúmum fimm árum. Hún hefuraðsetur í gamla frystihúsinu á Ísafirði oger vel búin tækjum svo sem tölvum ogfjarfundabúnaði. Um 60-70 manns stunda nám af einhverju tagi á staðnum.Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar erSmári Haraldsson.

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 15

M E N N T A M Á L

Sex sjúkraliðar ífjarnámi á Ísafirði

Í fjarnámi taka sjúkraliðar úti á landi þátt í kennslustundum um fjarfundabúnað. Hér fylgistLinda Steingrímsdóttir á Ísafirði með kennslustund í Heilbrigðisskóla Fjölbrautarskólans viðÁrmúla í Reykjavík.

Mikil aðsókn var að námskeiðinu „Frelsi í fjármálum” semSjúkraliðafélag Íslands bauð upp á í október síðastliðnum.Hátt í fimmtíu félagsmenn sóttu námskeiðið þar sem IngólfurH. Ingólfsson kenndi aðferðir til þess að ná stjórn á útgjöld-um og auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins.

Þátttakendur gáfu námskeiðinu mjög góða einkunn í lokin

með ummælum eins og þessum um meginkosti námskeiðsins:Góð leið til að breyta vörn í sókn. Einföld framsetning. Sýndi

mér fram á leiðir til sparnaðar og aðhaldssemi. Ég fékk aðra sýná fjármálin. Hnitmiðaðar útskýringar og góðar leiðbeiningar.Breytti hugsunarhætti mínum um peninga til batnaðar. Skýrt ogskilmerkilegt. Líflegt, skemmtilegt, uppbyggilegt. Betra ennokkur launahækkun. Alveg frábært.

Velheppnað fjármálanámskeið

Sjúkraliðar í fjarnámsstofu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða: Linda Steingrímsdóttir, Ólöf Erla Smáradóttir, Heiðrún Björnsdóttir, Margrét ÞóraÓladóttir, Guðbjörg Drengsdóttir. Á myndina vantar Helgu M. Sigurjónsdóttur. Myndir: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:15 Page 15

Page 16: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

Í sérnámi í hjúkrun aldraðra er mikiláhersla lögð á eflingu starfsvitundar hjásjúkraliðum og sjálfstyrkingu með tillititil aukinnar ábyrgðar og sjálfstæðis ístarfi. Markmiðið með náminu er að þeirsjúkraliðar sem lokið hafa sérnámi íhjúkrun aldraðra séu færir um að stand-ast kröfur öldrunarþjónustunnar umnákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnu-brögð, segja þær Edda Sjöfn Smáradóttirog Inga Lóa Guðmundsdóttir sem báðarhafa lokið slíku námi og kynnt það áfundum víðs vegar um land.

Í eftirfarandi pistli gera þær frekari greinfyrir sögu og innihaldi sérnámsins.

Hófst í janúar 2002Það hafði verið mjög lengi í umræðunni

bæði hjá sjúkraliðum og SjúkraliðafélagiÍslands að sjúkraliðar fengju aukin starfs-réttindi. Það var síðan fyrir tilstilli félags-ins, stjórnenda öldrunarstofnana og fleiriaðila að þáverandi heilbrigðisráðherraIngibjörg Pálmadóttir setti á laggirnarnefnd sem lauk störfum í janúar 2001.

Samkvæmt ályktun hennar var þaðHeilbrigðisskólinn við Ármúla sem bauð ífyrsta sinn upp á sérnám sjúkraliða í hjúkr-un aldraðra í janúar 2002 byggt á aðal-námskrá framhaldsskóla. Vandað var til afhálfu skólans og var valinn maður í hverjurúmi. Kennarar komu frá hinum ýmsustöðum til dæmis Landlæknisembættinu,Háskóla Íslands og heilbrigðisstofnunumauk fastráðinna kennara við skólann.

Námið hefur þann tilgang að auka færniog þekkingu sjúkraliða til að hjúkra öldr-uðum í samræmi við markmið hjúkrunarog nýjar hugmyndir í öldrunarfræðum,einnig að auka sjálfstæði og ábyrgð sjúkra-liða í störfum sínum innan og utan stofn-ana.

InntökuskilyrðinSjúkraliði þarf að hafa minnst fjögurra

ára starfsreynslu. Námið hentar vel þeimsjúkraliðum sem hafa mikinn metnað,áhuga og vilja til þess að starfa við hjúkrunaldraðra og með þeim.

NámstíminnNámið hefst í janúar ár hvert og er eitt ár.

Námið samanstendur af þremur önnum.Tvær bóklegar annir fara fram viðHeilbrigðisskólann við Ármúla, en einverkleg önn fer fram á hinum ýmsu öldr-unarstofnunum. Einnig er boðið upp á fjar-nám sem er tvö ár. Í dag er það kennt á Ísa-firði, Akureyri, Neskaupstað og Selfossi.Námið er 43 einingar.

NámsgreinarnarNámsgreinar eru þessar: Hjúkrun, fjórir

áfangar. Sálfræði, tveir áfangar. Upp-lýsingatækni, tveir áfangar. Kennslufræði,einn áfangi. Lyfhrifafræði, einn áfangi.Lífeðlisfræði, einn áfangi. Stjórnun, einnáfangi.

Í náminu er mikil áhersla lögð á eflingustarfsvitundar hjá sjúkraliðum og sjálf-styrkingu með tilliti til aukinnar ábyrgðarog sjálfstæðis í starfi. Markmiðið með nám-inu út frá námskrá er að þeir sjúkraliðarsem lokið hafa sérnámi í hjúkrun aldraðraséu færir um að standast kröfur öldrunar-þjónustunnar um nákvæmni, áreiðanleikaog fagleg vinnubrögð.

RéttindinRéttindi sjúkraliða með sérnám í hjúkrun

aldraðra eru samkvæmt námskrá að:

• Geta staðið sjálfstæðar vaktir og skipu-lagt vinnu samstarfsmanna í samráðivið yfirmann og gefið skýrslu um vakt-ina að henni lokinni.

• Geta sinnt sjúklingum og skjólstæðing-um í samræmi við hjúkrunaráætlun ogtekið ákvörðun um hvenær kalla skuliút aðstoð.

• Geta metið ástand sjúklings, það eralvarleg frávik frá venjubundnu ástandi og metið hvenær slík frávikþarfnast viðbragða.

• Geta forgangsraðað verkum og metiðhvað er brýnast hverju sinni.

• Geta útdeilt verkum til annarra sjúkra-liða og ófaglærðs starfsfólks og fylgstmeð framkvæmd þeirra.

• Geta tekið á móti nýjum sjúkraliðum ogófaglærðu fólki, kynnt þeim störfin ogstarfsemi deildarinnar, verið tengiliðurvið nýtt starfsfólk og leiðbeint því ístarfsaðlögun.

• Geta sinnt auknu eftirliti með líðanskjólstæðinga og metið árangur með-ferðar.

• Skrá athuganir í hjúkrunarskrá og beitaviðurkenndum aðferðum hjúkrunar-skráningar, heilsufarslyklum, NANDA,NIC og RAI mati.

• Gefa lyf sem læknir hefur ávísað ogtekin hafa verið til.

• Gefa lyf sem læknir hefur ávísað eftir

16 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

M E N N T A M Á L

Fagleg vinnubrögðí öldrunarþjónustu

Sérnám í hjúkrun aldraðra

Edda Sjöfn Smáradóttir aðkynna sérnámið. Hún starf-ar á Vífilsstöðum.

Inga Lóa Guðmundsdóttir,forstöðumaður Dagvistar íReykjanesbæ.

Guðrún Hildur Ragnars-dóttir, kennslustjóri Heil-brigðisskólans Ármúla.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 16

Page 17: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 17

M E N N T A M Á L

þörfum fyrir tiltekinn einstakling í til-tekinn tíma, samkvæmt reglum semviðkomandi öldrunarstofnun hefursett.

Starf að loknu námi.Starfsvettvangur er mjög víðtækur og

byggist á því að kröfum um fjölbreyttúrræði í öldrunarþjónustunni fjölgar mjögí samtímanum. Hér er verið að tala umfélagsþjónustu aldraðra, sjúkrahús, heilsu-gæslustöðvar, heimahjúkrun og aðrarstofnanir og þjónustu fyrir aldraðra.

Staða mála í dagFyrstu 13 sjúkraliðarnir með sérnám í

hjúkrun aldraðra útskrifuðust íBorgarleikhúsinu í desember 2002. Ídesember 2003 bættust 9 sjúkraliðar við.

Það er gaman að segja frá því að meiri-hluti hópsins starfar í dag samkvæmtnámsskrá. Í hópnum eru deildarstjórar ogforstöðumaður. Það er á allan hátt mjögjákvætt fyrir sjúkraliða að þetta nám skulivera komið til að vera. Einnig er það kær-komin viðbót fyrir öldrunarþjónustuna aðfá til liðs við sig fagfólk sem hefur áhuga áþví að starfa með öldruðum. Það eru yfir30 sjúkraliðar í náminu núna þar af munu11 sjúkraliðar með sérnám í hjúkrun aldr-aðra útskrifast í Borgarleikhúsinu í desem-ber 2004.

Kynning námsinsÍ framhaldi af stofnun Fagdeildar sjúkra-

liða með sérnám var ákveðið að nauðsyn-legt væri að kynna námið á markvissanhátt. Þar sem um alveg nýtt nám er aðræða var talið nauðsynlegt að kynna fyrirstjórnendum stofnana hvað námið innibæri og hvernig hægt væri að nýtaþessa nýju starfskrafta. Einnig mun réttkynning koma í veg fyrir misskilning milliannarra fagstétta og starfsmanna.

Af hálfu fagdeildarinnar voru fengnar tilverksins Inga Lóa Guðmundsdóttir ogEdda Sjöfn Smáradóttir. Þær útbjuggukynningarpakka og nutu til þess aðstoðarSjúkraliðafélagsins. Á höfuðborgarsvæð-inu hafa þær farið með kynningu áLandakot, Sóltún, Fagdeild öldrunarhjúkr-unarfræðinga, um fjarfundarbúnað íÁrmúlaskóla, og nú síðast á námsstefnuna„Að eldast - að njóta sín."

Eftirspurnin frá landsbyggðinni varstrax mikil og þar hófst kynningin. Fyrstvar haldið til Akureyrar, þá Selfoss og lokstil Vestmannaeyja. Birna Ólafsdóttir skrif-stofustjóri Sjúkraliðafélagsins og GuðrúnHildur Ragnarsdóttir kennslustjóriHeilbrigðisskólans Ámúla hafa verið með íför út á landsbyggðina og skal þeimþakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag.

Fullt var út úr dyrum á námstefnu semFagdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkr-un aldraðra, Fagdeild öldrunarhjúkrun-arfræðinga og Félag eldri borgara efndutil í Safnaðarheimili Seljakirkju 20. október síðastliðinn um viðfangsefnið:„Að eldast - að njóta sín.” Þar voru haldn-ir margir forvitnilegir fyrirlestrar ummálefni sem varða aldraða sérstaklega.

Á ráðstefnunni flutti Margrét Margeirs-dóttir erindi um framtíðarsýn eldri borg-ara, Inga Lóa Guðmundsdóttir og EddaSjöfn Smáradóttir, sjúkraliðar, kynntu sér-nám sjúkraliða í hjúkrun aldraðra, ogIngibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrun-ar á öldrunarsviði Landsspítala-háskóla-

sjúkrahúss kynnti tilraunaverkefnið áLandakoti.

Þá voru fyrirlestrar um nokkur algengvandamál eldri borgara. Anný LáraEmilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fjallaðium þvagvandamál aldraðra, dr. ErlaGrétarsdóttir, öldrunarsálfræðingur, umkvíða hjá öldruðum, Lovísa Einarsdóttir,sjúkraliði og íþróttafræðingur, um líkams-rækt aldraðra og Guðrún Hafsteinsdóttir,iðjuþjálfi um þátt iðjuþjálfunar í heilsu-vernd aldraðra.

Ráðstefnustjórar voru Kristín Á. Guð-mundsdóttir, formaður SjúkraliðafélagsÍslands, og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað-ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Hvert sæti var skipað á námstefnunni um málefni aldraðra.

Hlýtt á eitt framsöguerindanna. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SjúkraliðafélagsÍslands, og Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, formaður Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga,eru til hægri á myndinni. Myndir: EJ

Fylgst af athygli með fyrirlesurum.

Fullt hús á námstefnu

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 17

Page 18: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

18 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

V I N N U S T A Ð U R I N N

Öflugar öldrunar-lækningar á Ísafirði„Á Heilbrigðisstofnuninni í Ísafjarð-

arbæ starfa núna 22 sjúkraliðar og tveirnemar að auki,” segir HörðurHögnason, hjúkrunarforstjóri stofnun-arinnar. „Stöðugildin á bak við þessastarfsmenn eru 14 á bráða- og öldrunar-deildum sjúkrahússins og 3,65 á heilsu-gæslunni, en það gera alls 17,65 stöðu-gildi. Í heildina eru um það bil 100stöðugildi hjá stofnuninni og þeimsinna um 150 starfsmenn.”

Undir Heilbrigðisstofnunina fellurrekstur Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirðiog heilsugæslustöðvanna á Ísafirði,Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.Hörður segir að reynt hafi verið að fáBolvíkinga inn í þetta samstarf, en þaðhafi ekki enn tekist.

Á Flateyri og Þingeyri eru líka reknarlitlar hjúkrunardeildir með sex vist-mönnum á hvorum stað.

Almennt sjúkrahús„Hér á Ísafirði rekum við almennt

sjúkrahús fyrir Vestfirðinga og aðra semhingað koma,” segir Hörður. „Við erummeð eina blandaða bráðadeild sem tekurvið fólki á öllum aldri og með alla bráðasjúkdóma, hvort sem þeir tengjast hand-lækningum, lyflækningum, geðlækning-

um eða einhverju öðru. Þetta er 20 rúmadeild sem hægt er að stækka í 26 rúm efþörf krefur. Skurð- og slysadeild sinniröllum almennum aðgerðum, slysamót-töku og göngudeildarþjónustu. Hér ereinnig fæðingardeild með fjórumrúmum og allri þeirri þjónustu sem þvítengist svo sem bráða- og valaðgerðumvegna fæðinga, ungbarnaeftirliti og

mæðravernd. Sjúkrahúsið hefur að sjálf-sögðu sína eigin rannsóknarstofu ogröntgendeild.

Það góða við heilbrigðisþjónustunahérna er að við erum með hana nánastalla í þessu húsi. Sjúkrahúsið er hérna,heilsugæslustöðin líka, tannlæknar hafahér aðstöðu, og í húsinu er öflug endur-hæfingardeild og iðjuþjálfun.

Þá leggjum við áherslu á að reyna að fásérfræðinga til að koma hingað í heim-sóknir og þá fá þeir aðstöðu í húsinu viðskurðaðgerðir og móttöku sjúklinga.Þessa vikuna er til dæmis bæklunar-skurðlæknir hérna og við erum með fjölda aðgerða á meðan hann er á staðn-um. Háls- nef- og eyrnalæknir kemurnokkrum sinnum á ári og gerir þáaðgerðir líka, og þannig mætti áframtelja. Það sparar fólki bæði tíma og pen-inga að þurfa ekki að fara suður til slíkralækninga.

Meðalaldur fer heldur hækkandi áVestfjörðum, sérstaklega í þorpunum,hann er til dæmis orðinn frekar hár áÞingeyri. Við verðum greinilega vör viðþað hérna að fólkinu hefur fækkað áundanförnum árum. Við erum með færriinnlagnir og færri aðgerðir. En þaðstjórnast líka af því að heilsugæsla lands-

Sautján sjúkraliðar sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði: Lóa Guðrún Guðmundsdóttir, Linda Steingrímsdóttir, Guðlaug IngibjörgSveinbjörnsdóttir, Margrét Þóra Óladóttir, Sjöfn Kristinsdóttir, Guðbjörg Drengsdóttir, Kristín Gísladóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, JóhannaÞorvarðardóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Emma Rafnsdóttir, Fanný Margrét Bjarnardóttir, Hrafnhildur Waage, Guðfinna Sigurjónsdóttir, SaraGuðmundsdóttir, Svanhvít Pálsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir. Myndir: EJ

Hörður Högnason, hjúkrunarforstjóriHeilbrigðisstofnunarinnar.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 18

Page 19: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 19

V I N N U S T A Ð U R I N N

manna verður stöðugt betri, lyfin erubetri og því er fólk sjaldnar lagt inn ásjúkrahús í dag vegna margra sjúk-dóma.”

Öflug öldrunarlækningadeild„Við höfum hér mjög öfluga öldrunar-

lækningadeild, en þar eru 19 rúm,” segirHörður. „Við erum með sérstakt pró-gram varðandi endurhæfingu fyrir aldr-aðra. Þá bjóðum við öldruðum sem erufarnir að tapa hreyfigetu og færni til dag-legra athafna upp á fjögurra vikna end-urhæfingu. Farið er í gegnum alla þætti,bæði líkamlega og andlega, lyfjagjafir ogannað þess háttar. Fólkið er tekið íalmenna líkamlega þjálfun, styrktar- ogsnerpuæfingar og iðjuþjálfun og ferheim til sín aftur miklu hressara en þegarþað kom. Oft eru þetta skjólstæðingarþeirra í heimahjúkruninni sem þekkjavel til þess hvernig fólkið er statt, hvortþví er að fara aftur og þarf því að fara ímeðferð af þessu tagi.

Þetta prógram hófst fyrir þremur árumfyrir tilstuðlan Ólafs Þórs Gunnarssonar,öldrunarlæknis. Meðferðin lofar mjöggóðu, því fólk er að jafnaði að bæta lífs-gæði sín töluvert.

Endurhæfingardeildin er mjög velbúin, enda er það þannig að fólk sem ferí stórar aðgerðir fyrir sunnan og þarfmikla endurhæfingu í kjölfarið kemurhingað rétt eftir aðgerðina og fær sínaendurhæfingu hérna. Öllum öldruðum íbænum er líka frjálst að koma inn á end-urhæfingardeildina á hverjum degi, efþeir vilja, til að fara í þjálfunartækin,sundlaugina eða pottinn og svo fram-vegis, og þurfa þá aðeins að greiða hlutaaf daggjaldinu.

Iðjuþjálfun er líka vaxandi þjónusta hjáokkur. Til stendur að færa þá starfsemi ístærra húsnæði á neðstu hæðinni.”

Flóknar aðgerðir fyrir sunnanHörður segir að enn þurfi fólk á

Vestfjörðum að fara suður tilReykjavíkur til að gangast undir sér-hæfðar skurðaðgerðir.

„Öll sú skurðþjónusta sem við veitumhérna er gerð á annars hraustum ein-staklingum. Við erum ekki með sérút-búna gjörgæslu og höfum einfaldlegaekki nægan fólksfjölda á svæðinu til aðhalda upp slíkri þjónustu. Við sendumþá sem þurfa á sérhæfðri gjörgæslumeð-ferð að halda á Landspítalann.

Ef um er að ræða til dæmis fyrirburaeða börn sem fæðast með hjartagalla eða

eitthvað svoleiðis þá höfum við nægi-lega góðan tækjabúnað hérna til að geraslíkum sjúklingum til góða þangað tilvið komum þeim til sérhæfðs sjúkrahússí Reykjavík þar sem sérfræðingar hafalanga reynslu af að takast á við slíkvandamál og alla aðstöðu til þess.Samkvæmt lögum eigum við að veitafólki þá bestu heilbrigðisþjónustu sem

völ er á á hverjum tíma og í alvarlegumtilfellum þá verður það ekki gert hérnafyrir vestan.”

Fjölþjóðlegt samfélagÁ Vestfjörðum býr mikið af fólki sem

talar eingöngu eða að mestu leyti önnurtungumál en íslensku.

„Við reynum að koma til móts viðþetta fólk með ýmsu móti og vinnumþað verk í góðri samvinnu viðFjölmenningarsetrið hér í bænum ogeins við samtökin Rætur, sem er félags-skapur um menningarlega fjölbreytni ásvæðinu, og félagsmálakerfi bæjarins,”segir Hörður.

„Fjölmenningarsetrið hefur byggt uppsím- og tölvusvörunarþjónustu ánokkrum tungumálum þannig að fólkhvaðan sem er af landinu sem hringir íSetrið ýtir á eitt númer á símanum fyrirpólsku, annað fyrir tælensku, þriðja fyrirrússnesku og svo framvegis. Það geturlíka sent inn tölvupóst á erlendummálum og viðkomandi fær þá svar ásínu tungumáli. Við höfum einnig verið ísamvinnu við Fjölmenningarsetrið umað láta þýða og staðfæra ýmsarupplýsingar varðandi heilsuvernd ogannað sem tengist þjónustu sjúkrahúss-ins, og ætlum að gera meira að því, tildæmis stendur til að gefa út bæklingfyrir verðandi mæður á fjölmörgumtungumálum. Heimasíða Heilbrigðis-stofnunarinnar er líka á pólsku, ensku ogað hluta til á tælensku. Tölvusamskiptin

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Starfsemin er á fjórum hæðum. Endurhæfingardeild í kjallara.Skurðstofa, rannsóknardeild og röntgendeild á fyrstu hæð. Fæðingardeild, öldrunarlækninga-deild og bráðadeild á annarri hæð. Skrifstofur yfirlæknis og hjúkrunarforstjóra eru á efstu hæð-inni.

Í ársskýrslu Heilbrigðisstofnunar-innar fyrir árið 2002 eru tölulegarupplýsingar um starfsemi Fjórðungs-sjúkrahússins á Ísafirði. Hér að neðanfara tölur fyrir árin 1997 og 2002, og erþá hægt að sjá breytingar sem orðiðhafa á þessu fimm ára tímabili.

1997 2002Rúmafjöldi 43 43Innlagnir 988 696Stöðugildi 71,03 84,5Skurðaðgerðir 798 568Fæðingar 86 62Röntgenskoðanir 3289 2171Ómskoðanir 173 257Skópíur 197 223Komur á göngudeild 1456 1304Rannsóknir 28622 46785Slysastofa 854 721E.K.G. 644 616Endurhæfing 10660 13445

Fjórðungs-sjúkrahúsið

í tölum

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 19

Page 20: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

20 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

V I N N U S T A Ð U R I N N

eru mjög mikilvæg. Margir útlendingarsem hér starfa eru með tölvur sem þeirnota til samskipta við ættingja og viniheima og því er mikilvægt að nota tölvu-tæknina til þess að veita þeimupplýsingar um þjónustu okkar og ann-arra opinberra stofnana.”

Fjarnámið byltingFyrir landsbyggðina hefur fjarnámið

og fjarfundabúnaður breytt miklu ummenntun og fræðslu starfsmanna í heil-brigðisþjónustunni, þar á meðal sjúkra-liða, ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga oglækna.

„Það er bylting að geta fært námiðheim í hérað með fjarnámi,” segirHörður. „Fyrsti fjarnámshópurinn íhjúkrunarfræði við háskólann áAkureyri var hérna á Ísafirði og þá feng-um við heilan hóp á einu bretti. Þrjárljósmæður voru að klára sitt sérnám ífjarnámi fyrr á þessu ári. Og nú erumargir sjúkraliðar og hjúkrunarfræðing-ar í framhaldsnámi með aðstoð fjar-námstækninnar.

Það er sem betur fer orðið algengt aðkonur sem eru ráðsettar húsmæður

ákveða að halda áfram námi, en það erekkert hlaupið að því til dæmis fyrirsjúkraliða sem vilja bæta við sig mennt-un en eru með heimili og börn að farasuður í nám. Fjarnámið hefur opnaðþeim alveg nýja möguleika á þessu sviði.Það er frábært að fólk geti þannig bættvið sig menntun án þess að þurfa að faraað heiman.”

Hörður sagði æskilegt að heilbrigðis-yfirvöld setji fram með skýrum hættihvaða réttindi nýja sérnámið fyrirsjúkraliða gefi þeim sem útskrifast og íhvaða stjórnunarstöður sé leyfilegt aðsetja slíka einstaklinga.

„Því oft er það auðvitað þannig að þarsem þörfin er fyrir hendi þar þarf starfs-fólk að gera það sem gera þarf. Sumsstaðar á landinu hafa sjúkraliðar þurft aðstarfa um langa hríð án þess að hjúkrun-arfræðingar séu nærri. Og verkaskipt-ingin er alltaf að breytast. Ég veit tildæmis að í eina tíð þurftu hjúkrunar-fræðingar að vekja upp læknakandidataá Landspítalanum að næturlagi af því aðþað þurfti að mæla blóðþrýsting sjúk-lings. Síðan hefur margt breyst og þaðmun halda áfram að breytast.”

„Úr álögum” heitir þetta listaverk Einars Jónssonar, myndhöggvara. Styttan var sett upp á lóðinnifyrir utan Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði árið 2000. Mynd: EJ

Fjórðungs-sjúkrahúsið

Stafssvið Fjórðungssjúkrahússinstelst öll starfsemi Heilbrigðis-stofnunarinnar í Ísafjarðarbæ semekki heyrir undir heilsugæsluna.

Sjúkrahúsið þjónar íbúum Vestfjarðaog veitir íbúum fjórðungsins, gestum,ferðafólki og sjófarendum áVestfjarðamiðum alla bráðaþjónustusem og aðra sjúkrahúsþjónustu semunnt er að veita með tilliti til mannafla,aðstöðu og annarra faglegra þátta.

HeilsugæslanHeilsugæslustöðin veitir almenna

heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísa-fjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.Meðal þess sem flokkast undir starfs-vettvang heilsugæslunnar er:• Almenn læknisþjónusta • Mæðravernd • Ungbarnavernd • Skólaheilsugæsla • Bólusetningar • Heilbrigðisskoðanir vegna at-

vinnu- og dvalarleyfis • Öldrunarþjónusta• Heimahjúkrun

HeimahjúkruninMarkmið heimahjúkrunar er að

gera einstaklingi kleift að dveljastheima við eðlilegar aðstæður einslengi og það er unnt miðað viðheilsufar og félagslegar aðstæður, ínáinni samvinnu við einstaklinginnsjálfan og aðstandendur. Heima-hjúkrun er byggð á vitjunum.Umönnun felur í sér:• Almenna aðhlynningu • Persónulegt hreinlæti • Aðstoð við böðun • Lyfjagjafir • Lyfjatiltekt • Sáraskiptingar • Aðra hjúkrunaraðstoð • Andlegan stuðning • Ráðgjöf og stuðning

Stefnt er að því að gera einstaklingeins sjálfbjarga og óháðan og unnt er,miðað við heilsu og líkamsþrek.Hjálpin á að vera hjálp til sjálfsbjargar.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 20

Page 21: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 21

V I N N U S T A Ð U R I N N

„Við hjá Heimahjúkruninni í Ísafjarð-arbæ höfum í dag 55 skjólstæðinga áskrá. Fyrstu átta mánuði ársins voruheimsóknir okkar til þeirra, eða innliteins og við köllum það, samtals 14.711.Á síðasta ári voru innlitin alls 17.399, enárið 2002 voru innlitin hins vegar 10.926,þannig að þeim hefur fjölgað mikið síð-ustu árin,” segir Ingibjörg Sveinsdóttir,sjúkraliði.

Heimahjúkrunin heyrir undir heilsu-gæsluna og er hluti af starfsemiHeilbrigðisstofnunarinnar sem annastrekstur Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.Fjórir sjúkraliðar sjá um þessa þjónustuog fer Ingibjörg, sem lauk í fyrra sérnámisjúkraliða í hjúkrun aldraðra, með dag-lega stjórn.

„Okkar næsti yfirmaður er deildarstjóriheilsugæslunnar sem aftur heyrir undirhjúkrunarforstjóra Heilbrigðisstofnunar-innar,” segir Ingibjörg.

Frá Djúpi til ÞingeyrarHeimahjúkrunin hefur aðsetur á jarð-

hæð Hlífar, en þar eru leiguíbúðir ogeignaríbúðir fyrir aldraða og einnig sér-stök þjónustudeild. Fyrir nokkrum árumvar aðstaða heimahjúkrunar í húsinu,sem er í eigu bæjarfélagsins, bætt veru-lega og er þar gott aðgengi fyrir skjól-stæðingana.

„Við hjá Heimahjúkruninni þjónustumfólkið sem býr í Ísafjarðarbæ, það er aðsegja á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri ogÞingeyri, en einnig þeim sem búa íSúðavík og við Ísafjarðardjúp þar semvið sinnum núna tveimur einstakling-um,” segir Ingibjörg.

„Við bjóðum upp á þjónustu alla daga,morgun og kvöld. Af skjólstæðingumokkar eru núna 17 einstaklingar sem viðförum til tvisvar á dag allan ársins hring.Annars er allur gangur á því hvað viðþurfum að heimsækja skjólstæðinganaoft, stundum komum við einu sinni eðatvisvar í viku eða hálfsmánaðarlega.

Sundum þarf að gera lítið til þess aðeinstaklingur geti verið áfram heima hjásér. Mest þarf að gera fyrir þá sem eru

farnir að finna fyrir heilabilun og þaðfinnst mér fara vaxandi. En með góðrieftirfylgni, aðstoð við lyfjagjöf og per-sónulegt hreinlæti, og líka stuðningi frádagvistuninni og þátttöku í æfingarpró-gramminu á sjúkrahúsinu, þá er oft hægtað lengja töluvert þann tíma sem ein-staklingurinn getur verið heima. Það erekki aðeins gott fyrir viðkomandi ein-stakling, heldur felst einnig í því augljóssparnaður fyrir ríkið að efla heimahjúkr-un og auðvelda fólki þannig að búa leng-ur heima hjá sér.

Beiðni um heimahjúkrun verður íöllum tilvikum að fara í gegnum læknieða hjúkrunarfræðing sem metur þörfina. Ef hjúkrunarfræðingur og/eðalæknir telur þörf á heimahjúkrun sendirhann okkur skriflega beiðni.”

Fjórir sjúkraliðarFjórir sjúkraliðar sinna allri heimahjúkr-

uninni, fara í heimsóknir og skipta vökt-um á milli sín.

„Við göngum allar dagvaktina virkadaga og sinnum sömuleiðis allar kvöld-vöktum í miðri viku,” segir Ingibjörg,„en þrjár okkar taka helgarinnlitin semstanda frá föstudagskvöldi fram á mánu-dagskvöld. Sjúkraliðar í heimahjúkrun-

inni starfa líka stundum meðfram áheilsugæslustöðinni.

Við erum alltaf með vakt hérna frá áttatil fjögur á daginn, og svo komum viðaftur klukkan sex síðdegis og erum þá í2-3 tíma eftir atvikum. Lengd seinni vakt-arinnar fer eftir því hvernig ástand er áskjólstæðingum okkar þegar við komumí svokallað kvöldinnlit til að gefa þeimkvöldlyfin. Þá hafa oft komið upp ein-hver veikindi sem þarf að meta og geraviðeigandi ráðstafanir.”

Síðustu mánuðina hefur Ingibjörg haftmeð höndum daglega stjórn heimahjúkr-unarinnar.

„Á undanförnum árum hefur hjúkrun-arfræðingur yfirleitt verið hérna hjáokkur, en þeir hafa ekki enst lengi í starfi,verið hérna í mesta lagi í eitt ár eða svo,“segir hún. „Nú í sumar hætti hjúkrunar-fræðingurinn og ég hef því haft meðhöndum stjórnina hérna síðustu mánuð-ina. Minn yfirmaður er deildarstjóriheilsugæslunnar og hún fær að sjálf-sögðu skýrslur um það sem er í gangi, enannars sjáum við alveg um þennan dag-lega rekstur hérna. Það er líka mjög góðsamvinna á milli Sjúkrahússins ogheimahjúkrunarinnar og gott aðgengi aðlæknunum þannig að það er alltaf hægt

Fjórir sjúkraliðar sjáum heimahjúkrun

Þessir fjórir sjúkraliðar sinna heimahjúkruninni í Ísafjarðarbæ: Ingibjörg Sveinsdóttir, LindaSteingrímsdóttir, Guðfinna Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Waage. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 21

Page 22: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

22 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

V I N N U S T A Ð U R I N N

að leysa þau mál sem upp koma. Mérfinnst það reyndar einn af kostunum viðað búa úti á landi hvað allar boðleiðir erustyttri en fyrir sunnan. Hérna tekurskemmri tíma að leysa úr málum.”

Allir þeir sem búa í íbúðum aldraða áHlíf hafa öryggishnapp sem tengdur erbeint við Þjónustudeild aldraðra þar semvakt er allan sólarhringinn.

„Ef hringt er öryggishnappi að degi tilþegar við erum í húsinu þá hefurþjónustudeildin gjarnan samband viðokkur, en ef kall kemur á öðrum tíma þáer annað hvort haft samband við vakthaf-andi lækni eða aðstandendur eftir atvik-um,” segir Ingibjörg. „Það er mjög góðsamvinna á milli heimahjúkrunar,þjónustudeildar og dagvistunar aldraðrasem einnig er rekin hér í húsinu.”

Suður í sérnámiðIngibjörg útskrifaðist sem sjúkraliði frá

Landakoti árið 1975.„Ég byrjaði að vinna sem gangastúlka á

Landakoti árið 1973 og fór í sjúkraliða-námið sem þá var kennt inni á stofnun-unum,” segir hún. „Hingað vestur komég fyrst árið 1976 og ætlaði að vera íaðeins einn vetur, en það fór á annan veg.Fyrst vann ég á gamla sjúkrahúsinu, þarsem nú er bókasafn bæjarins, og bjó þáuppi á lofti í einu herbergjanna þar einsog venja var á þeim tíma. Ég vann einnigum hríð á gamla elliheimilinu sem var tilhúsa í elstu sjúkrahúsbyggingu bæjarins.Eins vann ég um tíma inni í Bræðra-tungu, sem þá var sambýli fyrir þroska-hefta. Í þessu húsi hérna hef ég svo unniðmeð öllum forstöðumönnum Hlífar, fyrstþegar farið var að opna dagvistun fyriraldraðra en síðan við heimahjúkrunina.”

Á síðustu árum hefur Ingibjörg tvisvartekið sig upp og sótt viðbótarnám suðurtil Reykjavíkur.

„Árið 1993 fór ég suður ásamt öðrumsjúkraliða í heilsugæslunni hérna til aðstunda einnar annar viðbótarnám íheilsugæsluhjúkrun. Við fórum suðurmeð yngri börnin og ég fékk til og meðhúsnæði út á starfið sem sjúkraliði því égtók að mér að sjá um gamla konu og fékkhúsnæði í staðinn. Þetta gekk mjög vel ogvar mjög gaman.

Í fyrra fór ég svo í sérnám sjúkraliða íhjúkrun aldraðra. Ég fékk námsleyfi fráHeilbrigðisstofnuninni og var í hópnumsem útskrifaðist rétt fyrir síðustu ára-mót.”

Sjúkraliðar úti á landi hafa að undan-förnu sýnt mikinn áhuga á að nýta kostifjarnáms til framhaldsmenntunar.

„Mér finnst það alveg frábær mögu-

leiki að geta farið í nám án þess að þurfaað fara að heiman, því það er heilmikiðrask sem því fylgir,” segir Ingibjörg. „Égvar svo heppin að ég fékk leyfi hjá fjöl-skyldunni að flytja suður meðan á nám-inu stóð og gerði það. En þetta fjarnám eralveg stórkostlegt og ég er spennt að fáað vinna með þessum nýju kollegumþegar þar að kemur.”

Hægt er að stunda almennt sjúkraliða-nám við Menntaskólann á Ísafirði. Tveirsjúkraliðanna í heimahjúkrun hafa ein-mitt útskrifast frá MÍ.

Góð aðstaða fyrir aldraða„Ég hef þá tilfinningu að það sé gott að

vera aldraður hér fyrir vestan,” segirIngibjörg. „Hérna er gott aðgengi að allriþjónustu og yfirleitt reynt að leysa málinfljótt og vel. Það þarf ekki að fara í gegn-um marga milliliði eins og oft er fyrirsunnan. Hér þekkja líka allir alla og þaðkemur oft að gagni þegar leysa þarf mál.

Ólafur Þór Guðmundsson hefur veriðöldrunarlæknir hérna í nokkur ár og erenn þótt hann sé núna fluttur suður.Hann kom hingað eftir sérnám íBandaríkjunum með nýja sýn á hvaðaldraðir geta gert og hvað hægt er aðgera fyrir þá. Hann hefur stýrt sérstökuæfingarprógrammi fyrir aldraðra og þaðhefur þegar skilað miklum og góðumárangri.

Hann fylgir sínu fólki líka vel eftir.Einu sinni í viku er haldinn fjarfundurþar sem allir sem koma að öldrunarteymibæjarins mæta, það er að segja þjónustu-deild, Hlíf, öldrunardeildin á sjúkrahús-inu, heimahjúkrun og endurhæfingin.

Þarna eru málið rædd og farið yfir mál-efni okkar skjólstæðinga og þeirra. Þettaer mjög gott fyrirkomulag. Ólafur Þórkemur líka hingað vestur einu sinni ímánuði, þegar þeir sem eru í æfingarpró-gramminu útskrifast, og heldur þá einnigfund með okkur.”

NýjungarMeðal nýjunga sem heimahjúkrunin á

Ísafirði er að vinna að um þessar mundirer að koma á vélskömmtun á lyfjum.

„Þá eru lyf hvers og eins tekin til í

vélum og geymd í hentugum og vel-merktum umbúðum,” segir Ingibjörg.„Lyfjaskammtar fyrir hverja viku komatil okkar í sérstökum kassa fyrir hvernskjólstæðing. Lyfin eru merkt með nafniog kennitölu einstaklingsins og þarkemur einnig fram um hvaða lyf er aðræða og hvenær á að taka það. Fyrstuskjólstæðingar okkar eru að prófa þettafyrirkomulag.”

Markmiðið með því að taka upp vél-skömmtun lyfja, sem hefur þegar veriðreynd með góðum árangri annars staðar,er að draga úr þeim tíma sem fer í lyfja-málin hjá starfsfólki heimahjúkrunarinn-ar.

„Hjá okkur fer mikill tími í lyfjatiltektog lyfjapantanir og allt sem fylgir lyfja-gjöfinni,” segir Ingibjörg. „Með nýja kerf-inu er ætlunin að létta þeirri vinnu semmest af heimahjúkruninni og nota þanntíma sem sparast til að sinna annarri ogöðruvísi hjúkrun. Auk þess er þettaöruggasta aðferðin við lyfjagjöf.”

Ingibjörg Sveinsdóttir á skrifstofu Heimahjúkrunar Ísafjarðarbæjar. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 22

Page 23: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 23

V I N N U S T A Ð U R I N N

Af ellefu starfsmönnum sem vinna viðumönnun á Þjónustudeild aldraðra á Ísa-firði eru sjö í námi af einhverju tagi, þar afstunda tveir sjúkraliðar fjarnám í hjúkrunaldraðra.

Þjónustudeild aldraðra á Ísafirði tók tilstarfa fyrir allmörgum árum þegar lítið oggamalt elliheimili var lagt niður. Deildin erá efstu hæðinni í húsi Hlífar þar sem einnigeru til staðar íbúðir fyrir aldraða og heimahjúkrun staðarins. Ísafjarðarbær áhúsnæðið og rekur deildina.

Sjúkraliði deildarstjóriHeiðrún Björnsdóttir, sjúkraliði, fer fyrir

deildinni.„Ég gerðist deildarstjóri hérna fyrir fjórum

árum,” segir Heiðrún. „Þá voru nokkur ársíðan faglærður sjúkraliði hafði unnið hérstöðugt, en hjúkrunarfræðingur frá öldrunar-sviði Fjórðungssjúkrahússins hafði umsjónmeð deildinni. Núna erum við sjúkraliðarnirhérna þrír í 2.8 stöðugildum, en stöðugildiallra umönnunaraðila á deildinni eru 8.8.

Það eru alls ellefu sem vinna hér viðumönnunarstörf, og núna eru sjö okkar ínámi svo það er stundum bras hjá okkur viðað koma vaktaskýrslunni saman. Við ÓlöfElfa Smáradóttir erum báðar í sérnámi sjúkra-liða í hjúkrun aldraðra, en tveir aðrir starfs-menn eru í nýja félagslega náminu, tveir íalmenna sjúkraliðanáminu og einn starfs-manna er í undirbúningsnámi fyrir sjúkra-liðanám.”

Heiðrún og Elfa hófu sérnámið í byrjunþessa árs og munu því útskrifast eftir rúmt ár.

„Þessi áhugi starfsfólksins á frekara námi ermjög góð þróun því áður var mikið til ófag-lært fólk að vinna hérna,” segir Elfa.

Þröngt en notalegt„Þetta er lítil rekstrareining því hér búa

aðeins ellefu skjólstæðingar,” segir Heiðrún.„Yngsti heimilismaðurinn er 76 ára en sá elsti97 ára. Hann er reyndar næst elstur allraÍsfirðinga.

Eitt herbergjanna er fyrir tvo heimilismenn,en öll hin eru einstaklingsherbergi.Herbergin eru lítil, en við leggjum miklaáherslu á að hafa allt hérna eins notalegt ogheimilislegt og hægt er.

Starfsemin snýst um að sinna þörfumþessara einstaklinga, en að auki erum viðmeð öryggisvakt fyrir allt húsið frá því klukk-an 16 síðdegis til klukkan átta að morgni.Þegar einhver sem býr í íbúðum aldraðra hérá Hlíf ýtir á öryggishnappinn í íbúðinni þásvörum við og grípum til nauðsynlegra ráð-stafana.”

Gott starfsfólk„Þetta er mjög gott fólk sem starfar hérna

og duglegt,” segir Heiðrún. „Enda er þaðbara starfsfólkinu að þakka að þetta gengurallt mjög vel hjá okkur. Húsnæðið er í raun ogveru ekki í stakk búið til að sinna þessari þörf,enda var það ekki áætlað sem rekstareining afþessu tagi. Dagstofa heimilisfólksins var tildæmis áður íbúð húsvarðarins. Hérna varlíka aðstaða fyrir tómstundaiðkun, en sústarfsemi hefur nú fengið stærra húsnæði íkjallara hússins. Við þvoum allan persónuleg-an fatnað heimilisfólksins þótt aðstaðan tilþess sé afar þröng.

Því miður býður aðstaðan hérna ekki upp áerfiða hjúkrun. Það væri mjög gott ef fólkgæti lokið sinni vist inni á sínu heimili, enaðstaðan leyfir það ekki. Héðan fara mjögveikir heimilismenn yfir á Fjórðungs-sjúkrahúsið, en þar er sérstök öldrunardeild.

Hins vegar er von til þess að þetta breytistá næstu árum því búið er að skipa nefnd semá að undirbúa byggingu hjúkrunarheimilissem við viljum auðvitað hafa hér á Ísafirði.Vonandi leiðir það nefndarstarf til þess aðfarið verði út í slíka framkvæmd sem fyrst,”segir Heiðrún.

Sjö af ellefu í námiHúsnæði Hlífar er spölkorn frá Fjórðungssjúkrahúsinu. Íbúðir fyrir aldraða eru í báðum álmum hússins. Þjónustudeild aldraðra er á efstu hæðinniog Heimahjúkrunin hefur aðsetur á jarðhæðinni.

Heiðrún Björnsdóttir, sjúkraliði og deildarstjóri Þjónustudeildar aldraðra á Ísafirði og Ólöf ElfaSmáradóttir, sjúkraliði á deildinni. Þær eru báðar í sérnámi sjúkraliða í hjúkrun aldraðra.

Myndir: EJ

Í húsnæði Hlífar annast Sigríður Hreinsdóttirfótaaðgerðir. Sigríður, sem hér sést á tali viðKristínu Á. Guðmundsdóttur, formannSjúkraliðafélagsins, útskrifaðist semsjúkraliði í nóvember.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 23

Page 24: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

24 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

V I N N U S T A Ð U R I N N

Mikils virði að hafareynda sjúkraliða

„Sjúkraliðum fer fjölgandi hjáokkur. Núna hef ég tvo sjúkraliðameð mikla reynslu, einn sem er nýútskrifaður og annan sem er alveg aðklára námið. Það skiptir miklu málifyrir mig að hafa sjúkraliða sem erumeð langa faglega reynslu ogþekkingu,” segir Hulda Karlsdóttir,hjúkrunarforstjóri við sjúkrasviðHeilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur.

Stofnunin gengur almennt undirnafninu „Skýlið” vegna þess að áðurfyrr var sjúkraskýli bæjarins á jarð-hæðinni.

Öldrunardeild„Þetta er stofnun sem er orðin að

mestu leyti öldrunardeild í dag,” segirHulda, „en þó koma hingað einstakasjúklingar eftir aðgerðir til að fá endur-hæfingu hjá okkur. Við erum meðmjög góða sjúkraþjálfun hérna.

Eins kemur fólk hingað í stuttar inn-lagnir til endurhæfingar. Þá metumvið andlegt og líkamlegt ástand fólksog reynum að hressa það við áður enþað fer heim aftur. Það er algengt aðfólk hringi til okkar ef því líður illa ogþá reynum við að taka það inn í stutt-an tíma til endurhæfingar.

Að öðru leyti erum við með hjúkrun-arsjúklinga. Stór hluti þeirra er meðAltzheimer og þarf því mikla vakt.Sem betur fer höfum við nægan mann-skap til að láta það ganga upp þótt viðséum ekki með læsta deild.

Núna eru tíu heimilismenn hjáokkur og við leggjum áherslu á að hafaallt hérna eins heimilislegt og kosturer, það er markmið okkar númer eitt,tvö og þrjú. Allir eru einir í herbergi oggeta haft hlutina sína hjá sér, gengiðum í eigin fötum og svo framvegis. Viðreynum einnig að taka tillit til venjahvers og eins. Ef einstaklingur hefur tildæmis vanið sig á að lúra út á morgn-ana þá fær hann að halda því áfram.Við stundum einstaklingshjúkrun og

reynum að gera allt sem við getum tilað koma til móts við þarfir hvers ogeins.”

Heima sem lengst„Aldraðir vilja vera sem lengst

heima hjá sér og við reynum að hjálpaþeim til þess,” segir Hulda. „Það ergóð heimilisþjónusta hér í Bolungarvíkog góð heimahjúkrun. En margir aldr-aðir gætu þurft á aðstoð okkar aðhalda á næstu árum. Nýleg könnunhefur sýnt að margir eru „á tröppun-um” og þá tímaspursmál hvenær þeirþurfa að koma inn til okkar.

Hér í Bolungarvík er ekkert til semheitir elliheimili, við höfum baraþjónustuíbúðir aldraðra í „Hvíta hús-inu” hér við hliðina og svo þessi stofn-un. Það er hins vegar gert ráð fyrirnýrri hjúkrunarálmu í fyrirhugaðrinýbyggingu og þar eiga að vera áttarúm. Þegar sú framkvæmd er orðin að

Sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnuninni í Bolunarvík. Anna Björgmundsdóttir, ÁsgerðurSigurvinsdóttir, Anna María Ágústsdóttir, sjúkraliðanemi og Guðbjörg Hjaltadóttir. Myndir: EJ

Hulda Karlsdóttir, hjúkrunarforstjóri á sjúkra-sviði Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 24

Page 25: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 25

V I N N U S T A Ð U R I N N S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

veruleika er auðvitað spurning hvaðverður um aðstöðuna í þessu húsi. Égsé fyrir mér að hérna gætu áfram veriðþeir sjúklingar sem þurfa léttari hjúkr-un, en að þeir sem þurfa mikla hjúkr-un færu á nýju hjúkrunardeildina.

Þjónustuíbúðir aldraðra eru í næstahúsi og tengibygging á milli þeirra ogHeilbrigðisstofnunarinnar.

„Íbúðirnar eru reknar af bænum envið erum á föstum fjárlögum ríkisins,”segir Hulda. „En það er nú einu sinniþannig á svona litlum stað að allirþurfa að vinna saman. Þegar komaslæm veður þá tökum við til hendinnief eitthvað kemur uppá í þjónustu-íbúðunum vegna þess að heilsu-gæslan er í hinum enda bæjarins. Þaðer mjög gott samband og samvinna ámilli okkar og heilsugæslunnar.

Við höfum okkar eigin eldhús ogseljum líka mat til aldraðra sem búaheima hjá sér út í bæ, og það er velþegið af mörgum. Ýmsir, sem hafalegið hérna en eru komnir heim til sín,koma hingað til að borða og þá erhægt að fylgjast með því í leiðinnihvernig þeim gengur."

Langur starfsaldur„Það gengur vel að manna stofnun-

ina þótt Bolungarvík sé ekki fjölmenntbæjarfélag,” segir Hulda. „Hér hefursama starfsfólkið unnið áratugumsaman, og það á líka við um sumaraf-leysingafólkið.

Fólk er líka duglegt að leita sér frek-ari starfsmenntunar. Hérna eru fjórar ífjarnámi. Þrjár af þeim eru fyrrumstarfsstúlkur hér, en sú fjórða hefurunnið í félagsþjónustunni. Og á þeim17 árum sem ég hef verið hérna hafafjórar lært hjúkrunarfræði.”

Hulda hefur búið á ýmsum stöðumsíðustu áratugina. Hún flutti tvisvartil Svíþjóðar, og hefur unnið á heilsu-gæslunni í Borgarnesi.

„En við vildum flytja hingað afturog hér hef ég unnið bæði á heilsu-gæslunni og nú á Heilbrigðis-stofnuninni. Mér finnst forréttindi aðfá að vinna á þessum vinnustað þvíhér get ég komið í vinnuna og gert þaðsem mig langar til að gera til að hjálpaheimilisfólkinu og þarf ekki að faraheim úr vinnunni með slæma sam-visku. Það er ansi mikill lúxus og ólíktþví sem gengur og gerist á sumumþessara stóru stofnana.”

Í skýrslunni komumeðal annars fram eftir-farandi atriði:

Á liðnu starfsári vorustörf stjórnar margþætt aðvenju. Haldnir voru reglu-legir stjórnarfundir fyrstaþriðjudag í hverjum mán-uði yfir vetrartímann ífundarsal Sjúkrahússins.

Formaður sótti félags-stjórnafundi til Reykja-víkur í febrúar og maí ogsat ásamt SigríðiEinarsdóttur Fulltrúa-þingið sem var haldið 14.og 15. maí. Að þessu sinnivar þingið haft í tvo dagaog öllum þingfulltrúum boðið til kvöld-verðar á A Hansen í Hafnarfirði. Þingiðtókst mjög vel, var fjörugt og skemmti-legt og tekið málefnalega á hlutunum.Suðurlandsdeildin er með fulltrúa í fjór-um nefndum í félaginu, það er MargrétAuður í kjaramálanefnd, SelmaAlbertsdóttir í laganefnd, GyðaSveinbjörnsdóttir í siðanefnd ogJóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir íorlofsnefnd.

Fagráðstefna EPN, sem haldin var áÍslandi 4. júní, tókst í alla staði mjög vel.Sjúkraliðafélag Íslands hafði veg ogvanda af allri móttökunni og ráðstefnu-haldinu og þennan dag eins og svomarga aðra var ég ákaflega stolt af félag-inu mínu, þetta var frábær skemmtun íalla staði og mikill fróðleikur.

Fræðslunefnd skipulagði námskeiðum barnasjúkdóma, bólusetningar ogsmitsjúkdóma á vorönn, en vegnalélegrar þátttöku varð að fella það niður.

Framhaldsnám sjúkraliða í öldrunar-hjúkrun fór af stað í fjarnámi á vorönn2004 og eru fimm sjúkraliðar áSuðurlandi í náminu, tveir fráLjósheimum, tveir frá Kumbravogi, ogeinn frá Lundi, ásamt sjúkraliðum áAusturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi

og í Reykjavík. Kennt erá fjórum önnum í fjar-náminu. Nú á vorönn2005 er svo Heilbrigðis-skólinn að fara af staðmeð fjórða hópinn íöldrunarhjúkrun og hvetég alla sem áhuga hafaað kynna sér þetta.

Á síðasta ári vorusjúkraliðar í Suðurlands-deildinni í fyrsta sinn í23 ár yfir 100 talsins ogfengum við tvo fulltrúaá Fulltrúaþing SLFÍ.Núna eru félagarnir 110.

Að lokum vil égþakka sjúkraliðum,

stjórn Suðurlandsdeildar og nefndar-konum öllum fyrir gott samstarf á árinuog þeim á Grensásveginum fyrir frá-bæra liðveislu, sagði Margrét Auður ískýrslu sinni.

Engar breytingar urðu á stjórn á aðal-fundinum, og nefndir voru einnig end-urkjörnar. Á fundinum var rætt umgjald til deildarinnar. Það hefur verið ímörg ár 1.000 krónur og var ákveðið aðhalda því óbreyttu.

Gjaldkeri félagsins lagði fram árs-reikningana og nýja fjárhagsáætlun.Fræðslunefndin skilaði inn skýrslu ogfylgdi henni úr hlaði. Í bígerð er aðhalda námskeið um sár og sárameðferðá vorönn. Námskeiðið verður nánarauglýst síðar.

Ferða- og skemmtinefnd lagði framsína skýrslu. Ekki hefur verið farið íneinar vorferðir í tvö ár, en ætlunin er aðfara til Danmerkur næsta vor og er öllskipulagning í höndum skemmtinefnd-ar.

Að fundi lokum bauð Suðurlands-deildin upp á súpu og brauð. Á fundinnmættu allir trúnaðarmenn Suðurlands-deildar þar sem starfa fimm eða fleirisjúkraliðar, eða alls 23 sjúkraliðar. Mjöglangt er síðan svo vel hefur verið mætt.

Fimm í sérnámiSuðurland

„Frá Fjölbrautarskóla Suðurlands eiga sex sjúkraliðar að útskrifast á haustönn.Fullt er á brautina núna og er það fagnaðarefni fyrir okkur. Hvet ég alla sjúkra-liða til að taka vel á móti sjúkraliðanemum þegar þeir koma í starfsnám til okkará hinar ýmsu stofnanir,” sagði Margrét Auður Óskarsdóttir, formaðurSuðurlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands, í árskýrslu sinni til aðalfundardeildarinnar sem haldinn var að Hótel Geysi í Haukadal.

Margrét Auður Óskarsdóttir,formaður Suðurlandsdeildarsjúkraliða. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 25

Page 26: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

26 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

„Ásókn í sjúkraliðanám hefur auk-ist jafnt og þétt frá gerð gildandikjarasamnings. Myndarlegir hóparstunda nám bæði í Ármúla ogBreiðholti og þriðji hópur framhalds-námsins brautskráist nú í desember,"sagði Kristín Ólafsdóttir, formaðurReykjavíkurdeildar SjúkraliðafélagsÍslands, í skýrslu sinni til aðalfundarsem haldinn var 10. nóvember síðast-liðinn.

Í skýrslu formannsins kom meðalannars eftirfarandi fram um starfsem-ina á liðnu ári:

Stjórn deildarinnar kom saman tilfunda og ráðagerða 12 sinnum á árinu.Þar af var einn nefndarfundur þar semnefndir deildarinnar hittast, berasaman bækur sínar og njóta veitinga.

Fjórtán á FulltrúaþinginuReykjavíkurdeildin áttu fjórtán full-

trúa á fulltrúaþing SLFÍ sem haldið vardagana 14. og 15. maí og sátu þeir allirþingið. Breyting varð á framkvæmdar-stjórn félagsins. Ásta Harðardóttirvaraformaður og Rannveig MaríaGísladóttir ritari gengu úr stjórn, en íþeirra stað var Kristín Ólafsdóttir kjör-in varaformaður og Kristjana Guðjóns-dóttir ritari. Á þinginu voru sam-þykktar samhæfðar reglur fyrir deildirfélagana.

Formaður Reykjavíkurdeildar situr ífélagsstjórn, framkvæmdarstjórn ogsamninganefnd SLFÍ. Félagsstjórn semhefur æðsta vald í málefnum félagsinsá milli fulltrúaþinga hefur fundaðþrisvar á árinu. Framkvæmdarstjórnfundar að jafnaði hálfsmánaðarlega,annast framkvæmd á ákvörðunartök-um fulltrúaþings og félagsstjórnar ogsér um daglegan rekstur félagsins íumboði félagstjórnar.

Í mars var haldin Góugleði sem varvel sótt. Góður matur, veigar, söngur,

dans og glens að ógleymdu stórhappa-drætti. Þaðan komu sjúkraliðar endur-nærðir á líkama og sál.

Í júní var aðalfundur EPN(Evrópusamtaka sjúkraliða) haldinnhér á landi og í tengslum við hann varhaldin opin ráðstefna fyrir sjúkraliða íEldborgarsalnum við Bláa lónið.Framkvæmdin tókst mjög vel og varalmenn ánægja með bæði efni ogumgjörð ráðstefnunnar.

Fjórar nefndirÁ vegum Reykjavíkurdeildar eru

starfandi fjórar nefndir.Fræðslu og skemmtinefnd, sem sá

um framkvæmd Góugleði deildarinn-ar með miklum myndarbrag, mætirætíð við útskrift sjúkraliða og færirþeim rósir og hamingjuóskir frá félag-inu.

Fjáröflunarnefnd sér um fjáröflun tilfræðslu og menningarstarfa deildar-innar. Fjáröflunarnefnd fær greitt fyrirumsýslu vaktabókarinnar, en öllumfélagsmönnum er send bókin í desem-ber.

Kjaramálanefnd tók að sér undir-búning og skipulagningu þátttökufélagsins á baráttudegi verkalýðsins oggóður hópur stoltra sjúkraliða gekkundir fána og einkunnarorðum félags-ins, SAMSTAÐA ER AFL SEMEKKERT FÆR STAÐIST.

Uppstillinganefnd fer á stjá þegarhaustar að leita uppi sjúkraliða til starfa fyrir deildina í stað þeirra semhætta.

Að lokum sjá skoðunarmenn reikn-inga um að fara yfir reikninga deildar-innar.

„Ég vil nota þetta tækifæri til aðþakka öllum þeim sem hafa lagt framkrafta sína í þágu Reykjavíkurdeildar áliðnu starfsári,” sagði Kristín Ólafs-dóttir.

Kristín Ólafsdóttir, formaður Reykjavíkur-deildar Sjúkraliðafélags Íslands.

Nokkrar breytingar urðu ástjórn Reykjavíkurdeildarinnar áaðalfundinum. Úr stjórn genguIngibjörg Bjarnadóttir ogJónheiður Haralds en inn komuIngibjörg Jóhannsdóttir ogGuðrún Guðmundsdóttir.

Í aðalstjórn eiga nú sæti KristínÓlafsdóttir, formaður, JóhannaGarðarsdóttir, Birna Helgadóttirog Jóhanna Traustadóttir, en vara-menn eru Ingibjörg Jóhannsdóttirog Guðrún Guðmundsdóttir.

Stjórn Reykjavíkur-

deildar

Myndarlegir hóparí sjúkraliðanáminu

Aðalfundur Reykjavíkurdeildar

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 26

Page 27: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 27

S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

Um 50 sjúkraliðar íVestfjarðadeildinni

Fjölmennt var á aðalfundi Vestfjarða-deildar Sjúkraliðafélags Íslands, enhann var haldinn á Hótel Ísafirði 2.nóvember síðastliðinn. Kristín Á.Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra-liðafélagsins, gerði á fundinum greinfyrir kröfugerð félagsins í komandikjarasamningum.

Stjórn Vestfjarðadeildarinnar var öllendurkjörin.

Margrét Þóra Óladóttir, formaður deild-arinnar, flutti skýrslu stjórnar fyrir síðastastarfsár. Helstu atriði skýrslunnar fara hérá eftir:

Jólafundurinn var haldinn á KaffihúsiÁslaugar í Faktorshúsinu íHæstakaupstað og var hann vel sóttur afsjúkraliðum sem og sjúkraliðanemum.Skemmtinefnd dró upp úr hatti sínumhvert skemmtiatriðið af öðru og fóru allirheim með bros á vör eftir vel heppnaðakvöldstund.

FramhaldsnámiðEr nýja árið gekk í garð settust 6 sjúkra-

liðar á skólabekk því með þrautseigju ogelju Heiðrúnar Björnsdóttur hafði hún þaðí gegn að Ísafjörður varð fyrir valinu semeinn af fjórum stöðum sem hófu fjar-kennslu á sérnámi sjúkraliða í öldrunar-hjúkrun í gegnum Ármúlaskólann. Meðsamstilltu átaki Heiðrúnar og Fræðslu-miðstöðvar Vestfjarða og síðast en ekkisíst Ármúlaskólans sjálfs var hægt aðhrinda af stað þessu mikla átaki og gerasjúkraliðum á Ísafirði kleyft að stunda

nám í heimabyggð, sem og stunda vinnumeð náminu. Nám þetta tekur tvö ár í fjar-kennslu og útskrift verður í desember2005.

Í dag stunda alls 35 sjúkraliðar þettanám og þar af eru 20 í fjarnáminu á fjórumstöðum eins og áður sagði en þeir eru aukÍsafjarðar, Neskaupstaður, Selfoss ogAkureyri. Námsfyrirkomulag þetta eralveg frábært og er hópurinn sem ogkennararnir orðin eins og ein vel smurðvél.

Fundir og ráðstefnurDeildarfundir þetta árið hafa verið þrír.

Sá fyrsti var 2. febrúar heima hjá InguSveins til að bjóða hana velkomna heimaftur sem og óska henni til hamingju meðað hafa lokið, fyrst sjúkraliða hér fyrirvestan, árs sérnámi sjúkraliða í öldrunar-hjúkrun. Færðum við henni af því tilefni

nýrnabakka að gjöf sem gerður var úrgleri og hannaður af Dagný Þrastar.

Næsti fundur var 23. mars heima hjáEmmu. Sá fundur var ekki eins gleðilegurog fundurinn í febrúar því tilefnið var aðkveðja einn sjúkraliðann, sem og trúnað-armann okkar sjúkraliða á spítalanum,Ingibjörgu Sigtryggsdóttur, en hún fluttitil Akureyrar um vorið. Ingibjörgu voruþökkuð störf sín sem trúnaðarmaður, enhún stóð eins og klettur við hlið formannsí því að framfylgja stofnanasamningnumeftir síðustu samninga.

Næsti fundur var 21. september heimahjá Helgu í Súðavík. Á þann fund mættu17 sjúkraliðar og er það alveg frábært aðsjá hvað deildin er að vaxa jafnt og þéttmeð hverju árinu sem líður. Síðan hefurverið haldinn einn fundur með sjúkralið-um á Sjúkrahúsinu. Stjórn deildarinnarhefur haldið einn formlegan fund, en ann-

Aðalfundur Vestfjarðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands var haldinn á Hótel Ísafirði og hófst með sameiginlegu borðhaldi. Myndir: EJ

Á aðalfundinum: Sjöfn Kristinsdóttir, meðstjórnandi, Anna Björgmundsdóttir, varaformaður, ogMargrét Þóra Óladóttir, formaður.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 27

Page 28: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

28 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

ars verið í símasambandi. Þar sem kjara-samningar eru lausir núna í lok nóvembermá búast við að stjórnarfundir verði oftarog er það bara hið besta mál.

Í maí sat formaður Fulltrúaþing félags-ins en það stóð í tvo daga. Á þinginu varformaður deildarinnar endurkjörinn semgjaldkeri félagsins til næstu tveggja ára.Deildin á einn fulltrúa í nefndum en þaðer Anna Björgmundsdóttir sem er íFræðslunefnd.

Skemmtinefnd stóð fyrir óvissuferð 4.júní og var hún ágætlega sótt af sjúkralið-um deildarinnar.

Þann 4. júní sat formaður ráðstefnuEPN í Eldborg í Svartsengi (Bláa Lóninu).Ráðstefnan var frábær í alla staði ogumgjörðin öll til fyrirmyndar. Þær stöllurá skrifstofunni eiga heiður skilinn fyrirgóðan og faglegan undirbúning að ráð-stefnunni sem var öll hin glæsilegasta.

Átta útskrifuðustÍ vor útskrifuðust átta sjúkraliðanemar

frá Menntaskólanum á Ísafirði og hafanokkrar fengið löggildingu og er nú fjöldisjúkraliða í deildinni kominn í 51. Eruþetta gleðilegar fréttir og trúi ég því aðdeildin eigi eftir að eflast enn frekar íframtíðinni, því aldrei fyrr hefur aðsóknað sjúkraliðabrautinni í Menntaskólanumverið meiri en nú, en átján konur á öllumaldri settust á skólabekkinn á haustmán-uðum. Formaður mætti við útskriftina ívor og ávarpaði hina nýútskrifuðu sjúkra-liðanema. Einnig var útskriftinni gerðskil inn á heimasíðu deildarinnar.

Í sumar hætti einn sjúkraliði í viðbót enhún flutti suður til að fara í nám. Ákváð-um við sem störfuðum með henni aðkveðja hana á kaffihúsinu Langa Mangaog voru 24 sjúkraliðum send sms boð umað mæta á Langa Manga þennan ákveðnadag. Tólf mættu og þykir það góð mætingþar sem margar af okkur voru í sumar-leyfi á þessum tíma. Tveir sjúkraliðar flut-tu því í burtu þetta árið, en fækkun varðekki í deildinni þar sem þrír sjúkraliðarfluttu vestur og starfa allir á sjúkrahús-inu. Hinum brottfluttu er óskað velfarn-aðar á nýjum stað og í nýjum störfum enhinar bjóðum við velkomnar til starfa ídeildinni.

Sjúkraliðar í deildinni hafa ekki veriðiðnir við að fara á námskeið það sem af erþessu ári og eru ástæður margar. Þó hefurFræðslunefndin verið dugleg að auglýsanámskeið en með litlum sem engum undirtektum. Því mun Fræðslunefndinkanna betur hvar áhugi sjúkraliðannaliggur með það fyrir augum að haldanámskeið á vorönninni sem verður sniðiðbetur að þörfum og áhuga sjúkraliðanna ídeildinni.

Suðurnesjadeildin

Fjölsótturaðalfundur

Aðalfundur Suðurnesja-deildar SjúkraliðafélagsÍslands var haldinn áVíkinni í Keflavík.Fundurinn var mjög velsóttur því um 40 sjúkralið-ar mættu. Að loknum aðal-fundarstörfum var boðiðupp á léttar veitingar ogskemmtikvöld sem tókstafskaplega vel.

Á aðalfundinum fluttiInga Lóa Guðmundsdóttir,formaður deildarinnar, skýrslustjórnar fyrir síðasta starfsár og þarkom meðal annars eftirfarandi fram:

Á síðasta starfsári voru haldnir 5stjórnarfundir, 2 fundir með stjórn ogtrúnaðarmönnum, ásamt jólavöku ogvorferðalagi.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðal-fundinn þann 27. október 2003 skiptistjórn með sér verkum; AgnesÁrmannsdóttir, varaformaður,Jóhanna S. Sigurvinsdóttir, gjaldkeri,Elín Ingólfsdóttir, ritari, Sigrún B.Stefánsdóttir, meðstjórnandi, JúlíaGunnarsdóttir, varamaður.

Jólafundurinn var þann 28. nóvem-ber og var hann haldinn með hefð-bundnu sniði og sá stjórnin um veit-ingar og dagskrá.

Vorferðalagið var farið þann 7. maíog var farið um Suðurnes, var dagur-inn mjög vel heppnaður og vill stjórnþakka undirbúningsnefnd fyrir frá-bært starf en hana skipuðu þærHalldóra Jóhannesdóttir, Anna MarýPétursdóttir, Þóra Steina Þórðardótt-ir, Birna Rut Þorbjörnsdóttir ogSigríður Óskarsdóttir.

Kjarasamningar lausirÞær Agnes Ármannsdóttir og

Katrín Benediktsdóttir sátu sem full-trúar deildarinnar á Fulltrúa-ráðsþingi SLFÍ 14.-15. maí síðastlið-

inn. Formaður sat aðrastjórnarfundi hjáSjúkraliðafélaginu.

Í nefndum hjá félag-inu eigum við nokkrafulltrúa og eru það:

UppstillinganefndKristín Nilsen og til varaKatrín Benediktsdóttir.Kjaramálanefnd Inga LóaGuðmundsdóttir. Kjör-stjórn Inga Lóa Guð-mundsdóttir og Þóranna

Rafnsdóttir, til vara JóhannaSvanlaug Sigurvinsdóttir. Fræðslu-nefnd Inga Lóa Guðmundsdóttir.Orlofsnefnd Jóhanna SvanlaugSigurvinsdóttir

Ráðstefnan í EldborgRáðstefna og aðalfundur EPN

(Evrópusamband sjúkraliða) varhaldinn á Íslandi 3.-4. júní og fór ráð-stefnan fram í Eldborg í Svartsengiog gistu fulltrúarnir hérna í Keflavík.Þátttakendum, sem voru yfir 100, varboðið í Listasafnið og þáðu veitingarí boði bæjarstjórnar, en síðan varhátíðarkvöldverður á veitingahúsinuRánni. Aðalráðstefnudagurinn varföstudaginn 4. júní og var til fyrir-myndar.

Kjarasamningar eru lausir 30.nóvember, en ekki er búist við aðfarið verði að ræða við okkur fyrr ená næsta ári. Kjaramálanefnd deildar-innar, sem er skipuð formanni ogaðaltrúnaðarmönnum, mun að sjálf-sögðu reyna að fylgja okkar málumeftir, en formaður á sæti í aðalkjara-málanefnd Sjúkraliðafélagsins.

Úr stjórn deildarinnar genguSigrún B. Stefánsdóttir og JóhannaSvanlaug Sigurvinsdóttir, en í þeirrastað komu nýjar í stjórnina GuðfinnaBjörg Kristinsdóttir og ArnbjörgÓlafsdóttir.

Inga Lóa Guðmundsdótt-ir, formaður Suðurnesja-deildar sjúkraliða.

Mynd: AKB

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 28

Page 29: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 29

S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

Rúmlega 300 félagar ílífeyrisdeild félagsinsAllir sjúkraliðar sem lokið hafa

störfum, það er að segja eru orðnir líf-eyrisþegar og/eða taka örorkubætur,eru skráðir félagar lífeyrisdeildarSjúkraliðafélags Íslands. Á síðastaaðalfundi deildarinnar, sem var hald-inn 1. nóvember síðastliðinn, vorufélagsmenn orðnir 308, þar af 7 karlar.

Þetta kom fram í skýrslu sem for-maður deildarinnar, SigurbirnaHafliðadóttir, flutti á aðalfundinum.Þar kom eftirfarandi fram um starf-semi deildarinnar á síðasta starfsári.

Deildin sex áraLiðin eru 6 ár frá stofnfundi lífeyris-

deildarinnar en undirbúningur hófstárið 1997. Við höfum starfað í andaþess sem í upphafi var hugsað, aðkoma saman nokkrum sinnum á ári tilfræðslu og skemmtunar, sagðiSigurbirna.

Frá síðasta aðalfundi í október 2003hafa 7 stjórnarfundir verið haldnir enþeir liggja niðri yfir sumarmánuðina.Síðasti stjórnarfundur var haldinn 29.ágúst, í sumarbústað formannsins, tilundirbúnings aðalfundar.

Hinn árlegi jólafundur var haldinn 3.desember 2003. Þar var að venju boðiðupp á kökuhlaðborð, skemmtiatriði ogflutt jólalög. Boðið var að hafa með sérgesti.

Í febrúar var boðað til fræðslufundarum gildi hreyfingar fyrir aldraða.Fyrirlesari var Þórunn BáraBjörnsdóttir, sjúkraþjálfari. Það varmikill fengur að fá hana því hún er eftirsóttur fyrirlesari. Hún er starfandisjúkraþjálfari en stundar auk þesskennslu í Háskóla Íslands. Þá kom tilokkar deildarstjóri lífeyrisdeildarLífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, PállÓlafsson, og fræddi okkur um lífeyris-mál, auk þess að svara fyrirspurnum.

Sumarferðin var farin á Reykjanes14. júní. Leiðsögumaður var SigurðurKristinsson. Hann hafði frá mörgu aðsegja um þá staði sem keyrt var um.

Þessar árlegu dagsferðir hafa verið velsóttar og skemmtilegar.

Tvær konur voru tilnefndar sem full-trúar deildarinnar á fulltrúaþingSjúkraliðafélags Íslands sem var hald-ið dagana 14. og 15. maí í vor. Það sátuþær Ásta Karlsdóttir og SigurbirnaHafliðadóttir. Þessi þing eru mjög fjöl-menn og fræðandi.

Sigurbirna, sem var endurkjörin for-maður deildarinnar, þakkaði stjórninnifyrir vel unnin störf á árinu, og einsjólanefndinni og ferðanefndinni fyrirað skipuleggja svo frábæra ferð semfarin var í sumar.

Þær áttu sæti í fyrstu stjórn lífeyrisdeildar Sjúkraliðafélags Íslands: Halldóra Kristjánsdóttir,Hulda Ólafsdóttir, fyrsti formaðurinn, Inga Gunnlaugsdóttir, Lovísa Ibsen, Aðalbjörg Jónsdóttirog Sigurbirna Hafliðadóttir, núverandi formaður deildarinnar.

Aðalfundur Lífeyrisdeildar Sjúkraliðafélags Íslands var ágætlega sóttur. Hér má sjá hluta fundarmanna.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 29

Page 30: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

30 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

S J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

„Starfsár deildarinnar hefur verið meðrólegasta móti. Fundir stjórnar voru sextalsins. Hefðbundin málefni voru tekinfyrir á fundunum, en þau eru meðal annars kjaramál, fræðslumál innan deild-arinnar, staða nema og kynning sem hald-in var fyrir sjúkraliðanema á árinu,” sagðiHelga Dögg Sverrisdóttir, formaðurdeildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra, ískýrslu til aðalfundar deildarinnar.

Í skýrslu stjórnarinnar kom meðal ann-ars eftirfarandi fram:

Til stóð að halda dekurdag sem í reynder fræðsludagur fyrir sjúkraliða og nemasem eru félagsmenn deildarinnar. Þar semþátttaka var dræm varð að aflýsa áðurauglýstum degi.

Símenntunarstöð Eyjafjarðar hefur hald-ið úti námskeiðum fyrir sjúkraliða og hafaþau sem komust á koppinn þótt góð.Tæknin hefur ekki ávallt sýnt á sér góðahlið þegar námskeið hafa verið í gangi, ensjúkraliðar hafa tekið því með jafnaðar-geði. Alloft hefur þátttaka ekki verið nægjanleg og hefur þurft að aflýsa nám-skeiðum.

Kynning á Sjúkraliðafélagi Íslands ogdeildinni var haldin fyrir sjúkraliðanema ávordögum í Verkmenntaskóla Akureyrar.Stjórnskipulag var kynnt svo og verksviðfélagsins. Deildin var jafnframt kynnt ogstarfssvið hennar. Nemarnir voru áhuga-samir og spurðu margs. Rætt var um þáslæmu stöðu sem sjúkraliðanemar eru íþegar kemur að starfsþjálfun þeirra. Þeirhafa sjálfir gripið á það ráð að leita tillandsbyggðarinnar þar sem Fjórðungs-sjúkrahúsið tók einungis tvo nema þettaárið í verkþjálfun.

Staða sem þessi gerir mörgum nemanumerfitt fyrir og er það álit stjórnar að sjúkra-húsið bregðist kennsluskyldu sinni gagn-vart sjúkraliðanemum.

Fjölgun innan deildarinnarDeildin hefur ekki farið varhluta af

tæknivæðingu landans og hefur nú eignastfistölvu. Allar deildir félagsins hafa smámsaman verið að koma sér upp tækjakosti

þannig að álagi á einkatölvur formannalétti. Með aukinni tæknivæðingu eykstkostnaður deildarinnar vegna þeirra fylgi-fiska sem tilheyra slíkum framförum.

Það hefur átt sér stað fjölgun sjúkraliðainnan deildarinnar og má það aðallegarekja til tveggja mismunandi þátta. Í fyrstalagi ganga nýútskrifaðir sjúkraliðar í félag-ið og þar með deildina og hins vegar erusjúkraliðar á förum út úr hinu sameinaðafélagi Kili. Sjúkraliðar innan deildarinnareru tvö hundruð og sjö og fer þeim fjölg-andi. Með þennan fjölda á deildin þrjá full-trúa á komandi þing Sjúkraliðafélagsins.

Breytingar á stjórn Helga Dögg var endurkjörin formaður

deildarinnar og Ingveldur Ólafsdóttirvaraformaður. Inn komu tveir nýir stjórn-armenn, Marín Jónsdóttir, sjúkraliði áDalvík, og Eygló Arnarsdóttir, sjúkraliði áLyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins áAkureyri.

Á aðalfundinum kynnti Ragna Ágústs-dóttir kröfugerð félagsins. Sjúkraliðarspurðu margs og urðu líflegar umræðurum kjaramál að lokinni kynningu.

Ríflega 200félagsmenn

Norðurland eystra

Helga Dögg Sverrisdóttir, formaður deildarsjúkraliða á Norðurlandi eystra.

Aðalfundur SjúkraliðadeildarVestmannaeyja var haldinn þann 28.október 2004. Mæting á fundinn varmjög góð og var Hafdís Sigurðar-dóttir formaður endurkjörin til tveggja ára.

Sjúkraliðar sem starfa í Vest-mannaeyjum hafa undanfarin árýmist verið í Sjúkraliðafélagi Íslandsog þar með í deildinni í Eyjum eða íStarfamannafélagi Vestmannaeyja-bæjar. Eftir að bæjarfélagið viður-kenndi Sjúkraliðafélagið semsamningsaðila hafa margir sjúkra-liðar hins vegar flutt sig úrstarfsmannafélaginu yfir í Sjúkra-liðafélagið, og má segja að nú sémeginþorri sjúkraliða sem starfa ásjúkrahúsinu og á dvalarheimilinuHraunbúðir félagsmenn íSjúkraliðadeild Vestmannaeyja.

Á aðalfundinum urðu nokkrarbreytingar á stjórn deildarinnar.Guðlaug Birgisdóttir hætti semvaraformaður og Torfhildur Þórarins-dóttir tók við því hlutverki. SigrúnÓskarsdóttir hætti sem gjaldkeri ogvið tók Sigríður Gísladóttir sem varáður meðstjórnandi. IngibjörgÞórhallsdóttir hætti sem ritari ogÁsdís Björgvinsdóttir kom ný inn ístjórn og tekur við því starfi.Sigurlaug Böðvarsdóttir kemur einn-ig ný inn og verður meðstjórnandi.Nýir trúnaðarmenn eru HjördísKristinsdóttir og Sonja Ruiz til vara.

Fjölgun ídeildinni í Eyjum

Hafdís Sigurðardóttir, formaðurSjúkraliðadeildar Vestmanna-eyja. Mynd: EJ

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 30

Page 31: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 31

S T U T T F R É T T I RS J Ú K R A L I Ð A D E I L D I R N A R

Fagdeildin á fundi. Frá vinstri: Halldóra Einarsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Inga Lóa Guðmunds-dóttir, Bára Emilsdóttir, Edda Sjöfn Smáradóttir, Ásta Fossádal, Guðrún Viggósdóttir og BryndísPétursdóttir.

„Við höfum margar þurft að hafa fyrir því að fá að vinna þau störf sem við erummenntaðar til. En við erum bjartsýnar og baráttuglaðar og höfum stuðning hver hjáannari ef á þarf að halda. Einnig hefur Sjúkraliðafélagið stutt okkur dyggilega íkjarabaráttunni og flestar ef ekki allar hafa fengið launahækkun út á námið eðabreyttan starfsvettvang,” sagði Bára Emilsdóttir, fráfarandi formaður Fagdeildarsjúkraliða í sérnámi í hjúkrun aldraðra, í skýrslu stjórnar á aðalfundi deildarinnar.

Í skýrslunni kom fram að 21 sjúkraliði er í fagdeildinni sem var stofnuð íBorgarleikhúsinu 21. desember árið 2002 þegar fyrsti hópurinn hafði útskrifast.

Haldnir voru fjórir stjórnarfundir og tveir félagsfundir á árinu. Nælumál deildarinn-ar komst í höfn á árinu. Guðjón Davíð Jónsson hannaði merki fagdeildar. Heimasíðafagdeildar varð að veruleika á árinu.

Bára Emilsdóttir og Edda Sjöfn Smáradóttir sátu fulltrúaþing SjúkraliðafélagsÍslands í maí. Þær voru líka viðstaddar útskrift sjúkraliða með sérnám í hjúkrun aldr-aðra. Útskriftarnemar fengu rósir og kort þar sem þeir voru boðnir velkomnir í fag-deildina.

Í júní fóru Edda Sjöfn Smáradóttir, Inga Lóa Guðmundsdóttir og Birna Ólafsdóttir tilVestmannaeyja með kynningu á sérnáminu.

Ætlunin var að fara í ferðalag með fagdeildinni í september en vegna lítillar þátttökuvar því breytt í dekurdag.

Ráðstefna um málefni aldraðraBára Emilsdóttir hafði samband við Margréti Ósvaldsdóttur formann deildar öldr-

unarhjúkrunarfræðinga og bauð henni upp á samstarf um öldrunarráðstefnu eðafræðsludag. Í framhaldi fóru Bára Emilsdóttir, Edda Sjöfn Smáradóttir og Inga LóaGuðmundsdóttir á fund með stjórn þeirra. Þar var vel tekið í hugmyndina.

Á síðasta aðalfundi fagdeildar var Ingu Lóu Guðmundsdóttur og Eddu SjöfnSmáradóttur falið að annast samstarfið við öldrunarhjúkrunarfræðingana. Þær sátufimm fundi með hjúkrunarfræðingunum til undirbúnings námstefnunni. Úr þessuvarð námstefna sem haldin var í Seljakirkju þann 20. október og bar yfirskriftina „Aðeldast - að njóta sín.”

„Þetta var glæsileg námstefna og mættu um 200 manns. Miðað við þátttökuna ánámstefnunni vona ég að framhald verði á samstarfi þessara tveggja félaga. Edda Sjöfnog Inga Lóa eiga miklar þakkir skildar fyrir óþrjótandi vinnu og metnað sem þærlögðu í undirbúninginn,” sagði Bára.

Stjórn fagdeildarinnar er þannig skipuð: Edda Sjöfn Smáradóttir, formaður, Sif Eiðs-dóttir, ritari, Þórdís Hannesdóttir, gjaldkeri, Inga Lóa Guðmundsdóttir, meðstjórnandi.

Baráttuglaðar

Handbóktrúnaðarmanna

komin útÚt er komin

handbók trúnað-armanna Sjúkra-liðafélags Íslands.Í bókinni eru birtþau lög, reglur ogreglugerðir semvarða störf, starfs-réttindi og skyldursjúkraliða. GunnarGunnarsson, fram-kvæmdastjóri félags-ins, tók efni bókarinnar saman.

Bókinni er skipt niður í eftirfarandiátta meginkafla: Réttindi og skyldursjúkraliða. Lög félagsins. Reglur sér-deilda. Styrktarsjóðir. Lög um réttindiog skyldur starfsmanna ríkisins.Kjarasamningar. Vinnustaðurinn.Námsmat.

„Sjúkraliðar eru hvattir til að kynnasér vel efni bókarinnar, svo þeir getibetur gert sér grein fyrir réttindumsínum og skyldum. Félagið leggurmikla áherslu á mikilvægi trúnaðar-manna sinna, menntun þeirra og rétt-indi á vinnustað. Fátt er félagsmönnummikilvægara í starfi stéttarfélags en velrekið og öflugt trúnaðarmannakerfi,”segir Gunnar í formála bókarinnar.

Þannig lítur nýjahandbókin út.

Ný vaktabók fyrirárið 2005 er komin út.Bókin verður sendöllum félagsmönnumán endurgjalds.

Reykjavíkurdei ldS j ú k r a l i ð a f é l a g sÍslands hefur eins ogundanfarin ár haft for-göngu um útgáfu og efnisöflun í vakta-bók fyrir félagsmenn. Í bókinni eruupplýsingar um ýmis réttindi sjúkra-liða eins og þau eru ákveðin í kjara-samningum félagsins, reglugerðum oglögum um réttindi og skyldur stéttar-innar.

Eins og fyrr segir verður bókin sendöllum félagsmönnum, en einnig erhægt að nálgast hana á skrifstofufélagsins að Grensásvegi 16, 108Reykjavík, símar 553 9493 og 553 9494,fax 553 9492, netfang [email protected]

Vaktabókin2005 komin

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 31

Page 32: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

Styrktarsjóður BSRB, sem Sjúkra-liðafélag Íslands er aðili að, hefur verið ímikilli sókn að undanförnu. Sjóðurinnhefur greitt út styrki til félagsmanna fráárinu 2002, en það ár námu úthlutanirtæpum 11.9 milljónum króna. Í fyrraúthlutaði sjóðurinn ríflega 20 milljónumog á fyrstu átta mánuðum þessa árs vartæplega 31.4 milljónum króna úthlutað tilfélagsmanna.

Þetta kemur fram í yfirlit um rekstursjóðsins sem framkvæmdastjóri Styrktar-sjóðs BSRB, Ólafur B. Andrésson, lagðifram á aðalfundi sjóðsins 19. nóvember síð-astliðinn. Þær upplýsingar sem hér erubirtar um starfsemi sjóðsins eru byggðar áársskýrslunni.

Mikil og stöðug aukningFélagsmenn sækja í sífellt auknum mæli

um styrk úr sjóðnum. Fjöldi umsókna tvö-faldaðist á milli áranna 2002 og 2003, ogumsóknunum hélt áfram að fjölga á fyrstuátta mánuðum ársins 2004. Á þessu árihafa heildar styrkupphæðir líka hækkað.Hið sama á við um meðalstyrki í langflest-um tilvikum, enda hafa taxtar hækkaðverulega á þessu árabili.

Ef breyting á fjölda styrkveitinga milliára er skoðuð nánar, og miðað við tölurfram til ágústloka á þessu ári, kemur í ljósað styrkir til líkamsræktar eru orðniralgengastir. Þrír greiðsluflokkar hafa fráupphafi verið eftirsóttastir, það er að segjastyrkir til krabbameinsleitar, líkamsræktarog sjúkraþjálfunar.

Á þessu ári greiðir sjóðurinn mun meira

vegna endurþjálfunar, en undir það fellursjúkraþjálfun, sjúkranudd, hnykklækning-ar og nálastungumeðferð þar sem endur-greiðslur hækkuðu úr 500 krónum í 800krónur fyrir hvert skipti. Sjóðurinn styrkirað hámarki 25 skipti á ári fyrir þennanflokk líkt og áður var.

Styrkir til meðferðar hjá Heilsustofnunnií Hveragerði og þjálfun hjá Hjarta- oglungnastöðinni hækkuðu einnig um síð-ustu áramót þar sem sjóðurinn greiðir nú20.000 króna styrk í stað 12.500 króna á árifyrir þessa tvo flokka samanlagt.

Ferðastyrkir hækkuðu einnig umtalsvert

32 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

S J Ó Ð I R N I R

Líkamsræktin er komin í efsta sætið

Taflan hér að ofan sýnir tekjur og gjöld Styrktarsjóðs BSRB. Sjóðurinn fékk fyrst tekjur árið 2001, en hóf úthlutanir árið 2002. Úthlutanir sem hlut-fall af tekjum hafa hækkað með hverju árinu og nema 64% á fyrstu átta mánuðum þessa árs.

Á þessu súluriti má sjá meðalsstyrkupphæð til hvers flokks annars vegar á árinu 2003 (rauðarsúlur) og hins vegar á fyrstu átta mánuðum ársins 2004 (bláar súlur).

Vinsælustu flokkarnir á fyrstu átta mánuðumársins 2004. Tölurnar sýna fjölda umsókna íhverjum flokki.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 32

Page 33: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

en mestu munar þó um líkamsræktar-styrkina sem hækkuðu um 100% eða úr5.000 krónum í 10.000 krónur á ári. Sífelltfleiri sækja um líkamsræktarstyrk og máað einhverju leyti skýra þá fjölgun meðhækkuninni sem varð um síðustu áramót.

Nýir flokkar á þessu áriStyrkfjárhæðir hækkuðu umtalsvert á

árinu 2004 og einnig bættust við nýirflokkar sem sjóðurinn styrkir. Þessir nýjuflokkar eru:

Ættleiðing, 200.000 krónu styrkur í eittskipti á sjóðfélaga.

Glasafrjóvgun, 100.000 króna hámark ásjóðfélaga.

Tæknisæðing, 21.000 króna styrkur á ári.Laseraðgerðir, 50.000 króna hámark fyrir

bæði augun.Sjónglerjakaup, 50% af kostnaði vegna

sjónglerja sem fer yfir 30.000 krónur. Styrkur til kaupa á sjónglerjum er nú

þegar orðinn fjórði stærsti flokkurinn semsjóðurinn styrkir.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaðurStyrktarsjóðs BSRB var ríflega 6.7 milljónirkróna á árinu 2002 og ríflega 5.3 milljónirárið 2003.

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 33

D Ó M S M Á LS J Ó Ð I R N I R

Brotið á karlmanni

Styrktarsjóður BSRB hefur ákveðiðað styrkja tannviðgerðir félagsmanna.

Í breyttum reglum sjóðsins er svo-hljóðandi ákvæði um stuðning vegnatannlækninga:

„Sjóðfélagi, sem hefur verið félags-maður í 6 mánuði af síðustu 12, getursótt um styrk vegna tannlæknakostnað-ar. Styrkurinn nemur 50% af kostnaðisem fer umfram 50.000 krónur á hverju24 mánaða tímabili, þó að hámarki150.000 krónur.”

Dæmi til skýringar:Samanlagður reikningur fyrir tann-

viðgerð er 180 þúsund krónur. Viðákvörðun um styrk eru fyrst dregin frá50 þúsund. Þá eru eftir 130 þúsund.Sjóðurinn greiðir helminginn af þeirrifjárhæð, það er 65 þúsund krónur.

Þetta er sama reglan og gildir umkaup á sjónglerjum, nema hvað þar erlágmarkið 30 þúsund. Ef keypt eru sjón-gler (ekki umgjarðir) fyrir 50 þúsund þáeru fyrst dregin frá þeirri upphæð 30þúsund, en sjóðurinn greiðir síðanhelminginn af því sem þá er eftir, það er10 þúsund krónur.

Sjóðurinn styrkir

tannviðgerðir

Kærunefnd jafnréttismála

Frelsi til að velja

Kærunefnd jafnréttismála hefur kom-ist að þeirri niðurstöðu að Fjölskyldu- ogstyrktarsjóður opinberra starfsmannahafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislagameð því að hafna umsókn um greiðslulauna í fæðingarorlofi vegna þess eins aðumsækjandinn er karlmaður.

Í niðurstöðum kærunefndar segir umvinnureglur sjóðsins:

„Samkvæmt grein 3.1.1 er hlutverkFjölskyldu- og styrktarsjóðs að taka viðumsóknum, ákvarða og annast greiðslurtil félagsmanna í fæðingarorlofi. Þráttfyrir framangreint orðalag greinar 3.1.1,sem vísar til félagsmanna almennt, máskilja málatilbúnað þeirra stéttarfélagasem aðild eiga að sjóðnum, svo og sjóðs-stjórnar, þannig að sjóðnum sé einungisætlað það hlutverk að bæta þann mismunsem er á greiðslum úr fæðingarorlofssjóðiannars vegar og réttindum samkvæmtreglugerð nr. 410/1989, sbr. grein 3.1.2,hins vegar, en einungis konur áttu rétt ágreiðslum samkvæmt þeirri reglugerð. Ísamræmi við þetta liggur fyrir aðFjölskyldu- og styrktarsjóðurinn hefureinungis tekið til meðferðar umsóknirkvenna um greiðslur í fæðingarorlofi enekki karla.”

Kærunefndin vísar til ákvæða jafnréttis-laga um jöfn laun karla og kvenna, en þarsé sérstaklega tekið fram að þetta ákvæði

eigi líka við um þau kjör sem starfsmennnjóti í fæðingarorlofi. Samkvæmt lögumsé hvers kyns mismunun launa og ann-arra kjara á grundvelli kynferðis óheimil.

Andstætt lögum og stjórnarskráÞví telur nefndin að synjun sem byggi

eingöngu á fyrrgreindum sjónarmiðumsjóðsstjórnar fari gegn ákvæðum jafnrétt-islaga, og samrýmist ekki heldur stjórnar-skránni. Það breyti engu þótt þetta fyrir-komulag sjóðsins helgist af kjarasamning-um sem samþykktir hafi verið af félags-mönnum í almennri atkvæðagreiðslu.Kærunefndin telur að samningsfrelsiaðila á vinnumarkaði séu settar skorðurmeð ákvæðum jafnréttislaga. „Af því leiðiað ekki megi semja svo um að greiðslur tilkarla og kvenna sem inna af hendi sam-bærileg og jafnverðmæt störf hjá samavinnuveitanda verði ákvarðaðar með mis-munandi hætti, hvort heldur um er aðræða einstaka samninga starfsmanna ogatvinnurekenda eða heildarsamninga ávinnumarkaði.”

Í samræmi við þetta beinir kærunefndinþeim tilmælum til sjóðsins „að umsóknkæranda verði tekin til afgreiðslu, og aðséð verði til þess að kæranda sé ekki mis-munað á grundvelli kynferðis síns.”

Félagsdómur hefur kveðið upp dóm umrétt launafólks til að ganga úr einu stéttar-félagi í annað. Þar er líka úrskurðað aðkjarasamningur nýja félagsins gildi fyrirnýju félagsmennina eftir að kjarasamn-ingur eldra félagsins er runninn út.

Mál þetta var höfðað af hálfuStarfsmannafélags ríkisstofnana (SFR)gegn íslenska ríkinu og Eflingu stéttarfé-lagi fyrir hönd á fimmta tug ófaglærðrastarfsmanna á geðdeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss. Starfsmenn þessir voruáður í Eflingu, en sögðu sig úr því félagi oggengu í SFR. Bæði stéttarfélögin hafa lengihaft kjarasamning við ríkið um kjör þessaófaglærða starfsfólks.

Úrsagnirnar löglegarEfling krafðist sýknu af fyrri kröfunni á

þeirri forsendu að úrsögn á sama tíma ogkjaraviðræður standa yfir hafi verið bönn-uð í lögum Eflingar frá árinu 2001.

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðuað stéttarfélögin geti sett í félagslög sín tak-

markanir á úrsagnir úr félögunum “endaséu slíkar takmarkanir málefnalegar,byggðar á starfslegum hagsmunum félag-anna og gangi ekki lengra en þörf krefur. ...Hins vegar er ljóst að af 74. grein stjórnar-skrárinnar leiðir að slík ákvæði geta ekkiverið víðtækari og gengið lengra en nauð-syn ber til. Ber að túlka slík ákvæði meðhliðsjón af því.” Dómstóllinn taldi ekkiliggi fyrir að viðræður í skilningi lagafélagsins hafi verið hafnar um nýjan kjara-samning. Þar af leiðandi hafi úrsagnirnarverið lögmætar.

Varðandi þá kröfu að viðurkennt verðiað kjarasamningur SFR og ríkisins frá 25.mars 2001 gildi um laun og kjör hinna nýjufélagsmanna frá og með 1. janúar 2004,minnir Félagsdómur á tvo fyrri dóma, fráárunum 1998 og 2001, þar sem fram kemurað þeir sem segja sig úr stéttarfélagi eruengu að síður bundnir af kjarasamningigamla félagsins þar til sá samningur renn-ur út. Telja verði að þessir dómar hafi for-dæmisgildi.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 33

Page 34: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

34 SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004

A U G L Ý S I N G A RS T U T T F R É T T I R

Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð óskar eftirduglegum og skemmtilegum sjúkraliðum semhafa áhuga á að hjúkra öldruðum. Þetta er 72

manna heimili með 4 deildum og góðum starfsanda.

Upplýsingar gefur Áslaug BjörnsdóttirSími 560 4163 eða 560 4100

Netfang: [email protected]

HeilbrigðisstofnunAusturlands

Sjúkrahúsið á EgilsstöðumSjúkraliðar óskast í umönnun á

Sjúkrahúsið á Egilsstöðum.

Lausar stöður frá 1. febrúar 2005 eða eftir nánarasamkomulagi.

Starfshlutfall er frá 50 - 100%. Greitt er samkvæmtkjarasamningi og stofnanasamningi SLFÍ og HSA

frá 21. nóv. 2001.

Nánari upplýsingar gefa í síma 471 1400 Margrét Birna Hannesdóttir deildarstjóri eða

Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri.

Tungumála-fræðsla BSRB

BSRB og Framvegis, miðstöð um símenntun, hafaundirrritað samning um tungumálafræðslu BSRB. Umer að ræða afar metnaðarfullt átak í að efla tungumála-kunnáttu félagsmanna bandalagsins. Stefnt er að því aðnámið hefjist fyrir lok janúar.

Boðið verður upp á námskeið í ensku, dönsku, spænsku, íslensku ritmáli, þýsku og frönsku fyrir félags-menn BSRB árin 2005 og 2006. Í boði verður bæðieiningabært nám fyrir framhaldsskóla, 60 klukkustundir,og einnig styttri námskeið þar sem höfuðáhersla verðurlögð á talað mál, 30 klukkustundir. Stefnt er að því að íþað minnsta 1.500 manns sæki þessi námskeið.

Forsaga þessa máls er sú að 40. þing BSRB ályktaðihaustið 2003 að BSRB skyldi gera átak í tungu-málafræðslu fyrir félagsmenn líkt og gert var meðtölvufræðslu árið 2001, en þá sóttu um 1.500 félagsmenntölvunámskeið á vegum BSRB. Gerð var könnun meðalfélagsmanna síðastliðið haust um áhuga á tungumála-námi og fengust vel á annað þúsund svör. Reyndist áhug-inn á tungumálanámi mjög mikill og vildu um tveirþriðju þeirra sem svöruðu nám sem yrði metið til einingaí framhaldsskóla, en þriðjungur vildi styttra nám. Mesturvar áhuginn á ensku, spænsku og dönsku.

Framvegis hefur samið við símenntunarmiðstöðvar umallt land um að annast námskeið fyrir félagsmenn utanhöfuðborgarsvæðisins og verða þau námskeið á samaverði og námsefnið samræmt.

Breytt heimilisfang?

Sjúkraliðar sem flytja heimilisfang sitt eru hvattir til að láta skrifstofu Sjúkraliðafélagsins vitaum nýja heimilisfangið.

Með því móti er tryggt að sendingar frá félaginu, þará meðal blaðið, Sjúkraliðinn, berist með skilum til allrafélagsmanna.

Frá undirritun samningsins: Inga Sigurðardóttir, formaður Kvasir,samtaka símenntunarmiðstöðvar, Birna Gunnlaugsdóttir, fram-kvæmdastjóri Framvegis, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB ogElín Björg Jónsdóttir, formaður fræðslunefndar BSRB.

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 34

Page 35: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SJÚKRALIÐINN DESEMBER 2004 35

A U G L Ý S I N G A R

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 35

Page 36: Hærri laun - Nepal hugbúnaður ehfslfi.rat.nepal.is/files/Skra_0007780.pdflaun. Félagið er aðili að bandalaginu og telur sig bundið af samþykktum þess um verulega hækkun

SFLÍ des 2004 10.12.2003 15:16 Page 36