30
Meistaranám í íþróttafræðum MSc í íþróttavísindum og þjálfun 120 ECTS MSc Exercise Science and Coaching MEd í Heilsuþjálfun og kennslu 120 ECTS MEd Sport and Health Education Tækni-og verkfræðideild 2011 Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

Meistaranám í íþróttafræðum MSc í íþróttavísindum og þjálfun 120 ECTS

MSc Exercise Science and Coaching

MEd í Heilsuþjálfun og kennslu 120 ECTS MEd Sport and Health Education

Tækni-og verkfræðideild 2011

Háskólinn í Reykjavík

Page 2: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

Tafla 1: MSc Íþróttavísindi og þjálfun og MEd Heilsuþjálfun og kennsla (ECTS

einingar eru í sviga)

MSc Íþróttavísindi og þjálfun / Excercise Science and Coaching MEd Heilsuþjálfun og kennsla / Sport and Health Education

1. ár haust önn 1. ár haust önn

E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva (10 ECTS) E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva (10 ECTS)

E-702-REME Aðferðafræði rannsókna (10 ECTS) E-702-REME Aðferðafræði rannsókna (10 ECTS)

E-712-EPHY Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga (10 ECTS) E-826-ANKE Árangursríkir og nýir kennsluhættir (10 ECTS)

1. ár vorönn 1. ár vorönn

E-707-APST Hagnýt tölfræði (10 ECTS) E-827-LAUS Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti (10 ECTS)

E-716-PTTR Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar (10 ECTS) E-714-POAD Stefnumótun og stjórnun (10 ECTS)

E-715-ETPR Íþróttamælingar og rannsóknir (5 ECTS) Val (10 ECTS)

E-720-ETHI Siðfræði (5 ECTS)

2. ár haustönn 2. ár haustönn

E-725-SPNU Endurheimt og næring í íþróttum (10 ECTS) E-713-NTHR Nám, þroski og rannsóknir (10 ECTS)

E-726- PSSP Sálræn þjálfun og liðsheild (10 ECTS) E-727-HPMO Heilsuefling; aðferðir og skipulag (10 ECTS)

E-721-EXTP Tæki og tækni við íþróttamælingar (5 ECTS) Val (10 ECTS)

E-718-IDEP Sjálfstætt verkefni (5 ECTS)

2. ár vorönn 2. ár vorönn

E-899 -THES Meistaraverkefni (30 ECTS) E-835-NAGE Námsefnisgerð (10 ECTS)

E-726-SKMS Skipulag og mat skólastarfs (10 ECTS)

Val (10 ECTS)

Page 3: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

MEd í Heilsuþjálfun og kennslu

Skylda

Aðferðafræði rannsókna E-702-REME

Árangursríkir og nýir kennsluhættir E-826-ANKE

Heilsuefling; aðferðir og skipulag E-727-HPMO

Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti E-827-LAUS

Nám, þroski og rannsóknir E-713-NTHR

Námsefnisgerð E-835-NAGE

Skipulag og mat skólastarfs E-726-SKMS

Stefnumótun og stjórnun E-714-POAD

Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva E-709-EXPH

MSc í Íþróttavísindum og þjálfun

Skylda

Aðferðafræði rannsókna E-702-REME

Endurheimt og næring E-725-SPNU

Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar E-716-PTTR

Hagnýt tölfræði E-707-APST

Íþróttamælingar og rannsóknir E-715-ETPR

Meistaraverkefni E-899 -THES

Sálræn þjálfun og liðsheild E-726- PSSP

Siðfræði E-720-ETHI

Sjálfstætt verkefni E-718-IDEP

Tæki og tækni við íþróttamælingar E-721-EXTP

Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva E-709-EXPH

Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga E-712-EPHY

Page 4: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

4

MEd í Heilsuþjálfun og kennslu MEd Sport and Health Education

Uppsetning námsins:

Tveggja ára framhaldsnám, 120 ECTS einingar. Námið skiptist í 60 ECTS eininga nám í

kennslufræði og 60 ECTS í námskeiðum tengdum íþróttafræði og heilsuþjálfun.

Markhópur:

Námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í íþróttakennslu og heilsuþjálfun.

Tilgangur og markmið:

Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir störf við íþróttakennslu á öllum

skólastigum og heilsuþjálfun almennings á öllum aldri og getustigum.

Forkröfur:

Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnnámi í íþróttafræði, sjúkraþjálfun,

heilsuþjálfun, líffræði, menntavísindum eða öðrum skyldum greinum.

Skipulag og tilhögun námsins:

Meistaranámið í heilsuþjálfun og kennslu er skipulagt sem tveggja ára nám (fjórar annir)

til 120 ECTS til MEd gráðu.

Page 5: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

5

MEd í Heilsuþjálfun og kennslu.

MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta.

Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla m.a. um kennslufræði, forvarnargildi

hreyfingar, áhrifaþætti heilbrigðis, skipulag og hlutverk kennarans og heilsuþjálfarans.

Einnig hvernig megi hámarka lífsgæði með skipulagðri hreyfingu á öllum aldri og

getustigum sem byggist á forsendum uppeldis- og kennslufræði, sálfræði, íþróttafræði og

lýðheilsufræði.

Við lok Meistaraprófs í heilsuþjálfun og kennslu skal eftirfarandi viðmiðum náð:

ÞEKKING OG SKILNINGUR

Við lok námsins hefur nemandi góða þekkingu og skilning á:

meginstoðum þjálffræði, kennslufræði og heilsueflingar frá innlendu og

alþjóðlegu sjónarhorni

helstu hugtökum og kenningum þjálffræði, kennslufræði og heilsueflingar

helstu kenningum og aðferðum við námsmat í íþróttakennslu og við mat á

skólastarfi

helstu kenningum og aðferðum við hönnun og þróun á íþróttakennslu og

heilsueflingu

lögum og reglum um íslenskt skólakerfi

helstu kenningum um námskrárgerð

aðferðum til að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu nemenda og gagnlegum

viðtalsaðferðum

notkun upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi

helstu kenningar í þjálffræði

helstu kenningar í íþróttalífeðlisfræði

helstu kenningum heilsueflingar

helstu rannsóknaraðferðum á sviði íþrótta, kennslu og heilsueflingar

skipulagi, stjórnun og stefnumótun við þjálfun, heilsueflingu og í íþróttakennslu,

bæði innanlands og erlendis

TEGUND ÞEKKINGAR

Að loknu námi hefur nemandi tileinkað sér viðamikla þekkingu og skilning á:

fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

grundvallaratriðum námskrár og framkvæmd hennar

starfssviði og fagmennsku kennara

kennslufræði

þjálffræði

íþróttalífeðlisfræði

heilsueflingu

rannsóknaraðferðum og hagnýtingu rannsókna

alþjóðlegum straumum og stefnum í íþróttafræði, kennslu og heilsueflingu

HAGNÝT HÆFNI

Að loknu námi felst hagnýt hæfni nemanda í að geta:

nýtt sér alþjóðlega strauma og stefnur í íþróttafræði, kennslufræði og

heilsueflingu

aflað heimilda á fjölbreyttum vettvangi og beitingu skipulegra vinnubragða á

Page 6: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

6

grunni þeirra

nýtt sér rannsóknir á sviði íþróttafræði, kennslufræði og heilsueflingar

skipulagt heildstætt nám og einstaka námskeið

skipulagt kennslu í samræmi við námskrá og námskeiðslýsingu

beitt fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

kennt fjölbreyttum nemendahópi og ákveðið hvaða aðferð hentar mismunandi

nemendahópum og mismunandi námsgreinum

tekist á við vandamál sem upp koma í starfi kennara

unnið að nýjungum og tekið þátt í þróunarstarfi

tekið þátt í uppbyggingu íþróttastarfs og heilsueflingar á þverfaglegum grunni

metið mikilvægi stefnumótunar og mats á íþróttastarfi og heilsueflingu

FRÆÐILEG HÆFNI

Að loknu námi felst fræðileg hæfni nemanda í að geta:

lesið, túlkað og metið gæði fræðilegra greina

aflað heimilda á fjölbreyttum vettvangi og beitt skipulögðum vinnubrögðum á

grunni þeirra

beitt skipulögðum aðferðum við rannsóknir og uppbyggingu íþrótta-, kennslu- og

heilsueflingarverkefna

metið hvaða leið sé árangursríkust við ólíkar aðstæður í íþróttakennslu og

heilsueflingu

skilið vandamál, valið lausnir og útfært í íþróttakennslu og heilsueflingu

skapað þekkingu og unnið að nýsköpun í starfi

sett fram nýjar hugmyndir og stýrt þróunarstarfi

beitt sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun á vettvangi íþrótta, kennslu

og heilsueflingar

HÆFNI Í SAMSKIPTUM, UPPLÝSINGALÆSI OG MIÐLUN

Að loknu námi felst hæfni nemanda í samskiptum í að:

meta mannleg samskipti og skynja mikilvægi þess að virða hvern og einn án tillits

til bakgrunns, trúarbragða, stjórnmálaskoðana

geta unnið í hóp að sameiginlegri úrlausn verkefna og leyst úr árekstrum sem

kunna að verða

Að loknu námi felst hæfni nemanda í upplýsingalæsi í að:

geta lagt mat á gildi og áreiðanleika heimilda

geta lagt mat á upplýsingar um íþróttafræði og heilsueflingu

Að loknu námi felst hæfni nemanda í miðlun í að:

geta tekið að sér íþróttakennslu og heilsuþjálfun með árangursríkum hætti

geta stungið upp á, skipulagt og stjórnað verkefnum á sviði íþrótta, kennslu og

heilsueflingar

geta rökrætt um íþróttaþjálfun, íþróttastarf, kennslu og heilsueflingu á skýran og

greinargóðan hátt

NÁMSHÆFNI

Að loknu námi felst námshæfni nemanda í að:

hafa frumkvæði að og geta unnið sjálfstætt að verkefnum og úrlausnum þeirra

hafa náð þeim þroska og sjálfstæði sem þarf til að geta starfað sem íþróttakennari

og heilsuþjálfari

geta tileinkað sér nýja þekkingu um íþróttakennslu og heilsueflingu almennings

og sett hana í viðeigandi samhengi

geta beitt viðurkenndum aðferðum og hugmyndum við lausn vandamála

Page 7: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

7

Aðferðafræði rannsókna E-702-REME Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Í námskeiðinu er farið yfir lykilatriði rannsókna í íþróttum og heilsu. Í upphafi er fjallað

um vísindaheimspeki og sjónarhorn og hvernig fjöldamargar vísindagreinar koma að

þekkingarsköpun með rannsóknum á kennslu, heilsu og heilbrigði. Fjallað er um ýmis

rannsóknarsnið og kostir þeirra og gallar teknir til skoðunar. Aðferðafræði eigindlegra og

megindlegra rannsókna er metin og hvernig svara má ólíkum rannsóknarspurningum með

þessum nálgunum. Þá er fjallað um gerðir mælibreyta, um úrtök og úrtakadreifingu og

um bjölludreifingu (normal dreifingu). Einnig er fjallað um alpha og beta villur og

mögulegar skekkjur í mælingum og um aðferðir við gagnaöflun.

Námsmarkmið:

Við lok námskeiðsins ættu nemendur að: • hafa öðlast skilning á ólíkum aðferðum

rannsókna, • þekkja til ólíkra rannsóknasniða, • geta dregið ályktanir um kosti og galla

ólíkra aðferða og mælinga, • geta hannað og skipulagt gagnaöflun með tilteknar aðferðir í

huga.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 8: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

8

Árangursríkir og nýir kennsluhættir E-826-ANKE Ár: 1 ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru fjölbreyttar aðferðir við kennslu. Fjallað verður um

eiginleika árangursríkra kennsluhátta og rannsóknir að baki þeim. Kynntar verða

mismunandi kennsluaðferðir, s.s. bein kennsla, samvinnunám, lausnamiðað nám (PBL)

og uppgötvunarnám, nám sem nýtir upplýsingatækni og leiðir til að meta hvaða nálgun er

viðeigandi hverju sinni. Sérstök áhersla verður á fjölgreindarkenninguna og

einstaklingsmiðað nám, þ.e. hvernig hægt er að koma til móts við þarfir nemenda með

mismunandi bakgrunn, námshraða og áhugasvið. Gefið verður yfirlit yfir hvernig

upplýsinga- og samskiptatækni (UST) er nýtt í skólastarfi, hver staðan er, hvaða

möguleikar eru og hvað eykur eða hamlar notkun. Kynnt verða ný námsform, s.s. fjarnám

og dreifnám, og hvernig UST er nýtt í því samhengi. Námsefnisgerð og verkefnagerð á

neti verður tekin fyrir og atriði því tengd s.s. hvað forrit henta og höfundaréttur. Kynntar

verða sérstaklega aðferðir sem þykja henta við kennslu unglinga og fullorðinna.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja mismunandi kennsluaðferðir með

áherslu á kennslu unglinga og fullorðinna, • geta valið viðeigandi kennsluaðferðir sem

hæfa námsefni, aldri og getustigi nemenda og námsmarkmiðum hverju sinni, • þekkja

helstu niðurstöður rannsókna á árangri ólíkra kennsluaðferða, • geta útlistað

kennslufyrirkomulag sem kemur til móts við mismunandi þarfir nemenda, • þekkja til

notkunar upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu, • þekkja kennslufræði

tölvunotkunar og hafa kynnst nýjum kennsluformum, s.s. fjarnámi og dreifnámi, • þekkja

námsefnisgerð fyrir netið og helstu forrit sem notuð er í dag.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 9: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

9

Heilsuefling; aðferðir og skipulag E-727-HPMO Ár: 2

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Í námskeiðinu er saga og hugmyndafræði heilsueflingar kynnt, farið yfir helstu kenningar

sem heilsuefling byggist á og nemendum kennd aðferðafræði við skipulag

aðgerðaáætlana og íhlutana á sviði heilsueflingar. Námskeiðinu er ætlað að þjálfa

nemendur í að nýta rannsóknir, kenningar og aðferðafræði heilsueflingar við skipulag,

innleiðingu og mat á samfélagslegum íhlutunum. Áhersla er lögð á að meta aðgerðir og

íhlutanir heildrænt út frá þverfaglegu sjónarhorni og nemendum verða kynntar hagnýtar

leiðir við innleiðingu íhlutana.

Námsmarkmið:

Að loknu námskeiði ættu nemendur að; • hafa þekkingu á sögu, hugmyndafræði og

aðferðum heilsueflingar, • geta lýst tilgangi íhlutunar, mælanlegum markmiðum,

kenningarlegum grunni og þeim matsaðferðum sem notaðar eru við skipulag

aðgerðaáætlana, • hafa færni í að framkvæma þarfagreiningu fyrir mismunandi

heilsueflandi aðgerðir, • geta þróað og sett fram tilgang og mælanleg markmið fyrir

heilsueflandi aðgerðir, • hafa færni í að greina, rökstyðja og ákvarða mismunandi leiðir

við framkvæmd íhlutana, • geta greint og fundið mismunandi viðfangsefni og bjargráð

sem henta hverju sinni við að ná fram sem bestum árangri við íhlutanir, • hafa öðlast

skilning á samhenginu milli skipulagningar- og matsferlisins og vera færir um að setja

viðeigandi matsaðferðir inn í skipulagsferlið, • vera færir um að nýta skipulagsmódel við

skipulag og mat á aðgerðaáætlunum og íhlutunum sem ná eiga til samfélagshópa.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 10: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

10

Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti E-827-LAUS

Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Fjallað verður um aðferðir til að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu nemenda og þekktar

aðferðir til að efla áhugahvöt nemenda. Kynntar verða aðferðir til að efla markviss

vinnubrögð nemenda, auka sjálfstæði þeirra í námi og færni til að takast á við margvísleg

verkefni á skipulagðan hátt. Einnig verður fjallað um leiðir til að auka færni nemenda í

lausnamiðaðri leikni og jákvæðum samskiptum. Fjallað verður um viðurkenndar

viðtalsaðferðir og aðferðir til að hvetja nemendur til þátttöku í námi s.s. „Motivational

Interviewing“. Fjallað verður um námsvenjur og aðferðir er varða námstækni og

námsskipulag og þætti sem geta haft áhrif á námsframvindu eins og kvíða, frestun og

streitu. Brotthvarf, skilgreiningar hugtaksins og ástæður þess verða til umfjöllunar ásamt

stuðningi og fyrirbyggjandi aðgerðum.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja aðferðir til að efla sjálfstraust og

sjálfsvirðingu nemenda, • þekkja aðferðir til að efla áhugahvöt nemenda og ýta undir

rökhugsun, • þekkja aðferðir til að draga úr neikvæðri hegðun, • viðtalsaðferðir s.s.

„Motivational Interviewing“, • þekkja aðferðir til að auka lausnamiðaða leikni nemenda

og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, • þekkja aðferðir til þess að efla vinnubrögð

nemenda og sjálfstæði í námi• þekkja helstu ástæður brotthvarfs og hvernig vinna má

gegn því, • helstu þætti sem geta hamlað námsframvindu.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 11: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

11

Nám, þroski og rannsóknir E-713-NTHR

Ár: 2

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Gefið verður yfirlit yfir helstu kenningar um nám og þroska barna og unglinga og hvernig

þær tengjast mismunandi nálgunum að kennslu. Kynntar verða stefnur um nám og

kennslu sem eru framarlega á nýrri öld. Fjallað verður um rannsóknir innan náms- og

þroskasálfræði á áhrifum erfða og umhverfisþátta á þroska einstaklinga á ýmsum sviðum.

Einnig verður vikið að ýmsum álitamálum innan námssálfræði og rök með og á móti

vegin með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna. Gefið yfirlit yfir aðferðir sem notaðar eru

við rannsóknir á skólastarfi. Fjallað verður um mismunandi rannsóknarsnið, aðferðir við

gagnasöfnun, úrvinnslu og túlkun niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að lesa og meta

rannsóknargreinar með tilliti til þess hvernig nýta megi niðurstöður þeirra í kennslu.

Námsmarkmið:

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að: • hafa kynnst kenningum innan náms- og

þroskasálfræði og kennslunálgunum tengdum þeim, • þekkja til umræðu dagsins um

náms- og kennsluaðgerðir, • þekkja helstu rannsóknarsvið í náms- og þroskasálfræði,

• þekkja helstu rannsóknaraðferðir sem nýttar eru við rannsóknir á skólastarfi, • vera færir

um að nota vefleitarvélar til að finna rannsóknargreinar um tiltekið efni, • geta metið

rannsóknargreinar með tilliti til rannsóknarsniðs, aðferðafræði og hagnýts gildis

niðurstaðna.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 12: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

12

Námsefnisgerð E-835-NAGE

Ár: 2

ECTS: 10

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-826-ANKE Árangursríkir og nýir kennsluhættir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Nemendur kynnist kenningum og aðferðum við hönnun, þróun og mat á kennslu– og

þjálfunarefni. Nemendur þjálfist í þarfagreiningu, markmiðssetningu og skipulagningu

við námsefnisgerð og gerð kennsluleiðbeininga. Nemendur kynnist mismunandi

framsetningu á kennsluefni. Sérstök áhersla verður lögð á að nemendur þekki til

vinnubragða við gerð rafræns kennsluefnis.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja kenningar og aðferðir við hönnun, þróun

og mat á kennslu– og þjálfunarefni, • þekkja til aðferða við þarfagreiningu,

markmiðssetningu og skipulagningu við námsefnisgerð og gerð kennsluleiðbeininga, •

þekkja til mismunandi framsetningar á kennsluefni og geta metið hvað henti mismunandi

nemendahópum og mismunandi námsgreinum, • geta útbúið rafrænt kennsluefni, • þekkja

til helstu forrita sem notuð eru við námsefnisgerð hverju sinni.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 13: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

13

Skipulag og mat skólastarfs E-726-SKMS

Ár: 2

ECTS: 10

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-826-ANKE Árangursríkir og nýir kennsluhættir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing

Megin viðfangsefni námskeiðsins eru námsskrárgerð, markmiðssetning í skólastarfi,

námsmat og mat á skólastarfi. Fjallað verður um val og niðurröðun námsefnis í námsskrár

ásamt framsetningu námsmarkmiða með hliðsjón af gildandi aðalnámsskrám. Farið

verður yfir mismunandi aðferðir við að meta námsframvindu nemenda með tilliti til

réttmætis og áreiðanleika en einnig kennsluhátta. Áhersla er lögð á að nemendur geti

valið um námsefni og kennsluaðferðir miðað við námsmarkmið og nemendahóp og geti

einnig metið hvaða námsmatsaðferðir henta best hverju sinni. Lögð er áhersla á að

nemendur kynnist lögum og reglugerðum um mat á skólastarfi á Íslandi og þekki helstu

matstæki og matsaðferðir.

Námsmarkmið

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja lög og reglur um íslenskt skólakerfi s.s.

gildandi aðalnámsskrár og lög um mat á skólastarfi, • þekkja helstu kenningar í

námskrárfræðum ,• þekkja fjölbreyttar aðferðir við mat á námsframvindu nemenda og

geta metið áreiðanleika og réttmæti ólíkra matsaðferða, • geta hannað einföld matstæki til

að meta námsframvindu nemenda með hliðsjón af námsskrá og markmiðum, • geta metið

stöðu nemenda, sett fram námsmarkmið, valið námsefni og kennsluaðferðir með hliðsjón

af niðurstöðum mats og þörfum nemenda, • þekkja mismunandi aðferðir til að meta

skólastarf og geta metið hvað á við hverju sinni, • þekkja til helstu matsaðferða sem

notaðar eru við mat á skólastarfi.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 14: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

14

Stefnumótun og stjórnun E-714-POAD Ár: 1 og 2

ECTS: 10

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Stefnumótun og stjórnun er hagnýtt námskeið. Á námskeiðinu verða kynnt helstu

grunnhugtök og viðfangsefni í stefnumótun og stjórnun og þau tengd viðfangsefnum á

sviði mennta, íþrótta og heilsu. Eftir því sem námskeiðinu vindur fram verður áhersla

lögð á að setja efnið í íslenskt samhengi. Þannig verður uppbygging íslenska mennta-,

íþrótta- og heilbrigðiskerfisins kynnt sérstaklega og farið ofan í það hvar völdin liggja,

hverjir hafa áhrif á stefnumótun, ákvarðanir og framkvæmdir. Þá verður líka fjallað um

hvaða þættir ráða úrslitum um það hvort stefna nái fram að ganga og verkefni komist til

framkvæmda.

Lögð er áhersla á að nemendur velji sér verkefni á sínu sérsviði og kynni sér lög, reglur

og helstu stefnur er því tengjast sem og ábyrgð, fjárhagslega stöðu og daglega stjórnun.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja til lykilþátta sem skipta máli til að stefna

komist til framkvæmda og verkefni verði árangursrík, • þekkja til grundvallaratriða

stjórnunar: árangursstjórnunar, breytingastjórnunar, mannauðsstjórnunar,

verkefnastjórnunar og hlutverks leiðtoga, • hafa reynslu af gerð verkefnaáætlana og

undirbúnings stefnumótunar þar sem byggt er á niðurstöðum vísindalegra rannsókna, •

skilja hvernig og hvar ákvarðanir á sviði mennta, íþrótta og heilsu eru teknar, hvað ræður

því hvaða viðfangsefni komast á dagskrá stjórnvalda og hvers vegna mótuð stefna kemst

ýmist til framkvæmda eða ekki, • geta lagt faglegt mat á verkefnaáætlanir á sviði mennta,

íþrótta og heilsu.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 15: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

15

Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva E-709-EXPH Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Grunnnám í lífeðlisfræði

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir starfsemi vöðvafrumna, byggingu og störf, frumuskiptingu,

frumuhimnur og efnaflutning. Fjallað verður ítarlega um flutning orkuefna og hvernig

þau nýtast í þjálfun. Hvernig ólíkar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á flutningsgetu orkuefna

með það í huga að skoða hverjir eru helstu flöskuhálsar í flutningi á orkuefnum til vöðva

og hvað orsakar þreytu og ofþjálfun.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa þekkingu á þeim efnaskiptum sem eiga sér

stað við þjálfun, • hafa þekkingu á áhrifum mismunandi þjálfunaraðferða til framfara eða

stöðnunar.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 16: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

16

MSc í Íþróttavísindum og þjálfun

MSc Excercise Science and Coaching

Uppsetning námsins:

Tveggja ára framhaldsnám, 120 ECTS einingar. Námið skiptist í 90 ECTS eininga nám

þar sem lögð er áhersla á íþróttavísindi og 30 ECTS lokaverkefni.

Markhópur:

Námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í þjálfun keppnis- og afreksíþróttafólks og

rannsóknum á sviði íþróttafræði.

Tilgangur og markmið:

Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir störf við rannsóknir og þjálfun á sviði

íþrótta. Sérstök áhersla verður lögð á afreksþjálfun í íþróttum og rannsóknir þeim

tengdum.

Forkröfur:

Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnnámi í íþróttafræði, sjúkraþjálfun,

heilsuþjálfun, líffræði eða öðrum skyldum greinum.

Skipulag og tilhögun námsins:

Meistaranámið í íþróttavísindum og þjálfun er skipulagt sem tveggja ára nám (fjórar

annir), 120 ECTS til MSc gráðu.

Page 17: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

MSc í Íþróttavísindum og þjálfun.

MSc námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í þjálfun keppnis- og afreksíþróttafólks

og rannsóknum á sviði íþróttafræði. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla m.a. um

íþróttarannsóknir og rannsóknaraðferðir, skipulag þjálfunar, hugmyndafræði þjálfunar og

hlutverk þjálfarans. Einnig tekur námið til þess hvernig megi hámarka íþróttagetu með

þjálfun sem byggir á forsendum lífeðlisfræði, þjálffræði, sálfræði, siðfræði,

næringarfræði, taktík og tækni.

Við lok meistaraprófs í Íþróttavísindum og þjálfun skal eftirfarandi viðmiðum náð:

ÞEKKING OG SKILNINGUR

Við lok námsins hefur nemandi góða þekkingu og skilning á:

meginstoðum þjálf- og íþróttalífeðlisfræði frá innlendu og alþjóðlegu sjónarhorni

helstu hugtökum og kenningum í þjálf- og íþróttalífeðlisfræði

áhrifaþáttum á heilsu íþróttamanna

aðferðafræði þjálf- og íþróttalífeðlisfræði, bæði hvað varðar rannsóknir og störf á

vettvangi

skipulagi, stjórnun og stefnumótun við þjálfun og í íþróttastarfi, bæði innanlands

og erlendis

gagnreyndri vísindavinnu á sviði þjálf- og íþróttalífeðlisfræða

TEGUND ÞEKKINGAR

Að loknu námi hefur nemandi tileinkað sér viðamikla þekkingu og skilning á:

alþjóðlegum straumum og stefnum í þjálffræði og íþróttalífeðlisfræði

grundvallarhugtökum í þjálf- og íþróttalífeðlisfræði og tölfræði lífvísinda

fræðilegum grunni megindlegrar og eigindlegrar aðferðafræði

mikilvægi fyrstu æviáranna á þroska barna og unglinga í íþróttum

áhrifum félags-, efnahags- og sálfélagslegra þátta á iðkun barna og fullorðinna í

íþróttum

hvernig skuli nálgast afreksmenn í íþróttum þannig að hámarksárangur náist

hvernig þjálfarar koma opinberlega fram og þekki áhrifaríkar leiðir til stjórnunar

helstu mælingum til að meta þjálfunarástand og framvindu íþróttamanna í

íþróttum

helstu aðferðum til að meta líkamsstöðu íþróttamanna með tilliti til

vöðvamisræmis

uppbyggingu íþróttastarfs á þverfræðilegum grunni, m.a. samvinnu mismunandi

fagaðila og sjálfboðaliða sem koma að þjálfun íþróttamanna/liða og þeirra sem koma

að rekstri íþróttafélaga

mikilvægi stefnumótunar og mats á íþróttaþjálfun og íþróttastjórnun

Page 18: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

18

HAGNÝT HÆFNI

Að loknu námi felst hagnýt hæfni nemanda í:

að geta unnið með niðurstöður mælinga og nýtt þær við skipulagningu á

íþróttaþjálfun

öflun heimilda á fjölbreyttum vettvangi og beitingu skipulegra vinnubragða á

grunni þeirra

að setja saman skýran og greinargóðan texta um þjálf- og lífeðlisfræði íþrótta

skipulagi þjálffræðirannsókna, framkvæmd þeirra og tölfræðilegri úrvinnslu

gagna

stjórnun, skipulagi og mati á þjálffræðiverkefnum

þverfaglegum vinnubrögðum

sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun í íþróttastarfi

FRÆÐILEG HÆFNI

Að loknu námi felst fræðileg hæfni nemanda í að:

geta lesið, túlkað og metið gæði fræðilegra greina um þjálf- og

íþróttalífeðlisfræði

geta beitt megindlegum og eigindlegum aðferðum við rannsóknir, skipulagningu

áætlana í þjálfun og önnur viðeigandi verkefni

geta beitt fræðilegum aðferðum í íþróttaþjálfun og í íþróttastarfi

geta skrifað skýran og greinargóðan fræðilegan texta

þekkja til helstu strauma um stjórnun og stefnumótun

hafa tamið sér gagnrýna hugsun

HÆFNI Í SAMSKIPTUM, UPPLÝSINGALÆSI OG MIÐLUN

Að loknu námi felst hæfni nemanda í samskiptum í að:

meta mannleg samskipti og skynja mikilvægi þess að virða hvern og einn

einstakling án tillits til bakgrunns, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annars

sem er framandi

geta unnið í hóp með öðrum að sameiginlegri úrlausn verkefna

Að loknu námi felst hæfni nemanda í upplýsingalæsi í að:

geta lagt mat á gildi og áreiðanleika heimilda um þjálf- og íþróttalífeðlisfræði

geta lagt mat á upplýsingar um þjálf- og íþróttalífeðlisfræði

Að loknu námi felst hæfni nemanda í miðlun að:

geta kynnt og rætt niðurstöður eigin rannsókna á opinberum vettvangi

geta komið til skila gagnreyndum upplýsingum um þjálf- og íþróttalífeðlisfræði

til einstaklinga, liða, fjölskyldna og almennings

geta rökrætt um íþróttaþjálfun og íþróttastarf á skýran og greinargóðan hátt

NÁMSHÆFNI

Að loknu námi felst námshæfni nemanda í að:

hafa frumkvæði að og geta unnið sjálfstætt að verkefnum og úrlausn þeirra

geta tileinkað sér nýja þekkingu um þjálfun íþróttamanna og sett hana í

viðeigandi samhengi

geta beitt viðurkenndum aðferðum og hugmyndum við lausn vandamála

geta tekið þátt í rannsóknarstarfi

Page 19: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

19

Aðferðafræði rannsókna E-702-REME

Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Í námskeiðinu er farið yfir lykilatriði rannsókna á íþróttum og heilsu. Í upphafi er fjallað

um vísindaheimspeki og sjónarhorn og hvernig fjöldamargar vísindagreinar koma að

þekkingarsköpun með rannsóknum á heilsu og heilbrigði. Fjallað er um ýmis

rannsóknarsnið og kostir þeirra og gallar teknir til skoðunar. Aðferðafræði eigindlegra og

megindlegra rannsókna er metin og hvernig svara má ólíkum rannsóknarspurningum með

þessum nálgunum. Þá er fjallað um gerðir mælibreyta, um úrtök og úrtakadreifingu og

um bjölludreifingu (normal dreifingu). Einnig er fjallað um alpha og beta villur og

mögulegar skekkjur í mælingum og um aðferðir við gagnaöflun.

Námsmarkmið:

Við lok námskeiðsins ættu nemendur að: • hafa öðlast skilning á ólíkum aðferðum

rannsókna, á margvíslegum rannsóknarsniðum, • geta dregið ályktanir um kosti og galla

ólíkra aðferða og mælinga, • geta hannað og skipulagt gagnaöflun með tilteknar aðferðir í

huga.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 20: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

20

Endurheimt og næring í íþróttum E-725-SPNU

Ár: 2.

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Námskeiðið fjallar um næringu og endurheimt í íþróttaþjálfun. Fjallað verður um

samsetningu fæðunnar og endurheimtaraðferðir með tilliti til aldurs, aðstæðna,

mismunandi íþróttagreina og þjálfunartímabila. Fjallað verður um nýjustu rannsóknir á

sviði næringar og endurheimtar í íþróttum.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa aukna þekkingu á mikilvægi næringar í

íþróttaþjálfun og áhrifum hennar á árangur í íþróttum ,• hafa dýpri þekkingu á

samverkandi áhrifum næringar og endurheimtar í íþróttaþjálfun , • hafa kynnst helstu

rannsóknum á sviði næringar og endurheimtar í íþróttum, • hafa öðlast hagnýta þekkingu

á þessu sviði og þjálfun í að nýta hana.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 21: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

21

Hagnýt tölfræði E-707-APST Ár: 2.

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Í námskeiðinu læra nemendur grundvallaratriði hagnýtrar tölfræðigreiningar og munu

vinna með raungögn. Rifjuð verða upp grunnhugtök í tölfræði og farið yfir

greiningaraðferðir eins og lýsandi tölfræði, tíðnitöflur, krosstöflur og kí-kvaðrat próf.

Eftir það er farið yfir Pearsons’s r (fylgni), t-próf, einfalda dreifigreiningu og einfalda- og

fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Að lokum verður farið í tvíundargreiningu (logistic

regression). Sérstök áhersla er lögð á að nemendur læri að vinna sjálfstætt með gögn í

tölfræðiforritinu SPSS; s.s. að endurkóða breytur og setja filter á gögn ásamt því að keyra

marktektarpróf. Einnig er lögð áhersla á að nemendur læri að túlka tölfræðilegar

niðurstöður og svara rannsóknarspurningum.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa öðlast þekkingu og sjálfstraust til að vinna

sjálfstætt með tölfræðileg gögn í rannsóknum og verkefnum, • geta nýtt tölfræðileg gögn

til að svara rannsóknarspurningum með tilgátuprófunum , • geta notað tölfræðiforrit

(SPSS) til gagnagreiningar og gagnavinnu, • hafa öðlast nægan skilning á tölfræðilegri

gagnagreiningu til að lesa og meta vísindagreinar með gagnrýnum augum.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 22: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

22

Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar E-716-PTTR

Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709 EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

E-712-EPHY Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Námskeiðið er framhaldsnámskeið í þjálffræði. Fjallað verður um þær lífeðlisfræðilegu

kröfur sem tilteknar íþróttagreinar gera til iðkenda sinna. Þá verður fjallað um hvernig ber

að haga skipulagi þjálfunar til að hámarka árangur íþróttamanna. Farið verður í umfjöllun

um þjálffræðilega hugmyndafræði og stefnumótun í þjálfun.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa aukið þekkingu sína á þjálffræði, • hafa

öðlast dýpri skilning á hugmyndafræði, skipulagi og stefnumótun í íþróttaþjálfun.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 23: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

23

Íþróttamælingar og rannsóknir E-715-ETPR Ár: 1

ECTS: 5

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709 EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

E-712-EPHY Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Námskeiðið skiptist annars vegar í fræðilega umfjöllun um mæliaðferðir og hins vegar í

verklega færni við framkvæmd mælinga á líkamsástandi á íþróttamönnum og almenningi.

Áhersla verður lögð á aðferðir, forsendur þeirra og gagnsemi og notkun tækjabúnaðar við

mælingar og mat á líkamsástandi og líkamssamsetningu. Í fræðilegri umfjöllun er gert ráð

fyrir málstofum þar sem nemendur kynna niðurstöður úr rannsóknum er tengjast

matsaðferðum og líkamsástandi almennings og íþróttamanna.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja og hafa öðlast hæfni til að nota

algengustu mælitæki við mat á líkamsástandi og líkamssamsetningu íþróttamanna og

almennings , • þekkja tæknilegar, lífeðlisfræðilegar og eðlisfræðilegar forsendur fyrir

virkni mælitækjanna, • þekkja helstu og nýjustu rannsóknir á líkamsástandi og

líkamssamsetningu íþróttamanna og almennings, • hafa þjálfast í að gera grein fyrir

niðurstöðum rannsókna og skapa umræður um þær.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 24: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

24

Meistararitgerð E-899–THES Ár: 2

ECTS: 30

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: 60 ECTS í meistaranámskeiðum í MSc í íþróttavísindum og þjálfun

Skipulag: 15 vikna námskeið

Lýsing:

Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kynnast rannsóknum á sínu sérsviði og vinna í

nánu samstarfi við fræðimenn skólans. Lögð er áhersla á að nemandi kynnist og noti

viðurkenndar aðferðir við rannsóknarvinnu og öðlist fræðilegan grunn til frekari

rannsóknarstarfa. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í vísindalegum skrifum. Nemendur

gera rannsóknaráætlun sem þarf að liggja fyrir í upphafi námskeiðs og unnið verður eftir

þeirri áætlun. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sín verkefni á sameiginlegum fundum

þegar líður á önnina og ræði þar þau vandamál sem upp koma.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum, •

hafa þjálfast í vísindalegri vinnu ,• hafa þjálfast í að skipuleggja rannsókn og framkvæma

hana, • hafa þjálfast í úrvinnslu gagna og framsetningu niðurstaða, • hafa þjálfast í

vísindalegum skrifum

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Sjálfstæð vinna nemenda undir leiðsögn leiðbeinanda

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 25: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

25

Sálræn þjálfun og liðsheild E-726-PSSP

Ár: 2

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-716-PTTR Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Námskeiðið er framhaldsnámskeið í íþróttasálfræði. Kenndar verða helstu sálfræðilegu

og félagslegu aðferðir sem hægt er að nota við þjálfun eða kennslu íþrótta á öllum

aldursskeiðum til að ná betri árangri. Kenndar verða aðferðir til að skipuleggja

æfingatímabil þar sem lögð verður áhersla á sálræna og félagslega þjálfun í íþróttastarfi.

Einnig fá nemendur kennslu og þjálfun í samskiptum og framkomu við íþróttafólk og þá

sem koma að eða tengjast íþróttastarfi.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • vera færir um að nota helstu sálfræðilegu og

félagslegu aðferðir til að ná fram hámarksafkastagetu íþróttamanna, • geta skipulagt

þjálfun til að bæta sálræna og félagslega líðan iðkenda í íþróttum, • geta beitt áhrifaríkum

og uppbyggilegum samskiptaaðferðum.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 26: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

26

Siðfræði E-720-ETHI

Ár: 1

ECTS: 5

Önn: Vor

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Engir

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Námskeiðið er ætlað þeim nemendum sem hafa áhuga á að breikka sjóndeildarhringinn

og kynnast betur grundvallarhugmyndum þeirrar siðfræði sem vestræn heimspeki hefur

mótað samfélag okkar og lagasetningu með. Námskeiðið veitir kjörið tækifæri til þess að

kynnast kenningum nokkurra af mestu hugsuðum sögunnar, allt frá Aristótelesi til John

Stuart Mill og frá Immanuel Kant til 20. aldar fræðimanna á borð við Robert Notzick og

John Rawls. Þar er fengist við margar þær spurningar sem íþróttaþjálfarinn þarf að takast

á við í starfi sínu m.a. fagmennsku og ábyrgð íþróttaþjálfarans, þjálfun afreksmanna og

ímynd íþróttagreina. Farið verður yfir kröfur um hlutlægni, hlutleysi og

jafnréttissjónarmið í starfi. Námskeiðinu er ætlað að efla þátttakendur í siðferðilegri

röksemdafærslu en sá hæfileiki skiptir sköpum fyrir alla þá sem starfa á félagslegum og

opinberum vettvangi.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • þekkja til grundvallarkenninga siðfræðinnar. •

hafa öðlast þjálfun í siðferðilegri röksemdafærslu, • hafa fengið innsýn í siðfræði í

íþróttum, • öðlast færni í að greina siðferðileg álitamál.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 27: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

27

Sjálfstætt verkefni E-718-IDEP Ár: 2

ECTS: 5

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Val

Undanfarar: E-709 EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

E-712-EPHY Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga

E-716-PTTR Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar

Skipulag: 6- 12 vikna námskeið

Lýsing:

Nemendur vinna sjálfstætt verkefni sem getur verið einstaklingsverkefni eða hópverkefni.

Hámarkstærð í hóp eru þrír. Verkefnishugmyndin getur verið hvort sem er að frumkvæði

nemenda eða kennara eða samvinna þeirra á milli. Lögð er áhersla á að í hugmyndinni

felist nýjung og rannsókn eða mat sem þjálfar nemandann í sjálfstæðum vinnubrögðum. Í

upphafi námskeiðs þarf að skila inn lýsingu á verkefninu til tilvonandi leiðbeinandi sem

þarf að vera fastur kennari við deildina. Í lýsingu á verkefninu þarf að koma fram

markmið og tilgangur verkefnisins, verkáætlun og áætlaður afrakstur verkefnisins.

Námsmarkmið:

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að: • hafa öðlast færni í sjálfstæðum

vinnubrögðum, • geta aflað heimilda og unnið úr þeim, • geta tekið rökstudda afstöðu til

lausna á vandamálum, lagt til lausnir og túlkað niðurstöður, • geta sett fram niðurstöður á

skýran hátt í skýrslu eða á annan hátt sem leiðbeinandi telur eðlilegt.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 28: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

28

Tæki og tækni við íþróttamælingar E-721-EXTP Ár: 2

ECTS: 5

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

E-712-EPHY Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing:

Námskeiðið skiptist annars vegar í fræðilega umfjöllun um mæliaðferðir í afreksíþróttum

og hins vegar í verklega færni við framkvæmd mælinga á afreksíþróttamönnum. Áhersla

verður lögð á aðferðir við mælingar og mat á taktík, tækni, styrk, hraða, þoli, liðleika. Í

fræðilegri umfjöllun er gert ráð fyrir málstofum þar sem nemendur kynna niðurstöður úr

rannsóknum er tengjast afreksíþróttum, þjálfun og mælingum.

Námsmarkmið:

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að: • þekkja og hafa öðlast hæfni til að nota helstu

mælitæki sem notuð er við íþróttaþjálfun og íþróttarannsóknir. • þekkja tæknilegar,

lífeðlisfræðilegar og eðlisfræðilegar forsendur fyrir virkni þeirra. • þekkja helstu og

nýjustu rannsóknir og mælingar sem íþróttafræðin byggir á. • hafa þjálfast í að gera grein

fyrir niðurstöðum rannsókna og skapa umræður um þær.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 29: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

29

Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva E-709-EXPH Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: Grunnnám í lífeðlisfræði

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir starfsemi vöðvafrumna, byggingu og störf, frumuskiptingu,

frumuhimnur og efnaflutning. Fjallað verður ítarlega um flutning orkuefna og hvernig

þau nýtast í þjálfun. Hvernig ólíkar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á flutningsgetu orkuefna

með það í huga að skoða hverjir eru helstu flöskuhálsar í flutningi á orkuefnum til vöðva

og hvað orsakar þreytu og ofþjálfun.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa þekkingu á þeim efnaskiptum sem eiga sér

stað við þjálfun. • þekkingu á áhrifum mismunandi þjálfunaraðferða til framfara eða

stöðnunar.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska

Page 30: Háskólinn í Reykjavík · 2011-04-06 · 5 MEd í Heilsuþjálfun og kennslu. MEd námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta

30

Þjálfunarlífeðlisfræði hreyfinga E-712-EPHY Ár: 1

ECTS: 10

Önn: Haust

Tegund námskeiðs: Skylda

Undanfarar: E-709-EXPH Þjálfunarlífeðlisfræði orkukerfa og vöðva

Skipulag: 6 vikna námskeið

Lýsing: Í áfanganum er farið yfir hvernig drif- og sefkerfið stjórnar starfsemi mið- og

úttaugakerfisins. Hvernig þjálfun, aldur, hiti og kuldi hefur áhrif á kerfin. Farið er ítarlega

í lífeðlisfræði tauga, vöðva, beina og annarra bandvefja og áhrif hreyfingarleysis,

áreynslu og þjálfunar á þá. Fjallað verður um skynjunarlífeðlisfræði með áherslu á

jafnvægisskynjun og sársauka, viðbragðsboga, stjórn hreyfinga og EMG.

Námsmarkmið:

Að námskeiði loknu ættu nemendur að: • hafa skilning á hvernig eiginleikar mismunandi

vöðvafrumna og vöðvavinna tengist tauga- og orkukerfunum og þar með árangri í

mismunandi íþróttum, • hafa skilning á hvernig mismunandi ytri aðstæður geta haft áhrif

á tauga- og vöðvakerfið.

Námsmat: Verkefni og/eða próf

Lesefni: Tilkynnt síðar

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefni og umræður

Tungumál:

Íslenska/enska