16
KOMAST EKKI Á KLÓSETTIÐ Álag á hjúkrunarfræðinga er slíkt að þeir komast ekki á salernið heilu vaktirnar né geta tekið sér matarhlé. SÍÐA 2 GETUM BJARGAÐ 40 MANNSLÍFUM Á ÁRI Læknir segir að skimun eftir ristilkrabbameini getið lækkað dánartíðni um 70-80%. SÍÐA 4 GRÆÐA SÁR MEÐ ÞORSKROÐI Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis nær eftirtektarverðum árangri við þróun lækningavara. SÍÐA 6 NÝTT LÍF Á REYKJALUNDI Gróa Axelsdóttir var 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún umbylti lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt. SÍÐA 12 1. tölublað 1. árgangur 8. nóvember 2013 Íslendingar eru feitastir Norðurlanda- þjóða og neyta óhóflegs magns af sykri. Hundrað manns fara í offitumeðferð á Reykjalundi á ári hverju og sjúkling- arnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúma tvo þriðju hjá konum undanfarna áratugi og á sama tíma hef- ur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp. 57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar borða 60 kíló af sætindum á ári. SÍÐA 10 Sykuróð þjóð að springa úr spiki

Liftiminn nov 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

news, heilsa, newspaper, iceland, health

Citation preview

Page 1: Liftiminn nov 2013

Komast eKKi á Klósettið

Álag á hjúkrunarfræðinga er slíkt að þeir komast ekki á salernið heilu

vaktirnar né geta tekið sér matarhlé.

Síða 2

Getum bjarGað 40 mannslífum á ári

Læknir segir að skimun eftir ristilkrabbameini getið lækkað

dánartíðni um 70-80%.

Síða 4

Græða sár með þorsKroði

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis nær eftirtektarverðum árangri

við þróun lækningavara.

Síða 6

nýtt líf á reyKjalundi

Gróa Axelsdóttir var 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún umbylti

lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt.

Síða 12

1. tölublað 1. árgangur 8. nóvember 2013

Íslendingar eru feitastir Norðurlanda-þjóða og neyta óhóflegs magns af sykri.

Hundrað manns fara í offitumeðferð á Reykjalundi á ári hverju og sjúkling-arnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni

sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúma tvo þriðju hjá konum

undanfarna áratugi og á sama tíma hef-ur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp. 57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar

borða 60 kíló af sætindum á ári.

Síða 10

Sykuróð þjóð að springa úr spiki

Page 2: Liftiminn nov 2013

— 2 — 8. nóvember 2013

Heilu vaktirnar án salernisferðaSökum álags í starfi hjúkrunarfræðinga getur verið erfitt fyrir þá að sinna grunnþörfum á vöktum, eins og að fara á salerni og taka sér matarhlé. Álagið hefur verið viðvarandi í mörg ár og er ekki einskorðað við Landspítala.

Líf afhenti Sjúkra-þjálfun Landspítal-ans lasertækiLíf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, afhenti Sjúkraþjálfun Landspítalans við Hringbraut nýtt Power Laser Pro Standard 1500 lasertæki á dögunum. Tækið er kærkomin viðbót við tækjakost til Sjúkraþjálfunarinnar og mun nýtast vel til þjónustu við það fólk sem til sjúkrahússins leitar. Auðveldlega er hægt að flytja tækið á milli deilda spítalans því það er lítið og létt. Tækið kostaði sex hundruð þúsund krónur. Þær Ingrid Kuhlman, varaformaður Lífs styrktar-félags, og Þórunn Hilda Jónas-dóttir, framkvæmdastýra félagsins, afhentu Ragnheiði S. Einarsdóttur yfirsjúkraþjálfa lasertækið.

M ikið álag hefur verið á hjúkr-unarfræðingum árum sam-an og getur sú staða komið upp að tími gefist ekki til

að fara á salerni. Að sögn Ólafs G. Skúla-sonar, formanns Félags íslenskra hjúkr-unarfræðinga, getur það gerst að hjúkr-unarfræðingar komist ekki á salerni heilu vaktirnar. „Við höfum þó ekki kannað hversu algengt það er. Eðli starfsins er þannig að við verðum að sinna fólki þeg-ar það þarf á okkur að halda og stundum þegar álagið er mikið gefst ekki tækifæri til salernisferða. Sjálfur hef ég lent í því að komast ekki á salerni eða í mat þegar ég er á vakt,“ segir hann.

Lilja Guðlaug Bolladóttir er hjúkrunar-fræðingur á Slysa- og bráðadeild Land-spítala og segir hún oft erfitt að finna tíma til fara á salerni í vinnunni. „Á vöktunum erum við stöðugt að forgangsraða og end-

ur forgangsraða verkefnum og þá mæta klósettferðir oft afgangi og þegar maður loksins lætur eftir sér að fara á klósettið er maður oft búinn að halda í sér í nokkra klukkutíma.“

Vaktir hjúkrunarfræðinga geta verið frá fjórum til tólf klukkustunda. Ólafur segir algengt að vaktir um helgar séu tólf tímar því þá þurfi færri hjúkrunar-fræðinga til að manna þær. Sökum álags getur einnig reynst erfitt fyrir hjúkrunar-fræðinga að ná samfelldu hálftíma matar-hléi. Lilja borðar yfirleitt í miklum flýti vegna fjölda verkefna á sinni deild. „Við borðum þegar við getum en ekki endilega á þessum almennu matartímum. Stundum komumst við í mat en stundum gleypum við eitthvað í okkur á hlaupum. Oft erum við að standa upp frá matartímanum og þurfum að hlaupa í eitthvað brátt, svara fyrirspurnum, taka símann og svo fram-

Sjálfur hef ég lent í því að komast ekki á sal-erni eða í mat þegar ég er á vakt.

Nýleg rannsókn norskra og breskra vísindamanna hefur leitt í ljós að hægt er að hægja á eða stöðva þróun Alzheimers-sjúkdómsins með B-vítamíni. Tvö hundr-uð manns með Alzheimers á byrjunarstigi tóku þátt í rannsókninni sem stóð í tvö ár. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa og fékk annar hópur-inn stóra skammta af B-vítamíni en hinn ekki. Nið-urstaðan var sú að B-vítamín

Nýjar rannsóknir á Alzheimers-sjúkdómnum

kom í veg fyrir heilarýrnun og þeir sem tóku það inn voru með níutíu prósent minni rýrnun en þeir sem ekkert B-vítamín fengu.

Önnur alþjóðleg rannsókn sýndi að í það minnsta 21 breytileiki í erfðamengi tengist Alzheimers-sjúkdómnum og er það helmingi meira en áður

var talið. Hundrað fjörutíu og fimm vísindastofn-

anir tóku þátt í rannsókninni þar

sem borið var saman erfða-efni 17.000 sjúklinga og 35.000 heil-brigðra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@

frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir [email protected]. Fram-kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis-

son [email protected]. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Líftíminn er gef-

inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Ragnheiður S. Einarsdóttir yfirsjúkraþjálfi tekur á móti laser-tækinu úr höndum þeirra Ingrid Kuhlman og Þórunnar Hildu Jónas-dóttur frá Lífi styrktarfélagi.

Lilja Guðlaug Bolladóttir er hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku LSH og segir oft erfitt að finna tíma til að fara á salerni í vinnunni. „Á vöktunum erum við stöðugt að forgangsraða og endur forgangsraða verkefnum og þá mæta klósettferðir oft afgangi og þegar maður loksins lætur eftir sér að fara á klósettið er maður oft búinn að halda í sér í nokkra klukkutíma.“ Ljósmynd/Hari.

vegis. Næturvaktirnar hafa oft verið erf-iðar og ekki óalgengt að vaktin mæti um klukkan 23 og setjist ekki niður fyrr en undir morgun, stundum um fimm leyt-ið,“ segir hún.

Ólafur segir vandamálið ekki bundið við Landspítalann heldur geti slík staða komið upp á öllum heilbrigðisstofnun-um. „Ég veit að úti á landi borðar fólk á sínum deildum og það er kallað til á meðan það er að borða. Auðvitað er reynt að komast hjá því en ekki alltaf hægt.“ Vandamálið hefur verið viðvar-andi í mörg ár. „Ástandið var orðið svona slæmt fyrir kreppu. Það kom aldrei neitt góðæri í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ólaf-ur. Lilja tekur í sama streng og segir Landspítalann hafa verið sveltan fjár-hagslega í langan tíma. „Fyrir átta árum voru uppi hugmyndir meðal hjúkrunar-fræðinga um að fara í verkfall. Reglurn-ar eru þannig að í verkföllum skuli vera neyðarmönnun á öllum deildum. Það er alltaf neyðarmönnun hvort eð er hjá okkur og hefur verið í mörg ár svo verk-fall er bitlaust vopn í launabaráttunni okkar,“ segir hún.

Hátæknisetur rís í VatnsmýriFyrsta skóflustungan að Hátækni-setri Alvogen var tekin í vikunni. Hús fyrirtækisins mun rísa innan Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Heildarfjárfesting fyrirtækisins vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talin uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um átta milljarða króna. Um 400 ársverk munu skapast á rúmlega tveggja ára framkvæmdatíma en auk þess er búist við að 200 ný stöðugildi muni skapast til framtíðar hjá Alvogen á Íslandi á næstu árum.

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

H E L G A R B L A Ð

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

ÓKEYPIS

ÓKEYPIS

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út

�mmtudaginn 28. nóvemberJólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna

jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum.

Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólab-

laðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn.

Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur

Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Page 3: Liftiminn nov 2013

Frí heimsending um allt land - 14 daga skilafrestur

Vefverslun með vörur sem tengjast HEILSU og HREYFINGU

HeilsaogHreyfing.is

Ný kynslóð af liðvernd

eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims

Við erum Mylan

Page 4: Liftiminn nov 2013

— 4 — 8. nóvember 2013

Hollvinasamtök Reykjalundar stofnuðHollvinasamtök Reykjalundar voru stofnuð um síðustu helgi. Hlutverk samtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er með fjáröflun og fjárstuðningi. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna, sem stofnaður var 1867, hafa verið styrktaraðilar Reykjalundar til margra ára og eru nú meðal hvatamanna að stofnun hollvina-samtakanna. Að sögn Bjarna Ingvars Árnasonar, stjórnarmanns í hollvinasamtökunum, er það einlæg ósk þeirra að nokkur þúsund manns skrái sig í samtökin og leggur hann áherslu á að bæði einstaklingar og fyrirtæki geti styrkt Reykjalund. „Á Reykjalund koma á annað þúsund manns á ári og vonum við að sá hópur og þeirra aðstandendur vilji láta til sín taka og styrkja þá góðu starfsemi sem þar er. Þetta er kærkomin leið fyrir þá sem hafa notið þjónustunnar að láta þakklæti sitt í ljós með því að gerast holl-vinur. Þannig verður hægt að taka á móti ennþá fleiri Íslendingum sem þurfa á heilsunni að halda.“

Bjarni segir erfitt að reka sjúkra-stofnanir í dag þar sem rétt svo sé til nægt fjármagn til að greiða laun en ekkert umfram það og því sé starfsemi hollvinasamtakanna mikið tilhlökkunarefni. „Fólk er afskaplega kátt með starfið á Reykjalundi. Bæði þeir sem vinna þar og þeir sem koma þangað til að njóta þess sem boðið er upp á. Það verða allir hissa sem koma þarna hvað það er góður andi þar og dvölin góð og gagnleg.“

Í undirbúningsstjórn samtakanna eru Haukur Fossberg Leósson fram-kvæmdastjóri, Dagný Erna Lárus-dóttir, formaður SÍBS, Auður Ólafs-dóttir, varaformaður SÍBS, Ásbjörn Einarsson verkfræðingur, Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður, Jón Ágústsson skipstjóri, Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Stefán Sigurðsson framkvæmda-stjóri og Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar.

Á Evrópska krabbameinsþinginu í Amsterdam nú í haust voru kynntar niðurstöður viðamikill-ar rannsóknar á forvörnum gegn

ristilkrabbameini. Rannsóknin náði yfir tólf ára tímabil og sýndu niðurstöðurnar að í þeim löndum þar sem leitarstarf beinist að stórum hluta þeirra sem eru í áhættu er dánartíðni af völdum þessa krabbameins mun lægri en annars staðar. Í þeim lönd-um þar sem leit er beitt hefur dánartíðni hjá körlum lækkað um 73 prósent en um 82 prósent hjá konum. Það myndi þýða að hægt væri að bjarga um 40 mannslífum á ári hverju hér á landi. Í þeim löndum þar sem ekki er boðið upp á skimun er dánartíðnin óbreytt eða vaxandi. Þá sýndu niðurstöð-urnar að skimun eftir ristilkrabbameini er jafnvel áhrifaríkari, þegar litið á kostnað til að lækka dánartíðni, borið saman við skim-un eftir brjóstakrabbameini.

Ásgeir Theódórs, læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, hefur í áratugi verið ötull talsmaður skimunar gegn ristilkrabba-meini. „Líkurnar á að fá ristilkrabbamein aukast með hækkandi aldri eftir fimmtugt. Skimun skilar góðum árangri og lækkar dánartíðnina til muna eins og nú kemur fram í fyrrnefndri rannsókn. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og greinast rúmlega 135 einstaklingar með þetta mein árlega og rúmlega 50 Íslendingar deyja árlega vegna þess. Það er því til mikils að vinna að greina meinið á forstigi og geta þannig bjargað lífi fólks,“ segir hann.

Ásgeir segir Íslendinga vera að dragast verulega aftur úr öðrum vestrænum ríkj-um þegar kemur að forvörnum gegn ristil-

krabbameini sem sé miður. „Hér á landi höfum við í mörg ár verið í fararbroddi varðandi skimun gegn brjósta- og legháls-krabbameini. Það er því mikil synd að við skulum nú vera eftirbátar annarra og ekki veita sambærilega þjónustu og nágranna-lönd okkar í baráttunni gegn þessu algenga og skæða krabbameini. Stjórnvöld eru ekki einu sinni farin að undirbúa skipulagða leit að ristilkrabbameini, svo vitað sé, þegar löndin allt í kringum okkur hafa gert það í mörg ár og aðgerðir þeirra farnar að skila árangri.“

Árlega kostar tæpan einn og hálfan millj-arð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostn-aður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiðingar þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum ald-urshópum hér á Íslandi hefur, að sögn Ás-geirs, verið áætlaður um 100 milljónir króna. „Í heilbrigðisáætlun til ársins 2020 kemur fram að hefja eigi undirbúning að skimun árið 2014. Ég efast um að sú áætlun muni standast. Stjórnmálamenn tala fjálglega um forvarnir en virðast eiga erfitt með að setja sér langtímamarkmið. Árangur forvarna kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár og oft ekki á einu kjörtímabili. Þó er ljóst að eftir nokkur ár munu stórar fjárhæðir sparast sem annars fara í krabbameinsmeðferðir.“ Árið 2007 var samþykkt þingsályktunartillaga um að beina þeim tilmælum til þáverandi heilbrigðisráðherra að hefja skimun og var búið að úthluta 20 milljónum króna til verk-efnisins. „Þrátt fyrir góð fyrirheit voru þessir fjármunir settir í annað verkefni. Við erum raunar í sömu sporum og fyrir 30 árum.“

Nær öll ristilkrabbamein hafa góðkynja forstig sem er svokallaður ristilsepi. „Með því að finna sepann og fjarlægja hann getum við forðað því að krabbamein nái að mynd-ast. Þessir forstigssepar gefa yfirleitt engin einkenni og því veit fólk ekki af þeim. Þess vegna er mikilvægt að koma til skoðunar áður en einkenni koma fram. Þegar fólk er komið með einkenni er sjúkdómurinn oft útbreiddur og mun erfiðara að beita með-ferð sem læknar krabbameinið. Þess vegna skiptir skimunin svo miklu máli.“

Pokasjóður gefur Landspítala brjóstholssjáPokasjóður verslunarinnar afhenti skurðstofum Landspítalans við Hringbraut brjóstholssjá á dög-unum. Brjóstholssjáin kostaði níu milljónir og mun leysa af hólmi annað tæki af tveimur slíkum sem fyrir eru en þau eru orðin tíu og fimmtán ára gömul og standast ekki kröfur nútímans, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

Brjóstholssjá er notuð við lungnaskurðaðgerðir, til dæmis þegar verið er að fjarlægja minni æxli og þegar rof verður á lunga, við sýnatöku og fleira. Einnig er búnaðurinn notaður til kviðsjárs-aðgerða, til dæmis til að fjarlægja gallblöðrur og botnlanga. Búnað-urinn samanstendur af sérstakri sjá, sem eins konar myndavél, ljós-gjafa, sjónvarpsskjám og loftdælu sem getur blásið upp holrými.

Pokasjóður verslunarinnar hefur breytt áherslum sínum og á þessu ári verður tímabundið dregið úr hefðbundnum úthlut-unum sjóðsins sem hafa í gegnum

tíðina farið til umhverfis- og mann-úðarmála, lista, menningar, íþrótta og útvistar. Í ár verða fjármunir sjóðsins nýttir til tækjakaupa fyrir sjúkrastofnanir landsins. Þá hefur

sjóðurinn skuldbundið sig til að kaupa lungnatæki fyrir Land-spítalann að andvirði tuttugu og fimm milljóna króna. Að Poka-sjóði standa ÁTVR, Bónus, Hag-kaup, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Kaupfélag V-Húnvetninga, Sam-kaup og Þín verslun. Á síðasta ári úthlutaði sjóðurinn sjötíu og einni milljón króna og hefur frá stofnun úthlutað um það bil einum og hálfum milljarði.

Fulltrúar Pokasjóðs og Landspítalans við afhendingu brjóstholssjárinnar. Sjóðurinn hefur breytt áherslum tímabundið og nýtir fjármuni sína nú alfarið til tækjakaupa fyrir sjúkrastofnanir á Íslandi.

Tómas Guð-bjartsson skurð-

læknir tók við brjóstholssjáinni fyrir hönd Land-

spítalans.

Skimun eftir ristilkrabbameini lækkar dánartíðni um 70-80%Niðurstöður nýrrar evrópskar rann-sóknar, sem kynnt var á Evrópska krabbameinsþinginu í Amsterdam sýna að í þeim löndum þar sem boðið er upp á leit að ristilkrabbameini er dánartíðni af völdum þess mun lægri en annars staðar. Ristilkrabbamein er ein algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og deyja árlega um fimm-tíu manns af þess völdum hér á Íslandi. Skipulögð skimun er nú hafin í mörgum ríkjum Evrópu og segir sérfræðingur í meltingarsjúkdómum Íslendinga vera langt á eftir öðrum og ekki einu sinni farna að undirbúa skipulagða leit að þessu krabba-meini.

Ásgeir Theódórs, læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, segir mikilvægt að hefja skimun gegn ristilkrabbameini. Krabbameinið lýsi sér þannig að fólk fái góðkynja forstig en þegar einkennin komi fram sé krabbameinið yfirleitt orðið útbreitt og því erfiðara að beita meðferð sem læknar meinið. Ljósmynd/Hari.

Rannsókn yfir

12 ára tímabil í

11

löndum Evrópu sýndi að með skimun lækkaði dánartíðni í

þessum ríkjum mikið.

Hjá körlum lækkaði dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um

73% Hjá konum lækkaði

dánartíðnin um

82%

Árlega greinast

135

með ristilkrabbamein á Íslandi. Árlega deyja

55

af völdum ristilskrabbameins á Íslandi.

Kostnaður með meðferð við ristilkrabbamein er

1,5 milljarður á ári. Áætlaður kostnaður við skipulagða skimun er áætlaður

100 milljónir.

Page 5: Liftiminn nov 2013

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 15 • Opið sunnudaga í aðventunni kl. 13 - 17 • Sími 569 3100 • eirberg.is

HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS

Gott skipulag skilar árangri Scan Modul birgðastýring• Heildstæðar lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir• Sparar tíma, pláss og fjármuni• Aukin hagræðing og betri nýting á vörubirgðum Scan Modul vagnar• Birgðastýring á hjólum einfaldar vinnuferlið• Hreyfanleiki auðveldar aðgengi

Guldmann endingargóði lyftarinn• Ný og falleg hönnun• Rafglenna á hjólastelli• Seglupphengi (herðatré) auðvelt í notkun

Clean fyrir sturtu og salerni• Léttur og aðgengilegur stóll• Úrval aukahluta• Endingargóður og traustur

Taurus göngugrindin• Hæðarstilling með gaspumpu• Hægt að nota í sturtu• Fyrir heimili og stofnanir

Vandaðir og þægilegir vinnustólarsóma sér vel þar sem mest á reynir

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustu-fyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Page 6: Liftiminn nov 2013

— 6 — 8. nóvember 2013

Græða sár með þorskroði

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur á undanförnum árum unnið að þróun lækningavara úr þorskroði sem notuð eru til að laga vefjaskaða. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað stoðefni úr

þorskroði sem notað er til að græða þrálát sár og sértæk húð-krem með omega3 fiskiolíum fyrir húðvandamál af ýmsu tagi.

Yfirleitt eru slík stoðefni unnin úr svínaþörmum og var þorskroð-inu því tekið fagnandi í Mið-Austurlöndum þar sem mikill meiri-

hluti íbúanna er múslimar. Sáravaran er einnig seld í Bretlandi og er næsta skref hjá Kerecis að hefja sölu í Bandaríkjunum sem er

stærsti markaður í heimi fyrir sáravörur.

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

K erecis var stofnað árið 2009 af Guðmundi Fertram Sigurjóns-syni framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húð-

lækni, Hilmari Kjartanssyni bráðalækni og Ernest Kenney einkaleyfalögfræðingi. Þá fluttu Guðmundur og Hilmar frá Nýja-Sjá-landi til Íslands þar sem þeir höfðu starfað saman í nokkur ár. Áður hafði Guðmundur starfað með Baldri Tuma og Ernest hjá Öss-uri. Hópurinn ákvað að ráðast í það verkefni að þróa stoðefni fyrir þrálát sár úr þorsk-roði og fékk tíu milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands sem Guðmundur segir hafa skipt sköpum fyrir verkefnið. Í kjölfar styrks-ins var Dóra Hlín Gísladóttir efnaverkfræðingur ráðin en hún er í dag rekstar- og þróunarstjóri félagsins. Nú, fjórum árum síðar, stendur fyrir-tækið á tímamótum og er að komast af því stigi að vera þróunarfyrirtæki í að verða fullgilt sölu- og markaðsfyrirtæki.

Verksmiðja Kerecis er á Ísafirði en skrifstofa í miðbæ Reykjavíkur. Árið 2009 var örverupróf-unarstofu á staðnum lokað og fékk Kerecis því kjörið húsnæði og gat boðið því fólki starf sem áður vann þar. Vörurnar eru svo unnar úr eldisfiski úr Ísafjarðardjúpi.

Aflimun vegna þrálátra sáraMeð aukinni offitu hefur tilfellum áunninnar syk-ursýki fjölgað víða um heim. Einn fylgifiskur syk-ursýkinnar eru þrálát sár á fótum sem erfitt getur verið að meðhöndla. Þegar sár hafa stækkað og ná inn að beinum geta beinin sýkst og er aflimun þá eina úrræðið. „Þrálát sár geta haft gríðarleg áhrif á lífsgæði fólks og ef til aflimunar kemur getur það stytt lífslíkur til muna. Tökum sem dæmi aldr-aða manneskju með sykursýki. Undir eðlilegum kringumstæðum eru lífslíkur ágætar en ef til af-limunar kemur snar minnka meðal lífslíkur niður í tvö ár. Ástæðan er sú að fólk hreyfir sig minna en áður og missir jafnvel tengsl við samfélagið,“ segir Guðmundur. Það reyni auk þess mikið á heil-brigðisstarfsfólk að annast sjúklinga með þrálát sár sem ekki er hægt að græða – það sé erfitt á tímum hátækni læknavísinda að geta ekki lokað sári. Það séu því allir að leita eftir lausn og því mjög skemmtilegt að koma með vöru sem þessa á markað. „Það er auðvelt að koma með nýja vöru á markað sem beðið er eftir,“ segir Guðmundur. Lítill bútur af stoðefninu kostar hundrað og tuttugu doll-ara og er grammið því dýrara en gramm af gulli.

Stoðefni fyrir kviðslit, heilabast og brjósta-uppbygginguKerecis vinnur nú að þróun þriggja tegunda af

stoðefni úr þorskroði sem ætluð eru til notkunar við kviðslit, endursköpunar á brjóstum og þegar bæta þarf við heilabast sem er efnið á milli heilans og höfuðkúpunnar. Að sögn Guðmundar var sú aðferð notuð áður fyrr að kviðslit voru saumuð og þurfti fólk þá að liggja alveg kyrrt í mánuð. Síðar hafi verið notast við plastefni en gallinn við þau sé sá að þau valdi oft óþæg-indum og aflagi jafnvel kviðinn, til dæmis ef fólk fitnar. Stoðefni fyrir heilabast er notað þegar fólk hefur fengið krabbamein eða áverka eftir slys. „Á milli heilans og höfuðkúpunnar er heilabast og ef það rofnar er erfitt að ná því saman og teljum við að stoðefnið eigi eftir að gefa góða raun.“

Fyrstu skref í sölumálum tekin í Mið-AusturlöndumKerecis hefur þróað vörur sínar á Íslandi og eru þær fluttar til Bretlands og Mið-Austurlanda, auk þess að vera seldar á Íslandi. Guðmundur segir það ekki hafa verið flókið mál að komast inn á markaðinn í Mið-Austurlöndum og eru ástæðurnar einkum þær að hátt hlutfall íbúa þar sé með sykursýki, á sumum svæðum jafnvel allt að tuttugu prósent. Þá séu flestir íbúarnir múslimar og notist því ekki við vörur sem unnar eru úr svínum en stoðefni til að græða þrálát sár hafa hingað til yfirleitt verið unnin úr svínaþörmum.

Stoðefni Kerecis eru lækningavörur og gildir það sama um þær og lyf, að markaðsleyfi þarf frá yfirvöldum í hverju því landi þar sem selja á vörurn-ar. Fyrirtækið hefur aflað markaðsleyfa í Evrópu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og yfir stendur vinna við að afla markaðsleyfis hjá Banda-

ríska matvæla- of lyfjaeftirlitinu, FDA.Félagið hefur einnig varið miklum fjármunum í

skráningu á einkaleyfum og hefur skráð einkaleyfi í 56 löndum. Einkaleyfi eru mikilvæg fyrir fyrir-tæki eins og Kerecis og vernda hönnun og tækni í

tuttugu ár eftir að sótt hefur verið um.

Sáravöru Kerecis er dreift af Medline, bandarísku fyr-irtæki. „Það er ekki stefnan hjá okkur að fást sjálfir við sölumál til sjúkrahúsa er-lendis. Okkar markaðsstarf byggist á samstarfi um rann-sóknir við lækna og hjúkr-unarfræðinga víðs vegar um heim en vísindagreinar, rannsóknargögn og kennslu-efni eru markaðsefnið sem notað er í þessum geira.“ Yfirleitt er fyrirkomulagið þannig hjá sjúkrahúsum að vera með innkaupasamlög og gera síðan útboð sem stór fyrirtæki taka þátt í og því sé erfitt að komast að með aðeins eina vöru.

Ný tækni við meðhöndl-un þrálátra sára Áður fyrr voru þrálát sár meðhöndluð með grisjum og snérist meðhöndlunin um að halda sárunum þurrum sem Guðmundur segir ekki

gott því til að sár grói þurfi frumur að komast úr barmi sársins og inn í það til að búa til nýjan vef. Sé sárið alltaf þurrt fái frumurnar ekki vatn og skraufþurrt sár sé ekki lífvænlegt umhverfi fyrir frumurnar. Upp úr 1960 fóru svo að koma á markað sáraumbúðir af ýmsum gerðum sem stilla af raka-stig sársins og gera það lífvænlegt fyrir frumur. Dæmi um slíkar annarrar kynslóðar sáraumbúðir

eru hælplástrar sem notaðir eru af almenn-ingi í dag. „Nýverið hefur svo rutt sér til rúms tækni sem byggir á því að setja húð af líkum í alvarleg, þrálát sár sem ekki tekst að meðhöndla og læknar farnir að huga að af-limun. Framboð af mannshúð er hinsvegar lítið og hafa viðbrögð markaðarins verið að þróa vörur úr öðrum tegundum og eru þar vörur sem unnar eru úr svínaþörmum og svínahúð ráðandi á markaði. Það er einmitt inn á þennan markað sem við erum að fara.“

Sárastoðefnið frá Kerecis hefur verið prófað á yfir tvö hundruð sjúklingum á Ís-landi og sýna niðurstöðurnar fram á góða

virkni og segir Guðmundur það hafa ýmsa kosti fram yfir stoðefni úr svínum. „Þorskroðið er mun auðveldara í meðhöndlun fyrir heilbrigðisstarfs-fólk og auðvelt að leggja það á sár og klippa til ef þarf auk þess sem það er þykkara en svínaefnið og rifnar því síður. Niðurstöður rannsókna hafa einnig sýnt að frumur virðast vaxa hraðar inn í þorskroðið en í svínaefnið og er það líklega vegna omega3 olíunnar sem er í roðinu.“ Þegar stoðefni er unnið úr svínum eru ýmsir veirusjúkdómar sem geta smitast í fólk, svo sem Creutzfeldt Jakob-sjúk-dómurinn og svínaflensa en ekki er vitað til þess að neinir sjúkdómar smitist úr fiski í fólk.

Krem eftir uppskrift Baldurs TumaKerecis framleiðir einnig fjórar tegundir af krem-um sem unnin eru eftir uppskriftum Baldurs Tuma Baldurssonar húðsjúkdómalæknis og eins stofn-anda fyrirtækisins. „Hann er mikill sérfræðing-ur í húðvandamálum og við framleiðum fjórar af hans bestu uppskriftum sem seldar eru í öllum helstu apótekum landsins.“ Ekki er stefnt að út-flutningi á kremunum heldur frekar að tæknilegu samstarfi við framleiðendur sem myndu kaupa eða leigja uppskriftirnar því húðkrem eru óhentug til útflutnings og fara á markað þar sem mikil sam-keppni ríkir.

Eitt kremanna er ætlað mjög þurrum fótum en fólk með sykursýki þarf að huga vel að fótum sín-um því algengt er að það fái sár sem gróa illa. „Fólk með sykursýki getur átt á hættu að húðin á fótun-um springi vegna þurrks. Einn af fylgikvillum syk-ursýki er háræðadauði og í framhaldi af því deyja taugarnar í fótum og fólk missir þá alla tilfinningu þar og líkaminn missir getuna til að stjórna raka-stiginu,“ segir Guðmundur. Sérfræðingar Kerecis fengu alla fótaaðgerðafræðinga landsins í lið með sér og afhentu hverjum og einum átta túpur af kreminu og var niðurstaðan sú að níutíu og sex prósent þeirra mæla með kreminu. „Við teljum auð-vitað að hin fjögur prósentin hafi nú bara gleymt að senda okkur svar frekar en að þeim hafi ekki líkað kremið,“ segir Guðmundur og brosir.

Ný tækni byggir á því að setja húð af líkum í alvarleg, þrálát sár en framboð af manns-húð er lítið.

Þrír af stofnendum Kerecis, frá vinstri Guðmundur Fertram, Baldur Tumi og Hilmar Kjartansson. Ljósmynd/Kerecis

Sérfræðingar Kerecis hafa þróað stoðefni úr þorskroði til að græða þrálát sár. Ljós-mynd/Kerecis.

Page 7: Liftiminn nov 2013

Fæst í apótekum

120

110

130

100

90

80

70

Advanced Medical Nutrition

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi

Næringardrykkir fyrir börn og fullorðna

GEGN HÖFUÐLÚS OG NITMEÐHÖNDLUN DUGAR1

Fæst í apótekum

15 MÍNÚTUR

Page 8: Liftiminn nov 2013

Opnar í Bæjarlind 4 í KópavogiFöstudaginn 15. nóvember

Opnar í Bæjarlind 4 í KópavogiFöstudaginn 15. nóvember

Atlas göngugreining hefur undanfarin ár boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, auk þess að reka verslun með tengdar vörur á sama stað. Atlas ferðast tvisvar á ári til allt að 30 staði á landsbyggðinni með göngugreiningar og tengda sölu. Göngugreining mun áfram verða í boði Laugardalnum. Atlas göngugreining hefur verið einn stærsti söluaðili Asics og Brooks á Íslandi undanfarin ár og sérhæft sig í að selja tæknilegustu skó Ecco.

Föstudaginn 15.nóvember opnar Atlas göngugreining glæsilega þjónustumiðstöð að Bæjarlind 4 í Kópavogi undir nafninu „Eins og fætur toga“ Við erum sérfræðingar í fótum og verðum í Bæjarlindinni með fjölbreytta þjónustu fyrir fætur s.s. göngu- og hlaupagreiningu og fótaaðgerðir. Verðum með glæsilega verslun þar sem fullkominn greiningarbúnaður er notaður til að velja skó eftir fótlagi og niðurstigi. Við verðum með mikið úrval af fótavörum og seljum eingöngu vandaðan skóbúnað fyrir íþróttir, útivist og verðum með mikið úrval af vönduðum vinnuskóm.

Í Bæjarlindinni höfum við bætt við okkur fagfólki með íþróttatengdan bakgrunn s.s. íþróttafræðingum, íþróttasálfræðingum, íþróttanæringarfræðingum, íþróttanuddurum, fótaaðgerðafræðingum og heilsumarkþjálfum. Við erum öflugur hópur af fagaðilum sem bjóða íþróttatengd meðferðarúrræði, bæði fyrir íþróttafólk og einstaklinga sem vilja bæta árangur sinn. Hvort sem um er að ræða afreksmann sem er að ná sér eftir meiðsli eða þarf bara örlitla viðbót til að komast í fremstu röð eða einstakling sem langar að byrja að hreyfa sig eftir langan tíma eða vill taka núverandi hreyfingu upp á annað stig.

Við komum til með að halda fyrirlestra, námskeið og kynningar fyrir íþróttafélög, hlaupahópa, fyrirtæki og félagasamtök.

Hvað verður í boði í Bæjarlindinni:Göngu- og hlaupagreiningÍþróttasálfræðingurÍþróttanuddariFótaaðgerðafræðingurÍþróttanæringarfræðingurHeilsumarkþjálfiStoðkerfismælingar

Í versluninni verður Ecco Performance skóverslun (shop in shop) í samstarfi við S4S umboðsaðila Ecco á Íslandi. Verðum með tæknilegustu skó Ecco og mikið af Ecco vinnuskóm. Verðum eina skóverslun á Íslandi með skó frá Ecco sem eru með viðurkenndum öryggisstöðlum s.s. fyrir lögreglu og tollgæslu, öryggisfyrirtæki o.fl.

Sérvaldir vinnuskór fyrir framreiðslufólk, matreiðslufólk, verslunarfólk, heilbrigðisstarfsmenn og flesta sem stunda sína vinnu á fótunum.

Úrval af stoðvörum, sjúkravörum og fylgihlutum.Bjóðum upp á góða staðsetningu og gott aðgengiÁ heimasíðu okkar www.gongugreining.is getur þú nálgast allar helstu upplýsingar um fyrirtækiðTímapantanir í síma 55 77 100

www.gongugreining.is www.gongugreining.is

Page 9: Liftiminn nov 2013

Opnar í Bæjarlind 4 í KópavogiFöstudaginn 15. nóvember

Atlas göngugreining hefur undanfarin ár boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, auk þess að reka verslun með tengdar vörur á sama stað. Atlas ferðast tvisvar á ári til allt að 30 staði á landsbyggðinni með göngugreiningar og tengda sölu. Göngugreining mun áfram verða í boði Laugardalnum. Atlas göngugreining hefur verið einn stærsti söluaðili Asics og Brooks á Íslandi undanfarin ár og sérhæft sig í að selja tæknilegustu skó Ecco.

Föstudaginn 15.nóvember opnar Atlas göngugreining glæsilega þjónustumiðstöð að Bæjarlind 4 í Kópavogi undir nafninu „Eins og fætur toga“ Við erum sérfræðingar í fótum og verðum í Bæjarlindinni með fjölbreytta þjónustu fyrir fætur s.s. göngu- og hlaupagreiningu og fótaaðgerðir. Verðum með glæsilega verslun þar sem fullkominn greiningarbúnaður er notaður til að velja skó eftir fótlagi og niðurstigi. Við verðum með mikið úrval af fótavörum og seljum eingöngu vandaðan skóbúnað fyrir íþróttir, útivist og verðum með mikið úrval af vönduðum vinnuskóm.

Í Bæjarlindinni höfum við bætt við okkur fagfólki með íþróttatengdan bakgrunn s.s. íþróttafræðingum, íþróttasálfræðingum, íþróttanæringarfræðingum, íþróttanuddurum, fótaaðgerðafræðingum og heilsumarkþjálfum. Við erum öflugur hópur af fagaðilum sem bjóða íþróttatengd meðferðarúrræði, bæði fyrir íþróttafólk og einstaklinga sem vilja bæta árangur sinn. Hvort sem um er að ræða afreksmann sem er að ná sér eftir meiðsli eða þarf bara örlitla viðbót til að komast í fremstu röð eða einstakling sem langar að byrja að hreyfa sig eftir langan tíma eða vill taka núverandi hreyfingu upp á annað stig.

Við komum til með að halda fyrirlestra, námskeið og kynningar fyrir íþróttafélög, hlaupahópa, fyrirtæki og félagasamtök.

Hvað verður í boði í Bæjarlindinni:Göngu- og hlaupagreiningÍþróttasálfræðingurÍþróttanuddariFótaaðgerðafræðingurÍþróttanæringarfræðingurHeilsumarkþjálfiStoðkerfismælingar

Í versluninni verður Ecco Performance skóverslun (shop in shop) í samstarfi við S4S umboðsaðila Ecco á Íslandi. Verðum með tæknilegustu skó Ecco og mikið af Ecco vinnuskóm. Verðum eina skóverslun á Íslandi með skó frá Ecco sem eru með viðurkenndum öryggisstöðlum s.s. fyrir lögreglu og tollgæslu, öryggisfyrirtæki o.fl.

Sérvaldir vinnuskór fyrir framreiðslufólk, matreiðslufólk, verslunarfólk, heilbrigðisstarfsmenn og flesta sem stunda sína vinnu á fótunum.

Úrval af stoðvörum, sjúkravörum og fylgihlutum.Bjóðum upp á góða staðsetningu og gott aðgengiÁ heimasíðu okkar www.gongugreining.is getur þú nálgast allar helstu upplýsingar um fyrirtækiðTímapantanir í síma 55 77 100

www.gongugreining.is www.gongugreining.is

Page 10: Liftiminn nov 2013

— 10 — 8. nóvember 2013

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

Í slendingar eru feitastir Norðurlandabúa sam-kvæmt rannsókn á vegum Norrænu ráðherra-nefndarinnar frá árinu 2011. Á Íslandi eru 57.1 prósent fullorðinna yfir kjörþyngd en 18.6 pró-

sent barna.„Offitufaraldurinn er ein helsta ógnin við lýðheilsu

í dag,“ segir Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Hann telur að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu hættuleg offita geti verið. „Á undanförnum fjörutíu árum höfum við náð miklum árangri og minnkað tíðni hjarta- og æðasjúkdóma en með aukinni tíðni sykur-sýki vegna offitu gæti sú þróun snúist við á næstu árum ef offita verður áfram jafn almenn.“

Offita er skilgreind sem 30 eða meira á BMI stuðli og sýndi rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar að 17.8 prósent Íslendinga eru með offitu sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum. Lægst er hlutfallið í Noregi eða 8.7 prósent. Rannsókn Hjartaverndar á aldurs-hópnum 35 til 44 ára sýndi að árið 1968 vógu konur á Íslandi 64,9 kíló að meðaltali en karlarnir 81,9 kíló. Árið 2007 var meðalþyngd kvenna komin upp í 74 kíló en karla 90 kíló.

„Það ætti enginn að láta það eftir sér að þyngjast því það er mjög erfitt að léttast aftur. Fólk þyngist yfirleitt hægt og hugsar með sér að það ætli bara að létta sig seinna,“ segir Bolli. Hann bendir á að heilinn stjórni efnaskiptum líkamans og sé stilltur inn á það

að léttast ekki heldur viðhalda jafnri þyngd. „Heilinn er með ýmis konar stjórntæki sem stuðla að því að við höldum þyngd og bremsar þegar við reynum að léttast og þess vegna getur verið erfitt fyrir fólk að létta sig,“ segir hann.

Innleiðing hreyfiseðla í heilsugæslunaÁ síðustu árum hefur staðið yfir tilraunaverkefni sem byggir á því að læknar geti ávísað fólki hreyfiseðlum sem hluta af meðferð við sjúkdómum tengdum lífsstíl eins og áunninni sykursýki og hjarta- og æðasjúk-dómum. Fólk fær þá tíma hjá sjúkraþjálfara sem gerir áætlun um hreyfingu fyrir viðkomandi og veitir eftir-fylgni. Sjúklingurinn mætir jafnframt áfram í tíma til síns læknis á heilsugæslunni. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að innleiða hreyf-iseðla í heilsugæsluna til framtíðar. „Að mínu mati er þetta gríðarlega brýnt verkefni til að bæta heilsu og sporna við sjúkdómum. Ég tel að hreyfiseðlar geti orðið mikilvægur þáttur í meðferð fólks sem glímir við fylgikvilla offitu. Við höfum séð það gerast á síðustu árum að offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-innar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar og telur Kristján brýnt að svo verði.

Mikil aðsókn að meðferð á ReykjalundiFrá árinu 2001 hefur verið starfrækt sérstakt offitu- og næringarteymi á Reykjalundi sem veitt hefur

Offitufaraldurinn er ógn við lýðheilsu

Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða í öllum aldurshópum og neyta jafnframt mest af sykri. Á Reykjalundi er hundrað manns veitt meðferð við offitu á hverju ári og fer meðalaldur

þeirra sem þangað leita lækkandi. Offita er hættuleg og getur leitt til sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og aukið líkur á sumum tegundum krabbameina. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-

arinnar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði forgangsverkefni og bindur heil-brigðisráðherra miklar vonir við notkun hreyfiseðla í heilsugæslunni.

Leit að námskeið-um á HreyfitorgiGagnvirki vefurinn Hreyfitorg var opnaður í september síðastliðnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um hin ýmsu námskeið, tengd hreyfingu. Hægt er að leita nám-skeiða eftir póstnúmerum og sér-stökum aldurshópum. Þá er einnig hægt að leita sérstaklega að léttri eða erfiðri hreyfingu. Markmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, til dæmis foreldrum og fagfólki að finna hreyfingu við hæfi hvers og eins. Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbygg-ingu Hreyfitorgs en aðrir aðstand-endur vefjarins eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennara-félag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæf-ingarsjóður.

Of þung ungmenniFrumniðurstöður könnunarinnar Atgervi ungra Íslendinga voru kynntar á dögunum og sýndu þær meðal annars að fjöldi 17 og 23 ára ungmenna á Íslandi sem skil-greindir eru of þungir hefur aukist um 25 prósent og hreyfing og virkni minnkað um 50 prósent frá því sami hópur tók þátt í rannsókn fyrir tíu árum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við mælingar á hreyfingu og virkni 80 ára Ís-lendinga og kom í ljós að hreyfing þessara tveggja hópa er jafn mikil.

Erlingur Jóhannsson, prófessor og verkefnisstjóri rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar gefa mjög alvarlegar vísbendingar um að heilsufar og atgervi ungra Ís-lendinga sé að versna og því þurfi augljóslega að efla fræðslu meðal ungs fólks og auka meðvitund, þekkingu og skilning þess á eigin heilsu.

Í rannsókninni tóku þátt ungmenni fædd árin 1988 og 1994. Mark-miðið var að rannsaka langtíma- og aldurshópabreytingar á holdafari, hreyfingu, þreki, andlegri líðan, félagslegum þáttum og lífsstíl í tveimur hópum ungmenna.

Offita vanmetin lýðheilsuógn að mati WHOAð mati Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) er engin lýðheilsuógn jafn vanmetin um heiminn og offita. Ýmsir lífshættu-legir sjúkdómar geta fylgt offitu of haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks og er það mat stofnunarinnar að mögulegt sé að fyrirbyggja áttatíu prósent allra tilfella af hjarta- og æðasjúkdómum, níutíu prósent af áunninni sykursýki og þrjátíu prósent allra krabbameina með hollu mataræði, nægri hreyfingu og reykleysi.

Kristján Þ. Júlíusson heilbrigðisráherra telur hreyfiseðla geta orðið mikilvægan þátt í meðferð við fylgikvillum offitu. „Við höfum séð það gerast á síðustu árum að offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi.” Ljósmynd/Hari

Page 11: Liftiminn nov 2013

— 11 —8. nóvember 2013

meðferð vegna alvarlegrar offitu. Meðferðin bygg-ist á því að aðstoða fólk við að bæta og skipuleggja lífshætti sína og fæðuvenjur með það að markmiði að bæta heilsu og lífsgæði. Árlega eru um 100 ein-staklingar innritaðir til meðferðar og hefur meðal-aldur þeirra verið um 40 ár. Auk þess er umtalsverð göngudeildarstarfsemi hjá offituteyminu. Ætíð er langur biðlisti og bíða nú ríflega tvö hundruð manns offitu meðferðar en vegna manneklu á Reykjalundi er ekki fleirum bætt á listann í bili. Læknir teymisins lét af störfum 1. október og hefur verið auglýst eftir öðrum í hans stað síðan í ágúst en enginn sótt um. Að sögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, er nú unnið að því að breyta áherslum hjá offitu- og næringarteyminu. „Eins og staðan er núna líður heilt ár frá því fólk óskar eftir meðferð þangað til það kemst í fyrsta viðtalið. Við erum núna að undirbúa breytingar á skipulagi með-ferðar svo við getum hjálpað þeim sem eru í mestri þörf fyrir endurhæfingu en mögulega beint öðrum í einfaldari úrræði.“

Offita veldur lífshættulegum sjúkdómumAxel F. Sigurðsson er sérfræðingur í hjartasjúkdóm-um og heldur úti vefnum mataraedi.is. Hann segir algengustu afleiðingar offitu vera áunna sykursýki, háan blóðþrýsting auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin á Íslandi. „Auk þess er aukin hætta á sumum krabbameinum ef fólk er of feitt.“ Hann segir erfitt að koma með einhlítt svar við ástæðum þess að offita hafi aukist svo mikið á síðustu árum. „Hefðbundna skýringin er sú að fólk borði of mikið og hreyfi sig of lítið. Ég tel þó málið flóknara en svo og að það snúist einnig um hvað við borðum, hvenær og hvernig.“ Axel segir ýmsa sam-félagslega þætti, eins og lífsmynstur, hafa áhrif. „Í nútímasamfélagi erum við alltaf að flýta okkur og á hlaupum grípum við frekar til skyndilausna þegar kemur að mataræði í staðinn fyrir að elda mat úr fersku hráefni.“

Sykur er skaðvaldur Síðustu tvo áratugi hefur fituneysla á Íslandi nokk-urn veginn staðið í stað en neysla á sykri og unnum kolvetnum aukist talsvert og neyta Íslendingar mest allra Norðurlandabúa af sykri. „Það er því ólíklegt að við séum orðin svona feit vegna þess að við borðum of mikla fitu heldur tel ég að óhófleg sykurneysla skýri þróunina að hluta.“ Axel segir mikilvægt að fólk lesi sér til og hugi að því hvað það borði. „Það virkar auðvitað að borða minna en það er oft hægara sagt en gert. Lágkolvetna mataræðið sem er svo vinsælt núna virkar oft vel fyrir fólk sem þarf að léttast, en það er eins með það og margt annað – fólk nær ár-angri í nokkra mánuði en leitar svo aftur í sama farið. Það getur reynst mjög gagnlegt að gera einfaldar, litl-ar breytingar matarvenjum og komast þannig smátt og smátt á rétta braut. Þetta getur til dæmis falist í því að hætta að borða eftir kvöldmat eða hætta að borða nammi og gos en halda öðru óbreyttu. Ég tel að með þessari aðferð sé auðveldara að halda út en að fara á einhvers konar kúr sem oft gefur lítið frelsi.“ Axel segir erfitt að gefa einhlítar ráðleggingar sem henta öllum sem glíma við offitu en segir lykilatriði að borða mikið af grænmeti. „Þeir sem ná árangri í baráttunni við aukakílóin til langs tíma eiga það flestir sameiginlegt að borða mikið af grænmeti.“

Mikilvægt að kenna börnunumEf snúa á þróuninni í offitumálum við segir Axel lyk-ilatriði að fræða börn um mataræði og fá þau til að heillast af því sem er hollt og ferskt og sjá ókostina við unninn sykur og sælgæti. Offita í barnæsku eyk-ur líkur á offitu á fullorðinsaldri og segir Axel rann-sóknir sýna að séu börn of feit eru 70 til 80 prósenta líkur á að þau verði með offitu á fullorðinsárum. Sé barn í eðlilegum holdum séu ekki nema 7 til 10 pró-senta líkur á að það glími við offitu síðar á ævinni.

Áunnin sykursýki er ein algengasta afleiðing offitu, ásamt hjarta- og æðasjúkdómum sem eru algengasta dánarorsök á Íslandi. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartalækning-um, telur ýmsa samfélagslega þætti eins og lífsmynstur hafa áhrif á holdafar. „Í nútímasam-félagi erum við alltaf að flýta okkur og á hlaupum grípum við frekar til skyndilausna þegar kemur að mataræði í staðinn fyrir að elda mat úr fersku hráefni. Ljósmynd/Hari

Samkvæmt úttekt vefsins Spyr.is á innflutningi á sykurvörur-um hafa Íslendingar borðað að meðaltali 60 kíló af sætindum árlega. Allir Íslendingar eru teknir með í útreikninginn og ef þeir yngstu og elstu eru teknir frá hækkar meðaltalið töluvert. Til samanburðar neyta Bandaríkjamenn að meðaltali 68 kílóa af sykri árlega. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 9 tonn af sætindum verið flutt til landsins. Embætti landlæknis gerir árlega könnun á framboði á sykri og samkvæmt henni voru 45,4 kg í boði fyrir hvern Íslending árið 2011.

Tíðni sykursýki 2 hefur tvöfaldast hjá körlum en aukist um rúma tvo þriðju hjá konum á fjörutíu ára tímabili, frá 1967 til 2007. Árið 1967 voru 1,7 prósent allra kvenna á Íslandi og 3,3 prósent karla greind með sykursýki 2. Árið 2007 var hlutfallið 3,0 prósent hjá konum en 6,3 prósent hjá körlum.

Íslendingar borða

60 kíló af sætindum á ári

Konur Karlar

100

90

80

70

60

50

40

30

20

10

0

Kíló

1968 2007

Meðalþyngd Íslendinga 1968 til 2007

Konur Karlar

64,9

74

81,9

90

Hei

mild

: Hóp

rann

sókn

Hja

rtav

ernd

ar, s

ótt á

hja

rtav

ernd

.is.

Page 12: Liftiminn nov 2013

— 12 — 8. nóvember 2013

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

G róa Axelsdóttir er 36 ára gömul, grunnskólakennari og deildarstjóri í Grunnskól-anum í Sandgerði og stundar

meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún er þriggja barna móðir sem geislar af hreysti og hreyfir sig nær daglega. Þannig hefur staðan þó ekki alltaf verið því árið 2009 var Gróa orðin 124 kíló og þung bæði á sál og líkama, ásamt því að vera með áunna sykursýki. Hún var búin að reyna ýmislegt í baráttunni við aukakílóin eins og Herbalife, danska kúrinn og verið dugleg að stunda líkamsrækt en þyngdist alltaf aftur.

Fagfólk Reykjalundar hjálpaðiGróa trúði því alltaf innst inni að hún gæti náð heilsu og létt sig en að til þess þyrfti hún hjálp og leitaði því til Reykjalundar og fékk þar aðstoð sér-fræðinga við að komast á beinu braut-ina. „Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituaðgerð, heldur gera þetta sjálf og fór á biðista námskeið haustið 2010. Eftir það var ég tilbúin að gera breyt-ingar hjá mér og ákvað að byrja á því að hætta að borða eftir kvöldmat. Það tókst ágætlega en ég fékk mér nú smá kvöld og kvöld.“ Eftir að Gróa hafði misst nokkur kíló var henni boðin innlögn á Reykjalund sem hún þáði með þökkum. „Meðferðin á Reykjalundi var akkúrat það sem til þurfti en þar fékk ég aðstoð við að breyta hugsunarhætti mínum og taka á vandanum. Maðurinn minn og fjölskyldan hafa líka veitt mér mikinn stuðning sem er alveg ómetanlegt.“

Gróa dvaldi í fimm vikur á Reykja-lundi en fór heim um helgar og segir mjög mikilvægt að skipta um umhverfi til að brjótast út úr gömlum vana. „Á Reykjalundi eru engir skápar með óhollustu heldur bara ávextir í boði á milli mála. Þar naut ég aðstoðar hjúkr-unarfræðinga, iðjuþjálfa og næringar-fræðings. Það er unnið virkilega vel með fólk þar og maður lærir að breyta hugsunarhættinum og umgangast mat á réttan hátt.“ Á Reykjalundi hreyfði Gróa sig þrisvar til fjórum sinnum á dag og segir því ekki hafa verið erfitt að halda áfram þegar heim var komið. „Ég setti æfingaáætlunina mína á ísskápinn og á henni stóð hvað ég ætlaði að gera hvern dag og hvenær. Þetta virkaði mjög vel því þá sáu allir í fjölskyldunni hvenær ég ætlaði út. Á Reykjalundi lærðum við að setja okkur sjálf í fyrsta sæti og það er mjög mikilvægt til að ná árangri og heilsunni aftur.“

Þriðja barnið kom óvæntGróa og eiginmaður hennar eiga saman þrjú börn sem eru sautján, þrettán og eins árs. Í mörg ár höfðu þau reynt að eignast þriðja barnið en ekki getað það því offitan hafði valdið fjölblöðrueggja-stokka-heilkenni sem lýsir sér þannig að konur fara aðeins á blæðingar endr-um og eins svo erfiðara verður að verða barnshafandi. „Við fórum í Art Medica til að fá hjálp við að eignast þriðja barn-ið en læknirinn þar sagðist ekki geta

hjálpað okkur nema ég myndi létta mig um tíu kíló. Mér fannst þau auðvitað al-veg hundfúlt þá en svo reyndum við að hætta að hugsa um þetta,“ segir Gróa. Þegar hún fór að léttast áttaði hún sig ekki á því að heilkennið myndi hverfa og varð barnshafandi og eignaðist son sem er núna ársgamall. „Ég var ekki búin að vera á blæðingum í mörg ár og við höfðum gefið upp vonina um að eign-ast þriðja barnið svo þetta kom okkur mjög ánægjulega á óvart og hefði ekki orðið að veruleika nema vegna þess að ég léttist.“

Læknaði sig af sykursýkiVegna offitunnar fékk Gróa áunna syk-ursýki og tók lyf vegna hennar í átta ár. Sykursýkin hafði þau áhrif að hún var með bjúg og sífellt þyrst og þreytt. „Þegar ég greindist fyrst tók ég mig á og léttist um nokkur kíló svo sykursýk-in hvarf en svo fór ég í sama farið aftur. Á meðgöngunni þurfti ég að passa mig sérstaklega vel og mátti ekki drekka neina mjólk né borða sykur því þá hefði barnið getað verið í hættu.“ Gróa er nú alveg laus við sykursýkina en fer árlega í skoðun. „Sykursýkin er undirliggjandi og því þarf að fylgjast með mér en ef ég held áfram að vera dugleg að hreyfa mig og borða rétt er ég í góðum málum.“

Matur hluti af menningunniGróa segir mikilvægt að kunna að um-gangast mat því hann sé svo stór hluti af lífi hvers og eins. „Þetta snýst um matarmenningu. Við notum mat við nær öll tilefni, sama hvort það er jarð-arför, brúðkaup eða eitthvað annað og því skiptir svo miklu máli að við lærum að umgangast hann á réttan hátt og án þess að þurfa að hætta þessu og hinu. Við eigum að geta borðað allt og notið þess. Við þurfum bara að velja alltaf betri kostinn og passa upp á skammta-stærðina. Við eigum að innbyrða ákveð-ið magn af hitaeiningum á dag og það erum við sjálf sem veljum hvaðan þær koma.“

Á Reykjalundi lærði Gróa að endur-forrita hugsun sína þegar kemur að mat. „Ég taldi mér trú um að ef ég drykki vatn með öllum mat myndi ég finna meira bragð og njóta hans betur og það er bara þannig. Það er líka mikilvægt að kunna að borða í veislum og byrja á því að ganga einn hring í kringum veislu-borðið og sjá hvað er í boði og ákveða hvað maður ætlar að fá sér. Ég fæ mér til dæmis alltaf bara hóflegt magn af kökum. Á Reykjalundi lærði ég líka að í jólahlaðborðum ætti maður að velja mat sem maður fær sjaldan en ekki hangi-kjöt eða hamborgarhrygg því það fáum við flest um jólin.“

Skipulag er lykillinn að góðri heilsuGróa var ekki nema átján ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og byrj-aði að búa og telur að á þeim tíma hafi hún einfaldlega ekki verið nógu klár að elda mat og ekki nógu hörð við sig til að neita sér um sjoppuferðir. „Núna

er ég með matseðil fyrir vikuna og er mjög skipulögð. Áður en ég fer út í búð skrifa ég niður á minnismiða hvað þarf að kaupa. Áður keypti ég skyndibitamat einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Þá var maður alltaf að vesenast eitthvað og hafði ekki tíma til að elda, heldur tíma til að kaupa.“ Það er liðin tíð og kaupir Gróa aðeins skyndibita örsjaldan.

Hún mælir með því að fólk sem er í þeim sporum og hún var árið 2009 leiti sér hjálpar og byrji að skrifa matardag-bók. Með því sé auðvelt að fylgjast með hvað borðað er og hve mikið og þannig auðvelt að sjá hvar hægt sé að taka af.

Langhlaup nýjasta áhugamáliðGróu hafði lengi langað að stunda hlaup og síðasta vor lét hún drauminn rætast og byrjaði á því að ganga og hlaupa til skiptis. Æfingarnar gengu vonum fram-ar og ákvað hún því að skrá sig í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er nú eng-

inn spretthlaupari en er alltaf að bæta tímann minn og finnst alveg yndislegt að geta farið út að hlaupa. Það var ótrú-leg upplifun að taka þátt í Reykjavíkur-maraþoninu og stór áfangi hjá mér að geta hlaupið heila tíu kílómetra. Svo var líka alveg magnað að hlaupa með öllu þessu fólki og fá hvatningu frá áhorf-endum.“ Stuttu síðar tók Gróa svo þátt í Reykjanesmaraþoni og bætti tímann sinn um þrjár mínútur. Næsta sumar stefnir hún svo að því að hlaupa hálft maraþon.

Lífið léttara á allan háttEftir að Gróa léttist hefur líf hennar tekið miklum breytingum og er hún nú full af orku, gleði og hamingju. „Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera upp-gefin. Að geta unnið í garð-inum mínum, hlaupið til þeg-ar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð fyrirmynd. Það er líka frábært að vera ekki uppgefin eftir vinnudaginn. Góð heilsa skiptir svo miklu máli. Þá eigum við auðveldara með að takast á við erfiðleika, hvort sem það eru veikindi, áföll eða annað. Það var ástæðan fyrir því að ég vildi breyta mínum lífsstíl,“ segir Gróa og

leggur áherslu á að hún sé ekki í átaki heldur búin að gera allsherjar breyting-ar á sínum lífsstíl.

„Þegar ég kom heim eftir að hafa dvalið á Reykjalundi í fimm vikur sagði sonur minn við mig: „Mamma, þú ert miklu skemmtilegri eftir að hafa verið á Reykjalundi en þú varst samt ekkert leiðinleg sko.“ Þetta segir margt um andlegu hliðina því þegar við stöndum okkur vel og náum markmiðum okkar verður allt svo miklu betra og skemmti-legra.“

Árið 2009 var Gróa Axelsdóttir rúmlega 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún hafði reynt ýmislegt til að létta sig og oft gengið vel en kílóin komu alltaf aftur. Á Reykjalundi lærði hún að umgangast mat og gera hreyfingu hluta af daglegu lífi. Í dag er Gróa 40 kílóum léttari, búin að taka þátt í tveimur 10 km hlaupum og á ársgamlan dreng en vegna áhrifa offitunnar hafði henni og manni hennar ekki tekist að eignast þriðja barnið.

„Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera uppgefin. Að geta unnið í garðinum mínum, hlaupið til þegar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð fyrirmynd,“ segir Gróa Axelsdóttir. Ljósmynd/Hari

Árið 2009 var Gróa rúmlega 120 kíló að þyngd en fékk hjálp frá sérfræðingum á Reykjalundi við að breyta um lífsstíl.

Læknaði sig af sykursýki

Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituað-gerð, heldur gera þetta sjálf.

Page 13: Liftiminn nov 2013

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

3313

0

Komdu og nýttu þér frábær opnunartilboð

afsláttur af barnavörum afsláttur af vítamínum afsláttur af húðvörum frá Gamla apótekinu Tilboðin gilda til 15. nóvember, eingöngu í Glæsibæ.

Velkomin til okkar í Glæsibæ!

Nú er Apótekarinn kominn í Glæsibæ

Lyf á lægra verði

Opið virka daga 9–18 www.apotekarinn.is

20%

Page 14: Liftiminn nov 2013

— 14 — 8. nóvember 2013

Á árinu 2012 voru aðeins 75 prósent fjögurra ára barna bólusett í Vestmannaeyjum en hlutfallið yfir landið allt var 82 prósent. Foreldrum óbólusettra barna verður send áminning á næstunni.

Neysla sætuefna viðheldur lönguninni„Það leysir ekki vandann við of-neyslu sykurs að skipta honum út fyrir önnur sætuefni því það er fátt sem bendir til þess að þau séu hollari eða betri sé þeirra einnig neytt í óhófi,“ segir Þór-hallur Ingi Halldórsson, dósent við heilbrigðisvísindasvið Há-skóla Íslands. Hinar ýmsu sætu-vörur eru auglýstar í fjölmiðlum þessa dagana og er fólk hvatt til að skipta út sykri og nota aðrar sætuvörur frekar. Þórhallur seg-ir mikilvægt að fólk hafi í huga að enn hafi ekki komið á mark-að nein töfralausn í stað sykurs og að sætuefni í óhófi séu alltaf óholl, hvort sem það sé agave-sýróp, stevia eða önnur efni. „Þó er ekkert sem mælir gegn því að

þessarra sætuefna sé neytt í hófi. Jafnvel mætti segja að gott væri að dreifa áhættunni með því að neyta mismunandi tegunda af sætuefnum þurfi fólk endilega að neyta þeirra. Það er ekki vænlegt að hafa tröllatrú á því að eitthvað eitt efni sé akkúrat það eina rétta. Þetta er mikill frumskógur efna sem aðeins lítillega er byrjað að rannsaka og birta greinar um. Við eigum að vera tortryggin gagnvart mikilli neyslu á sætu sama hvaðan hún kemur.“ Nær hundrað ár hafi tekið að komast að því sykur væri skaðlegur í miklu magni og því sé mjög vara-samt að fólk skipti yfir í sama magn af öðru efni því að í ljós gæti komið síðar að það efni sé einnig mjög slæmt heilsunni.

Þórhallur telur að mestur ár-angur í átt til betri heilsu náist ef fólk hugi betur að því hvað það borði, frekar en að viðhalda ofneyslu sætinda með því að skipta sykri út fyrir önnur efni. „Þrátt fyrir notkun þessara nýju sætuefna höfum við ekki séð við-snúning í tíðni á sykursýki eða offitu,“ segir hann en bætir við að önnur sætuefni en sykur geti reynst betri kostur fyrir fólk með

Sætuvörur er mikið auglýstar þessa dagana og er fólk hvatt til að nota þær í staðinn fyrir sykur. Doktor í næringar-fræði telur sætu-efni alltaf óholl í of miklu magni, sama hvort það sé sykur eða annað. Neysla sætuefna viðhaldi löngun í þau og því sé ólíklegt að hún leiði til lífsstílsbreyt-inga í rétta átt.

Agave-sýróp og önnur sætuefni viðhalda löngun í sykur og því ekki líkleg til þess að stuðla að lífsstíls-breytingu í rétta átt.

Mikilvægt er að matvörum sem innihalda mikið af sætu- og litar-efnum sé ekki haldið að börnum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos.

sykursýki.Að mati Þórhalls viðheldur neysla

sætuefna löngun í þau og því sé ólík-legt að hún leiði til lífsstílbreytinga til hollara mataræðis. „Þeir sem neyta mikils magns af sætuefnum eiga það til að þyngjast jafn mikið og hinir sem eru í sykrinum.“

Þórhallur segir mikil-vægt að matvörum sem innihalda mikið af sætu- og litarefnum sé ekki haldið að börnum. „Það eru vörur í verslunum sem búið er að breyta tiltölulega mikið og er betra að venja börn á annan mat sem er með eðlilegri áferð. Við eigum ekki alltaf að bíða eftir skipun að ofan um að vörur séu bann-aðar. Innan ramma yfir leyfilegar mat-vörur vitum við al-veg að sumt af því sem er í búðunum er alls ekki hollt. Við sjáum það glögg-lega á l íkams-ástandi fólks.“

Stevia er eitt þeirra sætuefna sem í boði eru. Fátt bendir til þess að ofneysla stevia sé hollari en ofneysla sykurs, að sögn dósents við heilsbrigðisvísindasvið HÍ.

Þórhallur Ingi Hall-dórsson

Bólusetningar gegn lífshættu -

legum sjúkdómumSamantekt sóttvarnalæknis á tölum yfir þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2012 sýnir að þátttaka í tólf mánaða og fjögurra ára bólusetningum er ekki ásættanleg að mati Embættis landlæk-nis. Yfirlæknir sóttvarna hjá embættinu telur ólíklegt að fólk ákveði að hafna bólusetning-um, heldur séu skýringarnar gleymska eða vanskráning á heilsugæslustöðvum.

3 mánaða

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi,

Hib, mænusótt og pneumó-

kokkar.

5 mánaða

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi,

Hib, mænusótt og pneumó-

kokkar.

6 mánaða

Meningó-kokkar C

8 mánaða

Meningó-kokkar C

12 mánaða

Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi,

Hib, mænusótt og pneumó-

kokkar.

18 mánaða

Mislingar, hettusótt og

rauðir hundar.

4 ára

Kíghósti, barnaveiki og

stífkrampi.

12 ára

Mislingar, hettusótt og

rauðir hundar. Leghálskrabba-mein, eingöngu stúlkur. Þrjár

sprautur gefnar á 6 til 12 mánaða

tímabili.

14 ára

Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt.

Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu tuttugu árin og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á milli 20 til 40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum. Á árunum í kringum 1930-1940 létust þúsundir manna af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis gegn sjúkdómnum hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans.

Barnaveiki er sjúkdómur af völdum bakteríu sem er mjög smitandi og lýsir hann sér sem svæsin hálsbólga. Bakterían sjálf framleiðir eitur-efni sem berst út í blóðið og er skaðlegt vefjum líkamans, til dæmis hjartavöðva, nýrum og taugakerfi. Barnaveiki getur orðið mjög alvarlegur sjúkdómur og leitt til dauða en 40 til 50 prósent þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum deyja af völdum hans.

Stífkrampi er alvarleg sýking sem orsakast af bakteríu sem fyrirfinnst víða í náttúrunni, svo sem í jarðvegi og húsdýraskít og í þörmum manna og dýra. Berist bakterían í sár framleiðir hún eitur sem leggst á miðtaugakerfi, veldur stífleika og krömpum sem geta verið lífshættulegir og valdið öndunar- og hjartastoppi. Eina örugga vörnin er bólusetning.

Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem getur lagst á taugakerfi lík-amans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar og eykst hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins með hærri aldri. Mikilvægt er að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er þeim hættulegastur.

Haemophilus influenzae b eða Hib getur orsakað alvarlega sjúkdóma svo sem heilahimnu-bólgu, barkabólgu, lungnabólgu, blóðsýkingu og liðbólgur auk annarra vægari sýkinga sem geta þó verið þrálátar. Alvarlegustu sýkingarnar af völd-um bakteríunnar eru barkabólga, blóðsýkingar og heilahimnubólga sem getur verið lífshættuleg.

Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smit-andi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Mislingar var algengur sjúkdómur á meðal barna hér á landi á árum áður. Eftir að farið var að bólusetja gegn honum hefur dregið mjög úr algengi hans í hinum vestræna heimi. Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að tíu prósent þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu. Mislingafaraldur kom upp í Evrópu á árinu 2011 og 2012 og greindust um 30 þúsund einstaklingar með mislinga hvort árið. Margir þeirra sem sýktust dóu og aðrir hlutu alvarlega fylgikvilla.

S amkvæmt samantekt Sóttvarnalæknis er þátt-taka í bólusetningum barna á Íslandi misjöfn eftir landsvæðum. Í skýrslu um bólusetningar árið 2012 kemur fram að þátttakan sé að mestu

leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar tólf mánaða og fjögurra ára barna. Í tólf mánaða bólusetn-ingu var þátttaka á landinu öllu 88 prósent en á Suður-landi og Suðurnesjum er þátttakan aðeins 81 prósent. Hlutfall barna sem bólusett eru við fjögurra ára aldur er 82 prósent á landinu öllu. Lægst er það í Vestmanna-eyjum eða 75 prósent. Á Suðurnesjum og Suðurlandi var hlutfallið 77 prósent.

Til stendur að senda lista yfir þau börn sem ekki eru bólusett til heilsugæslustöðva á næstunni svo hægt verði að senda foreldrum áminningu. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis land-læknis, telur ólíklegt að foreldrar ákveði sérstaklega að hafna því að senda börn sín í þessar bólusetningar heldur séu líklegustu skýringarnar á minni þátttöku þær að bólusetningarnar hafi ekki verið skráðar í bólu-setningagrunn heilsugæslunnar eða þá að gleymst hafi að bólusetja börnin, til dæmis vegna veikinda. „Heilsugæslan er með kerfi þar sem hún minnir fólk á að koma á tilsettum tíma eða gefur nýjan tíma ef þess þarf. Fyrirkomulagið er vafalaust mismunandi á milli heilsugæslustöðva,“ segir hann.

BóluSetningar Barna

Ljós

myn

d/N

ordi

cPho

tos/

Get

tyIm

ages

.

Page 15: Liftiminn nov 2013

LÍFIÐ GÆTI BREYST Á SEKÚNDUBROTI

Konur um allan heim verða fyrir sýruárásum á hverjum degi. Þessu verður að breyta! Tökum höndum saman og segjum stopp við ofbeldi gegn konum og mætum á Fiðrildafögnuð UN Women í Hörpu 14. nóvember.

Fiðrildafögnuður UN Women | Harpa | 14. nóvember | kl. 20

LÍFIÐ GÆTI BREYST Á SEKÚNDUBROTI

Konur um allan heim verða fyrir sýruárásum á hverjum degi. Þessu verður að breyta! Tökum höndum saman og segjum stopp við ofbeldi gegn konum og mætum á Fiðrildafögnuð UN Women í Hörpu 14. nóvember.

Fiðrildafögnuður UN Women | Harpa | 14. nóvember | kl. 20

Miðaverð 3.900 kr. Miðasala fer fram á midi.is

STYRKTARLÍNUR

902 5001 | 902 50031.000 kr. 3.000 kr.

Unnur Ösp varð ekki fyrir sýruárás en Tabassum 14 ára varð fyrir sýruárás því hún endurgalt ekki ást bekkjarfélaga síns.

EL

SA

& T

OB

BA

Page 16: Liftiminn nov 2013

www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi

[email protected] • www.betrabak.isFaxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100

Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

* með 3,5% lántökugjaldi og 340 kr. greiðslugj. pr. afb.

va

xta

lau

sar afborganir í 1

2 m

án

*

Aðeins

22.250kr. á mán.160x200

C&J PlAtinum heilsurúm Chiro Deluxe heilsurúm

Fæst í mörgum

stærðunum.

Chiro Deluxe heilsurúm

Dýna, Classic-botn og lappir

Verðdæmi 160x200 cm

Jólaverð kr. 256.000

Verðdæmi 180x200 cm

Jólaverð kr. 278.000

C&J GolD heilsurúm

va

xta

lau

sar afborganir í 1

2 m

án

*

Aðeins

11.200kr. á mán.160x200

Pabba KoDDi

minn KoDDi mömmu

KoDDiPabba Pabba KoKoDDDDi

minn inn KoDDi mömmu

KoDDi

stíFurmJúkurstíFurmJúkur

Tempur® TraDiTional heilsuKoDDinnfrábær jólagjöf – fyrir alla í fjölskyldunni

milli stíFur

Verð aðeins 13.930 með 30% jólaafslætti

C&J GolD heilsurúm

Dýna, Classic-botn og lappir

Verðdæmi 160x200 cm

Jólaverð kr. 152.900

Verðdæmi 180x200 cm

Jólaverð kr. 164.900

Fæst í mörgum

stærðunum.

Gafl er ekki

innfalinn í verði.

Fæst í mörgum

stærðunum.

C&J PlAtinium heilsurúm

Dýna, Classic-botn og lappir

Verðdæmi 120x200 cm

Jólaverð kr. 99.900

Verðdæmi 160x200 cm

Jólaverð kr. 127.900

Verðdæmi 180x200 cm

Jólaverð kr. 134.900

Hjónagjöfin ykkar

C&J stillAnleGt heilsurúm með Infinity dýnuC&J stillAnleG

með fjarstýringu

va

xta

lau

sar afborganir í 1

2 m

án

*

Aðeins

42.820 kr. á mán.

C&J stillAnleGt

með infinity heilsudýnu

Verðdæmi 2x90x200 cm

Verð kr. 581.800

kr. 494.530 á JólAtilboði

n inndraganlegur botn.

n lyftigeta er yfir 2 x450 kg per botn.

n mótor þarfnast ekki viðhalds.

n Tvíhert stálgrind undir botni.

n 2 nuddmótorar með tímarofa.

n Þráðlaus fjarstýring með klukku,

vekjara og vasaljósi.

n leD lýsing undir rúmi - góð

næturlýsing.

n hliðar og endastopparar svo dýnur

færist ekki í sundur.

Gafl er ekki

innfalinn í verði.Gafl er ekki

innfalinn í verði.

va

xta

lau

sar afborganir í 1

2 m

án

*

Aðeins

13.360kr. á mán.160x200

Jólat i lboð

Frábært

Verð

t i lbo

160x200

va

xta

13.360kr. á mán.

2m

án22.250

kr. á mán.

D Ý N U R O G K O D D A R

C&J Gol

Gafl er ekki

innfalinn í verði.