4
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð - Magni 2. deild karla Eskjuvöllur 23. júní 2017

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð 2. deild karla .... leikskr karla 2017.pdf · 22. Pétu Aon Atlason 23. Hafþó Beg Ríkhaðsson 24. Nikola Kistinn Stojanovic 25

  • Upload
    vocong

  • View
    225

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð - Magni

2. deild karla

Eskjuvöllur

23. júní 2017

Eftirtaldir aðilar styrkja liðið

Landsbankinn

Hótel Capitano

Sparisjóður Norðfjarðar

TM

Olís

Þvottabjörn

Flugfélag Íslands

Bílaleiga akureyrar

Orkusalan

Launafl

austfjarðaleið

Íslandsbanki

Efla, verkfræðistofa

Kaffihús Eskifjarðar

Icelandair

VÍS

Samhentir, umbúðalausnir

Saltkaup

Sjóvá

Fiskmið

Eimskip

Egersund

Arion banki

VHE

GP sónar

Samskip

Brammer

Rarik

Geskur

Fjarðabyggð - Magni Góða kvöld góðir hálsar og velkomnir á leik Fjarðabyggðar og Magna frá Grenivík. Magnamenn eru á toppi

deildarinnar og var spáð mjög góðu gengi í sumar. Ekki er liðið aðeins með sterka leikmenn heldur er Páll

Viðar Gíslason þjálfari þess en Páll Viðar stýrði Þór Ak í Pepsi deildinni á sínum tíma. Magnamenn hafa eru

með 5 mörk í plús í deildinni en til ógamans má geta að okkar menn eru með –18 í markatölu. Í síðasta

leik gestanna vann Magni Aftureldingu 2-1.

Það sást til sólar hjá okkar mönnum í þar síðasta leik og vann liðið flottan sigur gegn einmitt

Aftureldingu. Zoran skoraði sigurmarkið undir lok leiks og gátum við loksins sungið Allir í strætó þetta

sumarið. Í næsta leik á eftir fóru okkar menn svo á Húsavík og virtust vera með hugann við hvali frekar en

fótbolta og steinlágu 5-0! En hvort sem um hvalaskoðun eða fótbolta ræðir þá þýðir ekki að leggja árar í

bát öllum stundum og er kjörið að snúa dæminu við í dag. Það væri magnað að vinna Magna og setja svo

Magna á fóninn og hækka vel í magnaranum! Ég er allavega orðinn miklu meira en spenntur fyrir þessum

leik og því hvet ég ykkur til að láta í ykkur heyra! Áfram Fjarðabyggð!

Fjarðabyggð

1. Milos Peric

2. Sveinn Fannar Sæmundsson

3. Hafþór Ingólfsson

4. Milos Vasiljevic

5. Loic Cédric Mbang Ondo

6. Stefán Þór Eysteinsson

7. Marteinn Þór Pálmason

8. Jóhann Ragnar Benediktsson

9. Hlynur Bjarnason

10. Haraldur Bergvinsson

11. Adam Örn Guðmundsson

12. Þorvaldur Marteinn Jónsson

13. Víkingur Pálmason

15. Georgi Karaneychev

16. Anton Bragi Jónsson

18. Pálmi Þór Jónasson

19. Zoran Vujovic

20. Aron Gauti Magnússon

21. Mikael Natan Róbertsson

22. Pétur Aron Atlason

23. Hafþór Berg Ríkharðsson

24. Nikola Kristinn Stojanovic

25. Sævar Örn Harðarson

Þjálfari: Dragan Stojanovic

Magni

1. Hjörtur Geir Heimisson (M)(F)

3. Bergvin Jóhannsson

4. Sveinn Óli Birgisson

8. Arnar Geir Halldórsson

9. Kristján Atli Marteinsson

10. Lars Óli Jessen

13. Ívar Sigurbjörnsson

17. Kristinn Þór Rósbergsson

22. Árni Björn Eiríksson

27. Jakob Hafsteinsson

28. Ýmir Már Geirsson

Varamenn

12. Jón Helgi Pétursson (M)

2. Kristján Sigurólason

5. Brynjar Logi Magnússon

6. Sveinn Helgi Karlsson

7. Pétur Heiðar Kristjánsson

11. Victor Da Costa

14. Andrés Vilhjálmsson

Þjálfari: Páll Viðar Gíslason

Miðað er við skýrslu síðasta leiks Aftureldingar

Nærmynd: Aron Gauti Magnússon

Spámaður dagsins er enginn annar en Þórður Helgi Þórðarson, eða Doddi litli.

Doddi er umsjónarmaður Sportrásarinnar á Rás 2 en hann er auðvitað lang

vinsælastur á Austfjörðum fyrir að vera enginn annar en Love Guru!

En hvernig fer leikurinn Doddi?

„1-0. Fjarðabyggðin er að vinna sig í gang eftir erfitt vor. Þetta eru menn

sólarinnar og hitans og veðrið er allt að koma til. Magni hafa verið á

yfirsnúningi til þessa en sýndu sitt þetta andlit heima gegn stórliði Njarðvíkur.

Kominn tími á Magna tap, það verða grenjandi höfrungar á Grenivik eftir

leik.“

Spámaðurinn

Staða á velli? Er miðjumaður, get þó einnig leyst stöðu vinstri útherja þegar þess þarf.

Hver, fyrir utan þig, er bestur í fótbolta í fjölskyldunni? Virkilega góð spurning. Hef

heyrt að Gilli hafi verið nokkuð góður á sínum tíma og pabbi þokkalegur í miðverðinum

einhvertímann löngu fyrir mína tíð. En ætli ég verði ekki að segja Gísli. Hann er líka

líklegastur til þess að fara að grenja ef ég myndi ekki segja hann, þannig að ég verð að

segja hann.

Uppáhalds matur? Man ekki til þess að rjúpurnar hjá mömmu á jólunum hafi klikkað.

Hvern myndirðu velja með þér í lið í Trivial? Sko, hefði sagt Víkingur áður en ég lenti

með honum í liði í pubquizi í fyrra. Stigin urðu ekki mörg það kvöldið. En ætli ég myndi

ekki taka Svein. Hann er líklegur til að vita mjög skrýtna hluti, held við yrðum gott teymi.

Uppáhalds fótboltamaðurinn? Steven Gerrard.

Eftirminnilegasti leikur? Ætli það hafi ekki verið fyrsti landsleikurinn. Hann var við Noreg á Norðurlandamótinu 2013. Má til

gamans geta að Martin Ødegaard, norska undrabarnið, lék einnig þann leik. Það vissi þó enginn hver hann var á þeim tíma.

Hvaða lag kemur þér í gírinn? Thunderstruck með AC/DC hefur aldrei klikkað.

Uppáhalds kvikmynd? Intouchables þótti mér afar góð ræma.

Besti dómari landsins? Úff, ég hreinlega veit það ekki. Þeir eru fjandi

skrýtnir upp til hópa en Gunnar Jarl, á hann ekki að vera bestur í dag?

Með hverjum heldurðu í enska? Liverpool.

Kemst Ísland á HM karla? 100%

Hvað hefur klikkað í upphafi móts? Það er ansi góð spurning. Við

þurfum bara að fara að spila eins og menn en ekki langt undir getu eins

og hefur verið. Við getum miklu betur en þetta og við erum meðvitaðir

um það. Þurfum hinsvegar að fara að sýna það í leikjum, gengur ekki

svona mikið lengur.

Eitthvað að lokum? Hvet bara fólk til að láta heyra í sér í stúkunni.

Magnað hvað litlu strákarnir á trommunum og Pétur gáfu okkur mikið í

síðasta heimaleik. Áfram KFF!