18
2001 -2010

Ísland í aldanna rás 2001-2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var ævintýralegt tímabil hér á landi svo ekki sé meira sagt. Landsmenn sáu bankakerfið bólgna og hrynja svo með skelfilegum afleiðingum og almenningur þusti út á stræti og torg til að mótmæla. En ýmislegt fleira gerðist í sögu lands og þjóðar. Hér er öllum helstu merkisviðburðum áratugarins gerð ítarleg skil en ýmsum veigaminni þáttum, skondnum eða skelfilegum, er jafnframt haldið til haga.

Citation preview

Page 1: Ísland í aldanna rás 2001-2010

2001-2010

2001-2010

Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var ævintýralegt tímabil hér á landisvo ekki sé meira sagt. Landsmenn sáu bankakerfið bólgna og hrynja svo með

skelfilegum afleiðingum og almenningur þusti út á stræti og torg til að mótmæla.En ýmislegt fleira gerðist í sögu lands og þjóðar. Má þar nefna umfangsmikla

sölu ríkisfyrirtækja, byggingu Kárahnjúkavirkjunar og heimkvaðningubandaríska hersins svo eitthvað sé tínt til. Hér er öllum helstu

merkisviðburðum áratugarins gerð ítarleg skil en ýmsum veigaminniþáttum, skondnum eða skelfilegum, er jafnframt haldið til haga.

StjórnmálBankar og fjármálamarkaður AtvinnulífNáttúruhamfarirAfbrot og sakamál FjölmiðlarSamskipti við umheiminn Náttúruvernd og umhverfismálEldsvoðar og slysfarirIðnaður og orkumálLeiklist og kvikmyndirMyndlist og hönnunBækur og bókaútgáfaTíska og lífsstíllDægurmálÍþróttir

Sagan er sögð í greinargóðum texta og hundruð mynda

styðja efnið enn frekar. Bókinni fylgir ítarleg nafna- og

atriðisorðaskrá sem gerir verkið sérlega aðgengilegt.

Aðalhöfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Björn Þór

Sigbjörnsson og Bergsteinn Sigurðsson en auk þeirra

skrifa sagnfræðingar og blaðamenn um afmörkuð efni.

2001-2010

Page 2: Ísland í aldanna rás 2001-2010

11

2001Árið var fremur hlýtt og hagstætt

og um meginhluta landsins var það hið hlýjasta í áratug. Meðalhitinn var um einni gráðu yfir meðallagi og úrkoma nánast í meðallagi, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

6,7% 4,8% 2,1% 3,2% 4,0% 6,8% 5,0% 12,4% 12,0% 5,4%

1,4% 2,5% 3,4% 3,1% 2,1% 1,3% 1,0% 1,6% 8,0% 8,1%

ATV INNULEYS I

VERÐBÓ LGA

Mannfjöldi á Íslandi: 286.575

MAÐUR ÁRSINS

ÍÞRÓTTA-MAÐUR ÁRSINS

HÆSTISKATTGREIÐANDI

Fréttir frá útlöndum20.01. George W. Bush settur í embætti forseta Bandaríkjanna.01.04. Hollendingar leyfa hjónavígslur samkynhneigðra, fyrstir þjóða. 11.09. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda gera árás á Bandaríkin.07.10. Bandaríkjamenn hefja hernaðaraðgerðir gegn Afganistan.Friðarverðlaun Nóbels: Sameinuðu þjóðirnar og Kofi Annan. Bók-menntaverðlaun Nóbels: V.S. Naipaul.

R á s 2

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi.

s tö ð 2

Varnarliðsmennirnir Jay Lane og Javier Casanova fyrir björgun skipverja af Svanborgu SH.

Örn Arnarson sundmaður.

Jóhannes Tómasson, fyrrverandi eigandi Ölgerðarinnar.

FA G U R BÓ K M E N N t I R :

Hallgrímur Helgason, Höfundur Íslands.

F R Æ ð I R I t O G BÆ K U R A L M E N N s E F N I s :

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björg.

ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN

Óhugnaður á EldborgFréttir af nauðgunum, barsmíðum og almennu stjórnleysi á Eld-borgarhátíðinni skóku samfélagið vikurnar eftir verslunarmanna-helgi og orðið smjörsýra komst á hvers manns varir. Fyrr um sumarið ákváðu athafnamennirnir Ingvar Þórðar-son og Einar Bárðarson að halda útihátíð við Eldborg á Snæfells-nesi um verslunarmannahelgina. Að sögn Einars var hugmyndin að koma á koppinn metnaðar-fullri, árlegri tónlistarhátíð í ætt við Hróarskeldu. Á hátíðinni kom fram rjóminn af vinsælustu popp-

hljómsveitum landsins, svo sem Stuðmenn, Skítamórall, Nýdönsk og Jet Black Joe. Tæplega níu þúsund gestir söfnuðust á hátíðina frá fimmtu-degi til mánudags, mestmegnis ungt fólk. Áður en helgin var úti höfðu tíu stúlkur leitað til Stígamóta, sem voru með aðstöðu á hátíðinni, vegna nauðgana eða nauðgunartilrauna. Þar af voru tvær hópnauðganir. Nokkurt magn af smjörsýru, sterku bragðlausu svæfingarlyfi sem veldur minnis-leysi, var í umferð á hátíðinni og almennar líkamsmeiðingar voru

áberandi. Umgengni um svæðið var slæm, sorp var á víðavangi, ruslagámar yfirfylltust og um 300 tjöld voru hreinlega skilin eftir, þar af nokkur sem var kveikt í. Í samtali við Fréttablaðið sagði lögreglan í Stykkishólmi að þrátt fyrir allt hefði hátíðin verið friðsamlegri en búist var við. Starfsfólk Stígamóta og læknar í neyðarmóttöku létu hins vegar í ljós þá skoðun að aðstaða sem þeim var boðið upp á hafi verið ófullnægjandi og gæslu á svæðinu verið ábótavant. Öll spjót stóðu á hátíðarhöld-

urum vegna málsins. Sér til varnar benti Einar Bárðarson á að öllum reglugerðum hefði verið fylgt og gott betur. Það væri fyrst og fremst öflugri gæslu að þakka hversu mörg mál hefðu komist upp á yfirborðið; Eldborg hefði til dæmis verið eina útihátíðin sem þekktist boð Stígamóta um sam-starf. „Þá ákvörðun tókum við upp á okkar eindæmi vegna þess að við vildum að þeir sem kynnu að verða fórnarlömb kynferðisbrota gætu leitað til þeirra og fengið ráðgjöf. Nú virðumst við vera að fá þetta öfugt í hausinn,“ sagði Einar í samtali við Fréttablaðið. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga-mótum tók undir að nærvera Stígamóta hefði mögulega haft þau áhrif að fleiri kynferðisbrot voru tilkynnt en ella. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, brást við um-ræðunni með því að skipa starfs-hóp til að fara yfir lög og reglur sem giltu um útihátíðir. Starfs-hópurinn skilaði skýrslu ári síðar þar sem lagðar voru til nokkrar almennar útbætur sem sneru að samræmdri löggjöf, leyfisveitingu, meðferð kynferðisbrota, gæslu og eftirliti, sorphirðu og fleira. Draumur Einars Bárðarsonar um árlega tónlistarhátíð rættist ekki, Eldborgarhátíðin var aldrei haldin aftur. Í samtali við DV sagði Einar að „sjálfskipaðir byssumenn ímyndaðs réttlætis“ hefðu gengið af þeirri hugmynd dauðri.

Gestir Eldborgarhátíðarinnar gengu yfirmáta illa um svæðið.Sú staðreynd skipti þó litlu í samanburði við það að tíu stúlkur leituðu til Stígamóta vegna nauðgana eða nauðgunartilrauna.

Page 3: Ísland í aldanna rás 2001-2010

12

Hinn 19. desember árið 2000 féll í Hæstarétti dómur í máli Öryrkjabandalags Íslands gegn Tryggingastofnun ríkisins. Öryrkjabandalagið hafði höfðað mál til viðurkenningar á því annars vegar að Tryggingastofnun hefði verið óheimilt frá 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 að skerða tekjutryggingu örorkulíf-eyrisþega í hjúskap vegna tekna maka með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna örorkulífeyrisþegans og hins vegar að slík skerðing hefði verið óheimil eftir að hún var lögfest 1. janúar 1999. Hæsti-réttur dæmdi Öryrkjabandalaginu í vil. Niðurstaða hans, hvað fyrri hlutann varðaði, var að skort hefði lagastoð til að mæla fyrir um það í reglugerð að skerða mætti tekjutryggingu vegna tekna maka

öryrkja. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. desember 1999 að því leyti.

Brot á stjórnarskráDómurinn féllst líka á sjónarmið öryrkja í síðara álitaefninu, öndvert við Héraðsdóm. Það efni var flóknara og umdeildara enda snerti það stjórnarskrá lýðveld-isins og þýðingu alþjóðlegra skuldbindinga. Mat Öryrkjabanda-lagsins var að skýra bæri 76. grein stjórnarskrárinnar [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar ...] með hliðsjón af alþjóðasamningum sem ríkið hefði staðfest þannig að skylt væri að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrir-fram gefnu skipulagi sem ákveðið

væri á málefnalegan hátt. Yrði slíkt skipulag að uppfylla skilyrði 65. greinar stjórnarskrárinnar um að hver einstaklingur nyti jafn-réttis á við aðra sem réttar njóta svo og almennra mannréttinda. Hæstiréttur taldi að þótt Alþingi hefði svigrúm til að meta hvernig ákveða bæri þau lágmarksrétt-indi sem kveðið væri á um í 76. greininni gæti hann ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess hvort það mat samrýmdist grund-vallarreglum stjórnarskrárinnar. Komst hann að því að svo væri ekki. Skerðing tekjutryggingar vegna tekna maka, eins og tíðkast hafði, tryggði örorkulífeyrisþegum ekki þau lágmarksréttindi sem fælust í 76. greininni svo þeir fengju notið þeirra mannréttinda sem 65. greinin kveður á um. Vitnaði Hæstiréttur meðal annars

til ákvæða alþjóða mannrétt-indasáttmála um skýringu á þeim stjórnarskrárákvæðum.

Dómarar í pólitík„Fullnaðarsigur,“ sagði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja-bandalagsins, þegar dómurinn féll og taldi eftirleikinn einfaldan; Tryggingastofnun ætti hið snar-asta að bregðast við dómsorðinu og gera upp við þá sem ættu inni hjá stofnuninni. Garðar var mjög ötull í baráttu sinni fyrir öryrkja og fyrir framgöngu sína í málinu kusu hlustendur Rásar 2 hann mann ársins 2000. En ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson forsætisráðherra í fylkingarbrjósti, var á öðru máli. Bregðast þyrfti við dómnum með vel ígrundaðri lagasetningu. Davíð gagnrýndi einnig síðari hluta dómsins harkalega. Vísan Hæstaréttar í stjórnarskrána og fjölþjóðlega samninga stæðist ekki skoðun. Talaði hann um slys og sagði dómara, sem ekki væru lýðræðislega kjörnir, sokkna „á bólakaf í hinar hefðbundnu skylmingar stjórnmálanna“, eins og hann orðaði það í Morgun-blaðinu.

Staða HæstaréttarÍ hönd fóru miklar umræður sem voru í senn fræðilegar, pólitískar, málefnalegar og ómálefnalegar. Um skeið beindist kastljósið alfarið frá dómnum sem slíkum og réttindamálum öryrkja en beindist í staðinn að stöðu og hlutverki Hæstaréttar og þýðingu alþjóðlegra skuldbindinga. Til dæmis var rætt um hvort það væri hlutverk Hæstaréttar að meta hvort einstök lög brytu í bága við stjórnarskrána. Sannanlega stendur hvergi skrifað að svo eigi að vera en hins vegar hafði skapast um það óskráð regla. „Reglan hefur nú svo traustan sess í íslenskri stjórnskipun að hún verður tæpast takmörkuð eða afnumin nema með breytingu á stjórnarskránni,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson prófessor í grein í Morgunblaðinu. Hann sagði að lengst af hefði það viðhorf verið ríkjandi að rétturinn ætti að beita þessu valdi sínu af varfærni. Á síðasta áratug síðustu aldar hefði slíkum dómum hins vegar fjölgað mikið og væru þeir mun fleiri en annars

Fjölmenni var á opnum fundi Öryrkjabandalagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur 23. janúar þar sem viðbrögðum stjórnvalda við dómi Hæstaréttar var mótmælt. Garðar Sverrisson (t.h.) flutti ávarp en fundarstjórar voru

Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, og séra Halldór Gröndal.

ÖryrkjadÓmurinnMikil átök voru í þjóðfélaginu í byrjun árs vegna öryrkjadómsins svokallaða. Í fyrstu einskorðuðust þau við dóminn, þýðingu hans og hvernig bregðast bæri við honum en fljótlega vatt málið upp á sig og fékk á sig ýmsa anga. Blönduðust saman snúin lögfræðileg álitaefni og ekta íslensk pólitík. Oftar en ekki var gripið til upphrópana fremur en staðreynda. Má í því sambandi nefna að látið var að því liggja

að málið snerist um kjör allra öryrkja en svo var alls ekki. Það tók aðeins til lítils hluta þeirra og reyndar aðeins þeirra sem bjuggu við hæstu heimilistekjurn-ar. Um skeið var sjálf þrískipting ríkisvaldsins undir í málinu, hlutverk og vinnubrögð forseta lýðveldisins fengu sitt rúm og öll framganga Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var, eins og oft áður, til sérstakrar umræðu.

2001

Page 4: Ísland í aldanna rás 2001-2010

13

staðar á Norðurlöndum, þar sem réttur æðstu dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga væri viðurkenndur. Kvað Davíð Þór skýringu þess óljósa en nefndi, auk annars, að hugsanlega væri hún að nokkru leyti sú að laga-setning á Íslandi væri óvandaðri en annars staðar. Páll Þórhallsson lögfræðingur, sem þá starfaði hjá Evrópuráðinu, velti fyrir sér hvort standa ætti með öðrum hætti en gert væri að mati Hæstaréttar á stjórnskipu-legu gildi laga. Til dæmis mætti hugsa sér að það mat færi fram um það leyti sem lög væru sett og áður en þau gengju í gildi. Fyrir-byggjandi eftirlit með stjórnar-skránni hefði ýmsa kosti. Fimm Hæstaréttardómarar dæmdu í öryrkjamálinu. Voru þeir sammála í fyrri hluta málsins en dómurinn klofnaði í þeim síðari og skiluðu tveir dómarar séráliti. Þar sem aðeins þrír dómarar voru að baki þeirri niðurstöðu að lagaframkvæmd bryti gegn stjórnarskrá var talsvert rætt um

hvort ekki væri eðlilegt að fjöl-skipaður dómur kæmi að málum sem vörðuðu mat á því hvort lög stæðust ákvæði stjórnarskrár-innar. Þegar mestu lætin voru um garð gengin lýsti Hrafn Bragason hæstaréttardómari því yfir að sjö dómarar hefðu átt að dæma í málinu. Aðstæður hefðu hins vegar ekki leyft það því að fjórir af níu dómurum réttarins hefðu af ýmsum ástæðum verið vanhæfir.

Málfrelsi DavíðsVitaskuld var mikið rætt um hvort eðlilegt væri að forsætis-ráðherrann tjáði sig um dóminn með þeim hætti sem hann gerði. Umræðan um það hvort stjórn-málamenn eigi yfirleitt að tjá sig um dóma er lífseig enda líta sumir svo á að yfirlýsingar þeirra séu inngrip í störf dómstólanna og með þeim fari þeir yfir mörk valdskiptingarinnar. „Forsætisráðherra hefur engan rétt til að gagnrýna dóma Hæsta-réttar enda þekkist slíkt ekki í neinu nágrannalandanna,“ skrif-

aði Ágúst Einarsson, sem setið hafði á þingi fyrir Samfylkinguna, á bloggsíðu sína. Viðbrögð Davíðs hefðu verið forkastanleg og hefðu leitt til afsagnar í ríkjum með sæmilega stjórnmálalega sið-ferðisvitund. Fjölmargir, einkum á vinstri væng stjórnmálanna, tóku í sama streng. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nálgaðist þetta frá víðara sjónar-horni í grein í Morgunblaðinu 6. janúar. Fjallaði hún um mikilvægi þess að þrískipting valdsins væri virt enda hefðu Davíð og fleiri ráðherrar ítrekað brugðist illa við þegar dómstólar hefðu komist að niðurstöðu sem þeim hugnaðist ekki. Tiltók Lúðvík nokkur mál og sagði: „Þegar niðurstaðan sam-rýmist ekki vilja forsætisráðherra eða ríkisstjórnar eru viðbrögðin jafnan þau að nauðsynlegt sé að breyta lögum, jafnvel stjórnar-skrá; oftast á þeirri forsendu að stofnanir og einstaklingar sem um þessi mál véla séu ekki starfi sínu vaxnir.“ Davíð var líka skammaður fyrir

að vilja ekki ræða um málið, og raunar önnur, í sjónvarpi með forystumönnum stjórnarandstöð-unnar. Af því tilefni sögðu Sam-fylkingarþingkonurnar Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guð-mundsdóttir Davíð aðeins vilja mæta í „drottningarviðtöl“ en það hugtak skaut upp kollinum um þær mundir.

Tryggingin hækkuðEins og áður sagði var það mat ríkisstjórnarinnar að bregðast þyrfti við dómi Hæstaréttar með sérstakri lagasetningu. 22. desember, þremur dögum eftir að dómurinn var kveðinn upp, skipaði hún hóp fjögurra lög-fræðinga undir forystu Jóns Steinars Gunnlaugssonar til að fjalla um málið og leggja til aðgerðir. Lágu þær fyrir 7. janúar. Lagði hópurinn til að tekjutrygg-ing öryrkja í sambúð yrði hækkuð úr 18 þúsund krónum á mánuði í rúmar 43 þúsund krónur og að þolendum ólögmætrar skerðingar yrði bættur skaðinn með vöxtum

Margir fylgdust með umræðum á Alþingi um dóminn og frumvarp ríkisstjórnarinnar. Ekki áttu allir greiða leiðá þingpalla og aðstoðuðu laganna verðir þessa konu við að komast leiðar sinnar.

2001

Page 5: Ísland í aldanna rás 2001-2010

14

fjögur ár aftur í tímann. Taldi lögfræðingahópurinn að með því að hækka fjárhæðina yrðu ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar, jafnrétti á við aðra og al-menn mannréttindi uppfyllt. Um hinar afturvirku greiðslur var það

að segja að þótt hin ólögmæta skerðing hefði staðið frá 1994 litu lögfræðingarnir, og ríkisstjórn-in, svo á að sökum fyrningarlaga gætu þær aðeins náð fjögur ár aftur í tímann. Með tillögum lögfræðinganna

fylgdu drög að lagafrumvarpi sem ríkisstjórnin fullgerði. Á blaðamannafundi þar sem hvort tveggja var kynnt lýsti Halldór Ás-grímsson utanríkisráðherra því yfir að málið væri eitt það alflóknasta sem hann hefði komið að á sínum

stjórnmálaferli sem þá spannaði tæp 30 ár.

Sérkennilegt og varhugavertAlþingi kom saman eftir jólaleyfi 15. janúar, viku fyrr en til stóð, þar sem ríkisstjórnin vildi að ný lög yrðu sett fyrir mánaðamót svo hægt yrði að greiða út bætur á nýjum grunni 1. febrúar. Stjórnar-andstaðan hafnaði tillögu um að frumvarpið yrði sett á dagskrá með afbrigðum og því hófust umræður um það tveimur dögum síðar. Stjórnarandstaðan var, líkt og forysta Öryrkjabandalagsins, þeirrar skoðunar að ekki væri þörf á lagabreytingu. Tryggingastofnun ætti einfaldlega að vinna í sam-ræmi við dóminn, hvort heldur til framtíðar litið eða við uppgjör fyrir það tímabil sem hann náði til. Með íhlutun hefði ríkisstjórn-in dóm Hæstaréttar að engu. Í ofanálag væri frumvarpið þannig úr garði gert að með samþykkt þess yrðu lögfest lagaákvæði sem áfram brytu í bága við stjórnar-skrána. „Þetta er vafalaust sérkennileg-asta mál sem lagt hefur verið fyrir hið háa Alþingi og vafalaust það varhugaverðasta vegna hættulegra fordæma sem það kann að geta

Stjórnvöld kynna áform sín á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á myndinni eru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti blandaðist inn í málið. Þegar ljóst varð að ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við dómnum með nýrri lagasetningu biðluðu forystumenn Öryrkjabandalagsins til Ólafs um að hann synjaði nýjum lögum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gengu þeir á fund forsetans rétt fyrir áramót og áttu við hann tæplega tveggja tíma samræður um málið. Áður en til fundarins kom en eftir að Ólafur Ragnar hafði heyrt í fjölmiðlum að öryrkja-forystan vildi ná af honum tali ræddi hann málið við forsætisráð-herra og Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Spurði hann hvort ráðherrarnir hefðu eitthvað við það að athuga að hann hitti forystumenn Öryrkjabandalagsins auk þess sem hann leitaði eftir upplýsingum um stöðu mála. Þessi vinnubrögð Ólafs Ragnars þóttu í meira lagi undarleg. Ráðherrarnir höfðu reyndar ekkert við það að athuga að forset-inn fundaði með öryrkjum en spurt var hvað hann hefði gert ef

þeir hefðu sett sig upp á móti því. Hefði hann þá sleppt því að boða Garðar Sverrisson og félaga til sín? Einnig var spurt hvort eðlilegt væri að hann ræddi viðkvæm pólitísk deilumál við ráð-herra og hvort eðlilegt væri að hann segði frá slíkum samræðum opinberlega. Skemmst er frá því að segja að flestir sem tjáðu sig töldu þetta hið versta mál. Forsetinn ætti alls ekki að blanda sér í mál sem þetta heldur sitja sem skoðanalaust sameiningartákn á Bessastöðum.

Synjunarvaldi ber að beita af varkárniSynjunarvald forseta – 26. grein stjórnarskrárinnar – varð einnig að nokkru hitamáli. Töldu sumir að nú væri svo sannarlega tilefni til að forsetinn beitti því. Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis væru að ganga gegn dómi Hæstaréttar og þar með réttindum öryrkja auk þess sem ný lög samrýmdust ekki stjórnarskránni. Því væri full ástæða til þess að dusta rykið af þessum öryggisventli borg-aranna gagnvart stjórnvöldum. Aðrir töldu það fásinnu, stjórnar-skrárákvæðið væri úrelt eins og sagan sýndi. Því hefði aldrei verið beitt og því ætti aldrei að beita. Fór að endingu svo að forsetinn undirritaði lögin daginn sem Alþingi samþykkti þau, meðal annars með þeim orðum að þótt hann hefði heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að gæta ýtrustu varkárni og rök vera ótvíræð þegar því valdi væri beitt. Þremur árum síðar beitti hann synjunarvaldinu, í fyrsta en ekki síðasta sinn.

Þáttur forsetans

2001

Page 6: Ísland í aldanna rás 2001-2010

15

gefið. Það er með ólíkindum að sá dagur skyldi renna að Alþingi væri kvatt saman til þess að hrinda dómi æðsta dóms lýðveldisins ...“ sagði Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðunum. Og Össur Skarp-héðinsson, formaður Samfylk-ingarinnar, sagði að í málinu fælist: „... áframhaldandi heimild til að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Dómur Hæstaréttar segir hins vegar fortakslaust að það sé óheimilt og þetta standist ekki hin nýlegu mannréttinda-ákvæði stjórnarskrárinnar. Með þessu frumvarpi er enn verið að skerða það sem Hæstiréttur hefur úrskurðað að séu stjórnarskrár-varin, einstaklingsbundin réttindi öryrkjanna.“

Bréfin og svartur dagurÞrefað var um málið á þingi næstu fjörutíu klukkustundirnar, með hléum. Stjórnarskrárbrotið var rauði þráðurinn í málflutningi stjórnarandstæðinga og grundvall-aðist það á túlkun þeirra á dómi Hæstaréttar. Stjórnarliðar á hinn bóginn túlkuðu dóminn þannig að aðeins gildandi skipulag við ákvörðun tekjutryggingar væri brot á stjórnarskrá. Þegar langt var liðið á þriðju umræðu málsins að kvöldi 23.

janúar upplýsti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að hann hefði með samþykki forsætisnefndar skrifað Garðari Gíslasyni, forseta Hæstaréttar, bréf og einfald-lega spurt hann hvort dóminn frá 19. desember bæri að skilja þannig að tenging tekjutrygg-ingar við tekjur maka væri með öllu andstæð stjórnarskrá. Svar forseta Hæstaréttar var á þá leið að dómurinn hefði aðeins tekið til þess skipulags sem var viðhaft samkvæmt gildandi lögum en þýddi ekki að slík tenging væri alfarið brot á stjórnarskránni. Um þessi bréfaskipti spunnust miklar umræður og deilur, jafnt innan þings sem utan. Fræði-menn skiptust í fylkingar; sumir sögðu fáránlegt af Hæstarétti að hafa svarað Alþingi þar sem rétturinn hefði þar með blandað sér í pólitík en aðrir töldu að allt væri það eðlilegt í ljósi þeirrar sérstöku stöðu sem uppi var þar sem dómurinn væri óljós. En hvað sem leið þeim vanga-veltum hélt umræðan um frum-varpið áfram. Og þegar ljóst var að það var um það bil að verða að lögum sagði Garðar Sverrisson í fréttum Sjónvarpsins að dagurinn væri trúlega sá svartasti í sögu lýðveldisins. Fór að endingu svo að frum-

varpið var samþykkt óbreytt með atkvæðum stjórnarþingmanna gegn atkvæðum stjórnarand-stöðunnar þegar komið fram yfir miðnætti 24. janúar. Var þá púað á þingpöllum og þjóðsöngurinn leikinn á blokkflautu.

LyktirLíkt og áður sagði létu ýmsir að því liggja að málið snerti kjör allra öryrkja en svo var alls ekki. Náði það aðeins til þeirra öryrkja sem áttu maka sem ekki var öryrki og höfðu fremur háar tekjur. Var því um að ræða þann hóp örorkulíf-eyrisþega sem bjuggu við hæstar heimilistekjur. Mat lögfræð-ingahópsins, undir forystu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, var að málið snerti tæplega tuttugu prósenta öryrkja en þegar upp var staðið kom í ljós að nýju lögin höfðu áhrif á greiðslur til tæplega 700 einstaklinga, eða innan við tíu prósenta öryrkja. Samtals jukust greiðslur til þess hóps um rúmar átta milljónir króna á mánuði en hluti þeirrar fjárhæðar rann aftur í ríkissjóð í formi skatta. Tæplega fjögur þúsund manns fengu hins vegar greiddar samtals 880 milljónir króna eftir skatta þegar gert var upp vegna hinnar ólögmætu skerðingar frá 1997.

Útreikningarnir voru flóknir enda þurfti að fara yfir stöðu hvers og eins lífeyrisþega og skoða hvort hagir hefðu breyst. Sumir höfðu gifst, aðrir skilið og enn aðrir látist. Í kjölfar málsins afréð ríkis-stjórnin að hækka einnig lífeyris-greiðslur ellilífeyrisþega sem bjuggu við skerðingu vegna tekna maka. Um mitt ár voru svo boðaðar víðtækar breytingar á almannatryggingakerfinu með hækkun bóta elli- og örorkulíf-eyrisþega. Var áætlað að hækkan-irnar næmu á heilu ári næstum einum og hálfum milljarði króna. Þegar þær aðgerðir voru kynntar sagðist Davíð Oddsson ekki ætla að halda því fram að þær leystu málefni aldraðra og öryrkja í eitt skipti fyrir öll en að hann vonaðist til að viðurkennt yrði að þetta væri skref í rétta átt. „Vonbrigði,“ var hins vegar orðið sem Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, valdi aðgerð-unum. Eins og Davíð sagði voru kjaramál lífeyrisþega ekki leyst til frambúðar á árinu 2001 enda er málaflokkurinn stöðugt viðfangs-efni stjórnmálanna. Síðan þá hefur bótakerfinu oft verið breytt og oft hefur skorist í odda milli lífeyrisþega og stjórnvalda.

Tók sinn toll

ÖRYRKJADÓMURINN

Öryrkjamálið reyndi á marga

en líklega ekki minnst á Ingi-

björgu Pálmadóttur heilbrigð-

is- og tryggingamálaráðherra.

Að kvöldi þess dags sem

umræður um frumvarp ríkis-

stjórnarinnar hófust í þinginu

fékk hún aðsvif í beinni

útsendingu í Sjónvarpinu.

Ingibjörg var í viðtali ásamt

Össuri Skarphéðinssyni hjá

Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur

fréttamanni og þegar skammt

var liðið á það hné hún niður.

Útsendingin var rofin og eftir

að Ingibjörg hafði jafnað sig

var viðtalinu fram haldið. Að

því loknu var hún flutt á spít-

ala og lögð inn á hjartadeild.

Ingibjörg sneri aftur til starfa

undir lok febrúar en afréð svo

að hætta í stjórnmálum um

miðjan apríl.

Í viðtölum sagðist Ingibjörg

ekki viðurkenna að öryrkja-

málið eitt og sér hefði lagt

sig að velli en það hefði verið

kornið sem fyllti mælinn. Hún

sagði jafnframt að ákvörðunin

um að hætta í stjórnmálum

2001

hefði ekki tengst veikind-

unum, hana hefði einfaldlega

langað til að spreyta sig á

nýjum verkefnum. Ingibjörg

hafði þá gegnt embætti heil-

brigðisráðherra í sex ár og

setið á þingi í tíu ár.

Þjóðin fylgdist vitaskuld

grannt með líðan Ingibjargar

eftir aðsvifið og margir sendu

henni hlýjar kveðjur. Í viðtali

við Morgunblaðið sagði hún

að allar kveðjurnar hefðu svo

sannarlega hlýjað sér um

hjartaræturnar en sér hefði

fundist leiðinlegt að valda

öllu þessu fjaðrafoki. Um

atburðinn sjálfan sagði hún

svo: „Þegar ég rankaði við mér

varð mér strax hugsað til fjöl-

skyldunnar sem væri eflaust

skelfingu lostin. Ég lagði

því mikla áherslu á að klára

viðtalið, svo að fólk sæi að ég

væri nú enn á lífi.“

Page 7: Ísland í aldanna rás 2001-2010

219

Þrír viðburðir stóðu upp úr tónleikasumarið 2006: afmælis-tónleikar Bubba Morthens, úti-tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni og endurkoma Sykurmolanna.Bubbi Morthens varð fimmtugur 6. júní og blés af því tilefni til stórtónleika í Laugardalshöll um kvöldið. Bubbi tjaldaði öllu til í tilefni dagsins, uppselt var á tón-leikana, sem voru jafnframt sýndir í beinni útsendingu í Sjónvarpinu, og voru forsetahjónin í hópi þeirra 5500 tónleikagesta sem fylgdust með Bubba líta yfir farinn veg í Höllinni. Tónleikarnir stóðu í þrjár klukkustundir og Bubbi lék þar sín þekktustu lög ásamt félögum sínum úr hljómsveitunum GCD, MX-21, Das Kapital og Utan-garðsmönnum. Allt ætlaði um koll

Tónleikasumarað keyra þegar hljómsveitin Egó mætti á sviðið og taldi í sín bestu lög en hápunkti tónleikanna var náð þegar Egóið steig aftur á svið eftir uppklapp og lék „Fjöllin hafa vakað“.

Sigur Rós á MiklatúniUm 15 þúsund manns voru samankomnir á Miklatúni þegar hljómsveitin Sigur Rós hélt þar ókeypis tónleika í blíðskaparveðri. Góð og notaleg stemning myndað-ist á tónleikunum, gestir voru ungir sem aldnir og komu sumir sér makindalega fyrir í sólstólum eða á teppi með kakó í brúsa. Tónleikarnir voru liður í tónleika-ferðalagi sveitarinnar um Ísland, sem um var gerð heimildarmyndin Heima.

Endurfundir SykurmolannaSykurmolarnir komu saman í nóvember í fyrsta sinn í ára-raðir og héldu upp á tuttugu ára afmæli sveitarinnar og útgáfunnar Smekkleysu með tónleikum í Laugardalshöll. Sykurmol-arnir voru ein fyrsta íslenska hljómsveitin til að komast til metorða á erlendum vettvangi en sveitin lagði upp laupana 1992. Sykurmolarnir fylltu Höllina og komu um þúsund manns frá útlöndum gagngert til að verða vitni að endurfundunum. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Sykurmolarnir stigu á svið og þótti hljómsveitin engu hafa gleymt frá sínum síðasta fundi. Sykurmolarnir voru ákaft hylltir í lok kvölds.

Um 15 þúsund manns voru samankomnir í blíðskaparveðri á útitónleikum Sigur Rósar í júlí.

Tónleika Sykurmolanna var beðið með mikilli eftirvæntingu og komu um1000 tónleikagestir frá útlöndum gagngert til að sjá hljómsveitina á sviði.

Dorrit fær ríkis­borgararéttDorrit Moussaieff forsetafrú öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í lok júlí. „Ég er stolt, ánægð og glöð, það eru ekki til nógu mörg orð til að tjá hversu ánægð ég er,“ sagði Dorrit, sem kvaðst hvergi líða jafnmikið eins og heima hjá sér og á Íslandi og vonaðist til að eyða hér ævikvöldinu. Dorrit sagði það mikil forréttindi að vera Íslendingur en varaði við því að opna landið um of. „Það á ekki að vera auðvelt að verða íslenskur ríkisborgari. Það er mjög nauðsyn-legt að við veljum vandlega hver fær að verða Íslendingur,“ sagði hún og lagði áherslu á að þeir sem hingað kæmu lærðu tungu-málið og kynntu sér menninguna. „Við verðum að sjá til þess að fólkið sem hingað kemur gefi eitthvað til baka en lifi ekki af fólkinu sem hér er fyrir.“

300 þúsund­asti íbúinn Íbúar á Íslandi urðu 300 þúsund þann 9. janúar þegar Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldi Arnarsyni fæddist sonur á fæðingardeild Landspítalans. Drengurinn, sem vó fjórtán merkur og var 52 cm á lengd, fæddist tæpum tveimur vikum fyrir tímann og var fyrsta barn foreldra sinna. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra heimsótti fjölskylduna á fæðingardeildina og óskaði henni til hamingju. Sagðist hann við það tækifæri hafa, á sínum tíma, verið Íslendingur númer 135 þúsund. Mjög hröð fólksfjölgun hafði orðið á landinu síðustu tvö árin vegna mikils fjölda aðfluttra. Á móti hafði dregið úr fæðingum. Hver íslensk kona fæddi að meðaltali rúmlega tvö börn en árið 1960 voru þau fjögur. Þá hafði þeim konum fjölgað sem fæddu engin börn.

2006

Page 8: Ísland í aldanna rás 2001-2010

268

Kárahnjúkavirkjun verður tilKárahnjúkavirkjun var gangsett með formlegum hætti við athöfn sem fram fór samtímis í Fljóts­dalsstöð og á Hótel Nordica í Reykjavík þann 30. nóvember. Voru þá liðin fjögur og hálft ár frá því að hafist var handa við byggingu virkjunarinnar − umfangsmestu og umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar. Ráðist var í virkjunargerðina á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi í apríl 2002. Áður hafði umhverfisráðherra heimilað framkvæmdina og þar með hnekkt úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn henni. Allt sem snerti Kárahnjúkavirkj­un var umdeilt. Tekist var á um umhverfisáhrif hennar, arðsemi, jarðfræðilega áhættu, áhrif hennar og álvers í Reyðarfirði á atvinnu­líf og mannlíf á Austfjörðum, efnahagslega þýðingu, lögmæti framkvæmdarinnar í heild sem og einstakra þátta hennar og svo framvegis. Neyttu andstæðingar virkjunarinnar allra leiða til að koma í veg fyrir eða stöðva fram­

kvæmdirnar, ýmist á vettvangi stjórnmálanna, dómstóla eða með mótmælaaðgerðum og aktívisma. Verkið var að sönnu risavaxið og aldrei fyrr hafði verið gripið með jafn afgerandi hætti inn í ís­lenska náttúru. Farvegi fljóta sem streymt höfðu sinn veg um aldir var breytt, klettar og berg sprengt burt og myndað var risavaxið uppi­stöðulón á ósnortnu hálendinu.

Átök hér og þarÝmsar uppákomur urðu í tengslum við framkvæmdina utan framkvæmdasvæðisins. Um skeið var óvissa um hvort Reykjavíkurborg myndi gangast í eigandaábyrgð fyrir lántöku Landsvirkjunar vegna fram­kvæmdanna en atkvæði voru greidd um málið á borgarstjórnar­fundi 16. janúar 2003. Klofnaði

Reykjavíkurlistinn í afstöðu sinni og greiddu þrír fulltrúar hans atkvæði með ábyrgðinni ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Var ábyrgðin því samþykkt með níu atkvæðum. Fundurinn var haldinn undir dynjandi mótmælum virkj­unarandstæðinga sem fylltu palla borgarstjórnarsalarins og stóðu í hundraðatali fyrir utan Ráðhúsið. Nokkrum sinnum fóru fram umræður um athugasemdir sem Grímur Björnsson jarðeðlis­fræðingur hafði gert við hönnunar­forsendur virkjunarinnar í febrúar 2002. Í stuttu máli taldi Grímur stíflugerðina og vatnssöfnun í Hálslón geta haft í för með sér stærsta manngerða hamfarahlaup Íslandssögunnar. Sendi Grímur yfirmönnum sínum hjá Orku­stofnun athugasemdir sínar og voru þær kynntar iðnaðarráðuneyt­inu og Landsvirkjun, sem brást við með því að leita frekari álita á þeim. Gagnrýnt var að Alþingi hefði ekki fengið kynningu á athugasemdum Gríms þegar frum­varpið um framkvæmdirnar var þar til meðferðar. Þá vakti furðu að um skeið var Grími meinað að tjá sig um athugasemdir sínar en hann var þá orðinn starfs­

2007

Einn af risaborunum sem notaðir voru við gangagerðina.

Page 9: Ísland í aldanna rás 2001-2010

269

uppspretta spennusagna Nokkrar spennusögur urðu til í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði. Helst ber að nefna að rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur bjó og vann á Kárahnjúkum og skrifaði þar fyrstu þrjár bækur sínar að meira eða minna leyti. Þá gerist fjórða bók hennar, Auðnin sem kom út 2008, í vinnubúðum verktaka á Grænlandi en Yrsa lýsti því yfir að vegna væntumþykju um Kárahnjúkaverkefnið vildi hún ekki láta söguna gerast þar. Ævar Örn Jósepsson steig hins vegar skrefið til fulls í bók sinni Blóðberg sem kom út 2005 og gerði vinnu-svæðið á Kárahnjúkum að sögusviði atburða. Álversframkvæmdirnar í Reyðarfirði og tengd mál hafa svo verið stef í sögum Árna Þórarinssonar um Einar blaðamann.

maður Orkuveitu Reykjavíkur. Töldu stjórnendur Orkuveitunnar óeðlilegt að starfsmaður hennar tjáði sig um verkefni keppinautar­ins Landsvirkjunar. Í ágúst 2006 var honum loks veitt leyfi til að tjá sig um málið. Urðu athugasemdir Gríms og meðferð þeirra sérstakt hitamál, einkum í apríl 2003, apríl 2005 og ágúst 2006. Þá kom framkvæmdin þrisvar sinnum til kasta Hæstaréttar þegar and­stæðingar hennar reyndu að fá úrskurði umhverfisráðherra um umhverfismat hnekkt. Í öllum tilvikum hafnaði rétturinn kröfum þeirra.

Ólík sjónarmiðMikið var rætt og ritað um fram­kvæmdina og lögðu ýmsir orð í belg. Jakob Björnsson, fyrr­verandi orkumálastjóri, var ötull virkjunarsinni og skrifaði margar greinar í Morgunblaðið. Í einni, sem birtist 7. október 2004, lýsti hann þeirri skoðun sinni að áfram yrði hægt að njóta ósnortinnar náttúru á Íslandi þótt virkjað yrði. „Ísland er með strjálbýlli löndum heims og auðugt af fjölbreytilegri náttúru. Þótt við nýtum orkulindir okkar í svipuðum mæli og mörg önnur iðnríki hafa þegar nýtt sínar eigum við samt kost á að umgangast fjölbreytilega ósnortna náttúru. Allt sem til þess þarf er skynsemi, framsýni og gott skipulag í nýtingu óbyggðanna. Og að losa okkur við ranghug­myndir. Orkuverið Ísland og náttúruparadísin Ísland geta sem best þrifist hlið við hlið.“

Andstæðingar virkjunarinnar létu þó meira að sér kveða á síðum blaðanna. Skrifuðu sumir margar greinar en aðrir fáar og jafnvel bara eina. Eftirfarandi er upphaf greinar Lovísu Baldurs­dóttur í Fréttablaðinu 10. ágúst 2006: „Dagur stærstu niðurlæg­ingar fyrir íslenska þjóð nálgast. Mestu umhverfisspjöll Íslands­sögunnar af mannavöldum eru í nánd. Eftir örfáar vikur verður vatni hleypt yfir 57 ferkílómetra af hálendi Austurlands og Hálslón verður til. Umfang lónsins sam­svarar því að Hvalfjörður væri settur niður á hálendið. Gróður­breiður, tugir fossa og gljúfra, dýr­mætt varpland gæsa og beitar­ og burðarsvæði hreindýra hverfa fyrir fullt og allt. Einstakt og óbætan­legt landsvæði á hálendi Íslands verður botninn á miðlunarlóni erlends álrisa. Á mannsaldri fyllist lónið af framburði jökulánna og er þá líftíma lónsins og þar með Kárahnjúkavirkjunar lokið. En eyðileggingarmáttur Hálslóns mun halda áfram og umhverfis áhrifin eru óafturkræf. Hvernig er hægt að réttlæta slíka gjörð?“

140 milljarða framkvæmd Í stuttu máli er Kárahnjúkavirkjun þannig úr garði gerð að Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal voru stíflaðar og vatninu úr þeim veitt í tvö miðlunarlón sem síðan var veitt eftir jarðgöngum að stöðvar­húsi virkjunarinnar í Fljótsdal. Þrjár stíflur eru í Jökulsá á Dal: Kárahnjúkastífla (198 metra há), Desjárstífla (68 metrar) og

Sauðárdalsstífla (29 metrar). Með stíflunum varð Hálslón til en það er 57 ferkílómetrar að stærð. Ufsarstífla (37 metrar) stíflar Jökulsá í Fljótsdal og við það myndaðist Ufsarlón. Kelduá og þrjár þverár hennar eru einnig stíflaðar og vatni úr þeim veitt í Kelduárlón og þaðan í Ufsarlón. Kárahnjúkavirkjun kostaði 140 milljarða króna (á verðlagi 2009) að meðtöldum vöxtum, verðbótum og gengisbreytingum á bygg­ingartíma. Fór kostnaðurinn sjö prósent fram úr áætlun en á móti kemur að virkjunin framleiðir sjö prósentum meira rafmagn en upp­haflega var gert var ráð fyrir. Framkvæmdin var sjö vikum á eftir upphaflegri áætlun en engu

að síður tókst að uppfylla samn­inga um afhendingu rafmagns til álversins í Reyðarfirði á tilsettum tíma. Næstum 1500 manns unnu að virkjunargerðinni þegar mest var í apríl 2005. Meirihluti starfs­mannanna var útlendingar og langflestir í vinnu hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo. Komu þeir frá yfir 30 löndum, flestir frá Kína, Portúgal og Ítalíu. 79 Íslendingar unnu hjá Impregilo. Starfsmennirnir bjuggu í vinnubúðum sem reistar voru á hálendinu. Voru þær eins og þorp, með skóla, heilsugæslu, kapellu og öðru tilheyrandi. Impregilo hafði með höndum langstærstu verkþætti fram­

2007

Deilt var um það hvort landið sem færi undir vatn væri sérstakt eða ekki. Óumdeilt var hins vegar að framkvæmdirnar höfðu gríðarleg áhrif á landið.

Page 10: Ísland í aldanna rás 2001-2010

270

3. maí 2001: Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka­

virkjunar afhent Skipulagsstofnun.

1. ágúst 2001: Skipulagsstofnun leggst gegn Kárahnjúkavirkjun

vegna „umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upp­

lýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif

hennar.“

1. september 2001: Skipulagsstofnun fellst á að reist verði álver

við Reyðarfjörð (Norsk Hydro).

4. september 2001: Landsvirkjun kærir úrskurð Skipulags­

stofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar til

umhverfisráðherra.

20. desember 2001: Umhverfisráðherra fellir úr gildi úrskurð

Skipulagsstofnunar og heimilar Kárahnjúkavirkjun.

22. mars 2002: Norsk Hydro hættir við að reisa álver í Reyðar­

firði.

4. apríl 2002: Rætt við bandaríska fyrirtækið Alcoa um að reisa

álverið.

8. apríl 2002: Alþingi samþykkir lög sem heimila Landsvirkjun

að reisa Kárahnjúkavirkjun.

19. júlí 2002: Viljayfirlýsing undirrituð um að Alcoa reisi álverið.

6. desember 2002: Tilboð opnuð í gerð Kárahnjúkavirkjunar.

kvæmdarinnar en fjöldi annarra fyrirtækja annaðist einstakar framkvæmdir. Fyrirtækið Suður­verk reisti til dæmis Desjár­ og Sauðárdalsstíflur, Fosskraft, sem var samsteypa innlendra og erlendra verktaka, reisti stöðvar­húsið og fallgöngin í Fljótsdal og Arnarfell tók að sér gerð Ufsarveitu en þurfti að hverfa frá verkinu vegna rekstrarerfiðleika.

Fimm banaslysVirkjunin tók sinn toll. Fimm létust við framkvæmdirnar og nokkrir slösuðust illa. Í ritinu Orkubrunnur á Austurlandi sem Landsvirkjun gaf út í október 2009 segir að fjórir hafi látist af slysförum á eiginlegu fram­kvæmdasvæði Kárahnjúkavirkj­unar á verktímanum og einn við línulagnir á Fljótsdalsheiði. Þrír hinna látnu voru íslenskir, tveir erlendir. Banaslysin urðu í mars 2004, í mars, apríl og nóvember

2006 og í júní 2007. Þá slasaðist erlendur starfsmaður alvarlega á Kárahnjúkastíflu í nóvember 2006 og lamaðist neðan mittis. Annar erlendur starfsmaður slasaðist í aðrennslisgöngunum í desember 2006 og lamaðist frá

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo á lægstu tilboð í tvo stærstu

verkþættina.

15. mars 2003: Stóriðjusamningar undirritaðir á Reyðarfirði.

18. desember 2003: Hafrahvammagljúfur stíflað og Jökulsá á

Dal veitt um göng fram hjá stæði væntanlegrar Kárahnjúkastíflu.

20. desember 2003: Fyrsti risaborinn, kallaður bor 3 af því að

hann hóf verk sitt í aðgöngum 3, fluttur á framkvæmdasvæðið.

23. janúar 2004: Hæstiréttur Íslands hafnar kröfu um að ógilda

úrskurð umhverfisráðherra frá 20. desember 2001.

2. apríl 2004: Annar risaborinn kemur til Reyðarfjarðar. Hann er

fluttur að aðgöngum 2 við Axará og kallast bor 2.

18. apríl 2004: Þriðji og síðasti risaborinn kemur til Reyðar­

fjarðar og er fluttur á áfangastað sinn við aðgöng 1 á Valþjófs­

staðarfjalli. Hann kallast bor 1.

24. apríl 2004: Bor 3 gangsettur í aðgöngum 3 í Glúmsstaðadal.

Júlí 2004: Byrjað að vinna með bor 2.

Maí-október 2005: Bor 2 er nánast fastur í misgengi í um hálft

ár. Þrjár misgengissprungur með mjög lausu bergi á um 50

metra kafla hindra för og gripið er til þess ráðs að fylla sprungur

með steypu allt um kring og bora í gegnum steypuklumpana.

RöÐ FRAMKVæMdANNA VIÐ KáRAhNjúKA

brjósti. Var Impregilo dæmt til að greiða honum 56,5 milljónir í skaðabætur. Í desember 2006 fjallaði stjórn Landsvirkjunar um fjölgun vinnu­slysa á Kárahnjúkum. Beindi hún því til allra er í hlut áttu að

tryggja að farið yrði í einu og öllu eftir þeim reglum og kröfum sem gerðar væru til öryggis á vinnu­stað. Í apríl 2007 leituðu um tuttugu starfsmenn í aðrennslis­göngunum til heilsugæslunnar á Kárahnjúkum vegna óþæginda í öndunarfærum. Voru þau rakin til mengaðs lofts frá vinnuvélum sem knúnar voru dísilolíu. Voru í kjölfarið gerðar ráðstafanir til að bæta loftræstingu auk þess sem lífræn olía var notuð á vélarnar til að draga úr mengun. Í skýrslunni segir enn fremur að heilsugæslan hafi skráð alls 1875 óhöpp og slys frá júní 2003 til ágúst 2008. Þar af voru 1637 tilvik smávægileg og leiddu ekki til forfalla frá vinnu. Í fjórðungi tilvikanna höfðu menn runnið til, hrasað eða dottið og hlotið skrámur eða lítils háttar meiðsl.

2007

Framkvæmdirnar veittu fjölda manns atvinnu en kostuðu líka líf og limi.

Page 11: Ísland í aldanna rás 2001-2010

271

Álver Alcoa í Reyðarfirði var formlega tekið í notkun 9. júní en tilraunaframleiðsla hófst í apríl. Framleiðslugeta þess er 346 þúsund tonn og eru starfsmenn rúmlega 400. Að auki skapar álverið um 300 afleidd störf í iðnaði, þjónustu og verslun. Samningar um álverið voru undirritaðir 15. mars 2003 og var fyrsta skóflustungan tekin 8. júlí 2004. Kostnaður nam um 1,1 milljarði Bandaríkjadala eða 80 milljörðum króna á verðlagi 2004. Alþjóðlega verktakafyrirtækið Bechtel annaðist fram­kvæmdina og störfuðu um 2000 manns við hana þegar mest var fyrri hluta árs 2006. Í desember voru formleg verklok og sagði í fréttum Stöðvar 2 af því tilefni að lokið væri tólf ára skeiði samfelldra stóriðjuframkvæmda í landinu sem hófst 1995 þegar samið var um stækkun álversins í Straumsvík.

Álbræðsla hefst í reyðarfirði

25. september 2004: Bor 1 ræstur í aðgöngum 1. Þar með hafa

allir þrír borarnir verið teknir í gagnið.

11. maí 2006: Hornsteinn lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúka­

virkjunar í Fljótsdal.

17. ágúst 2006: Fyrsti spennir Fljótsdalsstöðvar fluttur frá

Reyðarfirði inn í Fljótsdal.

9. september 2006: Bor 1 „slær í gegn“ í aðrennslisgöngunum

eftir að hafa borað fimmtán kílómetra göng. Fyrsta áfanga verks­

ins er lokið, borinn hefur lokið verki sínu og er fluttur úr landi.

28. september 2006: Hálslón byrjar að myndast.

5. desember 2006: Bor 3 „slær í gegn“ í aðrennslisgöngunum

og þar með opnast frárennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, um 40

kílómetra leið úr Hálslóni niður á Teigsbjarg ofan við stöðvar­

húsið í Fljótsdal.

26. júlí 2007: Jökulsá í Fljótsdal veitt um botnrás og varnarstífla

mynduð í stæði Ufsarlóns.

17. október 2007: Fylling aðrennslisganga hefst með því að

vatni úr Hálslóni er hleypt á þau.

18. október 2007: Hálslón orðið fullt.

1. nóvember 2007: Raforkuvinnsla hefst í Fljótsdalsstöð.

27. nóvember 2007: Fimm vélar tilbúnar til rekstrar í Fljóts­

dalsstöð og þar með er unnt að fullnægja allri orkuþörf álversins

þegar þess gerist þörf.

30. nóvember 2007: Kárahnjúkavirkjun formlega gangsett við

athöfn í Fljótsdalsstöð og á Hótel Nordica í Reykjavík.

29. mars 2007: Bor 2 byrjar að bora aðrennslisgöng Jökuls­

árveitu. Hann var fyrst notaður í aðrennslisgöngunum milli

Hálslóns og Fljótsdals 2004−2006, þá tekinn sundur og settur

saman að nýju til að bora í lokin tæplega níu kílómetra göng í átt

að Ufsarlóni.

9. apríl 2008: Bor 2 „slær í gegn“ í Jökulsárgöngum. Þar með

lýkur borun 48 km langra jarðganga vegna Kárahnjúkavirkjunar.

11. september 2008: Ufsarlón tekur að myndast eftir að lokum

er rennt fyrir botnrás við Ufsarstíflu til að stífla Jökulsá í Fljóts­

dal.

22. september 2008: Síðasta berghaftið sprengt í Grjótár­

göngum Hraunaveitu og þar með lýkur jarðgangagerð vegna

Kárahnjúkavirkjunar. Alls höfðu verið heilboraðir og sprengdir 73

kílómetrar af jarðgöngum af ýmsu tagi.

16. október 2008: Jökulsár­ og Hraunaveita tekin formlega í

gagnið og vatn úr Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá rennur í fyrsta

sinn til vélanna í Fljótsdalsstöð.

Glatt var á hjalla þegar álverið var tekið í notkun.

2007

Page 12: Ísland í aldanna rás 2001-2010

308

SILFRIÐÍ PEKINg

Frammistaða handboltalands­liðsins á Ólympíuleikunum í Peking var glæstasta íþróttaafrek Íslendinga á áratugnum og besti árangur sem Íslendingar hafa náð í hópíþróttum. Silfurverðlaun á þessari miklu íþróttahátíð þar sem bestu handboltaþjóðir heims öttu kappi er eiginlega of gott til að vera satt en engu að síður óhagganleg staðreynd. Það blés reyndar ekki byrlega fyrir landsliðinu í byrjun árs. Það hafnaði í 11. sæti Evrópumóts­ins í Noregi í janúar en Alfreð Gíslason þjálfari hafði sett markið á að ná einu af fjórum efstu sæt­unum. Í riðlakeppninni töpuðu Íslendingar fyrir Svíum 19−24 og Frökkum 21−30 en sigruðu Slóvaka 28−22. Í milliriðli töpuðust leikir gegn Þjóðverjum, 27−35, og Spánverjum, 26−33, en sigur vannst gegn Ungverjum 36−28. Alfreð hætti með liðið eftir keppnina en þrátt fyrir þetta bága gengi taldi hann framtíðina bjarta. Það reyndist rétt. Nokkurn tíma tók að ráða eftirmann Alfreðs en nokkrir þjálfarar höfnuðu boði um að taka starfið að sér. Fór svo að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn þjálfari en hann hafði stýrt liðinu á árunum 2001−2004. Fyrsta verkefni Guðmundar og

liðsins var sérstök forkeppni sem fram fór í Póllandi um laust sæti á Ólympíuleikum. Sigur vannst á Argentínu 36−27 í fyrsta leik en leikur gegn heimamönnum tapaðist 28−34. Sunnudaginn 1. júní mættust svo Íslendingar og Svíar í hreinum úrslitaleik um að komast til Peking. Skemmst er frá

því að segja að Íslendingar unnu 29−25, ekki síst fyrir frækilega frammistöðu Hreiðars Levý Guð­mundssonar sem varði sautján skot Svíanna − og Ólympíusætið var í höfn.

Snorri Steinn í eldlínunni Í liðinu sem lék á Ólympíuleik­

unum voru Alexander Petersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hall­grímsson, Björgvin Páll Gúst­avsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Hreiðar Levý Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson, Ólafur Stefáns­son, Róbert Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guð­jónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Jakobsson. Áður en haldið var til Kína lék liðið nokkra æfingaleiki. Um miðjan júlí var leikið í tvígang við Spánverja á Íslandi og unnu þjóðirnar sinn leikinn hvor. Leikir gegn Spánverjum, Egyptum og Frökkum á æfingamóti í Frakk­landi töpuðust hins vegar allir. Fyrsti leikurinn á Ólympíuleikun­um var 10. ágúst gegn Rússum. Hafði Ísland yfirhöndina svo að segja allan leikinn og náði mest sjö marka forskoti en lokatölur urðu 33−31. Snorri Steinn Guð­jónsson var markahæstur með tólf mörk. Tveimur dögum síðar voru andstæðingarnir heimsmeistarar Þjóðverja. Leikurinn var lengst af í járnum en nokkrum sinnum náði Ísland ágætu forskoti og hafði að lokum fjögurra marka sigur, 33−29. Aftur var Snorri Steinn markahæstur, nú með átta mörk. 14. ágúst mætti Ísland Suður­Ólafur Stefánsson brýst í gegnum vörn andstæðinganna í Peking.

2008

Page 13: Ísland í aldanna rás 2001-2010

309

stórasta land í heimi Meðal áhorfenda á undanúrslitaleiknum gegn Spánverjum, sem Íslendingar unnu 36−30, voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Tóku þau þátt í sigurdansinum eftir leikinn og sagði Dorrit í beinni sjónvarpssendingu: „Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi.“ Urðu þau ummæli hennar samstundis ódauðleg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð­herra var einnig í hópi áhorfenda en hún fór til Kína í skyndingu, ásamt eiginmanni sínum og ráðuneyt­isstjóra, þegar Ísland hafði tryggt sér sæti í und­anúrslitunum. Vakti förin nokkra athygli og gagn­rýni þar sem aðeins voru liðnir nokkrir dagar frá því að ráðherra og föruneyti höfðu komið heim frá Kína og ferðalög um svo langan veg kostnaðarsöm. Taldi Þorgerður rétt og eðlilegt að ráðherra íþrótta­mála væri viðstaddur svo stóra stund í íþróttasögu þjóðarinnar sem undanúrslit – og í framhaldinu úrslit – á Ólympíuleikum væri. Ferð hennar, maka og ráðuneytisstjóra, sem greidd var úr ríkissjóði, kostaði um fimm milljónir króna.

Kóreu og tapaði með 21 marki gegn 22. Í kjölfarið gerði Ísland tvö jafntefli; fyrst gegn Evrópu­meisturunum Dönum 32−32 og svo gegn Egyptum, líka 32−32. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmörkin í báðum leikj­unum; úr vítakasti gegn Dönum þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og alveg í blálokin gegn Egyptunum. Í báðum leikjum var Ísland undir lengst af en tókst að jafna af miklu harðfylgi. Ísland komst nokkuð auðveld­lega upp úr riðli sínum og mætti Pólverjum í átta liða úrslitum. Höfðu þeir reynst strákunum okkar heldur erfiður ljár í þúfu og var skemmst að minnast sex marka tapsins í forkeppninni í Póllandi í lok maí. En þótt líkurnar væru kannski ekki okkur í hag voru væntingarn­ar og kröfurnar miklar og þeir sem mestar kröfur gerðu voru lands­liðsmennirnir sjálfir. Frá fyrstu mínútu var ljóst hvort liðið hafði ríkari sigurvilja. Íslendingar skoruðu fyrsta mark leiksins og höfðu yfirhöndina upp frá því. Lokatölur urðu 32−30. Alexander Petersson var marka­hæstur Íslendinga með sex mörk en einna bestur í frábæru liði var Björgvin Páll Gústavsson sem varði 23 skot.

Íslendingar voru komnir í undanúrslit á Ólympíuleikum í annað sinn í sögunni. Í fyrra skiptið gerðist það í Barcelona 1992 en þá hafnaði liðið í fjórða sæti.

Í úrslitÍslendingar mættu Spánverjum í undanúrslitaleiknum sem fram fór föstudaginn 22. ágúst. Ekki er ofmælt að segja að Íslendingar hafi verið miklu betri, þeir skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og eftir að Spánverjum tókst að jafna í stöðuna 9−9 tóku okkar menn leikinn algjörlega í sínar hendur og sigruðu að lokum 36−30. Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson voru markahæst­ir með sjö mörk, Snorri Steinn skoraði sex, Ólafur Stefánsson fimm, Ásgeir Örn Hallgrímsson þrjú og Alexander Petersson, Sigfús Sigurðsson, Ingimundur Ingimundarson og Róbert Gunn­arsson tvö mörk hver. Enn var Björgvin Páll frábær í markinu og varði 23 skot. Framundan var stærsta stund Íslendinga á íþróttasviðinu, úrslitaleikur á Ólympíuleikum. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum sunnudaginn 24. ágúst voru Frakkar sem lögðu Króata í und­anúrslitum 25−23. Höfðu Frakkar

leikið nánast óaðfinnanlega allt mótið og unnið sex af sjö leikjum sínum en gert eitt jafntefli; gegn Pólverjum. Jafnræði var með liðunum

framan af. Frakkar skoruðu fyrsta markið en Íslendingar komust yfir, 3−2. Jöfnuðu þá Frakkar og komust svo yfir og höfðu leikinn í höndum sér það sem eftir lifði.

Talið var að um 40 þúsund manns hefðu hyllt handboltalandsliðið í móttökuathöfn á Arnarhóli.

2008

Page 14: Ísland í aldanna rás 2001-2010

310

Mest náðu þeir sjö marka for­skoti í fyrri hálfleik en staðan var 15−10 í leikhléi. Í síðari hálf­leik bættu þeir heldur í og náðu um tíma níu marka forskoti en lokatölur urðu 28−23 Frökkum í vil. Ólafur Stefánsson var marka­hæstur í íslenska liðinu með fimm mörk, Snorri Steinn og Arnór skoruðu fjögur, Logi og Guðjón Valur þrjú, Alexander tvö og Sigfús og Róbert sitt markið hvor. Björgvin Páll varði tíu skot. Markahæstur Ólympíumeistar­

anna var Nikola Karabatic sem skoraði átta mörk en markvörður þeirra, Thierry Omeyer, varði 22 skot. Þrátt fyrir tapið höfðu íslenska landsliðið og íslensk þjóð ástæðu til að gleðjast, silfurverðlaun á Ólympíuleikum er stórkostlegur árangur.

Móttökurnar Handboltaæði geisaði á Íslandi á meðan á Ólympíuleikunum stóð. Oft áður hafði slíkt æði gripið þjóðina en aldrei eins og nú enda

árangurinn með eindæmum. Móttökur silfurhafanna við heim­komuna þremur dögum eftir úrslitaleikinn voru svo í samræmi við það. Landsmönnum var stefnt á Arnarhól þar sem hylla skyldi liðið eftir að því hafði verið ekið á opnum palli frá Skólavörðuholti. Er talið að allt að 40 þúsund manns hafi tekið þátt í dagskrá á Hólnum sem Valgeir Guðjónsson stýrði. Fyrr um daginn hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri

heiðrað liðið með stofnun svokall­aðs „Silfursjóðs,“ í þess nafni sem hafa skyldi að markmiði að gefa sem flestum ungmennum tækifæri til að stunda hand­bolta. Eftir athöfnina á Arnarhóli veitti forsetinn leikmönnum svo fálkaorðuna. Segja má að punktur hafi verið settur aftan við þessa frábæru frammistöðu þegar Ólafur Stef­ánsson var valinn íþróttamaður ársins 2008 með fullu húsi stiga.

Mál keníska flóttamannsins Pauls Ramses Odour var í brennidepli sumarið 2008. Paul tók þátt í borgarstjórnar­kosningunum í Naíróbí í Kenía í desember 2007 en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosn­ingar sættu margir stjórnarand­stæðingar ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í ársbyrjun 2008 og sótti um pólitískt hæli, en kona hans, Rosemary, bjó hér og áttu þau von á sínu fyrsta barni. Í byrjun júlí, meðan Paul beið úrskurðar Útlendingastofnunar, var honum tilkynnt að mál hans yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar hér á landi heldur yrði hann sendur til Ítalíu, þar sem hann hafði haft viðkomu á leið sinni hingað, þar sem mál hans yrði tekið til afgreiðslu. Daginn eftir var Paul tekinn frá eiginkonu sinni og þriggja vikna syni, Fídel Smára. Málið vakti mikla reiði, ekki síst þar sem verið væri að sundra fjölskyldu en Útlendingastofnun bar því við að Rosemary hefði aðeins dvalarleyfi í Svíþjóð en ekki á Íslandi og væri ólöglega hér á landi; því væri ekki hægt að veita undanþágu á grundvelli fjölskylduaðstæðna og líklega yrði hún send til Svíþjóðar. Meðferð stjórnvalda á Paul Ramses var mótmælt. Katrín Theodórsdóttir, lögmaður hans, lagði fram kæru til dómsmálar­áðuneytisins þar sem farið var fram á að úrskurður Útlendinga­stofnunar yrði ógiltur og að hann fengi pólitískt hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Íslandsdeild Amnesty Internat­

Fáir fá hæli á Íslandi Mál Pauls Ramses vakti athygli á því hversu erfitt það var fyrir flóttamenn sem komu til Íslands á eigin vegum að fá hér hæli. Íslendingar tóku einna helst á móti svonefndum kvótaflóttamönnum, það er að segja þeim sem höfðu stöðu flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum og komu gjarnan í hópum frá heimalandi sínu. Þeir sem komu hingað á eigin vegum og sóttu um hæli sem flóttamenn áttu hins vegar erfiðara uppdráttar. Sumarið 2008 höfðu 438 manns sótt um slíkt hæli en aðeins fjórir fengið. 20 höfðu hins vegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum síðan árið 2000. Ófáum hælisumsóknum var vísað frá á grundvelli Dyfl­innarsamkomulagsins svokallaða, en það heimilaði stjórn­völdum að senda hælisleitendur aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. Útlendingastofnun og íslensk stjór­nvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að skáka í skjóli þessa ákvæðis, því fyrir hælisleitendur sem komu langt að var nær útilokað að komast hingað til lands án viðkomu í öðru Evrópulandi.

Paul Ramses sendur úr landii onal sendi Birni Bjarnasyni dóms málaráðherra sömu kröfu og efnt var til mótmæla við dóms­málaráðuneytið og undirskrifta­söfnunar á netinu. Á meðan á þessu stóð dvaldi Paul á gisti­heimili fyrir hælisleitendur í Rómaborg og var uggandi um framhaldið. Ingibjörg Sólrún Gísla dóttir utanríkisráðherra bað sendifulltrúa Íslands á Ítalíu að ræða við stjórnvöld þar í landi um mál Pauls Ramses, upplýsa þau um aðstæður og reyna að tryggja réttláta málsmeðferð. Fólk hélt áfram að safnast saman fyrir framan dómsmála­ráðu neytið og vekja athygli á máli Paul Ramses. Síðla í ágúst dró til tíðinda þegar dómsmálaráðherra sneri við úrskurði Útlendinga­stofnunar og skyldi því ósk Pauls um að pólitískt hæli vera tekin til efnislegrar meðferðar. Paul grét gleðitárum þegar hann sneri aftur til Íslands og sameinaðist fjölskyldu sinni á ný. „Ég er afar þakklátur íslensku þjóðinni, fjölmiðlum og sérstaklega dóms­málayfirvöldum að veita okkur þetta tækifæri,“ sagði Paul við Fréttablaðið. „Þetta var yndisleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni, sem leit þetta móralskt og á okkur sem mannfólk, fyrst og fremst.“ Hjónin fengu í kjölfarið tíma­bundið dvalarleyfi meðan Útlend­ingastofnun tók umsókn þeirra fyrir. Í mars 2010 lauk tveggja ára bar áttu Pauls Ramses þegar Útlendingastofnun samþykkti að veita fjölskyldunni pólitískt hæli á grundvelli þess að ekkert annað en ofbeldi biði í heimalandinu.

Paul og Rosemary Ramses ásamt syni sínum Fídel Smára, sem fæddist hér á landi.

2008

Page 15: Ísland í aldanna rás 2001-2010

390

2010Hlýtt, þurrt og snjólétt var á landinu á

árinu, einkum sunnan- og vestanlands. Meðalhiti í Reykjavík var 5,9 stig og hefur aðeins einu sinni verið marktækt hærri. Í janúar var hiti nærri 3 stig yfir meðallagi.

Þá hefur ársúrkoma aðeins einu sinni mælst minni í Reykjavík. Meira snjóaði

á Akureyri en flest undanfarin ár en snjókoman var þó nokkuð undir meðallagi.

Óvenjusnjóþungt var þar í nóvember.

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

6,7% 4,8% 2,1% 3,2% 4,0% 6,8% 5,0% 12,4% 12,0% 5,4%

1,4% 2,5% 3,4% 3,1% 2,1% 1,3% 1,0% 1,6% 8,0% 8,1%

ATV INNULEYS I

VERÐBÓ LGA

Mannfjöldi á Íslandi: 318.452

MAÐUR ÁRSINS

ÍÞRÓTTA-MAÐUR ÁRSINS

HÆSTISKATTGREIÐANDI

Fréttir frá útlöndum12.01. 230.000 farast í jarðskjálfta á Haítí. 10.04. Lech Kaczynski, forseti Póllands, ferst í flugslysi ásamt 96 öðrum. 25.07. WikiLeaks birtir 90.000 trúnaðarskjöl um stríðið í Afganistan.Friðarverðlaun Nóbels: Liu Xiaobo. Bókmenntaverðlaun Nóbels: Mario Vargas Llosa.

R á s 2

Þórður Guðnason björgunarsveitarmaður.

s tö ð 2

Jón Gnarr borgarstjóri.

Alexander Petersson handboltamaður.

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda.

FA G U R BÓ K M E N N t I R :

Gerður Kristný, Blóðhófnir.

F R Æ ð I R I t O G BÆ K U R A L M E N N s E F N I s :

Helgi Hallgrímsson, Íslenskir sveppir og sveppafræði.

ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN

Eyjafjallajökull gýsAugu umheimsins hvíldu á Íslandi

nokkra daga í apríl þegar eldgos

í Eyjafjallajökli olli alþjóðlegri

umferðarteppu og gerði milljónir

manna að strandaglópum á flug-

völlum um alla Evrópu.

Gosið gerði boð á undan sér á óvæntum stað aðfaranótt 20. mars þegar 300 metra gos-sprunga opnaðist á Fimmvörðu-hálsi, mitt á milli Mýrdals- og Eyjafjallajökuls, en þar hafði ekki gosið í nokkur þúsund ár. Grunur

lék á að gosið myndi færast undir Eyjafjallajökul, og að það kynni að vera fyrirboði um að Katla væri að rumska í fyrsta sinn síðan 1823. Um 500 manns undir Eyjafjöll-um var gert að yfirgefa heimili sín

um nóttina en bændur fengu að fara á svæðið daginn eftir til að sinna skepnum sínum. Tveimur dögum eftir að eldsumbrotin hófust fengu íbúar að snúa aftur til síns heima. Gosið færðist í aukana og rann hraun þvert yfir gönguleiðina á Fimmvörðuhálsi og myndaði þar nýtt fjall. Þar sem um hraungos var að ræða var öskufall aftur á móti í lágmarki og umfang

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri myndaði jökulinn frá túnfætinum þegar gosið hófst. Myndin vakti heimsathygli.

Page 16: Ísland í aldanna rás 2001-2010

391

Karl og kona, fædd 1955 og 1967, urðu úti eftir að hafa villst af leið í útsýnisferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Sam-ferðakona þeirra, fædd 1977, fannst á lífi. Fólkið hélt vanbúið að gosstöðvunum að kvöldi páskadags 4. apríl. Var það á jepplingi, nestislítið og ekki klætt til úti-vistar. Aðfaranótt mánudagsins óskaði fólkið eftir aðstoð en það hafði þá fest bílinn í á. Gat það ekki gert grein fyrir hvar það væri statt og bar fimm tíma leit lögreglu ekki árangur. Undir morgun hafði það aftur samband og kvaðst hafa tekist að losa bílinn og vera á leið til byggða. Aðfaranótt þriðjudagsins tóku ættingjar fólksins að hafa af því áhyggjur og höfðu samband við lögreglu. Var þá efnt til um-fangsmikillar leitar. Á þriðjudeginum fannst bíllinn bensínlaus á leiðinni upp í Emstrur. Um miðjan dag fannst yngri konan á gangi fyrir ofan Einhyrning, köld og hrakin, meira en þrettán

eldsumbrotanna tiltölulega lítið. Innan ferðaþjónustunnar var talað um gosið á Fimmvörðuhálsi sem „túristagos“ enda flykktust þúsundir manna á gossvæðið til að horfa á jarðeldana í öruggri fjarlægð og var viðbúið að þeir myndu laða að marga erlenda ferðamenn strax um sumarið. Þrátt fyrir brýningar yfirvalda bar nokkuð á illa búnu göngufólki og lá við umhverfisspjöllum af völdum jeppaumferðar. Sumir hættu sér glæfralega nærri eld-stöðvunum, til dæmis meistara-kokkar af Holtinu, sem komu fyrir uppdekkuðu borði þar steinsnar

frá og reiddu fram kræsingar steiktar á glóandi hrauni. Erlendir fjölmiðlar fylgdust grannt með gangi mála, þar á meðal umsjón-armenn breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, sem heimsóttu gos-stöðvarnar og óku sérútbúnum jeppa yfir storknandi hraun – við litla hrifningu yfirvalda. Síðasta dag marsmánaðar slapp hópur göngufólks með skrekkinn þegar ný sprunga opnaðist í 30 til 40 metra fjarlægð frá hópnum. Gos-svæðinu var lokað fyrir ferða-mönnum eftir þetta en nýr gígur hlóðst upp við sprunguna. Eldvirknin á Fimmvörðu-

hálsi minnkaði eftir því sem leið á aprílmánuð og 12. apríl var gosinu lokið. Á þeim þremur vikum sem það stóð yfir höfðu um 1,3 ferkílómetrar af 10−20 metra þykku hrauni runnið úr eldstöðinni. Gígarnir tveir sem mynduðust í gosinu fengu heitin Móði og Magni um sumarið en hraunið var nefnt Goðahraun.

Allt á kafi í svartri eðjuTúristagosið á Fimmvörðuhálsi reyndist hins vegar aðeins forspil að því sem koma skyldi, eins og Eyjafjallajökull hefði rétt verið að ræskja sig. 14. apríl hófst

kröftugt eldgos í jöklinum og brast á með hamfaraflóði sem sópaði burt umferðarmannvirkjum og spillti jörðum þegar það rudd-ist niður Markarfljót. Um 700 manns náðu að yfirgefa heimili sín á hættusvæðum í Fljóts-hlíð, á Merkurbæjum, á Markar-fljótsaurum og í Landeyjum áður en gosið hófst í kjölfar öflugrar jarðskjálftahrinu. Öskufall náði austur að Kirkjubæjarklaustri og byrgði víða sýn. Stór hluti flugs, innanlands og í Evrópu, lá niðri vegna ösku. Eldgosið var talið 10−20 sinnum stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi en upptök þess voru í toppgíg fjallsins. Þrír djúpir sigkatlar mynduðust í jöklinum. Eldurinn komst í gegn á tveimur tímum og gnæfðu voldugir gos-bólstrar yfir jöklinum en aska tók að falla í Vík í Mýrdal og 40 kílómetra í austurátt. Laugardaginn 18. apríl skall á svartamyrkur þegar þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyja-fjöllum. Daginn eftir tók að rofa til og rigna svo askan breyttist í forarsvað sem lá yfir sveitum eins og svart teppi. Íbúar voru orðnir þrekaðir, við-kvæmir á taugum og margir fundu til í öndunarfærum. Á bænum Raufarfelli þurfti að fella fjórtán nautgripi sem höfðu gengið lausir. Sumir bænda íhuguðu að bregða búi eða gera að minnsta kosti hlé á búskap en flestir hertu upp

urðu úti í útsýnisferðað gosstöðvum

kílómetra frá bílnum. Skömmu síðar fannst hin konan, látin, um 700 metra frá bílnum og maðurinn fannst um kvöldið, einnig látinn, fimm kílómetra frá bílnum. Í ljós kom að eftir að fólkinu hafði tekist að losa bílinn úr ánni ók það í ranga átt; til fjalla í stað byggða, uns bíllinn varð bensínlaus.

Þykkt öskulag lagðist eins og svart teppi yfir sveitir undir Eyjafjöllum og breyttist síðan í forarsvað.

2010

Page 17: Ísland í aldanna rás 2001-2010

392

hugann eftir að það tók að rofa til og hundruð sjálfboðaliða úr röðum björgunarsveita og almenn-ings streymdu að til að aðstoða í hreinsunarstarfi eftir öskufallið. Smám saman dró úr gosvirkni í Eyjafjallajökli. 21. apríl var virknin orðin um einn tíundi af því sem hún var fyrst, en öskufall og fok var enn til nokkurs ama. Mest mældist þykkt öskunnar á Skóga-heiði, um 5,4 cm. Undir lok maí hafði gosóróinn minnkað verulega og nálgaðist það að vera minni en þegar gosið hófst en dróst þó á langinn fram eftir sumri. Í lok júní samþykkti ríkisstjórnin að veita 791,7 milljónir króna til endur-reisnar og vegna neyðaraðgerða í kjölfar eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Stærsta einstaka viðbótarframlagið var til Bjargráðasjóðs, 190 millj-ónir króna, en heildarkostnaður sjóðsins vegna eldgosanna var metinn á 300 milljónir króna.Í júlí var lítil sem engin gosvirkni í Eyjafjallajökli, þó að jarðvísinda-menn væru ekki reiðubúnir að lýsa yfir goslokum. Áætlað var að um 140 milljónir rúmmetra, eða 0,14 rúmkílómetrar, af gjósku

hefðu fallið úr Eyjafjallajökli fyrir utan alla þá gjósku sem fallið hafði í hafið og í öðrum löndum. Þurfti að leita aftur til Kötlugoss-ins 1918 eða Heklugossins 1947 að viðlíka gjóskumagni.

Milljónir strandaglópaStrax á fyrsta degi gossins tók öskuna að leggja yfir norðurhluta Evrópu og olli mestu töfum á flug-umferð síðan í kjölfar hryðjuverka-árásanna á World Trade Center í New York, 11. september 2001. Flugsamgöngur lágu niðri í Bret-landi, Írlandi, Belgíu, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Finnar lokuðu öllum flugvöllum nema í Helsinki. Frakkar lokuðu flugvöllum í norðurhluta landsins og sömuleiðis var tekið að loka flugvöllum í Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. Milljónir flug-farþega voru strandaglópar á flug-völlum víða um Evrópu. Margir hugsuðu Íslandi þegjandi þörfina og brandarar á borð við: „We said bring cash, not ash,“ fóru eins og eldur í sinu um netið. Askan hafði enn meiri áhrif næstu daga og þurfti að fella niður um 60 prósent flugferða í

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls til að berja eldsumbrotin augum.

Milljónir manna um allan heim voru strandaglópar á flugvöllumí mestu röskun á flugsamgöngum sem orðið hafði á alþjóðavísu síðan

hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 2001.

evrópskri lofthelgi. Talið var að beint tap flugfélaga vegna þessa væri um 200 milljónir dollara á dag, jafnvirði um 25 milljarða króna, auk sem þess sem verð á hlutabréfum í flugfélögum lækkaði. Tap Icelandair vegna öskunnar nam um 100 milljónum króna á dag. Öskuskýin komu ekki aðeins illa við rekstur flugfélaga heldur bitnuðu þau á efnahagslífi víða um heim með ýmsum hætti,

til dæmis urðu þeir sem fluttu ferskvöru til eða frá Evrópu margir illa úti. Það var því ekki að undra að eldgosið á Íslandi var ein aðalfrétt helstu fréttamiðla heims þessa daga, en það reyndist mörgum fréttaþulnum þrautin þyngri að bera tungubrjótinn Eyja-fjallajökull klakklaust fram. Eftir því sem leið á vikuna jókst þrýstingur á samgöngu-ráðherra Evrópuríkja um að láta

2010

Page 18: Ísland í aldanna rás 2001-2010

393

Ríkisstjórnin varð við kalli ferðaþjónustunnar um samstillt átak til að laða erlenda gesti til landsins í kjölfar eldgos-anna. Komið var á fót samráðshópi iðnaðarráðuneytis, utanríkisráðuneytis og ýmissa stofnana og samtaka sem tengdust ferðaþjónustu. Afrakstur þeirrar vinnu var 700 milljóna króna markaðsátak, Inspired by Iceland. Sýnileg-asti hluti þess var tónlistarmyndband, sem sýndi tápmikla Íslendinga stíga dansspor í íslenskri náttúru eða við þekkt kennileiti og átti að hvetja ferðalanga til Íslands. Átakinu var hleypt af stokkunum 7. júní og voru Íslendingar hvattir til að senda vinum, fjölskyldu og viðskiptafélögum erlendis myndbandið. Þeir létu ekki sitt eftir liggja. Í lok dags hafði að minnsta kosti ein og hálf milljón skilaboða verið send með tölvupósti og af heimasíðu átaksins; um fimm millj-ónir Twitter-skilaboða voru send og 600 þúsund hlóðu landkynningarmyndbandinu niður. Fækkun ferðamanna á árinu reyndist, þegar upp var staðið, á bilinu 1−2 prósent, en ekki 10−20 prósent eins og óttast var eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Voru forsvars-menn í ferðamálum sammála um að áhrif eldgosanna á ferðaþjónustu hefðu verið jákvæð til lengri tíma litið, ekki síst vegna þeirrar miklu kynningar sem landið hefði fengið.

breyta hættumati sem flugbannið var byggt á, en mörgum þótti það óþarflega strangt. Við því var orðið og komst flugumferð í Evrópu smám saman í samt lag. Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður yfir 100 þúsund flugferðir og var beinn kostnaður flugfélaga metinn rúmlega 200 milljarðar króna, að ógleymdum óþægindum innlyksa flugfarþega víðsvegar um Evrópu. Nokkur röskun varð aftur á flugi í Norður-Evrópu vegna ösku

í maí en ekki nærri því jafn mikil og í apríl.

„Létt æfing“ fyrir KötluFerðaþjónustan var með böggum hildar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Erna Hauks-dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði talsvert um afbókanir meðal erlendra ferðamanna og algjört hrun í nýjum bókunum. Ráðast þyrfti í viðamikla aðgerð til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Í sama streng tók Matthías Ims-

land, forstjóri Iceland Express, sem sagði sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos. Innan ferðaþjónustunnar kunnu menn Ólafi Ragnari Gríms-syni, forseta Íslands, því litlar þakkir þegar hann lýsti því yfir í viðtali við BBC að gosið í Eyja-fjallajökli væri aðeins „létt æfing“ fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning um hvort gysi heldur hvenær og að stjórnvöld í Evrópu ættu að hafa hraðan á og útbúa neyðaráætlanir.

„Það er mikilvægt að öll umræða um þetta, bæði inn á við og út á við, sé yfirveguð og það sé ekki dregin upp nein dekkri mynd af hlutum en efni standa til,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-son fjármálaráðherra um ummæli Ólafs Ragnars, sem svaraði á móti að hann teldi Íslendinga hafa „lært þá lexíu að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlegar hættur“.

Inspired by Iceland

Myndband af tápmiklum Íslendingum að dansa í íslenskri náttúruog við þekkt kennileiti átti að laða fólk til landsins.

Þjóðleikhúsið fagnaði 60 ára af-mæli í apríl. Í tilefni af tímamót-unum frumsýndi leikhúsið tvær leikgerðir byggðar á bókum Hall-dórs Laxness: Gerplu í leikstjórn Baltasars Kormáks og Íslands-klukkuna í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Gerpla var frumsýnd í febrúar og var þetta í fyrsta sinn sem verkið var fært á svið. Leikgerðina samdi Ólafur Egill Ólafsson en með hlutverk fóst-bræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnarskálds fóru Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. Baltasar sló á þjóð-lega strengi í uppfærslunni og klæddust leikararanir íslenskum glímubúningum. Sýningin fékk misjafna dóma en var tilnefnd til sex Grímuverðlauna.

LAxNESS Í LEIKhúSINU Íslandsklukkan í nýrri leikgerð Benedikts Erlingssonar var frum-sýnd 22. apríl, á sjálfum afmælis-degi Þjóðleikhússins. Verkið var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins árið 1950. Ingvar E. Sigurðsson lék snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Lilja Nótt Þór-arinsdóttir lék Snæfríði Íslandssól og Björn Hlynur Haraldsson fór með hlutverk Arnasar Arneusar. Verkið hlaut góðar undirtektir bæði gagnrýnenda og áhorfenda og efnið þótti ríma vel við þjóð-félagsástandið eins og það var nú. Sýningin var tilnefnd til ellefu Grímuverðlauna, þar á meðal sem sýning ársins, og Ingvar og Björn Thors hlutu báðir verðlaun fyrir leik sinn í verkinu.

Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir í hlutverkum sínum.

2010