8
1 Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma Útgefið mars 2015. Með fyrirvara um breytingar.

Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

1

KaldalónLítill salur fyrir stóra drauma

Útgefið mars 2015. Með fyrirvara um breytingar.

Page 2: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

2

Smurstöðin

Miðasala

Epal

12 Tónar

Upplifun

NorðurbryggjaOpið rými

Önnur hæð

FlóiOpið rými

Aðalinngangur

Starfsmannainngangur

Ríma A

Stemma

Vísa

Kaldalón

Ríma B

1. hæð

Kaldalón 1. hæð Hörpu

Kaldalón

Kaldalón er minnsti salurinn í Hörpu, staðsettur á fyrstu

hæð, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir

allar tegundir tónleika, leiksýningar og ýmis konar

listviðburði. Breyta má litaðri lýsingu í veggjum og

hljómburður er stillanlegur. Í Kaldalóni er fyrsta flokks

hljóð-, mynd- og ljósabúnaður. Kaldalón hefur sína eigin

baksviðsaðstöðu. Þar eru tvö rúmgóð búningsherbergi

með salernum, speglum, skápum og sturtum.

Svæðið Norðurbryggja, framan við Kaldalón, er með

útsýni yfir smábátahöfnina og hentar vel fyrir ýmis

konar móttökur eða kynningar sem bóka má í tengslum

við viðburð í Kaldalóni.

Page 3: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

3

Salarleiga

Grunnverð leigu: 122.500 kr. m. vsk.

• Endurtekinn viðburður samdægurs

í Kaldalóni reiknast með 50% álagi.

• Hægt er að leigja salinn til æfinga

fyrir viðburð með 50% afslætti.

• Við salarleigu bætist kostnaður

vegna vinnu og tækjaleigu.

• Til að tryggja bókun er greitt

staðfestingargjald sem nemur 20%

af leiguverði.

Almennar upplýsingar

• Stærð salar: 19,8 m²

• Lofthæð: 8 metrar

• Hallandi gólf

• Breidd og dýpt sviðs: 11 × 7 m

Föst sæti með felliborðum

• Stillanlegur ómtími, 0,9–1,4 sek.

• Tónleikar eru teknir upp á hljóð og mynd gegn

gjaldi sé þess óskað

• Myndvarpi

• Tengibrunnar í gólfi fyrir tölvur og rafmagn

• Aðgangur að þráðlausu neti á flest öllum

svæðum í Hörpu

Dagur í Kaldalóni

Viðburður í Kaldalóni er bókaður samkvæmt þörfum viðburðahaldara og bókunarstöðu salarins.

Dæmigerður tónleikadagur á rafmögnuðum tónleikum gæti verið á þessa leið:

11:00 Uppsetning á hljóð-, mynd- og ljósabúnaði.

13:00 Hljómsveit kemur í hús. Línur lagðar og hljóðnemar prófaðir.

15:00 Hljóðprufur með hljómsveit.

18:00 Matarhlé.

19:30 Salur opnar.

20:00 Tónleikar.

Page 4: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

4

Sætafjöldi

Allt að 195 sæti Stækka má sviðsrýmið í Kaldalóni með því að fjarlægja

eina eða tvær sætaraðir fremst í salnum og fækkar þá

sætum sem því nemur, en 15 sæti eru í hverri röð.

11,4 m

Bak

svið

saðs

taða

Inngangur Inngangur

6,9 m1,8 m

ngurInngangur

Hljóð- eða ljósaborð

Page 5: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

5

Hljóðkerfi

Upptökuaðstaða og myndbúnaður

Í Kaldalóni er aðstaða til mynd- og hljóðupptöku.

Hafi viðburðahaldari áhuga á að taka upp viðburð

getur hann keypt slíka þjónustu af Hörpu.

Dæmi um uppsett hljóðkerfi*:

Hljóðborð og vinna við uppsetningu og niðurtekt er

innifalin í öllum verðdæmum en greiða þarf aukalega

fyrir yfirsetu tæknimanna á viðburði.

A. Kynningarkerfi 15.014 kr. m/vsk.

• 1× hljóðnemi

• snúrur og statív

B. DJ/PlaybackShow 85.663 kr. m/vsk.

• 2× hljóðnemar

• 4× directbox

• 3× sviðshátalarar

• snúrur og statív

C. Léttmögnun 127.214 kr. m/vsk.

• 12× hljóðnemar

• 4× directbox

• 3× sviðshátalarar

• snúrur og statív

D. FivePieceBand 180.100 kr. m/vsk.

• 17× hljóðnemar

• 4× directbox

• 5× sviðhátalarar

• snúrur og statív

* Öll verð miðast við fyrirfram skilgreindar staðsetningar

á tækjabúnaði.

Leigu á Kaldalóni fylgir hljóðkerfi sem snýr út í sal

(Public announcement system), sem samanstendur af:

• 4× Meyer UPA

• 2× Meyer 600HP

Hljóðkerfið sér um að dreifa uppmögnuðu hljóði jafnt til

áhorfenda hvar sem þeir eru sitja. Til þess að notast við

hátalarakerfið þarf að leigja hljóðblöndunarborð sem

tengist því. Annan búnað er hægt að leigja samkvæmt

verðskrá Hörpu.

Verkefnastjórar gera tilboð um leigu á hljóðbúnaði hverju

sinni, samkvæmt óskum.

Utanaðkomandi búnaður, annar en hljóðfæri og

hljóðfæramagnarar, er ekki leyfður nema sérstaklega

sé um það samið. Starfsmenn hússins sjá alltaf um

uppsetningu tæknibúnaðar og greiða þarf sérstaklega

fyrir þá vinnu (sjá nánar undir starfsfólk).

Page 6: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

6

Ljósabúnaður

Dæmi um ljósapakka*:

Vinna við uppsetningu og niðurtekt er innifalin í öllum

verðdæmum en greiða þarf aukalega fyrir yfirsetu

tæknimanna á viðburði.

A. 38.403 kr. m/vsk.

• 2× ATB Warp

• 2× ETC source 4 á gólfplöttum

B. 76.319 kr. m/vsk.

• 2× ATB Warp

• 2× ETC source 4 á gólfplöttum

• 4× TW1

C. 124.135 kr. m/vsk.

• 2× ATB Warp

• 2× ETC source 4 á gólfplöttum

• 4× TW1, 4× mac 500

• 1× mistvél

* Öll verð miðast við fyrirfram skilgreindar staðsetningar

á tækjabúnaði.

Source 4 25/50, 8 stk.

Source 4 15/30, 7 stk.

Selecon Rama 150 Fresnel, 8 stk.

Hvít grunnlýsing á sviði er innifalin í leiguverði.

Í Kaldalóni má stilla liti á ljósum í veggjum.

Ljósabúnaður innifalinn í leiguverði:

• 12× ETC Source 4 25°–50°

• 8× Selrama 150°

• 9× ETC Source 4 front

Mikið úrval af ljósabúnaði er til í Hörpu, þ.m.t. spotljós,

hreyfiljós og mistvél. Verkefnastjórar gera tilboð fyrir

viðburð í samræmi við óskir viðburðarhalda. Einnig er

boðið upp á ljósahönnun ef óskað er og greitt er fyrir

hana sérstaklega.

Utanaðkomandi búnaður er ekki leyfður nema

sérstaklega sé um það samið.

Page 7: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

7

Miðasala

Leigutaka ber að nota eingöngu miðasölukerfi Hörpu.

Miðar eru seldir á www.harpa.is og í miðasölu Hörpu

í síma 528 5050. Miðasalan er opin kl. 9:00–18:00 alla

virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að

viðburði þegar það á við.

Fyrirkomulag miðasölu er ákveðið í samráði við Hörpu.

Óheimilt er að auglýsa dagsetningu miðasölu viðburðar

án samráðs við Hörpu. Miðasöluþóknun er 7% + vsk.

Prentgjald er tekið fyrir boðsmiða. Hámark boðsmiða

er 10% af heildarmiðafjölda.

Áður en viðburður fer í sölu þurfa húsinu að hafa borist eftirfarandi upplýsingar fyrir vefinn:

• Stuttur texti (u.þ.b. 120 orð) á íslensku og ensku.

• Myndir í fjórum stærðum:

— Mynd fyrir midi.is: 1200 × 800 pixlar (breidd × hæð)

— Borði: 1350 × 550 pixlar (breidd × hæð)

Athugið að enginn texti á að vera í borða.

— Plakat: 500 × 707 pixlar (breidd × hæð)

— Upplýsingaskjár: 331 × 157 pixlar (breidd × hæð)

Veitingar

Aðkeyptar veitingar eru ekki leyfðar en panta má

veitingar fyrir hópa sérstaklega, með milligöngu

verkefnastjóra.

Starfsfólk og vinna

Verkefnastjóri Hörpu:Tengiliður viðburðarhaldara við húsið. Verkefnastjóri

gerir samning, sér um þarfagreiningu og hefur milligöngu

í samskiptum við viðeigandi deildir hússins.

Sviðsstjóri: Leigu á Kaldalóni fylgir sviðsstjóri á tónleikadegi.

Þjónustufulltrúar:Leigu á Kaldalóni fylgja þjónustufulltrúar á viðburði.

Tæknimenn:Greiða þarf fyrir vinnu tæknimanna á viðburðum og fyrir

uppsetningu og niðurtekt á búnaði, en umfang viðburðar

ræður mestu um fjölda vinnustunda. Gera má ráð fyrir

samtals 8 vinnustundum sem viðmið fyrir viðburð.

Viðburðahaldarar eiga þess kost að koma með sína

eigin tæknimenn, sviðsmenn, hljóð, mynd- og ljósamenn,

með samþykki hússins. Fyrir hvern slíkan mann þarf að

greiða fyrir yfirsetu tæknimanns Hörpu.

Öryggisgæsla

Í húsinu er hefðbundin öryggisgæsla. Sé þess óskað

má semja um viðbótaröryggisgæslu. Fylgi öryggisverðir

listamanni þarf verkefnastjóri að fá nafnalista þeirra.

Slíkir öryggisverðir fá gestapassa við komu í hús.

Page 8: Kaldalón Lítill salur fyrir stóra drauma · 2016. 7. 13. · virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að viðburði þegar það á við. Fyrirkomulag miðasölu er

8

Auglýsingar

Sæbrautarskilti Verð m/vsk.

Stærð: 505 × 300 cm (breidd × hæð).

Prentun og uppsetning 100.000 kr.

Birting fyrstu vikuna 50.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku

Enduruppsetning

30.000 kr.

25.000 kr.

Ljósaskilti á jarðhæð

Stærð: 85,4 × 120,4 cm. Sjáanlegt ca. 83 × 118 cm (breidd × hæð).

Prentun, uppsetning og birting fyrstu vikuna 25.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku 10.000 kr.

Skjákerfi

Stærð: 1280 × 720 pixlar (breidd × hæð).

Birting fyrstu vikuna 15.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku 10.000 kr.

Skilti í bílakjallara

Stærð: 252 × 122 cm. Sjáanlegt ca: 250 × 120 cm (breidd × hæð).

Prentun, uppsetning og birting fyrsta mánuðinn 25.000 kr.

Mánaðarbirting eftir fyrsta mánuðinn 10.000 kr.

Kaupa má auglýsingar þegar pláss leyfir í skjá- kerfi, skilti

við Sæbraut og ljósaskilti við miðasölu eða aðalinngang

til kynningar fyrir viðburð. Skjái við Kaldalón má nýta til

kynningar á viðburðadegi. Óheimilt er að kynna viðburð í

Hörpu opinberlega fyrr en samningur um hann liggur fyrir.