16
mars 2013 »2. tölublað »5. árgangur Enginn hefur nefnt þann möguleika áður að það verði hægt að sigla yfir Norðurpólinn. Þessi möguleiki kemur algjörlega á óvart... »8 Iðnaðurinn og framtíðin Þjóðir, sem standa okkur nær, hafa líka átt í erfið- leikum með atvinnusköp- un sérstaklega fyrir ungt fólk. »14 Vill Ísland í ESB Matthias Krämer, sagði aðild að Evrópusambandinu skili sér á end- anum í bættri afkomu. »4 Gjá milli iðnaðarins og stjórnvalda „Við sem störfum í íslenskum iðnaði upplifum að myndast hafi gjá milli atvinnulífsins og stjórn- valda,.“ sagði Svana Helen Björnsdóttir. »2 Ísland hefur áhugaverða stöðu „Ég sé tækifæri fyrir Ísland að verða einhvers konar alþjóðleg miðstöð fyrir frumkvöðlastarfsemi í gegnum netið,“ segir Brad Burnham fjárfestir hjá Union Square Ventures í New York. Þ J ó N U S T U M I ð I L L I ð N A ð A R I N S

Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

  • Upload
    goggur

  • View
    235

  • Download
    3

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Þjónustumiðill Iðnaðarins

Citation preview

Page 1: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

m a r s 2 0 1 3 » 2 . t ö l u b l a ð » 5 . á r g a n g u r

Enginn hefur nefnt þann möguleika áður að það verði hægt að sigla yfir Norðurpólinn. Þessi möguleiki kemur algjörlega á óvart... » 8

Iðnaðurinn og framtíðinÞjóðir, sem standa okkur nær, hafa líka átt í erfið-leikum með atvinnusköp-un sérstaklega fyrir ungt fólk. »14

Vill Ísland í ESBMatthias Krämer, sagði aðild að Evrópusambandinu skili sér á end-anum í bættri afkomu. »4

Gjá milli iðnaðarins og stjórnvalda

„Við sem störfum í íslenskum iðnaði upplifum að myndast hafi gjá milli atvinnulífsins og stjórn-valda,.“ sagði Svana Helen Björnsdóttir. »2

Ísland hefur áhugaverða stöðu „Ég sé tækifæri fyrir Ísland að verða einhvers

konar alþjóðleg miðstöð fyrir frumkvöðlastarfsemi í gegnum netið,“ segir Brad Burnham fjárfestir hjá Union Square Ventures í New York.

Þ j ó n u S t u m I ð I l l I ð n a ð a r I n S

Page 2: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

2 M a r S 2 0 1 3

Samtök iðnaðarins eru stöð-ugt í leit að tækifærum til nýsköpunar og að vinna að

því að efla íslenskan iðnað. Margt má bæta eins og staðan er í dag og stjórnmálamenn hafa ekki skilning á því eins og Svana Helen Björns-dóttir, formaður Samtaka iðnaðar-ins, kom inn á í ræðu sinni við setn-ingu Iðnþings 2013.

„Íslenskt atvinnulíf á í vök að verj-ast. Stjórnmálamenn og alþingis-menn virðast því miður ekki skilja nægilega vel að öflugt atvinnulíf og arðbær fyrirtækjarekstur er undir-staða lífsgæða fólksins í landinu. Við sem störfum í íslenskum iðn-aði upplifum að myndast hafi gjá milli atvinnulífsins og stjórnvalda,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, í ræðu sinni.

Siðbót vantarStjórnmálamenn hafa orðið við-skila við íslenskan iðnað á síðustu árum. Svana Helen telur að þörf sé á nýrri sýn eða nýju sjónarhorni. Hún bendir á að stjórnmálamenn móti skilyrði atvinnulífsins „en við þurfum siðbót innan stjórn-

málanna og innan stjórnmálaflokk-anna. Við megum engan tíma missa. Við þurfum að rjúfa kyrrstöðu, komast aftur af stað, upp úr göml-um förum og áfram,“ sagði hún í ræðu sinni.

Svana Helen bendir á að það sé frumskylda stjórnvalda að tryggja atvinnulífinu viðskiptaumhverfi sem stenst samanburð við það sem nágrannaþjóðirnar búa við. „Van-ræki stjórnvöld það hlutverk líður allt þjóðfélagið, það tapar í sam-keppninni um fólk og fjármagn og lífskjör í landinu versna,“ sagði hún.

Framleiðnin þarf að aukastÍ vetur kom fram í skýrslu McKin-sey að framleiðni íslensks atvinnu-lífs væri minni en hjá nágranna-þjóðum Íslendinga. Þetta þýðir að Íslendingar þurfa lengri vinnutíma til að búa til sömu verðmæti og aðr-ir gera á skemmri tíma. Þar með beri Íslendingar minna úr býtum eða hafi minni frítíma. Fjölskyldan, börn og fullorðnir, líði fyrir.

Svana Helen telur ólíklegt að Ís-lendingar séu latari en aðrir. Hún telur frekar að Íslendingar vinni ekki réttu hlutina, verji tímanum „í

verkefni sem okkur skortir hæfni til að vinna eða þar sem ytri aðstæður okkar eru lakari en hjá öðrum. Til að auka framleiðnina þurfum við því að skerpa fókusinn, hætta að sóa tíma fólks í vinnu sem gefur af sér lítinn arð,“ benti hún á.

Vinna sem gefur mikinn arð er helst í tækni og verkmenningu. Þetta segir Svana Helen að yfirvöld þurfi að skilja. Leggja þurfi aukna áherslu á raunvísindi, tækni og verkmenntun því slík menntun skili meiri arði. Tæknistörf séu skapandi og ánægjuleg og henti konum vel.

Farsælast að klára viðræðurÍsland er háð viðskiptum við ná-grannalöndin og getur því ekki verið einangrað. EES-samningur-inn er undirstaðan í dag. Samn-ingurinn hafi reynst Íslendingum vel en ólíklegt sé að hann standist tímans tönn. Því sé farsælast að leiða viðræður um aðild að Evrópu-sambandinu til lykta. „Að slíta við-ræðunum nú er að mínu mati glap-ræði,“ sagði Svana Helen og benti á að íslensk fyrirtæki séu eins og með aðra höndina bundna aftur fyrir bak með núverandi gjaldeyrishöft,

hærra vaxtastig og gjaldmiðil sem hvergi sé tekið mark á.

„Þetta bætist við þann vanda sem ekki verður ráðið við, sem er fjarlægð landsins frá helstu mörk-uðum. Með þessu ástandi er öllu snúið á haus, við þyrftum einmitt að búa við betri samkeppnisskil-yrði til þess að vega upp á móti fjar-lægðinni,“ sagði hún. „Samkeppn-ishæfni atvinnulífsins er forsenda allrar velferðar í landinu.“

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, setti Iðnþing 2013:

Glapræði að slíta viðræðum við ESB

» Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að núverandi gjaldeyrishöft, hærra vaxtastig og gjaldmiðill, sem hvergi sé tekið mark á, hái íslenskum iðnfyrirtækjum.

Svana Helen » Svana Helen Björnsdóttir var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

á Iðnþingi 2013. Svana Helen var fyrst kjörin formaður Samtakanna árið 2012.

» Svana Helen hefur gegnt starfi forstjóra Stika undanfarin ár. Fyrirtækið er bæði hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki með áherslu á upplýsingaöryggi og hefur Svana Helen nú tekið sæti sem starfandi stjórnarformaður fyrir-tækisins. Svana Helen stofnaði Stika ehf árið 1992.

» Svana Helen er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi. Hún er sérfræðingur í áhættugrein-ingu og áhættustjórnun í rekstri. Hún hefur margra ára reynslu af rekstri, erlendu markaðsstarfi og verkefnastjórnun.

Íslenskt atvinnulíf á í vök að verjast. Stjórnmálamenn og alþingismenn virðast því miður ekki skilja nægilega vel að öflugt atvinnulíf og arðbær fyrirtækjarekstur er undirstaða lífsgæða fólksins í landinu

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Útgefandi: Goggur ehf. Grandagarði 16 101 Reykjavík, sími 445 9000. Í samvinnu við Samtök iðnaðarins. Starfsfólk Goggs: Hildur Sif Kristborgardóttir útgáfustjóri,

Guðmundur Ingi Sigurleifsson, Sara María Júlíudóttir, Sædís Eva Birgisdóttir og Sigurjón Magnús Egilsson. Prentun: LandsprentGoGGurú t G á f u f é l a G

Page 3: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

Fít

on

/ S

ÍA

BLANDAN MÍNOG BLANDAN ÞÍN

Page 4: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

4 M a r S 2 0 1 3

Samtök iðnaðarins í Þýska-landi telja að farið sé að örla á jákvæðum árangri eftir

efnahagslegar aðgerðir hjá stjórn-völdum í suðurhluta Evrópu, lönd-um eins og Portúgal, Ítalíu, Spáni, Grikklandi og Frakklandi. Matth-ias Krämer, framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins í Þýska-landi, telur að stjórnvöld í þessum löndum eigi að halda áfram á sömu braut. Það skili sér á endanum í bættri afkomu. Þó að lífið sé erfitt í Suður-Evrópu þessa dagana þá er hann sannfærður um að ljós sjá-ist við endann á göngunum innan fárra ára.

Sársaukafullar aðgerðirEfnahagsmál standa afar vel í Þýskalandi en ekki hefur verið átakalaust að ná þeim árangri. Þjóðverjar hafa neyðst til að fara í sársaukafullar aðgerðir, niður-skurð og viðamikla endurskipu-lagningu sem nú hefur skilað sér. Matthias Krämer segir að margt komi til. Framleiðslan hafi verið flutt til Asíu, Kína eða Indlands og Austur-Evrópu í stórum stíl. Það hafi haft sín tímabundnu áhrif en þróunin hafi að lokum sýnt að þetta hafi verið til góðs, samkeppn-ishæfnin hafi batnað og útflutning-ur aukist verulega og það vegi upp á móti því að störf í iðnaði hafi flust annað.

„Ég minnist þess að fyrir tíu árum þá voru ýmsir innan samtakanna sem höfðu áhyggjur af því að fram-leiðslan væri flutt burt frá Þýska-landi. En þróunin hefur nú sýnt að þetta hefur skilað sér mun betur en við héldum,“ segir Matthias Krä-mer.

Allir lögðu sitt af mörkumÞýskt viðskiptalíf lítur allt öðru-vísi út í dag en það gerði á tíunda áratugnum. Mörg þekkt fyrir-tæki hafa horfið af sjónarsviðinu. Krämer talar um þessi fyrirtæki sem flaggskip þess tíma, þau hafi verið við stjórnvölinn í viðskipta- og efnahagslífi og bendir á að þau séu nú horfin af vettvangi vegna breytinganna í viðskipta- og efnahagslífi. Þegar samkeppn-isaðilar frá Austur-Evrópu og Asíu komu inn á markaðinn urðu Þjóðverjarnir að endurskipu-leggja starfsemi sína og auka framleiðnina til að standast sam-keppnina.

„Þýsk stjórnvöld ákváðu að um-breyta þjóðfélaginu í veigamikl-um atriðum. Og það var ekki bara viðskipta- og efnahagslíf, kerfinu var breytt í heild sinni og stéttar-félögin tóku þátt í þessu. Við gerð-um meðal annars öðruvísi kjara-samninga, þjóðfélagið sem heild axlaði ábyrgðina og lagði sitt af mörkum,“ segir Matthias Krämer og bætir svo við að ekki hafi spillt fyrir að Þjóðverjar hafi líka verið heppnir.

Þjóðarframleiðslan dreifðÞýskt viðskiptalíf er frábrugðið viðskiptalífinu í mörgum öðrum Evrópulöndum. Samþjöppunin er ekki jafn mikil og víða annars stað-ar. Þjóðarframleiðslan í Frakklandi byggist að 80 prósentum á París og í Bretlandi snýst efnahagurinn um

London. Þýskt viðskiptalíf segir Krämer að sé allt öðruvísi byggt upp. Þjóðarframleiðslan dreifist betur um landið.

„Við höfum miðstöðvar mis-munandi atvinnugreina á dreif um landið. Í Suður-Þýskalandi höfum við til dæmis mörg lítil fjölskyldu-

fyrirtæki. Kannski er þetta hluti af skýringunni á því hvers vegna þýskt efnahagslíf gengur svo vel,“ segir Krämer.

Gríðarlegt atvinnuleysi er í mörgum Evrópulöndum. Á Spáni er atvinnuleysið 40 prósent hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð er

25 prósenta atvinnuleysi hjá ungu fólki. Krämer segir að atvinnuleysi ungs fólks sé uggandi en Þjóðverjar láti unga fólkið sitt læra iðn hjá fyr-irtækjum áður en það lýkur bóklega náminu. Þetta fyrirkomulag skili engum stórkostlegum gróða en það haldi unga fólkinu frá götunni. Til lengri tíma litið skili þetta fyrir-tækjunum hæfu starfsfólki og það sé til góða.

Fjölgunin ekki nógÞjóðverjar geta ekki farið á eftirlaun fyrr en við 67 ára aldur. Þetta segir Krämer að sé eina leiðin til að tak-ast á við „byrðina“ í mannfjöldaþró-uninni en þýskar konur eignast að meðaltali aðeins 1,3 barn. Hann við-urkennir að taka harkalega til orða þegar hann talar um „byrðina“ en það sé staðreynd að fólk hafi aldrei haft það betur en nú, það hafi góða heilsu og lifi lengi. Velferðarkerfið nái því miður ekki að standa undir eftirlaununum nema með því að seinka eftirlaunaaldrinum.

Ísland kemur að sjálfsögðu inn í umræðuna. Krämer telur að íslensk stjórnvöld þurfi að hlúa að iðnaði og framleiðslu í landinu, það sé besta leiðin til frambúðar. Þjóðverjar hafi sem markmið að örva evrópskan efnahag og það hafi ef til vill já-kvæð áhrif á Ísland en til framtíðar litið finnst honum óhjákvæmilegt að Íslendingar gangi í Evrópusam-bandið. Innan ESB hljóti þróunin að verða sú að sambandið þéttist og stefnan í efnahagsmálum og ríkis-fjármálum verði enn samræmdari en áður.

Gott hjá Seðlabanka Evrópu„Við höfum þegar stigið fyrsta skrefið. Öll ríkin innan Evrópu-sambandsins hafa skuldbundið sig til að skera niður opinberar skuld-ir. Frá okkar sjónarhóli séð höfum við ekki annan kost en að fara eftir harkalegri umbótastefnu í Evrópu. Ef við viljum halda evrusvæðinu heilu þá verðum við að samþætta og samræma betur. Seðlabanki Evrópu vinnur gott verk og skilar sínu. Við stöndum þétt á bak við Mario Draghi, yfirmann Seðla-banka Evrópu,“ segir Krämer.

matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi:

Niðurskurður og endurskipulagning skilar sér

» Matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi.

Þýsk stjórnvöld ákváðu að umbreyta þjóðfélaginu í veigamiklum atriðum. Og það var ekki bara viðskipta- og efnahagslíf, kerfinu var breytt í heild sinni og stéttarfélögin tóku þátt í þessu.

Matthias Krämer,framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi.

Page 5: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

ÍSTAK hf. Bugðufljóti 19 270 Mosfellsbæ Sími 530 2700 Fax 530 2724 www.istak.is [email protected]

Liðsheild, uppbygging, árangur

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

130

925

Page 6: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

6 M a r S 2 0 1 3

Ísland hefur ótæmandi mögu-leika til viðskipta í gegnum netið. Þjóðin gæti tekið forystu með því

að móta nýjar og nútímalegar reglur um milliliðalaus viðskipti á netinu og gerst miðstöð fyrir slík viðskipti. Þetta er skoðun Brad Burnhams sem er fjárfestir hjá Union Square Ventures í New York. Brad Burnham ræddi nýja heimssýn og möguleika Íslendinga á Iðnþingi 2013.

Burnham hefur fjárfest í fjöld-anum öllum af tæknifyrirtækjum og helstu samfélagsmiðlum heimsins með góðum árangri. Hann hefur til dæmis fjárfest í Twitter og Tumblr sem margir þekkja úr sínu daglega lífi. Burnham hefur áhyggjur af því að lagaumhverfið á netinu versni á næstu árum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Hann leggur til að Íslendingar skapi kjörlendi til ný-sköpunar og tækniframfara á netinu með því að koma sér upp einföldu lagaumhverfi og umhverfisvænum gagnaiðnaði.

Alþjóðleg miðstöð„Ég sé í þessu tækifæri fyrir Ísland að verða einhvers konar alþjóðleg mið-stöð fyrir frumkvöðlastarfsemi í gegnum netið,“ segir Brad Burnham.

„Ísland hefur áhugaverða stöðu. Efnahagslífið er minna en í Banda-ríkjunum en hefur mikla möguleika. Ef þjóðinni tekst að vera framsækn-ari í því hvernig efnahagslífið er skipulagt og byggja upp regluverk sem laðar að fjárfesta og gagnaiðnað þá gæti Ísland orðið nýtt vörumerki í heimsviðskiptum.“

Nýja heimsmyndin gengur út á það að nýta sér allan þann fjölda vel menntaðs tæknifólks sem býr í land-inu, orkuna og veðurfarið til rekst-urs gagnavera og bjóða upp á gagna-vinnslu og þjónustu henni tengdri. Umhverfið er að breytast mjög hratt. Hægt er að fá menntun gegnum netið hjá stórum og öflugum menntastofn-unum eins og til dæmis MIT í Banda-ríkjunum. Lánastofnanir eru til þar sem einstaklingar lána einstakling-um án milliliða, í ferðaþjónustunni geta húseigendur leigt út herbergi beint til viðskiptavina í gegnum net-ið. Þar með geta þeir ógnað rekstri hótelanna. Í þessum nýja heimi segir Brad Burnham að Ísland hafi tæki-færi til að leiða þróunina.

Ísland ekki í fjötrumAllt snýst þetta um regluverkið og það er hamlandi í Bandaríkjunum.

Bandarísk fyrirtæki byggja á góð-um pólitískum tengslum. Burn-ham bendir á að iðnfyrirtæki hafi tilhneigingu til að láta stórar fjár-hæðir renna til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Það sé auð-vitað fínt en kannski sé það ekki gott fyrir neytendur eða efnahags-lífið. Í kerfinu verði nefnilega til ákveðin mótstaða þegar milli-liðalaus viðskipti á netinu knýi dyra, bæði innan fyrirtækjanna og hjá stjórnmálamönnum. Burn-ham óttast að bandarískir stjórn-málamenn láti undan þrýstingi frá fyrirtækjunum. Mótstaðan sé ekki til með sama hætti á Íslandi því að Ísland hafi ekki sömu upp-

bygginguna og Bandaríkjamenn og það sé ekki sama hefðin og þar að barist sé á móti breytingum í at-vinnugreinum. Ísland sé því ekki í fjötrum hvað þetta varðar.

„Ísland hefur frelsi til breytinga,“ segir Brad Burnham.

„Við þurfum að skapa markaði sem eru frjálsir og sanngjarnir, skapa heilbrigt efnahags- og viðskipta-líf. Spurningin er hvort Ísland gæti komið upp regluverki sem myndi laða að fjárfestingar á netinu,“ segir Brad Burnham. „Netið hefur gríðar-leg áhrif á alheimsviðskiptin. Líka á regluverkið. Við erum í dag föst í viðjum regluverks gömlu heims-myndarinnar,“ segir hann.

Upplýsingamagnið aldrei verið meiraHann nefnir sem dæmi að í dag þurfi til dæmis fyrirtæki sem gera út á milli-liðalaus viðskipti á netinu að sækja um starfsleyfi. Ef þau fara ekki eftir regl-unum þá missa þau leyfið. Hægt er að skrá öll viðskipti og allskonar upplýs-ingar þeim tengdum sem virka á báða vegu, bæði frá fyrirtæki til neytanda og til baka. Regluverkið hafi aldrei haft aðgang að slíku upplýsingamagni. Bandarískt regluverk þrengi stöðugt meir að bandarískum fyrirtækjum. Hér sé hægt að skapa gott viðskipta-umhverfi fyrir nýja heimsmynd með betra öryggi við lægra verð.

En hvað geta Íslendingar gert? Brad Burnham telur að Íslendingar geti komið sér upp lögum og reglugerðum sem rúmast að öllu leyti innan núgild-andi regluverks í Evrópu, bæði innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þá segir hann að bandarískir og íslenskir lögfræðingar séu að skoða hvernig breyta mætti regluverkinu og þá vinnu segir hann að mætti styðja betur. Þá henti Ísland vel fyrir gagnaver og þjóðin hafi þeg-ar fjárfest í gagnaverum en netsam-bandið til Evrópu og Bandaríkjanna gæti samt verið betra.

Bandaríski fjárfestirinn Brad Burnham ræddi möguleika Íslendinga á netinu á Iðnþingi 2013:

Ísland hefur frelsi til breytinga

» Brad Burnham, fjárfestir hjá Union Square Ventures í New York, hefur fjárfest í netfyrirtækjum og samfélagsmiðlum sem eru hluti af daglegu lífi fólks um víða veröld.

Við þurfum að skapa markaði sem eru frjálsir og sanngjarnir, skapa heilbrigt efnahags- og viðskiptalíf. Spurningin er hvort Ísland gæti komið upp regluverki sem myndi laða að fjárfestingar á netinu.

Brad Burnhams, fjárfestir hjá Union Square Ventures í New York.

Page 7: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

Ál gefur okkur einstaka möguleika til að tryggja undirstöður atvinnulífs í landinu. Alcoa Fjarðaál hefur í starfsemi sinni mark visst unnið að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélags í anda sjálfbærrar þróunar. Með því að bjóða fjölskylduvænan vinnustað þar sem ýmis þjónusta stendur fjölskyldum starfsmanna til boða leggjum við áherslu á að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sjálfbært samfélag til lengri tíma litið.

www.alcoa.is

Fyrir komandi kynslóðir

Öflug starfsemi í sátt við samfélagið

ÍSLENSK

A/SIA.IS ALC

63524 03/13

Fyrir samfélagið

Starfsmaður Alcoa, Hinrik Þór Oliversson, dorgar á Eskifjarðarbryggju með dóttur sinni, Hugrúnu Elfi.

Page 8: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

8 M a r S 2 0 1 3

Þjóðirnar á norðurslóðum upplifa djúpstæðar breyt-ingar næstu 40 árin, ekki

bara loftslagsbreytingar með gríð-arlegum áhrifum á umhverfið held-ur líka aukna fólksflutninga. Lönd-in fá aukna efnahagslega þýðingu. Ekki er þó víst að þýðing Íslands fyrir siglingar um Norður-Íshafið og yfir Norðurpólinn verði umtals-verð.

Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA-háskólann í Bandaríkjunum, hefur gríðarmikinn áhuga á norðurslóð-um og þeim breytingum sem þar verða næstu 40 árin. Smith telur að tækifæri Íslendinga felist eink-um í aukinni orkuþörf heimsins og þeirri endurnýjanlegu orku sem til er hér á landi. Vatnið skipti máli, Ís-lendingar hafi nógar vatnsbirgðir. Þá segir hann að geti Íslendingar verið sýnilegir á alþjóðavettvangi, til dæmis gegnum forsetann eins og Ólafur Ragnar Grímsson hafi sýnt.

Nýjar og áður óþekktar siglinga-leiðir gætu opnast um Norður-Ís-hafið næstu áratugina ef loftslags-breytingar og hlýnun halda áfram sem nú horfir. Rannsóknarhópur undir forystu Laurence C. Smith, prófessors í jarð- og geimvísindum við UCLA háskólann í Bandaríkj-unum, hefur komist að þeirri nið-urstöðu að ísinn á Norðurpólnum bráðni svo hratt að ísbrjótar geti siglt beint yfir Norðurpólinn miðja öldina og að venjuleg skip geti siglt um Norður-Íshafið án fylgdar, sér-staklega í september þegar ísinn er þynnstur.

Laurence C. Smith kom inn á þessi mál á nýliðnu Iðnþingi. Hann telur að þróunin sé spenn-andi, ekki síst út frá efnahagslegu sjónarhorni. „Enginn hefur nefnt þann möguleika áður að það verði hægt að sigla yfir Norðurpólinn. Þessi möguleiki kemur algjörlega á óvart,“ segir hann. En þegar hann er spurður um þýðingu Íslands í þessari umferð býst hann við að umferðin fari að mestu framhjá Ís-landi án viðkomu þó að Ísland geti haft þýðingu útgerð skipa og vöru-flutningum.

Siglingar um Norður-Íshafið, yfir Norðurpólinn og meðfram ströndum Rússlands verða til þess að breyta þarf reglum um úthafs-siglingar, bæði með tilliti til örygg-is manna og skipa, umhverfismála og björgunarmála á Norður-Ís-hafinu. Smith bendir á að Íshaf-ið sé viðkvæmur og hættulegur staður og alþjóðasamfélagið þurfi að koma sér saman um það hvaða reglur eigi að gilda.

Aukin efnahagsleg þýðingSmith hefur mikinn áhuga á lönd-unum átta í norðri, Kanada, norð-urhluta Bandaríkjanna, Grænlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Rússlandi og telur að þau eigi ýmislegt sameiginlegt sem sameini

þau og geri þau að sterkari heild. Hann bendir á að þessi lönd hafi aukna þýðingu efnahagslega þýð-ingu vegna legu sinnar þegar nýju siglingaleiðirnar opnast. Spurður sérstaklega um Ísland telur hann að Íslendingar verði kannski ekki fyrir miklum áhrifum af hlýnun-inni en í framtíðinni geti Íslend-ingar haft ýmislegt fram að færa á erlendum vettvangi. Hann nefnir sérstaklega aukna orkuþörf í heim-inum og jarðvarmann sem Íslend-ingar eiga, vatnsbirgðirnar í land-inu og svo bendir hann líka á að forseti landsins geti haft áhrif með því að vera sýnilegur á alþjóðlegum vettvangi.

Búast má við gríðarlegum breyt-ingum í heiminum næstu áratug-

ina. Fólk mun flytjast norður á bóg-inn. Íslendingum mun fjölga áfram eins og mörgum öðrum þjóðum á norðurslóðum en þó ekki í sama

mæli og öðrum þjóðum vegna þess að fólk sækir minna í að flytja til Íslands. Kanadamönnum fjölgar um 30 prósent á skömmum tíma en Rússar eiga í vök að verjast. Þar dragi úr fólksfjölda um 17 prósent. Smith segir að þarna komi helst til mismunandi innflytjendastefna. Kanadamenn bjóði til dæmis fólk velkomið og hleypi mörgum inn í landið. Finnar taki hinsvegar inn-flytjendum ekki opnum örmum með sama hætti og verða bara með nokkuð stöðugan tveggja prósenta vöxt næstu 45 árin.

Ófyrirséðar breytingarSmith hefur skoðað áhrif hlýnunar á náttúruna og er sérstaklega ugg-andi vegna bráðnunar jöklanna.

Hann segir að Íslendingar upp-lifi loftslagsbreytingarnar í minni mæli en aðrar þjóðir og verði fyrir einna minnstu áhrifunum þó að Ís-lendingar finni greinilega nú þegar fyrir breytingum eins og til dæmis í göngu makrílsins. Smith segir að Kanadamenn og Rússar verði hins-vegar fyrir miklum breytingum og það hafi í för með sér ýmsar skrítn-ar uppákomur, til dæmis í dýrarík-inu. Þannig hafi orðið vart við björn sem sé blanda af ísbirni og svart-birni. „Mjög undarlegir hlutir eiga sér stað. Veturnir eru mildari, sjáv-arhæð fer hækkandi og ýmsar ófyr-irséðar breytingar eiga sér stað,“ segir Laurence C. Smith og hvetur til þess að hægt verði á hlýnuninni með einhverjum ráðum.

Komdu þér í mjúkinnMjúkís ársins 2013 er dökkur súkkulaðiís með súkkulaðikökubitum.

laurence C. Smith, prófessor við UCLa-háskólann í Bandaríkjunum, hefur rannsakað áhrif hlýnunar á Norðurheimskautið:

Möguleikar í jarðvarma og vatni

» Laurence C. Smith, prófessor við UCLA-háskólann í Bandaríkjunum. „Veturnir eru mildari, sjávarhæð fer hækkandi og ýmsar ófyrirséðar breytingar eiga sér stað,“ segir hann.

Mjög undarlegir hlutir eiga sér stað. Veturnir eru mildari, sjávarhæð fer hækk-andi og ýmsar ófyrir-séðar breytingar eiga sér stað.

Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA-háskólann í Bandaríkjunum

Page 9: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

Komdu þér í mjúkinnMjúkís ársins 2013 er dökkur súkkulaðiís með súkkulaðikökubitum.

Page 10: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

10 M a r S 2 0 1 3

Formenn stærstu stjórn-málaflokkanna ásamt öðr-um af tveimur formönnum

Bjartrar framtíðar tóku þátt í pall-borðsumræðum í lok Iðnþings 2013. Þetta voru Bjarni Benedikts-son, formaður Sjálfstæðisflokks-ins, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobs-dóttir, formaður VG, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ásamt Guð-mundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-arins, stýrði umræðum.

Orri vitnaði í Brad Burnham sem ræddi hugmyndina um að Ís-land yrði kjörlendi fyrir nýsköpun á sviði internetsins og milliliðalausra viðskipta og spurði Katrínu hvort Íslendingar gætu komið upp sérís-lenskum veggjum kringum veðmál og ósiðlegt athæfi á netinu. Katrín

sagði tækifærin mörg og þjóðina þegar vera að vinna úr þeim. Birg-itta Jónsdóttir hefði lagt fram merkilega þingsályktunartillögu á þingi árið 2010 um að skapa kjör-aðstæður fyrir fyrirtæki eins og til dæmis gagnaver, netmiðla og fjöl-miðla. Þetta hafi vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Mennta-málaráðuneytinu hefði verið falið að vinna að breytingum á lögum. Íslendingar megi ekki vera feimnir við klámumræðuna.

Ótæmandi möguleikarBjarni Benediktsson lagði áherslu á að skynsamlegt væri að hafa sterk-an grunn í hefðbundnu atvinnulífi þjóðarinnar. Hefðbundnu atvinnu-greinarnar gæfu styrkar stoðir. Án þeirra geti nýjar og skapandi grein-ar varla komið upp. Hann benti á að Íslendingar hefðu ákveðna styrk-leika þar sem ný tækifæri skapist

á grunni hugmynda, þekkingar og verkvits. Hann nefnir jarðvarma-klasann og sjávarútvegsklasann. Nýjungarnar þróist áfram á grunni þessara greina. Tækniþróunin og tölvuöldin opni nýjar og áhuga-verðar víddir. Möguleikarnir séu ótæmandi.

En hvernig ætli Íslendingar hafi nýtt stöðuna árið 2017. Guð-mundur Steingrímsson svarar að bragði: „Með því að hugsa út fyrir rammann.“ Ef hefðbundnar at-vinnugreinar flokkist sem „ramm-inn“ þá hafi Íslendingar hugsað of mikið um þær. „Auðvitað verða þær að vera sterkar,“ segir hann en telur þjóðina samt verða að beina sjónum sínum að atvinnugrein-um sem geti stækkað án náttúru-legra framleiðslutakmarkana, all-ur heimurinn sé markaðssvæðið. Hann nefnir hugbúnaðargeirann, fatahönnun, kvikmyndageirann,

orkusparandi tækni og hugvit sem Íslendingar þurfi að leggja meiri áherslu á. Listinn er langur. „Mér fannst mjög lærdómsríkt sem ung-um þingmanni að skynja að það var ekki óumdeilt á Alþingi Íslendinga að reyna að dreifa fjárhagslegum stuðningi hins opinbera betur,“ rifjar hann upp.

Víkka sjóndeildarhringinnStyrkja þarf matvælaframleiðslu því hún er of einhæf að mati Guð-mundar. Honum finnst að dreifa mætti krafti ríkisins betur, koma í gegnum fjárlagafrumvarpið litlum upphæðum til stuðnings við skap-andi greinar sem geta skipt sköp-um. Þetta mæti meiri mótstöðu í þinginu en hann hafi gert ráð fyrir.

„Við þurfum að víkka sjóndeildar-hringinn. Í tíu ár höfum við heyrt talað um Össur, Marel og CCP. Ég vil heyra ný fyrirtæki nefnd. Inter-

netið felur í sér stórkostlega mögu-leika. Brad var að lýsa hvernig þjón-ustan fer á netið. Björt framtíð er á netinu. Við mætum samtímanum eins og hann er að lýsa,“ segir Guð-mundur.

Talið berst að erindi Laurence C. Smith sem benti á að breytt jafn-vægi í heiminum fæli í sér að fram-tíð á norðurslóðum verði samtvinn-uð auðlindum. Sigmundur segist hafa keypt bók Laurence C. Smith strax 2010 og enginn hafi vitnað jafnoft í hann og hann sjálfur. Hann segist hafa orðið uppveðraður af þessum gífurlegu framtíðartæki-færum sem framundan væru. Oft sé talað um að hefðbundnar atvinnu-greinar séu deyjandi eða að dragast saman og því þurfi að fara í nýsköp-un en þetta sé röng nálgun. Nýsköp-un byggist á undirstöðugreinunum og spretti út frá þeim. Þeir sem vilji stofna fyrirtæki eða ná árangri á

Fimm flokksformenn tóku þátt í pallborðsumræðum á Iðnþingi 2013:

Þjóðin hefur ótæmandi tækifæri

Page 11: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

M a r S 2 0 1 3 11

» Fimm stjórnmálamenn í pallborði á Iðnþingi 2013. Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Katrín Jakobsdóttir ogÁrni Páll Árnason.

heimsmælikvarða þurfi að gera grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í stakk búna til að standa undir því. Nýsköpun sé áhættusöm og þurfi sterkan grunn.

Finna nýja markaðiLífmassinn er á leið norður, það þekkja Íslendingar í gegnum mak-rílinn og þá milliríkjadeilu sem sprottið hefur upp. Árni Páll Árna-son segir að þjóðin megi ekki af-neita þeim atvinnugreinum sem hún hafi byggt afkomu sína á heldur verði hún að byggja á styrkleikum þessara greina. Klasahugmynda-fræðin sé komin vel á veg og fjöl-breyttara atvinnulíf sé að þróast. Að tvennu þurfi að gæta. Annars-vegar að arðurinn af auðlindunum fari til þjóðarinnar. Hinsvegar að byggja atvinnulífið á jöfnum sam-keppnisskilyrðum þar sem auðlind-irnar verði bónus. Mörg tækifæri

séu fyrir hendi. Nýjar greinar verði til með nýjum lausnum sem skapi nýjar forsendur fyrir atvinnu-starfsemi vítt og breitt um lands-byggðina. Skapa þurfi umgjörð um valddreift atvinnulíf, koma á skattahvötum fyrir fjárfestingar og auka tæknimenntun. Ekki megi tala niður gamlar atvinnugreinar. Landbúnaði þurfi að finna nýjan markað og skapa ný störf í íslensk-um landbúnaði. Opna þurfi nýjan markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir.

Katrín Jakobsdóttir var spurð að því hvort VG vildi ekki að íslend-ingar legðu meira af mörkum í lofts-lagsmálum með því að nýta endur-nýjanlegar orkuauðlindir eins og Laurence C. Smith hefði bent á. Katrín sagði brýnt viðfangsefni hvernig spornað verður við lofts-lagsbreytingum. Framlag Íslend-inga til loftslagsmála gæti aldrei

skipt sköpum á heimsvísu, aðalat-riðið væri að ganga vel um auðlind-ir þjóðarinnar, ekki síst með kyn-slóðir framtíðarinnar í huga.

Umgengnin um norðurslóðir segir Katrín að sé ekki bara einka-mál þeirra þjóða sem búa á norður-hveli jarðar heldur sé þetta mál sem komi öllum jarðarbúum við. Ekki sé nóg að bara kortleggja auðlind-irnar heldur þurfi líka að gæta að því hvernig staðið sé að rétti frum-byggja og að gengið sé fram með ítrustu varúð gagnvart umhverfinu. Hugsa þurfi til lengri tíma, ekki bara næstu áratuga heldur næstu aldar og jafnvel miklu lengra.

Ógnarástand í landinuÞýskur iðnaður byggist á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækj-um. Sigmundur Davíð vildi gera fólki, sem setur fyrirtæki á stofn, betur kleift að vera í fyrirtækja-

rekstrinum með fjölskyldu sinni. Kerfið sé flókið og erfitt viðfangs. Brýn þörf sé á því að einfalda reglu-verkið og gera það aðgengilegra. Þá þurfi að skapa hvata í skattkerfinu þannig að þeir sem stofna fyrir-tæki geti haft nóg upp úr því fyrir sig og sína. Hið opinbera megi ekki líta svo á að allur ávinningur sé illa fengið fé og skattleggja eftir því. Senda þurfi þau skilaboð að vel séð sé að vera í einkarekstri.

„Fólk, sem rekur lítil fyrirtæki, talar oft um að það sé ómögulegt að standa í rekstrinum við þessar aðstæður sem boðið er upp á. Þeg-ar maður bendir þeim á að skrifa í blöðin og vekja máls á þessu þá er svarið: „Nei, þá get ég fengið skatt-inn á mig, eða að einhver fari að skrifa um mig í blöðum. Þetta er ógnarástand. Fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að kerfið ráðist á það. Skilaboðin þurfa að vera þau að

mönnum sé hollt að standa í fyrir-tækjarekstri,“ segir Sigmundur Davíð.

Vongóður um góðan samningGuðmundur Steingrímsson var spurður að því hvort ekki væri betra að taka af skarið strax og segja hvort Björt framtíð vilji ganga í ESB eða ekki. Hann svaraði því til að samningurinn lægi ekki fyrir. Það væri óábyrgt af sér sem stjórn-málamanni, kjósanda og Íslendingi að taka af skarið áður en samning-urinn liggur fyrir. „Ég er vongóður um að samningurinn verði góður miðað við það sem ég heyri og met sjálfur,“ sagði hann og fannst er-indi Krämers sýna að Evrópuríkin væru margbreytileg. Atvinnuleysið í sunnanverðri Evrópu sé í raun-inni langvarandi vandi og liggi í að-stæðum og þeirri samfélagsmynd sem þar blasi við. Atvinnuleysi

Page 12: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

12 M a r S 2 0 1 3

hafi verið hátt í sunnanverðri Evr-ópu áður en þessi lönd gerðust að-ilar að ESB. Minna beri hinsvegar á því hversu vel gangi í Eystrasalts-ríkjunum, Hollandi, Þýskalandi og víðar.

„ESB-aðildin snýst um hvað maður gerir úr henni,“ sagði Guð-mundur og tók undir með Sig-mundi þegar hann sagði að styðja þyrfti lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Við eigum að spyrja í öllum okkar ákvörðunum hvað hjálpi þeim. Eitt af því sem get-

ur hjálpað er opið markaðs- og samkeppnisumhverfi. Mér finnst magnað að heyra lýsingar fólks í útflutningi sem þarf að glíma við margskonar hindranir og vesen út af þeim höftum sem við búum við vegna þess að Ísland er ekki í ESB heldur Evrópska efnahagssvæð-inu og það er að verða úrelt. Það er ekki að ástæðulausu að eitt af slag-orðum okkar er Minna vesen. Við teljum það minnka vesenið að Ís-land verði hluti af opnu samkeppn-isumhverfi í Evrópu. Við erum

það menntuð og samkeppnishæf í grunninn að við myndum njóta mjög góðs af því,“ sagði hann.

Lýðræðislegt umboð skortirSjálfstæðisflokkurinn vill hætta viðræðunum við ESB núna og ekki haldið áfram nema að undan-genginni þjóðaratkvæðagreiðlu um málið. Bjarni Benediktsson segir að viðræðurnar gangi ekki

nógu vel, aðeins hafi tekist að loka köflum sem tengist EES-svæðinu. Vandinn sé sá að aðildarumsókn-ina skorti lýðræðislegt umboð. Til umsóknarinnar hafi verið stofnað með málamyndagjörningi á alþingi þar sem aðilarnir áskildu sér rétt til að styðja eða leggjast gegn aðild þegar niðurstaðan lægi fyrir. Þetta sé ekki góður grunnur til að byggja aðildarviðræðurnar á og ein helsta

ástæða þess að málið sé ekki komið lengra.

„Við höfum lagt áherslur á að við-ræðurnar byggi á skýru lýðræðis-legu umboði og talið að það ætti að stöðva viðræðurnar og halda ekki áfram nema fram fari þjóðarat-kvæðagreiðsla. Við getum allt eins átt von á því að sjávarútvegsráð-herra handsali samning sem hann hugsanlega getur ekki lofað stuðn-

Ég hef styrkst í þeirri skoðun minni að meðan ekki er skýr vilji innan þingsins eða áhugi innan ríkisstjórnarinnar á ESB-aðild þá verði þetta alltaf sýndarviðræður.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég er vongóður um að samningurinn verði góður miðað við það sem ég heyri og met sjálfur.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.

Með því að fara í þingkosningar sækist ég eftir lýðræðislegu umboði til að leiða þessar viðræður til lykta.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Við höfðum þá trú að ferlinu gæti lokið fyrr og að þjóðin væri að kjósa um samning í vor. Þess vegna viljum við halda áfram í eitt ár í viðbót, það kann að verða áhugavert og raunhæft.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.

Allt bendir til þess að Íslandi farnist best til framtíðar ef við spyrnum ekki bara við Evrópu sem er á sögulegu hnignunarskeiði heldur höldum öllum möguleikum opnum. Við þurfum áfram á sveigjanleika að halda til að nýta gríðarleg tækifæri sem bjóðast.

Sigmundur Davíð Guðlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Page 13: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

ingi við. Þess vegna er vandinn sá að ekki hefur fengist lýðræðislegt umboð. Ég hef styrkst í þeirri skoð-un minni að meðan ekki er skýr vilji innan þingsins eða áhugi innan ríkisstjórnarinnar á ESB-aðild þá verði þetta alltaf sýndarviðræður,“ segir Bjarni Benediktsson.

Tveir valkostirÁrni Páll Árnason veltir vöngum yfir því hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu leitt viðræður um aðild að ESB ef þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda viðræðum áfram. Það myndi að hans mati gera stöðuna enn verri. Aðildarviðræðurnar séu nú í biðstöðu. Ekki séu hugað að nýjum köflum, svo sem varðandi gjaldmiðilsmál, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. „Með því að fara í þingkosningar sækist ég eftir lýð-ræðislegu umboði til að leiða þess-ar viðræður til lykta,“ segir hann og rifjar upp raddir um að EES-samn-ingurinn virki ekki fyrir iðnfyrir-tæki í nýsköpun því sendingar séu stoppaðar á öllum landamærum. Fólk og fyrirtæki flýi landið vegna þess að hér séu ofurvextir og óstöð-ugleiki. Valkostirnir séu tveir, að

halda áfram að flytja fólk og fyrir-tæki út eða bjóða stöðugleika og efnahagsástandi inn í landið. „Ég býð upp á þá leið,“ segir hann.

Sigmundur Davíð segir að Ís-lendingar hafi oft verið séðir í sam-skiptum við önnur lönd og þurfi að hafa svigrúm til þess að geta tekið

ákvarðanir út frá eigin hagsmun-um. Asíuþjóðir hafi lýst yfir miklum áhuga á að kanna aðstæður hér og Íslendingar þurfi að búa sig undir að nýta þessi tækifæri. Umræð-an snúist stundum um það hvort menn séu ESB-sinnar eða einangr-unarsinnar. „Allt bendir til þess að

Íslandi farnist best til framtíðar ef við spyrnum ekki bara við Evrópu sem er á sögulegu hnignunarskeiði heldur höldum öllum möguleikum opnum. Við þurfum áfram á sveigj-anleika að halda til að nýta gríðar-leg tækifæri sem bjóðast,“ segir hann.

Umsókn á skilorðiOrri spurði Katrínu hvort VG væri með ESB-umsóknina á skilorði, núna þegar flokkurinn hefði gefið umsóknarferlinu tiltekinn tíma til loka þess. Katrín Jakobsdóttir segir að VG telji Íslandi best borgið utan ESB og það sé líka sín skoðun. Margir fletir séu á málinu en það komi fyrr eða síðar á borð þjóðar-innar. Stundum hafi verið sagt að ákvörðunin verði ekki tekin út frá efnahagslegum skoðunum heldur sjálfsmynd þjóðarinnar og hvar hún eigi heima. Því sé haldið fram að það sé erfitt í samningaviðræð-unum að ríkisstjórnin sé ekki sam-mála. „Ég hef hugsað mikið um þetta. Að sjálfsögðu er það óhefð-bundið að ríkisstjórnin sé ekki sammála en sumir telja okkur þá líka komin langt á lýðræðisbraut að geta haft það þannig. Áhuga-verða atriðið í þessu er að þora að setja ákvörðunina í hendur þjóðar-innar. Við höfðum þá trú að ferlinu gæti lokið fyrr og að þjóðin væri að kjósa um samning í vor. Þess vegna viljum við halda áfram í eitt ár í við-bót, það kann að verða áhugavert og raunhæft,“ segir Katrín Jakobs-dóttir.

Eru þessir þættir lýsandi fyrir þig? Hæfni í samskiptum

Metnaður

Frumkvæði

Sjálfstæði

Gott vald á ensku

Þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn.Frekari upplýsingar gefur Auðunn Ragnarssoní síma: 895 0057Umsóknir sendist til: [email protected]ð er við umsóknum til og með 1. apríl 2013

Við leitum að öflugum einstaklingum í eftirfarandi störf:Hugbúnarsérfræðingur InfoMentor er smíðað í ASP.NET MVC C# ofan á Microsoft SQL Server. Menntunar- og hæfniskröfur:� Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða sambærileg menntun � Þekking og reynsla af ASP.NET MVC og C#

KerfisgreiningÍ starfinu felst greining á lausnum innan InfoMentor.Menntunar- og hæfniskröfur: � Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða sambærileg menntun � Reynsla af kerfisgreiningu

Sérfræðingur í hugbúnaðarprófunStarfið felst í hugbúnarprófunum, m.a. gerð prófanatilvika og einingaprófana, samantekt prófananiðurstaðna og skjölun.Menntunar- og hæfniskröfur: � Tölvunarfræðingur, kerfisfræðingur eða sambærileg menntun� Reynsla af prófunum og aðferðum gæðastjórnunar� Þekking og reynsla af ASP.NET, C# og SQL

Allir nemendur nái sínum markmiðum! www.infomentor.is

4

4

4

4

4

M a r S 2 0 1 3 13

Page 14: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

14 M a r S 2 0 1 3

Skilaboðin frá Iðnþingi eru fjölmörg og flest jákvæð. Ís-lendingar munu á næstu árum

og áratugum eiga umtalsverð efna-hagsleg og samfélagsleg tækifæri sem hægt er að grípa. Enga byltingu þarf til og ekki þarf að gjörbreyta því sem fyrir er. Flest tækifærin eiga ágætan grunn í núverandi atvinnu-

lífi og hægt er að þróa mennta-kerfi, löggjöf og innviði landsins á þann hátt að framtíðin verði Ís-lendingum gjöful. Það er meira að segja hægt að fá íslenska stjórn-

málaleiðtoga til að ræða málin yfir-vegað og lausnamiðað eins og sann-aðist rækilega á Iðnþingi. Það, sem er mögulegt, gerist hins vegar ekki sjálfkrafa. Tækifærin berast hvorki sjálfkrafa upp í hendurnar á okkur né er sjálfgefið að við grípum þau þótt við vöðum í þeim.

Ísland hugsi eins og sprotafyrirtækiBrad Burnham frá Union Square Ventures í New York bendir á að Ís-land geti orðið kjörlendi fyrir ný-sköpun í netheimum ef leiðtogar í viðskiptum og stjórnmálum í land-inu kjósa svo. Hér séu ýmsar forsend-ur fyrir hendi svo sem tækniinnviðir, menntunarstig, orkuauðlindir, nátt-úruleg kæling og sveigjanlegt hugar-far. Saman skapi þetta frjóan jarðveg fyrir nýja tegund nýsköpunarfyrir-tækja sem falla illa að þeirri löggjöf sem fyrir er og hönnuð um atvinnu-líf Vesturlanda og þeirri reglusetn-ingu sem er á leiðinni. Íslendingar þurfi sjálfir að hugsa eins og nýsköp-unarfyrirtæki, sýna snerpu og nýta sér nýja möguleika til lítilla og af-markaðra frávika í umhverfi nýrra fyrirtækja, t.d. í löggjöf um fjar-

skipti, hugverk og persónuvernd. Ís-lendingar þurfi ekki að skera sig úr öðrum þjóðum á byltingarkenndan hátt og eigi að hafa í heiðri alþjóð-legar skuldbindingar og viðskipta-venjur. Með lagni megi hins vegar skapa sjónarmun á okkur og öðrum sem dugar til að laða hér fram sér-staka gerjun og grósku.

Náttúruleg þróun Íslandi í hagLaurence C. Smith, prófessor við UCLA, hefur kannað og spáð fyrir um breytingar á næstu áratugum í heiminum. Sumt í þeirri þróun vekur ugg og skapar hættu svo sem þróun loftslags og búferlaflutning-ar lífvera. Laurence hefur sérstak-lega rannsakað norðurslóðir, m.a. umhverfi Íslands. Svo vill til að hér munu flestar breytingar verða til góðs en þó vissulega ekki án áhættu.

Við verðum í kjörstöðu varðandi lífmassa, vatnsrennsli, siglinga-leiðir, lýðfræði, heilbrigðistækni, lífeyrissjóði og orkuauðlindir. Við eigum ekki að hafa samviskubit af að nýta þau tækifæri sem þessar breytingar munu skapa enda eigum við ekki sök á því þótt horfurnar sé ekki jafn hagfelldar annars staðar. Okkur ber skylda til að breyta því sem við höfum sjálf stjórn á og laga okkur að breytingunum framund-an með hagfelldum hætti.

Hver er sinnar gæfu smiðurMatthias Krämer frá samtökum iðnaðarins í Þýskalandi gerði okk-ur grein fyrir að efnahagsleg ör-lög þjóða í Evrópu eru ekki forlög. Fyrir 10 árum var Þýskaland kallað

„veiki maðurinn í Evrópu“ en gerði þá umbætur á vinnumarkaði sínum

og hagkerfi sem landið hefur notið síðan. Ólíkt þróuninni í mörgum öðrum Evrópulöndum hefur þýsk-ur iðnaður siglt sterkur gegnum fjármálakreppuna og flytur eftir-sóttar vörur sínar í miklum mæli til hávaxtarsvæða eins og Kína. Ungt fólk fær tækifæri til að vinna í þýskum fyrirtækjum og þýska menntakerfið vinnur náið með atvinnulífinu þar í landi. Þessu er öfugt farið í mörgum öðrum Evr-ópuríkjum en verst er ástandið við Miðjarðarhafið. Þar eru heilar kyn-slóðir sem óvíst er að muni nokk-urn tíma vinna á sinni ævi þótt þær séu meira menntaðar en kyn-slóðirnar sem á undan komu. Þjóðir, sem standa okkur nær, hafa líka átt í erfiðleikum með atvinnusköpun, sérstaklega fyrir ungt fólk og í því efni er Finnland kvíðvænlegt dæmi.

Tækifærin gripin á for-sendum félagsmannaÍ aðdraganda Iðnþings gerðu Samtök iðnaðarins könnun meðal aðildarfyrirtækja sinna um for-gangsverkefni og áherslumál sem að mati félagsmanna þyrfti að leggja mesta rækt við. Þau sjást á meðfylgjandi mynd. Menntamál-in skipta þar mestu, auk peninga-mála, skatta, fjárfestinga og kjara-samninga.

Verkefnin bera mörg almenna yfirskrift en er vel hægt að útfæra með þeim hætti að þau dugi ís-lensku atvinnulífi til langs tíma. Þótt ládeyða ríki um þessar mund-ir í hagkerfi landsins, væri synd að missa af tækifærunum sem blasa við. Til að grípa þau þarf ekki að hugsa óralangt út fyrir rammann, bara rétt til hliðar við hann.

Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins:

Hugsað út fyrir rammann

» Orri Hauksson.

Langtímahugsun í stað tilviljunarkenndrar stjórnsýsluSamvinna atvinnulífs og stjórnvalda Tækni- og raungreinamenntun í fyrirrúmNýsköpun á grunni núverandi atvinnulífsArðbærar fjárfestingar og viðhald opinberra eignaÞjóðin ráði úrslitum varðandi EvrópumálNafnvextir verði lækkaðirLausn verði fundin á krónueign erlendra aðilaAfnám gjaldeyrishafta hafið sem allra fyrstKjarasamningar byggist á verðmætasköpun

Á næstu árum og áratugum verða miklar breytingar í efnahagslegu um-hverfi Íslands, bæði af völdum náttúrunnar og mannlegs samfélags. Margt í þeirri þróun getur orðið til hagsbóta fyrir Íslendinga, ef stjórn-völd og atvinnulíf taka höndum saman til að greina tækifærin og nýta þau. Lýðfræði íslensku þjóðarinnar er afar hagstæð. Orku- og auðlin-daþróun getur unnið ríkulega með Íslandi.Framþróun í tækni og breyt-ingar á löggjöf í heiminum skapa fjölmörg færi. Þá þarf að nýta reynslu ólíkra ríkja af fjármálakreppu undanfarinna ára til að byggja upp bestu mögulegu framtíðarskipan sem völ er á hvað varðar fjármálakerfi og lögeyri. Grundvallaratriði er að stjórnvöld láti af handahófskenndum ákvörðunum um hagræn málefni. Vörugjaldakerfið, byggingarreglu-

gerðin og skattbreytingarnar eru nokkur nýleg dæmi um illa undirbúnar breytingar sem verða með skömmum fyrirvara. Þess í stað þarf að byggja upp til langs tíma, með fyrirsjáanlegum og skýrum hætti.

Þarfir fyrirtækja fyrir sérhæft starfsfólk, ekki síst í raungreinum, tækni og verklegri færni, munu fara sívaxandi á næstu árum. Samtök iðnaðarins munu setja aukinn kraft í samvinnu með yfirvöldum og menntastofnunum á öllum skólastigum til að efla slíkar námsgreinar í menntakerfinu. GERT verkefnið á grunnskólastigi er dæmi um árangurs-ríka aðferðafræði við slíka samvinnu.

Íslenskir stjórnmálamenn skilja nú betur en áður var hvernig skatt-kerfi getur haft áhrif á fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Slíkan samhljóm má nýta til frekari umbóta á umhverfi nýsköpunar. Það þarf að byggjast á því að nýsköpun er ekki einangrað fyrirbæri heldur stöðug framþróun á grunni þess atvinnulífs sem fyrir er í landinu.

Því er lykilatriði, ekki síst til að örva nýsköpun í landinu, að svigrúm til fjárfestinga verði stóraukið að loknum kosningum. Aflétta þarf óvissu varðandi sjávarútveg og samþykkja rammaáætlun um verndun og nýtingu orkuauðlinda, sem byggir á faglegum grunni en ekki póli-tískum sérskoðunum.

Hið opinbera þarf sjálft að halda við eigin innviðum en viðhald vega og tækjabúnaðar verður mun dýrara ef því er sífellt frestað eins og nú er gert. Lífeyrissjóðir hafa boðist til að fjármagna arðbærar framkvæmdir nú þegar ríkissjóður stendur höllum fæti. Fráleitt er að hafna slíku boði, eins og var gert strax að loknum kjarasamningum 2011. Stjórnvöld

höfðu við þá samningagerð heitið framkvæmdum með þess háttar fjár-mögnun, en á því urðu ekki efndir.

Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf að leiða til lykta sem fyrst. Nauðsynlegt er að ljúka aðildarviðræðum og að þjóðin eigi síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. Kjósi Íslendingar að standa utan Evrópusambandsins þarf að huga til framtíðar að öðrum gjaldmiðlakostum en upptöku evru. Engu að síður er ljóst að hin íslenska króna verður lögeyrir Íslands næstu ár hið minnsta, og því er brýnt að til komi öguð hagstjórn í samræmi við peningastefnu til að halda göllum ís-lensku krónunnar í skefjum en leyfa kostum hennar að nýtast til að endur-spegla íslenskt hagkerfi. Strax að loknum kosningum þarf að ljúka verk-efnum tengdum krónueign erlendra aðila, þrotabúum bankanna og vinda að því loknu ofan af fjármagnshöftum í landinu. Nafnvexti þarf að færa niður í átt að því sem er á helstu markassvæðum og halda þeim í lágmarki þar til lausn finnst á krónueign erlendra aðila. Lægri vextir örva innlenda fjárfestingu og minnka streymi gjaldeyris úr landi í formi vaxtagreiðslna.

Stefnt er að því að gera nýja kjarasamninga í lok árs. Ekki má gera sömu mistök og árið 2011 þegar samið var um ríflegar launahækkanir vegna fyrirheita stjórnvalda um að fjárfestingum og verðmætasköpun yrði hleypt af stokkunum. Þegar það gekk ekki eftir rötuðu nafnlauna-hækkanir út í verðlagið og drógu úr auknum kaupmætti landsmanna. Í þetta sinn verður að byggja á langtímasýn aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um raunhæf tækifæri til verðmætasköpunar hér á landi á næstum árum.

Ályktun Iðnþings 2013:

Mörkum stefnuna

Page 15: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

Með

Marel byggir vöruþróun og rannsóknarstarf sitt á traustum grunni. Hjá fyrirtækinu starfa snillingar sem búa yfir þekkingu á afar fjölbreyttu sviði.

Við horfum til framtíðar og bjóðum upp á fjölbreytt störf hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi á alþjóðlegum markaði.

www.marel.is

í genunum nýsköpun

MEET OUR PEOPLEmarel.com/people

www.marel.is

Page 16: Iðnaðarblaðið 2. tbl. 2013

Samtök iðnaðarins - www.si.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 0

8-2

13

3

Veljum íslenskt!

Orkumikill iðnaður

– uppspretta verðmæta