36
410 4000 | landsbanki.is Njótið aðventunnar ÍSLENSKA AUGL †SINGASTOFAN EHF./SIA.IS - LBI 30519 12/2005 Jólin 2006 35. árgangur Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Jólablað 2006

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Jólablað 2006

410 4000 | landsbanki.is

Njótið aðventunnar

ÍSLE

NSK

A A

UG

L†SI

NG

AST

OFA

N E

HF.

/SIA

.IS

- LB

I 30

519

12/

2005

Jólin 2006

35. árgangur Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Page 2: Jólablað 2006

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur

Keflavík gerði samning við Menningar-, íþrótta- og tóm-stundaráð Reykjanesbæjar um rekstur á íþrótta- og leikjaskóla fyrir börn á aldr-inum 6–11 ára sem starf-ræktur var tólfta árið í röð. Umsjónarmaður skólans var Einar Haraldsson.

17. júníMenningar-, íþrótta- og tóm-stundaráð Reykjanesbæjar gerði samning við íþróttafé-lögin Keflavík og Njarðvík um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda í Reykjanesbæ. Framkvæmd hátíðarhald-anna tókst vel og að þessu sinni fór dagskráin fram í Skrúðgarðinum að degin-um til og á Tjarnartorgi um kvöldið. Engin dagskrá var í Stapa. Framkvæmdastjóri 17. júní nefndar Keflavíkur og Njarðvíkur var Einar Haraldsson.

25. Landsmót UMFÍ Kópavogi

Landsmót UMFÍ er klárlega stærsti viðburður hreyfingar-innar hverju sinni og það er ljóst að stórkostlegt mót verður haldið í Kópavogi 5.–8. júlí 2006 við frábærar aðstæður á 100 ára afmæli UMFÍ. Væntum þess að eiga fjölmennt lið á Landsmótinu í Kópavogi.

9. Unglingalandsmót Laugum í Suður Þing

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Laugum í Suður Þing dagana 4.-6. ágúst 2006. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Félagið átti að þessu sinni 11 keppendur á ung-lingalandsmótinu og stóðu þeir sig vel.

10. Unglingalandsmót á Hornafirði

10. unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Hornafirði um verslunarmannahelgina

2007. Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar, eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjölskyld-uhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttak-endur eru á aldrinum 11–18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum ætti að leiðast á unglingalands-móti. Fyrir þá sem velja ung-lingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félags-ins vill hvetja deildir til að senda okkar fólk á mótið. Undanfarin ár hefur aðal-stjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

Nýtt félagsheimili Keflavíkur

Aðalstjórn hefur verið að vinna í því að nýtt félagsheim-ili verði byggt ofan á bún-ingsklefana á Sunnbrautinni. Verið er að vinna í undirbún-ingsvinnunni. Stefnt er á að nýtt og glæsilegt félagsheim-ili verði tilbúið í september 2008.

Betra félag / Betri deildKeflavík íþrótta- og ung-mennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyr-irmyndarfélag. Allar deildir félagsins, sem þess eiga kost, hafa hlotið gæðaviðurkenn-ingu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni sem segir að íþróttastarf-ið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum. Það fullvissar foreldra, styrkt-araðila og stjórnvöld sem ætti að vera mjög gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir.

Íþróttamaður Keflavíkur 2006

Í hófi þann 27. desember 2006

í félagsheimili félagsins kl. 20:00 verða íþróttamenn fél-agsins heiðraðir og einn þeir-ra hlýtur síðan sæmdarheit-ið Íþróttamaður Keflavíkur 2006. Allir velunnarar fél-agsins eru velkomnir. Birkir Már Jónsson er Íþróttamaður Keflavíkur 2005. Hver verður það í ár?

Heimasíða KeflavíkurKeflavík íþrótta- og ung-mennafélag heldur úti heima-síðu í samstarfi við Dacoda og hefur síðan verið í stöðugri uppfærslu. Sett hefur verið inn dagatal á síðuna og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Inni á síðunni er að finna allar deildir fél-agsins og birtast fréttir frá deildum á forsíðunni. Undir aðalstjórn er hægt að fylgj-ast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsing-um. Slóðin er http://www.keflavik.is Tölvupósturinn er vistaður hjá Netsamskiptum og póstfangið er [email protected]

Sambandsstjórnar- fundur UMFÍ á FlúðumFélagið er aðili að UMFÍ og því sækja fulltrúar félags-ins sambandsþing og sam-bandsráðsfundi UMFÍ reglu-lega. Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Flúðum 28. nóvember í kjölfarið á stjórnarfundi UMFÍ. Á sam-bandsráðsfundi eiga að mæta formenn aðildarfé-laga eða fulltrúar þeirra þar sem Einar Haraldsson er í

varastjórn UMFÍ fór Kári Gunnlaugsson á fundinn fyrir hönd Keflavíkur.

Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félags-mönnum og öðrum velunn-urum félagsins óskir um gleði-leg jól og farsældar á komandi ári um leið og stjórnin þakkar öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum.

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

2

Símajól 2006

Fréttir frá aðalstjórn

Aðalstjórn Keflavíkur 2006 - 2007Efri röð frá vinstri: Guðjón Axelsson, Þórður M. Kjartansson,

Sigurvin Guðf innsson, Birgir Ingibergsson og Sveinn Adolfsson. Neðri röð frá vinstri: Kári Gunnlaugsson, Bjarney S. Snævarsdóttir og Einar Haraldsson.

Page 3: Jólablað 2006

3

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

urval-imynd-jol.pdf 29/11/06 9:04:19

Page 4: Jólablað 2006

4

Aðalstjórn Keflavíkur gerði samning við MÍT um rekst-ur á íþrótta- og leikjaskóla í Reykjanesbæ sumarið 2006. Umsjón skólans var áfram í höndum Einars Haraldssonar, en hann hefur haft umsjón með honum síðast liðin ár. Guðjón Árni Antoníusson og Jón Norðdal Hafsteinsson voru ráðnir leiðbeinend-ur skólans og sáu þeir um skipulagningu hans. Þetta var tólfta árið í röð sem aðal-stjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, heldur utan um skólann, sem er ætlaður fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Það er því komin góð reynsla á skólann og dagskráin var byggð á þeirri reynslu.Dagskráin þetta árið var nokkuð svipuð og síðast liðin ár. Það er okkar álit að gott er að breyta dagskránni að hluta til. Dagar sem ekki má sleppa úr eru: Gróðursetning, fjöl-þrautadagur, óvissuferð, hjóla-ferð (breyta um áfangastað), sund og lokadagur.

Markmið1. Kynna þátttakendum sem

flestar íþróttagreinar.2. Efla félagsþroska og sam-

skiptahæfni.3. Auka hreyfifærni og bætt

líkamsþrek.4. Þát t takendur kynnis t

náttúru sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaga betur og upplifi umhverfi sitt á nýjan hátt.

5. Kynna börnum atvinnu-hætti og ýmis fyrirtæki og stofnanir.

6. Stuðla að aukinni útiveru barna og hvetja þau til að nýta umhverfið til marg-breytilegra leikja.

Tími og tímabilStarfrækt voru tvö þriggja vikna námskeið í sumar. Það fyrra frá 12.-30. júní og það seinna frá 3.-21. júlí. Boðið var upp á að vera annað hvort fyrir eða eftir hádegi, ann-ars vegar frá kl. 9-12 og hins vegar frá kl. 13-16.

Þátttaka – fjöldi Þátttaka í skólanum í ár var nokkuð góð, mun fleiri skráðu sig þó á fyrra nám-skeiðið eða ríflega helmingi fleiri en á seinna námskeiðið. Alls voru á fyrra námskeið-inu 113 börn. Þ.e. 30 börn fyrir hádegi og 83 börn eftir hádegi (árið áður voru 109 börn, 26 fyrir hádegi og 83 eftir hádegi). Á því seinna voru alls 47 börn. Þ.e. 15 börn fyrir hádegi og 32 börn eftir hádegi (árið áður voru 80 börn, 18 fyrir hádegi og 62 eftir hádegi).

DagskráBæklingi með dagskrá nám-skeiðsins og hagnýtum upp-lýsingum fyrir foreldra var dreift við innritun. Ákveðið var að hafa seinna námskeiðið með svipuðu sniði og það fyrra. Annars er alltaf erfitt að fella út atriði sem takast vel.

BækistöðvarBækistöðvar íþrótta og leikja-skólans voru í Íþróttahúsinu við Sunnubraut að þessu sinni. Börnin mættu þar við upphaf hvers dags og þar endaði alltaf dagurinn. Skrifstofa KEFLAVÍKUR íþrótta og ungmennafé-lagsins að Hringbraut 108 var einnig notuð undir fundi og aðra skipulags-starfsemi. Starfsfólk og for-

stöðumenn Íþróttahússins og Sundmiðstöðvar við Sunnubraut eiga mikið lof skilið fyrir liðlegheit, enda var þetta fólk ávallt tilbúið að aðstoða á allan hátt.

Mælingar á árangri barna

Þegar börnin útskrifast úr íþrótta og leikjaskólanum fá þau í hendur viðurkenningar-skjal sem sýnir árangur þeirra í einstökum greinum. Þeir sem hafa verið í íþrótta og leikja-skólanum áður getað borið árangur sinn saman milli ára. Foreldrar/forráðamenn hafa oft spurt okkur hvernig þeirra barn standi miðað við heildina þegar þau sjá skjalið sem sýnir árangur barna þeirra.

Gjafir til þátttakendaÁ fyrra námskeiðinu voru börnin leyst út með ýmsum gjöfum. Vífilfell gaf hverju barni jójó og stuttermabol

með styrktarlínu frá Vífilfelli. S.S. gaf blöðru. Þessar gjafir vöktu mikla lukku hjá nem-endum skólans.Á seinna námskeiðinu voru gjafirnar af öðrum toga. Hver nemandi fékk að gjöf derhúfu frá Vífilfelli með styrktarlínu og vatnsbrúsa. Vöktu þessar gjafir ekki minni lukku en þær sem voru á fyrra nám-skeiðinu.Þegar farið var í fjársjóðsleit-ina voru falin sápukúlubox í Grænásbrekkunni við Bolafót, sem börnin þurftu að leita að. Hvert barn fékk að eiga eitt box, sama hvort barnið fann box eða ekki. Sami fjársjóður var á báðum námskeiðunum.

Útskrift - lokadagurÁ lokadegi hvors námskeiðs var haldin glæsileg grillveisla þar sem foreldrum var einnig boðið. Börnin fengu hinar ýmsu gjafir ásamt viðurkenn-ingarskjali með upplýsingum

um árangur þeirra í nokkrum greinum s.s. boltakasti, sippa, langstökki, hlaupi o.fl. Lokadagurinn heppnaðist með ágætum en óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir. Á lokadegi fyrra nám-skeiðsins var úrhellisrigning en á lokadegi seinna nám-skeiðsins var rjómablíða. En allt fór vel fram báða dagana.

Þátttaka vinnuskólansSér til aðstoðar höfðu leið-beinendurnir unglinga frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem stóðu sig með ágætum. Það verður að segjast alveg eins og er að án aðstoðar vinnuskólans væri þyngra að reka íþrótta- og leikjaskóla, þar sem hver leiðbeinandi hefur allt að 40 börn á aldr-inum 6-11 ára. Vinnuskóli Reykjanesbæjar var mjög lið-legur við útvegun á aðstoðar-fólki og á hann bestu þakkir skilið.

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur

Page 5: Jólablað 2006

SamstarfsaðilarMikið af fólki, fyrirtækjum og stofnunum aðstoðaði Íþrótta og leikjaskólann á einn eða annan hátt. Fólkið á þessum stöðum var í öllum tilfellum tilbúið að aðstoða okkur á alla mögulega vegu og kann Keflavík Íþrótta- og ung-mennafélag þeim bestu þakkir. Helstu samstarfsaðilar sumarið 2006 voru; Sundmiðstöðin við Sunnubraut, Íþróttahúsið við Sunnubraut, Sláturfélag Suður l ands , Vinnuskó l i Reykjanesbæjar, Vífilfell, Nýja Bakarí, Fjörheimar, og Reykjanesbær (MÍT) sem styrkti Íþrótta og leikjaskól-ann auk þess sem hann útveg-aði skólanum aðstöðu.

NýbreytniAð þessu sinni voru teknar hátt í 500 myndir af nem-

endum skólans við hina ýmsu iðju. Þær voru settar inn á heimasíðu skólans þar sem foreldrar/forráðamenn, jafnt sem nemendur, gátu skoðað þær. Slóðin á myndasafnið er: http://www.keflavik.is/Adalstjorn/ithrotta%20og-%20leikjaskoli/. Einnig er hægt að sjá allar skýrslur skólans þar inni. Teljum við að þetta sé partur af því að auka og um leið bæta samstarf

skólans við foreldra/forráða-menn.

Að lokumUndirritaður vill þakka öllum þeim sem komið hafa að starfsemi skólans með einum eða öðrum hætti fyrir gott samstarf.

Einar Haraldssonformaður Keflavíkur.

EINAR MAGNÚSSONTANNLÆKNIR OG STARFSFÓLK

Skólavegi 10, 230 Keflavík

5

Styðjum unglingastarf Knattspyrnudeilda Keflavíkur

Page 6: Jólablað 2006

Á nýafstöðnu íþróttaþingi í Reykjanesbæ komu fram margar áhugaverðar spurn-ingar. Ein áhugaverðasta spurning-in er eflaust; Hvert er hlut-verk íþróttahreyfingarinnar? Fróðlegt væri að fá fimm hópa til þess að setjast niður og svara þessu sitt í hvoru lagi. Svör hópanna myndu væntanlega draga skýrar fram þær væntingar og kröfur sem gerðar eru til íþróttastarfs. Þeir hópar sem ættu að svara þessari spurningu eru:1. Stjórnarmenn íþrótta- félaga2. Þjálfarar3. Bæjaryfirvöld4. Foreldrar barna og unglinga5. Börn og unglingar (iðkendur)Þetta eru helstu hagsmunaðil-ar íþróttastarfsins. Stjórnarfólk rekur íþróttafélögin, þjálfarar eru starfsmenn stjórna, bæjar-yfirvöld leggja til aðstöðu og fjármagn, foreldrar borga fyrir þjálfun barna sinna og börnin eru iðkendurnir. Það er nauðsynlegt að þeir sem starfrækja íþróttafélög, átti sig á þeim kröfum og þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra. Þessar kröfur og væntingar kunna að vera í samræmi við áherslur íþrótta-félaga, en geta einnig verið í ósamræmi við núverandi áherslur. Sömuleiðis er gott fyrir bæjaryfirvöld að átta sig á hvaða kröfur er gerðar til íþróttafélaga, sérstaklega hinar svo kölluðu samfélagslegu skyldur sem sjálfboðaliðum íþróttafélaga er ætlað að mæta af fagmennsku og ábyrgð.Á íþróttaþinginu, hélt Þráinn Hafsteinsson íþróttfræðingur því fram að nánast sömu kröf-ur væru gerðar til íþróttfélaga, skóla, leikskóla og félagsmið-stöðva. Munurinn væri hins vegar sá, að íþróttahreyfingin væri rekin af fólki í sjálfboða-starfi en hinar ekki. Það er í raun með ólíkindum hversu öflugt starf margra íþrótta-félaganna er í raun og veru. Lang stærsti hluti starfsins er unnin í „frítíma“ stjórnar-fólks, sem oft þarf að sinna þessum málum eftir að venju-

legum vinnudegi er lokið. Mörg dæmi eru einnig um að stjórnarfólk þurfi að taka sér frí til þess að sitja fundi á vinnutíma. Stjórnarfólk verður sífellt að bregðast við meiri og meiri kröfum. Sífellt er verið að kalla eftir stefnumótun, skýrslum, tölfræði, bókhald-skilum ofl. frá íþróttafélögum. Kröfur samfélagsins um „fag-mennsku“ verða sífellt hávær-ari. Fyrirmyndarfélagavottun íþróttafélaga í Reykjanesbæ er dæmi um slíka vinnu. Þar unnu íþróttafélögin hand-bækur sem lýstu starfi og stefnu félaganna. Ef vel á að vera, þarf eftirfylgni að fylgja í kjölfarið. Meta þarf árangur og frávindu miðað við sett viðmið og markmið. Skoða þarf hvaða lykilþætti þurfi að styrkja til þess að hámarka árangur starfsins.Raunveruleikinn í íþrótta-starfinu er hins vegar sá, að

suma dagana endist stjórnar-fólki vart dagurinn til þess að halda starfinu gangandi. Þessar sífelldu kröfur sem við eigum til að leggja á sjálfboðaliða í íþróttastarfinu eru allt eins líklegar til þess að kaffæra stjórnarfólk í pappírsvinnu, tölfræði oþh. En hvers vegna gefur fólk sig í þetta starf? Í upphafi drag-ast flestir inn í þetta vegna þess að börnin þeirra eru iðkendur. Fljótt kemst fólkið að því að stjórnarstörf eru gefandi vinna þar sem margir einstaklingar upplifa það, að hafa hlutverk í samfélaginu, eiga þátt í því að gera samfé-lagið okkar betra. Það dásam-lega við þetta allt saman, er að þetta er val fólksins, val fólksins til þess að láta gott af sér leiða án þess að rukka endilega fyrir vinnu sína. Í allri umræðunni um kost-nað við þjálfun og æfingagj-öld eigum við til að gleyma því að rekstur íþróttafélaga er annað og meira en einstakar æfingar. Skoða þarf hvort ekki sé hægt að létta frekar undir með stjórnarfólki.Ég hvet alla til þess að vera duglega „að klappa á axlir“ stjórnarfólks íþróttafélaga, því þetta er fólkið sem vinnur störfin sem enginn tekur eftir nema þau séu ekki unnin.

JólakveðjaJóhann B. Magnússon

Formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar

6

Hringbraut 108 • Keflavík • Símar 421 3044 og 897 5204 Fax 421 6044 • www.keflavik.is • [email protected]

Aðalstjórn Formaður Einar Haraldsson Varaformaður Kári Gunnlaugsson Gjaldkeri Þórður M. Kjartansson Ritari Sigurvin Guðfinnsson Meðstjórnandi Birgir Ingibergsson Varastjórn Guðjón Axelsson Bjarney S. Snævarsdóttir Sveinn Adolfsson Framkvæmdastjóri Einar Haraldsson

Þá er enn eitt starfsárið að renna sitt skeið á enda og margt sem hægt er að minn-ast þegar litið er um öxl. Við í Badmintondeildinni höfum verið heppin þetta árið, þar sem við höfum haft sama þjálfarann allt árið og er það nýbreytni frá því sem var á síðastliðnu ári. Það skiptir svona litla deild miklu máli að ná stöðugleika í þjálfar-málum til þess að hægt sé að byggja upp öfluga liðsheild. Skúli Sigurðsson þjálfari er að ná nokkuð góðum tökum á þessari uppbyggingu og erum við honum þakklát fyrir hans störf.Iðkendum í yngri hópum hefur fjölgað á árinu og er það fagnaðarefni, en betur má ef duga skal. Við hefðum þó viljað sjá fleiri eldri iðkendur snúa aftur en við erum bjart-sýn á að það gerist.Árið hefur verið mjög anna-samt eins og undanfarin ár þar sem við tókum þátt á mörg-um mótum og vorum virk í félagsstarfi. Við áttum kepp-endur á flestum unglingamót-um sem haldin voru en þau voru flest haldin í Reykjavík. Einnig áttum við þátttakend-ur á Íslandsmeistaramóti ung-linga sem fram fór að þessu sinni á Akranesi.Það mót sem við erum alltaf ánægðust með að taka þátt er okkar eigið Sparisjóðsmót. Sparisjóður Keflavíkur hefur enn eitt árið gert okkur kleift að halda veglegt mót fyrir byrjendur og erum við honum afar þakklát fyrir hans stuðning, en þetta er ein besta

kjölfesta sem deildin á. Ekki urðu neinar breyting-ar á stjórnskipan deildarinnar þetta árið frekar en síðastliðin ár. Þetta hefur verið fámenn-ur hópur en mjög vel sam-stilltur til verka. En það er nú svo að við myndum nú fagna hverjum þeim sem tilbúinn væri að leggja deildinni lið. Alltaf er gott að fá nýtt blóð í starfssemina.Allt samstarf við Keflavík Íþrótta- og ungmennafélag hefur verið mjög ánægjulegt og sendum við þeim sem þar stjórna okkar bestu jóla og nýjárs kveðjur einnig s t jór n Íþrót tabanda lags Reykjanesbæjar, iðkendum og öðrum deildum.Við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir á nýju ári, en þar trón-ir efst á lista alþjóðlegt mót Helvetia Cup og verður hald-ið í Reykjavík dagana 17.-21. janúar 2007. Þetta verður lík-lega risa mót á okkar mæli-kvarða með mikið af erlend-um spilurum.Með þessum orðum sögðum óskum við öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

F.h. Badmintondeildar Keflavíkur

Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri.

Jólakveðja frá stjórn Badmintondeildar

Sparisjóðsmótið 2006, hópmynd af U-11.

Sparisjóðsmótið 2006, verðlaunaafhending U-11

Hvert er hlutverk íþróttafélaga

Page 7: Jólablað 2006

7

Cintamaniflíspeysur

Cintamanidömu og herraúlpur í miklu úrvali

Vinsælustuflíspeysurnará Íslandi í dagverð aðeins

kr. 6.980

Fatnaður, kúlutjöld, svefnpokar, bakpokargönguskór, göngustafir, göngulegghlífar

Barnagallarstærðir 86 - 152

kr. 5.980

í miklu úrvali

Hafnargötu 23 • Keflavík • Sími 421 4922

Fullorðinsgallarstærðir XS - XXL

kr. 7.990

Hettupeysur margir litir

Útivistarvörur

OPIÐ6:45 - 21:00 virka daga8:00 - 18:00 um helgar

Það er frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ!

Velkomin í Vatnaveröld!í Reykjanesbæ

PIP

AR

• SÍA

• 60604

Sími 421 1500

Page 8: Jólablað 2006

8

Fimleikadeild Keflavíkur var stofnuð 12. september 1985. Fimleikar urðu strax vins-æl íþrótt hér í bæjarfélaginu og voru iðkendur um 100 talsins strax fyrsta árið og komust færri að en vildu. Æfingar fóru fram í íþrótta-húsinu í Myllubakkaskóla en fluttust síðar í Íþróttahúsið við Sunnubraut. Mikil fjölgun hefur verið innan deildarinn-ar nú í vetur og komast færri að en vilja. Í dag eru iðkend-ur 380 talsins og hafa aldr-ei verið fleiri. Hjá deildinni starfa 16 þjálfarar, þar af einn erlendur þjálfari. Yfirþjálfari áhaldafimleika er Tinna Ösp Káradóttir en Hildur María Magnúsdóttir er yfirþjálfari trompfimleika. Á þeim rúmlega tuttugu árum sem deildin hefur verið starfandi hefur öll aðstaða til iðkunnar lagast til muna en betur má ef duga

skal. Fimleikadeildin hefur B - salinn í Íþróttahúsinu við Sunnubraut til umráða, 32 klukkustundir á viku. Þegar mest lætur eru um 60 iðkendur við æfingar í saln-um og álagið því mikið. Þetta ástand er á engan hátt boðlegt fyrir iðkendur og þjálfara. B - salurinn er sprunginn og þar sem fimleikar eru ört vaxandi íþrótt er nauðsynlegt að bregðast við þessari miklu aðsókn. Fimleikadeildin er öll að vilja gerð til að kaupa fleiri áhöld en því miður er ekki pláss fyrir þau í salnum né staður til að geyma þau á. Stjórn deildarinnar var boðuð á fund Íþrótta- og tómstunda-ráðs síðastliðið vor og var þar rætt um að byggja fimleika-hús á nýja íþróttasvæðinu við Reykjaneshöll. En því miður hefur ekkert heyrst meira frá þessum aðilum. Það er von stjórnar, þjálfara og iðkenda

Fimleikadeildarinnar að eign-ast fimleikahús með uppi-standandi áhöldum, tilbúnum til æfinga og sýninga.

Ýmsir viðburðir hjá fimleikadeild KeflavíkurÝmsir viðburðir voru hjá deildinni á þessu ári. Í byrj-un árs fóru allir þjálfarar og stjórarmeðlimir á fyrirlestur sem Ingvar Georgsson frá Brunavörnum Suðurnesja hélt. Þar fór hann yfir helstu undirstöðuatriði í skyndihjálp og hvernig ætti að bregðast við slysum. Eftir þennan fyr-irlestur teljum við okkur vera öruggari og meðvitaðri um hvernig eigi að bera sig að ef slys á sér stað í íþróttasalnum.Viljum við koma á fram-færi innilegum þökkum til Ingvars fyrir þennan frábæra fyrirlestur.

Innanfélagsmót Keflavíkur var haldið 18. mars síðast-liðinn. Þetta mót er árlegur viðburður hjá fimleikadeild-inni og nú í ár tóku 200 keppendur þátt á aldrinum 5 til 16 ára. Mótið fór vel fram og stóðu stúlkurnar sig frábærlega. Á hverju ári eru krýndir innanfélagsmeistarar í áhalda- og trompfimleikum. Innanfélagsmeistarar í ár eru þær Þorgerður Magnúsdóttir í áhaldafimleikum og Elísa Sveinsdóttir í trompfimleik-um.

Möggumót er árlegt mót sem haldið var í þriðja skiptið nú í ár. Mótið heitir í höfuð-ið á stofnanda deildarinnar Margréti Einarsdóttur. Mótið

var haldið laugardaginn 14. október síðastliðinn og kepptu þar stúlkur á aldrinum 7-10 ára. Nú í ár breyttum við út af vananum og buðum fimleika-deild Ármans að taka þátt í mótinu með okkur. Markmið með mótinu er að veita stúlk-unum reynslu og kynnast fyr-irkomulagi móta. Þetta mót er því einskonar æfingamót fyrir komandi keppnistímabil. Allar stúlkurnar fengu viður-kenningu að móti loknu og

fóru því heim með bros á vör. Möggumótsmeistari er krýnd-ur ár hvert og að þessu sinni var það stúlka úr Ármanni sem hlaut Möggumótsbangsann. En okkar stúlkur voru samt ekki langt undan, því Elfa Falsdóttir var aðeins 0,3 stig-um á eftir stúlkunni í 1. sæti. og hlaut hún fyrir það 3. sætið í samanlögðum árangri.

Gymneastrada 2007Á fjögura ára fresti er hald-in stór fimleikasýning sem kallast Gymneastrada. Þetta er stærsta sýning fimleika sem haldin er í heiminum og taka tug þúsundir fim-leikamanna á öllum aldri þátt. Fimleikadeild Keflavíkur hefur tekið þátt í þessari

sýningu síðustu fjögur skipti eða frá árinu 1991. Sýningin er næst haldin í Dornbirn í Austurríki sumarið 2007. Við hjá fimleikadeildinni erum með 21 stúlku á aldrinum 14-16 ára sem munu taka þátt í sýningunni. Fjáröflun fyrir Gymnastradaferðina er komin á fullt. Undirbúningsnefnd skipuð fjórum foreldrum hóf störf í september og tók nefndin sér nafnið ,,Jóakim frændi“. Nefndin hefur hist nokkrum sinnum, bæði ein og á stærri fundum með öllum foreldrum. Búið er að skipuleggja fjáröflun vetrarins og hefur náðst mjög góð sam-staða á meðal allra foreldra um verkaskiptingu og þátt-töku fjölskyldna í verkefninu. Markmiðið er að safna vel á fjórðu milljón króna og verð-ur öllum ráðum, þekktum og áður óþekktum, beitt í þeim tilgangi. Nokkrum verkefn-um er þegar lokið s.s. íssölu, jólamerkimiðagerð (og sölu þeirra að sjálfsögðu), rækju-sala er í gangi þegar þetta er ritað og einnig hefur hópur

Fjölgun í fimleikum

Innanfélagsmeistarar Keflavíkur, Þorgerður Magnúsdóttir í áhaldaf imleikum og Elísa Sveinsdóttir í trompf imleikum.

Page 9: Jólablað 2006

9

inn tekið að sér verkefni fyrir Samkaup og fleiri fyrirtæki. Eftir áramót eru ýmis verk-efni á döfinni og að jafnaði verða tvö fjáröflunarverkefni í mánuði fram að brottför. Auk þess eru allir hinir fjölmörgu hæfileikaríku dansarar tromp-hópsins tilbúnir til þess að koma fram við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum og öðrum mannamótum. Þeir sem hafa áhuga á að fá þær til að sýna geta snúið sér til Hildar Maríu Magnúsdóttur, þjálfara hópsins. Jóakim frændi heldur úti bloggsíðunni www.blog

central.is/trompid og geta áhugasamir fylgst með gangi mála þar.

Nýr þjálfari hjá deildinni

Í ágúst tók til starfa nýr þálf-ari hjá deildinni, Alexandre Mahule og er hann 25 ára frá Montpellier í S-Frakklandi. Alex, eins og hann er kall-aður, er með Mastersgráðu í íþrótta- og líkamsfræðum en sérhæfing hans eru fim-leikar. Alex byrjaði sjálfur að æfa fimleika 8 ára gamall. 12 ára fékk hann rússneskan þjálfara og upp frá því varð

öll þjálfun mun markvissari. Í framhaldinu var hann sendur í annan skóla þar sem fim-leikarnir voru á hærra plani og æfði hann þar minnst 18 tíma á viku. Alex náði nokkuð langt í keppni og fór nokkrum sinnum á alþjóðleg mót í 2. deild og náði oftast að keppa til úrslita. Alex fór í Íþróttaháskóla í heimabæ sínum 16 ára og æfði þar fimleika samhliða námi. Alex var tvítugur þegar hann hætti að æfa en fór þá að þjálfa fimleika við góðan orðstýr. Síðustu tvö árin þjálfaði hann bæði stelpur og stráka og var með góða hópa sem kepptu á alþjóðlegum mótum og náðu ágætis árangri. Alex dvaldi i Bandaríkjunum við þjálfun síðastliðið vor en fyrr á árinu þjálfaði hann í Ástralíu í tvo mánuði en þan-gað fór hann sem skiptiþjálf-ari, ef svo má að orði komast. Alex var tilbúinn að sjá og reyna eitthvað nýtt og sá aug-lýsingu frá Fimleikadeildinni á internetinu og ákvað að sækja um og er því hingað kominn. Alex talar mjög góða ensku en fysta mánuðinn voru sam-skiptin við iðkendur frekar

erfið enda krakkarnir ungir að árum. Alex er nokkuð sáttur við aðstæðurnar í B - salnum en viðurkennir þó að erfitt sé að vinna við þessar aðstæður enda fjöldinn í saln-um allt of mikill og áhöldin mættu vera fleiri. Alex þjálfar 5 hópa en þar af er einn strák-ahópur. Strákarnir eru á aldr-inum 5-9 ára og æfa tvisvar sinnum í viku, klukkutíma í senn, aðstoðarþjálfari í stráka-hópnum er María Skagfjörð. Fimleikadeildin er mjög stolt af því að hafa strákahóp innan deildarinnar og vonandi náum við að byggja upp góða strák-ahópa í framtíðinni.

Stjórn og yfirþjálfarar fimleika-deildarinnar óska iðkendum og

þjálfurum sem og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar

á nýju ári.

Eva Björk SveinsdóttirE. Magdalena SæmundsdóttirHalldóra B. Guðmundsdóttir

Helga Hildur SnorradóttirHerdís Halldórsdóttir

Íris Dröfn Halldórsdóttir Jónína Steinunn Helgadóttir

Sveinbjörg SigurðardóttirHildur María Magnúsdóttir

Tinna Ösp Káradóttir

Nýr þjálfari deildarinnar Alexandre Mahule.

Page 10: Jólablað 2006

Reykjanesbær mun greiða kr. 7.000 viðbótarstyrk til barna og ungmenna á aldrinum 6 – 18 ára á íbúavefnum mitt-reykjanes.is. Greiðslur hefjast haustið 2007 og verður verkefnið unnið í samvinnu við menningar-, íþrótta- og tómstundafélög sem sett hafa sér viðurkennd uppeldismarkmið. Garðabær hefur þegar tekið þessar hvatagreiðslur í notkun á vefnum sínum minngarda-baer.is og hefur það reynst vel. Foreldrar sem eiga börn á viðkomandi aldri geta sótt um styrkinn á mittreykjanes.is en á heimasvæði þeirra birtast upplýsingar um menn-ingar-, íþrótta- og tómstunda-námskeið sem í boði eru. Foreldrar velja þau námskeið, tómstundir eða æfingar sem greiða á niður og nota til þess kr. 7.000 hvatapening fyrir

hvert barn. Upplýsingarnar fara sjálfkrafa til viðkomandi félaga. Félögin hafa aðgang að kerf-inu og þeim umsóknum sem þeim berast og draga niðurgreiðsluna frá kostnaði foreldra. Félögin senda svo bæjarfélaginu samtals reikning

fyrir niðurgreiðslur í hverjum mánuði. Til að gera þetta verkefni kleift mun Reykjanesbær styðja sem flest menningar-, tómstunda- eða íþróttafélög til að gera samninga við Reykjanesbæ, þar sem fram koma skýr og holl markmið

sem hver aðili hyggst vinna að. Með slíka staðfestingu er félagið/deildin skráð í Mitt Reykjanes og einstakling-ar velja hvert styrkur þeirra skuli fara.Allir íbúar í Reykjanesbæ hafa þegar fengið aðgangs-orð og lykilorð í heimabank-

ann sinn. Þeir sem ekki hafa aðgang að heimabanka eða eru nýfluttir til bæjarfélagsins geta haft samband við bæjar-skifstofur og fengið lykilorðið sent heim í pósti.

10

Undanfarin ár hefur Íþrótta-bandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) safnað saman iðkend-atölum frá deildum og fél-ögum í Reykjanesbæ. Í fyrstu var einungis safnað upplýs-ingum um börn 12 ára og yngri, en í ár var þátttaka 13-16 ára einnig skoðuð. Ljóst er að á síðustu árum hefur hlutfall iðkenda á aldr-inum 6-10 ára aukist veru-lega.

Tafla 1. Myndin sýnir iðkend-afjölda 2001-2002 og 2005-2006

Brottfallið hefst um 12 ára aldur og í 10. bekk æfðu ein-ungis um 43 % barna íþróttir. Gera má ráð fyrir að hlutfallið sé í raun enn lægra við lok 10. bekkjar.Ánægjulegu tíðindin í þess-ari samantekt er fjöldi yngri iðkenda. Athyglisvert er að 90% barna í 2. bekk æfa íþróttir. Þessar niðurstöður ættu að hvetja okkur til þess að skoða hvort hægt sé að halda öllum þessum börnum lengur í íþróttum.

Tafla 2. Misjafnt er hve mikið brottfallið er milli greina.

Myndin sýnir hlutfall árgangs sem æfðu hjá félögum/deild-um.Brottfall úr íþróttum er ekkert einsdæmi hér í Reykjanesbæ. Víða velta menn vöngum yfir því, hvaða leiðir séu best fallnar til þess að halda börnum leng-ur í íþróttum. Fjölbreyttari tilboð íþróttafélaga eru oft nefnd sem líklegt úrræði og

spjótum þá gjarnan beint að stjórnarmönnum sem vinna dag og nótt í sjálfboðastarfi við að halda íþróttahreyfing-unni gangandi. Ætlast er til þess að þeir skipuleggi og haldi utan um enn eitt til-boðið í frítíma sínum.Um leið og ég sendi öllu íþróttafólki mínar bestu jól-akveðjur og fagna mikilli þátttöku yngri barna, bið ég lesendur að velta fyrir sér hvernig við getum haldið

börnunum okkar lengur í íþróttum. Ef það kostar fjár-muni, þá skulum við líta á það sem fjárfestingu.Sjá nánar i umfjöllun og greiningu á iðkendatölum á www.irb.is

Jóhann MagnússonFormaður Íþróttabandalags

Reykjanesbæjar

Mikil fjölgun yngri iðkenda

Hlutfall sem

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

1.b

ekk

ur

2.b

ekk

ur

3.b

ekk

ur

4.b

ekk

ur

5. bekk

ur

6. bekk

ur

7. bekk

ur

8. bekk

ur

9. bekk

ur

10. bekk

ur

%

01-02

05-06

Myndin s�nir hlutfall árgangs sem æf�u hjá félögum/deildum.

Hvatagreiðslur í Mitt Reykjanes

Page 11: Jólablað 2006

Blue Lagoon gjafakort

210x155

Bláa lónið Húðvörur Spa meðferðir Veitingar Gisting

Upplýsingar í síma 420 8832 eða á [email protected].

Túngötu 1 - 230 ReykjanesbæSími: 555 7515

[email protected] - www.dacoda.is

Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla,þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Velkomin í hóp hundruð ánægðra viðskiptavina!

www.frihofnin.is

www.keflavik.is

www.spkef.is

www.sv-gardur.is

www.ob.is

www.veitingastadir.is

www.hlutabref.is

www.ok.is

www.vf.is

www.hotelselfoss.is

www.ostur.is

11

Page 12: Jólablað 2006

12

Sundfólk Keflavíkur náði sérlega góðum árangri á Innanhússmeistaramótinu í 50m laug. Sundmenn Keflavíkur unnu alls til fjög-urra Íslandsmeistaratitla og settu eitt Íslandsmet. Birkir Már Jónsson sá um metin og titlana, hann setti Íslandsmet í 200m flugsundi og vann fjór-ar greinar. Tveir sundmenn náðu lágmörkum inn í ung-lingalandslið SSÍ og kepptu á móti í Luxemborg í lok apríl. Það voru þau Helena Ósk Ívarsdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Einnig sigraði karlasveit ÍRB í 4x100m fjórsundi en í henni voru þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Birkir Már Jónsson.

Íslandsmeistarar á IM 50 2006

B i r k i r M á r J ó n s s o n : Íslandsmeistar i í 400m skriðsundi, 200m flugsundi (Íslandsmet) og 200m skriðs-undi.

Alþjóðlegt mót í Luxemborg

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson náði flottum árangri með unglingalandsliðinu á alþjóð-lega unglingamótinu sem fram fór í Luxemborg. Hann vann til bronsverðlauna í bæði 100 og 200m baksundi og bætti sig í öllum þeim sundum sem hann synti, m.a. komst hann í milliriðla í bæði 50 bak og flug. Davíð bætti síðan tímann sinn í 100 bak aftur þegar hann synti fyrsta sprett fyrir íslenska liðið. Helena Ósk Ívarsdóttir keppti einnig á mótinu en hún var nokkuð frá sínu besta.

AMÍ 2006 1. sæti þriðja árið í röð

Liðsmenn sundliðs ÍRB náðu frábærum árangri á Aldursflokkameistaramóti

Íslands sem haldið var á þeir-ra heimavelli. Í stigakeppninni sigraði ÍRB með yfirburðum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Mótið gekk mjög vel og var aðstaða til mótahalds í nýrri glæsilegri sundlaug í Reykjanebæ frábær. Skipulag mótsins var ÍRB til mikils sóma og stemmningin meðal sundfólksins og áhorfenda var mjög góð. Telpnasveitin setti met í 4x100m skriðsund á 4:12,78 mín. Sveitina skipuðu Elfa Ingvadóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir og Soffía Klemenzdóttir.Eftirtaldir einstaklingar sigr-uðu í stigakeppni einstakl-inga: Soffía Klemenzdóttir í telpn-aflokki.Guðni Emilsson í piltaflokki.Sundmenn sem urðu aldurs-flokkameistarar í einstaklings-greinum voru: Davíð Hildiberg Aðalsteins-s on , Guðn i Em i l s s on , Lilja Ingimarsdóttir, Elfa Ingvadóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Soffía Klemenz-dóttir og Svandís þóra Sæmundsdóttir.Bikar 2006 2. sæti Lið ÍRB endaði í öðru sæti og færðist upp um eitt sæti frá fyrra ári. Liðið okkar er ungt og efnilegt og á framtíðina fyrir sér.

Vinabæjamót 1. sætiLið ÍRB sigraði með yfirburð-um á Vinabæjarmótinu sem fram fór hér í Reykjanesbæ í júní. Sundliðið hefur alltaf sigraði í þessari keppni og mun halda þeirri stefnu áfram. Alls kepptu tíu sundmenn frá Keflavík á mótinu en það voru þau:Davíð Hildiberg Aðalsteins-son, Bjarni Ragnar Guð-mundsson, Ing i Rúnar Árnason, Hermann Bjarki

Níelsson. Diljá Heimisdóttir, Elfa Ingvadóttir, Helena Ósk Ívar sdótt i r, Mar ín Hrund Jónsdóttir, Elín Óla Klemenzdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir.

IM 25 2006 tvö Íslandsmet og fimm Íslandsmeistaratitlar

Liðsmenn Keflavíkur unnu alls til fimm Íslandsmeistartitla á Innanhússmeistaramótinu og settu alls 22 innanfélagsmet og eitt Íslandsmet og eitt aldurs-flokkamet. Karlasveitin bætti metið í 4x50 metra fjórsundi. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Hjalti Rúnar Oddsson og Birkir Már Jónsson. Telpnasveitin bætti metið í 4x100 metra skriðs-undi en sveitina skipuðu þær Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Elfa Ingvadóttir og Soffía Klemenzdóttir.

Íslandsmeistarar á IM 25 2006

B i r k i r M á r J ó n s s o n : Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi og 400m skriðs-undi.Hjal t i Rúnar Oddsson: Íslandsmeistari í 50 metra baksundi.Davíð Hildiberg Aðalsteins-son: Íslandsmeistari í 100 metra baksundi.Karlasveitin í 4x50 metra fjórsundi: (Íslandsmet) Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Hjalt i Rúnar Oddsson og Birkir Már Jónsson

Heildarfjöldi sund-manna sem urðu

Íslandsmeistarar fyrir Keflavík árið 2006

Alls 49 manns: Nöfn þeirra eru:Davíð Hildiberg Aðalsteins-son, Ingi Rúnar Árnason, Sigurður Freyr Ástþórsson, Mar ía Ása Ásþórsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Þórdís Birna Borgarsdóttir, Rúnar Ingi Eðvarðsson, G u ð n i E m i l s s o n , Í r i s Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, Salóme Rós Guðmundsdóttir, Bjarni Ragnar Guðmundsson, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, M a r í a H a l l d ó r s d ó t t i r , Diljá Heimisdóttir, Lilja I n g i m a r s d ó t t i r , E l f a Ingvadóttir, Þórunn Helga Jóhannesdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Andrea Björg Jónsdóttir, Marín Hrund Jónsdóttir, Stefanía Júlíusdóttir, Eyþór Ingi Júlíusson, Elín Óla Klemenzdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Kr istófer Arnar Magnússon, Vilberg Andri Magnússon, Margrét Lilja Margeirsdóttir, Hermann Bjarki Níel s son, Selma Óskarsdóttir, Einar Pétursson, S igurður S igmunds son, Heiðrún Ósk Sigurðardóttir, María Sigurðardóttir, Kristófer Sigurðsson, Hildur Kristín Sver r isdóttir, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jón Ágúst Guðmundsson, Sigurður Jón Sigmundsson, Ámundi Georg Hlynsson, Birkir Már Jónsson, Hjalti Rúnar Oddson, og Sigmar Björnsson.

Þjálfarar: Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson Norðurlandameistara-

mót unglingaÞar eigum við tvo fulltrúa: Guðna Emilsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Þrír sundmenn fengu styrk hjá ÍSÍ

Þrír sundmenn hafa í ár hlot-ið styrk frá ÍSÍ sem ungir, framúrskarandi og efni-legir íþróttamenn. Það eru þau Helena Ósk Ívarsdóttir, Guðni Emilsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.Félagamet á árinu.Alls hafa ver ið sett 33 Keflavíkurmet á árinu.

Sundmenn Keflavíkur sem eru í landsliðs-

hópum SSÍUnglingalandslið A þrep og C þrep Davíð Hildiberg AðalsteinssonGuðni Emilsson

Unglingalandslið C þrepDiljá HeimisdóttirElfa Ingvadóttir Marín Hrund JónsdóttirJóna Helena Bjarnadóttir

Aldursflokkahópar SSÍLilja IngimarsdóttirSalome Rós GuðmundsdóttirIngi Rúnar ÁrnasonRúnar Ingi EðvarðssonHermann Bjarki NíelssonSoffía KlemenzdóttirSvandís Þóra SæmundsdóttirMaría Halldórsdóttir

Íslandsmet og fjórir Íslandsmeistaratitlar í sundi

Fjör á sundbakkanum.

Aldursflokkameistarar 2006.

Page 13: Jólablað 2006

13

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Page 14: Jólablað 2006

14

Page 15: Jólablað 2006

15

420 4000 • studlaberg.is

LEIKUR OG BÖRNVatnsnesvegur 1 • 230 Reykjanesbæ • Sími 534 1666

Miklar breyt ingar haf a átt sér stað í sundlífinu í Reykjanesbæ á þessu ári. Ný æfingaaðstaða, 50m innilaug var tekin í notkun í sumar eins og flestir vita og hefur hún orðið að vítamínsprautu fyrir sundíþróttina í bænum sem sýnir sig helst í glæstum árangri sundmanna og fjölda iðkenda, sem enn eru að bæt-ast í hópinn.Yngri hóparnir hafa verið að gera það gott í vetur og æfa þau í Vatnaveröldinni, alls fjórir hópar þ.e. Höfrungar, Selir, Sæljón og Hákarlar. Sundmennirnir hafa sýnt miklar framfar ir á síð-ustu mánuðum og hefur mikið verið um að vera hjá börnunum. Hákarlar kepptu á Sprettsundsmóti Vestmannaeyja fyrstu helgina í október ásamt eldri sund-mönnum. Miklar bæting-ar hjá krökkunum þá helgi. Næsta mót var B-mót KR þar sem bæði Hákarlar og Sæljón kepptu og stóðu sig með stakri prýði og sigruðu m.a. í boðsundi og komust á pall í nokkrum greinum. Allir

hópar, þ.e. Höfrungar, Selir, Sæljón og Hákarlar, kepptu svo á Barnamóti SH, ÍA og Keflavíkur og var árangur-inn hreint út sagt frábær. Sundmennirnir syntu virk-ilega vel og sýndu miklar framfarir frá því í haust. Liðið sigraði í boðsundinu með miklum yfirburðum og hlaut liðið farandbikar að launum, einnig fengu allir verðlaunap-ening og skjal fyrir þátttöku.Þá var sundpartý fyrir skemm-

stu þar sem börnin skemmtu sér konunglega, fóru öll saman í sund í Njarðvíkurlauginni, eftir svamlið var pöntuð pizza og horft á vídeó. Framtíðin er virkilega björt í sundinu þar sem eldri sund-menn eru að sýna glæstan árangur og efniviðurinn þau yngri ekki að slá slöku við og verður virkilega gaman að fylgjast með krökkunum okkar í nánustu framtíð.

Þann 1. ágúst s.l. lagði af stað 57 manna hópur af hressu og skemmtilegu fólki úr sunddeildum Keflavíkur og Njarðvíkur í æfingabúðir til Lanzarote, sem er ein af eyjum Kanarý. Þegar við lentum, tókum við rútu að hótelinu okkar, Club La Santa sem leit út eins og höllin hans Alladín, álmur í allar áttir. Í fyrstu var hótelið svo flókið að það tók svona 15 mínútur að finna herberg-ið sitt, en við vorum nú fljót að læra hvar allir voru og hvar við áttum að fara og auðvitað leiðina í sundlaugina strax.Hótelið var svona íþrótta-hótel, allskonar íþróttir og afþreying í boði og mátt-um við nýta okkur allt, við fórum t.d. öll í hjólreiðaferð (allir með hjálma) og í kín-verska leikfimi sem var mjög

fyndin.Við vorum í fullu fæði á hót-elinu og fengu allir alltaf eitt-hvað við sitt hæfi að borða, því það var hlaðborð svo eng-inn þurfti að vera svangur.Við æfðum í 50m laug 2x á dag, á morgnana og síðdegis. Eddi með eldri hópinn og Ásgerður með yngri hóp-inn. Á milli æfinga vorum við í sólbaði eða einhverjum öðrum íþróttum eða bara að hangsa uppi á herbergjum. Á kvöldin voru alltaf ein-hverjar uppákomur í salnum á hótelinu, fólk frá ýmsum löndum komu og sýndu list-ir og skemmtu okkur, við tókum líka þátt í þeim upp-ákomum.Það voru ekki bara sund-æfingar alla daga, við gerð-um líka margt skemmtilegt, fórum t.d. í vatnsrennibrauta-

garð, á ströndina í sólbað og að sjálfsögðu í verslunarferð í mollið. Fórum einn daginn í æðislega ferð á bát, þar sem við fengum að stökkva af bátnum og synda í sjónum og vorum líka dregin um á bananabát, æðislegt fjör.Eftir tveggja vikna dvöl lögð-um við af stað heim, brún og sæt, og mjög ánægð með frábæra æfingaferð sem von-andi skilar okkur góðum vetri sundlega, því það var jú tilgangurinn með ferðinni í upphafi vetrarstarfsins.Við viljum þakka foreldrum okkur fyrir alla hjálpina og þeim sem styrktu okkur í öllum fjáröflunum, því þeir gerðu þessa ferð að veruleika. Takk fyrir þúsund sinnum.

Marín Hrund Jónsdóttir

Góð byrjun hjá yngri sundmönnum

Upprennandi sundhetjur.

Kanarí

Page 16: Jólablað 2006

16

Holtsgötu 52 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 8808Umboðsaðilar fyrir Ingvar Helgason

Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 588 1560 • www.joiutherji.is

Um hverja verslunarmanna-helgi er haldið unglinga-landsmót þar sem keppt er í ýmsum greinum en kepp-endur eru á aldrinum 12. – 18. ára. Ég hef sterkan grun um að þetta sé mót sem ekki allt of margir viti af hér suður með sjó því þátttaka okkar íþróttafélaga var mjög lítil. Þarna erum við að missa af einstöku tækifæri og vil ég hvetja alla foreldra til að mæta á næsta landsmót sem verður á Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2007. Ástæðan fyrir að ég er að ávarpa foreldra en ekki bara þjálfara er sú að þarna er hægt að mæta með unglinginn sinn þótt einn sé. Það má skrá sig í allar íþróttagreinar og þér er úthlutað liði ef um hópíþrótt er að ræða.Ég og aðrir foreldrar stúlkn-anna í 8. flokki körfunnar mættum hress í bragði á ung-lingalandsmótið sl. sumar sem haldið var að Laugum í Þingeyjasýslu. Byrjað var á að koma sér fyrir á sérmerktu tjaldstæði Keflavíkur. Allar fengu þær skráningapakkann afhendan en þeim fylgdi flott-ur vindjakki, já ekkert slor. Stelpurnar höfðu skráð sig í körfu náttúrulega en vildu einnig spreyta sig í öðrum íþróttagreinum og tóku því þátt í liðakeppni í fótbolta. Þær tóku þessu mjög alvar-

lega og mættu aukalega á fót-boltaæfingar samviskusamlega í tvær vikur fyrir keppni. Gaman var að fylgjast með áhuganum og einbeitningu hjá þeim. Metnaðurinn skein úr andlitum þeirra og þær lögðu sig allar fram. Stelpurnar fengu litla mót-spyrnu á körfuboltavellinum en spiliðu marga og spennandi leiki í fótboltanum en náðu ekki í úrslit þar en engu að síður voru þær lang flottastar. Þær fóru heim með gullið í körfunni en það mikilvægasta sem helgin skyldi eftir sig er ánægjan og eftirvæntingin fyrir komandi mót sem þýðir að þessar stúlkur suða ekki um að fara á útihátíðir heldur hafa þær ákveðið að vera fast-agestir á landsmótum þangað til þær verða 18. ára. Ég sem þjálfari og foreldri er ótrúlega ánægð með þetta

framtak íþróttahreyfingarinn-ar en það bar smá skugga á að sjá hvað fáir voru mættir af suðurnesjum en þetta var svo áberandi í setningarathöfn-inni. Við vorum eini hóp-urinn frá Keflavík, einn ein-staklingur mætti frá UMFN og tveir frá UMFG. Þar burstuðu hin liðin okkur.Það er mjög einfalt að taka þát t en upplýs ingapés-ar fyrir komandi landsmót liggja frammi í K húsinu við Hringbraut en einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu mótsins en slóðin er www.ulm.is.Ég hér með hvet alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri og mæta með sitt barn eða ungling og eyða með þeim þessari helgi því þetta er besta forvörnin.

Kveðja,Margrét Sturlaugsdóttir

8. flokkur stúlkna í körfu á Unglingalandsmóti UMFÍ

Page 17: Jólablað 2006

17

Keflavíkurkirkja

Símanúmer og viðtalstímar

Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Kirkjulundur Sími 420 4300 • Fax 420 4305Sóknarprestur sími 420 4301

Sr. Skúli S. Ólafsson, GSM 846 6714Viðtalstímar þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 10:00 og 12:00

Aðrir viðtalstímar eru eftir samkomulagi.Prestur sími 420 4302

Sr. Sigfús B. Ingvason, GSM 897 3845Viðtalstímar þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 10:00 og 12:00

Aðrir viðtalstímar eru eftir samkomulagi.Organisti og kórstjóri, sími 420 4307. Hákon Leifsson, GSM 848 7680, heimasími 551 9609Umsjónarmaður kirkju og kirkjugarða, sími 420 4303. Elías Guðmundsson, GSM 861 0620

B a r n a & u n g l i n g a r á ð Knattspyrnudeildar Keflavíkur sér um getraunastarfið hjá Keflavík. Starfið felst í því að sinna þeim sem hafa áhuga á að tippa hjá Íslenskum Getraunum og reyna að fá fleiri til að spila með. Haldið er úti leikjum til að kynna og auka sölu á seldum röðum.

Hvar og hvenærK–húsið við Hringbraut er opið á hverjum laugardegi frá kl. 11:00 til 13:00 fyrir alla þá sem hafa áhuga og vilja til að spila í getraunum. Megin salan fer þó fram á internet-inu eða í lottósölukössum þar sem menn tippa á lengjuna eða á seðil vikunnar.

230Mikilvægt er að þeir sem styðja Keflavík merki við 230 vegna þess að Íslenskar Getraunir greiða sölulaun til félagsins fyrir seldar raðir merktar 230 og renna söl-ulaunin til Barna & ung-lingastarfs Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

FyrirtækjaleikurBarna & unglingaráð stóð fyrir firmakeppni í getraun-um á síðasta keppnistímabili. 10 fyrirtæki kepptu sín á milli vikulega í 12 vikur. Stuðlaberg stóð uppi sem sigurvegari og hlaut titilinn „Tippari ársins hjá Keflavík“ ásamt veglegum eignabikar, þeir slógu meðal annars út fyrrverandi meistara frá Brunavörnum Suðurnesja.

Ný keppni fer brátt að hefjast í janúar þar sem Stuðlaberg þarf að verja titilinn. Við vilj-um þakka þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í þessum leik og vonum að allir hafi haft gaman af.

GetraunapotturHarð i r s t uðn ing smenn haf a keypt h lutabréf í Getraunapotti, þar sem greidd er ákveðin upphæð í pott. Tippað verður úr pottinum alveg fram til loka ensku úrvalsdeildarinnar. Barna & unglingaráð bindur vonir við að geta greitt hluthöfum ein-hvern arð af hlutafénu í lok tímabils.

Við skorum á þig að tippa

Er ge t rauna le ikur sem B a r n a & u n g l i n g a r á ð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyr ir. Leikur inn hófst þannig að skorað var á formann Keflavíkur Einar Haraldsson að tippa hjá Íslenskum Getraunum á enska boltann fyrir 480 kr. í boði Barna & unglingaráðs gegn því að hann styrki ráðið um mögulegan vinning að hámarki 5.000 kr. Seðillinn birtist í Víkurfréttum og þar getur tipparinn skorað á þann næsta með sömu reglu og þannig hefur það gengið síðan 4. nóvember. Leikurinn verð-ur svo út desember eða þar til fyrirtækjaleikurinn tekur við. Áskorandinn getur notað 8 leiki með einni merkingu,

4 leikir eru tvítryggðir og 1 leikur er þrítryggður.

ÁskorunVið sem stöndum í getrauna-starfinu hjá Keflavík skorum á alla þá sem fylgjast með ensku úrvalsdeildinni til að koma í K-húsið og spila með. Það verður vel tekið á móti öllum bæði konum og körlum. Þeir sem ekki þekkja kerfið fá alla þá aðstoð sem þarf til að taka þátt í skemmtilegum leik og styðja um leið við bakið á ungu og efnilegu knatt-spyrnufólki í sínu félagi.

ÞakkirAð lokum viljum við þakka þeim aðilum fyr ir stuð-ninginn sem hafa tippað hjá Íslenskum Getraunum á árinu sem er að líða og merkt við 230. Við óskum þeim sem og öðrum Suðurnesjamönnum árs og friðar.

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Getraunir 1x2

Styðjum unglingastarf Knattspyrnudeilda Keflavíkur

Stuðlaberg stóð uppi sem sigurvegari í Fyrirtækjaleiknum og hlaut titilinn „Tippari Ársins hjá Keflavík“

Page 18: Jólablað 2006

Við hittumst á heimili hans og Sigurbjargar Gunnarsdóttur eiginkonu hans í nóvem-ber til að rifja upp gamla tíma og deila með lesendum Jólablaðsins.„Ég er fæddur á Ísafirði og ólst þar upp. Eins og gerð-ist með unga krakka á þess-um árum þá stunduðum við íþróttir í frístundum okkar og var ég meðal annars í fimleik-um þegar ég bjó fyrir vest-an. Náði meira að segja þeim árangri að vera í hópi ísfirskra fimleikamanna sem sýndu þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1958. Ég hef alltaf verið hálfgerð íþróttafrík eins

og það er víst kallað í dag.Knattspyrnu æfði ég með Herði sem var annað af íþróttafélögunum á Ísafirði, hitt var Vestri og á milli þess-ara félaga var mikill rígur eins og alls staðar er þar sem tvö félög eru og er bara eðli-legt. Á Ísafirði var knatt-spyrna mikið stunduð og það voru fáir leikir harðari en milli Harðar og Vestra! Ég spilaði með Ísfirðingum á þessum árum allt þar til ég flyt til Keflavíkur. Við voru með mjög gott lið á þessum árum. Við spiluðum m.a. um aukasæti í 1. deild 1961 á móti Keflavík og unnum þá

- R Æ T T V I Ð J Ó N Ó L A F J Ó N S S O N F Y R R U M

K N A T T S P Y R N U M A N N Í G U L L A L D A R L I Ð I K E F L A V Í K U R

Viðmælandi Jólablaðs Keflavíkur að þessu sinni kom frá Ísafirði

1962 og tilgangurinn var að setja upp búsáhaldadeild við verslunina

Kyndil í Keflavík. Jón Ólafur Jónsson var einn fjögurra Ísfirðinga sem

komu hingað skömmu eftir 1960 til að starfa við fyrirtæki Jósafats

Arngrímssonar athafnarmanns og eiganda Kyndils. Jón Óli hefur búið

hér síðan og sett mark sitt á samfélag okkar og var einn liðsmanna

Gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Jón starfaði einnig um 25 ára

skeið í Útvegsbankanum, síðan Íslandsbanka og Glitni.

Hann lét af störfum þar um síðustu áramót vegna aldurs.

18

Var ráðstafað íK F K

Íslandsmeistarar Í.B.K. 1973

Page 19: Jólablað 2006

7-3. Já, ég skoraði víst þrjú mörk í þeim leik. Fyrir þenn-an leik héldu allir að Keflavík myndi sigra, þeir þóttu sigur-stranglegri. Á sama tíma og ég lék með Ísafirði spiluðu þar Björn Helgason, sem spil-aði m.a. með landsliðinu og einnig Fram í Reykjavík og í markinu var Guðmundur heitinn Hermannsson, sem var síðar þekktari sem kúlu-varpari.“

Æfði með HamburgerÁ þessum árum starfaði Jón Ólafur í matvöruverslun en árið 1962 leggur hann út í töluvert ævintýri á þeim tíma og fer að æfa með hinu þekkta þýska stórliði Hamburger. Hvernig kom það til?„Þetta kom nú til með aðstoð Björgvins heitins Schram og ég fór utan til Hamborgar og byrjaði að æfa með Hamburger. Samhliða starf-aði ég við Holstein bjór-verksmiðjuna. Ég fór utan í

febrúar 1962, en þetta varð heldur endasleppt því ég fékk heiftarlega botnlangabólgu og var í þrjá mánuði að ná mér af þessu. Þannig að þetta ævin-týri varð styttra en ætlunin var.“Hvers vegna fórstu utan?„Mig langaði að reyna þetta, það var gífurlegt ævintýri að fara utan á þessum árum og þegar maður er 21 árs blundar í manni ævintýraþrá,“ sagði Jón Ólafur

Var ráðstafað í KFK!Jón Ólafur sneri aftur til Ísafjarðar eftir veikindin en þá hafði Haukur heitinn Ingason samband við hann.„Já, Haukur Inga hafði sam-band við mig vestur og bauð mér starf hjá Kyndli, verslunarfyr irtæki Jósafats Arngrímssonar, hér í Keflavík. Starfið fólst í því að setja á stofn búsáhaldadeild við fyrirtækið. Deildin var í viðbyggingu við frystihús Ólafs Sólimanns,

þar sem nú er Flughótel. Við vorum fjórir frá Ísafirði sem komum hingað til að starfa hjá Jósafat. Auk mín, Albert Karl Sanders síðar bæjar-stjóri hjá Njarðvík, Haukur Ingason, seinna skrifstofu-stjóri Keflavíkurverktaka og Alfreð Alfreðsson sem seinna varð sveitarstjóri í Sandgerði. Nú þegar ég kom hingað í desember 1962 var Alli Kalli búinn að ráðstarfa mér í KFK hjá Sigga Steindórs. Nei, ekki einnig í Sjálfstæðisflokkinn, ég var byrjaður að starfa með Alþýðuflokknum á Ísafirði!“

Mikill metnaðurfyrir liðinu

Líkt og á Ísafirði þá voru hér tvö lið sem stund-u ð u í þ r ó t t a s t a r f s e m i . Ungmennafélag Keflavíkur og Knattspyrnufélag Keflavíkur, KFK. Strax við komuna til Keflavíkur hóf Jón Ólafur að stunda knattspyrnu og var fljótlega valinn í lið ÍBK og

árið 1968 spilaði Keflavík um aukasæti í 1. deild við Hauka og Akranes. Um var að ræða tvö sæti þar sem fjölgað hafði verið í deildinni. Keflavík vann sæti ásamt Akranesi.„Þá má segja að svokallað Gullaldarlið hafi orðið til. Við urðum Íslandsmeistarar árið eftir, 1969, höfðum fyrst orðið Íslandsmeistarar 1964.“Hvað gerði Gullaldarliðið að Gullaldarliði?„Fyrst og fremst held ég að það hafi verið gífurlegur metnaður fyrir liðinu hjá Hafsteini Guðmundssyni. Hann hafði mikinn met-nað fyrir ÍBK og fékk bestu þjálfarana til starfa með lið-inu hverju sinni. Við höfðumþjálfara eins og Óla B., Hólmbert, Ríkharð Jónsson, Reynir Karlsson og Einar Helgason. Nú ekki má gleyma Hooley.Ég held að menn almennt hafi ekki gert sér grein fyrir þeim miklu áhrifum sem Hooley hafði á alla knattspyrnu hér. Það er enn talað um hann og það sem hann gerði fyrir knattspyrnuna. Breytingin var mikil. Það má segja að þá hafi komið fyrsti vísirinn að atvinnumennsku því hann lét okkur æfa tvisvar á dag þegar frí voru eins og um páska.“

Leiðindi í síðastaleiknum

En árið með Joe Hooley end-aði með leiðindum að sögn Jóns Ólafs.„Já, það gerði það. Menn verða að hafa í huga að Hooley hugsaði bara um fótbolta, hann var hans líf og yndi. Í síð-asta leiknum gegn Breiðablik

þá vorum við búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk 4-4 og karlinn brjálaðist. Taldi að liðið hefði sýnt knattspyrnunni lítilsvirð-ingu með því að leggja okkur ekki fram í leiknum og spila til sigurs. Í hófinu sem haldið var um kvöldið sást þjálfarinn ekki. Hann einfaldlega mætti ekki. Það var gerð tilraun til að fá hann aftur til þjálfunar tveimur árum seinna en það

19

Var ráðstafað íK F K

Knattspyrnulið Í.B.K. og Í.B.Í en liðin mættust á Ísaf irði. Jón Ólafur Jónsson lék þá með Í.B.Í og er annar frá vinstri í neðri röð. Þá má geta þess að yst til hægri er Albert Karl Sanders sem síðar var bæjarstjóri í Njarðvík.

Lið Ísf irðinga á góðri stund.

Page 20: Jólablað 2006

20

gekk ekki. Þetta atvik sat í mönnum.“Jón Ólafur varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík og einu sinni Bikar-meistari.Á þessum árum var stofnað-ur stuðningsmannaklúbbur að sögn Jóns og fólk fylgdi liðinu á leiki. Það hafi verið ómetanlegt fyrir liðið að hafa og finna þennan stuðning, en þegar liðið dalaði þá dalaði þátttakan í klúbbnum. Þetta hafi haldist í hendur.

Ánægður með liðið í dag

Jón Ólafur spilaði með Keflavíkurliðinu fram til 1977 en þá lagði hann skóna á hilluna eins sagt er. En hvern-ig finnst honum liðið í dag?„Ég er mjög ánægður með Keflavíkurliðið í dag, í heild-ina er ég mjög ánægður með spilamennsku liðsins. Það sem hefur vantað er stöðugleika í leikinn. Svo skemmdi ekki fyrir keppnistímabilinu að vinna Bikarkeppnina og vinna KR í úrslitum. Það var góð tilfinning! Við eigum marga góða leikmenn og lið verða að byggja upp á heimamönn-um. Því á að leggja áherslu á gott unglingastarf.“En finnst honum ekki kostn-aður í kringum knattspyrn-una orðinn mikill?„Jú, en menn verða einfald-lega að vera með ef þeir ætla að ná árangri. Það má segja að sumir klúbbar séu sterkari en aðrir en er það eitthvað sem við ráðum við? Líttu bara til Englands. Þar eru ákveðnir klúbbar sem eru miklu sterk-ari en aðrir og ef þeir ætla að kaupa þá þýðir lítið fyrir aðra að ætla að reyna. Það er

ekki góð þróun en stoppar hana eitthvað? Sjálfur held ég að knattspyrnan hafi verið miklu skemmtilegri þegar menn voru áhugamenn, þá var metnaðurinn miklu meiri. Það er alltaf sterkara þegar að áhuginn er drifkrafturinn.“

West Ham mitt lið og Eggerts

Eins og flestir áhugamenn um knattspyrnu þá fylgist Jón Ólafur með ensku knatt-spyrnunni og á sér uppáhalds-lið þar.„Já, það á ég og nú er það komið í eigu okkar Íslendinga. Það er West Ham. West Ham hefur verið mitt lið síðan líklega 1968 þegar við Geiri (Geirmundur Kristinsson) fórum til London það árið og sáum leik West Ham og Southampton og þann unnu mínir menn 7-1. Síðan

hef ég haldið með þeim. Á þessum árum voru þrír West Ham menn í enska landsliðinu og það vann Heimsmeistaratitilinn. Ég er sammála einum ágæt-um knattspyrnudómara að Englendingar verða ekki heimsmeistarar fyrr en þrír leikmenn West Ham verða í enska landsliðinu að nýju. Við skulum einnig líta á að West Ham hefur alið í gegnum árin upp frábæra leikmenn eins og Rio Ferdinad, Frank Lampard, Cole og fleiri. “Jón Ólafur lítur björtum augum á framtíð liðsins undir stjórn Eggerts Magnússonar og er sannfærður að West Ham muni nú ná þeim árangri sem það á skilið.

Félagsmálin hafa heillað

Á þeim árum sem Jón Ólafur

hefur búið í Keflavík og síðar Reykjanesbæ þá hefur hann komið víða við í félagsmál-um. Hann starfaði í stjórn ÍBK í 10 ár og sat einnig í knattspyrnuráði og var for-maður þess um tíma og hann starfaði að bæjarmálum um nokkurra ára skeið.„Ég var fyrsti varabæjarfull-trúi Alþýðuflokksins árin 1978-1982 og sat þá mikið fundi vegna þess að Karl Steinar hafði verið kosinn á Alþingi og síðan 1986-1990 þá sat ég í bæjarstjórn þegar flokkurinn náði hreinum meirihluta. Það var tvennt ólíkt með fyrra tímabilið og það seinna. Fyrra tímabilið í minnihluta og því seinna í meirihluta. Ég hafði mjög gaman að starfa að bæjarmál-um, en þetta var erfitt. Ég átti svo erfitt með að standa upp og tjá mig. Stundum langaði

mig að ræða einhver mál en lét það vera vegna þessa. Það er leiðinlegt. Mér lætur betur að vinna „bak við“ eins og sagt er. Ég sat einnig í stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar og SSS. Já, ég fylgist vel með þjóðmálum og hef gaman af pólitík. Hvort ég sé pólitískur, já ætli það ekki.“Auk þeirra starfa sem hér hafa verið nefnd þá hefur Jón Ólafur starfað mikið innan Golfklúbbs Suðurnesja og setið þar í stjórn auk þess sem hann situr í stjórn Landssambands eldri kylf-inga.

Golfið heillarÞú hefur einnig aðeins komið nálægt golfi?„Jú,jú ég hef aðeins komið nálægt þeirri íþrótt. Það var 1982 sem ég byrjaði að spila golf og Siggi Alberts á mestan þátt í því að koma mér af stað. Golf er mjög skemmtileg íþrótt og við hjónin stundum bæði golf. Á undanförnum árum hefur orðið gífurleg aukning í þessari íþrótt alls staðar nema einna helst hér hjá okkur í GS.“Ertu sami keppnismaður-inn í golfi og knattspyrn-unni?„Já, það er alltaf hægt að keppa í golfi, annað hvort við einhverja eða þá bara við þig sjálfan.“

Ertu íþróttafrík?„Já, ætli sé ekki hægt að segja það. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af íþróttum og keppn-um. Knattspyrnunni, golfinu, bridge og snóker. Jú, ætli ég sé ekki hálfgert íþróttafrík,“-sagði Jón Ólafur Jónsson að lokum.

Fimleikaflokkur Í.B.Í sem sýndi á Laugardalsvellinum 1958 við vígslu vallarins. Jón Ólafur Jónsson er yst til vinstri.

Félagarnir Geirmundur Kristinsson, Jón Ólafur Jónsson og Jón Jóhannsson á góðri stund.

Page 21: Jólablað 2006

21

Stúlkurnar í 7. flokki urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð í vor en þær sigruðu and-stæðinga sína nokkur örugg-lega. Hin Suðurnesjaliðin eru einu sem hafa eitthvað roð í stelpurnar en þrátt fyrir það eru þær með titilinn nokkuð öruggan í framtíðinni. Þessar stúlkur eru búnar að æfa lengi og vel saman og allt gengur eins og smurð vél. Þessi flokkur samanstendur af 20 stelpum sem spila sem A og B lið í Íslandsmótinu. B

liðið er skipað mjög efnileg-um stúlkum en ég held að það sé einsdæmi að svona margar stúlkur frá einu félagi keppi á Íslandsmóti. Bæði liðin hafa verið í A riðli og stefnan er að halda því þannig. Þær hafa verið að spila upp fyrir sig í 9. flokki og staðið sig þar með eindæmum vel og eru í 3. sæti eins og staðan er núna. Það verður að segjast að framtíðin sé björt hjá þessum stúlkum.Stærsti partur hópsins var val-inn á elítubúðir KKÍ sl. sumar

eða 12 einstaklingar frá þess-um flokki. Einnig voru þrjár valdar til að æfa í allt sumar undir leiðsögn góðra þjálfara í Reykjavík. Þetta eru þær María Ben Jónsdóttir, Árný Sif Gestsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir. Ég er alveg viss um að fleiri stelpur eiga eftir að bætast í þennan hóp og í framtíðinni verður þetta kjarni íslenska kvennalands-liðsins.

Margrét SturlaugsdóttirÞjálfari

7. flokkur stúlkna Íslands-meistari í körfubolta

Page 22: Jólablað 2006

22

Piltaflokkar

7. flokkur yngri Besta mæting: Eyþór Elí Ólafsson, 84,40%

7. flokkur eldri Besta mæting: Reynir Þór Reynisson, 100,00%Mætingarverðlaun: Haukur Ingi Júlíusson, 94,24%Mætingarverðlaun: Marvin Harry Guðmundsson, 93,53%Mætingarverðlaun: Tómas Óskarsson, 92,81%Mætingarverðlaun: Björgvin Theodór Hilmarsson, 92,09%

6. flokkur yngri Besta mæting: Baldvin Sigmarsson Besta mæting: Guðlaugur Guðberg Sigurðsson Besta mæting: Guðmundur Juanito Ólafsson Mætingarverðlaun: Andri Þór Unnarsson Mætingarverðlaun: Fannar Orri Sævarsson Mætingarverðlaun: Óðinn Jóhannsson Mætingarverðlaun: Eiður Snær Unnarsson Mætingarverðlaun: Jóhann Almar Sigurðsson Mætingarverðlaun: Kjartan Óli Ármannsson Mætingarverðlaun: Michael Martin Davíðsson Mætingarverðlaun: Daði Einarsson Mætingarverðlaun: Dagur Funi Brynjarsson Mætingarverðlaun: Elmar Bjarnason

6. flokkur eldri Besta mæting: Adam Sigurðsson Mætingarverðlaun: Einar Þór Kjartansson Mætingarverðlaun: Patrekur Friðriksson Mætingarverðlaun: Annel Fannar Annelsson Mætingarverðlaun: Ari Steinn Guðmundsson Mætingarverðlaun: Leonard Sigurðsson Mætingarverðlaun: Arnór Smári Friðriksson Mætingarverðlaun: Friðrik Daði Bjarnason Mætingarverðlaun: Þorgeir Magnússon

Viðurkenningar yngri flokka

Uppskeruhátíð Barna- og unglingaráðs knattspyrn-udeildar Keflavíkur var haldin í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á hátíðinni var farið yfir knattspyrnuárið og voru veittar viðurkenningar til fjölmargra efnilegra knatt-spyrnumanna. Auk þess að veita verðlaun til þeirra sem skáru fram úr í hverjum flokki fyrir sig voru veitt verðla-un til þeirra sem skáru fram úr yfir alla yngri flokkana. Viðurkenningu fyrir mestu framfarir hlutu Hervar Bragi Eggertsson og Tinna Rut Þórarinsdóttir. Bestu félagarn-ir voru Eiríkur Örn Jónsson og Justyna Wróblewska. Bestu markmennirnir voru Árni Freyr Ásgeirsson og Arna Lind Kristinsdóttir. Bestu varnar-mennirnir voru Viktor Smári Hafsteinsson og Bryndís Bjarnadóttir. Bestu miðju-mennirnir voru Magnús Þór Magnússon og Sigurbjörg Auðunsdóttir. Bestu sókn-armennirnir voru Þórður Rúnar Friðjónsson og Andrea Ósk Frímannsdóttir og bestu leikmenn yngri flokkanna voru Sigurbergur Elisson og Rebekka Gísladóttir.Góður árangur náðist í mörgum flokkum þó engir stórir titlar hefðu unnist. Bestum árangri náði 4. flokk-ur drengja sem hafnaði í 3ja sæti á Íslandsmótinu. Þá voru fjölmargir leikmenn bæði strákar og stelpur kallaðir til

5. flokkur yngriMestu framfarir: Ólafur Ingvi Hansson Mestu framfarir: Eyþór Guðjónsson Besta mæting: Björn Elvar Þorleifsson, 98,41%Besti félaginn: Sigmundur Árni Guðnason Leikmaður ársins: Axel Pálmi Snorrason 5. flokkur eldri Mestu framfarir: Bergþór Ingi Smárason Besta mæting: Sigurður Jóhann Sævarsson, 100,00%Besti félaginn: Þorbjörn Þór Þórðarsson Besti félaginn: Gylfi Þór Ólafsson Leikmaður ársins: Magnús Ari Brynleifsson 4. flokkur yngri Mestu framfarir: Eyþór Einarsson Mestu framfarir: Daníel Gylfason Besta mæting: Davíð Guðlaugsson Besti félaginn: Róbert Daníel Cutress Besti félaginn: Eyþór Ingi Júlíusson Leikmaður ársins: Aron Valtýsson 4. flokkur eldri Mestu framfarir: Kristján Helgi Olsen Besta mæting: Kristján Þór Smárason Besti félaginn: Eyjólfur Sverrisson Leikmaður ársins: Bojan Stefán Ljubicic 3. flokkur Mestu framfarir: Viktor Gíslason Besta mæting: Sigtryggur Kjartansson Besti félaginn: Fannar Þór Sævarsson Leikmaður ársins: Magnús Þórir Matthíasson

Sigurbergur, Viktor, Árni, Eiríkur, Þórður og Magnús leikmenn yngri flokka drengja.

æfinga með yngri landsliðum Íslands. Á síðasta ári æfðu 373 strákar og stelpur í 9 flokkum með Keflavík. Sex þjálfarar eru starfandi fyrir Barna- og ung-

lingaráð en yfirþjálfari drengj-aflokkanna er Zoran Daníel Ljubicic og yfirþjálfari stúlkn-aflokkana er Elis Kristjánsson. Formaður Barna- og ung-lingaráðs er Smári Helgason.

Page 23: Jólablað 2006

23

Liverpool – KnowsleyInternational Youth Soccer

Tournament 2006Dagana 24. – 31. júlí 2006 fór 4. flokkur karla í Keflavík til Liverpool að keppa á alþjóð-legu móti í knattspyrnu. Við lentum í Manchester á sunn-udagskvöldi og fórum með rútu í skólann sem við gist-um í Liverpool. Klukkan 10 daginn eftir var fyrsti leik-urinn á móti Greenhill Boys

sem við unnum 2-1, annan daginn spiluðum við á móti Recs Roby og töppuðum gegn þeim 3-1 og þriðja dag-inn sigruðum við Portcullis Whites 5-0 en því miður komumst við ekki upp úr riðlinum. Það sem eftir var vikunnar fórum við í búðir, skoðunarferð um Anfield

og Old Trafford og fórum í Tívolí. Sunnudaginn 31. júlí fórum við frá Liverpool og héldum heim á leið. Þessi ferð var mjög skemmti-leg í alla staði. Það var gaman að sjá hvernig fótboltinn er úti í Englandi og við lærðum mikið af því.Kristján Helgi og Bojan Ljubicic

ALLIR FLOKKAR Mestu framfarir: Hervar Bragi Eggertsson, 5. flokki.Besti félaginn: Eiríkur Örn Jónsson, 3. flokkiBesti markvörður: Árni Freyr Ásgeirsson, 4. flokkiBesti varnarmaður: Viktor Smári Hafsteinsson, 4. flokkiBesti miðjumaður: Magnús Þór Magnússon, 4. flokkiBesti sóknarmaður: Þórður Rúnar Friðjónsson, 4. flokkiBesti leikmaðurinn: Sigurbergur Elisson, 4. flokki

Stúlknaflokkar6. flokkur Besta mæting: Kara Líf Ingibergsdóttir, 74,23%

5. flokkur Besta mæting: Arna Lind Kristinsdóttir, 98,77%Mestu framfarir: Signý Jóna Gunnarsdóttir Besti félaginn: Birna Helga Jóhannesdóttir Leikmaður ársins: Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir Leikmaður ársins: Sigríður Sigurðardóttir

4. flokkur Besta mæting Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 95,32%Mestu framfarir Heiða Helgudóttir Mestu framfarir Elísa Gunnlaugsdóttir Besti félaginn Sigurrós Eir Guðmundsdóttir Leikmaður ársins Íris Björk Rúnarsdóttir Leikmaður ársins Guðrún Ólöf Olsen

3. flokkur Besta mæting: Fanney Þórunn Kristinsdóttir, 89,94%Besta mæting: Ólína Ýr Björnsdóttir, 89,94%Mestu framfarir: Jenný Þorsteinsdóttir Besti félaginn: Laufey Ósk Andrésdóttir Leikmaður ársins: Zohara Kristín

Allir flokkar Félagi ársins: Justyna Wróblewska, 3. flokkiFramfarir ársins: Tinna Rut Þórarinnsdóttir, 5. flokkiMarkmaður ársins: Arna Lind Kristinsdóttir, 5. flokki.Varnarmaður ársins: Bryndís Bjarnadóttir, 3. flokkiMiðjumaður ársins: Sigurbjörg Auðunsdóttir, 3. flokkiSóknarmaður ársins: Andrea Ósk Frímannsdóttir, 3. flokkiLeikmaður ársins: Rebekka Gísladóttir, 3. flokki

Tinna, Justyna, Andrea, Sigurbjörg og Arna leikmenn yngri flokka kvenna

Sigurbergur Elísson, besti leikmaður yngri flokka ásamt Gumma og Tóta.

Page 24: Jólablað 2006

24

7. flokkur kvennaÁ milli 40 og 50 iðkend-ur voru í 7.fl þetta tímabil, æfingasókn var mjög góð og margir upprennandi knatt-spyrnumenn þar á ferð. Flokkurinn tók þátt í hinum ýmsu mótum en hæst bar þó hið árlega mót á Akranesi sem stóð frá föstudegi til sunnu-dags. Í heildina stóð flokk-urinn sig mjög vel á þessum

mótum og unnu yfirleitt til verðlauna.

5.flokkur kvennaFlokkurinn var mjög fámenn-ur ekki nema 15-16 stelpur. Ekki mátti mikið út af bera til að ná í tvö lið á Íslandsmótinu. Það kom líka í ljós þegar fór að líða á sumarið og foreldrar að fara í frí, þá þurfti oft að fá leyfi hjá andstæðingnum

til að láta sumar stelpur spila bæði með a og b liði. Farið var á Símamótið í Kópavogi og spilað í mjög leiðinlegu veðri alla mótsdagana en þær létu það ekki mikið á sig fá. Stelpurnar höfðu heilt hús til að gista í og að lokum fengu stelpurnar verðlaun fyr ir

góða umgengni og mikla snyrtimennsku. Farið var á Pæjumótið á Siglufirði, líkt og á Símamótinu var veðrið ekki uppi á sitt besta. Þrátt fyrir það skemmtu þær sér virki-lega vel t.a.m.þá heimsótti Ína Idol-drottning hópinn og stelpurnar sungu og dönsuðu

fyrir hana og í kjölfarið var myndataka og eiginhandará-ritun.

4. flokkur kvennaUm tuttugu stelpur æfðu að jafnaði og var flokkur-inn nánast skipaður yngra árs iðkendum sem voru að

Yfirferð yngri flokka kvenna og 7. flokks 2005 - 2006

Liverpoolferð 3. flokks kvennaÞað var loksins komið að því. Liverpoolferðin sem 3. flokkur kvenna hafði beðið eftir með eftirvæntingu allan veturinn og sumarið var að hefjast. Ferðin var búin að kosta mikla vinnu hjá stelp-unum með tilheyrandi fjár-öflunum og loksins var hún að renna upp. Lagt var af stað mánudag-inn 24.júlí og flugið tekið til Manchester. Þaðan lá leið okkar með rútu til Liverpool og þangað vorum við komin um miðnætti. Komum okkur fyrir á heimavist Liverpool-háskólans og fórum strax í háttinn því að fyrsti leikur stelpnanna átti að vera strax daginn eftir.Morgundagurinn rann upp og veðrið var með ólíkindum, nærri 30 stiga hiti og sól og þannig hélst veðrið nokkurn veginn allan tímann sem við vorum á mótinu. Stelpurnar hófu keppni á þessu móti með því að vinna fyrsta leik 6-0, gera síðan jafntefli 1-1 í þeim næsta og 0-0 í þriðja

leiknum og komust þar með í undanúrslit. Eftir þessa törn var ljúft að eiga frídag því ásamt því að spila fótbolta var margt annað til gamans gert s.s. lestarferð til Liverpool, bíóferð, skoð-unarferðir og fleira. Áður en lagt var af stað í ferðina höfðu stelpurnar lagt ríka áherslu á að komast í verslunarleiðang-ur og varð úr að farið var inn í Liverpool til að versla og þarf ekki að kvarta undan því að þar hafi þær ekki verið á heimavelliJ Á hverju kvöldi var slegið upp veislu þar sem fararstjór-ar sáu um að útbúa kræs-ingar og var setið og spjall-að. Eitt kvöldið var diskótek haldið fyrir þátttakendur á mótinu og þá komu í ljós áður óþekktir hæfileikar þjál-farans sem kenndi stelpunum nokkra gamla diskótakta sem komu sér vel á dansgólfinu. Þjálfarinn fór með nokkrar af stúlkunum í skoðunarferð á Anfield enda hver annar betur til þess fallinn en ein-

mitt hann. Hann fór einnig með þær á Old Trafford en þá voru með í för foreldrar sem höfðu komið út til okkar á föstudeginum til að hvetja stelpurnar á lokasprettinum. Fótboltinn hélt áfram að rúlla og stelpurnar voru óheppnar og töpuðu fyrsta leik í undan-úrslitum 0-2 og þá var ljóst að þær myndu spila um 3.-4.sæti.

Það er síðan skemmst frá því að segja að stelpurnar luku síðan þátttöku í þessu móti með því að leggja Everton að velli 4-2 og enda í þriðja sæti og komu heim til Íslands að kvöldi 31. júlí með brons, bikar og bros á vör. Þessi ferð tókst í alla staði einstaklega vel og stelpurnar voru sér og félaginu til mikils

sóma. Það var samdóma álit okkar að mótið hafi verið í alla staði mjög skemmtilegt og vel að verki staðið. Að ferð-alokum er stelpunum bæði ljúft og skylt að þakka öllum þeim sem lögðu þeim lið við að afla fjár til ferðarinnar. Með jólakveðju, Fríða og Ólafía fararstjórar

5. flokkur kvenna ásamt Ínu Idolstjörnu.

4. flokkur kvenna.

Page 25: Jólablað 2006

25

stíga sín fyrstu skref við að spila á stóran völl. Vitað var að Íslandsmótið yrði erfitt þar sem að flokkurinn var í A-riðli og takmarkið var að halda sér þar. Þrátt fyrir að vera með þennan hóp kom fyrir að nota þurfti stelpur úr 5.fl. til að ná í sextán manna hóp t.a.m. þá spilaði Arna markvörður 5.fl. alla leiki 4.fl.. Stelpurnar urðu að sigra síðasta leik sinn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum til að halda sér í A-riðli, þrátt fyrir góða baráttu tókst það ekki og fall í B-riðil staðreynd. Í júlí tók flokkurinn þátt í Rey Cup sem fram fór í Reykjavík. Þá var Guðrún Ólöf Olsen send í knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni en Keflavík fær að senda eina stelpu á eldra ári í skólann ár hvert.

3.flokkur kvennaÁtján stelpur æfðu með flokknum og var takmarkið að fara alla leið í úrslita-keppnina á Íslandsmótinu. Stelpurnar byrjuðu vel en eftir fyrsta tapleikinn virtust þær ekki hafa mikla trú á því sem þær voru að gera og margir lykilmenn ekki að ná sér á strik. Það var ekki fyrr en í lok tímabils að þær fóru að sína virkilega hvað í þeim bjó og þá sérstaklega á mótinu sem farið var á í Liverpool. Margar af stelpun-um spiluðu einnig með 2.fl. í sumar. Í bikarkeppni KSÍ duttu þær út í annari umferð en eins og áður segir náðu þær að rífa sig upp og enda fyrir miðju í A-deild. Þá voru þær Helena Rós Þórólfsd. og Fanney Þórunn Kristinsd. valdar á landsliðsæfingar U-17 í sumar.

Elis Kristjánsson, þjálfari

Yngri flokkar.

Kvennaknattspyrnan hefur s.l. þrjú ár, eftir að samstarfi RKV (Reynir, Keflavík og Víðir) lauk, stigið stórt skref í að tryggja tilverurétt Keflavíkur í efstu deild. Keflavík vann sig upp í efstu deild árið 2004 með því að sigra 1. deild kvenna örugglega og reyndar með fáheyrðum yfir-burðum. Liðið sigraði í 11 leikjum, gerði eitt jafntefli, skoraði 133 mörk og fékk á sig einungis 7. Þetta tímabil var undanfari síðustu tveggja ára þar sem liðið hefur fest sig í sessi sem lið í efstu deild kvenna. Tímabilin 2004 og 2005 var Ásdís Þorgilsdóttir þjálfar i liðsins, tímabilið 2006 tók Gunn l augu r Kárason við liðinu og náðu þau góðum árangri með liðið. Náði Keflavík 5. sæti í Landsbankadeildinni tímabil-in 2005 og 2006, sem er mjög ásættanlegur árangur. Var liðið að standa sig mjög vel á móti liðum eins og KR, Breiðablik og Stjörnunni sem hafa verið með meistaraflokka í áraraðir. Liðið þessi þrjú tímabil hefur samanstaðið af stúlkum úr

Keflavík og nágrannabyggða-lögum. Komu nokkrar stelpur „heim“ frá liðum af stór-Reykjavíkursvæðinu og komu þær með góða reynslu úr efstu deild og landsliðunum. Vandamál okkar nú sem þá er að okkur reynist mjög erfitt að sækja leikmenn til okkar, eru ástæður þess nokkrar og þó sérstaklega hugsanaháttur sá sem einkennir þá umgjörð sem kvennaknattspyrnan er föst í. Þetta hefur neytt þá sem standa að meistaraflokki til að leita erlendis. Tímabilið 2005-2006 leituðum við m.a. til Serbíu Montenegro, Skotlands og Bandaríkjanna. Það hefur komið fram í öðrum íþróttagreinum þar sem erlendir leikmenn eru

fengnir til að koma til landsins að þetta er oft mikið happa-drætti, verður ekki komist hjá því að fara þessa leið á meðan við bíðum eftir okkar yngri leikmönnum. Ekki hefur vantað að metnaður leikm-anna, stjórnar og klúbbsins er til staðar, en lítill hópur eldri leikmanna gerir okkur mjög erfitt fyrir. Það jákvæða við þetta er að yngri leikmenn koma til með að taka þátt í verkefnum meistaraflokks og öðlast þar af leiðandi mikla og góða reynslu. Það er stað-reynd úr kvennaknattspyrn-unni að stúlkur hefja sinn feril mikið fyrr en drengir í meist-araflokkum sinna liða sem síðan hefur mikið að segja um framgöngu þeirra í yngri landsliðum Íslands. Eitt er þó víst að árangur krefst mikillar vinnu sem iðkendur verða að vera tilbúnir að leggja á sig ef árangur á að nást. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa komið að meistaraflokki síðustu árin fyrir þeirra fram-lag og stuðning.

Áfram KeflavíkÞórður Þorbjörnsson

formaður meistaraflokksráðs kvenna

Framtíðin björt í kvennaknattspyrnunni

Opnum 28. desemberOpnum 28. desember

Flugeldasala Knattspyrnudeildar KeflavíkurIðavöllum 7

Page 26: Jólablað 2006

26

Iðjustígur 1 • 260 Njarðvík

Sími 421 2220 • 896 1766Fax 421 3720

SÆMUNDUR PÁLSSONTANNRÉTTINGAR

Tjarnargata 2 • 230 KeflavíkSími 431 4400 • [email protected]

Hringbraut 92 • Sími 421 4747

Bílabaðið • Brekkustíg 42, aðkeyrsla frá Bakkastíg

Hafnargötu 27 - Sími 421 1420 - www.asberg.is

Grófin 18a • www.nesraf.is

Gleðileg jólfarsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árimu sem er að líða

Page 27: Jólablað 2006

27

Sími 421 4688 • GSM 899 8049 • [email protected]

Óskum Suðurnesjabúumgleðilegra jóla og farsældar á komnandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

MÁLALAVERKTAKAR ehf.

Kristín Geirmundsdóttir, tannlæknir og starfsfólk

Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Hólmgarði 2c • 230 Keflavík • Sími 420 9000

Óskum Suðurnesjabúumgleðilegra jóla og farsældar á komnandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

Viðskiptalausnir

Óskum íþróttafólkisvo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Árið 2006 var umsvifamikið hjá skotdeild Keflavíkur og mikið var lagt upp úr lagfær-ingum og endurnýjun á búnaði og aðstöðu. Það helsta og stærsta sem var lagað var félags-aðstaðan en gamla húsið var rifið og tveir tuttugu feta gámar keyptir frá Hafnarbakka. Gámarnir eru minni en gamla aðstaðan en öll aðstaða snyrtileg og góð og engar áhyggjur þarf lengur að hafa af óvelkomnum „húsdýrum“. Skotdeildin vill koma að sérstöku þakklæti til A. Pálssonar sem útvegaði gröfu í niðurrifið á gömlu aðstöðunni.Byrjað var að lagfæra riffilbrautir m.a. bak-stopp löguð. Stefnan er að græða svæðið upp og gera það snyrtilegra. Þá er búið að klæða og einangra markið og turninn „leirdúfukast-arana“ og setja í þá hita þannig að betur fer um búnaðinn og þar af leiðandi er minna um viðhaldskostnað.Töluvert af skotnámskeiðum var á skotæ-fingasvæðinu við Hafnir og sóttu um 700 manns námskeið. Ásgeir Svan Vagnsson og Árni Pálsson voru leiðbeinendur á þeim flestum og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir þá miklu vinnu sem í það fór.Skipulagðar æfingar í haglaskotfimi hófust í apríl og voru æfingar til að byrja með tvisvar

í viku en vegna dræmrar þátttöku var ákveðið að hafa æfingar einu sinni í viku. Sú ákvörðun féll í góðan jarðveg og var ágætis mæting á þær æfingar. Æfingar í riffilskotfimi voru með hefðbundnu sniði, þ.e. menn æfðu sig þegar þeir vildu án afskipta enda flestir félagsmanna með lykil að svæðinu. Skipulagðar æfingar með skammbyssu voru engar á árinu vegna skorts á aðstöðu en vonandi verður breyting á því á næsta ári og verða hugmyndir þess efnis kynnt-ar félagsmönnum á aðalfundi deildarinnar í byrjun næsta árs.Að vanda var nokkuð um það að utanfélags-menn komu á svæðið til að æfa enda er stutt í svæðið frá höfuðborgarsvæðinu og ekki mikið um góð æfingasvæði þar um kring.Stjórn skotdeildarinnar skipaEiríkur G. Ásgeirsson, formaðurÁsgeir Svan Vagnsson, varaformaðurÁrni Pálsson, gjaldkeriÞorsteinn Marteinsson, ritariGeir Gunnarsson, meðstjórnandiHilmar Ævarsson, varamaðurBjarni Sigurðsson, varamaðurÁrni Leifsson, varamaður

Eiríkur Ásgeirsson

Umsvifamikið ár hjá skot-deildinni senn að baki

Page 28: Jólablað 2006

Taekwondo deild Keflavíkur varð sex ára í haust og hefur deildin tekið stakkaskipt-um frá stofnun. Nú eru þrír flokkar að æfa hjá deildinni og samtals um 80 iðkendur sem æfa að staðaldri en aldrei áður hafa svo margir verið að æfa hjá félaginu og eru það þrisvar sinnum fleiri en voru að æfa fyrsta árið þann-ig að allt er á hraðri uppleið. Fjölmargir byrjendur eru að æfa en einnig eru margir sem hafa æft nokkuð lengi og eru langt komnir í reynslu og beltum. Taekwondo keppendur í Keflavík hafa löngum verið þekktir fyrir góða tækni og ákveðni og gengið stórvel á mótum. Fyrsta mót vetrar-ins var haldið í október og stóðu Keflvíkingarnir sig með eindæmum vel. 22 keppend-ur mættu til leiks og þar af nokkrir sem voru að keppa í fyrsta sinn. Aron Yngi Nielsen bar höfuð og herðar félagsins og vann tvö gull og eitt brons í þeim þremur greinum sem keppt var í og var maður mótsins hjá Keflvíkingum. Keflvíkingar áttu menn í úrslitum í öllum greinum sem þeir kepptu í og voru með hlutfallslega besta árangurinn.

Stefnan er að gera enn betur á næsta móti sem verður haldið í janúar. Nú í haust tók Helgi Rafn Guðmundsson við sem yfir-kennari deildarinnar. Helgi er eini uppkomni svartbelting-urinn frá Keflavík en hann tók svarta beltið í fyrrahaust. Helgi fór til Kóreu í ársbyrjun og æfði með bestu taekwondo mönnum heims í 3 mánuði við gífurlega erfiðar aðstæð-ur. Hann kom svo sterkur til leiks á Íslandsmótinu stuttu eftir heimkomu sína og vann silfur og gull í þeim tveimur greinum sem keppt var í. Þar að auki var hann valinn nem-andi SsangYongTaeKwon, sem eru samtök 10 taekw-ondo félaga á Íslandi og víðar. Helgi hefur einsett sér það að æfa og kenna taekwondo fyrir Keflavík og keppir reglulega á stórmótum úti í heimi. Hann

keppti til að mynda fyrstur Keflvíkinga á Evrópumóti á árinu, aðeins 19 ára gamall. Keflvíkingar eru ekki leng-ur einir um að geta stund-að taekwondo á heimavelli þar sem Rut Sigurðardóttir frá Akureyri byrjaði nú í september með taekwondo æfingar í Grindavík og nú þegar er samkeppni farin að myndast á milli iðkenda. Á Suðurnesjunum eru nú um 120-130 virkir taekwondo iðkendur og greinilega mikil gróska í íþróttinni og ekkert á döfinni að slaka á í þeim efnum. Taekwondo kennarar, iðkend-ur, foreldrar, stjórnarmenn og aðrir duglegir aðilar sem koma að íþróttinni hvetja fólk á öllum aldri að prófa íþrótt-ina enda til mikils að vinna. Ávinningur er aukinn styrk-ur, liðleiki, fimi, félagsskapur,

28

Opnum 28. desemberOpnum 28. desember

Flugeldasala Knattspyrnudeildar KeflavíkurIðavöllum 7

Taekwondodeild

Page 29: Jólablað 2006

Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is

Óskum Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

29

Page 30: Jólablað 2006

30

Er tölvan biluð?Allar almennar tölvuviðgerðir, uppsetningar

og vírushreinsanir á verkstæði Samhæfni

af HP tölvum, prenturum,skjám, myndavélum, tölvumúsum,

rekstrarvöru, ljósmyndapappír, töskum, köplum og margt fleira.

Tölvuverslun Samhæfni • Hringbraut 96 • Reykjanesbæ • Sími 421 7755

Samhæfni KEFLAVÍK.indd 1 29/11/06 16:34:38

Ný tilboð á Jia JiaNý tilboð á Jia Jia

kr. 1.240 á mannGildir fyrir tvo eða fleiri kr. 1.240 á mann

Gildir fyrir tvo eða fleiri

kr. 1.240 á mannGildir fyrir fimm eða fleiri

Djúpsteiktar rækjurmeð súrsætri sósuSteiktar núðlur með kjúklingi, eggi og grænmetiSvínarif (Kong-Tong)Nautakjöt að hætti Jia Jiaí ostrusósi

Djúpsteiktar rækjurmeð súrsætri sósuSteiktar núðlur með grænmeti og nautakjötiKong Paw kjúklingurmeð Cashew hnetumLambakjötSzechwan style

Veldu þína 5 rétti af sérréttamatseðli

Tilboð nr. 1Tilboð nr. 1 Tilboð nr. 2Tilboð nr. 2

Tilboð nr. 3Tilboð nr. 3

Sterkt!Sterkt!

Sterkt!Sterkt!

Djúpsteiktar rækjur kr. 1.180með súrsætri sósu Djúpsteikt svínakjöt kr. 1.280með súrsætri- eða súrsterkrisósuDjúpsteiktur kjúklingur kr. 1.380með súrsætri- eða súrsterkrisósuSteiktar núðlur kr. 1.180með kjúklingi, svínakjöti, rækjum, eggjum og grænmetiSteikt hrísgrjón kr. 1.180með kjúklingi, svínakjöti, rækjum, eggjum og grænmetiStökkir og sterkir nautastrimlar kr. 1.480

Vorrúllur kr. 680með kjöti eða grænmeti (3 stk.)Svínarif Kong-Tong kr. 1.080

Karrý svínakjöt kr. 1.280með kókoshnetusósu

4a.

5a.

6a.

7a.

8a.

9a.

10a.

11a.

12a.

Sérréttamatseðill

BarnamatseðillFrítt 2L gos fylgir

með öllum tilboðum! Kjúklingabringameð frönskum og sósu kr. 380

Hádegistilhlaðborðalla daga milli

kl. 11:30 og 14:30

HópHóp

Gengið innfrá Hótel Keflavík

Gengið innfrá Hótel Keflavík

Pöntunarsíminner 420 7011Pöntunarsíminner 420 7011

Mundu eftir afsláttarkortinu!

13a.

Glaðningur fyrir

börnin fylgir með!

Stimpilkortið gildir

á hádegistilboðum

taka-away ogí kvöldmat

Með öllum tilboðum fylgir hrísgrón, súrsæt-, súrsterk- og soyasósa.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Jia Jia-halfsida fors VF.ai 15/11/06 8:56:38

Page 31: Jólablað 2006

31

Körfuboltinn í Keflavík hélt körfuboltaskóla fyrir krakka á aldrinum 5 til 10 ára í haust. Töldum við sniðugt að kynna íþróttina svona í upphafi tím-abils. Þetta var gert krökk-unum að kostnaðarlausu og

mæltist vel fyrir. Mætingin var mjög góð hjá yngstu iðkendunum og allir höfðu gaman af hreyfingunni. Við í unglingaráði körfunnar vonumst til að geta boðið upp á skólann á hverju hausti.

Þess má geta að Samkaup styrkti skólann með því að bjóða upp á ískaldan klaka í lok æfingar og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Unglingaráð Körfunnar

Körfuboltaskóli

Page 32: Jólablað 2006

32

Það hefur verið viðburðar-ríkur tími að starfa fyrir Knattspyrnudeild Keflavíkur í tæp þrjú ár. Ég kom með töluverða reynslu í farteskinu sem ég nýtti mér. Tók það besta sem ég kunni og bland-aði við það besta sem ég sá í spilunum hér. Ég held að það hafi margt ágætt komið út úr því en annað miður eins og gengur.Sjálfur hef ég mikið lært á veru minni hjá deildinni, kynnst mikið af góðu fólki sem starfað hefur að viðgangi knattspyrnunnar hér í bænum

með stóru Keflavíkurhjarta. Þetta fólk reyndist mér pers-ónulega betur en ég fullkom-lega get þakkað.Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlarnir sem við unnum 2004 og 2006, þá var Íslandsmeistaratitillinn í innanhúsfótbolta haustið 2005 góð viðbót við sum-arið sem varð endasleppt þrátt fyrir fjórða sæti sem gaf rétt til UEFA TOTO. Á síðustu tveimur árum höfum við leik-ið 8 leiki í Evrópukeppnum og erum komnir þangað til að vera, það er gríðarlega

mikilvægt fyrir félagið. Þá hefur áhorfendum fjölgað á heimaleikjum liðsins frá því að vera rúmlega 500 á leik í rúmlega 1000 manns sem er mikill og góður árangur sem fékkst með markvissri vinnu og góðum stuðnings-mönnum.Þegar ég og Rúnar formaður fórum á Hótel Loftleiðir sum-arið 2004 og drógum í 32ja liða úrslit í VISA-bikarnum mætti ég með fána UEFA-CUP sem ég átti frá því að ég fór með ÍBV í Evrópukeppni 2002. Ég sagði við formann-inn eftir að ég kom fánanum fyrir uppi á vegg á skrifstof-unni okkar að þarna verðum við næsta sumar. Það stóðst, en einkennilegt hvað tilfinn-ingin fyrir þessu var sterk. Í sumar gegndi öðru máli, tilfinningin var pottþétt Evrópukeppni að ári en þá fyrir sæti í deildinni. Ég var nokkuð klár á því að við myndum hafna í einu af þremur efstu sætunum. Það gekk ekki eftir, við höfnuð-um reyndar í fjórða sæti sem í sjálfu sér er ágætur árangur en við fengum fá stig og finnst mér eins og við höfum þrátt fyrir fjórða sætið verið í neðri hluta deildarinnar, enda nær þeim hluta í stigafjölda. Liðið fór að spila verr og verr þegar leið á sumarið og þegar neyðarsalan á Hólmari var staðreynd var greinilegt að liðið saknaði hans mjög. Við gerðum þó vel að halda fjórða sætinu þegar upp er staðið, en Bói lék með liðinu undan-úrslitaleikinn í VISA-bikarn-um á móti Víkingum sem við unnum glæsilega 4-0.Frammistaðan í úrslita-leik VISA-bikarsins þar sem liði lék stórvel kom okkur sem stóðum því næst kann-ski mest á óvart. Liðið fór á kostum og kaffærði KR-inga algjörlega í leiknum og vann einn öruggasta sigur

sinn á sumrinu. Það var því glæsilegur endir á sumrinu hjá liðinu. Stuðningsmenn Keflavíkur stóðu sig líka eins og hetjur, fjölmenntu á Laugardalsvöllinn og stóðu við bakið á strákunum sínum. Ég verð að segja eins og er að þegar bikarnum var lyft á loft fékk ég gæsahúð af miklum tilfinningum sem endurtók sig fyrir framan Sparisjóðinn í Keflavík þegar bæjarbúar heiðruðu leikmennina við heimkomuna í bæinn með VISA-bikarinn.Stuðningsmenn Keflavíkur hafa staðið frábærlega á bak við liðið s.l. ár. Það hefur vakið sérstaka athygli mína hvað þeir eru duglegir að mæta á útileikina og hvetja strákana í hverjum leik af fætur öðrum. Þetta góða fólk á meira í þeim árangri sem liðið hefur náð á síðustu árum en flestir gera sér grein fyrir. Það eru fá lið á Íslandi sem á undanförnum árum hafa verið með jafn marga uppalda heimamenn í liði sínu eins og Keflvíkingar. En sú stað-reynd að þeim fer fækkandi er borðleggjandi og erlendir leikmenn verða meira áber-andi. Við höfum fengið til okkar innlenda stráka og flest-ir staðið sig frábærlega og mér finnst Baldur og Hallgrímur vera eins og hverjir aðrir heimamenn svo vel hafa þeir fallið í hópinn og staðið sig vel í alla staði og að sjálfsögðu er Símon heimamaður, hver heldur annað?Það eru strákar að ganga upp úr öðrum flokki en fáir hafa veið tilbúnir í þau átök sem fylgja því að berjast á meðal þeirra bestu. Ég hef hvatt til þess að þeim verði gert kleift að æfa meira til að ná eldri strákunum og gera þá samkeppnisfærari. Það gerist aðeins með auka æfingum, sumir segja auka-auka æfing-unni. Þetta þarf þó allt að

gerast rétt, hvíldin er mik-ilvægur þáttur í þjálfuninni og þjálfararnir verða að gefa drengjunum þann tíma sem þeir þurfa til að ná árangri. Mér finnst hafa skort á það. Við sem stöndum á áhorf-endabekkjum teljum okkur hafa meira vit á leiknum en þjálfararnir, allavega leggjum við mikla visku til málanna og þegar ég mæti á fundi hjá Sportmönnum finnst mér eins og ég sé sestur á Háskólabekk í fótbolta. Ég hef kvartað yfir því hvað við erum hrædd-ir að gefa ungu strákunum séns. Þeir hafa ekki fengið þau tækifæri sem þeir eiga skilið. Við höfum oft talað um það að önnur lið hafa verið ófeimin við að henda strákum út í djúpu laugina og láta þá busla, hvað hefur gerst? Flestir sem fá slíka eldskírn skila sér sterkari inn í liðin. Ef við ætlum að setja kröfur á strákana verða þeir að fá tækifæri svo þeir verði klárir í slaginn þegar kallið kemur.Við verðum að vera menn til að viðurkenna okkar mistök með ótímabærum og óheppilegum samningum við erlenda leikmenn, sérstaklega fyrr á þessu ári. Þar ber ég mikla ábyrgð, ásamt fleirum.Við verðum að læra af þessari reynslu okkar og láta þetta ekki gerast aftur. Við höfum fengið mjög góða drengi erlendis frá, Guðmundur Viðar Mete og Kenneth Gustavsson eru strákar sem bæta upp öll lið, utan vallar sem innan og mikill fengur í þeim. Þeir eru fleiri sem hafa komið á okkar vegum og ekki staðist væntingar, en samt hafa þeir tekið pláss frá ungu strákunum okkar. Okkur bar gæfa til að sjá að okkur í þessum málum í sumar þegar við létum Ástralana fara. Farið hefur fé betra.Ég sakna Harðar Sveinssonar og Hólmars Arnar mjög

Litið um öxl – Keflavíkurhjartað komið til að vera

Page 33: Jólablað 2006

33

BÍLASALABÓNSTÖÐ

Bolafæti 1 • 260 Reykjanesbær • Sími 421 4444 • www.sgbilar.is

mikið. Hvor tveggja eru þeir frábærir strákar, Keflvíkingar og topp fótboltamenn. Í hvaða stöðu værum við með þá og Stefán Gíslason inn-anborðs? Við höfum reyndar selt þessa stráka til erlend-ra liða og ekkert óska ég þeim heitara en að þeir munu standa sig í þessum harða heimi atvinnumennskunnar, vinna sæta sigra og græða fullt af peningum. Þeir fóru bara fyrir allt of lítinn pen-ing að mér finnst. Þegar við seljum topp menn fáum við helming af því sem önnur lið fá fyrir stráka sem jafnvel spila við hlið okkar manna erlendis, það er einkennilegt. Þá var óheppilegt að Magnús Þormar fór frá félaginu. Við sem stóðum á bak við hann sumarið 2004 þegar honum var hent í djúpu laugina feng-um traustið margfalt til baka og Magnús stóð sig frábær-lega þegar hann stóð einn með ábyrgðina í markinu. Það er ekki auðvelt að vera markmaður, það er bara einn í marki og ekki hringlað með þá stöðu. Magnús fékk tækifæri 2005, en slasaðist í fyrsta leik og hefur ekki síðan fengið alvöru tækifæri. Ekki einu sinni á móti Breiðablik í dauðum leik í sumar. Magnús er heimamaður, framtíðar-leikmaður sem við höfum misst og erum nú að leita að öðrum manni til að fylla hans skarð. Þó að Magnús hafi ekki haft þolinmæði þá áttum við að standa betur að þessu máli og finna betri lausn fyrir hann og Keflavík.Við lærum af þessu öllu, til þess er leikurinn gerður. En ef við lærum ekki er það til lítils. Við verðum að skoða okkar mál niður í kjölinn. Hvað er að gerast í barna og unglingastarfinu? Ég veit að

þar er frábært fólk að vinna gott starf en við sem vinnum í eldri flokkunum spyrjum, hverju er starfið að skila af fótboltamönnum upp í meist-araflokkana hjá félaginu? Mér er sagt að svo fáir iðkendur stundi æfingar hjá einstaka flokkum að þegar 1-2 fjöl-skyldur hafi ákveðið að fara í sumarfrí er ekki lengur til í lið. Fjöldi góðra þjálfara, topp aðstaða dugar ekki til að ná árangri ef ekki er lengur til í lið. Yngri fokkar Keflavíkur eru jafnvel í C-riðli, 3ju deild er mér líka sagt. Ég hef áður bent á þessa staðreynd og lagt fram hugmyndir til lausnar á vandamálinu. Taka upp sam-starf við Njarðvík í knatt-spyrnunni. Þeir standa fyrir framan sama vandamálið, of fáir iðkendur, og árangur gæti verið betri. Ég hef fengið hörð viðbrögð ráðamanna í félaginu við þeim hugmynd-um og satt best að segja hafði ég ekki bakland til að berjast fyrir þessu máli. Ég spyr, til hvers eru stjórnendur deild-arinnar og félagsins ef ekki til að hugsa fyrst og fremst um iðkendur, vöxt og viðgang íþróttarinnar frekar en að láta gamlan félaga- og hreppa- ríg ráða ferðinni. Hagsmunir knattspyrnunnar og iðkenda hennar eiga að ráða ferð-inni. Á þessum tímamótum er tækifæri til að ræða þessi mál

innan félagsins en trúlega er það ekki heldur gert.

Ég hef áður skrifað langar lofgreinar um allt okkar stuð-ningsfólk, ég ætlaði að halda áfram með það, en fannst það of væmið að hlaða það fólk meira hrósi. Ég get þó ekki látið hjá líða að þakka fyrir mig, fyrir góð kynni, vinsemd og hjálpsemi sem yljað hefur mér um hjart-arætur. Ég vil þakka Rúnari V. Arnarsyni formanni stuðn-ing og umburðarlyndi í sam-starfi okkar sem var mjög gott þrátt fyrir ólíkar skoðanir, en við Rúnar létum aldrei mismunandi skoðanir okkar trufla vinnuandann. Á þeim bænum var engin fíla. Öðrum stjórnarmönnum þakka ég samstarfið.Keflavík á einstakan hóp stuðningsmanna sem vilja veg Keflavíkur sem mestan. Þar liggja verðmætin sem félagið á og leggur grunn-inn strax á æskuárunum. Ég finn að í brjósti mér bærist Keflavíkurhjarta og þegar ég lít um öxl óska ég þess að fá tækifæri til að skila félaginu til baka því sem það hefur gefið mér án þess að spyrja hvað það fengi til baka.

Áfram Keflavík.Ásmundur Friðriksson.Fv. framkvæmdastjóri.

Litið um öxl – Keflavíkurhjartað komið til að vera

Page 34: Jólablað 2006

34

Sundárið 2005-2006 hefur verið mjög gott fyrir sund-deild Keflavíkur. Miklar breytingar urðu á okkar starfi á árinu með tilkomu 50m innilaugar, en hún var tekin í notkun um mitt þetta ár. Með tilkomu laugarinnar voru gerðar ákveðnar breytingar sem m.a. fólust í því að hætta þjálfun í gömlu Sundhöllinni og færa yngri hópa inn í Sundmiðstöðina. Er nú kominn betri heildarsvipur á okkar starfsemi þar sem öll þjálfun sundmanna átta ára og eldri fer nú fram á sama stað. Yngstu sundmennirnar þjálfa þó enn í laug Heiðarskóla undir styrkri stjórn Sóleyjar Margeirsdóttur, háskólanema í Íþróttaakademíunni, en um 50 iðkendur hafa verið hjá henni það sem af er vetri. Breytingar urðu hjá okkur í þjálfun 8-12 ára sundmanna er Ingvar Guðmundsson, íþróttakennari, hætti þjálf-un og snéri sér að öðrum verkefnum. Þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag til sundins í Keflavík. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Íþróttafræðingur og fyrr-um afreksmaður í sundi tók við af honum og væntum við mikils af hennar starfi. Yfir 120 iðkendur eru hjá henni í dag. Keppnislið okkar er í góðu samstarfi við Sunddeild Njarðvíkur og keppa þessar tvær sund-deildir saman undir merkj-um ÍRB (Íþróttabandalags Reykjanesbæjar) en yfirþjálf-ari deildanna er Steinþór Gunnarsson. Á síðasta ári má segja að ákveðinn kynsl-óðaskipti hafa orðið í sund-liðinu hjá okkur. Yngri sund-menn fóru að láta meira á sér bera og í ár hafa þessir sundmenn ásamt eldri sund-mönnum komið okkur aftur á toppinn. Liðið lenti aldrei neðar en í öðru sæti á yfir-standandi keppnistímabili og vann Aldursflokkamót Íslands (AMÍ), sem var haldið hér í Reykjanesbæ í okkar nýju innilaug, þriðja árið í röð með töluverðum yfirburðum. Yfir 50 einstaklingstitlar unn-ust á tímabilinu sem er svipað og á síðasta ári fyrir utan alla þá silfur og bronspeninga sem komu einnig í hús.Í sumar var í fyrsta sinn haldið

Norðurlandamót Æskunnar þar áttum við þrjá fulltrúa, Elvu Ingvadóttur, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Soffíu Klemenzdóttur og nú í byrjun desember eigum við tvo fulltrúa á Norður landamei s ta r mót Unglinga, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Guðna Emilsson. Einnig hefur fjöl-di einstaklinga frá okkur náð að synda sig inn í hina ýmsu afrekshópa Sundsamband Íslands (SSÍ), sem eru fyrstu skref þessara einstaklinga til að komast inn í landsliðshópa SSÍ. Við eigum besta afreks-þjálfara SSÍ 2006, Steindór Gunnarsson, en hann var val-inn af hópi fólks innan sund-hreyfingarinnar. Við erum mjög stoltir af honum og öðrum þjálfurum og sund-mönnum sem synda fyrir okkur og hafa gert félagið að því sem það er í dag.Það er gaman að sjá hvað foreldrar eru duglegir við að fylgja sínum börnum eftir á sundmótum og er sá stuð-ningur mikilvægari en marg-ur heldur.Ég vil að lokum þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstak-lingum sem hafa lagt hönd á plóginn til hjálpar sundfé-laginu á árinu. Sérstaklega vil ég þó þakka starfsfólki S u n d m i ð s t ö ð v a r i n n a r , Sundhallarinnar og sundlaug-arvörðum Heiðarskóla fyrir mikla þolinmæði í okkar garð. Aðalstjórn Keflavíkur, Samkaupum, Sigurjónsbakarí og Reykjanesbæ fyrir þeirra stuðning og síðast en ekki síst Sparisjóði Keflavíkur sem hefur ötullega stutt við bakið á okkur á undanförnum árum.

Sundkveðjur;Klemenz Sæmundsson

Nokkur orð frá for-manni Sunddeildar

Keflavíkur

Page 35: Jólablað 2006

35

Mikið úrval af Puma vörum

íþróttagallar, stuttbuxur,peysur, skór, fótboltaskór,gervigrasskór, töskurog fylgihlutir.

HAFNARGÖTU 29 • SÍMI 421 4017

��������������� ������������������ ����� ���������

Óskum öllumgleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Vis Lifis.pdf 04/12/06 17:29:11

Page 36: Jólablað 2006