40
Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla? Guðlaug Marín Gunnarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla?

Guðlaug Marín Gunnarsdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs

Uppeldis- og menntunarfræðideild

Page 2: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920
Page 3: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla?

Guðlaug Marín Gunnarsdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði

Leiðbeinandi: Gestur Guðmundsson

Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2018

Page 4: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla?

Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Uppeldis- og menntunarfræðideild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Guðlaug Marín Gunnarsdóttir 2018 Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent Reykjavík

Page 5: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

3

Ágrip

Ritgerð þessi er hefðbundin rannsóknarritgerð þar sem aflað var heimilda með því að líta á þær rannsóknir, greinar og bækur sem gerðar hafa verið um vinnu barna og ungmenna. Markmið mitt er að skoða vinnu barna og ungmenna en farið verður yfir sögu vinnunnar ásamt helstu rannsóknum síðustu ára. Til samanburðar mun vinna barna og ungmenna á Norðurlöndunum vera könnuð, sumarvinna og kynjaskipting á vinnustað ásamt því að hlutverk yfirmanns og mikilvægi hans í starfi er skoðað nánar. Niðurstöður þessarar ritgerðar, sem eru byggðar á fyrri rannsóknum, sýna að börn og ungmenni hafa alla tíð unnið mikið, bæði með og án skóla. Ástæður þess eru breytilegar með árunum en þær helstu sem koma fram sýna að launin, félagsskapurinn, sjálfstæðið og reynslan spili stórt hlutverk í ákvörðun þeirra um að vinna. Þau vinna ýmist til þess að safna sér fyrir einhverju ákveðnu, til þess að kaupa námsgögn eða eyða í umframneyslu. Sjálfstæðið kemur frá því að þau ráða neyslu sinni sjálf og eru óháð foreldrum sínum. Sumir velja að vinna vegna þess að vinir þeirra vinna á sama stað, á meðan aðrir telja sig öðlast reynslu sem þeir geta nýtt sér í framtíðinni.

Áhugavert er að skoða þetta viðfangsefni þar sem vinna barna og ungmenna hefur nær alla tíð verið hluti af samfélagi okkar og mun eflaust gera um ókomna tíð.

Page 6: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

4

Efnisyfirlit

Ágrip ................................................................................................................................ 3

Formáli ............................................................................................................................ 5

1 Inngangur ................................................................................................................. 6

2 Börn, ungmenni og barnæska .................................................................................. 8

2.1 Réttindi barns ....................................................................................................... 10

3 Sagan rakin ............................................................................................................. 12

3.1 Vinna á Norðurlöndunum ..................................................................................... 14

4 Rannsóknir síðustu ára .......................................................................................... 18

5 Sumarvinna............................................................................................................. 22

6 Kynjaskipting ......................................................................................................... 24

7 Hlutverk yfirmanns ................................................................................................ 26

8 Ástæða vinnunnar .................................................................................................. 28

8.1 Mánaðarleg laun .................................................................................................. 28

8.2 Reynsla ................................................................................................................ 29

8.3 Sjálfstæði ............................................................................................................. 30

8.4 Félagsskapur ........................................................................................................ 31

9 Niðurstöður ............................................................................................................. 32

10 Lokaorð ................................................................................................................... 34

Heimildaskrá ................................................................................................................. 35

Page 7: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

5

Formáli

Þessi ritgerð var unnin á vormisseri árið 2018 sem 14 eininga lokaverkefni til BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Áhugi minn á þessu efni kviknaði hægt og rólega eftir að ég hóf starf sem vaktstjóri í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafði ég yfirumsjón með krökkum á aldrinum 15-19 ára sem voru mörg hver í sinni fyrstu vinnu. Mitt starf fól m.a. í sér að bera ábyrgð á að allt gengi vel fyrir sig og leysa vandann ef eitthvað amaði að. Einn daginn fór ég að velta fyrir mér afhverju ungmennin sóttust eftir því að vinna. Það leit út fyrir að þau höfðu lítinn áhuga á að sinna starfinu en virtust samt sem áður haldast í vinnunni ár eftir ár. Ég taldi það vera vegna peninganna og félagsskaparsins en þótti þetta mjög áhugavert umhugsunarefni. Eins vekur hlutverk yfirmanns áhuga minn þar sem börn og ungmenni hafa alla sína tíð verið með einhverja fyrirmynd, hvort sem um foreldra eða kennara er að ræða, en að hafa yfirmann í vinnu getur verið ný reynsla og upplifun fyrir þau. Þar sem vinnan er nýr vettvangur fyrir þeim tel ég að góður yfirmaður geti ekki bara gert vinnuna skemmtilega, heldur einnig eftirminnilega. Því tel ég að góð fyrirmynd sé nauðsynleg til þess að þau fái sem bestu kennsluna og taki með sér þá reynslu út í lífið. Eftir að þessi hugsun um vinnu ungmenna var komin í kollinn á mér virtist hún ekki víkja og hefur hún haldið áfram að þróast með tímanum.

Sérstakar þakkir fær kærasti minn og sambýlismaður fyrir að hafa komið inn í líf mitt á miðri háskólagöngu og verið til staðar fyrir mig frá degi eitt. Hann á skilið endalaust lof fyrir ómælda þolinmæði, sérstaklega á meðan skrifum stóð. Eins verð ég honum ævinlega þakklát fyrir að styðja mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ásamt honum vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir að hafa alltaf staðið við bakið á mér, í einu og öllu. Tengdaforeldrar mínir eiga skilið þakkir fyrir að elda ofan í mig meðan mikið var að gera og lesa ritgerðina yfir á síðustu metrunum. Eins hefði ég aldrei klárað þetta nám hefði ég ekki kynnst frábæru samnemendum mínum, þær munu alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu.

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirritaðri. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.

Reykjavík, 23. júní 2018

__________________________________

Page 8: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

6

1 Inngangur

Margar skilgreiningar eru til um hugtökin börn, unglingar og ungmenni og er mörgum óljóst hvað sé viðeigandi að nota hverju sinni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasáttmálar skilgreinir börn sem einstaklinga undir átján ára aldri, óháð menningu þeirra eða aðstæðum (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 18/1992). Barnæsku fylgir því að vera barn og eru ekki allir sammála um hvernig henni sé best að haga svo barnið eigi sem bestu barnæskuna. Hægt er að rekja sögu barndómsins til upphafs sjöunda áratugarins en þá gaf franski sagnfræðingurinn Philippe Ariés út bók sína, „L’Enfant et la Vie Familiale sous l’ Ancien Régimem“, þar sem hann birtir niðurstöður rannsókna sinna á barndómnum í Evrópu miðalda. Hann taldi að barndómurinn hefði ekki verið til á þeim tíma og ekki hefði verið gerður greinarmunur á börnum og fullorðnum, heldur var litið á börn sem litla útgáfu af fullorðnum. Bókin var harðlega gagnrýnd af mörgum fræðimönnum en þá sérstaklega vegna þess að vinna hans var að mestu byggð á málverkum frá miðöldum.

Eins hafa verið skiptar skoðanir á hvað væri sanngjarnt gagnvart börnum. Cunningham sagði í bók sinni að margir töldu vinnu ræna barnæskunni og spilla hamingju barnanna. Börn ættu frekar að eyða tíma sínum í að uppgötva heiminn, leika í náttúrunni frjáls og áhyggjulaus. Aðrir vildu meina að vinna væri merkingarfull og nauðsynleg fyrir börn og ungmenni til þess að þroskast (Cunningham, 2014; Liebel, 2004).

Ariés skilgreindi einnig hugtökin ungmenni og unglingur en þrátt fyrir að rannsóknir hans voru gagnrýndar barst hugmyndin frá sagnfræðinni til félagsfræðinnar og þar eftir götum og er enn vitnað í rannsókn hans (Veerman, 1992). Orðið ungmenni getur þó vafist fyrir mörgum en það hugtak er oftar en ekki þýtt af enska orðinu “youth” og skilgreinir í dag ungan einstakling á aldrinum 16-25 ára (Snara, e.d.). Eftir barnæskuna taka unglingsárin við sem fela í sér ákveðnar skyldur og ábyrgð. Segja má að barnæskan sé nokkurs konar umgjörð til þess að vernda barnið frá fullorðinsárunum.

Starf barna og ungmenna hefur nær alla tíð verið stór hluti af vinnumarkaðinum og hafa flest börn tekið þátt í einhverskonar vinnu á sinni lífsleið, hvort sem um heimilisstörf eða launaða vinnu er að ræða. Hins vegar fer eftir menningu hvenær börn byrja að stunda vinnu. Í sumum samfélögum byrja börn allt að fjögurra ára að vinna með því að bera systkini sín á bakinu. Í öðrum samfélögum hefja þau launaða vinnu um sjö eða átta ára aldur en í Evrópu er algengara að börn séu fremur eldri, eða um 12 ára (Liebel, 2004).

Áætla má að íslensk börn og ungmenni hafi almennt alltaf unnið mikið, þá sérstaklega áður en skólaskyldan var sett fyrst árið 1907 með fræðslulögum og svo endurnýjuð árið 1946 (Ólöf Garðarsdóttir, 1997). Atvinnulíf Íslendinga hefur þó breyst mikið síðustu 150-200 ár en hér áður fyrr bjó meirihluti landsmanna í sveitum. Árið 1860 bjuggu um 3% landsmanna í þorpum með meira en 200 íbúa en þá vann meirihluti þeirra í landbúnaði og á sjó en aðeins

Page 9: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

7

um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920 voru þau komin í 44%. Talan var fljót að fara uppá við en tíu árum síðar, árið 1930, bjó meira en helmingur landsmanna í þéttbýli. Á 19. öld var lífið samfelld vinna og var lífsafkoma fólks undir því komin en þá var hver stund nýtt til vinnu (Margét Einarsdóttir, 2004). Á mörgum sveitabæjum var fyrsta verk barnanna minniháttar snúningur en þegar þau urðu fjögurra til fimm ára fengu þau að sendast á milli bæja með skilaboð. Oft var talað um árstíðaskipta vinnu en á veturna voru þau til að mynda í ýmis konar ullarvinnu, þ.á.m. prjónaskap. Einnig hjálpuðu þau til með umhirðu í fjósi en á sumrin var algengt að hjáseta væri þeirra aðal starf (Guðmundur Hálfdánarson, 1986; Sigurður Gylfi Magnússon, 1995). Í dag er talað um að 90% Íslendinga búi í þéttbýli og fer talan sífellt hækkandi. Talið er að meirihluti samfélagsins í dag starfi við borgaralegar atvinnugreinar, s.s. verslun og þjónustustörf (Margrét Einarsdóttir, 2004).

Í bókinni „Working children in urban Iceland 1930-1990: ideology of work, work-schools and gender relations in modern Iceland“ bendir Ólöf (1997) á að stelpur hafa alltaf verið duglegri við að hjálpa til við heimilisstörfin heldur en bæði strákar og fullorðnir menn. Segja má að kynjaskipting á vinnumarkaði hafi lengi haft áhrif á starfsmöguleika stráka og stelpna (Ólöf Garðarsdóttir, 1998). Þegar Vinnuskóli Reykjavíkur tók að myndast árið 1930 höfðu yfirvöld ekki áætlað að stelpur yrðu starfsmenn á þessum vettvangi. Það gerðist hins vegar árið 1948 og voru yfirvöld neydd til þess að breyta áætlun sinni. Þarna var komin upp sú skipting að karlar áttu að vera útivinnandi á meðan konur unnu heima fyrir (Ólöf Garðarsdóttir, 1997). Talið er að þetta hafi snúist við þar sem niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2002 bentu á að mun tíðara var að stelpur vinni með námi en strákar. Þá var vinna með skóla mun algengari á Íslandi en í öðrum aðildarríkjum OECD. Þetta sama ár voru um 59% íslensk ungmenni á aldrinum 15-19 ára í vinnu með skóla (Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason, 2006)

Markmið þessarar ritgerðar er að skoða vinnu barna og ungmenna. Í þessari ritgerð verður sagt frá skilgreiningu barns, ungmennis og barnæsku og farið verður yfir sögu íslensks atvinnulífs. Einnig fer fram samanburður vinnu íslenskra barna við börn starfandi á Norðurlöndum og hvernig kynjamunur á vinnustað hefur breyst í gegnum árin. Vinna á meðan sumarfríi stendur verður athuguð, helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið síðustu ár verða einnig skoðaðar sem og mikilvægi yfirmanns, þá hvaða áhrif hann hefur á upplifun barna og ungmenna í vinnunni. Því mun ég leita svara við rannsóknarspurningunni: Hverjar eru helstu ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla?

Page 10: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

8

2 Börn, ungmenni og barnæska

Fjölda kenninga og rannsókna er að finna á skilgreiningu orðanna barn, unglingur og ungmenni og erfitt getur verið að mynda sér skoðun á hvað sé rétt að nota og hvað ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasáttmálar (nr. 18/1992) skilgreina einstaklinga undir átján ára aldri sem börn óháð menningu þeirra eða aðstæðum. Sum samfélög hafa það viðmið að einstaklingur frá 0-17 ára sé barn, þó svo að 17 ára unglingur eigi meira sameiginlegt með 25 ára einstaklingi heldur en sjö ára barni (Hindman, 2009, bls. 14). Flestar kenningar fræðimanna koma úr ýmsum áttum en á síðustu áratugum hafa rannsóknir á börnum, unglingum og ungmennum verið gerðar í þverfaglegu samstarfi. Með því hafa kenningar og aðferðir mismunandi fræðigreina verið nýttar og náðst hefur heildstæð sýn, sem engin ein fræðigrein getur náð yfir, á börn, ungmenni og unglinga (Gestur Guðmundsson, 2008). Sum samfélög telja einstakling færast beint úr því að vera barn yfir í fullorðinn einstakling og sleppa því unglingsárunum (Bucholtz, 2002) á meðan önnur samfélög fylgjast ekki með aldri heldur líkamlegri getu (Liebel, 2004).

Að vera barn fylgir barnæska en ekki eru allir fræðimenn sammála um hver skilgreining barnæskunnar sé og hvernig sé best að haga henni svo barnið eigi góða barnæsku. Rekja má kenningar um barnæskuna til upphafs sjöunda áratugarins þegar franski sagnfræðingurinn Philippe Ariés gaf út bók sína „L’Enfant et la Vie Familiale sous l’ Ancien Régimem“ en þar birtir hann niðurstöður rannsókna sinna á barndómnum í Evrópu miðalda. Niðurstöður hans leiddu í ljós að barndómurinn hefði ekki verið til á þeim tíma og enginn hefði gert greinamun á börnum og fullorðnum, heldur litið á börn sem litla útgáfu af fullorðnum. Bókin var harðlega gagnrýnd af mörgum fræðimönnum en þá sérstaklega vegna þess að vinna hans var að mestu byggð á málverkum frá miðöldum. Ariés skilgreindi einnig hugtökin ungmenni og unglingur en þrátt fyrir gagnrýni á rannsóknir hans barst hugmyndin frá sagnfræðinni til félagsfræðinnar og þar fram eftir götum (Veerman, 1992). Þrátt fyrir að hann þyrfti að sæta mikilli gagnrýni er óhætt að segja að hann hafi átt þátt í mikilvægri stefnu.

Fleiri en Ariés, þá einna helst félagsfræðingar og sálfræðingar, komu með sitt framlag um skilgreiningu á barndóminum. Einn þeirra fræðimanna var Carstensen en hann setti fram félagsmótunarkenninguna (e. sociomental selective theory) undir lok síðustu aldar. Félagsmótunarkenningin byggir á félagslegum tengslum sem endast út lífið og sjálfsmynd einstaklings. Carstensen hélt því fram að sjálfsmynd mótist af viðmóti annarra og hvernig aðrir sjái einstaklinginn (Berk, 2007). Félagsmótunin felur í sér ferlið til að verða mennskur og hvernig barn lærir með því að eiga samskipti við aðra og laga sig þannig að samfélaginu (Jenks, 1996, bls. 13-14). Eins notast hún við útskýringar þroskasálfræðinnar á því hvað merkir að vera barn. Þroskasálfræðin tekur því gefnu að börn séu náttúrulegt eða líffræðilegt fyrirbrigði og búi yfir náttúrulegum eiginleikum (James o.fl., 1998, bls. 17-19).

Page 11: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

9

Einn virtasti fræðimaður Vesturlanda, Jean-Jacques Rousseau kom fram með þá kenningu að barnæskan sé tími hins áþreifanlega. Ung börn sjá heiminn öðruvísi en fullorðnir og skynjun þeirra er ekki sú sama. Hann taldi að börnin gengju í gegnum ákveðin skeið, sem er það náttúrulega, það algilda og það skynsama (Þórdís Þórðardóttir, munnleg heimild, e.d.). Kenningin telur að börn gangi í gegnum ákveðið ferli til þess að ná fullum þroska og hinir náttúrulegu eiginleikar haldist með börnunum í gegnum það ferli. Þroski barns eigi sér þá stað í ákveðnum þrepum og mikilvægt sé að ná tökum á einu þeirra áður en hafist er handa við það næsta (James o.fl., 1998, bls. 18). Erikson virtist vera á sama báti þar sem hann telur manninn ganga í gegnum átta æviskeið og þarf hann að takast á við verkefni á hverju stigi. Þeim mun betur sem manningum gengur að leysa verkefnin, þeim mun betur ganga á næsta þroskaskeiði. Þessi flokkun er þó ekki alþjóðleg en hún er þekktust víða í vestrænum samfélögum og notuð meðal annars hér á landi (Sigurlína Davíðsdóttir, 2006).

Allar þessar skilgreiningar eiga það sameiginlegt að barnæskan lýsir ákveðinni umgjörð þar sem barnið var verndað fyrir erfiðleikum fullorðinsáranna. Ljóst er að viss breyting á sér stað þegar börn vaxa úr grasi og unglingsárin taka við. Sú breyting felur í sér ákveðna ábyrgð, sjálfstæði og skyldur. Fjórða skref í kenningum Erikson um æviskeiðið er iðjusemi, en á því stigi taldi hann börn á aldrinum 6-12 ára öðlast skilning á vinnu og ánægju þess að vinna. Mikilvægt væri á þessu stigi að börnin öðlist sjálfstraust og sjálfstæði sem sýnir sig á stigi fimm, sem tekur yfir unglingsárin en þar er meginverkefnið að móta persónulega sjálfsmynd. Segja má að unglingar séu ómótaðir fullorðnir einstaklingar sem leitast eftir viðurkenningu frá öðrum. Erikson hélt því fram að erfitt væri fyrir ungling að öðlast gott sjálfstraust í margþættu þjóðfélagi sem er í hraðri breytingu. Vegna þess ætti eldri kynslóðin erfitt með að vera góð fyrirmynd. Því leitar unglingurinn oft í jafnaldrahópa þar sem hann fær tækifæri til að æfa ýmis hlutverk og átta sig á því hvernig þau henta honum (Sigurjón Björnsson, 1986). Í jafningjahópnum geta verið fyrirmyndir sem unglingurinn hafði annars ekki og þar sem unglingurinn á auðveldara með að finna sig.

Eins og fyrr segir hafa verið skiptar skoðanir á hvernig barnæskan og unglingsárin ættu að vera og hvað væri sanngjarnt gagnvart börnum og ungmennum. Samkvæmt Cunningham (2014) telst vinna ekki vera hluti af góðri barnæsku þar sem hann telur vinnu ræna henni og spilla hamingju barnanna. Börn ættu miklu frekar að eyða tíma sínum í að uppgötva heiminn, leika í náttúrunni frjáls og áhyggjulaus. Í sumum samfélögum var litið svo á að þau ættu alls ekki heima á vinnumarkaði þar sem trúað var að vinnan rændi þeim barnæskunni. Því var talið að ef foreldrar væru ábyrgðarfullir ættu börn ekki að vera það. Ef foreldrar ynnu, ættu börn ekki að vinna. Aðrir fræðimenn vildu þó meina að vinna væri merkingafull og nauðsynleg fyrir börn og ungmenni til þess að þroskast (Liebel, 2004). Vert er að nefna að þetta viðhorf viðgekkst ekki alls staðar, þ. á m á Íslandi, þar sem börn og ungmenni hafa verið stór partur af atvinnulífinu í aldaraðir og byrjað ung að vinna. Á 18. og 19. öld var ímyndin af barnæsku í íslensku samfélagi öðruvísi en hún er í dag. Á þeim tíma voru börnum

Page 12: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

10

gefin hlutverk sem fólu í sér vissa ábyrgð, eins og að keyra dráttavélar og fara í sendiferðir á næsta bæ, en með því má segja að börn urðu fullorðin mjög hratt og bilið milli barnæskunnar og fullorðinsáranna hafi verið minna (Ólöf Garðarsdóttir, 1997, bls. 179-180). Í nútíma samfélagi væri talið álitamál að leggja svo mikla ábyrgð á barn.

2.1 Réttindi barns Árið 1909 sagði umbótasinninn Ellen Key að 20. öldin yrði „öld barnsins“ en þá yrðu m.a. breytingar á því hvernig komið væri fram við börn og hvernig litið væri á þau (Hällström, Jansson og Pironi, 2016). Segja má að Key hafi haft rétt fyrir sér þar sem mikil breyting hefur átt sér stað á síðustu árum. Það hefur gerst m.a. með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en hægt er að áætla að með honum hafi orðið tímamót í baráttu fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á börnum sem sjálfstæðum einstaklingum með fullgild réttindi. Hann var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember árið 1989 og hefur verið staðfestur af hátt í 200 aðildarríkjum. Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu þann 26. janúar árið 1990 en fullgildur þann 28. október árið 1992 (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d.).

Í mörgum löndum eru komin lög sem banna vinnu barna að 12 ára aldri. Árið 1973 setti Alþjóðlegu vinnu samtökin (e. International Labour Organization, ILO), lög um að börn undir 15 ára mættu vinna en öll erfiðisvinna er þó bönnuð undir 18 ára aldri (Liebel, 2004). Á Íslandi sér Vinnueftirlit ríksins um allt utanumhald á eftirliti með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og fylgist m.a. með að ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga sé framfylgt. Reglugerðin nær til vinnu einstaklinga undir 18 ára aldri en samkvæmt Vinnueftirliti ríkisins er vinna almennt bönnuð innan 12 ára og yngri. Þó eru nokkrar undanþágur á því en ef um menningar-, lista-, íþrótta- eða auglýsingastarfsemi er að ræða skal afla leyfis hjá Vinnueftirliti sem metur hvert tilfelli fyrir sig. Þá mega 13-14 ára börn aðeins vinna störf af léttari tagi eins og í skólagörðum eða Vinnuskólanum, í gróðurhúsum, ruslatínslu eða við létt fiskvinnslustörf eins og létt röðun eða flokkun án véla. Einnig er leyfilegt að vinna létt störf í sérverslunum og stórmörkuðum við að verðmerkja vörur. Loks er blaðaútburður og skrifstofustörf leyfileg (Vinnueftirlit ríkisins, 2006).

Vinnulög hafa e.t.v. breyst með árunum en árið 1947 voru settar vinnureglur þess efnis að ungmenni yngri en 15 ára mættu ekki vinna í verksmiðjum. Á þeim tíma var algengt að ungmenni unnu við fisk en eftir að vélavæðing í sjávariðnaði skall á voru ungmenni bönnuð innan veggja verksmiðja. Þessum lögum var þó ekki alltaf fylgt og virtust sumir líta fram hjá aldri ungmenna ef vinnuafl vantaði (Ólöf Garðarsdóttir, 1997, bls. 161). Þetta hefur breyst að einhverju leyti en í dag verða starfsmenn að hafa náð 15 ára aldri til þess að mega vinna t.d. við afgreiðslukassa og er þeim skylt að vera undir eftirliti fullorðinna. Þeir sem eru yngri en 18 ára mega ekki bera ábyrgð á uppgjöri kassa. Fleiri reglur gilda um 15 ára ungmenni

Page 13: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

11

sem vinna við afgreiðslustörf en þau mega ekki lyfta þungum vörum sem geta skaðað heilsu þeirra en miðað skal við að þau lyfti ekki þyngri byrði en 12 kílógrömm. Eins eiga stjórnendur að sjá til þess að komið sé í veg fyrir ónauðsynlega líkamsáreynslu ungmenna og rangar vinnustellingar eða hreyfingar.Börnum í skyldunámi er skylt að taka ákveðna hvíld frá vinnu. Börn á 13. og 14. ári mega ekki vinna frá kl 20:00 á kvöldin til 06:00 á morgnanna. Þá eiga þau að taka 14 klukkustunda hvíld á sólarhring auk þess að vera frá vinnu tvo daga vikunnar. Ungmenni á aldrinum 15-17 ára sem stunda nám eiga að taka sér 12 klukkustunda hvíld á sólarhring og tvo daga vikunnar í frí en þeim er óhemilt að vinna frá 22:00 á kvöldin til 06:00 á morgnanna (Vinnueftirlit ríkisins, 2006). Þó að lögin hafa verið sett er ekki þar með sagt að þeim sé fylgt eftir og að ungmennin viti af settum reglum sem og réttindum sínum til vinnu.

Í rannsókn Margrétar Einarsdóttur kom í ljós að blaðberar á aldrinum 13-17 ára vissu mörg hver ekki af veikinda- og orlofsrétti sínum. Þegar spurt var hvað þau gerðu þegar upp kæmu veikindi sögðust þau fá foreldra sína til að hjálpa sér eða klára þetta bara af sjálf, þetta tæki hvort eð er svo stuttan tíma (Margrét Einarsdóttir, 2004). Allir hafa þann rétt að nota og vita af réttindum sínum en eins og rannsókn Margrétar sýnir vita mörg ungmenni ekki af þeim.

Page 14: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

12

3 Sagan rakin

Íslenskt atvinnulíf hefur breyst mikið á síðustu 150-200 árum en á síðari hluta 19. aldar bjó meirihluti landsmanna í sveitum. Árið 1860 bjuggu um 3% landsmanna í þorpum með meira en 200 íbúa. Þá unnu flestir við landbúnað og á sjó en aðeins 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Á þeim tíma var hver stund nýtt til vinnu en segja má að lífið snérist um að vinna þar sem lífsafkoma fólks var undir því komin (Margét Einarsdóttir, 2004). Áætla má að þau börn sem bjuggu þá þegar í þéttbýli hafi verið send í sveit til þess að vinna og var ástæðan sú að talið var að börnin yrðu þá ekki til vandræða. Árið 1890 var fjöldi íbúa í þéttbýli orðinn 12% og á sama tíma var mikil aukning á íbúafjölda í Reykjavík. Börn sem þar ólust upp voru oft kölluð „vandræðaunglingar” og litið var svo á að þau gengu um bæinn kastandi grjóti í glugga og væru með ærslagang (Jónína Einarsdóttir, 2012; Margrét Einarsdóttir, 2004).

Árið 1894 var vistarskylda afnumin og með auknu þéttbýli fylgdu vandamál. Mykjuhaugarnir hrúguðust upp, húsdýrum fjölgaði með vaxandi fjölda íbúa og þegar sláturtíðin hófst var bærinn undirlagður blóði. Heimildir frá þessum tíma herma að foreldrar sendu syni sína í sveit á meðan dæturnar voru heima fyrir en sumum þótti ekki nógu „fínt” að senda börnin sín í sveit og ákváðu því frekar að setja þau í búðir til að vinna, þá sérstaklega yfir sumartímann. Segja má að foreldrar sendu frekar dætur sínar í verslunarstörf heldur en syni en einhverjir töldu að búðarvinna myndi „skemma” strákana. Þeir yrðu drykkfelldir, ólátabelgir og ekki myndi rætast úr þeim. Vert er þó að taka fram að þó flestir hafi sent börnin sín í sveit áttu ekki allir efni á að gera hið sama. Sumir þekktu ekki til sveitaheimila sem gátu tekið við börnunum og aðrir höfðu ekki fjármagn (Jónína Einarsdóttir, 2012). Foreldrar sendu því börnin sín í sveit í von um að það myndi rætast vel úr þeim en þau voru þvert á móti að íþyngja sveitafólki heldur voru þau að hjálpa til við störfin.

Verkin í sveitinni voru af ýmsum toga og þótti mörgum betra að skipta störfum í sveitinni upp í árstíðir. Algengt var að yngstu börnin tækju þátt í vinnu og var fyrsta verk flestra barna minniháttar sendiferðir. Fjögurra til fimm ára börn fengu að sendast á milli bæja með skilaboð en á veturna voru þau í ýmis konar ullarvinnu, þ. á m. prjónaskap, og hjálpuðu til með umhirðu í fjósi. Á sumrin var algengt að þau sætu hjá yngri börnum og stelpur yfirleitt fengnar í það verk. Hver dauð stund hjá börnunum var notuð til þess að læra að lesa. Þegar þau höfðu náð tökum á lestrinum tók fermingarfræðsla við en rétt eins og með lesturinn voru allar lausar stundir nýttar til kennslu (Guðmundur Hálfdánarson, 1986; Sigurður Gylfi Magnússon, 1995). Sigurður Gylfi (1995) kallar þetta andleg og verkleg menntun barna og nefnir hann að kennslunni lauk með fermingu þar sem þau komust í fullorðinna manna tölu. Börn báru ekki minni ábyrgð heldur en fullorðnir þrátt fyrir að þau þyrftu að sinna öðrum skyldum eins og fermingarfræðslunni, en 13-15 ára ungmenni þóttu vera hæf til þess að takast á við allar þær skyldur sem búskapur hafði.

Page 15: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

13

Í upphafi tuttugustu aldar urðu þáttaskil í skóla- og kirkjusögu Íslands þar sem alþýðufræðslan færðist úr höndum kirkjunnar til yfirvalda með lögum um fræðslu barna árið 1907. Í fræðslulögunum var 10-14 ára börnum í skólahéruðum skylt að sækja skóla í að minnsta kosti sex mánuði á ári en börn í fræðsluhéruðum var skylt að sækja farskóla að minnsta kosti tvo mánuði á ári (Jónas B. Jónsson, 1961). Heima fyrir áttu börn að læra að lesa og skylt að koma læs í skólann. Skiptar skoðanir voru á því hvort fermingarfræðslan ætti að vera hluti af námi eða hvort kenna ætti hana heima fyrir. Niðurstaðan varð svohljóðandi: Hvert barn, sem er fullra 14 ára, á að hafa lært í kristnum fræðum, það sem heimtað er eða heimtað kann að vera, að börn kunni í þeirri grein til fermingar.

(Stjórnartíðindi nr. 2/1907)

Sleppa má kristindómsfræðslu í farskólum og föstum skólum, ef fræðslunefnd eða skólanefnd telur það heppilegt.

(Stjórnartíðindi nr. 3/1907). Skipulag menntakerfisins hélt áfram að breytast og voru fræðslulögin endurnýjuð árið 1936 en þá tóku skólarnir við lestrarkennslunni. Einnig var sjö ára börnum skylt að sækja skóla og var skólaárið að auki lengt upp í átta mánuði. Árið 1946 var skólaskyldan lengd um eitt ár og náði hún frá 7-15 ára aldurs (Loftur Guttormsson, 1992; Ólöf Garðarsdóttir, 1997).

Árið 1920 bjuggu 44% landsmanna í þéttbýli en talan var fljót að fara uppá við þar sem tíu árum síðar var helmingur landsmanna kominn í þéttbýli. Segja má að vinna í sjávariðnaði hafi alltaf verið stór hluti af íslensku atvinnulífi og hófu börn snemma að vinna við að flaka og salta fisk (Ólöf Garðarsdóttir, 1997, 1998). Fram yfir miðja 19. öld var sjósókn á Íslandi stunduð á árabátum og voru bátarnir oftar en ekki í eigu bænda eða þurrabúðarmanna. Einstaka sinnum áttu tveir eða fleiri bát sem þeir ráku í sameiningu. Um miðja 19. öld varð svo bylting í sjávarútvegi vegna vélvæðingar og tækninýjunga en þá fjölgaði þilskipum hratt (Gísli Ágúst Gunnlaugsson, 1997, bls. 160-161).

Árið 1930, hófu börn að vinna í óformlegum vinnuskóla, þá kölluð unglingavinna, sem stóð yfir á hverju sumri. Orðið „vinnuskóli” kemur frá þýska orðinu „Arbeitsschule” en maður að nafni Georg Kerschensteiner átti þá hugmynd að stofna skóla fyrir ungmenni sem lagði áherslu á starfsnám. Hann vildi stofna skóla sem væri hagnýtur og undirbyggi ungmenni fyrir framtíðina (Philip E. Veerman, 1992). Á þessum tíma var skólinn starfræktur allan ársins hring en einungis fyrir 14 ára stráka sem höfðu lokið skyldunámi og þá sem ekki fengu aðra vinnu. Skólinn þjálfaði strákana til þess að takast á við mörg mismunandi verkefni. Vinnuskólinn hætti þó störfum í upphafi seinni heimstyrjaldarinnar, eða árið 1940, þegar breski herinn kom til landsins. Árið 1948 var ákveðið að endurvekja skólann og tók þá Vinnuskóli Reykjavíkur til starfa. Hann var þó ekki formlega stofnaður fyrr en árið 1951

Page 16: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

14

og var honum breytt úr vinnu allan ársins hring í einungis sumarvinnu (Ólöf Garðarsdóttir, 1997).

Seint í september árið 1958 barst bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem stór hluti starfsmanna í fiskverkun Suðurlands sendu bréf með ósk um að fresta skólaárinu hjá elstu bekkjum grunnskólanna. Ástæðan var sú að um helmingur starfsmanna voru ungmenni frá 12 ára aldri sem unnu við fisk. Niðurstaða borgarstjórnar var sú að þeir gátu ekki orðið við ósk starfsmannanna þar sem ungmennin voru einungis um 10% af öllum bekkjunum. Erfitt yrði fyrir skólayfirvöld að finna verkefni fyrir þá nemendur sem ekki væru í fiskiðnaði. Þar sem skólayfirvöld höfðu samúð með fiskverkendum gáfu þeir skólastjórum leyfi til þess að gefa ungmennum frí ef beðið var um það (Ólöf Garðarsdóttir, 1997, bls. 160). Eins og áður kom fram voru sett lög um vinnu barna árið 1947 og er því áhugavert að þetta skuli hafa verið leyft af skólayfirvöldum.

Árið 1967 skall á efnahagskreppa og má segja að hún hafi lamað samfélagið þar sem varð mikið atvinnuleysi, þá sérstaklega í fiskiðnaði. Kreppan entist í um þrjú ár en þrátt fyrir það urðu miklar breytingar á viðhorfi til vinnu ungmenna. Fleiri ungmenni sóttust í Vinnuskólann en vegna efnahagsins fengu þau einungis að vinna í nokkra klukkutíma á dag (Ólöf Garðarsdóttir, 1997, bls. 177-178). Segja má að kreppan hafi skilið eftir sig djúp spor í sögu vinnu ungmenna þar sem þau höfðu takmarkaðari aðgang að vinnu og þ.a.l. minna hlutverk og minni ábyrgð.

Með kreppunni dalaði eftirspurn í fiskvinnslu meðal ungmenna hægt og rólega (Margrét Einarsdóttir, 2004). Í norrænni könnun sem gerð var árið 1998 kom í ljós að algengast var að íslensk ungmenni á aldrinum 13-17 ára ynnu við barnapössun, eða um 22%. 17% unnu við blaðaútburð, 10% í verslun og ræstingum í fyrirtæki og einungis 7% í fiskvinnslu (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 1999). Í dag býr um 90% landsmanna í þéttbýli og fer talan sífellt hækkandi.

3.1 Vinna á Norðurlöndunum Rekja má sögu skólagarðanna til ársins 1500 en þá var fyrsti opinberi jurtagarðurinn settur niður í Feneyjum á Ítalíu. Garðurinn var ný kennsluaðferð í grasafræði og var staðsettur við háskólann þar í landi. Orðið barst um nýja jurtagarðinn og ekki leið á löngu að samskonar garðar risu hver á fætur öðrum við helstu háskóla Norðurlandanna. Þá voru aðeins nemendur við háskólann sem lögðu stund á grasafræði og sáu um áður nefnda garða. Tilgangurinn með skólagörðunum var að ungmenni fengu að kynnast lífi og eðli jurta og skilja hvað þeirra eigið líf er háð jurtalífinu. Ungmennin áttu að þekkja algengustu jurtirnar sem ræktaðar voru ásamt því að læra nauðsynlegustu handtök garðyrkju sem einnig gæti nýst þeim seinna meir. Mörgum árum síðar leiddi þýski uppeldisfræðingurinn August Hermann Francke rök að því skólagarðar ættu að vera settir niður í barnaskólum. Hann tók saman höndum og kom upp

Page 17: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

15

jurtagarði við skólann sinn í Þýskalandi og var það fyrsti garðurinn sem komið var á fót við barnaskóla. Síðar breiddist orðið út og voru skólagarðar virkir í Svíþjóð, Noregi og síðar Danmörku árið 1903. Talið var að skólagarðar hefðu góð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og væri góður undirbúningur fyrir líf þeirra og störf í framtíðinni. Námsefnið í skólagörðum var við hæfi þroska barna, það var lifandi starf en stærsti kosturinn var sá að börnin sáu sýnilegan árangur verka sinna og fengu þau oft á tíðum að taka ávöxt uppskeru sinnar með heim (Arngrímur Kristjánsson, 1926).

Árið 1870 var mikil aukning á vinnu barna í verksmiðjum í Tampere, Finnlandi en heimildir herma að verksmiðjustarfsmenn undir 15 ára aldri hafi verið tæpir 1000 talsins sem samsvarar um 28% allra starfsmanna verksmiðjunnar. (Makkola, 1997).

Ellen Schrumpf er ein af þeim sem hefur rannsakað launavinnu barna og sýna niðurstöður hennar að bæjarbörn í Noregi sóttu skóla þó svo hann hafði ekki forgang. Börn skrópuðu oft á tíðum í skólanum til þess að komast í vinnu. Árið 1875 voru yfir 13.000 börn á aldrinum 13-14 ára í Noregi skráð í vinnu. Verksmiðjuvinna var ekki svo vinsæl í Noregi á þessum tíma en algengasta vinnan var léttadrengur, sem sá um ýmis léttari störf eins og sendiferðir en þar á eftir kom fjárhirðir (Schrumpf, 1997).

Munur var á vinnu milli kynja og voru nokkur störf „ætluð“ strákum og önnur stelpum. Til að mynda unnu yfirleitt bara strákar sem sendlar, við fisk og við byggingarvinnu. Stelpur unnu þá við mjólkursölu. Nokkur af þeim 13.000 börnum sem skráð voru í vinnu voru undir tíu ára, en um 400 börn voru fimm til sex ára gömul. Þá var meirihluti þeirra sem vann við að setja saman eldspítustokka. Borgarbörn unnu ýmist við það sama og börnin sem bjuggu í sveitum, þ.e. passa börn, smala fé, taka upp kartöflur eða sjá um aðra garðvinnu. Annars voru þau oftar en ekki að sendast t.d. með pappíra, áfengi eða halda á mat fyrir þá sem keyptu sér eitthvað á markaðnum. Þeir sem bjuggu við sjó unnu yfirleitt við hreinsun og þurrkun á fiski. Börn og ungmenni voru mjög dugleg að finna sér eitthvað að gera því ekki líkaði þeim að sitja aðgerðarlaus. Þau sópuðu stéttir, fundu til eldivið eða stöfluðu timbri fyrir iðnaðarmennina. Verksmiðjuvinna var meira fyrir borgarbörnin heldur en önnur og voru yfirleitt fleiri strákar sem sóttu í þá vinnu (Schrumpf, 1997).

Algengt var að börn í Tampere, Finnlandi, gengdu mörgum störfum og unnu mörg þeirra í öðrum bæjum en sínum heimabæ. Árið 1890 tók verksmiðjan í Tampere upp á því að skipta börnum og ungmennum undir 18 ára upp í þrjá flokka til þess að halda betur utan um starfsemi sína og voru ákveðnar reglur settar í kjölfarið. Fyrsti flokkurinn voru börn undir 12 ára en þeim var bannað að vinna innan veggja verksmiðjunnar. Annar flokkurinn var 12-14 ára börn en þau höfðu leyfi til þess að vinna í sjö tíma á dag. Þriðji og síðasti flokkurinn var ungmenni sem höfðu náð 15 ára aldri en þau máttu vinna í allt að 14 tíma á dag (Markkola, 1997).

Á árunum 1906-1907 voru 45% ungmennana sem unnu í verksmiðju í bænum Tampere í Finnlandi farin að stunda skólann samhliða vinnunni og kom í ljós að kynjahlutfallið var

Page 18: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

16

82 strákar og 114 stelpur, sem er heldur óvenjulegt miðað við kynjaskipt hlutverk á þessum tíma. Önnur störf voru þó kynjaskipt en sem dæmi má nefna báru strákar vanalega út blöð og seldu, sendust með erindi eða þrifu á götuhorninu á meðan stelpur hjálpuðu frekar til á heimilinu eða hjá nágrönnunum. Færri ungmenni í höfuðborginni Helsinki gerðu hið sama, en einungis 5 stelpur og 24 strákar voru skráð til vinnu við verksmiðju þar í borg. Launuð vinna skólabarna jókst þegar 15 ára ungmenni fóru í kvöldskóla, en þá gátu þau unnið á daginn og stundað skólann á kvöldin. Vinnan jókst einnig með aldrinum. Þar sem 7-11 ára börnum var ekki leyft innan veggja verksmiðjunnar þurftu þau að finna sér nýjar leiðir til þess að afla tekna. Sumir báru út og seldu blöð, aðrir sendust með erindi milli húsa eða gerðu húsverk eins og það að fara út að ganga með hundinn eða þrífa stéttina hjá nágrönnum sínum (Markkola, 1997).

Mikil vinnumenning ríkti í Danmörku á meðal barna og unnu þau iðulega fyrir og eftir skóla. Meðan á fyrstu heimstyrjöldinni stóð var börnum þó bannað að vinna á morgnanna fyrir skóla vegna þess að yfirvöld töldu börnin mæta allt of þreytt í skólann. Börnum var samt sem áður leyft að vinna eftir skóla, svo lengi sem þetta hafði ekki áhrif á námið. Árið 1873 voru sett lög um það að vinnudagur barna undir 10 ára aldri í verksmiðjuvinnu mætti ekki vera lengur en sex og hálfur tími á dag, meðtöldu hálftíma hléi. Árið 1901 voru lögin hert og var börnum yngri en 12 ára bannað að vinna í verksmiðju, auk þess var vinnudagurinn styttur niður í sex klukkustundir á dag. Árið 1913 voru þau svo hert enn meira, en þá var börnum bannað að vinna verksmiðjuvinnu. Þetta bann varð til þess að fleiri fyrirtæki tóku fyrir barnavinnu, þ. á m. mjólkursendlar (de Conick-Smith, 1997).

Verksmiðjuvinna var heldur meiri í Svíþjóð en á 19. öld var hún mjög algeng meðal barna og ungmenna. Börn eyddu meiri tíma í vinnunni heldur en í skólanum. Þar af leiðandi varð menntun þeirra og reynsla á skólabekk lítil sem engin en á meðan öðluðust þau reynslu á vinnumarkaði. Það var í kringum árið 1960 sem Jöns Rundbäck lagði fram tillögu til borgarráðs í Stokkhólmi um vinnu barna í verksmiðjum. Honum þótti vinnutíminn vera of langur og kennsla af skornum skammti. Eins taldi hann að erfitt væri að gefa 12 ára börnum gott uppeldi og góða menntun þar sem þau eyddu mestum tíma innan veggja verksmiðjunnar. Rundbäck sagði að þau ættu ekki heima inní verksmiðjum og væru ekki nógu þroskuð til þess að takast á við þau verkefni sem verksmiðjan hafði að bjóða. Hann fór fram á að vinnutími sex til tólf ára barna yrði ekki lengri en tíu tímar. Borgarráðið tók ekki nógu vel í þessar tillögur en Rundbäck gafst ekki svo auðveldlega upp heldur lagði hann fram aðra tillögu. Í þetta skipti vildi hann leggja meiri áherslu á menntun. Hann lagði til að vinnutími hjá 12-18 ára ungmennum yrði styttur niður í tíu tíma á dag og að aldur þeirra sem sóttu um vinnu færi ekki neðar en 12 ára. Eins krafðist hann þess að börnin hefðu einhverja undirstöðu í grunnnámi. Þá vildi hann einnig að börnin hefðu tækifæri til þess að stunda nám sitt að minnsta kosti í einn klukkutíma alla virka daga og fá tækifæri til þess að fara í sunnudagsskólann. Þessi tillaga var samþykkt að hluta til. Vinnutíminn var ekki styttur en

Page 19: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

17

sú krafa að allir yrðu að hafa einhverja undirstöðu í grunnnámi var hins vegar sett (Sandin, 1997).

Finnskar og norskar rannsóknir sýna að í sumum tilfellum voru börn fyrirvinna heimils síns. Launavinna veitti þeim efnahagslegt sjálfstæði sem þekktist ekki mikið á þessum tíma (Margrét Einarsdóttir, 2004). Þó eru engar staðfestar rannsóknir, að minni vitneskju, um hvort íslensk ungmenni öðluðust efnahagslegt sjálfstæði með tilkomu fiskvinnslunnar, þó hún hafi vissulega verið stór partur af efnahagslífi Íslendinga.

Gerð var könnun að frumkvæði Vinnueftirlits ríkisins á vinnu ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem sóttu skóla á sama tíma. Könnunin var úrtakskönnun þar sem 2000 ungmenni í hverju landi fyrir sig fengu spurningalista. Þeim var skipt jafnt á milli kynja og aldurs og gerð á sama tíma á öllum Norðurlöndunum árið 1997-1998. Í ljós kom að í Danmörku voru 60% ungmenna sem unnu með skóla frá mánudegi til föstudags. Ísland kom á eftir með 25% ungmenna en Noregur var ekki langt á undan, eða með 24%. Finnland fylgdi á eftir með 18% og svo Svíþjóð með 7%. Þá voru 52% Dana sem unnu um helgar með skóla, 29% Íslendinga, 21% norskra, 18% Finna og 14% Svía (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 1999). Tíu árum seinna var skrifuð grein þar sem m.a. voru vangaveltur um hvort börn og ungmenni á Íslandi vinni meira en jafnaldrar sínir á Norðurlöndunum og var niðurstaðan sú að frekari rannsókna væri þörf svo hægt væri að svara þessari spurningu með vissu (Guðný Björk Eydal, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Einarsdóttir, 2009).

Skólagarðarnir náðu heldur seint til Íslands og tóku ekki til starfa fyrr en árið 1948. Í fyrstu voru þeir einungis í boði í Reykjavík fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Markmið þeirra var að fræða börnin um ræktun og umhirðu matjurta auk þess að fara í fræðslu- og skemmtiferðir yfir sumartímann. Aðsókn í garðana var oft mikil og færri komust að en vildu og voru þeir starfandi allt skólaárið. Árið 2011 var ákveðið að leggja niður skólagarðana vegna sparnaðar. Í staðinn var fjölskyldum boðið að leigja sér svæði eða reit til að rækta matjurtir (Rúv.is, 2011). Hins vegar eru skólagarðar enn í boði fyrir börn búsett víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, en áætla má að meiri aðsókn sé í Vinnuskólann.

Page 20: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

18

4 Rannsóknir síðustu ára

Nokkrar rannsóknir á vinnu barna og ungmenna hafa verið gerðar síðustu ár en þær sem eru hve mest áberandi eru oftar en ekki rannsóknir í námsritgerðum. Hér á eftir mun ég reifa í rannsóknir síðustu ára og skoða vinnu barna og ungmenna undanfarin ár.

Þeir Guðmundur Hálfdánarson og Sigurður Gylfi Magnússon hafa gefið út bækur og greinar sem setja vinnu barna og ungmenna í sögulegt samhengi. Báðir telja þeir að sögulegt samhengi sé að mörgu leyti betra heldur en tölulegar upplýsingar þar sem það gefur meiri innsýn í hvernig hlutunum var háttað í raun og veru. Eins og fram kom hér að framan segja þeir Guðmundur og Sigurður Gylfi að lífið á 19. öld hafi verið samfelld vinna og börn að unga aldri farin að hjálpa til við störfin. Þá bjó meirihluti Íslendinga í sveitum og var fyrsta starf barnanna iðulega minniháttar snúningur, sendiferðir milli bæja með skilaboð og ullarvinna. Á þessum tíma voru störfin kynjaskipt þar sem algengast var að strákar ækju dráttarvélum en stelpur sæju um yngri börnin eða hjálpuðu til við heimilisstörfin (Guðmundur Hálfdánarson, 1986; Sigurður Gylfi Magnússon, 1995).

Þau Hannes, Björk og Garðar (2006) tóku saman nokkrar eldri rannsóknir ásamt því að framkvæma sína eigin rannsókn. Ein þeirra rannsókna sem þau tóku saman var framkvæmd árið 1987 af forsætisráðuneytinu. Umfang vinnu framhaldsskólanema í tíu skólum á landinu var kannað. Niðurstöður sýndu að 37% nemenda á 18. aldursári unnu með skóla en algengara var að stelpur búsettar á höfuðborgarsvæðinu unnu með náminu heldur en þær á landsbyggðinni. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var ekki tekinn fram. Nokkru seinna, eða í apríl árið 1990, kannaði Félagsvísindastofnun að beiðni menntamálaráðuneytisins hversu mikið nemendur í framhaldsskóla ynnu með skóla. Úrtakið var lagskipt og voru 11 skólar valdir af handahófi og um 20% nemenda hvers skóla. Niðurstöður sýndu að um 38% nemenda vann með námi þegar könnunin var gerð og skiptist það þannig að 29% stráka unnu með námi og 47% stelpna. Um 15% allra nemenda sem tóku þátt í könnunni unnu í meira en 12 klukkustundir á viku og 16% unnu minna en 12 klukkustundir. Árið 1991 gaf Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála út skýrslu um rannsókn á vetrarvinnu framhaldsskólanemenda í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að 53% nemenda unnu með námi þegar rannsóknin var gerð. Þá unnu um 34% allra nemenda í 10 klukkustundir eða minna á viku en 20% sem unnu meira en tíu klukkustundir á viku.

Það var ekki fyrr en þó nokkrum árum seinna eða árið 1998, sem niðurstöður næstu rannsóknar kom út. Þá var kannað hvort nemendur í tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og einum úti á landi unnu með skóla. Niðurstöður sýndu að rúmlega 60% nemenda á höfuðborgarsvæðinu unnu með skóla en rúmlega 40% þeirra úti á landi. Vorið 2004 könnuðu Rannsóknir og greining hagi ungs fólk í framhaldsskólum og náði hún til yfir 8500 nemenda í 29 framhaldsskólum. Niðurstöður leiddu í ljós að 66% stelpna og

Page 21: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

19

51% stráka vinna með námi. Ef tekið er tillit til mismunandi fjölda stráka og stelpna má áætla að 59% nemenda hafi unnið með námi þegar þessi könnun var framkvæmd (Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason, 2006). Af þessum rannsóknum sem taldar eru upp hér að framan virðast vinna framhaldsskólanemenda með námi hafa aukist mikið í kringum 1990 og að hlutfall nemenda sem vinna með námi hafi hækkað örlítið eða staðið í stað til ársins 2004. Þó er vert að taka tillit til þess að hlutfall nemenda sem tóku þátt í könnununum er misjafnlega stórt.

Ein þeirra sem hefur kannað vinnu barna og ungmenna síðustu ár er Margrét Einarsdóttir en árið 2004 tók hún saman helstu niðurstöður nokkurra megindlegra kannana um hversu algengt það er að íslensk ungmenni undir 16-17 ára vinni, hvort atvinnuþátttakan sé breytileg eftir aldri og kyni og hvort merkja megi breytingar á henni í gegnum þau ár sem kannanirnar ná til. Margrét (2004) skipti atvinnuþátttökunni í tvennt, þ.e. í atvinnuþátttöku yfir vetrartímann þegar skólinn er opinn og atvinnuþátttöku yfir sumartímann, á meðan sumarfrí stendur yfir. Niðurstaða kannanna á atvinnuþátttöku að vetri til benda til þess að á síðasta aldarfjórðungi 20. aldar og upphafi þeirrar 21. hafi um 20-30% íslenskra barna unnið með skóla á hverjum vetri. Breytingar á atvinnuþátttökunni var ekki hægt að merkja en árið 1974 var hún 20%, árin 1984, 1988 og 1998 var hún í kringum 30%. Árið 2003 hafði hún lækkað niður í 22%. Þegar nýjasta könnunin var gerð, árið 2003, höfðu nýar breytingar í skólakerfinu tekið gildi, skóladagur var lengdur og sumarfrí stytt. Líkur eru á að þessar breytingar hafi haft áhrif á atvinnuþátttöku en ekki var hægt að fullyrða um það vegna þess hve fáar kannanir voru gerðar, auk þess sem efnahagsástand í samfélaginu gæti haft áhrif þar á.

Sjálf hefur Margrét framkvæmt sínar eigin rannsóknir á vinnu barna og ungmenna og var ein þeirra gerð fyrir meistararitgerð hennar árið 2004. Hún ákvað að taka viðtöl við 11 blaðburða í Reykjavík, sex stráka og fimm stelpur sem voru á bilinu 13-15 ára þegar rannsóknin fór fram. Markmið hennar var að skoða hvað ungmennin sjálf hafa að segja um vinnu sína og stöðu ungs fóks á vinnumarkaði, hvers vegna þau taki þátt í launavinnunni og hvaða áhrif hún hafi á líf þeirra. Í ljós kom að miklu máli skipti hvort ungmennin fengu þægileg hverfi til útburðar. Þegar talað er um þægileg hverfi horfðu ungmennin á tvo þætti, þ.e. að hverfið væri nálægt heimili þeirra og útburður tæki stuttan tíma. Ungmennin töldu blaðburðinn ekki vera alvöru vinnu vegna þess hversu fljótt vinnan tæki af. Eins töldu þau skólann ekki vera vinnu þar sem þau fá ekki borgað fyrir að stunda nám. Þau ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni sögðust vinna til þess að fá pening og notuðu þau hann til þess að afla sér vasapenings. Sumir lögðu fyrir en aðrir söfnuðu sér fyrir hlutum. Enginn talaði um að bera út vegna félagsskaparins þó sumir fengu aðstoð frá fjölskyldu sinni. Enginn nefndi að þetta væri skemmtilegt starf en þau gerðu samt sem áður kröfur um að framtíðarstarf þeirra yrði að vera skemmtilegt (Margrét Einarsdóttir, 2004).

Árið 2008 birti Margrét (2010) niðurstöður rannsóknar sinnar sem var hluti af doktorsverkefni og var rannsóknin byggð bæði á megindlegum og eigindlegum

Page 22: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

20

rannsóknaraðferðum. Úrtakið var valið af handahófi af Þjóðskrá og var spurningalisti lagður fyrir 2000 ungmenni á aldrinum 13-17 ára. Spurt var um sumarvinnu sumarið 2007, vinnu með skóla veturinn 2007-2008, hvers vegna ungmennin unnu með skóla og í hvað launin fóru. Svarhlutfallið var 48,8%. 84% svarenda voru í vinnu sumarið 2007 og 49% í fastri eða óreglulegri vinnu með skóla veturinn 2007-2008. 86% sögðust vinna til þess að þéna pening en munur milli kynja var lítill. Hlutfall þeirra sem vinna vegna peningsins er lægra í yngstu árgöngunum en þem eldri. Um sex af hverjum tíu 13 ára ungmennum vinna vegna peningsins, átta af hverjum tíu 14 ára en rúmlega níu af hverjum tíu í elstu þremur árgöngunum (Margrét Einarsdóttir, 2010).

Niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar sýndu það sama en meirihluti ungmennana í hópviðtölum taldi sig vinna einungis vegna launanna. Í spurningakönnuninni merktu 43% svarenda við að þau ynnu vegna þess að þau vildu geta safnað sér fyrir dýrari hlutum og 15% merktu við að þau vildu hafa eins mikinn pening á milli handanna og félagarnir. Minnihluti íslenskra ungmenna nota launin í brýnar nauðsynjar en hlutfall þeirra sem gerir það fer hækkandi með aldri. Einnig sýndu niðurstöður að aðrar ástæður en peningalegar gætu legið að baki en þriðjungur svarenda sögðu að þau vinni með skóla til þess að ölast reynslu sem auðveldi þeim að fá vinnu að loknu námi. Einn af hverjum þremur sagðist vinna til þess að geta keypt það sem foreldrar gátu eða vildu ekki gefa þeim og fjórðungur að þau vinni til þess að hafa nóg fyrir stafni. Kynjamunur var ekki áberandi en hlutfall svarenda hækkaði í öllum tilfellum með hækkandi aldri. Nokkur ungmenni sögðust vinna með skóla til að öðlast sjálfstæði en einnig að með vinnunni fylgdi góður félagsskapur. Einn viðmælandi taldi sjálfstæði geta birst bæði í því að þau vilji ráða neyslunni sjálf án afskipta foreldranna og vilji ekki vera fjárhagsleg byrgði á foreldrum sínum. Margrét talar um að algengt er fyrir börn á Vesturlöndum að vinna annað hvort í óformlegri vinnu eins og barnapössun og blaðburði eða formlegri eins og hlutavinnu í búðum eða skyndibitastað (Margrét Einarsdóttir, 2010).

Hannes, Björk og Garðar (2006) framkvæmdu síðan rannsókn sína árið 2005 og var launavinna framhaldsskólanema könnuð. Könnunin var lögð fyrir þrjá framhaldsskóla. Alls voru 825 nemendur sem svöruðu könnunni en allt voru það nemendur á stúdentsprófsbrautum. Vert er að taka fram að þessi könnun var þýðiskönnun, sem þýðir að hún náði einungis til tiltekins úrtaks en ekki til allra nemendanna sem stunduðu nám við þessa tiltekna skóla. Í ljós kom að 65% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni unnu með skóla og studdust niðurstöður við Hagstofu Íslands þar sem stelpur unnu mun meira en strákar og hafði aldur ásamt menntun foreldra áhrif á hvort nemendur unnu með skóla eða ekki. Eins kom í ljós að laun þeirra fóru í skyndibita, skemmtanir, áfengi, fatnað og snyrtivörur.

Í mastersritgerð Önnu Dórotheu segir hún frá rannsókn sem hún framkvæmdi í grunn- og framhaldsskóla á Akranesi. Þar athugaði hún hvort atvinnuþátttaka og viðhorf til vinnu hefði breyst og hvort munur væri á milli kynslóða. Úrtakið voru ungmenni fædd árið 1994,

Page 23: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

21

sem var útskriftarárgangur frá 2010 og hins vegar einstaklingar fæddir 1972 og tilheyra fyrsta útskriftarárgangi skólans frá 1988. Hún tekur það skýrt fram að þegar greina átti niðurstöður er lítill greinarmunur gerður milli aldurshópa þar sem niðurstöðurnar taka til langs tímabils. Þó svo að þessir þættir hafi einhver áhrif þá var niðurstaðan sú að atvinnuþátttaka er mikil. Til að mynda var ójafnvægi milli kynja í rannsókninni en einungis tveir karlar sem fæddir voru 1977-1980 tóku þátt. Spurt var hvort viðkomandi væri í launaðari vinnu með grunnskóla og voru 105 sem svöruðu. Einungis þrír karlmenn voru ekki í launaðari vinnu þegar þeir voru í grunnskóla, en tveir af þeim voru fæddir á bilinu 1991-1995 og sá þriðji 1970-1975. Þá voru 46 konur og 13 karlar sem unnu með grunnskóla. Þeir sem höfðu verið í framhaldsskóla fengu sömu spurningu og voru tveir af 105 þátttakendum sem kusu að svara ekki. Þá voru 75 stelpur og 28 strákar sem svöruðu, 64 konur og 20 karlar. Mun algengara var fyrir framhaldsskólanema en grunnskólanema að vinna bæði sumarvinnu og með skóla (Anna Dórothea Tryggvadóttir, 2014).

Árið 2014 gaf Margrét út fullkláraða doktorsritgerð sem fjallaði um launaða vinnu barna og ungmenna á Íslandi, þátttöku og vernd. Eins og fram kom hér að framan ákvað hún að gera rannsókn á 2000 ungmennum á aldrinum 13-17 ára sem hún valdi af handahófi í gegnum Þjóðskrá. 952 ungmenni svöruðu, sem jafngildir 48,8% og fóru viðtölin fram í hópum. Tveir til fimm manns af báðum kynjum voru saman í hóp og passaði Margrét að þau þekktu öll hvor annað á einhvern hátt, hvort sem um bekkjarfélaga var að ræða eða vini. Athugað var hvort ungmennin tóku þátt í launaðri vinnu skólaárið 2007-2008 og voru 49% sem svöruðu játandi. Flestir af þeim sem svöruðu játandi unnu í Vinnuskólanum en ekki er tekið fram hversu mörg ungmenni það voru. Þegar Margrét spurði ungmennin afhverju þau ákváðu að vinna kom í ljós að 86% unnu til þess að eignast pening. Nokkrir sögðust vilja vinna til þess að hafa eitthvað að gera og vitnar Margrét í einn viðmælanda sem sagðist þykja óþægilegt að koma heim eftir skóla og sitja aðgerðarlaus. Eins kom í ljós að yngri viðmælendur voru fjárhagslega háðir foreldrum sínum og áttu erfiðara með því að leggja fyrir eða kaupa sér það sem þá langaði í. Þeir þurftu að biðja foreldra sína um pening og lögðu afmælispeninginn sinn inn á framtíðarreikning. Eldri viðmælendurnir töldu að á einhverjum tímapunkti öðluðust þau efnahagslegt sjálfstæði. Þá réðu þau í hvað peningurinn færi og væru foreldrum sínum ekki fjárhagsleg byrði. Félagslegur þáttur skipti ekki miklu máli fyrir ungmennin sem unnu launaða vinnu þótt þeim fannst mikilvægt að leiðast ekki í vinnunni. Nokkrum fannst vinnan leiðinleg en vildu ekki hætta vegna þess að vinir þeirra unnu á sama stað. Einn viðmælendanna hætti í vinnunni sinni og fór annað vegna þess að honum fannst of gamalt fólk í vinnunni (Margrét Einarsdóttir, 2013, 2014).

Page 24: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

22

5 Sumarvinna

Eins og nefnt var í fyrri köflum hefur menntakerfið breyst mikið og skólaárið lengst töluvert sem hefur gert börnum og ungmennum erfiðara að vinna allt árið. Árið 1961 voru 7-9 ára börnum skylt að sækja skóla í níu mánuði á ári, frá september til maí og kennt var aðeins hálfan daginn. Eldri börn sóttu skólann aðeins í átta mánuði, frá október til maí (Jónas B. Jónsson, 1961). Skólaárið hefur ekki mikið breyst eftir að þessi lög voru sett en í dag hafa börn um tvo til þrjá mánuði í frí og er algengt að það sé nýtt til vinnu (Samband íslenskra sveitarfélaga, e.d.). Með þessum orðum má segja að löng sumarfrí hafa einkennt íslenskt skólakerfi í langan tíma og hefur þ.a.l. gefið börnum og ungmönnum möguleika á að vinna um sumartímann.

Gefið er til kynna að mjög hátt hlutfall reykvískra barna hafi unnið í sveitum yfir sumartímann á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, þá sérstaklega strákar. Gerð var könnun á sumarvinnu ungmenna sem luku skylduámi í Reykjavík árið 1961, þar sem ungmennin voru þá á 14. ári. Við gerð könnunarinnar kom í ljós að um 75% þeirra höfðu dvalist í sveit í einhvern tíma á undanförnum árum. Eins sýndu niðurstöður að um 30% ungmenna unnu nú þegar í sveit, 15% í fiskvinnu og 12% í Vinnuskóla Reykjavíkur. Vert er þó að nefna að ekki var tekið fram hversu margir tóku þátt í könnuninni (Jónas B. Jónsson, 1961). Árið 1962 var gerð könnun á 12-14 ára reykvískum ungmennum en hún leiddi í ljós að 54,5% 12 ára stráka voru í sveit og 35,9% stelpna á sama aldri. Þeim fór fækkandi með aldrinum en þá voru 41,9% 14 ára stráka og 20,7% stelpna á sama aldri í sveit (Ólöf Garðarsdóttir, 2009, bls. 181).

Á árum áður var algengt að börn voru send í sveit og voru störfin í sveitinni margvísleg. Strákar fengu að keyra dráttarvél á meðan stelpurnar hjálpuðu ýmist til með börnin á bænum (Jónína Einarsdóttir, 2012). Í rannsókn sem gerð var á einstaklingum sem sendir voru í sveit á æskuárum sínum kom í ljós að ungmennin, sem voru þá um 12-14 ára, höfðu misjafna sögu að segja en eitt áttu þau sameiginlegt. Þau nefndu öll að vinnan var umfangsmikil. Vinnuharkan jókst með hverju árinu og verkefnin voru kynjaskipt. Sumir töldu vinnuna liggja við þrældóm þar sem vinnutímarnir voru langir, álagið var mikið og launin lítil sem engin (Jónína Einarsdóttir, 2012; Ólöf Daðey Pétursdóttir, 2011).

Sumarstörfin geta þó verið af ýmsum toga en Vinnuskólinn hefur í lengri tíma borið höfuð og herðar yfir þann vinnustað sem ungmenni hafa valið yfir annað og gildir það enn í dag. Vinnuskóli Reykjavíkur tók til starfa í kringum 1930-1940 og var hann þá starfandi allan ársins hring. Nokkrum árum áður en hann var formlega stofnaður árið 1951 var hann einungis starfrækur á sumrin (Arnfinnur U. Jónsson, 2001) og hefur hann haldist þannig til dagsins í dag.

Könnun frá árinu 1998, sem gerð var á Norðurlöndunum á sama tíma, sýnir að íslensk ungmenni hafi sérstöðu hvað sumarvinnu varðar þar sem sumarfrí íslenskra skóla er lengri

Page 25: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

23

en tíðkast annars staðar. Í könnunni kom í ljós að Ísland var með hæsta meðaltal á Norðurlöndunum yfir 13-17 ára ungmenni sem unnu á sumrin með skóla. Könnunin sýndi að 92% íslenskra ungmenna unnu á sumrin en á eftir kom Dammörk með 70%, Finnland og Noregur með 42% og loks Svíþjóð með 35% (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 1999).

Nýrri kannanir hafa sýnt að Vinnuskóli Reykjavíkur sé enn mjög vinsæll meðal ungmenna en árið 2012 var búist við að um 1800 nemendur í 9. og 10. bekk myndu skrá sig til starfa. Vinnutímabilin eru misjöfn milli ára en árið 2012 voru þau tvö og stóðu yfir í þrjár vikur í senn (Hjörtur J. Guðmunsson, 20. apríl 2012). Í ár var opnað fyrir skráningar þann 20. apríl sl. og hafa nokkrar breytingar orðið á starfinu. Nú býðst 8. bekkingum störf eftir nokkurt hlé ásamt því að hluti nemenda úr 10. bekk bjóðast önnur störf en við garðyrkju. Vinnutímabilin verða þrjú og hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu tímabili en hvert tímabil er 15 dagar. Þá vinna nemendur 8. bekkjar í 3,5 klukkustundir á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 klukkustundir á dag (Vinnuskóli Reykjavíkur, 2018).

Page 26: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

24

6 Kynjaskipting

Vinna hefur nær alla tíð verið kynjaskipt en segja mætti að kynjaskipting á vinnumarkaði hefur lengi haft áhrif á starfsmöguleika stráka og stelpna (Ólöf Garðarsdóttir, 1998, bls. 251). Bendir Ólöf (1997) á að stelpur hafi alltaf verið duglegri við að hjálpa til við heimilisstörfin heldur en bæði strákar og fullorðnir menn. Í bændasamfélögum 19. aldar var til að mynda ákveðin kynjaskipting en um 10 ára aldur fóru börn að aðstoða foreldra sína við ýmis störf. Þá fylgdu stelpur mæðrum sínum og strákar feðrum (Sigurður Gylfi Magnússon, 1993). Í gegnum tíðina hafa börn gegnt margvíslegum verkum með foreldrum sínum um leið og þau hafa haft getu til. Þegar þau höfðu aldur til fóru þau m.a. að vinna við fisk og sjósókn en þó var meirihluti þeirra strákar. Við fiskivinnuna beittu strákar til dæmis, riðu net og fóru í róðra. Á síldarárunum fengust bæði kyn við allskonar snúninga á síldarplönunum, m.a. við að salta. Þau bæjarbörn sem ekki tengdust sjávarútvegi tóku að bera út blöð en sum tóku upp á að selja þau (Margrét Einarsdóttir, 2004).

Þegar Vinnuskóli Reykjavíkur hóf starfsemi sína árið 1930 höfðu yfirvöld ekki áætlað að stelpur yrðu starfsmenn á þessum vettvangi. Í upphafi 9. áratugarins breyttist starfsemi Vinnuskólans í Reykjavík en þá varð staða kynjanna jöfn og störfin sem skólinn bauð uppá breyttust. Störfin voru ekki lengur kynjaskipt heldur var boðið upp á sérstök vinnuskólastörf sem bæði kyn gátu unnið við án nokkurra vandkvæða. Eins var nokkuð um aldursskiptingu en frá byrjun ársins 1967 gátu 13-15 ára strákar sótt um í Vinnuskóla Reykjavíkur en stelpur þurftu að vera 14-15 ára. Þetta lagðist ekki vel í lýðinn og var þessi mismunur á aldri ungmennana var afnuminn seinna sama ár. Eftir það var ákveðið að miða við nemendur í 1. og 2. bekk gagnfræðiskóla, síðar 8. og 9. bekk grunnskóla (Arnfinnur U. Jónsson, 2001; Ólöf Garðarsdóttir, 1997).

Gerð var rannsókn á stöðu kynja í íslensku sjávarþorpi og kom þar fram að fyrstu áratugir tuttugustu aldarinnar einkenndust af því hvernig vinna kvenna var skilgreind. Þó svo að konur framkvæmdu sömu vinnu og karlmenn var vinna þeirra ekki talin vera sú sama. Þarna var komin upp sú skipting að karlar áttu að vera útivinnandi á meðan konur unnu heima fyrir. Þetta hafði áhrif á ungmenni á marga vegu. Ólöf Garðarsdóttir (1997, 1997, 1998) rannsakaði auk þess sumarvinnu reykvískra ungmenna sumarið 1962 og sýndu niðurstöður að meirihluti 12 ára stelpna unnu við heimilsstörf eða barnagæslu á meðan helmingur 12 ára stráka fóru í sveit. 14 ára stelpur unnu annað hvort við sérstök kvennastörf á almennum vinnumarkaði eða í Vinnuskóla Reykjavíkur. Þessi ákveðnu kvennastörf voru fiskvinnsla eða afgreiðsla í verslun. Könnun Þorbjarnar Broddasonar o.fl. árið 1974 gaf til að mynda mjög skýra verkaskiptingu milli kynja og aldursflokka. Yngri stelpur unnu við barnagæslu eða aðstoð við heimilisstörf á meðan þær eldri unnu við afgreiðslustörf. Yngri strákar báru út blöð eða sendust með erindi, á meðan eldri strákar unnu á almennum vinnumarkaði í verkamannavinnu (Þorbjörn Broddason o.fl., 1975, bls. 16). Könnun

Page 27: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

25

Þorbjarnar Broddasonar o.fl. (1975) styður því könnun Ólafar þar sem niðurstöður sýndu að barnagæsla og heimilisstörf voru algengust meðal yngstu stelpnanna og sveitastörf og sendlastörf hjá yngstu strákunum.

Samkvæmt Hagstofu Íslands er vinna með skóla mun algengari á Íslandi en í öðrum aðildarríkjum OECD og mun tíðara er að íslenskar stelpur vinni með námi en íslenskir strákar. Árið 2002 voru um 36% íslenskra stelpna á aldrinum 15-19 í vinnu með skóla og 23% stráka. Meðaltal OECD ríkja var 11% auk 5% nemenda sem voru á námssamningi (Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason, 2006).

Page 28: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

26

7 Hlutverk yfirmanns

Börn og ungmenni hafa alla sína tíð haft einhverja fyrirmynd og geta þær e.t.v. breyst með árunum. Þegar börn fæðast inn í þennan heim eru foreldrar og nánasta umhverfi þeirra helstu fyrirmyndir. Þegar börnin byrja í leik- og gunnskóla er komin önnur fyrirmynd í líf þeirra, en það er kennarinn. Börnin eyða miklum tíma í skólanum, eða um 6-8 tímum á dag og því er ekki hjá því komist að kennarinn spili stórt hlutverk í lífi barnsins.

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla má lýsa hlutverki kennarans sem forystuhlutverki en það merkir að vera leiðtogi í námi nemandans. Meginhlutverk hans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf sem veitir nemendum handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og vekur og viðheldur áhuga þeirra á námi. Kennarinn á að leggja áherslu á vandaða kennslu og vinna náið með foreldrum nemenda (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Fyrir utan skólatíma stunda mörg börn ýmis konar tómstundir, t.d. skátastarf en á Íslandi eru um 5000 virkir skátar í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins. Skátahreyfingin er frábær að því leyti að þetta er uppeldishreyfing sem miðar að því að hver og einn lærir smám saman, frá barnæsku til fullorðinsára, að vera sjálfstæður, ábyrgur, virkur og láti gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf þar sem markmiðið er að nýta tómstundir barna og ungmenna á aldrinum 7-22 ára í uppbyggjandi verkefni. Hvert félag hefur sveitaforingja og er starf hans bæði margþætt og gefandi en aðalhlutverk sveitaforingja er uppeldishlutverkið. Auk þess að vera að hluta til uppalendur eru þeir leiðbeinendur sem byggja upp starfið, stjórna framtíðarsýn sveitarinnar, standa vörð um markmið skátahreyfingarinnar og hvetja og aðstoða skátana til að standa við ákvarðanir sínar og skuldbindingar (Skátamál, 2013).

Þar sem foreldrar og kennarar spila stórt hlutverk í mótun barns er ekki hjá því komist að þau eru fyrirmyndir barnsins. Þegar barn þroskast og fer á vinnumarkað eru fleiri hlutverk sem koma inn í líf þess og er eitt af því yfirmaður. Yfirmaður er að hluta til uppalandi, leiðtogi og kennari þar sem hann kennir börnum t.d. hvernig eigi að vinna, hvernig eigi að haga samskiptum bæði við samstarfsfélaga og viðskiptavini og hvernig eigi að ganga um vinnustaðinn. Hægt er að lýsa hugtakinu yfirmaður á margan hátt en eitt af þeim hugtökum sem lýsir því hve best er leiðtogi. Leiðtogi er einstaklingur sem er ábyrgur og traustur, hefur hæfni til þess að leiða hóp og er fyrirmynd.

Einn þeirra sem hefur rannsakað leiðtogahæfni er bandaríski frumkvöðullinn Robert Greenleaf en hans helsta ástríða var efni sem tengist stjórnun. Árið 1970 skrifaði hann bókina The Servant Leader þar sem hann kynnti hugtakið þjónustuforysta og lýsti henni sem hagnýtri heimspeki. Þetta var tileinkað þeim sem vildu fyrst þjóna og verða seinna meir leiðtogar en þetta taldi hann hvetja til trausts, samvinnu, virkrar hlustunar, fyrirhyggju og rétta aðferð til þess að fara með vald. Hann útskýrði þjónustuleiðtoga sem þjón þeirra sem hann er leiðtogi fyrir. Hann á að auðvelda fylgjendum sínum að þroskast sem persónur, bæði

Page 29: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

27

sem sjálfstæðar manneskjur sem og samfélagslega. Hann taldi það vera einn að lykilþáttunum þar sem margir eyða stórum hluta ævi sinnar í vinnunni (Greenleaf, 2003).

Yfirmaður hefur í mörgu að snúast. Eins og Greenleaf (2003) sagði ber þjónustuleiðtogi virðingu fyrir fylgjendum sínum, hvetur þá til þess að verða sjálfir leiðtogar og sýnir væntumþykju. Hann hefur sterka framtíðarsýn, mikla ábyrgðartilfinningu og skýr og góð markmið, aflar sér þekkingar til þess að auka gæði vinnustaðarins, nær árangri og er góður í að leysa ágreining ef hann kemur upp. Það er ekki síður mikilvægt að vera góður yfirmaður og leiðtogi, heldur en foreldri eða kennari. Mikilvægi þess að vera góður leiðtogi getur ekki bara skilað af sér góðu starfsfólki og góðum vinnuanda heldur góðum manneskjum. Reynsla ungmenna frá þeirra fyrstu vinnu mun fylgja þeim alla tíð. Allir vilja fá viðurkenningu, hvort sem um ræðir frægan fótboltamann, bifvélavirkja, foreldri, ömmur eða langafa. Börn og ungmenni í sínu fyrsta starfi er engin undantekning. Þegar einstakling er hrósað fyrir vel unnið starf líður honum vel og það hvetur hann til þess að vinna harðar og betur að næsta verkefni. Ef hann fær enga viðurkenningu eða hrós fyrir vinnu sína líður honum illa og sjálfstraust hans fer minnkandi. Því mun hann ekki vilja leggja jafn mikinn metnað í næsta verkefni (Ariely, 2012).

Page 30: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

28

8 Ástæða vinnunnar

Þótt börn og ungmenni hafi nær alla tíð unnið mikið hafa forsendur bak við vinnuna e.t.v. breyst. Á 19. öld voru ástæður þess að foreldrar sendu börnin sín úr borg í sveit ýmist vegna sterkra hefða, upplifun ævintýramennsku, uppeldissjónarmiða eða efnahagslegrar nauðsynjar (Ólöf Daðey Pétursdóttir, 2011). Talið er að með vinnu læra börn og ungmenni hluti og eiginleika sem skólinn getur einungis kennt þeim að hluta til. Með vinnu eykst þroskinn, sjálfstæðið og að auki öðlast þau reynslu sem þau munu búa að allt sitt líf (Liebel, 2004). Með aukinni ábyrgð sem vinna með skóla felur í sér læra þau skynsmi og hvernig eigi að ráðstafa peningnum sínum (Guðríður Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson, 1991, bls. 10-11). Í rannsóknum sem sagt var frá hér að framan komu í ljós nokkrar ástæður þess að börn og ungmenni unnu með skóla. Helstu ástæðurnar voru launin, sjálfstæði, reynsla og félagsskapur.

8.1 Mánaðarleg laun Í rannsókn Hannesar Í. Ólafssonar o.fl. (2006) kom fram að matur og skyndibiti væru algengustu útgjöldin sem þátttakendur, sem allir voru á framhaldsskólaaldri, eyddu launum sínum í. Fatnaður, skemmtanir, snyrtivörur og áfengi fylgdu á eftir. Þó var það misjafnt milli kynja hversu mikið þau unnu og í hvað þau eyddu launum sínum.

Eins og áður hefur komið fram hefur Margrét Einarsdóttir (2004) gert nokkrar rannsóknir á vinnu barna og ungmenna. Í rannsókn hennar sem framkvæmd var árið 2004 var starf reykvískra blaðbera á aldrinum 13-15 ára kannað. Í ljós kom að öll ungmennin sögðust vinna til þess að fá pening, aðrir töldu upp fleiri ástæður en launin var meginástæðan. Þá svöruðu þau ungmenni sem ekki höfðu mikið á milli handanna að þau unnu einungis vegna peninganna. Sum þeirra notuðu féð sem vasapening eða lögðu hann fyrir. Einhver þeirra setti allt féð í framtíðarsjóð á meðan önnur söfnuðu fyrir dýrum hlutum. Einnig voru nokkrir sem notuðu launin til þess að kaupa nauðsynjar eins og föt. Laun blaðberanna voru, samkvæmt rannsókn Margrétar, töluvert mismunandi. Lægstu launin voru um 10 þúsund á mánuði og þau hæstu um 20 þúsund. Greidd var föst upphæð á mánuði fyrir hvert hverfi og var upphæðin meðal annars miðuð við fjölda eintaka í viðkomandi hverfi. Ungmennunum þótti fínt að vinna með skóla þar sem afraksturinn var peningur. Þá höfðu þau efni á því sem þau langaði til að kaupa, hvort sem það var föt eða einhverskonar upplifun.

Árið 2013 rannsakaði Margrét (2013) laun 13-17 ára ungmenna sem unnu með skóla. Tekið var viðtal við 2000 ungmenni sem valin voru af handahófi en mögulegt var fyrir viðmælendur að merkja við fleiri en einn svarmöguleika. Í ljós kom að 86% ungmennanna unnu vegna launanna, 68% notuðu laun sín sem vasapening, 63% notuðu þau til fatakaupa, 54% settu launin inná sparnaðarreikning fyrir framtíðina og 45% spöruðu hann til þess að kaupa sér dýrari hluti, eins og tölvu eða til útlanda. Færri eyddu launum í skólabækur eða skólagjöld, athafnir, mat fyrir heimilið eða til afborgunar heim til þess að létta undir með

Page 31: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

29

foreldrum sínum. Margrét sagði þó að munur væri á milli kynja þegar litið væri til þess í hvað þau væru að eyða. 73% stelpna notuðu launin sín til fatakaupa á meðan einungis 43% stráka gerðu hið sama. Strákar voru líklegri til þess að spara launin sín til dýrari kaupa, eða 52% stráka og 41% stelpna. Eins sá hún mun milli aldurs, en 45% viðmælenda sem voru 17 ára notuðu launin sín til þess að kaupa skólabækur, 19% til þess að borga skólagjöldin, 16% í tómstundir og 21% fyrir mat inná heimilið. Margrét tekur þó fram að sá munur gæti stafað af því að framhaldsskólanemar þurfa að borga skólabækurnar sínar sjálfir sem og skólagjöldin en þess þurfa grunnskólanemendur ekki. Þá notuðu 32% yngstu viðmælendanna sem voru 13 ára, laun sín til fatakaupa en þá hækkaði hlutfallið með hækkandi aldri.

Það kom Margréti á óvart hversu margir lögðu launin sín fyrir til þess að kaupa bíl, þó ungmennin hafi ekki náð 17 ára aldri. Þau sem höfðu náð bílprófsaldrinum voru mörg hver búin að kaupa sér bíl og gátu því eytt launum sínum í annað. Það er víst ekki nóg að kaupa bíl heldur þarf að taka bílpróf, en því fylgir ökukennsla sem er dýrt. Einnig er alls kyns kostnaður sem fylgir því að eiga bíl, t.d. bifreiðagjöld, tryggingar, skoðun, viðgerðir og bensín. Einhverjir þurftu að borga fyrir þetta sjálfir á meðan sumir foreldrar sáu um að borga tryggingar og bifreiðagjöld. Nokkrir af viðmælendanna tóku lán fyrir bílnum og borguðu af því mánaðarlega.

Í hópviðtölum, eins og ransóknin hennar Margrétar var byggð á, er tiltölulega erfitt að greina nákvæmar tölur eins og hversu mikinn pening ungmennin unnu sér inn. Sumir hverjir fengu frekar lága upphæð yfir sumartímann, eða undir 50.000 krónur, á meðan aðrir fengu allt að lítil eða engin laun með skóla, upp í að fá frekar há laun allt árið, eða um 50.000 kr á mánuði (Margrét Einarsdóttir, 2013).

Anna Dóróthea (2014) nefndi í niðurstöðum rannsóknar sinnar að langflest grunnskólabörn réðu hvað þau gerðu við launin sín. Mörg þeirra lögðu hluta fyrir og máttu svo eyða hinu í það sem þau langaði í. Sumir þurftu að leggja allt fyrir en þó voru nokkur sem voru að safna sér fyrir einhverju sérstöku eins og hljóðfæri, línuskautum, fötum, bifhjóli, myndavél eða hestavörum. Rétt eins og í rannsókn Margrétar lagði hluti viðmælenda fyrir til bílakaupa og fyrir bílprófi. Margir af þeim sem stunduðu nám í framhaldsskóla eyddu launum sínum í umframneyslu, t.d. í föt og skyndibita og voru á framfæri foreldra sinna.

8.2 Reynsla Vinna getur hjálpað ungmennum á margan hátt, þ. á m. undirbúið þau fyrir framtíðina. Þó ungmenni vinni með skóla og dagskráin sé þétt, öðlast þau reynslu sem þau búa að allt sitt líf. Þessa reynslu geta þau nýtt sér til góðs og getur hún hjálpað þeim í framtíðinni, ekki bara í nýrri vinnu eða skóla, heldur einnig í daglegu lífi. Sú reynsla sem þau öðlast af vinnu getur einnig verið góður undirbúningur fyrir fullorðinsárin þar sem þau læra að fara með peningana sína og fá smá innsýn í hinn fullorðna heim (Liebel, 2004). Þó flest þeirra eyði

Page 32: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

30

peningunum sínum í skemmtanir, föt eða skólaböll, þá þroskast þau og læra með árunum (Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason, 2006; Margrét Einarsdóttir, 2010, 2013, 2014). Í rannsókn Margrétar (2004) voru nokkrir viðmælenda hennar sem unnu vegna reynslunnar og töldu þeir að sú reynsla myndi auðvelda þeim að fá vinnu að loknu námi. Eins hafa rannsóknir sýnt að kostir þess að vinna með skóla er að læra nýja hluti eins og hvernig eigi að vinna og hvernig eigi að haga samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfélaga (Liebel, 2004).

8.3 Sjálfstæði Eins og þegar hefur komið fram skýrði Erikson frá því að einstaklingur gengur í gegnum átta æviskeið þar sem leysa þarf ákveðin viðfangsefni og er undir eintaklingnum sjálfum komið hvert áframhald þróunarinnar verður. Á fyrsta æviskeiðinu er mikilvægasta þroskaverkefni barnsins að læra að treysta öðrum, sem er undirstaða til þess að treysta sjálfum sér og öðlast sjálfstraust. Annað æviskeiðið felur í sér skref sjálfstæðis, hvernig barninu tekst að vera fært um að vera ekki upp á aðra komið. Erikson talar um að 3-4 ára barn hafi mikla sjálfræðiþörf, barnið er farið að hreyfa sig og vill kanna heiminn. Oft er talað um að þessi aldur sé „þrjóskuskeið” þar sem barnið stendur oft í stríði við að verja sjálfstæði sitt.

Samkvæmt Erikson sýnir barnið sjálfsstjórn, stolt, sjálfstæði, sjálfsöryggi og vilja til þess að vera það sjálft en það er einmitt nauðsynleg undirstaða í mótum þroskaðrar sjálfsmyndar á unglingsaldri. Þriðja æviskeiðið felur í sér frumkvæði og hvernig vekja eigi barnið til frumkvæðis. Á fjórða æviskeiðinu er iðjusemi, skilningur á vinnu og ánægju af vinnu ætlað að þróast og er markmiðið að einstaklingurinn geti það sem hann ætlar sér. Á unglingsárunum, eða fimmta æviskeiðinu er unglingum ætlað að móta persónulega sjálfsmynd (Sigurjón Björnsson, 1986).

Áætla má, samkvæmt kenningum Erikson, að börn fá snemma á ævinni mikla sjálfstæðisþörf og heldur sú tilfinning áfram að aukast með árunum. Í skóla hafa börn tækifæri á því að þroska mikilvæga eiginleika eins og samviskusemi, ábyrgð og stundvísi en ásamt því læra þau vinnubrögð sem nýtast að námi loknu. Að vinna með skóla getur verið góð leið til þess að efla þessa eiginleika enn betur ásamt því að sjálfræðisþörfin heldur áfram að aukast (Guðríður Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson, 1991, bls. 10-11). Þegar börn þroskast og fara á unglingsárin finna þau leiðir til þess að standa undir þörfum sínum og getur ein af þeim leiðum verið vinna. Þó má ekki gleyma að það þarf vissan kjark og sjálfstæði til þess að sækja um vinnu en það getur verið mikill höfuðverkur fyrir þá sem hafa átt erfitt með að efla þá eiginleika.

Í rannsókn Margrétar (2004, 2013), Hannesar Í. Ólafssonar o.fl. (2006) og Önnu Dórótheu (2014) kom fram að ungmennum fyndist gott að þurfa ekki að vera foreldrum sínum fjárhagsleg byrði, þau þurftu ekki að biðja um pening þegar þau langaði í eitthvað heldur gátu þau keypt hlutina sjálf, án afskipta foreldra sinna. Það að eignast pening er ekki

Page 33: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

31

eina sjálfræðisþörfin sem börn og ungmenni finna heldur þurfa þau að bera ábyrgð á því að mæta á réttum tíma í vinnuna og standa sig vel í vinnunni. Það getur verið erfitt fyrir barn og ungmenni að fylgja eftir og þarf bæði aga og sjálfstæði til að framkvæma. Eins getur vinna fyllt börn og ungmenni stolti þar sem þau vinna fyrir hlutunum sjálf, þau læra að meðhöndla peninga auk þess að skipuleggja tímann sinn betur (Liebel, 2004).

8.4 Félagsskapur Ungmenni vinna ekki alltaf einungis til þess að fá laun og öðlast reynslu, heldur er félagsskapurinn einnig talin mikilvægur. Á 19. öld voru börn farin að vinna snemma í verksmiðjuvinnu og má áætla að stærsti félagslegi þáttur þeirra átti sér stað í vinnunni. Þar gátu þau haft samskipti við jafnaldra sína og áttu jafnvel vini sem unnu með þeim (Schrumpf, 1997). Í vinnu geta ungmenni fundið sér félaga sem hjálpar þeim í gegnum daginn og gerir vinnuna skemmtilegri. Þó vinnan sjálf sé skemmtileg jafnast ekkert á við góðan vinnudag í góðum félagsskap (Liebel, 2004).

Í viðtölum sem Margrét (2013, 2014) tók við ungmenni á aldrinum 13-17 ára við gerð rannsóknar sinnar kom í ljós að félagsskapurinn var ekki ein af þeim ástæðum sem kom hve oftast upp. Þó kom skýrt fram að ungmennum þótti mikilvægt að leiðast ekki í vinnunni og fannst mörgum hverjum skemmtilegt að tala við viðskiptavini og samstarfsfélaga sína. Eins sýndu viðtölin að mikilvægi félagsskaparins hafði áhrif á hvort ungmennin sóttust í vinnuna og hvort þau héldust í henni. Sumir leitast eftir að fá vinnu þar sem félagar þeirra eru að vinna en eins og fram kom í rannsókn Margrétar voru nokkur ungmenni sem sögðust vinna vegna þess að félagsskapurinn var góður. Einn viðmælenda Margrétar vann til að mynda í búð og þótti henni það leiðinlegt þar sem einungis eldri strafsmenn unnu með henni. Hún ákvað þá að sækja um starf í kvikmyndahúsi þar sem fleiri ungmenni á hennar aldri voru í vinnu. Einn strákur nefndi þá að honum leiddist vinnan en vildi ekki hætta þar sem vinur hans vann með honum.

Page 34: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

32

9 Niðurstöður

Mánaðarleg laun, reynsla, sjálfstæði og félagsskapur geta allt verið ástæður þess að börn og ungmenni kjósa að vinna með skóla og höfum við flest öll heyrt þær áður. Í þessari ritgerð hefur saga vinnu barna og ungmenna verið rakin, ásamt rannsóknum síðustu ára, sumarvinnu, kynjaskiptingu og hlutverki yfirmanns.

Markmið ritgerðarinnar var að skoða vinnu barna og ungmenna og leitast við að svara rannsóknarspurningunni hverjar séu ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla.

Niðurstöður mínar eru byggðar á fyrri rannsóknum en í köflunum hér að framan koma fram rannsóknir þar sem vinna barna og ungmenna með skóla hafa verið kannaðar. Út frá niðurstöðum fyrri rannsókna má greina að ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla eru fleiri en ein og segja má að þær séu breytilegar með árum.

Börn og ungmenni hafa nær alla tíð unnið mikið, með eða án skóla. Heimilis- og vinnuaðstæður barna og ungmenna í dag eru að mörgu leyti mjög ólíkar því sem áður þekktist en eins og Margrét nefndi voru börnum á 18. og 19. öld gefin ákveðin hlutverk sem fólu í sér ábyrgð og urðu því fullorðin mun fyrr heldur en í nútíma samfélagi. Í íslensku bændasamfélagi á 19. öld fengu strákar til að mynda að keyra dráttarvél en í dag væri það talið óábyrgt af fullorðnum að leggja slíka ábyrgð á börnin. Á 18. og 19. öld voru börn oft á tíðum send í sveit til þess að vinna og hjálpa til með heimilislífið þar á bæ. Þá var algengt að börnin byrjuðu strax að taka þátt í heimilslífinu en um 3-4 ára voru þau farin að sendast á milli bæja og sitja hjá yngri börnum. Þegar þau urðu eldri fengu þau meiri ábyrgð og var stund milli vinnu nýtt til lesturs. 13-15 ára börn voru tilbúin til þess að bera ábyrgð á öllum þeim verkum sem búskapurinn hafði upp á að bjóða.

Í dag hafa vinnuhættir að mörgu leyti snúist við þar sem börn í nútímasamfélagi byrja ekki jafn ung að vinna og hér áður fyrr og ungmenni hafa ekki jafn mikinn aðgang að vinnumarkaðnum. Samkvæmt rannsóknum Margrétar byrja þau oftar en ekki að vinna um 13 ára aldurinn og þá við léttari störf eins og blaðaútburð. Vert er þó að hafa í huga að elsta rannsókn Margrétar fór fram árið 2004 og sú nýjasta gefin út árið 2014 svo það er til að mynda ekki alveg marktækt fyrir vinnu ungmenna í nútímasamfélagi.

Áður fyrr voru ástæður þess að foreldrar sendu börnin sín í sveit sterkar hefðir, upplifun ævintýramennsku, uppeldissjónarmið eða efnahagslegar nauðsynjar en í dag vinna börn og ungmenni fyrir sig sjálf. Þau vinna ýmist vegna peninganna, félagsskaparins, reynslunnar eða sjálfstæðis.

Niðurstöður Önnu Dórótheu voru á margan hátt mjög líkar niðurstöðum frekari rannsókna á borð við rannsókn Margrétar Einarsdóttur og Hannesar Í. Ólafssonar, Bjarkar Þorgeirsdóttur og Garðars Gíslasonar þar sem í ljós kom að fleiri stelpur unnu á sumrin með skóla heldur en strákar og að launin væri ein helsta ástæða þess að þau unnu með skóla. Eyddu ungmennin þá launum sínum í skyndibita, skemmtanir, fatnað, snyrtivörur og

Page 35: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

33

tómstundir. Þó var hluti þátttakendana í rannsókn Margrétar og Önnu Dórótheu sem lögðu fyrir launin sín fyrir framtíðina og aðrir söfnuðu sér fyrir dýrari hlutum eins og myndavél, bifhjóli eða bílprófi. Vert er þó að minna á að sumir vinna sér ekki til skemmtunar heldur hafa þeir engan annan kost en að vinna með skóla til að eiga efni á því að stunda einhverskonar nám. Einnig áttu allar þessar rannsóknir það sameiginlegt að ungmenni unnu með skóla til þess að geta keypt hlutina sjálf án þess að spyrja foreldra sína og þurftu þau ekki að vera foreldrum sínum fjárhagsleg byrði sem vísar til sjálfstæðis. Að vera í vinnu þarf aga og sjálfstæði og þarf t.d. að sjá til þess að vera mættur tímanlega í vinnuna og sýna sjálfstæð vinnubrögð þegar þangað er komið.

Færri nefndu reynslu og félagsskapinn sem ástæðu. Nokkrir af viðmælendum í rannsókn Margrétar unnu vegna reynslunnar og töldu þeir að hún myndi auðvelda þeim að fá vinnu að loknu námi. Að vinna ungur getur verið góð reynsla fyrir frekari störf í framtíðinni og gott veganesti inn í framtíðna. Nokkur ungmenni í rannsókn Margrétar töluðu um að félagsskapurinn væri mikilvægur þar sem vinnan væri ekki jafn skemmtileg án góðra félaga. Einn viðmælenda hennar skipti t.a.m. um vinnu þar sem henni fannst leiðinlegt að vinna með eldra fólki. Hún kaus því að vinna með ungmennum á hennar aldri. Þá nefndi einn að hann vildi ekki segja upp vinnunni vegna vinar síns sem vann á sama stað og hann. Af því má draga þá ályktun að þótt vinnan sé síður skemmtileg eru þau líklegri til þess að haldast í henni vegna vina sinna.

Að vera leiðtogi felur í sér margvísleg verkefni sem öll eru mikilvæg. Hægt er að vera leiðtogi í mörgum störfum, ásamt daglegu lífi, en kennari, þjálfari, foreldri og yfirmaður er allt dæmi um leiðtoga. Samkvæmt Greenleaf þarf góður leiðtogi að kunna að leysa ágreining, vera með mikla ábyrgðartilfinningu og er með skýr og góð markmið. Þegar einstaklingi er hrósað fyrir vel unnið starf hvetur það til þess að vinna harðar og betur að næsta verkefni.

Því geta, líkt og fram hefur komið hér að framan, ýmsar ástæður legið að baki þess að ungmenni ákveða að vinna með skóla. Þó getur það verið misjafnt á milli ára en samkvæmt fyrri rannsóknum benda flestar niðurstöður í sömu átt, að börn og ungmenni vinna vegna launanna, félagsskaparins, til að öðlast sjálfstæðis og reynslu. Þó svo að ástæðurnar eru nokkuð ólíkar liggur augum uppi að þær haldast í hendur. Til að mynda er tenging á milli launana og sjálfstæðis. Eins og þegar hefur komið fram nefndu ungmenni að þau vildu ekki vera foreldrum sínum fjárhagsleg byrði, heldur að geta keypt hlutina sjálf, sem bendir til sjálfstæðisþarfar.

Page 36: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

34

10 Lokaorð

Markmið ritgerðarinnar var að skoða vinnu barna og ungmenna með skóla með því að svara rannsóknarspurningunni hverjar séu ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla.

Óhætt er að segja að þetta viðfangsefni er viðamikið og er margt áhugavert sem tengist því. Áður en ég hóf skrif þessarar ritgerðar hafði ég ákveðna hugmynd um hverjar ástæðurnar yrðu sökum eigin reynslu á þessu sviði en þó er nokkuð sem kom mér á óvart. Niðurstöður úr fyrri rannsóknum bentu til þess að launin væru aðalástæðan og reynsla og félagsskapur fengju að víkja. Sökum eigin reynslu taldi ég að félagsskapurinn hefði meira vægi þar sem börn og ungmenni eyða alla jafna ekki tíma með vinum sínum fyrir utan skóla, heldur hitta þau frekar í vinnunni. Eins taldi ég að ástæðan fyrir því að þau héldust í vinnunni í lengri tíma væri vegna félagsskaparins en samkvæmt fyrri rannsóknum hafði ég rangt fyrir mér.

Þegar hlutverk yfirmanns var kannað kom í ljós að ekki eru til nægar rannsóknir um það viðfangsefni. Af eigin reynslu tel ég að hlutverk yfirmanns sé mikilvægt og stór partur af vinnuumhverfi barna og ungmenna en það er ekki endilega viðfangsefni sem kemur fyrst upp í hugann þeirra þegar spurt er um ástæður þess að börn ákveði að vinna. Ég tel að erfitt sé að vera í vinnu þar sem yfirmaður er ekki starfi sínu vaxinn og þá sérstaklega erfitt að vera nýr á vinnumarkaði og þekkja ekki betur en að hafa yfirmann sem slíkan. Það er bæði slæmt fyrir upplifun þeirra á vinnumarkaði og reynsluna sem þau taka með sér á næsta vinnustað.

Hvað varðar rannsóknir um þetta viðfangsefni kom mér hvað mest á óvart hversu lítið þetta hefur verið rannsakað á Íslandi undanfarin ár en það er ljóst að þetta viðfangsefni þarfnast frekari skoðunar, bæði með eigindlegum og megindlegum rannsóknum.

Sú þekking sem ég öðlaðist við gerð þessarar ritgerðar mun koma sér að góðum notum í starfi og verður gott veganesti inn í framtíðina þar sem áætlunin er að fara í framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Fróðlegt væri að skoða þetta efni í áframhaldandi námi og framkvæma eigin rannsókn. Eins þætti áhugavert að skoða hvort samfélagsmiðlar eða snjalltæki hafi áhrif á vinnu þeirra með skóla þar sem börn og ungmenni í nútíma samfélagi eyða miklum tíma í slíkri tækni.

Page 37: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

35

Heimildaskrá

Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013 /2013.

Anna Dórothea Tryggvadóttir. (2014). Maður lærir hvernig alvöru heimurinn virkar (Vinna grunn- og framhaldsskólanema 1980-2014). Sótt af https://skemman.is/bitstream/1946/20104/1/madur_laerir_hvernig_alvoruheimurinn_virkar.pdf

Ariely, D. (2012). What makes us feel good about our work?. Sótt af https://www.ted.com/talks/dan_ariely_what_makes_us_feel_good_about_our_work

Arnfinnur U. Jónsson. (2001). Vinnuskóli Reykjavíkur 50 ára. Tímarit.is, 61(6), 492. Sótt af http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000501400

Arngrímur Kristjánsson. (1926). Skólagarðar. Sótt af http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000501485

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. (e.d.). Sameinuðu þjóðirnar. Sótt af http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/sameinuduthjodinar.html

Bucholtz, M. (2002). Youth and Cultural Practice. Annual Review of Anthropology, 31, 525-552.

Berk, L. E. (2007). Development through the lifespan (4. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon.

Cunningham, H. (2014). Children and Childhood in Western Society Since 1500. Routledge.

de Coninck-Smith, N., Sandin, B. og Schrumpf, E. (Ritstj.). (1997). Industrious Children: Work and Childhood in the Nordic Countries 1850 - 1990. Odense: Odense University Press.

Eriksen, T. H. (2001). Small places, Large issues: An introduction to social and cultural anthropology (Vol. 2). London: Pluto Press.

Gestur Guðmundsson. (2008). Félagsfræði menntunar. Reykjavík: Skrudda.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. (1999). Barn- og ungdomsarbete i Norden: Nord 1999:23.

Guðný Björk Eydal, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Einarsdóttir. (2009). Working Children in Iceland: Policy and the labour market.

Guðmundur Hálfdánarson (1986). „Börn – höfuðstóll fátæklingsins?”, í Helgi Þorláksson og Sigurður Ragnarsson (ritstj.), Saga, tímarit Sögufélagsins. Reykjavík: Sögufélagið.

Guðríður Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson. (1991). Göfgar vinna með námi? Niðurstöður rannsóknar á þáttum tengdum vetrarvinnu framhaldsskólanema. Reykjavík: Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála.

Page 38: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

36

Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason. (2006). Vinna framhaldsskólanema með námi: Könnun gerð í þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2005. Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi.

Háskólabókasafn, L. Í. (e.d.). Timarit.is. Sótt 30. mars 2018, from http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000501485

Hällström, C., Jansson, H., & Pironi, T. (2016). Ellen Key and the Birth of a new Children’s Culture. Ricerche Di Pedagogia e Didattica. Journal of Theories and Research in Education, 11(2), 1–26.

Hindman, H. D. (2015). The World of Chil Labor – An historical and regional survey. Sótt af https://books.google.is/books?id=_MrfBQAAQBAJ&printsec=frontcover&hl=is&source=gbs_atb#v=onepage&q&f=false

James, A., Jenks, C. og Prout, A. (1998). Theorizing Childhood. Oxford: Polity Press.

Jenks, C. (1996). Childhood. London, New York: Routledge.

Jónína Einarsdóttir. (2012). Sendur í sveit. Stjórnmál og stjórnsýsla, 8(1), 73-92. https://skemman.is/bitstream/1946/12291/1/a.2012.8.1.3.pdf

Jónas B. Jónsson (1961). „Tómstundir og tómstundaiðja íslenzkra ungmenna. Erindi flutt á 18. norræna kennaraþinginu í Khöfn 1961”, Menntamál, 237-244.

Hjörtur J. Guðmundsson. (2012, 20. apríl). Þúsundir starfa í boði fyrir ungmenni. Mbl.is. Sótt af https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/20/usundir_starfa_i_bodi_fyrir_ungmenni/

Liebel, M. (2004). A Will of Their Own: Cross-Cultural Perspectives on Working Children. London, New York: Zed books.

Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 18/1992.

Margrét Einarsdóttir. (2004). „Bara eitthvað sem krakkar gera til að vinna sér inn pening“: Sjónarhorn blaðburðarbarna á vinnu sína sett í stærra sögulegt og félagslegt samhengi. Óútgefin Meistararitgerð, Háskóli Íslands: Félagsvísindadeild.

Margrét Einarsdóttir. (2010). Hvers vegna vinna íslensk ungmenni með skóla?. Í Helga Ólafs og Hulda Proppé (ritstjórar ritaðar), Rannsóknir í félagsvísindum Xl. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/6846

Margrét Einarsdóttir. (2013). Happy without money of their own? On the reasons for teenagers’ participation in paid work – The case of Iceland. Háskóli Íslands.

Margrét Einarsdóttir. (2014). Paid Work of Children and Teenagers in Iceland: Participation and Protection. Háskóli Íslands.

Page 39: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

37

Markolla, P. (1997). „God wouldn’t send a child into the world without a crust of bred”: Child labour as part of working-class family economy in Finland, 1890-1920. Í Ning de Conick-Smith, o.fl. (Ritstj.), Industrious Children: Work and Childhood in the Nordic Countries 1850 – 1990 (bls. 79-89). Odense: Odense University Press.

Ólöf Daðey Pétursdóttir. (2011). There are no Sundays on the farm: A study on the Icelandic tradition of sending children to farms during summer. MA ritgerð í þróunarfræðum, Félags- og mannvísindadeild, Háskóli Íslands.

Ólöf Garðarsdóttir. (1997). Working children in urban Iceland 1930-1990: ideology of work, work-schools and gender relations in modern Iceland.

Ólöf Garðarsdóttir. (1998). Kyn og saga - barn og saga: kynferði og mikilvægi vinnunnar í heimi reykvískra barna og unglinga 1950-1990.

Ólöf Garðarsdóttir. (2009). „Working and going to school: Childhood experiences in post-war Reykjavík”, Barn 3-4, 173-185.

Rúv.is. (2011, 14. mars). Skólagarðarnir lagðir niður. Rúv.is. Sótt af http://www.ruv.is/frett/skolagardarnir-lagdir-nidur

Samband íslenskra sveitarfélaga. (e.d.). Skóladagatöl. Sótt af http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skoladagatol/

Sandin, B. (1997). In the Large Factory Town: Child Labour Legislation, Child Labour and School Compulsion. Í Ning de Conick-Smith, o.fl. (Ritstj.), Industrious Children: Work and Childhood in the Nordic Countries 1850 – 1990 (bls. 17-46). Odense: Odense University Press.

Schrumpf, E. (1997). From full-time to part-time: Working children in Norway from the nineteenth to the twntieth century. Í Ning de Coninck-Smith, o.fl. (Ritstj.), Industrious Children: Work and Childhood in the Nordic Countries 1850 - 1990 (bls. 47-78). Odense: Odense University Press.

Sigurður Gylfi Magnússon. (1995). From Children’s Point of View: Childhood in Nineteenth-Century Iceland. Journal of Social History, 29(2), 295–323.

Sigurjón Björnsson. (1986). Erik H. Erikson: Ævi hans og kenningar um unglingsárin. H.Í. Handrit.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2006). Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5621

Skátamál. (2013). Skátafélagið. Sótt af http://www.skatamal.is/skatafelagid/

Snara. (e.d.). Sótt 28. mars 2018, af https://snara.is/

Stjórnartíðindi A-deild. (1907). Reykjavík.

Veerman, P. E. (1992). The rights of the child and the changing image of childhood / by Philip E. Veerman. Dordrecht ; Boston ; London: Martinus Nijhoff.

Page 40: Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni … eru...um 6,3% unnu við verslun og þjónustustörf. Árið 1890 voru þau orðin 12% og eftir önnur 30 ár, eða árið 1920

38

Vinnueftirlit ríkisins. (2006). Vinnuvernd barna og unglinga. Sótt af http://www.vinnueftirlit.is/media/born-og-unglingar/vinna_ungs_folks_fundur_med_aedstu_stjornendum_sept__2006.pdf

Vinnuskóli Reykjavíkur. (2018, 20. apríl). Skráningar í Vinnuskólann. Sótt af https://www.vinnuskoli.is/starfidh/frettir

Þorbjörn Broddason, Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smári Geirsson og Stefanía Traustadóttir. (1975). Um launavinnu reykvískra unglinga: Könnun gerð við námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Reykjavík: Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg.