32
Upp hefur komist um svindl kín- verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var úr landi. Í Bandaríkjunum komst þetta upp þegar gæludýr tóku að falla eftir að hafa neytt fóðurs sem blandað var korni af kínverskum uppruna. Nú óttast menn mjög að fóðrið geri mikinn usla hjá kjúklingabændum en óttast er að allt að 20 milljónum kjúklinga hafi verið gefið mengað fóður. Við rannsóknir á fóðrinu kom í ljós að út í kornið hafði verið bland- að efninu melamín sem verður til við framleiðslu á plasti og tilbúnum áburði. Við það eykst köfnunarefn- isinnihald fóðursins og við mæling- ar kemur fram hátt próteininnihald. Efnið er ekki ýkja eitrað en er hins vegar talið geta valdið nýrnabilun og krabbameini, einkum í hundum og köttum. Melamín hefur nú fundist í mörgum tegundum kornvara frá Kína, mest þó í hveiti- og maísglú- teni, maísmjöli, sojapróteini, ásamt klíði og próteini sem unnið er úr hrísgrjónum. Þegar er búið að fjar- lægja 150 tegundir af gæludýrafóðri af markaði í Bandaríkjunum. Þuríður Pétursdóttir fagsviðs- stjóri hjá Landbúnaðarstofnun sagði í samtali við Bændablaðið að lítið væri flutt inn af tilbúnu kjúklingafóðri, það væri að mestu leyti framleitt hér á landi. Hún sagði vitað um eina sendingu af maísglúteni sem hingað hefði verið flutt inn frá Kína og væri nú verið að efnagreina sýni úr því. „Við vitum ekki um að annað fóður eða fóðurefni sé flutt hingað inn frá Kína ef frá eru talin nagbein og annað gæludýradót. Allt fóður kemur hingað frá löndum innan Evr- ópska efnahagssvæðisins og ef það á uppruna sinn í Asíu hefur það verið skoðað áður en það kemur til lands- ins. Við höfum skoðað gæludýrafóðr- ið sem flutt er inn en ekki orðið vör við að kínverskt fóður sé á markaði hér,“ sagði Þuríður. –ÞH Umhverfisráðherra hefur skipað sérfræðinganefnd til að kanna möguleika á samdrætti í nettó- losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Á hún að fjalla um möguleika á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eftirfar- andi geirum: orkuframleiðslu, samgöngum og eldsneytisnotk- un, iðnaðarferlum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs. Einnig skal farið yfir möguleika á bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi og hugsanlega í jarðlög- um eða undir hafsbotni. Nefndin er skipuð í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í loftslags- málum sem ríkisstjórnin samþykkti 15. febrúar sl. Henni er falið að meta kosti og hagkvæmni helstu aðgerða sem nefndar eru í stefnu stjórnvalda til að minnka verulega nettólosun gróðurhúsalofttegunda, auk annarra aðgerða sem til greina kæmu í sama tilgangi. Á hún einkum að skoða möguleika á aðgerðum sem hafa áhrif til skemmri tíma, þ.e. á næsta áratug eða svo, en einnig fjalla um möguleika á tæknilegum lausnum sem gætu haft umtalsverð áhrif síðar. Á nefndin að styðjast við spár um orkunotkun og losun. Nefndin á að skila skýrslu til umhverfisráðherra fyrir 31. mars 2008, þar sem fram koma mögu- leikar á að draga úr losun eða auka bindingu í einstökum geirum, auk mats á kostnaði og hagkvæmni ein- stakra leiða. Níu manns eiga sæti í nefndinni en formaður hennar er Brynhildur Davíðsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Bændasamtök Íslands eiga fulltrúa í nefndinni, Daða Má Kristó- fersson hagfræðing, og skrifar henn grein um kolefnisbindingu sem birt- ist á bls. 7 í blaðinu í dag. Einnig er fjallað um sölu á kolefniskvótum í Bandaríkjunum á bls. 20. 14 Vorskemmtun í skjólbeltum Borgarfjarðar 16 Kartöflu- bændur fræðast 9. tölublað 2007 Þriðjudagur 15. maí Blað nr. 260 Upplag 16.300 16 Nælonsokkar og hrútaband á íslenskum söfnum Bændur athugið Nokkrar vikur eru lausar í orlofs- húsum bænda að Hólum í Hjaltadal Upplýsingar hjá Dóru í síma 563 0300 Þýsk kýr sleppti sér Olli skaða fyrir tvær milljónir Þýska kýrin Uschi, sem átti heima á býli í útjaðri Hannover, fékk nóg þegar verið var að snyrta klaufir hennar á dögunum. Hún tók á rás frá bænum og gekk af göflunum og hljóp á allt sem fyrir henni varð í þrjá klukkutíma. Kýrin var kálffull og vó 800 kg og olli skaða fyrir 25 þúsund evrur eða um tvær milljónir króna. Uschi hélt íbúum, slökkviliðsmönnum og lögreglu í viðbragðsstöðu og réðst á allt sem á vegi hennar varð. Ástandið var mjög alvarlegt, sagði einn slökkviliðsmaðurinn, Martin Argendorf. Kýrin braut niður grindverk og óð um garða, réðst á götuskilti og bíla á bílastæðum, sem og ökutæki lögreglunnar. Skelfdir íbúar höfðu samband við lögregluna um sjöleytið um kvöld. Lögregla og slökkviliðsmenn komu á staðinn og fylgdu skepn- unni eftir þá fimm km leið, sem hún hljóp stjórnlaust, en lögðu ekki í að hefta för hennar. Eftir þriggja tíma eftirför tókst slökkviliðsmanni að skjóta í hana ör með deyfilyfi sem dró úr henni allan mátt. Lok sögunnar urðu þó sorgleg því að kýrin lifði ekki atvikið af heldur drapst daginn eftir. Kálfinum varð heldur ekki bjargað. Landsbygdens Folk Ef eitthvað minnir á Skagafjörð þá eru það tilkomumikil fjöll og fallegir hestar. Þessi hross voru að gæða sér á heytuggu frá bónda sínum þegar ljós- myndari Bændablaðsins átti leið hjá í byrjun maí. Ljósm. GBJ. Miklar verð- hækkanir á mjólk á alþjóðamarkaði Verulegar verðhækkanir hafa orðið á mjólk og mjólkurafurðum á heimsmarkaði að undanförnu. Að sögn fréttabréfs alþjóðasam- taka mjólkuriðnaðarins, Dairy Industry Newsletter, hefur verð á unnum mjólkurvörum og und- anrennudufti hækkað um 63% á einu ári, þar af um 42% frá síð- ustu áramótum. Síðustu tíðindi af þessum víg- stöðvum eru þau að hollensku mjólkursamlögin tilkynntu um hækkun á áðurnefndum mjólk- urvörum um 150 evrur á tonnið og er verðið á tonninu því komið í 3.320 evrur. Það samsvarar kíló- verði upp á 288 íslenskar krónur. Svipuð þróun er að verki víða um heim og er helsta ástæða þess talin vera þurrkarnir í Ástralíu en þeir hafa meðal annars orðið til þess að Ástralir tóku 1,5 millj- ónir tonna af undanrennudufti af alþjóðamarkaði. Alþjóðafyrirtækið Nestlé finnur mikið fyrir þessum hækkunum og sagði talsmaður þess að þær væru víða svo örar að verslanir hefðu ekki undan að breyta verðmerkingum í hill- um sínum. Talsmaðurinn sagði einnig að Nestlé gæti ekki hleypt þessum hækkunum út í verðlagið svo fyrirtækið varar hluthafa við því að hagnaður af viðskiptum með mjólkurafurðir muni dragast saman. Maskinbladet Kínverjar flytja út mengað dýrafóður – Er ekki á markaði hér á landi, segir Landbúnaðarstofnun Sérfræðinganefnd á að kanna mögulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Verðbólgan jókst í apríl Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86% í apríl. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,7%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði mest áhrif til hækkunar, 0,18%, en á óvart kom að verð á mat og drykkjarvöru olli 0,16% hækkunarinnar, meira en verð á bensíni og díselolíu (0,14%). Þetta þýðir að þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á matvöru 1. mars sl. hefur undirliggjandi verðbólga reynst meiri en ætlað var og metur Hagstofan að hún sé um 6,5% um þessar mundir. –ÞH

Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var úr landi. Í Bandaríkjunum komst þetta upp þegar gæludýr tóku að falla eftir að hafa neytt fóðurs sem blandað var korni af kínverskum uppruna. Nú óttast menn mjög að fóðrið geri mikinn usla hjá kjúklingabændum en óttast er að allt að 20 milljónum kjúklinga hafi verið gefið mengað fóður.

Við rannsóknir á fóðrinu kom í ljós að út í kornið hafði verið bland-að efninu melamín sem verður til við framleiðslu á plasti og tilbúnum áburði. Við það eykst köfnunarefn-

isinnihald fóðursins og við mæling-ar kemur fram hátt próteininnihald. Efnið er ekki ýkja eitrað en er hins vegar talið geta valdið nýrnabilun og krabbameini, einkum í hundum og köttum.

Melamín hefur nú fundist í mörgum tegundum kornvara frá Kína, mest þó í hveiti- og maísglú-teni, maísmjöli, sojapróteini, ásamt klíði og próteini sem unnið er úr hrísgrjónum. Þegar er búið að fjar-

lægja 150 tegundir af gæludýrafóðri af markaði í Bandaríkjunum.

Þuríður Pétursdóttir fagsviðs-stjóri hjá Landbúnaðarstofnun sagði í samtali við Bændablaðið að lítið væri flutt inn af tilbúnu kjúklingafóðri, það væri að mestu leyti framleitt hér á landi. Hún sagði vitað um eina sendingu af maísglúteni sem hingað hefði verið flutt inn frá Kína og væri nú verið að efnagreina sýni úr því.

„Við vitum ekki um að annað fóður eða fóðurefni sé flutt hingað inn frá Kína ef frá eru talin nagbein og annað gæludýradót. Allt fóður kemur hingað frá löndum innan Evr-ópska efnahagssvæðisins og ef það á uppruna sinn í Asíu hefur það verið skoðað áður en það kemur til lands-ins. Við höfum skoðað gæludýrafóðr-ið sem flutt er inn en ekki orðið vör við að kínverskt fóður sé á markaði hér,“ sagði Þuríður. –ÞH

Umhverfisráðherra hefur skipað sérfræðinganefnd til að kanna möguleika á samdrætti í nettó-losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Á hún að fjalla um möguleika á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eftirfar-andi geirum: orkuframleiðslu, samgöngum og eldsneytisnotk-un, iðnaðarferlum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs. Einnig skal farið yfir möguleika á bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi og hugsanlega í jarðlög-um eða undir hafsbotni.

Nefndin er skipuð í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í loftslags-málum sem ríkisstjórnin samþykkti 15. febrúar sl. Henni er falið að meta kosti og hagkvæmni helstu aðgerða sem nefndar eru í stefnu stjórnvalda til að minnka verulega nettólosun gróðurhúsalofttegunda, auk annarra aðgerða sem til greina kæmu í sama tilgangi. Á hún einkum að skoða

möguleika á aðgerðum sem hafa áhrif til skemmri tíma, þ.e. á næsta áratug eða svo, en einnig fjalla um möguleika á tæknilegum lausnum sem gætu haft umtalsverð áhrif síðar. Á nefndin að styðjast við spár um orkunotkun og losun.

Nefndin á að skila skýrslu til umhverfisráðherra fyrir 31. mars 2008, þar sem fram koma mögu-leikar á að draga úr losun eða auka bindingu í einstökum geirum, auk

mats á kostnaði og hagkvæmni ein-stakra leiða.

Níu manns eiga sæti í nefndinni en formaður hennar er Brynhildur Davíðsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Bændasamtök Íslands eiga fulltrúa í nefndinni, Daða Má Kristó-fersson hagfræðing, og skrifar henn grein um kolefnisbindingu sem birt-ist á bls. 7 í blaðinu í dag. Einnig er fjallað um sölu á kolefniskvótum í Bandaríkjunum á bls. 20.

14Vorskemmtuní skjólbeltumBorgarfjarðar

16Kartöflu-bændurfræðast

9. tölublað 2007 Þriðjudagur 15. maí Blað nr. 260 Upplag 16.300

16Nælonsokkar og hrútaband á íslenskum söfnum

Bændur athugið Nokkrar vikur eru lausar í orlofs-húsum bænda að Hólum í Hjaltadal

Upplýsingar hjá Dóru í síma 563 0300

Þýsk kýr sleppti sér

Olli skaða fyrir tvær milljónirÞýska kýrin Uschi, sem átti heima á býli í útjaðri Hannover, fékk nóg þegar verið var að snyrta klaufir hennar á dögunum. Hún tók á rás frá bænum og gekk af göflunum og hljóp á allt sem fyrir henni varð í þrjá klukkutíma.

Kýrin var kálffull og vó 800 kg og olli skaða fyrir 25 þúsund evrur eða um tvær milljónir króna. Uschi hélt íbúum, slökkviliðsmönnum og lögreglu í viðbragðsstöðu og réðst á allt sem á vegi hennar varð. Ástandið var mjög alvarlegt, sagði einn slökkviliðsmaðurinn, Martin Argendorf.

Kýrin braut niður grindverk og óð um garða, réðst á götuskilti og bíla á bílastæðum, sem og ökutæki lögreglunnar.

Skelfdir íbúar höfðu samband við lögregluna um sjöleytið um kvöld. Lögregla og slökkviliðsmenn komu á staðinn og fylgdu skepn-unni eftir þá fimm km leið, sem hún hljóp stjórnlaust, en lögðu ekki í að hefta för hennar.

Eftir þriggja tíma eftirför tókst slökkviliðsmanni að skjóta í hana ör með deyfilyfi sem dró úr henni allan mátt.

Lok sögunnar urðu þó sorgleg því að kýrin lifði ekki atvikið af heldur drapst daginn eftir. Kálfinum varð heldur ekki bjargað.

Landsbygdens Folk

Ef eitthvað minnir á Skagafjörð þá eru það tilkomumikil fjöll og fallegir hestar. Þessi hross voru að gæða sér á heytuggu frá bónda sínum þegar ljós-myndari Bændablaðsins átti leið hjá í byrjun maí. Ljósm. GBJ.

Miklar verð-hækkanir á mjólk á alþjóðamarkaðiVerulegar verðhækkanir hafa orðið á mjólk og mjólkurafurðum á heimsmarkaði að undanförnu. Að sögn fréttabréfs alþjóðasam-taka mjólkuriðnaðarins, Dairy Industry Newsletter, hefur verð á unnum mjólkurvörum og und-anrennudufti hækkað um 63% á einu ári, þar af um 42% frá síð-ustu áramótum.

Síðustu tíðindi af þessum víg-stöðvum eru þau að hollensku mjólkursamlögin tilkynntu um hækkun á áðurnefndum mjólk-urvörum um 150 evrur á tonnið og er verðið á tonninu því komið í 3.320 evrur. Það samsvarar kíló-verði upp á 288 íslenskar krónur.

Svipuð þróun er að verki víða um heim og er helsta ástæða þess talin vera þurrkarnir í Ástralíu en þeir hafa meðal annars orðið til þess að Ástralir tóku 1,5 millj-ónir tonna af undanrennudufti af alþjóðamarkaði. Alþjóðafyrirtækið Nestlé finnur mikið fyrir þessum hækkunum og sagði talsmaður þess að þær væru víða svo örar að verslanir hefðu ekki undan að breyta verðmerkingum í hill-um sínum. Talsmaðurinn sagði einnig að Nestlé gæti ekki hleypt þessum hækkunum út í verðlagið svo fyrirtækið varar hluthafa við því að hagnaður af viðskiptum með mjólkurafurðir muni dragast saman. Maskinbladet

Kínverjar flytja út mengað dýrafóður– Er ekki á markaði hér á landi, segir Landbúnaðarstofnun

Sérfræðinganefnd á að kanna mögulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Verðbólgan jókst í aprílVísitala neysluverðs hækkaði um 0,86% í apríl. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,7%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði mest áhrif til hækkunar, 0,18%, en á óvart kom að verð á mat og drykkjarvöru olli 0,16% hækkunarinnar, meira en verð á bensíni og díselolíu (0,14%).

Þetta þýðir að þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á matvöru 1. mars sl. hefur undirliggjandi verðbólga reynst meiri en ætlað var og metur Hagstofan að hún sé um 6,5% um þessar mundir. –ÞH

Page 2: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20072Fréttir

Ólafur Eggertsson, oddviti Rangárþings eystra afhendi eigendum fyrirtæk-isin gjöf frá sveitarfélaginu í tilefni af tímamótunum. Hér er hann til vinstri ásamt Loga og Páli.

Hönnuðir Glófa eru þær Stefanía Stefánsdóttir og Björg Pjetursdóttir, sem heldur hér á dóttur sinni, Sigurbjörgu Þóru. Við þeim blasir það verkefni að endurhanna allar vörulínur fyrirtækisins.

Þau Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi hafa nýlega tekið í notkun nýtt gistihús á Drangnesi. Gistihúsið mun taka til starfa á næstu dögum og eru eigendurnir bjartsýnir á sumarið framundan. Í fyrra ráku þau gistingu í leik-skólanum á staðnum og íbúð í skólahúsinu en nú er það hús-næði í notkun og því kviknaði sú hugmynd að koma sér upp nýrri aðstöðu. Aðsókn í gistinguna var góð í fyrrasumar, enda ekki mikið um gistirými á Drangnesi fyrir.

Nýja aðstaðan var ekki alveg smíðuð frá grunni því herbergin eru tveir vegavinnuskúrar sem þau fjár-festu í og síðan var smíðað sameig-

inlegt rými á milli þeirra. Um er að ræða fjögur tveggja manna herbergi og sameiginlegan aðgang að eldhúsi, stofu og baðherbergi. Alls geta því átta gist í húsinu í einu. Útsýnið og umhverfið er afar skemmtilegt, en húsið stendur við klettinn Kerlingu sem er helsta kennileiti þorpsins og aðeins steinsnar frá sundlaug-inni sem tekin var í notkun í fyrras-umar. Í nokkur ár hefur Ásbjörn stundað siglingar með ferðamenn á bát sínum Sundhana. Farið er með hópa í sjóstangveiði og í fyrras-umar hóf hann áætlunarsiglingar í Grímsey á Steingrímsfirði. Farið er í eyjuna tvisvar í viku þegar farþeg-ar gefa sig fram og hefur Ásbjörn fengið Ástu Þórisdóttur til liðs við

sig sem leiðsögumann í ferðunum. Ásbjörn er bjartsýnn á ferðasum-arið. Hann segir eyjasiglingarnar hafa farið rólega af stað í fyrrasumar en þær eigi eflaust eftir að auglýsa sig upp með tímanum. Mikið fugla-líf er í eyjunni og er hún því eft-irsóknarverður viðkomustaður fyrir ferðamenn. Ásbjörn hefur líka fleiri járn í eldinum því hann er byrjaður að innrétta kaffistofu á efri hæð húss sem stendur við hlið hins nýja gisti-húss. Þar verður rúm fyrir allt að sjötíu manns í sæti og stórar svalir sem snúa að Grímsey verðar smíð-aðar við það. Þar verður svo komið fyrir kíki þannig að hægt verði að fylgjast með fuglalífi í eyjunni. Þessi aðstaða vonast hann til að verði tilbúin um miðjan júní. Ferðamenn ættu því að hafa nóg að sjá og skoða á Drangsnesi í sumar. kse

Nýtt gistihús á Drangsnesi

Nýja gistihúsið snýr út að sjónum og þaðan er frábært útsýni yfir Grímsey. Ásbjörn gaf sér tíma til að líta upp frá smíðavinnuni og á minni myndinni situr hann í setu-stofu hins nýja gistihúss.

Í upphafi þessa árs keypti Glófi ehf. Prjónaver á Hvolsvelli af Einari Árnasyni. Ýmsar breyt-ingar og endurbætur hafa átt sér stað í fyrirtækinu og af því tilefni var boðið til kynningar á fyr-irtækinu á dögunum. Eigendur Glófa eru þeir Páll Kr. Pálsson og Logi Guðlaugsson. Fyrirtækið er einnig með starfsemi á Akureyri þar sem smáflíkurnar eru saum-aðar en öll stærri verkefni eru unnin á Hvolsvelli. Þá eru skrif-stofurnar og markaðsdeildin er til húsa í Kópavogi.

„Það er mjög gott að vera með fyrirtækið á Hvolsvelli. Þar ætlum við að efla starfsemina mikið næstu árin og hlökkum til að vinna með starfsfólki og heimamönnum að því,“ sagði Páll í samtali við blað-ið. Þá sagði hann að nú sé í gangi viðamikið markaðsátak, sem mun ná til rúmlega tveggja ára þar sem markmiðið er að endurhanna frá grunni allar vörulínur fyrirtækisins og bæta inn ýmsum nýjungum sem tengjast íslenskri ull.

MHH

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð-herra settist við saumavélina hjá Prjónaveri og tók nokkur spor um leið og hann opnaði nýju starfs-stöð Glófa á Hvolsvelli. Það máttu minnstu muna að hann prjónaði í puttann á sér en það slapp þó fyrir horn.

Bjart yfir starfsemi

Prjónavers á Hvolsvelli

Page 3: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var
Page 4: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20074

Þann fyrsta maí sl. var skrifað undir menningarsamning við Vestfirði að Staðarflöt í Hrúta-firði. Menningarsamningurinn er gerður milli ríkisins og tíu sveit-arfélaga á Vestfjörðum og nær til áranna 2007-2009.

Á þessu tímabili leggur ríkið fram samtals 95 milljónir króna í samninginn en sveitarfélögin leggja jafnframt fram fé til sameiginlegra verkefna hvort heldur er með fram-lögum frá einkaaðilum eða með eigin framlögum. Skal við það miðað að árið 2008 nemi framlag sveitarfélaganna a.m.k. 17,5% af

þeirri heildarfjárhæð sem veitt er til verkefnastyrkja og 25% árið 2009. Þá skulu sveitarfélögin greiða að lágmarki þriðjung kostnaðar vegna starfsemi Menningarráðsins árið 2008 og helming kostnaðar árið 2009. Gildistími samningsins er til ársloka 2009. Það var Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða sem undirritaði samninginn fyrir hönd Vestfirðinga og Sturla Böðvarsson fyrir hönd ríkisins. Á sama tíma und-irritaði Adolf H. Berndsen formaður samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undir samsvarandi samning

fyrir sína heimabyggð. Tilgangur menningarsamninga

er að efla og styðja við menn-ingarstarf og menningartengda ferðaþjónustu í þessum lands-hlutum. Jafnframt eru áhrif sveit-arfélaga á forgangsröðun verk-efna aukin. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna verður svokallað menningarráð sem stofnað verður á Vestfjörðum og mun það standa fyrir þróunarstarfi í menningarmál-um, auk þess að auglýsa og úthluta fjármagni til menningarverkefna og verkefna á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra í Strandabyggð er menningarráðið ekki tekið til starfa, en þegar samningurinn hefur formlega verið tekinn til samþykkt-ar hjá hverju sveitarfélagi telur hún ekkert því til fyrirstöðu að koma honum í framkvæmd. Héraðsnefnd Strandasýslu hefur fyrir all nokkru tilnefnt Arnar Jónsson sem full-trúa svæðisins. Samningurinn verið í deiglunni allt kjörtímabilið, en maður hefur séð mikla hreyfingu komast á málið nú í aðdraganda kosninga, sagði Ásdís. Hún segir að sveitarstjórn Strandabyggðar hafi í fyrstu hafnað tillögum um skipan fulltrúa í ráðið er fram komu í lok febrúar. Þá var gert ráð fyrir að svæðinu yrði skipt í þrennt: Strandasýsla og Austur-Barðastrandasýsla yrðu eitt svæði, Vestur-Barðastrandasýsla eitt og Ísafjarðarsýslur eitt og svæðin tilnefndu 2 fulltrúa hvert nema Ísafjarðarsýslur sem tilnefndu 4 fulltrúa. Þá kæmi einn fulltrúi frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Lendingin varð síðan sú að ráðið er skipað á sama hátt og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða, það er að í því verða tveir fulltrú-ar frá Ísafirði, einn frá Ströndum, einn frá suðursvæði Vestfjarða og einn sameiginlega frá Bolungarvík og Súðavík, ásamt tveimur sem Fjórðungssambandið tilnefnir. Fulltrúarnir verði því sjö í stað níu eins og áður hafði verið gengið út frá. Ásdís telur að afrakstur menn-ingarsamnings verði fyrst og fremst meira fjármagn í menningarmál í sveitarfélögunum og með þátttöku sveitarfélaga verði fjármagn þeirra til málaflokksins alla vega ekki minna en verið hefur. kse

Mikilvægur þáttur í sjálf-bærri þróun samfélaga er að nýta sem best orku og hráefni og haga nýtingu með þeim hætti að möguleikar komandi kynslóða verði ekki skertir. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nú, í samvinnu við fleiri aðila, sótt um styrk í orkusjóð Orkuveitu Reykjavíkur vegna rannsóknar sem fyrirhugað er að hefja innan skamms. Hún miðar meðal annars að því að safna saman mykju af kúabúum á Eyjafjaðarsvæðinu og fram-leiða úr henni metan sem ef til vill verður hægt að nota til að knýja bifreiðar og yrði þannig framlag okkar til að draga úr gróðurhúsaáhrifum

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur sérstöðu á þessu sviði vegna þekkingar á landbúnaðarfram-leiðslu og úrgangi sem þar til fellur, en hefur að auki viðamikla aðstöðu til efnagreininga, m.a. á næringarefnum og snefilefnum, sem og gasi. Á vegum skólans hefur verið staðið að viðamikl-um rannsóknum á ferlum gróð-urhúsalofttegunda í náttúrunni og hann fer með bókhald fyrir bind-ingu gróðurhúsaloftegunda vegna rammasamnings SÞ um loftslags-breytingar. Við skólann starfa enn fremur örverufræðingar og sérfræðingar í líkanagerð í lífvís-indum. Þá starfa við skólann rækt-unarsérfræðingar sem m.a. hafa rannsakað framleiðslu lífmassa í samstarfi við fleiri aðila. Að auki

má nefna að skólinn stefnir að því að byggja upp rannsóknir og menntun á þessu sviði.

„Orkuvinnsla úr lífrænum úrgangi er ein margra leiða til nýt-ingar á lífrænum úrgangi. Markmið nýtingarinnar geta líka verið marg-vísleg. Vinnsla á eldsneyti er eitt markmið, minni losun gróðurhúsa-lofttegunda er annað, sem og nýjar leiðir í meðferð lífrænna úrgangs-efna,“ segir Þóroddur Sveinsson, lektor við Landbúnaðarháskólann og tilraunastjóri á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Mismunandi lausnir við metanvinnslu

Mismunandi lausnir eru við met-anvinnslu úr lífrænum úrgangi en þar má nefna gasvinnslu í gerjunar-tönkum og í orkuhleifum sem geta verið hentugar ef nægt landrými er fyrir hendi. Einnig er mögulegt að það henti betur að vinnsla fari fram sem næst uppruna hráefnisins, t.d. heima á búunum. „Þess vegna er

mikilvægt að á þessu stigi verði lögð í það vinna að skoða sem flestar hliðar á málaflokknum og ekki verði eingöngu horft til efna-hagslegrar hagkvæmni mismun-andi tæknilausna við orkuvinnslu. Nauðsynlegt er að meta umhverf-isáhrif hvers ferils og ekki síður félagsleg áhrif,“ segir Þóroddur.

Þekking á framleiðslu og nýt-ingu metans hefur stóraukist á undaförnum árum. Nefna má að í Danmörku er starfræktur fjöldi virkjana þar sem aðalhráefni er húsdýraáburður. Virkjanir þessar nýta um 3,5% af öllum húsdýra-áburði sem til fellur í landinu, um 1,1 milljón tonna, og er stefnt að því að áttfalda það magn á næstu 30 árum.

Allar þessar virkjanir nýta met-anið til framleiðslu á rafmagni eða til upphitunar. Virkjanir af þessu tagi teljast umhverfisvænar og eru flokkaðar sem „koldíoxíð-hlut-lausar“.

Gæði kúamykjunnar metin í kjölfar rannsóknar

Þóroddur segir að gera megi ráð fyrir að gæði svínaskíts hér á landi séu svipuð og þekkist í nágranna-löndunum, t.d. Danmörku. Hins vegar sé erfiðara að meta hver gæði kúamykjunnar til metanfram-fleiðslu séu nema með samanburð-arrannsóknum.

Ljóst er að á stærstu kúabúum og í þéttbýlustu sveitum hérlend-is fellur til það mikið magn hús-dýraáburðar að það er vel yfir hagkvæmnismörkum sem sett eru erlendis, hvort heldur sem litið er til eins-bús-virkjana eða samlagsvirkj-ana, og jafnvel einnig til framleiðslu á bifreiðaeldsneyti. Hvar þessi hag-kvæmnismörk liggja nákvæmlega við íslenskar aðstæður er þó ekki hægt að ákvarða nema með rann-sóknum, segir Þóroddur.

Ein forsenda þess að metan verði orkugjafi fyrir mikinn fjölda ökutækja er að hægt verði að fram-leiða metan og byggja áfylling-

arstöðvar utan höfuðborgarsvæð-isins. Metanstöðvar í Eyjafirði myndu stórauka mögulegan „akst-urs-radíus“ metanbíla og gera þá um leið að mun álitlegri valkosti en nú er. Metanflutningar langar leiðir, eins og t.d. frá Reykjavík til Akureyrar, eru ekki taldir raunhæfur kostur því að áfylling-arstöðvar þurfa að vera tiltölulega nálægt hauggasvirkjunum. Miklir og vaxandi landflutningar eru á milli Reykjavíkur og Akureyrar og treysta þeir algjörlega á jarðefna-eldsneyti, en tæknilega er mögu-legt að breyta stórum dísilvélum, eins og í flutningabifreiðum, þann-ig að þær geti gengið fyrir blöndu af metani og dísilolíu.

„Akureyri er í miðju þéttbýls landbúnaðarsvæðis þar sem mikið fellur til af húsdýraáburði á til-tölulega litlu svæði, aðallega frá nautgripum. Á Akureyri og nálæg-um þéttbýlisstöðum fellur einnig til mikið magn lífræns úrgangs frá matvælavinnslu sem líklega er nýt-anlegur að talsverðum hluta til met-anframleiðslu. Þá er svæðið tilvalið til ræktunar lífmassa, sé það talið hagkvæmt í vinnsluferli metans,“ segir Þóroddur. Hann nefnir að mark-miðið sé að finna og bera saman ólík kerfi til framleiðslu á hauggasi úr lífrænum úrgangi, einkum húsdýra-áburði á Stór-Akureyrarsvæðinu, þ.e. öllum Eyjafirði og hugsanlega einnig Húsavík og Sauðárkróki. Önnur eldsneytisframleiðsla úr líf-rænum úrgangi verður einnig skoð-uð til samanburðar. MÞÞ

Orkuvinnsla úr lífrænum úrgangi er ein margra leiða til nýtingar á lífrænum úrgangi:

Verður unnt að framleiða metan úr mykju eyfirskra kúa og knýja bíla?

Metanknúnir bílar notaðir við Landbúnaðarháskólann

Á dögunum fékk LbhÍ afhenta tvo metanknúna Volkswagenbíla. Bíl-arnir eru með tvíbrennihreyfli, sem þýðir að þeir geta gengið bæði fyrir metani og bensíni. Þeir eru fyrst og fremst knúnir metani en þrjóti það skiptir sjálfvirkt stýrikerfi yfir á bensínkerfið. Að sögn talsmanna Heklu sýna athuganir að eldsneytiskostnaður metanbíla er 30% lægri en bensínbíla. Starfsmenn LbhÍ sýndu bílana í Kringlunni í tvo daga áður en þeir voru teknir í notkun. Hér má sjá Þorbjörgu Kristjánsdóttur alþjóðafulltrúa sem dreifði bæklingum um LbhÍ í Kringlunni.

Viðgerðir standa nú yfir á Hér-aðsskólanum á Laugarvatni og ganga samkvæmt áætlun. Fram-kvæmt verður fyrir 47,5 milljónir í ár og í fyrra var framkvæmt fyrir 40 milljónir.

Farið var í mun meiri endurbæt-ur að utan en gert var ráð fyrir í upphafi. Ákveðið var, eftir að múr-viðgerðum lauk, að skipta um þak-járn sem var orðið lúið. Eins hefursú ákvörðun verið tekin að endur-vinna alla aðkomu, bílastæði og stéttar fyrir framan húsið sem og

græn svæði þar. Eins verður vænt-anlega óbein jarðlýsing upp með húsinu allan hringinn. „Það hefur ekkert verið ákveðið enn hvaða starfsemi verður í húsinu í fram-tíðinni. Sú ákvörðun verður tekin í menntamálaráðuneytinu og hafa margar hugmyndir, misútfærðar, verið lagðar á borð þar,“ sagði Halldór Páll Halldórsson, skóla-meistari Menntaskólana að Laug-arvatni þegar hann var spurður út í hlutverk skólans eftir viðgerðirnar. MHH

Óvíst um hlutverk Hér-aðsskólans á Laugarvatni

Viðgerðir standa nú yfir á héraðsskólanum á Laugarvatni. Í vor og sumar verður lokið við þakið, húsið málað, vinnupallar rifnir niður, drenað í kring-um það og síðan lokið við alla jarðvinnu og framkvæmdir vegna drens, bílastæða, stétta, gangstíga og aðkomu, í haust.

Menningarsamningur fyrir Vestfirði undirritaður

Sveitarstjórnir þriggja hreppa í Suður-Þingeyjarsýslu hafa ákveðið að kanna kosti þess að sameina sveitarfélögin og hef-ur nú verið skipuð nefnd sem í sitja fulltrúar þeirra til að vinna að framgangi málsins, en um er að ræða Aðaldælahrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjar-sveit. Íbúar þessara sveitarfélaga eru 1366 að tölu en landsvæði það sem þeir ná yfir er gríðarlega stórt.

Reynhard Reynisson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem verkefn-isstjóri en formaður nefndarinnar er Erlingur Teitsson.

Reynhard sagði að fram undan væri vinna við úttekt á núver-andi starfsemi umræddra sveit-arfélaga og þá hefur verið leitað til Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um úttekt á skólamálum þeirra sem og að varpa fram þeim valkostum sem fyrir hendi eru um framtíðarskip-an þeirra mála í sameinuðu sveit-arfélagi. „Við ætlum okkur að kort-leggja stöðuna, fara vandlega yfir

málin, skoða hvernig stjórnsýslan, fjárhagur og þjónusta hvers og eins sveitarfélags lítur út og hvað muni breytast með sameiningu,“ segir Reynhard.

Fjórir grunnskólar eru reknir í sveitarfélögunum þremur; tveir í Þingeyjarsveit, Stjórutjarnaskóli og Litlulaugaskóli, Hafralækjarskóli er í Aðaldal og Reykjahlíðarskóli í Skútustaðahreppi. „Skólamálin eru stærst í þessum pakka og jafnframt þyngst og viðkvæmust,“ segir hann.

Reynhard segir að í hverjum skóla fyrir sig séu um 50 nemend-ur, aðeins rokkandi, en í tengslum við grunnskólana séu gjarnan reknir tónlistarskólar og í sumum tilvikum líka leikskóladeildir. „Grunnskólarnir í hverju sveitarfé-lagi eru eins konar kjarni þess, þar sem fram fer mikið starf sem marg-ir tengjast,“ segir Reynhard.

Verkáætlun gerir ráð fyrir að kosið verði um sameiningu á kom-andi hausti, laugardaginn 27. október næstkomandi. Áður en af því verður er fyrirhugað að kynna íbúum þá val-kosti sem taka þarf afstöðu til.

Stefnt að sameiningu þriggja hreppa fyrir norðan

Page 5: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20075

Page 6: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20076

Jafnréttið og jöfnunarsætinJæja, þá er maður að ná áttum eftir strembna kosninganótt. Þvílík spenna! Enski boltinn kemst ekki í hálfkvisti við þetta.

Mesta spennan tengdist því náttúrlega hvort stjórnin félli eða héldi og niðurstaðan varð eig-inlega hvorki né. En þess utan var það hringekja jöfnunarsætanna sem tók sig upp aftur og aftur. Það var auðvelt að hafa samúð með Guðmundi Steingrímssyni sem segist hafa farið fjórum sinnum á þing um nóttina, en endaði utan-dyra. Hann sagði orðið tímabært að stofna hagsmunasamtök jöfn-unarmanna og bauð sig fram til forystu í þeim. Fyrsta krafa þeirra samtaka hlýtur að vera að ráða hóp sálfræðinga á kosninganótt til þess að veita félagsmönnum áfallahjálp.

Eftir að úrslitin lágu fyrir var fróðlegt að skoða samsetningu hins nýja þings. Mikil endurnýjun varð í þingliðinu og konum fjölg-aði – um eina frá síðustu kosn-ingum. Hins vegar hafði konum fjölgað á kjörtímabilinu svo í raun fækkaði þeim nú í kosningunum. Hlutfall kvenna er nú 31,8%.

En konunum er misskipt eftir kjördæmum og þar er hlutur landsbyggðarinnar heldur dap-urlegur. Skárst er ástandið í Norð-austurkjördæmi þar sem konur eru 40% þingmanna, 4 af 10. Í Suðurkjördæmi er aðeins ein kona af 10 þingmönnum og í Norðvest-urkjördæmi náði engin kona kjöri. Alls er hlutur kvenna á lands-byggðinni því einungis 5 af 29 eða innan við fimmtungur.

Annað sem breyttist í þessum kosningum var að nú er varla hægt að segja með sanni að bændastéttin eigi fulltrúa á þingi. Vissulega er eitthvað um bænda-syni og jafnvel -dætur í röðum þingmanna en ólíkt því sem oftast hefur verið er enginn starfandi bóndi á þingi. Drífa Hjartardóttir var síðasti bóndinn sem átti sæti á Alþingi en henni var hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins síð-asta haust. Fulltrúum sjómanna fjölgaði hins vegar með kjöri Grétars Mar Jónssonar. En bænd-ur verða að bíta í skjaldarrendur og koma að manni. Gefur enginn sig fram? –ÞH

Málgagn bænda og landsbyggðar

LEIÐARINN

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu

Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected]

Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þóra Þórsdóttir [email protected] – Sigurdór Sigurdórsson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected]

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected]: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

Þá er einhver mest spennandi kosninganótt síðari ára liðin og stjórnmálamenn að ná sér eftir mikið álag og vökur. Nóttin sú verður lengi í minnum höfð, ekki síst fyrir það að stjórnarflokkarnir ýmist misstu meirihlutann eða endurheimtu hann, að heita má í hvert sinn sem nýjar tölur bárust. Frambjóðendur voru í stöðugum förum inn og út af þingi og máttu margir hverjir þola slíka meðferð fram til klukkan 9 á sunnudagsmorgni þegar loka-tölur voru lesnar upp.

Eitt af því sem varð til að framlengja þessa óvissu var hversu lengi menn voru að telja atkvæði á landsbyggðinni. Kjördæmum var fækkað fyrir nokkrum árum og þau stækk-uð. Útkoman úr því eru þrjú geysistór lands-byggðarkjördæmi þar sem brugðið getur til beggja vona með flutning kjörkassa vegna lélegra samgangna og jafnvel ófærðar, þótt komið sé fram á vor. Raunar er ljóst að þessi kosninganótt vakti upp ýmsar spurningar um það fyrirkomulag sem haft er á kosningum hér á landi, ekki síst skiptingu landsins í kjör-dæmi þar sem sumir vilja gera landið að einu kjördæmi en aðrir skipta því niður í mörg lítil. Þá má nefna að margir Reykvíkingar eiga erf-itt með að koma auga á réttlæti þess að skipta höfuðborginni í tvö kjördæmi.

Annað atriði sem vakti upp spurningar er flókið og ógagnsætt kerfi sem haft er á úthlutun jöfnunarþingsæta. Það er að sögn þeirra sem segjast skilja það ágætlega rökrétt og þjónar sínum tilgangi. Ókosturinn er hins vegar sá að það er flestu fólki óskiljanlegt og veldur því að hinn almenni kjósandi á í mikl-um erfiðleikum með að túlka þær tölur sem koma upp úr kjörkössunum. Alla nóttina eru þessi jöfnunarsæti á ferð og flugi um landið, milli flokka og kjördæma, og oftast er end-

irinn sá að í lok talningar verða undarlegar uppákomur sem fæstir botna í. Sem dæmi um þetta má nefna að oftar en einu sinni um kosn-inganóttina kom upp sú staða að ríkisstjórnin hafði meirihluta en ef Framsóknarflokkurinn bætti við sig nokkrum atkvæðum félli hún!

En hvað sem þessum undarlegheitum kosn-ingakerfisins líður þá tókst að telja öll atkvæði og úthluta öllum þingsætum. Niðurstaðan varð sú að ríkisstjórnin heldur velli, og þó ekki.

Formlega séð hefur stjórnin meirihluta en vegna þess að hann er eins naumur og frekast er unnt virðast flestir þeirrar skoðunar að stjórnin verði ekki sett á vetur, þótt hún starfi áfram til að byrja með. Hvað við tekur er ekki gott að segja. Þar virðast þrír kostir líklegastir þegar þetta er skrifað: Samstjórn Sjálfstæðisflokks við annað hvort Samfylkingu eða Vinstri græna eða samstjórn tveggja síðarnefndu flokkanna og Framsóknarflokks, svipað og í R-listanum sáluga.

Hver sem niðurstaðan verður gaf kosninga-

baráttan fyrirheit um að áherslur ríkisstjórnarinn-ar breytist í þeim málum sem varða bændur og íbúa landsbyggðarinnar. Það var fagnaðarefni hversu mikinn áhuga frambjóðendur allra flokka sýndu á bættum samgöngum og fjarskiptum á landsbyggðinni. Vonandi gleymast þau kosn-ingaloforð ekki þegar menn setjast niður við að semja nýjan stjórnarsáttmála.

Það gegnir í raun svipuðu máli um afstöðu frambjóðenda til bænda og landbúnaðar þótt umræða um það væri ekki eins áberandi í hita kosningabaráttunnar. Bændasamtök Íslands gerðu sitt til þess að setja þau mál á dagskrá með því að efna til funda með frambjóð-endum um landbúnaðarmál. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu virtist ekki ríkja mikill ágreiningur milli frambjóðenda og flokka um afstöðuna til málefna landbúnaðar-ins. Greinilegt var að málflutningur bænda í tengslum við umræðuna um matvöruverðið í vetur hefur skilað sér í því að frambjóðendur og hinn almenni kjósandi er betur að sér um stöðu landbúnaðar og hagsmuni íslenskrar bændastéttar en oft áður.

Það er því fróm ósk íslenskra bænda að þeir stjórnmálamenn sem koma sér saman um að stjórna landinu næstu fjögur ár starfi í anda þess aukna skilnings og hafi það hugfast að almenningur í landinu hefur með óyggjandi hætti kveðið upp úr með það að hann vill að á Íslandi sé starfræktur öflugur landbúnður. Það merkir meðal annars að ekki verði farið fram með harkalegar atlögur að þeirri tollvernd og þeim stuðningi sem framleiðsla íslenskra bænda nýtur. Bændur vænta þess að þeir þingmenn sem nú taka sæti á Alþingi kapp-kosti að hafa náið samráð við bændur um allar breytingar sem gerðar verða á starfsumhverfi þeirra. –ÞH

Að loknumkosningum

Búvélafyrirtækið Vélfang var útnefnt Fyrirtæki ársins 2007 á dögunum í flokki smærri fyr-irtækja. Alls voru borin saman 262 fyrirtæki svo árangurinn verður að teljast frábær. Vélfang er bændum að góðu kunnugt því fyrirtækið selur og þjónustar m.a. vélar frá Claas, Fendt, Kuhn og Kverneland. Í vali á Stofnun ársins voru Búnaðarsamtök Vesturlands ofarlega á blaði og lentu í 6. sæti af 99 stofn-unum sem voru í pottinum. Búnaðarsamtökin fá nafnbótina „Fyrirmyndarstofnun“ SFR og öðlast rétt til þess að nota viðeig-andi merki í kynningarefni stofn-unarinnar í eitt ár.

Niðurstöðurnar eru byggðar á stærstu vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hérlendis. VR og SFR standa saman að könnuninni en þátttakendur voru um 15 þúsund manns.

Góður vinnuandi skilar sér í bættri þjónustu

Hjá Vélfangi starfa 15 manns en fyrirtækið er með starfsstöðvar í

Reykjavík og á Akureyri. Eyjólfur Pétur Pálmason framkvæmdastjóri Vélfangs segir að það sé mikil við-urkenning að bera titilinn Fyrirtæki ársins. „Hjá okkur er það lykilatriði að hver starfsmaður hafi frelsi og sé treyst fyrir sínum verkum. Við tókum þá stefnu strax við stofnun fyrirtækisins að vera með fátt en gott starfsfólk og það hefur okkur tekist hingað til,“ segir Eyjólfur. Hann segist þess fullviss að góður

vinnuandi skili sér í bættri þjón-ustu til viðskiptavina. Stærstur hluti rekstrarins hjá Vélfangi lýtur að landbúnaði en sala á alls kyns vinnuvélum fyrir verktaka hafi auk-ist mikið undanfarið. „Við höfum verið að kynna ýmsar nýjungar eins og kornþurrkara og fóðurkerfi. Við ætlum okkur að sinna bændum vel í framtíðinni og erum bjartsýnir fyrir hönd landbúnaðarins,“ segir Eyjólfur.

Samstilltur hópur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands

Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands, sagði í samtali við Bændablaðið að góður vinnuandi væri öllum starfsmönn-um að þakka. „Það eru 14 stöðu-gildi hjá Búnaðarsamtökunum en talsvert er um hlutastörf. Okkur hefur gengið ágætlega með mann-skap þó það sé alltaf svolítil hreyf-ing á fólki. Ráðunautar fara sumir alfarið í búskap sjálfir og sumir hafa ákveðið að bæta við sig mennt-un sem er jákvætt að mínu mati,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann að reksturinn hafi ekki breyst mikið eftir að Búnaðarsamtökin fluttu frá Borgarnesi til Hvanneyrar haustið 2003, en styrkur og sóknarfæri fæl-ust þó í því að vera í nábýli við land-

búnaðarháskólann. Búnaðarsamtök Vesturlands voru stofnuð árið 1985 en Búnaðarsambönd Borgarfjarðar, Snæfellinga og Dalamanna stóðu að samtökunum. Árið 2001 voru búnaðarsambönd-in sameinuð undir merki BV og árið 2003 var gerður samningur um leiðbeiningaþjónustu á svæði Búnaðarsambands Vestfjarða. Í fyrra var gert sambærilegt sam-komulag við Búnaðarsamband Kjalarnesþings svo starfssvæðið er mjög stórt, allt frá Hellisheiði og vestur að Hornbjargi. Helstu verk-efni Búnaðarsamtaka Vesturlands felast í umsýslu vegna skýrsluhalds í búfjárrækt, rekstrarleiðbeining-um, úttektar- og eftirlitsverkefn-um, rekstri sæðingastarfsemi og almennri ráðgjöf um landbúnað.

Vélfang er Fyrirtæki ársins 2007- Líka gott að vinna hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands!

Glaðbeittur hópur starfar hjá Vélfangi en á myndinni eru þeir sem voru við þegar ljósmyndara bar að garði. Frá vinstri: Skarphéðinn Karl Erlingsson, Eva Hrund Willatzen, Sigurgeir Þórðarson, Eyjólfur Pétur Pálmason, Hlín Ingólfsdóttir, Kristján Ragnarsson, Guðmundur Broddi Björnsson, Örvar Snær Haraldsson, Guðmundur Sigurðsson, Ander Larsson og Gunnar Guðjónsson. Mynd: TB.

Nokkrir starfsmenn Búnaðarsamtaka Vesturlands. Frá vinstri: Eiríkur Blöndal, Guðmundur Hallgrímsson, Guðlaugur Antonsson, Anton Torfi Bergsson, Þorvaldur Jónsson og Magnús Agnarsson. Sigríður Jóhannes-dóttir situr fyrir framan karlahópinn. Mynd: ÁÞ.

Page 7: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Hlýnun jarðar vegna gróðurhúsa-áhrifanna hefur verið mjög til um-ræðu á síðustu misserum í kjölfar alþjóðlegrar umræðu um þenn-an aðsteðjandi vanda. Vestrænt samfélag er háð brennslu jarð-efnaeldsneytis og erfitt er að sjá í fljótu bragði hvernig mögulegt er að knýja fram nauðsynlegan samdrátt í losun án verulegra áhrifa á lífskjör.

Fyrstu skrefin hafa þó verið tekin. Nægir þar að nefna samning Sameinuðu þjóðanna sem kenndur er við Kýótó. Nýleg lög frá Alþingi um losun svokallaðra gróðurhúsa-lofttegunda takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju í takt við skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyótóbókuninni. Núver-andi stóriðja fær úthlutað útblást-urskvóta en gert er ráð fyrir að ný stóriðjufyrirtæki verði að afla sér réttar til útblásturs með „…fjár-mögnun verkefna á sviði bind-ingar kolefnis í gróðri og jarðvegi, með þátttöku í verkefnum á sviði loftslagsvænnar þróunaraðstoðar eða sameiginlegrar framkvæmdar eða kaupum á losunarheimildum erlendis frá.“ (Lög nr. 65 28. mars 2007). Markaðir með slíkar mót-vægisaðgerðir blómstra víða um þessar mundir. Sem dæmi stend-ur flugfarþegum víða um heim til boða að kaupa bindingu kolefnis sem samsvarar þeirri mengun sem flugferð þeirra skapar. Flest bendir því til þess að möguleikarnir til að selja þá þjónustu að binda kolefni séu miklir og vaxandi.

Tré og aðrar plöntur sækja efnið í eigin vefi að stærstum hluta til andrúmsloftsins. Ljóstillífun gerir þeim kleift að breyta koltvísýringi úr andrúmsloftinu í lífrænt efni með hjálp sólarljóssins. Plöntuvefir eru þar af leiðandi ríkir af kolefn-issamböndum. Til dæmis er kol-efni um helmingur þurrefnis í viði. Ef hægt er að auka bundið kolefni, hvort sem er í vefjum plantna eða í jarðvegi, dregur það úr magni kol-tvísýrings í andrúmsloftinu. Þessa viðbótarbindingu er mögulegt að bjóða sem markaðsvöru. Að rækta skóg í dæmigerðu íslensku mólendi er dæmi um breytingu á gróðurfari sem hefur verulega aukna bindingu í för með sér, sem síðan er hægt að selja. Íslenskir landeigendur eiga því umtalsverða möguleika á að bjóða kolefnisbindingu til sölu enda er Ísland að stórum hluta gróðurrýrt og því hægt að auka verulega það kolefni sem liggur bundið í plöntum og jarðvegi hér á landi.

Skilgreiningar og eftirlitHugmyndin að kolefnisbindingu er einföld. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna útblást-urs koltvísýrungs á einum stað er eytt með bindingu koltvísýrings á öðrum stað. Skógrækt á skóglausu landi veitir einstakt tækifæri til kol-efnisbindingar í stórum stíl. Hér á landi er nær einungis um slíka skógrækt að ræða og þarmeð ættu möguleikar íslenskra skógarbænda til að bjóða kolefnisbindingu að vera miklir. Þó er að nokkrum hlut-um að hyggja þegar kemur að skil-greiningu kolefnisbindingar sem söluvöru.

Í fyrsta lagi er rétt að undirstrika að það er viðbótarbindingin sem er seld, þ.e. binding umfram það sem landið batt áður. Þannig er ekki talið að þroskaður skógur bindi neitt í þessu samhengi því jafnmik-ið losni úr honum af kolefni vegna nytja og sem binst við vöxt.

Í öðru lagi getur kolefni sem bundið er í skógi auðveldlega losn-að á skömmum tíma út í andrúms-loftið aftur, t.d. við skógarelda. Til að kolefnisbinding sé raunhæf söluvara þarf að skilgreina hana nákvæmlega. Hvað er verið að selja? Hvert er innihald þeirrar

skuldbindingar sem landeigandi gengst undir þegar slíkur samning-ur er gerður? Jafnframt þarf að tryggja eftirlit með framkvæmd bindingarinnar, að kolefnið sé að réttu bundið og því haldið bundnu. Að því gefnu að kolefnisbinding hafi verið skilgreind sem afmörkuð vara þarf eignarrétturinn á henni að vera tryggður, þannig að hún verði ekki skert bótalaust.

Þetta vekur upp spurninguna um hvað gera skuli ef kolefninu er sleppt út í andrúmsloftið, t.d. við skógarelda eða vegna sjúkdóma. Augljóslega yrði sú kolefnisbind-ing sem búið var að selja verðlaus við það. Hver á að bera það tjón?

Taka verður á þessu atriði í skil-greiningu kolefnisbindingar sem söluvöru.

Jafnframt þarf að taka á gild-istíma bindingarinnar. Óraunhæft virðist að gera ráð fyrir að binding-

in gildi um alla framtíð. Eðli skóg-ræktar er slíkt að mun eðlilegra er að um vistun sé að ræða yfir ákveð-ið skilgreint tímabil. Lengd tíma-

bilsins mundi ákvarðast af þáttum eins og líftíma skógarins og lengd kolefnishringrása.

Síðasta skilyrðið sem kolefn-isbinding þarf að uppfylla er að hún sé framseljanleg, þannig að annar

aðili en landeigandi geti átt hið bundna kolefni. Þetta undirstrikar nauðsyn öflugs eftirlitskerfis með kolefnisskógum. Hagsmunir land-eiganda og þeirra sem keypt hafa kolefnisbindingu af honum þurfa ekki að fara saman. Landeigandi vill hámarka afrakstur af landi sínu, sem getur þýtt breytingar á landnotkun sem skerða rétt þeirra sem keypt hafa kolefnisbindingu af honum. Eftirlitskerfið þarf að tryggja að landeigandi geti ekki rýrt eign kaupenda nema á móti komi bætur af einhverjum toga.

Tvenns konar markaðurTveir markaðir eru í mótun hvað varðar kolefnisbindingu, eins og áður var nefnt. Í fyrsta lagi er það sá markaður fyrir bindingu til mót-vægis við stóriðju sem gert er ráð fyrir í 14. gr. nýsamþykktra laga um losun gróðurhúsalofttegunda. Ef allar stóriðjuáætlanir sem viðr-aðar hafa verið upp á síðkastið eiga að verða að veruleika er ljóst að Ísland fer verulega fram úr losunar-heimildum sínum. Þarna liggja að sjálfsögðu miklir möguleikar fyrir landgræðslu og skógrækt að bjóða bindingu til mótvægis. Þetta mun hins vegar verða kröfuharður mark-aður m.t.t. skilgreiningar binding-arþjónustunnar og eftirlits.

Í öðru lagi er markaðurinn fyrir frjálst mótvægi vegna eigin útblást-urs, t.d. flugferða og aksturs. Slíkrar bindingar er ekki krafist skv. lögum og þar af leiðandi er sá markaður ekki eins kröfuharður hvað varðar skilgreiningar og eftirlit. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ekki þurfi nákvæmar skilgreiningar og eftirlit heldur einungis að mistök verða væntanlega ekki eins dýr. Vísir að slíkum markaði er jafnframt þegar til hér á landi í Kolviðarverkefninu.

Eðlilegt er að spyrja hvort ís-lenskir skógarbændur eiga ekki að hella sér út í að selja kolefnisbind-ingu á þessum síðarnefnda mark-aði og þannig stuðla að því að þau vandamál sem tæpt hefur verið á verði leyst áður en fyrirsjáanleg aukning verður í eftirspurninni eftir kolefnisbindingu frá stóriðju.

Guðrún Árnadóttir

Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöð-um í Lundarreykjadal í Borgar-firði, sem uppi var fram yfir miðja síðustu öld, var í hópi betri hagyrðinga þessa lands. Til eru eftir hana vísur sem eru með því allra besta sem gerist eins og þessi sem hún orti til manns-ins síns þegar þau voru orðin gömul:

Bera urðum skin og skúrskilnings þurrð og trega.Þó hefur snurðum okkar úrundist furðanlega.

Svona yrkja bara snillingar.

Guðrún notaði nær eingöngu hringhenduformið í vísum sínum eins og vísan hér á undan sýnir og þær sem á eftir fara. Næsta vísa heitir Við tækifæri:

Týnist gjarna gatan naum,gleymist kjarni málsins:Dalsins barn í borgarglaumbrestur varnir talsins.

Næstu tvær vísur nefnir Guðrún Stökur en ljóð og lausavísur eftir hana voru gefnar út í bók sem heitir Gengin spor og kom út árið 1949.

Gæftafá með gallað skipgeymd er þráin inni, en geislum stráði og sást í svipsól í návist þinni.

Skal það minna skulda tilskráð, þó finna kunni,að beri kynning okkar ylendurminningunni?

Á leið til Akraness heitir næsta vísa:

Faðmi þínum fell ég að,framandi og einskis virði.Engan vísan á ég staðeina nótt í Borgarfirði.

Tvær næstu vísur kallar Guðrún bara Stökur:

Þegar fátt til yndis eruni ég sátt að dreyma.Hvarflar þrátt í muna mérmargt sem átti að gleyma.

Hugans myndir horfi á,hjartans lindir streyma.Mínar syndir sé ég þá,sól og yndi geyma.

Alllangur bragur eftir Guðrúnu heitir Haust. Hann byrjar svona:

Skuggar lengjast, lækkar sól,ljúfur genginn dagur.Þeirra er engin eiga skjólallur þrengist hagur.

Þegar Guðrún var orðin rosk-in fór hún í heimsókn til æsku-stöðvanna á Oddsstöðum. Þá var allt hennar fólk flutt í burtu og flest orðið breytt frá því hún var þar lítil stúlka. Hún orti þá brag sem heitir Heima og þessar tvær frábæru vísur er þar að finna:

Annað flest er orðið breytt,öllu er best að gleyma.Hugann festir aðeins eitt: Eg er gestur heima.

Gamall bær þá fellur frá,fegra þær umbætur.Stöðvum kærum æsku áaugað hlær og grætur.

Umsjón:Sigurdór Sigurdórsson

[email protected]

Í umræðunni

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20077

Daði Már Kristófersson

hagfræðingur Bændasamtaka Í[email protected]

Umhverfismál

MÆLT AFMUNNI FRAM

Gróðurhúsaáhrifin svokölluðu, þ.e. hlýnun loftslags á jörðinni vegna hækkandi hlutfalls vissra lofttegunda, s.s. koltvísýrings, er meðal alvarlegustu umhverf-isvandamála sem að íbúum jarð-arinnar steðjar. Hækkandi hlut-fall koltvísýrings má að miklu leyti rekja til brennslu jarðefna-eldsneytis eins og kola og olíu. Ef marka má mat sérfræðinga á kostnaði af fyrirsjáanlegri hlýn-un jarðarinnar lítur út fyrir að verulegur vantalinn kostnaður sé af mengandi starfsemi.

Álver, svo tekið sé dæmi, greiðir markaðsverð fyrir raf-skautin sem það notar, en rafskaut í álverum innihalda kolefni sem losnar við álbræðsluna. Mark-aðsverð rafskauta endurspeglarhins vegar einungis framleiðslu-kostnað þeirra, en ekki þann kostn-að sem aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu veldur. Þessi van-taldi kostnaður er t.d. tjón vegna þurrka, óveðurs, hækkandi sjávar-stöðu o.s.frv. Álverið, eins og aðr-ir sem standa fyrir útblæstri koltví-sýrings, valda með starfsemi sinni tjóni og velta kostnaðinum af því yfir á þá sem fyrir tjóninu verða.

Út frá sjónarhóli samfélagsins er kostnaður við álbræðslu van-talinn, því ekki er tekið tillit til umhverfistjónsins sem samfélagið verður fyrir þegar umfang fram-

leiðslunnar er ákveðið. Réttlátara væri að verð rafskautanna end-urspeglaði bæði framleiðslukostn-að þeirra og kostnað vegna áhrifa á hlýnun jarðar. Í hagfræði er talað um markaðsbrest þegar fyrirtæki valda utanaðkomandi aðila tjóni með þessum hætti án þess að bæta það. Útblástur á koltvísýringi er sígilt dæmi um markaðsbrest.

Skattlagning eða kvótakerfi?Hvað er til ráða? Lausnin felst í því að tekið sé tillit til þess tjóns sem framleiðslan veldur og dregið úr starfseminni þannig að hagn-aður af framleiðslunni nægi a.m.k. til að bæta tjónið sem hún veldur. Hagnaður samfélagsins er mestur þegar hagnaður af því að menga einni einingu meira er jafn mikill og skaðinn sem mengunin veldur. Meiri samdráttur í mengun mundi leiða til þess að meiri hagnaður glataðist en nemur tjóninu. Það þýðir minni hagnaður samfélagsins í heild. Minni samdráttur í mengun mundi leiða til þess að hagnaðurinn dygði ekki fyrir tjóninu, sem líka dregur úr hagnaði samfélagsins.

Þessu markmiði, að draga mátu-lega úr mengun, má ná með mis-munandi hætti. Hægt er að skatt-leggja losun eða setja á losunar-kvóta. Markmiðið í báðum tilfellum er að draga úr umfangi starfsemi sem mengar. Skattheimtan leið-

réttir framleiðslukostnað þannig að fullt tillit er tekið til þess tjóns sem framleiðslan veldur. Skatttekjurnar má síðan nota til að bæta það tjón sem rekja má til mengunarinnar. Á hliðstæðan hátt má takmarka það magn sem hvert fyrirtæki má menga. Þannig er dregið úr þeim skaða sem mengunin veldur. Öfugt við skattlagningu er ekki gefið að í kvótakerfi felist neinir möguleikar til að bæta tjónið sem mengunin veldur. Það fer alfarið eftir því hvernig kvótanum er úthlutað. Sé hann gefinn endurgjaldslaust, eins og tilfellið er í lögum um losun gróðurhúsalofttegunda sem Alþingi samþykkti nýverið, er ekki gert ráð fyrir neinni kostnaðaraukningu stóriðjufyrirtækjanna. Losunin, og þar með tjónið, er að vísu takmark-að en tjónþolarnir bera skaðann. Ef kvótinn er á hinn bóginn seldur má nota afraksturinn af þeirri sölu til að bæta tjón á sama hátt og ef um skattlagningu er að ræða.

Framseljanlegur kvóti hefur þann meginkost umfram skatta að hvatinn til að finna nýjar leiðir til að stemma stigu við losun eða tjóni, aðrar en að draga úr fram-leiðslu, helst óbreyttur. Sem dæmi um aðgerð af þessum toga er bind-ing á koltvísýringi beint úr and-rúmsloftinu, óháð hinni mengandi framleiðslu, eins og mögulegt er með skógrækt.

Hver er vandinn og hvað er til ráða?

Kolefnisbinding felur í sér tækifæri fyrir bændur

Page 8: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20078

Samtök fámennra skóla eru samtök skólaáhugafólks sem láta sig varða fámenna skóla. Fámennir leik-, grunn,- fram-halds- og háskólar eru fyrst og fremst skólar dreifbýlisins en þó ekki einvörðungu. Samtökin voru stofnuð 1989 og hafa frá þeim tíma þroskast frá því að standa vörð um grunnskólastarf í fámennum skólum í að vera nú orðin samtök sem tengjast öllum skólastigum. Það gerð-ist á síðasta ársþingi sem haldið var í Skagafirði 27. apríl síðast-liðinn. Hólaskóli – Háskólinn á Hólum gekk þá í samtökin fyrstur háskóla á Íslandi. Rektor Hólaskóla, Skúli Skúlason ávarp-aði þingið og kom hann meðal annars inná hversu mikilvæg þekking og menntun er sem grunnur að farsælu mannlífi og hvernig þeir sem fámennir eru geta eflt sig og styrkt með því að þroska og rækta samstarf við aðra.

Gestir þingsins komu víða að, frá öllum skólastigum og til gam-ans má geta þess að fulltrúar komu frá mörgum fámennustu skólum landsins og öllum byggðum eyjum landsins þar sem skóli er starfandi. Voru þinggestir sammála um að mikilvægt væri að hafa vettvang til að hittast, fræðast og ræða sameig-inleg mál.

Þema þingsins að þessu sinni var tengsl skóla við umhverfi sitt og útinám af ýmsu tagi. GunnarGíslason fræðslustjóri kynnti skóla-málanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en meðal helstu verk-efna hennar er að gefa umsagnir

um skólamál til sambandsins og taka þátt í og undirbúa stefnumót-un sambandsins á sviði skóalmála og vera til ráðgjafar á sviði skóla-mála við gerð árlegra starfsáætlana sambandsins. Sólrún Harðardóttir, Háskólanum á Hólum kynnti hugmynd að fræðsluvef sem ber vinnuheitið Náttúra Skagafjarðar, Eygló Björnsdóttir, Háskólanum á Akureyri kynnti vef um grennd-arkennslu fyrir miðstig, JónínaRós Guðmundsdóttir frá Mennta-skólanum á Egilsstöðum var með innlegg um sérstöðu fram-haldsskóla. Þóranna Rósa Ólafs-dóttir og Eybjörg Dóra Sigur-

pálsdóttir kynntu útikennslu í Norðlingaskóla, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fræddi þinggesti um samstarf leik-, grunn- og framhaldsskóla á skólasetrinu að Laugarvatni m.a. með tilliti til skapandi náttúru og umhverfis. Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri í Vestmannaeyjum kynnti meistara-verkefni sitt Samfélagslegt hlut-verk fámenna skólans. Ein megin-niðurstaða rannsóknarinnar er að skólinn gegnir mikilvægu samfé-lagslegu hlutverki sem vettvangur þar sem íbúar hittast og við nið-urlögn hans finna menn fyrir því að þennan vettvang vantar. Formlegri

dagskrá þingsins lauk með erindi Jakobs Frímanns Þorsteinssonar aðjúkt við Kennaraháskóla Íslands um sem hann kaus að kalla Úti-nám. Að loknu kaffi var aðalfund-ur samtakanna haldinn en þar var gerður mjög góður rómur að fram-lagi frummælenda á þinginu og allri umgjörð. Deginum lauk með umhverfisleiðsögn og útinámi undir öruggri handleiðslu Jakobs Frímanns Þorsteinssonar. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður sem um langt árabil hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að efla tengsl og skapa þinggestum umhverfi til skrafs og ráðagerða.

Á þinginu voru kynntar áherslur sem stjórn Samtaka fámennra skóla lagði fram við endurskoðum grunnskólalaga. Þar kom fram að samtökin lýsa ánægju með flestar breytingar sem boðaðar eru en þó eru nokkur atriði sem brýnt er að vekja athygli á.

o Vegna breytinga á starfsum-hverfi skóla er stjórnun þeirra stöðugt umfangsmeira verk-efni. Mikilvægt er að tryggja að sveitarfélög leggi nægilegt fjár-magn til stjórnunar skóla sinna.

o Samtökin fagna hugmyndum um sveigjanleg skil milli skóla-stiga. Það getur skapað fjöl-breytt tækifæri fyrir fámenna skóla á öllum skólastigum.

Einnig er mikilvægt að opna möguleika fyrir fámenn sveit-arfélög til að samreka leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

o Samtökin vilja benda á að í grunnskólalögum er hvergi talað um nemendur sem vistaðir eru utan síns lögheimilissveit-arfélags um lengri eða skemmri tíma. Nokkur óvissa virðist ríkja um vinnuferli þessara mála og ábyrgð aðila og skapar það víða vanda innan fámennu skólanna.

-efnum þessara nemenda.

o Samtökin setja spurningarmerki við hvort heppilegt sé að kveða á um fyrirkomulag og fjölda samræmdra prófa í lögum. Slíkt gæti orðið til þess að hefta eðlilega framþróun námsmats-aðferða.

Ný stjórn var kjörin á aðal-fundi. Hana skipa Jóhanna María Agnarsdóttir Grunnskólanum í Hrísey, Torfhildur Sigurðardóttir, Stórutjarnaskóla og Jón Hilmarsson Grunnskólanum Hofsósi.

Nánari upplýsingar um Samtök fámennra skóla og glærur frá þing-inu eru á heimasíðu samtakanna http://www.ismennt.is/vefir/sfs

Fyrir hönd þingnefndar,Þóra Björk Jónsdóttir,

Skagafirði

„Hversu oft var minnst á landbún-að í skýrslu Vestfjarðanefndar? Einu sinni og það einungis til að taka það fram hversu mörg störf væru í landbúnaði á Vestfjörðum. Engar tillögur voru um hvað hægt væri að gera til að styrkja þann atvinnuveg.“ Þetta skrif-ar Guðmundur R. Björnsson og birtir á Strandavefnum. Hann er fæddur og uppalinn í Árneshreppi en stundar nám í Óðinsvéum. Landbúnaður er, ásamt sjávarútvegi, mikilvæg-astur fyrir Strandamenn, bætir Guðmundur við, „og því ríður þar mest á að gerð sé gangskör að því að styrkja hann og efla.“

Guðmundur er ekki alls kostar hrifinn af skýrslu Vestfjarðanefndar sem kynnt var nýverið; þykir sem Strandir og íbúar byggðalagsins séu ekki taldir með Vestfjörðum nema á hátíðis- og tyllidögum, Skýrasta dæmið sé hversu lítið fari fyrir

sýslunni í Vestfjarðaskýrslunni. Nefnd séu 4-6 hugsanleg störf, öll á Hólmavík. Um helmingur íbúa Strandasýslu býr í dreifbýli og hefur landbúnað sem aðaltekjulind sína.

„Hvað er þá til ráða í landbún-aðarmálum Strandamanna? Eitt svar gæti verið á þá leið að leggja hann bara niður og flytja fólkið á mölina. En Strandamenn eru stolt-ir bændur sem hafa lagt sig fram við að rækta upp sitt fé og sést það best á haustin þegar aðrir bændur koma nánast í pílagrímsferðir til að sækja sér gimbrar og hrúta til að kynbæta eigin stofna. Til þessa hefur lítið verið gert til þess að nýta sér þessa sérstöðu Strandamanna sem ræktenda úrvalsfjár,“ skrifar Guðmundur í grein sinni.

Hann bætir við hugmynd sem móðir hans varpaði fram, þess efnis að Vestfirðir yrðu eitt sauð-fjárræktarsvæði og sláturhúsið á

Hólmavík yrði opnað á nýjan leik og myndi einungis slátra lömbum frá Vestfjörðum. Kjötið sem þaðan kæmi væri svo hægt að markaðs-setja sem vestfirska villibráð á neytendamarkað. Frekari vinnsla á kjötinu gæti síðan skapað atvinnu fyrir hluta starfsmanna sláturhúss-ins árið um kring og með því draga úr þeim sveiflum sem ein-kenna vinnu sem tengist sláturhús-um. Neytendur myndu gleypa við hnossgæti eins og lambalundum eða hryggjarvöðvum krydduðum með blóðbergi og fjallagrösum, svo tekið sé dæmi.

Vistvæn framleiðsla er í sókn á Vesturlöndum og slátrun á úrvals lambakjöti gæti skapað Vestfirðingum og Strandamönnum sérstöðu á markaði og þar með skapað atvinnu fyrir þá sem ekki hafa löngun til að yfirgefa sveita-sæluna fyrir streitu borgarlífsins, segir Guðmundur í grein sinni.

Vestfirsk villibráð á neytendamarkað?

Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóriStrandabyggðar, telur að Strandir séu afskiptar í Vest-fjarðaskýrslunni, þar sem settar voru fram tillögur og aðgerðir til að efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Óánægja sveit-arstjórans með skýrsluna kemur m.a. fram á Strandavefnum, en Ásdís segir að líkast því sé sem unnið sé gegn Ströndum í ein-hverjum tilvikum.

Aðeins ein tillaga sem teng-ist Ströndum sé í Vestfjarða-skýrslunni, þ.e. Þjóðtrúarstofa sem aðstandendur Strandagaldurs hafa unnið að. Einnig sé lagt til að efla starfsemi Atvinnuþróunar-félagsins á Ströndum.

Ásdís er óánægð með fulltrúa

Vestfjarða í nefndinni og telur þá ekki hafa fylgt málum nægilega vel eftir. Þannig hafi tillaga sem tengist heilbrigðisþjónustu verið sett yfir á Ísafjarðarbæ, ekki sé talað um að efla starfsemi sýslu-manns á Hólmavík og hvergi minnst orði á að leggja þriggja fasa rafmagn um Strandir líkt og annars staðar.

Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, segist ekki skilja hvers vegna fleiri tillögur frá Ströndum fengu ekki inni í Vest-fjarðaskýrslunni. Strandamenn hafi unnið heimavinnuna sína og lagt tillögur fyrir heimamennina í nefndinni. Segir Ásdís að svo virð-ist sem einungis eigi að styrkja Ísa-fjörð sem byggðakjarna.

Strandamenn óánægðir með Vestfjarðaskýrsluna

Dagana 23.-25. apríl s.l. var haldið málþing um menning-arlandslag á Norðurlöndum á tímum breytinga á umhverfi og landnýtingu. Það sem gaf þessu málþingi sérstakt gildi var að þarna voru samankomnir 70 full-trúar ýmissa stofnana á öllum Norðurlöndunum svo sem frá háskólum, rannsóknarstofnun-um, bændum, skógræktarfólki og sveitarfélögum.

Frumkvæðið endurspeglaði þörfina fyrir að ræða um ýmiss konar framkvæmdir, sem svo rækt-un hvers konar, sem hafa áhrif á landslag jafnt í þéttbýli sem dreif-býli.

Að málþinginu stóðu Norræni genbankinn, Norræni genbankinn fyrir búfé og Norræna skógrækt-ar-, fræ- og plönturáðið en Martin Werner skógfræðingur frá Svíþjóð annaðist stjórn þess með aðstoð Erlings Fimlands búfjárfræð-ings frá Noregi. Fundarstaður var Örenäs á Skáni í Svíþjóð og var

aðbúnaður þar með miklum ágæt-um í fögru umhverfi. Flutt voru samtals 14 erindi, umræður fóru fram í fjórum vinnuhópum og farin var fróðleg kynnisferð um Skán til að kynna mismunandi landslags-gerðir. Vegna þess hve þar er stund-uð mikil akuryrkja, einkum á hveiti og olíurepju, er lítið orðið eftir af landi með fjölbreyttum gróðri og í sveitunum sést fátt búfé á beit, helst þó hross. Borgir og bæir eru í vexti þar um slóðir, stutt er yfir til Danmerkur um Eyrarsundsbrúna, og sums staðar, þar sem áður voru akrar og engi, eru golfvellir og fólk stendur nú við annars konar slátt en áður tíðkaðist.

Í erindum og umræðum var lögð áhersla á nauðsyn þess að sporna gegn einhæfni og óæskilegum breytingum á ásýnd landsins, held-ur stuðla markvisst að verndun fjöl-breytileika í hvívetna og efla skipu-lag í stóru og smáu. Saman ætti að fara verndun og ræktun lands af ýmsu tagi, svo og búfjárrækt,

og var í því sambandi bent á hve gömlu norrænu búfjárkynin henta vel sem beitarfénaður við sjálfbæra búskaparhætti.

Þarna náðu m.a. skógrækt-armenn og búfjárræktarmenn góðu sambandi hvorir við aðra og þess má geta, að auk þess að sækja þetta fróðlega málþing, sat ég fund í Sauðfjár- og geitfjárhópi Norræna genbankans fyrir búfé sem notaði tækifærið til að bera saman bækur sínar.

Ólafur R. DýrmundssonBændasamtökum Í[email protected]

Menningarlandslag á Norðurlöndum

Samtök fámennra skóla komin á háskólastig!

Hólaskóli er fyrsti háskólinn sem gengur í Samtök fámennra skóla.

Drangsnesvegur:

Aðeins eitt tilboð barstSamkvæmt vef Vegagerðarinnar barst aðeins eitt tilboð í endurlögn Drangsnesvegar um Selströnd í Kaldrananeshreppi, ásamt gerð tilheyr-andi tenginga. Vegarkaflinn, sem er alls rúmur sjö og hálfur kilometric, nær frá Hálsgötu að heimreið að Kleifum á Reykjanesi. Bjóðandinn var verktakafyrirtækið KNH og tilboð þess hljóðaði upp á 57.767.500 kr. sem er einu komma einu prósenti yfir áætluðum kostnaði er hljóðaði upp á 57.127.000 kr. Verkinu á að vera lokið 1. september á þessu ári. kse

Þarna eru skil malbiksins og malarvegarins og sér heim að afleggjaranum að Kleifum sem nefndur er í fréttinni. Umræddur spotti er um helmingur af þeirri vegalengd sem enn er ómalbikuð milli Hólmavíkur og Drangsness.

Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn

29. maí

Page 9: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 20079

EN

NE

MM

/ S

IA /

NM

275

67

Page 10: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200710

Kornið hefur haft áhrif á söguna lengur en við gerum okkur grein fyrir. Margir vita að kartaflan á uppruna sinn í Suður-Ameríkuen vita minna um það hvar korn-ið er upprunnið. Þannig hefur það verið lengi. Þó er vitað að á steinöld, fyrir meira en 12 þús-und árum, hóf maðurinn að elda graut og baka brauð úr korni sem óx villt. Það gerðist í Miðausturlöndum, þar sem nú eru löndin Jórdan, Sýrland og Írak, þ.e. á landsvæði sem nú er kallað hinn frjósami hálfmáni.

FljótsafnaðBandaríski fræðimaðurinn Jack Harlan gerði tilraun með það hversu langan tíma það tæki að safna villi-korni með sigð. Hann varð undr-andi. Á einni klukkustund tókst honum að safna einu kílógrammi. Með öðrum orðum; fjölskylda gat á nokkrum vikum safnað sér ársforða af næringarríku korni.

Mölun korns í handknúinni kvörn var aftur á móti erfitt verk. Kornið var malað í skál með kringl-óttum steini í, með öðrum kringlótt-um steini. Það gat tekið fjórar klst. að mala korn í eina máltíð fyrir sex manna fjölskyldu. Beinagrindur af konum frá þessum tíma sýna oft ónýt hné og bak. Kornmölunin átti án efa mikinn þátt í því.

Kornrækt hefstNæsta skref var að rækta korn. Hvað varð til þess er óvíst en það má láta sér koma tvennt í hug. Kveikt var í skógi við veiðar til að reka út villt dýr. Korn óx fljótlega upp í öskunni og e.t.v. hefur ein-hverjum dottið í hug að sáldra einn-ig í hana nokkrum fræjum. Í kring-um bústaði fólks dreifðist líka korn, án efa af vangá, og afleiðingin kom í ljós nokkru síðar.

Og eftir því sem kornrækt varð útbreiddari breyttust lífshættir fólks hratt. Það varð að hreinsa burt ill-gresið og það varð að koma upp girðingum til að bægja skepnum frá. Sá sem hafði sinnt um kornið vildi einnig fá að uppskera það. Þar með varð til búseta. Fólk með fasta búsetu þurfti sameiginlega stjórn og varnir. Það var unnt að geyma kornið og kóngar og auð-menn fengu valdatæki. Þannig urðu til fagrar byggingar og heilir bæir. Kornið varð undirstaða að stétta-samfélagi.

Í ljósi þessa er auðskilið ljóð Richards Tilburs: „Kornið sáði okkur, búféð tamdi okkur, býli, borgir og konungaættir eiga sama uppruna“.

Við förum að hafa áhrif á eiginleika kornsins

Það voru ekki aðeins mennirnir sem tóku breytingum. Við fornleifaupp-gröft er auðvelt að sjá breytingar sem urðu á korninu sjálfu. Menn tóku eftir stökkbreytingum á því. Ef fólk taldi þessar breytingar til bóta var kornið geymt og því fjölgað.

Neðst og í jöðrum skákanna, þar sem grafið var, fannst villt korn. Ofar og nær miðjunni var kornið stærra og hnöttóttara og án hinn-ar upphaflegu hörðu skurnar. Auk þess varð stilkurinn stífari. Við það hrundi kornið ekki eins auðveld-lega úr axinu, sem var kostur við kornskurðinn. Jafnframt því gat kornið ekki lengur dreift sér sjálft og varð háð manninum um það. Þá uppgötvaðist sexraða bygg sem yfirtók að verulegum hluta tveggja raða bygg.

BrauðhveitiBrauðhveiti kom trúlega fram á sjónarsviðið í Norður-Íran fyrir 7-8 þúsund árum. Þessi nýja tegund var kynblendingur tvíraða hveitiaf-brigðis og illgresis sem nefnist á norsku bukkehorn (geithafurshorn). Nýja afbrigðið breiddist hratt út. Það var unnt að rækta það á svalari og úrkomusamari svæðum heldur en gamla tveggjaraða afbrigðið sem enn þann dag í dag þrífst einungis í heitari löndum og í miðjarðarhafs-loftslagi. Genin frá geithafurshorn-inu gáfu mikla aðlögunareiginleika og ekki síst þá að nýja hveitið hafði

áður óþekktan bökunareiginleika sem gaf loftmeira brauð en áður. Slíkt brauð komst í tísku og hefur verið það síðan.

Nýja hveititegundin hafði hins vegar tvo eiginleika sem bændur höfðu reynt að rækta úr korni sínu í þúsundir ára. Hýðið var hart og kornið hrundi úr axinu. En bænd-ur tóku til sinna ráða og hýðislaust brauðhveiti, sem hrundi ekki úr axinu, varð innan tíðar að við-skiptavöru.

Bændur sem bjuggu hátt yfir sjó í Alpafjöllum varðveittu hins vegar upphaflega brauðhveitið vegna þess að það féll vel að búskaparskilyrð-um þeirra og gaf gott brauð. Þetta hveiti er nú á tímum þekkt undir nafninu spelt.

RitlistinVið ræktun á korni og öðrum nytjajurtum varð nauðsynlegt að vita um sáðtíma og uppskerutíma. Babýloníumenn bjuggu til daga-tal með mánuðum og dögum og skiptu deginum allt niður í sekúnd-ur. Það þurfti að mæla uppskeruna og skrá hana. Fleygletur varð til í Mesópótamíu fyrir meira en 5000 árum, í Egyptalandi var fundið upp ritmál (híróglýfur), sem og í Indlandi, Kína og Mexíkó. Í öllum menningarsamfélögum þar sem kornrækt var tekin upp og þörf varð fyrir að geyma korn, varð til ritlist. Korn, ritlist og vald hélst í hendur.

Korn var um langt skeið algeng-asti gjaldmiðillinn eða þangað til slegin mynt kom til sögunnar. Með langvarandi ræktun á sama landinu kom upp nýtt vandamál. Í Babýlon jókst saltmagn í jarðvegi við vökv-un akra svo mjög að ekki varð unnt að rækta þar hveiti.

GjafakornÍ Rómaborg til forna lofuðu stjórn-endur almenningi því að hver borg-

ari skyldi fá ókeypis 35 kg af korni á mánuði. Ítalía var of lítið land til að standa undir þeirri kornrækt en það lagaðist þegar Rómaveldi lagði undir sig löndin kringum Miðjarðarhafið. Rómverjar end-urbættu kvörnina, tvo steina sem lágu hvor ofan á öðrum. Þeir höfðu gat í miðjunni á efri steininum þar sem korninu var hellt í og komu þar fyrir öxli og svo handfangi þannig að unnt varð að snúa stein-inum. Jafnframt eyddist hann við snúninginn og algengt var að menn gleyptu 3 kg af steinsalla á ári og tennurnar slitnuðu.

Föst búsetaÍ Noregi tóku bændur upp fasta búsetu með búfjárhaldi áður en þeir hófu kornrækt. Þetta gerðist líklega fyrir um 6000 árum, kring-um Óslóarfjörðinn. Búfjárrækt og veiðar á landi og sjó skiptu lengi mestu máli fyrir afkomu fólks. Það var fyrst fyrir um 3.500 árum, á bronsöld, að kornrækt náði þar útbreiðslu, allt norður til Troms. Það voru ræktaðar hitakærar teg-undir, svo sem „tvíkorn“, spelt og hýðislaust bygg. En það kólnaði aftur í veðri og þá varð ræktun hafra og rúgs algengust.

InnflutningurÁ víkingaöld hlýnaði og þá varð aftur unnt að rækta hveiti á hlýj-ustu svæðum í Noregi. En það voru einungis höfðingjar og ríkt fólk sem hafði ráð á að borða það. Allur almenningur borðaði hafra-brauð sem steikt var á hlóðum. Það var að vísu ekki alltaf mjög lystugt og hafragrauturinn var í uppáhaldi hjá flestum fram á 19. öld. Jafnvel við hirð konunga var borinn fram grautur.

Á víkingatímanum var flutt inn hveiti, einkum frá Englandi og sumt illa fengið. Klaustur og kirkjur

innheimtu skatt á þessum tíma, sem greiddur var í korni. Þessar geymslur voru vinsælar meðal vík-inga á ránsferðum.

Bygg-ölMikið af byggi var notað til ölgerðar. Öl var svo algengt að Magnús konungur lagabætir ákvað að sjúklingar í Bergen skyldu aðeins fá einn lítra af öli á dag. Sjúkrahúspresturinn átti að fá þrjá lítra og fjóra á sunnudögum.

Magnús lagabætir setti einnig lög um að deila korninu jafnar út. Þar sem mikið var af korni átti að selja það þannig að venjulegt fólk hefði ráð á að kaupa það. Þetta var þó þungt í framkvæmd þar sem erf-itt og dýrt var að flytja það.

Harðæri og hungurAftur kólnaði í veðri og hungur og farsóttir lögðust yfir Norður-Evrópu fram á 14. öld. Svartidauðinn kom um miðja öldina og fólki fækk-aði um þriðjung. Hafrar urðu aftur algengasta kornið. Á 16. öld jókst innflutningur á korni og smjör og aðrar búfjárafurðir voru notaðar til að greiða fyrir kornið, einkum í Vestur-Noregi.

Litla ísöldÁ 18. öld kom „litla ísöldin“ og skattar hækkuðu. Einokunarverslun var með korn og kaupmenn nýttu aðstöðu sína til hins ýtrasta. Fólki hafði fjölgað mikið og jarðnæði var of lítið til að brauðfæða þjóðina.

Á tímum Napóleonsstyrjaldanna, kringum 1800, settu Englendingar farbann á siglingar til Noregs þannig að viðskipti við meginland Evrópu féllu niður. Kvæðið Þorgeir í Vík (sem Matthías Jochumsson þýddi) er frá þessum tíma. Þorgeir í Vík sigldi frá Suður-Noregi til Danmerkur til að sækja korn en Englendingar handtóku hann á

heimleið, fangelsuðu og fjölskylda hans dó úr hungri.

Snemma á 19. öld, fyrir 1814, var svo kalt í veðri um mestallan Noreg að kornrækt lagðist þar af um skeið.

Plógur, arður og hakiVíða voru akrar ekki nógu stórir til að unnt væri að nota hesta eða uxa við jarðvinnsluna. Plógur var mest notaður kringum Óslóarfjörðinn og í Þrændalögum. Oft dró fólk sjálft arðinn eða landið var unnið með haka. Korninu var handsáð og það gerðist nánast með helgiathöfn.

Vítt og breitt um landið tíðk-uðust margir siðir með trúarlegu ívafi sem tengdust bæði sáningu og kornskurði. Oft blandaðist þar saman gömul þjóðtrú og krist-indómur. Mikið var í húfi og nákvæmni við verkið í heiðri höfð. Öllum illum öflum þurfti að bægja frá en virkja góð öfl.

Aska sem áburðargjafiBúfjáráburði var oft ekið út á snævi þakinn akurinn. Þá var jörð frosin og hélt betur áburðardýrum, auk þess sem það flýtti fyrir bráðnun þegar hlýnaði. Þá var einnig siður að dreifa smágreinum og kvisti á akurinn og kveikja í. Það eyddi ill-gresi og hafði áburðaráhrif.

Kornið var skorið með sigð, bundið í knippi og hengt á staur til þurrkunar. Þegar það var orðið nógu þurrt var það flutt í hús þar sem það beið þreskingar. Þreskingin fór oft fram á hlöðugólfinu á þann hátt að öxunum var slegið utan í tvískiptan stokk. Þegar lausa korninu var svo kastað þá barst þyngsta og besta kornið lengst. Það var notað sem sáðkorn og í graut. Miðkornið var notað í flatbrauð og það sem var svo létt að það féll beint niður var notað sem fóður.

Hálmurinn var m.a. notaður í rúmbotna.

Kvarnir knúnar af lækjumEftir því sem leið á miðaldir varð algengara að nota bæjarlækinn til að snúa kvörnunum eða stærri myll-um þar sem vatnsföll voru stærri. Í þessu voru Rómverjar þúsund árum á undan í tæknivæðingunni.

Nýjar matarvenjurÍ lok 19. aldar lækkaði tollur á inn-fluttu korni og kornrækt jókst, bæði í Evrópu og þó einkum í Norður-Ameríku. Kornverð lækkaði jafn-framt og fólk fór að borða rúg-brauð í stað flatbrauðs og grauta. Í stað byggs kom hveiti. Kornrækt í Noregi dróst saman, fyrir utan hafrarækt til fóðurs. Um aldamótin 1900 var helmingur af kornneyslu innflutt korn og þegar fyrri heims-styrjöldin skall á vöknuðu menn upp við vondan draum vegna þess hve kornrækt í landinu hafði dregist saman. Á árum síðari heimsstyrj-aldarinnar var einnig kornskortur í Noregi.

Nóg kornNú á tímum er kornrækt í Noregi tífalt meiri en fyrir einni öld. Landið er sjálfu sér nægt um hafra og bygg sem og brauðhveiti. Nokkuð af fóð-urkorni þarf þó að flytja inn.

Heimurinn í heild er að vissu leyti sjálfum sér nógur um korn en vandamálin eru hin sömu og í Noregi fyrr á tímum, samgöng-ur og vilji til jöfnunar. Neytendur á Vesturlöndum sprengja eft-irspurnina. Það þarf fjögur kg af korni til að framleiða eitt kg af svínakjöti og níu kg til að framleiða eitt kg af bandarísku nautabuffi. Heimurinn á nóg korn til að fæða alla Bandaríkjamenn. Ef núverandi kornneysla Kínverja á mann er hins vegar umreiknuð í kornþörf jarð-arbúa eftir 50 ár þarf þá að fram-leiða 2,7 milljarða tonna eða 50% meira en nú er gert. Jarðvegur, vatn og góðar korntegundir verða mik-ilvægar auðlindir einnig í framtíð-inni.

(Heimild Bondebladet, byggt á bókinni „Korn – frå steinalder til genalder“ eftir prófessor Åsmund Björnstad, UMB, Ási í Noregi).

Baráttan um korniðSaga kornsins fjallar um meira en aðeins örfáar tegundir

jurta sem tekið hafa breytingum í tímans rás. Kornið lagði grundvöll að ritmálinu, miklum auðæfum og völdum

Page 11: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var
Page 12: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200712

REYKJAVÍKPLASTCO

HVOLSVÖLLURKIRKJUBÆJARKLAUSTUR

HORNAFJÖRÐUR

EGILSSTAÐIRFÓÐURBLANDAN KHBBÚÐARDALUR

KM ÞJÓNUSTAN

VOPNAFJÖRÐUR

ÞÓRSHÖFN

AKUREYRI - BÚSTÓLPI

HÚSAVÍK - BÚSTÓLPI

SAUÐÁRKRÓKURKAUPF. SKAGFIRÐINGA

HVAMMSTANGIKAUPF. V-HÚNVETNINGA

BLÖNDUÓS - KRÁKUR EHF.

KB-BORGARNES

HÓLMAVÍK - KAUPF. STEINGRÍMSFJARÐAR

PATREKSFJÖRÐUR

SELFOSS

Auk Triowrap getum við nú boðið Teno spin sem Íslendingar þekkja vel. Horse Wrap sem er sérstaklega þróað fyrir grófari gerð af heyi auk neta og garns.

Hjá söluaðilum okkar færðu afhenta litla handbók sem unnin er í samvinnu við Landbúnaðarháskólana á Hvanneyri og í Svíþjóð með algengustu spurningum og svörum varðandi verkun heys.

ÍSAFJÖRÐUR

ÞINGEYRI

FB–búvörur

FB–búvörur

ÁBURÐARVERKSMIÐJAN

TRIOWRAP

TRIOWRAP

Stretch Film Division

Page 13: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200713

Landbúnaðar-hjólbarðar

DráttarvéladekkNylon

Vesturland / VestfirðirN1 Akranesi 431 1379KM þjónustan Búðardal 434 1611Dekk og Smur Stykkishólmi 438 1385Bifreiðaþjónustan Borgarnesi 437 1192Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451 1145Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456 3501NorðurlandKjalfell ehf Blönduósi 452 4545Pardus Hofsósi 453 7380Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453 6474Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455 4570B.H.S. Árskógsströnd 466 1810Bílaþjónustan Húsavík 464 1122AusturlandBifreiðaverkst. Sigursteins Breiðdalsvík 475 6616Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn 478 1340SuðurlandBifreiðav. Gunnars Klaustri 487 4630Framrás vík 487 1330Varahlutav. Björns J. Hellu 487 5995Bílaþjónustan Hellu 487 5353Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486 1250Sólning Selfossi 482 2722Vélaverkstið Iðu 486 8840Hjólb.þjón. Magnúsar Selfossi 482 2151Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483 4299HöfuðborgarsvæðiðN1 Mosfellsbæ 566 8188Höfðadekk Reykjavík 587 5810N1 Réttarhálsi 587 5588N1 Bíldshöfða 587 9000Höfðadekk Reykjavík 587 5810

24” 320/70 R 24 42,720 53,186 360/70 R 24 44,534 56,690 380/70 R 24 43,293 53,900 420/70 R 24 56,011 69,73428” 480/70 R 28 67,872 84,50130” 480/70 R 30 67,814 84,42938” 520/70 R 38 120,161 149,60024” 11.2 R 24 34,869 43,412 12.4 R 24 39,237 48,850 13.6 R 24 41,365 51,500 14.9 R 24 47,309 58,90028” 14.9 R 28 49,960 62,200 16.9 R 28 63,249 78,74530” 16.9 R 30 63,293 78,80034” 16.9 R 34 66,265 82,500 18.4 R 34 78,313 97,50036” 12.4 R 36 48,432 60,298

16” 7.50 - 16 8,550 10,64520” 7.50 - 20 9,558 11,90024” 8.3 - 24 5,141 18,850 9.5 - 24 18,124 22,565 11.2 - 24 19,960 24,850 12.4 - 24 23,976 29,85028” 11.2 - 28 24,056 29,950 12.4 - 28 27,147 33,798 14.9 - 28 38,532 47,972 16.9 - 28 47,791 59,50030” 16.9 - 30 44,418 55,30034” 16.9 - 34 49,386 61,48536” 13.6 - 36 38,572 48,022

16” 6.00 - 16 5,936 7,390 6.50 - 16 7,209 8,975 7.50 - 16 8,549 10,644 9.00 - 16 19,674 24,494

1000 - 16 16,048 19,9801100 - 16 25,687 31,980

18” 7.50 - 18 15,249 18,98520” 7.50 - 20 17,631 21,950

Grasmunstur6” 13x5.00 - 6 3,303 4,112 15x6.00 - 6 2,578 3,2108” 3.50 - 8 1,550 1,930 16x6.50 - 8 6,418 7,990 18x8.50 - 8 3,838 4,778 18x6.50 - 8 7,221 8,99010” 20x8.00 - 10 7,936 9,880 20x10.00 - 10 9,619 11,97612” 23x8.50 - 12 9,376 11,673 23x10.50 - 12 13,116 16,329 24x13.00 - 12 16,218 20,191 24x8.50 - 12 13,647 16,990 26x12.00 - 12 18,441 22,959

Kambdekk - 3RIB4” 3.00 - 4 2,137 2,661 4.00 - 4 2,579 3,2116” 3.50 - 6 2,895 3,604 4.00 - 6 967 1,2048” 3.50 - 8 3,549 4,418 4.00 - 8 2,851 3,550

Fínmunstruð dekk 4” 3.00 - 4 1,120 1,395 4.00 - 4 1,939 2,4146” 3.50 - 6 1,506 1,875 4.00 - 6 1,452 1,808 13x5.00 - 6 3,303 4,112 15x6.00 - 6 2,579 3,2118” 3.00 - 8 2,895 3,604 3.50 - 8 1,550 1,930 4.80/4.00 - 8 1,550 1,930 16x6.50 - 8 3,643 4,535 18x8.50 - 8 6,822 8,494 Tjaldvagna dekk8” 4.00 - 8 3,993 4,971 5.00 - 8 6,206 7,727 16.5x6.50 - 8 6,418 7,99010” 20.5x8.00 -10 11,609 14,453 20.5x10 - 10 14,035 17,474

Öll verð eru staðgreiðsluverð

DráttarvéladekkRadial

Dráttavélaframdekk

Smádekk

10” 7.50 - 10 17,947 22,34412” 10.0/80 - 12 9,357 11,650 300/65 - 12 38,843 48,35915,3” 10.0/75 - 15.3 11,165 13,900 11.5/80 - 15.3 14,056 17,500 12.5/80 - 15.3 16,024 19,95015,5” 400/60 - 15.5 24,048 29,94016” 10.5/65 - 16 20,353 25,340 14.0/65 - 16 20,632 25,68717” 15.0/55 - 17 19,952 24,840 19.0/45 - 17 34,442 42,88022,5” 400/55 - 22.5 80,201 99,850

Vagnadekk

v.án vsk, m/vsk.Stærð,

v.án vsk, m/vsk.Stærð,

v.án vsk, m/vsk.Stærð,

v.án vsk, m/vsk.Stærð,

v.án vsk, m/vsk.Stærð,

2661

/ T

aktik

23.

4.07

Dagana 25.-27. apríl var haldiðnámskeið í skógræktartækni við háskólabraut Landbúnaðarhá-skóla Íslands. Námskeiðið var haldið í starfsstöð Skógræktar ríkisins að Hvammi í Skorradal. Bæði var um bóklegt og verklegt nám að ræða. Morgnarnir voru nýttir til fyrirlestra og um hádegi

var haldið til skógar á Stálpa-stöðum og í Selskóg.

Í fyrirlestrum var kennd í máli og myndum skógarhöggstækni og grisjun með keðjusög. Einnig var nemendum kynnt notkun kjarrsagar við grisjun og farið yfir líkamsbeit-ingu við grisjun með tilheyrandi vélum. Farið var yfir hvað þarf að

hafa í huga í vega- og slóðagerð á skógarjörðum. Loks var fyrirlestur um undirbúning lands fyrir gróð-ursetningu. Þar var fjallað um mismunandi jarðvinnsluaðferð-ir sem notaðar eru við skógrækt hér á landi. Nemendur lærðu að brýna sagirnar, ásamt viðhaldi og umhirðu þeirra.

Í skóginum á Stálpastöðum og í Selskógi fór fram verkleg kennsla þar sem nemendur skipulögðu grisjun og felldu allt að 12-14 metra há grenitré með keðjusögum. Jafnframt þurfti að skipuleggja hvernig hægt yrði að ná trjábolum út úr skógi. Nemendur fengu að saga samkeppnisgróður frá ungum greniplöntum með kjarrsög. Þriðja og síðasta daginn voru trjábolir, sem nemendur höfðu fellt dag-ana á undan, dregnir út með sér-stöku skógarspili. Á hverjum degi var kveiktur eldur, vatn hitað og hellt upp á svokallað skógarkaffi. Námskeiðið tókst vel og voru nem-endur ánægðir með að komast út í skóg og taka þátt í verklegum verk-efnum. Alls sóttu átta nemendur námskeiðið.

Leiðbeinendur voru Björgvin Eggertsson skógverkfræðingur og Böðvar Guðmundsson skógtækn-ir. Einnig aðstoðuðu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Vesturlandi við námskeiðið.

Háskólanemar á skógræktarbraut LBHÍ á námskeiði í Skorradal

DRIFSKÖFT

Vélaval-Varmahlíð hf.

sími: 453-8888

Stóðhestastöðin í Gunnarsholti seld

Ríkisvaldið hefur ákveðið að selja Stóðhestastöðina í Gunnarsholti ásamt 90 hekturum lands og leggja hluta af fjármagninu, 80 milljónir króna, í uppbyggingu fyrir hesta-menn á Gaddstaðaflötum á Hellu. Ákveðið hefur verið að byggja reiðhöll á staðnum fyrir landsmót hestamanna sumarið 2008, ásamt annarri uppbyggingu á staðnum. Það voru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathisen, fjármálaráðherra sem undirrituðu samninginn að við-stöddum forsvarsmönnum hesta-manna á svæðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.

MHH

Page 14: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200714

Eggert Þór Bernharðsson sagn-fræðingur hélt fyrir skömmu erindi um söfn, setur og sýning-ar á Íslandi. Þar kom fram að íslensk söfn hafa tekið töluverð-um stakkaskiptum á undanförn-um árum og að þau eru greini-lega í mikilli sókn. Bændablaðið ræddi við hann um söfn og íslenska safnamenningu.

Eggert fór í safna- og sýninga-ferð á árunum 2002-2003 þar sem hann skoðaði allflest söfn og sýn-ingar á landinu en síðan hefur hann farið í heimsóknir í söfn hér og þar, skoðað breytingar og borið saman við það sem fyrir augu bar í fyrri ferðinni. Einnig hefur hann lagt sig eftir að skoða söfn erlendis til að fá samanburð, til dæmis í Hollandi þar sem menn standa mjög framarlega í safnamenningu. Á þessum ferðum sínum tók hann ógrynni ljósmynda, þær munu vera um 15.000 talsins og fylgja nokkrar þeirra þessu við-tali.

Eggert hefur ekki lokið rannsókn-um sínum á íslenskri safnamenningu en samt er freistandi að spyrja hann hver sé staða hennar núna.

Miklar breytingar á síðustu árum„Það hafa orðið mjög miklar breyt-ingar á þessum vettvangi á síðustu 10-15 árum. Eitt er það að setr-um og sérsýningum hefur fjölgað verulega en þau eru hrein viðbót við hefðbundið safnastarf. Setrin hafa önnur markmið og þjóna að sumu leyti öðrum tilgangi en byggðasöfnin. Þau eru af ýmsum toga: Vesturfarasetur, Njálusetur, Saltfisksetur, Sauðfjársetur og Landnámssetur, svo nokkur séu nefnd, að ógleymdum öllum sér-sýningunum.

Framsetningin hefur líka breyst mikið frá fyrri árum. Þegar við vorum ungir voru söfn gjarnan þannig að allur safnkosturinn var til sýnis. Á síðari árum er farið að hugsa sýningar allt öðru vísi, sum söfnin hafa ráðið sérstaka hönn-uði, oft úr leikhúslífinu, til þess að hanna sýningar. Svo eru valdir ákveðnir gripir til að sýna en hinir hafðir í geymslu. Þetta er meðal annars að þakka baráttu safnafólks fyrir auknu geymslurými, áður var ekkert hægt að gera við gripina annað en að hafa þá til sýnis.

Nú er líka reynt að þjóna gest-unum meira. Liður í því er að reyna að búa til gagnvirkni og þar virð-ast setrin hafa staðið sig betur en söfnin. Það er reynt að gera gest-inn að meiri þátttakanda í sýning-unni, leiða hann inn í fortíðina með ýmsum hætti. Þetta er gert með aðstoð margmiðlunar þar sem fjár-ráðin eru rýmri en víða er líka reynt að veita mönnum það sem kalla má tilfinningalega upplifun, andstætt við þessa hefðbundnu vitsmunalegu upplifun þar sem reynt er að upp-fræða gestinn með aðstoð beinna upplýsinga, texta og sýningargripa.

Síldarminjasafnið á Siglufirði er gott dæmi um þessa tilfinningalegu upplifun, enda engin tilviljun að það skyldi hljóta Evrópuverðlaun safnafólks, Micheletti-verðlaunin, fyrir nokkrum árum. Þeir sem koma þangað og ganga inn í elsta sýning-arhúsið, Róaldsbrakka, fara fyrst í

gegnum hefðbundna vitsmunalega sýningu en svo fara þeir upp og ganga inn í vistarverur fólksins sem er að salta síld úti á plani. Þar hanga nælonsokkar til þerris, ein-hver hefur gleymt að slökkva á útvarpinu og það er óuppvaskað. Þetta hefur vakið mikla lukku og það hefur verið reynt að beita þess-ari sömu aðferð í bátahúsinu og á fleiri stöðum í safninu.“

Tjörudolla úti í horni„Þetta er gert víðar og er afskap-

lega skemmtilegt, það má nefna Norska húsið í Stykkishólmi, Sívertsenhúsið í Hafnarfirði og Smiðjuna á Seyðisfirði. Þetta er til-tölulega ný lína og mér sýnist ýmist safnafólk vera hrifið af því að gera þetta þar sem það er hægt. Best tekst það þegar menn fá gömlu upp-runalegu staðina til þess að vinna með. Eitt lítið dæmi sem fólk ætti

að skoða er Siggubær í Hafnarfirði. Það er dæmigert heimili hafnfirskr-ar alþýðukonu sem stendur nánast óbreytt frá því hún féll frá. Eins er raunar Davíðshús á Akureyri sem stendur eins og það var þegar skáldið bjó þar. Eins og hann hafi bara rétt brugðið sér frá.

Annað sem er að gerast er að það er verið að spila á skynfæri okkar með ýmsum hætti. Eitt er lykt. Á sjóminjasafninu á Eskifirði er passað upp á að hafa alltaf litla dollu með ferskri tjöru einhvers staðar svo við fáum rétta tjörulykt þegar við göngum um safnið. Í sjóbúðinni Ósvör í Bolungarvík er alltaf hangandi uppi saltfiskur og í kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði er sterk lykt. Hljóð er líka notað og þetta tvennt er greinilega í sókn meðal safnamanna, enda vekur það með okkur ýmsar tilfinningar.“

Þvílík lykt!– En er ekki misvel búið að söfn-unum?

„Jú, en það er greinilega mikill hugur meðal safnamanna að þróa

söfnin áfram. Vissulega eru sum söfn með hefðbundnu sniði og ekkert endilega ástæða til þess að breyta þeim öllum. Þetta má ekki verða eins alls staðar. En það er fróðlegt að sjá hvaða leiðir menn velja við að endurlífga söfnin. Á sumum stöðum búa söfnin auðsýni-lega við þröngan kost og þar þurfa sveitarstjórnarmenn að átta sig á þeim miklu tækifærum í ferðaþjón-ustu sem söfnin hafa upp á að bjóða. Það má sjá það að víða draga söfnin ferðafólk að í stórum stíl. Það sést á Hólmavík og Ströndum, á Hofsósi, Siglufirði og víðar. Það getur því verið meira virði en menn hyggja að efla söfnin heima í héraði.

Oft þarf ekki að eyða miklum peningum í að gera hlutina spenn-andi og forvitnilega fyrir safngesti. Ég get nefnt sem dæmi hrútabandið í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þegar ég skoðaði það var bandið sjö átta ára gamalt. Það hafði verið tekið af hrút í sveitinni og smíðaður utan um það loftþéttur kassi. Á kass-anum stóð: Opnið og lyktið að vild! Þetta gerði ég, borgarbarnið, og þvílík lykt! Þetta var engu líkt. Ég hef aldrei verið í sveit og þetta var ein sú rosalegasta lykt sem ég hef fundið. Það þarf því ekki alltaf að eyða stórfé í margmiðlun til að gera sýningar eftirtektarverðar.“

Hefðbundin sögusýn– Í fyrirlestri þínum á dögunum nefndirðu eitt atriði án þess að ræða það nánar en það var sú sögusýn sem söfnin miðla. Hver er þessi sýn?

„Ég var að vitna í ályktanir árs-fundar safnamanna á Siglufirði fyrir tveimur árum en þar var sagt að sögusýn íslenskra safna væri frekar hefðbundin og oft væri eins og ekki mætti falla neinn blettur á fortíðina.

Nælonsokkar og hrútaböndgeta verið snjallar lausnir– Rætt við Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing um íslensk söfn

sem mörg hver hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum árum

Úr kotbýli kuklarins í Bjarnafirði á Ströndum. Þar er lyktin notuð til að vekja upp tilfinningar gesta.

Hrútabandið á Sauðfjársetrinu sem Eggert varð minnisstætt.

Hátæknin er einkenni Landnámssýningarinnar í Aðalstræti.

Tjörudollurnar í Smiðjunni á Eski-firði hafa þann tilgang að viðhalda tjörulyktinni á safninu.

Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur ásamt hröfnunum sínum á skrif-stofunni í Nýja Garði. Mynd: –ÞH. Aðrar myndir: Eggert Þór Bernharðsson.

Nælonsokkar og strauborð skapa þá tilfinningu að íbúarnir á verbúðinni í Róaldsbrakka á Siglufirði hafi bara skotist frá rétt sem snöggvast.

Page 15: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200715

Stundum fær maður raunar á til-finninguna að horft sé í hillingum til fortíðar. Sú endurskoðun sem átt hefur sér stað innan sagnfræðinnar virðist því skila sér misjafnlega út til safnanna.

Þegar ég skoðaði söfnin sá ég að oft helgaðist þetta af því að þeir textar sem eru á sumum söfnunum eru gjarnan þjóðháttalegir. Það er iðu-lega verið að lýsa vinnubrögðum úr gamla sveitasamfélaginu, svona var þetta gert og svona hitt. Þetta gefur svo sem ekki mikið færi á gagnrýn-inni sýn á samfélagið. Við verðum líka að hafa í huga að almennt ná byggðasöfnin ekki mikið fram á tuttugustu öldina. Sveitasöfnin eru til dæmis frekar að sýna gamla tím-ann, ekki það sem gerðist eftir seinna stríð. Nítjánda öldin og tíminn fyrir tæknivæðinguna er áberandi og ekki endilega verið að sýna lífið í sveit-unum heldur fremur atvinnuhættina.

Oft gefast ekki færi á að breyta þessu nema þegar verið er að breyta söfnunum. Þar eru þó ýmsir möguleikar, svo sem að notfæra sér tölvutæknina við miðlun upplýs-inga. Einnig er vert að gefa notkun safnanna sem kennslutækis aukinn gaum.

Ég vil sjá fleiri sérsýningar, að söfn taki frá ákveðið pláss, ekki endilega stórt, og setji þar upp nýja sýningu á hverju ári. Þar væri hægt að hafa meira ögrandi sýn á fortíð-ina og vera dálítið djarfari í túlkun sögunnar.“

– Eru það kannski einhverjir staðbundnir hagsmunir sem hamla því að þetta sé gert?

„Nei, ég hef ekki orðið var við það. Hins vegar getur verið erf-iðara á smærri stöðum að fækka gripum. Það getur virkað stuðandi á þá sem hafa gefið og þeir spyrja jafnvel: Hvað verður þá um askinn hans afa? Það er þessi viðkvæmni gagnvart gripunum sem getur sums staðar reynst erfið.“

Tæknin er ekki alltaf málið– En eru íslensku söfnin tækni-vædd?

„Tæknin er auðvitað dýr og það eru fyrst og fremst stærri söfn-in sem hafa getað tileinkað sér hana af alvöru. Þjóðminjasafnið tók til að mynda mjög stórt stökk inn í tæknina þegar það var opnað að nýju eftir viðgerðirnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er mjög tæknivædd, hátæknisýning. Á byggðasöfnunum er sjónvarpið sennilega algengasta tækið. En það er ekki alltaf málið að beita flók-inni tækni. Einfaldir hlutir eins og hrútabandið á Sauðfjársetrinu og nælonsokkarnir á snúrunni á Sigló eru dæmi um snjallar og ódýr-ar lausnir. Það þarf ekki alltaf að gera mikið til þess að auka gildi þeirrar upplifunar sem gestirnir verða fyrir. Góðar hugmyndir eru oft gulls ígildi“ sagði Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur.

–ÞH

Æ algengara er að söfn og setur kalli til hönnuði þegar verið er að setja upp sýningar eins og hér er gert á Saltfisksetrinu í Grindavík.

Siggubær í Hafnarfirði er dæmi um alþýðuheimili sem varðveitt hefur verið í þeirri mynd sem íbúarnir skildu við það.

Page 16: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200716

Vorskemmtun í skjólbeltum!Á dögunum komu ungir og aldnir saman í “skjólbeltunum” sem er skógi vaxið svæði á Hvanneyri. Unga

fólkið fór í fótbolta en þeir eldri grilluðu pylsur og fleira góðmeti. Þarna var “hoppukastali” sem vakti óskipta ánægju og Ingimar gleðigjafi lék á harmoniku. Á stundum söng hann eitt og eitt lag og tóku menn þá undir - hver með sínu nefi. En við látum myndirnar tala sínu máli.

Page 17: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200717

Þorfinnur Jónsson,Ingveldarstöðum í Kelduhverfi

Óður til sauðkindarinnarFyrir hartnær tuttugu árum var hart sótt að íslensku sauðkindinni og henni fundið ýmislegt til foráttu. Þá orti Þorfinnur Jónsson, bóndi á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi, Óð til sauðkindarinnar sem birtur var í Frey. Fyrir nokkru fór einn af lesendum Bændablaðsins þess á leit við blaðið að það birti þennan brag Þorfinns aftur og taldi vera fulla þörf á því eins og umræður um landbúnað hefðu þróast. Við því ætlum við að verða svo hér kemur bragur Þorfinns:

Mig oft hefur langað, ef það gæfist næði,íslenskri sauðkind helga lítið kvæði.Sæma hana nokkrum sannleikshlýjum orðum,samskiptin þakka bæði nú og forðum.

Enginn á stærri þátt í lífi þjóðarer þraukaði af í landi íss og glóðar.Þolin og hörð í þrautum, hvað sem dynur,þúsund ár mannsins bjargvættur og vinur.

Árið um kring í sælu, sorg og kífisamtvinnast kindin bóndans starfi og lífi.Ef leið henni vel var sól og bjart í sinni,svartnætti, ef það þrengdi að fjárhjörðinni.

Ef sauðkindin féll á hörðu hafísvorihungursins vofa sást í hverju spori.Þegar hún hvarf var bjargarvonin brotin,brátt var því mannsins kraftur líka þrotinn.

Sjáum við gegnum móðu myrkra aldamannfelli og hörmung ísavetra kalda.Sést ennþá glöggt á söguspjöldum myndin,samspilið sterka, landið, fólkið, kindin.

Frá útskagatá að efstu byggðadrögumátti hún sterkan þátt í fólksins högum.Einnig hjá þeim er saðning sóttu úr hafisauðkindin varð þeim yls og heilsu gjafi.

Iðjusöm hönd úr ullinni spann þræði,ofin og prjónuð sterk og skjólgóð klæði.Fólkinu einnig gaf í skóna skæði,skapaði gott og orkumikið fæði.

Þá var hún mönnum einnig gleðigjafi,göngur og leitir sjást í ljóma trafi.Minning frá heiðargeimsins glæsta veldigeymist að ævidagsins hinsta kveldi.

Mjög gleður auga hjörð í góðum haga,hraustleg og frjáls, um bjarta sumardaga.Með sambandi slíku leysist leiðans vandi,lifandi er starfið, hollt og mannbætandi.

Hún reynist vera afbragðs uppalandiótaldra kynslóða í þessu landi.Löngum var börnum þroska þjálfinn besti,það reyndist mörgum haldgott vegarnesti.

Frá bernskunnar dögum lifa ljúfar stundir,lömbin er hoppa frjáls um tún og grundir.Smölun og réttir, gjöf á garðastalli,gleðin að heimta sína kind af fjalli.

Hefur nú risið áróðursins alda,eyðingu landsins sauðfé á að valda.Manndómur þeirra aldrei skært mun skína,skítkast sem hefja á lífgjafana sína.

Hollt mundi þeim sem um landspjöll lengi þyljalíta til baka, meta, vega og skilja.Spakmælið forna, að reyna þorrann þreyja,þrauka og berjast, lifa eða deyja.

Vonandi má hún enn um framtíð langaóbyggðarslóðir frjáls og örugg ganga.Ef sauðkindin færi úr fjallagróðurs lundifegurðin minnkar, Ísland smækka mundi.

Page 18: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200718

Að undanförnu hefur hollenski ráðunauturinn Ludo Wentholt frá Wentholt Consultancy BV komið nokkrum sinnum til Íslands til skrafs og ráðagerða við íslenska garðyrkju- og kart-öflubændur. Hann hefur starfað mikið með bændum í Svíþjóð og Finnlandi og meðal annars átt þátt í því að gerbylta markaðs-stöðu finnskra kartöflubænda til hins betra.

Á fundum með kartöflu- og garðyrkjubændum sagði Ludo Wentholt frá reynslu Finna sem rækta ný afbrigði og taldi hann að íslenskir bændur ættu að kynna sér þau afbrigði með ræktun hér á landi í huga. Meginboðskapur hans varð-ar þó geymsluaðferðir og þar telur hann einnig að íslenskir bændur geti lært af reynslu finnskra starfs-bræðra sinna. Hann segir líka að bændur eigi að hætta að einblína á kílóverðið sem fæst fyrir kartöflu-rnar en huga frekar að því hversu mikið þeir fái út úr hverjum hektara lands.

Magnús Á. Ágústsson garðyrkju-ráðunautur fylgdi Ludo Wentholt á ferðum hans í vetur og vor og tók hann tali fyrir Bændablaðið. Fyrst var hann spurður um ástæður þess að hann tók ástfóstri við Ísland.

Miklir möguleikar á Íslandi„Ég dvaldi hér á Íslandi um síð-ustu jól ásamt Cörlu konu minni og

ferðuðumst við um Suðurland. Þar sem ég er sveitamaður að uppruna féll ég fyrir fjölbreytileika í lands-lagi og litadýrð fjallana. Við fórum einn dag í heimsóknir til garð-yrkju- og kartöflubænda og fékk ég þá nasasjón af því hvernig staða greinarinnar er. Annarsvegar miklir möguleikar sem gnægð af góðum jarðvegi býður upp á og hinsvegar stutt framboð á gæðaframleiðslu en íslensk grænmetisframleiðsla annar aðeins 40% af þörfinni.

Síðan er ég búinn að koma tvis-var til landsins og skoða aðstæður og ræða við framleiðendur og fyr-

irtæki. Það verður að segjast eins og er að ég er gagntekinn af þeim möguleikum sem landið býður upp á til framleiðslu á gæðavöru til hagsbóta fyrir neytendur og fram-leiðendur.

Margir bændur gáfu þá skýr-ingu að veðurfarið væri óhagstætt og það verð sem fæst fyrir fram-leiðsluna væri of lágt til að standa undir fjárfestingum til aukinna gæða og framleiðslu.

Ég hefi starfað í mörg ár í Finnlandi og veit að veðurfar á Íslandi er sérstakt en það þarf ekki að standa í vegi fyrir miklu betri

framleiðslu. Á þessu loftslags-svæði og með svo litla áburðar- og varnarefnanotkun eru möguleik-arnir á meiri bragðgæðum og heil-brigðari uppskeru en næst í lönd-um Suður-Evrópu og Ameríku.“

Vítahringur sem þarf að stöðva– Hverju þyrfti helst að breyta hér á landi?

„Nýjar aðferðir í jarðvinnslu ásamt betra útsæði og afbrigðum myndu strax geta breytt miklu.

Aðstæður hér til langtíma-geymslu uppskerunnar eru allt-of víða undir þeim viðmiðum sem tíðkast í dag. Til dæmis er engin stjórnun á CO

2-magni í

geymslum fyrst eftir uppskeru á meðan öndun afurðanna er mest. Kartöflur, gulrófur og gulrætur standa of víða alltof lengi blautar í algerlega ónothæfum stórsekkjum undan sykri. Best er að geyma þær í timburkössum en hér er engin framleiðsla á trjávið svo timbur er dýrt. Mín skoðun er sú að fram-leiðendur séu allir af vilja gerðir til að bæta ástandið.

Í Finnlandi er samvinna kart-öflubænda mikil og hafa þeir þannig náð að samnýta dýra fjár-festingu í vélum og tækjum. Stofnkostnaður nýrra og afkasta-meiri véla til niðursetningar og upptöku er þannig borinn uppi af fleiri kílóum án þess að uppskeru-öryggi tapist. Uppskerutíminn er líka stuttur í Finnlandi.

Til að auka framleiðni þarf að einbeita sér að því að hækka tekjur af hverjum hektara í stað þess að horfa um of á verð á hverju kílói. Með bættri ræktunartækni, vél-væðingu, betri geymslum og aukn-um gæðum í framhaldi af því er hægt að auka framleiðslu íslenskra kartöflubænda um 50% á nokkrum árum, miðað við sama landssvæði undir ræktun.

Það er mjög skrítið að á svo frjósömu landi séu svo mörg tonn af afurðum flutt inn sem hægt er að framleiða hér. Hvatning þarf strax að koma til frá stjórnvöld-um til framleiðenda. Þennan víta-hring þarf að stöðva,“ sagði Ludo Wentholt ráðunautur.

Ný afbrigði og bættar geymsluaðferðir geta gert gæfumuninn í kartöfluræktinni

– Rætt við hollenska ráðunautinn Ludo Wentholt

Ludo Wentholt ráðunautur frá Hollandi.

Með aukinni vélvæðingu og bættri geymslutækni má gerbylta aðstæðum í kartöfluræktinni.

Bræðurnir Benedikt (til hægri) og Jóhann Magnússynir sýna Ludo geymsl-urnar sínar á Jaðri í Þykkvabæ.

Ludo ræðir málin við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda og stjórnarmann Bændasamtakanna.

Kartöflu- og garðyrkjubændur leita sér víða fróðleiks og upplýs-inga. Auk þess að fá ráðunauta að utan til að leiðbeina sér fara þeir utan og heimsækja erlenda starfsbræður, sækja ráðstefnur og sýningar. Ein slík ferð var farin seinnihluta vetrar og tóku þátt í henni 22 bændur víða að af landinu, einkum þó frá Eyjafirði, Suðurlandi og Hornafirði.

Hópurinn flaug til Stokkhóms í Svíþjóð og hélt áfram til Örebro inni í miðju landi. Þar hófst dag-skráin með ráðstefnu sem bar heitið Perur og kanínufóður en þar var fjallað um kartöflu- og grænmetisrækt, söluleiðir og kaup-hegðun Svía svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem þar gaf á að hlýða voru erindi um rannsóknarverk-efni sem snýst um að finna leið-ir til að halda kartöflugrösunum grænum lengur en það hefur sýnt

sig að árangursríkast er að reyna að halda meindýrum, skordýr-um og illgresi, í skefjum. Í ann-arri rannsókn var hugað að vali á kartöfluafbrigðum með tilliti til höggskemmda, þurrefnishlutfalls, suðueiginleika, efnainnihalds og rýrnunar. Kartöflumyglan fyrri og síðari var til umfjöllunar og einnig rætt um tilraunir með erfðabreyt-ingar á kartöflum í þeim tilgangi að gera þær þolnari gegn myglu og myglulyfjum.

Að ráðstefnunni lokinni var opnuð sýning sem bar heitið Kartöflur og grænmeti en þar gaf að líta mikið úrval alls kyns tækja til ræktunar, flokkunar og pökkunar kartaflna og grænmetis. Helstu nýjungar voru þvotta- og slípivélar sem notaðar eru til að bursta, slípa og þvo afurðir áður en þær fara á markað.

Næstu tveir dagar fóru í heim-

sóknir til kartöfluframleiðenda og garðyrkjubænda undir leiðsögn Anders Karlssonar sem er ráðu-nautur í kartöflurækt í héraðinu milli Örebro og Vättern-vatns.

Fræddust íslensku ferðalangarnir um margt sem varðar sænska kart-öflu- og grænmetisframleiðslu og allt ferlið frá gróðursetningu til verslunar. Eflaust hafa kviknað þar

ýmsar hugmyndir sem eiga eftir að líta dagsins ljós á næstu mánuðum eða árum. Það er einmitt tilgangur svona ferða.

–ÞH

Bændurnir sem tóku þátt í Svíþjóðarförinni.

Garðyrkjubændur í heimsókn hjá sænskum starfsbræðrum

Page 19: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200719

VélsmiðjaSuðurlands--------------------------------------------

Bændur og búalið á Íslandi þekkirframleiðslunafrá Vélsmiðju Suðurlands.

Tryggið fyrirmyndafóðrun.

Styðjið Íslenskt atvinnulíf.

Gjafagrindur fyrir allan fénað.

Bændaþjónusta í sextíu ár

Ábending !Öruggt fyrir allar kindur,

áhrif minnkar voðastands.Okkar kunnu gjafagrindur,

gleðja bændur þessa lands.

Símar:

487 8136893 3794482 1980

www.bbl.is

Tilboð óskast í húseignir fyrrum Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði.

Sala 14271. Fasteignir fyrrum Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði.

Um er að ræða heimavistarskólahúsnæði, kennslustofur, mötuneyti, 7 íbúðir, sundlaug, íþróttahús og geymslur. Heildar flatarmál eignanna er samkv. FMR 4.404,5m2. Stærð lóðar er um 6 ha. og er eignarland. Brunabótamat eignanna er kr. 565.525.000,- Fasteignamat eignanna er kr. 72.344.000,-

Innbú bæði í mötuneyti og heimavist fylgir með, en munir sem tengjast sögu skólans eru undanskildir.

Nánari upplýsingar um ofangreinda eign eru gefnar hjá Ásvaldi Guðmundssyni í síma 456 8241 og hjá Ríkiskaupum, síma 530 1400, Borgartúni 7, 105 Reykjavík þar sem tilboðseyðublöð liggja frammi.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 22. maí 2007 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

Page 20: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200720

Lífræn matvæli auka nú hlut sinn hratt í löndum ESB og þar er mjólkin engin undantekning. Á síðasta ári voru framleidd þar 2,5 milljón tonn af lífrænni mjólk og eftirspurnin vex hratt. Fjallað var um þessa þróun nýlega á sam-ráðsfundi á vegum tengslanetsins “Network of European Organic Milk Producers” (NEOMP).

Mest framleiðsla á lífrænni mjólk í ESB á sl. ári var í Þýskalandi eða 460 þúsund tonn. Þar er eftirspurn þó meiri en framboð og ástæðan sögð sú að verð til framleiðenda hefur ekki dregið að nýja bænd-ur. Til að bæta þar úr hefur verið flutt inn lífræn mjólk, einkum frá Austurríki og Danmörku.

Danir þjóna tveimur mörkuðumÞriðjungur af lífrænni mjólk, sem framleidd var í Danmörku á sl. ári, var flutt út til Þýskalands. Danmörk er næststærsti framleiðandi lífrænn-ar mjólkur í ESB með 405 þúsund tonn. Innanlandssala jókst þar um 90 þúsund tonn á árinu.

Lágverðsverslanakeðjan Lidl gegnir lykilhlutverki í útflutningn-um til Þýskalands þar sem fyr-irtækið selur danska lífræna mjólk í öllum verslunum sínum.

Í Danmörku hefur lífræn mjólk fest sig í sessi í matvöruverslunum. Þannig er þriðjungur af nýmjólk-ursölu í Kaupmannahöfn lífræn mjólk. Að sögn NEOMP hefur verið nokkuð um að danskir fram-leiðendur lífrænnar mjólkur hafi flutt viðskipti sín frá mjólkurrisan-um Arla yfir í fjögur minni mjólk-ursamlög sem hafa greitt meira fyrir mjólkina, eða 37 evrucent, í stað 35 evrucenta sem Arla greiðir.

Austurríski markaðurinn fyrir lífræna mjólk nam 296 þúsund tonnum á sl. ári sem er þriðja sætið í ESB. Austurrísk mjólkursamlög njóta hinnar miklu uppsveiflu sem er á þessum markaði í nágranna-landinu Þýskalandi.

Breks matvælakeðja styður lífræna framleiðendur

Í Hollandi er það mjólkurrisinn Campina sem er með mesta mark-aðshlutdeild af lífrænni mjólk, eða 32%. Fyrirtækið er með samning við 125 framleiðendur. Þar er það framboð og eftirspurn sem ákveður verðið en auk þess reka samtök líf-rænna bænda þar uppboðsmarkað sem ræður yfir 20 þúsund tonnum af lífrænni mjólk. Með hjálp hans hefur lítraverðið farið upp í 40

evrucent á sama tíma og Campino greiðir 38 evrucent.

Í Bretlandi óx markaðurinn fyrir lífræna mjólk um 28% á sl. ári eða upp í 330 þúsund tonn. Breska matvælafstofnunin Foods Standard Agency staðfesti nýlega að meira væri af Omega 3 fitusýrum í líf-rænni mjólk en annarri, án þess að taka afstöðu til hollustu lífrænnar mjólkur umfram annarrar.

Breskir neytendur hafa hins vegar dregið sínar ályktanir og

krefjast aukins framboðs á lífrænni mjólk.

Ein stærsta matvælaverslana-keðjan í Bretalandi, Tesco, hefur tilkynnt að hún styrki hvern fram-leiðenda lífrænnar mjólkur um 270 evrur á ári. Þessir framleiðendur eru flestir félagsmenn í samvinnufélag-inu Organic Suppliers Cooperative (OmsCo), sem spáir því að mikil skortur verði á lífrænni mjólk á breskum markaði á næstu árum, eða sem nemur 60 milljón lítrum

árlega. Framleiðendaverð á lífrænni mjólk þar er nú 40 evrucent á lítra.

Í Svíþjóð er vænst mjög auk-innar eftirspurnar á lífrænni mjólk í náinni framtíð þegar opinberar stofnanir, svo sem skólar og sjúkra-hús, fara að bjóða upp á lífræna mjólk. Sænska ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að hlutur lífrænn-ar mjólkur í heildarmjólkurmark-aðnum verði 20-25% árið 2010.

Landsbygdens Folk

Slæmt ástand Eystrasalts og þátt-ur landbúnaðar í því var aðalefni á alþjóðlegum fundi háttsettra embættismanna í Saltsjöbaden í Svíþjóð um miðjan apríl sl. Fulltrúar allra landa, sem eiga land að Eystrasalti, samþykktu þar yfirlýsingu sem lögð verður fyrir umhverfisráðherra land-anna á fundi í Krakow í Póllandi í nóvember á þessu ári. Þar á að afgreiða framkvæmdaáætlun um úrbætur, svonefnda “Baltic Sea Action Plan”.

Hin miklu vandamál sem er við að stríða í Eystrasalti eru öllum, sem vilja vita, ljós. Ofveiði hefur verið á fiski, áburður frá landbún-aði hefur borist út í hafið og valdið þörungablóma og súrefnisskorti. Af öðrum vandamálum má nefna að olía og ýmis eiturefni hafa borist út í hafið.

Landbúnaður undir smásjá Afrennsli af um 34 milljón hektör-um akurlendis í löndunum kringum Eystrasaltið berst út í það. Á því

svæði eru framleidd matvæli fyrir um 85 milljón manns. Frá allri matvælaframleiðslu berast jurta-næringarefni, þó að draga megi úr þeirri losun. Eins og er er landbún-aður skráður ábyrgur fyrir stærstum hluta af bæði köfnunarefni og fos-fór sem berst út í Eystrasaltið. Um það vandamál verður haldinn sér-stakur leiðtogafundur nk. haust.

Umhverfisráðherra Svía, Andreas Carlgren, lagði áherslu á það á fundinum að það væri jafn mikið forgangsverkefni sænsku ríkisstjórnarinnar að vernda hafið og lofthjúpinn. Á fundinum í Saltsjöbaden var einnig tilkynnt að Svíar hyggjast banna notkun á fosfati í þvottaefni. Ef önnur lönd, sem eiga afrennsli í Eystrasalt, gera hið sama er unnt að draga um 20% úr þeim fosfór sem berst þangað árlega. Vísindamenn hafa á síðari árum metið áhrif fosfórs á þörunga-blómann meiri en áður

Fundurinn í Saltsjöbaden var einskonar “æfing” fyrir leiðtoga-fund í Krakow í Póllandi í nóv-ember nk. Þann fund sækja allir landbúnaðar- og umhverfisráðherr-ar landa kringum Eystrasaltið til að undirrita sáttmála, Baltic Sea Action Plan (BSAP), en tilgang-urinn með honum er að draga úr áburði sem berst út í það.

Í því sambandi er við það að glíma að löndin eru misjafnlega á vegi stödd. Nýju löndin í ESB á Eystrasaltssvæðinu stefna nú að því að efla mjög landbúnað sinn og eiga því erfitt með að þrengja að áburðarnotkun sinni.

Fundurinn í Saltsjöbaden var sammála um að það þurfi bæði að gera bráðar mótvægisaðgerðir og að marka langtímastefnu í mála-flokknum fyrir viðkomandi lönd, sem flest eru í ESB.

Internationella Perspektiv

Utan úr heimi

Sala á lífrænni mjólk vex hratt í löndum ESB Eigendur Citroën-bifreiða drekka lífræna mjólk

Sýndu mér bílinn þinn og þá skal ég segja þér hvaða mjólk þú drekkur. Það er niðurstaða könnunar sem fyrirtækið Analyse Danmark hefur gert fyrir danska mjólkuriðn-aðinn, samkvæmt frétt í blaðinu LandLandbruk.

Sá sem ekur um á Citroën drekkur að öllum líkindum líf-ræna mjólk, Volvoeigandi hall-ar sér trúlega að hefðbundinni mjólk. Eigandi Opel hneigist til fitusnauðrar og lífrænnar mjólkur, þ.e. lífrænnar und-anrennu.

Það er greinilegt samhengi þarna á milli. Bílstjóri sem hefur auga fyrir hönnun bíla, frumlegri hugsun og nýjungum í útbúnaði, en það er ákveðið „vörumerki“ Citroën, er líkleg-ur til að hafa augun opin fyrir nýjungum á fleiri sviðum.

Þessi skoðanakönnun bygg-ist á svörum 1047 bíleigenda.

LandLandbruk

Hlýnun and-rúmsloftsins

er raunverulegEitt stærsta rannsóknarverk-efni um veðurfar á jörðinni sem unnið hefur verið að síð-asta áratug hefur farið fram á Suðurskautslandinu. Meðal aðila að því má nefna ESB, Sviss og Noreg. Borað hefur verið þrjá km niður í íshelluna og aflað sýna af ís sem er meira en 700 þúsund ára og veitir upplýsingar um veðurfar þann tíma sem lið-inn er. Þar á meðal veita loftból-ur í ísnum upplýsingar um sam-setningu lofthjúpsins þegar þær mynduðust.

Rannsóknir sýna að allan þann tíma sem liðinn er, 700 þúsund ár, hefur magn koltvísýrings í loft-hjúpnum aldrei verið eins hátt og nú á dögum. Reyndar er það 50% hærra nú en hæsta gildi sem áður hefur fundist í borkjörnunum frá þessum 700 þúsund árum. Koltvísýringur er ein af þeim loft-tegundum sem hafa mest áhrif á hlýnunina.

Enginn alvöru vísindamaður dregur í efa að það sé náið sam-band á milli magns gróðurhúsa-lofttegunda í lofthjúpnum og hitaf-ars á jörðinni. Það er athyglisvert að aukning þessara lofttegunda, miðað við magn þeirra sl. tvær til þrjár milljónir ára, hefur átt sér stað á sl. 100 árum.

Frá því fyrir 1860 hafa farið fram kerfisbundnar hitamælingar á jörðinni. Þessar mælingar sýna að 11 af 12 hlýjustu árunum á þess-um tíma eru síðustu 11 ár. Það er vegna þessa sem full ástæða er fyrir manninn að athuga sinn gang.

Veðurfarsráð Sameinuðu þjóð-anna upplýsir að þó að koltvísýr-ingur í andrúmslofti hætti að aukast hér og nú þá myndi hnattræn hlýn-un halda áfram að aukast eina til tvær aldir og hafflöturinn hækka allt að því næstu þúsund ár.

Bandarískir bændur selja, gegnum samtök sín, National Farmers Union, (NFU), koltví-sýringsinneignir sínar á kvóta-markaði í Chicago, (Chicago Climate Exchange). Með því er ætlunin að minnka koltvísýring í andrúmsloftinu og bæta um leið afkomu í landbúnaði.

Áætlað er að bandarískur land-búnaður geti bundið 275-900 milljón tonn af koltvísýringi á ári. Með aðstoð samtaka sinna, NFU, geta bændur og landeigendur nú aflað sér tekna með því að draga úr þeim koltvísýringi sem losnar frá ræktunarlandinu. Þetta er gert með því að plægja ekki landið og sá fjölærum grastegundum.

Kvótamarkaðurinn hefur veitt bændasamtökunum umboð til að halda utan um koltvísýringsinn-eignir bænda og stunda viðskipti með þær á markaðnum, rétt eins og

hverja aðra afurð frá búinu. Ein ekra (0,405 ha) af óplægðum akri skapar hálft tonn af koltvísýringsinneign á ári en fjölært tún 0,75 tonn. Verðið á markaðnum er háð framboði og eft-irspurn en hefur verið um 4 dalir á tonn koltvísýrings.

Kerfið byggist á því að bænd-ur gera samning til 5-6 ára um að haga búrekstri sínum þannig að þeir bindi koltvísýring. Þeir gefa upp ákveðnar spildur, rækta þær eftir forskrift samningsins og ári síðar geta samtök þeirra skráð inn-eign þeirra inn á kvótamarkaðinn.

Upphafshugmynd bændasam-takanna á bak við verkefnið var að bæta afkomu bænda. En bændurn-ir, sem taka þátt í því, eiga einnig mikilla hagsmuna að gæta með því að vinna gegn neikvæðum áhrifum af veðurfarsbreytingum.

Þá er hér á ferð vilji bænda til að leggja eitthvað af mörkum í málum

sem almenningur lætur sig miklu varða, en Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af veðurfars-breytingum. Þær eru taldar valda því að fellibyljum hefur fjölgað, jöklar hafa bráðnað og vandamál vegna flóða, annars vegar, og þurrka, hins vegar, hafa aukist.

Kvótasmarkaðurinn í Chicago er fyrsti markaður sinnar teg-undar í heiminum. Kaupendur koltvísýringskvóta eru bandarísk fyrirtæki af ýmsu tagi. Sum þeirra eiga dótturfyrirtæki í löndum þar sem Kyotó bókunin gildir. Þar er gerð krafa til þeirra um að draga úr losun koltvísýrings. Önnur fyr-irtæki kaupa sér kvóta til að bæta ímynd sína með því að sýna sam-félagslega ábyrgð og enn önnur líta á kvótakaupin sem góða fjár-festingu í von um að verðið á kvótanum hækki.

Internationella Perspektiv

Bandarískir bændur selja koltvísýrings-inneignir sínar á kvótamarkaði í Chicago

Landbúnaður í brennidepli á fundi embættismanna um Eystrasaltið

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Page 21: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200721

ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is

Japönsku KUBOTA ME9000 dráttarvélarnar eru

svo liprar að flestir taka ekki eftir því að þær eru

fjórhjóladrifnar. Og svo eyða þær afar litlu eldsneyti.

Það er leit að liprari fjórhjóladrifs vél!

Reiðhöll á FlúðumNú er verið að skoða áform innan Hrunamannahrepps um fyrirhugaða reiðhöll í sveitarfélaginu. Það er þó ljóst að til þess að hestamanna-félagið fái styrk til byggingar reið-hallar verður Hrunamannahreppur að vera þátttakandi í byggingunni. Oddviti lagði fram tillögu þess efnis á síðasta fundi sveitarstjórn-ar að hreppurinn skipuleggi lóð úr sínu landi fyrir reiðhöll. Framlag sveitarfélagsins verði skipulags-kostnaður, lóða og tengigjöld að upphæð allt að 5 milljónir kr. sem verði eignarhlutur hreppsins í fyr-irhuguðu hlutafélagi um reiðhöll-ina. Auk kr. 2.000.000 í hlutafé. Tillaga oddvitans var samþykkt samhljóða. MHH

Page 22: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200722Á markaði

Magn kg fob, kr cif, kr

Kjöt, þ.m.t. saltað, þurrkað og reykt

Nautakjöt 13.976 6.430.288 7.149.832

Kjúklingakjöt 23.430 8.479.687 8.913.249

Svínakjöt 11.763 6.484.629 7.125.324

Ostur 17.911 10.865.637 12.570.623

Unnar kjötvörur

Pylsur 1.523 638.130 732.301

Unnið kjöt úr kjúklingum 4.562 1.595.959 1.851.022

Unnið svínakjöt 1.898 877.076 1.058.876

Unnið kjöt af nautgripum 5.708 1.009.866 1.167.960

Innflutningur á búvörum í marsKjöt og ostarAlls voru flutt inn 49,2 tonn af kjöti af nautgripum, svínum og kjúklingum í mars. Ennfremur voru flutt inn 3,7 tonn af pylsum og unnum kjötvörum af sömu tegundum. Mest er flutt inn af kjöti frá Danmörku auk annarra ESB landa en þó kemur beinlaust nautakjöt eins og nautalundir fyrst og fremst frá Nýja Sjálandi. Ostur kemur fyrst og fremst frá Evrópu og þá einkum Þýskalandi og Ítalíu. EB

Magn, kg fob, kr cif, kr

Kartöflur 101.725 5.363.711 5.970.900

Tómatar 69.185 7.716.465 9.584.969

Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 52.556 6.501.012 7.863.488

Nýtt hvítkál 79.058 1.142.144 1.603.958

Nýtt spergilkál 22.563 2.375.243 3.333.783

Jöklasalat 105.487 9.528.541 13.618.674

Annað nýtt salat 33.817 12.651.991 18.824.562

Gulrætur og næpur 116.291 8.396.074 12.078.863

Nýjar gulrófur 4.170 164.612 184.446

Gúrkur 30.730 3.298.495 3.784.407

Ný paprika 118.488 23.696.923 27.128.979

Ný jarðarber 33.391 12.526.454 16.422.369

Nýir sveppir 11.060 3.202.268 4.664.927

GrænmetiMeðfylgjandi tafla sýnir innflutning á grænmeti í mars. Mest af grænmeti kemur frá ESB löndunum s.s. Hollandi, Spáni og víðar. Talsvert af jöklasalati, öðru salati og gulrótum er flutt inn frá Bandaríkjunum. Af papriku kemur mest frá Spáni en næst á eftir fylgir Marokkó. Stærstu hluti innfluttra jarðarberja kemur einnig frá Spáni en næst á eftir koma Egyptaland og Ísrael. EB

Sala mjólkurafurða á 1. ársfjórðungi 2007, í lítrum og kg

Mars Jan - mars Síðustu12 mánuðir

Breyting frá fyrra ári %

Mánuðir 3 mánuðir 12 mánuðir

Mjólk 3.713.162 10.651.127 42.300.663 -0,75 1,41 0,29

Rjómi 197.099 543.301 2.391.312 8,04 1,14 2,78

Jógúrt 337.602 906.259 3.548.483 -1,04 -5,66 -10,76

Skyr 316.696 908.214 3.682.945 -15,31 -13,97 -15,00

Viðbit 145.329 389.362 1.672.673 7,19 8,26 7,75

Ostar 419.700 1.172.676 7.693.238 5,19 4,68 5,16

Duft 60.446 164.706 663.214 11,11 3,95 -1,40

Samtals:

Á fitugrunni, lítrar 9.135.188 25.313.219 105.145.523 6,48 5,30 3,84

Á próteingr. lítrar 10.082.862 28.386.731 113.622.046 1,37 1,48 0,57

Ágæt sala var á mjólkurafurðum á fysta ársfjórðungi ársins. Mest jókst sala á viðbiti frá sama tíma í fyrra. Þar vegur þyngst 23% aukning í sölu á smjöri en sala á öðru viðbiti var lítið breytt. Jöfn og góð aukning er í ostasölu eða í kringum 5%. Sala á drykkjarmjólk var ívið meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti hefur heldur dregið úr sölu á skyri eftir gríðarlega aukningu á síðasta ári. EB

Alþjóðasamband búvörufram-leiðenda, IFAP, hélt ráðstefnu um landbúnaðarstefnu og stöðu búgreina í Austurríki í apríl sl. Þar kom m.a. fram að spáð er 25% aukingu á heimsviðskipt-um með mjólkurvörur til ársins 2015. Áætlað er að Kína muni þá flytja inn ígildi 20 milljón tonna af mjólk sem er um helmingur núverandi milliríkjaviðskipta með mjólkurvörur. Í hringborðs-umræðum um samband loftslags-breytinga og mjólkurframleiðslu komust þátttakendur að þeirri niðurstöðu að neytendur kynnu að snúa sér í vaxandi mæli að afurðum sem framleiddar væru í nágrenni við þá í stað þeirra sem fluttar væru um langan veg.

Kornbirgðir í heiminum eru með minnsta móti vegna 40 millj-ón tonna framleiðslusamdráttar ásamt aukinni eftirspurn eftir korni til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Markaður fyrir olíufræ er einnig

sterkur vegna eftispurnar til fram-leiðslu á lífrænu eldsneyti. Þessi þróun býður bændum aukið sjálf-stæði og ný markaðstækifæri. Þar sem olíuverð er stöðugara en matvælaverð, getur þróun lífræns eldsneytis hjálpað til við að auka stöðugleika á verði fyrir korn og olíufræ. Lönd sem flytja inn mat-væli umfram útflutning sinn, hafa áhyggjur af hækkandi kornverði en þau ættu að nota þessa stöðu til að endurskipuleggja landbúnað sinn.

Framleiðsla og neysla á kjöti í heiminum er vaxandi og verð fyrir afurðir er að ná jafnvægi við stöðu sem er viðunandi fyrir framleið-endur. Í umræðum var lögð áhersla á að auka tiltrú neytenda á kjöti, auka matvælaöryggi og leggja áherslu á rekjanleika, velferð búfjár og eftirlit með búfjársjúkdómum. Einnig var rætt um bætta mark-aðssetningu til að auka arðsemi og bæta hag framleiðenda. EB

Frá fundi IFAP í Austurríki

Kornbirgðir með minnsta móti

Þann 30. apríl sl. lagði formaður landbúnaðarnefndar WTO fram skjal sem hafði að geyma sam-antekt hans á stöðu landbúnaðar-viðræðnanna. Hér var ekki um formlegar tillögur eða umræðu-grundvöll að ræða heldur er ætl-unin að fá viðbrögð aðildarríkja á þessa sýn formannsins með það að markmiði að koma við-ræðunum í gang á ný svo þeim megi ljúka á þessu ári. Svo virð-ist sem tillögur sem hafa gengið lengst varðandi markaðsaðgang fái mesta athygli formannsins. Þannig vísar hann til tillagna G20 um niðurskurð á tollum. Þær fela í sér að tollalínum verði skipt í 4 flokka þegar kemur að því að lækka tolla og mestur nið-urskurður verði á tollum yfir 75%. Á móti víkur hann þó að hugmyndum um sveigjanleika fyrir lönd með ójafna skiptingu tollalína í þessa fjóra flokka.

Þá tekur formaðurinn undir til-lögur um að fjöldi viðkvæmra vara

geti legið á bilinu 1-5%. Með þessu er átt við vörur sem mögulegt verði að undanþiggja almennum tolla-lækkunum en markaðsaðgangur verði þess í stað aukinn með toll-kvótum. Þessar tillögur eru fjarri því sem Ísland ásamt öðrum lönd-um í G10 hópnum hafa lagt til. Þegar kemur að niðurskurði á inn-anlandsstuðningi leggur formað-urinn til 3 stig, og falla þau nokk-uð að áður framkomnum tillögum. Mestan niðurskurð, 70%, verði ESB að gera, í næsthæsta þrep-inum verði Japan og Bandaríkin með 60% niðurskurð og önnur lönd þurfi að skera niður um 37-60%.

Um miðjan maí verður ráðherra-fundur OECD haldinn í París og þá verður þessi skýrsla formanns landbúnaðarnefndar WTO örugg-lega til umræðu, s.s. í hópi G10 ríkjanna. Hvort þetta síðan leiðir til þess að viðræðurnar komist á skrið verða næstu mánuðir að leiða í ljós. EB

Meira af Doha viðræðunum

Formaður landbúnaðarnefndar ýtir við aðildarríkjunum

Kornverð hækkar og lækkarGrafið hér til hægri sýnir þróun verðs á korni á kornmarkaðnum í Chicago í Bandaríkjunum, sem endurspeglar vel þróun kornverðs þótt verðið sé ekki alveg sambærilegt við markaðsverð í Evrópu. Eftir að kornverð náði hámarki í ársbyrjun hefur það heldur lækkað á ný. Kornbirgðir heimsins eru hins vegar í lágmarki eftir 40 milljón tonna framleiðslusamdrátt í fyrra, ásamt aukinni eftirspurn eftir korni til framleiðslu á lífeldsneyti. EB

Heimild: Internationella Perspektiv.

Page 23: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200723

Ný hestabraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) á Selfossi hefur heldur betur slegið í gegn. Um 30 nemendur hafa stundað bóklegt og verklegt nám á braut-inni í vetur undir stjórn reiðkenn-aranna Hugrúnar Jóhannsdóttur og Magnúsar Lárussonar. Verklega kennslan hefur farið fram í Votmúla í Árborg. Nemendur voru þar með opna kennslustund nýlega þar sem hægt var að fylgjast með þeim í tíma hjá Hugrúnu. Þar sýndu þau afrakstur vetrarins, bæði byrj-endahópurinn og hópurinn sem lengra er kominn. Góður rómur var gerður að kennslustundinni enda hafa allir sýnt miklar framfarir frá því að kennslan hófst í haust. „Það

hefur verið ákaflega skemmtilegt að taka þátt í því tilraunastarfi í hestamennsku sem nú er unnið að í FSu. Allir sem komið hafa að því máli eiga miklar þakkir skildar.

Nemendur allir eru mjög ánægð-ir með námið,“ sagði Örlygur Karlsson skólameistari í samtali við blaðið. MHH

UnglambaskinnÁvallt eru einhver vanhöld á sauðburði.

Sútuð skinn af nýfæddum lömbum eru mjög eftirsótt vara fyrir handverksfólk.

Dettifoss ehf á Sauðárkróki hefur safnað slíkum skinnum og sútað undanfarin ár en ekki getað

annað eftirspurn.

Að þessu sinni verður verð fyrir fryst eða saltað skinn kr. 500.- pr. stk.

Nánari upplýsingar hjá Karli Bjarnasyni,

sútara í síma 865 0951.

Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080

Heilsársdekk31" kr. 12.900(31x10.50R15)

33" kr. 15.900(33x12.50R15)Úrval annarra stærða upp í 38".Felgustærð 15", 16" 17" og 18".

Sendum frítt um land allt!

Við mælum með míkróskurði

PIPA

R • S

ÍA • 70

622

Nánar á jeppadekk.is

Þ Ó R H F | R E Y K J AV Í K : Á r m ú l a 1 1 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | A K U R E Y R I : L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0 | w w w. t h o r. i s

RANI flatgryfjuplastið er viðurkennt hágæða plast fyrir votheysverkun í flatgryfjum. Það er auðvelt í meðförum, einnig við erfiðar aðstæður

og í miklum kulda.Litur: Svart og hvítt.

Þykkt: 0,15 mm

Flatgryfjuplast

Rúlluplast. . . fyrir þá sem gera kröfur!

Heybindigarn 1000 m/kgHeybindigarn 800 m/kgHeybindigarn 400 m/kgHeybindigarn 145 m/kgHeybindigarn 130 m/kg

Heyrúllunet - 1,23 x 3150 mHeyrúllunet - 1,30 x 3150 m

Rúllunet og garn

RúlluplastRANI rúlluplast er hágæða finnskt rúlluplastfilma, framleidd eftir ströngustu kröfum. Enda er RANI mest selda rúlluplastið á Norður-löndum.

Við bjóðum RANI rúlluplast í eftirfarandi stærðum:50 cm x 1800 m - hvítt eða ljósgrænt75 cm x 1500 m - hvítt eða ljósgrænt

Bændur - kannið verðtilboð okkar á stökum rúllum, heilum brettum eða stærri safnsendingum.

Bettafsláttur og staðgreiðsluafsláttur

Verkfæri , verkfæraskápar slípiskífur, skurðarskífur, borar og margt fleirra

Komið og sjáið úrvalið, eða hafiðsamband við okkur. Traust og öruggþjónusta. Opið milli kl. 8-18 [email protected]

Vesturvör 7 - 200 KópavogiSími 511 20 55 - fax 511 2056

Ný hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur slegið í gegn

Page 24: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200724Líf og starf

Fyrir tveim tölublöðum var fjallað um kost og löst á því að hleypa kúm út að sumarlagi. Ástæða þessarar umræðu er sú að erlendis hefur það færst tals-vert í vöxt að kúm sé gefið inni allan ársins hring. Þar er líka hafin umræða um að þessi þróun sé ekki sérlega jákvæð, ekki síst vegna ímyndar mjólkurfram-leiðslu. Neytendur vilja sjá kýr á beit og ef þeir gera það ekki fyll-ast þeir grunsemdum um að verið sé að vinna einhver efnafræðileg myrkraverk á kúnum og mjólk-inni í fjósum landsins.

Torfi Jóhannesson ráðunautur hefur haft nokkur afskipti af þess-um málum. Hann samdi lokaritgerð sína við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn um leiðir til að meta velferð búfjár og hefur tekið þátt í því að semja reglugerð um aðbúnað nautgripa sem kveður á um það að kúm skuli hleypt út eigi skemmri tíma en átta vikur á ári og þá á hverjum degi.

„Það segir hins vegar ekkert um það hversu langan tíma á degi hverjum eigi að hafa kýr úti á beit. Í Danmörku er þeim sem framleiða mjólk á lífrænan hátt fyrirskipað að hleypa kúnum út en þar veit ég að margir hafa þær bara úti fram að hádegi eða svo. Aðrir hafa þær bara úti á daginn og enn aðrir einnig á nóttinni. Þetta fer eftir ýmsu, aðstæð-um, hagkvæmni og hugmyndum bænda um velferð dýranna.“

Beitartíminn hefur víða stystTorfi segir að útibeit sé rökstudd með hagfræðilegum rökum, það sé einfaldlega ódýrara að láta kýrnar ná í fóðrið sjálfar heldur en að bera þeim það.

„Velferðarrökin eru þau að menn sjá greinileg jákvæð áhrif af útibeit-inni á heilbrigði kúnna, sérstaklega í básafjósunum. Fæturnar verða sterkari og júgrin heilbrigðari ef þær komast út, auk þess sem auðveldara er að sjá á þeim beiðsli. Þessir kost-ir eru hins vegar ekki eins áberandi þegar kýr eru hafðar í vel hönn-uðum og nýjum lausagöngufjósum. Ég held að óhætt sé að slá því föstu að kýr í básafjósum hafi gott af því að komast út á sumrin og að fæst íslensk lausagöngufjós séu orðin það góð að kúnum líði jafnvel inni í þeim og úti í haganum. Það væri hæpið að halda öðru fram.“

Reglugerðin er ótvíræð hvað það varðar að íslenskum bændum er skylt að setja kýrnar út í átta vikur á hverju ári. En verður Torfi var við áhuga á því hjá íslenskum bændum að hafa þær inni allan ársins hring?

„Það er töluvert um að bændur

hafi stytt beitartímann á haustin. Þá eru veður oft orðin vond og erfitt að láta kýrnar standa úti daglangt í roki og rigningu. Það fer ekkert vel um þær. Þetta mátti því breytast. Sumir bændur hafa kýrnar inni yfir nóttina, bæði til að fóðra þær og líka til að spara sér vinnu við að reka þær og ná í þær aftur. Þar sem komnir eru mjaltaþjónar verður það heldur meira mál að reka kýrnar út og þar finnur maður fyrir áhuga á því að hafa þær innandyra, mönn-um finnst vera óhagræði að því að hleypa þeim út.

En bændur verða að hafa það í huga að það er hluti af því að byggju upp ímynd íslensks mjólk-uriðnaðar að sýna kýr á beit. Það má líta þannig á málið að kýrnar séu eins og stórt auglýsingaspjald fyrir framleiðsluvörur bænda.“

Mikilvægt að huga að beitarskipulagi

– Erlendis er rætt um að hjarðirn-ar hafi stækkað svo mikið á síðustu árum að það sé orðið svo erfitt að reka þær út, jafnvel að umhverfinu stafi ógn af kúnum. Heyrast þessar raddir hér á landi?

„Já, ég kannast við þessi rök. En þá má horfa til Írlands og Nýja-Sjálands þar sem hjarðirnar eru mjög stórar en þar eru þær hafðar úti stærstan hluta ársins. Þetta er spurning um skipulag og tækni-væðingu. Vissulega er meira mál að reka hundrað kýr út en 20 en það má gera sér þetta auðveldara með ýmsum hætti. Til dæmis að reka þær ekki langt eða leggja vandaða túnvegi svo þær traðki ekki allt niður. Það má líka benda á að það er ekki fimm sinnum meira verk að reka hundrað kýr en 20.“

– Er þetta ekki líka spurning um skipulag bygginga og túna?

„Jú, við erum vön því að bæj-arhús hafi verið byggð uppi á hólum

af því þar var þurrt og auðveldara að byggja. Svo risu peningshúsin nærri þeim. Hins vegar eru bestu túnin yfirleitt ekki í kringum þessa hóla, heldur í framræstum mýrum. Þangað þurfum við að koma kúnum á beit. Til þess þyrfti að færa fjósin frá bænum út á tún.

Það þarf líka að huga vel að beitarskipulagi. Þetta hangir saman við verðlagningu á mjólk en bænd-ur hafa um áratuga skeið fengið lægra verð fyrir mjólkina yfir sum-artímann en á veturna. Þeir hafa því reynt að koma málum þannig fyrir að sem flestar kýr beri á haustin svo þær standi geldar eða séu með lága nyt yfir sumartímann. Þess vegna hefur lítið reynt á beitarskipulagið af því menn hafa verið með flestar kýrnar í geldstöðufóðrun yfir sum-arið.

Þetta hefur verið að breytast vegna þess að nú eru mjólkursam-lögin farin að greiða svipað verð fyrir mjólkina allt árið. Það hefur leitt til þess að bændur hafa verið að jafna burðartímanum yfir allt árið og þess vegna hafa kýr verið að mjólka mikið allt árið. Það hefur aftur gert meiri kröfur til beit-arskipulagsins því bændur þurfa að sjá til þess að alltaf sé beit til stað-ar með góðu fóðri. Ef þetta er gert skynsamlega er ég handviss um að útibeit sé hagkvæm aðferð við að fóðra kýr,“ sagði Torfi.

Hann bætti því við að jarðnæði setti mönnum óvíða þröngar skorð-ur því stór hluti íslenskra kúabúa væri á sléttlendum jörðum með stór tún.

Velferðarvísitala kúnnaEins og áður sagði er víða erlend-is verið að ræða þessi mál og Torfi hefur fylgst með þessum umræðum

í Austurríki og Sviss þar sem ekki er endilega farin sú leið að skylda bændur til að hleypa kúnum út.

„Þar er verið að ræða um að koma upp einskonar velferðarvísi-tölu fyrir kýrnar. Þá eru vegnir saman þættir úr umhverfi þeirra og aðbúnaði og hverjum bæ gefin einkunn. Þá er hægt að vega saman fjósgerðina og þörfina fyrir beit. Þetta er að mörgu leyti áhugaverð lausn, til dæmis fyrir bændur sem eiga erfitt með að setja kýr á beit. Þeir geta þá gert þeim mun betur við þær innandyra og unnið upp það tap sem kýrnar verða fyrir við það að missa af útibeitinni.“

Torfi sagði að lokum að hann skildi alveg áhuga bænda sem væru búnir að reisa vönduð fjós og koma sér upp mjaltaþjóni á því að hætta að hleypa kúnum út. Það væri vissulega óhagræði að því að þurfa að reka kýrnar út og ná í þær þris-var á sólarhring til þess að mjólka þær. Mjaltaþjónarnir miðast líka við það að mjaltirnar fari fram jafnt og þétt allan sólarhringinn. Þess vegna væri hætta á að allt færi úr böndunum þegar kýrnar koma inn og vilja allar fara í róbótinn sam-tímis.

„Ég gæti alveg séð fyrir mér ein-hvers konar undanþágur fyrir þessa bændur, að vissum skilyrðum upp-fylltum. En eins og er hefur það ekki komið til tals að veita slíkar undanþágur. Á hinn bóginn er erf-itt að fylgjast með því að reglunum sé fylgt, það stendur enginn með skeiðklukku og tekur tímann hve-nær kúnum er hleypt út. Það er líka almenn sátt um að hafa þetta eins og það er og fyrir því eru bæði vel-ferðar- og markaðsrök,“ sagði Torfi Jóhannesson að lokum.–ÞH

Á að hleypa kúnum út?

Ódýrara og heilsusamlegra að láta kýrnar ná í fóðrið sjálfar

- Rætt við Torfa Jóhannesson ráðunaut um útibeit og innigjöf kúa

Nú er mál að minna á vorverkin, ekki þessi venjulegu, þ.e. slóða-draga, keyra skít og gera við girð-ingar o.þ.h. Nei, ég er að tala um þrif innan og utan fjóss.

Það ætti að vera regla að þvo fjós-in hátt og lágt strax þegar leyfir og kýrnar eru farnar út, ekki gleyma undir básamottum séu þær lausar eða hægt er að lyfta þeim og að auki þar sem það á við að þrífa kálfastíurnar og geldneytaplássið.

Til þess að það takist vel þarf að hafa gripi úti við á meðan. Ungviðið hefur sérlega gott af því að fá að sóla sig smástund og kynn-ast náttúrunni.

Ef illa hefur gengið með frumu-töluna í mjólkinni og júgurbólga hefur verið óvenju þrálát eða tilfelli fleiri en eðlilegt getur talist er gott að sótthreinsa fjósið eftir þvottinn.

Gott efni til þess er Virkon S sem úðað er yfir eftir þrifin og látið hiklaust standa, þ.e. ekki skola því burtu nema af innréttingum og fóðurgangi, Virkonið getur tært járn ef það er ekki skolað af og ekki gott að skepnur sleiki upp mikið af því.

Blandað 50 grömm í 5 lítra af vatni.

Síðan þarf að gefa þessu tíma til

að þorna í ca. 2-3 klst. áður en grip-ir koma inn, líka undir mottunum.

Annars er að öllu jöfnu ekki ráðlagt að sótthreinsa árlega því það getur hugsanlega leitt til einhæfrar sýkla-flóru í fjósinu, þ.e. harðgerðrar flóru sem hugsanlega lifir þá góðu lífi án samkeppni við minnimáttar sýkla.

Þetta eru útihús og þau er aldrei hægt að gerilsneyða að fullu.

Sótthreinsið því aðeins að þörf sé á því, en hins vegar, þvoið fjósið ætíð árlega!

Síðan þarf að kóróna verkið með tiltekt utanhúss þannig að menn fyllist stolti þegar þeir líta til fjóss og annarra bygginga á jörðinni, þarna er greinilega mjólkurfram-leiðsla!

Fleiri vorverka verður minnst í næsta pistli.

HEYRT Í SVEITINNIKristján Gunnarssonmjólkureftirlitsmaður

Bændur þurfa að huga að beitarskipulagi, jafnvel að flytja fjósin svo þau séu í betri tengslum við túnin.

Torfi Jóhannesson ráðunautur.

Landgræðslu ríkisins var falið að hafa eftirlit með framkvæmd landbóta- og landnýtingaráætlana vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Á heildina litið hefur framkvæmd og eftirfylgni áætlana verið til fyrirmyndar en á árinu 2006 komu upp tilvik þar sem betur hefði mátt fara við framkvæmd þeirra. Í tengslum við framkvæmd áætlana vill Landgræðslan vekja athygli á eftirfarandi atriðum:

• Nauðsynlegt er að ábyrgðarað-ilar landbóta- og landnýting-aráætlana fyrir samnýtt beitilönd, afrétti og upprekstrarheimalönd, sjái um að ákvæði þeirra séu vel kynnt meðal þeirra aðila sem nýta viðkomandi beitiland. Þetta er einkum mikilvægt í ljósi þeirra mála sem upp hafa komið þar sem misgjörðir eins aðila hafa bitnað á öllum sem nýta hið tiltekna beitiland.

• Þar sem kveðið er á um samráð við Landgræðsluna og/eða gróð-

urverndarnefnd um beitartíma þarf að ganga frá því tímanlega. Það er hlutverk ábyrgðaraðila áætlana að sjá um að þessu atriði sé sinnt. Þessi liður getur auk þess verið vettvangur fyrir bændur og starfsmenn Land-græðslunnar til að hittast og bera saman bækur sínar.

• Upplýsingum um fé sem kemur fram á friðuðum svæðum, þar sem um slíkt er að ræða í áætl-unum, skal komið til viðkom-andi héraðsfulltrúa eigi síðar en í nóvember 2007.

Í tengslum við landbóta- og landnýtingaráætlanir vegna gæða-stýringar í sauðfjárrækt var unnið

að uppgræðslu í heimalöndum og á afréttum á um 4.000 hekturum sum-arið 2006. Þá eru ótaldar þær land-bætur sem fylgja friðun illa farinna svæða og skynsamlegri stjórn á beitartíma. Landbótaverkefni 2006 voru að stærstum hluta fjármögnuð af landbótasjóði Landgræðslunnar, verkefninu Bændur græða landið, með fjármagni úr sauðfjársamningi og með framlagi bænda.

Fyrir liggur að endurskoða þarf gildandi reglugerð um gæðastýr-ingu í sauðfjárrækt. Þetta mun vænt-anlega einnig kalla á endurskoðun gildandi landbóta- og landnýting-aráætlana. Sú endurskoðun mun taka mið af þeirri reynslu sem feng-ist hefur af framkvæmd landnýt-ingarþáttar gæðastýringarinnar og þeirra landbóta- og landnýtingar-áætlana sem í gildi eru.

Frekari upplýsingar veita hér-aðsfulltrúar Landgræðslu ríkisins og undirritaður í síma 488-3000.

Gæðastýring í sauðfjár-rækt – Landnýtingarþáttur

Gústav Magnús Ásbjörnsson

héraðsfulltrúi, verkefnisstjóri landnýting-arþáttar gæðastýringar í sauðfjárræktgustav.asbjö[email protected]

Gæðastýring

Page 25: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200725

Nýlega var opnað nýtt og glæsi-legt Heklusetur á Leirubakka í Landsveit. Það var sérstaklega hannað og byggt undir sýningu um Heklu, frægasta eldfjall landsins. Í setrinu hefur verið sett upp nútímaleg og fræðandi sýn-ing um fjallið, sögu þess og áhrif á mannlíf á Íslandi frá landnámi til okkar daga.

Það kom í hlut fjármálaráðherra að opna safnið formlega. Anders Hansen og Valgerður Kristín Péturs-dóttir keyptu Leirubakka fyrir tveim-ur árum og fengu strax þá hugmynd að opna þar sýningu um Heklu fyrir ferðamenn. Upplýsingunum um eldfjallið er m.a. miðlað á mynd-rænan hátt í setrinu. Undir sýning-unni rennur síðan eldheitur hraun-straumur. Höfundar og hönnuðir Heklusýningarinnar eru Ari Trausti

Guðmundsson, Árni Páll Jóhannsson og Hringur Hafsteinsson. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um nýja setrið á heimasíðunni www.leir-ubakki. MHH

Anders Hansen og Valgerður Kristín við Heklusetrið á Leirubakka. Setrið er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa sýningu um Heklu, fræg-asta eldfjalli landsins. Auk þess eru í húsinu funda- og ráðstefnusalir og veitingahús.

Auka - Ársfundur 2007

Lífeyrissjóður bænda mun ha

Lífeyrissjóður bænda

C-MAX línan, 4 cyl. 92-99 hö.Einfaldar en vel búnar vélar áfrábæru verði.

CX „xtra shift“ línan, 4 cyl. 73-103 hö.Bestu kaupin á markaðnum í dagMiðað við gæði og búnað.

MC línan, 4 og 6 cyl. 90-135höMagnaðar og liprar vélar sem hentaBæði í stór og smá verk.

MTX línan, 6 cyl. 140-175 hö.Stórar og sterkar, eigum til nokkrarVélar á frábæru tilboðsverði.

XTX línan 170-225 hö.Traktor ársins 2006.

ZTX línan, 6cyl. 230-280 hö.Rósin í hnappagatinu.

McCormick

JÚGURHALDARAR

Vélaval-Varmahlíð hf.

sími: 453-8888

Nýtt og glæsilegt Heklusetur opnað á Leirubakka í Landsveit

www.bbl.is

Page 26: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200726

Á fundum sem haldnir voru nú í byrjun maí á vegum búnaðar-sambandanna í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu var gerð grein fyri niðurstöðum úr kúa-dómum á svæðinu og viðurkenn-ingar veittar.

Síðustu ár hafa flestar fyrsta kálfs kvígur í þessum héruðum verið útlitsdæmdar. Þegar jafnframt liggur fyrir kynbótamat kúnna hefur hver árgangur verið tekinn til uppgjörs og var nú komið að kúm fæddum árið 2002.

Alls samanstóð fyrrgreind-ur árgangur af 1539 kúm, 1130 í Eyjafirði og 409 í Suður-Þing. Meðaleinkunn fyrir skrokkbygg-ingu reyndist vera 27,9 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,2 fyrir spena, 17,6 fyrir mjaltir og 4,7 fyrir skap. Í dómseinkunn gerir þetta að með-altali 83,0 stig. Einkunnin sveifl-aðist frá 73 stigum upp í 90 stig. Meðalbrjóstummál var 181 cm með breytileika frá 158 cm upp í 206 cm.

Á efri töflunni má sjá þær kýr sem hlutu 88 stig eða hærra í dóms-einkunn.

Eigendur framangreindra 18 kúa fengu sem viðurkenningu stækk-aðar myndir af kúnum, gefnar af búnaðarsamböndunum á viðkom-andi svæðum.

Reiknuð var út heildareinkunn fyrir kýrnar þar sem tekið er tillit bæði til kynbótamats og dóms-einkunnar. Þetta á að vísu einungis við þær kýr úr þessum árgangi sem lifandi voru um síðustu áramót og höfðu hlotið kynbótaeinkunn.

Heildareinkunnin er reiknuð þannig: Dómseinkunn x 2 + kyn-bótaeinkunn + eigið frávik fyrir afurðir.

Neðri taflan sýnir kýrnar sem voru hæstar samkvæmt þeim út-reikningi.

Búnaðarsamböndin veittu eig-endum þriggja stigahæstu kúnna á hverju svæði verðlaunastyttur, gull, silfur- og bronskýr, auk stækkaðra mynda af kúnum.

Kýrin nafn, nr og bú FaðirBrjóst-ummál

Skrokk-ur Júgur

EinkunnirDóms-

einkunnSpenar Mjaltir Skap

Lind 323 Dæli Fnjóskadal

Kaðall94017

201 32 17 17 19 5 90

Bleik 254 Sólvangi Fnjóskadal

Túni95024

205 31 18 17 18 5 89

Dyngja 473 Sökku Svarfaðard

Klaki94005

198 30 17 18 19 5 89

Kleina 531 Ytra-Laugal. Eyjafj.sveit

Kollur99025

184 29 18 18 19 5 89

Trölla 828 Dagverð-areyri Hörgárbyggð

Pinkill94013

190 31 17 17 19 5 89

248 Syðri-Grund Höfðahverfi

Kofri99030

178 29 18 17 19 5 88

Branda 385 Hóli Svarfaðardal

Ulli 01916 196 30 18 17 18 5 88

Drottning 172 Valla-koti Reykjadal

Kaðall94017

186 30 17 17 19 5 88

Dumba 50 Möðru-völlum II Arnarneshr.

Klakkur00004

188 30 18 16 19 5 88

Gilitrutt 378 Hóli Svarfaðardal

Kaðall94017

205 30 18 17 18 5 88

Glíma 391 Garðsá Eyjafjarðarsveit

Kofri99030

189 29 18 18 18 5 88

Jóa 79 Veisu Fnjóskadal

Klaki94005

190 30 17 18 18 5 88

Karún 25 Garði Eyjafjarðarsveit

Kaðall94017

184 30 17 17 19 5 88

Nótt 206 Hriflu Þingeyjarsveit

Pinkill94013

200 30 18 18 17 5 88

Randa 446 Sigtúnum Eyjafjarðarsveit

Vörður00021

183 29 18 18 18 5 88

Snilld 426 Rifkels-stöðum I Eyjafj.sveit

Þverhaus99036

194 30 18 16 19 5 88

Sóley 344 Skriðu Hörgárdal

Frískur94026

192 29 18 17 19 5 88

Streita 208 Lækjamóti Þingeyjarsveit

Forseti90016

195 30 18 17 18 5 88

Nafn, nr. og bú FaðirDóms-

einkunn Æ/AKynbóta-

mat EStigHeild Samtals

BSE

1. Stássa 304 Syðri-Bægisá Öxnadal

Frískur 94026 87 115 15 130 319

2. Kúba 544 Ytri-Tjörnum Eyjafjarðarsveit

Kaðall 94017 87 115 12 127 313

3. Haunk 240 Vöglum Eyjafjarðarsveit

Kaðall 94017 85 114 12 126 308

BSSÞ

1. Drottning 172 Vallakoti Reykjadal

Kaðall 94017 88 116 7 123 306

2. Stássa 319 Dæli Fnjóskadal Kaðall 94017 87 111 7 118 299

3. Bleik 254 Sólvangi Fnjóskadal Túni 95024 89 111 4 115 297

Kýr verðlaunaðar í Eyja-firði og Þingeyjarsýslu

Verðlaunahafar í Eyjafirði: F..v. Sindri á Rifkelsstöðum I, Sigríður Kristín í Skriðu, Helgi á Syðri-Bægisá, Benjamín á Ytri-Tjörnum, Arnheiður á Vöglum, Kristín á Garðsá, Dagbjört á Sökku, Aðalsteinn í Garði, Halla á Hóli, Oddur á Dagverðareyri, Sigurgeir á Sigtúnum og Brynjar á Möðruvöllum II. Á myndina vantar bændur á Ytra-Laugalandi og Syðri-Grund.

Verðlaunahafar í S.-Þing.: F.v. Rúnar í Sólvangi, Geir í Dæli, Hávar í Hriflu, Sigurður á Lækjamóti, Karl í Veisu, Jóhanna Magnea og Þórsteinn Rúnar í Vallakoti.

Lind frá Dæli í Fnjóskadal.

Stássa frá Syðri-Bægisá í Öxnadal. Drottning frá Vallakoti í Reykjadal

Bleik frá Sólvangi í Fnjóskadal.

Dyngja frá Sökku í Svarfaðardal.

Page 27: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200727

Orkel er norskt fyr-irtæki sem framleiðir rúllubindivélar, vagna og snjóblásara. Það hefur nú sett á markað rúlluvélar sem hann-aðar eru með sérþarf-ir landbúnaðar á Norðurlöndum í huga. Orkel starfrækir verk-smiðju í Fannrem, hálftíma akstur suð-vestur frá Þrándheimi. Blaðamaður Jord-bruksaktuellt heim-sótti staðinn ekki alls fyrir löngu og fékk að skoða vélarnar og verksmiðjuna.

Fyrirtækið var stofnað 1949 og veltir í kringum 14 milljónum evra. Það á tvö dótturfyrirtæki: Orkel Direkte, sem er ætlað að selja vélar beint til notenda, og Orkel Compactor, sem selur rúllubind-ivélar til annarra iðnaðarfyrirtækja. Það er meira að segja hægt að finna innanstokksmuni undir merkjum Orkels, en sá hluti framleiðslunn-ar hefur nú verið seldur öðru fyr-irtæki.

Singel og KombiRúlluvélar Orkels eru seldar í tveim-ur útfærslum, singel og kombi, og hefur sú síðarnefnda pökkunarbún-að fram yfir hina. Árið 2005 voru alls seldar 225 rúllubindivélar. Mest af útflutningnum fer til Finnlands þar sem Orkel er markaðsleiðandi í rúlluvélum, að vísu undir nafninu Agronic. Nærststærsti útflutnings-markaðurinn er Sviss.

Rúlluvélarnar eru smíðaðar til að þola hina tiltölulega röku norrænu veðráttu. Þær henta þess vegna einnig vel fyrir svissneskan landbúnað þar sem veðurfar-ið er enn rakara, landslagið mun hæðóttara og grasið grófara en á Norðurlöndum.

„Við segjum gjarnan að ef vél-arnar dugi í Sviss, þá dugi þær einnig á Norðurlöndum,“ segir Mads Ulfsnes, tæknifræðingur og ábyrgðarfulltrúi hjá Orkel.

Ábyrgð upp á 50.000 rúllurHelsti munurinn á vélum Orkel og öðrum rúllubindivélum er að vals-arnir í rúlluhólfinu snúast á fóðr-ingum í stað kúlulega. Það er gert vegna veðurfarsins sem eyðileggur venjulegar kúlulegur frekar fljótt.

„Á fóðringunum höfum við 5 ára ábyrgð, sem svarar 50.000 rúllum,“ segir Mads Ulfsnes. Þar að auki er vélin með sjálfvirkt smurkerfi, fyrir utan fáeina staði sem enn verður að smyrja handvirkt. Einnig er mögu-legt að fá hana með vinnuljósum og sýruskammtara. „Ef þessi bún-aður er tengdur í tengibox vélarinn-ar er hægt að stjórna honum úr húsi dráttarvélar með stjórntækinu,“ segir Mads Ulfsnes.

AukaútbúnaðurSem aukabúnað er hægt að fá kúplingu á bæði þjöppunarvals og sópara. Það kemur sér vel ef heyið festist í mötuninni, sem ger-ist venjulega þegar rúllan er hér um bil tilbúin inni í vélinni.

„Ef maður fríkúplar sóparann og þjöppunarvalsinn er hægt að ljúka við rúlluna og hleypa síðan út. Oftast losnar tuggan eftir þetta,“ segir Mads Ulfsnes. Sóparinn er þess utan sá hluti vélarinnar sem slitnar allra mest og þarf mesta við-haldið.

Annað sem vert er að gefa gaum er að hafa flugbeitta hnífa í vél-inni. Beittir hnífar draga verulega úr eldsneytiseyðslu, bæta heyi í rúllurnar og stuðla að auknum hey-gæðum, að sögn Mads Ulfsnes.

Orkel leggur mikið upp úr góðri þjónustu við notendur vélanna. Ef

eitthvað bilar í vélinni við heyskap-inn er jafnvel hægt að fá hjálp um helgar. Hægt er að hringja bæði í vélvirkja og varahlutalagerinn.

Tvenns konar viðhaldssamning-ar eru í boði. Annað hvort að bónd-inn sjái sjálfur um viðhaldið með hjálp sérstakrar þjónustubókar sem inniheldur allt um viðhald rúlluvél-arinnar, eða þá að seljandinn sjái um þjónustuna.

Jonathan Sohl/Jordbruksaktuellt

McCormick MC 135

Árg 2006Með miklum aukabúnaðiVerð 5.700.000 + vsk

McCormick 105 C-Max

Árgerð 2006, 250t.Verð 3.100.000 + vsk

Krone 10-16

Árg 1996Snyrtileg vélVerð 600.000 + vsk

Krone 1500 Vario Pack

Árgerð 2000Verð 1.000.000 + vsk

Nýjar og notaðar

Vélar

McCormick CX 105

Árg. 2006600 tímarVerð 4.100.000 + vsk

McCormick CX 105

Árg 20051300 tímarVerð: 3.900.000 + vsk.

McCormick F 90

“gangstéttavél”Árg. 2004620 tímarVerð. 3.300.000 + vsk

*Verð m/vsk. kr.695.000.-*Verð m/vsk. kr. 750.000.-

Þetta vinsæla fjórhjól er nú fáanlegt á sama frábæra verðinu. Aðeins kr. 602.410,- án vsk.*

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Nýir þátttakendur í gæðastýringu:Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til viðkomandi búnaðarsambands á þar til gerðum umsókn-areyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 1. júlí ár hvert.

Námskeið:Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt sérstakt námskeið sem ,,Framkvæmdanefnd um búvörusamninga” sér um að séu haldin.

Sérstök námskeið vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt verða hald-in á tveimur til þremur stöðum á landinu á tímabilinu 11. til 15. júní n.k. Staðsetning námskeiðanna verður auglýst þegar fyrir liggur hvaðan væntanlegir þátttakendur koma.

Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00

Þau eru ætluð þeim framleiðendum sauðfjárafurða sem :a) eru nýir þátttakendur og/eða hafa ekki sótt námskeið áður

b) eru nýir ábúendur eða eigendur jarða, - eru að hefja sauð-fjárbúskap, taka við sauðfjárbúi eða gera það síðar á þessu ári.

Skráning:Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands eða viðkomandi búnaðarsambands fyrir 1. júní n.k. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða á tölvupósti [email protected]

Bændasamtök Íslands.

Norskar rúlluvélar fyrir norrænt veðurfar

Page 28: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200728

Þá er grilltíminn svo sannarlega genginn í garð og því ekki úr vegi að setja upp grillsvuntuna, hafa tangirnar við hendina og með réttu hráefni töfra fram veislu-mat á nokkrum mínútum. Þá er gott að vera með léttan mat með til að vega upp grillkjötið, eins og sumarsalat og fylltar tortilla-kökur.

Tortilla-kökur með eplasalati

250 g kjúklingur½ púrrulaukur2 tsk. smjör1 epli1 tsk. salt½ tsk. pipar1 dl sýrður rjómi, 10%2 dl steinselja, grófsöxuð4 tortilla-brauð

Aðferð:Saxið púrrulaukinn og skerið kjúk-linginn í hæfilega stóra bita. Steikið í smjöri á pönnu og kælið. Skrælið eplið, takið miðjuna úr og skerið

í litla bita. Blandið því saman við salt, pipar og sýrðan rjóma. Setjið púrrulauk og kjúkling saman við. Smyrjið blöndunni á hverja tortilla-köku og stráið steinselju yfir, rúllið upp og njótið vel!

Grilluð lamba-fillet í hoisin-sósuf. 4

800 g lamba-fillet1 dl hoisin-sósa1 msk. engiferrót, söxuð smátt2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir3 msk. sojasósa

Aðferð:Skerið filletið í bita, 8-10 cm langa. Setjið hoisin-sósu, engifer, hvítlauk og sojasósu í skál og hrærið vel saman. Takið helminginn af sós-unni frá og geymið en veltið kjötinu upp úr afganginum og látið standa

í að minnsta kosti hálftíma; snúið bitunum öðru hverju. Hitið grillið. Grillið svo kjötið við meðalhita á 3 hliðum í 3-4 mínútur á hverri hlið, eða eftir smekk og eftir þykkt bit-anna. Látið kjötið standa í fáeinar mínútur áður en skorið er í það. Berið það fram með afganginum af sósunni, ásamt t.d. grilluðum kart-öflum og grænmeti.

Sumarsalat með lárperum og pist-asíum

Salat að eigin vali2 lárperursafi úr einni límónu2 dl ferskt kóríander, grófsaxað1 dl pistasíuhnetur, grófsaxaðar1 msk. ólífuolíasaltpiparmulinn fetaostur (má sleppa)

Aðferð:Afhýðið lárperurnar og skerið þær í bita. Dreypið límónusafanum strax yfir bitana svo að þeir dökkni ekki.

Setjið salatið í skál og blandið kórí-anderlaufunum saman við. Dreifið pistasíunum og ólífuolíunni yfir og

saltið aðeins og piprið. Sáldrið loks muldum fetaosti yfir ef vill.

ehg

MATUR

Seiðandi sumarpasta og kotasæluterta

1

8 9

6 7 1 4

5 2 9

9 1

6 7 3

3 8 9 5

5 4

3

1 9

7 4 6

2 3

2 5 8

8 1

3 6 7

2 1

6 4 7

4 5

9 4

1 2

6 3 7 5 4

7 3 4

3 6

1 4 7

2 7 6 8 5

5 8

5 3

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn-ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

Fylltar tortilla-kökur með eplum og kjúklingi er blanda sem kemur skemmti-lega á óvart.

Kvennakórinn Norðurljós á Ströndum hélt vortónleika í áttunda sinn þann 1. maí síð-astliðinn. Fjölbreytt tónlist var á efnisskránni, s.s. negra-sálmar, erlend og íslensk dæg-urlög og eins og gjarnan áður hafði kórinn látið þýða fyrir sig texta við erlent lag, en það gerði Guðrún Sighvatsdóttir á Sauðárkróki. Undirtektir gest-anna í Hólmavíkurkirkju voru góðar. Fjöldi manns mætti til að hlusta og í dagskrárhléi nutu menn veðurblíðunnar sem ríkti á Hólmavík þennan dag. Á eftir var boðið upp á glæsilegt kaffi-hlaðborð.

Um síðustu helgi tók kórinn svo þátt í hinni metnaðarfullu tónlist-ardagskrá í Sæluviku Skagfirðinga. Þar komu Norðurljós fram á tónleik-um í Árgarði ásamt Rökkurkórnum í Skagafirði og Söngbræðrum úr Borgarnesi. Í júní ætlar kórinn svo til Edinborgar. Þar mun skoski kór-inn Harmony 21 taka á móti þeim og þær syngja á tvennum tón-leikum, öðrum þeirra til styrktar blindraskóla sem skosku gestgjaf-arnir styrkja og vinna margir við. Hinir tónleikarnir verða í Read memorial-kirkjunni í Edinborg.

Í Norðurljósum er 21 kona og eru þær búsettar allt frá Bitrufirði til Drangsness svo sumar þeirra ferðast um langan veg á æfing-ar. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir. kse

Guðrún Guðjónsdóttir, Sunna Ein-arsdóttir og Þorbjörg Stefánsdóttir

spjalla saman í hléinu. Þær eru allar í kórnum.

Kvennakórinn Norðurljós með vortónleika

Júlíana Steinunn Sverrisdóttir hljóp með dúkkuna sína út í góða veðrið í hléinu.

Frænkurnar Elsa Björk Sigurðardóttir og Drífa Hrólfsdóttir sungu tvísöng í negrasálminum This little light of mine.

Í lok tónleikanna fengu Úlrik Ólason píanóleikari og Gunnlaugur Bjarnason, gítar- og harmóníkuleikari, ásamt stjórnandanum Sigríði Óladóttur, blóm-vendi frá kórnum. Úlrik stjórnar karlakórnum söngbræðrum í Borgarnesi en lék undir fyrir Norðurljós á þessum tónleikum.

Page 29: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200729

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

HáþrýstidælurVinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota

HD 10/25-4 SVinnuþrýstingur

30-250 bör500-1000 ltr/klst

Stillanlegur úðiSápuskammtariTúrbóstútur + 50%

HD 6/16-4 M

HD 6/16-4 MXVinnuþrýstingur

30-160 bör230-600 ltr/klst15 m slönguhjól

Stillanlegur úðiSápuskammtariTúrbóstútur + 50%

ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is

Tvær dreifiskífur úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumanns- sæti, kögglasigti, hárnákvæm dreifing, vandaður og

endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun.Allt þetta og fleira til einkennir áburðardreifarana frá

AMAZONE.

Áburðardreifarargerast ekki betri

Sérfræðingur– rekstur og ráðgjöfBúnaðarsamtök Vesturlands óska eftir starfsmanni í

bókhaldsráðgjöf og áætlanagerð fyrir bændur. Við leitum eftir starfsmanni sem hefur áhuga á rekstri og þekkingu á landbúnaði. Starfið felur í sér mikil samskipti við bændur

og aðra sérfræðinga Búnaðarsamtakanna.

Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Blöndal í síma 4371215 eða á netfanginu [email protected].

Umsóknir sendist Búnaðarsamtökum Vesturlands Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes fyrir 20 maí

Búnaðarsamtök Vesturlands eru samtök bænda á Vesturlandi sem reka ráðgjafaþjónustu að Hvanneyri.

Samtökin hafa einnig samstarfssamninga við Búnaðarsamband Vestfjarða og Búnaðarsamband

Kjalarnesþings.Fjármála-ráðgjöf.

Bændur !Undirritaður kynnir gjaldeyristengd lán bankana.

Engar veðbætur og mun lægri vextir,jákvæð eignamyndun, lánstími eftir vali.

Ýtarleg ráðgjöf, leitun tilboða hjá bönkunum ogeftirfylgni vegna skuldbreytinga og nýrra lána.

Hef 2 ára reynslu af því að vinna fyrir bændur.

Hafðu samband og leitaðu þér upplýsinga hjá mér,það gæti sparað þér milljónir á ársgrundvelli !

Framtíð Fjármálaráðgjöf ehf

Tölvupóstur :tomlenka@ simnet.is og 660-7748.

Page 30: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Til sölu Massey Ferguson stór-baggavél árg. ‘00, Claas stór-baggavél árg. ‘04, Taarup pökk-unarvél árg. ‘04, Claas sam-byggð rúlluvél árg. ‘04, Fella tveggja stjörnu múgavél árg. ‘00 og 2 stk. Kuhn hagasláttuvélar árg. ‘04. Uppl. í símum 862-6879 (Kristján) og 863-1650 (Helgi).

Til sölu Suzuki Jimny árg. ´00. Ekinn 49.000 km sjálfsk., drátt-arkúla, vökvastýri, fjórar auka stálfelgur fylgja. Sk. ´08. Gott verð. Uppl. í síma 566-8066 eða 820-0878.

Gaddavír – túngirðinganet - þan-vír: Mjúkur gaddavír 2,2 mm, 7 strengja túngirðinganet 68 cm og þanvír 2,5mm. Gott verð. Sendum samdægurs. Bindir og vír ehf., Eyrartröð 2, Hafnarfirði. Sími 564-6050, 891-8824, tölvu-póstur: [email protected]

Til sölu Honda bensínrafstöð, 2,2 kw, lítið notuð. Einnig tveir gasofnar, lítill og stór. Uppl. í s. 893-1522.

Allur búnaður til meindýravarna í verslun okkar http://varnir.is Límbakkar, safnkassar og minkagildur. Einnig vinnufatn-aður, kuldagallar, peysur, o.fl. Eyði meindýrum, s.s. skordýrum silfurskottum, músum og rott-um. Geri þjónustusamninga við fyrirtæki. Magnús Svavarsson meindýraeyðir. Sími 461-2517 og 898-2517 http://varnir.is

Úrvals vatnslímdur birkikrossvið-ur 12mm. og 9 mm. Tilvalinn til innréttinga og innanhússklæðn-inga. Einnig ofnþurrkuð fura 2,5”x5”. Uppl. í síma 895-6594. Íslensk-Rússneska ehf.

Til sölu tjaldvagn, Camp-let Royal árgerð 2003 með ýmsum aukabúnaði. Er á Egilsstöðum. Uppl. í síma 863-0278.

Landnámshænur. Til sölu ungar af landnámshænsnastofni. Upplýsingar hjá Lilju í síma 847-1867 og 451-3376.

Til sölu ýmsir varahlutir í Bens 1315 og fleiri gerðir. Uppl. í síma 893-8177.

Til sölu Toyota Hilux 2.4 dísel, árg. ´91. Upphækkaður á amer-ískum fjöðrum. Tveir dekkjagang-ar, 33” sumardekk og 315/85 R15 negld og microskorin vetrardekk. Einnig díselvél og varahlutir úr samskonar bíl. Uppl. í síma 898-7682 og 452-4314.

Til sölu Isuzu CrewCab 96, 3.1 TD með pallhúsi, breyttur á 35”, ekinn 219.000 km. Nýskoðaður, með aukabúnaði. Verð kr. 600.000. Uppl. í síma 691-2366 (Sigurjón).

Til sölu Ferguson 35 með ein-faldri kúplingu. Í þokkalegu ástandi. Verð kr. 25.000. Uppl. í síma 868-4711, Sigmar.

Til sölu ónýtt greiðslumark í mjólk, 45.000 lítrar. Einnig 12 ófengnar kvígur. Uppl. í síma 663-2712.

Til sölu lítið notuð iðnaðarsauma-vél Pfaff 1245. Bólstrunar- og leð-urvél. Saumar líka annað þynnra. Er í borði. Verð kr. 90.000. Uppl. í síma 863-9530.

Til sölu Polaris Sportman árg, ´00, 4x4, verð kr. 390.000. Uppl. í síma 899-4204, Björn.

Til sölu VW Passat station árg ´99, beinskiptur. Vel með farinn, ekinn 93.000 km, ný skoðaður. Verð kr. 500.000. Uppl. í síma 840-4931, Óskar.

Á hagstæðu verði safnkassa-sláttuvél, 9 hjóla rakstrarvélar, stjörnumúgavélar og heytætlur. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu Toyota Rav4, Tdi, árg. ́ 05 ekinn 39.000 km. Upphækkaður, einn m. öllu, beisli, hiti í sætum. Listaverð kr. 2.850 þús. Tilboð kr. 2.400 þús. Uppl. í síma 895-4060.

Til sölu lambhelt girðinganet, hæð 80-100 cm og gaddavír, OMC heyskerar og rúllugreip.Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu á hagstæðu verði haug-suga 8.400 ltr., haughrærur 5,2 m, pinnatætari 3 m, hnífatætari 2,6 m. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til afgr. flagvaltar 2,9 m, slóð-ar 4 m, flagjafnar 3m, ýtutennur 2,65m, lyftukrókar og vökvayfir-tengi. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu MF-699 árg. ´84 100 hö. 4x4 með tækjum. Mikið end-urnýjuð vél í góðu lagi. Uppl. í síma 893-7616, Kristinn.

Höfum til sölu nokkrar notaðar vélar til hjólbarðaviðgerða. Þeir sem óska eftir upplýsingum, leggi inn símanúmer og nafn virka daga í síma 563-0303 milli kl. 8 og 16.

Til sölu Rauch K-935 áburð-ardreifari 1.800 lítra, árg. ´05, tveggja skífu, alveg ónotaður. Uppl. í síma 898-9190.

Til sölu 6 hjóla rakstrarvél, drag-tengd, lítill rúlluvagn, 2 Kuhn hey-þyrlur, lyftutengdar, Deutz Fahr sláttuvél með knosara, 2,4 m, TZ 185 sláttuvél, fjögurra kúta kerfi í mjaltabás, Kuhn stjörnumúga-vél og Bogballe áburðardreifari. Uppl. í s. 863-1650.

NC Super 3000 mykjudæla árg.2001. DeLaval mykjudæla árg.1990. Bögballe M1 tveggja skífu áburðardreifari, árg. ‘06. Tekur 1.200kg. Stoll AS 655 stjörnumúgavél, 2 stjörnur, árg.’99. Uppl. í síma 861-1782 eða 894-1342.

Óskum eftir Zetor traktor, fjór-hjóladrifnum, 80 hö eða stærri. Má vera kominn vel til ára sinna. Nálægt höfuðborginni væri betra en ekkert skilyrði. Svara má með tölvupósti á : [email protected] eða í síma 696-4418.

Er ekki til hjá einhverjum Honda SS 50 árg. ´70 til ‘78 sem þarf-nast lagfæringar og umhyggju? Langar mjög mikið í svona hjól til uppgerðar. Ef það leynist ein-hverstaðar svona gripur endi-lega hafið samband í síma 847-2514, Karl.

Óska eftir að kaupa fjórhjól í skiptum fyrir Willys CJ-5 sem þarfnast lagfæringa. Uppl. í síma 894-1969.

Óska eftir að kaupa dráttarvél í góðu ástandi. Uppl. í síma 899-1718.

Óska eftir að kaupa vel með farna dráttarvél með tækjum og sturtuvagn og greiðslumark í sauðfé. Einnig óskast tveggja til fimm ára íslensk tík á gott sveitaheimili. Uppl. í síma 487-1440 eða 899-4600.

Óska eftir að kaupa notaða 4X4 dráttarvél með tvívirkum tækj-um. Hjördís, 864-9397.

Óska eftir að kaupa áburð-ardreifara og skítadreifara. Uppl. í síma 895-0120 eða 426-8419.

Óska eftir að kaupa blokk/mótor í IH/Case fjögurra cyl, 60 hö eða stærri. Uppl. í síma 893-7616, Kristinn.

Slóði óskast til kaups, þarf að vera staðsettur á Suðurlandi. Uppl. í síma 865 7031.

Óska eftir tveggja tromlu sláttuvél í góðu lagi, PZ eða Fahr. Uppl. í síma 840-5627, Kristmundur.

Atvinnurekendur! Vantar ykkur starfsfólk? Nínukot aðstoðar við að útvega erlent starfsfólk. Áralöng reynsla. Tökum einn-ig að okkur frágang á formlegri skráningu og pappírsvinnu vegna erlendra starfsmanna. Uppl. og pöntun í síma 487-8576. Netfang: [email protected].

Tim Wing er 26 ára amerískur karlmaður sem óskar eftir starfi á íslenskum bóndabæ frá og með næsta hausti. Er vanur erf-iðisvinnu, löngum vinnutíma og hefur reynslu úr sveit. Meðmæli möguleg. Vill komast á sauð-fjárbú. Uppl. á netfangið [email protected]

Tveir pólskir námsmenn, Aleksandra og Konrad óska eftir starfi á íslenskum bóndabæ. Hafa starfsreynslu og tala ensku. Nánari upplýsingar (ferilskrá og myndir) í gegnum netfangið [email protected] og í síma 00-46-506-153-806.

Starfskraftur óskast á hrossabú á Vesturlandi. Á sama stað eru hross til sölu. Uppl. í síma 435-1384.

Norskur skiptinemi á vegum AFS óskar eftir að komast á íslensk-an sveitabæ til ársdvalar frá og með næsta hausti. Hefur reynslu og áhuga á hestamennsku. Framhaldsskóli þarf að vera í nágrenninu. AFS sér um sjúkra- og slysakostnað og allan kostn-að vegna skóla (skólagjöld, skólabækur og ferðir til og frá skóla). Skiptineminn sér sjálf-ur um vasapeninga og fatnað. Fósturfjölskyldan býður upp á fæði og húsnæði. Áhugasamir geta sent póst á [email protected] eða hringt á skrifstofu AFS í síma 552-5450. Nánari uppl. um AFS er að finna á www.afs.is

Gamli íslenski hænsnastofninn. www.simnet.is/andres/haenur.htm Heimasíðan hefur verið upp-færð.

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 BorgarnesTil sölu

Óska eftir

SmáSími 563 0300 Fax 552 3855

Netfang [email protected]

auglýsingar

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200730

Þjónusta

www.bbl.is

Kúabú / Blandað bú óskastEru breytingar framundan hjá þér? Viltu sjá jörðina þína áfram í búskap, rekna af fólki með mikinn metnað, snyrti-mennsku og umhyggju fyrir skepnunum ásamt áhuga fyrir að styrkja samfélagið í sveitinni, búnaðarfélagið, kvenfé-lagið og barnastarf?

Fjögurra manna fjölskylda (hann búfræðingur, hún kennari í viðbótarnámi við LBHÍ og tvær dætur, 8 og 11 ára) óskar eftir að kaupa jörð í rekstri. Ýmislegt kemur til greina.

Endilega hafðu samband, við veitum allar upplýsingar og heitum fullum trúnaði, Valdimar og Steinunn

s. 566-8396 / 898-1317 - [email protected]

Atvinna

������������ ��������������������������������

��������������

������������ �

�������� ���

�������������������

������� ��!��"��� ��

Til sölu 10 hjóla Scania vörubíll með 19,5 tm. krana

og sturtupalli. Verð 1250 þús + vsk.

Nánari uppl. í síma 8445428.

Page 31: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var

Bændablaðið | Þriðjudagur 15. maí 200731

Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með

eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.

Bílskúra- og iðnaðarhurðir

Vagnar & þjónusta ehfTunguháls 10, 110 Reykjavík

Sími: 567-3440, Fax: 587-9192

Page 32: Kínverjar flytja út mengað dýrafóður · Upp hefur komist um svindl kín-verskra framleiðenda á dýrafóðri en þeir hafa blandað hættulegu efni í fóðrið sem selt var