16
Nýr og spennandi Hyundai Tucson

Hyundai Tucson bæklingur

  • Upload
    bl-ehf

  • View
    235

  • Download
    1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Hyundai Tucson bæklingur

Nýr og spennandi

Hyundai Tucson

Page 2: Hyundai Tucson bæklingur

2

Leikurinn tekur nýja stefnu. Nýr Hyundai Tucson.Opnaðu hugann fyrir breytingum og þú sérð hlutina í nýju ljósi. Láttu gömul viðmið lönd og leið og fagnaðu nýjungum. Nýr Tucson er kyndilberi nýrra tíma hjá Hyundai. Glæsilegt Hyundai útlitið einkennist af kröftugum útlínum yfirbyggingar,flottum framenda, LED aðalljósum, sportlegum álfelgum og nýtískulegum brettaköntum sem hækka að aftan.

Page 3: Hyundai Tucson bæklingur

3

Page 4: Hyundai Tucson bæklingur

4

Breytingar alls staðar. Bæði að utan og innan.Útlitið er ekki það eina sem hefur breyst. Innrétting í Tucson er aðlaðandi og full af nýjungum. Rýmið er nægt fyrir farþega og farangur og sætin eru þægileg á löngum ferðum. Ekkert hefur verið til sparað að gera ferðina að upplifun sem auðvelt er að njóta.

Page 5: Hyundai Tucson bæklingur

5

Page 6: Hyundai Tucson bæklingur

6

Page 7: Hyundai Tucson bæklingur

7

Hyundai Tucson er hlaðinn nýjungum hvar sem á er litið.Algjörlega nýr undirvagn Tucson er búinn nýjustu tækni sem eykur aksturseiginleika og öryggi í akstri. Hægt er að velja úr úrvali dísil– og bensínvéla sem skila frá 115-185 hestöflum. Í boði eru sex gíra beinskipting, sex þrepa sjálfskipting og ný sjö þrepa tveggja kúplinga sjálfskipting. Sítengdur aldrifsbúnaður Tucson er með nýrri gerð af skriðvörn (Advanced Traction Cornering Control - ATCC) sem eykur öryggi í kröppum beygjum.

1.6 Turbo GDI. Þessi nýja 177 hestafla Turbo bensínvél er kraftmikil og sparneytin.

Ný tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting. Nýtir vélarafl betur og sparar eldsneyti. Þessi sjálfskipting er einungis fáanleg með 177 hestafla 1,6 l T-GDI bensínvélinni.

Sítengt aldrif. Tucson er með sjálfvirka afldreifigu milli fram- og afturáss. Þegar þörf krefur færist allt að 50% vélaraflsins til afturhjólanna. Hægt er að læsa drifbúnaðinum í 50/50 stöðu til að auka drifgetu í erfiðum aðstæðum.

Rafknúin handbremsa. Haganlega komið fyrir í innréttingunni á milli framsætanna.

Page 8: Hyundai Tucson bæklingur

8

Page 9: Hyundai Tucson bæklingur

Stjórntækjum og tökkum er haganlega komið fyrir í þægilegri afstöðu fyrir ökumann og farþega. Vönduð efni innréttingar auka á gæðatilfinningu og lúxus. Vínrauða innréttingin á myndinni er fáanleg með sérpöntun.

9

Page 10: Hyundai Tucson bæklingur

10

Page 11: Hyundai Tucson bæklingur

11

Þú ert í öruggum höndum.Nýr Tucson er fáanlegur með úrvali búnaðar sem eykur öryggi í akstri. Hægt er t.a.m. að fá bakkvörn með hreyfiskynjun (Rear Traffic Cross Alert - RTCA) sem virkar í 180° fyrir aftan bílinn og lætur ökumann vita ef eitthvað hreyfist fyrir aftan bílinn þegar bakkað er. Hér að neðan getur að líta sitthvað fleira af þeim búnaði sem í boði er.

Veglínuviðvörun. Myndavélar fylgjast með veglínum og aðvara ökumann, með hljóðmerki eða með því að leiðrétta stýringu, ef ökumaður keyrir yfir veglínur.

Sjálfvirk neyðarhemlun (Autonomous Emergency Braking - AEB) er búnaður sem virkar með árekstrarvarnarmyndavélum í framrúðu bílsins (Front Collision Warning System - FCWS) og getur, ef ökumaður óskar, brugðist við og hemlað sjálfkrafa til að koma í veg fyrir aftan á keyrslu.

Hámarkshraðaviðvörun (Speed Limit Information Function - SLIF) les upplýsingar um hámarkshraða af umferðarskiltum og birtir á skjá í mælaborði og á skjá leiðsögubúnaðar.

Blindhornaviðvörun (Blind Spot Detection - BSD) er myndavélabúnaður sem aðvarar ökumann þegar ökutæki kemur aðvífandi í blindhorni upp að afturhlið bílsins.

Page 12: Hyundai Tucson bæklingur

12

Page 13: Hyundai Tucson bæklingur

13

Auðveldar lífið.Nýr Tucson er bíll sem er auðvelt að falla fyrir vegna þess hve þægilegur hann er í notkun og umgengni. Pláss fyrir farþega og farangur er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki bíla. Farngursrýmið er aðgengilegt og auðvelt að hlaða. Aftursætin er hægt að leggja niður og þannig auka rýmið að vild (60:40 niðurfellanleg aftursæti). Með hjálp „leggja í stæði“ búnaðar er lífið auðveldara fyrir þá sem búa í borg eða bæ.

Farangursrými fyrir aftan aftursæti er 513 lítrar. Með því að leggja niður aftursætin er hægt að stækka farangursrýmið í 1.503 lítra. Aftursætin eru niðurfellanleg með 40:60 skiptingu á sætisbaki.

Sjálfvirk opnun á afturhlera. Skynjarar við afturhlera taka við boðum frá lykli bílsins og bregðast við ef ökumaður vill opna afturhlera.

Leggja í stæði hjálp (Smart Parking Assist System - SPAS). Myndavélar skynja stærð og aðgengi bílastæða og auðvelda ökumanni að leggja bílnum.

Leiðsögubúnaður með Íslandskorti er aðgengilegur og auðveldur í notkun með 8" litaskjá í mælaborði.

Page 14: Hyundai Tucson bæklingur

Ruby WineUltimate RedThunder Grey Moon Rock

Ash BlueAra Blue Phantom Black

Polar White Platinum Silver Micron GreyWhite Sand

Fjölmargir möguleikar. Þitt er valið.Öll erum við misjöfn og höfum mismunandi langanir og væntingar. Nýr Tucson er fáanlegur í mörgum mismunandi litum og fyrir innréttinguna er hægt að velja úr þremur mismunandi litum. Það geta allir fundið eitthvað sem fellur að þeirra smekk.

14

Page 15: Hyundai Tucson bæklingur

15

Helstu mál

Álfelgur

2.670 mm4.475 mm

1.66

0 m

m

1.850 mm

19" álfelga17" álfelga

Litir innréttingar

Drapplitað leður + svartur tvílitur Vínrautt leður + svartur tvílitur (sérpöntun) Svart leður (svartur tauáklæði er einnig fáanlegt)

Page 16: Hyundai Tucson bæklingur

Tæknilýsing

Vél 1.6 T-GTI bensín 2.0 CRDI dísil

Rúmtak 1591 cc 1995 cc

Fjöldi strokka 4 4

Hámarksafl (hestöfl DIN)/snúningar á mín. 177 hö/5500 bsk. 175 hö/5500 sjsk. 136 hö/3000-4000

Tog Nm/snúningar 265 við 4500 sn. bsk. 265 við 4500 sn. sjsk. 373 sjsk. við 2000-25000 sn.

Drifbúnaður 4x4 4x4

Ýtarupplýsingar

Hámarkshraði km/klst. 201 184

Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur / m.v. 16"/17" álflegur - Samkvæmt Evrópustöðlum

Blandaður akstur l/100 km* 7,9 bsk. / 7,6 sjsk. 6,1 sjsk.

Innanbæjarakstur l/100 km* 10,5 bsk. / 10 sjsk. 7,4 sjsk.

Utanbæjarakstur l/100km* 6,4 bsk. / 6,2 sjsk. 5,4 sjsk.

CO2 útblástur g/km 177 bsk. / 175 sjsk. 160 sjsk.

Eldsneytisgerð Bensín Dísil

Undirvagn og hemlar

Felgustærð 7,0 J x 17" álfelgur / 7,5 J x 19" í Premium útgáfu

Dekkjastærð 225/60R17 / 245/45R19 í Premium útgáfu

Hemlakerfi ABS-hemlar með ESS og ESC kerfi

Hemlar framan Loftkældir diskar

Hemlar aftan Diskabremsur

Þyngdir

Eiginþyngd (kg) 1.534 1.615

Heildarþyngd (kg) 2.190 2.250

Hámarksþyngd tengivagns með hemlum (kg) 1.600 1.900

Hámarksþyngd tengivagns án hemla (kg) 750 750

Helstu mál og stærðir

Lengd (mm) 4.475

Breidd (án spegla) (mm) 1.850

Hæð (mm) 1.645

Hjólhaf (mm) 2.670

Sporvídd framan (mm) 1.608

Sporvídd aftan (mm) 1.620

Farangursrými í lítrum 513 með sæti uppi / 1.503 með sæti niðri

Öryggi

Fjöldi loftpúða 6

Kauptúni 1 - 210 Garðabæ575 1200 - www.hyundai.is

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

70

29

0 /

ÁG

ÚS

T 2

01

5

Hyundai áskilur sér rétt til breytinga á búnaði bílanna í bæklingnum. Athugið að búnaður bílanna á myndunum í bæklingnum er mismunandi eftir markaðssvæðum og því er nauðsynlegt að hafa samband við söluaðila Hyundai til að fá endanlegar upplýsingar um búnað.

Nánari upplýsingar um verð og búnað er að finna á www.hyundai.is*Ekki er hægt að ábyrgjast ofangreindar eyðslutölur heldur ber að líta á þær sem viðmið. Eyðsla bíla fer eftir aksturslagi, hitastigi, ástandi vega og ýmsum öðrum þáttum.