37
Tónlistardeild Skapandi tónlistarmiðlun Þðlagatónlist frá annarri plánetu“ Víkkuð raddtækni í meðförum Meredith Monk Ritgerð til BA-prófs í skapandi tónlistarmiðlun Ingibjörg Fríða Helgadóttir Vorönn 2016

Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

Tónlistardeild Skapandi tónlistarmiðlun

„Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ Víkkuð raddtækni í meðförum Meredith Monk

Ritgerð til BA-prófs í skapandi tónlistarmiðlun

Ingibjörg Fríða Helgadóttir Vorönn 2016

Page 2: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

Tónlistardeild

Skapandi tónlistarmiðlun

„Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ Víkkuð raddtækni í meðförum Meredith Monk

Ritgerð til BA-prófs í skapandi tónlistarmiðlun

Ingibjörg Fríða Helgadóttir kt: 1405912549

Leiðbeinandi: Berglind María Tómasdóttir Vorönn 2016

Page 3: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

Útdráttur

Í þessari ritgerð verður fjallað um listakonuna Meredith Monk sem einn helsta frumkvöðul í

notkun svokallaðrar víkkaðrar raddtækni (e. extended vocal technique). Verk Monk verða sett

í sögulegt samhengi við þróun víkkaðrar raddtækni í vestrænni tónlist á tuttugustu öld og

notkun hennar á víkkaðri raddtækni í einu hennar verka, Our Lady of Late, greind. Verkið er

fyrir einsöngvara og glas á fæti og hentaði vel til greiningar þar sem listrænn ásetningur og

þema er mjög skýrt og aðgengilegt og allar mögulegar hliðar raddarinnar sem sólóhljóðfæris

eru kannaðar. Önnur ástæða þess að þetta verk varð fyrir valinu er sú að tónlistin birtist mér á

mjög skýran, sjónrænan hátt (í litum, áferð, mynstrum og formum) og er þessi greining því

ákveðið upphaf á listrannsókn á sjálfri mér og minni samskynjun (e.synesthesia). Við

fræðilega greiningu var stuðst við flokkunarkerfi víkkaðrar raddtækni. Niðurstaða þeirrar

greiningar var sú að Meredith Monk setur fram sínar tilraunir með röddina á mjög einfaldan

en áhrifaríkan hátt. Hún nýtir sína menntun og þekkingu í tónlist til þess að stilla því sem

vestrænum eyrum þykir kunnuglegt (einfaldar laglínur í þekktum tóntegundum sem hún þróar

með rytmískum áherslum, skalabreytingum og þekktri raddbeitingu) við hlið þess sem virðist

framandi (víkkuð raddtækni og áhrif úr öðrum menningarheimum). Þannig verður til það sem

virðist vera „þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“, eitthvað mjög kunnulegt en mjög framandi á

sama tíma. Persónuleg greining á því hvernig ég upplifi tónlistina myndrænt fylgir með sem

viðauki, en þar má finna litlar vatnslitamyndir, gerðar af Önnu Katrínu Einarsdóttur eftir

mínum leiðbeiningum, sem túlka þá liti, form og karaktera sem birtast í huga mér við hlustun.

Page 4: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

Efnisyfirlit

Inngangur ................................................................................................................................. 1

Víkkuð raddtækni ........................................................................................................... 2

Meredith Monk .............................................................................................................. 4

Our Lady of Late ..................................................................................................................... 7

Almenn greining á raddbeitingu og tónefni í verkinu .................................................... 9

Notkun víkkaðrar raddtækni í verkinu ......................................................................... 14

Lokaorð ................................................................................................................................... 18

Heimildaskrá .......................................................................................................................... 20

Viðauki 1. Útskýringar á flokkunarkerfi víkkaðrar raddtækni ................................................ 23

Viðauki 2. Tafla með á greiningu á raddbeitingu í Our Lady of Late ..................................... 25

Viðauki 3. Persónuleg greining á Our Lady of Late útfrá sjónrænni skynjun ......................... 26

       

         

Page 5: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 1

Inngangur Röddin er nálægasta hljóðfærið. Blæbrigði raddarinnar gefa til kynna andlegt og

líkamlegt ástand okkar, við myndum orð og setningar með talfærunum og eigum í

samskiptum hvort við annað. Söngur er gífurlega áhrifarík leið til tjáningar, frásagnar

og túlkunar og hafa sterkar hefðir söngs ríkt á mismunandi menningarsvæðum í

gegnum aldirnar og árþúsundin. En hvað gerist þegar söngvari fer út fyrir það

hefðbundna og notar rödd sína á annan hátt? Að nota röddina á óhefðbundinn hátt

virðist snerta við áheyrendum öðruvísi en ef til dæmis fiðluleikari spilar á

óhefðbundinn máta. Mörgum þykir beinlínis erfitt að hlusta á söngvara sem syngur og

öskrar á víxl, sem hvíslar eða hlær í miðjum flutningi. Lífeðlisleg viðbrögð við

hljóðum frá öðrum manneskjum gætu spilað hlutverk í þeirri staðreynd að víkkuð

raddtækni hefur ekki fest sig í sessi eða orðið hefðbundinn flutningsmáti þó margir

heillist af tækninni. Sú staðreynd gæti þó einnig verið ástæða þess að víkkuð

raddtækni getur verið mjög áhrifarík, ef notuð á meðvitaðan hátt. Í þessari ritgerð verður fjallað um listakonuna Meredith Monk sem einn helsta

frumkvöðul í notkun svokallaðrar víkkaðrar raddtækni (e. extended vocal technique)1,

en til víkkaðrar raddtækni teljast ýmis raddhljóð, sem oftar en ekki teljast óvenjuleg

eða óhefðbundin í tónlistarlegu samhengi. Verk Monk verða sett í sögulegt samhengi

við þróun víkkaðrar raddtækni í vestrænni tónlist á tuttugustu öld. Tónverkið Our

Lady of Late, sem hún samdi fyrir rödd og glas á fæti, verður greint með tilliti til

víkkaðrar raddbeitingar, almennrar raddbeitingar, tónefnis og framvindu. Það

flokkunarkerfi sem notað var við greiningu á víkkaðrar raddtækni kemur frá Margot

Glasset Murdoch, og er byggt á tveimur eldri flokkunarkerfum.

Greiningin er einskonar upphafspunktur á listrannsókn á sjónrænni samskynjun

minni (e.synesthesia)2 en Our Lady of Late kallar fram sterka liti, form og áferð í huga

mér við hlustun. Upphafið felst því í fræðilegri eða tæknilegri greiningu á tónlistinni

til þess að ég geri mér grein fyrir því hvað það er í tónlistinni sem kallar fram ákveðin                                                                                                                1 Athugið að notast verður við íslensku þýðinguna víkkuð (radd)tækni í þessari ritgerð, þegar átt er við það sem á ensku kallast extended (vocal) technique. Erfitt er að finna hentugt íslenskt orð fyrir þetta.Þýðingar eins og „óhefðbundin“ og „framsækin“ tækni eru oft notaðar en þær eru heldur afstæðar þar sem slík tækni hefur nú í áratugi verið notuð í tónsmíðum og flutningi og getur því ekki kallast framsækin lengur og jafnvel ekki óhefðbundin heldur. Þar af leiðandi er orðið „víkkuð“ hentugast til að lýsa því sem stöðugt er verið að kanna, teygja og víkka í ýmsar áttir.

2 Synesthesia eða samskynjun er óregluleg blöndun skynjunar þar sem áreiti eins skynfæris leiðir til áreitis í öðru á sama tíma. Í þessu tilfelli blandast saman heyrt og sjónrænt áreiti, þar sem tónlist verður að litum/áferð og mynstrum í huganum eða „innra auganu“. Palmeri, Thomas J., Randolph B. Blake og Ren Marois. „What is synesthesia?“ Scientific American. Sótt 22. mars 2016 á http://www.scientificamerican.com/article/what-is-synesthesia/

Page 6: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 2

sjónræn viðbrögð. Samhliða hef ég reynt að orða og útskýra hvaða liti og form ég

„sé“ þegar ég hlusta á tónlistina og fylgja litlar myndir, sem túlka það, sem viðauki.

Myndirnar eru málaðar af Önnu Katrínu Einarsdóttur, eftir útskýringum frá mér.3

Greiningin hér á eftir mun því eingöngu vera hin fræðilega greining en myndrænu

greininguna mun ég halda áfram að vinna með í praktík, í spuna og tónsmíðum í

tengslum við lokaverkefni og tónleika. Lesendur geta glöggvað sig á persónulegri

greiningu með því að bera saman myndirnar og textann eða töfluna sem finna má í

viðauka 2. Einnig er sérstaklega mælt með því að hafa tónlistina í eyrunum þegar

greiningin er lesin. Auðvelt er að nálgast upptökur af plötunni á tónlistarveitunni

Spotify eða kaupa hana í gegnum internetið.

Áður en greining hefst þarf hins vegar að svara ákveðnum spurningum varðandi

tónlistina, tónlistarumhverfið, Meredith Monk og víkkaða raddtækni. Hvað er víkkuð

raddtækni og hvers vegna kemur nafn Meredith Monk sífellt upp þegar saga hennar er

skoðuð?

Víkkuð raddtækni

Í stuttu máli teljast allir möguleikar á nýtingu raddarinnar sem hljóðgjafa til víkkaðrar

raddtækni, en þó helst það sem telst óhefðbundið í hverju (tónlistarlegu) samhengi

fyrir sig. Þetta getur átt við söngstíla eða hljóð sem röddin og líffærin í kring geta búið

til og eru notuð til að auka fjölbreytni tjáningar í tónlist eða öðrum listgreinum. Þetta

geta verið hljóð sem reyna á takmörk raddarinnar eða hljóð sem okkur eru eðlislæg en

heyrast sjaldan eða aldrei í tónlistarlegu samhengi. Dæmi um víkkaða raddbeitingu er

hvísl, öskur, hlátur, grátur, sungnir míkrótónar, söngur á innöndun eða útöndun,

yfirtónasöngur og svo framvegis. Utanaðkomandi breytingar á raddhljóðum gætu líka

flokkast til víkkaðrar raddtækni.4 Að þessu sögðu er rétt að minnast á að þessi

skilgreining tilheyrir hinni vestrænu tónlistarsögu og mun umfjöllunin hér að neðan

miðast við hana. Til víkkaðrar raddtækni teljast sum hljóð sem voru og eru vestrænum

eyrum ný og framandi en tilheyra tónlistararfi annarra menningarsvæða, til dæmis

yfirtónasöngur frá Asíu.

Í samanburði við hljóðfæri og hljóðfæraleikara hefur röddin og söngvarinn alltaf

haft þá sérstöðu að geta miðlað orðum og texta samhliða tónum. Röddin er afar                                                                                                                3 Myndirnar má finna í viðauka 3.  4 Crump, Melanie Austin. When words are not enough: Tracing the development of extended vocal

techniques in twentieth-century America. Lokaritgerð til doktorsprófs í tónlist við Háskólann í Norður Karolínu, 2008, bls. 3.

Page 7: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 3

persónulegt hljóðfæri og getur haft áhrif á hlustandann á mjög frumstæðan hátt. Í

hinni vestrænu tónlistarhefð var röddin meðhöndluð lengi vel á fagurfræðilegan hátt,

og jafnvel enn í dag. Sú söngtækni sem hafði hvað mest fagurfræðileg áhrif kom fram

snemma á nítjándu öld og kallaðist bel canto, þar sem hlutverk söngvarans er að

syngja ljóðrænar (e. lyrical) og fagurlega skreyttar laglínur sem ýta undir fegurð og

lipurð raddarinnar.5 Það var ekki fyrr en snemma á tuttugustu öld sem tónskáld fóru

að kanna möguleika raddarinnar sem hljóðfæris, án texta.6 Það gerðu þau í kjölfar

tilrauna á hljóðmöguleikum annarra hljóðfæra, en hún hófst á nítjándu öld, og til varð

það sem kallast víkkuð tækni (e. extended techniques).7

Við upphaf tuttugustu aldar komu fram „hreyfingar“ og stefnur á borð við avant

garde, futurisma og dadaisma.8 Það sem þessar stefnur áttu sameiginlegt var að kanna

ótroðnar slóðir og ögra hefðbundinni fagurfræði í tónlist og listum almennt. Futuristar

og dadaistar gerðu tilraunir með tungumálið með niðurbroti orða í hljóðunga (e.

phonemes) og atkvæði og smitaðist það í tónlist þess tíma.9 Tónskáldin Charles

Ives,10 Arnold Schönberg, Pierre Boulez, Igor Stravinsky og Darius Milhaud voru ein

af fyrstu stóru tónskáldunum sem notuðu röddina í eitthvað annað en að „syngja“ og

tóku þar með fyrstu skrefin í þá átt að víkka út tjáningarform raddarinnar.11 Eitt

frægasta verkið, sem fyrir mörgum markar upphaf víkkaðrar raddtækni, er Pierrot

Lunaire eftir Arnold Schönberg frá árinu 1912. Í því verki notar söngvarinn „talsöng“

(e. sprechstimme)12 þar sem hljómfall og hljóðeiginleikar talaðs máls verða hluti af

tónmálinu.

Hið talaða mál, óhefðbundin ljóðlist og leikur að orðum og hljóðungum var

fyrirferðamikil hjá þeim tónskáldum sem sömdu framsækna raddtónlist á fyrri hluta

tuttugustu aldar. Tilkoma raftækni var síðari byltingin í þróun víkkaðrar raddtækni og

                                                                                                               5 Burkholder, J. Peter, Donald Jay Grout, Claude V. Palisca. 8. útgáfa. A History of Western Music.

New York: W.W. Norton & Company, 2010, A2 (Glossary). 6 Murdoch, Margot Glassett. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III. Lokaritgerð til doktorsprófs í heimspeki við Háskólann í Utah, 2011, bls. 6. 7 Melanie Austin Crump. When words are not enough: Tracing the development of extended vocal

techniques in twentieth-century America, bls 10. 8 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 10-12. 9 Melanie Austin Crump. When words are not enough: Tracing the development of extended vocal

techniques in twentieth-century America, bls 25. 10 Melanie Austin Crump. When words are not enough: Tracing the development of extended vocal

techniques in twentieth-century America, bls 22-23. 11 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 10. 12 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 9.

Page 8: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 4

átti sér stað um miðja tuttugustu öld. Tónskáld eins og Luciano Berio, Karlheinz

Stockhausen, Györgi Ligeti og John Cage fóru að vinna í raftónlist í hljóðverum (e.

electroacoustic studios) í Mílanó, Köln og París um 1950. Þeir miklu möguleikar sem

fólust í tilraunamennsku með rafhljóð, tíðnir og tónhæð leiddu til þess að tónskáldin

fóru að gera sambærilegar tilraunir með þau hljóðfæri sem áður töldust takmarkast við

þekktar aðferðir við tónsköpun. Þannig fór víkkuð tækni, undir áhrifum raftækja, að

smitast út í órafmagnaðan flutning og var röddin þar engin undantekning.13

Rúmum tveimur áratugum síðar, upp úr 1970, má segja að raddlist (e. vocal

performance art) hafið orðið til sem nýstárlegur tónlistarstíll í Bandaríkjunum, og

síðar í Evrópu, og konur voru áberandi í fararbroddi.14 Ef tónlist karlanna sem á

undan komu var tónlist tónskáldsins sem flytur ekki eigin tónlist, heldur semur fyrir

aðra og skrifar á nótur, má segja að tónlist kvennanna sé líkt og tilkoma söngvaskálda

(e. singer-songwriter) í framsæknu tónlistarsenuna. Með söngvaskáldi er hér átt við

tónlistamann sem bæði semur og flytur eigin tónlist. Það sem þessar listakonur eiga

sameiginlegt er að þær eru sífellt að þenja eigin mörk þegar kemur að raddbeitingu og

hafa notað stærstan hluta ferils síns í að kanna víkkaða raddtækni, með og án tilkomu

raftækja, og nota sem efnivið í tónsmíðar.15 Á meðal þessara listakvenna eru konur

eins og Joan La Barbara, Diamanda Galás, Laurie Anderson og Meredith Monk.

Meredith Monk

Meredith Monk er einn þekktasti núlifandi listamaðurinn sem hefur þróað víkkaða

raddtækni. Sumir ganga svo langt að kalla hana „upphafsmann“ víkkaðrar

raddtækni16, en eins og fjallað hefur verið um hér að framan kemur Monk til sögunar

áratugum eftir að fyrst varð vart við víkkaða (radd)tækni í vestrænum heimi. Aðrir

kalla hana frumkvöðul í notkun víkkaðrar raddtækni17, og mun það að mínu mati vera

mun réttmætri fullyrðing, því það er hún svo sannarlega.

                                                                                                               13 Halfyard, Janet K. „Extended Vocal Technique.“ Sequenza. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.sequenza.me.uk/html/extended_vocal_technique.html. 14 Weber-Lucks, Theda. „Electroacoustic voices in vocal performance art- a gender issue?“ Organised

Sound, 8 (apríl 2003): 61-69. 15 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 17. 16 Battle, Laura. „Meredith Monk, originator of the 'extended vocal technique'.“ Financial Times, 11.

október 2013. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.ft.com/intl/cms/s/2/12800b64-29ef-11e3-bbb8-00144feab7de.html#axzz41UEyI1co.

17 Jovitt, Deborah. „Introduction.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 1-16. The Johns Hopkins University Press, 1997, bls. 16.

Page 9: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 5

Monk fæddist árið 1942 í New York. Hún ólst upp í tónlistarfjölskyldu, söng og

spilaði á píanó og lærði dans. Hún hóf feril sinn sem danshöfundur en lærði einnig

tónsmíðar. Hún heillaðist snemma af töfrum leikhússins, persónusköpun og af því að

segja sögur18. Samþætting allra ofangreindra listgreina er kjarni þess sem hún hefur

gert allar götur síðan, enda hefur hún alltaf sóst eftir að sameina listgreinarnar í sinni

vinnu sem hefur að hluta til skapað henni sína sérstöðu. Ógjörningur er að setja hana í

ákveðinn flokk, enda er hún ekki hrifin af því sjálf. Af verkum hennar að dæma mætti

kalla hana: tónskáld, söngkonu, leikstjóra, danshöfund, óperuskáld, söngleikjaskáld,

kvikmyndagerðakonu og höfund innsetninga (e. installations).19 Ekki verður farið

nánar yfir hennar frægustu verk hér og er áhugasömum lesendum bent á heimasíðu

hennar þar sem finna má nákvæmt yfirlit yfir höfundarverk hennar.20 Hún hefur að

lifað og starfað í New York frá upphafi og eru fyrstu verk Monk frá 1962. Í dag er

hún enn virk í að semja og flytja, heldur tónlistarvinnusmiðjur og miðlar sínum

hugsjónum og aðferðum til annarra.21

Röddin og líkaminn eru hennar aðal tjáningarmiðlar. Hún einbeitti sér eingöngu að

einsöngsverkum við upphaf áttunda áratugarins og eru því flest söngverk hennar frá

þeim tíma.22 Í sögulegu samhengi má teljast nokkuð sérstakt að um það leyti sem

tæknin, tölvur og raftónlist, var að ryðja sér rúms, hafi hún einmitt þá snúið sér að

frumhljóðfærinu, röddinni.23 Í stað þess að búa til hljóð með tækniaðstoð, reyndi hún

að gera þau náttúrulega, án tækniaðstoðar. Hins vegar má leiða líkur að því að

framfarir í tækni og þeim stafrænu áhrifum (e. digital effects) sem hægt er að setja á

röddina og tæknin leyfði, gæti hafa haft áhrif á hvernig hljóð raddlistamenn eins og

Monk reyndu að ná fram á náttúrulegan hátt.

Monk segist hafa fengið opinberun um miðjan sjöunda áratuginn varðandi röddina,

að hún gæti verið eins og líkaminn, hoppað og snúist, og verið einskonar

hreyfihljóðfæri (e. kinetic instrument). Röddin gæti einnig haft karlkyns og kvenkyns

hliðar, túlkað öll aldursbil og karaktera og notað mismunandi leiðir til að búa til

                                                                                                               18 Jovitt, Deborah. „Introduction.“ Í Meredith Monk, bls. 3-4. 19 „Biography.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.meredithmonk.org/about/bio.html 20„Chronology.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.meredithmonk.org/about/chronology.html 21 „Current Repertory- Songs of Ascension.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.meredithmonk.org/currentrep/onbehalfofnature.html. 22 Gann, Kyle. „Meredith Monk“. Grove Music Online. Music Online. Oxford University press. Sótt

28. febrúar 2016 á http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/42485. 23 Battle, Laura. „Meredith Monk, originator of the 'extended vocal technique'.“ Financial Times.

Page 10: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 6

hljóð.24 Hinn sterki grunnur Monk sem dansari hlýtur að vera ein ástæða þess að hún

nálgast röddina á annan hátt en margir aðrir, eins og hvern annan líkamspart: „ A

dancing voice, a singing body“.25

Monk lýsir tónlist sinni sjálf: „eins þjóðlagatónlist frá annarri plánetu.“26 Tónlistin

hljómar einmitt svo kunnuglega en samt svo framandi á sama tíma. Monk vill meina

að röddin geti talað til frumstæðrar meðvitundar (e. primordial conciouscness),

holdgað annan anda og verið beintengd tilfinningum okkar. Hún notar endurtekin

þrástef (e. ostinato) eða síbyljutón (e. drone) til þess að mynda stökkpall eða trausta

undirstöðu fyrir röddina að hlaupa á, fljúga yfir, renna sér af, halda sér í eða vefjast í

gegnum.27 Bakgrunnur hennar sem dansari veitir henni sérstöðu meðal tónlistarmanna

og bakgrunnur hennar sem tónlistarmaður veitir henni sérstöðu í sviðslistum.

Af þeirri víkkuðu raddtækni sem einkennir Monk má minnast á:

raddbandalokhljóð, söng fram í nef, bulltungumál, karaktertengda raddbeitingu, tónun

frá Tíbet (e. Tibetan chanting) og raddtækni frá öðrum menningarsvæðum (e. non-

western traditions).28

Það sem einkennir sungna tónlist Monk, sem tekur stórt pláss í höfundaverki

hennar, er fjarvera hins hefðbundna söngtexta. Hún syngur oft á sínu eigin tungumáli

eða eingöngu á sér- og samhljóðum og gerir eins og futur- og dadaistarnir gerðu í

upphafi 20. aldarinnar, það er hún brýtur orðin niður í „merkingalausa“ hljóðunga.

Hún vill meina að röddin sjálf sé tungumál, sem yfirstígi hindranir menningar og

tungumála og tali beint til fólks.29

„Right from the beginning, I sensed that the voice could speak louder and more

eloquently than a particular text could; that the voice itself was a language that

spoke directly and had the possibility of universality. So I felt that words just got

in the way.“ 30

                                                                                                               24 Ambros, Alex og Kim Nowacki. „In Meredith Monk's Loft, Tortoise Dreams and Folk Music from

Another Planet.“ Myndband, 5:17. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.wqxr.org/#!/story/video-meredith-monks-turtle-dreams-and-folk-music-another-planet/

25 Heiti á tónlistarvinnusmiðju með Meredith Monk og Katie Geissinger. 26 Alex Ambros og Kim Nowacki. „In Meredith Monk's Loft, Tortoise Dreams and Folk Music from

Another Planet.“ Tilvitnun heyrist frá mínútu 2:10. 27 Monk, Meredith. „Notes on the Voice.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 61-63. The Johns

Hopkins University Press, 1997, bls. 56. 28 Kyle Gann. „Meredith Monk“. Grove Music Online. Oxford Music Online. Oxford University press. 29 Deborah Jovitt. „Introduction.“ Í Meredith Monk, bls. 12. 30 Storolli, Wânia Mara Agostini.„Performative Voices: acting in the border areas.“ University of

Aveiro: Department of Communication and Art, 2011. Sótt 28. febrúar 2016 á http://performa.web.ua.pt/pdf/actas2011/WâniaStorolli.pdf, bls. 5.

Page 11: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 7

Af þessu örstutta yfirliti um ævi og störf Monk má sjá að hún er ekki bara fjölhæfur

listamaður heldur einnig í stanslausum könnunarleiðangri um ótroðnar slóðir. Röddin

hefur verið hennar helsta „farartæki“ í þeim leiðangri og eiga raddlistamenn henni

margt að þakka. Fjölmargir hafa lýst því yfir að Monk sé einn þeirra helsti

áhrifavaldur og er Björk Guðmundsdóttir þeirra á meðal. Ein af frægustu plötum

Bjarkar, Medúlla, er undir sterkum áhrifum frá Monk og birtist það helst í þeirri

staðreynd að hún er nánast einungis flutt af röddum sem syngja af og til með víkkaðri

raddtækni. Björk hefur flutt mjög fræga ábreiðu af lagi Monk, Gotham Lullaby (af

plötunni Dolmen Music) og þannig kynnt verk Monk fyrir ótalmörgum hlustendum

popp- og elektrónískrar tónlistar.31

Eins og komið hefur fram, hefur Monk tilhneigingu til að sækja í það frumstæða, í

gegnum nálægasta hljóðfærið og höfða þannig þess sammannlega í okkur sem

hlustum. Líkaminn og röddin eru eitt, og líkt og dansarinn reynir sífellt að þenja mörk

líkamans gerir hún slíkt hið sama með röddina. Þetta jafnvægi, milli þess sem við

þekkjum vel og þess sem við þekkjum ekki, að blanda saman því kunnuglega og

framandi er hennar einkennismerki og örugglega ein fjölmargra ástæða þess að hún er

eins áhrifamikil og raun ber vitni.

Þá komum við að greiningu á verkinu Our Lady of Late. Þó það teljist ekki til

hennar frægustu verka er það mjög sérstakt. Einfaldleiki og nekt raddarinnar, í

samspili við einfaldan undirleik, opnaði augu mín og eyru fyrir að því virðist

ótakmörkuðum blæbrigðum hennar. Að þessu sögðu er komið að kjarna málsins og

stærstu spurningunni: hvernig notar Meredith Monk víkkaða raddækni í verkinu Our

Lady of Late?

Our Lady of Late Verkið Our Lady of Late var tekið upp og gefið út á samnefndri plötu sem er önnur

hljóðversplata Meredith Monk og var hún gefin út af Minona Records árið 1974.32

Tónlistin var samin tveimur árum áður, við dans eftir William Dunas. Árið 1973 flutti

hún verkið í heild á einleikstónleikum í Town Hall í New York City ásamt

                                                                                                               31 Cahill, Sarah. „Radical Connections: Meredith Monk and Björk.“ Útvarpsþáttur, 57:38, 16. mars

2007. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.newmusicbox.org/articles/radical-connections-meredith-monk-and-bjork/.

32 „Discography.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 207. The Johns Hopkins University Press, 1997, bls 207.

Page 12: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 8

slagverksleikaranum Colin Walcott, sem spilar einnig á plötunni.3334 Verkið er samið

fyrir eina rödd og glas.

“1972-1973, duet of solo voice with glass (wine glass filled with water), (Our

Lady of Late), the naked voice, the female voice in all its aspects: gradations of

feeling, nuance, rhythm, quality; each section another voice (character, persona),

each section a particular musical problem, area of investigation; the full range of

the voice (pitch, volume, speed, texture, timbre, breath, placement, strenght); the

voice as the vehicle for a psychic journey.”35

Þessi tilvitnun kemur frá Monk sjálfri þar sem hún segir frá þema verksins, allar

hliðar kvenraddarinnar eru kannaðar þar sem hver kafli er tileinkaður ákveðnu

viðfangsefni tónlistar. Hver hluti verksins, eða hvert lag byggir á skýrum

hugmyndum, vangaveltum og tilraunum með ákveðin „element“ tónlistar. Hún leikur

sér með röddina og glasið en þó með skýrum fókus og formfestu hvað varðar

skalanotkun, raddbeitingu, rytmískar áherslur og framvindu. Í glasinu er stöðugur

síbyljutónn eða endurtekinn á mjög skýran hátt sem leggur upp fyrrnefndan

„stökkpall“ fyrir röddina að leika sér með.

Við fyrstu hlustun virkaði tónlistin sem spuni með fyrirfram ákveðin „element.“ Í

þeim lögum þar sem laglínur og rytmi eru hvað skýrust gerði ég upprit á tónefninu til

að reyna að finna helsta mótíf eða þema lagsins. Það gekk alltaf upp, laglínurnar voru

mjög afmarkaðar og augljóst hvernig Monk þróaði þær áfram. Þessi upprit fylgja

greiningunni hér að neðan. Hin lögin eru ekki jafn formföst og mætti því draga þá

ályktun að þau séu meira og minna spuni, en þó innan mjög afgerandi ramma.

Lögin einkennast af tiltölulega litlu tónefni sem hún notar sem byggingarefni. Hún

endurtekur laglínur og þróar þær áfram með tilbrigðum (rytmískum, skala-,

hljóðstyrks- og svo framvegis). Fjöldi laga er átján, öll í styttra lagi og þar af sextán

þar sem rödd og glas spila saman. Eins og fram hefur komið, notar hún ekki

hefðbundna söngtexta, heldur stutt orð eða hljóðunga. Hún kannar möguleika

raddarinnar og hljóms hennar í gegnum sér- og samhljóða, míkrótóna og mismunandi

                                                                                                               33 Johnson, Tom. „Hit by a Flying Solo.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 64-66. The Johns

Hopkins University Press, 1997, bls 61. 34 „Chronology.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 193-200. The Johns Hopkins University Press, 1997, bls. 193. 35 Meredith Monk. „Notes on the Voice.“ Í Meredith Monk, bls. 57.

Page 13: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 9

staðsetningu raddarinnar í vókalísum.36 Hún notar mest opna sérhljóða og mjúka

samhljóða (m, n...) en harða samhljóða (p, t, k...) lítið sem ekkert.

Almenn greining á raddbeitingu og tónefni í verkinu37

Í upphafi og enda verksins heyrast slagverkskaflar (Prologue/Epilogue). Þá kafla

spilar Colin Walcott slagverksleikari. Hann slær í glas og leyfir tóninum að lifa eða

ákvarðar lengd hans með því að taka utan um glasið og deyfa hljóðið (e. muted

sound). Slögin eru rytmísk og uppbyggingin felst í örari slögum, frá löngum tónum

með þögnum inn á milli, yfir í stutt sextándapartsslög án þagna. Epilogue er alveg

eins og Prologue, nema mun styttra í tímalengd, sem gefur til kynna að hér sé á ferð

gegnumsamið tónverk. Í hinum lögunum er unnið með síbyljutón í glasinu og því

virka Prologue og Epilogue sem sterkar andstæður við það og ramma verkið inn með

ólíkri notkun glassins sem hljóðfæris.

Í öllum lögunum er glasið aðalhljóðgjafinn, fyrir utan röddina. Monk býr til

síbyljutón með því að strjúka fingrinum eftir brúnum glassins. Tónninn í glasinu

fikrar sig upp frá Es og upp í G frá fyrsta lagi til þess síðasta. Hinsvegar er ekki hægt

að greina tónana nákvæmlega eftir hefðbundum vestrænum stillingum þar sem þeir

eru, í sumum lögum, míkrótónar milli þeirrar tvíundar sem við greinum. Samkvæmt

tónlistargagnrýni Tom Johnson eftir tónleika þeirra í Town Hall spilaði Walcott

forspilið og eftirspilið baksviðs og Monk drakk úr glasinu milli laga til að hækka tíðni

síbyljutónsins.38 Bæði það að spila baksviðs og gera athöfn úr breytingum á stillingum

eru mjög „performatíf element“ sem brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform og færa

það nær sviðslistum, sem er mjög í anda Monk.

Unison er fyrsta lagið þar sem röddin og glasið syngja saman. Hér er ekki hægt að

greina ákveðna laglínu eða takt heldur notar Monk langa tóna. Röddin byrjar á að

syngja sama tón og heyrist í glasinu, eða mjög nálægt og svo beygir hún tóninn

annaðhvort undir eða yfir glasið og myndar þannig tíðnisamslátt (e.pitch beats) með

míkrótónum.39

                                                                                                               36 Wânia Mara Agostini Storolli. „Performative Voices: acting in the border areas.“ University of

Aveiro: Department of Communication and Art, bls. 4. 37 Ekki var hægt að nálgast skrifaðar nótur af þessu verki þar sem það virðist aldrei hafa verið gefið út á

nótum.      38 Tom Johnson. „Hit by a Flying Solo.“ Í Meredith Monk , bls 61. 39 Sound: Meredith Monk's 'Our Lady of Late.'“ The Voice is a Language, 30. mars 2010,

https://voiceisalanguage.wordpress.com/2010/03/30/sound-meredith-monks-our-lady-of-late/.  

Page 14: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 10

Knee er mjög skýrt mótað í laglínu og fraseringu. Þó að síbyljutónn sé stöðugur í

glasinu má greina 4/4 takttegund með „straight“ fjórðupörtum og hálfnótum. Tónefnið

er pentatónískur moll frá undirstöðutóni í glasinu sem liggur milli Es og E

(míkrótónn). Titill lagsins birtist í orðinu eða hljóðforminu sem hún notar, endurtekið

knee í upphafi hvers frasa. Raddbeitingin er mjög fókuseruð fram í nef og virkar

tónninn því mjög lítill en þó þéttur á sama tíma.

Mynd 1. Aðalmótíf í laginu Knee

.

Hey Rhythm snýst um leik að rytma, eins og nafnið gefur til kynna. Nótnagildin eru

frekar hröð og hún notar mismunandi nótnagildi og þagnir til að leggja áherslu á þung

eða létt slög. Raddbeitingin miðar að því að leggja áherslu fremst á orðið hey, hún

setur loft á sérhljóðann h og svo þéttan tón á ey. Til að framleiða þétta tóna á

rytmískan hátt þarf góðan stuðning kviðvöðva og þindar.

Cow Song byggir á mjög einfaldri laglínu í e-moll. Frasarnir eru í 4/4 og tempo

frekar hægt. Raddbeiting er sú sama allan tímann, hún syngur með lokaðar varir á

mm. Hún flakkar milli höfuðtóna og brjósttóna en mýkir skilin á milli þeirra svo þau

eru ekki auðgreinanleg.

Mynd 2. Aðalmótíf í laginu Cow Song.

Page 15: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 11

Sigh eða andvarp er hljóð sem í eðli sínu er mjög loftkennt. Stundum framleiðum

við þetta hljóð án tilkomu raddbandanna og þá á fremur hraðri útöndun. Stundum

virkjast raddböndin í leiðinni og mynda þá tóna sem falla (e. glissando). Monk notar

mikið loft og þrýstir fram tónana. Röddin rennir sér um og yfir tóninn sem liggur í

glasinu. Hún notar sterka innöndun og útöndun á víxl og vinnur þannig rytmískt úr

efninu.

Morning byggir einnig á einfaldri laglínu, nú í F lýdískri/F dúr, í 4/4 takti.

Fraseringarnar hefjast oft á síðasta slagi í taktinum á undan. Laglínan spannar það bil í

tónsviði Monk þar sem fyrrnefnd skil liggja (þar sem söngvari skiptir milli neðra

sviðs og efra sviðs). Fyrri hluta laglínunnar syngur hún á mm en svo notar hún

samhljóðann b og svo w(ú) til að ýkja skilin og sveifla sér upp eða niður á sérhljóðann

i.

Mynd 3. Aðalmótíf í laginu Morning.

Slide gefur til kynna efniviðinn í þessu lagi. Monk rennir röddinni upp og niður úr

höfuðtón niður í brjósttón, en byrjar alltaf á sama tóni og endar á sama tóni. Til að

byrja með rennir hún röddinni á einfaldan hátt, að ofan og niður en svo fer hún að

lengja frasana og fara upp og niður á frjálsari máta. Upphafstónn raddarinnar liggur á

efra sviði, ellefund ofar en glasið hljómar. Lokatónn raddarinnar er á neðra sviði,

áttund neðar en glasið hljómar, svo hún notar afar vítt tónsvið. Hér notar hún ekkert

loft svo tónninn er mjög skýr og fer á milli þess að vera ómblíður á við glasatóninn

eða rekast á hann og mynda ómstríðu og tíðnisamslátt.

Waltz er eitt af tveiur lögum þar sem laglínan liggur í þrískiptum takti, eins og

titillinn gefur til kynna. Það er einnig eitt af tveimur lögum þar sem rödd og glas

mætast þar sem við heyrum ekki síbyljutón í glasinu heldur síendurtekinn taktfastan

tón. Raddbeiting Monk er afslöppuð og í líkingu við raul. Hún notar e og ei sem opna

sérhljóða og skýtur n á undan, svo saman mynda þau (n)e/ei. Þrískiptur taktur hefur

Page 16: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 12

sterka tengingu við dans, dansaðan á léttan og áreynslulausan hátt og er því

áreynslulaus söngur vel við hæfi yfir slíkan takt.

Mynd 4. Aðalmótíf í laginu Waltz.

Prophecy eða spádómur er sérstakt lag þar sem það inniheldur ekki laglínu,

mótaðan takt eða skýran leik með ákveðin element í tónlistinni. Það sem einkennir

það hins vegar er talað, ógreinanlegt bullmál (e. nonsense syllables) flutt með

fraseringum venjulegs talmáls. Talandinn er hinsvegar mjög óvenjulegur að öðru leyti

þar sem tónninn flæðir ekki heldur er sífellt truflaður með litlum þögnum.

Dumb er seinna lagið þar sem laglínan liggur í þrískiptum takti en í þetta skipti yfir

síbyljutón í glasi. Raddbeitingin einkennist af fremur áreynslulausum fraseringum í

höfuðtónum, sem af og til færast fram í nef. Hún syngur á (j)i allan tímann. Form

laglínunnar er mjög jafnt, hún fer upp og niður á víxl. Skalinn sem Monk notar hér er

físmoll (grunntónn í glasi) sem hún litar með stórri sjöund. Líkt og í Waltz er laglínan

þrískipt, og því fylgir aftur þessi áreynslulausa raddbeiting. Ætli titillinn Dumb sé

einhverskonar vísbending um einfaldleika og áreynsluleysi?

Mynd 5. Aðalmótíf í laginu Dumb.

Page 17: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 13

Conversation er, líkt og Prophecy, án laglínu, takts og tónlistarlegrar úrvinnslu.

Það er frekar eins og lítill leikþáttur þar sem tveir karakterar, báðir túlkaðir af Monk,

eiga í samræðum, rétt eins og titill lagsins gefur til kynna. Í mínum eyrum hljómar

þetta eins og lítið barn og ómanneskjuleg vera eða dýr. Litla barnið talar í vælulegum

tón, röddin staðsett framarlega og í nefi, með litlum hljóðstyrk. Veran, eða dýrið, talar

algerlega á innsogi (e. ingressive speech). Þau skiptast á að tala saman á ógreinanlegu

bullmáli. Karaktersköpun af þessu tagi er, eins og fram kom í inngangi, mjög

einkennandi fyrir verk Monk og gerir mjög óvenjulega raddbeitingu aðgengilegri.

Low Ring og High Ring hafa svipað þema. Raddbeitingin Monk í þeim lögum er

nokkuð ólík, en eins og nöfnin gefa til kynna er hún að vinna með lægra raddsviðið í

Low Ring en það háa í High Ring. Í Low Ring liggur hún mestallan tímann lítilli

sjöund undir tóninum í glasinu. Hún syngur langa tóna á lágu tónsviði og skiptir á

milli sérhljóðanna (d)e, (d)o og (d)a. Raddbeitingin er fremur hlutlaus, syngur á

brjósttónum. Í High Ring syngur röddin sama tón og er í glasinu, nema áttund ofar.

Þar notar hún aðra raddbeitingu, lítið loft og mjög þéttan og skýran tón. Hún

endurtekur hann í sífellu, ýtir á hann með miklum þrýstingi, setur stuttar þagnir á milli

og þróar með rytmískum tilbrigðum og öðrum nótum.

Free er eins og sambland af flestu sem hefur nú þegar komið fram í verkinu en

enga greinanlega laglínu eða takttegund er að finna. Raddbeitingin flakkar frá

höfuðtónum til brjósttóna, hún setur loft á eða tekur af röddinni, tónninn fer fram í nef

og aftur til baka ásamt því sem hún snertir á ýmsum tegundum víkkaðrar raddtækni.

Hún notar bullmál, en sem fyrr syngur hún lengri tóna á opnum sérhljóðum. Hér

mætti færa rök fyrir spuna, byggðum á því tónefni sem hún hefur þegar unnið með í

lögunum á undan.

Edge er seinna lagið þar sem síbyljan í glasinu fær að víkja fyrir endurteknum tón í

taktföstu formi. Munurinn er sá að hér er ekki um þrískiptan takt að ræða (eins og í

fyrrnefndu lagi, Waltz) heldur fjórskiptan. Raddbeiting er mjög fókuseruð fram í nef,

sem veldur því að raddstyrkur er ekki mikill en hins vegar mjög karaktermikill. Helsta

einkennið á þessu lagi er að laglínan liggur mest í kringum tvo tóna, með ákveðnum

rytmískum áherslum (notar helst tríólur og jafna sextánduparta). Röddin syngur í

sömu áttund og glasið hljómar. Hún notar aðallega sérhljóðann i en til að búa til

rytmískar áherslur setur hún samhljóða á milli („....vini, a vini, a sminini...“ og svo

framvegis).

Page 18: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 14

Scale Down er síðasta sungna lagið. Þar kemur ekkert nýtt fram í raddbeitingu,

hún færir tóninn frá neutral höfuðtóni og fram í nef ásamt því að taka af/setja á

vibrato. Hún notar flest alla sérhljóða en skeytir alltaf n-i á undan, í upphafi hvers

frasa. Hún syngur í frekar hárri tónhæð allan tímann.

Notkun víkkaðrar raddtækni í verkinu40

Hvað telst þá til víkkaðrar raddtækni í verkinu Our Lady of Late? Í fyrsta lagi ber að

varast að greina það algerlega útfrá víkkaðri raddtækni því það sem Monk gerir, fellur

alls ekki bara undir þá tækni. Eins og fram kemur í viðauka 1 eru tveir „hefðbundnir

flokkar“ hluti af kerfinu: söngur og tal. Í undirflokk söngs setur hún það sem við

myndum kalla „hefðbundna raddtækni“ (bel canto söng, popp, þjóðlaga (e.folk) og

fleira). Allir hlutar verksins, þar sem Monk spilar á glasið, innihalda söng, fyrir utan

tvo. Hvað undirflokkana varðar syngur Monk oftast í einföldum stíl: folk, non vibrato

eða popp. Lögin Hey Rhythm, Cow Song, Waltz og Dumb hafa það sameiginlegt að

raddbeitingin er nokkuð hefðbundin, að minnsta kosti ekki langt frá því sem við

eigum að venjast í vestrænni tónlist, eða fremur látlaus og einfaldur söngur.

Að syngja fram í nef (e. nasalized singing) er eitthvað sem flestum (vestrænum)

söngvurum er kennt að forðast algerlega vegna þess að það þykir ekki fallegt.

Tónninn þykir þunnur og skrækur og er langt frá bel canto hefðinni. Hins vegar hefur

„nefsöngur“ sterkar rætur í mörgum sönghefðum utan vestrænu tónlistarhefðarinnar,

til dæmis í Arabíulöndum og Búlgaríu.41 Að syngja fram í nef og nota mismunandi

síur er ein leið til þess að einangra og ýta undir yfirtóna. Nefsöngur getur minnt á

„vælulegan“ tón og er það mögulega ein ástæða þess að vestrænu eyrun okkar þola

ekki mikla hlustun. Í meðförum Monk verður nefhljóðið sterkt karaktereinkenni og

kristallast það best í fyrrnefndu lagi, Conversation. Í því lagi tilheyrir nefsöngurinn

litla barninu, sem hljómar svo sannarlega mjög vælulega.

Tal notar Monk í tveimur lögum: Conversation og Prophecy. Þetta er þó ekki tal

sem við eigum að venjast, bæði er talandinn óvenjulegur og tungumálið hugarsmíð

Monk (bullmál eða nonsense language). Í Conversation talar einn karakterinn á mjög

óvenjulegan hátt, eða á innsoginu. Það gefur þeim karakter óvenjuleg einkenni, sem                                                                                                                40 Það flokkunarkerfi sem hér liggur til grundvallar greiningu á víkkaðri raddbeitingu Monk kemur frá

Margot Glasset Murdoch og fylgir með greiningu hennar á Sequenza III eftir Luciano Berio. Greiningin var hluti af doktorsprófi hennar frá Háskólanum í Utah (frá árinu 2011). Nánari útskýringar á mismunandi flokkum kerfisins má sjá í viðauka 1.

41 Manuel, Peter. Popular Musics of the Non-Western World: An Introduction Survey. New York og Oxford: Oxford University Press, 1988, bls.152.

Page 19: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 15

einhverskonar dýrs eða geimveru. Innsog er vel þekkt í víkkaðri raddtækni og einnig

hægt að nota innsogið á annan hátt, til dæmis til að syngja laglínur. Í Prophecy er

talandinn sífellt truflaður af litlum þögnum og blandar hún þannig saman tali og

ululation.

Ululuation er einnig mjög þekkt í víkkaðri raddtækni og má skilgreina sem:

„hraða og nokkuð jafna truflun á grunnhljóðinu”. Til dæmis er hægt að búa til

örstuttar þagnir í samfellan tón (hvort sem er á út- eða innöndun) með þindinni,

barkalokunni eða raddbandaglufunni (e.glottis).42 Raddbandalokhljóð (e. glottal stop)

verður til þegar raddbandaglufan lokast tímabundið og stöðvar loftflæði í gegnum

raddböndin. Gott dæmi um þetta er þegar við segjum „O ó” eða við snöktum. Til að

búa til ululation er einnig hægt að syngja samfelldan tón og „loka fyrir tóninn“ með

því að þrýsta tungunni upp í góminn („lalala...“) eða leggja hönd með stuttu millibili

yfir munninn (til dæmis stríðsöskur indíána). Monk notar mismunandi ululation í

lögunum Conversation, High Ring, Free og Prophecy.

Monk notar af og til raddbandasmelli (e. glottal clicks) betur þekkt sem „vocal

fry“. Hljóðinu má líkja við bresti í hurð þegar hún opnast hægt. Uppruni hljóðsins er

talinn vera í fölsku raddböndunum, sem umlykja raddböndin. Hægt er að gera vocal

fry bæði með eða án raddbandanna og á innöndun eða útöndun. Raddbandasmellir í

söng, sem kallast einnig Strohbass, verða til þegar söngvarar syngja alveg á neðsta

hluta tónsviðs síns og barkanum er ýtt niður fyrir sína eðlilegu stöðu.43 Þá verða

raddbandasmellir og tónn til samtímis. Þetta gerist þegar brjóskið sem raddböndin eru

föst við ýtast þétt saman. Þá verða raddböndin laus og titra óreglulega þegar loftið fer

í gegn.44 Hægt að blanda saman tóni og raddbandasmellum á hvaða tónsviði sem er,

en það þarf þá að gerast meðvitað. Í laginu Conversation notar Monk raddbandasmelli

og ákveðna tónhæð á útöndun sem og á innsoginu, enda er mun auðveldara að stýra

tónhæð raddbandasmella á innsoginu.45 Þegar hún syngur hinn karakterinn, sem talar

á útöndun, má einnig greina raddbandasmelli. Einnig ber örstutt á raddbandasmellum

á útöndun, á háu tónsviði, í laginu Free.

                                                                                                               42 Kavasch, Deborah Helene. „An Introduction to Extended Vocal Techniques: Some Compositional

Aspects and Performance Problems.“ Ex Tempore, 3 tölublað (apríl 1985). Sótt 28. febrúar á http://www.ex-tempore.org/kavash/kavash.htm.

43 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories and Berio's Sequenza III, bls. 36.

44 Gupta, Dr. Reena. „What is Vocal Fry?“ ENT Doctors of OHNI Los Angeles: Parotid Surgeons & Otolaryngologists. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.ohniww.org/katy-perry-voice-vocal-fry/.

45 Deborah Helene Kavasch. „An Introduction to Extended Vocal Techniques: Some Compositional Aspects and Performance Problems.“

Page 20: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 16

Lofthljóð, andvörp og truflanir á loftflæði tilheyrir almennum flokki í

flokkunarkerfi Murdoch sem ber nafnið „truflanir á lofti“ (e. air turbulance). Þetta er

mest áberandi í laginu Sigh. Eins og nafnið á laginu gefur til kynna eru andvörp

meginefniviður lagsins sem hún endurtekur og þróar áfram. Hún syngur mest á

höfuðtóni og glissar tóninum niður, en þó ekki mjög langt. Allir frasar byrja á miklu

lofti og hún heldur miklu lofti á sungna tóninum. Hún leikur sér rytmískt að

andvörpunum, andar hratt og hægt til skiptis og ýkir innöndun milli frasa, svo hún

verður hluti af hljóðheiminum. Sérstaklega áhugavert hljóð heyrist á mínútu 1:39, en

þá býr hún til eins og hljóðlaust óp eða hæsislegt hljóð. Varðandi „loftnotkun“ Monk í

verkinu í heild, notar hún hana til að búa til andstæður. Sum lög syngur hún með

miklu lofti á röddinni (til dæmis í Waltz) eða alls engu lofti (eins og í High Ring).

Andvörp og lofthljóð eru gott dæmi um hljóð sem eru okkur eðlislæg en fá á sig

framandi blæ þegar þau eru sett í samhengi tónlistar.

Monk notar mikið tíðnisamslátt sem verður til þegar ólíkum tíðnum slær saman.

Þá syngur hún nákvæmlega þá tíðni sem hún spilar á glasið, en færir raddtóninn

aðeins yfir eða undir þann tón (míkrótónahreyfing). Þegar ólíkar tíðnir rekast saman

myndast mjög sérstakt hljóð. Dæmi um þessa aðferð má finna í Unison, Low Ring og

Free.46

Af því „skrauti“ sem Monk notar í verkinu og tilheyrir víkkaðri raddtækni verður

hér minnst á: jóðl, að renna tóninum (e. slide), „tónsviðaskak“ (e. cross register

shakes) og vibratotækni. Almennt má segja að jóðl sé þegar söngvari skiptir milli

neðra og efra sviðs og ýkir skilin þegar röddin „brotnar“. Bel canto söngvarar leggja

mikla vinnu í að „slétta út“ skilin, til þess að koma í veg fyrir að þau séu greinanleg

þegar skipt er milli höfuð- og brjósttóns. Með víkkaðri raddtækni, og í ýmsum

tónlistarstílum, er þetta hljóð notað sem hluti af tónmálinu. Jóðl heyrist mest í

lögunum Morning og Slide. Í laginu Cow Song mýkir hún skilin, rétt eins og bel

canto söngvari myndi gera og þannig myndar andstæðu við jóðlið. Monk rennir

tóninum mjög frjálslega, en þó með ásetningi, í tveimur lögum: Slide og Free. Þá

rennir hún sér upp og niður milli höfuðtóns og brjósttóns og oftar en ekki fylgir jóðl

þegar hún kemur að skilunum í röddinni. Að lokum má minnast á vibrato tækni í

verkinu. Hún notar vibratoið með ásetningi, tekur það af þegar breytingar í tónhæð

                                                                                                               46 Athugið að tíðnisamsláttur er ekki hluti af flokkunarkerfi Murdoch en ég hef bætt við í flokkinn

Aðrar athugasemdir, sjá viðauka 2. Eins og fram kom fyrr í ritgerð er tíðnisamsláttur þýðing á pitch beats.

Page 21: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 17

þurfa að vera nákvæmar og þegar hún leikur sér með yfirtónana og tíðnisamslátt. Í

laginu Unison eru þessar andstæður hvað greinilegastar. Hún byrjar með mjög

„straight“ tón sem færist upp og yfir tóninn í glasinu, eins og fram hefur komið. Þegar

líður á lagið og hún þróar hugmyndina áfram fer hún að setja vibrato á röddina og

hægja eða hraða á því. Þá verður tíðnisamsláttur sem sveiflast mun hraðar en þegar

vibratoið er ekki til staðar. Þegar vibratoið er mjög gisið og tónarnir sem hún sveiflar

sér á milli mun auðgreinanlegri mætti segja að hún sé komin yfir í raddskak (e. vocal

shakes). Raddskak er náskylt vibrato en mun gisnara.47 Hún notar raddskak á fleiri

stöðum, til dæmis í laginu Free.48

                                                                                                               47 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 29. 48 Einfalda greiningu á allri raddbeitingu í verkinu má sjá í töflu í viðauka 2.  

Page 22: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 18

Lokaorð Meredith Monk er sannkallaður frumkvöðull í sínu fagi. Hún hefur alla tíð leitast við

að sameina listform, unnið að mismunandi verkum með sérstaka áherslu á raddlist og

hreyfingu/dans. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum þegar miklar

breytingar og framfarir höfðu átt sér stað í heiminum og raftæknin er að ryðja sér til

rúms. Víkkuð raddtækni hafði orðið til um aldamót 20. aldar í vestrænni tónlistarhefð,

með hugmyndum framsækinna hugsjónarmanna sem vildu ögra hefðbundinni

fagurfræði. Þannig fóru þeir að nálgast röddina og hljóðfæri sem hljóðgjafa sem

opnaði nýjan heim möguleika. Víkkaða raddtækni má skilgreina sem alla möguleika á

nýtingu raddarinnar sem hljóðgjafa, en þó helst það sem telst óhefðbundið samhengi

tónlistar. Um miðja 20. öld hefst síðari bylgja þróunar víkkaðrar raddtækni í kjölfar

raftækniþróunar, þegar tónlistarmenn fóru að nota röddina og hljóðfærin eins og

rafhljóð. Í stað þess að nota tæknina beint, með því að hafa utanaðkomandi áhrif á

hljóm raddarinnar, fór Monk meira í þá átt að vinna með röddina á frumstæðan og

náttúrulegan hátt, án utanaðkomandi áhrifa. Hún er í hópi sterkra kvenna sem

mynduðu framvarðasveit raddlistar, hver á sinn hátt. Monk sem dansari nálgast

röddina eins og líkamann, sem hreyfanlegt hljóðfæri og notar sjaldan söngtexta svo

allir skilji, þvert á tungumál og menningarheima.

Af þeim ótalmörgu verkum sem eftir hana liggja var platan Our Lady of Late

greind hér að ofan. Hún hentaði vel til greiningar af ýmsum ástæðum: hún var gefin út

snemma á ferli Monk (þegar hún einbeitti sér hvað mest að sunginni tónlist), listrænn

ásetningur og þema eru mjög skýr og aðgengileg og allar mögulegar hliðar

raddarinnar sem sólóhljóðfæris eru kannaðar. Enn ein ástæða þess að platan varð fyrir

valinu er sú að tónlistin birtist mér á mjög skýran sjónrænan hátt og verður sú

upplifun notuð áfram í listrænni vinnu (í spuna og tónsmíðum í tengslum við

lokaverkefni mitt).

Almenn greining á tónlistinni, byggð á flokkunarkerfi víkkaðrar raddtækni, leiddi í

ljós að hún er byggð á mjög einföldu tónefni og það endurtekið með tilbrigðum.

Hljóðfærið, sem er glas á fæti, spilar langan síbyljutón og röddin dansar ofaná. Hún

notar einfaldar laglínur í dúr, moll og/eða kirkjutóntegundum og vinnur með þekkt

rytmísk element. Hvert lag er helgað ákveðnu efni, hvort sem það er tónefni eða

karakter. Við fyrstu hlustun virtist verkið vera alger spuni, en við greiningu kom í ljós

gegnumsamið tónverk og/eða spuni innan fyrirfram ákveðins ramma. Varðandi

Page 23: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 19

raddbeitingu kom í ljós að hún notar langmest það sem myndi almennt flokkast sem

söngur með mismunandi stílfæringum. Hún nýtir sér hljóðeiginleika sér- og

samhljóða og syngur á merkingarlausu tungumáli sem hún endurtekur og þróar áfram.

Hún syngur mikið fram í nef og vinnur meðvitað með vibrato og loft. Það sem, að

mínu mati, telst helst til víkkaðrar raddtækni í verkinu er: ululation,

raddbandalokhljóð og smellir, tal, tal og söngur á innöndun, notkun hennar á

lofthljóðum, tíðnisamsláttur og jóðl.

Eins og kom fram í inngangi þykir mörgum erfitt að hlusta á víkkaða söngtækni.

Ég tel það vera vegna þess að röddin er nálægasta hljóðfærið og hefur áhrif á okkur á

mun frumstæðari hátt en önnur hljóðfæri. Öskur frá söngvara eða hávær og óvæntur

fiðluleikur hafa ólík áhrif á okkur. Okkur þykja kannski bæði hljóðin óþægileg en

þegar röddin á í hlut verður möguleg ógn mannlegri og nálægari. Þar liggja sennilega

að baki lífeðlisfræðilegar og þróunarlegar ástæður sem eru efni í annað

rannsóknarefni.

Monk notar þessa eiginleika víkkaðrar raddtækni sé í hag með því að blanda saman

því sem er hefðbundið og því sem er óhefðbundið og þar liggur snilldin. Það sem

gerir hana merkilega, varðandi víkkaða raddtækni, er því ekki hversu mikið hún notar

hana, heldur hvernig hún stillir henni upp á móti hinu kunnuglega. Hún hefði getað

farið alla leið, sífellt notað þau öfgafullu og ómanneskjulegu hljóð sem tilheyra

tækninni, ögrað og sjokkerað, en í staðinn notar hún þau á þann hátt að hlustandanum

finnst hann eiga að þekkja þau. Hún kannar hið framandlega í endalausum tilraunum

til að teygja og sveigja rödd sína, rétt eins og líkamann, og setur fram sínar

uppgötvanir á aðgengilegan hátt. Hún býr til tengingu við hlustandann með

fjölbreyttri framsetningu listar sinnar, notar karaktersköpun og söguþráð í tónlistinni

sem setur hið framandlega í kunnuglegt samhengi. Our Lady of Late er gott dæmi um

þetta. Einföld mótíf í þekktum tóntegundum, endurtekin, þróuð og „krydduð“ með

víkkaðri raddtækni og óhefðbundnum undirleik. Eins og einhverskonar

þjóðlagatónlist frá annarri plánetu.

Page 24: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 20

Heimildir Lokaritgerðir Crump, Melanie Austin. When words are not enough: Tracing the development of

extended vocal techniques in twentieth-century America. Lokaritgerð til doktorsprófs í tónlist við Háskólann í Norður Karolínu, 2008.

Murdoch, Margot Glassett. Composing with vocal physioligy: Extended vocal

technique categories and Berio's Sequenza III. Lokaritgerð til doktorsprófs í heimspeki við Háskólann í Utah, 2011.

Rafrænar greinar Storolli, Wânia Mara Agostini. „Performative Voices: acting in the border areas.“

University of Aveiro: Department of Communication and Art, 2011. Sótt 28. febrúar 2016 á http://performa.web.ua.pt/pdf/actas2011/WâniaStorolli.pdf

Tímaritsgreinar Kavasch, Deborah Helene. „An Introduction to Extended Vocal Techniques: Some

Compositional Aspects and Performance Problems.“ Ex Tempore, 3 tölublað (apríl 1985). Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.ex-tempore.org/kavash/kavash.htm

Myndbönd Ambros, Alex og Kim Nowacki. „In Meredith Monk's Loft, Tortoise Dreams and

Folk Music from Another Planet.“ Myndband, 5:17. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.wqxr.org/#!/story/video-meredith-monks-turtle-dreams-and-folk-music-another-planet/

Vefheimildir „Biography.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.meredithmonk.org/about/bio.html „Chronology.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.meredithmonk.org/about/chronology.html „Current Repertory- Songs of Ascension.“ Meredith Monk. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.meredithmonk.org/currentrep/onbehalfofnature.html Gann, Kyle. „Meredith Monk“. Grove Music Online. Oxford Music Online. Oxford

University press. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/42485.

Gupta, Dr. Reena. „What is Vocal Fry?“ ENT Doctors of OHNI Los Angeles: Parotid

Surgeons & Otolaryngologists. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.ohniww.org/katy-perry-voice-vocal-fry/

Page 25: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 21

Halfyard, Janet K. „Extended Vocal Technique.“ Sequenza. Sótt 28. febrúar 2016 á

http://www.sequenza.me.uk/html/extended_vocal_technique.html. Palmeri, Thomas J., Randolph B. Blake og Ren Marois. „What is synesthesia?“

Scientific American. Sótt 22. mars 2016 á http://www.scientificamerican.com/article/what-is-synesthesia/

„Sound: Meredith Monk's 'Our Lady of Late.'“ The Voice is a Language, 30. mars

2010, https://voiceisalanguage.wordpress.com/2010/03/30/sound-meredith-monks-our-lady-of-late/

Útvarpsþættir Cahill, Sarah. „Radical Connections: Meredith Monk and Björk.“ Útvarpsþáttur,

57:38, 16. mars 2007. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.newmusicbox.org/articles/radical-connections-meredith-monk-and-bjork/

Tónlistarupptökur Meredith Monk. Our Lady of Late. Minona Records, 1974, spilað af tónlistarveitunni

Spotify. Bækur Burkholder, J. Peter, Donald Jay Grout, Claude V. Palisca. 8. útgáfa. A History of

Western Music. New York: W.W. Norton & Company, 2010. Jovitt, Deborah ritstýrði. Meredith Monk. Baltimore og London: The Johns Hopkins

University Press, 1997. Manuel, Peter. Popular Musics of the Non-Western World: An Introduction Survey.

New York og Oxford: Oxford University Press, 1988. Kaflar í ritrýndum bókum Battle, Laura. „Meredith Monk, originator of the 'extended vocal technique'.“

Financial Times, 11. október 2013. Sótt 28. febrúar 2016 á http://www.ft.com/intl/cms/s/2/12800b64-29ef-11e3-bbb8-00144feab7de.html#axzz41UEyI1co

„Chronology.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 193-200. The Johns

Hopkins University Press, 1997. „Discography.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 207. The Johns Hopkins

University Press, 1997.

Page 26: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 22

Johnson, Tom. „Hit by a Flying Solo.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 64-66. The Johns Hopkins University Press, 1997.

Jovitt, Deborah. „Introduction.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 1-16. The

Johns Hopkins University Press, 1997. Monk, Meredith. „Notes on the Voice.“ Í Meredith Monk, Deborah Jovitt ritstýrði, 61-

63. The Johns Hopkins University Press, 1997. Weber-Lucks, Theda. „Electroacoustic voices in vocal performance art- a gender

issue?“ Organised Sound, 8 (apríl 2003): 61-69.

Page 27: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 23

Viðauki 1. Útskýringar á flokkunarkerfi víkkaðrar raddtækni 49 Þau flokkunarkerfi sem Murdoch byggir sitt á eru með þeim þekktari þegar kemur að

víkkaðri raddtækni. Hið fyrra er gert af Extended Vocal Techniques Ensemble sem er

sönghópur frá San Diego (stofnaður 1973). Þau sérhæfðu sig í víkkaðri raddtækni og

sungu verk sem voru samin sérstaklega fyrir þau. Þau gáfu út tvö alfræðirit (e.

lexicons) og það seinna kallaðist Lexicon of Extended Vocal Techniques og er frá

árinu 1974. Þar flokka þau niður 74 víkkuð raddhljóð og meðfylgjandi var

hljóðupptaka af öllum hljóðunum.50 Tæknin er flokkuð eftir hljóðeiginleikum (e.

sonic qualities) í: einradda (e. monophonic), fjölradda (e. polyphonic) og blandaðir

(e.miscellaneous). Flokkunarkerfi Murdoch inniheldur mörg sömu hljóðin en hún

flokkar þau eftir því hvernig þau eru búin til, í stað þess að að flokka þau eftir

hljóðeiginleikum. Seinna flokkunarkerfið sem Murdoch nýtir er úr kaflanum „The

Human Repertoire” úr bókinni On Sonic Art eftir Trevor Wishart (frá 1996). Hann

greinir ekki einungis raddhljóð, heldur einnig hljóð sem hægt er að gera til dæmis

með rödd og höndum (utanaðkomandi áhrif á röddina). Hans flokkunarkerfi

inniheldur flokk fyrir samblöndu ýmsa raddhljóða, sem finnst ekki í flokkunarkerfi

Extended Vocal Tecnhique Ensemble. Það sem hvorugt flokkunarkerfið hefur, sem

Murdoch hefur bætt við, eru flokkar fyrir söng (e. singing) og tal (e. speaking).51 Það

er meginástæða þess að það kerfi var valið fyrir greiningu á verkum Monk þar sem

stór hluti hennar raddbeitingar flokkast undir annaðhvort söng eða tal. Murdoch hefur

því tekið saman það helsta úr bæði Lexicon og „The Human Repertoire” en bætt við

flokkun fyrir söng og tal, ásamt nokkrum hljóðum sem finnast í hvorugum

fyrrnefndum flokkunum. Hennar fókus er líffræði mannsraddarinnar, hvernig hljóðin

eru búin til og með hvaða hætti er hægt að hafa áhrif á þau.52

Á töflu í viðauka 2 má sjá greiningu á öllum hlutum Our Lady of Late (fyrir utan

upphafs- og lokakafla) eftir flokkunarkerfi Murdoch. Til glöggvunar fylgja hér

skýringar á hverjum flokk fyrir sig. Fyrst er almennur flokkur sem staðsetur hljóðið

(söngur, tal, ululation, raddbandalokuhljóð, yfirtónasöngur, tunguhljóð og svo

                                                                                                               49 Það flokkunarkerfi sem stuðst var við við greiningu. Hluti af doktorsritgerð Margot Glasset Murdoch við Háskólann í Utah. 50Melanie Austin Crump. When words are not enough: Tracing the development of extended vocal

techniques in twentieth-century America, bls 9. 51 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 21-22. 52 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 23-24.  

Page 28: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 24

framvegis). Almenn flokkun og undirflokkur eru sett saman, en undirflokkur er

þrengri afmörkun innan almennu flokkunarinnar (til dæmis söngur án vibrató, söngur

fram í nef (e. nasalized), vocal fry, rúllandi r á tungubroddi og svo framvegis). Næst

kemur flokkurinn hljóðgjafi (e. oscillator), eða sá hluti líffæranna sem titrar og gefur

þannig frá sér hljóð. Þannig er uppruni hljóðsins staðsettur líffræðilega. Í sumum

tilfellum eru tveir eða fleiri hljóðgjafar sem verka saman (til dæmis raddbönd og

tunga). Í flestum tilfellum er hljóðgjafinn raddböndin en einnig geta fölsku

raddböndin, varir, tunga, kinnar, barki eða barkakýli verið hljóðgjafar. Næsti flokkur

er sía (e. filter). Með síu er átt við þann hluta líffræðinnar sem getur haft áhrif á

hljóðið sem kemur frá hljóðgjafanum. Þetta getur verið óhreyfanlegt, til dæmis stærð

og/eða gerð líffæra eða hreyfanlegt eins og tunga eða varir. Gott dæmi um síu er

hvernig staða tungu í munni hefur áhrif á hvaða sérhljóða við myndum. Næstsíðasti

flokkurinn er lungnavirkni (e. lung function). Þar eru hljóðin flokkuð eftir því hvort

hljóðgjafinn virkist við útöndun (e. egressive) eða innöndun (e. ingressive). Síðan er

hægt að hafa áhrif á loftflæðið með því að stöðva það, trufla reglubundið eða

festa/sleppa lofti á mismunandi stöðum í talfærum án aðkomu lungna. Síðasti

flokkurinn er nýttur fyrir athugasemdir og í þessu tilfelli hef ég notað hann til að

setja inn nánari upplýsingar um raddbeitingu og „skraut“ sem Monk notar.

Í þessu flokkunarkerfi koma ekki til utanaðkomandi síur líkt og hendur, en það

kemur ekki að sök við þessa greiningu þar sem engin slík hljóð eru greinanleg í

verkinu.53

                                                                                                               53 Margot Glassett Murdoch. Composing with vocal physioligy: Extended vocal technique categories

and Berio's Sequenza III, bls. 24-26.

Page 29: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 25

Viðauki 2. Tafla með greiningu á raddbeitingu í Our Lady of Late

Heiti lags

Flokkur og

undirflokkur

Hljóðgjafi (e.oscillator)

Sía (e.filter)

Lungnavirki

Aðrar athugasemdir

Unison Söngur Raddbönd

Tunga (sérhljóðar) Mjúki gómur

Opinn munnur

Útöndun Barkalok truflar loftflæði af og

til

Vibrato Liggur í nefi (e.nasalized)

Tíðnisamsláttur

Knee Söngur Raddbönd

Tunga (sérhljóðar) Kjálkastaða- lítil opnun

Útöndun Liggur í nefi

Hey Rhythm

Söngur Ululation Raddbönd Tunga (sérhljóðar)

Opinn munnur

Útöndun Þind og

barkalok trufla loftflæði

Lofthljóð (mynda samhljóðann h)

Cow Song Söngur 1. Raddbönd

2. Varir (mynda samhljóða)

Varir (sérhljóði) Lokaður munnur

Útöndun (þó greinanleg

innöndun á milli)

Syngur á m allan tímann

Sigh Söngur Truflanir á lofti

Raddbönd Loftnúningur (e.air

friction)

Opinn munnur

Útöndun Innöndun

Lofthljóð Hröð öndun

Andköf Andvarp

Morning Söngur Raddbönd

Munnur Tunga (sérhljóðar) Varir (samhljóðar)

Útöndun Jóðl

Slide Söngur Raddbönd Opinn munnur Tunga (sérhljóðar)

Útöndun

Jóðl Lítið loft Glissando

Tíðnisamsláttur

Waltz Söngur Raddbönd Munnur

Tunga (sérhljóðar og samhljóðar)

Útöndun

Mikið loft Raul

Prophecy

Tal

Ululation

Raddbönd (tónhæð ekki ákveðin,

talandi)

Tunga (sérhljóðar og samhljóðar)

Tennur (samhljóði)

Útöndun Barkalok truflar

loftflæði Liggur í nefi

Dumb Söngur Raddbönd Tunga (sérhljóðar og samhljóðar)

Útöndun

Liggur af og til í nefi

Conversation

Tal Ululation

Raddbandasmellir (e. glottal clicks)

Raddbönd Fölsku raddböndin

Talsíur (varir og tunga) Mjúki gómurinn (á

innöndun)

Útöndun Innöndun

Liggur í nefi Talað á innsogi

Bullmál „Snöktandi”

ululation Strohbass

Low Ring Söngur Raddbönd Tunga (sér- og samhljóðar)

Útöndun

Tíðnisamsláttur Yfirtónar

High Ring Söngur Ululation Raddbönd Kjálki og munnur opinn

(sérhljóði) Útöndun

Þind truflar loftflæði Á efra tónsviði

allan tímann Ekkert loft

Free Ululation Söngur

Glottal clicks Raddbönd

Tunga (sérhljóðar og samhljóðar)

Kjálki og munnur opinn

Útöndun

Glissando Vibrado

Jóðl Strohbass

Tíðnisamsláttur

Edge Söngur Raddbönd Tunga og varir (sérhljóðar og samhljóðar)

Útöndun Liggur í nefi

Scale down Söngur Raddbönd Tunga og varir (sérhljóðar og samhljóðar)

Útöndun

Úr nefi yfir í hlutlausari tón

Page 30: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 26

Viðauki 3. Persónuleg greining á Our Lady of Late útfrá sjónrænni skynjun54

Unison

Knee

                                                                                                               54 Athugið að einungis er um að ræða sungna hluta, það er án upphafs og lokakafla (Epilogue/Prologue). Myndirnar eru málaðar af Önnu Katrínu Einarsdóttur og færi ég henni hér með bestu þakkir fyrir samstarfið.

Page 31: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 27

Hey Rhythm

Cow Song

Page 32: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 28

Sigh

Morning

Page 33: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 29

Slide

Waltz

Page 34: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 30

Prophecy

Dumb

Page 35: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 31

Conversation

Low Ring

Page 36: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 32

High Ring

Free

Page 37: Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ - Skemman

 33

Edge

Scale Down