4
VERÐMÆTIR FULLTRÚAR ERLENDIS ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS MAÍ/JÚNÍ 5 TBL. 2011 Nýlega hófust Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein. Er þar um að ræða fjölgreinamót ríkja í Evrópu með færri en eina milljón íbúa, og eru þjóðirnar nú níu talsins eftir Svartfjallaland fékk sjálfstæði og bættist í hópinn. Mótið er haldið annað hvert ár, undir verndarvæng Ólympíuhreyfingarinnar, og uppfyllir allar kröfur og hefðir ólympískra leika. Þrátt fyrir nafngiftina er hér um býsna stóran viðburð að ræða, og er þetta stærsta einstaka verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Að þessu sinni fer um það bil 140 manna hópur á vegum ÍSÍ og þeirra sérsambanda sem þátt taka í leikunum. Þrátt fyrir að vera fjarri því stærsta þjóðin hefur Ísland ávallt verið á meðal sigursælustu þjóðanna á leikunum. Auk þess að vera góður vettvangur fyrir okkar keppendur þá er hér jafnframt mikill menningarviðburður á ferð þar sem samskipti ríkjanna eru bæði mikil og góð. Íþróttamálaráðherrar þjóðanna hafa komið saman til fundar samhliða leikunum, og hefð er fyrir því að þjóðhöfðingjar ríkjanna sæki leikana heim. Það hefur verið full ástæða til að sýna stolt yfir bæði árangri og framkomu íslenskra keppenda á þessum leikum – þeir hafa í senn verið landi og þjóð til sóma og góð landkynning almennt fyrir Ísland og íslenskt samfélag. Hið sama má raunar segja um fjöldann allan af íslenskum keppendum sem taka þátt í æfingum og keppni erlendis allt árið um kring í hinum ólíkustu íþróttagreinum – svo ekki sé minnst á þá einstaklinga sem hafa íþróttina að atvinnu sinni erlendis. Hvað skyldu þeir atvinnuleikmenn og þjálfarar sem Ísland á erlendis koma fram í mörgum viðtölum í fjölmiðlum í hverri viku? Hvað skyldi oft hafa verið vísað til Íslands eða „Íslendingsins― í þeim viðtölum? Hvað skyldu margir erlendir ferðamenn hafa komið til Íslands af þeirri ástæðu einni saman að kynnast af forvitni þessari stoltu smáþjóð sem hefur lagt íþróttasamfélaginu til svo hlutfallslega marga afreksmenn. Þá er ótalinn sá fjöldi erlendra gesta sem kemur – á eigin kostnað – beint eða óbeint til Íslands vegna viðburða MEÐAL EFNIS: Smáþjóðaleikar 2011 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Hjólað í vinnuna Nýir formenn Fræðsluviðburðir ÍSÍ SIDE- ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ innan íþróttahreyfingarinnar, hvort sem um er að ræða æfingar, mótahald, einstaka leiki eða keppnir, ráðstefnur eða fundi. Vissulega væri fróðlegt að taka allar þessar upplýsingar saman, og þá fjárhagslegu hagsmuni sem þeim fylgja. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að þeir fjármunir eru margföld sú fjárhæð sem íslensk stjórnvöld leggja íþróttahreyfingunni til. Framlög rikisins til íþróttamála byggja á umgjörð og uppbyggingu starfseminnar, en hvergi er að finna skilgreinda fjármuni til að standa straum af því mikla landkynningarstarfi sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Hefur íþróttahreyfingin reyndar aldrei farið fram á slíkt – en ljóst má vera að við ákvörðun fjárhæða til íþróttastarfs er ekki annað en sanngjarnt að taka tillit til þeirra staðreynda sem felast í viðamiklu landkynningarstarfi og tekjumyndun fyrir íslenskt samfélag. Gleymum því ekki að Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi árið 2015. Ólafur E. Rafnsson forseti ÍSÍ

ÍSÍ fréttir maí 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Citation preview

Page 1: ÍSÍ fréttir maí 2011

VERÐMÆTIR FULLTRÚAR ERLENDIS

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

MAÍ/JÚNÍ 5 TBL. 2011

Nýlega hófust Smáþjóðaleikarnir í

Liechtenstein. Er þar um að ræða fjölgreinamót ríkja í Evrópu með færri en eina milljón íbúa, og eru þjóðirnar nú níu talsins eftir að Svartfjallaland fékk

sjálfstæði og bættist í hópinn. Mótið er haldið annað hvert ár, undir verndarvæng Ólympíuhreyfingarinnar, og uppfyllir allar kröfur og hefðir ólympískra leika.

Þrátt fyrir nafngiftina er hér um býsna stóran viðburð að ræða, og er þetta stærsta einstaka verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Að þessu sinni fer um það bil 140 manna hópur á vegum ÍSÍ og þeirra

sérsambanda sem þátt taka í leikunum. Þrátt fyrir að vera fjarri því stærsta þjóðin hefur Ísland ávallt verið á meðal sigursælustu þjóðanna á leikunum.

Auk þess að vera góður vettvangur fyrir okkar keppendur þá er hér jafnframt

mikill menningarviðburður á ferð þar sem samskipti ríkjanna eru bæði mikil og góð. Íþróttamálaráðherrar þjóðanna hafa komið saman til fundar samhliða leikunum, og hefð er fyrir því að

þjóðhöfðingjar ríkjanna sæki leikana heim.

Það hefur verið full ástæða til að sýna

stolt yfir bæði árangri og framkomu íslenskra keppenda á þessum leikum – þeir hafa í senn verið landi og þjóð til sóma og góð landkynning almennt fyrir Ísland og íslenskt samfélag.

Hið sama má raunar segja um fjöldann allan af íslenskum keppendum sem taka þátt í æfingum og keppni erlendis allt árið um kring í hinum ólíkustu íþróttagreinum – svo ekki sé minnst á

þá einstaklinga sem hafa íþróttina að

atvinnu sinni erlendis.

Hvað skyldu þeir atvinnuleikmenn og þjálfarar sem Ísland á erlendis koma fram í mörgum viðtölum í fjölmiðlum í hverri viku? Hvað skyldi oft hafa verið

vísað til Íslands eða „Íslendingsins― í þeim viðtölum? Hvað skyldu margir erlendir ferðamenn hafa komið til Íslands af þeirri ástæðu einni saman að kynnast af forvitni þessari stoltu s m á þ j ó ð s e m h e f u r l a g t

íþróttasamfélaginu til svo hlutfallslega marga afreksmenn.

Þá er ótalinn sá fjöldi erlendra gesta sem kemur – á eigin kostnað – beint eða óbeint til Íslands vegna viðburða

MEÐAL EFNIS:

Smáþjóðaleikar 2011

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Hjólað í vinnuna

Nýir formenn

Fræðsluviðburðir ÍSÍ

SIDE-

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

innan íþróttahreyfingarinnar, hvort sem um er að ræða æfingar, mótahald, einstaka leiki eða keppnir, ráðstefnur eða fundi.

Vissulega væri fróðlegt að taka allar

þessar upplýsingar saman, og þá fjárhagslegu hagsmuni sem þeim fylgja. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að þeir fjármunir eru margföld sú fjárhæð sem íslensk stjórnvöld

leggja íþróttahreyfingunni til.

Framlög rikisins til íþróttamála byggja á umgjörð og uppbyggingu starfseminnar,

en hvergi er að finna skilgreinda fjármuni til að standa straum af því mik la landkynn ingarstar f i sem

íþróttahreyfingin stendur fyrir. Hefur íþróttahreyfingin reyndar aldrei farið fram á slíkt – en ljóst má vera að við ákvörðun fjárhæða til íþróttastarfs er ekki annað en sanngjarnt að taka tillit til þeirra staðreynda sem felast í

viðamiklu landkynningarstarfi og tekjumyndun fyrir íslenskt samfélag.

Gleymum því ekki að Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi árið 2015.

Ólafur E. Rafnsson

forseti ÍSÍ

Page 2: ÍSÍ fréttir maí 2011

Stefnt var að því að ljúka átakinu þriðjudaginn 24. maí, en vegna eldgossins í Grímsvötnum var ákveðið að bæta við einum degi og var því miðvikudagurinn 25. maí síðasti

keppnisdagurinn. Lokatölur voru þær að samtals skráðu 694 (551) vinnustaðir 1.628 (1.347) lið til leiks með 11.271 (9.451) liðsmanni til leiks, samtals 19,25 % þátttökuaukning frá

2010. Alls voru hjólaðir 830.485,81 km eða 620,23 hringir í kringum landið. Með átakinu hafa því sparast um 150 tonn af útblæstri CO2 , 15 milljónir króna í bensín og brenndar voru um 28 milljónir kaloría, sé miðað við 80 kg

mann sem ekur á fólksbíl. Ferðamáti var í 73,33% (72,58%) tilfella á hjóli, 24,46% (25,55%) gangandi, 1,77% (1,55%) með strætó, 0,06% á línuskautum og í 0,38% (0,26%) ferða nýttu þátttakendur eigin orku á annan

hátt. Tölurnar í svigunum eru frá 2010.

Föstudaginn 27. maí fór fram verðlaunaafhending í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem veittar voru viðurkenningar í öllum 7 keppnis-flokkunum, fyrir annars vegar hlutfall

daga og hinsvegar hlutfall kílómetra.

Hér að ofan má sjá verðlaunahafa Hjólað í vinnuna 2011.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslanda þakkar öllum fyrir samstarfið,

þátttökuna og aðstoðina þetta árið og hvetur alla til að halda áfram að nýta eigin orku í allt sumar.

Svo minnum við á að á næsta árið verður Hjólað í vinnuna 10 ára og hvetjum við alla til að vera með að ári

og keppa að nýju markmiði.

HJÓLAÐ Í VINNUNA 2011—ÞÁTTTÖKUMET SLEGIÐ

Hjólað í vinnuna 2011 hófst formlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík og á Glerártorgi, Akureyri miðvikudaginn 4. maí sl. Þátttakendum var á báðum stöðum boðið að hjóla við,

þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp.

Hjólað í vinnuna fór vel af stað og mikill fjöldi vinnustaða skráði sig til leiks fyrstu daga átaksins. Var þátttöku-

metið fyrir fjölda vinnustaða slegið strax þann 5. maí. Þá höfðu 599 vinnustaðir skráð til leiks, 48 fleiri

vinnustaðir en allan tímann í fyrra. 9. maí höfðu svo öll þátttökumet verið slegin, þá höfðu 662 vinnustaðir, skráð

1432 lið með 9.449 liðsmönnum.

Miðvikudaginn 18. maí var þátttak-endum boðið að hjóla við í kaffihúsa-tjöldum Hjólað í vinnuna á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í tjöldunum var boðið uppá ilmandi kaffi frá Kaffitár,

Egils Kristal frá Ölgerðinni og á þremur stöðum voru viðgerðarmenn frá reiðhjólaversluninni Erninum sem buðu uppá léttar viðgerðir á hjólunum. Í tjöldunum voru einnig aðilar frá helstu

hjólreiðafélögum landsins sem spjölluðu við gesti og kynntu sig og sín félög. Mikill fjöldi hjólaði við, enda var veðrið yndislegt, sólin skein og lítill sem enginn vindur – besti dagurinn í átakinu þetta árið.

Þátttakendur voru duglegir að senda inn myndir, reynslusögur og myndbönd en hægt er að skoða það nánar á www.hjoladivinnuna.is.

Hér að neðan má sjá frá liðinu Nobbarar sem tók þátt fyrir Alcoa Fjarðarál. Þeir h jó luðu f rá Neskaupss tað inn Norðfjarðarsveit, yfir Oddskarð, niður í Eskifjörð, yfir Hólmaháls og í álver Alcoa

Fjarðaráls í Reyðarfirði. Myndin er tekin í 680 metra hæð við göngin í gegnum Oddskarð. ÞJÁLFARAMENNTUN ÍSÍ — FJARNÁM

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs lauk nú nýverið. 16 nem-endur luku námi á 1. stigi og 19 nemendur á 2. stigi. Á næstunni verður auglýst sumarfjarnám ÍSÍ á sömu stigum. Námsefnisgerð fyrir 3. stig sten-dur nú yfir og standa vonir til þess að hægt verði að bjóða upp á nám á því stigi vorið 2012.

Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri fræðslusviðs á [email protected] eða í síma 460-1467.

Page 3: ÍSÍ fréttir maí 2011

5. TBL. 2011

SMÁÞJÓÐALEIKAR—LIECHTENSTEIN 2011

14. Smáþjóðaleikar Evrópu voru settir

mánudaginn 30. maí sl. Að þessu sinni

voru keppendur í öllum 10 íþrótta-

greinunum sem keppt er í á leikunum.

Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó,

skotíþróttir, tennis, borðtennis, blak,

strandblak, skvass og hjólreiðar. 95

Íslendingar keppa á leikunum, en auk

þess eru þjálfarar, l iðsstjórar,

sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og læknir

með í för, að ógleymdum dómurum og

fararstjórn. Í allt telur því hópurinn um

140 manns, sem er fámennari hópur en

farið hefur á síðustu Smáþjóðaleika.

Mótshaldarar höfðu áhyggjur af því að

íslenska liðið kæmist ekki á leikana

vegna eldgoss í Grímsvötnum, en sem

betur fór hindraði það ekki för íslenska

hópsins.

Íslenski hópurinn stefnir eins og alltaf á

að standa sig vel á leikunum, en Ísland

hefur unnið flest gullverðlaun á

leikunum frá upphafi, þó að Kýpur hafi

unnið flest verðlaun í heildina.

Frá upphafi þessara leika, árið 1985,

hafa átta þjóðir tekið þátt í leikunum. Á

leikunum í Liechtenstein tekur

Svartfjallaland í fyrsta sinni þátt, en

þeir eru opnir fyrir Evrópuþjóðir með

sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda

undir einni milljón. Svartfjallaland mun

án efa styrkja keppnina í mörgum

greinum, en þjóðin er sterk í flestum

þeim greinum sem fram fara á

Smáþjóðaleikum.

Fánaber i ís lenska hóps ins v ið

setningarathöfnina var Jakob Jóhann

Sveinsson sundmaður. Jakob Jóhann

keppir nú á sínum sjöundu leikum,

fyrstu leikarnir hans voru einmitt í

Liechtenstein árið 1999.

Setningarhátíðin var hin glæsilegasta

og var þema hennar sirkus. Fjölmenni

var á Rheinpark Stadium, jafnt í

stúkum sem á vellinum sjálfum.

Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar,

Jacques Rogge, forseti Evrópu-

sambands Ólympiunefnda Patrick

Hickey voru meðal gesta ásamt

íþróttamálaráðherrum Smáþjóða

Evrópu og fulltrúum Ólympíunefnda.

Hópurinn í Liechtenstein heldur

úti facebook síðu í tengslum

við leikana. Ber hún nafnið

Smáþjóðaleikar og er þar að

finna nýjustu úrslit og myndir frá

leikunum.

LEIKAR 2011

SMÁÞJÓÐALEIKAR EVRÓPU

30. MAÍ – 4. JÚNÍ

ÓLYMPÍUHÁTÍÐ EVRÓPUÆSKUNNAR

24.– 29. JÚLÍ

Page 4: ÍSÍ fréttir maí 2011

Íþróttamiðstöðinni í Laugardal

Engjavegi 6

104 Reykjavík

Sími: 514 4000

Fax: 514 4001

Netfang: [email protected]

ÍÞRÓTTA- OG

ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu

Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.

ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.

Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 200 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011,

Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.

www.isi.is

MYND MÁNAÐARINS Frá setningarhátíð XIII Smáþjóðaleika Evrópu í Liechtenstein 1999.

AFMÆLISDAGAR

6. maí

ÍBV— stofnað 1945, 66 ára

14. maí

HSK— stofnað 1910, 101 árs

17. maí

FRÍ— stofnað 1968, 43 ára

ÍF— stofnað 1979, 32 ára

18. maí

DSÍ— stofnað 2000, 11 ára

19. maí

HHF— stofnað 1905, 106 ára

25. maí

UÍF— stofnað 2009, 2 ára

29. maí

ÍRB— stofnað 1996, 15 ára

ÍSÍ fréttir ● 5. tbl. 2011 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ

NÝIR FORMENN SAMBANDSAÐILA

Á á r s þ i n g i A u s t u r

Húnvetninga (USAH), þann

6. mars sl., var Aðalbjörg

Valdimarsdóttir kosin nýr

formaður USAH.

Ungmennasamband Vestur-

Skaftellinga (USVS) hélt

ársþing sitt þann 26. mars

sl. Ragnheiður Högnadóttir

var kosin formaður USVS.

Á r sþ i ng Bo r ð tenn i s -

sambands Íslands (BTÍ) var

haldið þann 31. mars sl.

Sigurður Valur Sverrisson

var kjörinn formaður BTÍ,

en hann var formaður

sambandsins á árunum 1994-2004.

Héraðsþing Ungmenna-

sambandsins Úlf ljóts

(USÚ) var haldið þann 14

apríl sl. Matthildur

Ásmundardóttir var kosin

nýr formaður.

Þing Héraðssambands

Snæfellsnes- og Hnappa-

dalssýslu (HSH) fór fram

þann 13. apríl sl.

Hermundur Pálsson var

kjörinn nýr formaður.

Tennissamband Íslands

(TSÍ) hélt ársþing sitt

þann 19. apríl sl. Helgi

Þór Jónsson var kjörinn

nýr formaður.

B a d m i n t o n s a m b a n d

Íslands (BSÍ) hélt ársþing

sitt þann 13. maí sl.

Kristján Daníelsson var

kjörinn nýr formaður.

Ársþing Taekwondo-

sambands Íslands (TKÍ)

fór fram þann 26. maí sl.

Richard Már Jónsson var

kjörinn formaður.