24
Ísland - Króatía 15. nóvember - Kl. 19:00

Island - Kroatia HM 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskra fyrir leik Islands og Kroatiu HM 2013

Citation preview

Page 1: Island - Kroatia HM 2013

Ísland - Króatía15. nóvember - Kl. 19:00

Page 2: Island - Kroatia HM 2013

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“

Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort

sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi

þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um

reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

Page 3: Island - Kroatia HM 2013

Markamaskínan Mario MandžukićMario Mandžukić leikur með Bayern München í Þýskalandi en hann er talinn einn hættulegasti sóknarmaður Evrópu. Mandžukić er samt ekki einungis öflugur í framlínunni því hann skilar góðri varnarvinnu og er gríðarlega öflugur í loftinu.

Mandžukić er 27 ára gamall en hann lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann fór til Wolfsburg árið 2010. Kappinn stoppaði ekki lengi við þar en Bayern Munchen nældi sér í hann árið 2012 og varð hann þrefaldur meistari með félaginu á seinustu leiktíð.

Kappinn hefur leikið 44 leiki með króatíska landsliðinu og skorað 12 mörk.

KróatíaMiðjumaðurinn Luka ModrićLuka Modrić leikur með spænska stórliðinu Real Madrid. Hann fór til Spánar eftir að hafa leikið með Tottenham en hann kom til Lundúnaliðsins árið 2008 eftir hafa leikið í Króatíu. Hann vann króatísku deildina í þrjú ár í röð með Dinamo Zagreb og var hann kosinn besti leikmaður tímabilsins 2007.

Modrić lék 127 leiki með Tottenham og skoraði 13 mörk fyrir félagið. Real Madrid fékk áhuga á honum árið 2012 og keypti hann til félagsins en annars hefði hann leikið með Gylfa Þór á miðjunni hjá Tottenham.

Modrić leikur á miðjunni en einnig er hann tiltækur til að þeysast upp kantinn og senda hættulegar sendingar fyrir mark andstæðinganna.

Íslenska liðið þarf að passa vel upp á þennan frábæra leikmann sem getur matað framherja liðsins með góðum sendingum af miðsvæðinu - þ.e. þegar hann er ekki sjálfur að skora mörk.

Þessa ber að varast!

Page 4: Island - Kroatia HM 2013

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, segir góða möguleika til staðar í leikjunum gegn Króatíu.

Hann segir liðið gríðarlega vel stemmt og draumurinn um að

leika á stórmóti sé nær okkur en við þorum að halda fram.

Page 5: Island - Kroatia HM 2013

“Króatía er auðvitað mjög gott lið. Ég myndi lýsa þeim sem þéttu liði. Þeir eru með hæfileikaríka leikmenn sem spila mjög taktískan fótbolta. Þarna eru leikmenn í heimsklassa eins og Mario Mandzukic, Luka Modric, Vedran Corluka og Darijo Srna sem spila allir með sterkum liðum. Það er því ljóst að þetta er mjög verðugur andstæðingur,“ segir Lars Lagerbäck um króatíska liðið.

Aðspurður um hvað beri helst að varast í leik Króata segir Lars að af nægu sé að taka. „Maður reynir fyrst og fremst að leikgreina liðið í heild en svo verður maður líka að læra hvernig þeirra bestu menn bera sig að inni á vellinum svo við getum stoppað þá. Leikmenn eins og Modric og Srna eru með mjög góða sendingagetu og við verðum að reyna að hindra sendingarnar frá þeim.“

Lars segir það erfitt að spá fyrir um leikstíl króatíska liðsins í fyrri leiknum. „Það er erfitt að segja hvernig þeir munu spila enda eru þeir með nýjan þjálfara. Við vitum ekki hvað hann mun gera en ég held þeir muni leggja áherslu á þéttan varnarleik þó svo að þeir muni ekki liggja til baka allan leikinn. Þeir eru ekkert sérstaklega varnarsinnaðir en í þessum leik tel ég

að þjálfarinn þeirra muni undirstrika mikilvægi varnarleiksins og að þeir verði fljótir til baka þegar þeir tapa boltanum.“

Lars vill að íslenska liðið haldi hreinu á heimavelli en mun þó líka sækja til sigurs. „Auðvitað munar bæði lið um að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Hjá okkur tel ég afar mikilvægt að halda hreinu í fyrri leiknum þar sem mark á útivelli getur á endanum skipt sköpum. Þó að við munum að sjálfsögðu reyna að vinna heimaleikinn þá munum við líka leggja áherslu á að halda hreinu,“ segir Lars og bætir við að liðið hafi ekki átt í vandræðum með markaskorun í keppninni. „Ef þú skoðar leikina okkar í undankeppninni þá mistókst okkur bara að skora í einum leik. Þó við viljum halda hreinu í heimaleiknum er auðvitað betra að vinna 2-1 á heimavelli en að gera 0-0 jafntefli.“

Lars gerir ekki miklar breytingar á leikmannahópnum en eina breytingin er sú að Sölvi Geir Ottesen snýr aftur í liðið. Lars segist ánægður með hópinn. „Ég held að þetta sé besti hópurinn sem við hefðum getað valið fyrir utan það að Birkir Már er í banni í fyrsta leiknum. Hann mun samt koma tilbaka í seinni leiknum. Við gátum valið úr öllum leikmönnum sem við

Stuðningsmenn spila stórt hlutverk

Page 6: Island - Kroatia HM 2013

vildum og erum ánægðir með hópinn. Auðvitað er það alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru skildir eftir en ég tel mig hafa valið rétt.“

Bæði lið eru með leikmenn á gulu spjaldi sem gætu verið í banni í síðari leiknum fái þeir spjald í þeim fyrri. Lars var næst spurður hvort það gæti haft einhver áhrif á leikinn. „Kannski getur það haft einhver áhrif en eins og við höfum reynt að segja strákunum í undankeppninni þá viljum við ekki fá nein óþarfa gul spjöld. Við höfum tekið framförum í þeim efnum í undankeppninni og fáum færri spjöld. Við fengum gul spjöld fyrir kjánalega hluti í fyrri hluta keppninnar en í seinustu leikjum hefur það farið minnkandi. Þegar þú ert úti á vellinum verðurðu að leggja þig 100% fram þó svo að þú sért á spjaldi en auðvitað þurfa þeir að vera á varðbergi varðandi spjöldin. Ég vil ekki sjá að menn fái spjöld fyrir að mótmæla eða rífa sig úr að ofan ef þeir skora. Menn þurfa að vera agaðir.“

Veðrið hefur mikið verið í umræðunni enda spáir ekki vel á leikdag. Lars hefur ekki miklar áhyggjur af því. „Við getum lítið hugsað um veðrið í aðdraganda leiksins. Við munum ekki vita nákvæmlega hvernig veðrið verður fyrr en kannski í fyrsta lagi kvöldið fyrir leikdag. Ef veðrið verður mjög slæmt munum við taka það inn í reikninginn. Eins og ef það verður mikill vindur eða ísing á vellinum þurfum við að reyna að spila einfaldari leik, taka minni áhættu og vera vakandi fyrir fráköstum og slíku.“

Að lokum var Lars spurður út í stuðning íslenskra áhorfenda sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir leikmenn liðsins að finna stuðninginn. „Já það spilar stórt hlutverk. Ég heyri það frá leikmönnunum og finn líka fyrir því sjálfur. Það er svolítið eins og að vera með tólfta leikmanninn að finna það að þjóðin stendur við bakið á þér.“

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á

facebook.com/lotto.isFÍT

ON

/ S

ÍA

VINNUR ÞÚLEIKINN?

WWW.LOTTO.IS

Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 32 milljónir og það er engin ástæða til að rífa sig upp um miðjar nætur til að næla sér í miða.

Þú færð eins marga miða og þú vilt á næsta sölustað og á lotto.is – svo er líka alveg upplagt að vera í áskrift!

Leyfðu þér smá Lottó!

32 ÁFRAMÍSLAND!

Page 7: Island - Kroatia HM 2013

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á

facebook.com/lotto.isFÍT

ON

/ S

ÍA

VINNUR ÞÚLEIKINN?

WWW.LOTTO.IS

Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 32 milljónir og það er engin ástæða til að rífa sig upp um miðjar nætur til að næla sér í miða.

Þú færð eins marga miða og þú vilt á næsta sölustað og á lotto.is – svo er líka alveg upplagt að vera í áskrift!

Leyfðu þér smá Lottó!

32 ÁFRAMÍSLAND!

Page 8: Island - Kroatia HM 2013

Möguleiki að gera hiðÓmögulegaGylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham á Englandi, er einn af þeim leikmönnum sem kom U21 landsliðinu í lokakeppni EM í Danmörku árið 2011. Það má segja að hann sé hluti þaf þeirri kynslóðarbreytingu sem er að verða á A-liðinu en sumir eldri leikmenn eru að stíga til hliðar og er kynslóðin sem kom sér á EM að taka við keppikeflinu.

Page 9: Island - Kroatia HM 2013

Gylfi leikur með Tottenham á Englandi en kappinn hefur verið iðinn við að skora mörk fyrir liðið. Hann leikur á miðjunni en er duglegur við að koma sér í færi í framlínu liðsins - og það er að skila sínu.

Stemningin í landsliðinu er frábær enda liðið komið lengra en margir áttu von á. En hvernig líst Gylfa á stöðuna?„Það er auðvitað frábært að vera hluti af þessu liði og vera að fara að spila þennan mikilvæga leik er eitthvað sem við allir höfum verið að bíða eftir síðan við vorum litlir strákar. Það hefði kannski mátt gerast fyrr að Ísland sé í svona góðum möguleika að komast í lokakeppni stórmóts en það er gott að við náðum að klára þetta og eigum núna tvo umspilsleiki framundan til að klára það verkefni.”

Eigum við raunhæfa möguleika gegn sterku liði Króatíu?„Já, við eigum það. Þetta verður mjög erfitt en það eru engir auðveldir leikir ef þú vilt komast alla leið á HM. Þeir eru með marga góða leikmenn með mikla reynslu en við höfum sýnt það i gegnum allan riðilinn að það hefur aldrei verið auðvelt fyrir nein lið að spila gegn okkur.”

Þú hefur spilað á móti einhverjum leikmönnum króatíska liðsins - hvað ber helst að varast?„Ég hef spilað a móti þeim nokkrum og einnig með tveimur þeirra en ég spilaði með Simunic hjá Hoffenheim og svo með Modric hjá Tottenham áður en hann fór til Real Madrid. Þeir eru með marga hættulega leikmenn fram á við. Þeir eru góðir tæknilega svo við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega og reyna að gefa þeim sem fæst færi á okkur.”

Spilar það með okkur eða á móti að vera litla liðið í viðureigninni?„Mér finnst það spila með okkur. Öll pressan er á þeim. Eins og er þá er möguleiki fyrir þá að missa af sénsinum að komast a HM en fyrir okkur þá er þetta möguleiki að gera hið ómögulega að koma 320 þúsund manna þjóð á HM. Svo við höfum engu að tapa.”

Hefur gengi íslenska liðsins komið þér á óvart?„Já og nei. Við settum okkur markmið fyrir keppnina og við náðum því. Það er alltaf erfitt að vita hvernig hlutirnir fara þegar það er breytt um þjálfara. En hingað til hefur þetta gengið mjög vel. Við höfum verið að ná vel saman og allt þjálfarateymið hefur verið að gera góða hluti svo þetta hefur verið góð blanda hingað til.”

Hvað er að frétta af þér hjá Tottenham, ertu sáttur með þitt hlutskipti í liðinu?„Mér persónulega hefur gengið vel það sem er af tímabilinu hérna í London. Ég er kominn með 4 mörk sem ég er ánægður með og við erum sem stendur i 4. sæti deildarinnar og komnir áfram í Evrópudeildinni svo hlutirnir líta vel út. En auðvitað vil ég fá að spila alla leiki eins og allir leikmenn. En ég er ánægður með stöðu mína innan liðsins.”

Sérðu framtíðina hjá Tottenham?„Já ég geri það, mér liður rosalega vel hérna. Þetta er lið með marga mjög góða leikmenn og er að spila i mörgum keppnum svo þetta er félag sem ég vil vera hjá og vinna titla með.”

Nú hefur verið talað um góðan stuðning áhorfenda. Skiptir hann máli?„Við höfum verið mjög ánægðir með þann stuðning sem við höfum fengið í gegnum riðilinn, sérstaklega síðustu 2-3 leikjum. Ég vona að allir átti sig á því að við erum bara 180 mínútum frá því að komast á lokamót HM! Ég vona því að allir láti vel í sér heyra í leiknum gegn Króatíu og við gerum þetta að stundinni okkar.”

Page 10: Island - Kroatia HM 2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, valdi þennan hóp til að etja kappi við Króata í umspili um sæti á HM. Leikið verður hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember og ytra þriðjudaginn 19. nóvember. Sú þjóð sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.

Birkir Már Sævarsson verður í leikbanni í fyrri leiknum en verður tiltækur í leiknum í Króatíu. Hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og gegn Noregi og Kýpur að því undanskildu að Sölvi Geir Ottesen bætist við hópinn.

Ísland og Króatía hafa mæst tvisvar sinnum áður og fóru báðir þeir leikir fram árið 2005. Króatar höfðu betur í báðum þeim leikjum, 4 - 0 ytra og 3 - 1 á Laugardalsvelli.

Hópurinn

1 Sviss 10 7 3 0 17 - 6 11 24

2 Ísland 10 5 2 3 17 - 15 2 17

3 Slóvenía 10 5 0 5 14 - 11 3 15

4 Noregur 10 3 3 4 10 - 13 -3 12

5 Albanía 10 3 2 5 9 - 11 -2 11

6 Kýpur 10 1 2 7 4 - 15 -11 5

Lokastaðan í riðli Íslands

1 Belgía 10 8 2 0 18 - 4 14 26

2 Króatía 10 5 2 3 12 - 9 3 17

3 Serbía 10 4 2 4 18 - 11 7 14

4 Skotland 10 3 2 5 18 - 12 6 11

5 Wales 10 3 1 6 9 - 20 -11 10

6 Makedónía 10 2 1 7 7 - 16 -9 7

Lokastaðan í riðli Króatíu

Page 11: Island - Kroatia HM 2013
Page 12: Island - Kroatia HM 2013

Markmenn1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2013 | 25 | Breiðablik

12 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2013 | 14 | KR

20 Haraldur Björnsson 1989 | Fredrikstad | FK

Varnarmenn 6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2013 | 30 | 0 | FC København

14 Kári Árnason 1982 | 2005-2013 | 28 | 2 | Rotherham United

4 Eggert Gunnþór Jónsson 1988 | 2007-2012 | 19 | 0 | CF OS Belenenses

23 Ari Freyr Skúlason 1986 | 2009-2013 | 14 | 0 | OB

3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2013 | 8 | 3 | Sønderjyske

2 Kristinn Jónsson 1990 | 2009-2013 | 2 | 0 | Breiðablik

5 Sölvi Geir Ottesen1984 | 2005-2013 | 22 | 0 | FC Ural

Miðjumenn 21 Emil Hallfreðsson 1984 | 2005-2013 | 38 | 1 | Hellas Verona

17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2013 | 37 | 0 | Cardiff City FC

15 Helgi Valur Daníelsson 1981 | 2001-2013 | 29 | 0 | CF OS Belenenses

7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 | 2008-2013 | 27 | 4 | AZ

Leikmenn Íslands

8 Birkir Bjarnason | 1988 | 2010-2013 | 23 | 4 | Sampdoria

19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2013 | 22 | 1 | FC København

16 Ólafur Ingi Skúlason 1984 | 2003-2013 | 20 | 1 | SV Zulte Waregem

10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2013 | 17 | 4 | Tottenham Hotspur FC

13 Guðlaugur Victor Pálsson 1991 | 0 | NEC |

Sóknarmenn 22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 | 1996-2013 | 74 | 24 | Club Brugge

9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2013 | 17 | 11 | Ajax FC

18 Arnór Smárason 1988 | 2008-2013 | 16 | 2 | Helsingborg IF

11 Alfreð Finnbogason 1989 | 2010-2013 | 15 | 4 | sc Heerenveen

Liðsstjórn Lars Lagerbäck - Þjálfari Heimir Hallgrímsson - Aðstoðarþjálfari Guðmundur Hreiðarsson - Markvarðaþjálfari Gauti Laxdal - Læknir Stefán Stefánsson - Sjúkraþjálfari Friðrik Ellert Jónsson - Sjúkraþjálfari Sigurður Sv. Þórðarson - Búningastjóri Óðinn Svansson - Nuddari Ómar Smárason - FjölmiðlafulltrúiGunnar Gylfason - Starfsmaður landsliða

*Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag

Page 13: Island - Kroatia HM 2013

Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s

Við fylgjum þeim alla leið!Borgun er stoltur styrktaraðili KSÍ og sendir landsliðinu baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Króatíu.

Page 14: Island - Kroatia HM 2013
Page 15: Island - Kroatia HM 2013
Page 16: Island - Kroatia HM 2013

Stoltur fyrirliði

Page 17: Island - Kroatia HM 2013

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði íslenska liðsins. Hann hefur leitt liðið á völlinn allt frá því Lars tók við liðinu en Aron er einn af þeim leikmönnum sem komst á lokakeppni EM U21 árið 2010. Aron leikur með Cardiff á Englandi en liðið tryggði sig í ensku úrvalsdeildina á seinasta tímabili.

Aron á von á erfiðum leikjum gegn Króatíu en hann segir íslenska liðið fullt sjálfstrausts og ekkert verði gefið eftir á Laugardalsvelli.

Hvernig er tilfinningin að leika þessa leiki gegn Króatíu? „Fyrst og fremst mjög mikil tilhlökkun. Það er ekki svo langt síðan við komumst á þennan stað en samt finnst manni þetta vera búið að vera svo lengi að líða. En það er mikil tilhlökkun í öllum og maður tekur sérstaklega eftir því hjá fólkinu heima.”

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir þetta verkefni? „Hún er mjög góð. Strákarnir eru rólegir og yfirvegaðir en samt staðráðnir í að gera vel fyrir Ísland, okkur sjálfa og allt fólkið i kringum landsliðið.”

Hvernig meturðu möguleika okkar?„Við eigum mjög góða möguleika. Við vitum að þetta er mjög sterkt lið sem við erum að fara spila við. Þeir byrjuðu þessa undankeppni virkilega vel en svo einhvernveginn dalaði þetta aðeins hjá þeim undir lokin á meðan við vorum að bæta okkur i hverjum leik. Þetta verða tveir virkilega erfiðir leikir og við gerum okkur grein fyrir því að það sé engin pressa á okkur. Pressan er á þeim að komast áfram, þannig að við komum til með að nýta þetta tækifæri og læra af þessu ferðalagi.”

Urðuð þið aldrei „saddir” þegar þið voruð komnir þetta langt- var stefnan alltaf tekin á að komast í efstu sætin? „Við fengum að kynnast lokakeppni með U21 í Danmörku og viljum auðvitað fá að upplifa þá tilfinningu aftur. Þetta er náttúrulega gríðarlegt afrek að komast í umspilið og ekki margir sem reiknuðu með því að við kæmumst svona langt. En núna er þetta orðið að veruleika og við komum til með að nyta okkur reynsluna sem við fengum í lokakeppninni fyrir tveimur árum.”

Hver er galdurinn bakvið gengi liðsins núna? „Einbeiting aðallega, erum allir einbeittir í að vinna vel fyrir hvorn annan og berjast fyrir allt liðið. Það skiptir miklu máli hversu samheldur hópurinn er en svo er náttúrlega þessi reynsla sem við erum allir komnir með hjá A-landsliðinu. Við erum allir búnir að spila lengi saman og höfum farið í gegnum ýmislegt þó við séum með ungt lið.”

Þú sem fyrirliði, hvaða skyldur berðu gagnvart liðinu? „Að vera góð fyrirmynd og standa og falla með því sem gerist i kringum landsliðið. Ég hef lært af mínum mistökum síðan ég tók við fyrirliðabandinu og er gríðarlega stoltur að fá að leiða liðið út á völl í hverjum leik.”

Sem fyrirmynd ungra leikmanna. Hvaða skilaboð ertu með til þeirra sem eru að upplifa drauminn með ykkur? „Vera með hausinn i lagi og hafa gaman að því sem þið gerið. Vonandi lærið þið eitthvað af okkur strákunum í landsliðinu því við höfum svo sannarlega gaman af því að spila fyrir Íslands hönd.”

Aron Einar

Page 18: Island - Kroatia HM 2013

VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI

Kæri stuðningsmaður!

Hér í sætinu þínu er spjald. Þetta spjald var gert sérstaklega fyrir þig svo við getum sýnt landsliðinu okkar stuðning í verki, líkt og við gerðum á seinasta landsleik. Það er nefnilega svo gaman að sýna landsliðinu okkar stuðning á eftirminnilegan hátt.

Leiðbeiningar:n Í sætinu þínu er spjald sem er annað hvort hvítt, rautt eða blátt. Lyftu því

upp fyrir ofan höfuð þegar landsliðið gengur inn á völlinn. Þetta er mjög mikilvægt, kæri stuðningsmaður.

n Haltu spjaldinu þínu á lofti alveg þar til þú hefur sungið þjóðsöng Íslands með liðinu okkar.

n Að þjóðsöng loknum geturðu brotið spjaldið saman ef þú vilt og notað það sem klappara. Það er gaman.

Leggjumst öll á eitt svo þetta takist sem best. Við erum öll í sama liði.

Góða skemmtun á leiknum!Áfram Ísland!

ÞJÓÐSÖNGURLofsöngurÓ, guð vors lands! Ó, lands vors guð!Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!Úr sólkerfum himnanna hnýta þér kransþínir herskarar, tímanna safn.Fyrir þér er einn dagur sem þúsund árog þúsund ár dagur, ei meir:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,sem tilbiður guð sinn og deyr.:|: Íslands þúsund ár, :|:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,sem tilbiður guð sinn og deyr.

Svona munu stúkurnar líta út þegar þú og allir hinir eru búnir að lyfta spjöldunum

Page 19: Island - Kroatia HM 2013

VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI

Kæri stuðningsmaður!

Hér í sætinu þínu er spjald. Þetta spjald var gert sérstaklega fyrir þig svo við getum sýnt landsliðinu okkar stuðning í verki, líkt og við gerðum á seinasta landsleik. Það er nefnilega svo gaman að sýna landsliðinu okkar stuðning á eftirminnilegan hátt.

Leiðbeiningar:n Í sætinu þínu er spjald sem er annað hvort hvítt, rautt eða blátt. Lyftu því

upp fyrir ofan höfuð þegar landsliðið gengur inn á völlinn. Þetta er mjög mikilvægt, kæri stuðningsmaður.

n Haltu spjaldinu þínu á lofti alveg þar til þú hefur sungið þjóðsöng Íslands með liðinu okkar.

n Að þjóðsöng loknum geturðu brotið spjaldið saman ef þú vilt og notað það sem klappara. Það er gaman.

Leggjumst öll á eitt svo þetta takist sem best. Við erum öll í sama liði.

Góða skemmtun á leiknum!Áfram Ísland!

ÞJÓÐSÖNGURLofsöngurÓ, guð vors lands! Ó, lands vors guð!Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!Úr sólkerfum himnanna hnýta þér kransþínir herskarar, tímanna safn.Fyrir þér er einn dagur sem þúsund árog þúsund ár dagur, ei meir:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,sem tilbiður guð sinn og deyr.:|: Íslands þúsund ár, :|:eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,sem tilbiður guð sinn og deyr.

Svona munu stúkurnar líta út þegar þú og allir hinir eru búnir að lyfta spjöldunum

Page 20: Island - Kroatia HM 2013

ÍslandsA-kvennaStelpurnar léku annan leik sinn í undankeppni HM á dögunum þegar Serbar voru sóttir heim. Í fyrsta leiknum, sem leikinn var á Laugardalsvelli, tapaði Ísland gegn Sviss, en annað var uppi á teningnum í Serbíu. Lokatölur urðu 1 – 2 fyrir Ísland eftir að íslenska liðið hafði leitt með tveimur mörkum í leikhléi. Fyrirfram var búist við mjög erfiðum leik enda gerðu Serbar jafntefli gegn Dönum nokkrum dögum áður. Sú var og raunin en íslenska liðið lagði grunninn af sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Strax frá byrjun pressaði íslenska liðið mjög framarlega á vellinum og gáfu heimastúlkum engan tíma til að byggja upp spil. Enduðu því flestar sóknir þeirra með löngum sendingum fram sem íslenska liðið átti auðvelt með að verjast. Nýr fyrirliði liðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir, kom svo Íslendingum yfir á 19. mínútu en fram að því hafði Ísland fengið þrjú fín færi. Katrín Ómarsdóttir bættu svo við öðru marki á 43. mínútu. Heimastúlkur endurskipulögðu sig í leikhléi og gekk þeim betur að halda boltanum í seinni hálfleiknum. Þeim gekk þó illa að skapa sér marktækifæri en fengu eitt gott færi þar sem Þóra Helgadóttir varði frábærlega í marki íslenska liðsins. Þær skoruðu þó á 67. mínútu en nær komust þær ekki og náðu ekki að ógna marki Íslands til leiksloka. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Ísrael, ytra, þann 5. apríl næstkomandi. Áður tekur liðið hinsvegar þátt í hinu sterka Algarve móti í mars.

U21 karlaÍslendingar mættu Frökkum á Laugardalsvelli, 14. október síðastliðinn en þarna mættust þær tvær þjóðir sem höfðu unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa. Boðið var upp á mikla veislu en svo fór

að lokum að gestirnir unnu, 3 – 4, í frábærum og fjörugum fótboltaleik. Frakkar og Íslendingar eru því efst og jöfn í riðlinum með 12 stig en eiga Frakkar þar einn leik til góða. Kasakar koma svo næstir með sex stig. Næsti leikur Íslands í riðlinum er einmitt gegn Kasakstan, ytra, 5. mars. Efsta sætið tryggir sæti í umspili og annað sætið gefur möguleika á umspilssæti einnig.

U19 karlaStrákarnir í U19 tryggðu sér sæti í milliriðlum með því að lenda í öðru sæti undanriðilsins en leikið var í Belgíu. Riðilinn var gríðarlega sterkur en auk heimamanna léku Íslendingar gegn Frökkum og Norður Írum. Fyrsti leikurinn var gegn Belgum sem unnu sigur, 2 – 0. Næst var leikið gegn Frökkum sem leiddu, 2 – 0 í leikhléi. En strákarnir gáfust ekki upp og jöfnuðu metin undir lokin og voru óheppnir að tryggja sér ekki sigurinn. Það var því allt galopið í riðlinum fyrir síðustu umferðina en Belgar höfðu þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum. Íslensku strákarnir lögðu svo Norður Íra, 1 – 0 í lokaleiknum á meðan Frakkar og Belgar gerðu jafntefli. Það voru því Belgía og Ísland sem komust áfram en Frakkar sátu eftir, frábær árangur hjá strákunum.

U15 karlaÞað eru spennandi tímar framundan hjá U15 ára liðinu en liðið tryggði sér á dögunum sæti á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fer í Nanjing í Kína á næsta ári. Fjórar þjóðir kepptu um eitt laust sæti Evrópu á þessum leikum. Leikið var í Sviss og mætti Ísland fyrst Finnum þar sem okkar strákar unnu, 2 – 0. Það var svo leikið til úrslita gegn Moldóvum, tveimur dögum síðar og unnu Íslendingar góðan sigur, 3 – 1. Það var því mikið fagnað í leikslok enda sæti í Nanjing að ári tryggt en það er leikmenn fæddir árið 1999 sem skipa þetta lið.

Landslið

Page 21: Island - Kroatia HM 2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Króatíu sem hefst kl. 19:00.

Uppselt er á leikinn og því gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti.Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

LaugardalurLaugardalur-enginn skortur á bílastæðum!

SUNDLAUGAVEGUR

RE

YK

JA

VE

GU

R

LA

UG

AR

ÁS

VE

GU

R

SU

ÐU

RLA

ND

SB

RAU

TEN

GJA

VEG

UR

Skautahöll, Grasagarður173 stæði

World Class110 stæði

Laugardalsvöllur530 stæði

Íþróttasvæði Þróttar130 stæði

ÍSÍ50 stæði

Á bak við Laugardalshöll160 stæði

Austan við Laugardalshöll115 stæði

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð100 stæði

TBR húsið80 stæði

Laugardalshöll100 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins

er að finna yfir 1800 bílastæði.

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á,

bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

Sýnum sjálfsagða tillitssemiog leggjum aldrei á gangstígum.

Laugardalslaug190 stæði

Bílastæðamál við Laugardalsvöll

Page 22: Island - Kroatia HM 2013
Page 23: Island - Kroatia HM 2013

Hvar er sætið þitt?

Page 24: Island - Kroatia HM 2013

VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI

Icelandair er stoltur stuðningsaðili íslenska landsliðsins.

+ www.icelandair.is