70
KEN101 2013 Þóra Valdís 0 Leiðarbókin mín Háskóli Íslands Kennslufræði starfsgreina Haustönn 2013 Elsa Eiríksdóttir Þóra Valdís Hilmarsdóttir Gunnar Eigill Finnbogason 2701763999 Hróbjartur Árnason

Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

  • Upload
    others

  • View
    32

  • Download
    1

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

0

Leiðarbókin mín

Háskóli Íslands

Kennslufræði starfsgreina

Haustönn 2013

Elsa Eiríksdóttir

Þóra Valdís Hilmarsdóttir Gunnar Eigill Finnbogason

2701763999 Hróbjartur Árnason

Page 2: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

1

Efnisyfirlit

1. Forsendur

A Saga starfsnáms...........................................................................................4

1 Ígrundun um sögu starfsnáms..........................................................5

2 Verkefni 1. Þróun háriðnaðarins......................................................6

3 Hugarkort um sögu starfsnáms...................... ..........................9

B Nemendur...................................................................................................10

1 Ígrundun um nemendur...................................................................11

2 Hugarkort um nemendur.................................................................12

C Umhverfið...................................................................................................13

1 Ígrundun um umhverfið.................................. ........................14

2 Hugarkort um umhverfið................................ ........................15

3 Gátlisti – Fyrir kennslu í háriðn......................................................16

2. Markmið .........................................................................................................17

1 Ígrundun um markmið..................................... .......................18

2 Hugarkort um markmið...................................................................19

3 Markmiðin 3. Skilaverkefni.............................................................21

3. Innihald

A Námsefni......................................................................................................23

1 Ígrundun um námsefni.....................................................................24

2 Vefsíða í WordPress........................................................................25

3 Upptaka í Jing..................................................................................26

4 Hugarkort um námsefni.................................. ........................27

Page 3: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

2

4. Kennsluferlið

A Aðferðir......................................................................................................28

1 Ígrundun um aðferðir......................................................................29

2 Hugarkort um aðferðir Gagné eftir Hróbjart..................................30

3 Verkefni sem við unnum í wikispaces.com....................................31

B Kennsluferli................................................................................................35

1 Ígrundun um kennsluferli...............................................................36

2 Hugarkort um kennsluferli..............................................................37

3 Verkefni um Kennsluferlið.............................................................39

C Framsögn....................................................................................................40

1 Ígrundun um framsögn...................................................................41

2 Saga sem ég las upp fyrir bekkinn og hafði gaman að.................42

3 Stuttur úrdráttur úr verkefninu Saga starfsnáms

sem ég flutti fyrir bekkinn..............................................................43

5. Mat.........................................................................................................44

1 Ígrundun um mat....................................................... ...........45

2 Hugarkort um mat..........................................................................46

Kennsluaðferðir.........................................................................................47

Verkefni.....................................................................................................52

Gullkistan..................................................................................................57

Heimilda skrá með útskýringum............................................................62

Page 4: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

3

Inngangur

Leiðarbókin mín er umfram allt vettvangur ígrundunar. Hún geymir hugmyndir um kennslu,

kennsluaðferðir og tilraunir til að móta mínar starfshugmyndir. Ég hef safnað saman

verkefnum, ígrundunum og hugarkortum o.fl sem ég hef unnið á námskeiðinu Kennslufræði

starfsgreina – KEN 101-H2013.

Tilgangurinn með leiðslubók þessari er að geta gripið í hana seinna meir og bæt meiri fróðleik

í hana. Verður vonandi mitt stæðsta/bersta hjálpartæki þegar ég fer að kenna.

Á þessu námskeiði var mikið um ígrundun, hélt stundum að heilinn væri að bráðna. Stundum

hélt ég að verkefnið yrði ekkert mál en annað kom á daginn. Las og las mér til og skyldi svo

ekki upp né niður í neinu. En ótrúlega mikið sem ég hef lært um hluti sem ég hélt að væru

ekket mál.

Það er leikur líkt og tafl

Léttir skap og styttir tíma

Sitt að láta andans afl

Eitthvað hafa við að glíma.

Höfundur óþekktur

Page 5: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

4

1. Forsendur

A. Saga starfsnáms.

Page 6: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

5

Ígrundun um sögu starfsmáms

Nú var komið minni fyrstu ritgerð sem átti að skila ekki síðar en 30. sept. Hlustaði á

fyrirlestur inn á blakk, sem hjálpaði mér mikið að skilja og glósurnar las ég aftur og aftur. Svo

þetta færi nú inn í kollin á mér. En vanda málið var hvað er þróun starfsfræðslu, spurði mig

aftur og aftur svo varð ég að ákveða um hvað ég ætlaði að skrifa. Óöriggið allt of mikið hjá

mér. Spurði Selfoss stúlkurnar sem voru með mér og allar vorum við jafn óöruggar. En svo

varð ég að ákveða mig, veit ekki hvernig fer fyrir mér í staðalotu 2 þegar ég fjalla um

ritgerðina mína.

Kom mér á óvart hvað ég vissi lítið um þróun háriðnaðarins. Því meir sem ég las mér til um

þróunina því áhugasamari varð ég fyrir ritgerðinni og að reyna koma henni skýrt frá mér.

Ótrúlegt hvað frammfarirnar hafa verið mikklar á stuttum tíma.

Svona var verkefnalýsingin

Hugmyndin er að þið skrifið stutta ritgerð (2 síður, ca. 1200 orð) um valið efni sem

tengist þróun starfsfræðslu á 20. og 21. öld með áherslu á ykkar eigin

starfsgrein/faggrein. Þið hafið frjálsar hendur um val á viðfangsefni.

Í upphafi veljið þið ykkur vel afmarkað viðfangsefni t.d í tíma. Þið getið sett

fram spurningu(ar) sem þið síðan reynið að svara í ritgerðinni.

Í upphafi getið þið búið til efnisgrind þar sem þið skipuleggið ritgerðina og raðið

viðfangsefninu í röklega röð.

Uppbygging ritgerðar. Hafið forsíðu þar sem fram kemur heiti

skólans, námskeið, heiti ritgerðar og ykkar eigið nafn. Þið hafið stuttan inngang (lýsið

efnistökum og uppbyggingu ritgerðar). Meginmál sem er kjarninn í ritgerðinni

(efnistök, samfella í umfjöllun). Í lokin dragið þið saman umfjöllun ykkar

í lokaorðum (svarið spurningunni (um), dragið umræðuna saman).

Nota á helst þrjár heimildir (skriflegar og munnlegar) að lágmarki og þegar vísað er í

þær skal það koma skýrt fram í textanum. Skrá skal allar heimildir sem þið notið

íheimildaskrá í lokin. Nota skal APA kerfið við skráningu heimilda.

Page 7: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

6

Háskóli Íslands Haust 2013

Mentavísindasvið verkefni 1

KEN 101G

þróun

Háriðnaðarins.

Elsa Eiríksdóttir

Þóra Valdís Hilmarsdóttir Gunnar Eigill Finnbogason

270176 3999 Hróbjartur Árnason

Jón Jónasson

Ingibjörg B Frímannsdóttir

Page 8: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

7

Kristín Ólafsdóttir

Inngangur

Hárskurður og hárgreiðsla hefur fylgt okkur mannkyninu frá örófi alda og tískan er og verður alltaf

síbreytileg sem betur fer. Mannfólkið er forvitið að eðlisfari og leitast við að mennta sig meira og

auka þekkingu sína dag frá degi. Hugmynd mín er að fjalla um þróun starfsreynslu háriðnaðar á

Íslandi frá 1900 til dagsins í dag. Ég mun fjalla um hversu mikill munur er á lengd námsins og

tækifærin sem við höfum í dag eru allt önnur en snemma á síðustu öld.

Meginmál

Fyrstu heimildir hér á landi sem ég fann voru um Árna Nikurlásarson en talið er að hann sé fyrsti

lærði rakarinn hér á landi. Hann var svo sniðugur og framfærinn á sínum tíma að hann auglýsti sig í

blöðunum og tók sig til og bankaði jafnvel uppá hjá fólki og bauð fram þjónustu sína. Nýstárlegar

aðferðir hans hafa trúlega virkað vel fyrir efnameira fólk á þessum tíma en staðreyndin er sú að ekki

höfðu ekki allir efni á hársnyrtingu. Algengt var á þessum tíma að mæður og feður klipptu sína

afkomendur. Talið er að Árni hafi einnig tekið fyrsta nemann í kennslu en Guðmundur Sigurðsson er

talinn fyrsti íslenski neminn í rakstri og hárskurði.

Árið 1913 var fyrsta hárgreiðslustofan opnuð á Íslandi í Reykjavík á Klapparstíg 7. Þann heiður átti

Kristólína Guðmundsdóttir en hún hafði lært hárgreiðslu,snyrtifræði og hárkollugerð í Danmörku.

Hún var dugleg og kraftmikil kona sem hafði tólf stúlkur í vinnu hjá sér um tíma sem þykir ansi gott

jafnvel í viðmiðum nútímans. Ekki eru margar stofur í dag með 12 starfsmenn í vinnu hjá sér og því

má segja að Kristólína hafi verið kjarnakona og á undan sinni samtíð. Kristjólína hlaut nafnbótina

Konunglegur hirðhárgreiðslumeistari fyrir að hafa greitt og klætt Alexandríu Danadrottningu þegar

hún kom til Íslands árið 1930.

Kristólína stofnaði ásamt öðrum hárgreiðslukonum Hárgreiðslukvennafélagið árið 1931 sem síðar var

breytt í Hárgreiðslumeistarafélag Íslands sem er en í fullum rekstri. Félagið stendur vörð um réttindi

hárgreiðslumeistara á Íslandi. Hárgreiðslumeistarafélag Íslands stofnaði sinn fagskóla árið 1964 en

Rakarameistarafélag Reykjavikur ári síðar. Skólarnir voru reknir í sitthvoru lagi og samkomulag á milli

þeirra um samrekstur náðist ekki fyrr en árið 1976-1977. Nemendur lærðu þá fyrst undirstöður á

báðum sviðum og neminn tók síðan ákvöðrun hvort hann vildi gerast rakari sem tók 4 ár eða

hárgreiðslu menn/kona sem tók 3 ár sem var starfsnám sem fól í sér vinnu á stofu. Árið 1994 náðist

loks samstaða um að sameina hárgreiðslu og hárskurð sem heitir í dag Hársnyrtiiðn. Sameiningar

Page 9: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

8

námskeið var haldið þar sem hárgreiðslufólki var kenndur rakstur og rökurum kennd hárgreiðsla.

Námið sem meistarar tóku á þessum tíma var frekar stutt og tók eina til tvær helgar til að byrja með

til að ljúka meistaragráðu.

Í dag eru breyttir tímar og þarf nemandi í háriðn að taka 5 annir í skóla og 72 vikur á samning samtals

168 einingar. Nemandi tekur því næst sveinspróf og af því loknu getur hann farið að vinna við háriðn.

Í dag eru starfandi 3 skólar í hárstyrtiiðn á Suðurlandi. Tveir skólar eru fyrir norðan og einn fyrir

vestan. Nýr skóli mun bætast í hópinn sem er Fjölbrautarskólinn á Selfossi en hann stefnir á að opna

nýja deild fyrir háriðn haustið 2015. Sveinum í hárstyrtiiðn stendur til boða að taka meistararéttindi.

Námið fer fram á framhaldsskólastigi og felur námið í sér meðal annars bókhald, rekstur,fjármál

kennslu og margt fleira. Meistaranámið er í dag 17 einingar sem bætast ofan á sveinsnámið. Tímarnir

hafa breyst og kröfurnar á náminu þyngst til muna, að sama skapi má segja að gæði hársnyrtifólks á

Íslandi séu með því besta sem þekkist.

Meistarnám við hársnyrtingu gefur þau réttindi að geta tekið nema og kennslufræði fyrir iðnmeistara.

Sjálf get ég sagt að meistaranámið hefur nýst mér persónulega vel við að reka hársnyrtistofu og að

takast á við rekstur og bókhaldið sem slíkum rekstri fylgir.

Niðurlag

Þessi atburðarás frá árinu 1900 til dagsins í dag segir okkur að framfarir í kennsluaðferðum hafi verið

miklar. Í dag þarf maður ekki að fara erlendis til að læra háriðn eða eiga foreldra úr yfirstétt sem gátu

borgað námið fyrir mann. Á Íslandi eru starfandi fjöldamargir skólar sem kenna hársnyrtiiðn og þeim

fer enn fjölgandi, tveir iðn/tækniskólar og nokkir framhaldsskólar. Allir sem hafa áhuga og vilja geta

lært hársnyrtiiðn og er fremur auðvelt að nálgast námið. Hárgreiðslustofum hefur fjölgað mikið hér á

landi og flest allir Íslendingar eru farnir að nota þá þjónustu sem þar er í boði. Segja má að öllum

Íslendingum þyki þessi þjónusta jafnsjálfsögð eins og að fara í matvörubúð að versla sér í matinn.

Heimildir

Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I. Reykjavík 1984. bls. 126-150. Sótt 23.09.2013

Frá : http://www.fjallkonan.is/1935/s_kristolina.htm

Torfi Geirmundsson. Sótt 23.09.2013

Frá : http://litur.is/scripts/openExtra.asp?extra=13

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins : Námsleiðir: Hársnyrting, stúdentspróf. Sótt 23.09.2013

Page 10: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

9

Frá : http://www.tskoli.is/skolar/harsnyrtiskolinn

Page 11: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

10

Page 12: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

11

1. Forsendur

B. Nemendur

Page 13: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

12

Ígrundun um nemendur.

Ég fræddist um nám og nemendur í viðum skilningi. Um formlegt og óformlegt nám. Hvernig

sumt nám passar áhveðnum einstaklingi en öðrum ekki. Jafnframt að hver einstaklingur sé

einstakur með sínar þarfir og sína hæfileika. Við skipulagningu náms þarf að taka tillit til

margra mismunandi þátta sem snúa að einstaklingnum í hans námi og námsumhverfi. .

Nám er ferlið sem á sér stað þegar reynsla veldur varanlegri breytingu á þekkingu, hegðun og

viðhorfum nemanda.

Sumir nemendur eiga auðvelt með að læra og aðrir þurfa að hafa meira fyrir náminu. Oft á

tíðum er nemandi meira fyrir bókina en verklegt eða öfugt.

Gott að skoða hugarkortið sem er á næstu blaðsóðu

Page 14: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

13

Page 15: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

14

Page 16: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

15

1. Forsendur

C. Umhverfið.

Page 17: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

16

Ígrundun um umhverfið.

Hér var farið í allt sem tengist námsumhverfinu og mikilvægi þess. Kom mér skemmtilega á

óvart hvað umhverfið skiptir mikklu máli, kennara sem nemanda þarf að líða vel í kennslunni.

Annars getur hugurinn verið allt annarstaðar t.d.

Námsumhverfið getur verið gott og slæmt á margan hátt.

Er kennarinn góður leiðbeinandi. Getur hann skapað gott andrúmsloft.

Hvaða timi er til staðar fyrir kennsluna. Stuttur – langur.

Er andrúmsloftið áþreifanlegt. Þungt eða þurt.

Er móralinn góður.

Hvernig liður nemendum í tímanum.

Er allt vel sjónrænt. Eykur öryggi nemanda.

Undirbúningur fyrir kennsluna skiftir mikklu máli að vera með allt til staðar og vera sjálf vel

lesinn.

Page 18: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

17

Page 19: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

18

Ken 101 – H13 Þóra Valdís Hilmarsdóttir

Gátlisti – Fyrir kennslu í háriðn.

Kennslurýmið

Björt og rúmgóð kennslustofa.

Lýsing góð, sérstaklega þegar dimma tekur.

Gott skipulag og merktar skúffur og skáppar.

Uppröðun speyglaskennka og stóla með pummpu.

Skrifborð og tússtafla fyrir kennara á stað þar sem allir sjá.

Góð loftræstin vegna mikillar liktar á hárlit og permó.

Hitastig í kenslustofunni gott, ekki of heitt né kallt. Oppnanlegir gluggar.

Góð staðsetning fyrir hárvask fyrir viðskiftavin. Þar sem lappirnar meiga standa út.

Aðgengi gott í slár, handklæði og öll þau verkfæri sem þarf að nota. Nóg að rúlluborðum.

Rúmgóðar hillur fyrir dúkkuhausana, sítt hár, millisídd og herra hausa með skeggi.

Vera með gott skipulag fyrir öll verkefna blöðin og leiðbeiningar á prenuðum blöðum.

Kennarinn

Vel lesinn , Sjálfsöruggur, Snyrtilegur, jákvæður.

Vita hvaða tíma hann hefur til að kenna efnið. Nýta tíman rétt.

Kynna efnið fyrir nemendun í byrjun tíma.

Engin spurning asnaleg, mikilvægt, svo þau spyrji aftur.

Vera kennari allra ekki halda upp á suma og aðra ekki. Hrista hóppinn saman.

Muna að ekki eru allir nemendur eins. Við erum öll spes

Nemendurnir

Reyna að ná til allra, augnsamband.

Brjóta ísinn. Afslappað umkverfi.

Leiðbeina, Hlusta, Spyrja,Taka vel eftir og vera mannleg.

Fylgast vel með hvort einhver sé útundan eða samkeppni mikil á milli nemanda.

Kenna góða umgengni og frágang.

P.S. Muna eftir hugarkortinu mínu um umhverfið.

Page 20: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

19

2. Markmið

Page 21: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

20

Ígrundun um markmið

Hjálp hvað er markmið . Ég hélt að ég vissi nokkuð mikið um markmið en það var ekki. Gerði

sjálfsprófið eftir allan lesturinn um markmiðin. Sem kom ekki nógu vel út, fyrri parturinn var

góður en seinniparturinn ekki góður. En markmið er að hinu góða og eru tæki sem við getum

notað til að sjá hvar við erum stödd eða nota til að koma okkur áfram og vita hvað við erum

að gera.

Mér þótti gaman að gera tilraunirnar um markmiðin, fékk mig til að kafa dýpra í því sem ég

vinn við og frammkvæmi oft á viku t.d. lita hár. Hugsa til þess hvað manni finnst sjálfsagt að

gera/frammkvæma áhveðna hluti án þess að hugsa og ætlast oft á tíðum að aðrir geri eins, án

þess að hafa sömu reynslu og ég.

Flokkunnarkerfi Bloom

Hér á eftir er nýtt skilaverkefni um markmiðin 3. Þar sem ég miskildi hressilega

leiðbeiningarnar.

Page 22: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

21

Page 23: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

22

Page 24: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

23

Hugarkort frá Hróbjarti sem er gott að eiga

Page 25: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

24

Markmiðin 3.

Yfirmarkmið = Nemandi kann að setja í Permannet.

Atferlismarkmiðin

Athöfn: Að loknu námskeiði kann nemandi að setja varanlega liði í hár (permanent) og nota

til þess beina braut, boga eða múrsteina munstur.

Skilyrði: Nemandi framkvæmir verkið án aðstoðar og án þess að nota verklýsingu og notar

til þess öll nauðsynleg verkfæri: vatn, handklæði, permannet rúllur, skaftgreiðu, enda pappir,

pinna til að setja undir rúllurnar, tissjú, bómul, permannet vökva og festir, plastpoka til að

setja yfir hárið, klukku til að fylgjast með tímanum, vask til að skola hárið og næringu.

Mælikvaðri: Þannig að hárið fái á sig varanlega liði sem leggjast á eðlilegan hátt að andliti

viðskiptavinar. Nemandinn notaði rétta permannet vökvan, miðað við hárgerð og ósk um

útkomu. Skolaði hárið vel svo hárið brenni ekki. Og það eru engir beiglaðir endar á hárinu.

Yfirmarkmið = Nemandi kann að lita hár.

Atferlismarkmiðin

Athöfn: Að loknu námskeiði á nemandi að kunna að bera háralit í hár viðskiptavinar eftir

ákveðnu kerfi.

Skilyrði: Nemandi framkvæmir verkið án aðstoðar og notar til þess öll nauðsinleg verkfæri:

módel eða dúkku til að geta litað hárið á, háraliti og festa, skál, pensla og hanska, klukku til

að geta fylgst með timanum, vask til að geta skolað litinn úr og handklæði og sjampó.

Mælikvaðri: Að nemandi geti framkvæmt litun einn og óstuddur. Og að útkoma á lit sé sú

sem óskað var eftir miðað við óskir viðskipta vinar og hárgerðar.

Yfirmarkmið = Nemandi kann að flétta hár.

Atferlismarkmiðin

Athöfn: Nemandi kann að skipta upp hárinu og fléttar einfalda fléttu..

Skylirði: Nemandi framkvæmir verkið án aðstoðar og notar til þess öll nauðsinleg verkfæri:

Mynd af verkinu til hliðsjónar, hárdúkku eða manneskju, hárbursta, skaftgreiðu og teyju.

Mælikvaðri: Nemandi geti hjálparlaust fléttað einfalda fléttu og útkoman verði snyrtileg.

Page 26: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

25

Permannet (fyrra markmiðið sem reyndist ekki vera rétt unnið hjá mér)

Athöfn: Framkvæma varanlega liði í hár.

Skilyrði: Nemandi hafi manneskju og /eða dúkku með hreint hár, vatn, handklæði,

permannet rúllur, skaftgreiðu, enda pappir, pinna til að setja undir rúllurnar,tissjú,bómul,

permannet vökva og festir,plastpoka til að setja yfir hárið, klukku til að fylgjast með

tímanum, vask til að skola hárið og næringu. Verklýsing.

Mælikvaðri: Nemandi á að geta rúllað upp hárinu í beinabraut, boga eða múrsteina munstur.

Geta valið rétta permannet vökvan, miðað við hárgerð og ósk um útkomu. Skola vel svo hárið

brenni ekki. Og engir beiglaðir endar. Verklýsing.

Kennslu tími í permanneti,( 4 klst).

1. Nemi kemur með módel sem er með axlarsidd. Ef módel reddast ekki vera þá með hárhaus.

2. Módel fær slá um sig og handklæði um axlir.

3. Byrjum á að þvo hár viðkomandi vel helst með hreinsi sjampói, muna skola vel og engin

næring notuð.

4. Greiða í gegnum hárið, ákveða rúllustærð og hver útkoman eigi að vera.

5. Því næst rúlla öllu hárinu upp í beinabraut, boga eða múrsteina munstur. Muna að hafa helst

ekkert bil á milli rúllnana. Og nota pinnana undir teijurnar. Svo far myndist ekki.

6. Bleyta vel með vatni, úðabrúsa. Ákveða stirkleika permannet vökvans miðað við hárgerð og

hver útkoman á að vera.

7. Poka og handklæði vafið utan um hár módelsins. Og tíminn tekinn, gott er að stilla klukku.

Fer eftir vali á vökva, stendur á brúsa.

8. Því næst skola permannet vökvan vel úr hárinu við vask, cirka 10 min. Þverra hárið á rúllunum

með pappír, létt, nota cirka 39* heitt vatn.

9. Setja festirinn yfir rúllurnar og bíða í cirka 5 mín.

10. Að því loknu er hárið skolað aftur vel við sirka 36* heitt vatn.

11. Næring sett í hárið og gott er að nudda hársvörðin smá í leiðinni. Permannet förin verða

mýkri.

12. Bjóða módelinu sæti við speygil og ath útkomu. Hvernig líta endarnir á hárinu út, er permó í

öllu hárinu jafnt og eins og óskað var eftir.

13. Stundum er hárið þurkað og stundum ekki. Fer eftir ósk viðkomandi.

14. Gera verklýsingu, teikna módelið, rúllurnar og skrifa lýsingu á framkvæmd, ósk og útkomu.

15. Muna að ganga frá eftir sig. Hreint borð, speygill, gólf, vaskur og öll verkfæri sem voru notuð

á sínum stað.

Takk fyrir daginn.

Þóra Valdís

Page 27: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

26

3. Innihald

A. Námsefni

Page 28: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

27

Ígrundun um námsefnið.

Námsefni er notað til að hjálpa við tilfærslu upplýsinga á milli manna.

Námsefni er ansi stutt og einfalt orð fyrir allan þá fróðleik sem er á bak við orðið. Gaman að

fræðast um alla þá möguleika, aðferðir og framsetningu sem hægt er að nota til að koma

námsefninu frá sér.

Mér fannst ansi ervitt að læra á WordPress, Jing og Screencast.com.

Byrjaði á WordPress, Jón hjálpaði mér mikið þar, sem betur fer.

Jing upptakan var nú meira ruglið, talaði aftur og aftur inná tegstan minn en samt kom bara

litill gluggi og ekki með tegstanum mínum inn á. Var að vera klikk þegar maðurinn minn kom

og hjálpaði mér að stækka gluggan svo tegstinn sæist .

Screencast gekk vel enda ekkert sem þurti að gera þar nema kópera tegstann.

Svo var að reyna koma myndbandinu frá Screencast til WordPress . Ég eins og margir aðrir

vorum inn á facebook að ræða um hvernig við ættum að fara að þessu. En með hjálp hvors

annars tókst að troða þessari upptöku inn á WordPress.

Sem betur fer er þessi hluti búinn í bili .

Page 29: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

28

Verkefna lýsing

Vefsíður í WordPress

Nemendur eiga að útbúa einfalda persónulega síðu þar sem þeir kynna sig. Einnig eiga þeir að

gera þrjár til fjórar síður til viðbótar um sjálfvalið kennslu- eða fræðsluefni. Á vefsíðunum

skal tefla saman texta, myndum og krækjum eftir því sem við á. Hver nemandi á að taka fyrir

eitt afmarkað efni og mælt er með að það sé frumsamið að mestu eða öllu leyti. Ef stuðst er

við efni frá öðrum þarf að sjálfsögðu að geta heimilda á viðurkenndan hátt í heimildaskrá.

Þetta á bæði við um texta og myndir. Vefinn á að vinna í WordPress sem er á uni.hi.is og er

krækja í það í námsþættinum. Slóðinni á WordPress vefinn á að skila í verkefnaskilin í

námsþættinum.

Þóra Valdís Hilmarsdóttir

eim

Um mig

Upptaka um hár

Kennsluefni

Velkomin á síðuna mína.

Posted on: 13/10/2013 by Þóra

Sæl Þóra Valdís heiti ég og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég er gift

Davið Þór Kristjánssyni viðskiptafræðingi og eigum við 4 syni, Hilmar, Daníel, Hektor og

Page 30: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

29

Hlyn. Við eigum heima á Selfossi. Ég vinn á hársnyrtistofunni Bylgur og Bartar og stefni á að

klára kennslufræði iðnmeistara.

Verkefna lýsing

Upptökur í Jing

Nemendur eiga að taka upp fyrirlestur eða sýnikennslu t.d. á einhvern hugbúnað. Upptakan á

að tengjast því efni sem skrifað er um á vefsíðunum. Upptakan má helst ekki vera lengir en 5

mínútur.

Verkefni sem ég vann inn á Jing.

Þóra Valdis Hilmarsdóttir

Haust 2013

Smella á myndina svo allt sjáist en talið vantar

Page 31: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

30

Page 32: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

31

4. Kennsluferlið

A. Aðferðir

Page 33: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

32

Ígrundun um aðferðir

Kennsluaðferðir geta verið margskonar t.d.

Sýnikennsla er aðferð sem hentar mér vel, bæði sem kennara og nemanda. Gott er að

miðla kunnáttu sinni á þennan hátt og meðtaka sjónrænt einhvað nýtt.

Þulunám er þegar við lærum einhvað utan bókar eins og ljóð eða

margföldunnartöfluna. Þessi aðferð getur hentað mörgum og trúlega er gott að þjálfa

heilan í að muna. Endurtekkningar með stuttum tíma á milli festast síður í kollinum en

endurtekkningar með leingri tíma á milli.

Sagnalist finnst mér spennandi kennsluaðferð og má segja að sagnalist sé ein elsta

kennsluaðferðin. Sagnalist reynir á frásagnarhæfileika og ef vel tegst nær kennarinn

öllum bekknum með sér. Fær nemandan til að hlusta og meðtaka.

Fyrirlestrar eru einna mest notaða aðferðin í kennslu. Mér persónulega fynnst ekki gott

að hlusta út í eitt. Á ervitt með að muna og þarf að glósa svo hægt sé að rifja upp síðar.

En sem betur fer erum við ekki öll eins og fyrirlestrar henta mörgum vel.

Fannst rosa gaman að skoða og fara yfir alskonar aðferðir .

Gott er að fara inn á http://adferdir.wikispaces.com/

Page 34: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

33

Page 35: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

34

Utlistunarkennsla

Almenn lýsing á kennsluaðferðaflokknum

Útlistunarkensla hefur 7 undirflokka sem eru: fyrirlestrar, sýnikennsla, sýningar,

skoðunarferðir, heimsóknir, myndmiðlar og hlustunarefni.

Algengustu aðferðirnar í þessum flokki eru fyrirlestrar og sýnikennsla

Útlistunarkennsla byggist aðallega á því að það er kennarinn sem miðlar þekkingu. Hann

fræðir, útskýrir, spyr spurninga, ræðir málin og vekur nemendur til umhugsunar. Nemendur

fylgjast með, hlusta, skoða, skrá og hugsa. Aðferðir Útlistunarkennslu reyna á hæfni kennara

til að vekja áhuga og halda athygli nemenda og krefjast þekkingar á viðfangsefninu og

frásagnargáfu.

Tilgangur aðferðanna sem tilheyra þessum flokki

Tilgangur útlistunarkennslu er að ná til nemandanna á sem einfaldastan og skilvirkan hátt.

Gott andrúmsloft og notalegt umhverfi skiptir miklu máli. Nemanda sem og kennara verður að

líða vel til að geta miðlað og tekið á móti upplýsingum .

Ef kennara tekst að ná til nemanda, auka áhuga hans, fá nemandann til að setja sér markmið

og miðla þekkingu sinni verður kennslan mikið auðveldari út önnina.

Gott er að nota þessar aðferðir til að auðvelda kennurum vinnu sína t.d. halda fyrirlestur og

nota skýringamyndir í leiðinni og jafnframt tilvalið að fara í vettvangsferð eða skoðunnarferð á

þær slóðir sem búið er verið að læra um. Þá meðtekur neminn betur og getur frekar sett sig í

spor aðalpersónu bókarinnar.

Í verklegri kennslu er ógerlegt að kenna nemanda nema að notað sýningar eða sýnikennslu

ásamt einhverskonar fyrirlestri. Þar sem að í verknámi þarf að framkvæma ákveðinn hlut í

skrefum. T.d. væri ansi erfitt að kenna sauma ef ekki væri til staðar sýnishorn af æskilegri

útkomu og að nemandi fengi að gera sjálfur. Hugur og hönd vinna saman.

Að ná til allra er oft á tíðum frekar flókið, við erum jú ekki öll eins og kennslu hugmyndir

kennarans þurfa að vera ansi skapandi sem og fræðandi til að leyði myndist ekki og áhuginn

haldist. Þess vegna er gott að nota flest allar þessar aðferir í kennslu til að námið verði

áhugavert og skemmtilegt fyrir alla aðila.

Kostir og möguleikar aðferðanna í flokknum

Kostir eru þeir að það er hægt að miðla miklum upplýsingum. Bein kennsla hjálpar

nemendum oft að fylgjast með t.d. ljósmyndir, fræðslumyndir og kvikmyndir, en þær ná oft

betur til nemenda. Aðferðin gefur mikla og skemmtilega möguleika til kennslu sem henta nær

öllum skólastigum og getur skapað marga möguleika til úrvinnslu námsefnis.

Nýtist vel til að vekja áhuga á efni og kveikja spurningar. Gera námið raunverulegt og efla

þannig tengsl á milli skóla og samfélags.

Page 36: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

35

Gott er að nota þessar kennsluaðferðir þegar upplýsingar eru ekki nægilegar í þeim gögnum

og námsefni sem haft er til hliðsjónar. Kvikmyndir, vettfangsferðir og gestafyrirlesarar bæta

oft við upplýsingum og getur vakið meiri áhuga hjá nemendum um námsefnið. Hægt að er að

nota aðferðirnar til heimilda og úrvinnslu þess efnis sem verið er að vinna í og til upprifjunar í

lok námskeiðs.

Helstu takmarkanir aðferðanna í flokknum

Í fyrirlestrum eru oft gerðar óraunhæfar kröfur um athygli nemenda og eiga sumir erfiðara með að fylgjast með. Nemendur geta gleymt sér og farið að hugsa um allt annað.

Sýnikennsla getur verið svipuð og með fyrirlestra en þar getur það verið erfitt fyrir nemendur að sjá það sem er verið að sýna og ef hópurinn er of stór er það ekki gott.

Skoðunarferðir þurfa að vera vel undirbúnar og passa þarf að hafa nemendahópinn ekki of stórann.

Litskyggnur eru lítið notaðar í kennslu en það getur verið erfitt því sjaldan eru þessi skilyrði til staðar í skólum en það þarf að hafa sýningartjald, góða myrkvun og góða loftræstingu.

Þegar kvikmyndir, fræðslumyndir eða hlustunarefni eru notaðar í kennslu er mikilvægt að undirbúa nemendur og passa að þeir þekki þau orð og hugtök sem notuð eru í myndinni/hlustuninni. Kennari þarf að fylgjast með nemendum og reyna að sjá hvort þeir séu að fylgjast með myndinni/hlustuninni og skilji það sem verið er að horfa/hlusta á.

Listi yfir nokkrar kennsluaðferðir sem sem tilheyra þessum flokk

Fyrirlestur - Guðrún Þórhallsdóttir Skoðunarferð - Þóra Valdís Hilmarsdóttir Heimsókn - Guðbjörg Bergsveinsdóttir Útlistunarkennsla - sýnikennsla - Polua Kristín Buch

Meðlimir hópsins

Guðrún Þórhallsdóttir Guðbjörg Bergsveinsdóttir Poula Kristín Buch Þóra Valdís Hilmarsdóttir

Örkennslan okkar

Verkefni http://adferdir.wikispaces.com/Utlistunarkennsla

Page 37: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

36

Skoðunarferð bls.1

Flokkun: Utlistunnarkennsla

Tilgangur við kennslu:

Tilgangurinn með skoðunarferð á hársnyrtistofuna Bylgjur og Bartar er að kynna hásnyrtistofu og jafnframt fyrir starfseminni sem er þar.

Skapa gott náms andrúmsloft (upphaf) Hrista hópinn saman

Vekja áhuga

Miðla upplýsingum - Fræða

Kanna þekkingu

Virkni nemenda

Nauðsynleg Hjálpargögn

x Sjálfstæðir og virkir Blað og blíant

x Virkir Tími 1. kls

x Gagnvirkni fjöldi þátttakenda 3

x Taka við Hámark 6

x Óvirkir Lágmark 1

Markmið aðferðarinnar

Hrista hópinn saman svo tengsla myndun verði betri. Kynna nemendum fyrir hársnyrtistofu. Fræða um hvernig hönnun hefur áhrif. Fræða þær um háraliti og leiðréttingu á háralit. Komast að kunnáttu þeirra.

Page 38: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

37

Lýsing bls. 2

Kl: 14:00 Mæting á staðinn

Kl: 14:00-14:20 Byrjum á að tilla okkur í sófan og ég segi frá stofunni.

Oppnaði árið 2011. Hver er eigandinn. (Árni mætir á staðinn) Fimm sem vinnum á stofunni. Hugmyndin með lúkkið á stofunni. (Retróstill) Kynni vörurnar í leiðinni.

Kl: 14:20-14:40 Röltum um stofuna.

Skoðum Útskýri fyrir þeim hugmyndina um að hafa stólinn, síma og háralitina nálægt hvort

öðru. (minna að labba framm og til baka) Útskýri háralitina fyrir þeim. (Hvað er svona gott við þá) Svara spurningum þeirra.

Kl:14:40 – 15:00 Tillum okkur aftur í sófan.

Ræðum um hvað við höfum lært.

Athugasemdir

Leiðbeinandi þarf að undir búa sig vel. Vita upp á hár hvað hann er að fara fjalla um og vera

með t.d. blöð sem útskýra og minna á seinna.

Gott er að hafa ekki of marga nemendur þar sem ervitt getur orðið að ná til allra og sinna.

Page 39: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

38

4. Kennsluferlið

B. Kennsluferli

Page 40: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

39

Ígrundun um kennsluferlið

Kennsla snýst um skipulagningu náms og atburðarásar sem í flestum tilfellum leiðir til þess að

þátttakendur í kennslunni komi ríkari úr náminu, viti, kunni, geti meir en áður og skilji betur

það sem þeir gátu ekki, vissu ekki áður.

Hlutverk kennarans er að hjálpa fólki að læra.

Kennsluferlið eru aðstæður sem kennari skipuleggur fyrir nemendur sína til að auðvelda þeim

að læra.

Þetta var áhugavert og skemmtilegt. Ég hlustaði á fyrirlestrana, las bækurnar og gerði

hugarkort allt var þetta til að geta auðlast meiri skilning og áhugin var en meiri við það.

Page 41: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

40

Page 42: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

41

Page 43: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

42

Gott að eiga

Page 44: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

43

Verkefni um Kennsluferlið

Námskeið: Hvað er höfuðlús ........................... kennari: Þóra Valdís .........

Tími Innihald Rök: Hvers vegna? Virkni Hvernig? Efni:

Hvað? Hverju á að ná fram? V=Námsmenn Virkir, G= Gagnvirkni, T=Taka við

Hvað verður að vera til staðar?

9:00 – 9:10 Byrjum á að kynna okkur og mynda tengsl á milli nemandanna og kennara.

Afslappað andrúmsloft. Mynda teings.

G

9:10 - 9:30 Umræðu- og spurnaraðferðir Hvað vita nemendurnir um lús og nit hennar.

Mynda samræður og komast að kunnáttu nemanda.

G Kennaratafla, túss.

9:30-10:20 Fyrirlestur Kynna lúsina fyrir nemendum á skjávarpa og

fræða nemandann í leiðinni.

Athyggli og viðbrögð T Skjávarpa og einhvað til að benda með.

10:20-10:35

Kaffihlé Hvíla smá svo einbeiting verði góð.

10:35-11:20

Verkleg kennsla ásamt hlutverkaleik. Æfingu í að kemba hár, hver á öðrum og fá nemandann til að setja sig í áhveðnar aðstæður. Ræða saman.

V Lúsakambar, speyglaflísar, verklýsingar.

11:20-11:50

Umræðu- og spurnaraðferðir Meiri skilning nemanda á lús og vita hverju ég kom til skyla.

G Kennaratafla, túss og skjávarpan.

11:50-12:00 Endir Gott andrúmsloft og ljúfur endir. Hvað getum við gert þegar lúsin heimsækjir okkur. Hvað lærðum við.

Auka hæfni og kunnáttu nemandans G

Page 45: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

44

4. Kennsluferlið

C. Framsögn

Page 46: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

45

Ígrundun um framsögn

Framsögn tók vel á taugarnar en rosa gaman eftir á. Ég fékk þjálfun í að koma fram og flytja

mál mitt skýrt og skipulega. Æfðist í að lesa upp tegsta og miðla honum til áheyranda.

Raddbeiting – Skýrleiki – Áheyrileiki

Glíma við óttann – Tjáning andlits og líkama – Samband við áheyrendur

Í fyrsta tíma kynnti ég mig og sagði stuttlega frá mér.

Leiðbeiningar kennara (Kristin Á. Ólafsdóttir)

Gafst góðan tíma

Reyndu að fá betri ró í líkaman- Stattu vel í báðar fætur- en fínar og eðlilegar

handahreyfingar.

Glatt samband- en getur fest það betur- stoppað hjá einum og einum.

Gott líf í talningu en getur slakað betur á.

Í öðrum tíma flutti ég stuttan bakþanka eftir Sögu Garðarsdóttir.

Leiðbeiningar kennara (Kristin Á. Ólafsdóttir)

Reyndu að fá meiri ró í líkaman

Náðir fínu lífi í innihaldið - nánast laus við lestón.

Opið og glatt andlit – mátt miðla en meira fram.

Stöku sinnim var flæðið ekki alveg eðlilegt þ.e. sleist of mikið í sundur sum orðin.

Í þriðja tíma flutti ég stuttan úrdráttur úr verkefninu mínu Saga starfsnáms.

Var metið af Kristínu og Ingibjörgu B. Frímansdóttur. Fékk einkunina 8.

Page 47: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

46

Saga sem ég las upp fyrir bekkinn og hafði gaman að.

Strákasaga

Vísir Bakþankar 29. júlí 2013

Saga Garðarsdóttir skrifar:

Þegar ég var fimm ára ansaði ég engu öðru nafni en Emil, gekk um með pottlok

og blótaði yfirvaldinu fyrir að gera mig ekki að strák. Ekki af því að ég upplifði

mig í röngum líkama heldur af því að mjög snemma áttaði ég mig á því að

strákar í ævintýrunum eru hetjur og sniðugir en stelpur bíða prúðar í turnum eða

kastölum eftir því að vera sóttar, í æsilegustu sögunum flétta þær sig kannski á

meðan þær bíða.

Ég skildi það þá sem svo að væri ég strákur ætti ég fram undan glæsta drekum

prýdda ævi

en sem stelpa biði mín ekkert nema biðin, sem er verra en dauðinn og þá

sérstaklega ef þú hefur ekki einu sinni sítt hár að fikta í.

Svo kynntist ég Línu langsokk og Ronju og varð ljóst að stelpur geta léttilega

lyft hestum og hoppað yfir Helvítisgjár, langi þær til þess. Þá gerist samt svolítið

áhugavert, þær verða ekki hugrakkar og sterkar stelpur heldur strákastelpur, því

að eiginleikar eins og hugrekki, styrkur, þrautseigja og ævintýramennska eru

eyrnamerktir strákum, sem er ótrúlega ósanngjarnt. Í ofanálag þykir svo það sem

strákum er eignað oft meira töff. Það tekur börn ekki nema hálfan leikskóla að

uppgötva þennan hallærislega gengismun og strákastelpum er hampað á kostnað

stelpustráka, sem er kraftglatað.

Þótt flestir séu sammála um að einungis asnar haldi því fram að ást stráka á

grillvökva sé skilyrðislaus og stelpur hafi eðlislægan frumáhuga á að greiða sér

er ég samt reglulega sögð strákaleg af því að ég hef áhuga á íþróttum, er

stutthærð og tala hátt. Bara í seinustu viku, í fáránlegri umræðu um hvort fyndni

væri kynbundin, var fullyrt að skopskyn mitt væri stelpum ekki til tekna, því ég

væri jú ein af strákunum. Ég var sumsé ekki sniðug stelpa heldur gerði fyndni

mín mig að strák. Stelpur eiga ekki að þurfa að afsala sér kyni sínu í skiptum

fyrir aukið töff eða strákar sem eru iðnir í höndunum að prjóna sér nýja vini og

virðingu. Af þessum sökum sé ég mig knúna til að hamra á því sem á að vera

augljóst:

Hvorugt kynið á einkarétt á neinum eiginleika sem einungis má fá að láni með

kyn- og kúlvöxtum. Ég er ekki strákastelpa. Ég er stelpa sem hefur áhuga á

íþróttum, er stutthærð og segir stundum eitthvað fyndið mjög hátt.

Page 48: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

47

Stuttur úrdráttur úr verkefninu Saga starfsnáms sem ég flutti fyrir bekkinn.

Sæl Þóra Valdís heiti ég og ætla að segja ykkur frá verkefninu mínu sem fjallar um Sögu

háriðnaðarins frá árinu 1900 til dagsins í dag.

Fyrstu heimildir sem ég fann voru um Árna Nikurlásarson sem var rakari í Reykjavik og

Kristolínu Guðmundsdóttur sem lærði háriðn í Danmörku og var með fyrstu

hárgreiðslustofuna á íslandi.

Þau bæði hafa verið ansi dugleg og iðin í sinni grein þar sem Árni gekk á milli húsa til að

bjóða fram þjónustu sína og Guðrún var með 12 stúlkur í vinnu hjá sér þegar mest var. Geri

aðrir betur.

Á Þessum árum voru ekki margar hárgreiðslustofur né rakarar og því erfitt að komast á

samning eða í nám við háriðn.

Hárgreiðslumeistarafélag Íslands stofnaði sinn fagskóla árið 1964 en Rakarameistarafélag

Reykjavikur ári síðar. Skólarnir voru reknir í sitt hvoru lagi og samkomulag á milli þeirra um

samrekstur náðist ekki fyrr en árið 1976-1977.

Nemendur lærðu þá fyrst undirstöður á báðum sviðum og neminn tók síðan ákvörðun hvort

hann vildi gerast rakari sem tók 4 ár eða hárgreiðslu maður/kona sem tók 3 ár.

Árið 1994 náðist loks samstaða um að sameina hárgreiðslu og hárskurð sem heitir í dag

Hársnyrtiiðn. Sameiningar námskeið var haldið þar sem hárgreiðslufólki var kenndur rakstur

og rökurum kennd hárgreiðsla.

Þessi atburðarás frá árinu 1900 til dagsins í dag segir okkur að framfarir í kennsluaðferðum

hafi verið miklar. Í dag þarf ekki að fara erlendis til að læra háriðn eða eiga foreldra úr

yfirstétt sem gátu borgað námið.

Á Íslandi í dag eru starfandi fjölda margir skólar sem kenna hársnyrtiiðn og þeim fer enn

fjölgandi, tveir iðn/tækniskólar og nokkir framhaldsskólar.

Allir sem hafa áhuga og vilja geta lært hársnyrtiiðn og er fremur auðvelt að nálgast námið í

dag. Hárgreiðslustofum hefur fjölgað mikið hér á landi og flest allir Íslendingar eru farnir að

nota þá þjónustu sem þar er í boði.

Takk fyrir.

Page 49: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

48

5. Mat

Page 50: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

49

Ígrundun um mat

Námsmat er stutt orð yfir ansi stórt hugtak og námsmatið virkar oft bæði fyrir kennaran og

nemann. Það eru til nokkrar leiðir til að meta nemendur og henta þær mis vel, gott er að gera

sér grein fyrir hverju við viljum ná fram í byrjun kennslu og hvaða upplýsingum viljum við

safna um námið og framfarir nemandanna.

Nemendur eru mismunandi og geta lært verklegt og bóklegt nám. Þá er gott að geta farið

mismunandi leiðir í að meta nemandann.

Stöðumat = Hvernig standa nemendur við upphaf kennslu. Er oft notað til að athuga hvort að

nemandi hafi þá þekkingu og leikni á valdi sínu sem nauðsynleg er til að geta tekist á við

komandi námsefni.

Leiðsagnarmat = Er notað til að fylgjast með námsferlinu meðan á kennslu stendur.

Kennarinn fylgist reglulega með stöðu nemandans, leggur fyrir próf (mat) og getur þá lagað

kennsluna að þörfum nemandana. Fer betur í það sem illa gengur og hælir nemendum eða

umbunar á annan máta fyrir það sem vel gengur.

Greiningarmat = metnir eru jafn óðum þeir námserfiðleikar meðan á kennslu stendur. Ef

nemandi nær ekki að fylgja hópnum í námi með hefðbundinni leiðsögn. Ef nemandi nær

síðan ekki að bæta sig þrátt fyrir breyttar kennsluaðferðir og aðrar nálganir er þörf á

nákvæmari greiningu.

Yfirlitsmat = Fer fram við lok námsáfangans. Til að meta hvernig gengið hefur að ná þeim

markmiðum sem sett voru í upphafi áfangans. Þ.e. bæði til að meta nemandann og

kennsluna.

Námsmat hvað er það.

Af hverju er metið.

Hvað er metið.

Hvernig og hvenær er metið

Page 51: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

50

Page 52: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

51

Page 53: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

52

Kennsluaðferðir

Page 54: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

53

Hugarkort

Hugarkort þvílýk snild. Hentar lesblindri manneskju eins og mér vel. Þarf ekki að skrifa

langan tegsta heldur bara stikkla á stóru. Vera skipulögð, nota stóra og litla stafi, marga liti og

myndir. Það er rosa gott að geta horft yfir kortið og séð strax það sem ég er að leita að, frekar

en að lesa og lesa og muna ekki neitt . Allt sem er sjónrænt hentar mér. Eina sem truflar mig

er að nota map background. Get það alveg en truflar mig þegar ég les á það.

Mitt fyrsta hugarkort í Mindjet.

Page 55: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

54

Örkennsla

Örkensla, hvað er það hjartað tók kipp, mér leið eins og ég vissi ekki neitt. Mikklar pælingar

hvað get ég kennt samnemendum mínum. Gramsaði í skápunum heima og fann Iðnfræði

möppuna mína, sem fjallar um allt sem tengist hárgreiðslu náminu mínu. Hafði ekki oppnað

hana í 15 ár. En þar fann ég allt um hárþvott og meiri segja líka leiðbeiningablöð sem ég gat

nýtt mér. Þvílíkur léttir og svo var ekkert mál að kynna fyrir samnenendum mínum fjórum

sem voru með mér á borði allt um hárþvott.

Áhuginn leynir sér ekki.

Page 56: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

55

Varanleg háralitun

Athöfn: Lita allt hárið og dekkja það.

Skilyrði: Nemandi hafi manneskju og /eða dúkku , dekkri háralit, festi, skál,

litabursta, hanska, klukku til að fylgjast með tímanum, vatn, sjampó og vask til

að skola hárið , handklæði til að þurka það.

Mælikvaðri: Nemandi á að geta litað hárið eftir ákveðinni formúlu (krossin)og

sjá til þess að liturinn sé jafn yfir allt hárið. Geta valið réttan lit miðað við

hárgerð og ósk viðkomandi. Skola hárið vel, enginn litur eftir í hárinu. Skila

verklýsingu.

Kennslu stund í háralitun, (4 klst)

1. Nemi kemur með módel eða dúkku til að lita.

2. Módel fær slá um sig og bréf aftan á háls svo sláinn verði ekki öll í lit.

3. Því næst ræða við módel um ósk um útkomu, hversu mikið á að dekkja hárið.

4. Blanda litinn í réttum hlutföllum svo útkoma verði góð.

5. Bera jafnt í allt hárið. Byrja í rót (krossinn) því næst litur borinn í endana.

6. Taka tíman 30 min vanalega. Stendur á háralita kassanum.

7. Þvo viðkomandi vel og þurka hárið.

8. Athuga útkomu og skrifa verklýsingu.

9. Muna að ganga frá eftir sig. Hreint borð, speygill, gólf, vaskur og öll verkfæri

sem voru notuð á sínum stað.

Takk fyrir daginn.

Þóra Valdís

Heimildir

Mynd: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/55/Color_star-en.svg/600px-

Color_star-en.svg.png

Page 57: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

56

Skoðunarferð

Langaði til að sýna Guðrúni, Guðbjörgu og Paulu Hársnyrtistofuna Bylgjur og Barta, vinnustað minn.

Sunnudaginn 10. Nóv.

Mæting á staðnum kl: 14:00 og verðum til kl: 15:00

Kl: 14:00-14:20 Byrjum á að tilla okkur í sófan og ég segi frá stofunni.

Oppnaði árið 2011.

Hver er eigandinn. (Arna mætir á staðinn)

Fimm sem vinnum á stofunni.

Hugmyndin með lúkkið á stofunni. (Retróstill)

Kynni vörurnar í leiðinni.

Kl: 14:20-14:40 Röltum um stofuna.

Skoðum

Útskýri fyrir þeim hugmyndina um að hafa stólinn, síma og háralitina nálægt hvort öðru.

(minna að labba framm og til baka)

Útskýri háralitina fyrir þeim. (Hvað er svona gott við þá)

Svara spurningum þeirra.

Kl:14:40 – 15:00 Tillum okkur aftur í sófan.

Ræðum um hvað er flott við stofuna og hvað mætti betur fara.

Staðsetning

Page 58: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

57

Verkefni.

Page 59: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

58

Hvernig er góður kennari.

Fékk mig til að grafa dýppra. Við teiknuðum þennar flotta drauma kennara á stórt blað og

skrifuðum útskýringar á honum. Hversu frábær hann var og umhyggju samur til allra

nemenda. Svo var að kynna hann fyrir öllum samnemendum mínum. Hjartað hamaðist í

brjósti mér og ég sá bara hvitt þegar við fjögur stóðum fyrir framan alla og sögðum frá hversu

frábær kennarinn okkar var.

Page 60: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

59

Að klippa hár.

Athöfn: Að klippa hár í fláa og auknar styttur.

Skilyrði: Módel/dúkka, skæri, greiða, vatn, slá til að setja á módelið

og hárblásari.

Mælikvarði: Verklýsing, var gert eins og til var ætlast (útkoma).

Kennslu stund í klippingu. (4 klst)

1. Nemi mæti með módel/dúkku helst með axlasítt hár.

2. Módel fær yfir sig slá, svo módelið verði ekki allt í hárum.

3. Bleita hárið vel

4. Skifta hárinu í fjóra parta. Frá enni að eyra (tveir partar) og hnakka

skipt í tvo parta, hægri og vinstri.

5. Því næst klippa hnakkan í fláa. byrja neðst. Gula svæðið á mynd. cm

fyrir cm.

6. Þegar þið eruð komin að eyrum, rauða svæðið. Þá er klippt í

auknarstyttur, hárið togað beint upp frá höfði. Passa að fláinn sé í

jafnvægi við auknustytturnar.

7. Blása hárið og útkoma athuguð og löguð smá ef þarf.

8. Skila inn verklýsingu, svipaðri og hér að ofan.

Takk fyrir tíman

Þóra Valdís

Page 61: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

60

Permó

Permanet

Athöfn: Framkvæma varanlega liði í hár.

Skilyrði: Nemandi hafi manneskju og /eða dúkku með hreint hár,

vatn, handklæði, permanet rúllur, skaftgreiðu, enda pappír, pinna til að

setja undir rúllurnar, tissjú, bómul, permanet vökva og festir, plastpoka

til að setja yfir hárið, klukku til að fylgjast með tímanum og vask til að

skola hárið og næringu. Verklýsing.

Mælikvarði: Nemandi á að geta rúllað upp hárinu í beina braut,

boga eða múrsteina munstur. Geta valið réttan permanet vökvann,

miðað við hárgerð og ósk um útkomu. Skola vel svo hárið brenni ekki. Og

engir beyglaðir endar. Verklýsing.

Kennslu tími í permanneti,( 4 klst).

1. Nemi kemur með módel sem er með axlarsítt hár. Ef módel reddast

ekki, vera þá með hárhaus.

2. Módel fær slá um sig og handklæði um axlir.

3. Byrjum á að þvo hár viðkomandi vel helst með hreinsi sjampói, muna

skola vel og engin næring notuð.

4. Greiða í gegnum hárið, ákveða rúllustærð og hver útkoman eigi að

vera.

5. Því næst rúlla öllu hárinu upp í beina braut, boga eða múrsteina

munstur. Muna að hafa helst ekkert bil á milli rúllnanna. Og nota

pinnana undir teygjurnar. Svo far myndist ekki.

6. Bleyta vel með vatni, úðabrúsa. Ákveða styrkleika permanet vökvans

miðað við hárgerð og hver útkoman á að vera.

Page 62: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

61

7. Poka og handklæði vafið utan um hár módelsins. Og tíminn tekinn,

gott er að stilla klukku. Fer eftir vali á vökva, stendur á brúsa.

8. Því næst skola permanet vökvann vel úr hárinu við vask, cirka 10 min.

Þverra hárið á rúllunum með pappír, létt, nota cirka 39 gráðu heitt vatn.

9. Setja festirinn yfir rúllurnar og bíða í cirka 5 mín.

10. Að því loknu er hárið skolað aftur vel við sirka 36 gráðu heitt vatn.

11. Næring sett í hárið og gott er að nudda hársvörðin smá í leiðinni.

Permannet förin verða mýkri.

12. Bjóða módelinu sæti við spegil og ath útkomu. Hvernig líta endarnir á

hárinu út, er permó í öllu hárinu jafnt og eins og óskað var eftir.

13. Stundum er hárið þurkað og stundum ekki. Fer eftir ósk viðkomandi.

14. Gera verklýsingu, teikna módelið, rúllurnar og skrifa lýsingu á

framkvæmd, ósk og útkomu.

15. Muna að ganga frá eftir sig. Hreint borð, spegill, gólf, vaskur og

öll verkfæri sem voru notuð á sínum stað.

Takk fyrir daginn.

Þóra Valdís

Page 63: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

62

Gullkistan

Page 64: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

63

Page 65: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

64

Page 66: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

65

Gott að eiga til að rifja upp.

Page 67: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

66

Hér hef ég sett niður nokkrar síður sem vöktu athyggli mína.

Saga starfsnáms-glærur: Alltaf er gott að rifja upp söguna.

https://moodle.hi.is/13-14/mod/resource/view.php?id=42315

Wordpress síðan mín. Alskonar fróðleikur eftir mig.

http://uni.hi.is/thh136/

Jing upptakan mín fjallar um hvað er hár.

http://www.screencast.com/t/Ow6keSYKK

Síðan okkar um kennsluaðferðir starfsmenntakennarans

http://adferdir.wikispaces.com/

Snildar vefur um flest allt sem tengist kennslu.

https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/kennsluadferdirnar.htm

Snildar vefur um kennslu unnið af Samtökum fámennra skóla.

http://skolar.skagafjordur.is/sfs/index.php

Page 68: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

67

Page 69: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

68

Heimildaskrá með útskýringum

Hróbjartur Árnason. (2007). Hugarkort. (Bæklingur). Kópavogur. Nám ehf.

Snildar bækklingur um gerð hugarkorta. Nýttist mér vel við gerð hugarkortanna og á eftir að

nota en meir í framtíðinni við skipulag og nám.

Hróbjartur Árnason. (2001). Aðferðir Fullorðinsfræðslunnar: Framsetning efnis:

Virkjaðu nemendurna

Hróbjartur Árnason. (2006) Hugarkort, Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Að mörgu er að hyggja. Reykjavík. Æskan ehf.

Við lestur þessarar bókar skildi ég betur hvað markmið var og undir búningur kennslu er

mikilvægur kennurum. Lærði fullt um námsmat og mat á kennsluáætlum. B´ðok þessi hefur

nýst mer vel á námskeiðinu við öll þauverkefni sem varða kennslu, skipulagningu,

markmiðssetningar, kennsluáætlanir og námsmati svo einhvað sé nefnt.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík. Æskan ehf.

Langar að nefna kaflan um fas, framkomu og verklag kennara. Og eins og titill kaflans ber

með sér snýr hann að framkomu, hreyfingum og tjáningu og fleirra sem kennarar þurfa að

hafa í huga við kennslu. Ingibjörg lagði áherslu í framsögn á röddina, í hvaða tónhæð og

hvernig við beitum henni. Og ekki má gleyma augnsambandinu við nemendur, reyna að horfa

á sem flesta og ekki stara á einhvern einn .

Kristín Á Ólafsdóttir.(2004). Flutningur talaðs máls –Ábendingar. Háskóli Íslands.

Menntavísindasvið.

Þóra Valdís Hilmarsdóttir. (2013,13. Okt). Wordpress síðan mín. Sótt af

http://uni.hi.is/thh136/

Sniðug síða sem ég á eftir að læra betur inn á.

Page 70: Leiðarbókin mínuni.hi.is/thh136/files/2013/12/Leiðarbókin-Þóra...Uppbygging ritgerðar. Hafi ð forsíðu þar sem fram kemur heiti skólans, námskeið, heiti ritgerðar og

KEN101 2013 Þóra Valdís

69